Vikurfrettir 33 2017

Page 1

• fimmtudagur 24. ágúst 2017 • 33. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

●●Guðmundur Steindórsson týndi veski og skilríkjum sem unglingur í Njarðvík árið 1983

Myndirnar á skilríkjunum eins og nýjar eftir 34 ár í jörð ■■Veski með nafnskírteini og ökuskírteini fannst við uppgröft á Klapparstíg í Njarðvík. Guðmundur Steindórsson bifreiðastjóri tapaði veskinu árið 1983. Þá var hann 16 ára og fór allra sinna ferða á skellinöðru. Það má segja að veskið hafi verið gleymt og grafið! Í veskinu voru einmitt ökuréttindi sem staðfestu að Guðmundur mætti aka léttu bifhjóli og einnig nafnskírteini, sem voru algeng á þessum tíma. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Guðmundur hafa haldið að hann hafi týnt veskinu þegar hann hafi brunað eftir Borgarveginum í Njarðvík á skellinöðrunni sinni. Hann hafi leitað að veskinu en ekki fundið. Veskið, sem var merkt Verzlunarbankanum, kom hins vegar í leitirnar á dögunum við Klapparstíg 10 í Njarðvík. Þar bjó Guðmundur í 10 ár. Hann hallast nú að því að veskið hafi dottið í blómabeð og svo grafist í mold. Þegar veskið fannst var það orðið

mjög morkið og illa farið. Auk skilríkjanna tveggja voru tvö önnur plastkort í veskinu en voru orðin illa farin. Það kom Guðmundi mjög á óvart hversu heilleg skilríkin voru og myndirnar í þeim eins og nýjar, þrátt fyrir á fjórða áratug neðanjarðar. Ökuskírteinið og nafnskírteinið eru brædd í plast og þessi merkilegi fundur því ágætt dæmi um það hversu plast er lengi að brotna niður í náttúrunni. Skilríkin tvö eru enn í fullu gildi. Skellinöðruréttindin eru enn til staðar þó svo langt sé síðan Guðmundur hafi síðast brunað um Njarðvíkur á slíkum fáki. Guðmundur er í dag bifreiðastjóri og ekur m.a. strætisvagni á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur er með bifreiðastjórablóð í æðum en faðir hans heitinn, Steindór Sigurðsson, var einnig bifreiðastjóri og rak eigið fyrirtæki með rútur og síðar hjá Sérleyfisbílum Keflavíkur, SBK.

Fornbílaklúbburinn ósáttur við akstursbann Lögeglustjóri segir aðrar götur standa til boða á Ljósanótt

Guðmundur Steindórsson með skilríkin sem komu úr jörð í Njarðvík eftir að hafa tapast með veski í blómabeð við Klapparstíg 10 árið 1983. Myndirnar á skilríkjunum voru teknar þegar Guðmundur var 15 ára en hann er fimmtugur í dag. Morkið veskið er á innfelldu myndinni. Skilríkin eru í mun betra ástandi en veskið. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

■■Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands er afar ósátt við þá ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna akstur fornbíla niður Hafnargötu á Ljósanótt og hvetur eigendur allra slíkra ökutækja til að sniðganga hátíðina. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri segir öryggi hins fótgangandi borgara skipta mestu máli og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Lögreglustjóri sagði að eina umferðin sem yrði leyfð niður Hafnargötu yrði akstur bifhjóla og hann viðurkennir í samtali við VF að það sé vissulega umdeilanlegt. „Við ræddum þetta fram og til baka í lögreglunni með öryggisnefnd hátíðarinnar og þetta var niðurstaðan. Það hefði verið stórt skref að banna hjólin líka,“ sagði Ólafur Helgi og ítrekaði að ákvörðunin væri fyrst og fremst byggð á öryggissjónarmiðum. „Ég vil benda á það að þetta er eina gatan sem við viljum ekki fá þessa umferð á. Aðrar götur geta staðið til boða fyrir þennan akstur.“ „Stærsti hluti af stemmningunni fyrir eigendur og ökumenn fornbíla var að fá að keyra þarna í gegn. Það eru bara örfáir aðilar sem nenna að rúlla þarna suðureftir til að leggja bílunum sínum á eitthverju túni, en mikill meirihluti bílanna sem þarna komu voru ekki af Suðurnesjum, og því var bara best að aflýsa viðburðinum í heild sinni í stað þess að þetta yrðu bara örfáir bílar á eitthverri hallærislegri smásýningu miðað við undanfarin ár,“ sagði Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbsins á Facebook.

Gáfu Reykjanesbæ húsnæði undir leikskóla ●●Gjöfin frá Ásbrú íbúðum og Heimavöllum er liður í því að byggja upp innviði á svæðinu en um 2.700 manns búa nú á Ásbrú.

FÍTON / SÍA

Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færðu í gær Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Húsnæðið hentar vel til leikskólastarfs en þar var áður samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú síðustu ár og hefur íbúðum á svæðinu fjölgað verulega. Íbúafjöldi telur nú um 2.700 manns og er stór hluti þeirra fjölskyldufólk. Einn grunnskóli er á svæðinu, Háaleitisskóli, en um 250 nemendur eru skráðir í skólann nú í upphafi vetrar. Uppbygging og vöxtur á Suðurnesjum hefur verið gríðarlegur og

einföld reiknivél á ebox.is

hefur íbúum á svæðinu fjölgað hlutfallsleg mest á landinu öllu síðustu ár. Ljóst er að ráðast þarf í töluverða uppbyggingu á innviðum á svæðinu til að mæta fjölgun íbúa. Til að styðja við þessa uppbyggingu og flýta fyrir þróun hennar munu Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa Reykjanesbæ að gjöf fasteignina Skógarbraut 932, undir rekstur leikskóla. Húsnæðið er vel staðsett, í miðju íbúahverfi þar sem stutt er í alla þjónustu. „Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á þessu svæði og er það mikið hagsmunamál fyrir alla aðila að byggja upp innviði og tryggja þannig góða þjónustu fyrir íbúa svæðisins,“ segir Guð-

brandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri Ásbrúar íbúða tekur í sama streng. „Íbúum hefur fjölgað mikið á svæðinu síðustu ár og mun fjölga enn frekar á næstu árum. Áhersla okkar er að byggja upp fjölskylduvænt hverfi og með því að gefa húsnæði undir leikskóla erum við að leggja okkar lóð á vogaskálarnar við að byggja upp gott og heilbrigt samfélag.“ Heimavellir og Ásbrú íbúðir eiga og reka hátt í 1.000 íbúðir til samans á Ásbrú, í svokölluðum 900, 1100 og 1200 hverfum á Ásbrú. „Nýi leikskólinn tekur til starfa þegar

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

núverandi leikskólapláss að Ásbrú verða fullsetin,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, en tveir leikskólar eru fyrir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. „Við munum nýta veturinn til að innrétta

húsnæðið að þörfum barnanna svo hann geti hafið starfsemi haustið 2018. Ef þörf krefur munum við hins vegar reyna að hraða framkvæmdum eins og kostur er.“

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Heimavalla, Ásbrúar íbúða og Kadeco við afhendingu byggingarinnar (í baksýn), sem breytt verður í leikskóla sem opnar næsta haust.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Líflegir Sandgerðisdagar ■■Sandgerðisdagar ná hámarki á laugardag en alla þessa viku hefur staðið yfir fjölbreytt dagskrá víðsvegar um Sandgerðisbæ. Hátíðarhöldin hófust á mánudag þegar íbúar við Vallargötu og í Vörðunni tóku á móti gestum en íbúar Vallargötu og Vörðu eru gestgjafar Sandgerðisdaga í ár.

Formleg setning Sandgerðisdaga var í hádeginu í gær með þátttöku leikog grunnskólabarna. Þá fóru fram hverfaleikarnir og hátíðardagskrá í safnaðarheimilinu. Í dag, fimmtudag, verður móttaka nýrra Sandgerðinga í Vörðunni. Það er boð bæjarstjórnar fyrir fólk sem hefur sest að í sveitarfélaginu

frá síðustu Sandgerðisdögum. Þá er Loddugangan á fimmtudagskvöld. Þar er slagorðið „Lífið en ljúft er veitt í Loddu“. Loddugangan hefur 18 ára aldurstakmark, enda veitingar ekki fyrir börn en gengið verður af stað frá Vörðunni. Á föstudag ber hæst keppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar í knatt-

Setning Sandgerðisdaga fór fram í grunnskólanum í gær.

Frá móttöku sem íbúar Vörðunnar og Vallargötu stóðu fyrir á mánudaginn.

spyrnu og síðan saltfiskveisla fyrir keppendur um kvöldið. Einnig verður sagna- og söngvakvöld í Efra Sandgerði, listsýningar, tónlist og svo stórdansleikur í Samkomuhúsinu. Laugardagurinn er hápunktur Sandgerðisdaga. Þá verður dorgveiði við höfnina, lyftingamót í íþróttahúsinu, dagskrá í Þekkingarsetri Suðurnesja, handverk, markaður, vöfflukaffi og tónlist í Miðhúsum þar sem Sigurður H. Guðjónsson sýnir einnig húsalíkön.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA

Dagskrá verður á hátíðarsvæði við Grunnskóla Sandgerðis milli kl. 13-17. Þar verða leiktæki og fjör og fjölbreytt dagskrá á sviði. Kvölddagskrá verður svo á hátíðarsviði þar sem fram koma m.a. Klassart, Babies flokkurinn og hljómsveitin Buff. Kynnir verður Halli Valli. Dagskránni lýkur svo með flugeldasýningu við höfnina. Á sunnudeginum verður svo golfmót, listsýningar og Þekkingarsetrið verður opið.

Tónlist, menning og fjör á Ljósanótt 2017

VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

ALLTAF PLÁSS Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

Fulltrúar styrktaraðila og Reykjanesbæjar saman komnir í skrúðgarðinum. VF-mynd/pket.

Ljósanótt verður ekki haldin án styrktaraðila né aðkomu bæjarbúa að dagskrá. Skrifað var undir samninga við þrjá stærstu styrktaraðilana í vikunni, Landsbankann, Isavia og Nettó. Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri sagði við undirskrift fulltrúa stærstu viðburða verða stærri og stærri með ári hverju. „Það er fagnaðarefni fyrir mig sem er að upplifa Ljósanótt í 18. sinn.“ Ljósanótt verður haldin 30. ágúst til 3. september. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir helstu styrktaraðila og þær breytingar sem orðið hafa í hátíðardagskránni að undanförnu. Allt er þó með hefðbundnu sniði. „Í fyrra

slepptum við blöðrum að ósk bæjarbúa sem láta sér annt um umhverfið og vegna aukinna öryggiskrafna munu bílar fornbílaklúbbsins ekki aka niður Hafnargötu í ár. Þá styrkir HS Orka ekki flugeldasýninguna í ár þar sem hún samræmist ekki nýsamþykktri umhverfisstefnu fyrirtækisins.“ Kjartan Már sagði flugeldasýningu hins vegar ekki sleppt, enda væri ósk bæjarbúa að hafa hana áfram. Í ár verður sýningin í boði Toyota umboðsins í Reykjanesbæ. Auk Toyota eru stærstu styrktaraðilar Landsbankinn, sem býður upp á stórtónleika á stóra sviði að kvöldi laugardags, Isavia býður upp á bryggjuball á föstudagskvöldi

Sjálfboðaliðar á öllum aldri óskast Viltu koma í hóp skemmtilegra sjálfboðaliða hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ og gefa af þér nokkra tíma í viku? Endilega gefðu þig fram á staðnum eða í síma 897-8012- Anna.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

og styrkir Heimatónleika í gamla bænum, Securitas tryggir öryggi Skessunnar í hellinum og Lagardére styrkir hátíðina á veglegan hátt. Þá styrkir Nettó barnadagskrá og árgangagöngu, Skólamatur býður upp á kjötsúpu við bryggjuball eins og undanfarin ár við miklar vinsældir. Að venju geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldan getur unað saman við leik og fjölbreytta barna-, unglinga- og fjölskyldudagskrá, sótt sýningar og tónleika af ýmsum toga og tekið þátt í íþróttaviðburðum. Súpuveislur Nettó fyrir árgangagöngu og Skólamatar á bryggjuballi sjá svo um að allir séu saddir. Alla dagskrárliði má nálgast á vef Ljósanætur, ljosanott.is.

