Víkurfréttir 33. tbl. 42. árg.

Page 1

ÍSLAND HJÓLAÐ HORN Í HORN

GOTT FYRIR HELGINA 9.--12. SEPTEMBER

– norður og niður sömu helgina. Sjá miðopnu.

Grísabógur Kjötborð

499

KR/KG ÁÐUR: 998 KR/KG

50% AFSLÁTTUR

Kinda-fillet Fjallalamb

2.678

38% AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 4.319 KR/KG

Miðvikudagur 8. september 2021 // 33. tbl. // 42. árg.

Tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar er ­barnabarn forsetans

Leita tækifæra til sparnaðar og hagræðingar í rekstri Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjórn að fara, í samráði við stjórnendur og starfsmenn allra stofnana og deilda, ítarlega í gegnum alla starfsemi Reykjanesbæjar með það að markmiði að leita tækifæra til sparnaðar og hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins. Stjórnendur fari yfir tilgang, markmið og samfélagslegan ávinning af starfsemi allra eininga, hvernig sá ávinningur birtist, hvernig hann er metinn og hvort og þá til hvaða hagræðingaraðgerða megi grípa án alvarlegra afleiðinga fyrir íbúa. Einnig að tilgreina á grundvelli hvaða lagaákvæða viðkomandi starfsemi byggir, segir í afgreiðslu bæjarráðs frá 2. september síðastliðnum. „Þar sem um er að ræða starfsemi sem ekki er lögboðin er stjórnendum falið að meta og rökstyðja hvort og þá hvers vegna nauðsynlegt sé að halda starfseminni áfram óbreyttri, hvort hægt sé að draga saman eða hætta henni alveg og hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Einnig er stjórnendum falið að leita leiða til að auka skilvirkni með það að markmiði að bæta þjónustu, stytta ferla og lækka kostnað. Að lokum er bæjarstjóra falið að leiða vinnu við að fara yfir allt húsnæði í eigu Reykjanesbæjar með það að markmiði að nýta það betur og selja eða leigja það húsnæði sem sveitarfélagið hefur ekki not fyrir.“

Tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar fæddist 4. ágúst en það er lítill drengur, sonur Sigríðar Guðbrandsdóttur og Sigurbergs Bjarnasonar. Stráksi þurfti að jafna sig eftir fæðinguna áður en hann gat boðið bæjarstjóranum í heimsókn sem vildi endilega heilsa upp á tuttugu þúsundasta íbúann því hann flýtti sér í heiminn og kom aðeins fyrir áætlaðan fæðingardag. fæddust fleiri börn þennan dag,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, þegar hann afhenti ungu foreldrunum gjöf frá Reykjanesbæ, svokallað Krýli frá listamanninum Línu Rut. Foreldararnir sögðu breytinguna mikla eftir fjölgun í fjölskyldunni en allt gengi vel og þau væru í skýjunum með nýja hlutverkið. Kjartan Már sagði Víkurfréttum að það væri mikil fjölgun íbúa og frá 4. ágúst, þegar litli

Unga parið er í skýjunum en Sigríður er dóttir Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og svo eru þau Sigurbergur bæði starfsmenn bæjarins. Guðbrandur afi var á fundi hjá bæjarráði þegar hann fékk fréttirnar af því að nýjasta barnabarnið í fjölskyldunni væri tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar. „Við fylgdumst með þessu eins og kosningaúrslitum og þetta var mjög spennandi því það

drengurinn kom í heiminn, hafi 116 nýir bæjarbúar komið í heiminn. Þeir eru orðnir 20.116 og hefur fjölgað um nærri 500 á fyrstu níu mánuðum ársins. Fjölgunin allt árið 2020 var mun minni, eða 246. Nú er útlit fyrir að fjölgunin verði nálægt tvöfalt meiri en í fyrra. „Það er nóg að gera hjá bæjarstjórn að passa upp innviði því við þurfum fleiri skóla fyrir unga fólkið okkar,“ sagði Kjartan Már.

A L L T FY RIR Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510

ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR

JÓHANN INGI KJÆRNESTED

ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR

GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR

UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR

PÁLL ÞOR­ BJÖRNSSON

ASTA@ALLT.IS 560-5507

JOHANN@ALLT.IS 560-5508

ELINBORG@ALLT.IS 560-5509

GUNNUR@ALLT.IS 560-5503

UNNUR@ALLT.IS 560-5506

PALL@ALLT.IS 560-5501

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Myndin hér til hliðar er frá talningu í bæjarstjórnarkosningum í Keflavík árið 1990. Þarna má sjá marga þekkta bæjarbúa í kjörstjórn rýna í atkvæðaseðil. Myndin er ein margra á ljósmyndasýningu Víkurfrétta í Bíósal Duus Safnahúsa.

Rýnt í atkvæðaseðla

Leikskólarnir í Suðurnesjabæ opnir milli hátíða Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða skóladagatöl leikskólanna Gefnarborgar og Sólborgar fyrir árið 2021–2022 þar sem gert er ráð fyrir að leikskólarnir starfi á milli jóla og nýárs. Á fundi fræðsluráðs í ágúst voru skóladagatöl Gefnarborgar og Sólborgar fyrir árið 2021–2022 samþykkt. Þar lagði fræðsluráð til að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um opnun milli jóla og nýárs í því skyni að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskóla.

Tvö sjö hæða fjölbýlishús og verslunarhúsnæði ofan á gömlu saltgeymsluna Heimilaðar eru þrjár hæðir fyrir þjónustuog verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Fresta afgreiðslu deiliskipulags vegna Hafnargötu 81–85 í Reykjanesbæ. Vísað til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur frestað afgreiðslu deiliskipulags vegna Hafnargötu 81–85 og er erindinu vísað til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags. OS fasteignir ehf. lögðu fram tillögu að breytingu á deili- og aðalskipulagi samkvæmt upprætti JeES arkitekta ehf. dagsettu 16. júní 2021. Helstu breytingar voru að niðurrif saltgeymslunnar fellur niður, heimilaðar eru þrjár hæðir fyrir þjónustu- og verslunarhúsnæði ofan á saltgeymsluna, nýbygging tveggja sjö hæða fjölbýlishúsa, í stað þriggja fimm hæða, breytingu á götuheiti

lóðar úr Hafnargötu 81, 83 og 85 í Hafnargata 81, 83 og Víkurbraut 19. Breyting á aðalskipulagi hefur ekki verið afgreidd. Deiliskipulagstillagan var auglýst og tvær athugsemdir bárust. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs segir að tillagan sé ekki í samræmi við skilmála aðalskipulags. Gengið er á grænt svæði og atvinnustarfsemi er ekki heimil á íbúðasvæðum. Heimilt er að breyta aðalskipulagi og laga það að skilmálum deiliskipulags, segir í afgreiðslunni.

Svona gæti byggðin litið út eftir framkvæmdir.


Viđ höldum upp á

34 ÁRA AFMÆLI SPARIÐ ALLT AÐ

AFMÆLISBÆKLINGUR Á RFL.IS

60%

Öll skrifborðog skrifborðsstólar

20-40%

Öll stillanleg rúm

20%

Allir skenkir og glerskápar

20-30%

25%

afsláttur

Allir púðar

afsláttur

30% afsláttur

Allir lampar og loftljós

20-30% afsláttur

Allir gardínuvængir

30%

afsláttur

Allir eldhúsog borðstofustólar

Allir hægindastólar

30% afsláttur

Allar mottur

20-30% afsláttur

20afsláttur -60% Öll rúmteppi

afsláttur

20-30% afsláttur

Allir WELLPUR heilsukoddar

30%

afsláttur

Allar vegghillur

20%

Öll HØIE sængurver

20-30%

afsláttur

Öll sófaborð

afsláttur

afsláttur

Allar svampog springdýnur

20-40%

25%

20-40%

afsláttur

SMARTSTORE plastkassar

25%

afsláttur

afsláttur

Allar boxdýnur

Allir sjónvarpsskápar

KING COLE garn

Allar skrautplöntur

afsláttur

afsláttur

25% 25%

afsláttur

AFMÆLISLEIKUR

SKANNAÐU KÓÐANN OG SKOÐAÐU ÖLL AFMÆLISTILBOÐIN

TAKTU ÞÁTT Í AFMÆLISLEIKNUM GJ AFAK OR T OKKAR Á INSTAGRAM OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GJAFAKORT Í RÚMFATALAGERNUM.

FITJUM


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skref í átt að fullvinnslu sjávarafurða Marine Collagen ehf. er ungt fyrirtæki í Grindavík stofnað 2018 en er gríðarstórt skref í því að fullvinna þær sjávar­ afurðir sem á land berast. Til stendur að framleiða bæði gelatín og kollagen úr fiskroði sem til fellur í hefðbundnum bolfiskvinnslum. Stefnt er að því að vinna 4.000 tonn af roði á ári. Einungis 10% nýting næst út úr roðinu til framleiðslu á kollageni og gelatíni. Þannig að úr 4.000 tonnum af roði verður hægt að framleiða 400 tonn af kollageni og gelatíni. Átta klukkustundir tekur að ljúka hverri framleiðslulotu úr 7,5 tonnum af roði sem skilar 750 kg. af kollageni og gelatíni. Hægt verður taka þrjár lotur í húsinu á sólarhring og framleiða úr 22 tonnum af roði sem skilar 2,2 tonnum af kollageni og gelatíni. Gelatínið verður til fyrr í ferlinu en kollagenið er unnið lengra. Ákveðnir eiginleikar gelatíns henta vel fyrir matvæla- og lyfjaiðnaðinn. Dæmi um vörur er matarlím, hjúpur utan um lýsisperlur og margt fleira. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans, það er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans.

Vogar á Vatnsleysuströnd.

Ráðuneyti styrkir ­fráveituframkvæmdir í Vogum um 30% af kostnaði

Einnig er kollagen mjög stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Heimsframleiðsla á kollageni er ekki mikil og verð á vörunni því hátt og eftir miklu að slægjast. Með allt að 2,2 tonna framleiðslu á báðum þessum efnum á sólarhring verður Marine Collagen með stærstu framleiðendum gelatíns og kolla-

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samþykkt umsókn Sveitarfélagsins Voga um styrk vegna fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu. Ráðuneytið styrkir fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins 2020 og 2021 um 30% af kostnaði. Sveitarfélagið Vogar hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri sjólögn á haf út sem er um 420 metra löng og endar á um fimm metra dýpi. Ofanvatnslögn og yfirfallslögn liggja samsíða sjólögninni og liggja í fjöru og eru um 80 metra langar. Rjúfa þarf sjóvarnargarð á meðan lögnum er komið fyrir. Skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt umsóknina en útgáfa framkvæmdaleyfis er háð samþykkis umsagnaraðila.

gens úr fiskroði í heimi. Fyrirtækið mun í fyrstu stefna að magnsölu til matvæla-, snyrtivöru- og lyfjaframleiðenda en þegar fram líða stundir er ekki útilokað að Marine Collagen þrói sínar eigin neytendavörur eða í samstarfi við aðra aðila sem búa yfir þekkingu til slíks.

Otti Rafn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Grindvíkingurinn Otti Rafn Sigmarsson var kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi samtakanna um nýliðna helgi. Otti var áður varaformaður samtakanna. Katrín Jakobsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir ræddu við nemendur og gesti hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Ráðherrar á rölti um Reykjanes Ráðherrar og aðrir sem vilja komast að á Alþingi í haust hafa verið sýnilegir að undanförnu. Þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, heimsóttu Suðurnesin í síðustu viku og kynntu sér stöðu mála. Bjarni kom við í Grindavík og hitti m.a. björgunarsveitarfólk og heimsótti sjávarútvegsfyrirtækið Nesfisk í Garði. Hann ræddi við viðskiptavini á Réttinum í Keflavík og fékk sér að borða. Katrín kom við hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og ræddi þar við nemendur og stjórnendur. Með henni í Suðurnesjaför

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

„Ég er hrærður yfir stuðningnum og öllum kveðjunum síðustu daga og mun það heldur betur veita mér byr í komandi verkefni. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu, ný stjórn hefur verið kjörin og mikið af nýju fólki tekið við stjórnartaumunum. Ég mun ekki bregðast ykkur, því lofa ég. Takk fyrir allt, takk fyrir mig,“ skrifar Otti Rafn á fésbókina. Otti og félagar hans í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hafa verið í eldlínunni síðustu misseri. Nú síðast í eldgosinu í Fagradalsfjalli og þar áður þegar jarðskjálftar gerðu Grindvíkingum lífið leitt í bland við óvissustig almannavarna vegna landriss við fjallið Þorbjörn.

Bjarni Benediktsson settist að snæðingi með fréttamönnum Víkurfrétta og fleirum á Réttinum. var Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi, og fóru þær á fleiri staði.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þá hafa frambjóðendur fleiri framboða verið á ferðinni víða en kosningar verða 25. september.

Otti Rafn Sigmarsson, nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mynd: Landsbjörg

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


NÝR

RENAULT MEGANE PLUG-IN HYBRID

Nýr Nissan Qashqai

Fullkominn borgarjepplingur magnaður með Mild Hybrid tækni

ENNEMM / SÍA /

TVÖFÖLD FRUMSÝNING Næsta laugardag frá 12–16

Komdu í heimsókn í sýningarsalinn okkar á Holtsgötu og skoðaðu tvo af mest spennandi bílum haustsins: Nýjan Renault Megane PHEV og nýjan NISSAN Qashqai með Mild Hybrid.

