UPPLÝSTUR
AR G DA U ILS E H
ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30
ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
Ríkið geri upp 90 milljóna króna halla – og tryggi góðar almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sá um skipulagningu almenningssamgangna á Suðurnesjum frá árinu 2012 samkvæmt samningi við Vegagerðina en halli af verkefninu er rúmar 90 millj. kr. sem er tilkominn vegna einhliða ákvörðunar ríkisvaldsins á uppsögn á einkaleyfi á akstri milli Leifsstöðvar og höfuðborgarsvæðisins. Í ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga er skorað á ríkisvaldið að bregðast við með því að gera upp hallareksturinn og tryggja góðar almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Einnig að tryggðar séu öruggar og hagkvæmar almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðisins.
Enn vantar upp á fjárframlög ríkisins til stofnana á Suðurnesjum
Samningur Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum rann út um áramótin 2018-2019. Almenningssamgöngur eru mikilvæg þjónusta fyrir íbúa Suðurnesja og er nauðsynlegt að tryggja að áframhald verði á þeirri þjónustu. Ríkisvaldið hefur lokið við gerð nýrrar stefnu um almenningssamgöngur og er henni ætlað að styrkja almenningssamgöngukerfið á landi, lofti og legi. Fram kemur i fjármálaáætluninni að núverandi samkomulag um rekstur almenningsamgangna hafi verið í gildi frá 2012. Vert sé að benda á að reksturinn hefur ekki staðið undir sér á flestum stöðum og þar sem hann hefur staðið undir sér hefur þjónustustig verið skert verulega. Í áætluninni kemur einnig fram að stefnt sé að því að endursemja við landshlutasamtökin frá og með árinu 2020. Ef það er ætlun ríkisvaldsins að endursemja við landshlutasamtökin þarf að gera upp eldri halla sem og að tryggja fjármuni til þess að reka kerfið sem mætir kröfum notanda og að almenningssamgöngur geti verið raunverulegur valkostur sem samgöngumáti, segir í ályktun SSS.
Íbúar á Suðurnesjum voru árið 22 þúsund 2015 en voru orðnir 27 þúsund í ársbyrjun 2019. Í áætlanagerð ríkisins virðist ekki vera tekið nægjanlegt tillit til þess ef óvenju mikil fólksfjölgun verður á einstökum svæðum. Af þeim sökum er lagt til að m.a. verði skoðuð sérstaklega fjárframlög ríkisins til opinberra stofnana og annarra mikilvægra verkefna á svæðinu til þess að íbúar búi við sömu þjónustu og íbúar annarra svæða landsins. Má t.d. geta þess að fjáraukning til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var 1% á ári með 0,5% hagræðingarkröfu á meðan íbúum svæðisins fjölgaði um 15%. Fundurinn skorar á ríkisvaldið að tryggja að fjárframlög til ríkisstofnanna t.d. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Lögreglunnar á Suðurnesjum fylgi þróun mannfjölda á svæðinu. Aðalfundur SSS ályktaði einnig um samgöngumál þar sem hnykkt er á að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar, uppbyggingu stígakerfis fyrir fótgangandi og hjólandi milli byggðarkjarna og til og frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá fordæmir SSS að ekki sé haft samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fordæmir að ekki sé haft samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum um framtíðaráform flugsamgangna á SV-horninu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á Suðurnesjum hefur engan veginn fylgt mikill íbúafjölgun á svæðinu en á árunum 20152019 hefur íbúum fjölgað um 23,1% sem er lang mesta fjölgunin á landinu. Í ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór um síðustu helgi er bent á þetta misræmi og ríkisvaldið hvatt til að tryggja aukningu á fjárframlögum til Suðurnesja. um framtíðaráform flugsamgangna á SV-horninu. Það sé mikilvægt að samfélagslegir hagsmunir séu skoðaðir og metnir frá öllum hliðum áður en ákvörðun um framtíðar miðju innanlandsflugs er ákveðin. Einnig segir að nauðsynlegt sé ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á þjóðvegunum að Suðurnesjabæ auk þess sem breikka þarf veginn á milli bæjarkjarnanna.
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND
511 5008
Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019. VF-mynd/pket.
UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
Sérhönnuðum flothylkjum hent í sjó – verða þar í „beinni“
Valda loftslagsmálin þér áhyggjum? Ásta Rún Arnmundsdóttir:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, varpaði sérhönnuðu flothylki í sjóinn frá varðskipinu Þór skammt undan Reykjanesi síðasta föstudag. Þessi aðgerð tengist verkefni um plast og rusl í hafi á vegum PAME, einum af starfshópum Norðurskautsráðsins þar sem Ísland fer nú með formennsku. Einn hluti verkefnisins er að sjósetja flothylki í samvinnu við umhverfisog auðlindaráðuneytið, Landhelgisgæsluna og verkfræðistofuna Verkís. Markmið þessa hluta verkefnisins er að sýna fram á hvernig rusl í hafinu getur ferðast til og frá norðurslóðum, jafnvel milli heimsálfa, yfir langan tíma. Flothylkin eru búin GPS-sendum og „bein útsending“ verður frá hylkjunum á vefnum. Þar með verður því hægt að fylgja eftir ferðalagi hylkjanna yfir langan tíma. Fleiri hylki verða sjósett á næstu misserum en það fyrsta var sjósett á Reykjanesi í tengslum við fund PAME-vinnuhópsins á Íslandi. Rusl og mengun í hafi er stækkandi vandamál og eitt af verkefnum PAME síðastliðin ár hefur verið úttekt á rannsóknum og umfangi plasts og annars rusls á hafsvæðum norðurslóða. Með formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019–2021 mun
SPURNING VIKUNNAR
„Já, vegna næstu kynslóðar sem ég vil að geti lifað heilbrigðu lífi hér á jörð. Ég nota ekki plastpoka og heima hjá mér er ruslið flokkað.“
PAME vinna að svæðisbundinni aðgerðaráætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða (e. Regional Action plan on Marine Litter in the Arctic) á meðal norðurslóðaríkjanna átta.
Birgitta Rós Jónsdóttir:
VERFISGUÐMUNDUR INGI GUÐBRANDSSON, UMHHYLKINU STA FYR TI HEN A, OG AUÐLINDARÁÐHERR Í SJÓ UNDAN REYKJANESI.
Málaflokkurinn er einn af forgangsþemum formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu. „Að draga úr plastmengun er eitt af forgangsmálum mínum sem ráðherra og margvíslegar aðgerðir
hafa þegar litið dagsins ljós hér heima eða eru í farvatninu. Ísland hefur auk þess beitt sér alþjóðlega varðandi plast og m.a. sett málið á dagskrá hjá Norðurskautsráðinu. Það er mjög mikilvægt,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Já, vegna loftsins sem við öndum að okkur. Bráðnun jökla fyllir allt af vatni og kannski þurfum við að ferðast um göturnar á bátum. Við þurfum að labba meira og nota líkamann.“
Elvar Þór Traustason:
„Já, vegna hækkandi hitastigs. Dýr sem eru vön að lifa í kulda eins og á Íslandi gætu dáið. Menn þola hita betur.“
Helgi Kristinn Hjartarson:
„Já, þegar það er svona heitt á sumrin eins og í sumar en þá fékk ég ofnæmiseinkenni.“
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
Vilja útikennslusvæði á Baugholtsróló
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Ör-spádómar og leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar Ein af Ljósanætursýningum ársins í Duus Safnahúsum er sýning Reynis Katrínar, galdrameistara og skapandi listamanns. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Reynir sem hefur stundað hugleiðslu um árabil segir frá því að í gegnum hugleiðsluna hafi hann m.a. kynnst ljósverum og litríkum heimi þeirra. Reynir velur að vinna einungis með náttúruleg efni, þ.e. steina, rekavið, ull og egg temperu og notast við liti sem hann finnur í íslenskri náttúru. Sunnudaginn 22. september frá kl. 12-17 verður hægt að hitta á Reyni í sýningu hans í Stofunni í Duus Safnahúsum. Klukkan 15:00 verður hann með sérstaka leiðsögn um sýninguna
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Holtaskóli óskar eftir að fá úthlutað svæði við Baugholtsróló til að útbúa útikennslusvæði. Í bréfi sem Helga Hildur Snorradóttir skrifar til umhverfis- og skipulagsráðs í lok ágúst sl. segir að hugmyndin sé að svæðið verði byggt upp með þátttöku nemanda. Mikill áhugi er á að gróðursetja tré, útbúa matjurtagarð, eldunarstæði og fleira. Erindið var samþykkt og nánari útfærsla verður unnin í samstarfi við starfsfólk umhverfissviðs.
en auk þess býður hann upp á ör-spádóma fyrir gesti og gangandi. Ókeypis aðgangur er á sýninguna þennan dag sem og leiðsögnina en vægt gjald er tekið fyrir ör-spádóm.
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
Nýr framkvæmdastjóri til Kölku Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar hefur ráðið Steinþór Þórðarson sem framkvæmdastjóra Kölku sf. úr hópi 30 umsækjenda. Steinþór tekur við starfinu af Jóni Norðfjörð, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin átta ár. Steinþór hefur menntun á sviði sálfræði, kennslu- og viðskiptafræða. Hann býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu af margvíslegum toga, m.a. mannauðstjórnun í smásölufyrirtæki og stóriðju. Hann starfaði fyrir Alcoa að gangsetningarverkefnum bæði á Reyðarfirði og í Sádí Arabíu. Auk þess hefur Steinþór talsverða reynslu af ráðgjöf en hann starfaði
hjá Capacent um fjögurra ára skeið og fékkst þar við margvísleg verkefni á svið rekstrar- og stjórnunarráðgjafar. Steinþór kemur til Kölku frá PCC BakkiSilicon á Húsavík þar sem hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra umhverfis-, heilbrigðis-, öryggis-, gæða- og mannauðsmála. Steinþór hefur störf hjá Kölku 1. október n.k.
