Víkurfréttir 35. tbl. 39. árg.

Page 1

Smærri farþegaskip hefðu góð áhrif fyrir Reykjaneshöfn Opnunartími

4

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18 Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

Brýnt að takast á við vaxtarverki Sigurður Ingi ráðherra lofar stofnun starfshóps til að meta áhrif á vaxtarsvæðum Stofnaður verður samstarfshópur vegna vaxtarsvæða til að takast á við þá vaxtarverki sem óhjákvæmilega fylgja hraðri íbúafjölgun sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á 42. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór í Grindavík um síðustu helgi. Fram kom í máli Sigurðar Inga að ljóst væri að þjónusta og framlög til hennar næði ekki að sinna eftirspurn á þessum svæðum og það þyrfti að skoða. Til að mæta þessu er áætlað að koma á samstarfshóp vegna vaxtarsvæða þar sem leiddir verða saman lykilaðilar til að móta stefnu og aðgerðir fyrir svæðið til lengri og skemmri tíma. Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, er afar ánægjulegt að tekið sé tillit til vaxtarsvæða. Þetta innlegg um vaxtarsvæði var sett inn í Byggðaáætlun eftir að SSS sendi inn umsögn um frumvarpið þegar það var í ferli í samráðsgáttinni.

Betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík Unnið er að betra vinnuumhverfi á bæjarskrifstofunni í Grindavík. Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu málið fyrir bæjarráði á dögunum. Lögð var fram verklýsing frá Líf og sál og verð í verkefnið auk kostnaðaráætlunar fyrir verkefnið í heild. Á fundinum óskaði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 2.410.000 kr. til að kosta verkefnið. Bæjarráð Grindavíkur hefur jafnframt lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Til hamingju Keflavík!

Keflavík leikur í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Sjá nánar á íþróttasíðum.

PÓLITÍSK SVIK Í REYKJANESBÆ Miðflokkurinn æfur yfir því að Frjálst afl hefur snúið sér að Sjálfstæðisflokknum. „Vonandi upphafið að sameiningu flokkana,“ segir odddviti sjálfstæðismanna.

„Haldiði að bæjarbúar séu ánægðir með svona andlýðræðisleg vinnubrögð. Hvar er lýðræðið, hvað með samstarfið,“ spurði Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Hún gagnrýndi Gunnar Þórarinsson, oddvita Frjáls afls um að hafa gengið í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa gert samkomulag við Miðflokkinn eftir kosningar. „Vonandi,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðismanna, aðspurð um hvort þetta væri fyrsta skrefið í sameiningu flokkana. Margrét Þórarinsdóttir, skrifar grein fara fram árlega. Flokkarnir voru búnir í VF þar sem hún gagnrýnir harðlega að semja um setu í bæjarráði. Margrét Frjálst afl fyrir að rjúfa samkomulag milli er afar ósátt við þetta og segir tilganginn Miðflokksins og Frjáls afls um skipan í eingöngu að koma í veg fyrir að Miðnefndir í bæjarfélaginu að loknum kosnflokkurinn fái sæti í nefndum. ingum sl. vor. Nú hefur Gunnar ÞórarinsGunnar Þórarinsson sagði á bæjarstjórnarson hjá Frjálsu afli gert samkomulag við fundinum að hann hafi stutt það að MiðR íEYK JA NESHÖ FNfengi áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Sjálfstæðisflokkinn um skiptingu þremur flokkurinn nýjum nefndum, þar á meðal Framtíðarnefnd. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs sagði Þetta mun líklega þýða að Miðflokkurinn fær að bæjaryfirvöld hafi leitað til ráðuneytis um ekki sæti í bæjarráði eins en tilnefningar í það hvort flokkurinn ætti rétt á áheyrnarfulltrúa

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

en niðurstaðan hafi verið sú að svo er ekki. Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2014 og árangur hans í þeim gerði honum kleift að ganga til samstarfs við aðra flokka og mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn og þannig koma Sjálfstæðisflokknum úr meirihluta. Hann var ósáttur við Árna Sigfússon, þáverandi bæjarstjóra og stofnaði nýjan flokk eftir að hafa tapað baráttu um oddvitasæti í prófkjöri og verið færður niður um sæti á framboðslista flokksins. Nú er staðan hins vegar sú að Árni er ekki lengur í bæjarstjórn og því hefur Gunnar sýnt gamla flokknum sínum áhuga á nýjan leik. Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins er ánægð með samstarfið sem er byrjað hjá framboðunum og vonast til að það verði til þess að þau sameinist á ný í Sjálfstæðisflokknum.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

Septembertilboð í Krambúðinni Ungnautahamborgarar 4x90GR með brauði

Vínarbrauð með vanillubragði

Ekkert vesen kjúklingur með hýðishrísgrjónum og sætum kartöflum

HRINGBRAUT REYKJANESBÆ AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ -40%

959 KR

-50%

99 KR

-25%

862 KR

HELGAR

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

Ákvörðun Vegagerðarinnar að taka áætlunarferð til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út úr samningi um einkaleyfi á almenningssamgöngum:

Fjártjón SSS metið þrír milljarðar Fjártjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna ákvörðunar Vegagerðarinnar að taka áætlunarferð til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar út úr samningi um einkaleyfi á almenningssamgöngum er metið 3 milljarðar. Þetta kom fram á 42. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fór fram í Grindavík um nýliðna helgi. Unnar Steinn Bjarndal lögfræðingur kynnti málið fyrir fundargestum en fjártjónið var metið af dómkvöddum matsmönnum sem héraðsdómur skipaði þann 13. júní 2016. Matsmenn skiluðu áliti sínu í sumar og höfðu þeir þá áætlað tekjur og fjártjón SSS vegna aðgerða Vegagerðarinnar og ráðherra. Þannig er áætlað að tekjur SSS af verksamningnum hefðu getað orðið þrír milljarðar á samningstímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2019. Það er því ljóst að fjárhagslegir hagsmunir SSS eru miklir en mikill kostnaður fylgir almenningssamgöngum. Forsaga málsins er sú fyrirkomulagi fólksflutninga var breytt með lögum 2011 sem gáfu Vegagerðinni lagaheimild til þess að semja við einstök sveitarfélög, byggðasamlög eða landshlutasamtök um einkaleyfi á almenningssamgöngum. Samningur við SSS var undirritaður í febrúar 2012 en samkvæmt honum er öðrum en SSS óheimilt að stunda fólksflutninga á starfssvæðinu. Hluti af samninginum var áætlunarferðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú áætlunarleið er einstök þar sem hún hefur borið sig í samkeppnisrekstri en SSS bauð hana út skv. samningi við Vegagerðina. Útboðið var kært en því var vísað frá árið 2013 með úrskurði. Útboðið hafði verði tilkynnt til Samkeppniseftirlitssins sem taldi sig ekki hafa heimild til að grípa inn í en gaf síðar út afdráttarlaust álit og

mælti gegn því að akstursleiðin væri háð einkaleyfi, þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir því í lögum. Þeim tilmælum var beint til Vegagerðarinnar að ógilda þann hluta samningsins við SSS, þ.e. þann hluta sem snýr að flugrútu. Fram kom í máli Unnars að slík aðgerð hafi breytt öllum forsendum samningsins þar sem flestar aðrar leiðir hans myndu ekki reka sig í samkeppnisrekstri. Aðalatriðið í þessu öllu er að SSS fór eftir lögum og gildum samningi og teljum við því rétt okkar sterkan. Niðurstaða matsnefndar styrkir það enn frekar og staða SSS er sterkari fyrir vikið. Málið snýst um hagnaðarmissi eða meintan hagnaðarmissi SSS vegna þess að aksturleggurinn var tekinn út úr samningnum. Það er ólögmætt samningsrof og það er engin lagaheimild fyrir afturköllun Vegagerðarinnar á samningi SSS. Þetta er því mikið hagsmunamál og miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Deilan snýst um það hvort akstursleggurinn sé flokkaður sem almenningsakstur eða ferðaþjónusta sem er að sögn Unnars mikill tvískinningur því t.a.m. við breytingar á virðisaukaskatti hafi leggurinn verið greindur sem almenningssamgöngur. Að sögn Berglindar Kristinsdóttur framkvæmdastjóra SSS er niðurstaða dómskvaddra matsmanna í yfirferð hjá Ríkislögmanni. Það er mikill vilji samtakanna að

starfa eftir þeim lögum sem voru sett og við vonumst eftir því að viðunandi lausn finnist í málinu án þess að það

þurfi að fara fyrir dómstóla. Varðandi samninginn sjálfan við Vegagerðina þá rennur hann út um áramótin. Ekki

liggur því ljóst fyrir hverjir koma til með að taka við rekstri almenningssamgangna um næstu áramót.

Vilja gervigras vestan Reykjaneshallar Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur leggja ofuráherslu á að nýr gervigrasvöllur verði gerður vestan við Reykjaneshöll sem allra fyrst sem nýtist bæði sem æfingar- og keppnisvöllur fyrir bæði Keflavík og Njarðvík. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem Leifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Njarðvíkur og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags

hafa ritað til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Ráðið tekur undir hugmyndir forsvarsmanna Keflavíkur og Njarðvíkur um að nauðsynlegt sé að huga að því

sem allra fyrst að útbúa nýjan gervigrasvöll og er sammála því að staðsetning vestan Reykjaneshallar geti verið heppilegur kostur. Íþrótta- og tómstundaráð ráð leggur til að farið verði í heildarstefnumótun í málaflokknum sem fyrst og er erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2019.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Knattspyrnan í Keflavík og Njarðvík vill sjá gervigrasvöll á þessu svæði vestan Reykjaneshallar.

845 0900

Vindmyllur á Reykjanesi? FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Rokinu hefur verið blótað á Suðurnesjum en nú er kannski komið að því að Suðurnesjamenn geti hagnýtt þessa auðlind í framtíðinni. Í framtíðarskipulagi HS orku er gert ráð fyrir því að nýta vind á Reykjanesi samhliða annarri orkunýtingu og nú er verið að skoða möguleika á því að setja upp vindmyllur á Reykjanesi. Hafnar eru viðræður við fulltrúa Reykjanesbæjar og Grindavíkur um tilraunamstur á Reykjanesi sem hafa þó fengið dræmar mótttökur að sögn Jóhanns Snorra Sigurbergssonar forstöðumanns viðskiptaþróunar HS Orku sem kynnti verkefni framundan á nýliðnum aðalfundi Sambands

sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Við erum alltaf að skoða hagkvæmustu og bestu leiðina til að framleiða rafmagn. Lengi vel var ekki talin ástæða til að horfa á vindorku þar sem við höfum mikið magn jarðvarma og þekkingu til að virkja vatnsafl. En nýting á vindorku hefur sína kosti og hefur nýting hennar aukist gríðarlega undanfarin ár auk þess sem framleiðslukostnaður hefur lækkað. Þá hefur komið í ljós að tvær vindmyllur við Búrfell eru að skila raforkufram-

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

REYKJANESBÆR

leiðslu sem er betri en flest allt sem við sjáum í heiminum.” Að sögn Jóhanns yrði hægt að nýta borplönin fyrir undirstöður og yrði framkvæmdin þannig einföld sem og afturkræf og hefði lítið rask á umhverfi í för með sér. Vindmyllur eru hentugar með öðrum rekstri HS orku sem getur þannig skrúfað niður vatnsafl þegar vindurinn blæs. Við teljum því mikil tækifæri fólgin í því að setja upp lítinn vindmyllugarð á Reykjanesi og munum skoða málið áfram með sveitarfélögunum.”

