Víkurfréttir 31. tbl. 44. árg.

Page 1

Myndarlegt Ljósanæturblað í næstu viku

Eitt af stærri blöðum ársins hjá Víkurfréttum ár hvert er Ljósanæturblaðið. Það kemur út í næstu viku. Að vanda er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni en síðustu daga hafa blaðamenn Víkurfrétta verið að heyra í bæjarbúum varðandi ýmislegt er tengist hátíðinni og að fá fólk til að rifja upp eitthvað gamalt sem tengist Ljósanótt eða hefðir sem hafa skapast fyrir hátíðina.

Við viljum hvetja auglýsendur til að vera tímanlega með auglýsingar í blaðið og sama á við um þau ykkar sem viljið koma að efni í þetta stóra blað. Póstfangið okkar er vf@vf.is en hafa má samband við auglýsingadeildina á póstfangið andrea@vf.is.

Ljósum prýddar í Suðurnesjabæ

Dagskrá bæjarhátíðarinnar í Suðurnesjabæ hófst með ljósagöngu á mánudagskvöld þar sem íbúar byggðarkjarnanna Garðs og Sandgerðis lögðu upp í hópgöngu frá sínum kjörnum og sameinuðust svo á golfvellinum við Kirkjuból, þar sem boðið var upp á kraftmikla kjötsúpu frá Skólamat og grillaðar pylsur. Söngvarinn Hreimur kom svo Suðurnesjabæjarbúum í gírinn fyrir komandi hátíðardaga. Dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölbreytt og eitthvað í boði alla daga. Suðurnesjabæjardagar ná svo hámarki með fjölskylduskemmtun sem haldin verður á Garðskaga á laugardaginn. Þar verður dagskrá bæði að deginum og um kvöldið og endað með flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis.

Suðurnesjabæjardagar hafa litaþema í bleikum og fjólubláum litum og þessar vinkonur í bæjarfélaginu voru ljósum prýddar og með réttu litina í ljósagöngunni á mánudagskvöld. Það var pínu napurt veðrið og þá kom kjötsúpan sér vel. Um helgina er einnig möguleiki á rigningu á Garðskaga, en vætuna er auðvelt að klæða af sér og hafa gleðina að vopni. Nánar má lesa um dagskrá bæjarhátíðarinnar á vef Suðurnesjabæjar. Fleiri myndir frá hátíðarhöldum í Suðurnesjabæ má sjá á vef Víkurfrétta á næstu dögum, en ljósmyndarar blaðsins heimsækja valda viðburði.

MEÐAL EFNIS

Skólabúðir rísa á gamla malarvellinum

Síður 4–5

Paradísin í Fjörukoti í Suðurnesjabæ

Síða 11

Listakonan Eldþóra með sýningu í Vogum

Nú er tímabil bæjarhátíða á Suðurnesjum en á þriggja vikna tímabili eru þrjár bæjarhátíðir. Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum héldu fjölskyldudaga í Vogum í síðustu viku en hátíðin náði hámarki sl. laugardag með viðamikilli dagskrá í Aragerði, þar sem var söngur og gleði. Nú eru hafnir Suðurnesjabæjardagar og í næstu viku er það svo vikulöng dagskrá undir merkjum Ljósanætur. Myndirnar hér að ofan voru teknar á fjölskyldudögum í Vogum. Nánar er fjallað um hátíðina í blaðinu og fleiri myndir verða á vef Víkurfrétta, vf.is.

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Vítamíndagar 24.–27. ágúst
Hátíð í bæ!
Miðopna
Miðvikudagur 23.
2023 // 31. tbl. // 44. árg.
ágúst

Eiríkur Tómasson látinn

Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður og forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, lést föstudaginn 18. ágúst, sjötugur að aldri. Eiríkur var fæddur 17. maí 1953 í Grindavík; foreldrar hans voru Hulda Björnsdóttir, f. 1931, d. 2008, og Tómas Þorvaldsson, f. 1919, d. 2008. Hann var elstur fjögurra barna þeirra; yngri eru Gunnar, f. 1954, Stefán Þorvaldur, f. 1956, og Gerður Sigríður, f. 1960. Eiríkur lauk stúdentsprófi

frá Verzlunarskóla Íslands árið 1973 og brautskráðist sem við skiptafræðingur frá Háskóla Ís lands 1978. Á því ári kom hann til stjórnunarstarfa hjá Þorbirni hf., fyrirtæki sem faðir hans stofnaði ásamt fleirum árið 1953. Þegar þarna var komið við sögu var Þorbjörn kominn í aðaleigu Tómasar og fjölskyldu hans.

Bræðurnir Gunnar og Eiríkur léku ásamt fleirum aðalhlutverk við rekstur og uppbyggingu Þor bjarnar, til þess að verða eitt af allra stærstu sjávarútvegsfyrir tækjum landsins – með fjölda báta og stóra landvinnslu. Starfa sinna vegna gegndi Eiríkur margvíslegum félagsog trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, Samtaka atvinnulífsins, Fiskifélags Íslands og Hafrannsóknarstofnunar.

Synir Eiríks eru Heiðar Hrafn, f. 1974, Tómas Þór, f. 1977, Gunnlaugur, f. 1982 og Gunnar, f. 1988. Dóttir Katrínar er Kolbrún, f. 1983.

parketi á íþróttahús Stapaskóla

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ásgeir Einarsson framkvæmdastjóri Egils Árnasonar ehf. hafa undirritað samning um kaup og niðurlagningu parketgólfs í nýjan íþróttasal við Stapaskóla í Reykjanesbæ.

Um er að ræða kaup á rúmlega 1300 fermetrum af hágæða parketi og undirlagi. Reiknað er með að vinna við niðurlagningu gólfsins hefjist í lok október og ljúki á nokkrum vikum.

Gert er ráð fyrir alls sjö körfu boltavöllum, tveimur blakvöllum, átta badmintonvöllum og hand

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

boltavelli í nýja íþróttahúsinu, sem jafnframt verður nýr heimavöllur og ljónagryfja Ungmennafélags

Njarðvíkur. Parketið er af gerðinni Junkers, sem er danskt gæðaparket og hefur verið lagt í fjölmörg íþróttahús á

henta öllum aldursflokkum með tilliti til fjöðrunar. Nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmdum við nýja íþróttahúsið við Stapaskóla og ljóst að Njarðvík mun ekki leika heimaleiki sína í körfuknattleik í húsinu á næsta tímabili. Mögulega er þó horft til þess að leikir Njarðvíkur í úrslitakeppninni gætu farið þar fram. Menn þora þó engu að lofa eins og staðan er á framkvæmdinni í dag.

Ljósanæturblaðið í næstu viku!

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Bók um bæjarvillinginn í Sandgerði

n Ásmundur Friðriksson skrifaði 400 síðna Lífssögu Didda Frissa

lífssaga didda Frissa, sigurðar Friðrikssonar, er komin út. Það er ásmundur Friðriksson sem ritar söguna. bókin var kynnt formlega í samkomuhúsinu í sandgerði um síðustu helgi og þangað mættu um 120 manns til að hlusta á sögur samferðamanna didda Frissa og tryggja sér fyrstu eintökin úr prentun.

Lífssagan er mikið rit, næstum 400 blaðsíður, og þá prýða bókina einnig um 400 ljósmyndir frá lífshlaupi Didda Frissa. Verkefnið kom nokkuð óvænt upp í hendurnar á Ásmundi. Hann hafði nýlokið við að gefa út bók um svaðilfarir Eyjamanna í Surtsey og var mættur með bókina á skrifstofuna til Didda Frissa. Hann sagðist engan bók ætla að kaupa af Ásmundi en réð hann í sömu setningu til að rita lífssögu sína, sem er ævintýraleg, svo ekki sé meira sagt.

Diddi Frissa var skipstjóri og útgerðarmaður í mörg ár áður en hann ákvað að venda kvæði sínu í kross og skella sér í ferðaþjónustu. Hann opnaði bæði hótel og bílaleigu og segist ekki hafa hugmynd um hvað hann væri að takast á

hendur. Einnig er rætt við samferðafólk Didda Frissa í bókinni og sagt frá ævintýrum en saga hans er saga óborganlegra ævintýra. Sjálfur lýsir Diddi Frissa sér sem bæjarvillingi úr Sandgerði.

Á vef Víkurfrétta má sjá nokkuð ítarlegt og áhugavert viðtal við þá Ásmund og Didda Frissa, þar sem þeir ræða við blaðamann um efni bókarinnar og nokkrar sögur fá að fljóta með.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
2 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Frá bókarkynningunni í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Einar Valgeir Arason segir sögur af Didda Frissa.

Samkaup hf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf forstöðumanns upplýsingatækni og stafrænnar þróunar. Hlutverk forstöðumanns er að leiða félagið inn í spennandi framtíð þar sem svið upplýsingatækni og stafrænnar þróunar eru í lykilhlutverki.

Forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála­ og rekstrarsviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins

• Leiðandi í mótun á stefnu upplýsingatæknimála

• Umsjón með fjárhagsáætlun og kostnaðareftirliti upplýsingatæknimála

• Leiðandi í þróun upplýsingatæknimála og hagræðingar til framtíðar á því sviði

• Ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, þjálfun, samræmingu og þróun starfsmanna á sviðinu

• Ábyrgð á öryggismálum tengdum upplýsingatækni og upplýsa starfsfólk um upplýsingaöryggi

• Umsjón með samningum og viðræðum við verktaka, birgja og útvistunaraðila í upplýsingatæknimálum

Samkaup leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu. Hjá félaginu starfa um 1.250 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum. Samkaup er framsækið verslunarfyrirtæki sem er leiðandi í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem endurspegla grunngildi félagsins. Samkaup rekur 60 verslanir víðs vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax.

Sótt er um starfið á hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. september nk.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is

hagvangur.is
Forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar

SÖFNUNARÁRÁTTA

í paradís við Stafnesveg

Hafa búið sér til paradísina Fjörukot.

Gátu nýtt ljósabrunnana af Keflavíkurflugvelli.

„Það kennir ýmissa grasa má segja, elsti hluturinn er nokkurra hundruð ára gamall og stærsti hluturinn bar tugi tonna af olíu,“ segir Guðmundur Sigurbergsson sem hefur ásamt Gunnhildi Gunnarsdóttur konu sinni, byggt sannkallaða paradís á fjörukambinum við Stafnesveg, skammt utan við Sandgerði í Suðurnesjabæ.

SUÐURNESJABÆR

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Þau Guðmundur sem er fæddur og uppalinn Keflvíkingur, og Gunnhildur sem er frá Ísafirði, höfðu alla sína sambúð búið í Keflavík þar til í fyrra þegar þau fluttu í Sandgerði. Bæði vildu þau minnka við sig en þau vildu líka vera nær paradísinni sem þau hafa verið að búa sér til síðan 1999, þegar þau festu kaup á sumarbústað rétt fyrir utan Sand gerði sem áður hét Miðkot en þau breyttu nafninu í Fjörukot. Þau eru bæði miklir safnarar en heldur meira fer fyrir mununum sem Guð mundur hefur sankað að sér og komið fyrir á lóðinni.

