Mikið tap hjá flugskóla
Tap Iceland Aviation Academy ehf., sem rekur flugskólann Flugakademíu Íslands, nam 203 milljónum króna í fyrra, samanborið við um átta milljóna króna tap 2021. Þetta kemur fram í ársreikningi Iceland Aviation Academy fyrir 2022. Félagið er í eigu Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs ehf., og Eignarhaldsfélags Suðurnesja ehf. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Samanlagt tap félagsins síðastliðin fimm ár nemur yfir 520 milljónum króna. Eigið fé félagsins var í lok síðasta árs neikvætt um rúmar 393 milljónir króna. Í skýrslu stjórnar segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í flugrekstri á Íslandi og um allan heim hafi
áætlanir Flugakademíunnar ekki staðist vegna ónógra umsókna frá nemendum í samtvinnað atvinnuflugnám, ítrekaðra ófyrirséðra atvika í flugrekstri félagsins og glímu við afleiðingar rekstrarerfiðleika fyrri ára.
Réttir í Grindavík
ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTTIR fóru fram á mánudaginn en frístundabændur í Grindavík smöluðu afrétt sinn á sunnudaginn. Þá hafði smalamennsku verið frestað um sólarhring vegna veðurs en ekki viðraði til smölunar á laugardaginn vegna rigningar og skyggnis í fjöllunum austan Grindavíkur þar sem grindvískar rollur hafa sumarsetu. Það var ekki annað að sjá en fé kæmi vænt af fjalli. Fleiri myndir frá Þórkötlustaðarétt eru í blaðinu í dag en einnig er fjallað um réttirnar í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta sem verður birt á vf.is á föstudaginn.
Ítrekar áhyggjur af einhliða áformum ríkisins
„Bæjarráð Suðurnesjabæjar ítrekar áhyggjur af einhliða áformum ríkisins og lýsir vonbrigðum með að afstaða sveitarfélagsins virðist ekki hafa nein áhrif í því sambandi,“ en samskipti við Vinnumálastofnun varðandi áform um búsetu umsækjenda um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Í ljósi þess að Vinnumálastofnun hefur tilkynnt að unnið sé að því að koma upp búsetu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Suðurnesjabæ, ítrekaði bæjarráð á síðasta fundi bókun sína frá 12. júlí 2023 sem komið var á framfæri við ráðherra og fleiri aðila í stjórnkerfinu. Þar koma m.a. fram áhyggjur bæjarráðs Suðurnesjabæjar af því að með þessu muni verða miklar áskoranir gagnvart inn
Hvort á barnið að læra um kynlíf í skóla eða á netinu?
Sólborg Guðbrandsdóttir í viðtali í miðopnu Víkurfrétta
21.–24. september
viðum sveitarfélagsins og að sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana muni ekki standa undir því að fá fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu.
Þá benti bæjarráð á að Suðurnesjabær annast það verkefni að veita fylgdarlausum börnum skjól og þjónustu, sem felur í sér mikla áskorun sérstaklega fyrir félagsþjónustu og barnavernd.
Lífið byrjaði upp á nýtt við að koma út úr skápnum
Hugmyndasmiðurinn á bak við hinn geysivinsæla sjónvarpsþátt Körfuboltakvöld
Allt um náttúruvá á Reykjanesskaga
Síður 4–5
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Síða 14
Síða 7
EFNIS
MEÐAL
Miðvikudagur 20. septeMber 2023 // 35. tbl. // 44. árg.
við Fitjabraut þar sem ný verslun BYKO í Reykjanesbæ mun rísa. Teikning af fyrirhugaðri verslun hefur verið sett inn á myndina. Samsetningin er ónákvæm.
