Miðvikudagur 1. september 2021 // 32. tbl. // 42. árg.
Busar fengu það óþvegið!
Starfsmaður Háaleitisskóla smitaðist Nemendur í fimmta bekk Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, alls sextán nemendur, eru komnir í sóttkví eftir að Covid-smit greindist hjá starfsmanni. Starfsmaðurinn er kominn í einangrun. Í tilkynningu til foreldra og forsjáraðila nemenda á mánudag sagði Friðþjófur Helgi skólastjóri: „Seint í gærkvöld kom í ljós að starfsmaður skólans hafði smitast af Covid-19. Allir sem þurftu að fara í sóttkví voru látnir vita strax í gærkvöldi eftir að smitrakningu lauk í samráði við smitrakningarteymi almannavarna. Alls voru það sextán nemendur í 5. bekk sem þurftu að fara í sóttkví og tveir starfsmenn.Við hvetjum alla til að fara varlega og ef einhver einkenni Covid gera vart við sig að fara umsvifalaust í sýnatöku.“
Uppbygging innviða fyrir rafbíla Framtíðarnefnd Reykjanesbæjar telur að styrkja þurfi uppbyggingu á innviðum fyrir rafbílavæðingu í Reykjanesbæ. Framtíðarnefnd leggur til að Reykjanesbær setji á fót sjóð sem húsfélög fjölbýlishúsa geti sótt í til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Leitað verði eftir samstarfi við HS Veitur og lagt til að framlag frá hvorum aðila verði sex milljónir króna á ári. Úthlutað verði úr sjóðnum árlega tólf milljónum króna sem er sambærileg upphæð og t.a.m. Reykjavíkurborg og Akranes hafa lagt í slíka sjóði í hlutfalli við íbúafjölda.
Busavígslur voru oft all svakalega fyrr á árum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eins og sjá má á þessari mynd sem er á ljósmyndasýningu Víkurfrétta sem verður opnuð fimmtudaginn 2. september. Þessi mynd er ein nokkur hundruð mynda á sýningunni sem eru frá fyrsta áratug í sögu blaðsins. Nærri áttatíu myndir eru á veggjum bíósalar Duus Safnahúsa en aðrar þrjúhundruð á skjá. Fólk er þema sýningarinnar.
Mikil umskipti í atvinnulífinu n Flestir geta fengið vinnu sem vilja – segir formaður VSFK Mikil umskipti hafa orðið í atvinnulífinu á Suðurnesjum frá því í vor þegar atvinnuleysi var um 25%. Nú mælist það rúmlega 10%. „Það virðast lang flestir geta fengið vinnu sem vilja það,“ segir Guðbjörg Kristmannsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Formaðurinn segir að það sé þó svolítið ójafnvægi á vinnumarkaðinum. Margir sem misstu vinnuna vegna Covid-19 hafi beðið eftir því að komast í sama starf en það hefur ekki alltaf gengið eftir. Sumir hafi þó fengið slíkt boð eftir að hafa farið í
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
annað starf og því viljað vilja fara aftur í fyrri vinnu. „Þannig að þetta hefur verið pínu skrýtið ástand stundum og svo eru margir atvinnurekendur sem hafa kvartað yfir því að fá ekki fólk í vinnu þó vitað sé að margir séu enn á atvinnuleysisskrá. Svo eru önnur dæmi þar sem okkar félagsmenn hafa kvartað yfir því að fyrirtæki hafi ekki svarað atvinnuumsóknum,“ segir Guðbjörg.
2
Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
30%
fyrir
1
559
454
áður 699 kr
áður 649 kr
kr/pk
11.490,- kr/mán.
Guðbjörg Kristmannsdóttir segir að flest bendi til að leiðin liggi áfram upp á við þrátt fyrir enn ríki nokkur óvissa í Covid-19, sérstaklega hvernig ferðaþjónustunni reiði af í haust og vetur. Nokkur bjartsýni ríki þó, þar sem viðhorf gagnvart heimsfaraldri hafi verið að breytast í það að reyna að lifa með veirunni. Alls voru 1.309, eða 11,6% vinnumarkaðar í Reykjanesbæ, atvinnulaus í lok júlímánaðar. Rúmlega helmingur þess hóps er fólk með erlent ríkisfang
FLJÓTLEGT OG GOTT! 20%
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
Þegar losnaði um höft vegna heimsfaraldurs í vor fór atvinnulífið í gang að nýju og hraðar en margir höfðu spáð. Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa notið góðs af auknum fjölda ferðamanna til Íslands, t.d. bílaleigur, hótel, veitingastaðir og fleiri aðilar. Margar bílaleigur hafa ekki getað annað eftirspurn þar sem þær áttu ekki nógu marga bíla og hafa þess vegna getað selt á miklu hærra verði. Leigubílsstjóri á Suðurnesjum sem keyrir mikið frá flugstöðinni segir að júlí hafi verið stærri hjá sér en nokkru sinni fyrr.
Manhattan beyglur
Fínar, heilhveiti, kanil, sesam
kr/stk
Sprite
Sprite og Sprite Zero 0,5 l
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Grandiosa
Calzone skinka
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM