Víkurfréttir 34. tbl. 39. árg.

Page 1

7

Thelma Björgvinsdóttir með athyglisverða sýningu á Silver Cross-barnavögnum í Duus safnahúsum.

Opnunartími Miklar tilfinningar tengdar

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Silver Cross

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

Starfsmannamál í Grindavík:

Hjálmar biðst afsökunar Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við Víkurfréttir um starfsmannamál á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar. Afsökunarbeiðnin kemur fram í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. „Í stærra samhengi viðtals taldi ég mig ekki brjóta gegn reglunum en finnist einhverjum á sér brotið biðst ég afsökunar á því,“ segir Hjálmar í bókuninni. Bókun Hjálmars kemur í kjölfar bókunar Helgu Dísar Jakobsdóttur, fulltrúa U-lista, þegar ráðningarmál sviðsstjóra voru tekin til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar. Auglýst hafa verið störf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Umsóknarfrestur var til og með 27. ágúst 2018. Fimm sóttu um starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og fjórtán sóttu um starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Bæjarráð mun vinna málið áfram. Í bókun Helgu segir: „Í kjölfar umræðu og fjölmiðlaumfjöllun í kringum uppsagnir sviðsstjóra og fleiri starfsmanna Grindavíkur fordæmum við hjá Rödd unga fólksins ummæli formann bæjarráðs sem birtust í Víkurfréttum. Við teljum þetta grafalvarlegt mál þar sem þarna er verið að brjóta á trúnað starfsfólks Grindavíkurbæjar og siðareglur kjörinna fulltrúa Grindavíkurbæjar“. Í bókuninni er vísað til greinar um trúnað og þagnarskyldu í siðareglum Grindavíkurbæjar: Trúnaður og þagnarskylda Kjörnir fulltrúar gæta þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einkahagsmuna eða almannahagsmuna samkvæmt lögum eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að kjörnir fulltrúar láta af störfum. Kjörnir fulltrúar virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Grindavíkurbæjar, sem og um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um, enda byggi hann á lögmætum og málefnalegum rökum.

Vilja virkja erlenda íbúa til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja virkja erlenda íbúa bæjarins til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni. Í dag er rúmur fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar af erlendum uppruna og hefur fjölgað hratt í þeim hópi síðustu misseri. Við setningu Ljósanætur í síðustu viku kom Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, inn á þetta og hvatti íbúa til að koma með hugmyndir að því hvernig megi vekja athygli nýjustu bæjarbúanna á bæjarhátíðinni og hvetja þá til þátttöku. Ljósanótt fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Í blaðinu í dag er ítarlega fjallað um hátíðina í máli og myndum. Meðfylgjandi mynd var tekin við setningarathöfnina. VF-mynd: Hilmar Bragi

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

ÁVALLT FERSKT & GOTT Í NETTÓ!

-40% LONDONLAMB LÉTTREYKT

1.799

KR KG

ÁÐUR: 2.998 KR/KG

S U Ð U R N E S J A

LAMBAHRYGGUR FERSKUR - NÝSLÁTRAÐ LAMBALÆRI FERSKT - NÝSLÁTRAÐ

1.498

KR KG

2.298

KR KG

Tilboðin gilda 6.-9. sept. 2018

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg. Danski skjöldurinn var upprunalega settur á elsta vita Íslands, á Valahnjúki á Reykjanesi, en sá viti var reistur 1. desember 1878 þegar Kristján IX var konungur Danaveldis. Hollvinafélagið fékk síðastliðið haust styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð 1.000.000 kr. til þess að koma endurgera og koma svokölluðu konungsmerki aftur upp á vitann.

Skjaldarmerki Danakonungs á Reykjanesvita afhjúpað á Ljósanótt

Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Ólafsson og hafði hann kynnt sér vitavarðarstarfið í Danmörku. Á árunum 1907–1908 var reistur nýr viti á Bæjarfelli og var fyrst kveikt á honum 10. mars 1908. Þá var konungur Friðrik VIII. Danska konungsmerkið var þá fært af gamla vitanum yfir á þann nýja. Fangamark Friðriks VIII var þá sett yfir fangamark föður hans Kristjáns IX og nýtt ártal MCMVIII (1908).

Fánum beggja landa var flaggað í tilefni dagsins. Skjöldur með afsteypu af skjaldarmerki tveggja Danakonunga var afhjúpaður á Reykjanesvita á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Það gustaði svolítið við afhjúpunina en hún var framkvæmd af Arnbirni Ólafssyni, nafna fyrsta vitavarðarins og langalangaafabarni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur afhjúpunina. Eftir afhjúpunina gekk forsetinn upp í vitann og virti fyrir sér útsýnið yfir Reykjanes og nágrenni. „Ég er ánægður að þetta verkefni sé búið. Þetta var talsvert verk og smá vesen eins og gengur. Skjaldarmerkið var gert á Þingeyri og við erum mjög ánægðir með það og það er prýði á vitanum,“ sagði Hallur en samtökin ætla að snúa sér að næstu verkefnum. Hollvinasamtökin vitans hafa áhuga á að nýta húsnæði neðan vitans sem m.a. hýsir ljósavél og vilja koma þar upp sýningu sem tengist vitanum.

Frá vígslu Reykjanesvita hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár, skartaði Reykjanesviti skjaldarmerki Danakonungs. Merkið þótti á sínum tíma mikilvæg viðurkenning konungs á mannvirkinu en Kristján IX var konungur Danmerkur 1863–1906. Þegar vitinn var vígður hafði sonur Kristjáns, Friðrik VIII, tekið við stjórnartaumum í Danmörku og var þá skjaldarmerki hans sett yfir það fyrra.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Arnbjörn og Hallur voru í baráttu við veðurguðina sem blésu hressilega þannig að dúkurinn flæktist aðeins við merkið en þetta hafðist að lokum.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, óskar Halli Gunnarssyni til hamingju eftir afhjúpunina. Aðrir á myndinni eru Arnbjörn Ólafsson sem afhjúpaði merkið, Jóhann F. Friðriksson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og formaður Reykjaness Jarðsvangs.

Kjötsúpan gaf góðan yl

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamaður: Brynja Ýr Júlíusdóttir, sími 421 0002, brynja@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Hið árlega kjötsúpukvöld á Ljósanótt var á föstudagskvöld þegar Skólamatur bauð bæjarbúum og gestum upp á bragðmikla og rjúkandi heita kjötsúpu við smábátahöfnina í Gróf. Um 5000 skammtar af súpu voru afgreiddir á súpukvöldinu einnig voru það rúmlega 10.000 börn í grunnskólum sem fengu kjötsúpu frá Skólamat.

Aðeins færra var á súpukvöldinu á föstudaginn en árið áður en hinsvegar fór svipað magn af súpu en fjölmargir nýttu sér það að koma og fá ábót á súpuna til að ylja sér í nepjunni. Meðfylgjandi myndir voru teknar í súpugleðinni.


Hlíðarhverfi Nýtt í sölu

Skoðið teiknin ga www.b r á ygg.is Fyrsti áfangi Hlíðarhverfis sem nú er kominn í sölu liggur á milli Þjóðbrautar og Skólabrautar í Reykjanesbæ. Þarna er um að ræða blandaða byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu og öruggar göngu- og hjólaleiðir í skóla- og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni. Staðsetningin er hreint út sagt frábær. Samgöngur eru greiðar frá hverfinu hvort sem er innan Reykjanesbæjar eða upp á Reykjanesbraut. Stutt upp á Keflavíkurflugvöll og Ásbrú.

Íbúðirnar í fjölbýlishúsum Hlíðarhverfis eru 4 herbergja, 112.6 til 148.7 fm. Einbýlishúsin á bilinu 230.1 til 248.5 fm. Parhúsin á bilinu 170.9 til 203.9 fm.

Kársnes

Lundur

ONNO / 2018-02-001

Nýjar og glæsilegar íbúðir í bryggjuhverfi á norðanverðu Kársnesi í Naustavör 22-26. Hér erum að ræða 2ja til 4ra herbergja íbúðir, stærðir frá 91.6 til 232.5 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Glæsilegar íbúðir í Lundarhverfinu við Fossvoginn í Lundi 13-17. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og stærðirnar eru frá 107 til 185.1 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

www.bygg.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 34 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði

REYNSLA - FAGMENNSKA - METNAÐUR


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

Aldrei fleiri gestir í Duus safnahúsum

Gestir Duus safnahúsa hafa aldrei verið fleiri en um nýliðna Ljósanótt. Þetta staðfestir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Hún sagði flesta hafa lagt leið sína á ljósmyndasýningu Listasafns Reykjanesbæjar og á sýningu Thelmu Björgvinsdóttur um Silver Cross-barnavagna. Fjórar nýjar sýningar voru opnaðar í Duus safnahúsum sl. fimmtudag. Fyrst má nefna „Eitt ár á Suðurnesjum“, ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem safnið

stóð fyrir. Þá er það sýningin „Eitt ár í Færeyjum“, ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir. Sýningin „Endalaust“ er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og hönnunar og inniheldur verk úr endurunnum efnivið. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og koma 20 hönnuðir að sýningunni. Þá opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna ...Svo miklar drossíur. Silver Cross-barnavagnar hafa verið vinsælir á Íslandi í langan tíma. Sýningin er samstarfs-

verkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur. Við opnun sýninga var útilistaverkið Súlan einnig afhjúpað. Súlan er listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem afhent hefur verið í áraraðir sem menningarverðlaun bæjarins. Það hefur verið stækkuð og sett upp við Duus safnahús. Auk sýninga í Duus safnahúsum voru listsýningar í sýningarrýmum upp eftir allri Hafnargötunni og víðar í bænum.

Listakonan Elísabet Ásberg, höfundur Súlunnar, ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Til hægri má sjá útilistaverkið Súluna sem stendur sunnan við Bryggjuhús Duus safnahúsa.

Þessar skvísur gerðu sér glaðan dag á Library við opnun sýninga á Park Inn hótelinu.

Helgi á leið til New York

Prjónakonan Regína 100 ára Regína Guðmundsdóttir varð 100 ára miðvikudaginn 29. ágúst sl. Hún hélt upp afmælið með börnunum sínum þremur og afkomendum á afmælisdaginn í Innri Njarðvík. Þar bjó hún lengst af með fjölskyldu sinni. Eigimaður hennar var Pétur R. Kárason en hann lést fyrir 22 árum síðan.