Velkomin til okkar á Bílasölu Reykjaness í kaffi og reynsluakstur Bjarki Már Viðarsson Framkvæmdastjóri 781 1881 bjarki@bilasalareykjaness.is

Aron Kristinsson Sölufulltrúi 781 1882 aron@bilasalareykjaness.is

N M 0 0 7 3 5 3 B í l a s ý n i n g Q Q o g M e g a n e V F 5 x 3 9 s e p t

Byltingarkennd tækni nýtir orkuna enn betur

Umboðsaðili BL á Reykjanesi – Holtsgata 52 – 260 Reykjanesbær Sími: 419 1881 – info@bilasalareykjaness.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Aðeins þrír bátar á dragnót í Faxaflóa

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Þá er nýtt ár hafið. Reyndar fiskveiðiár eins og greint var frá í síðasta pistli. Ágústmánuður var fínasti aflamánuður fyrir bátana frá Suðurnesjum þó svo að flestir bátanna væru ekki að landa í sinni heimahöfn. Rétt er þó að minnast á að Grímsnes GK átti risamánuð á netunum því að báturinn landaði alls 256 tonnum í 14 róðrum og af því þá var ufsi 233 tonn. Grímsnes GK mun halda áfram á ufsanum í haust og þegar þetta er skrifað þá hefur áhöfnin fengið félagsskap, því að Friðrik Sigurðsson ÁR er líka kominn á ufsann. Nú þegar hafa nokkrir bátar hafið netaveiðar og er Hraunsvík GK hæstur með 7,4 tonn í 2 róðrum og landað í Grindavík. Halldór Afi GK 4,7 tn. og Maron GK 3,3 tonn báðir í 2 róðrum. Voru þeir með netin sín í Faxaflóa á meðan Hraunsvík GK var við Reykjanes með netin sín. Tveir bátar eru á skötuselsveiðum og báðir landa í Sandgerði. Sunna Líf GK var með 525 kíló og Garpur RE 123 kíló, báðir í einni löndun. Skammt neðan við DUUS hús stendur ansi fallegur bátur sem heitir Baldur KE. Hann átti mjög farsælan feril og var lengst af á dragnótaveiðum. Hinar svokölluðu bugtarveiðar sem eru dragnótaveiðar inni í Faxaflóanum máttu hefjast ár hvert 1. september og reyndar var það á árunum 1980 að 1990 að þá hófust bugtarveiðar 1. ágúst. Baldur KE var einn af þeim bátum sem tóku þátt í veiðum í Faxaflóanum á dragnót og var iðulega með aflahæstu bátunum á þeim veiðum. Í dag þá eru dragnótabátarnir mun færri og reglum var breytt á þann veg að bátarnir mættu vera upp að 24 metra löngum. Bátarnir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK var breytt sérstaklega til þess að þeir kæmust inn í

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

þessa reglugerð og var það gert þannig að skorið var framan af fremsta hluta stefnis og er það flatt að framan. Núna eru bátarnir sem eru á veiðum í Faxaflóanum aðeins þrír; Siggi Bjarna GK, sem hefur landað 30 tn. í 3 róðrum, Benni Sæm GK með 16 tn. í 2 róðrum og Aðalbjörg RE með 2,3 tn. í einum túr. Aðalbjörg RE landaði í Reykjavík en báturinn er eini dragnótabáturinn sem eftir er sem var á veiðum á sama tíma og títtnefndur Baldur KE. Tveir aðrir bátar eru á dragnótaveiðum. Sigurfari GK var með 22 tonn í 3 túrum og Maggý VE með 17 tonn 2 róðrum, báðir að landa í Sandgerði. Báðir þessir bátar eru lengri en 24 metrar og mega því ekki vera inni í Faxaflóanum á veiðum, eða bugtinni eins og þær eru kallaðar. Síðustu ár þá hefur byggst upp mikil línuútgerð frá Grindavík. Enn nú er breytingar þar í gangi. Þetta byrjaði hjá Þorbirni hf. sem lagði og seldi línubátinn Sturlu GK í brotajárn og keypti 29 metra togara í staðinn sem heitir Sturla GK. Hitt fyrirtækið í Grindavík, Vísir hf. er búið að vera að endurnýja

skipin sín og keypti t.d bátinn Rifsnes SH og endurbyggði hann frá grunni og breytti honum í línuskip sem heitir Fjölnir. Sömuleiðis var bátur sem lengi vel var í slippnum í Njarðvík og hét Hafursey VE, þar áður Arney KE og Skarðvík SH. Þeim báti var breytt mjög mikið og fékk nafnið Sighvatur GK, þá var fyrsta nýsmíði Vísis í mörg ár þegar þeir fengu nýjan Pál Jónsson GK. Eftir stendur þá aflaskipið Jóhanna Gísladóttir GK, og núna eru breytingar varðandi þann bát, því Vísir hefur keypt togarann Berg VE frá Vestmannaeyjum og er togarinn núna í slippnum í Reykjavík og kominn með græna litinn sem einkennir Vísisflotann, og nafnið. Já, togarinn mun fá nafnið Jóhanna Gísladóttir GK. Nokkuð merkileg breyting hjá Vísi að fá togara í staðinn fyrir línubátinn. Nýi togarinn er 35 metra langur og því flokkast hann sem 4 mílna togari og er þar í flokki t.d. með Sóley Sigurjóns GK og Berglínu GK. Sturla GK og Pálína Þórunn GK ásamt Verði ÞH og Áskeli ÞH eru allir 29 metra langir og flokkast sem 3 mílna togarar. Eða veiða í kálgörðunum eins og oft er sagt, enda eru þessir togbátar margfalt öflugri en gömlu trollbátarnir voru hér á árum áður.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson

Reykjanesviti - Valahnúkur og hálfvitinn

Fyrsti viti á Íslandi var reistur árið 1878 og var staðsettur uppi á Valahnúk á Reykjanesi. Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Sá viti sem nú stendur var reistur árið 1907 en kveikt á honum 20. mars árið 1908. Vitinn skemmdist töluvert í jarðskjálfta árið 1926. Vitinn er 31 metra hár (22 metrar upp á pall), og stendur á Bæjarfelli, nokkuð upp af Valahnjúk, þar sem fyrsti vitinn stóð. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann vegna smæðar sinnar samanborið við stóra bróður.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Tekið verði tillit til göngustíga við breikkun Reykjanesbrautar Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði hefur verið lögð fyrir skipulagsyfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum. Breikkunin er frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Skipulagsnefnd Voga tekur vel í framkvæmdina og telur hana auka umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur nýverið í samvinnu við Vegagerðina

lagt 2,6 km göngustíg meðfram Vatnsleysustrandarvegi. Fyrirhugaðir eru stígar á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og því tilvalið að tekið verði tillit til göngustíga fyrir gangandi og hjólandi við tvöföldun Reykjanesbrautar. Með þeim mögulega að í framtíðinni verði eitt samfellt stígakerfi frá flugstöð að höfuðborgarsvæðinu.

Öldungaráð vill hvatagreiðslur fyrir eldri borgara Reykjanesbær hefur nýverið lokið við metnaðarfulla og greinargóða lýðheilsustefnu og telur öldungaráð Reykjanesbæjar vert að skoðaðar verði hvatagreiðslur fyrir eldri borgara, sérstaklega þá efnaminni.

Reglur um hvernig nýta megi hvatagreiðslurnar verði með sama hætti og hvatagreiðslur fyrir börn, segir í afgreiðslu öldungaráðs sem fundaði á Nesvöllum í byrjun september.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

AÐGENGI UM ALLT LAND

Styttum biðlistana, lækkum kostnað og bætum aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land með því að þjónustuvæða heilbrigðiskerfið. Þannig bætum við líkamlega og andlega velferð fólksins í landinu.

Frambjóðendur Viðreisnar í Suðurkjördæmi 5. sæti

Axel Sigurðsson

4. sæti

Elva Dögg Sigurðardóttir

1. sæti

Guðbrandur Einarsson

2. sæti

Þórunn Wolfram Pétursdóttir

3. sæti

Sigurjón Vídalín Guðmundsson

6. sæti

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Íbúar við Melteig vilja hraðatakmarkanir og lokanir Íbúar við Melteig hafa sent erindi til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa. Starfsfólki umhverfissviðs er falið að fylgja þessu erindi eftir og kanna tillögur að lausn. Í ósk um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á Melteig segja íbúar að í hverfum Reykjanesbæjar hefur víða verið komið fyrir hindrunum eða þrengingum í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. „Við Íbúar á Melteig erum einhuga um að brýnt sé að koma slíkum hindrunum upp í götunni líkt og gert hefur verið í nærliggjandi götum, til að mynda á Greniteigi, Birkiteigi, Kirkjuvegi o.s.frv. Dæmi eru um að hraðahindranir hafi verið settar upp í mun rólegri umferðargötum og jafnvel í botngötum. Engar gangstéttir eru við Melteig og bílum er lagt framan við húsin. Gangandi vegfarendur þurfa því að ganga á götunni sem skapar eðlilega mikla hættu, einkum þar sem gatan liggur í boga og skerðir sýn ökumanna. Við götuna búa barnafjölskyldur og ung börn því mikið á gangi við götuna,“ segir í erindinu. Farið er fram á að settar verði hraðahindranir á tveimur stöðum og umferðarskilti sem ætlað er að draga úr umferðarhraða. Lokað verði fyrir óþarfa umferð um götuna sem tengir saman Melteig og Kirkjuteig með sambærilegum hætti og gert hefur verið við götuna sem tengir saman Smáratún og Hátún, þar sem blómaker loka tengingunni. Þá er farið fram á að lokað verðið fyrir óþarfa og hættuskapandi umferð frá lóðarmörkum milli Melteigs 6 og Aðalgötu 18.

Dúu II komið af hafsbotni á 30 tímum Gamalt fiskiskip, Dúa II, sökk í Grindavíkurhöfn á dögunum þar sem hún lá utan á nöfnu sinni, Dúu RE 404, eins og hún hefur gert undanfarin ár og það í hálfgerðu reiðuleysi. Kafarar frá Köfunarþjónustu Sigurðar fóru niður að bátnum og lokuðu fyrir op til að koma í veg fyrir mengun og einnig var sett mengunargirðing umhverfis hann. Þá var hafist handa við að koma bátnum aftur upp af hafsbotni og tókst starfsmönnum Köfunarþjónustu Sigurðar það verk á 30 klukkustundum, enda algjörir naglar, svo vitnað sé til Sigurðar Stefánssonar kafara.

Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brúttólestir að stærð. Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30, Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár. Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400. Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari Víkurfrétta í Grindavík, tók meðfylgjandi myndir af björgunaraðgerðum.

Tekið verði á hraðakstri í Þverholti

Fögnuðu níræðisafmæli saman Þegar tíðindamenn Víkurfrétta eru á ferðinni eru þeir oft heppnir. Eins og þegar Páll Ketilsson, ritstjóri hitti þrjá vinkonur í afmæliskvöldverði á Library veitingastaðnum í Keflavík nýlega. Þar var verið að fagna níræðisafmæli Ráðhildar Guðmundsdóttur. Með í fjörinu voru vinkonur hennar, þær Hafdís Jóhannsdóttir og Elín Guðmannsdóttir og þær eru báðar á níræðisaldri. Allar mjög hressar. „Við urðum að fresta afmæliskvöldverði hennar Ráðu í sumar en ekki lengur,“ sögðu vinkonur hennar. Samtals voru nærri 270 ár þarna við borðið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar heilsaði svo upp á þær og afmælisbarnið notaði tækifærið og spurði hann út í bæjarmálin.

Íbúar við Þverholt í Keflavík hafa sent erindi til bæjaryfirvalda um breytt fyrirkomulag umferðar um Þverholt vegna öryggis vegfarenda og íbúa. Starfsfólki umhverfissviðs er falið að fylgja þessu erindi eftir, kanna umferðarhraða, umferðarmagn og kanna tillögur að lausn, segir í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. „Ég, í forsvari íbúa við Þverholt í Keflavík, skila hér inn undirskriftalista til Reykjanesbæjar þar sem skorað er á viðeigandi aðila að gera ráðstafanir á horni Þverholts og Baugholts. Allt frá þeim tíma sem ég flyt í götuna (2015) hef ég orðið vitni að miklum hraðakstri og óþarfa umferð sem skapar hættu fyrir börn og aðra í hverfinu. Einnig kom skýrt fram hjá mörgum nágranna minna í Þverholtinu að þeir hafa upplifað þennan gríðarlega hraðakstur í mun lengri tíma. Á síðustu árum hefur orðið mikil kynslóðaskipting í götunni og mikið af börnum fylgt með nýjum ábúendum. Breyting þessi myndi skapa fjölskylduvænna umhverfi, þar sem öryggi verður mun meira og áhyggjur foreldra minnka töluvert. Íbúar í götunni eru komnir með nóg af hraðakstri og óþarfa umferð.

Allir íbúar í Þverholti skrifuðu undir og studdu lokun á götunni. Lokun þessi væri þá á horni Þverholts og Baugholts, við það lækkar hraði töluvert og viðbragð neyðaraðila lengist ekki. Lagt er til að breyting þessi verði gerð til prufu til eins árs og svo verði árangur lokunar skoðaður. Ekki gera ekki neitt, við erum að bjóða hættunni heim með núverandi ástandi,“ segir í erindinu sem Gísli R. Einarsson skrifar undir fyrir hönd íbúa.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Breyting á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 Kynning á skipulagslýsingu

Tillaga að breytingum á umferð á Hringbraut við Myllubakkaskóla.

58% af krökkum í Myllubakkaskóla skutlað í skólann Umferðarhraði á Hringbraut í 30 km/klst við skólann

Að beiðni Reykjanesbæjar skoðaði Efla hf. umferðaröryggi og aðgengi skólabarna á Hringbraut, við Myllubakkaskóla í Keflavík. Ferðavenjukönnun sem Efla lagði fyrir skólabörn í Reykjanesbæ vorið 2020 leiddi í ljós að töluverðum meirihluta nemenda Myllubakkaskóla er skutlað í skólann, eða 58% af krökkum í þriðja, sjötta og níunda bekk, á meðan hlutfallið var 35% í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Helsta leiðin til að minnka umferð í kringum skólann og auka umferðaröryggi er að fá fleiri börn til að ganga

eða hjóla í skólann. Slíkt gerist ekki nema börn og foreldrar upplifi að leiðin sem þau fara sé örugg. Lagðar voru fram tillögur til úrbóta í greinargerð Eflu og hefur umhverfis- og skipulagsráð samþykkt að velja eina af þeim tillögum sem voru lagðar fram. Í tillögunni er umferðarhraði á Hringbrautinni tekinn niður í 30 km/klst á kafla milli Norðurtúns og Suðurtúns. Þar verða þveranir yfir götuna hækkaðar upp og sett upp gangbrautarlýsing. Einnig verður Miðtún þverað með gangbraut án upphækkunar.

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 31. ágúst 2021 skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 vegna stækkunar á golfvelli Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2). Við landmótun vegna stækkunar golfvallarins verður notað efni sem fellur til við gatnagerð innan þéttbýlis, samtals áætlað um 20.000 m3. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Grindavíkur. Frestur til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna er til 17. september nk. og skulu þær vera sendar skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Athugasemdir skal merkja: „Athugasemd við skipulagslýsingu-breytingar á ASK – ÍÞ2“. f.h. bæjarstjórnar Grindavíkur Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi.

Við gerum það sem við segjumst ætla að gera

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari ættaður úr Garðinum, leikstýrði eigin leikgerð á Fidelio á Óperudögum í Hörpu nýverið. Fidelio á óperudögum í Hörpu Í verkinu sem er eina óperan sem Ludwig Van Beethoven samdi er tekist á við afleiðingar frelsisviptingar, hlutverk kynjanna, ást og grimmd. Einvalalið söngvara tók þátt í uppsetningunni sem að þessu sinni var sýnd í styttri útgáfu og í útsetningu fyrir sjö manna hljómsveit. Tvær sýningar voru í Hörpu um þarsíðustu helgi og síðan er fyrirhugað að sýna verkið með svipuðum hætti á óperuhátíð í Eistlandi í september. Bjarni hóf söngnám átján ára en fór til Vínarborgar í framhaldsnám árið 1994 og vorið 1997 var hann Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

Víðförull bassasöngvari í hlutverki drullusokka og ómenna ráðinn sem aðalbassasöngvari þjóðaróperunnar í Vín. Eftir nokkurra ára fastráðningu þar fór Bjarni víða um heim þar sem hann hefur sungið ýmis hlutverk í óperum sem lausráðinn söngvari. Bjarni Thor hefur verið tíður gestur í Ríkisóperunni í Berlín en auk þess komið fram í mörgum af bestu óperuhúsum heims, s.s. í flestum stærri óperuhúsum Þýskalands, einnig víðsvegar um Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu. „Það er bara lúxus og forréttindi að fá að ferðast um svona víða, hafa atvinnu af því sem manni finnst skemmtilegt og á sama tíma að fá að skoða heiminn,“ segir Bjarni. Bjarni bjó um tíma í Berlín eftir námsárin í Vín en flutti heim aftur fyrir nokkrum árum og býr núna í Garðabæ þar sem hann var valinn bæjarlistamaður á síðasta ári. „Það var mikil hjálp og heiður af þessari viðurkenningu sem fylgdu nokkur verkefni á annars rólegu ári,“ sagði Bjarni. Bjarni Thor hefur af og til sungið hérlendis, bæði komið fram á tónleikum og í uppsetningum íslensku óperunnar. Hann hlaut Grímuna fyrir hlutverk Osmin í ,,Brottnáminu úr kvennabúrinu“ hjá Íslensku óperunni árið 2006. Bjarni Thor söng í Óperuperlum sem Íslenska óperan setti upp árin 2007 og 2009, og hlutverk Dulcamara í Ástardrykknum haustið 2009 og Sarastro í Töfraflautunni, fyrstu uppfærslu Íslensku óperunnar í Hörpu, haustið 2011.

