Víkurfréttir 32. tbl. 40. árg.

Page 1

SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS URINN

IÐ HAGLEIKSSM

U

SIGGI Í BÁR

GAMLA

Plastlaus Ljósanótt

NÝR STJÓRI SANDGER ÐI KEILIS NN FRIÐRIK

JÓHA Í VIÐTALI

Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Ð Í TNR S EG RUSLI

G

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

HÖND Á FORSETINN LAGÐI HERNUM PLÓG MEÐ BLÁ A Í MÖLVÍK OG MARGLYTTUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

Tvö tonn af rusli á tveimur tímum í Mölvíkurfjöru Afmælisblað fyrir Ljósanótt 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og 20 ára afmæli Ljósanætur eru viðfangsefni Víkurfrétta í myndarlegu blaði sem kemur út í næstu viku. Þar verða fjölbreytt viðtöl tengd aldarfjórðungsafmæli bæjarins og þá verður dagskrá Ljósanætur í blaðinu. Við hvetjum auglýsendur til að vera tímanlega með auglýsingar í blaðið. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001 og póstfangið: andrea@vf.is. Póstfang ritstjórnar er vf@vf.is.

Markaðsstofan hafði betur gegn Ferðamálastofu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru Markaðsstofu Reykjaness vegna ákvörðunar Ferðamálastofu frá 21. ágúst 2018 um að synja umsókn Markaðsstofu Reykjaness um svokallaða verkefnastyrki. Markaðsstofan krafðist þess að ákvörðun Ferðamálastofu yrði felld úr gildi. Markaðsstofan krafðist þess jafnframt að lagt verði fyrir Ferðamálastofu að veita Markaðsstofu Reykjaness verkefnastyrki af sambærilegum fjárhæðum og markaðsstofur annarra landshluta njóta. Úrskurðarorð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis voru þau að ákvörðun Ferðamálastofu, dagsett 21. ágúst 2018, um að synja umsókn Markaðsstofu Reykjaness um verkefnastyrki er felld úr gildi. Þá leggur ráðuneytið þar fyrir Ferðamálastofu að taka umsókn Markaðsstofu Reykjaness til nýrrar meðferðar. Fram kemur í kaflanum Forsendur og niðurstaða: „Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða ráðuneytisins að Ferðamálastofa hafi ekki hagað meðferð máls kæranda í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.“ Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar niðurstöðu kærumálsins í fundargerð ráðsins frá því í síðustu viku.

Hópur fólks hreinsaði um tvö tonn af rusli úr Mölvík á Reykjanesi á tveimur tímum í hreinsunarátaki í síðustu viku. Sundhópurinn Marglyttunar í samstarfi við Bláa herinn stóð fyrir hreinsun Mölvíkur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í verkefninu. Marglytturnar munu synda boðsund yfir Ermarsundið í byrjun september til að vekja athygli á plastmengun í hafi og safna um leið áheitum fyrir Bláa herinn sem hefur staðið að strandhreinsunum, hvatningu og vitundarvakningu í 24 ár.

Blái herinn stóð fyrir hreinsun á sama stað fyrir fjórum árum þar sem allt plast og veiðafærarusl var hreinsað úr fjörunni og af ströndinni í Mölvík. Tómas Knútsson, foringi Bláa hersins, sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi komið honum

á óvart hversu mikið af rusli væri aftur komið í fjöruna og upp á ströndina. Á svæðinu var þó ekki bara plast og veiðarfæri, því þar var einnig mikið rusl eins og leirdúfur og haglabyssuskot. Blái herinn hefur staðið fyrir strandhreinsun í næstum aldarfjórðung. Samkvæmt gögnum hersins þá eru að jafnaði að koma eitt tonn af rusli á hvern kílómetra strandlengjunnar. Nánar í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.

Aðgerða þörf í húsnæðismálum HSS ❱❱ segir Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Svandís Svavardóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýsamþykkta heilbrigðisstefnu fyrir Ísland á opnum fundi á HSS í síðustu viku. Á fundinum sagði Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, að stefnan markaði tímamót í heilbrigðismálum hér á landi, en ýmislegt væri enn ógert til að svara kröfum almennings um heilbrigðisþjónustu.

Markús Ingólfur Eiríksson

„Eitt lykilatriði í að vinna eftir heilbrigðisstefnunni er að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.“ Ekki tekið tillit til fjölgunar íbúa á Suðurnesjum Markús sagði lýðheilsuvísa sýna glöggt að hvergi sé eins mikil þörf fyrir öfluga heilsugæsluþjónustu og einmitt hér á Suðurnesjum. Þá skjóti skökku við að ekki hafi verið tekið tillit til mikillar íbúafjölgunar á svæðinu, sem hafi aukið álag á stofnunina, bæði hvað varðar húsnæði og mönnun. Hvað varðar það síðarnefnda skiptir miklu að geta boðið upp á gott og aðlaðandi starfsumhverfi til að laða að fólk, en staðreyndin sé að HSS er í mikilli samkeppni við aðrar stofnanir í þeim efnum.

Starfsfólkið, sem sé sannarlega fáliðað og undir miklu álagi, hafi þó gert sitt besta í erfiðum aðstæðum, en eftir standi að íbúar í samfélaginu séu ekki

ánægðir með þjónustuna og eitt af helstu vandamálunum sé ímyndarvandi. Nú sé þó verið að vinna í því að bæta bæði þjónustu og ímynd HSS, segir í frétt á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „Við ætlum okkur að gera betur og við sjáum nú þegar mörg jákvæð teikn á lofti. Við erum með ungt, kraftmikið og vel menntað starfsfólk og erum að þróa breytt verklag á heilsugæslunni, meðal annars með bættum rafrænum

lausnum, aukinni teymisvinnu og samskiptum við félagsþjónustu sveitarfélaganna á svæðinu,“ segir Markús. Húsnæðisumbætur á HSS eru að sögn Markúsar algjört lykilatriði þegar horft er fram á veginn. „Við þurfum að fara út í endurbætur og þar er auðvitað nauðsynlegt að hafa skýra langtímahugsun í þeim efnum, en það er engin spurning að aðgerða er þörf strax.“

Combo tilboð Opnum snemma lokum seint

299 kr/stk

Kaffi og croissant með skinku

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg. SPURNING VIKUNNAR

Hvað finnst þér skemmtilegast við Sandgerðisdaga? Guðjón Þorgils Kristjánsson:

„Það er þegar fólk hittist, fjölskyldan, íbúar bæjarins, brottfluttir og verðandi íbúar og gera eitthvað skemmtilegt saman.“

Jónasína Þórðardóttir:

Tuttugasta Ljósanóttin verður sett miðvikudaginn 4. september Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og er því stór afmæli í ár. Þetta byrjaði allt með einum degi en nú nær hátíðin orðið yfir í tæpa viku. Sú skemmtilega þróun hefur ekki síst orðið til vegna þátttöku íbúanna sjálfra sem breyst hafa frá því að hafa verið í hlutverki neytenda í það að verða sífellt meira í hlutverki framkvæmdaaðila. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur nefnilega breyst á þessum 20 árum í þá átt að verða sífellt meiri svokölluð þátttökuhátíð. Bæjarbúar hafa orðið virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmis konar viðburðum og við það eykst gildi hennar til muna. Sömu sögu er að segja af styrktaraðilum hátíðarinnar sem standa þétt við bakið á henni. Nýir aðilar bætast í hópinn í ár með myndarlegum hætti, fullir meðvitundar um það að jákvæð ímynd bæjarins skipti máli fyrir fyrirtækin sem í bænum starfa og að jákvæð ímynd hafi sem dæmi áhrif á aðgang þeirra að góðu vinnuafli á þann hátt að hingað vilji flytja og starfa öflugt fólk. Þannig sé það sameiginlegt verkefni bæjarins og fyrirtækja sem þar starfa að styðja við jákvæð verkefni og jákvæða ímyndarsköpun á svæðinu.

Áherslan í ár

Hátíðin í ár er sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og er það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar verða upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar keppast nú við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Vonast er til að sem flestir taki tillit til þessa átaks. Í ár er sjónum okkar líka beint sérstaklega að erlendum íbúum

bæjarins en nú er staðan þannig að ca fjórðungur bæjarbúa er af erlendum uppruna og þar af flestir frá Póllandi. Listasafn Reykjanesbæjar hefur af því tilefni sett upp stóra sýningu á úrvali af pólskum grafíkverkum og tónlistarmenn frá Póllandi taka þátt í dagskránni.

Sex daga hátíðarhöld

Í tilefni 25 ára afmælis Reykjanesbæjar er íbúum nú boðið á ókeypis

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Allir miðar seldust upp á nokkrum mínútum.

Laugardagur á Ljósanótt

sinfoníutónleika í Stapanum á þriðjudagskvöldinu þannig að hátíðin mun nú spanna 6 daga. Sú breyting varð í fyrra að formleg setning hátíðarinnar færðist af fimmtudegi og yfir á miðvikudag, þar sem öll grunn- og leikskólabörn bæjarins koma saman ásamt foreldrum og öðrum gestum í skrúðgarðinum í Keflavík og syngja inn hátíðina. Verslanir í bænum bjóða upp á alls kyns tilboð og viðburði á miðvikudagskvöldinu og þá er líka frumsýning á tónlistarviðburðinum „Hafið þið séð Eydísi“ í Stapa. Opnun fjögurra nýrra sýninga í Listasafni Reykjanesbæjar á eftirmiðdegi fimmtudags markar upphaf sýningahalds Ljósanætur sem hefur verið eitt af aðalsmerkjum hátíðarinnar en á fimmta tug list- og handverkssýninga hafa verið skráðar til leiks. Þessi dagur er orðinn nokkuð stór, ekki síst hjá heimafólki, og má sjá alls kyns hópa, svo sem saumaklúbba og vinnustaði gera sér glaðan dag á þessum degi. Sýningar eru þræddar og verslanir kannaðar en þess má geta að verslanir og veitingahús eru með góð tilboð í gangi alla helgina. Á föstudegi ber hæst Götupartý og kjötsúpa fyrir alla á Hafnargötunni. Þar koma fram ýmsir tónlistarmenn og höfðað er til allra. Þá er löngu orðið uppselt á Heimatónleikana sem haldnir eru í gamla bænum í fimmta sinn en þeir eru einmitt dæmi um verkefni sem íbúar sjálfir standa fyrir og hefur slegið rækilega í gegn.