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

GRINDAVÍK

VOGAR

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

12°

4kg

40kg

-20°

150kg

14°

1250kg

12°

75kg


Hlíðarhverfi Nýtt í sölu

Skoðið teiknin ga www.b r á ygg.is Fyrsti áfangi Hlíðarhverfis sem nú er kominn í sölu liggur á milli Þjóðbrautar og Skólabrautar í Reykjanesbæ. Þarna er um að ræða blandaða byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu og öruggar göngu- og hjólaleiðir í skóla- og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni. Staðsetningin er hreint út sagt frábær. Samgöngur eru greiðar frá hverfinu hvort sem er innan Reykjanesbæjar eða upp á Reykjanesbraut. Stutt upp á Keflavíkurflugvöll og Ásbrú.

Íbúðirnar í fjölbýlishúsum Hlíðarhverfis eru 4 herbergja, 112.6 til 148.7 fm. Einbýlishúsin á bilinu 230.1 til 248.5 fm. Parhúsin á bilinu 170.9 til 203.9 fm.

Kársnes

Lundur

ONNO / 2018-02-001

Nýjar og glæsilegar íbúðir í bryggjuhverfi á norðanverðu Kársnesi í Naustavör 22-26. Hér erum að ræða 2ja til 4ra herbergja íbúðir, stærðir frá 91.6 til 232.5 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Glæsilegar íbúðir í Lundarhverfinu við Fossvoginn í Lundi 13-17. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja og stærðirnar eru frá 107 til 185.1 fm. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

www.bygg.is Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 34 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði

REYNSLA - FAGMENNSKA - METNAÐUR


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

Fyrstur innflytjenda í bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Vitor Hugo sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis í síðustu viku, fyrstur innflytjenda í sögu sveitarfélagsins. „Rúm 20% íbúa sveitarfélagsins eru af erlendum uppruna og má því með sanni segja að þessi tímamót séu löngu tímabær,“ segir á fésbókarsíðu J-listans í sveitarfélaginu. Vitor Hugo er fæddur og uppalinn í Portúgal en hefur búið á Íslandi í rúm 20 ár. Ásamt því að vera fyrsti varabæjarfulltrúi J-listans, situr Vitor einnig í íþrótta- og tómstundaráði og ferða-, safna og menningarráði.

Ocean Edeavour kom í Keflavíkurhöfn 30. júní sl. VF-mynd: Hilmar Bragi

Brýnt að auka öryggi barna sem leið eiga yfir Grindavíkurveg Bæjarráð Grindavíkur telur brýnt að auka öryggi barna sem leið eiga yfir Grindavíkurveginn og hefur faliðbæjarstjóra að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins. Á fundi bæjarráðs voru lögð fram gögn frá 2015 um undirgöng undir Grindavíkurveg við gatnamót Grindavíkurvegar og Suðurhóps.

SMÆRRI FARÞEGASKIP HEFÐU GÓÐ ÁHRIF FYRIR REYKJANESHÖFN - Reykjaneshöfn aðili að Cruise Iceland

Reykjaneshöfn er aðili að Cruise Iceland en í liðinni viku var undirritaður samstarfssamningur milli Reykjaneshafnar og Cruise Iceland þess efnis. Á 218. fundi stjórnar Reykjaneshafnar þann 28. júní sl. samþykkti stjórnin að sækja um aðild af samtökunum. Cruise Iceland eru regnhlífarsamtök fyrirtækja úr ýmsum greinum at-

vinnulífsins sem vilja markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan viðkomustað fyrir skemmtiferðaskip, bæði stór og smá. Í því felst sameiginlegt markaðsstarfa gagnvart viðkomandi útgerðum

og samstarf við hliðstæð samtök erlendis. Í þessari markaðssetningu horfir Reykjaneshöfn til smærri farþegaskipa sem hefðu jákvæð áhrif á rekstur hafnarinnar og væru jafnframt ný stoð í flóru ferðamennsku á Suðurnesjum. Dæmi um slík skip er skemmtiferðaskipið Ocean Edeavour sem kom í Keflavíkurhöfn 30. júní sl.

Týndur kettlingur heimsótti Víkurfréttir Þessi fallegi u.þ.b. fjögurra mánaða kettlingur grenjaði sig inn á heimili á Hringbrautinni í Keflavík og var óttasleginn, svangur og horaður. Hann er sagður yndislega blíður og kelinn og er væntanlega sárt saknað af kærleiksríkri fjölskyldu. Kettlingurinn gerir nú tilraun til að komast til eigenda sinna og kom því í heimsókn til okkar á Víkurfréttum þar sem hann var myndaður í bak og fyrir. Nánari upplýsingar um litla fressið gefur Jón í síma 847-8267.

60+ SUÐURNESJAFERÐ TIL

TENERIFE MEÐ GUNNARI SVANLAUGS

6. FEBRÚAR 2019 TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ

Skráning og nánari upplýsingar veitir hópstjóri Oddný B.J. Mattadóttir í síma 695 9474

Iberostar Bouganville Playa ****

14 nætur

Frá kr. 235.337 Verð á mann m.v. 2 fullorðna

21 nótt

Frá kr. 329.258 Verð á mann m.v. 2 fullorðna

Innifalið: Flug, Gisting, ferðir til og frá flugvelli, Hálft fæði innifalið.

595 1000

Afar gott hótel sem býður fjölbreytta þjónustu

Mjög gott og huggulegt hótel skammt frá ströndinni í Costa Adeje. Hér er mjög fjölbreytt þjónusta í boði og góður aðbúnaður fyrir gesti. Hér er stór garður með tveimur sundlaugum og barnalaug og á veturna er sundlaugin upphituð.


HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ MEÐ LAUNAVERND TM Launavernd TM er einstaklingsmiðuð greining sem sýnir á einfaldan hátt hvaða áhrif andlát, örorka og alvarleg veikindi hafa á fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar. Bætur frá almannatryggingum, lífeyrissjóðum og stéttarfélögum duga í mörgum tilfellum skammt til að tryggja óbreytta framfærslu komi til veikinda eða slysa. Launavernd TM reiknar hvað upp á vantar og ráðleggur þá vernd sem þú þarft.

HUGSAÐU Í FRAMTÍÐ MEÐ LAUNAVERND TM BÓKAÐU RÁÐGJÖF Á TM.IS


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

Alexandra fór á kostum í stofunni heima Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova hélt stofukonsert á heimili sínu í Innri-Njarðvík á Ljósanótt. Þetta var í einu orði sagt ógleymanlegur atburður að dómi þeirra sem þarna voru viðstaddir. Lagavalið var klassískt og einstaklega vel heppnað og Alexandra söng af mikilli innlifum og túlkunarhæfileikar hennar nutu sín mjög vel í þessu umhverfi. Undirleikur Kjartans Valdemarssonar var einnig mjög vel heppnaður.

Íbúar í götunni stilltu sér upp fyrir myndatöku ásamt fulltrúa Reykjanesbæjar. VF-mynd: Hilmar Bragi

Íbúar í Baldursgarði taka upp nágrannavörslu Íbúar í Baldursgarði í Keflavík hafa tekið upp nágrannavörslu og bætast í hóp fjölmargra íbúa í Reykjanesbæ sem hafa gert hið sama á síðustu misserum. Skilti hefur verið sett við innkeyrslu í götuna til að vekja athygli á vöktuninni. Í nágrannavörslu gera íbúar með sér samkomulag um eðli nágrannavörslunnar í hvert sinn. Lágmarks nágrannavarsla felur í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112. Góður granni getur því til viðbótar m.a. tekið að sér að: Fylgjast með að póstur safnist ekki upp í bréfalúgu. Setja sorp í ruslatunnu yfirgefna hússins. Leggja bíl í heimreiðina við húsið. Draga frá og fyrir gluggatjöld í gluggum. Kveikja og slökkva ljós. Ekki er ætlast til að þátttakendur í

VILTU STYÐJA FLÓTTAMANN? Það getur verið flókið að fóta sig í nýju landi. Rauða krossinn á Suðurnesjum vantar sjálfboðaliða til að leiðbeina og styðja flóttafólk.

Leiðsögumenn flóttafólks hjálpa einstaklingum og fjölskyldum að rata í íslensku samfélagi. Þú þarft að vera orðin(n) 24 ára og vera reiðubúin(n) að gefa verkefninu 4–6 klukkustundir á mánuði í eitt ár. Kynningarfundur verður haldinn á Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ fimmtudaginn 13. september frá kl. 17 til 18. Nánari upplýsingar gefur Þorbjörg flottamenn.sudurnes@redcross.is

ÓLAFUR INGI JÓNSSON

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt með 10 atkvæðum erindi um heimild til niðurrifs á Sundhöll Keflavíkur við Framnesveg 9 í Keflavík. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. Margrét Ólöf A. Sanders sat hjá við atkvæðagreiðsluna á. Margrét sagði þegar hún gerði grein fyrir hjásetu sinni í málinu að mál Sundhallarinnar væri mál sem bæjarfulltrúar þyrftu að læra af „því það eiga eftir að koma upp fleiri Sundhallarmál,“ sagði Margrét og vísaði til þess að á næstu árum yrði tekist á um framtíð annarra bygginga í bæjarfélaginu sem væru að eldast og gætu fengið sömu örlög á Sundhöll Keflavíkur. Margrét sagði að bæjarfulltrúar þyrftu allir að horfa í eigin barm og vinna betur í næsta máli. Friðjón Einarsson sagði hins vegar að málið hafi verið unnið faglega í bæjarstjórn frá upphafi og eftir lögum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi ekki getað gert betur í málinu.

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Heiðarbrún 6, Keflavík

lést þriðjudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. september kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitirnar. Helga Jakobsdóttir Jón Gunnar Ólafsson Hjördís Ólafsdóttir Brynjar Freyr Níelsson Eiríkur Ingi Ólafsson Sæunn Reynisdóttir Ólafur Frosti Brynjarsson

Kristinn Óskarsson og Guðlaug María Lewis afhjúpa skilti í Baldursgarði sem sýnir að nágrannavarsla er í götunni.

Bæjarstjórn samþykkir niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Verið velkomin Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

nágrannavörslu taki að sér löggæsluhlutverk eða grípi inn í atburðarás-

ina, segir í kynningu á verkefninu. „Nágrannavarslan ein nægir ekki til að upplýsa og uppræta innbrot/ skemmdir. Lögreglan vinnur að afbrotavörnum, rannsóknum og handtökum með góðri aðstoð íbúa á hverju svæði,“ segir í lýsingu á verkefninu.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Guðbrandur Einarsson sagði í umræðum um málið að næstu fjögur ár eigi bæjarstjórn eftir að takast á við erfiðari mál en Sundhöll Keflavíkur og vísaði þar til mála kísilvers í Helguvík.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs:

BLÁI HERINN TILNEFNDUR Hreinsum Ísland með Bláa hernum/Landvernd og hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hafa verið tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í 24. sinn og verður vinningshafinn tilkynntur 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló. Þema verðlaunanna var verndun lífsins í hafinu í ár. Norræna dómnefndin sem fer yfir tilnefningarnar hyggst verðlauna verkefni sem styðja sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 og tekur 14. markmiðið sérstaklega til lífsins í hafinu.