Fjaran og hafið heilla

TURTLE WAX

flytja í Sandgerði. „Við bjuggum í 300 fm húsnæði í Keflavík þar sem fór afskaplega vel um okkur fjölskylduna en þegar dætur okkar voru allar fluttar út, var þetta óþarflega stórt húsnæði og því hentaði vel að flytja í parhús

í Sandgerði. Okkur leið alltaf vel í Keflavík og hefði ekki verið fyrir þá staðreynd að við vorum búin að kaupa þennan bústað við Sandgerði, hefðum við líklega minnkað við okkur og verið áfram í Keflavík en okkur fannst hentugt að vera nær paradísinni okkar. Ég er fædd og uppalin á Ísafirði, kom auga á þennan bústað og hér líður mér eins og ég sé komin heim, mér finnst yndislegt að vera svona nálægt fjörunni og hafinu. Útsýnið hér er einstakt í allar áttir og ef það væri hægt að kynda húsið allan ársins hring, myndum við örugglega hafa hér heilsársbúsetu. Þetta var sumarbústaður í svokölluðum A-stíl, hann var mjög illa farinn og við þurftum að taka hann algjörlega í gegn. Í leiðinni höfum við stækkað hann mjög mikið, byggðum bæði forstofu að framan og stækkuðum hann líka til

vesturs. Við gistum á efri hæðinni en útsýnið þaðan er stórfenglegt, það er yndislegt að vakna á fallegum sumardegi og sjá fjöruna og hafið. Sömuleiðis er magnað að vera hér þegar veður eru válynd, að sjá þegar vestanbrimið brýtur hér í fjörunni. Eftir að sumarið loksins kom núna í sumar, hefur nánast verið spegilsléttur sjór hér allan tímann og þá er yndislegt að vera í fjörunni og fara í sjóinn, börnin okkar og barnabörnin stunda sjósundið grimmt með okkur þegar tækifæri gefst til.“

Til að verjast ágangi sjávar, þurfti Guðmundur sem rak verktakafyrirtækið Nettverk en fyrirtækið var með stórar gröfur og aðrar vinnuvélar á sínum snærum, að

Ljósabrunnarnir af Keflavíkurflugvelli hýfðir niður til að búa til varnarsjógarð.

byggja varnargarð. „Ég fékk þessi grjót sem eru ljósabrunnarnir af suðvesturflugbrautinni á Keflavíkurflugvelli. Hvert stykki vegur um fjögur tonn svo það var mikil vinna að koma þessu fyrir. Ástæða þess að ég fékk þessi grjót var sú að ég vann mikið fyrir herinn og þekkti verkfræðinginn sem var yfir verkinu þegar skipt var um þessa brunna. Ég spurði hann hvort ég gæti fengið þetta og sagði frá tilganginum en hann sagði að herinn mætti ekki gefa neitt því þá væri komið fordæmi. Það átti að jarða þetta en verkfræðingurinn sagðist horfa í hina áttina ef ég kæmi í skjóli næturs og myndi fjarlægja stórgrýtin og engir eftirmálar urðu af þessu. Svo bætti ég vegatálmum ofan á og notaði sem vetrarvegg en tók niður á vorin því ég vildi fylgjast með fuglalífinu. Svo var það orðið ansi mikið vesen svo núna erum við alltaf með vetrarvegginn uppi við.“

Söfnunarárátta

Guðmundur byrjaði snemma að safna alls kyns munum og ekki minnkaði áráttan eftir að hann hóf að dvelja í Fjörukoti. „Ég hef verið fimmtán, sextán ára þegar ég byrjaði að safna allskyns dóti en eftir því sem árunum fjölgaði jókst áráttan. Í gegnum reksturinn á fyrirtækinu mínu komst ég í tæri við þyngri og stærri hluti og eftir að við eignuðumst þessa paradís, hef ég síðan virkilega fengið útrás því ég get komið stærri hlutum fyrir hér á jörðinni. Þetta er allt frá ankerum, alls kyns litlum munum, stórum sveifarásum og vélum úr bátum, yfir í risastóra olíutanka. Pabba mínum heitnum áskotnaðist stýrishús af bát frá Tálknafirði og honum gat ég sömuleiðis komið fyrir og svo er ég mjög stoltur af bát sem heitir Lukkugeðin og er svokallaður Engeyingur. Hann var byggður hér á milli Sandgerðis og Garðs fyrir tæpum 150 árum síðan en hér á Stafnesinu var mikil útgerð, sú mesta á Suðurnesjunum. Fyrst var róið á honum með árum, svo seglum og síðar meir var sett vél í hann. Hann var orðinn illa

Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14
Guðmundur og Gunnhildur. Fjörukot. Unimuntal vél frá u.þ.b. 1940 sem vegur um þrettán tonn. Guðmundur reisti þennan minnisvarða, Grímsvörðu á Miðnesheiði árið 2014, til minningar um þá sem hafa farist þar.
4 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Sumarbústaðurinn eins og hann var þegar hjónin keyptu hann árið 1999.

farinn en ég náði að lappa upp á hann svo nú nýtur hann sín sem sýningargripur. Skipsvélin sem ég er með er Unimuntal vél, er líklega frá u.þ.b. 1940 og vegur um þrettán tonn.

Af öllum þeim munum sem eru hér á lóðinni, er ég líklega stoltastur af olíutanki sem er þrettán og hálfur metri að lengd og þrír og þrjátíu í ummál, hann fékk ég frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja en hann hefði verið uppi á flugvelli hjá Varnarliðinu, það var mikil vinna að koma honum hér fyrir. Ég smíðaði með aðstoð góðra manna, forstofu út úr annarri hliðinni svo í dag er þetta hin fínasta íbúð má segja, vantar bara salernisaðstöðu.

Allavega er hægt að halda hér flotta veislu, Sunna Sigríður dóttir okkar hélt litla giftingarveislu hér í fyrra. Sigmar Vilhelmsson, listamaður frá Keflavík málaði þrjú glæsileg málverk inn í tankinn, eitt af æskuslóðum móður minnar á Tálknafirði, annað af Stafnesinu og það þriðja er tilvísun í Tyrkja-Guddu en hún var keypt til baka eftir að hafa verið rænt í Vestmannaeyjum og skilin eftir hér á Stafnesinu á sínum tíma og giftist Hallgrími Péturssyni.

er pottþétt nokkurra hundruð ára gamalt.

Helguvíkurkaplar að sána og WC

Ég er ennþá með nægt pláss á lóðinni svo ég er ekki hættur. Það sem ég er að gera núna er að breyta stóru rafmagnskefli sem mér áskotnaðist úr Helguvík í sánabað og gestasalerni, háspennukaplarnir

Forstofan sem Guðmunur og félagar byggðu.

Það kennir ýmissa grasa á lóðinni í Fjörukoti.

legt að segja til um, mér finnst þetta gaman og á meðan við hjónin höfum ánægju af þessu, höldum við áfram,“ sagði Guðmundur að lokum.

Fjaran er með Mallorca sand.

-

Stýri og skrúfa úr bátnum Fram frá Akranesi.

Þrjú málverk eru inni í olíutanknum.

Lukkugeðin sem er Engeyingur.

Guðmundur að smíða forstofuna í olíutankinum.

Sérfræðingur fjármála hjá Suðurnesjabæ

Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af fjármálum fyrirtækja í starf sérfræðings fjármála hjá sveitarfélaginu.

Sérfræðingur fjármála hefur daglega umsjón með fjárstýringu, greiðsluflæði, innheimtu og ráðgjöf til stjórnenda varðandi fjármál sveitarfélagsins ásamt því að vinna að gerð fjárhagsáætlana. Sérfræðingur fjármála ber ábyrgð á úrvinnslu á tölfræðilegum upplýsingum til stjórnenda varðandi fjármál og frávikagreiningu fjárhagsáætlana.

Sérfræðingur fjármála heyrir beint undir sviðsstjóra stjórnsýsluog fjármálasviðs sveitarfélagsins. Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna undir Laus störf á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnesjabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.

Olíutankurinn settur niður.

v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 5

Stutt eftir af fiskveiðiárinu

Ansi stutt eftir af fiskveiðiárinu 2022-2023 og þar með mun allt fara í gang aftur.

En áður en það gerist þá munu tvær bæjarhátíðir verða og sú fyrri er núna í gangi, Sandgerðisdagar, sem er orðin sameiginleg bæjarhátíð Sandgerðis og Garðs. Hún heitir í dag bæjarhátið Suðurnesjabæjar og mun hápunktinum verða

náð laugardaginn 26.ágúst með hátíð út á Garðskaga, og flugeldasýningu. Þar á eftir mun svo Ljósanótt koma og hún verður um mánaðarmótin, og mun því vera yfir þann tíma sem að fiskveiðiárið 2023–2024 mun hefjast.

Annars hefur þessi ágústmánuður verið svona þokkalegur. Dragnótabátarnir hafa byrjað veiðar aftur og eru núna fimm bátar á dragnót að róa frá Sandgerði. Sigurfari GK með 58.5 tonn í fimm róðrum, Benni Sæm GK 61.4 tonn

Minningarskjöldur um Þormóðsslysið afhjúpaður á Garðskaga

Minningarskjöldur um Þormóðsslysið verður afhjúpaður á garðskaga laugardaginn 26. ágúst kl. 12:00 á hádegi. skjöldurinn verður aðgengilegur á sjóvarnargarðinum við garðskagavita. Hörður gíslason mun stýra dagskránni en þeir Egill Þórðarson og séra Jakob ágúst Hjálmarsson munu segja nokkur orð. athöfnin verður látlaus en öllum er velkomið að vera viðstödd athöfnina.

Vélskipið Þormóður fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943, fyrir áttatíu árum, eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Skipið var á leið frá Norðurlandshöfnum og Vestfjörðum með farþega og farm. Með skipinu fórust 31 maður, 24 farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn. Margir farþeganna voru frá Bíldudal.

Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrum Dómkirkjuprestur skrifaði

bók um Þormóðsslysið sem heitir

Allt þetta fólk. Bókin kom út árið 2013. Jakob er ættaður frá Bíldudal og voru föðurforeldrar hans þar farþegar. Í vetur var sagnastund á Garðskaga þar sem atburðarins var minnst, en í ár eru 80 ár liðin frá þessu mannskæða sjóslysi. Á sagnastundinni kom fram ósk um að minningunni um allt þetta fólk sem fórst væri haldið á lofti. Skjöldurinn sem nú verður afhjúpaður er viðleitni til þess.