Dagbók söngvara á Covid tímum og verkefnin framundan Bjarni Thor vakti mikla athygli í Covid-faraldrinum í vor um hvernig söngvari lifir sóttkví af með skemmtilegu bloggi sem var gefið út hjá Storytell. Síðasta vetur var lítið

Ég hef verið svo heppinn að Kölnaróperan hefur viljað fá mig inn ár eftir ár sem gestasöngvara, þannig að hún er orðin fastur punktur í mínu starfi. að gera á söngsviðinu hjá Bjarna en núna er að birta til og verkefni framundan í Þýskalandi hjá Kölnaróperunni. „Ég hef verið svo heppinn að Kölnaróperan hefur viljað fá mig inn ár eftir ár sem gestasöngvara, þannig að hún er orðin fastur punktur í mínu starfi, ég kem til með að syngja í fimm mismunandi verkefnum þar í vetur“. „Ég kem síðan heim um áramótin og fæ þá aftur tækifæri á því að leikstýra óperu, Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Óperan verður síðan sýnd í Gamla Bíói í Reykjavík“. Það hefur verið unnið ótrúlega flott starf í óperuuppbyggingu hér á Ísland, mikið sungið á Íslandi í kórum og leikhúsum. „Að mínu mati hefði ríkið á að taka yfir starf íslensku óperunnar á sínum tíma með svipuðum hætti og Þjóðleikhúsið er rekið á fjárlögum. Frá því að óperan flutti í Hörpu hefur lítið fjármagn verið til að setja upp óperuverk en vonandi stendur þetta til bóta með fyrirhugaðri þjóðaróperu sem er núna til umræðu og í nefndarvinnu,“ segir Bjarni Thor.

Vinsæll í hlutverki drullusokka og ómenna Bjarni Thor hlær þegar ég spyr hann um eftirlætishlutverk eða verkefni. „Þetta fer svolítið eftir framboði og eftirspurn. Ég fær oft að syngja hlutverk drullusokka og ómenni þannig að markaðurinn sér mér fyrir vinnu með þeim hætti. Þegar kemur að leikstjórn þá hef ég oft komið að

ýmsum tilraunaverkefnum sem hefur kannski með reynslu mína að gera frá Þýskalandi. Þar eru menn óhræddir við að fara nýjar leiðir sem stundum tekst vel en ekki alltaf, samt alltaf spennandi“.

Reif næstum því niður sviðsmyndina Bjarni hefur upplifað ýmislegt á sínum ferli og þegar ég bað hann að rifja upp eftirminnileg atriði þá kom ýmislegt upp í huga hans. „Þegar ég var að byrja minn söngferill á óperusviðinu var ég eitt sinn að syngja í óperettu. Sviðsmyndin var eftirgerð af bar þar sem hluti af vínflöskunum voru máluð plastítlát límd við sviðsmyndina. Mikill hamagangur var í atriðinu og hluti af atriðinu mínu var að grípa í vínflösku sem átti að vera á barborðinu. Í einni sýningunni vantaði flöskuna á borðið og greip ég því í eina af sviðsmyndarflöskunum sem var náttúrulega föst og ef ég hefði gripið hana með mér þá hefði ég rifið niður alla sviðsmyndina og hugsanlega eyðilagt sýninguna og þátttöku mína í þessari uppfærslu.“ Bjarni mundi einnig eftir einni sýningu sem hann söng í og á sýningardeginum var hann veikur af ælupest. Sýningin stóð og féll með honum því enginn var til að leysa hann af hólmi. Ákveðið var að halda sýningunni og til öryggis voru settar fötur sitthvoru megin við sviðið ef Bjarni þurfti að gubba, til þess kom þó ekki, væntanlega adrenalínið sem hafði þar áhrif.


Sigurður H. Magnússon f. 3. 4. 1944 d. 21. 3. 2016

2 0 % afs

af öllum

láttur

granítleg í septem steinum ber

Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfjörður - granitsteinar@granitsteinar.is - sími: 5445100


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÍSLAND HJÓLAÐ HORN Í HORN Norður og niður sömu helgina

Félagarnir Arngrímur Guðmundsson, Guðbergur Reynisson og Sævar Baldursson eru í ört vaxandi hópi fjórhjólaeigenda á Suðurnesjum. Nýverið tókust þeir á við áskorun um að fara horn í horn, frá Reykjanesi að Fonti á Langanesi, á innan við sólarhring. Ferðalagið tókust þeir á hendur undir merkjum Melrakka, sem er ferðaklúbbur fjórhjólaeigenda í Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Skemmst er frá því að segja að þeim tókst ætlunarverkið og fóru horn í horn á tuttugu og einni klukkustund og fimmtíu mínútum.

„Við höfðum verið með þennan draum í fimmtán ár að fara frá Reykjanestá og út á Langanestá á innan við sólarhring. Ég man það þegar ég var í hestunum í gamla daga þá voru menn að fara þessa leið á þrjátíu dögum, þannig að á fjórhjóli ætti að vera hægt að fara þetta á innan við sólarhring. Við höfðum hugsað þetta í mörg ár og árið 2019 fórum við smá hópur þessa leið og tókum okkur þrjá og hálfan sólarhring í verkið. Í fyrra ákváðum við þetta svo og byrjuðum að skipuleggja en það er mikil skipulagsvinna á bak við þetta. Við erum í stærri hóp sem kallar sig Melrakka og er að ferðast um landið með þessum ferðamáta og höfum verið að fara þrjátíu til fjörutíu saman í ferðalög, stórar ferðir sem kalla á mikið skipulag. Við erum því orðnir nokkuð brattir og vitum hvað þarf að gera ef eitthvað bilar eða ef það verður slys. Með því að byggja á fyrri reynslu þá teiknuðum við þessa ferð upp,“ segir Guðbergur Reynisson, einn leiðangursmanna.

við hana. Ég fékk aðeins skömm í hattinn fyrir að hafa tafið ferðalagið,“ segir Sævar. Á norðausturlandi lentu þeir svo í svartaþoku þannig að þar var ákveðið að stytta sér leið og fara á malbiki á Vopnafjörð og þaðan með ströndinni að Langanesi. Þokan var kannski það eina sem ekki var gert ráð fyrir í ferðaplaninu því þegar komið var á norðausturhornið var líka farið að rökkva Á leiðinni á Langanes þá fóru drengirnir að velta því fyrir sér hvaða leið þeir ættu að fara heim. Þá var ákveðið að fara á Hraunhafnartanga, sem er nyrsti tangi landsins, aka sem leið liggur yfir landið og ekki

Ferðafélagarnir Arngrímur, Sævar og Guðbergur.

Sme

MYNDSKEIÐIÐ E

stoppa fyrr en komið var á Kötlutanga, sem er syðsti tangi landsins. „Það var mun auðveldara verkefni og tók um hálfan sólarhring,“ segir Guðbergur.

Ljúft að komast á áfangastað „Það var ljúft að komast á áfangastað þegar við komum á Font. Þetta er langt ferðalag og reynir á menn,

Ferðalagið hófst við þennan vita vestast á Reykjanestánni.

Malbikið er óvinur Ferðalagið þvert yfir landið, eða horn í horn, hófst við litla vitann á Reykjanesi og síðan var farið eftir slóðum og línuvegir voru eknir og þeim félögum tókst að þvera landið án þess að fara mikið á malbik. „Malbikið er versti óvinur fjórhjólsins, því dekkin eyðast svo hratt upp á því,“ segir Guðbergur.

Hilmar Bragi Bárðarson

Páll Ketilsson

hilmar@vf.is

pket@vf.is

Sævar og Guðbergur í nestispásu á norðausturhorninu.

Ferðalagið gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig. Bilunar varð vart í fjórhjólinu sem Sævar Baldursson ók og því þurfti hann að fá sent hjól til skiptana á Laugarvatn. Það tafði ferðalagið um tvær klukkustundir. „Ég er sá sem varð valdur að því að við vorum um 22 tíma en ekki tuttugu. Það bilaði hjá mér hjólið. Við urðum varir við bilunina og sáum að við gátum ekki gert

Áning í Nýjadal á Sprengisandsleið.

Á brúnni yfir Skaftá. Hú þessarar viku vegn

Ferðafélagarnir á Laugarvatni. Þar tafðist ferðin um tvær klukkustundir vegna bilunar í einu hjólinu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Dekkjaskipti á Hellisheiði.

elltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA bæði andlega og líkamlega. Það var mikið skipulag fyrir ferðina og hluti af því að var að komast þetta örugglega, aka varlega og vera í góðum samskiptum. Við vorum allir tengdir saman í fjarskiptum í ferðinni og gátum því heyrt hver í öðrum þegar við vorum á ferðinni. Það varð spennufall þegar við komumst á leiðarenda enda búnir að vera rúman sólarhring á hjólunum frá því við lögðum upp í ferðina frá upphafsstað á Reykjanesi og þar til við komumst á hvíldarstað fyrir norðan eftir að hafa farið út á Langanes,“ segir Arngrímur Guðmundsson. Þeir félagar segja ferðalagið vera mikið mál, því leiðirnar séu ekki allar dans á rósum. Það þurfi að fara yfir stórar ár á leiðinni, eins og Hagakvísl

ún hefur verið í fréttum na Skaftárhlaupa.

Stoppað í Hólaskjóli.

vera í góðum samskiptum. „Undirbúningur er lykilatriði og að hafa plön ef eitthvað kemur upp á á leiðinni,“ segir Arngrímur. Þeir félagar lentu ekki bara í töf með bilað fjórhjól á Laugarvatni, því þeim að óvörum óku þeir fram á rafmagnsbíl á miðjum Sprengisandi sem hafði skemmt hjólbarða. Það ævintýri tafði þá um klukkustund við að reyna að aðstoða þann ökumann sem vildi freista þess að komast yfir hálendið á rafmagnsbílnum. Sævar Baldursson er þaulvanur atvinnubílstjóri og þekkir langar vökur, hann kann einnig trixin þegar kemur að því að fá sér kríu. „Þegar ég sá Bakkafjarðarskiltið sagði ég strákunum að ég þyrfti aðeins að stoppa. Þegar þeir sneru við og fundu mig hrjótandi úti í kanti, þá leist þeim ekkert á þetta,“ segir Sævar og hlær en þarna náði hann sér í tíu mínútna svefn og varð stálsleginn í kjölfarið.

Forréttindi „Þetta sport sem við erum í er ákveðin forréttindi. Við erum að ferðast um hálendið og sjá okkar fallega land og öll þau litbrigði sem eru í landinu. Við eigum auðveldara með, og erum kannski fljótari, að fara yfir stór svæði og sjá meira en þeir sem eru bara að skjótast yfir Sprengiog Nýjadalsá á miðjum Sprengisandi. Þær geta verið í allskonar ásigkomulagi og mjög skæðar. Sprengisandur getur líka verið erfiður yfirferðar, sprunginn eða nánast ófær. Hann sé þó bestur svona seint um sumar þegar búið er að keyra hann mikið. Svo eru veður allskonar. Það getur snjóað á hálendinu í júní og júlí. Hálendið opnar ekki vegna bleytu fyrr en um miðjan júlí og þá er þetta lítill gluggi sem menn hafa vegna birtu. Guðbergur segir að þeir félagar hafi verið rosalega heppnir í þessari ferð. Þeir hafi náð að halda góðum hraða og þegar ekið sé í sólarhring þá þurfi hausinn að vera rétt skrúfaður

sand. Við förum oft hliðarleiðir og skoðum falleg græn svæði eða andstæður í landslaginu, þannig að það eru forréttindi að fá að vera í þessu sporti,“ segir Arngrímur. Þeir félagar eru duglegir að stunda sportið og hafa að meðaltali farið eina ferð í mánuði þau ár sem þeir hafa verið í félagsskap Melrakka. Það sé auðvelt að stunda fjórhjólasportið allt árið og hópurinn sé alltaf að stækka. Þannig segir Guðbergur að bara í Reykjanesbæ séu í dag um hundrað fjórhjól og alltaf sé verið að skipuleggja fleiri ferðir. Fyrr í sumar fóru á milli þrjátíu og fjörutíu manna hópur á vegum Melrakka í ferð um Vestfirði, 44 fóru í hringferð um Langjökul fyrir um mánuði, Fjallabak hefur verið skoðað og að sögn þeirra félaga er Ísland bara geggjað land til að stunda þetta sport.

Næsta stóra ferð frá austasta punkti til þess vestasta Eitt af næstu verkefnum hópsins verður að fara að Lóni við Seyðisfjörð, aka landið þvert og stoppa við Látrabjarg – sem sagt fara frá austasta punkti landsins og að þeim vestasta. „Þetta gerum við næsta sumar. Það er hins vegar vandamál að landið er of lítið og sumarið of stutt,“ segir Guðbergur og hlær.

á. Það þurfi að passa að vera ekki að keyra of hratt miðað við aðstæður, því þá sé hætta á slysum og bilunum í búnaði.

Huga vel að öryggisatriðum Arngrímur er lögreglumaðurinn í hópnum og það var grínast með það í hópnum þeirra á fésbókinni að lögreglan væri að elta þá félaga yfir landið. Arngrímur var reyndar oft bæði fremstur eða í miðjum hóp en hann segir að það skipti máli að fara varlega og það hafi verið lagt upp með það fyrir ferðina. Það þurfi að huga vel að öryggisatriðum og að

Steinsofandi ferðalangur á Langanesi.

Hjólin á áfangastað við Font á Langanesi eða 21:50 klukkustundum eftir að lagt var upp frá Reykjanesi.

Lagt í'ann frá Nýjadal á Sprengisandi.


FJÖLMIÐILL SUÐURNESJA Útgáfa Víkurfrétta hefur sjaldan verið veglegri en einmitt síðustu vikur og mánuði

Auglýsingagerð

Við leggjum áherslu á vandað 24 síðna blað í hverri viku sem má

og einstaklinga, hvort sem er til birtingar í miðlum Víkurfrétta

nálgast á dreifingarstöðum okkar um öll Suðurnes. Ókeypis eintak af

eða í öðrum fjölmiðlum.

Víkurfréttir annast alla auglýsingagerð fyrir fyrirtæki og stofnanir

Víkurfréttum getur þú m.a. sótt í allar verslanir Nettó, Krambúðarinnar og Kjörbúðarinnar á Suðurnesjum frá hádegi á miðvikudögum.

Streymi frá viðburðum og athöfnum

Rafræn útgáfa Víkurfrétta er aðgengileg frá þriðjudagsköldi á vf.is.

Víkurfréttir bjóða upp á beinar útsendingar frá viðburðum

Í rafrænu útgáfunni eru m.a. aðgengileg myndskeið með völdu efni.

á Suðurnesjum á samfélagsmiðlum. Þá annast Víkurfréttir steymi frá útförum úr kirkjum á Suðurnesjum

Vefsíður Víkurfrétta eru tvær

í samstarfi við Útfararþjónustu Suðurnesja.

Víkurfréttavefurinn vf.is er uppfærður daglega. Golfvefurinn kylfingur.is flytur nýjustu golffréttir allan ársins hring.

