Víkurfréttir 35. tbl. 41. árg.

Page 1

Séra Fritz Már í Keflavíkurkirkju

Skrifar krimma í kirkjunni

Við bjóðum betra verð í heimabyggð frá 7.490 kr/mán

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 16. september 2020 // 35. tbl. // 41. árg.

HJÁLPRÆÐISHERINN

Líflegt starf hjá Hernum í Reykjanesbæ

TÖFFARALEGT TRYLLITÆKI

FALUR á ferð um landið

Önundur Jónasson eignaðist 1979 árgerð af TRANS AM og tók hann í gegn skrúfu fyrir skrúfu. Bíllinn kom á götuna í sumar eftir sex ára bílskúrsvinnu. Allt um bílinn í miðopnu Víkurfrétta í dag og í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30.

Sveindís Jane

í Keflavíkurkirkju í máli og myndum í blaði vikunnar

Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu blaðið heim til þín! - Sjá síðu 9

„algjör gullmoli“ VEGLEG ÍÞRÓTTAUMFJÖLLUN Í BLAÐINU

FJÖLBREYTT OG GIRNILEG HELGARTILBOÐ -40% Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

1.150

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-50%

BÚÐU TIL ÞINN

Ketópylsur Með cheddar & chipotle

947

KR/PK ÁÐUR: 1.579 KR/PK

-20%

BORGARA HEIMA

NÝTT

Í NETTÓ!

Tilboðin gilda 17.—20. september

32 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ríkisstjórn eigi aukið samtal við atvinnulífið Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið ... Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir áhyggjur Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi um stöðu atvinnulífsins á svæðinu og fækkun ferðamanna til landsins. Bæjarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að eiga aukið samtal við atvinnulífið með það að leiðarljósi að finna leiðir til að efla það. Í ályktun Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi segir orðrétt: „Óhætt er því að segja að sú kúvending sem varð á stefnu stjórnvalda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast

landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram útreikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í

ályktun stjórnar Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heimsvísu.

Ríkisstjórn Íslands hefði hæglega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að loka fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar, en látið duga að setja Íslendinga í sóttkví. Ef þær ráðstafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á

Suðurnesjum eins og fréttir undanfarinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar, fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið, með auknu atvinnuleysi og stjórn SAR skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið takmarka efnahagsleg áhrif veirunnar.“

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Fundað með ráðherrum um stöðuna á Suðurnesjum Bæjarstjórar sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, ásamt framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, funduðu með ráðherranefnd um ríkisfjármál í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku.

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Fundarefnið var staða atvinnumála á Suðurnesjum. Spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði 17,6% í september en landsmeðaltal er 8,1%. Fundarmenn ræddu stöðuna í sveitarfélögunum og þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir á komandi vetri. Lagðar voru fram tillögur að verkefnum á Suðurnesjum sem hægt væri að fara í skömmum fyrirvara og leiðum til úrbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 bitna hvað harðast á.

Öll tölublöð Víkurfrétta eru á

timarit.is


FJÖLBREYTT OG GIRNILEG HELGARTILBOÐ Úrbeinaður grísabógur Í kryddsmjöri

-35%

1.150

KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG

-30% -50%

Hálf nautalund Íslensk

Lambasvið

4.199 ÁÐUR: 5.998 KR/KG

-28%

324

KR/KG

-30%

KR/KG ÁÐUR: 499 KR/KG

BÚÐU TIL ÞINN BORGARA HEIMA

Nettó vínarpylsur 10 stk

Kornbrauð 425 gr

KR/PK ÁÐUR: 549 KR/PK

KR/STK ÁÐUR: 619 KR/STK

395

433

-20%

-20% -40%

Lambalærvöðvi

2.799 ÁÐUR: 3.499 KR/KG

KR/KG

Ketópylsur Með cheddar & chipotle

Heilsuvara vikunnar!

947

KR/PK ÁÐUR: 1.579 KR/PK

Þurrkað mangó 125 gr

-25%

449

KR/STK ÁÐUR: 599 KR/STK

Sítrónur

199

-50%

KR/KG ÁÐUR: 398 KR/KG

FRÍR FJÖLNOTAPOKI Frír fjölnotapoki fylgir með ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira í vefverslun og verslunum Nettó í tilefni af plastlausum september. Gildir fimmtudaginn 17. september.

Tilboðin gilda 17.— 20. september

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vinnuvernd 101 í boði á ensku

Rúmur helmingur atvinnu­lausra með erlent ríkisfang Fréttir af atvinnuleysi á Suðurnesjum hafa verið áberandi síðustu vikur. Núna lætur nærri að fimmti hver vinnufær íbúi á Suðurnesjum sé án atvinnu. Þessar tölur segja okkur líka að 80% Suðurnesjamanna á vinnumarkaði eru með vinnu. Í fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar eru gögn um þróun atvinnuástandsins frá mánuði til mánaðar í sumar. Þar kemur fram að 66% þeirra sem eru án atvinnu eru á aldrinum 18 til 39 ára. Hópurinn skiptist þannig að 53% eru karlar en

47% konur. Þá kemur fram að 54% þeirra sem eru án vinnu eru með erlent ríkisfang, langflestir frá Póllandi. Samkvæmt sömu samantekt er helmingur þeirra sem hafa misst vinnuna starfsfólk úr ferða-

þjónustu og flugsamgöngum. Næststærsti hópurinn kemur úr iðnaði og sjávarútvegi eða 19%. Þá koma 11% úr hópnum verslun, viðgerðir og vöruflutningar og önnur 11% úr opinberri þjónustu og menningarmálum.

Nýjasti skóli Keilis, Vinnuverndarskóli Íslands, hefur að undanförnu unnið að því að auka við námsframboð á ensku. Skólinn hefur á árinu boðið upp á vinsælt námskeið, Vinnuvernd 101, um grundvallaratriði sem stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks og er nú hægt að sækja námið einnig á ensku. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er í boði á ensku hérlendis. Námskeiðið er kennt í fjarnámi og er hægt að hefja nám hvenær sem er og vinna á sínum eigin hraða. Nýja námskeiðið nefnist Occupational Health and Safety 101 og samanstendur af sex fyrirlestrum, samtals um 45 mínútur. Að þeim loknum taka þátttakendur próf á netinu. Með þessari auknu þjónustu vonast forsvarsmenn skólans eftir því að geta svarað aukinni eftirspurn eftir námsefni fyrir innflytjendur eða starfsfólk af erlendu bergi brotnu. Námskeiðin henta einnig vel einstaklingum sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði eða fyrir vinnustaði þar sem unnið er að breiðri þekkingu starfsfólks á almennri þekkingu á vinnuvernd og öryggismálum. Vinnuverndarskólinn býður fyrirtækjum upp á sérkjör og getur sett upp námskeið sérstaklega fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig eftir frekara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands, á gudmundurk@keilir. net. Upplýsingar um námsframboð skólans má nálgast á www.vinnuverndarskoli.is

Leggja til við bæjarstjórn lántöku upp á einn milljarð króna Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að staðfesta og að heimila lántöku, til allt að þrettán ára, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 1.000.000.000 króna (einn milljarður króna).

Lánið verði tekið til endurfjármögnunar til að greiða upp eldra lán sem var til 23 ára. Lánstími á nýju láni er styttri og vextir lægri. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, og Elísabet Þórarinsdóttir, fjármálastjóri, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ráðherra horfi til víðara tímabils Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju sinni með að félags- og barnamálaráðherra leggi áherslu á að komið sé til móts við tekjulægri heimili í kjölfar Covid-19 en hvetur ráðherra jafnframt til þess að horfa til víðara tímabils en getið er um í fyrstu grein í leiðbeiningunum þannig að fleiri geti nýtt sér úrræðið. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á liðnum „Íþróttaog tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19“ á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Nú er að hefjast erfiður vetur fyrir margar barnafjölskyldur og mikilvægt er að renna stoðum undir tækifæri allra barna og unglinga til þátttöku í íþróttum og tómstundum, segir jafnframt í afgreiðslunni sem var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs, fræðsluráðs og fjölskyldu- og velferðarráðs til umfjöllunar.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Réttindalaus á óskoðuðum lyftara Ökumaður á lyftara, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Njarðarbraut í Reykjanesbæ á dögunum, reyndist ekki hafa tilskilin vinnuvélaréttindi. Að auki hafði lyftarinn fengið hálfa skoðun 2018 vegna bilunar á tilteknum öryggisatriðum en ekki verið færður til skoðunar eftir það.

Ekki klár á umferðarreglum og varð valdur að árekstri Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Bifreið var ekið yfir stöðvunarskyldu í veg fyrir aðra bifreið og skullu þær saman. Farþegi annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðirnar voru óökufærar. Árekstur varð einnig á hringtorgi við Fitjar. Þar var á ferðinni erlendur ökumaður sem var ekki klár á þeim reglum sem gilda um um akstur í hringtorgi sem aftur leiddi til óhappsins. Nokkrir ökumenn hafa verið teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur á undanförnum dögum og fáeinir kærðir fyrir of hraðan akstur.


Tilboð

20% AFSLÁTTUR Öll Kópal innimálning

is Á byko. óð úg finnur þ akort it ráð og l ar Karen

Tilboð

20%

Tilboð

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Öll GJØCO innimálning

Allar ljósaperur

a d m æ v k m Fra tilboð Sjáðu öll tilboðin á byko.is

Grohe sturtu-, bað - og handlaugartæki 20% Háþrýstidælur 20-25% • Loftpressur 20% •Járnhillur 20% Öryggisskór 20% • CAT ullarnærföt og vinnusokkar 20% Dovre merinoullarnærföt 20% • OS Iceland kuldagallar 20% Bosch og Einhell iðnaðarryksugur 20-30% • Bosch og Einhell málningarsprautur 20% Geymslubox 20% • Ruslafötur og flokkunartunnur 20% Baðinnréttingar • 25% Utanhússklæðningar 30% •Ljósaskermar 20% Grillfylgihlutir 30% og ýmsar valdar vörur á afslætti

Haustblómin eru komin

Tilboð

30% AFSLÁTTUR Allar þakrennur

a Calluin a & EVerrð frk á:

525

SUÐURNES Auðvelt að versla á byko.is


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

13% án atvinnu í Vogum – skorað á ríkisvaldið Þrettán prósent eru án atvinnu í Sveitarfélaginu Vogum á sama tíma og atvinnuleysið á Suðurnesjum í heild er um 17%, m.v. tölur frá ágústmánuði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysið eigi eftir að aukast enn frekar. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fjallaði um atvinnuleysið á fundi sínum og lagði m.a. fram bókun með hvatningu til ríkisvaldsins að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum. „Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt, og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og 13% í Sveitarfélaginu Vogum. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum en frá því þessar tölur voru birtar hafa borist upplýsingar um fjöldauppsagnir á svæðinu. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum. Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum, þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili vegna atvinnumissis og óvissu í atvinnu- og fjármálum. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju. Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa,“ segir í bókun sem bæjarráð Sveitarfélagins Voga samþykkti.

Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum en frá því þessar tölur voru birtar hafa borist upplýsingar um fjöldauppsagnir á svæðinu ...

Haustferð 2020

Félag eldri borgara á Suðurnesjum fyrirhugar haustferð miðvikudaginn 14. október n.k. Lagt verður af stað frá Nesvöllum kl. 09:30. Farið í Hellisheiðavirkjun, hádegismatur á Laugarvatni, keyrt um Árnessýslu og á heimleiðinni komið við í Skálholti í kaffi og vöfflur. Áætluð heimkoma um kl.19. Kostnaður pr. mann kr.5.000 og greiðist með peningum við brottför. Skráning til 5.október n.k., hjá Elínu: 8456740, Ingibjörgu: 8633443 og Margréti 8963173.

Fundað með Landsneti og ráðherranefnd um Suðurnesjalínu 2

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga fundaði með fulltrúum Landsnets í vikunni um málefni Suðurnesjalínu 2. Enn er erfið staða uppi í því máli, Landsnet telur sig ekki geta gert annað en að halda sig við áform um að leggja loftlínu en Sveitarfélagið Vogar er því andsnúið og vill að línan verði lögð í jörð. Undir þessi sjónarmið hafa bæði Reykjanesbær og Skipulagsstofnun tekið. „Málið var til umræðu á fundi okkar bæjarstjóra með ráðherranefnd í gær. Landsnet ber ávallt fyrir sig stefnu stjórnvalda um að samkvæmt henni beri þeim að sækja um loftlínu. Það reynir því á stjórnvöld nú hvort vilji sé til að breyta stefnunni á þann veg að heimilt verði að leggja línuna

í jörð og þar með koma á varanlegri og öruggri lausn sem er til þess fallin að auka afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja sem og að vera sú lausn sem allir hagsmunaaðilar geta sameinast um,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í pistli sem hann sendi frá sér.

Framlög til Voga lækka um 66 milljónir og óvissa í rekstri Um þriðjungur tekna bæjarsjóðs Sveitarfélagsins Voga eru framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þegar liggur fyrir að þessi framlög verða skert um 12,5% á þessu ári, sú skerðing hefur í för með sér u.þ.b. 35 m.kr. tekjulækkun hjá bæjarsjóði. Nú hefur einnig verið birt áætlun sjóðsins um tekjujöfnunarframlög ársins. „Tekjujöfnunarframlagið árið 2019 var tæpar 58 m.kr. Spáin okkar fyrir árið í ár var 60 m.kr. Nú hefur sjóðurinn birt frétt um hvert framlagið verður í ár og okkur til mikilla vonbrigða verður það einungis 27 m.kr. Lækkunin frá fyrra ári er 31 m.kr., þannig að í heild lækka framlög Jöfnunarsjóðs 66 m.kr. milli

ára. Það munar um minna. Framundan er óvissa um þróun útsvarstekna, enda óvissa mikil í atvinnumálum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, í vikulegum föstudagspistli. Fari svo að atvinnuleysi aukist meira en þegar er orðið má gera ráð fyrir að tekjur einstaklinga lækki umtalsvert þegar líða tekur á haustið. Útgjöld sveitarfélagsins eru nokkurn veginn í samræmi við áætlun ársins. Framundan eru því óvissutímar í rekstri bæjarsjóðs. Allt kapp verður vitaskuld lagt á að halda áfram úti góðri þjónustu og að standa vörð um starfsemi sveitarfélagsins, segir jafnframt í pistlinum.


