Reykjanesbær í aðalhlutverki í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is fimmtudagskvöld kl. 20:30
GLEÐILEGA LJÓSANÓTT! Sjáumst í árgangagöngunni. Rjúkandi heit Diskósúpa og Kaffi í Nettó tjaldinu.
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Reykjaneshöfn sækir um aðild að Reykjanes UNESCO Global Geopark Stjórn Reykjaneshafnar hefur falið hafnarstjóra að óska eftir því við Reykjanes UNESCO Global Geopark (RUGGP) að Reykjaneshöfn gerist samstarfsaðili jarðvangsins og fái þar með að nota merki hans í markaðssetningu Reykjaneshafnar. Þetta var samþykkt á síðasta fundi stjórnar hafnarinnar. Hafnarstjóri kynnti fyrir stjórn hafnarinnar hugmyndina sem lægi til grundvallar því að vera samstarfsaðili Reykjanes UNESCO Global Geopark og þann ávinning sem Reykjaneshöfn gæti hlotið af því að verða viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.
Niðurrif Orlik hafið Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með að nú sjái fyrir endann á veru togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn og þeim vandamálum sem honum fylgja. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar hafnarinnar frá síðasta fimmtudegi. Á fundinum fóru lögmaður hafnarinnar og hafnarstjóri yfir drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar annars vegar og Hringrásar hf. hins vegar er tengist undirbúningsvinnu Hringrásar hf. við togarann Orlik áður en hann
verður færður til niðurrifs á starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Jafnfram fóru þeir yfir verk- og tímaáætlun vegna þeirrar framkvæmdar. Togaranum Orlik hefur nú verið komið fyrir innan hafnarinnar í Njarðvík þar sem undirbúningur fyrir förgun skipsins er unnin. Fjarlægja þarf mengandi efni úr skipinu og taka af því yfirbyggingu áður en skrokkur Orlik verður dreginn upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem skipinu verður endanlega fargað.
Tuttugasta Ljósanóttin og Reykjanesbær 25 ára Kjötsúpa og kvölddagskrá föstudags á nýjum stað
M
eðal þeirra breytinga sem verða á Ljósanæturhátíðinni í ár er að kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpa Skólamatar færast frá smábátahöfn í Gróf að gatnamótum Hafnargötu 30 og Tjarnargötu. Segja má að kveikjan að þessari breytingu sé til komin vegna þess sviðs sem sett var upp í fyrra við Hafnargötu 30 þar sem full dagskrá gekk bæði föstudagskvöld og allan laugardaginn og þótti takast vel. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd að koma á samstarfi við þetta vel heppnaða einkaframtak skemmtistaðarins H30 og nýta sviðið undir hina hefðbundnu föstudagsdagskrá bæjarins í stað þess að sett væri upp sérstakt svið undir hana. Fyrirtækið Skólamatur tók vel í breytinguna og verða því bæði kjötsúpan og kvölddagskrá föstudagskvölds á nýjum stað að þessu sinni í góðu skjóli frá háum byggingum Hafnargötunnar.
Ljósanótt verður haldin í 20. sinn dagana 4. til 8. september. Ljósanótt í Reykjanesbæ var fyrst haldin árið 2000 og er því stór afmæli í ár. Þetta byrjaði allt með einum degi en nú nær hátíðin orðið yfir í tæpa viku. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi bæjarins, segir að þessi skemmtilega þróun hafi ekki síst orðið til vegna þátttöku íbúanna sjálfra. „Þeir hafa breyst frá því að hafa verið í hlutverki neytenda í það að verða sífellt meira í hlutverki framkvæmdaaðila. Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur nefnilega breyst á þessum 20 árum í þá átt að verða sífellt meiri svokölluð þátttökuhátíð. Bæjarbúar hafa orðið virkari í því að skapa þá hátíð sem þeir vilja halda með því að standa sjálfir fyrir ýmis konar viðburðum og við það eykst gildi hennar til muna,“ segir Valgerður. Hátíðin í ár er sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ og er það liður í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Settar verða upp flokkunar ruslatunnur á hátíðarsvæðinu og íbúar kepptust við að sauma margnota poka í pokastöð Bókasafnsins „Saumað fyrir umhverfið“ til að nota í verslunum í bæjarfélaginu. Í ár er sjónum líka beint sérstaklega að erlendum íbúum bæjarins en nú er staðan þannig að u.þ.b. fjórðungur bæjarbúa er af erlendum uppruna og
þar af flestir frá Póllandi. Listasafn Reykjanesbæjar hefur af því tilefni sett upp stóra sýningu á úrvali af pólskum grafíkverkum og tónlistarmenn frá Póllandi taka þátt í dagskránni. Aðalsmerki Ljósanætur á laugardag er Árgangagangan sem er einstök á landsvísu, þar sem árgangarnir hittast á Hafnargötu og ganga í skrúðgöngu niður á hátíðarsvæði og safnast þar saman fyrir framan aðalsvið hátíðarinnar. Síðan taka við hinir ýmsu
viðburðir, tónleikar, sýningar, barnadagskrá o.fl. Víkurfréttir í dag eru tileinkaðar 20 ára Ljósanótt og aldarfjórðungsafmæli Reykjanesbæjar. Af því tilefni gefa Víkurfréttir út 64 síður í dag. Kápa blaðsins inniheldur helstu dagskrárliði frá fimmtudegi til sunnudags. Í blaðinu í dag eru síðan fjölmörg viðtöl sem tengjast bæði afmæli bæjarins og Ljósanæturhátíðarinnar.
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Ánægðir bæjarbúar í afmælisbænum
RITSTJÓRNARPISTILL
PÁLL KETILSSON
Ljósanótt er fyrirboði þess að haustið sé á næsta leyti en þetta er síðasta bæjarhátíðin sem haldin er hér á landi ár hvert. Að vanda er dagskráin afar fjölbreytt þar sem bæjarbúar eru mjög duglegir að taka þátt. Dagskrá Ljósanætur stendur yfir í fimm daga og nú bættist við skemmtilegur forsmekkur að henni, stórtónleikar Sinfónínuhljómsveitar Íslands á þriðjudag. Þeir voru í boði Reykjanesbæjar sem fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Í þessu blaði rifjum við upp það helsta úr 20 ára sögu Ljósanætur sem hefur aldeilis vaxið fiskur um hrygg og rúmlega það. Einnig birtum við dagskrá Ljósanætur 2019 innan á kápu blaðsins þannig að þeir sem vilja hafa prentað eintak af henni geta tekið þær blaðsíður með sér. Gestir á Ljósanótt voru ekki margir árið 2000, þegar fyrsta hátíðin fór fram, eins og sjá má á mynd sem við birtum frá flugeldasýningunni. Þar voru ekki margir bæjarbúar að fylgjast með þegar flugeldar sprungu skömmu eftir að kveikt hafði verið á ljósunum á Keflavíkurbergi í fyrsta sinn. Ljósin í Berginu gefa skemmtilegan svip, ekki síst nú þegar farið er að dimma, og fastur liður í lok hátíðarinnar er þegar kveikt er á þeim eftir flugeldasýninguna. Nú er svo komið að endurnýja þarf ljósin en Steinþór Jónsson, einn af forvígismönnum Ljósanætur, átti þessa skemmtilegu hugmynd og fékk fyrirtæki með sér í lið við fjáröflun og uppsetningu. Við hvetjum Steina „ljósálf“ til að einhenda sér í verkið. Honum ætti að reynast létt að fá aðila með sér í það ef við þekkjum hann rétt.
Í þessu tölublaði Víkurfrétta tökum við nettan púls á bæjarlífinu í Reykjanesbæ og ræðum meðal annars við alla bæjarstjórana í tilefni aldarfjórðungsafmælis fjórða stærsta bæjarfélags á Íslandi. Þeir tóku allir við mismunandi áskorunum og það er gaman að lesa viðtölin við þá. Við heimsækjum líka nokkur fyrirtæki og fólk á þessum tímamótum. Þar má sjá að mörg fyrirtæki eru í ágætum málum og margir bæjarbúar eru ánægðir í Reykjanesbæ. Í forystugrein í blaði fyrir Ljósanótt 2018 skrifaði undirritaður um óvissufréttir af flugfélögunum Icelandair og WOW air með þeirri von að allt færi vel. Eins og flestir vita þá fóru þau mál frekar illa og kom sér illa fyrir Suðurnesin sem hafa vaxið mikið í uppgangi ferðaþjónustunnar á undanförnum árum. Mun fleiri eru nú á atvinnuleysisskrá af þeim sökum en þó virðist höggið fyrir ferðaþjónustuna ekki hafa verið eins alvarlegt og það hefði getað orðið. Síðustu fréttir eru þær að bókunarstaða ferðamanna, sem hyggjast heimsækja Ísland í haust og vetur, er ágæt og það er því ekki hægt annað en að vona það besta. Margir hafa þó áhyggjur af stöðu mála þegar hausta tekur. Vitað er að allnokkur fyrirtæki hafa þurft að fækka starfsfólki og það gæti því orðið raunveruleikinn að slíkt gæti haldið áfram á haustmánuðum. En næstu daga er síðasta bæjarhátíð landsins í ár. Göngum hægt um gleðinna dyr á Ljósanótt en njótum mjög fjölbreyttrar dagskrár. Gleðilega Ljósanótt og til hamingju íbúar Reykjanesbæjar með 25 ára afmæli bæjarins.
Spurning vikunnar
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Hvað finnst þér skemmtilegast við Ljósanótt?
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna fékk styrk úr sjóðnum.
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Gunnar Sv. Friðriksson
s: 566-0000 • helgafellfasteignasala.is
löggiltur fasteignasali S: 842 2217
LERKIDALUR 2 – REYKJANESBÆ
117 fm. 4ra herbergja endaraðhús. 90 fm pallur með heitum potti. Vandaðar innréttingar. Verð: 54,5 millj. kr. Nánari uppl. veitir Gunnar Sv. Friðriksson lögg. fast. í s: 842 2217 eða gunnar@helgafellfasteignasala.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarinssonar veitti styrki til góðra mála Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Njarðvíkinginn Gísla Þór Þórarinsson sem lést í Meham í Noregi í apríl síðastliðnum. Hrundið var af stað söfnun í samfélaginu, bæði hér suður með sjó og í Meham í Noregi, til að standa straum af kostnaði við að koma Gísla Þór heim til Íslands og fyrir útfararkostnaði. Samhugurinn var mikill og lögðu margir sitt af mörkum til að létta undir á erfiðum tíma. Útför Gísla Þórs fór fram frá í Ytri Njarðvíkurkirkju þann 17. maí 2019. Þeir fjármunir sem standa eftir hafa nú verið færðir í nýstofnaðan minningarsjóð um Gísla Þór. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til góðgerðamála sem stjórn sjóðsins, skipuð skólasystkinum Gísla Þórs, tekur ákvörðun um hverju sinni. Veittir eru styrkir úr sjóðunum þann 1. september ár hvert, á afmælisdegi Gísla Þórs. Í fyrstu úthlutun sjóðsins ákvað sjóðurinn að styrkja eftirfarandi:
úthlutun matarkorta, aðstoð við frístundir barna og skólamáltíðir. Sjóðurinn vinnur samkvæmt viðmiðunarreglum hjálparstarfs kirkjunnar. Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna fær 100.000 kr. styrk úr Minningarsjóði Gísla Þórs.
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Samfélagið í Meham tók opnum örmum á móti Gísla Þór þegar hann flutti til Meham til að stunda sjómennsku. Í þessu litla samfélagi leið Gísla Þór vel og þar átti hann góðar stundir fram að dánardegi. Sjóðurinn vill þakka hlýhuginn og samhuginn frá samfélaginu í Meham með því að veita styrkt til leikskólans í Meham til hljóðfærakaupa og til hljóðfærakennslu. Leikskólinn í Meham fær 200.000 kr. styrk úr minningarsjóði Gísla Þórs.
Tónlist átti stóran þátt í lífi Gísla Þórs. Sjálflærður fann Gísli Þór styrkleika sína og hæfileika í gegnum tónsmíðar, textagerð og gítarspil. Tækifæri til tónlistarnáms er ekki á færi allra og fær Tónlistarskóli Reykjanesbæjar því styrk til að styðja við barn í tónlistarnámi. Tónlistarskólinn fær 100.000 kr. styrk úr Minningarsjóði Gísla Þórs.
Líknar- og hjálparsjóð Njarðvíkurkirkna
Aðstæður Gísla Þórs í æsku voru ekki alltaf ákjósanlegar og á fullorðins árum fann Gísli Þór ávallt til með þeim börnum sem ekki höfðu nægan mat á borðum. Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna er sjóður sem aðstoðar fólk í neyð, t.d. með
Velferðarsjóð Suðurnesja
Íþróttir skipuðu stóran sess í lífi Gísla Þórs þar sem hann spilaði fótbolta með Ungmennafélagi Njarðvíkur og einnig var hann eldheitur Liverpool aðdáandi. Það tækifæri sem Gísla Þór gafst til að stunda íþróttir frá barnsaldri gaf honum fastan grunn, stuðning og hvatningu. Velferðarsjóðurinn styður einkum við barnafjölskyldur og greiðir m.a. fyrir tómstundir barna þar sem foreldrar hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til þess að standa straum að slíku. Velferðarsjóður Suðurnesja fær 100.000 kr. styrk úr minningarsjóði Gísla Þórs.
Leikskólann í Meham, Noregi
F.h. Minningarsjóðs Gísla Þórs Þórarinssonar, Guðni Erlendsson Snorri Páll Jónsson Einar Árni Jóhannsson Pálína Gunnarsdóttir Anna Steinunn Jónasdóttir
Debbie Shackelford: „Það er svo margt. Flugeldasýningin. Í ár er verið að reyna að plata mig í að mæta í árgangagönguna en ég hef aldrei farið, hef alltaf verið að vinna.“
Haukur Guðmundsson: „Flugeldasýningin.“
Páll Þorbjörnsson: „Þetta er almenn skemmtun fyrir fjölskylduna, gaman að sjá og hitta fólk á Ljósanótt.“
Þórdís Malmquist: „Þegar það er fallegt veður eins og núna þá finnst mér æðislegt að sjá allt fólkið niðri í bæ, sjá fjölskyldurnar verja deginum saman. Tónlistin, listasýningarnar og flugeldasýningin í lok kvöldsins sem sameinar alla gesti í einni upplifun.“
lindex.is
á Ljósanótt
Tilboð gildir út 8. september 2019 .
20% afsláttur af öllum vörum
4
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Árgangagangan mínus 20
VERULEIKINN OG VINDINGAR HANS Úrval pólskrar grafíklistar til sýnis á Ljósanótt
Í september fer í hönd árleg „Ljósanótt“ Reykjanesbæjar með listsýningum og öðrum menningarviðburðum á Suðurnesjum. Nú verður kastljósi sérstaklega beint að framlagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna. Af þessu tilefni verður opnuð vegleg sýning á pólskri grafíklist í Listasafni Reykjanesbæjar þann 5.september n.k. undir yfirskriftinni Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká, en sú stofnun nýtur mikillar virðingar innan og utan Póllands fyrir vandaðar sýninga- og útgáfustarfsemi í þágu pólskrar grafíklistar á undanförnum tveimur áratugum. Fejkiel verður viðstaddur sýningaropnun og mun svo kynna verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum sunnudaginn 8.september kl.14.00.
– Allir færa sig niður um 20 húsnúmer Frá því Ljósanótt var fyrst haldin árið 2000 eru nú liðin 20 ár. Á þeim tíma hafa 20 nýir árgangar bæst í fullorðinna manna tölu auk þess sem elstu íbúar bæjarins frá þeim tíma hafa nú verið kvaddir til annarra verkefna. Það er því svo komið að Hafnargata 2–20 standa mannlausar á Ljósanótt og við Hafnargötu 88 þar sem yngsta fólkið okkar og framtíðin safnast saman er nú fólk sem náð hefur fertugsaldri og á e.t.v. orðið skilið sinn eigin „prívat“ stað við Hafnargötu. Til að bregðast við þessari þróun var ákveðið að nýta 20 ára afmælisárið til að færa alla niður um 20 húsnúmer. Það merkir að sá sem er fæddur 1950 mætir nú fyrir framan Hafnargötu 30 en ekki Hafnargötu 50 eins og hingað til og þannig koll af kolli. Með þessu móti styttum við gönguna fyrir okkar elstu íbúa um leið og við veitum yngsta „fullorðna“ fólkinu okkar tilhlýðilegan sess. Nú þurfum við bara öll að hjálpast að við að meðtaka þessa breytingu og upplýsa hvert annað um hana. Þetta er ekki flókið. Það eina sem við þurfum að muna er „mínus 20“.
GALDRAMEISTARI OG SKAPANDI LISTAMAÐUR Á LJÓSANÓTT Ljósanótt í Reykjanesbæ fer fram í 20. sinn dagana 4.-8. september. Af því tilefni verða nýjar sýningar opnaðar í sölum Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 18.00. Ein þeirra er sýning Reynis Katrínar, Galdrameistara og skapandi listamanns í Stofu Duushúsa.
Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir sem hefur stundað hugleiðslu um árabil segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Hann hefur
þessi kynni að leiðarljósi, auk þess sem hann nýtir sér visku kínverskrar konu að handan, sem gjarnan birtist honum þegar hann tekst á við vefsaum. Það má því segja að kvenlæg orka ráði ríkjum á sýningu Reynis, í gegnum samvinnu við ljósverurnar, en líka af því að verkin fjalla á einn eða annan hátt um gyðjur úr norrænni goðafræði. Reynir velur að vinna einungis með náttúruleg efni, þ.e. steina, rekavið, ull og egg temperu og notast við liti sem hann finnur í íslenskri náttúru. Á sýningunni sem stendur til 2. nóvember, stillir hann upp málverkum,
textílverkum og ískornum steinum. Reynir Katrínar verður með leiðsögn / spjall um sýninguna sunnudaginn 8. september kl.15:00, auk þess sem hann býður gestum upp á sérstaka spátíma annan hvern sunnudag á meðan á sýningunni stendur. Spátímar verða auglýstir nánar síðar.
Staðsetning Fejkiel-galleríssins í Kraká er engin tilviljun, þar sem listaakademían þar í borg hefur frá upphafi útskrifað fleiri þekkta grafíklistamenn en nokkur annar listaskóli í Póllandi. Úrval verka eftir eldri kynslóð þessara grafíklistamanna gat að líta á eftirminnilegri sýningu að Kjarvalsstöðum árið 1977; á sýningunni í Listasafni Reykjaness er yngsta kynslóð pólskra grafíklistamanna aðallega í sviðsljósinu. Einhverjir kannast e.t.v. við verk þeirra Jaceks Sroka og Wejman-
hjónanna, sem haldið hafa einkasýningar á Íslandi, en þau sýna hér ný verk, en að auki eru á samsýningunni verk eftir nokkra þekktustu grafíklistamenn Pólverja í dag, eins og Jerzy Jędrysiak, Krzystof Skórczewski og Jan Pamuła, sem er frumkvöðull í gerð stafrænna grafíkverka í Evrópu. Alls eru sýnendur 25 talsins. Mestur hluti verkanna verður til sölu. Safnið er opið alla daga frá 12.0017.00. Sýningin stendur til 3.nóvember og safnið er opið alla daga frá 12.00-17.00.
ÓVÆNT STEFNUMÓT Á LJÓSANÓTT Ljósanótt í Reykjanesbæ fer fram í 20. sinn dagana 4.-8. september. Af því tilefni verða nýjar sýningar opnaðar í sölum Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 18.00 Safnið hefur lengi haft þann sið að vera alltaf með a.m.k. eina sýningu á Ljósanótt þar sem heimafólk er í fyrirrúmi. Að þessu sinni er það
sýningin „Óvænt stefnumót“ sem opnar í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 5.september kl. 18.00. Þarna eru leiddar saman 6 listakonur sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa allar verið með einkasýningu í safninu einhvern tímann á síðustu 15 árum. Verkin sem þær sýna eru unnin með fjölbreyttri tækni og hver um
sig hefur valið sína eigin leið og sína eigin túlkun og afar spennandi að sjá hvernig stefnumótið heppnast. Þær sem taka þátt í þessu verkefni eru: Gunnhildur Þórðardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Sossa og Valgerður Guðlaugsdóttir.
Þau eru svo frábær tilboðin okkar yfir Ljósanæturhelgina ♥
Kíktu, þú sérð ekki eftir því ♥
HAFNARGÖTU 23 • ZOLO.IS
Gleðilega Ljósanæturhátíð Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, sem nú er haldin í 20. skiptið. Við óskum Suðurnesjamönnum og öðrum gestum Ljósanætur gleðilegrar hátíðar. Kynntu þér dagskrá Ljósanætur á www.ljosanott.is
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
6
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík var aðaldriffjöðurin í því að koma Ljósanótt á koppinn ásamt miklu fleirum sem gerðu viðburðinn að því sem hann er í dag. Upphaflega hugmyndin, um að lýsa upp Bergið, laust niður í höfuð Steinþórs eins og elding, þegar hann sigldi í bát framhjá þessum háu klettaveggjum eitt kvöldið. Steinþór sem hefur yfirleitt marga bolta á lofti, gaf sér tíma í létt spjall um upphaf Ljósanætur.
„Verður að vera gaman
þegar maður leggur það á sig að vinna að stóru verkefni í sjálfboðavinnu í tíu ár,“ – segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og aðaldriffjöður Ljósanætur
VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Það verður nú að fylgja með að Steinþór bauð blaðakonu Víkurfrétta að koma í djúpsteiktar gellur á KEF Restaurant eitt hádegið í síðustu viku, sem hún var mjög tortryggin að smakka en ákvað að slá til og viti menn, gellurnar voru mjög bragðgóðar. Hvers vegna Ljósanótt Steinþór, hvað varstu að spá? Hann segist vera framkvæmdamaður sem fær oft nýjar hugmyndir. „Ef mér dettur eitthvað frumlegt í hug þá á ég það til að skoða það vel og jafnvel framkvæma. Það má segja að hugmyndin að Ljósanótt hafi þróast út frá hugmyndinni um lýsingu Bergsins enda kemur nafnið þaðan. Fyrsta hugsun um lýsingu Bergsins kom eins og þruma úr heiðskíru lofti til mín á siglingu frá Grófinni með vinafólki úr saumaklúbb Hildar konu minnar. Ég horfði á kaldan en fallegan klettavegginn og sagði við vin minn „Þennan klettavegg þarf að lýsa upp.“ Flestar hugmyndir skrái ég niður og fylgi þeim eftir. Í þessu tilviki hafði ég vit á að tala ekki um hugmyndina fyrr en fundist hafði tæknileg útfærsla í samstarfi við ljósahönnuð iGuzzini frá Ítalíu. Verkefnið var mjög krefjandi og tók tæp tvö ár enda var ekki um sléttan manngerðan vegg að ræða.“
Gerðist allt mjög hratt
„Þegar fyrsta tölvugerða myndin birtist í Víkurfréttum tveimur árum seinna þá fóru hlutirnir að gerast hratt en blaðið hefur meðal annarra stutt vel við verkefnið alla tíð. Það sem stendur upp úr í minningunni var allt þetta fólk sem vildi hjálpa og allir gerðu þetta í sjálfboðavinnu að sjálfsögðu, því engin hátíð var á fjárlögum bæjarins frekar en lamparnir á Berginu, sem ég keypti ásamt nokkrum styrktaraðilum. Móttökur almennings fyrstu Ljósanóttina voru hreint stórkostlegar og það kallaði sjálfkrafa á að gera þetta að árlegum viðburði. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, var til dæmis þarna á sínum fyrsta starfsdegi en hefur svo meðal annarra átt veg og vanda að því hversu
vel Ljósanótt hefur þróast á þessum tuttugu árum.“ Er það satt að þú fórst á hnén og baðst Guð um gott veður þessa helgi? „Einlæg hugsun, von eða bæn til Guðs um að bæjarbúar fengju sól og gott veður rættist já. Eigum við þó ekki að segja að teikninginn af mér á hnjánum hafi verið myndræn en það var mjög bíræfið að biðja Guð um gott veður þarna á þessum tímapunkti. Staðreyndin er sú að ég var í viðtali á Stöð 2 í beinni útsendingu daginn fyrir fyrstu Ljósanóttina og strax eftir viðtalið voru veðurfréttir í beinni útsendingu. Þar lýsti veðurfræðingurinn hræðilegum stormi með mikilli rigningu. Ég var í næsta herbergi og var mjög brugðið því að með þessari veðurspá var veðurfræðingurinn að tryggja fámenni á Ljósanótt. Ég stökk því upp úr sætinu mínu og veifaði höndunum til að ná athygli veðurfræðingsins þarna í beinni útsendingu. Hann leit til mín, hafði auðvitað heyrt viðtalið og sagði kokhraustur, „Það verður stormur og rigning alls staðar á suðvesturhorni landsins nema á Ljósanótt,“ og það stóðst.“
Vaknar oft upp með góðar hugmyndir
Steinþór stundar enga líkamsrækt en segist vera fullur af krafti og jákvæðni. Hann væri sjálfsagt greindur með ofvirkni ef hann hefði fæðst í dag. Hann hefur reynt að nýta þennan kraft til góðs eða eins og hann segir sjálfur frá; „Ég er yfirleitt með marga bolta á lofti í vinnunni og finnst ég ekki þurfa beina líkamsrækt því ég er mikið á ferðinni. En auðvitað þarf ég að bæta því á listann og ætla bara láta verða af því þessa Ljósanótt. Ég er jákvæður og bjartsýnn að eðlisfari og það gefur manni ákveðinn kraft hvernig hugarfarið er. Það er áríðandi að fólk trúi á það sem það er að gera því hugurinn er mjög öflugur en mér finnst alltaf gaman í vinnunni en sumir segja mig dæmigerðan frumkvöðul. Ljósanóttin var eitt af mínum frumkvöðlaverkefnum og eftir tíu ára starf var mér gefin ljósmynd frá Reykjanesbæ sem þakklætisvottur fyrir störf mín fyrir Ljósanótt. Myndin er af mér skælbrosandi fyrir framan leikskóla- og
grunnskólabörnin við Myllubakka þegar sólin braust fram úr köldum og gráum skýjum aðeins tvær mínútur fyrir klukkan tíu en á henni stendur einfaldlega „Og þá kom sólin“. Mér þótti vænt um að fá þessa viðurkenningu.“ Hvaða þýðingu hefur Ljósanótt fyrir þig? Fyrir bæjarfélagið? „Ég er mjög stoltur af þeirri tengingu sem við gerðum með öllum börnum bæjarins við Myllubakka og verð að viðurkenna að ég sakna blöðrusleppingar þó ástæðurnar séu réttmætar. Í dag að heyra barnabörnin mín æfa sig heima eftir leikskólann „Velkomin á Ljósanótt, þetta er hátíðin okkar, njótum lífsins í kvöld“ er samt besta viðurkenningin og að þetta hafi allt verið þess virði. Þá er viðtalið sem Páll Ketilsson tók við föður minn, Jón William heitinn, á Ljósanótt 2014 um hátíðina er mér mjög hugleikið og falleg minning. Ljósanótt er í huga mínum alltaf jákvæð og minnir mig á þá samstöðu og jákvæðni sem hægt er að ná fram hjá bæjarbúum. Það er eitt að eiga hugmynd að lýsingu og vinna svo með góðu fólki og búa til Ljósanótt, hátíðin var og er samtaka átak mjög margra. Það er svo allt annað og meira að fá allan þennan fjölda til að hafa trú á að eitthvað stórt sé hægt og mæta til að taka þátt. Það tókst strax á fyrsta degi. Fyrir bæjarfélagið er mikilvægt að eiga sína eigin hátíð og/ eða áramót því setningin fyrir og eftir Ljósanótt þykir eðlileg í daglegu tali í dag, enda einstakt að bæjarhátíð nái yfir fjóra til fimm daga. Þarna er tækifæri til að klára framkvæmdir og taka til sem skilar sér svo yfir allt árið.“ Eitthvað neikvætt? „Nei ekkert neikvætt en það eru sumir sem vilja helst ekki sjá góða hluti gerast þegar það tengist öðrum en þeim sjálfum. Eru í einhverri ímyndaðri pólitík í stað þess að njóta þess að eitthvað gott sé gert fyrir bæjarfélagið og það sjálft. Sumir hafa jafnvel til dagsins í dag verið með nýjar og broslegar söguskýringar um hvernig Ljósanóttin varð til.“ Ertu með grillveislu á Ljósanótt heima hjá þér? „Fyrstu tíu árin var ég það upptekinn sem formaður Ljósanætur að grillveisla heima kom ekki til greina og fjölskyldan var oftar en ekki án mín
að njóta alls þess sem Ljósanótt bauð upp á. En já eftir þessi tíu ár var ég með grillveislur og eitt árið með yfir tvö hundruð manns í garðinum heima á Bragavöllum. Það var bara gaman. Þetta árið ætla ég að fylgjast með steikarveislu á grillinu á KEF Restaurant á Hótel Keflavík. Þetta er fyrsta árið sem við rekum veitingastaðinn sjálf og hefur teymið mitt gríðarlegan metnað til að láta bæjarbúa og gesti njóta þess besta hjá okkur á tuttugu ára afmæli Ljósanætur.“ Tekurðu þátt í árgangagöngu? „Já, það hef ég gert flest árin enda svakalega skemmtileg uppákoma sem Maggi bróðir átti hugmyndina að. Hann bókstaflega krafðist þess af mér að árgangar gætu hist á Ljósanótt. Útfærslan á hugmyndinni með að nota húsnúmerin á Hafnargötunni gekk svo frábærlega upp og eitt flottasta atriði Ljósanætur varð að veruleika. En þetta var svaka mikil vinna sérstaklega fyrstu árin og get ég í því samhengi upplýst ákveðið leyndarmál sem fáir vita um en eftir árgangagönguna og þegar allir bæjarbúar, gestir og fjölskyldan voru komin í miðbæinn fór ég sjálfur heim og lét renna í heitt bað. Var líklegast sá allra sáttasti á svæðinu þar sem ég lá þarna einn í heitu baði með mínar hugsanir og brosandi með sjálfum mér hve allt hefði gengið vel.“
aftur. Sjálfur lagði ég mikla áherslu á að hver Ljósanótt yrði sjálfstæð og hefði sinn ákveðna sjarma með nýjum uppákomum og framkvæmdum og það tókst vel fyrstu tíu árin. Kannski erfitt að gera alltaf betur. Það tókst til dæmis með frumlegum flugeldasýningum Björgunarsveitarinnar og einnig er flugeldasýningin þar sem tæknimenn Clint Eastwood aðstoðuðu við stórar sprengingar á Berginu og á flekum í miðri Keflavíkinni minnisstæð sem og þegar Íslendingur sigldi inn í Keflavíkina í fyrsta sinn á Ljósanótt. Þá er „Með blik í auga“ ein og sér einstök og frábær skemmtun en áður fór fram Ljósalagakeppni í Stapa sem heppnaðist líka vel og þyrfti að halda á svona fimm ára fresti. Ljósanótt var eðlilega auka verkefni hjá mér sem formaður í tíu ár en daglega vinna mín sem hótelstjóri hvarf ekki á meðan. Þá skipti öllu máli að hafa skilningsríka eiginkonu sér við hlið sem sá um fjölskylduna og leyfði mér að vinna allt það sem þurfti. Þetta vita dætur okkar Hildar best og hafa oft á orði hve stóran part mamma þeirra eigi í að Ljósanótt sé komin til að vera. Reyndar á það við um allt sem við hjónin höfum komið til leiðar því samvinna og dugnaður er það sem skilar öllu best,“ segir Steinþór.
Væri gaman að fá aftur stjörnusporin
Á þessu ári fer bæjarhátíðin fram í tuttugasta sinn og verður ekkert til sparað í hugmyndum eða fjölbreytilega allra bæjarbúa af öllu þjóðerni. „Það er von mín að Ljósanótt haldi áfram að virkja samvinnu og jákvæðni og geri alla bæjarbúa stolta af fallega bænum okkar. Mér finnst skemmtilegt að erfitt sé að skilgreina Ljósanótt sem fjölskyldu-, menningar- eða framkvæmdahátíð því hún er allt þetta. Það er kannski það jákvæðasta. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum samstarfsmönnum, sem allt of og langt væri að telja upp yfir öll árin, fyrir frábæra vinnu og dugnað. Án ykkar væri engin Ljósanótt. Ég óska öllum bæjarbúum og gestum gleðilegrar hátíðar og nýjum stjórnendum velgengni og áræðni til að gera enn betur um alla framtíð,“ segir Steinþór kampakátur að lokum.
Stjörnuspor Reykjanesbæjar er hugmynd frá árinu 2003 sem Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkurfrétta, fékk að láni frá Los Angeles. Hún var löguð að aðstæðum í Reykjanesbæ í samvinnu við Steinþór Jónsson þáverandi formann undirbúningsnefndar Ljósanætur. Hugmyndin var sú að allir sem skarað hafa fram úr og markað spor í bænum með einum eða öðrum hætti komi til greina og útfærslan á sporunum geti orðið mismunandi eftir tilefni. Megin hugmyndin er þó sú að málmskildir tileinkaðir viðkomandi aðilum eru settir í gangstéttina víða við aðalgötu bæjarins, Hafnargötuna. „Sú hugmynd sem Hilmar Bragi kom með og við útfærðum voru stjörnuog sögusporin finnst mér alltaf mjög skemmtileg og vildi að yrði tekinn upp
Að Ljósanótt virkji það góða í fólki
GLEÐILEGA LJÓSANÓTT! NÝSLÁTRAÐ LAMBAKJÖT KOMIÐ Í VERSLANIR NETTÓ!
-30% -30% Hágæða hamborgarar 2 stk - 150 gr
489
KR/PK
ÁÐUR: 698 KR/PK
-31%
2 FYRIR 1
Graskersbrauð 508 gr
379
Sveita sulta 8 tegundir
Hafrabrauð 687 gr
279
KR/STK
ÁÐUR: 399 KR/STK
-20%
KR/STK
-17%
ÁÐUR: 549 KR/STK
Sveita vöfflumix
398
KR/STK
ÁÐUR: 479 KR/STK
-20% Xtra hvítlauksbrauð 2 stk
199
KR/PK
ÁÐUR: 249 KR/PK
-28% Xtra rúnstykki 15 stk - 600 gr
299
KR/PK
ÁÐUR: 419 KR/PK
-30% ÍSLENSK UPPSKERA Á 30% AFSLÆTTI!
Tilboðin gilda 05. – 08. september Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Lægra verð – léttari innkaup
ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins
8
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Í menningarstefnu Reykjanesbæjar er lögð áhersla á að bærinn verði þekktur sem lista- og menningarbær. Þar blómgist öflugt og aðlaðandi lista- og menningarlíf og litið verði á menningarmál sem eitt af meginverkefnum sveitarfélagsins. Reykjanesbær er fjölmenningarlegt samfélag og vill nýta sér kosti þess um leið og lögð er áhersla á rótgróin gildi íslensks samfélags. Auk þess að vera vettvangur margs konar menningarviðburða og skemmtunar er Ljósanótt mikilvægur hlekkur í langri keðju þjónustuþátta sem gera Reykjanesbæ að aðlaðandi valkosti fyrir þá sem eru að ákveða hvar þeir vilja búa og starfa í náinni framtíð. Öflugt og skemmtilegt menningarlíf skiptir þar miklu máli auk fjölmargra annarra þátta eins og t.d. framboðs fjölbreyttra atvinnutækifæra, íbúðarhúsnæðis, gæði skóla, heilsugæslu og fleira. Allir þessir þættir, og margir fleiri, skipta þar miklu máli. VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
„Bæjarhátíð sem sló í gegn“ Valgerður Guðmundsdóttir hefur haldið utan um Ljósanótt af röggsemi frá upphafi ásamt góðu samstarfsfólki sínu eða frá árinu 2000. Hún er fylgin sér og mikil áhugamanneskja um listir og menningu sem hjálpaði henni þegar Ellert bæjarstjóri réði hana í nýtt starf menningarfulltrúa Reykjanesbæjar 1.september árið 2000. Þá fékk hann henni áætlun í hendur með yfirskriftinni Ljósanótt og sagði henni að þetta yrði fyrsta verkefnið hennar. Byrjaðu!
„Á fyrsta fundi okkar Ellerts bæjarstjóra afhenti hann mér tvö plögg, annað var áætlun um Ljósanótt og hitt áætlun um uppbyggingu Duushúsa. Hann sagði að þetta yrðu fyrstu verkefnin mín. Ég hafði sótt um stöðu menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og fékk stöðuna. Mæti svo í vinnu 1. september, á föstudegi en Ljósanótt var daginn eftir og hafði aldrei verið haldin áður. Steinþór Jónsson og fleiri voru auðvitað búnir að plana þessa fyrstu hátíð og hlutverk mitt þá var bara að fylgjast með. Ég fékk tölvu og skrifborð í einu horni á Hafnargötu 57. Svo sagði Ellert bara; „Byrjaðu!“ Þetta var skemmtileg byrjun og ég fann alltaf fyrir miklum stuðningi við þær hugmyndir sem ég kom með og jafnframt frelsi. Prívat og persónulega hafði ég alltaf haft áhuga á menningu og listum. Ég var til dæmis ung í myndlistarskóla og reyndi að læra á píanó sem fullorðin. Þess vegna voru það mikil forréttindi fyrir mig að fá að starfa við áhugamálið mitt sem hefur verið alveg ofboðslega skemmtilegt,“ segir Valgerður sem flutti til Suðurnesja á áttunda áratugnum ásamt eiginmanni, Hjálmari Árnasyni og börnum.
Þótti góður íslenskukennari
„Ég var íslenskukennari á unglingastigi í mörg ár og þótti það mjög gaman. Þegar fyrsta skólaselið var opnað í Reykjanesbæ þá stýrði ég því starfi í fjögur ár og var með ákveðnar hugmyndir um að þetta væri ekki geymslustaður fyrir börn eftir skóla heldur uppbyggilegur staður með ákveðnu prógrammi og heitum mat. Það blundar sennilega í mér svolítill frumkvöðull, mér finnst gaman að ryðja brautina, skapa eitthvað nýtt og þess vegna hefur þetta menningarfulltrúastarf hentað mér í öll þessi ár en nú er ég að hætta og vil leyfa öðrum að taka við keflinu,“ segir Valgerður.
Bæjarhátíð sem sló í gegn
Ljósanótt átti að vera einn einstakur viðburður á því ári sem hátíðin fór fram í fyrsta sinn, árið 2000, en hefur haldið áfram að vaxa nær endalaust með ótrúlega fjölbreyttum viðburðum. Ljósanótt laðar þúsundir gesta til Reykjanesbæjar á hverju ári, fyrstu helgina í september. „Ég reyndi að hafa áhrif á mótun hátíðannar í þá átt að hún yrði öðruvísi en venjulegar bæjarhátíðir með örlítið meiri menningaráherslu. Ég hef kannski stundum þótt dálítið einráð en það sem hefur bjargað mér er að ég hef alltaf starfað með besta fólkinu á hverjum tíma. Ég hef haft ákveðnar skoðanir á þessum málum og ekkert leynt skoðunum mínum. Í dag eru menningarmál Reykjanesbæjar í góðum farvegi og framtíðin er björt. Guðlaug María Lewis hefur verið mín hægri hönd í langan tíma og ég treysti henni fyrir kyndlinum! Samstarfsfólk mitt hefur komið víða að, frá öllum sviðum bæjarfélagsins, menningarhópunum í bænum og pólitískum fulltrúum til dæmis úr menningarráði bæjarins. Ég hef meðal annars unnið með þremur bæjarstjórum og fengið góðan stuðning frá þeim öllum. Það hefur verið valinn maður í hverju rúmi,“ segir Valgerður sem hefur að mati blaðamanns unnið frábært verk á sviði menningarmála í bæjarfélaginu og staðið fyrir blómlegu menningarlífi með fullt af góðu fólki. Eða eins og hún segir sjálf frá;
Menning laðar fólk að
„Við höfum viljað skapa líf í bæjarfélaginu með allskonar viðburðum, ekki bara á Ljósanótt. Menningarmál eru einnig atvinnumál. Þau geta gefið af sér arð. Kvikmyndir og bækur eru partur af menningu. Samfélag okkar á að njóta menningar og margt af því fólki sem flytur hingað vill búa hér út af líflegu menningarlífi. Við viljum að svoleiðis fólk velji að búa hér. Menn-
ing er eitt af því sem laðar íbúa út úr húsi. Við höfum unnið ötullega að því að koma Duus safnahúsum í stand svo hægt væri að nýta húsnæðið í menningarlegum tilgangi fyrir alla bæjarbúa. Það er búið að endurbyggja þessi gömlu sögufrægu hús bæjarins sem hýsa alls konar sýningar og viðburði í dag. Ég vissi að það væri áríðandi að koma meðal annars á fót góðri sýningaraðstöðu og það hefur okkur tekist. Listasafnið og byggðasafnið hafa bæði sýningaraðstöðu í Duus og þetta skapar líf í bæjarfélaginu, skapar menningu. Í dag nýtum við húsnæði Duus safnahúsa einnig sem upplýsingastofu ferðamála og þar er líka sýning um jarðvanginn á Reykjanesi. Safnið er opið alla daga vikunnar og margir sem leggja leið sína þangað. Það skiptir máli að söfn séu opin svo fólk eigi aðgang þegar þeim hentar. Við tökum á móti alls konar hópum, skólahópum, fyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Við erum að hugsa til íbúanna okkar og erum í samstarfi um margs konar viðburði við stofnanir bæjarins. Listahátíð barna er viðburður sem fram fer á hverju ári og hefur gert í mörg ár en það er samstarf við leikskóla,“ segir Valgerður og maður finnur að þótt þessi kona sé að hætta störfum þá virðist hún enn brenna fyrir því. Enda segist hún kveðja sátt.