Í dag býr Regína á Nesvöllum í Reykjanesbæ og er við góða heilsu en heyrnin er ekki góð. Regína er áhugasöm um prjónaskap, hefur alla tíð verið afkastamikil í þeim málum og prjónar enn tátiljur. Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi í afmælisveislunni en Regína stillti sér upp með börnum sínum og afkomendum.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Foreldrafærninámskeið skólaþjónustu Klókir krakkar, meðferðarúrræði fyrir 8-12 ára börn með hamlandi kvíða og foreldra þeirra hefst 27. september nk. Skráning er hafin á Mitt Reykjanes.

Háaleitisskóli – Baðvörður drengja Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Tónlistarkennari Háaleitisskóli – Náms- og starfsráðgjafi Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 6.9: Foreldramorgunn kl. 11 – Fræðsluerindi um „1000 fyrstu dagana“. Þriðjudagurinn 11.9: Heimanámsaðstoð hefst fyrir grunnskólanema í 4.-10. bekk. Alla þriðju- og fimmtudaga í vetur kl. 14.30-16. Duus Safnahús - Ljósanætursýningar Verið velkomin á Ljósanætursýningar í Listasal, Gryfju, Bíósal og Stofu. Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12-17.

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Helgi Líndal hefur haft áhuga á því að hanna og sauma sín eigin föt síðan hann var þrettán ára gamall. Það var amma hans sem hjálpaði honum að stíga sín fyrstu skref en nú í dag stundar Helgi nám í fatahönnun við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Einhverjir kannast eflaust við Helga en hann fór einmitt á námskeið í fyrra í Los Angeles þar sem hann saumaði sína eigin skó frá grunni þó að fyrirmyndin hafi verið Stan Smith skórnir frá Adidas. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fór Helgi að fylgjast með Dominic Chambrone, eða Shoe Surgeon eins og hann kallar sig. Helga hafði lengi langað að fara á námskeið hjá Dominic og sá svo auglýst námskeið þar sem foreldrar hans sögðu honum að skrá sig. Eftir námskeiðið hefur Helgi m.a. saumað skó úr gallajakkanum hans frænda síns og úr Michael Kors veski sem hann keypti sér. Nú í september er Helgi að fara á annað námskeið, að þessu sinni í stórborginni New York, en þó aftur hjá Dominic. Á því námskeiði mun hann læra að sauma Air Jordan 1 skóna.

Spurður hvað framtíðin ber í skauti sér segist Helgi vilja klára FS og fara svo vonandi í skóla erlendis að læra fatahönnun. Draumurinn er að geta unnið sem fatahönnuður í framtíðinni. Fyrir þá sem vilja styrkja Helga á sitt næsta námskeið þá er reikningsnr. 0142-15-382373 og kennitalan 301000-2270.


Við vorum í BEINNI á Ljósanótt

Fjölbreytt dagskrá Sjónvarps Víkurfrétta

Sjónvarp Víkurfrétta var með beinar útsendingar frá viðburðum og uppákomum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Allt efnið má nálgast í myndbandasafni á fésbók Víkurfrétta og í fréttum á vefnum vf.is

Brot af því besta frá Ljósanótt í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 20


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

Foreldrar í Reykjanesbæ ánægðastir með leikskólastarfið Reykjanesbær skipar sér í efsta sætið þegar kemur að ánægju foreldra með leikskólann sinn. Þetta kemur fram í könnun Skólapúlsins sem framkvæmd var á vormánuðum og greint er frá á vef Reykjanesbæjar. Niðurstöðurnar staðfesta að það er verið að vinna mjög gott og metnaðarfullt starf í leikskólum bæjarins. Í könnun Skólapúlsins var hugur foreldra til ýmissa þátta í leikskólastarfinu kannaður. Þegar spurt var um hvort foreldrar væru ánægðir með leikskólann sögðust 92,5 prósent foreldra leikskólabarna í Reykjanesbæ vera ánægðir með leikskólann sinn. Hlutfallið á landsvísu er 83,1 prósent. Alls sautján sveitarfélög tóku þátt í könnuninni. Að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar eru stjórnendur og kennarar þakklátir þessu trausti og þeim velvilja sem fram kemur í könnuninni.

Kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus+ sem var undirritaður og afhentur við formlega athöfn nú á dögunum. Verkefnið sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja tekur þátt í heitir National Prides in an European Context og gengur út á að kynna fyrir nemendum menningararfleið ólíkra landa í Evrópu með það að markmiði að auka víðsýni, þekkingu og læsi á umhverfinu innan og utan landsseitnanna. Um er að ræða samstarfsverkefni sem stýrt er frá Ungverjalandi en aðrir sam-

Í júní 2018 voru greiddar tæpar 10,9 milljónir króna til framfærslu til skjólstæðinga félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna voru 87 talsins. Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 8.968.232 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna var þá 80. Milli maí og júní voru 17 einstaklingar eða fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsóknir sínar og 20 nýjar umsóknir samþykktar á móti.

Kannanir sem þessar hafa verið framkvæmdar á fjögurra ára fresti og eru liður í innra mati leikskólastarfsins. Hvernig má auka gæði þess og að stuðla að umbótum og framþróun? Foreldrakönnun Skólapúlsins fer fram í mörgum leikskólum landsins. Leikskólar og sveitarfélög sem taka þátt geta borið niðurstöður sínar saman við aðra leikskóla á landsvísu. Þannig má skoða styrkleika skólastarfsins og sóknarfæri. Foreldrar geta nálgast samantekt úr könnun á heimasíðum leikskólanna.

Kennarar í FS hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus

starfsaðilar eru frá Litháen, Póllandi, Sikiley og Spáni auk Íslands. Verkefnið National Prides in an European Context mun setja svip sinn á skólann næstu tvö árin með nemendaheimsóknum. Nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja gefst kostur á að fara í námsferðir til samstarfslandanna sem og taka á móti nemendum frá Evrópu.

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Ester Þórhallsdóttir, Harpa Kristín Einarsdóttir og Andrés Pétursson.

Aukin fjárhagsaðstoð til einstaklinga og fjölskyldna í Reykjanesbæ

Vilja leysa húsnæðisvanda heimilislausra í Reykjanesbæ með háþekjugámum

Fyrstu stóru Menntabúðirnar á Suðurnesjum – þvert á skólastig Undanfarin ár hafa verið haldnar Menntabúðir víðs vegar um landið þar sem verður til vettvangur fyrir kennara til þess að deila reynslu, nýrri þekkingu og leiðum í námi og kennslu. Fyrr á þessu ári voru haldnar menntabúðir fyrir grunnskólakennara á Suðurnesjum en það var hópur kennara á svæðinu sem hafði frumkvæði að búðunum. Nú hefur skólasamfélagið á Suðurnesjum sameinast um að halda fyrstu stóru menntabúðirnar þar sem unnið er þvert á skólastig. Forsaga menntabúðanna er sú að fyrir nokkru var stórum hópi fólks úr menntageiranum á Suðurnesjum hóað saman að frumkvæði MSS. Þar kom saman fagfólk úr leik- og grunnskólum, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keili - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þar var stofnaður stýrihópur sem mun á komandi vetri standa að nokkrum menntabúðum á svæðinu. Menntabúðir (e. EduCamp) er góð og hagnýt leið til starfsþróunar. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu og svo kallaðri "over the shoulder learning". Hún stuðlar að umræðum milli kennara og eflingu tengslanets þeirra. Í Menntabúðum kemur fólk saman til þess að læra af hvert öðru, deila reynslu og þekkingu. Skólastarf er síbreytilegt og lifandi þar sem mis-

munandi ytri og innri þættir hafa áhrif á nám og starf starfsmanna og nemenda og þróun skóla sem stofnana

MARKMIÐIÐ MEÐ SAMSTARFINU ER AÐ:

• Miðla þekkingu og reynslu. • Læra hvert af öðru. • Skapa samstarfsvettvang sem snýr að starfsþróun og símenntun. • Fá utanaðkomandi aðila til að koma með kynningu á nýjungum í skólastarfi sem lærdómssamfélagið kemur sér saman um að vilja kynna sér betur. • Styðja við og styrkja lærdómssamfélagið sem þegar hefur myndast í skólanum. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir í Menntabúðir fimmtudaginn 6. september frá kl. 14 – 16 í húsnæði MSS að Krossmóa 4. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi þar sem kennarar af Suðurnesjum sýna og deila aðferðum, smáforritum og fleiru. Einnig mun Ólafur Stefánsson kynna forritið sitt KeyWe, og Bergþóra Þórhallsdóttur kynnir Seesaw, rafræna ferilmöppu. Stofnaður hefur verið facebook hópur sem ber heitið Lærdómssamfélag á Suðurnesjum en síðan er hugsuð sem vettvangur til umræðu og tengslamyndunar skólasamfélagsins, þvert á öll skólastig.

Víkurröst ehf. hefur lagt fram erindi til Reykjanesbæjar með ósk um heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð félagsins við Víkurbraut 6 í Keflavík til þess að leysa húsnæðisvanda heimilislausra í Reykjanesbæ. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar frestaði erindinu til næsta fundar en óskað verður eftir umsögn Velferðarsviðs Reykjanesbæjar á hugmyndinni.

Reykjanesbær hafnar erindi Útlendingastofnunar um þjónustu Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd var til umræðu á fundi velferðarsviðs Reykjanesbæjar á dögunum. Lögð fram á fundinum greinargerð verkefnisstjóra þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ. Velferðarráð telur ekki forsendur til að Reykjanesbær geti tekið aftur við einstaklingum í þjónustu og hafnar því erindi Útlendingastofnunar þess efnis.

GAF FATALAGER TIL RAUÐA KROSSINS Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

REYNIR VALDEMAR ÓSKARSSON Kjóalandi 11, Garði,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin hefur farið fram. Martha Vest Freyr Ásgeir Guðmundsson Arnbjörg Gylfadóttir Blöndal Jakob Vest Reynisson Aðalheiður Reynisdóttir Björgvin Arnar Björgvinsson Aron Örn Reynisson barnabörn og barnabarnabörn

Einar Sigurpálsson í Merkiprent kom færandi hendi og færði Rauða krossinum á Suðurnesjum heilan lager af nýjum fatnaði sem áður var notaður fyrir fatamerkingar. Merkiprent hefur hætt í fatamerkingum en mun halda áfram að merkja fyrirtæki, bíla og skilti. Rauði krossinn á Suðurnesjum þakkar Einari kærlega fyrir góða gjöf. Á meðfylgjandi mynd eru Einar og Fanney Grétarsdóttir deildarstjóri Rauða krossins á Suðurnesjum.