Engum ætti að leiðast á laugardegi Ljósanætur sem er aðal dagur hátíðarinnar en standandi dagskrá er frá morgni til kvölds. Aðalsmerki Ljósanætur er Árgangagangan sem er einstök á landsvísu, þar sem árgangarnir hittast á Hafnargötu og ganga í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæði og safnast þar saman fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar. Síðan taka við hinir ýmsu viðburðir, tónleikar, sýningar, barnadagskrá o.fl. Íbúar fara síðan flestir hverjir heim til að borða og eru súpuboð haldin í öðru hverju húsi fyrir vini og ættingja. Stórtónleikar Ljósanætur eru svo hápunktur hátíðarhaldanna og þar koma fram Stuðlabandið og með því koma fram Salka Sól, Jóhanna Guðrún, Jón Jósep Snæbjörnsson og Sverrir Bergmann. Einnig koma fram á sviðinu Herra Hnetusmjör og Emmsje Gauti og Aron Can. Auðvitað er kvöldið toppað með stórglæsilegri flugeldasýningu og að henni lokinni eru ljósin á Berginu kveikt, en af þeim dregur hátíðin einmitt nafn sitt. Ljósin loga svo fram á vor og varpa hlýlegri birtu yfir Stakksfjörðinn á sama tíma og skammdegið bankar upp á. Á sunnudegi eru allar sýningar enn opnar ásamt leiktækjum og sölutjöldum og þá getur fólk komist yfir það sem það átti eftir. Þá eru einnig viðburðir í Höfnum á vegum Menningarfélagsins þar m.a. tónleikar með Jónasi Sig og Elizu Newman í Kirkjuvogskirkju.

Viðburðir á vef Ljósanætur

Upplýsingar um alla dagskrá og einstaka viðburði er að finna á ljosanott. is. Þar er nú að finna 15 viðburði, list- og handverkssýningar, tónlistarviðburði, íþróttaviðburði og alls kyns lífsstílsviðburði og sífellt bætist við fjölbreytta flóruna.

„Þá eru allir svo glaðir og margt fólk sem heimsækir bæinn okkar. Grillveisla með fjölskyldunni er líka mjög skemmtileg.“

Rebekka Magnúsdóttir:

„Loddugangan, pottakvöldið, svo auðvitað grillveislan með fjölskyldunni. Laugardagskvöldið þegar allir hittast utan dyra er líka voða skemmtilegt en ég verð að viðurkenna að ég sakna þess þegar kvöldskemmtunin fór fram niður við höfnina. Það má endurvekja bryggjuhátíðina.“

Sóley Gunnarsdóttir:

„Samveran með stórfjölskyldunni í Sandgerði. Loddan er líka skemmtileg og auðvitað fer maður stundum á ballið þessa helgi.“

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

„Gamli bærinn minn“ hljómar á ný Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður, hefur veitt Reykjanesbæ heimild til að láta hið gullfallega og sívinsæla lag hans; „Gamli bærinn minn“ hljóma aftur strax að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt. Þar með tilheyra ágreiningsmál fyrri tíðar sögunni til. Gunnar hefur einnig veitt Reykjanesbæ heimild til að nota lagið undir myndasyrpu sem tekin var saman í tilefni af 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og birt verður á Reykjanesbaer.is innan skamms. Meðfylgjandi mynd af Gunnari og Kjartani Má bæjarstjóra var tekin í síðsumarsblíðunni nú á dögunum.


4.–8. september 2019 Senn lítur 20. Ljósanóttin dagsins ljós! Vekjum athygli á eftirfarandi:

Plastlaus Ljósanótt

Íbúar sauma 1.000 taupoka. Mætum á Bókasafnið og fyllum pokastöðina! Þriðjudagur 3. september kl. 19:30 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hljómahöll. Ókeypis aðgangur. Sækja þarf miða. Miðvikudagur 4. september kl. 16:30 Setningarathöfn Ljósanætur í Skrúðgarðinum. Foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Pylsupartí í tilefni 20 ára afmælis Ljósanætur. Miðvikudagur 4. september kl. 20:00 Manstu eftir Eydísi? í Stapa. Miðasala á tix.is Fimmtudagur 5. september kl. 18:00 Opnun Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum. Allir velkomnir. Í framhaldi opna sýningar um allan bæ. Fimmtudagur 5. september kl. 19:00 Sundlaugarteiti fyrir 5.–7. bekk í Sundmiðstöðinni. Fimmtudagur 5. september kl. 21:00 Ljósanæturball fyrir 8.–10.bekk í Stapa.

Þetta er bara byrjunin! Nánar um þessa viðburði og alla aðra viðburði á ljosanott.is þar sem dagskráin tekur daglega á sig nýja mynd.

Hollt, gott og heimilislegt

ljosanott.is


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

Oddfellowreglan er 200 ára. „Opið hús“ hjá Oddfellow á Suðurnesjum nk. sunnudag:

Gefandi og skemmtilegt starf – segja Oddfellowarnir Fanný Axelsdóttir og Hjálmar Árnason

Oddfellowreglan fagnar 200 ára afmæli á þessu ári en þau Fanný og Hjálmar eru í hópi fjögur þúsund Oddfellowa á Íslandi. Þá hefur Oddfellowstarf verið sterkt í Reykjanesbæ en fyrsta stúkan, Njörður, var stofnuð árið 1976 og var Tómas Tómasson, þáverandi Sparisjóðsstjóri og forseti Bæjarstjórnar Keflavíkur, fyrsti yfirmeistari hennar. Sex regludeildir stunda nú starf sitt í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ, fjórar skipaðar körlum og konum á Suðurnesjum en það eru Oddfellowstúkurnar Njörður og Jón forseti og Rebekkustúkurnar Steinunn og Eldey. Systrastúkur eru kallaðar Rebekkustúkur. Tvær aðrar regludeildir sem stunda starf í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ eru blandaðar með félögum sem koma víðar að en af Suðurnesjum.

Oddfellowandi

„Ég fékk líklega Oddfellowanda í mig snemma því pabbi [Axel Jónsson] gekk í Njörð þegar ég var tveggja ára gömul. Svo má segja að ég hafi fengið Oddfellowandann yfir mig þegar ég kom fyrst inn í Oddfellowsalinn í Reykjanesbæ, þá sem maki. Tilfinningin var þannig að frá þeim tíma var ég ákveðin í að verða Oddfellowi sjálf. Það var eitthvað sem snart mig. Mér fannst þetta svipað og þegar ég fer í jóga. Maður stillir eða hreinsar hugann einhvern veginn. Friðurinn innandyra er góður, það er slökun að fara á fund og það er gott þegar maður er í erilsömu starfi,“ segir Fanný þegar hún rifjar upp fyrstu tengsl sín við Oddfellowregluna. Hjálmar hefur alla tíð verið mikill félagsmálamaður og hélt að hann væri

Maður finnur þetta vel þegar maður hittir systur á fundum. Einlægnin og kærleikurinn eru ríkjandi ... nú búinn með þann pakka þegar hann ákvað að verða Oddfellowi. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er vissulega öðruvísi starf en margt annað í félagsmálum en mér finnst þetta frábært. Það er gott að vera hluti af þessu bræðralagi og eiga griðastað þar sem mannrækt og vinátta spila svo stóran þátt. Ég hef kynnst mörgu fólki eftir að ég kom inn og mér finnst ég betri maður á eftir,“ segir Hjálmar sem hefur m.a. starfað í Rotary-hreyfingunni en hann gekk í Rotaryklúbb Keflavíkur þegar hann varð skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir margt löngu síðan. Nú skipar Oddfellowstarfið stóran þátt hjá gamla skólameistaranum sem hætti störfum hjá Keili á Ásbrú fyrr á þessu ári.

Formfesta og hefðir

Þau eru sammála um að formfesta og hefðir séu góðir þættir í Oddfellowstarfinu en einkunnarorð reglunnar eru: „Vinátta, kærleikur og sannleikur“. „Þessi einkunnarorð tengjast uppeldi mínu og eiga vissulega mjög við í lífinu almennt. Maður finnur þetta vel þegar maður hittir systur á fundum. Einlægnin og kærleikurinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands með tónleika í Hljómahöll

Reykjanesbær býður bæjarbúum upp á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hljómahöll þriðjudaginn 3. september kl. 19:30 í tilefni af 25 ára afmæli Reykjanesbæjar. Tónleikarnir eru jafnframt upptaktur að Ljósanótt sem haldin er hátíðlega í Reykjanesbæ frá 4. - 8. september. Ókeypis er á tónleikana svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja tryggja sér aðgang að tónleikunum geta nálgast útprentaða miða í móttöku Hljómahallar, að Hjallavegi 2 í Njarðvík, frá kl. 13:00 þann 27. ágúst og fram að tónleikum. Hámark fjórir miðar á mann. Fyrr um daginn mun strengjakvartett skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika fyrir heimilisfólk á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi ásamt því að heimsækja skjólstæðinga Rauða krossins á Suðurnesjum.