Ánægð með árangurinn
„Ég fer sátt frá þessu starfi og er ánægð með þróunina. Ég er mjög ánægð með Duus safnahús sem er fjölbreytt menningarmiðstöð í dag. Við vildum vekja áhuga almennings á listum, tónlist, myndlist og í hverju því formi sem hún birtist og það tókst. Það er ekki rétt að hér í bæ hafi ekki alltaf verið bullandi menning því hér hefur alltaf verið mikið tónlistarlíf og kórastarf, lifandi leikfélag í áratugi, myndlistarfélög, skáld og rithöfundar svo ekki sé minnst á Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar. Hlutverk mitt var að reyna að gera þetta sýnilegra en verið hafði og þá sérstaklega út í frá. Það var samt ekki hefð fyrir listasafni í bæjarfélaginu og ég er mjög stolt af Listasafni Reykjanesbæjar, þar hefur tekist mjög vel til og frábært starf verið unnið. Við höfum haldið flottar sýningar sem vakið hafa mikla athygli á landsvísu. Listasafnið varð tuttugu ára í fyrra og þá var hundraðasta sýningin haldin. Margt annað hefur verið á minni könnu og má þar nefna hefðbundin hátíðarhöld eins og 17. júní en einnig hafa komið til nýir viðburðir eins og List án landamæra, Listahátíð barna og Safnahelgi á Suðurnesjum og þar hafa komið inn ferskir vindar með nýju ungu samstarfsfólki. Í starfi mínu er ég ekki eingöngu að skipuleggja viðburði heldur þarf ég einnig að fjármagna þá, útbúa fjárhagsáætlun og sækja um styrki í einhverjum tilfellum eins til dæmis fyrir þær fornleifarannsóknir sem farið hafa fram í Höfnum og hér á Keflavíkurtúninu,“ segir Valgerður og svarar forvitnum blaðamanni sem langar að vita hvað hefur fundist í þessum fornleifarannsóknum.
Gömul verstöð í Höfnum
„Fornleifagröftur í bæjarfélaginu hefur einnnig tilheyrt starfi mínu. Í Höfnum komust fornleifafræðingar að því að þar hafi verið einhvers konar búseta fyrir landnám, verstöð þar sem hvíta gullið rak á land en svo nefndust tennur úr rostungi. Það lítur út fyrir að fiskveiðar, selveiðar og rostungsveiðar hafi farið fram í Höfnum. Þessari rannsókn eru gerð skil uppi á lofti í Bryggjuhúsinu á góðri sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar og í Víkingaheimum. Á Keflavíkurtúninu hér fyrir framan Duus safnahúsin sjá fornleifafræðingar að þar hafi verið bær að minnsta kosti frá því snemma á 18. öld en þeir hafa ekki komist dýpra vegna fjárskorts. Það þarf að sækja um fleiri styrki fyrir fornleifaverkefnið svo þeir geti grafið dýpra.“
Frábær Ljósanótt í ár
Ljósanótt á tuttugu ára afmæli í ár. Á þessum árum hefur bærinn breyst mikið og íbúum fjölgað svo um munar. Íbúar af erlendum uppruna eru 25% af heildarfjölda bæjarins og mun hátíðin bera keim af því í þetta sinn.
„Komandi Ljósanótt verður sú allra besta hingað til. Það er svo margt fólk sem sækir viðburði Ljósanætur. Bæjarhátíðin okkar hefur alltaf verið öðruvísi en aðrar hátíðir landsins vegna menningarlegrar áherslu og bæjarbúar koma þar sterkir inn með eigin sýningar, tónleika og aðra viðburði. Nú er bærinn orðinn mjög blandaður og því viljum við tengja alla þessa ólíku hópa saman, menning og menningarviðburðir geta hjálpað okkur til þess. Það er hvorki til lágmenning né hámenning, allt hið jákvæða sem manneskjan skapar er menning. Við viljum nálgast betur þá útlendinga sem hafa valið að búa hér hjá okkur. Á Ljósanótt verður til dæmis stórkostleg pólsk listsýning í listasafninu og þar gefst okkur kostur á að sjá fyrsta flokks listsköpun frá heimalandi nýju íbúanna um leið og þeir geta stoltir sýnt okkur það besta úr menningu þeirra. Við viljum á þessari Ljósanótt leggja áherslu á að tengja fólk og vekja forvitni ólíkra þjóða hver fyrir annarri,“ segir Valgerður með áherslu.
Hið ljúfa líf
Bæði Valgerður og Hjálmar eru að hætta störfum á næstunni. Hvernig verður það, eiga þau eftir að sakna vinnunnar? „Ég er rosalega spennt fyrir því að hætta að vinna. Heimurinn liggur fyrir fótum okkar og við ætlum að fara að ferðast og spila golf. Við erum bæði spennt að byrja nýtt líf. Barnabörnin okkar eru inn frá og nú fáum við fleiri stundir með þeim en krakkarnir okkar eru allir fluttir frá Reykjanesbæ. Við Hjálmar höfum fengið að njóta okkar mjög vel hér, svæðið hefur fóstrað okkur svo vel. Ég er búin að hafa mikla ánægju af þessu starfi mínu og nú finnst mér allt í lagi að einhver annar taki við. Ég er búin að vera að ráðsmennskast í þessum menningarmálum í tuttugu ár og nú kemur nýtt fólk með nýjar hugmyndir og spennandi að sjá hvað gerist. Bærinn er okkur kær og við munum fylgjast með. Ég kem að minnsta kosti á sýningar og á tónleika. En nú ætlum við að skoða heiminn. Við erum að klára þennan kafla í lífi okkar og opna fyrir nýtt,“ segir Valgerður og augu hennar ljóma af eftirvæntingu.
Gleðilega Ljósanótt
Courtyard by Marriot hótel rís á Aðaltorgi Nýtt verslunar- og þjónustutorg í Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar: Einar þór Guðmundsson // einar@adaltorg.is // Sími: 891-9149
Samstarfsaðilar
ARKÍS
a r k i t e k t a r
Smi›juvegi 2 • 200 Kópavogur • Sími 577 1200 • Fax 577 1201 stjornublikk@stjornublikk.is • www.stjornublikk.is
RE Y KJ AN E S H ÖF N
10
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg. Sjómannamerkið flutt
Ákveðið var að flytja minnismerki sjómanna frá bakgarðinum við Holtaskóla, en þar hafði það staðið frá árinu 1978. Þetta fallega listaverk Ásmundar Sveinssonar fékk nýjan stað við Norðfjörðsgötu, þar sem það hefur verið síðan. Þetta ár sáu um 20.000 manns glæsilega flugeldasýningu sem var hápunktur Ljósanætur. Viðar Oddgeirsson tók saman gömul myndbrot frá sögu bæjarins og sýndi í fyrsta sinn.
Árið 2000
Árið 2001 Upphafið að einhverju stóru
Fyrsta Ljósanæturhátíðin árið 2000 heppnaðist mjög vel en var ekki fjölmenn miðað við seinni hátíðir en mjór er mikils vísir. Þetta má sjá á myndinni frá flugeldasýningunni, þar er ekki þéttur mannfjöldi niðri við sjó. Eitthvað var um skemmtiatriði og nokkuð um listsýningar en menning og listir áttu sannarlega eftir að aukast mikið á komandi árum. Þá voru verslunareigendur og þjónustuaðilar einnig fljótir að taka við sér með tilboð. Á myndinni til vinstri má sjá gesti pútta á Keflavíkurtúni og gamla svip á Duus-húsum.
Árið 2003
Ljósanæturframkvæmdir
Forráðamenn Reykjanesbæjar hafa jafnan notað Ljósanótt sem tímamarkmið eða tímaramma varðandi hinar og þessar framkvæmdir. Hér má sjá starfsmenn Nesprýði árið 2003 að helluleggja Hafnargötuna niður við Duustorfuna. Við Víkurfréttamenn höfum yfirleitt verið á þönum við útgáfuna fyrir hátíðina og því sjaldan verið beinir þátttakendur en árið 2003 héldum við þó ljósmyndasýningu. Sýndum þá myndir úr safni Víkurfrétta. Hér má sjá Pál Ketilsson, ritstjóra og Hilmar Braga Bárðarson, fréttastjóra, með Einar Júlíusson, pottafyrirsætu, á einni myndinni. Ritstjórinn hafði þetta svolítið fjölskyldutengt þetta árið því Hildur Björk dóttir hans var förðuð í ljósanæturlitunum og var fyrirsæta á forsíðu dagskrárblaðs VF.
Gulldrengirnir verðlaunaðir
Árið 2004 voru Gulldrengir Keflavíkur heiðraðir með stjörnuspori fyrir framan K-sport á Hafnargötunni í miðbæ Keflavíkur. Þetta voru náttúrulega knattspyrnuhetjur bítlabæjarins sem unnu fjóra Íslandsmeistaratitla á árunum 1964 til 1973 og einn bikarmeistaratitil til viðbótar. Meðal atriða var heimsókn Landhelgisgæslunnar en þyrla frá henni kom til Keflavíkur og sést hér á skemmtilegrimynd.
Árið 2004
Íslendingur lýstur upp á Ljósanótt
Víkingaskipið Íslendingur sigldi inn Stakksfjörðinn með tilkomumiklum hætti á þriðju hátíðinni, árið 2002. Það var ljósum prýtt í tilefni Ljósanætur. Hér (á myndinni að neðan) sést fleyið koma inn að Keflavíkurbergi sem er upplýst. Veðurblíða var eins og svo oft á Ljósanótt mörg fyrstu árin.
Árið 2002
Ljósanæturhelgin á KEF 5.–8. september Ofurstjarnan Sigga Kling mætir á KEF Restaurant með gleðina og sinn einstaka húmor og spáir fyrir gestum veitingastaðarins frá kl. 18:00 til 19:00 og aftur kl. 20:00–21:00 fimmtudaginn 5. september og föstudaginn 6. september.
Ljósanæturhelgi Fimmtudagur
Steikar Hlaðborð
SMÁRÉTTIR DJÚPSTEIKTUR ASPAS . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .850 ISK DJÚPSTEIKTAR GELLUR . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .850 ISK HUMARSÚPA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .390 ISK BRIE MEÐ SERRANO SKINKU . . . . . . . . . . . . . 2 .390 ISK
LAUGARDAGINN 7 .SEPTEMBER 11.30 – 16.00
GLÓÐAÐ BRAUÐ MEÐ PARMASKINKU OG GEITAOSTI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .390 ISK
4 .690 ISK
BLÁSKEL OG FRANSKAR MEÐ HVÍTVÍNSGLASI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .890 ISK
BÖRN 6-12 ÁRA
2 .390 ISK
AÐALRÉTTIR KJÚKLINGASALAT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK
DJÚPSTEIKTUR ASPAS . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .850 ISK DJÚPSTEIKTAR GELLUR . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 .850 ISK HÆGELDAÐUR OG REYKTUR LAX . . . . . . . . . . 1 .950 ISK HUMARSÚPA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .390 ISK BRIE MEÐ SERRANO SKINKU . . . . . . . . . . . . . 2 .390 ISK
AÐALRÉTTIR KJÚKLINGASALAT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK KEF BORGARI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK OUMPH BORGARI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK HÆGELDUÐ BLEIKJA MEÐ TARTARSÓSU . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 .790 ISK
KEF BORGARI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK
NAUTA FLANKSTEIK MEÐ CHIMICHURRI SÓSU . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 .090 ISK
SMÁRÉTTIR
FYRIR AÐEINS
STÖKKIR KJÚKLINGAVÆNGIR OG BJÓR . . . . 2 .590 ISK
HÆGELDUÐ BLEIKJA MEÐ TARTARSÓSU . . 3 .790 ISK
Föstudagur - Sunnudagur
NAUTA CARPACCIO . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .590 ISK
NAUTA CARPACCIO . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .590 ISK
OUMPH BORGARI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 .600 ISK
5.-8. september
Borgari & bjór
EFTIRRÉTTIR FRÖNSK SÚKKULAÐIKAKA . . . . . . . . . . . . . . . 1 .450 ISK MARENGS MEÐ CRÉME BRULÉE FRAUÐI . . . 1 .450 ISK SKYRMÚS MEÐ LAKKRÍSMARENGS . . . . . . . . 1 .450 ISK
2 .990 ISK ALLA HELGINA
GRILLAÐ LAMBAPRIME MEÐ SOÐGLJÁA . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 .990 ISK GRILLUÐ NAUTALUND MEÐ BÉARNAISE SÓSU . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 .490 ISK
EFTIRRÉTTIR FRÖNSK SÚKKULAÐIKAKA . . . . . . . . . . . . . . . 1 .450 ISK MARENGS MEÐ CRÉME BRULÉE FRAUÐI . . . 1 .450 ISK SKYRMÚS MEÐ LAKKRÍSMARENGS . . . . . . . . 1 .450 ISK
Eldhúsið er opið frá 11:30 til 23:00 fimmtudag, föstudag og laugardag, sunnudag til 21:30. Við verðum með útitjald yfir pallinum til að skapa skemmtilega útistemmningu og svo verður frábært verð á drykkjum alla Ljósanæturhátíðina. Við verðum með einstakt verð í gangi á sérstökum Ljósanæturmatseðli á KEF Restaurant alla helgina. Borðið þitt er tilbúið – KEF Restaurant, Hótel Keflavík.
KEF Restaurant verður með glæsilegt steikarhlaðborð laugardaginn 7. september frá kl. 11:30 til 16:00.
Happy Hour frá 15:30 til 18:30 á fimmtudag, föstudag, sunnnudag og frá 13 til 19 á laugardeginum.
Tónlistardúóið
Kristján og Sísí
mæta og halda uppi stuðinu með lifandi tónlist fyrir gesti frá kl. 19:00 alla Ljósanæturhelgina.
Glóbus kemur til okkar á KEF Restaurant og verður með kynningu á fjölbreyttum vínum frá flestum heimshornum veraldar laugardaginn 7. september frá kl. 17:00 til 18:00.
Ef þú ert í stuði fyrir góðan kúluís þá mun Valdís mæta með ísbílinn sinn með frábært úrval. Endilega mætið með börnin!
Tilboð á hamborgara og bjór alla helgina
Þessi miði gildir sem 20% afsláttur af gistingu á Hótel Keflavík Gildir 9. september til 23. desember 2019. Innifalið í verði er glæsilegt morgunverðarhlaðborð, geymsla á bíl meðan dvalið er erlendis, akstur upp á flugvöll og aðgangur að líkamsræktarstöð og sauna.
Þessi miði gildir sem 15% afsláttur af matseðli á KEF Restaurant Gildir 9. september til 17. nóvember 2019.
12
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Möguleikarnir á fjölbreyttri starfsemi við flugvöllinn eru margir – segir Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco
„Þetta er gríðarlegt landflæmi,“ segir Marta Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar/Kadeco. Svæðið sem Kadeco hefur til umráða er um 60 ferkílómetrar að stærð. „Núna getum við farið að einbeita okkur að næsta fasa í þessu verkefni, sem er að þróa landið við flugstöðina en við förum með umráð þess lands fyrir hönd ríkisins. Þetta er eitt verðmætasta landsvæðið í eigu ríkissjóðs.“ Fyrr í sumar var skrifað undir viljayfirlýsingu um þróun flugborgar við Keflavíkurflugvöll. Undir viljayfirlýsinguna skrifuðu fjármálaráðherra, fulltrúar frá Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Stefnan sem Kadeco vinnur eftir grundvallast á hugmyndafræði Dr. John Kasarda sem kallast Aerotropolis eða flugborg. Hugmyndafræðin byggir á því „að skapa megi mikil verðmæti úr landi við flugvöll“. Í flugborginni má segja að flugvöllurinn sé segullinn sem laðar að mismunandi starfsemi, flugtengda sem ótengda. Sem dæmi má nefna gagnaver, hótel, hátækniiðnað, menntastofnanir, dreifingarmiðstöðvar og fríverslunarsvæði, sem hagnast af nálægð við góðar flugtengingar og starfsemi sem tengist flugvellinum með einum eða öðrum hætti. „Næst á dagskrá er að byggja upp viðskiptagarð sem byggir á hugmyndafræði Dr. John Kasarda um flugborgina eða Aerwotropolis. Kadeco hefur unnið eftir þessari hug-
myndafræði frá árinu 2008. Þannig að við höfum unnið eftir henni um 11 ára skeið og höfum þegar hafið innleiðingu hennar hér á svæðinu.“ Á landsvæðinu verður byggður upp viðskiptagarður í samstarfi við Isavia og sveitarfélögin í kring, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. „Sveitarfélögin fara með skipulagsvaldið, Isavia leggur inn mikla þekkingu og reynslu á þróun flugtengdrar starfsemi og ríkið býður afnot af landinu til þróunar. Hlutverk Kadeco er að vera farartæki þessara hagsmunaaðila og félagið kemur fram fyrir hönd allra þessara aðila í verkefninu.“ Marta segir að samstarfið milli Isavia, sveitarfélaganna og ríkisins gangi vel og að allir stefni í sömu átt. Kadeco komi þó ekki með neinum hætti að rekstri fyrirtækja eða íbúðaeigu á svæðinu. „Við erum landþróunarfélag. Okkar verkefni snýr að því að meta tækifæri og styrkleika svæðisins, laða áhugasama aðila að og bjóða upp á land á markaðskjörum til að undirbúa jarðveginn fyrir það sem koma skal.“ Þó
svæðið sé ein verðmætasta landeign í eigu ríkissjóðs þá verða ákveðnar forsendur að liggja að baki. „Þarna er flugvöllur sem þarf að hafa nægt landrými til að vaxa og dafna og hann er forsenda verkefnisins.“ Gagnaver fjárfesta milljörðum króna Uppbygging flugborgarinnar reiðir sig að öllu leyti á því að Keflavíkurflugvöllur haldi áfram að vaxa og dafna. „Okkar verkefni er að gera umhverfið í kringum flugvöllinn aðlaðandi,
Marta Jónsdóttir, framkævmdastjóri Kadeco. bæði viðskiptalega og eiginlega. Við viljum að menn kjósi að staðsetja sín fyrirtæki og flugtengda starfsemi á þessum stað.“ Marta segir mörg tækifæri í boði við Keflavíkurflugvöll fyrir fjölbreytta starfsemi. „Gagnaverin á Ásbrú eru einn hluti af þessari uppbyggingu,“ en slík starfsemi þarf á greiðum flugleiðum að halda. Gagnaverin Verne Global og þörungaverksmiðja Algalíf eru með starfsemi á Ásbrú að sögn Mörtu, en þau fyrir-
tæki eru skýr dæmi um ákjósanlega starfsemi á svæðinu. Verne Global og Algalíf hafa til samans þegar fjárfest fyrir marga milljarða króna á svæðinu. „Fleiri fyrirtæki af þessum skala, sem og hótelkeðjur, dreifingaraðilar og hátæknifyrirtæki munu kjósa að staðsetja sig við Keflavíkurflugvöll ef lagt er af stað í þetta risavaxna verkefni á réttum forsendum ,“ segir Marta.
Frá undirritun samkomulagsins um þróunflugborgar. Fulltrúar Isavia, ríkisins, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar munduðu pennana.
Eigðu notalega stund á Ljósanótt á glæsilegum veitingastað við smábátahöfnina í Gróf
Ljósanæturvikan
Fimmtudagskvöld: Sérréttarseðill frá 18 til 22. Föstudagur: Hádegishlaðborð frá 1130 til 15. Sérréttarseðill frá 18 til 22. Laugardagur: Hádegishlaðborð frá 1130 til 15. Kaffihlaðborð frá 15 til 17. Sérréttarseðill frá 18 til 22. Sunnudagur: Hádegishlaðborð frá 1130 til 15. Kaffihlaðborð frá 15 til 17. Sérréttarseðill frá 18 til 22. Hádegishlaðborð alla virka daga: Súpa, fjórir réttir & kaffi aðeins 2.300
kr.
Duusgötu 10, Reykjanesbæ, duus@duus.is, sími 421-7080
HVATNING VIKUNNAR
Að hafa gaman að því að æfa Hvernig fæ ég meiri hvatningu til þess að stunda hreyfingu og mæta á æfingar? Settu þér markvisst markmið að því að bæta met þitt í því sem þú ert að gera t.d. í langhlaupi, armbeygjum, upphýfingum, þyngd á lóðum eða gráðu á teygjanleika, frekar en að setja þér einungis útlitsleg markmið s.s þyngdartap og/eða vöðvastækkun. Treystu mér, um leið og þú breytir hugarfarinu á þennan hátt verður ekki bara auðveldara að mæta heldur ferðu að hafa meira gaman af hreyfingunni sjálfri. Þá fara hlutirnir að gerast. Byrjaðu rólega en þó örlítið krefjandi. „Krefjandi“ er lykillinn að ánægju hér. Þú þarft að finna fyrir því að þú sért að afreka eitthvað, hvort sem það er lítið eða stórt. Hvatningin til þess að halda áfram að mæta verður þá ennþá meiri. Með kveðju, Ósk Matthildur Einkaþjálfari ÍAK og Markþjálfi
Frábær tilboð í september! 2
40%
fyrir
1
53%
299
79
áður 499 kr
áður 169 kr
kr/stk
Grandiosa calzone Skinka - 165 gr
Toppur Appelsínu 0,5 L
39%
54%
499
kr/stk
Pepsi max lime 330 ml
34%
199
159
kr/stk
kr/pk
kr/stk
áður 819 kr
áður 299 kr
áður 349 kr
Dagens réttir 3 tegundir
Hámark súkkulaði 250 ml
Nestle smarties 38 gr - 4 pk
28%
27%
259 kr/stk
áður 359 kr
Fulfil stangir 55 gr - Salted caramel eða peanut butter
37%
249 kr/stk
áður 349 kr
Mamma Chia 99 gr - Brómberja, jarðarberja og banani eða mangó og kókos
189 kr/pk
áður 299 kr
Cadbury Fingers Mjólkursúkkulaði - 114 gr
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Opnum snemma lokum seint
14
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Ljósanótt
Ellý og Vilhjálmur og Flags of our Fathers
Svipmyndir frá
Virk þátttaka Reyknesinga nú sem fyrr setur skemmtilegan blæ á alla hátíðina
Minning söngsystkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna úr Höfnum á Reykjanesi var heiðruð á Ljósanótt árið 2005. Stjörnuspor með nöfnum þeirra var afhjúpað fyrir framan skemmtistaðinn Rána á Hafnargötunni. Háværar raddir voru um það að kvikmyndastjarnan og leikstjórinn Clint Eastwood myndi mæta en svo var nú ekki en kappinn tók upp myndina í Reykjanesbæ: FlagsLjósanótt of our fathers að stórum hluta í Sandvík í Höfnum. Clint sendi þakkir fyrir samstarfið og skjöldur þessu til minningar var afhjúpaður fyrir framan Sambíóin í Keflavík. Ári síðar, 2006 fékk Guðrún Bjarnadóttir, Ungfrú heimur 1963 stjörnuspor á Ljósanótt.
L
jósanóttin okkar, menningar- og fjölskylduhátíð sem nú var hald in í 7. sinn þótti takast afar vel. Dagskráin þessa há tíð ar daga var gríð ar lega fjölbreytt og var nú sem fyrr snið in að þörfum allrar fjöl skyld unn ar. Virk þátt taka Reyknesinga nú sem fyrr setur skemmtilegan blæ á alla hátíðina og sýn ir að íbú um þyk ir vænt um og eru stoltir af Reykjanesbæ. Fjöldi gesta heim sótti okk ur og marg ir létu þess get ið hve ánægjulegt væri að sjá hér mikla uppbyggingu og blómlegt mennVF-myndir: ingarlíf. Ellert Grétarsson Hátíð sem þessi gæti aldrei orðið og Jón Ólafsson svona glæsi legBjörn og fjöl breytt Norðan bál og strengjabrúða nema með samstilltu átaki allra Á Ljósanóttþeirra 2006 var veðrið með sem að henni standa. endæmum gott, alla helgina Ég vilsultublíða því senda inni legar þakkarkveðj ur tilað allra þeirra sem stóðu og var talað um forsvarsmenn að undirbúningi og framkvæmd LjósanæturLjósanæt hafi náði undraverðum ur 2006. samningum við veðurguðina. Meðal Árni Sig fússon Bæjarþetta stjóri. atriða sem vakti sérstaka athygli
Árið 2005
Þ
16
VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR
LJÓSANÓTT L
í L h Fleiri myndir frá Ljósanótt má sjá G k í ljósmyndasafninu á vf.is æ S Einnig myndskeið í Vef-TV á vf.is Æ tó a y s in E u árið var sýningin Norðanbál vekur Æ o upp Ægi, þar sem samspil ljóss og uðrún Bjarnadóttir, fyrsta alheimsfeg- skartgripaverslun Georgs V. Hannah við Hafnar- s tóna var stórfenglegt. Í atriðinu var urð ar drottn ing Ís lands, haf hjúpaði götuna. Sannkallaðir endurfundir voru við Hafn- b notast við risavaxna strengjabrúðu þ Stjörnu spor ið sitt á Ljósa nótt í Reykjaar göt una ar Guð heils aði upp gamla rni Sig fúsþeg son, bæjrún arstjóri, víkáur þorpi, o ar allirár leggj ast á eitt í boði KB-banka.egÞetta afhjúpaði nesbæ. Guðrún naut aðstoðar Sifjar Aradóttur, kunningja en hún er frá Njarðvík og hefur verið s verð ur nið ur stað an vígði á Ljósanótt endur- af tauga veika Guðrún Bjarnadóttir, alheimsfegbúsett í Frakklandi í áratugi. sam kvæmt þv í. Enn fegurðardrottningu Íslands, við að lyfta skildgerð brunns við Brunn Reykja vík E Guðrún ins sagðist ætla að takastíg virkan þátt í Ljósaurðardrottning árið 1963, og aftstjörnuur hafa inum af stjörnusporinu. h Fjöl menni var við statt þeg ar Guð rún af hjúpaði nótt og m.a. fara í 50 ára ferm ing araf mæli með við upp haf sögu göngu um bæfund ar þar se íbú ar Reykja nesspor með hennar nafni fyrir framan stjörnusporið í blíðskaparviðri framan við úra- og árgangi sínum frá Njarðvík. k bær sýnt hvað inn. Á brunn inn er nú kom in Duusversl un m Úra- og skartgripaverslun Georgs V. í þeim býr og á ný dæla sem Árni notaði til að ævinlegaG Hannah. Hún naut aðstoðar Keflahvað hægt er að þess að dæla vatni ofan í þyrsta í tryggu og kvg víkurmærinnar Sifjar Aradóttur, gera þegar samgöngu fara en Árni gat þess í túninu. Á mv staða og kraft ur fegurðardrottningar Íslands eins og FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is b æ j• a rLESTU b ú a NÝJUSTU er ræðu sinni að skortur á neyslu- sem brunnan b sjá má á mynd hér til hægri á síðunni. virkj að ur. Eft ir vatni hafi lengi ver ið mik ill sérstakan vat margra mánaða undirbúning vandi á Suðurnesjum og hafi lóðarleigugj við hátíðarhöldin og að fegra bæ inn okk ar skart aði hann þeir brunnar sem fyrir voru, ár eða þar ti í vefsjónvarp á vf.is sýnu feg ursta alla fjóra daga áður en brunnurinn við brunn- inn ar ásamt og í Kapalsjónvarpinu Ljósanætur í frábæru veðri. Og stíg var gerð ur, ver ið ramm- fullu greidd í Reykjanesbæ eftir þessa helgi dylst engum saltir. Sú gamansaga hafi því hófust árið 1 að Reykjanesbær er flottastur, að veðrið er hvergi betra og að Einnig er viðtal við Gunnar í gengið lengi vel á Innesjum að brunnur vest hér býr flott og skemmti legt Tímariti Víkurfrétta. VF-mynd: elg Suðurnesjamenn hefðu ævin- Þegar Duusv fólk. lega með vík sér salt stauk tiltíðað Hátíðarhöldin fóru einstaklega rni Sigfússon, bæj arstjóri, urþorpi, og í kjölfar inda heimta hinn vígði á Ljósanótt endíuraf tauga veikikæmu sýktu vatns bóli í skatt vildu h vel fram og mikill glæsibragur strá kaffið er þeir í höfgerð brunnsins við Brunnstíg Reykja vík boð aði hann til var á há tíð ar höld un um enda uðum stað innfund . ar þar sem samþykkt var að borga. Í fyr við upphaf sögugöngu dagskráin óvenju fjölbreytt og Í tilefni 100 ára afmælis Sparisjóðsins íbæKeflavík hlautlegt þessi merka stofnun, ir við a Þrátt fyr ir hrá slaga veð urtilvar inn. Á brunn inn er nú kom in Duusversl un myndi sjá þess Ljósmynd: Ellert ósátt Grétarsson stemmningin einstök. Að loká vf.is til, Söguspor Reykjanesbæjar semí vefsjónvarp nú heyrir sögunni Sama var að vegn notaðimæt til ing að æv inlegaárið væru2007. tvö vatns ból ár inni stórfenglegri flugeldasýn- og í Kapalsjónvarpinuá ný dæla sem Árni góð í sögu göng una sem kostn þess að dæla vatni ofanKeflavíkur, í þyrsta í tryggu og góðu standi í kaupGunnar Eyjólfsson, einn afupp sonum stórleikari og skátahöfðingi, unn ar Eyj ólfs son, einn af son um Keflaskemmti þarí sem hann rifj aði ingu og upp á kom um legt henniávarp varþess undí ir tún leið sögn Rann ar ur var að nýja Reykjanesbæ göngu fara en Árni inu. móti féllustveig húsfeð íbú og gest ir heiðraður Varurgat það afhjúpað á Áæskuslóðum Gunnars á víkur, stórleikari og fyrrum skátahöfðtengdri ingi, héldu sum ararbernskuminn ingar sínmeð ar fráStjörnuspori. Kefla vík.að skort ræðu sinni á neyslusem brunn notuðu greiða síð ar varð B L. Garð ars dótt ur.anaHóp uraðinn heim leið is með góð ar minnhorni Hafnargötu ogar Klapparstígs í Keflavík. var heiðr að ur með Stjörnu spor inu á þess ari Það þótti upp lagt til efni að heiðra Gunn Eyj ólfsvatni hafi lengi verend ið mik ill sér stak an vatns skatt ár lega með fremur biluð Einnig er viðtal við Gunnar í aði svo göng una í byggðaingar frá bæn um afhent okkar og fyrir glæsiPeningaframlag úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar var vandi á Suð urnesj um og hafi lóðarvið leiguBrunnstíg gjöldum í alltí að 20 Þá var sama árára vígð endurgerð (vatns)brunnsins Keflavík og Ljósa nótt. Form leg af hjúp un spors ins fór fram Lifandi myndir son með þess um hætti nú á 100 af mæli skátalegri Ljósa nótt. Tímariti Víkurfrétta. VF-mynd: elg safn inu á Vatns nesi þar sem Ljósanótt 2008 til byggingar á Skessuhelli í Grófinni. Styrkinn átti að nota til á myndinni hér fyrir þeir brunnar sem fyrir voru, ár eða þar til útgjöld verslunar- fljótlega svo í vefsjónvarp á vf.isGunn neðan má sjá Ljósanæturgesti gæða sér á fersku vatni hættafer að segja að var á rölt inu um mið bæ inn, ing við al mætt ið hvað veðr ið Fyrir þetta allt vill Ljósanæt ursl. sunnudag á æsku slóð um ars á horni starfs í heim in um og 70 ára mæli Skáta fé lags ins áður en brunnurinn við brunninnyf ar ir ásamt vöxt um væru skoð uð var stand andi sýn-að urað ná vatni uu og í Kapalsjónvarpinu að taka á móti skólabörnum í Skessuhellinum en hann var formlega opnaður veðr iðmjög hafi leikstíg iður við staldr aðiið við á þeim fjöl mörgu ar, kvæmd enda get það al veg nefnd in þakka semar ogbúa. þeim Þar fjöl- varúr nýrri dælu sem sett var upp við gamla brunninn. var gerð ur, ver rammfullu greidd.varð Fram ir Hafn ar götu og Klapp ar stígs. Margt gesta var Heið Gunn ar virk fé lagi á í Reykjanesbæ ing á brúðusafni Helgu Ing ólfsneit aði versláu á Ljósanótt þetta ár. íbúa Reykja nessalt bæjir.arSú gam mynd list ar sýnþví ing um semárið í 1907 passog aðvar mið aðinn við veðrið sem mörgu sem að hátíðinni stóðu. ansaga hafi hófust graf mætt var á stað innskólamaður til að heiðra Gunn ar með nærsínum árum.og gesti þeirra á Ljósa nótt ogum gæddi sér áeru ísurefvest tókNorð við straxtún. Tug þús und um gesta þökk um dótt ur. einnig sýnd ará mánudeginum að kosta viðsg Einnig er viðtal við í geng ið lengiboði vel ávoru Innesj að Þar brunn an fjörðs Vilhjálmur mikill ogGunnar skólastjóri Myllubakkaskóla í yngri Keflavík. m.a. mennta mála ráð Gunn ar unaMynda höfninni máina finna íveðr ljós myndaAlla helg var Suð svo barhefðu und Enda eftir ljósanótt, við kom og hlökksyrpu um til frá að at2006. Tímariti VF-mynd: elg uriðnesja menn æv in- irlíka Þeg arekta Duusversl unars hóf að ar inn- þegar ljósir. mynd Ell erts Grét son inn skýfall lá ónotaðm Hannveru varð sinni, bráðkvaddur á Víkurfrétta. Ljósanótt áriðherra. 2003. Við afhendingu á styrknum hið ákjós legasta17 og mínútna var veðís-veð strax um morguninn þegar m þá aftur að ári. vf.is. Þar er einnig lega með langt sér saltur. stauk til að heimta hinn varð um samda vatnsvar hrærð ur mjöghafði þeg ar hann lyftidálæti hulsjá unni safni aðanfinna af brúð un um og fata hönn un var ekki kom fram að Vilhjálmur haft sérstakt af skessusögum og því blíðan sjáólfs anlega ekk á iðaf Sagt hefkæmu ur ver ið að for svarsbörnillegt á ekki leið tilþar skóla.sem Þaðfyrr Steinþór Jónsson, urunn stráert í kaff er þeir íKeflahöfskatt vildu heim isvoru feð urávarp ar Eyj son, einn son um skemmti hau af spor inu ogaðaðstyrkja því loknu flutti afar formyndband frá athöfinni í auð VefTV. Gunn ar og Bryn hild ar Þórðleyst Cur Ljósanæt M Y ur.CM und MYanhaldi CY CMY í dag.K Fjöldi urhild hafi gert samnsemlagi ennvoru betur ir stoð umist m uðfólks staðinn .menn Ljósanæt borga. Í fyrsta þeirrenninn mað hafi verið kærkomið verkefnið umhann Skessuhellinn í Gróf.
Flottur bær, flott veður og flott fólk
Árið 2006
4
Endurger Guðrún Bjarna dóttirins brunns afhjúpaði Stjörnu ið v Brunnspor stíg
G
Á
LJÓSANÓTT
Endurgerð brunnsins við Áriðvígð 2007 Brunnstíg
Lifandi myndir
Á
Sparisjóðurinn og Gunnar Eyjólfs
Lifandi Stjörnuspor Gunnars Eyjólfssonar afmyndir hjúpað
G
Styrkur til Skessuhellis í minningu Vilhjálms London calling
Á Ljósanótt 2008 var breskur símaklefi afhjúpaður á Lundúnatorgi efst á Hringbraut í Keflavík. Fleiri glæsileg listaverk hafa verið reist víða um bæinn á undanförnum árum.
Árið 2009
SAMNINGUR VIÐ ALMÆ
Ó Stjörnuspor Gunnars Eyjólfssonar afh
Stjörnuspor Gunnars EyjólfssonG ar af víkhjúpað ur, stórleikari og fyrrum skáta ingi, arhöfð dætra.
bernskuminn ingarAl sín ar fi Þrátt fyrir hráslagalegt veður var ósátt irsum við ar að þurfa að greiða ingu þing VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I heiðr 27. ÁRGANGUR 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LES góð mæting í sögu göngáuna semarikostnað vegna vegar sem gerður var að ur með Stjörnu spor inu þess Það þótti upp lagt til efni að heiðra Áður en brunn ur inn við Brunnunn ar Eyj ólfs son, einn af son um Keflaskemmti legt ávarp þar sem hann rifj aði upp var undir leiðsögn Rannveigar að nýja vatns bólinu (og hreppsnefnd Ljósa nótt. Form un sporsinsstíg, fór framvar son með þess um hætti nú á 100 ár víkur, stórleikari og fyrrum skátahöfðingi, sumar bernskuminning ar sín ar frá Kefla vík.leg afhjúp L. Garð ars dótt ur. Hóp ur inn síð varð Brunn stígur). Enn- skatt og í fram norð anar Norð fjörðs túns, var heiðr að ur með Stjörnu spor inu á þess ari Það þótti upplagt tilefni að heiðra Gunn ar Eyj ólfssl. sunnudag á æskuslóð um ars á graf horni starfs í heim in um og horf 70 ára afmæ endaði svoGunn gönguna ívar byggðafrem ur bil uðu brunn dæl urn voru tveir brunning arar ið til va Ljósanótt. Formleg afhjúpun sporsins fór fram son með þessum hætti nú á 100 ára afmæli skáta- safn inu á Vatns nesi þar sem inn Vefsjónvarp á vf.is lega svo ar oftbúa. var ógjörn ur Gunnar mjög götu Klapp arstígs. Margtí gesta varfljótÞeir Heið Þar var sl. sunnudag á æskuslóðum Gunnars á horni og starfs í heiminum og Hafn 70 ára afar mæli Skátaog félags ins skoð Kefla voru viðun NáKapalsjónvarpið uð var yfirstandandi sýn- vík. að ná vatni úr brunn um. Þá Keflavíkurhr mætt á stað til áað ing heiðra GunnHelgu ar strönd með nærum yngri árum. Hafnargötu og Klapparstígs. Margt gesta var Heiðarí búa. Þar var Gunn ar mjög virkinn ur félagi á brúðusafni Ingólfsaðisín versl unar stjóri hjá Duus bólin tvö af Reykjanesbæ og neit Íshús stíg. Þor grím ur mætt á staðinn til að heiðra Gunnar með nær- sínum yngri árum. veru sinni, m.a. mennta mála ráð herra. Gunn Mynda syrpu frá at dótt ur. Þar eru einnig sýnd ar arað kosta viðgerð ir og brunn ur-höfninni má fin Þórð ar son lækn ir gat ekki fellt árið 1917 fyr veru sinni, m.a. menntamálaráðherra. Gunnar Myndasyrpu frá athöfninni má finna í ljósmynda- ljósmyndir Ellerts Grét ars sonunni ar inn lá safni ónotaðvf.is. ur næstu árin. Það var hrærð ur mjög ar hann lyftisig hul Þar er einnig að finna 1 var hrærð ur mjög þeg ar hann lyfti hul unni safni vf.is. Þar er einnig að finna 17 mínútna langt þeg við vatns Keflaaf brúð un um og fata hönn un stöðu var ekki fyrrmála en 1911í að hnútur- annaðist þau af spor inu og að því loknu flutti hann afar myndband frá athöfinni af í VefTV. spor inu og að þvíGunn loknu hann afarinn leyst myndband athöfinni hildar flutti og Brynhild ar ÞórðistCmeðMnýrrifrá setn-MY CYí VefTV. C M Y CM MY CY CMY K YlagaCM CMY K ardætra. ingu Alþingis sem heimilaði að Áður en brunnurinn við Brunn- hreppsnefndir innheimtu vatnsstíg, norð an Norð fjörðs túns, skatt og í framhaldi breyttist viðvar grafinn voru tveir brunnar horfið til vatnsveitu í þorpinu. í Kefla vík. Þeir voru við Ná- Keflavíkurhreppur keypti vatnsströnd og Íshússtíg. Þorgrímur bólin tvö af verslun H.P. Duus Þórðarson læknir gat ekki fellt árið 1917 fyrir 1.500 krónur og sig við stöðu vatnsmála í Kefla- annaðist þau eftirleiðis.
G
Söngur og gleði
Söngfólk svæðisins sýndi allar sínar bestu hliðar á hátíðartónleikum í sal Garðar Cortes Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Ljósanótt 2009. Hér má sjá þau Bylgju Dís heillaði áheyrendur. Gunnarsdóttur og Jóhann Smára SævVF-mynd: Þorgils. arsson (t.v.) í eldlínunni á sviðinu en flutt voru lög og atriði úr söngleikjum og óperum frá ýmsum tímum. Á rokkÓ, Keflavík, sungu þeir Jóivoru Helgahins vegar þeir Júlíus línunni og Rúnar Júl. VF-mynd: elg. Guðmundsson sem söng með Bubba Morthens nokkur GCD lög en Rúnar Júll og Bubbi gerðu það gott í þeirri sveit á sínum tíma.
Árið 2008 Lifandi myndir
Frá afhjúpun Sögusporsins framan við Sparisjóðinn í Keflavík. Frá vinstri: Steinþór Jónsson og Geirmundur Kristinsson. VF-mynd: elg
Sparisjóðurinn í Keflavík fékk Söguspor Reykjanesbæjar 2007 S
pari sjóð ur inn í Kefla vík hlaut Sögu spor Reykja nes bæj ar árið 2007. Það voru þeir Geir mund ur Krist ins son, spari sjóðsstjóri og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, sem afhjúpuðu Sögusporið á föstudag. Spari sjóður inn í Keflavík hefur verið bakhjarl Suðurnesjamanna í 100 ár og virkur þátttakandi
í menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja. Fyrir það var verið að þakka í dag. Sögu spor in munu verða af hjúp uð á Ljósa nótt þegar ástæða þykir til að minnast stórra viðburða í sögu bæjarfélagsins. Sögusporið við Sparsjóðinn í Keflavík er það fyrsta í röðinni.
LJÓSANÆTUR
TILBOÐ DÚNDURAFSLÆTTIR Verslanir og veitingastaðir í Reykjanesbæ bjóða ykkur velkomin á Ljósanótt
OPIÐ TIL KL. 22:00 MIÐVIKUDAG TIL LAUGARDAGS & FRÁ KL. 13:00 TIL 18:00 Á SUNNUDAG
SJÓBÚÐ
SEA & SALT WORKSHOP
ATH! AÐ OPNUNARTÍMI VEITINGAHÚSA ER BREYTILEGUR
16
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
EFTIRMINNILEGIR BÆJARBÚAR
GVENDUR ÞRIBBI, ÓKRÝNDUR KEISARI Margir minnast Gvends þribba sem þótti kynlegur kvistur í gömlu Keflavík á árum áður. Þann 25. september árið 1911 eignaðist fátæk móðir að Fossi í Arnarfirði þríbura, Gvend þribba og tvö önnur börn en aðeins Gvendur lifði af fæðinguna og komst til fullorðinsára. Hann var skírður Guðmundur en ávallt kallaður Gvendur þribbi.
Skírður eftirnafni í höfuðið á kaupfélagsstjóra
Á þessum tíma var Pétur Snæland kaupfélagsstjóri í Kaupfélaginu á Flateyri í Önundarfirði. Hann fann til með fátækri móðurinni og gaf henni að borða. Konan ákveður að skíra drenginn sem lifði, Guðmund Snæland, þessu sama eftirnafni með þakklæti og af virðingu við góða kaupfélagsstjórann.