UPPBOÐ

Verið velkomin Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

áður til heimilis að Sunnubraut 2, Keflavík sem lést miðvikudaginn 22. ágúst verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. september klukkan 13:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þorsteinn Bjarnason Kristjana B. Héðinsdóttir Bjarni Þorsteinsson Embla Uggadóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sölvi Dúnn Snæbjörnsson Heimir Bjarnason

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður á eftirfarandi ökutækjum þriðjudaginn 11. september nk. kl. 12:15, að Vatnsnesvegi 33, Keflavík: AE867 AX208 AX888 BK748 DA498 EAF21 ED439 EDP20 EK527 EMZ59 FTF28 FUZ96 GZD68 HAS02 IR373 KM938 LG898 LJ034 ME839 MG658 MK160 MR587 MU342 NAM87 NO388

NRJ11 OR357 OS317 OS640 PB463 PY699 RA407 RH011 RO846 RO878 RPR82 RV078 SL536 SMX49 TG452 TS491 TY232 UG027 US625 USN53 UU097 VF533 YZT65 ZOP18 Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 3. september 2018, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

7

Miklar tilfinningar tengdar Silver Cross „Þakklát fyrir frábær viðbrögð,“ segir Thelma Björgvinsdóttir sem stóð fyrir sýningu á Silver Cross-barnavögnum. Sýningin verður í tvo mánuði í Duus safnahúsum.

„Sýningin gekk vonum framar og ég mjög þakklát fyrir þessi frábæru viðbrögð. Það sem kom ef til vill mest á óvart voru viðbrögð kvenna sem höfðu átt Silver Cross-vagn hérna á árum áður. Það eru greinilega miklar tilfinningar tengdar þessum vögnum og gaman var að sjá hvernig þær brostu hringinn þegar þær sáu vagna sem voru svipaðir eða eins og þær áttu,“ segir Thelma Björgvinsdóttir, nemi í þjóðfræði og höfundur sýningarinnar „Svo miklar drossíur“ í Byggðasafninu í Duus safnahúsum í Reykjanesbæ. Sýningin var opnum á Ljósanótt og mun standa næstu tvo mánuði.

Thelma við einn vagninn á sýningunni.

Thelma segir að það hafi verið skemmtileg tilviljun að fyrirtækið sem framleiðir vagnana er stofnað 1877 en sýningin í Byggðasafninu í Duus húsum er einmitt í húsi sem var byggt sama ár, 141 árs gamalt. En kom eitthvað henni á óvart í þessu verkefni? „Já, hvað þetta var stórt mál hjá mæðrum, konum í okkar samfélagi. Þetta var og hefur alltaf verið stöðutákn að eiga Silver Cross. Það má reyndar líkja þessu við fornbílana hjá körlunum. Það þarf að hugsa um þessar drossíur, smyrja og skipta um dekk, bóna og laga rispur og jafnvel skipta um áklæði. Konur lögðu mikið á sig til að eignast Silver Cross og það kom fram í viðtölunum að sumar leystu út skyldusparnaðinn sinn til að geta fest kaup á vagni. Svo gengu þeir oft í erfðir á milli kynslóða. Vagnarnir gengu líka kaupum og sölum og voru góð fjárfesting. Í viðtölunum kom fram að notaður vagn kostaði álíka og mánaðar húsaleiga. Það þótti mikið. Nú kosta dýrustu tegundirnar nokkur hundruð þúsund,“ segir Thelma þegar hún sýnir blaðamanni nokkrar tegundir vagna á sýningunni en þar er elsti vagninn 70 ára dúkkuvagn og er enn í notkun. Um tuttugu vagnar eru á sýningunni og nokkrir þeirra dúkkuvagnar en flestir barnavagnar, misgamlir en nær allir í mjög góðu standi, sumir hreinlega eins og nýir þó þeir séu komnir til ára sinna. Heiti sýningarinnar, „Svo miklar drossíur“, er orðrétt setning eins viðmælanda Thelmu í verkefninu. Konungsfjölskyldan í Bretlandi hefur tengst þessum fræga merki og sjá má myndir af mörgum börnum úr fjölskyldunni í nýjum Silver Cross-barnavagni. „Já, það segir sitt um standardinn,“ segir Thelma. En átti Thelma sjálf Silver Cross fyrir börnin sín? „Nei, því miður átti ég ekki Silver Cross en ég var sjálf í slíkum vagni. Hann náði ekki til minna barna. Ég hefði viljað það.“

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

ð i ð ver

niður M U J R E B Við

35% afsláttur

Erikur, stórar 3 stk.

999

kr

25% AFSLÁTTUR

Öll smáraftæki

30% AFSLÁTTUR

Pottar, pönnur, katlar og hitakönnur

20% AFSLÁTTUR

Hitachi /DEWALT rafmagnsverkfæri

9.420 14.495

kr

kr

Handlaugartæki Grohe Start. 7910800

Öll LADY innimálning og lökk

20% AFSLÁTTUR

Öll viðarvörn

30% AFSLÁTTUR

Afslættir á útsölu gilda ekki af vörum merktum „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ og tilboðsvörum - Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

Ungir sem aldnir skoðuðu glæsivagna á sýningunni á Ljósanótt.

Thelma segir að verkefnið hafi komið upp í hendurnar á henni en BA ritgerð hennar í Háskólanáminu fjallar einmitt um Silver Crossbarnavagnana sem eru landsþekktir. „Ég tók viðtal við fjórar konur á fysta árinu mínu í náminu og þrjár þeirra eru frá Suðurnesjum. Í viðtölunum komu fram ótrúlega upplýsingar í tengslum við þessa vagna en í ljós kom að tvær af þessum þremur höfum safnað Silver Crossbarnavögnum í mörg ár og áttu á nokkurra ára tímabili yfir 100 vagna. Þegar ég fór að grúska í þessu varð þetta að skemmtilegu áhugamáli. Eftir fyrstu daga sýningarinnar á Ljósanótt er ljóst að sá áhugi er almennur á Suðurnesjum enda kom það fram í viðtölunum að vagnarnir voru algengir og vinsælir á Suðurnesjum. Það tengist skipaferðum til Bretlands með fisk en skipin komu með vagna, og stundum nokkra, til baka. Vagnarnir voru einnig margir í bæjarfélögum þar sem skipin voru að landa eins og í Vestmannaeyjum, Ísafirði og Akranesi. Allt sjávarpláss. Þá kom einnig í ljós að vegna nálægðar við flugstöðina var þessi Silver Crossmenning lengur hér á Suðurnesjum en annars staðar því fjöldi fólks skrapp til Glasgow til þess að ná í vagn og Íslendingar voru þekktir í búðinni þar.“

Hreinlætistæki 25-35% • Blöndunartæki 25-35% • Flísar 25-40% • Harðparket Kaindl 25-40% • Frystikistur 20% • kæliskápar 20% Frystiskápar 20% • Ryksugur 20-30% Eldavélar 20-30% • Helluborð electrolux 20% • Bökunarofnar electrolux 20% • Smáraftæki í eldhúsið 25% Olíufylltir rafmagnsofnar 20-35% • Hársnyrtitæki remington 25% Hnífapör 30% • matarstell 30% • Glös og könnur 30%• Riverdale 30% Gjafavara 25% • Pottar og pönnur 30% • Plastbox, geymslubox og körfur 25% • Pottaplöntur 25% útivistarfatnaður 25-50% • Vinnufatnaður 20% • Rafmagnsverkfæri Hitachi 20-30% • Rafmagnsverkfæri Dewalt 20% • Rafmagnsverkfæri black+decker 25-35% • Handverkfæri stanley 25% Handverkfæri NeO 25% • Hillurekkar 20% • Garðverkfæri hand, rafmagns og bensín 30% • Garðhúsgögn 40% • slönguhjól og úðarar Claber og Verto 40-50% • Verkfæratöskur 30-40% • LJós 25%* • Þvottahringsnúrur Blome 50% • Áltröppur og stigar 20-25% • Lady innimálning og lökk 20% • Útimálning 30% • Viðarvörn 30% • penslar og rúllur 25% ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA!

Allt pallaefni á TAX FREE

Fura, lerki, skjólveggir, girðingaeiningar, hattar blómapottar o.fl. Gildir einnig af vatnsklæðningu og panil

A ÚTSALAN ER LÍK n husa.is í vefverslu

*Gildir ekki af Hue ljósum.

Ein stærsta útsala Húsasmiðjunnar hefst á fimmtudaginn


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

Fjölmenni við setning­ arathöfn Ljósanætur Bæjarbúar fylltu skrúðgarðinn í Keflavík í blíðskaparveðri á mið­ vikudag í síðustu viku þegar 19. Ljósanæturhátíðin var sett. Grunn­ skólabörn drógu Ljósanæturfánann að húni sem markar upphaf Ljósa­ næturhátíðar. Setning Ljósanætur var með nýju sniði þetta árið. Hún er orðin að fjöl­ skylduhátíð síðari hluta dag. Erfitt reynist að koma 2400 börnum að Myllubakkaskóla á skólatíma en fjöldi grunnskólanema hefur tvö­ faldast frá því hátíðin var fyrst sett árið 2000. Bæjarbúum hefur að sama skapi fjölgað mikið og þar sem hlut­ fall innflytjenda er orðið 23% verður áskorun 20. Ljósanætur að ná til alls þess fjölda bæjarbúa sem eiga annað móðurmál en íslensku, að því er fram kom í setningarræðu Kjartan Más Kjartanssonar bæjarstjóra.

Frá setningarathöfn Ljósanætur í skrúðgarðinum í Keflavík á miðvikudag í síðustu viku.

Ingó veðurguð sá um að koma öllum í Ljósanæturskap.

Margt var til gamans gert á setningar­ hátíðinni og má segja að Ljósanótt hafi beinlínis verið sungin inn. Kór nemenda hóf dagskrá á því að syngja Meistara Jakob á fjórum tungumálum sem og Ljósanæturlag Ásmundar Val­ geirssonar „Velkomin á Ljósanótt“. Ingó veðurguð tók svo við keflinu og hvatti gesti til söngs svo heyrðist um allan bæ. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson luku söng­ dagskrá m.a. með laginu „Mamma þarf að djamma“, en sú varð raunin þessa Ljósanótt eins og svo oft áður, því vinsælt er hjá vinkonuhópum að hittast og gera sér glaðan dag saman á sýningum og rölti um bæinn. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, smellti af með­ fylgjandi ljósmyndum við setning­ arathöfnina.