Bylgja Dís syngur með Sinfó

Á tónleikunum flytur sópransöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljómsveitinni en hún hefur sungið víða, meðal annars aðalhlutverkið í Toscu í rómaðri sýningu í Keflavíkurkirkju árið 2011 en hún kennir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Á tónleikunum munu einnig hljóma valdir kaflar úr vinsælli leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, meðal annars Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs. Stefán Jón Bernharðsson, sem leiðir hornadeild Sinfóníuhljómsveitarinnar, leikur einleik í hornakonserti sem Mozart samdi á hátindi ferils síns, um svipað leyti og hann samdi óperuna Brúðkaup

Fígarós. Tónleikunum lýkur með hinni stórfenglegu fimmtu sinfóníu Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, sem er aðal gestastjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar. Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur í anddyri Hljómahallarinnar frá kl. 19:00 og fram að tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Hljómsveitastjóri Daníel Bjarnason

Einleikari

Stefán Jón Bernharðsson

Einsöngvari

Bylgja Dís Gunnarsdóttir

eru ríkjandi,“ segir Fanný. Hjálmar segir að samveran með bræðrum sé mikilvæg og skemmtileg. „Mannræktin og bræðraþelið og svo gerum við líka fullt saman fyrir utan fundina. Förum í ýmsar ferðir saman og hittumst fyrir utan fundina. Ég hef til dæmis verið hluti af hópi Oddfellowa sem hefur í allnokkur ár farið saman í veiði. Þá eigum við góðar stundir saman á árbakkanum.“ Fanný tekur undir það en Rebekkustúkurnar í Reykjanesbæ hafa verið duglegar að fara í ferðir og hafa t.d. haldið fundi utan Suðurnesja. Hún segir slíka samveru styrkja tengslin og sé líka skemmtileg og ung Oddfellowkonan segir að aldur sé afstæður í Reglunni. „Ég á nokkrar mjög góðar vinkonur í Oddfellow sem eru miklu eldri en ég og mér finnst það mjög mikilvægt og lærdómsríkt,“ segir hún og tekur undir með Hjálmari með vináttuna. „Einn af stóru kostunum við að vera í svona félagsstarfi er hvað maður kynnist mörgum.“

VIÐTAL

Oddfellowreglan opnar almenningi í fyrsta sinn dyr regluheimila sinna og verður „Opið hús“ í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ sunnudaginn 1. september kl. 13.–17. Tilgangurinn er að kynna Oddfellowregluna, líknar- og mannúðarstarf hennar og húsakynni fyrir landsmönnum án nokkurra skuldbindinga. Fanný Axelsdóttir og Hjálmar Árnason eru bæði Oddfellowar og segjast ekki sjá eftir því að hafa gengið til liðs við Regluna þar sem mannrækt og vinátta séu meðal aðalmarkmiða starfsins.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Mannræktin og bræðraþelið og svo gerum við líka fullt saman fyrir utan fundina. Förum í ýmsar ferðir saman og hittumst fyrir utan fundina ... til þekkja. Skýringin er eðlileg og líka söguleg. Hún birtist líka í því að stór hluti af mannræktinni kemur fram í því sem Oddfellowar gefa af sér í samfélaginu. Það er sjaldnast haft hátt um það þó svo að það séu fá leyndarmál í því. Oddfellowar hafa látið gott af sér leiða á mörgum sviðum og styrkt hin ýmsu málefni sem og einstaklinga og fjölskyldur,“ segir Hjálmar en Oddfellowreglan og stúkur hennar á Íslandi hafa til dæmis veitt 148 milljónir króna til ýmissa verkefna á undanförnum tólf mánuðum. Á Suðurnesjum hafa Odd­fellowar styrkt hin ýmsu mál og nýlega komið að uppbyggingu líknardeildar við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Af mörgum umfangsmiklum styrktarverkefnum Oddfellowa á Íslandi má nefna viðbyggingu og endurbætur á húsi Ljóssins og uppbyggingu líknardeildar Landsspítala í Kópavogi. Saga Oddfellow hefur frá upphafi tengst stórum verkefnum sem landsmenn hafa notið eins og bygging holdsveikraspítalans í Laugarnesi við Reykjavík. Þegar hann var byggður, í upphafi nítjándu aldar, var þetta stærsta timburhús sem hafði verið

byggt á Íslandi, með rúm fyrir 60 sjúklinga. Hjálmar segir að Oddfellow hafi verið í fjölskyldu hans en afi hans var einn af stofnendum Oddfellowstúkunnar Þorkels mána. Hann minnist þess sem ungur drengur að hafa oft farið á jólaböll í Oddfellowhúsinu í Reykjavík en það var ein af stærri og glæsilegri byggingum borgarinnar þegar hún var byggð. Fanný segist líka eiga góðar minningar frá æsku sinni en pabbi hennar hefur verið virkur Oddfellowi í fjörutíu ár. En hvað segja þau með tímann sem fer í Oddfellow? Er þetta ekki tímafrekt? „Jú, vissulega eins og kannski með flest allt félagsstarf. En ég hef notið skilnings hjá fjölskyldunni og að fara á Oddfellowfund er mín stund og ég set það í forgang að mæta. Það er hluti af starfinu ef maður vill ná því besta úr því, að mæta vel og stunda starfið,“ segir Fanný og undir það tekur Hjálmar og segir að lokum: „Það er auðvelt að gefa sér tíma í eitthvað sem er gefandi og skemmtilegt eins og Oddfellowstarfið er.“

Leyndardómurinn?

En hvað með þennan leyndardóm í kringum Oddfellow? Hvað segja þau við því? „Það er partur af sjarmanum þó svo að það sé stundum gert of mikið úr því, sérstaklega hjá þeim sem ekki

„Opið hús“ verður í Oddfellowhúsinu í Grófinni á sunnudag frá kl. 13. til 17. Þar geta áhugasamir kynnt sér líknar- og mannúðarstarf Oddfellowreglunnar.


Gleðilega hátíð!

VELKOMIN Á LJÓSANÓTT TILBOÐ GILDA Í BYKO SUÐURNESJUM 28. ÁGÚST - 7. SEPTEMBER

25% AFSLÁTTUR

• LJÓS, PERUR OG SERÍUR • KÓSÝVÖRUR/SKRAUTVÖRUR • ELDSTÆÐI OG GEISLAHITARAR Ljósanótt


6

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

KOSMOS & KAOS OPNAR SKRIFSTOFU Í STOKKHÓLMI Inga Birna Ragnarsdóttir og Guðmundur Bjarni Sigurðsson.

Kosmos & Kaos opnaði í ágúst nýja skrifstofu í Stokkhólmi sem lið í því að útvíkka starfsemi sína til Norðurlandanna. Skrifstofan er til húsa hjá WeWork, einu stærsta fyrirtæki heims á sviði samhýstrar skrifstofustarfsemi, en byggingin er staðsett í hjarta borgarinnar og í henni starfa upp undir 1000 fyrirtæki úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Samhliða þessu hefur Kosmos & Kaos ráðið Inga Má Elvarsson í starf svæðisstjóra (e. Country Manager) en hann starfaði áður sem stjórnandi hjá EC Software, Framfab og SAS Institute meðal annarra og býr yfir mikilli reynslu á sviði sölu- og markaðsmála í stafræna geiranum. „Þetta nýja skipulag styður vel við

framtíðarstefnu fyrirtækisins,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos. „Við höfum verið að vinna fyrir erlenda viðskiptavini um nokkurra ára skeið en með starfsstöð í Stokkhólmi er ætlunin að ná til viðskiptavina á Norðurlöndunum og víðar.“ Skrifstofurnar tvær í Stokkhólmi

og Reykjavík munu starfa sem ein heild með það að markmiði að verða leiðandi á þessum nýja markaði en mikill uppgangur er í stafrænni umbreytingu fyrirtækja og stofnana í Svíþjóð um þessar mundir og stórar áskoranir framundan sem spennandi verður að takast á við. Með hönnun að leiðarljósi hefur Kosmos & Kaos skipað sér í fremstu röð á sviði stafrænnar umbreytingar á Íslandi og ljóst er að eftirspurn eftir þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til innan fyrirtækisins er mikil utan landsteinanna.

Um Kosmos & Kaos Kosmos & Kaos var stofnað árið 2010 og hefur fyrirtækið vakið athygli fyrir metnaðarfulla vefhönnun, auk áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfisvernd og lýðræði í ákvarðanatöku. Fyrirtækið hefur einnig verið í vöruþróun á undanförnum árum og hefur styrkt stöðu sína í forritun og stafrænni hönnun. Á meðal viðskiptavina þess eru Arion banki, VÍS, Vodafone, Orkuveita Reykjavíkur, Gagnaveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar og Íslandsstofa. Fimmtán manns starfa hjá fyrirtækinu í Reykjavík og Stokkhólmi.

Þrjátíu vilja í stól framkvæmdastjóra Kölku Alls sóttu 30 einstaklingar um starf framkvæmdastjóra Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. en starfið var auglýst fyrr í sumar. Umsóknarfrestur rann út þann 22. júlí. Málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi Kölku þann 13. ágúst þar sem formaður og varaformaður fóru yfir og kynntu umsóknarferlið. Rætt var um framvindu mála. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver verður ráðinn í starfið. Jón Norðfjörð hefur verið framkvæmdastjóri Kölku undanfarin ár en lætur af störfum vegna aldurs. Á fundi stjórnar Kölku þann 11. júní tilkynnti Jón formlega uppsögn sína sem tók gildi frá og með 1. júlí sl.

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri og Alma D. Möller landlæknir undirrituðu samkomulagið. VF-mynd/Sólborg

Sveitarfélagið Vogar er heilsueflandi samfélag Fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga ritaði Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri undir samning við Ölmu D. Möller landlækni þess efnis að Sveitarfélagið Vogar gerist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi og er þar með í hópi um í kringum 30 annarra sveitarfélaga á landinu sem búin eru að undirgangast slíkan samning. Heilsueflandi samfélag gengur út á að styðja þau sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu, að vinna með markvissum hætti að því að gera heilbrigða lifnaðarhætti, heilsu og vellíðan íbúa hátt undir höfði og stuðla að því að slíkt sé gert með stefnumótun innan sveitarfélagsins og markvissum aðgerðum. Með því að taka þátt í þessu verkefni er Sveitarfélagið einnig að vinna að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem Heilsueflandi samfélag fellur vel að þeirri innleiðingu.