GOTT VERÐ alla daga 499 kr/stk

159 kr/pk

Flatkökur HP

SS lifrarkæfa 180 gr

299 kr/pk

289 kr/pk

Hvítlauksbrauð 400 gr Pastaskrúfur 1 kg

1.799

689

kr/kg

kr/pk

Nautgripahakk 10 –12% feitt

Blandað múslí 750 gr Afgreiðslutími Hringbraut: Allan sólarhringinn Afgreiðslutími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Finndu Krambúðina á Facebook.com/krambudin Krambúðirnar eru 21 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðir, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grindavík lýsir stuðningi við skipaþjónustuklasa í Njarðvík

VILJA NIÐURFELLINGU Á LEIGU TJALDSTÆÐIS Rekstraraðili tjaldstæðisins í Grindavík, fyrirtækið Tjald ehf., hefur óskað eftir niðurfellingu á leigu tjaldstæðisins fyrir árið 2020 vegna fordæmalausra aðstæðna. Bæjarráð Grindavíkur tók málið fyrir á síðasta fundi sínum en hefur frestað afgreiðslu málsins og óskað eftir frekari gögnum.

Bæjarráð Grindavíkur tekur vel í hugmyndir um skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn og lýsir fullum stuðningi við verkefnið á síðasta fundi bæjarráðs þar sem málið var kynnt. Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf., Reykjanesbæjar og Reykja-

neshafnar um uppbyggingu hafnarog upptökumannvirkja í Njarðvík. Verkefnið snýr að bættri aðstöðu í

Njarðvíkurhöfn þannig að unnt sé að skapa tækifæri fyrirtækja til byggingar skipaþjónustuklasa. Hafnarstjóri Reykjaneshafnar og ráðgjafi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur mættu á fundinn til að kynntu nánar þessar fyrirætlanir

Aukið fé í göngu- og hjólastíg Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt viðauka að upphæð 23 milljónir króna vegna göngu- og hjólastígs frá Grindavík að undirgöngum við golfvöll. Gert var ráð fyrir tólf milljónum króna í verk-

efnið á þessu ári. Verkefnið er unnið með Vegagerðinni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Kvartanir vegna lyktarmengunar berist heilbrigðiseftirliti

Kanna möguleika á samstarfi hafna á Suðurnesjum Bæjarráð Grindavíkur hefur falið bæjarstjóra og hafnarstjóra að kanna möguleika á samstarfi hafna á Suðurnesjum. Suðurnesjabær hefur sent Grindavíkurbæ og Reykjaneshöfn erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulegt samstarf hafnanna um rekstur þeirra.

Sjálfboðaliðar óskast!

Bæjarráð Grindavíkur bendir á það á síðasta fundi sínum að kvartanir um lyktarmengun skulu beinast til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Lagt var fram erindi á fundi bæjarráðs frá íbúa vegna lyktarmengunar af völdum fiskþurrkunar í Grindavík. Erindið er lagt fyrir fundinn að beiðni Helgu Dísar Jakobsdóttur, bæjarfulltrúa. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var hreinsibúnaður í ólagi tímabundið en er kominn í lag núna.

Ýmis verkefni. SMÁAUGLÝSINGAR

Til leigu Ástkæri pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi,

Velferðarstarf Barna- og unglingastarf Hertex, fata- og nytjamarkaður

Sjálfboðaliðanámskeið

Reykjanesbæ, Flugvallarbraut 730: 22. sept. kl. 18:30 (á íslensku) Reykjavík, Suðurlandsbraut 72: 24. sept. kl. 18:30 (á íslensku) 29. sept. kl. 18:30 (á ensku)

GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON Aðalgötu 5, Keflavík, áður til heimilis að Bræðraborg, Höfnum

lést á heimili sínu, sunnudaginn 6. september. Vegna þeirra sérstöku aðstæðna hér á landi og í Bandaríkjunum mun bálför fara fram eftir kistulagningu. Útförin verður auglýst síðar þegar fjölskyldan kemst frá Bandaríkjunum. Lilja Dögg Bjarnadóttir Ólafur Ingólfsson Jóhanna Sells Guðmundsdóttir Bill Sells Dagbjört Eva Sveinsdóttir Skúli Hlíðkvist Hildur Guðmundsóttir Sigurjón Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

3ja herbergja 110 fermetra íbúð er laus til leigu á 1. hæð í tvíbýli í Grindavík. Óskað er eftir meðmælum og greiðslu á fyrsta og síðasta mánuði, samningur gerður í 1 ár í byrjun. Uppl. í síma 4268858 eða 8661784 eftir kl 18.30.

A U G LÝS I N G A S TJ Ó R I V Í K U R F R É T TA E R

ANDREA@VF.IS


Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið. Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Glæsilegt mötuneyti APA opið öllum – Margir veitingastaðir og mötuneyti á Keflavíkurflugvelli hafa lokað á veirutímum „Við getum nýtt þessa aðstöðu okkar betur og í ljósi stöðunnar þá ákváðum viða að opna mötuneytið þar sem við getum við tekið við fleirum en bara starfsmönnum okkar í mat. Við erum með stórt og flott eldhús, matsal fyrir allt að 140 manns og hollan og góðan mat,“ segir Snorri Sigurðsson, matreiðslumeistari í eldhúsi Airport Associates á Keflavíkurfluvelli. Þegar fyrirtækið opnaði nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar á Keflavíkurflugvelli árið 2017 var nýtt eldhús ásamt stórum matsal tekið í notkun og var hugsað fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Fjöldi þeirra náði hámarki sumarið 2018 þegar um 700 manns

unnu hjá Airport Assosciates sem sinnir flugvallarþjónustu. Mikill fjöldi flugfélaga nýtti sér þjónstu APA en nú í miðjum heimsfaraldri með alvarlegum afleiðingum í ferðaþjónustunni hefur starfsemi APA dregist

mikið saman. Um 130 manns starfa þar nú í 100 stöðugildum. Eldhúsið opnaði eftir lokun vegna Covid-19 eftir verslunarmannahelgi en veiran var hvergi farin með þeim afleiðingum að starfsemin sem var komin í betri gang dróst aftur saman.

Afleiðingarnar eru þær að Keflavíkurflugvöllur í heild sinni er aðeins svipur hjá sjón og þar er nú aðeins brot þeirra starfsmanna sem unnu þar þegar flugið var í fullum gangi. Veitingastaðir og eldhús á svæðinu hafa lokað en APA hefur því ákveðið að bjóða öllum að nýta sér mötuneytið og eru með opið alla virka daga frá klukkan 11 til 13 þar sem allir eru velkomnir í góðan hádegisverð á sanngjörnu verði. Snorri segir að mikil áhersla sé lögð á góðan mat sem er lagaður af

honum frá grunni. Í boði eru tveir aðalréttir á hverjum degi auk salatbars og heimabakaðs brauðs. „Við bjóðum fjölbreyttan mat, kjöt og fisk og ýmsa aðra góða rétti. Við viljum reyna að nýta þessa fínu aðstöðu betur og tókum því ákvörðun að opna mötuneytið þannig að allir sem vilja geti komið hingað í hádegismat. Hér er vítt til veggja og auðvitað spritt um allt hús,“ sagði Snorri matreiðslumeistari.

Mötuneyti Airport Associates hefur nú opnað mötuneyti sitt og þar geta núna allir keypt sér hádegismat alla virka daga frá 11 til 13.

FRUMSÝNUM ÞRÍTUGT TRANS AM TRYLLITÆKI FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

TÓM FLUGBORG Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Söluskrifstofa Icelandair er aðeins opin þegar flugferðir eru í gangi. Hér er annars oft mikið fjör og fjöldi fólks.

Tóm borð og ekkert í gangi hjá vinsælum veitingastað, Joe & The Juice.

Örfáir ferðamenn á ferðinni. Hvað ætli þeir séu að hugsa? Ekki alveg steindautt! Unnið við bílaplan við flugvallarhótelið. Ónotaðir bílaleigubílar bíða eftir ferðamönnum.

Flugstöðin er eins og tóm flugborg, fáir starfsmenn eru á ferli enda mjög fáir í vinnu. „Fyrir nokkru síðan þurfti maður að skáskjóta sér á milli fólks hér í stöðinni. Núna er hér enginn,“ sagði einn starfsmaður sem VF hitti.

Ræstingafólk má sjá en það er minna að þrífa þegar svona fáir farþegar eru á ferli.

Rólegt við flugstöðina. Einn ferðamaður bíður. Kominn inn eftir að myndað listaverkið Hreiðrið .


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Fermingarbörnin mættu tímanlega í Kapellu vonarinnar til að klæðast fermingarkirtlunum ...

... og eftirvæntingin leyndi sér ekki.

Í K E F L AV Í K U R K I R K J U Fermingar að hausti eru óvanalegar en nú eru fordæmalausir tímar og þar sem nær allar fermingarathafnir féllu niður í vor vegna kórónuverufaraldursins þá hefur síðustu vikur verið unnið að því að ferma börn í kirkjum landsins. Síðasti fermingarhópurinn sem fermdist í Keflavíkurkirkju á þessu hausti fermdist síðastliðinn sunnudag, 13. september. Það voru prestarnir séra Erla Guðmundsdóttir og séra Fritz Már Jörgensson sem fermdu tuttugu börn við hátíðlega athöfn í þéttsetinni kirkju, því nú er leyfilegt að 200 manns komi saman og fjölskyldur gátu setið þétt saman á kirkjubekkjunum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í Keflavíkurkirkju síðasta sunnudag.

Fermingarhópurinn gengur til kirkju en athöfnin hófst kl. 11:00

Tuttugu börn fermdust í Keflavíkurkirkju síðasta sunnudag.

Það þarf að muna eftir að spritta og það þarf að spritta aftur og aftur. Hér splæsir séra Erla í smá spritt fyrir séra Fritz.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Það var spenna í loftinu fimm mínútum fyrir athöfn. Fermingarbörnunum raðað upp í þá röð sem þau fermdust.

Í fyrsta skipti í marga mánuði voru kirkjubekkirnir í Keflavíkurkirkju þétt setnir, enda leyfilegt að 200 manns komi saman og fjölskyldur gátu setið þétt sama.

Eftir fermingarathöfnina var safnast saman undir vegg Keflavíkurkirkju þar sem smellt var af nokkrum myndum á stóra deginum. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Drottningin hans Fritz Séra Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, skrifar glæpasögur á milli guðsþjónusta og jarðarfara Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta „Mér finnst það fara mjög vel saman að vera prestur og skrifa glæpasögur. Ég les til dæmis mikið krimmabækur og er aðdáandi þeirra. Ég tala við alls konar fólk í mínu starfi og þetta rennur skemmtilega saman. Í síðustu tveimur bókum mínum er prestur í lykilhlutverki þannig að ég get sagt að það sé mjótt á milli krimmans og prestsins,“ segir séra Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju og rithöfundur, en hann var að gefa út sjöttu bókina sína sem heitir Drottningin. Fritz hefur verið nokkuð öflugur rithöfundur á undanförnum árum og Drottningin er sjötta bókin hans. Allar bækur prestsins eru krimmar og sögusvið Drottningarinnar er m.a. á Suðurnesjum, í Reykjanesbæ, Vogum og í Höfnum en einnig á höfuðborgarsvæðinu og austur undir Eyjafjöllum.

þessi að koma út um haust. Hefði átt að koma út í sumar en af ýmsum ástæðum sem óþarfi er að nefna þá frestaðist það um nokkrar vikur. Ekki stórmál samt og Drottningin fékk góðar mótttökur og skaust strax ofarlega á sölulista bókabúða.“

Erfitt með að hætta

Presturinn segist aðspurður vera mikill Storytel-maður og bækurnar hans hafa komið þar út. „Mér finnst það stórkostleg viðbót við pappírsbókina. Við erum að stíga inn í samtímann og það er frábært að geta verið úti að ganga eða hlaupa og hlustað á hljóðbók í eyrunum eða verið á biðstofunni einhvers staðar að lesa bókina í rafrænni útgáfu í símanum. Svo eru einhverjir sem eiga erfitt með að lesa og því er gott að hlusta. Stafrænn heimur er alltaf að stækka.“

– En hvernig fæðist bók hjá presti? „Það kemur hugmynd og svo byrja ég að skrifa og geri eitthvað á hverjum degi. Þegar ég skrifa á ég stundum erfitt með að hætta þegar það er mikil spenna í gangi. Mig langar svo mikið að vita hvað gerist næst. Ég er með stóru myndina í kollinum en það sem gerist á milli gerist bara í skrifunum.“ Fritz segist skrifa þetta inn í kiljuformið og stefnir ekki sérstaklega á jólabókavertíð í sínum skrifum. „Ég er kiljumaður en hef svo sem gert hitt líka, í fyrstu bókum mínum. Ég vil ekki hafa mínar bækur of langar og svo er kiljan svo hentug. Ég gaf út næstsíðustu bók um mitt sumar í fyrra og það kom vel út og núna er

Fritz og Erla Guðmundsdóttir á góðri stundu í fermingu í Keflavíkurkirkju síðasta sunnudag.