Loftmyndir með dróna Vantar þig loftmynd frá Suðurnesjum? Við hjá Víkurfréttum getum sett

Víkurfréttir eru í sjónvarpi

drónann á loft með skömmum fyrirvara og útvegað myndefni frá

Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá á Hringbraut

Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

og á Víkurfréttavefnum vf.is. Um 300 þættir frá 2013. Sjónvarpsefni Víkurfrétta er einnig aðgengilegt á rás

Eldri blöð á timarit.is

Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Ef þú vilt grúska í sögu Suðurnesja, þá getur þú fundið öll tölublöð Víkurfrétta frá upphafi á vefnum timarit.is

STREYMI

PDF

BLAÐ

VEFUR

SJÓNVARP

AUGLÝSINGAGERÐ

DRÓNI

HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 421 0000 EÐA Á VF@VF.IS

STREYMI


2022 LÍNAN LENDIR Í NÓVEMBER

Fiskislóð 1, Reykjavík / Hvannavellir 14, Akureyri / 580-8500 / www.brp.is / brp@ellingsen.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Framkvæmdagleði í Reykjanesbæ Sumarið og árið nýtt vel til margvíslegra stærri og smærri framkvæmda í bæjarfélaginu. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, segir árið hafa verið viðburðaríkt og framkvæmdir standi yfir til loka árs. Sumarið og árið hefur verið vel nýtt til framkvæmda hjá Reykjanesbæ. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, segir árið hafa verið viðburðaríkt hjá starfsmönnum sviðsins og mikið um framkvæmdir. „Umhverfissvið starfar þvert á önnur svið þegar kemur að undirbúningi og umsjón með framkvæmdum. Starfsmenn umhverfissviðs hafa puttana í öllu ferlinu, allt frá skipulagsmálum, hönnun, kostnaðar- og tímaáætlun, svo og eftirfylgni með verkum og loks rýni eftir að verki er lokið,“ segir Guðlaugur Helgi.

Stapaskóli langstærsta verkefnið Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að Reykjanesbær hefur verið að byggja nýjan og glæsilegan grunnskóla í Innri-Njarðvík. Hve n æ r lý k u r þ e i m f ra m kvæmdum? „Stapaskóli er langstærsta verkefni sem Reykjanesbær hefur farið í undanfarin ár en fyrsti áfangi var tekinn í notkun á síðasta ári. Í raun hafa framkvæmdir verið allt til þessa dags með frágang og lagfæringar verktaka. Fyrsti áfangi er rúmlega 7.500 fermetra bygging sem rúmar grunnskólahluta skólans, það hefur einnig verið nýtt tímabundið sem húsnæði fyrir leikskóla á lóð. Annar áfangi er svo í útboði núna og verður það opnað í lok ágúst. Annar áfangi er fullbúið keppnisíþróttahús ásamt sundlaug og útisvæði. Áætlaður framkvæmdatími er um tvö ár þannig það er von á að sá áfangi verði tekinn í notkun haustið 2023. Þriðji og síðasti áfangi þessa mannvirkis er svo 120 barna leikskóli sem verður sambyggður núverandi skóla að austanverðu en undirbúningur við þriðja áfanga fer af stað í haust.“

Nýtt útisvæði í Vatnaveröld Viðskiptavinir Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík hafa glaðst á árinu. Guðlaugur tekur undir það en viða-

mikla framkvæmdir hafa staðið yfir í meira en ár. „Já, nýtt og endurbætt útisvæði í Vatnaveröld var tekið í notkun með formlegum hætti síðasta vor. Framkvæmdin fól í sér að setja upp nýja vatnsrennibraut en hún er glæsilegt mannvirki, tvöföld tíu metra há rennibraut, nýtt pottasvæði á vestursvæðinu, tveir heitir og einn kaldur pottur, en hugmyndin er að nýta þetta svæði betur, þarna var áhorfendastæði áður sem var lítið sem ekkert nýtt. Þá var sett upp ný gufuaðstaða með bæði blautog þurrgufu. Útiklefar stækkaðir og bættir. Á sama tíma var tíminn nýttur til almenns viðhalds á gólfi

útisvæðisins. Næstu framkvæmdir á þessu svæði eru að hækka og stækka vaktturninn sem er kominn til ára sinna og vegna stærra vaktasvæðis er nauðsynlegt að fara í þá framkvæmd.“

Nýr Gervigrasvöllur Vestan Reykjaneshallar hefur verið tekinn í notkun stórglæsilegur gervigrasvöllur. Framkvæmdir hófust við þennan völl vorið 2020 og verður hann tekinn formlega í notkun á

næstunni en æfingar eru þegar hafnar á vellinum. „Ástæða fyrir þessum framkvæmdum var vöntun á æfingaaðstöðu knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur en það svæði sem hægt er að nota til æfinga á veturna, Reykjaneshöllin, var sprungið og mikil þörf á frekara æfingasvæði. Þótt þessi völlur hafi verið byggður fyrst og fremst sem æfingavöllur þá hefur allur undirbúningur, bæði hönnun og framkvæmd, verið með þeim hætti að um keppnisvöll verði að ræða í framtíðinni. Völlurinn er flóðlýstur, upphitaður og búinn vökvunarbúnaði. Stærð vallarins, efni á yfirborð og allt í kringum

völlinn fer eftir stöðlum FIFA fyrir keppnisvelli. Huga þarf að aðstöðu fyrir áhorfendur á næstunni þar sem völlurinn verður örugglega nýttur til keppni yngri iðkenda.“

Heilsustígurinn vinsæll Heilsustígar eru hluti af víðfeðmu stígakerfi Reykjanesbæjar. Guðlaugur segir að heilsustígarnir séu að jafnaði 2,8 metrar á breidd, upplýstir og með fleiri bekkjum og ruslatunnum.

„Á þessu ári höfum við bætt u.þ.b. 3.000 metrum við heilsustígakerfið. Áherslur umhverfis- og skipulagssviðs eru að bæta verulega í þetta á næsta ári og þá er fókusinn settur á Ásbrú. Allir heilsustígar tengjast með einhverjum hætti gönguleið með ströndinni, Strandleið, og mynda þar með einskonar hringi. Til stendur að setja upp kort og skilti á þessar gönguleiðir en nú þegar er þetta kerfi komið á kortavef Reykjanesbæjar. Vel hefur verið tekið í þessa framkvæmd af bæjarbúum og tölur sýna að þeir eru vel nýttir. Talningartæki sem við erum með á þremur stöðum við Heilsustíginn sýnir að um 117 þúsund ferðir hafa verið farnar fram hjá talningartækjunum núna í lok ágúst. Aukin áhersla Reykjanesbæjar á útivist, lýðheilsu, loftslagsmál og umferðaröryggi mótar uppbyggingu þeirra. Í uppbyggingu heilsustíga er eitt af megin markmiðum að tryggja gangandi og hjólandi vegfarendum aukið öryggi á ferðum sínum að og frá grunnskólum og frístundastarfsemi. Umhverfissvið lítur á gott stígakerfi sem hluta af almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Heilsustígar mynda líka göngu- og hjólaleið meðfram nánast allri strandlengju Reykjanesbæjar sem íbúar nýta mikið. Heilsustígar eru breiðari og almennt betur upplýstir en aðrir stígar og eru þannig liður í því að minnka skutl foreldra til og frá grunnskólum og frístundum, fækka bílum og minnka þörf á almenningssamgöngum. Þannig má minnka útblástur, tryggja betri loftgæði og auka umferðaröryggi. Vilji Reykjanesbæjar stendur til þess að heilsustígakerfið tengi Reykjanesbæ við öll nágrannasveitarfélög á Suðurnesjum.“

Átak í yfirlögnum gatna Í vor varð nokkuð ljóst að ástand gatna í Reykjanesbæ var ansi bágborið og segir Guðlaugur að óskað hafi verið eftir aukafjármagni frá bæjarráði til að fjölga þeim götum sem færu í yfirlagnir. „Þessi ósk okkar var svo samþykkt og á þessu ári höfðum við því um 260 milljónir til ráðstöfunar í yfirlagnir en það er sú tala sem við teljum okkur þurfa til að vera með eðlilegt viðhald gatna á hverju ári. Á tímabilinu maí til september voru u.þ.b. sjö kílómetrar (45.000

fermetrar) af götum yfirlagðar og til stendur að bæta tveimur kílómetrum við fyrir árslok. Unnið er eftir ástandsskoðun og er nú til áætlun til næstu ára sem unnið verður eftir.“

Umferðaröryggisáætlun Á þessu ári var farið í herferð til að auka umferðaröryggi barna í og úr grunnskólum. Göngu- og hjólaleiðir grunnskólabarna hafa verið kortlagðar með skoðunarkönnun og út frá þeirri könnun unnin aðgerðaráætlun. „Við teljum heilsustígsverkefni hluta af þessari aðgerðaráætlun en auk þess höfum við bætt gönguleiðir barna með bættu stígakerfi almennt, öruggari gangbrautum, upplýstum, með svokölluðum „Blátoppum“ og með hraðaminnkandi aðgerðum. Áfram verður haldið á þessari braut.“

Fráveituverkefni og fleiri smærri verkefni Auk yfirlagna gatna þarf, að sögn Guðlaugs, einnig að huga að fráveitulögnum í götum. „Átak hefur verið gert í ástandsskoðun lagna út um allan bæ, þær aldursgreindar og staðsettar í landupplýsingarkerfi. Það eru tvær aðferðir notaðar við endurnýjun lagna, þ.e. ef ástand lagna þola svokallaða fóðringu þá er það alltaf fyrsta val því það er bæði ódýrara og veldur mun minna raski fyrir íbúa og umferð. Þessi aðferð gefum lögnunum auka líftíma um tugi ára. Ef ástand lagna er metið þannig að skipta þurfi þeim út þá er það gert. Í gömlum hverfum Reykjanesbæjar er um steinlagnir að ræða og ástandsskoðun hefur sýnt að oft og tíðum er botn lagnanna búinn, hreinlega upptærður. Á þessu ári höfum við endurnýjað lagnir í Miðtúni og Sóltúni, fóðrað í Birkiteigi og Greniteigi. Árið 2022 þurfum við líklega að klára Hátúnið og Garðaveg en þau verk eru í undirbúningi.“ Guðlaugur segir að fjölmörg minni verkefni hafi einnig verið unnin eða eru í vinnslu, s.s. ný fjallahjólabraut á Ásbrú, þrautabraut í Njarðvíkurskógum, nýtt hundagerði, nýr Frisbee-golfvöllur, endurnýjun ljóskúpla í gatnalýsingu, ný umferðarljós á Hringbraut, endurnýjun ljósanna á Berginu og margt margt fleira.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Kahnin bjargaði

geðheilsu bæjarbúa með frábærum tónleikum á „ekki“ Ljósanótt. David Bowie Keflavíkur fór á kostum í gamla bænum

„Ég ákvað í vor að halda veglega tónleika á Ljósanótt og láta á það reyna hvernig sem staðan á Covid-19 væri. Langaði að gera þetta veglega en í ljósi stöðunnar þurfti ég að takmarka þetta aðeins og bauð því um 200 manns og þetta gekk mjög vel,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jens Guðmundsson, eða Gummi Kani, eins og hann er þekktur í bítlabænum. Guðmundur tók upp listamannsnafnið Kahnin og sneri sér að tónlistinni aftur á miðjum aldri en hann söng inn á plötu fyrir margt löngu síðan í Geimsteini Rúnars Júlíussonar. Guðmundur hefur mörg undanfarin ár stýrt sjávarútvegsfyrirtækinu Saltveri sem er í eigu fjölskyldu Þorsteins Erlingssonar, tengdaföður hans. „Svo þegar dæturnar voru orðnar stórar losnaði um tíma hjá mér og þá var kominn tími til að snúa sér að tónlistinni aftur. Með því fékk ég nýja birtu í líf mitt,“ segir Kahnin en hann samdi á síðasta ári fimm ný lög sem hann tók upp í New York. Í þeirri mögnuðu borg ólst Gummi eiginlega upp en fjölskyldan bjó þar lengi þegar faðir hans starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Keflvíking-

Gummi Kahni í góðum gír. Við sýnum brot frá tónleikunum í Suðurnesjamagasíni vikunnar og ræðum við Kahnan.

urinn á orðið fimmtán lög á Spotify sem hann hefur samið á síðustu tveimur árum en þau ásamt fleirum fara inn á tvær plötur á næsta ári. Gummi hefur unnið þessi lög með þekktum erlendum útsetjurum úr tónlistargeiranum og segir það hafa verið frábæra reynslu. Gummi segist fara víða í tónlistinni og hafi á ferlinum spilað nær allt, danslög og rokk en tónlistin hans núna sé svona „Americana“-músík. Útvarpskonan Sigga Lund á Bylgjunni kom skemmtilega að orði eftir að hafa verið á tónleikum Kahnans og sagði að hann væri svona David Bowie Keflavíkur. Gummi var í útvarpsviðtali í vikunni á Bylgjunni þar sem hann sagði frá tónleikunum. Kahnin semur allt á ensku en nokkur laga hans hafa fengið tals-

verða spilun á útvarpsstöðvum hér heima og vinsælustu lögin hans á Spotify eru komin með á fjórða hundrað þúsund hlustanir. Þá hafa nokkur myndbönd á Youtube fengið mikið áhorf og eitt lag vel yfir eina milljóna spilana. Annars er stefnan hjá okkar manni að halda nokkra

tónleika í útlöndum. „Ekki eitthvað stórt en eitthvað,“ segir Gummi hógvær. Tónleikarnir voru í gamla bænum í Keflavík, við heimili frænda Gumma, á föstudagskvöldið á Ljósanótt sem ekki varð. Fjöldi fólks mætti og hlustaði, allt innan Covid-marka, en það var engu til sparað hjá Kahnanum því með honum í hljómsveit voru tónlistarmenn úr úrvalsdeildinni á Íslandi, stórt svið, alvöru græjur og stemmningin frábær. Kahnin bjargaði geðheilsunni sagði einn gestanna og ljóst að margir voru þakklátir að fá ókeypis tónleika á

föstudagskvöldi. Hljómsveitin Midnight Librarian sem var í sviðsljósinu í Víkurfréttum og Suðurnesjamagasíni hitaði upp og Gummi kom svo og söng við góðar undirtekir. Hann var ánægður með útkomuna. „Það var blússandi stemmning. Ég held að fólk hafi þurft á þessu að halda. Þetta er að verða fínt í þessum heimsfaraldri,“ sagði Guðmundur, - Kahnin í Keflavík og aðalstjarna bítlabæjarins þetta föstudagskvöld.

Tónleikastemmning í gamla bænum í Keflavík á „ekki“-Ljósanæturföstudagskvöldi.

VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ 22. september við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.

Tímabókanir í síma 568 6880

Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880

Páll Ketilsson pket@vf.is


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Þrjá nýjar sýningar opnuðu í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ síðasta fimmtudag. Fjölmargir voru viðstaddir opnunina og hlustuðu á forsvarsfólk sýninganna segja frá þeim. Önnur tveggja listsýninga er Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar. Hin sýningin heitir FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI og er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda. Þriðja sýningin er ljósmyndasýning Víkurfrétta í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar en hún er í Bíósal Duus Safnahúsa. Sýndar eru valdar ljósmyndir úr mannlífi Suðurnesja frá árunum 1983 til 1993.

Stemmning á nýjum sýningum í Duus

Víkurfréttamennirnir Páll Ketilsson, ritstjóri og Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri með Oddgeir Karlsson, ljósmyndara og sýningarstjóra á mili sín. Séð inn í aðalsal Duus Safnahúsa.

Bókasafn Reykjanesbæjar í september Bókasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir mjög fjölbreyttri dagskrá í september þar sem allir geta fundið eitthvað skemmtilegt og áhugavert við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu Bókasafn Reykjanesbæjar. • Laugardagshittingur Heimskvenna

• Námskeið í taubindasaum

• Plöntuskiptimarkaður

• Fataskiptamarkaður fyrir fullorðna

• Tungumálakaffi • Bókasafnsdagurinn og dagur læsis

• Krakkakosningar

• Uppskeruhátíð sumarlesturs

• Notaleg sögustund

• Pókasaumur

• Alþjóðleg vika bannaðra bóka

• Fataskiptimarkaður á barnafötum

Nærri 400 myndir úr safni VF árin 1983-1993 kalla margar fram bros.

