SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS URINN
IÐ HAGLEIKSSM
U
SIGGI Í BÁR
GAMLA
Plastlaus Ljósanótt
NÝR STJÓRI SANDGER ÐI KEILIS NN FRIÐRIK
JÓHA Í VIÐTALI
Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.
Ð Í TNR S EG RUSLI
G
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
HÖND Á FORSETINN LAGÐI HERNUM PLÓG MEÐ BLÁ A Í MÖLVÍK OG MARGLYTTUM
fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.
Tvö tonn af rusli á tveimur tímum í Mölvíkurfjöru Afmælisblað fyrir Ljósanótt 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og 20 ára afmæli Ljósanætur eru viðfangsefni Víkurfrétta í myndarlegu blaði sem kemur út í næstu viku. Þar verða fjölbreytt viðtöl tengd aldarfjórðungsafmæli bæjarins og þá verður dagskrá Ljósanætur í blaðinu. Við hvetjum auglýsendur til að vera tímanlega með auglýsingar í blaðið. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 og póstfangið: andrea@vf.is. Póstfang ritstjórnar er vf@vf.is.
Markaðsstofan hafði betur gegn Ferðamálastofu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru Markaðsstofu Reykjaness vegna ákvörðunar Ferðamálastofu frá 21. ágúst 2018 um að synja umsókn Markaðsstofu Reykjaness um svokallaða verkefnastyrki. Markaðsstofan krafðist þess að ákvörðun Ferðamálastofu yrði felld úr gildi. Markaðsstofan krafðist þess jafnframt að lagt verði fyrir Ferðamálastofu að veita Markaðsstofu Reykjaness verkefnastyrki af sambærilegum fjárhæðum og markaðsstofur annarra landshluta njóta. Úrskurðarorð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis voru þau að ákvörðun Ferðamálastofu, dagsett 21. ágúst 2018, um að synja umsókn Markaðsstofu Reykjaness um verkefnastyrki er felld úr gildi. Þá leggur ráðuneytið þar fyrir Ferðamálastofu að taka umsókn Markaðsstofu Reykjaness til nýrrar meðferðar. Fram kemur í kaflanum Forsendur og niðurstaða: „Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða ráðuneytisins að Ferðamálastofa hafi ekki hagað meðferð máls kæranda í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.“ Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar niðurstöðu kærumálsins í fundargerð ráðsins frá því í síðustu viku.
Hópur fólks hreinsaði um tvö tonn af rusli úr Mölvík á Reykjanesi á tveimur tímum í hreinsunarátaki í síðustu viku. Sundhópurinn Marglyttunar í samstarfi við Bláa herinn stóð fyrir hreinsun Mölvíkur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í verkefninu. Marglytturnar munu synda boðsund yfir Ermarsundið í byrjun september til að vekja athygli á plastmengun í hafi og safna um leið áheitum fyrir Bláa herinn sem hefur staðið að strandhreinsunum, hvatningu og vitundarvakningu í 24 ár.
Blái herinn stóð fyrir hreinsun á sama stað fyrir fjórum árum þar sem allt plast og veiðafærarusl var hreinsað úr fjörunni og af ströndinni í Mölvík. Tómas Knútsson, foringi Bláa hersins, sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi komið honum
á óvart hversu mikið af rusli væri aftur komið í fjöruna og upp á ströndina. Á svæðinu var þó ekki bara plast og veiðarfæri, því þar var einnig mikið rusl eins og leirdúfur og haglabyssuskot. Blái herinn hefur staðið fyrir strandhreinsun í næstum aldarfjórðung. Samkvæmt gögnum hersins þá eru að jafnaði að koma eitt tonn af rusli á hvern kílómetra strandlengjunnar. Nánar í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.
Aðgerða þörf í húsnæðismálum HSS ❱❱ segir Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýsamþykkta heilbrigðisstefnu fyrir Ísland á opnum fundi á HSS í síðustu viku. Á fundinum sagði Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, að stefnan markaði tímamót í heilbrigðismálum hér á landi, en ýmislegt væri enn ógert til að svara kröfum almennings um heilbrigðisþjónustu.
Markús Ingólfur Eiríksson
„Eitt lykilatriði í að vinna eftir heilbrigðisstefnunni er að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.“ Ekki tekið tillit til fjölgunar íbúa á Suðurnesjum Markús sagði lýðheilsuvísa sýna glöggt að hvergi sé eins mikil þörf fyrir öfluga heilsugæsluþjónustu og einmitt hér á Suðurnesjum. Þá skjóti skökku við að ekki hafi verið tekið tillit til mikillar íbúafjölgunar á svæðinu, sem hafi aukið álag á stofnunina, bæði hvað varðar húsnæði og mönnun. Hvað varðar það síðarnefnda skiptir miklu að geta boðið upp á gott og aðlaðandi starfsumhverfi til að laða að fólk, en staðreyndin sé að HSS er í mikilli samkeppni við aðrar stofnanir í þeim efnum.
Starfsfólkið, sem sé sannarlega fáliðað og undir miklu álagi, hafi þó gert sitt besta í erfiðum aðstæðum, en eftir standi að íbúar í samfélaginu séu ekki
ánægðir með þjónustuna og eitt af helstu vandamálunum sé ímyndarvandi. Nú sé þó verið að vinna í því að bæta bæði þjónustu og ímynd HSS, segir í frétt á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „Við ætlum okkur að gera betur og við sjáum nú þegar mörg jákvæð teikn á lofti. Við erum með ungt, kraftmikið og vel menntað starfsfólk og erum að þróa breytt verklag á heilsugæslunni, meðal annars með bættum rafrænum
lausnum, aukinni teymisvinnu og samskiptum við félagsþjónustu sveitarfélaganna á svæðinu,“ segir Markús. Húsnæðisumbætur á HSS eru að sögn Markúsar algjört lykilatriði þegar horft er fram á veginn. „Við þurfum að fara út í endurbætur og þar er auðvitað nauðsynlegt að hafa skýra langtímahugsun í þeim efnum, en það er engin spurning að aðgerða er þörf strax.“
Combo tilboð Opnum snemma lokum seint
299 kr/stk
Kaffi og croissant með skinku
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002