Vildi vinna hjá sjálfum sér „Skiptir máli að skapa góðan liðsanda,“ segir Halldór Guðmundsson, eigandi ræstingafyrirtækisins Allt hreint sem er með 40 manns í vinnu. Allt hreint þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnanir í Reykjanesbæ sem og á höfuðborgarsvæðinu. Allt hreint býður fyrirtækjum og stofnunum upp á reglubundnar ræstingar. Við áttum samtal við Halldór Guðmundsson en hann ásamt eiginkonu, Ingu Rut Ingvarsdóttur, eiga fyrirtækið Allt hreint. „Ég er búinn að vinna við ræstingar í 32 ár. Ég var átján ára þegar ég byrjaði að vinna við ræstingar í flugstöðinni og hef ekki unnið á mörgum stöðum um ævina. Ég var aldrei hræddur við að henda mér í djúpu laugina en það gerði ég aðeins 20 ára þegar mér var boðið að vera vaktstjóri. Allt hreint hefur á bak við sig ræstingarfólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en við leggjum sérstaklega áherslu á persónuleg samskipti við verkkaupa. Við veitum einnig alla þá aðstoð sem þörf er á, hvað varðar ráðgjöf og fleira. Þegar ég var 24 ára stofnaði ég þetta fyrirtæki því ég vildi vinna hjá sjálfum mér. Það þarf alltaf að hreinsa og þrífa alls staðar. Í dag eigum við þetta saman við hjónin en konan mín sér um skrifstofuna, launin, reikninga og innheimtu en ég sinni rekstrinum, mannaráðningum og verkstjórn,“ segir Halldór.
Misstum þetta í hruninu
„Við misstum þetta í hruninu en okkur
VIÐTAL
Áratuga reynsla
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
tókst að eignast fyrirtækið aftur á átta árum og erum ánægð með reksturinn í dag. Orðspor fyrirtækisins er gott og það skiptir öllu í þessum geira. Okkur helst einstaklega vel á kúnnum og einnig starfsfólki. Starfsfólkið okkar er þjálfað í upphafi og ákveðnar verklagsreglur kenndar þeim. Það skiptir máli að allir standi sig vel. Við erum með ca 40 manns í vinnu, hörkuduglegt starfsfólk sem við erum mjög ánægð með. Hér er starfsaldur mjög hár, margir hafa unnið hjá okkur í yfir tíu ár og enn fleiri yfir fimm ár sem er ekki algengt þegar um ræstingar er að ræða, en verkstjórinn hefur til að mynda unnið hjá okkur í yfir 25 ár, en það er Andrea Karlsdóttir. Við viljum halda í starfsfólkið okkar og gerum vel við þau. Við aðlögum vinnutíma að þeim sem þurfa þess vegna leikskóla og fleira og erum með launakerfið
greitt eftir dagvinnu og næturvinnu en ekki á jafnaðartaxta. Þegar við hlúum að starfsfólkinu okkar svona þá helst það betur í vinnu hjá okkur. Við höfum reynt að brjóta upp og bjóða upp á viðburði með þeim. Allt er þetta gert til þess að skapa góðan liðsanda og góða stemningu á vinnustaðnum,“ segir Halldór.
Fullt af verkefnum í dag
„Við þjónustum yfir 60 verkkaupa sem eru í föstum viðskiptum hjá Allt hreint, að stærstu leyti erum við hér á svæðinu en einn starfsmaður er fyrir okkur í Reykjavík. Í dag sinnum við eingöngu föstum þrifum hjá fyrirtækjum og stofnunum og erum hætt að taka að okkur að hreinsa nýbyggingar. Við notum umhverfisvæn efni og erum með svansvottun, eina fyrirtækið á þessu sviði hér á Suðurnesjum. Það hafa orðið svo miklar breytingar í viðhorfi almennings til umhverfisverndar að við erum ekki gjaldgeng alls staðar nema að vera með umhverfisvæna vottun. Við flytjum inn öll efni sjálf. Við erum með lager og erum mjög vel tækjum búin, það skiptir máli. Reksturinn gengur mjög vel og við erum glöð með stöðu fyrirtækisins,“ segir Halldór.
Ljósanótt 2019 Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verður með
Geðveikt kaffihús og markað
6. og 7. september á Suðurgötu 15–17 (Hvammur) frá kl.11.00 til 18.00. Handgerðir munir og heimabakað bakkelsi verður til sölu. Nýbakaðar vöfflur og heitt kaffi á könnunni á góðu verði. Endilega kíkið við, styrkið gott málefni og eigum góðar stundir saman.
Heimilisþrif Ég heiti Elona og ég tek að mér heimilisþrif. Fagleg og persónluleg þjónusta, tek með mér öll helstu hreinsiefni og nauðsynlegan búnað. Innifalið í þrifum: n Gólf ryksugað og skúrað n Þurrkað af öllum helstu yfirborðsflötum n Baðherbergi þrifin, klósett, vaskur, bað/ sturta og þurrkað af baðinnréttingu. n Þurrkað af öllum speglum n Búið um rúm og skipt um rúmföt sé óskað eftir því n Eldhús þrifið, eldavél, örbylgjuofn, ísskápur að utan og þurrkað af eldhúsinnréttingu. n Allar ruslafötur tæmdar. Verð frá 15.000-30.000 kr. eftir stærð. Elona Stanislavsdóttir Sími: 861-3127 E-mail: elona.stan@gmail.com
Snyrtimenni sem angaði af Old spice
Þótt Gvendur væri yfirleitt ölvaður var hann ætíð mikið snyrtimenni og kurteis. Hann kallaði sig heimsfrægan munnhörpuleikara um allt Ísland. Í seinni tíð gekk hann yfirleitt um í nokkurs konar einkennisbúningi, sem gátu verið allskonar. Oft var hann klæddur síðum dökkum frakka með kasketi á höfði eða jakka með hatt á höfði. Hann bauðst til að spila á munnhörpu sína fyrir börn og fullorðna á götum Keflavíkur en hann átti nokkrar munnhörpur. Laglínan var ekkert allt of skýr og fólk áttaði sig ekki alltaf á því hvaða lag hann væri að spila. En þetta var góður kall og glaðlyndur, sjálfsagt eilítið sérvitur. Gvendur angaði af Old spice rakspíra, bæði úr munni og af andliti en á þessum tíma drukku menn jafnvel rakspíra eða bökunardropa til að drýgja aurinn. Hann tók í nefið og var með silfurhringi í stærri kantinum nánast á hverjum fingri.
Allir þekktu Gvend þribba
Valtýr Guðjónsson skrifaði grein í Tímanum, um Guðmund Snæland, Gvend þribba, í tilefni sextíu ára afmælis hans árið 1971, sem lýsir persónu hans vel; „Guðmundur hefur ávallt verið barn síns tíma, síungur og fylgzt með nýjungum. Það var því ósköp eðlilegt, er innrás Vestfirðinga hófst til að skapa nýja og skemmtilegri Keflavik, að snillingurinn fylgdi líka í kjölfarið og flyttist hingað suður, þar sem hann hefur alið aldur síðan. Varla er til það smábarn, að það kannist ekki við þennan heiðursmann, sem þrátt fyrir erfið spor og erfiða sjúkralegu eftir válegt slys, heldur alltaf sínu striki, brosandi og hamingjusamur, og sýnir okkur hinum, sem ef til vill höfum verið eilítið heppnari í lífinu, hvernig sannur lífsspekingur á að lifa lífinu. Á þeim dögum, sem liðnir eru síðan þetta var ritað, hefur Guðmundur að minnsta kosti tvívegis hafnað brottför af leiksviði jarðlífsins, — hann hefur ekki að svo komnu viljað ganga eilífðarfaðminum endanlega á hönd, heldur skotið honum ref fyrir rass. Sjálfur er hann og hefur verið fús að rétta þeim hjálparhönd, sem hjálpar þurfa, eftir því sem kraftar leyfa: ekki sízt var hann góður að moka. Megi honum verða að ósk sinni um að lifa lengi á meðal okkar eins og hann langar mikið til. Og ef sá, sem á hæstum situr tróninum kynni að heyra þá frómu ósk, hver veit þá nema hann virði hana og uppfylli. Allir vilja nú samt komast heim. Og þegar G.Snæland klæðist búningi hefðarmanna lögregluforingja eða jafnvel hershöfðingja, því svo ber við, þá er það hann, göngumaður um stræti og torg.“
Ljós líðandi stundar
Gvendur þribbi sagði sjálfur eftirfarandi í tilefni afmælisins; „Mér þætti rétt, að þú létir þau tiðindi berast að ekki hafa allir keisarar átt þvi að fagna að vera Ijós líðandi stundar í eigin augum og allra þeirra sem líta rétt á hlutina né heldur því að verða sextugir.“ Gvendur þribbi dvaldi á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík síðustu æviár sín og dó árið 1981, sjötugur að aldri. Aleigan hans komst fyrir í tveimur skókössum.
Örsýning verður á persónulegum munum úr eigu Gvends þribba í Duushúsum á Ljósanótt. Það er Byggðasafn Reykjanesbæjar sem stendur að örsýningunni.
Gleðilega hátíð!
Ljósanótt
VELKOMIN Á LJÓSANÓTT TILBOÐ GILDA Í BYKO SUÐURNESJUM 28. ÁGÚST - 7. SEPTEMBER
25% AFSLÁTTUR
• LJÓS, PERUR OG SERÍUR • KÓSÝVÖRUR/SKRAUTVÖRUR • ELDSTÆÐI OG GEISLAHITARAR
Nýtt áblað byko.is
18
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Gaman að gleðjast með bæjarbúum
Virkilega mikilvægt að taka eina ferð í fallturninum
M
agnþór Breki Ragnarsson er tvítugur Keflvíkingur sem starfar sem smiður og heldur með Arsenal í enska boltanum. Hvernig finnst þér Ljósanótt? Ljósanótt er frábær bæjarskemmtun sem að gefur fjölskyldum og vinum tækifæri á því að eiga góðar stundir saman, bærinn iðar af lífi og nóg um að vera fyrir alla aldurshópa. Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Sjálfur ætla ég að kíkja á listasýningar, heimatónleikana, árgangagönguna og að sjálfsögðu ætla ég að skella mér í Stapann á Ljósanæturballið.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Heimatónleikarnir og árgangagangan eru algjört möst og síðan er líka virkilega mikilvægt að taka eina ferð í fallturninum.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Ég myndi mæla með bílasýningunni og öllum listasýningunum sem eru á víð og dreif um bæinn. Dagskráin
A
lexandra Sæmundsdóttir er 23 ára Keflvíkingur. Hún er á fjórða og síðasta árinu sínu í hjúkrunarfræði og starfar á slysa- og bráðamóttöku HSS og á legudeildinni. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst þetta svo skemmtilegt kvöld því þetta er eini tíminn þar sem allir íbúar Reykjanesbæjar koma saman og maður rekst loksins á fólk sem maður hefur kannski ekki séð í mörg ár, þrátt fyrir að búa i sama bæjarfélaginu. Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Planið er að rölta Hafnargötuna á laugardaginn, horfa á atriðin sem koma fram á sviðinu og skella mér svo á ballið.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Horfa á flugeldasýninguna, alveg klárlega.“
er alltaf frábær og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Ætli það sé ekki bara þegar maður var yngri og eyddi allri helginni í tækjunum og fékk að vera lengur úti en gengur og gerist.“
Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Rölta um að degi til, kíkja á útsölurnar og sjá flugeldasýninguna.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Eftirminnilegasta var sú sem var í fyrra. Ég átti svo yndislegt kvöld með kærastanum.“
Súpuboðið ómissandi hefð á Ljósanótt
J
úlía Scheving Steindórsdóttir er 22 ára Njarðvíkingur. Hún er í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands, starfar í Njarðvíkurskóla og er fyrirliði meistaraflokks í körfunni í Njarðvík. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst Ljósanótt mjög skemmtileg hátíð. Hún myndar svo góða og hlýja stemningu í bænum.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Í ár hafði hugsað mér að fara í árgangagönguna, sjá kvöldskemmtun-
ina, flugeldasýninguna og fara á Ljósanæturballið.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Á mínu heimili hefur verið hefð að bjóða fjölskyldu og vinum í súpu á laugardagskvöldinu áður en rölt er niður í bæ. Mér finnst það frekar ómissandi. Annars er líka setning Ljósanætur eitthvað sem mér finnst vera stór partur af hátíðinni.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Síðustu ár hef ég farið á Með Blik í
Auga tónleikana og mæli mikið með þeirri skemmtun. Annars bara að gefa sér góðan tíma niður í bæ og skoða allt það frábæra sem er í boði.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Ég hugsa að eftirminnilegasta Ljósanóttin mín hafi verið þegar ég var yngri og við vinkonurnar fengum í fyrsta skipti að vera einar á röltinu og að leika okkur í tívolítækjunum og svona. Það var mikið sport.“
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Ljósanæturtilboð í Apótekaranum Keflavík og Fitjum
20%
20% afsláttur af öllum vörum
10%
10% afsláttur af lausasölulyfjum afsláttur gildir 5.– 8. september
Apótekarinn Keflavík
Apótekarinn Fitjum
- lægra verð
G L E Ð I N O G FJ Ö R I Ð L I G G U R Í LO F T I N U
Við óskum Suðurnesjamönnum og gestum þeirra góðrar skemmtunar á Ljósanótt.
– Sta rfs fó lk I s av ia
- HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI
20
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Horft á flugeldana úr þvottahúsinu
Gullkistan á Bryggjuballinu
S
ara Dögg Gylfadóttir er hvorki meira né minna en félagsráðgjafi, förðunarfræðingur, flautuleikari, fjölskyldumeðferðarfræðingur og fjögurra barna móðir. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ég elska Ljósanótt, þá helst listasýningarnar, tónlistina og að hitta allt fólkið á röltinu. Ég er alltaf mjög upptekin á Ljósanótt og tek sjálf þátt í sýningum og menningarlífi. Það er nóg að gera þessa helgi.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Ég fer á Með blik í auga, rölti Hafnargötuna á fimmtudeginum, er sjálf með heimatónleika í stofunni heima á föstudeginum og svo þarf maður auðvitað að taka röltið á laugardeginum til að sjá listasýningar, tónleika og að hitta fólk. Ég er líka sjálf með pop-up tónleika hér og þar á Hafnargötunni ásamt Birnu vinkonu minni á laugardeginum þar sem við komum fram sem dúettinn Dúlludúskarnir.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Að hitta allt fólkið og auðvitað viðburðirnir. Mér finnst frábært að sjá hvað allt lifnar við í bænum. Fólk býður í mat, skreytir og kemur fram með alls konar handverk og skemmtilega viðburði í tengslum við hátíðina. Ég vil endilega fá meira svoleiðis þar sem heimamenn brydda upp á einhverju skemmtilegu. Svo er hápunkturinn alltaf flugeldasýningin á laugardeginum. Ég fæ alltaf tár í augun, mér finnst þetta svo hátíðlegt og skemmtilegt. Ég var sérstaklega ánægð að sjá að Gunni Þórðar er búinn að leyfa aftur spilun á laginu sínu, Gamli bærinn minn. Takk fyrir það Gunni.“
Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Fyrir heimamenn er Með blik í auga geggjuð tónlistarhátíð og auðvitað Heima í gamla bænum, heimatónleikarnir. Því miður eru færri sem komast að en vilja en tónlistarunnendur eiga ekki að láta þessa viðburði fram hjá sé fara. Fyrir aðra gesti þá er laugardagurinn auðvitað aðalmálið en ég myndi mæla með að fólk klæði sig eftir veðri og taki sér góðan tíma að rölta niður Hafnargötuna og njóti þess að sjá hvað boðið sé upp á. Það er eitthvað fyrir alla.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Ætli það sé ekki árið 2013 þegar ég var kasólétt og farin að bíða eftir barninu, sem kom svo eftir Ljósanótt. Það var mjög róleg og skrýtin Ljósanótt þar sem ég gat lítið gert og var aðallega heima í rólegheitum og sá flugeldasýninguna út um gluggann í þvottahúsinu.“
Óskar eftir miðum í Gamla bæinn
S
kúli Björgvin Sigurðsson er flugvirki, íþróttafréttaritari en fremst af öllu er hann faðir fjöldans.
Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er ómissandi viðburður í menningarlífi bæjarins. Hún sameinar fjölskyldur, vini í hina ýmsu viðburði sem gerir tilveruna litríkari í miðju haustlægðanna.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja? „Ég ætlaði mér á heimatónleikana en miðar seldust upp á nanósekúndu. Ég auglýsi hér með eftir tveimur miðum. Annars er líklegt að ég mæti í árgangagönguna og á einhverjar myndlistasýningar. Það væri gaman að mæta á Hjöbbquiz á Paddy´s og vinna kassa af einum „skítköldum” en svo eru yfirgnæfandi líkur að ég komi við á
Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu
T
helma Hrund Tryggvadóttir er uppalin Keflvíkingur en býr nú í Njarðvík ásamt kærastanum sínum, syni þeirra og hundinum Arró. Hún starfar hjá DHL og þolir ekki að vera í sokkum. Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Mér finnst Ljósanótt æðisleg. Það er frábært að sjá svona mikið líf í bænum og að hitta alla á röltinu.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja?
„Ég ætla á heimatónleikana, Skoppu og Skrítlu í Hljómahöllinni, árgangagönguna, tónleikana á stóra sviðinu svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Fjölskylduboð hjá Bigga og Höllu og að rölta öll saman niður í bæ á tónleikana og sjá flugeldasýninguna.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Ég mæli með að fara niður í bæ
Steinanuddnámskeið í Reykjanesbæ Jane Scrivner Stone Therapy 4.–6.október 2019 Steinanuddnámskeið í Om setrinu, Hafnarbraut 6, Njarðvík; kennsla í meðferð á heitum og köldum steinum fyrir sjúkranuddara, heilsunuddara, snyrtifræðinga og fleira fagfólk. Námskeiðið er frá föstudegi til sunnudags. Hámark 12 sem komast að. Nánari upplýsingar og skráning á e-mail: juliam@simnet.is, elsa@sjukranudd.is Fyrir námskeiðinu stendur Elamy; Júlía M Brynjólfsdóttir, lögg. sjúkranuddari, hjúkrunarfræðingur og Elsa Lára Arnardóttir lögg. sjúkranuddari
og rölta, skoða myndlistasýningar og horfa á flugeldasýninguna um kvöldið.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Þær standa allar upp úr.“
viðburðum fyrir litlu púkana mína.“ Hvað finnst þér ómissandi á Ljósanótt? „Hátíðin í heild sinni er ómissandi finnst mér. Það er búið að vera gaman að fylgjast með því hvernig hátíðin hefur stækkað með árunum.“ Hverju af hátíðinni myndir þú mæla með fyrir gesti? „Mér finnst alltaf notalegt að tölta um og skoða myndlistarsýningarnar. Þar er gítarleikari Hippa í Handbremsu, Stebbi „Lefty” (Stefán Jónsson) í uppáhaldi hjá mér í hópi annars frábærra listamanna.“ Hver er eftirminnilegasta Ljósanóttin þín? „Það er í raun engin ein sem stendur upp úr. Þær hafa þróast með eigin aldri og upplifun hverrar hátíðar í takt við það.“
Hljómsveitin Gullkistan leikur í fyrsta skipti í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Hún hefur verið kölluð „besta sixtís hljómsveit á Íslandiever“. Liðsmenn Gullkistunnar eru landsþekktir og hófu allir feril sinn í tónlist á sjöunda áratugnum. Heimamenn þekkja að sjálfsögðu vel til Gunnars Þórðarsonar og Magnúsar Kjartanssonar en auk þeirra skipa sveitina trommarinn Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Jón Ólafsson bassaleikari og Óttar Felix Hauksson gítarleikari úr Pops. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að sjá þessa snillinga saman á sviði. Gullkistan kemur fram á Bryggjuballi Ljósanætur föstudagskvöldið 6. september kl. 19:30 segir í tilkynningu frá Gullkistunni.
Gullkistan kemur fram á bryggjuballi Ljósanætur.
Stálu rándýrum snyrtivörum í Fríhöfninni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tvö þjófnaðarmál sem upp komu í komuverslun fríhafnarinnar fyrr í mánuðinum. Tveir einstaklingar sem versluðu þar eru grunaðir um að hafa tekið dýrar snyrtivörur og áfengi og stungið því undan án þess að greiða fyrir. Söluverðmæti snyrtivaranna nemur tugum þúsunda króna.
20%
Ljósanæturafsláttur miðvikudag til mánudags
Þú finnur Elamy á facebook.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Opnunartími Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn 11:00 - 22:00
ðir, ú b ar í ð ó g úm ri. r g r o ríka a t r ja sögu b a leg jón er k a t s Eins
Húsanes kynnir:
Leirdalur 15-21, 260 Reykjanesbær 4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs. Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum. Eignirnar eru staðsettar í hjarta Dalshverfis. Íbúðir 109,5m2 og bílskúr 30m2 Húsin eru staðsteypt, einangruð að utan og klædd með flísum. • Sérsmíðaðar innréttingar frá Ormsson/HTH • Gólfhiti, 60x60 flísar og parket á gólfum. • AEG heimilistæki, uppþvottavél og ísskápur fylgja • LED lýsing innan- og utandyra í öllum eignum • Garður fullfrágenginn með stórum þaksvölum eða sólpalli. • Bílastæði hellulögð með hitalögn í gönguleið. • Nýr skóli Stapaskóli í göngufæri, ný hverfisverslun.
Sölusýning laugardaginn 6. sept. frá kl.12:00-14:00 og sunnudaginn 7. sept. frá kl.13:00-15:00
22
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
ELLERT EIRÍKSSON VAR FYRSTI BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR
Vann sig upp úr skurðinum í bæjarstjórastólinn Ellert Eiríksson er fyrrum bæjarstjóri Keflavíkur og fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar sem varð til við sameiningu árið 1994. Það má segja að Ellert hafi unnið sig upp úr skurðinum því hann vann fyrst sem verkamaður hjá Keflavíkurkaupstað, síðar varð hann bæjarverkstjóri Keflavíkur og loks bæjarstjóri. Ellert kláraði gagnfræðapróf og fór svo að vinna. Það voru því ekki háskólagráður sem færðu honum völd í pólítík heldur dugnaður hans, elja og kraftur svo eftir var tekið af mönnum sem vildu fá hann í stól bæjarstjórans árið 1990. Ellert Eiríksson var bæjarstjóri til ársins 2002 en þá ákvað hann sjálfur að víkja til hliðar og hætta pólitískum afskiptum. Við tókum hús á fyrrum bæjarstjóranum og inntum hann frétta. VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Bjó í bragga með móður sinni
Ellert fæddist 1. maí árið 1938 og ólst upp til þriggja ára aldurs á Járngerðarstöðum í Grindavík en þá flutti hann ásamt móður sinni, Hansínu Kristjánsdóttur, þá nýorðin ekkja, til Keflavíkur. Hansína réði sig í Gerðarbraggann eftir að eiginmaður hennar, Eiríkur Tómasson, lést en hann var útvegsbóndi. „Við mamma fluttum til Keflavíkur eftir að faðir minn lést. Pabbi var sjómaður en sinnti einnig landbúnaði. Ég var þriggja ára þegar við komum til Keflavíkur og bjuggum fyrst á Vatnsnesi, í svokölluðum Gerðarbragga niður við sjó en þar réði móðir mín sig sem ráðskonu ásamt annarri konu en þær sáu um að gefa sjómönnum, sem bjuggu í bragganum, að borða og þvoðu einnig af þeim. Þarna bjuggum við ásamt sjómönnunum. Það var seinna stríð og ég pottormurinn var oft niðri á bryggju að tala við ameríska hermenn sem voru á vakt en þeir gættu hafnarmannvirkjanna í Keflavík. Þeir voru með vaktskýli við höfnina og ég var orðinn svona fjögurra fimm ára þegar þeir voru að gauka að mér sælgæti. Þetta var auðvitað mjög framandi fyrir lítinn dreng. Þetta voru vinir mínir,“ segir Ellert og maður getur rétt ímyndað sér hvernig það hefur verið fyrir lítinn dreng, og aðra Íslendinga sem voru rétt að skríða út úr moldarkofunum, að sjá þessa hermenn og varninginn sem þeir komu með til landsins. Sælgætið lokkaði mörg börnin.
gleymdi hann penslunum einn daginn. Móðir mín kynntist þarna Guðna Magnússyni og við fluttum heim til hans á Suðurgötu 35 þegar ég var sjö ára gamall. Guðni var ekkill og bjó með sonum sínum þeim Birgi og Vigni. Seinna eignuðust þau þrjú börn saman, þau Eirík, Steinunni og Árnheiði,“ segir Ellert um leið og hann rifjar upp stemninguna í bænum á þessum árum. „Eftir gagnfræðapróf fór ég að vinna sem hafnarverkamaður. Það var mikil uppskipun í Keflavík og maður fór niður á bryggju og fékk vinnu en þá var herinn að senda vörur til uppbyggingar á Vellinum. Eitt sumarið vann ég við uppskipun á sementi en þá komu 3600 tonn í hverri viku að utan en þetta sement fór í að steypa flugbrautirnar uppi á Velli. Þá voru margir sem unnu við uppskipun í Keflavík því þetta starf var vel borgað og unnið frá átta á morgnana til ellefu á kvöldin. Herinn var aldeilis að skapa vinnu hérna. Fólk kom hingað atvinnulaust frá Ólafsfirði, Siglufirði og fleiri stöðum en þá stjórnaði ríkisstjórnin þessu og menn máttu fara í verið hjá Varnarliðinu. Eftir seinni heimsstyrjöldina var ráðstjórn, nefndir sem stjórnuðu og úthlutuðu leyfum fyrir öllu milli himins og jarðar. Það voru höft á öllu. Það var til dæmis jeppanefnd sem sá um að úthluta leyfum til bænda til jeppa-
Ellert varð fyrsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar eftir sameininguna árið 1994 en hann hafði þá verið bæjarstjóri Keflavíkur frá árinu 1990. Ellert Eiríksson er einnig fyrsti heiðursborgari Reykjanesbæjar. kaupa áður en þeir gáfu innflutning á bílum frjálsan. Þetta voru allt aðrir tímar en núna.“
Á sjó 16 ára og dreymdi um langt sumarfrí
Af bryggjunni fór Ellert í skip og sigldi burt frá Keflavík en kom aftur og gerðist barþjónn í Fríhöfninni og endaði síðan sem verkamaður hjá Keflavíkurbæ. „Ég var að vinna við uppskipun sextán ára gamall á bryggjunni einn daginn um hádegið, þegar komið var að máli við mig og mér boðið að verða messagutti ef ég kæmist á sjó klukkan fimm sama dag. Ég hljóp heim og tilkynnti móður minni að ég væri farinn á sjó, svo hún útbjó mig í snatri og ég sigldi burt með skipinu. Þetta var góð reynsla. Þá var mér boðið starf sem barþjónn í tvö ár í Fríhöfninni í
gömlu flugstöðinni. Seinna fór ég svo aftur að vinna sem verkamaður hjá bænum við að grafa skurði fyrir nýtt íbúðahverfi í Keflavík. Með tíð og tíma vann ég mig upp í stöðu verkstjóra hjá Keflavíkurkaupstað. Ég vann í átján ár við verkamannstörf hjá bænum. Ég var farinn að puða í pólítík á þessum tíma og það voru þó nokkrir búnir að bjóða mér sveitastjórastöður en ég vildi verða alþingismaður því mig dreymdi um langt sumarfrí,“ segir Ellert og hlær. „Ég tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og lenti sem varaþingmaður Matthíasar Á. Mathiesen og varð svo heppin að fá að prófa að starfa á þingi þegar hann forfallaðist. Þessi reynsla læknaði mig og ég sá að þingmennska höfðaði ekki lengur til mín. Árið 1982 varð ég sveitarstjóri í Gerðahreppi og það átti miklu betur við mig.“
Bæjarstjóri Keflavíkur
Árið 1991 kom ný ríkissstjórn til valda og hófst þá undirbúningur að sameiningu sveitarfélaga á landsbyggðinni. Landsmenn tóku ekki mjög vel í þennan áróður stjórnvalda en svo virðist sem Keflvíkingar, Njarðvíkingar og Hafnamenn hafi verið opnari fyrir þessum breytingum en aðrir, þar sem þetta urðu fyrstu sveitarfélögin sem gengu þetta sameiningarskref til fulls. Ellert var sveitarstjóri í Gerðahreppi frá árinu 1982 til 1990 en þá tók hann við bæjarstjórastöðu í Keflavík. Sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í Reykjanesbæ árið 1994 var stórt skref. „Ég tók við starfi bæjarstjóra árið 1990 og þá var allt miklu minna en nú og nándin meiri við íbúa og starfsmenn. Íbúar voru aðeins í kringum
Vann fyrst sem hafnarverkamaður
Á þeim tíma sem móðir Ellerts varð ekkja þá voru engar tryggingar sem fólk gat treyst á, samfélagið var allt annað. „Móðir mín ákvað að flytja til Keflavíkur til þess að hafa eitthvað að borða handa okkur en þá var meiri von til þess að afla sér lífsviðurværis hér í bæ. Hún kynntist seinna Guðna málara en hann var að mála braggana sem við bjuggum í og af einhverjum ástæðum
„Eitt af stærri hlutverkum mínum sem bæjarstjóri voru samskiptin við Varnarliðið sem var stærsti atvinnuveitandi svæðisins á þeim tíma og skapaði miklar tekjur.“
Ellert á tali við Vilhjálm Ketilsson sem var bæjarstjóri í Keflavík 1986-1988. Á milli þeirra eru Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar til margra ára og Jón Ásgeirsson sem var sveitarstjóri í tvo áratugi í Njarðvík.
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
23
Hún Perla fer með mig út að ganga á hverjum degi nema þegar það er slagveður, rok og rigning en þá fer ég á göngubrettið sem konan mín á heiðurinn af að hafa gefið mér þegar ég varð sjötíu ára ...
sjö þúsund en við sameininguna 1994 urðu þeir um tíu þúsund. Í starfi bæjarstjóra fannst mér ekkert vera eitt verkefni sem ég ætti að skila af mér. Ég vildi vinna að hag bæjarbúa og nýta sjóði bæjarfélagsins á sem bestan máta. Menn voru ekki alltaf sammála um leiðir eins og gengur. Það sló í brýnu en það leystist. Það voru margir nýir sem komu inn og aðrir sem hættu á þessum árum. Það voru ákveðin tímamót og í fyrstu vorum við ekki mikið að hugsa um sameiningarmál. Ég var settur í sameiningarnefnd Jóhönnu Sigurðardóttur sem vann að því að fækka sveitarfélögum úr 211 talsins sem í dag eru í kringum 70. Ég ferðaðist um landið í þeim tilgangi að kynna þær fyrirætlanir. Þær féllu víðast hvar illa í heimamenn. Það var alltaf verið að tala um að sameina Keflavík og Njarðvík og haustið 1993 komu fyrirmæli frá löggjafa að öll sveitarfélög á Reykjanesskaga skyldu sameinast. Þetta var fellt í Grindavík, Garði, Sandgerði og Vogum en við sem stóðum eftir og samþykktum voru Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Þegar þessi niðurstaða varð ljós þá var ákveðið að fara í aðra umferð og niðurstaðan var jákvæð um sameiningu, Reykjanesbær varð til. Í kjölfarið fluttu bæjarskrifstofurnar í Ráðhúsið við Tjarnargötu,“ segir Ellert sem bendir þó á að þótt sameining hafi gengið greiðlega þá varð nafnamálið miklu erfiðara viðfangs. „Nafnamálið varð stórmál en við lofuðum að finna nýtt nafn á sveitarfélagið fyrir þessar kosningar um sameiningu. Það varð eiginlega allt vitlaust þegar verið var að velja nafn. Reykjanesbær varð svo samþykkt að lokum. Ég held að eitt stærsta málið sem ég kom að á ferli mínum sem bæjarstjóri og sveitarstjórnarmaður hafi verið sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í sveitarfélagið Reykjanesbæ sem var góð ákvörðun og hefur margsannað sig,“ segir Ellert.
Engin lognmolla í tíð Ellerts
Í stjórnartíð Ellerts og félaga var farið í miklar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Langflestar götur voru malbikaðar sem ekki var vanþörf á en þetta var gert með malbikunarvélum sem bærinn fjárfesti í. Reykjaneshöllin
Ellert hlaust sá heiður að vera gerður að fyrsta heiðursborgara Reykjanesbæjar árið 2014. Hér er hann með Kjartani Má, núverandi bæjarstjóra, og Árna Sigfússyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Til hliðar er hann með eiginkonu sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur, á 25 ára afmælisfundi bæjarstjórnar í sumar. var opnuð árið 2000, var fyrsta knattspyrnuhús landsins og vakti mikla athygli. Skólarnir fóru undir stjórn sveitarfélaga og farið var í einsetningu. Árið 1996 var rekstur grunnskóla færður frá ríki til sveitarfélaga og bera því nú sveitarstjórnir ábyrgð á öllum rekstri grunnskóla, þar með talið byggingu, rekstri og viðhaldi mannvirkja og fer skólanefnd með málefni þeirra í hverju sveitarfélagi. Ekki voru allir kennarar á einu máli um ágæti samningsins á sínum tíma. „Eitt af stóru málunum var auðvitað einnig þegar rekstur grunnskóla fór undir sveitastjórnir og einsetning skólanna. Fjárhagurinn slapp fyrir horn en það voru ýmis vandamál. Við fórum í að byggja Heiðarskóla á þessum árum og endurbyggðum í skólum bæjarins. Húsnæði Myllubakkaskóla, Njarðvíkurskóla og Holtaskóla var stækkað vegna einsetningar og bættrar vinnuaðstöðu
kennara. Tónlistarnám tengdist betur við grunnskólann. Við létum reisa Reykjaneshöll. Auðvitað komu upp ýmis ágreiningsmál á þessum árum vegna skólamála. Við bættum vinnuaðstöðu kennara svo þeir þyrftu ekki að fara heim með verkefnin en hugmyndir voru um samfelldan vinnudag þeirra frá klukkan 8 til 16. Þessar hugmyndir féllu í frekar grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Á þessum tíma sagði ein daman við mig að ég væri kennarafjandsamlegur maður,“ segir Ellert kankvís þegar hann rifjar upp þessa tíma enda maðurinn nú kominn í friðarstól, víðsfjarri öllu pólítísku þvargi. „Eitt af stærri hlutverkum mínum sem bæjarstjóri voru samskiptin við Varnarliðið sem var stærsti atvinnuveitandi svæðisins á þeim tíma og skapaði miklar tekjur. Annars var margt skemmtilegt sem fæddist á þessum árum. Ljósanótt er dæmi um
það en Steinþór Jónss o n ko m með hugmynd inn á borð til mín um að lýsa Bergið og ég var efins í fyrstu en sannfæringarkraftur hans og áhugi kveikti í mér og fleirum. Svo vissum við ekki hvaðan á okkur stóð veðrið þegar Ljósanótt var haldin í fyrsta sinn við árþúsunda skiptin árið 2000 þegar tíu þúsund manns heimsóttu bæinn okkar en við áttum von á tvö til þrjú þúsund manns,“ segir Ellert.
Bæjarstjóri án háskólagráðu
Ellert Eiríksson var ráðinn bæjarstjóri á þeim árum þegar háskólagráðu þurfti ekki til þess að stjórna heilu bæjarfélagi en í dag er yfirleitt ætlast til þess að fólk hafi próf í stjórnunarfræðum.
„Ég er ekki með háskólapróf í neinu en pungapróf í mörgu. JC hreyfingin kenndi mér margt í stjórnun á sínum tíma, það var góður skóli, Gaggó dugði líka vel. Í dag er ég orðin 81 árs og sé enga ástæðu til þess að sækjast eftir nýju starfi, er mjög sáttur. Það var gaman að fá að taka þátt í uppbyggingu bæjarfélagsins. Ég átti fína samverkamenn, hvort sem þeir voru samflokksmenn mínir eða ekki. Eitt aðalmarkmið mitt sem bæjarstjóri var að vera bæjarstjóri allra bæjarbúa og leiðtogi allra bæjarstarfsmanna. Eftir tólf ár sem bæjarstjóri tók ég ákvörðun um að hætta. Ég var búinn að lesa rannsóknir um hæfilega lengd í leiðtogasæti. Fyrstu fjögur árin eru menn fullir af eldmóði og eru að læra fullt af nýjum hlutum. Þá stefnirðu upp á við. Næstu átta árin er ekki eins bratt upp á við en þá ertu að laga hlutina til. Eftir átta ár og næstu fjögur þá siglirðu svona lygnan sjó og ert vonandi að uppskera. Næstu 12 til 16 ár er frumkvæði í mönnum ekki eins mikið. Ég hafði þetta sem viðmið og ákvað að hætta eftir tólf ár. Nú er ég búinn að tína af mér öll nefndarstörfin, allt nema Miðstuð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, það er síðasti bitinn. Við hjónin erum brottfluttir Keflvíkingar eins og svo margir hér, ég og kona mín, Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir, búum í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar með hana Perlu hundinn okkar. Hér höfum við komið okkur vel fyrir. Allir afkomendur okkar eru komnir í eigið húsnæði. Hún Perla fer með mig út að ganga á hverjum degi nema þegar það er slagveður, rok og rigning en þá fer ég á göngubrettið sem konan mín á heiðurinn af að hafa gefið mér þegar ég varð sjötíu ára,“ segir Ellert glaður í bragði.
Skólamatur bauð 5000 manns upp rá var á stórtónleikum á 20 ÁRA 24 LJÓSANÓTT á rjúkandi heita kjötsúpu. augardagskvöldinu. Þar var ar og Vilhjálms heiðruð með ri söngdagskrá.
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Árið 2011
Árið 2010
Gróa Hreins var að mynda son sinn, Sigurð Guðmundsson, á símann en Sigurður heiðraði minningu Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna. Geirfugl á Reykjanesi
Grain, var afhjúpaður á Ljósanótt árið 2010 við Valahnúk á Reykjanesi. Þar stendur fuglinn nú og horfir í átt til Eldeyjar, þar sem síðustu heimkynni hans voru. Þetta sama ár var listamaðurinn Guðmundur R. Lúðvíksson með magnaða sýningu í listasal Duus-húsa sem hét „Veisla fyrir skynfærin“.
átt í árgangagöngunni ví níræður á árinu.
Magnús og Árgangagangan
Magnús Jónsson, bróðir Steinþórs Jónssonar sem er einn af upphafsmönnum Ljósanætur, átti þessa frábæru hugmynd að Árgangagöngunni, sem nú er orðin eitt vinsælasta atriðið á Ljósanótt. Hér er Maggi í göngunni í sólinni 2011 en honum við hlið er nýbökuð bæjarstjórafrú, Jónína Guðjónsdóttir og fremst til hægri er Elísabet Magnúsdóttir, ritari bæjarstjórans. Meðal atriða þetta árið 2011 var Með blik í auga í fyrsta sinn og þótti heppnast afar vel. Á myndinni má sjá söngkonurnar Fríðu Dís Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur á sviðinu.
Skemmtileg keppni milli bæjar- Grænmeti og ávextir keppni milli bæjarfélaga félaga fór fram á Flughóteli þar Skemmtileg fór fram á Flughóteli á Ljósanótt sem m.a. voru smíðuð farartæki árið 2012 þar sem m.a. voru smíðuð úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru farartæki úr ávöxtum og grænmeti. Þá voru gerðar athyglisverðar tilgerðar athyglisverðar tilraunir með raunir með egg. Glæsileg dagskrá var á hátíðarsviðinu þar sem minning egg. - Sjá nánar á vf.is.
Árið 2012
söngsystkinanna Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna var heiðruð með vandaðri söngdagskrá. Að venju voru listamenn duglegir að sýna verk sín. Halla Har, einn af eldri listamönnum bæjarins var ein af mjög mörgum sem sýndu á Ljósanótt í mörg ár. Þá var setning Ljósanætur litskrúðug með blöðrusleppingu.
kvöldið. Tónleikarnir náðu var á ellefta tímanum.
ið
r
Árið 2013 Veðurguðir í óstuði
Listakonan Halla Har hefur tekið þátt í Ljósanótt frá upphafi og ávallt sýnt sín nýjustu verk.
Árið 2014
Magnús og Bó og stefnumótastaurinn
Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, einn af „sonum“ Keflavíkur, kveikti á Stefnumótastaur á horni Hafnargötu og Tjarnargötu í Keflavík á Ljósanótt 2014. Hugmyndin að staurnum á rætur að rekja til lags Magnúsar Kjart- ansÁrgangur skipaði sérstakan sess í árgangagöngu sonar, Skólaball, 1962 sem hljómsveitin Brimkló flutti svo eftirminnilega á sínum tíma. Björgvin Halldórsson segir það eitt árgangsins. af vinsælustu lögum Ljósanætur þettasöng árið.lagið Héroger fyrirliði sem hann hafi sungið í gegnum tíðina. Á þessari Ljósanótt var einnig opnað fjölskyldusetur auk fleiri flottra viðburða eins og ljósmyndasýningar 1940-1960.
Í fyrsta skipti í sögu Ljósanætur var hátíðardagskrá á stóra sviðinu á laugardagskvöld frestað, árið 2013. Þrátt fyrir það tókst hátíðin afar vel eins og alltaf og allir skemmtu sér hið besta þótt einhverjir söngtónar hafi ekki heyrst um Hafnargötuna á laugardagskvöld. Flugeldasýningin var flutt yfir á sunnudagskvöld og tókst vel .Árið 2012 var Parísartorgið afhjúpað og Vatnstankurinn fékk alvöru andlitslyftingu. Þá voru tvö bæjarhlið einnig afhjúpuð. Á mynd hér fyrir ofan má sjá Magneu Guðmundsdóttur heitna en hún var bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, vígja Njarðvíkurhliðið.