Það var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem tilkynnti um tilnefninguna á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri fyrir helgi.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

7

Breytingar hjá Subway - lokað í Keflavík „Subway hefur rekið tvo veitingastaði í Reykjanesbæ undanfarin ár. Á síðasta ári var staðurinn á Fitjum þrefaldaður í stærð og endurnýjaður og hefur staðurinn fengið frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum. Nú hefur verið ákveðið að sameina rekstur þessa tveggja staða á Fitjum. Frá og með 3. september verður staðnum við Hafnargötu lokað. Allir starfsmenn Subway Hafnargötu munu fá vinnu á Fitjum. Oliver Þórisson verður áfram verslunarstjóri á Fitjum og Védís Hlín Guðmundsdóttir verður aðstoðar verslunarstjóri. Á sameinuðum veitingastað munu starfa um 30 starfsmenn.

Bjarg byggi á Fjöruklöpp

Hópur barna af leiksólanum ásamt starfsfólki leikskólans og góðum gestum. VF-myndir: Hilmar Bragi

Mikið endurnýjuð leikskólalóð hjá Velli Skólalóðin við leikskólann Völl á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og verið mikið endurbætt. Hluti lóðarinnar stendur þó enn óhreyfður og verður endurnýjaður næsta sumar. Það var fyrirtækið Grjótgarðar sem var aðalverktaki við endurnýjun leik-

skólalóðarinnar en Landslag hannaði verkið. Umhverfissvið Reykjanes-

Framkvæmda- og skipulagsráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt tillögu að nýrri lóð undir fimm íbúða raðhús sem íbúðafélagið Bjarg hefur áhuga á að byggja í sveitarfélaginu. Ráðið leggur til að Bjarg íbúðafélag sæki um lóðina Fjöruklöpp 26-34 Garði undir byggingu 5 íbúða raðhúss sem félagið hyggst reisa.

bæjar hafði svo eftirlit með framkvæmdinni sem kostaði um 22 milljónir króna. Síðari hluti verksins, sem verður framkvæmdur næsta sumar mun kosta annað eins. Nýja skólalóðin var formlega tekin

í notkun á dögunum og þá var m.a. bæjarstjóranum og fleiri gestum boðið í heimsókn. Börnin á Velli, sem er Hjallastefnuleikskóli, tóku á móti gestunum með söng á nýja leiksvæðinu sem er allt hið smekklegasta.

Krókódíll af stærstu gerð hefur hreiðrað um sig á skólalóðinni og er þátttakandi í leikjum barnanna.

Bæjarstjórn Sandgerðis hafði snemma sumars samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt. Það vilyrði stendur enn.

Gula gervigrasið setur skemmtilegan svip á svæðið. Þessi eðla brosti til ljósmyndarans af skólalóðinni.

Örstutt í þjónustu og verslun

Vel skipulagðar og nýuppgerðar íbúðir til langtímaleigu Íbúðirnar eru frá 34-37 fermetrar að stærð

Hentugt fyrir einstaklinga eða pör

235 Fasteignir bjóða mikið endurnýjaðar íbúðir til

Stúdíó íbúðir fyrir einstaklinga eða pör.

langtímaleigu að Valhallarbraut 738 í Reykjanesbæ á

Henta þeim sem eru í leit að litlum íbúðum

hagstæðum kjörum. Vandaðar eldhús- og

þar sem stutt er í alla þjónustu og vinnu.

baðinnréttingar frá Parka ásamt parketi, nýju rafmagni, blöndunartækjum frá Grohe, nýjum fataskápum og nýju gólfefni á sameign.

Áhugasamir sendi póst á leiga@235.is

235

FA S T E I G N I R


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Tölum íslensku

„Krakkarnir geta í raun og veru ekki útskýrt hvers vegna íslenska er ekki svöl,“ segir Birta Rós Arnórsdóttir, kennari í Grunnskóla Sandgerðis

Móðurmálið okkar ylhýra Marta Eiríksdóttir ræddi við skólafólk á Suðurnesjum um íslenskuna Það eru aðeins þrír mánuðir síðan við hjónin fluttum aftur heim til Íslands frá Noregi og því erum við ennþá með gestsaugun vakandi og sjáum og heyrum ýmislegt nýtt. Tungumálið er eitt af því sem alltaf er á hreyfingu og ný orðanotkun kemur inn á meðan önnur fer út. Bara sem dæmi þá erum við hjónin ennþá að nota „nákvæmlega“ þegar einhver segir eitthvað sem við erum sammála um en nú nota flestir „algjörlega“ í staðinn fyrir þetta orð. Við finnum það fljótt að við þurfum að uppfæra okkur ef við eigum að skiljast algjörlega.

Er fólk sem slettir letingjar?

Svo eru það sletturnar sem alltaf læðast inn í málið okkar en sletta er orð eða orðasamband sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt mál þar eða hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfi tungumálsins. Og jafnvel þó það aðlagist, þá tekur það oft langan tíma til að fá viðurkenningu sem íslenska. Flestar slettur hverfa þó með þeirri kynslóð sem tók þær upp og nýjar koma í staðinn. Sumar verða þó langlífar og öðlast viðurkenningar, mest er nú um enskuslettur. Sjálfri finnst mér gaman að finna alíslensk orð yfir eitthvað sem ég vil segja en velti því fyrir mér hvort fólk sem slettir nenni ekki að finna íslensk orð yfir það sem vill segja. Guðmundur Finnbogason, heimspekingur og rithöfundur, sagði í grein um slettur sem birtist í Skírni árið 1928 og nefndist Hreint mál: „Útlendu orðin eru hægindi hugarletinnar“.

Eru öll orð leyfileg?

Íslenska var uppáhaldsgreinin mín í skóla og þess vegna ákvað ég að gerast íslenskukennari á sínum tíma. Ég tek eftir því núna að íslenskir fjölmiðlar hafa slappast í eftirliti á orðanotkun. Meira að segja RÚV leyfir þáttagerðarfólki sínu að sletta töluvert sem þótti nú ekki fínt fyrir nokkrum árum þar á bæ. Þá var metnaðurinn mikill í að tala fallegt, íslenskt mál, leita að kjarnyrtum orðum sem lýstu vel því sem um var rætt og vera góðar fyrirmyndir. Íslenskt mál er nefnilega svo ríkt af orðum sem lýsa öllu milli himins og jarðar enda líklega hvergi í heiminum starfandi málfarsnefnd eins og hér á landi.

Takk Íslendingar!

Norðmenn eru hrifnir af Íslendingum. Þegar Íslendingur býr í Nor-

Marta Eiríksdóttir martaeiriks@gmail.com

egi eru Norðmenn stöðugt að minna mann á og þakka okkur Íslendingum fyrir að hafa varðveitt tungumálið þeirra svona vel en Norðmenn voru jú í meirihluta landnámsmanna hérna árið 874 að því er talið er. Þeim finnst ótrúlega gaman að hlusta á okkur tala þetta ylhýra og maður finnur margar tengingar við nýnorskuna hjá þeim en þar eru þeir að taka upp mörg orð sem líkjast íslensku. Norsku nöfnin eru mjög lík íslenskum nöfnum nema að endingarnar hafa fallið frá eins og t.d. Ragnhild sem við notum ennþá í upprunalegri mynd sem Ragnhildur. Bara norsku nöfnin sýna manni þessar tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna. Svo finnst þeim frábært að við notum ennþá dóttir og sonur einhvers í eftirnafni Íslendinga en sú hefð var í Noregi lengi vel en nú eru ættarnöfn meira notuð.

Mikill áhugi á landnámi Íslands

Við bjuggum í litlum bæ á vesturströnd Noregs, á stærð við Grindavík, og þar var margt sem minnti á forna sögu okkar Íslendinga. Þarna voru nokkrir haugar eða fornar grafir. Í einum haugnum lá Auðbjörn kóngur ofan í skipi sínu frá árinu 870 eftir að hafa verið drepinn af mönnum Haralds hárfagra, sem var grimmur valdasjúkur kóngur og sagan segir að við höfum einnig flúið þennan kóng. Þessi gröf var opnuð rétt um aldamótin 1900 og þá sáu menn fornar leifar konungs, sagan reyndist rétt.

Erum við að varðveita þjóðararfinn?

Mér finnst þessi búseta á meðal Norðmanna hafa gert mig þakklátari fyrir að vera Íslendingur og mér finnst ég kunna enn betur að meta móðurmálið okkar forna. Þetta sama og fólkið talaði sem nam land hérna fyrir mörgum öldum og kölluðu landið Ísland og sig Íslendinga. Þetta er ríkidæmi okkar sem þjóðar í dag. Þarna eru rætur okkar og þetta megum við gjarnan varðveita áfram. Ég fór á stúfana og hitti áhugavert skólafólk sem ég ræddi við um íslenskt mál og fleira tengt því sem er að gerast í íslenskukennslu dagsins í dag en þessi viðtöl geturðu lesið í blaðinu í dag.

Hún kennir íslensku sem annað tungumál í Þjóðgarði sem er deild innan Grunnskóla Sandgerðis og tók við þeirri kennslu haustið 2017. Helsta markmið hennar er að fá erlend börn til að vilja tala íslensku. Hún segist vilja kveikja áhuga nemenda á að tala íslensku, gera það eftirsóknarvert að tala málið í landinu og er metnaðarfullur kennari sem leggur sig fram um að ná árangri. Blaðamanni var bent á að spjalla við Birtu Rós Arnórsdóttur einmitt vegna þess hve áhugasöm hún væri um íslenskt mál og íslenskukennslu.

Tungumálið lærist snemma

Þegar Birta Rós Arnórsdóttir skráði sig í háskólanám árið 2013 lagði hún af stað með fyrirfram ákveðnar hugmyndir og kreddur um íslensku. Henni fannst hún nokkuð sleip í málinu og þóttist tilbúin í hið fræðilega umhverfi Háskóla Íslands. Aldrei hefur henni verið eins brugðið og þegar leið á námið. „Allar skoðanir mínar virtust byggðar á misskilningi. Einhvern tímann hafði ég heyrt því fleygt að tungumál væri lifandi en annarri eins upplifun átti ég ekki von á. Tökuorð og slettur voru ekki hið versta, þegar allt kom til alls. Þágufallssýkin/-hneigðin læðist inn snemma á ævinni. Börn heyra ákveðna málnotkun á máltökuskeiðinu sem er tímabilið frá fæðingu og fram að kynþroska og þá er nánast ekki aftur snúið. Þágufallssýki hefur kannski hreint ekkert með íslenskukunnáttu að gera, ekki frekar en nýja þolmyndin, það var sagt mér. Sumir nota hana og aðrir ekki. Ég sat námskeið í háskólanum með algjörum íslenskusnillingum sem sögðu: „Það var rétt mér bókina,“ og þau sáu eða heyrðu ekkert athugavert við þá málnotkun. Allt er breytingum háð og líka málkerfið okkar,“ segir Birta Rós. Tæknin er yfirleitt á ensku Með tilkomu snjalltækja og tölva koma inn mikið af tökuorðum á borð við Snapchat, Facebook og Photoshop. Þá talar fólk jafnvel

um að snappa, feisbúkka og fótósjoppa. Allar þessar tilbúnu sagnir falla vel að málkerfi íslendinga og beygjast eins og veikar sagnir. Birta Rós segist ekkert hafa nema gott um það að segja því það gefur til kynna hvað málkerfi Íslendinga er sterkt. Það sem hún hefur þó áhyggjur af er snjalltækjanotkun ungra barna á máltökuskeiði og notkun foreldra á slíkum tækjum því þá er viðbúinn samskipta- og tengslavandi. Börn eiga auðveldara með að nálgast afþreyingu á ensku í gegnum snjalltækin sín og spila einnig tölvuleiki þar sem þau tala saman á ensku. Íslendingar eða íslensk stjórnvöld þyrftu að leggja miklu meiri pening í tæknina, að þýða meira yfir á móðurmálið okkar á tæknisviðinu og auðvitað þarf að semja mun fleiri bækur á íslensku fyrir börn og unglinga.