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222


% 0 2

m u l l รถ af r u t t m รก u l r s f u a d l รถ h a t brjรณs


markhönnun ehf

-30% LONDONLAMB KJÖTSEL KR KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG

1.799

GRÍSAHNAKKASNEIÐAR NEW YORK KR KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG

1.399 -40% Gott á grillið! -30%

KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR 900 GR. KR PK ÁÐUR: 1.184 KR/PK

1.066

UNGNAUTAHAMBORGARAR 4X90 GR. KR PK ÁÐUR: 1.398 KR/PK

979

COOP LAXABITAR SÍTRÓNU/PIPAR KR PK ÁÐUR: 898 KR/PK

539

HUMAR HÁTÍÐARSÚPA 850ML KR STK ÁÐUR: 1.298 KR/STK

-40%

Girnilegt og gott

1.155

-25%

LAMBAMJAÐMASTEIK ÚRBEINUÐ FROSIN KR KG ÁÐUR: 2.998 KR/KG

2.249

CAPRI SONNE 330 ML KR STK ÁÐUR: 159 KR/STK

-38% COOP MEXICO CHUNKY SALSA MEDIUM 300 GR. KR STK ÁÐUR: 199 KR/STK

149

COOP MEXICO CHUNKY SALSA HOT 300 GR. KR STK ÁÐUR: 199 KR/STK

149

99 ORANGE & PEACH

MULTIVITAMIN

MANGO MARACUJA

Tilboðin gilda 24. - 27. ágúst 2017

KIRSUBER GRANAT

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


K

-20%

-27% DÁDÝRAVÖÐVAR NÝJA-SJÁLAND KR KG ÁÐUR: 3.298 KR/KG

KB GRÍSAKÓTILETTUR PIPAR MARINERAÐAR KR KG ÁÐUR: 1.498 KR/KG

2.638

1.094

SÆTAR KARTÖFLUR KR KG ÁÐUR: 238 KR/KG

-50% 119 NAUTALUND FERSK KRYDDLEGIN Í HEILU KR KG ÁÐUR: 4.998 KR/KG

3.998

KINDER EGG 3 STK KR PK ÁÐUR: 398 KR/PK

299

Lífrænir orkubarir Frábært verð

-25%

-30%

DAIM BAR 3X28 GR. KR PK ÁÐUR: 279 KR/PK

195

-20%

SUN WARRIOR PROTEIN BAR BLÁBERJA/KANEL /KÓKOS/SÖLT KARAMELLA

-25%

199

KR STK

HARIBO LIQORICE 265 GR. KR PK ÁÐUR: 199 KR/PK

149

EXTRA 3PK COOL BREEZE/PEPPERMINT BLUE SPEARMINT/STRAWBERRIES KR PK ÁÐUR: 199 KR/PK

139

-30%

-25% HARIBO STRAWBERRIES 220 GR. KR PK ÁÐUR: 199 KR/PK

149

LB SÚKKULAÐITERTA STÓR 900 GR. KR STK ÁÐUR: 1.898 KR/STK

1.329

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Getur lesið hvar sem er

Valgerður Björk Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar og Lesandi vikunnar að þessu sinni. Valgerður les einna helst sögulegar skáldsögur og er rithöfundurinn Haruki Murakami í miklu uppáhaldi. Hvaða bók ertu að lesa núna?

A little life eftir Hanya Yanagihara. Ég les yfirleitt ekki svona langar bækur en þetta er 700 blaðsíðna bók, svakalega vel skrifuð „coming of age“ saga. Hún hefur vakið hjá mér sterkar tilfinningar. Ég hef grátið þrisvar sinnum, verið líkamlega illt yfir hrikalegum frásögnum af ofbeldi og líka fengið fiðring í magann yfir óvæntri ástarsögu sem er svo falleg og erfið á sama tíma. Ég var annars að klára virkilega áhrifaríka, erfiða og ótrúlega vel skrifaða bók bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur; Handan fyrirgefningarinnar. Mæli með henni fyrir alla til þess að skilja betur afleiðingar kynferðisobeldis, nauðgunarmenningu og máttinn til að fyrirgefa.

Hver er þín eftirlætis bók?

Norwegian Wood eftir Haruki Murakami. Þetta er svona bók sem maður

ég get alls ekki sagt neinum um hvað hún er því ég hreinlega man það ekki. Eina sem ég man er hversu mikil áhrif hún hafði á mig, aðallega vegna frásagnarstíls Murakami sem ég heillaðist af og las flestar bækurnar hans í kjölfarið.

Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?

Ég á ekki marga höfunda sem ég verð að lesa allt eftir en þeir sem komast næst eru Haruki Murakami, Steinunn Sigurðardóttir og Khaled Hosseini.

Hvernig tegundir bóka lestu helst?

Ég leita mest í sögulegar skáldsögur. Mér finnst svo gaman að komast inn í annan heim þegar ég les, en les samt aldrei ævintýrasögur eða vísindaskáldskap. Mér finnst meira spennandi að komast í huganum til Rúss-

lands þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur, til Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar eða Suðurríkja Bandaríkjanna um miðja 20.öld.

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Eyðimerkurblómið eftir Waris Dirie. Það er saga sómalskrar baráttukonu gegn umskurði kvenna. Ég las hana 14 ára gömul, í sjokki, og varð í kjölfarið femínisti.

Hvaða bók ættu allir að lesa?

How I became the mayor of a large city in Iceland and changed the world eftir Jón Gnarr.

Hvar finnst þér best að lesa?

Hvar sem er. Við eldhúsborðið með kaffibolla, í sófanum, uppí bústað, í

flugvél, í lest. Eða jafnvel meðal fólks á meðan það er spjallað eða horft á sjónvarpið.

Sólveigu Jónsdóttur gerði það hins vegar.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur?

Ég fór til Póllands, uppí sumarbústað, vann í pólitíkinni og var með stelpunum mínum. Sumarbústaður, gæsun, brúðkaup, Pólland, aðlögun tvíbura hjá dagmömmu, vinna og pólitík. Já og auðvitað lestur, sem ég hef gert heilmikið af í inniveðrinu í sumar.

Bækurnar hans Haruki Murakami. Frásagnarstíll og karaktersköpun hans er svo hrífandi.

Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu?

Það ætti að vera bók sem maður væri til í að lesa oftar en einu sinni. Ég get ekki lesið erfiðar bækur oftar en einu sinni þannig að ég held að ég myndi taka bestu „skvísubókina“ sem ég hef lesið, en þær eru ekki margar sem sitja eftir hjá mér. Korter eftir

Hvað gerðir þú í sumar?

Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Rafbókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins. Á heimasíðu safnsins http:sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,

Emils Kristjánssonar,

fyrrverandi slökkviliðsmanns, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ, Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Margrét H. Emilsdóttir Elías Á. Jóhannsson Hafsteinn Emilsson Helena Hjálmtýsdóttir Guðríður Nyquist Per – Olov Nyquist afa og langafabörn.

Dúxaði með 9,59 í meðaleinkunn hjá Keili Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma,

Margrét Ágústsdóttir,

Norðurvöllum 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13. Árni Ásmundsson, Ágúst Páll Árnason Birta Rós Arnórsdóttir, Dagný Halla Ágústsdóttir Margrét Arna Ágústsdóttir Hildir Hrafn Ágústsson

w

●●Rúmlega 1.500 manns hafa útskrifast frá upphafi ●●Anton Þór Ólafsson dúxaði af verk- og raunvísindadeild ■■Keilir útskrifaði ellefu nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú síðastliðinn föstudag. Með útskriftinni hefur Háskólabrú Keilis útskrifað alls 113 nemendur á þessu ári og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, flutti hátíðarræðu og Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp. Í ræðu sinni

lagði Hjálmar áherslu á gagnkvæma virðingu okkar fyrir ólíkri menningu, trúarbrögðum og þjóðfélagshópum, en án hennar væri menntun lítils virði. Þá flutti Thelma Rán Gylfadóttir ræðu útskriftarnema. Dúx var Anton Þór Ólafsson með 9,59 í meðaleinkunn. Fékk hann bók og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans.

Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Háskólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Ástríður Hjartardóttir, Bæjarási, Hveragerði,

lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi miðvikudaginn 9. ágúst 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hjörtur Kristjánsson Erna Guðlaugsdóttir Sigurjón Guðleifsson Cecilie Lyberth Ásta Guðleifsdóttir Magnús Jensson Ragnar Guðleifsson Hjördís Harðardóttir Sigurður Guðleifsson Margrét Guðleifsdóttir Hörður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@ vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Ljósanótt

VELKOMIN Á

LJÓS& PERUR LJÓSANÓTT

Á 30% afslætti í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ

-30% Tilboð gilda í BYKO Suðurnesjum 24. ágúst - 7. september

Gleðilega hátíð

Skemmtum okkur saman á ljósanótt


59

59

79

kr. 400 g

kr. 420 g

79

kr. 400 g

kr. 340 g

Tómatar 400 g, 2 tegundir

Bakaðar Baunir 420 g

Kjúklingabaunir, 400 g Nýrnabaunir, 400 g

Maískorn 340 g

EKKERT

BRUDL

ORKUDRYKKUR

1L

Líka til sykurlaus

198 kr. stk.

79

kr. 1 kg

59

kr. 250 ml

79

ES Hveiti 1 kg

ES Orkudrykkur 250 ml, 3 teg.

Eplasafi 1 lítri

Ostapizza Frosin, 300 g

3JA LAGA

4 RÚLLUR

200 blöð á rúllu

398 kr. pk.

í pakka

198 ES Salernisrúllur 3ja laga, 8 rúllur í pakka

kr. 1 l

200 STK. í boxi

79

kr. pk.

kr. 200 stk.

Eldhúsrúllur 4 rúllur í pakka

Eyrnapinnar 200 stk. í boxi

Verð gildir til og með 27. ágúst eða meðan birgðir endast


Íslenskur

KJÚKLINGUR á góðu verði

1.795 kr. kg Bónus Kjúklingabringur Ferskar

695

695

Bónus Kjúklingur Ferskur, heill

Bónus Kjúklingaleggir Ferskir

kr. kg.

kr. kg.

BÓNUS KEMUR MEÐ LÁGA VERÐIÐ TIL ÞÍN

1.398 kr. kg Nautaveisla Nautgripahakk Ferskt, Spánn

SAMA VERd

um land allt

4.598 kr. kg Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

320kr

400kr

verðlækkun pr. kg

verðlækkun pr. kg

1.595 kr. kg

1.259 kr. kg

Brauðostur í sneiðum, 26% Verð áður 1.995 kr. kg

Brauðostur, 26% Verð áður 1.579 kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Fjölbreyttir Fjölskyldudagar í Vogum Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga voru haldnir hátíðlegir um síðustu helgi í 21. skipti. Hátíðin var stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá og ókeypis var á alla viðburði. Hverfaganga var á laugardagskvöld þar sem hvert hverfi mætti í ákveðnum lit. Þá var glæsileg tónlistarveisla í Aragerði og að lokum var gestum boðið upp á flugeldasýningu. Meðfylgjandi myndir af hátíðinni tók Steinar Smári Guðbergsson.