Komdu í heimsókn! Í tilefni 200 ára afmælis Oddfellowreglunnar viljum við kynna starfsemi hennar, líknar- og mannúðarstarf. Við opnum dyr Regluheimilis okkar fyrir Suðurnesjamönnum, sunnudaginn 1. september milli kl. 13:00 og 17:00. Regluheimilið er í Grófinni 6, Reykjanesbæ. Oddfellowsystkin bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og vöfflur.

Hlökkum til að sjá þig!

Segja draga úr mengun kísilvers með endurbótum Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík munu draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni, þar á meðal lyktarmengun, í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í niðurstöðum loftdreifilíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila sem metur áhrif endurbótanna á loftgæði. Helstu niðurstöður Vatnaskila hafa verið birtar á samráðsgátt Stakksbergs, segir í tilkynningu frá Stakksbergi. Endurbæturnar eru í samræmi við skilyrði sem Umhverfisstofnun setti þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Stakksberg hefur undanfarið unnið að undirbúningi, hönnun og útfærslu endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík sem felur í sér 4,5 milljarða króna fjárfestingu. Vinnan hefur miðast við úrbótaáætlun sem Umhverfisstofnun samþykkti með því skilyrði að uppsetning

skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir. Hún felur í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem rúmast innan gildandi deiliskipulags, verði reistur við hlið síuhúss. Allur útblástur frá verksmiðjunni verður leiddur í gegnum síuhús þar sem ryk er síað frá áður en loftinu verður blásið upp um skorsteininn. Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður. Ráðgjafarfyrirtækið Vatnaskil hefur metið áhrif endurbættra útblástursmannvirkja á loftgæði með sérstöku loftdreifilíkani. Niðurstöðurnar sýna að endurbæturnar munu draga verulega úr styrk mengunarefna í nágrenni verksmiðjunnar.


LJÓSANÓTT 2019 5. – 7. september

afsláttur af öllum

vörum nema af tilboðsvöru KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.

FRÍAR SJÓNMÆLINGAR

Opið: 5. september kl. 09 til 20 6. september kl. 09 til 18 7. september kl. 11 til 18

SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

Það er ekki frá því að þau séu nokkuð þreytt hjónin Anna Margrét Ólafsdóttir og Ingi Þór Ingibergsson þegar ég hitti þau í gamla bænum á dögunum en þau hafa staðið í ströngu við að koma í stand skapandi rýminu Lubba Peace þar sem þau héldu fyrsta námskeið nýlega. Þau eru himinlifandi með fyrsta verkefnið sem heppnaðist að þeirra sögn einstaklega vel og gefur tóninn fyrir þá starfsemi sem þau hafa séð fyrir sér fyrir skapandi einstaklinga á Suðurnesjum og víðar.

Skapandi skrif í skapandi rými Upptökuver í gamla bænum í Keflavík „Við vorum með námskeið í skapandi skrifum og fengum til okkar hana Vigdísi Grímsdóttur rithöfund sem gerði þetta einstaklega skemmtilega enda er hún bæði klár og alveg hrikalega fyndin,“ segir Anna Margrét en hún hafði áður sjálf setið námskeið hjá Vigdísi og vissi því hverju nemendur gætu átt von á.

Skapandi rými

Kakó frá Guatemala

Lubbi Peace

Að hans sögn var faðir hans, Ingibergur Þór Kristinsson, upphaflega með lítið æfingahúsnæði fyrir hljómsveit sína í skúrnum en þau hjónin búa nú á æskuheimili Inga Þórs. „Þegar ég fór að mannast og var sjálfur kominn í tónlist fékk ég áhuga á hljóðvinnslu. Í kjölfarið fórum við pabbi að sanka að okkur græjum og við breyttum þessu smám saman í upptökuver, það var þá sem nafnið kom.“ Nafnið Lubbi Peace vísar til hippatímans og friðsamlegra mótmæla Yoko Ono og John Lennon þar sem þau lágu í rúminu og mótmæltu stríði. „Á veggnum var plakat sem á stóð Hair Peace. Þá voru lubbar mikið í tísku og við feðgarnir með góðan lubba, gott ef ég var ekki kallaður

Anna Margrét hefur BA próf í nútímafræði og hefur lokið diplómanámi í kennsluréttindum og vefmiðlun frá HÍ en þar hefur hún stundað nám við hagnýta menningarmiðlun. Þess fyrir utan er hún jógakennari og segir hún að jógað muni vafalaust eiga hlutverk í Lubba Peace. Mikil vinna hefur farið í framkvæmdir og koma húsnæðinu í stand sem hefur tekið sinn tíma auk þess að sinna þremur börnum og einum hundi. Nú sér fyrir endann á því og eru þau hjónin bjartsýn á framhaldið. „Það má gjarnan koma fram að þeir sem vilja vinna í skapandi rými geta hafa samband við okkur í gegnum netfangið lubbipeace@gmail. com, eins ef fólk hefur hugmyndir að námskeiðum fyrir litla hópa þá ekki hika við að hafa samband. Já og endilega fylgist með okkur á hlaðvarpinu og samfélagsmiðlum,“ segja Anna Margrét og Ingi Þór að lokum.

VIÐTAL

Hver dagur hófst á hugleiðslu og kakó frá Guatemala áður en að vinna hófst og fengu nemendur að snæða þess á milli hjá þeim hjónum en Lubbi Peace hefur aðsetur í heimilislegu bakhúsi við heimili þeirra á Vallargötu. „Á námskeiðinu gerðu nemendur ýmsar ritæfingar, m.a. örsögur fyrir börn og fullorðna, örleiki, stutt leikrit, samtöl og ljóð. Allir dagar enduðu svo á samlestri þar sem nemendur lásu upp úr verkum sínum.“ Að sögn Önnu Margrétar áttu þátttakendur það flestir sameiginlegt að hafa skrifað frá unga aldri. „Þau voru öll óútgefnir höfundar en höfðu skrifað misjafnlega mikið. Sumir voru að endurvekja gamlan draum. Höfðu ekki gefið sér tíma eða fundið afsakanir til að skrifa ekki. Sumir vildu stíga út fyrir þægindarammann og prófa að gera eitthvað nýtt. Þannig að þetta var skemmtileg blanda fólks á aldrinum 36 ára til 70 ára.“ Lubbi Peace er einnig fullbúið upptökuver og hefur starfað sem slíkt í hartnær tuttugu ár. Ingi Þór er reyndur hljóðmaður, starfaði um árabil sem tæknimaður og útvarpsmaður á RÚV og einnig hjá Hljómahöll en hann hefur nú ráðið sig til starfa á tölvudeild Reykjanesbæjar.

geta að hér hafa verið teknar upp tvær hljóðbækur sem komu út fyrir jólin eftir höfunda á Suðurnesjum. Þá verðum við hjónin með hlaðvarp um sambönd sem er að detta í loftið svo verkefnin eru ýmisleg.“

Ingi lubbi. Þannig varð nafnið til og við ákváðum að halda því áfram þótt við séum að útvíkka starfsemina.“ Anna Margrét tekur undir þetta. „Lubbi Peace er rými til að skapa. Þar er hægt að koma og taka upp tónlist eða lesið efni svo sem eins og hljóðvörp sem eru að springa út núna. Þá er hægt að leigja aðstöðu til að halda fundi eða námskeið fyrir smærri hópa. Eða koma hingað og hitta annað skapandi fólk og nýta sér vinnurýmið,“ segir Anna Margrét en nemendur á námskeiðinu lásu upp úr verkefnum sínum í hljóðverinu og tekin voru viðtöl við þá sem hægt verður að hlýða á í hlaðvarpi Lubba Peace. Námskeiðið var að sögn Önnu Margrétar vonandi það fyrsta af mörgum en þau hjónin vinna nú að því að setja niður dagskrá vetrarins. „Sigga Dögg kynfræðingur er t.d. búin að bóka sig í tíma í hlaðvarpsframleiðslu og þess má

Dagný Maggýjar dagny@vf.is


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

9

Umhverfisráð sátt með hugmynd Ásmundar um Samviskugarða Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, leggur fram tillögu um að Reykjanesbær og jafnvel öll sveitarfélögin á Suðurnesjum skipuleggi svokallaða „Samviskugarða“. Þar gætu þeir íbúar sem vildu jafna kolefnissporin sín, gróðursett tré á skipulögðum svæðum innan sveitarfélaganna. Fólk gæti þá tekið beinan þátt í því að fegra umhverfið og jafna kolefnissporið. Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 16. ágúst síðastliðinn en hugmyndinni var þar fagnað og sögð í samræmi við hugmyndir Umhverfissviðs, sem mun nú taka við málinu. Verndun umhverfis og náttúru „Flugviskubit, akstursviskubit og annað samviskubit gerir vart við sig hjá mér eins og fleirum þegar rætt er um hlýnun jarðar og kolefnisjöfnun. Mér finnst umræðan þörf og góð og ég vil endilega taka þátt í verndun umhverfisins. Ég vil gjarnan gróðursetja trjáplöntur og jafna út á næstu árum kolefnissporin mín og fjölskyldunnar í Steinásnum. Það er mikilvægt að við öll, hvert og eitt okkar, verðum þannig virkir þátttakendur í bættu umhverfi og líðan,“ sagði Ásmundur í erindi sínu og lýsir því einnig hvernig hann fékk hugmynd að því að gróðursetja skjólbelti í Garðinum þegar hann var bæjarstjóri þar.