Hljóð og rafbækur

– Þjóðkirkjan hefur átt undir högg að sækja, hvernig upplifir þú það í starfinu sem prestur? „Ég held að fólk sé oft að mótmæla einhverju ótengt því sem við prestarnir erum að gera dags daglega. Við sem erum að vinna í heimasókn-

unum finnum ekki eins fyrir þessu og eigum mjög gott og traust samband við fólkið í nærsamfélaginu. Það er vel sótt hjá okkur. Ég held að þetta sé tvennt ólíkt en auðvitað þurfum við að leggja okkur fram við það að vera í þessu opinbera rými, t.d. á samfélagsmiðlum og í stafrænu umhverfi. Þjóðkirkjan hefur samt bætt sig á þessu sviði og það hefur komið vel fram á veirutímum. Það er búið að streyma mörgum jarðarförum og messum þannig að fólk hefur getað nálgast þetta allt í opinbera rýminu. Það hefur tekist að víkka út starf Þjóðkirkjunnar á tímum Covid-19. Fermingar sem áttu að vera í vor voru með aðeins öðrum hætti núna síðsumars en það gekk vel. Við þurftum að breyta einhverju minni háttar, t.d. slepptum við altarisgöngunni. Þetta gekk afar vel og var alveg jafn gefandi og skemmtilegt. Það er gaman að horfa yfir þennan fallega hóp ungmenna sem var fermdur núna. Við þurfum svo sannarlega ekki að kvíða framtíðinni. Nú er kominn nýr hópur sem er að hefja fermingarundirbúning og það verður spennandi að fara í hann með þeim.“

Doktor Fritz Séra Fritz hefur verið duglegur að bæta við sig menntun og þekkingu og hann er að ljúka doktorsnámi í guðfræði. „Ég var að skila doktorritgerð núna í ágúst og hún heitir „Gjörið það sem ...“ og er vísun í gullnu regluna, kirkjan á milli tveggja heima, og er rannsókn á stöðu kirkjunnar í rafrænum heimi. Hluti af rannsókninni er fyrirbæri sem heitir netkirkja og hefur slóðina netkirkja. is en ég og konan mín settum upp kirkju á netinu til að kanna hvort hún gæti lifað af, bara þar. Ég fylgist með stöðu hennar talnalega og greini, m.a. með viðtölum við presta, hvernig þeir eru að nálgast þennan rafræna heim. Ég skoða þetta allt út frá hruninu, hvernig kirkja var að tala inn í siðrofið sem var þar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími í sex ár. – Ertu bjartsýnn á framtíð Þjóðkirkjunnar? „Já, ég held að kirkjan muni eins og alltaf áður standa uppi. Sóknirnar eru svo víða að gera góða hluti. Þjóðkirkjan er eins og þjóðin, ólík eins og hún er fjölbreytt. Við bjóðum upp á svo marga ólíka þætti. Ég hef engar áhyggjur af kirkjunni, engar,“ segir séra Fritz.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Um Drottninguna Á tjaldstæði austur undir Eyjafjöllum hverfur barn af sérlega óhugnanlegum morðvettvangi. Lögreglumennirnir Jónas og Addi eru kallaðir til. Rannsókn lögreglunnar er umfangsmikil. Í ljós kemur að við er að eiga öfl sem svífast einskis, jafnvel þótt börn eigi í hlut. Æsispennandi glæpasaga um svik, morð og valdatafl í ofbeldisfullum veruleika á Íslandi. Nafn bókarinnar Drottningin er dregið af húsbíl sem kemur mjög við sögu í bókinni. Inngangur bókarinnar gerist árið 1975 þegar hræðilegur harmleikur, sem rústar lífi lítillar fjölskyldu, á sér stað í splunkunýjum húsbíl fjölskyldunnar. Síðan hefst bókin í samtímanum og í fyrstu köflum bókarinnar segir frá fólki úr Keflavík sem keypt hefur gamlan húsbíl á góðu verði og gert hann upp. Nefnir hann Drottninguna og er á leið í stutt frí með barnabarni sínu í nýuppgerðum húsbíl þar sem óvæntir atburðir munu eiga sér stað. Alvarlegir glæpir eru framdir og Jónas rannsóknarlögreglumaður og samstarfsmaður hans Addi hefja rannsókn mála. Söguvettvangur er Suðurnesin, Reykjavík og Fljótshlíðin.

„Þegar ég skrifa á ég stundum erfitt með að hætta þegar það er mikil spenna í gangi. Mig langar svo mikið að vita hvað gerist næst. Ég er með stóru myndina í kollinum en það sem gerist á milli gerist bara í skrifunum.“


Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Í ÞESSARI VIKU

TRANS AM ... sem er eiginlega árgerð 2020

FRITZ og glæpasögurnar

H H H SÍÐASTA BLIKIÐ H H H FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Töffaralegt tryllitæki

í nýjum búningi Önundur Jónasson eignaðist 1979 árgerð af TRANS AM og tók hann í gegn skrúfu fyrir skrúfu. Bíllinn kom á götuna í sumar eftir sex ára bílskúrsvinnu Það var einn bíll sem vakti meiri athygli en margir aðrir á Ljósanæturrúnti fornbíla í Reykjanesbæ núna á bæjarhátíðinni sem ekki varð. Hljóð og útlit á dökkgráum Trans Am 1979 heillaði margan bílaáhugamanninn. Bíllinn hefur verið í bílskúrsumsjón Önundar Jónassonar sem hefur eytt þúsundum klukkustunda og mörgum krónupeningum í þennan draumabíl margra síðustu sex árin. Víkurfréttir fengu að setjast í þennan glæsilega bíl sem er í raun ekki fornbíll heldur eldri gaur í nýjum fötum og nýjum skóm.

„Ég fór fyrst rúnt í þessum bíl árið 1997 en frændi minn átti hann þá og flutti hann inn árið á undan frá Bandaríkjunum. Það var eitthvað átt við bílinn þá en hann lenti í óhappi og síðan endaði hann í mínum höndum árið 2014. Þá var ekki aftur snúið. Ég hef síðan verið að dunda mér við endurbyggingu bílsins síðustu sex ár og hann kom á götuna í sumar,“ segir Önundur með nokkru stolti.

Þúsundir klukkustunda Þegar hann er spurður hvað vinnustundirnar séu margar á þessum árum og hvað þetta kostaði allt brosir hann og segir að það sé ekki stóra málið. „Ég ákvað að skrá ekki

niður tímann sem hefur farið í bílinn en það eru margar þúsundir klukkustunda. Það er margt sem er tímafrekt og sést ekki en ég einn veit um. Ég tók bílinn skrúfu fyrir skrúfu, bæði boddí og grind. Boddíið var allt sandblásið eftir að ég ryðbætti það og sama með grindina. Allt fullunnið undir málun en það er það sem fólk sér þegar það lítur á bílinn en hann er eiginlega fallegri undir þótt ótrúlegt sé. Ég lagði mikinn metnað í þessa vinnu og það er ekkert í bílnum sem ekki hefur verið átt við.“ Önundur segir að verkefnið hafi átt hug hans allan en við spyrjum hann meira út í þá vinnu. „Allur undirvagninn er endursmíðaður og bílinn er með aksturseiginlega á við splunkunýjan bíl.

„Þetta hefur kostað mikið og ég hefði örugglega getað fengið nýjan bíl fyrir minni pening og þá er ég ekki að reikna með vinnutímann minn sem fór í þetta. Mér finnst mjög gaman að vera út í skúr og vera að dunda í þessu.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Hann er til dæmis með nýtt fjöðrunarkerfi en bíllinn er með gorma og dempara allan hringinn, ekki bara á fjöðrum að aftan eins og upphaflega gerðin. Sama með bremsukerfið. Það er ekki nóg að komast hratt áfram. Það þarf líka að vera hægt að stoppa fljótt en ég setti bremsukerfi úr Corvettu í bílinn. Ég breytti stýrinu þannig að maður þurfi að snúa því minna en var í upphaflegu útgáfunni. Þessir bílar voru svolítil „sófasett“ og það þurfti að snúa stýrinu mikið þegar maður beygði. Svo setti ég í hann 600 hestafla mótor og stærri skiptingu og það kallaði á nýja afturhásingu. Þannig að það er nýtt kram í bílnum. Svona vindur þetta upp á sig þegar maður byrjar í alvöru endurgerð.“

Önundur sýnir bílinn og fer yfir sögu hans í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Þar heyrum alvöru hljóð og tökum rúnt á tryllitækinu.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Góður í ísrúnt – Þú ert sem sagt fljótur upp í 100 km – en hversu hratt? „Ég veit það ekki. Ég er mjög fljótur upp í 50 km því ég hef bara verið að keyra rólega hér innanbæjar.“

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAGINN 17. SEPTEMBER

– Þú hlýtur að eiga skilningsríka konu og ekki geturðu átt önnur tímafrek áhugamál? „Ég er mjög heppinn með eiginkonu og hún hefur verið mjög skilningsrík í þessu verkefni. Allur minn aukatími hefur farið í þetta, kvöld og helgar.“ – Og kostað helling? „Þetta hefur kostað mikið og ég hefði örugglega getað fengið nýjan bíl fyrir minni pening og þá er ég ekki að reikna með vinnutímann minn sem fór í þetta. Mér finnst mjög gaman að vera út í skúr og vera að dunda í þessu. Margir vinir mínir hafa heimsótt mig og oft hafa þeir horft á mig og haft á orði að þeir hafi ekki séð – Þú hefur sem sagt ekki farið á kvartmílubrautina þar sem hægt er að gefa í? „Nei, þetta er líka í raun meiri ísrúntari þessi bíll. Maður keyrir hann meira svona ljúft í góðu veðri, til dæmis í fornbílaheimsókn á Ljósanótt.“

Kínverskar konuhendur í sætum Við höldum áfram að skoða bílinn og setjum inn í hann. Það er hægt að spyrja um margt og við gerum það. „Ég tók mælaborðið í gegn en það var orðið lúið eftir að bílinn hafði staðið í mörg ár í sólinni í Kaliforníu. Það var allt sprungið. Ég gerði það eins og nýtt og ég skipti líka um alla mæla, setti í það stafræna mæla svo þeir gætu „talað“ við vélina. Innréttingin er úr afmælisútgáfu af Trans Am en þessi bíll var upphaflega með plusssætum. Ég fékk kínverska konu til að sauma fyrir mig ný áklæði en hún býr í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í svona vinnu. Það tók nokkurn tíma en svo kom þetta og ég græjaði þau eitthvað aðeins til, svampinn og svoleiðis. Sætin eru mjög flott og eru úr leðri og þessi bólstrun kostaði ekki mikið. Ég var í tölvupóstsambandi við konuna og um tíma hélt ég að hún væri ekkert að gera – en svo kom þetta bara og var mjög vel gert hjá henni.“

App fyrir tónlist og skiptingu – Í gamla daga þegar svona bílar voru á götunni var eitt af stórum atriðunum hljómflutningstækin í þeim. Tónlistin. Hvernig er því háttað í nýuppgerðum Trans Am? „Það eru ekki hljómflutningstæki í bílnum heldur „bluetooth“-magnari sem ég tengi við símann og spila músíkina þaðan. Bíllinn er frekar

hávær og maður heyrir ekki mjög mikið ef maður er á mikilli gjöf en annars fínt hljóð sem heyrist vel á rólegum rúnti.“ Tónlistin er því spiluð úr „appi“ (smáforriti) úr símanum en það var nokkuð langt í slíka tækni árið 1979.

Fjarstýrðir hurðahúnar Önundur vildi hafa sérstakt „shaved“ útlit á bílnum þar sem mjúkar línur í bland við skarpari línur gefa glæsilegum Trans Am-inum svakalegan svip svo eftir er tekið. Hurðahúnar sjást til dæmis ekki. Þeir eru fjarstýrðir og Önundur smellir bara á litla fjarstýringu til að opna dyrnar tvær. Fleiri litla hluti lagaði okkar maður að sínum hugmyndum. Ýmislegt sem gerir bílinn meira að 2020 árgerð en ekki 1979. Ytri línurnar halda þó sér á bílnum og Önundur vildi halda því útliti. Það enginn vafi þegar maður sér bílinn að hér er á ferðinni Trans Am. Hjólbarðarnir eru til dæmis aðeins breiðari að aftan og felgurnar flottar. Það eru hlutir sem skipta máli í heildarútliti. En þar sem Önundur ákvað að gera bílinn meira að nútímabíl í gömlum búningi þá er hann ekki bara með app fyrir tónlistina. Í símanum sýnir hann okkur app sem stýrir skiptingunni. Hvort bíllinn sé að skipta sér hart eða mjúkt segir hann okkur. „Ekki beint eins og 1979,“ segir hann og opnar vélarhúddið.

Sexhundruð hestar „Þetta er 2018 módelið af LS 3 mótor sem ég lét smíða fyrir mig í Georgíu í Bandaríkjunum, það er sérhæfður aðili í þessu þar.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

neina breytingu frá því þeir komu síðast. Það er partur af svona vinnu. Það eru margir hlutir sem þú sérð ekki utan frá. Ég lagði mikla vinnu í að útlitið væri eins hreint og hægt var, þ.e. ekki snúrur og aukahlutir úti um allt þar sem hægt var að komast hjá því. Nýja vélin tekur til dæmis miklu minna pláss í húddinu en sú gamla en er miklu aflmeiri.“ Við fórum rúnt með Önundi á þessari flottu græju og hann gaf aðeins í fyrir okkur. Fílingurinn er magnaður og krafturinn líka. Kannski er þetta töffaralegasti Trans Am á landinu. Við höldum það alla vega.


18 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dýpkunarframkvæmdir hafnar við Sandgerðishöfn

Eins og vanalega þá líður tíminn áfram og núna er kominn miður september. Veðurfar hefur verið ansi gott í þessum mánuði en þrátt fyrir það er ennþá enginn línubátur kominn á veiðar frá Suðurnesjum. Það styttist reyndar í það. Rán GK sem var búinn að liggja í Keflavík og átti að fara á makríl en enginn makríll varð, bátnum var siglt til Grindavíkur og þar átti að gera bátinn klárann á línu en dráttarkarlinn í bátnum virkaði ekki sem skildi og þeir sem áttu að vera með bátinn vildu ekki róa á honum því Rán GK

veltur svo ofboðslega mikið og hafa ansi margir sjómenn sem pistlahöfundur hefur rætt við sagt það sama – að Rán GK velti allt of mikið og er beinlínis hættulegt að vera á bátnum. Dragnótaveiði hefur verið nokkuð góð og má skipta bátunum í tvo flokka, þá báta sem veiða í Faxafló-

anum og þá báta sem ekki mega veiða þar. Í Faxaflóanum þá er Siggi Bjarna GK með 82 tonn í átta og mest sextán tonn, Benni Sæm GK 65 tonn í átta og Aðalbjörg RE 64 tonn í sjö, Aðalbjörg RE er reyndar að landa í Reykjavík. Sigurfari GK er með 99 tonn í átta og mest tuttugu tonn og Maggý VE frá Vestmanna-

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

eyjum er með 62 tonn í átta. Maggý VE er að landa í Sandgerði en skipstjóri á bátnum er Karl Ólafsson sem var í mörg ár skipstjóri á Örn KE en hann er Sandgerðingur og hefur róið í ansi mörg ár frá Sandgerði. Netabátarnir hafa fiskað nokkuð vel og er Grímsnes GK þar í sérflokki því hann er á ufsanum og gengur mjög vel, er kominn með 86 tonn í fjórum róðrum og mest 26 tonn í róðri. Maron GK 46 tonn í tíu, Halldór Afi GK 23 tonn í ellefu, Hraunsvík GK nítján tonn í níu, Langanes GK 13,6 tonn í sjö og