Þarftu að selja? Frítt söluverðmat Sigún Einarsdóttir

894-2353, nemi í lögg. fasteignasala sein@remax.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Páll B. Guðmundsson 8619300, löggiltur fasteignarsali pallb@remax.is

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222


VINSÆLAR SKÓLATÖLVUR !

tl.is

A8 OG STÓR 512GB SSD FRÁBÆR KAUP

89.995 SKÓLATÖLVA MEÐ SSD Á 54.995 !

QUAD CORE

FRÁBÆR KAUP. HRAÐVIRKUR 512GB SSD,

RADEON R5

8GB VINNSLUMINNI OG FJÖGURRA KJARNA A8

8GB MINNI

ÖRGJÖRVI TRYGGJA HRAÐA VINNSLU

512GB SSD

HRAÐVIRK MEÐ INTEL i3 8 GB VINNSLUMINNI

15,6" INTEL DUAL CORE

MEÐ INTEL ÖRGJÖRVA,

15,6" FULL HD INTEL i3

SÉRSTAKLEGA STÓRT VINNSLUMINNI EÐA 8GB,

INTEL ÖRGJÖRVI

INTEL HD 520

INTEL i3 ÖRGJÖRVI OG 128GB SSD DISKUR

8GB MINNI

TRYGGJA MIKINN VINNSLUHRAÐA OG HRAÐA RÆSINGU.

128GB SSD

INTEL HD 500

FULL HD HÁSKERPUSKJÁ OG 128GB SSD Á

4GB MINNI

ÞESSU ÓTRÚLEGA VERÐI!

128GB SSD

15,6"

69.995

54.995 INTEL i3 OG 256GB MIKIÐ FYRIR PENINGINN

15,6" FULL HD INTEL i3

GLÆSILEG 15,6“ ASUS FARTÖLVA MEÐ INTEL

INTEL HD 5500

i3 ÖRGJÖRVA, 8GB MINNI OG 256GB SSD DISKI.

8GB MINNI

GLÆSILEGA HÖNNUÐ MEÐ FULL HD HÁSKERPUSKJÁ.

256GB SSD

79.995

SSD FYRIR HRAÐA OG 1TB HDD FYRIR GÖGN INTEL I5 KABY LAKE

99.995

15,6" FULL HD INTEL I5

SÉRSTAKLEGA KRAFTMIKIL MEÐ INTEL I5 KABY LAKE ÖRGJÖRVA, 6GB VINNSLUMINNI, SSD DISK FYRIR STÝRIKERFIÐ OG 1TB GAGNADISK.

INTEL HD 620 6GB MINNI 96GB SSD / 1TB HDD

VÍRUSVÖRN FYLGIR ! ÁRSÁSKRIFT AF F-SECURE SAFE ÖRYGGISPAKKA MEÐ VÍRUSVÖRN AÐ VERÐMÆTI 5.995 FYLGIR MEÐ ÖLLUM SKÓLATÖLVUM Í ÁGÚST!

REYKJANESBÆR · HAFNARGÖTU 90 · SÍMI 414 1740


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Gott og öflugt skólasamfélag í Reykjanesbæ ●● Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri sérfræðiþjónustu, lætur af störfum eftir farsælan starfsferil hjá Reykjanesbæ

Heimili á Akureyri og í Svíþjóð

Gyða er gift Viðari Má fyrrverandi sviðstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar en hann er kominn á eftirlaun. Þau eiga tvær dætur, en önnur býr á Akureyri og hin í Svíþjóð. „Ég á fjögur barnabörn, tvö á hvorum stað. Það er ástæðan fyrir því sem er að gerast næst hjá okkur. Það er að selja hér og kaupa húsnæði á Akureyri og fyrir eigum við húsnæði í Svíþjóð. Við ætlum að skipta okkur á milli þessara tveggja staða. Maðurinn minn er frá Akureyri og við ætlum að vera hálft ár á hvorum stað. Við ætlum að vera yfir sumarmánuðina í Svíþjóð en vetrarmánuðina á Akureyri. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að flytja héðan.“

sveitarfélaginu. Fyrsta heimili þeirra á Suðurnesjum var í Höfnum þar sem þau bjuggu í nokkra mánuði áður en þau flyttu í núverandi húsnæði þeirra í Innri-Njarðvík. „Þegar við flytjum hingað byrja ég að sjá um leikfangasafnið í Ragnarsseli hjá Þorskahjálp á Suðurnesjum. Ég tók við formennsku í leikfangasafninu og er jafnframt deildarstjóri í dagvistinni. Á Ragnarsseli var starfrækt dagvist fyrir fötluð börn. Það er svo árið 1999 sem ég fer til starfa i Njarðvíkurskóla sem sérkennari. Ég er líka í sérkennslunámi við Kennaraháskóla Íslands á þessum tíma.“ Gyða stofnaði Öspina árið 2002 ásamt þáverandi sérkennslufulltrúa. Öspin er sérúrræði fyrir nemendur með fötlun og langveik börn.

hluti af starfi mínu að vera tengiliður við þessar deildir. Ég fylgi málum eftir og er með ráðgjöf í þessum deildum. Hegðunardeildir eru Björk og Goðheimar og Eikin er einhverfudeild í Holtaskóla. Nýlega fór af stað verkefni sem fer fram í 88 húsinu sem ég kom að. Þetta er úrræði fyrir drengi með einhver frávik í eldri bekkjum grunnskóla eftir að venjulegum skóladegi lýkur. Í vetur voru sex drengir sem tóku þátt í þessu en það er biðlisti. Það vantar fleiri starfsmenn til að getað boðið fleirum upp á að taka þátt í þessu. Þessir drengir áttu ekki samleið með yngri börnunum og því er betra fyrir þá að vera í félagsmiðstöð eins og aðrir unglingar. Við höfum alltaf reynt að finna lausn sem virkar fyrir hvern og einn. Ég vil sjá þetta verða stærra og meira og þróa þetta úrræði í samvinnu við frístundaskólann.“

„Logos greiningar- og skimunartækið“

Gyða með fyrrverandi samstarfskonum Kolfinnu, Hafdísi og Vigdísi.

Kenndi Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara

Gyða er Vestmannaeyingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún byrjaði að kenna þar eftir gosið í Eyjum. „Ég kenndi meira að segja Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Þess vegna er hann svona flottur í dag,“ segir Gyða í léttum tón. Það var í Vestmannaeyjum sem afskipti Gyðu af sérkennslu hófust en hún kenndi í athvarfi sem var þar ásamt almennri kennslu. Þegar hún var 31 árs flutti fjölskyldan á Vestfirðina, á Suðureyri við Súgandafjörð og þar starfaði Gyða í fjögur ár við kennslu. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hún var í tíu ár. „Ég er menntaður grunnskólakennari og áhugi minn hefur ávallt beinst að sérkennslumálum. Ég hef alveg frá upphafi komið að sérkennslumálum þó ég hafi kennt á öllum stigum í grunnskóla. Þegar ég flyt til Svíþjóðar fer ég að kenna móðurmálskennslu og hælisleitendum. Ég kenndi einnig sérkennslu í Svíþjóð og svo tók ég námskeið í kennslu innflytjenda og sérkennslufræðum. Ég kenndi svo líka sérkennslu og almenna kennslu þar.“

Stofnaði Öspina

Ástæðan fyrir því að Gyða flutti til Reykjanesbæjar var sú að Viðar maðurinn hennar fékk vinnu hjá

Hún er hluti af Njarðvíkurskóla og nemendur eru tengdir almennum bekkjum. Þau erum með aðstöðu í Öspinni og eru með sérkennslu þar. Gyða fékk Hvatningarverðlaun núna nýlega fyrir að koma að stofnun Asparinnar. Þörfin fyrir úrræði fyrir nemendur með fötlun hér í sveitarfélaginu var mikil. Áður var þessum nemendum ekið í Öskjuhlíðarskóla þar sem þau fengu kennslu við hæfi. „Við ákváðum að það væri kominn tími til að bjóða upp á úrræði fyrir þessa nemendur hér í sveitarfélaginu. Á þessum tíma var komin umræða um skóla án aðgreiningar og verið var að leggja niður sérdeildir í grunnskólum. Nemendur þurfa bæði að fá að vera með jafnöldrum sínum og líka að fá nám við sitt hæfi. Við verðum alltaf að hafa einhver öðruvísi úrræði og Öspin er slíkt sérúrræði. Þetta verkefni hefur heppnast mjög vel og hefur ávallt verið gott fólk sem starfar þarna. Þau sem tóku við boltanum af mér hafa unnið frábært starf og fengið ráðgjöf frá fræðslusviði Reykjanesbæjar.

Finna lausn sem virkar fyrir hvern og einn

„Við erum með fleiri deildir fyrir nemendur með fatlanir og börn með hegðunarerfiðleika. Eftir að ég tók við starfi deildarstjóra hér hefur það verið

„Árið 2006 fórum við, fjórir sérkennarar, til Svíþjóðar á ráðstefnu og sáum greiningartæki sem heitir Logos en það er lestrargreiningarforrit sem er víða notað. Ég varð mjög spennt fyrir því og við fórum í samningaviðræður við eigendur. Í framhaldinu réðumst við í það að kaupa þetta greiningartæki. Það þurfti að þýða og staðhæfa það á íslensku sem var ótrúlega mikil vinna. Við höfðum sennilega ekki farið út í þetta ef við hefðum áttað okkur á því hvað þetta var mikil vinna. En þetta var mjög lærdómsríkt því við lærðum mikið um lestur, lesblindu og allt í kring um það. Við fórum á námskeið í Noregi og Svíþjóð. Við erum þrír sérkennarar á Suðurnesjum og einn í Kópavogi á bak við Logos á Íslandi. Þetta tæki er notað í yfir 90% allra grunnskóla landsins. Við erum búin að halda óteljandi námskeið um allt land.“

Aukin áhersla á læsi

Það var árið 2011 sem Framtíðarsýn Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis kom fram. Með henni var verklagi breytt og sett var aukin áhersla á læsi. Þessar áherslur voru settar í gang í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og í Sandgerði og Garði. „Við fengum viðurkenningu í opinberri stjórnsýslu fyrir framtíðarsýnina. Þetta byrjaði þannig að ég og þáverandi fræðslustjóri, Gylfi Jón Gylfason, áttum fund með öllum skólastjórum í leik- og grunnskólum og það var gerð viljayfirlýsing um bættan námsárangur á svæðinu og eflingu læsis og stærðfræði í leikskólum. Þetta var vegna þess að við vorum að koma afskaplega illa út úr samræmdum könnunarprófum. Við vorum ekki tilbúin að sætta okkur við að nemendur okkar væru eitthvað heimskari heldur en aðrir. Við vildum fá að skoða málin og voru allir tilbúnir að leggjast á eitt