Veðrið brosti við gestum setningarathafnarinnar.

Sigga Dögg kynfræðingur gefur út skáldsögu fyrir jólin

BLÆÐINGAR VERU OG PABBI MEÐ U Á Ljósanótt var hægt að stíga inn í hugarheim höfundar kynVeru í eldhúsi Fischershúss við Hafnargötu 2. Sigga Dögg kynfræðingur var þar með skemmtilega sýningu sem tengist hennar fyrstu skáldsögu. KynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar og byggir á hennar eigin upplifunum við að stíga sín fyrstu skref sem kynvera, einmitt í Keflavík, í bland við spurningar og sögur frá unglingum í kynfræðslu víðsvegar um landið. „Ég er búin að þrá að vera með á Ljósanótt í mörg ár og alltaf hugsað um hvað ég gæti gert. Ég er að skrifa mína fyrstu skáld­ sögu og fékk hugljómun um að gera sýningu um bókina,“ segir Sigga Dögg í samtali við Víkurfréttir. Og um hvað fjallar bókin? „Bókin fjallar um hana Veru og hún bíður eftir því að byrja á blæðingum. Bókin fjallar um sam­ band Veru við pabba sinn sem er með mikinn umhverfiskvíða og umhverfis­ málin brenna á honum. Þau búa bara

tvö saman. Þá kynnist Vera nýjum vinkonum sem eru mikið að spjalla um kynlíf, sem er nýr heimur fyrir Veru. Hún veit ekki alveg hvar hún stendur í þessu öllu. Hún kynn­ ist gæja og byrjar með honum og þá förum við í svolítið ferðalag með henni. Bókin kemur inn á kynhneigð, blæðingar, hún kemur inn á ástina, hrifningu og líka bara samþykki, sem mikið er talað um núna“. Þú ert kynfræðingur. Í hverju felst þín vinna þessa daga fyrir utan bókina?

Smokkaskál á baðinu

Smokkar. Eru ungmenni dugleg að nota þá í dag? „Já, krakkarnir eru ágætlega duglegir að nota þá. Vandinn er að í efri bekkjum menntaskóla og eftir menntaskólann þá hægir á notkuninni. Ég segi alltaf við foreldra að þeir eigi að kaupa smokkana og hafa fulla krukku inni á baði sem svo eigi bara að fylla á eftir þörfum. Ungmenni eiga alltaf að hafa aðgengi að smokkum. Ein spurning hér uppi á töflu er hvort afgreiðslufólk í verslunum megi neita manni um að kaupa smokkinn. Unglingar hafa lent í því að fá neitun í verslunum og verið sagt að það sé 16 ára aldurstakmark. Það er ekki nógu gott, augljóslega. Við þurfum að auka aðgengi“.

spurningar og geymt þær. Þetta er bara brotabrot af fleiri þúsundum spurninga sem ég á og sýna breiddina í því sem krakkarnir eru að pæla í. Ég valdi þessar spurningar sem eru á sýningunni af handahófi til að sýna fjölbreytni í spurningum og svo er þetta líka einlægt hjá þeim“.

Frá sýningu Siggu Daggar í Fischershúsi á Ljósanótt. „Ég hef verið að skrifa bókina í hjá­ verkum því aðal vinna mín er kyn­ fræðsla um allt land og fyrirlestrar“. Hvað getur þú sagt okkur um stöðu kynfræðslunnar hjá ungmennum í dag? „Staðan er sú að hún er rosalega mis­ jöfn eftir skólum. Það vantar sam­ ræmi en unga fólkið kallar eftir meiri kynfræðslu. Það þýðir ekki að það sé engin kynfræðsla en unga fólkinu vantar meira. Við sjáum að í topplönd­ unum á þessu sviði eins og Hollandi þar er þetta fléttað inn í öll skóla­ stigin. Allt frá leikskóla þar sem talað er um ást, sambönd og fjölskyldur og þetta er falleg flétta í gegnum öll

skólastigin. Það er eitthvað sem við þurfum að horfa til hér“.

Spurt nafnlaust um kynlíf Á sýningunni í Fischershúsi um Ljósa­ næturhelgina mátti sjá fjölmarga miða uppi á vegg með fjölbreyttum spurningum um kynlíf. Sigga Dögg segir miðana vera nafnlausar spurn­ ingar sem hún hefur safnað saman hjá ungmennum um allt land þar sem hún hefur haldið fyrirlestra eða verið með fræðslu. Hún hefur starfað við fyrirlestra frá 2010 og á mörgum þeirra hefur verið tími fyrir nafn­ lausar spurningar. „Ég hef alltaf haldið upp á þessar

Er eitthvað sem kemur þér á óvart í þessum 6000 spurningum sem þú hefur fengið? „Það kemur mér alltaf á óvart þegar þau spyrja um mig persónulega og svo er hérna ein spurning á þá leið að viðkomandi sé rosalega upptekin af Frikka Dór og hvort það sé í lagi. „Er bara rosalega skotin í Frikka Dór og má það?“ Þá getum við velt upp spurningunni að vera rosalega skotin í einhverjum sem þú ert ekki að fara að byrja með. Þetta opnar marga mögu­ leika í umræðu“.

Ekki jafn mikið tabú í dag Hefur kynfræðsla breyst á undanförnum áratugum? Tilfinningin er að þetta hafi verið tabú sem fólk þori ekki að tala um? „Hún er kannski ekki jafn mikið tabú í dag og skólahjúkrunarfræðingar eru að vinna mikilvægt og mikið starf. Ég hefði haldið að foreldrar væru búnir að fræða meira og ég hefði haldið að fleiri kennarar fengju undirbúning í að ræða um kynfræðslu. Þeim er ennþá bara sagt að ræða náttúru­ fræðina en fá ekki undirbúninginn. Það er skrýtið“.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

9

Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, Jón Óskar Hauksson, Haukur Hilmarsson, Ólafur Harðarson, Hilmar Bragi Bárðarson, Guðmundur Magnússon og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. VF-mynd: pket

VERÐLAUNAÐIR FYRIR SUÐURNESJALJÓSMYNDIR - „Eitt ár á Suðurnesjum“ aðallsýning Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum Guðmundur Magnússon, Haukur Hilmarsson, Hilmar Bragi Bárðarson, Jón Óskar Hauksson og Ólafur Harðarson hlutu verðlaun fyrir bestu myndirnar á ljósmyndasýningu Ljósanætur 2018. Sýningin var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar sl. fimmtudag. Sýningin ber heitið „Eitt ár á Suðurnesjum“ og er aðallsýning Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir árin 2017-18 og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir sem teknar yrðu eftir ákveðnum reglum. Skilyrðin voru að myndirnar skyldu lýsa daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018. Sextíu ljósmyndarar sendu inn 350 ljósmyndir og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjá. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“ en 30 aðrar fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir. Dómnefnd skipuðu Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og Þuríður Aradóttir Braun, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness. Sýningarstjórar voru Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistarmaður, Oddgeir Karlsson ljósmyndari og Valgerður Guðmundsdóttir forstöðumaður Listasafns Reykjanesbæjar. Samhliða þessari sýningu er „systursýningin“ Eitt ár í Færeyjum opin í Bíósal Duus Safnahúsa. Sú sýning er líka ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem

Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016-17 og var sumarsýning Norræna hússins í Þórshöfn sumarið 2017. Öllum Færeyingum var þá boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017. Færeysku vinningsmyndirnar 12 má sjá útprentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa en allar aðrar innsendar myndir eru sýndar á skjá. Segja má að orðtakið „Ein mynd segir meira en þúsund orð“ sé góð lýsing á þessum skemmtilegu sýningum. Ljósmyndirnar gefa gestum innsýn í daglegt líf þessara frændþjóða. Margt er ólíkt en þó er miklu meira sameiginlegt og heildarsvipur beggja sýninganna lýsir bjartsýni og hlýju sem gefur von um gott líf og bjarta framtíð. Þarna hlýtur að vera gott að búa!

Frá ljósmyndasýningunni í sal Listasafns Reykjanesbæjar.

EÐ UMHVERFISKVÍÐA Hraðspólað í gegnum kynfræðsluna

Sigga Dögg segir að ennþá séu dæmi þess að það sé hraðspólað yfir kynfræðslukaflann í náttúrufræðibókinni og því spyrjum við hvað sé mikilvægast í hennar starfi.

„Að mæta öllum spurningum af fordómaleysi og gefa hreinskilin svör með réttum upplýsingum af algjörri virðingu“. Spurð hvort krakkar þori að spyrja spurninga þegar hún er í bekkjum með fyrirlestra eða fræðslu, þá segir Sigga Dögg að í öllum bekkjum sé

alltaf einn eða ein sem þori að spyrja erfiðra spurninga. Oft þurfi samt bara að ríða á vaðið og spyrja og þá skapast oft stemmning fyrir fjölbreyttar spurningar. Kennarar hafa einnig talað um það að það komi þeim á óvart hversu opinskáar umræður geti orðið í bekkjum þegar rætt er

Nýr bar á Hótel Keflavík opnaði formlega á Ljósanótt. VF-mynd: Hilmar Bragi

Bjóða uppá vínsmökkun og vínkennslu á nýjum bar - Rólega opnunarhelgin var annasöm á KEF bar á Hótel Keflavík „Helgin var frábær og við þakklát öllum sem mættu til okkar,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík en hótelið opnaði um Ljósanæturhelgina glæsilegan KEF bar eftir miklar endurbætur. „Þetta átti að vera róleg opnun en það fylltist allt og fólk gaf sér langan tíma til að njóta. Það var gaman“. Nýr yfirbarþjónn frá Englandi, Ritchie Suffling, vakti athygli fyrir frumlega drykki, skemmtilegan fróðleik og fagmennsku. Keflavíkingurinn, Gunni Palli frá Port9, kom einnig í heimsókn og tók vel á móti heimafólki. „Hugmyndin er að bjóða uppá vínsmökkun, vínkennslu og fróðleik í fallegu umhverfi og tengja hágæðaþjónustu Diamond Suites við nærumhverfið. Okkur langar að nýta þá þekkingu sem hótelið hefur til að lífga uppá mannlífið í bænum. Erum þegar byrjuð að skrá áhugasama aðila í hina ýmsu vínklúbba á netfanginu bar@ kef.is. Vonandi bætist matarklúbbur við síðar,” segir Steinþór og bætir við: „Á síðustu mánuðum höfum við innréttað nýtt eldhús með bestu græjum