Tjaldstæðið í Grindavík opið í vetur Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykktað þjónusta á tjaldsvæðinu í Grindavík verði skert frá og með 1. október nk. Tjaldsvæði verði þó opið í vetur en greiða þarf dvalargjöld í Kvikunni. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 3.200.000 kr. á launaliði tjaldsvæðisins og að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.
VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA 12. - 22. SEPTEMBER
Änglamark matvörur - Lífrænt vottuð
Allar vörur frá Now á 25% afslætti
25%
25% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Allar vörur frá Atkins á 25% afslætti
25% AFSLÁTTUR
Allar vörur frá Sistema á 20% afslætti
Allar vörur frá Nick´s á 25% afslætti
25% AFSLÁTTUR
Nano pönnukökur á 25% afslætti
25%
20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
KETÓ VEGAN LÍFRÆNT UPPBYGGING HOLLUSTA ERFIÐ FITNESS KRÍLIN UMHV ALLT AÐ
25% ÁTTUR AFSL AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRUM
Lægra verð – léttari innkaup
ER 2019 TILBOÐIN GILDA 12. - 22. SEPTEMB
KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBÆKLINGI NETTÓ Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook síðu Nettó varðandi kynningar í verslunum á Heilsudögum.
Heilsudagar standa yfir dagana 12. - 22. september 2019
Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Lágmúli • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
Grindhvalirnir kostuðu rúma milljón króna
Göngustígur milli Garðs og Sandgerðis samþykktur Skipulags- og umhverfissviði Suðurnesjabæjar hefur verið falið að undirbúa útboð og grenndarkynningu vegna framkvæmdar á göngustíg á milli Garðs og Sandgerðis.
Kostnaður sem fallið hefur á Suðurnesjabæ vegna grindhvalavöðu sem synti upp í fjöru við Útskála í byrjun ágúst er um 1,2 milljónir króna. Um fimmtíu hvalir syntu í strand í fjörunni og hófust þá miklar björgunaraðgerðir. Um 30 hvölum tókst að bjarga en aðrir drápust eða voru aflífaðir. Björgunarsveitin Ægir í Garði var með mikinn
viðbúnað vegna hvalastrandsins og sá m.a. um að sökkva hræjum dauðra hvala í Garðsjónum.
Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, segir að auki hafi farið mikill tími og orka hjá starfsfólki Suðurnesjabæjar vegna hvalastrandsins en það hafi ekki verið reiknað inn í þann kostnað sem fallið hefur til.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Breiðari afturendi Sunnu Lífar lítur ansi vel út – Línubátarnir farnir á flakk
Tíminn líður áfram og ekkert fær stoppað hann. Já og núna er komið fram yfir miðjan september og bátarnir komnir svo til á fullt. Þá fara stóru línubátarnir á flakk víða um landið og það þýðir að trukkabílstjórarnir hjá t.d. Jóni og Margeiri í Grindavík fá nóg að gera við að sækja fisk.
AFLA
FRÉTTIR
Sighvatur GK hefur reyndar haldið sig í Grindavík og landað þar 216 tn í tveimur róðrum og mest 134 tn í einni löndun. Þar hefur Páll Jónsson GK líka landað 175 tn í tveimur róðrum. Aðrir bátar eru t.d. Kristín GK með 154 tn í tveimur og Fjölnir GK með 167 tn í tveimur á Sauðarkróki. Valdimar GK 165 tn í þremur og Sturla GK 159 tn í fjórum, báðir á Siglufirði. Jóhanna Gísladóttir GK með 152 tn í þremur á Djúpavogi. Reyndar fer ekki allur fiskurinn af þessum bátum til Grindavíkur, því að einungis þorski, ufsa og ýsu er ekið suður, restin fer á fiskmarkað. Það eru ekki bara stóru bátarnir sem eru úti á landi. Margir minni bátanna eru þar einnig og þar kemur Skagaströnd nokkuð sterk inn. Þar er t.d. nýjasti báturinn í flota Sandgerðinga, Guðrún GK, sem er í eigu Blikaness ehf. sem er, eins og áður hefur komið fram, í eigu Gylfa Sigurðssonar og föður hans, Sigurðar. Guðrún GK hefur landað 55 tn í ellefu róðrum, Beta GK var með 41 tn í tíu, Dúddi Gísla GK 32 tn í átta og Alli GK með tólf tn í þremur róðrum. Alli GK er líka í eigu Blikaness ehf., en hann er núna kominn á söluskrá. Óli á Stað GK er með 95 tn í þrettán, Vésteinn
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
GK 82 tn í tíu, Gísli Súrsson GK 62 tn í tíu, Daðey GK með 40 tn í níu, Dóri GK með 32 tn í sjö og Geirfugl GK með 29 tn í níu. Athygli vekur að fyritækið Stakkavík ehf. í Grindavík hefur ekki enn sent bátinn Guðbjörgu GK til veiða. Guðbjörg GK er stærsti báturinn sem Stakkavík ehf. á og gerir út. Ansi mikill kvóti er á Guðbjörgu GK eða um 1800 tonna kvóti. Grímsnes GK hefur fengið kvóta frá Guðbjörgu GK, því að búið er að færa 73 tonn af þorski frá Guðbjörgu GK og yfir á Grímsnes GK. Í listanum að framan eru aðeins tveir bátar á vegum Stakkvíkur, Óli á Stað GK og Geirfugl GK. Veiðin hjá netabátunum hefur verið nokkuð góð og hefur Bergvík GK landað 20 tn í sex róðrum í Sandgerði og mest 5,6 tn í róðri. Maron GK með 27 tn í níu, Halldór Afi GK 22 tn í ellefu, Hraunsvík GK 18 tn í tíu. Sunna Líf GK hefur verið bæði á netum og skötuselsnetum og landað 6,9 tn í fimm róðrum.
Og fyrst búið er að nefna Sunnu Líf GK á nafn þá má geta þess að báturinn var frá veiðum í um fjóra mánuði því að báturinn var í umfangsmiklum breytingum hjá Sólplasti í Sandgerði en saga bátsins og hins bátsins er nokkuð merkileg. Það var nefnilega þannig að í janúar árið 2004 fékk báturinn Sigurvin GK á sig brotsjó í innsiglingunni til Grindavíkur og strandaði í kjölfarið. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn bátsins, tveimur mönnum við ansi erfiðar aðstæður. Báturinn sjálfur skemmdist mikið og var að lokum dæmdur ónýtur. Flakið af bátnum var flutt til Sandgerðis og var lengi fyrir utan húsnæði Sólplasts. Búið var að endurbyggja skutinn á Sigurvin GK með því að breikka hann og lengja og var hann ekki svo mikið skemmdur. Þegar útgerðarmaður Sunnu Lífar GK ákvað að láta breyta bátnum, var tekin ákvörðun um að saga afturendann af Sigurvini og skeyta honum saman við Sunnu Líf GK. Afturendinn af Sunnu Líf GK var sagaður af og breiðari og stærri afturendi var settur á Sunnu Líf GK. Sunna Líf lítur ansi vel út svona eftir þessa breytingar og stækkaði báturinn aðeins við þetta. Fyrir breytingar var Sunna Líf GK 13,7 brúttótonn, en er í dag 16,1 brúttótonn og orðin um einum metra lengri.
Málið var til meðferðar framkvæmda- og skipulagsráðs sveitarfélagsins í lok ágúst og tekið fyrir í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar þann 6. september. Þar var afgreiðsla framkvæmda- og skipulagsráðs samþykkt samhljóða. Stígurinn er samstarfverkefni Suðurnesjabæjar og Vegagerðarinnar og er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 metrar að breidd, blandaður göngu- og hjólreiðastígur. Stígurinn verður lagður samhliða þjóðveginum á milli Garðs og Sand-
gerðis, þó þannig að hann verði að lágmarki tólf metra frá akveginum. Stígurinn mun svo tengjast nýjum stíg við Sandgerðistjörn og inn á hjóla- og göngustíg við Garðbraut í Garði. Stígurinn mun liggja austanog sunnanmegin við veginn. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, segir verkefnið í undirbúningi hjá framkvæmda- og skipulagssviði Suðurnesjabæjar þessa dagana og verður væntanlega boðið út fljótlega.
Norðurljósahúsum verði fundinn annar staður Fyrirtækið GSE ehf. lagði á dögunum inn fyrirspurn til framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar hvort heimiluð yrði stækkun lóðar að Norðurljósavegi 2 til að byggja á henni fjögur „Norðurljósahús“. í afgreiðslu ráðsins segir að Norðurljósavegur 2 er á svæði sem deiliskipulagt var undir hótel, gististarfssemi og þjónustu árið 2015. Sú lóðarstækkun sem óskað er eftir er ekki í samræmi við gildandi deili-
skipulag auk þess sem svæðið er skv. gildandi Aðalskipulagi skilgreint sem „opið svæði“. Við deiliskipulagsgerð svæðisins var m.a. lögð áhersla á að byggingar ofan Skagabrautar færu ekki nær götunni en skipulagið gerir ráð fyrir til að þrengja ekki um of að sérkennum svæðisins og víðáttu. Ráðið hafnar með fyrrgreindum rökum hugmyndum um lóðarstækkun og hvetur lóðarhafa til að finna hugmyndinni aðra staðsetningu innan núverandi lóðar.