Nemendur í Reykjanesbæ hafa náð góðum árangri á samræmdum könnunarprófum síðustu ár. Ein af ástæðunum fyrir þessu er breytt verklag sem var tekið upp í sveitarfélaginu. Gyða Margrét Arnmundsdóttir er einn af höfundum þessa breytta verklags og framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í menntamálum. Hún lýkur nú störfum hjá Reykjanesbæ eftir langan og farsælan starfsaldur. Hún hefur komið víða við í fræðslumálum í Reykjanesbæ og fékk nýlega tilnefningu til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs fyrir að hafa komið að stofnun Asparinnar, sem er sérúrræði fyrir nemendur með fötlun í Njarðvíkurskóla. að skoða það. Partur af þessari framtíðarsýn voru þessar föstu skimanir á læsisgetu nemenda. Úrvinnslan fór fram hér á fræðsluskrifstofunni og síðan skil í skólana til kennara og foreldra. Þá fór fram eftirfylgd í formi aðgerðaráætlunar. Þessi samvinna allra aðila, frábærra kennara, skólastjórnenda og foreldra skilaði strax góðum árangri. Sveitarfélagið kom inn í þetta með miklum stuðningi. Þetta var aðallega nýtt verklag og verkferlar en ekki aukið fjármagn. Það var mikill áhugi hjá fræðslu- og bæjaryfirvöldum að fylgja þessu eftir, sérstaklega fræðsluráðs og bæjarstjóra. Árni Sigfússon var bæjarstjóri þegar þetta fór í gang og var hann mjög áhugasamur um þetta verkefni. Þetta var ekki bara átak sem hætti, við erum enn að vinna eftir þessum verkferlum. Við kynntum þetta um allt land og margir sem sýndu þessari vinnu okkar áhuga. Það voru mörg sveitarfélög sem tóku þetta upp og gerðu að sínu. Þar má nefna Hafnarfjörð, Árborg, Hornafjörð og Vestmannaeyjar. Sveitarfélögin fengu kynningu og aðstoð við að fylgja þessu eftir. Þetta var mikil vinna en gaman og frábært að fá að taka þátt í þessu.“

Tekur síðasta kaflann í lífinu öðruvísi

og koma henni í geymslu. Ég er að leita mér að húsnæði á Akureyri. Hugmyndin er að koma aftur frá Svíþjóð í september og koma mér fyrir á Akureyri. Í Svíþjóð ætla ég að fá mér gróðurhús og rækta garðinn minn. Krabbameinslæknirinn minn sagði við mig: Kauptu þér stígvél og farðu að rækta garðinn þinn.“ Ég ætla að hugsa um barnabörnin og efla þau í læsi. Allavega á meðan þau nenna að vera með ömmu og afa,“ segir Gyða að lokum.

Fjórða hvert barn á leikskóla af erlendum uppruna

„Það eru stór verkefni framundan, sérstaklega vegna fjölgunar íbúa hér í sveitarfélaginu. Þetta kallar á mikla uppbyggingu í skólamálum. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið hér í Reykjanesbæ. Nú er að verða um einn fjórði af leikskólabörnum hér af erlendum uppruna og hátt í það af grunnskólabörnum. Það er mikið verkefni að styðja við kennara, foreldra og nemendur. Síðan er öll þessi fjölgun upp á Ásbrú. Maður veit ekki hvernig þróunin verður þar, hvort það verði mikið af barnafólki eða ekki. Við gætum þurft að byggja þjónustu þar hratt upp fyrir þessa nemendur, því þar gæti þeim fjölgað um helming. Svo er stór uppbygging í kringum nýja skólann í Innri-Njarðvík. Það verður að halda vel á spöðunum næstu árin. Það er mikið af stórum verkefnum framundan næstu árin og skemmtileg vinna fyrir þá sem taka við.“

„Fyrir tveimur árum greindist ég með krabbamein og var frá vinnu í tíu mánuði. Þessi veikindi urðu til þess að við hjónin ákváðum að hugsa málin upp á nýtt, hætta að vinna og taka síðasta kaflann í lífinu öðruvísi. Maður er þakklátur fyrir það að koma hraustur til baka úr svona veik- Gy ða sto fna ði Ös pin a ári ð 20 02 indum og langar til að ásamt þáverandi sérkennslufulltrúa. geta átt nokkur góð ár með fjölskyldunni. Ég vil ekki eyða restinni af ævinni í þetta álag sem er búið að vera síðustu ár. Það er búið að vera mikið álag í vinnunni en alltaf gaman. Ég er laus við við krabbameinið og er bara í eftirliti þessa dagana, mæti í myndatöku tvisvar á ári í fimm ár. Nú húser maður búin með Nýlega fór af stað úrræði í 88 ik. fráv ver einh ð me ngi starfsaldurinn. Stóru inu fyrir dre verkefnin mín frá því ég kom til Reykjanesbæjar eru sérdeildirnar í bænum, framtíðarsýnin og Logos.“

Keyptu þér sígvél og farðu að rækta garðinn þinn

„Ég er að ljúka störfum og er að fara út til Svíþjóðar. Ég er búin að pakka niður búslóðinni


SANDGERÐISDAGAR

21. - 27. ÁGÚST GLÆSILEGA OG FJÖLBREYTTA

DAGSKRÁ

MÁ FINNA INN Á WWW.SANDGERDI.IS

www.facebook.com/sandgerdisdagar


14

VÍKURFRÉTTIR

Innst inni elska allir að syngja

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Tilraun til íkveikju í 88 húsinu

Frá slökkvistarfi við 88 húsið í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi

■■Eldur var kveiktur við 88 húsið á Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum á sunnudagskvöld. Eldurinn logaði í porti undir trépalli en það

var vegfarandi sem réðst til atlögu gegn eldinum með handslökkvitæki. S l ö k k v i l i ð Br u n av ar n a Suðurnesja kom svo á vettvang og slökkti í glæðum. Kveikt hafði verið í eldfimum efnum í portinu. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Söguskilti afhjúpað á stórafmæli Tjarnasels Emilía með efnilegum söngkonum.

●●Emilía Björg fyrrverandi Nylon söngkona stofnar söngskóla á Suðurnesjum Kolbrún Dís syngur eins og engill.

■■Nýtt söguskilti við Strandleið var afhjúpað í dag en skiltið var gjöf frá Reykjanesbæ til Tjarnasels í tilefni 50 ára afmælis leikskólans. Skiltið er við steintröllin „Stein og Sleggju“ sem horfa út á hafið neðan við Bakkalág. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, og leikskólabörn Tjarnasels afhjúpuðu söguskiltið.

Emilia reynir að byggja upp sjálfstraust nemenda og láta þeim líða vel með sig sjálfa.

„Ég vil að nemendur gangi út eftir tímann með bros á vör og fullir sjálfstrausts,“ segir Emilía Björg Óskarsdóttir, en í vor stofnaði hún Söngskóla Emilíu. Hún segir viðtökurnar hafa verið rosalega góðar og að fullt hafi verið á fyrsta námskeið hennar á innan við viku. „Það var því greinilegt að fleira fólki fannst þetta vanta á Suðurnesjunum. Söngskóli Emilíu er fyrir alla. Innst inni elska allir að syngja. Við leitum í tónlist við hinar ýmsu aðstæður. Ég vinn mest með jákvæðni, að byggja upp sjálfstraust nemenda og láta þeim líða vel með sig sjálfa,“ segir Emilía. Hún var meðlimur hljómsveitarinnar Nylon en árið 2007 sagði hún skilið við hljómsveitina. „Ég hef reynslu af söngkennslu svo ég ákvað að gera þetta bara sjálf. Námskeiðin hafa gengið rosalega vel. Ég er í góðu sambandi við foreldra og það skiptir mig máli.“

Emilía hefur nú verið búsett í Reykjanesbæ í þrjú ár og segist elska að búa hér. „Hér er allt til alls. Við gætum ekki hugsað okkur að búa annars staðar.“

Í sumar voru námskeiðin í boði fyrir krakka á grunnskólaaldri en í haust mun Emilía einnig bjóða upp á námskeið fyrir 16 ára og eldri. „Þar geta fullorðnir áhugasöngvarar komið og fengið kennslu í tækni. Ég býð einnig upp á einkatíma.“ Upplýsingar um skólann má finna á Facebook-síðu skólans „Söngskóli Emilíu“, en skráningar fara einnig fram þar. Þá talar Emilía einnig reglulega um skólann á snapchat undir nafninu emiliabj.

Kolbrún Dís, Ingibjörg Svava, Guðbjörg, Drífa og Nanna Ísold æfa fyrir lokatónleikana.

Nokkur lög voru sungin af leikskólabörnunum, þar með talinn afmælissöngurinn og bæjarstjórinn bauð öllum upp á ís. Þetta er eitt af fyrstu skiltunum sem nú hafa verið sett upp á íslensku og ensku í bænum en fleiri skilti munu bætast við á næstu vikum. Um er að

ræða skilti sem innihalda upplýsingar um sögu bæjarfélagsins, sögu þjóðar og landafræði. Erlendir ferðamenn, ekki síður en heimamenn, sýna skiltunum mikinn áhuga en þau eru unnin af starfsfólki Reykjanesbæjar, Plexígleri og Skiltagerðinni.

Vel gekk að ráða í grunnskólana á Suðurnesjum ■■Vel gengur að ráða í grunnskólana á Suðurnesjum og enginn skortur er á starfsfólki. Eitthvað er um að leiðbeinendur séu í stöðum grunnskólakennara en flestir þeirra eru með aðrar háskólagráður eða í kennaranámi. Í Reykjanesbæ verða 217 kennarar starfandi við grunnskóla Reykjanesbæjar í vetur. Af þeim eru 174 með kennsluréttindi. Leiðbeinendur verða 43 og af þeim eru 27 með háskólagráðu og margir að ljúka námi til kennsluréttinda. Í Stóru Vogaskóla er búið að ráða í allar kennarastöður fyrir þetta skólaár. Óvenju margir eru ekki með kennsluréttindi, af 25 kennurum eru 8 sem eru ekki með kennsluréttindi. Allir nema einn eru með háskólamenntun, ýmist eiga þeir lítið eftir

Þú finnur okkur á

í kennsluréttindin eða eru með aðra háskólagráðu. Í Gerðaskóla eru 26 kennarar í 24 stöðugildum og búið er að ráða í allar stöður. Sótt var um undanþágu fyrir fjórar kennarastöður. Þar af er einn sem er með BA í félagsráðgjöf og búinn að kenna sl. þrjú ár, tveir eru með Bed gráðu í grunnskólafræðum en ekki leyfisbréf því það var eftir að krafan um mastersnám kom fram. Einn kennari, sem er menntaður leikskólakennari, mun kenna í 1. bekk og fylgir nemendum úr leikskólanum. Í Sandgerðisskóla er lítil breyting á starfsmannahópnum og búið er að ráða í allar stöður og sömu sögu er að segja um Grunnskólann í Grindavík.

Gabríel og Tómas styrktu Rauða Krossinn

HOLLT, GOTT OG HEIMILISLEGT Opnað verður fyrir áskrift 22.ágúst á www.skolamatur.is

skolamatur.is I Sími 420 2500 skolamatur@skolamatur.is I Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær

■■Þeir Gabríel Aron Sævarsson og Tómas Tómasson söfnuðu á dögunum pening til styrktar Rauða Krossinum, en þeir söfnuðu peningnum hjá ættingjum og foreldrum sínum. Rauði krossinn vill færa þeim bestu þakkir fyrir.