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Sunna Líf GK sex tonn í tveimur. Sunna landar í Sandgerði hinir í Keflavík og Njarðvík, þar er líka Garpur RE sem er á skötuselsnetaveiðum og hefur landað 1,1 tonni í þremur róðrum. Talandi um Sandgerði þá eru hafnar þar framkvæmdir við að dýpka höfnina – eða réttara sagt svæðið við löndunarkranana. Um er að ræða að dýpkað verður niður á tveggja og hálfs metra dýpi miðað við stórstraumsfjöru og verður það 23 metra svæði út frá bryggjunni. Framkvæmdin sjálf er ansi sérstök og kannski furðuleg, því að Ellert Skúlason ehf. fékk verkið en þeir eiga ekki neinn pramma til þess að vinna svona verk svo í staðinn hefur tugi tonna af grjótmulningi verið ekið og sturtað í sjóinn til þess að búa til pall í sjónum svo gröfurnar geta unnið. Þær geta reyndar bara unnið á fjöru og er þetta stuttur tími sem þeir hafa til þess að vinna því fjörutíminn er í mesta lagi fjórir til fimm klukkutímar. Síðast þegar mokað var þarna upp úr var það fyrir vel um 25 árum síðan þegar að finnska verktakafyrirtækið HAKA kom, sprengi og gerði innsiglingarrennuna og innan hafnar líka, þá voru þeir með gríðarlega öflugan pramma og á honum var mikil og stór grafa sem var hátt í tíu sinnum stærri enn vélarnar sem Ellert Skúlason notar og var þessi risagrafa frá HAKA notuð til þess að moka upp við kranana. Síðan það var gert þá hafa bátarnir stækkað sem nota kranana og því er farið í þessar framkvæmdir. Með þessum pistli [aðeins í ræfrænni útgáfu] fylgir myndband sem tekið var í Sandgerði og sýnir vel þessar framkvæmdir en eins og sést þá er beltagrafan komin ansi vel í sjó þegar þeir hætta verki.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Kinnfiskurinn vinsæll í nýrri fiskbúð Fiskbúð Reykjaness opnaði nýverið í húsnæði við Brekkustíg í Njarðvík. Eigandi búðarinnar er Sigurður Magnússon en hann hefur gengið með hugmyndina í maganum í um tvö ár. Hann hafði unnið við akstur og var á leiðinni austur á land í vondu veðri og efrir hrakfarir og að hafa næstum fokið útaf veginum ákvað hann að hann ætlaði að taka sér eitthvað annað fyrir hendur og fór að vinna að hugmyndinni um opnun fiskbúðar. Hann er reyndar með „fiskbúð í blóðinu“ því móðir hans rak fiskbúð við Hrinbraut í Keflavík fyrir nokkrum árum. Netverjar hafa lengi kallað eftir fiskbúð og Sigurður hefur því svarað kallinu. Og spurður hvort þeir sem hafa kallað eftir búðinni hafi svo mætt í Fiskbúð Reykjaness, þá svarar Sigurður því játandi. Það er búin að vera góð traffík í búðinni frá fyrsta degi. Sigurður segir aðsóknina góða miðað við að það sé sumartími. Sumarið er alls ekki besti sölutími fiskbúða. Hann er á haustin og fram í mars. Fiskbúð Reykjaness fær hráefni víða. Hann tekur fisk beint af bátum og kaupir einnig á markaði og frá fiskvinnslustöðvum. Sigurður segir markmiðið að vera alltaf með ferskasta fiskinn og mikið kapp er lagt á að ná í fiskinn sem ferskastan. Áhersla er lögð á fjölbreytt fiskborð og að vera með rétti sem eru tilbúnir beint á pönnuna eða í ofninn. Kinnfiskur (þorskkinnar) er að rokseljast þessa dagana en eldri kynslóðin sækir í hann og segir algjört lostæti. Sigurður segir að tilbúnir réttir séu einnig vinsælir, eitthvað sem sé hægt að stinga beint í ofninn. Núna er ýsa í hungangssinnepssósu rosalega vinsæl. Fiskur í Mexíkósósu

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

er einnig vinsæll. Lúða í marineringu er einnig að rokseljast en Sigurður segir að fólk sé í dag mun tilbúnara til að prófa ýmsa fiskrétti. Það vakti athygli þegar blaðamaður kom í fiskbúðina að það var fullt af fólki að vinna í búðinni. Sigurður segir að Fiskbúð Reykjaness sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Móðir hans sé að vinna í búðinni, enda vön fiskbúð eftir að hafa rekið búðina við Hringbraut á sínum tíma. Systir hans er einnig að vinna í búðinni og hennar maður. Þá hafa fleiri úr fjölskyldunni komið að smíðavinnu og undirbúningi að opnun fiskbúðarinnar. Fiskbúð Reykjaness verður opin frá kl. 10-19 alla virka daga. Fiskborðið á að vera fjölbreytt og aldrei það sama næsta dag. Þegar viðrar fyrir grill þá eru útbúin grillspjót og annað sem virkar vel á grillið. Alla daga eru nýir réttir í bland við hefðbundna soðningu. Þá er hægt að fá humar í öllum stærðum og skelfisk.

AUGLÝSING UM TILLÖGUR AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR 2013 - 2030 OG BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI NA-SVÆÐIS KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga svo og breytingu á deiliskipulagi NA-svæðis Keflavíkurflugvallar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Isavia, isavia.is/skipulag-i-kynningu. Einnig verða tillögurnar til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og aðalskipulagstillagan hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b frá og með 17. september 2020 til og með 30. október 2020. Meginbreyting skipulagsáætlana felur í sér heimild fyrir nýjum þjónustuvegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. október 2020.

vf is

Skila skal skriflegum athugasemdum og /eða ábendingum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða á netfangið sveinn.valdimarsson@isavia.is.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Líflegt starf hjá Hernum „Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelísk hreyfing, hluti af hinni almennu kristnu kirkju. Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni. Þjónustan er knúin af kærleika Guðs. Verkefnið er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists og í hans nafni mæta þörfum fólks án mismununar,“ segir í alþjóðleg yfirlýsingu Hjálpræðishersins (The Salvation Army Mission Statement) um starfsemi Hjálpræðishersins. Í Hjálpræðishernum á Íslandi eru þrír flokkar (söfnuðir), á Akureyri, í Reykjanesbæ og Reykjavík. Aðalskrifstofa Hjálpræðishersins á Íslandi og í Færeyjum er staðsett í Reykjavík. Hjálpræðishernum á heimsvísu er skipt niður í umdæmi en Hjálpræðisherinn á Íslandi er hluti af umdæminu Ísland, Noregur og Færeyjar. Svæðisforingi á Íslandi er Hjördís Kristinsdóttir.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Við höfum aðeins verið að upplifa það að fólk haldi að Hjálpræðisherinn sé ekki lengur með starfsemi í Reykjanesbæ en hér erum við og það er ýmislegt í gangi,“ segja hjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Kristinn Skjaldarson sem hafa helgað sig starfi Hjálpræðishersins síðustu ár. Þau eru bæði flokksleiðtogar hjá Hjálpræðishernum. Hjördís er að auki svæðisforingi eins og segir að framan og Ingvi Kristinn er umsjónarmaður fasteigna. Þau hafa síðustu ár beint sjónum sínum að starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík en hafa núna nýlega einnig tekið að sér umsjón starfsins í Reykjanesbæ. Með þeim í starfinu eru þau Hannes Bjarnason og Birna Dís Vilbertsdóttir sem einnig eru flokksleiðtogar en verkefnastjóri barna-, unglingaog fjölskyldustarfs er Linda Björk Hávarðardóttir. Þau Hjördís og Ingvi benda á að núna á tímum mikils atvinnuleysis þá hefur fólk örugglega nægan tíma og hjá Hjálpræðishernum er margt í boði sem fólk getur tekið þátt í.

Myndarlegt starf í fataflokkun Sjálfboðaliðar í fataflokkun Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum REYKJANESBÆR

GARÐUR

GRINDAVÍK

Landsbankinn, Krossmóa

Kjörbúðin

Nettó

Olís Básinn

Íþróttamiðstöðin

Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62

SANDGERÐI

VOGAR

Kjörbúðin

Verslunin Vogum / N1

Bókasafn Reykjanesbæjar Krambúðin, Hringbraut Sigurjónsbakarí, Hólmgarði Sundmiðstöð Keflavíkur Nettó, Krossmóa Nettó, Iðavöllum Nesvellir Kostur Njarðvík Krambúðin, Innri-Njarðvík

Íþróttamiðstöðin

Þegar blaðamaður Víkurfrétta heimsótti Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ, sem er til húsa að Flugvallarbraut 730 á Ásbrú, þá var þar myndarlegur hópur kvenna í fataflokkun. Þær mæta alla virka daga í Herinn og flokka fatnað fyrir fata- og nytjamarkaðinn Hertex sem er rekinn í Reykjavík. Þær eru einnig með markað í húsi Hjálpræðishersins á Ásbrú sem í augnablikinu er rúmgóður og hefur lagt undir sig samkomusal Hjálpræðishersins. Þessa dagana er þó verið að innrétta verslunarrými í húsinu þar sem Hertex verður til húsa í náinni framtíð. Búðin verður opin frá klukkan 16 til 18 á föstudögum og klukkan 12 til 16 á laugardögum. Konurnar mæta alla virka daga á milli klukkan 10 og 14 og flokka fatnað en einnig til að ræða málin yfir kaffibolla en lögð er áhersla á að hver vinni á sínum hraða og hafi ánægju af því sem tekist er fyrir hendur hverju sinni. „Þetta á ekki að vera akkorðsvinna, þetta á líka að vera samfélag þar sem er gott að koma saman og eiga samfélag hver við aðra,“ segir Hjördís og bætir því við að auðvitað séu karlar líka velkomnir. Prjónahópur hittist í Hjálpræðishernum á þriðjudögum klukkan 19:30 til 21:30 með handavinnuna sína. „Þar, líkt og í fataflokkuninni, er hugmyndin að fólk eigi þetta samfélag að geta spjallað um daginn og veginn. Á þriðjudögum, í hádeginu, er líka það sem er kallað bæn og matur. Það er bænastund þar sem við syngjum líka saman og fáum okkur svo að borða. Maturinn kostar 500 krónur en ef maður á ekki þann pening þá borðar þú bara frítt. „Það er engum úthýst frekar en venjulega hjá Hjálpræðishernum,“ segir Hjördís jafnframt.

Unglingastarf á Ásbrú í samstarfi við KFUM&K Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er kominn í samstarf við KFUM&K og verður með unglingastarf á Ásbrú á miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:00 til 21:30. „Við byrjum á að vera með þennan hitting fyrir unglingana en ef við fáum einhvern til að


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Þrátt fyrir fréttir af bágu ástandi á Suðurnesjum þá segja þau Hjördís og Ingvi að fataflokkunarverkefnið í Reykjanesbæ sé að halda uppi Hertex-búðunum í Reykjavík og að frá Suðurnesjum berist áberandi góður fatnaður og að Suðurnesjafólk sé örlátt að gefa vandaðan fatnað í fatasöfnunargámana hér suður með sjó. Héðan sé að berast betri og vandaðri fatnaður en almennt gerist. sjá um mat á undan, þá munum við bjóða upp á það. Það búa núna um 3.000 manns á Ásbrú þannig að það hljóta að vera skrilljón krakkar hérna sem eru til í svona starf,“ segja þau Hjördís og Ingvi. Þau segja gaman að geta boðið upp á þetta starf fyrir krakkana í 8. til 10. bekk. Byrjað verður á þeim aldurshópi en síðan bætt við eftir getu og áhuga og því sem þörfin kallar á. Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er einnig að fara af stað með sjálfboðaliðanámskeið þann 22. september. Ef fólk vill kynnast því sem Herinn býður upp á þá eru þeir velkomnir á þetta námskeið. Byrjað verður með mat klukkan 18:30 og svo hefst námskeiðið klukkan 19:00. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir þá sjálfboðaliða sem þegar eru að starfa með Hjálpræðishernum en einnig nýja sjálfboðaliða eða þá sem vilja kynna sér hvað er í boði hjá Hjálpræðishernum. Hjálpræðisherinn er líka með fermingar og nú eru tvö fermingarbörn af Suðurnesjum að byrja í fermingarfræðslu á laugardaginn. Fermingarbörn á vegum Hjálpræðishersins í Reykjavík koma einnig í fræðslu til Reykjanesbæjar þar sem húsnæði Hjálpræðishersins í Reykjavík er ekki tilbúið en það er á lokametrunum í byggingu.

13:00. Verkefnið er þannig að sögð er biblíusaga og síðan fer fjölskyldan í það að föndra upp úr sögunni sem flutt var. Svo endar hópurinn á því að borða saman. Þetta verður einu

sinni í mánuði, fjórða hvern laugardag. Þegar Hertex-búðin hefur verið opnuð í sínu rými í húsi Hjálpræðishersins og samkomusalurinn fær sitt

gamla hlutverk þá opnast líka rými til að bæta enn frekar í dagskrána í vetur. Þannig eru hugmyndir um spilakvöld og ýmislegt fleira. Þá vilja konurnar í fataflokkuninni koma

því á framfæri að á meðan þær eru í húsinu að sinna sínu starfi þá stendur húsnæði Hjálpræðishersins öllum opið sem vilja koma þangað með prjóna eða bara í kaffi. Það er opið hús fyrir alla á meðan starfsemi er í húsinu.

Öllum líður vel Stelpurnar í fataflokkuninni voru sammála um að þeim líði öllum vel að starfa sem sjálfboðaliðar fyrir Hjálpræðisherinn. Það gæfi þeim mikið að koma saman frekar en að vera einn að rolast heima yfir engu. Önnur lýsir því að starfið hjá Hernum hafi bjargað geðheilsunni, að komast innan um annað fólk. Þær lýsa ljúfum anda og að koma saman á hverjum morgni sé gott samfélag. „Við bæði hlæjum og grátum saman hérna og það ríkir mikið trúnaðartraust á milli okkar,“ segir ein þeirra.

Áberandi vandaður fatnaður frá Suðurnesjum Þrátt fyrir fréttir af bágu ástandi á Suðurnesjum þá segja þau Hjördís og Ingvi að fataflokkunarverkefnið í Reykjanesbæ sé að halda uppi Hertex-búðunum í Reykjavík og að frá Suðurnesjum berist áberandi góður fatnaður og að Suðurnesjafólk sé örlátt að gefa vandaðan fatnað í fatasöfnunargámana hér suður með sjó. Héðan sé að berast betri og vandaðri fatnaður en almennt gerist. „Þetta er mikið af góðum og vönduðum vörum og í því magni að það er ekki hægt að selja það allt í búðinni hér á Ásbrú. Þess vegna fer einnig mikið af fatnaði héðan í Hertex-búðirnar í Reykjavík. Þess vegna viljum við líka fá fleiri sjálfboðaliða hingað, því það væri hægt að vinna mun meira af vöru héðan en við viljum ekki drekkja þeim sem eru hérna í meiri vinnu,“ segir Hjördís.

Föndurkirkja Föndurkirkja er verkefni sem byrjar hjá Hjálpræðishernum 26. september. Húsið opnar klukkan 11:00 og föndurkirkjan stendur til klukkan

Stendur öllum opinn

Það er engum úthýst frekar en venjulega hjá Hjálpræðishernum Hjónin Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Kristinn Skjaldarson.

