Víkurfréttir 32. tbl. 41. árg.

Page 1

Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðtali

Við skorum alltaf! SPORTIÐ

GOTT VERÐ alla daga 119 kr/stk

427

229

kr/pk

kr/pk

SS vínarpylsur 5 stykki í pakka

Myllu pylsubrauð 5 stykki í pakka

Kókómjólk ¼ lítri

Miðvikudagur 26. ágúst 2020 // 32. tbl. // 41. árg.

Keflvíkingurinn Helga Jóhanna Oddsdóttir tók við starfi sviðsstjóra rekstrarsviðs HS Veitna fyrr á árinu

„Hrædd um að ég hefði ekki hundsvit á þessu“

Norskur þjóðarréttur í uppáhaldi hjá Gauja Skúla

Sumarið hjá Kristjáni Helga Jóhannssyni

AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI VIKUNNAR

Veðrið hefur áhrif á ferðalög

AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI VIKUNNAR

ELENORA

Guðmundur Birkir Agnarsson

Hálendið heillar

er kolfallin fyrir súrdeigsbrauði

Magnús Orri

AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI VIKUNNAR

Missir ekki af Með okkar augum

FRÉTTIR • VIÐTÖL • MANNLÍF • SPORT // RAFRÆNT OG Á PRENTI Í ÞESSARI VIKU!


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vilja aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur

Frá iðnaðarsvæðinu í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Carbfix, eitt af dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar en á fundinn mættu Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastjóri, og Dr. Bergur Sigfússon, jarðfræðingur, frá CarbFix ohf. og kynntu verkefnið. Umhverfisog skipulagsráð tekur vel í erindið, segir í gögnum fundarins. Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur jákvætt í verkefnið með fyrirvara um að það sé í samræmi við landnotkun á iðnaðarsvæðinu í Helguvík að uppfylltum öllum skilyrðum sem gerð eru í lögum, reglugerðum og skipulagi til slíkra rannsókna og framkvæmda. Bæjarráð tekur jafnframt undir bókun stjórnar Reykjaneshafnar frá 13. ágúst 2020:

„Stjórn Reykjaneshafnar telur framkomið verkefni mjög áhugavert en í því felst þróun kolefnisförgunaraðferðar sem getur orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í framtíðinni. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að heimila framkvæmd verkefnisins á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar í samræmi við efni bréfsins á rannsóknartíma þess til

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

ársins 2024 svo lengi sem framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur eftirlit með framkvæmdinni fyrir hönd Reykjaneshafnar og skal framkvæmdin unnin í nánu samráði við hann.“ Carbfix, eitt af dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur, hefur í samstarfi við vísindafólk frá Háskóla Íslands og erlenda háskóla unnið að þróun kolefnisförgunaraðferðarinnar Carbfix frá árinu 2007. Kolefnisförgun er ferli sem fjarlægir koldíoxíð varanlega úr lofthjúpi jarðar og vinnur því gegn loftslagsbreytingum. Aðferðin felst í að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í jarðlög þar sem náttúruleg ferli umbreyta koldíoxíðinu í steindir. Steindin sem myndast helst er silfurberg sem er algeng í íslenskri náttúru. Þar sem steindirnar eru stöðugar í milljónir ára eru miklar líkur á að Carbfix aðferðin geti orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttu mannkyns gegn loftslagsbreytingum næstu áratugina. Aðferðin hefur hlotið heimsathygli og er m.a. viðurkennd af Alþjóða loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og hafa yfir 100 vísindagreinar verið birtar um þróun hennar og nýtingu. Aðferðinni hefur verið beitt með góðum árangri við Hellisheiðarvirkjun síðan 2014 og í undirbúningi eru niðurdæling á Nesjavöllum, sem hefst á næsta ári, auk þess sem gerðar verða niðurdælingartilraunir í Tyrklandi og Þýskalandi, segir í erindi fyrirtækisins sem lagt var fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Carbfix ásamt Háskóla Íslands, Íslenskum orkurannsóknum og samstarfsaðilum í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Sviss undirbúa nú nýtt vísindaverkefni

sem ber heitið CO2SOLID. Hugmyndin er að nota bestu fáanlega tækni til að skilgreina niðurdælingarsvæði sem stækka má eftir þörfum í framtíðinni. Hópurinn hefur unnið að jarðfræðirannsóknum undanfarin ár til að skilgreina og finna ákjósanlega staði til niðurdælingar. Helguvík er einn af ákjósanlegustu stöðum sem völ er á á Íslandi. Til viðbótar ákjósanlegum jarðfræðiskilyrðum er góð hafnaraðstaða í Helguvík, sem opnar möguleikann á innflutningi koldíoxíðs til niðurdælingar auk þess sem möguleiki er á að taka við koldíoxíði frá stóriðju og öðrum iðnaði sem kann að vera starfræktur í Helguvík í framtíðinni. Stefnt er að því að sækja um styrk fyrir verkefninu í Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins í september 2020. Stefnt er að því að verkefnið hefjist formlega fyrri hluta ársins 2021 með jarðfræðiog jarðeðlisfræðirannsóknum. Borun á einni tilraunaniðurdælingarholu og einni vöktunarholu er áætluð árið 2022 og tilraunaniðurdæling mun standa yfir 2022 til 2024. Stefnt er að því að rannsóknaverkefninu ljúki árið 2024 og gera áætlanir ráð fyrir að þá verði hægt að taka ákvörðun um varanlegan rekstur niðurdælingarkerfis í Helguvík og að vegvísir að alþjóðlegri notkun tækninnar með Helguvík að fyrirmynd verði tilbúinn. Varanlegur rekstur myndi í þessu tilfelli annaðhvort leiða til innviðauppbyggingar vegna móttöku koldíoxíðs úr fraktskipum í Helguvík, móttöku á koldíoxíði frá stóriðju og/eða með því að setja upp búnað sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Nýtt blað

Handlaugartæki Concetto

25%

14.470

15332204 Almennt verð: 19.295

Start Edge

Sturtusett

13.595 20%

59.495

Eldhústæki, krómað

Tempesta 210 með blöndunartæki

15331369 Almennt verð: 16.995

15327922 Almennt verð: 69.995

Allarðir innihu0r% á 2 tti afslæ

30%

20%

Vatnshelt

Harðparket

100klst

Fairland eik 192x1285mm, 8mm

Vegg- og gólfflís 30x60cm, grá

2.795kr./m

3.835kr./m2

2

0113665 Almennt verð: 3.992 kr./m2

18088516 Almennt verð: 4.794kr./m2

Vinnur þú

Litaráðgjöf & málningu?

@karenoskam @bykoehf

Dregnir verða út tveir heppnir fylgjendur þriðjudaginn 8. september sem vinna innanhússlitaráðgjöf frá Kareni og 50.000 kr inneign í BYKO fyrir málningu og verkfærum. Í litaráðgjöfinni felst að Karen kemur á staðinn og tekur út rýmið með heimilisfólki. Hún fer yfir hugmyndir þeirra og óskir um liti og sendir tillögur að litavali fyrir heimilið. Að sjálfsögðu er einnig mögulegt að fá vefráðgjöf.

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt: Fylgdu BYKO á Instagram, líkaðu við myndina fyrir leikinn og skrifaðu í athugasemd við myndina hvaða litur er í uppáhaldi hjá þér í nýja litakortinu hennar Karenar

Auðvelt að versla á byko.is

Karen Ósk Innanhússráðgjafi

15%


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

GARGANDI GLEÐI MEÐ GYLTUNUM Leiklistarnámskeið fyrir káta krakka í Frumleikhúsinu Gylturnar hafa á undanförnum árum staðið fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga, sett upp sýningar og staðið fyrir hinum ýmsu uppákomum. Það eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem kalla sig Gylturnar. Í næstu viku hefst fyrsta námskeið vetrarins á þeirra vegum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Súluna. Námskeiðið er fyrir krakka fædda frá 2008 til 2015. „Okkur hefur lengi langað að færa aldurstakmarkið niður í elstu börn leikskóla þar sem við teljum þörfina og ekki síður áhugann fyrir hendi. Krakkarnir koma til okkar í Frumleikhúsið einu sinni í viku þar sem við förum í uppbyggilega leiklistarleiki, vinnum með hópefli og förum í undirstöðuatriði í söng. Svo erum við meðvitaðar um að í leiklistartímum getur allt gerst og aldrei að vita nema einhver námskeiðanna endi með lítilli sýningu.“ Þær Guðný og Halla Karen

Guðmundur Stefán Gunnarsson ráðinn til Voga

eru báðar þaulvanar vinnu með börnum og unglingum en báðar starfa þær sem kennarar í grunnskólum. „Okkar samstarf við leikfélagið hefur í gegnum tíðina verið farsælt enda erum við báðar búnar að starfa með félaginu til margra ára. Það vilja líka allir sjá líf í leikhúsinu okkar og mjög margir sem hafa verið hjá okkur á námskeiðum hafa svo gengið til liðs við leikfélagið síðar. Við erum í raun að skapa nýja kynslóð áhugaleikara og gefa börnum tækifæri á að kynnast leiklistinni þar sem allt er til alls, fullbúið leikhús með búningum, leikmunum og skemmtilegum leiðbeinendum. Í október er svo planið að vera með unglinganámskeið fyrir 8. bekk og eldri sem endar á skemmtilegri sýningu en það veltur auðvitað á því hvernig aðstæður verða í samfélaginu.“ Nánari upplýsingar um skráningu má sjá í auglýsingu aftar í blaðinu.

Engin lausn í sjónmáli með Suðurnesjalínu 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ráða Guðmund Stefán Gunnarsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Undanfarnar vikur og mánuði hafa sveitarfélögin sem fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 mun liggja um fjallað um málefni framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun gaf út álit fyrr á árinu, þar sem sveitarfélögunum var beinlínis uppálagt að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi legu og gerð línunnar. Sem kunnugt er hafa bæði Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar lýst sig andsnúna þeirri hugmynd að línan verði loftlína, en verði þess í stað lögð í jörðu. Landsnet hefur hins vegar lagt til loftlínu. „Fundað hefur verið með ýmsum aðilum um málið, t.d. jarðvísindamönnum, Orkustofnun, Atvinnuog nýsköpunarráðuneytinu og Landsneti. Lausn er því miður ekki enn í sjónmáli. Bæjar­stjórn mun á næsta fundi sínum fjalla um málið og þau gögn sem fram hafa komið undanfarið. Í kjöl-

farið má gera ráð fyrir að samtal eigi sér stað milli sveitarfélaganna annars vegar og Landsnets hins vegar þar sem áhersla verður lögð á að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, í pistli sem hann skrifar og birtir á vef sveitarfélagsins.


Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: 4213811

Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum

*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stækkun Hópskóla nemur um 1.100 m2 á einni hæð auk þess sem kjallari verður undir hluta byggingarinnar.

Á fjórða hundrað nýjar íbúðir í Grindavík Á fjórða hundrað nýjar íbúðir verða byggðar í Grindavík á næstu árum. Hin nýja íbúðarbyggð í Grindavík verður kynnt íbúum á næstu vikum. Nýja hverfið er staðsett norðaustan við Hóps­ braut og er gert ráð fyrir því að fjöldi íbúðaeininga í nýja hverfinu verði á bilinu 307 til 384. Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og samfélagsþjónustu og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúða- og þjónustusvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Einnig verður lagður grunnur að vönduðum frágangi bygginga og uppbyggingar innan svæðisins. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Mikil ásókn í lóðir „Mikil aðsókn hefur verið í lóðir í sveitarfélaginu síðastliðin ár og hefur uppbygging gengið vel, fáar

Þá er eitt mark­miðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag ...

lóðir eru eftir til úthlutunar. Það var því ákveðið fyrir um ári síðan að hefja vinnu við að deiliskipuleggja nýtt hverfi norðaustan við Hópsbraut. Tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar í bæjar-

stjórn, þar gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að gera athugasemdir. Auglýsingartíminn er sex vikur, “ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar. Íbúafundur vegna deiliskipulagsins fer fram 9. september næstkomandi í Gjánni klukkan 18:00.

Hópskóli stækkaður Einnig hefur verið unnið að hönnun á 2. áfanga við Hópskóla undanfarna mánuði og er útboð fyrir verkið í auglýsingu þessar vikurnar og er skilafrestur tilboða til 22. september. Stækkun skólans nemur um 1.100 m2 á einni hæð auk þess sem að kjallari verður undir hluta byggingarinnar. Nýja byggingin kemur til með að hýsa fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum fyrir textílmennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði. „Grindavíkurbær er stækkandi bær og þarf því að huga að vel að þeirri þjónustu sem við þurfum að standa undir við íbúa. Undanfarin ár hefur bæjarfélagið staðið í miklum framkvæmdum við bætta aðstöðu í íþróttamannvirkum. Nú er komið að því að huga að skólamálum og er fyrsta skrefið að auka við þau rými sem við höfum til kennslu í grunnskóla bæjarins með því að fara í 2. áfanga á Hópskóla. Stefnt er að því að taka 2. áfanga í notkun í byrjun árs 2022,“ segir Atli.


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

HÚSASMIÐJU DAGAR

Lýkur um helgina

Parket -25% • Sláttuvélar -30% • LADY málning -20% • Háþrýstidælur (Nilfisk) -20%

Slönguhjól (Claber) -20% • Viðarvörn (Jotun) -20% • Pallaolía -20% • Pallahreinsir -20%

Útimálning -20% • Allt í berjatínsluna -20% • Vegg & loftamálning (Jotun) -25% • Flísar -25% Handlaugar (Laufen) -20% • Bað- og eldhúsplötur (Berry Alloc) -20% • Hillurekkar (Avasvo) -20% Rafmagnshlaupahjól -20% • Blöndunartæki (Grohe) -20% • Salerni (Laufen) -20%

Vinyl parket -25% • Ryksugur (Nilfisk) -20% • LADY lakk -20% • Reiðhjól -25% Garðhúsgögn -30% • Ferðavörur -30% • Sumarleikföng -30%

...skoðaðu enn fleiri tilboð í vefblaðinu á husa.is

20%

af allri pallaolíu, viðarvörn og útimálningu

69.990 78.990 kr

kr

Þvottavél 1400 sn. EW2F304R6. Magn af þvotti mest 8 kg, 1400 snúninga, A+++ orkuflokkur. 1805698

Verð án skráningarkostnaðar

199.900 Enox EM215 rafmagnsvespa

kr

Einstaklega lipurt og umhverfisvænt farartæki. Hámarkshraði 45 km/klst. og drægni á rafhlöðu er allt að 60 km. 3903100


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjölmargar áskoranir blasa við og erfitt að ná endum saman Vinna við fjárhagsáætlunargerð næsta árs og næstu fjögurra ára er komin af stað hjá Sveitarfélaginu Vogum. „Að þessu sinni leggjum fyrr af stað í þessa vinnu en undanfarin ár, sem er mikilvægt ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem framundan er í rekstrarumhverfinu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Bæjarstjórn og forstöðumenn hafa nú þegar hist á vinnustofu og munu hittast aftur eftir mánaðamótin. Á vinnustofunum er farið yfir mikilvægi markmiðssetningar í fjárhagsáætlunargerðinni ásamt því að fjalla um verklag og forgangsröðun. Allir forstöðumenn vinna þessa dagana að tillögum sínum til bæjarráðs, um rekstur stofnana þeirra á næsta ári.

„Ljóst er að fjölmargar áskoranir blasa við okkur á næsta ári, því ljóst er nú þegar að gera má ráð fyrir umtalsverðum tekjusamdrætti. Þar kemur ýmislegt til, framlög Jöfnunarsjóðs munu skerðast og gera má ráð fyrir að útsvarstekjur muni einnig dragast saman. Það lítur því út fyrir að erfitt verði að ná endum saman í rekstrinum á næsta ári að óbreyttu.

Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins eru einhuga um að standa vörð um grunnþjónustuna en gæta jafna ítrustu ráðdeildar og sparnaðar svo reksturinn verði eins hagkvæmur og mögulegt er,“ segir bæjarstjórinn að endingu í pistli á vef sveitarfélagsins.

Göngu- og hjólreiðastígur í uppnámi:

Harmar afstöðu eins landeiganda í Brunnastaðahverfi Einn eigandi lands í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd, sem fyrirhugaður göngu- og hjólreiðastígur fer um, hefur afturkallað leyfi sitt fyrir framkvæmdinni, eins og greint hefut verið frá í Víkurfréttum. Bæjarráð Sveitarfélagsis Voga harmar afstöðu eins eiganda úr hópi landeigana í Brunnastaðahverfi vegna þessa máls

og sér sér ekki annað fært en að falla frá framkvæmdinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla heimilda, bæði frá landeigendum

og Vegagerðinni, til að nýta styrk frá Vegagerðinni til lagningar göngu- og hjólreiðastígs um Vogastapa.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að framlengja gjaldfrest fasteignagjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til 15. nóvember 2020.

Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins eru einhuga um að standa vörð um grunnþjónustuna ...

Lögaðilar í ferðaþjónustu fá greiðslufrest Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs þar sem minnisblað bæjarstjóra og tillaga um framlengingu greiðslufrests fasteignagjalda fyrir lögaðila í ferðaþjónustu var til umræðu. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að framlengja gjaldfrest fasteignagjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til 15. nóvember 2020.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Sýningin komin til ára sinna og undirstöður orðnar ryðgaðar

Engar athugasemdir við skólphreinsistöð Engar athugasemdir bárust á kynningartíma við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Ægisgötu í Keflavík, samkvæmt uppdráttum Arkís dags. 2. júní 2020. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja á lóðinni skólphreinsistöð sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900m² að stærð með útsýnispalli. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Samþykkt var á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus safnahúsum. Ljósmynd: JPK

Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafnsins, skýrði frá vinnu sem nú stendur yfir vegna flutnings á sýningu á bátaflota Gríms Karlssonar úr svonefndum Bátasal upp á miðloftið í Bryggjuhúsinu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Ástæðan er tvíþætt; núverandi sýning er komin til ára sinna og þá hefur komið í ljós að undirstöður undir glerskápum eru víða orðnar ryðgaðar og gætu skapað hættu. Verkefnið er jafnframt hluti af hugmyndavinnu sem nú stendur yfir varðandi endurskipulagningu Duus safnahúsa.

Slökkviminjasafnið yfirtekið og Rammi verði tekinn af söluskrá

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að Slökkviminjasafnið á Fitjum verði yfirtekið og í framhaldi verði kortlögð sýning um varnarliðið til framtíðar. Ráðið leggur til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að Rammahúsið verði tekið af söluskrá.

Ánægja með skipaþjónustuklasa Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með þá uppbyggingu sem stefnt er að við Njarðvíkurhöfn og fram kemur í viljayfirlýsingu sem undirrituð var í síðustu viku. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar. „Uppbygging skipaþjónustuklasa mun efla starfsemi Reykjaneshafnar og auka þjónustuframboð í hafnsækinni starfsemi á svæðinu með tilheyrandi umsvifum og atvinnu,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar.

sinu ú h ik le m u r F í Leikur, tjáning, dans, söngur, framkoma og margt fleira. Leiklistarnámskeið fyrir börn fædd 2008–2015. Kennt á mánudögum og fimmtudögum. Sex vikna námskeið einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. september. Skráning fer fram á: https://forms.gle/kvzkpJN2GqWuy6sF9 Einnig er hægt að senda tölvupóst á gylturnar@gmail.com Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-1006 (Guðný) eða 690-3952 (Halla Karen). Umsjónarmenn námskeiðsins eru Verð: 10.000 kr. Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir.


10 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grímsi eltist við ufsann

Síðasti pistill var kannski full neikvæður, svo við skulum hafa þennan pistil á jákvæðu nótunum.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

JAKOB ÁRNASON

Húsasmíðameistari og loðdýrabóndi Miðtúni 2, Keflavík lést mánudaginn 17. ágúst á Hrafnistu Hlévangi. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Starfsfólki Hlévangs eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar. Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Kristinn Þór Jakobsson Ólöf Kristín Sveinsdóttir Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson barnabörn og barnabarnabörn

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi,

EINAR SÆDAL SVAVARSSON Njarðarvöllum 2, Njarðvík

lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 11. ágúst Útförin mun fara fram í kyrrþey. Geir Sædal Einarsson Svavar Sædal Einarsson María Björnsdóttir Kristín Sædal Einarsdóttir Albert Geir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

Á Suðurnesjunum er gerður út bátur sem vill svo til að er með lægsta skipaskrárnúmerið allra fiskibáta á Íslandi sem enn eru gerðir út, númer 89. Heitir sá bátur í dag Grímsnes GK. Grímsnes GK lenti í því í febrúar að mjög alvarleg vélarbilun varð í bátnum og var hann frá veiðum frá þeim tíma og fram í miðjan ágúst síðastliðinn. Sigvaldi Hólmgrímsson sem var með Grímsnes GK síðast er aftur kominn af stað á Grímsa, en svo Sigvaldi kallar hann bátinn. Hann fór beint austur undir Vestmannaeyjar og þar á svæðinu í kring að eltast við ufsa. Það óhætt er að segja að það byrji vel hjá honum því að í tveimur róðrum hefur báturinn landað um 41 tonni og af því er ufsi um 38 tonn. Ufsavertíðin hjá Grímsnesi GK haustið 2019 var mjög léleg en árið 2018 var mokveiði hjá bátnum á ufsanum og svo góð veiði var að Grímsnes GK endaði aflahæstur allra netabáta á Íslandi árið 2018. Það er reyndar annar bátur sem tengist Hólmgrími og Grímsnesi GK sem er líka með lágt skipaskrárnúmer. Það er bátur með númerið þrettán. Sá bátur hét síðast Happasæll KE en hafði líka heitið Búddi KE. Þeim báti var lagt 2016 og lá við bryggju í Njarðvík. Báturinn var síðan seldur til Bíldudals en þar fékk báturinn annað líf því hann hefur verið notaður sem þjónustubátur við fiskeldið í Arnarfirði og þegar þessi orð eru skrifuð þá er Happasæll KE á hægri siglingu til Stykkishólms

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

dragandi á eftir sér pramma sem er að fara í slipp þar í bæ.

Nýtt kvótaár að hefjast Annars er stutt í nýtt kvótaár en það hefst 1. september og nú þegar eru nokkrir línubátar komnir af stað sem og dragnótabátarnir. Siggi Bjarna GK hefur landað 6,4 tonnum í einum róðri. Benni Sæm GK 54 tonnum í sjö túrum, Aðalbjörg RE 28,3 tonnum í þremur og allir hafa landað í Sandgerði. Sigurfari GK hefur reyndar ekkert farið af stað. Af stóru línubátunum er Sighvatur GK kominn með 226 ton, Fjölnir GK 127 tonn og Páll Jónsson GK 125 tonn, allir í tveimur róðrum og allir hafa þeir landað úti á landi. Sighvatur GK og Fjölnir GK á Siglufirði og Páll Jónsson GK á Djúpavogi. Eins og greint var frá fyrir nokkru í þessum pistlum þá var talað um að Vísir ehf. í Grindavík hefði lagt línubátnum Kristínu GK og leigt í staðinn togarann Bylgju VE frá Vestmannaeyjum. Núna er Bylgja VE kominn á veiðar fyrir Vísi ehf. og hefur landað 48 tonnum í einni löndun sem landað var á Ísafirði. Kvótinn á Bylgju VE kom í byrjun frá Páli Jónssyni GK en reyndar er Bylgja VE með úthlutuðum kvóta ár hvert um 1.554 tonn miðað við þorsk­ígildi.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Fótboltinn er fyrirferðarmikill í sporti vikunnar en þó september sé við það að ganga í garð er Íslandsmótið aðeins hálfnað. Við ræðum við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, annan yfirþjálfara karlaliðs Keflavíkur, um tímabilið og stöðuna eins og hún lítur út núna. Ray Anthony Jónsson, þálfari kvennaliðs Grindavíkur, er bjartsýnn á að liðið vinni sér sæti í Lengjudeildinni að ári. Fleiri fótboltafréttir í sporti vikunnar. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Josip Zeba átti frábæran leik í vörn Grindvíkinga gegn Þór. Myndir úr safni Víkurfrétta.

Magnaður sigur Grindvíkinga Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í 13. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar léku tveimur færri nærri hálfan leikinn. Mikil harka var einkennandi fyrir leikinn og á 10. mínútu var Gunnari Þorsteinssyni, fyrirliða Grindvíkinga, vikið af velli þegar hann braut af sér í öftustu línu. Eftir rúmlega hálftíma leik tók Oddur Ingi Bjarnason góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Alexander Veigar Þórarinsson sem afgreiddi hann í netið. 1:0 fyrir Grindavík. Oddur Ingi braut á markverði Þórs snemma í seinni hálfleik og fékk að líta annað gula spjald sitt og þar með rautt (51'). Grindvíkingar voru

Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, hefur líklega ekki litist á blikuna þegar þeir voru orðnir tveimur færri.

því orðnir tveimur færri og nærri 40 mínútur til leiksloka en þeir sýndu ótrúlega þrautseigju og gáfu allt í leikinn. Í uppbótartíma lá sókn Þórsara á marki Grindvíkinga og áttu þeir m.a. skot í stöng en þeir gulklæddu lokuðu markinu algerlega. Gríðarlega góð barátta í hörðum og erfiðum heimaleik skilaði því Grindvíkingum þremur stigum og þeir unnu annan leikinn sinn í röð. Með sigrinum eru þeir komnir upp að hlið Þórs með sautján stig en einu marki lakara markahlutfall.

Oddur Ingi gerði vel í aðdraganda marksins en var svo rekinn af velli í seinni hálfleik


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

„Aginn, dugnaðurinn og samvinnan þarf að vera áfram til staðar“ Ray Anthony Jónssyni, þjálfara kvennaliðs Grindavíkur, líst ágætlega á stöðuna í 2. deild kvenna þar sem Grindavík er í öðru sæti þegar deildin er hálfnuð. „Mér líst vel á stöðuna eftir erfiða byrjun og við erum bara búin að fá á okkur tvö mörk eftir fyrstu tvo leikina en við töpuðum þeim og fengum í þeim á okkur fimm mörk.“ – Þið voruð að styrkja liðið með nýjum leikmönnum. „Já, markmaðurinn okkar hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir á æfingu og við vildjum ekki taka neina áhættu þegar kemur að höfuðmeiðslum. Þá hefur ungi markvörðurinn okkar, hún Sigurbjörg [Sigurpálsdóttir], verið eini markvörður 3. flokks og spilað marga leiki með þeim, við vildum ekki útiloka hana frá þeim leikjum svo þá þurftum við að bregðast skjótt við og sem betur fer náðum við að landa góðum markmanni, Margréti Ingþórsdóttur, sem kom frá Fjölni. Við styrktum líka framlínuna hjá okkur vegna áfalls sem við urðum fyrir í leiknum gegn Fram en undir lok leiksins fótbrotnaði eitt skærasta ungstirnið okkar, Tinna Hrönn Einarsdóttir, og verður frá

í langan tíma. Þess vegna þurftum við líka að bæta við okkur sóknarmanni og fengum Melkorku Ingibjörgu Pálsdóttur frá Augnabliki. Þetta lítur vel út hjá okkur, markmiðið var að lenda í öðru hvoru af efstu tveimur sætunum. Núna erum við í öðru sæti og það má segja að nú sé hálfleikur, helmingurinn af leikjunum er eftir og það má ekki gefa neitt eftir í baráttunni. Liðið er að bæta sig í hverjum leik og núna er miklu betra skipulag og agi á leiknum hjá okkur. Ég er mjög ánægður með agann í síðast leik þar sem við voru undir í flestum atriðum en héldum þetta út, féllum til baka og sóttum hratt.“ – Hvernig er staðan á hópnum, eru einhverjar farnar í nám eða heldurðu öllum? „Við misstum Brynju til Bandaríkjanna í nám, hún var sú eina sem fór af þeim sem áttu að fara út. Svo auðvitað misstum við Tinnu Hrönn í meiðsli en annars er þetta sami hópur og hefur verið í allan vetur. Svo fengum við Evu Lind

Ungstirnið Tinna Hrönn Einarsdóttir fótbrotnaði í leik gegn Fram og verður líklega frá út tímabilið. [Daníelsdóttur] líka sem hefur verið mjög góð síðan hún kom. Við höfum náð að styrkja okkur á þeim stöðum sem vantaði. Ef liðið heldur áfram að spila eins og það hefur spilað undanfarna leiki, eiginlega eftir leik númer tvö, þá erum við í góðum málum – en við þurfum alltaf að hafa fyrir því að ná í þessi stig og ennþá meira til að vinna leikina. Aginn, dugnaðurinn og samvinnan þarf að vera áfram til staðar.“

Grindavík í öðru sæti 2. deildar kvenna Kvennalið Grindavíkur lék gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis í 2. deild kvenna. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði og lauk með 1:0 sigri Grindvíkinga. Fyrir leikinn var Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en með sigri komust þær í annað sæti, upp fyrir Hamrana sem töpuðu fyrir toppliði HK. Grindavíkurstelpur eiga leik til góða á Hamrana.

Margrét Ingþórsdóttir og Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir. Mynd af Facebook-síðu Grindvíkinga.

Grindavík tefldi fram tveimur nýjum leikmönnum, markverðinum Margréti Ingþórsdóttur og sóknarmanninum Melkorku Ingibjörgu Pálsdóttur. Þær byrjuðu vel í sínum fyrsta leik því Margrét hélt markinu hreinu og það var svo Melkorka sem

skoraði sigurmark Grindvíkinga á lokamínútum leiksins (87’). Grindavík er nú, þegar deildin er hálfnuð, í öðru sæti 2. deildar kvenna með sextán stig og eiga leik til góða á Hamrana sem eru í þriðja sæti með fjórtán stig.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Einn af þessum dögum

en við ætlum að vinna deildina“

Natasha Anasi, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, ætlar að vinna Lengjudeildina þrátt fyrir tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Keflavík fékk víti í stöðunni 1:0 en markvörður Tindastóls gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna og Stólarnir brunuðu upp og skoruðu. „Það hefði verið sætt að vinna leikinn gegn Tindastóli og vera í efsta sæti en við erum í góðum málum og höfum náð að koma okkur í góða stöðu. Við settum okkur það markmið að vinna deildina og stefnum ennþá á það, það er nóg eftir af leikjum til að það takist.“ – Svekkjandi að misnota víti og svo skora þær strax í kjölfarið. „Já en svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við eiga ágætan leik, við héldum boltanum ágætlega en það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Þetta var bara einn af þessum dögum, þær kláruðu sín færi og því fór sem fór. Við lærum af þessu.“ – Þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, hvernig kemur hún út? „Hún þurfti auðvitað að klára sóttkví svo við höfum ekki fengið mikið tækifæri til að kynnast henni. Hún kom nánast beint í leikinn og svo er stutt í þann næsta. Við höfum aðeins náð að spjalla við hana á æfingum og hún virðist vera

Natasha er hér að skora mark sitt gegn Tindastóli en það dugði ekki til og fyrsti tapleikurinn í Lengjudeildinni staðreynd.

viðkunnanleg og góð manneskja. Það var fínt að sjá til hennar í leiknum og hún kom ágætlega út í honum – ég held að hún eigi eftir að styrkja liðið. Næsti leikur er svo útileikur á móti Augnabliki. Mér finnst gott að það sé svona stutt á

milli leikja því þá hefur maður ekki tækifæri til að velta sér upp úr úrslitum síðasta leiks. Maður þarf að einbeita sér að þeim næsta – taka einn leikur í einu og svo sjáum við hvað setur.“

FYRSTA TAP KVENNALIÐS KEFLAVÍKUR Á TÍMABILINU Toppliðin tvö mættust á Nettóvellinum í 11. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Það var markahæsti leikmaður deildarinnar, Muriella Tiernan, sem skaut Keflavík í kaf og skoraði þrennu í 3:1 sigri Tindastóls og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Það var Natasha Moraa Anasi sem skoraði mark Keflavíkur (57’). Fyrir leikinn var Keflavík efst með 20 stig en Tindastóll með 19, þessi úrslit þýða að liðin hafa sætaskipti á toppi deildarinnar. Keflavík tefldi fram nýjum leikmanni, Claudia Nicole Cagnina, sem er perúsk landsliðskona og kemur inn í liðið í stað Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis.

Perúska landsliðskonan Claudia Nicole Cagnina er nýr leikmaður Keflavíkur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Þeir Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs voru valdir í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla.

Fjórir Keflvíkingar í úrvals­ liði Lengjudeildarinnar Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net hefur gefið út val sitt á úrvalsliði fyrri umferðar Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar eru þar fyrirferðarmiklir og eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða fjóra, auk þess sem þeir E ­ ysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru valdir þjálfarar fyrri umferðar enda að gera frábæra hluti með Keflavíkurliðið. Keflvíkingar tróna á toppi Lengjudeildarinnar og eiga verðskuldað fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu að mati Fótbolti.net sem valdi fyrirliðann Frans Elvarsson, Sindra Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og að sjálfsögðu markahæsta mann deildarinnar, Joey Gibbs. Nacho Heras var nálægt því að verða valinn fimmti Keflvíkingurinn í liðið.

Samstarf Eysteins og Sigurðar Ragnars með Keflavíkurliðið hefur skilað frábærum árangri.

JAFNTEFLI Í MOSFELLSBÆNUM Keflvíkingar voru einir í efsta sæti Lengjudeildar karla fyrir leiki helgarinnar. Þeir mættu Aftureldingu á útivelli í jafnri og spennandi viðureign sem lauk með jafntefli, 2:2. Mörk Keflvíkinga skoruðu þeir Ari Steinn Guðmundsson (8’) og Joey Gibbs (50’). Afturelding jafnaði á lokamínútum leiksins og Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum svekktur eftir leikinn. Í viðtali við Fótbolti.net sagði hann m.a.: „Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður [...] Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni langri auka-

spyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við.“ Keflvíkingar eru eftir sem áður á toppi deildarinnar en jafnir Fram að stigum. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík og Fram, þá koma Leiknismenn fjórum stigum frá toppnum en Keflvíkingar mæta þeim í Breiðholtinu á föstudag.

Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla lítur svona út að mati Fótbolti.net: Robert Blakala (Vestri), Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Unnar Steinn Ingvarsson (Fram), Bjarni Ólafur Eiríks­son (ÍBV), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir), Frans Elvarsson (Keflavík), Albert Hafsteinsson (Fram), Fred (Fram), Gary Martin (ÍBV) og Joey Gibbs (Keflavík).

VÍKURFRÉTTIR ERU Á VELLINUM! VIÐ FÆRUM LESENDUM ÍÞRÓTTAFRÉTTIRNAR AF SUÐURNESJUM


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Strákarnir hafa unnið vel í sumar til þess að komast í þessa stöðu, það er sérstaklega gaman að sjá hvað liðið skorar mörg mörk ...

Við skorum alltaf! Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annan tveggja yfirþjálfara karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, er mjög sáttur við stöðu Keflvíkinga í Lengjudeildinni en Keflavík situr á toppnum þegar deildin er hálfnuð og hefur skorað yfir þrjú mörk að meðaltali í leik. – Síðasti leikur fór ekki alveg eins og best var á kosið [Afturelding - Keflavík 2:2]. „Nei, hann var frekar jafn og bæði liðin fengu færi. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna þá en Afturelding er með gott og mér finnst að þeir ættu að vera ofar á töflunni. Við fórum ekki nógu vel með færin okkar og vorum við bara mínútum frá sigri. Það er það jákvæða sem hægt er að taka út úr leik sem þessum, þar sem við náum ekki að spila okkar besta leik.