Reykjanesbær 2017 Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar 30. ágúst - 3. september Dagskrá á útisviði Föstudagur: Skólamatur býður í kjötsúpu • Bæjarstjórnarbandið Eyþór Ingi • Einar Örn • Föruneytið Laugardagur: Ávarp fimmtugra • Stórsveit Suðurnesja • BrynBallett Akademían Bíbí og Björgvin • Sirkus Íslands • Danskompaní • Diskótekið Dísa • Taekwondo Laugardagskvöld: Emmsjé Gauti • Jana María og hljómsveit • KK og Maggi Eiríks Hljómsveitin Valdimar • Jón Jónsson og hljómsveit

Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Söngvaborg • Heimatónleikar • Með Soul í auga Menningarveisla í Höfnum • Skessulummur • Syngjandi sveifla í Duus Safnahúsum Unglingaball • Söguganga • Leiktæki • Hoppukastalar • Flugeldasýning Queen messa • Sundlaugarpartí • Ljósanæturball og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum Skráning viðburða er á ljosanott.is og þar er alla dagskrá að finna. Við erum líka á Facebook Toyota Reykjanesbæ lýsir upp Ljósanótt með björtustu flugeldasýningu landsins! Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur – Láttu sjá þig!

ljosanott.is


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Finnum ekki fyrir góðærinu hér „Við eigum að hugsa um hvort annað,“ segir verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands

■■Það er ávallt löng röð fyrir utan starfsstöð Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum þegar matarúthlutun fer fram. Það eru um 400 manns á skrá sem leita sótt reglulega um matargjafir. Matarúthlutun er einu sinni í mánuði en þá koma þeir sem á hjálp þurfa að halda og sækja sér matarpakka sem eiga að duga í fimm máltíðir. Fjölskylduhjálp Íslands er líknarfélag sem rekið með sjálfshjálparfé. Tvisvar á ári er fjármunum safnað fyrir starfsemina. „Stórir styrktaraðilar aðstoða okkur en það er enginn stór styrktaraðili af Suðurnesjum. Bláa Lónið hefur verið duglegt að færa okkur handklæðagjafir og annað sem verður eftir hjá þeim. Sigurjón í Sigurjónsbakarí er gull af manni. Hann frystir allt sem selst ekki yfir daginn og færir okkur. Ég er hissa á því að stórfyrirtæki eins og fyrirtæki í sjávarútvegi láti sig þetta ekki varða,“ segir Anna Valdís

Jónsdóttir varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands og verkefnastjóri starfseminnar í Reykjanesbæ.

samfélagsins lifa við fátækramörk. Ég hef heyrt af fólki sem býr á Nesvöllum sem á ekki fyrir mat þegar það hefur greitt leiguna og önnur nauðsynleg útgjöld.“ „Það kom til okkar maður sem vinnur fulla vinnu sem náði ekki endum saman. Þegar hann var búinn að borga leiguna, barnameðlögin og annað sem hann þurfti að borga átti hann 20.000 kr. eftir. Hann gat því ekki veitt börnunum sínum mikið þegar þau komu til hans. Hann gat heldur ekki gefið börnunum sínum afmælisgjafir. Þetta er bara eitt dæmi um þá sem leita til okkar.“ Fjölskylduhjálp sér til þess að fólk fái matargjafirnar þegar það kemst ekki sjálft á svæðið að sækja þær. „Ættingar sjá stundum um að aka fólki hingað. Það kemur líka fyrir að fólk eigi ekki heimagengt vegna veikinda og þá reynum við að finna lausn á því. Það eru þung skref hjá sumum að koma hingað og þurfa að viðurkenna að þeir eigi ekki ofan í sig og á,“ segir Anna Valdís.

Neyðin mest þegar skólarnir byrja og fyrir jólin

„Erfitt er hjá sumum foreldrum þegar skólarnir byrja. Það eru ýmis aukaútgjöld eins og að kaupa nesti fyrir börnin í skólann og það kemur fyrir að foreldrar geti ekki keypt nesti fyrir börnin. Við finnum mest fyrir neyðinni fyrir jólin en þá nær röðin yfir hundrað manns. Það er líka tíminn sem við fáum flestar gjafirnar

Eigum að hugsa um hvort annað

Sorglegt að sjá hve margir lifa við fátækramörk

Að sögn Önnu er þörfin mikil hér á svæðinu og fjöldinn sem leitar til Fjölskylduhjálparinnar alltaf jafn stór. „Við finnum ekki fyrir þessu góðærinu sem talað er um. Margir sem leita hingað eru á leigumarkaðnum og leiguverð hefur hækkað mikið. Þetta þýðir að þessi hópur hefur minna fé á milli handanna til matarinnkaupa. „Hér kemur fólk sem hefur ekki geta borgað rafmagnsreikninginn sinn og því hefur verið lokað fyrir rafmagnið, jafnvel búið við rafmagnsleysi í nokkrar vikur. Ég er búin að starfa við þetta í sex ár og get ekki séð að þetta hafi neitt lagast á þessum tíma. Það er sorglegt að sjá eldri borgara sem hafa unnið alla sína ævi og borgað til

en það eru fleiri sem gefa eitthvað fyrir jólin. Við erum með pakkatré við Nettó Krossmóa. Pakkarnir fara allir til þeirra sem þurfa aðstoð um jólin. Ef það eru einhverjir pakka eftir þá fara þeir í afmælisgjafir eða jafnvel jólagjafir ári síðar. Við aðstoðum líka foreldra sem geta ekki keypt föt fyrir börnin sín. Nokkur jól keyrðum við maðurinn minn mat til fólks til klukkan sex á aðfangadag.“

Anna Valdís Jónsdóttir verkefnastjóri starfseminnar í Reykjanesbæ.

„Við rekum einnig verslun með notaðar og nýjar vörur hér í húsnæðinu. Allur ágóði af sölunni fer til Fjölskylduhjálpar. Það eru alltaf einhverjir sjálfboðaliðar sem aðstoða okkur hér í búðinni. Það gefur þeim tilgang að koma hingað og hjálpa til. Það koma líka nokkrir frá Björginni sem er geðræktarmiðstöð Suðurnesja og aðstoða okkur. Hingað í búðina kemur líka mikið af fólki sem þarf að fá ræða sín mál. Við þurfum að vera sáluhjálparar líka. Margir eiga erfitt og þurfa að ræða við einhvern. Það er svo ríkt í okkur að fela fátækt en við eigum að hugsa um hvort annað, þess vegna eru við á þessari jörð,“ segir Anna að lokum.

Á LJÓSANÓTT ER OPIÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS

FRÁ KL. 11:00 – 21:00

FISKRÉTTIR // STEIKUR // SALÖT // KAFFI // KÖKUR

MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is


fimmtudagur 24. ágúst 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Lúxusgisting við höfnina í Grindavík

Lúxusgisting með útsýni yfir höfnina í Grindavík, sem ber heitið Harbour View, verður í boði frá og með 1. september næstkomandi en Grindvíkingarnir Gylfi Ísleifsson, Jakob Sigurðsson, Kjartan Sigurðsson, Sigurður Óli Hilmarsson og Þormar Ómarsson standa á bakvið fyrirtækið. „Við fengum hugmyndina að þessu fyrir nokkrum árum þegar við keyrðum fram hjá svæðinu, að vera með eitthvað flott þarna, með útsýni

yfir höfnina,“ segir Jakob í samtali við Víkurfréttir, en þessa dagana er framkvæmdunum að ljúka. „Húsin eru tilbúin að innan og í vikunni ættu

þau að vera alveg klár en við gefum okkur góðan tíma í að prófa áður en við förum að bjóða borgandi kúnnum að koma.“ Unnið er að tíu húsum en áætlað er að þau verði tuttugu. Jakob segir framkvæmdirnar kostnaðarsamar en lagt var upp úr því að húsin væru vel einangruð, úr gæðaefni og byggð til að þola íslenskar aðstæður. Nú þegar reka Jakob, Kjartan og Sigurður fyrirtækin Fjórhjólaævintýri ehf. og Reykjanes bike. „Þetta

verkefni er til að efla ferðaþjónustu í Grindavík og til að hafa meiri möguleika,“ segir Jakob og tekur það fram að í Grindavík sé þjónusta til fyrirmyndar. „Hér er hugsað vel um kúnnann. Þjónustan á svæðinu hefur verið vel rekin síðustu ár og við erum að skila frá okkur ánægðu fólki. Svo fannst okkur kjörið að tengja þetta við tjaldsvæðið i hérna í Grindavík sem er glæsilegt.“ Ferðamenn í Grindavík hafa aldrei verið fleiri en nú í sumar, en í júní var

Ferðamennirnir leita oft niður á höfn og njóta þess að sjá lífið þar.

aðsóknarmet á tjaldsvæðinu slegið þegar gestafjöldinn fór yfir þrjú þúsund.

Virkjaðu hæfileikana Máttur kvenna er nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig.

Námið byggir á fjórum kjarnanámskeiðum

Á vinnuhelgum verður ennfremur lögð áhersla á

• Upplýsingatækni

• Námstækni

• Fjármál og bókhald

• Nýsköpun og frumkvöðlar

• Stofnun fyrirtækja og rekstrarform

• Skapandi stjórnun

• Markaðs- og sölutækni

• Framsækni og tjáning

Næsta námskeið hefst 15. september Kynntu þér málið á bifrost.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Með SOUL í auga ■■Tónleikaröðin „Með blik í auga“ heldur áfram á Ljósanótt og í þetta sinn verður SOUL tónlist fremst í flokki. Arnór Vilbergsson og Guðbrandur Einarsson sögðu okkur aðeins frá sýningunni og undirbúningi hennar. „Okkur langaði til þess að búa til gleðisýningu í ár og soul-tónlist er vel til þess fallin að bjóða upp á gleði og glens og ótrúlega skemmtilega tónlist en þetta er sjöunda árið sem við höldum tónleika í þessari tónleikaröð.“ Hvernig lög verða í sýningunni? „Við höfum alltaf unnið með söguna í gegnum lögin. Í ár byrjum við til dæmis á lögum frá Ray Charles, færum okkur yfir í Aretha Franklin, Marvin Gaye og munum síðan enda með góðum smell, hver veit hvort við lumum ekki á rappi í lokin. Þetta er mikil lagaflóra, gleði og rosalega skemmtileg tónlist.“ Guðbrandur segir að soul-tónlistin hafi í raun og veru byrjað í kirkjunni en þar á hún sinn uppruna í gospelinu. „Flytjendur í ár eru heimamenn ásamt nokkrum stórstjörnum á borð við Jón Jónsson sem er með frábært

soul raddsvið, Stefanía Svavarsdóttir og Jóhanna Guðrún koma einnig fram, en þær hafa sungið með okkur áður. Eyþór Ingi sem er frábær söngvari og svo er það enginn annar en stuðboltinn og reynsluboltinn sjálfur Helgi Björns.“ Arnór segir þó að hinir flytjendurnir séu stútfullir af reynslu eins og Helgi en hann sé bara eins og gamalt rauðvín, verði bara betri með hverju árinu. Þið hafið komið víða við á síðastliðnum árum. Er ekkert mál að vera með nýtt efni nýjar hugmyndir? „Í kringum áramótin er púlsinn tekinn og þá er ákveðið hvort við ætlum að gera þetta einu sinni enn eða hætta þessu. Það hefur gengið vel undanfarin ár en til að byrja með fórum við yfir íslenska tónlist og tímabilin hennar. Eftir það fórum við síðan að færa okkur yfir í þema. Í fyrra vorum við með kántrý tónlist og það hafði enginn sérstaka trú á henni þegar ég skaut því að en sú sýning heppnaðist afar vel,“ segir Guðbrandur. Arnór er hljómsveitarstjórinn og hefur í nægu að snúast fyrir sýninguna og heldur utan um stóran hóp af tónlistarfólki. Við spurðum hann

Helgi Björnsson á æfingu.

hvernig gengi að halda utan um þetta allt saman. „Þetta er mjög auðvelt í raun og veru. Það sem er svo gott við þetta er hversu sjóaðir allir eru orðnir í þessu. Í ár erum við til dæmis með sömu menn í hljómsveitinni og hafa spilað með okkur síðastliðin fjögur ár. Við erum í raun og veru að æfa í litlum hópum, bandið æfir sér, blásturshljóðfæra-

leikarar sér og síðan einn og einn söngvari. Á mánudeginum fyrir sýningu hittumst við öll í Andrews leikhúsinu og æfum saman.“ Langur tími fer í undirbúning á svona sýningu og hálfu ári fyrir hana er byrjað að útsetja, senda út plön, fá raddir og margt fleira. Guðbrandur segir að fyrsti listinn sem hann setti saman á Spotify hafi innihaldið 200 lög

en síðan var grisjað smám saman úr honum og að lokum urðu 20 lög fyrir valinu. Hann nefnir einnig að hann hafi reynsluna umfram Arnór í þessari tónlist, því hann sé gamall reynslubolti. Sýningin er frumsýnd þann 30. ágúst og eru örfáir miðar eftir á þá sýningu. Tvennir tónleikar vera svo 3. september klukkan 16 og 20. Miðasala er á midi.is

Raunfærnimat í Verslunarfulltrúa ■■Vinnur þú við verslun og þjónustu eða hefur reynslu af því? Langar þig til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði eða bæta við menntun þína? Ef þú ert orðin/orðinn 23 ára og hefur unnið verslunar- og þjónustustörf í þrjú ár eða lengur ættir þú að lesa áfram og kynna þér málið. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) býður nú í haust upp á raunfærnimat í Verslunarfulltrúa. Það er 29 eininga starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Matið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk til þess að kortleggja færni sína og auka möguleikana á ýmsum sviðum. Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu, byggt upp umtalsverða færni en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi og félagsstörfum. Á undanförnum árum hafa rétt tæplega fjögur þúsund einstaklingar farið í gegnum raunfærnimat í ýmsum iðn- og verkgreinum, auk raunfærnimats í almennri starfshæfni, hjá MSS og öðrum símenntunarmiðstöðvum um allt land. Það er samdóma álit þeirra að það hafi styrkt stöðu þeirra og sjálfstraust. Margir hafa í kjölfarið lokið löggiltu námi.