Heimildarmynd um sögu raforku á Keflavíkurflugvelli
GL einstefna ehf. frumsýnir nýja íslenska heimildarmynd, 60 rið í 78 ár, eftir Guðmund Lýðsson, um sögu raforku á Keflavíkurflugvelli. Myndin fjallar um störf vélstjóra og rekstur rafstöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og þau viðtæku áhrif sem það hafði á alla orkuöflun Íslendinga þegar Steingrímsstöð var byggð og sala á raforku til Varnarliðsins hófst. Varnarliðið starfaði eftir bandarískum rafmagnsstöðlum, 60 riðum og 110 voltum á meðan íslenska rafkerfið var rekið á 50 riðum og 220 voltum og þurfti því sérhæfðan búnað til þess að geta nýtt rafmagn frá Landsvirkjun.
Í heimildaleit fyrir myndina kom í ljós að engar heimildir eru til um ákvarðanir íslenskra yfirvalda í tengslum við sölu á rafmagni til hersins því fundargerðir Ríksstjórnar Íslands frá árunum 1947 til 1964 finnast ekki. Heimildarmyndin var frumsýnd í Háskólabíói 11. september og verður í almennum sýningum eftir það.
á timarit.is Sunna Líf GK með breiðari og stærri afturenda.
ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
www.bygg.is
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
LESANDIVIKUNNAR
Heillaður af staðleysubókmenntum Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Guðmundur Ingvar Jónsson, kennari í Njarðvíkurskóla og bókmenntafræðingur auk þess sem Guðmundur sér um leshring bókasafnsins í vetur. Hvaða bók ertu að lesa núna? Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen auk þess að lesa bækurnar um Einar Áskell með börnunum mínum fyrir háttinn. Hver er uppáhaldsbókin? Gaukshreiðrið (One Flew Over the Cuckoo‘s Nest) eftir Ken Kesey. Las hana fyrst í enskuáfanga í FS og hún greip mig algjörlega. Horfði á myndina í kjölfarið og er hún ein af uppáhaldsmyndum mínum. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Charles Dickens, Einar Kárason og Þórbergur Þórðarson. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Öreindirnar eftir Michel Houellebecq. Hvaða bók ættu allir að lesa? Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson.
Hvar finnst þér best að lesa? Í sófanum heima eða upp í rúmi undir sæng. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Salka Valka og Sjálfstætt fólk eftir Laxness, 1984 og Dýrabær eftir George Orwell, Hamskiptin og Réttarhöldin eftir Franz Kafka og Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Þar sem ég er forfallinn stuðningsmaður Liverpool þá yrði það líklega Liverpool Encyclopedia eftir Íslendinganna Árna Baldursson og Guðmund Magnússon.
Næstsíðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 20.00 hittist Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar og skeggræðir áhugaverðar bækur. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma og eru allir velkomnir.
Saumað fyrir umhverfið fékk fyrstu Hvatningarverðlaunin
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN BENEDIKT GEORGSSON Benni á Brekku, Hlíðarvegi 54, Njarðvík,
lést á heimili sínu, föstudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, þriðjudaginn 24. september kl. 13. Jón Benedikt Jónsson Georg. E. P. Jónsson Hlaðgerður Oddgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
GYLFA ÞÓRS ÓLAFSSONAR Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ
Hjartans þakkir til starfsfólks blóðrannsóknar, heimahjúkrunar og D-deildar Heilbrigðisstofunar Suðurnesja. Með kærleikskveðju, Kristín Gestsdóttir Dóra Magda Gylfadóttir Steindór Einarsson Ólafur Þór Gylfason Guðmunda Sigurðardóttir Gestur Arnar Gylfason Siv Mari Sunde Svandís Gylfadóttir Friðrik P. Ragnarsson Guðjón Helgi Gylfason Anna Hulda Einarsdóttir afa- og langafabörn
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Verkefni Bókasafns Reykjanesbæjar „Saumað fyrir umhverfið“ fékk í síðustu viku Hvatningarverðlaun Upplýsingar, sem er fagfélag á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á Bókasafnsdeginum 2019. Verkefnið hefur verið í gangi í Bókasafninu um árabil undir stjórn Guðnýjar Kristínar Bjarnardóttur, bókasafns- og upplýsingafræðings. Í verkefninu hafa verið saumaðir taupokar í Pokastöð, sem hefur það að markmiði að draga úr notkun plastpoka. Verkefnið var stór liður í Ljósanótt þetta árið, þar sem plastlausum áherslum var haldið á lofti.
Saumað fyrir umhverfið
Um verkefnið Saumað fyrir umhverfið segir í texta tilnefningarinnar: Það er hugsað sem umhverfisátak til að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plasts og til að draga úr notkun þess, til dæmis plastpoka undir bækur til útlána á safninu.
Í verkefninu eru góð tengsl við bækurnar og umhverfið. Verkefnið gefur hugmynd um kolefnisspori til framtíðar og getur verið öðrum bókasöfnum fyrirmynd til eftirbreytni og er ekki flókið að innleiða. Verkefnið er viðeigandi innlegg bókasafna inn í plastlausan september og hjálpar
til við að styðja við bann gegn plastpokanotkun. Verkefnið getur flokkast sem nýbreytniverkefni og telst ekki hluti af daglegu starfi viðeigandi starfsstaðar, eins og segir í vinnureglum dómnefndar. Verkefnið er hvatning til eftirbreytni og góðra verka bæði innan og utan viðkomandi starfsstaðar. Verkefnið getur þróast með stöðugt nýjum þátttakendum inn á bókasöfnin sem geta lagt sitt af mörkum til betri framtíðar. Verkefnið getur hvort sem er átt við á skólabókasöfnum eins og almenningssöfnum og á opinberum vettvangi. Í tilnefningunni er nefndur umsjónarmaður verkefnisins í bókasafni Reykjanesbæjar, Guðný Kristín Bjarnadóttir. Bókasafnið og umsjónarmenn verkefnisins hljóta því veglegan verðlaunagrip, Lóu, eftir Hafþór Ragnar Þórhallsson Í dómnefnd voru Margrét Björnsdóttir af hálfu undirbúningshóps Bókasafnsdagsins, Margrét Sigurgeirsdóttir af hálfu Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna og Þórunn Erla Sighvats af hálfu stjórnar Upplýsingar.
Suðurnesjabær:
Mikilvægt að íbúar hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni Bæjarráð Suðurnesjabæjar fagnar því að íbúar láti sig varða þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og þakkar fyrir erindi sem bæjarbúar hafa sent bæjaryfirvöldum en tvö erindi varðandi lokun almenningsbókasafns í Garði voru til afgreiðslu á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar fyrir skemmstu. Bæjarráð telur rétt að halda til haga að breytingar á bókasafnsþjónustu í Suðurnesjabæ eru tilkomnar vegna aðgerða til að bregðast við húsnæðisþörf Gerðaskóla. Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að mikilvægt er að íbúar hvar sem er í sveitarfélaginu hafi góðan aðgang að almenningsbókasafni nú sem og um alla tíð og leggur áherslu á að útfærsla þeirrar þjónustu verði kynnt sem allra fyrst.
Bókasafnið var til húsa í Gerðaskóla áður en því var lokað.
LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI
25%
AFSLÁT
TUR
AF ÖLLU M GRAN ÍT LEGSTE INUM Í SEPTE MBER
Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Keflavíkurkirkja
Nær aldargamlar ljósakrónur eins og nýjar eftir 400 klukkustunda endurbætur Ljósakrónur Keflavíkurkirkju hafa gengið í endurnýjun lífdaga og eru nú eins og nýjar eftir miklar endurbætur sem unnar hafa verið á þeim í sumar m.a. með aðkomu skjólstæðinga Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Þeim voru færðar sérstakar þakkir og veittur styrkur upp á tæpa hálfa milljón króna við ljósamessu í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld. Það var á þorranum sem Erla Guð mundsdóttir sóknarprestur Kefla víkurkirkju fékk Hjörleif Stefánsson rafvirkja til að taka að sér endurnýjun á ljósakrónum kirkjunnar. Þær höfðu verið til mikilla vandræða síðustu misseri og perur voru að springa ótt og títt. „Ég, þessi “trúrækni” maður með mikinn áhuga á ljósum sagðist að sjálfsögðu redda þessu. Þannig var upphafið að mjög skemmtilegu og gefandi verkefni, að hreinsa og endur nýja krónurnar,“ hafði Erla eftir Hjör leifi í ræðu á sunnudagskvöldið. Eftirfarandi texti er úr samantekt Hjörleifs um verkefnið: Strax á mánudegi var haft samband við Sigurð Ingvarsson í Garði en Hjör leifur hafði spurnir af því að fyrir ein hverjum árum hafði hann endurnýjað krónurnar í Útskálakirkju. „Ég ræddi við meðeigendur mína hvort ekki væri spennandi að takast á við þetta. Reynir Ólafsson, meðeigandi og frændi, stökk á vagninn. Við voru sammála að hann og Sigurður tækju kyrrðarstund í Út skálakirkju og skoðuðu krónurnar. Gagn og góðir punktar komu frá Sig urði. Fljótlega eftir Útskálaferð fór ég aftur að setja í gírinn með spennandi verkefni. Skoðaði krónurnar í Kefla víkurkirkju án þess að vera við athöfn. Það er ekki laust við að þá hafi komið upp í hugann: Jæja, hvað varstu núna að koma þér útí.