- Í - ER KOMID HAUSTID SPORTHÚSINU ÞÚ FINNUR EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI CROSSFIT
SUPERFORM
UNGLINGAÞREK ÞITT FORM
MÖMMULEIKFIMI FÓTBOLTI
KARLA YOGA YOGA
UNGLINGACROSSFIT
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR MÁ FINNA Á WWW.SPORTHUSID.IS ,
Nýjir tímar í töflu
Ny og brakandi fersk hóptímataffia l med Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
6:05 - 6:50
Heitt Yoga
Spinning
Heitt Yoga
8:15 - 9:15
Fit Pilates
8:45 - 9:30 12:05 - 12:55
Guðrún
Styrkur og Þol Ágústa
HotBut (heitur salur) Anna Karen/Ljósbrá
Fimmtudagur
Föstudagur
Styrkur og Þol
HotFit (heitur salur)
Guðrún
Fit Pilates
Kristín
Kristín
Hot TRX (heitur salur) Ágústa
Styrkur og Þol Ágústa
Heitt Yoga
Ágústa
Guðrún
METCON
Björn (hefst 17. sept)
Spinning Alexandra
Spinning Ásdís
Björn (hefst 17. sept)
Spinning Alexandra
Spinning
Ásdís/Maggi
17:30 - 18:20
Rumenski Teddi Elsa
18:10 - 19:00
Zumba Fitness
Kalli
HIIT Training
Daníel (hefst 9. sept)
Spinning Aníta
Heitt Yoga
HotBut (heitur salur)
Spinning Hjörtur
Teddi
Anna Karen
Spinning Kalli
Spinning Hjörtur
Aneta
Pump & Core Ósk
Anna María
Sunnudagur Heitt Yoga (90 mín)
10:00 - 11:30
Rumenski
Dísa
Zumba + Toning
Foam Flex Laugardagur
Butt Lift Elsa
Aneta
18:35 - 19:35
11:00 - 12:00
Pallafjör
Anna Karen
Heitt Yoga Spinning
10:30 - 11:30
Ásdís
Aneta
17:30 - 18:20
18:30 - 19:30
Spinning Zumba + Strong
17:00 - 18:30 17:30 - 18:20
Anna Karen/Ljósbrá
Heitt Yoga
Guðrún
METCON
12:05 - 12:55 12:05 - 12:55
Inga Lára
44 opnum tímum
Guðný
Spinning
Unnar/Inga Lára
Spinning Ýmsir
HIIT Training
Daníel (hefst 9. sept)
Body Fit Ósk
Heitt Yoga Guðrún
26
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR ÁRIN 2002–2014
Þorir að fara ótroðnar slóðir „Vildum byggja upp betra menntasamfélag og bæta útlit og ímynd Reykjanesbæjar“
Árni Sigfússon segist vera Eyjapeyi í grunninn og var því ekkert allt of sáttur þegar foreldrar hans fluttu upp á land árið 1969 en þá fór eldri bróðir hans í framhaldsnám í Reykjavík. Foreldrar Árna eru Sigfús J. Johnsen, sem er látinn, og Kristín S. Þorsteinsdóttir. Ákveðið var að öll fjölskyldan flytti með Þorsteini bróður hans til Reykjavíkur á sínum tíma. Árni var þá tólf ára gamall gutti sem fann sig ekki strax í höfuðborginni, hreinlega ekki fyrr en hann fór sjálfur að skipta sér af pólítík, eða svo segir hann í spjalli sem blaðamaður Víkurfrétta átti á dögunum við fyrrverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar á fallegu heimili þeirra hjóna, hans og Bryndísar Guðmundsdóttur, í Innri Njarðvík.
VIÐTAL
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Finnst gott að búa hér
Já, Árni býr enn í Reykanesbæ, þrátt fyrir að vera farinn úr bæjarstjórn og segist hvergi annars staðar vilja vera. Við sitjum í stofunni, horfum út á úfinn sjóinn fyrir utan gluggann um leið og Árni segir: „Ég er eins og lundinn, sem þarf að sjá yfir sjóinn og nær sér ekki til flugs nema hann sjái til hafs. Okkur finnst gott að búa við hafið og nálægt alþjóðaflugvellinum, í þessu umhverfi en auðvitað getur maður skapað sér hamingju hvar sem er. Ég er Eyjapeyi og finnst gott að búa hér því ég finn þessa sömu tengingu við sjóinn og heima í Vestmannaeyjum. Það er einnig rokið hérna sem mér finnst hressandi. Þegar ég kom hingað upphaflega þá var einhver Eyjastemning hér, austan áttin kom í fangið á mér en í Reykjavík var oftast logn. Þar gekk maður lóðréttur en hér tók sig upp gamalt lárétt göngulag,“ segir Árni og hlær. Fjölskyldu- og félagsmál, mennta- og menningarmál hafa alltaf átt hug Árna en þetta áhugasvið er nú líklega í genunum því afi hans var Þorsteinn Þ. Víglundsson, fyrsti skólastjóri Unglingaskólans í Vestmannaeyjum, afkastamikill maður. Þorsteinn afi Árna gegndi mörgum embættum í Eyjum, stofnaði Sparisjóð Vestmannaeyja, setti á stofn Byggðasafn Vestmannaeyja, var baráttumaður verkalýðsins, rithöfundur og frumkvöðull. „Manni er í blóð borið að menntun í hvaða mynd sem er skipti meginmáli fyrir afkomu fólks. Pabbi var lengst af kennari. Afi minn var Þorsteinn Víglundsson sem kom til Eyja til að setja á stofn unglinganám í Vestmannaeyjum. Hann var merkilegur maður sem ég dáðist að fyrir dugnað og áræðni. Fyrir bjó föðurfólk mitt í Eyjum, kaupmenn, útvegsmenn og bændur. Það var mjög gaman að alast upp í Eyjum, ég var ekki sáttur að flytja þaðan tólf ára gamall. Það var miklu meira frelsi í Eyjum þar sem við krakkarnir lékum okkur í götunni. Afi og amma bjuggu í næsta húsi við
okkur og mikill samgangur. Svo flutti fjölskylda okkar í blokk í Reykjavík og það voru veruleg viðbrigði. Ég var lengi að sætta mig við borgina, það tók tíma. Þegar ég ákvað að blanda mér í pólítík í Reykjavík, þá rjátlaði af mér heimþráin til Eyja,“ segir Árni og heldur áfram frásögn sinni um fyrstu árin í höfuðborginni.
Var kippt inn í starf borgarstjóra
„Ég fór í Menntaskólann í Hamrahlíð og kynntist Bryndísi þar, sem er eiginkona mín í dag. Við sungum saman í kór skólans, við vorum mjög ung þegar samband okkar byrjaði. Það hefur staðist í 43 ár. Eftir stúdentspróf kláraði ég kennaranám, vann við kennslu og fleiri störf og svo fórum við Bryndís saman út til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Þar tók ég meistaragráðu í stjórnsýslufræðum. Bryndís nam talmeinafræði á sama tíma. Þegar ég fór út í pólítik þá höfðuðu mest til mín fræðslu- og félagsmál í borginni. Þingmennska hefur aldrei höfðað til mín. Ég var borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 1986 til næstu 13 ára. Mér var kippt inn í starf borgarstjóra árið 1994 í fjóra mánuði þegar Markús Örn Antonsson ákvað að segja af sér eftir að skoðanakannanir sýndu Sjálfstæðisflokkinn í djúpri niðursveiflu og klárlega að stórtapa næstu kosningum. Þó verulega drægi á með okkur náðu Ingibjörg Sólrún og R- listinn, sem þá sameinaði alla aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn, meirihluta í borginni. Venjulega hefðu þau 47%, sem við náðum, dugað til meirihluta en ekki þá. Árið 1999 ákvað ég að hætta öllum afskiptum af borgarpólítík. Það var margt gott búið að gerast en ég var orðinn vígamóður og taldi best að gefa öðrum tækifæri til þess að spreyta sig. Ég ákvað að fara inn í viðskiptaumhverfið og var ráðinn sem forstjóri Tæknivals. Þegar verkefnum mínum var lokið þar þá stóð ég á tímamótum,“ segir Árni.
hug á því upphaflega. Bryndís hafði meiri tengingar hingað vegna starfa sinna hjá Varnarliðinu en þá hafði hún verið í verkefnum fyrir Varnarliðið um tíma þar sem hún vann sem talmeinafræðingur við snemmtæka íhlutun og þjálfun barna hermanna, auk þess sem hún sinnti þjálfun fullorðinna í gegnum Naval Hospital. Ég féllst á að líta hingað suður til að skoða aðstæður og kynna mér málin. Ég hitti mikið af áhugaverðu fólki og sá að verkefnin voru næg til að byggja upp samfélagið hér. Það hjálpaði vissulega til að finna þennan kraft sem hér bjó í fólkinu. Mér var boðið á rúntinn. „Þetta var einskonar „sparileið“ sá ég seinna þegar ég fór sjálfur „á rúntinn“ en það átti að kynna mér hverfin í bæjarfélaginu. Stundum sagði bílstjórinn, sem var Þorsteinn Erlingsson vinur minn: líttu núna til vinstri og sjáðu svo þarna til hægri. Ég skildi síðar að hann var að forða því að ég liti í hina áttina. Ég kom hrifinn heim úr þeirri bílferð og lagði til að við Bryndís og synir okkar færum á rúntinn að skoða bæinn. Ég náði ekki að aka þá leið sem Þorsteinn ók, mundi ekki nákvæmlega hvernig sá rúntur var og aulaðist inn á nokkrar rykugar malargötur sem voru holóttar og illa farnar. Við ókum einnig niður Hafnargötuna sem ég hafði ekki séð í fyrri bílferðinni með Þorsteini en hún var þá holóttasta gata landsins. Synir mínir sem hentust til í aftursætinu spurðu; „Pabbi ertu viss um að það sé góð hugmynd að flytja hingað?“ Það hefur oft verið hlegið að sparitúrnum síðan sem átti svo greinilega að fela margt fyrir mér sem ekki leit vel út, segir Árni og hlær. „Þeir vissu ekki þá að ég hrífst af erfiðum verkefnum, ekki léttum.“
Spennandi verkefni framundan
Bílferðin varð örlagarík fyrir Árna og fjölskyldu því hún leiddi til þess að þau fluttu í Reykjanesbæ, hjónin með yngri syni sína, þá Guðmund Egil fjórtán ára og Sigfús tólf ára. Védís Hervör, sú næst elsta var að hleypa heimdragann en Aldís Kristín, sú elsta, var þá flutt til Bretlands. „Fólk tók okkur vel þegar við fluttum hingað. Eldri sonurinn átti sína vini í Reykjavík og
fór í framhaldsnám í MR eftir grunnskólanámið hér. Þetta var kannski léttara fyrir yngri soninn því hann var tólf ára en hinn var unglingur þegar við fluttum hingað. Báðir eignuðust góða vini hér og skólasamfélagið tók vel á móti þeim. Sá yngri, Sigfús, fór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Hann heldur ennþá góðum tengslum við vini sína hér. Nú eru báðir strákarnir farnir að heiman en þeim leið vel hér fyrir sunnan. Við mættum hlýju af hálfu flestra bæjarbúa í upphafi og gerum enn, ég dvel ekki við þá sem andskotast í mér. Ég get sjálfur þolað sjógang en börnin mín, fjölskylda mín er óvarin fyrir ummælum almennings, það særir þau sem sagt er um mig. Ef þú ferð nýjar slóðir, ótroðnar slóðir, þá þolir „íhaldið“ það illa. Íhald er til í mörgum myndum og mörgum flokkum. Ég tek alvarlega raunhæfar athugasemdir en dvel ekki við annað. Styrkleiki minn er sá að mér þykir mjög vænt um fólk en það er vandaverk að vera með opið hjarta,“ segir Árni alvarlegur í bragði.
Margir voru hrifnir af Árna
Árni og fjölskylda áttu ekki sjö dagana sæla í lok starfsferils hans sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ þegar margir sóttu að honum með niðrandi og særandi ummælum. Sumir fóru hreinlega hamförum og fengu útrás á manninum. Árni Sigfússon er frumkvöðull í eðli sínum og finnst gaman að ryðja nýjar brautir og bæta líf fólksins í kringum sig eða eins og hann segir sjálfur; „Mótun samfélags kemur fyrst. Mér finnst fólk eiga að ganga fyrir og þannig búum við til gott samfélag þar sem allir eiga að fá að njóta sín.“ Þannig eru einmitt ummæli fólks sem hefur starfað með Árna, að hann gaf sér tíma til að hlusta á hugmyndir þess og hvatti það áfram. „Maður sem tendraði fólk til dáða í kringum sig,“ sagði einn fyrrum samstarfsmanna Árna. „Hann leyfði mér að blómstra í starfi, hlustaði á hugmyndir mínar og spurði mig hvernig ég gæti látið þær verða að veruleika.“
Endurreisn ímynd bæjarins
Þegar Árni kom til starfa sem bæjar-
Fólkið hér heillaði mig
„Þá komu að máli við mig menn héðan úr Reykjanesbæ sem vildu fá mig sem bæjarstjóraefni. Ég hafði ekki
Fræðslumál hafa ávallt höfðað til Árna.
stjóri þá urðu miklar breytingar bæði á útliti bæjarins og ímynd út á við. Í stjórnartíð hans og félaga tókst að snúa almenningsáliti landsmanna í jákvæða átt, fjölmiðlaumfjöllun sem áður hafði verið frekar neikvæð fyrir svæðið, snérist nú meira um menningu og framsækið skólastarf. „Ég var á þeim buxum að hætta í pólítik og vildi ekki aftur leiða stjórnmálaflokk en ef aðstæður leyfðu þá gæti ég starfað sem bæjarstjóri. Þetta orkaði samt tvímælis. Mér fannst verkefnið áhugavert sem framundan var í Reykjanesbæ. Þegar ég kom hingað þá var spennandi að fá að takast á við öll þessi verkefni, allar tölur voru samt óhagstæðar. Það dró ekki úr mér kjarkinn því ég hræðist ekki áskoranir. Skuldir sveitarfélagsins voru miklar og glíman því enn meira krefjandi. Hér þurfti margt að gera, mörg erfið verkefni lágu fyrir. Fjöldi þeirra verkefna voru á þeim sviðum sem mér hafa staðið sérstaklega nærri og tengjast fjölskyldunni, lífshamingu og velferð barna. Reykjanesbær mældist lægstur á landinu í samræmdum prófum. Hér var einnig mikil unglingadrykkja en umhverfið á margan hátt þannig að tækifærin blöstu við ef rétt yrði á málum haldið. Það þurfti að leita nýrra lausna með góðu samstarfsfólki og á margan hátt tókst það. Í byrjun þegar ég gerði athugun á því hvers vegna fjölskyldur vildu ekki búa og byggja hér þá sögðu margir að skólarnir væru ekki nógu góðir hér, niðurstöður samræmdra prófa sýndu og sönnuðu stöðuna,“ segir Árni.
Hugsað út fyrir rammann
„Við nánari skoðun taldi ég verkefnin þess eðlis að ég þyrfti að hafa pólitíska forystu til að gera breytingar og féllst ég því á að leiða Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar 2002 í Reykjanesbæ. Ég velti vöngum yfir hvernig væri unnt að byggja upp, bærinn var yfirskuldugur og því engin lán að fá í bönkum. Það þurfti að hugsa út fyrir rammann. Þá kom til stofnun félags um eignir og uppbyggingu opinberra mannvirkja, Fasteign. Með því móti fengum við samstarf banka og fjársterkra sveitarfélaga. Við gátum losað fé og náðum lánsfé
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
27
nesvita. Við búum á Reykjanesskaga en erum Suðurnesjamenn. Maður fann litla tengingu við þetta nafn í upphafi. Hvers vegna vildu menn breyta markaðssetningu svæðisins Árni? „Suðurnes er fallegt orð sem aldrei fer frá þessu svæði. Varðandi notkun á nafni til að lýsa svæðinu þá var gerð stór könnun um afstöðu Íslendinga til ákveðinna orða. Það var stuttu fyrir mína tíð hér. Spurt var hvað fólki dytti í hug þegar það heyrði eftirfarandi nöfn; Suðurnes. Svar: rigning og rok, Keflavík: Hljómar, lélegar götur, Njarðvík: óþekkt svæði. Reykjanes: jarðhiti, hrikalegt hraun, brim. Við sáum hvað afstaða fólks til ákveðinna orða gat haft mikil áhrif á hugmyndir fólks um svæðið og því ráðlagði Markaðs- og atvinnumálaskrifstofan okkur að nota Reykjanes í kynningum. Varðandi innri markaðssetningu bæjarins, þá taldi ég góðar fréttir af skóla- og menningarmálum vera sterkastar. Við vildum fjölga íbúum í Reykjanesbæ. Það er hagstæðari eining rekstrarlega séð að búa til dæmis í 20.000 íbúa bæ. Við vildum stækka bæinn, þróa og efla Innri Njarðvík sem nýtt byggingarsvæði.“
Árni er sáttur
Árni er liðtækur á gítar. til framkvæmda í gegnum þetta félag. Sveitarfélögin voru eigendur að Fasteign allan tímann en með því að búa til félagið þá höfðum við greiðari aðgang að lánsfé því bankar lánuðu ekki sveitarfélaginu, sem slíku, það sem til þurfti. Það var samþykkt mótatkvæðalaust í bæjarstjórn að fara þessa leið. Ef við hefðum verið bókhaldarar, sem hræddust lánsfé til uppbyggingar þá hefði ekkert af uppbyggingarstarfinu sem fram fór næstu árin í Reykjanesbæ átt sér stað. Til að koma hlutunum á hreyfingu þá yrðum við að fjárfesta og fjárfesting kostar,“ segir Árni.
Rödd bæjarbúa skiptir máli
Árni og félagar brydduðu upp á ýmsum nýjungum í stjórnartíð sinni sem ekki hafði áður verið gert, eitt af því voru íbúafundir í hverfum bæjarins. Í fyrsta sinn voru bæjarbúar spurðir hvað þeim fyndist. „Við leituðum til bæjarbúa um hugmyndir og settum strax fram plagg sem við kölluðum „Framtíðarsýn“. Kjarninn fjallaði um hamingju, sem við ætluðum ekki að skilgreina fyrir hvern og einn en það er að horfa fram á við, til framtíðar. Að þú veist hvert þú ætlar. Að sérhver einstaklingur eigi framtíðarsýn, að hver manneskja eigi sér tækifæri og þar kemur skólinn, uppeldi og menntun sterkt inn. Að geta lesið sér til gagns og reiknað. Sem sveitarstjórnarmaður veit ég að þetta var tímamótamarkmið, það er að sveitarfélag skilgreindi í stefnu sinni að mikilvægast væri að stuðla að heilbrigði og hamingju allra íbúa með þeim hætti að verkefni sveitarfélagsins legðu áherslu á líflínu og mikilvæga áfanga í lífi hvers einstaklings frá meðgöngu til fullorðinsára. Öll menntun, iðnmenntun, háskólamenntun, skiptir okkur máli. Til þess að láta drauma okkar rætast verðum við að hafa ákveðin tól og verkfæri í töskunni okkar. Við vildum byggja upp betra menntasamfélag hér í bæ, á leikskólum og í grunnskólum. Okkur tókst gríðarlega vel gagnvart þeim verkefnum í menntamálum, svo vel að önnur sveitarfélög komu til okkar í heimsókn til að skoða módelið, sjá hvað við værum að gera því nemendur bæjarins voru farnir að skora mun hærra í samræmdum prófum á undraverðum tíma,“ segir Árni stoltur.
Skuldahlutfall var erfitt frá byrjun
Reykjanesbær stóð ekkert sérstaklega vel fjárhagslega þegar ný bæjarstjórn tók við. Verkefnin voru mýmörg sem Árni og félagar, samstarfsfólk, tókust á við á þessum árum; „Þegar ég tók við stöðu bæjarstjóra var skuldahlutfallið 200% árið 2002. Það var strax svona erfitt. Þessar staðreyndir hafa farið framhjá mörgum sem fáruðust yfir háum skuldatölum, sérstaklega í kjölfar hrunsins. En oft var gagnrýnin ómarkviss og röng. Bærinn fékk til dæmis viðurkenningar fyrir hagstæðan rekstur á þessum tíma. Auðvitað má gagnrýna ákveðnar fjárfestingar á stjórnunartímabili okkar, því þær voru margar og miklar, sem nú hafa skilað okkur verulega fram á við. Markmiðið var að stuðla að og undirbúa öll þau tækifæri sem möguleg væru til að styrkja atvinnulífið, fjölbreytt störf, menningu og menntun á svæðinu. Víkingaheimar voru til að efla ferðaiðnaðinn en við hefðum kannski átt að leyfa einstaklingsframtakinu að sjá um það. Sumir gagnrýndu vandaðan tónlistarskóla og endurbætur Stapa. Það er þó dæmi um verkefni sem mun skila menningararfi svæðisins til komandi kynslóða. Framkvæmdir við uppbygginu kísilversins voru mistök, þótt einkaframtakið hafi alfarið kostað þá uppbygginu. Það breytir ekki því að við verðum að huga áfram að fjölbreyttum og vel launuðum störfum,“ segir Árni.
2006. Þá vorum við tilbúin með tillögur um það sem best hafði virkað annars staðar við svipaðar aðstæður. Þróunarfélagið Kadeco, varð til og hélt utan um verkefnið fyrir íslenska ríkið. Keilir, háskólabrú, flugnám og háskólatenging varð síðan sterkur bakhjarl í frekari hugmyndaþróun, með frábæru fólki. Ég las nýlega úttekt á brotthvarfi hersins þar sem sėrstaklega var þess getið að fumlaus aðkoma Reykjanesbæjar hafi skipt miklu máli fyrir hversu vel tókst að forða algeru fíaskó á svæðinu við brotthvarf hersins,“ segir Árni með áherslu.
Fjölskylduvænt umhverfi fyrir alla aldurshópa
„Allt sem við unnum að á þessum árum var vandað og hugsað til framtíðar enda var bærinn að stækka. Við töldum mjög mikilvægt að efla og styrkja allar grunnstoðir og að gera bæinn okkar fallegan og samkeppnishæfan fyrir fjölskyldur sem væru að íhuga framtíðarbúsetu. Nokkur dæmi um þau verkefni sem við skiluðum af okkur eru bygging Akurskóla, Vesturberg nýr leikskóli, bætt aðstaða Tjarnarsels, viðbygging Hjallatúns, leikskólinn Akur var byggður, byggt við leikskólann Holt, endurbygging leikskólans Vallar, Háa-
leitisskóli og leikskóli á Ásbrú, Nesvellir, bæði félagsaðstaða aldraðra og hjúkrunarheimili, endurbygging við Stapa, Hljómahöll, Tónlistarskólinn, Rokksafnið, endurbygging Duushúsa, Fishershúss, Íþróttaakademían var byggð, við byggðum við félagsaðstöðu við Íþróttahús Njarðvíkur o.s.frv. Við vörðum alla strandlengjuna, notuðum grjótið úr Helguvík til þess og gerðum í leiðinni göngustíga meðfram sjónum frá smábátahöfninni í Keflavík og alla leið inn í Kópu í Innri Njarðvík. Við létum grafa upp alla Hafnargötuna og lögðum hana á ný. Við lögðum kapp á að versla við heimamenn. Við vildum efla húsnæði menntastofnana og varðveita gamla menningu, fá meiri tengingu íbúanna við svæðið sjálft. Á sama tíma og þessar miklu fjárfestingar stóðu yfir náði bæjarfélagið að vera í hópi best reknu sveitarfélaga þrátt fyrir allt. Ég vann með frábæru starfsfólki sem elskaði vinnuna sína og þannig náði maður að virkja kraftinn í fólkinu. Þetta var frábær tími.“
Reykjanes frekar en Suðurnes
Margir innfæddir voru ekki sáttir þegar allt í einu var hætt að tala um Suðurnes heldur bjuggum við nú á Reykjanesi. Suðurnesjamenn hváðu og sögðu Reykjanes vera úti við Reykja-
Vildum skapa góða íbúabyggð
Hugmyndir Árna og félaga voru að nýta Helguvík til þess að skapa fjölbreytileg og vel launuð störf á svæðinu. Fleiri verkefni voru krefjandi á þessum árum. „Í dag er auk Bláa lónsins og Reykjanesbæjar, einn stór vinnuveitandi á svæðinu, ISAVIA og þar geta launin ekki stigið upp endalaust. Þegar herinn fór þá vorum við aðeins að vissu marki búin að undirbúa okkur. Við höfðum leitað svara víða um hvað best væri að gera ef varnarliðið hyrfi af landi brott. Niðurstaðan varð sú að breyta svæðinu í frumkvöðlasvæði og háskólasvæði. Nafnið Ásbrú með ákveðna tilvísun í goðheima, kom seinna. Við vorum því að nokkru leyti undirbúin þegar herinn fór árið
Hjónin Árni og Bryndís.
Þegar hlustað er á Árna þá finnur maður hvað hann er hugmyndaríkur og hefur uppbyggilegar skoðanir um samfélagið. Manni finnst eiginlega synd að missa svona frumkvöðul úr allri hugmyndavinnu varðandi framtíð svæðisins. Árni og félagar gerðu margt gott fyrir Reykjanesbæ og komu bænum svo sannarlega á kortið. Jákvæð umfjöllun fjölmiðla varð algengari í stjórnartíð hans og snérist oftar en ekki um skemmtilegt og frjótt mannlíf. Það getur verið gott að hafa svona frumkvöðla innanborðs því þeir koma hlutunum á hreyfingu. Glöggt er gests augað. „Hrunið var partur af stigvaxandi vanda. Ég gat ekki séð fyrir frekar en aðrir hvert allt stefndi. Við bregðumst við aðstæðum. Það þarf að hlusta, vera sjálfsgagnrýninn, viðurkenna mistök og fá tækifæri til að leiðrétta. Maður er að „verja fé“ en ekki að „eyða fé“ ef maður gerir það skynsamlega. Ef við horfum á þetta bæjarfélag í dag þá hefur margt tekist vel. Þetta var gott tímabil í lífi okkar hjóna þrátt fyrir baráttuna. Við Bryndís horfum á árangurinn, það var aldrei svo þungskýjað að við sæjum ekki til sólar. Stundum voru aðstæður mjög erfiðar í bæjarfélaginu, sérstaklega þegar herinn fór. Þegar einhver grætur við dyrnar hjá þér þá hugsarðu ekki um bókfærsluna. Við hjá Reykjanesbæ, fórum í að búa til úrræði fyrir atvinnulaust fólk. Það var mjög stór hópur sem við vildum hjálpa í að halda virðingu sinni eftir atvinnumissinn. Félagsþjónustan kom sterk inn og er einstök í Reykanesbæ, þar er einstakt starfsfólk sem stóð í ströngu á þessu tímabili,“ segir Árni alvarlegur í bragði.
Vinnur við hugmyndasmíði
„Ég er í nokkrum verkefnum í dag en er mest að vinna fyrir Bláa lónið og fyrirtæki því tengdu í hugmyndavinnu um framþróun nokkurra verkefna. Ég hef einnig verið að vinna með Sjávarklasanum. Svo er ég að vinna með minni ástkæru eiginkonu sem tengist menntamálum en það er ástríða okkar beggja. Ég er frumkvöðull í eðli mínu og öll þessi verkefni eru á þeim nótum. Ég ákvað að draga mig út úr pólítík, alls ekki að hætta til að fara í aftursætið og nöldra, heldur hætta alveg og horfa jákvæðum augum til framtíðar. Mér sýnist margt vel gert í bæjarfélaginu hjá þeim sem stýra núna. Ég get ekki annað en verið stoltur af því sem við höfum áorkað síðustu ár og áratugi enda er Reykanesbær að uppskera af sáningu sem átti sér stað á erfiðum tímum ásamt því að halda áfram götuna fram um veg. Þannig viljum við að lífið haldið áfram samfélaginu til góðs.“ segir Árni að lokum.
28
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Á annað hundrað manns mættu á 25 ára afmælis- og hátíðarfund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í byrjun sumars sem haldinn var í Stapa. Þrír bæjarfulltrúar úr fyrstu bæjarstjórninni 1994–1998 fluttu ávörp en það voru þau Jónína Sanders, fyrsti formaður bæjarráðs, Drífa Sigfúsdóttir, fyrsti forseti bæjarstjórnar og Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi. Þau rifjuðu upp atriði frá sameiningunni sem var ein sú fyrsta hjá sveitarfélögum á landinu. Fyrir utan sameininguna sjálfa var nafnamálið það stærsta og bæjarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær um ári eftir sameiningu. Víkurfréttir ræddu við þau þrjú eftir fundinn.
Fjölmenningin Vildi að það yrði af hinu góða þjóðstjórn eftir sameiningu segir Jónína Sanders bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti formaður Bæjarráðs 1994
Þessi sameining var söguleg en hvernig var að vera einn af Njarðvíkingunum í nýju bæjarstjórninni? Það var fyrirfram svolítil áskorun af því ég vissi að það voru eingöngu 60% Njarðvíkingar sem samþykktu sameininguna en yfir 90% Keflvíkinga og Hafnarbúa. En ég hafði svo gott bakland úr Keflavík, Njarðvík og Höfnum þannig að í raun og veru þá gekk þetta rosalega vel og það var ekkert að óttast í þessu. Hvað finnst þér minnistæðast þegar þú horfir til baka síðustu 25 árin? Það var svolítið mikið í gangi þarna fyrstu árin og á þeim tíma var atvinnuleysi mikið. Auðvitað hefur sveitarfélagið farið í gegnum bæði góða tíma og niðursveiflur en það sem stendur upp úr að mínu mati er að þetta er orðið fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Hér eru styrkar stoðir og mér sýnist framtíðin vera mjög björt. Ef þú horfir á sveitarfélagið í dag og fyrir 25 árum, finnst þér margt hafa gerst? Það er meiri fjölmenning í dag í Reykjanesbæ og mér finnst hún af hinu góða. Fólk sem flytur hingað að frá öðrum löndum það auðgar mannlífið. Mér finnst bæði menningar- og íþróttalífið vera mjög öflugt. Mér finnst jákvæðni vera ríkjandi og ég er svo ánægð með að fólkið, sem er valið í forystu í sveitarfélögum, þó það sé ekki alltaf sammála um alla hluti þá er það bara sameiginlegt verkefni að láta hlutina ganga vel. Mér sýnist fólk vera að gera það. Eitt af því sem margir höfðu áhyggjur af, meðal annars Njarðvíkingar, var það hvort það ætti að sameina íþróttafélögin. Þetta hefur allt gengið vel. Þetta hefur allt gengið mjög vel og það er svo heilbrigður metnaður. Við fylgjumst mjög vel með Keflavík og Njarðvík í knattspyrnunni og svo má ekki gleyma því að við, íbúarnir í Reykjanesbæ, eigum fullt af fólki í landsliðum Íslands í fjölmörgum íþróttagreinum. Það er líka það sem þessi sameining hefur gert, við megum ekki gleyma því. Hver heldur þú að sé stærsta áskorunin fyrir forráðamenn bæjarfélagsins í dag til framtíðar litið? Ég held að áskorunin sé að halda vel utan um bæjarsjóð og að byggja hægt og rólega það sem byggja á upp til framtíðar.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
segir Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1994 Hvað finnst þér standa upp úr á þessum 25 árum hjá Reykjanesbæ? Ætli það sé ekki bara helst sameiningin sjálf. Þetta voru þrjú sveitarfélög. Það var auðvitað mjög margt sem lagaðist við sameininguna. Þetta er ein eining, það er skipulagslega séð mjög gott. Ég held það hafi sannað sig hvað stærra sveitarfélag er öflugra og getur tekið við fleiri verkefnum heldur en þessi sveitarfélög hefðu gert ef þau hefðu verið í sitthvoru lagi. Fannst þér þú sjá það fljótlega, þegar hlutir fóru að gerast, hvað þessi sameining var gott skref? Fljótlega, já. En í upphafi var þetta mjög viðkvæmt og sérstaklega þegar verið var að sameina stjórnkerfið og að það væru á fjórða hundrað færri í nefndum. Menn veltu því líka fyrir sér hvort það væri endilega lýðræðisskref og auðvitað var umræða um það hvernig hægt væri þá að auka hlutdeild hverfanna eða gömlu sveitarfélaganna í sinni heimastjórnun en það var eitt af þeim verkefnum sem kláruðust ekki alveg nógu vel. En hitt er annað, að yfirleitt var mjög mikil viðleitni til þess að ná samstöðu og að leysa málin á skynsaman og mjúkan hátt. Ég held það hafi tekist býsna vel. Þið voruð þarna nánast með kosningasigur en lendið svo í minnihluta. Já, þetta er það skrýtna við pólitíkina. Þarna var komið samband á milli þeirra oddvita, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem voru bæði oddvitar sinna flokka í sveitarfélaginu og þau héldu því áfram. Ég hafði sagt það, líka fyrir kosningar, að ég teldi eðlilegt út af þessu verkefni að það væri nokkurs konar þjóðstjórn sem myndi vinna og við myndum leggja pólitíkina aðeins á hilluna en það var bara ekki vilji fyrir því. Hins vegar þá, þrátt fyrir þessa stöðu, þá lögðum við okkur öll fram við að vinna saman og þegar við gátum þá gekk það vel, þegar við komumst að málunum. Þarna voru fjórir flokkar og þið voruð í Alþýðubandalaginu. Þið voruð ekki með mann inni í bæjarstjórn Keflavíkur á undan en komið síðan inn með tvo menn. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum (vorið 2018) var þetta orðið svolítið flóknara en eingöngu fjórir flokkar hjá Reykjanesbæ. Hvað finnst þér um þetta umhverfi? Þetta er mikið flóknara eins og þú segir og erfiðara að eiga við en það gefur líka fleiri möguleika. Það er eiginlega alltaf, í allri stöðu, hægt að sjá kosti og galla eða sóknarfæri og menn eiga að skoða þau. Þetta þýðir að fleiri geta komið að og það er ekkert sem segir það endilega að gamli fjórflokkurinn hafi verið heilagur. Það var ekki bara í eitt kjörtímabil sem ég hafði verið utan, það voru tvö kjörtímabil sem ég hafði ekki verið í bæjarstjórn Keflavíkur, en þar áður var ég þar í eitt kjörtímabil. Ég man eftir því að þú spurðir mig einmitt að því þegar fyrstu kannanirnar komu fram og ég var ekki inni hvort það væri ekki dálítið djarft að fara í þriðja skiptið og falla þrisvar, hvort það væri þá ekki fullreynt. Ég svaraði því einmitt að það væri auðvitað holl og góð reynsla að læra það að það er ekkert alltaf sjálfgefið og þess vegna væri ekkert óeðlilegt að maður tapaði í kosningum. En það væri hins vegar slæmur ávani og ég ætlaði ekki að taka þetta upp sem ávana og það stóðst.
Rosalegur hiti í nafnamálinu
segir Drífa Sigfúsdóttir, fyrsti forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar Þegar þú horfir yfir þennan tíma, er eitthvað sérstakt sem er ofarlega í huga þér? Ég er alveg sannfærð um að þessi sameining hefur tekist afspyrnu vel. Það eru mjög fáir í dag sem tala um að það hefði ekki átt að láta verða af þessu. Við sjáum að bærinn hefur styrkst og er orðinn miklu sterkari. Við náðum mjög góðum árangri á sínum tíma og staðan núna er betri en hún var fyrir fáeinum árum síðan þannig ég horfi bara bjart fram á veginn fyrir bæjarfélagið. Hvað fannst þér vera stærsta málið sem þið þurftuð að taka á - á upphafsárunum? Það sem skiptir kannski mestu máli fannst mér var að ná utan um að þeir sem voru í vinnunni hjá bænum liði sæmilega vel með það sem þau voru að gera. Við byrjuðum á því að segja að það yrði engum sagt upp og að við ætluðum að reyna að sameina og breyta en ekki að segja upp fólki, til þess að koma í veg fyrir óróleika. Það var það fyrsta sem við gerðum og síðan var bara mikilvægt að við pössuðum okkur og hefðum þetta jafnt fyrir öll svæðin. Hversu stórt atriði var nafnið á nýja sveitarfélaginu? Það var rosalegur hiti í því máli að það var engu lagi líkt. Það var ekki hægt að fara út í búð á þeim tíma nema að einhver kæmi öskrandi o.s.frv. Það var mikill hiti í þessu og meira að segja var það þannig að það var aukafundur haldinn og ég ekki boðuð á hann sem er svolítið skondið og spurning um lögmatið þegar svoleiðis er. Ég var forseti bæjarstjórnar og ekki boðuð, það segir svolítið söguna. Ert þú sátt við nafnið í dag? Já, já, ég held það séu allir meira og minna sáttir með nafnið. Það er gróið yfir þetta allt saman. Við búum í Reykjanesbæ en svo er ég náttúrulega Keflvíkingur og maðurinn minn Njarðvíkingur og það verður alltaf þannig. Þetta hefur verið hitamál í fjölskyldunni hjá þér. Já, heilmikið hitamál. Það var alveg svona dauður hringur í kringum mig í fjölskylduboðum. Ég var algjörlega fylgjandi sameiningunni, eins og Tómas Tómasson (fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Keflavíkur) var áður, og fólk bara labbaði í burtu þegar maður minntist á sameiningu sveitarfélaga. Þetta var mjög vont mál í fjölskyldunni. Hvað finnst þér hafa breyst hvað mest þegar þú horfir á ákveðin málefni hjá sveitarfélaginu á þessum 25 árum? Finnst þér eitthvað hafa breyst mikið í eðli rekstrar og annars? Sveitarfélög eru í eðli sínu kannski svipuð. Það hafa í dag færst fleiri verkefni til sveitarfélagsins, bærinn hefur stækkað mjög mikið og það eru vaxtarverkir. Mér fannst leiðinlegt hvað fjármálin fóru á hliðina en nú eru þau að ná tökum á því. Það er alvarlegt og við erum að borga mun meiri skatta fyrir eignir okkar heldur en til dæmis þeir sem búa í Reykjavík og víðar og þetta er eitthvað sem þau ætla að fara að taka á. Það er jákvætt. Svona í eðli sínu þá er rekstur sveitarfélaga alltaf svipaður. Hver heldur þú að verði mesta áskorunin fyrir bæjarfélagið eða forráðamenn þess á næstu árum? Ég held það sé spurning hvernig þau taka við þeim nýbúum sem setjast hér að. Það þarf að hjálpa þeim við móðurmálið sitt því það er það sem þú stendur á þegar þú hugsar. Við þurfum að sinna þeim þannig að þeir aðlagist samfélaginu og myndi ekki svona grúbbur sem eru ekki inni heldur loki sig af. Ég held það sé mikilvægt og annað sem skiptir máli er, af því við erum við Keflavíkurflugvöll þar sem er mikið um vaktavinnu, þá er fólk sem á börn ekki að fá þjónustu miðað við vinnutímann og verður jafnvel að hætta að vinna og leita annað. Þannig að það eru ýmis verkefni sem snúa beint að vellinum og þessari miklu vaktavinnu sem er hérna. En mér sýnist að bæjarstjórnin sé að skoða þessi mál og að hún sé á réttri leið.
LJÓSANÆTUR TILBOÐ FULLT AF FRÁBÆRUM TILBOÐUM ALLA LJÓSANÆTURDAGANA
20% 40%
AFSLÁTTUR AF ALLRI GJAFAVÖRU
AFSLÁTTUR AF DREAMWORLD RÚMUM
15%
AFSLÁTTUR AF TENICA RAFMAGNSRÚMUM
OPNUNARTÍMI YFIR LJÓSANÓTT
FIMMTUDAGUR 10 – 22, FÖSTUDAGUR 10 – 22 LAUGARDAGUR 11 – 18, SUNNUDAGUR 13 – 16
TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •
BÚSTOÐ EHF
30
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
KJARTAN MÁR KJARTANSSON BÆJARSTJÓRI REYKJANESBÆJAR FRÁ 2014
Kjartan Már fékk símtalið úti á golfvelli Sá sem nú situr í bæjarstjórastóli Reykjanesbæjar hefur komið víða við. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík, var ungur með mikla ljósmyndadellu, ætlaði að verða ljósmyndari og stefndi á nám í þeim fræðum aðeins sautján ára en örlögin ætluðu honum annað. Nítján ára gamall ára fór hann að kenna við Tónlistarskóla Keflavíkur og var aðeins 24 ára þegar hann tók við skólastjórastöðu við sama skóla. Kjartan Már Kjartansson er fæddur inn í tónelska fjölskyldu en hann og öll systkini hans lærðu á hljóðfæri í uppvextinum og mörkuðu sín spor í tónlistarlífi Keflavíkur.
VIÐTAL
eldrar Kjartans Más voru Gauja Guðrún Magnúsdóttir og Kjartan Henry Finnbogason, sem bæði eru látin.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Ákveðið frelsi í uppeldinu
Tónlistaruppeldi
„Mamma var músíkant og ætlaði að verða píanókennari þegar hún varð ófrísk af Magga bróður og fór þá að sinna móðurhlutverkinu. Afi minn og pabbi hennar, Magnús, drukknaði þegar hún var nokkurra mánaða gömul og ólst hún upp hjá Framnessystrum, þeim Jónu og Laugu. Ég reikna með að mamma hafi látið drauma sína rætast í gegnum börnin sín því hún lagði áherslu á að leyfa okkur að læra á hljóðfæri. Maggi byrjaði í lúðrasveit, Finnbogi í poppinu, Sigrún systir lærði á fiðlu, Ingvi Jón lærði á trompet, ég lærði á fiðlu og Viktor á trompet. Heima hjá okkur var ákveðinn slaki í uppeldinu og frelsi til að velja það sem maður vildi, líklega vegna þess aga sem mamma bjó hjá Framnessystrum sem barn og vildi ekki að við byggjum við,“ segir Kjartan Már. Maður ímyndar sér hvernig bernskuheimili Kjartans hefur hljómað af tónlist alla daga af krökkum og seinna unglingum sem voru að æfa sig á hljóðfæri. For-
„Það var mikil tónlist heima og auðvitað var maður stoltur af bræðrum sínum, Magga og Finnboga, þegar þeir fóru að vekja athygli á landsvísu í poppinu. Tíðarandinn þá var þannig að annaðhvort varstu í klassík eða poppi og þeir völdu báðir poppið á unglingsárunum. Ég hætti sjálfur í tónlistarnámi á unglingsárunum en kennararnir komu þá heim og sóttu mig. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Ég lærði fyrst á blokkflautu í tvö ár en svo langaði mig að læra á þverflautu. Ragnar Björnsson, þáverandi skólastjóri, tók í höndina á mér, skoðaði puttana þegar ég sagði honum að mig langaði að læra á þverflautu og sagði að ég væri með fiðluputta en ekki flautuputta. Svo komst ég að því síðar að þetta hafi auðvitað bara verið leið hjá Ragnari til að fjölga strákum á strengjahljóðfæri við skólann. Fiðlan og lágfiðlan hafa því alltaf verið hljóðfærin mín. Ég verð þeim ævinlega þakklátur, þeim Ragnari og einnig kennurunum sem sóttu mig heim þegar ég vildi hætta í
Kjartan Már ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, þegar hann var í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ. tónlistarskóla sem unglingur,“ segir Kjartan Már og segist nú ekkert hafa verið voða töff með fiðluna þegar aðrir voru kannski að spila á trommur eða gítar á unglingsárum. Hann var frekar pattaralegur á þessum árum og áhugamálin voru skátarnir, fótbolti og ljósmyndun fram til 15 ára aldurs.