• Leshringur

• Foreldramorgunn

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Kennari á elsta stig Háaleitisskóli – Kennari í námsver Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Akurskóli – Forfallakennari Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Hluti Víkurfréttafjölskyldunnar, Páll Ketilsson og Ásdís B. Pálmadóttir kona hans, með dætrunum Valgerði Björk og Hildi Björk og unnusta hennar, Jóni Árna Benediktssyni. Litla daman er Hekla Björk, dóttir Hildar og Jóns.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Stuð og tilbðsstemmning í Skóbúðinni.

Emilía Dröfn Jónsdóttir opnaði myndlistarsýningu við Hafnargötu 26. Hún hefur notað tímann í Covid-19 til að handleika pensilinn og sýnir flottar myndir.

Fjöldi „hvítvínskvenna“ í miðbænum sótti verslanir og veitingastaði Talsverður fjöldi fólks var í miðbæ Keflavíkur þegar verslanir buðu upp á lengri opnunartíma á fimmtudagskvöldi á „ekki“ Ljósanótt. Sjá mátti marga hópa „hvítvínskvenna“ sem notuðu tækifærið til að gera góð kaup og sóttu líka nokkar listsýningar sem voru opnaðar. Margar verslanir og fyrirtæki buðu Ljós-

anæturafslátt og voru sumar verslanir fullar af fólki seinni partinn og um kvöldið. Góð stemming var í bænum og veðrið lék við bæjarbúa, stillt og gott. Margir sem hittu fréttamann VF söknuðu hefðbundinnar Ljósanætur og hefðu viljað hafa minni útgáfu af hátíðinni. Mörg hundruð

manns voru í miðbænum í gærkvöld og allir veitingastaðir voru full setnir og stemmningin góð. Verslunareigendur sem Víkurfréttir heyrðu í eftir helgina voru ánægðir með söluna á tilboðsdögum. Fjölmargir hafi nýtt til góð tilboð og gert góð kaup.

Erna Bjarnadóttir, frambjóðandi Miðflokksins, kemur á fundinn og ræðir „Aðför að heilsu kvenna“ „Í vetur stofnaði ég fésbókarhópinn „Aðför að heilsu kvenna“ eftir að hafa stórlega misboðið framkoma við konur þegar rannsóknasýni þeirra fundust í pappakössum. Síðan þá hefur hver fréttin rekið aðra um slök vinnubrögð við flutning skimana fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og undirbúning þess verkefnis sem reyndist algerlega ófullnægjandi. Nú er starfandi lítill aðgerðahópur í verkefninu en síðustu sex mánuði hefur birst fjöldi greina og viðtöl við mig og margar konur um málið. Þá hefur fjölda erinda verið beint til stjórnvalda og ég átt fundi með forsætisráðherra og Umboðsmanni alþingis um málið.“ Erna Bjarnadóttir

Kvennakvöld Miðflokksins um heilbrigðismál miðvikudaginn 15. september kl. 20:00 á kosningaskrifstofu Miðflokksins að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ekki skila auðu

Eru almenningssamgöngur fyrir okkur öll?

Skúli Thoroddsen Ísland er auðugt land. Land tækifæranna. En er það þannig? Í fullkomnu velferðarsamfélagi er menntun fyrir hvern sem vill, húsnæðiskerfi fyrir ungt fólk og aldraða. Heilbrigðisþjónusta, öldrunarþjónusta, stuðningur við öryrkja, atvinnulausa, flóttafólk. Mannréttindi í heiðri höfð. Að börn og fullorðnir búi við traust og öryggi. Í velferðarsamfélagi ríkir jöfnuður og samkennd. Þannig samfélag viljum við. Samfélag sem tekst á við vandamál líðandi stundar af yfirvegun og mætir umhverfisvá með samstilltu átaki. Sjálfstæð þjóð meðal þjóða sem leggur sitt af mörkum og styður aðra í orði og verki. Mörgu má breyta til betri vegar. Það er í okkar valdi að ákveða það. Nú nálgast kosningar og ríkisstjórnin er að vonum ánægð með óbreytt ástand, hefur setið sem samlynd hjón heilt kjörtímabil. VG og Sjálfstæðisflokkur með Framsókn á milli sín. Hitt liðið á þingi talar fyrir breytingum, hvert úr sínu horni og hefur ekki náð að stilla saman strengi. Spurningin er; heldur ríkisstjórnin meirihluta eða komast þau til einhverra áhrifa, sem vilja breytingar? VG var og er fyrst og fremst flokkur sem lætur sig umhverfið varða og var, fyrir misskilning, talinn lengst til vinstri. Það er rangt. Ær og kýr sannra sósíalista er alþjóðahyggja. Enginn er eyland. Því hafnar VG m.a. í andstöðu sinni við ESB. Íhaldselementið vegur þyngra en róttæknin. VG gengur til kosninga, hönd í hönd við hægrið, sammála um óbreytt ástand og heldur sig við sameiginlegan ramma fjármálaáætlunar stjórnarflokkanna. Það veit ekki á gott um framhaldið. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fyrrum var frjálslyndur hægri flokkur, ekki laus við félagshyggju, hefur alveg horfið frá slíkum sjónarmiðum og nálgast nú stefnu Miðflokksins m.a. í vaxandi efasemdum um EES-samninginn auk þess að vera sérlegur varðhundur sérhagsmuna í samfélaginu. Hann á samleið með VG í afstöðunni til sjávarútvegsmála og aðildarinnar að ESB. Sammála um óbreytt ástand. Miðflokkurinn er popúlistaflokkur . Flokkur fólksins hefur því miður ekki mikla burði en á gott innlegg í baráttu jaðarhópa fyrir bættum kjörum. Sú rödd þarf að heyrast. Svo geta menn

skilað rauðu og kosið Sósíalistaflokkinn sem heldur á lofti andófi við ríkjandi öfl. Sú rödd þarf líka að heyrast. Framsókn hefur losnað við lýðskrumið úr sínum flokki á hógværan hátt og er nú flokkur hæglætis og skynsamlegra lausna. Hann nýtur trausts í núverandi ríkisstjórn með sína málaflokka, félags-, mennta- og samgöngumál og gæti því átt góða samleið með Pírötum, Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn, ríkisstjórn tækifæra fyrir alla, með auknum tengslum við Evrópusambandið og upptöku evru. Það var nefnilega fyrrum stefna Framsóknar í tíð Halldórs Ásgrímssonar og Jóns Sigurðssonar áður en popúlistinn og núverandi formaður Miðflokksins var þar óvænt kosinn formaður. Píratar eru mestir talsmenn lýðræðislegrar málsmeðferðar, mannréttinda og öflugasta baráttufólk gegn hvers kyns spillingu. Það vegur þungt. Píratar hugsa meira um hvernig ákvarðanir eru teknar en hverjar þær eiga að vera. Þeir vilja t.d. að þjóðin ákveði framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Ef af yrði styðja þeir breytingar sem örva hagvöxt. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og hagfræðingur var höfundur skýrslu um mat á stöðu aðildarviðræðnanna Íslands og ESB þegar þær viðræður voru í gangi, um m.a. hvort aðild að evrópska myntbandalaginu væri fýsilegur kostur fyrir Ísland. Niðurstaðan var skýr. Upptaka evru er einn stærsti einstaki velferðarávinningur sem landsmenn eiga völ á. Látum þjóðina ráða segja Píratar. Það ætti að vera í anda góðra sósíalista í Sósíalistaflokknum líka, en það kemur þá í ljós. Samfylkingin og Viðreisn eiga samleið í Evrópumálum, atvinnumálum og auðlindamálum fyrst og fremst, en einnig í heilbrigðis-, félags- og menntamálum. Samfylkingin talar enn um meiri jöfnuð, en gengur illa að benda á leiðir að því markmiði, aðrar en að auka útgjöldin. Skattahækkunaráform Samfylkingarinnar duga ekki til að leysa vanda spítalanna eða heilsugæslunnar. Það er nauðsynlegt að stokka upp heilbrigðiskerfið. Það þarf öflugt hátæknisjúkrahús stutt skilvirkum heilsugæslustöðvum og sérfræðiþjónustu sem er rekin af opinberum aðilum, sjálfseignarstofnunum og/eða einka-

aðilum með samningum við sjúkratryggingar ríkisins, sem veita þessum þjónustuaðilum fjárhagslegt og faglegt aðhald. Þetta heitir fagleg uppstokkun á opinbera íslenska heilbrigðiskerfsinu, en ekki einkavæðing og er ávísun á betra og skilvirkara heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu en við eigum að venjast, svo því sé hér haldið til haga. Samfylkingin virðist, öfugt við Viðreisn, líta svo á að unnt sé að reka ríkissjóð til lengri tíma með halla. Samt eiga Viðreisn og Samfylkingin samleið um frjálslynda hugmyndafræði og margvíslegar mikilvægar breytingar. Þessir flokkar verða að koma fram sem eining um nánari evrópska samvinnu, ESB, um stöðuga mynt, tímabundinn nýtingarrétt auðlinda í þjóðareign og réttlátt endurgjald fyrir auðlindanýtingu á grundvelli markaðslausna og framseljanlegra aflaheimilda. Þessir flokkar og þeirra frjálslyndu hugmyndir eru líklegri en kyrrstöðustefna ríkisstjórnarinnar til að auka jöfnuð og hagvöxt til lengri tíma með nýsköpun og þekkingariðnaði, auka tekjur í ríkissjóð án skattahækkana og efla velferðarkerfið. Í því felst tækifæri fyrir alla. Forsætisráðherrann, vinsælasti stjórnmálamaður landsins, heldur spilunum þétt að sér, en er til í að leiða næstu ríkisstjórn. Hvaða? Haldi stjórnarflokkarnir meirihluta má ætla að þeir túlki niðurstöðuna sem svo að þeir eigi að halda áfram að vera ánægðir með óbreytt ástand. Það er vondur kostur í land tækifæranna. Gegn því þarf sameiginlega viðspyrnu einkum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar um að mynda öfluga ríkisstjórn frjálslyndra hugmynda um kerfisbreytingar og ábyrga ríkisfjármálastefnu. Framsóknarflokkurinn verður að koma með í þann leiðangur. Til þess er honum vel treystandi en þá þurfa þessir flokkar að ná meirihluta saman sem er enn tæpt, vilji menn breyta. Þannig fjögurra flokka ríkisstjórn fengi gott aðhald frá VG í umhverfis- og loftslagsmálum og kröftugt slíkt frá sósíalistunum í félags- og mannréttindamálum. VG þarf að ná aftur vopnum sínum og tekst það kannski best í stjórnarandstöðu að svo komnu máli. Að kjósa Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna eða Framsókn er því góður kostur, bara spurning um áherslumun.

Fjölbreyttari menntun Ingveldur Anna Sigurðardóttir Höfundur er í 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Á síðustu áratugum hefur íslenskum börnum og ungmennum verið steypt í sama formið sem gefur lítið rými fyrir frávik. Þrátt fyrir að öflugt menntakerfi byggi grunn að sterku velferðar- og efnahagskerfi þá er staðan þannig að foreldrar hafa lítinn sveigjanleika þegar þeir senda börnin sín í skóla. Í flestum tilvikum er skóli sveitarfélagsins í boði, eða ekkert. Til allrar hamingju hafa skólar eins og Hjallastefnan og Ísaksskóli veitt hinu opinbera menntakerfi nauðsynlega samkeppni. Ungt fólk velur menntun í samræmi við framtíðarsýn sína og samfélagsþróun. Á meðan atvinnulífið þróast í takt við nýja tíma og þarfir, situr menntakerfið eftir. Þegar kemur að því að velja sér menntun horfir það á atvinnumarkaðinn og möguleikana þar. Menntakerfið verður að fylgja breytingum í samfélaginu og atvinnulífinu. Það er ánægjulegt að á síðasta kjörtímabili var slakað á inntökuskilyrðum varðandi stúdentspróf í háskóla, sú krafa er ekki gerð á fólk að klára

bæði stúdentspróf og iðnnám á sama tíma. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist tæplega 1% þjóðarinnar með háskólagráðu. Þetta las ég í Viðskiptablaðinu í sumar. Nú eru um 38% fólks á vinnumarkaði með háskólapróf samanborið við 11% árið 1990. Þótt það sé í sjálfu sér jákvætt að tækifærin til náms séu augljóslega mjög mikil þá skapar þessi staða nýjar áskoranir. Augljóslega verður ekki nægt framboð starfa við hæfi fyrir allt þetta fólk til lengri tíma litið og með auknu framboði háskólamenntaðs fólks má búast við að lánin haldist ekki eins og há og verið hefur. Þessi breytta staða krefst þess að við opnum leiðir fyrir fólk á öllum aldri til að sækja sér menntunar bæði á sviði bóknáms og iðnnáms og hættum að líta á þessar námsleiðir sem leið A eða leið B. Þannig eykst hæfni starfsfólks og gerir það eftirsóttara á vinnumarkaði og möguleikar þess til breytinga

aukast. Vægi nýsköpunar og frjórrar hugsunar hefur aldrei haft eins mikið vægi og nú. Ég er búin með fjögur ár í lagadeild Háskóla Íslands og námið hefur tekið litlum sem engum breytingum í áranna rás og rímar það ágætlega við árin mín í framhaldsskóla líka. Ég heimsótti Menntaskólann á Keili á dögunum og fékk þar kynningu á starfi skólans. Þar geta nemendur fengið stúdentspróf í tölvuleikjagerð. Umgjörðin í kringum brautina er stórglæsileg. Nemendur eru ekki í hefðbundnum skólastofum með flúorlýsingu heldur þægilegu umhverfi þar sem þeir geta setið í sófum eða við borð. Allt eftir hentugleika. Ég labbaði út græn af öfund aftur í mína skólastofu sem hefur ekki breyst síðan árið 1995. Ég er nokkuð viss um að ef menntakerfið myndi hugsa eins og Menntaskólinn á Keili væri brottfall úr framhaldsskóla lítið sem ekkert. Verum framsækin í menntamálum eins og ný öld krefst.

Unnur Rán Reynisdóttir Höfundur skipar 5. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bý í Reykjanesbæ. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins. Afskaplega þægilegt að sitja bara í notalegheitum rútunnar og þurfa ekki að sjá um aksturinn sjálf, ekkert að stressa mig á umferðarteppu höfuðborgarsvæðisins, þvílíkur lúxus. Og stærsti ávinningurinn, í mínum huga, var sá að þessi ferðamáti væri umhverfisvænni en einkabíllinn. Í mínum huga liggur það í augum uppi að stjórnvöld ættu að ýta undir aukna notkun almenningssamgangna. Á tímum þar sem allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér það að gera mest og best í umhverfismálum og keppast við að lofa því að undir þeirra stjórn muni Ísland vera orðið fullkomlega rafbílavætt sem allra fyrst, finnst mér við hafa sofnað á verðinum og misst sjónar á stóru myndinni. Rafbílar verða ekki til úr lofti einu saman. Framleiðsla þeirra er gífurlega mengandi og að reyna að láta umræðuna

hverfast að mestu leyti um að Íslendingar skuli allir aka um á rafbílum eftir x mörg ár þykir mér gefa hreint út sagt falska mynd af stöðu mála. En hvað er þá til ráða? Í umhverfisstefnu Sósíalistaflokksins segir meðal annars að stórbæta þurfi almenningssamgöngur og reka með því sjónarmiði að þær séu sjálfsögð þjónusta við íbúa alls landsins. Þær séu lykillinn að því að draga úr mengun en ekki reknar með því markmiði að reksturinn skili hagnaði. Að öllum íbúum landsins sé gert kleift að lifa umhverfisvænu lífi, óháð efnahag og búsetu þeirra og í því tilliti sé litið á tíðar og öflugar almenningssamgöngur sem hluta af umhverfisvernd og sjálfsagðri þjónustu við íbúa landsins. En þá komum við að stóru hindruninni sem ég rakst á. Almenningssamgöngur eru hreint ekki gjaldlagðar á þann máta að hver sem er hafi efni á að nýta sér þær. Fyrir 25 mínútna strætóferð innan höfuðborgarsvæðisins borgar manneskja, sem engan afslátt fær, 490 krónur fyrir ferðina, 300 krónur hér í Reykjanesbæ, en fyrir 25 mínútna ferð til Reykjanesbæjar frá Hafnarfirði greiðir

sama manneskja hins vegar 1.960 krónur. Mörg benda þá á hvort ekki megi fá einhvern magn­afslátt, fyrir fólk sem fer jafnvel daglega á milli? Hann myndi teljast óverulegur, örfáar krónur. Er þetta hvetjandi fyrir fólk til að nýta sér þennan annars ákjósanlega ferðamáta? Ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem fá afslátt eru almenningssamgöngur hreint ekki fyrir almenning heldur fólk sem á nægan pening. Og fyrir þá hópa sem nú þegar fá afslátt er algjör lágmarkskrafa að þeir fái frítt í strætó. Hvatinn til að leggja einkabílnum og taka strætó er gjörsamlega fokinn út um gluggann. Ég hreinlega velti því fyrir mér hver hugsunin sé á bak við það að keyra hálftóma strætóa með rándýru fargjaldi um allt land. Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið mynda eitt stórt atvinnusvæði og þessi gríðarlega verðlagning á það eitt að komast til og frá vinnu er glórulaus. Stefna Sósíalistaflokks Íslands í almenningssamgöngum er skýr. Strætó og önnur sjálfsögð akstursþjónusta, svo sem akstursþjónusta fatlaðra og sjúkrabílar skal vera gjaldfrjáls með öllu.

