Víkurfréttir 31. tbl. 41. árg.

Page 1

Á 13 SÍÐUM

SPORTIÐ

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Jerúdó lífsstíll

Stapaskóli

er skóli margbreytileikans og tækninnar

Ferðast innanlands Nýr skipaþjónustuklasi í Njarðvík

Skapar hundruð starfa á næstu þremur árum Lífsfærniskóli Guðna Gunnarssonar:

KEFLAVÍK

fer aldrei úr mér

5

uppáhalds

plötur

BLAFFA

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! -42%

-50%

Lambaleggir Grillmarinering

Grísagrillsneiðar Kryddlegnar

KR/KG ÁÐUR: 1.699 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.599 KR/KG

985

Lægra verð - léttari innkaup

Bændamarkaður

NÝ ÍSLENSK UPPSKERA!

800

Tilboðin gilda 20.—23. ágúst

FRÉTTIR • VIÐTÖL • MANNLÍF • SPORT • 80 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU!


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Breytingar á embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, tekur við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót.

Flutningur Ólafs er á grundvelli ákvæðis 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en ákvæðinu var breytt árið 2016, m.a. í því skyni að gefa skipuðum forstöðumönnum ríkisins færi á að flytja sig í annað starf og auka þannig hreyfanleika forstöðumanna, m.a. í tengslum við starfslok. Flutningurinn gefur ráðuneytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu hans og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen-samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen-ríkjanna á sviði landamæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex-landamærastofnunarinnar.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

Þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verði tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi. Margrét

Grímur Hergeirsson lauk prófi frá lögregluskóla ríkisins 1998 og starfaði sem lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Selfossi til ársins 2004. Lauk meistaraprófi í lögfræði frá HÍ 2009 og málflutningsréttindum fyrir héraðsdómi sama ár. Hann var starfandi lögmaður til ársins 2014 og frá þeim tíma löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Selfossi og frá 2015 hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Grímur hefur verið yfirlögfræðingur ákærusviðs og staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi frá 1. apríl 2017 og var settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. janúar til 15. mars 2020.

Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embættinu á sama tímabili. Embættið verður auglýst laust til umsóknar við fyrstu hentugleika.

Margrét Kristín Pálsdóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu (áður innanríkisráðuneyti) frá árinu 2012 þar sem hún hefur að meginstefnu sinnt verkefnum tengdum málefnum lögreglu og landamæra. Árið 2019 starfaði Margrét tímabundið hjá ríkislögreglustjóra við að setja á fót nýja landamæradeild innan embættisins auk þess sem Margrét var settur aðstoðarríkislögreglustjóri frá 1. janúar til 15. mars 2020.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Endurgreiðsla einu sinni á ári Á hverju ári geta tjónlausir viðskiptavinir okkar fengið endurgreiðslu. Útibú Reykjanesbæ 440 2450 | sudurnes@sjova.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

NÝR SKIPAÞJÓNUSTUKLASI Í NJARÐVÍK

Skapar hundruð starfa á næstu þremur árum Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirbýr byggingu stórrar og yfirbyggðrar skipakvíar á starfsvæði sínu. Reykjaneshöfn, í samvinnu við ríkið, byggir skjólgarð svo verkefnið sé mögulegt.

Umfangsmikil uppbygging hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík þar sem byggður yrði skipaþjónustuklasi til að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins gæti skapað 250 til 350 bein og óbein störf á næstu þremur árum. Viljayfirlýsing var undirrituð um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem á frumkvæðið að málinu. „Mörg stærri fiskiskipa flotans hér á landi hafa farið til útlanda til að fá þjónustu, viðgerðir og viðhald. Við ætlum að fjárfesta í yfirbyggðri skipakví sem gæti tekið þessi stærri skip. Það er því til mikils að vinna fyrir okkur og samfélagið á Suðurnesjum. Við teljum það ekki óraunhæft að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf,“ segir Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en hún er eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum og státar af 75 árum í rekstri.

Yfirbyggð þurrkví fyrir stór skip Að sögn Þráins snýr verkefnið sem hér um ræðir snýr að bættri aðstöðu í Njarðvíkurhöfn þannig að unnt sé að skapa tækifæri margra fyrirtækja til byggingar skipaþjónustuklasa sem getur umbylt aðstöðu til þjónustu við íslenskan og erlendan skipaflota og skapað fjölda starfa. „Þar skiptir mestu að reist verður yfirbyggð þurrkví sem getur sinnt stórum skipum án veðuráhrifa allt árið. Aðstaða við Njarðvíkurhöfn verður þannig fyrir nánast allar

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

gerðir skipa fiskveiðiflotans. Forsenda þessa er að Reykjaneshöfn geri nýjan skjólgarð í Njarðvíkur-

höfn sem mun umbreyta allri hafnaraðstöðu þar og skapa möguleika fyrir byggingu kvíarinnar. Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirbýr nú að fjárfesta í yfirbyggðri skipakví sem væri rúmlega hundrað metrar á lengd og yfir tuttugu metra breið. Verkefnið er m.a. að ná auknum hluta íslenskra skipa sem nú sigla í slipp til annarra landa sem og að ná skipum af

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Þráinn Jónsson, framkvædastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5

MIKILVÆGT FYRIR REYKJANESHÖFN Halldór Karl Hermannson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að þetta sé frábært verkefni og muni hafa mikla þýðingu fyrir rekstur hafnarinnar. Þarna erum við að styrkja starfsemi sem þegar er til staðar og gæti skilað okkur bættum rekstri í framtíðinni. Rekstur hafnarinnar hefur lengi verið þungur og uppbygging í Helguvík ekki gengið eins og stefnt hefur verið að. Þá er ekki alltaf á vísan að róa í sjávarútvegnum, t.d. þá hefur makríll sem hefur skilað höfninni all nokkrum tekjum undanfarin fimm ár ekki látið sjá sig á Suðurnesjum í sumar. Við verðum því að horfa til nýrra tækifæra og þarna er tækifæri sem lofar góðu, ekki eingöngu fyrir höfnina heldur samfélagið í heild. norðurslóðum til landsins,“ segir Þráinn. Með umræddu húsi stórbætast möguleikar á hvers kyns viðhaldsverkefnum sem annars eru keypt erlendis. Svo stór og yfirbyggð kví ásamt landi og aðstöðu í og við Njarðvíkurhöfn skapar skilyrði fyrir skipaþjónustuklasa með mörg hundruð störfum. Þjónustuklasinn mun að sögn Þráins leggja áherslu á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend, til viðhalds, breytinga og endurnýjunar. Auknar kröfur um betri mengunarvarnir í skipum, skipti yfir í vistvæna orku og lækkun orkukostnaðar, skapi ný tækifæri á þessu sviði. Hugmynd Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur gengur út á að nýta sérþekkingu á margvíslegum sviðum sem safnast hefur upp hjá vél- og stálsmiðjum víða á landinu. Öflug málvinnslufyrirtæki og -smiðjur fengju stóraukin tækifæri í verkefnum og þróun. Þannig yrði þjónustuklasinn byggður á fjölda fyrirtækja, hverju með sína sérhæfingu. – En hvað mun uppbyggingin taka langan tíma? „Þjónustuklasinn getur tiltölulega fljótt skapað á annað hundrað störf og samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70 til 80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað er gert ráð fyrir að verkefni fyrst um sinn tengd kvínni skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf,“ segir

Þráinn en áætlaður framkvæmdatími verkefnisins er þrjú ár frá því að fjármögnun þess liggur fyrir.

Skilningur frá yfirvöldum Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir að búið sé að ræða við yfirvöld og þingmenn og góður stuðningur sé við málið en ríkið kemur að byggingu varnargarða sem er forsenda þess að hægt sé að fara í byggingu kvíarinnar. „Þetta er mjög jákvætt og skapar fjölda starfa. Frumkvæðið kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og það er einmitt það sem við hjá Reykjanesbæ höfum verið að leita eftir og viljum sjá, að frumkvæðið komi frá öðrum aðilum en sveitarfélaginu. Verði þetta að veruleika sem við getum við bjartsýn um erum við

líka að bæta við fjölbreytileikann í atvinnulífinu á svæðinu. Það er nauðsynlegt og hefur komið berlega í ljós í nú í heimsfaraldri þar sem Suðurnesin hafa átt undir högg að sækja þar sem svo mörg

störf eru í flugstöðinni og hennar nágrenni,“ segir Kjartan Már.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Páll Ketilsson pket@vf.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aldrei fleiri gestir í Rokksafnið Ókeypis aðgangur og aukin ferðalög innanlands hafa jákvæð áhrif á heimsóknir í söfn Reykjanesbæjar Mikil fjölgun hefur orðið á gestum í Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ og í Duus Safnahús eftir að Reykjanesbær fór að bjóða ókeypis aðgang í söfnin. Sveitarfélagið tók þá ákvörðun að veita ókeypis aðgang frá 1. júní til 31. ágúst og er það liður í því að bjóða gesti velkomna til Reykjanesbæjar á ferðum sínum um landið. „Rétt rúmlega tvö þúsund manns sóttu safnið í júní og júlí. Það er um það bil 800 manna aukning borið saman við sama tímabil í fyrra. Ókeypis aðgangur að safninu og aukin ferðalög innanlands eiga klárlega mikinn þátt í þessari aukningu,“ segir Viktor Aron Bragason, starfsmaður Rokksafnins. Rokksafn Íslands hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að það

var opnað árið 2014. Á safninu, sem er staðsett í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ, er mikið magn sýningargripa sem tengdir eru íslenskri rokksögu eins og til dæmis trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar, hljóðnemi Megasar og kjóll af Ellý Vilhjálms svo fá dæmi séu tekin. Einnig má finna kaffihús á staðnum sem ber nafnið RokkCafé.

Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

ÞÓRUNN KRISTÍN TEITSDÓTTIR Didda Faxabraut 13, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. ágúst kl.13. Guðlaugur Kristjánsson Hanna Sigurðardóttir Hildur Kristín Guðlaugsdóttir Þórunn Guðlaugsdóttir Hulda Guðlaugsdóttir Grétar Eiríksson og barnabarnabörn.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Pop-up sýningin Á sjó er í Listasafni Reykjanesbæjar þessa dgana og stendur til 25. ágúst.

Fleiri innlendir gestir heimsækja Duus Safnahús Duus Safnahús, sem eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar, hefur einnig séð aukinn fjölda gesta í sumar. Duus Safnahús hýsir sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar. Þar má einnig finna upplýsingamiðstöð ferðamanna og Gestastofu Reykjaness jarðvangs sem oft gengur undir nafninu Geopark.

„Við erum að sjá aukinn fjölda innlendra ferðamanna í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Til dæmis voru innlendir gestir 902 í júlí í ár miðað við 273 í júlí í fyrra. Það fer ekki á milli mála að bjóða gestum frítt í safnið hefur haft tilskilin áhrif,“ segir Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar. Frítt er í söfnin í Reykjanesbæ til 31. ágúst. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á sofn.reykjanesbaer.is.


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rokkveislunni miklu frestað – Frumsýnd í lok september!

Hertar sóttvarnarreglur vegna Covid-19 koma í veg fyrir að ekki tekst að halda tónleika á Ljósanæturhelginni. Stefnt er á að frumsýna Rokkveisluna miklu föstudagskvöldið 25. september ef búið verður að aflétta þeim fjöldatakmörkunum sem nú eru í gildi. Tvær sýningar fylgja svo í kjölfarið laugardaginn 26. september. Sýningar verða því á eftirfarandi tímum: Frumsýning: Föstudaginn 25. september kl. 20. (var áður 2. september kl. 20) Önnur sýning: Laugardaginn 26. september kl. 16. (var áður 6. september kl. 16) Þriðja sýning: Laugardaginn 26. september kl. 20. (var áður 6. september kl. 20) „Við biðjum alla þá sem búnir voru að kaupa miða á áður auglýstar dagsetningar velvirðingar á þeim óþægingum sem þessar breytingar kunna að valda. Þeir sem hafa keypt miða og geta ekki nýtt sér nýja sýningartíma geta að sjálfsögðu fengið endurgreitt. Eru þeir beðnir að hafa samband við Tix.is vegna þess,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Fjórum tonnum af makríl landað í Keflavík – voru 5.226 tonn árið 2016 Undanfarin ár hefur makríll veiðst á handfæri í miklu mæli í höfnum og við strandlengju Reykjanesbæjar. Handfærabátar hafa skóflað makrílnum innbyrðis og stangveiðimenn sömu leiðis af bryggjunum. Þessu hefur fylgt mikið líf á hafnarsvæðinu, handfærabátarnir beðið í röðum eftir löndun og stangveiðimenn kastandi línu þvers og kruss í kringum þá. Í ár bregður svo við að makríllinn lætur ekki sjá sig og þeir handfærabátar sem voru tilbúnir í slaginn eru komnir á aðrar veiðar í dag. Samtals var fjórum tonnum af makríl landað í heildina á síðustu vikum í sjö löndunum í Keflavík. „Öðruvísi mér áður brá en árið 2016, þegar mest var um makríl, var 5.226 tonnum landað í 922 löndunum,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir.

Á myndinni hér að neðan er yfirlit landaðs magn af makríl hjá Reykjaneshöfn síðastliðin níu ár ásamt fjölda landana handfærabáta á makríl viðkomandi ár. Þar sést að frá toppárinu 2016 hefur línan legið jafnt og þétt niður á við.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


Þekking í þína þágu

Starfstengt nám á þínum forsendum! – Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður starfstengt nám sem hefur það að markmiði að efla færni á vinnumarkaði og skapa þér ný tækifæri. Viltu skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur?

Skrifstofuskólinn I og II - Hefst í byrjun september Skrifstofuskólinn eflir færni í bókhaldi og veitir innsýn í rekstur fyrirtækja. Kennt er á bókhaldsforritið Navision. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Gott utanumhald og stuðningur við nemendur.

Inga Snæfells Reimarsdóttir Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt og hefur staðist allar mínar væntingar. Það mun nýtast mér í mínu starfi og opna fyrir mig aðra möguleika á vinnumarkaðnum.

Samfélagstúlkun - Hefst um miðjan september Helstu áherslur í náminu eru að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að vera undirbúinn undir starf sem samfélagstúlkur. Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.

Silvia Björgvinsdóttir Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt nám, ég lærði mikilvægar upplýsingar og praktísk efni sem er ómissandi fyrir faglega samfélagstúlkun.

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Engin Ljósanótt í ár Ljósanótt 2020 verður ekki haldin. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar lagði fram til bókunar á fundi sínum þann 12. ágúst síðastliðinn að Ljósanótt yrði aflýst í ár í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna Covid-19. Yfirskrift Ljósanætur í ár var „Ljósanótt í höndum bæjarbúa“ þar sem til stóð að veita íbúum styrki til að standa fyrir smærri viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Á fjórða tug umsókna barst og því ljóst að samstaða bæjarbúa er mikil. Menningar- og atvinnuráð telur þó nauðsynlegt að sveitarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi og taki ábyrga afstöðu í ljósi stöðunnar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tók fundargerð Menningar- og atvinnuráðs til umræðu og afgreiðslu á fundi sínum þann 18. ágúst.

Bókun Menningar- og atvinnuráðs: Menningar- og atvinnuráð tekur undir sjónarmið stýrihóps Ljósanætur og telur sýnt að ekki verði gerlegt að halda Ljósanótt dagana 2.–6. september n.k. í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi auk tveggja metra reglu. Ráðið telur mikilvægt að sveitarfélagið sýni ábyrgð og stuðli ekki að óþarfa samsöfnun fólks á óvissutímum. Ráðið leggur því til að hátíðinni 2020 verði aflýst. Um leið lýsir ráðið mikilli ánægju með góð viðbrögð við yfirskrift hátíðarinnar „Ljósanótt í höndum bæjarbúa“ en á fjórða tug um-

sókna barst í sérstakan Ljósanætursjóð sem settur var á laggirnar til að gera íbúum kleift að standa að smærri viðburðum víða um bæinn. Ráðið leggur áherslu á að slíkur sjóður verði einnig opinn fyrir umsóknir á næsta ári svo íbúar geti með virkari hætti tekið þátt í að skapa hátíðina. Ráðið hvetur umsækjendur til að halda áfram að móta hugmyndir að fjölbreyttum viðburðum og koma sterk inn að ári. Ráðið mælist til þess að tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlun næsta árs og fjármagni sem ætlað var í Ljósanótt 2020 verði bætt við fyrirhugað fjármagn Ljósanætur 2021.

Afhentu 660.000 krónur

í minningu Áslaugar Óladóttur Vinkonur Áslaugar Óladóttur heitinnar afhentu Samtökum um kvennaathvarf 660.000 krónur sem vinir, skólafélagar og fjölskylda Áslaugar söfnuðu í tilefni að því að 6. ágúst hefði Áslaug orðið 40 ára hefði hún fengið að lifa. „Styrkurinn rennur beint í splunkunýtt verkefni sem við hlökkum til að kynna fyrir ykkur fljótlega en látum nægja núna að opinbera hið fremur óþjála vinnuheiti „framúrskarandi, þverfagleg þjónusta við börn í dvöl“ og markmiðið sem er að auka lífsgæði krakkanna okkar í nútíð og framtíð. Við þökkum fólkinu hennar Áslaugar fyrir okkur og lofum að vanda okkur við að eyða söfnunarfénu,“ segir á Facebook-síðu Samtaka um kvennaathvarf.

