GOTT 40% FYRIR HELGINA Nautalundir Danish Crown - frosið AFSLÁTTUR
16
ára bið á enda
BIKARINN Í LJÓNAGRYFJUNA
23.--26. SEPTEMBER
60%
Grísalæri
2.999
598
KR/KG ÁÐUR: 4.999 KR/KG
AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG
Miðvikudagur 22. september 2021 // 35. tbl. // 42. árg.
Týndist við gosið en fannst á farfuglaheimili Leit var gerð að manni við gosstöðvarnar í síðustu viku. Tveir erlendir ferðamenn voru saman á svæðinu. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki á bílastæðið við Fagradalsfjall eftir þriggja stunda bið hins var haft samband við lögreglu. Sá sem saknað var hafði verið illa klæddur og lítt búinn í langa göngu í slæmu veðri. Meðal annars var hafin neyðarleit á farsíma hans. Maðurinn fannst svo nokkru síðar heill á húfi á farfuglaheimili á höfuðborgarsvæðinu. Hann botnaði ekkert í hvers vegna hans hefði verið leitað. Félaga hans var tilkynnt að hann væri kominn í leitirnar.
Dópaður með hníf og hnúajárn
Með eldgos í bakgarðinum í hálft ár Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í hálft ár en það hófst að kvöldi 19. mars. Í síðustu viku, skömmu fyrir hálfs árs afmælið, náði það einnig þeim áfanga að vera langlífasta eldgos á 21. öldinni þegar það hafði staðið í 181 sólarhring. Eldra met átti eldgosið í Holuhrauni sem stóð í 180 daga. Eldgosið er í bakgarði Grindavíkur og frá því það hófst hafa yfir 300.000 manns lagt leið sína að gosstöðvunum. Gosið hefur hegðað sér á ýmsa máta frá því það hófst. Á dögunum tók það níu sólarhringa hvíld er hófst svo að nýju með miklu hraunrennsli í Geldingadölum. Mælingar sýna að í síðustu
viku var rennslið að jafnaði um 16 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið tók sér aftur hvíld á sunnudag og var enn í pásu þegar Víkurfréttir fóru til prentunar síðdegis á þriðjudag. Allra augu eru á því hvað er að gerast í Geldingadölum en þar eru miklar hrauntjarnir. Ef þær bresta getur orðið mikið framskrið á hrauni niður í Nátthaga og jafnvel yfir leiðigarð og í Nátthagakrika. Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari Víkurfrétta í Grindavík, tók meðfylgjandi mynd af eldstöðinni í Fagradalsfjalli um nýliðna helgi með þéttbýlið í Grindavík, nafla alheimsins, í forgrunni. >> Sjá nánar á síðu 4 í blaðinu.
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist vera með hníf, hnúajárn og lyf í bifreið sinni. Sýnatökur staðfestu neyslu fíkniefna. Sami ökumaður hafði verið tekinn úr umferð í gærmorgun af sömu sökum. Í bifreið hans þá fann lögregla meint fíkniefni. Annar ökumaður, grunaður um fíkniefnaakstur fyrr í vikunni, reyndist vera með kannabisefni og neyðarblys í bifreið sinni. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Þriðji ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum kannabisefna. Hann var með kannabis í fórum sínum.
A L L T FY RI R Þ IG DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
GUNNUR MAGNÚSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
ASTA@ALLT.IS 560-5507
JOHANN@ALLT.IS 560-5508
ELINBORG@ALLT.IS 560-5509
GUNNUR@ALLT.IS 560-5503
UNNUR@ALLT.IS 560-5506
PALL@ALLT.IS 560-5501
32 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Suðurnesjamenn kjósa Víkurfréttir!
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Frá undirritun samninga um byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla á þriðjudag. Fulltrúar körfuknattleiksdeildar UMFN og skólastjóri Stapaskóla eru á myndinni auk fulltrúa bæjarins og verktakans. VF-mynd: Hilmar Bragi
STAPAHÖLLIN RÍS VIÐ STAPASKÓLA
Verksamningar hafa verið undirritaðir milli Íslenskra aðalverktaka hf og Reykjanesbæjar vegna framkvæmda við áfanga II Stapaskóla. Þá hefur Reykjanesbær jafnframt undirritað samning við VSB Verkfræðistofu ehf. um eftirlit með framkvæmdum. Fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum mun rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Íslenskir
aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina. Fullkláraður mun II áfangi Stapaskóla kosta um 2,4 milljarða króna en tilboð verktakans var um 92% af kostnaðaráætlun. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um 1.100 manns. Til samanburðar geta innan við 500 manns rúmast í áhorfenda-
KOSNINGAR TIL ALÞINGIS Kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja Í alþingiskosningunum laugardaginn 25. september 2021 munu kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jafnframt hefur götum verið deilt á kjördeildir eftir stafrófsröð og er kjósendum bent á að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Kjörskrá miðast við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 21. ágúst 2021. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og liggur hún frammi í þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ og á www.kosning.is.
Inngangur fyrir kjördeildir 1-9
Kjördeildir 4-9
Inngangur 2
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Magnea Herborg Björnsdóttir Valur Ármann Gunnarsson
Kjördeildir 1-3
Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
stæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Í minnisblaði byggingarnefndar Stapaskóla er lögð áhersla á að horfa til þessarar byggingar sem hjarta hverfisins sem er í hraðri uppbyggingu og miðstöð fyrir breiðan aldurshóp. Þar verði lögð áhersla á að skapa góða aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir unga sem aldna. Tenging verði við almenningsbókasafn og skólann þar sem jákvætt og heilbrigt samfélag blómstrar.
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi
Okkar forgangsmál Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf Jafnt aðgengi að heilbrigðis- og velferðarþjónustu Framþróun með nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi Tækifærin í grænni orkubyltingu Greiðar og öruggar samgöngur Jafn aðgangur að góðri menntun – óháð búsetu Störf án staðsetningar
25. september
Kosningakaffi Reykjanesbæ, Hafnargötu 64, 13-17 Grindavík, Sjómannastofan Vör 13-17
Kjósum land tækifæranna
Kosningavaka 21:00
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sérstök atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna COVID-19 farsóttarinnar
Gosið í hálft ár og orðið það langlífasta á öldinni VÍKURFRÉTTAMYND: STYRMIR GEIR JÓNSSON
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021, fyrir einstaklinga í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 farsóttarinnar, fer fram hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum sem hér segir: Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað, bifreiðakosning: • Staður: Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbæ, í skemmu Sparra (covid-test skemmunni). •
Tími: 20. til 24. september kl. 16:00 – 18:00 og laugardaginn 25. september (kjördag) kl. 11:00 – 13:00.
•
Skilyrði: Kjósandi skal koma í bifreið, vera einn í bifreiðinni og má ekki opna hurðir eða glugga.
•
Framkvæmd: Hvorki þarf að panta tíma né framvísa vottorði. Kjósandi mætir á opnunartíma, sýnir skilríki og greiðir atkvæði með aðstoð kjörstjóra. Kjósandi fær kjörgögn ekki í hendur, heldur lætur kjörstjóra vita hvernig hann vill greiða atkvæði, t.d. með því að sýna kjörstjóra blað með listabókstaf framboðs.
Atkvæðagreiðsla á dvalarstað kjósanda: • Fyrir hverja: Kjósendur sem verða í einangrun á kjördag og kjósendur í sóttkví sem sýna fram á að þeir geti ekki kosið á sérstökum kjörstað (bifreiðakosningu). Tími: 20. til 25. september skv. samkomulagi eða ákvörðun sýslumanns. Skilyrði: Sérstök beiðni með persónuupplýsingum og ósk um kosningu á dvalarstað skal send sýslumanni í tölvupósti á netfangið sudurnes@syslumenn.is og skal beiðnin hafa borist sýslumanni: •
Fyrir kl. 10:00 á kjördag, sé dvalarstaður innan kjördæmis kjósanda
•
Fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 23. september sé dvalarstaður utan kjördæmis kjósanda
Unnt er að sækja um kosningu á dvalarstað á vefslóðinni island.is/covidkosning2021. Staðfesting sóttvarnayfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag þarf að fylgja beiðninni. Vottorð má nálgast á heilsuvera.is. •
Framkvæmd: Við atkvæðagreiðslu á dvalarstað skal kjósandi bera andlitsgrímu og greiðir hann atkvæði í einrúmi með aðstoð kjörstjóra án þess að fá kjörgögn í hendur.
Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
hraunsins. Algengt mat er að rúmmál þétt bergs sé um 80% af heildarrúmmáli og er sennilegt að svipað eigi við um hraunið í Meradölum, Geldingadölum og Nátthaga, að holrými sé meira næst gígnum. „Gosið í Fagradalsfjalli er um margt frábrugðið þeim gosum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi. Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli er hins vegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning í hraunflæði með tíma fyrstu sex vikurnar bendir til þess að rásin hafi víkkað heldur með tímanum, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. Hegðunin frá í lok júní er mjög athyglisverð. Heldur dró úr fyrri hluta júlí en hraunflæðið jókst aftur samfara því að regla komst á hviðuvirknina um miðjan mánuðinn. Frá lokum júlí og fram í september var heldur minna hraunflæði en þegar mest var. Of snemmt er að segja til um hvort þessi þróun hefur snúist við. Engin leið er að spá fyrir um goslok út frá hegðuninni hingað til,“ segir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Meðalhraunrennslið 16 m 3/s Hraunsléttan vestan og norðvestan gígsins seig um þrjá til fjóra metra eftir hlaup úr hrauntjörn
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Rétturinn
Skipta má gosinu í Fagradalsfjalli í fjögur tímabil: Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um sex rúmmetrar á sekúndu. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu fimm til átta rúmmetrar á sekúndu. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg. Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um tólf rúmmetrar á sekúndu. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af hviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast töluvert á þessu tímabili en hefur að meðaltali verið átta til ellefu rúmmetrar á sekúndu og lækkaði heldur frá lokum júní til loka ágúst. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands segir að rétt er að taka fram að mælingarnar sýna rúmmál og breytingar á því. Eðlismassi hrauns getur verið breytilegur og á það hefur verið bent að t.d. næst gígum sé holrými meira en fjær. Ekki er gerð tilraun til að meta þessi áhrif hér, að finna jafngilt rúmmál þétt bergs eða massa
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Ný mæling á rúmmáli hraunsins úr eldgosinu í Fagradalsfjalli fór fram þann 17. september. Þá voru teknar loftmyndir með Hasselblad-myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins. Gerð hafa verið landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við eldri gögn. Mælingarnar sýna að meðaltal hraunrennslis yfir þetta átta daga tímabil var 11,8 rúmmetrar á sekúndu. Þetta er sama hraunflæði og var lengst af í maí og júní, heldur meira en var í ágúst. Gosið lá niðri þann 9. en tók sig upp þann 11. september. Það er því svo að sjá að meðalrennslið hafi verið 16 rúmmetrar á sekúndu 11. til 17. september. Hraunið er nú 151 milljón rúmmetrar og flatarmálið 4,8 ferkílómetrar. Eftir að gosið tók sig upp aftur hefur hraunið runnið í Geldingadali og náð niður í Nátthaga. Hraun rann á tímabili til norðurs og fyllti í skika sem var milli norðurgíganna sem virkir voru í apríl og hásléttu Fagradalsfjalls. Allt frá því í júlí hefur hraunið ekki náð að renna út að jaðri á þeim stöðum sem fjærstir eru gígnum, enda hefur lengst af þessa tíma verið lotubundin virkni. Þá 12–24 tíma sem virknipúlsarnir stóðu yfir í júlí og ágúst var hraunrennslið að
VÍKURFRÉTTAMYND: STYRMIR GEIR JÓNSSON
•
Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í hálft ár en það hófst að kvöldi 19. mars. Í síðustu viku, skömmu fyrir hálfs árs afmælið, náði það einnig þeim áfanga að vera langlífasta eldgos á 21. öldinni þegar það hafði staðið í 181 sólarhring. Eldra met átti eldgosið í Holuhrauni sem stóð í 180 daga.
mestu á yfirborðinu. Sama var uppi á teningnum þá sjö daga sem samfelld virkni varði núna 11. til 18. september. Verði hins vegar löng tímabil af samfelldri virkni á komandi vikum má búast við að hraun fari að renna meira í innri rásum og gæti þá náð að jaðrinum aftur, segir í samantekt á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Athygli vakti þegar mikið hraun rann skyndilega fram Geldingadali og niður í Nátthaga miðvikudaginn 15. september. Þessi púls stóð þó stutt yfir. Samhliða seig hrauns-
léttan vestan og norðvestan gígsins um þrjá, fjóra metra. Það er því svo að sjá að þar hafi safnast fyrir bráðið hraun undir storknu yfirborði í þrjá, fjóra daga, sem síðan braust fram eins og lýst er hér að framan. Þetta ferli getur endurtekið sig á næstunni. Það auðveldar ekki störf viðbragðsaðila, þar sem hlaup af þessu tagi geta flætt út úr núverandi farvegi, og þá einna helst niður í Nátthagakrika. Fylgjast þarf náið með þessari hrauntjörn á næstunni, segir Jarðvísindastofnun HÍ.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Stafnes KE í aðalhlutverki
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Í síðsta pistli var talað um nýjan bát sem kom til Sandgerðis sem heitir Addi Afi GK. Gamli Addi Afi GK var seldur til Blikabergs ehf. en hann var þar ekki lengi því að útgerðarfélagið 1762 ehf. hefur keypt bátinn og heitir hann núna Sigrún GK 97, með heimahöfn í Sandgerði. Sigrún GK 97 er núna staðsett á Skagaströnd og planið er að byrja með bátinn á handfærum þar en áður en þessi bátaskipti fóru fram var Sigrún GK, sem þá hét Addi Afi GK, á handfærum frá Skagströnd. Og aðeins meira varðandi Adda Afa GK, því eins og greint var frá í síðsta pistli að þá fór nýi Addi Afi GK á sjó frá Sandgerði á línuveiðar og gekk fyrsti túrinn mjög vel hjá honum. Í þeirri veiðiferð kom báturinn með um 1,6 tonn af ýsu og hluti af þeirri ýsu var seld til Dóra sem gerir út Guðrúnu Petrínu GK. Dóri gerir einn besta harðfisk landsins og ansi ánægjulegt að fiskurinn sem Addi Afi GK kom með eftir veiðiferð frá heimahöfn hafi endað sem harðfiskur hjá Dóra en hann selur harðfiskinn undir nafninu Stafnes og mæli ég alveg hiklaust með honum. Og talandi um þetta nafn, Stafnes. Það nafn þekkja nú allir sjómenn á Suðurnesjum því að þetta nafn var á nokkrum bátum sem réru frá Keflavík og Sandgerði. Fyrsta Stafnes var GK 274 og var 56 tonna eikarbátur, var skráður í Garði en réri að mestu frá Sandgerði frá 1963 til 1966, þegar hann fékk nafnið Stafnes KE 38 og var með því nafni til ársins 1978. Árið 1982 keyptu Hilmar Magnússon og Oddur Sæmundsson stálbátinn Ásþór RE og fékk hann nafnið Stafnes KE 130. Var þessi bátur mikill aflabátur og var Oddur skipstjóri á
Stafnes KE við tökur kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty. Myndatökuliðið er í slöngubátnum. VF-mynd: Hilmar Bragi bátnum, hans aðalveiðarfæri voru net en hann landaði að langmestu leyti í Sandgerði og Keflavík. Árið 1988 lét hann smíða fyrir sig nýjan bát í Noregi sem meðal annars var með útbúnað til frystingar og líka til nótaveiða á síld en árin á undan var gamla Stafnes KE á síldveiðum á haustin. Útgerð þess báts gekk ekki nægilega vel og voru því bátaskipti gerð árið 1992, þannig að nýja Stafnes KE fór til Ólafsfjarðar og í staðinn tók Oddur stálbát sem fékk nafnið Stafnes KE og á þeim báti þá réri Oddur á til ársins 2004 þegar að hann hætti með bátinn og hann var seldur í brotajárn. Á árunum á milli 1990 og 2000 réri Oddur gríðarlega mikið á bátnum og var annar netabátur í Sandgerði, Bergur Vigfús GK, sem Grétar Mar Jónsson var skipstjóri á og þessir tveir skipstjórar eru það sem kalla mætti netakóngar Íslands. T.d. árið 1998 áttu báðir bátarnir metár því aflinn hjá báðum bátum fór yfir 3.000 tonn, og það allt á netum, og síðan þá
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
hefur enginn netabátur á Íslandi veitt jafn mikið yfir heilt ár og þessir tveir gerðu. Reyndar var eitt af síðustu verkefnum sem Oddur lét þennan bát í, að hann var leigður til þess að vera „leikari“ í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty sem Ben Stiller leikari og leikstjóri gerði. Myndin var af að mestu tekin upp á Íslandi og Stafnes KE var þar í ansi stóru hlutverki. Í þessu hlutverki bátsins var útliti hans breytt þannig að hann leit hörmulega út, ef þannig má að orði komast, en eftir að leigunni var lokið var bátnum siglt upp í slippinn í Njarðvík og hann allur málaður og gerður fínn og flottur og það allt var borgað af þeim sem leigðu bátinn. Þrátt fyrir að báturinn væri svona fínn og flottur þá réri báturinn aldrei til fiskveiða eftir þetta og Oddur Sæmundsson, þessi mikli aflaskipstjóri, lést árið 2020.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Möstrin í bakgarðinum Möstrin í bakgarðinum. Til hvers eru eða voru þau? Möstrin voru reist fyrir hlustunarstöð fyrir Bandaríkjahers á Kefla víkurflugvelli. Sendistöðin var við Rockville á Miðnesheiði en mót tökumöstrin í Grindavík. Önnur svipuð stöð var austur á Hrauns sandi en var rifin á sjöunda áratugnum. Þessi stöð er enn í notkun og þjónar hluta til Símanum.