Krónan opnar með
BYKO við Fitjabraut
Smáragarður hefur óskað eftir auknu byggingarmagni á lóðinni Fitjabraut 5 í Njarðvík. Þar mun rísa verslunarhúsnæði þar sem verða til húsa verslanir BYKO og Krónunnar. Í umsókn til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ segir að umbeðin ósk er vegna útreikningar á áætluðu byggingarmagni í deiliskipulagi en
ekki var gert ráð fyrir b-rýmum í heildarstærð. Nýtingarhlutfall hækki úr 0,38 í 0,43. Umhverfis og skipulagsráð bæjarins telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Merki um landris á Reykjanesskaga
Merki um landris er farið að sjást á Reykjanesskaga eftir að eldgosinu við Litla-Hrút lauk í byrjun ágúst. Sérfræðingar á Veðurstofunni segja að þeim sýnist á GPS-mælum að landrisið sé á svipuðum slóðum og fyrir síðasta gos í sumar. Þó er aflögun ennþá of lítill til að hún sjáist á gervitunglamyndum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
„Líklegast erum við að horfa á þessa langtímaviðvörun sem við höfum áður haft. Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú,“ segir í tilkynningunni.
Síðasta gos hófst við LitlaHrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir tíu dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk hafi verið komin merki um áframhaldandi þenslu.
Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á vestanverðum Reykjanesskaganum og afmarkast virknin helst við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá gos
lokum var M3,8 þann 9. september um 2 km vestan við Kleifarvatn.
Nýverið fóru sérfræðingar frá
Veðurstofunni að mæla gas og hitastig í jarðhitasvæði í Trölladyngju, austan við Keili, en engin merki um óvenjulega virkni hefur mælst þar.
Talið er að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa
vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975–1984 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, sigi og jarðskjálftum.
Grjóthrunshætta vegna skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Skólastjóri Njarðvíkurskóla
hefur lagt ríka áherslu á að komið verði fyrir nýju húsnæði við Njarðvíkurskóla í stað Bjarkarinnar enda sé fyrrgreind starfsemi nú leyst með tímabundinni lausn.
Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs, gerði grein fyrir
málinu á síðasta fundi menntaráðs. Þar var jafnframt lagt fram framangreint erindi frá skólastjóra Njarðvíkurskóla ásamt þarfagreiningu frá sviðsstjóra varðandi húsnæði Bjarkarinnar.
Menntaráð leggur til að erindinu verði vísað til bæjarráðs.
Myndir af grjóthruni í Trölladyngju og við Grænavatnseggjar.
Ljósmyndari: Ásta Kristín Davíðsdóttir, landvörður UST
Vegna jarðhræringa sem nú standa yfir á Reykjanesskaga er aukin hætta á grjóthruni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í kjölfar skjálfta sem var M3,8 að stærð 2 km vestur af Kleifarvatni á dögunum vegna tilkynningar um nýlegt grjóthrun í Trölladyngju og við Grænavatnseggjar og Núpshlíðarháls, sem að öllum líkindum hrundi í þessum skjálfta. Fyrr í sumar hefur verið tilkynnt um grjóthrun, m.a. við Kleifarvatn, LitlaHrút og Driffell. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.
Krefst þess að stjórnvöld bregðist skjótt við sjávarflóðum
Bæjarráð Suðurnesjabæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist skjótt við og tryggi fjármagn til sjóvarna hið fyrsta. Yfirferð yfir stöðu sjóvarna í Suðurnesjabæ, þörf næstu ára og áætlaðar framkvæmdir við sjóvarnir í samgönguáætlun var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs sem fékk Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóra umhverfissviðs, á fundinn undir þessum lið en Einar hefur látið vinna módel fyrir sveitarfélagið sem sýnir alla strandlengju Suðurnesjabæjar og hvar hættan er mest.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi um málið:
„Í ljósi þess að búast má við sjávarflóðum mun tíðar en áður vegna veðurskilyrða og hækkandi sjávarstöðu er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessari auknu náttúruvá með tilheyrandi hætti. Sjávarflóð og varnir vegna þeirra skipta æ meira máli í sjávar
byggðum eins og í Suðurnesjabæ þar sem landbrot og tjón hefur verið töluvert þegar sjór hefur gengið á land. Nýlegt dæmi um þetta eru þau sjávarflóð sem gengu yfir stóran hluta Suðurnesjabæjar nú í byrjun september. Sjávarflóð eru ein tegund af náttúruvá sem við búum við hér á landi, mikilvægt er að bregðast við þessari vá á sama
Nýlegur sjóvarnagarður liggur meðfram Hólmsvelli í Leiru en víðar í sveitarfélaginu þarf að bregðast við ágangi sjávar. VF/Hilmar Bragi
hátt og t.d. ofanflóðahættu þar sem góðar varnir skipta höfuðmáli til að lágmarka líkur á neikvæðum áhrifum á samfélagið. Greiningar á sjóvörnum, flóðahættu og landrofi Suðurnesjabæjar gefa skýr merki um þörfina á bættum sjóvörnum í Suðurnesjabæ. Verkefni sem Suðurnesjabær telur forgangsverkefni á næstu árum, og skilað var inn við vinnslu samgönguáætlunar, skila sér ekki eða þá af takmörkuðu leyti inn í þá samgönguáætlun sem nú er aðgengileg í samráðsgáttinni. Bæjarráð Suðurnesjabæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist skjótt við og tryggi viðunandi fjármögnun til sjóvarna hið fyrsta.“
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
Mynd yfir svæðið
2 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Nýtt húsnæði í stað Bjarkarinnar verði sett á lóð Njarðvíkurskóla
Velkomin á Aðaltorg!