Hólmsteinn fær tvær milljónir í viðhald Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að verja tveimur milljónum króna til viðhalds á bátnum Hólmsteini GK sem er hluti af byggðasafninu sem staðsett er á Garðskaga. Verkefnið verður fjármagnað af liðnum menningarmál. Jafnframt á að vinna unnin áætlun um frekara viðhald á bátnum sem hefur látið nokkuð á sjá síðustu misseri.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


SUÐURNESJAMAGASÍN • NÝ ÞÁTTARÖÐ

STAPASKÓLI Við heimsækjum nýjan Stapaskóla í Reykjanesbæ í fyrsta þætti haustsins

Nýr skipaþjónustuklasi á hafnarsvæðinu í Njarðvík FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Eldur í gömlu varðskýli

Tilkynnt var um eld í gömlu varðskýli frá tímum varnarliðsins skammt frá flugvallargirðingu Keflavíkurflugvallar við Hafnaveg í vikunni. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út ásamt lögreglu. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins sem var í rusli inni í skýlinu. Telja verður víst að um íkveikju hafi verið að ræða.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Alelda flutningabíll á Grindavíkurvegi Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í flutningabíl á Grindavíkurvegi á miðvikudagsmorgun. Flutningabíllinn gjöreyðilagðist í eldinum. Slökkvilið Grindavíkur og lögregla fóru á vettvang, þegar slökkvilið kom á staðinn var bíllinn alelda og lagði þykkan reykjarmökk frá bílnum. Grindavíkurvegur var lokaður í talsverðan tíma á meðan flak bílsins var fjarlægt af veginum en þar sem bíllinn brann er vatnsverndarsvæði og þurfti að hafa mikla aðgát til að tryggja að mengun kæmist ekki í jarðveg. Hjáleiðir til að komast til Grindavíkur voru í gegnum Hafnir og Reykjanes og Krísuvíkurveg.

Ljósmynd: Jóhann Snorri

Sviptur ökuréttindum eftir ofsaakstur Allmargir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 187 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Þar var á ferðinni ökumaður um tvítugt og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, auk þess sem hans bíður ákæra vegna brotsins. Annar í þessum hópi var ekki með ökuskírteini og gat ekki sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi. Þá var ökumaður tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur og var viðkomandi með fíkniefni í bílnum. Í byrjun vikunnar var svo tilkynnt um bifreið sem ekið var á felgunni eftir Reykjanesbraut. Þegar lögregla mætti á vettvang var ökumaðurinn að bisa við að skipta um dekk. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Ungur hjólreiðamaður sem var á ferð í Njarðvík hjólaði inn í hlið bifreiðar sem var í akstri. Hann slapp ómeiddur.


STAPA

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


ASKÓLI er skóli margbreytileikans og tækninnar

Yfir 300 börn frá átján mánaða til fimmtán ára hefja nám í glæsilegasta skóla landsins í Innri-Njarðvík.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Yfir 300 börn frá átján mánaða til fimmtán ára hefja nám í glæsilegasta skóla landsins í Innri-Njarðvík.

Nýjasti skóli Reykjanesbæjar, Stapaskóli í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, er að hefja starfsemi og tekur á móti fyrstu nemendum mánudaginn 24. ágúst. Kennarar mættu til starfa viku fyrr og hafa undirbúið móttöku um 330 nemenda. „Það er horft til framtíðar í nýjum skóla. Það er alveg óhætt að segja það. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2016 þannig að þetta er stór stund fyrir okkur þegar fyrstu nemendur koma til starfa,“ segja Gróa Axelsdóttir, skólastjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Sérstakur undirbúningshópur var skipaður til að ákveða hvernig staðið yrði að nýjum skóla. Niðurstaða hans kom í skýrslu í júní árið 2016 og var sú að byggður

yrði heilstæður skóli sem yrði allt í senn, leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmiðstöð hverfisins. Með tímanum verður

LAND TIL SÖLU Til sölu spilda úr landi Vindheima í Grindavík. Mikil og falleg sjávarsýn. Merkt: 23-3272-5. Stærð skv. Þjóðskrá: 34.291 m2 Upplýsingar veittar í síma 893-2590 Hafnargötu 27a | 230 Reykjanesbæ | 533-1963 | 864-1963

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

svo íþróttahús og sundlaug byggð við skólann. Að undangengnu útboði var ákveðið að taka tilboði Arkís arkitekta í verkið.

Horft til framtíðar „Þetta er í fyrsta sinn sem bygging skóla er undirbúinn eftir þeim hætti að farið var eftir sérstöku ferli sem kallað er frá hinu almenna til hins sérstaða. Fjölskipaður hópur hagsmunaaðila, kennara, nemenda, foreldra og stjórnenda unnu fyrst hugmyndavinnuna áður en ráðist var í hönnun skólans. Hönnunin byggist á áherslum þess hóps. Niðurstaðan var að vera með heildstæðan skóla frá átján mánaða upp í fimmtán ára og reynt að brúa bil milli leikskóla og grunnskóla. Skólinn er í þremur áföngum og nú er er verið að opna þann fyrsta sem er um sjö þúsund fermetrar en heildarflatarmálið verður um tíu þúsund,“ segir Helgi. Upphaflega átti að opna skólann haustið 2019 en það frestaðist um eitt ár þegar útboð var kært. Framkvæmdir hófust fyrir um tveimur árum og hafa staðið yfir með þeim

Við ætlum okkur að vera framúrstefnuleg og nýta okkur alla tækni í námi þannig að börnin nái sem bestum árangri ...

árangri að fyrsti áfangi er tekinn í notkun nú í upphafi skólastarfs. „Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megineinkenni skólans verður sveigjanleiki, í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli aldursstiga,“ sagði á heimasíðu Reykjanesbæjar eftir að undirbúningshópurinn hafi lokið vinnu sinni. Páll Ketilsson pket@vf.is


911051

Valaciclovir Actavis

HVÍTA HÚSIÐ / Actvais

– til meðhöndlunar á frunsum NÚ ÁN S LYFSEÐIL

Valaciclovir Actavis 500 mg, filmuhúðaðar töflur. Lyfið er notað við meðhöndlun á frunsum hjá heilbrigðum einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi, sem eru 18 ára og eldri, hafa áður verið greindir af lækni með áblástur (frunsur) og þurfa endurtekna meðferð vegna áblásturs. Gleypa skal töflurnar heilar með vatni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ekki hefðbundin skólaborð eða tússtöflur Gróa er afar ánægð með nýjan Stapaskóla en starfsemi hans hófst í bráðabirgðahúsnæði haustið 2018 sem útibú frá Akurskóla. Gróa var ráðin skólastjóri á síðasta ári og hefur stýrt skólanum síðan. Hún segir að kennsla og þjónusta við nemendur verði framúrstefnuleg. „Við byggjum allt á teymiskennslu, hjá kennurum, starfsfólki og nemendum. Öll húsgögn eru til dæmis keypt inn þannig að allir eiga að geta fundið sér vinnuumhverfi við hæfi. Vinnuumhverfið er fjölbreytt. Þetta er

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Um 330 nemendur byrja í skólanum í haust. Við erum mjög spennt fyrir því að hefja skólahald ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Það eru engar tússtöflur og engar töflur hangandi á veggjum. Eingöngu skjáir á hjólum sem hægt er að færa til ...

aðlagast breyttum starfsháttum,“ segir skólastjórinn. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, og Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, líta með björtum augum til framtíðar með nýjum og fullkomnum Stapaskóla. ekki hefðbundin lokuð skólastofa og öll þjónusta við nemendur fer fram á þeirra stað. Þeir þurfa ekki að fara neitt annað. Tveir árgangar eru í sama rými sem við köllum tvenndir sem eru opnar með litlum hópaherbergjum og hring í miðjunni sem stúkar rýmið aðeins af. Umhverfið er fjölbreytt eins og húsgögnin og aðstaðan í rýminu,“ segir Gróa.

Þá er stafræn tækni tekin alla leið í Stapaskóla. „Já, við nýtum okkur tæknina alla leið. Hjá 8.– 10. bekkjum grunnskóla Reykjanesbæjar hefur verið kennt með snjalltækjum og hver nemandi hefur fengið eitt tæki til að nota í náminu. Í Stapaskóla stígum við aðeins lengra og verðum með tæki á alla aldurshópa, alveg niður í leikskólastigið. Við fengum styrk fyrir

stafræna notkun og tækni fyrir leikskólastigið. Við ætlum okkur að vera framúrstefnuleg og nýta okkur alla tækni í námi þannig að börnin nái sem bestum árangri. Það eru engar tússtöflur og engar töflur hangandi á veggjum. Eingöngu skjáir á hjólum sem hægt er að færa til. Það eru há borð og lág borð, sófar og setkollar. Bæði nemendur og kennarar þurfa að

Almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug Kennarar voru valdir sérstaklega inn og Gróa sagði að hún væri mjög spennt að fá þá til starfa. En voru þeir allir tilbúnir í svona mikla rafræna kennslu og hópakennsla? „Þeir vita að það er teymiskennsla og samþætting námsgreina og unnið út frá heildstæðum verkefnum. Það verður ekki þannig að einn kennari er með einn hóp í einhverju fagi heldur erum við öll

SKRÁNING Í MATARÁSKRIFT HEFST 24. ÁGÚST. Skráning fer fram á www.skolamatur.is

www.skolamatur.is

@skolamatur

@skolamatur_ehf


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þaðan verður hægt að horfa inn í íþróttahúsið þannig að það ætti að hljóma vel fyrir foreldra íþróttabarna sem geta beðið þar og einnig fylgst með ... saman að kenna og hóparnir eru mismunandi þannig að nemendur ættu að fá betri þjónustu.“ Helgi segir að í öðrum áfanga verði íþróttahús og almenningssundlaug og um leið opnum við almenningsbókasafn. „Þaðan verður hægt að horfa inn í íþróttahúsið þannig að það ætti að hljóma vel fyrir foreldra íþróttabarna sem geta beðið þar og einnig fylgst með. Í þriðja áfanga verður lágreist bygging fyrir yngstu nemendurnar, allt niður í eins árs til fimm ára.

Það er óhætt að segja að þetta sé gríðarleg bylting í hverfi þar sem bjuggu nokkur hundruð manns fyrir rúmum áratug. Íbúafjölgun hefur verið mest í Innri-Njarðvík en fyrir er Akurskóli sem var opnaður árið 2005. Íbúar eru orðnir nærri tuttugu þúsund. Mikið er lagt upp úr því að Stapaskóli sé líka menningar-, félags- og íþróttamiðstöð fyrir íbúa í þessu hverfi því það er talsvert langt í margvíslega þjónustu í miðbænum og nágrenni hans,“ segir Helgi.

Bygging á áætlun Byggingaframkvæmdir hafa gengið nokkuð vel. Algengt er í svona framkvæmdum að 10% af byggingarkostnaði fari í búnað en Stapaskóli er talsvert undir kostnaðaráætlun í þeim lið þrátt fyrir öll innkaup á nútímalegum stafrænum búnaði enda sparast talsverðir fjármunir í innkaupum á hefðbundnum stólum og borðum. Fyrsti áfangi skólans kostar um 2,5 milljarð. Aðrar áætlanir, t.d.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

byggingakostnaður er á áætlun en heildarkostnaður verksins verður líklega á bilinu fjórir til fimm milljarðar en það skýrist hvernig gengur með næstu tvo áfanga. Hönnun og útboð á öðrum áfanga fer í gang fljótlega. Gróa segir að leiksvæði úti sé glæsilegt og fjölbreytt; hreystivöllur, trampólín og rólur. Nóg um að vera. „Um 330 nemendur byrja í skólanum í haust. Við erum mjög spennt fyrir því að hefja skólahald 24. ágúst og íbúarnir líka,“ segir Gróa.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Tinna og Hera tóku skóflustunguna Tinna Rut Sigvaldadóttir, leikskólanemandi á Holti, og Hera Björg Árnadóttir, nemandi í Akurskóla Dalsbraut, tóku í morgun skóflustungu að nýjum skóla við Dalsbraut í Innri-Njarðvíkurhverfi. Skólinn mun heita Stapaskóli en það varð niðurstaða bæjarráðs og fræðsluráðs eftir tillögum sem bárust í nafnasamkeppni sem fræðsluráð efndi til.

Fimmtíu tillögur að nafni Skólinn mun heita Stapaskóli en nafnið var eitt af þeim fimmtíu tillögum sem bárust frá 186 einstaklingum sem tóku þátt í nafnasamkeppni fræðsluráðs í október. Alls 28 einstaklingar sendu inn tillögu að nafninu Stapaskóli og flestir rökstuddu nafngiftina með því að skólinn væri í nálægð eða á Stapa/ Vogastapa, auk þess sem nafnið væri stutt og þjált. Enginn annar skóli á Íslandi ber þetta nafn.


22 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ekki þessa endalausu neikvæðni Makríll. Já, því miður þá þurfum við ekkert að hugsa um þann fisk lengur. Því nú er orðið ljóst að enginn makrílvertíð verður þetta sumar, árið 2020. Mikil áfall fyrir margar útgerðir héðan því menn voru búnir að græja bátanna sína og voru tilbúnir. Það er samt einhvern veginn þannig að það er voðalega mikið um neikvæðar fréttir af sjávarútvegi frá Suðurnesjum, t.d kviknaði í netabátnum Langanesi GK sem Hólmgrímur gerir út, sem betur fór þá urðu ekki miklar skemmdir á bátnum og komst eldurinn t.d. ekki í mannaíbúðir eða þá aftur í bátinn þar sem netin voru geymd. Báturinn er ekki kominn á veiðar en það styttist í það – og það má geta þess að nýr skipstjóri verður núna með Langanesi en það er Jón Árni Jónsson. Förum í hinn stóra bátinn sem Hólmgrímur gerir út, Grímsnes GK. Báturinn lenti í mjög alvarlegri vélarbilun í febrúar síðastliðinn og var það nokkuð mikil vinna að laga vélina en báturinn er klár og kominn á veiðar, Sigvaldi sonur Hólmgríms er skipstjóri á bátnum. Grímsnes GK fór beint í ufsann og

hefur verið á veiðum í kringum Vestmannaeyjar. Þriðji stóri netabáturinn, Erling KE, er búinn að vera á grálúðuveiðum í allt sumar og hefur landað um 340 tonnum af grálúðu sem mest hefur verið landað á Vopnafirði. Núna þegar þessi pistill er skrifaður þá er Erling KE að nálgast Njarðvík. En já, neikvæðar fréttir frá Suðurnesjum eru eins og fram kemur að ofan nokkrar en kannski sú neikvæðasta og kannski sú sorglegasta tengist báti sem var viðloðandi í útgerð frá Suðurnesjum í hátt í 50 ár. Þarna er ég að tala um bátinn sem er með skipaskrárnúmerið 288. Sá bátur hét fyrst Árni Geir KE og var smíðaður árið 1959. Báturinn var seldur árið 1970 og fékk þá nafnið Þorsteinn Gíslason KE en árið 1975 fékk báturinn nafnið Þorsteinn Gíslason GK og

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

með því nafni var hann gerður út frá Grindavík í 33 ár eða fram til ársins 2008 þegar báturinn var seldur, ásamt kvóta, til Hornafjarðar, Skinney Þinganes hirti kvótann af bátnum og seldi síðan bátinn áfram kvótalausan. Árið 2010 fékk þessi bátur nafnið Jökull SK og stundaði rækjuveiðar fram í maí árið 2014 þegar hann hætti veiðum og síðan þá hafði báturinn legið við bryggju í Hafnarfirði. Alla þá tíð sem að þessi bátur réri frá Suðurnesjum, og lengstan tímann í Grindavík undir nafninu Þorsteinn Gíslason GK, var báturinn mjög fengsæll og gekk útgerð hans mjög vel þau ár sem hann var gerður út. Af hverju er ég að minnast á þennan bát og af hverju myndi það flokkast undir það neikvæða eða sorglegast?