Drukknir reyna uppreisn með Viagra

Við heyrum um unga stráka sem nota Viagra á djamminu. „Já, það er ekki frábært. Þeir eru ekki að nota þetta efni samkvæmt læknisráði. Til mín kom strákur í 10. bekk sem sagðist hafa farið til læknis og fengið uppáskrifað Viagra því hann hafi ekki náð limnum upp. Við töluðum saman í tvær mínútur og voru búin að komast að því að það var ekkert vandamál með ris. Það var ekki vandamálið hans og Viagra var ekki að fara að leysa neitt. Foreldrar hans vissu heldur ekki að hann var að taka þetta lyf. Nú er einnig komið svartamarkaðslyf með sömu verkan og Viagra. Það er keypt í Tælandi og flutt ólöglega hingað til lands og selt. Þetta er mjög þekkt og margir vita af þessu. Fólk heldur að þetta sé hættulaust, að þetta séu einhverjar jurtir. Auðvitað er þetta inngrip í líkamann. Fólk er að nota þetta og sérstaklega ungir menn eru að taka þetta lyf samhliða áfengisneyslu. Þá ertu kominn í kokteil sem er ekki góður fyrir líkamann eða hjartað á neinn hátt. Ef þú nærð honum ekki upp sökum þess að þú ert drukkinn, er það þá ekki bara ágætt. Það þarf að opna umræðuna um þetta, því hún er falin í dag“. um kynlífið yfir hópinn. „Ef þú bíður upp á þannig andrúmsloft, fordómaleysi og hreinskilni og því er tekið af væntumþykju þá skapast þetta og þeim finnst þau vera örugg,“ segir Sigga Dögg.

Bókin verði ísbrjótur

Sigga Dögg kynfræðingur við spurningavegginn.

sem völ er á sem og endurbætt veitingastaðinn. Það er allt tilbúið fyrir opnun en við ætlum samt að bíða með veitingadeildina í nokkrar vikur og leggja áherslu á fagmennsku og eitthvað nýtt fyrir hótelgesti og bæjarbúa. Byrja rólega og vona að við náum að koma á óvart,“ segir hótelstjórinn að endingu.

Aftur að bókinni. Hvernig varð hún til? „Bókin byrjaði á einum stað en endaði á öðrum. Hún öðlaðist sjálfstætt líf og eiginlega tók mig yfir. Ég fékk yfir mig að ég yrði að setjast niður og koma þessu frá mér. Það eru ýmsir hlutir sem ég tala um í kynfræðslunni sem ég kem að í bókinni því ég vil að þær upplýsingar komist til skila. Mig langar að bókin verði ísbrjótur, bæði fyrir unglinga sín á milli en einnig á milli foreldra og unglinga. Ég er búinn að senda kafla á átta mæðgnapör, þar

sem mamman las og þar sem dóttirin las. Þetta var ísbrjótur fyrir þær hvernig þær upplifðu mismunandi hluta bókarinnar. Mig langar að þetta sé bók sem þú lest og tætir í þig og sitjir svo eftir og pælir í efni hennar“. Á sýningunni sem Sigga Dögg hélt í Fischershúsi var hún með ýmsa muni frá sínum unglingsárum eða tilvísanir í tíðarandann þá. Þá segist hún hafa farið í tímaflakk þegar hún skrifaði bókina. Hún hafi m.a. farið og gengið um götur Keflavíkur og skoðað þá staði þar sem hún var að flækjast um sem unglingur. Hún hefur í dag lokið við að skrifa bókina og hún kemur út fyrir jól. Viðtalið við Siggu Dögg má einnig sjá í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

„Sumarið var frábært ævintýri sem reyndi á rödd og líkama“ – segir Berta Dröfn Ómarsdóttir um dvöl sína á Ítalíu

VIÐTAL Brynja Ýr Júlíusdóttir brynja@vf.is

„Morgana var eitt af mínum draumahlutverkum og er næststærsta kvenhlutverkið í óperunni,“ segir Grindavíkurmærin Berta Dröfn Ómarsdóttir sem eyddi sumrinu á tónlistarhátíð í Trentino á Ítalíu. Á hátiðinni voru settar upp fjórar óperuuppfærslur, fjöldinn allur af galatónleikum og masterklössum. Berta söng m.a. á galatónleikum í höll í Tonadico og á útisviði í Mezzano, en stærsta upplifunin að hennar sögn var þegar hún lék Morgönu í óperunni Alcina eftir Händel.

A U G LÝ S I N G U M T I L L Ö G U A Ð B R E Y T T U D E I L I S K I P U L A G I Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I OG BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R . Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Vestursvæði - Flugstöðvarsvæði “. Deiliskipulagssvæðið er um 250 ha og afmarkast til suðurs og vesturs af flugbrautakerfi flugvallarins, til norðurs af opnu svæði og til austurs af opnu svæði og deiliskipulagsmörkum NA-svæðis. Deiliskipulagssvæðið nær yfir flugstöð Leifs Eiríkssonar og þjónustusvæði umhverfis flugstöðina. Deiliskipulagið byggir á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 ásamt breytingu á því sem kynnt er samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030. Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 þannig að byggingarheimildir á svæði FLE2 verða auknar úr 65.000 m2 í 190.000 m2. Deiliskipulagstillaga þessi og breytingartillaga að aðalskipulagi verða til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar https://www.isavia.is/skipulag-i-kynningu frá og með 6. september 2018. Einnig verður aðalskipulagstillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík.

Áheyrnarprufur fyrir tónlistarhátíðina fóru fram víða um heim og var því sérvalin söngvari í hverju óperuhlutverki. Berta var valin úr hópi umsækjenda eftir áheyrnarprufur í Karlsruhe í Þýskalandi. „Ég var mjög ánægð, þetta er stórt hlutverk og því mikil sviðsvera, mikill leikur og söngur. “ Leikstjóri óperunnar var Andjela Bizimoska en óperan fjallar um tvær systur, þær Morgönu og Alcinu, sem er drottning á ævintýraeyju. Þær systur notfæra sér þá karlmenn sem koma á eyjuna og breyta þeim í dýr, steina eða tré ef þeir sýna mótþróa eða ef þær fá leið á þeim. Þegar óperan hefst kemur ungur drengur á eyjuna til að leita föður síns sem hvarf. Óperan endar svo á að upp kemst um systurnar. „Raddþjálfarinn minn var Harolyn Blackwell, algjörlega guðdómleg söngkona og frábær kennari. Hún hjálpaði mér að takast á við þær raddlegu og líkamlegu áskoranir sem fylgdu hlutverkinu,“ segir Berta sem var blá og marin eftir fyrstu dagana. Sviðsetningin var mjög lifandi en frekar kynferðisleg, það er mikil áskorun að syngja með fullum stuðning þannig að það berist yfir heila hljómsveit liggjandi á maganum eða bakinu. „Til að halda heilsu og lina verkina fór ég reglulega í sund og gerði teygjuæfingar áður en ég fór að sofa.“ Þó að Bertu hafi fundist þetta líkamlega erfitt þá fannst henni þetta mjög gaman og hópurinn sem hún vann með alveg frábær. Mitchell Piper er stjórnandi hátíðarinnar, en hann rekur líka umboðsskrifstofu fyrir söngvara; Piper Anselmi Artist Management. Þegar Piper sjálfur var ungur listamaður ákváðu tveir góðkunningjar fjölskyldunnar að styðja við hann fjárhagslega á meðan hann var að koma sér á framfæri og öðlast reynslu. Hann lofaði þeim að hann myndi borga þetta til baka með því að styðja við næstu kynslóð söngvara: sem var hvatinn hans til að stofna þessa tónlistarhátíð í Trentino. Berta söng á masterklassa hjá Piper og hrósaði hann henni mikið. Hann sagði að hún hefði mikla útgeislun og tjáningu í andlitinu sem er hennar helsi kostur ásamt því að hún sé hlý og einlæg í söng og tali beint til áheyrandans. „Eftir hátíðina lá leiðin til Fidenza. Þar söng ég á tónleikum í útileikhúsi

Það er það erfiðasta við þennan starfsvettvang, þegar maður er búinn að skuldbinda sig í ákveðið verkefni er nánast ómögulegt að fá sig lausan. ásamt velþekktum baritón, Romano Franceschetto, sem átti söngferil í Scala óperunni. Tónleikarnir voru svo vel sóttir að síðustu tónleikagestirnir sátu fyrir utan leikhúsið og heyrðu óminn af tónleikunum. Við fengum frábæra dóma og umfjöllun í ítölsku dagblaði.“ Það erfiðasta við sumarið var að amma Bertu, Sigríður Reimarsdóttir, lést á meðan hátíðinni stóð og hún gat ekki farið í jarðarförina. „Það er það erfiðasta við þennan starfsvettvang, þegar maður er búinn að skuldbinda sig í ákveðið verkefni er nánast ómögulegt að fá sig lausan,“ segir Berta en hún huggar sig við það að amma hennar var stolt af því sem hún var að gera. „Undanfarin ár hef ég alltaf sent henni póstkort þegar ég fer til nýrra staða og segi henni frá söngævintýrum mínum í útlöndum. Ég var nýbúin að kaupa eitt slíkt, sem ég var of sein að senda. Síðast þegar ég sá ömmu var á tónleikum mínum í Hörpu 27. maí.“

Kynningarfundur vegna breytinga verður haldinn í Vörðunni, Miðnestorgi 3, Sandgerði fimmtudaginn 4. október kl. 16.30. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 23. október 2018. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 29. ágúst 2018. F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

11

Bakkalútsbræður voru í Rokksafni Rúnars.