„Hugmyndina fékk ég þegar ég hafði skoðað 60 km af skjólgörðum í landnámi Gunnarsholts á Rangárvöllum. Þegar hægt er að græða landið eins og þar var gert og rækta upp skjólbelti í nánast svartan sandinn þá getum við það líka á Suðurnesjum. Reyndar sagði Sveinn Runólfsson mér, þáverandi landgræðslustjóri, að slíkt verkefni væri algjörlega gerlegt en tæki auðvitað nokkur ár. Nú er tækifærið að skipuleggja slík gróðurbelti sem kolefnisjafna sporin okkar, fegra umhverfið, auka lífsgæði, minnka vind og hækka hitann á jákvæðan umhverfislegan hátt. Ef við tökum málið lengra gætu fyrirtækin lagt slíku verkefni lið með því að kosta kolefnisjöfnun sína og fela vinnuskólum barna og unglinga að sjá um gróðursetningu á hverju ári. Á móti gæti ég séð fyrir mér að kostnaður fyrirtækjanna gæti orðið frádráttarbær frá kolefnisgjaldi sem fyrirtækin greiða með eldsneytissköttum sínum. Á því mundi samfélagið græða en umhverfið mest.“

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2019 er til 15. október n.k.

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • •

Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla).

Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2019. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

Ð Í TNR S I L S U R G E

G

I HÖND Á FORSETINN LAGÐ HERNUM PLÓG MEÐ BLÁ A Í MÖLVÍK OG MARGLYTTUM

NÝR STJÓRI KEILIS JÓHANN FRIÐRIK Í VIÐTALI

URINN

MIÐ HAGLEIKSS

GAMLA SANDGERÐI

T S A L P LAUS 9 1 0 2 T T Ó N A

LJÓS

U

SIGGI Í BÁR

Undirbúningur fyrir Ljósanótt á fullu


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

Grænbók um flugsamgöngur:

EKKI HAFT BEINT SAMRÁÐ VIÐ SUÐURNESJABÆ – og sveitarfélögin á Suðurnesjum við mótun flugstefnunnar er varðar alþjóðaflug

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að unnið sé að mótun flugstefnu fyrir Ísland, segir í afgreiðslu bæjarráðs á „Grænbók um flugsamgöngur – Drög að stefnumótun stjórnvalda varðandi flugstefnu fyrir Ísland“ frá fundi þann 14. ágúst. „Flugstöð Leifs Eiríkssonar og flugtengd starfsemi, ásamt stærstum hluta Keflavíkurflugvallar eru í Suðurnesjabæ. Í ljósi þess saknar bæjarráð þess að ekki hafi verið haft beint samráð við Suðurnesjabæ og sveitarfélögin á Suðurnesjum við mótun flugstefnunnar er varðar alþjóðaflug. Bæjarráð bendir á að slík aðkoma sveitarfélaganna að verkefninu væri jákvæð og gagnleg fyrir alla aðila,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Einnig segir: „Keflavíkurflugvöllur er einn mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukerfi Íslands. Fyrir Ísland sem er staðsett á miðju Atlantshafi eru greiðar flugsamgöngur til og frá landinu ein mikilvægasta forsenda þess að samfélagið geti þróast og byggst upp í takti við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Einnig eru greiðar flugsamgöngur ein mikilvægasta forsenda þess að atvinnulíf í landinu geti átt sem mest og best viðskipti

við önnur lönd. Að því leyti fagnar bæjarráð þeim áherslum sem birtast í drögum að flugstefnu, þar sem tekið er mið af þeim miklu möguleikum sem felast í því að efla flugsamgöngur um Keflavíkurflugvöll enn frekar, sem tengiflugvallar, og til farþega- og fraktflutninga til og frá landinu. Frekari uppbygging Keflavíkurflugvallar felur því í sér mikil tækifæri fyrir landið allt. Bæjarráð leggur því áherslu á að þau áform sem eru um frekari

uppbyggingu Keflavíkurflugvallar komist til framkvæmda. Góðir og fullnægjandi varaflugvellir eru mikilvægir út frá flugöryggi alþjóðaflugs. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla verði ekki fjármögnuð með fjármagni frá rekstri Keflavíkurflugvallar, slíkt myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á nauðsynlega uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og þar með leiða til þess að mikilvæg tækifæri fari forgörðum ef litið er til alls atvinnulífs í landinu. Þess vegna fagnar bæjarráð því að í niðurstöðum starfshóps sem vann drög að flugstefnu er áhersla á að uppbygging varaflugvalla verði ekki fjármögnuð af rekstri Keflavíkurflugvallar. Fyrir þjóð sem byggir jafn mikið á flugsamgöngum og Íslendingar er ein grunn forsenda að búa að öflugu flugnámi, rétt eins og viðurkennt

Nítján netglæpir á síðasta ári Á árinu 2018 komu upp hjá lögreglunni á Suðurnesjum nítján mál sem flokka má undir netglæpi. Netglæpir eru, í víðustu skilgreiningu orðsins, þau brot sem framin eru með tilstuðlan internetsins. Þrjú málanna sem um ræðir eru svokallaðir svikapóstar (e: BEC -Business email compromise) þar sem óprúttnir aðilar hafa sent tölvupósta í nafni yfirmanns fyrirtækis til starfsmanns, sem hefur aðgang að fjármálum viðkomandi fyrirtækis, í þeim tilgangi að reyna að svíkja út fé. Ellefu mál sem varða fjársvik á netinu voru tilkynnt, meðal annars á bland. is eða á hinum ýmsu Facebook síðum. Eitt mál varðar áreiti á samfélagsmiðlum og jafnframt komu upp fjögur mál sem varða dreifingu á nektarmyndum.

hefur verið um langa tíð að mikilvægt sé að bjóða upp á öflugt skipstjórnarog vélstjórnarnám fyrir fiskiskipaflota þjóðarinnar. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að Keilir, Flugskóli Íslands er stærsti flugskóli landsins, með höfuðstöðvar á Ásbrú. Mikil þörf er fyrir vel menntaða flugmenn og blasir við að sú þörf muni aukast. Í drögum að flugstefnu er lögð áhersla á aukna menntun og nýsköpun í þessari mikilvægu grein og því ber að fagna. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að flugnám verði einn hluti menntakerfisins og opnað verði fyrir aðgengi flugnema að námslána- og styrkjakerfi eins og á við um annað lánshæft nám. Í drögum að flugstefnu er ekki með beinum hætti tekin afstaða til hugmynda um nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni. Bæjarráð minnir á að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa

ekki haft neina aðkomu að umfjöllun um þetta mál og hvetur samgönguyfirvöld til þess að sveitarfélögin fái tækifæri til að taka eðlilegan þátt í umfjöllun um málið, ef svo fer að framhald verði á því. Jafnframt bendir bæjarráð á að ómarkviss umræða um mögulega uppbyggingu flugvallar í næsta nágrenni Keflavíkurflugvallar skapi óvissu og sé til þess fallin að draga úr nauðsynlegum framkvæmdum og fjárfestingum við frekari uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Í kafla 21 er fjallað um betri samskipti milli aðila í flugi og flugtengdri þjónustu, með því að komið verði á umræðu- og samstarfsvettvangi aðila. Bæjarráð leggur til að auk þeirra aðila sem taldir eru til á bls. 87 eigi fulltrúar sveitarfélaga í nærsamfélagi Keflavíkurflugvallar aðild að slíkum vettvangi.“

UM 200% AUKNING Í FRÁVÍSUN FRÁ LANDAMÆRUM Í FLUGSTÖÐINNI

METÁR Í FÖLSUN SKILRÍKJA Árið 2018 fjölgaði verulega verkefnum vegabréfarannsóknarstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum frá árinu áður. Árið varð metár í fölsunarmálum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sjálfri en auk þess varð gríðarleg fjölgun á beiðnum frá öðrum embættum og stofnunum. Samtals 98 skilríkjamál komu upp á árinu. Enn eitt árið er því sett met hvað varðar fjölda slíkra mála, en árið 2017 var fjöldi skilríkjamála í flugstöðinni 92 talsins. Talsverð breyting er á tegund fölsunar og skilríkja sem koma við sögu á milli ára. Grunnfölsun er algengust á árinu

Frávísanir voru alls 161 árið 2018 en voru 54 árið á undan. Aukningin er því um 200%. Frávísun er beitt þegar einstaklingur uppfyllir ekki skilyrði

fyrir komu inn á Schengen-svæðið. Í flestum tilvikum, eða 142, var ástæða frávísunar vöntun á vegabréfsáritun.

2018 en breytifölsun árið á undan. Þá ber meira á kennivottorðum árið 2018 en árið áður. Flestir þeirra sem gripnir voru með ólögmæt skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2018 komu til landsins frá Danmörku, Spáni, Þýskalandi og Ungverjalandi.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í september.

Verkefnum flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í mörgum málaflokkum fjölgaði á milli ára 2017 og 2018. Athygli vekur gífurleg aukning í fjölda frávísana á landamærunum.

Reykjanesbær 10. september 2019

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Steingrímur J. Sigfússon og erlendu þingmennirnir ásamt fríðu föruneyti og starfsmönnum HS Orku í Svartsengi.

Þjóðarleiðtogar forvitnir um nýtingu jarðvarma á Íslandi Áhugi er mikill víða um heim á nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á dögunumkomu góðir gestir í höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi í Grindavík en það voru þingmennirnir Kim Kielsen frá Grænlandi og Katrin Sjögren frá Álandseyjum ásamt Steingrími J. Sigfússyni forseta alþingis sem heimsóttu orkuverið í Svartsengi og fengu kynningu á starfsemi HS Orku og Auðlindagarðinum.

