Víkurfréttir 33. tbl. 44. árg.

Page 1

Þúsundir á vindasamri Ljósanótt

MEÐAL EFNIS

Síða 11

Epoxy gólf farið að ryðja sér til rúms á heimilum

Síða 13

Þúsundir voru svo saman komnar á stórtónleikum Ljósanætur í á laugardagskvöld þar sem veðurguðirnir voru búnir að hrista úr sér mestu skapvonskuna og sýndu á sér sparihliðina. Stemmningin á svæðinu var gríðarlega góð enda boðið upp á frábæra

tónleika sem einnig var útvarpað. Ljósin á Berginu, sem hátíðin dregur nafn sitt af, kviknuðu við mikil fagnaðarlæti í lok magnaðrar flugeldasýningar. Munu þau lýsa upp myrkasta skammdegið í vetur og minna á sköpunargleðina og kraftinn í samfélaginu

Skipt á Ramma og gamla hersjúkrahúsinu?

Viljayfirlýsing Reykjanesbæjar og QN55 ehf. um möguleg skipti á Ramma [Seylubraut 1] annars vegar og fyrrum hersjúkrahúsi Varnarliðsins [ bygging 710 á Ásbrú] hins vegar var lögð fyrir fund bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 31. ágúst síðastliðinn.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, að undirrita viljayfirlýsinguna og vinna áfram í málinu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta yrði gamla hersjúkrahúsið varðveisluhús Reykjanesbæjar og söfn og safnamunir frá byggðasafni, ljósmynda, listasafni og fleiri söfnum fara í gamla sjúkrahúsið. Það er um fjögur þúsund fermetrar að flatarmáli.

sem kristallast svo vel á Ljósanótt. Svipmyndir frá Ljósanótt eru í miðopnu Víkurfrétta. Einnig bendum við á myndasöfn á vf.is og nokkur myndskeið frá hátíðinni.

Ljósmynd: Omar Ricardo Rondon Guerrero

Fjögurþúsund í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.005 í byrjun síðustu viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum árum, eða um 17,5%. Fjögurþúsundasti íbúinn er hinn fimm ára gamli Filip Mrozinski. Þar sem Filip var í leikskólanum komu foreldrar hans, þau Mo -

Þjálfari fatlaðra nýtir reynslu sína í leikskólastarfi

nika og Andrzej, og hittu Magnús Stefánsson, bæjarstjóra, sem færði þeim blómvönd af þessu tilefni og bauð fjölskylduna velkomna til búsetu í Suðurnesjabæ.

Síða 14

Naflaskoðun í kjölfar erfiðleika opnaði augun

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 31. ágúst–10. september Heilsu- og lífsstílsdagar Glæsileg tilboð á heilsuvörum 25% AFSLÁTTUR ALLT AÐ OG APPTILBOÐ Á HVERJUM DEGI
Gamla hersjúkrahúsið á Ásbrú. Húsnæði Byggðasafns Reykjanesbæjar í Rammanum á Fitjum.
Miðvikudagur 6. septeMber 2023 // 33. tbl. // 44. árg.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, og foreldrar Filip, þau Monika Tesarska og Andrzej Mrozinski.

Spyr hvort starfsfólk skólanna fái álagsgreiðslur

Skúli Sigurðsson, fulltrúi grunnskólakennara, lagði fram bókun á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar. Þar er spurt: „Ætlar Reykjanesbær að greiða starfsfólki við þá skóla sem hafa lokað húsnæði álagsgreiðslur? Hefur komið erindi frá skólastjórnendum eða kennurum um slíkt á borð fræðslustjóra eða menntaráðs?“

Þá lagði Anita Engley Guðbergsdóttir, fulltrúi FFGÍR, fram eftirfarandi bókun:

„Með hvaða hætti verður börnunum bættur upp sá tími sem vantar upp á kennslu? Verður það með lengri skóladegi eða auknu álagi á heimanám?“

Menntaráð mun fylgja spurningum fulltrúa grunnskólakennara og FFGÍR eftir á næsta fundi.

Á sama fundi gerði Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæðismál skólans.

Þá fór Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs, yfir áskoranir í húsnæðismálum skólanna og áhrif þeirra á upphaf skólastarfs.

Ekki fleiri skemmur

Lóðarhafi Grófar 19a í Keflavík hefur óskað heimildar til að reisa 250 fermetra skemmu á lóðinni með erindi frá því í júlí í sumar. Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að við síðustu endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar var hverfið skilgreint sem miðsvæði. Fjölgun lóða undir skemmur samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins. Lóðarleigusamningi verður ekki breytt. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.

Segir meirihlutann þurfa að endurskoða vinnubrögð sín

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti nýverið framlagða tillögu um kaup Reykjanesbæjar á hluta af landspildu í Dalshverfi III á 30 milljónir króna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sá Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, ástæðu til að bóka sérstaklega um málið.

„Ég var eiginlega orðlaus þegar þetta mál var kynnt fyrir okkur. Þessi vinnubrögð sem hafa átt sér stað í úthlutun lóða í Dalshverfi 3 eru alveg ótrúleg og gjörsamlega óásættanleg. Ég mun samþykkja þennan lið en meirihlutinn þarf svo sannarlega að endurskoða vinnubrögð sín.“

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Ný einkarekin heilsugæsla opnar við Aðaltorg

n Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum er tilbúin og opnar á mánudag. Skráning nauðsynleg. „Nýtt blóð í heilsugæsluþjónustu á Suðurnesjum“.

„Við erum nýtt blóð í heilsugæsluþjónustu á Suðurnesjum og horfum á opnun nýrrar einkarekinnar heilsugæslu sem langtímaverkefni á svæði sem er í miklum vexti og uppgangi,“ segja þeir Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri, og Þórarinn Ingólfsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum, sem opnar næsta mánudag, 11. september.

Umræða um opnun einkarekinnar heilsugæslu hefur staðið yfir undanfarin ár en í fyrrahaust var auglýst útboð. Tveir aðilar sóttu um, annar aðilinn uppfyllti ekki skilyrði en hinn var Heilsugæslan Höfða. Framkvæmdir við húsnæði og undirbúningur hafa staðið yfir síðustu mánuði en Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum opnar 11. september í tæplega 1.150 fermetra húsnæði við Aðaltorg, í næsta húsi við Marriott hótelið. Heilsugæslan Höfða er með víðtækan heilsugæslu- og heilbrigðisrekstur á höfuðborgarsvæðinu með tæplega fimmtíu þúsund skráða viðskiptavini. Hún var stofnuð árið 2017 og hefur vaxið hratt og er nú stærsta einkarekna heilsugæsla landsins. Eigendur hennar er hópur níu lækna.

Suðurnesin í miklum uppgangi

„Við sýndum verkefninu mikinn áhuga strax þegar forsvarsmenn Aðaltorgs höfðu samband. Það er áskorun að mæta til Suðurnesja en markmið okkar er að veita mjög góða þjónustu frá a til ö alla virka daga frá klukkan átta til fimm. Fólk á að hafa aðgang að heilsugæslu á daginn og við leggjum áherslu á að veita gott aðgengi að þjónustu

á þeim tíma. Þjónusta sem fólk fær á dagvinnutíma er alltaf betri.

Það hefur verið svolítið ríkt í Íslendingum að fara til læknis eftir vinnutíma. Við verðum í byrjun með fjóra lækna, fjóra hjúkrunarfræðinga, ljósmóður og fleiri starfsmenn í heilsugæsluþjónustu. Við ætlum að laða að okkur hæft starfsfólk úr heilbrigðisgeiranum og vinna að heill bæjarbúa. Það vita allir að það hefur verið skortur á heilsugæsluþjónustu á Suðurnesjum en um leið og við verðum vissulega í samkeppni við Heilbrigðisþjónustu Suðurnesja, þá teljum við að tilkoma okkar muni efla HSS á jákvæðan hátt og við lítum því frekar á okkur sem samstarfsaðila. Þjónusta fyrir fólkið á svæðinu mun aukast til muna,“ sögðu þeir félagar en á nýju heilsugæslunni eru læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem hefur ráðið sig til Höfða.

Góð aðstaða og heimilislæknir Í húsnæðinu, sem fyrir nokkrum árum var gistiheimili og síðar aðstaða fyrir bólusetningar í heimsfaraldri, er nýkomin mjög góð að-

staða fyrir sjúklinga og starfsfólk, m.a. rúmlega tuttugu stofur fyrir fjölbreytta starfsemi heilsugæslunnar; þar af þrettán læknastofur, tvær ungbarnaverndarstofur, tvær fyrir mæðravernd, tvær fyrir blóðtöku, þrjú sérhönnuð vaktherbergi og gott rými fyrir starfsfólk. Í boði verður m.a. að fá eigin heimilislækni, nokkuð sem Suðurnesjamönnum hefur ekki staðið til boða á svæðinu. Nú eru um sex þúsund Suðurnesjamenn skráðir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um tvö þúsund hjá heilsugæslustöðum Höfða í Reykjavík og í Kópavogi. Í byrjun vikunnar voru um tvö hundruð búnir að skrá sig á Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum en í útboði var gert ráð fyrir að allt að ellefu þúsund manns geti skráð sig. Hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum á sjukra.is, í síma 591-7000 eða mæta á staðinn í nýju stöðina við Aðaltorg.

Einkarekið ekki dýrara

Þeir félagar voru spurðir að því hvort það væri kostnaðarsamara fyrir fólk að nota þjónustu einkarekinnar heilsugæslu. „Nei, svo er ekki,“ segja þeir en eru þeir bjartsýnir á góðar viðtökur?

„Við vonumst til að fá góðar móttökur á Suðurnesjum. Við erum komin með góða reynslu og erum með hæft og gott starfsfólk. Þegar við opnuðum í Reykjavík árið 2017 fengum við frábærar móttökur og reynslan af okkar rekstri hefur verið mjög góð. Það er því ekki ástæða til annars en bjartsýni. Við erum sannfærð um að nú sé tími og staður til að hefja nýja heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Þórarinn Ingólfsson, yfirlæknir, Bergljót Kvaran, fagstjóri hjúkrunar, og Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslu Höfða, fyrir framan húsakynni heilsugæslunnar á Suðurnesjum. VF/pket Rúmlega tuttugu stofur eru í nýju heilsugæslunni.
2 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

Heilsu- og lífsstílsdagar

31. ágúst–10. september

Hugum að kynheilsunni

Gerður í Blush segir frá

Reset vörunum sem fást

í Nettó á Heilsudögum.

Skannaðu kóðann og lestu

greinina í heilsublaði Nettó:

Krossmói

Opið 10–19

Iðavellir

Opið 10–21

Grindavík

Opið virka daga 9–19

Opið um helgar 10–19

Betra verð með appinu!

25% AFSLÁTTUR ALLT AÐ OG APPTILBOÐ Á HVERJUM DEGI
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Troðfylltu Keflavíkurkirkju með U2 messu

Eins manns rusl er annars gull

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt?

Þetta eru allt smáhlutir sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Til eru þeir sem hafa þó einsett sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af mismunandi gerðum.

Á sýningunni

Eins manns rusl er annars gull má sjá smáhluti sem hafa borist Byggðasafni Reykjanesbæjar sem heildstæð einkasöfn eða hluti af öðrum gjöfum.

Annað atriði sem þessir smáhlutir eiga sameiginlegt er að þeir voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari í dag. Stór

hluti er merktur fyrirtækjum eða vörumerkjum, enda voru þeir ýmist gefnir, látnir fylgja með öðrum vörum eða seldir vægu verði. Hér gefst því tækifæri til að rifja upp

liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst. Elstu munirnir eru frá

þriðja áratug tuttugustu aldar en þeir yngstu aðeins nokkurra ára eða áratuga gamlir.

Þessir munir eru til sýningar í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa en sýningin var opnuð á Ljósanótt.

Húsfyllir var í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld þegar kór kirkjunnar bauð til U2 messu. Þetta er í annað sinn sem kórinn heldur U2 messu en síðast var hún haldið árið 2011 þegar Sigurður Ingimarsson, Siggi kapteinn, söng messuna með kórnum.

Núna sömdu kórfélagar og kórstjórinn trúarlega texta við lög írsku hljómsveitarinnar U2 og nokkrir af kórfélögunum sungu einnig einsöng. Arnór Vilbergsson, kórstjóri, útsetti lögin og stjórnaði kórnum.

Kór Keflavíkurkirkju til stuðnings

á tónleikunum var hljómsveitin

„Sláinte“ sem er skipuð þeim Arnóri

B. Vilbergssyni á hljómborð, Sólmundi Friðrikssyni á bassa, Þorvaldi

Halldórssyni á trommur og Þorvarði Ólafssyni á gítar.