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Þú getur stólað á Miðflokkinn. Hinir vilja bara stóla. Það hefur aldrei verið mikilvægara að setja X við M!
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kvennakór Suðurnesja söng þekkt bíómyndalög Bíómyndatónlist ómaði í bíósal Duus Safnahúsa um síðustu helgi. Kvennakór Suðurnesja hélt tvenna tónleika þar sem aðal þema þeirra var bíómyndatónlist. Góð stemmning var og kvennakórinn í góðum gír. Þær sungu mörg lög úr vinsælum bíómyndum, íslenskum og erlendum. Þær Guðrún Karítas Karlsdóttir og Særún Rósa Ástþórsdóttir sögðu í spjalli við Víkurfréttir að þessir tónleikar hafi verið áætlaðir í fyrra en heimsfaraldur hafi frestað þeim um nærri tvö ár. „Það hefur verið skemmtilegt að koma saman aftur og nú erum við að skila þessum tónleikum af okkur. Við ætlum svo að halda áfram með vetrarstarfið og halda tónleika í vetur,“ sögðu þær. Við heyrum betur í þeim stöllum og kórnum í Suðurnesjamagasíni vikunnar.
Logi fræddi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um stöðu mála á Suðurnesjum í heimsókn hennar til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem Berglind Kristinsdóttir (t.v.) stýrir. VF-mynd: pket
Uppbyggingarsjóður veitir styrki fyrir 45 milljónir króna árlega Logi Gunnarsson er nýr verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja. Sjóðurinn hefur veitt styrki til fjörutíu aðila árlega í mörg ár. Kvennakórinn söng lög úr þekktum bíómyndum á tónleikunum í bíósalnum. VF-mynd/pket.
Viðburðir í bókasafni Reykjanesbæjar Krakkakosningar
Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september en börn í Reykjanesbæ ætla að láta skoðanir sínar á barnastarfi safnsins í ljós. Í tilefni alþingiskosninganna ætlum við í bókasafninu að boða til krakkakosninga sem hófust 20. september og standa út sjálfan kosningadaginn 25. september. Krakkarnir fara í kjörklefann okkar og kjósa þar á milli þriggja valmöguleika um hvað þau vilja helst gera og sjá í bókasafninu sínu. Fullorðnir mega aðeins fylgja barni inn í kjörklefann ef það þarf aðstoð við lestur miðans!
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Starfsmaður í Stapasafn Fræðslusvið - Hegðunarráðgjafi Fræðslusvið - Sálfræðingur Velferðarsvið - Sérfræðingur í barna og fjölskylduteymi Velferðarsvið - Sérfræðingur í barnaverndarteymi Stjórnsýslusvið - Verkefnastjóri fræðslu og vinnuverndar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir lausa til umsóknar styrki í sjóðinn frá 1. október til 1. nóvember 2021 en sjóðurinn er í umsjá Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Logi Gunnarsson er nýr verkefnastjóri sjóðsins en hann hefur áður starfað að áhersluverkefnum fyrir Suðurnesjavettvanginn hjá SSS. Við tókum Loga tali af þessu tilefni og fengum hann til þess að segja okkur betur frá sjóðnum sem auglýsir árlega eftir styrkumsóknum. Hvernig leggst það í þig að taka við Uppbyggingarsjóðnum? „Það leggst bara mjög vel í mig, spennandi að sjá grósku í fjölbreyttum verkefnum á svæðinu. Ég sé hversu mikilvægt menningarstarf á Suðurnesjum er eftir að hafa komið mér vel inní þetta starf. Ég er að taka við góðu búi af Björk Guðjónsdóttur sem hefur haldið vel utan um Uppbyggingasjóð í fjölda ára, hún hefur hjálpað mér mikið þessa fyrstu mánuði.“ Hvernig ert þú að upplifa nýsköpun á Suðurnesjum? „Þann stutta tíma sem ég hef unnið hér hjá SSS þá hef ég kynnst mjög flottum nýsköpunarverkefnum og tel vera margt áhugavert í gangi á svæðinu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið af flottum verkefnum eru í gangi hér á Suðurnesjum.“ Hvað er mikið í sjóðnum? „Á síðustu árum hefur verði úthlutað í kringum 45 milljónir á ári til margvíslegra verkefna.“ Hverjir geta sótt um styrki í þennan sjóð? „Allir þeir sem eru með nýsköpunar og menningarverkefni á svæðinu okkar. Krafan er að verkefnin séu á sviði menningar og nýsköpunar og stuðli að uppbyggingu á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Uppbyggingarsjóð og þurfa þeir að sýna fram á að minnsta kosti 50% framlag á móti styrkjum sjóðsins. Það er ágætt að taka fram að sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknirnar því metnar út frá þeim umsóknum sem koma inn á hverju ári. Við hvetjum því fólk til
að gefast ekki upp og sækja um aftur þótt þau hljóti ekki styrk í fyrstu atrennu.“ Hvernig eru umsóknirnar metnar? „Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að verkefnin stuðli að framgangi Sóknaráætlun Suðurnesja. Þar er að finna helstu markmið og áherslur fyrir svæðið sem unnin eru í samráði við hagsmunaaðila á Suðurnesjum á fjögurra ára fresti. Lögð er áhersla á aðkomu fræðastofnana, s.s. samstarf við háskóla eða rannsóknaeða fræðastofnanir, sé verkefnið þess eðlis. Þá er horft til þess hvort verkefnið muni stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun í landshlutanum, hvort það skapi störf og hvort líklegt sé að það haldi áfram eftir að stuðningi lýkur. Einnig eru skoðuð samfélagsleg áhrif verkefnisins og hvort það sé líklegt til að hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og efli samstarf á Suðurnesjum á sviði menningar- og ferðaþjónustu.“
Eitthvað sem þú vilt ráðleggja þeim sem hyggjast sækja um í sjóðinn? „Ég vil bara hvetja fólk til að sækja um ef það hefur verkefni sem falla að markmiðum sjóðsins því að við viljum koma þessum fjármunum út í samfélagið til þess að efla það og auka hér fjölbreytni. Ég vil ráðleggja fólki að hefja umsóknarskrifin tímanlega því þau taka tíma, og oft meiri tíma en menn áætla. Þá er gott að geta fengið yfirlestur frá öðrum og góðar ábendingar. Ég vil líka minna á ráðgjöf Heklunnar en starfsmenn hennar veita aðstoð og lesa yfir styrkumsóknir og þá er hægt að leita til mín að sjálfsögðu.“ Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn þann 1. október n.k. og verður hægt að sækja um til 1. nóvember. Hægt er að nálgast rafræna umsókn á vefsíðu sambandsins á sss.is.
„Ég hef kynnst mjög flottum nýsköpunar verkefnum og tel vera margt áhugavert í gangi á svæðinu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið af flottum verkefnum eru í gangi hér á Suðurnesjum.“
Mörg góð verkefni hafa hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði á undanförnum árum, m.a. Heilsuefling Janusar.
Kjósum VG 25. september
Hólmfríði á þing! Það skiptir máli hver stjórnar
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Góðan daginn, frú forseti Alexandra Chernyshova sópran söngkona og tónskáld er þessa dagana að leggja lokahönd á sína þriðju óperu og um leið að gera hana klára fyrir konsertuppfærslu þann 23. október. Alexandra hefur þegar samið og flutt tvær óperur áður, annars vegar „Skáldið og biskupsdóttirin“ við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur og hins vegar „Ævintýrið um norðurljósin“, handrit byggt á barnabók móður hennar, Evgeniu. Báðar þessar óperur hafa fengið alþjóðleg verðlaun fyrir tónsmíði.
Á tímabili langaði mig að hætta við verkefnið, ég missti trú og hafði efasemdir um verkið. Ég fékk síðan mikinn innblástur þegar ég fann í viðtali við Vigdísi umræðu um alþjóðlega kvenráðstefnu ...
Af hverju ópera um frú Vigdísi Finnbogadóttur? „Þegar ég las viðtal við frú Vigdísi í blaði fyrir mörgum árum þá heillÞegar ég fluttist til Íslands aðist ég strax af henni, svo einlæg og fyrir átján árum þá vissi áhugaverð kona að mínu mati. Þegar ég fluttist til Íslands fyrir átján árum ég ekki að fyrsti kvenþá vissi ég ekki að fyrsti kvenforseti Það var ekki sjálfgefið að konur gætu forseti í heiminum hafi í heiminum hafi verið hér á Íslandi, sinnt stjórnunarstöðum á þeim tíma – en það átti eftir að breytast. ég er reyndar fædd ári áður en hún verið hér á Íslandi ... varð forseti en aldrei varð ég vör við fréttir af henni á mínum skólaárum í Krefjandi verkefni Úkraínu og Rússlandi, það litla sem ég vissi um Ísland þegar ég flutti „Á tímabili langaði mig að hætta hingað var Björk og Geysir. við verkefnið, ég missti trú og hafði Fyrir um fimm árum fannst mér skrifa óperuna um hana. „Í óperunni efasemdir um verkið. Ég fékk síðan meira vera í fréttum um kvenréttindi legg ég áherslu á það sem heillar mig mikinn innblástur þegar ég fann í og jafnréttindi kynjanna og í þeirri mest í fari og lífi Vigdísar sem kona viðtali við Vigdísi umræðu um alumræðu kom nafn Vigdísar oft upp og tónskáld.“ þjóðlega kvenráðstefnu sem hafði Vigdís er fædd á merkilegum tíma, verið haldin í Japan fyrir um tuttugu þannig að ég fór að lesa meira um hana og kynna mér sögu hennar og var unglingur þegar Ísland fær sjálf- árum, eingöngu fyrir konur og sömuáhugi minn á því að skrifa óperu um stæði árið 1944. Hún var alin upp leiðis eingöngu með konur sem við það að vera stolt af menningu héldu fyrirlestra og í boði fyrir konur hana kviknaði sagði Alexandra.“ Til að afla sér heimilda um Vig- sinni, uppruna og tungumáli. Síðar um allan heim. Ég fór að leita fyrir dísi hefur Alexandra lesið ævi- vildi hún sjá meira af heiminum og mér og athuga hvort þessi ráðstefna - 255x185mm (Topp 1 - reyndan sveitasttil Frakklands að læra. sögu hennar,Víkurfréttir lesið ýmis viðtöl og fór erlendis væri haldin og fann upplýsingar um fyrirhugaða ráðstefnu, World greinar um hana auk þess að fá að Henni var minnistætt þegar hún var jórnarmann á þing) skoða heimildir sem eru til á safni barn og vildi þá verða skipstjóri þegar Women Summit, sem vera átti aftur í hjá RÚV um hana. Alexandra fékk hún yrði stærri en fékk að heyra það Tókýó í Japan fyrir fimm árum síðan. síðan formlegt leyfi hjá Vígdísi til að að konur gætu ekki verið skipstjóri. Ég bókaði mig á ráðstefnuna og fékk
mikinn innblástur og hvatningu frá öðrum konum hvaðanæva úr heiminum þegar ég sagði þeim frá óperunni og efni hennar.
Konsertuppfærsla 23. október í Grafarvogskirkju Konsertuppfærsla af óperunni verður sýnd í Grafarvogskirkju daginn fyrir merkilegan kvenréttindadag í sögu Íslands 24. október en þá lögðu konur niður vinnu í einn dag árið 1975. Frá þeim degi má segja að baráttukonur landsins hafi farið að horfa til Vigdísar sem verðandi forseta í framtíðinni. Konsertuppfærslan er stór í sniðum. Hljómsveitarstjórinn, Garðar Cortes, er goðsögn í óperuheiminum og kemur hann til með að stýra einvalaliði tuttugu hljóðfæra-
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
leikara og tólf einsöngvara sem koma fram auk tveggja kóra, annars vegar Kvennakórs Suðurnesja undir stjórn Dagnýjar Jónsdóttur og hins vegar Karlakórs Grafarvogskirkju undir stjórn Írisar Erlingsdóttur. Óperan er í þremur þáttum. Alexandra vann mikið með Sigurði Ingólfssyni, ljóðskáldi, sem samdi mörg ljóð í óperunni auk ljóða frá Hannesi Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhalli Barðasyni, Elísabetu Þorgeirsdóttur og Alexöndru Chernyshovu. „Þetta er tilvalið tækifæri fyrir karlmenn landsins að bjóða konum sínum á þessa metnaðarfullu tónleika,“ sagði Alexandra að lokum og brosir.
KJÓSUM GUÐBRAND Á ÞING VELJUM ÖFLUGAN BARÁTTUMANN Guðbrandur Einarsson er Suðurnesjamaður í húð og hár og þekkir hagsmuni íbúa í Suðurkjördæmi afar vel. Hann er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. Hann brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu á gæðum landsins og hefur sýnt að hann er reiðubúinn að berjast fyrir hugsjónum sínum. Gefðu framtíðinni tækifæri
1. sæti Suðurland
Guðbrandur Einarsson
Skannaðu kóðann og skoðaðu nýja BYKO blaðið
1.
2.
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
3.
Haustið er tími framkvæmda Klárum verkið saman!
4.
Allt SONAX á 20% afslætti 1. Sonax Bón hard wax Hágljáavaxbón fyrir allar tegundir lakks. Má nota á nýtt lakk sem og veðrað / slitið lakk. Bónið inniheldur úrvals vax sem viðheldur lakkinu og veitir því framúrskarandi vörn gegn veðrun. Auðvelt og fljótlegt í notkun og má berast á alla ytri fleti bifreiðarinnar. Dýpkar litinn og myndar skínandi gljáa. 20% afsláttur - 1.516 kr. | Almennt verð: 1.895 kr. - vnr. 90503012 2. Sonax Úði + vörn Xtreme 750ml Fljótleg og handhæg lakkvörn. Efninu er einfaldlega úðað á blautan bílinn eftir þvott og skolað af með vatni! Gefur góðan gljáa, hrindir frá sér vatni og veitir endingagóða vörn gegn óhreinindum. 20% afsláttur 2.236 kr. | Almennt verð: 2.795 kr. - vnr. 90503337 3. Sonax Bónklútar Rauðir 2stk Klútarnir eru tilvaldir til notkunar við lakkumhirðu. Örtrefjarnar draga vel í sig allar leifar af bóni og framkalla góðan gljáa. 20% afsláttur - 796 kr. | Almennt verð: 995 kr. - vnr. 90504162 4. Sonax Bónklútar Rauðir 2stk Fjarlægir óhreinindi fljótt og vel. 20% afsláttur - 1.196 kr. | Almennt verð: 1.495 kr. - vnr. 90504410
1.
Garðurinn fínn fyrir veturinn
2. 3.
7. Laufhrífa frá Fiskars. Almennt verð: 1.695 kr. - vnr. 55610633 8. Safnpoki 90l. 55x55x45 cm. Almennt verð: 595 kr. - vnr. 41116092 9. Strákústur með skafti, 40cm Almennt verð: 1.595 kr. - vnr. 68583100
1.
Allar járnhillur á 20% afslætti
2.
Allar háþrýstidælur á 20% afslætti 1. Járnhillur Frábær lausn fyrir geymsluna. Til í ýmsum stærðum 20% afsláttur - Verð frá: 3.356 kr. | Almennt verð frá: 4.195 kr. - vnr. 38910110-22 2. BOSCH háþrýstidæla Universal AQU 130 bör, 380 l/klst, 7,8 kg, 1700 W, 3 í 1 stútur, sápubox 20% afsláttur - 26.956 kr. | Almennt verð frá: 33.695 kr. - vnr. 74810238
Auðvelt að versla á byko.is
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Már Gunnarsson er kominn heim til Keflavíkur eftir langt og strangt ferðalag á Ólympíumót fatlaðra sem fram fór í Tókýó í Japan. Þar var Már í þrjár vikur og náði góðum árangri þar sem hann synti t.a.m. til úrslita í tveimur greinum. Þegar Már kom svo heim tók á móti honum nýr félagi, leiðsöguhundurinn Max, sem mun fylgja Má hvert fótmál næstu árin. Már og Max eru núna í samþjálfun þar sem þeir fara um bæinn ásamt hundaþjálfara. Max lærir að þekkja umhverfi Más og Már lærir að þekkja inn á Max. Það er annars að frétta af Má að hann er núna í fríi frá sundinu og er byrjaður í tónlistarskóla í Reykjavík, þar sem hann leggur áherslu á að bæta enn færni sína á tónlistarsviðinu, enda margt framundan. Tónleikahald í lok október og svo er verið að leggja grunn að lagi til þátttöku í forkeppni Eurovision árið 2022.