Anndís Harpa Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Kristinn Sigurjónsson, nemandi við HÍ

Matið fer þannig fram að þátttakendur mæta nokkrum sinnum í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4, Reykjanesbæ. Eftir kynningu og einstaklingsviðtal við náms- og starfsráðgjafa, hefst matsferlið. Gerð er færniskráning og í kjölfarið fer fram matssamtal þar sem fagaðili metur stöðu viðkomandi í faginu. Matið er staðfest með vottun og skráningu metinna eininga í Innu, skráningarkerfi framhaldsskólanna. Við raunfærnimat í Verslunarfulltrúa eru þátttakendur metnir skv. námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til 29 framhaldsskólaeininga. Markmiðið er að þeir geti stytt nám í framhaldinu og sýnt fram á reynslu og færni í starfi eða atvinnuumsókn. Eftir matið geta þátttakendur tekið ákvörðun um að ljúka við það sem uppá vantar í námi, nýtt matið sem stökkpall í annað nám eða nýtt það til að skoða hvar þeir eru staddir og hvert þeir vilja stefna með hliðsjón af því.

Hér koma að lokum ummæli eins þeirra sem fór í gegnum raunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS, Kristins Sigurjónssonar sölumanns í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Hann er nú nemandi við Háskóla Íslands: Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat hjá MSS og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu. Nánari upplýsingar veitir Arndís Harpa Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, í síma 412-7500 eða tölvupósti; arndisharpa@mss.is

Gunnur Magnúsdóttir

Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Sími: 864-3802 gunnurm@fstorg.is Fasteignasalan TORG Garðatorgi 5 210 Garðabæ

KRAFTUR ● TRAUST ● ÁRANGUR

LAUS STÖRF MYLLUBAKKASKÓLI Stuðningsfulltrúi FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Sálfræðingur LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennari AKURSKÓLI Stuðningsfulltrúar FJÖRHEIMAR Eftirskólaúrræði með fötluðum ungmennum HOLTASKÓLI Umsjónarkennari á miðstigi MYLLUBAKKASKÓLI Þroskaþjálfi VELFERÐARSVIÐ Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR VETRARÁÆTLUN STRÆTÓ Vetraráætlun Strætó hefur tekið gildi. Breytingarnar taka bæði til innanbæjarstrætós og landsbyggðarstrætós, sem meðal annars ekur til flugstöðvar og í nágrannabæjarfélög. Áætlanir má nálgast á vefjum Reykjanesbæjar og Strætós bs. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Skráning er hafin á Fanzine bókagerðanámskeið sem fer fram í safninu laugardaginn 26. ágúst klukkan 11-17. Skráning fer fram á heimasíðu safnsins; https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn. NESVELLIR Leikfimi eldri borgara hefst aftur eftir sumarfrí mánudaginn 28. ágúst. Boðið er upp á leikfimi mánudaga og fimmtudaga kl. 10.00 á Nesvöllum. Allir íbúar 60 ára og eldri velkomnir. Bjóðum sérstaklega nýja þátttakendur velkomna. Klippikort til sölu í afgreiðslu Nesvalla.

Hef hafið störf á Fasteignasölunni TORG, býð alla í fasteignahugleiðingum velkomna í viðskipti, fagleg ráðgjöf og topp þjónusta. Bestu kveðjur, Gunnur Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali Sími: 864-3802

Fimmtudagskvöld kl. 20:00


Nýtt Húsasmiðjublað er komið út!

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

PARKET-VERKFÆRI-MÁLNING-HEIMILISTÆKI OG MARGT FLEIRA

36% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

28.995

kr

44.995 kr Verkfæraskápur

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Með 6 skúffum. Stærð: Hæð: 92,5 cm Breidd: 73,8 cm Dýpt: 52 cm.

46.990

kr

5024494

Þvottavél

FW30L7120 1200sn 7kg. A+++. 1805690

25% afsláttur

40%

af ALLRI JOTUN veggmálningu

31%

afsláttur

afsláttur

SÚPER TILBOÐ

10 ltr.

SÚPER TILBOÐ

9.597

SÚPER TILBOÐ

6.745

kr

kr

15.995 kr

8.995 kr

Jotun vegg- og loftmálning, 10 ltr. 7119784-86

Topplyklasett

73 stk., 1/2"-1/4", toppar 4-27 mm, skrall 72T. 5052569

17.894

kr

25.932 kr

Hleðsluborvél 10.8V Í HSC Tösku

2 stk. 1.5Ah Li-ion rafhlöður, Led ljós. Hersla 35Nm. 5246788

25% afsláttur

af ÖLLUM STANLEY pressum

21%

45%

afsláttur

25%

afsláttur

afsláttur

30% afsláttur

SÚPER TILBOÐ

17.996

kr

23.995 kr

Loftpressa

Nuair Stanley Twenty. 1,5Hp, -1.1kW, 24 ltr., tankur,10 bör, 180 ltr. 5255114

SÚPER TILBOÐ

8.115

kr

11.595 kr

Handlaugartæki 8000033

5.495

kr/m2

kr

Stærð: 176x90x45 cm. Hver hilla ber 265 kg. Litur: Galv. 5803674

Byggjum á betra verði

2.289kr/m Harðparket, eikarplanki 2

6.995 kr

Hillurekki Strong 265 Galv

Damixa Pine handlaugartæki.

1.259

SÚPER TILBOÐ

265

8 mm, bandsagað. 147071

HVER HILLA

Frí heimsendinhugsa.is

slun í vefver EÐA MEIRA SLAÐ ER FYRIR 5.990 KR. EF VER


20

VÍKURFRÉTTIR

Húsnæðisskortur leiðir ekki til aðkomu barnaverndar

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Þriggja ára beið í tíu tíma með gat á hausnum „Skelfilegt ástand á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir móðir drengsins

■■„Húsnæðisskortur einn og sér leiðir ekki til aðkomu barnaverndar eða til þess að mál verði barnaverndarmál,“ segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, í pistli sínum á vef Reykjanesbæjar. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um húsnæðisvanda fólks á svæðinu og aðkomu barnaverndar í þeim málum. Aðkoma barnaverndar í málum barna byggir á barnaverndarlögum og berist tilkynning um að aðbúnaði og umönnun barns sé ábótavant ber barnavernd skylda til að hefja könnun máls. „Það eru svo margar og misjafnar ástæður fyrir því að fólk er í húsnæðisvanda en óhætt er að fullyrða að þær eru í fæstum tilvikum til komnar vegna vanrækslu foreldra,“ segir Hera. Telji barnavernd að þörf sé á stuðningi við viðkomandi barn og fjölskyldu þess er reglan sú að stuðningurinn sé barninu fyrir bestur. Vistun barns utan heimilis kann að koma til álita en er ekki fyrsti kostur í þeirri vegferð. Sé niðurstaðan sú að ekki sé ástæða til aðgerða á grundvelli Barnaverndarlaga að lokinni könnun, þá er málinu lokað hjá barnavernd. Hera segir það reynslu velferðarráðs að foreldrar reyni að gæta hagsmuna barna sinna og veiti þeim það öryggi sem þau þurfa. Sú leið sé oft fundin í

gegnum tengslanet fjölskyldunnar en að hún geti líka falist í því að foreldrar kaupi gistingu á gistiheimili, AirB&B, leigi herbergi og búi tímabundið við þröngar aðstæður. Samkvæmt lögum er það hlutverk sveitarfélaga að aðstoða íbúa sem eru tekjulágir eða með þunga framfærslubyrgði í gegnum félagslega húsnæðiskerfið og segir Hera sveitarfélagið nokkuð vel sett með íbúðafjölda í félagslega kerfinu í samanburði við önnur sveitarfélög, þó biðlistinn sé langur. „Íbúar sem leita til félagsþjónustu sveitarfélaga vegna húsnæðismála sinna fá ráðgjöf við húsnæðisleit, upplýsingar um ýmis stuðningsúrræði fyrir tekjulægstu hópana, m.a. sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins og lán til fyrirframgreiðslu húsnæðis. Félagsþjónusta sveitarfélagsins reynir eftir bestu getu að koma til móts við fólk í þessari erfiðu stöðu, m.a. með því að auðvelda þeim þannig aðgengi að almenna leigumarkaðinum.“ Barnafólk sem leitar að eigin frumkvæði til barnaverndar vegna húsnæðisvanda síns er bent á að snúa sér til félagsþjónustu sveitarfélaga. Úthlutun félagslegs húsnæðis er verkefni velferðarsviðs Reykjanesbæjar og félagslegt húsnæði í Reykjanesbæ er rekið af Fasteignum Reykjanesbæjar ehf.

■■„Mér finnst þetta skelfilegt. Á ekki að fara að gera eitthvað í þessum málum? “ spy r Ásdís Ágústsdóttir, en fyrr í vikunni beið hún í tíu klukkustundir eftir læknisþjónustu fyrir þriggja ára son sinn. Aron hafði fengið gat á hausinn á leikskólanum sínum og eftir hádegi fór hann ásamt móður sinni á slysaog bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til aðhlynningar. Þar biðu þau í þrjá og hálfan tíma án nokkurrar læknisaðstoðar. Einn læknir var á vakt á spítalanum sem að sögn Ásdísar hafði engan tíma til að tala við þau. „Eftir þessa bið fékk ég óþægilega tilfinningu fyrir þessu svo ég ákvað að fara með hann til Reykjavíkur.“ Á Landspítalanum í Fossvogi var vel tekið á móti þeim og þeim fylgt á sérstaka barnastofu en eftir það tók við rúmlega fjögurra klukkustunda bið. Aroni var gefið kæruleysislyf klukkan 21 þar sem hann var svo saumaður af lækni. „Ég er rosalega ánægð að hafa farið með hann til Reykjavíkur en þetta ástand er skelfilegt. Aron stóð sig hins vegar eins og

hetja,“ segir Ásdís. Bæta þarf við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja svo álagið minnki en Ásdísi finnst ólíklegt að það gerist. „Ég sá aðeins einn lækni

LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 30. ÁGÚST.

EFNI Í BLAÐIÐ ÞARF AÐ BERAST Í SÍÐASTA LAGI Á MÁNUDAGINN. SENDIÐ EFNI Á VF@VF.IS. SÍMI FRÉTTADEILDAR ER 421 0002.

