Reykjanesbær í aðalhlutverki í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is fimmtudagskvöld kl. 20:30
GLEÐILEGA LJÓSANÓTT! Sjáumst í árgangagöngunni. Rjúkandi heit Diskósúpa og Kaffi í Nettó tjaldinu.
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Reykjaneshöfn sækir um aðild að Reykjanes UNESCO Global Geopark Stjórn Reykjaneshafnar hefur falið hafnarstjóra að óska eftir því við Reykjanes UNESCO Global Geopark (RUGGP) að Reykjaneshöfn gerist samstarfsaðili jarðvangsins og fái þar með að nota merki hans í markaðssetningu Reykjaneshafnar. Þetta var samþykkt á síðasta fundi stjórnar hafnarinnar. Hafnarstjóri kynnti fyrir stjórn hafnarinnar hugmyndina sem lægi til grundvallar því að vera samstarfsaðili Reykjanes UNESCO Global Geopark og þann ávinning sem Reykjaneshöfn gæti hlotið af því að verða viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.
Niðurrif Orlik hafið Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með að nú sjái fyrir endann á veru togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn og þeim vandamálum sem honum fylgja. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar hafnarinnar frá síðasta fimmtudegi. Á fundinum fóru lögmaður hafnarinnar og hafnarstjóri yfir drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar annars vegar og Hringrásar hf. hins vegar er tengist undirbúningsvinnu Hringrásar hf. við togarann Orlik áður en hann
verður færður til niðurrifs á starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Jafnfram fóru þeir yfir verk- og tímaáætlun vegna þeirrar framkvæmdar. Togaranum Orlik hefur nú verið komið fyrir innan hafnarinnar í Njarðvík þar sem undirbúningur fyrir förgun skipsins er unnin. Fjarlægja þarf mengandi efni úr skipinu og taka af því yfirbyggingu áður en skrokkur Orlik verður dreginn upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem skipinu verður endanlega fargað.
Tuttugasta Ljósanóttin og Reykjanesbær 25 ára Kjötsúpa og kvölddagskrá föstudags á nýjum stað
M
eðal þeirra breytinga sem verða á Ljósanæturhátíðinni í ár er að kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpa Skólamatar færast frá smábátahöfn í Gróf að gatnamótum Hafnargötu 30 og Tjarnargötu. Segja má að kveikjan að þessari breytingu sé til komin vegna þess sviðs sem sett var upp í fyrra við Hafnargötu 30 þar sem full dagskrá gekk bæði föstudagskvöld og allan laugardaginn og þótti takast vel. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd að koma á samstarfi við þetta vel heppnaða einkaframtak skemmtistaðarins H30 og nýta sviðið undir hina hefðbundnu föstudagsdagskrá bæjarins í stað þess að sett væri upp sérstakt svið undir hana. Fyrirtækið Skólamatur tók vel í breytinguna og verða því bæði kjötsúpan og kvölddagskrá föstudagskvölds á nýjum stað að þessu sinni í góðu skjóli frá háum byggingum Hafnargötunnar.
Ljósanótt verður haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og er því stór afmæli í ár. Þetta byrjaði allt með einum degi en nú nær hátíðin orðið yfir í tæpa viku. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi bæjarins, segir að þessi skemmtilega þróun hafi ekki síst orðið til vegna þátttöku íbúanna sjálfra. „Þeir hafa breyst frá því að hafa verið í hlutverki neytenda í það að verða sífellt meira í hlutverki framkvæmdaaðila. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur nefnilega breyst á þessum 20 árum í þá átt að verða sífellt meiri svokölluð þátttökuhátíð. Bæjarbúar hafa orðið virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmis konar viðburðum og við það eykst gildi hennar til muna,“ segir Valgerður. Hátíðin í ár er sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og er það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar verða upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar kepptust við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins „Saumað fyrir umhverfið“ til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Í ár er sjónum líka beint sérstaklega að erlendum íbúum bæjarins en nú er staðan þannig að u.þ.b. fjórðungur bæjarbúa er af erlendum uppruna og
þar af flestir frá Póllandi. Listasafn Reykjanesbæjar hefur af því tilefni sett upp stóra sýningu á úrvali af pólskum grafíkverkum og tónlistarmenn frá Póllandi taka þátt í dagskránni. Aðalsmerki Ljósanætur á laugardag er Árgangagangan sem er einstök á landsvísu, þar sem árgangarnir hittast á Hafnargötu og ganga í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæði og safnast þar saman fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar. Síðan taka við hinir ýmsu
viðburðir, tónleikar, sýningar, barnadagskrá o.fl. Víkurfréttir í dag eru tileinkaðar 20 ára Ljósanótt og aldarfjórðungsafmæli Reykjanesbæjar. Af því tilefni gefa Víkurfréttir út 64 síður í dag. Kápa blaðsins inniheldur helstu dagskrárliði frá fimmtudegi til sunnudags. Í blaðinu í dag eru síðan fjölmörg viðtöl sem tengjast bæði afmæli bæjarins og Ljósanæturhátíðarinnar.
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002