í sjö róðrum. Siggi Bjarna GK 72.3 tonn í sjö róðrum. Maggý VE 37.7 tonn í þremur og fimmti báturinn er Aðalbjörg RE sem hóf veiðar um það leyti sem að þessi pistill var skrifaður, ekki voru komnar inn aflatölur um bátinn.

Hólmgrímur setti Maron GK í gang núna í ágúst á netaveiðar, og hefur bátnum gengið nokkuð vel. Kominn með tæp 70 tonn í tíu róðrum og mest 12,5 tonn í róðri. Maron GK er búinn að vera með netin utan við Garðskaga og inn í Faxaflóanum. Halldór Afi GK er kominn inn í Keflavík og þar með er hann líka kominn af stað.

Erling KE hefur ekkert róið í ágúst, en hann á eftir óveidd um 244 tonn og af því er búið að færa um 77 tonn á næsta ár . Eins og greint var frá í síðasta pistli þá hóf bátur loksins veiðar með línu og er ég þá ekki að tala um stóru beitningavélabátanna frá Grindavík því að Margrét GK hóf veiðar frá Sandgerði og hefur báturinn landað 37.3 tonnum í sex róðrum og mest 9,4 tonn í róðri. Þetta er nú nokkuð góður afli miðað við árstíma. Og af þessum afla þá er þorskur 13.9 tonn, langa 8.8 tonn og keila 9.6 tonn. Hinir minni línubátarnir eru út á landi, t.d er Hópsnes GK með 48.5 tonn í ellefu róðrum, og Dúddi Gísla GK 31 tonn í fimm róðrum, Sævík GK 17.3 tonn í tveimur, Gulltoppur GK 9.9 tonn í þremur og Daðey GK 6 tonn í einni löndun, allir lönduðu á Skagaströnd.

Sóley Sigurjóns GK er ennþá á rækjuveiðum og hefur núna í ágúst landað 70 tonnum í einni löndun og af því var rækja 47.2 tonn og þorskur 22.4 tonn.

Af öðrum togurunum má nefna að Tómas Þorvaldsson GK kom til Grindavíkur með 579.2 tonn af frystum afla og af þeim afla var þorskur 85 tonn, grálúða 154 tonn, 111 tonn af gulllaxi og 71 tonn af löngu.

Hinn frystitogari Þorbjarnar ehf, Hrafn Sveinbjarnarson GK kom

líka í Grindavík og var með 455.3 tonn í einni löndun. Af þeim afla var þorskur 181 tonn, ufsi 69 tonn og 54 tonn af löngu.

Vörður ÞH hefur landað 251 tonnum í þremur löndunum í Grindavík og Áskell ÞH 208 tonnum, líka í þremur róðrum í

Grindavík.

Ég minnstist áðan á frystitogaranna Tómas Þorvaldsson GK og

Hrafn Sveinbjarnarson GK sem eru báðir í eigu Þorbjarnar hf. í Grindavík. Í gegnum vinnu mína

með aflatölur þá hef ég haft kynni af því fyrirtæki og þeim bræðrum Gunnari og Eiríki Tómassonum. Það er nefnilega þannig að ég er ekki bara að skrifa þessa pistla eða reka síðuna aflafrettir.is, heldur hef ég síðan árið 1990 safnað saman aflatölum um alla íslenska báta aftur til ársins 1894.

Þetta aflagrúsk mitt barst til þeirra bræðra og þeir hafa stutt mig í gegnum árin í þessu grúski mínu. Togarinn Tómas Þorvaldsson GK er nefndur eftir sjómanni sem var einn af fjórum sem stofnuðu Þorbjörn hf. í nóvember árið 1953 og um 1978 þá verður sonur Tómasar, Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri fyrirtækisins með Gunnari bróður sínum. Eiríkur var framkvæmdastjóri til ársins 2018 þegar hann lét af störfum vegna veikinda.

18.ágúst 2023 lést Eiríkur og vil ég votta aðstandendum og fjölskyldu Eiríks innilegrar samúðarkveðjur og takk Eiríkur fyrir stuðninginn sem þú veittir mér í grúskinu mínu.

Engin atriði leggjast með rekstri vélsmiðju á svæðinu

„Umhverfis- og skipulagsráð telur rekstur vélsmiðju ekki samræmanlegan 600 íbúða byggð sem rís í nágrenninu á næstu árum eða ferðaþjónustu sem lögð er áhersla á við uppbyggingu svæðisins eins og fram kemur í stefnu Reykjaneshafna og Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020–2035.“ Þetta kemur fram í nánari rökstuðningi ráðsins

Guðbergur Reynisson, Sjálfstæðisflokki, bókaði eftirfarandi:

„Við gerð aðalskipulags þarf að hugsa til langs tíma, eða nokkurra tuga ára og ef hugsjónin er góð þarf að standa við skipulagið.

Allir sem falla undir aðalskipulagið ættu að hafa fengið vitneskju og kynningu á framtíðarsýninni og eða stefnubreytingunni og ættu því ekki að undrast ef hönnuðir þessa aðalskipulags hnika ekki frá því.

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru ein meginstoð þjóðfélagsins og verða að mega stækka og dafna en vitandi af aðalskipulaginu halda margir aðilar áfram sinni vinnu og bíða þess að uppbygging hefjist sem þeir á endanum taka þátt í eða hverfa á brott.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu var send í grenndarkynningu. Andmæli bárust og erindið var afgreitt á 315. fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem tekur undir andmæli með svohljóðandi bókun: „Frekari uppbygging iðnaðarhúsnæðis er ekki heimil á miðsvæði. Erindi hafnað.“

Tító ehf., eigandi fasteignar á lóðinni, óskaði eftir rökstuðningi umhverfis- og skipulagsráðs fyrir höfnun á viðbyggingu við fasteign. Umhverfis- og skipulagsráð telur rekstur vélsmiðju ekki samræmanlega 600 íbúða byggð sem rís í nágrenninu á næstu árum eða ferðaþjónustu sem lögð er áhersla á við uppbyggingu svæðisins eins og fram kemur í stefnu Reykjaneshafna og Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020–2035. Starfsemi vélsmiðju fylgir hávaði við málmvinnslu og notkun á stórum og þungum búnaði. Með stækkun

húsnæðis er viðbúið að starfsemin aukist.

Þá segir að það er viðbúið að með þéttingu byggðar fylgi réttmætar kvartanir vegna starfsemi og yfirbragðs starfsemi vélsmiðjunnar, því meiri sem uppbygging er því þyngra verður að taka á óhjákvæmilegum breytingum á landnotkun og fylgja eftir kröfum til starfseminnar innan miðsvæðisins. Fylgja þarf eftir ákvæði um að starfsemi fari jafnan fram á almennum vinnutíma virka daga og starfsemi um helgar sé takmörkuð.

Þá segir ráðið að engin atriði leggist með rekstri vélsmiðju á svæðinu eða stækkunar á húsnæðinu en fjölmörg atriði sem leggjast gegn því eins og að ofan hefur verið talið. Rekstur vélsmiðju er víkjandi á svæðinu og stækkun hennar gengur þá þvert á markmið og skilmála Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020–2035.

Það er aftur óeðlilegt að þeir aðilar sem ætla sér þróun og uppbyggingu innan aðalskipulagsins geti setið á stórum hluta bæjarins og haldið í gíslingu í tugi ára og þá er ekki bara verið að hugsa um litlu og meðalstóru fyrirtækin sem gætu ef höft aðalskipulags væru ekki á, jafnvel stækkað og dafnað á þessu svæði þannig að gera þyrfti breytingu með tilliti til þeirra, heldur þarf líka að hugsa um útlit og umhverfi bæjarins allan þennan tíma. Viljum við að bærinn breytist að miklum hluta í drauga- og hreysahverfi?

Vegna þessa óska ég eftir að umhverfis- og skipulagsráð boði þá aðila sem eiga hina ýmsu ókláruðu reiti í bænum á sinn fund og þessir aðilar setji með sér tímalínu hvenær á að byrja og hvenær er áætlað að framkvæmdum verði lokið.“

Gunnar Felix Rúnarsson, Umbót, tekur undir bókun Guðbergs.

og
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg
www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit
umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
38 - 260 Njarðvík sími 421 7979
finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
BA291
O
Teikning af Þormóði BA eftir listamanninn Jóa listó í Vestmannaeyjum. É á suður NEs J u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
6 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Séð yfir Vatnsnes í Keflavík. VF-mynd: HIlmar Bragi

Tuttugu ferðir á Þorbjörn í tilefni af 60 ára afmæli

klemenz sæmundsson sem er nýtekinn við sem skólameistari Fisk tækniskóla Íslands, verður sextugur i byrjun september og ætlar að því tilefni að hlaupa tuttugu ferðir, 60 km á Þorbjörn þann 2. september næstkomandi. Þegar klemenz varð fimmtugur hjólaði hann hringveginn og safnaði tæpri milljón í áheit sem runnu til blóð- og krabbameinslækningadeildar að endurtaka leikinn núna. klemenz sem er úr á sig takkaskó en hann gerði garðinn frægan með knattspyrnuliði víðis, sem náði eftirtektarverðum árangri á níunda áratugnum.

TÍMAMÓT

„Ég er fæddur og uppalinn í Garðinum og man ekki öðruvísi eftir mér en í fótbolta. Það voru engar aðrar íþróttir í boði en ég tók líka alltaf þátt í víðavangshlaupunum sem voru haldin á sumardaginn fyrsta í Garðinum og svo spriklaði ég eitthvað í körfubolta líka í litla íþróttasalnum í Garðinum. Þegar ég var byrjaður í FS keppti ég með unglingaflokki Keflavíkur einn vetur í körfubolta, en fótboltinn var samt alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Einnig var ég í júdó í þrjú ár í Keflavík. Eins og tíðkaðist á þessum árum var ég byrjaður snemma að vinna, vann í fiski þegar ég var átta ára gamall en svo fór ég nokkur sumur í sveit í Laxárdal í austur Húnavatnssýslu, mér þótti það mjög skemmtilegt og hefði ekki verið fyrir einskæran áhuga á fótbolta, hefði ég pottþétt farið oftar í sveit á sumrin. Þegar ég var fimmtán ára munaði minnstu að íþróttaferillinn hefði klárast því ég lenti í mjög alvarlegu vinnuslysi, ég steig ofan í snigil sem var að bryðja ís og rétt náði að losa hægri fótinn en slasaðist illa og var lengi á spítala. Ég var í u.þ.b. eitt ár að jafna mig á þessum meiðslum, man að það var bæði sársaukafullt og skrítið að byrja í fótboltanum aftur eftir þetta. Það glumdi líka í höfðinu á

mér það sem læknirinn sagði við mig þegar ég spurði hann hvenær ég gæti byrjað aftur í fótbolta; „þú munt aldrei aftur spila fótbolta drengur minn,“ sagði læknirinn. Ég hélt nú ekki og var staðráðinn í að geta spilað fótbolta aftur.“

Eftir að Klemenz komst aftur á lappirnar missti hann varla af leik – fyrir utan fyrsta árið í meistara flokki. „Árgangurinn minn og sá næsti fyrir neðan, var mjög öflugur og við spiluðum úr fimmta flokki upp í annan flokk í Garðinum en það hafði aldrei áður gerst, að sami árgangur færi alla leið upp í annan flokk. Ég byrjaði að spila með meistaraflokki þegar ég var sextán ára. Meistaraflokksferillinn byrjaði reyndar ekki vel, í fyrsta leik sum arsins á móti Grindvíkingum náði Pétur Pálsson í Vísi að steinrota mig! Við hoppuðum upp í skallabolta og það fór ekki betur en svo að ég steinlá og endaði á sjúkrahúsi í tvær vikur eftir að ég byrjaði að kasta upp heima. Næsti leikur hjá mér var svo einmitt í seinni umferðinni á móti Grindavík,“ segir Klemenz.