Sá draumastúlkuna á rúntinum
„Sem krakki var ég búttaður rauðhærður strákur, með stóran haus og freknur að auki, þannig að maður var kannski ekki efni í mesta töffarann. Ég var í skátunum, spilaði fótbolta og tók ljósmyndir. Ég var stoltur af bræðrum mínum sem voru poppstjörnur á Íslandi en ég var bara saklaus strákur á reiðhjóli sem spilaði á fiðlu. Ástin kom samt snemma inn í líf mitt. Ég var aðeins sextán ára þegar ég sá hana fyrst, stelpuna sem er eiginkona mín
í dag, hún Jónína Guðjónsdóttir. Ég var farinn að rúnta með eldri strákum þegar við vorum að keyra Hafnargötuna eitt sinn. Hún var árinu yngri, aðeins fimmtán ára, og ég man þegar við ókum framhjá þessari stelpu og vinkonum hennar. Vá, hvað hún er sæt þessi sagði ég við strákana. Svo eltist ég við hana allt sumarið 1977, þetta var mikil vinna og tók marga mánuði en hún gaf sig að lokum. Ég var kannski ekki sá töffaralegasti í bænum á þeim tíma. Ég fór svo í Fjölbraut og hún í Samvinnuskólann á Bifröst. Svo þegar ég varð stúdent þá var hún að klára Bifröst. Við fluttum þá til Reykjavíkur og héldum áfram námi. Ég fór í fiðlukennaranám í Tónlistarskólanum í Reykjavík en hún í framhaldsdeild Samvinnuskólans. Svo verður Jóna ófrísk að fyrsta barni okkar og við eignumst Guðjón árið 1983, sem er viðskiptafræðingur í dag. Síðan fæddist Sonja árið 1985 en í dag er hún flugmaður hjá Icelandair. Lovísa er yngst en hún fæddist árið 1991, viðskiptafræðingur og flugfreyja hjá Icelandair. Við eigum fimm barnabörn, allt drengi, og tvo á ská. Ég hef voða gaman af því að slást við afastrákana mína,“ segir Kjartan Már brosandi.
Kenndi ljósmyndun á unglingsárum
Kjartan Már á fyrsta degi í starfi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þarna ásamt Elísabetu Magnúsdóttur og Hirti Zakaríassyni.
En aftur yfir í yngri ár Kjartans Más sem eru athygliverð ár að mörgu leyti því snemma sýndi hann ákveðna leiðtogahæfileika. „Ég var með mikla ljósmyndadellu sem krakki en þá var ljósmyndaklúbbur á vegum Æskulýðsráðs þar sem nú heitir Al Anon húsið við Klapparstíg og fleira æskulýðsstarf fór þar fram. Sumir muna eftir húsinu sem Eyjólfshús. Þrettán ára kenndi ég þar ljósmyndun og framköllun og
fékk svo sumarvinnu sem aðstoðarmaður ljósmyndara á verkfræðideild Varnarliðsins á táningsaldri. Ég ætlaði að verða ljósmyndari en komst hvergi á samning hjá meistara, sem þá var skilyrði. Mér gekk vel í fiðlunáminu og ákvað því að verða fiðlukennari. Nítján ára gamall var ég farinn að kenna við Tónlistarskólann í Keflavík og varð skólastjóri við sama skóla þegar ég var 24 ára og tók við af Herbert H. Ágústssyni. Við Tónlistarskólann starfaði ég í tuttugu ár. Ég minnist þess þegar ég var spurður eitt sinn hvort það væri fullt starf að vera þarna niðri í tónlistarskóla, svona eins og það væri bara dútlvinna og varla nóg fyrir einn, og ég hugsaði með mér að svara manninum í sama dúr. Jú, jú það tínist alltaf eitthvað til og brosti en á þessum tíma voru tæplega þrjátíu kennarar við skólann og þrjú hundruð nemendur stunduðu þar tónlistarnám,“ segir Kjartan Már og hlær.
Vildi hafa áhrif á menninguna
Rétt rúmlega þrítugur fór Kjartan Már að vafstra í pólítík en þá fann hann þörf hjá sér að láta gott af sér leiða fyrir bæinn. Hann var upptekinn af menningarlífinu og vildi hafa áhrif á þróun mála í þeim geira. „Árið 1994 fer ég að finna þörf fyrir að láta gott af mér leiða og vildi hafa áhrif á menningarlífið í bænum. Ég byrjaði sem varamaður fyrir Framsókn árið 1994 og tók sæti í menningarnefnd. Árið 1998 náði ég kjöri sem aðalmaður og tók þá meðal annars sæti í stjórn Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, MOA. Árið 2000 er Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu og bæjarfélög á landinu eru einnig hvött til að taka þátt. Ég og Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, erum saman í stjórninni og
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
31
Kjartan Már fer í sund flesta morgna. MOA undirbýr einn menningardag í Reykjanesbæ árið 2000. Það var í raun upphafið að Ljósanótt sem Steini þróaði síðar af miklum krafti í samvinnu við fleiri og átti hann meðal annars hugmyndina að lýsingunni á Berginu,“ segir Kjartan Már.
Langaði að prófa fleiri störf
„Það má segja að ég hafi fengið snemmbúna miðaldurs krísu 37 ára gamall og fór að vinna á fleiri en einum vinnustað næstu árin. Ég átti rétt á launalausu leyfi frá störfum við Tónlistarskólann og tók mér frí þaðan og ræð mig í kjölfarið sem fyrsti forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum árið 1998. Eftir árið vildi ég ekki fara aftur inn í Tónlistarskólann enda var hann kominn í góðar hendur hjá fólki sem ég treysti. Það voru miklar breytingar eftir sameiningu bæjarfélaganna og ég vildi stíga út úr þessu og sjá tónlistarskólana í Keflavík og Njarðvík sameinaða í einn. Þetta ár var fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ráðinn, Haraldur Á. Haraldsson og aðstoðarskólastjóri Karen J. Sturlaugsson. Skólinn hefur blómstrað í þeirra höndum síðan. Spennandi hlutir voru að gerast hjá mér á þessum árum og ég vildi einbeita mér að störfum í bæjarstjórn og einnig prófa eitthvað nýtt í starfi. Ég var í eitt ár hjá MSS, þá langaði mig að starfa meira í ferðabransanum en ég hafði verið fararstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn í þrettán sumur með fiðlukennslunni. Helgi heitinn Jóhannsson bauð mér þá fullt starf á skrifstofunni í Reykjavík en ég gafst upp eftir eitt ár á Reykjanesbrautinni. Þá var ég ráðinn til Icelandair hér suður frá til þess að sinna þjálfun starfsmanna og sá um starfsmanna-, fræðslu- og gæðamál en þetta var á fyrstu dögum IGS. Á sama tíma fór ég í MBA nám við Háskóla Íslands. Ég hætti hjá IGS þegar mér var boðið að vinna með Magnúsi Scheving í Latabæ en honum hafði ég kynnst í fararstjórninni en þá kom hann sem skemmtikraftur í einni sólarferð. Maggi bauð mér að vera aðstoðarmaður sinn en á þessum árum var Latibær ört vaxandi ævintýri. Maggi er magnaður náungi. Ég spurði hann
eitt sinn hvers vegna hann hefði valið mig til starfa með sér þá sagðist hann hafa þurft einhvern sérstaklega þolinmóðan mann með sér og fyrst ég gat kennt á fiðlu í 20 ár þá hlyti ég að þola allt. Það var mjög gaman að vinna í Latabæ og ég lærði mikið af því að vinna með Magnúsi,“ segir Kjartan Már og manni dettur í hug að Kjartan hafi þurft svona mikla útrás eftir að hann sleppti starfinu í Tónlistarskólanum og vildi þess vegna prófa sig á mismunandi vinnustöðum.
Leiðtogahæfileikar Kjartans Más
Kjartan Már áttaði sig á því að honum fannst gaman að starfa sem leiðtogi, stjórnandi og við rekstur. Hann hafði hugrekki, hæfileika og hugmyndir til þess að ryðja brautina. „Eftir Latabæ fór ég til Samkaupa og starfaði þar í tvö ár og var að þróa mig sem stjórnanda og sem rekstrarmann. Ég sóttist eftir svoleiðis störfum. Ég opnaði síðan útibú Securitas í Reykjanesbæ og fékk góða aðstoð við það úr höfuðstöðvunum í Reykjavík. Nú
starfa fimmtíu manns hér hjá Securitas, sem er mjög flott fyrirtæki. Ég ákvað að hætta í pólítík árið 2006 og skráði mig úr Framsóknarflokknum en fylgdist alltaf með umræðunni. Í dag tengi ég mig ekki við neinn flokk,“ segir Kjartan Már.
Draumastarfið?
Þá leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort Kjartan Már Kjartansson hafi ávallt stefnt á bæjarstjórastólinn. Hann brosir við spurningunni. „Árið 2014 var starfið auglýst, ég sótti um og var ráðinn. Ég vissi að verkefnið var mikilvægt langtímaverkefni. Ég hugsaði þetta mjög vel, skoðaði opinber gögn um bæjarfélagið, lá yfir ársreikningum þess og ræddi við ýmsa áður en ég sótti um starfið. Ég vildi kynna mér mjög vel allar hliðar málsins og var með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi gera sem bæjarstjóri. Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt en var, eftir miklar samræður við eiginkonuna, reiðubúinn að takast á við verkefnið. Ég viðurkenni það að ég
hefði orðið spældur ef ég hefði ekki fengið starfið en ég var staddur úti á golfvelli þegar síminn hringdi og mér var tilkynnt að ég hefði verið ráðinn bæjarstjóri. Það var góð tilfinning. Já mér finnst þetta vera draumastarf og hef haft mjög gaman af því þrátt fyrir allar þær áskoranir sem ég hef tekist á við. Öll fyrri starfsreynsla mín nýtist mjög vel í starfi bæjarstjóra. Ég hef verið svo heppinn að geta haft gaman af öllu því sem fylgir hlutverki bæjarstjóra. Í gegnum árin hef ég verið duglegur að lesa mér til í hugþjálfun og markmiðasetningu og veit hversu öflugar hugsanir okkar geta verið. Þess vegna ákveð ég að hafa gaman af öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Auðvitað gæti ég verið að vinna allan sólarhringinn og það koma fullt af erfiðum verkefnum inn á borð til mín. Ég ákveð samt að taka þetta með jákvæðum huga og stilli hugann þannig. Stundum er fólk með væntingar til mín sem bæjarstjóra og eiginkonu minnar, um að hún mæti með mér við ýmis tækifæri en hún starfar sem flugfreyja og er því ekki alltaf tiltæk. Ég les mikið og sæki í alls konar viskubrunna. Ég á góða trúnaðarmenn sem ég leita til og vil vera vel tengdur fólkinu í bænum. Ég vona að ég hafi ekki breyst neitt á þessum árum og bið fólk um að láta mig vita ef svo er. Ég vil vera þjónn bæjarbúa og koma jafnt fram við alla. Ég spila enn á fiðluna til dæmis í kirkjunni ef ég er beðinn um það og geri fleira sem hefur fylgt mér í gegnum tíðina,“ segir Kjartan Már.
Samstaða skiptir öllu máli
Kjartan Már ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Guðjónsdóttur.
Kjartan Már er ráðinn sem ópólítískur bæjarstjóri og er einn af starfsmönnum Reykjanesbæjar eða eins og hann segir sjálfur frá; „Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn leggja línurnar, móta stefnuna og taka ákvarðanir sem ég og aðrir starfsmenn bæjarins sjáum um að hrinda í framkvæmd. Við vinnum fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa. Þegar ég kem til starfa árið 2014 var margt gott að gerast en það þurfti einnig að taka á fjármálunum. Aðlögunaráætlun var sett saman eins og krafist er í lögum og á að varða leiðina undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrir
lok árs 2022. Við erum enn að vinna mjög stíft í þessu, sumt gengur vel en annað hægar. Árin 2015, 2016 og 2017 voru mjög erfið þegar við urðum að segja nei við allt og alla og við erum ennþá svolítið þar þó að það gangi vissulega betur. Reykjanesbær hefur borið gæfu til þess að hafa á að skipa frábæru starfsfólki í gegnum árin en þeir eru í dag um 1100 talsins. Það var einnig mjög góð samstaða í bæjarstjórn, minnihlutinn, sem var áður meirihluti, vann vel með nýjum meirihluta á kjörtímabilinu 20142018. Það voru allir bæjarfulltrúar að mestu leyti sammála um hvað þurfti að gera. Þessi samstaða hefur skipt sköpum um hversu vel hefur tekist til. Mest krefjandi er að setja fram raunhæfa áætlun og láta hana standast. Við viljum gera það með þeim hætti að þorri bæjarbúa séu sáttir þó við þykjumst vita að þeir verði það aldrei allir,“ segir Kjartan Már.
Framtíðin er björt
Í fyrra var tekin skóflustunga að nýju skólahúsnæði í Reykjanesbæ, sem nefnist Stapaskóli og ganga framkvæmdir vel. Hvernig sér Kjartan Már fyrir sér framtíð bæjarins. „Ég er bjartsýnn á framtíð Reykjanesbæjar. Við erum að vinna að mörgum góðum og mikilvægum málum og erum á réttri leið. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga er að skapa gott skólaumhverfi og þess vegna ákváðum við að byggja Stapaskóla sem hverfið í Innri Njarðvík mun njóta góðs af í 50 til 100 ár en þar hefur nemendum fjölgað hlutfallslega mest. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun í bæjarfélaginu og reynt mikið á alla innviði. Fólk af erlendum uppruna er 25% af heildarfjölda bæjarbúa en okkur finnst of lágt hlutfall af börnum þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og viljum fjölga þeim þar. Ég get alveg ímyndað mér að hér verði eitt sveitarfélag eða tvö árið 2030, að þá hafi sameining átt sér stað. Íbúar gætu verið 50.000 talsins af ýmsu þjóðerni. Alþjóðaflugvöllurinn verður stór þáttur og skapar okkur ýmis tækifæri. Mannlífið verður áfram gott og við njótum góðs af fallegri náttúru og tækifærum á Reykjanesskaga.“
32
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Stóri Rússinn færður og rifinn Orlik var búinn að stunda úthafs karfaveiðar utan við 200 sjómílurnar djúpt úti af Reykjanesinu í stefnu frá Eldey, og hafði t.d. landað sumarið 2013, 1400 tonnum í 4 löndunum og mest 540 tonn í einni ferð. Um haustið 2013 kom upp mikill eldur í togarnum þar sem hann lá í höfn í Hafnarfirði, en þar voru þessi
AFLA
Hvaða dall er ég að tala um? Jú ég er að tala um Orlik sem er búið að vera draugaskip í Njarðvíkurhöfn. Aðeins út í sögu skipsins. Orlik var smíðaður árið 1983 í Rússlandi og voru ansi margir frystitogarar samskonar og hann smíðaðir í Rússlandi. Hann er 62 metra langur og 14 metra breiður og mælist um 669 tonn.
FRÉTTIR
Jæja þá er stóri, blái Rússinn farinn frá sínum viðverustað við Njarðvíkurhöfn en hann fór reyndar ekki langt, bara aðeins innar í höfnina þar sem á að rífa asbest úr honum og efri hlutann af skipinu. Svo verður það dregið í slippinn í Njarðvík þar sem það verður endalega rifið niður.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
skip (sem vanalega voru 2 saman) lögð og lágu þar allan veturinn þangað til þau fóru aftur á veiðar á úthafskarfa. Síðan það kviknaði í skipinu þá hefur Orlik verið vandræðagripur bæði í Hafnarfirði og líka í Njarðvík. Var endalaust rifist um niðurrif á skipinu hvernig það átti að gerast og hver, og það var ekki fyrr en skipið fór að leka all hressilega fyrir nokkrum vikum síðan við Njarðvíkurhöfn og var hálfsokkið að skriður komst á málið. Þá var loks hægt að fá öll leyfi til þess að hefja niðurrif, en þar með var þetta mál búið að þvælast í kerfinu í um 6 ár. Það er mikið verk að rífa þetta skip því skipið sjálft er um 1800 tonn að þyngd og gríðarlega mikið magn af stáli og öðru efni í skipinu. Gæti niðurrifið tekið um 4 til 6 mánuði. Grafinn var ansi mikill skurður innarlega í Njarðvíkurhöfn og á stórstreymisflóði. Þá var Orlik fleytt eins langt upp og hægt var. En nóg um þetta skip, allavega að sinni. Nýr bátur kom til Suðurnesjabæjar, eða Sandgerðis. Þar er fyrirtækið Nýfiskur en það hafði um árabil gert út bátinn Von GK sem er 15 tonna plastbátur til línuveiða. Reyndar var Von GK gerð út af Útgerðarfélagi
ur.is eða g in lf y k , is f. v , Víkurfréttir Hringbraut? á ín s a g a m ja s e Suðurn
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
ANNA MAGNÚSDÓTTIR Borgarvegi 36, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 6. september kl.13. Magnús Þór Sigmundsson Jenný Borgedóttir Brynar Sigmundsson Anne Sigmundsson Ósk Sigmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík sem hér segir: VALÞÓR, GK, Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 1081, þingl. eig. Valþór ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Austurgata 1, Sandgerði, fnr. 2094642, þingl. eig. Gunnar Baldur Vagnsson og Sólveig Björk Jensen og Jónína Hrönn Baldursdóttir og Pétur Jóhannes Jensen, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 09:45. Tjarnabraut 22, Njarðvík, fnr. 2281797, þingl. eig. Gunnþór Hlíðarsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 10:20. Kirkjubraut 7, Njarðvík, fnr. 2093774, þingl. eig. JV Capital ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 10:40. Hafnargata 15, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6691, þingl. eig. Margrjet Lára Estherardóttir og Hasan Al Haj, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 11:25.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
KRISTÍN M. ÓSKARSDÓTTIR McGUINNESS Jamestown, Tennessee,
lést á heimili sínu 22. ágúst 2019. Bálför hefur farið fram. Mark McGuinness Marc Óskar Ames Jessica Lee Ames Sasha Lee Ames Spencer Óskar Ames Xavier L Ames Andrew Ingiber Ames Seimeon James Ames Ísabella Kristín Ames
Sandgerðis sem Nýfiskur átti. Þegar Nesfiskur keypti Nýfisk þá var Útgerðfélag Sandgerðis líka með í kaupunum og eitt af fyrstu verkefnum var að skoða það að fá nýjan bát í staðinn fyrir Von GK sem hafði reynst Sandgerðingum mjög vel þau ár sem báturinn var gerður út. Von GK var smíðaður árið 2007 og alla tíð verið gerður út undir sama nafni. Nýi báturinn er líka plastbátur og heitir Margrét GK 33 og er Viking bátur. Samskonar bátur og Margrét GK er á Hornafirði og heitir Vigur SF. Reyndar er Vigur SF 30 tonna bátur og um 15 metra langur, en Margrét GK er 21 tonna bátur og um 13,2 metra langur. Þetta nafn Margrét kemur frá Bæjarskerjum í Sandgerði en þaðan koma nokkur önnur nöfn sem eru á bátum frá Nesfiski, t.d nafnið Siggi Bjarna GK. Pistlahöfundur óskar áhöfn og útgerð Margétar GK til hamingju með nýjan bát.
Hvassahraun 14, Sveitarfélagið Vogar, 50% ehl. gþ., fnr. 233-3131, þingl. eig. B&K ehf., gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 12:00. Norðurhóp 42, Grindavík, 50% ehl. gerðarþola, fnr. 231-4981, þingl. eig. Radoslav Cabák, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan ehf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 12:35.
Staðarhraun 54, Grindavík, fnr. 2091916, þingl. eig. Þórir Sigfússon, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 12:50. Hvalvík 4, Keflavík, fnr. 229-3060, þingl. eig. Sigurður Smári Gylfason, gerðarbeiðandi Landeign ehf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 13:40. Túngata 22, Keflavík, fnr. 209-0990, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:00. Túngata 22, Keflavík, fnr. 209-0991, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:00. Víkurbraut 13, Keflavík, fnr. 2091297, þingl. eig. Fasteignafélagið Stapi ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vörður tryggingar hf. og Húsfélagið Víkurbraut 13, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:20. Vatnsnesvegur 29, Keflavík, fnr. 225-7752, þingl. eig. Katharine Svala Rinaudo, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. september nk. kl. 14:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 230-8873, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 230-8874, þingl. eig.
Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:40. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 230-8877, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 09:50. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 230-8878, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:00. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 236-9584, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:10. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 236-9585, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:20. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 236-9588, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:30. Grænásbraut 604A, Keflavíkurflugvöllur, fnr. 236-9589, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur G604 ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. september nk. kl. 10:40.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 2. september 2019
2.490 kr. 20 HOT WINGS 8 ORIGINAL LUNDIR 10 ORIGINAL LEGGIR
34
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Blómlegt starf hjá Leikfélagi Keflavíkur Leikfélag Keflavíkur er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og hefur starfað í tugi ára. Í haust ætlar LK að setja upp sýninguna, Fló á skinni, farsa í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Undanfarin ár hefur LK boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir áhugasama, þá sem langar að taka þátt í leiksýningum félagsins.
Sigurður Smári, formaður LK. Við tókum tali formann Leikfélags Keflavíkur, Sigurð Smára Hansson og inntum hann eftir haustverkefnum félagsins og fleiru.
Nýir félagar ávallt velkomnir
einnig áhuga tæknimenn, sviðsmenn, leikmyndasmiðir, búningahönnuðir, make-up og hárgreiðslufólk og ég gæti haldið endalaust áfram. Þú þarft alls ekki að hafa próf upp á vasann til að vera með í tæknideild eða öðru, bara áhuga. Ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu sem ég taldi upp, ekki hika við að koma til okkar. Við þurfum alltaf á góðu fólki að halda og tökum vel á móti nýju fólki,“ segir Sigurður Smári sem leikið hefur mörg eftirminnileg hlutverk hjá Leikfélagi Keflavíkur.
starfið okkar bráðum að fara í gang. Þá verður boðið upp á spunakvöld og fleira fyrir krakka frá 11 ára aldri. Unglingastarfið er í mínum huga eitt það mikilvægasta sem við bjóðum upp á. Það er svo mikilvægt fyrir Leikfélag Keflavíkur að fá unga og áhugasama krakka inn í félagið, til að halda uppbyggingunni áfram, svo félagið haldi áfram á sömu braut, haldi áfram að verða stærra og betra,“ segir Sigurður Smári sem hlakkar til að byrja aftur eftir sumarfrí.
Námskeiðahald?
Frábær aðsókn bæjarbúa og annarra
„Við vorum með námskeið um daginn fyrir þá sem langar að taka þátt í haustsýningu LK sem verður hinn stórskemmtilegi farsi Fló á skinni. Leikfélagið er ekki með nein námskeið í gangi eins og er fyrir þá sem eru yngri en 18 ára en nú fer unglinga-
Leikfélag Keflavíkur er til húsa í Frumleikhúsinu sem er staðsett við Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ. Þetta er áhugaleikfélag með fólki, ólærðum leikurum, sem vill taka þátt í leiklist. „Okkur hefur gengið vel að fá áhugaleikara síðustu ár en við erum alltaf til í að fá fleira fólk, það er aldrei of mikið af leikurum. Leikarar eru heldur ekki þeir einu sem leggja hart(Eyvindur að sér fyrir Karlsson), leikfélagið. Það eru fandi tónlist kynningar og smakk á nýjum vörum.
„Undanfarin ár hjá okkur hafa verið frábær. Á síðustu tveimur árum höfum við slegið öll aðsóknarmet, fengið verðlaun fyrir athyglisverðustu áhugaleiksýninguna sem við sýndum fyrir nánast fullum sal í Þjóðleikhús-
inu. Eftir þann sigur finnst mér vera kominn meiri áhugi fólks á Suðurnesjum að mæta til okkar í Frumleikhúsið. Fólk er forvitið að sjá það sem við höfum fram að færa á leiksviði Frumleikhússins. Mikil áhersla er lögð á að setja upp faglegar sýningar sem höfða til flestra og einnig að vera með sanngjarnt miðaverð. Við viljum fá fólk í leikhús.“
Bjart framundan
Sigurður Smári er mjög bjartsýnn á framtíð Leikfélags Keflavíkur. Fólk á öllum aldri hefur áhuga á að taka þátt með félaginu enda gerir leiklist öllum gott. Fólk fær ákveðna útrás í leiklist, feimni minnkar og sjálfstraust eykst. Það er skemmtilegt að taka þátt í leikfélagi. „Miðað við uppbygginguna sem hefur verið undanfarin ár hjá Leikfélagi Keflavíkur og ef bæjarbúar halda áfram að koma á sýningar hjá okkur, tala ekki um ef ennþá fleiri verða jafnvel enn duglegri að láta sjá sig í Frumleikhúsinu, þá get ég ekki séð annað en að framtíðin verði björt. Við bjóðum einnig upp á skemmtiatriði fyrir allskonar tilefni, árshátíðir, skemmtanir og fleira. Við höfum verið að fara á sumarhátíðir á leikskólum til dæmis. Þannig að ef fólk er að leita að skemmtiatriðum þá er hægt að senda okkur línu og við leysum oftast málið.“
Fló á skinni
Einn vinsælasti farsi allra tíma, Fló á skinni, fer á fjalir Frumleikhússins í haust. Það verður nú gaman. Upplagt er að búa til skemmtilega kvöldstund með því að blanda leikhúsferð í Frumleikhúsið saman við heimsókn á eitt af veitingarhúsum Reykjanesbæjar. „Nú erum við nýfarin af stað með æfingar fyrir leiksýningu haustsins sem verður farsinn Fló á skinni í leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar. Leikfélag Keflavíkur hefur ekki sett upp farsa í heil sex ár þannig að það er mjög spennandi verkefni framundan sem engin má láta framhjá sér fara. Áhugasamir þátttakendur eru einnig hvattir til að hafa samband ef þeir vilja vera með. Það er alltaf pláss fyrir fleira fólk,“ segir Sigurður Smári og segir okkur að lokum hvers vegna hann sé að taka þátt hjá Leikfélagi Keflavíkur en hann starfar sem trésmiður dags daglega. „Ástæðan fyrir því að ég er hjá Leikfélagi Keflavíkur er einfaldlega sú að ég get ekki hætt. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, að byrja á nýju verki með nýjum leikstjóra og engin af þeim með sömu hugmyndir eða nálganir á hverju leikverki fyrir sig. Þetta er eins krefjandi og þetta er gaman, það er ekkert sem jafnast á við það að sýna fyrir fullu húsi og sjá fólk fara heim með bros á vör eftir vel heppnaða sýningu.“
LJÓSANÆTURTILBOÐ Í SINDRA
HLEÐSLUBORVÉL 18V
SKRALLLYKLASETT PRO
Afl: 70Nm Tvær 2.0 Ah rafhlöður Létt og öflug vél með höggi.
Taupoki Skralllyklar 8 - 19mm 72 tanna
vnr 94DCD796D2
vnr IBTGPAQ1202
37.500
15.512
m/vsk
Fullt verð 43.463
HLEÐSLUBORVÉL 18V
m/vsk
Fullt verð 20.683
HLEÐSLUBORVÉL 18V
HÖGGBORVÉL 800W
Afl: 70Nm Tvær 5.0 Ah rafhlöður Með höggi
Hersla: 70Nm 2x 5.0 Ah rafhlöður án höggs
SDS+ Mesta borun í steypu 26mm
vnr 94DCD796P2
vnr 94DCD791P2
vnr 94D25133K
47.152
m/vsk
50.900
m/vsk
Fullt verð 59.126
Fullt verð 55.473
TOPPLYKLA OG BITASETT
HÖFUÐLJÓS
Nett 1/4” sett með toppum frá 4 - 14mm
Hleðslurafhlaða 60 / 120 lumen Þyngd 66 gr.
vnr IBTGADW4101
vnr 035426
5.509
m/vsk
Fullt verð 7.345
4.838
m/vsk
SLÍPIROKKUR 1500W
Hraðastýrður slípirokkur Afl: 1500W Sn./min:2800-10000 vnr 94DWE4257
m/vsk
Fullt verð 6.450
FASTLYKLASETT
23.827
Fullt verð 29.058
26.084
m/vsk
Fullt verð 30.687
VERKFÆRASETT 130 STK
KASTARI NOVA 10K
12 lyklar 6-22 mm
1/4”, 3/8” og 1/2” skröll Toppar 4-32 mm og 5/32”-1.1/4”
1000 / 10000 lumen Þyngd 4 kg. 5 metra snúra
vnr IBTGPAW1202
vnr IBTGCAI130B
vnr 035444
4.737
m/vsk
24.156
m/vsk
Fullt verð 32.208
Fullt verð 6.316
SKOÐUNARLAMPI LED
29.179
m/vsk
Fullt verð 38.905
HERSLUVÉL 18V
VERKFÆRASETT 150 STK
410 Lumen með segli á botninum.
Hersla: 950Nm 2x 5.0 Ah rafhlöður og hleðslutæki
1/4” og 1/2” skröll Toppar 4-32 mm Fastir lyklar og fleira
vnr IBTJJAT0515
vnr 94DCF899P2
vnr IBTGCAI150R
8.018
m/vsk
Fullt verð 10.690
75.729
m/vsk
Fullt verð 94.661
36.508
m/vsk
Fullt verð 48.677
HERSLUVÉL 18V
HERSLUVÉL 18V Hersla: 447Nm 2x 5.0 Ah rafhlöður og hleðslutæki
1/4”, 3/8” og 1/2” skröll Toppar 4-32 mm Fastir lyklar og fleira
vnr 94DCF887P2
vnr 94DCF894P2
vnr IBTGCAI216R
Hersla: 205 Nm 1/4” bitahaldari Tvær 5.0 Ah rafhlöður
73.507
m/vsk
Fullt verð 91.883
74.756
Fullt verð 93.445
m/vsk
VERKFÆRASETT 260 STK
29.377
Fullt verð 39.169
Tilboðin gilda einungis í verslun Sindra í Reykjanesbæ og gilda út föstudaginn 6. september
www.sindri.is / sími 575 0000
Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050
m/vsk
36
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum og hollum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum. Fyrirtækið Skólamatur ehf. var stofnað í janúar árið 2007 en áður hafði Matarlyst ehf. rekið skólamötuneyti sem eina einingu innan fyrirtækisins. Fyrirtækið Skólamatur er í dag í eigu hjónanna Þórunnar Maríu Halldórsdóttur og Axels Jónssonar, matreiðslumeistara, sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri. Skólamatur rekur yfir fjörutíu eldhús á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn fyrirtækisins rúmlega eitt hundrað. Víkurfréttir fengu morgunfund með kraftmiklum eiganda fyrirtækisins, Axel Jónssyni, og börnum hans sem bæði starfa hjá Skólamat, þeim Jóni Axelssyni, framkvæmdastjóra, og Fanný Axelsdóttur, mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem eru ekki síður full af orku.
Allir fá hollan skólamat Fjölskyldufyrirtækið Skólamatur framleiðir þrettán þúsund máltíðir alla virka daga og starfsmenn eru 110. Stofnandinn Axel Jónsson er ánægður að hafa fengið börn sín í stjórnun fyrirtækisins. Hugmyndin vegna einsetningar skóla
Áhugi Axels fór að beinast að heitum skólamáltíðum eftir setu sína í skólanefnd Keflavíkurbæjar árið 1990. Út frá reynslu sinni þróaði hann viðskiptahugmynd sem varð að veruleika árið 1999 þegar hann hóf að bjóða börnum leik- og grunnskólum upp á hollar máltíðir, sérstaklega ætlaðar orkumiklum krökkum sem hafa þörf fyrir næringarríkan mat í erli dagsins. Við forvitnuðumst um forsögu þessa fyrirtækis og gefum Axel orðið: „Á þessum tíma þegar lög um einsetningu skóla voru sett þá var ég í bæjarpólitíkinni og var einnig mjög virkur sjálfur sem matreiðslumaður. Þá voru veislur haldnar á ýmsum stöðum, ég var alls staðar að elda fyrir fólk. Ég poppaði kannski upp í hrauninu og fór að elda fyrir þjóðhöfðingja og aðra mæta gesti. Ég var einnig pantaður til útlanda og sá um veislur erlendis. Það var nóg að gera. Ég er matreiðslumaður að mennt og þjónusta er mér í blóð borin. Þegar lög um einsetningu skóla komust í framkvæmd þá vissi ég að það þyrfti að gefa börnunum, nemendunum, mat í hádeginu. Ég minntist á þetta við Ellert Eiríksson, sem þá var bæjarstjóri, að mér fyndist ég betur eiga heima í matreiðslu en pólítík og hætti. Árið 1999 stóð ég á krossgötum og byrjaði með Skólamat en markmiðið var að framleiða hollan og næringarríkan mat fyrir nemendur skólanna,“ segir Axel og það leynir sér ekki að krafturinn, sem alltaf hefur einkennt þennan mæta mann, er þarna ennþá. Axel hefur komið víða við á starfsferli sínum og er kannski einna þekktastur fyrir veitingahúsið Glóðina sem hann rak á sínum tíma í miðbæ Keflavíkur.
Vildi vinna hjá sjálfum sér
„Árið 1999 var ég blankur og hafði um tvennt að velja, að elda á annarra manna veitingahúsum eða að bretta upp ermar og vinna hjá sjálfum mér. Ég valdi seinni kostinn og ákvað að fara til Óla og Áslaugar, vina minna
á Ísafirði, því ég þurfti næði til að koma skólamatarhugmyndinni í tölvu, því nú var allt orðið tölvuvætt. Ég hafði áður hringt í Nonna son minn og beðið hann að kenna mér að setja upp Excel því ég ætlaði að hafa fjármálin á hreinu í þessari nýju viðskiptahugmynd minni um skólamáltíðir. Á þessari viku bjó ég til rekstraráætlun sem bankar voru ekkert of móttækilegir fyrir þegar ég sýndi þeim hugmynd mína. Ég fór samt af stað ásamt Guðjóni V. Reynissyni, matreiðslumanni, en við vorum tveir sem gerðum allt sjálfir í upphafi. Við elduðum matinn á morgnana eldsnemma á Iðavöllum 5 og svo vöskuðum við tveir upp en þetta var árið 1999. Það var fyrst sótt í matseld okkar frá leikskólum í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu en svo árið 2007 er nafninu breytt í Skólamatur. Í dag erum við að þjónusta og elda mat í nær öllum skólum Reykjanesbæjar. Í vor gerði Hafnarfjarðarbær áframhaldandi samning við Skólamat um framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar árin 2019–2023 en Skólamatur hefur sinnt þessari þjónustu frá 1999 með hléum,“ segir Axel sem er að vonum ánægður með hversu vel gengur að reka fyrirtækið.
með rekstrinum hjá mér, fyrst gaf ég þeim skýrslu daglega, svo vikulega og þá mánaðarlega. Smátt og smátt fóru þeir að sjá að Skólamatur væri vel heppnuð hugmynd í framkvæmd,“ segir Axel.
Fjölskyldan samhent
Börn Axels og eiginkonu hans, Þórunnar Halldórsdóttur, Jón og Fanný, starfa bæði hjá fyrirtækinu í dag. Hvernig kom það til? „Árið 2006 byrjaði ég hjá pabba. Ég var ófrísk og var farið að langa að flytja hingað suður. Ég var nýbúin að læra viðskiptafræði og pabbi bauð mér að starfa hjá fyrirtækinu. Stærsta hlutverk mitt hefur snúist í kringum starfsfólkið okkar og svo erum við systkinin góð að vinna saman en pabbi hefur dregið sig að mestu í hlé,“ segir Fanný.
viljum að maturinn frá Skólamat sé vinsæll á meðal barna og þeirra sem borða hjá okkur. Við gerum miklar kröfur á gæði og innihald matarins. Við eldum frá grunni allar máltíðir og viljum útrýma óheppilegum innihaldsefnum, hafa fæðuna eins hreina og unnt er. Við gerum kröfur til birgja okkar einnig, gæðin verða að vera fyrsta flokks. Við erum að þjónusta heimili sem hafa ólíkar skoðanir á mat og þess vegna verðum við að hafa matseðilinn fjölbreyttan. Við þurfum að taka tillit til einstaklinga með ofnæmi, óþol, trúarbragða, lífsstíls og fleira og notum sérstakt eldhús þar sem taka þarf tillit til sex hundruð einstaklinga sem þurfa aðra matseld. Þeir sem geta borðað allan mat eru samt miklu fleiri. Við erum með tíu til tólf þúsund matarskammta dag hvern á Suðurnesjum og Stór-Reykjavíkur-
Lottóvinningur
Gaman að gefa börnum að borða
„Ég er afi sem hef gaman af því að gefa börnum að borða. Ég vildi kynna börnum venjulegan heimilismat, til dæmis slátur, lifrarpylsu og grjónagraut. Svo hafa auðvitað næringarfræðingar starfað með okkur síðan en svona hugsaði ég í upphafi. Verkefnið í kringum Skólamat var mér mjög hugleikið þó að í upphafi hafi bankarnir ekki haft trú á því sem ég vildi gera. Ég þurfti að ávinna mér traust. Ég hef alltaf verið góður matreiðslumaður en lélegri viðskiptamaður, aðrir eru betri í því en ég. Á þessum tíma hélt ég áfram með hugmyndina og gafst ekki upp en ég var búinn að reikna út að ég þyrfti 3.200 matarskammta til að dæmið gengi upp. Bankinn vildi hafa mjög mikið eftirlit
erum búin að fara til útlanda og skoða önnur skólamötuneyti en þar höfum við séð að Skólamatur stendur sig einkar vel samanborið við önnur lönd. Við erum með ferskan mat og aðhald í öllu. Við höfum fjárfest í góðu fólki og tækjum til að efla fyrirtækið. Eldhúsið okkar er mjög öflugt. Þjálfun starfsfólks er mikilvæg og nú erum við með um 110 manns í vinnu. Ég er sjálfur þannig gerður að ég vil gera betur í dag en í gær. Hugmyndir að nýjum fyrirtækjum skjóta reglulega upp kollinum hjá mér en þannig er ég bara, hugmyndirnar hætta ekkert að koma þótt ég sé nánast búinn að draga mig í hlé frá fyrirtækinu og sinni mest afahlutverki mínu,“ segir stofnandinn og brosir. „Já, pabbi er svo hugmyndaríkur að hann gæti stofnað nýtt fyrirtæki á þriggja mánaða fresti. Hann ber virðingu fyrir fólki og vill hlusta eins og við viljum einnig gera. Við erum með frábært starfsfólk sem á stóran þátt í hve vel gengur með Skólamat,“ segir Jón.
„Já, við getum sagt að ég sjái um allt þetta ferkantaða, það er að segja fjármálin hjá Skólamat en Fanný sér um mjúku málin, mannauðs- og samskiptamál. Það getur stundum verið snúið að vinna hjá pabba sínum. Við erum stórt fyrirtæki í dag og höldum stjórnarfundi. Þar fáum við góðan mann til liðs við okkur, Gylfa Árnason verkfræðing. Þegar fjölskyldan er að reka fyrirtæki saman, þá þurfum við einhvern utanaðkomandi í hópinn sem lítur hlutlaust á málin varðandi rekstur og framtíðarhugmyndir,“ segir Jón Axelsson, oftast kallaður Nonni.
Pabbi stundum oddamaður
Hollusta hefur áhrif á lærdóm
Axel segir að rannsóknir sýni að börn eigi auðveldara með að læra ef þau borða staðgóðan morgunmat og hádegismat. „Auðvitað þurfa allar máltíðir dagsins að innihalda ákveðna hollustu. Við
VIÐTAL
„Þegar við Nonni ræðum málin og erum sammála þá ráðum við en þegar við systkinin erum ósammála þá ræður pabbi,“ segir Fanný brosandi og bætir við: „Við erum náin fjölskylda og hittumst oft. Við erum bara tvö systkin en jafnframt bestu vinir. Við erum að auki að reka saman stórt fyrirtæki sem getur orðið svo persónulegt. Það er auðvelt að fara að ræða vinnuna þegar fjölskyldan hittist en við reynum að passa okkur því hinir vilja nú kannski tala um eitthvað annað en fyrirtækið.“ „Við brennum öll fyrir verkefninu, þessu fyrirtæki. Það er gríðarleg ástríða hjá okkur í þessum rekstri. Við
svæðinu, alla leið upp í Mosfellsbæ. Það eru mjög margir þættir sem taka þarf tillit til, smekkur og fleira. Við bjóðum einnig vegan-rétti. Reglan hjá Skólamat er að bjóða upp á tvíréttaðan matseðil á hverjum degi. Börn vilja ekki eingöngu borða hakk og spagettí eða pitsu alla daga,“ segir Jón. „Já, við viljum hlusta eftir rödd barnanna en við erum einnig með næringarfræðing á snærum okkar. Við erum alla daga með meðlætisbar, þar sem börn geta valið sér ferskt grænmeti og ávexti á disk. Börn vilja einfaldan mat og oftar en ekki vilja þau hafa sósuna til hliðar. Það gerum við því við viljum fá þau til að borða. Þau eru hrifin af kjötsúpu og soðnum fiski en einnig kjúklingasúpu og lasagna. Það er fjölbreytnin sem gildir. Eftir að við fórum að setja inn meðlætisbarina þá hefur neysla þess þrefaldast. Börn vilja alveg vera holl en það erum við fullorðna fólkið sem þurfum að halda hollustunni að þeim. Þau læra af okkur,“ segir Fanný.
Fanný segir mikilvægt að hlusta á starfsfólkið og fyrirtækið vilji gera vel við það. „Við erum reglulega með viðburði og námskeið fyrir starfsfólkið. Það er árshátíð einu sinni á ári og þannig viljum við þakka fyrir vel unnin störf. Það er mjög lítil starfsmannavelta hjá okkur, fólk er með langan starfsaldur hjá Skólamat. Þetta skiptir allt máli þegar verið er að reka gott fyrirtæki, stöðugleiki.“ „Það er fullmannað hjá okkur með 110 starfsmönnum. Það eru sjötíu manns sem starfa á okkar vegum í skólunum sjálfum en við erum að reka fjörutíu eldhús á ýmsum stöðum þar sem við berum fram matinn okkar. Við erum með miðlægt eldhús. Ef um er að ræða fisk í hádegismat þá fer hann ferskur frá okkur en lokaeldun fer fram í skólunum. Hér er allt undirbúið og svo hraðkælt með góðum árangri en þetta kallast cook&chill á ensku. Við hugsum um eina máltíð í einu en það eru 11.300 hádegismáltíðir og 3.200 síðdegsimáltíðir sem við undirbúum. Svo erum við einnig með morgunmat sums staðar. Skipurit fyrirtækisins er agað og reksturinn gengur vel,“ segir Jón Axelsson og Axel Jónsson bætir við hvað hann sé ánægður með reksturinn í höndum barna sinna, sem við látum vera lokaorðin: „Það var lottóvinningur að fá þau í þetta með mér. Ég er mjög ánægður.“
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
VELKOMIN Í KROSSMÓA Á LJÓSANÓTT
FJÖLDI TILBOÐA Í VERSLUNUM!