Það var svekkjandi að fá svona mark á sig í lokin, manni finnst að við eigum að gera betur í svona föstum leikatriðum. Aukaspyrna af löngu færi, við töpum fyrstu tveimur boltanum og þeir skora. Það er lærdómur í öllum leikjum sem við vinnum ekki – reyndar í öllum leikjum sem maður vinnur líka, við tökum þetta bara með okkur og gerum betur næst.“

til að fagna Keflvíska þríeykið hefur haft næg tilefni teinn Hauksson í sumar. Jón Örvar Arason, liðsstjóri, Eys og Sigurður Ragnar, yfirþjálfarar liðsins.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

– Þið eruð efstir og liðið lítur mjög vel út. „Já, það er gaman að vera með þetta í okkar höndum. Strákarnir hafa unnið vel í sumar til þess að komast í þessa stöðu, það er sérstaklega gaman að sjá hvað liðið skorar mörg mörk. Við skorum óvenjumörg mörk, 37 mörk í ellefu leikjum, svo við erum að skora nálægt þremur og hálfu marki í leik að meðaltali.“ – Hann hefur aldeilis verið hvalreki fyrir Keflavík þessi ástralski undradrengur [Joey Gibbs]. „Við eyddum ansi löngum tíma í að finna hann, það var engin heppni að hann skildi reka hingað á land – hann býr hinum megin á hnettinum. Við leituðum gríðarlega mikið að góðum framherja, það er mjög erfitt að finna góða framherja. Þannig að afraksturinn komi af því að þetta er hæfileikaríkur leikmaður með gott marka-„record“ á sínum ferli og hefur passað frábærlega inn í það sem við erum að gera. Við vorum að leita að ákveðinni týpu af framherja en í allan vetur lékum við með kantmenn frammi og það gekk vel, við vorum að skapa okkur færi en vantaði einhvern til að reka endahnútinn á sóknirnar okkar. Við erum gríðarlega ánægðir með

Það er lærdómur í öllum leikjum sem við vinnum ekki – reyndar í öllum leikjum sem maður vinnur lík ... Joey og að hann hafi viljað framlengja við okkur, það sama á við um Frans. Þetta eru leikmenn sem eru okkur gríðarlega mikilvægir og hluti af kjarnanum sem við viljum byggja í kringum.“ – Ég ræddi einmitt við Joey fyrir skemmstu og líkaði sérstaklega vel hugarfarið hjá honum. „Joey er einhver allra flottasti karakter sem ég hef kynnst, með gott hugarfar og gefur mikið af sér inn í hópinn. Hann gengur á undan með góðu fordæmi í hverjum einasta leik með því að leggja sig 100% fram og vera hvetjandi og jákvæður. Við erum með ungt lið, Joey er einn af örfáum sem eru eldri og hann miðlar af sinni reynslu til strákanna og þeir bera


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Við eyddum ansi löngum tíma í að finna hann, það var engin heppni að hann skildi reka hingað á land – hann býr hinum megin á hnettinu ... „Hann gengur á undan með góðu fordæmi í hverjum einasta leik með því að leggja sig 100% fram og vera hvetjandi og jákvæður.“ Ástralski undradrengurinn Joey Gibbs fellur vel að leik Keflvíkinga og hefur skorað fjórtán mörk í ellefu leikjum.

mikla virðingu fyrir honum. Það er ótrúlega gaman að sjá að hann sé kominn í fjórtán mörk í ellefu leikjum. Ég held að markametið í þessari deild sé 22 mörk og ég held að hann ... Það verður gaman að sjá hvað hann nær að skora mörg.“

Deildin er hálfnuð – Talandi um það, það er komið undir lok ágúst og deildin er bara hálfnuð. Þetta klárast aldrei. „Já, það er skrýtið hvað það er mikið eftir þegar það er þetta langt liðið á ágúst. Það verður spilað mjög ört og verður mikið álag á leikmenn.“

– Hvernig leggst næsti leikur í þig? Þá mætið þið Leikni sem er með ykkur í toppbaráttunni og vann ykkur í fyrri leiknum. „Hann leggst bara vel í mig. Það leggjast allir leikir vel í mig, mig hlakkar alltaf til að spila – sjá liðið spila. Við vitum að Leiknismenn eru með hörkulið og er eina liðið sem hefur unnið okkur. Við vitum að við skorum alltaf í öllum leikjum, kúnstin hefur frekar falist í að ná að verjast betur sem lið. Fá færri mörk á okkur því við skorum alltaf. Leiknismenn hafa verið að misstíga sig í síðustu umferðum og það er mikið í húfi fyrir okkur því ef við vinnum setjum við þá sjö

stigum fyrir aftan okkur. Þetta er einn af þessum úrslitaleikjum sem skipta mjög miklu máli.“ – Svo er næsti leikur Suðurnesjaslagur, Grindavík heima. „Já, það er leikur sem alla hlakkar til að spila. Síðasti leikur var hörkuleikur, 4:4 og allir vildu skora. Það var ótrúlegur leikur og það er mikil tilhlökkun að spila aftur við þá.“ – Þeir hafa verið á uppleið undanfarið. „Grindvíkingar hafa verið óheppnir í sínum leikjum framan af, hafa verið að tapa niður forskoti en það eru mikil gæði í leikmannahópnum hjá þeim. Þannig að maður vissi

Það leggjast allir leikir vel í mig, mig hlakkar alltaf til að spila – sjá liðið spila ... svo sem að þeir myndu rífa sig í gang þegar færi að líða á. Það er líka tækifæri í þeim leik til að ýta þeim aftur fyrir, allir þessir leikir eru gríðarlega mikilvægir.“

Hvetur fólk til að „mæta á völlinn“ Að lokum sagði Sigurður að hann væri vanur að hvetja fólk til að mæta á völlinn en nú mætti það ekki. „Maður hefur tekið eftir að margir stuðningsmenn eru engu síður að greiða fyrir miða þó þeir séu bara að horfa á leikinn í sjónvarpinu heima eða í gegnum Keflavík TV. Það er mjög góður stuðningur og ég hvet fólk til að halda áfram að styðja félagið þó það komist ekki á leikina. Halda áfram að styrkja knattspyrnudeildina svo hún verði ekki fyrir of miklu tekjutapi.“

Fyrirliðinn Frans Elvarsson var einn fjögurra Keflvíkinga sem var valinn í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar, hannhefur framlengt samningi sínum við Keflavík og Sigurður segir hann mikilvægan hluta af kjarnanum sem þeir vilji byggja í kringum.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viktor Smári Segatta skoraði tvö marka Þróttar en eitt var sjálfsmark. Myndir af heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is

Þróttur Vogum í vænlegri stöðu Eru í öðru sæti 2. deildar þegar Íslandsmótið er hálfnað

Þróttur er ekkert á því að gefa eftir í 2. deild karla í knattspyrnu. Eftir sannfærandi 3:0 sigur á Dalvík/Reyni í þrettándu umferð deildarinnar sitja Þróttarar í öðru sæti með 22 stig að loknum ellefu leikjum, jafnir Selfossi að stigum en með betra markahlutfall. Fyrirliðinn Andy Pew er sterkur í loftinu og oftar en ekki er hann til eintómra vandræða fyrir andstæðingana.

Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði í tvígang (34’ og 88’) og eitt markið var sjálfsmark (81’). Þróttur hefur ekki tapað leik síðan í þriðju umferð er þeir töpuðu gegn Haukum á heimavelli (1:2), síðan

hefur leiðin legið upp á við og þeir stefna ótrauðir á sæti í Lengjudeildinni að ári. Á heimasíðunni throtturvogum.is má sjá myndaveislu úr leiknum.

VÍÐISMENN TÖPUÐU FYRIR KÓRDRENGJUM Víðir mætti toppliði Kórdrengja í 2. deild karla í knattspyrnu á Framvellinum um helgina. Jafnræði var með liðunum framan af en það voru Kórdrengir sem reyndust sterkari aðilinn á endanum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Víðis­manna lentu þeir undir á 17. mínútu. Þeir tvíefldust við að fá mark á sig og sóttu stíft í kjölfarið, það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Kórdrengir skoruðu annað mark rétt fyrir leikhlé (45'+2) og staðan í hálfleik 2:0.

Ekkert gengur hjá Víði Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Kórdrengir komust í 3:0 (50') en skömmu síðar fengu Víðismenn dæmda vítaspyrnu. Vítaspyrnan er lýsandi fyrir það lánleysi sem hvílir á Víðismönnum því markvörður Kórdrengja gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna – ekki einu sinni heldur tvisvar þar sem markvörðurinn hafði stigið af línunni í fyrri spyrnunni og dómarinn lét því endurtaka hana. Á 82. mínútu náði Ísak John Ævarsson að minnka muninn fyrir Víði en lengra komust þeir ekki og Kórdrengir sigruðu 3:1.

Úr fyrri viðureign liðanna. VF-mynd: Hilmar Bragi


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Kenneth Hogg með þrennu

Njarðvíkingar réttu heldur betur úr kútnum eftir tap gegn Selfossi í tólftu umferð. Njarðvík vann stórsigur á Völsungi í þrettándu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Húsavík um síðustu helgi. Kenneth Hogg átti frábæran leik og skoraði „hat-trick“ (13’, 50’ og 78’) þegar Njarðvíkingar sýndu Völs­ ungi enga miskunn og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu. Lokaorðið átti Atli Freyr Ottesen Pálsson sem skoraði fjórða mark Njarðvíkinga þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Fyrsta tapið hjá Reynismönnum í sumar Reynismenn töpuðu fyrsta leik sínum í 3. deild karla í sumar þegar þeir mættu Augnabliki í Kópavogi, úrslit leiksins urðu 3:1 fyrir Augnabliki.

Haraldur Guðmundsson, þjálfari Reynis, þurfti að horfa upp á fyrsta tap sinna manna á tímabilinu. VF-mynd: Hilmar Bragi

Það var Hörður Sveinsson sem skoraði mark Reynis og jafnaði leikinn í 1:1 á 25. mínútu en það dugði ekki til. Yfirburðir Reynis í 3. deild í hafa verið talsverðir í sumar og hefur átta stiga forskot á næsta lið á toppi deildarinnar. Reynir hefur reyndar leikið ellefu leiki á meðan KV, sem er í öðru sæti, hefur leikið níu.

Leiknir R. - Keflavík Domusnovav. fös. 28/ 8 kl. 18:00 Grindavík - Vestri Grindavíkurvöllur lau. 29/8 kl. 14:00 Keflavík - Grindavík Nettóvöllurinn mið. 2/9 kl. 17:30

Lengjudeild kvenna: Augnablik - Keflavík Kópavogsv. fim. 27. 8. kl. 20:00

2. deild karla: Njarðvík - Kórdrengir Rafholtsvöllurinn fös. 28/8 kl. 18:00 Haukar - Þróttur Ásvellir fös. 28/8 kl. 19:15

Með sigrinum sitja Njarðvíkingar áfram í sjötta sæti en baráttan í 2. deild er mjög jöfn og spennandi, munar aðeins tveimur stigum á Suðurnesjaliðunum sem sitja í öðru og sjötta sæti (Þróttur 22 stig, Njarðvík 20). Það er ljóst að liðin mega ekkert misstíga sig í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni.

Viðburðir í Reykjanesbæ Galdraívaf í sumarlestri bókasafnsins Í Bókasafni Reykjanesbæjar er sumarlesturinn í fullum gangi. Í tilefni 40 ára afmælis Harry Potter þann 31. júlí 2020 munum við vera með galdraspil og sýningu á galdraveröld í Átthagastofu safnsins. Spilaspjaldið er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins og á rafrænu formi á heimasíðu safnsins. Lesturinn er skráður á þátttökuseðil sem hægt er að skila á safninu, eða á heimasíðu safnsins. Dreginn verður út lestrarvinningur úr pottinum í hverri viku í allt sumar. Allir geta verið með og sótt sér lestrarbingó, lestrarleiki og lestrarspil með galdraþema.

Leikir framundan: Lengjudeild karla:

Hörð barátta á toppnum

Víðir - Fjarðabyggð Nesfisk-völlurinn lau. 29/8 kl. 14:00 Þróttur - Njarðvík Vogaídýfuvöllur þri. 1/9 kl. 17:30 ÍR - Víðir Hertz völlurinn mið. 2/9 kl. 17:30

2. deild kvenna: Grindavík - ÍR Grindavíkurvöllur fim. 27/8 kl. 19:15 Álftanes - Grindavík Bessastaðav. mán. 31/8 kl. 18:00

3. deild karla: Reynir - Einherji BLUE-völlurinn lau. 29/8 kl. 13:00 Reynir - Elliði BLUE-völlurinn þri. 1/9 kl. 17:30

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið - Liðveisla Tónlistarskólinn - Ritari skrifstofu 50% Velferðarsvið - Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gervigrasvöllur við Reykjaneshöllina tekur á sig mynd

Gervigrasvöllur vestan megin við Reykjaneshöllina er óðum að taka á sig mynd en BYGG hefur unnið jarðvegsvinnu undanfarnar vikur. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 79% af kostnaðaráætlun eða tæplega 142 milljónir króna. Knattspyrnumenn í Reykjanesbæ stefna að því að geta sparkað bolta næsta vetur á nýjum utanhússgervigrasvelli en Reykjaneshöllin hefur ekki annað eftirspurn eftir tímum fyrir boltaspark í mörg ár í bítlabænum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Netspj@ll Allur grillmatur fer vel niður en uppáhaldið er norskur þjóðarréttur sem heitir „Ribbe“ eða „Pinnekjött“ segir Guðjón Skúlason m.a. í Netspjalli við Víkurfréttir.

Norskur þjóðarréttur í uppáhaldi hjá Guðjóni Gönguferðir voru á dagskrá Guðjóns Skúlasonar á ferðalögum hans innanlands í sumar. Hann fór í gönguferðir á Austurlandi, heimsótti nafnkunna ferðamannastaði og lék golf víðsvegar um landið. Guðjón segir árið 2020 vera sérstakasta ár sem hann hafi upplifað „... og í raun 2019 líka. Ég er í þannig starfi að niðursveiflan hefur verið stanslaus síðan að WOW féll og atvinnuástandið óstöðugt. 2020 er eitthvað sem maður á væntanlega eftir að rifja upp sem erfiðasta ár á flugtengdum rekstri og ár breytinganna og endalausra hagræðinga sem því miður eru oftar en ekki tengd starfsfólki,“ segir Guðjón m.a. í Netspjalli við Víkurfréttir í þessari viku. – Nafn: Guðjón Skúlason. – Árgangur: 1967. – Fjölskylduhagir: Giftur Ólöfu Einarsdóttur, börnin eru Hilmir Gauti, Gígja og hundurinn Plútó. – Búseta: Langholt 17, 230 Reykjanesbæ.

Árlegt systragrill sem hafði þemað „ferðumst innanlands“ þetta árið.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Móðir mín er Grethe Wibeke Iversen, fyrrverandi starfsmaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, hún er

norsk en fluttist til Íslands árið 1965 og gerðist flugfreyja hjá Loftleiðum. Faðir minn er Skúli Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Loftleiðum og Icelandair. Ég er alin upp í Keflavík og hef búið hér alla tíð, utan tveggja ára í Bandaríkjunum, og er núna búsettur í húsinu sem foreldrar mínu byggðu

á Langholtinu sem ég tel nú eina fallegustu götu bæjarins. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Innanlands, byrjaði á að sækja eiginkonuna á Borgarfjörð Eystri þar sem hún gekk á fjöll í fjóra daga, göngutúr um Loðmundar-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Guðjón og Ólöf í hinu vinsæla Stuðlagili.


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Myndin til hægri er tekin í Reynisfjöru.

fjörð, göngutúr í Stórurð sem er eitt fallegasta svæði sem ég hef séð á Íslandi, farið í Stuðlagil, síðan í Reynisfjöru, Jökulsárlón skoðað, farið að Svartafossi í Skaftafelli, kíkt á flakið á Sólheimasandi. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Bæði og. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Borgarfjörður Eystri, Stórurð, Stuðlagil og Reynisfjara. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Fegurð Stórurðar. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Nei, er ekki fastur við einn stað og finnst alltaf jafn gaman að sjá nýja fallega staði á þessu landi. Pabbi á bústað við Langá og þar er alltaf gott að vera þó ég hafi ekki verið mikið þar í sumar. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Ekkert skipulagt en hugsanlega stuttur túr á Snæfellsnesið.

Svartifoss.

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Velferð fjölskyldunnar, golf er mikið áhugamál þessa dagana, garðurinn og húsið og hundurinn

fær sinn skerf að öllum tímanum. Hef áhuga á körfubolta en fylgist bara með úr fjarska þessa dagana. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, tel mig ná að sameina þetta allt eins vel og hægt er. Börnin blómstra. Er búinn að spila á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Flúðum, Hellu, Öndverðarnesi, Laugarvatni, Mosfellsbæ, Keili í Hafnarfirði, Grindavík, Sandgerði og að sjálfsögðu í Leirunni. Garðurinn fallegur og berin líta vel út (rifs-, sól- og stikilsber), þannig að maður er að ná að sinna garðverkefnum líka. – Hvernig slakarðu á? Í gönguferðum með hundinn, í golfi og í góðra vina hópi þar sem gert er vel við sig í mat og drykk. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Allur grillmatur fer nú vel niður en uppáhaldið er norskur þjóðarréttur sem heitir „Ribbe“ eða „Pinnekjött“. Í fljótu bragði er þetta saltaður lambaskrokkur án læra, látin hanga í tvo mánuði, sagað í löng rif, útvatnað og gufusoðið á birkikubbum og borið fram með soðnum kartöflum, rófustöppu, bjór og snafs, mjög einfalt og gott um hver áramót á Langholti 17.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Matthew Santos er í miklu uppáhaldi en annars er ég alæta á tónlist en skora á alla að kynna sér MA / SA, sérstaklega plöturnar This Burning Ship of Fools, Quickly Disappearing og Into The Further. Prefab Sprout hafa líka alltaf verið ofarlega á lista ásamt Jeff Buckley sem féll frá allt of snemma. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi á íslensku stöðvarnar, Netflix og aðrar streymisveitur. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Reyni að horfa á fréttir og veðurfréttir ásamt íþróttum líðandi stundar. – Besta kvikmyndin? Semi Pro, Top Secret og grínmyndir yfir höfuð, annars ekki krítískur á bíómyndir. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þetta verða aðrir að dæma um. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi er að mér finnst óþarfi. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Allt svona meinhægt. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Man eftir því að afi minn frá Noregi kom í heimsókn árið 1970 og við eyddum mörgum tímum í að sparka á milli út í garði og hann var alltaf á því að ég ætti að leggja fyrir mig fótbolta en mér leið betur inni í íþróttahúsi og valdi því körfuna.

Við flakið á Só lheimasandi.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á Flúðum með Hannesi Ragnars og Dóru.

Pottar og lundar á Borgarfirði Eystri.

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Best að spyrja konuna um þetta að ég held. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 3! Þetta er væntanlega tilvitnun í körfuboltaferilinn en er opin fyrir krassandi titlum á þessari metsölubók. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eitt sérstakasta ár sem ég hef upplifað og í raun 2019 líka, er í þannig starfi að niðursveiflan hefur verið stanslaus síðan að WOW féll og atvinnuástandið óstöðugt. 2020 er eitthvað sem maður á væntanlega eftir að rifja upp sem erfiðasta ár á flugtengdum rekstri og ár breytinganna og endalausra hagræðinga sem því miður eru oftar en ekki tengd starfsfólki.

Pallurinn og gullregnið í blóma.

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ekki of bjartsýnn á atvinnuástandið og hvað á að koma landinu til bjargar úr þessari „kreppu“ oft talað um að hafa fleiri körfur undir eggin okkar en það er ekki auðvelt í framkvæmd á okkar svæði. Við búum á frábærum stað sem hefur upp á allt að bjóða en heildarsýnin þarf að vera sterkt og til langs tíma. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Man ekki eftir einhverjum sem stendur upp úr, margir fimm aurar sem fljúga daglega.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

fjölskyldan við „Friends“-gosbrunnin í NY.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Stórurð er magnaður staður á Austurlandi.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Yfir 200 óku of hratt við skóla SUÐURGATA 8, REYKJANESBÆ Opið hús fimmtudaginn 27 ágúst frá kl: 17 til 17:30

Á þriðja hundrað ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni grunn- og leikskóla í Reykjanesbæ í vikunni. Lögreglan mun halda uppi hraðaeftirliti í nágrenni allra skóla á Suðurnesjum næstu vikur og sekta þá sem aka of hratt. Lögreglan hefur áður bent á að rík ástæða er fyrir því að hámarkshraði í grunnskóla- og íbúðahverfum er 30 km/klst. Líkurnar á banaslysi eru 10% þegar ekið er á gangandi vegfaranda á 30 km/klst. en hækka í 85% þegar hraðinn er kominn í 50 km/klst. „Því viljum við hvetja ökumenn til að sýna aðgát og virða hámarkshraða. Við munum halda þessu eftirliti áfram og verður eftirlit við alla grunnskóla á Suðurnesjum í vetur,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Bragi GK rifinn á Garðskaga Garðatorg eignamiðlun og Steinar S. Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 898-5254, steinar@gardatorg.is, kynna til sölu vel staðsetta 64,4 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð (1. hæð) í fjöleignarhúsi fyrir 55 ára og eldri. Íbúðinni fylgir sér geymsla. Íbúðin er laus og til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Verð 26.5 m.

Starf í boði hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Ritari á skrifstofu - 50% starf Tónlistarskóli Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða ritara á skrifstofu í 50% starf. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2020. Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Á sama tíma og til sendur að mála Hólmstein GK, sem er safngripur á byggðasafninu á Garðskaga, þá er verið að rífa annan safngrip. Það er báturinn Bragi GK sem staðið hefur við safnið til fjölda ára. Bragi var farinn að láta verulega á sjá vegna skorts á viðhaldi en þegar bátar eru teknir á þurrt þurfa þeir góða aðhlynningu því annars eru veður fljót að vinna á þeim.

Íbúðum fækkað um átján og hluti bílastæða ofanjarðar Engar athugsaemdir bárust vegna breytinga á deiliskipulagi við Hafnargötu 12 í Keflavík. Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að íbúðum er fækkað úr 58 í 40, heimilt verður að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar.

Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

HÚSASMIÐJU DAGAR

Lýkur um helgina

Parket -25% • Sláttuvélar -30% • LADY málning -20% • Háþrýstidælur (Nilfisk) -20%

Slönguhjól (Claber) -20% • Viðarvörn (Jotun) -20% • Pallaolía -20% • Pallahreinsir -20%

Útimálning -20% • Allt í berjatínsluna -20% • Vegg & loftamálning (Jotun) -25% • Flísar -25% Handlaugar (Laufen) -20% • Bað- og eldhúsplötur (Berry Alloc) -20% • Hillurekkar (Avasvo) -20% Rafmagnshlaupahjól -20% • Blöndunartæki (Grohe) -20% • Salerni (Laufen) -20%

Vinyl parket -25% • Ryksugur (Nilfisk) -20% • LADY lakk -20% • Reiðhjól -25% Garðhúsgögn -30% • Ferðavörur -30% • Sumarleikföng -30%

...skoðaðu enn fleiri tilboð í vefblaðinu á husa.is

20%

af allri pallaolíu, viðarvörn og útimálningu

69.990 78.990 kr

kr

Þvottavél 1400 sn. EW2F304R6. Magn af þvotti mest 8 kg, 1400 snúninga, A+++ orkuflokkur. 1805698

Verð án skráningarkostnaðar

199.900 Enox EM215 rafmagnsvespa

kr

Einstaklega lipurt og umhverfisvænt farartæki. Hámarkshraði 45 km/klst. og drægni á rafhlöðu er allt að 60 km. 3903100


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fyrsti skóladagur í nýjum Stapaskóla

N

ýjasti skóli Reykjanesbæjar, Stapaskóli í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, er að hefja starfsemi og tók á móti fyrstu nemendum síðasta þriðjudag. Kennarar mættu til starfa viku fyrr og hafa undirbúið móttöku um 330 nemenda. „Það er horft til framtíðar í nýjum skóla, það er alveg óhætt að segja það. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2016 þannig að þetta er stór stund fyrir okkur þegar fyrstu nemendur koma til starfa,“ segja Gróa Axelsdóttir, skólastjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.

Nemendur í 1. bekk mæta til skólasetningar á þriðjudaginn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Nemendur í 1. bekk fengu rós frá skólanum á fyrsta skóladegi.

Frá fyrsta skóladegi í nýjum Stapaskóla síðasta þriðjudag.


kar a b m e s a ld y k ls ö fj a r a k a Hérastubbur er b vegan-bakkelsi. Bragðið finnst í g o ð u a r b r, u k ö k r la æ s vin r a n n e h r u ð æ r b g o r u hild fn a r H i, g ig S i. ín s a g a m ja Suðurnes . ík v a d in r G í i ð æ r d n a v baka engin

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Hughrif í bæ var átakshópur sem hafð

i það m.a. að markmiði að fe gra og gera REYKJANE SBÆ skemmtilegri og fallegr i. Allt um það í Suðurnes jamagasíni.


34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Missi aldrei af þáttunum mínum

Með okkar augum

Netspj@ll


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 35

Magnús Orri Arnarson er átján ára gamall, að verða nítján núna í september. Magnús vinnur við sjónvarps- og kvikmyndagerð og er einnig að starfa sem fimleikaþjálfari og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun. Hann starfar í björgunarsveit og hefur mikinn áhuga á lögreglustörfum ásamt því sem kvikmyndagerð á hug hans allan. Magnús Orri svaraði nokkrum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir. Magnús missir aldrei af þáttunum sínum Með okkar augum. augum.

– Nafn: Magnús Orri Arnarson. – Árgangur: 2001. – Búseta: Garður, Suðurnesjabær.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég bý með fjölskyldu minni og einum yndislegum hundi sem heitir Gloría. Ég er ættleiddur frá Kalkútta á Indlandi og hef búið á Íslandi frá því ég var hálfs mánaða gamall og tala fulla íslensku. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Ferðin var heitin á nokkra staði, t.d á Vík í Mýrdal þar sem við, sjónvarpshópurinn Með okkar augum, vorum að taka þar upp og skelltum okkur einnig í zipline sem var bara heví gaman. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Að mestu leiti voru ferðir skipulagðar eftir verði og hvenær ­upptökur gátu hafist á ný vegna Covid-19. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Akureyri og Vík í Mýrdal.

– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Hvað allir voru hamingjusamir og kurteisir á þeim stöðum sem við vorum á. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Já, Akureyri City allan daginn, förum alltaf þangað um versló. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Nei, ekki eins og er en hver veit að maður fari eitthvað með Björgunarsveitinni eða bara í tökum í vetur :-)

– Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Minn uppháhaldsmatur hlýtur að vera mexíkósk kjúklingasúpa að hætti mömmu.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ummm ... ég er voða mikið að hlusta þessa dagana á tónlist sem var í Eurovision-myndinni og svo fíla ég mikla stuðtónlist og nota það voða mikið í klippum sem ég klippi. Svo er eg stundum á búa sjálfur til tónlist fyrir RÚV og svona.

sinu í Frumleikhú Leikur, tjáning, dans, söngur, framkoma og margt fleira.

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Kvikmyndagerð er mitt helsta og skemmtilegasta áhugamál en ég hef mikinn áhuga á björgunarsveit, fimleikum og fimleikaþjálfun.

Leiklistarnámskeið fyrir börn fædd 2008–2015. Kennt á mánudögum og fimmtudögum. Sex vikna námskeið einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Skipt verður í hópa eftir aldri.

– Hvernig slakarðu á? Ég slaka yfireitt aldrei á, ég er alltaf að vinna. Á sumrin er ég í tökum alla daga til kl. 17 og svo að klippa til u.þ.b. eitt eða tvö á kvöldin, á veturnar er ég að þjálfa og æfa eftir skóla og langt fram á kvöld.

Skráning fer fram á: https://forms.gle/kvzkpJN2GqWuy6sF9

Námskeiðið hefst mánudaginn 7. september.

Einnig er hægt að senda tölvupóst á gylturnar@gmail.com Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-1006 (Guðný) eða 690-3952 (Halla Karen). Umsjónarmenn námskeiðsins eru Verð: 10.000 kr. Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir.


36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég er núna búinn að horfa mikið á Stöð 2 maraþon á bara allskonar þætti. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég missi aldrei af þáttunum mínum Með okkar augum. – Besta kvikmyndin? Besta kvikmyndin heitir Wonder sem kom út árið 2017. – Hver er uppáhaldsbókin þín? Ætli hún sé bara Morgunblaðið? NEI DJÓK! – Hvað fer mest í taugarnar á þér? Mesta sem fer í taugarnar á mér þegar klippiforritið „krassar“ og ég gleymdi að vista, þá verð ég ekki glaður. HAHAHA ...

Á ferðalögum sínum í sumar kom það Magnúsi Orra skemmtilega á óvart hvað allir voru hamingjusamir og kurteisir á þeim stöðum sem hann heimsótti.

Björgunarstörf eru Magnúsi hugleikin og hann er félagi í Björgunarsveitinni Ægi í Garði.

– Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Fatlaðir geta ekki breytt því hvernig þeir eru en kannski getum við breytt hvernig við sjáum. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Þetta er ein stór VEIZLA,“ er það sem ég nota eiginlega of mikið. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Hjálpsamur og kurteis“. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég vona að allir muni njóta komandi tíðar sem er að koma þrátt fyrir covid og hlýði fyrirmælum landlæknis og almannavarna.

„Besti brandarinn er að ég labbaði á ljósastaur í miðjum tökum með u.þ.b. sex kílóa myndavél á mér ...“

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Besti brandarinn er að ég labbaði á ljósastaur í miðjum tökum með u.þ.b. sex kílóa myndavél á mér og það skemmtilega við það að er að það náðist á mynd.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Nýtt blað

Handlaugartæki Concetto

25%

14.470

15332204 Almennt verð: 19.295

Start Edge

Sturtusett

13.595 20%

59.495

Eldhústæki, krómað

Tempesta 210 með blöndunartæki

15331369 Almennt verð: 16.995

15327922 Almennt verð: 69.995

Allarðir innihu0r% á 2 tti afslæ

30%

20%

Vatnshelt

Harðparket

100klst

Fairland eik 192x1285mm, 8mm

Vegg- og gólfflís 30x60cm, grá

2.795kr./m

3.835kr./m2

2

0113665 Almennt verð: 3.992 kr./m2

18088516 Almennt verð: 4.794kr./m2

Vinnur þú

Litaráðgjöf & málningu?

@karenoskam @bykoehf

Dregnir verða út tveir heppnir fylgjendur þriðjudaginn 8. september sem vinna innanhússlitaráðgjöf frá Kareni og 50.000 kr inneign í BYKO fyrir málningu og verkfærum. Í litaráðgjöfinni felst að Karen kemur á staðinn og tekur út rýmið með heimilisfólki. Hún fer yfir hugmyndir þeirra og óskir um liti og sendir tillögur að litavali fyrir heimilið. Að sjálfsögðu er einnig mögulegt að fá vefráðgjöf.

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt: Fylgdu BYKO á Instagram, líkaðu við myndina fyrir leikinn og skrifaðu í athugasemd við myndina hvaða litur er í uppáhaldi hjá þér í nýja litakortinu hennar Karenar

Auðvelt að versla á byko.is

Karen Ósk Innanhússráðgjafi

15%


38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 39

„Tilfinningin yfirþyrmandi um að ég hefði ekki hundsvit á þessu“ Keflvíkingurinn Helga Jóhanna Oddsdóttir tók við starfi sviðsstjóra rekstrarsviðs HS Veitna fyrr á árinu. Hún segir orkufyrirtækin í mikilli og hraðri þróun. Langflestir Suðurnesjamenn greiða nú minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður.


40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Orkufyrirtæki eru í mikilli og hraðri þróun og margt sem ég þarf að læra og setja mig inn í næstu misserin. Mér leist satt best að segja ekki alveg á blikuna þegar ég sat fyrstu framkvæmdastjórnarfundina í vetur enda umræðuefnið viðbragðsáætlanir við jarðhræringum og mögulegum eldgosum og áhrifum þeirra á kerfið okkar og vatnsból,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna en hún tók við því starfi fyrr á árinu.

Páll Ketilsson pket@vf.is

H

elga segir að fyrstu vikurnar og mánuðirnir hafi verið krefjandi og áskorun í nýju starfi þar sem hún jafnvel efaðist um kunnáttu sína í jafn sérhæfðum rekstri og HS Veitur sinna. „Ég hóf störf í byrjun febrúar að hluta og var svo komin inn að fullu 1. mars eftir að hafa verið í eigin rekstri ráðgjafa og stjórnendaþjálfunarfyrirtækis frá upphafi árs 2012. Starfið er mjög spennandi og fjölbreytt en undir rekstrarsvið falla málaflokkarnir mannauðsmál, upplýsingatækni, þjónustuver og innheimta, öryggismál, gæða- og skjalamál ásamt markaðs- og kynningarmálum. Að auki gegni ég hlutverki staðgengils forstjóra. Ég viðurkenni að um leið og mig kitlaði af spenningi yfir krefjandi verkefnum varð tilfinningin yfirþyrmandi um að ég hefði bara ekki hundsvit á þessu og myndi örugglega ekki eiga neitt í samstarfsmenn mína, sem hafa lifað og hrærst í þessu í áratugi. Þeir hafa lagt sig fram við að koma mér inn í málin og eru ótrúlega þolinmóðir þegar ég spyr ítrekað spurninga sem koma upp um fákunnáttu mína.“

Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir viðskiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.

og pípulagnir. Ég vona að konur sýni þessum fögum aukinn áhuga á komandi árum þar sem verkefnin eru alls ekki eingöngu „karllæg“ og störfin þróast hratt með aukinni tækniþróun. Helga segir verkefni rekstrarsviðs fjölbreyttari en hún átti von á og starfsemin að sama skapi áhugaverð þar sem HS Veitur gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ábyrgðarhluti að tryggja eins hnökralausa þjónustu og kostur er. „Laga- og reglugerðarbreytingar á raforkumarkaði eru fyrirferðarmiklar þessi misserin og töluverð aðlögun í okkar kerfum og verkferlum sem þeim fylgja. Það er líka spennandi lærdómur að kynnast því hvernig dreifiveitur eru rammaðar inn í lög og reglugerðir m.a. með stífum tekjuramma og kröfur á að reksturinn og fjárfestingar haldist innan þess ramma. Ábyrgur rekstur er þannig ekki eingöngu sjálfsögð krafa stjórnar félagsins líkt og gengur og gerist í einkageiranum heldur erum við beinlínis sett í ramma sem við verðum að halda okkur innan og aðlaga okkur að því.“

Áhersla á sjálfvirknivæðingu

„Við erum stöðugt að skoða hvernig við getum bætt þjónustuna við viðskiptavini okkar og erum að leggja aukna áherslu á sjálfvirknivæðingu og hagræðið sem af henni hlýst. Þar Hundrað manns í fjölbreyttum störfum ber hæst verkefnið að snjallvæða vatns- og rafmagnsmælana þ.a. álestur skili sér sjálfvirkt og Hjá HS Veitum starfa tæplega 100 manns á urinn er og hefur verið góður, þar sem starfs- gjaldfært sé fyrir rauntímanotkun í stað áætlana fjórum starfsstöðvum. Auk Reykjanesbæjar aldur er hár og lítið um starfsmannaveltu eins og ávallt hefur verið. Álestrar á staðnum erum við með starfsstöðvar í Hafnarfirði, í Ár- nema sökum aldurs. Eðli málsins samkvæmt verða þar með barn síns tíma nema í undanborg og í Vestmannaeyjum. Starfsfólkið okkar eru karlmenn í meirihluta og fjölmennustu iðn- tekningartilvikum. Við gerum ráð fyrir að þessu býr yfir mikilli reynslu og ljóst að vinnustað- greinarnar sem við byggjum á eru rafvirkjun verkefni verði að mestu lokið í lok árs 2022 en


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 41

Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni.