Einstakt afrek?

Klemenz festi sig fljótt í sessi í meistaraflokki Víðis og tók þátt í ótrúlegu afreki liðsins sem komst í 1.deild sem þá var efsta deildin, hélt sér uppi í nokkur ár og komst alla leið á Laugardagsvöllinn í bikarúrslit. „Ég myndi held ég ekki sjá þetta afrek endurtekið í dag, að byggð með innan við 1000 manns

n Ætlar að hlaupa tuttugu ferðir á Þorbjörn. n Hjólaði hringveginn þegar hann varð fimmtugur.

n Tók þátt í ótrúlegu afreki Víðismanna á níunda áratugnum.

tekið yfir kynningarmálin. Hann vinnur hjá útgerðarfélaginu Brim og hefur skorað á samstarfsfélagana að mæta og sömuleiðis hefur hann kynnt þetta fyrir grindvískum útgerðarfyrirtækjum. Okkar draumur er að þetta verði árvisst, helst að úr verði keppni og þá yrði gaman að gera þetta á helgi

myndi geta teflt fram liði í efstu deild knattspyrnu á Íslandi, nánast eingöngu skipað heimamönnum, haldið sér uppi í nokkur ár og komist alla leið í úrslit bikarsins.

Þetta var ótrúlega sterkur kjarni sem spilaði lengi saman, við vorum tæpir að komast upp árið 1983 og fórum svo upp árið eftir og héldum okkur uppi þar til árið 1987 þegar við féllum en þá komumst við alla leið í bikarúrslit á móti Fram en steinlágum því miður, 5-0. Við tókum þrjú ár í næstefstu deild, komumst upp árið 1990 en féllum strax árið eftir og þá fannst mér góður tímapunktur að segja skilið við fótboltann. Á þessum árum hafði ég spilað stanslaust allan ársins hring því ég fór í nám til Bandaríkjanna og gat æft og spilað, var tvö ár í Michigan og þrjú ár í Los Angeles. Þetta var skemmtilegur tími og maður kom alltaf í góðri spilaæfingu beint á íslenskt gras á meðan íslenskir liðsfélagar höfðu verið að vaða snjó upp í nára í útihlaupum.“ -

boltanum var alltaf þolið, hann

íþróttaferlinum. „Ég spriklaði eitthvað í „Old boys“ bolta eftir að ég hætti en svo var skotið að mér að langhlaup myndi henta mér vel. Ég hef alltaf verið með gott þol svo þetta lá beinast við og þetta átti strax vel við mig. Ég tók þátt í fyrsta keppnishlaupinu árið 1997, hljóp 10 km og svo færði ég mig upp í hálft maraþon og á endanum fór ég svo að keppa í heilu maraþoni. Um tíma var ég líka virkur í þríþraut, þá er hlaupið, synt og að lokum hljólað.

Þarna er ég sem sagt farinn að hjóla talsvert líka og þegar fimmtugsafmælið nálgaðist ákvað ég að hjóla hringveginn, þ.e. þjóðveg eitt. Þetta tók átta daga, var mjög skemmtilegt og eftirminnilegt og eftir þetta fór ég fljótlega að huga að því hvað ég myndi gera á sextugsafmælinu. Þar sem ég æfi mjög oft á Þorbirni, fæddist hugmynd fyrir nokkrum árum að hlaupa upp og niður Þorbjörn tuttugu sinnum en leiðin er nákvæmlega 1,5 kílómetrar upp og því þrír kílómetrar upp og niður, tuttugu ferðir þ.a.l. 60 kílómetrar. Ég ætla að byrja kl. sjö og verð að þessu fram eftir degi og vona að sem flestir komi og gangi eða hlaupi eina ferð hið

fyrir 27 árum síðan á gamlársdegi. Það hlaup hefst heiman frá mér í Keflavík að morgni gamlársdags og er hlaupið til Sandgerðis, yfir í Garð og endar svo aftur heima hjá mér um hádegi. Það er mjög gaman að enda árið á þessu hlaupi sem byrjar í myrkri og endar í björtu. Þátttakan hefur verið góð og er alltaf að aukast. Ég vona að sem flestir láti sjá sig laugardaginn 2. september við Þorbjörn og ég hvet alla sem eru að spá í að fara hreyfa sig, að drífa sig bara af stað, við getum öll meira en við teljum okkur geta, við stoppum okkur sjálf í stað þess að segja okkur að við getum gert hlutina. Eins og ég forðum þegar ég lenti í slysinu, ég var sko ekki að fara láta segja mér að ég gæti ekki spilað fótbolta framar,“ sagði Klemenz að lokum.

Ekkert þátttökugjald er í hlaupið en þeir sem áhuga hafa á að styrkja Blóð- og Krabbameinsdeild Landspítalans geta gert það en það verður baukur á staðnum og svo er reikningsnúmerið 0123-15-123439 kt. 040963-2359.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Gullaldarlið Víðis sem tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Klemenz ásamt Katrínu eiginkonu sinni, dætrunum Elínu Ólu, Soffíu og Þóru Kristínu og tengdasonunum Davíð og Hermanni. Afabörnin Logi og Kári á innfelldu myndinni.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 7
Myndarlegur hópur sem hefur hlaupið Klemmann á gamlársdag.

Skólabúðir rísa við Hringbraut

n Viðamiklar framkvæmdir við bráðabirgðahúsnæði fyrir skóla í Reykjanesbæ.

Grunnskólastarf í Reykjanesbæ stendur frammi fyrir miklum áskorunum þessi misserin en upp hefur komið mygla víða í húsnæðum skóla bæjarins og því þurft að grípa til viðamikilla viðgerðarframkvæmda í kjölfarið. Þetta hefur töluverð áhrif á störf skólanna en starfsfólk Reykjanesbæjar hefur unnið ötullega að því að finna viðunandi lausnir og fór í það að reisa skólabúðir á malarvellinum við Hringbraut úr færanlegum einingum.

„Þetta er alveg að bjarga okkur í þessari neyð sem við erum í, snjallræði hjá umhverfissviðinu og eignaumsýslunni að koma með þessa lausn,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. „Við reiknum með að þetta ástand vari næstu þrjú árin, eða á meðan við stöndum í þessum mestu framkvæmdum við Myllubakkaskóla og Holtaskóla. Núna í byrjun skólaárs er engin starfsemi í skólunum, hvorki í Myllubakkaskóla né Holtaskóla.“

Helgi segir að skólarnir séu undirlagðir vegna viðgerða og viðhalds svo það var ekki einfalt að finna viðeigandi lausnir fyrir nemendur skólanna. Nemendur í sjöunda til tíunda bekk verða í Keili í vetur, sjötti bekkur í Merkinesi í Hljómahöll, fjórði og fimmti bekkur verða í kálfum á lóð Holtaskóla og á efri hæð íþróttahússins á Sunnubraut. Fimmti til sjöundi bekkur Myllubakkaskóla verður í forsmíðuðu einingunum sem hafa verið á skólalóð Myllubakkaskóla og áttundi til tíundi bekkur verður í Íþróttaakademíunni. Fyrsti, annar og þriðji bekkur Holtaskóla og nemendur í fyrsta til fjórða bekk Myllubakkaskóla verða í skólabúðunum við Hringbraut.

Skólarnir vinna saman

„Þannig að það verður náin samvinna hjá Myllubakkaskóla og Holtaskóla með yngstu krakkana,“ segir Helgi. „Þar sem við erum alveg að fullnýta þessar stofur þurfum við að setja upp sérstakt starfsmannarými, það er stofa sem við leigjum frá öðrum aðila. Það verður ekki tengt skólabúðunum en þar getur starfsfólk undirbúið kennsluna og farið í kaffi og þess háttar.

Það á vonandi eftir að fara vel um nemendur í þessum úrræðum og við erum heppin að geta leitað til þessara aðila sem hafa mætt okkur vel en þetta er auðvitað mikið rask á öllu skólastarfi.“

Gert er ráð fyrir að D-álman í Myllubakkaskóla, sem er við Suðurtún, verði tilbúin um áramót og þá fari fyrsti til fjórði bekkur úr skólabúðunum við Hringbraut.

„Þá getum við losað fleiri árganga í Holtaskóla úr þessum tímabundnu úrræðum og fært þá inn á malarvöllinn. Þessi börn sem eru í skólabúðunum munu borða hádegismat í íþróttahúsinu við Hringbraut og þar er einnig fyrirhugað að fram fari frístundastarf fyrir Holtaskóla,“ sagði Helgi. Frístundastarf yngstu barnanna í Myllubakkaskóla fer fram í kennslustofunum.

Stofurnar í skólabúðunum eru fjórtán, þar af eru tólf kennslustofur en hinar tvær hýsa ganga, anddyri og snyrtingar segir Helgi, „... og ekki veitir af. Sumum fannst kannski svolítið mikið í lagt þegar þetta var ákveðið en við hefðum alveg getað fjárfest í fleiri stofum og nýtt þær. Líka vegna þess að í þessum aðgerðum öllum náum við ekki að öllu leyti að halda úti hefð bundnu skólastarfi, til að mynda er varðar fyrirkomulag stoðþjónustu og nám í verk- og listgreinum. Við erum hins vegar að ná að leysa þetta eins vel og kostur er og kenn arar eru náttúrlega alveg ótrúlegir við að finna leiðir og lausnir – og foreldrasamfélagið er með okkur, ég dáist að því.“

Hvernig er það svo með sam göngur, eru foreldrar að skutla börnunum eða verða einhvers konar skólabílar notaðir?