Er enska meira spennandi?

Birta Rós segir blaðamanni frá sérstakri uppgötvun hennar varðandi málnotkun barna. „Í starfsumhverfi mínu í skólanum líkt og annars staðar, heyri ég börn á öllum aldri tala saman á ensku. Þá á ég ekki einungis við börn af erlendum uppruna, heldur alíslensk börn sem hafa íslensku að móðurmáli. Slíka hegðun á ég mjög erfitt með að skilja. Hvers vegna kjósa íslensk börn að tala ekki móðurmál

sitt? Við þurfum að knýja í gegn hugarfarsbreytingu og gera íslensku eftirsóknarvert tungumál að læra og tala. Ég hef oft spurt börnin hvers vegna þau tali ensku á göngunum, en þeim er svara vant. Þau geta í raun og veru ekki útskýrt hvers vegna íslenska er ekki svöl“.

Kveikir í nemendum

Í kennslustundum hefur Birta Rós brugðið á það ráð að draga fram staðreyndir um tungumál. Hún skoðar með nemendum sínum heimskort og þau velta fyrir sér eftirfarandi spurningum: Hvað eru löndin stór þar sem enska er töluð? Hvað eru margar manneskjur sem tala ensku? Hvað tala margir íslensku? „Ég útskýri fyrir þeim hvað íslenska er gamalt tungumál sem hefur þó breyst mjög lítið í aldanna rás. Ég reyni að byggja upp stolt og merkilegheit í kringum þetta fallega tungumál sem íslenskan er, án þess þó að bregða skugga á móðurmál nemenda, sem eru ekki síður merkileg,“ segir hún með áherslu. Svo endar Birta Rós á því að segja frá háskólaprófessor sem sagði eitt sinn við hana þegar hún spurði hann hvað væri hægt að gera til að gera íslensku mikilvæga í hugum ungmenna. Hann svaraði henni stutt og laggott: „Hringdu í mig þegar þú veist svarið!“

HEY ÞÚ!!! HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ LEIKA, SYNGJA EÐA DANSA? GYLTURNAR & LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR KYNNA: – KYNNINGARFUNDUR FYRIR LEIKLISTARNÁMSKEIÐ OG UPPSETNINGU Á LEIKVERKI.

HVAR: Frumleikhúsið, Vesturbraut 17 HVENÆR: Fimmtudaginn 13.september kl. 17:30 HVERJIR: Allir krakkar á Suðurnesjum í 8.-10.bekk

ALLIR VELKOMNIR


fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

9

Íslenska er magnað tungumál Snobb eða neikvæð gagnrýni verður ekki til þess að hjálpa okkur í því mikilvæga verkefni að varðveita og rækta fallega tungumálið okkar, segir Bryndís Jóna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Heiðarskóla í Reykjanesbæ

líka til að nota meðvitað ákveðin orð eða orðasambönd í því skyni að þau heyri þau heima. Þegar þau voru yngri á sínu virkasta máltökuskeiði nýtti ég hvert tækifæri sem gafst í einskonar orðaspjall. Þegar dóttir mín var á leikskólaaldri man ég t.d. eftir því að hún benti á húsþak og spurði hvort þetta væri strompur. Rétt var það og þá mátti hún líka vita að fyrirbærið má einnig kalla skorstein. Ég held því að ég geti með góðri samvisku sagt að ég sé ábyrgur málnotandi og ágætis fyrirmynd barna minna en svo langt frá því að vera fullkomin,“ segir Bryndís Jóna sem segist alltaf hafa verið áhugasöm um íslenskt mál. Eitt af því skemmtilegasta sem Bryndís Jóna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Heiðarskóla gerði áður var einmitt að kenna íslensku á mið- og unglingastigi. Í dag segist hún upplifa sig sem eilífðar íslenskukennara í uppeldi barna sinna. Bryndís er einnig rithöfundur og hefur gefið hefur út nokkrar vinsælar unglingabækur.

Bækur skapa notalegar stundir

„Ég les ennþá öðru hverju fyrir dóttur mína ellefu ára á kvöldin og gerði það einnig fyrir son minn þangað til hann fór sjálfur að vilja hella sér í Harry Potter og önnur ævintýri fyrir

svefninn. Við lesturinn hef ég hvatt þau til að spyrja ef þau skilja ekki það sem ég er að lesa og stundum stoppa ég sjálf og ræði við þau um orð eða innhald. Þetta á auðvitað einnig við um heimalesturinn þeirra. Ég á það

Snemma beygist krókurinn

Þegar Bryndís Jóna var lítið barn þá tók mamma hennar eftir því hvað hún var fljót að taka eftir bókstöfum og táknum í umhverfinu. Þess vegna fékk mamma hennar kennaramenntaða kunningjakonu sína til þess að kenna henni að lesa áður en hún byrjaði í skóla. Málfræði- og stafsetningarreglur lágu ávallt vel fyrir Bryndísi Jónu á skólagöngu hennar og átti hún auðvelt með að beita þeim í rituðum

texta. Hún hafði mjög gaman af því að lesa bækur og áttaði sig snemma á því hvað það lá vel fyrir henni að setja saman orð og setningar í sögur og ritgerðir, jafnvel ljóð, sendibréf og styttri kveðjur til vina og vandamanna. Það má velta því fyrir sér hvort barn fæðist með þennan áhuga eða hvort áhuginn lærist með foreldri sem er duglegt að lesa upphátt fyrir barnið sitt og örva það með bókum? Móðir Bryndísar Jónu var vakandi yfir þessum hæfileikum dóttur sinnar og hefur það án efa hjálpað henni að rækta þá með sér.

Íslensk tunga er gullið okkar

„Við eigum þetta magnaða tungumál og það er í harðri samkeppni við ensku, pínulítið tungumál fámennrar þjóðar í risastórum heimi. Það skiptir því miklu máli að við hlúum að því en ekki á þann hátt að fræðingar fussi og sveii í hverju horni, skammist og reyti hár sitt yfir heimi sem versnandi fer. Tungumálið verður að fá að vera lifandi og einhvers konar hreintungustefna má ekki verða til þess að notendum þess fallist hendur og finni til vanmáttar gagnvart því. Ef það gerist leita þeir einstaklingar einfaldlega í einhæft mál og falskt öryggi enskunnar. Stundum finnst mér ég sjálf ekki hafa yfir mjög fjölbreyttum

orðaforða að ráða í töluðu máli. Ekki eins fjölbreyttan og ég myndi vilja hafa. Ég er meðvituð um það og hef ósjaldan stoppað sjálfa mig af og jafnvel skellt upp úr þegar ég kem sjálfri mér í þess háttar vandræði í samtölum. Að því sögðu er auðvitað bara kjánalegt að vera að rembast við að beita orðaforða sem maður ræður ekki vel við. Eins hef ég lært heilmikið af bókaskrifunum en í þeim gerði ég heilan helling af vitleysum sem ég hafði ekki áttað mig á áður. Sumu var bjargað fyrir prófarkalestur en öðru ekki“, segir Bryndís Jóna og brosir. Hún fullvissar blaðamann um að við þurfum ekki að vera hrædd við að tala eða skrifa vitlaust og bendir jafnframt á að tungumálið okkar eigi að skipta okkur öll máli en við verðum að fá að prófa okkur áfram, gera mistök og læra af þeim. „Ekki að festa hvert annað á gálga og hía ef okkur verður á að segja eitthvað öðru hverju málfarslega rangt, klikka á stafsetningu eða nota orðtök og orðasambönd vitlaust. Snobb eða neikvæð gagnrýni verður ekki til þess að hjálpa okkur í því mikilvæga verkefni að varðveita og rækta fallega tungumálið okkar. Það mun einungis gera fólk óöruggt og fæla það frá því að hafa áhuga á að vanda sig við að tala og skrifa,“ segir hún að lokum.

Ríkulegt tungutak óspart notað „Við tölum um sletturnar og gerum leik úr því að finna sambærilegt íslenskt orð,“ segir Daníella Hólm Gísladóttir, íslenskukennari í Heiðarskóla Það gustaði af Daníellu Hólm Gísladóttur, íslenskukennara á unglingastigi í Heiðarskóla í Reykjanesbæ, en hún ásamt samstarfskennurum sínum á unglingastigi vinnur í því að örva og hvetja nemendur sína bæði málfarslega og á bókmenntasviðinu. Hún hefur brennandi áhuga á móðurmálinu og þykir vænt um að halda því lifandi og eins réttu og unnt er. Nemendurnir hljóta að hafa unun af því að vera í íslenskutímum með svona ástríðufullum kennara.

GÓÐUR KENNARI KVEIKIR Í NEMENDUM

Daníella er með meistaragráðu í faggreinakennslu þar sem sérsvið hennar var íslenska, leiklist og lífsleikni. „Í grunnskóla átti ég ekki mjög auðvelt með málfræðina í íslensku, hafði lítinn áhuga á henni en ég elskaði að lesa og skrifa, las mikið af bókum, þær sem efldu lesskilning minn og sköpunargáfu. Svo þegar ég byrjaði í FS þá kynntist ég frábærum íslenskukennurum, þeim Þorvaldi og Huldu Egils, sem hafði þau áhrif á mig að ég vildi læra endalaust meira í íslensku og tók alla íslenskuáfanga sem voru í boði. Þetta var svo gaman og þau ásamt hinum íslenskukennurunum höfðu svona jákvæð áhrif á mig. Það skipti öllu,“ segir hún og blaðamaður er viss um að Daníella hafi sjálf fangað þennan eldmóð góðs kennara sem þarf til þess að heilla nemendur. Kennarar dagsins í dag hljóta að vera í mikilli samkeppni um athygli nemenda sinna og þurfa jafnvel að vera hálfgerðir skemmtikraftar eða lifandi fræðarar því annars missi þeir mögulega athygli og áhuga nemenda.