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Jú, því 17. ágúst síðastliðinn kom leki að bátnum þar sem hann lá við bryggju í Hafnarfirði og sökk hann við bryggju þar – og þegar þessi pistill er skrifaður þá liggur báturinn á botni hafnarinnar í Hafnarfirði. Við skulum samt ekki hafa þennan pistil endalaust neikvæðan, það er þó jákvætt að netaveiðin er búinn að vera mjög góð núna í ágúst en Bergvík GK, Sunna Líf GK, Hraunsvík GK, Halldór Afi GK og Maron GK hafa allir fiskað mjög vel. Halldór Afi GK hefur mest komist í 3,9 tonn, Sunna Líf GK mest í 6,4 tonn, Hraunsvík GK mest í 4,3 tonn, Bergvík GK mest í 6,9 tonn og Maron GK mest í 8,1 tonn. Mjög góður afli. Allir netabátarnir hafa lagt netin sín í Faxaflóanum og landað í Keflavík og Njarðvík.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Fótboltinn er farinn í gang aftur eftir Covid-hlé en með takmörkunum. Við tökum stöðuna gengi Suðurnesjaliðanna og ræðum við gamla markahrókinn Magnús Sverri Þorsteinsson sem tók fram skóna á ný og hefur sýnt að hann hefur engu gleymt. Golf er í sporti vikunnar en fyrir skemmstu var Íslandsmót unglinga haldið í Leirunni, þá segjum við frá skemmtilegu atviki tengdu Minningarmóti Úlla og heppnum kylfingum sem hafa farið holu í höggi nýlega. Júdódeild Njarðvíkur hefur verið með áhugavert tilraunaverkefni í gangi síðast hálfa árið og við heyrum nánar um það í ítarlegu viðtali. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stórsigur Keflvíkinga á Víkingi Ólafsvík Skoruðu sex mörk gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar þeir tóku á móti Víkingi Ólafsvík í Lengjudeild karla. Leikurinn var alger einstefna að marki gestanna. Keflvíkingar byrjuðu þó rólega en á 12. mínútu skoraði Ari Steinn Guðmundsson frábært mark eftir sendingu frá Davíð Snæ Jóhannssyni. Eftir markið var ekki aftur snúið og á 22. mínútu bætti ástralska markamaskínan Joey Gibbs við öðru marki. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Kian Williams þriðja mark Keflvíkinga og staðan 3:0 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu heimamenn áfram að þjarma að gestunum, Gibbs skoraði sitt annað mark á 57. mínútu og var skipt út af skömmu síðar en hann hafði fengið að líta gult spjald í fyrri hálfleik. Kian Williams skoraði einnig tvö í leiknum, það seinna á 68. mínútu, og kom Keflavík í 5:0. Undir lok leiks fengu Keflvíkingar dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Birni Boga Guðna-

syni sem var við það að komast í gegn, Davíð Snær Jóhannsson fór á punktinn og skoraði sjötta og síðasta mark Keflvíkinga. Þegar komið var í uppbótartíma náðu Víkingar að skora eitt mark (90'+2) og lokatölur 7:1 stórsigur heimamanna.

Miklir yfirburðir Það var eiginlega bara eitt lið á Nettóvellinum á miðvikudagskvöld. Yfirburðir Keflvíkinga voru miklir og eins og Ármann Örn Guðbjörnsson, sem lýsti leiknum á Fótbolti.net, komst svo skemmtilega að orði þegar hann skrifaði: „Í hvert einasta skipti sem Víkingar vinna boltann þá þarf ekki nema að telja upp í fimm þá eru þeir búnir að gefa boltann frá sér...“ þá er það lýsandi fyrir muninn á gæðum liðanna í kvöld.

Davíð Snær Jóhannsson skoraði úr víti í blálokin.

Joey Gibbs heldur áfram að skora fyrir Keflavík og það eru ánægjulegar fréttir fyrir liðið að hann hefur framlengt samningi sínum við félagið út árið 2023. Keflvíkingar eru nú einir efstir í Lengjudeildinni en Leiknir Reykjavík, sem var jafnt Keflavík

Joey Gibbs er óstöðvandi og bætti tveimur mörkum í sarpinn í leiknum gegn Víkingi. Hann er nú markahæstur í Lengjudeildinni með þrettán mörk. Gibbs er nýbúinn að framlengja samningi sínum við Keflavík út árið 2023.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

að stigum, tapaði fyrir Vestra í kvöld. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík en ÍBV vann Aftureldingu í Eyjum. Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Eyðimerkurgöngu Grindvíkinga loks lokið Árangur Grindvíkinga hefur verið langt frá væntingum í sumar. Þeir hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit og landað sigri í síðustu sex leikjum, gert fimm jafntefli og tapað einum. Á þessu varð þó breyting í miðvikudagskvöld þegar þeir mættu á heimavöll Þróttar í Reykjavík. Allt annað var að sjá til liðsins sem lék góðan fótbolta og uppskar eftir því.

Rólegur fyrri hálfleikur

Kian Williams skoraði tvö, hér er hann að afgreiða boltann í netið seinna markinu.

Markvörður Víkings braut á Birni Boga Guðnasyni undir lok leiks.

Áhorfendur voru í gámavís á leiknum – en utan girðingar enda voru áhorfendur ekki leyfðir.

Leikurinn fór rólega af stað en á 21. mínútu komst Sigurður Bjartur Hallsson í færi, setti boltann laglega í stöngina og inn. Á 35. mínútu tóku Grindvíkingar hornspyrnu þar sem Guðmundur Magnússon var réttur maður á réttum stað og stangaði boltann í netið, 0:2 fyrir Grindavík og þannig stóðu leikar í leikhléi. Guðmundur var nálægt því að skora aftur strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann komst í gegnum vörn Þróttar en markvörður þeirra sá við honum. Oddur Ingi Bjarnason bætti þriðja marki Grindvíkinga við á 53. mínútu og þá var farið að hylla í fyrsta sigur þeirra í allt of langan tíma. Rúmum tíu mínútum eftir þriðja mark Grindavíkur náðu Þróttarar að minnka muninn en besti maður Grindvíkinga í leiknum, Mackenzie Heaney, var ekki lengi að svara því með fjórða marki Grindavíkur. Staðan 1:4 og tuttugu og tvær mínútur til leiksloka. Þróttur skoraði annað mark á 70. mínútu en nær komust þeir ekki. Grindvíkingar sigldu langþráðum sigri í höfn og hafa vonandi eflt sjálfstraustið við hann. Þótt Grindavík sitji í sjöunda sæti með fjórtan stig eru þeir ekki svo langt frá næstu liðum. Aðeins munar þremur stigum á Grindavík og Þór sem er í fimmta sæti svo enn er tími fyrir þá til að hífa sig ofar á töflunni, jafnvel blanda sé í toppbaráttuna. Hver veit?

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindvíkinga, andar sennilega léttar eftir að hafa stýrt sínum mönnum loks til sigurs.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viðureign toppliðanna á sunnudag

Kvennaliði Keflavíkur hefur gengið ákaflega vel í Lengjudeild kvenna í sumar. Stelpurnar eru efstar í deildinni með eins stigs forskot á Tindastól sem er í öðru sæti. Liðin mætast í toppslag á Nettóvellinum á sunnudagi. Fyrri leikur liðanna fór 1:1 fyrir norðan svo það má búast við hörkurimmu þessa tveggja sterkra liða. Gunnar M. Jónsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við blaðamann Víkurfrétta um komandi leik og stöðuna á sínum leikmönnum. Keflvíkingar voru að bæta við nýjum leikmanni, sú heitir Claudia Nicole Cagnina og er perúsk landsliðskona sem er ætlað að fylla skarð Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis.

– Ég sá að þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, perúskri landsliðskonu. „Já, við vorum að missa sterkan leikmann. Hún Anita Lind var að fara út í skóla og því þurftum við að bæta við okkur og reyna að fylla hennar skarð. Hún er í sóttkví svo við eigum eftir að sjá hvernig hún

Anita Lind hefur leikið sinn síðasta leik í bili fyrir Keflavík.

fittar inn í liðið. Hún heitir Claudia Nicole Cagnina og er bandarísk með ítalskt vegabréf og hefur leikið með landsliði Perú. Hún verður með okkur út tímabilið og er komin með leikheimild. Við eigum eftir að sjá hvernig hún er en ef hún stendur sig vel þá verður líklega samið við hana áfram.“ – Verður hún klár í næsta leik? „Hún á að fara í seinni sýnatöku á föstudaginn svo vonandi nær hún æfingu með okkur á föstudag og laugardag – og verður svo klár í leikinn á sunnudag.“ Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Eru allar heilar hjá þér? „Já, það eru búið að vera svolítið meiðsli hjá okkur en þær eru að skríða saman. Ég held að þær séu bara allar heilar núna. Það er bara fínt stand á hópnum svo við verðum klár í toppslaginn á sunnudaginn. Þetta er mjög gott lið sem við erum að fara að mæta með sterka útlendinga, mjög góðan markmann, mjög góðan leikmann á miðjunni og svo hefur framherjinn hjá þeim vakið mikla athygli og mörg úrvalsdeildarlið vildu fá hana en hún er núna á þriðja tímabili hjá Tindastóli – vill bara vera á Króknum.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Magnús er búinn að halda sér í þrusuformi og var fljótur að finna taktinn eftir að hann tók skóna fram á ný.

Ætlaði ekki að verða feitur Magnús Sverrir Þorsteinsson tók fram knatt­spyrnu­skóna með Reynisliðinu í sumar eftir nokkura ára hlé. Hann hefur átt góða endurkomu á fótboltavöllinn enda er „gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum“. Þetta er búið að vera framar vonum, ljómandi skemmtilegt. Þetta var svona pínu að henda sér í þetta aftur, sanna fyrir sjálfum sér að maður hefði þetta ennþá og ég var fljótari að koma mér í betra stand en ég átti von á. – Þú hlýtur að vera búinn að halda þér í formi er það ekki? „Já, ég er búinn að vera rosalega duglegur að æfa. Það var mottó hjá mér að ég ætlaði ekki að verða feitur þegar ég hætti fótboltanum og er grínlaust búinn að standa vel við það – það eru allt of margir sem lenda í því. Það var eina mottóið mitt þegar ég hætti. Ég hef lítið spilað fótbolta eftir að ég hætti, smá föstudagsbolti og Old boys en þetta var kafli sem ég setti til hliðar – en það er alltaf jafn gaman að fara í fótbolta.“ – Hvað sérðu fram á að vera lengi í þessu? „Ég ætla nú bara að klára þetta tímabil, tryggja að Reynisliðið fari upp, klára tímabilið og svo tek ég stöðuna. Ég býst ekki við að það verði nema þetta tímabil en þetta er, eins og ég segi, búið að vera hrikalega skemmtilegt. Ég er auðvitað að verða 38 ára gamall og á

bara eftir að hugsa þetta, það eru ekkert margir sem eiga „comeback“ og geta eitthvað. Ég er alla vega feginn að hafa getað eitthvað. Við erum búnir að standa okkur vel í sumar, það átti raunar engin von á að Reynisliðið yrði svona sterkt. Þetta er langt umfram væntingar og svo er liðið að bæta í í þokkabót. Við ætlum bara að klára þessa deild.“

Reynismenn völtuðu yfir KV Treysta stöðu sína á toppi deildarinnar

Hörður Sveinsson skoraði úr víti á lokamínútu leiksins.

HANN Á VÖLLINN!

Reynismenn sitja taplausir á toppi 3. deildar karla í knattspyrnu, þeir tóku á móti KV á Blue-vellinum í Sandgerði á mánudag. Fyrir leikinn var KV, sem situr í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Reyni.

– Þú hefur ennþá „touchið“, búinn að skora sjö mörk í sex leikjum. „Já og bara búinn að byrja inn á í þremur leikjum. Mér líður vel á Reynisvellinum, gott grasið og andrúmsloftið á Blue-vellinum. Þeir voru einmitt að grínast með það í Podcastinu hjá Hjörvari í gær [Dr. Football Podcast 18/8 2020] að hann skoraði tvö á sínum eigin velli – hann á völlinn! Það var mjög fyndið.“

Leikurinn hófst fjörlega en það voru Vesturbæingar sem skoruðu fyrsta markið á 2. mínútu. Reynismenn voru ekki lengi að jafna metin, þar var Ante Marcic að verki á 5. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Magnús Sverrir Þorsteinsson boltanum í net KV og staðan orðin 3:1 Reynir í vil, þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Magnús öðru marki við og ljóst að Reynismenn væru að treysta stöðu sína á toppi deildarinnar með frammistöðu sinni í kvöld. KV náði að króra í bakkann á 4. mínútu uppbótartíma og minnka muninn í 4:2 en Reynir fékk dæmda vítaspyrnu á loka-

mínútu leiksins og úr henni skoraði Hörður Sveinsson (90’+5). Lokatölur leiksins urðu því 5:2 fyrir Reyni sem hefur aukið forystu sína í átta stig á toppi 3. deildar og allar líkur benda til að þeir muni leika í 2. deild á næsta tímabili. Þess má þó geta að KV á einn leik til góða. Tveir nýir leikmenn skipuðu hóp Reynismanna í leiknum. Halldór Kristinn Halldórsson skipti yfir í Reyni nokkrum dögum áður og var í byrjunarliðinu, þá hefur gamla brýnið Sigurbergur Elísson ákveðið að taka fram skóna að nýju, hann byrjaði á bekknum en var skipt inn á í seinni hálfleik.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Langþráður sigur Víðismanna Það er óhætt að segja að Víði hafi ekki gengið sem skildi í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Þeir hafa átt í talsverðum vandræðum og eru óþægilega nærri fallsæti þegar deildin er um það bil hálfnuð. Víðismenn tóku á móti KF á Nesfiskvellinum í vikunni en fyrir leikinn var KF í sjöunda sæti deildarinnar á meðan Víðir sat í því tíunda. Það voru Víðismenn sem mættu ákveðnir til leiks og voru sterkari aðilin. Þeir náðu þó ekki að opna markareikninginn fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Stefan Spasic skoraði mark eftir hornspyrnu og Víðismenn voru 1:0 yfir í hálfleik.

Guðmundur Marínó Jónsson skorar hér gegn Þrótti sem lauk með sigri þó með sigri þeirra síðarnefndu.

Þróttarar unnu Kára og sitja í fjórða sæti Þróttur úr Vogum lék gegn Kára á Akranesi á miðvikudagskvöld. Fyrir leik sat Þróttur í fimmta sæti Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði opnunarmark Þróttara á 10. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Þróttarar vítaspyrnu sem Alexsander Helgason skoraði úr og tvöfaldaði forystu þeirra. Kári klóraði í bakkann á 65. mínútu og minnkaði muninn í eitt mark en þar við sat og sigur Þróttar í höfn. Viktor Smári með skot að marki í fyrri leiknum gegn Kára.

Víðismenn héldu áfram að vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 55. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Hreggviði Hermannssyni. Það var Guyon Philips sem tók spyrnuna og skoraði örugglega, staðan 2:0 fyrir Víði. Þeir urðu þó fyrir áfalli skömmu síðar þegar Guðmundur Marínó Jónsson fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og Víðismenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Víðir hélt þó áfram að vera sterkari aðilinn, þótt þeir væru einum færri, og lönduðu langþráðum sigri sem lyftir þeim aðeins frá fallsæti. Leikurinn var vel leikinn af Víðismönnum og sýnir að meira býr í liðinu en stigataflan sýnir. Vonandi verður áframhald á þessari spilamennsku þeirra.

Njarðvíkingar töpuðu heima gegn Selfyssingum Njarðvík var búið að vinna sig upp í þriðja sæti 2. deildar karla eftir góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Þeir mættu Selfyssingum, sem sátu í fjórða sæti, á Rafholtsvellinum í tólfu (10.) umferð deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn betur og náði að skora á 13. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikur var ekkert augnayndi og fátt markvert gerðist, þó voru það gestirnir sem voru líklegri til að bæta í en Njarðvíkingar að jafna. Heimamenn veittu mótspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og sköpuðu sér færi með hættulegri skyndisókn en markvörður Selfyssinga varði vel. Það voru svo gestirnir sem bættu við marki eftir að nærri tuttugu mínútur voru liðnar af hálfleiknum og juku forskot sitt í tvö mörk. Bergþór Ingi Smárason minnkaði muninn á 75. mínútu þegar Njarðvíkingar náðu góðri sókn sem Selfyssingar áttu engin svör við. Nær komust Njarðvíkingar ekki og Selfoss kláraði leikinn skömmu áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Lokaniðurstaðan 3:1 fyrir gestina og með tapinu féll Njarðvík niður í fimmta sæti.

Kenneth Hogg átti ágætis færi gegn Selfyssingum en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Leikir framundan: Lengjudeild karla:

2. deild karla:

2. deild kvenna:

Grindavík - Þór Grindavíkurvöllur lau. 22/8 kl. 14:00

Þróttur - Dalvík/Reynir Vogaídýfuvöllur sun. 23/8 kl. 14:00

Fjarðab/Höttur/Leiknir - Grindavík Vilhjálmsvöllur sun. 23/8 kl. 14:00

Afturelding - Keflavík Fagverksvöllurinn Varmá lau. 22/8 kl. 16:00

Kórdrengir - Víðir Framvöllur sun. 23/8 kl. 14:00

3. deild karla:

Lengjudeild kvenna:

Völsungur - Njarðvík Vodafonevöllurinn Húsavík sun. 23/8 kl. 14:00

Keflavík - Tindastóll Nettóvöllurinn sun. 23/8 kl. 13:00

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Augnablik - Reynir Fagrilundur (gervigras) fös. 21/8 kl. 18:00


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

Íslandsmót unglinga í holukeppni haldið á Hólmsvelli í Leiru Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót unglinga í holukeppni hjá Golfklúbbur Suðurnesja. Mótið þótti heppnast vel á flottri Leirunni og mátti sjá mörg mögnuð tilþrif hjá þessum ungu og efnilegu kylfingum.