Það er horft til Íslands í tengslum við orkuframleiðslu og við fögnum því að geta kynnt fyrir erlendum þjóðarleiðtogum starfsemi okkar og sérstöðu HS Orku segir í frétt fyrirtækisins á Facebook. Þá fór Kristín Vala framkvæmdarstjóri Auðlinda með fleiri forráðamönnum orkufyrirtækja á Íslandi og hitti Angelu Merkel Kanslara Þýskalands og ræddi við hana um fjölnýtingu jarðvarma og tækifæri tengd því.


sparidagar fyrir heimilin í landinu

15-40% af aEg hEimilistækjum

uppþvottavélar, þvottavélar, ofnar, ryksugur, þurrkarar, smátæki og hElluborð

15-40%

25%

afsláttur

Pottar og Pönnur

A G A

afsláttur

A AG

D A K

O L R

A K

A AG

afsláttur

D KA

55’’

A G DA

SPARIDAGAVERÐ

49’’

239.900 =› 215.910

65’’

359.900 =› 323.910

75’’

539.900 =› 485.910

A K LO

Smádót

20-30% afsláttur

O L R

A AG

A G DA

KA

Verð áður kr. 269.900.-

spariDagaVErð: 242.910,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

A AG

D KA

ruSLaFötur og BÚSáHöLd

afsláttur

50’’

10%

afsláttur

gerð: smart ultra hD / sería: 6 / stærð: 50“ / upplausn: 3840 x 2160 / Curved: Nei / pQi: 1300 / hDr: já

Verð áður kr. 109.900.-

spariDagaVErð: 79.900,-

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur

Netverslun

Netverslun Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl.11-18. 10-18 Virka daga Laugardaga kl. 11-15 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 LágMúLA 8 · sÍMI 530421-1535 2800 REYkjANEsbæ · sÍMI PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Greiðslukjör Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

A K

O L R

uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkarar, frysti- og kæliskápar

20%

•Quantum processor 4k •Quantum Dot •Color Vol100% •Q hDr

gerð: QlED / sería: 7 / stærð: 55“ – 138cm / upplausn: 3840 x 2160 / Curved: Nei / pQi: 3300 / hDr: Quantum hDr 1000 / hDr10+: já

á spariDagaVErði

O L R

afsláttur

afsláttur

A AG

HátaLarar og BaSSaBox

20%

G A AD

30%

K O L R

Pottar og Pönnur

D A K

afsláttur

O L R

QLED Q70 PQI 3300 VERÐ ÁÐUR:

15%

D KA

HLjómtækjaStæður og HeyrnatóL

O L R

20%

A G A D

O L R

20-70%

A D A K

O L R

afsláttur

VIFtur og HáFar

R GA

Vaxtalaust Vaxtalaust í allt að í12 alltmánuði að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

LÍF OG FJÖR Í SANDGERÐI

Störf í boði Algalíf Iceland EHF leitar eftir starfsfólki til starfa hjá sér sem fyrst. Algalíf sérhæfir sig í framleiðslu á örþörungum og starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu sem er lifandi og skemmtilegur vinnustaður.

Starfsfólk í þrif og mötuneyti. Helstu verkefni og ábyrgð: • Aðstoða við undirbúning og frágang í mötuneyti • Uppþvottur og almenn þrif • Þrif á almenningsrýmum, skrifstofum, verksmiðju og starfsmannaaðstöðu • Þvottur og frágangur á fatnaði og tuskum fyrir verksmiðjuna

Hæfniskröfur: • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Snyrtimennska og stundvísi • Enska skilyrði

Um er að ræða 80–100% störf Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2019 Ferilsskrá sendist á clara@algalif.com merkt „mötuneyti“

BARSVAR REYNIS

Sandgerðisdagar hófust á mánudaginn og verður margt í boði alla vikuna. PubQuiz eða „Barsvar“ var í Reynisheimilinu á mánudagskvöld. Þangað mættu margir og áttu skemmtilega kvöldstund. Ólöf María Karlsdóttir var á staðnum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Starfsfólk í framleiðslu. Helstu verkefni og ábyrgð: • Umsjón með flutning á örþörgungum milli kerfa fyrirtækisins, • Undirbúningur og frágangur • Þrif á kerfum og umhverfi • Þurrkun og frágangur á örþörungnum • Vigtun á efnum • Önnur verkefni sem tengjast framleiðslunni

Hæfniskröfur og ábyrgð • Lipurð í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Stundvísi og vandvirkni í starfi • Enska skilyrði

Um er að ræða 100% störf þar sem unnið er á vöktum Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2019 Ferilsskrá sendist á bjarni@algalif.com merkt „framleiðsla“

Erum einnig að leita að vönum rafvirkja sem getur unnið sjálfstætt.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

13

Ástkær móðir mín, tengdamóðir, unnusta, dóttir, systir, mágkona og amma,

SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR

SNÚRAN

Hobbitarnir hafa síðustu sumur staðið fyrir tónleikum á tjaldstæðinu í Sandgerði sem fjölmargir gestir hafa sótt. Þar hafa þeir Ólafur Þór Ólafsson og Hlynur Þór Valsson séð um tónlistarflutning ásamt gestum á sama tíma og tjaldverðirnir hafa staðið við grillið og grillað pylsur ofan í gesti. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Snúrunni 2019. Myndskeið má svo sjá á vef Víkurfrétta undir sjónvarp.

Sísí Heiðarhvammi 2, Keflavík,

varð bráðkvödd á heimili sínu, sunnudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13. Kristín Lea Sigríðardóttir Vigfús Þormar Gunnarsson Einar Júlíusson Kristín Guðmundsdóttir Pétur Guðmundsson Hrefna Magnea Guðmundsdóttir Jóhannes Dungal systkini og barnabörn.

Ástkær eiginkona mín, mamma, tengdamamma, amma og vinkona,

GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR (Bagga)

lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 20. ágúst á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 30. ágúst kl. 13.00.

GÖTUGRILL

Dagskrá Sandgerðisdaga er hafin. Breiðhóll, Dynhóll og Sjónarhóll eru Sandgerðisgöturnar í ár og íbúar þar buðu íbúum Suðurnesjabæjar til grillveislu á fyrsta degi hátíðarinnar. Ólöf María Karlsdóttir og Marta Eiríksdóttir tóku meðfylgjandi myndir í götuveislunni.

Kristján Þór Þórðarson Hildur Kristjánsdóttir Rafn Benediktsson Einar Þór Kristjánsson Margrét Ósk Einarsdóttir Selma Kristjánsdóttir Róbert Gíslason Ína María, Salvör, Guðbjörg Ósk, Þórdís, Ólöf, Eyþór, Kristján Daði, Össur og Kjartan Gauti.

Ljósanæturblað Víkurfrétta kemur út í næstu viku! Verið tímanlega með auglýsingar - s. 421 0001

Þér er boðið á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands Reykjanesbær býður bæjarbúum á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Stapa, Hljómahöll þriðjudaginn 3. september kl. 19:30. Tilefnið er 25 ára afmæli Reykjanesbæjar. Tónleikarnir eru jafnframt upptaktur að Ljósanótt sem haldin verður 4. - 8. september nk. Ókeypis er á tónleikana en þeir sem vilja tryggja sér aðgang að tónleikunum geta nálgast útprentaða miða í móttöku Hljómahallar meðan birgðir endast. Hámark fjórir miðar á mann. • Á tónleikunum flytur sópransöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljómsveitinni. Einleikari er Stefán Jón Bernharðsson. • Bjöllukór Tónlistaskóla Reykjanesbæjar leikur í anddyri Hljómahallarinnar frá kl. 19:00 og fram að tónleikum. • Fyrr um daginn mun strengjakvartett skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika fyrir heimilisfólk á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi ásamt því að heimsækja skjólstæðinga Rauða krossins á Suðurnesjum. Hljómsveitastjóri: Daníel Bjarnason

Efnisskrá: Edvard Grieg: Pétur Gautur, valdir þættir W.A. Mozart: Hornkonsert nr. 3 Sigfús Einarsson: Draumalandið Sigvaldi Kaldalóns: Ave María Antonín Dvorák: Söngur mánans úr Rusalka Giacomo Puccini Vissi d´arte úr Tosca Jean Sibelius: Sinfónía nr. 5


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Makrílveiðar í brælu

Munu siðblindingjarnir ráða för? Íbúar Reykjanesbæjar fagna samfélagslegum áhrifum af aukinni atvinnustarfsemi í Helguvík‚ einnig fjölgun íbúa og fjölbreyttari atvinnuháttum. Þessi aukning má hins vegar ekki verða á kostnað heilsufars íbúa. Einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni hvað varðar starfsemi kísilvera í Helguvík. Engir af þeim aðilum er komu að málinu í upphafi gerðu sér grein fyrir hvílík mistök voru í uppsiglingu. Eftir á að hyggja er það nú deginum ljósara hver vitfirring það var að veita þessari atvinnustarfsemi starfsleyfi svo nálægt íbúðabyggð sem raun ber vitni. Og í raun óskiljanlegt að hámenntað fólk á sviði raunvísinda skuli leggja nafn sitt við að vilja hefja þessa ósvinnu aftur svo nálægt íbúabyggð.

sem athafnir hans og ákvarðanir hafa á aðra og óttast ekki slíkt með neinum hætti. Um hann er stundum sagt að hann þekki ekki muninn á réttu og röngu.“ Okkur sem búum í Reykjanesbæ finnst eins og banksterunum í Aríon banka sé í sjálfu sér alveg sama hvað miklu eiturmagni verður dælt út í andrúmsloftið frá Helguvík, eða hvort heilsufari bæjarbúa verði ógnað. Þeir kæra sig kollótta um það þó að bærinn verði mengaðasti bær landsins. Þeim er líklega einnig alveg sama þó að verksmiðjan verði ljótasta bæjartákn landsins. Þeirra eina hugsun og markmið virðist vera að koma þessu í gang aftur og selja síðan í kjölfarið. Ná til sín eins miklum peningum og hægt er, burtséð frá afleiðingunum. Algjör siðblinda í hnotskurn. Margt bendir til að í þessu muni siðblindingjarnir ráða för en við bæjarbúar þurfum að beita öllum ráðum til að afstýra hættunni. Ekki láta tæla okkur með fagurgala eða hræða okkur með röngum sakargiftum og hótunum um málaferli. Íbúar Reykjanesbæjar eiga að ráða hér för, ekki þeir siðblindu. Reykjanesbæ 19. ágúst 2019 Tómas Láruson.