V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. Leitað er að stafsmönnum sem hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, eru skipulagðir í verkum sínum og áhugasamir. VA K T S TJ Ó R I FA R Þ EG A ÞJ Ó N U S T U Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Helstu verkefni eru stýring raðakerfa í flugstöðinni, upplýsingagjöf og aðstoð við farþega og utanumhald hóps starfsmanna sem veita farþegum bestu mögulegu þjónustu. Vaktstjóri er ábyrgur fyrir því að öllum verkefnum farþegaþjónustu sé sinnt. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfniskröfur • Góðir stjórnunarhæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð • Menntun/starfsreynsla sem nýtist í starfi • Yfirburða þjónustulund og jákvæðni • Líkamleg hreysti fyrir göngur og stöður • Góð samskiptahæfni • Góð íslensku- og enskukunnátta • Þriðja tungumál er kostur Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC árlega frá 2015. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

UMSÓKNARFRESTUR: 3. SEP TEMBER 2017

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

og tvær hjúkrunarkonur á flakki á HSS. Það er fáránlega mikið að gera hjá þeim. Það er mikið af frábæru fólki að vinna á HSS en ástandið þar er bara skelfilegt.“

Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli í tvö ár. Hún er hluti af góðu ferðalagi.


Sjónvarp Víkurfrétta á ferðinni

BEINT FRÁ BÆJAHÁTÍÐUM

Sjónvarp Víkurfrétta verður með beinar útsendingar frá viðburðum á Sandgerðisdögum og Ljósanótt í Reykjanesbæ á fésbókarsíðu Víkurfrétta.

SUÐURNESJAMAGASÍN ÚR SUMARFRÍI

NÝTT Á DAGSKRÁ

Sjónvarpsfólk Víkurfrétta er komið úr sumarleyfi og nýr þáttur af Suðurnesjamagasíni er á dagskrá á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00

Í þætti vikunnar fylgjumst við með ferðalagi Phantom F4 herþotu sem sett var á stall við Keili á Ásbrú. Förum í skötuveislu í Garði, ræðum við forsvarsmenn „Með Soul í auga“, fjöllum um Sandgerðisdaga og Ljósanótt í Reykjanesbæ, svo eitthvað sé nefnt. Fylgist með á Hringbraut eða vf.is.

Suðurnesjamagasín - alltaf eitthvað nýtt!


22

VÍKURFRÉTTIR

Þátttaka í íþróttum og tómstundum getur skipt sköpum

■■„Það er mjög fjölbreytt íþróttaog tómstundastarf í bænum okkar. Þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi getur skipt sköpum,“ segir Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, í viðtali við FFGÍR, Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ. „Það kennir ýmissa grasa hjá okkur. Stærstu íþróttirnar eru að sjálfsögðu

sund og fimleikar, ásamt körfu- og fótbolta. Það eru margar góðar íþróttagreinar í gangi. Svo er líka fjölbreytt tómstundastarf í boði. Við erum með félagsmiðstöð fyrir 13 til 16 ára krakka og einnig ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Svo er gott starf, bæði hjá KFUM og KFUK, Skátunum og mörgum öðrum,“ segir Hafþór og hvetur börn til þátttöku í starfinu.

FFGÍR vill einnig hvetja foreldra til að skrá börn sín til þátttöku nú þegar skólastarf er að hefjast. Foreldrar geta sótt um hvatagreiðslur, en fyrir hvert barn eru þær 21.000 krónur. Upplýsingar um hvatagreiðslurnar er að finna á mittreykjanes.is. Þeir sem eiga í erfiðleikum með að sækja um greiðslurnar geta haft samband við Hafþór.

fimmtudagur 24. ágúst 2017

Miðbæ Barcelona skellt í lás

ATVINNA

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FJÖRHEIMAR FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FJÖRHEIMAR ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Í HLUTASTÖRF !

Um er að ræða þrjár 40 % stöður í eftirskólaúrræði með fötluðum ungmennum. Vinnutími er virka daga frá 13.00 – 16.00. Hæfniskröfur: - Góð færni í mannlegum samskiptum - Reynsla af starfi með ungmennum æskileg - Hæfni til að vinna sjálfstætt - Hreint sakavottorð - Reynsla af starfi með fötluðum æskileg Umsækjendur þurfa að hafa náð 19 ára aldri. Sækja þarf um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 31. ágúst, æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Að auki er óskað eftir starfsmönnum í kvöldvinnu í félagsmiðstöðinni og möguleiki er á starfi um helgar í Útideild Reykjanesbæjar.

KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR

■■„Ekki mjög skemmtilegt að svona gerist nánast í bakgarðinum hjá manni,“ segir Sandgerðingurinn Jóna Júlíusdóttir sem er búsett í hverfinu þar sem Sendiferðabíl var ekið á hóp fólks við Römbluna í Barcelona á Spáni síðastliðinn fimmtudag er þrettán manns létu lífið og hundrað særðust. Sandgerðingurinn Jóna Júlíusdóttir er búsett í Barcelona og var hún nýkomin heim úr göngutúr þegar Víkurfréttir náðu af henni tali daginn eftir atburðina. Fáir voru á ferli um svæðið en borgin þó farin að vakna og taka við sér á ný eftir hörmungar fimmtudagsins. „Ég var sofandi þegar þetta gerðist. Ég ætlaði að fara niður í bæ að vesenast en svaf mjög illa og ákvað að leggja mig frekar. Ég vaknaði fyrst við Skype hringingu frá mömmu sem ég huns-

aði (sorrý mamma) en svo kom meðleigjandinn inn og sagði mér hvað hafði gerst við enda götunnar okkar. Við tóku klukkutímar í símanum að láta fólk vita og tékka á vinum hér og svara skilaboðum frá fólki heima áður en maður gat skráð sig örugga á Facebook,“ segir Jóna. Daginn eftir voðaverkið hjá Jónu fór að mestu leyti í það að skoða spænsku fréttirnar ásamt mikilli bið. „Þar sem við búum á Römblunni var útgöngubann lengst hér á svæðinu. Fólk í öðrum hverfum mátti orðið snúa heim en við máttum ekki fara út í búð. Miðbænum var bara skellt í lás. Svo um miðnætti náði ég loks að fara að lesa fréttir. Það er ekki mjög skemmtilegt að svona gerist nánast í bakgarðinum manns. Svo er ansi vinsælt torg Plaza Reial á móti okkur og við vorum hræddar um aðra sprengingu þar.“ Á Facebook síðu Jónu sagðist hún hafa verið þakklát fyrir að hafa átt svefnlitla nótt og verið sofandi þegar atvikið átti sér stað. Vinur Jónu starfar sem læknir rétt fyrir utan Barcelona og var kallaður út á eitt stærsta sjúkrahúsið í þar til þess að vinna eftir atburði fimmtudagsins. Hann er sérfræðingur í slysa- og bráðalækningum og kom hann heim eftir miðnætti. Allt tiltækt læknalið hafði verið kallað út og voru sumarfrí aukaatriði. Jóna segir lögregluna, sjúkralið og lækna hetjurnar þeirra. Þessir atburðir voru frekar súrealískir að sögn Jónu og þá sérstaklega þegar þeim var tjáð að einn árásarmannanna hafði falið sig inni á veitingastað nálægt þeim. Margir vinsælir veitingastaðir og meðal annars stórt veitingatorg eru nálægt þeim og hefði árásin í raun og veru geta átt sér stað hvar sem er í kringum íbúðina þeirra. Jóna þakkar öllum þeim sem hugsað hafa til hennar eftir atburði fimmtudagsins en hún hafði ekki undan síðastliðinn fimmtudag að svara skilaboðum, símhringingum og símtölum á Skype eftir að fréttirnar bárust til Íslands.

Ljósanæturhlaup Lífstíls ●●Hlaupið í minningu Björgvins Arnars

STARFSMAÐUR Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR ITS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI TIL STARFA Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI ITS. UM ER AÐ RÆÐA DAGVINNU ÞAR SEM VINNUTÍMINN ER 7:45-15:40 MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA. STARFSVIÐ: ■

Ýmis vinna í viðhaldi innréttinga í farþegarými flugvéla Icelandair. Vinnan fer að mestu fram í lengri viðhaldsstoppum flugvéla í skýli yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er unnið að hluta úti í línuumhverfinu við smærri lagfæringar í stuttum stoppum.

verður í kringum götur Reykjanesbæjar. Vegalengdirnar sem í boði verða eru 3 km, 7 km og 10 km. Ljósanótt er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins og því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér saman að hlaupa, enda eru vegalengdir í boði fyrir alla. Hlaupið hefst og endar við Líkamsræktarstöðina Lífsstíl. Forskráning er inn á hlaup.is.

MENNTUN OG HÆFNI: ■ Aldurstakmark 20. ár

■ Hafa gott vald á íslenskri tungu.

Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf í góðu starfsumhverfi. Liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæfileika sem finnst gott að vinna sem hluti af liðsheild í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Lögð er rík áhrersla á öguð og sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og eftirfylgni. Nánari upplýsingar veita:

Sigurð Á. Einarsson í netfanginu sigurdurae@its.is.

■ Umsóknir óskast útfylltar á www.icelandair.is/umsokn

eigi síðar en 4. september 2017.

■■Árlegt Ljósanæturhlaup Lífstíls fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi. Í ár munu 500 krónur af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar sem lést fyrir fjórum árum síðan en hann fæddist með sjaldgæfan genagalla. Líkamsræktarstöðin Lífstíll sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupið

GERÐASKÓLI ATVINNA Gerðaskóli óskar eftir fólki í eftirtalin störf: Starfsmaður skólasels, eftir hádegi Skólaliði 80% Stuðningsfulltrúi 80% Umsóknarfrestur er til 7. september Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veita Jóhann 8984808 og Eva 8984496.


fimmtudagur 24. ágúst 2017

23

VÍKURFRÉTTIR

Íþróttir á Suðurnesjum

Annar sigur Karenar Guðnadóttur í röð á Eimskipsmótaröðinni

Knattspyrnusamantekt Grindavík í toppbaráttunni þrátt fyrir tap

■■Grindavík tapaði fyrir Val 2:0 á Valsvelli í Pepsí-deild á mánudaginn. Einar Karl Ingvarsson skoraði bæði mörk Valsmanna. Fyrra markið skoraði hann á 22. mínútu og það síðara á 80 mínútu. Grindavík er í 3. - 4. sæti deildarinnar með 24 stig.

Keflavík hélt 1. sæti Inkassodeildar

■■Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja gerði sér lítið fyrir og sigraði á öðru mótinu í röð á Eimskipsmótaröðinni í golfi en um síðustu helgi var keppt á síðasta móti ársins, Sequritas mótinu, þar sem leikið var um GR bikarinn. Karen vann eftir æsispennandi keppni og var höggi betri en Berglind Björnsdóttir sem varð stigameistari ársins. Karen lék hringina þrjá á 11 höggum yfir pari en fór á kostum á lokahringnum sem hún lék á pari. Hún fékk fjóra fugla á fyrstu átta holunum og náði svo forystu í mótinu þegar fimm holur voru eftir og hélt henni. Fyrir lokaholuna voru þær jafnar, Karen og Berglind, en GS-konan tryggði sér sigur með því að fá par en Berglind fékk skolla. Vel gert hjá Karen sem hefur verið að bæta sig þegar liðið hefur á sumarið. Hún vann Hvaleyrarbikarinn fyrir tveimur vikum, varð í 4. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og vann svo núna lokamótið.