Kór Keflavíkur stefnir á að fara til Írlands sumarið 2024 með U2 tónleikana. Kórinn falast eftir frjálsum framlögum í ferðasjóðinn en reikningsnúmerið er 0121-05-403612, kt. 530279-0309. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má nálgast upptöku frá tónleikunum í góðum HD-gæðum.

Listasafn Reykjanesbæjar fékk 100 verk úr safni Aðalsteins Ingólfssonar

Listasafn Reykjanesbæjar hlaut í sumar veglega gjöf listaverka úr einkasafni listfræðingsins Aðalsteins Ingólfssonar sem var afhent mánudaginn 12. júní 2023. Aðalsteinn hefur starfað með listasafninu allt frá árinu 2004. Hann var helsti ráðgjafi Valgerðar Guðmundsdóttur, fyrrum forstöðumanns safnsins, sat í listráði til ársins 2020 og sýningarstýrði fjölda sýninga. Árið 2022 var Aðalsteinn verðlaunahafi Súlunnar fyrir

framlag sitt til uppbyggingar og eflingar Listasafns Reykjanesbæjar. Gjöfin telur hátt í 100 verk og samanstendur helst af grafíkverkum, teikningum, samklippi og nokkrum skúlptúrum en nánari yfirferð og útlistun á eftir að fara fram. Má þar meðal annars finna verk eftir Erró, Dieter Roth, Hrein Friðfinnsson, Magnús Kjartansson, Braga Ásgeirsson, Sigrid Valtingojer, Ian Hamilton Finlay, Pál frá Húsafelli o.fl.

Aðalsteinn Ingólfsson hlaut Súluna árið 2022 fyrir framlag sitt til uppbyggingar og eflingar Listasafns Reykjanesbæjar.

4 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

Nýr og rúmbetri töskusalur í flugstöðinni

Nýr og rúmbetri töskusalur beið þeirra farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar og miðar að því að bæta aðstöðu fyrir farþega og upplifun þeirra.

HS Orka kaupir Fjarðarárvirkjanir

HS Orka hf. hefur samið við Kjöl fjárfestingarfélag ehf. um kaup á félaginu Íslensk Orkuvirkjun

Seyðisfirði ehf. Félagið á og rekur tvær vatnsaflsvirkjanir í

Fjarðará í Seyðisfirði og er uppsett afl þeirra samtals 9,8 MW. Kaupin tryggja HS Orku og viðskiptavinum fyrirtækisins á almennum markaði aðgang að raforku á álagstoppum. Afhending félagsins fór fram þann 31. ágúst 2023 og eru kaupin að stærstum hluta fjármögnuð með eiginfjárframlagi hluthafa HS Orku. HS Orka þekkir rekstur og starfsumhverfi Fjarðarárvirkjana vel en fyrirtækið hefur keypt alla orku og stýrt framleiðslu frá virkjununum frá því að hún hófst árið 2009. Virkjanirnar í Fjarðará eru Bjólfsvirkjun og Gúlsvirkjun. Góð miðlunarlón eru í Heiðarvatni og Þverárlóni á Fjarðarheiði og miðlun úr þeim gerir HS Orku kleift að nýta framleiðslu virkjananna til að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi. Framleiðsla virkjananna er fyrst og fremst hugsuð sem liður í orkusölu til almennra notenda.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir Fjarðarárvirkjanir falla einkar vel að rekstri og ann-

arri raforkuframleiðslu fyrirtækisins: „Virkjanirnar gera okkur kleift að þjóna enn betur viðskiptavinum okkar á hinum almenna markaði. Við þekkjum þessar virkjanir vel og höfum átt afar farsælt samstarf við fyrri eigendur. Það er einnig fagnaðarefni að með kaupunum hefur HS Orka nú fært

út kvíarnar í nýjan landshluta og er fyrirtækinu í mun að falla vel að samfélaginu fyrir austan.“

HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1974 og hefur frá upphafi verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Fyrirtækið er til helminga í eigu Jarðvarma slhf. (félags í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða) og sjóða í stýringu Ancala Partners LLP. HS Orka á og rekur jarðvarmavirkjanirnar

Svartsengi og Reykjanesvirkjun á Reykjanesi, vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum og nú Fjarðarárvirkjanir í Seyðisfirði.

„Hér er hærra til lofts, víðara til veggja og færiböndin eru stærri og afkastameiri. Þannig getum við tekið betur á móti gestum Keflavíkurflugvallar, með betri aðstöðu til að bíða eftir farangrinum en vonandi einnig styttri bið,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun sem gengur út á að bæta aðstöðu og ferðaupplifun farþega og um leið að gera hann samkeppnishæfari. Á næstu árum stígum við fleiri skref í sömu átt.“

Fyrsti áfangi austurálmu

Nýi töskusalurinn á Keflavíkurflugvelli er á jarðhæð í nýrri viðbyggingu við flugstöðina, svokallaðri austurálmu. Í honum eru þrjú stærri og breiðari farangursmóttökubönd en gert er ráð fyrir að síðar geti tvö bönd bæst við. Sam-

hliða því verða farangursböndin í gamla töskusalnum tekin niður en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega.

Nýja viðbyggingin er á þremur hæðum auk kjallara og hófust framkvæmdir um mitt ár 2021. Þá hefur einnig verið tekið í notkun nýtt og afkastameira farangursmóttökukerfi sem staðsett er í

kjallara byggingarinnar. Áætlað er að framkvæmdum við bygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitinga- og biðsvæði á annarri hæð og fjórir nýir landgangar. Austurálman er rúmir tuttugu þúsund fermetrar að stærð en til samanburðar er Laugardalshöll um sautján þúsund fermetrar. Austurálman er 124,5 metrar að lengd, 66 metrar á breidd og 31 metri á hæð.

Með sjálfbærni að leiðarljósi

Við hönnun, efnisval og val á tækni í austurálmu er leitast við að lágmarka kolefnisspor, bæta orkunýtingu og auka hagkvæmni í rekstri í samræmi við stefnu Isavia þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Til að tryggja aðhald mun austurálma fá óháða BREEAMvottun, sem er þekktasta alþjóðlega vottunarkerfið fyrir sjálfbærni framkvæmda.

Atvinna

Ráðgjafi

í Reykjanesbæ

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðila í útibú okkar í Reykjanesbæ til að sinna þjónustu og sölu til viðskiptavina.

Um er að ræða fjölbreytt starf í skemmtilegu starfsumhverfi.

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. Við erum efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og kannanir sýna að starfsánægja hjá okkur er með því mesta sem mælist hérlendis.

Við leitum að einstaklingi með

› menntun sem nýtist við ráðgjöf og þjónustu

› reynslu af ráðgjafar- og söluverkefnum

› mikla færni í mannlegum samskiptum og söluhæfileika

› framúrskarandi þjónustulund og jákvætt hugarfar

› frumkvæði og metnað til að ná árangri

Starfið felur meðal annars í sér

› ráðgjöf og þjónustu vegna trygginga

› sölu og upplýsingagjöf til núverandi og nýrra viðskiptavina

› greiningu á þörfum viðskiptavina og þátttöku í fjölbreyttum þjónustuverkefnum

Nánari upplýsingar veitir Margrét Írena Ágústsdóttir, útibússtjóri: margret.agustsdottir@sjova.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. september nk. Sótt er um starfið á sjova.is/starfsumsoknir

Sjóvá | 440 2000 | Hafnargata 36 | sjova.is

v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 5

Eftirlitsnefnd skoðar atvik á Ljósanótt

Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur til með að skoða atvik sem upp kom á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Þar höfðu lögregluþjónar afskipti af sautján ára pilti sem er dökkur á hörund. Í frétt á mbl.is segir að pilturinn hafi verið nýmættur á hátíðina í góðra vina hópi þegar lögreglan hafði afskipti af honum, að því er virðist að ástæðulausu. Var drengurinn spurður hvort hann væri með vopn eða fíkni efni á sér, var honum ýtt upp við vegg og leitað á honum af bæði lögregluþjónum og fíkniefnahundi, segir í fréttinni.

„Nefnd um eftirlit með lögreglu kemur til með að skoða þetta tilvik. Ég, aftur sem áður, var búinn

að taka ákvörðun um að senda upplýsingar um þessa kvörtun sem birtist í fjöl miðlum, ég hafði tekið ákvörðun um að upplýsa nefndina um þetta,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Úlfar segir ekki hafa komið til tals að víkja lög regluþjón un um tíma bundið úr starfi. Þá kvaðst hann ekki hafa mikl ar áhyggjur af því að atvikið rýri traust almennings til lögreglunnar. Hann tekur þó fram að lögreglan þurfi að vanda sig í sínum störfum.

Tíðari sjávarflóð og landbrot veldur áhyggjum

n Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ með sautján verkefni í sjóvörnum á borði Vegagerðarinnar

Sannfæra íbúa um ágæti sveitarfélagsins

Gunnar Víðir Þrastarson, verkefnastjóri markaðsmála, og Aron Þór Guðmundsson, vefstjóri, funduðu á dögunum með menningar­ og þjónusturáði Reykjanesbæjar þar sem þeir fóru yfir vinnu í þeim málaflokkum sem þeir standa fyrir.

„Það er ljóst að spennandi verkefni eru framundan sem ýtir undir mikla hagkvæmni í starfsemi starfsmanna Reykjanesbæjar og miðlun á jákvæðri ímynd svæðisins. Menningar- og þjónusturáð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjármagn í þessa málaflokka til næstu ára og vísar málinu í fjárhagsáætlunargerð 2024–2027,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

Stefnan er að hefja markvissa markaðssetningu árið 2024 þegar Reykjanesbær heldur upp á 30 ára afmælið. Í samráði við auglýsingastofu/markaðsstofu verður mótað nýtt slagorð/mantra sem vinnur með staðfærslu sveitarfélagsins

„Í Reykjanesbæ setjum við kraft í allt sem við gerum“. Það verður lagt til að sérstök áhersla verði lögð á stoðirnar fjórar sem eru menning, nýsköpun, íþróttir og náttúra.

Þá á að efla innri markaðssetningu bæjarfélagsins og byggja upp betri liðsheild. Styrkja sjálfsmynd og stolt íbúanna og sannfæra þá um ágæti sveitarfélagsins.

Tíðari sjávarflóð og landbrot valda bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ áhyggjum. Á síðustu árum er meira um þessi flóð þar sem stór svæði verða umflotin í sjó og land brotnar. Um helgina gekk sjór víða á land í Suðurnesjabæ með tilheyrandi tjóni. Bærinn Nýlenda á Hvalsnesi varð umflotinn á laugardagskvöld. Tjón varð á golfvellinum við Kirkjuból þar sem stórgrýti skolaði inn á brautir. Við Hafurbjarnarstaði varð talsvert landbrot. Á Garðskaga skolaði mörgum tonnum af þangi og grjóti langt upp á land og sama staða var með ströndinni frá Garðskaga og inn að Gerðabryggju. Á Stafnesi flæddi líka á land og yfir veginn að Stafneshverfinu. Víkurfréttir tóku hús á þeim Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Einari Friðrik Brynjarssyni deildarstjóra umhverfismála til að ræða sjávarflóð og viðbrögð við þeim.

SUÐURNESJABÆR

„Við höfum haft miklar áhyggjur af þessari þróun sem við sjáum að er að eiga sér stað þegar það er háflóð og áhlaðandi vegna veðurs. Nokkur

undanfarin ár erum við að sjá þessi sjávarflóð gerast og það mun ekki draga úr þessu,“ segir Magnús.

– Hvað viljið þið sjá gerast og hvað hafið þið verið að gera? „Vil viljum sjá áætlun til framtíðar og að það sé fyrirbyggjandi hugsun í þessu líka en ekki bara brugðist við þegar eitthvað gerist.

Við eigum öll gögn um ströndina

hjá okkur og getum auðveldlega búið til áætlun fyrir Vegagerðina fyrir næstu tíu eða fimmtán árin. Það hefur verið unnið módel af allri strandlengju Suðurnesjabæjar og við erum eina sveitarfélagið á landinu sem hefur gert þetta. Það var flogið með dróna með allri ströndinni. Allar hæðarlínur eru til staðar og upplýsingar um landbrot. Við getum séð sjóvarnir sem eru til staðar og hvort þær hafi verið að síga. Í módelinu er skráð allt landbrot aftur til ársins 1954 og það má sjá hvernig strandlínan hefur færst

Klifruðu upp í möstur á hvalveiðibátunum

Þá er septembermánuður komin í gang og það þýðir að nýtt fiskveiðiár, fiskveiðiárið 2023–2024, er hafið. Þeir sem fá úthlutaðan kvóta fá örlítið meira núna en fyrir ári síðan út af smávægilegri aukningu á þorskkvótanum, ýsukvótinn var aukinn töluvert og það líka skilar sér til útgerðarmanna.