Egill SH er nýkominn á flot og mun hefja veiðar 1. september. Og vorboðinn ljúfi, Steinunn SH, er líka kominn á veiðar og hefur landað 22 tonnum í tveimur róðrum. Egill SH og Steinunn SH eru báðir á dragnót, í Sandgerði eru einnig Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK komnir á veiðar og hefur Benni Sæm GK landað 42 tonn í sjö róðrum og Siggi Bjarna GK 61 tonn í sjö og mest 13,1 tonn. Aðalbjörg RE er líka kominn á veiðar og landar í Sandgerði og hefur landað þar 23 tonn í fjórum róðrum og mest 8,8 tonn. Makrílveiðar hjá handfærabátum hafa verið erfiðar núna seinnipartinn í ágúst því veður hefur verið mjög slæm en bátarnir hafa þó náð að kroppa upp smá slöttum, t.d var ansi forvitnilegt að sjá um daginn í einni brælunni fjóra báta; Stakastein GK, Söru GK, Margréti SU og Ragnar Alfreðs SH liggja fremst við bryggjuna í Keflavik, bundna þar við bryggju með stefnið að bryggjunni og voru að veiða þar. Náðu allir í kringum einu tonni af makríl hver bátur.

AFLA

Kveikt var á fyrsta ofni, sem þeir kalla Birtu, á sumardaginn fyrsta 2018. Hinn ofninn kalla þeir Boga. Ekki eru tínd hér til mengunarslysin frá 2018 en að meðaltali eru þessar uppákomur á rúmlega mánaðar fresti hjá þeim á fyrsta starfsári. Áratuga reynsla og þekking á rekstri kísilvera og framleiðslu hrákísils er til staðar hjá PCC Group, sem eiga PCC BakkiSilicone á Húsavík. Þeim tekst samt ekkert betur upp en starfsmönnum United Silicon á sínum tíma. Umrædd slys hafa orðið og eru örugglega þungbær fyrirtækjunum og starfsfólki þess. Ekki er vafi á að vilji allra er að koma í veg fyrir þau. Í fréttum af þessum uppákomum er ekki minnst á mengunar- og eitrunaraukninguna sem þeim fylgir og bætist væntanlega ofan á þau 2% eiturefna sem fylgja hverju kílói af kísli og blásið er út í andrúmsloftið samkvæmt heimildum Skipulags- og umhverfisstofnunar. Jón Steinar Gunnlaugsson birti nýlega greinarstúf í Morgunblaðinu, sem hann nefnir „Hugleiðing um siðblindu“. Þar er meðal annars eftirfarandi málsgrein: „Í raun og veru er það skortur á tilfinningatengslum sem framar öðru gerir siðblindingjann hættulegan um leið og hann kann að verða valdamikill. Honum er sama um afleiðingar

Það er orðið ansi tómlegt um að litast í slippnum í Njarðvík núna. Bátaflotinn sem var þar í júlí og fram í ágúst er svo til allur farinn á sjó nema Sævík GK sem er í lengingu inni í húsinu. Tjaldur SH sem var þar í slippnum er kominn á veiðar og búinn að landa 106 tonnum í þremur róðrum, FRÉTTIR

Reynslan af tveim kísilverum er ekki góð. Kísilvinnsla United Silicon sem var í gangi (2016–2017) og nú kísilvinnsla PCC á Bakka ættu að vera víti til varnaðar. Við skulum skoða nokkrar fyrirsagnir á þessu ári úr fjölmiðlum vegna starfsemi kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík: RUV 27.02.2019 Lykt og reykur frá kísilverksmiðju PCC á Bakka | RÚV Vísir 23 mar. 2019 ... Berjast við vatnsleka frá kælikerfi hjá PCC á Bakka Vísir 27 mar. 2019 ... Eldur í kísilverksmiðju PCC á Bakka Mbl 17.4.2019 | Aðeins kveikt á Boga næstu vikur (annar af tveim ofnum PCC á Bakka)

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Og það má geta þess að ég fór á bryggjuna í Keflavík og bjó til smá myndband sem hægt er að sjá með því að fara inn á www.youtube.com inn á rás sem heitir Icelandlukka og þar er myndband sem heitir „Makrílveiðar í brælu – Fishing Mackerel“. Endilega ýtið þar á áskrift inn á rásinni Icelandlukka. Alla vega af aflatölum bátanna: Guðrún Petrína GK hefur fiskað ansi vel og er kominn með 97,5 tonn í sautján róðrum og mest 8,8 tonn. Addi Afi GK 87 tonn í sextán. Hlöddi VE 37 tonn í tólf. Tjúlla GK 22 tonn í átta. Halla Daníelsdóttir RE 18,8 tonn í tólf. Votaberg KE 9,1 tonn í sex. Siggi Bessa SF 80 tonn í tíu og mest 13,8 tonn. Fjóla GK 70 tonn í fjórtán. Bergvík GK 60,5 tonn í fimmtán. Ragnar Alfreðs GK 53 tonn í tíu. Dögg SU 50 tonn í níu. Nanna Ósk II ÞH 46 tonn í átta. Gulltoppur GK 42 tonn í sjö. Bergur Vigfús GK 10,2 tonn í níu. Margrét SU 9,5 tonn í fjórum. Linda GK 18 tonn í tólf. Andri

SH 6,4 tonn í fjórum. Stakasteinn GK 4,3 tonn í þremur. Allt eru þetta bátar sem að mestu hafa landað í Keflavík þótt að nokkrir hafa komið til Sandgerðis til löndunar. Netabátarnir eru farnir að sigla út á sjó og eru nokkrir þeirra í Sandgerði og hafa fiskað vel. Hraunsvík GK er með 16,2 tonn í ellefu og mest 5,4 tonn. Sunna Líf GK 5 tonn í níu og er mest af því skötuselur. Garpur RE 2,4 tonn í tveimur af skötuseli. Maron GK 51 tonn í sextán og búinn að landa víða, Njarðvík, Grindavík, Þorlákshöfn, Grímsnes GK er í Þorlákshöfn og er að eltast eins og vanalega við ufsann og hefur landað 76 tonnum í sjö róðrum og af því þá er ufsi um 69 tonn. Nesfiskstogarnir eru á rækju fyrir norðan land og hefur veiðin hjá þeim gengið þokkalega. Sóley Sigurjóns GK komin með 82 tonn í tveimur og af því er rækja 43 tonn. Berglín GK 55 tonn í tveimur og er rækja af því aðeins 17,4 tonn. Rækjan af báðum skipunum fer til vinnslu á Hvammstanga en öllum bolfiskinum er ekið til vinnslu í Garð og Sandgerði, t.d fer ufsi, karfi, ýsa og þorskur inn í Nesfisk í Garði en hlýri og grálúða í fiskverkuna Ásberg sem er í Sandgerði og er þar í húsnæði sem áður hýsti stórfyrirtækið Miðnes hf.

SMÁAUGLÝSINGAR Íbúð til leigu Fimm herbergja íbúð til leigu í Keflavík auk sólstofu. Þvottahús á hæðinni. Aðeins fjórar íbúðir á stigagangi. Laus 1. september. Verð 165 þús. á mánuði. Sími 692-6688

á timarit.is

Haustferð

Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður farin mánudaginn 16. september 2019

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Starfsmenn óskast í álgluggaverksmiðju Í Njarðvík. Unnið er við samsetningar á álgluggum og álhurðum. Nánari upplýsingar og umsóknir á netfanginu vignir@idex.is Idex Gluggar poszukuje pracowników na czas nie okreslony do swojej fabryki w Njarðviku. Praca przy produkcji ram okien i drzwi aluminiowych. Mile widziane doświadczenie przy podobnych pracach. Wiecej informacji e-mail vignir@idex.is

Lagt af stað frá Nesvöllum kl. 9:00, farið að Heklusetri og borðaður hádegismatur. Síðan keyrt niður Þjórsárdalinn og áhugaverðir staðir skoðaðir. Kostnaður er kr. 8.000 á mann – innifalið er rúta, hádegismatur, síðdegiskaffi og sýningin í Heklusetri. Áætluð heimkoma er milli kl.18:30 og 20.00 Tilkynna þarf þátttöku fyrir 6. sept. n.k. til Elínar s: 8456740/4216010 og Margrétar s: 8963173.

Fyrstur kemur fyrstur fær og því best að panta strax!


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. ágúst 2019 // 32. tbl. // 40. árg.

15

Issi bauð Íslandsmeisturunum í Leiruna

FÓTBOLTASAMANTEKT

Árvisst einvígi stjörnuliðs Issa, A-sveitar GS og öldungasveitar GS

Útlitið dökkt hjá Suðurnesjaliðunum

❱❱ Hætta á að ekkert Suður­nesja­lið

leiki í efstu deild að ári

Það er á brattann að sækja fyrir Suðurnesjaliðin á lokasprettinum í Pepsi Max-deildum karla og kvenna. Hjá körlunum sitja Grindvíkingar í næstneðsta sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, þremur stigum á eftir KA. Keflavíkurstelpur verma einnig næstneðsta sæti og eiga þrjár umferðir eftir, þær eru tveimur stigum frá ÍBV sem á leik til góða gegn HK/ Víkingi sem er í botnsætinu. Ekki er mikið bjartara yfir gengi liðanna í Inkasso-deildunum er hæpið verður að teljast að eitthvað Suðurnesjalið nái að ganga upp í efstu deild í lok tímabilsins. Karlalið Keflvíkinga situr í fimmta sæti, sex stigum á eftir Gróttu sem vermir annað sætið, og Njarðvík situr á botninum þegar fjórar umferðir eru eftir. Kvennalið Grindavíkur situr í áttunda sæti Inkasso-deildar kvenna á betra markahlutfalli en Augnablik sem er í fallsæti. Víðismenn eru í bestu málum Suðurnesjaliðanna en þeir eru í 4. sæti 2. deildar með 29 stig. Voga-Þróttur er um miðja deild. Reynismenn eru í 5. sæti 3. deildar.