Verslun og þjónusta eflist til framtíðar
Heilsugæslan Höfða
hefur verið opnuð á Aðaltorgi í Reykjanesbæ
„Við erum nýtt blóð í heilsugæsluþjónustu á Suðurnesjum og horfum á opnun nýrrar einkarekinnar heilsugæslu sem langtímaverkefni á svæði sem er í miklum vexti og uppgangi,“ segja þeir Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri, og Þórarinn Ingólfsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum, sem opnaði 11. september.
Við trúum á framtíð Suðurnesja
Langtímahættumat Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns.
Hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá.
Umtalsvert tjón af völdum hraunrennslis verði eldsumbrot á óheppilegum
„grindavík er eina þéttbýlið á reykjanesskaga vestan kleifarvatns sem er útsett fyrir hraunvá. Í ljósi þess að síðustu þrjú gos á reykjanesskaga áttu sér stað í Fagradalsfjalli er það einnig líklegur hraunrennslisstaður. bláa lónið, virkjanir í svartsengi og á reykjanesi og vatnstökusvæði í lágum eru útsett fyrir hraunrennsli,“ segir í langtímaáhættumati reykjanesskaga vestan kleifarvatns.
Veðurstofa Íslands hefur unnið langtímahættumat vegna eldvirkni á Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns sem veitir upplýsingar um væntanleg hættusvæði af völdum eldgosa; hraunrennslis, gasmengunar og gjóskufalls. Áhersla í skýrslunni er á hve útsett eða berskjölduð svæði eru fyrir hraunrennsli, gjóskufalli og gasmengun (SO2) frá eldsumbrotum innan fjögurra eldstöðvakerfa á Reykjanesskaga en kerfin eru Reykjanes, Svartsengi, Fagradalsfjall og Krýsuvík. Í skýrslunni var sérstaklega litið til þéttbýlis, þ.e. Grindavíkur, Voga, Reykjanesbæjar (Keflavíkur, Njarðvíkur, Ásbrúar og Hafna) og Suðurnesjabæjar (Sandgerðis og Garðs). Einnig virkjana og iðnaðarsvæða (s.s. Svartsengis og Reykjanesvirkjunar) og fjölsóttra ferðamannastaða (s.s. Keflavíkurflugvallar, Bláa lónsins og Fagradalsfjalls) og neysluvatns (vatnstökusvæðis í Lágum).
Skýrslan hefur m.a. verið lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar til kynningar.
Líklegra að eldsuppkoma verði á sunnanverðum skaganum Í útdrætti skýrslunnar segir að hraunrennsli var hermt frá nærliggjandi eldstöðvakerfum. Líklegra er að eldsuppkoma verði
á sunnanverðum skaganum og mannvirki á því svæði geta orðið fyrir skemmdum vegna hraunrennslis. Að auki geta hraun runnið til norðurs verði eldsuppkoma nærri miðjum skaganum. Gasmengun var hermd frá vestustu eldstöðvakerfum Reykjanesskagans. Litlar líkur eru á alvarlegri gasmengun á Reykjanesskaga en þær aðstæður geta þó skapast að loftgæði verði slæm og að hættuástand skapist. Gjóskufall var hermt frá stöku gosopi suðvestur af Reykjanestá. Líklegast er að gjóskufall valdi einungis skammvinnum áhrifum en það dregur úr skyggni og getur stöðvað flugvallarstarfsemi í ákveðinn tíma.