Guðmundur Freyr Sigurðsson úr GS sem keppti í flokki 19–21 ára féll úr keppni í sextán manna úrslitum og Logi Sigurðsson, einnig úr GS, rétt missti af niðurskurðinum í riðlakeppni flokks 17–18 ára.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, kylfingur úr GS, stóð sig best heimamanna á mótinu og endaði í öðru sæti í sínum flokki (14–15 ára) eftir úrslitaviðureign gegn Perlu Sól Sigurbrandsdóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Frá verðlaunaathöfn í flokki 14–15 ára stúlkna. Fjóla Margrét Viðarsdóttir með silfurverðlaunin er lengst til hægri.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Kennari Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Velferðarþjónusta – Liðveisla Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Galdraívaf í sumarlestri bókasafnsins Í Bókasafni Reykjanesbæjar er sumarlesturinn í fullum gangi. Í tilefni 40 ára afmælis Harry Potter þann 31. júlí 2020 munum við vera með galdraspil og sýningu á galdraveröld í Átthagastofu safnsins. Spilaspjaldið er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins og á rafrænu formi á heimasíðu safnsins. Lesturinn er skráður á þátttökuseðil sem hægt er að skila á safninu, eða á heimasíðu safnsins. Dreginn verður út lestrarvinningur úr pottinum í hverri viku í allt sumar. Allir geta verið með og sótt sér lestrarbingó, lestrarleiki og lestrarspil með galdraþema.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tvö draumahögg í Leirunni Tveir kylfingar náðu draumahögginu á Hólmsvelli í Leirunni á dögunum. Sævar Ingi Borgarsson og Jón Kr. Magnússon úr Golfklúbbi Suðurnesja gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi. Jón Kr. á sextándu braut og Sævar á þeirri áttundu. flötin stendur talsvert hærra en teigurinn. Síðan röltum við af stað og boltinn hvergi sjáanlegur á flötinni né út í karganum, Svo var ég kominn að enda flatarinnar hjá karganum þegar ég sneri við og sagði við hollið „Ahh, ég ætla fyrst að kíkja í holuna og tékka þar áður,“ og svo leit ég og öskraði – og það trúði mér enginn í ráshópnum fyrr en þeir kíktu í holuna. Það skemmtilegasta við þetta var að tveim dögum áður átti ég samræður við nokkra um holu í höggi og ég sagði að líklega ætti ég aldrei eftir að fara holu í höggi,“ sagði Sævar Ingi.

timarit.is

Höggið hjá Jóni Kr. var flott, hár bolti sem lenti skammt frá holu og rann í hana. Virkaði frekar létt hjá einum duglegasta kylfingi klúbbsins. Atvikið hjá Sævari var skrautlegra. Við heyrðum í honum og báðum hann að lýsa högginu. Áttunda brautin er um 130 metrar að lengd. Sævar sló með sjö-járni og það var talsverður mótvindur. „Ég ætlaði að slá hana lágt sem ég gerði en hitti hann ekki vel heldur svona hálf „skallaði“ boltann. Hann flaug beint á pinna en ég hélt að hann yrði of langur og hafi farið yfir flötina. Ég sá hann ekki fara ofan í þar sem

Sævar glaðbeittur á áttundu flötinni í Leirunni.

Jón Kr. hefur slegið mörg högg á árinu en ekkert eins skemmtilegt og þetta.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Úlli Open 2020 Styrktarmót sem haldið var til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson Um síðustu helgi fór fram minningarmótið Úlli Open 2020 í Vestmannaeyjum. Mótið er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara, annan stofnanda Lagnaþjónustu Suðurnesja en hann lést 22. september síðastliðinn. Úlli var fæddur á Siglufirði þann 5. apríl 1957 og bjó þar fyrstu árin með fjölskyldu sinni en flutti til Eyja á unglingsárum þar sem hann vann og bjó þar til hann flutti til Grindavíkur þar sem hann bjó og starfaði þar til hann lést.

Styrkurinn afhentur. Úlli kynnti sig sem Úlla Eyjamann, fæddan á Siglufirði en búandi og starfandi í Grindavík. Hann lék golf með vinum sínum og hafði ætlað að halda golfmót í Grindavík á síðasta ári en heilsan hreinlega leyfði það ekki – hann tók loforð af vinum sínum að halda golfmótið, þótt síðar væri. Það var síðan ákveðið strax í kjölfar fráfalls hans að halda minningarmót og gera það að árlegum viðburði, til þess að halda minningu yndislega Úlla á lofti og styrkja um leið félagasamtök í hans nafni. Ættingjar og vinir vilja þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning þessa móts kærlega fyrir. Lagnaþjónusta Suðurnesja sem Úlli stofnaði ásamt Rúnari Helgasyni kom myndarlega að mótinu með fjárstyrk, en Þorfinnur sonur Úlla er nú meðeigandi

Rúnars að Lagnaþjónustunni. Allir þátttakendur greiddu að sjálfsögðu myndarlegt mótsgjald og vinningar komu frá Bláa lóninu, Harbour View, Northern Light Inn, Golfklúbbi Grindavíkur og Golfklúbbi Vestmannaeyja, Miðstöðinni, Skipalyftunni, Geisla, Byko, 4x4 Adventures, Papas Pizza, Hafinu, Esju, Sælkeradreifingu og Stóra sviðinu og að auki gaf Jóhannes Barkarson, frændi Úlla, glæsilegan farandbikar. Glæsilegu móti lauk með sigri Bjarka Guðmundssonar frá Grindavík, þannig að farandbikarinn verður fyrsta árið varðveittur í Grindavík. Í verðlaunaafhendingunni afhentu Kristín Gísladóttir, ekkja Úlla, og börn hans, Eva Rut, Þorfinnur og Gunný Krabbavörn í Vestmannaeyjum allt það sem safnaðist í kringum mótið, eða 327.000 krónur. Kristín Valtýsdóttur tók við framlaginu og þakkaði fyrir þennan styrk með fallegum og vel völdum orðum. Aðstandendur mótsins þakka stuðninginn og minna á að mótið verður haldið aftur á næsta ári og stefnan er að gera enn betur þá.

Sigurvegarinn, Bjarki Guðmundsson, með bikarinn ásamt börnum Úlla; Gunný, Evu Rut og Þorfinni, og Kristínu ekkju hans. Aftast er Jóhannes Barkarson, frændi Úlla, sem gaf bikarinn.

Þessi er fyrir Úlla! Þorfinnur Gunnlaugsson, sonur Úlla, sagði blaðamanni Víkurfrétta þessa skemmtilegu sögu sem tengist mótinu. „Þrír nánustu vinir pabba, þeir Bjarni Ólafur Guðmundsson, Birgir Sveinsson og Kristófer Helgason, voru í fyrsta hollinu í mótinu. Þeir léku eðlilega hver sínum bolta en slógu svo til skiptis fjórða boltanum, sem var rauður, fyrir pabba. Það var svo á sunnudeginum að Daddi [Bjarni] vinur hans fór í golf og á tólftu holu Vestmannaeyjavallar ákvað hann að slá aukabolta, rauða boltann sem

þeir voru að nota í mótinu, og sagði: „Þessi er fyrir Úlla!“ Svo sló hann báðum boltunum. Síðan voru þeir að leita að boltunum út um allt en fundu hann ekki ... fyrr en honum var litið í holuna. Þá hafði hann farið holu í höggi með boltanum hans pabba. Alveg ótrúlegt því pabbi fór aldrei holu í högg, ég held að hann hafi aldrei verið nálægt því.“


32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

údó er lífsstíll J Pólskur krakkahópur í júdó gefur góða raun

Júdódeild Njarðvíkur hefur verið með athyglisvert tilraunaverkefni í gangi síðasta hálfa árið. Deildin hefur boðið upp á sérstakar júdóæfingar fyrir börn af pólskum uppruna og pólskur þjálfari sér um æfingarnar. Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari júdódeildarinnar, og Eydís Mary Jónsdóttir, formaður hennar sögðu blaðamanni Víkurfrétta frá verkefninu.

– Hvernig varð þessi hugmynd til, að vera með sér pólskan hóp? „Það er mjög stór hópur af pólskum börnum hér í samfélaginu sem er ekki að stunda neinar æfingar og við vorum búin að vera að ræða það hvernig við ættum að ná til þeirra. Reykjanesbær hefur m.a. verið að benda

ákváðum að nýta okkur þetta tækifæri enda erum við með mörg börn frá öðrum löndum og úr varð þetta tilraunaverkefni sem hefur gengið afskaplega vel.“ „Þetta er í raun eitt af grunngildum deildarinnar,“ segir Guðmundur, „Því þegar ég stofnaði júdódeildina þá var markmiðið að allir gætu æft burtséð frá fjárhag og nú eru að verða liðin tíu ár síðan við hófum reglulegar æfingar.“ á að krakkar af erlendu bergi eru ekki að nýta frístundastyrkinn sinn,“ segir Eydís. „Nú tækifærið datt eiginlega upp í hendurnar á okkur þegar Aleksandra hafði sambandi við deildina, þá var hún búin að búa hér í eitt ár og falaðist eftir vinnu við að þjálfa júdó enda er hún með svart belti í íþróttinni. Við

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Íþróttir fyrir alla Eydís segir að þetta sé í raun útvíkkað frá upphaflegu hugmyndinni, að bjóða upp á sérstaka tíma fyrir börn af pólskum uppruna. „Þetta er jaðarsettasti hópurinn, erlendu krakkarnir okkar, og það þarf eitthvað íþróttafélag að stíga

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

fram og koma til móts við þau. Það er ekki ásættanlegt að jafn fjölmennur hópur í bænum okkar sé ekki að stunda neinar æfingar, við þurfum að koma til móts við þessa krakka og ef íslenskir þjálfarar ná ekki til þeirra þá þurfum við að reyna aðrar leiðir.“ „Við sjáum svo fyrir okkur, þegar fram líða stundir, að þessi hópur blandist svo inn í aðra æfingahópa félagsins,“ bætir Guðmundur við. „Það verður ábyggilega erfitt í fyrstu en til lengri tíma litið verður það gott fyrir alla.“

Styrkir samfélagið Guðmundur starfar við málefni innflytjenda hjá Reykjanesbæ. Hann lítur á þetta verkefni sem skref í áttina að því að auðvelda krökkunum að aðlagast íslensku samfélagi. „Það getur verið erfitt fyrir fólk af öðrum uppruna að fóta sig í samfélaginu, ég held að svona verkefni sé eitt skref í


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 33

Reykjanesbær hefur m.a. verið að benda á að krakkar af erlendu bergi eru ekki að nýta frístunda­ styrkinn sinn ... Það geta allir æft júdó, óháð aldri, kyni eða líkamlegu atgervi.

áttina að því að gefa fólki tækifæri til að kynnast hvert öðru, nýbúum og íslendingum.“ „Það er öðruvísi umgjörð í kringum þessar æfingar,“ segir Eydís. „Foreldrarnir vilja mæta með börnunum á æfingar, fylgjast með og hitta aðra foreldra. Þetta fólk er auðvitað nýtt í nýju landi og það þarf að byggja tengslanet í kringum sig. Það þarf þó að stíga varlega til jarðar því á sama tíma verðum við að gæta að því að þau kynnist fleira fólki, einangrist ekki frá öðrum í klúbbnum og úr verði lokaður hópur Pólverja. Næsta vetur ætlum við að prófa að vera með tvær pólskar æfingar á viku og eina sameiginlega æfingu sem allir eiga að mæta á. Við þurfum á einhvern hátt að blanda börnunum saman og einnig foreldrunum.“

Mikil samheldni „Pólsku foreldrarnir eru ótrúlega drífandi og viljugir að taka þátt í starfinu með börnunum sínum,“ segir Eydís. „Við höfum haldið nokkurs konar uppskeruhátíð í lok hvers námskeiðs og þá hefur salurinn verið fullur af foreldrum – og báðir foreldrar mæta. Þetta hefur verið svona Pálínuboð, þ.e. hver og einn kemur með einhverjar kræsingar með sér og setur á borðið og úr hefur orðið hin fínasta veisla. Það hefur myndast ótrúlega góður andi í salnum og skemmtileg stemmning.“ Við þetta bætir Guðmundur: „Þetta er ekki aukaálag á stjórnina því pólsku foreldrarnir taka frumkvæðið, þeir redda því sem redda þarf og sjá um að þetta gerist. Þau leituðu til fyrirtækja

sem lögðu til verðlaun handa börnunum. Þetta er harðduglegt fólk og þvílíkur mannauður fyrir félag sem þetta.“

Þetta er lífsstíll „Að æfa júdó, brasilískt Jiu-Jitsu og glímu er lífsstíll,“ bendir Eydís á. „Við leggjum áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um íþróttina heldur er júdódeildin félagsskapur, samfélag. Hér á fólk að geta notið þess að vera saman og næsta vetur verða reglulega haldnar sameiginlegar æfingar þar sem við verðum með pizzaveislu eftir æfingu. Þetta verður liður í því að fólk kynnist fyrir utan það að bara glíma hvert við annað.“ „Við stefnum á að vera með föstudagsæfingu einn dag í mánuði þar sem öllum félögum

Hópur pólskra krakka á uppskeruhátíðar í lok námskeiðs þar sem allir fengu viðurkenningar og verðlaun.

á Suðurnesjum er boðið til að vera með. Þá er hugmyndin að reyna að fá Yoshiko Yura, sem er áttunda dan [8. gráða af svarta beltinu], til að sjá um æfinguna, halda nokkurs konar æfingabúðir fyrir þjálfara. Við erum alltaf reyna að bæta okkur,“ segir Guðmundur. „Yura er kennari og uppeldisfræðingur að mennt, meistararitgerðin hans var um hvernig eigi að kenna júdó rétt. Yura er einn hæst gráðaði júdómaður í heiminum í dag, hann býr á Íslandi og það er einstakt að hafa aðgang að slíkri uppsprettu þekkingar og hæfni.“ „Við erum líka að vinna í því að þjappa ungu krökkunum í klúbbnum saman og gefa þeim tækifæri til að styrkja tengslin sín á milli, utan vallar sem innan,“ segir Eydís. „Við eigum marga frábæra iðkendur sem hafa einnig


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Það hefur áhrif á gráðanir hjá iðkendunum mínum, ég gráða þá ekki upp fyrr en þeir eru farnir að geta ráðið við egóið sitt ...

verið að þjálfa og við viljum breikka þann hóp og styrkja, gera það eftirsóknarvert að kenna. Við höfum verið að hvetja þau til að gera eitthvað

Þegar búið er að leggja hart að sér við æfingar er gráðun mikil ánægjustund – og allir samgleðjast.

saman fyrir utan æfingar, eiga góða stund saman og styðja við bakið hvert á öðru.“ – Hvað eru margir iðkendur hjá ykkur? „Við erum nýbúin að taka nýtt skráningarkerfi í notkun,“ segir Guðmundur. „Núna erum við með um áttatíu virka iðkendur, það er fyrir utan pólska hópinn sem telur í kringum fjörutíu krakka. Þetta eru um 120 iðk-

Störf í boði Félagsmiðstöðin Þruman auglýsir eftir starfsfólki í tímavinnu í vetur, frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021. Um er að ræða vaktir seinni hluta dags og/eða á kvöldin einu sinni til tvisvar í viku og á einstaka viðburði Þrumunnar og Samsuð/Samfés yfir veturinn. Umsækjendur þurfa að ... ... vera tvítugir að aldri á starfsárinu (fæddir 2001) ... vera góðar fyrirmyndir ... hafa öflugt hugmyndaflug varðandi tómstundastarf ungmenna ... sýna frumkvæði ... sjá lausnir í stað vandamála og vera tilbúnir að vinna hin ýmsu verkefni með unglingunum ... hafa hreint sakavottorð Félagsmiðstöðin Þruman er vímulaus vinnustaður. Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal berast eigi síðar en 24. ágúst 2020 á netfangið elinborg@grindavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. september 2020. Nánari upplýsingar um störfin veitir Elínborg Ingvarsdóttir elinborg@grindavik.is. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um óháð kyni.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

endur í það heila og það hefur orðið mikil aukning í iðkendafjöld sem eru tuttugu ára og eldri. Svo hefur komið til tals að vera með æfingar fyrir eldri júdókappa, þeir eru fjölmargir hérna í bænum sem æfðu í gamla daga og vilja koma til að taka rólegar æfingar einu sinni í viku – án þess að slasa hvern annan,“ segir Guðmundur og hlær. „Það getur hver sem er komið á æfingar hjá okkur, aldur og líkamlegt ásigkomulag skiptir ekki máli. Hér er lögð áhersla á að allir geti æft miðað við sína getu. Þeir sem eru lengra komnir eru ekki að taka á nýliðum, þeir leyfa þeim að kasta sér og læra af þeim. Um það snýst júdó, brasilískt JiuJitsu og glíma, að allir geti verið með.“ „Ég held að það að taka brasilískt Jiu-Jitsu inn í deildina hafi haft þessi áhrif, júdókappar eiga það til að vera vera uppfullir af egói. Núna er egóið skilið eftir fyrir utan salinn,“ segir Eydís. „Það er önnur menning inn á vellinum hjá okkur en hjá flestum öðrum júdófélögum. Menningin í íslensku glímunni hefur einnig breytt anda deildarinnar en þar er, eins og í brasilísku Jiu-Jitsu, meiri áhersla lögð á að búa til jákvæða upplifun, gefa iðkendum það rými sem þeir þurfa til að þrífast, bæta sig og njóta þess að að vera – og síðast en ekki síst að kynnast og njóta samveru við glímumenn hvaðanæva að úr heiminum.“ „Það hefur áhrif á gráðanir hjá iðkendunum mínum, ég gráða þá ekki upp fyrr en þeir eru farnir að geta ráðið við egóið sitt,“ segir Guðmundur. „Egó og keppnisskap er af hinu góða en þú verður að geta stjórnað því.“ Þeir sem vilja kynnast júdó betur geta sent fyrirspurnir á judo@umfn.is eða mætt á æfingu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

Aleksandra Kołtunowska

Pólsk afreksíþróttakona

Aleksandra Kołtunowska sér um æfingarnar fyrir pólsku krakkana hjá júdódeild Njarðvíkur. Hún hefur æft júdó í sautján ár, síðan hún var fimm ára gömul en þá fór pabbi hennar með hana á sína fyrstu æfingu. Í dag er hún með annað dan [2. gráða af svarta beltinu] og hefur talsverða reynslu af keppni og þjálfun. „Ég hef keppt mikið og hef m.a. lent í fimmta sæti í Evrópukeppni,“ segir Aleksandra. – Hvernig stendur á því að þú ert að þjálfa hér á Íslandi? „Kærastinn minn fór að vinna hérna og ég kom í kjölfarið. Ég hafði þjálfað börn og fullorðna í Póllandi í þrjú ár auk þess að vinna á leikskóla. Ég hef ekki getað fengið vinnu á Íslandi vegna þess að ég tala ekki tungumálið og þar sem ég hafði enga vinnu þá sóttist ég eftir að taka að mér æfingar hér. “ – Hvernig finnst þér þetta hafa gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel, það fjölgar í hópnum og þau eru farin að nálgast fjörutíu iðkendur. Við byrjuðum að æfa í febrúar, þá voru þau bara fimm.“

Þær fyrstu í hópnum Þær Lena Andrejenko, Gabriela Chojnacka og Gabriela Sobczak aðstoðuðu okkur í viðtalinu og túlkuðu það sem fram fór. Þær voru með fyrstu iðkendunum sem fóru að æfa í pólska hópnum. Stelpurnar sögðu júdó vera mjög skemmtilegt og eftir að þær byrjuðu að æfa fóru fleiri að bætast í hópinn. „Við byrjuðum og svo komu vinir okkar og allt í einu vildu allir æfa saman,“ segja þær stöllur og brosa út að eyrum.