MÖGNUÐ STEMMNING Á HEIMATÓNLEIKUM Bítlabærinn stóð undir nafni þegar boðið var upp á sjö heimatónleika í gamla bænum á föstudagskvöldi á Ljósanótt. Um 700 manns nutu skemmtilegra tóna frá sjö flytjendum og líklega var það toppurinn þegar Ingó veðurguð lauk sínum tónleikum með því að synja þjóðsöng Íslands án undirleiks. Auk Ingólfs sáu sex aðrir aðilar um stemninguna. Baggalútur var í Rokksafni Rúnars Júlíussonar, Valgeir Guðjónsson var í vinnustofu Sossu myndlistarkonu en síðan voru í gamla bæ Keflavíkur stelpubandið Kolrassa krókríðandi, 200.000 Naglbítar, Jónas Sig og Magnús og Jóhann sem spiluðu á heimili sóknarprestsins, Erlu Guðmundsdóttur. Stemmningin var frábær en hugmyndin hefur slegið í gegn þar sem tónleikagestir geta gengið á milli tónleikastaða og notið margra flytjenda á einu kvöldi á röltinu. Víkurfréttir sýndu í beinni útsendingu frá hluta tónleikana hjá Baggalúti og Magnúsi og Jóhanni. VF tók viðtal við Guðmund K. Jónsson, Kidda og félaga hans Guðmund Pálsson og þá voru þeir Magnús og Jóhann í VF viðtali eftir tónleikana í prestbústaðnum. Það efni má finna á vf.is og á Facebook síðu VF.

Jónas Sig. sló í gegn í gamla bænum.

Heimatónleikarnir eru orðnir einn vinsælasti viðburðurinn á Ljósanótt.

Magnús og Jóhann voru með ljúfa tóna í bústað sóknarprestsins.

DISKÓIÐ OG FJÖRIÐ Í ANDREWS Með blik í auga er ómissandi þáttur í ljósahátíðinni en segja má að sýningin sé upphafið að hátíðarhöldunum í Reykjanesbæ en hún lokað svo dagskránni á sunnudeginum á Ljósanótt 2018, svona eins og góð samloka. Í ár var boðið upp á diskóblik í auga sem er vel til fundið hjá þeim blikurum enda á sú tónlistarstefna marga dygga aðdáendur og vissulega var manni hugsað til Bergáss þar sem dansinn dunaði, kung-fu sýningar voru fastir liður svo ekki sé talað um tískusýningarnar. Mín kona var nú ein af þeim sem þar sýndi föt með vængi í hárinu. Að venju tekur einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara þátt í sýningunni og má þar nefna söngvarana Stefaníu Svavarsdóttur, Jóhönnu Guðrúnu, Pétur Örn og okkar eigin Valdimar sem kom skemmtilega á óvart í diskósmellunum. Þetta er kraftmikil sýning þar sem keyrslan er mikil allan tímann en að þessu sinni var tónlistin að mestu flutt í syrpum sem gerði allt flæði betra og úrval laga að sjálfsögðu meira. Þá fannst mér gaman að sjá mikinn

Ingó veðurguð var í „þjóðhátíðarstuði“.

fjölda dansara frá Danskompaní á sviðinu sem gáfu allt sitt 100% og örugglega mikil hvatning að fá að taka þátt í jafnstórri sýningu. Það mátti svo heyra saumnál detta í salnum þegar Valdimar mætti á sviðið og flutti lag ABBA The winner takes it all. Þvílíkur flutningur en hann gerði lagi að sínu með lágstemmndri útgáfu sem fær fullt hús stiga. Kynnirinn Kristján Jóhannsson var minna í sviðsljósinu en áður en hann naut stuðnings frá hinum þekkta útvarpsmanni Sigga Hlö sem einu sinni var frægur. Sú blanda heppnaðist vel en það er alltaf fróðlegt að heyra sögur af tónlistarmönnum og lögunum en Kristjáni tekst alltaf að kitla hláturtaugar gesta. Þá verð ég að minnast á sviðsmyndina sem var sú glæsilegasta sem ég hef séð á sýningum bliksins. Það var ekki langt liðið á sýninguna þegar maður var farinn að slá taktinn og dilla sér í sætinu og mér sýndist svo vera um aðra. Takk fyrir okkur.

LJÓSANÓTT 2018

Fjöldi myndlistarsýninga var um allan bæ.

Páll Ketilsson

Fishershúsið er fallegt. Þar voru nokkrar sýningar innandyra.

Sigga Dögg kynfræðingur var í eldhúsinu í Fishershúsi og vakti mikla athygli.

Fanný Axelsdóttir og fólkið -í Skólamat gaf kjötsúpu sem rann út, tæplega þúsund lítrar.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Árgangagangan er sennilega fjölmennasti viðburðurinn á hverri Ljósanótt. Fjölmenni var að venju þó veðurguðirnir hafi haldið einhverjum heima. Á næsta ári verður breyting þegar fólk á að mæta við hús, tuttugu númerum neðar. Það á líka að hvetja útlendinga okkar, nýbúana til að mæta í gönguna. Þetta eru skilaboð frá Kjartani bæjarstjóra. Sjáumst á næstu Ljósanótt!

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

ÁRGANGAGANGAN


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

13

Magnús og Jóhann sungu í Kirkjuvogskirkju Sigrún Jónsdóttir Franklín fór um Hafnirnar og sagði frá ýmsu skemmtilegu og merkilegu úr sögu staðarins. VF-myndir/pket

Skemmtilegt sagnarölt og tónleikar í Höfnum Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi þegar Ljósanæturgestir mættu í sagnarölt í Höfnum á Reykjanesi á sunnudag á Ljósanótt. Fjöldi fólks mætti til að ganga með Sigrúnu Jónsdóttur Franklín, menningarmiðlara en hún fræddi gesti um fjölmargt skemmtilegt úr sögu Hafna. Þetta minnsta hverfi Reykjanesbæjar á sér langa sögu enda var þarna fyrir sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, sveitafélagið Hafnir. Á 19. öld voru merkir menn sem létu til sín taka í samfélaginu og atvinnulífinu. Sigrún sagði t.d. frá Kötlunum sem voru þrír og voru þeir feðgar atkvæðamiklir, komu frá bænum Kotvogi en þegar mest var voru þar 50 til 60 sjómenn á vertíðum sem sóttu sjóinn undir þeirra stjórn. Ketill Ketilsson annar

stóð fyrir byggingu Hvalsneskirkju í tvígang en sú fyrri fauk og eyðilagðist í óveðri. Seinni byggingin þótti ganga að honum í fjármálum og var hann að komast í vandræði en eftir að byggingunni lauk fór honum að ganga allt í haginn á ný. Sigrún sagði líka frá tilurð járnkrossa sem eru í Kirkjuvogskirkjugarði, fjallaði um Jamestown skipsstrandið en fjölmargar byggingar á Suðurnesjum voru byggðar úr timbri úr skipinu. Tómas Knútsson bætti við söguna og sagði frá félagi sem hefur verið stofnað í kringum Jamestown strandið. Hópur fólks úr Höfnum og sem tengist staðnum hafa undanfarnar Ljósanætur boðið upp á tónleika og þá hefur verið boðið upp á kaffitveitingar í félagsheimilinu og þar var líka ljósmyndasýning úr Höfnunum. Tónlistarkonan Elísa Newman býr

í Höfnum og hefur undanfarin ár haldið utan um tónleika í Kirkjuvogskirkju. Nú voru þeir félagar Magnús og Jóhann með tónleika og komust færri að en vildu. Elísa flutti nokkur lög á undan þeim.

VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK

Við óskum eftir verslunarstjóra Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Fjölmargir sóttu kynninguna og þá komu einnig margir í kaffi í félagsheimilið, gamla skólann.

STARFSFÓLK ÓSKAST Leitum að afgreiðslufólki í bakaríið okkar. Leitum að fólk í 60%–100% starf. Einnig skólafólki á lokunarvaktir og um helgar. Umsóknum skal skilað á kokulist@kokulist.is einnig upplýsingar í síma 8207466, Elín. Kökulist Njarðvík – www.kokulist.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar • Eftirfylgni þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun

Reynsla af verslunarstörfum Reynsla af verkstjórn er kostur • Frumkvæði og metnaður í starfi • Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnátta, þekking á Navision kostur •

Starfshlutfall er 69%. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk. og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Símonardóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700.

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

GLEÐI Í SUNDLAUGAR­ PARTÝI Í VATNAVERÖLD

Um 250 börn mættu í sundlaugarpartý í Vatnaveröld á fimmtudagskvöld og skemmtu sér konunglega undir taktfastri tónlist frá plötusnúði. Sundlaugarpartýið var fyrir börn í 5.–7. bekk grunnskóla Reykjanesbæjar. Mikil gleði var í partýinu en aðsóknin nú var sú mesta frá því byrjað var með viðburðinn á Ljósanótt. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi myndum í gleðinni.

VF-myndir: Hilmar Bragi

Jóga yngir þig upp! NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 10. SEPTEMBER

Ljúfir harmonikkutónar ómuðu í Sundmiðstöð Keflavíkur á föstudagsmorguni Ljósanætur. Þórólfur Þorsteinsson eða Dói harmonikkuleikari lék á nikkuna fyrir sundgesti sem kunnu vel að meta tónana um leið og þeir tóku stundsprett eða nutu hans í heitu pottunum.

HATHA JÓGA / rólegt - fyrir alla

mánudaga kl. 18:00 - íþróttahúsi Garði

SLÖKUNARJÓGA - fyrir alla

þriðjudaga kl. 17:45 - OM setrinu

DANSJÓGA - konur á öllum aldri

miðvikudaga kl. 18:00 - íþróttahúsi Garði

GODDESS POWER YOGA / Orkujóga - konur 45+

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

fimmtudaga kl.17:45 - OM setrinu

Skráning og nánari upplýsingar í síma 857 8445 Marta Eiríksdóttir

Formannshjónin dönsuðu á sundlaugarbakkanum

Formannshjónin í sundhópnum „1. deildin“ tóku þetta skrefinu lengra og dönsuðu undir harmonikkutónum Dóa á sundlaugarbakkanum. Daði Þorgrímsson og Jóhanna Falsdóttir sýndu þar alvöru danstakta í baðfötunum. Í biðsal Sundmiðstöðvarinnar var svo boðið upp á heitar vöfflur með tilheyrandi meðlæti og rjúkandi morgunkaffi í boði sundstaðarins. Starfsmenn laugarinnar stóðust ekki mátíð þegar þeir sáu dansins og smelltu mynd af hjónunum í góðum gír.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 6. september 2018 // 34. tbl. // 39. árg.