Mér varð strax ljóst að fyrsta verk efnið eftir niðurrif væri að hreinsa krónurnar, hugurinn fór á flug. Hverja ég gæti fengið með mér í þetta þá var nærtækast að hringja í Oddfellow bróður og bæjarstjóra, Kjartan Má. Eftir að hafa útskýrt verkefnið benti hann á að Hæfingarstöðinni vantaði verkefni fyrir sitt fólk. Ég rauk beint í málið og hafði samband við forstöðu fólk þar sem tóku þessu tækifæri á verkefni fagnandi. Fór í að prest og starfsfólk kirkjunnar og boltinn byrjaði að rúlla,“ skrifar Hjörleifur.
Æðri máttarvöld sáu um ljósin
Eftir síðustu fermingar í vor var ráðist í verkið. Strax var tekin ákvörðun um að taka allar þrjár ljósakrónurnar niður með það að markmiði að verk efninu yrði lokið fyrir Ljósanótt. Krón urnar voru fluttar af starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar til Hæfingarstöðvarinnar. „Ég sá strax að það var mikil eftirvænting hjá Hæf ingarmiðstöðinni fyrir verkefninu og þá fyrst gerði ég mér fulla grein fyrir hve mikið hafði fallið á þær. Eins var töluvert kertavax frá fyrri öld og mitt mat að þær loguðu í kirkjunni ekki af tæknilegum völdum heldur að æðri
SJÁIÐ ÁHUGAVERT INNSLAG UM MÁLIÐ
BYGG býður þér til starfa
BÚUM BETUR
www.bygg.is
Smiðir Okkur vantar smiði með okkur í lið vegna uppbyggingu Hlíðarhverfis, Reykjanesbæ. Upplýsingar veitir Páll S: 693-7316
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá BYGG er meðalstarfsaldur hár og hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
BYGG byggir á yfir 30 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
máttarvöld hljóti að hafa haldið þeim logandi, svo lélegt var ásigkomulagið á rafbúnaðinum í þeim. Hafist var handa við að taka þær í sundur stykki fyrir stykki og byrja að þrífa. Ýmis efni voru notuð, þar á meðal Hunt’s tómatsósa sem virtist virka mjög vel á fornt kertavaxið,“ skrifar Hjörleifur um verkefnið og bætir við: „Af og til kíktum við á Hæfingarstöðina og var mjög gaman að sjá hve mikil gleði var með verkefnið hjá pússurunum þar“. Og hann heldur áfram: „Það varð ljóst er við Reynir höfðum farið yfir krónurnar sundurteknar að mikillar endurnýjunar var þörf á hluta af búnaðinum í krónunum. Þá helst að telja vír, snúrur, perustæði og hvítu stautarnir sem halda við perustæðin. Þeir voru úr postulíni og ekki nothæfir í endursmíðinni. Farið var af stað með að hugsa fyrir festingum á nýjum perustæðum þar sem ekki var hægt að notast við eldri útfærslu. Þá fór Reynir í „brainstorming“. Voru próf aðar ýmsar aðferðir en niðurstaðan fannst eftir mikla leit að skrúfum þar sem mjög gamlar skrúfur voru fyrir og í þokkabót með tommumáli. Þökk sé starfsmönnum Isavia þá fund ust skrúfur sem herinn sálugi hafði eftilátið þeim. Tekin var ákvörðun um að láta smíða nýja hólka í peru
stæðin (hvítu stautarnir) og pólihúða þá hvíta. Þar kom Bergraf-stál að og sá um að skila þeim tilbúnum.
Babb í bátinn
Nú var komið fram í miðjan júlí og hægt að byrja að huga að samsetn ingu. Babb kom í bátinn. Ekki voru perustæði til er pössuðu nægilega vel. Hófst mikil leit. Loksins fannst það sem gat passað en þurfti samt að setja hvert og eitt perustæði í rennibekk og aðeins að skafa utan af þeim. Nú þurfti snúru sem passaði. Farið var búð úr búð, heildsölu eftir heildsölu. Hugsanlega hægt að redda sögðu sumir en gæti tekið einn til þrjá mánuði en það var ekki í boði. Prófaðar voru ýmsar snúrur. Meira að segja kom upp hugmynd að mála snúru. Í einni af mörgum ferðum í Reykjavík vegna vinnu slæddist ég inn í það sem flestir myndu kalla búð fulla af drasli. Sé snúruna uppi í hillu sem passaði. Keypti lagerinn. Það mál leyst. Enn þurfti að snurfusa við ýmislegt annað. Til að festa snúrurnar áður fyrr var notast við bindigarn. Það þótti ekki góður kostur. Því var leituð uppi föndurbúð sem átti messing-vír sem síðan var notaður til festinga á snúrunum. Á krónunum þurfti að laga kertavaxbolla sem var nánast ónýtur
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
9
Reynir Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson.
Hafist var handa að taka ljósakrónurnar í sundur stykki fyrir stykki og byrja að þrífa. Ýmis efni voru notuð, þar á meðal Hunt’s tómatsósa sem virtist virka mjög vel á fornt kertavaxið.
Ð Í SUÐURNESJAMAGASÍNI VIKUNNAR
á einum arminum. Við nutum aðstoðar hjá Ása járnsmið og völundarsmið. Hann náði að lagfæra þannig að varla verður tekið eftir. Þá hófst samsetning. Það varð strax ljóst að „atvinnumaðurinn í fægingu“ var ekki ánægður. Það vantaði ljómann á á ljósakrónurnar. Þá var haldið af stað að leita lausna. Þegar hér var komið við sögu var búið að þrífa og pússa í u.þ.b. 200 klukkustundir.
Ásýndin eins frá kórlofti og gólfi
Þá er gott að eiga bræður. Leitaði til Rúnars Ingibergssonar í Bílbót er var með lausnina; pólera krónurnar. Á sama tíma tók hann að sér að lakka yfir þær að samsetningu lokinni. Því ætti ekki að falla á þær. Hófst þá pólerun og sandblástur þar sem kertavaxið frá fyrstu árum virtist hafa gróið inní málminn. Frændurnir voru sammála að ásýnd krónanna þyrfti að vera eins frá kórlofti og gólfi. Nú var hægt að fara að setja saman. Þá tók æðruleysið við, þolinmæði og dútl. Stangirnar sem halda krónunum voru í gegnun áratugina margmálaðar eins kúlurnar sem eru á stöngunum. Farið var með þær í Bílbót. Hófst þá leit að málningu sem líktist messinginu í krónunum en stangirnar eru úr járni. Við þessar pælingar tóku starfsmenn Bílbótar við að skoða hvað væri undir málningunni á kúlunum. Voru þær sýruþvegnar og komu í ljós þessar bráðfallegu messingkúlur sem þá voru póleraðar og lakkaðar,“ skrifar Hjörleifur.
skrá endahnútinn á þessu svo mjög gefandi verkefni,“ skrifar Hjörleifur. „Það var eitt sameiginlegt með öllum sem við leituðum til með aðstoð. Allir aðstoðuð með velvilja og án gjalds. Vinnuframlag okkar eigenda Nesrafs til verkefnisins er gjöf til Keflavíkurkirku. Á öllum þessum ferli kom upp hugmynd að nota þetta samfélagsverkefni einnig til þess að styðja við starfsemi Hæfingarstöðvarinnar.
Fermingarárgangur 1945 í Keflavík, ÆCO, Stuðlaberg, K. Steinarsson, Trésmiðja TSA og Víkurfréttir studdu verkefnið. Þau sem helst komu að verkefninu: Nesraf; Hjörleifur Stefánsson og Reynir Jens Ólafsson. Hæfingarstöðin; Skjólstæðingar og starfsmenn. Bergraf-Stál; Bjarni Daníelssson og Jónas Lúðvíksson. Bílbót; Rúnar Ingibergsson og starfs-
menn. Vökvatengi; Skúli Ásgeirsson og Bjarki Sigurðssson. Isavia snjódeild; Ásgeir Húnbogason. Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar. Vélsmiðja Ásmundar Sigurðssonar. Plexigler; Kristinn Daníelsson. Víkurfréttir; Hilmar Bragi og Páll Ketilson. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. Erla Guðmundsdóttir. ÆCO, Trésmiðja TSA. Stuðlaberg. KSteinarsson.