Þau Hjördís og Ingvi segja að lokum að Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ standi opinn öllum sem séu með góðar hugmyndir og starfsemin muni fyrst og fremst ráðast af vilja og getu fólks til að framkvæma. Það megi gauka góðum hugmyndum að þeim og ef einhver fáist til að leiða verkefni þá sé hægt að koma þeim á koppinn. Hjálpræðisherinn er ein stór fjölskylda þar sem stutt er við einstaklingsframtak. Þau Hjördís og Ingvi eru bæði leiðtogar hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík en frá 1. ágúst síðastliðnum tóku þau einnig að sér að leiða starfið í Reykjanesbæ. Hér suður með sjó er enginn fastur starfsmaður en þau munu fylgja eftir því starfi sem hér er í góðu samráði við þá sjálfboðaliða sem eru að starfa í Reykjanesbæ. Hafa má samband við þau á póstföngin hjordis@ herinn.is og ingvi@herinn.is.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI FER VEL AF STAÐ HJÁ FJÖLSMIÐJUNNI Starfsemi Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum er ansi merkileg og ekki síður nauðsynleg í nútímasamfélagi en hún var stofnuð árið 2010. Stofnendur voru Rauði kross Íslands og Suðurnesjadeild hans, Reykjanesbær, Vinnumálastofnun, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Félag iðn og tæknigreina. Helstu markmið eru að hjálpa ungu fólki á aldrinum 16 til 24 ára að finna sitt áhugavið, öðlast starfsreynslu og auka þar með möguleika á þáttöku í atvinnulífi eða komast í nám. Fleiri mannbætandi þætti mætti nefna meðal markmiða en um tvöhundruð ungmenni hafa verið undir handleiðslu Fjölsmiðjunnar frá opnun og nú nýlega voru tvö ungmenni að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla eftir að hafa hafið þann veg í Fjölsmiðjunni. Í Fjölsmiðjunni er Kompan sem er nytjaverslun og nýjasta afurðin er reiðhjólaverkstæði.

Viðburðir í Reykjanesbæ Harry Potter sýning Föstudaginn 18. september kl 16:30 verður myndin Harry Potter og viskusteinninn sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar. Myndin er sýnd með íslenskum texta. Tilboð verður á Ráðhúskaffi, kókómjólk og smákaka á 400 kr. Fataskiptamarkaður Laugardaginn 19. september frá klukkan 13:00 til 16:00 verður haldinn fataskiptimarkaður í Bókasafni Reykjanesbæjar. Þar verður hægt að skipta á gömlum fötum fyrir ný. Markaðurinn er fyrir vel með farin föt og leikföng en sérstök áhersla verður lögð á útifatnað að þessu sinni.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umhverfissvið - Verkefnastjóri fráveitu Velferðarsvið - Ráðgjafi - Starfsmaður á heimili fatlaðra barna - Sérfræðingur í barnavernd Vinnumarkaðsúrræði - Starfsmaður menningarmála - Vefþróun og stafræn markaðssetning - Verkefnastjóri í Súluna verkefnastofu - Verkferlagerð á fjármálaskrifstofu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Þorvarður Guðmundsson stýrir málum á staðnum og við hittum hann í Fjölsmiðjunni og ræddum við hann um starfsemina. „Það er rosalega margt í gangi hérna. Þetta er vinnuþróunarsetur fyrir krakka sem hafa lent í óvirkni eða dottið út af vinnumarkaði. Þeim er vísað til okkar frá félagsþjónustunni og Vinnumálastofnun. Frá upphafi hafa farið um 200 krakkar hér í gegn. Þau eru tuttugu og tvö hérna núna á aldrinum 16 til 24 ára. Hér eru þau í þjálfun við að komast í virkni og æfa sig á atvinnumarkaði.“ – Hver eru helstu verkefnin? Þið rekið hérna verslun og eitthvað fleira. „Kompan er sýnilegi hlutinn af okkar starfsemi. Þessi nytjamarkaður hefur bara stækkað og stækkað. Það eru mörg störf sem eru starfsþjálfunarstörf sem tengjast þessu, s.s. í afgreiðslu og undirbúningi. Kompan er það sem hefur haldið okkur á floti og við njótum þess að fólk á Suðurnesjum er mjög velviljað í okkar garð. Við fáum mikið af góðum munum sem við svo seljum. Þetta eru munir sem eru að koma frá fólki og fyrirtækjum. Fólk er farið að hugsa út í það að það vilji ekki henda hlutum og vill frekar gefa þeim framhaldslíf hjá einhverjum öðrum.“ – Hvaða munir eru þetta? „Í rauninni allt sem tengist heimili nema fatnaður. Fatnaður og skór fer til Rauða krossins en við erum með húsmuni og húsgögn. Hér eru skrautmunir, geisladiskar, plötur og bækur en við seljum helling af bókum. Við fáum ofboðslega mikið af góðum vörum. Barnakerrur, reiðhjól og margt fleira. Við erum með sendibíl í gangi allan daginn alla daga að ná í vörur og keyra heim fyrir fólk.“ – Þið sækið þá húsgögn heim til fólks sem vill gefa ykkur? „Já, það eru þrír nemar á bílnum og þeir meta ástand þess sem á að gefa. Ef þeim lýst ekki á ástandið þá afþakka þeir kurteisislega eða hafa samband við okkur. Svo kemur fólk líka mikið með til okkar. Svo bjóðum við upp á heimakstur á stærri vörum þegar fólk er búið að kaupa þær hjá okkur. Við erum því háð því að einhverjir nemar séu með bílpróf og bíllinn stoppar nánast aldrei. Við fórum á síðasta ári yfir 1400 sendingar.“

Þetta snýst um það að koma krökkum áfram í lífinu og rjúfa óvirkni og einangrun. Þetta eru allt flottir krakkar sem þurfa bara smá aðstoð til að komast áfram. ... – Hverjir eru svo viðskiptavinir Fjölsmiðjunnar? „Það er fjölbreyttur hópur. Það eru fastagestir í búðinni okkar sem koma snemma og eru að leita að einhverjum ákveðnum hlutum. Hingað koma safnarar. Svo er það almenningur sem er að stofna heimilisfesti á Suðurnesjum og vantar eitthvað í búið. Svo erum við farin að fá fólk af höfuðborgarsvæðinu. Orðsporið hefur borist og Facebook-síðan okkar hefur skilað rosalega miklu eins og Instagram, þannig að við erum að sjá nýtt fólk í hverri viku. Svo eru margir innflytjendur sem nýta sér nytjamarkaðinn hér og eru vön þeirri stemmningu að heiman. Við þurfum reyndar að venja fólk á það að prútta ekki. Hér verðleggjum við vörur á sanngjörnu verði og um verðið á ekki að þurfa að prútta. Hér rennur allur afgangur til að halda þessu gangandi sem er mjög mikilvægt fyrir það unga fólk sem hér er.“ – Þetta er gefandi starf. „Já, bæði gefandi og krefjandi. Þetta snýst um það að koma krökkum áfram í lífinu og rjúfa óvirkni og einangrun. Þetta eru allt flottir krakkar sem þurfa bara smá aðstoð til að komast áfram. Það er eitthvað sem hefur hent í þeirra lífi þannig að þau hafa dottið úr gírnum. Okkar hlutverk er að taka þau að okkur og finna styrkleikana. Við vinnum út frá styrkleika og jákvæðri styrkingu. Svo býðst þeim að fara í markþjálfun hjá mér ef sá vilji er til og það hafa margir nýtt sér það. Við erum með þetta einstaklingsmiðað á hvern og einn. Það er gaman að segja frá því

að það voru þrír nemendur frá okkur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vetur, þrír í grunnmenntaskólanum og fjölmargir sem fóru á námskeið hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, þannig að þar eru margir hér að ná sér í fræðslu, sem er mjög mikilvæg.“ – Reiðhjólaverkstæðið er ný starfsemi hjá ykkur. „Verkstæðið er viðbót við það sem fyrir var. Með þessu erum við að vonast til að geta stækkað viðskiptavinahópinn. Við erum einnig komin með nýtt verkefni sem höfðar til þeirra stráka sem eru hér hjá okkur en flestir sem nýta sér þjónustu vinnuþróunarsetursins eru strákar og þeir eru margir mjög færir í þessum viðgerðum. Við erum líka að horfa á að á reiðhjólaverkstæðið kemur annar hópur en er að versla á nytjamarkaðnum. Þetta býr til meiri umferð fólks um Fjölsmiðjuna og svo er þetta einnig til að svara þörf en ekkert reiðhjólaverkstæði hefur verið í Reykjanesbæ um nokkurn tíma. Við ákváðum að kaupa lager Hjólabúðarinnar í fyrra þegar okkur bauðst hann. Við söfnuðum styrkjum fyrir helmingnum og létum vaða. COVID-19 setti reyndar smá strik í reikninginn því við gátum ekki opnað á þeim tíma sem við ætluðum. Hér átti að opna í mars en við erum núna komin af stað og höfum fengið til liðs við okkur nýjan verkstjóra sem er vanur hjólamaður og hjólaviðgerðum. Þetta fer vel af stað. Starfsemin á verkstæðinu verður þannig að fólk pantar tíma í viðgerð fyrir hjól. Við höfum ekki húspláss til að geyma fjölda hjóla. Fólk pantar bara tíma fyrir viðgerðir og sækir svo strax að viðgerð lokinni og þá kemst næsti að.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Birgitta Ósk Helgadóttir í verslun Verzlunarfélagsins við Hafnargötu 54 í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Verzlunarfélagið FLUTTI FR Á EGILSSTÖÐUM TIL KEFLAVÍKUR OG OPNAÐI VIÐ HAFNARGÖTU Fjölskylda frá Egilsstöðum settist að í Reykjanesbæ í vetur. Þau fluttu verslun með sér þvert yfir landið og hafa nú opnað Verzlunarfélagið í húsnæði við Hafnargötu 54 í Keflavík. Verslunin var áður rekin á Egilsstöðum og einnig á netinu á slóðinni verzlunarfelagid.is. „Maðurinn minn hafði starfað við smíðar hér í Reykjanesbæ í á annað ár og það var mikið um ferðalög fram og til baka, þannig að í vetur ákváðum við að gera eitthvað nýtt

og flytja bara til Reykjanesbæjar,“ segir Birgitta Ósk Helgadóttir, sem á Verzlunarfélagið ásamt eiginmanni sínum, Guttormi Pálssyni. Hún er frá Borgarfirði eystri og hann frá Egils-

stöðum. Birgitta og Guttormur höfðu búið á Egilsstöðum í tíu ár áður en þau ákváðu að koma til Reykjanesbæjar. Og þau völdu sér heldur betur tímasetninguna og höfðu bara búið í bæjarfélaginu í eina viku þegar öllu var lokað vegna COVID-19. Verzlunarfélagið er átti að vera löngu búið að opna við Hafnargötuna, en þau reka einnig vefverslun og hún hafði aðstöðu fyrir vörulager í bílskúrnum við heimili þeirra í Njarðvík.

— Hvað einkennir þessa verslun ykkar? „Þetta er verslun með gjafavöru og heimilisvöru. Þetta er skandinavísk verlsun með vörur frá Danmörku, Svíþjóð og reyndar Hollandi líka. Við erum að flytja vörurnar inn sjálf og leitumst við að bjóða vörur sem fást ekki annarsstaðar á Íslandi. Við reynum að vera með vörur á góðu verði og það hefur reynst vel“. Verzlunarfélagið opnaði á Egilsstöðum 2016 og vefverslunin opnaði samhliða og að sögn Birgittu er viðskiptahópurinn um allt land og margir af Suðurnesjum hafa verið í hópi viðskiptamanna og hafa því tekið versluninni við Hafnargötu fagnandi. „Við höfum haft opið hér við Hafnargötuna í tvær vikur og fengið frábærar móttökur og fólk virðist líka almennt glatt yfir því að það sé að færast aftur verlsunarlíf í götuna.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Fólk segir að því langi að versla í heimabyggð og það er jákvætt“. Verzlunarfélagið er ekki eina nýja búðin við Hafnargötu og fleiri nýjar verslanir eru að opna við götuna um þessar mundir. Birgitta segir að í Verzlunarfélaginu eigir þú að geta komið inn og keypt þér eitthvað fallegt fyrir heimilið án þess að að kosti hálfan handlegginn. Vörurnar segist hún finna á vörusýningum erlendis og einnig í gegnum netið. Þrátt fyrir COVID-19 hefur gengið vel að fá vörur til landsins frá byrgjum erlendis. Verzlunarfélagið er opið virka daga frá kl. 11 til 18 og á laugardögum frá kl. 11 til 15.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Slakar á í heitu pottunum eftir góðan sundsprett Falur J. Harðarson segir að tilfinningin fyrir

Selfie af gönguferð á Straumnesfjall. Óli mágur, Hulda systir, Magga og Jana.

Netspj@ll

haustinu og vetrinum sé bara góð. „Þetta eru krefjandi tímar sem ber að tækla af skynsemi. Ég held að það sé hollt að einbeita sér að því sem maður hefur stjórn á sjálfur og huga vel að því að rækta sjálfan sig,“ segir hann í Netspjalli við Víkurfréttir.

Falur og Magga í Borgarnesi í sumar.

Urður og Jana í Aðalvík.

Falur með Huldu systur sinni í Aðalvík.

– Nafn: Falur Jóhann Harðarson. – Árgangur: 1968. – Fjölskylduhagir: Giftur Margréti Sturlaugsdóttur. Við eigum saman Lovísu (1994), Elfu (1998) og Jönu (2005). Urður (2003) er fósturdóttir okkar. – Búseta: Keflavík. – Hverra manna ertu og hvar upp alinn? Ég er sonur Harðar Falssonar og Ragnhildar Árnadóttur og ólst upp á Heiðarvegi 10 í Keflavík.

– Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu? Ég er búinn að þjóta um landið og spila golf á mjög mörgum stöðum eins og Siglufirði, Húsavík, Sauðárkróki, Hellu, Selfossi, Hveragerði, Borgarnesi og Stykkishólmi til að nefna nokkra. Annars var sumarfríið í Aðalvík á Hornströndum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 25

Falur og stelpurnar við Dynjanda á Vestfjörðum.

– Hvernig slakarðu á? Fer í heitu pottana í lauginni eftir góðan sundsprett en ég reyni að synda á hverjum degi enda hollt og gott fyrir íþróttaslitin hné. – Hvaða matur er í uppáhaldi hjá þér? Góð nautasteik með öllu. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég er nokkurn veginn alæta á tónlist en ég hef mjög gaman af íslenskri tónlist og gaman að hlusta og sjá hversu öflugt tónlistarfólk okkar er. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi nokkuð mikið á íþróttir en hef samt ekki haft gaman af þeim í Covid-ástandi með enga áhorfendur nema kannski golfið. Annars dett ég í eina og eina seríu annaðhvort á streymisveitu eða sjónvarpsstöð. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég kolféll fyrir Yellowstone í sjónvarpi Símans og bíð spenntur eftir fjórðu seríu og þátturinn Með okkar augum er kannski það helsta sem ég missi ekki af enda algjörlega frábær.