á veitusvæðum okkar eru um 50.000 mælar tengdir hjá viðskiptavinum og skipta þarf út hverjum og einum. HS Veitur eru í fararbroddi hvað þessa þróun varðar á landinu . Þessu tengt erum við stöðugt að bæta og auka aðra þjónustu okkar við viðskiptavini í gegn um heimasíðu og með auknu aðgengi fólks að upplýsingum um sín mál á „Mínum síðum“. Þetta þýðir að við þurfum að huga vel að uppbyggingu upplýsingatækni umhverfisins og vera vakandi fyrir þeim nýjungum sem fram koma og fullnýta þá möguleika sem skapast til aukinnar skilvirkni.“

Ánægjulegt samstarf við skóla „Við leggjum einnig áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og bjóðum í vetur upp á valáfanga í efstu bekkjum grunnskóla annað árið í röð, sem ber heitið „Orka og tækni“. Skólarnir sem við erum í samstarfi við í vetur eru Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Þetta samstarf verður vonandi liður í því að auka áhugann á þeim iðngreinum sem í boði eru í F.S. þannig

að nemendum gefist áfram kostur á að ljúka grunnnámi í þeim í heimabyggð. Innan þessara greina leynist einmitt okkar mannauður til framtíðar og því ekki úr vegi að leggja okkar af mörkum þar. Innanhúss er af nógu að taka líka og má nefna að við vinnum nú að því að hljóta jafnlaunavottun sem verður vonandi í húsi fyrir árslok eða í byrjun næsta árs. Eins eru öryggismálin okkur hugleikin og hafa viðbragðáætlanir verið gerðar og eru í stöðugri endurskoðun.“ - Nú réðist fyrirtækið í miklar breytingar á hemlakerfi á heimilum á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum. Hvernig miðar því verkefni áfram? Hvernig hefur notkun á heitu vatni breyst í kjölfarið? „Verkefnið var viðamikið en gekk vel. Gamla hemlakerfið var þannig að viðskiptavinir keyptu ákveðið magn af vatni, óháð því hversu mikil þörfin var í raun á hverjum tíma. Viðskiptavinurinn fékk þannig alltaf það magn sem hann keypti, óháð því hvernig hann nýtti það t.d. til húshitunar í hlýju veðri, botn-

laus leki í heita pottinn og svo má áfram telja. Við höfum nú skipt út þeim hemlum sem við ætluðum okkur hjá viðskiptavinum okkar og þannig bætt umgengni um auðlindina sem heita vatnið okkar er, til muna. Sóun á heitu vatni er nú mun minni en áður og hugsunarháttur fólks hefur gjörbreyst í kjölfarið. Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir viðskiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.“ – Hvernig hefur starfsemin gengið á tímum Covid-19 hjá HS Veitum? Hefur faraldurinn haft einhver áhrif á hana? „Okkar starfsemi breyttist ekki mikið í grunninn í Covid. Áherslur okkar síðastliðið vor miðuðu allar að því að verja starfsfólkið okkar og tryggja þeim eins öruggt starfsumhverfi og hægt var, ásamt því að sinna áfram okkar þjónustu. Sú áhersla er enn í fullu gildi og við fylgjumst náið

Helga og Einar á hjólunum.


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Helga með Jónínu móður sinni í sumar.

Ég var snemma farin að taka til hendinni enda áhersla á það í uppeldinu að maður ætti að axla ábyrgð og standa sig hvort sem var í námi eða vinnu og leggja sitt af mörkum. Ég veit að sumum finnst nóg um þegar ég fer á flug og ég hef lagt mikla áherslu á að beisla orkuna þegar svo ber við. Ætli ég hafi það ekki frá pabba að geta orðið óþolandi kröfuhörð.

með þróun mála og áherslum almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hægðum aðeins á mælaskiptaverkefninu í upphafi þar sem það krefst þess að okkar fólk fari inn á heimili fólks í flestum tilvikum. Eins lokuðum við skrifstofunum um tíma og skiptum fólki í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann á staðnum og hinn heima aðra hvora viku. Starfsfólkið okkar var upp til hópa ótrúlega jákvætt og tilbúið að aðlagast breyttum aðstæðum. Við settum upp heimatengingar þar sem verkefni mátti leysa að heiman og skiptum útimönnunum okkar vel upp þannig að þeir mættust ekki og fóru ekki á sömu staðina.“ – Hvað geturðu sagt lesendum Víkurfrétta um þig? „Ég er fædd og uppalin í Keflavík, gift Einari Jónssyni og eigum við samtals fimm syni, forgjafirnar mínar, Hauk, Ástþór og Breka, sem allir eru orðnir ráðsettir fjölskyldumenn, og tvíburana mína Odd Fannar og Tómas Inga, sextán ára. Svo var ég ekki búin að vera nema níu ár í móðurhlutverkinu þegar fyrsti lottóvinningurinn kom í heiminn og ég fékk ömmutitilinn. Síðan þá eru vinningarnir orðnir fimm og sá sjötti á leiðinni. Við Einar munum því geta haldið okkar eigin körfuboltamót innan fárra ára og smalað í þrjú lið án vandræða.

Ég var snemma farin að taka til hendinni enda áhersla á það í uppeldinu að maður ætti að axla ábyrgð og standa sig hvort sem var í námi eða vinnu og leggja sitt af mörkum. Ég veit að sumum finnst nóg um þegar ég fer á flug og ég hef lagt mikla áherslu á að beisla orkuna þegar svo ber við. Ætli ég hafi það ekki frá pabba að geta orðið óþolandi kröfuhörð. Foreldrum mínum, Oddi Sæmundssyni, skipstjór,a og Jónínu Guðmundsdóttur, kennara og síðar skólastjóra í Holtaskóla, var alltaf umhugað um okkar góða samfélag og höfðu hvort um sig áhrif á fjölda ungs fólks, pabbi á sjónum sem kröfuharði „karlinn í brúnni“ og mamma sem strangur en sanngjarn kennari. Mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar fólk rifjar upp kynni sín af þeim og hvaða góðu áhrif þau höfðu. Eftir grunnskólagönguna í Myllubakkaskóla og Holtaskóla fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1993. Eftir stúdentspróf var ég frekar áttavillt og vissi lítið hvert ég vildi stefna. Ég hóf þó nám í hjúkrunarfræði um haustið. Ég fann að það átti ekki við mig svo ég tók mér frí frá námi og dvaldi í Þýskalandi í rúmt ár sem Au-Pair auk þess að stunda nám í þýsku við háskólann í Bochum. Eftir að heim kom tók ég áhugasviðspróf og úr því kom að viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun væri mitt fag. Ég


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 43

ákvað að láta slag standa þrátt fyrir efasemdir, og hef ekki séð eftir því að hafa valið þá leið enda hagnýtt og skemmtilegt nám sem opnar á fjölmarga möguleika. Ég lauk svo meistaragráðu í viðskiptafræðinni árið 2005 frá H.Í. og hef síðan þá bætt við mig gráðu í markþjálfun, tekið kúrsa mér til yndisauka í meistaranámi í lögfræði við H.R., lokið diplomanámi í tilfinningalegri heilun (emotional healing) og margt fleira. Það er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu þannig að maður veit aldrei hvaða stefnu maður tekur næst.“ Hvernig hefur sumarið farið með þig og fjölskylduna? „Sumarið hefur verið mjög annasamt og óvenjulegt að mörgu leyti. Pabbi kvaddi eftir erfið veikindi í lok apríl þannig að sumarbyrjunin var ljúfsár og tregablandin. Hann spilaði svo stórt hlutverk í lífi okkar allra í fjölskyldunni og vináttan og samverustundirnar það sem við mátum mest og söknum mikið. Vegna Covid riðluðust ferðaplönin einnig nokkuð en við hjónin höfum verið meðlimir í góðgerðarverkefninu Team Rynkeby á Íslandi sl. tvö ár og ætluðum að hjóla með liðinu frá Danmörku til Parísar í júlíbyrjun. Af því varð ekki en liðið hjólaði innanlands í staðinn. Að auki ætluðum við að keppa í hálfum járnkarli á Mallorca í maí en sem betur fer formsins vegna frestaðist það um ár. Við fjölskyldan tókum okkur upp og fluttum aftur heim í byrjun ágúst, eftir að hafa búið

Helga, Einar og hluti drengjanna á ferðinni í sumar.

síðastliðin sjö ár í Garðabæ. Flutningar eru alltaf heilmikið verkefni og ágætis hreinsun um leið. Við verðum vonandi lent mjúklega á nýja heimilinu í byrjun október og hlökkum mikið til að sjá meira af vinum og fjölskyldu en undanfarin ár. Við vorum því að mestu heimavið í sumar en náðum þó að skjótast aðeins í sveitina okkar inn á milli anna og eiga samverustundir með bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra. Ungu mennirnir okkar hófu nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú í vikunni og taka spenntir á móti vetri. Annar spilar körfu af kappi og skipti úr Stjörnunni yfir í Njarðvík (pabbanum og elsta bróðurnum til mikillar gleði) og hinn er að hefja fótboltaæfingar með Keflavík að nýju eftir að hafa valið körfuboltann framyfir í nokkur ár. Það er ótrúlega notalegt að finna hlýjuna og vináttuna sem þeim mætir eftir langa fjarveru. Við erum sem sagt búin að vera í hálfgerðri þeytivindu frá því Covid skall á í vetur og ég held ég geti því sagt að við tökum fagnandi á móti rútínunni og því sem henni fylgir eftir óvenjulega og á stundum mjög erfiða vor- og sumarmánuði.“ Nú eru blikur á lofti í samfélaginu vegna heimsfaraldurs þegar haustið og vetur nálgast. Hvernig leggst það í þig? „Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð

einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. Ég veit að bæjaryfirvöld á svæðinu hafa lengi lagt sig fram við að bæta úr og beint sjónum sínum að öflugri atvinnuþróun. Við megum bara ekki sofna á verðinum þegar vel gengur í einni grein og halda áfram að vinna að því að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri. Við verðum nú að vona að flugið og þar með atvinnulífið á svæðinu taki við sér að nýju sem allra fyrst og að þessu tímabili fylgi dýrmætur lærdómur sem byggja má á til framtíðar. Það mun reyna á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að lifa með veirunni næstu misseri og gera áætlanir sem miða að því að aðlaga starfsemina að því sem upp kemur. Í raun má segja að við séum ekki lengur í fordæmalausu ástandi, það var í vor, og mikilvægt að byggja á þeim lærdómi sem þá fékkst. Ég hef einnig ákveðnar áhyggjur af því hvaða áhrif mikið atvinnuleysi hefur á líðan barnanna okkar og tel að við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því og reiðubúin að styðja vel við barnafjölskyldur. Vonandi náum við að halda skólunum opnum og starfseminni þar í sem eðlilegustu horfi þannig að börnin fái sem mesta rútínu. Þrátt fyrir dökkt útlit er ég að eðlisfari bjartsýn og trúi að með því að hlúa vel að hvert öðru, náum við að lágmarka áhrif þessa áskorana á líðan barna og ungmenna á þessum erfiðu tímum. Það eru langtímaáhrif sem ekki má vanmeta,“ segir Helga Jóhanna að lokum.


44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hálendið okkar heillar alltaf Guðmundur Birkir Agnarsson hefur alltaf haft gaman að ferðalögum og öðrum notalegum stundum með fjölskyldunni. „Hálendið okkar heillar mig alltaf. Þá eru björgunarmál mér alltaf hugleikin en þau voru mitt aðaláhugamál til margra ára þegar ég var björgunarsveitarmaður í Grindavík en í dag eru þau reyndar einn angi af annars nokkuð fjörbreyttu starfi mínu,“ segir hann í Netspjalli við Víkurfréttir.

Netspj@ll


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 45

– Nafn:

Guðmundur Birkir Agnarsson.

– Árgangur: 1972.

– Fjölskylduhagir:

Ég er kvæntur Lóu Björgu H. Björnsdóttur og eigum við tvo unglingsstráka sem heita Agnar Ingi og Björn Atli. Fjölskyldu-„selfie“ við Brúarhlöð.

– Búseta: Grindavík.

– Hverra manna ertu og hvar upp alinn? Foreldrar mínir eru Sólveig Guðbjartsdóttir og Agnar Guðmundsson. Ég er fæddur Grindvíkingur og alinn upp þar. Var þó í sveit í Hrútafirði í mörg sumur og tel mig því að hluta til alinn upp þar líka. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Við fjölskyldan eigum okkur sælureit við Laugarvatn þar sem til stóð að eyða sumarfríinu að hluta í nýju stöðuhýsi sem koma átti til landsins snemma í vor. Einnig vorum við með í huga nokkurra daga ferðalag um Vestfirði. Vegna Covid-ástandsins þá kom nýja húsið hins vegar ekki fyrr en um miðjan júlí, rétt þegar við hjónin vorum byrjuð í sumarfríi, þannig að fríið fór að

mestu í að koma húsinu fyrir, smíða palla og skjólveggi og laga til aðra aðstöðu. Það varð því ekkert úr Vestfjarðaferðalagi þetta árið. Við fórum þó einhverja bíltúra á Suðurlandinu. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Það var svo sem ekki búið að skipuleggja mikið þó við hefðum einhver plön, enda höfum við oftast látið það ráðast hvernig við eyðum sumarfríum. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Við fórum svo sem ekki víða í sumar nema aðeins um Suðurlandið eins og áður segir. Kíktum að sjálfsögðu á Gullfoss og Geysi sem eru alltaf flottir staðir.

Synirnir á standbrettum á Laugarvatni.

Mér þykir alltaf gaman og notalegt að komast inn í Þórsmörk ...

Fórum líka upp á virkjunarsvæðin í Þjórsá og Tungnaá og er ég reyndar alltaf heillaður af þessu samspili á nýtingu náttúruauðlinda og mögnuðu hálendisumhverfi. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Mér þykir alltaf gaman og notalegt að komast inn í Þórsmörk. Það var þó ekki á planinu að fara þangað í sumar. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Það eru svo sem engin plön um það en hver veit nema við skjótumst eitthvað, þó það væru bara dagsferðir. Það væri til dæmis gaman að renna inn í Landmannalaugar eða kíkja á Þórsmörk í haustlitunum.

Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar


46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Við Brúarhlöð rennur Hvítá hljóðlega um þröng gljúfur. Magnaður staður.

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Ég hef alltaf haft gaman að ferðalögum og öðrum notalegum stundum með fjölskyldunni. Hálendið okkar heillar mig alltaf. Þá eru björgunarmál mér alltaf hugleikin en þau voru mitt aðaláhugamál til margra ára þegar ég var björgunarsveitarmaður í Grindavík en í dag eru þau reyndar einn angi af annars nokkuð fjörbreyttu starfi mínu. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Ekki get ég nú sagt það. Við höfum því miður ekki verið nógu dugleg að ferðast síðustu ár þar sem aðrir hlutir hafa verið settir í forgang eins og gengur og gerist – en okkur langar að bæta úr því á næstu árum. – Hvernig slakarðu á? Það getur verið góð afslöppun að horfa á góða bíómynd með fjölskyldunni. Einnig að lesa góða bók. Mætti gera mun meira af hvoru tveggja.

– Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Gott lambalæri klikkar ekki. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ingó veðurguð og Helgi Björns hafa verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér í sumar.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi nú frekar lítið á sjónvarp en það kemur þó fyrir að ég nái í bíómynd á VOD eða Netflix. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Það er helst að ég reyni að ná veðurfréttum í sjónvarpi en

keppist svo sem ekkert við það, enda yfirleitt búinn að vera að fylgjast með veðurfréttum allan daginn. – Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption kemur strax upp í hugann. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur.

Sælureiturinn við Laugarvatn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47

Lóa og strákarnir við Geysi .

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Ekkert sem ég tek eftir sjálfur (nú fæ ég örugglega að heyra hvað það er).

Þegar ég var eins og hálfs árs fékk ég skurð á milli augnanna sem var afleiðing þess að höfuðið fór hraðar yfir en fæturnir ...

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Sem áhugamaður um björgunarmál þá bíð ég alltaf spenntur eftir næstu Útkalls-bók frá Óttari Sveinsyni. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég á það til að vera óþolinmóður, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum, en aldur og reynsla hafa þó kennt mér að hemja mig.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Oft hefur maður nú hugsað hversu frábært það væri að geta ferðast til baka og breytt gangi sögunnar en líklega hefði maður nóg að gera ef það væri hægt og kannski væri það ekki alltaf til bóta. Hins vegar væri gaman að geta farið til baka og verið áhorfandi að hinum ýmsu stórviðburðum sem markað hafa land og þjóð. Það er nóg af slíkum viðburðum og erfitt að gera upp á milli þeirra. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Sá sem tekur að sér það hlutverk að skrifa ævisöguna mína verður að finna einhvern sölulegan titil. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Það hefur vissulega eitt og annað gengið á það sem af er þessu

blessaða ári og ber þar hæst jarðhræringar við Grindavík og svo að sjálfsögðu Covid-faraldurinn og afleiðingar hans en þessir tveir þættir hafa vissulega skapað óöryggi. Ætli það eigi því ekki vel við að nota orð ársins og segja að upplifunin hafi að mörgu leyti verið frekar „fordæmalaus“. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Covid-ástandið er nú ekki að skapa sérlega góðar væntingar gagnvart efnahagsástandi þjóðarinnar á komandi misserum en fyrir mig persónulega þá hef ég góða tilfinningu fyrir komandi hausti og vetri. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Fimmaurabrandarar falla vel í kramið hjá mér og hér er einn slíkur: Nágranni minn barði harkalega í hurðina hjá mér klukkan tvö um nótt. Hugsið ykkur ... klukkan TVÖ UM NÓTT! Sem betur fer var ég vakandi að spila á sekkjapípuna mína.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Þolinmæði er dyggð. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var eins og hálfs árs fékk ég skurð á milli augnanna sem var afleiðing þess að höfuðið fór hraðar yfir en fæturnir. Einhverra hluta vegna man ég vel þegar hún Ólavía, þáverandi hjúkrunarkona í Grindavík, deyfði mig áður en hún saumaði mig saman.

Pallasmíði á Laugarvatni.


48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ELENORA er kolfallin fyrir súrdeigsbrauði

„Þetta var allt virkilega fljótt að gerast en ég bakaði allar uppskriftirnar og skrifaði alla bókina á aðeins tveim vikum. Þetta var þvílíkt púsluspil þar sem ég var í fullri vinnu á meðan“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 49

Njarðvíkurmærin Elenora Rós Georgsdóttir, Suður­ nesjamaður ársins 2017 hjá Víkurfréttum, átti sér draum um að gefa út bók um brauð og kökur. Nú er hann að verða að veruleika og BAKAÐ með Elenoru Rós kemur út í haust. Hún bakaði uppskriftirnar og skrifaði alla bókina á aðeins tveim vikum í sumar.

„Bókin er virkilega fjölbreytt og stútfull af nýjum uppskriftum og góðum ráðum. Þetta er eiginlega covid-barnið mitt þar sem hugmyndin að bókinni varð til í samkomubanninu,“ segir Elenora Rós Georgsdóttir, bakaranemi og Suðurnesjamaður ársins 2017. Elenora Rós hefur verið dugleg á samfélagsmiðlum og margir fjölmiðlar hafa sagt frá ævintýrum bakaranemans úr Innri-Njarðvík. Þá hefur hún verið reglulegur viðmælandi á útvarpsstöðinni K100. – En hvað geturðu sagt okkur um þessa bók? „Mér þykir ofboðslega vænt um þessa bók. Ég fékk skilaboð frá Jóni Axel Ólafssyni sem sagði mér að ég ætti að gefa út bók í byrjun árs. Ég átti mér draum um að gera það einn daginn en bjóst ekki við að gera það svona ung. Eitt leiddi að öðru og örfáum vikum eftir þessi skilaboð var ég komin með útgáfusamninginn í hendurnar og allt fór á fullt.“

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Bókin skiptist í fimm kafla og fjalla þeir um súrdeigsbakstur, brauðrétti, sætabrauð, þjóðlegt bakkelsi og samlokur. „Það ættu allir að finna sér eitthvað í þessari bók. Eddan gefur út bókina og um uppsetninguna á henni sér ritstýran mín, hún Þóra Kolbrá. Hún er algjör gullmoli og á mikið hrós skilið. Bókin verður yfir 150 blaðsíður og mun koma út í haust, líklegast í október og mun bera nafnið BAKAÐ með Elenoru Rós. Þetta var allt virkilega fljótt að gerast en ég bakaði allar uppskriftirnar og skrifaði alla bókina á aðeins tveim vikum. Þetta var þvílíkt púsluspil þar sem ég var í fullri vinnu á meðan en hófst á endanum með mikilli vinnu sem og hjálp frá fólkinu í kringum mig. Bróðir minn og mágkona voru t.d. dugleg að bjóða mér í mat og mamma og pabbi hjálpuðu mikið til við frágang sem munaði miklu.“

Ég elska hvað dagarnir mínir eru fjölbreyttir og hvað ég hef lært ótrúlega marga nýja hluti ...

– Hvernig er að starfa í eldhúsi Bláa lónsins, fær bakarinn að njóta sín þar? „Ójá, heldur betur. Ég elskaði fyrri vinnustaðinn minn, það sem ég gerði þar og fólkið þar. Ég átti mjög erfitt með að hætta að vinna þar til að geta byrjað að vinna í Bláa Lóninu – en ég sé sko heldur betur ekki eftir því. Ég kynntist svo innilega frábæru fólki þegar ég byrjaði að vinna þar og hef lært svo heilmargt. Þar fæ ég að vinna með croissant, kökur, súrdeigsbrauð, eftirréttagerð og konfektgerð svo fátt sé nefnt. Ég elska hvað dagarnir mínir eru fjölbreyttir og hvað ég hef lært ótrúlega marga nýja hluti. Bakararnir og kokkarnir sem ég vinn með eru frábærir og eru ávallt tilbúnir að hvetja mig áfram og styðja mig í mínu fagi. Við gerum morgunmat fyrir hótelið, eftirrétti og brauð fyrir veitingastaðina LAVA og MOSS, kökur fyrir „high tea“ á hótelinu, bakkelsið fyrir bistroið, brauð og bakkelsi fyrir starfsmennina og svo erum við oft með allskyns pantanir og fleira.“ Páll Ketilsson pket@vf.is


50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

– Hvað finnst þér skemmtilegast að baka? „Ég var kolfallin fyrir kökum þegar áhuginn minn á bakstri kviknaði og fljótt fór ég að hafa mikinn áhuga á blautdeigi, croissanti og skandinavísku bakkelsi en núna í dag er það alveg klárt mál, súrdeigsbrauð. Ég hef aðeins unnið í súrdeigbakaríum frá því ég hóf námið mitt en áhuginn minn kviknaði ekki fyrr en í samkomubanninu þegar ég bjó til minn eigin súr og allt fór á fullt. Núna er ég alveg heltekin og finnst allt við þetta ferli svo áhugavert og spennandi og það hlakkar í mér í hvert skipti sem ég veit að það er súrdeigsbakstur framundan.

Ég var kolfallin fyrir kökum þegar áhuginn minn á bakstri kviknaði og fljótt fór ég að hafa mikinn áhuga á blaut­ deigi, croissanti og skandinavísku bakkelsi ...

– Hvernig hefur sumarið leikið við þig? „Sumarið mitt fór heldur betur ekki eins og planað var og var frekar óvenjulegt en samt skemmtilegt. Ég ætlaði mér upprunalega að taka mér langt frí, kíkja til útlanda og hafa það næs en ég var á fleygiferð í allt sumar og lítill tími fór í afslöppun. Mikill hluti af sumrinu fór í bókina, að búa til uppskriftirnar, baka þær, mynda bakkelsið og skrifa uppskriftirnar. Ég var með –„pop-up“-bakarí á Deig í miðbæ Reykjavíkur í byrjun sumars sem var virkilega skemmtilegt og svo byrjaði ég að vinna aftur þar sem Bláa lónið lokaði í ágætan tíma vegna COVID en opnaði aftur í júní. Ég tók mér aðeins vikufrí í allt sumar og fór þá hringinn í kringum landið sem var virkilega skemmtilegt en við voru mjög heppin með veðrið allan tímann sem við ferðuðumst. Annars var ég mikið að reyna að njóta þeirra sólargeisla sem við fengum þetta árið með vinum mínum og fjölskyldu þegar ég var ekki að skrifa bók eða vinna.“ – Þannig að haustið hlýtur að leggjast vel í þig, bókin að koma út og spennandi hlutir að gerast hjá þér? „Haustið verður vonandi ótrúlega skemmtilegt. Ég gef bókina mína út í haust sem leyfir mér strax að trúa að það sé alla vega eitthvað sem ég get hlakkað til. Þar sem mun færri ferðamenn eru að koma til landsins ríkir mikil óvissa hjá mér varðandi vinnu þar sem ég stóla á ferðamenn til að geta haldið minni vinnu en ég krossa fingur og vona það besta. Ég er margfalt meiri haust- og vetrarkona heldur en sumar- og vorkona svo ég er heldur betur tilbúin í smá kósý stemmingu og notalegheit. Ég er dugleg að finna mér ný verkefni og það er sjaldnast lognmolla í kringum mig. Þannig að þó svo að það sé kannski ekki mikið planað þá finn ég mér alltaf eitthvað,“ segir Elenora Rós verðandi rithöfundur.


Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: 4213811

Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum

*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Veðrið hafði klárlega áhrif á ferðalög sumarsins Fjölskyldan í Nauthúsagili. Kristján, Íris, Jóhann Elí og Ágúst Ingi.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 53

Kristján Helgi Jóhannsson ætlaði bæði til Tenerife og Gautaborgar í sumar

en báðum ferðunum var frestað vegna COVID-19. Í staðinn fyrir Tenerife var farið til Vestmannaeyja þar sem Stórhöfði var heimsóttur í logni. Kristján svaraði nokkrum spurningum í Netspjalli Víkurfrétta. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Eins og áður nefndi var búið að plana ýmsar ferðir sem svo varð ekkert úr en veðrið hafði klárlega áhrif á þau fáu ferðalög sem var lagt af stað í.

– Nafn: Kristján Helgi Jóhannsson. – Árgangur: 1979. – Fjölskylduhagir: Giftur Írisi Sigurðardóttur og saman eigum við þrjú börn; Söru Lind, átján ára, Jóhann Elí, þrettán ára og Ágúst Inga, tíu ára. – Búseta: Búum í Baugholtinu. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Faðir minn er Jóhann Guðbjörn Guðjónsson sem ólst upp á Drangsnesi og er því Strandamaður í föðurætt. Móðir mín, Rakel Kristín Gunnarsdóttir, fæddist og ólst upp á Akranesi. Ég bjó í Garðinum fyrstu fjögur ár ævi minnar en þá flutti fjölskyldan í Keflavík. Hef búið þar

alla tíð fyrir utan tvö ár 1998– 2000 sem ég bjó á Akranesi. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Ferðinni var heitið til Tenerife í maí, Gautaborgar í júlí en báðum ferðum aflýst vegna COVID-19. Það var því ekki eins mikið um ferðalög og áætlað var.

– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Við fórum í dagsferð til Vestmannaeyja og skoðuðum eyjuna meira en oft áður. Stóðum til að mynda á Stórhöfða í nánast logni sem mér skilst að sé alls ekki algengt. Við skoðum Suðurlandið talsvert og heillaðist ég af Nauthúsagili, mjög vel falin náttúruperla sem ég mæli með að fólk skoði. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Vil alls ekki hljóma neikvæður en það er afar fátt sem hefur komið skemmtilega á óvart – en

Fegurðarinnar notið í Vestmannaeyjum.

það sem hefur klárlega bætt geðlund mína er meiri samvera með mínum nánustu. Það er ómetanlegt. Svo náði ég að spila meira golf í sumar en undanfarin ár. Það má að miklu leyti skrifa á Covidástandið og á klúbbmeistara Golfklúbbsins Kvíðis, hann rak okkur áfram í allt sumar. – Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Langar mikið að skanna Vestfirðina og Norðausturlandið. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Ekkert planað en aldrei að vita. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Ég er mikill íþróttaáhugamaður og fylgist vel með knattspyrnunni og að sjálfsögðu körfuboltanum. Svo er golfið ómissandi þáttur yfir sumartímann.

Netspj@ll


54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

... en það sem hefur klárlega bætt geðlund mína er meiri samvera með mínum nánustu. Það er ómetanlegt ...

Álftavatn.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 55

– Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, get ekki kvartað. Spilaði níu holur að mig minnir síðasta sumar en hef náð að spila talsvert meira nú. – Hvernig slakarðu á? Í faðmi fjölskyldunnar og þar er heiti potturinn gjarnan brúkaður. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Allt kjöt, íslenska lambið klikkar aldrei og er mikill nautakjötsmaður. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Kannski ekki tónlist sem sperrir eyrun þessa dagana. Vera Illugadóttir sem er með hlaðvarpsþáttinn Í ljósi sögunnar hjálpaði mér mikið þegar ég málaði húsið okkar í sumar. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Er ekki mikið að horfa á sjónvarp. Heimildamyndir á Netflix höfða kannski mest til mín. Ég er aðdáandi 60 Minutes og svo er það helst sportið sem ég horfi á. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Það er ekkert sem ég flokka sem ómissandi. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða -rithöfundur? Á mér engan uppáhaldsrithöfund en bók sem ég snerti mig mikið var Ég lifi. Bók sem var skráð af franska sagnfræðingnum og rithöfundinum Max Gallo. Bók um pólska gyðinginn Martin Gray og hans raunir í seinni heimsstyrjöldinni. Mögnuð bók. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Úff, ég veit það ekki. Læt aðra um að dæma um það. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Því meiru sem þú deilir, því meira getur fólk velt sér upp úr því. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Líklegast dagurinn sem ég flutti úr Garðinum og á Greniteiginn í Keflavík árið 1983. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Jebbs. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ætli það væri ekki til Wuhan í árslok 2019 og gera mitt besta í að koma í veg fyrir Covid.

Róið á Álftavatni. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Lífsganga meðalmannsins.

mér að halda að það séu góðir tímar handan við hornið.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? 2020 hefur vissulega haft mikil áhrif á mig og mína – en ég held að það hafi tekist þokkalega að gera sem best úr þessu öllu saman. Ég ætla alla vega að leyfa

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Hún er fín, skólar og lífið líklegast að setjast í fastari skorður. Verðum við ekki að vera bjartsýn? Það er ósköp lítið annað í boði.

– Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Ætla nú ekki að segja neinn hér en mæli með fólk kynni sér hvað Timmy the Truckdriver (AKA Örvar Kristjáns) hefur fram að færa, Timmy er snillingur að kalla fram bros og hlátur hjá fólki.

JÖFNUNARSTYRKUR TIL NÁMS Umsóknarfrestur á haustönn 2020 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla). Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2020. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á Mitt LÁN sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur. is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.menntasjodur.is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd


56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Prestseturshúsið á Útskálum. Séra Jens Pálsson og fjölskylda á tröppunum en séra Jens þjónaði Útskálaprestakalli frá árinu 1886 til 1895.

Prestsetrið sem stendur á Útskálahólnum var byggt um 1890. Þá var Jens Pálsson Útskálaprestur. Hann var jafnframt alþingismaður og hafði viðtæk áhrif í því þjóðfélagi sem þá var. Jens var Útskálaprestur til ársins 1895. Útskálahúsið var á sínum tíma einstaklega myndarlegt og stórt prestsetur. Nánast má telja fullvíst að við byggingu hússins hafi þegar verið sett bárujárn á þak, sem var nýlunda þá. Þegar Útskálahúsið hafði staðið í hálfa öld voru átta torfbæir enn prestbústaðir á landinu, flestir norðan- og austanlands. Þar má nefna prestsetrin að Glaumbæ og Miklabæ í Skagafirði. Hörður Gíslason tók saman

Jens tók við prestsembætti að Útskálum af Sigurði Sívertsen árið 1886. Sigurður var burðarás í samfélagi Garðs, Leiru og Keflavíkur um sína daga, alls um 50 ár. Áhrif hans náðu langt út fyrir hefðbundið preststarf. Meðal presta sem bjuggu um árabil í Útskálahúsinu má nefna Kristinn Daní-

elsson og Eirík Brynjólfsson með fjölskyldum sínum. Síðasti prestur sem bjó alfarið sína embættisdaga í Útskálahúsinu var Guðmundur Guðmundsson og fjölskylda. Séra Guðmundur lét af embætti árið 1986. Prestar sem eftir komu bjuggu í húsinu um skamman tíma. Þegar hér var komið sögu var húsið farið að láta mjög á sjá og stóðst vart kröfur þess tíma sem íbúðarhús. Prestbústaður var í framhaldinu fluttur upp með Út-

skálavegi í Presthús. Á myndum má sjá að upphaflega var ekki forstofa vestan við húsið og um tíma var kvistur sunnan á húsinu.

Útskálahúsið endurbyggt. Er hér var komið sögu voru áhöld um hvað um húsið yrði. Aldur þess stýrði því að nánast óhjá-

kvæmilegt var annað en að endurbyggja það. Prestseturssjóður hóf það verk með því að láta fjarlægja alla innviði hússins og voru áhöld um hvort svo langt hefði þurft að ganga. Grind hússins er úr viðum sem komu með skipinu Jamestown sem bar að landi skammt frá Höfnum sumarið 1881.

Af miðhæð Útskálahússins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 57

Húsið hefur nú verið í endurbyggingu og gengið á ýmsu með það. Efnahagshrun og fleira borið að. Nú árið 2020 er þannig komið að endurgerð hússins má telja lokið að utan og uppbygging og frágangur innan dyra stendur yfir. Suðurnesjabær er nú eigandi hússins og þess lands sem fylgir staðum. Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, hefur öðrum fremur staðið að endurgerð hússins um langt skeið. Í spjalli við Jón kom fram að áður en framkvæmdir hófust þurfti að láta fara fram fornleifarannsókn á staðnum. Það var vegna þess að byggt var við húsið viðbygging sem er inngangur og stigahús að norðanverðu. Þetta var kostnaðarsöm rannsókn, sem tafði verkið í upphafi. Jafnframt var aðalinngangur að vestanverðu endurbyggður og stækkaður. Eftir að Prestseturssjóður hafði látið fjarlægja innviðina stóð grindin nánast ein eftir með því ytra byrgði sem

Úr kjallara hússins.

Útskálahúsið 2020. Jón Hjálmarsson situr á bekk sem systkinin frá Nýjalandi gáfu í minningu foreldra sinna.

Útskálahúsið og útihús um 1930.