Gekk brösuglega að koma ljósakrónunum upp
Samsetning og dútl við ljósakrónurnar var reglulega allan ágústmánuð. Perurnar sem höfðu verið pantaðar voru komnar, sérstakar led-perur sem eru einmitt eru ætlaðar í kirkjukrónur. Um miðjan ágúst voru litlu krónurnar tilbúnar til uppsetningar. Þær voru fluttar samsettar í Bílbót til lökkunar. Samsetning á stóru ljósakrónunni var hafinn og þá kom í ljós að ekki var sami frágangur á tengingum og þeim litlu. Fór Reynir af stað með hugmynd til Plexiglers sem þeir leystu mjög vel af hendi. Í lok ágúst voru þær allar klárar til uppsetningar og stóra krónan fulllökkuð. Nú skildi ráðast í að setja þær upp. Byrjað á litlu krónunum. „Gekk það vægast sagt brösuglega. Eitthvað var ekki rétt með stangirnar og ekki gekk að láta þær falla við loftið. Pása var tekin þann dag og rýnt í samsetninguna. Við frændur áttum erfitt með svefn þessa nótt. Búið var að rýna í myndir og punkta. Fyrir einhverja tilviljun sé ég um morguninn að dóttirin, Sigrún Ýr, setti like á einhvern viðburð í Keflavíkurkirkju og fylgdi mynd sem greinilega staðfesti að stangirnar sneru öfugt. Okkur var farið að gruna þetta, organistinn sagðist vera með gullfiskaminni þrátt fyrir að hafa látið þær margsíga mundi hann þetta ekki. Nú tókum við krónurnar niður, snerum stöngunum og allt smellpassaði. Þá var komið að þeirri síðustu og stærstu. Hún var flutt í bíl frá Skúla í Vökvatengi og stóð aftan úr bílnum og vakti furðu hjá vegfarendum. Á þessum tímapunkti var kallað til fólksins hjá Hæfingarstöðinni til þess að vera viðstödd og
Sunnudagsbíltúr eða út að borða? Sunnudagarnir okkar eru sérstakir Á milli kl. 14 og 16.30 er Ömmukaffi með tilheyrandi tertum, brauðmeti, rækjusalati og rjúkandi kaffi. Aðeins 1.995 kr. á mann. Æðislegt í sunnudagsrúntinum um Reykjanesið. „Sunday Roast“ er kjöt- og fiskhlaðborðið okkar á sunnudögum. Viltu alvöru lambahrygg eða ljúffengan lax ásamt fleiri réttum og veglegu meðlæti? Aðeins 5.600 kr. á mann.
Komdu í ljúffengan hádegis- eða kvöldverð á Max veitingastaðnum okkar alla daga. Fjölbreyttur matseðill við allra hæfi. Hádegisverður kl. 12.00–16.00 og kvöldverður kl. 17.30–21.30. Við erum í Svartsengi við Grindavík.
Erum farin að taka pantanir í okkar vinsælu jólahlaðborð
Northern Light Inn & Max's Restaurant Norðurljósavegur 1 // 241 Grindavík // sími 426 8650 // www.nli.is
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
Unga fólkið kynnti sér arkitektúr
Arkitektastofan Jees arkitektar bauð ungu fólki á námskeið þar sem arkitektúr var kynntur á skapandi hátt. Mikil eftirspurn var á námskeiðið og sóttu 32 um þátttöku en átta nemendur sátu námskeiðið sem var öllum að kostnaðarlausu.
Þegar við litum inn voru nemendur niðursokknir í verkefni sín og mátti sjá býsna ólík módel og teikningar á borðum. Jón Stefán Einarsson, arkitekt og eigandi Jees arkitekta, gekk á milli þeirra, gaf þeim endurgjöf og kom með tillögur en stundum gleymdist kannski að gera ráð fyrir glugga eða birtu en að öðru leyti höfðu þau frjálsar hendur og fékk sköpunargleðin að njóta sín. Jón Stefán Einarsson sagði hugmyndina um slíkt námskeið hafa blundað í sér lengi. „Við arkitektar höfum ekki verið duglegir að miðla faginu áfram og höldum oft að það sem grautar í hausnum á okkur sé á allra vörum og sjálfsagt en auðvitað er það ekki svo. Þannig að við tókum af skarið og settum saman námskeið í arkitektúr fyrir byrjendur. Við buðum krökkum á aldrinum þrettán til sextán ára á námskeið eina helgi og þar lögðum
við áherslu á að kynna grunnverkfæri í arkitektúr, efla sköpunargáfu og ekki síst að hafa gaman.“ Hvernig stóðu nemendur sig? „Þau voru alveg frábær, gáfu ekkert eftir og öll verkefnin voru unnin af miklum ákafa frá upphafi til enda. Þau gerðu grunnteikningar og módel af draumahúsinu og fengu inn á milli skrítna fróðleiksmola. Ég held að við höfum öll haft mjög gaman af þessu.“ Hverjar eru helstu áherslur Jees arkitekta eða eftir hvaða gildum starfar stofan? „Við erum fyrst og fremst „lókal“ stofa og leggjum áherslu á að verkin okkar séu í samræmi við sögu og staðhætti svæðisins en á sama tíma reynum við að bjóða upp á spennandi nýjungar, sem hrífa og bæta umhverfið. Gildin okkar eru vönduð vinnubrögð, góð samskipti og við viljum vera ábyrg í samfélaginu okkar og er námskeiðið liður í því.“
Nemendur voru niðursokknir í verkefni sín og sjá mátti býsna ólík módel.
Stuðmenn á afmælisdansleik Ráarinnar um helgina Veitingahúsið Ráin fagnar þrjátíu ára afmæli á þessu ári og af því tilefni hafa ýmsir viðburðir verið haldnir á Ránni til að fá fólk út úr húsi, skella sér á ball og rifja upp gamla danstakta.
Stuðmenn sjá um fjörið á laugardagskvöld
Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, munu sjá um afmælisstuðið laugardagskvöldið 21. september á Ránni. Afmælisfagnaður hefst klukkan 18:00 með þrírétta, girnilegri máltíð og Stuðmannaball hefst um klukkan 23:00. Bjössi Thor og Unnur Birna sjá um að skemmta matargestum. Tilvalið að gera sér dagamun og eiga skemmtilegt kvöld. Borðapantanir á Ránni í síma 421 4601 og 852 2083.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001
875
m a nb
rt verð bæ
erðu ve !G Verð á lítra
sa rð
af allri Gjøco innimálningu
9l.
ð! ur
25% afsláttur
Tilboðsverð Interiør 10
Lyktarlítil vatnsþynnanleg akrýlinnimálning. Þekur vel og gefur slitsterkt yfirborð sem auðvelt er að þrífa. Notast á flest alla fleti innandyra t.d. spónaplötur, gips, múr og steinsteypu.
7.871 80602709
Almennt verð: 10.495
Frá
Litur mánaðarins
Gullbrá
! a l á ðm
a l á tm
r e k r ek
e ð a Þ
Vinnur þú
100.000kr. inneign í Hólf & Gólf?
Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram og merktu #bykoheimili19
Tilboð
Föstudaginn 27. september verður heppinn vinningshafi tilkynntur. Að auki verða valdir aukavinningshafar sem fá 35.000 kr. inneign í Hólf & Gólf.
Timeworn Hammerwood
Harðparket, 8mm, 1285x192mm Hörkustuðull AC4/32 20 ára ábyrgð
1.994kr/m2
0113641 Almennt verð: 2.695kr/m2
MARKAÐS-
DAGAR
26%
Komdu og gramsaðu!
AUKA 30% afsláttur* *reiknast á kassa
Soffía Dögg Garðarsdóttir hjá Skreytum hús og Egill Ásbjarnarson hjá Suitup verða gestadómarar og hægt er að fylgjast með leiknum á www.skreytumhus.is, á facebook síðu BYKO og Instagram.
12
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
Gamli bærinn minn – Víkurfréttir höfðu samband við brottflutta og báðu þá að rifja upp gamla tíma. Þar kom margt forvitnilegt fram um hvernig bæjarlífið var á árum áður. Guðrún Eggertsdóttir, árgangur ’61:
Góðar æskuminningar
Guðrún ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, móður sinni.
„Mér þótti gott að alast upp í Keflavík en stærsti hluti móðurfjölskyldunnar og hluti föðurfjölskyldunnar bjó þar. Það var öryggi í þessu og líka því að fólk var ekki mikið að skipta um húsnæði eða vinnustað. Þess vegna geta brottfluttir Keflvíkingar áttað sig á fólki í bænum með því að spyrja hvar viðkomandi hafi átt heima eða við hvað viðkomandi vann. Nú skiptir fólk oftar um vinnu eða heimili svo það er ekki hægt að nota þetta ráð lengur til að rifja upp kynni sín af fólki,“ segir Guðrún Eggertsdóttir.