Mest áhrif eru af gjóskufalli í upphafi goss þegar gjóska fellur til jarðar en eftir að gjóskufalli lýkur getur gjóskufok haft slæm áhrif á skyggni og loftgæði í langan tíma.
Skýrsla Veðurstofu Íslands er 35 síður en helstu niðurstöður eru teknar saman en þær eru:
Gosupptök
Þau gosop sem þekkt eru á skaganum eru staðsett sunnan megin á skaganum, umhverfis meinta legu flekaskila Evrasíu og NorðurAmeríkuflekanna, og framleiðni kerfanna virðist mest þar sem sprungusveimar eldstöðvakerfa
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG INGUNN KREML SIGFÚSDÓTTIR
Steinási 14, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. september klukkan 11.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Birgir Halldór Pálmason
Gauti Birgisson
Bríet Birgisdóttir Óskar Freyr Óðinsson
Svala Gautadóttir og Jökull Gautason
stað
skagans þvera flekaskilin. Því er líklegt að framtíðargosop opnist einnig sunnan megin á skaganum þó svo að ekki sé hægt að útiloka kvikuhlaup til norðurs.
Hraunavá
Reykjanesskagi er byggður upp af hraunum og móbergsstöpum sem sýnir að hraun hafa runnið nánast hvar sem er á skaganum á einhverjum tímapunkti í myndunarsögunni. Jarðfræði Reykjanesskagans bendir til að hverfandi líkur séu á að gosupptök verði vestan við skilgreind mörk eldstöðvakerfis Reykjaness en þar eru þéttbýliskjarnar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar staðsettir. Hermd hraun sem hafa áhrif þar eiga því upptök innan skilgreindra eldstöðvakerfa og ná að renna inn í þéttbýlin. Keflavíkurflugvöllur er vel staðsettur á Miðnesheiði þar sem afar ólíklegt er að hraun hafi áhrif á innviði. Vogar eru staðsettir nyrst á skaganum og ólíklegt er að gosupptök verði þar í grennd. Hraunvá er því lítil í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Vogum og á Keflavíkurflugvelli.
Grindavík er eina þéttbýlið á Reykjanesskaga vestan Kleifarvatns sem er útsett fyrir hraunvá.
Í ljósi þess að síðustu þrjú gos á Reykjanesskaga áttu sér stað í Fagradalsfjalli er það einnig líklegur hraunrennslisstaður. Bláa lónið, virkjanir í Svartsengi og á Reykjanesi og vatnstökusvæði í Lágum eru útsett fyrir hraunrennsli. Niðurstöður hraunhermana hafa verið notaðar til að afmarka þau upptakasvæði sem veitt geta hrauni inn í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi, Voga, Reykjanesbæ, Bláa lónið, Svartsengi og vatnstökusvæði í Lágum en upptök lítilla gosa sem náðu að veita hraunum inn á athugunarsvæðin voru mest í tæplega 3,5 km fjarlægð og upptök meðalstórra gosa í mest um 6 km fjarlægð.
Gasmengunarvá
Niðurstöður hermana gefa til kynna að litlar líkur séu á alvar
legri gasmengun á Reykjanesskaga. Jafnframt sýna þær að Miðnesheiði sé líklegasta svæðið til að verða fyrir gasmengun við jörðu vegna eldgosa frá eldstöðvakerfum Reykjaness, Svartsengis og Krýsuvíkur. Miðað við forsendur sem hermanir byggja á (magn losunar og veðurgögn) eru meiri líkur á víðfeðmum mengunaráhrifum frá gosum innan Krýsuvíkurkerfisins en innan Reykjaness og Svartsengiskerfanna. Gasmengun hefur ekki teljandi áhrif á innviði en veldur ama og getur haft áhrif á heilsu manna og dýra. Þó svo að litlar líkur séu á að hættuástand skapist (þ.e. að styrkur SO2 fari yfir 14.000 µg/m3) getur það gerst nánast hvar sem er skv. niðurstöðum einstakra hermana.