þá var. Er hér var komið sögu var ljóst að endurbygging yrði kostnaðarsöm og langvinn. Kom til álita hvort leita skyldi ráða til að húsið yrði rifið. Fyrir tilstuðlan heimamanna var þó þannig frá gengið að húsið yrði endurbyggt og notkun yrði tengd kirkjustarfi. Nú er endurbygging þannig á veg komin að frágangi ytra byrðist er lokið. Er mikil prýði á staðnum að þeim frágangi. Unnið er að uppbyggingu hússins innan dyra. Milligólf eru uppbyggð og einangrun lokið. Helstu lagnir eru langt komnar, þannig að hiti er á húsinu, en vinna eftir í frágangi raf- og vatnslagna. Gluggar eru

frágengnir. Þá er öll veggklæðning eftir. Vinna í kjallara, þar sem verða m.a. snyrtingar og eldhúsaðstaða er komin vel á veg. Hleðsluveggir í undirstöðu hússins eru sýnilegir, fá að njóta sín og setja svip á kjallararýmið. Verklok eru á þessari stundu ótímasett. Helst er unnið út frá því að húsið muni einkum nýtast til alhliða safnaðarstarfs. Útskálahúsið er nú mikil prýði á Útskálahólnum og er stór hluti af ásýnd Útskálastaðar. Þess má vænta að notkun hússins verið samfélagi Suðurnesjabæjar til góðs stuðnings. Sumarið 2020 er unnið að lagfæringu á landi Útskálastaðar.


58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lýsa yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum á HSS

„Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Íbúar hafa um nokkurt skeið lýst yfir neikvæðri reynslu sinni sem felst meðal annars í því að löng bið er eftir síma- og læknatímum og virðist staðan vera sú að íbúum sé bent á læknavaktina utan dag-

vinnutíma. Velferðarráð veltir fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag sé í samræmi við læknaþjónustu annars staðar á landinu,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs Reykjanesbæjar frá 12. ágúst síðastliðnum. „Heilbrigðisþjónusta er grunnþjónusta við íbúa þessa lands. Allir landsmenn eiga samkvæmt 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

nr. 40/2007 rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita hverju sinni. Umræða um manneklu og fjárskort sem virðist vera á HSS hefur verið í sviðsljósinu síðustu misseri og vill velferðarráð fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er um þessar mundir. Íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesjamenn allir eiga rétt á

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir Ótækt að vegum út frá Grindavík verði lokað vegna hjólreiðakeppni Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SMÁAUGLÝSINGAR

Opið:

11-13:30

alla virka daga

góðri þjónustu. Heyrst hefur að rúmlega 4.000 íbúar á Suðurnesjum leiti sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem er áhyggjuefni ef satt reynist. Velferðarráð mun fylgja málinu eftir með fyrirspurn til framkvæmdastjórnar HSS og óska eftir svörum sem allra fyrst,“ segir jafnframt í afgreiðslu ráðsins.

Íbúð til leigu Íbúð í Keflavík til leigu frá og með 15. september. Tveggja herb., u.þ.b. 70 fm. Nánari upplýsingar í síma 898-3178.

Afnotaleyfi fyrir hjólreiðakeppni á Suðurstrandarvegi og Krýsuvíkurvegi voru til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dögunum. Hjólreiðadeild UMFG, Víkings og hjólreiðafélagið Bjartur höfðu óskað eftir afnotaleyfi á götum innan Grindavíkur laugardaginn 5. september fyrir Samskipamótið í hjólreiðum. Bæjarráð gerir athugasemd við að Vegagerðin loki Krýsuvíkurvegi við suðurenda Kleifarvatns, frá kl. 11:00 til 12:30 og einnig Suðurstrandarvegi til austurs við Grindavík frá kl. 9:00 - 13:00, laugardaginn 5. september 2020. Ótækt sé að vegum út frá Grindavík verði lokað af þessu tilefni. Að öðru leyti gerir bæjarráð ekki athugasemd við að keppnin verði haldin.


liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum REYKJANESBÆR

GARÐUR

GRINDAVÍK

Landsbankinn, Krossmóa

Kjörbúðin

Nettó

Olís Básinn

Íþróttamiðstöðin

Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62

SANDGERÐI

VOGAR

Kjörbúðin

N1

Bókasafn Reykjanesbæjar Krambúðin, Hringbraut Sigurjónsbakarí, Hólmgarði Sundmiðstöð Keflavíkur Nettó, Krossmóa Nettó, Iðavöllum Nesvellir Krambúðin, Innri-Njarðvík

Íþróttamiðstöðin


60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Spennandi atvinnuverkefni

við Njarðvíkurhöfn

Við sem búum á Suðurnesjum vitum að hér eru mörg tækifæri fyrir öflugt og skapandi fólk. Hér eru tækifærin. Nú blasir við okkur afar spennandi tækifæri hvað varðar atvinnuuppbyggingu, það er bygging skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn. Byggja þarf skjólgarð við höfnina svo að þurrkvíin geti orðið að veruleika. Verkefnið getur umbylt aðstöðu til þjónustu við íslenskan og erlendan skipaflota og skapað tugi nýrra starfa hér á svæðinu.

Frumkvæði stjórnenda til fyrirmyndar Stjórnendur Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Reykjaneshafnar eiga heiður skilinn fyrir að hafa tekið frumkvæðið og lagt í umfangsmikinn undirbúning svo að þessi uppbygging í kringum Njarðvíkurhöfn geti orðið að veruleika. Reykjanesbær styður verkefnið og hafa ofangreindir aðilar undirritað viljayfirlýsingu um á uppbygginu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Eftirspurn eftir þjónustunni er til staðar Þjónustuklasinn mun leggja áherslu á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend, til viðhalds, breytinga og endurnýjunar. Auknar kröfur um betri mengunarvarnir í skipum, skipti yfir í vistvæna orku og lækkun orkukostnaðar, skapa ný tækifæri á þessu sviði. Þjónustuklasinn getur tiltölulega fljótt skapað á annað hundrað störf og samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70–80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað er gert ráð fyrir að verkefni fyrst um sinn tengd kvínni skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingar­klasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250–350 bein og óbein störf.

Stuðningur ríkisvaldsins nauðsynlegur Forsenda þessa verkefnis er að Reykjaneshöfn geri nýjan skjólgarð í Njarðvíkurhöfn sem mun umbreyta allri hafnaraðstöðu þar og skapa möguleika fyrir byggingu kvíarinnar. Til þess að sú forsenda gangi eftir þarf Reykjaneshöfn mögulega að forgangsraða sínum verkefnum í þágu skjólgarðsins. Nú þegar Skipasmíðastöðin í samstarfi við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ hafa sýnt vilja í verki og farið í mikla undirbúningvinnu og rannsóknir, og átt samtöl við fjárfesta, þá sé ég ekki annað en þingmenn muni styðja fjármögnun skjólgarðsins sem öllum ráðum. Við verðum að finna leiðir til að koma þessu verkefni af stað. Með því munu skapast tugir og hundruðir nýrra starfa. Við Suðurnesjafólk þurfum á þeim að halda. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 61

Fjölbreyttar leiðir að

farsælum efri árum Félagsstarf er einn af lykilþáttum samfélaga. Þar kemur fólk saman, mannleg samskipti eiga sér stað og athafnir geta verið skapandi eða andlega og líkamlega hvetjandi. Því er mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á gott úrval af félagsstarfi. Markvisst félagsstarf getur einnig dregið úr félagslegri einangrun og verið hvetjandi fyrir fólk til að vera þátttakendur í mótun og þróun samfélaga á hverjum tíma. Að vera félagslega virkur getur stuðlað að farsælum efri árum. Því er mikilvægt er að rækta áhugamál sitt, stunda heilbrigt líferni, rækta félagsleg tengsl og njóta lífsins. Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga á landinu til að bjóða upp á markvissa fjölþætta heilsueflingu fyrir íbúa 65 ára og eldri. Markmið sveitarfélagsins var að skapa leið að farsælum efri árum með því að innleiða verkefni frá Janusi heilsueflingu. Verkefnið hefur verið starfrækt frá vormánuðum 2017. Frá þessu ári hafa árlega verið um 160 virkir þátttakendur í verkefninu. Verkefnið snýr að heilsueflingu eldri aldurshópa þar sem markmiðið er að draga úr ótímabærum öldrunareinkennum, bæta hreyfi- og afkastagetu með markvissri þjálfun og auka lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Þátttakendur stunda styrktar- og þolþjálfun ásamt því að fá reglulega

fræðslu um næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í september verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda á fyrsta af fjórum þrepum verkefnisins. Fyrir þá sem vilja auka daglega hreyfingu þá er Reykjaneshöllin opin alla virka daga. Fjöldi fólks gengur þar á morgnana. Þar er hægt að fá sér kaffi og hitta aðra, ná góðu spjalli við félaga og vini og koma þannig til móts við líkamlegar og félagslegar þarfir. Í íþróttahúsinu við Sunnubraut eru stundaðar Boccia-æfingar tvisvar sinnum í viku. Þar er hópur sem stundað hefur þessa íþrótt, tekið þátt í mótum og gengið vel. Þangað eru allir eru velkomnir. Í Íþróttaakademíunni á efri hæðinni er

hægt að stunda pútt eða innigolf á virkum dögum við frábærar aðstæður og í sundmiðstöðinni við Skólaveg er boðið upp á sundleikfimi tvisvar sinnum í viku eftir hádegið. Á Nesvöllum er svo boðið upp á leikfimi en einnig margs konar félagsstarf eins og glerútskurð, föndur, félagsvist og fleira. Í Virkjun á Ásbrú er stundað fjölbreytt tómstundastarf. Þar er vinsæll prjónaklúbbur, listmálun, tréútskurður stundaður og einnig er hægt að spila billjard og margt fleira. Þangað eru allir velkomnir til þátttöku. Mjög fjölbreytt tómstundastarf er að finna í Reykjanesbæ. Íbúar eru því hvattir til að

taka þátt, vera hluti af okkar einstaka samfélagi sem er í stöðugri þróun og mótun. Með markvissu félagsstarfi getum við eflt andlega, líkamlega og félagslega heilsu okkar. Verum því virk og „lifum lífinu lifandi“. Með heilsukveðju, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, heilsuþjálfari og verkefnastjóri hjá Janusi heilsueflingu.


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Veðurguðirnir hafa verið í góðu skapi síðustu daga og kylfingar hafa nýtt sér það til hins ýtrasta. Hér má sjá tvo á sjöunda teig á Húsatóftavelli í Grindavík síðasta mánudag. Sigurður Garðarsson, fyrrverandi formaður Golfklúbbs Suðurnesja, horfir á eftir boltanum. VF-mynd: pket

Frostaveturinn mikli Þegar ég er spurður að því hvar ég eigi rætur þá svara ég ávallt með stolti að þær liggi til Suðurnesja, enda hef ég alltaf verið hreykinn af því að geta sagt að ég sé Suðurnesjamaður. Hér suður með sjó hefur mér liðið vel og viljað skapa tækifæri til framtíðar þar sem Suðurnesin hafa upp á svo margt að bjóða. Við íbúar Suðurnesja erum almennt bjartsýnir að eðlisfari, enda höfum við tekist á við ýmsar áskoranir í atvinnumálum síðustu árin og alltaf staðið uppréttir eftir þær raunir. En nú slær við nýjan tón. Covid-19 hefur leikið okkur grátt og benda allar spár í þá átt að veturinn framundan verði mjög þungur. A ­ tvinnuleysi á Suðurnesjum er nú í hæstu hæðum og ef fram heldur sem horfir stefnir í að atvinnuleysi hér verði um og yfir 25% er líða tekur á haustið. Þó svo að atvinnuleysi hafi vissulega leikið okkur hér á Suðurnesjum grátt í gegnum tíðina, þá eru þetta tölur af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð áður. Staðan er því vissulega svört en vonandi aðeins til skamms tíma.

Því miður er ekki hægt að leggja mat á það hvenær bjartari tíma er að vænta en það fer eftir ýmsu og þar spilar mest hvernig alþjóðasamfélaginu mun ganga að hefta útbreiðslu veirunnar. Að missa atvinnu er hverjum einstaklingi mjög þungbært og þær afleiðingar sem fylgja atvinnumissi snerta margar hliðar daglegs lífs. Fjárhagur fer úr skorðum, rútína daglegs lífs riðlast og í mörgum tilvikum minnka félagsleg samskipti, sem allt hefur neikvæði áhrif á einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Sú tekjuskerðing sem fylgir atvinnuleysi hefur einnig áhrif á tómstundaiðkun barna til langs tíma þar sem hún kostar fjármuni og þegar fram líður magnast þessi vandi. Nýlegt dæmi frá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ sýnir okkur að fjölskyldur í Reykjanesbæ eru nú þegar komnar í mikinn fjárhagsvanda. Samkvæmt Fjölskylduhjálp þáðu í heildina um 5.000 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu (þ.m.t á Suðurnesjum) mataraðstoð á tímabilinu 15. apríl til 1. júlí og af þeim voru 1.554 á Suðurnesjum eða rúmlega 30%. Þessar tölur eru sláandi og eiga að öllum líkindum aðeins eftir að hækka er líður á veturinn. Áskorunin framundan er því stór og þurfa ráðamenn að leggjast á árarnar með okkur og aðstoða samfélagið hér við að komast í gegnum þá erfiðleika

sem það stendur nú frammi fyrir. Hér á Suðurnesjum þarf að skapa störf og styrkja innviði ásamt því að leggja grunn að fjölbreyttara atvinnulífi. Því þurfa stjórnvöld nú að koma til móts við þennan hóp og aðstoða okkur við að komast í gegnum þann frostavetur sem framundan er. Arnar Páll Guðmundsson, formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 63

Svartaþoka

H Y LU R R E Y K JA N E S B Æ Mikill þokubakki lá yfir Reykjanesbæ þegar áhugaljósmyndarinn Einar Guðberg Gunnarsson, íbúi við Pósthússtræti, tók þessar einstöku ljósmyndir. Þokan var svo dimm á köflum að vart sást á milli húsa eins og myndirnar bera með sér.


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Það eru bara fingraför á spjald­ tölvunni minni.

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Hver er stefna okkar yfirvalda vegna Covid-19? Er markmiðið að engin smit greinist á Íslandi? Eitt sinn átti að fletja kúrfuna og passa uppá álagið á heilbrigðiskerfið. Ekki lengur. Ef það á að loka okkur af þá þarf fólk að vita það. Persónulega myndi ég kjósa raunhæfar aðgerðir sem taka tillit til allra þátta en ástandið í dag er ruglingslegt. Þær hörðu aðgerðir, lokanir og höft, sem voru sett hérna á í vetur/vor hafa nú þegar kostað þjóðarbúið hundruð milljarða. Þessar hörðu aðgerðir voru reyndar nauðsynlegar í vetur enda á þeim tíma vissu menn lítið um veiruna en síðan þá hafa menn öðlast meiri þekkingu, aflað sér nauðsynlegs búnaðar og lyfja. Já, og reynsla heilbrigðisstéttarinnar er mun meiri. Samstaða var góð í vetur með allar aðgerðir, sú samstaða er farin núna. Núna eru rétt um 100 staðfest smit á landinu, einn á spítala en blessunarlega ekki alvarlega veikur. Vissulega getur það breyst hratt.

Margir láta samt eins og himinn og jörð séu að farast við hvert einasta smit, sérstaklega fjölmiðlar. Hvar liggja mörkin? Hver er stefnan? Við hvað er miðað? Yfirvöld virðast ekki hafa hugmynd um það og eru alveg eins og höfuðlaus her en tala ítrekað um nýsköpun. Nýsköpunin hefur reyndar blómstrað hérna á síðustu árum en þá hjá ferðaþjónustunni, grein sem núna er slátrað. Persónulega þá finnst mér að við verðum að virða veiruna án þess að ala á sífelldum hræðsluáróðri. Taka á þessum staðbundnu hópsmitum en reyna allt til þess að halda samfélaginu gangandi eins

og hægt er hverju sinni. Við Íslendingar slökuðum allt of mikið á hérna um mitt sumar þegar við héldum að veiran væri farin, við þurfum að rífa upp sokkana en án þess að loka eða stúta hagkerfinu. Smitum er vissulega að fjölga í heiminum, ekki síst vegna þess að umfang skimunar er miklu meira en í vetur. Það er óraunhæft að sitja og bíða eftir því að veiran hverfi. Ástandið mun því miður vara í einhvern tíma og því þarf að breyta þessum lífsstíl okkar til framtíðar hvað varðar skynsamlegar persónulegar sóttvarnir. Enda sýndi það sig í vetur að aðrir smitsjúk-

LOKAORÐ

Höfuðlaus her

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

dómar ruku niður. Kynsjúkdómar ruku reyndar upp en er það ekki bara rómó? En eitt er víst að það gengur ekki að loka sig inni, lífið þarf að halda áfram. Þær aðgerðir sem yfirvöld settu hérna á19. ágúst koma harkalega niður á atvinnulífinu á Suðurnesjum sem dæmi – en fátt heyrist frá þing- og sveitarstjórnarmönnum svæðisins. Þögnin er í raun ærandi. Get ekki beðið eftir bóluefni ... og næstu kosningum. Ætla í golf, getur Gæslan ekki skutlað mér?

GOTT VERÐ alla daga 119

Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku!

kr/stk

229

427

kr/pk

kr/pk

FIMMTUDAGA KL. 20:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

Myllu pylsubrauð 5 stykki í pakka

SS vínarpylsur 5 stykki í pakka

Kókómjólk ¼ lítri

MIÐvIkUdAgUR 26. ágúsT 2020 // 32. TBL. // 41. áRg.

Víkurfréttir aftur í prent Víkurfréttir koma núna út í prenti í fyrsta skipti síðan í lok mars síðastliðinn og er blaðinu dreift ókeypis í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, m.a. í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Krambúðum og Kjörbúðum. Þetta er gert í tilraunaskyni á 40 ára útgáfuafmæli blaðsins og í þeim tilgangi að ná til þeirra sem hafa ekki tileinkað sér nógu mikið stafrænt umhverfi eða eiga ekki slík tæki. Prentaða útgáfan af Víkurfréttum er 32 blaðsíður og í því er að finna úrval af efni sem hefur birst síðustu tvær vikur í stafrænni útgáfu en að megninu til splunkunýtt efni, viðtöl, fréttir og íþróttir. Stafrænt blað er enn veglegra með fleiri viðtölum og meira efni en rúmast í prentaða blaðinu. Það má nálgast á Víkurfréttavefnum, vf.is.

Eftirlitinu Lögreglumenn við hraðaeftirlit við Holtaskóla í Keflavík á mánudaginn.

verður haldið áfram í allan vetur.

Sjötíu óku of hratt við skóla Nær sjötíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Holtaskóla í Reykjanesbæ á mánudaginn. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti hraðaeftirliti við skólann og mældist sá sem hraðast ók á 58 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Lögreglan mun halda uppi hraðaeftirliti

í nágrenni allra skóla á Suðurnesjum næstu vikur og sekta þá sem fara of hratt. Lögreglan hefur áður bent á að rík ástæða er fyrir því að hámarkshraði í grunnskóla- og íbúðahverfum er 30 km/klst. Líkurnar á banaslysi eru 10% þegar ekið er á gangandi vegfaranda á

30 km/klst. en hækka í 85% þegar hraðinn er kominn í 50 km/klst. „Því viljum við hvetja ökumenn til að sýna aðgát og virða hámarkshraða. Við munum halda þessu eftirliti áfram og verður eftirlit við alla grunnskóla á Suðurnesjum í vetur,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

AF FLOTTU EFNI! TROÐFULLT BLAÐ NUM VÍKURFRÉTTUM VIKUNNAR MEÐAL EFNIS Á PRENTI OG Í RAFRÆ

AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI

Norskur þjóðarréttur í uppáhaldi hjá Gauja Skúla

Sandra Rún

Fékk starfið sem hana dreymdi um Magnús Orri

Við skorum alltaf !

Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðtali

SPORTIÐ

Missir ekki af Með okkar augum

Guðmundur Birkir Agnarsson

Hálendið heillar Þú sækir stærra rafrænt blað á vefinn

vf is

Helga Jóhanna Oddsdóttir

„Hrædd um að ég hefði ekki hundsvit á þessu“ AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI

Sumarið hjá Kristjáni Helga

Veðrið hefur áhrif

SJÁÐU MUNINN! Við reynum okkar besta til að koma til móts við lesendur okkar sem hafa ekki aðgang að snjalltækjum eða tölvu til að lesa Víkurfréttir. Við prentuðum í þessari viku 32 síðna blað með bæði nýju og áður birtu efni úr rafrænu útgáfunni okkar. Núna þegar þú hefur flett 64 síðna rafrænu útgáfunni þá bjóðum við þér að fletta í gegnum 32 síðna blaðið til að sjá muninn á þessum tveimur blöðum. Áfram hvetjum við ykkur til að standa með okkur vaktina og benda á áhugavert efni sem á erindi í Víkurfréttir. Þið getið sent ábendingar á póstfangið vf@vf.is.


GOTT VERÐ alla daga Allt það nýjasta frá Suðurnesjum í hverri viku!

119 kr/stk

427

229

kr/pk

FIMMTUDAGA KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

kr/pk

SS vínarpylsur 5 stykki í pakka

Myllu pylsubrauð 5 stykki í pakka

Kókómjólk ¼ lítri

Miðvikudagur 26. ágúst 2020 // 32. tbl. // 41. árg.

Víkurfréttir aftur í prent Víkurfréttir koma núna út í prenti í fyrsta skipti síðan í lok mars síðastliðinn og er blaðinu dreift ókeypis í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, m.a. í öllum verslunum Samkaupa; Nettó, Krambúðum og Kjörbúðum. Þetta er gert í tilraunaskyni á 40 ára útgáfuafmæli blaðsins og í þeim tilgangi að ná til þeirra sem hafa ekki tileinkað sér nógu mikið stafrænt umhverfi eða eiga ekki slík tæki. Prentaða útgáfan af Víkurfréttum er 32 blaðsíður og í því er að finna úrval af efni sem hefur birst síðustu tvær vikur í stafrænni útgáfu en að megninu til splunkunýtt efni, viðtöl, fréttir og íþróttir. Stafrænt blað er enn veglegra með fleiri viðtölum og meira efni en rúmast í prentaða blaðinu. Það má nálgast á Víkurfréttavefnum, vf.is.

Lögreglumenn við hraðaeftirlit við Holtaskóla í Keflavík á mánudaginn. Eftirlitinu verður haldið áfram í allan vetur.

Sjötíu óku of hratt við skóla Nær sjötíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Holtaskóla í Reykjanesbæ á mánudaginn. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti hraðaeftirliti við skólann og mældist sá sem hraðast ók á 58 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. Lögreglan mun halda uppi hraðaeftirliti

í nágrenni allra skóla á Suðurnesjum næstu vikur og sekta þá sem fara of hratt. Lögreglan hefur áður bent á að rík ástæða er fyrir því að hámarkshraði í grunnskóla- og íbúðahverfum er 30 km/klst. Líkurnar á banaslysi eru 10% þegar ekið er á gangandi vegfaranda á

30 km/klst. en hækka í 85% þegar hraðinn er kominn í 50 km/klst. „Því viljum við hvetja ökumenn til að sýna aðgát og virða hámarkshraða. Við munum halda þessu eftirliti áfram og verður eftirlit við alla grunnskóla á Suðurnesjum í vetur,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

TROÐFULLT BLAÐ AF FLOTTU EFNI! MEÐAL EFNIS Á PRENTI OG Í RAFRÆNUM VÍKURFRÉTTUM VIKUNNAR AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI

Norskur þjóðarréttur í uppáhaldi hjá Gauja Skúla

Sandra Rún

Fékk starfið sem hana dreymdi um Magnús Orri

Við skorum alltaf!

Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðtali

SPORTIÐ

Missir ekki af Með okkar augum

Guðmundur Birkir Agnarsson

Hálendið heillar Þú sækir stærra rafrænt blað á vefinn

vf is

Helga Jóhanna Oddsdóttir

„Hrædd um að ég hefði ekki hundsvit á þessu“ AÐEINS Í RAFRÆNU BLAÐI

Sumarið hjá Kristjáni Helga

Veðrið hefur áhrif


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vilja aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur

Frá iðnaðarsvæðinu í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Carbfix, eitt af dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ beiðni um aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar en á fundinn mættu Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastjóri, og Dr. Bergur Sigfússon, jarðfræðingur, frá CarbFix ohf. og kynntu verkefnið. Umhverfisog skipulagsráð tekur vel í erindið, segir í gögnum fundarins. Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur jákvætt í verkefnið með fyrirvara um að það sé í samræmi við landnotkun á iðnaðarsvæðinu í Helguvík að uppfylltum öllum skilyrðum sem gerð eru í lögum, reglugerðum og skipulagi til slíkra rannsókna og framkvæmda. Bæjarráð tekur jafnframt undir bókun stjórnar Reykjaneshafnar frá 13. ágúst 2020: „Stjórn Reykjaneshafnar telur framkomið verkefni mjög áhugavert en í því felst þróun kolefnisförgunaraðferðar sem getur orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í framtíðinni. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að heimila framkvæmd verkefnisins á hafnarsvæði Helguvíkurhafnar í samræmi við efni bréfsins á rannsóknartíma þess til ársins 2024 svo lengi sem framkvæmdin hafi ekki neikvæð áhrif á uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar hefur eftirlit með framkvæmdinni fyrir hönd Reykjaneshafnar og skal framkvæmdin unnin í nánu samráði við hann.“ Carbfix, eitt af dótturfyrirtækjum Orkuveitu Reykjavíkur, hefur í samstarfi við vísindafólk frá Háskóla Íslands og erlenda háskóla unnið að þróun kolefnisförgunaraðferðar-

innar Carbfix frá árinu 2007. Kolefnisförgun er ferli sem fjarlægir koldíoxíð varanlega úr lofthjúpi jarðar og vinnur því gegn loftslagsbreytingum. Aðferðin felst í að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í jarðlög þar sem náttúruleg ferli umbreyta koldíoxíðinu í steindir. Steindin sem myndast helst er silfurberg sem er algeng í íslenskri náttúru. Þar sem steindirnar eru stöðugar í milljónir ára eru miklar líkur á að Carbfix aðferðin geti orðið áhrifaríkt verkfæri í baráttu mannkyns gegn loftslagsbreytingum næstu áratugina. Aðferðin hefur hlotið heimsathygli og er m.a. viðurkennd af Alþjóða loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og hafa yfir 100 vísindagreinar verið birtar um þróun hennar og nýtingu. Aðferðinni hefur verið beitt með góðum árangri við Hellisheiðarvirkjun síðan 2014 og í undirbúningi eru niðurdæling á Nesjavöllum, sem hefst á næsta ári, auk þess sem gerðar verða niðurdælingartilraunir í Tyrklandi og Þýskalandi, segir í erindi fyrirtækisins sem lagt var fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Carbfix ásamt Háskóla Íslands, Íslenskum orkurannsóknum og samstarfsaðilum í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Sviss undirbúa nú

nýtt vísindaverkefni sem ber heitið CO2SOLID. Hugmyndin er að nota bestu fáanlega tækni til að skilgreina niðurdælingarsvæði sem stækka má eftir þörfum í framtíðinni. Hópurinn hefur unnið að jarðfræðirannsóknum undanfarin ár til að skilgreina og finna ákjósanlega staði til niðurdælingar. Helguvík er einn af ákjósanlegustu stöðum sem völ er á á Íslandi. Til viðbótar ákjósanlegum jarðfræðiskilyrðum er góð hafnaraðstaða í Helguvík, sem opnar möguleikann á innflutningi koldíoxíðs til niðurdælingar auk þess sem möguleiki er á að taka við koldíoxíði frá stóriðju og öðrum iðnaði sem kann að vera starfræktur í Helguvík í framtíðinni. Stefnt er að því að sækja um styrk fyrir verkefninu í Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins í september 2020. Stefnt er að því að verkefnið hefjist formlega fyrri hluta ársins 2021 með jarðfræði- og jarðeðlisfræðirannsóknum. Borun á einni tilraunaniðurdælingarholu og einni vöktunarholu er áætluð árið 2022 og tilraunaniðurdæling mun standa yfir 2022 til 2024. Stefnt er að því að rannsóknaverkefninu ljúki árið 2024 og gera áætlanir ráð fyrir að þá verði hægt að taka ákvörðun um varanlegan rekstur niðurdælingarkerfis í Helguvík og að vegvísir að alþjóðlegri notkun tækninnar með Helguvík að fyrirmynd verði tilbúinn. Varanlegur rekstur myndi í þessu tilfelli annaðhvort leiða til innviðauppbyggingar vegna móttöku koldíoxíðs úr fraktskipum í Helguvík, móttöku á koldíoxíði frá stóriðju og/ eða með því að setja upp búnað sem fangar koldíoxíð beint úr andrúmslofti.

Lausn ekki í sjónmáli með Suðurnesjalínu 2 Undanfarnar vikur og mánuði hafa sveitarfélögin sem fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 mun liggja um fjallað um málefni framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun gaf út álit fyrr á árinu, þar sem sveitarfélögunum var beinlínis uppálagt að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi legu og gerð línunnar. Sem kunnugt er hafa bæði Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar lýst sig andsnúna þeirri hugmynd að línan verði loftlína, en verði þess í stað lögð í jörðu. Landsnet hefur hins vegar lagt til loftlínu. „Fundað hefur verið með ýmsum aðilum um málið, t.d. jarðvísindamönnum, Orkustofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Landsneti. Lausn er því miður ekki enn í sjónmáli. Bæjar­stjórn mun á næsta fundi sínum fjalla um málið og þau

gögn sem fram hafa komið undanfarið. Í kjölfarið má gera ráð fyrir að samtal eigi sér stað milli sveitarfélaganna annars vegar og Landsnets hins vegar þar sem áhersla verður lögð á að ná ásættanlegri niðurstöðu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í

Sveitarfélaginu Vogum, í pistli sem hann skrifar og birtir á vef sveitarfélagsins.


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Nýtt blað

Handlaugartæki Concetto

25%

14.470

15332204 Almennt verð: 19.295

Start Edge

Sturtusett

13.595 20%

59.495

Eldhústæki, krómað

Tempesta 210 með blöndunartæki

15331369 Almennt verð: 16.995

15327922 Almennt verð: 69.995

Allarðir innihu0r% á 2 tti afslæ

30%

20%

Vatnshelt

Harðparket

100klst

Fairland eik 192x1285mm, 8mm

Vegg- og gólfflís 30x60cm, grá

2.795kr./m

3.835kr./m2

2

0113665 Almennt verð: 3.992 kr./m2

18088516 Almennt verð: 4.794kr./m2

Vinnur þú

Litaráðgjöf & málningu?

@karenoskam @bykoehf

Dregnir verða út tveir heppnir fylgjendur þriðjudaginn 8. september sem vinna innanhússlitaráðgjöf frá Kareni og 50.000 kr inneign í BYKO fyrir málningu og verkfærum. Í litaráðgjöfinni felst að Karen kemur á staðinn og tekur út rýmið með heimilisfólki. Hún fer yfir hugmyndir þeirra og óskir um liti og sendir tillögur að litavali fyrir heimilið. Að sjálfsögðu er einnig mögulegt að fá vefráðgjöf.

Það sem þú þarft að gera til að taka þátt: Fylgdu BYKO á Instagram, líkaðu við myndina fyrir leikinn og skrifaðu í athugasemd við myndina hvaða litur er í uppáhaldi hjá þér í nýja litakortinu hennar Karenar

Auðvelt að versla á byko.is

Karen Ósk Innanhússráðgjafi

15%


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

GARGANDI GLEÐI MEÐ GYLTUNUM

Guðmundur Stefán Gunnarsson ráðinn til Voga

Leiklistarnámskeið fyrir káta krakka í Frumleikhúsinu

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ráða Guðmund Stefán Gunnarsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum.

Gylturnar hafa á undanförnum árum staðið fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga, sett upp sýningar og staðið fyrir hinum ýmsu uppákomum. Það eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem kalla sig Gylturnar. Í næstu viku hefst fyrsta námskeið vetrarins á þeirra vegum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Súluna. Námskeiðið er fyrir krakka fædda frá 2008 til 2015. „Okkur hefur lengi langað að færa aldurstakmarkið niður í elstu börn leikskóla þar sem við teljum þörfina og ekki síður áhugann fyrir hendi. Krakkarnir koma til okkar í Frumleikhúsið einu sinni í viku þar sem við förum í uppbyggilega leiklistarleiki, vinnum með hópefli og förum í undirstöðuatriði í söng. Svo erum við meðvitaðar um að í leiklistartímum getur allt gerst og aldrei að vita nema einhver námskeiðanna endi með lítilli sýn-

Guðmund Stefán Gunnarsson.

ingu.“ Þær Guðný og Halla Karen eru báðar þaulvanar vinnu með börnum og unglingum en báðar starfa þær sem kennarar í grunnskólum. „Okkar samstarf við leikfélagið hefur í gegnum tíðina verið farsælt enda erum við báðar búnar að starfa með félaginu til margra ára. Það vilja líka allir sjá líf í leikhúsinu okkar og mjög margir sem hafa verið hjá okkur á námskeiðum hafa svo gengið til liðs við leikfélagið síðar. Við erum í raun að skapa nýja kynslóð áhugaleikara og gefa börnum tækifæri á að kynnast leiklistinni þar sem allt er til alls, fullbúið leikhús með búningum, leikmunum og skemmtilegum leiðbeinendum. Í október er svo planið að vera með unglinganámskeið fyrir 8. bekk og eldri sem endar á skemmtilegri sýningu en það veltur auðvitað á því hvernig aðstæður verða í samfélaginu.“ Nánari upplýsingar um skráningu má sjá í auglýsingu hér í blaðinu.

Litið um öxl og horft fram á veginn Það er gaman að horfa fjörutíu ár aftur í tímann í fjölmiðlun á Suðurnesjum þegar Víkurfréttir fagna 40 ára afmæli 14. ágúst. Þegar við horfum til baka er af mörgu að taka því á þessum tíma höfum við gefið út um tvö þúsund tölublöð af Víkur­fréttum og blaðsíðurnar eru nálægt fimmtíu þúsund. Sá sem þetta ritar byrjaði í blaðamennsku hjá stofnendum Víkur­ frétta innan við tvítugt. Blaðið er hugsanlega fyrsta eða alla vega eitt af fyrstu fríblöðum landsins og er arftaki forvera þess, Suðurnesja­ tíðinda, sem var selt í lausasölu. Hlutverk Víkurfrétta var það sama, að segja fréttir frá Suðurnesjum en til að byrja með var áherslan lögð á umfjöllun úr Keflavík og Njarðvík. Nafnið er tekið úr seinni hluta nafna bæjarfélaganna og var dreift í verslanir, bensínstöðvar og fleiri staði tvisvar í mánuði. Þar gat fólk náð sér í eintak.

Nýir eigendur Um áramótin 1982–1983 var fyrirtækið Víkurfréttir ehf. stofnað af undirrituðum og Emil Páli Jónssyni og keyptum við blaðið af Prentsmiðjunni Grágás sem hélt þó áfram að sjá um umbrot á því og prenta. Nýir eigendur voru með háleit markmið, það stærsta að gefa blaðið út vikulega og það gerðist skömmu eftir eigendaskiptin og alla tíð síðan hefur blaðið komið út vikulega að undanskildum stuttum tíma þar sem blaðið kom út tvisvar í viku. Tíu árum síðar fór Emil úr fyrirtækinu og hefur undirritaður ásamt fjölskyldu rekið fyrirtækið síðan. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri Víkurfrétta, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í 32 ár hefur tekið saman pistil um áhugaverða sögu Víkurfrétta sem sjá má annars staðar í blaðinu.