„Við höfum reynt að nýta al menningssamgöngur eins og hægt er en reynslan hefur sýnt að í sumum tilfellum er nauðsynlegt

að vera með sérstakan akstur. Svo erum við með frístundarútu sem sækir börn af frístundaheimilunum og keyrir þau á íþróttaæfingar – það er heilmikið púsl líka. Það var mikil framför fyrir foreldra þegar það var sett á en það er heilmikið að púsla því öllu saman og fer í gang núna í haust þegar tímar íþróttaæfinga breytast.“

Á Reykjanesbær þessar einingar eða eru þær leigðar?

„Já, við höfum að mestu leyti keypt þessar lausu einingar sem eru fyrir utan ýmsa skóla hjá okkur og er orðið gífurlegt magn af stofum. Við erum stöðugt að endurmeta þörfina og hvort við komum til með að sitja uppi með þær en það eru flestir á því að þetta sé góð fjárfesting. Við munum auðveldlega losna við þetta, það er mikil ásókn í svona stofur og við höfum sjálf verið að leita til annarra sveitarfélaga með aðstoð en það eru margir í sömu sporum og

betri byggingar

Skólabúðirnar sem hafa verið að rísa á malarvellinum við Hringbraut eru byggðar úr færanlegum einingum og því er sá möguleiki fyrir hendi að færa þær annað þegar þær hafa þjónað sínum tilgangi en að sögn Helga hefur það sýnt sig að þessar einingar sem Reykjanesbær hefur verið að fjárfesta í eru varanlegt húsnæði. Leikskólinn Skógarás á Ásbrú var t.d. byggður við gamalt samkomuhús sem herinn skildi eftir með svona einingum og hefur reynst ákaflega vel en sá skóli er ekkert hugsaður til bráðabirgða að sögn Helga.

Eitthvað hlýtur þetta að hafa kostað sveitarfélagið, veistu hve há sú upphæð er orðin?

„Ég get sagt þér að í grunninn eru þessar skólabúðir að kosta fimm hundruð milljónir, þessar fjórtán stofur sem við erum að setja upp þar. Viðgerðirnar á hús-

næðum skólanna hlaupa hins vegar á milljörðum en við erum auðvitað ekki að gera þetta í einu vetfangi heldur er verkið áfangaskipt, í þremur til fjórum áföngum.

Við erum í raun og veru að byggja nýja skóla og við erum að nýta tækifærið til ýmissa endurbóta, þetta eru ekki eingöngu viðgerðir heldur notum við tækifærið til að færa þessa skóla í nútímalegt horf, stækka og laga aðgengismál.“

Helgi tekur dæmi um að þörf hafi verið á að bæta aðgengismál, í Holtaskóla vantar lyftu og í sumum af þessum eldri skólum hefur til að mynda ekki verið loftræsting. Myllubakkaskóli kemur til með að stækka en til stendur að þétta byggðina Keflavíkurmegin með því að byggja þúsund nýjar íbúðir á Vatnsnesi og við Hringbraut – og er gert ráð fyrir þeirri fjölgun í Myllubakkaskóla.

REYKJANESBÆR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, segist vona að það eigi eftir að fara vel um nemendur í skólabúðunum við Hringbraut þar sem tólf skólastofur verða notaðar til kennslu á komandi árum. VF/JPK Tölvuteiknuð mynd af ásýnd Myllubakkaskóla eins og hann kemur til með að líta út eftir endurbætur.
8 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Lausar stofur hafa verið í notkun við Myllubakkaskóla undanfarin ár og reynst vel.

Þannig að við erum að nota tækifærið til að færa þessar stofnanir í nútímalegra horf og gera betri byggingar – það er verið að gera miklu meira heldur en að gera við vegna myglu ...

húsið verður rifið og byggt nýtt sem verður svipað að stærð og gerð og íþróttahúsin við Heiðarskóla og Akurskóla. Svo kemur ný bygging í framhaldi af A-álmunni, elstu byggingunni, í átt að Hringbrautinni. Við erum farin að kalla þá byggingu Tígulinn en hún kemur tígullaga út á skólalóðina og þar erum við að bæta aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk. Þar verðum við m.a. með sal, bókasafn og aðstöðu fyrir tónlistarkennslu

Skólabúðirnar við Hringbraut leysa vanda Holtaskóla og Myllubakkaskóla á meðan endurbætur standa yfir á húsnæði þeirra, að því loknu verða stofurnar líklega færðar þangað sem þörfin verður mest. VF/Hilmar Bragi

mikillar fjölgunar og þessara hús næðismála. Þannig að við erum að nota tæki færið til að færa þessar stofnanir í nútímalegra horf og gera betri byggingar – það er verið að gera miklu meira heldur en að gera við vegna myglu,“ segir hann.

Áskoranirnar liggja víðar

Í samtali okkar bendir Helgi á að einnig séu miklar áskoranir í

öðrum skólum. „Mygla er líka að stríða okkur í Njarðvíkurskóla en það er ekki eins víðtækt og í Holtaskóla og Myllubakkaskóla og viðráðanlegra, sem betur fer. Við náum að halda nemendum Njarðvíkurskóla að mestu innan veggja skólans en fáum einnig afnot af aðstöðu Ungmennafélags Njarðvíkur

á efri hæð Ljónagryfjunnar.

Þá hefur nemendum fjölgað mikið í Háaleitisskóla og eru þeir komnir yfir fjögur hundruð. Má því segja að hann sé hreinlega sprunginn húsnæðislega séð og erum við að reyna að finna tímabundnar lausnir til að mæta því.

Við vitum líka að Háaleitisskóli er ekki hugsaður til lengri tíma á þessum stað.“

Í húsnæði gamla Officeraklúbbsins er líka verið að setja upp skólaúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd, þar verða að staðaldri um hundrað börn.

Húsið gengur nú undir nafninu

víslegum tilgangi til virkni segir Helgi: „Klúbburinn á að þjóna fólki á öllum aldri, frá ungum börnum til fullorðna fólksins. Þar verður sömuleiðis skólaúrræði fyrir börn í fyrsta til tíunda bekk sem eru búsett á Ásbrú á vegum Vinnumálastofnunar. Það eru um hundrað börn sem bíða eftir að sú framkvæmd klárist. Háaleitisskóli mun hafa umsjón með því starfi.“ Þetta eru börn sem eru á flótta og vill svo til að hefur verið fundinn tímabundinn samastaður í sveitarfélaginu. Helgi segir að gott samstarf hafi verið í gangi frá vormánuðum milli Reykjanesbæjar annars vegar og hins vegar Vinnumálastofnunar og ráðuneytanna [barna- og menntamálaráðuneytis og atvinnu- og félagsmálaráðuneytis].

„Þau koma í raun og veru upp þessu úrræði, sjá um framkvæmdir og kosta reksturinn sem við önnumst. Þetta eru börn sem eru að

Skráning fer fram á www.skolamatur.is SKRÁNING
MATARÁSKRIFT ER HAFIN F Y L G D U O K K U R Á S A M F É L A G S M I Ð L U M @ s k o l a m a t u r @ s k o l a m a t u r e h f s k o l a m a t u r @ s k o l a m a t u r i s | S : 4 2 0 - 2 5 0 0
Í
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 9

Nýr skólastjóri

í Gerðaskóla

n Hefur sínar hugmyndir um rekstur grunnskóla. n Er með bakgrunn úr tónlist og hefur einnig komið að opinberri stjórnsýslu.

„Það eru breyttir tímar, hvort viljum við vinna með breyt ingunum eða á móti,“ spyr nýráðinn skólastjóri Gerða skóla í Garði, Daníel Arason. Hann hefur sankað að sér ýmis konar reynslu, allt frá tónlist til opinberrar stjórnsýslu en tenging hans við Suðurnesin hófst árið 2019 þegar hann réði sig í starf hjá Sveitarfélaginu Vogum. Hann hefur ekki áður stýrt grunn skóla en er með sínar hugmyndir um hvernig hann vilji sjá rekstur slíkrar menntastofnunnar. Hann ætlar sér samt ekki að breyta heiminum og vill að lagast hinu nýja vinnuumhverfi.

Daníel er að austan, fljótlega hneigðist hugur hans að tónlist. „Ég er fæddur og uppalinn á Neskaupstað og bjó þar fram yfir menntaskólaaldur, er stúdent frá Verkmenntaskóla Austurlands sem er í Neskaupstað. Á þessum tíma var ég byrjaður í tónlistarnámi, var farinn að spila á píanó og orgel og fann að áhugi minn lá á því sviði, því lá beinast við að fara í tónmenntakennaranám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og ég lauk því árið 1995. Eftir það fór ég aftur heim og réði mig sem tónmenntakennara og var líka organisti á Neskaupstað og næstu fjörðum, það er mjög algengt úti á landi að píanókennari sé líka organisti. Ég var í eitt ár á Neskaupstað og flutti mig svo yfir á Djúpavog þar sem ég tók við sem skólastjóri í tónlistarskólanum og var þar í þrjú ár og sinnti kirkjuorgelinu samhliða. Á þessum tíma var ég kominn með fjölskyldu og við fluttum okkur yfir á Eskifjörð og vorum þar í tólf ár. Ég menntaði mig meira á þessum tíma, lauk meistaraprófi í mennta- og menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst en svo urðu breytingar hjá fjölskyldunni, við fluttum til Reykjavíkur og á svipuðum tíma losnaði staða skólastjóra við Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Ég réði mig þangað en fjölskyldan var samt áfram í Reykjavík og þannig höfðum við hlutina næstu fjögur árin. Áfram hélt ég að bæta við mig menntun og kláraði BSc-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri en eftir þessi fjögur ár í fjarbúð flutti ég suður og fékk vinnu hjá Sveitarfélaginu Vogum sem menningarfulltrúi.

Ég hafði sinnt orgelleikarastöðunni austur á fjörðum, fór í viku í senn og skaust í jarðarfarir og önnur einstök verkefni en eftir að ég byrjaði í vinnunni í Vogum þurfti ég að minnka orgelleikinn talsvert, ég spila í einni og einni athöfn í dag til að halda mér við. Í þessari vinnu í Vogum gat ég nýtt mér menntunina frá Bifröst, sem var m.a. menningarstjórnun, og þarna var ég farinn að vinna í opinberri stjórnsýslu og hugsaði með mér hvernig ég gæti bætt mig ennþá meira og hóf því enn og aftur nám, fór aftur í Háskólann á Bifröst og kláraði diplómanám í opinberri stjórnsýslu. Starfið í Vogunum þróaðist svo í að ég varð forstöðumaður stjórnsýslu, varð þá í leiðinni skrifstofustjóri og staðgengill bæjarstjóra. Þannig vann ég svo þar til síðasta vor þegar urðu breytingar á mínum högum, ég sá stöðu skólastjóra Gerðaskóla auglýsta, sótti um og þar með upphófst næsti kafli.“

Skólastjóri Gerðaskóla

Suðurnesjabær sér um fræðsluþjónustu fyrir Voga og þar sem Daníel hafði verið með puttana í þeim málum á meðan hann vann fyrir Voga þekkti hann til skólastarfsins í Suðurnesjabæ. Hann sótti um og eftir að tveir voru boðaðir í atvinnuviðtal hreppti hann hnossið. „Ég vissi um miðjan maí að ég fengi starfið og var ráðinn frá 1. júlí en fyrrum skólastjóri og aðstoðarskólastjóri, Eva Björk Sveinsdóttir og Guðjón Árni Antoníusson, voru svo góð að setja mig inn í starfið á meðan þau kláruðu svo ég var farinn að láta sjá mig hér í byrjun júní. Ég fékk að taka þátt í ferlinu með að ráða aðstoðarskólastjóra, Jón Ragnar Ástþórsson, sem er héðan úr Garði og var kennari og þekkir því vel til innan veggja skólans, sem er ekki verra. Eva lauk störfum 1. ágúst, það var gott að hafa hana með mér á meðan ég setti mig inn í hlutina og ég myndi segja að þetta fari vel af stað. Það hefur reyndar gengið erfiðlega að manna kennarastöður en þessi frábæri starfsmannahópur stendur þétt saman um að láta skólastarfið ganga með eðlilegum hætti og við tökum alltaf vel á móti góðum kennurum sem vilja slást í hópinn,“ segir Daníel.