Gjóskufallsvá
Miðað við þær forsendur sem gjóskudreifingarhermanir byggja á (upptök goss SV af Reykjanestá, stærð, gosmakkarhæð og veðurgögn) getur meira en 10 sm gjóskulag myndast vestast á Reykjanesskaga en meiri líkur eru á að þykkara gjóskufall myndist á skaganum sé gosmökkur lágur. Gjóskufall gæti valdið röskun á starfsemi Keflavíkurflugvallar og haft áhrif á viðnám á flugbrautum, gæti truflað löndun á hafnarsvæðum og orðið til þess að hráefni spillist standi það of lengi. Gjóskufall er ólíklegt til að hafa áhrif á virkjanir og vatnstökusvæði þar sem framleiðslukerfi eru lokuð. Gjóskufall heftir aðgengi að svæðum og spillir skyggni og eftir að gjóskufalli lýkur getur endurflutningur eða gjóskufok einnig spillt loftgæðum og skyggni. Gjóska getur hulið vegmerkingar og haft áhrif á viðnám gatna en hefur ekki teljandi áhrif á innviði á þéttbýlissvæðum. Fólk sem dvelur utandyra í gjóskufalli getur upplifað öndunar og sjónerfiðleika í gjóskufalli og eins í roki og gjóskufoki stuttu eftir gjóskufall.
Frá langtímahættumati yfir í skammtímahættumat
Þá segir í samantektarhluta
skýrslunnar: „Hver atburður er einstakur og þegar rauntímagögn
úr eftirlitskerfi benda til að nýtt gos sé yfirvofandi tekur skammtímahættumat við. Þar eru stillingar líkana úr langtímahættu
mati nýttar, hermanir gerðar með nýjum forsendum (s.s. gosupptökum) og öll gögn uppfærð m.t.t. nýrra upplýsinga. Þannig fæst betri mynd af því hvaða svæði eru útsett fyrir hraunrennsli, gasmengun og gjóskufalli frá einstökum atburðum. Þegar eldgos hefst eru keyrðar gas og gjóskudreifingarspár sem byggja á bestu fyrirliggjandi upplýsingum og nýjustu veðurspám en þær spár eru aðgengilegar á https://dispersion. vedur.is. Til að spá fyrir um framvindu hraunrennslis daga og vikur fram í tímann þarf að endurstilla líkön og keyra á ný með tilliti til nýrra upplýsinga.“
Innviðir Í aðdraganda goss í Fagradalsfjalli árið 2021 var stofnaður starfshópur á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem fór yfir varnir mikilvægra innviða og einn hluti niðurstaðna þess hóps var ítarleg samantekt á innviðum á svæðinu umhverfis Grindavík og Voga. Innviðir á Reykjanesskaga sem gætu orðið fyrir áhrifum af eldgosum á skaganum eru þéttbýli og allar tegundir innviða sem þar eru, rafmagns og vatnsveita (heitt og kalt vatn), fráveita og lagnir að og frá byggðum, fjarskiptainnviðir, atvinnustarfsemi og samgöngumannvirki (vegir og flugvellir). Komi til eldsumbrota á óheppilegum stað á skaganum getur orðið umtalsvert tjón af völdum hraunrennslis. Gasmengun og gjóskufall hafa lítil áhrif á innviði sem slíka en geta valdið röskun á atvinnustarfsemi, samgöngum og valdið almennum ama.
Hér má nálgast skýrsluna á rafrænu formi:
Ljósmynd/Jón
Steinar Sæmundsson
4 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Næsta gos milli Keilis og Trölladyngju?