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
MÁR & MAX Þú stefndir lengi að því að komast á Ólympíumót og draumurinn rættist. Hvað situr eftir þegar þú ert kominn heim eftir þessa ferð? „Ég er ennþá að átta mig á að þessa sé búið. Þetta var búið að vera í kortunum í rosalega langan tíma. Þetta mót átti að vera í fyrra en það varð bið í eitt ár í viðbót. Það er búið að ganga á ýmsu undanfarin þrjú ár. Það sem situr eftir er að hafa klárað Már og Max eru þessa dagana í samþjálfun þar sem Max lærir helstu gönguleiðir Más. Hér eru þeir á strandleiðinni í Reykjanesbæ sem er skemmtileg gönguleið með sjávarsíðunni.
þetta og ég er stoltur af því. Það var ekkert víst að mér hefði tekist þetta og það var oftar en einu sinni sem ég næstum gugnaði á þessu en er feginn að það gerðist ekki.“ Stóra markmiðið var að komast út og var þá ekki næsta markmið að ná einhverjum árangri? „Algjörlega og ég horfði á það að reyna að ná verðlaunum í 100 metra
baksundi, sem ég átti gríðarlega góða möguleika á. Ég var eina sekúndu frá gullverðlaunum í sundinu og endaði fimmti. Þetta var algjört grísadæmi og mjög jöfn keppni – en ég kem samt heim með Íslandsmet og það er ekki sjálfgefið að fara á stóra sviðið og bæta sig, sem ég gerði, þannig að ég get ekki kvartað.“
Ég verð miklu stressaðri að synda 100 metra baksund en að spila á tónleikum fyrir framan 16.000 manns og 40 milljónir í sjónvarpi. Á Ólympíumótinu var ég mjög góður varðandi spennustigið. Ég var búinn að vinna í því á undan að verða ekki stressaður og ég varð bara mjög lítið stressaður á leikunum.“
Var samkeppnin harðari en þú áttir von á? „Þetta sport er alltaf að stækka og ég vissi alveg að þetta yrði tæpt. Það var alveg borðleggjandi.“
Með allt sitt besta fólk á staðnum
Án efa skemmtilegasta keppnisferðalagið Már dvaldi í Japan í þrjár vikur en ferðalagið þangað er einnig langt. „Þú ferð ekki til Tókýó í helgarferð, því get ég lofað þér,“ segir Már og hlær. Hvernig var þetta ferðalag og þátttakan í Ólympíumótinu? Hvernig varstu að upplifa þetta? „Þetta var langt ferðalag en gott veður allan tímann. Maturinn var ekkert sérstakur. Covid setur svaka strik í reikninginn. Það voru óteljandi reglur um hvað mátti og mátti ekki gera. Maður var hitamældur oft á dag og Covid-test tekið á hverjum degi. Það voru grímur út um allt og þetta tók á. Mér leiddist samt aldrei á þessum þremur vikum og þetta er án efa skemmtilegasta keppnisferð sem ég hef farið í.“ Var margt sem kom þér á óvart? „Já. Japanir eru sniðugir að mörgu leyti. Þeir eru með fullt af litum og
Már við einn af fjölmörgum sjálfsölum í Ólympíuþorpinu þar sem hann sótti sér drykk. sniðugum lausnum á hinu og þessu. Ég var mikið að sýna á mínum samfélagsmiðlum hvað var að gerast þarna og hvaða undratæki maður rakst á. Til dæmis augnspúlarinn eða sjálfspúlandi klósettin, sjálfsalarnir þar sem þurfti ekki að borga og fullt af skemmtilegum hlutum þarna.“ Hvernig var spennustigið? Það er eitt að komast á leikana og svo er löngun til þess að ná góðum árangri. Hvernig var andlega hliðin? „Ég verð að segja að minn helsti galli sem íþróttamaður er að ég verð alveg rosalega stressaður að synda.
Már segir að það hafi líka skipt máli að hann var með allt sitt besta fólk með sér á leikunum. Faðir hans, Gunnar Már Másson, var í hópi aðstoðarmanna og þá kom þjálfarinn hans, Steindór Gunnarsson, á leikana. „Maður finnur mun á því að hafa yfirþjálfarann með eða að vera í landsliðsverkefnum þar sem hann er ekki með. Það er svo margt sem við erum að skoða í upphitun og á æfingum.“ Þegar Már er spurður út í mataræði á leikunum og hvort það hafi verið áskorun, því hann lýsti því fyrr í spjallinu að maturinn hafi ekki verið neitt sérstakur, þá segir hann: „Í Ólympíuþorpinu voru matarhallir með tíu eða tólf veitingastöðum þar sem hægt var að fara á hvaða tíma sólarhringsins sem er og fengið eins mikið að borða og þig langaði til. Gallinn var að þetta var ekki vel eldað og mötuneytisbragur á þessu. Maturinn var búinn að standa lengi, var þurr og bragðlítill. Það bjargaði þó málum að staðirnir voru margir og ef þú fékkst eitthvað sem var vont, þá gastu farið annað og fundið eitthvað skárra. Ég var feginn þegar ég kom út á flugvöll
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 og gat fengið góða nautasteik með piparsósu,“ segir Már og hlær þegar hann bætir því við að hann elski nautasteik með piparsósu.
Allir vegir færir Nú þegar Már er kominn heim eftir Ólympíumótið er hann spurður að því hver staða hans sé sem tónlistarmanns og íþróttamanns. Er Már að fara að skila sundskýlunni og tónlistin að taka yfir? „Núna er ég í smá fríi frá sundinu og þarf að melta þetta. Ég er byrjaður í tónlistarskóla í Reykjavík og er að setja áherslu á tónlistina og svo mun bara koma í ljós hvað ég geri varðandi sportið. Ég veit að mér eru allir vegir færir bæði í
tónlist og sundi. Það er stutt í Ólympíumótið í París 2024 og þá er bara spurning hvort ég sé tilbúinn í annan svona pakka eins og í Tókýó. Ég bý að mörgu góðu, ég er með frábært bakland, gæti ekki hugsað mér betri styrktaraðila og er vel studdur af fyrirtækjunum í kringum mig. Það er mikil vinna að vera afreksíþróttamaður og mun meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Ef ég geri þetta, að taka þátt í mótinu 2024, þá geri ég það af fullum huga. Svo kemur til greina líka að einbeita sér bara að baksundinu og gera það vel.“ En hvað er framundan í tónlistinni? „Ég verð með tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í lok október og við erum að skipuleggja þá þessa dagana.
Ég er að reyna að koma mér inn í Eurovision, ég er að æfa mig meira á píanó en ég hef nokkurn tímann gert áður og er að reyna að þróa mig áfram og lengra sem tónlistarmaður, þannig að ég myndi segja að það er margt skemmtilegt að gerast.“
Leiðsöguhundurinn Max Nú ertu kominn með nýjan gest á heimilið. Segðu okkur frá honum. „Max er sænskur leiðsöguhundur sem er kominn til að fara með mér út um allt. Við erum í samþjálfun núna og erum að læra inn á hvorn annan. Hann er að kynnast mér og ég honum. Þetta er bara æðislegt.“ Hvaða breyting er þetta fyrir þig?
„Leiðsöguhundur gegnir því hlutverki að fara með eiganda sínum örugglega á milli staða. Láta vita af öllum hlutum eins og staurum og fara framhjá hindrunum. Þeir þekkja gönguleiðir og helstu leiðir sem ég er að fara að heiman. Max mun hjálpa mér að gera hluti sem ég gerði ekki áður. Óvæntir hlutir eru verstir fyrir mig, bílar sem eru rangt staðsettir, skurðir og framkvæmdasvæði. Max er góður í því að takast á við hið óvænta. Hann er duglegur að leiða mig áfram og spyr hvort ég vilji fara til vinstri eða hægri og ég gef honum bendingar um það. Max er geggjaður. Hann finnur tröppur og innganga og er mjög hjálplegur.“ Már segir að hvíti stafurinn sé ekki nógu áberandi í dag, þannig að fólk veiti honum athygli. Fólk sem er úti á göngu sé niðursokkið í símann
og veiti því lítið athygli hvort hann sé á ferðinni með hvíta stafinn. Þar komi Max sterkur inn og komi í veg fyrir árekstur. Már sótti um leiðsöguhund fyrir einu og hálfu ári síðan. Max er er af Labrador-kyni og er fæddur í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Þar hefur hann líka verið í þjálfun sem leiðsöguhundur allt frá því hann kom í heiminn. Það má segja að Max sé sænskur og Már gefur honum skipanir á sænsku. „Ég get alveg kennt honum skipanirnar á íslensku en hef hugsað mér að gefa honum skipanir áfram á sænsku,“ segir Már sem þó spjallar við Max á íslensku. Hann segir að fyrst og fremst sé Max hjálpartæki fyrir hann. Max sé frábær karakter og skemmtilegur hundur og góður vinur.
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 7. september 2021 tillögu að á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulag.
Tillaga að deiliskipulagi Fitjar Reykjanesbæ: SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Á FIMMTUDAGSKVÖLD
Már segir að það hafi líka skipt máli að hann var með allt sitt besta fólk með sér á leikunum. Faðir hans, Gunnar Már Másson, var í hópi aðstoðarmanna og þá kom þjálfarinn hans, Steindór Gunnarsson, á leikana. „Maður finnur mun á því að hafa yfirþjálfarann með eða að vera í landsliðsverkefnum þar sem hann er ekki með. Það er svo margt sem við erum að skoða í upphitun og á æfingum.“
Orrustan um Ísland er á morgun Sósíalistar í Suðurkjördæmi boða til opin kosningarfundar föstudaginn næsta klukkan sex. Frambjóðendur i efstu sætum verða á staðnum. Duushús – bíó/grænisalur Föstudaginn 24. september, kl. 18 Opinn fundur Sósíalistaflokks Íslands
Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á heimasíðu reykjanesbaer.is frá og með 23. september til 12. nóvember 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. nóvember 2021.
Grenndarkynning vegna samskiptamasturs við Unnardal 6
Með vísan til 5. mgr. 13. gr.,2.mgr 43gr, 1. og 2 mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010, gefur Umhverfisráð hér með nágrönnum Unnardal 6 Reykjanesbæ kost á að tjá sig um umsóknina. Míla ehf. sækir um leyfi fyrir 16m samskiptamastri inni á veitulóð að Unnardal 6 sbr. aðalupprætti dags. 1. júní 2021. Umsóknin er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar reykjanesbaer.is. Vilji þeir sem hagsmuna eiga að gæta geri athugasemdir við umsókna er farið þess á leit að umsögn berist svo fljótt sem verða má. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. október 2021. Skriflegar athugasemdir berist skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Að öðrum kosti má senda athugasemdir með tölvupósti á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Nánari upplýsingar um málið eru veittar á skrifstofu skipulagsfulltrúa Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ. Reykjanesbæ, 23. september 2021. Skipulagsfulltrúi
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
RÉTTARDAGUR T T É R A Ð A T S U L T Ö K R Í ÞÓ
„Þeir ráku féð í réttirnar í fyrsta og annan flokk“ sungu Stuðmenn um árið. Eins og jafnan
á böllum með þeirri ágætu sveit var stemming í Þórkötlustaðarétt í Grindavík þegar féð var rekið þar í rétt sl. sunnudag. Það var ekki að sjá annað en ungir sem aldnir nytu þar bæði samvista og veðurblíðunnar. Það skein hrein og tær gleði úr augum barnanna við það að komast í návígi við féð, þó svo þau væru nú mishuguð í nálgun sinni. Þó svo ljósmyndari sé ekki bændaskólagenginn, vanur hrútaþukli eða öðru slíku er viðkemur sauðfjárrækt, þóttist hann nú sjá út um allt í safninu læri af fallegustu gerð, kótilettur með sverri fiturönd og hnakkaspikaða sviðahausa. VÍKURFRÉTTAMYNDIR: JÓN STEINAR SÆMUNDSSON
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Birgir Þórarinsson er oddviti Miðflokksins og hefur átt sæti á Alþingi frá 2017
Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Ætli það sé ekki bara að hvetja húsfrúnna til góðra verka! Annars er þetta svona þegjandi samkomulag okkar í milli um að ég sé liðtækastur í uppvaskinu. Þegar kemur að beikoni og eggjum, þá er ég góður.“ Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Hluti sumarins fór í að ganga frá framboðslistunum og leggja megin línurnar. Við vorum síðan með landsþing í júní og framhaldslandsþing í ágúst.“
„Sumrin á Vatnsleysuströnd við sjóinn næra mann ríkulega“ Birgir Þórarinsson hefur átt sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn síðan 2017. Hann hefur síðustu sex vikurnar verið á fleygiferð í undirbúningi kosninganna en hann notaði sumarið líka til nokkurra vrka, m.a. að ljúka byggingu á Knarrarneskirkju sem er í túninu heima hjá honum. Við ræddum við Birgi á lokaspretti kosningabaráttu. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Ferðaðist um hið fallega Suðurkjördæmi. Sinnti svolítið áhugamálinu sem er grjóthleðsla. Meginhluti sumarsins fór hins vegar í að ljúka við byggingu Knarrarneskirkju hér í túninu heima og undirbúa
vígslu hennar. Ég tók á móti úkranískum listamanni og túlki hans. Þeir dvöldu hjá mér um nokkurn tíma og settu upp alla listmuni kirkjunnar, sem gerðir voru í Úkraínu. Kirkjan var síðan vígð 8. ágúst síðastliðinn. Það var stór dagur hjá okkur fjölskyldunni. Karl Sigurbjörnsson, biskup, vígði kirkjuna og að lokinni athöfn vorum við með kirkjukaffi í hlöðunni.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Áhugi almennings á Knarrarneskirkju og vígslu hennar. Brúðkaup elsta sonar okkar í kirkjunni.“
Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar draga mig alltaf til sín. Annars er ég svolítið heimaríkur, sumrin hér á Vatnsleysuströnd við sjóinn með fuglalífinu og sólsetrinu næra mann ríkulega, til andar og sálar.“ Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Uppvaskið. Síðan gríp ég nú svolítið í ryksuguna og sé svo um matarinnkaupin að stórum hluta.“ Uppáhaldsmatur? „Það er að sjálfsögðu lambahryggurinn.“
KJARKUR FYRIR KONUR ! Erna Bjarnadóttir er baráttukona sem hefur sýnt að hún nær árangri fyrir bættri heilsu kvenna. Hún er stofnandi aðgerðahópsins ,, Aðför að heilsu kvenna.
