Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.

Page 1

SUÐURNESJA

magasín

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Ljósanótt frá A til Ö

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.890 kr/mán.

Suðurnesjamagasín fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Ljósanótt frá A til Ö

VF-mynd/Sólborg Guðbrandsdóttir.

Blaut árgangaganga en góð Ljósanótt

Ljósanótt 2019 heppnaðist vel og tugir þúsunda gesta úr heimabyggð og nágrenni sóttu hátíðina heim. Dagskráin stóð yfir frá miðvikudegi til sunnudagskvölds. Tónleikar Bliks í auga störtuðu Ljósanótt og enginn annar en kóngurinn Bubbi Morthens setti punktinn yfir i-ið á tónleikum í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld. Líklega er þetta mesta menningar-, lista- og tónlistarhátíð landsins. Yfir 150 viðburðir voru í boði og megnið af þeim tengdust menningu, list og tónlist. Veðurguðirnir stríddu Ljósanæturgestum lítillega með mikilli rigningu í Árgangagöngunni en fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti í hana. Á myndinni að ofan má sjá nokkra úr afmælisárganginum en það er fólk sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Fleiri myndir frá Ljósanótt eru í miðopnu og einnig á vf.is.

Hollt og gott í næstu Krambúð 54%

27%

Sólborg ein af tíu „Framúrskarandi ungum Íslendingum“

„Þessi verðlaun eru gott spark í rassinn. Það er ómetanlegt þegar vinnan manns skilar af sér einhverju góðu út í samfélagið. Það er oft erfitt að sjá það þegar álagið er sem mest en þetta virðist vera að gera eitthvað gagn sem er mjög dýrmætt,” sagði Sólborg Guðbrandsdóttir en hún var valin í hóp tíu „Framúrskarandi ungra Íslendinga“ sem verðlaunin eru veitt árlega af JCI Íslandi. ❱❱ BLS. 13

28%

259

159

áður 359 kr

áður 349 kr

kr/stk

Fulfil stangir 55 gr - Salted caramel eða peanut butter

kr/stk

Hámark súkkulaði 250 ml

Opnum snemma lokum seint

249 kr/stk

áður 349 kr

Mamma Chia 99 gr - Brómberja,jarðarbergja og banani eða mangó og kókos

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Kveikt á nýjum ljósum á Keflavíkurflugvelli á Ljósanótt

SPURNING VIKUNNAR

Tekurðu slátur eða ferðu í ber á haustin? Guðborg Kristjánsdóttir: „Ekki lengur, gerði það þegar börnin voru lítil en nú kaupi ég kepp og kepp í búðinni. Rófu­stappa er ómissandi með þessum mat en ég rækta eigin rófur heima í Merkinesi, Höfnum. Ég fer í Heiðmörk í ber og frysti þau svo, vil helst borða bláber en krækiber borða ég beint upp af jörðunni.“

Upplýstur Keflavíkurflugvöllur við upphaf Ljósanætur. Svona blasir flugvöllurinn við frá vestri. VF-myndir: Hilmar Bragi Fimmtudaginn 5. september voru tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli ný stöðvunarljós, svonefndar stöðvunarslár (Stop bar). Svo skemmtilega vill til að kveikt var á þessum ljósum um leið og Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í tuttugasta sinn. Isavia er einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar og hefur verið það síðustu ár.

Stöðvunarslárnar eru staðsettar á akbraut við flugbrautir á Keflavíkur­ flugvelli. Auk þeirra hafa einnig verið settar um sérstakar slár sem banna innakstur (No entry bar). Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín. Biðja þarf um leyfi hjá flugturni til að

fá ljós á stöðvunarslá slökkt til að aka yfir og ekki má aka inn á akbraut með slá þar sem innakstur er bannaður. Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja brautarátroðning. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki á flugvallarsvæðinu.

gja brautarátroðning. Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbygá flugvallarsvæðinu. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki

Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Lífbjörg undir Berginu

Steinn Erlingsson: „Nei, tek ekki slátur en borða það ásamt rófustöppu og kartöflu­ mús. Ég er búinn að fara og tína mikið af berjum, er kominn með 25 flöskur af hreinum krækiberjasafa, hreinni orku sem ég fæ mér eitt staup af á fastandi maga á morgnana með lýsi.“ Viktoría Ása Ólafsdóttir Glaz: „Nei, ég tek ekki slátur en hef smakkað það og rófu­ stöppu, finnst það ekkert sér­ stakt. Mér finnst grjónagrautur góður. Ég fer mjög sjaldan í ber.“

– Réðst á björgunarmann sinn með þungum höggum Björgunarsveitarmaður var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa bjargað lífi drukknandi manns undir Berginu í miðri flugeldasýningu Ljósanætur á laugardagskvöld. Haraldur Haraldsson, formaður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, segir að atvikið hafi verið klár lífbjörgun og sorglegt að maðurinn hafi veitt björgunarsveitarmanninum áverka í andliti, brjósti, kvið og nára. Maður í annarlegu ástandi stakk sér til sunds af grjótgarðinum við smá­ bátahöfnina í Gróf þegar flugelda­ sýningin stóð yfir. Nærstaddir heyrðu manninn lýsa því yfir að hann ætlaði að synda til Hafnarfjarðar. Þegar björgunarbátur kom að mann­ inum var hann að drukkna að sögn Haraldar og var bjargað um borð í bátinn á elleftu stundu. Maðurinn

var ekki sáttur við lífbjörgina og réðst á björgunarsveitarmanninn með þungum höggum. Björgunar­ sveitarmaðurinn lá óvígur eftir, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður­ nesja og þaðan áfram á Landsspítala í Fossvogi í ljósi áverka. Björgunar­ sveitarmaðurinn er kominn heim en er aumur og bólginn. Ekki liggur fyrir hvort atvikið verður kært.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Halldór Jensson: „Já við höfum alltaf tekið slátur á haustin, nema núna. Rófu­stappa og kartöflumús er best með slátri. Ég hef ekki gert mikið af því að fara í ber á haustin, einstaka sinnum farið og þá tínt krækiber.“

Ljósum prýtt Bergið á laugardagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kösturum við vatnstankinn við Vatnsholt stolið „Sá leiðindaatburður átti sér stað í síðustu viku að fjórum kösturum sem lýsa upp vatnstankinn við Vatnsholt var stolið. Af ummerkjum má sjá að fagmannlega var að verki staðið. Grindur voru skrúfaðar af og klippt á rafmagnið. Listaverkið, sem vatnstankurinn nú er, er því óupplýstur. Þjófnaðurinn hefur verið tilkynntur til lögreglu og eru þeir sem vita eitthvað um málið eða hafa grunsemdir, beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Vatnstankurinn var afhjúpaður sem listaverk á Ljósanótt árið 2013. To­ yistar höfðu þá farið huldu höfði á bak við ábreiðu um nokkurra vikna skeið. Vatnstankurinn er mikið bæjarprýði og sést langt að. Slæmt er að geta ekki lýst hann upp í skammdeginu sem nú er að bresta á.


KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ

128

Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á heilsudögum.

SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM! KETÓ VEGAN LÍFRÆNT UPPBYGGING HOLLUSTA RFIÐ FITNESS KRÍLIN UMHVE ALLT AÐ

25% AFSAFLHEÁILSTU-TOGUR M

LÍFSSTÍLSVÖRU

EMBER 2019 TILBOÐIN GILDA 12. - 22. SEPT

Lægra verð – léttari innkaup

OFURTILBOÐ - GILDIR ÞENNAN EINA DAG! Fimmtudagur 12. sept. Tilboð dagsins

Föstudagur 13. sept.

Laugardagur 14. sept.

Tilboð dagsins

Tilboð dagsins

Now Góðgerlar 25 billion, 50 töflur

46%

43%

1.399

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Fulfil Saltkaramella eða hnetusmjör

199

33% AFSLÁTTUR

KR/PK ÁÐUR: 2.619 KR/PK

Whole Earth Engiferöl 330 ml

Now D-Vítamín 120 softgels töflur

119

KR/STK ÁÐUR: 299 KR/STK

50% AFSLÁTTUR

Spínat (150g)

52%

799

KR/STK ÁÐUR: 209 KR/STK

AFSLÁTTUR

KR/PK ÁÐUR: 1.679 KR/PK

50% AFSLÁTTUR

Sætar kartöflur (kg)

50% AFSLÁTTUR

Grænkál (150g)

ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS

Heilsudagar standa yfir dagana 12. – 22. september 2019 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Viðbygging mun breyta miklu í starfsemi Asparinnar Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla hefur tekið í notkun nýja viðbyggingu sem breytir mikið starfsemi deildarinnar. Opnunarhátíð var haldin á dögunum. Bæjarstjóri, fulltrúar frá bæjarstjórn, fræðsluskrifstofu og umhverfissviði voru viðstaddir. Auk þess sem velgjörðarmenn, byggingaverktakar og starfsfólk skólans voru á staðnum.

Í maí var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282 m² sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig voru gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð – húsnæðið er því í heild 618 m². Jóhann Friðrik Friðriksson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hélt stutta

tölu og framhaldi talaði Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, til gesta. Í ræðu sinni sagði Ásgerður að gaman væri að fá að taka við þessari glæsilegu viðbyggingu sem ætti eftir að nýtast vel í því frábæra starfi sem unnið er í sérdeildinni. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sértæku námsúrræði að halda. Í Ösp eru skráðir í skólabyrjun 23 nemendur í 1.–10. bekk. Kristín Blöndal er deildarstjóri í Ösp og auk hennar starfa þrír sérkennarar, þrír þroskaþjálfar, tveir leiðbeinendur, tveir félagsliðar og tólf stuðningsfulltrúar. Íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar Njarðvíkurskóla koma einnig að kennslu nemenda í Ösp.

Kristín Blöndal deildarstjóri í Ösp, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Sprengjusérfræðingar æfa á Keflavíkurflugvelli

Öll aðstaða í viðbyggingunni er rúmgóð og björt. Frístundaheimili er starfrækt eftir skóla frá hálftvö til fjögur þar sem Ólöf Rafnsdóttir er umsjónarmaður. Nýkláruð viðbygging er fjórða stækkunin við sérdeildina, síðast var stækkað við hana árið 2012. Mikil þörf var orðin á að stækka húsnæðið og deildina vegna fjölgunar nemenda í bæjarfélaginu og koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn sem var mjög bágborin í eldra húsnæðinu. Sparri byggingaverktakar sáu um verkið og sagði Ásgerður í sinni ræðu að Njarðvíkurskóli hefði ekki getað verið heppnari með verktaka. Framkvæmdir við húsið hófust í maí og reis það upp á miklum hraða og var mikill metnaður hjá öllum sem komu að byggingaframkvæmdum að þetta gengi hratt og fljótt fyrir sig svo starfsemin gæti byrjað sem næst skólasetningu. Ásgerður sagðist seint

geta fullþakkað Sparramönnum og öðrum undirverktökum sem komu að verkinu hve hratt og vel þetta allt var gert og frágangur væri til fyrirmyndar. Ásgerður sagði húsnæðið glæsilegt sem Reykjanesbær gæti verið stoltur af að hafa í bæjarfélaginu og mun styrkja starfið mikið með það að markmiði að geta komið enn betur til móts við nemendur með sérþarfir. Í Ösp er unnið mjög gott starf og er horft til starfsemi sérdeildarinnar frá öðrum sveitarfélögum. Að lokum nefni Ásgerður hversu mikils virði fyrir sérdeildina sá stuðningur og velvild sem deildin hefur notið innan grenndarsamfélagsins, þar sem meðal annars hafa báðir Lionsklúbbarnir í Njarðvík, Kvenfélagið Njarðvík sem og Ásmundur Friðriksson hafa styrkt deildina mikið.

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Hún fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli en jafnframt á hafnarsvæðum víðs vegar á Suðurnesjum. Þetta er í átjánda sinn sem æfingin er haldin. Markmið æfingarinnar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Verkefni sprengjusérfræðinganna er að leysa slíkan vanda. Samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim er útbúinn og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur er. Æfingin fer fram við fjölbreyttar aðstæður, t.d. á flugvelli, í höfnum, í skipi og við bryggju. Sérhæfð stjórnstöð er jafnframt virkjuð þar sem öll uppsetning og vinnubrögð eru samkvæmt alþjóðlegum ferlum Atlantshafsbandalagsins. Að þessu sinni eru þátttakendurnir frá sautján þjóðum og alls eru 27 lið skráð til leiks. Þeir sem koma lengst að eru frá Nýja-Sjálandi en að æfingunni koma hátt í 300 manns.

HS VEITUR Unnið er að mælaskiptum á veitusvæði HS Veitna og nú erum við að byrja á rafmagnsmælum í Sandgerði. Mælaskipti í öðrum sveitarfélögum halda áfram samkvæmt áætlun. Settir verða upp svokallaðir snjallmælar en þeir eru með fjaraflestrarbúnaði og þegar búið er að setja upp slíka mæla og þeir komnir í samband við upplýsingakerfi HS Veitna hættir reikningagerð að byggja á áætlunum og aflestri, viðskiptavinir greiða fyrir raun notkun hverju sinni. Áætlað er að mælaskiptin og uppsetning upplýsingakerfisins verði gerð á næstu árum og verði að fullu lokið á veitusvæðum í árslok 2022. Bent er á að þó svo að viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að viðskiptavinir fari að greiða strax fyrir raun notkun því mögulegt er að uppsetning upplýsingarkerfis sé ekki tilbúin. Mælaskiptin eru unnin af starfsmönnum fyrirtækisins og eru þeir í merktum vinnufatnaði, koma á merktri bifreið og bera vinnustaðaskírteini. Starfsmenn okkar koma til með að hafa nánar samband áður en kemur að mælaskiptunum sjálfum. Það er von okkar að viðskiptavinir taki vel á móti mælasetjurum og að aðgengi verði gott. Nánari upplýsingar varðandi mælaskiptin eru á heimasíðu fyrirtækisins. Hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hsveitur@hsveitur.is. Einnig eru veittar upplýsingar í afgreiðslu okkar á afgreiðslutíma sem er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:15 – 16:00 í síma 422 5200.

hsveitur.is


Mánaðartilboð 20% AFSLÁTTU R

I N F E F L Ó G L L Ö

20%

20%

AFSLÁTTU R

20% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTU R

BoZZ sturtuhorn rúnað 6mm hert gler 80x80x195

27.992

BoZZ sturtuhorn

ferkantað 6mm hert gler 80x80x195

Áður 34.990 kr.

90x90x195 30.392 Áður 37.990 kr.

27.992 Áður 34.990 kr.

90x90x195 30.392 Áður 37.990 kr.

Carrara Shiny veggflís

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

20%

20%

AFSLÁTTU R

AFSLÁTTU R 6mm hert gler

8mm hert gler 75x220

15.992

80x140

1.272 pr. m

10.392

2

Áður 1.590 kr.

Áður 12.990 kr.

Áður 19.990 kr.

95x220

Harðparket verð frá

BoZZ baðþil

BoZZ glerþil

19.192 Áður 23.990 kr.

Roverwood Parketflísar

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

Vinyl parket m/áföstu undirlagi

5.032 pr. m

2

• Flísar • Parketflísar • Harðparket • Vínil parket m/undirlagi

20%

AFSLÁTTU R

Áður 6.290 kr.

Boston Parketflísar

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Tilboðin gilda líka á netinu!

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

www.murbudin.is

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Afsláttarkóði: netgíró


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Þakkir í lok tuttugustu Ljósanætur Í tuttugu ár hefur Ljósanótt vaxið og dafnað og orðin að einni glæsilegustu bæjarhátíð landsins. Því ber meðal annars að þakka framlagi bæjarbúa í dagskrá hátíðarinnar, stuðningi fjölda fyrirtækja á svæðinu, að ógleymdum þúsundum gesta sem láta sig ekki vanta á yfir 150 viðburði. Á þessum tímamótum var settur í loftið nýr Ljósanæturvefur sem hélt utan um fjölbreytta og metnaðarfulla sex daga dagskrá. Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá eða

fleiri komið að hátíðinni. Markmiðið var að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi og gleði og samhugur réði ríkjum. Nýir viðburðir í bland við aðra sem hafa fest sig í sessi voru vel

sóttir. Lista- og handverksfólk opnaði allt upp á gátt og sýndi í öllum skúmaskotum. Ljósanótt er ekki síður hátíð þessa fólks, sem hefur lagt dag við nótt við að skapa svo gestir fái notið. Húsfyllir var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hljómahöll, ungir sem aldnir mættu á setningarathöfn í Skrúðgarðinum, íbúar af erlendum uppruna tóku ríkari þátt en áður og 5.000 skammtar af kjötsúpu og vegan-súpu runnu út á föstudagskvöldinu. Þeir allra hörðustu létu úrhellisrigningu ekki spilla þátttöku í Árgangagöngunni og náði hátíðin svo hámarki í blíðskaparveðri á laugardagskvöldinu með flugeldasýningu og tendrun á ljósunum á Berginu. Veðrið lék svo við bæjarbúa sem nýttu sunnudaginn til að snúa sér í tívolítækjum, skoða listasýningar og kíkja í búðir. Hátíðin í ár var sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ sem er liður í umhverfisátaki bæjarins. Fjöldi margnota poka voru saumaðir af bæjarbúum og notaðir í verslunum bæjarins. Á fjölmennum samkomum sem þessum sést vel hve öflug þátttaka og eftirlit lögreglu og björgunarsveitarfólks skiptir sköpum og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra mikilvæga starf. Ykkur bæjarbúum og öðrum velunnurum hátíðarinnar þökkum við sömuleiðis fyrir ykkar aðkomu. Við hlökkum til að halda með ykkur Ljósanótt aftur að ári. Eins og alltaf verður boðað til íbúafundar um framkvæmd og dagskrá Ljósanætur í vetur og eru athugasemdir og hugmyndir vel þegnar til að gera næstu Ljósanótt enn betri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Grindvíkingar orðnir fleiri en 3500 Á dögunum náði íbúafjöldi Grindavíkurbæjar 3500 manns. Fyrir ekki svo löngu síðan, eða í ársbyrjun 2015, náði íbúafjöldinn tölunni 3000 en það var með fæðingu tvíburanna Víkings Inga og Frosta Þórs. Í dag eru íbúar þó orðnir nokkuð fleiri en 3500 en nýjustu tölur voru 3514. Það var hinn tveggja ára gamli Þorleifur Freyr Steinsson sem var þrjúþúsundogfimmhundraðasti íbúi Grindavíkur en hann fluttist til Grindavíkur ásamt foreldrum sínum þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni frá Hafnarfirði. Móðir hans er uppalinn Grindvíkingur og flytur því aftur í heimabæ sinn, segir á grindavik.is. Þorleifur Freyr kom í fylgd foreldra sinni á fund bæjarstjórnar og tók við viðurkenningu í tilefni þess að vera

3500. íbúi bæjarins. Hann fékk viðurkenningaskjal því til staðfestingar auk þess að fá blómvönd, Múmín-bolla, 25.000 króna fjárhæð í Landsbankanum og gjafakort í íþróttaskólann sem hefst í haust. Á myndinni, sem var tekin á bæjarstjórnarfundi Grindavíkurbæjar, má sjá Þorleif Frey ásamt foreldrum sínum, þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni. Með þeim eru Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar.

Íbúar Suðurnesja 27.650 Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 446 manns frá 1. desember 2018. Þetta gerir 2,4% fjölgun íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 601 eða 2,2%. Íbúar Suðurnesja voru 27.650 þann 1. september. Íbúum landsins hefur fjölgað um 5.127 manns eða 1,4% á ofangreindu tímabili. Þann 1. septem-

ber voru 361.798 einstaklingar skráðir með búsetu hér á landi samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Íbúafjöldi á Suðurnesjum 1. september: Reykjanesbær 19.315 Suðurnesjabær 3.545 Grindavíkurbær 3.500 Sveitarfélagið Vogar 1.290

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Ljósanótt og léleg makrílvertíð á enda

Fræðslusvið – hegðunarráðgjafi Heiðarskóli – umsjón kaffistofu, 75% starfshlutfall Fræðslusvið – sálfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel – starfsmaður í afleysingar Velferðarsvið – starfsmaður á heimili barna, 30% starfshlutfall Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Duus Safnahús - Ljósanætursýningar opnar til 3.11.19 Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi, Óvænt stenumót, sex listakonur úr Reykjanesbæ sýna og Reynir Katrínar, sýning. Duus Safnahús eru opin kl. 12-17.

AFLA

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Uppskeruhátíð sumarlesturs. Miðvikudaginn 11. september kl. 17.00 mætir Gunnar Helgason rithöfundur og les upp úr óútkominni bók sinni Draumaþjófurinn. Að lestri loknum mega öll börn skreyta sína eigin bókapoka! Heimanámsaðstoð. Heilakúnstir hefjast á ný í Bókasafni Reykjanesbæjar og verða kl. 14.30 – 16.00 á þriðjudögum og fimmtudögum í allan vetur. Heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanemendur í 4. – 10. bekk.

Hátíðin var ansi góð en því miður gerðust atburðir um kvöldið þegar flugeldasýninginn átti að byrja sem vekja nokkra athygli. Þegar búið var að telja niður í að sýningin myndi byrja; 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, búmm ... En það varð ekkert búmm því lítill bátur sigldi út úr Grófinni og beint inn á öryggissvæðið, hluti af sýningunni var að skjóta sprengjum út í sjó og láta þær springa þar. En jæja, sýningin hófst að lokum en stóð aðeins í tæpar tvær mínútur og þá þurfti að stoppa aftur. Í þetta skiptið þá voru það ekki einn, heldur tveir litlir bátar sem fóru út og þar með þurfti að stoppa flugeldasýningina öðru sinni. Maður má víst ekki blóta í þessum pistlum né í skrifum á Aflafrettir. is, en svona hátterni er með öllu óskiljanlegt og á alveg skilið gott $%”$&/... Vonandi kemur svona lagað ekki fyrir aftur. Nóg um Ljósanóttina. Förum aðeins út í bátana og veiðar. Makrílvertíðin er búin en hún var frekar léleg svo ekki sé meira sagt. Meira segja núna eru bátar í Njarðvík sem voru settir

FRÉTTIR

Viðburðir í Reykjanesbæ

Nú má segja að haustið sé komið og veturinn framundan þegar Ljósanæturveislan er búin. Þó svo að þessir pistlar einblíni á útgerð, sjósókn og allt sem tengist bátum og veiðum þá er hægt að tengja þessa hátíð, Ljósanótt, við þessa pistla.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

á flot eða gerðir klárir til veiða, t.d. Stakkavík GK sem var sett á flot en landaði ekki einum fiski af makríl. Sama má segja um bát sem heitir Rokkarinn GK, hann náði aðeins að landa 596 kílóum úr einni sjóferð. Netabátarnir byrjuðu strax veiðar sem hafa gengið mjög vel. Bergvík GK hefur t.d. landað 10,7 tonnum í aðeins tveimur róðrum. Maron GK 14,8 tonnum í fjórum. Halldór Afi GK 10 tonn í fimm og mest 5,7 tonn. Sunna Líf GK 6,1 tonn í þremur, bæði í þorskanet og skötuselsnet. Hraunsvík GK 5,7 tonn í fjórum. Grímsnes GK er áfram að eltast við ufsann og hefur landað 26 tonnum í tveimur róðrum. Hjá dragnótabátunum byrja systurbátarnir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK mjög vel. Siggi Bjarna GK er kominn í 78 tonn í fjórum róðrum og mest 20 tonn og Benni Sæm GK 71 tonn í fjórum og mest 29 tonn. Enn sem komið er er enginn minni línubátur að veiða frá Suðurnesjum

en Margrét GK hefur þó farið einn prufutúr og landaði 1,5 tonn í einni löndun. Af og til í þessum pistlum hefur verið minnst á slippinn í Njarðvík um bátana sem þar voru. Einn af þeim bátum sem þar voru lengst allra var báturinn Sævík GK sem Vísir ehf. í Grindavík á. Sævík GK hét áður Óli Gísla GK og var gerður út frá Sandgerði. Voru nokkuð miklar breytingar gerðar á bátnum, m.a. var hann lengdur um 1,7 metra. Þurrpústinu var breytt á ansi merkilegan hátt, því þurrpústið gekk út úr bátnum á stjórnborða og það þýddi að við löndun var reykurinn frá vélinni á bryggjunni. Var pústinu breytt þannig að langt og mikið rör var leitt yfir bátinn og út bakborðsmeginn. Svolítið sérstakt að sjá þetta. Sömuleiðis var skipt um lit á bátnum og fór hann úr því að vera blár yfir í það að vera grænn. Eitt er nokkuð merkilegt við þessa lengingu á bátnum og sýnir kannski hversu ruglað þetta mælingakerfi er. Skráð lengd á bátnum núna er 11,99 metrar en mesta lengd á bátnum er um 14,8 metrar. Stærðartala bátsins miðast við skráða lengd en ekki mestu lengd. Þetta sést ansi vel þegar að báturinn er skoðaður aftan frá því þá sést gríðarlega stór hluti bátsins sem er útaf stýrinu og skrúfunni.


Þú kaupir QLED 2019 og Galaxy S10e fylgir með!*

*andvirði 109.900 kr. Gildir til 31.10.19 með Q60 og Q70, í 75”/82”. Q85 í 82” og öllum stærðum með Q90,Q900. Einnig 55”, 65” FRAME

Samsung QLED is Quantum dot based TV

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur

Netverslun Netverslun

Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

HAFNARgötU 23 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Greiðslukjör Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust Vaxtalaust í allt 12 mánuði í allt að að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Líf og fjör á

Árgangagangan var mjög blaut en mætingin var góð. Fólk lét rigninguna ekki stoppa sig.

Ljósanótt 2019 heppnaðist vel og tugir þúsunda gesta úr heimabyggð og nágrenni sóttu hátíðina heim. Dagskráin stóð yfir frá miðvikudegi til sunnudagskvölds. Tónleikar Bliks í auga settu Ljósanótt í gegn og enginn annar en kóngurinn Bubbi Morthens setti punktinn yfir i-ið á tónleikum í Keflavíkurkirkju. Líklega er þetta mesta menningar-, lista- og tónlistarhátíð landsins. Yfir 150 viðburðir voru í boði og megnið af þeim tengdust menningu, list og tónlist. Ritstjóri VF tók forskot á Ljósanætursæluna með því að sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þriðjudag en það var

Sundlaugarpartý fyrir ungmenni var í Vatnaveröld – Sundmiðstöð Keflavíkur og þar var fjör að venju.

Það lá vel á mannskapnum þó ofankoman væri í meira lagi.

Fornbílar og tryllitæki óku niður Hafnargötuna, eitthvað færri en venjulega og gestir við götuna voru líka eitthvað færri, strax eftir gönguna.

Myndlista- og listsýningar voru úti um allan bæ. Hér má sjá myndir frá tveimur þeirra.

Það var að venju sannkallað kóramót í Duus Safnahúsum á laugardegi. Fimm kórar stigu á svið og sungu fyrir gesti. Blik í auga var í níunda sinn og nú var það hún „Eydís“ og tónlist frá 1980 til 1990. Þrjár sýningar voru í Stapa og tónlistarrýnir VF sagði þetta hafa verið besta Blikið frá upphafi. Undir það hafa margir tekið.

Bæjarfulltrúar, starfsmenn Reykjanesbæjar og gestir léku og sungu með bæjarbúum sem sóttu söngstund í ráðhúsi Reykjanesbæjar.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Kirkjuvogskirkja í Höfnum var full af gestum sem sóttu tónleika Jónasar Sig. Elíza Newman, Hafnabúi, gaf tóninn á undan tónleikum kappans.

20. Ljósanóttinni nettur forsmekkur að pakkaðri Ljósanæturdagskrá sem hófst daginn eftir. Síðan tóku t.d. við tónleikar öll kvöld og oft margir í einu. Veðurguðirnir stríddu Ljósanæturgestum lítillega með mikilli rigningu í Árgangagöngunni en fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti í hana en þurfti svo að fara heim til að hafa fataskipti að henni lokinni. Á heildina gekk allt vel með fáum undantekningum þó því sumir tóku upp á því að skella sér til sunds í

9

miðri flugeldasýningu sem gerði það að verkum að gera þurfti tvisvar stutt hlé á henni. Ljósmyndarar og myndatökufólk Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, Sólborg Guðbrandsdóttir og Páll Ketilsson voru á ferð og flugi í Reykjanesbæ og mynduðu sem mest þau gátu. Hér í opnunni er lítið sýnishorn af viðburðum en á vefsíðu okkar, vf.is, eru mörg myndasöfn og myndskeið frá hátíðinni.

Víkurfréttir gáfu út veglegt 64 bls. Ljósanætur- og 25 ára afmælisblað Reykjanesbæjar. Dagskráin var á kápu blaðsins sem sumir tóku með sér til að hafa við hendina og rýna í.

Í rigningunni á laugardag fundu hljómsveitir sér skjól við sýningarglugga Sambíóanna. .

Kjötsúpan rann út og fimm þúsund skammtar hurfu ofan í gesti sem fjölmenntu við Hafnargötu 30 á föstudagskvöldi

Á hátíðarsviðinu eftir árgangagöngu þakkaði Kjartan Már, bæjarstjóri, Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa, fyrir framlag sitt til Ljósanætur frá upphafi. Hún hefur verið aðalskipuleggjandi hennar en er nú komin í frí!

Jón Jónsson hélt uppi svaka stuði í gamla bænum en átta heimili buðu upp á hina vinsælu heimatónleika sem er orðinn einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar. Hér er Jón með gítarinn og eins og sjá má var mikið fjör.

Eldri borgarar bæjarins héldu púttmót á Mánaflöt.

Við setningu Ljósanætur 2019 í skrúðgarðinum í Keflavík var Ljósanæturfáninn dreginn að húni í hæstu flaggstöng landsins.

Hvítvínsskvísur úr revíu Leikfélags Keflavíkur gengu um með hvítvínsglös í hönd og sóttu viðburði. Hér hneyklast þær á myndum á aðalsýningunni í Duus Safnahúsum.


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

SIGGI Í BÁRU, SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, VIÐ HLUTA AF ÞEIM LÍKÖNUM SEM HANN HEFUR SMÍÐAÐ Á SÍÐUSTU ÁRUM. VF-MYNDIR: HILMAR BRAGI

Gömlu húsin hans Sigga í Báru Sandgerði er eitt af þeim húsum á Suðurnesjum sem byggð eru úr timbri sem kom til landsins með Jamestown, skipi sem rak mannlaust upp í fjöru við Ósabotna í Höfnum. Á sýningunni hjá Sigga voru líkön af tveimur skólum í Sandgerði. Annars vegar barnaskólanum í Sandgerði og einnig skólahúsnæði við Nýlendu á Hvalsnesi, byggt árið 1910. Samskonar hús var einnig byggt við Sandgerðistjörn eftir sömu teikningu. Það hefur verið rifið en skólahúsið við Nýlendu stendur enn en byggt hefur verið við það. Siggi ætlar að halda áfram módelsmíðinni og áfram verður línan dregin við ártalið 1940. Hann ætlar sér að endurgera hús sem jafnvel standa enn í dag er þau verða endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er búið að byggja við eitthvað af þessum húsum en ég sleppi viðbyggingum á módelunum og hef húsin í upprunalegu formi.“

Staðlaðir gluggar og hurðir einkenna hús

Siggi notast við ljósmyndir af húsunum og byggir einnig á samtölum við fólk sem veit hvernig húsin voru. Húsin eru mjög mismunandi og ýmsir byggingastílar. Húsin stóðu í sveitinni í kringum Sandgerði og í þéttbýlinu. Siggi hefur reynt að gera módel af ólíkum húsum og hann langar að gera nokkur hús til viðbótar til að geta sýnt komandi kynslóðum hvernig búið var í Sandgerði fyrr á árum.

Sýndi húsin á Sandgerðisdögum

Siggi var með sýningu á húsunum á Sandgerðisdögum. Húsin eða módelin eru allt frá miðri 19. öld og fram undir 1940. Elstu húsin sem Siggi hefur endurgert í smækkaðri mynd eru bæir

hlaðnir úr grjóti og torfi. Svo kemur þakjárnið og timburhús. „Ég kemst ekki aftar en á miðja 19. öld því það eru engar upplýsingar til um eldri byggingar.“ - Hvernig bjuggu menn í Sandgerði í eina tíð? „Þau hús sem voru hér fyrir 100 árum þættu bágbornar í dag. Húsakostur var ekki upp á marga fiska. Það er ekki fyrr en á árunum 1920–1940 sem farið er að byggja heldur betri hús og þar var betri aðbúnaður.“ - Við sjáum samt reisuleg hús eins og Sandgerði sem hefur verið byggt af efnum. „Sveinbjörn Einarsson byggði Sandgerði árið 1884 og þá var hann talinn annar ríkasti maður á Suðurnesjum á

eftir Katli í Kotvogi í Höfnum. Sveinbjörn var hérna með þilskipaútgerð á tímabili og mikil umsvif.“

Siggi segir að hús sem byggð voru í Sandgerði beri sömu einkenni og mörg önnur hús víða um land. Menn lærðu hver að öðrum og í mörgum tilvikum var ekki stuðst við teikningar. Smiðir voru fengnir til að byggja húsin og þar var stuðst við það sem aðrir höfðu gert. Hurðir og gluggar virðast þó hafa verið staðl-

VIÐTAL

„Ég ímynda mér að þetta sé einhver della,“ segir Sigurður Guðjónsson byggingameistari í Sandgerði, Siggi í Báru. Hann gantast með að þarna hafi byggingameistarinn verið að minnka við sig og smíði núna hús í miklu minni hlutföllum en áður. Sigurður varð áttræður í sumar. Hann hætti að vinna fyrir um áratug síðan en hefur nokkur undanfarin ár fengist við módelsmíðina. Húsin sem hann er að endurgera í smækkaðri mynd eru öll byggð fyrir árið 1940 og hann leggur áherslu á hús sem eru horfin.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

aðir. Gluggar hafa verið innfluttir, sérstaklega í seinni tíð á því tímabili sem Siggi horfir til í sinni módelsmíði.

Stuðst við gamlar ljósmyndir

Gamlar ljósmyndir eru helstu heimildir sem Siggi vinnur eftir. Menn voru þó ekkert sérstaklega að ljósmynda húsin sjálf, heldur eru myndirnar oftar en ekki af fólki þar sem húsin sjást í bakgrunni. Þá sést yfirleitt bara á framhlið húsanna en Siggi hefur síðan lagst í rannsóknarvinnu og rætt við fólk sem man eftir húsunum til að komast að því hvernig gluggar voru staðsettir á bakhliðum. Þar sem gluggar og hurðir voru oft í stöðluðum stærðum hefur verið auðvelt að reikna út stærðir á húsum út frá þeim upplýsingum. Byggingarefnið sem Siggi hefur notast við fram til þessa er svokallaðar MDF-plötur en nú er hann að skipta yfir í plast- og frauðkennt efni sem er auðveldara í meðförum og mikið notað til að byggja líkön. Þá hefur hann einnig náð að útvega eftir krókaleiðum efni sem líkir eftir bárujárnsklæðningu og er í réttum hlutföllum fyrir þau hús sem hann er að endurgera en módelin hans Sigga í Báru eru í hlutföllunum 1:33.

Líkönin taka pláss

HÉR MÁ SJÁ HÚSIÐ SANDGERÐI SEM BYGGT VAR ÚR TIMBRI ÚR JAMESTOWN.

Líkönin hans Sigga eru plássferk og eru að hans sögn að taka frá sér allt pláss. Hann veit ekki hvað verður um smíðagripina til framtíðar. Hann sér fyrir sér húsin á safni. Það er samt ekkert venjulegt húsnæði. Þar mega ekki vera gluggar og þar verður að vera rétt hita- og rakastig. „Ég vona bara að þetta leysist en það þarf að fara gera eitthvað í því,“ segir Sigurður Guðjónsson, Siggi í Báru, að endingu.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

11

H E I LS U - O G FO R VAR NAVIKA SUÐURNESJA

ERTU MEÐ? FRAMTÍÐARSTARF

30. S EP T EM BER T I L 6. OKTÓB ER 2019

SÖLU- OG Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í starf sölu- og þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík.

Vikuna 30. september til 6. október næstkomandi verður haldin Heilsuog forvarnavika á Suðurnesjum. Markmiðið með Heilsu- og forvarnavikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bæjunum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.

Stofnanir sveitarfélaganna taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög á Suðurnesjum sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.

Hafþór Barði Birgisson

Eggert Sólberg Jónsson

Matthías Freyr Matthíasson matthias@vogar.is

Rut Sigurðardóttir

rut@sudurnesjabaer.is

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

eggert@grindavik.is

· Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina · Sala trygginga og annarrar fylgiþjónustu · Móttaka við leiguskil og meðhöndlun tjóna · Samskipti og upplýsingagjöf til viðskiptavina · Aðstoð við neyðarþjónustu til viðskiptavina Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi · Færni í tölvunotkun t.d. Navision, AX og CRM · Gilt bílpróf · Framúrskarandi þjónustulund og söluhæfileikar · Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Unnið er á vöktum (5/4).

Skila þarf upplýsingum/dagskrá fyrir 17. september nk. til að vera með í viðburðardagatalinu. Til að skila inn efni er hægt að senda á fulltrúa sveitarfélaga hér að neðan: hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is

Stutt lýsing á starfi:

Vinnutími er tvískiptur: Vetrartími er frá 01.11 til 28.02 vinnutími frá kl. 06:00-14:00 og 14:00 til 22:00. Sumartími er frá 01.03 til 31.10 vinnutími frá kl. 05:00-15:00 og 15:00-01:00. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 30. sept. 2019.

Thrifty var valin besta bílaleigan (Customer favourite) 2018 á Keflavíkurflugvelli af viðskiptavinum rentalcars.com

Ljósanótt frá A til Ö

í Suðurnesjamagasíni fimmtudag kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is Heimatónleikar Breiðbandsins

Valgerður menningarfulltrúi

Manstu eftir Eydísi?

Kjötsúpuveislan hjá Skólamat

magasín SUÐURNESJA

... og fjölmargt annað gott!

Viltu auglýsa í Suðurnesjamagasíni? Sendu okkur línu á pket@vf.is fyrir nánari upplýsingar


12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

„Við bjóðum alla vekomna á Max veitingastaðinn okkar, sérstaklega hvetjum við Suðurnesjamenn til að líta til okkar. Við höfum hingað til lagt áherslu á hótelgesti en höfum gert smá áherslubreytingar til að víkka út þjónustuna á veitingastaðnum okkar,“ segir Jóhann Reynisson, matreiðslumeistari sem tók nýlega við starfi yfirmatreiðslumeistara á Northen Light Inn hótelinu í Svartsengi í Grindavík. Hótelinu hefur vaxið fiskur um hrygg frá því það opnaði árið 1983 en á því eru 42 herbergi. Á hótelinu er einnig veglegt Spa þar sem m.a. er hægt að fara á „flot“. Frá KEF til Noregs

Jóhann lærði matreiðslu hjá Axel Jónssyni, veitingamanni og eiganda Skólamatar. Hann hefur m.a. starfað hjá Axel en einnig Menu veitingum í Reykjanesbæ, eftir hrun fór Jóhann í víking til Noregs og starfaði þar í sex ár á stóru ráðstefnuhóteli í bænum Molde. Eldaði þar m.a. ofan í Ole Gunnar Solskjer, þáverandi þjálfara samnefnds knattspyrnuliðs og núverandi þjálfara enska stórliðsins Man. Utd. „Það var góð reynsla og skemmtilegt að flytja til Noregs. Norðmenn eru með aðeins annað tempó en Íslendingar en Ísland togar samt alltaf í mann og ég og fjölskyldan komum aftur heim árið 2015. Þegar ég fékk tækifæri á að koma hingað á þetta flotta hótel í Grindavík sló

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Keflvíkingurinn Jóhann Reynisson er nýr yfirmatreiðslumaður á Max veitinga­staðnum á Northen Light Inn hótelinu í Grindavík. Bjóða Íslendinga velkomna í mat. Sunnudagshlaðborð og Ömmukaffi eru nýjungar.

Ferskt íslenskt hráefni með skandinavísku yfirbragði ég til. Það er gaman að vera komin í ferðaþjónustuna á Íslandi.“

Á fjölbreyttum matseðli má sjá marga spennandi rétti og Jóhann segir að matseðlinum sé breytt á þriggja mánaða fresti. Þá sé veglegur vínseðill, úrval kokteila og einnig er boðið upp á vínpörun með mat.

Spes sunnudagar

Jóhann segir að á Northern Inn hótelinu sé allt í boði fyrir hótelgesti og aðra. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Ein af nýjungum á Max veitingastað hótelsins er að bjóða upp á Ömmukaffihlaðborð á sunnudögum. Á Ömmuhlaðborði eru kökur, tertur

BÍLAÞRIF Í KEFLAVÍK

STARFSMAÐUR ÓSKAST Í BÍLAÞRIF Í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Stutt lýsing á starfi: Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa.

·

og brauðmeti í boði að hætti ömmu. „Við erum með sex, sjö tegundir af tertum, m.a. alvöru rjómatertu. Þá er skinkubrauðterta er alltaf í boði og rækjusalat,“ segir Jóhann. Fleiri hugmyndir matreiðslumeistarans rötuðu inn hjá Northen Light inn en það er Sunnudags-„roast“ eða hlaðborð. Þar er lambakjötið, hryggurinn góði í aðal hlutverki en einnig er alltaf boðið upp á lax og fleiri rétti ásamt viðeigandi meðlæti.

Íslenskt hráefni með alþjóðlegu tvisti

En hvað er á matseðli dagsins á Max veitingastaðnum í Grindavík? „Við leggjum áherslu á ferskt íslenskt hráefni, fisk og kjöt. Það kemur hér daglega nýveiddur ferskur fiskur úr Grindavík og það er því ekkert sem stoppar af að bjóða gott úrval af fiski á matseðlinum. Ég mæli líka sérstaklega með humarsúpunni okkar. Matreiðslan er með skandinavísku yfirbragði með alþjóðlegu tvisti. Hvernig hljómar það?,“ segir Jóhann og hlær.

Jólahlaðborð og hópaþjónusta

Aðstaða fyrir hópa og fyrirtæki er góð á hótelinu, salarkynni eru til staðar og öll þjónusta. Á hótelinu eru tveir barir og annar þeirra heitir hinu skemmtilegu nafni „Honesty bar“. Á Max veitingastaðnum er árlega boðið upp á jólahlaðborð og verður það í boði þrjár helgar í lok nóvember og desember. Að sögn Jóhanns eru komnar þó nokkrar bókanir í jólahlaðborð. Jóhann segir að á veitingastaðnum starfi gott starfsfólk en veitingastjóri er Grindvíkingurinn Sigrún Einarsdóttir. Það er ekki hægt að sleppa honum öðruvísi en að spyrja hvað sé uppáhaldsmatur kappans. Fyrir matreiðslumeistara á hóteli er gott að komast í góðan heimamat en faðir Jóhanns, Reynir Guðjónsson og Guðjón Vilmar annar tveggja bræðra hans, eru einnig matreiðslumeistarar. „Uppáhaldsmaturinn minn er fiskur í Orly að hætti pabba og svo finnst mér æðislegt að fá mér soðnar kjötfarsbollur með hvítkáli og sinnepi. Viltu eitthvað ræða það?,“ sagði Jóhann.

Hæfniskröfur: Að vera laghentur og duglegur Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Framúrskarandi þjónustulund Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði Hreint sakavottorð skilyrði

· · · · · ·

Vinnutími skiptist í vetrartíma og sumartíma: Vetrartími 01.11-30.04 / 07:00-17:00. Sumartími 01.05-31.10 / 06:00-18:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 15. september 2019.

Hér má sjá úrval nokkurra rétta á matseðli MAX veitingastaðarins á Northern Light Inn hótelinu í Svartsengi í Grindavík. Þar er að finna fiskrétti, lamba- og nautakjöt, humarsúpu, salöt, létta rétti og skemmtilega eftirrétti. Eins og sjá má á neðstu myndinni ber hótelið nafn með rentu þar sem norðurljósin eru í stóru hlutverki. Á hótelinu eru 42 herbergi. Á efstu myndinni er Jóhann í aðalveitingasalnum.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

13

Mikill áhugi á Jamestownstrandinu við Hafnir ❱❱ Fjöldi húsa byggð úr harðviði sem fékkst úr skipinu ❱❱ Keflvískur hljóðfærasmiður hefur einnig smíðað hljóðfæri úr viðnum Félagið Áhugahópur um Jamestownstrandið afhenti á Ljósanótt sýningu og muni sem tengjast strandinu til Byggðasafns Reykjanesbæjar. Sama dag var haldin kynning í Höfnum á Reykjanesi um Jamestown strandið en félagið vinnur nú að því að safna heimildum og upplýsingum um atburðinn. Félagið var stofnað formlega í janúar 2017 en þá hafði fámennur hópur áugafólks um strandið hist á fundum frá árinu 2014. Meðal verkefna sem félagið vill gera er að útbúa merkingar á þau hús sem byggð voru úr við úr farmi skipsins sem strandaði við Hafnir árið 1881. Sýning um strandið var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í nóvember 2017. Meðal upplýsinga sem unnið hefur verið að er að lista upp þau hús sem voru byggð úr viði sem fékkst úr skipinu. Vitað er um nærri tuttugu hús. Í skipinu voru hundrað þúsund tilsniðnir viðarplankar úr harðviði sem nota átti við smíði járnbrautarteina á Englandi. Jamestown var þrímastrað seglskip en það var að sigla frá Boston og af lýsingum að dæma var það með stærri seglskipum á sinni tíð, líklega um 100 metrar á lengd og um 20 metrar á breidd. Skipið rak um Norður-Atlantshafið upp að ströndum Íslands, fyrir Reykjanesið og inn í Hafnarvog. Það hafði þá verið stjórnlaust á reki í um fjóra mánuði eftir að stýrisbúnaður laskaðist.

En það hafa ekki bara verið byggð hús úr Jamestown-harðviði en á kynningunni í Höfnum kom fram að þessi óvænti timburfengur hafi átt stóran þátt í byltingu í húsabyggingum hér á landi. Meðal skemmtilegra þátta sem tengist Jamestown er nýting Jóns Marinós Jónssonar, hljóðfærasmiðs úr Keflavík, á viðnum en hann hefur

smíðað mörg strengjahljóðfæri úr honum. Jón sagði frá tilurð þess á kynningunni í Höfnum og þá flutti strengjakvartett nokkur lög með Jamestown-hljóðfærum. Félagsmenn í Jamestown-hópnum eru áhugasamir um strandið og hafa haldið fundi og ætla að halda fleiri til að vinna að frekari upplýsingaöflun. Tómas Knútsson, kafari, er þar

í forsvari ásamt Helgu Margréti Guðmundsdóttur, Jóni Marinó, hljóðfærasmiði, Sigurði Steinari Ketilssyni, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar, og Árna Hjartarsyni, íbúa í Höfnum.

Áhugahópurinn afhenti muni úr Jamestown og sýningu til Byggðasafns Reykjanesbæjar. Tómas Knútsson fór með hópinn að ströndinni í Höfnum, neðan við rústir Kotvogs, og sagði frá strandinu.

Jón Marinó sagði frá smíði hljóðfæranna og síðan spilaði strengjakvartett nokkur lög.

Sólborg ein af tíu „Framúrskarandi ungum Íslendingum“

„Mikilvægt þegar vinnan skilar góðu“

„Þessi verðlaun eru gott spark í rassinn. Það er ómetanlegt þegar vinnan manns skilar af sér einhverju góðu út í samfélagið. Það er oft erfitt að sjá það þegar álagið er sem mest en þetta virðist vera að gera eitthvað gagn sem er mjög dýrmætt,” sagði Sólborg Guðbrandsdóttir en hún var valin í hóp tíu „Framúrskarandi ungra Íslendinga“ sem verðlaunin eru veitt árlega af JCI Íslandi. Verðlaunin Framúrskarandi ungir Sólborg hóf nýlega nám í lögfræði Íslendingar eru hvatningarverðlaun en hún hefur starfað sem blaðatil ungs fólks sem er að takast á við maður hjá Víkurfréttum undankrefjandi og athyglisverð verkefni. farin misseri. Hún hefur haldið úti Þetta er hvatning og viðurkenning átakinu „Fávitar“ undanfarin ár sem fyrir ungt fólk sem kemur til með að er Instagram-aðgangur­og gengur hafa áhrif í framtíðinni. Úr þessum út á að vekja athygli á kynferðis­ hópi var svo einn einstaklingur val- ofbeldi og þá sérstaklega stafrænni inn sem Framúrskarandi Ungur Ís- kynferðislegri áreitni. Tæplega 23 lendingur árið 2019. Á hverju ári er þúsund manns fylgja síðunni. Þar óskað eftir tilnefningum þar sem allir birtir hún skjáskot af kynferðislegri geta tilnefnt unga Íslendinga sem áreitni á netinu, sögur af ofbeldi og þeim þykja skara framúr. Sérstök fjallar um ýmis jafnréttismál. dómnefnd fer svo yfir tilnefningar og velur tíu framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Pétur Halldórsson, líffræðingur hlaut titilinn að þessu sinni Verðlaunaafhending fór fram við hátíðlega athöfn þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og viðurkenningar en hann er verndari verkefnisins hér á landi. Ísland hefur verið þáttakandi í þessu verkefni óslitið síðan 2002.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Sólborgu verðlaunin.

Ræsing Suðurnesja Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarr við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka óru atvinnulífs í sveitarfélögunum.

Allir geta sótt um þátttöku í verkefninu Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um áætlanagerð, vöruþróun og frumgerðasmíð. Verkefnið hefst í september og skila þátttakendur viðskiptaáætlun um verkefni sín í desember.

Besta viðskiptahugmyndin fær allt að kr.1.000.000 í verðlaun! Umsóknarfrestur er til og með 23. september. Umsóknarform og frekari upplýsingar eru á www.nmi.is/raesing eða hjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, annagudny@nmi.is og Sigurði Steingrímssyni, sigurdurs@nmi.is


14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Minning

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Orkan og vatnið

Anna í Koti Elsku besta mamma mín, þú verður alltaf besta mamma, vinkona og sterkasta kona sem ég þekki. Þú varst alltaf góð við alla, bæði menn og málleysinga. Ég vildi segja miklu oftar hvað ég elska þig mikið og ást mín til þín er til eilífðar. Elsku besta vinkona og móðir, allar þær ferðir sem við höfum átt saman í æsku og seinna á lífsleiðinni eru mér ástfólgnar og gáfu mér góðar minningar bæði sem barn og síðust árin okkar saman. Margar gleðistundir og oft hlegið því þú vildir kátínu í lífi þínu. Það verður tómlegt að geta ekki komið til þín og sitja við eldhúsborðið og spjalla um heima og geima og alltaf var nóg af kræsingum. Klattarnir og salötin þín og annað góðgæti. Mamma fuglarnir þínir, fastagestirnir, bíða eftir að fá molana frá þér, fuglarnir sakna þín og skila kveðju. Mamma daginn sem þú kvaddir og við fórum upp á spítala já stað sem þú vildir aldrei fara á en þú fórst þennan dag til að kveðja ástvini þína. Fórst sama dag og þú komst á spítalann, þú ætlaðir ekki að vera lengi á þessum stað. Kvaddir okkur og ert komin til Simba þíns og laus við allar áhyggjur, veikindi og fékkst langþráða hvíld. Það var friður yfir þér þegar þú kvaddir. Mig langar með þessum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir samfylgdina elsku mamma mín og vináttuna sem mun lengi lifa. Elska þig og Guð veri með þér. Þín dóttir, Ósk Sigmundsdóttir.

Mamma

Hver skal hljóta heiðurs stærsta óð Hverjum á að færa besta ljóð Svarið verður, besta móðir blíð, Bið ég Guð, hún verndist alla tíð Það var hún, sem í heiminn fæddi mig. Það var hún sem lagði allt á sig. Til að gera göfgan hvern minn dag. Til að gæfan færðist mér í hag Hún studdi mig er stálpaður ei var, Hún styrkti mig og hlúði allstaðar, Nú skal gjalda er gömul verður hún, Græða sár og sletta hverja rún. Elsku mamma, eigðu þakkarbrag. Undu hjá mér fram á síðasta dag, Ég ætla að borga bernskuárin mín, Borga allt og greiða sporin þín. Ég gef þér allt er get af hendi misst, Og gleðst með þér af innstu hjartans lyst. Gefist þér, svo gleði fram á kvöld, Guð skal biðja, að lifir í heila öld. (Eggert Snorri Ketilbjarnarson)

FJÖ LB R E Y TT O G S KE M M T IL E G ST Ö R F HJÁ S U Ð UR NE SJA BÆ Suðurnesjabær auglýsir eftir tveimur starfsmönnum á stjórnsýslusviði.

ÞJ Ó N U ST U F U L LT RÚI Í 10 0 % ST ÖÐU Við leitum eftir einstaklingi með mikla þjónustulund sem er tilbúinn að vinna með okkur í því að efla áfram þjónustu í ört stækkandi sveitarfélagi. Þjónustufulltrúi er eitt af andlitum Suðurnesjabæjar og annast m.a. afgreiðslu, móttöku erinda, skráningu reikninga og sinnir upplýsingagjöf. Hæfniskröfur: • Reynsla af móttökuritarastarfi eða nám í skrifstofunámi er kostur. • Almenn tölvukunnátta. • Rík þjónustulund, drifkraftur og jákvæðni. • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi. • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. • Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur.