Reisum heilbrigðisþjónustuna upp úr rústum eyðileggingar Ásthildur Lóa Þórsdóttir Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og í 1. sæti hjá Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Það er hreinlega eins og einhver hafi gengið um með sleggju og mölvað innviði íslenska heilbrigðiskerfisins árum saman, þannig að víða standa eftir rústir einar. Úti um allt land bíða fullbúnar skurðstofur síns tíma, sem aldrei kemur. Þær standa ónotaðar og engum til gagns á meðan fólkið sem þar býr fær ekki nauðsynlega læknisþjónustu. Sjálfsagt voru einhver hagræðingarök fyrir þeim skaða sem unninn hefur verið síðan sleggjan var tekin upp á sínum tíma, en eins og svo oft áður, gleymdist að gera ráð fyrir fólki í jöfnunni. Fólki, einstaklingum sem veikjast eða slasast eða ákveða að eiga börn. Þarfir þeirra og réttindi gleymdust en þess í stað var rýnt í tölur á tölvuskjá sem sýndu skammtímahagræðingu og ákvarðanir teknar út frá því. En fólk, einstaklingar, ég og þú, erum ekki súlurit eða tölur á tölvuskjá. Við erum einstaklingar sem erum eins ólík og við erum mörg. Líf okkar skiptir

máli og við eigum kröfu um að virðing sé borin fyrir lífi okkar í stað þess að við séum strípuð öllu, nema því sem hægt er að mæla sem sem skammtímahagræðingu. Tölur á tölvuskjá. Þjáningar verða ALDREI metnar til fjár. Það getur ALDREI verið réttlætanlegt að einhver búi við alvarleg veikindi eða þjáningar lengur en það tekur að koma honum undir læknishendur. Við, þú og ég, skiptum máli! Stóreflum heilbrigðisþjónustu í heimabyggð Núna þurfa um 6.000 íbúar á Suðurnesjum að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur. Staðan á landsbyggðinni er víðast hvar slæm, jafnvel þótt öll aðstaða sé fyrir hendi og sjúkrahús standi auð og skurðstofur ónotaðar. Það er ekki ásættanlegt og því verður að breyta. Þetta er ekki spurning um forgangsröðun því hér er um stærsta hagsmunamál okkar allra að ræða. Þó við séum ekki sjálf í þeirri stöðu „núna“ að þurfa á brýnni heilbrigðisþjónustu að

halda, þá kemur að því síðar. Eina spurningin er hvenær. Þegar að þér kemur þá er það þinn réttur að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á og fyrir utan stærstu læknisaðgerðir á hún að standa þér til boða í þinni heimabyggð! Þetta er sjálfsögð krafa um réttlæti í ríku landi. Heilbrigðisþjónustan VERÐUR að vera í lagi! Flokkur fólksins ætlar að reisa við heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni úr rústum eyðileggingar. Enginn sem þjáist á að lenda á biðlista eftir aðgerð. Konur eiga að geta fætt í sinni heimabyggð. Við eigum að manna spítala og heilsugæslur á landsbyggðinni Við eigum að nýta fullbúnar skurðstofur, að minnsta kosti fyrir smærri aðgerðir. Við eigum að virða sjálfsögð mannréttindi þeirra sem veikjast eða slasast. Án undanbragða! Settu X við F fyrir þína framtíð!

Útlendingastofnun til Suðurnesja Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Atvinnumálin á Suðurnesjum eiga að vera í brennidepli fyrir Alþingiskosningarnar 25. september n.k. Í veirufaraldinum kom berlega í ljós að atvinnulífið á svæðinu er of einsleitt. Rannsóknir hafa sýnt að á uppgangstímum getur það orðið raunin. Fjölmargir á Suðurnesjum starfa við flugið og ferðaþjónustuna. Þegar hrun varð í greininni varð skellurinn meiri og stærri en víðast hvar annars staðar á landinu. Það er því mikilvægt að horfa til fleiri þátta en ferðaþjónustunnar þegar kemur að atvinnuupp-

byggingu og fjölgun starfa á svæðinu. Forðast ber að horfa í sama farið þar sem ein atvinnugrein er ríkjandi. Styðja þarf vel við fyrirtæki sem eru að hefja starfsemi á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Á Ásbrú eru dæmi um vel heppnuð nýsköpunarverkefni sem hafa skilað fjölgun starfa. Það er gott og vel að ríkið setji peninga í nýsköpun en hafa ber í huga að þolinmæði er dyggð þegar kemur að frumkvöðlum og nýsköpun. Störfin skila sér ekki strax.

Lítið hefur verið rætt um það af hálfu stjórnvalda að flytja opinber störf til Suðurnesja. Jafnvel þó svo að þau ættu í raun heima á Suðurnesjum. Útlendingastofnun er að mínum dómi stofnun sem ætti að hafa aðsetur í Reykjanesbæ. Íbúar með erlent ríkisfang eru fjölmargir í Reykjanesbæ og um Keflavíkurflugvöll fara þeir sem óska eftir hæli hér á landi. Hjá Útlendingastofnun starfa 86 starfsmenn. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stofnunin verði flutt í Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Frambjóðendur af Suðurnesjum í Reykjanes – góðar sögur Frambjóðendur af Suðurnesjum sem skipa efstu sæti lista til alþingiskosninga verða í forgrunni í kosningsyrpu hlaðvarpsins Reykjanes – góðar sögur en fyrsti þáttur fór í loftið fyrir helgina þar sem spjallað var við Jóhann Friðrik Friðriksson sem skipar 2. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Þar geta kjósendur kynnst manneskjunni á bak við frambjóðandann og að sjálfsögðu verður rætt um pólítík. Spurt er um helstu áskoranir á Suðurnesjum og hvaða leiðir séu

bestar til árangurs og má þar nefna atvinnumál, ferðaþjónustu og heilbrigðismál. Fram að kosningum verða birt viðtöl við Guðbrand Einarsson frá Viðreisn, Birgi Þórarinsson frá Miðflokknum, Hólmfríði Árnadóttur frá Vinstri grænum, Oddnýju Harðardóttur frá Samfylkingu og Vilhjálm Árnason frá Sjálfstæðisflokki. Hægt er að hlusta á Góðar sögur á helstu hlaðvarpsveitum og á reykjanes.is.

Tækni- & öryggisgæsla Gagnaver Verne Global Gagnaver Verne Global auglýsir eftir áhugasömum umsækendum um framtíðarstarf í vaxandi iðnaði. Viðkomandi þarf að áhuga á að tileinka sér nýja tækni, vilja til að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu. Um er að ræða starf á rekstrar- og öryggissviði. Ekki eru gerðar kröfur um tiltekna menntun eða reynslu, áhugi og vilji er allt sem þarf. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góð tök á enskri tungu og sé fær um að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Starfsemi fyrirtækisins er virk allan sólarhringinn alla daga ársins, því er um vaktavinnu stöðu að ræða. Laun og önnur kjör skv.kjarasamningum VSFK við SA. Starfs- og ábyrgðasvið m.a.:

Kröfur til starfmanns m.a.:

• • •

• • • •

Vöktun og eftirlit með innri búnaði og kerfum Viðbrögð við rekstrar atvikum Reglubundin gagnaöflun og skýrslugerð Uppsetning og viðhald á búnaði sem tengist innviðum í rekstri gagnaversins Aðstoð við viðskiptavini þ.m.t. uppsetning og viðhald á kerfum og búnaði viðskiptavina gagnaversins

Enskukunnátta Hreint sakavottorð Reglusemi og stundvísi

Umsóknum skal skilað fyrir lok dags þann 15. september 2021 með því að senda tölvupóst á hr@verneglobal.com ásamt starfsferilskrá á ensku.

Skapa öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir öll börn og ungmenni í Reykjanesbæ Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021–2030 til afgreiðslu í bæjarstjórn. Vinna við endurskoðun menntastefnu Reykjanesbæjar hófst á vormánuðum 2020 með stofnun stýrihóps sem skipaður var fulltrúum skólastjórnenda, leikskólastjóra, leikskólakennara, grunnskólakennara, nemenda, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fræðslusviðs ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, fræðslustjóra, formanni fræðsluráðs og ritstjóra. Drög að menntastefnu Reykjanesbæjar 2021–2030 voru lögð fram á fundi fræðsluráðs í júní síðastliðnum. Að því loknu voru drögin send kjörnum nefndum og ráðum Reykjanesbæjar til umsagnar. Stefnan hefur hlotið heitið „Með opnum hug og gleði í hjarta“. Hún tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar sem ber heitið „Í krafti fjölbreytileikans“ og stefnuáherslu hennar „Börnin mikilvægust“ ásamt Barnasáttmála og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Menntastefna fyrir Ísland til 2030 er einnig höfð til hliðsjónar sem og gildandi aðalnám-

skrár leik-, grunn- og framhaldsskóla. Meginmarkmið menntastefnunnar er að skapa öllum börnum og ungmennum í Reykjanesbæ öruggt og hvetjandi umhverfi þannig að þeim líði vel, þau hafi tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra með opnum hug og gleði í hjarta. Stefnan byggir á þremur leiðarljósum sem eiga að einkenna allt starf með börnum og ungmennum í sveitarfélaginu. Leiðarljósin eru „Börnin mikilvægust“, „Kraftur fjölbreytileikans“ og „Faglegt menntasamfélag“.

SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Technologia i Ochrona

Technology & security

Centrum Danych Verne Global

Verne Global Datacenter

Centrum Danych Verne Global ogłasza nabor kandydata na przyszłe stanowiska w rozwijającej się branży. Dana osoba musi być zainteresowana nauką nowych technologii, chętna do zdobywania nowej wiedzy i doświadczenia. Jest to praca w dziale operacyjnym oraz ochronie . Nie ma wymagań dotyczących konkretnego wykształcenia czy doświadczenia, wystarczy motywacja do pracy oraz nauki nowych umiejetnosci. Istotne jest, aby osoba aplikujaca na to stanowisko dobrze znała język angielski i była w stanie wypowiedzieć się zarówno ustnie, jak i pisemnie. Firma dziala 24 godziny na dobę, każdego dnia w roku, więc jest to stanowisko zmianowe. Wynagrodzenia i inne warunki zgodnie z umowama zwiazkowa VSFK i SA.

Verne Global data center advertises for interested applicants for future jobs in a growing industry. The person in question must be interested in learning new technology, willing to acquire new knowledge and experience. This is a job in the operations and security department. There are no requirements for specific education or experience, interest and willingness is all that is needed. It is essential that the person in question has good English language skills and is able to express himself or herself both orally and in writing. The company’s operations are active 24 hours a day, every day of the year, so this is a shift position. Wages and other terms according to VSFK’s wage agreements with SA.

Obszary pracy i odpowiedzialności obejmują: • • • • •

Monitorowanie i kontrola wewnętrznych urządzeń i systemów Reakcje na zdarzenia operacyjne Regularne gromadzenie danych i raportowanie Instalacja i konserwacja sprzętu związanego z infrastrukturą w działaniu centrum danych Obsługa klienta, w tym instalacja i konserwacja systemów i urządzeń klientów data center,

Wymagania dla pracowników, w tym: • • •

dobra znajomość angielskiego niekaralnosc (zaświadczenie) zorganizowanie i punktualność

Zgłoszenia należy składać do końca dnia 15 września 2021 r. wysyłając e-mail na adres hr@verneglobal.com wraz z CV w języku angielskim.

Areas of work and responsibilities include: • • • •

Monitoring and control of internal equipment and systems Responses to operational events Regular data collection and reporting Installation and maintenance of equipment related to infrastructure in the operation of the data center Customer support incl. installation and maintenance of systems and equipment of the data center’s customers

Requirements for employees, including: • • •

English skills clean record Orderliness and punctuality

Applications must be submitted before the end of the day on 15 September 2021 by sending an e-mail to hr@verneglobal.com together with a CV in English.


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 8. september 2021 // 33. tbl. // 42. árg.

Bond

Siggi Bond

Sigurður Gísli Bond Snorrason ber ekki aðeins nafn njósnara hennar hátignar heldur hefur líf hans einnig verið eins og eitthvað sem maður myndi halda að gerðist aðeins í kvikmyndum – kannski ekki alveg jafn glysgjarnt og stórbrotið og það sem nafni hans, James Bond, afrekar á hvíta tjaldinu en ævintýralegt engu að síður.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Sigurður Gísli, eða Siggi Bond eins og hann er gjarnan kallaður, er úr Hafnarfirði og uppalinn í FH. Siggi varð Íslandsmeistari með þeim árið 2015 en síðan fór að halla á ógæfuhliðina og fyrr en varði var hann kominn á kaf í óreglu og neyslu. Siggi náði svo botninum árið 2020 þegar hann var handtekinn við að ræna apótek í Amsterdam. Þetta atvik varð til þess að Sigga Bond tókst að snúa við þessu líferni og síðustu tvö ár hefur hann verið einn af lykilmönnum knattÍslandsmeistar ar 2015. spyrnuliðs Þróttar sem um síðustu helgi vann sér sæti í næstefstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Víkurfréttir settust niður með Sigga og fengu að heyra það sem á daga hans hefur drifið. Til hamingju með að vera komnir í Lengjudeildina. Hvernig finnst þér tímabilið búið að vera? „Takk fyrir það. Þetta er búið að ganga mjög vel, við ættum að vera með miklu fleiri stig finnst mér en við höfum nógu mörg svo það þarf ekkert að kvarta núna,“ segir Siggi. „Það var hrikalegt að tapa á móti Völsungi og ömurlegt að vera í banni í þeim leik – en það vakti okkur allavega og við sáum að við þyrftum að vinna næsta leik. Liðið er gott og þetta er skemmtilegur hópur, klefinn er mjög góður. Svo það er ekki yfir neinu að kvarta.“ Svo ætti þjálfarinn að kunna að berja stemmninguna í liðið. „Já, Hemmi er auðvitað geggjaður og það eru allir ánægðir með hann.