ORÐ VIKUNNAR

Íslenskukennarar á unglingastigi í Heiðarskóla örva nemendur sína með orði vikunnar og velja nýtt orð í hverri viku. Þessa vikuna var „greiðvikinn“ orðið sem þeir vildu vinna með á mismunandi vegu. Þá er spjallað um þýðingu orðsins og krufin merking þess með nemendum, búnar til setningar því íslenskt mál er sérlega myndrænt og lýsandi og þetta finnst krökkunum yfirleitt gaman. Haldið er á lofti mikilvægi þess að tala rétt og að velja íslensk orð yfir hlutina fremur en enskar slettur. Krakkarnir skilja það að samræmdar málfræðireglur skipta miklu máli. „Ég spyr nemendur hvers vegna það er mikilvægt að tala rétt. Þau svara án þess að hika að við verðum að hafa málfræðireglur því annars ættum við erfiðara með að skilja hvert annað og tjá okkur. Ég hef gaman af því að ígrunda tungumálið með nemendum mínum. Ég kenni íslensku í 7.–10. bekk og hef því oftast sama bekkinn öll árin. Það býður upp á góð tækifæri til að henda inn málfræðireglum inn á milli í upprifjun og leyfa nemendum að spreyta sig. Ég hvet þau til

að vera skapandi, ekki vera hrædd við að tala vitlaust því það gefi okkur tækifæri til að leiðrétta og læra meira í leiðinni. Við leikum okkur með orðatiltæki en nemendur fá orðatiltæki eða málshætti einu sinni viku, rétt eins og orð vikunnar, og ég hvet krakkana einnig til að nota orð úr Íslendingasögunum sem við lesum á unglingastigi. Tungumálið okkar er með þeim elstu í heiminum og við eigum að vera stolt af því að tilheyra lítilli þjóð, þeirri einu sem talar þetta tungumál,“ segir Daníella og bætir við að henni þyki mjög vænt um móðurmálið sitt og að fá að kenna það sé heiður sem hún er að njóta í botn.

MENNINGARARFURINN

Að nemendur noti ríkulegt tungutak er áríðandi. „Öll tungumál eru á hreyfingu en við eigum að vera dugleg að nota íslensk orð þegar við getum og það hvetjum við nemendur til að gera. Við tölum um sletturnar og gerum leik úr því að finna sambærilegt íslenskt orð. Nemendur hafa gaman af því. Íslenskt mál er krefjandi málfræðilega en þeir sem byrja að nota það á yngri árum eiga yfirleitt auðveldar með að tileinka sér málið. Ensk áhrif eru alls staðar en íslenskt mál á alltaf orð yfir allt, við þurfum bara að finna þessi orð og nota þau og hafa gaman af því, vera metnaðarfull,“ segir Daníella.

Notast er við leikræna tilburði til að kveikja í nemendum og nemendur eru einnig hvattir til að leika fyrir framan bekkinn. Stundum taka þau mismunandi orðatiltæki og leika þau og það finnst öllum gaman. Leiklist fléttast því oft inn í íslenskutímana og hjálpar stundum að útskýra betur einhver íslensk orð. Gamla kennarahjartað í blaðamanni byrjar að slá þegar hún hlustar á Daníellu segja frá kennslustundunum og man sjálf hvers vegna það var svo gaman að kenna móðurmálið á sínum tíma. Líklega skemmtilegasta tungumál heims til þess að garfa í, ígrunda og miðla áfram til næstu kynslóðar.


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki við endurhæfingu ungs fólks Fjölsmiðjurnar hér á Íslandi eru atvinnusetur og eru mikilvægur hlekkur í endurhæfingu ungs fólks til þess að það nái fótfestu á vinnumarkaði eða námi eftir hvers konar óvirkni. Fyrirmynd fjölsmiðjanna kemur frá Danmörku þar sem þær eru mikilvægur hluti af menntakerfinu og koma til móts við þá sem ekki finna sig í öðru námi. Þar er nemunum veitt undirstaða til frekara náms og námskrá er til staðar fyrir hverja fjölsmiðju. Hingað til lands kom þessi hugmynd fyrst til höfuðborgarsvæðisins þar sem í dag er starfrækt stærsta fjölsmiðjan í Kópavogi. Fjölsmiðjur er einnig að finna á Akureyri, Ísafirði og hér í Reykjanesbæ. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er enginn venjulegur vinnustaður í svo mörgum skilningi. Fjölsmiðjan er atvinnusetur ungs fólks á Suðurnesjum sem er á aldrinum 16-24 ára. Í Fjölsmiðjunni starfa núna 17 nemar og eru þau af báðum kynjum og af ýmsu þjóðerni. Ungmennin sem starfa í Fjölsmiðjunni koma þangað á vegum félagsþjónustu sveitarfélaganna og frá Vinnu-

málastofnun. Í Fjölsmiðjunni gefst þessu unga fólki tækifæri til að öðlast starfsfærni og koma undir sig fótunum til áframhaldandi starfs eða náms. Fjölsmiðjan var stofnuð árið 2011 og síðan þá hafa meira en 120 nemar starfað þar í mislangan tíma. Örlög þeirra að lokinni vinnu þar eru misjöfn. Langflest útskrifast í einhvers konar virkni, þ.e. til vinnu á almennum vinnumarkaði

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Sérfræðingur Háaleitisskóli – Náms- og starfsráðgjafi Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Tónlistarkennari Háaleitisskóli – Skólaliðar Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Háaleitisskóli – Baðvörður drengja Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Baðvörður drengja Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Tónlistarkennari Háaleitisskóli – Náms- og starfsráðgjafi Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

eða til náms. Segja má að mestu framfarirnar verða þegar virkni er náð með því að mæta til vinnu og í kjölfarið fer önnur virkni jafnan í gang og líkur á að lífsgæðin batni þar með. Árangurinn er mestur hjá þeim sem vilja þiggja þá aðstoð sem Fjölsmiðjan getur veitt þeim og þá hjálpumst við að við að taka til í „bakpokanum“ sem hver og einn ber með sér. Í þessum „bakpoka“ eru öll áföll, ósigrar og vanlíðan hvers og eins. Þegar neminn horfist svo í augu við innihaldið í þessum poka og fær aðstoð við að vinna úr því fara góðir hlutir að gerast í lífi hans. Skrefin fram á við eru misstór og mismörg áður en markmiði hvers og eins er náð. Til þess að ná árangri stendur markþjálfun öllum nemum til boða sem kæra sig um og hafa nokkrir nemar náð góðum árangri með ýmis persónuleg mál og markmiðasetningu eftir slík viðtöl. Eitt af markmiðum fjölsmiðjanna er að virkja nema til náms. Þrír til fjórir nemar stunda að jafnaði nám ýmist við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eða Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og er það hluti af vinnu þeirra í Fjölsmiðjunni. Til þess að komast á slíkan skólasamning þarf að haldast í hendur góð mæting og virkni á vinnustaðnum. Á árinu 2017 útskrifuðust 8 nemar úr Fjölsmiðjunni til starfa á almennum vinnumarkaði. Það er því mikill þjóðhagslegur ávinningur af þessu endurhæfingarúrræði eins og öðrum hér á landi. Á þeim árum sem Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur verið starfrækt hafa fjölmargir einstaklingar útskrifast til vinnu og náms. Sem dæmi má nefna þá eru fyrrum nemar okkar við nám í háskóla, hafa útskrifast úr Keili og náð góðri fótfestu á vinnumarkaðnum. Að jafnaði fer gott orð af fyrrverandi nemum okkar á vinnustöðum þeirra. Fjölsmiðjan er byggð þannig upp að þar líði nemunum vel, séu örugg og geti að einhverju leiti litið á Fjölsmiðjuna sem nokkur konar heimili þar sem þau upplifa sig örugg og fá leiðsögn til framfara og þroska.

Við lítum nánast á það sem eðlilegt skref að nemar sem hafa útskrifast komi til baka finni þau sig ekki á nýjum vinnustað. Þá byrjum við einfaldlega upp á nýtt, hlúum að viðkomandi og hjálpum honum að finna nýja vinnu sem vonandi hentar honum betur. Góð samvinna við atvinnurekendur og menntastofnanir er afar mikilvæg fyrir framgang starfseminnar. Við búum svo vel að hafa náð að byggja upp okkar tengslanet þannig að um gagnkvæmt traust og virðingu er jafnan að ræða þegar við tölum máli okkar fólks í atvinnuleitinni. Í því efni skiptir viðhorf og þekking atvinnurekenda á svæðinu á eðli Fjölsmiðjunnar höfuðmáli.

Endurvinnsla er stærsti útgangspunktur í starfsemi Fjölsmiðjunnar og leitumst við við að kaupa sem allra minnst af nýjum vörum heldur byggjum á því sem okkur berst. Þannig höfum við t.d. byggt upp mjög góða eldhúsaðstöðu, borðsal og setustofu. Allt það sem við seljum í Kompunni fáum við gefins frá velviljuðu Suðurnesjafólki sem vill gefa góðum munum framhaldslíf hjá nýjum eigendum frekar en að farga þeim. Verkefnin sem unnið er við er aðallega við rekstur og utanumhald Kompunnar sem er nytjamarkaður Fjölsmiðjunnar, við akstur og störf á sendibíl sem nær í vörur og sendir þær svo heim til nýrra eigenda. Endurgerð gamalla húsgagna er verkefni sem nemarnir okkar sinna undir handleiðslu verkstjóranna. Í bígerð er að efla þetta verkefni og fá þá jafnvel leiðsögn og aðstoð frá iðnmenntuðu fólki sem hætt er að vinna sökum aldurs en hefur enn starfsorku og þrek til að láta gott af sér leiða. Þessi uppgerðu húsgögn og húsmunir eru svo boðnir til sölu í Kompunni og hefur verðgildi þeirra þá oft margfaldast. Sama má segja um viðgerðir á litlum raftækjum sem aðeins þurfa smá aðhlynningu til að teljast aftur nothæf.

Í maí sl. stóð Fjölsmiðjan fyrir stefnumótunardegi, nokkurs konar þjóðfundi, þar sem aðilar sem tengjast starfseminni á einn eða annan hátt hittust og unnu ötullega undir stjórn Ingrid Kuhlman hjá Þekkingarmiðlun. Niðurstöðurnar af þessari vinnu eru nú til frekari úrvinnslu hjá stjórn Fjölsmiðjunnar og skila væntanlega framförum og breytingum á starfseminni í fyllingu tímans. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur sannað mikilvægi sitt og er mjög mikilvægur hlekkur í endurhæfingu ungs fólks á svæðinu sem misst hefur fótanna eða einangrast í óvirkni. Það er því mjög mikilvægt að Suðurnesjamenn og þeir aðilar sem stóðu að stofnun Fjölsmiðjunnar standi vörð um rekstur hennar og láti þannig gott af sér leiða til handa þeim sem þurfa á Fjölsmiðjunni að halda. Við höfum búið við velvilja íbúa svæðisins sem eru meðvitaðir um starfsemina og láta af hendi rakna muni sem við getum selt í nytjamarkaðnum. Sama má segja um félög og fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa styrkt starfsemina með fjárframlögum, bæði til rekstrarins sem og til þess að gera eitthvað skemmtilegt með nemunum eins og fræðslu- og skemmtiferðir. Í umræðu samtímans hefur sjónum verið mikið beint að líðan ungs fólks sem fallið hafa út af hefðbundinni leið og mikil hvatning hefur verið til þess að tjá sig um líðan og tilfinningar. Það er án efa eitt mikilvægasta skrefið í átt til bata ásamt því að vera í virkni. Allt of mörg ungmenni þjást allt of lengi af kvíða og þunglyndi, oft án þess að gera sér grein fyrir því og án þess að fá hjálp. Það er því mikilvægt að við stöndum vörð um náunga okkar, sama á hvaða aldri hann er, og reynum eftir fremsta megni að hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Með því erum við jafnvel að bjarga mannslífum. Þorvarður Guðmundsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðunesjum

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

11

JARÐVÁ Á REYKJANESI rædd á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:

FYRIRVARI Á ELDGOSI EINUNGIS NOKKRAR KLUKKUSTUNDIR – Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir verulegar líkur eru á hraungosi á Reykjanesskaga Verulegar líkur eru á hraungosi á Reykjanesskaga í framtíðinni og má í raun búast við því hvenær sem er. Því er mikilvægt að meta áhættu á svæðinu og hvernig bregðast skuli við henni. Þetta kom fram í erindi Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings á jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem fjallaði um jarðvá á Reykjanesi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór um helgina. Þorvaldur sagði þar frá vinnu við reiknilíkan en unnið er að því með styrk frá Evrópusambandinu að safna í gagnagrunn helstu upplýsingum um jarðvá á Íslandi. Þorvaldur hefur unnið greiningu á Reykjanesi undanfarin tvö ár sem nýtast munu í gagnagrunninn en í framhaldi verður hægt að meta betur áhættu og viðbrögð við henni til framtíðar. Mið-Atlantshafshryggurinn gengur á land á Reykjanesi og þar hafa orðið mörg gos á sögulegum tímum, það síðasta árið 1879. „Gos á Reykjanesi eru yfirleitt sprungugos sem eru fyrst og fremst hraunmyndandi og þar er því hraunflæði mesta áhyggjuefnið en við þau losnar líka mikið af gasi, sérstaklega brennisteini sem getur dreifst víða og haft veruleg áhrif á gæði andrúmslofts. Þekkt sprengigos er t.d. Grænavatn sem er sprengigígur og þá urðu þau í jarðhitakerfinu í Seltúni árið 2011 sem þarf að skoða sérstaklega þar sem um þekktan ferðamannastað er að ræða.“

Hvað er það sem þarf að huga að?

„Það þarf að hafa í huga eftir því sem byggð þróast á skaganum hvar upptakasvæði eru og hvernig dreifing hrauns gæti orðið. Þá mun gos hafa áhrif á grunnvatnsgeyma og við gætum orðið uppiskroppa með drykkjarvatn á ákveðnum svæðum, það á t.d.

líka við um Stór Reykjavíkursvæðið.“ Gagnasöfnunin um Reykjanesskagann er umfangsmikið verkefni en að sögn Þorvaldar mun það gefa góða mynd af því hvar næstu upptök eldgoss gætu orðið. Þar hefur sérstaklega verið hoft á vestasta hlutann þar sem líkurnar eru hvað mestar.

Sprengigos í sjó gæti valdið meiriháttar truflun á flugsamgöngum

„Í þessari vinnu höfum við verið að skoða eldgosamyndanir, misgengi, sprungur og jarðhitasvæði sem og íbúafjölda, fjölda ferðamanna svo og innviði. Þessi gögn eru sett inn í gagnagrunn þar sem þau tala við önnur líkön á sama hátt en þannig er hægt að nota gögnin í landupplýsingakerfi. Langtímaspá gerir ráð fyrir því að mestar líkur séu á því að gos komi upp á vesturhluta skagans, á Reykjanestá og vestan við Grindavík. Þannig getum við skoðað hvaða byggðarlög eru í meiri hættu en önnur. Sprengigos í sjó geta líka haft veruleg áhrif á má þar nefna öskudreifingu og meiriháttar truflun á öllum flugsamgöngum til og frá landinu.“ Grindavík er nálægt upptakasvæðum og því í mestri hættu af byggðarlögunum á Reykjanesi og því skynsamlegt að sögn Þorvaldar að þróa íbúabyggð þar frekar í austur en vestur. Vogar og Reykjanesbær geta orðið fyrir áhrifum þótt þau séu ekki bein.

Sandvík á Reykjanesi og Eldey. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson „En það er ekkert sem segir til um að hvert hraunið muni fara, gjóskan falla eða brennisteinn dreifast.“ Í þessu sambandi nefnir Þorvaldur að viðbragðstími vegna eldgoss á Reykjanesi verði stuttur. „Grindvíkingar munu í besta falli fá nokkurra klukkustunda fyrirvara, hugsanlega sólarhring séum við heppin. Einfalt hraungos byrjar með látum og getur ferðast nokkra kílómetra á innan við klukkustund og hraðinn er svo gríðarlegur að þú hleypur ekki undan

því. En til þess að meta hversu hratt hraunið gæti komið að byggðarlögum þurfum við frekar gögn, til að mynda betri hæðarmælingar á Reykjanesi sem ekki eru til nákvæmar.“

Hver eru næstu skref á Reykjanesi?

Halda þarf áfram vinnu við gerð áhættumats og koma upplýsingum á framfæri við almenning þegar verkefnið er komið á þann stað. Þá er hægt að skilgreina boðleiðir og

aðgerðaáætlun komi upp eldgos á Reykjanesi. Þá geta sveitarfélög nýtt þessa greiningu við skipulag og haft í huga áhrif hraunrennslis á innviði eins og rafmagnslínur, ljósleiðara, farsímakerfi og vatnsbúskap. Það eru ekki líkur á því að við fáum gossprungu innan bæjarmarka en hraunrennsli og aðrir þættir geta haft áhrif. Þetta þurfum við að hafa í huga.“

Tökum vel á móti Gallup Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis leitar til félagsmanna sinna og biður þá um að svara könnun um kjör sín, viðhorf og starfsaðstæður. Félagið nýtir könnunina til móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Gallup sér um að senda spurningar til 1500 félagsmanna sem eru í úrtaki fyrir könnunina. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Związki VSFK uprzejmie proszą swoich członków o udzielenie odpowiedzi na ankietę o pracy i warunkach pracy. Związki użyją tej ankiety jako wytycznej do poprawy warunków przyszłych umów pracy. Gallup wysyła pytania do losowo wybranych 1500 członków związków. Wszystkie odpowiedzi będą traktowane poufnie.

VSFK-Union kindly ask their members to answer a survey about their terms at work and working conditions. The Union uses the survey as a guideline for the upcoming collective agreements. Gallup sends out a survey with questions to 1,500 randomly chosen members. All answers will be treated as confidential. VSFK appriciates your assistance. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

LEIÐSÖGN SÝNINGARSTJÓRA

ENDALAUST Bryggjan, kaffihúsið í Grindavík auglýsir

Óskum eftir starfsfólki í eftirfarandi störf á okkar góða vinnustað: Þrif- 2 tímar á dag

Næturvinna unnið á kvöldin eða á morgnana fyrir kl 8 hentar vel fyrir skólafólk

Starfsfólk í sal

Almenn afgreiðslustörf Dagvaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir í boði Enskukunnátta skilyrði.

Upplýsingar hjá Sigríði í síma 620- 1213 Staff wanted at Bryggjan café in Grindavik

Both for cleaning, 2 hours pr evening/morning and for service.

Day, evening and weekend shifts available For further information call Sigridur tel: 620-1213

Aðalfundur

Miðflokksdeildar í Reykjanesbæ verður haldinn sunnudaginn 16. september kl. 20. Fundarstaður: Park Inn hótelið, Hafnargötu 59. Dagskrá: Venuleg aðalfundarstörf Stjórnin

í Reykjanesbæ

IceRentalCars

Handaband: Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur

HANDVERK OG HÖNNUN og Listasafn Reykjanesbæjar bjóða á næstunni upp á tvær mjög spennandi smiðjur og leiðsagnir í tengslum við sýninguna „Endalaust“ í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni. Smiðjurnar sem fara fram 15.september og 6.október, eru öllum opnar, eru fyrir alla aldurshópa og aðgangur er ókeypis. Á undan smiðjunum mun sýningarstjórinn, Ragna Fróða, vera með leiðsögn um sýninguna fyrir áhugasama. Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk tekur þátt í smiðjum og hefst hún báða dagana kl. 14 á sama tíma og smiðjurnar. Fyrri smiðjan fer fram laugardaginn 15.september kl. 14-16 í Bíósal Duus Safnahúsa. Hún ber yfirskriftina „Handaband: Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur.“ Þátttakendur fá tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er gerð úr endurunnum textílefnum sem féllu

til við framleiðslu á Íslandi. Efnin sem notuð verða koma frá Umemi, Glófa og Cintamani. Allir eru hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur. Síðari smiðjan verður haldin laugardaginn 6. október kl. 14-16 einnig í Bíósal Duus Safnahúsa. Hún ber yfirskriftina “Þráðlausar.” Um er að ræða n.k. verksmiðju fyrir alla aldurshópa þar sem textíll og endurvinnsla koma saman til að gefa gömlum og gleymdum hlutum nýtt líf. Mæta skal með einn hlut að heiman sem fólk langar að endurbæta með textíl og á staðnum verður efni til að nota og fræðsla um vefnað og textíl.

VATNSLITAVINNUSTOFA Í HÖFNUM

BIFVÉLAVIRKI Bílaleigan IceRentalCars óskar eftir að ráða bifvélavirkja til starfa í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

STARFSLÝSING: • Þjónusta og viðgerðir bílaleigubíla • Önnur tilfallandi störf

HÆFNISKRÖFUR: • • • • •

Sveinspróf í bifvélavirkjun Sjálfstæð, drífandi og vönduð vinnubrögð Framúrskarandi þjónustulund og snyrtimennska Gilt bílpróf Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar og umsókn um starfið er að finna á www.bernhard.is/storf www.icerentalcars.is • info@icerentalcars.is • Sími: 591 7900

Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir vinna bæði í margvísleg efni í list sinni. Vatnslitun er miðill sem þau hafa unnið með undanfarið ásamt öðru. Þau hafa búið í Höfnum síðan 2005 og kunna þar vel við sig í kyrrðinni. Þau eru meðlimir í Menningarfélagi Hafna sem hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum í gamla skólahúsinu í Höfnum og einnig kirkjunni. Til dæmis voru Helgi og Valgerður með opna vinnustofu og kaffihús í gamla skólanum í júlímánuði árið 2016.

Nú bjóða listamennirnir upp á listavinnustofu í gamla skólahúsinu Nesvegi 4 og hafa boðið kunningja sínum að taka þátt í að miðla þekkingu sinni á tækninni. Vatnslitavinnustofa verður haldin laugardaginn 15. september 2018 og mun Bjarni Sigurbjörnsson vera gestalistamaður á henni. Unnið verður frá 13 00 – 18 00. Bjarni er listmálari og eru myndir hans óhlutbundnar. Hann hefur unnið myndir þar sem hann blandar saman olíulitum og vatni á plexigleri þar sem ósamræmanleiki efnanna skapa óvænt form á myndfletinum. Myndir hans eru kröftugar og tjáningarfullar hvort sem hann vinnur stór olíumálverk eða minni vatnslitaverk. Frír aðgangur ásamt efni og áhöldum til notkunar. Kaffiveitingar verða á staðnum. Komið á einstakan stað og njótið þess að skapa í notalegu vinnuumhverfi hjá starfandi listamönnum. Unnið verður án ramma og reynt verður að koma til móts við þarfir hvers og eins. Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

13

Svala og Eyþór

heilluðu starfsfólk Isavia Söngvararnir Svala Björgvinsdóttir og Eyþór Ingi heilluðu starfsmenn Isavia upp úr skónum þegar þau sungu fyrir þá á Park Inn hótelinu í Keflavík á Ljósanótt.