Gabriela Þær Lena Andrejenko, Kołtunowska, Chojnacka, Aleksandra bczak ánægðar þjálfari, og Gabriela So a hópsins. eftir góða æfingu pólsk

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ísland er svo fallegt land og þú sérð alltaf eitthvað nýtt Soffía G. Ólafsdóttir segir lesendum Víkurfrétta frá

sumarfríinu innlands árið 2020 en hún og Ólafur Björgvinsson fóru hringinn í kringum Ísland á húsbíl í sumar. – Hvert var ferðinn heitið í sumarfríinu í ár? Ákveðið var að fara austur á land í sumarfríinu og farið var suðurleiðina austur og svo norðurleiðina til baka. – Hvaða ferðamáta notaðir þú? Ferðast var á húsbíl en ég hef átt húsbíl frá árinu 1999 og er þetta þriðji bílinn sem ég á.

eru á leiðinni til Víkur í Mýrdal og við nutum þess að labba um fallegu perlurnar okkar á þessari leið gistum þar eina nótt og héldum svo til Kirkjubæjarklausturs þar sem við stoppuðum í tvo daga. Heimsóttum Höfn í Hornarfirði, keyrðum þar um plássið og skoðuðum m.a. Steinagarðinn sem er kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins og þar eru kynntar

– Var ferðalagið um landið skipulagt fyrirfram eða var fríið látið ráðast af „veðri og vindum“? Það var búið að fylgjast með spánni svoldið áður en átti að leggja í hann og leist okkur ágætlega á að fara austur á bóginn og langaði mig til að fara til Norðfjarðar en þar liggja rætur mínar í móðurætt. En ekkert skipulagt bara keyrt af stað og svo kemur þetta bara af sjálfu sér, hvar maður stoppar, hvað er skoðað og hversu lengi dvalið er á sama stað, veðrið hefur dálítið mikið um það að segja. Það er nú alltaf skemmtilegra að ferðast um landið ef maður er svo heppinn að fá gott veður. Byrjað var að fara um Suðurlandið því þar eru svo margar fallegar perlur. Við byrjuðum fríið á Hellu og fórum svo á fallegu staðina sem Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Óli við Seljalandsfoss.

nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Þessi steingarður er við náttúrustíginn, sem er göngustígur fyrir heimamenn og liggur frá Óslandshæð og inn að golfvellinum á Höfn, þessi gönguleið er rómuð fyrir fallegt útsýni yfir fjörðinn til Vatnajökuls.

Netspj@ll


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 37

Skógarfoss er uppáhaldsfoss Soffíu.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvaða viðkomustaður var áhugaverðastur? Það eru margir staðir á Íslandi sem eru áhugaverðir. Ég nefni hér nokkra en af nógu er að taka úr þessari ferð okkar í sumar. Er við fórum frá Höfn í Hornafirði austur á bóginn þá lá leið okkar niður að að Stokksnesi (Vestrahorn), afleggjarinn er við þjóðveginn rétt áður en þú ferð í göngin í gegnum Almannaskarð. Herinn var hér á árum áður með bækistöðvar og voru tvær radarkúlur og á tveimur stöðum stórir skermar, nú er búið að rífa skermana í burtu og aðra kúluna. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og hægt er að fá bækling á kaffihúsinu til að kynna sér þær. Við Stokksnes er víkingaþorp sem byggt var sem leikmynd vegna

Á Stokksnesi. Hluti af Víkingaþorpinu leikmyndinni sem aldrei var kláruð.


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Steinagarðurinn í Höfn í Hornafirði.

anstendur af 34 eggjum. Eitt egg er áberandi stærst en það er egg lómsins. Mjög fallegt listaverk og alltaf jafn gaman að líta á eggin. Þegar við vorum á leiðinni norður datt okkur í hug að fara út af þjóðveginum og fara niður í Sænautarsel, sem var byggt á Jökuldalsheiði 1843 en þarna var búið síðast 1943, ferðafélagi minn Ólafur hafði aldrei komið þarna, svo það var kominn tími til. Við fengum okkur súkkulaði og lummur í baðstofunni í gamla húsinu, bragðaðist mjög vel og skoðuðum svo húsakynnin. kvikmyndar sem Baltasar Kormákur hugðist taka þar en hætt hefur verið við þau áform. Víkingaþorpið stendur enn þó það sé farið að láta á sjá. Gaman að koma þarna og núna er rekin þarna ferðaþjónusta, tjaldstæði, hægt að fá veitingar og einnig leigja þau út herbergi, sem eru ljómandi hugguleg. Svæðið er í einkaeign. Hingað niðreftir hafði ég aldrei komið. Djúpivogur er fallegt lifandi sjávarpláss og þar er líka menningunni gert hátt undir höfði. Ýmiss söfn eru þar og margar fallegar, gamlar byggingar, minjasafn, kaffi og veitingahús. Skólahald hefur verið þar síðan 1888. Þekktasta listaverkið er Eggin í Gleðivík í Djúpavogi. Þetta listaverk var afhjúpað 2009 og er eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið sam-

Á Stokksnesi.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Svo datt okkur í hug að halda áfram að hverfa aftur í tímann og keyrðum gamla þjóðveginn um Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði um 60 km. á grófum malarvegi og komum að Möðrudal, eða eins og þetta er kallað í dag, Fjalladýrð, fengum okkur þar kaffi og kleinur, eftir hristinginn á malarveginum. Í Möðrudal er orðin heilmikil ferðaþjónusta. Stefán Jónsson, listmálari og lífskúnster, var frá Möðrudal en hann málaði fjallið Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla, mikið, svo og hestamyndir. Fjallið Herðubreið er formfagurt og tignarlegt í Ódáða-

Seyðisfjörður hefur yfir sér skemmtilegan og ævintýralegann blæ frá liðnum árum og við skruppum þangað því það er langt síðan við Óli höfum heimsótt fjörðinn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

hrauninu og sést vel og víða. Faðir Stefáns, Jón Stefánsson, byggði kirkjuna á Möðruvöllum á sínum tíma, hann reisti hana til minningar um konu sína. Já, sagan er allsstaðar. – Eitthvað sem kom skemmtilega á óvart? Göngin frá Eskifirði til Norðfjarðar eru alveg snilld og nú er ekkert mál að skreppa yfir – og alltaf gaman að koma á heimaslóðir móður minnar. Uppbygging sem hefur átt sér stað víða um land heillar mann, eins og t.d. Undur sjóbaðanna á Húsavík, GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó. Útsýnið yfir Skjálfandaflóa er stórkostlegt. Norðurheimskautsbaugurinn nemur við sjóndeildarhringinn í fjarska og stundum má jafnvel sjá hvali koma upp úr glitrandi sjónum. Nutum þess að liggja i jarðsjónum. Seyðisfjörður hefur yfir sér skemmtilegan og ævintýralegann blæ frá liðnum árum og við skruppum þangað því það er langt síðan við Óli höfum heimsótt fjörðinn. Það er gaman að sjá hvað listin hefur prýtt bæinn og gefið honum lit með því að mála gömlu húsin í skemmtilegum litum. Ég reyndi að finna verbúðina sem ég dvaldi í (held að ég hafi fundið hana), þegar ég fór að salta síld í kringum 1966 og fór ég bara til að geta hitt eiginmanninn sem var á síldarbát, aukaatriði að salta eitthvað að ráði.

Sjóböðin á Húsavík. F.v.: Katrín Sigurðardóttir, Klemenz Sæmundsson, Ólafur Björgvinsson og Soffía G. Ólafsdóttir.

Þekktasta listaverkið á Djúpavogi er Eggin í Gleðivík. Þetta listaverk var afhjúpað 2009 og er eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Listaverkið samanstendur af 34 eggjum. Eitt egg er áberandi stærst en það er egg lómsins. Mjög fallegt listaverk og alltaf jafn gaman að líta á eggin.

Undur sjóbaðanna á Húsavík, GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó. Útsýnið yfir Skjálfandaflóa er stórkostlegt.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Uppbyggingin á Siglufirði er skemmtileg og verið er að gera upp gömul hús þar, alltaf líf og fjör þar, tónleikar á Rauðku á hverju kvöldi með flottum tónlistamönnum og það var svo mikið um fólk þegar við vorum, við ætluðum út að borða á öðru hvoru Hótelanna en því miður allt upppantað fram í næstu viku, var okkur tjáð, reynum síðar. Heimsóttum Dimmuborgir á Mývatni og þar er búið að útbúa góða göngustíga en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár. Í hrauninu sér maður marga kynjakvisti og gáfum okkur góðan tíma í að rölta þar. – Fannst þér margir vera á ferli á þem slóðum þar sem þú varst á ferðinni? Fyrir svona þremur, fjórum árum fórum við um Suðurlandið, t.d. að Seljalandsfossi, Dyrhólaey og Reynisfjörum og Skógafossi, og það var svo mikið af bílum og margt fólk að maður hafði engan áhuga á að skoða sig um. Núna fórum við á þessar perlur okkar og nutum þess að skoða okkur um en það var fólk á þessum

stöðum, misjafnlega margt, bæði útlendingar og Íslendingar, þægilegur fjöldi fannst okkur. Okkur fannst t.d. á Egilsstöðum vera mikið um útlendinga en við vorum einmitt þar á ferðinni þegar Norræna var að koma frá Danmörku og með henni komu þó nokkuð margir á húsbílum og við urðum vör við marga útlendinga á erlendum húsbílum á vegum landsins. – Hver er kosturinn að ferðast innanlands? Maður veit að hverju maður gengur, þekkir sig mjög vel víða og er engum háður. Svo er bara Ísland svo fallegt land og þú sérð alltaf eitthvað nýtt þó þú sért búin að fara margsinnis um landið þitt. Hér eigum við heima. – Hefur þú ferðast mikið innanlands? Já, ég hef ferðast mjög mikið um landið mitt og ferðast alltaf innanlands á sumrin. Fyrst þegar maður var að ferðast ungur og með börnin, þá var verið í tjaldi en það var nú ekki farið nema svona um nokkrar helgar og í mesta lagi í

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Rölt um á Siglufirði. Þar er margt að sjá eins og sjá má á myndunum hér í opnunni. Hér að neðan er svo Benz af árgerð 1972 sem hefur verið gerður upp og er til sýnis í bænum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Uppbyggingin á Siglufirði er skemmtileg og verið er að gera upp gömul hús þar, alltaf líf og fjör þar, tónleikar á Rauðku á hverju kvöldi með flottum tónlistamönnum og það var svo mikið um fólk þegar við vorum, við ætluðum út að borða á öðru hvoru Hótelanna en því miður allt upppantað fram í næstu viku, var okkur tjáð, reynum síðar.

Þessi er af Gústa Guðsmanni, á Sigló.

Á Egilsstöðum í sól og sumaryl .

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í ágúst.

Reykjanesbær 31. ágúst

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frá Sænautarseli. Þar var búið til 1943.

Í Sænautarseli, lummur með rjóma og súkkulaði.

viku. Svo eignaðist maður fellihýsi 1990 og svo húsbíl 1999. Stundum hefur maður verið í ferðalagi svona þrjár, fjórar vikur í einu og lagst svo aftur í ferðalög og einhver árin hefur maður náð um 70–80 dögum yfir sumarið í bílnum. – Áttu þér uppáhaldsstað sem þú sækir oft eða er eitthvað sem þig langar virkilega að skoða? Snæfellsnesið heillar alltaf, alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja, sérstakur sjarmi yfir eyjunum. Akureyri er alltaf gaman að heimsækja og við vorum svo heppin að vera þar i nokkra daga í júlí og má segja að það hafi verid svona „míní“ ættarmót, einn þriðji af mínu fólki, vorum saman á tjaldstæðinu á Hömrum. Ég hef aldrei komið í Þakgil sem er skammt frá Vík í Mýrdal, erfitt

að fara á húsbílnum þangað en við stefnum að fara þangað á næstunni. Eins langar mig að fara i Berserkjahraun sem er úfið apalhraun með gíghólum og söguminjum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Eins og ég nefndi áðan þá eru svo margir fallegir staðir á Íslandi sem vert er að skoða aftur og aftur. Það þarf ekki alltaf að fara langt, Garðskagi er reyndar uppáhaldsstaðurinn minn, enda átti ég heima þar í mörg ár og ég skrepp oft út á „Skaga“. – Á eitthvað að ferðast meira núna í haust? Já, það er nú meiningin að fara í ferð á næstunni en veðrið mun nú svolítið ráða því hvert verður haldið. Haustin eru oft mjög skemmtilegur tími til að vera í útilegu, þegar farið er að rökkva á

Ferðaþjónustan Fjalladýrð í Möðrudal.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

kvöldin og maður setur upp ljós í allskonar litum. Vonandi fáum við gott veður núna í haust. – Hvernig er Covid-19-ástandið að leggjast í þig um þessar mundir og hverjar finnst þér horfurnar vera inn í haustið og veturinn? Covid-19 er alvarlegt ástand og maður er bara svoldið smeikur um að fá þessa veiru og þetta var mikið áfall þegar smitum fjölgaði svona mikið á síðustu vikum. Ég er mjög meðvituð um þetta ástand og passa mig að spritta og þvo hendur. Mér finnst mjög erfitt að geta ekki gert plön og verst væri ef maður getur ekki haft samneyti við sína nánustu ættingja – en við verðum að lifa með veirunni og passa okkur og ég er mjög þakklát að hafa svona gott þríeyki eins og þau Þórólf, Ölmu og Víði sem tala Möðrudalskirkja.

í okkur kjark og eru heiðarleg og fagmannsleg í því sem þau gera. Stöndum saman, verum góð við hvert annað, þá komumst við í gegnum þennan skafl.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

Við heimsóttum Dimmuborgir á Mývatni og þar er búið að útbúa góða göngustíga en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár. Í hrauninu sér maður marga kynjakvisti og gáfum okkur góðan tíma í að rölta þar.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Verið að fá sér.

Netspj@ll

Ólst upp í Grindavík en er sem betur fer ekki innfæddur

Það var lítið um frí hjá Jóhanni Issa Hallgrímssyni í sumar en hann og Hjördís, eignkona hans, gátu þó gefið sér tíma til að ferðast um Vestfirði. Fish & Chips er í uppáhaldi hjá Issa sem er í netspjalli við Víkurfréttir þessa vikuna.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

– Nafn: Jóhann Issi Hallgrímsson. – Árgangur: 1971. – Fjölskylduhagir: Giftur Hjördísi Guðmundsdóttur, samtals eigum við fimm börn. – Búseta: Njarðvík.

Opið:

11-13:30

alla virka daga Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Hverra manna ertu og hvar upp alinn? Sonur Halla og Grétu, bjó í Krísuvík frá fimm ára aldri eða þar til við fluttum til Grindavíkur, þá átta ára gamall, er því uppalinn þar og sem betur fer ekki innfæddur. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Lítið um frí en skruppum á Vestfirði í fjórar nætur með tjald og Moonshine.

– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Er ekkert sérstaklega góður að skipuleggja, því giftist ég Hjördísi. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Hótel Bjarkalund þar sem amma var hótelstjóri meðal annars. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Hvað tjaldsvæðin eru flott og hvað Bolafjall er hátt. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Hólar í Hjaltadal. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já!


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Candy Crush. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Nei. – Hvernig slakarðu á? Í Candy Crush. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fish & Chips. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Þegar ónefndur vinur minn spilar á saxófón.

Hjördís sá um að tjalda.

Hjördís og Issi við fossinn Dynjanda á Vestfjörðum.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Covid.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Krísuvík.

– Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Haf þú ekki áhyggjur af því.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ekkert víst að þetta klikki!

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Írabakka í Reykjavík.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Sérstakt.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Geri það á morgun.

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Fullur jákvæðni.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Allt nema Kiljuna. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Veðri. – Besta kvikmyndin? ????? – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Sidney Sheldon. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Verkefnaskortur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Happy ending!