Vill umræðu um farsímanotkun í skóla

Daníel er með sínar hugmyndir um hvernig hann vill sjá grunnskóla rekinn en ætlar sér ekki að breyta heiminum. Hann vill frekar aðlaga sig þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi og koma sínum pælingum hægt og bítandi að ef hann telur þörf á. Frá árum sínum fyrir austan, kannast hann við umræðuna um að fleiri en einn skólastjóri sé innan sveitarfélags. „Þessi umræða um að það sé einn skólastjóri yfir skólum innan sama sveitarfélags eða hvað þá bæjarfélags heyrist oft, sérstaklega í minni byggðum. Umræðan er háværari þegar kemur að tónlistarskólum enda færri nemendur sem eru í þeim skólum og fyrir austan t.d., þar sem ég vann sem skólastjóri viðkomandi tónlistarskóla, heyrðust þessar raddir oft. Mig grunar að aðalástæða umræðunnar sé að það sé talið ódýrara að hafa einn skólastjóra en ég er ekkert viss um að mikill sparnaður myndi hljótast af því, það væru þá fleiri deildarstjórar

í staðinn, aukinn keyrsla skólastjórans, annarra stjórnenda og eftir atvikum annarra starfsmanna

því þeir þyrftu að vera með viðveru

á báðum stöðum svo kannski kæmi

þetta út á það sama. Ég hef ekki reynsluna úr grunnskóla því þetta er mitt fyrsta starf sem grunnskólastjóri. Hér í Suðurnesjabæ eru t.d. tveir grunnskólar, einn í Garði og annar í Sandgerði. Ég mun að sjálfsögðu eiga samstarf við kollega minn í Sandgerði og við þurfum báðir að starfa undir stjórn fræðslunefndar sveitarfélagsins, hins vegar höfum við líka nokkuð frjálsar hendur varðandi hvernig við viljum sjá hlutina gerða. Í dag er t.d. nokkuð hávær umræða um farsímanotkun í skólum, hvort að eigi alfarið að banna þá eða hvað. Ef fræðsluráðið ákveður að það eigi alfarið að banna farsíma ber okkur auðvitað að fara eftir því en það er umræða sem ég tel að þurfi að taka á mun breiðari grunni. Þetta er ekki eins einfalt og sumir halda, þessi tæki eru að sumu leyti orðin hluti af kennslu barna. Það eru breyttir tímar, gamli skólinn þarf kannski að sætta sig við það og í stað þess að berja hausnum við steininn og finna þessu allt til foráttu er kannski frekar spurning um að finna leiðir til að vinna með tækninni. Auðvitað gerir engu barni gott að vera á samfélagsmiðlum í kennslustund. Í sumum fyrirtækjum er þráðlausa nettengingin þannig að starfsmenn geta ekki farið inn á samfélagsmiðla, það sama hlýtur að geta gengið upp í skólum. Þetta er flókið mál og ég tel mikilvægt að umræðan sé tekin á öllum stigum, allt frá nemendum, foreldrum og upp til skólastjórnenda, jafnvel pólitíkusa.“

Teymis- og fjarkennsla

Daníel er hrifinn af svokallaðri teymiskennslu, vill jafnvel sjá það hugtak þróast lengra og hann sér ákveðin tækifæri sem spruttu út frá COVID. „Ég er hrifinn af því sem hefur verið við lýði hér í Gerðaskóla, svokölluð teymiskennsla. Þá

eru alltaf tveir kennarar í hverjum bekk og börnin látin vinna í hópum. Þegar ég var í skóla var árganginum skipt upp í tvo bekki og einn kennari var yfir hvorum bekk. Í Gerðaskóla er árgangurinn allur saman en með tvo kennara.

Kennararnir skipta svo hópnum upp eftir því sem hentar, þessi börn saman í íslensku en hópaskiptingin síðan öðruvísi í ensku o.s.frv. Ég tel þetta mjög hentugt og af hverju ekki að skipta kennslunni svona upp líka á milli árganga? Í sumum skólum er notast við svokallaðan Bræðing, þ.e. teymiskennslu fyrir sjöunda til tíunda bekk þar sem nemendur vinna verkefni þvert á árganga og í hópum undir stjórn nokkurra kennara. Í fyrirtækjum er að verða algengara að starfsfólk flæði á milli starfstöðva, af hverju ættu börn ekki að geta verið í slíku flæði líka?

Annað sem ég vil líka skoða betur er það sem var, þannig séð, þröngvað upp á okkur í COVID, þ.e. fjarkennslan. Sumum börnum líður ekki vel í skóla, líður ekki vel innan um margmenni. Því ættu þau börn ekki að geta lært undir öðrum kringumstæðum? Ég er ekki að segja að það eigi að leyfa börnum að vera heima hjá sér en þau eiga að geta farið í annað umhverfi, séð kennslustundina t.d. á tölvuskjá og lært þannig. Ég hef verið í háskólanámi meira og minna síðan 2007 en hef varla stigið inn fyrir dyr viðkomandi skóla, ég lærði þetta allt í fjarnámi. Þetta er eitthvað sem mun aukast í framtíðinni tel ég og aftur, til hvers að berjast á móti þessu í stað þess að vinna með?“ segir Daníel.

Íslenska skólakerfið

mjög gott

Nemendur af gamla skólanum vilja margir hverjir meina að uppeldi barna sé ábótavant í dag og skólarnir séu teknir við uppeldinu án þess að hafa nauðsynleg tæki þar að lútandi. Daníel er með sína skoðun á þessu. „Ég heyri alveg þessar raddir en ég get ekki alveg tekið undir þær allar. Þegar ég var í skóla og einhver gat ekki lesið var viðkomandi stimplaður sem tossi og vitleysingur. Ástæður að baki námserfiðleikum barna voru minna þekktar, ástæður eins og lesblinda, ofvirkni, einhverfa o.fl. Aldrei var spáð í hvort óþekka barnið var ofvirkt eða með athyglisbrest. Í dag getum við gripið inn í miklu fyrr og það er af hinu góða, það er í raun búið að færa kennaranum vopnin í hendurnar því hann getur strax séð ef eitthvað bjátar á. Auðvitað er breyttur tíðarandi, hér áður fyrr var algengara að

móðir eða amma barns biði heima þegar barnið kom heim úr skóla. Í dag eru oftast báðir foreldrar útivinnandi og því má kannski segja að uppeldið sé að einhverju leyti búið að færast inn í skólana. Mér finnst mjög mikilvægt að við sem samfélag viðurkennum skyldur foreldra til að taka virkan þátt í uppeldinu og fræðslunni með skólakerfinu.

Ég tel skólakerfi okkar Íslendinga vera mjög gott. Í dag er farið að einstaklingsmiða námið meira í stað þess að setja alla undir sama hatt. Við getum að sjálfsögðu bætt okkur, t.d. höfum við ekki verið að koma vel út úr Pisa-könnuninni, sérstaklega varðandi lestrarkunnáttu drengja. Við getum bætt okkur þar og munum gera það. Stundum er áherslan á hraðlestur gagnrýnd, ég held að hún sé ekki meiri í dag en hún var en skilgreiningin á góðri lestrarfærni er í raun að geta lesið hratt og rétt. Það eru einhver merki um versnandi lestrarkunnáttu barna og við þurfum að taka það alvarlega og vera sífellt að leita leiða til að bæta hana hjá öllum nemendum.

Ég hlakka til að takast á við þetta starf og ætla að láta gott af mér leiða. Ég þekkti vel til skólans áður en ég sótti um vegna vinnu minnar hjá Vogum og ég hef kynnt mér hann ennþá betur eftir að ég hóf störf. Mér líst mjög vel á stefnuna, það eru skýrar áætlanir fyrir hendi og ég er greinilega að taka við góðu búi. Ég er ekki hættur námi og stefni ótrauður á að geta skellt fimm puttum fram eins og Georg Bjarnfreðarson og sagt; „ég er með vitað sagt í gríni en ég tel mjög gott að þróa sig stöðugt áfram, halda heilasellunum vel vakandi,“ sagði

Daníel og Friðgerður Ólöf Jóhannsdóttir á Feðgarnir Rafal Stefán og Daníel eru gallharðir stuðningsmenn Man Utd.
10 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
SUÐURNESJABÆR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Samstarfsverkefni

allra leikskóla í Reykjanesbæ

Í vor fengu leikskólar Reykjanesbæjar sem eru ellefu og bókasafnið styrk úr Sprotasjóði til að vinna sameiginlega að verkefninu Leikgleði í gegnum sögur og söng.

Markmið verkefnisins er að styrkja hugtakaskilning, orðaforða, hlustunarskilning og frásagnarhæfni leikskólabarna í Reykjanesbæ með málörvandi aðferðum sem byggja á leik, söng og virkni. Aðferðirnar eru jafnframt til þess fallnar að auka samkennd og styrkja félagstengsl milli barna. Þannig er stuðlað að jafnvægi, öryggi, sjálfstrausti, tjáningarfærni og almennt andlegri farsæld þeirra, enda gefur augaleið að barn sem á auðvelt með að skilja aðra, getur og þorir að tjá sig og líður betur en barni sem á í erfiðleikum með það. Þess má geta að í leikskólum Reykjanesbæjar eru um 30% barna af erlendum uppruna. Því er sérstök ástæða til að leggja áherslu á málörvun til að fyrirbyggja skerta framtíðarmöguleika eða jafnvel félagslega jaðarsetningu síðar á lífsleiðinni. Niðurstöður nýlegra íslenskra rannsókna benda til að

leikskólabörn með annað móðurmál en íslensku nái almennt ekki góðum tökum á málinu og hafi oft lítinn og einhæfan orðaforða. Þetta er vandamál sem best er að bregðast við sem fyrst á skólagöngunni þar sem það verður erfiðara við að eiga eftir því sem á líður. Aðferðirnar sem beitt er í verkefninu gagnast vel í þessu samhengi. Þær eru þó ekki sérsniðnar fyrir þennan hóp heldur er þeim ætlað að stuðla að aukinni málfærni og tilfinningalegri farsæld allra barna, óháð því hvort þau séu fjöltyngd eða ekki. Verkefnastjóri verkefnisins er Ólöf

Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á Menntasviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur verkefnisins er Birte Harksen leikskólakennari sem hefur unnið með málörvandi aðferðir til margra ára. Í leikskólum Reykjanesbæjar er unnið faglegt og gott starf og mun verkefnið efla það starf enn frekar.