Annars er ég staddur núna á Bifröst í Borgarfirðinum og hérna er ekki hægt að finna eina einustu tengingu við sjávarútveginn á Suðurnesjum við Bifröst, svo þá þýðir ekkert að spá meira í því.

Ansi skrýtinn dagur því þegar þetta er skrifað tóku tvær stelpur sig til og klifruðu upp í möstur á hvalveiðibátunum tveimur sem liggja í Reykjavíkurhöfn, til þess að mótmæla hvalveiðum.

Ísland telst nú vera sjálfstæð þjóð og mikið um allskonar reglur og lög eru í landinu okkar og hvalveiðar voru leyfðar með reglugerð – en samt koma þessar tvær stelpur og virða ekki reglur og lög Íslands

með að það sé búið að leyfa hvalveiðar.

Þetta er nú orðið ansi hart ef mótmælendur eiga að geta komist upp með það að mótmæla og stöðva það sem er búið að samþykkja með lögum og reglum. Hver er þá tilgangurinn eiginlega með sjálfstæði Íslendinga ef útlendingar geta flogið hingað til lands bara til þess að mótmæla lögum og reglum landsins, eins og t.d. þetta með hvalveiðarnar?

Hvalveiðarnar koma svo sem ekki mikið við sögu gagnvart Suðurnesjunum nema þó að einhverjir hafa unnið við veiðar og vinnslu hvalveiðanna en bátarnir sigla framhjá Garðskagavita og fara djúpt þar út til veiða á hvalnum. Myndin sem fylgir þessum pistli er einmitt tekin af einum hvalbátnum sem var að sigla út á miðin i ansi fallegri kvöldsól en faðir minn, Reynir Sveinsson, tók myndina frá Suðurgarðinum í Sandgerðishöfn – og já, hann var

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

með ansi öfluga myndavél til þess að geta náð bátnum svona.

Nýtt fiskveiðiár, eins og að ofan segir, hafið og það þýðir ýmislegt. Til dæmis að stóru línubátarnir fara á flakk, og þá flestir norður eða austur, og það mun líka þýða ansi mikla fiskflutninga sem eiga sér stað um haustin og þá að mestu fiskur sem er fluttur til vinnslu í Grindavík.

Þetta mun líka þýða að það sem kallað er Bugtarveiðar, sem eru dragnótaveiðar inni í Faxaflóanum, mega hefjast en það eru fimm bátar á dragnót frá Sandgerði og þrír þeirra mega veiða inni í Faxaflóanum. Það eru Siggi Bjarna GK, Benni Sæm GK og Aðalbjörg RE. Maggý VE og Sigurfari GK hafa ekki leyfi til þess því leyfið miðast við báta sem eru styttri en 24 metrar. Það var klippt aðeins framan af stefninu á Sigga Bjarna GK og Benna Sæm GK svo þeir sleppi inn í þetta 24 metra viðmið en Aðalbjörg RE á aftur á móti hátt í 35 ára sögu við veiðar í Bugtinni svokölluðu.

Pínu öðruvísi pistill en vonandi mun hvalveiðibátunum ganga vel við veiðar sínar og kannski eigum við eftir að sjá þá sigla framhjá Garðskaganum eins og pabbi náði að mynda.

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Bærinn Nýlenda á Hvalsnesi var umflotinn sjó á laugardagskvöld.
6 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Hreinsunarstarf í Garði eftir flóðið.

á þessum árum. Við höfum verið í miklu og góðu sambandi við Vegagerðina þar sem við höfum bent á þá staði sem við teljum að þurfi að huga að sérstaklega,“ segir Magnús.

Sautján staðir eða verkefni sem eru brýn

Einar Friðrik hefur lagt mikla vinnu í greiningu á þeim svæðum sem eru í mestri þörf fyrir varnir.

Aðspurður hvar séu heitustu svæðin, segir Einar að þau séu víða í sveitarfélaginu.

„Síðasta haust sendi ég á Vegagerðina lista yfir sautján staði eða verkefni sem eru brýn og væri æskilegt að klára á allra næstu árum. Nokkur þessara verkefna eru inni í samgönguáætlun sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda og fer væntanlega inn í þingið í haust. Sex af þessum sautján verkefnum hafa ratað inn á samgönguáætlun.

Það þýðir það að Vegagerðin metur listann frá okkur sem ekki brýna þörf og þeir hafi aðra skoðun á hlutunum, eða hitt, að það sé ekki til nægt fjármagn. Ég hef ekki fengið almennileg svör við því hvers vegna við fáum ekki öll þessi verkefni inn, því við teljum og

það er okkar mat og við erum með gögn sem eiga að sýna það að það sé brýn þörf,“ segir Einar Friðrik. Suðurnesjabær leggur fram áætlanir og beiðnir til Vegagerðarinnar um ákveðnar lengdir á nauðsynlegum sjóvörnum og að sögn Einars eru þær mjög oft skornar niður og styttar. Þannig eru dæmi

Landbrot

er

núna, að það kemur þetta veður og flóð og flæðir yfir einmitt á þeim stað þar sem við ætluðum að vera búnir að verja í vor,“ segir Magnús.

Varnargarður rofnaði ekki

Við Nýlendu á Hvalsnesi var búið að gera varnargarðinn að hluta til og hann stóðst alveg álagið. „Það er ekki rétt sem kom fram í fréttum að það hafi rofnað sjóvarnagarður.

Flóðið fór yfir náttúrulegan kamb þar sem við höfum verið að vinna í að fá vörn. Ef sá varnargarður hefði verið kominn þarna hefði það breytt miklu með þetta flóð,“ segir Magnús jafnframt.

Sannaði gildi sitt

Í framhaldi af flóðum sem urðu

um að yfirvöld í Suðurnesjabæ hafi beðið um 400 metra varnargarð en aðeins fengið 120 metra samþykkta. Það er víða þannig að þótt svo verkefni séu komin inn á áætlun þá sé aðeins verið að framkvæma lítinn hluta í hverju verki, af því sem yfirvöld í Suðurnesjabæ telja að þurfi til að klára verkefnið.

Framarlega á landsvísu

Einar Friðrik segir að yfirvöld í Suðurnesjabæ séu framarlega á landsvísu og eru eina sveitarfélagið sem hefur látið vinna módel sem sýnir breytingar á strandlengjunni til lengri tíma vegna ágangs sjávar.

„Þetta módel er ný nálgun og við óskuðum eftir að Vegagerðin kæmi með okkur í þessa vinnu en ekki var vilji til þess. Vegagerðin hefur ekki skoðað þetta módel hjá okkur.

Við erum með öll rök á bakvið þau verkefni sem við erum að óska eftir að farið sé í. Einar hefur unnið óhemju vinnu í þessum málum og skilgreint fram og til baka.

Þetta liggur allt á borðinu,“ segir Magnús.

Samþykktar sjóvarnir

við golfvöllinn

Flóðið við golfvöllinn að Kirkjubóli varð á svæði þar sem búið var að fá samþykktar sjóvarnir en framkvæmdinni hafði verið frestað að ósk golfklúbbsins fram á haustið eða þar til golftímabilinu lýkur.

Ráðast átti í varnirnar síðasta vor.

„En þá vill svo til að þetta gerist

Á Garðskaga komu fleiri tonn af þara á land og kastaðist yfir garðinn. „Við vorum búnir að berjast í því að fá garðinn gerðan lengri í suðurátt frá gamla vitanum. Við viljum sjá garðinn á Garðskaga lengri, því sú vörn sem er fyrir hefur sigið og það er nauðsynlegt að bæta hana. Þetta er dæmi um það sem við erum að berjast í. Svo getum við talað um vörnina frá Garðskaga og inn að Nesfiski. Það er nauðsynlegt að halda henni við. Nokkrir kaflar þar voru lagfærðir síðasta vor. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi sjóvörn sé í lagi með ströndinni,“ segir bæjarstjórinn.

árið 2020 í Gerðum í Garði var ráðist í sjóvarnir frá Gerðabryggju og með ströndinni. Sá garður sannaði gildi sitt um helgina, því ef hann hefði ekki verið hefði flætt upp um allt. Sá garður hafði ekki verið á áætlun en var áríðandi viðgerð til að bregðast við aðstæðum. Sama á við um skarð sem lagað var í vor neðan við Jaðar í Garði, það skarð sást vel í módelinu og ef það hefði ekki verið lagað þá má búast við að flætt hafi heim að Jaðri.

Þetta sýnir hvað það er nauðsynlegt að halda vörnum í lagi.

„Við erum búin að gera helling en betur má ef duga skal,“ segir Einar Friðrik og Magnús bætir við: „Það má sjá á þessum lista með sautján verkefnum sem eru

aðkallandi og við teljum mikilvægt að verja. Fjármagn til sjóvarna á landsvísu er ekki nægt. Það þarf töluvert meira fjármagn í samgönguáætlun. Suðurnesjabær er sennilega það sveitarfélag sem hefur gengið hvað harðast fram í að fá verkefni inn á samgönguáætlun og það hefur gengið þokkalega, þó svo við hefðum viljað meira“.

Snörp viðbrögð Sérfræðingur Vegagerðarinnar var í Suðurnesjabæ á mánudaginn og fór með Einari Friðriki á þá staði þar sem flæddi um helgina. „Það voru snörp viðbrögð hjá Vegagerðinni og við eigum almennt mjög gott samstarf við starfsmenn Vegagerðarinnar um málefni sveitarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. „Markmiðið núna er að hraða þessari áætlun sem unnið er eftir og ná henni framar í tíma. Svo liggur fyrir annar listi þegar næst verður farið í endurskoðun á samgönguáætlun haustið 2024. Við berjumst áfram fyrir bættum sjóvörnum í Suðurnesjabæ,“ segir Einar Friðrik Brynjarsson að endingu.

Hjálpræðisherinn leitar að skapandi starfsmanni

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ auglýsir eftir skapandi starfsmanni til að halda utan um virkniverkefnið Virkið á Ásbrú.

Viðkomandi einstaklingur þarf að búa yfir

4 Íslensku-

Túnið við Nýlendu undir sjó og brimskaflarnir fyrir utan sjávarkambinn vel sýnilegir. Nýjar sjóvarnir í Gerðum sönnuðu gildi sitt um helgina. Þarna voru mikil sjávarflóð 2020. við Hafurbjarnarstaði mjög sýnilegt eftir sjógang helgarinnar. Mynd: Gylfi Jón Stórgrýti á golfvellinum að Kirkjubóli. Mynd: GSG Sjór flæðir inn á Kirkjubólsvöll milli Sandgerðis og Garðs. Mynd: GSG Húsið Steintún á Stafnesi sendur töluvert langt frá sjónum en þangað flæddi á laugardagskvöld. Mörg tonn af þangi komu á land á Garðskaga.
og enskukunnáttu 4 Sköpunargleði
Kunnáttu á saumavélar
Getu til að miðla þekkingu 4 Getu til að vinna með fjölbreyttum hópi fólks 4 Heiðarleika 4 Fordómaleysi Vinnutími er frá kl. 8-14 (80%). Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á island@herinn.is Allar nánari upplýsingar gefur Ester Ellen Nelson á esterellen@herinn.is
felast aðallega í endurhönnun fatnaðar (redesign), virkjun einstaklinga sem hafa verið utan vinnumarkaðar um stund, samskiptum við samstarfsaðila og annað starfsfólk Hjálpræðishersins. v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 7
4
4
Verkefnin

Takk fyrir frábæra Ljósanótt!

Við skipulagningu á fjölskyldu og menningarhátíð fyrir rúmlega 20 þúsund manna bæjarfélag og nokkur þúsund gesti til viðbótar er í mörg horn að líta svo allt gangi upp. Margir mánuðir fara í undirbúning Ljósanætur ekki bara hjá starfsfólki Reykjanesbæjar heldur einnig fjölda annarra þátttakenda sem gæða hátíðina lífi.

Það voru því margir sem héldu niður í sér andanum í síðustu viku þegar þeir skoðuðu veðurspánna á klukkutíma fresti og ljóst varð að veðurguðirnir yrðu ekki með okkur í liði. Þrátt fyrir hressilegt rok og stöku rigninga dembur er aðdáunarvert hvernig allir fóru inn í helgina með jákvæðni að leiðarljósi og staðráðnir í að láta veðrið ekki skemma fyrir að bæjarhátíðin

okkar yrði að veruleika. Plan A, B og í sumum tilfellum C gekk vonum framar og undantekningarlaust hefur fólk

komið að máli við mig og rætt hversu vel hefur tekist til.

Fjöldi fólks kemur að því að láta Ljósanótt verða að veruleika og eiga margir þakkir skildar fyrir þeirra framlag og útsjónarsemi við að leika á veðurguðina. Fyrir hönd Reykjanesbæjar vil ég þakka starfsfólki sveitarfélagsins, viðbragðsaðilum, rekstraraðilum, félagasamtökum, listafólki, viðburðahöldurum og öllum styrktaraðilum kærlega fyrir þeirra framlag. Síðast en ekki síst vil ég þakka ykkur íbúum og gestum sem fjölmenntuð á ótal viðburði alla helgina með bros á vör. Án ykkar væri engin Ljósanótt.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.