Lítið af aðkomufólki
„Í uppvexti mínum var ekki mikið um aðkomufólk í bænum, ekki fyrr en Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók til starfa. Það bar svo sjaldan við að aðkomumanneskja gat átt von á því að íbúar bæjarins góndu á viðkomandi
meira en góðu hófi gegndi. Breyting varð á þessu þegar Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók til starfa. Þá fór að sjást fólk í bænum, sem kom allsstaðar að af landinu, svo það var til að æra óstöðugan að ætla að átta sig á öllum þeim fjölda. Nú ber svo við
að það sjást jafnvel erlendir ferðamenn í bæjarfélaginu. Á unglingsárum mínum var á tímabili ekki hægt að finna kaffihús í bænum en í dag er hægt að velja á milli veitingahúsa og er það vel.“
Fjölbreytt menningarlíf í Keflavík
„Á þessum árum voru mun færri skólar í bænum en í dag. Það voru barnaskólinn, nú Myllubakkaskóli, „litli“ skólinn við Skólaveg, gagnfræðaskólinn og iðnskólinn sem síðar varð grunnurinn að Fjölbrauta-
Hegðunarráðgjafi óskast Reykjanesbær óskar eftir að ráða hegðunarráðgjafa til starfa. Leitað er eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga á fræðslusviði bæjarins. Rík áhersla er lögð á þróun og nýsköpun á sviði menntamála með það fyrir augum að búa börnum sem best umhverfi til að alast upp í og þroskast. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu starfsumhverfi þar sem sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, ásamt hagsmunum nemenda, eru höfð að leiðarljósi. Starfssvið • Sérhæfð og einstaklingsmiðuð ráðgjöf til skóla vegna nemenda í leikskóla og yngri bekkjum grunnskóla sem eiga erfitt með að taka virkan þátt í daglegu skólastarfi. • Bein athugun á börnum í leik- og grunnskólum, þar sem stuðst er við viðurkenndar aðferðir við kortlagningu hegðunar (sbr. virknimat). • Vinnur aðgerðaráætlun í samstarfi við starfsfólk skóla og styður við innleiðingu og framkvæmd hennar. • Vinnur í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og reynsla á sviði sálfræði, atferlisfræði, kennslufræða og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi og tengist vinnu með börnum í skólaaðstæðum. • Framhaldsmenntun æskileg. • Yfirgripsmikil þekking og reynsla á sviði árangursríkra uppeldis- og hegðunarmótandi aðferða. • Þekking og reynsla af ráðgjöf til foreldra og starfsmanna skóla. • Skipulagshæfni, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum. • PMT-O menntun er kostur. • Hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 29. september 2019. Umsóknum er skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is
skóla Suðurnesja. Tónlistarskóli Keflavíkur stóð við Austurgötuna og sinnti veigamiklu menningarhlutverki í bænum. Æskulýðsheimilið var á efri hæðinni í húsinu og á miðvikudagskvöldum var þar starfrækt „opið hús“ en þangað komum við unglingar bæjarins, sumir til að spila fótboltaspil en flestir til að æfa dansana sem við höfðum lært í dansskólanum fyrr í vikunni. Eins og nærri má geta var margt um manninn og mikið fjör. Seinna komumst við á sveitaball í Stapa, jafnvel í Festi í Grindavík og enn seinna á diskótek í Bergás og það var ekki minna skemmtilegt. Rúnturinn var meldingarpunkturinn. Upp úr fermingu þótti bráðnauðsynlegt að hitta vini og kunningja á Hafnargötunni „á rúntinum“. Þá gengum við upp og niður Hafnargötuna, frá rútustöðinni (sem þá var að Hafnargötu 12) að Aðalstöðinni og aftur til baka, margar ferðir. Við vinkonurnar komum við á Brautarnesti, á leið á rúntinn, til að kaupa ís, hvort sem það viðraði til þess eða ekki, ís var keyptur allt árið um kring. Það var mikið tónlistarlíf í bænum og flestir þekktu einhvern sem var í hljómsveit og margar þeirra voru vinsælar um allt land. Við vorum ekkert gamlar stelpurnar sem vorum í Telpnakór Keflavíkurkirkju sem söng við barnamessur á hverjum sunnudagsmorgni. Sunnudags- og fimmtudagskvöld voru bíókvöld. Valið stóð um að fara í Nýja bíó eða Félagsbíó. Okkur vinunum fannst það spennandi að nýjustu myndirnar voru nær undantekningarlaust sýndar í bíóunum í Keflavík áður en þær fóru til sýninga í Reykjavík eða annars staðar á landinu.“
Vinsælt að fara í sundlaugina
„Sundhöll Keflavíkur var mikið stunduð, mest þó á kvöldin. Þá var þar var margt um manninn og mikil læti en mjög gaman. Upp úr 1968 var haldin sundkeppni árlega í nokkur ár, á milli Norðurlandanna og sú keppni var tekin alvarlega af okkur sem þá vorum um það bil að komast í „bláu bókina“. Markmiðið með keppninni var að synda 200 metra og hægt að fá brons-, silfur- eða gullmerki, eftir því hvaða árangri var náð. Keppt var um hvert Norðurlandanna fengi flesta þátttakendur og hversu mikið var synt í hverju landi fyrir sig. Auð-
vitað vann Ísland alltaf, því eins og oft var miðað við höfðatölu þegar árangurinn var metinn. Aðrir eru betur til þess fallnir en ég að rifja upp annað íþróttalíf í bænum, sem var og er enn mjög öflugt.“
Mikil atvinna
„Þegar ég var unglingur var mikla vinnu að hafa í Keflavík. Ef ég man rétt voru alls sjö frystihús starfandi í bænum. Skólakrakkar spurðu ekki hvert annað hvort og þá hvaða vinnu þeir hefðu fengið yfir sumarið, heldur var spurt: „Í hvaða frystihúsi verður þú í sumar?“ Sumarhýran var drjúg, sjaldnast var einungis dagvinnu að fá því oftast var um mikla eftirvinnu og næturvinnu að ræða. Á þessum tíma var ekki talað um barnaþrælkun, engin hafði heyrt talað um slíkt. Yngstu starfsmennirnir í frystihúsunum voru þó rétt um fermingu og stundum yngri. Þetta var þó ekki fyrsta vinnan hjá okkur stelpunum því við vorum „í vist“ á sumrin eða réttara sagt, við pössuðum börn sem voru litlu yngri en við sjálfar. Farið var með þau á róló eða í skrúðgarðinn og deginum eytt þar. Við lékum okkur og hjálpuðumst að með börnin en ef eitthvað kom upp á þá voru mömmur okkar flestra heimavinnandi og hægt að fá þær til aðstoðar. Um ellefu, tólf ára aldurinn unnum við í bæjarvinnunni við að sópa götur og hreinsagarða.“
Snjór á veturna
„Þegar snjóaði á veturna voru skíðasleðar og skautar dregnir fram og við renndum okkur líka á snjósleðum í „Jónasarbrekkunni“. Þegar frysti var stundum sprautað vatni á malarfótboltavöllinn til að búa til skautasvell. Það var ekki leiðinlegt að skauta þar á kvöldin, þegar búið var að lýsa upp völlinn en ég er ekkert viss um að íbúarnir í nágrenninu hafi verið mjög ánægðir með lætin í okkur unglingunum.“
Handavinnusýning
„Það rifjaðist upp fyrir mér að þegar haldið var upp á 25 ára afmæli Keflavíkurkaupstaðar, árið 1974, var sett upp sýning í Barnaskólanum í Keflavík á verkum nemenda við skólann. Ég tók þátt í uppsetningu á sýningunni ásamt öðrum skólasystkinum og kennurum. Síðan eru liðin nokkur ár og bærinn orðin 70 ára. Það er því vel við hæfi að senda bænum heillaóskir á þessum tímamótum.“
Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar - leiðsögn og listamannaspjall Sunnudaginn 22. september mun Reynir Katrínar galdrameistari og skapandi listamaður taka á móti gestum á sýningu sína í Stofunni í Duus Safnahúsum frá kl. 12-17. Jafnframt býður hann upp á ör-spádóma gegn vægu gjaldi. Leiðsögn um sýninguna fer fram kl. 15. Allir velkomnir. Heilsu- og forvarnarvika - tökum þátt í vikunni! Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja fer fram 30. september til 6. október nk. Tökum þátt í vikunni og nýtum hana sem hvatningu til áframhaldandi bættrar heilsu og lífsstíls. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag!