Lovísa, elsta dóttir Fals og Margrétar, giftist Gunnari Þorsteinssyni 22. júlí, á einum af besta degi sumarsins. Það var svo heitt að Flóki litli sonur þeirra var með vatnsbrúsa í athöfninni.

– Besta kvikmyndin? Ég get alltaf horft aftur og aftur á Shawshank Redemption og finnst hún alltaf jafn góð. Annars hef ég mest gaman af góðum grínmyndum. – Skipulagðir þú sumarfríið fyrirfram eða var það látið ráðast af veðri? Fríið í Aðalvík var skipulagt en við eltum veðrið til að spila golf.

– Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? Það eru mjög margir fallegir staðir og gaman að heimsækja en Aðalvíkin á Hornströndum er einstök.

– Hvaða staður fannst þér áhugaverðast að heimsækja í sumar? Aðalvíkin er óviðjafnanleg og alltaf yndislegt að koma þangað, lítið breyst frá því ég kom þar fyrst þegar ég var fjöára enda friðað land. Móðuramma mín var fædd og uppalin í Aðalvík og er húsið sem hún ólst upp í í góðu standi og í eigu fjölskyldunnar.

– Ætlar þú að ferðast eitthvað meira innanlands á næstunni? Ekki ólíklegt að ég spili golf einhvers staðar á vestur- og suðurlandi og líklegt að ég fari til Eyja til að spila golf.

– Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Við áttum alveg frábæra daga þegar við keyrðum um sunnanverða vestfirði á leiðinni heim úr Aðalvík. Stoppuðum nánast alls staðar eins og t.d. Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Menningarsetrinu á Hrafnseyri, við Dynjanda og á Rauðasandi.

Magga og Elfa í kvöldsólinni.

– Hvert er þitt helsta áhugamál? Golf, körfubolti og allt sem börnin mín eru að gera. – Ertu að sinna áhugamálum eins og þú vildir? Já, svo sannarlega. Ég og Magga erum búin að vera mjög dugleg ásamt vinafólki á golfvöllum í sumar. Varðandi körfuboltann, þá þjálfaði ég Fjölni í Grafarvogi síðastliðin þrjú ár en ætla að taka mér smá pásu frá þjálfun.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/ eða -rithöfundur? A Lifetime of Observations and Reflections on and off the court eftir John Wodden. Bækur eftir John Wodden, fyrrum körfuboltaþjálfara UCLA-háskólans, hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Annars hef ég mjög gaman af ævisögum en þar er Shoe Dog eftir Phil Knight í miklu uppáhaldi. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er leiðinlegur einn með sjálfum mér! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirferli og óheiðarleiki. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: Iss, þetta er ekki neitt! – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Byrja alltof margar setningar á að segja: „Heyrðu ... “! – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Til háskólaáranna í Charleston í Suður-Karólínu 1991–1994. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Gefðu boltann“. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? 2020 á klárlega eftir að vera fyrirferðamikið í sögubókum framtíðarinnar. Þetta er búið að vera eftirminnilegt tímabil sem við munum klárlega komast í gegnum. – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Bara góð. Þetta eru krefjandi tímar sem ber að tækla af skynsemi. Ég held að það sé hollt að einbeita sér að því sem maður hefur stjórn á sjálfur og huga vel að því að rækta sjálfan sig.

Falur og Alli eru búnir að spila smá golf í sumar.


26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stálu tölvum og raftækjum í vallarhúsi Njarðvíkinga Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú innbrotsþjófa sem brutust inn í vallarhús knattspyrnudeildar Njarðvíkur aðfaranótt mánudags. Þó nokkru magni af raftækjum var stolið auk þess sem skemmdir voru unnar á húsinu við Rafholsvöll í Njarðvík. Á myndskeiði sem hefur verið dreift á netinu má sjá þrjá menn koma gangandi að húsinu og fara inn í húsið með því að sparka upp hurð eftir að hafa farið á allar dyr og glugga þess. „Því miður eru ónytjungar á meðal vor sem eiga hvergi heima nema í tugthúsinu. Þeir stálu fartölvu, vallarhátölurunum, soundbar, myndvarpa, PS4 og fleira. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Ef einhverjir kannast við þessa félaga biðlum við til fólks að upplýsa lögregluna um málið,“ segir í færslu deildarinnar á Facebook.

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Við umferðareftirlit í íbúðarhverfum í Keflavík, þar sem hámarkshraði er 30 km, óku nítján of hratt. Sá sem hraðast ók mældist á 60 km hraða og þar með á tvöföldum hámarkshraða. Þá voru nokkrir teknir úr umferða vegna gruns um vímuefnaakstur og tveir reyndust aka sviptir ökuréttindum.

Ærslabelgur eyðilagður Nokkuð hefur verið um skemmdarverk og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Tveir byggingakranar á Ásbrú urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum sem brutu fjögur ljós á þeim og fjarlægðu þrjú öryggi úr rafmagnstöflum. Þá voru unnar skemmdir á ærslabelg í 88 húsinu sem er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga. Var hann ónýtur eftir athæfið og er tjónið metið á um tvær milljónir króna.

„Að hvetja þingmenn til dáða“ Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nálgast nú 20%. Staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum er alvarleg. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Þingmenn kjördæmisins geta ekki setið aðgerðalausir hjá. Samstarf þeirra við bæjarstjórnir og bæjarfulltrúa er mikilvægt. Traust og gagnkvæm virðing verður að ríkja. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar bókaði nýverið um alvarlega stöðu í atvinnumálum og hvatti ríkisstjórnina og þingmenn svæðisins til dáða.

Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður Miðflokksins og situr í fjárlaganefnd Alþingis.

Ég fylgist reglulega með bæjarstjórnarfundum í Reykjanesbæ á netinu. Auk þess leitast ég við að lesa fundagerðir annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Í síðasta mánuði var rætt um atvinnumál á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Þar var meðal annars til umræðu tillaga sem ég flutti á Alþingi í júní síðastliðnum um varnartengdar framkvæmdir í Helguvík. Ég vil víkja hér aðeins að umræðunni um málið á bæjarstjórnarfundinum, en fyrst aðeins um tillögu mína á Alþingi.

Endurbætur Helgvíkurhafnar hefðu skapað fjölmörg störf Við afgreiðslu fjáraukalaga í júní síðastliðnum flutti ég breytingartillögu um 235 milljón króna mótframlag Íslands til Mannvirkjasjóðs NATO. Um er að ræða fyrsta áfanga í fimm ára framkvæmda-

áætlun fyrir Ísland og um leið fyrsta framlag Íslands, sem verður samtals 1.175 milljónir króna á fimm árum. Framlag NATO nemur allt að fjórtán milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðherra á Alþingi og var einkum ætlað til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík, sem hefði síðan komið að borgaralegum notum. Framkvæmdin hefði skapað fjölmörg störf á erfiðum tímum á Suðurnesjum. Tillagan var efnislega sú sama og utanríkisráðherra lagði fram í ráðherranefnd um ríkisfjármál í apríl. Tillaga ráðherra fékk ekki afgreiðslu í nefndinni vegna ágreinings í ríkisstjórninni. Með því að leggja tillöguna fyrir Alþingi fékk þingið í fyrsta sinn tækifæri til að fjalla um málið og greiða um það atkvæði. Tillagan var því miður felld af ríkisstjórnarflokkunum. Ekkert verður því að milljarða framkvæmdum í Helguvík, ekki meðan þessi ríkisstjórn situr.

Allir með! „Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn.“ Svo segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tekur mið af réttindum barna og þeim skyldum sem ríki þarf að standa við gagnvart börnum og fjölskyldum þeirra. Sáttmálinn er samkomulag til samfélagsþegna um menntun, viðhorf, samskipti og uppeldi barna. Samskipti eru helsti áhrifavaldur sjálfsmyndar og því mikilvægt að fá rétt verkfæri til þess að eiga í góðum samskiptum og byggja jákvæða sjálfsmynd. Félagsfærni er færni í því að sýna góðvild, þekkja tilfinningar sínar og sjá hlutina frá sjónarhorni annarra. Þau börn sem eru með sterka félagsfærni eru líklegri til þess að blómstra í mannlegum samskiptum. Frá unga aldri er barn að efla eigin félagsfærni, sem mótast að mörgu leyti út frá þeirri sjálfsmynd sem barn byggir á eigin mati á ágæti sínu og hversu hæft það telur sig vera meðal jafningja. Sjálfsmatið byggist á því sem barn heyrir um sjálft sig, hvað aðrir hafa um það að segja og hvernig aðrir sjá það. Þannig mótar það skynjun og upplifun sína. Það skiptir máli að öll börn fái tækifæri til að mynda félagsleg tengsl og skapa fallega

vináttu við aðra. Ástæðan er sú að vinátta er okkur öllum mikilvæg, hún stuðlar að aukinni hamingju og vellíðan og hefur jákvæð áhrif á frammistöðu í námi og íþróttum. Ef börn upplifa að þau eigi pláss meðal jafningi í tómstundum eru þau líklegri til þess að stunda hreyfingu og mæta í skipulagðar tómstundir sem hefur jákvæð áhrif á líðan þeirra í ljósi þess að þegar við hreyfum okkur styrkjum við líffærakerfið okkar, þolið eykst og þreyta minnkar. Hreyfingin hefur einnig jákvæð áhrif á andlega líðan og svefngæði aukast samhliða hreyfingu. Rannsóknir hafa staðfest að með líkamlegri hreyfingu eykst andlega og lík-

amleg vellíðan, sjálfstraust eykst og hefur verndandi áhrif gegn þunglyndi og kvíða. Að eiga góða vini í tómstundum, finna að þú tilheyrir hópnum og sért velkominn er lykilatriði í andlegri og líkamlegri vellíðan barns. Með samfélagsverkefninu ALLIR MEÐ gefst þátttakendum í samfélagi Reykjanesbæjar tækifæri til að styðja hvert annað í jákvæðum samskiptum og tengslum við vini, fjölskyldu og samstarfsfólki. Þannig má auka andlega og líkamlega vellíðan barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Framtíð barnsins tengist framtíð samfélagsins! Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar.

Ógagnlegur málflutningur bæjarfulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ Á fyrrgreindum bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ hafði annar af bæjarfulltrúum Framsóknar þetta að segja um tillögu mína á Alþingi: „Mér fannst þetta sérstakt upphlaup og gert fyrst og fremst til þess að slá einhverjar pólitískar keilur.“ Einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks hafði þetta að segja: „Ég er ekki að biðja um svona vinnubrögð þingmanna, koma með tillögur inn á þing sem eru dæmdar til að vera felldar.“ Skoðun bæjarfulltrúanna liggur fyrir. Vönduð tillaga á Alþingi um mikilvægar framkvæmdir við höfnina í Helguvík, sem hefði skapað fjölmörg störf er: „upphlaup“ - „pólitískar keilur“ og „ekki svona vinnubrögð“. Í framhaldi gerðu þeir síðan lítið úr utanríkisráðherra og sögðu „málið illa reifað“ og „ekki tilbúið“. Eðlilegt er að spurt sé fyrir hverja eru bæjarfulltrúarnir að vinna? „Að hvetja þingmenn til dáða“ hefur óneitanlega sérstakt yfirbragð hjá áðurnefndum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 27

Haustpútt á Mánaflöt Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið.

Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Eldri borgarar eru duglegir að njóta útiveru og hreyfingar með því að mæta á Mánaflöt framan við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og pútta á góðviðrisdögum. Stór hópur var þar á mánudaginn þegar ljósmyndari Víkurfétta kom þar við með myndavélina og smellti af meðfylgjandi myndum.

Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka. Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sveindís Jane

„algjör gullmoli“ Árið 2020 hefur verið ótrúlega viðburðarríkt hjá Sveindísi Jane Jónsdóttur, það má segja að líf hennar hafi tekið stakkaskiptum. Sveindís gekk til liðs við Pepsi Max-deildarlið Breiðabliks á láni frá Keflavík í byrjun tímabils þar sem hún hefur aldeilis slegið í gegn. Hún hefur sannað sig sem einn af lykilmönnum liðsins sem er í harðri baráttu við Íslandsmeistara Vals um Íslandsmeistaratitilinn í ár og munar nú aðeins einu stigi á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir en Breiðablik á leik til góða. Sveindís átti einmitt sviðið þegar toppliðin tvö mættust í fyrri umferð Pepsi Max-deildarinnar en hún gekk frá Íslandsmeisturunum í seinni hálfleik þar sem hún skoraði fyrstu þrjú mörkin í 4:0 sigri Breiðabliks.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Þó Sveindís sé ungur leikmaður hefur hún verið einn af burðarásum Keflavíkurliðsins undanfarin ár, hefur leikið 80 leiki með meistaraflokki Keflavíkur í deild og bikar. Sveindís var aðeins þrettán ára gömul þegar hún kom inn á í leik Keflavíkur og HK/Víkings í fyrstu deild kvenna í maí árið 2015 og hefur nánast verið fastamaður í liðinu síðan þá. Hún hefur leikið 41 landsleik með yngri landsliðum Íslands og í síðustu viku bættist enn ein rósin í hnappagat þessa öfluga sóknarmanns þegar Jón Þór Hauksson, þjálfari A landsliðs kvenna, kynnti hana sem nýliða í hóp A landsliðsins fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM 2022. Leikirnir fara báðir fram á Laugardalsvelli, Ísland mætir Lettlandi fimmtudaginn 17. september klukkan 18:00 og Svíþjóð á sama tíma þriðjudaginn 22. september.

„Búið að vera svo skemmtilegt“ Sveindís á æfingu með A-landsliði kvenna þar sem þær undirbúa sig fyrir leikina gegn Lettum og Svíum. Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við heyrðum í Sveindísi á mánudagskvöld en þá voru hún og liðsfélagar hennar nýkomnar á Hótel Hilton í Reykjavík þar sem liðið býr saman fram yfir landsleikina.

... það var smá stress að komast í byrjunarliðið svona fyrst – en svo hefur þetta allt verið á uppleið ...

„Við erum nýkomnar á hótelið, ég er bara lokuð þar inni í svona búbblu,“ segir Sveindís Jane. – Hvernig finnst þér sjálfri þetta tímabil búið að vera? „Mjög skemmtilegt og krefjandi, í byrjun tímabilsins var markmiðið bara að vinna sig inn í liðið. Þannig að það var smá stress að komast í byrjunarliðið svona fyrst – en svo hefur þetta allt verið á uppleið. Annars er þetta búið að vera svo skemmtilegt af því það hefur gengið svo vel.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 29

VF-myndir: Hilmar Bragi

Sveindís Jane og Sigurður Ingi, kærastinn hennar, útskrifuðust bæði frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor.