Svo má ekki gleyma Marteini [framkvæmdastjóra] og Gunna Helga [liðsstjóra], þeir eru að vinna frábært starf þarna í Vogunum.“

Siggi „Bond“ Yfir í aðra sálma. Nafnið á þér, Siggi Bond, hvernig er það tilkomið? „Þetta er vegna þess að afi minn hét líka Siggi og hann var kallaður þetta á sínum tíma. Hann þótti svo líkur Sean Connery. Upphaflega vildi mamma skíra mig þessu nafni en pabbi var ekki alveg tilbúinn í það – en þetta fór loksins í gegn núna.“ Siggi lét sér nefnilega ekki nægja að vera kallaður Bond heldur fór hann með málið alla leið í mannanafnanefnd sem samþykkti það nú nýlega.

Hvernig gekk það, að fá nafnið skráð? „Það gekk svona lala. Þjóðskrá neitaði þessu fyrst en mannanafnanefnd samþykkti það svo. Það tók einhvern mánuð að fá þetta í gegn. Þeir geta verið helvíti erfiðir hafði ég heyrt, það var aðeins minna vesen en ég hélt að fá þetta í gegn. Ég átti ekki von á að fá þetta samþykkt en þetta fór í gegn,“ segir Siggi sem heitir nú fullu nafni Sigurður Gísli Bond Snorrason samkvæmt þjóðskrá.

Spyrnti sér frá botninum Þú hefur nú ekki átt neitt síður ævintýralegt líf en njósnari hennar hátignar. Ertu til í að spjalla aðeins um það? Varstu ekki kominn í tómt rugl og óreglu? „Jú, það var smá vesen á kallinum,“ segir Siggi og hlær. „Það var búið að vera mikið rugl í gangi frá 2016 þangað til í byrjun 2020. Það var nú frægt þegar ég endaði í tómu rugli í apóteki úti í Amsterdam en eftir það sneri ég blaðinu algerlega við. Það voru fjögur ár þarna í tómri steypu, mikil neysla og ekkert að gerast.“ Var ekkert erfitt að snúa við blaðinu? „Nei, ekki á þessum tímapunkti. Ég komst á svo mikinn botn að það var ekkert svo erfitt að spyrna sér frá honum – en það þurfti eitthvað svona mikið til. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni minni. Ef það hefði ekki verið fyrir fjölskylduna mína, sem stóð alltaf við bakið á mér í gegnum alla skellina, þá hefði ég aldrei snúið þessu við,“ segir Siggi sem þurfti að sitja inn í þrjá daga. „Það var nú ekki meira en það.“

Meðferð í Krýsuvík og endurhæfing hjá VIRK

Siggi fékk að æfa með Þrótturum fyrir tímabilið 2020, „... og ég var bara ennþá drullugóður, þannig að þeir vildu fá mig.“

„Eftir þessa uppákomu fór ég í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Svo heyrði ég í Binna Gests sem þá var að þjálfa Þrótt en hann var giftur frænku minni. Binni leyfði mér að

æfa með Vogunum og ég var bara ennþá drullugóður, þannig að þeir vildu fá mig.“ Siggi hefur algerlega vent sínu kvæði í kross og snúið baki við fyrra líferni. Hann hefur verið í endurhæfingu hjá VIRK og er að byrja í nýju starfi við að selja tryggingar. Svo hefur hann fest ráð sitt, býr með konu í Reykjavík og það er barn á leiðinni. „Við höfum verið saman frá því síðasta sumar og hún er úr Vogunum ... í Reykjavík. Þetta er tóm hamingja, við búum saman og þetta gerist allt svo hratt. Við erum hrikalega spennt fyrir þessu, hún á að eiga í byrjun desember og það er strákur á leiðinni. Það er búið að panta Manchester United búninginn með Ronaldo, númer sjö, aftan á,“ segir Siggi sem leikur auðvitað í treyju númer sjö – ekki núll-núll-sjö, bara sjö.

Siggi og unnusta hans, Eyrún Jónsdóttir, eru hrikalega spennt fyrir erfingjanum.

ÞRÓTTUR Í LENGJUDEILDINA Þegar síðasta leik tuttugustu umferðar í annarri deild karla lauk um helgina var ljóst að Þróttur Vogum mun leika í næstefstu deild á næsta ári í fyrsta sinn í sögu félagsins en Þróttur vann lið Kára auðveldlega 0:5 á útivelli um helgina. Eftir tuttugu umferðir eru Þróttarar efstir með 41 stig en KV er í öðru sæti með 37 stig. Völsungar, sem eru í þriðja sæti með 36 stig, misstigu sig í síðasta leik umferðarinnar þegar þeir töpuðu fyrir Magna Grenivík sem léku manni færi allan síðari hálfleik. Þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu er ómögulegt fyrir bæði lið, KV og Völsungur, að komast upp fyrir Þrótt þar sem þau eiga innbyrðis viðureign eftir.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Ennþá fræðilegur möguleiki fyrir Njarðvíkinga

Það er ekki hæ gt að segja að Njarðvíkingar hafi ekki feng ið færin ...

Njarðvík tók á móti Reynismönnum í hörkuleik þar sem boðið var upp á heilmikinn hasar en það voru Sandgerðingar sem gerðu sér lítið fyrir og unnu með tveimur mörkum gegn engu – þrátt fyrir að vera einum manni færri stóran hluta leiksins. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Reynismenn ætluðu ekkert að gefa eftir þótt leikurinn hefði lítið að segja fyrir þá og þeir komust yfir á 8. mínútu með marki frá Ivan Prskalo. Talsverður áhorfendafjöldi mætti á leikinn og voru stuðningsmenn Reynis áberandi og létu þeir vel í sér heyra – og það það heyrðist svo sannarlega í þeim eftir rúmlega hálftíma leik þegar Benedikt Jónssyni var vikið að velli fyrir að brjóta á Kenneth Hogg sem var við það að sleppa í gegn um vörn Reynis. Rétt um mínútu síðar gerðist annað vafasamt atvik þegar Robert Blakala, markvörður Njarðvíkur, virtist brjóta á Magnúsi Magnússyni í eigin teig og hvorki var dæmt víti né fór rautt

spjald á loft. Nú var allt á suðupunkti á Njarðvíkurvelli, bæði leikmönnum og áhorfendum hljóp kapp í kinn og fengu dómarar leiksins að heyra það. Manni fleiri voru Njarðvíkingar meira með boltann en þétt vörn Sandgerðinga gaf ekki færi á sér og Rúnar Gissurarson, markvörður Reynis, var eins og kóngur í veldi sínu, las leikinn vel og hirti flestallar fyrirgjafir sem komu inn í teig Reynismanna. Njarðvík sótti stíft en Sandgerðingar vörðust og beittu hættulegum skyndisóknum – og á 68. mínútu tvöfölduðu þeir forystuna úr einni slíkri. Þar var að verki Sæþór Ívan Viðarsson með góðu skoti sem Blakala náði ekki að verja.

Reynismenn fögnuðu innilega seinna marki sínu sem gulltryggði þeim sigurinn.

Allt á suðupunkti Áhorfendur létu dómara leiksins fá það óþvegið eftir tvo vafasama dóma, bæði Reynismönnum í óhag. Fyrst var Benedikt Jónssyni sýnt rauða spjaldið og skömmu síðar var ekkert dæmt á hinum enda vallarins þegar Robert Blakala virtist brjóta á Magnúsi Magnússyni innan teigs.

Dómarinn þurfti að fá gula spjaldið að láni hjá aðstoðardómaranum.

Allt þarf að falla með Njarðvíkingum Nú þegar tvær umferðir eru eftir af annarri deild karla þurfa úrslit að falla Njarðvík í hag til að þeir geti fylgt Þrótturum upp í næstefstu deild. Í næstu umferð mætast liðin sem eru í öðru og þriðja sæti, KV og Völsungur. Ef sá leikur endar í jafntefli kviknar vonarglæta hjá Njarðvíkingum. Fari svo að Völsungur og KV geri jafntefli og Njarðvík vinni Leikni á Fáskrúðsfirði um næstu helgi þá verður lokaumferðin mjög spennandi en þar munu Njarðvíkingar taka á móti Völsungi og Þróttarar leika útileik gegn KV. Vinni bæði Njarðvík og Þróttur sína leiki þá mun Njarðvík fara upp á betri markatölu en KV.

... en inn vildi boltinn ekki. VF-myndir: JPK

Mjög vonsvikinn með tímabilið – segir Marc McAusland, fyrirliði Njarðvíkinga. Njarðvíkingar berjast fyrir sæti í Lengjudeildinni en með tapi fyrir Reyni um helgina minnkuðu möguleikar þeirra til muna, þar sem Völsungur tapaði óvænt sínum leik gegn Magna þá fengu Njarðvíkingar smá líflínu til að hanga í en þeir þurfa að treysta á að úrslit annara leikja falli þeim í vil. Víkurfréttir spurðu Marc McAusland, fyrirliða Njarðvíkur, út í leikinn og tímabilið. „Ég er mjög vonsvikinn með úrslit síðasta leiks og hvernig leiktíðin hefur farið hjá okkur – en við höfum engan að sakast við nema okkur sjálfa,“ sagði Marc. „Vissulega höfum við verið svolítið óheppnir með meiðsli og Covid-smit en þegar á heildina er litið höfum við ekki staðið okkur nógu vel og of margir leikmenn verið að leika undir getu. Við eigum ennþá smá möguleika á að vinna okkur sæti í Lengjudeildinni en þá þurfa aðrir leikir að falla með okkur. Í leiknum gegn Reyni misstigum við okkur herfilega en það má hrósa Reynisliðinu sem varðist vel og skoraði tvö góð

Marc og Einar Orri Einarsson í baráttunni gegn Reynismönnum á laugardag. mörk úr skyndisóknum – en við ættum að vera með nógu gott lið til að geta brotið þá á bak aftur og

skora mörk. Við þurftum sárlega að vinna þennan leik.“


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Pepsi Max-deild kvenna:

Lengjudeild karla:

Fram tryggði sér Lengju­ meistara­titilinn í Grindavík Grindavík tók á móti toppliði Fram um helgina og það var ljóst að Fram ætlaði sér sigur og ekkert annað en Grindvíkingum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni í ár og sjálfstraust þeirra í molum. Framarar komust yfir á 33. mínútu þegar Gabriel Dan Robinson braut á sóknarmanni þeirra. Fram fékk víti sem Aron Dagur, markvörður Grindvíkinga, varði en Framarinn náði frákastinu og kom gestunum yfir.

Í seinni hálfleik braut Tiago Manuel Silva Fernandes klaufalega á sóknarmanni Fram og önnur vítaspyrna var dæmd (53’). Úr henni skoruðu Framarar og innsigluðu sigur sinn og sigur í deildinni. Grindvíkingar eru í áttunda sæti deildarinnar með 23 stig og eiga leik gegn Aftureldingu um næstu helgi. Afturelding er í sætinu fyrir ofan Grindavík, liðin eru jöfn að stigum en Afturelding hefur betri markatölu og á leik til góða.

Dýrmætt stig gegn Íslands­meisturunum Keflvíkingar sýndu hörkuleik og gerðu jafntefli við Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Með jafn­ teflinu heldur Keflavík þriggja stiga forskoti á Tindastól sem er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu. Valskonur byrjuðu leikinn með látum og skoruðu glæsimark strax í byrjun leiks þegar Ída Marín Hermannsdóttir lét vaða utan teigs og hamraði boltann í samskeytin, gersamlega óverjandi fyrir Tiffany í marki Keflavíkur (3’). Eins og við var að búast stjórnaði Valur leiknum að mestu leyti en varnarleikur Keflvíkinga var agaður og þær sóttu hratt þegar færi gáfust og á 35. mínútu átti Dröfn Einarsdóttir góða sendingu fyrir mark Vals þar sem Aerial Chavarin var mætt og skallaði að markinu, boltinn var hár og virtist vera á leið yfir markið en féll rétt undir þverslána og Keflavík búið að jafna. Engin mörk voru skoruð í síðari hálfleik og frammistaða Keflavíkur gegn firnasterka liði Vals alveg mögnuð. Þær léku án fyrirliða síns, Natasha Anasi, sem tók út leikbann og verður klár í slaginn um næstu

Keflvíkingar fagna jöfnunarmarki Chavarin gegn Íslandsmeisturunum. helgi þegar Keflvíkingar leika gegn Þór/KA í lokaumferð deildarinnar.

Ekki úr allri hættu Fylkir er fallið en baráttan stendur enn á milli Keflavíkur og Tindastóls um hvort liðið fari niður með Fylkiskonum. Stigið gegn Val var gríðarlega mikilvægt í fallbaráttunni því á sama tíma sigraði Tindastóll Selfoss og munar nú einungis þremur stigum á liðunum, Keflvíkingum dugar því jafntefli í síðasta leik til að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Aerial Chavarin leg gur sig fram í öllum leikjum og vinnur vel í vörn og sókn.

Jafnvel þótt Keflvíkingar tapi lokaleiknum þá þarf Tindastóll að vinna sinn leik og mun þá markatala ráða en Keflavík hefur sex mörkum betra markahlutfall en Tindastóll.

Sigurbjörn hættir eftir tímabilið Sigurbjörn Hreiðarsson mun láta af störfum sem þjálfari Grindvíkinga í meistaraflokki karla í knattspyrnu eftir að yfirstandandi tímabili í Lengjudeildinni lýkur. Sigurbjörn tók við Grindavík haustið 2019 eftir að liðið féll úr efstu deild. Gindvíkingar enduðu í fjórða sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð og sitja nú í áttunda sæti þegar þrír leikir eru eftir. Samningur Sigurbjörns rennur út að loknu yfirstandandi tíma-

bili en það var sameiginleg ákvörðun hans og stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur að endurnýja ekki samstarfið. Aðstoðarþjálfari Sigurbjörns, Ólafur Brynjólfsson, mun einnig láta af störfum á sama tíma. Knattspyrnudeild Grindavíkur tilkynnti þetta í síðustu viku á Face­book-síðu sinni og þar er jafnframt sagt að leit af eftirmönnum þeirra Sigurbjörns og Ólafs mun hefjast að loknu keppnistímabili.

Magnús er öflugur skallamaður og gefur ekkert eftir í háloftunum.

Lengjudeild kvenna:

Grindvíkingar svo gott sem sloppnar við fall Grindvíkingar byrjaði betur í mikilvægum leik Grindavíkur og HK sem fram fór í Grindavík síðasta föstudag en aðeins einu stigi munar á liðunum sem sitja í sjötta og sjöunda sæti Lengjudeildar kvenna. Guðrún Helga Kristinsdóttir kom heimakonum yfir á 7. mínútu en HK jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik og liðin skiptu því stigunum sín á milli. Stigið gæti reynst Grindvíkingum dýrmætt því allt er galopið í fallbaráttunni þar sem Grindavík hefur sautján stig og situr í sjötta

Bjartir fyrir lokaumferðirnar Grindvíkingar hafa stigið upp á seinni hluta Íslandsmótsins.

sæti, þremur stigum frá fallsæti, þegar ein umferð er eftir. Augnablik er í fallsæti og jafnvel þó þær vinni lokaleikinn (og Grindavík tapi) og jafni Grindavík að stigum þá munar tíu mörkum á markahlutfalli liðanna, Grindvíkingum í vil.

3. deild karla:

Víðismenn gerðu jafntefli í rokinu

Jóhann Þór hefur skorað ellefu mörk fyrir Víði í sumar. Mynd af Facebook-síðu Víðis

Víðir tók á móti botnliði Tindastóls í þriðju deild karla í knattspyrnu og buðu aðstæður ekki upp á neina fótboltaveislu þar sem fimmtán metrar á sekúndu og rigning gerðu leikmönnum erfitt fyrir. Víðismenn voru betri aðilinn og þeir léku undan sterkum vindi í

fyrri hálfleik en boltinn rataði ekki sína leið í netið hjá gestunum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Í seinni hálfleik voru það gestirnir sem komust yfir á 65. mínútu en Jóhann Þór Arnarsson jafnaði skömmu síðar (70’). Þrátt fyrir mýmörg færi tókst Víðismönnum ekki að gera út um leikinn og má þar kannski kenna aðstæðum um en rokið og rigningin jukust eftir því sem leið á leikinn. Víðir situr í áttunda sæti þriðju deildar með 26 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Víðismenn eiga þó leik gegn KFG til góða og átti að leika hann á þriðjudag eftir að Víkurfréttir fóru í prentun.