REYKJANESBÆR 25 ÁRA
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
13
Tómas Jónsson, árgangur ’50:
Hinir einu sönnu Keflavíkurbítlar Árið var 1963 og Bítlaæðið hafði skollið á með þvílíku ofurafli að enginn heilvita unglingur gat hugsað heila hugsun til enda án þess að John, Paul, George og Ringo kæmu þar við sögu. „She Loves You Yeah Yeah Yeah“ söng í eyrum okkar dag og nótt. Við spóluðum í gegnum morgunblöðin við fyrsta hanagal til að hafa fréttir af og sjá nýjar myndir af goðunum. Tónlistin var auðvitað aðalmálið en hárgreiðslan líka engin spurning. Sjáðu Paul er jafnvel kominn með síðara hár en George. Sigga frænka strauk alltaf hárið frá enninu þegar hún sá mig og sagði: „Ég vil fá að sjá þetta gáfulega Grindavíkurenni þitt, Tommi minn.“ Við lágum yfir útvarpinu, Lögum unga fólksins, kanaútvarpinu og jafnvel Radio Luxemburg. Svo var snilldin sú mesta og besta að Úlli bróðir hafði smíðað segulbandstæki sem hann gaf okkur Eika í fermingargjöf og því fylgdi míkrafónn svo við gátum tekið upp alla þessa dýrð og dásemd og hlustað á hana aftur og aftur. Vá hvað sæluhrollurinn hríslaðist um mann allan. Þetta var auðvitað, án þess að við skyldum það til fulls, einhverskonar uppljómun. Við vissum það þó, að allt sem á undan var gengið í mannkynssögunni gat ekki skipt neinu máli lengur. I Saw Her Standing There var sönnun þess. Var nokkuð annað í stöðunni en að taka þátt í þessari miklu gleði og stofna hljómsveit. Við vorum jú færir í flestan sjó, aldir upp í sjávarplássinu Keflavík og ekkert sem gat stoppað okkur frá því að verða alvöru bítlahljómsveit. Hljómar voru að vísu aðeins á undan okkur en hvað, við þurftum bara að stúdera hvernig þeir gerðu þetta. Við vorum strax komnir með hártoppinn, leðurjakkana og þá vantaði bara hljóðfærin. Vignir Bergmann átti gítar og var í gítarnámi. Hann var strax orðinn fjandi góður, skildi þetta allt og var jafnvel fljótur að fatta gripin bara með því að hlusta á bítlalögin – ótrúlegt en satt. Hann sýndi okkur hvernig hann gerði þetta og það leið ekki á löngu þar til við gátum stillt puttana inn á G-C-D-hljóma á gítarhálsinum. Gaman! Spennandi! Við Eiki bróðir og Vignir áttum heima á sömu þúfunni nánast, þannig að við vorum oft samferða í og úr skólanum. Við vorum í fyrsta bekk í Gaggó. Þar var allt í einu mættur nýr strákur í bekkinn sem hét Þórður Gunnar Valdimarsson. Við urðum strax vinir Gunna og fljótt kom í ljós að hann var jafn illa haldinn af bítlabakteríunni og við. Það sem meira var, og ég
get ómögulega gert mér grein fyrir því hvernig það gerðist, hann átti trommusett. VÁ! Alvöru trommusett. Þau lágu sko ekki á lausu á þeim tíma. Þarna small allt saman. Þvílík gleði og gæfa, nú gátum við stofnað hljómsveitina. Gunni var auðvitað Ringó, trommarinn. Vignir var að sjálfsögðu John – hann var aðal. Eiki var George og ég minnti eitthvað á Paul. Þetta gat ekki klikkað. Við vorum aðeins sentimetrum frá skotpallinum sem fleygði okkur upp á stjörnuhimininn – með öllu sem því fylgdi. Hinir einu sönnu íslensku Bítlar. Eitt af því fyrsta sem við þurftum auðvitað að gera var að láta taka af okkur myndir, hljómsveitarmyndir, annars værum við í raun varla til í alvörunni. Þetta var forgangsmál og lánið lék áfram við okkur því Bjartmar Hlynur Hannesson, bekkjarbróðir okkar og vinur, átti myndavél og kunni á hana. Hann var sko alveg til í að mæta heima hjá Gunna Vald og smella af okkur nokkrum myndum. Magga Lilja, systir Gunna Vald, hafði vit á því að greiða „lubbana“ og gera okkur klára fyrir myndatökuna, ekki veitti nú af. Annað forgangsmál var að finna nafn á hljómsveitina. The Beatles, hvað væri það upp á íslensku? Við vorum stórhuga en þjóðlegir og vildum bara fá nafnið þýtt yfir á íslensku. Við héldum því á fund Rögnvaldar Sæmundssonar, skólastjóra, og báðum hann um að hjálpa okkur. Hann brást vel við og tók okkur fagnandi þegar við höfðum útskýrt fyrir honum erindið. BeatLess, Beat þýðir „taktur“ og Less þýðir „án einhvers“. The Beat-less þýðir því Hinir Taktlausu. Þá var það komið – Hinir Taktlausu. Svolítið skrýtið en ef að Rögnvaldur segir það þá stendur það eins og stafur á bók. Ha?! Hinir Taktlausu.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – umsjónarmaður fasteignar Heilsuleikskólinn Heiðarsel – starfsmaður í afleysingar Velferðarsvið – sérfræðingur í tímabundið starf Fræðslusvið – hegðunarráðgjafi Heiðarskóli – umsjón kaffistofu, 75% starfshlutfall Fræðslusvið – sálfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel – tónlistarkennari, 50% starfshlutfall Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
HINIR TAKTLAUSU: F.v.: Sigurður Vignir Bergmann Magnússon, Tómas Jónsson, Þórður Gunnar Valdimarsson og Eiríkur Jónsson. Var það þá málið? Jááá. Ókey. Það dróg aðeins úr okkur og spennan dofnaði aðeins næstu daga en áfram skyldi haldið. Heimsfrægðin, stelpurnar og peningarnir. Við slógum rækilega í gegn svo ekki sé meira sagt strax á okkar fyrsta giggi á skólaballi í Gaggó. Ég hafði gert rosaflott ballplakat og það var
troðfullt hús og mikil eftirvænting. Við vorum upphitunarband kvöldsins en Hljómar tóku svo við af okkur. Við fengum að nota græjurnar þeirra og keyrðum allt upp eins og við gátum. Þetta var náttúrlega algjörlega geggjað. Þvílíkt stuð og þvílík stemmning! Salurinn var allur á hringlandi iði, dans og gleðiöskur
svo varla heyrðist í okkur. Ógleymanlegt kvöld. Eftir því sem árin líða verð ég þó að viðurkenna að þetta hefur allt svolítið verið að þvælast inn og út úr draumheimi mínum þannig að á einstaka augnabliki hellist yfir mig þessi leiðinda efi. Hvað, hvað varð um Hina Taktlausu?
RAFVIRKJAR BERGRAF LEITAR AÐ RAFVIRKJUM TIL STARFA Umsækjendur sendi inn umsókn á netfangið reynir@bergraf.is Frekari upplýsingar í síma 664 7430 (Reynir)
14
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.
Má fagnað við komuna til landsins
Hafþór óskar Má til hamingju með frábæran árangur á nýliðnu heimsmeistaramóti fatlaðra í London. Már Gunnarsson fékk höfðinglegar móttökur við komuna til landsins á mánudag eftir frækilega keppni á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór í London nýverið. Hann kom heim með tíu Íslandsmet og bronsverðlaun í 100 metra baksundi. Már var eini keppandinn frá Norðurlöndum sem komst á verðlaunapall. Þeir sem hafa verið að fylgjast með Má vita að hann hefur verið að ná feikigóðum árangri í sundi. Þó má segja að þetta hafi slegið öll met. Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti fyrir hönd Reykjanesbæjar og afhenti Má blómvönd fyrir frábæran árangur. Að auki fékk Már blömvönd frá
Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og allur hópurinn fékk góðar móttökur og blóm frá Íþróttasambandi fatlaðra við komuna til landsins. Framundan hjá Má er svo tónleikahald í Póllandi, það fyrsta utan Íslands.
Bronsverðlaun og tíu Íslandsmet hjá Má
Már Gunnarsson sundkappi úr ÍRB átti algjörlega magnað Heimsmeistaramót í London. Allt gekk upp hjá honum í hverju sundi á fætur öðru og Íslandsmetin féllu hvert af öðru. Þær sundgreinar sem hann bætti Íslandsmetin í voru: 50m skriðsund, 100m baksund, þar setti hann tvö met og vann jafnframt til bronsverðlauna, 100m skriðsund, 200m fjórsund þar bætti hann metið í 50m flugsundi á fyrstu 50 metrunum, í 100m flugsundi þar sem hann
bætti metið og endaði í 5. sæti í úrslitunum ásamt því að tvíbæta metið í 50m flugsundi, lokagreinin var svo 400m skriðsund þar sem hann endaði í 6. sæti í úrslitunum og tvíbætti metið, fyrst í undanrásum og svo í úrslitum. Frábær frammistaða hjá okkar manni í London.
Hvað er að gerast í fótboltanum á Suðurnesjum?
VEIK VON HJÁ GRINDAVÍK Grindvíkingar gerðu tíunda jafnteflið í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu á Akranesi í byrjun vikunnar. Lokatölur 1:1 en Grindvíkingar jöfnuðu skömmu fyrir leikslok og var þar að verki varnarmaðurinn Josip Zeba með flottu skallamarki. Grindvíkingar voru síðan nálægt því að hirða öll þrjú stigin en heimamenn björguðu á línu á síðustu mínútu leiksins. Þar voru Suðurnesjamennirnir óheppnir.
„Það er súrt að ná bara jafntefli þar sem við þurftum bráðnauðsynlega á þremur stigum að halda. Við stefnum hraðbyri á að jafna jafnteflismetið í deildinni. Við erum komnir með tíu
og það þarf tólf til að jafna. „Við getum bara ekki skorað. Zeba er eini leikmaður liðsins sem skorar. Hann er hafsent og þá veistu að þú ert í tómu tjóni,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, í samtali við fotbolti.net. Grindvíkingar eiga fræðilega möguleika á að bjarga sér frá falli en þeir mæta Val og ÍA í tveimur síðustu umferðunum. Grindavík er í næstneðsta sæti, sex stigum á eftir fjórum liðum og með fimm mörkum verri markatölu en næstu tvö lið. Líkurnar eru því ansi litlar, ekki síst þegar litið er á andstæðingana. Valsmenn koma í heimsókn til Grindavíkur næsta sunnudag.
KEFLAVÍKURSTÚLKUR OG GRINDAVÍK NIÐUR Keflavíkurstúlkur eru fallnar í Inkassodeildina í knattspyrnu þrátt fyrir sigur gegn HK/Víkingi 4:1 í Reykjaneshöllinni síðasta laugardag. Keflvíkingar léku vel og unnu öruggan sigur með mörkum Natasha Anasi, sem skoraði tvisvar, Kristrúnar Holm og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Gunnar Jónsson, þjálfari Keflavíkur var ósáttur við vinnubrögð þjálfara ÍBV sem hafði samband við Sveindísi Jönu Jónsdóttur, lykilmanns í liði Keflavíkur, en Sveindís gerði þriggja ára samning við Keflavík fyrr á þessu ári. „Ég trúði þessu ekki þegar ég heyrði þetta og
sér í lagi því þetta er eina liðið sem átti í smá keppni við okkur,“ sagði hann en þjálfari íBV er Jón Ólafur Daníelsson. Keflavík er með þrettán stig en ÍBV sem vann í sömu umferð er með átján stig og því öruggt uppi í deildinni en ein umferð er eftir. Gunnar Magnús, þjálfari Keflavíkur, sagði við fotbolti.net að hann væri ekki viss hvort hann héldi áfram sem þjálfari liðsins. Hitt kvennaliðið á Suðurnesjum, Grindavík, er líka fallið niður um deild, annað árið í röð. Þær töpuðu fyrir Haukum á heimavelli í næstsíðustu umferðinni 0:2 og eiga ekki möguleika á að halda sér í deildinni.