– Hvað er framundan? „Það eru þessi tveir leikir, á móti Lettum og Svíum. Við tókum fyrstu æfinguna áðan af því að voru leikir hjá svo mörgum í gær og fyrradag, við tókum bara létta æfingu og erum rétt að byrja að hugsa út í Lettaleikinn núna. Hann verður þann 17. september. Núna er frí í Pepsi Maxdeildinn svo maður þarf ekkert að pæla í henni, hún er bara sett á smá pásu.“

Stúdent í vor

Já, ekki spurning! Það verður að vera svoleiðis til að fullkomna árið. Ég ætla að verða Íslandsmeistari ...

Sveindís og kærastinn hennar, Sigurður Ingi Bergsson, útskrifuðust bæði úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor. Þau vita hvorugt hvert hugurinn stefnir í framhaldinu og ákváðu því að taka sér frí frá skóla í ár á meðan þau hugsa næstu skref.

Vill sjá Sveindísi fara beint í byrjunarliðið Í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn sem Mist Rúnarsdóttir sér um á Fótbolti.net, og var á dagskrá nokkrum klukkutímum eftir að landsliðshópurinn var kynntur (10. september), sagði Gylfi Tryggvason, knattspyrnuþjálfari og umsjónarmaður fótboltahlaðvarpsins Fantabrögð, að honum finnist Sveindís eigi að koma beint inn í byrjunarliðið gegn Lettlandi. „Ég vil persónulega bara sjá Sveindísi fara beint í byrjunarliðið. Ég myndi setja hana á kantinn. Út frá því hvernig hún er búin að vera,“ sagði Gylfi. „Sveindís er gersamlega búin að snýta þessari deild, hún er búin að vera mikill yfirburðarmaður á öllum völlum sem hún hefur spilað á. Mögulega er þetta algjör gullmoli fyrir íslensku þjóðina á næstu árum. Ég vil bara henda henni í djúpu laugina.“

Þrátt fyrir ungan aldurhefur Sveindís Jane verið einn af máttarstólpum Keflvíkinga undanfarin ár. Hún er nú á lánssamningi hjá Breiðabliki en svo er spurning hvort hún snúi ekki heim og leiki með Keflavík í efstu deild að ári.

– Þetta er búið að vera sérstakt ár, sama hvernig á það er litið, og viðburðarríkt hjá þér. Nýútskrifuð og hvert er stefnan þá tekin? „Jú, ég einmitt útskrifaðist í vor en ætla að taka mér árspásu frá náminu á meðan ég geri upp við mig hvað ég ætla að læra. Núna er ég að vinna í Sandgerðisskóla og ætla að taka ár í vinnu áður en ég fer í háskóla – en ég er ekki viss um hvað ég ætla að læra. Þess vegna tók ég þessa pásu. Ég er að finna reyna hvar áhuginn liggur og vona að þessi pása hjálpi mér að finna eitthvað skemmtilegt sem mig langar að læra. Ég er stuðningsfulltrúi í Sandgerðisskóla og svo bruna ég á æfingar í bænum

eftir vinnu, svo það er nóg að gera. Kærastinn minn kláraði á sama tíma og ég og hann er í svipuðum sporum og ég – veit ekki hvað hann ætlar að læra. Svo hann tók sér líka árs pásu og fékk líka vinnu í Sandgerðisskóla,“ segir Sveindís og hlær. „Við vitum ekkert hvað við ætlum að gera. Það er svolítið fyndið að við skyldum svo fá vinnu á sama staðnum – en hentugt.“ – Lokaspurning: Ætlarðu að verða Íslandsmeistari? „Já, ekki spurning! Það verður að vera svoleiðis til að fullkomna árið. Ég ætla að verða Íslandsmeistari.“

Mikið efni á ferð Það var snemma ljóst hvert Sveindís Jane stefndi. Hér grípum við niður í viðtal sem Víkurfréttir tóku við hana fjórtán ára gamla eftir að hún hafði komið inn á sem varamaður í bikarleik Keflavíkur og Álftaness. Staðan var 1:1 þegar Sveindísi var skipt inn á í seinni hálfleik og tíu mínútum síðar hafði hún skorað þrennu, tíu mínútum síðar bætti hún fjórða markinu við í 6:1 sigri. Viðtalið birtist á vf.is þann 30. maí 2016.

Var pirruð yfir því að vera á bekknum Fjórtán ára skoraði fjögur mörk á fimmtán mínútum í bikarleik „Ég var bara pirruð yfir því að vera á bekknum og langaði að láta þjálfarann vita af mér,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir og hlær þegar blaðamaður hittir hana á æfingasvæði Keflvíkinga í vikunni. Hin fjórtán ára gamla Sveindís komst heldur betur í sviðsljósið eftir að hún skoraði fjögur mörk á fimmtán mínútum í bikarleik Keflavíkur og Álftaness um liðna helgi. Hún kom þá inn á sem varamaður og gjörbreytti spennandi leik í stórsigur Keflvíkinga. Staðan var 1:1 þegar hún kemur inn á völlinn en það tók hana einungis sex mínútur að skora þrennu. Hún bætti fjórða markinu við skömmu síðar og lagði upp síðasta markið í 1:6 sigri Keflvíkinga. „Ég er mjög spennt fyrir sumrinu og er virkilega ánægð með okkar hóp og þjálfarann. Okkur gekk ekkert svakalega vel í fyrra en ég held að það breytist í sumar. Við erum með ungt lið en mér finnst við mjög góðar. Að mínu mati erum við búnar að bæta okkur mikið frá því í fyrra,“ segir Sveindís sem hefur nú skorað eitt mark í deildinni og svo þessi fjögur í bikarnum. Sveindís Jane byrjaði að æfa með meistaraflokki Keflvíkinga í fyrra. Hún var að klára níunda bekk og á því ár eftir í grunnskóla. Hún hefur ýmist leikið sem kantmaður eða framherji. Nú er hún einungis frammi og raðar inn mörk-

unum. Á undirbúningstímabilinu hefur hún verið iðin við kolann og skorað grimmt. Í yngri flokkum hefur hún einnig verið dugleg við að skora mörkin. Sveindís horfir mikið á fótbolta og hefur brennandi áhuga. Hún fylgist vel með landsliðinu og lítur mikið upp til leikmanna eins og Margrétar Láru og Söru Bjarkar sem hafa gert það gott með landsliðinu og sem atvinnumenn. Hún ætlar sér að horfa á Ísland á EM karla í sumar og býst við skemmtilegri keppni.

Vil skora í hverjum leik og stefnir á A-landsliðið „Mig langar bara að komast í A-landsliðið. Það er helsta markmiðið,“ segir Sveindís sem hefur þegar fengið forsmekkinn af því að spila fyrir Íslands hönd. Hún var yngsti leikmaðurinn sem fór með U17 ára landsliðinu til Finnlands um daginn. Þar lék hún í þremur leikjum og skoraði eitt mark gegn Rússum. Eins og sönnum framherja sæmir þá ætlar Sveindís sér auðvitað að skora sem mest í sumar. „Markmiðið er auðvitað að skora í hverjum einasta leik og vera sem mest í byrjunarliðinu. Ég ætla að standa mig bara eins vel og ég get,“ segir hin marksækna Sveindís. Hún æfir mikið og sjálf fer hún oft í fótbolta og æfir sig á milli æfinga. Eins á hún það til að mæta snemma á æfingar þar sem hún vinnur í ákveðnum hlutum til þess að bæta sig sem leikmann. „Það er eina sem virkar, að æfa sig mikið og vel,“ segir Sveindís að lokum.


30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Draumahögg

Aron er hér á fleygiferð á hjólinu, hann er með góða forystu í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

hjá Snæbirni Guðna í Leirunni

Snæbjörn Guðni á 8. flötinni á Hólmsvelli. „Þetta var sannkallað draumahögg því boltinn stefndi beint á pinnann allan tímann,“ segir Snæbjörn Guðni Valtýsson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, en hann fór holu í höggi á 8. braut Hólmsvallar í Leiru síðasta föstudag. Snæbjörn sló með 9-járni og hitti boltann vel. „Ég sá hann ekki fara ofan í en var með góða tilfinningu þegar ég gekk upp brautina að flöt og var þokkalega bjartsýnn þegar ég sá ekki boltann við pinnann. Þá var hann í holunni,“ segir Snæbjörn

sem hefur einu sinni áður farið holu í höggi, á 16. braut Leirunnar. Snæbjörn Guðni gerði sér síðan lítið fyrir í næsta hring sem hann fór daginn eftir og lék þá 8. brautina á fugli. Okkar maður greinilega sjóðheitur enda duglegur kylfingur.

Aron hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli í þolakstri Aron Ómarsson er kominn með aðra höndina á þriðja Íslandsmeistaratitil sinn í þolakstri

GRINDVÍKINGAR ÍSLANDSMEISTARAR Í 5. FLOKKI Grindvíkingar fögnuðu innilega þegar 5. flokkur UMFG varð Íslandsmeistari A-liða í knattspyrnu. UMFG lagði Breiðablik í skemmtilegum og mjög spennandi leik sem lauk með 3:2 sigri heimamanna síðasta föstudag. Eysteinn Rúnarsson skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunum. Blikar komust yfir en Andri Karl Júlíusson Hammer jafnaði. Staðan var 1:1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komumst heimamenn yfir með frábæru skallamarki Eysteins Rúnarssonar. Blikar jöfnuðu að bragði en sigurmark heimamanna kom í blálokin þegar Eysteinn skoraði úr vítaspyrnu. Bæði lið áttu hættuleg marktækifæri á síðustu mínútunum, Blikar

áttu sláarskot og heimamenn áttu skot í stöng. Fögnuður Grindvíkinga var mikill þegar flautað var til leiksloka. Á heimasíðu UMFG kemur fram að þetta séu tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1-mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur. Frábær umgjörð var í kringum úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur átta manna völlur fyrir framan stúkuna á aðalvellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV.

Íslandsmeistaralið Grindavíkur 2020: Arnar Eyfjörð Jóhannsson Orri Sveinn Á. Öfjörð Sölvi Snær Ásgeirsson Breki Þór Editharson Hafliði Brian Sigurðsson Helgi Hafsteinn Jóhannsson Andri Karl Júlíusson Hammer

Reynir Sæberg Hjartarson Caue Da Costa Oliveira Eysteinn Rúnarsson Þjálfarar: Anton Ingi Rúnarsson Nihad Hasecic

Þegar rýnt er í sögubækurnar má til gamans geta að Breiðablik lék við Keflavík í sama aldursflokki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið 1972 og var leikurinn sýndur í Ríkissjónvarpinu og Ómar Ragnarsson lýsti. Þá sigruðu Blikar 3:1 eftir að Keflavík hafði náð forystu með marki Ragnars Margeirssonar.

Aron Ómarsson úr Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness keppti í þolakstri á torfæruhjólum um síðustu helgi, keppnin fór fram á Hellum í Landssveit og voru 110 keppendur skráðir til leik. Aron stóð uppi sem sigurvegari í keppninni en hann hefur sigrað í öllum keppnum sumarsins og leiðir Íslandsmótið á fullu húsi stiga. Þann 10. október verður lokakeppnin haldin á Flúðum og þar nægir Aroni að enda í fimmta sæti til að tryggja sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. En hvað er þolakstur? Víkurfréttir spurðu Aron nánar út í íþróttina. – Það liggur beinast við að spyrja, er ekki bara formsatriði að klára keppnina? „Ég segi það nú ekki, það getur allt gerst. Hjólið gæti bilað eða eitthvað óvænt komið upp á en þetta lítur vel út,“ segir Ómar. – Segðu mér aðeins frá þolakstri, út á hvað gengur hann? „Þolakstur er afbrigði af mótorkrossi. Í mótorkrossi keyrir maður alltaf sama hringinn, yfirleitt lítill tveggja mílna hringur, en í þolakstri getur hringurinn verið allt að tuttugu kílómetrar í alls kyns landslagi; upp um fjöll, yfir ár o.þ.h. Þetta er hálfgert fjallarall mætti segja, þar sem er keppt í níutíu mínútur í senn – það reynir á svona gamla menn eins og mig.“ – Hvernig byrjaðir þú í þessu sporti? „Ég byrjaði bara þegar ég var unglingur á skellinöðrum og svo koll af kolli. Við Suðurnesjamenn erum með eitt flottasta svæðið á landinu, út við Seltjörn, sem er nánast opið allan sólarhringinn nema þegar snjóar – en við hjólum eiginlega líka þegar snjóar. Félagið okkar, Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness, er með eitthvað yfir tvö eða þrjú hundruð meðlimi og við erum sennilega næststærsti klúbburinn á landinu.“ Aron er einn þeirra sem stofnaði félagið, þá fjórtán ára, og hann situr í stjórn félagsins. Aron segir að þó svæðið sé eitt það flottasta á landinu

þá vanti talsvert upp á aðstöðu og tækjabúnað félagsins. Mikið jarðrask fylgir mótorkrossinu og því er þörf á jarðvinnuvélum til að lagfæra og endurgera brautir, slík tæki á klúbburinn ekki og treystir á að geta leigt þau þegar á þarf að halda – með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. „Þegar við héldum Íslandsmótið í fyrra komum við út í tveggja milljóna tapi því við þurftum að leigja jarðýtu og þetta eru háar upphæðir fyrir lítið félag. Það er ekki nóg að vera með hrífu þegar það er búið að spóla upp brautirnar,“ segir Aron. „Flestir klúbbar eiga litlar gröfur eða jarðýtur sem þeir hafa fjárfest í en okkur hefur ekki tekist að eignast svona litla vél þótt við þyrftum að eiga eina þannig til að geta haldið svæðinu við. Það hefur aftrað okkur frá því að viðhalda svæðinu eins vel og við viljum. Svo höfum við komið útvegað að okkur gömlum gámum sem við höfum reynt að koma okkur upp aðstöðu í en við höfum ekki aðgang að vatni eða rafmagni svo við náum aldrei að gera þetta eins flott og það þyrfti að vera. Þeir styrkir sem við fáum hrökkva skammt þegar kemur að uppbyggingu félagsaðstöðunnar. Það var aðeins auðveldara að sækja styrki til fyrirtækja og einstaklinga fyrir hrun en núna.“

Vélhjólaíþróttafélagið Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness er í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar

og heyrir undir MSÍ, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, sem er æðsti aðili um öll mál mótorhjóla- og snjósleðaíþrótta innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands er aðili að Alþjóða vélhjólaíþróttasambandinu, FIM. „Í mótorkrossi og þolakstri eru haldnar í kringum tíu keppnir til Íslandsmóts á hverju ári auk bikarmóta svo það er nóg að gera,“ segir Aron. „Menn geta verið í þessu nánast allar helgar yfir sumartímann. Yfirleitt leggja menn áherslu á aðra hvora greinina en svo er allur gangur á því. Það er erfitt að elta þetta allt saman.“ – Hvernig hefur keppnistímabilið verið í ár, hefur ástandið ekki haft áhrif á mótahaldið? „Jú, þetta ætti að vera búið núna. Yfirleitt byrjum við í byrjun maí en byrjuðum ekki að keppa fyrr en um miðjan júlí, tafðist um einn og hálfan mánuð. Samt sluppum við ágætlega miðað við margar aðrar íþróttir. Þetta er ekki snertisport, við erum bara hver á sínu hjóli og með lokaða hjálma. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, við snertum lítið hvern annan. Þannig að það var auðveldara fyrir okkur að halda úti æfingum þótt við hefðum þurft að fresta keppnunum.“ – Hvert ættu þeir að snúa sér sem hafa áhuga á þessum íþróttum? „Það er allt komið á Facebook, við erum með Facebook-síðu (Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness) og þar er hægt að spyrja um allt sem fólki dettur í hug. Svo er msisport.is síða Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandsins og þar er líka upplýsingar að fá,“ segir Aron að lokum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 31

Keflavík vann Aftureldingu LENGJUDEILD KVENNA: Keflavík fór með sigur af hólmi þegar kvennalið Keflavíkur tók á móti Aftureldingu í 15. umferð Lengjudeildar kvenna.