Pepsi Max-deild karla:

Allt undir í loka­ umferðunum Keppni hefst að nýju um næstu helgi í efstu deild karla eftir landsleikjahlé. Keflvíkingar eru í níunda sæti með átján stig en hörð keppni er í neðri hluta deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Staða neðstu liða er þannig að HK er í tíunda sæti (17 stig), Fylkir í ellefta sæti (16 stig) og ÍA er í neðsta sæti (12 stig). Keflvíkingar leika heima gegn KR um næstu helgi, síðan eiga þeir útileik gegn Leikni sem er í sætinu fyrir ofan Keflavík. Lokaleikur Íslandsmótsins verður gegn botnliði ÍA á HS Orkuvellinum laugardaginn 25. september.

Magnús Þór Magnússon, fyrirliði meistaraflokks karla hjá Keflavík, hefur verið að glíma við eftirköst höfuðhögga sem hann varð fyrir í leikjunum gegn Fylki og FH. Magnús lék ekki með Keflavík gegn HK og það leit jafnvel út fyrir að hann yrði ekki meira með á tímabilinu – en Magnús er allur að koma til. „Ég er allur að koma til og byrjaður að æfa aftur. Ég býst við að ná síðustu leikjunum, þessum þremur í deildinni og bikarleiknum gegn HK,“ segir Magnús en hann hefur þurft að taka því rólega þar sem höfuðhögg geta reynst varasöm. „Þetta voru tvö þung högg sem ég fékk með skömmu millibili í leiknum gegn Fylki og svo fékk ég aftur högg í leiknum á móti FH. Ég var svolítið vankaður eftir þetta en er orðinn góður núna og fer varlega af stað. Maður hefur fundið það á sjúkraþjálfurunum að þeir vilja fara hægt í sakirnar, eru eiginlega á nálum yfir þessu.“ Magnús segir að honum lítist vel á stöðuna hjá Keflavík fyrir lokaumferðirnar í Pepsi Max-deildinni. „Við erum bara bjartir en þurfum samt að ná allavega í einn sigur í viðbót, þrjú stig að minnsta kosti til að tryggja okkur frá falli. Miðað við leikina gegn þessum liðum í fyrri umferðinni þá eigum við að geta það, við eigum KR, Leikni og ÍA eftir og það eru allt lið sem við eigum góða möguleika á móti. Við töpuðum 1:0 fyrir KR en það var leikur þar sem við vorum í góðum séns og hefðum hæglega átt að geta

jafnað. Svo unnum við Leikni en gerðum jafntefli við ÍA.“ Keflavík er komið í átta liða úrslit í bikarkeppninni og mæta HK 15. september. Magnús segir að miðað við síðasta leik gegn þeim þá telji hann Keflavík vera betra liðið.

„Eins og sá leikur þróaðist, við einum færri, þá finnst mér við vera með betra lið en þeir og ég held að við komum til með að vinna þann leik. Það væri geggjað að komast í undanúrslitin – en við verðum að hugsa um einn leik í einu.“

Magnús hefur verið lykilmaður í vörn Keflavíkur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Glæsilegur árangur hjá Maríu Tinnu og Gylfa Dansparið María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson náðu frábærum árangri í Opna breska mótinu í samkvæmisdönsum sem fram fór í Blackpool. Þau enduðu í þriðja sæti í U21 „ballroom“ og komust einnig í úrslit í „rising star“-keppni áhugamanna og enduðu þar í sjötta sæti. María og Gylfi eru aðeins átján og nítján ára og eiga nokkur ár eftir í þessum aldurshópi. Árangurinn er því frábær hjá þeim en Opna breska er eitt virtasta og stærsta dansmót sem haldið er. María Tinna Hauksdóttir og Gylfi Már Hrafnsson náðu frábærum árangri í Opna breska mótinu.

Davíð Rafn í fyrsta hnefaleikalandsliði Íslands

Vilborg Jónsdóttir og Rúnar Ingi Erlingsson fara yfir stöðuna í oddaleik Njarðvíkur og Grindavíkur á síðasta tímabili.

Njarðvíkingar svöruðu fyrir sig – eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í eftirminnilegum úrslitum fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik á síðasta tímabili Körfuboltinn er farinn af stað og fyrsti leikur í meistaraflokki kvenna fór fram á mánudagskvöld þegar Grindvíkingar tóku á móti Njarðvík í VÍS bikarkeppni KKÍ. Njarðvíkurstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og náðu strax góðri forystu. Þær leiddu 11:21 eftir fyrsta leikhluta og voru búnar að auka forystuna í nítján stig í hálfleik 21:39. Njarðvík náði mest 26 stiga forskoti í seinni hálfleik en Grindvíkingar neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn áður en leiktíminn var úti. Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að finna leið fram hjá öflugum varnarleik Njarðvíkinga sem gaf heimaliðinu fá færi á sér og hafði að lokum góðan útisigur, 58:71. Njarðvík er því komið áfram í átta liða úrslit.

Atkvæðamestar í liði Njarðvíkur voru þær Lavina Joao Gomes De Silva (sextán stig og tíu fráköst), Diane Diene (fimmtán stig, tíu fráköst og ein stoðsending) og Aliyah A’taeya Collier (fjórtán stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar). Í liði Grindavíkur var Hulda Björk Ólafsdóttir atvæðamest með þrettán stig, tvö fráköst og eina stoðsendingu.

í ár er undirbúningur Norðurlandameistaramóts sem haldið verður á Íslandi í fyrsta sinn í mars 2022.

Aliyah A’taeya Collier fagnaði afmæli sínu með flottum leik.

VÍS bikarkeppni karla (sextán liða úrslit) Leikir Suðurnesjaliðanna í bikarúrslitum karla fóru fram á þriðjudagskvöld eftir að Víkurfréttir fóru í prentun en nánar má lesa um þá á vf.is. Í sextán liða úrslitum mætir Keflavík Hetti á Egilsstöðum, Njarðvík tekur á móti Val og Grindavík leikur heima gegn Breiðabliki.

Reynismenn leggja niður meistaraflokk í körfu book-síðu körfuknattleiksdeildar Reynis á mánudagskvöld:

Reynismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum innilega í lok síðustu leiktíðar. Þeir verða ekki með lið í deildinni í ár. Sú dapurlega staða er komin upp hjá körfuknattleiksdeild Reynis í Sandgerði að búið er að leggja niður meistaraflokk deildarinnar og mun hann ekki taka þátt í Íslandsmótinu í ár. Sveinn Hans Gíslason, sem hefur nánast staðið einsamall að baki starfs körfunnar í Sandgerði undanfarin 34 ár, segir að nú sé hann kominn á endastöð og allt útlit bendi til að hann geti ekki mannað þær stöður sem þarf að manna á heimaleikjum. Í samtali við Víkurfréttir um helgina sagði Sveinn að staðan væri einföld: „Ég næ ekki að manna það sem þarf að gera á heimaleikjum. Þar með hefur allt

Merk tímamót hafa orðið í hnefaleikaíþróttinni á Íslandi en nýverið tilkynnti Hnefaleikasamband Íslands fyrsta landsliðshóp Íslands í hnefaleikum. Davíð Rafn Björgvinsson úr Hnefaleikafélagi Reykjaness var valinn í landslið karla. Björn Björnsson, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjaness, segir að Davíð hafi verið í kringum hnefaleika í sextán ár og sé nýlega byrjaður aftur. „Hann er gríðarlegur áhugamaður um íþróttina, horfir mikið á bardaga. Davíð keppir í þungavigt, er mjög hreyfanlegur og fimur á fæti en þó grimmur við andstæðingana,“ hafði Björn að segja um landsliðsmanninn. Kolbeinn Kristinsson er landsliðsþjálfari og hefur yfirumsjón með vali í liðið en helsta verkefni landsliðsins

sem snýr að fjármögnun setið á hakanum. Þar sem að stutt er í fyrsta leik og þetta staðan þá ákvað ég að eftir að hafa séð um allan pakkann í tæp 34 ár að núna væri kominn tími á að stoppa að gera þetta einn. Því miður hefur enginn boðið sig fram til að aðstoða við vinnu á leikjum og fjáröflun. Það má líka minnast á það að deildin er skuldlaus. Þess vegna stefnir í að meistaraflokkur verði lagður niður – en ég mun samt halda áfram með níunda flokk og skoða hvort hægt verði að vera með flokk fyrir tólf ára og yngri,“ sagði Sveinn sem birti svo eftirfarandi tilkynningu á Face­

Í kvöld var ákveðið að hætta með meistaraflokkinn. Ástæðan er einföld. Aðeins einn maður bauðst til að hjálpa til við heimaleiki en enginn var tilbúinn í að koma að því að fjármagna starfssemi deildarinnar í vetur. Þetta var því sjálfhætt þar sem að undirritaður var ekki tilbúinn að taka tímabil númer 34 aftur einn eins og síðustu 33. Það er því bara 9. flokkur deildarinnar sem verður skráður til leiks í vetur. F.h. Kkd.Reynis Sveinn Hans Gíslason.

Deildarmeistarar Reynis Reynismenn urðu deildarmeistarar í annarri deild karla á síðasta ári og hefðu því átt að leika í fyrstu deild í vetur. Þetta er því afar sorgleg staða sem er komin upp fyrir körfuknattleik í Sandgerði. Það að enginn meistaraflokkurinn skuli vera í jafn stóru sveitarfélagi lætur mann spyrja sig: „Er virkilega enginn áhugi á að halda úti körfuknattleiksliði í sveitarfélaginu Suðurnesjabæ?“

SVÆÐISSKIPULAG SUÐURNESJA SKIPULAGS- OG MATSLÝSING Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum. Því hefur svæðisskipulagsnefndin ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins sem tekur til sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaga á Suðurnesjum s.s. íbúaþróunar og búsetu, atvinnulífs, auðlinda, innviða, loftslagsmála, náttúruvár og heimsmarkmiða. Verkefnislýsing er aðgengileg á skrifstofu SSS, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, á vefsíðu www.sss.is/svaedisskipulag og á vefsíðum sveitarfélaga á Suðurnesjum og Isavia. Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna skal skila til skrifstofu SSS eða á netfangið sss@sss.is. Athugasemdafrestur er til og með 10.10.2021. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja Ásthildur Linnet, formaður


Klefamenning

Horft yfir Fitjar í Reykjanesbæ. Hugmyndir eru uppi um að byggja hótel og stóra líkamsræktarstöð með baðlaug utanhúss og fjörupotti.

Líkamsræktarstöð, baðlón og sjópottur í nýju deiliskipulagi fyrir Fitjar Reykjanesbær hefur lagt fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar samkvæmt uppdrætti Glámu - Kím. Deiliskipulagssvæði er u.þ.b. 29 hektarar að stærð og afmarkast af lóðum við Fitjabakka og Fitjabraut til norðurs, strandlínu til austurs, Njarðarbraut til vesturs og suðurs og Víkingaheimum til suðausturs. Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúru-

vernd, segir í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins. Í tillögu að deiliskipulagi fyrir Fitjar er m.a. byggingarheimild til að byggja heilsuræktarstöð með veitingasal og hóteli, heimild fyrir baðlaug utanhúss og „fjörupotti“ utan lóðar. Tenging við stíga sem liggja um Njarðvíkurfitjar. „Byggingarreitur B2 er fjórskiptur. Á innsta hluta reitsins er heimilt að byggja tvær, þrjár hæðir, hámarkshæð samtals allt að tólf metrar. Næst honum er reitur með heimild fyrir eina hæð, allt að fimm metra hámarkshæð. Utar er reitur þar sem heimilt er að byggja stakstæð smá-

Gert er ráð fyrir líkamsrækt, baðlóni og sjópotti í skipulaginu.

hýsi og skýli, allt að fjögurra metra hámarkshæð. Ysti er auðkenndur „byggingarreitur baðlóns“, þar heimilt að koma slíku fyrir. Girðing milli baðlóns og almenns útivistarsvæðis skal útfæra með hæðarmun í landi og gróp sem girðingin skal byggð ofan í, þannig að hún rísi ekki hærra en u.þ.b. einn metra yfir hæð Fitjasvæðisins næst lóðinni og verði ekki áberandi í landslagi – samanber kennisnið. Umbúnaður baðlóns og sjópotts skal gera þannig úr garði að vistkerfið verði ekki fyrir skaða vegna leka eða mengunar frá þeim. Aðgangur að sjópotti er heimill í gegnum hlið í girðingunni. Tryggja skal öryggi vegfaranda og notenda sjópotts og takmarka aðgang að honum á viðeigandi hátt,“ segir í deiliskipulagstillögunni. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur Björn Leifsson, eigandi World Class heilsuræktarstöðvanna hug á að byggja upp viðamikla starfsemi á svæðinu á Fitjum.

„Normaliseringin fyrir kvenfyrirlitningu byrjar í búningsklefanum.“ Þessi merkilega setning rann af vörum frumkvöðuls í kynjafræði og jafnréttisfræðslu eins og um heilagan sannleik væri að ræða í Kastljósþætti fyrir nokkru. Ég er alinn upp í svona búningsklefamenningu, eins og fjöldi annarra karlmanna sem stundað hafa boltaíþróttir. Þessi staðhæfing er ein mesta þvæla sem ég hef á ævinni heyrt. Mér þykir leitt að fjöldi karlmanna hafi ekki stigið fram og vísað á bug staðhæfingum um að búningsklefamenning í boltaíþróttum ali á kvenfyrirlitningu. Það er öðru nær – en það vita þeir sem tekið hafa þátt í menningunni. Það má vel vera að innan íþróttahreyfingarinnar finnist skemmd epli en þau er að finna í öllum stigum þjóðfélagsins. Fjölskylda mín hefur stutt ötullega við íþróttastarfssemi í Reykjanesbæ í fjölda ára. Mínum bestu vinum á lífsleiðinni hef ég kynnst í gegnum íþróttir. Ég fylgst með fjölda ungmenna vaxa og dafna innan íþróttahreyfingarinnar og það sem íþróttir gera fyrst og fremst – þær búa til betra fólk. Betri einstaklinga. Íþróttir efla félagslegan þroska. Innan íþróttahreyfingarinnar lærir fólk að takast á við lífið. Fjöldi fólks sem hefur náð langt í íþróttum hefur nær oftar en ekki náð langt í lífinu. Flestallir sem þetta lesa hafa einhvern tíma á lífsleiðinni verið þátttakendur í viðburðum sem reknir eru undir regnhlíf íþróttahreyfingarinnar, farið á landsleik, tekið þátt í Nettó móti í körfu, N1-

Mundi Komdu inn í klefann til mín María, María ...

LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar

móti í fótbolta, Tommamóti í Vestmannaeyjum, Símamóti í Kópavogi eða fjölmörgum öðrum viðburðum sem reknir eru af myndarskap innan íþróttahreyfingarinnar. Ekki hef ég nokkru sinni orðið var við það að innan íþróttahreyfingarinnar almennt grasseri einhver „ofbeldismenning“. Það er fáránlegt að halda því fram – og það er óþolandi að fylgjast með umræðunni og enginn spyrni við fótum og leiðrétti þennan málflutning. Það er óþarfi að lita alla íþróttahreyfinguna þó innan hennar finnist svartir sauðir. Þeir eru alls staðar.

Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja

vf.is

Betra líf með sterkri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Kynntu þér stefnumál Samfylkingarinnar á www.xs.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.