Nemendur í 3. og 7. bekkjum grunnskólanna á Suðurnesjum tóku þátt í setningarathöfn Ljósanætur. Fjölmennt var við opnun listviðburða í Duus Safnahúsum. Frá sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar. Sigga og Grétar í Stjórninni skemmtu gestum á kjötsúpukvöldi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Midnight Librarian hélt uppi stuði á föstudagskvöldinu þó utan dyra væri hávaða rok. Skólamatur hefur boðið upp á kjötsúpu á Ljósanótt í fjölmörg Söngsveitin Víkingar söng í Gryfjunni í Duus Safnahúsum.
8 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Við stóra sviðið eftir árgangagönguna.

fjölmörg ár.

Fimmtug á árinu, árgangur 1973, voru í heiðurssæti í árgangagöngunni.

Sjötugur Karlakór Keflavíkur söng í Bíósal Duus.

Það voru mun færri fornbílar á ferðinni í ár.

Árgangagangan liðast niður Hafnargötuna.

Frá flugeldasýningu Ljósanætur sem þótti takast vel.

Heimsmeistaradans frá Danskompaní á stóra sviðinu.

Íslenska sveitin í jeppum og dráttarvélum.

Írafár hefur engu gleymt.

Safnahúsum. Þrátt fyrir óspennandi veður var mikið fjör við stóra sviðið í miðbænum á laugardagskvöldið.

Ljósmyndir frá Ljósanótt:

Páll Ketilsson

Hilmar Bragi Bárðarson

Jóhann Páll Kristbjörnsson

Bárður Sindri Hilmarsson

Omar Ricardo Rondon Guerrero

v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 9

Gylfi og Þormar eru pizzakóngarnir í Grindavík

Maðurinn á hinni hliðinni

Máni Arnarson er sautján ára og er á rafvirkjabraut í FS. Máni er mikill bílakarl og félagsvera og er hans helsta áhugamál bílar og að vera í félagslífi, enda finnst honum félagslíf FS galið gott! Máni er FSingur vikunnar.

Hvað ert þú gamall? Sautján ára (2006).

Hugmyndin fæddist á meðan beðið var eftir pizzu. Vantar hótel í Grindavík svo alvöru ferðamannaiðnaður geti þrifist.

„Eigum við að opna pizzustað?“ Þessi spurning Gylfa Ísleifssonar til Þormars Ómarssonar, vinar síns, var upphafið af ævintýri þeirra árið 2013 en þá byrjuðu þeir að baka og selja pizzur í Grindavík. Þeim óx ásmegin og enduðu á að kaupa annan pizzastað í Grindavík. Fyrsta ferðamannabylgjan í kjölfar Eyjafjallagossins var nýskollin á og vinirnir hafa svo sannarlega orðið varir við ferðamenn síðan árið 2021 þegar eldgosin hófust í bakgarði Grindavíkur. Gylfi, sem hafði unnið hina og þessa verkamannavinnu fram að þessu, fór yfir hvernig kom til þessa símtals árið 2013. „Hjá minni fjölskyldu var regla að borða pizzu á föstudagskvöldum. Þegar ég hringdi og pantaði var mér sagt að biðin væri 40 mínútur og þegar ég kom þurfti ég að bíða í aðrar 40 mínútur. Á meðan ég beið í röðinni hringdi ég í Þormar og spurði hvort við ættum ekki bara að stofna pizzastað. Ég þóttist vita að það væri hægt að gera þetta betur. Þormar, sem hafði áður rekið pizzastað í Grindavík, nánast skellti á mig en við höfum verið vinir síðan við unnum saman við löndun í Grindavík, spiluðum snóker og lyftum lóðum saman. Þormar hugsaði þetta greinilega eitthvað og fyrr en varði vorum við komnir í húsnæðið sem áður hýsti sjoppuna Báruna. Við ákváðum að taka slaginn, unnum okkar dagvinnu til klukkan fimm, mættum svo og bökuðum og seldum pizzur.

Þormar var búinn að læra pizzafræðin en ég nýttist nú ekki í meira en að vera pizzasendill til að byrja með en svo lærði ég auðvitað að baka. Við vorum í Bárunni í eitt ár en fréttum svo af því að Mamma mia pizzur væri til sölu og þá upphófst næsti kafli.“

Aldrei aftur

Þormar hafði rekið pizzastaðinn Mamma mia frá árunum 2004 til 2007 og var harðákveðinn í að fara aldrei aftur út í þann bransa. „Það voru þau Stefán Kristjánsson og Sandra Antonsdóttir, sem nú eiga útgerðarfélagið Einhamar, sem byrjuðu með pizzastaðinn Mamma mia. Þau ráku staðinn þar sem hannyrðabúðin Rún var en Aðal-braut er með allt það húsnæði núna. Ég keypti staðinn af þeim og flutti hann fljótlega í núverandi húsnæði á Hafnargötunni

en þar hafði verslunin Bláfell verið.

Það voru nokkur ár liðin síðan Bláfell hafði lagt upp laupana og húsnæðið var illa farið svo ég þurfti að taka það mikið í gegn. Endurbæturnar tókust vel og ég rak staðinn til ársins 2007 en þá var ég búinn að fá nóg og fór að gera annað.

Þess vegna má spyrja sig hvernig mér datt í hug að fara út í þetta ævintýri með Gylfa vini mínum en hér er ég ennþá, tæpum tíu árum seinna. Ég veit ekki hvað heldur í mig, þetta hefur verið mikil vinna og hún fer að mestu fram á öfugu róli miðað við alla aðra, fólk kaupir mest pizzur á kvöldin og um helgar þegar það er í fríi. Eitthvað er greinilega heillandi við þetta samt, annars væri ég líklega búinn að stimpla mig út. Við Gylfi erum líka farnir að geta tekið okkur frí en við vorum hérna nánast öll kvöld og helgar fyrstu árin. Andinn og mórallinn hefur alltaf verið góður hér á vinnustaðnum, það hefur kannski haldið hvað mest í mann, það hefur verið gaman í vinnunni.“

Eyjafjallagosið og

eldgosin við Grindavík

Vinirnir nutu góðs af ferðamannabylgjunni sem hófst í kjölfar Eyjafjallagossins, Gylfi tók aftur til máls. „Þegar við byrjuðum árið 2013 var fjöldi erlendra ferðamanna farinn að aukast þó svo að þeir væru ekki allir að skila sér til Grindavíkur. Bakbeinið í okkar rekstri hefur alltaf verið heimafólkið. Þegar við færðum okkur

úr Bárunni árið 2015 hættum við báðir í dagvinnunni og einbeittum okkur að Papas. Fljótlega lengdum við opnunartímann og stækkuðum matseðilinn, fórum úr því að bjóða eingöngu upp á pizzur í að vera með fjölbreyttan fjölskyldumatseðil. Reksturinn gengur vel í dag en við getum og viljum auðvitað fá fleiri kúnna en í leiðinni viljum við

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

gera hlutina vel. Þegar fyrsta eldgosið skall á, en þá var Covid líka í gangi, fylltist bærinn og við vorum með biðröð nánast út á götu, það var kannski of mikið,“ segir Gylfi. Þormar kom inn á hvað hann telur vanta fyrir ferðamannaiðnaðinn í Grindavík og hvernig hann sér Papas pizzur eftir þrjú ár. „Það sem Grindavík tilfinnanlega vantar, til að hér geti þrifist alvöru ferðamannaiðnaður, er hótel. Þegar ég byrjaði í þessum bransa árið 2004 sást varla erlendur ferðamaður. Þeim fór að fjölga eftir Eyjafjallagosið og þeim hefur auðvitað fjölgað mjög mikið eftir að fyrst gaus við Grindavík árið 2021. Þessir ferðamenn eru bara hér yfir daginn, eru síðan farnir í höfuðborgina þar sem þeir gista. Við fundum mun þegar Geo hótel opnaði á sínum tíma og það er sorglegt að ekki sé hér almennilegt hótel því Grindavík hefur alla burði til að verða mjög öflugur ferðamannabær. Við erum stutt frá Bláa lóninu sem er vinsælasti ferðamannastaður landsins, það er sorglegt að það skili sér ekki fleiri þaðan inn í bæinn. Við höfum reynt okkar í gegnum tíðina, vildum m.a. setja upp skilti við afleggjarann að Bláa lóninu þannig að þegar fólk kæmi til baka úr lóninu myndi blasa við skilti sem vísaði á hafnarbæinn Grindavík, bæ sem býr yfir mikilli sögu. Okkur fannst við tala fyrir daufum eyrum þeirra sem ráða ríkjum hjá Grindavíkurbæ. Grindavík hefur upp á ótal margt að bjóða, t.d. er Hópsneshringurinn stútfullur af sögu skipsstranda og með því að gera meira út á hann gæti Grindavík orðið mjög aðlaðandi. Það þarf ekki svo mikið að gera til að Grindavík geti tillt sér á stall með vinsælustu ferðamannastöðum landsins en þá þurfa bæjaryfirvöld og við sem erum að vinna í ferðamannaiðnaðinum að vinna betur saman.

Hvar Papas pizzur verða eftir þrjú ár er erfitt að segja til um. Eins og Gylfi minntist á, gengur reksturinn vel en við erum ekki að fara stækka staðinn eða færa út kvíarnar. Enginn veit þó hvað framtíðin ber í skauti sér, við sjáum bara til,“ sagði Þormar að lokum.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Íris Péturs, dönskukennari.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í Fs? Félagslífið.

Hver er helsti kosturinn við Fs? Busar.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Galið gott.

Hvaða Fs-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Nadir Simon, framtíðar TikTok-stjarna.

Hver er fyndnastur í skólanum? Helgi Leó.

Hvað hræðist þú mest? Fólkið sem vinnur á Subway.

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Máni Arnarson

Aldur: 17

Námsbraut: Rafvirkjabraut

Áhugamál: Bílar

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: 07 kalt 05.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? MY EYES með Travis Scott.

Hver er þinn helsti kostur? Fyndinn.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Instagram og Snap.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Frægur producer eins og Kári Sæbjörn.

Hver er þinn stærsti draumur? Að eiga Subway.

ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Guð, því ég er maðurinn á hinni hliðinni.

Almennilegur og góður í mörgum íþróttum

Stefán Máni Stefánsson er fimmtán ára og í tíunda bekk í Akurskóla. Stefán er mikill skemmtikraftur og hefur hann gríðarlega mikinn áhuga á öllu tengu félagsstörfum og MMA. Stefán er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mikki því hann verður uppistandari.

skemmtilegasta saga úr skólanum: Garðar bjó kjallaranum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Búkolla með Ladda.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Örugglega bara gott pasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Algjör Sveppa-myndirnar.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mikka, kærustuna mína og bát með bensíni.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er almennilegur og góður í mörgum íþróttum.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Stefán Máni

Stefánsson

Aldur: 15 ára

Skóli: Akurskóla

Bekkur: 10.

Áhugamál: MMA og

félagsstörf

ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Þá væri það gáfur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Bara vera næs við alla.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla í FS að læra en er ekki viss hvað. ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Nett flippaður.

10 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

Epoxy gólf farið að ryðja sér til rúms á heimilum

VATNSHELT OG SLITSTERKT. VERKEFNASTAÐAN GÓÐ. VANTAR MEIRI MANNSKAP.

„Okkur vantar eiginlega fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að geta sinnt þeim verkefnum sem okkur bjóðast,“ segja feðgarnir Hreinn Líndal Jóhannsson, Torfi Már og Hreinn Líndal Hreinssynir en þeir eiga fyrirtækið Epoxy gólf sem hefur verið starfrækt síðan 2010. Hreinn er frá Bolungarvík en settist að í Njarðvík þegar hann var níu ára gamall og hefur verið í epoxýbransanum í langan tíma. Bræðurnir ætluðu ekki að feta slóð föðurins, Torfi er menntaður fjármálaverkfræðingur og Hreinn er rafvirki en þar sem pabbinn sá ekki fram úr verkefnunum ákváðu bræðurnir að koma inn í reksturinn.

Epoxy er orð sem fólk gæti tengt við lím, málningu og gólfefni. Efnið ruddi sér til rúms hér á Íslandi fyrir tæpum fimmtíu árum síðan en var fundið upp árið 1934 af þýskum efnafræðingi. Það sem aðgreinir epoxý frá öðrum efnum er helst hversu vatnshelt og slitsterkt það er. Torfi og Hreinn fóru yfir sögu föður þeirra í epoxýbransanum, hvað greini epoxý frá öðrum efnum og hvernig staða fyrirtækisins er í dag.

