• fimmtudagur 27. júlí 2017 • 30. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Nýir nemendur daglega!
Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla með Helga Arnarssyni, Kjartani Má Kjartanssyni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni frá Reykjanesbæ og Birki Kúld, byggingarstjóra frá Hýsi .
Nýtt skólahúsnæði á þremur vikum
■■Allt upp í fimm nemendur hafa bæst við í hópinn í Háaleitisskóla síðustu daga, mest börn sem sum eru ekki einu sinni komin með kennitölu því þau væru nýkomin í bæinn. „Já, það bætist við á hverjum degi. Þetta eru nánast allt börn innflytjenda sem eru komin í vinnu á svæðinu, aðallega Keflavíkurflugvelli. Við höfum verið með krakka frá mörgum löndum og það hefur gengið ótrúlega vel fyrir þau og okkur að samlagast í skólanum,“ segir Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri. Hún sagði að ráðningar starfsfólks hafi gengið mjög vel, bæði í fyrra og núna. Helgi Arnarsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar segir að vel hafi gengið að ráða kennara í skóla bæjarins og hlutfall menntaðs starfsfólks hafi aukist. Fjölgun nemenda sé í öllum skólum bæjarins en þeir fá núna í fyrsta skipti ókeypis námsgögn. Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri Akurskóla sýndi blaðamönnum VF og forráðamönnum Reykjanesbæjar stækkun og breytingar í Háaleitisskóla. Starfið hefur gengið vel og því hægt að brosa breitt. VF-myndir/pket.
●●Uppsetning á mettíma í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Reykjanesbær hefur þurft að bregðast hratt við auknum íbúafjölda
FÍTON / SÍA
„Okkur líst mjög vel á þetta og það verður gaman að hefja skólastarfið þarna í næstu viku,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ en síðustu þrjár vikur hefur verið unnið við uppsetningu tímabundins skólahúsnæðis fyrir 1.-3. bekk í Innri-Njarðvík en húsnæðið er byggt úr einingum sem koma frá Slóveníu og er þetta fyrsta hús sinnar tegundar hér á Íslandi. Ástæða nýju skólabyggingarinnar er ört vaxandi íbúafjöldi á svæðinu og því þurfti Reykjanesbær að bregðast hratt við. Í dag er nemendafjöldinn í 1.-3. bekk í Akurskóla kominn í 80 og enn er verið að skrá inn nýja nemendur, húsnæðið miðast hinsvegar við að geta tekið við 120 börnum. Nemendur við skólann eru börn sem eru búsett í Dalshverfi 1 og 2. Tækjabúnaður skólans er góður en kennarar munu meðal annars nota Smart töflur við kennslu. Samrými er í skólanum sem mun vera nýtt sem mötuneyti ásamt því að þar munu verkgreinar vera kenndar og þar mun 1.-3. bekkur blandast saman í kennslustund. Í salnum verða felliborð en þannig mun gólfflöturinn nýtast til fulls og minni þörf er á geymslurými. Íþróttakennsla fer einnig fram í salnum einu sinni í viku ásamt því að nemendur fara í Akurskóla í íþróttir
einföld reiknivél á ebox.is
og sund. Í skólabyrjun mun útisvæði sem er í tveggja mínútna göngufjarlægð frá skólanum verða nýtt til íþróttakennslu. Kostnaður við bygginguna er í kringum 150 milljónir með allri jarðvinnu og koma allar einingarnar tilbúnar þar á meðal með pípulögnum sem sparar heilmikinn tíma en það kemur sér vel þar sem að skólinn mun taka á móti nýjum nemendum á þriðjudag í næstu viku. Þegar blaðamenn litu við í vikunni voru starfsmenn að vinna á fullu við það að koma öllu í sitt horf fyrir skólabyrjun en næst á dagskrá var meðal annars að malbika útileikjasvæðið og setja þar leiktæki. Háaleitisskóli sem staðsettur er á Ásbrú hefur einnig þurft að stækka við sig vegna fólksfjölgunar en í dag eru um sextíu fleiri nemendur skráðir í skólann en á sama tíma og í fyrra
og mun sú tala eflaust fara hækkandi á næstu dögum. Þar hefur vinna við endurbætur á húsnæði gamla grunnskóla varnarliðsbarna staðið yfir undanfarna mánuði en sex nýjar kennslustofur bætast við nú í skólabyrjun. Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri, sagðist afar ánægð með stöðuna í skólanum en hann hefur stækkað með hverju árinu og vel hafi gengið að ráða starfsfólk. „Ég er með frábæra kennara og starfsfólk, það eru allir mjög jákvæðir og starfið gengur vel í vaxandi skóla.“ Reykjanesbær fer ört stækkandi og í dag eru skráðir 2319 nemendur í Reykjanesbæ. Sú tala getur og mun líklega hækka eitthvað þegar nær dregur skólasetningu. Til viðmiðunar voru á sama tíma fyrir ári skráðir 2213 nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar.
Nýja skólahúsnæði Akurskóla í Innri-Njarðvík.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Mikil óvissa vegna kísilvers í Helguvík ●●Ekki vitað hvernig fer með 160 millj. kr. skuld við Reykjanesbæ. United Silicon fékk greiðslustöðvun „Það er mikil óvissa í kringum marga þætti sem snúa að United Silicon sem er ekki hægt að svara núna. Það var nýbúið að semja um 160 milljóna króna skuld vegna gatnagerðargjalda og það skýrist á næstu þremur vikum hvernig það fer, hvar sú krafa verður í röðinni. Það þarf að koma málum í lag hjá verksmiðjunni og koma í veg fyrir þessa mengun sem veldur íbúum óþægindum. Þetta ástand gengur ekki lengur,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri en í vikunni fékk United Silicon heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan eru erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík sem rekja má til síendurtekinna bilana í búnaði sem valdið hafa félaginu miklu tjóni. Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án
tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur, segir í frétt frá fyrirtækinu. Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf. Markaðshorfur fyrir afurðir verksmiðjunnar eru góðar og verð hefur farið hækkandi. Framtíðarhorfur eru því vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að afla aukins fjármagns, semja við lánardrottna og endurskipuleggja reksturinn. Nauðsynlegt var að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánardrottna með það að markmiði að ná bindandi nauðasamningum.