Joey Gibbs skoraði tvö gegn ÍBV og er langmarkahæstur í Lengjudeildinni með átján mörk.

Risaslagur í Keflavík Keflvíkingar heyja harða baráttu við Fram um efsta sætið í Lengjudeild karla. Þeir mættu ÍBV á Hásteinsvelli í síðustu umferð og unnu mikilvægan sigur á meðan Fram, sem situr í efsta sætinu, náði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Vestra. Aðeins munar tveimur stigum á Keflavík og Fram en Keflavík á leik til góða. Á miðvikudag mætast þessi lið á Nettóvellinum í Keflavík og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Lengjudeild karla:

Keflvíkingar lönduðu mikilvægum sigri í Eyjum Það var auðvitað markahrókurinn Joey Gibbs sem skoraði fyrsta mark leiksins gegn ÍBV á 13. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í seinni hálfleik sóttu Eyjamenn í sig veðrið og voru líklegri til að jafna leikinn en Keflvíkingar að bæta í. Þrátt fyrir það að Vestmanneyingar

virtust hafa stjórn á leiknum náðu Keflvíkingar að bíta frá sér og á 83. mínútu bætti Gibbs við öðru marki. Það kom svo í hlut Kian Williams að

gulltryggja sigur Keflvíkinga tveimur mínútum síðar (85’). Eyjamenn náðu að svara þegar venjulegur leiktími var við það að renna út (90’) en þá var það orðið of seint og Keflvíkingar lönduðu góðum sigri.

Grindavík missti niður tveggja marka forystu Grindvíkingar léku gegn Víkingi í síðustu umferð Lengjudeildar karla. Grindavík komst í 2:0 en missti forystuna niður í 2:2 jafntefli. Það var Aron Jóhannsson sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Grindvíkingar leiddu 1:0 þegar gengið var til búningsklefa. Víkingar urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik (53’) en rifu sig í gang og minnkuðu muninn tveimur mínútum síðar. Á 66. mínútu gerði Josip Zeba sig sekan um algert dómgreindarleysi

þegar hann virtist gefa andstæðingi sínum olnbogaskot og fékk að líta rauða spjaldið. Brotið átti sér stað þegar Víkingar voru að taka aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi svo olnbogaskotið var algerlega glórulaust. Manni fleiri tókst Víkingum að jafna leikinn á 77. mínútu og þar við sat. Grindvíkingar sitja í sjötta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þór en eiga leik gegn Keflavík til góða. Þeir mæta liði Leiknis frá Reykjavík á miðvikudag klukkan 16:30.

Elías Már með sjö mörk í þremur leikjum Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði í þriðja leiknum í röð í hollensku B-deildinni í knattspyrnu síðasta laugardag. Hann gerði tvö mörk í útileik gegn FC Dordrecht en Excelsior vann 1:3 og er í fjórða sæti í deildinni með tvo sigra en liðið tapaði um þarsíðustu helgi. Heimamenn í FC Dordrecht náðu forystu en síðan skoraði Elías Már tvö mörk á tveimur mínútum. Thomas Kotte innsiglaði sigur Excelsior á 89. mínútu. Elías Már hefur skorað sjö mörk í þessum þremur leikjum, tvær tvennur og eina þrennu.

Claudia Nicole Cagnina.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það kom á fimmtándu mínútu og var þar að verki Claudia Nicole Cagnina með sitt fyrsta mark fyrir félagið og það var ekki af verra taginu. Cagnina fékk háa og langa sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar og afgreiddi boltann með góðri snertingu viðstöðulaust yfir markvörð gestanna sem átti engan möguleika á að verja. Glæsilegt mark. Markið dugði Keflavík til sigurs því fleiri urðu mörkin ekki. Keflvíkingar voru betri aðilinn í leiknum þótt Afturelding legði aukinn kraft í sóknina á síðustu mínútunum. Keflavík situr í öðru sæti Lengjudeildar kvenna, fjórum stigum á eftir Tindastóli og sjö stigum fyrir ofan Hauka sem eiga leik til góða.

Stórsigur Þróttar 2. DEILD KARLA: Þróttarar eru á góðu róli þessa dagana og unnu léttan 4:0 sigur á KF á Vogaídýfuvellinum í síðustu umferð. Þróttur situr nú í fjórða sæti 2. deildar karla eftir þrjá sigurleiki í röð. Það tók Þróttara tæpan hálftíma að brjóta niður vörn KF en á 29. mínútu fengu þeir dæmt víti sem Alexander Helgason skoraði úr. Eysteinn Þorri Björgvinsson bætti öðru marki við fimm mínútum síðar (34') og staðan í hálfleik 2:0 fyrir Þrótti. Á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu Þróttarar út um leikinn. Fyrst skoraði Hubert Rafal Kotus (59') og Andri Jónasson bætti fjórða markinu við (62') og gulltryggði stórsigur Þróttar.

Skyldusigur Njarðvíkinga 2. DEILD KARLA: Njarðvík lék gegn Kára á Rafholtsvellinum í Njarðvík á sunnudag. Það voru Njarðvíkingar sem fóru með sigur af hólmi og sitja þeir því ennþá í þriðja sæti 2. deildar karla eftir sextán umferðir. Selfoss og Kórdrengir unnu bæði sína leiki og eru fjórum stigum fyrir ofan Njarðvík. Það var skoski markvarðahrellirinn Kenneth Hogg sem skoraði fyrra mark Njarðvíkinga á 5. mínútu og var það eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleik setti Kári ágætis pressu á Njarðvíkinga en Ivan Prskalo náði þó að koma Njarðvík í tveggja marka forystu á 66. mínútu og með því innsiglaði hann 2:0 sigur. Njarðvíkingar eru því komnir með 33 stig og sitja áfram í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliðunum, en Þróttur fylgir fast á hæla þeirra með 31 stig.

Víðir í vondum málum Josip Zeba var rekinn af velli eftir glórulaust brot.

2. DEILD KARLA: Víðismenn léku ekki um helgina þar sem leiknir voru frestaðir leikir úr níundu umferð. Leikur Víðis og Völsungs var eini leikur þeirrar umferðar sem var búið að leika áður en til frestana kom. Víðir tapaði þeim leik 2:1 á útivelli. Staða Víðismanna er alls ekki góð í deildinni. Víðir er aðeins þremur stigum frá Dalvík/Reyni sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar og Víðir er með talsvert lakara markahlutfall. Það er ljóst að Víðismenn þurfa að girða sig í brók því lítið má út af bera svo ekki fari illa.

Grindvískt markaregn 2. DEILD KVENNA: Kvennalið Grindavíkur lék gegn HK á þriðjudag og sigruðu 3:0 með mörkum Unu Rósar Unnarsdóttur (15’), Unnar Stefánsdóttur (56’) og Melkorku Ingibjargar Pálsdóttur (90’). Um síðustu helgi gerðu þær góða ferð til Hafnar í Hornafirði og sigruðu lið Sindra 4:0. Una Rós Unnarsdóttir (31’), Eva Lind Daníelsdóttir (45’), Júlía Ruth Thasaphong (49’) og Birgitta Hallgrímsdóttir (75’ víti) skoruðu mörkin. Grindavíkurstúlkur sitja í öðru sæti deildarinnar með 23 stig.

Reynismenn aftur hrokknir í gang 3. DEILD KARLA: Reynir virðist vera hrokkinn í gang og hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að Reynismenn lögðu Ægi 3:2 á útivelli. Um helgina léku þeir gegn Vængjum Júpiters á Blue-vellinum. Reynismönnum hafði örlítið fatast flugið í síðustu leikjum en þeir rifu sig í gang eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum. Það voru Vængir Júpiters sem skoruðu fyrsta markið á 12. mínútu en á þeirri 18. jafnaði markahrókurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson leikinn. Vængir Júpiters komust aftur yfir í byrjun seinni hálfleiks (49’) en þá hysjuðu Reynismenn upp um sig buxurna, skoruðu þrjú mörk (Krystian Wiktorowicz, 58’, Guðmundur Gísli Gunnarsson, 61’ og Fufura Barros, 68’ og 75’) og sigldu góðum sigri í höfn eftir tvo dapra tapleiki.


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Þetta er svona „Palli var einn í hei... flugstöðinni“

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

RITSTJÓRNARPISTILL

MIKILVÆGT AÐ BJARGA FIMM STÖRFUM Á AKUREYRI „Þetta eru skrýtnir tímar“ er sennilega algengasta setningin sem maður heyrir þessa dagana. Það er ekkert skrýtið en auðvitað er þetta samt mun verra, miklu verra. „Fáránlegir tímar“ væri sennilega nær lagi. Það kom upp í huga mér þegar ég leit við í flugstöð Leifs Eiríkssonar um hádegisbilið á þriðjudaginn. Kristján Jóhannsson, ekki söngvari og ekki leigubílsstjóri, birtist mér þar sem ég mundaði myndavélina og spurði hvað ég væri að mynda. „Ekkert,“ sagði ég í háðungstón. Meinti auðvitað flugstöð án fólks og starfsemi. Það var enginn í innritun, enginn að fá sér samloku eða djús í Joe & The Juice enda lokað og enginn Isavia starfsmaður á ferðinni. Jú, hann kom inn tíu mínútum síðar og horfði á mig í forundran. Hissa á því hvað VF-gaurinn væri að gera þarna með myndavélina í tómri flugstöðinni og líklega ekki með leyfi til að ljósmynda í tómri stöð. VF-gaurinn var nýkominn úr hádegismat sem honum var boðið í hjá Airport Associates, APA. Þar er verið að opna mötuneyti fyrirtækisins fyrir öðrum en starfsmönnum en eldhúsið getur þjónustað 700 starfsmenn. Það var fjöldinn hjá fyrirtækinu fyrir tveimur árum síðan. Nú eru þeir 130 í hundrað stöðugildum. APA byggði nýjar höfuðstöðvar og opnaði þær þegar seinna góðærið okkar á 21. öldinni náði hápunkti. Glæsilegt hús og nú er nóg pláss fyrir alla og rúmlega það. Við hlið þess er enn stærri þriggja hæða glæsibygging Icelandair sem lokið var við að byggja í fyrra. Á að hýsa ýmsa starfsemi sem liggur að mestu leyti niðri núna. Ekki mikla hreyfingu að sjá innan dyra. Hinum megin við götuna er stærsta hús á Suðurnesjum og þó víðar væri leitað, nýstækkað flugskýli Icelandair. Þar hefur starfsmönnum líka fækkað.

Á leið aftur til baka frá flugstöðvarsvæðinu keyrir maður framhjá bílaleigunum. Engir ferðamenn sáust á leið í Íslandshring með bíllykla í hönd. Nú reyna bílaleigurnar að bjarga einhverju með því að bjóða bíla í langtímaleigu og selja úr bílaflotanum. Þegar mest var náði fjöldi bílaleigubíla við Keflavíkurflugvöll um 25 þúsund og flestir í útleigu yfir sumarið. Þeim hefur líklega fækkað um helming og bílaleigurnar orðnar bílasölur. Margeir frændi hjá Geysi er einn söluhæsti bílasali landsins síðustu mánuðina. Palli var einn í heiminum keyrði áfram heim á leið, fram hjá nýjasta hóteli landsins, Marriott. Gardínur fyrir gluggum og engin hreyfing. Hótelið var tilbúið í lok mars, um það leyti sem þessi fokkíng veira mætti. Hótelið bíður enn opnunar. Smakkaði geggjaðan Angus hamborgara þar í heimsókn okkar VF-manna í lok

mars. Bíð eftir því að komast þar aftur í góðan borgara við fyrsta tækifæri. Fæ mér kannski kaldan með. Það var stórfrétt á Akureyri fyrir nokkrum vikum. Fimm manns (ekki fimm hundruð) voru að missa vinnuna út af lokun fangelsis. Gott ef þetta var ekki með fyrstu fréttunum á RÚV þann daginn. Vonandi að þetta fari nú allt vel þarna fyrir norðan. Ekki má störfunum á landsbyggðinni fækka var sagt. Dómsamálaráðherra fór strax í málið og frestaði lokun fangelsisins til 15. september til að skoða málið betur. Þetta var alvarlegt. Ekki má gera lítið úr því. Það eru ekki nema fjögur þúsund atvinnulausir á Suðurnesjum. Svona er lífið nú skrýtið. Páll Ketilsson

Bílaútsöludagar alla daga á Bílaútsölunni

Tilboðsvika á 4x4 bílum

Mercedes-Benz Citan

Toyota Land Cruiser

Toyota Hilux

Tilboð 1.990.000 kr.

Tilboð 10.900.000 kr.

Tilboð 8.490.000 kr.

árg. 2016, ekinn 36 þús., 6 gírar

árg. 2019, ekinn 62 þús., sjálfskiptur

árg. 2018, ekinn 32 þús., sjálfskiptur

Suzuki Jimny

Toyta Rav4

Skoda Octavia

Tilboð 800.000 kr.

Tilboð 3.790.000 kr.

Tilboð 3.290.000 kr.

árg. 2016, ekinn 145 þús., 5 gírar

árg. 2016, ekinn 79 þús., sjálfskiptur

Bílahugleiðingum? Jeep Wrangler Sport

árg. 2015, ekinn 189 þús., beinskiptur

Tilboð 2.690.000 kr.

Gylfi Þór Gylfason, lögg. bifreiðasali

árg. 2018, ekinn 76 þús., beinskiptur

við gamla aðalhliðið á Ásbrú Sími 421 5444 Vantar þig sendibíl? sendibillinn.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.