„Pabbi fór að vinna við þetta fyrir rúmum fjörutíu árum síðan og stofnaði sitt eigið fyrirtæki nokkrum árum síðar með öðrum aðila. Eftir að hafa farið út úr því, stofnað annað fyrirtæki sem var í Hafnarfirði, ákvað hann að fara út úr því og gera þetta sjálfur. Hann stofnaði því Epoxy gólf árið 2010, við bræðurnir komum síðan inn í það með honum og í dag eigum við fyrirtækið saman.

„Okkar iðn fellur í raun á milli þess að vera múrari og málari, það er ekki hægt að fara í skóla og læra þessa iðn og því þarf sá sem vill læra þetta að ráða sig í vinnu hjá slíku fyrirtæki og læra iðnina þannig.“

Vatnshelt og slitsterkt

Við gerum meira en bara leggja klassísk epoxýgólf, erum með fleiri efni og getum boðið upp á annað útlit en hið klassíska iðnaðargólf.

Það er alltaf að verða algengara að fólk hafi gólfin heima hjá sér í epoxý en mest er efnið notað þar sem votrými er því það sem sker epoxý frá öðrum efnum er hve vatnshelt og slitsterkt efnið er. Í reglugerðum í matvælavinnslu er kveðið á um að gólf þurfi að vera samskeytalaus svo bakteríur geti ekki komið sér fyrir, þess vegna hentar epoxýgólf mjög vel og því eru nánast allar matvælavinnslur með slík gólf. Við erum mikið að vinna fyrir útgerðarfyrirtækin og erum farin að setja svona gólf í skipin líka. Við erum einnig með pólýúretanlausnir sem heita Deco Line og eru framleiddar af Quartzline í Hollandi. DecoLine-

DecoLine-gólfefnin

ættu að vera á öllum heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum og víðar, þá væru mygluvandamál ekki eins algeng því efnið er myglufrítt ...

gólfefnin ættu að vera á öllum heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum og víðar, þá væru mygluvandamál ekki eins algeng því efnið er myglufrítt.“

Vantar fleiri klukkustundir

Verkefnastaðan hjá feðgunum er þannig að þá vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn. „Mest okkar vinna fer fram á höfuðborgarsvæðinu, líklega 70–80%. Við erum með fimm manns í vinnu, erum því alls átta og þurfum í raun að bæta við okkur mannskap. Við höfum verið að auglýsa en fáum engin svör, þeir sem kunna þessa iðn eru einfaldlega að gera þetta sjálfir. Það er mikið að gera hjá öllum iðnaðarmönnum í dag og erfitt að fá góða menn. Okkar iðn fellur í raun á milli þess að vera múrari og málari, það er ekki hægt

að fara í skóla og læra þessa iðn og því þarf sá sem vill læra þetta að ráða sig í vinnu hjá slíku fyrirtæki og læra iðnina þannig. Við tökum ekki fleiri verkefni að okkur en við ráðum við og flestir eru tilbúnir að bíða eftir því að við getum tekið verkefnið að okkur. Það skeikar venjulega ekki meira en einum degi á fyrirfram ákveðnum degi, þar til við getum hafið viðkomandi verk. Fólk kann að meta það en auðvitað fer það orð af iðnaðarmanninum að hann mæti ekki á tilsettum tíma. Fyrir því geta samt verið svo margar ástæður, smiðurinn getur t.d. ekki byrjað fyrr en píparinn er búinn með sitt og svo koll af kolli. Það kemur alveg fyrir að við lendum í slíku líka en þá reynum við að hoppa í önnur minni verk á meðan. Lágmarkstími á okkar verkefni er venjulega þrír dagar, efnið þarf að þorna og allt eftir

stærð verkefnis, getur það tekið nokkrar vikur en mest höfum við verið tæpar tvær vikur með eitt verk. Með framtíð fyrirtækisins er það að segja að við sjáum ekki fram úr verkefnum eins og sakir standa en okkur grunar að sóknarfærin liggi inni á heimilum því eins og áður kom fram, það er alltaf að verða vinsælla að leggja epoxý, Microcement eða DecoLine hjá fólki. Við bjóðum upp á góða þjónustu, hjálpum fólki að velja sitt útlit og gætum í raun gert mun meira á því sviði en á meðan við höfum nóg að gera, kvörtum við ekki,“ sögðu bræðurnir í lokin.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 11
Hreinn Líndal Jóhannsson með syni sína sér við hlið, Hrein Lyngdal sér á hægri hönd og Torfa Má vinstra megin.

Hvar eiga börnin á Vatnsnesi að sækja skóla?

„Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar áhyggjur sínar varðandi það mikla byggingarmagn sem áætlað er á Vatnsnesinu. Áður en ákvörðun um þessa miklu þéttingu byggðar er tekin væri rétt að skoða hvar börn í því hverfi eigi að sækja grunnskóla, hvar leikskóli eigi að byggjast upp, hvernig umferðamálum verði háttað og hvernig aðrir innviðir bera þessa aukningu á svæðinu, svo ekki sé talað um sjónræn áhrif sem

Sigursetrið – þar sem lítil skref eru stórir sigrar

þessi fjöldi stórhýsa hefur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að framangreind mál verði skoðuð vel áður en farið verður af stað í áætlaðar framkvæmdir.“

Þetta kemur fram í bókun sem Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokki, lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 22. ágúst síðastliðinn.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA ÓSK GUÐJÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur

lést á Hrafnistu, Hafnarfirði aðfaranótt 23. ágúst. Útförin verður gerð frá Seljakirkju 8. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kristniboðssambandið.

Kolbrún Ögmundsdóttir Jón Þór Eyjólfsson

G. Hafsteinn Ögmundsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Auður Elín Ögmundsdóttir Ívar Sigurbergsson

Sigrún Ögmundsdóttir Ásgeir Sigurðsson

Ögmundur Máni Ögmundss. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Háaleitisskóli - Umsjónarkennari á miðstig

Háleitisskóli - Kennari í Friðheima

Myllubakkaskóli - Kennari á miðstig

Myllubakkaskóli - Starfsmenn skóla

Stapaskóli - Kennari á yngsta stig

Velferðarsvið - Starfsmenn í íbúðakjarna, Stapavellir

Velferðarsvið - Sérfræðingar í ráðgjafar- og virkniteymi

Viltu starfa fyrir Reykjanesbæ? - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Sigursetrið er ráðgjafafyrirtæki starfandi á Suðurnesjum sem býður upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðuð úrræði fyrir börn, unglinga og ungmenni sem glíma við vanda á eftirfarandi sviðum; námslegan, hegðunarlegan, tilfinningalegan og/eða félagslegan vanda. Hvort sem birtingamynd vandans er heima fyrir, í skóla eða íþrótta/ tómstundastarfi þá bjóðum við upp á heildræna þjónustu í nálgun á vanda. Ráðgjafar okkar mæta fjölskyldum og einstaklingum í þeirra umhverfi og aðstæðum. Við útbúum aðgerðaráætlun með markmiðum, úrræðum, lesefni, fræðslu og fleira. Markmið okkar er valdefling. Við notumst við gagnreyndar aðferðir og veitum okkar skjólstæðingum fjölbreytt verkfæri sem þeir geta notað í vegferð sinni að betri líðan.

Árs starfsafmæli

Þann 1. september s.l. fögnuðum við eins árs starfsafmæli Sigursetursins. Á þessu fyrsta ári höfum við veitt foreldrum og forráðamönnum ráðgjöf, tekið að okkur verkefni fyrir Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Grindavík. Veitt börnum, unglingum og ungmennum átján ára og eldri ráðgjöf og kennslu í verklegum þáttum. Ásamt því að bjóða upp á aðstoð vegna námslegra þátta; heimanámsþjálfun og einkakennslu. Eins höfum við verið með fyrirlestra og fræðslu fyrir starfsfólk.

Á fyrsta starfsári okkar sóttum við um tvo styrki. Annars vegar fyrir þróunarvinnu, til þess að þróa úrræðin okkar og aðferðir og gera þau aðgengilegri fyrir skjólstæðinga okkar, og hins vegar fyrir markaðssetningu, til þess að auglýsa fyrirtækið og koma okkur á framfæri. Hvorugan styrkinn fengum við. Þrátt fyrir það höfum við haldið áfram tvíefldar. Víða erlendis hefur samskonar þjónusta verið lengi við lýði. Við trúum því að það verði meiri eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem við veitum

Fer næst því að klára byggingarheimildir á svæðinu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillögu að breytingu að deiliskipulagi á lóð Verne Global að Valhallarbraut 868 á Ásbrú til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Með deiliskipulagstillögunni, dagsettri 15. maí 2023, er skipulagið uppfært og afmörkun breytt. Skipulagssvæðið stækkar til austurs svo heildarskipulagssvæðið fer úr 13,0 ha í 16,16 ha. Aðkomu að lóð er breytt og lega Þjóðbrautar, sem er utan skipulagssvæðis en innan skipulagssvæðis Isavia, breytist.

Smiðir óskast

Byggingarfyrirtækið HH smíði óskar eftir að ráða til starfa smiði sem geta starfað sjálfstætt við fjölbreytt verkefni. Öll almenn smíði. Þurfa að geta hafið störf fljótlega. Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá/upplýsingar á netfangið hlynur.hhsmidi@simnet.is

þegar fram líða stundir, enda höfum við báðar það orð á okkur að vera stundum á undan okkar samtíð í nálgun okkar í skólastarfinu.

Það er þörf á fleiri og fjölbreyttari úrræðum

Við erum tvær konur, Anna og Jóhanna, sem höfum starfað í skólakerfinu í áratugi. Okkur þótti vera gríðarleg þörf á úrræðum og fyrir heildræna nálgun af þessu tagi hér á Suðurnesjum og þess vegna stofnuðum við Sigursetrið. Sem starfandi kennarar vorum við báðar oft komnar í mjög fjölbreytt hlutverk: Eins og að leiðbeina foreldrum og forráðamönnum í uppeldishlutverki sínu, takast á við mikinn hegðunarvanda með inngripum og markvissri eftirfylgni í skólastofunni, veita öfluga fræðslu um tilfinningalega líðan og andfélagslega hegðun, ásamt mörgu öðru sem hafði ekkert með almenna kennslu að gera heldur allt með almenna vellíðan og geðheilbrigði að gera. Með hverju árinu sem við vorum í kennslu fundum við fyrir aukinni þörf á sérhæfðari þekkingu og fagmennsku í starfi okkar sem náði út fyrir kennslufræðileg úrræði og menntun okkar sem grunnskólakennarar. Við mættum þeirri þörf með því að nýta endurmenntun okkar í starfi og gera okkur að meiri sérfræðingum til þess að takast á við flóknari og fjölbreyttari vanda barna sem birtust okkur í starfi og í leik. Anna bætti við sig sérhæfingu frá Ráðgjafar- og greiningarstöð sem felur í sér snemmtæka íhlutun þegar kemur að einhverfu barna og ungmenna. Eins lagði hún leið sína til Svíþjóðar þar sem hún menntaði sig sem afbrotasálfræðingur og starfar hjá Sigursetrinu sem ráðgefandi sálfræðingur. Ráðgefandi sálfræðingar veita ráðgjöf og kennslu í verklegum þáttum. Þeir starfa á gólfinu, í raunaðstæðum skjólstæðinga sinna og leiðbeina þeim og öðrum sem eru í aðstæð-

unum hvernig eigi að bregðast við og takast á við þær aðstæður sem koma upp hverju sinni. Þar getur átt við hegðunarvanda, samskiptavanda, kvíða og fleira. Anna hefur langa og mikla reynslu af störfum tengdum hegðunarvanda og sérkennslu. Jóhanna hefur sérhæft sig í að veita sértæk kennsluúrræði og námstækni. Hún er lagin við það að finna lausnir og aðrar nálganir með nemendum sem glíma við einhvers konar námsörðugleika og eiga erfitt með að tileinka sér lestur og nám. Eins hefur hún leiðbeint foreldrum í heimanámsþjálfun barna sinna og veitt fræðslu um lesblindu og áhrif hennar á líðan barna í námi, sem dæmi má nefna lágt sjálfsmat og kvíða. Jóhanna lauk nýverið náminu Farsæld barna sem er hluti af innleiðingu nýrra laga um samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna.

Lítill fjársjóður sem fáir vita af Sigursetrið býður upp á þjónustu fyrir fjölskyldur, einstaklinga og sveitarfélög. Sérstaða Sigursetursins er sérfræðiþekking og áratuga reynsla okkar í að vinna með börnum og ungmennum sem glíma við sértækan og fjölþættan vanda. Við veitum persónulega þjónustu sem miðast við uppbyggingu einstaklinga til framtíðar. Það má segja að við séum falinn fjársjóður sem fáir vita af ennþá og höfum getað brugðist við nær samstundis þegar við fáum verkefni.

