ÍSLAND HJÓLAÐ HORN Í HORN
GOTT FYRIR HELGINA 9.--12. SEPTEMBER
– norður og niður sömu helgina. Sjá miðopnu.
Grísabógur Kjötborð
499
KR/KG ÁÐUR: 998 KR/KG
50% AFSLÁTTUR
Kinda-fillet Fjallalamb
2.678
38% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 4.319 KR/KG
Miðvikudagur 8. september 2021 // 33. tbl. // 42. árg.
Tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar er barnabarn forsetans
Leita tækifæra til sparnaðar og hagræðingar í rekstri Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjórn að fara, í samráði við stjórnendur og starfsmenn allra stofnana og deilda, ítarlega í gegnum alla starfsemi Reykjanesbæjar með það að markmiði að leita tækifæra til sparnaðar og hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Stjórnendur fari yfir tilgang, markmið og samfélagslegan ávinning af starfsemi allra eininga, hvernig sá ávinningur birtist, hvernig hann er metinn og hvort og þá til hvaða hagræðingaraðgerða megi grípa án alvarlegra afleiðinga fyrir íbúa. Einnig að tilgreina á grundvelli hvaða lagaákvæða viðkomandi starfsemi byggir, segir í afgreiðslu bæjarráðs frá 2. september síðastliðnum. „Þar sem um er að ræða starfsemi sem ekki er lögboðin er stjórnendum falið að meta og rökstyðja hvort og þá hvers vegna nauðsynlegt sé að halda starfseminni áfram óbreyttri, hvort hægt sé að draga saman eða hætta henni alveg og hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Einnig er stjórnendum falið að leita leiða til að auka skilvirkni með það að markmiði að bæta þjónustu, stytta ferla og lækka kostnað. Að lokum er bæjarstjóra falið að leiða vinnu við að fara yfir allt húsnæði í eigu Reykjanesbæjar með það að markmiði að nýta það betur og selja eða leigja það húsnæði sem sveitarfélagið hefur ekki not fyrir.“
Tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar fæddist 4. ágúst en það er lítill drengur, sonur Sigríðar Guðbrandsdóttur og Sigurbergs Bjarnasonar. Stráksi þurfti að jafna sig eftir fæðinguna áður en hann gat boðið bæjarstjóranum í heimsókn sem vildi endilega heilsa upp á tuttugu þúsundasta íbúann því hann flýtti sér í heiminn og kom aðeins fyrir áætlaðan fæðingardag. fæddust fleiri börn þennan dag,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, þegar hann afhenti ungu foreldrunum gjöf frá Reykjanesbæ, svokallað Krýli frá listamanninum Línu Rut. Foreldararnir sögðu breytinguna mikla eftir fjölgun í fjölskyldunni en allt gengi vel og þau væru í skýjunum með nýja hlutverkið. Kjartan Már sagði Víkurfréttum að það væri mikil fjölgun íbúa og frá 4. ágúst, þegar litli
Unga parið er í skýjunum en Sigríður er dóttir Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og svo eru þau Sigurbergur bæði starfsmenn bæjarins. Guðbrandur afi var á fundi hjá bæjarráði þegar hann fékk fréttirnar af því að nýjasta barnabarnið í fjölskyldunni væri tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. „Við fylgdumst með þessu eins og kosningaúrslitum og þetta var mjög spennandi því það
drengurinn kom í heiminn, hafi 116 nýir bæjarbúar komið í heiminn. Þeir eru orðnir 20.116 og hefur fjölgað um nærri 500 á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjölgunin allt árið 2020 var mun minni, eða 246. Nú er útlit fyrir að fjölgunin verði nálægt tvöfalt meiri en í fyrra. „Það er nóg að gera hjá bæjarstjórn að passa upp innviði því við þurfum fleiri skóla fyrir unga fólkið okkar,“ sagði Kjartan Már.
A L L T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM