Smærri farþegaskip hefðu góð áhrif fyrir Reykjaneshöfn Opnunartími
4
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.
Brýnt að takast á við vaxtarverki Sigurður Ingi ráðherra lofar stofnun starfshóps til að meta áhrif á vaxtarsvæðum Stofnaður verður samstarfshópur vegna vaxtarsvæða til að takast á við þá vaxtarverki sem óhjákvæmilega fylgja hraðri íbúafjölgun sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á 42. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í Grindavík um síðustu helgi. Fram kom í máli Sigurðar Inga að ljóst væri að þjónusta og framlög til hennar næði ekki að sinna eftirspurn á þessum svæðum og það þyrfti að skoða. Til að mæta þessu er áætlað að koma á samstarfshóp vegna vaxtarsvæða þar sem leiddir verða saman lykilaðilar til að móta stefnu og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma. Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, er afar ánægjulegt að tekið sé tillit til vaxtarsvæða. Þetta innlegg um vaxtarsvæði var sett inn í Byggðaáætlun eftir að SSS sendi inn umsögn um frumvarpið þegar það var í ferli í samráðsgáttinni.
Betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík Unnið er að betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu málið fyrir bæjarráði á dögunum. Lögð var fram verklýsing frá Líf og sál og verð í verkefnið auk kostnaðaráætlunar fyrir verkefnið í heild. Á fundinum óskaði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið. Bæjarráð Grindavíkur hefur jafnframt lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
Til hamingju Keflavík!
Keflavík leikur í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Sjá nánar á íþróttasíðum.
PÓLITÍSK SVIK Í REYKJANESBÆ Miðflokkurinn æfur yfir því að Frjálst afl hefur snúið sér að Sjálfstæðisflokknum. „Vonandi upphafið að sameiningu flokkana,“ segir odddviti sjálfstæðismanna.
„Haldiði að bæjarbúar séu ánægðir með svona andlýðræðisleg vinnubrögð. Hvar er lýðræðið, hvað með samstarfið,“ spurði Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Hún gagnrýndi Gunnar Þórarinsson, oddvita Frjáls afls um að hafa gengið í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa gert samkomulag við Miðflokkinn eftir kosningar. „Vonandi,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðismanna, aðspurð um hvort þetta væri fyrsta skrefið í sameiningu flokkana. Margrét Þórarinsdóttir, skrifar grein fara fram árlega. Flokkarnir voru búnir í VF þar sem hún gagnrýnir harðlega að semja um setu í bæjarráði. Margrét Frjálst afl fyrir að rjúfa samkomulag milli er afar ósátt við þetta og segir tilganginn Miðflokksins og Frjáls afls um skipan í eingöngu að koma í veg fyrir að Miðnefndir í bæjarfélaginu að loknum kosnflokkurinn fái sæti í nefndum. ingum sl. vor. Nú hefur Gunnar ÞórarinsGunnar Þórarinsson sagði á bæjarstjórnarson hjá Frjálsu afli gert samkomulag við fundinum að hann hafi stutt það að MiðR íEYK JA NESHÖ FNfengi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Sjálfstæðisflokkinn um skiptingu þremur flokkurinn nýjum nefndum, þar á meðal Framtíðarnefnd. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs sagði Þetta mun líklega þýða að Miðflokkurinn fær að bæjaryfirvöld hafi leitað til ráðuneytis um ekki sæti í bæjarráði eins en tilnefningar í það hvort flokkurinn ætti rétt á áheyrnarfulltrúa
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
en niðurstaðan hafi verið sú að svo er ekki. Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2014 og árangur hans í þeim gerði honum kleift að ganga til samstarfs við aðra flokka og mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn og þannig koma Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta. Hann var ósáttur við Árna Sigfússon, þáverandi bæjarstjóra og stofnaði nýjan flokk eftir að hafa tapað baráttu um oddvitasæti í prófkjöri og verið færður niður um sæti á framboðslista flokksins. Nú er staðan hins vegar sú að Árni er ekki lengur í bæjarstjórn og því hefur Gunnar sýnt gamla flokknum sínum áhuga á nýjan leik. Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins er ánægð með samstarfið sem er byrjað hjá framboðunum og vonast til að það verði til þess að þau sameinist á ný í Sjálfstæðisflokknum.
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
Septembertilboð í Krambúðinni Ungnautahamborgarar 4x90GR með brauði
Vínarbrauð með vanillubragði
Ekkert vesen kjúklingur með hýðishrísgrjónum og sætum kartöflum
HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:
VIRKA DAGA
ALLTAF OPIÐ -40%
959 KR
-50%
99 KR
-25%
862 KR
HELGAR
ALLTAF OPIÐ
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is