Karen endaði í 2. sæti í stigakeppni Eimskipsmótaraðarinnar. Golfkúbbur Suðurnesja átti tvo aðra keppendur í kvennaflokki en Laufey Jóna Jónsdóttir varð í 9. sæti á 27 yfir pari og Kinga Korpak sem rak lestina á 33 yfir pari en Kinga var langyngsti keppandinn í mótinu, aðeins 14 ára. Kinga kom gríðarlega á óvart þegar hún blandaði sér í toppbaráttuna á næsta síðasta mótinu á Hvaleyri þegar hún leiddi fyrir lokahringinn. Gekk hins vegar illa á lokahringnum og Karen kom, sá og sigraði og fór m.a. holu í höggi í því mótinu eins og við sögðum frá nýlega. Suðurnesjamenn áttu einn keppanda í karlaflokki en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS varð í 13.-14. sæti á 7 yfir pari en hann endaði í 31. sæti í stigakeppni ársins. Guðmundur lék á mótaröðinni í sumar í fyrsta skipti í mörg ár og stóð sig vel þó hann hafi ekki náð í verðlaunasæti.

Aron, Samúel og Sindri í landsliðshópnum ■■U21 landsliðshópurinn sem mætir Albaníu þann 4. september næstkomandi á Víkingsvelli hefur verið valinn. Þrír Suðurnesjamenn eru í hópnum en það eru þeir Aron Freyr Róbertsson sem leikur með Grindavík, Samúel Kári Friðjóns-

son leikmaður Valerenga í Noregi og Sindri Kristinn Ólafsson sem leikur með Keflvíkingum. Leikurinn verður fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða árið 2019.

Eyþór keppir á HM í taekwondo

■■Keflavík tapaði 4:2 fyrir Haukum um síðustu helgi í Inkasso-deildinni. Keflavíkingar skoruðu tvö fyrstu mörkin. Fyrsta markið var sjálfsmark á 5. mínútu. Jeppe Hansen skoraði fyrir Keflavík úr vítaspyrnu í byrjun síðara hálfleiks. Keflavík var í þægilegri stöðu og fátt benti til þess að Haukar myndu jafna, hvað þá skora fjögur mörk. Harrison Hanley minnkaði muninn á 54. mínútu áður en Björgvin Stefánsson jafnaði metin sex mínútum síðar. Aron Jóhannsson kom svo Haukum yfir áður en Björgvin

gulltryggði óvæntan sigur Hauka. Lokatölur 4-2 og þrátt fyrir tapið er Keflavík er áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig.

Grindavík kom með eitt stig úr Eyjum

■■Grindavík gerði 2:2 jafntefli við ÍBV í gær í Vestmannaeyjum í Pepsí-deild kvenna í síðustu viku. Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu og var það Cloé Lacasse sem skoraði það fyrir ÍBV. Þannig var staðan í hálfleik. Kristín Anítudóttir Mcmillan jafnaði fyrir Grindavík á 56. mínútu. ÍBV komst aftur yfir með marki frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur á 67. mínútu. Grindvík jafnaði aftur með marki frá Maríu Sól Jakobsdóttur á 82. mínútu. Lokastaðan því 2:2 og er Grindavík er 7. sæti með 14 stig.

Njarðvík og Víðir í toppsætum 2. deildar

■■Njarðvík gerði 1:1 jafntefli við Magna frá Grenivík á föstudag. Krystian Wiktorowicz skoraði

jöfnunarmark Njarðvíkur í uppbótartíma. Víðir sigraði Huginn 1:0 á laugardaginn. Ari Steinn Guðmundsson skoraði mark Víðis á 8. mínútu. Njarðvík er í 1. sæti og Víðir í 3. sæti 2. deildar.

Þróttarar komnir í 3. sæti 3. deildar

■■Þróttur Vogum sigruðu KF 2:0 í toppslag 3. deildar í um síðustu helgi. Aran Nganpanya kom Þrótti yfir 21. mín og Andri Björn Sigurðsson skoraði seinna mark Þróttara á 69. mín. Sigur Þróttara var aldrei hættu þrátt fyrir mikla baráttu. Mikil stemmning var á leiknum og létu stuðningsmenn Þróttar vel í sér heyra. Þróttarar hafa verið um miðja deild í allt sumar og eru í fyrsta sinn á meðal þriggja efstu liða deildarinnar.

Reynir með sigur á Víkingsvelli

■■Reynir Sandgerði sigraði Berseki 1:0 á Víkingsvelli í 3. deild í knattspyrnu karla í síðustu viku. Tomislav Misura skoraði eina mark leiksins fyrir Reyni á 25. mínútu. Reynir er í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ ÓSKAR EFTIR STEFNUMÓTUN TÓMSTUNDAFÉLAGA Í REYKJANESBÆ Íþrótta- og tómstundráð óskar eftir því að forsvarsmenn tómstundafélaga í Reykjanesbæ komi saman og fari yfir hver séu brýnustu verkefnin í náinni framtíð og að hugað verði að stefnumótun í starfi sínu. Óskað er eftir að sent verði á íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is fyrir 15. september nk. Fulltrúum gefst svo kostur á að fylgja eftir stefnumótun á fundi ÍT ráðs í byrjun október.

●●Einungis tveir Íslendingar keppt á mótinu en báðir eru þeir Keflvíkingar

■■Keflvíkingurinn Eyþór Jónsson keppir á Heimsmeistaramóti ungmenna í taekwondo í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Mótið fer fram dagana 24.- 27. ágúst. Eyþór hefur verið í ungmennalandsliðinu í langan tíma og hefur náð góðum árangri bæði innanlands og erlendis. Hann er meðal annars ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki, bikarmeistari, sigraði opna hollenska og opna skoska mótið, allt á þessu tímabili. Eyþór verður eini fulltrúi Íslands á þessu móti, en hann keppir í -65 kg flokki. Þetta er í annað sinn sem Íslendingur keppir á þessu móti, en fyrir tveimur árum keppti Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson á sama móti.

Breytum notuðum fatnaði í matvæli Fatasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er opin alla virka daga frá kl 13 til 18 að Baldursgötu 14, Reykjanesbæ.

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ

S orpeyðin gar stöð S uðurne sja sf.

--- Útboð verksamninga --Þjónusta við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 – 2023. Sorphirða og útvegun íláta, flutningar og kaup á endurvinnsluefni. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: Sorphirðu fyrir heimili á Suðurnesjum, útvegun á endurvinnsluílátum, flutninga efnis og kaup á endurvinnsluefni. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Þjónustutímabil er 5 ár, frá 1. febrúar 2018 til 31. janúar 2023. Útboðsgögn eru afhent frá og með 28. ágúst og fást með því að senda ósk um gögn með tölvupósti á netfangið beimur@simnet.is. Fram skal koma nafn bjóðanda svo og nafn, símanúmer og netfang tengiliðs hjá bjóðanda. Tilboð verða opnuð hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Berghólabraut 7, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 3. október 2017 kl. 11.00. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

Beinum sjónum að sjónum ■■Í þessu dásemdarveðri sem hefur verið í sumar og hef ég notið þess að ganga og hjóla á fallegu strandleiðinni okkar hér í Reykjanesbæ. Ég segi það fullum fetum að þessi skemmtilega gönguleið hefur stórbætt lífsgæði mín, ég sæki andlega og líkamlega næringu í fallegt og margbreytilegt umhverfið, hvort sem dagarnir eru sólríkir og lygnir eða þungbúnir og hvassir. Það var sérstaklega skemmtilegt nú í vikunni að fylgjast með makrílbátunum að veiðum nánast við fjöruborðið í Keflavíkinni og sjá hafnirnar iða af lífi frá morgni til kvölds. Ég hef lengi átt þann draum að glæða strandleiðina meira lífi, fá okkur bæjarbúa og gesti okkar meira að sjónum. Ég er nýkomin frá sjávarborginni Seattle í Bandaríkjunum og þar naut ég þess að ganga meðfram sjónum, skoða mig um á alls konar mörkuðum með ferskan fisk, grænmeti, ávexti og ýmsan listvarning. Þar voru veitingastaðir, kaffihús, barir og söfn þar sem gestir gátu notið matar og drykkjar og fallega sjávarútsýnisins. Við þurfum reyndar ekki að líta út fyrir landsteinana til að finna dæmi um iðandi mannlíf við sjávarsíðuna - Grandinn í Reykjavík er nærtækara dæmi. Þar hefur orðið gríðarlegur viðsnúningur á örfáum árum og glæsileg uppbygging margvíslegrar starfsemi með iðandi mannlífi í áður yfirgefnu húsnæði.

LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar

Strandleiðin okkar er gríðarleg auðlind, útsýnið fagurt með lokkandi aðdráttarafl. Á köflum hennar er útsýnið hinum megin því miður þó ekki alveg jafn glæsilegt, tóm niðurnýdd hús og vélarusl. Ég vil þó taka sérstaklega fram að margt gott hefur verið gert, smábátahöfnin í Grófinni, svæðið í kringum Duus húsin og neðanverð Hafnargatan hafa tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Mig langar svo í meira svoleiðis. Mig langar til að nýta gömlu niðurnýddu húsin og glæða þau lífi. Ég hef áður nefnt gömlu sundlaugina á þessum vettvangi og svæðið þar í kring, þar eru ótrúleg tækifæri til þess að skipuleggja „mannlífsaukandi„ starfsemi. Eins svæðin þegar komið er bæði að Keflavíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn. Gamlar bensínstöðvar og verkstæði á stórkostlegum útsýnisstöðum hreinlega bíða eftir nýju hlutverki. Því segi ég - beinum sjónum okkar að sjónum - þar er sannarlega verðmæti að finna.

twitter.com/vikurfrettir

Fornbílaklúbburinn hjólar bara í lögreglustjórann.

instagram.com/vikurfrettir

Rotaði lögregluþjón og rændi bíl af vegfaranda ●●Eftirför endaði með handtöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Frá vettvangi sl. sunnudag.

■■Lögregluþjónn var sleginn í rot og árásarmaðurinn rændi í kjölfarið bifreið af vegfaranda á Reykjanesbraut og hélt á flótta. Atvikið átti sér stað á sunnudag. Lögreglan á Suðurnesjum veitti manninum eftirför sem endaði með því að flóttabifreiðinni var ekið á anddyri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Maðurinn hljóp inn í flugstöðina og hafði í hótunum við fólk áður en hann var handtekinn af lögreglu. Atburðarásin hófst við Grindavíkurveg þar sem bifreið mannsins var mæld á 150 km. hraða í glæfraakstri. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á

miklum hraða eftir Reykjanesbraut til Reykjanesbæjar. Bifreiðin ók heilan hring í hringtorgi á Reykjanesbraut við Grænás með lögregluna á hælunum. Bifreiðinni var einnig ekið á miklum hraða í gengum framkvæmdasvæði, bæði við Þjóðbraut og einnig við Aðalgötu. Þar varð bifreiðin óökufær eftir árekstur við umferðarmerkingar á framkvæmdasvæðinu. Ökumaðurinn kom út úr bifreið sinni og lét eins og hann ætlaði að gefast upp en kýldi svo lögreglumann þannig að lögregluþjónninn rotaðist. Í framhaldinu hljóp maðurinn að bifreið sem var stopp í röð á svæðinu,

barði á rúður og öskraði á ökumanninn. Þá reif maðurinn upp hurð á bílnum og dró ökumanninn, konu, út úr bílnum og hélt áfram flótta sínum undan lögreglunni. Lögreglan elti manninn uppi og náði honum í flugstöðinni. Lögreglan segir atburðinn mjög alvarlegan en hún gat ekki yfirheyrt manninn fyrr en daginn eftir. Lögreglan hefur ekki veitt nánari upplýsingar um málið en boðar tilkynningu um atvikið sem þá verður birt á vf.is.

31. ágúst – 2. sept.

ttur afslá af öllum vörum nema af tilboðsvöru KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.

SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.