,,
Ding, ding, ding Ernu á þing ! X-M Miðflokkurinn Suðurkjördæmi
Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Okkur gengur vel hér í Suðurkjördæmi. Við erum búin að fara mjög víða og verið nánast stanslaust á ferðinni í sex vikur. Ég er með tvær öflugar konur með mér í 2. og 3. sæti. Við höfum haft gleðina að leiðarljósi enda skemmtilegasti tíminn í stjórnmálum að hitta kjósendur. Ég er bjartsýnn á gott gengi Miðflokksins hér í Suðurkjördæmi.“ Hver eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Frá því að ég var kosin á þing fyrir fjórum árum hef ég setið í fjárlaganefnd. Ég setti mér strax það markmið að rétta hlut Suðurnesja þegar kemur að fjárveitingum til opinberra stofnana, eins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, lögreglunnar og Fjölbrautaskólans. Tillögur mínar um auknar fjárveitingar til Suðurnesja voru því miður allar felldar í þinginu af Sjálfstæðismönnum, Framsókn og Vinstri grænum. Það voru mikil vonbrigði. Kannski var ég svona grænn að halda að tillögur frá stjórnarandstöðuþingmanni yrðu samþykktar. Ég komst síðan fljótt að því að það er ekki sama hvaðan góðar tillögur koma í þinginu. Ég gefst ekki upp og mun halda áfram að berjast fyrir Suðurnesin á Alþingi fái ég umboð til þess í kosningunum. Ég legg líka áherslu
á að flytja eigi opinber störf til Suðurnesja. Í því sambandi hef ég t.d. nefnt Útlendingastofnun en þar starfa 86 manns. Ég legg áherslu á heilbrigðismálin, atvinnumálin og að Suðurnesin fái það sem þeim ber í fjárveitingum ríkisins.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Ég hef átt gott samstarf við alla flokka á Alþingi enda hef ég ávallt átt gott með að vinna með fólki. Ég legg að sjálfsögðu áherslu á að málefnin sem við í Miðflokknum stöndum fyrir fái brautargengi þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi. Mér hugnast hins vegar ekki fjölflokka vinstri stjórn. Stjórnmálasagan hefur kennt okkur að þeim fylgir óstöðugleiki í efnahagsmálum aukin ríkisútgjöld og skattahækkanir. Það þarf að halda vel utan um ríkisfjármálin á næsta kjörtímabili það skiptir okkur öll máli. Ég vona að sjálfsögðu að Miðflokkurinn fái þann styrk sem þarf í kosningunum til að hafa áhrif. Við leggjum áherslu á framfarastjórn með stöðugleika í efnahagsmálum að leiðarljósi. Í stjórnmálum á aldrei að útiloka samstarf flokka fyrirfram. Á Íslandi búum við við samsteypustjórnir sem byggjast á málamiðlunum og samstarfi flokka þótt ólíkir séu.“
Við ætlum greiða hærri barnabætur til fleiri fjölskyldna
650 þúsund krónur er upphæðin sem meðalfjölskylda á Íslandi fengi út úr barnabótakerfi Samfylkingarinnar á ári. Reiknaðu þínar barnabætur inn á xs.is/reiknivél Ný heilsugæslustöð í Reykjanesbæ taki til starfa strax á næsta ári Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum Fjölgum lögreglumönnum og bætum starfsaðstöðu þeirra Ljúkum tvöföldun Reykjanesbrautar sem fyrst
SUÐURKJÖRDÆMI Oddný G. Harðardóttir
Viktor Stefán Pálsson
Guðný Birna Guðmundsdóttir
Inger Erla Thomsen
Friðjón Einarsson
Anton Örn Eggertsson
Margrét Sturlaugsdóttir
Davíð Kristjánsson
Siggeir Fannar Ævarsson
Elín Björg Jónsdóttir
Óðinn Hilmisson
Guðrún Ingimundardóttir
Hrafn Óskar Oddsson
Hildur Tryggvadóttir
Fríða Stefánsdóttir
Eggert Arason
Sigurrós Antonsdóttir
Gunnar Karl Ólafsson
Soffía Sigurðardóttir
Eyjólfur Eysteinsson
Verið velkomin á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 19, Reykjanesbæ The Manifesto in English: en.xs.is Manifest w języku polskim: pl.xs.is
Alþingiskosningar 2021 Nánar á www.xs.is
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Leikfélag Keflavíkur 60 ára:
Margir þekktir leikarar stigu sín fyrstu leiklistarskref í Keflavík Leikfélag Keflavíkur á rætur að rekja til ársins 1940 en driffjöðrin að stofnun leikstarfseminnar hér var Helgi S. Jónsson sem lék og starfaði í leikfélaginu einkum á árunum 1940–1950. Draga fór úr starfseminni eftir 1950, enda var þá orðið mikið um að vera í atvinnulífinu á svæðinu og tími manna minni fyrir vikið. Það var svo á haustdögum árið 1961 að þau tímamót urðu í sögu leiklistarstarfs á svæðinu, þegar nokkrir áhugamenn úr Keflavík og Njarðvík komu saman, og stofnað var sameiginlegt leikfélag, Leikfélagið Stakkur eftir klettadrangnum sem stóð undan Hólmsbergi utan við Keflavík. Leikfélagið Stakkur var stofnað þann 19. september 1961 og hélst svo til 1965 þegar Njarðvíkingar stofnuðu eigið félag. Leikfélagið Stakkur hélt nafninu sínu fram til ársins 1967 þegar Leikfélag Keflavíkur var stofnað og hefur það verið starfrækt allar götur síðan með einhverjum hléum þó. Fyrst um sinn var Stapinn helsti vettvangur leiksýninga en svo bættist Félagsbíó við. Þó gerðist það nokkuð oft að leikhópar þurftu að leita í önnur húsnæði til æfinga og sýninga sem reyndist þreytandi fyrir leikhópa. Stórleikarinn Helgi Skúlason var einn þeirra sem léði félaginu lið á fyrstu starfsárum þess og varð kannski valdur að þeirri velgengni sem alltaf hefur einkennt starfsemina. Árið 1997 afhenti Karlakór Keflavíkur Reykjanesbæ neðri hæðina á Vesturbraut 17 til eignar gegn því að þar yrði alltaf einhver menningartengd starfsemi. Þáverandi bæjarstjórn Reykjanesbæjar leysti svo húsnæðisvanda leikfélagsins þegar félagið fékk yfirráð yfir húsnæðinu og hefur séð um rekstur þess síðan. Með tilkomu Frumleikhússins leystist ekki aðeins húsnæðisvandi leikfélagsins heldur varð til fallegt menningarhús sem hefur komið að góðum notum fyrir fjölda viðburða, þó aðallega uppbyggingu öflugs leiklistarstarfs fyrir áhugaleiklistarfólk á öllum aldri.
Guðný Kristjánsdóttir og Hulda Ólafsdóttir við opnun Frumleikhússins. Starfsemi leikfélagsins hefur verið óslitin síðan Frumleikhúsið var opnað og þegar þetta er skrifað hafa verið settar á svið 54 sýningar í Frumleikhúsinu ef rétt er talið og því er Fyrsti kossinn sú 55. og 100. sýning leikfélagsins frá stofnun þess.
Leikfélagið gekk í gegnum nokkur dvalatímabil á 7., 8. og 9. áratug síðustu aldar en síðan 1988 hefur leikfélagið sýnt a.m.k. tvær sýningar á ári, að undanteknu leikárinu 1996–1997 þegar leikfélagar stóðu í framkvæmdum á Frumleikhúsinu.
Leikfélag Keflavíkur er og hefur verið eitt öflugasta starfandi áhugaleikfélag landsins og stendur félagið að baki rekstri og gróskumiklu starfi innan Frumleikhússins. Starfið byggist eingöngu á áhugafólki og sjálfboðaliðum sem leggur metnað sinn í að bjóða upp á gott leiklistar- og menningarlíf í Reykjanesbæ. Nafnið „Frumleikhúsið“ á Sveindís Valdimarsdóttir en hún sendi félaginu blómvönd stuttu eftir opnun þess með ósk um farsælt starf í Frumleikhúsinu og þar með var nafnið komið. Áður höfðu komið upp hugmyndir eins og Skothúsið og Skjöldur. Margir þekktir leikarar fengu fyrstu reynslu sína af leiklist í Keflavík, bæði fyrir árdaga Leikfélags Keflavíkur sem og innan félagsins. Þónokkrir hafa haldið í leiklistarnám og einhverjir hafa m.a. leikstýrt verkum hjá leikfélaginu eftir útskrift og einhverjir jafnvel stigið aftur á svið Frumleikhússins sem leikarar. Leikfélagið setur upp a.m.k. tvær sýningar ár hvert ásamt því að taka þátt í ýmsum viðburðum bæjarins.
Frumleikhúsið Frumleikhúsið var opnað formlega þann 4. október 1997 eftir áratuga baráttu fyrir húsnæði og síðan þá hefur Leikfélag Keflavíkur aldrei verið virkara. Þar hafa verið haldnar ráðstefnur, tónleikar, fundir og margt fleira. Stóri salurinn rúmar í kringum 120 manns í sæti og salurinn frammi rúmar vel leikhúsgesti. Starfsemin er til fyrirmyndar og þeir leikstjórar sem unnið hafa með okkur eru sammála um að hvergi finnist betri aðstaða áhugaleikfélags en hjá Leikfélagi Keflavíkur.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Nýtur þess að standa í eldhúsinu og elda góðan og hollan mat
Staðið í framkvæmdur árið 1997.
Framkvæmdir 1997
Framkvæmdir 2020
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fékk félaginu afnot af húsnæðinu í ársbyrjun 1997, ásamt tíu milljónum króna til framkvæmda. Yfirumsjón með verkefninu höfðu þeir Jón Páll Eyjólfsson og Júlíus Guðmundsson og lögðu þeir nótt og dag við verkið ásamt öðrum leikfélögum. Það þurfti að rífa niður, byggja upp, versla allt sem þurfti, eins og t.d. pallakerfi, sæti, ljósabúnað o.fl. Fjölmargir aðilar lögðu verkefninu lið auk Reykjanesbæjar og má þar m.a. nefna Harald Valbergsson á teiknistofunni Örk sem gaf allar teikningar, Vélaleigu Sigurjóns Helgasonar sem lagði til tæki og tól auk Keflavíkurverktaka sem einnig styrktu verkefnið. Framkvæmdirnar tóku níu mánuði og það var stoltur hópur sem opnaði húsið almenningi með veisluhöldum 4. október 1997. Þar sem Guðný Kristjánsdóttir, þáverandi formaður, og bæjarstjórinn þáverandi, Ellert Eiríksson, klipptu loksins á borðann að inngangi leikhúss í Keflavík.
Í gegnum árin hefur leikfélagið ráðist í misstórar framkvæmdir en árið 2020 var ákveðið að taka aldeilis til hendinni. Skipt var um gólfefni á fremri sal, klósettin tekin í gegn, pallakerfið lagfært og leiksviðið stækkað. Leikfélagar hafa alltaf lagt metnað í halda húsinu í góðu standi enda ekki vilji fyrir því að verða húsnæðislaus aftur. Allt í áhuga- og sjálfboðavinnu. Auðvitað er saga Leikfélags Keflavíkur mun meiri en hér er upp talið en hér er aðeins stiklað á stóru og í vinnslu eru ítarleg skrif sögu Leikfélags Keflavíkur með viðtölum við fyrrverandi og núverandi félaga sem segja sögur úr leikhússtarfinu en eins og allir vita þá getur svona blómleg starfsemi aðeins gengið með mannskap sem hefur áhuga, þor og þrek til að gera hlutina og það fólk höfum við svo sannarlega haft innan vébanda þessa frábæra félags, Leikfélags Keflavíkur.
Framkvæmdir 2011
Brynja Ýr Júlíusdóttir.
Leikfélagið fór svo í framkvæmdir árið 2011 en þá fengum við afnot af stærri hluta hússins, eða alla neðri hæðina. Við færðum búningageymslur, stækkuðum smíðaverkstæðið, tókum allt í gegn frammi í anddyri, flotuðum gólf, máluðum og margt fleira.
Jóhann Friðrik Friðriksson freistar þess að komast á Alþingi Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið nokkuð áberandi í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar en hann er oddviti Framsóknar og hefur forseti bæjarstjórnar helming kjörtímabilsins. Hann spreytir sig nú á vettvangi Alþingis og er í 2. sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Hann nýtti sumarið til að undirbúa það en kappinn er liðtækur í eldhúsinu en segir að afrekin heima við séu m.a. við frágang á þvotti. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Sumarið var mjög skemmtilegt. Ég fór vítt og breitt um landið með fjölskyldunni og við áttum gæðastundir saman, m.a. á Suður- og Norðurlandi. Við vorum heppin með veður í fríinu, fórum í Borgarfjörðinn til vina og ættingja, spiluðum Scrabble og svo tókst mér að spila minn fyrsta golfhring í tíu ár og komst í gegnum þá raun nokkuð skammlaust.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það kom skemmtilega á óvart hversu öflug ferðaþjónustan er orðin víða um land. Ég kynntist því reyndar vel í fyrra en það er ótrúlega mikill dugnaður í fólki, maturinn góður og þjónustan til fyrirmyndar. Það er líka gaman að sjá hvað við erum orðin dugleg að hampa því sem framleitt er á hverjum stað fyrir sig.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Borgarfjörðurinn er mér mjög kær. Ég var þar í sveit og svo eiga foreldrar mínir og tengdaforeldrar sumarhús þar og því reynum við að heimsækja þau sem oftast yfir sumarið.“ Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku? „Ég elda matinn á mínu heimili en það er nú kannski ekki neitt sérstakt afrek. Ég reyni eftir fremsta megni að segja börnunum mínum sögu fyrir svefninn sem þau kunna vel að meta. Helsta afrek mitt að undanförnu lýtur að þvottinum á heimilinu sem stundum hleðst upp eins og gengur og þá nýtist tíminn yfir fréttunum á kvöldin til þess að brjóta saman sokka og strauja nokkrar skyrtur í leiðinni.“
Þrettándinn 2019.
Félagar að standa í framkvæmdum árið 2020.
Uppáhaldsmatur? „Heit svið eru í miklu uppáhaldi hjá mér og kótilettur í raspi. Ég reyni að koma við á Réttinum hjá Magga þegar þær eru í boði enda ómótstæðilegar með rauðkáli, grænum baunum og sultu.“ Hver er þinn styrkur í matreiðslunni? „Ég held að ég sé ágætur í því að búa til rétti án þess að ég þurfi endilega að vera með uppskrift við höndina. Það lærist smátt og smátt. Sjálfur er ég mikið fyrir ferskar vörur og vil heldur hafa matinn einfaldan en of flókinn. Við Íslendingar erum mikið fyrir sósur og margar tegundir af meðlæti sem ég er að reyna að venja mig af. Ég held að minn styrkur í matreiðslunni sé kannski helst undirbúningur. Það skiptir máli að taka kjöt snemma út úr kæli og láta kjöt og fisk hvíla aðeins áður en maturinn er borinn fram. Mér finnst líka róandi og skemmtilegt að elda og því nýt ég þess að standa í eldhúsinu og elda góðan og hollan mat.“ Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna? „Já, ég tók þátt í prófkjörsbaráttu í júní sem var skemmtileg lífsreynsla og svo tók við gott sumarfrí. Málefnastarf Framsóknar var í gangi í byrjun ágúst þar sem ég tók virkan þátt.“ Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni? „Mín tilfinning er góð þó svo ég viti að það er á brattann að sækja í mínu kjördæmi þar sem margir flokkar bjóða fram. Ég hef unnið að heilindum og eldmóði í þeim verkefnum sem ég hef tekið mér fyrir hendur á
undanförnum árum og barist fyrir bættum hag íbúa á Suðurnesjum. Nú vil ég gera það á Alþingi og til þess þarf ég sérstaklega stuðning í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum.“ Hver eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang? „Ég hef alltaf lagt mjög mikla áherslu á heilbrigðismál á Suðurnesjum en einnig menntamál í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Keilis og bæjarfulltrúi. Ég hef góða menntun og reynslu í hvoru tveggja og veit vel hversu mikilvægt það er að ríkið jafni fjárframlög til þjónustu hér á svæðinu. Ný heilsugæsla er nú loksins komin á fjárlög og geri ég ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist við hana á næsta ári. Að því sögðu þá ættu hér að vera þrjár heilsugæslur ef tekið er mið af fjölda heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Ég ætla mér því að halda ótrauður áfram að berjast fyrir góðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu og bættri heilsu allra íbúa í kjördæminu með góðri samvinnu. Framsókn er að leggja til 60.000 krónu vaxtastyrk til allra barna á Íslandi á ári fyrir þessar kosningar. Styrkurinn er til þess að auðvelda öllum börnum að taka þátt í íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Það er frábær fjárfesting sem léttir undir með barnafjölskyldum og veitir börnum tækifæri til þess að taka þátt í fjölbreyttu starfi óháð efnahag foreldra. Ég hef lengi barist fyrir þessu og veit að þessi stuðningur mun nýtast vel. Framsókn vill líka jafna leikinn og taka upp þrepaskipt tryggingagjald þannig að lítil og meðalstór fyrirtæki borgi minna. Það er mjög mikilvægt að styðja við atvinnulífið, sérstaklega hér á Suðurnesjum. Það skiptir máli að Suðurnesin hafi öflugan málsvara á þingi og því býð ég mig fram.“ Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt? „Mitt draumaríkisstjórnarsamstarf væri samstarf þar sem lögð er áhersla á að fjárfesta í fólkinu í landinu. Ísland er ekki bara höfuðborgarsvæðið og við þurfum að tryggja góða þjónustu um allt land. Það skiptir mjög miklu máli að sú ríkisstjórn sem tekur við sé tilbúin til þess að fara í raunhæfar kerfisbreytingar til þess að bæta heilbrigðiskerfið, leggi ríka áherslu á málefni eldra fólks, loftslagsmálin og áskoranir á vinnumarkaði vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Framsókn mun leggja áherslu á sín stefnumál sem hafa þegar fengið mjög góðan hljómgrunn, enda bæði raunhæf og líkleg til árangurs. Ef árangurinn í kosningunum verður góður munum við hafa tækifæri til þess að láta þau verða að veruleika, íbúum Suðurnesja og landsins alls til heilla.“
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Miklar breytingar framundan í meðhöndlun úrgangs. Norðfirðingurinn Steinþór Þórðarson sem tók við sem framkvæmdastjóri Kölku 2019 segir mikilvægt að nota næsta ár til undirbúnings
Að flokka eða flokka ekki
„Enginn vafi er á því að framundan eru miklar breytingar í umhverfismálum og meðhöndlun úrgangs. Réttara væri að orða það þannig að breytingaskeiðið sé þegar hafið. Í júní var frumvarp um þetta efni samþykkt á Alþingi og það felur í sér verulegar breytingar. Við höfum næsta ár til að búa okkur undir þær en lögin taka gildi 1. janúar 2023,“ segir Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku. Hann kom til starfans „korter í kóvíd“ og Norðfirðingurinn unir hag sínum mjög vel á Suðurnesjum.