Miklar tæknibreytingar Tæknibreytingar hafa verið miklar á þessum fjórum áratugum þar sem stafræn bylting er stærst en hún hefur komið sterkt inn í fjölmiðlun síðustu tvo áratugina og gert líf út-

gefenda, blaða og fréttamanna mun léttara. Þeir þurfa þó áfram að ná í sitt efni, fréttir og viðtöl en nú er auðveldara að koma því á framfæri. Það hefur verið markmið Víkurfrétta í öll þessi ár að fjalla um menn og málefni á Suðurnesjum. Sambandið við Suðurnesjamenn hefur verið afar gott og gert okkar starf auðveldara því alla tíð höfum við fengið margar ábendingar og margir haft samband og hjálpað okkur að gera blaðið og síðar alla okkar miðla betri. Starfsemi Víkurfrétta óx hægt og bítandi og með tímanum bættust við vefmiðlar, fleiri útgáfur og sjónvarpsmennska. Reksturinn hefur heilt yfir gengið ágætlega og fyrirtækið ber enn sömu kennitölu, á 38. starfsári. Þegar starfsemin var hvað mest voru nærri tuttugu manns sem komu að útgáfu tveggja blaða Víkurfrétta, á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, auk margvíslegrar annarar starfsemi á sviði fjölmiðlunar.

Breytingar á fertugsafmæli Í upphafi fjörutíu ára afmælisárs voru ýmsar hugmyndir í gangi í tilefni tímamótanna og árið byrjaði vel – en svo kom alheimsveira og setti lífið í annan farveg. Við stóðum frammi fyrir verulegum áskorunum á sama tíma og Pósturinn sagði upp blaðadreifingu en nánast alla tíð hefur Víkurfréttum verið dreift ókeypis í hús og fyrirtæki á Suðurnesjum. Í upphafi COVID-19 ákváðum við að hætta prentun á blaðinu og gefa það út rafrænt. Rekstrarlegar áskoranir á veirutímum voru miklar og því var þessi ákvörðun tekin. Það hefur gengið vel og flest blöðin hafa verið með fimmtán til tuttugu þúsund heimsóknir en áður var blaðinu dreift í 8500 eintökum. Þetta er í takti

við mikla stafræna þróun þar sem margir daglegir hlutir fara þar fram eins og flestir þekkja. Þessi breyting, að hætta prentun, er líklega ein stærsta breyting sem gerð hefur verið í starfsemi útgáfunnar í fjörutíu ár. Það er ljóst að framtíðin í fjölmiðlun er í rafrænum heimi. Við gerum þó tilraun núna með prentun á blaði sem verður ekki dreift inn á hvert heimili þar sem Pósturinn hefur gefið það út að slík þjónusta sé ekki lengur í boði. Að stofna dreifingarþjónustu teljum við ekki raunhæfan möguleika og því er þetta veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir og því liggur blaðið frammi í verslunum og á opinberum stöðum. Samhliða prentuðu tölublaði heldur rafræn útgáfa áfram en hún hefur fært okkur enn meiri tækni og möguleika í blaðaútgáfu sem ekki er hægt á pappír eins og

til dæmis með birtingu myndskeiða (video) og fleiri þátta, því verður rafræna tölublaðið ítarlegra og efnismeira en hið prentaða. Þá er plássið nóg í rafrænum heimi og það höfum við nýtt okkur og lagt enn meiri áherslu á að búa til meira og fjölbreyttara lesefni. Því hefur verið vel tekið. Við hvetjum eldri borgara, sem sumir hverjir hafa ekki verið sáttir með þessa breytingu, til að lesa blaðið í spjaldtölvu eða tölvu og taka þátt í þessari miklu tæknibreytingu.

Samkeppnin Við hjá Víkurfréttum erum hvergi hætt og ætlum að halda áfram þó svo að áskoranir séu ýmsar. Því er ekki að neita að helstu samkeppnisaðilarnir eru samfélagsmiðlar. Það er rétt að vekja athygli á því að þar

fer ekki fram ábyrg umfjöllun sem fjölmiðlar sinna, þó margt skemmtilegt komi fram. Samfélagsmiðlar lúta ekki sömu kröfum og íslenskir fjölmiðlar sem þurfa að fara að reglum varðandi virðisaukaskatt. Það skekkir samkeppnisumhverfið verulega. Samfélagsmiðlar eru í eigu stórfyrirtækja úti í heimi sem þurfa ekki að standa skil á neinu úr sínum rekstri hér á landi. Að lokum vill undirritaður þakka lesendum og samstarfsaðilum að ógleymdum mörgum starfsmönnum sem hafa komið að starfsemi Víkur­ frétta. Við vonum að heimsfaraldri ljúki sem fyrst og lífið getið orðið eðlilegt aftur. Páll Ketilsson, ritstjóri.


Sjónmælingar eru okkar fag

Tímapantanir í síma: 4213811

Ljósanótt

Á tímum Covid-19 lengjum við afsláttartímabilið til að forðast að fjöldi komi saman í einu í versluninni.

Hefst 17. ágúst og lýkur 5. september.

30% afsláttur

af öllum

vörum

*

*Afsláttur gildir ekki af tilboðsvöru.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

NÝR SKIPAÞJÓNUSTUKLASI Í NJARÐVÍK

MIKILVÆGT FYRIR REYKJANESHÖFN Halldór Karl Hermannson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir að þetta sé frábært verkefni og muni hafa mikla þýðingu fyrir rekstur hafnarinnar. Þarna erum við að styrkja starfsemi sem þegar er til staðar og gæti skilað okkur bættum rekstri í framtíðinni. Rekstur hafnarinnar hefur lengi verið þungur og uppbygging í Helguvík ekki gengið eins og stefnt hefur verið að. Þá er ekki alltaf á vísan að róa í sjávarútvegnum, t.d. þá hefur makríll sem hefur skilað höfninni all nokkrum tekjum undanfarin fimm ár ekki látið sjá sig á Suðurnesjum í sumar. Við verðum því að horfa til nýrra tækifæra og þarna er tækifæri sem lofar góðu, ekki eingöngu fyrir höfnina heldur samfélagið í heild.

Skapar hundruð starfa á næstu þremur árum Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirbýr byggingu stórrar og yfirbyggðrar skipakvíar á starfsvæði sínu. Reykjaneshöfn, í samvinnu við ríkið, byggir skjólgarð svo verkefnið sé mögulegt. Umfangsmikil uppbygging hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík þar sem byggður yrði skipaþjónustuklasi til að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins gæti skapað 250 til 350 bein og óbein störf á næstu þremur árum. Viljayfirlýsing var undirrituð um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem á frumkvæðið að málinu. „Mörg stærri fiskiskipa flotans hér á landi hafa farið til útlanda til að fá þjónustu, viðgerðir og viðhald. Við ætlum að fjárfesta í yfirbyggðri skipakví sem gæti tekið þessi stærri skip. Það er því til mikils að vinna fyrir okkur og samfélagið á Suðurnesjum. Við teljum það ekki óraunhæft að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf,“ segir Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, en hún er eitt elsta fyrirtæki á Suðurnesjum og státar af 75 árum í rekstri.

árið. Aðstaða við Njarðvíkurhöfn verður þannig fyrir nánast allar gerðir skipa fiskveiðiflotans. Forsenda þessa er að Reykjaneshöfn geri nýjan skjólgarð í Njarðvíkurhöfn sem mun umbreyta allri hafnaraðstöðu þar og skapa möguleika fyrir byggingu kvíarinnar. Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirbýr nú að fjárfesta í yfirbyggðri skipakví sem væri rúmlega hundrað metrar á lengd og yfir tuttugu metra breið. Verkefnið er m.a. að ná auknum hluta íslenskra skipa sem

nú sigla í slipp til annarra landa sem og að ná skipum af norðurslóðum til landsins,“ segir Þráinn. Með umræddu húsi stórbætast möguleikar á hvers kyns viðhaldsverkefnum sem annars eru keypt erlendis. Svo stór og yfirbyggð kví ásamt landi og aðstöðu í og við Njarðvíkurhöfn skapar skilyrði fyrir skipaþjónustuklasa með mörg hundruð störfum. Þjónustuklasinn mun að sögn Þráins leggja áherslu á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk

sem erlend, til viðhalds, breytinga og endurnýjunar. Auknar kröfur um betri mengunarvarnir í skipum, skipti yfir í vistvæna orku og lækkun orkukostnaðar, skapi ný tækifæri á þessu sviði. Hugmynd Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur gengur út á að nýta sérþekkingu á margvíslegum sviðum sem safnast hefur upp hjá vél- og stálsmiðjum víða á landinu. Öflug málvinnslufyrirtæki og -smiðjur fengju stóraukin tækifæri í verkefnum og þróun. Þannig yrði þjónustuklasinn byggður á fjölda fyrirtækja, hverju með sína sérhæfingu. – En hvað mun uppbyggingin taka langan tíma? „Þjónustuklasinn getur tiltölulega fljótt skapað á annað hundrað störf

Yfirbyggð þurrkví fyrir stór skip Að sögn Þráins snýr verkefnið sem hér um ræðir snýr að bættri aðstöðu í Njarðvíkurhöfn þannig að unnt sé að skapa tækifæri margra fyrirtækja til byggingar skipaþjónustuklasa sem getur umbylt aðstöðu til þjónustu við íslenskan og erlendan skipaflota og skapað fjölda starfa. „Þar skiptir mestu að reist verður yfirbyggð þurrkví sem getur sinnt stórum skipum án veðuráhrifa allt

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Þráinn Jónsson, framkvædastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar.

og samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70 til 80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað er gert ráð fyrir að verkefni fyrst um sinn tengd kvínni skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf,“ segir Þráinn en áætlaður framkvæmdatími verkefnisins er þrjú ár frá því að fjármögnun þess liggur fyrir.

Skilningur frá yfirvöldum Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir að búið sé að ræða við yfirvöld og þingmenn og góður stuðningur sé við málið en ríkið kemur að byggingu varnargarða sem er forsenda þess að hægt sé að fara í byggingu kvíarinnar. „Þetta er mjög jákvætt og skapar fjölda starfa. Frumkvæðið kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og það er einmitt það sem við hjá Reykjanesbæ höfum verið að leita eftir og viljum sjá, að frumkvæðið komi frá öðrum aðilum en sveitarfélaginu. Verði þetta að veruleika sem við getum við bjartsýn um erum við líka að bæta við fjölbreytileikann í atvinnulífinu á svæðinu. Það er nauðsynlegt og hefur komið berlega í ljós í nú í heimsfaraldri þar sem Suðurnesin hafa átt undir högg að sækja þar sem svo mörg störf eru í flugstöðinni og hennar nágrenni,“ segir Kjartan Már.


Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

HÚSASMIÐJU DAGAR

Lýkur um helgina

Parket -25% • Sláttuvélar -30% • LADY málning -20% • Háþrýstidælur (Nilfisk) -20%

Slönguhjól (Claber) -20% • Viðarvörn (Jotun) -20% • Pallaolía -20% • Pallahreinsir -20%

Útimálning -20% • Allt í berjatínsluna -20% • Vegg & loftamálning (Jotun) -25% • Flísar -25% Handlaugar (Laufen) -20% • Bað- og eldhúsplötur (Berry Alloc) -20% • Hillurekkar (Avasvo) -20% Rafmagnshlaupahjól -20% • Blöndunartæki (Grohe) -20% • Salerni (Laufen) -20%

Vinyl parket -25% • Ryksugur (Nilfisk) -20% • LADY lakk -20% • Reiðhjól -25% Garðhúsgögn -30% • Ferðavörur -30% • Sumarleikföng -30%

...skoðaðu enn fleiri tilboð í vefblaðinu á husa.is

20%

af allri pallaolíu, viðarvörn og útimálningu

69.990 78.990 kr

kr

Þvottavél 1400 sn. EW2F304R6. Magn af þvotti mest 8 kg, 1400 snúninga, A+++ orkuflokkur. 1805698

Verð án skráningarkostnaðar

199.900 Enox EM215 rafmagnsvespa

kr

Einstaklega lipurt og umhverfisvænt farartæki. Hámarkshraði 45 km/klst. og drægni á rafhlöðu er allt að 60 km. 3903100


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Göngu- og hjólreiðastígur í uppnámi:

Harmar afstöðu eins landeiganda í Brunnastaða­ hverfi

Lýsa yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum á HSS

Einn eigandi lands í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd, sem fyrirhugaður göngu- og hjólreiðastígur fer um, hefur afturkallað leyfi sitt fyrir framkvæmdinni, eins og greint hefut verið frá í Víkurfréttum. Bæjarráð Sveitarfélagsis Voga harmar afstöðu eins eiganda úr hópi landeigana í Brunnastaðahverfi vegna þessa máls og sér sér ekki annað fært en að falla frá framkvæmdinni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla heimilda, bæði frá landeigendum og Vegagerðinni, til að nýta styrk frá Vegagerðinni til lagningar göngu- og hjólreiðastígs um Vogastapa.

Ótækt að vegum út frá Grindavík verði lokað vegna hjólreiðakeppni Afnotaleyfi fyrir hjólreiðakeppni á Suðurstrandarvegi og Krýsuvíkurvegi voru til umræðu á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dögunum. Hjólreiðadeild UMFG, Víkings og hjólreiðafélagið Bjartur höfðu óskað eftir afnotaleyfi á götum innan Grindavíkur laugardaginn 5. september fyrir Samskipamótið í hjólreiðum. Bæjarráð gerir athugasemd við að Vegagerðin loki Krýsuvíkurvegi við suðurenda Kleifarvatns, frá kl. 11:00 til 12:30 og einnig Suðurstrandarvegi til austurs við Grindavík frá kl. 9:00 - 13:00, laugardaginn 5. september 2020. Ótækt sé að vegum út frá Grindavík verði lokað af þessu tilefni. Að öðru leyti gerir bæjarráð ekki athugasemd við að keppnin verði haldin.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

„Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Íbúar hafa um nokkurt skeið lýst yfir neikvæðri reynslu sinni sem felst meðal annars í því að löng bið er eftir síma- og læknatímum og virðist staðan vera sú að íbúum sé bent á læknavaktina utan dagvinnutíma. Velferðarráð veltir fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag sé í samræmi við læknaþjónustu annars staðar á landinu,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs Reykjanesbæjar frá 12. ágúst síðastliðnum. „Heilbrigðisþjónusta er grunnþjónusta við íbúa þessa lands. Allir lands-

menn eiga samkvæmt 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 rétt

á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita hverju sinni. Umræða um manneklu og fjárskort sem virðist vera á HSS hefur verið í sviðsljósinu síðustu misseri og vill velferðarráð fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er um þessar mundir. Íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesjamenn allir eiga rétt á góðri þjónustu. Heyrst hefur að rúm-

lega 4.000 íbúar á Suðurnesjum leiti sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem er áhyggjuefni ef satt reynist. Velferðarráð mun fylgja málinu eftir með fyrirspurn til framkvæmdastjórnar HSS og óska eftir svörum sem allra fyrst,“ segir jafnframt í afgreiðslu ráðsins.

Sautján hugmyndir frá Betri Reykjanesbæ til afgreiðslu Engar athugasemdir við skólphreinsistöð Engar athugasemdir bárust á kynningartíma við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir skólphreinsistöð við Ægisgötu í Keflavík, samkvæmt uppdráttum Arkís dags. 2. júní 2020. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja á lóðinni skólphreinsistöð sem verði tvær hæðir að hluta og allt að 900m² að stærð með útsýnispalli.

Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Samþykkt var á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Ánægja með skipaþjónustuklasa Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með þá uppbyggingu sem stefnt er að við Njarðvíkurhöfn og fram kemur í viljayfirlýsingu sem undirrituð var í síðustu viku. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar. „Uppbygging skipaþjónustuklasa mun efla starfsemi Reykjaneshafnar

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

og auka þjónustuframboð í hafnsækinni starfsemi á svæðinu með tilheyrandi umsvifum og atvinnu,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar. Ráðið leggur til við bæjarstjórn Reykjanesbæjar að Rammahúsið verði tekið af söluskrá.

SMÁAUGLÝSINGAR

Íbúð til leigu

Hugmyndir frá vefsíðunni Betri Reykjanesbær voru teknar fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Sautján hugmyndir voru teknar til afgreiðslu á fundinum en ráðið þakkar öllum þeim sem sendu inn hugmyndir. Hér að neðan má sjá yfirskriftir hugmyndanna og hver afgreiðsla þeirra er. Setja upp leikvöll við Hafdal og Brimdal í Innri-Njarðvík. Verkefnið er á áætlun en ekki tímasett. Malbika göngustíg við Brimdal og Mardal. Verkefnið er á áætlun en ekki tímasett. Útivistarsvæði fyrir fjölskyldur. Þetta verkefni er þegar í vinnslu og framkvæmdir hafnar. Malbika Stapabraut í austurátt. Þessu verkefni er lokið. Tengja strandlengjugöngustíga milli Innri-Njarðvíkur og Keflavíkur. Unnið er að deiliskipulagi Fitja og áætlað að framkvæmdum við göngustíga verði lokið 2021. Hringtorg í Innri-Njarðvík Gatnaskipulagið á þessu svæði er í endurskoðun.

Íbúð í Keflavík til leigu frá og með 15. september. Tveggja herb., u.þ.b. 70 fm. Nánari upplýsingar í síma 898-3178.

Göngu- og hjólastígar. Þetta verkefni er á áætlun og í vinnslu í samstarfi við nágrannasveitarfélög og Vegagerðina.

AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER

Átak í gróðursetningu við Reykjanesbraut. Gróðursetning er á áætlun.

421 0001

Gróðursetning trjáa í InnriNjarðvík. Gróðursetning er á áætlun. Hringtorg við Hljómahöll. Gatnaskipulagið á þessu svæði er í endurskoðun. SportCourt körfuboltavöllur við Myllubakkaskóla. Hugmyndinni er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs. Íslensk ylströnd. Hugmyndavinna er hafin. Ærslabelgur við Njarðvíkurskóla. Hugmyndinni er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs. Tjarnargarður Innri-Njarðvík. Unnið er að fjölgun bekkja við göngustíga í bænum. Frisbee-folfvöllur á Ásbrú. Undirbúningi er lokið og framkvæmd hefst á þessu ári. Undirgöng Grænásbrekku. Gatnaskipulagið er í endurskoðun á þessu svæði. Smáfuglagarður og minigolf eða frisbee eða annað svipað. Hugmyndin verður tekin til skoðunar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:32. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Fjölmargar áskoranir blasa við og erfitt að ná endum saman Vinna við fjárhagsáætlunargerð næsta árs og næstu fjögurra ára er komin af stað hjá Sveitarfélaginu Vogum. „Að þessu sinni leggjum fyrr af stað í þessa vinnu en undanfarin ár, sem er mikilvægt ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem framundan er í rekstrarumhverfinu,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Bæjarstjórn og forstöðumenn hafa nú þegar hist á vinnustofu og munu hittast aftur eftir mánaðamótin. Á vinnustofunum er farið yfir mikilvægi markmiðssetningar í fjárhagsáætlunargerðinni ásamt því að fjalla um verklag og forgangsröðun. Allir forstöðumenn vinna þessa dagana að tillögum sínum til bæjarráðs, um rekstur stofnana þeirra á næsta ári. „Ljóst er að fjölmargar áskoranir blasa við okkur á næsta ári, því ljóst er nú þegar að gera má ráð fyrir umtalsverðum tekjusamdrætti. Þar kemur ýmislegt til, framlög Jöfnunarsjóðs

munu skerðast og gera má ráð fyrir að útsvarstekjur muni einnig dragast saman. Það lítur því út fyrir að erfitt verði að ná endum saman í rekstrinum á næsta ári að óbreyttu. Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins eru einhuga um að standa vörð um grunnþjónustuna en gæta jafna ítrustu ráðdeildar og sparnaðar svo reksturinn verði eins hagkvæmur og mögulegt er,“ segir bæjarstjórinn að endingu í pistli á vef sveitarfélagsins.

Lögaðilar í ferðaþjónustu frá greiðslufrest Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi COVID-19 var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs þar sem minnisblað bæjarstjóra og tillaga um framlengingu greiðslufrests fasteignagjalda fyrir lögaðila í ferðaþjónustu var til umræðu.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að framlengja gjaldfrest fasteignagjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til 15. nóvember 2020.

JÖFNUNARSTYRKUR TIL NÁMS Umsóknarfrestur á haustönn 2020 er til 15. október n.k. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms og greiða leigu). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjarri skóla).

Bátasafn Gríms Karlssonar í Duus safnahúsum.

Sýningin komin til ára sinna og undirstöður orðnar ryðgaðar Eiríkur P. Jörundsson, safnstjóri Byggðasafnsins, skýrði frá vinnu sem nú stendur yfir vegna flutnings á sýningu á bátaflota Gríms Karlssonar úr svonefndum Bátasal upp á miðloftið í Bryggjuhúsinu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.

Ástæðan er tvíþætt; núverandi sýning er komin til ára sinna og þá hefur komið í ljós að undirstöður undir glerskápum eru víða orðnar ryðgaðar og gætu skapað hættu. Verkefnið er jafnframt hluti af hugmyndavinnu sem nú stendur yfir varðandi endurskipulagningu Duus safnahúsa.

Slökkviminjasafnið yfirtekið og Rammi verði tekinn af söluskrá Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að Slökkviminjasafnið á

Fitjum verði yfirtekið og í framhaldi verði kortlögð sýning um varnarliðið til framtíðar.

Opnað er fyrir umsóknir 1. september 2020. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á Mitt LÁN sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur. is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.menntasjodur.is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd


10 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grímsi eltist við ufsann

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Síðasti pistill var kannski full neikvæður, svo við skulum hafa þennan pistil á jákvæðu nótunum. Á Suðurnesjunum er gerður út bátur sem vill svo til að er með lægsta skipaskrárnúmerið allra fiskibáta á Íslandi sem enn eru gerðir út, númer 89. Heitir sá bátur í dag Grímsnes GK. Grímsnes GK lenti í því í febrúar að mjög alvarleg vélarbilun varð í bátnum og var hann frá veiðum frá þeim tíma og fram í miðjan ágúst síðastliðinn. Sigvaldi Hólmgrímsson sem var með Grímsnes GK síðast er aftur

kominn af stað á Grímsa, en svo Sigvaldi kallar hann bátinn. Hann fór beint austur undir Vestmannaeyjar og þar á svæðinu í kring að eltast við ufsa. Það óhætt er að segja að það byrji vel hjá honum því að í tveimur róðrum hefur báturinn landað um 41 tonni og af því er ufsi um 38 tonn. Ufsavertíðin hjá Grímsnesi GK haustið 2019 var mjög léleg en árið 2018 var mokveiði hjá bátnum á ufsanum og svo góð veiði var að Grímsnes GK endaði aflahæstur allra netabáta á Íslandi árið 2018.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

JAKOB ÁRNASON

Húsasmíðameistari og loðdýrabóndi Miðtúni 2, Keflavík lést mánudaginn 17. ágúst á Hrafnistu Hlévangi. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Starfsfólki Hlévangs eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar. Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Kristinn Þór Jakobsson Ólöf Kristín Sveinsdóttir Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson barnabörn og barnabarnabörn

Það er reyndar annar bátur sem tengist Hólmgrími og Grímsnesi GK sem er líka með lágt skipaskrárnúmer. Það er bátur með númerið þrettán. Sá bátur hét síðast Happasæll KE en hafði líka heitið Búddi KE. Þeim báti var lagt 2016 og lá við bryggju í Njarðvík. Báturinn var síðan seldur til Bíldudals en þar fékk báturinn annað líf því hann hefur verið notaður sem þjónustubátur við fiskeldið í Arnarfirði og þegar þessi orð eru skrifuð þá er Happasæll KE á hægri siglingu til Stykkishólms dragandi á eftir sér pramma sem er að fara í slipp þar í bæ.

Nýtt kvótaár að hefjast

Annars er stutt í nýtt kvótaár en það hefst 1. september og nú þegar eru nokkrir línubátar komnir af stað sem og dragnótabátarnir. Siggi Bjarna GK hefur landað 6,4 tonnum í einum róðri. Benni Sæm GK 54 tonnum í sjö túrum, Aðalbjörg RE 28,3 tonnum í þremur og allir hafa landað í Sandgerði. Sigurfari GK hefur reyndar ekkert farið af stað. Af stóru línubátunum er Sighvatur GK kominn með 226 ton, Fjölnir GK 127 tonn og Páll Jónsson GK 125 tonn, allir í tveimur róðrum og allir hafa þeir landað úti á landi. Sig-

Íbúðum fækkað um átján og hluti bílastæða ofanjarðar Engar athugsaemdir bárust vegna breytinga á deiliskipulagi við Hafnargötu 12 í Keflavík. Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að íbúðum er fækkað úr 58 í 40, heimilt verður

að hluti bílastæða verði ofanjarðar en innan lóðar. Tillagan var auglýst frá 1. júlí til 16. ágúst og var kynnt á íbúafundi þann 9. júlí síðastliðinn. Engar at-

Bragi GK rifinn á Garðskaga

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi,

EINAR SÆDAL SVAVARSSON Njarðarvöllum 2, Njarðvík

lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 11. ágúst Útförin mun fara fram í kyrrþey. Geir Sædal Einarsson Svavar Sædal Einarsson María Björnsdóttir Kristín Sædal Einarsdóttir Albert Geir Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

hvatur GK og Fjölnir GK á Siglufirði og Páll Jónsson GK á Djúpavogi. Eins og greint var frá fyrir nokkru í þessum pistlum þá var talað um að Vísir ehf. í Grindavík hefði lagt línubátnum Kristínu GK og leigt í staðinn togarann Bylgju VE frá Vestmannaeyjum. Núna er Bylgja VE kominn á veiðar fyrir Vísi ehf. og hefur landað 48 tonnum í einni löndun sem landað var á Ísafirði. Kvótinn á Bylgju VE kom í byrjun frá Páli Jónssyni GK en reyndar er Bylgja VE með úthlutuðum kvóta ár hvert um 1.554 tonn miðað við þorsk­ígildi.

Á sama tíma og til sendur að mála Hólmstein GK, sem er safngripur á byggðasafninu á Garðskaga, þá er verið að rífa annan safngrip. Það er báturinn Bragi GK sem staðið hefur við safnið til fjölda ára. Bragi var farinn að láta verulega á sjá vegna skorts á viðhaldi en þegar bátar eru teknir á þurrt þurfa þeir góða aðhlynningu því annars eru veður fljót að vinna á þeim.

hugasemdir bárust á kynningartíma. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Ærin var ánægð að fá lambið sitt aftur og kom til Jóns og var líklega að þakka honum fyrir.

Hundur réðist á lamb í Sandgerði. Málið kært til lögreglu. Óvíst um hvort hundurinn fái að lifa.

Lausir hundar plága í Sandgerði „Það var fyrir tilviljun að tveir vinir mínir hér í nágrenninu sáu þegar hundurinn réðist á lambið. Þeir héldu fyrst að tvö lömb væru að leika sér en tóku upp kíki og sáu hvað var í gangi og fóru á staðinn og náðu að stöðva hundinn. Hann var búinn að særa lambið að aftan og bíta af rófunni,“ segir Jón Sigurðsson, frístundabóndi í Sandgerði, um óskemmtilegt atvik þegar laus hundur réðist á lamb í hans eigu á dögunum.

Myndskeið náðist af því þegar hundurinn réðist á lambið, líklega í annað sinn, en félagar Jóns komu að árásinni og komu í veg fyrir að dýrbýturinn næði að skaða lambið frekar.

Jón og félagi hans eru með sex kindur og fimmtán lömb á túninu að Bæjarskerjum í Sandgerði og hafa stundað frístundabúskap í all nokkur ár. Krakkar úr Sandgerði voru með hundinn með sér á gangi á túninu án þess að vera með hann í ól þegar hann réðist á lambið. Jón segir að það sé ekki útilokað að hundurinn hafi verið búinn að ráðast á fleiri lömb þegar félagar hans sáu hvað gerðist. Þeir komu strax á staðinn og stöðvuðu hundinn. Þeir náðu að festa það á myndband þegar hundurinn réðist aftur á lambið, líklega í annað sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn sem fékk myndbandið og tók skýrslu. Jón gaf út kæru á eiganda hundsins með bótakröfu og ljóst að eigandi hundsins situr uppi með kostnað vegna málsins. Það fer einnig inn á borð Matvælastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort hundurinn fær að lifa eða ekki. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir á Suðurnesjum segir að það sé litið alvarlegum augum

þegar hundar ráðist á önnur dýr eða búfénað. Þá séu þeir orðnir dýrbýtar. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona gerist hérna. Það er mikið af því að hundar gangi lausir í Sandgerði og dæmi eru um nokkur atvik, sum mjög ljót, þar sem hundur hefur ráðist á lömb. Þetta er að verða alger plága og það er alveg ljóst að komi þetta fyrir aftur verður ekki gefinn neinn griður ef við grípum hund aftur sem fer í féð,“ segir Jón.

Hér má sjá áverkana á lambinu. Rófan er aðeins hálf eftir árásina.

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er talsvert stærri en þetta blað! þína á vf.is a n u lv tö í ak nt ei í ér þ u Náð


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Magnaður sigur Grindvíkinga Grindvíkingar unnu ótrúlegan sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í 13. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar léku tveimur færri nærri hálfan leikinn.

Josip Zeba átti frábæran leik í vörn Grindvíkinga. Myndir úr safni Víkurfrétta.

Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindvíkinga, hefur líklega ekki litist á blikuna þegar þeir voru orðnir tveimur færri.

Mikil harka var einkennandi fyrir leikinn og á 10. mínútu var Gunnari Þorsteinssyni, fyrirliða Grindvíkinga, vikið af velli þegar hann braut af sér í öftustu línu. Eftir rúmlega hálftíma leik tók Oddur Ingi Bjarnason góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Alexander Veigar Þórarinsson sem afgreiddi hann í netið. 1:0 fyrir Grindavík. Oddur Ingi braut á markverði Þórs snemma í seinni hálfleik og fékk að líta annað gula spjald sitt og þar með rautt (51'). Grindvíkingar voru

því orðnir tveimur færri og nærri 40 mínútur til leiksloka en þeir sýndu ótrúlega þrautseigju og gáfu allt í leikinn. Í uppbótartíma lá sókn Þórsara á marki Grindvíkinga og áttu þeir m.a. skot í stöng en þeir gulklæddu lokuðu markinu algerlega. Gríðarlega góð barátta í hörðum og erfiðum heimaleik skilaði því Grindvíkingum þremur stigum og þeir unnu annan leikinn sinn í röð. Með sigrinum eru þeir komnir upp að hlið Þórs með sautján stig en einu marki lakara markahlutfall.

„Aginn, dugnaðurinn og samvinnan þarf að vera áfram til staðar“ Ray Anthony Jónssyni, þjálfara kvennaliðs Grindavíkur, líst ágætlega á stöðuna í 2. deild kvenna þar sem Grindavík er í öðru sæti þegar deildin er hálfnuð.

Oddur Ingi gerði vel í aðdraganda marksins en var svo rekinn af velli í seinni hálfleik

Grindavík í öðru sæti 2. deildar kvenna Kvennalið Grindavíkur lék gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis í 2. deild kvenna. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði og lauk með 1:0 sigri Grindvíkinga. Fyrir leikinn var Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en með sigri komust þær í annað sæti, upp fyrir Hamrana sem töpuðu fyrir toppliði HK. Grindavíkurstelpur eiga leik til góða á Hamrana.

Ray Anthony Jónsson á hliðarlínunni. „Mér líst vel á stöðuna eftir erfiða byrjun og við erum bara búin að fá á okkur tvö mörk eftir fyrstu tvo leikina en við töpuðum þeim og fengum í þeim á okkur fimm mörk.“

Margrét Ingþórsdóttir og Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir. Mynd af Facebook-síðu Grindvíkinga.

Grindavík tefldi fram tveimur nýjum leikmönnum, markverðinum Margréti Ingþórsdóttur og sóknarmanninum Melkorku Ingibjörgu Pálsdóttur. Þær byrjuðu vel í sínum fyrsta leik því Margrét hélt markinu hreinu og það var svo Melkorka sem

skoraði sigurmark Grindvíkinga á lokamínútum leiksins (87'). Grindavík er nú, þegar deildin er hálfnuð, í öðru sæti 2. deildar kvenna með sextán stig og eiga leik til góða á Hamrana sem eru í þriðja sæti með fjórtán stig.

– Þið voruð að styrkja liðið með nýjum leikmönnum. „Já, markmaðurinn okkar hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli sem hún varð fyrir á æfingu og við vildjum ekki taka neina áhættu þegar kemur að höfuðmeiðslum. Þá hefur ungi markvörðurinn okkar, hún Sigurbjörg [Sigurpálsdóttir], verið eini markvörður 3. flokks og spilað marga leiki með

þeim, við vildum ekki útiloka hana frá þeim leikjum svo þá þurftum við að bregðast skjótt við og sem betur fer náðum við að landa góðum markmanni, Margréti Ingþórsdóttur, sem kom frá Fjölni. Við styrktum líka framlínuna hjá okkur vegna áfalls sem við urðum fyrir í leiknum gegn Fram en undir lok leiksins fótbrotnaði eitt skærasta ungstirnið okkar, Tinna Hrönn Einarsdóttir, og verður frá í langan tíma. Þess vegna þurftum við líka að bæta við okkur sóknarmanni og fengum Melkorku Ingibjörgu Pálsdóttur frá Augnabliki. Þetta lítur vel út hjá okkur, markmiðið var að lenda í öðru hvoru af efstu tveimur sætunum. Núna erum við í öðru sæti og það má segja að nú sé hálfleikur, helmingurinn af leikjunum er eftir og það má ekki gefa neitt eftir í baráttunni. Liðið er að bæta sig í hverjum leik og núna er miklu betra skipulag og agi á leiknum hjá okkur. Ég er mjög ánægður með agann í síðast leik þar sem við voru undir í flestum atriðum en héldum þetta út, féllum til baka og sóttum hratt.“ – Hvernig er staðan á hópnum, eru einhverjar farnar í nám eða heldurðu öllum? „Við misstum Brynju til Bandaríkjanna í nám, hún var sú eina sem fór af þeim sem áttu að fara út.

Svo auðvitað misstum við Tinnu Hrönn í meiðsli en annars er þetta sami hópur og hefur verið í allan vetur. Svo fengum við Evu Lind [Daníelsdóttur] líka sem hefur verið mjög góð síðan hún kom. Við höfum náð að styrkja okkur á þeim stöðum sem vantaði. Ef liðið heldur áfram að spila eins og það hefur spilað undanfarna leiki, eiginlega eftir leik númer tvö, þá erum við í góðum málum – en við þurfum alltaf að hafa fyrir því að ná í þessi stig og ennþá meira til að vinna leikina. Aginn, dugnaðurinn og samvinnan þarf að vera áfram til staðar.“ JPK

Ungstirnið Tinna Hrönn Einarsdóttir fótbrotnaði í leik gegn Fram og verður líklega frá út tímabilið.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Þeir Sindri Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs voru valdir í úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla.

FJÓRIR KEFLVÍKINGAR Í ÚRVALSLIÐI LENGJUDEILDARINNAR Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net hefur gefið út val sitt á úrvalsliði fyrri umferðar Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Keflvíkingar eru þar fyrirferðarmiklir og eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða fjóra, auk þess sem þeir Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru valdir þjálfarar fyrri umferðar enda að gera frábæra hluti með Keflavíkurliðið.