Umræðan um stefnumörkun í orkumálum og eignarhald og nýtingu auðlinda hefur verið í brennidepli síðustu misseri. Umræðan er mjög mikilvæg og hefur ýtt við stjórnvöldum í að setja skýrari stefnu varðandi eignarhald og nýtingu á jörðum og um að gerð verði breyting á lögum um vatnsréttindi, sem og að skoða breytingar á dreifingarkostnaði raforku með jafnræðissjónarmið að leiðarljósi.

Sjálfbærari matvælaframleiðsla

Eitt verð fyrir dreifingu raforku, þ.e einn taxti fyrir dreifbýli og þéttbýli, og jafnvel sérstakur taxti fyrir garðyrkjuna, hafa einnig borið hátt í umræðunni. Að mínu mati er það réttlætismál að allir landsmenn greiði sama verð fyrir dreifingu raforku. Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að breyta þessu, sem er vel. Og ef við ætlum raunverulega að verða sjálfbærari hvað matvælaframleiðslu varðar, fækka kolefnisfótsporum og tryggja endurnýjun og vöxt innan garðyrkjunnar, er mál til komið að taka pólitíska ákvörðun og hafa sérstaka taxta fyrir garðyrkjubændur. Það þætti mér vera framfaraskref.

Auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Nú er ekkert ákvæði í stjórnarskrá Íslands um sameign þjóðarinnar á auðlindum þrátt fyrir að 80% þjóðarinnar hafi greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að þau vildu fá slíkt ákvæði. Auðlindaákvæði er nú loks komið í samráðsgátt Stjórnarráðsins og gerir ráð fyrir því að þessi þjóðareign verði undirstrikuð í stjórnarskrá. Vonandi myndast samstaða hjá þingheimi um að afgreiða ákvæðið þegar það kemur til afgreiðslu í þingsal.

Vatns- og veiðiréttindi seld

Fyrir fáum árum síðan var lítil eftirspurn eftir bújörðum. Framsýnir fjárfestar sáu sér leik á borði og keyptu upp fjölmargar jarðir.

Sumir eiga orðið umtalsverð jarðasöfn. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun. Góðar bújarðir eru ekki endilegar nýttar sem slíkar. Aðgengi almennings hefur í sumum tilfellum verið takmarkað mjög, eitt dæmi um það er Mýrdalurinn. Við erum með hvað frjálslegasta löggjöf innan EES um þessi mál og gætum litið til annarra landa, hvort sem er Danmerkur, Noregs eða Írlands, um skýrari ramma. Það er tími til kominn að löggjafinn setji skýrari ramma um landakaup og ræði jafnframt hvort það sé eðlilegt að vatnsréttindi fylgi landsréttindum. Hér eru erlendir fjárfestar að fjárfesta fyrir á fimmta milljarð í vatnsverksmiðjum. Þeir eru að fjárfesta í vatnsréttindum og vatnsauðlindinni. Ég er ekki viss um að það þjóni hagsmunum Íslands til lengri tíma.

Almannahagsmunir í húfi

Við höfum ekki enn sett regluverk um kaup á landi og endurskoðað þar með þá löggjöf sem sett var fyrir fimmtán árum. Þá voru allar gáttir opnaðar, sem var ekki til bóta. Ríkisstjórnin hefur hins vegar í hyggju að setja aftur á slíkar reglur. Meðferð og notkun alls lands skiptir alla landsmenn máli, bæði nú og til framtíðar. Það felast miklir almannahagsmunir í ráðstöfun og meðferð lands og því geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og á hverri annarri fasteign. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

STA R F S MA Ð UR Í BÓKHAL DI

TÍMABUNDIN RÁÐNING TIL EINS ÁRS Í 50% STARF Við leitum eftir talnaglöggum einstaklingi til að sinna almennu bókhaldi og innheimtu, upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur: • Þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði. • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði. • Þekking á Navision er æskileg. • Góð færni í Excel. • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Nánari upplýsingar veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 423-3000. Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ. *Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um.

FAGME NNS K A – S AM VINNA - VIRÐING

89 ATVINNUFLUGNEMAR HAFA ÚTSKRIFAST HJÁ KEILI Á ÁRINU 2019

Flugakademía Keilis útskrifaði átján atvinnuflugnema laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Með útskriftinni hafa samtals 89 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 307 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.

Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp, og Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar stýrði athöfninni. Dúx var Jacob Dahl Lindberg með 9,75 í meðaleinkunn og fékk hann bókagjöf frá Icelandair og flugtíma í ALSIM frá Keili - Flugskóla Íslands.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Ræðu útskriftarnema flutti Philip Ljungberg frá Svíþjóð og sagði hann tímann á Íslandi hafa verið frábæran. Til dæmis hafi verið sérstakt að fá fjórar gerðir af veðri á einum sólarhring og að hiti hafi verið rétt við frostmark á sumardaginn fyrsta. Áfangaskipt og samtvinnað atvinnuflugnám hefst næst í byrjun september. Námið verður í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Ásbrú, auk þess sem hægt verður að leggja stund á hluta bóklegs náms í fjarnámi. Rétt eins og áður mun verkleg flugkennsla fara fram á bæði alþjóðaflugvellinum í Keflavík og Reykjavíkurflugvelli.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

15

Ekkert Suðurnesjalið í efstu deild á næsta ári? Allnokkrar líkur eru á því að ekkert knattspyrnulið frá Suðurnesjum verði í efstu deild karla og kvenna á næsta ári. Kvennalið Keflavíkur tapaði fyrir Stjörnunni í þriðju síðustu umferðinni en eiga þó meiri möguleika á að halda sér uppi en karlalið Grindvíkinga í karlaflokki en það er í næst neðsta sæti, sex stigum á eftir þriðja neðsta liðinu, þegar þrjár umferðir eru eftir. Grindvíkingar mæta ÍA á laugardag og Kvennalið Keflavíkur fær HK/Víking í heimsókn. ÍBV á leik meira inni en Keflavík. Í Inkasso-deild karla sigla Keflvíkingar lygnan sjó en þeir töpuðu fyrir Leikni R. í síðustu umferð. Njarðvíkingar eru

þar á botninum og þurfa nauðsynlega að sigra í báðum leikjum sínum til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Inkasso-lið Grindavíkur í kvennaflokki er í næst neðsta sæti deildarinnar en eru í harðri baráttu við þrjú önnur lið um að halda sér uppi. Víðismenn og Þróttur Vogum eru í 4. og 5. sæti 2. deildar. Víðismenn gerðu 1:1 jafntefli við ÍR á útivelli í síðustu umferð en Voga-Þróttarar steinlágu á heimavelli 1:4 fyrir Selfyssingum. Sandgerðingar hafa staðið sig ágætlega í 3. deildinni í sumar og eru í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir töpuðu fyrir Augnabliki 1:3 síðasta laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Uppgangur í júdó á Suðurnesjum Á dögunum tók Guðmundur Stefán Gunnarsson við þjálfun júdódeildar Þróttar og er markmið félagsins að efla starfið til mikilla muna. Samhliða þjálfun sinni í Vogum mun Guðmundur sinna þjálfun hjá UMFN. Vogar hafa getið sér gott orð fyrir sitt júdóstarf, eða frá því er Magnús Hauksson stofnaði júdódeild UMFÞ á sínum tíma. Íslandsmeistaratitlar komu bæjarfélaginu á kortið, oftar en ekki voru Vogarnir kallaður júdóbærinn mikli. Júdódeild Njarðvíkur og Júdódeild Árnason hafa svo tekið við aðstoðarÞróttar hafa verið í þjálfararáðn- þjálfun. Svartbeltingurinn Andrés ingum fyrir komandi vetur. Mikill Nieto Palma sem varð þriðji á opna uppgangur og fjölgun iðkenda hefur Spænska meistaramótinu í júdo mun átt sér stað hjá Njarðvík, félögin hafa sinna meistaraflokksþjálfun Njarðákveðið að samnýta þann mannauð víkur í samstarfi við Guðmund Stefán sem þær búa yfir með samstarfi í Gunnarsson. vetur. Í tilkynningu frá félögunum kemur Júdódeild Njarðvíkur hefur gert fram að finna má á heimasíðu UMFÞ samning við Heiðrúnu Fjólu Páls- og UMFN allar þær æfingar sem í dóttur um að taka við þjálfun ungl- boði eru og einnig hvaða þjálfarar ingaflokkana, Kristinu Podolynnu starfa hjá félögunum núna þegar nýtt sem tekur við þjálfun barna, Jóel starfsár er að fara byrja Helgi Reynisson og Daníel Dagur

Sporna gegn áhættuhegðun barna með nýju forvarnarverkefni Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum skrifuðu undir samstarfssamning vegna forvarnarverkefnisins Ábyrg saman í Merkinesi í Hljómahöll. Í verkefninu er lögð áhersla á að efla forvarnir og að beita snemmtækri nálgun til að mæta áhættuhegðun hjá börnum. Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telja mikilvægt að bregðast strax við vandanum þegar afskipti lögreglu verða af barni sem stundar áhættuhegðun og koma þannig frekar í veg fyrir endurtekin afskipti. Um 30 bréf eru að jafnaði send á hverju ári frá barnavernd Reykjanesbæjar til foreldra vegna tilkynninga sem berast frá lögreglu og ekki er talin þörf á að hefja könnun í málinu. Á árinu 2019 hefur hins vegar verið aukning á tilkynningum frá lögreglu vegna áhættuhegðunar barna og því þykir mikilvægt að bregðast við vandanum. Í stað þess að barnavernd sendi foreldrum bréf mun fulltrúi frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Barnavernd Reykjanesbæjar bjóða foreldrum og barni upp á ábyrgt samtal þegar fyrstu afskipti lögreglu verða

af barni vegna áhættuhegðunar og ekki er um að ræða barnaverndarmál. Með þessu verklagi er lögð áhersla á að bregðast strax við vanda barns og sýna sameiginlega ábyrgð til að draga úr áhættuhegðuninni með því að veita foreldrum og barni tækifæri til að eiga samtal um tilkynninguna, veita fræðslu og upplýsingar um úrræði sem stendur þeim til boða. Með verkefninu er unnið út frá heimsmarkmiði 3, Heilsa og vellíðan. „Með þessu nýja verklagi tökum við höndum saman, sýnum ábyrgð og setjum börnin í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningu.