Magnús og Jóhann Á trúnó í Hljómahöll

Svala söng ekki bara öll sín bestu lög heldur dró hún börn sem voru í áhorfendahópnum upp á svið. Eyþór Ingi er ekki síðri listamaður og hann flutti nokkur skemmtileg

lög og lét sig ekki muna um að stilla sér upp í „sjálfu“ með aðdáenda úr hópi starfsmanna Isavia. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum tónleikum sem voru í „fyrstu“ göngugötu á Suðurnesjum.

Hljómahöll heldur áfram með tónleikaröðina Á trúnó sem hófst síðastliðinn vetur og sló svo sannarlega í gegn. Magnús og Jóhann eru fyrstu listamennirnir sem eru kkynntir til sögunnar en þeir verða Á trúnó í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20:00. Magnús og Jóhann hafa gefið út fjölda laga sem allir landsmenn þekkja. Má þar á meðal nefna lögin Álfar, Söknuður, Blue Jean Queen, Jörðin sem ég ann, Í Reykjavíkurborg og Þú átt mig ein. Þetta verður kvöldstund sem enginn aðdáandi þeirra Magnúsar og Jóhanns ætti að láta framhjá sér fara.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Húsið opnar klukkan 19:00. Miðasala er á tix.is

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Af pólitískum svikum í Reykjanesbæ

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ skrifar Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ gerðust þau tíðindi að oddviti Frjáls afls, Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi, gekk í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum og ekki var betur séð en að hlýtt hafi verið undir hjónasænginni. Sjálfstæðisflokkurinn tók þessum gamla félaga sínum opnum örmum. Félaga sem hafði meirihlutann af flokknum á sínum tíma og kostaði þáverandi oddvita, Árna Sigfússon, bæjarstjórastólinn.

Forsaga málsins er þessi:

Að loknum kosningum í vor leitaði oddviti Frjáls afls til Miðflokksins um samstarf um skipan í nefndir á vegum bæjarins. Úr varð að þessir tveir flokkar ákváðu að gera með sér skriflegt samkomulag og skipta með sér setu í nefndum. Í því fellst m.a. að Frálst afl fékk fulltrúa í bæjarráð fyrstu tvö ár kjörtímabilsins

og Miðflokkurinn seinni tvö árin. Þetta var nauðsynlegt vegna ríkjandi nefndarfyrirkomulags samkvæmt bæjarmálasamþykkt. Fyrirkomulagið er ólýðræðislegt og gamaldags í ljósi þess að flokkum hefur fjölgað í bæjarstjórn og hefur Miðflokkurinn barist fyrir breytingum á því. Oddviti Frjáls afls hefur nú rofið samkomulagið við Miðflokkinn og samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í þremur nýjum nefndum. Þessi undarlega og jafnframt óheiðarlega framkoma oddvitans er einsdæmi og hefur gert það að verkum að Miðflokkurinn fær ekkert sæti í þessum nýju nefndum, þar á meðal í framtíðarnefnd. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti ég yfir vanþóknun minni á framgöngu oddvitans í málinu. Ekki verður annað séð en tilgangur hans og Sjálfstæðisflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fengi sæti í nefndunum. Miðflokkurinn fékk 13% atkvæða í kosningunum en Frjálst afl rétt rúm 8%. Reyndar má velta því fyrir sér hvort að Frjálst afl hefði yfir höfuð fengið bæjarfulltrúa í kosningunum ef kjósendur flokksins hefðu vitað að hann myndi hlaupa strax undir sængina hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég fullyrði að framkoma sú sem hér hefur verið lýst fellur íbúum í okkar ágæta bæjarfélagi ekki í geð. Allir flokkar eiga að eiga sæti í framtíðarnefnd Reykjanesbæjar og samninga ber að virða. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.

VÍNBÚÐIN REYKJANESBÆ

Við óskum eftir verslunarstjóra Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfniskröfur

Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Dagleg stjórnun, birgðahald og umhirða búðar • Eftirfylgni þjónustu- og gæðastefnu fyrirtækisins • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun

Reynsla af verslunarstörfum Reynsla af verkstjórn er kostur • Frumkvæði og metnaður í starfi • Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnátta, þekking á Navision kostur •

Starfshlutfall er 100%. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Umsóknarfrestur er til og með 24. september nk. og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Símonardóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700.

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

EIGA FULLT ERINDI Í PEPSI-DEILDINA

– segir Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur Keflavík er á leiðinni í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu eft­ir glæsi­ legan 5:0 sig­ur gegn Hömr­un­um frá Akureyri á Nettóvellinum í Keflavík á mánudagskvöld. Mairead Clare Fult­on skoraði tvö fyrstu mörk Kefla­vík­ur. Sophie Groff og Natasha Moraa Anasi skoruðu eitt mark hvor en eitt mark­a Keflavíkur var sjálfs­ mark Hamranna. „Á þessari stundu er þetta ótrúlega góð tilfinning. Við höfum unnið að þessu jafnt og þétt síðustu þrjú ár. Þetta hefur verið svipaður hópur í þrjú ár og höfum verið að stefna að þessu. Nú er þetta í húsi og það er ótrúlega ljúft. Stelpurnar stóðu sig frábærlega. Þó svo andstæðingarnir séu lið sem er í fallsæti, þá er erfitt að ná skapa stemmningu því spennustigið er hátt en þær stóðust þetta fullkomlega og ég er virkilega stoltur af þeim í dag,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir þegar ljóst var að lið hans hafði tryggt sér sæti í Pepsi-deild kvenna að ári. „Við ætluðum okkar alla leið í þessum leik og það var aldrei inni í myndinni

að fara út úr leiknum með jafntefli. Við lögðum upp með að keyra á andstæðinginn og ná inn mörkum. Uppleggið var að vinna fjögur núll en þær fóru einu framúr sér og ég fyrirgef þeim það,“ segir Gunnar og brosir. Hann segir hópinn vera virkilega flottan og það sé gaman að vinna með þessum stelpum. „Þær eru búnar að leggja mikið á sig og eru að uppskera núna. Það er heldur ekki mikil breyting á hópnum því í leiknum núna [gegn Hömrunum] vorum við að stilla upp sama byrjunarliði og í síðasta leiknum í fyrrasumar. Þetta eru ungar stelpur en þær hafa vaxið og þroskast. Það var líka ómetanlegt fyrir okkur að fá Natasha Moraa Anasi til liðs við okkur. Hún er ótrúlega öflugur leikmaður bæði innan vallar og utan. Hún er mikill karakter og var toppurinn á kökuna frá fyrra tímabili ef svo má segja, því hún náði aðeins tveimur síðustu leikjunum þá eftir barneignafrí. Hún gefur yngri stelpunum mikið og er ómetanleg fyrir okkur,“ segir Gunnar. Hann segir að liðið eigi fullt erindi í Pepsi-deildina og eigi eftir að spjara sig þar.

LÆRDÓMSRÍKT SUMAR Í INKASSO-DEILDINNI

Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld 75 ára

Hátíðartónleikar í Bergi

Hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssyni 75 ára, verða í Bergi, Hljómahöll, laugardaginn 29. september kl.14. Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og Kvennakór Suðurnesja flytja fjölbreytta tónlist eftir Eirík.

Miðasala á hljomaholl.is og á tix.is Miðaverð kr. 3000

– Ekki bónus að mæta Keflavík á næsta ári, segir Rafn Markús þjálfari UMFN

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar

Miðhóp 6 í Grindavík

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Athugið að eingöngu er um þessa einu tónleika að ræða.

„Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum með ákveðið upplegg sem gekk upp og rúmlega það. Við gátum skorað meira en við hleyptum þeim samt aðeins inn í leikinn og þannig varð óþarfa spenna í lokin,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Inkasso-deildarliðs Njarðvíkinga í knattspyrnu en þeir grænu lögðu neðsta lið deildarinnar, Magna 2:1 á Njarðtaksvelli í Njarðvík sl. laugardag. Mörk Njarðvíkinga skoruðu Arnór Björnsson og Skotinn Kenneth Hogg. Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í deildinni að ári og munu þá mæta Keflvíkingar í risa nágrannaviðureignum á næsta ári. Það verður eitthvað. Hvað segir Rafn Markús um það?

„Jú, það verður spennandi og örugglega góðir leikir en ég fer samt ekki ofan af því að Reykjanesbær á að eiga lið í efstu deild, hvort sem það er Keflavík eða Njarðvík. Við lítum ekki á það sem einhvern bónus að halda okkur í deildinni að leika á móti

nágrönnum okkar á næsta ári.“ En ertu sáttur með sumarið hjá ykkur? „Við erum komnir langt með að tryggja okkur sæti í deildinni áfram. Sumarið er búið að vera gott. Nýliðar hafa verið í miklu basli í Inkassodeildinni undanfarin ár. Við erum með nánast sama hóp og í fyrra og það hefur gengið vel. Í heild hefur sumarið verið lærdómsríkt og við erum sáttir það sem af er en við ætlum að klára dæmið og tryggja okkar veru í deildinni.“

FÓTBOLTASAMANTEKT

2. DEILD KARLA:

ÞRÓTTARAR SKELLTU TOPPLIÐINU - VÍÐIR TAPAÐI Á HEIMAVELLI

140 fm raðhús Skilast fullklárað með lóðarfrágangi Ein íbúð eftir. Afhending í október 2018 Verð: 46.500.000 kr. Fitjaás 6 í Reykjanesbæ

PEPSI-DEILD KVENNA:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

GRINDAVÍKURSTÚLKUR ÞURFA TVO SIGRA 181 fm einbýlishús Skilast fullklárað án lóðarfrágangs Möguleiki að fá eignina á öðrum byggingastigum Verð: 57.000.000 kr. Páll Þorbjörnsson

lögg. fasteignasali 698-6655 / 560-5500 pall@alltfasteignir.is REYKJANESBÆ - GRINDAVÍK - REYKJAVÍK - VESTMANNAEYJUM

Grindavíkurstúlkur eru enn í botn­ baráttu Pepsi-deildar og þurfa helst að sigra í þeim tveimur leikjum sem eru eftir í deildinni. Næsti leikur er gegn KR sem er með þremur stigum meira og þetta gæti orðið hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fari niður. Grindavík lék gegn ÍBV á heimavelli sl. laugardag og tapaði 1:2. Rio Hardy skoraði mark heimakvenna sem voru klaufar í þegar ÍBV skoraði og svo virtist sem það vantaði upp á einbeitingu. ÍBV skoraði á 4. mínútu og 33. mínútu en UMFG minnkaði muninn á 14. mínútu út víti.