Keflvíkingar tróna á toppi Lengjudeildarinnar og eiga verðskuldað fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu að mati Fótbolti.net sem valdi fyrirliðann Frans Elvarsson, Sindra Þór Guðmundsson, Rúnar Þór Sigurgeirsson og að sjálfsögðu markahæsta mann deildarinnar, Joey Gibbs. Nacho Heras var nálægt því að verða valinn fimmti Keflvíkingurinn í liðið.

Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildar karla lítur svona út að mati Fótbolti.net: Robert Blakala (Vestri), Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Unnar Steinn Ingvarsson (Fram), Bjarni Ólafur Eiríksson (ÍBV), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir), Frans Elvarsson (Keflavík), Albert Hafsteinsson (Fram), Fred (Fram), Gary Martin (ÍBV) og Joey Gibbs (Keflavík).

„Einn af þessum dögum

Perúska landsliðskonan Claudia Nicole Cagnina er nýr leikmaður Keflavíkur.

en við ætlum að vinna deildina“

Natasha Anasi, fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur, ætlar að vinna Lengjudeildina þrátt fyrir tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Keflavík fékk víti í stöðunni 1:0 en markvörður Tindastóls gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna og Stólarnir brunuðu upp og skoruðu.

Fyrsta tap kvennaliðs Keflavíkur á tímabilinu Toppliðin tvö mættust á Nettóvellinum í 11. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Það var markahæsti leikmaður deildarinnar, Muriella Tiernan, sem skaut Keflavík í kaf og skoraði þrennu í 3:1 sigri Tindastóls og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Það var Natasha Moraa Anasi sem skoraði mark Keflavíkur (57’).

„Það hefði verið sætt að vinna leikinn gegn Tindastóli og vera í efsta sæti en við erum í góðum málum og höfum náð að koma okkur í góða stöðu. Við settum okkur það markmið að vinna deildina og stefnum ennþá á það, það er nóg eftir af leikjum til að það takist.“ – Svekkjandi að misnota víti og svo skora þær strax í kjölfarið. „Já en svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við eiga ágætan leik, við héldum boltanum ágætlega en það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Þetta var bara einn af þessum dögum, þær kláruðu sín færi og því fór sem fór. Við lærum af þessu.“ – Þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, hvernig kemur hún út? „Hún þurfti auðvitað að klára sóttkví svo við höfum ekki fengið mikið tækifæri til að kynnast henni. Hún kom nánast beint í leikinn og svo er stutt í þann næsta. Við höfum aðeins

Fyrir leikinn var Keflavík efst með 20 stig en Tindastóll með 19, þessi úrslit þýða að liðin hafa sætaskipti á toppi deildarinnar. Keflavík tefldi fram nýjum leikmanni, Claudia Nicole Cagnina,

sem er perúsk landsliðskona og kemur inn í liðið í stað Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis.

Jafntefli í Mosfellsbænum Keflvíkingar voru einir í efsta sæti Lengjudeildar karla fyrir leiki helgarinnar. Þeir mættu Aftureldingu á útivelli í jafnri og spennandi viðureign sem lauk með jafntefli, 2:2. Mörk Keflvíkinga skoruðu þeir Ari Steinn Guðmundsson (8’) og Joey Gibbs (50’).

náð að spjalla við hana á æfingum og hún virðist vera viðkunnanleg og góð manneskja. Það var fínt að sjá til hennar í leiknum og hún kom ágætlega út í honum – ég held að hún eigi eftir að styrkja liðið. Næsti leikur er svo útileikur á móti Augnabliki. Mér finnst gott að það sé

svona stutt á milli leikja því þá hefur maður ekki tækifæri til að velta sér upp úr úrslitum síðasta leiks. Maður þarf að einbeita sér að þeim næsta – taka einn leikur í einu og svo sjáum við hvað setur.“ JPK

Afturelding jafnaði á lokamínútum leiksins og Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum svekktur eftir leikinn. Í viðtali við Fótbolti.net sagði hann m.a.: „Mér er efst í huga svekkelsi að missa þetta niður [...] Þetta var algjörlega að ganga upp þegar við settum annað markið en þeir ná svo einni

langri aukaspyrnu sem skoppar tvisvar í teignum og það eigum við ekki að sætta okkur við.“ Keflvíkingar eru eftir sem áður á toppi deildarinnar en jafnir Fram að stigum. ÍBV er einu stigi á eftir Keflavík og Fram, þá koma Leiknismenn fjórum stigum frá toppnum en Keflvíkingar mæta þeim í Breiðholtinu á föstudag.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Strákarnir hafa unnið vel í sumar til þess að komast í þessa stöðu, það er sérstaklega gaman að sjá hvað liðið skorar mörg mörk ...

Við skorum alltaf! Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annan tveggja yfirþjálfara karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, er mjög sáttur við stöðu Keflvíkinga í Lengjudeildinni en Keflavík situr á toppnum þegar deildin er hálfnuð og hefur skorað yfir þrjú mörk að meðaltali í leik. að leggja sig 100% fram og vera hvetjandi og jákvæður. Við erum með ungt lið, Joey er einn af örfáum sem eru eldri og hann miðlar af sinni reynslu til strákanna og þeir bera mikla virðingu fyrir honum. Það er ótrúlega gaman að sjá að hann sé kominn í fjórtán mörk í ellefu leikjum. Ég held að markametið í þessari deild sé 22 mörk og ég held að hann ... Það verður gaman að sjá hvað hann nær að skora mörg.“

Deildin er hálfnuð – Talandi um það, það er komið undir lok ágúst og deildin er bara hálfnuð. Þetta klárast aldrei. „Já, það er skrýtið hvað það er mikið eftir þegar það er þetta langt liðið á ágúst. Það verður spilað mjög ört og verður mikið álag á leikmenn.“

Keflvíska þríeykið hefur haft næg tilefni til að fagna í sumar. Jón Örvar Arason, liðsstjóri, Eysteinn Hauksson og Sigurður Ragnar, yfirþjálfarar liðsins. – Síðasti leikur fór ekki alveg eins og best var á kosið [Afturelding - Keflavík 2:2]. „Nei, hann var frekar jafn og bæði liðin fengu færi. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna þá en Afturelding er með gott og mér finnst að þeir ættu að vera ofar á töflunni. Við fórum ekki nógu vel með færin okkar og vorum við bara mínútum frá sigri. Það er það jákvæða sem hægt er að taka út úr leik sem þessum, þar sem við náum ekki að spila okkar besta leik. Það var svekkjandi að fá svona mark á sig í lokin, manni finnst að við eigum að gera betur í svona föstum leikatriðum. Aukaspyrna af löngu færi, við töpum fyrstu tveimur boltanum og þeir skora. Það er lærdómur í öllum leikjum sem við vinnum ekki – reyndar í öllum leikjum sem maður vinnur líka, við tökum þetta bara með okkur og gerum betur næst.“ – Þið eruð efstir og liðið lítur mjög vel út. „Já, það er gaman að vera með þetta í okkar höndum. Strákarnir hafa unnið vel í sumar til þess að komast í þessa stöðu, það er sérstaklega gaman að sjá hvað liðið skorar mörg mörk. Við skorum óvenjumörg mörk, 37 mörk í ellefu leikjum, svo við erum að skora nálægt þremur og hálfu marki í leik að meðaltali.“

– Hann hefur aldeilis verið hvalreki fyrir Keflavík þessi ástralski undradrengur [Joey Gibbs]. „Við eyddum ansi löngum tíma í að finna hann, það var engin heppni að hann skildi reka hingað á land – hann býr hinum megin á hnettinum. Við leituðum gríðarlega mikið að góðum framherja, það er mjög erfitt að finna góða framherja. Þannig að afraksturinn komi af því að þetta er hæfileikaríkur leikmaður með gott marka-„record“ á sínum ferli og hefur passað frábærlega inn í það sem við erum að gera. Við vorum að leita að ákveðinni týpu af framherja en í allan vetur lékum við með kantmenn frammi og það gekk vel, við vorum að skapa okkur færi en vantaði einhvern til að reka endahnútinn á sóknirnar okkar. Við erum gríðarlega ánægðir með Joey og að hann hafi viljað framlengja við okkur, það sama á við um Frans. Þetta eru leikmenn sem eru okkur gríðarlega mikilvægir og hluti af kjarnanum sem við viljum byggja í kringum.“ – Ég ræddi einmitt við Joey fyrir skemmstu og líkaði sérstaklega vel hugarfarið hjá honum. „Joey er einhver allra flottasti karakter sem ég hef kynnst, með gott hugarfar og gefur mikið af sér inn í hópinn. Hann gengur á undan með góðu fordæmi í hverjum einasta leik með því

– Hvernig leggst næsti leikur í þig? Þá mætið þið Leikni sem er með ykkur í toppbaráttunni og vann ykkur í fyrri leiknum. „Hann leggst bara vel í mig. Það leggjast allir leikir vel í mig, mig hlakkar alltaf til að spila – sjá liðið spila. Við vitum að Leiknismenn eru með hörkulið og er eina liðið sem hefur unnið okkur. Við vitum að við skorum alltaf í öllum leikjum, kúnstin hefur frekar falist í að ná að verjast betur sem lið. Fá færri mörk á okkur því við skorum alltaf. Leiknismenn hafa verið að misstíga sig í síðustu umferðum og það er mikið í húfi fyrir okkur því ef við vinnum setjum við þá sjö stigum fyrir aftan okkur. Þetta er einn af þessum úrslitaleikjum sem skipta mjög miklu máli.“

– Svo er næsti leikur Suðurnesjaslagur, Grindavík heima. „Já, það er leikur sem alla hlakkar til að spila. Síðasti leikur var hörkuleikur, 4:4 og allir vildu skora. Það var ótrúlegur leikur og það er mikil tilhlökkun að spila aftur við þá.“ – Þeir hafa verið á uppleið undanfarið. „Grindvíkingar hafa verið óheppnir í sínum leikjum framan af, hafa verið að tapa niður forskoti en það eru mikil gæði í leikmannahópnum hjá þeim. Þannig að maður vissi svo sem að þeir myndu rífa sig í gang þegar færi að líða á. Það er líka tækifæri í þeim leik til að ýta þeim aftur fyrir, allir þessir leikir eru gríðarlega mikilvægir.“

Hvetur fólk til að „mæta á völlinn“ Að lokum sagði Sigurður að hann væri vanur að hvetja fólk til að mæta á völlinn en nú mætti það ekki. „Maður hefur tekið eftir að margir stuðningsmenn eru engu síður að greiða fyrir miða þó þeir séu bara að horfa á leikinn í sjónvarpinu heima eða í gegnum Keflavík TV. Það er mjög góður stuðningur og ég hvet fólk til að halda áfram að styðja félagið þó það komist ekki á leikina. Halda áfram að styrkja knattspyrnudeildina svo hún verði ekki fyrir of miklu tekjutapi.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

„Hann gengur á undan með góðu fordæmi í hverjum einasta leik með því að leggja sig 100% fram og vera hvetjandi og jákvæður.“ Ástralski undradrengurinn Joey Gibbs fellur vel að leik Keflvíkinga og hefur skorað fjórtán mörk í ellefu leikjum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Þróttur Vogum í vænni stöðu Þróttur er ekkert á því að gefa eftir í 2. deild karla í knattspyrnu. Eftir sannfærandi 3:0 sigur á Dalvík/Reyni í þrettándu umferð deildarinnar sitja Þróttarar í öðru sæti með 22 stig að loknum ellefu leikjum, jafnir Selfossi að stigum en með betra markahlutfall. Það var Viktor Smári Segatta sem skoraði í tvígang (34’ og 88’) og eitt markið var sjálfsmark (81’).

Þróttur hefur ekki tapað leik síðan í þriðju umferð er þeir töpuðu gegn Haukum á heimavelli (1:2), síðan hefur leiðin legið upp á við og þeir

stefna ótrauðir á sæti í Lengjudeildinni að ári. Á heimasíðunni throtturvogum.is má sjá myndaveislu úr leiknum.

Viktor Smári Segatta skoraði tvö marka Þróttar en eitt var sjálfsmark. Mynd af heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is

Víðismenn töpuðu fyrir Kórdrengjum Víðir mætti toppliði Kórdrengja í 2. deild karla í knattspyrnu á Framvellinum um helgina. Jafnræði var með liðunum framan af en það voru Kórdrengir sem reyndust sterkari aðilinn á endanum. Þrátt fyrir ágætis byrjun Víðis­manna lentu þeir undir á 17. mínútu. Þeir tvíefldust við að fá mark á sig og sóttu stíft í kjölfarið, það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Kórdrengir skoruðu annað mark rétt fyrir leikhlé (45'+2) og staðan í hálfleik 2:0.

Ekkert gengur hjá Víði Ekki var langt liðið á seinni hálfleik þegar Kórdrengir komust í 3:0 (50') en skömmu síðar fengu Víðismenn dæmda vítaspyrnu. Vítaspyrnan er lýsandi fyrir það lánleysi sem hvílir á Víðismönnum því markvörður Kór-

Úr fyrri viðureign liðanna. drengja gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna – ekki einu sinni heldur tvisvar þar sem markvörðurinn hafði stigið af línunni í fyrri spyrnunni og dómarinn lét því endurtaka hana.

Á 82. mínútu náði Ísak John Ævarsson að minnka muninn fyrir Víði en lengra komust þeir ekki og Kórdrengir sigruðu 3:1.

Það var Hörður Sveinsson sem skoraði mark Reynis og jafnaði leikinn í 1:1 á 25. mínútu en það dugði ekki til. Yfirburðir Reynis í 3. deild í hafa verið talsverðir í sumar og hefur

átta stiga forskot á næsta lið á toppi deildarinnar. Reynir hefur reyndar leikið ellefu leiki á meðan KV, sem er í öðru sæti, hefur leikið níu.

Leikir framundan: Lengjudeild karla:

2. deild karla:

2. deild kvenna:

Leiknir R. - Keflavík Domusnovav. fös. 28/ 8 kl. 18:00

Njarðvík - Kórdrengir Rafholtsvöllurinn fös. 28/8 kl. 18:00

Grindavík - ÍR Grindavíkurvöllur fim. 27/8 kl. 19:15

Grindavík - Vestri Grindavíkurvöllur lau. 29/8 kl. 14:00 Keflavík - Grindavík Nettóvöllurinn mið. 2/9 kl. 17:30

Lengjudeild kvenna: Augnablik - Keflavík Kópavogsv. fim. 27. 8. kl. 20:00

Kenneth Hogg átti frábæran leik og skoraði „hat-trick“ (13’, 50’ og 78’) þegar Njarðvíkingar sýndu Völs­ ungi enga miskunn og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu. Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði fjórða mark Njarðvíkinga þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

Hörð barátta á toppnum Með sigrinum sitja Njarðvíkingar áfram í sjötta sæti en baráttan í 2. deild er mjög jöfn og spennandi, munar aðeins tveimur stigum á Suðurnesjaliðunum sem sitja í öðru og sjötta sæti (Þróttur 22 stig, Njarðvík 20). Það er ljóst að liðin mega ekkert misstíga sig í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Reynismenn töpuðu fyrsta leik sínum í 3. deild karla í sumar þegar þeir mættu Augnabliki í Kópavogi, úrslit leiksins urðu 3:1 fyrir Augnabliki.

VF-mynd: Hilmar Bragi

Njarðvíkingar réttu heldur betur úr kútnum eftir tap gegn Selfossi í tólftu umferð. Njarðvík vann stórsigur á Völsungi í þrettándu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Húsavík um síðustu helgi.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Fyrsta tap Reynismanna í sumar Haraldur Guðmundsson, þjálfari Reynis, þurfti að horfa upp á fyrsta tap sinna manna á tímabilinu.

Kenneth Hogg með þrennu

Haukar - Þróttur Ásvellir fös. 28/8 kl. 19:15

Álftanes - Grindavík Bessastaðav. mán. 31/8 kl. 18:0

Víðir - Fjarðabyggð Nesfisk-völlurinn lau. 29/8 kl. 14:00

3. deild karla:

Þróttur - Njarðvík Vogaídýfuvöllur þri. 1/9 kl. 17:30

Reynir - Einherji BLUE-völlurinn lau. 29/8 kl. 13:00

ÍR - Víðir Hertz völlurinn mið. 2/9 kl. 17:30

Reynir - Elliði BLUE-völlurinn þri. 1/9 kl. 17:300

Galdraívaf í sumarlestri bókasafnsins Í Bókasafni Reykjanesbæjar er sumarlesturinn í fullum gangi. Í tilefni 40 ára afmælis Harry Potter þann 31. júlí 2020 munum við vera með galdraspil og sýningu á galdraveröld í Átthagastofu safnsins. Spilaspjaldið er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins og á rafrænu formi á heimasíðu safnsins. Lesturinn er skráður á þátttökuseðil sem hægt er að skila á safninu, eða á heimasíðu safnsins. Dreginn verður út lestrarvinningur úr pottinum í hverri viku í allt sumar. Allir geta verið með og sótt sér lestrarbingó, lestrarleiki og lestrarspil með galdraþema.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið - Liðveisla Tónlistarskólinn - Ritari skrifstofu 50% Velferðarsvið - Deildarstjóri á heimili fatlaðs fólks Reykjanesbær – Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tilfinningin yfirþyrmandi um að ég hefði ekki hundsvit á þessu Keflvíkingurinn Helga Jóhanna Oddsdóttir tók við starfi sviðsstjóra rekstrarsviðs HS Veitna fyrr á árinu. Hún segir orkufyrirtækin í mikilli og hraðri þróun. Langflestir Suðurnesjamenn greiða nú minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. „Orkufyrirtæki eru í mikilli og hraðri þróun og margt sem ég þarf að læra og setja mig inn í næstu misserin. Mér leist satt best að segja ekki alveg á blikuna þegar ég sat fyrstu framkvæmdastjórnarfundina í vetur enda umræðuefnið viðbragðsáætlanir við jarðhræringum og mögulegum eldgosum og áhrifum þeirra á kerfið okkar og vatnsból,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna en hún tók við því starfi fyrr á árinu. Helga segir að fyrstu vikurnar og mánuðirnir hafi verið krefjandi og áskorun í nýju starfi þar sem hún jafnvel efaðist um kunnáttu sína í jafn sérhæfðum rekstri og HS Veitur sinna. „Ég hóf störf í byrjun febrúar að hluta og var svo komin inn að

Helga, Einar og hluti drengjanna á ferðinni í sumar.

fullu 1. mars eftir að hafa verið í eigin rekstri ráðgjafa og stjórnendaþjálfunarfyrirtækis frá upphafi árs 2012. Starfið er mjög spennandi og fjölbreytt en undir rekstrarsvið falla málaflokkarnir mannauðsmál, upplýsingatækni, þjónustuver og

innheimta, öryggismál, gæða- og skjalamál ásamt markaðs- og kynningarmálum. Að auki gegni ég hlutverki staðgengils forstjóra. Ég viðurkenni að um leið og mig kitlaði af spenningi yfir krefjandi verkefnum varð tilfinningin yfir-

þyrmandi um að ég hefði bara ekki hundsvit á þessu og myndi örugglega ekki eiga neitt í samstarfsmenn mína, sem hafa lifað og hrærst í þessu í áratugi. Þeir hafa lagt sig fram við að koma mér inn í málin og eru ótrúlega þolinmóðir þegar ég spyr ítrekað spurninga sem koma upp um fákunnáttu mína.“

Hundrað manns í fjölbreyttum störfum Hjá HS Veitum starfa tæplega 100 manns á fjórum starfsstöðvum. Auk Reykjanesbæjar erum við með starfsstöðvar í Hafnarfirði, í Árborg og í Vestmannaeyjum. Starfsfólkið okkar býr yfir mikilli reynslu og ljóst að vinnustaðurinn er og hefur verið góður, þar sem starfsaldur er hár og lítið um starfsmannaveltu nema sökum aldurs. Eðli málsins samkvæmt eru karlmenn í meirihluta og fjölmennustu iðngreinarnar sem við byggjum á eru rafvirkjun og pípulagnir. Ég vona að konur sýni þessum fögum aukinn áhuga á komandi árum þar sem verkefnin eru alls ekki eingöngu „karllæg“ og störfin þróast hratt með aukinni tækniþróun. Helga segir verkefni rekstrarsviðs fjölbreyttari en hún átti von á og starfsemin að sama skapi áhugaverð þar sem HS Veitur gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ábyrgðarhluti að tryggja eins hnökralausa þjónustu og kostur er. „Laga- og reglugerðarbreytingar á raforkumarkaði eru fyrirferðarmiklar þessi misserin og töluverð aðlögun í okkar kerfum og verkferlum sem þeim fylgja. Það er líka spennandi lærdómur að kynnast því hvernig dreifiveitur eru rammaðar inn í

lög og reglugerðir m.a. með stífum tekjuramma og kröfur á að reksturinn og fjárfestingar haldist innan þess ramma. Ábyrgur rekstur er þannig ekki eingöngu sjálfsögð krafa stjórnar félagsins líkt og gengur og gerist í einkageiranum heldur erum við beinlínis sett í ramma sem við verðum að halda okkur innan og aðlaga okkur að því.“

Áhersla á sjálfvirknivæðingu „Við erum stöðugt að skoða hvernig við getum bætt þjónustuna við viðskiptavini okkar og erum að leggja aukna áherslu á sjálfvirknivæðingu og hagræðið sem af henni hlýst. Þar ber hæst verkefnið að snjallvæða vatns- og rafmagnsmælana þ.a. álestur skili sér sjálfvirkt og gjaldfært sé fyrir rauntímanotkun í stað áætlana eins og ávallt hefur verið. Álestrar á staðnum verða þar með barn síns tíma nema í undantekningartilvikum. Við gerum ráð fyrir að þessu verkefni verði að mestu lokið í lok árs 2022 en á veitusvæðum okkar eru um 50.000 mælar tengdir hjá viðskiptavinum og skipta þarf út hverjum og einum. HS Veitur eru í fararbroddi hvað þessa þróun varðar á landinu . Þessu tengt erum við stöðugt að bæta og auka aðra þjónustu okkar við viðskiptavini í gegn um heimasíðu og með auknu aðgengi fólks að upplýsingum um sín mál á „Mínum síðum“. Þetta þýðir að við þurfum að huga vel að uppbyggingu upplýsingatækni umhverfisins og vera vakandi fyrir þeim nýjungum sem fram koma og fullnýta þá möguleika sem skapast til aukinnar skilvirkni.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir viðskiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.“ Ánægjulegt samstarf við skóla „Við leggjum einnig áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og bjóðum í vetur upp á valáfanga í efstu bekkjum grunnskóla annað árið í röð, sem ber heitið „Orka og tækni“. Skólarnir sem við erum í samstarfi við í vetur eru Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Þetta samstarf verður vonandi liður í því að auka áhugann á þeim iðngreinum sem í boði eru í F.S. þannig að nemendum gefist áfram kostur á að ljúka grunnnámi í þeim í heimabyggð. Innan þessara greina leynist einmitt okkar mannauður til framtíðar og því ekki úr vegi að leggja okkar af mörkum þar. Innanhúss er af nógu að taka líka og má nefna að við vinnum nú að því að hljóta jafnlaunavottun sem verður vonandi í húsi fyrir árslok eða í byrjun næsta árs. Eins eru öryggismálin okkur hugleikin og hafa viðbragðáætlanir verið gerðar og eru í stöðugri endurskoðun.“ - Nú réðist fyrirtækið í miklar breytingar á hemlakerfi á heimilum á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum. Hvernig miðar því verkefni áfram? Hvernig hefur notkun á heitu vatni breyst í kjölfarið? „Verkefnið var viðamikið en gekk vel. Gamla hemlakerfið var þannig að viðskiptavinir keyptu ákveðið magn af vatni, óháð því hversu mikil þörfin var í raun á hverjum tíma. Viðskiptavinurinn fékk þannig alltaf það magn sem hann keypti, óháð því hvernig hann nýtti það t.d. til húshitunar í hlýju veðri, botnlaus leki í heita pottinn og svo má áfram telja. Við höfum nú skipt út þeim hemlum sem við ætluðum okkur hjá viðskiptavinum okkar og þannig bætt umgengni um auðlindina sem heita vatnið okkar er, til muna. Sóun á heitu vatni er nú mun minni en áður og hugsunarháttur fólks hefur gjörbreyst í kjölfarið. Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir viðskiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.“ – Hvernig hefur starfsemin gengið á tímum Covid-19 hjá HS Veitum? Hefur faraldurinn haft einhver áhrif á hana? „Okkar starfsemi breyttist ekki mikið í grunninn í Covid. Áherslur okkar síðastliðið vor miðuðu allar að því að verja starfsfólkið okkar og tryggja þeim eins öruggt starfsumhverfi og hægt var, ásamt því að sinna áfram

Helga og Einar á hjólunum.

okkar þjónustu. Sú áhersla er enn í fullu gildi og við fylgjumst náið með þróun mála og áherslum almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hægðum aðeins á mælaskiptaverkefninu í upphafi þar sem það krefst þess að okkar fólk fari inn á heimili fólks í flestum tilvikum. Eins lokuðum við skrifstofunum um tíma og skiptum fólki í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann á staðnum og hinn heima aðra hvora viku. Starfsfólkið okkar var upp til hópa ótrúlega jákvætt og tilbúið að aðlagast breyttum aðstæðum. Við settum upp heimatengingar þar sem verkefni mátti leysa að heiman og skiptum útimönnunum okkar vel upp þannig að þeir mættust ekki og fóru ekki á sömu staðina.“ – Hvað geturðu sagt lesendum Víkurfrétta um þig? „Ég er fædd og uppalin í Keflavík, gift Einari Jónssyni og eigum við samtals fimm syni, forgjafirnar mínar, Hauk, Ástþór og Breka, sem allir eru orðnir ráðsettir fjölskyldumenn, og tvíburana mína Odd Fannar og Tómas Inga, sextán ára. Svo var ég ekki búin að vera nema níu ár í móðurhlutverkinu þegar fyrsti lottóvinningurinn kom í heiminn og ég fékk ömmutitilinn. Síðan þá eru vinningarnir orðnir fimm og sá sjötti á leiðinni. Við Einar munum því geta haldið okkar eigin körfuboltamót innan fárra ára og smalað í þrjú lið án vandræða.

Ég var snemma farin að taka til hendinni enda áhersla á það í uppeldinu að maður ætti að axla ábyrgð og standa sig hvort sem var í námi eða vinnu og leggja sitt af mörkum. Ég veit að sumum finnst nóg um þegar ég fer á flug og ég hef lagt mikla áherslu á að beisla orkuna þegar svo ber við. Ætli ég hafi það ekki frá pabba að geta orðið óþolandi kröfuhörð. Foreldrum mínum, Oddi Sæmundssyni, skipstjór,a og Jónínu Guðmundsdóttur, kennara og síðar skólastjóra í Holtaskóla, var alltaf umhugað um okkar góða samfélag og höfðu hvort um sig áhrif á fjölda ungs fólks, pabbi á sjónum sem kröfuharði „karlinn í brúnni“ og mamma sem strangur en sanngjarn kennari. Mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar fólk rifjar upp kynni sín af þeim og hvaða góðu áhrif þau höfðu. Eftir grunnskólagönguna í Myllubakkaskóla og Holtaskóla fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1993. Eftir stúdentspróf var ég frekar áttavillt og vissi lítið hvert ég vildi stefna. Ég hóf þó nám í hjúkrunarfræði um haustið. Ég fann að það átti ekki við mig svo ég tók mér frí frá námi og dvaldi í Þýskalandi í rúmt ár sem Au-Pair auk þess að stunda nám í þýsku við háskólann í Bochum. Eftir að heim kom tók ég áhugasviðspróf og úr því kom að viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun væri mitt fag. Ég ákvað að láta slag

Helga með Jónínu móður sinni í sumar.

„Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. standa þrátt fyrir efasemdir, og hef ekki séð eftir því að hafa valið þá leið enda hagnýtt og skemmtilegt nám sem opnar á fjölmarga möguleika. Ég lauk svo meistaragráðu í viðskiptafræðinni árið 2005 frá H.Í. og hef síðan þá bætt við mig gráðu í markþjálfun, tekið kúrsa mér til yndisauka í meistaranámi í lögfræði við H.R., lokið diplomanámi í tilfinningalegri heilun (emotional healing) og margt fleira. Það er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu þannig að maður veit aldrei hvaða stefnu maður tekur næst.“ Hvernig hefur sumarið farið með þig og fjölskylduna? „Sumarið hefur verið mjög annasamt og óvenjulegt að mörgu leyti. Pabbi kvaddi eftir erfið veikindi í lok apríl þannig að sumarbyrjunin var ljúfsár og tregablandin. Hann spilaði svo stórt hlutverk í lífi okkar allra í fjölskyldunni og vináttan og samverustundirnar það sem við mátum mest og söknum mikið. Vegna Covid riðluðust ferðaplönin einnig nokkuð en við hjónin höfum verið meðlimir í góðgerðarverkefninu Team Rynkeby á Íslandi sl. tvö ár og ætluðum að hjóla með liðinu frá Danmörku til Parísar í júlíbyrjun. Af því varð ekki en liðið hjólaði innanlands í staðinn. Að auki ætluðum við að keppa í hálfum járnkarli á Mallorca í maí en sem betur fer formsins vegna frestaðist það um ár. Við fjölskyldan tókum okkur upp og fluttum aftur heim í byrjun ágúst, eftir að hafa búið síðastliðin sjö ár í Garðabæ. Flutningar eru alltaf heilmikið verkefni og ágætis hreinsun um leið. Við verðum vonandi lent mjúklega á nýja heimilinu í byrjun október og hlökkum mikið til að sjá meira af vinum og fjölskyldu en undanfarin ár. Við vorum því að mestu heimavið í sumar en náðum þó að skjótast aðeins í sveitina okkar inn á milli anna og eiga samverustundir með

bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra. Ungu mennirnir okkar hófu nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú í vikunni og taka spenntir á móti vetri. Annar spilar körfu af kappi og skipti úr Stjörnunni yfir í Njarðvík (pabbanum og elsta bróðurnum til mikillar gleði) og hinn er að hefja fótboltaæfingar með Keflavík að nýju eftir að hafa valið körfuboltann framyfir í nokkur ár. Það er ótrúlega notalegt að finna hlýjuna og vináttuna sem þeim mætir eftir langa fjarveru. Við erum sem sagt búin að vera í hálfgerðri þeytivindu frá því Covid skall á í vetur og ég held ég geti því sagt að við tökum fagnandi á móti rútínunni og því sem henni fylgir eftir óvenjulega og á stundum mjög erfiða vorog sumarmánuði.“ Nú eru blikur á lofti í samfélaginu vegna heimsfaraldurs þegar haustið og vetur nálgast. Hvernig leggst það í þig? „Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. Ég veit að bæjaryfirvöld á svæðinu hafa lengi lagt sig fram við að bæta úr og beint sjónum sínum að öflugri atvinnuþróun. Við megum bara ekki sofna á verðinum þegar vel gengur í einni grein og halda áfram að vinna að því að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri. Við verðum nú að vona að flugið og þar með atvinnulífið á svæðinu taki við sér að nýju sem allra fyrst og að þessu tímabili fylgi dýrmætur lærdómur sem byggja má á til framtíðar. Það mun reyna á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að lifa með veirunni næstu misseri og gera áætlanir sem miða að því að aðlaga starfsemina að því sem upp kemur. Í raun má segja að við séum ekki lengur í fordæmalausu ástandi, það var í vor, og mikilvægt að byggja á þeim lærdómi sem þá fékkst. Ég hef einnig ákveðnar áhyggjur af því hvaða áhrif mikið atvinnuleysi hefur á líðan barnanna okkar og tel að við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því og reiðubúin að styðja vel við barnafjölskyldur. Vonandi náum við að halda skólunum opnum og starfseminni þar í sem eðlilegustu horfi þannig að börnin fái sem mesta rútínu. Þrátt fyrir dökkt útlit er ég að eðlisfari bjartsýn og trúi að með því að hlúa vel að hvert öðru, náum við að lágmarka áhrif þessa áskorana á líðan barna og ungmenna á þessum erfiðu tímum. Það eru langtímaáhrif sem ekki má vanmeta,“ segir Helga Jóhanna að lokum.

Páll Ketilsson pket@vf.is


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðjón og Ólöf í hinu vinsæla Stuðlagili.

Stórurð er magnaður staður á Austurlandi.

Pottar og lundar á Borgarfirði Eystri.

Norski þjóðarrétturinn „Ribbe“ eða „Pinnekjött“ í uppáhaldi

– Nafn: Guðjón Skúlason. – Árgangur: 1967. – Fjölskylduhagir: Giftur Ólöfu Einarsdóttur, börnin eru Hilmir Gauti, Gígja og hundurinn Plútó. – Búseta: Langholt 17, 230 Reykjanesbæ.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin? Móðir mín er Grethe Wibeke Iversen, fyrrverandi starfsmaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, hún er norsk en fluttist til Íslands árið 1965 og gerðist flugfreyja hjá Loftleiðum. Faðir minn er Skúli Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Loftleiðum og Icelandair. Ég er alin upp í Keflavík og hef búið hér alla tíð, utan tveggja ára í Bandaríkjunum, og er núna búsettur í húsinu sem foreldrar mínu byggðu á Lang-

holtinu sem ég tel nú eina fallegustu götu bæjarins. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Innanlands, byrjaði á að sækja eiginkonuna á Borgarfjörð Eystri þar sem hún gekk á fjöll í fjóra daga, göngutúr um Loðmundarfjörð, göngutúr í Stórurð sem er eitt fallegasta svæði sem ég hef séð á Íslandi, farið í Stuðlagil, síðan í Reynisfjöru, Jökulsárlón skoðað, farið að Svartafossi í Skaftafelli, kíkt á flakið á Sólheimasandi. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Bæði og. – Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Borgarfjörður Eystri, Stórurð, Stuðlagil og Reynisfjara. – Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Fegurð Stórurðar.

Allur grillmatur fer vel niður en uppáhaldið er norskur þjóðarréttur sem heitir „Ribbe“ eða „Pinnekjött“

Netspj@ll

Gönguferðir voru á dagskrá Guðjóns Skúlasonar á ferðalögum hans innanlands í sumar. Hann fór í gönguferðir á Austurlandi, heimsótti nafnkunna ferðamannastaði og lék golf víðsvegar um landið. Guðjón segir árið 2020 vera sérstakasta ár sem hann hafi upplifað „... og í raun 2019 líka. Ég er í þannig starfi að niðursveiflan hefur verið stanslaus síðan að WOW féll og atvinnuástandið óstöðugt. 2020 er eitthvað sem maður á væntanlega eftir að rifja upp sem erfiðasta ár á flugtengdum rekstri og ár breytinganna og endalausra hagræðinga sem því miður eru oftar en ekki tengd starfsfólki,“ segir Guðjón m.a. í Netspjalli við Víkurfréttir í þessari viku.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Nei, er ekki fastur við einn stað og finnst alltaf jafn gaman að sjá nýja fallega staði á þessu landi. Pabbi á bústað við Langá og þar er alltaf gott

að vera þó ég hafi ekki verið mikið þar í sumar. – Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Ekkert skipulagt en hugsanlega stuttur túr á Snæfellsnesið. – Hvert er þitt helsta áhugamál? Velferð fjölskyldunnar, golf er mikið áhugamál þessa dagana, garðurinn og húsið og hundurinn fær sinn skerf að öllum tímanum. Hef áhuga á körfubolta en fylgist bara með úr fjarska þessa dagana. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, tel mig ná að sameina þetta allt eins vel og hægt er. Börnin blómstra. Er búinn að spila á Egils-

stöðum, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Flúðum, Hellu, Öndverðarnesi, Laugarvatni, Mosfellsbæ, Keili í Hafnarfirði, Grindavík, Sandgerði og að sjálfsögðu í Leirunni. Garðurinn fallegur og berin líta vel út (rifs-, sólog stikilsber), þannig að maður er að ná að sinna garðverkefnum líka. – Hvernig slakarðu á? Í gönguferðum með hundinn, í golfi og í góðra vina hópi þar sem gert er vel við sig í mat og drykk. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Allur grillmatur fer nú vel niður en uppáhaldið er norskur þjóðarréttur sem heitir „Ribbe“ eða „Pinnekjött“. Í fljótu bragði er þetta saltaður lambaskrokkur án læra, látin hanga í tvo


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Neðri myndin er tekin í Reynisfjöru.