Guðmundur Stefán og Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Voga.

Tvíburasysturnar Katla María og Una María Þórðardætur og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík voru í eldlínunni nýlega með U19 landsliði Íslands nýlega. Þær eiga erfiða leiki framundan með Keflavík í tveimur síðustu umferðum í Pepsi Max-deildarinnar. Tekst Keflavík að halda sér uppi?

Brautargengi á Suðurnesjum

Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd ....sem þig langar að þróa áfram? Brautargengi er námskeið, sniðið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd í nýju eða starfandi fyrirtæki.

Markmiðið er að þátttakendur: Útbúi viðskiptaáætlun Kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja Öðlist hagnýta þekkingu á rekstrartengdum þáttum s.s. stefnumótun, markaðssetningu, ármálum og stjórnun

Upplýsingar og umsóknarform á

www.nmi.is Umsóknarfrestur til og með 23. september Nánari upplýsingar veitir Anna Guðný Guðmundsdóttir í síma 522 9431 | annagudny@nmi.is

ÞEKKING – KRAFTUR – TENGSL Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar, skrifuðu undir samstarfssamninginn í Hljómahöll. VF-myndir: Sólborg

Nýjustu íþróttafréttirnar alltaf á vf.is


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Í mínum síðustu lokaorðum vakti ég athygli á því sem mér finnst vera skortur á sumarstemmningu í miðbæ Keflavíkur í sumar. Nú að lokinni vel heppnaðri Ljósanótt, þar sem bærinn iðaði af lífi og skemmtilegheitum frá morgni til kvölds, er ég enn sannfærðari um að það ætti algjörlega að vera hægt að hafa líf í bænum okkar allt árið. Við viljum held ég flest búa í líflegum, fallegum bæ sem við getum verið stolt af og notið mannlífsins í fallegu og snyrtilegu umhverfi. Lífið er bara skemmtilegra svoleiðis. Það er rétt sem mamma mín sagði alltaf að við göngum betur um þar sem er snyrtilegt. Þess vegna gafst hún ekki upp við það stundum mjög erfiða verkefni að kenna mér að ganga vel um, búa um mig á hverjum degi og láta mig bera ábyrgð á að taka til í herberginu mínu. Það gekk að lokum og þessi elska væri svo stolt af því að heyra mig nota nákvæmlega sömu orðin við syni mína, í þeirri trú að þetta muni síast inn að lokum hjá þeim eins og gerðist með mig. Þegar allt er í rusli verður okkur meira sama. Við berum miklu meiri virðingu fyrir umhverfinu þar sem vel er gengið um. Við hendum ekki rusli í okkar eigin garði og við hvorki skemmum né stelum úr görðum vina okkar. Við kennum börnunum okkar þetta viðhorf og finnst þetta svona frekar beisikk. Þess vegna fer það óendanlega í taugarnar á mér þegar ég les fréttir eins og þá að ljóskösturunum við fallega vatnstankinn hafi verið stolið af

LOKAORÐ

Af hverju má ekkert vera í friði?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Það er skítalykt af þessu máli! Nágrannarnir fýla augljóslega ekki gervineglur!

DAGBÓK LÖGREGLU

Ragnheiðar Elínar óprúttnum aðilum. Og þegar ég sé brotin ljós á strandleiðinni sem einhver hálfvitinn þurfti endilega að sparka niður. Að ég minnist nú ekki á þegar búið er að sprengja botninn úr ruslafötunum þannig að ruslið fýkur út um allt og tæma úr öskubökkunum á planinu við gula vitann á Vatnsnesinu. Mér finnst virðingarleysið líka algjört þegar svo illa er gengið frá af hálfu eigenda hússins að skemmdarvörgum sé allt að því boðið í gömlu Sundhöllina til að skemma það sem eftir er af menningarverðmætum þar. Punkturinn er þessi – af hverju ætti það að vera í lagi að brjóta og bramla, skemma og stela út um allan bæ þegar við myndum aldrei gera þetta heima hjá okkur eða vinum okkar? Svarið er auðvitað að það er ekki í lagi og á ekki að líðast. Eignarspjöll kosta okkur skattborgarana stórar fjárhæðir sem hægt væri að nota í mun skemmtilegri hluti. Ég er ekkert sérstaklega refsigjörn manneskja en mér finnst að það ætti að sekta fólk duglega fyrir að henda rusli, hirða ekki upp eftir hundana sína og skemma eigur annara. Og þið sem stáluð ljóskösturunum eruð algjörlega síðasta sort. Skammist ykkar.

Löggan kölluð til vegna ólyktar af gervinöglum

Íbúar í fjölbýli á Suðurnesjum höfðu nýverið samband við lögreglu og kvörtuðu undan mjög sterkri og óþolandi vondri lykt í stigaganginum. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndust íbúarnir síst hafa ýkt ástandið og kom fýlan frá tiltekinni íbúð. Íbúi hennar kom til dyra og kvaðst vera að setja gervineglur á stúlku þar inni og af því stafaði lyktin. Viðkomandi var vinsamlegast bent á að svona gæti þetta ekki gengið því nær ólíft væri í stigaganginum og íbúarnir kvörtuðu sáran. Konunni, sem um var að ræða, var jafnframt tilkynnt að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja yrði gert viðvart og var það síðan gert.

Aðdáandi fornbíla ók á bifreið

Datt úr rólu og rotaðist

Árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður sem var á ferðinni kom auga á mikinn fjölda bifhjóla og fornbíla á bifreiðastæðinu við Olís við Fitjabakka og gleymdi sér við að horfa á flotann. Hann ók þá aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að flytja þurfi ökumann hennar með sjúkrabifreið undir læknis hendur.

Flytja þurfti lítinn dreng með sjúkrabifreið frá Keflavík á Landspítala í Reykjavík eftir að hann hafði dottið úr rólu og rotast í liðinni viku. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér um líðan drengsins nokkru eftir atvikið var hann orðinn hress og kominn heim.

Þá var lögreglu tilkynnt um tólf ára pilt á litlu fjórhjóli í umferðinni. Lögregla hafði tal af pilti og kom þá í ljós að hann hafði stolist á hjólinu og skroppið að skólanum sínum. Honum var tjáð að svona nokkuð mætti hann alls ekki gera og sagðist hann skilja það.

Réttindalausir í umferðinni Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina reyndust aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Var þetta í annað sinn sem annar þeirra var stöðvaður réttindalaus. Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einn til viðbótar var grunaður um fíkniefnaakstur.

Ráin 30 ára · afmæliskaffi

Hjónin Björn Vífill og Nanna létu drauminn rætast og opnuðu Ránna við Hafnargötu í Keflavík, þann 19. september 1989. Í framhaldinu opnuðu þau Ingimundarbúð. Þá var Brúin, viðbygging við staðinn, opnuð 1999 og er einn fallegasti veitingarstaðurinn á Reykjanesinu.

Ráin festist fljótt í sessi og var á tímabili einn vinsælasti staður landsins þar sem ófáir stigu dansspor eða tvö og sungu af hjartans list. Á Ránni hafa einnig margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins troðið upp með eftirminnilegum hætti í gegnum tíðina. Ráin fagnar því þeim frábæra áfanga að verða 30 ára sunnudag 15. september nk. Af því tilefni langar okkur að bjóða alla hjartanlega velkomna og þiggja veitingar hjá okkur á milli kl. 15 og 17 nk. sunnudag. Í boði verður Egils Gull á krana, kaffi, afmælisterta og safi fyrir yngstu kynslóðina. Allir eru velkomnir! ega bjóða öllum kl ta rs sé m lju vi ið V önnum í gegnum fyrrverandi starfsm msókn. tíðina að kíkja í hei nna. Björn Vífill og Na

Hafnargötu 19 · 230 Keflavík · Sími 421 4601 · rain@rain.is · www.rain.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.