NÆSTA BLAÐ ER LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA 2023

Verið tímanlega með efni og auglýsingar.

Póstfangið okkar er vf@vf.is

Eldþóra við uppáhaldsverkið sitt á sýningunni en það var sjálfur bæjarstjórinn í Vogum sem festi kaup á þessu glæsilega málverki. VF/JPK

– segir átta ára myndlistarkona sem hélt sína fyrstu einkasýningu á Fjölskyldudögum í Vogum

Myndlistarkonan Eldþóra Gísladóttir er aðeins átta ára gömul en segist hafa málað frá því hún man eftir sér og sækja innblástur í sitt nánasta nágrenni. „Ég hef málað frá því að ég var lítil og lífið mitt hefur orðið betra og betra. Núna er dagurinn þar sem fyrsta myndlistarsýningin mín, í öllu lífinu mínu, er haldin og mér líður rosalega vel og er næstum því búin að fá engan svefn,“ sagði myndlistarkonan við tilefnið en hún segist hafa lagt hart að sér og málað alla daga upp í aðdraganda sýningarinnar.

VOGAR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Eldþóru datt í hug hvort hún gæti haldið myndlistarsýningu og spurði foreldra sína hvort það væri mögulegt. „Þau sögðu já og sögðu mér að mála og mála þannig að ég gerði það og fór að gera allt tilbúið fyrir mynd listarsýninguna mína. Ég hafði bara mánuð til að gera allt fyrir sýninguna svo það má segja að ég hafi málað hendurnar mínar af,“ sagði Eldþóra sem á ekki langt að sækja myndlistarhæfileikana en afi hennar, Eyþór Stefánsson, kenndi myndlist við Fjölbrauta skólann í Breiðholti og stofnaði leysuströnd.

„Ég átti einu sinni afa en hann dó úr krabbameini,“ segir Eldþóra. „Hann var listamaður, málaði myndir og bjó til lög. Síðasta óskin hans var að eignast annað barnabarn og mamma og pabbi söknuðu hans svo mikið að þau bjuggu til annað barnabarn –og það var ég.“

Og þú erfðir myndlistarhæfi„Já, mér fannst svo leiðinlegt að afi minn dó svo ég byrjaði að gera það sem hann gerði. Svo fann ég það út að mér fannst það rosalega skemmtilegt, þannig að ég er hérna að halda myndlistarsýningu en það er eitt sem ég veit og mun örugglega aldrei gleyma – afi minn er hér með mér og öruggSýninguna prýddu fjölmörg listaverk eftir Eldþóru og voru málverkin til sölu og það var mikið að gera hjá listakonunni ungu í opnuninni því þau ruku flest ef ekki öll út. „Ég á fimm önnur málverk tilbúin ef allar myndirnar seljast,“ sagði Eldþóra sem á hún örugglega eftir að þurfa að mála fleiri myndir í framtíðinni til að anna eftirspurn.

við Myndlista- og handíðaskóli Íslands og síðar við háskóla í Osló. Hann var einnig þekktur fyrir skopmyndirnar sínar sem hann teiknaði fyrir DV til margra ára og vann tvívegis alþjóðlega samkeppni fyrir hárbeittar ádeiluskopmyndir.

Frá afhendingu styrksins hjá Sprotasjóð. Á myndinn eru frá vinstri, Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra, Ólöf Kristín Guðmundsdóttir kennsluráðgjafi á menntasviði og María Petrína Berg leikskólastjóri á Holti.
Það má segja að ég hafi málað hendurnar mínar af
Foreldrarnir og stóra systir voru ákaflega stolt af listakonunni.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 11

Minna áreiti í skólum

Sighvatur Jónsson, varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar.

Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í fjórtán löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum?

Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin.

Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs

15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um.

Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26.

Engin gælu dýr, nema bóndinn

Sólveig Ólafsdóttir er formaður kvenfélags Grindavíkur, hún er mikið fyrir ferðalög og keyrir á sumrin um Ísland með hjólhýsið.

Sólveig er gift gosfíkli og að sjálf sögðu kíkti hún á nýjasta gosið.

VALDIMAR Á TRÚNÓ

Í HLJÓMAHÖLL

Hljómahöll hefur ákveðið að endurvekja tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hefur haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

Sú hljómsveit sem ríður á vaðið ætti að vera bæjarbúum og öllum landsmönnum kunnug en það er hin frábæra hljómsveit Valdimar. Sveitin mun koma fram á tvennum tónleikum miðvikudagskvöldið 30. ágúst og fimmtudagskvöldið 31. ágúst á meðan Ljósanótt stendur yfir en þetta verður í fyrsta sinn sem sveitin kemur fram á tónleika

menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum.

Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið – nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn.

Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Keyra um landið með hjólhýsið og njóta.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Uppáhaldsstaðurinn á Íslandi já, þeir eru nú margir, t.d. finnst mér Landmannalaugar að Grænahrygg geggjaður og Kerlingarfjöll.

Litirnir og landslagið heilla mig og þá sérstaklega þeir grænu.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á?

Stórurð í Kverkfjöllum á Borgarfirði eystri.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin?

Já, grillaður matur, gott salat og annað meðlæti.

Hvað með drykki? Íslenska vatnið er alltaf best en ef ég á að velja sumardrykk þá er það Aperil Spritz.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Já, sumarið kallaði á að dytta að, mála, slá og reyta arfa.

Veiði, golf eða göngur? Göngur eru málið fyrir mig, ég er ekki orðin nógu þroskuð fyrir golfið.

Veiði, ég er ekki mikið fyrir hana

voru heimalingar líka á heimilinu. En í mínum búskap? Nei, engin gæludýr – nema bóndinn. Hann er bæði hlýðinn og góður svo það gengur bara vel að hafa hann á heimilinu.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Vanilla Black húsilmurinn frá AREON, hann ilmar svo vel.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Fara Reykjaneshringinn. Okkar Golden Circle með stoppum á Brúnni milli heimsálfa, Reykjanesvita, Gunnuhver og Brimkatli. Síðan er auðvitað svo margt að gera í Grindavík, galleríin og veitingastaðir á heimsmælikvarða.

Fórstu að kíkja á eldgosið við Litla-Hrút? Já, auðvitað fór ég að nýja gosinu, búandi með gosfíkli og svo hef ég mjög gaman af göngum.

Á fyrri trúnó-tónleikum sveitarinnar mun hljómsveitin leika öll lögin af plötunni sinni Undraland sem kom út árið 2010. Á seinni tónleikum sveitarinnar mun hljómsveitin taka fyrir plötuna Um stund sem kom út árið 2012.

Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00.

Margt spennandi framundan

í Njarðvíkursókn

Vetrarstarfið er við það að fara í gang í kirkjum landsins og í Njarðvíkursókn hafa verið lögð drög að því starfi sem framundan er.

Rafn Hlíðkvist hefur hefur verið ráðinn organisti Njarðvíkursóknar og tók við starfinu í síðustu viku.

Rafn verður einnig tónlistarstjóri kórs Njarðvíkurkirkju en hann hefur m.a. stjórnað kórnum Vox Felix við góðan orðstír. Rafn segir að hann hlakki mikið til starfsins og hefur þegar hafist handa við að fá fleiri raddir í kórastarfið.

„Það verður opin æfing hjá kórnum á fimmtudaginn næstkomandi, þann 24. ágúst, í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefst hún klukkan 18:00,“ segir Rafn og bætir við að allir séu boðnir velkomnir. Í næsta tölublaði Víkurfrétta birtum við skemmtilegt viðtal við organistann Rafn Hlíðkvist og Höllu Marie Smith, sem sér um barna- og ungliðastarfið í Njarðvíkursókn, og fáum að heyra hvað verði á döfinni í vetur.

vf is
12 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Þú
finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

róbert trúbator hélt uppi stemmningunni í brekkusöng í aragerði á föstudagskvöldinu.

Góða skemmtun

íbúar í Suðurnesjabæ

Fjölskyldudagar í Vogum

ljósmyndir: Hilmar bragi bárðarson, sigurbjörn daði dagbjartsson, guðmann rúnar lúðvíksson

Störf í boði

aðal hátíðarsvæði fjölskylduhátíðarinnar í sveitarfélaginu vogum er í aragerði. Þar hafa í gegnum árin verið skapaðar ákjósanlegar aðstæður fyrir samkomur í skjóli hárra trjáa. á laugardeginum var þar viðamikil dagskrá sem lauk svo með tónleikum og flugeldasýningu um kvöldið. veitt voru verðlaun fyrir bestu skreytingar í hverfum.

tónlistarfólk tróð upp og stemmningin var góð.

hjá Reykjanesbæ

Háaleitisskóli - Starfsfólk skóla

Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari

Leikskólinn Holt - Leikskólakennari

Njarðvíkurskóli - Starfsmenn skóla

Njarðvíkurskóli - Starfsmenn skóla / Sérdeildin Ösp

Stapaskóli - Frístundabíll og Frístundaheimili

Stapaskóli - Kennari á yngsta stig

Stapaskóli - Starfsfólk skóla

Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið - Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur Velferðarsvið - Starfsmaður í frístundarstarfi (Skjólið)

Reykjanesbær - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

út á brún og önnur mið

Þétt dagskrá var á lokadegi Fjölskyldudaga sveitarfélagsins

byrjaði með göngu Minja- og sögufélags vatsleysustrandar. stóru-vogaskóla kl. 11:00 og gengið var með strandlengjunni að Halakoti. Haukur aðalsteinsson „

önnur mið“ leiddi gönguna og sagði frá merkri útgerðarsögu sveitarfélagsins. gengið var í rétt um tvo tíma og endað var í Halakoti og fjögurra manna far

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLVEIG THORSTENSEN

Vesturgötu 42, Keflavík, lést á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 14. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. ágúst klukkan 12.