Anna D. Hermannsdóttir og Jóhanna Helgadóttir, eigendur Sigursetursins www.sigursetrid.com/

Hafnar aftur erindi um

íbúð að Hafnargötu 23

Þar sem tillagan fer næst því að klára byggingarheimildir á svæðinu þarf að breyta aðalskipulagi og auka byggingarheimildir áður en frekari skipulagsáætlanir á svæðinu verða teknar fyrir. Deiliskipulagið var auglýst og ábending barst frá Landsneti varðandi strenglagnir og hefur skipulagsuppdrætti verið breytt til samræmis.

Jakob Ingi Jakobsson, f.h. Eignakaupa ehf., kærði þá ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 6. desember 2022 að hafna erindi kæranda um leyfi til að breyta verslunarrými að Hafnargötu 23 í Keflavík að hluta til í íbúð og ákvörðun bæjarstjórnar frá 7. febrúar 2023 um að staðfesta þá ákvörðun. Úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála felldi ákvörðun bæjarstjórnar úr gildi og skal umsókn um að breyta verslunarrými að Hafnargötu 23 að hluta til í íbúð tekin fyrir að nýju.

Í nýrri afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá

1. september segir:

„Verslunarrými Hafnargötu 23 er hluti af húsaröðinni austan megin við götuna sem samanstanda af Hafnargötu 15, 17, 19, 21, 23 og

25. Saman mynda þessir reitir kjarna verslunar og þjónustuhluta

ásamt húsaröðinni vestan megin, Hafnargötu 20, 22, 24 og 26, sem þegar hefur verið deiliskipulögð með þarfir verslunar á jarðhæð í huga. Mikilvægt er að til þess að halda verslun og þjónustu sem lífvænlegum möguleika í götunni,

að skipulag sé skoðað heildstætt. Það varðar almannahagsmuni hvernig verslun þróast við götuna þess vegna skv. gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar er eðlileg málsmeðferð að unnið sé deiliskipulag þar sem tekið er á slíkum þáttum. skv. 2. mgr, 37. gr skipulagslaga skal deiliskipulag jafnan miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu. Unnið er að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu. Breytingar innan einstakra lóða verða ekki teknar til greina á meðan á þeirri vinnu stendur. Umhverfisog skipulagsráð hafnar erindinu.“

Tölvumynd af mögulegum byggingum á Vatnsnesi.
NÝIR
12 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Hafnargata 23 í Keflavík.
ÞÆTTIR ERU Á LEIÐ Í LOFTIÐ ...

Þjálfari fatlaðra nýtir reynslu sína

í leikskólastarfi

„Ég sá unga stúlku með hreyfihömlun og var viss um að með því að koma henni í skipulagða hreyfingu myndi hún ná jafnöldrum sínum,“ segir Ásta Katrín Helgadóttir sem vinnur í dag sem íþróttakennari á leikskólastigi. Hún hefur margoft farið á Heimsleika Special Olympics, nú síðast í sumar þegar leikarnir voru haldnir í Berlín í Þýskalandi.

Ásta hefur búið í Reykjanesbæ síðan árið 2003 og unnið í Heilsuleikskólanum Skógarási frá árinu 2013. Hún hefur alltaf verið mikið fyrir íþróttir, stundaði þær af kappi þegar hún var yngri og æfir í dag Hyrox, sem er ný tegund þrekíþróttar en hún og stöllur hennar í Fimm fræknum tóku þátt í heimsmeistaramóti í Manchester í maí á þessu ári. Ásta hefur þjálfað ýmsar íþróttagreinar í gegnum tíðina, m.a. frjálsar íþróttir, bæði fatlaðra og ófatlaðra, og út frá þjálfun fatlaðra leiddist hún inn í starf Íþróttasambands fatlaðra og situr í stjórn sambandsins í dag. Hún hefur oft farið erlendis sem þjálfari fatlaðra og út frá því, og starfi sínu í kringum Special Olympics, hefur hún getað nýtt þá reynslu í vinnunni sem hún stundar í dag, sem íþróttakennari í leikskóla.

Ómetanleg reynsla

Ásta skýrði út hvernig á því stóð að hún leiddist svo mikið inn í íþróttastarf fatlaðra. „Ég er fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri, byrjaði ung að æfa alls kyns íþróttir og hef alltaf haft mikinn áhuga á þeim. Því lá beinast við að fara í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og ég útskrifaðist þaðan árið 1989. Á þeim tíma bjó ég á Siglufirði og þar bauðst mér að þjálfa, m.a. íþróttafélagið Snerpu, sem er íþróttafélag fyrir fatlaða. Ég þjálfaði boccia og frjálsar íþróttir. Þar með hófst þetta starf mitt með fötluðum og Íþróttasambandi fatlaðra, sem hefur gefið mér ómetanlega reynslu og sýn á lífið.

Árið 1990 fór ég í fyrsta sinn sem þjálfari í frjálsum íþróttum á Evrópuleika Special Olympics í Glasgow og ári síðar fór ég svo á Heimsleikana í St. Paul og Minneapolis í Bandaríkjunum og sá þá hversu ofboðslega stórir leikar þetta eru. Keppnin var stór í Glasgow fannst mér en hún var lítil í samanburði við Heimsleikana.“

Íþróttir fyrir fólk með þroskahömlun

Special Olympics-samtökin voru stofnuð af Kennedy-fjölskyldunni í Bandaríkjunum árið 1968. Markmið þeirra í upphafi var að bjóða upp á íþróttir fyrir fólk með þroskahömlun. Þróunin hefur verið á þann veg að nú er lögð áhersla á að fatlaðir og ófatlaðir æfi og keppi saman, auk þess sem viðmiðið er líka námserfiðleikar.

Þannig hafa skapast tækifæri fyrir stóran hóp iðkenda í gegnum Special Olympics.

Algengt er að Heimsleikum

Special Olympics sé ruglað saman við Paralympics sem eru alltaf haldnir á sama stað og stuttu eftir Ólympíuleika ófatlaðra og eru haldnir. Munurinn á þessum tveimur leikum er talsverður keppnislega séð en báðir leikar eru haldnir á fjögurra ára fresti. Í Paralympics er meiri áhersla lögð á keppnina sjálfa og úrslit hennar. Keppendur þar hafa æft í mörg ár áður en þeir ná að komast á þá leika, þar keppa þeir bestu í heiminum í sínum fötlunarflokki.

Gleðin svífur meira yfir vötnum á Special Olympics, þar er meira um keppendur sem eru með þroskahamlanir og önnur námsfrávik. Ásta hefur margoft farið út sem þjálfari. „Ég hef átta sinnum farið á Heimsleika Special Olympics sem þjálfari í frjálsum íþróttum, síðast núna í sumar í Berlín. Auk þess hef ég fjórum sinnum farið á Evrópuleika Special Olympics og einu sinni hef ég farið á Paralympics, í London árið 2012. Auk þess hef ég farið á fjölmörg önnur mót erlendis með okkar besta fatlaða frjálsíþróttafólki, hef ekki tölu yfir það.

Fljótlega eftir að ég byrjaði að þjálfa fatlaða var óskað eftir því að ég kæmi í frjálsíþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra en hún sér m.a. um mótahald, æfingabúðir og fylgjast með þegar upp kemur ungt og efnilegt, fatlað íþróttafólk, ég er ennþá í þessari nefnd. Ég er íþróttagreinastjóri Special Olympics í frjálsum íþróttum og svo er ég einnig komin í stjórn Íþróttasambands fatlaðra,“ segir Ásta.

YAP leikja- og þjálfunaráætlun fyrir tveggja til sjö ára

Ásta byrjaði að vinna sem leikskólakennari árið 2013 og fljótlega gafst henni tækifæri til að nýta reynslu sína úr þjálfun fatlaðra. „Ég byrjaði að vinna sem venjulegur leikskólakennari í heilsuleikskólanum Háaleiti, sem í dag heitir Skógarás. Þar var u.þ.b þriggja ára stúlka sem var hreyfihömluð. Ég var sannfærð um að með því að koma henni í hreyfingu og setja henni líkamlegar áskoranir, myndi hún ná jafnöldrum sínum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni. Eftir eitt og hálft ár var ekki hægt að greina mun á henni og jafnöldrum hennar. Ég er mjög forvitin að vita um hagi þessarar stelpu í dag en hún flutti erlendis svo ég missti tengslin en ég yrði mjög glöð að frétta hvernig henni gengur í dag. Þessi stúlka er svo skýrt dæmi um ágæti snemmtækrar íhlutunar í hreyfi- og taugaþroska.

Ég sé um alla skipulagða hreyfingu í Skógarási, hún er þannig uppsett að tvisvar sinnum í viku koma börnin í skipulagða hreyfingu og þau börn sem eru með einhverskonar frávik, koma til mín tvisvar sinnum aukalega. Eftir að ég byrjaði að vinna á Skógarási hafði framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, samband við mig og kynnti YAP-efnið fyrir mér. YAP stendur á íslensku fyrir leikja- og þjálfunaráætlun (fyrir tveggja til sjö ára gömul börn). YAP er áætlun sem snýst um að gera hlutina í réttri röð, það er byrjað á stóru grófhreyfingunum og eftir því sem barnið eldist og þroskast, er fínhreyfingum og samhæfingu bætt við. Þetta efni er tæki til að efla alhliða þroska og auka þátttöku barna í gegnum íþróttir og leik. YAP-ið er mjög svipað því sem ég hafði verið að gera hér í Skógarási en ég aðlagaði það mínu starfi.

Ég sá jafnframt hvað þetta efni er frábært fyrir leikskóla. Það er einfalt og það sem er best við það er að það er aðgengilegt á netinu, er ókeypis og búið að setja upp sem kennsluáætlun. Ég hef verið að fara með Önnu Línu í aðra leikskóla og kynna YAP fyrir þeim, hef haldið fyrirlestra úti á landi og vona að aðrir leikskólar muni taka þetta upp,“ segir Ásta.

Munur á börnum í dag Ásta man tímana tvenna þegar kemur að kennslu og þjálfun

Ég er mjög forvitin að vita um hagi þessarar stelpu í dag en hún flutti erlendis svo ég missti tengslin en ég yrði mjög glöð að frétta hvernig henni gengur í dag

barna. „Nemendur sem eru í íþróttafræðinámi við Háskóla Íslands hafa verið að koma til okkar í Skógarás þar sem ég hef verið með fyrirlestur um YAP-ið og mikilvægi þess að byrja snemma með hreyfiþjálfun. Þau hafa síðan fylgst með og tekið þátt í hreyfistund með börnunum. Þeim þykir þetta vera athyglisvert og furða sig á af hverju þetta sé ekki gert í öllum leikskólum.

Ég var líklega um átján ára þegar ég byrjaði fyrst að þjálfa. Það er alveg munur á börnum í dag, hreyfingalega séð. Við lifum á öðruvísi tímum núna, það er mikilvægt að innleiða hreyfingu strax í líf ungra barna til forvarnar því þau hreyfa sig minna í dag. Ég sé það t.d. best þegar við förum í vettvangsferðir með börnin út fyrir malbikið, hvað þau eiga oft erfitt með jafnvægi en hér áður fyrr voru börn meira og minna að leika sér úti á ójöfnu undirlagi. Hreyfing er hluti af námskrá leikskólanna en hvort eftirfylgnin er nægjanleg er spurning. Hjá okkur í Skógarási er fylgst náið með framgangi barnsins allan tímann með heilsubók barnsins og fleiri mælingum. Þannig getum við sýnt svart á hvítu, hvaða gildi þetta hefur. Það er frábær tilfinning að líta yfir hóp sem er að útskrifast og það er erfitt að sjá í hópnum barn sem hafði verið með einhver frávik. Þetta skiptir barnið svo miklu máli félagslega, að það standi jafnfætis jafnöldrum sínum þegar það byrjar í grunnskóla. Það er erfitt að sinna einstaklingnum meira þegar komið er í grunnskóla, stórir hópar og ekki fæst tími eða rými til að sinna þessum einstaklingum þó að kennarar og annað starfsfólk sé allt af vilja gert. Því vona ég að allir leikskólar muni taka YAP upp,“ sagði Ásta að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Með
keppnisfólki í útlöndum.
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 13

sport

Naflaskoðun í kjölfar erfiðleika opnaði augun

„Hvað er árangur?“ spyr Óli Stefán Flóventsson, knattspyrnuþjálfari. Er að þróa leið til uppbyggingar á

íþróttaliði frá a til ö. Hefur verið með hlaðvarp um alkóhólisma.