Topplið Aft­ur­eld­ing­ar tapaði óvænt 1:2 fyr­ir Þrótti Vogum á heima­ velli í 2. deild karla í fót­bolta sl. laugardag. Víðismenn töpuðu fyrir Gróttu. Jose Gonza­lez kom Aft­ur­eld­ingu yfir strax á 1. mín­útu en þeir Sverr­ir Bartolozzi 9. mínútu og Örn Rún­ar Magnús­son 44. mínútu sneru tafl­inu við fyr­ir Þrótt áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörk­in ekki á Varmár­velli. Grótta nýtti sér tap Aft­ur­eld­ing­ ar og jafnaði toppliðið að stig­um með 2:1 sigri á Víði. Kristó­fer Orri Pét­urs­son skoraði tvö mörk fyr­ir Gróttu á fyrstu 20 mín­út­un­um áður en Andri Gíslason lagaði stöðuna fyr­ir Víði með marki á 29. mín­útu og þar við sat. Þegar tvær umferðir eru eftir þá eru Þróttarar í sjötta sæti með 30. stig. Víðismenn eru í áttunda sætinu með 23. stig og öruggir með sæti í deildinni að ári.

4. DEILD KARLA:

GÓÐUR SIGUR REYNIS Í UNDANÚRSLITUM

Reynismenn unnu fyrri undan­ úrslitaleikinn í 4. deild Íslands­ mótsins í knattspyrnu gegn Kór­ drengjum á Europcarvellinum í Sandgerði. Lokatölur urðu 2:0. Unnar Már Unnarsson kom heimamönnum yfir á 30. mínútu og staðan 1:0 fyrir heimamönnum í hálfleik. Undir lok leiks skoraði svo Strahinja Pajic annað mark heimamanna og innsiglaði 2:0 sigur Reynismanna Seinni leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn í Safamýri. Það lið sem sigrar einvígið tryggir sér rétt til að spila í 3. deildinni á næsta ári.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 13. september 2018 // 35. tbl. // 39. árg.

15

NÝ OG GLÆSILEG BARDAGAHÖLL REYKJANESBÆJAR – Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar undir sama þak. Taekwondo-deild Keflavíkur blés til opnunarhátíðar um liðna helgi og tók nýja og stórglæsilega aðstöðu á Smiðjuvöllum í Reykjanesbæ í notkun. Við það tækifæri endurnýjaði Íþróttasamband Íslands viðurkenningu deildarinnar sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

ni, dir Jóni Oddi Guðmundssy Þráinn Hafsteinsson afhendar Keflavíkur, viðurkenningu formanni taekwondo-deil . sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ ÓLYMPÍUMEISTARI MEÐ ÆFINGABÚÐIR

Ólympíumeistarinn og núverandi bronsverðlaunahafi, Dongmin Cha frá Kóreu, var með ókeypis æfingabúðir sem voru opnar öllum iðkendum í taekwondo á Íslandi. Æfingabúðirnar voru hluti af opnunarhátíð Bardagahallarinnar og vel sóttar – enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á að æfa undir stjórn einhvers sem hefur sigrað á Ólympíuleikum.

FYRIRMYNDARFÉLAG ÍSÍ

Jón Oddur Guðmundsson, formaður deildarinnar, hélt stutta tölu og bauð gesti velkomna, Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, óskaði deildinni til hamingju með nýju aðstöðuna og fór í stuttu máli yfir sögu taekwondo hjá Keflavík. Þá færði Þráinn Hafsteinsson, formaður þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, deildinni viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, en taekwondo-deild Keflavíkur hefur verið Fyrirmyndarfélag síðan árið 2004 og leggur mikinn metnað í að vinna eftir þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra félaga.

AUKIN TÆKIFÆRI FYRIR TAEKWONDO

Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari taekwondo-deilar Keflavíkur, segir ný aðstaða breyta miklu fyrir vöxt

deildarinnar. „Þetta er um tvöföld stækkun. Það var mikill áhugi á nýja húsnæðinu og viðburðunum um helgina, margir nýir komu að skoða og margir sem hafa æft áður hafa kíkt í heimsókn. Iðkendum hefur fjölgað og allir barnahópar eru nú fullir og komnir biðlistar, það eru nokkur pláss eftir í fullorðinshópana og kickbox. Það er gífurlega margt fólk og mörg fyrirtæki búin að koma að þessari opnun og opnunarhátíð. Við kunnum þeim miklar þakkir“.

HEILSU- OG F OR VAR N AVI K A SUÐ UR N E SJA

ERTU MEÐ? 1.– 7. OK T ÓBE R 2018

ALLSHERJAR AÐSTAÐA FYRIR BARDAGAÍÞRÓTTIR

Með tilkomu nýju Bardagahallarinnar sameinast nú allar bardagaíþróttadeildir og -félög Reykjanesbæjar undir sama þak. Taekwondo-deildin hefur hafið æfingar og undanfarið hafa sjálfboðaliðar unnir hörðum höndum við að standsetja húsnæði júdódeildarinnar og mun hún hefja æfingar samkvæmt stundarskrá þann 17. september n.k., þá eru flutningar Hnefaleikafélagsins í vinnslu. Fjölmargar bardagaíþróttir eru kenndar hjá þessum félögum en allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum deildanna. johann@vf.is

Vikuna 1.–7. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum. Markmiðið með Heilsu- og forvarnavikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar.

Barist með börnum

Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bæjunum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu-og forvarnavikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.

Á laugardaginn komu átta af bestu glímukennurum Íslands í Bardagahöllina í Reykjanesbæ til að kenna brasilískt jiu jitsu eða BJJ. Kennslan fór fram í átta klukkutíma og gáfu allir þjálfarar vinnu sína og námskeiðsgjöldin renna óskipt til Barnaspítala hringsins. Fjölmargir sóttu námskeiðið sem var skipulagt af Birni Lúkasi Haraldssyni, bardagakappa úr Grindavík, og Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, þjálfara júdódeildar Njarðvíkur.

Skila þarf upplýsingum/dagskrá fyrir 20. september nk. til að vera með í viðburðardagatalinu. Til að skila inn efni er hægt að senda á fulltrúa sveitarfélaga hér að neðan: Hafþór Barði Birgisson

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is

Hluti þátttakenda á námskeiðinu Barist með börnum.

Stofnanir sveitarfélaganna taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög á Suðurnesjum sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.

Sigríður Etna Marinósdóttir setna@grindavik.is

Stefán Arinbjarnarson stefan@vogar.is

Rut Sigurðardóttir rut@sandgerdi.is


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

„One way ticket“ til Trinidad og Tobacco?

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

DAGBÓK LÖGREGLU

Með nær kíló af kókaíni í skónum Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál erlends karlmanns sem stöðvaður var af tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Hann reyndist vera með á níunda hundrað grömm af kókaíni sem hann hafði falið í skóm sínum. Maðurinn sem kom til landsins 26. ágúst síðastliðinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Tvö fíkniefnamál til viðbótar hafa komið upp í flugstöðinni á undanförnum dögum. Í báðum tilvikum var um að ræða erlenda karlmenn sem reyndu að smygla kannabisefnum til landsins en voru stöðvaðir í tolli. Annar var með 45 grömm af kannabis sem hann hafði eins og fyrstnefndi maðurinn falið í skóm sínum. Hinn var með tæp tólf grömm af efninu.

Sofnaði undir stýri og ók á bifreið Ökumaður sem sofnaði undir stýri á Reykjanesbraut um helgina ók á bifreið sem stóð mannlaus og kyrrstæð í vegöxl. Maðurinn slapp án meiðsla en bifreiðirnar voru báðar óökufærar eftir áreksturinn. Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af ökumanni sem ók viðstöðulaust yfir stöðvunarskyldu í Njarðvík. Þegar stöðva átti för hans jók hann verulega við hraðann og skeytti ekki um forgangsljós lögreglubifreiðarinnar. Hann ók meðal annars öfugu megin við umferðareyju áður en hann loksins ók inn á bifreiðastæði og lauk þar með akstri hans. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tekinn með amfetamínbasa í bjórflöskum Pólskur karlmaður á þrítugsaldri hefur sætt gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna tilraunar til að smygla amfetamínbasa til landsins. Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvaði ferð mannsins sem var að koma frá Kaupmannahöfn og við leit í farangri hans fundust 830 ml af vökvanum sem falinn var í bjórflöskum. Styrkur basans reyndist vera með þeim hætti að hægt var að framleiða 2,1 kg. af amfetamíni úr honum. Aðilinn var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi Reykjaness. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi.

Með amfetamín á nefi og í vasa

Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um nýliðna helgi þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi var með hvítt duft á nefninu og viðurkenndi amfetamínneyslu fyrr um kvöldið. Hann reyndist jafnframt vera með amfetamín í buxnavasanum og var færður á lögreglustöð til skýrslutöku vegna fíkniefnamisferlis. Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað á varningi fyrir nær 16 þúsund krónur úr Nettóverslun í umdæminu. Haft var upp á hinum fingralanga sem viðurkenndi þjófnaðinn.

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Stórfelldur og skipulagður þjófnaður á sígarettum úr Fríhöfninni Fjórir karlmenn hafa að undanförnu setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á stórfelldum og skipulögðum þjófnaði á sígarettum úr fríhafnarverslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er talið að þaðan hafi á undanförnum mánuðum verið stolið allt að 900 kartonum af sígarettum. Í tengslum við rannsóknina fór lögreglan á Suðurnesjum meðal annars í húsleitir á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni heimild, og lagði hald á mikið magn af umræddu þýfi, þar á meðal ferðatöskur fullar af sígarettum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að mennirnir höfðu þann háttinn á að þeir keyptu flugmiða og skráðu sig í flugið án þess að fara í ferðina. Í stað þess fóru þeir í verslunina og tóku ófrjálsri hendi sígarettukartonin með skipulögðum hætti og settu þau niður í ferðatöskur sem þeir voru

með á farangurskerru. Lögregla fann í fórum eins mannanna pöntunarlista þar sem væntanlegur kaupendur höfðu pantað sér sígarettur eftir tegundum. Við skýrslutökur kom í ljós að a.m.k. einhverjir mannanna höfðu stundað stórfellt smygl á sígarettum til Ís-

lands. Tveir umræddra manna hafa áður komið við sögu lögreglu. Þrír hinna handteknu hafa viðurkennt aðild sína.

starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður sem fyrst

bifreiðastjórar í ýmsar stöður þrif á hópferðabílum

upplýsingar í síma 421-4444 frá 09:00 til 16:00 alla virka daga (Einar)

Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað málið í góðri samvinnu við tollgæsluna og Isavia og er rannsóknin á lokastigi.

Undir áhrifum á ofsahraða

Ökumaður sem mældist á 151 km hraða á Reykjanesbraut aðfararnótt mánudags, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, var jafnframt grunaður um ölvunarakstur. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku og var frjáls ferða sinna að því loknu. Annar ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði mælt bifreið hans á ríflega tvöföldum hámarkshraða eða á 71 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur um helgina. Einn til viðbótar ók án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.

SUÐURNESJAMAGASÍN Ævintýri á Arnarstapa Suðurnesjamagasín fór í víking vestur á Snæfellsnes og hitti Suðurnesjafólk í ferðaþjónustu

N I N F Ö H FLUGí Reykjanesbæ stjóri annsson hafnar m er H l ar K ór fnarinnar Halld r möguleika ha ði ræ ar fn ha es ugvelli. Reykjan frá Keflavíkurfl gð læ ar fj a n út sem er í 5 mín

sson n á f e t S s ú n g a M nuðu jarstjóri í samei s

Suðurnesjamagasín nú á fimmtudagskvöldum kl.

bæ ðs og Sandgerði sveitarfélagi Gar

bæ m ju ý n já h n fi e Fyrstu skr

á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.