„Fyrirtæki og stofnanir vilja líka ganga lengra og setja sér markmið um bætta úrgangsmeðhöndlun. Þeim er svo fylgt eftir með mælikvörðum, grænu bókhaldi og stefnu um samfélagslega ábyrgð.“
Við hittum Steinþór á skrifstofu hans í Kölku í Helguvík. Umhverfismál eru eitt af stóru málum framtíðarinnar í samfélaginu og einn þáttur í þeim efnum sem snýr að okkur mannfólkinu, íbúunum, er að við þurfum að taka okkur á í flokkun úrgangs. „Að flokka úrgang frá heimilum og fyrirtækjum er ekki markmið í sjálfu sér. Ef allur úrgangur fer í sama farveginn á endanum skiptir litlu hvort hann er flokkaður eða ekki. Flokkun er forsenda þess að hægt sé að beina efninu í þá farvegi sem eru heppilegastir fyrir umhverfið. Á endanum eru þeir farvegir heppilegastir fyrir efnahagslífið einnig. Í meginatriðum eru það tvær leiðir sem eru farnar í þeirri vegferð að flokka úrgang. Við, ég og þú, sem eigum úrganginn, flokkum hann heima hjá okkur eða við skilum honum óflokkuðum. Í því tilfelli flokkar móttökuaðilinn efnið. Við það verður til kostnaður sem einhver þarf að bera. Á endanum eru það við sjálf sem borgum reikninginn. Núverandi fyrirkomulag á Suðurnesjum er blanda af þessu tvennu. Við flokkum heima og á móttökuplönum og þeir samstarfsaðilar sem taka frá okkur endurvinnanlegt efni flokka það gjarnan frekar áður en þeir ráðstafa því til endurvinnslu. Markmiðið er að efni sem berst til endurvinnsluaðila sé ómengað og hæft til endurvinnslu. Í flestum tilvikum er eitthvað frákast þar sem hluti þess efnis við teljum endurvinnanlegt þegar við flokkum heima stenst ekki kröfur.“
Steinþór segir að hlutverk bæjarbúa sé mikið og að þeir vandi flokkunina eins og kostur er. „Eins og áður sagði er um tvennt að velja. Að hinn almenni borgari vandi sína flokkun heima við eða að sveitarfélögin, sem eru ábyrg fyrir ráðstöfun úrgangs frá heimilum, geri kostnaðarsamar ráðstafanir og kaupi flokkun frá fagaðilum. Ljóst er að yfirvofandi breytingar á lögum um úrgangsmál munu skapa talsverðan þrýsting á hækkun sorphirðugjalda. Leiðin til að halda slíkum hækkunum í skefjum er að tryggja að vel takist til með skil fólks á flokkuðum úrgangi. Því betri sem flokkunin er hjá okkur því minna þarf að vinna með efnið eftir á. Með nýjum lögum verða skapaðar hvatar til góðrar flokkunar og krafa verður gerð á sveitarfélög að laga sorphirðugjöld að frammistöðu hvers og eins eða hvers heimilis.“
„Þetta fer allt í sömu hrúguna á endanum!“ „Við sem vinnum í þessum geira heyrum því oft fleygt að það sé ekki
til neins að vera að flokka. Þetta fari allt í sömu hrúguna, í brennslu eða urðun. Að endurvinnsla sé bara blekking. Sannleikskornið í því er að dæmi um þetta eru til. Þau eru þó undantekningar og þeim fer fækkandi. Ástæður þess að endurvinnsluefni hefur verið brennt og urðað eru margar og margvíslegar og það er óþarfi að rekja þær. Í sumum tilvikum er aðstæðum um að kenna. Í afar fáum undantekningartilfellum hefur hlekkur í keðjunni brugðist án þess að boðlegar skýringar á því sé að finna. Stóra myndin er sú að stundum höfum við verið á undan nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Við höfum flokkað áður en leiðir til endurvinnslu hafa verið opnaðar. Þróun á lausnum er hins vegar hröð og þessi mishröðun flokkunar og úrvinnslu minnkar stöðugt og mun brátt heyra sögunni til. Heimurinn
allur keppist við að skapa farvegina og markmiðið er skýrt. Úrgang skal minnka með endurnýtingu og endurvinnslu, urðun verður að minnka stórlega og brennsla þarf að einskorðast við efni sem á sér ekki aðra betri farvegi. Ábatinn af því er stórlega minnkað kolefnisfótspor eftir úrganginn okkar og minna álag á auðlindir jarðar. Börnin okkar munu, fyrir vikið, erfa jörð sem sem á sér framtíð.“
Miklar breytingar í kortunum Óháð öllum laga- og reglugerðabreytingum er ljóst að vilji landsmanna til að gera betur er skýr. Steinþór segir að allur þorri landsmanna vilji stíga framfaraspor í þessum efnum og muni ekki endilega bíða eftir gildistöku nýrra laga til að taka af skarið.
Hlutverk hins almenna borgara
Með grenndarstöðvum sem nýlega var komið fyrir á nokkrum stöðum á Suðurnesjum er stigið skref til að auðvelda íbúum Suðurnesja að skila úrgangi í farvegi sem auðvelda ráðstöfun hans til endurvinnslu. Þá er einnig horft til nýrrar stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum og áherslu á að draga stórlega úr urðun úrgangs. Framundan eru miklar breytingar á sorphirðu á landinu öllu og búast má við að flokkum úrgangs í söfnun frá heimilum muni fjölga.
Allir með
Steinþór segir að þeir sem vinni við úrgangsmál verði gjarnan varir við tvenns konar sjónarmið meðal viðskiptavina. „Annað er að úrgangurinn sé ekki vandamál þess sem á hann heldur sveitarfélagsins, eða Kölku. Þeir sem viðra þetta sjónarmið virðast ekki hafa mikinn áhuga á umbótum í málaflokknum eða umhverfismálum yfirleitt. Á hinn bóginn er fjöldi fólks sem vill axla ábyrgð á sínum úrgangi og umgangast hann þannig að sem allra mest af honum komist aftur inn í hringrásina, til endurnýtingar eða sem hráefni. Það er fólkið sem bíður með óþreyju eftir að ný skref verði stigin í fjölgun úrgangsflokka og nýir áfangar náist í að hækka hlutfall endurvinnanlegs efnis í úrgangi. Baráttan fyrir bættri nýtingu auðlinda jarðar, m.a. með því að endurnýta og endurvinna meira en nú er gert stendur og fellur með því að allir séu með.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þann sem vill ekki eða tekur ekki þátt í flokkun? „Eins og málum er háttað núna hefur það engin bein áhrif á viðkomandi að flokka ekki. Í nýju lögunum eru hins vegar ákvæði sem knýja sveitarfélög til að innheimta sorphirðugjöld í samræmi við notkun hvers og eins á þjónustunni. Þar sem endurvinnsluefnið er gjaldfrjálst og meðhöndlun þess greidd með úrvinnslu- og skilagjöldum sem lögð eru á vöruna verður það hagsmunamál heimilanna að hámarka það magn úrgangs sem skilað er rétt flokkuðum. Leiðin til þess að forðast hækkanir á sorphirðugjöldum, sem gætu orðið umtalsverðar, verður því að flokka vel.“
Spenntur fyrir Suðurnesjum Nú tókst þú við sem framkvæmdastjóri Kölku fyrir um tveimur árum, hver er Steinþór Þórðarson og hvaðan kemur hann? „Ég er fæddur og uppalinn í Neskaupstað og bjó þar fram á háskólaaldur. Ég hef komið víða við á langri
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
„Eins og málum er háttað núna hefur það engin bein áhrif á viðkomandi að flokka ekki. Í nýju lögunum eru hins vegar ákvæði sem knýja sveitarfélög til að innheimta sorphirðugjöld í samræmi við notkun hvers og eins á þjónustunni.
starfsævi en nánast óslitið frá 1995 fengist við stjórnunarstörf af ýmsu tagi. Ég var alls um ellefu ár í stóriðju og tók þátt í uppbyggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði og fór beint þaðan í ný verkefni í áliðnaði í Sádí-Arabíu. Ég hef líka fengist talsvert við ráðgjöf, unnið fyrir smásölufyrirtæki, háskóla o.fl.“ Hvernig birtast Suðurnesin þér, hvernig finnst þér samfélagið hérna vera? „Ég hef alltaf verið spenntur fyrir Suðurnesjum, alveg frá því ég var krakki. Foreldrar mínir áttu vini í Grindavík og Sandgerði og ég kom þangað oft á yngri árum. Keflavík var auðvitað, og er, stórborg á íslenskan mælikvarða og þar átti ég mörg átrúnaðargoð í tónlistinni. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég kom inn í plötubúð í miðbæ Keflavíkur, tólf ára gamall, og keypti plötuna „Works II“ með Emerson, Lake & Palmer. Sú búð var himnaríki í mínum huga lengi á eftir. Ég er mjög sáttur við samfélagið en verð þó að taka fram að ég hef nánast eingöngu búið hér á veirutímum. Ég komst þó á tónleika í Hljómahöll, korter í Covid, og sá hina ensku Tindersticks. Það var frábært og svo var komið við á Ránni á heimleiðinni. Síðan hefur fólk verið hvatt, meira og minna, til þess að halda sig heima.
„Keflavík var auðvitað, og er, stórborg á íslenskan mælikvarða og þar átti ég mörg átrúnaðargoð í tónlistinni. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég kom inn í plötubúð í miðbæ Keflavíkur, tólf ára gamall, og keypti plötuna „Works II“ með Emerson, Lake & Palmer. Sú búð var himnaríki í mínum huga lengi á eftir.“
„Baráttan fyrir bættri nýtingu auðlinda jarðar, m.a. með því að endurnýta og endurvinna meira en nú er gert stendur og fellur með því að allir séu með.“ Ekki spillir svo fyrir að börnin mín fjögur, sem eru á aldrinum frá 32 og niður í ellefu ára, eru öll sólgin í að koma suðureftir til mín. Þótt ég búi í Garðinum finnst mér þetta allt vera einn bær og finnst ég ekki vera að heiman þótt ég sé kominn í Reykjanesbæ, Grindavík eða Voga. Þetta er allt „heima“ og krökkunum finnst það líka.“
Góður kokteill Hvernig gengur þér að stunda vinnu á Suðurnesjum og finnst þér vera mikill munur á kúltur og menningu og þar sem þú bjóst síðast? „Ég hef ekki undan neinu að kvarta í vinnunni, a.m.k. engu sem ég tengi sérstaklega við Suðurnes. Hér er gott að vera og hér er gott að vinna. Ég lifði lengi í amerískri vinnumenningu og finn stundum merki um hana hér enda hafa margir Suðurnesjamenn unnið fyrir herinn. Nálægðin við sjóinn og sjávarútveginn gerir það líklega að mér finnst mjög margt líkt með menningunni hér og fyrir austan. Svo gerir e.t.v. nálægðin við höfuðborgarsvæðið það að mér finnst vinnumenningin svipuð hér og í bænum. Ég hef ekki orðið var við neina tregðu heimamanna að taka nýbúa í sátt enda er ég ekki aldeilis sá eini sem hefur flutt
á Suðurnesin á síðustu árum. Mér finnst eitthvað gott við svona samfélög sem byggja á gömlum merg en hafa laðað að sér fólk víða að til búsetu. Það verður oft góður kokteill.“ Hvað með áhugamál? „Ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til að sinna áhugamálum í gegnum tíðina en ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og þótt gaman að veiða silung og lax. Ég var í unglingahljómsveitum fyrir langa löngu og glamra ennþá á hljóðfæri mér til skemmtunar. Ég hef verið duglegur að sækja tónleika og oft tekist að nota ferðalög vegna vinnu til að sjá ýmsar hetjur rokksins á sviði. Ég vona að Tindersticks verði ekki síðasta hljómsveitin sem ég sé í Hljómahöll og ég hlakka líka til að heyra lifandi flutning heimamanna, bæði gömlu hetjanna og þeirra sem eru að koma fram á sjónarsviðið.
Ég gæti líka bætt því við að ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna störf sem hafa vakið áhuga minn. Fyrir vikið hef ég ekki haft ríka þörf fyrir að gera greinarmun á vinnu og einkalífi og oftar en einu
sinni hefur verið gert grín að mér fyrir lestur fagrita á sólarströndum.“ Páll Ketilsson pket@vf.is
Frá starfssvæði Kölku í Helguvík.
ALÞINGISKOSNINGAR Erfiðara um vik að fjölga ílátum við fjölbýlishús Steinþór segir heilt yfir erfiðara um vik að fjölga ílátum við fjölbýlishús en einbýli. Sjónarmiðin í flokkun úrgangs sem eiga við um fjölbýlishúsin sérstaklega eru nokkur: „Tunnukjallarar eru oft of litlir fyrir tvenns konar ílát, hvað þá fleiri. Á Ásbrú í Reykjanesbæ eru svo ekki tunnukjallarar heldur tunnugerði úti. Það hefur verið unnið að því að stækka þau en þau fara á kaf í snjó á veturna og þá hendir fólk í þá tunnu sem næst er, óháð lit hennar. Á Reykjavíkursvæðinu er byrjað að setja niður djúpgáma þar sem þröngt er við fjölbýli. Það sem upp úr stendur er eins og nettur grenndargámur en ílátið teygir sig kannski 10 metra ofan í jörðina og tekur því verulegt magn. Við vitum að aðilar
í Reykjanesbæ eru farnir að skoða þessar lausnir en vitum ekki til þess að djúpgámar séu væntanlegir suðureftir ennþá. Við fjölbýlishús, ekki síst þar sem safnað er í 400 lítra ker, er sérstaklega viðkvæmt þetta með þessa fáu sem henda bara í eitthvað ílát. Þá eru e.t.v. græn ker með góðu endurvinnsluefni en búið að menga það með óflokkuðum úrgangi. Við gerum hvað við getum til að ná slíkri mengun úr hér í Helguvík en starfsmenn sorphirðunnar meta það hvað fer í hvort hólf á bílunum. Við teljum víst að tunna eða ker með áberandi óflokkuðu efni ofarlega sé einfaldlega tæmt í hólfið fyrir óflokkað. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en samningar um sorphirðu gera ekki ráð fyrir vinnu verktaka við flokkun í sorphirðuferlinu.
SVEITARFÉLAGINU VOGUM LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER 2021 KJÖRFUNDUR HEFST KL. 10:00 OG LÝKUR KL. 22:00 KOSIÐ VERÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA, TJARNARGÖTU 2, GENGIÐ INN FRÁ LEIKVELLI Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónu skilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hlustum á hugmyndir drengja
og gefum svigrúm fyrir ólík áhugamál og námsleiðir í lestrarnámi þeirra Umræðan um drengi og lestur hefur verið fyrirferðamikil í samfélaginu undanfarin ár. Virðist vera að drengir hafi síður ánægju af bóklestri, að lesskilningur þeirra sé slakari nú en áður, fyrir utan það að þeim virðist ekki líða nægilega vel í skólanum. Það er áskorun fyrir alla skóla og foreldra að bregðast við þessum upplýsingum en í október verður gerð tilraun til að koma betur til móts við drengi með lestrarupplifun sem ber heitið Skólaslit og er það styrkt af Sprotasjóði. Hugmynd að verkefninu kviknaði hjá kennsluráðgjöfum í Reykjanesbæ sem vildu koma betur til móts við drengi og var því farið út í það að gera spurningalista sem sendir voru til foreldra og gerð rýnisamtöl við drengi með það að markmiði að nýta upplýsingarnar í verkefninu. Sáu kennsluráðgjafarnir, sem hófu þessa vinnu, tækifæri til að gera meira úr verkefninu sem hafði alla burði til að geta orðið afar spennandi og skemmtilegt, og buðu skólum í Suðurnesjabæ og Vogum að taka þátt, ásamt félagsmiðstöðvum og bókasöfnum. Hinn skemmtilegi og skapandi Ævar Þór Benediktsson gekk til liðs við hópinn og voru niðurstöður kannana og rýnisamtala sendar til hans og byggir verkefnið, sem er í formi lestrarupplifunar og birtist á vefnum
https://www.skolaslit.is/, á hugmyndum, upplifunum og áhuga drengja þó svo að allir nemendur á mið- og unglingastigi komi til með að taka þátt og njóta góðs af. Er óhætt að segja að Ævar Þór hafi gripið hugmyndir drengjanna því að lestrarupplifunin er í formi spennandi hrollvekju sem margir drengir höfðu nefnt í könnuninni sem áhugavert lesefni. Ef við rýnum í áhugamál umræddra drengja þá eru þau afar fjölbreytt og má þá helst nefna alls kyns íþróttir, tónlist, náttúrufræði, stærðfræði, spila tölvuleiki ásamt hefðbundnum spilum og að eiga samverustundir með fjölskyldu, svo eitthvað sé nefnt. Það sem þeir nefna að þeim þyki skemmtilegast að lesa um er meðal annars spennusögur, fræðsluefni, matreiðslubækur, efni tengt
íþróttum og tónlist og síðast en ekki síst hrollvekjur. Þegar drengir eru spurðir um hvað gæti mögulega aukið áhuga þeirra á lestri, þá nefna þeir ýmsa þætti sem snúa að vali á lesefni. Þeir vilja fá að ráða sjálfir, bæði hvað þeir lesa og í hvaða formi. Þeir nefndu til dæmis lestur í tölvum eða iPad, lestur á öðrum tungumálum, að bækur eða lesefni sé spennandi eða fyndið, að vinna á skapandi hátt með lesefnið sjálft eins og að búa til bíómyndir úr því, að þeir hafi frelsi til að lesa fréttir af vef og nýta sér Storytel eða hlaðvörp. Einnig óska þeir eftir notalegra lestrarumhverfi. Þegar þeir voru að lokum spurðir um heimalestur þá vilja þeir almennt fá meira frelsi um leiðir til lesturs, eins og að nota Seesaw til að skila heimalestri og fá stundum að hlusta á efni í stað þess að lesa. Könnun var send til foreldra og var henni meðal annars beint til feðra. Í henni komu einnig fram afar áhugaverð svör um lestur og lestraráhuga drengja. Spurt var um áhugasvið drengjanna og voru svör foreldra afar
svipuð svörum þeirra. Foreldrar nefndu að auki áhuga á samfélagsmiðlum, ásamt tækni og stjörnufræði. Foreldrar telja yfir höfuð þátttöku sína í lestrarnámi barna sinna afar mikilvæga og að góð lestrarfærni sé mikilvæg fyrir framtíð þeirra. Það sem foreldrar töldu vera bestu leiðirnar til að auka lestraráhuga var aðallega að rýna í áhugasviðin og vinna með þau, að drengir hefðu eitthvað um nám sitt að segja, að minnka vægi á lestrarhraða en að auka vægi lesskilnings. Að lokum þegar foreldrar voru spurðir um hvernig þeir gætu mögulega stutt betur við lestrarnám barna sinna þá nefndu þeir þætti eins og hvatningu, að sýna áhuga á lesefninu, gefa þeim meiri umbun fyrir heimalesturinn og að lesa meira með þeim. Er því óhætt að segja að drengir og foreldrar hafi áhugaverðar skoðanir varðandi lesefni og lestraraðferðir sem nýttar eru í skólum og í heimalestri. Drengir geta lesið en niðurstöðurnar benda til þess að þeir vilji hafa meiri áhrif á lestrarnámið sitt, að þeir vilja styðjast við efni
sem tengist áhugasviðum þeirra og þeir vilja vinna með læsistengt efni á fjölbreyttan hátt. Er mikilvægt að bregðast við niðurstöðum úr umræddum könnunum og verður sérstök áhersla lögð á það á mið- og unglingastigi í októbermánuði. Það er öllum frjálst að taka þátt í lestrar-
upplifuninni með skólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum og hvetjum við sem flesta, sérstaklega foreldra, til að taka þátt. Heiða Ingólfsdóttir, kennsluráðgjafi í Suður nesjabæ og Vogum.