15

FÓTBOLTASAMANTEKT

Pepsi-deildi karla:

JAFNT HJÁ GRINDAVÍK – TAP HJÁ KEFLAVÍK

PEPSI-DEILD KARLA:

2. DEILD KARLA:

ÓLI STEFÁN HÆTTIR

ÞRÓTTUR MISNOTAÐI VÍTI

Það voru óvænt tíðindi í Grindavík þegar tilkynnt var að Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins undanfarin þrjú ár myndi hætta þjálfun liðsins eftir þetta tímabil.

INKASSO-DEILD KARLA:

NJARÐVÍK NÆRRI BOTNINUM Grindavíkingar gerðu 1:1 jafntefli við Blika í síðustu umferð Pepsi-deildar í knattspyrnu á útivelli en vonir um Evrópusæti eru nú úti í kuldanum og Suðurnesjaliðið siglir nú lygnan sjó um miðja deild. Nágrannar þeirra í Keflavík töpuðu á heimavelli gegn Fylki 1:2 og sitja sem fastast á botninum á sigurs í 19 leikjum. Næstu leikir í Pepsi-deild karla verður ekki fyrr en 16. september. l 2 laugardaginn OPIÐ HÚS í Fur14.uda 00 til 15.00

Til sölu tvö 171m2 vönduð staðsteypt parhús með bílskúr að Furudal.

G=35,18

B

Sorp

A-02

STAÐGREINIR: 2000-5-25130180

7300

7700

1400

1500

1260

220 600

1100

1500

7700

700

3000

565

565

3000

7300

700

1500

1100

3980

BO

BO

120

300

BO

1400

1500

BO

120

3980

hjónaherbergi

9.0 m²

13.8 m²

AÐAL BURÐARVIRKI BYGGINGARINNAR ER ÚR JÁRNBENTRI STEINSTEYPU, Þ.E ÞAK ER BORIÐ UPPI AF TRJÁVIÐ. EINANGRUN:

1500

120

ÞAK ER EINANGRAÐ MEÐ 225 mm STEINULLAREINANGRUN (U-gildi 0,2 W/m²)

geymsla

3.5 m²

7.1 m²

930

120

8.9 m² 3600

13700

GLUGGAR OG GLER:

SAMBÆRILEGT.

6490

stofa/borðstofa 31.0 m²

1435

4500

GLER SKAL VERA TVÖFALT K-GLER. (U-gildi 2,0 W/m²). INNVEGGIR:

BYGGÐIR UPP AF BLIKKSTOÐUM OG KLÆDDIR AF MEÐ TVÖFÖLDUM GIPSPLÖTUM. EINANGRAÐIR MEÐ STEINULL.

hæð á vegg 1.8 m

YFIRBORÐ ÚTVEGGJA OG ÞAKS:

ÞAK GRÁTÓNA OG VEGGIR LJÓSIR JARÐARLITIR , INNSKOT Í DEKKRI LIT. 1300

2500 5100

1300

160 900

1300

1200

2195

1465

1200

1465

1465

1200

4130

5755

1465

2195

4130

1300

900 160

1300

2500

1300

GLUGGAR, HURÐIR OG ÞAKKANTUR ER HVÍTT.

5100

5755

15000

A

A-02

1200

HAFA SKAL SAMRÁÐ VIÐ AÐALHÖNNUÐ UM ENDANLEGT LITAVAL.

15000

C

B

A-02

A-02

TÆKNIBÚNAÐUR: LAGNALEIÐIR:

EFNI OG VINNA SKAL VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ, VIÐKOMANDI ÍST STAÐLA OG REGLUGERÐ UM BRUNAVARNIR. BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI SKAL AÐ ÖÐRU LEYTI VERA Í SAMRÆMI VIÐ BYGGINGARREGLUGERÐ. Á UPPDRÁTTUM KEMUR FRAM BRUNAMÓTSSTAÐA BYGGINGARHLUTA, Þ.E. Í AÐALATRIÐUM, EN AUK ÞESS SKAL BYGGINGIN UPPFYLLA EFTIRFARANDI KRÖFUR:

NEYSLUVATNSLAGNIR ERU ÁL/PEX LÖGÐ Í VEGGJUM.

G=34,78

sigraði og eru ekki lengur í fallbaráttu. Reynir heimsótti KFS til Vestmannaeyja á laugardaginn í úrslitakeppni 4. deildar í knattspyrnu um síðustu helgi. Sannfærandi 0:6 sigur Reynis í fyrri leik liðanna gefur góð fyrirheit en seinni leikurinn fer fram á miðvikudagskvöldið í Sandgerði. Sigurliðið mætir Kórdrengjum eða Berserkjum í úrslitaleikjum um laust sæti í 3. deild árið 2019.

Íslandsbanki styrkir boltakaup Íslandsbanki færði nýverið barna- og unglingaráði Knattspyrnudeildar Keflavíkur styrk til fótboltakaupa. Á myndinni er Sighvatur Gunnarsson frá Íslandsbanka með formanni barna- og unglingaráðs, Svavari M. Kjartanssyni og yfirþjálfara yngri flokka Jóhanni B. Guðmundssyni. „Börn og unglingar í Keflavík þakka Íslandsbanka vel fyrir styrkinn,“ segir í tilkynningu.

1) HÚSIÐ SKAL VERA ÚTBÚIÐ VIÐURKENNDUM REYKSKYNJURUM OG HANDSLÖKKVITÆKI.

R BO ET LR GN

REYKSKYNJARI BJÖRGUNAROP ELDTEPPI VIÐKOMANDI RÝMI SKAL VERA LOFTRÆST VIÐKOMANDI RÝMI SKAL HAFA GÓLFNIÐURFALL

EI-60 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA REI-90 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA EICS-30 BRUNAMÓTSTAÐA VIÐKOMANDI BYGGINGARHLUTA

STÆRÐIR:

STÆRÐ LÓÐAR = 1216 m²

Breyting á aðalskipulagi

n=341.2 / 1216=0,28

FURUDALUR 18 m² STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

m³ 454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

FURUDALUR 20 STÆRÐ ÍBÚÐAR : 142.9 m² STÆRÐ BÍLGEYMSLU : 27.7 m² HEILDARSTÆRÐ HÚSS : 170.6 m²

454.977 m³ 102.999 m³ 557.976 m³

Vantar þig heyrnartæki? BYGGINGIN ER UPPHITUÐ MEÐ OFNUM, LAGNIR ERU Í VEGGJUM.

Reykjanesbæjar 2015-2030

INNTÖK VEITNA ER Í BÍLSKÚR.

Á NEYSLUVATNSKERFI SKAL KOMA FYRIR VARMASKIPTI EÐA

UPPBLÖNDUNARLOKA TIL AÐ TRYGGJA AÐ HITASTIG FARI EKKI YFIR 65°C. GÓLFNIÐURFÖLL:

KOMA SKAL FYRIR NIÐURFÖLLUM Í ÖLLUM VOTRÝMUM, ÍBÚÐAR Þ.E. Í

16

ÞVOTTAHÚSI OG BAÐI.

14

AUK ÞESS SKAL VERA GÓLFNIÐURFALL Í BÍLGEYMSLU.

9

LOFTRÆSING:

BAÐ, ÞVOTTAHÚS ÁSAMT GEYMSLU ERU LOFTRÆSTAR UM OPNANLEG

L=35.00

2m

Sorp

15,4m

20

5,1m

5,76m

Sérnotahluti

L=35.00

Sorp Sorp

7,3m

4m

Furudalur

13,7m

7,3m

1m

8,4m

Sorp

4m

32m

GLUGGAFÖG.

L=36.88

SJÁLFTREKKJANDI ÚTLOFTUNARVENTILL ER Í BÍLSKÚR.

9,9m

L=34,00

BRUNAKRAFA VEGGJA MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR SKAL VERA EINS OG FRAM KEMUR Á GRUNNMYND. ÞAKKLÆÐNING SKAL VERA Í FLOKKI T. KLÆÐNING LOFTA OG VEGGJA Í BÍLSKÚR SKAL VERA Í FLOKKI 1 OG KLÆÐNING LOFTA Í ÍBÚÐ SKAL EKKI VERA LAKARI EN Í FLOKKI 2. Í HVERJU HERBERGI SKAL VERA BJÖRGUNAROP. KOMA SKAL FYRIR REYKSKYNJURUM Í BYGGINGUNNI Í SAMRÆMI VIÐ ÞAÐ SEM FRAM KEMUR Á GRUNNMYNDUM.

Sigurður fasteignasali 693 2080.

VEGGIR ERU SLÉTTPÚSSAÐIR AÐ UTAN OG ÞAK ER KLÆTT MEÐ BÁRUJÁRNI.

LITIR:

REYNISMENN ÖRYGGIR GRINDAVÍK Í BOTNBARÁTTU Í UNDANÚRSLIT Þróttur tapaði um helgina og Víðir

TÁKN:

OPNANLEG FÖG OG HURÐIR SKULU VERA ÚR HARÐVIÐ OREGON PINE EÐA HSL

BRUNAVARNIR Í BYGGINGUNNI:

Hólmgarði 2c - 230 Reykjanesbær - Sími 421-8787 siggi@fermetri.is - www.fermetri.is

GLUGGAR ERU HEFÐBUNDNIR ÍSTEYPTIR ÁLKLÆDDIR TIMBURGLUGGAR ÚR ÞURRKAÐRI FURU.

R

300

þvottur

150

GN

300

290

GN

EINANGRUN (U-gildi 0,4 W/m²)

4400

120

ET

EI-60

2520

1230

900 60

3.5 m²

alrými

1250

þvottur

7.1 m²

2880

geymsla

EINANGRUN (U-gildi 0,3 W/m²). ÚTVEGGIR BYGGINGARINNAR ERU EINANGRAÐIR MEÐ 100 mm POLYSTYREN

300

2500

EICS-30

EI-60

2890

2875

3500 120

1230

BO

3800

150 24.7 m²

LR

120

EI-60

4630

bílskúr

LR EICS-30

2520

120

GK: 35.30

290

2400

150

1300

24.5 m²

eldhús

930

9.7 m² 120

0101

150

4630

bílskúr

24.7 m² EI-60

120

herbergi

8.3 m²

2690

120

0102

GK: 35.20

eldhús

8.9 m² 3600

SÖKKLAR OG BOTNPLATA ERU EINANGRUÐ MEÐ 100 mm POLYSTYREN

GN 2435

2675

HSL

REI-90

120 900 60

ET

bað

7.5 m²

150

R

GK: 35.20

1250

2500

1435

300

150

0102 HSL

stofa/borðstofa 4500

EI-60

2675

alrými

anddyri

3800

150

6500

150

13700 4400

6490

150

HSL

24.5 m²

31.0 m²

1200

BURÐARVIRKI:

300

120

herbergi

300

3800

150

2400

2435

EI-60

120

R

R

GN

INNTÖK

300 2690

0101

2880

120

GK: 35.30

300

1300

120

120

6500

GN 3800

INNTÖK

7.5 m² 3500

1500

8.3 m²

9.7 m²

GN

anddyri

bað

herbergi

2875

2890

BO

300

BYGGINGAEFNI:

1640

SÖKKLAR, BOTNPLATA, ÚTVEGGIR OG VEGGUR MILLI BÍLSKÚRS OG ÍBÚÐAR.