38
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Hvernig er að búa í Reykjanesbæ?
Gígja ásamt fjölskyldu sinni.
Margir hafa valið að koma sér upp heimili á Suðurnesjum. Ástæðurnar eru meðal annars vegna þess að húsnæði hefur verið ódýrara hér en á höfuðborgarsvæðinu og svo er stutt í alla þjónustu. Skólarnir hér hafa öðlast meiri viðurkenningu fyrir gott skólastarf og góðan námsárangur sem hefur leitt til jákvæðrar umfjöllunar fjölmiðla um svæðið. Íþróttalíf er öflugt en það þykir ákveðinn kraftur í fólkinu sem býr á Suðurnesjum. Það þykir einnig gott að ala upp börn hér. Svo ekki sé minnst á menningarlífið sem blómstrar. En hvað finnst þessu fólki? Víkurfréttir spurðu nokkra nýbúa hvernig þeim líkaði að búa í Reykjanesbæ og svörin urðu eftirfarandi.
Lína Rut umvafin fallegu krílunum sínum.
AUÐVELT AÐ AÐLAGAST SAMFÉLAGINU segir listakonan Lína Rut
„Ég flutti árið 2005 frá Reykjavík til Reykjanesbæjar. Helsta markmiðið var að hafa meiri tíma fyrir börnin. Hér er húsnæði á viðráðanlegu verði, svo mikilvægt að vera ekki þræll eigna sinna, einnig er mér meinilla við að eyða dýrmætum tíma í skutl og umferðar traffík,“ segir Lína Rut listakona sem býr í gamla bænum í Keflavík. Hvernig líkar þér að búa hér? „Mér líkar afskaplega vel í Reykjanesbæ. Það er auðvelt að aðlagast samfélaginu, heimamenn taka aðkomufólki vel. Mér finnst nálægðin við sjóinn og strandlengjuna vera ómissandi og ég sæki hugmyndir og kraft meðal annars þaðan. Elska hvað er stutt í alla þjónustu, reyna að nota bílinn sem minnst og labba í þá þjónustu sem ég þarf.“ Hefurðu eignast marga vini hérna? „Hef eignast fullt af kunningjum en fáa vini, er innhverf fyrir allan peninginn, er ekki sú félagslyndasta í bænum eða þannig, vel fáa og góða einstaklinga í kringum mig. Er samt heppin með það að besta vinkona mín flutti hingað fyrir nokkrum árum.“ Hvernig upplifirðu bæjarstemninguna? „Róleg og þægileg, það mætti samt efla Hafnargötuna, hún er hjarta bæjarins og því mikilvægt til dæmis að fegra hana.“ Er gott að ala upp börn hér? „Það er yndislegt að ala upp börn hérna. Strákarnir mínir fóru í Njarðvíkurskóla, lausnamiðaður og fámennur skóli sem hentaði þeim mjög vel. Einstakur og yndislegur
skólastjóri og starfsfólk, erum hæst ánægð. 88 húsið, þar fer fram stórkostleg starfsemi. Íþróttastarf er til fyrirmyndar, enda vinnum við Skólahreysti trekk í trekk. Tónlistarskólinn er í fremstu röð. Það mætti þó efla myndlistarkennslu í bænum, fyrir hópinn sem ekki sækir íþróttir, en það á við flest ef ekki öll bæjarfélög á landinu því miður. Við veðjuðum á þetta samfélag með þarfir barna okkar fyrst og fremst í huga og sjáum ekki eftir því.“ Hvað finnst þér um möguleika til útivistar á Suðurnesjum? „Ef ég tala bara út frá áhugamálum mínum þá er útivistarsvæðum hér um kring ábótavant hvað hjólreiðastíga varðar. Auðvitað er stutt í náttúruna hér um kring og það er til dæmis hressandi og gefandi að ganga á Þorbjörn og meðfram strandlengjunni. Skipulögð græn svæði mættu vera fleiri og meira af trjám. Trjárækt í samvinnu við Reykjanesbæ er eitthvað sem við bæjarbúar ættum að vinna að. Þar sem ég er mikil skíðaáhugamanneskja þá væri gaman ef hægt væri að gera eitthvað í því þar sem landsvæði er nóg hér í kring og fá fjárfesta til að gera til dæmis inniskíðahöll eins og
er víða erlendis, ókey, stór draumur en gaman að láta sig dreyma.“ Hvað finnst þér best við bæinn? „Samfélagið hefur tekið aðkomufólki opnum örmum. Sama hvaða þjóðerni er hér, það virðast allir jafnir. Stuttar vegalengdir, stutt í náttúruna og kraftinn frá hafinu. Ég fer mikið til útlanda og finnst magnað að vera einungis nokkrar mínútur út á flugvöll og enn betra þegar heima er lent.“ Hvað með verslanir, ertu dugleg versla í heimabyggð, mat, föt, sérvöru o.fl? „Er mjög meðvituð um að styðja við nærumhverfi mitt, versla allar matvörur hér og reyni fyrst og fremst að versla hér á svæðinu en auðvitað tekst það ekki alltaf. Ég á reyndar erfitt með að finna föt á mig á Íslandi þannig að þau kaupi ég helst erlendis.“ Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Þegar laufin eru farin að breyta um lit á haustin, vindarnir eflast og skólarnir byrja þá kemur Ljósanótt. Ljósanótt er stórkostleg hugmynd, hver átti eiginlega þessa hugmynd? Hann á heiður skilið því Ljósanótt er ómissandi þáttur í samfélagi okkar, mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og fyrir mig sem listamann. Ég vona að allir skemmti sér vel og njóti hátiðarinnar!“
HÉR ER ALLT TIL ALLS OG STUTT Í ALLT
Flugfreyjan Gígja Sigríður Guðjónsdóttir er ánægð með að búa í Reykjanesbæ „Pabbi minn flytur til Keflavíkur ásamt fjölskyldu sinni og í framhaldi af því kynnist ég kærastanum mínum honum Ásgeiri Elvari árið 2011. Ég fór í rauninni ekkert til Reykjavíkur eftir það og við byrjuðum fljótlega að búa saman,“ segir Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair. Hvernig líkar þér að búa hér? „Mér líkar ótrúlega vel að búa hérna. Við höfum bæði búið í Innri Njarðvík og Keflavík. Núna búum við í Holtahverfinu og okkur líður ótrúlega vel hér. Sjáum alls ekki fyrir okkur að fara úr hverfinu.“ Hefurðu eignast marga vini hérna? „Ég hef eignast mjög marga vini, vinkonur og kunningja hér í bænum. Ég var svo einstaklega heppin að Ásgeir átti hóp af æskuvinkonum sem eru mér virkilega mikilvægar í dag.“ Hvernig upplifirðu bæjarstemninguna? „Bæjarstemningin er ágæt, þó gætu auðvitað verið fleiri viðburðir hér. En það er einstaklega gaman að rölta í bænum á Ljósanótt og á þorláksmessu.“ Er gott að ala upp börn hér? „Ég hef ekki mikla reynslu af því þar sem strákurinn okkar er aðeins átján mánaða. En við búum í rólegu og barnvænu hverfi svo ég held að það verði dásamlegt að ala upp börnin okkar hérna. Það er þó mikill ókostur hversu erfitt er að fá dagvistun og það yrði óskandi að sjá leikskóla taka inn börn undir tveggja ára í meira mæli eða jafnvel sjá stofnun ungbarnaleikskóla á svæðinu.“
Hvað finnst þér um möguleika til útivistar á Suðurnesjum? „Möguleikarnir eru góðir, ég fer í göngu daglega um bæinn og er komin með hring sem ég fer alltaf. Einnig er ágætt að hjóla hérna en það væri gaman að sjá bæinn verða reiðhjólavænni. Svo er stutt í fullt af flottum fjallgönguleiðum á Reykjanesinu.“ Hvað finnst þér best við bæinn? „Það sem er líklega best er hversu fljótur maður er í allt. Maður er aldrei fastur í traffík eins og í Reykjavík. Stutt í alla þjónustu sem við erum að nota.“ Hvað með verslanir, ertu dugleg versla í heimabyggð, mat, föt, sérvöru o.fl? „Ég versla alltaf í matinn hér, í Nettó eða Krónunni. Síðan eru einstaka smávörur sem hægt er að kaupa hérna suðurfrá líka.“ Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Þegar það kemur til tals að ég sé ekki úr Keflavík en búi hérna þá fæ ég oftar en ekki spurninguna hvernig ég gat farið úr Reykjavík? Ástæðan er einfaldlega sú að hér er allt til alls, stutt í allt, vinnan okkar er hér og skemmir ekki fyrir að húsnæðisverðið er lægra.“
Sverrir stillti sér upp við bæjarskiltið.
ÆÐISLEGT AÐ BÚA HÉR
segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann
„Ég flutti hingað 15. ágúst 2018. Konan var að vinna upp á velli og mig var búið að langa til þess að flytja úr borginni í einhvern tíma. Það var því upplagt að flytja hingað,“ segir hinn kunni tónlistarmaður Sverrir Bergmann. Hvernig líkar þér að búa hér? „Mér finnst æðislegt að búa hér. Ég fæ aftur einhverja svipaða tilfinningu og þegar ég bjó á Sauðárkróki í æsku.“ Hefurðu eignast marga vini hérna? „Já, ég hef kynnst fólkinu sem býr hér í kringum mig. Einnig hef ég kynnst
mikið af öðru frábæru fólki. Þetta eru allt saman öðlingar.“ Hvernig upplifirðu bæjarstemninguna? „Fólki þykir vænt um hvort annað og hollur rígur er á milli íþróttafélaganna sem myndar ákveðna stemningu. Svo
kemst ég nú vonandi meira inn í hlutina eftir því sem ég bý hér lengur.“ Er gott að ala upp börn hér? „Ég á engin börn en fyrsta er á leiðinni. Þannig að ég get ekki svarað því alveg strax. En ég er sannfærður um að það sé frábært!“ Hvað finnst þér um möguleika til útivistar á Suðurnesjum? „Það eru endalausir möguleikar til
útivistar á Suðurnesjum. Gríðarleg náttúra, nóg af stígum og öðru. Rokið getur gert þetta strembið á köflum en það er þannig allstaðar.“ Hvað finnst þér best við bæinn? „Fólk heilsar hvort öðru og býður góðan daginn.“ Hvað með verslanir, ertu duglegur versla í heimabyggð, mat, föt, sérvöru o.fl.? „Ég reyni eftir mesta megni að versla
í Reykjanesbæ og tekst það í nánast öllum tilfellum. Hef alveg lent í því að þurfa að fara í höfuðborgina þar sem hlutir fengust ekki hér en það ætti nú að vera lítið mál að laga það.“ Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Höldum áfram að vera góð við hvort annað.“
September
Tilboð 99 kr. Kit kat
149 kr. 139 kr. 199 kr.
Nói
Eitt sett
Góa
Risahraun
Appolo
Lakkrískonfekt 100 gr.
249 kr. 199 kr. 239 kr. 129 kr. Góa
Egils Kristall
Red bull
Coca Cola
Kúlur 150 gr.
Sítrónu 0,5 líter plast
Orkudrykkur 250 ml.
Original eða án sykurs 330 ml.
50% afsláttur
Tilboð gildir 4.- 8. september 2019
40
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Ungt tónlistarfólk frá Suðurnesjum Tónlistarlífið í Reykjanesbæ hefur jafnan verið líflegt enda hefur bærinn alið af sér nokkra af fremstu tónlistarmönnum landsins. Á Ljósanótt geta gestir hlustað á tónlistarmenn út um allan bæ, í heimahúsum, sýningarsal eða hjá stofnunum og jafnvel úti á götu. Víkurfréttir slógu á létta strengi með flottu tónlistarfólki af Suðurnesjum.
VERÐ ALDREI OF GAMALL FYRIR TÓNLIST
lm – segir Ragga Ho
– segir Arnar Ingólfsson
Hvenær byrjaðir þú að spreyta þig á tónlist? „Ég var bara ellefu ára þegar mamma og pabbi keyptu kassagítar í Hagkaup og Óli stóri bróðir minn kenndi mér grunninn. Það kveikti áhugann. Ég byrj aði svo að hlusta og spila eftir eyranu. Það var gott að alast upp í Njarðvík. Bræður mínir og vinir þeirra spiluðu inni í bílskúr heima nánast allan sólarhring inn og það var alltaf jafn spennandi að fá að kíkja á töffarana spila.“
Tónlistin opnaði dyr
FER ROSALEGUR TÍMI Í AÐ FERÐAST
„Ég var frekar mikill einfari þegar ég var polli, var yfirleitt einn en varð svo heppinn þegar strákur sem var þremur árum eldri en ég bankaði upp á dyrnar heima og spurði hvort ég vildi vera með í hljómsveit.“ Hvar ertu að spila í dag og með hverjum? „Ég er nýlega kominn heim úr upptökunámi í London og er að semja mikið af tónlist í tölvunni. Ég er svoldið að vinna í því að blanda saman tónlist frá 80/90’s RnB og New Jack Swing við lo-fi hip-hop ef þú skilur hvað ég meina? Ég spila og sem mikið sjálfur af tónlist og er alltaf opinn fyrir samstarfi.“
Hvað færðu út úr þessu? „Þetta viðtal við Víkurfréttir og endalausa ham ingju.“ Við hvað starfarðu í dag, ertu bara í tónlistinni? „Ég er lærður matreiðslumaður og vinn hjá Erni á SOHO. Svo nýti ég frítíma minn í tónlist.“ Hvaða tækifæri hefur tónlistin veitt þér? „Vináttu, verðlaun, tækifæri til að spila á stórum sviðum fyrir framan helling af fólki og fá að vinna með flottum listamönnum.“ Hvað er það besta sem þú hefur upplifað í þessum bransa? „Það besta er þegar fólk kann að meta það sem þú gerir.“ Verkefni framundan? Hvað finnst þér erfiðast við þetta? „Það er að gefa út plötu, semja takta og vinna með röppurum er næst á dagskrá. Það sem mér finnst erfiðast er að vita hvenær lagið er 110% tilbúið því það er alltaf hægt að bæta við eða breyta einhverju og það kemur alveg fyrir að maður ofgeri.“ Sérðu fyrir þér að þú verðir alltaf í tónlistinni, líka sem gamall maður? „Klárlega. Ég verð aldrei of gamall fyrir tónlist.“
Hvenær byrjaðir þú að spreyta þig á tónlist? „Ég hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um tónlist, allt frá blautu barnsbeini. For eldrar mínir hlustuðu mikið á tónlist og pabbi vann með hinum og þessum tónlistar mönnum. Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar ég tók fyrst í míkrófón og söng Maí stjörnuna fyrir Hemma Gunn á skemmtistað sem að amma og afi áttu hérna áður.“ Hvers vegna tónlist? „Ég hugsa að ég hafi al mennilega fengið áhuga á því að verða tónlistar kona þegar ég eignaðist fyrirmyndir í brans anum. Þá valdi maður tónlistarmann sem að maður vildi verða alveg eins og. Út frá því fer maður að pikka á hljóðfæri, læra texta og velja sér stíl, þó að stíllinn minn hafi svo endað á að vera allt annar en fyrirmynda minna. Úr há skóla rokki yfir í rapp.“ Hafði það áhrif á þig að alast upp í Keflavík, áhrif á tónlistaráhuga þinn? „Að alast upp í Keflavík hafði kannski ekki áhrif á mig per sei, en aftur á móti finnst mér ekki ólík legt að það hafi ýtt undir áhugann þar sem það er mikil tónlist í
bænum. Hljómar og svona, þetta telur allt! Mér fannst bara svo heillandi og töff að vera tónlistar maður. Ég bara stóðst ekki mátið að láta reyna á það. Frumraunin var ekkert frábær (haha). Ég og Kristín vinkona tókum þátt í Hljóðnem anum, söngvakeppni FS á sínum tíma. Við vorum meira að segja að keppa á móti stórstjörnunni okkar allra: Nönnu úr Of Monsters and Men. Við vorum algjörar dúllur og okkur fannst við vera svakalegar
GLEÐILEGA LJÓSANÓTT
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
VIÐ ÓSKUM ÍBÚUM REYK JANESBÆJAR TIL HAMINGJU MEÐ 25 ÁRA AFMÆLIÐ
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
41
ÞETTA KEMUR ALLT SAMAN ÚR KEFLAVÍK – segir söngvarinn Valdimar
Reykjavíkurdætur. súperstjörnur að syngja Rómeo og Júlíu eftir stóra B.“ Hver kynnti þig fyrir hip hop? „Hip hop áhuginn kviknaði þegar ég kynntist mínum besta vin Bjössa. Hann kenndi mér allt sem ég þurfti að vita um hip hop og við eyddum öllum dögum og nóttum í að gera takta og skate-a þar á milli. Við vinnum náið saman í dag og erum ennþá bestu vinir.“ Hvers vegna þessi tónlistarstefna? „Það að ég valdi rapp sem aðal tónlistarstefnu kom mér mikið á óvart. Ég var allt í einu farin að semja rapp, en ég reyndar, þegar ég hugsa til baka, þá hafði ég allltaf mjög gaman af því að semja ljóð og rímur. Það er að mörgu leyti það sem hip hop gengur út á, ljóðrænar rímur um tilveru og tifinningar, kryddað með smá monti.“ Við hvað starfarðu í dag, ertu bara í tónlistinni? „Í dag er ég á geggjuðum stað! Ég er búin að ferðast út um allan heim með hljómsveitinni minni, Reykjavíkurdætrum og sit akkúrat núna uppi á Keflavíkurflugvelli, í Leifsstöð, að bíða eftir brottför til Kanada, síðasta tónleikaferðin í sumar. Þetta er búið að vera lyginni líkast. Ég kom inn í hljómsveitina Reykjavíkurdætur, fyrir tveimur árum,eða eftir að ég fékk þær til þess að gera lag með mér en það vatt svona svakalega upp á sig. Það var engin leið til baka. 2018 gaf ég líka út mína fyrstu sóló
plötu. Platan heitir Bipolar og var valin sem ein af nítján áhugaverðustu plötum ársins að mati Kraum. Mig minnir að það hafi verið gefið út sirka 360 stykki plötur á síðasta ári, þannig að ég er mjög þakklát fyrir það. Meðfram tónlistinni opnaði ég nýjan skemmtistað í sumar sem heitir Curious sem hefur gengið ótrúlega vel. Ég verð alltaf að hafa nóg að gera! Ég er í þættinum Dagurinn á KISSFM 104.5 alla fimmtudaga og föstudaga.“ Verkefnin framundan? „Það er mjög mikið framundan hjá Reykjarvíkurdætrum. Við erum búnar að gera nýja plötu og förum á fullt með hana á næsta ári út um allan heim, vonandi! Hvað finnst þér erfiðast við þetta starf? „Það erfiðasta við þetta er hvað það fer rosalegur tími í að ferðast. Það er oft erfitt að ferðast í langan tíma. Í fyrra fórum við í sirka 12 flugvélar á 5 dögum. Það tók ótrúlega mikið á en þegar þú ert komin upp á svið fyrir framan þúsundir manns, þá gleymir maður öllu!“ Sérðu fyrir þér að þú verðir alltaf í rappinu, líka sem gömul kona? „Ég hitti Andreu Jóns um daginn sem minnti mig á það, að þú ert í rauninni aldrei of „gamall“ til að gera neitt. Þetta snýst allt um hugarfar. Hún er 70 ára og er ennþá nettasti dj sem ég veit um spilandi á Dillon langt fram eftir nóttu.“
Hvenær byrjaðir þú að spreyta þig á tónlist? „Ætli það hafi ekki bara verið í 1. bekk á blokkflautunni. Fór svo fljótlega yfir á Eb hornið og svo á básúnuna.“ Hvers vegna og hvar? „Þetta var partur af því að hefja nám í Tónlistarskóla Keflavíkur, síðar Reykjanesbæjar.“ Hafði það áhrif á þig að alast upp í Keflavík, áhrif á tónlistaráhuga þinn? „Veit ekki hvort það hafi haft bein áhrif þannig séð, en það er nú mikið tónlist í mínu blóði auðvitað frá pabba og Kalla bróður hans, svo hefur mamma alltaf verið mjög tónelsk líka. Þetta kemur allt saman úr Keflavík.“ Hvar ertu að spila í dag og með hverjum? „Ég er bara að spila út um allt með alls konar fólki, hljómsveitinni minni og hinum og þessum hljóðfæraleikurum og söngvurum.“ Hvað færðu út úr þessu? „Ég fæ ánægju og gleði í starfi. Smá klisja kannski að segja það en það eru auðvitað forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar að gera. Svo fæ ég auðvitað pening líka, það er voða fínt.“ Við hvað starfarðu í dag, ertu bara í tónlistinni? „Ég hef einungis starfað sem tón-
Kjötsúpan á Ljósanótt! Kjötsúpan er á föstudaginn frá kl. 19 til 21 við Hafnargötu 30. Skólamatarlestin leggur af stað frá Iðavöllum kl.18:15.
Grænkerasúpa fyrir þá sem vilja. Umhverfisvænar skálar og skeiðar.
Hollt, ferskt og eldað frá grunni
skolamatur skolamatur@skolamatur.is www.skolamatur.is
listarmaður núna í nokkur ár.“ Hvaða tækifæri hefur tónlistin veitt þér? „Hún hefur opnað nýjar víddir fyrir mig sem ég hafði ekki einu sinni ímyndað mér að væri hægt. Ég hef kynnst svo mikið af frábæru fólki og tónlistin heldur áfram að veita mér ný og skemmtileg tækifæri. Ég er gríðarlega spenntur fyrir framtíðinni og ég er þakklátur fyrir það.“ Hvað er það besta sem þú hefur upplifað í þessum bransa? „Það toppar ekkert það að vera annað hvort uppi á sviði eða í stúdíói. Finna hvernig músíkin lifnar við og eitthvað nýtt og spennandi verður til.“ Verkefni framundan? „Það eru alls konar tónleikar fram-
undan hjá hljómsveitinni Valdimar vítt og breitt um landið, meðal annars á Paddys 6. september og meira að segja líka út fyrir landsteinana. Svo eru alls konar verkefni sem er kannski ekkert tímabært að vera að ræða opinberlega strax.“ Hvað finnst þér erfiðast við þetta? „Það náttúrulega fylgir þessu starfi að það er ómögulegt að vita hvort að síminn haldi ekki örugglega áfram að hringja og að maður fái reglulega vinnu. Þetta hefur nú gengið ágætlega hingað til allavega.“ Sérðu fyrir þér að þú verðir alltaf í tónlistinni, líka sem gamall maður? „Já, ég hugsa að ég muni alltaf lifa og hrærast í tónlist að einhverju leyti. Hvort sem ég verð að semja eða flytja eða jafnvel kenna, hver veit?“
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421
0001
42
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Árið 2016 Andlit bæjarbúa og heimatónleikar
Árið 2015
„Andlit bæjarins“ var aðal sýning Ljósanætur 2015 en Björgvin Guðmundsson, ljósmyndari í áhugaljósmyndarafélaginu Ljósopi og félagar hans í því settu upp magnaða sýningu af 300 bæjarbúum sem teknar voru fyrir sýningu. Að vanda var dagskráin fjölbreytt með tugum sýninga og viðburða um allan bæ. Þá var í fyrsta sinn boðið upp á „heimatónleika“ en þar skemmta og syngja tónlistarmenn við eða í heimahúsum í gamla bænum í Keflavík.
Fornbílar og fjöldi í súpu Fjölmennasta hátíðin?
Fjölmennasta Ljósanæturhátíðin frá upphafi segir í miðopnu Víkurfrétta árið 2016 en mjög vel þótti takast til í hátíðarhöldum með mjög virkri þátttöku bæjarbúa. Þetta var í sautjánda sinn sem hátíðin var haldin. Ein breyting varð á við setningu Ljósanætur en í fyrsta sinn, allt frá því að leikskólabörn og yngstu grunnskólanemendur slepptu blöðrum við Myllubakkaskóla, var það ekki gert. Stórum boltum var hent á milli en höfðu all nokkrir á orði að þeir söknuðu þess að sjá blöðrum fljúga út í himinhvolfið. Allt gekk þó vel í fjölbreyttri dagskrá
Árið 2017 var óvænt hætt við árlega sýningu fornbíla sem jafnan aka niður Hafnargötu. Það féll í grýttan jarðveg og lögreglustjóri opnaði fyrir það aftur ári síðar. Hátíðin fór vel fram og á milli 5 og 6 þúsund skammtar af kjötsúpu runnu ofan í gesti sem skemmtu sér vel, m.a. á tónleikum á hátíðarsviðinu á laugardagskvöld.
Árið 2017 Árið 2018 Barnavagnar og ljósmyndasýning
Íbúar Reykjanesbæjar voru þátttakendur í stærstu sýningunni á Ljósanótt 2018 en það var ljósmyndasýningin „Ein mynd segir meira en þúsund orð“. Sextíu ljósmyndarar sendu nærri 400 myndir í keppnina og afraksturinn var sýningur á hátíðinni í aðalsal Duus-safnahúsa. Ein af sérstæðum sýningum á Ljósanótt 2018 var í Stofunni í Duus en þar voru sýndir Silver Cross barnavagnar, gamlir og nýir. Mörg undanfarin ár hefur verið menningardagskrá í Höfnum, minnsta hverfi Reykjanesbæjar. Hjónin Elíza Newman og Gísli Kristjánsson hafa í mörg ár staðið fyrir tónleikum og fá þau iðulega þekkta tónlistarmenn til að koma og leika í Kirkjuvogskirkju. Þá var á Ljósanótt 2018 skemmtilegt sagnarölt um Hafnirnar. Hilmar Bragi skellti drónanum á loft við upphaf tónlistardagskrár á laugadagskvöldi á Ljósanótt 2018. Fólk var að tínast á svæðið þegar smellt var af en myndin er skemmtileg og sýnir vel yfir hátíðarsvæðið. Að venju verður vegleg tónlistardagskrá og mæta fjölmargir þekktir tónlistarmenn á svæðið.
TILBOÐSVERÐ Á NOKKRUM RÚMLEGA ÁRSGÖMLUM BÍLUM
Toyota Auris Actvie
Nývirði 3.990.000,-
bensín sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 30 þús
Tilboðsverð: 2.990.000,-
Toyota Auris TS Active bensín Sjálfsk. Nýsk. 05.2018 Eknir 30 þús
Nývirði 3.990.000,Tilboðsverð 3.190.000,-
Toyota C-HR CULT Bensín, Sjálfsk. Nýsk. 04.2018 Eknir 33 þús
Nývirði 5.180.000,Tilboðsverð 3.990.000,-
Toyota Land Cruiser 150 GX dísel, sjálfsk. Nýsk. 02.2018 Eknir 31 þús
Nývirði 10.660.000,-
Tilboðsverð 8.390.000,-
Toyota Auris Live bensín, Beinsk. Nýsk. 04.2018 Eknir 30 þús
Nýverði 3.390.000,Tilboðsverð 2.550.000,-
Toyota Corolla Live bensín beinsk. Nýsk. 05/18 Eknir 30 þús
Nývirði 3.390.000,Tilboðsverð 2.690.000,-
Toyota Rav4 GX PLUS bensín, beinsk. Nýsk. 04.2018 Eknir 41 þús
Nývirði 5.790.000,Tilboðsverð 4.290.000,-
Toyota Land Cruiser 150 VX dísel, sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 31 þús
Nývirði 12.900.000,-
Tilboðsverð 9.990.000,-
Toyota Auris TS Active Hybrid bensín Sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 31 þús
Nývirði
Tilboðsverð 3.290.000,-
Toyota Aygo X-Play MM bensín, sjálfsk. Nýsk. 05.2018 Eknir 30 þús
Nývirði 2.350.000,Tilboðsverð 1.750.000,-
Toyota Rav4 GX PLUS bensín, sjálfsk. Nýsk. 05.2018 Eknir 40 þús
Nývirði 5.970.000,Tilboðsverð 4.590.000,-
Lexus RX450h EXE Hybrid bensín, sjálfsk. Nýsk. 03.2018 Eknir 31 þús
Nývirði 13.050.000,-
Tilboðsverð 9.690.000,-
ALLIR BÍLARNIR ERU NÝÞJÓNUSTAÐIR OG Í FULLRI ÁBYRGÐ TIL 2023 EÐA 160.000 KM AKSTURS
REYKJANESBÆ
4.090.000,-
44
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
VILJUM HAFA VERSLANIR OKKAR LIFANDI
– segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaups. Matvörukeðjan er eitt stærsta fyrirtæki á Suðurnesjum, rekur 60 matvöruverslanir um allt land og er með höfuðstöðvarnar í Reykjanesbæ. Verslanir Samkaupa byggja á gömlum grunni hér á Suðurnesjum en Kaupfélag Suðurnesja (KSK) var stofnað árið 1945. Nútímafólk gerir sér kannski litla grein fyrir því hve verslunarvenjur okkar hafa breyst mikið á þessum árum. Á fyrstu árum verslunar greiddi almenningur sjaldan fyrir vörur með peningum heldur fóru fram vöruskipti, með eigin framleiðslu sem gat verið saltfiskur, harðfiskur, söltuð ýsa eða þorskalýsi. Það orð hafði lengi legið á dönskum kaupmönnum að þeir hefðu meiri áhuga á að flytja inn vörur sem gáfu þeim meira í aðra hönd en þær sem landsmenn þurftu á að halda. Þannig var brennivínsframboðið hjá þeim meira en góðu hófi gegndi. Síðan eru liðin mörg ár og verslunarhættir hafa breyst mjög mikið á þessum tíma. Þeir sem eru farnir að grána í vöngum muna eftir verslunum þar sem starfsfólk stóð fyrir aftan búðarborðið og sótti vöruna sem viðskiptavinurinn vildi kaupa. Enn aðrir muna eftir búðarsendlum sem hjóluðu um bæinn með vörur framan á stálgrindum svarta reiðhjólsins, heim til þeirra sem höfðu hringt og pantað vörur heim. Í dag getur fólk jafnvel afgreitt sig sjálft ef það vill eða verslað á netinu. Marta Eiríksdóttir, blaðamaður, settist niður með Ómari Valdimarssyni, forstjóra Samkaupa, og ræddi við hann um rekstur og sögu fyrirtækisins. Rætur Samkaupa liggja í Kaupfélaginu
Saga Samkaupa hf. er um margt merkileg, en Samkaup heitir hlutafélagið sem Kaupfélag Suðurnesja stofnaði árið 1998 og er KSK meirihlutaeigandi félagsins. Samkaup reka 60 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðar, Krambúðar og Iceland. Á launaskrá eru um 1200 starfsmenn og að jafnaði koma daglega á milli 35 og 40 þúsund viðskiptavinir í verslanir félagsins. „Rætur Samkaupa liggja í kaupfélagsverslunum, upphaflega er KSK eini eigandi félagsins en það óx síðar í gegnum sameiningar á landsvísu og fleiri kaupfélög komu að eignarhaldinu. Samkaupsverslanir eru í dag komnar út um allt land. Á árunum í kringum 1990 var mörkuð framtíðarstefna KSK um sérhæfingu félagsins í rekstri verslana og þá helst á dagvörumarkaði. KSK var fyrsta verslunarkeðjan til að fara út á land og bjóða þar sama verð og á höfuðborgarsvæðinu, það gerðist þegar félagið
tók yfir verslunarrekstur Kaupfélags Ísfirðinga í lok árs 1996. Félagið var brautryðjandi á þessu sviði en menn voru kannski ekki duglegir að segja frá í fjölmiðlum heldur létu verkin tala hjá almenningi. Fyrsta stóra sameiningin í sögu Samkaupa var árið 2001 er rekstur dagvöruverslana KEA rann inn í Samkaup og varð KEA þar með hluti af eigendahópi Samkaupa. KEA var á þessum tíma með mjög fjölbreyttan og umfangsmikinn rekstur en ákváðu að sameinast Suðurnesjamönnum KSK í Samkaup, þetta voru ólík félög en ákváðu að vinna saman innan verslunarfélags með starfsemi á landsvísu,“ segir Ómar sem er Bolvíkingur og hóf störf hjá Samkaup á Ísafirði fyrir margt löngu.
Stefndi á annað
„Ég stefndi á raungreinar í menntaskóla og hóf nám í sjávarlíffræði en örlögin höguðu því þannig til að ég endaði á Bifröst árið 1988 og þaðan útskrifaðist ég árið 1991 með próf í rekstrarfræðum frá Samvinnu-
háskólanum á Bifröst. Löngu síðar, eða 2015, bætti ég svo við MBA námi við Háskóla Íslands. Að loknu námi á Bifröst lá leiðin aftur vestur á Ísafjörð og þar vann ég við sjávarútveginn. Á haustmánuðum 1996 fékk ég símtal frá Guðjóni Stefánssyni, þáverandi kaupfélagsstjóra KSK, en hann vissi af mér í gegnum vin minn. Guðjón bauð mér starf verslunarstjóra á Ísafirði en ég sagði honum að ég hefði aldrei unnið í matvöruverslun og hefði þar af leiðandi enga reynslu. „Fínt,“ sagði hann; „því þá kanntu enga ósiði.“ Ég vildi standa undir því trausti sem Guðjón sýndi mér, ákvað að henda mér í djúpu laugina og takast á við starfið. Nokkrum árum síðar bauðst mér að færa mig hingað suður til Reykjanesbæjar en þá var stjórnunarteymi félagsins eflt til að styrkja miðlæga stjórnun verslana. Þannig að í lok árs 1999 flutti fjölskyldan hingað suður. Frá árinu 2009 hef ég verið forstjóri Samkaupa,“ segir Ómar.
SAM TAKA HÓPURINN
SAMVERA ER BESTA FORVÖRNIN!
Söfnum góðum fjölskylduminningum, höfum gaman saman á Ljósanótt. Verum samferða heim.
Ein af þekktari verslunum Kaupfélags Suðurnesja var lengi við Hafnargötu 30 í Keflavík. Dugnaður getur borgað sig
Innan Samkaupa er möguleiki á að vinna sig upp. Þeir sem standa sig vel, skera sig úr, eru duglegir og samviskusamir, geta náð lengra. Menntun er ekki alltaf lykillinn hjá Samkaupum heldur hversu vel starfsfólk sinnir starfi sínu. „Margir af stjórnendum Samkaupa hafa byrjað að vinna í búðunum. Þú getur hæglega unnið þig upp ef þú stendur þig vel. Félagið hefur á að skipa mjög færu fólki, meðalstarfsaldur er langur og algengt að fólk vinni hjá félaginu í tugi ára. Þó langur starfsaldur sé algengur þá er samt stöðug endurnýjun og við fáum nýtt fólk inn og nýjar hugmyndir. Það er mikil samheldni og samvinna á milli verslana um allt land og þessi mikla samvinna er öflugur vettvangur sem skapar góða tengingu á milli verslunarstjórnenda. Það er gott að eiga vin annars staðar á landinu.
Upplýsingaflæði er opið og búðarbreytingar eru mikið unnar þannig að starfsmenn annarra verslana koma að og taka þátt í breytingunum með starfsmönnum viðkomandi verslunar. Þannig myndum við þessa tengingu á milli verslana. Fólk kynnist og á hauk í horni þegar leita þarf ráða. Þetta hefur reynst vel,“ segir Ómar.
Persónuleg verslun
Ómar bendir á að verslanir Samkaupa séu mismunandi eftir landshlutum. „Hver verslun tekur mið af samfélaginu í kringum sig. Á einum stað getur til dæmis verið 100 ára saga að baki verslunarinnar og sumstaðar er fólk jafnvel í reikning eins og var áður fyrr. Við viljum nýta styrkleika fortíðar og tengja inn í nútímann. Samkaup er jafnvel eina verslunin í sumum byggðalögum og það getur verið áskorun fyrir okkur. Hvernig getum við komið til móts við neyt-
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg. hitar upp búðina. Við byrjuðum á þessu þegar nýja búðin var byggð í Sandgerði og höfum reynt að koma þessu við í öllum nýjum búðum síðan. Þessi tækni kostar meira í upphafi en borgar sig og sparar okkur seinna. Við erum að taka þátt í sjálfbærni. Það er hagstæðast fyrir okkur að flokka því við fáum greitt fyrir plast og pappa.“
Netverslun
„Netið er nýr vettvangur og er netverslun að aukast hjá okkur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þar er þessi þjónusta mest notuð, þar sem ferðatími er meiri og fólk hefur minni tíma. Auðvitað viljum við fá fólkið í búðirnar en sumir hafa ekki tíma í það og fyrir þá viðskiptavini er netið góður valkostur. Sumir vilja koma í búðirnar og snerta vöruna, velja
Þú getur hæglega unnið þig upp ef þú stendur þig vel, segir forstjórinn Ómar Valdimarsson. Nettó-verslunin í Njarðvík í baksýn. endur og um leið látið verslunina ganga, reksturinn verður að standa undir sér. Hver verslun hefur sína sérstöðu. Krambúðin er í stærri byggðalögum og hugsuð fyrir þá sem vantar lausnir á hraðferð. Kjörbúðir eru í minni byggðalögum og yfirleitt eina verslunin á svæðinu. Nettó eru lágvöruverðsverslanir í stærri byggðalögum og nýjasta vörumerkið er Iceland-verslanir,“ segir Ómar.
Hröð þróun
Verslanir eru að þróast hratt og meðal nýjunga eru sjálfsafgreiðsla og netverslun. Að auki hefur umhverfisvitund almennings aukist, viðskiptavinir krefjast þess hreinlega að verslanir bjóði þeim umhverfisvænni valkosti í umbúðum. Eftir tvö ár verða plastpokar bannaðir. „Við erum bara rétt að sjá byrjunina í þróun dagvöruverslana. Sjálfvirknivæðing er að aukast og störf í versl-
45
grænmetið og ávextina sjálft, þær vörur sem fólk er að kaupa inn. Verslunin er stundum einnig staður þar sem þú hittir annað fólk. Mjög oft má sjá viðskiptavini á spjalli í búðinni,“ segir Ómar.
Verið að brjóta upp
Stundum verður fólk alveg ringlað þegar búið er að breyta og endurraða hillum matvöruverslana. Ómar segir breytingarnar gerðar í ákveðnum tilgangi. „Hluti af því að hafa búðina lifandi er að breyta og setja á nýjan stað, ný vara, nýir litir. Viðskiptavinurinn er vanafastur og gengur alltaf á sama stað en þegar breytingar verða þá uppgötvar hann kannski nýja vöru og þá er tilganginum náð, fjölbreytni getur haft áhrif á neysluvenjur fólks.“
„Hver verslun tekur mið af sam félaginu í kringum sig. Á einum stað getur til dæmis verið 100 ára saga að baki verslunarinnar og sumstaðar er fólk jafnvel í reikning eins og var áður fyrr. Við viljum nýta styrkleika fortíðar og tengja inn í nútímann.
unum munu snúast meira um þjónustu og sölu. Við vitum ekki hvernig framtíðin mun þróast en við viljum taka þátt í þessu. Við vorum til dæmis að opna nýja Nettó-verslun og þar er einn afgreiðslukassi með starfsmanni sem afgreiðir viðskiptavini en sjö sjálfsafgreiðslukassar þar sem fólk getur afgreitt sig sjálft. Hægt er að snúa þessum kössum á álagstímum því þjálfað starfsfólk er jú oft fljótara að renna vörunni í gegn,“ segir Ómar.
Umhverfisvernd
„Hollusta og heilsa skiptir neytendur máli. Endurvinnsla, plastumbúðir og fjölnota burðarpoki, allt þetta tengist umhverfisvitund fólks sem ýtir á okkur að svara þessum þrýstingi og auka umhverfisvernd í öllu sem við gerum. Við viljum fara vel með orkuna og höfum þess vegna lokað frystikössum. Notuð er orka úr kælivélum sem býr til hita sem
Nýjasta verslun Samkaupa á Suðurnesjum er Krambúðin í Innri Njarðvík, mest vaxandi hverfi Reykjanesbæjar. Ómar er hér á mynd með Gunnari Agli Sigurðssyni, framkvæmdastjóra verslunarsviðs Samkaupa, og Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Fyrir daglega umhirðu húðarinnar Allar Decubal vörur eru öruggar, mildar og rakagefandi ásamt því að vinna gegn þurri húð. Decubal er alhliða húðvörulína og hentar öllum í fjölskyldunni. Decubal er algjörlega laust við ilmefni, litarefni og parabena og er eingöngu selt í apótekum.
Decubal Face cream Dagleg umhirða húðarinnar getur komið í veg fyrir þurrk og haldið húðinni heilli og teygjanlegri. Nærið húðina með þessu milda andlitskremi. Það inniheldur E-vítamín sem mýkir húðina. Kremið smýgur fljótt inn í húðina og er ekki fitukennt – sem gerir það að góðum grunni undir farða.
Decubal Face wash Hreinsifroða sem hreinsar húðina á mildan en jafnframt áhrifaríkan hátt. Froðan hefur létta og mjúka áferð og þurrkar ekki húðina en skilur hana eftir mjúka og hreina. Hún inniheldur rakagefandi glýserín og allantóín sem hreinsar burtu dauðar húðflögur og hvetur til frumuendurnýjunar.
20%
afsláttur af öllum Decubal vörum 2.-30. september
46
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ
50% ljósanæturafsláttur af öllu miðvikudag og fimmtudag (4. og 5. sept.) Opnunartímar: Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00 Fatnaður og skór.
Rauði krossinn á Suðurnesjum
Viðburðir í Reykjanesbæ Ljósanótt - fjölskyldan saman Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tryggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistartíma lýkur. Notum strætó á Ljósanótt! Frítt er í innanbæjarstrætó frá miðvikudeginum 4.9 og út laugardaginn 7. 9. Nánar á www.ljosanott.is undir Hagnýtar upplýsingar. Bókasafn Reykjanesbæjar - upplestur og opnun sýningar Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður les upp úr óútkominni ljóðabók sinni, Upphaf – Árstíðaljóð fimmtudaginn 5. september kl. 16.00. Þá opnum við einnig sýninguna Heima er þar sem hjartað slær kl. 17.00 í Átthagastofu. Á sýningunni er að finna verk unnin af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem hittist reglulega í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnist Heimskonur. Allir hjartanlega velkomnir. Hljómahöll - viðburðir framundan 7. sept. - Ljósanæturballið kl. 23:59 8. sept. - Manstu eftir Eydísi? kl. 16 og 20 9. sept. - Cate Le Bon kl. 20
Frímúrarastúkan Sindri með opið hús á Ljósanótt — laugardaginn 7. september
Á þessu ári eru eitthundrað ár síðan fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það hófst með formlegum hætti þegar Jóhannesarstúkan Edda í Reykjavík var vígð 6. janúar 1919. Fyrstu áratugina heyrðu frímúrarastúkur undir dönsku Frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrararegla var stofnuð hér á landi árið 1951. Aldarafmælis íslensks frímúrarastarfs hefur verið minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars hafa verið sérstakir afmælisfundir, kvikmynd um frímúrara frumsýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins hafa verið með opin hús eða munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu.