Slökkviliðsstjóri Grindavíkurbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi í framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Grindavíkurbæjar. Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi slökkviliðs Grindavíkur og að unnið sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðs • Ábyrgð á faglegri starfsemi, menntun og þjálfun slökkviliðsmanna • Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi mengunaróhappa á landi • Eldvarnareftirlit, skipulag, úttektir, umsagnir og eftirfylgni • Umsjón með öllum tækjum slökkviliðs og ábyrgð á virkni þeirra • Áætlanagerð og stefnumótun • Samskipti við íbúa, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila • Situr í almannavarnanefnd
Menntunar- og hæfniskröfur: • Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000
Grindavík er vinalegur 3600 manna sjávarútvegsbær á suðvesturhorni landsins. Í bænum eru leik-, grunn- og tónlistarskólar ásamt öflugu íþrótta- og tómstundastarfi. Sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið
og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur
burðarás atvinnulífs í Grindavík og er
slökkviliðsmaður
bærinn ein öflugasta verstöð landsins.
• Menntun sem nýtist í starfi • Menntun til eldvarnareftirlits er kostur • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Geta til að vinna undir miklu álagi
Í Grindavík er einnig öflug ferðaþjónusta, mörg veitingahús, gistihús, hótel og fjögurra stjörnu tjaldsvæði, góð útisundlaug með heitum pottum, heilsuræktarmiðstöð, verslanir, banki og öll nauðsynleg þjónusta.
• Leiðtogafærni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Vegna eðli starfs og viðbragðs utan dagvinnutíma er æskilegt að viðkomandi sé búsettur í Grindavík eða innan 15 mínútna akstursfjarlægðar
Nánari upplýsingar má finna á: www.grindavik.is Umsókn gildir í 6 mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
VIÐ GERUM ÞAÐ SEM VIÐ SEGJUMST ÆTLA AÐ GERA
Birgir Þórarinsson ÖFLUGUR OG TR AU ST U R SU ÐUR NE SJ AM A Ð UR Á A LÞIN GI
Í fjárlaganefnd Alþingis lagði Birgir til auknar fjárveitingar: Til Til Til Til Til Til
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Lögreglunnar á Suðurnesjum Fjölbrautaskóla Suðurnesja framkvæmda í Helguvík heimahjúkrunar og heimaþjónustu aldraða á Suðurnesjum aðgerða vegna mikils atvinnuleysis á Suðurnesjum
Vissir þú að þingmenn, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna voru á móti og sögðu NEI
H VE R JU M T R EY S TI R Þ Ú B E S T T IL A Ð V IN N A FY R I R S U Ð UR NE S I N Á A L ÞIN G I?
X-M
Miðflokkurinn Suðurkjördæmi
Verið velkomin í kosningakaffi á kjördag
Hafnargötu 60, Reykjanesbæ - Víkurbraut 46, Grindavík
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Framsókn fyrir Suðurnes Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þau eru þung höggin sem Suðurnesin hafa orðið fyrir á síðustu árum. Fyrst var það fall Wow air og síðan heimsfaraldurinn sem hafði ekki hvað síst mikil áhrif á atvinnutækifærin á Suðurnesjum þar sem ferðaþjónusta, flutningar og fleira sem tengist fluginu er stærsti atvinnuvegurinn. Það hefur verið lærdómsríkt og veitt innblástur að fylgjast með baráttu Suðurnesjafólks síðustu mánuðina og ár þar sem eldmóður og bjartsýni hefur verið mikið hreyfiafl góðra hluta. Fjölbreyttari atvinnutækifæri Ríkisstjórnin hefur tekið þátt í því að skapa ný tækifæri með Suðurnesjafólk með stuðningi við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra og menntun á svæðinu þar sem Keilir er mikilvæg uppspretta. Suðurnesjafólk hefur í þeirri vinnu
sýnt mikla framsýni og þau eru mörg fræin sem þar hefur verið sáð sem munu veita heimafólki ríkulega uppskeru þegar fram í sækir. Þá er einnig rétt að minnast á stækkun Njarðvíkurhafnar gefur færi á þurrkví fyrir stærri skip sem mun skapa fjölmörg störf í þessu fornfræga sjósóknarbyggðarlagi. Þá mun sú uppbygging sem stendur fyrir dyrum í Helguvík skapa fjölbreytt atvinnutækifæri á næstu árum. Græn atvinnuuppbygging Saga Helguvíkursvæðisins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Heimamenn hafa mátt sætta sig við erfið áföll í uppbyggingu svæðisins en nú horfum við fram á mikil tækifæri á svæðinu sem tengist náið hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Við í Framsókn höfum verið áfram um að sorp-
brennslustöð fyrir Ísland rísi í Helguvík og verði hluti af þeim grænu iðngörðum sem eru á teikniborðinu. Það er nefnilega svo að mikil atvinnutækifæri eru fyrir Suðurnesin í nýju og grænu hagkerfi. Kraftur náttúru og manna Síðasta vetur heimsótti ég Suðurnesin nokkrum sinnum. Jörð ýmist skalf eða gaus. Það er virkilega aðdáunarvert hvernig Suðurnesjafólk hefur tekið öllum þessum hamförum með yfirvegun og dugnaði. Eldgosið hefur dregið athygli heimsins að sér og einnig dregið fjölmarga landsmenn á svæði sem er ríkt af stórkostlegri náttúru og krafti. Á þessum krafti náttúru og manna verður hægt að byggja blómlegt mannlíf og öflugt atvinnulíf á næstu árum.
Eflum heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum Erna Bjarnadóttir Skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. #dingdingdingernuaþing Undanfarnar vikur hef ég ferðast um Suðurkjördæmi með Birgi Þórarinssyni, alþingismanni af Suðurnesjum. Okkur hefur hvarvetna verið vel tekið og reynt að hlusta eftir því sem brennur á íbúum. Ákall Suðurnesjamanna um eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu stendur þar upp úr. Það verður að teljast með ólíkindum að framlög hins opinbera til heilbrigðisþjónustu eru lægri á íbúa en almennt gerist á landsbyggðinni og úr öllum takti við fólksfjölgun á svæðinu. Aðeins ein heilsugæslustöð er í Reykjanesbæ, engin í Suðurnesjabæ og engin í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hvert eiga íbúar að snúa sér til að fá nauðsynlega þjónustu? Bið eftir símatíma í Reykjanesbæ getur verið
margir dagar hvað þá annað. Allt þetta veldur síðan auknu álagi á sjúkraflutninga á svæðinu þegar fólk veit að sé það flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku LSH kemst það beint undir læknishendur. Önnur afleiðing er svo aukið álag á bráðamóttökuna. Enginn þarf heldur að vera í vafa um að þetta veldur óþarfa álagi á læknavaktina, þar er jú hægt að fá viðtal samdægurs leggi fólk á sig að bíða í einn til tvo klukkutíma. Staðreyndin er sú að komur á bráðamóttökuna og læknavaktina eru milli 700–800 á sólarhring. Það sem hér er lýst má einnig kalla aðflæðisvanda þessarar mikilvægu bráðaþjónustu. Enginn vafi er á að fjármunum og tíma fólks væri betur varið með því að byggja upp nauðsynlega
heilsugæsluþjónustu nær notendum, í þessu tilviki á Suðurnesjum. Það er með ólíkindum að tillögur Birgis Þórarinssonar, alþingismanns Miðflokksins, um auknar fjárveitingar til opinberra stofnana á Suðurnesjum, þar með talið til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, hafi allar verið felldar á liðnu kjörtímabili. Aftur og aftur eru Suðurnesin sniðgengin í fjárveitingum. Fyrirliggjandi fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir niðurskurði næstu árin og eykur því ekki líkurnar auknum fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nýja ríkistjórn þarf til þess að svo verði. Settu X við M á kjördag.
Misnotað hælisleitendakerfi Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fyrir nokkrum árum að fjölmenningarstefnan hafi brugðist. Undir það tóku forseti Frakklands og forsætisráðherra Bretlands. Þau sögðu að hælisleitendur sem fá dvalarleyfi samlagist ekki gistiþjóðinni og verði þjóðarbrot innan þjóðarinnar, sem skapi síðan vandamál. Merkel bætti síðan við að útlendingar sem settust að í Þýskalandi þyrftu að tileinka sér ákveðin gildi og viðmið, læra þýsku og tryggja að konur þeirra á meðal nytu jafnréttis. Í Danmörku og Svíþjóð er hafið uppgjör við fjölmenningarstefnuna. Í júní í sumar var í fyrsta sinn í sænskri sögu samþykkt vantraust á forsætisráðherrann og er almennt talið að það eigi rætur til innflytjendamála. Ráðherrann viðurkenndi á blaðamannafundi að glæpagengi hafi hreiðrað um
sig í landinu sem rekja mætti til mikils fjölda innflytjenda, sem komið hafi til landsins á undanförnum árum. Ísland verður að læra af reynslu þessara þjóða. Við eigum að stýra því sjálf hverjir koma hingað. Hælisleitendakerfið kostar skattgreiðendur 4,4 milljarða á þessu ári. Kostnaður við hvern hælisleitenda er um sex milljónir á ári. Að sama skapi má benda á að ellilífeyrisþegi, sem fær tekjur sínar frá Tryggingastofnun, fær um 3,3 milljónir á ári. Miðflokkurinn eini flokkurinn sem ætlar að laga hælisleitendakerfið Hælisleitendakerfið á Íslandi er óskilvirkt og í ólestri. Dómsmálaráðuneytið hefur viðurkennt að það sé misnotað. Hingað kemur fólk sem á ekki rétt á hæli en dvelur hér mánuðum saman á kostnað skatt-
greiðenda. Miðflokkurinn hefur margsinnis bent á þetta á Alþingi en talað fyrir daufum eyrum. Í raun er stefna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sú að fjölga hér hælisleitendum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert gert til að draga úr fjölda umsókna um hæli þrátt fyrir að hafa haft málaflokkinn á sinni könnu um árabil. Framsóknarflokkurinn lagði fram frumvarp á Alþingi í vetur sem hefði stóraukið fjölda hælisleitenda til Íslands. Það var ekki síst fyrir baráttu Miðflokksins að frumvarpið náði ekki í gegn. Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að laga hælisleitendakerfið og koma í veg fyrir misnotkun þess. Málið er brýnt eins og reynsla nágrannaþjóða okkar sýnir.
SKIL Á AÐSENDU EFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Er virkilega til of mikils mælst? Sigrún Berglind Grétarsdóttir Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Það virðist ætíð vera viðkvæðið að ekki séu nægir fjármunir til að rétta efnahag þeirra sem hvað lökustu kjörin hafa í okkar vellauðuga landi þar sem stjórnvöld státa sig samt af heimsins mestu velferð. Sumir efast um að þetta misrétti verði nokkru sinni lagfært. Jafnvel hið svokallaða góðæri síðustu ára virðist bara vera fyrir hluta þjóðarinnar, hina útvöldu! Ég vil minna á að kjörnir fulltrúar eiga að vinna þjóðinni allri til gagns, ekki bara hluta hennar. Fjármálaráðherra talar um að jöfnuður hafi aldrei verið jafn mikill og nú og aldrei hafi verið eins mikið gert fyrir þessa þjóðfélagshópa. Þetta er ótrúlegt sjónarspil með tölur enda blasir allur annar veruleiki við því fólki sem varla á til hnífs og skeiðar út mánuðinn. Við hljótum öll að sjá að ekki er hægt að lifa á 256.500 krónum sem eru 221.000 krónur eftir skatt. Um það þarf varla að ræða, hvað sem meðaltöl í tölvukerfum segja.
í láglaunastörfum eiga ekki að vera afgangsstærð í þjóðfélaginu. Þetta eru einstaklingar sem eiga að njóta þeirrar virðingar að fá að lifa mannsæmandi lífi og njóta einhvers af því sem lífið hefur upp á að bjóða, a.m.k. þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af næstu máltíðum er líða tekur á mánuðinn.
Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Ójöfnuður er staðreynd hér á landi. Aldraðir, öryrkjar og fólk
Fólkið fyrst, svo allt hitt Flokkur fólksins er ekki með loforðaflaum í aðdraganda kosninga en heldur ótrauður
Er virkilega til of mikils mælst? Því miður virðist það vera viðtekin venja að þessum þjóðfélagshópum skuli úthlutað eins naumt og hægt er á meðan þeir sem eru á jötu ríkisins sleikja út um í bæði munnvikin með bólgin launaumslögin og sjálfkrafa hækkanir með vissu millibili án þess að það þyki tiltökumál. Stóra spurningin sem kjósendur þurfa að spyrja sig er hvort við ætlum að viðhalda slíku þjóðfélagi eða brjóta múrana og bæta kjörin í krafti samtakamáttar okkar. Látum ekki glepjast eina ferðina enn!
áfram með sín baráttumál um að jafnara verði gefið af þjóðarkökunni og að raddir allra fái hljómgrunn á Alþingi. Flokkurinn hefur barist kröftuglega og látið hátt í sér heyra um ýmis réttlætismál fyrir hönd þeirra sem höllustum fæti standa og vissulega hefur verið við ofurefli að tefla. Sú barátta bar árangur þegar samþykkt var á síðustu dögum þingsins að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og að blindum og sjónskertum stæði til boða leiðsöguhundar þeim að kostnaðarlausu. Einnig hefur flokkurinn lagt fram tugi þingmála og er það vel með aðeins tvo þingmenn innanborðs. Kjósandi góður! Ef þú vilt sjá réttlátara samfélag þar sem allir getað tekið þátt en ekki setið á hliðarlínunni, þá er það í þínum höndum að knýja fram um breytingar sem svo margir kalla eftir. Opnum augun og setjum x við Flokk fólksins sem hefur að leiðarljósi fólkið fyrst, svo allt hitt.