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Blaffi: Partý lestin Rapparinn Hafþór Orri Harðarson, sem gengur undir listamannsnafninu Blaffi, fæddist í Grundarfirði en var „mótaður“ í Njarðvík. Hann gaf nýverið út sína fyrstu hljómplötu sem ber nafnið Partý lestin. Viðtökur hafa verið framar vonum: „Já, heldur betur. Ég hef aldrei fengið svona marga áheyrendur áður og mörg falleg skilaboð.“ Er ekkert að róast

„Ég er ekkert að fara að róast í þessu, það eru fleiri „singlar“ á lei ðinni og það verða gefin út myndbönd við þau lög ... það verður miklu púðri eytt í þau og það verður algjör veisla . Mjög stór nöfn í rappheiminum sem verða á þeim lögum.“

Blaffi og Blaz Roca á sviðin u.

12 og hef í rappinu síðan 20 ra ve að n in na bú „Ég er ttl’“-rappari – en nú ba nd ou gr er nd „u verið svona gir Blaffi og að fyrir þetta,“ se rg bo fá að ra fa vil ég hlær.

tam Fúlnefni verður lis

annsnafn

fi t á djamminu, Haf is að ap sk m se er eftir að „Blaffi er karakt ákveðin týpa og ra ba r va að Þ . , ti í Blackou vera edrú í fimm ár að n in bú er ég , tthvað ég fór í meðferð a til að pönkast ei tt þe ta no að ð ri var oft ve rinn?,“ – og í Blackouti alveg fa fi af H er ’, va „H : mannsí mér ssu fúlnefni í lista þe ta ey br að ra ba ég ákvað nafn.“ tunni. n með þér á plö öf n ór st u er rson], að –Þ a [Erpur Eyvinda oc R z la B r. tu be u „Já, heldur m strákum sem er gu un af llt fu og flottir Aron Hannes ná langt. Svo eru að r ti ef ga ei og ir rosa flott Jónsson, sem er úr rn Ö ar Ív , ni un öt rki Hallpródúserar á pl ðurnesjum, og Bja Su á a rn hé r bý ga Eyjum en Óskar. Ég er ótrúle l Pá r ri fy ar er ús riháttar berg sem pród kringum mig, mei í ið lk fó eð m m ur lukkuleg Kópavogi, hjá honu í p up n ki te r va lærður heppinn. Platan asterar allt, hann er m og ar ix m n an Bjarka. H þessu.“ og alvöru dúddi í

blaffi260

rt vera að Blaffi segist ekke

róast.

Smelltu á plötuumslagið til að hlusta!

– Er mikið plan framund an? „Sko, já og nei. Þetta er allt í hálfgerðu lausu lofti með þetta Covid og allt saman. Það var rosa margt planað og ég ætlaði að halda útgá fu tó nle ika – og þe ir ve rð a kannski haldnir en þá með mjög stuttum fyrirvara ef Covid ley fir. Þeir yrðu þá haldnir á Sp ot í Kópavoginum. Annars eru það nú bara svona heimapartý sem maður stelst í að gigga á meða n ástandið er svona.“


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur

Blaffa

Rapparinn Blaffi velur fimm af sínum uppáhaldsplötum. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Mötley Crue: É

Dr. Fee g kynn i lgood ára gam st Mötley Cru e þegar all. Þá b ég var s tveimu jó ég hj ex áö re sólina f ldri frændum mmu og afa m yr e s Ég kom ir og annar hl em ég sá ekki ð ustaði m st eithv e þegar é i g var að rn tímann í ge kið á þá. i sl gramsa í leyfisl ey í herbe adiskinn rginu h tónlist, si og setti vei ans slu b Það er e erbrjósta stelp na í gang. Hr öð u kkert b etra þe r og partýstan gar þú e rt sex á d. ra.

i Pálmi l s í G : i m l á Gísli P geðveikt kúl.

ra taka Hann er ba gar sem að in k lí d n y eim. Góðar m rn annan h e v h in e í sorgn man an stundum m im r g m úl. Stundu ... frekar k t m a s n e n lega

ocate The Game: Doctor’s Adv Pálmi ...

og Gísli Game er svona svipaður r. Ég hlustaði mest asnalega kúl og naglharðu a mig að rappa og á Game þegar ég var að æf það sé ekki til ammóta minn stíl. Ég held að e Game hefur ekki erísk rappstjarna sem Th nir mjög vel hvað rifið kjaft við og hann sý i plötu. hann er beittur á þessar

Outkast: Stankonia

Stankonia er fyrsti rappgeisladiskurinn sem ég eignaðist og var blastaður dögunum saman þegar ég var gutti. Ég veit ekki alveg hvernig ég get lýst þessari plötu EN ég get lýst tólf ára Blaffa sem fannst fátt betra en að vakna stökkva á fætur setja diskinn í tækið og syngja í sjónvarpsfjarstýringuna með öllum lögunum.

BLAFFI: Partý lest Þú ert in

einfaldleg a ekk ekki uppá haldsrapp i tvítugur rappari e arinn þin f þú ert þessari plö n. Ég hef tu í eitt og unnið í hálft ár, b því miður rjálaðar s munu ekk ög i nokkur d ulin skila allar f ljóta á yfirbo ur sem boð í ákve r Ég er 100 ðnum lögu ðið og % viss um m að þeir se . unni min m ni setja ha na í topp f chekka á plötimm lista nn sinn.

Smelltu á plötuumslagið til að hlusta!


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aldrei fleiri nemendur í Háskólabrú Þriðja útskrift Keilis á árinu

skólabrúar Keilis. Fékk hann gjöf frá HS orku sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til háskóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám.

Hæsta meðaleinkunn í sögu einkaþjálfaranáms Keilis Samtals brautskráðust 42 nemendur frá Keili við hátíðlega athöfn föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis, flutti ávarp og stýrði athöfninni en vegna aðgangstakmarkanna var athöfnin send út í beinu streymi. Hægt er að nálgast upptöku af útskriftinni á heimasíðu og Facebook-síðu Keilis. Keilir brautskráði 21 nemanda af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar. Með útskriftinni hafa alls 186 nemendur lokið Háskólabrú á þessu ári og samtals yfir 2.000 nemendur frá fyrstu brautskráningu Háskólabrúar Keilis árið 2008. Skólasetning Háskólabrúar fór fram fyrr í vikunni og er heildarfjöldi nemenda í frumgreinanámi í Keili nú um 300 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Er þetta fjórða árið í röð þar sem metfjöldi umsókna berst í Háskólabrú Keilis. Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp auk þess sem Kristófer Aron Garcia flutti ræðu útskriftarnema. Dúx var Pétur Arnar Úlfarsson með 9,74 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn í sögu Há-

21 nemandi brautskráðist sem ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis og með útskriftinni hafa samtals 668 einstaklingar lokið einkaþjálfaranámi frá skólanum. Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttaakademíu Keilis, flutti ávarp. Wiktoria Marika Borowska fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur með 9,83 í meðaleinkunn sem er hæsta meðaleinkunn í sögu námsins. Hún fékk nuddbyssu frá Hreysti sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Magnús Jónsson Núpan flutti ræðu útskriftarnemenda fyrir hönd Íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranám Keilis er eina einkaþjálfaranám á Íslandi sem er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfsnám á þriðja hæfniþrepi og gæðavottað af Europe Active á fjórða þrepi samkvæmt reglum Evrópusambandsins (Level 4 Personal Trainer stofnunarinnar). Vottunin er gæðastimpill á því námi sem skólinn hefur boðið upp á undanfarin ár.

Ný þáttaröð hefur göngu sína á Hringbraut fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30

Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku! Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Endurgreiðsla einu sinni á ári Á hverju ári geta tjónlausir viðskiptavinir okkar fengið endurgreiðslu. Útibú Reykjanesbæ 440 2450 | sudurnes@sjova.is


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sækir orku og gleði í fjöruna og sjóinn

Grænir steinar í Stóru-Sandvík.

Í STÓRU-SANDVÍK Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Netspj@ll

Undir sandhólum og melgresi í Stóru-Sandvík.

Hrafn Andrés Harðarson er fæddur í Kópavogi, að Sælundi, árið

1948. Hann er fráskilinn í dag og býr einn í fínu parhúsi í Garði. Hrafn starfaði í Bókasafni Kópavogs allan sinn starfstíma eða í um 36 ár. Þegar hann hætti þar tók hann sig upp og settist að í Garðinum og unir sér þar vel. Hrafn svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í netspjalli. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hverra manna ertu og hvar upp alin: Foreldrar mínir komu báðir að norðan, pabbi úr Þingeyjarsýslu og mamma úr Eyjafirði og Svarfaðardal. Ég ólst upp í Kópavogi, ásamt fjórum systkinum, og þar var gott að vera. Frelsið mikið til leikja og ævintýra. Bærinn á þeim tíma var hrár og fámennur. Gott fólk víðs vegar að af landinu og tilbúið að takast á við erfiðleika og barning. Flestir sóttu þá vinnu til Reykjavíkur. Pabbi okkar dó langt um aldur fram, aðeins 42 ára gamall. Hafði verið með berkla frá því hann gekk í kaþólskan skóla í Hollandi, frá tólf til sextán ára, í litlum bæ sem heitir Schimmert. Árið 1959 var komin ný aðferð til að skera skemmd úr lungum en því miður

var honum gefið vitlaust blóðvatn Við eigum dóttur sem er verkvið aðgerðina og af því lést hann. fræðingur og frábær messóMamma okkar þurfti því að sópransöngkona. Einnig eigum fara út að vinna og það varð mikil við son, ári yngri en hún, og ég á breyting á högum okkar. svo yngri dóttur. Þá eigum Ég fór í MA og varð við yndislegan ömmustúdent 1968. Þar og afastrák sem er Á síðasta voru nokkrir nú læknir. nemendur Ég starfaði ári fór ég fimm frá Suðurí Bókasafni sinnum til útlanda. nesjum. Ég Kópavogs kvæntist minn Þannig vildi það bara allan árið 1969 starfstíma og við eða í um til. En í ár ferðast ég bjuggum 36 ár. Tók í London við af Jóni aðeins innanlands í þrjú ár skáldi úr Vör meðan ég árið 1977 og og það er nam bókasafnslét af störfum fínt. fræði en konan í maí 2015. Ég er mín starfaði á skrifmikið gefinn fyrir bókstofu Flugfélagsins þar í borg menntir og ljóðlist og var og vann fyrir okkur. Svo lærði einn af frumkvöðlum Ritlistarhún sömu fræði í HÍ þegar við hóps Kópavogs. Hef gefið út níu vorum komin heim og ég vann á ljóðabækur en sú síðasta kom Borgarbókasafninu í Reykjavík. út í fyrra og ber nafnið Þaðan er

enginn. Ljóðin í henni tengjast fæðingarbæ mínum, Kópavogi, á einn eða annan hátt. Ég keypti mér parhús í Garði í maí 2015, hef búið hér síðan og líkar vel. Stunda garðinn minn í Garði. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Á síðasta ári fór ég fimm sinnum til útlanda. Þannig vildi það bara til. En í ár ferðast ég aðeins innanlands og það er fínt. Fór með systrum mínum tveimur í Suðursveit og dvöldum við í Sléttaleiti sem er krúttlegt hús rétt austan við Hala í eigu Rithöfundasambandsins. Við skoðuðum okkur um á þeim slóðum og heimsóttum m.a. Höfn í Hornafirði. Var gaman að geta gefið sér tíma til að skyggnast um á stöðum þar sem maður hafði áður aðeins brunað um – og það er virkilega gaman að gefa sér tíma til að skoða Þórbergssetur! Mæli með því.


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á bökkum Rangár við Hellu.

– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Sumt þarf að skipuleggja fyrirfram, t.d. ef maður ætlar að leigja sér húsnæði. Annað kemur af sjálfu sér, til dæmis ferðir hér um Suðurnesin.

Bláin (dýragras) fegurst alls sem blátt er.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Einn af uppáhaldsstöðum mínum hér er Stóra-Sandvíkin, þangað fer ég oft og sæki mér orku og gleði í fjöruna og sjóinn! Þetta er falinn fjársjóður og ég vona að sem fæstir fái að vita það! Þá fer ég oft austur um og ek þá Suðurstrandaveginn. Kem stundum við í hverfinu við Strandarkirkju. Fæ mér heitt kakó og vöfflur! Á kæra systur í Keflavík og við förum saman vítt og breitt um svæðið. Hún þekkir vel til og hefur frætt mig um margt. Ég uppgötvaði StóruEldborg fyrir nokkrum árum og

gekk á hana. Hún er undur sem fáir vita um þótt hún sé nánast í alfaraleið! Sama á við um margar perlur hér á Suðurnesjunum og kannski er best að láta sem fæsta vita af þeim. Annar uppáhaldsstaður er Grindavík og nesið þar utar. Fæ mér humarsúpu á Bryggjunni og eða heitt súkkulaði og marengstertu! Jummí! Í sumar gekk ég á Þorbjörn en varð ekki var við neina lyftingu þar! Svo fékk ég lánað bjálkahús í Vaðlaheiðinni fyrir norðan í júlí. Þar var ég með elstu systur minni í eina fjóra daga, við ókum m.a. út í Grenivík, komum við í Laufási og kíktum í Nes í Höfðahverfi en þar bjó langalangafi okkar, Einar Ásmundsson í Nesi. Einnig ókum við eins langt norður og við komumst, í átt að Látraströnd og lentum þar í óvegi. Urðum að snúa við þar sem varla var hægt um vik en nýi Jimny-inn minn kallar ekki allt ömmu sína!


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

Á Kili - Hofsjökull í baksýn.

– Hvaða stað fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Ég er mjög hændur að Fljótshlíðinni og þar á ég vini, meðal annars félaga í Rótaríklúbbi Rangæinga. Fór með þeim í Hekluskóga í vor og plantaði birki. Ég á einnig rætur til Eyjafjallanna og þaðan kom annar langafi minn til Innri-Njarðvíkur, Árni Pálsson, sem bjó í Narfakoti, mikill barnakennari og bindindisfrömuður með meiru. Kona hans var Sigríður Magnúsdóttir, mikil merkis- og kjarnorkukona. Þarna voru komin Narfakotssystkinin Ásta málari, Magnús Á. Árnason og Þórhallur Árnason, afi minn, sem var sellóleikar í sinfóníunni. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Í haust ætla ég að skoða mig um á Snæfellsnesi en ég fór þar um þrisvar sinnum á síðasta ári. Þar er ótrúleg náttúra og fyrirbæri sem vert er að kynna sér

og endalaus undur, bæði norðanvert og sunnanvert á nesinu. Ég mun líka heimsækja kirkjur sem geyma listaverk Wilhelms Beckmann. Hann var þýskur flóttamaður undan nazistum og gekk að eiga konu frá Syðri-Knarrartungu á sunnanverðu Snæfellsnesi. Í haust kemur út bók um listamanninn og mun hún vekja athygli. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Ég stunda ræktina af ákafa en hún felst í puði í garðinum mínum hér í Garði. Hann er ákaflega erfiður og er mikið átak að grafa fyrir einu tré. Það kemur urð og grjót upp úr hverri holu og engin er moldin, svo ég verð að kaupa mér mold og reyna að búa hana til með safnhaugi.

Ég stunda ræktina af ákafa en hún felst í puði í garðinum mínum hér í Garði. Hann er ákaflega erfiður og er mikið átak að grafa fyrir einu tré.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég slaka á með glápi á Netflix. Horfi sennilega einum of mikið á framhaldsþætti þar. Helst horfi ég á kóreska framhaldsþætti, suma sögulega, og hef mikið gaman af. Þá eru líka í uppáhaldi hjá mér tyrkneskir þættir sem margir byggja á sögulegum þráðum. Ég horfi orðið lítið á ríkissjónvarpið enda fátt þar annað en glæpaseríur sem ég hef lítinn sem engan áhuga á. Sé fréttir og einstaka fróðlega þætti og get þar nefnt þáttinn um Pál á Húsafelli, sem var hreinasta gull! – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Ég vil helst borða gamaldags, íslenskan mat og svo austurlenskan, tælenskan og indverskan. Er mjög ánægður með fisk og franskar sem nú eru í boði á Fitjum!

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég á mína tónlist, hlusta á diska úr mínu eigin safni. Uppáhald er t.d. Imogen Cooper, píanóleikari sem leikur Schubert betur en nokkur annar. – Besta kvikmyndin? Uppáhaldskvikmynd mín er Tvöfalt líf Veroníku eftir Kieslowsky og myndirnar Rauður, Hvítur og Blár. Auk þess er Andrei Tarkovsky í miklu uppáhaldi. Ég er hrifinn af kvikmyndatónlist, t.d. Maurice Jarre. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Ég hef lesið mikið en les minna núna. Er að lesa bók sem heitir Cicero og samtíð hans eftir Jón Gíslason. Cicero sagði: Quousque tendem, Catiline, abutere patientia nostra? eða Hversu lengi enn, Catalína, ætlar þú að ofgera þolinmæði okkar? (og mætti


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga ... heimfæra á t.d. Miðflokkinn og Dónann Trömp). Það sem ég læri af lestri þeirrar bókar er sú staðreynd að ekkert er nýtt undir sólu og ekkert breytist í raun. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Í fari mínu fer mest í mína fínu hvað ég er gráðugur í mat! Ég er síétandi og get ekki hætt að láta mig langa í eitthvað gómsætt og gott. Ég er fínn kokkur fyrir minn smekk!

