Víkurfréttir 34. tbl. 39. árg.

Page 1

7

Thelma Björgvinsdóttir með athyglisverða sýningu á Silver Cross-barnavögnum í Duus safnahúsum.

Opnunartími Miklar tilfinningar tengdar

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Silver Cross

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

Starfsmannamál í Grindavík:

Hjálmar biðst afsökunar Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við Víkurfréttir um starfsmannamál á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Afsökunarbeiðnin kemur fram í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. „Í stærra samhengi viðtals taldi ég mig ekki brjóta gegn reglunum en finnist einhverjum á sér brotið biðst ég afsökunar á því,“ segir Hjálmar í bókuninni. Bókun Hjálmars kemur í kjölfar bókunar Helgu Dísar Jakobsdóttur, fulltrúa U-lista, þegar ráðningarmál sviðsstjóra voru tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar. Auglýst hafa verið störf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Umsóknarfrestur var til og með 27. ágúst 2018. Fimm sóttu um starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Bæjarráð mun vinna málið áfram. Í bókun Helgu segir: „Í kjölfar umræðu og fjölmiðlaumfjöllun í kringum uppsagnir sviðsstjóra og fleiri starfsmanna Grindavíkur fordæmum við hjá Rödd unga fólksins ummæli formann bæjarráðs sem birtust í Víkurfréttum. Við teljum þetta grafalvarlegt mál þar sem þarna er verið að brjóta á trúnað starfsfólks Grindavíkurbæjar og siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar“. Í bókuninni er vísað til greinar um trúnað og þagnarskyldu í siðareglum Grindavíkurbæjar: Trúnaður og þagnarskylda Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum. Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Grindavíkurbæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum.

Vilja virkja erlenda íbúa til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja virkja erlenda íbúa bæjarins til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni. Í dag er rúmur fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar af erlendum uppruna og hefur fjölgað hratt í þeim hópi síðustu misseri. Við setningu Ljósanætur í síðustu viku kom Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, inn á þetta og hvatti íbúa til að koma með hugmyndir að því hvernig megi vekja athygli nýjustu bæjarbúanna á bæjarhátíðinni og hvetja þá til þátttöku. Ljósanótt fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Í blaðinu í dag er ítarlega fjallað um hátíðina í máli og myndum. Meðfylgjandi mynd var tekin við setningarathöfnina. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

ÁVALLT FERSKT & GOTT Í NETTÓ!

-40% LONDONLAMB LÉTTREYKT

1.799

KR KG

ÁÐUR: 2.998 KR/KG

S U Ð U R N E S J A

LAMBAHRYGGUR FERSKUR - NÝSLÁTRAÐ LAMBALÆRI FERSKT - NÝSLÁTRAÐ

1.498

KR KG

2.298

KR KG

Tilboðin gilda 6.-9. sept. 2018

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.