Að láta verkin tala fyrir atvinnulífið Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Það er sorglegra en tárum tekur að horfa upp á það að loks þegar atvinnutækifærin bjóðast í þúsundavís skortir verulega á að atvinnulaust fólk skili sér til baka í gömlu störfin. Það voru allir miður sín yfir stöðunni á vinnumarkaði þegar störfunum fækkaði vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin kom með hvert úrræðið af fætur öðru til að milda tekjumissi heimila og fyrirtækja. Margt var mjög vel gert og heppnaðist vel en eðlilega hittu ekki allar aðgerðir í mark. Oft var skammur tími og mikill hraði í öllum viðbrögðum. Tala fyrir störfum Störfin sem töpuðust í kórónuveirufaraldrinum voru verðmæt, gjaldeyrisskapandi störf. Þetta eru störfin sem standa undir tekjum þjóðarinnar
og skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þess vegna er það áhyggjuefni að fólkið skili sér ekki til baka í þau störf. Greiðsla atvinnuleysisbóta er neyðarráðstöfun í hverju tilfelli og á aldrei að koma í veg fyrir að fólk taki aftur við störfum sínum þegar þau bjóðast á ný. Gjaldeyrisskapandi störf eru undirstaða velmegunar í landinu. Ég hef alla tíð talað fyrir verðmætaskapandi störfum í landinu og hef í ræðum og greinum fjallað um þau mál. Ég hef bent á leiðir, komið fram með tillögur um ný störf og verkefni sem geta skapað störf. Það er verkefni þingmannsins að benda á leiðir og tala fyrir nýjum störfum. Suðurnesjalína 2 Trúr þeirri sannfæringu minni að verðmætaskapandi störf
séu grunnur að velferð heimilanna og samfélagsins lagði ég fram lagafrumvarp um að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Það er lykillinn að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og eina leiðin til að fjölga hér atvinnutækifærum. Ekkert eitt verkefni er mikilvægara um þessar mundir fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og orkuskipti á Suðurnesjum en að Suðurnesjalína 2 rísi sem fyrst. Það er verkefni okkar allra að vinna saman að bættum kjörum og betra lífi fyrir okkur öll. Það gerum við með því að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum og manna þau störf sem þegar eru laus. Tökum höndum saman og setjum kraft í atvinnulíf svæðisins á ný.
Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig, komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum.
Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu
sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið.
R A T A R PÍ
I Ð Æ R Ð Ý L T R E EKK
I Ð Æ T F A KJ
r e b m e t 25. sep
Píratar vilja fjölbreytt atvinnulíf og athafnafrelsi fyrir fólk Eflum atvinnulíf með því að koma í veg fyrir fákeppni og spillingu Gerum handfæraveiðar frjálsar fyrir þá sem vilja stunda þær Bjóðum upp á tímabundnar aflaheimildir og leigugjaldið rennur til þjóðarinnar. Allur afli verður seldur á fiskmörkuðum Eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum skal vera staðfest í stjórnarskrá Náum árangri í loftslagsmálum, nátturuvernd, nýsköpun og sjálfbærni Hættum krónuskerðingum lífeyris og stefnum ótrautt að því að tryggja grunnframfærslu fyrir alla Fáum gjaldfrjálsa heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í hérað Tryggjum greiðar og öruggar samgöngur um allt land
Myndaðu mig
26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gefðu framtíðinni tækifæri
Er ekki bara best að kjósa Framsókn?
Guðbrandur Einarsson Skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Næ s t ko m a n d i l a u ga rd a g göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað
og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því
miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt
mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C
Nýja íslenska nýlendustefnan Þórólfur Júlían Dagsson Skipar 10. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Við lifum á skemmtilegum tíma í mannkynssögunni. Gamaldags nýlendustefna og arðrán auðlinda af fátækari ríkjum heims er að líða undir lok. Vissulega eru enn þjóðir með tök á auðlindum annarra landa en sem betur fer er mannkynið farið að átta sig á því að það er ekki siðferðislega rétt að stela auð úr löndum sem hafa ekki burðina eða tæknina til þess að nýta auðlindirnar. Það sem hefur farið fram hjá okkur er að arðránið, það sem við skilgreinum sem nýlendustefnu, hefur aðeins færst frá því að vera stunduð af gömlu heimsveldunum og stórfyrirtæki hafa tekið við. Hér á Íslandi er þetta bersýnilegt en virðist þó oft fara
fram hjá mörgum. Við horfum á innviði okkar samfélags drabbast niður; velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, jafnvel vegakerfið að einhverju leyti og svo margt annað. En hvað veldur þessu? Jú, nýlendustefna nútímans. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa komist upp með það að sjúga fjármagn úr íslensku hagkerfi með því að taka hagnaðinn út með erlendum sölufyrirtækjum í þeirra eigu. Þetta fjármagn hefur svo verið fært aftur til Íslands í gegnum alls konar krókaleiðir og notað til þess að kaupa upp fyrirtæki í öðrum rekstri á hagstæðum kjörum. Sjávarútvegsfyrirtækin - og það sem ég flokka sem ekkert annað
Leiðin til árangurs
mennings við þessari árás er ný stjórnarskrá og róttækar breytingar í sjávarútvegi. Kæri kjósandi, þegar þú ferð inn í kjörklefann og setur x við listabókstaf, ekki bregðast samlöndum þínum. Ekki setja x við þá flokka sem að eru flæktir í þessa nýlendustefnu og vilja viðhalda henni. Settu x við þá flokka sem frelsa okkur úr ánauð nýlendustefnunnar með því að festa nýja stjórnarskrá í sessi. Flokka eins og Pírata. Nú er tækifærið, við skulum ekki bregðast okkur.
Á laugardaginn kemur munu kjósendur einmitt svara þessari spurningu og er það mín von að svarið verði jákvætt. Á undanförnum árum hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að starfa í bæjarstjórn fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Ég sækist nú eftir því að nýta krafta mína á þingi fyrir svæðið og kjördæmið allt. Störfum mínum hef ég sinnt af heilindum og dugnaði enda mjög mikilvægt að gæta hagsmuna íbúa, leiða mál til sátta og hafa alltaf í huga þá staðreynd að umboðið kemur frá kjósendum. Mikilvægt að gæta hagsmuna íbúa Á þeim árum sem ég hef starfað í stjórnmálum hef ég tekist á við mörg krefjandi verkefni. Stærst þeirra er eflaust málefni kísilversins í Helguvík en eins og bæjarbúar vita best hafnaði Framsókn alfarið mengandi stóriðju í Helguvík og talaði ég þar skýrt þrátt fyrir umtalsverðan þrýsting frá eigendum. Þar sýndi ég og sannaði mikilvægi þess að standa með íbúum. Það er mín von að framtíðaruppbygging í Helguvík verði í sátt við íbúa og leiði af sér fjölbreytt störf hér á svæðinu. Hugmyndir af samruna Kölku og Sorpu voru einnig stoppaðar eftir að Framsókn kom inn í nýjan meirihluta. Sorpa hefur síðan lent í miklum ógöngum og eigendur þurft að leggja félaginu til háar fjárhæðir. Það reyndist því mikið gæfuspor fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum er snúið var af braut sameiningar við Sorpu.
Heilbrigðismál stóra kosningamálið Flestir eru sammála um það að heilbrigðismálin séu eitt af stóru kosningamálunum fyrir þessar kosningar. Það er gríðarlega mikilvægur málaflokkur sem snertir okkur öll. Ég hef barist fyrir bættri heilbrigðisþjónustu um langt skeið og tel mjög mikilvægt að við endurskoðum áherslur okkar í heilbrigðismálum og horfum til fyrirbyggjandi aðgerða. Til þess þarf að efla forvarnir, heilsueflingu og heilsugæslur um land allt. Það er fagnaðarefni að ný heilsugæsla sé nú komin á dagskrá og ráðgert að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Mikilvægt er að færa þjónustuna að nýju nær íbúunum, efla teymisvinnu þvert á stofnanir og nýta fjarþjónustu í auknu mæli með þeim tækniframförum sem orðið hafa á undanförnum árum. Jákvæð kosningabarátta Kæri kjósandi, það hefur því miður verið raunin að stjórnmálin hafa oft tekið á sig ljóta mynd þegar líður nær kosningum. Einhverjir beita þeim brögðum að birta greinar í blöðum rétt fyrir kosningar í þeirri von að frambjóðendum gefist ekki kostur á að svara ávirðingum í sinn garð með staðreyndum. Framsókn er ekki þar. Áherslur okkar á jákvæða og uppbyggjandi kosningabaráttu gerir vinnuna skemmtilegri og gefur okkur tækifæri til þess að leggja áherslu á okkar stefnumál og framtíðarsýn. Þegar á hólminn er komið er það umhyggjan í samfélaginu og máttur samvinnunar sem skilar okkur áfram veginn.
Hverjum er treystandi? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
„Hvernig dettur þér þetta í hug, Guðrún?,“ er spurning sem ég fæ oft frá fólki sem ég hitti á ferðalagi mínu um okkar ágæta Suðurkjördæmi nú í aðdraganda kosninga. Er þá fólk að vísa til þess að maður er vissulega lítið heima hjá sér, þeytist milli horna kjördæmisins frá morgni fram á nótt í sífelldu áreiti, ys og þys, og þegar heim er komið sér maður hvernig stofublómin fölna sökum hirðuleysis. Blessuð blómin fá þó sitt vatn og sína alúð á endanum. Svarið við spurningunni er þó jafnan hið sama: „Ég er komin til að vinna, takast á við þau verkefni sem þarf, og gefa allt mitt í það.“ Ég hef alltaf verið dugleg, vön því að vinna mikið og það veitir mér ánægju að sjá afrakstur vinnu minnar. Ef ég get orðið fólki að liði líður mér vel. Það er enda hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum, þess vegna gef ég mig í þetta verkefni. Ég sé líka orkuna, viljann, spennuna, styrkinn, framsýnina og fegurðina sem býr í fólkinu sem byggir og mótar okkar samfélag í Suðurkjördæmi. Hér er allt til staðar til að okkur geti gengið vel. Það er svo undir okkur sjálfum komið að sjá til þess að svo fari. Til að okkur takist ætlunarverk okkar þurfum við kjölfestu í stað glundroða, stefna ótrauð áfram og tryggja öllum stöðugleika, festu og frelsi til athafna. Þetta er leiðin til árangurs.
en fyrirtækjanýlendustefna þeirra - eru að sjúga fjármagn út úr hagkerfinu okkar og ekkert hefur verið gert til þess að stoppa það. Okkur er sagt að kapítalismi sé góður og samkeppni sé af hinu góða en á Íslandi er samþjöppun, einsleitni og verðsamráð ríkjandi ástand. Ég spyr því: „Hver er munurinn á því að hér komi erlent ríki og hertaki okkar auðlindir til þess að hagnast á þeim og að stórfyrirtæki, sem að stunda ekki samkeppni heldur samráð, stundi hvers kyns undanbrögð á kostnað samfélagsins okkar?“ Í mínum augum er munurinn enginn, við höfum leyft þessum innrásarher að hertaka okkar auðlindir, og svar okkar al-
Jóhann Friðrik Friðriksson Skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Ég hef sagt við fólk að ég vilji sjá nærsamfélagið fá meira vægi í ákvarðanatöku um hvernig hlutirnir þróast heima fyrir. Fólkið í héraðinu lúti ekki boðvaldi ríkisins í málum sem stendur því nærri, svo sem í þjónustu heilbrigðisstofnana, menntamálum, þróun atvinnuuppbyggingar eða skipulagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. Hættan er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem hallir eru undir miðstýringu komi sér fyrir við stjórn landsmála og blási út kerfi sem þrengir að hugmyndaríku og duglegu fólki með reglugerðafargani og ofurskattheimtu. Slíkt er ekki líklegt til árangurs og hugmyndafræðin á bak við þannig stjórnarhætti situr á ruslahaugum sögunnar. Verkefnin framundan kalla á sterka leiðtoga, traust í samstarfi og trúverðugleika í orðum og athöfnum. Ég er komin á svið stjórnmálanna til að láta til mín taka. Ég finn velvild og traust hjá fólkinu sem ég hef hitt á förnum vegi og ég ætla mér að standa undir því trausti og vel það. Ég ætla mér líka, í samvinnu við kjósendur og Sunnlendinga alla að efla og styrkja stöðu Suðurkjördæmis strax á komandi kjörtímabili, vinna landinu okkar gagn og útbúa frjóan jarðveg til framtíðar, íslenskri þjóð til farsældar og heilla. Ég biðla til þín að taka þátt í þessari vegferð með mér með því að setja x við D á kjördag.
Núna lofum við sem erum í framboði öllu fögru. Það er ekki nema von að margir hristi hausinn og velti fyrir sér af hverju ástandið er eins og það er á Íslandi ef allir vilja svona vel. Persónulega vil ég trúa því að langflestir fari út í stjórnmál af góðum hug en svo fer fólk að rekast á veggi og áttar sig á því að það þarf að taka þátt í einhverjum „leikjum“ til að spila með og vera gjaldgengt í „hópinn“. Það er þá sem virkilega reynir á. Hefur „bláeygi“ frambjóðandinn styrkinn sem þarf, til að standa á sínu og taka langhlaupið? Eða gefst hann upp gegn ofureflinu, hvort sem það er flokksræðið, embættismannakerfið, þrýstingur sérhagsmunafla eða þetta allt og meira til, samanlagt? Flestir sem fara út í stjórnmál eru óskrifað blað hvað þetta varðar og erfitt að segja til um staðfestu þeirra þegar þeir eru komnir að kjötkötlunum. Aðrir hafa þegar sýnt sitt rétta andlit eftir mörg ár á Alþingi. Það er bæði hlægilegt og sorglegt í senn að hlusta á fólk sem hefði fyrir lifandis löngu getað verið búið að útrýma fátækt á Íslandi, afnema verðtryggingu lána heimilanna, bæta hag aldraðra, bæta hag öryrkja og byggja upp heilbrigðisþjónustu, svo að nokkuð sé nefnt, tala fjálglega um þessi mál – enn einu sinni, eftir margra ára svik. Að standa við stóru orðin Það er látið eins og þessi mál séu flókin en þau eru það ekki. Þessi mál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun og ef fólk en ekki fjármagn og sérhagsmunir hefðu einhvern tímann verið í forgangi hjá þessu fólki og flokkum, væri löngu búið að gera þetta allt. Það er óafsakanlegt að læsa fólk, eins og öryrkja og aldraða, í fátækragildru og
hana þarf að opna. Á meðan einhver á ekki til hnífs og skeiðar á Íslandi, þá á það að vera algert forgangsmál áður en farið er í nokkur önnur mál. Það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það! Afnám verðtryggingar er ein lítil lagabreyting sem tekur enga stund að vinna, leggja fram og samþykkja. Flokkur fólksins á það frumvarp tilbúið. Heilbrigðisþjónustan er flóknara mál en þar er engu að síður hægt að gera svo miklu betur strax með nokkrum einföldum aðgerðum, eins og t.d. að auka heimaþjónustu við aldraða svo þeir geti farið heim að spítölum og fjölga þannig rúmum fyrir aðra þjónustu. Á sama tíma þarf að fara í uppbyggingu hjúkrunarheimila, þar sem öldruðum væri sýnd virðing og þeir ekki sviptir fjárhagslegu sjálfstæði vegna búsetu á þeim. Að eyða biðlistum er einfaldlega verkefni sem þarf að ganga í, því það er engan veginn ásættanlegt að fólk þjáist að óþörfu í einu ríkasta landi heims. Þjáningar og skerðing lífsgæða verður aldrei metin til fjár en þetta myndi þetta fljótt borga sig fyrir ríkið. Annar kostnaður vegna fólks á biðlistum er svo sannarlega meiri en sá sem nemur einni eða tveimur aðgerðum. Þetta eru bara dæmi um það sem verður gert ef fólk en ekki fé, er sett forgang. Hvernig geta kjósendur „mælt“ staðfestu og trúverðugleika frambjóðenda? Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki hægt en þó má oft finna einhverjar vísbendingar. Við vitum öll að það er sorglega sjaldgæft að frambjóðendur standi við loforð sín. Það er hins vegar þekkt að það er fyrst undir pressu sem þinn innri maður kemur í ljós.
Ég ætla að leyfa mér að vitna í Dr. Phil, sem hefur stundum rétt fyrir sér. Hann segir oft að besti mælikvarðinn á það hvernig þú bregst við í framtíðinni, sé hvernig þú hefur brugðist við í fortíðinni. Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér þannig að í mínum huga snýst spurningin um trúverðugleika frekar um hvað við höfum séð til frambjóðenda í fortíðinni frekar en einstök mál. Margir frambjóðendur eru óskrifað blað en aðrir hafa sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum hætti. Þekkt fyrir baráttu og að gefast aldrei upp Ég get stolt lagt fyrir kjósendur „fortíð“ mína og Flokks fólksins. Inga Sæland og Guðmundur Ingi hafa barist eins og ljón fyrir hagmunum öryrkja, aldraðra og fátækra inni á Alþingi og aldrei gefið tommu eftir. Á síðasta vetri lögðu þau fram hátt í 40 mál, sem er sennilega met hjá þingflokki og alveg klárlega ef miðað er við höfðatölu hans. Þau komu þremur þessara mála í gegn en hinum var öllum hafnað af sama fólkinu og hefur nú sett þau á loforðalistann sinn! Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég staðið í framlínu baráttunnar fyrir hagsmunum heimilanna, gegn einum sterkustu sérhagsmunaöflum landsins, fjármálakerfinu sjálfu. Ég hef sýnt að ég tekst algjörlega óhrædd á við þau og ég muni aldrei gefa neitt eftir, hvorki í baráttu við þau né fyrir öðrum réttlætismálum. Ég og Flokkur fólksins bjóðum fram krafta okkar fyrir þig og þína hagsmuni. Hvern vilt þú hafa í þínu liði? Settu X við F fyrir þína framtíð!