Við flakið á Sólheimasandi.

Svartifoss. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Man eftir því að afi minn frá Noregi kom í heimsókn árið 1970 og við eyddum mörgum tímum í að sparka á milli út í garði og hann var alltaf á því að ég ætti að leggja fyrir mig fótbolta en mér leið betur inni í íþróttahúsi og valdi því körfuna. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Best að spyrja konuna um þetta að ég held.

mánuði, sagað í löng rif, útvatnað og gufusoðið á birkikubbum og borið fram með soðnum kartöflum, rófustöppu, bjór og snafs, mjög einfalt og gott um hver áramót á Langholti 17. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Matthew Santos er í miklu uppáhaldi en annars er ég alæta á tónlist en skora á alla að kynna sér MA / SA, sérstaklega plöturnar This Burning Ship of Fools, Quickly Disappearing og Into The Further. Prefab Sprout hafa líka alltaf verið ofarlega á lista ásamt Jeff Buckley sem féll frá allt of snemma.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 3! Þetta er væntanlega tilvitnun í körfuboltaferilinn en er opin fyrir krassandi titlum á þessari metsölubók. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Eitt sérstakasta ár sem ég hef upplifað og í raun 2019 líka, er í þannig starfi að niðursveiflan hefur verið stanslaus síðan að WOW féll og atvinnuástandið óstöðugt. 2020 er eitthvað sem maður á væntanlega eftir að rifja upp sem erfiðasta ár á flugtengdum rekstri og ár breytinganna og endalausra hagræðinga sem því miður eru oftar en ekki tengd starfsfólki.

– Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ekki of bjartsýnn á atvinnuástandið og hvað á að koma landinu til bjargar úr þessari „kreppu“ oft talað um að hafa fleiri körfur undir eggin okkar en það er ekki auðvelt í framkvæmd á okkar svæði. Við búum á frábærum stað sem hefur upp á allt að bjóða en heildarsýnin þarf að vera sterkt og til langs tíma. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Man ekki eftir einhverjum sem stendur upp úr, margir fimm aurar sem fljúga daglega.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi er að mér finnst óþarfi. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Allt svona meinhægt.

Á Flúðum með Hannesi Ragnars og Dóru.

ill sem ystragr Árlegt s ð „ferðumst ma hafði þe “ þetta árið. ds n la innan fjölskyldan við „Friends“-gosbrunnin í NY.

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Horfi á íslensku stöðvarnar, Netflix og aðrar streymisveitur. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Reyni að horfa á fréttir og veðurfréttir ásamt íþróttum líðandi stundar. – Besta kvikmyndin? Semi Pro, Top Secret og grínmyndir yfir höfuð, annars ekki krítískur á bíómyndir. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Þetta verða aðrir að dæma um.

Pallurinn og gullregnið í blóma.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sandgerðingurinn Sandra Rún Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga. Sandra Rún er 26 ára og er með bakkalár­ gráðu frá Listaháskóla Íslands í skapandi tónlistarmiðlun auk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music (Global Entertainment and Music Business). Hún starfar nú sem skóla- og hljómsveitarstjóri hjá Skólahljómsveit Austurbæjar en hefur einnig sinnt tónlistarkennslu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskólann í Garði auk þess að starfa sem deildarfulltrúi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún stundaði tónlistarnám frá barnsaldri og leikur á blásturshljóðfæri. Hún hefur tekið þátt í lúðrasveitarstarfi, spilað með léttsveit og starfað með Bjöllukór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ. Þá hefur Sandra Rún tekið virkan þátt í margvíslegu kóra- og leikhússtarfi.

Sandra Rún með foreldrum og systkinum á útskriftarmynd þegar hún lauk meistaragráðu frá Barklee Collage of Music (Global Entertainment and Music Business).

Akkúrat það sem mig hafði dreymt um Sandra Rún Jónsdóttir úr Sandgerð hefur tekið við skólastjórn Tónlistarskóla Rangæinga – Hvernig kom það til að þú ákvaðst að sækjast eftir skólastjórastöðunni í Tónlistarskóla Rangæinga? Eftir að ég útskrifaðist úr háskólanámi var ég svo heppin að fá tímabundna afleysingu á skrifstofu við Tónlistardeild Listaháskólans. Þegar það var farið á líða á árið mitt þar og ég farin að leita mér að öðru vantaði afleysingu sem stjórnandi hjá Skólahljómsveit Austurbæjar og var mér boðin sú staða. Ég fann mig mjög vel í því starfi og eftir því sem leið á veturinn fann ég mig alltaf betur og betur og var nokkuð viss um að þetta starf væri eitthvað sem hentaði mér og ég gæti hugsað mér að vinna við. Ég er algjört sveitarbarn, kem úr sveit að norðan og elst síðan að mestu upp í Sandgerði og eftir að búa nokkur ár í Reykjavík var mig farið að langa út á land. Þannig að þegar ég sá auglýsinguna um skólastjórastöðuna hjá Tónlistarskóla Rangæinga varð ég mjög spennt því þetta var akkúrat það sem mig hafði dreymt um, að komast út á land og vinnan sem mig langaði í svo það get ekki verið betra. – Ráðningarferlið var sérstakt og í gegnum Zoom-fjarfundarforritið. Hvernig var að fara í gegnum ráðningarferli í fjarfundarbúnaði? Það var frekar skrýtið og stressandi, því það er ekki hægt að miðla öllu

– Og núna þegar skólastarfið er að byrja, þá eru einnig áskoranir vegna Covid-19. Hvernig finnst þér að fara inn í haustið í þessu ástandi? Það er frekar skrýtið og óþægilegt. Ég er ekki viss hvort ég geti boðað starfsmannafund hér í skólanum því ég hef ekki beint rými til að halda tveggja metra reglunni með alla starfsmennina í einu. Annars gekk allt mjög vel hér á vormánuðum og reynslan sem myndaðist þá mun sannarlega nýtast nú ef svo ber undir. Það er ekkert skemmtilegt að byrja skólaárið í þessum takmörkunum en ég tek þessum áskorunum og reyni mitt besta við að leysa það sem leysa þarf og svo verður bara spennandi að sjá hvað tíminn leiðir í ljós í þessu COVID-19ástandi. Við allavega byggjum bara ofan á þá reynslu sem kom í vor og bíðum svo bara og sjáum hvort við komum kennslunni ekki bara sem fyrst í nokkuð eðlilegt horf.

Sandra Rún kennir á trompet í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. í gegnum fjarfundabúnað. Það er erfiðara að skila persónuleika sínum, nærveru o.þ.h. í gegnum tölvuskjá en ég hlýt að hafa skilað einhverju því ég fékk boð í næsta viðtal sem var á staðnum en ekki í gegnum Zoom. Þau buðu s.s. þremur einstaklingum af átta sem fóru í Zoom-viðtal að koma í annað viðtal sem haldið var hérna á Hvolsvelli og ég fór inn á starfsmannafund, kynnti sjálfa mig og svaraði spurningum starfsmanna skólans. Það var mjög taugatrekkj-

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

andi að standa þarna fyrir framan alla og tala um sjálfan sig en um leið og ég gekk inn leið mér mjög vel og var þetta bara ekkert mál. Þegar ég fékk svo símtalið að þau vildu bjóða mér starfið þá var ég ekki alveg að trúa því en svo tók gleðin og spenningurinn yfir þegar ég áttaði mig á því hvað þetta allt saman þýddi.

– Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst mjög vel í mig. Ég hef heyrt að það sé spenningur að fá mig hér í samfélaginu sem gerir mig smá stressaða en líka bara spennta að byrja og kynnast öllum og öllu hér. Það er pínu skrýtið að vera orðin skólastjóri svona ung en það er bara skemmtileg áskorun að vera yngst í starfsmannahópnum. Við erum með þrjá kennslustaði; á Hvolsvelli, Hellu

og Laugalandi í Holtum. Það eru um sautján kennarar og 310 nemendur sem eru dreifðir um alla sýsluna. Aðbúnaðurinn er mjög góður, þ.e. nóg rými og vel útbúnar kennslustofur. – Segðu okkur aðeins um þig. Hvernig fékkst þú tónlistaráhugann? Ætli tónlistaráhuginn hafi ekki bara komið í gegnum tónlistarnámið. Það var mikil tónlist á heimilinu þar sem við fjögur systkinin vorum öll í tónlist og mamma líka og pabbi söng í kór. Þeir sem hafa haft mestu áhrifin á minn tónlistarferil eru nokkrir. Ætli það sé ekki aðallega hún móðir mín því það er hún sem setti okkur öll systkinin í tónlistarnám. Hún hélt manni í tónlistarnáminu í gegnum erfiða tímabilið þegar maður nennir þessu ekki og vill hætta. Hún hélt systur minni í námi út 10. bekk og þá þakkaði hún mömmu fyrir að hafa haldið sér í námi svo hún gerði það einnig við okkur hin. Systir mín spilar einnig stóran sess í mínu tónlistaruppeldi því hún var fyrsti þverflautukennari minn og kom mér í lúðrasveit. Hún var einnig í léttsveitinni í Reykjanesbæ og var ég alveg dolfallinn aðdándi þeirra – en hún Karen Sturlaugsson hefur skipt ótrúlega miklu máli í því hvert ég er komin í dag. Uppeldið í gegnum lúðrasveitina, léttsveitina og bjöllukórinn hjá Karen hefur algjörlega mótað mig í þá átt sem ég kaus að


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21 fara með minn tónlistarferil. Þessar þrjár hafa allar verið mínar helstu klappstýrur þegar ég hef þurft á að halda og talað mig til þegar trúin á sjálfa mig var ekki alveg til staðar. Án þeirra þriggja væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag. – Hvernig var þín tónlistarskólaganga? Hún er mjög flókin og fjölbreytt. Ég byrjaði í Tónlistarskólanum í Sandgerði þegar ég var í fyrsta bekk og stundaði nám á þverflautu, trompet og píanó í yfir þretán ár. Ég byrjaði minn hljómsveitarferil þar í Lúðrasveit Tónlistarskóla Sandgerðis. Einnig tók ég grunnpróf og miðpróf á þverflautu og grunnpróf á trompet. Ég stundaði líka að hluta nám á trompet og þverflautu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt að því að vera í tónfræði þar. Ég var í hljómsveitum í Reykjanesbæ; lúðrasveit, léttsveit og bjöllukór. Með lúðrasveitinni og bjöllukórnum fór ég í nokkrar utanlandsferðir og ætli bjöllukórsferðirnar standi ekki upp úr vegna tækifæranna sem við fengum sem voru m.a. að spila á tónleikum í Carnigie Hall í New York og að opna tónleika Sigur Rósar í ­Toronto. Við í bjöllukórnum spiluðum í nokkur ár á Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á Norður og Niður hátíðinni sem haldin var í Hörpu af Sigur Rós ásamt því að taka upp disk með efni Sigur Rósar. Ég fékk tækifæri á meðan ég var í framhaldsskóla að leysa af í nokkrar vikur, bæði tónfræði og hljóðfærakennslu, sem var mjög lærdómsríkt því ég hafði stefnt á að sækja um nám á hljóðfærakennarabraut í Listaháskólanum en eftir þessar vikur í afleysingum fannst mér mun skemmtilegra að kenna tónfræði en einkatíma á hljóðfæri svo þarna vissi ég ekki alveg hvað ég átti að gera. Ég vissi að mig langaði að vinna við tónlist. Karen sá að eitthvað var að, ég var ekki alveg viss um hvað ég vildi gera og tók mig inn á skrifstofuna sína og við settumst niður og skoðuðum hvað var í boði. Ég endaði á að sækja um nám í skapandi tónlistarmiðlun, komst ég inn í námið við LHÍ og gæti ekki verið sáttari með þá ákvörðun. Í náminu í LHÍ fékk ég tíma á bæði þverflautuna og trompetinn. Í gegnum námið í miðlun unnum

SUÐURGATA 8, REYKJANESBÆ Opið hús fimmtudaginn 27 ágúst frá kl: 17 til 17:30

Garðatorg eignamiðlun og Steinar S. Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 898-5254, steinar@gardatorg.is, kynna til sölu vel staðsetta 64,4 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð (1. hæð) í fjöleignarhúsi fyrir 55 ára og eldri. Íbúðinni fylgir sér geymsla. Íbúðin er laus og til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Verð 26.5 m.

Starf í boði hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Ritari á skrifstofu - 50% starf Tónlistarskóli Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða ritara á skrifstofu í 50% starf. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2020.

Í búning Lúðrasveitar Verkalýðsins. við mikið með alls konar hópa og viðburði. Einhvern veginn fann ég mig í stjórnendahlutverki í mörgum þeirra og því lengra sem leið á námið endaði ég alltaf meira og meira í hlutverkum á bak við tjöldin og fannst það henta mér mjög vel. Ég fór í nemendapólitík þar sem ég endaði sem formaður nemendafélags tónlistardeildar og sat því í nemendaráði LHÍ og endaði einnig sem for-

félaga í tvö ár. Þrátt fyrir að finna mig mjög í þessu námi var ég ekki viss hvað myndi taka við. Fannst ég ekki tilbúin að fara út á vinnumarkaðinn og langaði í framhaldsnám. Eftir langa rannsóknarvinnu og hjálp marga leiðbeinanda fann í nám við Berklee College of Music. Berklee er bandarískur háskóli en þau eru með útibú í Valencia á Spáni. Ég fór því til Spánar í mastersnám í Global Entertainment and Music Business og útskrifaðist með masterspróf sumarið 2018. – Þú ert sest að á Hvolsvelli, hvernig er að flytja í nýtt samfélag? Þekktir þú eitthvað til þarna? Ég flutti til Hvolsvallar um mánaðarmótin júní/júlí því ég vildi koma mér fyrir og aðeins að kynnast bæjarfélaginu áður en allt fór á fullt í vinnu. Ég þekki ekkert til hérna, er að norðan úr Kelduhverfinu og af Suðurnesjunum svo allar mínar tengingar eru á þeim slóðum en mér fannst mjög spennandi að fara í nýtt samfélag þótt það sé frekar erfitt. Þegar samfélagið er svona lítið eins og hér getur verið erfitt að kynnast fólki en það kemur held ég þegar skólinn fer af stað og maður fer í félagstarf hérna í bænum. Ég er allavega mjög spennt fyrir framhaldinu hérna.

Sandra Rún í Tónlistarskóla Rangæinga þar sem hún hefur tekið við skólastjórn. Húsnæði skólans á Hvolsvelli er á myndinni til hægri.

maður þar og sat sem formaður beggja

Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

HUGHRIF Í BÆ! FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rokkveislunni miklu frestað

Frumsýnd í lok september! Hertar sóttvarnarreglur vegna Covid-19 koma í veg fyrir að ekki tekst að halda tónleika á Ljósanæturhelginni. Stefnt er á að frumsýna Rokkveisluna miklu föstudagskvöldið 25. september ef búið verður að aflétta þeim fjöldatakmörkunum sem nú eru í gildi. Tvær sýningar fylgja svo í kjölfarið laugardaginn 26. september.

Skrýtnir tímar en við berjumst áfram „Sumarið hefur verið öðruvísi en við áttum svo sem ekki von á öðru en samdrætti þegar allt fór í frost, bara spurning hversu miklum. Nú er þetta spurning um framhaldið, haustið, veturinn og ekki síst næsta ár,“ segir Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis í Reykjanesbæ. Nýlega var greint frá því að tvær bílaleigur með starfsemi í nágrenni Keflavíkurflugvallar hafi hætt rekstri. Bílaleigan Green Motion, sem var með aðsetur á Vesturgötu í Keflavík, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta og Lagoon Car Rental hefur farið sömu leið. Báðar leigurnar voru nokkuð umsvifamiklar síðustu árin.

Ásgeir Elvar segir að eitt af verkefnunum hjá Geysi á þessu ári hafi verið að minnka bílaflotann í ljósi afleiðinga COVID-19 og hafi það gengið vel. Í fyrrasumar hafi fyrirtækið verið með nærri 1200 bíla en í sumar hafi þeir verið um sjöhundruð. Víkurfréttir hafa heyrt svipaða sögu frá fleiri bílaleigum þar sem þær hafa allar reynt að minnka

bílaflotann. Margir nýlegra bílaleigubíla hafa selst í vor og sumar á sama tíma og sala á nýjum bílum hefur dregist mikið saman. „Í sumar höfum við verið á um 25 til 30% afköstum miðað við í fyrra. Íslendingar hafa verið duglegir að leigja húsbíla og þeir hafa verið nær allir í leigu góðan part sumarsins. Verðið samt helmingi lægri en það

var. Útlendingar hafa líka mætt og leigt húsbíla og bílaleigubíla. Það fer hins vegar enginn með mikinn forða frá sumrinu inn í haustið og veturinn. Það er ljóst að fjöldi ferðamanna verður áfram í lágmarki og mikil óvissa framundan. Geysir á sem betur fer langa og góða sögu á Íslandi og við eigum flottan kúnnahóp á innanlandsmarkaði. Í vetur munum við því hlúa vel að honum og setja frekari fókus á landann hér heima. Þetta eru skrýtnir tímar en við berjumst áfram.“ sagði Ásgeir Elvar Garðarsson.

Sýningar verða því á eftirfarandi tímum: Frumsýning: Föstudaginn 25. september kl. 20. (var áður 2. september kl. 20) Önnur sýning: Laugardaginn 26. september kl. 16. (var áður 6. september kl. 16) Þriðja sýning: Laugardaginn 26. september kl. 20. (var áður 6. september kl. 20) „Við biðjum alla þá sem búnir voru að kaupa miða á áður auglýstar dagsetningar velvirðingar á þeim óþægingum sem þessar breytingar kunna að valda. Þeir sem hafa keypt miða og geta ekki nýtt sér nýja sýningartíma geta að sjálfsögðu fengið endurgreitt. Eru þeir beðnir að hafa samband við Tix.is vegna þess,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum.

Njarðvískur hótelkóngur á Breiðdalsvík „Íslendingarnir eru allt öðruvísi ferðamenn en þeir útlendu. Þeir gera til dæmis miklu betur við sig í mat og drykk og svo eru þeir bara skemmtilegir,“ segir Njarðvíkingurinn Friðrik Árnason, eigandi Hótels Bláfells í Breiðdalsvík. Friðrik Árnason er búinn að reka hótelið vel á annan áratug en það opnaði árið 1983. Friðrik hefur upplifað ýmislegt í hótelrekstri og ferðaþjónustu en ekkert í líkingu við afleiðingar kórónuveirunnar. „Eftir langt stopp vegna Covid-19 fór allt í gang seinni part júnímánaðar þegar Íslendingarnir fóru að mæta og þeir hafa verið góðir viðskiptavinir í sumar. Það er mikill munur á íslenskum og erlendum ferðamönnum þegar þeir eru í fríi. Íslendingarnir velja sér til dæmis dýrari rétti á matseðli, gjarnan dýrustu steikina og fá sér gott rauðvín með á meðan útlendingurinn velur sér það ódýrasta á matseðli og fær sér sjaldan vín með matnum. Við höfum verið að selja jafn mikið af rauðvíni á einu kvöldi eins og við gerðum á þremur vikum þegar útlendingar voru að megninu til gestir á hótelinu,“ segir Friðrik. Aðbúnaður til fyrirmyndar á Bláfelli Eitthvað hefur verið um erlenda ferðamenn í sumar en þó í mjög litlum mæli og þegar Víkurfréttir litu við hjá Friðriki um miðjan júlí var von á svissneskum ferðamönnum sem ætluðu að hertaka hótelið eina nótt. Njarðvíkingurinn segir að sumarið eigi eftir að verða fínt en mikil óvissa sé með haustið og veturinn. Á Hótel Bláfelli eru margar tegundir herbergja í boði í hótelbyggingunni og í gömlu pósthúsi sem nú sinnir gistihlutverki á staðnum. Alls eru 39 vel búin herbergi í boði,

standard herbergi, bjálkaherbergi, junior-svítur og fjölskylduherbergi. Aðbúnaður á herbergjum er til fyrirmyndar. Þá er á hótelinu hugguleg setustofa með arni og bókasafni.

Þar er líka finnskt sána og veitingastaður þar sem boðið er upp á ekta íslenska rétti, matreidda úr fersku, íslensku hráefni úr nærumhverfi hótelsins.

Ástríðuverkefni „Þetta er skemmtilegur rekstur og það er gaman að vinna í ferðaþjónustu. Ísland er magnað land og það er gaman að skoða það og heimsækja, Íslendingar og útlendingar eru sammála um það, en að reka hótel er svolítið ástríðuverkefni og tekur mikinn tíma ef maður vill gera það vel,“ segir Friðrik. Auk hefðbundins hótelsreksturs hefur Friðrik staðið fyrir ýmsum uppákomum á staðnum en á móti Hótel Bláfelli er hann með aðgang að stórum salarkynnum fyrir allt að 300 manns þar sem frystihúsið á staðnum var áður með starf-

semi. Þar er góð aðstaða fyrir hvers kyns fundarhald og þá hafa verið haldnir þar margir tónleikar og fyrir jólin hefur hann fengið vini sína frá Suðurnesjum til að hjálpa sér með jólahlaðborð. Friðrik hefur verið útsjónarsamur í ýmsu sem hann hefur gert þarna eystra. Hann útbjó til dæmis stórar ljósakrónur í veislusalinn úr trampólínum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Sæluhús og útilistaverk um allan Reykjanesbæ „Þetta er búið að ganga frábærlega og við viljum þakka kærlega fyrir viðtökur fólks sem hafa verið mjög góðar. Starfið í hópnum hefur gengið mjög vel og markmiðið gengið eftir en það var að lífga upp á bæinn,“ segir Hildur Hlíf Hilmarsdóttir, annar tveggja verkefnisstjóra hópsins Hughrif í bæ í Reykjanesbæ. Hinn var Krummi Laxdal, myndlistarmaður, og saman hafa þau verið í nýju verkefni fyrir ungt fólk í sumar. Málað og skapað um allan bæ Hópurinn saman stóð af fimmtán ungmennum á aldrinum 17 til 27 ára sem öll höfðu hugmyndir og koma úr skapandi greinum. Í sumar hefur hópurinn staðið að hinum ýmsu skemmtilegu verkefnum í Reykjanesbæ. Við greindum frá því í síðasta

tölublaði Víkurfrétta þegar hópurinn málaði hluta Tjarnargötunnar fyrir framan ráðhús Reykjanesbæjar í öllum regnbogans litum á táknrænan hátt. Þá varð til þessi flotta skessa á gafli Svarta pakkhússins sem snýr að Hafnargötunni en þar er hún með tvo hægri fætur. Hópurinn gerði fleiri skemmtileg verkefni við Svarta pakkhúsið og Fishershúsið.

Síðustu verkefni sem hópurinn hefur klárað eru m.a. „Takk“ veggur og þá voru glæsileg vegglistaverk máluð á veggi Háaleitisskóla á Ásbrú, píanógangbraut við Krossmóa og síðast en ekki síst smíðuðu meðlimir hópsins útsýnis smáhýsi á Bakkalág, stóra túninu milli Hafnargötu og Ægisgötu.

Sæluhúsin eiga örugglega eftir að hitta í mark „Við köllum þetta sæluhús þar sem fólk getur sest inn og slappað af, hvort sem það er eftir hlaup, hjólahring eða bara göngu. Í húsunum er plexigler sem snýr út að sjónum til að njóta útsýnis. Þetta er svona skemmtilegur hvíldarstaður þar sem hægt er að njóta útsýnisins og fá sér kaffi eða hvað sem er ef fólk vill,“ segir Hildur Hlíf og bætir því við að nú hefur verið settur upp hátalari við eitt sæluhúsið sem hægt er

að tengjast í gegnum blátönn (Bluetooth) og skella tónlist á eða töluðu máli. „Markmiðið var líka að hugmyndirnar myndu vera framkvæmanlegar og nýtast eins og raunin hefur orðið á,“ segir Hildur Hlíf sem er háskólanemi í sálfræði og býr í bítlabænum.

Félagi hennar í verkefnisstjórninni, Reykvíkingurinn Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson, Krummi, hefur fallið fyrir Reykjanesbæ og er að flytja í bæinn. Það var ekki eitt af markmiðum hópsins en er ánægjulegt engu að síður.

Stækkaði tvisvar upp úr nýju fermingarfötunum Fermingar á Suðurnesjum í lok ágúst og fram til loka september

Fermingar á Suðurnesjum í lok ágúst og fram í september „Þetta verður öðruvísi og ýmislegt skondið í þessu. Ég veit til dæmis um að einn fermingardrengur er búinn að stækka svo ört frá því í apríl þegar hann átti að fermast og hefur þurft að fara í tvígang að fá stærri fermingarföt í versluninni,“ segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, aðspurð út í komandi fermingarhelgar síðsumars. Erla segir að þau hafi beðið eftir tilkynningu frá yfirvöldum í þessari viku. Tvær helgar og fjórir fermingardagar voru áætlaðir í Keflavíkurkirkju síðustu helgina í ágúst og aðra helgina í september. Fyrirhugað var að vera með fermingu fyrir og eftir hádegi laugardaga og sunnudaga þessar helgar en í ljósi nýrra takmarkana verða athafnirnir helmingi fleiri með helmingi færri fermingarbörnum í hvert skipti eða fjórar hvern dag í stað tveggja. „Upphaflega átti að vera með 28 börn í hverri athöfn en nú hefur

verið ákveðið að þau verði fjórtán. Við erum að klára útfærsluna á þessu og munum gefa þetta út á næstu dögum,“ segir Erla en VF heyrði í henni á miðvikudag, skömmu eftir tilkynningu frá þríeykinu varðandi takmarkanir. Að sögn Erlu mun hvert fermingarbarn þannig fá einn kirkjubekk fyrir sína nánustu til að vera viðstödd athöfnina. Athöfnin verður styttri þar sem ekki verður gengið til altaris. „Við ætlum að gera okkar besta þannig að þetta verði hátíðlegt og skemmtilegt. Við náðum þó að klára fermingarundirbúninginn í mars, að vísu vantaði einn dag upp á en það slapp til. Þegar fermingum lýkur svo núna förum við að undirbúa næstu fermingartörn,“ sagði Erla og bætti því við aðspurð að margir hafi hætt við fermingarveislur, einhverjir ætli þó að bjóða til fagnaðar en allir eru meðvitaðir um að fara varlega.

BROSAÐ Í GEGNUM GRÍMUNA Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI

„Það er skrýtið að vera gera þetta að sumri. Vanalega er vorið undirlagt undir fermingarmyndatökur en við þurfum öll að lúta takmörkum veirunnar,“ segir Oddgeir Karlsson, ljósmyndari, en síðustu daga hefur hann mundað myndavélina í gríð og erg. Fyrirsæturnar hafa verið fermingarbörn og fjölskyldur þeirra. Fyrirsætur sem ætluðu að sitja fyrir á vordögum en gera það núna síðsumars, útiteknar og spara þannig ljósatíma. Hildur María Magnúsdóttir og Sævar Sævarsson, foreldrar fermingarstráksins Gabríels Arons, voru mætt til Oddgeirs í myndatöku og eitt „propsið“ var að sjálfsögðu gríma sem þau settu upp til gamans. „Þetta verður eftirminnileg ferming á veirutímum,“ sögðu þau við fréttamann Víkurfrétta sem smellti nokkrum myndum af þeim hjá Oddgeiri.


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þ

ann 14. ágúst voru liðin 40 ár frá því fyrsta tölublað Víkurfrétta leit dagsins ljós. Víkurfréttir hafa komið út óslitið í fjóra áratugi. Fyrstu árin kom blaðið út hálfsmánaðarlega eða til ársloka 1982. Þá var blaðið gefið út af Prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Núverandi útgáfufyrirtæki, Víkurfréttir ehf., keypti útgáfu blaðsins um áramótin 1982–1983 og þá var strax ákveðið að gefa blaðið út vikulega fljótlega á nýju ári. Vikuleg útgáfu á blaðinu hófst svo í mars 1983 og hefur verið síðan.

Verð kr. 599,- m/vsk.

68 SJÓÐHEITAR SÍÐUR! Margrét Kara Sturludóttir

segir frá framtíðaráformum sínum

UNDIRBÝR AMERÍSKA

ÓSKAR Á ARNEYNNI

DRAUMINN

Stórlax

Í RÚSSLANDI Hörku stelpur Hjóluðu 850 km. Jakobsstíg á Spáni

����� ������� �����

��������� ���������� ��������

���� ������� � ��������

���� ���������

HERRA SANDGERÐI Reynir Sveinsson tekur sér ýmislegt fyrir hendur Í DJÚPA DALI GEÐHEILSUNNAR Guðrún Ágústa segir sína sögu

��������

BÚNINGASAFNIÐ Dunni og Inga úr Grindavík með sérstakt safn í Noregi DÚXINN Edda Rós Skúladóttir í léttu og skemmtilegu spjalli 5 690310 023216

2. tölublað / 8. árgangur / júlí 2007 / blað nr. 25 / verð kr. 599,- m/vsk.

TUR LÍFSKRAFÍ LILJU LÍF fólksins! Sminka fræga

Astrópía Ragnhildur Steinunn

��������� ���������� ����������

��������������� ������������

����������

Matur og vín í útlöndum - Bílar - Ljósmyndun og margt fl. TVÖ BLÖÐ Í EINU QMEN - FERSKUR BLAÐAUKI SEM KRYDDAR TILVERUNA!

��������������� ��������������

�� �������������

Tímarit Víkurfrétta kom út nokkuð reglulega í næstum áratug. Fyrsta tölublaðið kom út árið 1999. Hér er forsíða frá 2007.

Hjónin Ásdís Björk Pálmadóttir og Páll Hilmar Ketilsson eru eigendur Víkurfrétta.

Emil Páll Jónsson, Stefanía Jónsdóttir og Páll Hilmar Ketilsson við veglegt auglýsingaskilti á húsgafli á ritsjórnarskrifstofum Víkurfrétta, Víkurfréttahúsið, við Vallargötuna árið 1988. Emil Páll var ritstjóri Víkurfrétta í tíu ár ásamt Páli. Stefanía var skrifstofustjóri blaðsins í tvo áratugi.

Saga Suðurnesja rituð VÍKURFRÉTTIR 40 ÁRA 14. ÁGÚST 2020 átta síður í lit og aðrar átta í svart/ hvítu. Allt umfram það var þó áfram í svart/hvítu. Þetta var tímafrek prentun, litasíður þurftu að vera komnar til prentunar á þriðjudegi í blaði sem kom út á fimmtudegi. Þetta þýddi í raun það að forsíðan var tilbúin tveimur sólarhringum áður en blaðið kom út.

Úr verslunum inn á heimili Fyrstu árin var Víkurfréttum dreift í verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem lesendur nálguðust blaðið. Víkurfréttir voru arftaki Suðurnesjatíðinda sem var selt í lausasölu og áskrift en útgáfu þeirra var hætt nokkrum mánuðum áður en nýja blaðið kom út. Víkurfréttir eru eitt af fyrstu fríblöðum á landinu. Fljótlega var þjónustan efld í Keflavík og Njarðvík og Víkurfréttir komu sér upp sveit blaðbera sem dreifðu blaðinu inn á heimili alla fimmtudaga. Í öðrum sveitarfélögum var blaðið áfram í verslunum og á bensínstöðvum. Best var þjónustan þó í Höfnum þar sem Jón Borgarsson og fjölskylda sáu um dreifingu blaðsins inn á öll heimili þar til fjölda ára. Skömmu síðar færðist blaðadreifingin til Íslandspósts sem dreifði Víkurfréttum inn á öll heimili og í fyrirtæki á Suðurnesjum þar til á þessu ári að Íslandspóstur hætti dreifingu á fjölpósti inn á heimili, m.a. á Suðurnesjum. Síðasta tölublaðinu var dreift í hús í mars á þessu ári en síðan þá hefurt blaðinu verið dreift rafrænt með góðum árangri og miklum vikulegum lestri.

Í sauðalitunum Fyrstu árin máttu lesendur sætta sig við svart/hvítt blað í viku hverri og enginn kvartaði, enda tíðkaðist að blöðin væru ekki litprentuð. Dagblöðin voru svart/hvít eða prentuð í mesta lagi einn aukalit. Litprentun var í Víkurfréttum um jól og þá aðeins á útsíðum. Árið 1994 urðu umskipti hjá Víkurfréttum. Prentun blaðsins

Meiri lit, meiri lit

Ráðamenn þjóðarinnar á hverjum tíma hafa verið tíðir gestir á ritstjórn Víkurfrétta á ferðum sínum um kjördæmið. Hér er Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, ásamt Páli Ketilssyni ritstjóra í febrúar 1987. Þarna heldur Steingrímur á Víkurfréttum sem voru gefnar út þriðjudaginn 17. febrúar en á þessum tíma voru Víkurfréttir gefnar út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. fluttist frá Prentsmiðjunni Grágás yfir til Stapaprents. Fljótlega eftir þá breytingu var broti blaðsins breytt, síðurnar minnkaðar um

10% og litprentun hafin á um helmingi blaðsins. Stapaprent hafði yfir að ráða prentvél sem gat prentað sextán síður á örk, þannig voru

Á þessum tíma var ásókn í litaauglýsingar að aukast mjög, jafnframt því sem kröfur auglýsenda um að skila auglýsingum til prentunar ekki fyrr en daginn fyrir útgáfudag urðu háværar. Þetta gerðist á sama tíma og mikil tölvubylting varð í uppsetningu blaða en gríðarleg bylting varð við þá breytingu. Það var því ljóst að breytingar varð að gera á prentun blaðsins til að svara kröfum um meiri hraða við vinnslu og lengri skilafrest áður blaðið færi til prentunar. Það var því síðla árs 1999 að Víkurfréttir sömdu við Prentsmiðjuna Odda um prentun blaðsins, jafnframt var fullvinnsla blaðsins til prentunar komin til Víkurfrétta. Blaðið var því búið að koma sér upp eigin prentsmiðju, þannig þó að prentvélin var á hinum enda símalínunnar. Víkurfréttum var skilað til prentunar á svokölluðu PDF-sniði og blaðið sent til prentunar í gegnum netið. Aftur urðu breytingar á prentun blaðsins í apríl 2011 en þá tók Landsprent við prentun Víkurfrétta. Þá var blaðið í fyrsta skipti prentað á dagblaðapappír. Landsprent prentaði blaðið þar til í mars á þessu ári þegar tekin var um það ákvörðun, í byrjun COVID-19, að

hætta prentun og dreifa blaðinu bara rafrænt.