SUÐURNESJAMÓTIÐ Í JÚDÓ Um helgina fór fram, í æfingaðstöðu júdódeildar Njarðvíkur, fyrsta mótið af þremur í Suðurnesjamótaröðinni. Mikil uppbygging hefur verið í júdó á Suðurnesjum síðustu misseri og það mikil fjölgun að möguleiki var á að byrja með meistaramót þar sem Suðurnesjaliðin myndu etja kappi. Góð mæting var á mótið en um 30 keppendur mættu frá tveimur félögum. Björn Sigurðarsson, alþjóðadómari, og Andrés Nieto Palma sáu um dómgæslu. Í flokki U10 voru allir sigurvegarar enda ekkert grín að mæta á mót og leggja allt sitt í hverja viðureign. Í flokkum eldri en tíu ára og eldri töldu fyrstu þrjú sætin til stiga fyrir liðin. Tveir ungir Þróttarar héldu uppi merkjum síns félags, unnu til verðlauna í flestum flokkum og
ÚRSLIT VORU EFTIRFARANDI: 10–12 ára:
Stúlkur undir 30 kg 1. sæti: Maryam Elsayed Badawy 2. sæti: Malak Elsayed Badawy 3. sæti: Sunna Dís Óskarsdóttir
Drengir undir 55 kg 1. sæti: Alexander Smári 2. sæti: Helgi Þór 3. sæti: Gunnar Axel/Benedikt Natan
Stúlkur yfir en 30 kg 1. sæti: Shukira Aljanabi 2. sæti: Karítas Anja Vilhjálmsdóttir
Drengir undir 60 kg 1. sæti: Mikael 2. sæti: Helgi Þór 3. sæti: Fahid Sanad
Drengir undir 46 kg 1. sæti: Gunnar Axel 2. sæti: Benedikt Natan Drengir undir 50 kg 1. sæti: Fahid Sanad 2. sæti: Gunnar Axel 3. sæti: Alexander Smári/Benedikt Natan
Opnir flokkar:
Opinn flokkur karla 1. sæti: Ingólfur Rögnvaldsson 2. sæti: Birkir Freyr Guðbjartsson 3. sæti: Jóhannes Pálsson
NJARÐVÍKINGAR FALLNIR Í 2. DEILD að halda sér í deildinni og vonandi gera betur en það náðist því miður ekki,“ sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik við fotbolti.net. Atli Geir Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom Njarðvík í forystu en Adam var ekki lengi í Paradís því Grótta skoraði jöfnunarmark í næstu sókn, magnað skot af löngu færi hjá Valtý Má Michaelssyni söng í samskeytunum, óverjandi fyrir markvörð Njarðvíkur.
Drengir yfir 60 kg 1. sæti: Mikael 2. sæti: Alexander Smári 3. sæti: Helgi þór/Fahid Sanad Keppendur í flokkum eldri en tíu ára gátu keppt í þyngdarflokkum upp fyrir sig. Opinn flokkur kvenna 1. sæti: Heiðrún Fjóla 2. sæti: Kristina Podolyna
VÍÐISMENN SÓTTU SIGUR Í VOGANA
Njarðvíkingar eru fallnir í 2. deild eftir tap gegn Gróttu á heimavelli í Inkasso-deildinni í knattspyrnu. Lokatölur 1:2 eftir að Njarðvíkingar höfðu komist yfir en fengu jöfnunarmark í andlitið mínútu síðar. Neðsta sæti deildarinnar niðurstaðan og fall. „Það er einfaldlega bara grátlegt eftir þessa frábæru upprisu hjá okkur frá því að vera fallbaráttulið í mörg ár í 2. deildinni og stíga upp í það að rústa 2. deildinni í hitteðfyrra og frábærir í fyrra að þá gekk þetta ekki í sumar. Einhvern veginn var þetta oft stöngin út í staðinn fyrir að vera stöngin inn eins og síðustu tvö ár og við höfum verið að gera vel en þetta er niðurstaðan og hún er erfið þar sem við ætluðum okkur stærri hluti. Grunnmarkmiðið var
uppskáru sextán stig fyrir sitt lið. Það voru þeir Alexander Smári Aðalgeirsson og Gunnar Axel. Njarðvíkingar voru fjölmennari í þetta sinn og höfðu betur í stigakeppninni en spennandi verður að sjá hvernig þetta fer á heimavelli Þróttara í desember.
Þróttur í Vogum og Víðir í Garði áttust við í hörkuleik í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Vogaídýfuvellinum í Vogum á laugardag.
Boltinn syngur í neti Njarðvíkinga í leiknum gegn Gróttu. Gestirnir bættu svo við marki í síðari hálfleik og sendu Njarðvíkinga endanlega niður í 2. deild.
Nágrannar þeirra úr Keflavík fóru sneypuför til Hafnarfjarðar, töpuðu 3:1 fyrir Haukum og voru mjög slakir.
Helgi Þór Jónsson skoraði sigurmark gestanna á 33. mínútu úr víti. Víðismenn eru í 4. sæti og komast ekki ofar þegar ein umferð er eftir því það eru fimm stig í næsta sæti. Þróttarar sitja í 5. sæti en bæði lið hafa staðið sig vel í sumar og verið við toppbaráttuna. Sandgerðingar lentu í vandræðum á Ólafsfirði og töpuðu fyrir heimamönnum 4:1 síðasta laugardag. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar.
STYTTU ÞÉR FAR Ókeypis ástandsskoðun á bremsum 16.–27. september
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 90738 01/19
hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota.
Við hvetjum Toyota-eigendur til að stytta hemlunarvegalengdina með ókeypis ástandsskoðun á bremsubúnaði. Afsláttur af bremsuklossum, bremsuborðum og bremsudiskum.*
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13
Toyota Kauptúni Toyota Akureyri Toyota Selfossi Toyota Reykjanesbæ Arctic Trucks Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur Nethamar Bílatangi Bifreiðaverkstæði KS Bílaleiga Húsavíkur Bílaverkstæði Austurlands Bílageirinn
Kauptúni 6 Baldursnesi 1 Fossnesi 14 Njarðarbraut 19 Kletthálsi 3 Bæjarflöt 13 Skemmuvegi 16 Garðavegi 15 Suðurgötu 9 Hesteyri 2 Garðarsbraut 66 Miðási 2 Grófinni 14a
Garðabæ Akureyri Selfossi Reykjanesbæ Reykjavík Reykjavík Kópavogi Vestmannaeyjum Ísafirði Sauðárkróki Húsavík Egilsstöðum Reykjanesbæ
*Miðast við að ísetning fari fram hjá viðkomandi viðurkennda þjónustuaðila Toyota.
570-5070 460-4300 480-8000 420-6610 540-4900 440-8000 440-8000 481-1216 456-4580 455-4570 464-1888 470-5070 421-6901
Þa P ð an er ta ei ðu nf t al ím to a g í da flj g ót . le gt .
Engin vandamál – bara lausnir
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
MUNDI Er ekki örugglega frítt á völlinn í neðri deildunum?
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar
Sorgleg staða…. Í vikunni féll kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu úr Pepsi Max-deildinni niður í Inkasso. Sama staða blasir við Grindavík karla megin. Kvennalið Grindavíkur er að falla úr Inkasso í aðra deild alveg eins og Njarðvík í karlaboltanum. Í 2. deildinni eru fyrir Víðir og Þróttur Vogum. Keflavík siglir lygnan sjó í Inkasso eins og Reynir Sandgerði gerir í 3. deild. Þetta er sorgleg staða. Ekkert Suðurnesjalið mun berjast í efstu deild i knattspyrnu á næsta ári. Það má hugga sig við að í körfunni eigum Suðurnesjamenn þrjú karlalið og tvö kvennalið í efstu deild. Síðasti Íslandsmeistaratitill hjá körlunum var í Grindavík 2013 en karlabikarinn sást síðast í Reykjanesbæ fyrir hrun. Kvennalið Keflavíkur hefur haldið uppi heiðri Suðurnesjamanna en þær lönduðu titlinum síðast 2017 og hafa hampað Íslandsbikarnum alls sextán sinnum frá árinu 1988. Það verður ekki annað sagt en íþróttalíf á Suðurnesjum sé blómlegt. Mikil og góð þátttaka í yngri flokka starfi í fjölda deilda. Íþróttastarf er gott forvarnarstarf og mikil heilsuefling. Knattspyrnan virðist hvert sem litið er hafa algera yfirburðastöðu gagnvart öðrum íþróttagreinum. Helst virðist þar vera að þakka gríðarlega öflugri markaðssetningu á enskum fótbolta sem fylgt hefur íslensku þjóðinni í gegnum tíðina. Vandinn er hinsvegar sá að nú er svo komið að Íslendingum finnst mun mikilvægara að þeirra liði í Englandi gangi vel heldur en að heimaliðið sé að gera einhverjar rósir. Það er meiri áhugi á enskum fótbolta á Íslandi en í Englandi. Stóra spurningin er hinsvegar hvernig stendur á því að Suðurnesjaliðin eru ekki betri en raun ber vitni? Er það aðstöðuleysi? Metnaðarleysi? Peningaleysi? Hugarfarsvandamál? Á tyllidögum er því flaggað að Reykjanesbær sé íþróttabær. Íþróttabær án titla. Það er súrt.
VIÐ SKOÐUM LJÓS Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Í ÞESSARI VIKU! LÝSING KEFLAVÍKURFLUGVALLAR LÝSING Í KEFLAVÍKURKIRKJU OG UPPLÝSUM ÁHORFENDUR UM NÝJUSTU TÍÐINDI AF SUÐURNESJUM
magasín SUÐURNESJA
fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is