Árið 1975 komu frímúrarar á Suðurnesjum saman og hófu undirbúning að stofnun formlegrar frímúrarastúku hér á svæðin. Frímúrarastúkan Sindri var síðan stofnuð 21. nóvember 1978 sem fullgild stúka og varð 40 ára á síðasta ári. Í Reykjanesbæ mun Sankti Jóhannesarstúkan Sindri verða með opið hús að Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ laugardaginn 7. september frá kl. 10 til 14. Bæjarbúar og gestum Ljósanætur er velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum. Arngrímur Guðmundsson
Samvera er besta forvörnin! Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og því vill Velferðarsvið Reykjanesbæjar, Lögreglan á Suðurnesjum og Útideild minna foreldra á útivistartíma barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri skulu ekki vera úti lengur en til kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum og börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera ein á almannafæri eftir klukkan 22:00. Foreldrar! stöndum saman, sýnum ábyrgð okkar, ást og umhyggju í verki og tyggjum að börnin okkar séu ekki eftirlitslaus eftir að flugeldasýningu og útivistartíma lýkur. Leggjum áherslu á að eiga góða stund með börnum okkar á ljósanótt og setjum velferð barna okkar í fyrsta sæti.
Góða skemmtun á Ljósanótt. Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar
Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is & tix.is
Eit fyrithvað r al f j ö sky l- la ldu na
Nesvellir - dagskrá á Ljósanótt Stórsöngvarar á Nesvöllum í boði Janusar heilsueflingar föstudaginn 6. september kl. 14:00: • Kristján Jóhannsson • Þórir Baldursson • Geir Ólafsson Harmonikkuball á Nesvöllum 6. september kl. 20:00.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
LJÓSANÆTURTILBOÐ ALLA HELGINA
FJÓRIR HAMBORGARAR, STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM, 2 LÍTRA GOS Á AÐEINS 3990 KR.
Akurskjól frístundaheimili – starfsmaður Fræðslusvið – sálfræðingur Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Verið velkomin í okkar glæsilegu ísbúð og sjoppu að Iðavöllum 14
FJÖLBREYTT TILBOÐ Á GRILLINU! Pepsi, Pepsi Max eða Appelsín fylgir með öllum tilboðum
20%
TUR ANÆ R S Ó TU LJ LÁT AFS RAPI AF K
LJÓSANÓTT
4. - 8. september
HEIMILISTÆKI
HEIMILISTÆKI
QLED 2019 sjónvarp og *Galaxy S10e fylgir með
+
+
+
*Að andvirði 109.900 kr. Gildir til 31.10.19 með Q60 og Q70, í 75”/82”. Q85 í 82” og öllum stærðum með Q90,Q900. Einnig 55”, 65” FRAME
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur
Netverslun
Netverslun Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl.11-18. 10-18 Virka daga Laugardaga kl. 11-15 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
HAFNARgötU 23 LágMúLA 8 · sÍMI 530421-1535 2800 REYkjANEsbæ · sÍMI PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
Greiðslukjör Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Vaxtalaust Vaxtalaust í allt að í12 alltmánuði að 12 mánuði
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
48
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
Þau urðu kærustupar mjög ung, hún var fimmtán en hann var sextán. Hún flutti úr höfuðborginni tólf ára gömul en hann er fæddur og uppalinn í Keflavík. Í dag eru þau hjón og segjast hafa upplifað margt saman, ekki allt dans á rósum en ástin fleytir þeim yfir erfiðleikana. Hjónin, Ragnhildur Sigurðardóttir og Jónas Ragnarsson þekkja margir, hana kannski best vegna leikskólans Tjarnarsels en þar er hún nýhætt sem aðstoðarleikskólastjóri. Hann þekkja margir vegna reksturs Nonna & Bubba, gjafavöruverslunarinnar Róm og nú síðast sem byggingaverktaki en hann er menntaður húsasmíðameistari og sinnir því starfi núna, orðinn 68 ára gamall. Við kíktum í heimsókn á Gígjuvelli í Keflavíkurhverfi, á fallegt heimili þeirra hjóna sem allir þekkja betur undir nöfnunum Ragga og Jonni.
Gott að flytja heim aftur Hjónin Jónas og Ragnhildur segja hvergi betra að búa en í Keflavík og gaman að alast þar upp þar sem næg vinna var í boði og líka Hljómar og fótbolti. Þau prófuðu að flytja til Hafnarfjarðar en snéru aftur í heimabæinn sinn. Fullt af drengjum
„Ég flyt til Keflavíkur árið 1964 þá tólf ára gömul. Foreldrar mínir keyptu Aðalgötu 19, merkilegt hús sem var byggt úr rekaviði úr skipafarmi Jamestown, flutt úr Höfnum hingað til Keflavíkur. Við vorum fimm systur upphaflega en svo eignuðumst við bróður. Foreldrar mínir voru Sigríður Einarsdóttir og Sigurður Guðbrandsson en þau eru bæði látin. Þegar við bjuggum í Reykjavík, þá leigðu foreldrar mínir alltaf því þau vildu ekki skulda og í Keflavík gátu þau eignast hús. Ég labbaði alltaf í skólann framhjá heimili Jonna á Kirkjuveginum en skólaganga var þá alla daga nema sunnudaga. Ég man það vel þegar á laugardögum voru 24 lítrar af mjólk í hyrnum í járngrind á tröppunum fyrir utan húsið heima hjá honum og ég hugsaði með mér þegar ég gekk framhjá að þarna byggju hjónin með alla strákana,“ segir Ragga og hlær. „Já, við bræðurnir vorum níu talsins í upphafi en einn lést mjög ungur af slysförum. Við ólumst upp í 60 fermetra húsi á Kirkjuvegi 4, sem nú er farið. Arnbjörg amma bjó með okkur og það var þröngt á þingi en maður spáði ekki svo mikið í það,
Jónas og Ragnhildur, saman á útihátíð.
svona var þetta bara hjá okkur og fleirum. Við sváfum í kojum, tvær kojur í hverju litlu herbergi og ein koja inni hjá mömmu og pabba. Svo var tveggja manna sófi í stofunni sem þrír bræðranna sváfu í og lágu þvert yfir rúmið,“ segir Jonni en foreldrar hans voru Bjarnheiður Hannesdóttir sem nú er látin og Ragnar Jónasson, sem er kominn yfir nírætt og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Það hlýtur að hafa verið krefjandi að búa í svona þröngu húsnæði, var það ekki? „Ég minnist þess nú ekki. Það bjuggu flestir þröngt og fólk var almennt nægjusamt. Það var fátækt myndum við segja í dag á mælikvarða okkar en manni fannst þetta ekki vera fátækt. Fólk vann mikið og það var ekki verið að eyða peningum í óþarfa, vöruúrval var heldur ekki mikið,“ segir Jonni og Ragga heldur áfram; „Þær voru yfirleitt barnmargar fjölskyldurnar á þessum árum. Börnum var sópað út úr húsi á morgnana svo hægt væri að búa um rúmin og undirbúa hádegismat. Mæður voru oftast heimavinnandi og börnin dugleg að leika sér úti við hvernig sem viðraði.“
Kynntust á fundum hjá Árvakri
Ragga og Jonni voru kornung þegar þau kynntust en það var hjá æskulýðsfélaginu Árvakri. „Ég vissi alltaf af þessari stelpu,“ segir Jonni um leið og hann lítur á Röggu sína „en það var í gegnum æskulýðsfélagið Árvakur að við kynntumst en Árvakur var bindindisfélag. En ég varð ástfangin af henni þegar ég sá hana standa fyrir utan apótekið með hvíta loðhúfu, klædda rauðum rússskinsjakka og í köflóttum buxum. Þá kviknaði ástin en ég var annars bara saklaus strákur á reiðhjóli á þessum árum.“ Ragga hlær og fer að rifja upp klæðaburð táninga á þessum árum. „Já, ég man hvað ég þráði að eignast tískufatnað keyptan úr búð á þessum tíma því maður var alltaf í heimasaumuðum fötum. Svo voru einstaka mömmur sem voru að panta úr amerískum „prís“-listum. Æskulýðsböllin voru mín, það var svo gaman að fara þangað. Ég man þegar það var ball eitt kvöldið í Æskulýðsheimilinu og ég fékk ekki að fara. Þetta var daginn fyrir fermingu elstu systur minnar og ég átti að skúra gólf. Þá leið mér eins og Öskubusku, var svo vonsvikin því ég fékk ekki að fara.“
Tónlist skipaði stóran sess
„Það var ofboðslega gaman að alast hér upp. Hljómar og fótbolti, þetta var okkar Keflavík. Maður hékk á hurðarhúninum í Félagsbíó þegar bíómyndin Umbaramba með Hljómum var sýnd,“ segir Jonni og heldur áfram að tala um bæjarstemninguna á þessum tíma. „Þá var séra Björn Jónsson frumkvöðull að bindindisfélaginu Árvakri og sinnti því af miklum dugnaði. Krakkar fóru yfirleitt í dansskóla hjá Hermanni Ragnars eða Heiðari Ástvalds. Það fór fram heilmikið tónlistaruppeldi hér í bæ sem Hermann Eiríksson, skólastjóri stóð fyrir.“ „Já, ég var í barnakór kirkjunnar og við vorum stundum að syngja á jólaböllum í Ungó. Gauja mamma hans Kjartans bæjarstjóra æfði okkur og Stebba Guðjóns einnig. Svo voru leikfimissýningar á árshátíðum barna- og gagnfræðaskólans en þeim stjórnuðu Jón Jóhanns og Brynja Árna,“ segir Ragga.
Kynlegir kvistir
„Eftirminnilegir einstaklingar í bæjarfélaginu þá voru Gvendur þribbi, Kobbi í skólanum, þetta voru undirmálsmenn og Reynir Svavars sem kallaður var baróninn. Svo var það Raggi gúmmí sem gerði við gúmmístígvél en hann bjó í litlum kofa á bakvið Hreppskassann en það var hús við Tjarnargötuna. Við bræðurnir byrjuðum snemma að vinna en við vorum að skera net og hnýta niðri í kjallara heima. Þá sóttum við efni til hans Jóa dropa til að setja á öngla. Þetta var litríkt og skemmtilegt samfélag. Eyjólfur, var með verslun á neðstu hæð í Eyjólfshúsi og man ég að hann var með dall í horninu sem hann spýtti í en í þessu sama húsi ólst Gunnar Eyjólfsson upp. Óli póstur var á reiðhjólinu um allan bæ, klæddur einkennisbúning með kaskeiti og bar út póstinn til bæjarbúa. Bæjarfélagið var mun minna þá en nú, allir þekktu alla og vissu hvað allir hétu. Ef einhver ókunnugur kom í bæinn þá var eftir því tekið. Þegar maður sá svartan hermann þá starði fólk á hann, eðlilega, því við sáum aldrei litað fólk fyrr en herinn kom hingað,“ segir Jonni og hlær.
Næg atvinna í Keflavík
Ragga segist hafa verið mjög spennt að flytja til Keflavíkur líka vegna þess að þar gat hún, tólf ára gömul, fengið alvöru vinnu. „Fyrsta starfið mitt þá var til dæmis að sortera skreið. Mörgum árum seinna sótti ég um í Samvinnubankanum og var spurð af bankastjóranum hverra manna ég væri og ég sagði það. Nei, hann kannaðist ekki við foreldra mína og þá fékk ég ekki vinnuna. Það var mikið svoleiðis á þeim tíma og við fjölskyldan vorum ekki innfæddir Keflvíkingar og því ekki von að bankastjórinn kannaðist við fólkið mitt. Mér var annars mjög vel tekið þegar ég flutti til Keflavíkur tólf ára gömul og lenti í bekk hjá Ragnari Guðleifs kennara, sem var einstakt ljúfmenni. Þarna eignaðist ég góðar vinkonur sem eru það enn í dag,“ segir Ragga.
Fólk passaði upp á hvert annað
Jonni segir að mikil samheldni hafi verið á meðal íbúa ef eitthvað kom upp á. „Ég man þegar kviknaði í heima hjá okkur á Kirkjuveginum og pabbi lá á sjúkrahúsinu en hann hafði slasast. Það tókst að slökkva eldinn fljótt en þá komu mektarmenn heim til okkar og buðu mömmu aðstoð sem hún hafnaði því hún var stolt og vildi bjarga sér sjálf. Samt var hún dugleg að hjálpa lítilmagnanum. Ég var stundum látinn sækja Dóru Hjörts þegar það var kalt heima hjá henni á veturna og mamma bjó um hana í kjallaranum hjá okkur. Sumir voru hræddir við Dóru, því hún talaði lítið og umlaði bara. Þær voru tvær konurnar sem voru með lítinn búskap í hverfinu okkar, Dóra Hjörts sem var með kindur og Helga Geirs með beljur. Á þessum tíma voru engar stofnanir til, eins og í dag sem hlúa að gömlu fólki en þá passaði fólk upp á hvert annað. Það má telja upp fleira eftirminnilegt fólk á þessum árum. Höfðingjar bæjarins voru sómamenn og létu sig lítilmagnann varða og strax koma þessi menn upp í hugann, Ólafur Sólimann, Margeir Jóns og Óli Björns. Nægjusemi var fólki í blóð borið og þeir sem höfðu meira á milli handanna voru yfirleitt örlátir,“ segir Jonni.
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
49
Jonni og Ragga með fyrsta barnið sitt. Ungó og Stapinn
Keflavík var ekki fallegur bær
„Útlit bæjarins á þessum árum var ekki upp á marga fiska. Göturnar voru holóttar og þegar rigndi voru drullupollar um allar götur. Dæmi um þetta var þegar við fermdust jafnaldrarnir og vorum klædd í hvíta kyrtla en þá hafði rignt og göturnar voru fullar af pollum. Þá vorum við látin bíða í rútu við Kirkjulund og plankar voru lagðir alla leið að Keflavíkurkirkju svo við fengjum ekki drullu í hvíta kyrtlana þegar við gengum yfir í kirkjuna. Á þessum árum var ekki mikið gróðursett í görðum né á opnum svæðum í bænum,“ segir Ragga.
Gott að flytja heim
Við vendum kvæði okkar í kross og færum okkar til nútímans en þau hjónin fluttu burt um tíma. „Við fluttum til Hafnarfjarðar í átta
ár og ég var svo þakklátur þegar við fluttum heim aftur til Keflavíkur. Það var gott að mæta öllum þessum vinalegu brosandi andlitum á ný, sjá kunnugleg andlit, fólk sem fagnaði heimkomu okkar. Ég var búinn að gleyma hvað það var notalegt að búa í bæ þar sem fólk kannast við hvert annað og heilsar úti á götu. Þegar við fluttum í Hafnarfjörð þá var það mjög skemmtilegt í fyrstu og kannski ákveðið frelsi að þekkja engan úti á götu eða í búðinni en svo fer maður að sakna einhvers. Hér suðurfrá er maður umvafin vinsemd hjá fólki sem þekkir mann eða kannast við mann. Fólki þykir vænt um hvert annað. Fallegt bros, kærleikur og hlýja voru móttökurnar sem við fengum þegar við fluttum heim í Keflavík aftur,“ segir Jonni skælbrosandi. Ragga tekur undir þetta. „Eitt sinn fórum við í Hellisgerði á viðburð
sem fór þarna fram í Hafnarfirði en þekktum engan og þá hugsaði maður heim í bæinn sinn, hvað það er notalegt að þekkja andlitin í kringum sig“.
Efri árin að hefjast
Nýlega hætti Ragga að starfa í Tjarnarseli og er komin á eftirlaunaaldur. Jonni vinnur sjálfstætt en er ekki á þeim buxunum að hætta, enn sem komið er. Hann rekur byggingafyrirtæki í Reykjanesbæ og er að selja raðhús sem hefur gengið mjög vel. „Ragga er hætt að vinna en ég er ennþá að stýra rekstri hjá sjálfum mér. Við höfum upplifað margt á ævi okkar, verið í blómlegum rekstri og misst allt sem við áttum. Það hefur gengið á ýmsu en við erum mjög samheldin og stöndum þétt í lífsins ólgusjó. Við lærðum mikið af því að verða gjaldþrota og lítum öðruvísi á hlutina í dag.
„Já, lífið færir okkur verkefni eins og öðrum. Þá er að takast á við þau með jákvæðni að leiðarljósi. Við höfum verið heppin og eigum þrjú börn og fimm barnabörn. Ég man að tengdamóðir mín sagði eitt sinn við okkur; ekki hrúga niður börnum og kannski hafði það áhrif því við eignuðumst börnin okkar á fimm til sjö ára fresti,“ segir Ragga með bros á vör. „Við eigum góða vini og erum dugleg að gera eitthvað skemmtilegt. Eitt af því sem við gerum árlega er að fara á skíði og höfum gert í 38 ár með sama frábæra skíðahópnum og munum halda því áfram, ótrúlega skemmtilegt,“ segir Jonni að lokum.
VIÐTAL
Dansböllin voru mörg á þeim árum þegar Ragga og Jonni eru að fullorðnast og fullt af hljómsveitum í bítlabænum Keflavík. „Við fórum stundum á böll á þessum árum. Þá voru böll í Ungó en Jonni vann þar við dyravörslu og svo verður Stapinn til og hann verður meira okkar ballstaður. Eitt sinn voru starfræktir hjónaklúbbar hér suðurfrá og unghjónaklúbbar og dansað í Stapanum, það var skemmtilegt,“ segir Ragga. „Það var svo mikið um að vera á þessum árum. Ekki bara Hljómar heldur einnig Júdas og Óðmenn. Það var vinsælt að dansa. Foreldrar mínir dönsuðu stundum heima hjá mér á eldhúsgólfinu,“ segir Jonni.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
LJÓSANÓTT 2019 5. – 7. september
Opið: 5. september kl. 09 til 20 6. september kl. 09 til 18 7. september kl. 11 til 18
SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK
50
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
a r a g d s ð i e r g d a n r S Lífle gi
Sandgerðisdagar fóru fram í síðustu viku og náðu hámarki á laugardag með fjölskylduskemmtun við Grunnskóla Sandgerðis. Marta Eiríksdóttir var á ferðinni í Suðurnesjabæ með myndavélina og fangaði stemmninguna.
STÆRSTA BALL ÁRSINS
ALBATROSS SVERRIR BERGMANN FRIÐRIK DÓR HERRA HNETUSMJÖR FM95BLÖ MUSCLEBOY SVEPPI KRULL HLJÓMAHÖLL / 7.SEPTEMBER
FORSALA Í GALLERI KEFLAVÍK & TIX.IS
52
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Manstu gamla daga? Við vorum forvitin að vita hvernig bæjarstemningin var hér áður fyrr og hittum nokkra bæjarbúa að máli á Nesvöllum. Við báðum viðmælendur að rifja upp með okkur.
Ásta Bergsteinsdóttir:
Fædd og uppalin í Keflavík „Ég er fædd og uppalin á Suðurgötu í Keflavík, fæddist árið 1942. Ég man eftir mér úti að baka drullukökur sem við seldum og fengum fimm aura fyrir. Svo gaman, við vorum alltaf úti að leika. Ég man ekki eftir vondu veðri, alltaf sól í minningunni. Ásta Bergsteinsdóttir. Hljómar fæddust í Keflavík. Pabbi minn, Bergsteinn Sigurðsson, alltaf kallaður Beggi Sjönu, söng í kirkjukór og Karlakór Keflavíkur en hann gróf fyrstu skóflustunguna að Karlakórshúsinu. Það var mikil tónlist heima, pabbi var alltaf að spila á orgelið heima í stofu. Við sungum sálma á jólum og svo var ópera spiluð á plötuspilaranum. Ég var alin upp í tónlist og það var yndislegt.“
Eftirminnilegt fólk
„Ég man vel eftir Gústa lamaða sem bjó alltaf á sjúkrahúsinu. Gvendur þribbi var náttúrlega aðal persónan í bænum, enginn eins og hann. Svo man ég eftir Dóru Hjöss og Sigga á mínútunni. Þetta eru nöfn sem rifjast upp.“
Nesvellir standa sig vel
„Mér finnst það mætti lífga upp á bæjarstemninguna með alvöru kaffihúsi. Það hefur ekki þrifist að reka hér kaffihús en kannski kemur það núna því hér búa svo margir núna. Ég flutti heim frá Spáni fyrir fimm árum og þar var maður oft á kaffihúsi, það er svo skemmtilegt. Það er ákveðin stemning að fara inn á alvöru kaffihús, ég fer stundum í bakaríið en það er ekki eins stemning, ekki þessi ekta kaffihúsastemning. Ég er mjög ánægð með Nesvelli, alveg frábær miðstöð. Hér er fullt að gerast, fullt af viðburðum.“ Dagfríður Arnardóttir (Dæja):
Kanar út um allt „Ég flutti til Keflavíkur árið 1964 þá sjö ára. Við fluttum afþví að fósturpabbi minn var sjómaður. Ég sá Keflavík alltaf í einhverjum ljóma, mér fannst líka alltaf bjart hérna. Það var kannski ekkert fallegt hér en ég upplifði það ekki sem krakki heldur var upptekin af því að leika mér. Það var rosalega mikið ferðalag að fara þá upp
á Vötn sem heita Rósaselsvötn en þar vorum við að skauta á ísnum á veturna. Þá var miklu meiri snjór og maður skautaði um allar götur bæjarins. Ég man sérstaklega eftir að hafa skautað niður Faxabrautina að Kaupfélaginu sem var þá niðri á horninu í Stóru blokkinni. Ég man líka rosa vel eftir könunum sem voru um allt. Afi minn sem var rosalega mikill kommúnisti, hafði svakalega miklar áhyggjur af okkur því við vorum að flytja til Keflavíkur. Hann var svo hræddur um að dæturnar færu í ástandið. Íslenskt sjónvarp var að byrja á þessum árum og afi vildi gefa okkur sjónvarp til Keflavíkur en bað þá í versluninni um að fjarlægja takkann sem stjórnaði kanasjónvarpinu, sem var ekki hægt.“
Eftirminnilegir einstaklingar
„Ég var í stúku sem barn hjá systrunum Jónu og Laugu. Svo man ég eftir Fjólu sem afgreiddi í Eddu sem var snyrtivöruverslun í eigu eiginkonu Helga S en þetta var búð sem þú gast keypt allt sem hentaði konum. Svo var það Anna Lísa í snyrtivöruDagfríður Arnardóttir. versluninni Annettu en sú verslun kom seinna. Arnbjörn læknir og Kjartan læknir skiptu miklu máli fyrir bæjarbúa. Þeir komu heim til fólks ef einhver var lasinn. Svo man ég eftir læknastofunni heima hjá Kjartani lækni á Kirkjuteig en þar á biðstofunni sat maður stundum sem barn, þarna sat fólk og reykti sem þótti bara eðlilegt. Sem unglingur var ég í Æskulýðsheimilinu en þar voru diskótek og fleira skemmtilegt fyrir okkur krakkana.“
Margt breyst til hins betra
„Mér finnst bæjarstemningin fín í dag og menning hefur aukist mjög mikið. Nesvellir og Hljómahöll eru rosa lifandi hús. Á hverjum einasta föstudegi frá hausti er skemmtidagskrá á Nesvöllum til dæmis en þangað kemur einnig fataverslun sem heitir Logy tvisvar á ári og selur sérhæfð föt fyrir eldri borgara. Það eina sem vantar á Nesvelli er hraðbanki. Annars er svo margt gott að gerast í bæjarlífinu. Það má segja að við séum úthverfi Reykjavíkur og líðum fyrir það, það er alltof stutt í bæinn þó að þjónustan sé samt mjög góð hér. Skólarnir hér eru rosalega góðir, það hefur gjörbreyst hvernig talað er um þá á landsvísu.“
Guðlaug Jónasdóttir (Laula):
Jón A. Snæland:
„Ég flutti hingað árið 1962. Það var í sjálfu sér ágætt, ég átti góða vinkonu hér. Útlitið á bænum var ekki upp á hundrað þá. Maður var með barn í vagni og það skrölti í vagninum því göturnar voru holóttar og fullt af stóru grjóti um allt. Ég man að KirkjuGuðlaug Jónasdóttir. vegur var sérstaklega lélegur en þar bjuggum við og vorum ánægð þar. Það var fiskilykt í loftinu sem truflaði mig ekki því ég var alltaf að vinna á sjúkrahúsinu en ég vann þá sem ljósmóðir.“
„Ég flutti hingað til Keflavíkur árið 1970 úr Hafnarfirði og þá voru ekki margar götur malbikaðar hér en mjög margar holóttar götur. Okkur fannst strax gott að búa hér, mér og minni sálugu eiginkonu. Ég vann tvöfalt því næga vinnu var hér að fá. Konan Jón A. Snæland. sinnti börnum og heimili. Höfnin var full af fiskibátum og fnykurinn frá gúanóinu lá yfir bænum. Ég lít á mig sem Keflvíking að sjálfsögðu, sem Suðurnesjamann.“
Gvendur kláraði aldrei lagið
„Gvendur þribbi var áberandi á þessum árum. Það er nú saga að segja frá því fyrst þú spyrð hvort við séum eitthvað skyldir, ég og hann, sem erum með þetta sama eftirnafn. Það var þannig að afi minn Pétur Snæland var kaupfélagsstjóri í Kaupfélaginu á Flateyri þegar fátæk móðir Gvends þribba eignast hann og tvö önnur börn fyrir vestan, þríburana sem sagt. Hin deyja en Gvendur lifði og var skírður Guðmundur Snæland. Afi minn fann til með móður hans, var henni góður og gaf þeim mat því þau voru mjög fátæk. Hún ákvað að skíra soninn þessu eftirnafni af virðingu við afa minn. Það voru fleiri áberandi í bæjarlífinu þegar ég flutti hingað. Guðmundur bankastjóri í Sparisjóðnum var líka einn af þeim. Þegar þú baðst hann um lán þá gerði hann sér ferð og skoðaði eignina sem átti að lána út á. Ef um nýbyggingu var að ræða þá mætti hann á byggingarsvæðið til að skoða grunninn og vildi fullvissa sig um að verið væri að nota peningana í nýja húsið. Í dag bý ég í afgreiðslusal gamla Sparisjóðsins við Suðurgötu og finn vindlalyktina í húsinu en sumir segja að þar sé Guðmundur gamli á ferð en hann reykti vindil á meðan hann lifði.“
Það skrölti í barnavagninum
„Gvendur þribbi var auðvitað mjög áberandi maður. Mér fannst hann mjög skemmtilegur og greindur maður. Þegar ég vann á Hafnarsjoppunni kom hann oft þangað að gá hvort hann fengi hjá okkur sítrónudropa í kaffið því apótekið var búið að loka á hann. Ég sagði við hann „Heyrðu Guðmundur, nú færðu ekki sítrónudropa fyrr en þú spilar fyrir okkur,“ og þá byrjaði hann á einhverju stefi á munnhörpunni sinni en kláraði aldrei lagið. Þetta var góður karl.“
Góður bær með góðu fólki
„Þetta er ljómandi bær í dag, ég hef ekki annað að segja. Mjög gott fólk og mjög gott að vera hérna.“
Fnykur lá yfir bænum
Eftirminnilegir bæjarbúar
Gott að búa hér
„Ég er ánægður með bæjarstemninguna í dag. Það hefur verið gríðarleg fjölgun íbúa og nú búa fleiri í Innri Njarðvík en Keflavík held ég. Það eru komin mörg góð veitingahús og verslanir. Það er hægt að kaupa allt hér núna, maður þarf ekki að fara til Reykjavíkur því hér fæst allt. Alveg frábært!“
Góða skemmtun á
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar
Verndun og viðhald fasteigna
AÐALSKOÐUN
54
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Manstu gamla daga? Jónas Jakobsson:
Góðir atvinnumöguleikar „Ég flutti hingað árið 1979 í InnriNjarðvík og var ráðinn sem stýrimaður á togaranum Bergvík, sem reri frá Keflavík, gerður út frá Stóru milljón. Ég man vel eftir gróðurfarinu en fólk var að láta flytja mold frá Reykjavík því það hélt að það væri Jónas Jakobsson. svo stutt niður á saltvatn. Keflavík var ekki falleg en mér fannst Njarðvík og Innri Njarðvík miklu fallegri, meira gróðursett. Bæjarstjórn Njarðvíkur virtist hugsa meira um útlit bæjarins en Keflavík gerði. Ég var spurður þegar ég flutti hingað, hvernig ég gæti búið í svona ljótu samfélagi? Mér fannst líka ljótt hérna en ég var að hugsa um atvinnumöguleikana sem voru mjög góðir hér á þessum tíma. Höfnin var full af fiskibátum. Ég var ánægður með Árna sem bæjarstjóra. Það var mjög gott aðgengi að honum úti á götu og hægt að beina að honum spurningum ef maður hitti hann á förnum vegi. Þau hjón voru mjög alþýðleg og nenntu að tala við mann.“
Búkki var áberandi
„Ég tók vel eftir Hilmari Jónssyni í gamla daga, honum Búkka sem var duglegur að skrifa leikrit. Þá var mikil leiklist í bænum og Karlakórshúsið
var líka flott. Gvendur þribbi var áberandi og Beggi. Útgerðarmaðurinn Halldór Ibsen og Hörður Falsson. Safnaðarstarf í Innri Njarðvík var mjög gott en því var sinnt af konum í InnriNjarðvík. Íbúar voru samtaka þegar húsið var byggt og lögðu fram vinnu sína.“
um þetta mál, um óánægju íbúa með þessa vondu lykt frá fiskiðjunni. Umfjöllun okkar skapaði þrýsting á yfirvöld og þeir neyddust til að loka. Á þessum tíma var nóg af fiskihúsum og mikil atvinna.“
Verið að fresta öldrun hjá Janusi
„Þeir einstaklingar sem mér fannst áberandi voru auðvitað Þribbinn og svo fannst mér Sesselja Margrét Magnúsdóttir móðir Palla Axels áberandi, hún var í bæjarstjórn og var mikil baráttukona.“
„Mér finnst hlúð nokkuð vel að eldri borgurum hér í bæ í dag. Janus er að fresta öldrun með prógrammi sínu. Ég get ekki verið með að æfa en kona mín er í þessu hjá honum og er að breytast í stelpu. Ég er farinn að vera hræddur um að hún fari frá mér því hún hefur yngst um mörg ár.“
Fallegt bæjarfélag í dag
„Mér finnst allt annað útlit á bænum í dag og léttara að setjast hér að, nóg húsnæði. Þetta er fallegt bæjarfélag í dag.“
Eftirminnileg kona í pólítík
Meiri menning í dag
„Bærinn hefur breyst mikið og er ágætur í dag og það er mun meiri menning.“ Úlfar Hermannsson:
Ekki ásjálegur Frekar ljótur bær bær á sjöunda áratugnum „Ég kom árið 1969 til að vinna við vélSteingrímur Lilliendahl:
setningu hjá prentsmiðjunni Grágás. Keflavík var þá frekar ljótur bær, fjaran var fyrir neðan og lyktin þaðan var ekki góð. Gúanóið angaði líka um bæinn. Ég var þá blaðamaður á Suðurnesjatíðindum sem seinna urðu Víkurfréttir. Við vorum að fjalla
„Ég kom fyrst hingað í ársbyrjun árið 1965 til að vinna, var þá 18 ára og fór að vinna í bókhaldi hjá Íslenskum aðalverktökum en ég hafði verið í gagnfræðaskóla hér frá 1963. Staldraði stutt við en flutti hingað endanlega árið 1986. Þegar ég kom hingað fyrst á sjöunda áratugnum þá var Keflavík ekki ásjálegur bær, vondar götur og fiskilykt. Fólk trúði því ekki að hægt væri að láta tré vaxa hérna. Síðan hefur þetta gjörbreyst og bærinn lítur miklu betur út.“
Steingrímur Lilliendahl.
Diddi bíló var eftirminnilegur
„Eftirminnilegir einstaklingar voru Diddi bíló og svo heyrði ég talað um Helga S.“
Bærinn hefur gjörbreyst
„Mér finnst bæjarstemningin í dag að mörgu leyti mjög góð. Tónlistar- og menningarmál eru í sérflokki, í afskaplega góðum farvegi. Hér eru verslanir og veitingahús. Heilmargt er gert fyrir eldri borgara. Ég syng í Eldeyjarkór Úlfar Hermannsson. og Karlakór Keflavíkur, mjög gaman. Ég hef ekki almennt verið hrifin af Sjálfstæðismönnum en þeir gerðu bæinn fínan. Þegar Árni kom þá gjörbreytti hann bænum, Árni og hans menn gerðu þetta vel og þorðu að breyta. Ég var ánægður með Árna. Þeir fá heiður fyrir það sem þeir gerðu fyrir bæinn.“
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Óskum íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með 25 ára afmæli bæjarins
vinalegur bær
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Góða skemmtun á
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar
56
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Framtíðarsýn Knattspyrnudeildar Keflavíkur Á þessu ári verður Íþrótta og ungmennafélag Keflavíkur 90 ára. Á sama tíma verða einnig liðin 70 ár frá því að hafist var handa við að ryðja fyrsta knattspyrnuvöllinn í Keflavík en það gerðist eftir að bæjarstjórn Keflavíkur ákvað að taka frá svæði fyrir ofan Hringbraut fyrir knattspyrnuvöll og íþróttasvæði. Malarvöllurinn var aðalvöllur Keflavíkur næstu átján árin, hann var síðar endurbyggður árið 1963 og flóðlýstur árið 1970, þá fyrsti völlur sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1967 var nýr grasvöllur í Keflavík vígður með áhorfendaaðstöðu sem er líklega enn í notkun í dag en meira en tuttugu ár eru síðan byggt var þak yfir áhorfendur. Af þessu má sjá að bæjaryfirvöld hafa ávallt sýnt þessu mikilvæga æskulýðsmáli mikinn áhuga, sem skiptir okkur í íþróttahreyfingunni gríðarlega miklu máli. Nú eru blikur á lofti við uppbyggingu meiri mannvirkja og því mikilvægt að allir tali sínu máli. Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur undanfarin tvö ár verið að vinna í samræmi við nýja stefnumótun knattspyrnunnar í Keflavík. Er það gert með það að leiðarljósi að koma Keflavík aftur í hóp fremstu liða á Íslandi en við þekkjum það alltof vel að nú eru liðin 46 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli og þrettán ár frá síðasta bikarmeistaratitli. Það er of löng bið sem við Keflvíkingar eigum afar erfitt með að sætta okkur við! Til þess að stytta biðina og koma Keflavík aftur á meðal sterkustu liða á Íslandi í knattspyrnu þarf mjög margt að ganga upp. Stjórn deildarinnar er fullviss um að allur efniviður sé til staðar hjá félaginu svo að þessi draumur geti orðið að veruleika. Leiðin að því er að líta inn á við í starfinu og að gefa okkur þann tíma sem þarf til að byggja upp sterkari grunn. Lykilárangursþættir þess eru að; fjölga iðkendum, bæta þjálfun og umgjörð æfinga, fjölga stuðningsmönnum, afla meira fé til starfsins og tryggja að aðstaða til æfinga og keppni verði næg til að mæta okkar metnaðarfullu markmiðum.
Í vetur sem liðinn er var kynnt áhugaverð skýrsla frá VSÓ ráðgjöf um nýtingu Reykjaneshallarinnar. Úr henni mátti lesa hve brýnt það er orðið að bæta aðstöðu Keflavíkur til æfinga. Með mælingum og reiknisaðferðum VSÓ ráðgjafar kemur það glögglega fram að sá tími sem Keflavík fær úthlutað fyrir knattspyrnuæfingar dugar engan veginn til að sinna þeim fjölda iðkenda sem nú eru á vegum félagsins. Alltof oft mátti sjá sl. vetur óþægilega marga iðkendur á litlu svæði við æfingar. Sem dæmi um það þá reyndist það vera í þremur af hverjum fjórum æfingum Keflavíkur sem fjöldi iðkenda fór talsvert yfir efri mörk nýtingar skv. mælingu VSÓ. Það leiddi m.a. til þess að sækja þurfti fjölda æfingatíma út fyrir Reykjaneshöllina til að halda uppi því starfi sem þarf fyrir ríflega 600 iðkendur í öllu aldursflokkum, karla og kvenna. Með þessari grein vill knattspyrnudeild Keflavíkur kynna framtíðarsýn sína á uppbyggingu á framtíðaraðstöðu knattspyrnunnar í Keflavík. Þessi sýn okkar byggir á því að hjarta
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Verið velkomin
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
starfsemi Keflavíkur verði áfram á svæðinu ofan Hringbrautar á milli Faxabrautar og Skólavegs. Á þessu svæði er nú þegar til staðar félagsheimili og íþróttahús félagsins, sundlaugin, grunnskólinn og knattspyrnuvöllur félagsins. Á þessu svæði hefur sagan gerst, menningin blómstrað, afrekin unnist í þau 70 ár sem við höfum góðfúslega fengið afnot af svæðinu frá bæjarfélaginu. Þess vegna leggur stjórn deildarinnar höfuðáherslu að
SMÁAUGLÝSINGAR Íbúð til leigu Fimm herbergja íbúð til leigu í Keflavík auk sólstofu. Þvottahús á hæðinni. Aðeins fjórar íbúðir á stigagangi. Laus 1. september. Verð 165 þús. á mánuði. Sími 692-6688
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
leggja meira í að bæta aðstöðuna sem fyrir er, fremur en að hefjast handa við uppbyggingu á nýrri aðstöðu á nýju svæði. Eins og sjá má á myndum sem hér fylgja með má vel sjá að til staðar nægt svæði innan núverandi félagssvæðis Keflavíkur til að skapa enn meiri aðstöðu fyrir knattspyrnuna. En til þess þarf að hugsa allt svæðið sem eina heild og nýta það til fulls. Einkum horfum við til svæðisins á gamla malarvellinum sem hæglega rúmar heilsárs knattspyrnuæfingasvæði sem leysa myndi strax úr brýnni þörf félagsins fyrir meiri aðstöðu. Þar að auki má til lengri tíma horfa á keppnisvöllinn og snúa honum þannig að hann tengist betur félagsheimilinu við Sunnubraut. Allt eru þetta tækifæri sem raunhæft er að skoða og hafa sem sameiginlega sýn okkar Keflvíkinga. Þessar hugmyndir að bættri nýtingu félagssvæðis Keflavíkur hafa nú þegar hefur verið kynntar á aðalfundi Keflavíkur og einnig með erindi til bæjaryfirvalda sem hluti af svörum deildarinnar þegar spurt var um þörf knattspyrnunnar í stefnumótun Reykjanesbæjar. Íþróttir eru fyrst og fremst félagsstarf
sem rekið er áfram af sjálfboðnum fulltrúum sem bjóða fram tíma sinn og krafta til að vinna að áhugaverðum takmörkum, eins og t.d. að búa til betri bæjarbúa og gott keppnislið sem kemur heim með titla. Þátttaka í starfi íþróttanna er þar að auki samfélagsmál, enda rennur allur afrakstur af því beint til íbúanna. Takmarkmið með starfinu er að veita börnunum sem bestar aðstæður til uppeldis og þroska, sem okkur dreymir um að leiði til þess að geta teflt fram eins sterkum keppnisliðum og nokkur möguleiki er á. Það vekur ávallt stolt bæjarbúa þegar við upplifum að liðinu okkar gangi vel, þegar unga fólkið okkar dafnar og þegar afrek eru unnin af okkar liðum. Allt þetta eru hagsmunamál samfélagsins í heild en ekki einstaklinganna eða einstakra hópa innan samfélagins. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að við skiljum öll hve mikilvægar íþróttirnar eru og að við deilum öll sömu framtíðarsýn á það hvert við stefnum. Áfram Keflavík Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur
Góða skemmtun á
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM
Guðrún Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM 876 54321
Hafnargata 20 230 Reykjanesbæ
Sími 420 4000 prodomo@prodomo.is
C10 M0 Y10 K60
www.prodomo.is
C0 M60 Y100 K0
58
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
ELFA HRUND FÉKK EINN STÓRAN!
Grindvíkingar eru í erfiðri botnbaráttu og töpuðu fyrir KA í síðustu umferð. VF-mynd/PállOrri.
Grindvíkingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni Keflavík og Víðir við toppinn en Njarðvík í botnbaráttu
Elfa Hrund með stórlaxinn og ánægðan leiðsögumann, Árna Friðleifsson. Njarðvíkurmærin Elfa Hrund Guttormsdóttir gerði sér lítið fyrir og fékk einn af stærri gerðinni þegar hún veiddi fyrsta laxinn sinn. Hún var við veiðar í Langá á Mýrum og maríulaxinn kom á fluguna hjá Elfu Hrund í Stórhólmakvörn.
„Við settum undir fluguna Haugur og ég byrjaði að kasta og svo bara eftir smá stund tók lax. Ég fékk kökk í hálsinn, ég skal viðurkenna það, þetta var bara þannig tilfinning,“ sagði Elfa Hrund í samtali við Sporðaköst á mbl.is. Elfa Hrund sagði í samtali við Sporða köst að hún hafi ekki áttað sig á því hversu stór fiskurinn var sem hún setti
í. Viðureignin stóð í 45 mínútur. „Ég var aldrei stressuð, leið bara virkilega vel, enda með góðan leiðsögumann mér við hlið.“ „Ég hélt að þetta væri kafari hann var svo stór. Ég sleppti honum og kyssti hann með orðunum; Bless ástin mín,“ sagði Elfa Hrund í spjallinu við Sporða köst.
Grindvíkingar töpuðu mikil vægum fallbaráttuleik gegn KA í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu í gær. KA menn skoruðu tvö mörk gegn engu heimamanna sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar, í vondri stöðu. „Þetta er bara eins og með lífið. Það er ekki alltaf þannig að sá sem að leggur mest á sig nær árangri. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. En stundum er það bara þannig að það dugar ekki til,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur í viðtali við fotbolti.net og bætti svo við: „Nú er það bara að fara inn í síðustu þrjá leikina svolítið með það hugarfar að við séum að spila fyrir stoltið og okkur sjálfa. Það verði almennileg frammistaða ekki bara mætt með hangandi haus.“ Grindvíkingar fara á Skipa skaga og leika gegn ÍA í 3. síðustu umferð deildarinnar næsta laugardag.