Í Alþýðusambandi Íslands eru hartnær 135 þúsund félagsmenn.
ASÍ hefur beitt sér fyrir velferð og lífsgæðum landsmanna í rúma öld.
ASÍ hefur krafið stjórnmálaflokkana um skýra sýn á þau mál sem helst brenna á almenningi.
Hverjum treystir þú? · Nýttu kosningaréttinn!
Alþýðusamband Íslands
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
16
Miðvikudagur 22. september 2021 // 35. tbl. // 42. árg.
a d n e á ð i b a r á
BIKARINN Í LJÓNAGRYFJUNA Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar karla í körfuknattleik í níunda sinn eftir að hafa lagt Stjörnumenn að velli 97:93 í úrslitaleik VÍS-bikarsins sem var leikinn í Smáranum um helgina. Þar með lauk sextán ára bið Njarðvíkinga eftir bikartitli en Njarðvík varð síðast bikarmeistari árið 2005.
Leikurinn var býsna fjörugur og jafn framan af en Njarðvíkingar fóru inn í annan leikhluta með þriggja stiga forystu eftir að fyrirliðinn Logi Gunnarsson setti niður flautuþrist. Það var mikið stuð í sóknarleik beggja liða og áfram hélt leikurinn að vera jafn og spennandi, eða þar til í þriðja leikhluta að Njarðvíkingar tóku til sinna ráða. Þeir léku við hvern sinn fingur og lögðu grunninn að góðum sigri, varnarleikur þeirra sló á alla sóknartilburði Stjörnunnar sem gerði ekki nema fimmtán stig í þriðja leikhluta. Á sama tíma bætti sókn þeirra grænklæddu 26 stigum í púkkið og Njarðvíkingar leiddu með 80 stigum gegn 64 í upphafi síðasta leikhluta. En björninn var ekki unninn svo auðveldlega. Garðbæingar gáfust ekki upp og bitu illilega frá sér í fjórða leikhluta þegar þeir áttu góða rispu þar sem Stjarnan skoruðu fimmtán stig án þess að Njarðvík næði að svara fyrir sig. Staðan skyndilega orðin 86:82, fjögurra stiga munur og leikurinn aftur í járnum. Njarðvíkingar hleyptu Garðbæingum hins vegar ekki nær sér og unnu að lokum góðan fjögurra stiga og kærkominn sigur.
formaður Körfuboltasystkinin: Kristín Örlygsdóttir, milli dur sten r, ðvíku Njar dar sdeil körfuknattleik rinn bræðra sinna, Teits og Gunnars, með bika i eftir. eftirsótta sem búið var að bíða svo leng
Bikarinn á loft: Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, virtist nokkuð kátur þegar hann loks lyfti bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna og stuðningsmanna.
ÞEIR YNGSTU FENGU AÐ MÁTA BIKARINN Ungir iðkendur í körfubolta hjá Njarðvík fengu heldur betur óvænta heimsókn á mánudag þegar átrúnaðargoðið Logi Gunnarsson, fyrirliði meistaraflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka félagsins, mætti á æfingu hjá þeim og krakkarnir fengu að handfjatla bikarinn.
Auðvitað fengu krakkarnir myndir af sér með bikarinn og Logi fékk meira að segja að vera með á sumum þeirra.
tt annað að ískum sið: Það er fá Loftfimleikar að gr ra ekki fyrir þegar og passa sig að ve gera en að horfa á mæta með ng ham. Njarðvíki ar Grikkinn er í svona r stóra hluti. sé la æt og r tu til leiks í ve gríðarlega sterkt lið
TIL HAMINGJU NJARÐVÍK BIKARMEISTARAR KARLA 2021
30 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bara tveir mikilvægustu leikir sumarsins eftir
KNATTSPYRNUSAMANTEKT
Knattspyrnuvertíðinni lokið í neðri deildum Um síðustu helgi fóru fram síðustu knattspyrnuleikirnir í neðri deildunum þetta árið. Liðunum gekk misjafnlega að standa undir væntingum en það gleðilega við tímabilið er auðvitað afrek Þróttara að sigra 2. deildina og að ekkert Suðurnesjalið féll niður um deild í sumar.
Eysteinn Húni Hauksson, annar aðalþjálfara Keflvíkinga, hlakkar til næstu tveggja leikja sem báðir eru gegn Skagamönnum – mikilvægar viðureignir, fyrst í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar og svo í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Hann segist afar stoltur af liðinu fyrir sigur á Leikni á erfiðum útivelli í síðustu umferð.
Lengjudeild karla:
Grindavík - Víkingur Ó. (2:4) Grindvíkingar náðu ekki að sýna sitt besta andlit í sumar og í stað þess að vera að berjast á toppinum enduðu þeir um miðja deild. Stemmningin virðist hafa dottið niður hjá Grindavík og lokaleikur þeirra var gegn botnliði Víkings frá Ólafsfirði sem gerði sér lítið fyrir og vann heimamenn 2:4. Grindavík endaði í sjöunda sæti sem er langt frá þeim markmiðum sem höfðu verið sett fyrir tímabilið. Sigurbjörn Hreiðarsson hefur stýrt Grindavíkurliðinu í síðasta sinn en hann og stjórn knattspyrnudeildar UMFG höfðu orðið ásátt um að framlengja ekki samningi þess efnis og tekur nú við leit að arftaka hans.
Ég vona bara að það mæti allir sem vettlingi geta valdið og láta sig varða að Keflavík eigi sæti í efstu deild.“
„Magnað að ná að snúa sigurlausri hrinu á þessum velli af öllum, þar sem Leiknismenn eru búnir að taka tuttugu stig í sumar og þar á meða á móti toppliðum. Við höfum ekki unnið leik þarna svo ég hreinlega muni eftir,“ sagði Eysteinn. „Þetta var ákkúrat það sem við þurftum og núna er bara spennandi helgi framundan.“
Gömlu stórveldin mætast Keflvíkingar unnu góðan sigur á Leikni um síðustu helgi með einu marki gegn engu. Það var markahrókurinn Joey Gibbs sem skoraði markið sem skildi liðin að með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Með sigrinum eru Keflvíkingar nú í níunda sæti með 21 stig og þeim nægir eitt stig í viðbót til að halda sæti sínu í efstu deild. Baráttan verður hörð í lokaumferðinni sem fer fram á laugardaginn en Keflavík, HK (20 stig) og ÍA (18 stig) berjast um að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Fylkir er þegar fallið. Á laugardag taka Keflvíkingar á móti Skagamönnum í leik þar sem ekkert verður gefið eftir. Þessi tvö lið munu svo mætast að nýju 2. október í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. „Þetta er alveg eins og þetta á að vera, Keflavík Skaginn, þessi gömlu stórveldi að takast á og vonandi verður troðfullur völlur af fólki því það skiptir ekkert litlu máli fyrir svona bæjarfélag að ná góðri útkomu út úr þessum tveimur leikjum – halda okkur uppi í deild þeirra bestu og halda áfram að kljást við bestu lið landsins og svo auðvitað að komast í sjálfan bikarúrslitaleikinn. Þetta er frábær staður til að vera á og mjög spennandi.
Það verður ekki auðvelt að eiga við Skagamenn, þeir eru búnir að vera í ham í síðustu leikjum. „Já, mér finnst eins og Skagamenn séu aðeins komnir á bragðið. Þeir spila mjög skynsamlega og taka litla áhættu en eru mjög agressívir framarlega á vellinu. Við erum bara að undirbúa hvernig sé best að taka á móti þeim án þess þó að bregða út af okkar leik. Við förum aldrei inn í leikinn með annað en að vinna, það er alveg klárt. Við ætlum okkur sigur og vonandi að hoppa upp um nokkur sæti með því að klára þennan leik.“
2. deild karla:
Njarðvík - Völsungur (0:1) Tímabilið var vonbrigði hjá Njarðvíkingum og lokaleikurinn dæmigerður fyrir sumarið. Njarðvíkingar fengu ágætis færi í leiknum en þeim gekk oft bölvanlega að nýta færin í sumar. Völsungar áttu möguleika á að komast í annað sæti og þeir gerðu sitt til að komast upp, unnu Njarðvík en úr því að KV vann sinn leik endar Völsungur einu stigi á eftir þeim. Njarðvíkingar settu stefnuna á að fara upp í sumar en þeir misstu flugið og enduðu í sjötta sæti.
KV - Þróttur (2:0) Deildarmeistarar Þróttar enduðu tímabilið á tapi en þeir höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni og fengið bikarinn afhentan á heimavelli um síðustu helgi. Með sigrinum tryggði KV sér far með Þrótti í Lengjudeildina. Þróttarar eru líklega sáttir við tímabilið enda mun félagið leika á næsta tímabili í fyrsta skipti í næstefstu deild á Íslandi. Þróttarar voru mjög sannfærandi í sumar og virkilega vel að titlinum komnir. Það verður gaman að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni að ári.
ÍR - Reynir (4:3)
Þið ætlið ekkert að spá í hvað sé í gangi í leik Breiðabliks og HK. „Nei, við græðum voðalega lítið á því. Fótboltamót ganga út á að sækja stig og enda eins ofarlega á töflunni og hægt er. Við tökum því sem Skagamenn bjóða okkur upp á en yfirleitt er það þannig að ef við náum að halda huganum við okkar leik, látum boltann ganga og vinnum allir sem einn varnarlega, þá er mjög erfitt að eiga við okkur.“ Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
3. deild karla:
Einherji - Víðir (0:0) Víðismenn héldu til Vopnafjarðar í síðasta leik þar sem þeir léku gegn Einherja. Leikurinn var markalaus og Víðismenn enda í áttunda sæti. Víðir féll úr 2. deild á síðasta ári og höfðu menn þar á bæ sett stefnuna beint upp aftur en það varð snemma ljóst að það myndi ekki ganga eftir. Víðismenn töpuðu ekki í fimm síðustu umferðunum, unnu einn leik en gerðu fjögur jafntefli.
Reynismenn fóru í Breiðholtið og léku gegn ÍR í leik sem bauð upp á markaveislu eins og svo oft hefur verið boðið upp á í leikjum Reynis í sumar. Heimamenn höfðu betur með fjórum mörkum gegn þremur og voru öll mörkin skoruð í seinni hálfleik. Reynismenn enda í sjöunda sæti 2. deildar og stóðu við sitt markmið að halda sæti sínu í deildinni en Reynir var nýliði í deildinni.
ALLIR SANNIR KEFLVÍKINGAR
VIÐ ÞURFUM YKKAR STUÐNING!
Lokaleikur Pepsi Max-deildarinnar 2021
KEFLAVÍK-ÍA
LAUGARDAGINN 25. SEPTEMBER KLUKKAN 14:00 Á HS ORKUVELLINUM
„Ég vona bara að það mæti allir sem vettlingi geta valdið og láta sig varða að Keflavík eigi sæti í efstu deild.“ Eysteinn Húni Hauksson
í samtali við Víkurfréttir 21/9 ‘21
ELLABIKARINN
Fyrir leik mæta yngri iðkendur Keflavíkur á Sunnubrautina þar sem verða grillaðar pylsur í boði. Þá verður sönnum félagsmanni afhentur Ellabikarinn fyrir árið 2021 en hann er veittur þeim félagsmanni sem þykir hafa sýnt einstakan styrk og dug á árinu. Að því loknu fara allir saman og hvetja
ÁFRAM KEFLAVÍK!
LOKAORÐ
Slagorðaslagur
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Hækkum barnabætur um 900.000 fyrir einstætt foreldri með tvö börn. Fólkið fyrst svo allt hitt. Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Róttækni ekkert kjaftæði. Þjónustuvæðum heilbrigðiskerfið. Það skiptir máli hver stjórnar. Orku á alla staði.
Gefðu framtíðinni tækifæri. Land tækifæranna. Grænir hvatar eru framtíðin. Notum hreina orku. Hættum að nota olíu. Lægri vextir eru framtíðin. Lægri skattar betri lífskjör. Sanngjarn sjávarútvegur er framtíðin. Heilbrigðiskerfið er dýr-
mætt. Burt með biðlistana. Stuttir biðlistar eru framtíðin. Jafnrétti óháð búsetu. Meiri mannúð. 60.000 kr. vaxtarstyrkur fyrir öll börn. Enn fleiri friðlýsingar. Fjárhagslegt öryggi fyrir fjölskylduna. Við styðjum lítil og meðalstór fyrirtæki. Þjóðin kýs almannaþjónustu. Lýðræði ekkert kjaftæði. Velsæld. Betra og réttlátara lífeyriskerfi. Mannréttindi. Stórbætum kjör eldra fólks.
Brjótum múra bætum þjónustu! Flokkur fólksins krefst þess að yfirvöld hætti strax að veikja heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni. Leyfum konum að fæða í heimabyggð! Nýtum fullbúnar skurðstofur! Burt með biðlista!
Við erum rétt að byrja. Hækkum barnabætur um 77.000 á mánuði fyrir einstætt foreldri með tvö börn. 41,8% þjóðarinnar vill Katrínu áfram í embætti forsætisráðherra. Það hefur aldrei verið mikilvægara að setja X við M. Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Fjárfestum í fólki. Framtíðin ræðst á miðjunni. Eyðum biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Gefum framtíðinni tækifæri. Tækifæri eiga ekki að vera forréttindi. Réttlátara skattkerfi. Enginn afsláttur í loftslagsmálum. Heilbrigðisskimun fyrir alla. Lækkum kostnað heimilanna. Lækkum skatta á barnafólk. Blanda af slagorðum í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna. Endurvinnsla gamalla loforða sem ekki stendur til að standa við. Þau verða öll fórnarlömb í stjórnarmyndunarviðræðna. Undanfarin tvö ár höfum við lútið stjórn sóttvarnarlæknis. Íslandi er stjórnað af embættismönnum og því má spyrja hvort kosningar skipti í raun máli. Eru kosningar lýðræðisveisla eða kappleikur um hverjir komast til valda? Þegar barátta flokkanna er skoðuð gaumgæfilega má finna mikinn samhljóm um mörg mál. Til dæmis um heilbrigðiskerfið. Það vilja allir útrýma biðlistum. Af hverju er þá ekki búið að því fyrir löngu? Allir lofa grænni framtíð. Af hverju er þá framtíðin ekki grænni nú þegar? Það virkar vel í kosningabaráttu að lofa að gefa fólki peninga. Peninga sem eru sóttir úr vösum einhverra annarra. Það skiptir þá engu máli hvort menn kunni að reikna eða ekki. Bara að slagorðin hljómi vel. Gefins peningar eru góðir. Það þekkja kennararnir í Reykjanesbæ sem áttu að fá 500.000 kr. eingreiðslu að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum. Kosningabaráttan er nú í hámarki og niðurstöður liggja fyrir um helgina. Ég tók sjálfur þátt í lýðræðisveislunni fyrr í vor og skíttapaði. Viðurkenni fúslega að ég hafði ekki áttað mig á því að menn sökkva miskunnarlaust mörgum milljónum í prófkjörsbaráttu bara til að halda sæti sínu á Alþingi. Hversu þungt vegur eigin sannfæring stjórnmálamanns sem eyðir þremur til tíu milljónum í kosningabaráttu innan eigin flokks og þiggur styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum til að fjármagna baráttuna. Er viðkomandi stjórmálamaður eða málaliði? Það er vitlaust gefið í samfélaginu okkar á margan hátt. Stjórnmálaflokkar voru í eina tíð reknir af frjálsum framlögum þeirra sem í flokkunum voru. Þeir voru frjáls lýðræðissamtök. Í dag þiggja flokkarnir milljarða úr ríkissjóði. Helsta starfssemi kerfisins er að moka undir sig sjálft – en á laugardaginn er komið að þátttöku almúgans. Einu sinni á fjögurra ára fresti. Að greiða atkvæði. Lýðræði, ekkert kjaftæði? Fyrir framtíðina. Lýðræðisveisla. Þingmaður á að vera þjónn fólksins. Þjónn samfélagsins. Ekki öfugt. Því er gott að hafa í huga þegar gengið er í kjörklefann að sá eða sú sem þið kjósið mun á næsta kjörtímabili þiggja um 100 milljónir úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar fyrir að vera þingmaður. Þið eruð að kjósa fólk til þeirra eigin velmegunar. Er viðkomandi að fara tryggja þína? Ég hvet alla til að mæta á kjörstað og kjósa. Kjósið þann einstakling sem þið teljið að muni helst gera samfélagi ykkar gagn og á raunverulegan möguleika að komast að á þing. Ef ykkur líst ekki á neinn. Skilið þá auðu. Það væri vit ef auð atkvæði myndu telja til að fækka þingmönnum.
Mundi Ásthildur Lóa Þórsdóttir Oddviti í Suðurkjördæmi
Georg Eiður Arnarson 2. sæti í Suðurkjördæmi
Elín Fanndal 3. sæti í Suðurkjördæmi
Sigrún Berglind Grétarsdóttir 4. sæti í Suðurkjördæmi
Settu X við F - fyrir þína framtíð!
Ég kýs: „Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening.“