• fimmtudagur 3. ágúst 2017 • 31. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Næsta blað 17. ágúst ■■Vegna sumarleyfa á ristjórn Víkurfrétta kemur næsta blað ekki út fyrr en fimmtudaginn 17. ágúst nk. Skrifstofur Víkurfrétta verða lokaðar frá og með föstudeginum 4. ágúst og opna aftur mánudaginn 14. ágúst. Fréttavakt verður á vef Víkurfrétta, vf.is. Póstfang fréttadeildar Víkurfrétta er vf@vf.is.
Þrettán teknir fyrir hnupl ■■Hælisleitendur í umsjón Útlendingastofnunar voru tíu sinnum staðnir að hnupli í nýliðnum júlímánuði. Þrettán hnuplmál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum í mánuðinum. Lögreglan á Suðurnesjum og Útlendingastofnun funduðu sl. föstudag þar sem farið var yfir stöðu mála. Hnupl og reiðhjólaþjófnaðir hafa verið mikið til umræðu á samfélagsmiðlum síðustu vikur. Reiðhjól, sem tekin hafa verið ófrjálsri hendi frá heimilum í Reykjanesbæ, hafa verið að finnast við aðsetur hælisleitenda á Ásbrú. Skúli Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú sé reiðhjólum sem ekki fáist skýring á eignarhaldi við gistiheimili Útlendingastofnunar á Ásbrú og komið á lögreglustöðina í Keflavík, þar sem réttmætir eigendur hjólanna geta vitjað þeirra. Í júlímánuði hefur verið tilkynnt um þjófnað á átta reiðhjólum til lögreglunnar á Suðurnesjum. Engin tilkynning barst um stolið reiðhjól á sama tíma í fyrra. Skúli sagði að af þeim þrettán hnuplmálum sem upp komu í júlí hafi tíu tengst hælisleitendum í umsjón Útlendingastofnunar. Málin hafi öll komið upp fyrrihluta júlímánaðar. Skúli sagði að lögreglan á Suðurnesjum hafi strax stigið fast til jarðar og komið mönnum í skilning um að hnupl og gripdeildir væru ekki liðnar. Ekkert hnuplmál kom síðari hluta mánaðarins. Hin þrjú hnuplmálin tengdust þjófnaði úr verslun í flugstöðinni og svo tvö önnur mál, ótengd hælisleitendum.
Smáhýsi í Grindavík
Lest flutningabíla með tíu smáhýsi kom til Grindavíkur á þriðjudagskvöld. Smáhýsin voru í gær sett á undirstöður í hlíð neðan við tjaldstæðið í Grindavík. Það er nokkrir athafnamenn í Grindavík sem standa á bakvið verkefnið, sem kallast Harbour View. Boðið verður upp á lúxusgistingu í húsunum sem eru innréttuð eins og fullbúin hótelherbergi með útsýni yfir höfnina í Grindavík. Myndin var tekin þegar bílalestin kom á áfangastað. VF-mynd: hbb
Boðað til fundar um hugsanlega sameiningu
FÍTON / SÍA
■■Sameining Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS) og Sorpu hefur verið til skoðunar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru eigendur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Þau hafa öll tekið til afgreiðslu erindi stjórnar SS um að taka afstöðu til sameiningarviðræðna SS og Sorpu samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Capacent og kynningu sem öll sveitarfélögin fengu. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar áður en formleg afstaða verði tekin til málsins. Málið var rætt á stjórnarfundi SS á dögunum þar sem samþykkt var að leggja til við sveitarfélögin að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar fimmtudaginn 21. september nk.
einföld reiknivél á ebox.is
Óska eftir fundi í velferðarráði eftir sumarleyfi ■■Ekki verður boðað til fundar í velferðarráði Reykjanesbæjar fyrr en sviðsstjóri velferðarsviðs, Hera Ósk Einarsdóttir, er komin úr sumarleyfi. Hún er væntanleg úr leyfi þann 8. ágúst nk. Ísak Ernir Kristinsson, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í velferðarráði Reykjanesbæjar, hefur óskað eftir að velferðarráð komi saman til fundar til að ræða húsnæðisvanda í Reykjanesbæ og málefni hælisleitenda. Ísak óskaði eftir fundinum þann 23. júlí sl. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tveir nefndarmenn óskað eftir aukafundi í ráðinu. Ísak Ernir Kristinsson og Ingigerður Sæmundsdóttir munu óska eftir fundinum þegar sviðsstjóri velferðarsviðs er kominn til starfa eftir sumarleyfi. „Það er mikilvægt að sviðsstjóri velferðarsviðs, Hera Ósk Einarsdóttir, sé á fundinum,“ sagði Ísak Ernir í samtali við Víkurfréttir.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Ný köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja ÍSAGA rís nú í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja rís í Vogum ■■Ný köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja ÍSAGA rís nú í Vogum. Skóflustunga að verksmiðjunni var tekin fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa í október næstkomandi. Byrjað var að reisa fyrstu turna verksmiðjunnar í vikunni en þeir eru nokkuð áberandi og sjást langt að. „Fjárfestingin í verksmiðjunni er stór á okkar mælikvarða, um 2,5 miljarðar króna. Það má með sanni segja að um sé að ræða umhverfisvæna starfsemi, því hráefnið er andrúmsloftið og útblásturinn hrein vatnsgufa,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum um framkvæmdina þegar skóflustungan var tekin í fyrra. Áætlanir ÍSAGA gera ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin og framleiðsla hafin í október 2017. ÍSAGA og Sveitarfélagið Vogar hafa jafnframt undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að stefnt sé að flutningi annarrar starfsemi félagsins í Voga á næstu árum. Þeirri starfsemi fylgja á bilinu 30 – 40 störf, sem er dágóð fjölgun starfa í sveitarfélaginu.