3600

3600

3480

4100

2600

NF

120

9.0 m²

4000

300

NF herbergi

13.8 m²

1500

1000

2600

hjónaherbergi

1200

300

300

1260Sorp

600 220

4000

300

1500

GERT ER RÁÐ FYRIR TVEIMUR BÍLASTÆÐUM VIÐ HVORT HÚS.

2000

1640

BYGGINGIN ER PARHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ INNBYGGÐUM BÍLSKÚRUM.

A-02

3480

A-02

C

4100

A

BYGGINGARLÝSING: FURUDALUR 18-20, REYKJANESBÆ LANDNR: 210010

8400

18 MHL-01

8400

20 MHL-02

Furudalur 20 er fokhelt að innan með rafmagnsinntaki og fullbúið að utan verð 37,2 millj. kr. Furudalur 2 allt að byggingarstigi 5 og fullbúið að utan verð 46,9 millj. kr. Húsið eru klár til afhendingar.

4. DEILD KARLA:

PEPSI-DEILD KVENNA:

Grindavík háir erfiða botnbaráttu í Pepsi-deild kvenna. Þær töpuðu fyrir HK/Víkingi í 15. umferð og leika næsta laugardag gegn ÍBV í Grindavík. Þær eru í næst neðsta sæti með 10 stig, KR er í þriðja neðsta með 13 og svo eru tvö lið með 16 stig. FH er neðst með 6 stig. Keflavík er í góðri stöðu með að fara upp í Pepsi-deild en liðið er í öðru sæti með 37 stig, þremur meira en ÍA en bítlabæjarliðið á leik inni. Keflavík leikur gegn Afureldingu/ Fram á föstudag á útivelli og getur þar nánast gulltryggt sér sæti í efstu deild með sigri.

8. september frá kl.

L=34,00

Inkasso-lið Njarðvíkur tapaði fyrir HK í fjórðu síðustu umferð mótsins og er í fjórða neðsta sæti með 18 stig. ÍR, Selfoss og Magni eru fyrir neðan.

Völsung­ur sigraði Þrótt 2:0 í Vog­ um í 2. deildinni. Þrótti mistókst að jafna leikinn er vítaspyrna fór forgörðum undir lok fyrri hálfleiks. Þróttarar eru í sjöunda sæti 2. deildar með 27 stig. Víðir er kom­inn úr fall­hætt­unni eft­ir 2:1 sig­ur gegn Hug­inn á Seyðis­ firði. Mil­an Tasic og Andri Gísla­son skoruðu fyr­ir Víði en Nedo Eres fyr­ir Hug­inn. Víðir er í áttunda sæti 2. deildar með 23 stig.

18

8,29m F=1216 m² N=<0.30 GK=35.30

5,76m

LEYFILEGAR KÓLNUNARTÖLUR BYGGINGARHLUTA ERU:

11

5,1m

Sérnotahluti

ÞAK

0,2 W/m² K (t.d. 200 mm steinull)

VEGGIR

0,4 W/m² K (t.d.80 mm polystyren)

GÓLF Á FYLLINGU

0,3 W/m² K (t.d.75 mm polystyrenl)

GLUGGAR, vegið meðaltal HURÐIR

2,0 W/m² K (t.d. tvöfalt K-glerl) 3,0 W/m² K

L=37.02

Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta 38m

VEKTOR

- hönnun og ráðgjöf -

24

22

13

Síðumúla 3, 108 Rvk, s: 554-6650 / 897-5363

Teikn. nr.

Tilvísun á teikningu

Sigurður Hafsteinsson

byggingatæknifræðingur

Kt. 030859-7749 email: sigurdur@vektor.is

Br.

Samþykkt

Dags.

FURUDALUR 18-20, REYKJANESBÆR

GRUNNMYND, AFSTÖÐUMYND BYGGINGARLÝSING

Hannað

Teiknað

SH

AFSTÖÐUMYND 1:500

Dagsetning

02.05.2017

MA

Verk nr.

Mælikvarði

Teikn. nr.

1:100/500 A-01

Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum.

Reykjanesbær - 18. september Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Íbúasvæði ÍB34 Hafnargata/Njarðarbraut Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 28. júní 2018 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Tillagan var auglýst 3. maí til 21. júní 2018. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við tillöguna sem tekið var tillit til og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar. Reykjanesbær, 4. september 2018 Bæjarstjóri

SMÁAUGLÝSINGAR HÚSNÆÐI ÓSKAST Reglusöm kona, rúmlega 70, bráðvantar 2. herb. íbúð í Keflavík/Njarðvík sem allra fyrst. Er skilvís, róleg og reyklaus. Ef einhver er svo hjartagóður að redda mér þá eru símanúmerin mín 861-8311 og 421-5104.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Ég er döpur. Örlög Sundhallarinnar eru sennilega ráðin og baráttan töpuð. Þetta er sorgleg staðreynd, en við sem stóðum þessa vakt getum alla vega stolt sagt að við börðumst fram á síðustu stundu. Skömmin er mikil og hún er bæjaryfirvalda. Það mun aldrei gleymast. Ég hef verið spurð að því af hverju okkur er svona umhugað um þessa gömlu Sundhöll - er þetta ekki bara eitt hús, gamalt drasl sem lokið hefur hlutverki sínu og engu máli skiptir? Nei, þetta er svo miklu miklu meira. Þetta snýst um bæinn okkar og söguna og hvernig við ætlum að miðla henni til komandi kynslóða. Gamli bærinn okkar í Keflavík, Duus húsin, Gamla Búð og Fischershúsið eru sannkölluð bæjarprýði sem laða til sín gesti og gangandi. Fyrsta kaflann í sögu kauptúnsins sem nú er orðinn stór bær má lesa út úr þessum gömlu, fallegu húsum sem bæði einstaklingar og sveitarfélagið hafa sýnt metnað í að gera upp og viðhalda. Mér finnst dýrmætt að geta gengið þarna um með syni mína, og sagt þeim sögur af forfeðrum okkar sem byggðu þennan bæ og bjuggu og versluðu í þessum fallegu húsum. Svo göngum við eftir strandleiðinni og margoft hef ég sagt þeim söguna af Sundhöllinni og sundlauginni sem bæjarbúar söfnuðu fyrir og byggðu sjálfir, allt niður í 8 ára börn. Hversu stoltir bæjarbúar höfðu verið þegar sundlaugin var vígð og svo síðar þegar glæsilega byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði var tekin í notkun. Þessi bygging tengir kynslóðirnar saman og þetta svæði er næsti kaflinn í sögu bæjarins.

Póstur: vf@vf.is

LOKAORÐ

Minning um Sundhöll

Sími: 421 0000

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Hvort var það Hjálmar eða Baggalútur sem söng „Sorrí með mig“?

140 Ítalir með fjórar herþotur til Keflavíkur

RAGNHEIÐAR ELÍNAR Mér er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að taka ákvörðun um niðurrif á einu sögufrægasta húsi bæjarins án þess að nokkur heildarsýn hvað svæðið varðar liggi fyrir. Á öll atvinnusagan við Vatnsnesið að hverfa - er þetta allt bara gamalt drasl? Þvílíkt metnaðarleysi. Það eina sem við vitum er að það stendur til að byggja 300 íbúðir í stórum blokkum við strandlengjuna. Einsleita háhýsabyggð sem ryður því gamla í burt fyrir því nýja. Ótrúleg skammsýni. En svo snýst þetta ekki bara um Sundhöllina eina. Hvað með næsta sögufræga hús sem nær því ekki að verða 100 ára og einhverjum finnst ljótt og byggingarfyrirtæki kaupir fyrir slikk? Eigandi hússins sem keypti Sundhöllina fyrir einu og hálfu ári fyrir tæplega 40 milljónir hlær alla leiðina í bankann. Þetta var besti díllinn sem hann hefur gert og ekki skrýtið að hann sæki málið fast. Fjörtíu milljónirnar hans eru nefnilega orðnar að 729 milljónum samkvæmt verðmati sem hann leggur til grundvallar skaðabótakröfu sem hann hótar að leggja fram ef húsið verður friðað. Sæmileg ávöxtun það. Ég veit ekki með ykkur en mér finnast þessi útdeiling almannagæða umhugsunarverð og raunar óhugnarleg. En skýrir samt svo margt.

Typhoon F-2000 orrustuþota tekur á loft frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Giovanni Colla Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 140 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til Keflavíkurflugvallar með fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að verkefninu ljúki í byrjun október. Landhelgisgæsla Íslands sinnir framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningi sem gerður var við utanríkisráðuneytið á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008. Að auki er verkefnið unnið í samvinnu við Isavia.

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám Tækifærin leynast víða

Hvort sem þú ert á skrifstofunni, með drauminn í maganum, rekur þitt eigið fyrirtæki eða vilt öðlast betri skilning til að vinna í nútíma rekstrarumhverfi, ættir þú að skoða sölu-, markaðs- og rekstrarnám. Hér er á ferðinni frábært nám fyrir þá sem vilja auka hæfni sína í nútíma viðskiptaumhverfi með eftirfarandi þætti að markmiði: - Gerð áætlana í tengslum við sölu- , markaðs- og rekstrarmál - Að stýra verkefnum - Undirbúa eigin rekstur - Starfa við sölu- og markaðsmál - Gera markaðs-, rekstrar- og viðskipatáætlun

Kennsla hefst þriðjudaginn 11. september 2018 og lýkur námi þann 21. maí 2019

Tími: Kennt er á þriðjudögum kl. 16:30 – 20:30 og nokkra laugardaga.

Skráning fer fram á www.mss.is en nánari upplýsingar veitir Smári Þorbjörnsson, smari@mss.is eða í síma 412-5982


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.