Óli Stefán er Grindvíkingur sem byrjaði snemma að spila fótbolta og átti farsælan feril sem leikmaður. Snemma á ferlinum fékk hann áhuga á þjálfun og hefur starfað við hana síðan leikmannaferlinum lauk. Eftir að hafa þurft að taka pokann sinn í kjölfarið á erfiðleikum, og farið nokkuð mikið niður andlega, opnuðust þjálfaraaugun upp á gátt og í dag sér Óli Stefán þjálfun talsvert öðruvísi. Segja má að hluti ástæðunnar sé ferðalag Óla í gegnum edrúmennsku en eftir að hafa gengið til liðs við AA samtökin eftir erfiðleikana, hóf Óli hlaðvarp um alkóhólisma sem vakið hefur athygli.

Þjálfunarferill Óla Stefáns hófst árið 2010 þegar hann réði sig sem spilandi þjálfara Sindra á Hornafirði en konan hans er þaðan. Eftir fimm tímabil, þar sem Sindri fór upp um tvær deildir og endaði ofarlega í þriðju efstu deildinni á Íslandi, kom kallið frá Grindavík. Eftir eitt ár sem aðstoðarþjálfari tóku við þrjú ár sem aðalþjálfari Grindavíkur og fór liðið upp í efstu deild á fyrsta árinu, endaði í fimmta sæti árið 2017 og svo í tíunda sæti árið eftir, eftir að hafa verið í fjórða sæti eftir fyrri umferðina. Óli færði sig þá norður og tók við KA, stýrði liðinu í fimmta sæti á sínu fyrsta tímabili árið 2019 en svo fór að síga á ógæfuhliðina.

Óli Stefán skýrði út hvernig fjaraði undan honum og hvernig líf hans tók nýja stefnu. „Allan tímann sem ég þjálfaði í Grindavík og á Akureyri bjó fjölskyldan mín á Hornafirði. Þetta reyndi vissulega á en við ákváðum að svona vildum við hafa hlutina. KA náði sínum besta árangri í langan tíma

fyrra tímabilið mitt en á því seinna skall Covid á og það breytti forsendunum hjá KA mjög mikið.

Ég gat ekki styrkt liðið eins og ég vildi auk þess sem lykilmenn glímdu við meiðsli svo undirbúningstímabilið var mjög erfitt. Það bætti líka ekki úr skák að á einu af mörgum ferðalögum mínum milli Akureyrar og Hornafjarðar lenti ég í snjóflóði í Hvalnesskriðum.

Þar mátti litlu muna að illa færi því flóðið tók bílinn yfir að vegriði þar sem hann stöðvaðist, tveimur metrum lengra væri fall 50 metra þverhnýpt niður í fjöru. Þetta áfall reyndi mikið á mig, ég svaf ekki í nokkra sólarhringa, varð fárveikur í kjölfarið með mikinn hita og náði mér í raun aldrei almennilega á strik eftir þetta. Eftir sex leiki þar sem útkoman var þrjú töp og þrjú jafntefli var ég rekinn og fór heim á Hornafjörð þar sem ég upplifði sumarfrí í fyrsta sinn á ævinni. Ég fór í ansi mikla naflaskoðun þetta sumar, gat horft til baka og sá hvað ég hafði í raun verið að nálgast

þjálfunina á röngum forsendum. Ég kláraði UEFA pro þjálfaranámskeið í Noregi í ársbyrjun 2020, í því námi er komið mjög mikið inn á andlega þáttinn. Það var t.d. sláandi að sjá að skilnaðartíðni þjálfara í tveimur efstu deildunum í Noregi var um 70%. Skýringin lá mikið til í því að vinnan heltekur þjálfarana og það verða engin mörk á einkalífi og vinnu. Út frá svona dýpri og manneskjulegri pælingum fór ég hugsa þjálfunina – og aðra hluti líka.“

Skraut Bakkusar

Naflaskoðunin færði Óla inn á nýjar brautir. „Ég fór að stunda AA fundi á fullu þetta sumar 2020, ég hafði hætt að drekka tólf árum fyrr án þess að fara á neina fundi eða vinna í batanum. Þetta gjörbylti má segja lífi mínu, ég fór sömuleiðis að hitta sálfræðing og upp frá þeim tímum vöknuðu grunsemdir um ADHD. Ég fór í greiningu sem staðfesti gruninn og á svipuðum tíma var ég byrjaður í tólf spora kerfinu. Margir misskilja tólf spora kerfið, halda að það sé einungis fyrir alkóhólista en ég vil meina að þetta kerfi sé mannbætandi fyrir alla sem vilja vera betri manneskja. Það má segja að líf mitt hafi tekið ákveðnum straumhvörfum á þessum tíma. Ég hafði lengi gengið með í maganum að vera með hlaðvarp, flestar pælingarnar sneru að hlaðvarpi um þjálfun, sem var nánast tilbúið, en ég endaði svo á að gera hlaðvarp um alkólisma, Skraut Bakkusar. Þetta hefur hjálpað mér mjög mikið í mínum bata og ég veit til þess að fólk hafi leitað sér hjálpar og farið í meðferð eftir að hafa hlustað. Þetta gefur mér mjög mikið og ég veit að sú reynsla sem ég hef sankað að mér í gegnum Skraut Bakkusar, ásamt tólf spora kerfinu og boðskap AA samtakanna, hefur opnað mér nýja sýn á aðra þætti þjálfunar sem nær dýpra en úrslit í næsta leik. Þjálfun er nefnilega svo miklu meira en bara leikfræði inni á vellinum, ég tala nú ekki um þegar verið er að tala um ungmenni,“ segir Óli. Þegar Óli kom heim á Hornafjörð þetta sumar 2020, vöknuðu fljótt pælingar með að hann myndi taka við Sindraliðinu eftir það tímabil. Hann lagðist yfir það og fann að hann var tilbúinn í það en samt á allt öðrum forsendum heldur en í fyrra skiptið þegar hann hóf þjálfaraferilinn.

„Þá snerist allt um sigur í næsta leik, núna vildi ég í raun taka utan um allt starfið og byggja félagið upp innan frá. Við fórum í mikla vinnu og skilgreindum félagið má segja upp á nýtt. Út frá hvaða gildum viljum við vinna? Hvað er okkar árangur? Ég vildi líka gjörbreyta liðskúltúr þannig að við færum að horfa í aðra þætti eins og framkomu, bæði innan sem utan vallar, og umgengni. Út frá þessari vinnu varð til Sindra-leiðin, sem hefur verið í stöðugri þróun allar götur síðan.“

Óli Stefán hefur haldið kynningu fyrir sveitarfélagið og hana sátu m.a. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ívar Ingimarsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, en hann er stjórnarmaður KSÍ. Bæði voru þau yfir sig hrifin og hafa bent minni liðum

úti á landi á þessa Sindra-leið sem Óli kallar líka Okkar leið. Óli hefur haldið kynningu fyrir nokkur lið og önnur bíða.

Óli Stefán hélt áfram að fara yfir byrjunina á þessum öðrum kafla sínum í þjálfun hjá Sindra.

„Ég vildi líka taka þátt í að byggja yngri flokkastarfið upp, það hafði ekki verið gert nógu markvisst að mínu mati. Ég vildi búa til rauðan þráð í gegnum allt starfið, þjálfarar væru allir að þjálfa í samræmi við ákveðna Sindra-kennsluskrá.

Þetta væri unnið út frá fyrirfram skilgreindum árangri Sindra sem unnið væri út frá réttum forsendum. Þannig fórum við að vinna út frá því hvernig við vildum að Sindra-leikmaður ætti að vera, bæði inni á velli en ekki síður utan hans. Ég vil meina að þetta hafi gengið mjög vel, sem dæmi þá er það þannig að strax þegar komið er upp í fjórða flokk, þar sem leikið er á stórum velli, læra börnin þau grunnatriði í leikfræði sem þarf að kunna þegar komið er upp í meistaraflokk félagsins, leikfræðileg Sindra-prinsipp. Í sumar höfum við svo tekið á móti fimmtán og sextán ára leikmönnum upp í meistaraflokk sem kunna þessi Sindra-prinsipp okkar. Þannig hef ég séð uppskeru vinnu okkar síðustu þrjú ár skila sér,“ segir Óli.

Við þurfum oftast að ferðast degi fyrr, redda gistingu svo það gefur auga leið að við sitjum ekki við sama borð og aðrir, því þarf að breyta. Reiknisdæmið gengur bara ekki upp hjá okkur og innviðirnir svelta hreinlega vegna kostnaðarliða sem fylgja því að fá að vera með ...

Út fyrir boxið

Sindri þurfti að fara nýjar leiðir sökum fámennis en erfitt er að halda úti flokkum og því var ákveðið að prófa að sameina æfingar á milli kynja. Fimmti flokkur drengja var t.d. settur í hóp með fjórða flokki stúlkna, ýmsar svona hrókeringar voru gerðar í gegnum alla flokka. Þar með urðu æfingarnar mun betri og markvissari sem allir nutu góðs af, bæði stelpur og strákar. Sindri hefur verið að sjá krakka skila sér í yngri landsliðin sem gefur til kynna að félagið sé á réttri braut. Óli og Sindri hafa fundið út nýjar leiðir í starfi sínu. „Dæmi um að þurfa að hugsa út fyrir boxið í okkar starfi er að í einum tíu manna hópi hjá okkur getur verið mikill getumunur, byrjandi á móti mjög tæknilega góðum leikmanni í sama hópi. Þannig sá ég fljótlega að nýliðinn varð óvirkur í spili á æfingu, kom nánast aldrei við boltann í leik og ef hann fékk boltann, tapaðist hann. Upp úr því bjó ég til svokallað „frísvæði“. Þar eru byrjendur en þeir fá þá tveggja metra radíus þar sem ekki má fara inn og taka boltann af honum. Þannig hefur hann tíma til að meta leikinn „í umferð“ og losa sig við boltann. Það er margt svona sem hugsa þurfti upp á nýtt út frá okkar forsendum og það er Sindra-leiðin í hnotskurn.“

Meistaraflokkur Sindra var í 3. deild þegar Óli Stefán tók við. Fyrsta árið var liðið í toppbaráttu

ÍÞRÓTTIR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

fram að síðustu umferð en fór ekki upp þá. „Við unnum síðan deildina í fyrra. Því miður kom svo upp fjármálaóreiða í félaginu sem gerði það að verkum að við þurftum að skera mikið niður. Niðurskurðurinn hefur haft mikil neikvæð áhrif á umgjörð og leikmannamál liðsins en úr liðinu sem vann 3. deild í fyrra hafa átta leikmenn horfið á braut en tveir komið inn. Róðurinn í annarri deildinni hefur því verið nokkuð erfiður í sumar en á móti hef ég notað mjög unga leikmenn sem hafa þurft að læra hratt og þannig styrkt framtíðarkjarna Sindra á undan áætlun ef svo má segja. Ef við höldum okkur uppi í annarri deild á þessum forsendum, verður það með mínum stærri afrekum sem þjálfari myndi ég segja.

Ef við hinsvegar náum því ekki þá horfi ég alls ekki á það sem mistök, heldur mikilvægt þroskaskref í átt að okkar árangri,“ segir Óli.

Reiknisdæmið gengur ekki upp

Óli Stefán klárar þriggja ára samning sinn í haust og óvíst er með framhaldið. „Ég veit satt best að segja ekki hvað ég geri. Þetta tímabil hefur verið ofboðslega erfitt og reynt mikið á, ekki síst vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Það má ekki gleyma að það kostar félagið tugi milljóna bara að fá að vera með, ferðakostnaðurinn okkar er svo hár. Það eru minnst rúmir 200 kílómetrar aðra leiðina í útileik hjá okkur og um 500 kílómetrar ef leikir eru í kringum höfuðborgarsvæðið. Við þurfum oftast að ferðast degi fyrr, redda gistingu, svo það gefur auga leið að við sitjum ekki við sama borð og aðrir, því þarf að breyta. Reiknisdæmið gengur bara ekki upp hjá okkur og innviðirnir svelta hreinlega vegna kostnaðarliða sem fylgja því að fá að vera með.“

Fyrrnefndur Ívar Ingimarsson er að vinna að mjög flottu verkefni en Ívar er frá Stöðvarfirði. Hann talar mikið um „kjarnasvæði“ fótboltans, það þýðir að knattspyrnufélag þarf að geta komist í góða aðstöðu allt árið um kring innan 100 kílómetra. Höfuðborgarsvæðið er eitt kjarnasvæði, Vestfirðirnir eitt o.s.frv. Hornafjörður er eitt kjarnasvæði samkvæmt þessari skilgreiningu, vegna fjarlægðar við aðra kjarna. Ívar bendir á að ríki og sveitarfélög þurfi að tryggja þessum kjarnasvæðum aðstöðu til að geta æft og keppt sína keppnisgrein nærri heimabyggð. Hornafjörður er með hálft knattspyrnuhús sem Skinney Þinganes lét reisa með glæsibrag árið 2012 en Sindra sárvantar gervigrasvöll í fullri stærð til að falla undir þessa skilgreiningu Ívars um kjarnasvæðin. Þannig myndi ferðalögum Sindra yfir u.þ.b. átta mánaða tímabil fækka því félaið gæti spilað sína heimaleiki á Hornafirði allt árið um kring.