Issi afhendir Guðmundi Ágústi ágóða mótsins en keppendur greiddu sérstakt þátttökugjald til að aðstoða Guðmund sem reynir fyrir sér í hinum ýmsu mótum erlendis þessa dagana og . hefur tekið stefnuna á atvinnumennsku í golfi

Sigurliðið, A-sveit Golfklúbbs Suðurnesja.

Allir keppendur saman komnir að móti loknu. Issi, sem rekur veitingasöluna hjá Golfklúbbi Suðurnesja, blés til einvígis milli stjörnuliðs sem hann mannar, aðalsveitar Golfklúbbs Suðurnesja og sveitar eldri kylfinga klúbbsins. Á síðasta ári stóð lið Issa uppi sem sigurvegari og var hann staðráðinn í að halda bikarnum áfram. Engu var til sparað og fékk hann tvo Íslandsmeistara í lið með sér, þá Guðmund Ágúst Kristjánsson, nýkrýndan Íslandsmeistara í höggleik, og Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistara tveggja síðustu ára í holukeppni, ásamt fleiri kylfingum. Leiknar voru níu holur og þurfti Issi að láta bikarinn af hendi til A-sveitar GS sem stóð uppi sem sigurvegari þetta árið. Að keppni lokinni bauð Issi til veislu í golfskálanum og afhenti Guðmundi Ágústi styrk frá sér og keppendum. Styrkurinn kom Guðmundi Ágústi gersamlega í opna skjöldu enda hafði hann bara verið beðinn að vera í liðinu og vissi ekkert af þessum fyrirætlunum Issa. Boðsmótið þótti heppnast vel og verður að líkindum endurtekið að ári.

HNEFALEIKAKONUR Á LEIÐ Í ÆFINGABÚÐIR Í SVÍÞJÓÐ Hnefaleikafélag Reykjaness er að senda frá sér þrjár stelpur í æfingabúðir í Svíþjóð. Æfingabúðirnar ganga undir nafninu Golden Girl Training Camp og eru eingöngu fyrir hnefaleikakonur. Þetta er í áttunda skipti sem búðirnar eru haldnar en í fyrsta sinn sem íslenskar stelpur taka þátt, alls eru níu íslenskar stelpur sem taka þátt í æfingabúðunum. Stelpurnar úr HFR ætla sér allar stóra hluti í vetur. Þær sem fara héðan eru Sandra Valsdóttir (33), Margrét Guðrún Svavarsdóttir (21), fyrrum Íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins, og Hildur Ósk Indriðadóttir (35). Margrét og Hildur ætla sér báðar að keppa á boxkvöldi Ljósanætur núna í september.

Guðmundur Rúnar = Guðmundur Ágúst + Rúnar Óli.

Iðnaðarbil til leigu Bakkastígur 10 Njarðvík Tvö 70fm bil eða eitt 140fm bil Upplýsingar veitir Jóhann í síma 8960096

Sandra Valsdóttir, Margrét Guðrún Svavarsdóttir og Hildur Ósk Indriðadóttir. UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður á eftirfarandi ökutækjum fimmtudaginn 5. september nk. kl. 13, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. AJ213 BFF01 BN520 BT974 GMZ13 HAS02 HHK56 KK835 KUY25 LFM18 NAM87 NDM32 NK248 ON712 ON814 PE432 PUK03 RS375 RUV82 SN657 SS962 TK107 TY043 UZ304 VA164 VE979 VTE58 ZAA32 ZHL07 ZR601 ZZ922

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Fræðslusvið – sálfræðingur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 26. ágúst 2019

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - saumað fyrir umhverfið Pokastöð Reykjanesbæjar í samstarfi við Reykjanesbæ og Plastlausan september hafa sett af stað átak í pokasaum fyrir plastlausa Ljósanótt. Búið er að setja upp saumavélar, efni og merkingar í miðju safnsins. Dagana 23. – 31. ágúst eru íbúa hvattir til að koma í Bókasafnið á opnunartíma og taka þátt í verkefninu. Ljósanótt - nýr dagskrárvefur kominn í loftið Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt nálgast óðfluga. Nýr Ljósanæturvefur er kominn í loftið og dagskrárliðum fjölgar með degi hverjum. Vertu búin(n) að kynna þér dagskrána áður en hátíðin hefst. Ljósanótt verður 4. – 8. september nk.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Ég man þegar Íslensk getspá byrjaði að selja Lottómiða. Auglýsingin „Lottó 5/32“ ómar í höfðinu á mér við tilhugsunina, en á þeim tíma vann ég við afgreiðslustörf í versluninni Nonna & Bubba í Keflavík, þá fjórtán ára. Lottómiðar voru seldir í hrönnum í gegnum Lottó vélina – gímald sem var staðsett á hverjum búðarkassa. Síðan eru liðin mörg ár og tækninni hefur heldur betur fleygt fram. Lottópotturinn náði nýjum hæðum um helgina. Áttfaldur pottur upp á 132 milljónir króna. Íslensk getspá auglýsir Lottó með tilvísun í að verið sé að styrkja gott málefni (ÍSÍ, ÖBÍ og UMFÍ). En þrátt fyrir það þá þarf enginn að fara í grafgötur með að fólk spilar í lottó í þeirri einu von að vinna stóra pottinn. Annars tæki það ekki þátt. Það sem stingur kannski í augun er að aðeins 45% af veltu lottómiða fer í vinninga. Íslensk getspá ehf. rekur Lottóið og fleiri lottóleiki. Lauslegir útreikningar sýna að árin 2015 til 2017 voru seldir lottómiðar fyrir rúmlega 13,1 milljarð króna. 5,8 milljarðar fóru í vinninga, eða 44%. Rekstarkostnaður með afskriftum nam tæplega 3 milljörðum króna eða 22% af seldum miðum.Það kostar sem sagt um 1 milljarð króna á ári að reka Íslenska getspá ehf. Félagið á eigin fasteign og fjárfestir í sölukerfum, bifreiðum og hugbúnaði fyrir verulegar fjárhæðir á hverju ári. Það sem eftir stendur, 1/3 af sölutekjunum, rennur til góðgerðarmálanna sem auglýst eru í bak fyrir til að réttlæta miðakaupin. Það er að mínu

Póstur: vf@vf.is

BINGÓ!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Fjölbreytt dagskrá á Sandgerðisdögum

LOKAORÐ

Lottó

Sími: 421 0000

MUNDI

Ingu Birnu Ragnarsdóttur mati ekki mikið. Lottó er fjárhættuspil. Þó það sé rekið undir jákvæðum formerkjum þá er það samt ekkert annað en fjárhættuspil. Lottó er í raun ekkert skárra en hinir umdeildu spilakassar Gullnámunnar, sem greiða þó út 90% í vinninga á meðan 45% fara í vinninga hjá Lottóinu. Í stuttu máli er verið að halda úti kostnaðarfreku apparati undir þeim formerkjum að verið sé að styrkja góð málefni. Og ekki misskilja mig, þetta eru sannarlega þörf og góð málefni. En við, þjóðin, erum að kasta milljarði á ári á glæ með því að halda úti þessu fjárhættuspili. Allur þessi rekstur skilaði þessum góðu málefnum 1,3 milljónum króna í arð 2017 en það kostaði 1 milljarð að afla þeirra. Það erum við, þjóðin, sem erum að borga þennan milljarð í gegnum vonarskattinn. Væri ekki einfaldara að styrkja þessi málefni beint í staðinn fyrir að vera skattlögð óbeint í gegnum vonina um þann stóra? Þá er ég ekki að telja með þann þjóðhagslega ávinning sem hlýst af því að ýta ekki undir spilafíkn. Og að lokum ef þú ætlar að kaupa lottó næstu helgi, ekki kaupa Jókerinn. Aðeins af 10% sölu fer í vinninga þar!

Sandgerðisdagar hófust í byrjun vikunnar og dagskráin er fjölbreytt að venju. Setning Sandgerðisdaga verður á föstudag verður við Sandgerðisskóla kl. 11 til 12. Hún nær hápunkti á laugardagskvöld þegar flugeldasýning verður við höfnina kl. 23.

Einn af vinsælli atburðum á hverju ári eru svokölluð Lodduganga en hún er á fimmtudagskvöld kl. 20 til 22. Gengið er frá Vörðunni. Á föstudag verður hinn árlegi og skemmtilegi knattspyrnuleikur milli Norður- og Suðurbæjar kl. 16 til 18. Sagna- og söngvakvöld verður kl. 17 til 19 í Efra Sandgerði. Þá verður stórdansleikur með hljómsveitinni Albatross í Samkomuhúsinu kl. 23. Á laugardag verður golfmót á Kirkjubólsvelli og síðan rekur hver viðburðurinn annan allan laugardaginn. Á hátíðarsviðinu munu m.a. Emmsjé Gauti, Auður og Aron Can koma fram. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Suðurnesjabæjar.

BJÖRGUN GRINDHVALA Í ÚTSKÁLAFJÖRU ÖLLUM TIL SÓMA Bæjarráð Suðurnesjabæjar þakkar starfsfólki Suðurnesjabæjar og öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum fyrir þeirra framlag og vel unnin störf þegart rúmlega 50 grindhvalir syntu upp í fjöru við Útskálakirkju í Garði í byrjun ágúst. Minnisblað frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs vegna björgunaraðgerða og hreinsunar vart tekið fyrir á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 14. ágúst sl. Bæjarráð álítur að vel hafi tekist til við lausn verkefnisins og sé öllum viðkomandi til sóma.

MANNAKO RN REYK JANESBÆ – LJÓSANÓT T

Tónleikar í Andrews leikhúsinu 5. september kl. 21.00

Miðaverð: 5.990 kr. & 7.990 kr. Miðasala: tix.is/mannakorn - Gallerí Keflavík og í síma 862 0700


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.