Við eldvörp - Gulmundur Göslari er bíllinn hans Hrafns.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Í fari annarra ... ég held að best sé að segja sem fæst um það! Ætla að eiga nokkra vini enn um sinn. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: „Svo lengi lærir sem lifir“ er málsháttur sem á vel við annað áhugamál mitt, sem er U3A Suðurnes, eða Háskóli þriðja æviskeiðsins, sem starfar hér á Suðurnesjum og veitir mér og mörgum öðrum ómælda ánægju. Allir eru velkomnir í U3A Suðurnes! Þá er ég nýorðinn sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og það er mjög gefandi og gaman

að kynnast fólki frá fjarlægum löndum. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Elsta minningin er hjartsláttur og þungur andardráttur móður minnar þegar hún hafði hlaupið mig uppi á Skjólbrautinni þar sem ég hafði gert í buxurnar og kærði mig ekki um að fara heim. Hún varð því að hlaupa mig uppi og bera mig heim og upp á borð í eldhúsinu þar sem hún gerði að mér! – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Bölvað vesen,“ segi ég oft við sjálfan mig – og reyni að stilla mig.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi helst til Rómar hinnar fornu og yrði þar konsúll með mikil völd og gæti etið vínþrúgur og franskbrauð alla daga! – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ef ég skrifa ævisögu mína mun hún heita: Sjálfum mér var ég verstur. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? 2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga og segi í tíma og ótíma: „Hvað er það versta sem gæti gerst? Ég dey – og það mun áreiðanlega verða, það er það eina sem er alveg víst í henni veslu!“ – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég hlakka ekki til vetrarins en mun reyna að kveikja oft ljós á kertum, hugsa til þeirra mörgu sem eru farnir á undan og hlakka til að komast til þeirra sem mér eru kærastir.

Í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði - Þórarinn Hannesson segir frá Steini Steinarr.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Einn af mörgum bröndurum ársins er þessi: „Árið 1917 geisaði spænska veikin og hún varð til þess að stöðva síðari heimsstyrjöldina!“ (Dóninn Trömp, 2020).


Þekking í þína þágu

Starfstengt nám á þínum forsendum! – Sveigjanlegir kennsluhættir og tengsl við atvinnulífið MSS býður starfstengt nám sem hefur það að markmiði að efla færni á vinnumarkaði og skapa þér ný tækifæri. Viltu skipta um starfsvettvang eða verða eftirsóttari starfskraftur?

Skrifstofuskólinn I og II - Hefst í byrjun september Skrifstofuskólinn eflir færni í bókhaldi og veitir innsýn í rekstur fyrirtækja. Kennt er á bókhaldsforritið Navision. Lögð er áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Gott utanumhald og stuðningur við nemendur.

Inga Snæfells Reimarsdóttir Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt og hefur staðist allar mínar væntingar. Það mun nýtast mér í mínu starfi og opna fyrir mig aðra möguleika á vinnumarkaðnum.

Samfélagstúlkun - Hefst um miðjan september Helstu áherslur í náminu eru að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að vera undirbúinn undir starf sem samfélagstúlkur. Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.

Silvia Björgvinsdóttir Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt nám, ég lærði mikilvægar upplýsingar og praktísk efni sem er ómissandi fyrir faglega samfélagstúlkun.

Nánari upplýsingar og skráning á mss.is


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Alexandra drottning kvöldins í náttúru Íslands Sópransöngkonan Alexöndra Chernyshova hefur verið duglega að nota íslenska náttúru í myndböndum laga sem hún hefur gefið út. Að þessu sinni er það arían „Queen of the night“ eftir Mozart. Náttúra og landslag Íslands og Suðurnesja fá að njóta sín í bakgrunni myndbandsins.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aldrei of mikið af tónlist

Netspj@ll

Sólmundur Friðriksson er frá Stöðvarfirði en giftist

Keflavíkurmær. Þau hafa verið dugleg að nota Folaldið í sumar og ferðast austur á æskustöðvarnar. Í netspjalli við Víkurfréttir segir Sólmundur okkur upp og ofan af sumri þeirra hjóna. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Nafn: Sólmundur Friðriksson. – Árgangur: 1967. – Fjölskylduhagir: Giftur Keflavíkurmærinni Hafdísi Lúðvíksdóttur og saman eigum við eina dóttur. Svo á ég tvær uppkomnar dætur frá fyrra hjónabandi. – Búseta: Stekkjargata í Innri-Njarðvík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Sonur hjónanna Sólveigar Sigurjónsdóttur frá Snæhvammi í Breiðdal og Friðriks Sólmundssonar, útgerðarmanns á Stöðvarfirði. Ólst upp í þeim fagra firði. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Á æskustöðvarnar fyrir austan.

– Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Skipulögðum fyrirfram ferð með tengdafólkinu mínu á æskustöðvar tengdamömmu í Neskaupsstað. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Skoðaði Reynisfjöru í fyrsta skipti á fallegum degi, eftir að hafa brunað þar framhjá í ótal skipti síðastliðin 50 ár. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Þessi sérstaka stemmning í kjölfar Covid, að vera á ferðalagi um Ísland umvafinn Íslendingum, hvort sem var á sjoppum, hótelum eða veitingastöðum. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Það verður alltaf Stöðvarfjörður. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Já, okkur langar til að elta sólina hér sunnanlands eina eða tvær helgar áður en Folaldið (litla fellihýsi fjölskyldunnar) verður sett á hús.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Tónlist, söngur og spil. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Aldrei of mikið af tónlist. Syng reglulega með vinum mínum í Kóngunum en er að vinna í að spreyta mig meira á einsöngnum. Bassafanturinn fær svo árlega útrás í Blikinu en mætti alveg halda sér betur í formi. – Hvernig slakarðu á? Yfir morgunkaffibollanum með Dísinni minni – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Fiskur og svo afgangar. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Er mjög hrifinn af þessum ungu íslensku poppurum, eins og Bríeti, Auði og GDRN. Gott fyrir svona gamla jálka að vera togaðir upp úr nostalgíunni svona við og við. Með Sollu systur (Solveig Friðriksdóttur) í sjónum á Öldu í botni Stöðvarfjarðar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fornleifauppgröftur í Stöð: Fjölskyldan nýtur leiðsagnar Björgvins Vals Guðmundssonar um merkan fornleifafund í Stöð innst í Stöðvarfirði.

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Maður er að verða allt of gleyminn á slíkt og segir alltaf sömu brandarana aftur og aftur. Held mig því við þá gömlu og hér er einn: Maður einn kíkti í heimsókn í vinnuna til vinar síns sem var apótekari. Hann sá sér leik á borði og bað hann um að passa fyrir sig búlluna meðan hann brygði sér frá í hálftíma. Þegar apótekarinn sneri aftur spurði hann vin sinn hvort einhver hefði komið meðan hann var í burtu. „Já, það kom einn með alveg svakalegan hósta,“ svaraði vinurinn. „Og þú hefur náttúrlega selt honum hóstasaft,“ sagði apótekarinn. „Nei, alls ekki. Ég lét hann hafa laxerolíu,“ svaraði vinurinn. „Guð minn góður! Hún virkar ekkert á hósta,“ sagði apótekarinn og fórnaði höndum. „Jú, heldur betur,“ svaraði vinurinn og benti út um gluggann. Sérðu! Þarna stendur hann við staur og þorir ekki að hósta.“

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Þó nokkuð á kvöldin. Finnst best að velja mér eitthvað á Netflix eða á Frelsinu. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Smáborgarasýn Frímanns á RÚV. – Besta kvikmyndin? Shawsank Redemption hefur setið þar lengi og ekki enn verið velt af þeim stalli. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Jón Kalman finnst mér alveg magnaður. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þegar ég læt allt fara í taugarnar á mér. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Tillitsleysi. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: „Life is what happens to you while you’re busy making other plans“ – John Lennon.

– Hver er elsta minningin sem þú átt? Stóra systir er að passa mig með vinkonum sínum um kvöld. Búið að fara með mig inn að sofa. Ég stend uppi rimlarúmi og geri mér upp grát til að stelpurnar komi inn til mín og taki mig með sér fram í fjörið. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Þessir andskotar…“ – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Til Los Alamos í Nýju Mexíkó árið 1945 til að rugla í formúlum Oppenheimers og félaga í Manhattanprójektinu. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ég lifi í draumi. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Mjög skrýtnir tímar og breytingar út af þessari „jarðarveiru“ sem enginn gat séð fyrir. Ég veit að margir hafa átt erfitt, sérstaklega þeir sem hafa ekki stuðningsnet fjölskyldu og vina. Hvað mig varðar þá átti ég góðan tíma

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

og samveru með mínum nánustu og svo kom þetta íslenska ferðasumar eins og bónus í kjölfarið. Mér finnst, eins og eflaust fleirum, að þessir tímar hafi fengið okkur sem samfélag til að staldra við og endurmeta stöðu okkar í þessari veröld, eins og ákveðinn doði hafa vikið fyrir aukinni samkennd. Ég held og vona svo innilega að manneskjan nái auknum þroska og skilningi út úr þessari reynslu. Það er a.m.k. mín upplifun að ofan á allar raunir fólks í veikindum og einsemd vegna takmarkana að fjarlægðin virki einhverja krafta í okkur sem gerir okkur nánari. Það gefur gott tilefni til að setja í bundið mál: Á þessum tímum þykir mér, er þokast eigum fjær, að fjarlægðin sem faðmur er færi okkur nær. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Bara góð. Haustið er alltaf minn uppáhaldstími og nú er spennandi að sjá hvernig verður í þessu nýja veruleika. Hef fulla trú á að við höldum áfram að efla okkur í náungakærleiknum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63

Ég veit að margir hafa átt erfitt, sérstaklega þeir sem hafa ekki stuðningsnet fjölskyldu og vina. Hvað mig varðar þá átti ég góðan tíma og samveru með mínum nánustu og svo kom þetta íslenska ferðasumar eins og bónus í kjölfarið.

Fjölskyldan í Reynisfjöru: fv. Sólmundur, Petrea Mist Sólmundsdóttir og Hafdís Lúðvíksdóttir. Heimilistíkin Embla.

Feðginin við hina frægu regnbogaötu á Seyðisfirði.


64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Reynisfjara.

Eggin á Djúpavogi áhu Ruth Kristjánsdóttir ferðaðist um suðurströndina og austfirði í sumar.

Eggin á Djúpavogi vöktu athygli hennar og það kom skemmtilega á óvart hversu gott veðrið var á ferðalögum sumarsins. Ruth svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í netspjalli þar sem kemur fram að mamma hennar gerir besta rækjukokteil í heimi. – Nafn: Ruth Kristjánsdóttir.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Já, finnst Þórsmörk einstaklega falleg.

– Árgangur: 1970.

– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Nei, nú er vinnan tekin við.

– Fjölskylduhagir: Gift Ástþóri Bjarnasyni og á tvo stráka, þá Kristján Jay og Bjarna Má. Mynd af fjölskyldu Ruthar tekin í 50 ára afmæli hennar á dögunum.

– Búseta: Reykjanesbæ. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Foreldrar mínir heita Guðbjört Þóra Ólafsdóttir og Kristján Hansson. Ég er alin upp í Keflavík. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Við hjónin fórum til Egilsstaða í vor ásamt því að keyra flesta firðina þar í kring og svo í sumar kíktum við á Höfn í Hornafirði

– Hver eru þín helstu áhugamál? Lesa, sauma, föndra og púsla.

með viðkomu í Reynisfjöru, Jökulsárlóni og Djúpavogi. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Nei, fyrri ferðin var skipulögð af eiginmanninum um jólin en seinni ferðin var ákveðin með viku fyrirvara.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Mér fannst áhugavert að fara á Djúpavog og skoða eggin. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Hvað veðrið var gott.

– Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, það finnst mér. – Hvernig slakarðu á? Með því að stunda áhugamálin. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Engin sérstakur en finnast fiskibollurnar og rækjukokteilinn hennar mömmu best af öllu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 65

hugaverð

Netspj@ll

Eggin íá Djúpavori.

á mynd að drösla honum heim þannig að það komst upp um mig. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi aftur til 1998 og faðmaði pabba minn einu sinni enn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Prinsessan á bauninni. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Bara eins og hin árin með bara fleiri takmörkunum. Finnst erfitt að getað ekki knúsað fólk og þessi höft hafa breytt plönum sem voru gerð.

Jökulsárlón – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Er oft með sjónvarpið í gangi þegar ég er að sinna áhugamálunum. Oftast er það Quest Red á kaplinum eða sjónvarp Símans – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum. – Besta kvikmyndin? The Notebook. Er sökker fyrir grenjumyndum.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Ég á engan sérstakan uppáhaldshöfund en les mest krimmabækur.

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég hlakka bara til vetrarins. Ég vinn með svo skemmtilegu fólki í Heiðarskóla þannig að þessi vetur getur ekki klikkað.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hversu óþolinmóð ég get verið. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Hef nú bara ekki heyrt neinn prenthæfan brandara nýlega. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég stal dúkkuvagninum hennar Írisar systur og braut hjólið á honum. Versta var ég náðist

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Svartifoss.

VÖK er áhugaverður baðstaður á austurlandi.

ð a n g a Alveg m r u t e g n i n ð u a ð a hv g e l l a f ð i ver Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast

um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.

Honda Goldwing árgerð 1994. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Nafn: Hannes Hjalti Gilbert.

– Búseta: Keflavík.

– Árgangur: 1962.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.

– Fjölskylduhagir: Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð

um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 67

Séð úr brunninum FÁLKA á Öndverðarnesi, Snæfellsnesi.

Á hringferð um Ísland á mótorhjólinu.


68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg. Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til

að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á Sólheimasandi, fossinn Gljúfrabúa, Svartafoss í Skaftafelli, Fjarðarárgljúfur og Múlagljúfur. Þar að auki erum við búin að hjóla ýmsar styttri leiðir og ganga marga slóðana en oft er allt slíkt ákveðið með stuttum fyrirvara og veðrið látið ráða för. Það er svo margt fallegt að skoða hér á Reykjanesinu og höfum við verið að reyna að fara ýmsar gamlar þjóðleiðir eins og Preststígin, Sandgerðisveginn, Skógfellaveginn og svo eru það fellin og fjöllin í kringum okkur, eins og Þorbjörn, Þórðarfell, Fagradalsfjall og Keilir svo eitthvað sé nefnt. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Að hluta til var það skipulagt fyrirfram en síðan var veðrið látið ráða för. Beitarhúsið Möðrudalsleið.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69

Sandgerðisvegur er skemmtileg gönguleið.

Kíkt á fossinn Gljúfrabúa. Við Sönghella á Arnarstapa á Snæfellsnesi.


70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Flugvélaflakið á Solheimasandi.

Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi.

– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Að sjá hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Allir landshlutar eiga sína sérstöðu en Héruðin og Borgarfjörður eystri eru mjög falleg og það landsvæði vil ég gjarnan skoða betur. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Ekkert er skipulagt en hver veit? – Hvert er þitt helsta áhugamál? Ferðast um á mótorhjóli, skotfimi og útivist. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, nokkurn veginn. – Hvernig slakarðu á? Þegar ég er út í náttúrunni á göngu eða á skotæfingu. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Þessi er erfið ... ætli það sé ekki grillmatur alls konar. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég hlusta mikið á Country og rokk, s.s. ZZ Top, Pink Floyd og þess háttar. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Rúv og Netflix, er mikill SciFimaður; Star Trak og Star Wars.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 71

Þórunn, Helena og Hannes. Gengið upp að Glym í Hvalfirði.

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttum. – Besta kvikmyndin? Forrest Gump. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Harry Potter, J.K Rowling. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Get verið of hreinskilinn. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og undirferli. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skrítið ár eftir að Covid kom en hefur samt haft góð áhrif, meðal annars þétt fjölskylduna enn meira. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Mjög blendnar tilfinningar þar sem að COVID-veiran mun setja svip sinn á samfélagið og afkomu margra sem nærri okkur standa. Vonandi náum við sem þjóðfélag að standa saman í þessari vegferð og styðja þá sem á þurfa hverju sinni.

Múlagljúfur í Öræfum.

Fjölskylduferð, Búðarkirkja á Snæfellsnes.


72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Brynja Björk Harðardóttir Fegurðardrottning Suðurnesja 1995 er með borinn á lofti alla daga og hefur verið dugleg að ferðast innanlands í sumar

Páll Ketilsson pket@vf.is

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 73

Netspj@ll

Of mikið súkkulaði er ekki nóg

„Jú, ég er búin að vera dugleg að ferðast innanlands. Við fjölskyldan erum búin að fara í nokkrar dagsferðir en ferðuðumst líka hringinn í kringum landið. Það var alveg æðislega gaman,“ segir Njarðvíkingurinn Brynja Björk Harðardóttir þegar hún er spurð út í sumarið. Brynja gerði meira en að ferðast því hún fór líka á fjallahjólanámskeið í Þórsmörk með vinkonum og gengu þau hjónin Fimmvörðuháls. „Við Íslendingar verðum kannski dálítið „heimablind“ með alla þessa náttúrufegurð fyrir framan okkur alla daga. Ég skil ferðamennina vel sem tapa andanum yfir fegurðinni og andstæðunum.“

Við hjá VF vorum að skoða mynd af þér í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. Það eru nokkur ár síðan þú varst kjörin Fegurðardrotting Suðurnesja (og systir hennar gerði sér reyndar lítið fyrir og fylgdi henni eftir tveimur árum síðar). Hvernig rifjast það upp fyrir

þér, hvernig var sú reynsla og hvað tók við eftir það? Já, það eru nokkur ár síðan. Sú reynsla var bara stórfín. Þetta var alveg málið árið 1995. Ég fór í fleiri keppnir í kjölfarið en snéri mér svo að öðru.