Afmælisár hjá Víkurfréttum – vefur í aldarfjórðung Það er ekki bara prentaða útgáfa Víkurfrétta sem stendur á tímamótum og fagnar 40 árum, því netútgáfan varð 25 ára þann 15. júní síðastliðinn. Víkurfréttir hafa verið í fremstu röð á netinu frá upphafi, vf.is er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem dreifði fréttum á netinu án endurgjalds. Fyrstu árin var vefurinn þó aðeins uppfærður vikulega, á fimmtudögum þegar blaðið var komið úr prentun. Um áramótin 1999–2000 var hins vegar settur aukinn kraftur í vefinn og hann uppfærður daglega með nýjustu fréttum. Aðsóknin fór að aukast umtalsvert við þetta og í dag eru Víkurfréttir á netinu mikið sóttur vefur þar sem Suðurnesjamenn sækja sér fréttir, auk þess að nálgast Víkurfréttir þar í rafrænu formi í hverri viku.

Helgarblað og sjónvarpsdagskrá ... og jafnvel tvisvar í viku Víkurfréttir hafa prófað ýmislegt á þessari fjörutíu ára göngu. Sumt gengur og annað ekki. Þannig var Víkurfréttum um tíma dreift tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Dreifingu tvisvar í viku var fljótlega hætt. Víkurfréttir tóku við útgáfu blaðsins Reykjaness á sínum tíma og gáfu það út fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurt skeið eða þar til útgáfa þess var lögð niður. Þannig var Reykjanesi dreift á miðviku-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Á fyrstu starfsárum Víkurfrétta fyrir Stöð 2 komu upp nokkrar stórar fréttir og voru þær jafnvel í beinni útsendingu. Greint var frá sprengjuhótun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í beinni útsendingu. Þarna er Páll Ketilsson í farsímanum að ræða við Ingva Hrafn Jónsson sem var í myndveri Stöðvar 2. Hilmar Bragi á myndavélinni. Á milli þeirra sést í Karl Ottesen.

Vefur um golf Ein afurð Víkurfrétta í útgáfumálum er sérvefur um golfíþróttina sem nálgast má á slóðinni www.kylfingur. is. Þar er fjallað um golf innanlands og utan. Kylfingur.is er fimmtán ára á þessu ári. Stærsta einstaka verkefni Víkurfrétta frá árinu 2000 til ársins 2015 var ritstýring og útgáfa Golf á Íslandi, tímarits Golfsambands Íslands. Páll Ketilsson ritstýrði blaðinu frá árinu 2002 og hélt utan um útgáfuna í öll þessi ár en hún hefur verið stór þáttur í starfsemi Golfsambandsins.

Fyrsta tölublað Víkurfrétta í prentun hjá Prentsmiðjunni Grágás í ágústmánuði árið 1980. Blaðið kom út 14. ágúst fyrir réttum 40 árum síðan. Útgefandi var Vasaútgáfan. Hér eru það prentararnir Stefán Jónsson og Baldur Baldursson með fyrstu örkina af blaðinu við prentvélina.

Framleiðsla á sjónvarpsefni Víkurfréttir hafa í mörg ár framleitt sjónvarpsefni fyrir innlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig hefur sjónvarpsstöðin Hringbraut sýnt þáttinn Suðurnesjamagasín í nokkur ár en þátturinn er framleiddur af Víkurfréttum. Þátturinn var áður sýndur á ÍNN og hóf göngu sína af alvöru þar árið 2013. Þá voru Víkurfréttir með fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 til margra ára og sjá í dag um myndatökur fyrir bæði Stöð 2 og RÚV þegar fréttnæmir viðburðir eiga sér stað á Suðurnesjum.

Víkurfréttir hafa verið í hringiðu frétta í 40 ár. Hér er fjölmennur bæjarstjórnarfundur þar sem nafnið á Reykjanesbæ var heitasta fréttamálið þá stundina.

Margir góðir starfsmenn

Hilmar Bragi Bárðarson kom í starfskynningu til Víkurfrétta árið 1986, þá sextán ára gamall. Hann var kominn í fullt starf við útgáfu Víkurfrétta í febrúar 1988 sem blaðamaður og ljósmyndari. Hilmar tók við stöðu fréttastjóra í október 1993 og starfar enn hjá Víkurfréttum, 34 árum eftir að hann kom fyrst til blaðsins. Á myndinni er hann við ritvélina 16 ára gamall. dögum og Víkurfréttum á fimmtudögum. Nokkrum árum síðar keyptu Víkurfréttir vikuritið SjónvarpsPésann sem dreift var á Suðurnesjum. Útgáfa þess var löguð að útgáfu Víkurfrétta en var síðan fljótlega hætt, enda þrengingar á auglýsingamarkaði og ekki pláss fyrir sjónvarpsdagskrárblaðið. Víkurfréttir hófu útgáfu á Tímariti Víkurfrétta á haustmánuðum 1999. Tímaritið kom út einu sinni það árið en sama haust var gerð tilraun með útgáfu Helgarblaðs Víkurfrétta, sem var blað sem var selt. Sú tilraun varð ekki fullreynd. Viðtökur voru góðar en umtalsverða fjölgun hefði þurft í starfsliði blaðsins til að gefa út sérstakt helgarblað. Helgarblaðstilraunin stóð í mánuð og gefin voru út þrjú Helgarblöð Víkurfrétta. Kraftur var hins vegar settur í útgáfu Tímarits Víkurfrétta strax árið

2000 og blaðið gefið út reglulega í nokkur ár. Víkurfréttir gáfu einnig út í mörg ár vikulegt fréttablað varnarliðsins, The White Falcon. Því var dreift á Keflavíkurflugvelli og að sjálfsögðu var það á „amerísku“ fyrir varnarliðsmenn. Víkurfréttir gáfu út Bæjartíðindi, bæjarblað fyrir Grindavík, í nokkurn tíma.

Fjölmargir hafa starfað hjá Víkurfréttum þau 40 ár sem blaðið hefur verið gefið út. Sumir hafa stoppað stutt á ritstjórninni, á meðan aðrir hafa verið lengur. Páll Ketilsson, ritstjóri, hefur verið eigandi blaðsins frá árinu 1983 og unnið við það nánast frá stofnun því hann var lausapenni hjá stofnendunum. Hilmar Bragi Bárðarson hefur starfað hjá Víkurfréttum í 32 ár. Aldís Jónsdóttir er nýhætt störfum á skrifstofu blaðsins eftir 30 ár í starfi. Stefanía Jónsdóttir lét af störfum hjá fyrirtækinu eftir 20 ára starf sem skrifstofustjóri. Fyrstu árin var Emil Páll Jónsson meðeigandi Páls að blaðinu en árið 1993 keypti Páll Ketilsson og fjölskylda fyrirtækið að fullu og Emil lét af störfum. Of langt mál er að telja upp allan þann fjölda starfsmanna sem hafa starfað við blaðið. Fjölmargir hafa komið við sögu á Víkurfréttum og notað blaðið sem stökkpall yfir á landsmiðlana. Á næstu vikum og mánuðum munum við rifja upp ýmislegt úr 40 ára sögu Víkurfrétta með ýmsum hætti í öllum miðlum VF. Af nógu er að taka en fjöldi tölublaða frá 1980 til dagsins í dag eru um tvö þúsund og blaðsíðurnar nærri 46 þúsund.

Áður en Víkurfréttir hófu sjálfar að setja upp blaðið fyrir prentun þá var útlit blaðsins teiknað upp fyrir umbrotsfólkið í prentsmiðjunni. Á myndinni að ofan rissar Páll Ketilsson upp útlit á fréttasíðu í Víkurfréttum 14. apríl 1994. Síðuna má sjá á innfelldu myndinni. Á neðri myndinni má sjá starfsfólk Víkurfrétta árið 2013 þegar farið var í „vísindaferð“ í prentsmiðju Landsprents. Á myndinni eru Olga Björt Þórðardóttir, Þorsteinn Kristinsson, Hilmar Bragi, Sigfús Aðalsteinsson, Rut Ragnarsdóttir, Aldís Jónsdóttir og Páll Ketilsson.

Strandhögg á höfuðborgarsvæðinu Víkurfréttir ehf. bættu enn einni rós í hnappagatið árið 2002 þegar Víkurfréttir hófu útgáfu á systurblaði í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi þann 31. október 2002. Blaðið var í sama broti og Suðurnesjaútgáfan. Útgáfunni var hætt í júlí 2008. Samhliða blaðinu var rekinn fréttavefur fyrir sama svæði.

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag eru á timarit.is


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Spennandi atvinnuverkefni

við Njarðvíkurhöfn

Við sem búum á Suðurnesjum vitum að hér eru mörg tækifæri fyrir öflugt og skapandi fólk. Hér eru tækifærin. Nú blasir við okkur afar spennandi tækifæri hvað varðar atvinnuuppbyggingu, það er bygging skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn. Byggja þarf skjólgarð við höfnina svo að þurrkvíin geti orðið að veruleika. Verkefnið getur umbylt aðstöðu til þjónustu við íslenskan og erlendan skipaflota og skapað tugi nýrra starfa hér á svæðinu.

Frumkvæði stjórnenda til fyrirmyndar Stjórnendur Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Reykjaneshafnar eiga heiður skilinn fyrir að hafa tekið

frumkvæðið og lagt í umfangsmikinn undirbúning svo að þessi uppbygging í kringum Njarðvíkurhöfn geti orðið að veruleika. Reykjanesbær styður verkefnið og hafa ofangreindir aðilar undirritað viljayfirlýsingu um á uppbygginu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík.

Eftirspurn eftir þjónustunni er til staðar Þjónustuklasinn mun leggja áherslu á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend, til viðhalds, breytinga og endurnýjunar. Auknar kröfur um betri mengunarvarnir í skipum, skipti yfir í vistvæna orku og lækkun orkukostnaðar, skapa ný tækifæri á þessu sviði. Þjónustuklasinn getur tiltölulega fljótt skapað á annað

hundrað störf og samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70–80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað er gert ráð fyrir að verkefni fyrst um sinn tengd kvínni skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingar­ klasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250–350 bein og óbein störf.

Stuðningur ríkisvaldsins nauðsynlegur Forsenda þessa verkefnis er að Reykjaneshöfn geri nýjan skjólgarð í Njarðvíkurhöfn sem mun umbreyta allri hafnaraðstöðu þar og skapa möguleika fyrir byggingu kvíarinnar.

Til þess að sú forsenda gangi eftir þarf Reykjaneshöfn mögulega að forgangsraða sínum verkefnum í þágu skjólgarðsins. Nú þegar Skipasmíðastöðin í samstarfi við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ hafa sýnt vilja í verki og farið í mikla undirbúningvinnu og rannsóknir, og átt samtöl við fjárfesta, þá sé ég ekki annað en þingmenn muni styðja fjármögnun skjólgarðsins sem öllum ráðum. Við verðum að finna leiðir til að koma þessu verkefni af stað. Með því munu skapast tugir og hundruðir nýrra starfa. Við Suðurnesjafólk þurfum á þeim að halda. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Fjölbreyttar leiðir að farsælum efri árum

Félagsstarf er einn af lykilþáttum samfélaga. Þar kemur fólk saman, mannleg samskipti eiga sér stað og athafnir geta verið skapandi eða andlega og líkamlega hvetjandi. Því er mikilvægt að sveitarfélög bjóði upp á gott úrval af félagsstarfi. Markvisst félagsstarf getur einnig dregið úr félagslegri einangrun og verið hvetjandi fyrir fólk til að vera þátttakendur í mótun og þróun samfélaga á hverjum tíma. Að vera félagslega virkur getur stuðlað að farsælum efri árum. Því er mikilvægt er að rækta áhugamál sitt, stunda heilbrigt líferni, rækta félagsleg tengsl og njóta lífsins. Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga á landinu til að bjóða upp á markvissa fjölþætta heilsueflingu fyrir íbúa 65 ára og eldri. Markmið sveitarfélagsins var að skapa leið að farsælum efri árum með því að innleiða verkefni frá Janusi heilsueflingu. Verkefnið hefur verið starfrækt frá vormánuðum 2017. Frá þessu ári hafa árlega verið um 160 virkir þátttakendur í verkefninu. Verkefnið snýr að heilsueflingu eldri

aldurshópa þar sem markmiðið er að draga úr ótímabærum öldrunareinkennum, bæta hreyfiog afkastagetu með markvissri þjálfun og auka lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Þátttakendur stunda styrktar- og þolþjálfun ásamt því að fá reglulega fræðslu um næringu og heilbrigðan lífsstíl. Í september verður tekinn inn nýr hópur þátttakenda á fyrsta af fjórum þrepum verkefnisins.

Fyrir þá sem vilja auka daglega hreyfingu þá er Reykjaneshöllin opin alla virka daga. Fjöldi fólks gengur þar á morgnana. Þar er hægt að fá sér kaffi og hitta aðra, ná góðu spjalli við félaga og vini og koma þannig til móts við líkamlegar og félagslegar þarfir. Í íþróttahúsinu við Sunnubraut eru stundaðar Boccia-æfingar tvisvar sinnum í viku. Þar er hópur sem stundað hefur þessa íþrótt, tekið

þátt í mótum og gengið vel. Þangað eru allir eru velkomnir. Í Íþróttaakademíunni á efri hæðinni er hægt að stunda pútt eða innigolf á virkum dögum við frábærar aðstæður og í sundmiðstöðinni við Skólaveg er boðið upp á sundleikfimi tvisvar sinnum í viku eftir hádegið. Á Nesvöllum er svo boðið upp á leikfimi en einnig margs konar félagsstarf eins og glerútskurð, föndur, félagsvist og fleira. Í Virkjun á Ásbrú er stundað fjölbreytt tómstundastarf. Þar er vinsæll prjónaklúbbur, listmálun, tréútskurður stundaður og einnig er hægt að spila billjard og margt fleira. Þangað eru allir velkomnir til þátttöku. Mjög fjölbreytt tómstundastarf er að finna í Reykjanesbæ. Íbúar eru því hvattir til að taka þátt, vera hluti af okkar einstaka samfélagi sem er í stöðugri þróun og mótun. Með markvissu félagsstarfi getum við eflt andlega, líkamlega og félagslega heilsu okkar. Verum því virk og „lifum lífinu lifandi“. Með heilsukveðju, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, heilsuþjálfari og verkefnastjóri hjá Janusi heilsueflingu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Útskálahúsið og útihús um 1930.

Prestseturshúsið á Útskálum. Séra Jens Pálsson og fjölskylda á tröppunum en séra Jens þjónaði Útskálaprestakalli frá árinu 1886 til 1895.

Útskálahúsið PRESTSETUR BYGGT

Prestsetrið sem stendur á Útskálahólnum var byggt um 1890. Þá var Jens Pálsson Útskálaprestur. Hann var jafnframt alþingismaður og hafði viðtæk áhrif í því þjóðfélagi sem þá var. Jens var Útskálaprestur til ársins 1895. Útskálahúsið var á sínum tíma einstaklega myndarlegt og stórt prestsetur. Nánast má telja fullvíst að við byggingu hússins hafi þegar verið sett bárujárn á þak, sem var nýlunda þá. Þegar Útskálahúsið hafði staðið í hálfa öld voru átta torfbæir enn prestbústaðir á landinu, flestir norðan- og austanlands. Þar má nefna prestsetrin að Glaumbæ og Miklabæ í Skagafirði. Hörður Gíslason tók saman

Jens tók við prestsembætti að Útskálum af Sigurði Sívertsen árið 1886. Sigurður var burðarás í samfélagi Garðs, Leiru og Keflavíkur um sína daga, alls um 50 ár. Áhrif hans náðu langt út fyrir hefðbundið preststarf. Meðal presta sem bjuggu um árabil í Útskálahúsinu má nefna Kristinn Daníelsson og Eirík Brynjólfsson með fjölskyldum sínum. Síðasti prestur sem bjó alfarið sína embættisdaga í Útskálahúsinu var Guðmundur Guðmundsson og fjölskylda. Séra Guðmundur lét af embætti árið 1986. Prestar sem eftir komu bjuggu í húsinu um skamman tíma. Þegar hér var komið sögu var húsið farið að láta mjög á sjá og stóðst vart kröfur

Af miðhæð Útskálahússins.

þess tíma sem íbúðarhús. Prestbústaður var í framhaldinu fluttur upp með Útskálavegi í Presthús. Á myndum má sjá að upphaflega var ekki forstofa vestan við húsið og um tíma var kvistur sunnan á húsinu.

Útskálahúsið endurbyggt. Er hér var komið sögu voru áhöld um hvað um húsið yrði. Aldur þess stýrði því að nánast óhjákvæmilegt var annað en að endurbyggja það. Prestseturssjóður hóf það verk með því að láta fjarlægja alla innviði hússins og voru áhöld um hvort svo langt hefði þurft að ganga. Grind hússins er úr viðum sem komu með skipinu Jamestown sem bar að landi skammt frá Höfnum sumarið 1881. Húsið hefur nú verið í endurbyggingu og gengið á ýmsu með það.

Útskálahúsið 2020. Jón Hjálmarsson situr á bekk sem systkinin frá Nýjalandi gáfu í minningu foreldra sinna. Efnahagshrun og fleira borið að. Nú árið 2020 er þannig komið að endurgerð hússins má telja lokið að utan og uppbygging og frágangur innan dyra stendur yfir. Suðurnesjabær er nú eigandi hússins og þess lands sem fylgir staðum. Jón Hjálmarsson, formaður sóknarnefndar, hefur öðrum fremur staðið að endurgerð hússins um langt skeið. Í spjalli við Jón kom fram að áður en framkvæmdir hófust þurfti að láta fara fram fornleifarannsókn á staðnum. Það var vegna þess að byggt var við húsið viðbygging sem er inngangur og stigahús að norðanverðu. Þetta var kostnaðarsöm rannsókn, sem tafði verkið í upphafi. Jafnframt var aðalinngangur að vestanverðu endurbyggður og

stækkaður. Eftir að Prestseturssjóður hafði látið fjarlægja innviðina stóð grindin nánast ein eftir með því ytra byrgði sem þá var. Er hér var komið sögu var ljóst að endurbygging yrði kostnaðarsöm og langvinn. Kom til álita hvort leita skyldi ráða til að húsið yrði rifið. Fyrir tilstuðlan heimamanna var þó þannig frá gengið að húsið yrði endurbyggt og notkun yrði tengd kirkjustarfi. Nú er endurbygging þannig á veg komin að frágangi ytra byrðist er lokið. Er mikil prýði á staðnum að þeim frágangi. Unnið er að uppbyggingu hússins innan dyra. Milligólf eru uppbyggð og einangrun lokið. Helstu lagnir eru langt komnar, þannig að hiti er á húsinu, en vinna eftir í frágangi raf- og vatnslagna.

Úr kjallara hússins.

Gluggar eru frágengnir. Þá er öll veggklæðning eftir. Vinna í kjallara, þar sem verða m.a. snyrtingar og eldhúsaðstaða er komin vel á veg. Hleðsluveggir í undirstöðu hússins eru sýnilegir, fá að njóta sín og setja svip á kjallararýmið. Verklok eru á þessari stundu ótímasett. Helst er unnið út frá því að húsið muni einkum nýtast til alhliða safnaðarstarfs. Útskálahúsið er nú mikil prýði á Útskálahólnum og er stór hluti af ásýnd Útskálastaðar. Þess má vænta að notkun hússins verið samfélagi Suðurnesjabæjar til góðs stuðnings. Sumarið 2020 er unnið að lagfæringu á landi Útskálastaðar.


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Yfir 300 börn frá átján mánaða til fimmtán ára eru að hefja nám í glæsilegasta skóla landsins í Dalshverfi í Innri-Njarðvík.

STAPASKÓLI er skóli margbreytileikans og tækninnar

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, og Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, líta með björtum augum til framtíðar með nýjum og fullkomnum Stapaskóla.

Nemendur í 1. bekk mæta til skólasetningar á þriðjudaginn.

Horft til framtíðar

Nýjasti skóli Reykjanesbæjar, Stapaskóli í Dalshverfi í Innri-Njarðvík, er að hefja starfsemi og tók á móti fyrstu nemendum sl. þriðjudag. Kennarar mættu til starfa viku fyrr og hafa undirbúið móttöku um 330 nemenda. „Það er horft til framtíðar í nýjum skóla. Það er alveg óhætt að segja það. Undirbúningur hófst í byrjun árs 2016 þannig að þetta er stór stund fyrir okkur þegar fyrstu nemendur koma til starfa,“ segja Gróa Axelsdóttir, skólastjóri, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Sérstakur undirbúningshópur var skipaður til að ákveða hvernig staðið yrði að nýjum skóla. Niðurstaða hans kom í skýrslu í júní árið 2016 og var sú að byggður yrði heilstæður skóli

Úr bókasafninu verður hægt að horfa inn í íþróttahúsið þannig að það ætti að hljóma vel fyrir foreldra íþróttabarna sem geta beðið þar og einnig fylgst með ...

sem yrði allt í senn, leik- og grunnskóli, frístunda- og tónlistarskóli, bókasafn, menningar- og félagsmiðstöð hverfisins. Með tímanum verður svo íþróttahús og sundlaug byggð við

skólann. Að undangengnu útboði var ákveðið að taka tilboði Arkís arkitekta í verkið.

„Þetta er í fyrsta sinn sem bygging skóla er undirbúinn eftir þeim hætti að farið var eftir sérstöku ferli sem kallað er frá hinu almenna til hins sérstaða. Fjölskipaður hópur hagsmunaaðila, kennara, nemenda, foreldra og stjórnenda unnu fyrst hugmyndavinnuna áður en ráðist var í hönnun skólans. Hönnunin byggist á áherslum þess hóps. Niðurstaðan var að vera með heildstæðan skóla frá átján mánaða upp í fimmtán ára og reynt að brúa bil milli leikskóla og grunnskóla. Skólinn er í þremur áföngum og nú er er verið að opna þann fyrsta sem er um sjö þúsund fermetrar en heildarflatarmálið verður um tíu þúsund,“ segir Helgi.

Upphaflega átti að opna skólann haustið 2019 en það frestaðist um eitt ár þegar útboð var kært. Framkvæmdir hófust fyrir um tveimur árum og hafa staðið yfir með þeim árangri að fyrsti áfangi er tekinn í notkun nú í upphafi skólastarfs. „Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megineinkenni skólans verður sveigjanleiki, í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli aldursstiga,“ sagði á heimasíðu Reykjanesbæjar eftir að undirbúningshópurinn hafi lokið vinnu sinni.

Ekki hefðbundin skólaborð eða tússtöflur Gróa er afar ánægð með nýjan Stapaskóla en starfsemi hans hófst í bráðabirgðahúsnæði haustið 2018 sem útibú frá Akurskóla. Gróa var ráðin skólastjóri á síðasta ári og hefur stýrt skólanum síðan. Hún segir að kennsla og þjónusta við nemendur verði framúrstefnuleg. „Við byggjum allt á teymiskennslu, hjá kennurum, starfsfólki og nemendum. Öll húsgögn eru til dæmis keypt inn þannig að allir eiga að geta fundið sér vinnuumhverfi við hæfi. Vinnuumhverfið er fjölbreytt. Þetta er ekki hefðbundin lokuð skólastofa og öll þjónusta við nemendur fer fram á þeirra stað. Þeir þurfa ekki að fara neitt annað. Tveir árgangar eru í sama rými sem við köllum tvenndir sem eru opnar með litlum hópaherbergjum og hring í miðjunni sem stúkar rýmið aðeins af. Umhverfið er fjölbreytt eins og húsgögnin og aðstaðan í rýminu,“ segir Gróa. Þá er stafræn tækni tekin alla leið í Stapaskóla. „Já, við nýtum okkur tæknina alla leið. Hjá 8.–10. bekkjum


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

grunnskóla Reykjanesbæjar hefur verið kennt með snjalltækjum og hver nemandi hefur fengið eitt tæki til að nota í náminu. Í Stapaskóla stígum við aðeins lengra og verðum með tæki á alla aldurshópa, alveg niður í leikskólastigið. Við fengum styrk fyrir stafræna notkun og tækni fyrir leikskólastigið. Við ætlum okkur að vera framúrstefnuleg og nýta okkur alla tækni í námi þannig að börnin nái sem bestum árangri. Það eru engar tússtöflur og engar töflur hangandi á veggjum. Eingöngu skjáir á hjólum sem hægt er að færa til. Það eru há borð og lág borð, sófar og setkollar. Bæði nemendur og kennarar þurfa að aðlagast breyttum starfsháttum,“ segir skólastjórinn.

Almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug Kennarar voru valdir sérstaklega inn og Gróa sagði að hún væri mjög spennt að fá þá til starfa. En voru þeir allir tilbúnir í svona mikla rafræna kennslu og hópakennsla? „Þeir vita að það er teymiskennsla og samþætting námsgreina og unnið út frá heildstæðum verkefnum. Það verður ekki þannig að einn kennari er með einn hóp í einhverju fagi heldur erum við öll saman að kenna og hóparnir eru mismunandi þannig að nemendur ættu að fá betri þjónustu.“ Helgi segir að í öðrum áfanga verði íþróttahús og almenningssundlaug

Nemendur í 1. bekk fengu rós frá skólanum á fyrsta skóladegi. og um leið opnum við almenningsbókasafn. „Þaðan verður hægt að horfa inn í íþróttahúsið þannig að það ætti að hljóma vel fyrir foreldra íþróttabarna sem geta beðið þar og einnig fylgst með. Í þriðja áfanga verður lágreist bygging fyrir yngstu nemendurnar, allt niður í eins árs til fimm ára.

Það er óhætt að segja að þetta sé gríðarleg bylting í hverfi þar sem bjuggu nokkur hundruð manns fyrir rúmum áratug. Íbúafjölgun hefur verið mest í Innri-Njarðvík en fyrir er Akurskóli sem var opnaður árið 2005. Íbúar eru orðnir nærri tuttugu þúsund. Mikið er lagt upp úr því að Stapaskóli sé líka menningar-, félags- og íþróttamiðstöð fyrir íbúa í þessu hverfi því það er talsvert langt í margvíslega þjónustu í miðbænum og nágrenni hans,“ segir Helgi.

Bygging á áætlun Byggingaframkvæmdir hafa gengið nokkuð vel. Algengt er í svona framkvæmdum að 10% af byggingarkostnaði fari í búnað en Stapaskóli er talsvert undir kostnaðaráætlun í þeim lið þrátt fyrir öll innkaup á nú-

Frá fyrsta skóladegi í nýjum Stapaskóla sl. þriðjudag.

tímalegum stafrænum búnaði enda sparast talsverðir fjármunir í innkaupum á hefðbundnum stólum og borðum. Fyrsti áfangi skólans kostar um 2,5 milljarð. Aðrar áætlanir, t.d. byggingakostnaður er á áætlun en heildarkostnaður verksins verður líklega á bilinu fjórir til fimm milljarðar en það skýrist hvernig gengur með næstu tvo áfanga. Hönnun og útboð á öðrum áfanga fer í gang fljótlega. Gróa segir að leiksvæði úti sé glæsilegt og fjölbreytt; hreystivöllur, trampólín og rólur. Nóg um að vera. „Um 330 nemendur byrja í skólanum í haust. Við erum mjög spennt fyrir því að hefja skólahald og íbúarnir líka,“ segir Gróa. Páll Ketilsson pket@vf.is


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Með okkar augum

Netspj@ll

Missi aldrei af þáttunum mínum

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Magnús Orri Arnarson er átján ára gamall, að verða nítján núna í september. Magnús vinnur við sjónvarps- og kvikmyndagerð og er einnig að starfa sem fimleikaþjálfari og stuðningsfulltrúi á skammtímavistun. Hann starfar í björgunarsveit og hefur mikinn áhuga á lögreglustörfum ásamt því sem kvikmyndagerð á hug hans allan. Magnús Orri svaraði nokkrum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir. – Nafn: Magnús Orri Arnarson. – Árgangur: 2001.

Magnús missir aldrei af þáttunum sínum Með okkar augum. augum.

– Búseta: Garður, Suðurnesjabær. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég bý með fjölskyldu minni og einum yndislegum hundi sem heitir Gloría. Ég er ættleiddur frá Kalkútta á Indlandi og hef búið á Íslandi frá því ég var hálfs mánaða gamall og tala fulla íslensku. – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Ferðin var heitin á nokkra staði, t.d á Vík í Mýrdal þar sem við, sjónvarpshópurinn Með okkar augum, vorum að taka þar upp og skelltum okkur einnig í zipline sem var bara heví gaman. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Að mestu leiti voru ferðir skipulagðar eftir verði og hvenær upptökur gátu hafist á ný vegna Covid-19.

– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Hvað allir voru hamingjusamir og kurteisir á þeim stöðum sem við vorum á.

– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Akureyri og Vík í Mýrdal.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Já, Akureyri City allan daginn, förum alltaf þangað um versló.

– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Nei, ekki eins og er en hver veit að maður fari eitthvað með Björgunarsveitinni eða bara í tökum í vetur :-)


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Kvikmyndagerð er mitt helsta og skemmtilegasta áhugamál en ég hef mikinn áhuga á björgunarsveit, fimleikum og fimleikaþjálfun. – Hvernig slakarðu á? Ég slaka yfireitt aldrei á, ég er alltaf að vinna. Á sumrin er ég í tökum alla daga til kl. 17 og svo að klippa til u.þ.b. eitt eða tvö á kvöldin, á veturnar er ég að þjálfa og æfa eftir skóla og langt fram á kvöld. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Minn uppháhaldsmatur hlýtur að vera mexíkósk kjúklingasúpa að hætti mömmu. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ummm ... ég er voða mikið að hlusta þessa dagana á tónlist sem var í Eurovision-myndinni og svo fíla ég mikla stuðtónlist og nota það voða mikið í klippum sem ég klippi. Svo er eg stundum á búa sjálfur til tónlist fyrir RÚV og svona. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég er núna búinn að horfa mikið á Stöð 2 maraþon á bara allskonar þætti. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég missi aldrei af þáttunum mínum Með okkar augum.

Á ferðalögum sínum í sumar kom það Magnúsi Orra skemmtilega á óvart hvað allir voru hamingjusamir og kurteisir á þeim stöðum sem hann heimsótti.

Björgunarstörf eru Magnúsi hugleikin og hann er félagi í Björgunarsveitinni Ægi í Garði.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér? Mesta sem fer í taugarnar á mér þegar klippiforritið „krassar“ og ég gleymdi að vista, þá verð ég ekki glaður. HAHAHA ... – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Fatlaðir geta ekki breytt því hvernig þeir eru en kannski getum við breytt hvernig við sjáum. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Þetta er ein stór VEIZLA,“ er það sem ég nota eiginlega of mikið.

„Besti brandarinn er að ég labbaði á ljósastaur í miðjum tökum með u.þ.b. sex kílóa myndavél á mér ...“

– Besta kvikmyndin? Besta kvikmyndin heitir Wonder sem kom út árið 2017. – Hver er uppáhaldsbókin þín? Ætli hún sé bara Morgunblaðið? NEI DJÓK!

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Hjálpsamur og kurteis“. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég vona að allir muni njóta komandi tíðar sem er að koma þrátt fyrir covid og hlýði fyrirmælum landlæknis og almannavarna. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Besti brandarinn er að ég labbaði á ljósastaur í miðjum tökum með u.þ.b. sex kílóa myndavél á mér og það skemmtilega við það að er að það náðist á mynd.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Ég var farinn að sakna þess að fá prentsvertu á puttana ... Muna bara að spritta!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

LOKAORÐ

Gervigrasvöllur við Reykjaneshöllina tekur á sig mynd

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Höfuðlaus her

Gervigrasvöllur vestan megin við Reykjaneshöllina er óðum að taka á sig mynd en BYGG hefur unnið jarðvegsvinnu undanfarnar vikur. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 79% af kostnaðaráætlun eða tæplega 142 milljónir króna. Knattspyrnumenn í Reykjanesbæ stefna að því að geta sparkað bolta næsta vetur á nýjum utanhúss gervigrasvelli en Reykjaneshöllin hefur í mörg ár ekki annað eftirspurn eftir tímum fyrir boltaspark í bítlabænum.

sinu í Frumleikhú Leikur, tjáning, dans, söngur, framkoma og margt fleira. Leiklistarnámskeið fyrir börn fædd 2008–2015. Kennt á mánudögum og fimmtudögum. Sex vikna námskeið einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. september. Skráning fer fram á: https://forms.gle/kvzkpJN2GqWuy6sF9 Einnig er hægt að senda tölvupóst á gylturnar@gmail.com Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-1006 (Guðný) eða 690-3952 (Halla Karen). Umsjónarmenn námskeiðsins eru Verð: 10.000 kr. Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir.

Hver er stefna okkar yfirvalda vegna Covid-19? Er markmiðið að engin smit greinist á Íslandi? Eitt sinn átti að fletja kúrfuna og passa uppá álagið á heilbrigðiskerfið. Ekki lengur. Ef það á að loka okkur af þá þarf fólk að vita það. Persónulega myndi ég kjósa raunhæfar aðgerðir sem taka tillit til allra þátta en ástandið í dag er ruglingslegt. Þær hörðu aðgerðir, lokanir og höft, sem voru sett hérna á í vetur/ vor hafa nú þegar kostað þjóðarbúið hundruð milljarða. Þessar hörðu aðgerðir voru reyndar nauðsynlegar í vetur enda á þeim tíma vissu menn lítið um veiruna en síðan þá hafa menn öðlast meiri þekkingu, aflað sér nauðsynlegs búnaðar og lyfja. Já, og reynsla heilbrigðisstéttarinnar er mun meiri. Samstaða var góð í vetur með allar aðgerðir, sú samstaða er farin núna. Núna eru rétt um 100 staðfest smit á landinu, einn á spítala en blessunarlega ekki alvarlega veikur. Vissulega getur það breyst hratt. Margir láta samt eins og himinn og jörð séu að farast við hvert einasta smit, sérstaklega fjölmiðlar. Hvar liggja mörkin? Hver er stefnan? Við hvað er miðað? Yfirvöld virðast ekki hafa hugmynd um það og eru alveg eins og höfuðlaus her en tala ítrekað um nýsköpun. Nýsköpunin hefur reyndar blómstrað hérna á síðustu árum en þá hjá ferðaþjónustunni, grein sem núna er slátrað. Persónulega þá finnst mér að við verðum að virða veiruna án þess að ala á sífelldum hræðsluáróðri. Taka á þessum staðbundnu hópsmitum en reyna allt til þess að halda samfélaginu gangandi eins og hægt er hverju sinni. Við Íslendingar slökuðum allt of mikið á hérna um mitt sumar þegar við héldum að veiran væri farin, við þurfum að rífa upp sokkana en án þess að loka eða stúta hagkerfinu. Smitum er vissulega að fjölga í heiminum, ekki síst vegna þess að umfang skimunar er miklu meira en í vetur. Það er óraunhæft að sitja og bíða eftir því að veiran hverfi. Ástandið mun því miður vara í einhvern tíma og því þarf að breyta þessum lífsstíl okkar til framtíðar hvað varðar skynsamlegar persónulegar sóttvarnir. Enda sýndi það sig í vetur að aðrir smitsjúkdómar ruku niður. Kynsjúkdómar ruku reyndar upp en er það ekki bara rómó? En eitt er víst að það gengur ekki að loka sig inni, lífið þarf að halda áfram. Þær aðgerðir sem yfirvöld settu hérna á19. ágúst koma harkalega niður á atvinnulífinu á Suðurnesjum sem dæmi – en fátt heyrist frá þing- og sveitarstjórnarmönnum svæðisins. Þögnin er í raun ærandi. Get ekki beðið eftir bóluefni ... og næstu kosningum. Ætla í golf, getur Gæslan ekki skutlað mér?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.