Víkurfréttir 35. tbl. 40. árg.

Page 1

UPPLÝSTUR

AR G DA U ILS E H

ALLT Á HEILSUDÖGUM Í VEFVERSLUNINNI

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30

ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS

fimmtudagur 19. september 2019 // 35. tbl. // 40. árg.

Ríkið geri upp 90 milljóna króna halla – og tryggi góðar almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum sá um skipulagningu almenningssamgangna á Suðurnesjum frá árinu 2012 samkvæmt samningi við Vegagerðina en halli af verkefninu er rúmar 90 millj. kr. sem er tilkominn vegna einhliða ákvörðunar ríkisvaldsins á uppsögn á einkaleyfi á akstri milli Leifsstöðvar og höfuðborgarsvæðisins. Í ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga er skorað á ríkisvaldið að bregðast við með því að gera upp hallareksturinn og tryggja góðar almenningssamgöngur á Suðurnesjum. Einnig að tryggðar séu öruggar og hagkvæmar almenningssamgöngur milli þéttbýliskjarna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðisins.

Enn vantar upp á fjárframlög ríkisins til stofnana á Suðurnesjum

Samningur Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum rann út um áramótin 2018-2019. Almenningssamgöngur eru mikilvæg þjónusta fyrir íbúa Suðurnesja og er nauðsynlegt að tryggja að áframhald verði á þeirri þjónustu. Ríkisvaldið hefur lokið við gerð nýrrar stefnu um almenningssamgöngur og er henni ætlað að styrkja almenningssamgöngukerfið á landi, lofti og legi. Fram kemur i fjármálaáætluninni að núverandi samkomulag um rekstur almenningsamgangna hafi verið í gildi frá 2012. Vert sé að benda á að reksturinn hefur ekki staðið undir sér á flestum stöðum og þar sem hann hefur staðið undir sér hefur þjónustustig verið skert verulega. Í áætluninni kemur einnig fram að stefnt sé að því að endursemja við landshlutasamtökin frá og með árinu 2020. Ef það er ætlun ríkisvaldsins að endursemja við landshlutasamtökin þarf að gera upp eldri halla sem og að tryggja fjármuni til þess að reka kerfið sem mætir kröfum notanda og að almenningssamgöngur geti verið raunverulegur valkostur sem samgöngumáti, segir í ályktun SSS.

Íbúar á Suðurnesjum voru árið 22 þúsund 2015 en voru orðnir 27 þúsund í ársbyrjun 2019. Í áætlanagerð ríkisins virðist ekki vera tekið nægjanlegt tillit til þess ef óvenju mikil fólksfjölgun verður á einstökum svæðum. Af þeim sökum er lagt til að m.a. verði skoðuð sérstaklega fjárframlög ríkisins til opinberra stofnana og annarra mikilvægra verkefna á svæðinu til þess að íbúar búi við sömu þjónustu og íbúar annarra svæða landsins. Má t.d. geta þess að fjáraukning til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var 1% á ári með 0,5% hagræðingarkröfu á meðan íbúum svæðisins fjölgaði um 15%. Fundurinn skorar á ríkisvaldið að tryggja að fjárframlög til ríkisstofnanna t.d. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Lögreglunnar á Suðurnesjum fylgi þróun mannfjölda á svæðinu. Aðalfundur SSS ályktaði einnig um samgöngumál þar sem hnykkt er á að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar, uppbyggingu stígakerfis fyrir fótgangandi og hjólandi milli byggðarkjarna og til og frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá fordæmir SSS að ekki sé haft samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fordæmir að ekki sé haft samráð við sveitarfélögin á Suðurnesjum um framtíðaráform flugsamgangna á SV-horninu. VF-mynd: Hilmar Bragi

Aukning fjárframlaga ríkisins til stofnana og verkefna á Suðurnesjum hefur engan veginn fylgt mikill íbúafjölgun á svæðinu en á árunum 20152019 hefur íbúum fjölgað um 23,1% sem er lang mesta fjölgunin á landinu. Í ályktun frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór um síðustu helgi er bent á þetta misræmi og ríkisvaldið hvatt til að tryggja aukningu á fjárframlögum til Suðurnesja. um framtíðaráform flugsamgangna á SV-horninu. Það sé mikilvægt að samfélagslegir hagsmunir séu skoðaðir og metnir frá öllum hliðum áður en ákvörðun um framtíðar miðju innanlandsflugs er ákveðin. Einnig segir að nauðsynlegt sé ráðast í löngu tímabærar viðhaldsframkvæmdir á þjóðvegunum að Suðurnesjabæ auk þess sem breikka þarf veginn á milli bæjarkjarnanna.

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019. VF-mynd/pket.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.