Þessi ferðalög taka á segir Óli. „Sérstaklega eru ferðalög í heimaleiki að heiman, mjög lýjandi, svo ekki sé talað um aukakostnaðinn. Sem dæmi fengum við heimaleik á móti Hetti/Huginn í bikarkeppni

Ég fór að stunda AA fundi á fullu þetta sumar 2020, ég hafði hætt að drekka tólf árum fyrr

án þess að fara á neina fundi eða vinna neitt í batanum. Þetta gjörbylti má segja lífi mínu, ég fór sömuleiðis að hitta sálfræðing og upp frá þeim tímum vöknuðu grunsemdir um ADHD ...

KSÍ í apríl. Grasið var auðvitað ekki klárt þannig að við þurftum að finna völl fyrir leikinn. Úr varð að við leigðum Fjarðabyggðarhöll sem er á Reyðarfirði, 250 kílómetra frá Höfn. Við þurftum því að ferja tuttugu manna hóp og tíu starfsmenn í kringum leikinn austur. Í bikarkeppni KSÍ þarf að greiða aðkomuliði helming ferðakostnaðar þannig að við áttum að greiða Hetti/Huginn helming af þeim 30 kílómetrum sem tekur að keyra frá Egilsstöðum yfir á Reyðarfjörð en sjá að fullu um okkar 250 kílómetra ferðalag. Kostnaðurinn, sem var um 400.000 krónur við þennan heimaleik að heiman, lenti allur á knattspyrnudeild Sindra. Við sóttum um styrk frá sveitarfélaginu vegna þessa en þeirri beiðni var hafnað.“

Til að átta sig betur á þessu álagi við ferðalögin þá ók meistaraflokkur karla um 16.300 km í leiki árið 2022 og miðað við 90 km/klst meðalhraða þá tók það hópinn 218 klukkustundir og 38 mínútur. „Það jafngildir rúmlega fimm 40 tíma vinnuvikum í bíl. Þess vegna vil ég sjá sveitarfélagið beita sér í þessa átt, það mun breyta forsendum Sindra gífurlega og jafna stöðu okkar gagnvart flestum öðrum knattspyrnufélögum sem geta æft og keppt allt árið um kring í nærumhverfi sínu.“

Óli veltir því fyrir sér hvort hann taki sér bara frí frá þjálfun. „Þegar ég byrjaði með Skraut Bakkusar var ég með pælingar um þjálfara-/ leiðtogahlaðvarp, kannski bæti ég því við. Ég hef verið að hitta aðra þjálfara í sumar í því sem ég kalla Leiðtogaspjall. Ég hef meðal annars hitt þá Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, ásamt fleiri góðum leiðtogum. Tilgangurinn er að dýpka skilning minn á þjálfun og stjórnun, sem hefur svo sannarlega tekist og hugsanlega geta viðmælendur mínir pikkað eitthvað upp frá mér á móti. Það er svo gott að opna augu sín, maður getur alltaf lært af öðrum, óháð aldri, reynslu eða stöðu,“ sagði Óli Stefán að lokum.

Evrópumeistaramót í kraftlyftingum haldið í Njarðvík

Massi UMFN ásamt Kraftlyftingarsambandi Íslands halda Vestur-Evrópumeistaramót í kraftlyftingum í Njarðvík þann 8.–10. september.

Alls taka 104 keppendur frá ellefu löndum þátt í mótinu (45 konur og 59 karlar frá Íslandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Finnlandi, ítalíu, Lúxemborg, Spáni, Írlandi og Bretlandi). Tuttugu Íslendingar taka þátt, sex konur og fjórtán karlar, en í heildina eru 170 erlendir keppendur og þjálfarar sem að koma til landsins vegna mótsins.

– segir Haraldur Freyr Guðmundsson sem bíður enn eftir fyrsta sigrinum síðan hann tók við sem aðalþjálfari karlaliðs Keflvíkur.

Keflavík endaði í neðsta sæti Bestu deildar karla með tólf stig þegar deildar keppninni lauk. Við tekur úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar þar sem leiknar verða fimm umferðir og því fimmtán stig í boði. Keflvíkingar eru sjö stigum á eftir ÍBV og Fram svo þeir eygja enn von um að bjarga sér frá falli en Keflavík mætir KA fyrir norðan í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þann 20. september.

„Þetta lítur ekki nógu vel út en við höfum trú á að við getum bjargað okkur,“ sagði Haraldur þegar Víkurfréttir náðu tali af honum eftir að deildarkeppninni lauk. „En þá verðum við að fara að vinna einhverja leiki.“

Svekkjandi að ná ekki sigri gegn Fram þar sem Dagur skoraði en dómarinn dæmdi markið af. Var eitthvað að markinu?

„Ég gat ekki séð neitt athugavert við það – en ég er nokkuð viss að öll liðin geta týnt til einhver svona atvik. Núna er þetta algjörlega í okkar höndum og við þurfum helsta að vinna f jóra af þessum fimm leikjum.“

Svo vinnur Stjarnan ykkur 3:0 í lokaumferðinni, voru Keflvíkingar eitthvað vindlausir í þeim leik?

„Nei, ég get ekki sagt það. Stjarnan var bara betri aðilinn, þeir hafa spilað vel að undanförnu og við réðum ekki við þá.“

Þannig að þið eruð ekki búnir að kasta inn handklæðinu.

„Nei, við reynum þangað til við getum ekki reynt lengur. Það er kominn tími til að fara að vinna leiki,“ sagði Haraldur að lokum.

Íris Rut Jónsdóttir Elizondo frá Massa keppir í -63kg flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum.

Keppnisdagar eru þrír: Föstudagur kl. 10–18, laugardagur kl. 10–21 og sunnudagur kl. 10–18.

Besta deild kvenna:

Staðan skárri hjá kvennaliði Keflavíkur Úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna er hafin en Keflavík og Tindastóll gerðu 1:1 jafntefli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Fjögur lið eigast við í neðri hlutanum; ÍBV, Tindastóll, Keflavík og Selfoss. ÍBV er með 21 stig eftir

Lengjudeild karla: Fallbarátta upp á líf og dauða Þegar tvær umferðir eru eftir af Lengjudeild karla munar aðeins tveimur stigum á Grindavík sem er í sjötta sæti deildarinnar og Selfossi sem er í því ellefta. Það eru því sex lið sem berjast fyrir tilveru sinni í deildinni en Ægir Þorlákshöfn er þegar fallið. Grindavík stendur best að vígi í fallbaráttunni en liðið er með 25 stig, næst er Þór Akureyri með 24 stig og þá koma fjögur lið með 23 stig; Þróttur (-1 mark), Grótta (-1), Njarðvík (-5) og Selfoss (-10).

Grindavík tekur á móti Selfossi í næstu umferð og getur tryggt sæti sitt með sigri. Njarðvík fær öllu erfiðari mótherja en þeir taka á móti toppliði ÍA sem er með fjóra sigra og eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum. Í lokaumferðinni mæta Grindvíkingar Þór á Akureyri og Njarðvíkingar fara í Grafarvoginn þar sem þeir leika gegn Fjölni.

sigur á Selfossi, Tindastóll tuttugu stig, Keflavík er með átján og þá eru Selfyssingar í neðsta sæti með ellefu stig og þegar fallnar en aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

Keflavík á mikilvægan leik gegn ÍBV í Eyjum í næstu umferð og mæta Selfossi í lokaumferðinni.

Lengjudeild kvenna: Grindvíkingar unnu deildarmeistarana

Grindavík vann góðan 4:2 sigur á Víkingum í

Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á mánudag. Fyrri viðureign liðanna endaði með 3:3 jafntefli en Víkingar eru efstar í deildinni og þegar búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Grindvíkingar eru hins vegar í ágætis málum um miðja deild.

Gestirnir komust yfir snemma leiks (7’) en Una Rós Unnarsdóttir jafnaði fimm mínútum síðar (12’). Jada Lenise Colbert kom svo Grindavík yfir með marki úr víti (33’) en Víkingar náðu að jafna leikinn í 2:2 á lokamínútu fyrri hálfleiks (45’).

Ása Björg Einarsdóttir kom Grindavík í forystu á nýjan leik (58’) og sigurinn var gulltryggður þegar Víkingar skoruðu sjálfsmark þegar skammt var til leiksloka (81’).

2. deild karla:

Þróttur áfram í 2. deild

Von Þróttar um sæti í Lengjudeildinni að ári eru orðnar að engu eftir slæman kafla undir það síðasta. Þróttur vann útisigur á Völsungi um helgina (1:2) en tap í tveimur leikjum þar á undan setur Þrótt í sjötta sæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

3. deild karla:

Reynismenn öruggir upp

Þrátt fyrir 4:3 tap fyrir Kára í tuttugustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu bíður Reynismanna öruggt sæti í 2. deild að ári. Reynir er með þriggja stiga forystu á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir og líklegir til að enda sem deildarmeistarar.

Víðismönnum fataðist hins vegar illilega flugið þegar þeir mættu botnliði Ýmis sem vann 4:1. Víðismenn eru í fjórða sæti og ná því varla að fylgja grönnum sínum í Reyni upp í 2. deild en þeir eru sex stigum á eftir Kormáki/Hvöt þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

3. deild karla: RB byrjar á sigri

Eftir að hafa unnið A-riðil 5. deildar mætti RB Knattspyrnufélagi Rangæinga í fyrsta leik úrslitakeppni 5. deildar í byrjun vikunnar. RB hafði tveggja marka sigur með mörkum frá Slawomir Jaworski (19’, víti) og Emil Gluhalic (48’).

Þetta var fyrri leikur liðanna sem mætast á heimavelli KFR næstkomandi laugardag. RB stendur vel að vígi en það lið sem vinnur viðureignina fer áfram í úrslitaleikinn þann 16. september.

Besta deild karla:
„Við erum ekki tilbúnir að kasta inn handklæðinu,“
Dagur Ingi Valsson skallar boltann í leiknum gegn Fram. Boltinn hafnaði í marki Fram en Dagur var dæmdur brotlegur. Grindavík skoraði fjögur gegn Víkingum og Jada Lenise Colbert skoraði áttunda markið sitt í deildinni með marki úr vítaspyrnu. Bæði Suðurnesjaliðin eru í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla.
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 15

Fallegir og sjaldséðir flækingar

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Sól í hjarta

Klettasvölur hafa sést í Innri­Njarðvík og Keflavík síðustu daga en þetta eru sjaldgæfir flækingar hér á landi og hefur koma þeirra glatt fuglaáhugamenn. Þessar fallegu myndir tók Bjarni Sæmundsson af klettasvölum sem voru við Heiðarhorn í Keflavík.

Þrátt fyrir að sumarið hafi farið illa af stað veðurlega séð rættist heldur betur úr því. Löngum þurrkakafla frá júnímánuði þurfti akkúrat að ljúka í Ljósanæturvikunni – og það með látum. Ljósanóttin var samt haldin með stæl þökk sé útsjónarsemi þeirra sem að skipulagningu hátíðarinnar komu. Gestir mættu með sól í hjarta og létu veðrið ekki trufla sig heldur tóku þátt og nutu alls þess besta sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Áframhaldandi meistarataktar ef svo má segja því þetta sumarið eignuðumst við Íslandsmeistara í golfi og heimsmeistara í hestaíþróttum og dansi. Það er glæsilegur árangur sem ber að fagna.

Mundi

Hvað voru allir að flækjast á Ljósanótt?

Sumrinu er ekki lokið. September er sumarmánuður. Með sól í hjarta og bjartsýni að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Ferðaþjónustan blómstrar og þar eru Suðurnesin fallegasta stúlkan á ballinu eins flugrekstrarfrumkvöðullinn sagði hér um árið. Hann hafði rétt fyrir sér.

Lána flotbryggjur í Seltjörn

Nokkrir aðilar hafa unnið að því að að skapa fjölskylduvænt útivistarsvæði við Seltjörn sem m.a. felst í aðstöðu til stangaveiða úr vatninu.

Viðkomandi hafa leitað til Reykjaneshafnar um lán á tveimur flotbryggjum í eigu hafnarinnar til að skapa gott aðgengi að vatninu. Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar lýsir ánægju sinni með viðkomandi uppbyggingu og samþykkir viðkomandi beiðni enda sé hún Reykjaneshöfn að kostnaðarlausu. Ráðið felur sviðsstjóra að ganga

Á tm.is og í TM appinu getur þú gengið frá öllum tryggingum hvar og hvenær sem þér hentar.

Seltjörn. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson

frá skriflegu samkomulagi um lán á viðkomandi bryggjum í samræmi við þær forsendur sem fram komu á fundinum.

Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.