Enn von hjá Keflavík
Keflvíkingar unnu góðar sigur á Þór frá Akureyri í Inkassodeildinni á Nettó-vellinum í Keflavík sl. sunnudag. Heima menn skoruðu tvö mörk á síðustu mínútum leiksins, Adolf Bitego
skoraði úr víti og Davíð Snær Jóhannsson, innsiglaði 2:0 sigur. Í sömu umferð gerðu Njarð víkingar 2:2 jafntefli við Aftur eldingu. Ivan Prskalo og Stefán Birgir Jóhannesson skoruðu mörk Njarðvíkur. Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar og hafa unnið síðustu 3 leiki og eiga enn fræðilega möguleika á að enda í tveimur toppsætunum en Njarð víkingar eru með 15 stig í neðsta sæti. Næstu tvö lið fyrir ofan, Magni og Haukar eru með einu stigi meira og því getur allt gerst ennþá.
Víðismenn í toppbaráttu
Veik von Víðis um að fara upp lifir enn eftir 4:0-sigur á Fjarðabyggð á heimavelli í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Gamla kempan Hólm ar Örn Rúnarsson, þjálfari liðsins, skoraði tvö mörk fyrir Víði og Helgi Þór Jónsson og Atli Freyr Ottesen Pálsson skoruðu einnig. Þá gerðu ÍR og Þróttur Vogum 1:1 jafntefli í Breiðholtinu. Alexand er Kostic kom ÍR yfir strax á 2. mínútu en liðsfélagi hans, Stefnir Stefánsson, fékk beint rautt spjald á 45. mínútu. Þróttarar nýttu sér liðsmuninn og Alexander Helgason jafnaði á 57. mínútu og þar við sat. Reynismenn í 3. deildinni unnu Álftanes 3:4 á útivelli og eru í 4. sæti.
Íþróttafélagið Nes auglýsir eftir þjálfurum til starfa Um er að ræða þjálfun fatlaðra einstaklinga frá sex ára á ýmsu getustigi í eftirfarandi greinum: Sund: Æfingar fara fram þrisvar í viku í sundlaug Akurskóla sem og í Vatnaveröld. Fimleikar: Æfingar fara fram tvisvar í viku í húsi fimleikadeildar Keflavíkur. Fótbolti yngri: Æfing er einu sinni í viku í Sporthúsinu, Ásbrú. Um áhugaverð og spennandi störf er að ræða við góð skilyrði. Áhugasamir hafi samband við formann Nes á netfangið nes.stjorn@gmail.com
Keflvíkingar voru í skýjunum með sigurinn á Þór og Davíð Snær Jóhannsson fékk auðvitað alvöru koss fyrir markið. Á neðri myndinni má sjá markið sem Adolf Bitego skoraði af öryggi. VF-myndir/GuðmundurSigurðsson.
Góða skemmtun á
og óskum bæjarbúum til hamingju með 25 ára afmæli Reykjanesbæjar
Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.nr. 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82
REYKJANESBÆ
H
F
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Amfetamín í krukku? Jú, það er plastlaus september ...
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Ók í gegnum öryggisgirðingu við fundarstað varaforseta Fjölmennt lögreglulið var sent á staðinn auk sjúkrabifreiðar. Aðstoð sjúkrabifreiðarinnar var afþökkuð þar sem ökumaður bifreiðarinnar var óslasaður. Hann var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Örfáa metra frá þeim stað sem bifreiðin fór í gegnum girðinguna er hlið að aðstöðu Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Mikill viðbúnaður er á Keflavíkurflugvelli þessa dagana vegna komu bandaríska varaforsetans.
Bifreiðin stórskemmd innan við girðinguna. Rauða pallbílnum er lagt fyrir gatið á girðingunni þar sem smábílnum var ekið í gegn. VF-myndir: Hilmar Bragi
NÝTT REVITALIFT [+ HYALURONIC ACID] 7 DAGA HÝALÚRÓNKÚR
Ók án ökuréttinda með amfetamín í krukku Tæplega fertugur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði aðfaranótt þriðjudags reyndist vera undir áhrifum blöndu af sterkum fíkniefnum að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Í bifreið ökumannsins fannst svo meint amfetamín í krukku og innan klæða var viðkomandi með tvo poka af amfetamíni sem komu í ljós við öryggisleit. Að auki ók ökumaðurinn sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður sem einnig var tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur ók sviptur ökuréttindum.
DA Y1
DA Y5
ANDLITSLYFTING MEÐ AMPÚLUM
DA Y7
Þriggja bíla árekstur á Njarðarbraut Þriggja bifreiða árekstur varð á Njarðarbraut í Njarðvík á mánudag. Ökumaður bifreiðar ók aftan á aðra bifreið sem var kyrrstæð aftan við bifreið sem beið á rauðu ljósi. Bifreiðin í miðjunni skall við það aftan á þeirri fremstu. Tvö börn voru í síðastnefndu bifreiðinni. Annað þeirra svo og farþegi í miðjubifreiðinni kenndu eymsla eftir áreksturinn. Aðrir sluppu ómeiddir.
FÁÐU STINNARI HÚÐ Á 7 DÖGUM BECAUSE YOU’RE WORTH IT Eva Longoria.
Á þriðja hundruð þúsund krónur í sekt Tæplega þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumannsins bíða 210 þúsunda króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá. Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri var með of marga farþega í bifreiðinni og var því kærður fyrir það brot líka. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
DA Y6
DA Y3
DA Y2
DA Y4
Bifreið var ekið í gegnum öryggisgirðingu á Keflavíkurflugvelli í á mánudagskvöld. Örskammt frá þeim stað sem bifreiðin fór í gegnum girðinguna áttu Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands að funda á miðvikudagskvöld.
ÞYKKNI ÚR HÝALÚRÓNSÝRU FYLLIR HÚÐINA ÞÍNA AF RAKA INNIHALD + Þykkni úr hýalúrónsýru + Án ilmefna
ÁRANGUR Eftir 1 ampúlu: Húðin fær öflugan raka og frísklegra útlit. Eftir 2 ampúlur: Húðin hefur endurnýjast og er þéttari og stinnari viðkomu.
REYKJANESBÆR 1994 • 25 ÁRA • 2019
20 ÁRA •
LJÓSANÓTT
• 20 ÁRA
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
DAGSKRÁ LJÓSANÆTUR 2019 Dagskrá miðvikudags er á ljosanott.is • Nánar um alla viðburði á ljosanott.is
FIMMTUDAGUR
F Kl. 12:15 – 12:45 OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI REYKJANESBÆJAR Tjarnargata 12 Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur upp fiðluna góðu en hann sendir út boð til allra aflögufærra hljóðfæraleikara um að mæta á staðinn og „djamma“ með sér. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn. Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.
F Kl. 13:00 – 14:00 LJÓSANÆTURPÚTTMÓT Í BOÐI TOYOTA Púttvöllurinn við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu.
staka húmor og spáir fyrir gestum veitingastaðarins. Valdís mætir með ísbílinn. Tónlistardúóið Kristján og Sísí með lifandi tónlist. F Kl. 19:00 – 21:00 SUNDLAUGARTEITI FYRIR 5.-7. BEKK Sundmiðstöðin við Sunnubraut Dúndur stemning í sundlauginni fyrir alla krakka í 5.-7. Bekk. DJ o.fl. F Kl. 21:00 – 23:00 LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8.-10. BEKK Stapi, Hljómahöll ClubDub, Klaka boys og Björn Elvar. Sjá nánar á facebooksíðu Fjörheima. F Kl. 21:00 – 23:00 MANNAKORNSTÓNLEIKAR Andrews leikhúsið á Ásbrú
F Kl. 14:00 – 15:00 VATNALEIKFIMI FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI Sundmiðstöðin við Sunnubraut Kjartan Másson sundkennari kennir hópnum.
F Kl. 19:00 – 21:00 SKÓLAMATUR BÝÐUR Í KJÖTSÚPU Hafnargata 30 (á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu) Það verður enginn svikinn af ljúffengu íslensku kjötsúpunni frá Skólamat. Athugið breytta staðsetningu.
F Kl. 16:00 – 17:00 UPPHAF – ÁRSTÍÐALJÓÐ Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður les upp úr óútkominni ljóðabók sinni Upphaf – Árstíðaljóð. Bókin er fimmta ljóðabókin sem Gunnhildur gefur út. Í boði verður kaffi og konfekt að loknum upplestri. F Kl. 17:00 – 22:00 OPNUN LISTSÝNINGA UM ALLAN BÆ. Sjá nánar í kaflanum um sýningar. F Kl. 17:00 HÖNNUN, MYNDLIST OG FJÖR Á PARK INN BY RADISSON Hafnargata 57 Formleg opnun. Allir velkomnir. Opnunartímar: Fimmtudagur kl: 17:00 - 22:00, Föstudagur kl: 16:00 - 21:00, Laugardagur kl: 11:00 - 19:00, Sunnudagur kl: 13:00 -17:00. F Kl. 17:00 HEIMA ER ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargata 12 Formleg opnun sýningar á verkum sem unnin eru af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem reglulega hittist í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnist Heimskonur. F Kl. 17:00 – 19:00 SKOTDEILD KEFLAVÍKUR MEÐ OPINN DAG Sundmiðstöðin Sunnubraut Fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemina og prófa að skjóta í mark. Allar helstu skotgreinar kynntar og farið yfir unglingastarfsemi skotdeildarinnar. Engin æfingagjöld fyrir unglinga. F Kl. 18:00 – 20:00 Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM Listasafn Reykjanesbæjar opnar að vanda nýjar sýningar á Ljósanótt Listasalur: Safnið vekur sérstaka athygli á framlagi Pólverja til listar og menningar með opnun grafíksýningar á Ljósanótt. Vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna og af því tilefni verður opnuð vegleg sýning á pólskri grafíklist, Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Pólland. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká. Fejkiel verður viðstaddur sýningaropnun og mun svo kynna verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum sunnudaginn 8. september kl.14.00. Bíósalur: Óvænt stefnumót. Samsýning Gunnhildar Þórðardóttur, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Rúnarsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Sossu og Valgerðar Guðlaugsdóttur. Þarna eru leiddar saman 6 listakonur sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa allar verið með einkasýningu í safninu einhvern tímann á síðustu 15 árum. Stofa: Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir Katrínar verður með leiðsögn/spjall um sýninguna sunnudaginn 8.september kl.15:00 auk þess sem hann býður gestum upp á sérstaka spátíma sem verða auglýstir betur síðar. Bátasalur: Skessukatlar. Ljósmyndasýning Hjálmars Árnasonar. F Kl. 18:00 – 21:00 PLASTLAUS SEPTEMBER Fischershús, Hafnargötu 2. Á Ljósanótt verða aðstandendur Plastlauss september með kynningarbás í Fischershúsi. Meðlimir Plastlauss september verða á staðnum til kl. 21.00 á fimmtudeginum og frá 12.00 - 18.00 á laugardeginum. Þar verður hægt að koma í spjall og kynna sér um hvað átakið snýst og fá hugmyndir hvernig hægt er að taka þátt. Einnig verða til sýnis nokkrar vörur sem geta komið í staðinn fyrir plastið. F Kl. 18:00 – 19:00 og kl. 20:00 – 21:00 SIGGA KLING, VALDÍS, LIFANDI TÓNLIST KEF restaurant, Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12 Ofurstjarnan Sigga Kling mætir með gleðina og sinn ein-
F Kl 18:00 – 23:00 BRYGGJUBALL SAMEINAST GÖTUPARTÝ Hafnargata 30 (á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu) Kvölddagskrá föstudags ásamt kjötsúpu Skólamatar færist frá smábátahöfn. Fyrir aðdáendur Bryggjuballsins er vakin sérstök athygli á hljómsveitinni Gullkistunni sem er skipuð fimm reynslumiklum tónlistarmönnum, þeim Ásgeiri Óskarsyni, Gunnari Þórðarsyni, Magnúsi Kjartanssyni, Jóni Ólafssyni, og Óttari Felix Haukssyni. Dagskrá (nánar um hverja hljómsveit á ljosanott.is). F kl. 18:00 Iceland Express F kl. 18:30 Kylja F kl. 19:00 Gullkistan F kl. 20:15 Demó F kl. 21-23 Djadamis Adammix og Dj Theodor, pólskir plöutsnúðar.
F Kl. 19:00 LJÓSANÆTURMÓT Í PÍLUKASTI Keilisbraut 775, Ásbrú
FÖSTUDAGUR F Kl. 07:00 – 10:00 Sundmiðstöðin við Sunnubraut MORGUNSUND GEFUR GULL Í MUND Óvænt uppákoma verður í Sundmiðstöðinni fyrir hina hressu morgunhana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því. F Kl. 12:00 – 18:00 DUUS SAFNAHÚS Duusgötu 2-8 Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Óvænt stefnumót. Samsýning Gunnhildar Þórðardóttur, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Rúnarsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Sossu og Valgerðar Guðlaugsdóttur. Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður. Skessukatlar. Ljósmyndasýning Hjálmars Árnasonar. F Kl. 12:00 – 18:00, einnig laugardag og sunnudag BLACK KROSS TATTOO, POP-UP SHOP@HÁRÁTTA Hafnargata 54
F Kl. 17:00 – 19:00 KEFLAVÍK – NES Nettóvöllurinn, Hringbraut Keflavík mætir fótboltafélaginu NES. Bein útsending á http://keftv.is (BEINT). F Kl. 17:00 – 19:00 LJÓSANÆTURSKEMMTUN FYRIR 5.-7. BEKK Fjörheimar, Hafnargötu 88 Á dagskránni er BubbleBolti, sápufótbolti, “ærslahringur” og farið verður í skemmtilega leiki. F Kl. 17:00 – 17:40 BARNASÖNGVAR Á BERGINU Bakkavegur 18 Hildur Hlíf syngur og spilar á gítar íslenska barnasöngva í garðinum sínum uppi á Bergi. Öllum boðið að syngja með. F Kl. 17:30 – 18:00 LJÓÐASAMKEPPNIN LJÓSBERINN – ÚRSLIT Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 Menningarfélagið Bryggjuskáldin efndu til ljóðasamkeppni í tilefni Ljósanætur. Vinningsljóðin verða tilkynnt og vinningshafar lesa upp ljóðin sín. Lifandi tónlist verður á staðnum og heitt kaffi á könnunni. F Kl. 18:00 – 20:30 LAMBALÆRISSNEIÐAR Í FÉLAGSHEIMILI KEFLAVÍKUR Sunnubraut 34 Styrkjum starf félagsins. Verð kr. 2.500. Allir velkomnir. F Kl. 18:00 – 19:00 og kl. 20:00 – 21:00 SIGGA KLING, VALDÍS, LIFANDI TÓNLIST KEF restaurant, Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12 Ofurstjarnan Sigga Kling mætir með gleðina og sinn einstaka húmor og spáir fyrir gestum veitingastaðarins. Valdís mætir með ísbílinn. F Kl. 18:00 – 21:00 BOXMÓT LJÓSANÓTT Smiðjuvellir 5 Bestu boxarar landsins mætast í nýrri bardagahöll Reykjanesbæjar.
F Kl. 19:00 -19:45 GULLKISTAN Á GÖTUPARTÝ Hafnargata 30 Gullkistan samanstendur af miklum goðsögnum íslenskrar tónlistarsögu. Efnisskráin inniheldur lög eftir Gunnar Þórðarson auk erlendra laga eftir þekktustu dægurlagahöfunda tuttugustu aldar. Hljómsveitina skipa Maggi Kjartans, Jonni Ólafs, Óttar Felix, Gunni Þórðar, Geiri Óskars. F Kl. 19:00 – 20:00 TÓNLISTARDÚÓIÐ KRISTJÁN OG SÍSÍ KEF restaurant, Hótel Keflavík Tónlistardúóið heldur uppi stuðinu með lifandi tónlist. F Kl. 19:30 – 20:30 KVÖLDVERS – KLASSÍK Í KEFLAVÍKURKIRKJU Keflavíkurkirkja Jóhanna María, Steinunn Björg og Una María flytja íslenskar söngperlur ásamt kirkjutónlist úr hinum ýmsu áttum. Meðleikari er Erla Rut Káradóttir. F Kl. 20:00 HARMONIKUBALL Á NESVÖLLUM Nesvellir, Njarðarvöllum 4 Hið árlega Harmonikkuball verður haldið á Nesvöllum. Miðaverð kr. 1.000. F Kl. 21:00 – 23:00 HEIMATÓNLEIKAR Í GAMLA BÆNUM Gamli bærinn Íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi. Uppselt er á viðburðinn. Fram koma: Hjálmar, Úlfur Úlfur, Dimma, Breiðbandið, Klassart, Helgi Björns, Ragnheiður Gröndal, Rass. F Kl. 21:00 – 22:30 GARÐPARTÝ N8 Norðurvellir 8 Guðlaugur Ómar og Brynja Ýr sjá um fjörið. Allir velkomnir. F Kl. 21:00 – 05:00 VALDIMAR OG KGB Á PADDY‘S Paddys Beach Club, Hafnargötu Tónleikar með hljómsveitinni Valdimar og DJ KGB lokar kvöldinu. F Kl. 21:00 – 23:00 DJ ADAMAIS ADAMIX OG DJ THEODOR Á GÖTUPARTÝ Götupartý, Hafnargötu 30 Pólsku plötusnúðarnir Djadamis Adamix og Dj Theodor halda uppi stemningu á Götupartý Ljósanætur. F Kl. 23:45 – 03:00 JÚDAS 50 ÁRA AFMÆLISSTUÐ Á RÁNNI Ráin, Hafnargötu 19 Nú verður sko skellt í 50 ára afmælis stuðdansleik með keflvísku hljómsveitinni JÚDAS á Ránni og eins gott að þú missir ekki af því.
LAUGARDAGUR F Kl. 10:00 – 13:00 MORGUNVERÐARHLAÐBORÐ KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR Íþróttahúsinu v/Sunnubraut F Kl. 10:00 – 17:30 PETANQUE REYKJAVÍK KYNNIR Gamli malarvöllurinn v/Hringbraut Petanque Reykjavík verða með kynningu á þessari íþrótt sem hentar öllum aldurshópum. F Kl. 10:30 – 11:30 SKOPPA OG SKRÍTLA Í STAPA Stapi, Hljómahöll Þær Skoppa og Skrítla eru ofurspenntar fyrir Ljósanótt og taka á móti börnunum með sínu einstaka viðmóti. Aðgangur er ókeypis. F Kl. 10:30 – 12:00 GALDRANÁMSKEIÐ EINARS MIKAELS FYRIR 7-12 ÁRA Íþróttaakademían, Afreksbraut Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. F KL. 11:00 – 17:00 LJÓSANÆTURMARKAÐUR NETVERSLANA Íþróttahúsinu v/Sunnubraut Netverslanir um land allt ætla að bjóða upp á frábær tilboð og kynna vöruúrval sitt með flottum hætti. F Kl. 11:00 – 12:00 GÖTUR MINNINGANNA Háholt, Keflavík Marta Eiríksdóttir, keflvískur rithöfundur og blaðamaður á Víkurfréttum, leiðir áhugasama um söguslóðir bókarinnar Mei mí beibísitt? sem eru æskuminningar hennar úr bítlabænum Keflavík. Lagt af stað frá Háholti 5.
F Kl. 13:30 ÁRGANGAGANGAN MÍNUS 20 Hafnargata Á 20 ára afmæli Ljósanætur setjum við mínus 20 fyrir framan húsnúmerið sem við erum vön að mæta við. Mætingarstaður í gönguna hefur til þessa tekið mið af fæðingarári viðkomandi, þ.e. sá sem var fæddur árið 1950 mætti hann við Hafnargötu 50. En nú verður sú breyting gerð að við drögum 20 frá fæðingarárinu þannig að sá sem er fæddur 1950 mætir nú við Hafnargötu 30 o.s.frv. Árgangur ´01 og yngri hittast við 88 húsið. F KL 14:00 -14:30 GÖTUTÓNLEIKAR BRASSL Hafnargata 50 Hljómsveitin spilar fyrir gesti og gangandi. F Kl. 14:00 – 17:00 SKESSAN BÝÐUR Í LUMMUR Skessuhellir í Gróf Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka nammidagur). F Kl 14:00 – 17:00 HÁTÍÐ Í HÖFNUM Hafnir Gamli skólinn verður opinn laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-18. Sögusýning um Jamestown strandið. Áhugahópur um Jamestownstrandið hefur sett saman sýningu sem opnuð verður kl. 13. F Kl. 14:00 – 16:00 DÚETTINN DÚLLUDÚSKARNIR Hafnargata Dúettinn Dúlludúskarnir eru þær Birna Rúnarsdóttir og Sara Dögg Gylfadóttir þverflautuleikarar. Þær ætla að vera með pop-up tónleika hingað og þangað á Hafnargötunni.
F Kl. 11:00 – 13:00 STERKASTI MAÐUR SUÐURNESJA 2019 Túnið milli Hafnargötu og Ægisgötu/hátíðarsvæði F Kl. 11:00 – 16:00 FLUGMÓDELFÉLAG SUÐURNESJA TEKUR Á MÓTI GESTUM Flugvöllur þeirra við Arnarvelli (Seltjörn) Ef veður leyfir. F Kl. 11:00 – 19:00 HÖNNUN, MYNDLIST OG FJÖR Á PARK INN BY RADISSON Hafnargötu 57 F Kl. 12 – 18. DUUS SAFNAHÚS Duusgötu 2-8 Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Óvænt stefnumót. Samsýning Gunnhildar Þórðardóttur, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Rúnarsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Sossu og Valgerður Guðlaugsdóttur. Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður. Skessukatlar. Ljósmyndasýning Hjálmars Árnasonar. F Kl. 13:00 – 17:00 OPIÐ HÚS SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGS SUÐURNESJA Víkurbraut 13 Hægt að skrá sig í 15 mínútna tíma í spámiðlun hjá hinum ýmsu miðlum eða í heilun. Nánar á vefnum. F Kl. 13:00 – 17:00 SMÁSTUNDARKUBBARNIR Grasbali fyrir aftan Duus Safnahús Njótum stundarinnar með börnunum í frjálsum leik með stóru bláu frauðkubbunum. F Kl. 13:00 – 23:00 GÖTUPARTÝ LJÓSANÆTUR Á laugardegi á Götupartý koma fram: Laugardagur: F kl. 13:00 Living out loud F kl. 13:30 Merkúr F kl. 14:30 Nýríki Nonni F kl. 16:00 Danskompaní F kl. 17:00 Licks F kl. 18:00 Silent Disko F kl. 20:00 Allt í einu F kl. 22-23 Hip Hop Festival: Frid, Fannar Guðni, Valby bræður, Orvar, Haki, Daníel, Andri Már Nánar um hljómsveitir á vefnum.
F Kl. 14:30 17:00 TÖFRAMAÐURINN EINAR MIKAEL, CLUBDUB, LEIKHÓPURINN LOTTA, DANSKOMPANÍ OG TAEKWONDO Á ÚTISVIÐI Aðalsvið á hátíðarsvæði Á aðalsviði Ljósanætur verður fjölbreytt dagskrá í gangi fyrir alla fjölskylduna F 14:45 Einar Mikael töframaður heilsar gestum og kynnir dagskrá. F 15:00 ClubDub F 15:30 Töfrasýning Einars Mikael og Íslandsmet í töfrabrögðum sett F 16:00 Leikhópurinn Lotta F 16:30 Danskompaní F 16:45 Taekwondo deild Keflavíkur Auk þessa verður eftirtalin ókeypis dagskrá í boði fyrir börnin á hátíðarsvæði: F 14 – 17 lummur í Skessuhelli F 13 - 17 Pop-up leikvöllur Smástundar á grasbalanum aftan við Duus Safnahús. F 14:30 – 16:00 Húlladúllan við gaflinn á Duus Safnahúsum. F Ókeypis svæði með hoppuköstulum og hringekju á horni Vesturgötu og Vesturbrautar. F 50 m. löng uppblásin þrautabraut á hátíðarsvæði. F Kl. 14:30 – 17:00 SYNGJANDI SVEIFLA Í DUUS SAFNAHÚSUM Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn F kl. 14:30 Bátasalur Félag harmonikuunnenda F kl. 15:00 Bíósalur Sönghópur Suðurnesja F kl. 15:30 Bátasalur Söngsveitin Víkingar F kl. 16:00 Bíósalur Kvennakór Suðurnesja F kl. 16:30 Bátasalur Karlakór Keflavíkur F kl. 17:00 Bíósalur Fiðlarinn á þakinu KÍKTU AFTAST! Losaðu kápuna af blaðinu og hafðu dagskrárhlutann með þér í bæinn á Ljísanótt!
LJÓSANÓTT 20 ÁRA
fimmtudagur 5. september 2019 // 33. tbl. // 40. árg.
Sýningar á Ljósanótt 2019 Opnun listsýninga um allan bæ á fimmtudegi. Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag. Nánar um hverja sýningu og opnunartíma er að finna á vefnum www.ljosanott.is F Opin vinnustofa hjá Línu Rut. Vallargata 14. F Ásbrú rammaskipulag, sýning á undirbúningsvinnu við skipulag á Ásbrú og framtíðarsýn. Ráðhús Tjarnargötu 12. F Number 3 will set you free. Listsýning Tobbu. Hafnargata 35. F Haugar. Skúlptúrar eftir Rut Ingólfsdóttur listakonu í Höfnum. Hafnargata 36. F Leirbakaríið á faraldsfæti. Kolla og Maja Stína koma á Ljósanótt með töskur fullar af fallegu keramiki. Hafnargata 36. F Heima er þar sem hjartað slær. Verk unnin af Heimskonum, fjölþjóðlegum hópi kvenna. Bókasafn Reykjanesbæjar, Tjarnargata 12. F Flóðey. Listaverk. Ravens gistiheimilið (Gamla fjósið). Sjávargata 28. F Konur eru landslag. Málverkasýning Höllu Harðar. Hársnyrtistofan Estilo, Hafnargötu 45. F Fjörkurnar. Fjóla Þorkelsdóttir, Helga Lára Haraldsdóttir, Sossa Björnsdóttir og Vigdís Viggósdóttir. Málverk, leirverk, ljósmyndir, hönnun og skart. Formleg opnun og veitingar fimmtudag kl. 17:00 – 22:00. F Myndlist í 20 ár. Samsýning félaga úr Félagi myndlistarmanna frá 1999 til 2019. Svarta pakkhúsið. Hafnargata 2. F Stúdíó Ethoríó. Ádeila, húmor, pólitík, kynlíf, samfélagsmiðlar, persónusköpun o.fl. fallegt. Sólvallagata 2 (gamla bókabúðin). F Eru ekki allir í stuði? Málverkasýning Fríðu Rögnvalds. Hafnargata 21 (Kapalvæðing).
F Já. Samstarfsverkefni nokkurra listamanna. Tobba, Hulda Lind, Helena Gutt, Elín Ása, Björg o.fl. Ljósmyndir og vídeóverk. Hringbraut 79. F Saga slökkviliða á Íslandi. Rammi Safnamiðstöð, Njarðarbraut 2. F Íslensk eldfjallaeldstæði og náttúruvættir, aðeins laugardag, Kirkjuvegi 28. F Allavega og alls konar. Verk eftir leikskólabörn á Vesturbergi. Hafnargata 29. Duus Safnahús Opið: Fimmtudag 18 – 20, föstudag 12 – 18, laugardag 12 – 18, sunnudag 12 – 18. F Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi í listasal. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká. Leiðsögn um sýninguna sunnudag kl. 14:00. F Óvænt stefnumót. Bíósalur. Samsýning Gunnhildar Þórðardóttur, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Rúnarsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Sossu og Valgerðar Guðlaugsdóttur. Þarna eru leiddar saman 6 listakonur sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa allar verið með einkasýningu í safninu einhvern tímann á síðustu 15 árum. F Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir Katrínar verður með leiðsögn/spjall um sýninguna sunnudaginn 8.september kl.15:00 . F Skessukatlar. Ljósmyndasýning Hjálmars Árnasonar í Bátasal. Fischershúsið, Hafnargötu 2. Opið: Fimmtudag 19:00-21:00, föstudag17:00-20:00, laugardar 13:00-20:00, sunnudag 13:00-18:00. F Ljósmyndasýning. Ágúst Svavar Hrólfsson er öflugur náttúruljósmyndari sem ætlar að sýna brot af myndum sínum. F Plastlaus september. Kynningarbás. Meðlimir Plastlauss september verða á staðnum til kl.
SUNNUDAGUR Sýningar, leiktæki og sölutjöld opin F Kl. 07:00 – 15:00 OPNA LJÓSANÆTURMÓTIÐ Í GOLFI Hólmsvöllur í Leiru Opna Ljósanæturmótið er í boði Hótel Keflavíkur Skrning og nánari upplýsingar inn á golf.is F KL. 11:00 – 17:00 LJÓSANÆTURMARKAÐUR NETVERSLANA Íþróttahúsinu v/Sunnubraut Netverslanir um land allt ætla að bjóða upp á frábær tilboð og kynna vöruúrval sitt með flottum hætti.
F Kl. 14:30 – 16:30 HJÓLABRETTAGLEÐI Í UNGMENNAGARÐINUM Hafnargata 88 Hjólabrettagleði SK8 roots verður í 88 Húsinu/Fjörheimum. F Kl. 14:30 16:00 RAKUBRENNSLA Í portinu við Svarta pakkhús og Fischershús Raku er heillandi, hröð og ævaforn brennsluaðferð glerungs á keramiki og heilmikið sjónarspil að sjá. Rakuskvísurnar Auður Gunnur, Drífa, Halldóra og Ólöf sjá um viðburðinn. F Kl. 14:30 HÚLLADÚLLAN MEÐ BARNASKEMMTUN Við gaflinn á Duus Safnahúsum Sýning og húllaleikir F Kl. 15:00 – 16:00 ASKTUR BIFHJÓLA OG GLÆSIKERRA Hafnargata F Kl. 15:00 – 16:00 FRIÐRIK DÓR Á PADDY‘S EFTIR ÁRGANGAGÖNGU Paddy‘s Beach Club F Kl. 15:00 CLUBDUB Aðalsvið, hátíðarsvæði
F Kl. 19:00 TRÍÓIÐ DELIZIE ITALIANE Veitingastaðurinn Library Bistro/Bar F Kl. 20:30 STÓRTÓNLEIKAR Á ÚTISVIÐI Aðalsvið, hátíðarsvæði Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur verður blásið til stórglæsilegrar tónlistarveislu á stóra sviði hátíðarinnar laugardagskvöldið 7. september. Fram koma margir af fremstu tónlistarmönnum landsins: F Herra Hnetusmjör F Emmsjé Gauti & Aron Can F Stuðlabandið ásamt góðum gestum: F Jóhanna Guðrún F Jón Jósep Snæbjörnsson F Salka Sól F Sverrir Bergmann F Kl. 21:30 HÚLLADÚLLA MEÐ FUNHEITT ELDATRIÐI Í portinu við Svarta pakkhúsið Húlladúllan hitar upp Ljósanóttina með funheitu eldatriði þar sem hún leikur listir sínar á margvíslegan hátt með logandi eldi.
F Kl. 15:30 TÖFRASÝNING OG ÍSLANDSMET Í TÖFRABRÖGÐUM MEÐ EINARI MIKAEL Aðalsvið, hátíðarsvæði F Kl.16:00 LEIKHÓPURINN LOTTA Aðalsvið, hátíðarsvæði F Kl. 17:00 – 18:00 GLOBUS VÍNKYNNING KEF restaurant, hótel Keflavík Kynning á á fjölbreyttum vínum frá flestum heimshornum veraldar.
F Kl. 22:30 BJARTASTA FLUGELDASÝNING LANDSINS Hátíðarsvæði, Hafnargötu
F Kl. 17:00 – 20:00 FORDRYKKUR, KYNNING OG SKEMMTUN FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA Urta Islandica, Básvegi 10 Urta Islandica býður upp á heimsókn í framleiðsludeild sína í Keflavík, lifandi tónlist (Eyvindur Karlsson), kynningar og smakk á nýjum vörum.
F Kl. 23:00 – 03:30 STÓRBALL STJÓRNARINNAR Ráin, Hafnargötu 19
F Kl. 18:00 – 20:00 SILENT DISCO Á GÖTUPARTÝ Götupartý, Hafnargötu 30 Silent Disco er frábær leið til þess að upplifa tónlist! Þú dansar við tónlist í gegnum þráðlaus heyrnatól.
F Kl. 23:55 – 05:00 LJÓSANÆTURPARTÝ H30 Hafnargata 30 Silent Disco og Nokto
F Kl. 19:00 – 20:00 TÓNLISTARDÚÓIÐ KRISTJÁN OG SÍSÍ KEF restaurant, Hótel Keflavík Tónlistardúóið heldur uppi stuðinu með lifandi tónlist.
F Kl. 12 – 18. DUUS SAFNAHÚS Duusgötu 2-8 Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Óvænt stefnumót. Samsýning Gunnhildar Þórðardóttur, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Kristínar Rúnarsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Sossu og Valgerðar Guðlaugsdóttur. Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður. Skessukatlar. Ljósmyndasýning Hjálmars Árnasonar. F Kl. 13:00 – 17:00 HÖNNUN, MYNDLIST OG FJÖR Á PARK INN BY RADISSON Hafnargötu 57 F Kl. 13:00 – 17:00 MENNINGARDAGSKRÁ Í HÖFNUM Hafnir F Kl. 13.00 Jamestown sögurölt með Tómasi Knútssyni sem er manna fróðastur um Jamestown strandið og hefur m.a. kafað á strandstað. Stutt og auðveld ganga við allra hæfi. Mæting við kirkjuna. F Kl. 14:00 Kvartettinn Spúttnikk mun leika nokkur lög í gamla skólanum í Höfnum. Kvartettinn leikur á strengjahljóðfæri sem smíðuð voru af Keflvíkingnum Jóni Marinó Jónssyni. Jón Marinó hefur notað timbur úr Jamestown-strandinu í bassabjálka og sálir sem finna má í öllum strengjahljóðfærum. Kvartettinn skipa þær: Gréta Rún Snorradóttir á selló, Vigdís Másdóttir á víólu, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir á fiðlu. F Kl. 15:00 Tónleikar í Kirkjuvogskirkju með Jónasi Sig og Elízu Newman. Miðasala á midi.is Hátíð í Höfnum er skipulögð af Menningarfélaginu í Höfnum og fer allur ágóði kaffisölu og tónleikahalds í viðhaldssjóð Kirkjuvogskirkju og Gamla skólans í Höfnum.
21.00 á fimmtudeginum og frá 12.00 - 18.00 á laugardeginum. F Ljósmál. Málverkasýning Steinars Svan Birgissonar. F Drífa keramik. Keramikmunir, fræðsla um leir, leirkerakennslu og leirmótun. Hönnun, myndlist og fjör á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57 Opið: Fimmtudagur formleg opnun kl: 17:00 - 22:00, Föstudagur kl: 16:00 - 21:00, Laugardagur kl: 11:00 - 19:00, Sunnudagur kl: 13:00 -17:00. F Meðal þátttakenda eru: A Studio, Art Helga, Deisymakeup.is, Dóttir, Elísabet Ásberg, Engilberts-hönnun, Fluga Design, GeoSilica Iceland, Hafsalt, Helga Kristjánsdóttir og Bjarnveig Björnsdóttir – Tvenna, Íris Rós Söring, Ísafold Design, Katrín Þórey Gullsmiður, Kósýprjón. is, Listhópurinn Frænkurnar og Ási, Maju Men, Rosella Mosty, Rúnir og goð – Áslaug Baldursdóttir, Ryk Íslensk Hönnun, Sælkerasinnep Svövu, F Nánar um þátttakendur á ljosanott.is
F Kl. 13:00 – 17:00 OPIÐ HÚS SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGS SUÐURNESJA Víkurbraut 13 F Kl. 14:00 – 15:00 LEIÐSÖGN UM PÓLSKU GRAFÍKSÝNINGUNA Duus Safnahús Listasafn Reykjanesbæjar vekur sérstaka athygli á framlagi Pólverja til listar og menningar með opnun grafíksýningar á Ljósanótt þar sem rúmlega 50 ný grafíkverk frá Fejkel gallerínu í Kraká eru til sýnis. Jan Fejkiel, forstöðumaður gallerísins verður með leiðsögn og kynnir verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum. F Kl. 14:00 -16:00 GAMLA BÚÐ OPIN GESTUM. Á horni Duusgötu og Vesturbrautar Nú er svo komið að verklok eru skammt undan og er íbúum af því tilefni boðið að skoða húsið. Gengið verður inn í húsið frá Vesturbraut. Ákveðið hefur verið að nýta Gömlu búð undir starfsemi Súlunnar, verkefnastofu atvinnu-, menningar- og markaðsmála í Reykjanesbæ. F Kl. 15:00 LEIÐSÖGN GALDRAMEISTARANS Duus Safnahús, Stofan Reynir Katrínar galdrameistari og skapandi listamaður tekur á móti gestum og verður með spjall um sýningu sína í Stofunni.
F Kl. 16:00 – 17:00 STOFUTÓNLEIKAR ALEXÖNDRU Guðnýjarbraut 21 Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova og píanóleikarinn Mariia Ishchenko bjóða upp á stofutónleika. Dagskrá verður fjölbreytt og höfðar jafnt til þeirra sem unna klassískri tónlist og þeirra sem hefðu gaman af að kynnast klassískri tónlist á ný. Aðgangseyrir ókeypis, hægt að bóka miða á alexandradreamvoices@icloud.com eða hringja á milli kl. 16:00 og 18:00 í síma 894-5254. F Kl. 16:00 – 18:00 „LYGASÖGUR“ AF VELLINUM Duus Safnahús, Duusgötu 2-8 Á sýningunni „Varnarlið í Verstöð“ verða sagðar sögur sem tengjast samskiptum Íslendinga og Kananna á vellinum. Þá gefst gestum og og gangandi kostur á að koma og segja okkur sögur sem þeir kunna af Vellinum og samskiptum Íslendinga og íbúa Vallarins, hvort sem er fyrir framan alla eða eingöngu í eyru starfsmanna safnsins. F Kl. 20:00 – 21:00 BUBBI MORTHENS Í KVÖLDMESSU Í KEFLAVÍKURKIRKJU Keflavíkurkirkja Við lok Ljósanæturhátíðar opnar Keflavíkurkirkja kirkjudyr og býður til kvöldmessu. Bubbi Morthens mun spila og syngja eigin sálma og söngva og gefa kirkjugestum orð í eyra um líf sitt og trú. Sr. Fritz Már og sr. Erla munu leiða stundina. .
F Kl. 15:00 – 16:30 JÓNAS SIG OG ELÍZA NEWMAN Í KRIKJUVOGSKIRKJU Í HÖFNUM Kirkjuvogskirkja í Höfnum Jónas mun flytja lög af sínum farsæla ferli í órafmögnuðum stíl í yndislegu umhverfi Krikjuvogskirkju. Tónlistarkonan Elíza Newman hitar upp fyrir Jónas á tónleikunum og spilar nýtt efni af komandi breiðskífu. F Kl. 16:00 – 18:30 og kl. 20:00 – 22:30 MANSTU EFTIR EYDÍSI? Stapi, Hljómahöll Hátíðarsýning „Með blik í auga“ hópsins sem að þessu sinni er tímaferðalag aftur til 8. áratugarins. Söngvarar Jón Jósep, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Hera. Miðasala á tix.is.
BEINAR ÚTSENDINGAR á Facebook-síðu Víkurfrétta frá völdum viðburðum á Ljósanótt.
F Kl. 23:00 – 05:00 BALL MEÐ HOBBITUNUM OG FÖRUNEYTINU Paddy‘s Beach Club
F Kl. 23:59 – 04:00 LJÓSANÆTURBALLIÐ 2019 Hljómahöll Hljómsveitin Albatross, Sverrir Bergmann, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, FM95BLÖ, Muscleboy, Sveppi Krull.
ERT ÞÚ EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ VÍKURFRÉTTIR Á FACEBOOK?
Reykjanesbær 2019
Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins 4.–8. september
Föstudagur
Kl. 18 – 23 Bryggjuball sameinast Götupartýi Dagskrá föstudagskvölds færist frá smábátahöfn í Gróf á útisvið við Hafnargötu 30 (mót Hafnargötu og Tjarnargötu). Dagskrá: Kl. 18:00 Iceland Express � Kl. 18:30 Kylja � Kl. 19:00 Gullkistan. Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Óttar Felix Hauksson � Kl. 20:15 Demó � Kl. 21–23 Djadamis Adammix og Dj Theodor, pólskir plötusnúðar Kl. 19–21 Kjötsúpa Skólamatar Súpan færist frá smábátahöfn í Gróf að útisviði við Hafnargötu 30.
Laugardagur
Kl. 13:30 Árgangagangan mínus 20! Vekjum athygli á að allir þátttakendur færa sig niður um 20 húsnúmer. Sá sem er fæddur 1950 mætir fyrir framan Hafnargötu 30 o.s.frv. Ókeypis barnadagskrá Kl. 10:30 Skoppa og Skrítla í Stapa � Kl. 10:30 Galdranámskeið Einars Mikaels fyrir 7–12 ára í Íþróttaakademíunni Kl. 13–17 Smástundarkubbarnir. Fyrir aftan Duus Safnahús � Kl. 14–17 Skessan í hellinum býður í lummur Kl. 14:30–15:45 Húlladúllan skemmtir og kennir. Við gafl Duus Safnahúsa Kl. 14–17 50 m uppblásin þrautabraut á hátíðarsvæði Ókeypis svæði með hoppuköstulum og hringekju. Milli Vesturgötu og Vesturbrautar Dagskrá á aðalsviði: Kl. 15:00 ClubDub � Kl. 15:30 Töfrasýning Einars Mikaels og Íslandsmet í töfrabrögðum sett Kl. 16:00 Leikhópurinn Lotta � Kl. 16:30 Danskompaní � Kl. 16:45 Taekwondodeild Keflavíkur Kl. 20:30 Stórtónleikar á aðalsviði Herra Hnetusmjör � Emmsjé Gauti & Aron Can � Stuðlabandið ásamt góðum gestum: � Jóhanna Guðrún � Jón Jósep Snæbjörnsson � Salka Sól � Sverrir Bergmann Kl. 22:30 Bjartasta flugeldasýning landsins lýsir upp Ljósanótt.
Láttu sjá þig! Dagskrá á ljosanott.is
Hollt, gott og heimilislegt
ljosanott.is