Katrín Sólveig Guðjónsdóttir Jóhannes Ellertsson

Einar Sveinn Guðjónsson Lára Þórðardóttir

Helga Rut Guðjónsdóttir Rúnar Haukur Friðjónsson

Hermann Borgar Guðjónsson Ólína Margrét Haraldsdóttir

Kristinn Arnar Guðjónsson Helga Björk Þorsteinsdóttir

Thelma Hrund Guðjónsdóttir Ingiberg Daníel Jóhannsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn

Fjölskyldudögunum lauk svo með frábærum tónleikum. Hlynur Harðarson, ungur og efnilegur tónlistamaður úr vogunum, byrjaði tónleikana með sinni einstöku rödd og miklu tillfiningu. valdimar guðmundsson og ásgeir aðalsteinsson lögðu svo lokahönd á þessa frábæru fjölskylduhátíð með frábærum órafmögnuðum flutningi sinnar tónlistar.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is

og Jóna kristbjörg stefánsdóttir
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 13

sport

Þótt ég hafi flutt frá Senegal sjö ára gamall þá fer ég þangað á hverju ári og hef alltaf gert. Ég á ömmu og fleiri ættingja sem ég heimsæki og svo líður mér ofboðslega vel þar.“

Nú hefur maður tekið eftir að þú ferð stundum niður á hné og leggur ennið á jörðina eftir að hafa skorað, eru Senegalar múslimsk þjóð?

„Já, við erum það. Íslamstrúin veitir mér mikinn styrk og ég lifi

eftir henni. Íslam kennir okkur hvernig við eigum að hegða okkur, að við eigum að virða annað fólk og koma fram við það eins og við viljum láta koma fram við okkur.

Í raun og veru er íslam og kristni ekkert svo frábrugðin. Íslam er ekki eins og við sjáum í miðlum, þar er bara fjallað um öfgafólk og öfga er að finna í öllum trúarbrögðum.“

Hvernig hefur þér gengið að aðlagast samfélagi sem er svona ólíkt þínu? Spyr fólk þig t.d. út í þinn bakgrunn og þína trú? „Nei, ekki mikið. Íslendingar hafa tekið mér mjög vel og þeir bera virðingu fyrir mínum siðum. Ég biðst fyrir fimm sinnum á dag og fasta meðan á ramadan stendur, enginn setur út á það.

Þegar ramadan stendur yfir má maður ekki neyta neins frá klukkan þrjú eftir miðnætti til tíu að kvöldi, það má ekki einu sinni drekka vatn á þessum tíma. Ramadan getur reynt á mig sem íþróttamann og ég missi kannski tvö, þrjú kíló á þessum tíma en fastan hreinsar hugann og veitir mér aukinn kraft.“

Ramadan er mánaðartímabil þar sem múslimar neita sér um mat, drykk og margt fleira frá dögun til sólseturs. Með því að fasta sýna þeir guði sínum hve sterk trú þeirra er en fasta kennir múslimum einnig sjálfsaga og byggir samkennd með þeim sem minna mega sín. Oumar segir að honum sé í blóð borið að deila með öðrum og hann fari t.d. í hverjum mánuði með mat og aðrar nauðsynjar upp á Ásbrú og deili til annarra.

„Þetta er algengt meðal okkar, að deila með öðrum sem eru ekki jafn lánsamir og maður sjálfur,“ segir hann.

Verðum að halda sæti í deildinni

Við snúum tali okkar aftur að fótbolta og Oumar segir að síðasta tímabilið hafi verið frábært en tímabilið í ár hafi verið erfitt framan af.

„Ég hef fallið vel inn í hópinn hér í Njarðvík og það hefur verið tekið vel á móti mér, við erum eins og ein stór fjölskylda. Í fyrra unnum við nánast alla leiki en þetta tímabil hefur verið vonbrigði þar til núna í síðustu leikjum. Við erum loksins farnir að vinna leiki aftur og þótt við höfum tapað síðasta leik þá var það svona „fifty/fifty“-leikur á móti efsta liðinu.

Andinn er líka mjög góður og þótt við töpum þá þjappar hópurinn sér saman og við peppum hvern annan upp, það er komið aftur sjálfstraust og bjartsýni í liðið. Við ætlum að vinna þá leiki sem eftir eru og einbeitum okkur að því að treysta sæti okkar í deildinni – allt annað er bónus,“ sagði markaskorarinn Oumar Diouck að lokum.

Oumar er hér talsvert yngri. Oumar Diouck og Rafel Victor mynda hættulegt teymi í framlínu Njarðvíkur.

Fótboltamót þeirra yngstu haldið í Suðurnesjabæ

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

hjá Suðurnesjabæ

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?

Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem býr yfir þekkingu og reynslu af íþrótta- og tómstundamálum. Starfsmaður ber ábyrgð á starfi og stefnumótun íþróttaog tómstundamála sveitarfélagsins og hefur forystu um heilsueflandi samfélag.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi stýrir og samræmir forvarnarstarf sveitarfélagsins ásamt því að hafa umsjón með vinnuskóla og með námskeiðum fyrir börn og ungmenni.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi heyrir beint undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna undir Laus störf á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is.

Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnesjabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um starfshæfni.

Fjöldi fótboltastráka og fótboltastelpna tók þátt í Suðurnesjabæjarmóti Reynis/Víðis um síðustu helgi. Það fór ekki á milli mála að allir skemmtu sér hið besta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Guðmundar Björgvins Jónssonar.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15 v Í kur F r É ttir suður NEs J u M

SUMARFRÍ

Ég er týpan sem á í nokkrum erfiðleikum með að slaka á og líður alltaf best þegar allt er á fullu og hundrað hlutir að gerast í einu. Ef að það er laus stund er hún fyllt samstundis, aldrei slakað á fyrr en það tæmist algjörlega á tankinum. Í mínu fyrra pólitíska lífi var það oftar en ekki minn rólegheita þolinmóði eiginmaður sem fékk nóg og tók af skarið, pantaði ferð eitthvert fyrir okkur fjölskylduna og sagði mér að þeir feðgar væru á leiðinni í frí og að ég væri meira en velkomin með. Hann vissi sem var að hann þyrfti að ná mér eitthvert í burtu til þess að það væri einhver von til þess að ég slakaði á. Ef ég var heima í fríi fór ég að taka til í skápum, bílskúrnum (eilífðarverkefnið), aðeins að kíkja í tölvuna, gera og græja. Sonur minn, þá kannski 10 ára, hafði einmitt orð á því við mig að þá sjaldan að ég væri heima væri alltaf ég að taka til! Núverandi líf hentar þessari týpu alveg stórvel, alltaf brjálað að gera í vinnunni, endalaus ferðalög og stanslaus straumur gesta til okkar þess á milli. Aldrei laus stund. Mér reiknast til að ég hafi fariðí vinnuferð til á milli 15-20 landa síðasta árið, í 5 heimsálfum, og gestirnir til okkar skipta tugum. Sumarfríið í fyrra var ekki skipulagt fyrirfram og ætluðum við bara að njóta Parísar og ferðast hér í nágrenni borgarinnar. Það fór auðvitað forgörðum þar sem eitthvað kom upp í vinnunni og ég þurfti aðeins að kíkja í tölvuna. Jólafríið fór svo í flutninga hjá okkur fjölskyldunni þannig að ég verð að viðurkenna að það var komin aðeins uppsöfnuð fríþörf hjá mér.

Og má ég segja ykkur – það er rosalega gott að vera í sumarfríi!

Eftir pínu brokkgenga byrjun þar sem ég gerði lítið annað en að

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

strauja og brjóta þvott í rigningu og leiðindaveðri er ég orðin atvinnumaður í sumarfríi. Ég er heima hjá mér og slaka bara á. Ég les jólabækurnar loksins og geri krossgátur með hljóðbók í eyrunum eins og enginn sé morgundagurinn.

Fer út að hjóla og í göngutúra með Lubba. Og svo hangi ég bara og geri ekki neitt. Við fórum hjónin í vikuferð til Mallorca í afmælisfagnað hjá góðum skólavini mínum og ég tók ekki einu sinni tölvuna með! Og það fór ekkert á hliðina í vinnunni, þar eru allir í fríi líka.

Frakkarnir nefnilega kunna þetta –það eru allir í fríi í ágúst og nema eitthvað stórvægilegt komi upp á eru allir látnir í friði í ágúst.

Svo sef ég endalaust. Og vá hvað það er gott að sofa og vakna úthvíld. Ég get meira að segja horft

á sjónvarp án þess að sofna. Á kvöldin meira að segja líka. Ég hélt að ég væri bara týpan sem gæti ekki horft á sjónvarp án þess að sofna.

Synir mínir hafa held ég aldrei séð mig vaka yfir sjónvarpinu heilt kvöld – þeir eru að verða 15 og 21 árs og finnst þetta skrýtið, en frekar töff. Ég þurfti bara að sofa. En allt tekur enda og fyrr en varir verður allt farið á fullt aftur. Þessi kona mun mæta með rækilega hlaðin batterý í vinnuna að afloknu fríi og reynslunni ríkari. Sumarfrí eru geggjuð.

Gangbrautin í litum Þróttar

Heimafólk í Sveitarfélaginu Vogum er stolt af sínu íþróttafélagi og þannig hefur gangbraut við íþróttasvæðið í Vogum verið máluð í svörtum og appelsínugulum litum Ungmennafélagsins Þróttar. Vel gert!

Gamla konan var í skýjunum með ókeypis garðsláttinn

Ég hélt að þetta væri gangbraut í stíl við geitungana sem eru alla að hrella þessa dagana ...

Tómas Tómasson, Keflvíkingurinn ungi sem hefur síðustu sumur boðið bæjarbúum upp á garðslátt hefur verið iðinn með sláttugræjurnar í sumar eins og við sögðum frá í VF fyrr í sumar. Í þessari sláttuvinnu hefur hann haft að markmiði að gera eitt góðverk í mánuði. Nýlega mætti okkar maður og bankaði upp hjá eldri konu og bauðst til að slá loðinn blettinn hennar. „Hún tók þessu boði mínu og var síðan í skýjunum með útkomuna,“ sagði sláttumaðurinn ungi sem hefur verið með um fjörutíu bletti á sínum snærum í sumar. Tómas gerði skemmtilegt myndskeið af slættinum sem sjá má hér í fréttinni í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

LJÓSANÓTT 2023 LJÓSANÓTT 2023

20% afsláttur af allri gjafavöru

20% afsláttur af allri gjafavöru

10-70% afsláttur af völdum húsgögnum

10-70% afsláttur af völdum húsgögnum

Drífa Keramik opnar sölusýningu í Bústoð 24. ágúst og tekur á móti gestum frá kl. 20-22

Mundi
Opnunartími 24/8 11-22 30/8 11-22 31/8 11-22 1/9 11-20 2/9 11-18 3/9 13-16
Tjarnargata
Kynning og smakk á sælkeravörum frá Lie Gourmet fimmtudagskvöl
31/8
2 - 230 Reykjanesbæ

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.