Vikurfrettir 33 2017

Page 1

• fimmtudagur 24. ágúst 2017 • 33. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

●●Guðmundur Steindórsson týndi veski og skilríkjum sem unglingur í Njarðvík árið 1983

Myndirnar á skilríkjunum eins og nýjar eftir 34 ár í jörð ■■Veski með nafnskírteini og ökuskírteini fannst við uppgröft á Klapparstíg í Njarðvík. Guðmundur Steindórsson bifreiðastjóri tapaði veskinu árið 1983. Þá var hann 16 ára og fór allra sinna ferða á skellinöðru. Það má segja að veskið hafi verið gleymt og grafið! Í veskinu voru einmitt ökuréttindi sem staðfestu að Guðmundur mætti aka léttu bifhjóli og einnig nafnskírteini, sem voru algeng á þessum tíma. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Guðmundur hafa haldið að hann hafi týnt veskinu þegar hann hafi brunað eftir Borgarveginum í Njarðvík á skellinöðrunni sinni. Hann hafi leitað að veskinu en ekki fundið. Veskið, sem var merkt Verzlunarbankanum, kom hins vegar í leitirnar á dögunum við Klapparstíg 10 í Njarðvík. Þar bjó Guðmundur í 10 ár. Hann hallast nú að því að veskið hafi dottið í blómabeð og svo grafist í mold. Þegar veskið fannst var það orðið

mjög morkið og illa farið. Auk skilríkjanna tveggja voru tvö önnur plastkort í veskinu en voru orðin illa farin. Það kom Guðmundi mjög á óvart hversu heilleg skilríkin voru og myndirnar í þeim eins og nýjar, þrátt fyrir á fjórða áratug neðanjarðar. Ökuskírteinið og nafnskírteinið eru brædd í plast og þessi merkilegi fundur því ágætt dæmi um það hversu plast er lengi að brotna niður í náttúrunni. Skilríkin tvö eru enn í fullu gildi. Skellinöðruréttindin eru enn til staðar þó svo langt sé síðan Guðmundur hafi síðast brunað um Njarðvíkur á slíkum fáki. Guðmundur er í dag bifreiðastjóri og ekur m.a. strætisvagni á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur er með bifreiðastjórablóð í æðum en faðir hans heitinn, Steindór Sigurðsson, var einnig bifreiðastjóri og rak eigið fyrirtæki með rútur og síðar hjá Sérleyfisbílum Keflavíkur, SBK.

Fornbílaklúbburinn ósáttur við akstursbann Lögeglustjóri segir aðrar götur standa til boða á Ljósanótt

Guðmundur Steindórsson með skilríkin sem komu úr jörð í Njarðvík eftir að hafa tapast með veski í blómabeð við Klapparstíg 10 árið 1983. Myndirnar á skilríkjunum voru teknar þegar Guðmundur var 15 ára en hann er fimmtugur í dag. Morkið veskið er á innfelldu myndinni. Skilríkin eru í mun betra ástandi en veskið. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

■■Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands er afar ósátt við þá ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna akstur fornbíla niður Hafnargötu á Ljósanótt og hvetur eigendur allra slíkra ökutækja til að sniðganga hátíðina. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri segir öryggi hins fótgangandi borgara skipta mestu máli og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Lögreglustjóri sagði að eina umferðin sem yrði leyfð niður Hafnargötu yrði akstur bifhjóla og hann viðurkennir í samtali við VF að það sé vissulega umdeilanlegt. „Við ræddum þetta fram og til baka í lögreglunni með öryggisnefnd hátíðarinnar og þetta var niðurstaðan. Það hefði verið stórt skref að banna hjólin líka,“ sagði Ólafur Helgi og ítrekaði að ákvörðunin væri fyrst og fremst byggð á öryggissjónarmiðum. „Ég vil benda á það að þetta er eina gatan sem við viljum ekki fá þessa umferð á. Aðrar götur geta staðið til boða fyrir þennan akstur.“ „Stærsti hluti af stemmningunni fyrir eigendur og ökumenn fornbíla var að fá að keyra þarna í gegn. Það eru bara örfáir aðilar sem nenna að rúlla þarna suðureftir til að leggja bílunum sínum á eitthverju túni, en mikill meirihluti bílanna sem þarna komu voru ekki af Suðurnesjum, og því var bara best að aflýsa viðburðinum í heild sinni í stað þess að þetta yrðu bara örfáir bílar á eitthverri hallærislegri smásýningu miðað við undanfarin ár,“ sagði Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbsins á Facebook.

Gáfu Reykjanesbæ húsnæði undir leikskóla ●●Gjöfin frá Ásbrú íbúðum og Heimavöllum er liður í því að byggja upp innviði á svæðinu en um 2.700 manns búa nú á Ásbrú.

FÍTON / SÍA

Fasteignafélögin Heimavellir og Ásbrú íbúðir færðu í gær Reykjanesbæ húsnæði að gjöf undir nýjan leikskóla að Ásbrú. Húsnæðið hentar vel til leikskólastarfs en þar var áður samkomuhús á gamla varnarliðssvæðinu. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú síðustu ár og hefur íbúðum á svæðinu fjölgað verulega. Íbúafjöldi telur nú um 2.700 manns og er stór hluti þeirra fjölskyldufólk. Einn grunnskóli er á svæðinu, Háaleitisskóli, en um 250 nemendur eru skráðir í skólann nú í upphafi vetrar. Uppbygging og vöxtur á Suðurnesjum hefur verið gríðarlegur og

einföld reiknivél á ebox.is

hefur íbúum á svæðinu fjölgað hlutfallsleg mest á landinu öllu síðustu ár. Ljóst er að ráðast þarf í töluverða uppbyggingu á innviðum á svæðinu til að mæta fjölgun íbúa. Til að styðja við þessa uppbyggingu og flýta fyrir þróun hennar munu Heimavellir og Ásbrú íbúðir færa Reykjanesbæ að gjöf fasteignina Skógarbraut 932, undir rekstur leikskóla. Húsnæðið er vel staðsett, í miðju íbúahverfi þar sem stutt er í alla þjónustu. „Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á þessu svæði og er það mikið hagsmunamál fyrir alla aðila að byggja upp innviði og tryggja þannig góða þjónustu fyrir íbúa svæðisins,“ segir Guð-

brandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri Ásbrúar íbúða tekur í sama streng. „Íbúum hefur fjölgað mikið á svæðinu síðustu ár og mun fjölga enn frekar á næstu árum. Áhersla okkar er að byggja upp fjölskylduvænt hverfi og með því að gefa húsnæði undir leikskóla erum við að leggja okkar lóð á vogaskálarnar við að byggja upp gott og heilbrigt samfélag.“ Heimavellir og Ásbrú íbúðir eiga og reka hátt í 1.000 íbúðir til samans á Ásbrú, í svokölluðum 900, 1100 og 1200 hverfum á Ásbrú. „Nýi leikskólinn tekur til starfa þegar

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

núverandi leikskólapláss að Ásbrú verða fullsetin,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, en tveir leikskólar eru fyrir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. „Við munum nýta veturinn til að innrétta

húsnæðið að þörfum barnanna svo hann geti hafið starfsemi haustið 2018. Ef þörf krefur munum við hins vegar reyna að hraða framkvæmdum eins og kostur er.“

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Heimavalla, Ásbrúar íbúða og Kadeco við afhendingu byggingarinnar (í baksýn), sem breytt verður í leikskóla sem opnar næsta haust.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.