– Hvað geturðu sagt okkur um menntun og síðan starf? Ég var ákveðin í að verða tannlæknir á þessum tíma en var ekki tilbúin í langt háskólanám alveg strax eftir stúdentspróf. Ég prófaði margvísleg störf í nokkur ár áður en ég fór svo í Háskóla Íslands og lærði tannlækningar. Ég útskrifaðist 2003 og hef starfað við það síðan. Bæði á Íslandi og í Stokkhólmi þar sem við bjuggum í ellefu ár, segir Brynja sem ekur auðvitað um á Volvo eins og margir sem hafa búið í Svíaríki.


74 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

– Hver var fyrsti bíllinn þinn? Daihatsu Charade.

– Árgangur: 1975.

– Hvernig bíl ertu á í dag? Volvo.

– Fjölskylduhagir: Gift Halldóri Skúlasyni. Við eigum þrjú börn; ellefu, þrettán og fimmtán ára.

– Hver er draumabíllinn? Ég held ég haldi mig bara við Volvo. Finnst hann æðislegur. Tesla er reyndar alveg fín líka. Rafmagn er auðvitað framtíðin.

– Búseta: Garðabær. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Foreldrar mínir eru Anna Sigurðardóttir og Hörður Karlsson. Ég er alin upp í Njarðvík. – Starf/nám: Tannlæknir. – Hvað er í deiglunni? Hlýðum Víði. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég var ágætis nemandi. – Hvernig voru framhaldsskólaárin? Mjög skemmtileg. Ég var í FS. Það var voða gaman. Ég var í góðum félagsskap þar. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hmmm. Man það ekki. Ég tók stefnuna á tannlækningar þegar ég var í FS og fór á Háskóladaginn þar sem allar deildir voru kynntar. Ég fékk að bora í fyrsta skipti þá.

– Besta kvikmyndin: Get ekki gert upp á milli Thelma & Louise og Bridesmaids. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er þolinmóðust. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Pavlova.

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki? Kubbar.

– Hvernig er eggið best? Soðið ... í nákvæmlega sjö mínútur og 30 sekúndur (borða a.m.k. tvö á dag).

– Hvernig slakarðu á? Kósíkvöld með fjölskyldunni. Góð bíómynd og bland í poka. Og, jú! Yoga hjá Heiðbrá.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? George Michael allan daginn. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? GDRN. Svöl og allt flott sem kemur frá henni. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi eiginlega eingöngu á seríur. Netflix og RÚV-appið – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttunum á RÚV.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun: Lærðu að segja nei. Það reynist þér gagnlegra en að kunna latínu. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ef ég gæti tekið með mér áreiðanlega vitneskju um upphaf Covid-19 ... stoppa það. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Of mikið súkkulaði er ekki nóg. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump. Segja af mér í hvelli!

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Mömmu, pabba og Dóra manninum mínum. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Óraunverulegt en ég get ekki kvartað. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Ástralíu. Langar rosalega að koma þangað.

timarit.is

– Nafn: Brynja Björk Harðardóttir.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 75

Á ferð um Íslandið fagra! Brynja Björk og fjölskylda voru mikið á ferðinni í sumar og hún deildi með okkur nokkrum flottum myndum úr ferðinni. Við laumuðum líka mynd af forsíðu Víkurfrétta vorið 1995 þegar Brynja Björk var á forsíðunni eftir Fegurðarsamkeppni Suðurnesja í Stapa.


76 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

L Í F S FÆ R N I S KÓ L I M E Ð K E F LV Í S K A R R Æ T U R

Keflavík fer aldrei úr mér

Guðni Gunnarsson, Keflvíkingur og heilsufrömuður, segir að heimabærinn sinn fari aldrei úr sér. Hann segir að margt af því sem hann vinni að í dag eigi rætur að rekja heim til Keflavíkur. „Þegar ég var að alast upp í Keflavík voru möguleikarnir óteljandi; herinn, flugvöllurinn, ferðalög, enska tungumálið, sjómennskan og allt þar á milli hafði áhrif á mig og mótaði mína tilvist og lífsfærni,“ segir Guðni. Hann segir að vettvangur foreldra sinna hafi bæði verið sársaukafullur og gjöfull. Mamma sín hafi kennt sér að taka á móti lífinu með opið hjarta en því hafi líka fylgt vonbrigði og sársauki.

Mamma góður kennari „Það hefur enginn kennt mér meira en mamma,“ segir hann með hlýju. „Pabbi kenndi mér hinsvegar um orsök og afleiðingu. Þó hann hafi verið fjarverandi með litla viðveru á heimilinu, enda sjómaður, þá sáði hann í mig mörgu, þar á meðal orðatiltækjum. Til að mynda sagði hann oft: „Sýndu mér vini þína og ég skal sýna þér hver þú ert.“ Í þessu er mikil viska sem ég hef tileinkað mér.“ Guðni segir það gott að fara til æskustöðvanna, hvort sem það er í huganum eða á bíl, og leitar hann oft í grunninn í skrifum sínum en hann hefur skrifað margar metsölubækur um heilsu, heilrækt, lífsspeki og nú síðast lífsfærni. „Mér verður oft hugsað til gúanósins heima, því þegar vel viðraði þá streymdi lyktin inn um stofugluggann og mamma opnaði þá út um eldhúsgluggann og hleypti þessu í gegn. Það var ekki hjá þessu komist – frekar en ýmsu í lífinu en ef þú skilur orsökina og getur valið viðbragðið þá er afleiðingin valkvæm,“ segir hann brosandi.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Tækifærin á netinu Hann segir eitt af tækifærum sínum í Covid hafi verið að færa vinnuna yfir á netið. Hann hafi verið byrjaður á því en eins og með marga aðra rafræna þjónustu þá flýtti ástandið því ferli. Hann fór að streyma hugleiðslum á morgnana og fann hve það gaf honum mikið að gefa af sér á þennan máta. „Í kjölfarið fór ég að hugsa um færni fólks í lífinu og hugmyndin af Lífsfærniskólanum fæddist og snýst námið um valfærni, varanlega velsæld og auðlegð. Hér er ég að opna upp á gátt verkfærakistu mína og kenna fólki að nýta hana. Háþróað heilræktarkerfi GlóMotion sem ég hef unnið að í áratugi er hér lagt undir en það sameinar líkamsþjálfun, hugrækt, núvitund, lífsspeki og næringarfræði undir einn hatt sem við nefnum GlóMotion heilrækt,“ útskýrir hann. Með tilkomu rafræna Lífsfærniskólans geta allir stundað nám við Rope Yoga Setrið, á sínum hraða og sínum forsendum og styrkt sig til velsældar. Stundað valfærni og segir Guðni að nú er góður tími til þess. Hann er ekki í neinum vafa um að slíkt sé kærkomið og segir: „Alveg eins og mamma hleypti lyktinu úr gúanóinu inn um einn glugga og út um hinn, getum við valið að hleypa áskorunum sem koma til okkar í gegnum okkur og út um eldhúsgluggann – ef við viljum og erum valfær. Verkfærakistan er það öflug. Það má því með sanni segja að ég get farið úr Keflavík en Keflavík fer aldrei úr mér.“

Mér verður oft hugsað til gúanósins heima, því þegar vel viðraði þá streymdi lyktin inn um stofugluggann og mamma opnaði þá út um eldhúsgluggann og hleypti þessu í gegn. Það var ekki hjá þessu komist – frekar en ýmsu í lífinu en ef þú skilur orsökina og getur valið viðbragðið þá er afleiðingin valkvæm ...

Nánari upplýsingar um Lífsfærniskólann, GlóMotion-lífsfærni ráðgjafanámið og námskeiðið Mátt athyglinnar má finna á nýrri heimasíðu Rope Yoga Setursins, www.rys.is. Guðni veitir sömuleiðis upplýsingar í síma 843-6200.


Viðtal: Ingibjörg Gréta Gísladóttir

VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 77


78 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Atvinnuleysisbætur og afkoma heimila Samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysi á Suðurnesjum 16,5%, það hæsta á landinu. Atvinnuleysi á landinu öllu er 8,8%. Á Suðurnesjum er atvinnuleysi meðal karla 14,8% en 19% meðal kvenna. Augljóslega ætti ríkisstjórnin og þingmenn svæðisins að leita logandi ljósi að lausn á vanda þeirra sem misst hafa vinnuna. Og gæta sérstaklega að Suðurnesjum sem verða allra verst úti. Hver sá sem lendir í því að missa vinnuna verður fyrir miklu áfalli og það getur dregið dilk á eftir sér. Langtíma atvinnuleysi hefur ekki aðeins slæmar fjárhagslegar afleiðingar heldur einnig félagslegar. Atvinnuleitendur í árangurslausri atvinnuleit þurfa því ekki aðeins fjárhagslegan stuðning heldur einnig andlegan stuðning. Gæta þarf sérstaklega að börnum atvinnulausra. Við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins vegna COVID-19. Vonandi gengur hann yfir sem allra fyrst. Eitt vitum við þó. Þau sem missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur verða að fá aukinn stuðning frá stjórnvöldum. Stjórnvöld virðast hafa mikinn skilning á stöðu fyrirtækja í vanda og á að þau þurfi að búa við einhvern fyrirsjáanleika í formi stuðnings frá ríkinu. Það þurfa heimilin líka þó minna hafi borið á skilningi ríkisstjórnarinnar á þeirri þörf.

mánaða launatengdu tímabili lýkur magnast vandinn. Meðallaun í landinu eru um 800.000 krónur á mánuði. Tekjutengdu atvinnuleysisbæturnar sem fólk á rétt á í þrjá mánuði verða ekki hærri en 456.404 krónur á mánuði og grunnatvinnuleysisbætur sem taka við eru 289.510 krónur á mánuði. Augljóst er að heimili atvinnulausra verða fyrir gríðarlegu tjóni, með tilheyrandi afleiðingum. Þetta hefur svo margfeldisáhrif í samfélaginu því að um leið verður eftirspurn í hagkerfinu minni. Tekjur sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa dregist saman, margfalt meira en í öðrum landshlutum. Sveitarfélögin verða að geta komið til móts við barnafjölskyldur og sinnt lögbundnu hlutverki sínu um velferð íbúa. Það munu þau ekki geta nema með stuðningi ríkisins ef ástandið varir lengur en nokkrar vikur til viðbótar.

Tekjufall

Dreifum byrðunum

Strax þegar fólk fer af uppsagnarfresti og á atvinnuleysisbætur sér það fram á fjárhagsvanda og erfiðleika við að ráða við skuldbindingar, t.d. í formi húsnæðislána. Það sér líka fram á að eiga erfitt með að leyfa börnum sínum að taka þátt í félagsstarfi sem kostar peninga. Þegar þriggja

Eigum við að láta þau sem voru svo óheppin að missa vinnuna vegna faraldursins taka allt tjónið á sig? Eiga fjölskyldur þeirra að líða fyrir faraldurinn? Nei, auðvitað ekki. Við eigum að dreifa byrðunum. Í þannig samfélagi viljum við búa.

Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

Við þurfum strax að lengja réttinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Við þurfum líka að lengja réttinn til grunnatvinnuleysisbóta og hækka þær um leið. Að lágmarki ætti að lengja launatengda tímabilið í sex mánuði úr þremur og réttinn til atvinnuleysisbóta um ár til bráðabirgða. Grunnatvinnuleysisbætur ættu að hækka í það minnsta að 95% af lágmarkslaunum. Ef þau sem treysta á lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun og einstaklingar á atvinnuleysisbótum fengju hærri greiðslur frá ríkinu myndi eftirspurnin í hagkerfinu aukast um leið, enda ekki rými fyrir sparnað á þeim bæjunum. Tímabundnar eingreiðslur til viðbótar gætu ekki aðeins komið til móts við fjárhagsvanda heimila heldur einnig aukið eftirspurn sem aftur verður til þess að störfum fjölgar. Leitum lausna Ég mun leggja fram frumvarp í næstu viku um hærri atvinnuleysisbætur og framlengingu á launatengda tímabilinu ef ríkisstjórnin gerir það ekki þegar að þing kemur saman 27. ágúst. Fráleitum málflutningi hægrimanna um að ef bæturnar hækki vilji fleiri draga fram lífið á atvinnuleysisbótum, vísa ég til föðurhúsanna. Eða dettur einhverjum í hug að um 22.000 manns sem nú eru atvinnulaus hér á landi hafi valið sér það hlutskipti? Þvílík fásinna! Hvað þarf til svo ríkisstjórnin vakni og taki eftir vanda Suðurnesjamanna? Strax þarf að slá á bráðavanda heimila með hærri atvinnuleysisbótum en einnig verður að leita lausna í atvinnumálum svæðisins. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 79

Heilsugæsla í höftum Mörg okkar, sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur.

stofu og margir sérgreinalæknar eru starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið.

Áður en ég dey Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru fjögur þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða einn af hverjum sex. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs.

Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann

fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni.

Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin

Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Ég sit hér og söngla Covid-veirublús

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Covid-blús LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Mikið rosalega vona ég að við þurfum ekki að venjast því til langframa að lifa eftir Covid-reglum. Ég veit ég tala fyrir munn margra þegar ég játa að lífið var bara miklu skemmtilegra fyrir Covid og einföldu, litlu mig langar bara í þannig líf aftur. Við höfum öll gert okkar besta og tekið þessum nýja veruleika af alvöru og mikilli þolinmæði. Við höfum breytt okkar venjum, hegðun og lífsmáta, ferðast innanhúss, innanbæjar eða innanlands, allt eftir fyrirmælum þríeykisins og verið tiltölulega stillt og prúð. Við vorum saman í þessu – öll saman „heima með Helga“ og stemmningin var bara frekar góð miðað við allt og allt. Þetta var líka átaksverkefni, tímabundinn skellur sem við vorum staðráðin í að taka sameiginlega á kassann. Létum tímann líða í sumar með því að byggja pall og fara hringinn, byrjuðum að knúsa fólkið okkar aftur og fórum að hlakka til að komast kannski jafnvel eitthvað pínulítið lengra en Stuðlagil með haustinu.

Við hjónin vorum til dæmis búin að panta okkur flug til Köben í lok ágúst og vorum á leið í fimmtugsafmæli hjá góðum vinum, þegar við pöntuðum leit þetta nú allt saman bara nokkuð vel út. En þá skellur þetta á aftur – „seinni bylgjan“ segja þeir bjartsýnu, „önnur bylgjan“ segja þeir svartsýnu. Mér er eiginlega sama hvað þessi bylgja er kölluð, þetta er allt jafn hundleiðinlegt. Við afpöntuðum auðvitað flugið og förum ekki neitt. Ég neita því ekki að þrátt fyrir að ég þakki fyrir þau forréttindi að vera hér á Íslandi í þessu ástandi þá er innilokunarkenndin sem fylgir því að vera föst á eyju farin að láta aðeins á sér kræla. Vissulega má líta á mína persónulegu innilokunarkennd sem

algjört lúxusvandamál, aðrir erfiðleikar sem tengjast veirunni eru að sjálfsögðu mun alvarlegri, hvort sem þeir eru heilsufarslegir eða tengjast efnahagslegri afkomu fólks. Ég reyni yfirleitt að vera frekar jákvæð í þessum pistlum en á aðeins erfitt með það núna. Þetta mun allt saman ganga yfir, við vitum það, en áður en það gerist óttast ég að það verði talsvert um almenn leiðindi. Það sem ég óttast líka mun meira en mína persónulegu innilokunarkennd er það að samstöðuúthald okkar Íslendinga virðist nánast vera að þrotum komið og það núna þegar við þurfum mest á því að halda – haustið er framundan með fullt af erfiðum ákvörðunum sem munu

hafa alvarleg áhrif á daglegt líf fjölda fólks. Við finnum það nú þegar að þráðurinn er stuttur, aðalatriði víkja fyrir aukaatriðum og sjálfskipaðir sérfræðingar spretta upp eins og sveppir á umferðareyjum og vita allt miklu betur en allir sérfræðingar heims. Fréttir af hlutafjárútboði Icelandair, flókið skipulag skólastarfs eða hverjar afleiðingar hertra aðgerða á landamærum geti orðið fyrir ferðaþjónustuna eru langt frá því að verða fréttir vikunnar. Stærsta frétt vikunnar er um hversu hart eigi að taka á því að ráðherra í ríkisstjórninni var of nálægt vinkonum sínum á almannafæri. Mikilvægasta samviskuspurning vikunnar er auðvitað sú hvort þú, kæri lesandi, hafir gerst sekur um að hugsanlega brjóta tveggja metra viðmiðið síðasta hálfa mánuðinn? Þetta verður leiðinlegt, erfitt og langdregið – en það verður skárra, auðveldara og gengur hraðar yfir ef við stöndum saman og tökum þetta á kassann. Þar til annað kemur í ljós er þetta seinni bylgjan og við rústum henni í sameiningu.

Ný þáttaröð hefur göngu sína á Hringbraut fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:30

Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku!

FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.