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, segir að þó svo að eldgosin á Reykjanesskaga valdi ekki manntjóni þá geti þau valdið margs konar skaða sem hefur mikil áhrif á líf okkar. Hann segir að nú sé leikhlé í Fagradalseldum og annað gos sé líklegt á svæðinu nærri Keili.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hvað gerist í náinni framtíð en við miðum við það að land er farið að rísa aftur á svipuðum slóðum og
það er skjálftavirkni þarna og þá finnst mér nú líklegt að við fáum annað eldgos á þessu svæði. Mín fyrsta ágiskun er að næsta gos komi upp á svipuðum slóðum.
Það eru vísbendingar um það, færsla á skjálftavirkni og eins líka hugsanlega kvikuvirkni og færsla til austurs. Við erum búnir að sjá aukna jarðhitavirkni á svæðinu milli Keilis og Trölladyngju. Jarðskjálftafræðingarnir hafa séð þar skjálftaskugga sem bendir til þess að það sé vökvi þarna niðri. Hugsanlega er það kvika sem hefur komið inn frekar grunnt. Hún hefur þá hitað grunnvatnið og aukið þessa jarðhitavirkni sem er þarna til staðar,“ segir Þorvaldur.
Margt komið á óvart
Hann segir að margt í gosunum þremur hafi komið vísindamönnum á óvart. Fyrst nefndi hann hversu rólegt fyrsta gosið var í upphafi og framleiðni lítil. Framleiðnin var rétt yfir þeim mörkum sem talið er að þurfi til að halda gosrás opinni fyrsta mánuðinn en jókst svo aðeins. Þegar nokkrar vikur voru liðnar af fyrsta gosinu kom inn ný kvika með aðeins öðruvísi efnasamsetningu, svipað heit en heldur meira þunnfljótandi. Sú kvika var gasríkari og kom upp á meiri hraða.
Þorvaldur segir að toppurinn á geymsluhólfi kvikunnar sé á tólf til tíu kílómetra dýpi en geti þess vegna náð niður á tuttugu kílómetra dýpi. „Það sem er merkilegast við nýju kvikuna sem kom upp eftir nokkrar vikur af fyrsta gosinu er að hún hefur efnasamsetningu sem ekki hefur sést áður á Reykjanesskaga. Hún er meira í ætt við það sem við erum að sjá koma upp innar í landinu, í grennd við Öskju og Bárðarbungu og á því svæði. Meira í ætt við það sem er að koma beint upp um möttulstrókinn sem er undir landinu.“
Hvað getur skýrt þetta?
„Það er ansi góð spurning. Ef við hugsum möttulstrókinn undir landinu, þá kemur hann upp og mætir skorpunni undir landinu. Þar leggst hann hugsanlega til hliðar og meira til vesturs en austurs vegna þeirrar færslu sem er í gangi. Það gæti vel verið að þarna hafi komið ferskari miðja úr möttulstróknum sem hefur lagst nýlega vestur með og náð alla leið út á Reykjanesskaga. Þessi kvika kemur þá úr þeim hluta stróksins. Þetta getur þýtt að það er aukin virkni í möttulstróknum, hann er
NÁTTÚRUVÁ
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
eitthvað aðeins að eflast miðað við það sem hann var áður. Það er ein mögulegt túlkun á þessu. Ef að það er málið gætum við búist við aukinni eldvirkni á næstu áratugum og ekki bara á Reykjanesskaganum, heldur um landið allt.“
Enginn munur á milli
eldstöðvakerfa
Aðspurður hvort þetta sé að kollvarpa hugmyndum vísindamanna um eldstöðvakerfin á Reykjanesskaganum, segir Þorvaldur bæði já og nei. Það sé spurning í dag hvernig eigi að skilgreina eldstöðvakerfin. Þar sé í dag horft á sprungur og dreifingu þeirra, sérstaklega gossprungur og svo efnasamsetningu kvikunnar sem kemur upp. Staðan sé sú að enginn munur sé á efnasamsetningu á milli eldstöðvakerfanna og hefur ekki verið undanfarin fjórtán til fimmtán þúsund ár.
Geymsluhólfin eða hólfið sem sendir þessa kviku upp inniheldur samskonar kviku. Þá er það spurningin hvort þetta sé eitt geymsluhólf eða fleiri. Ef horft sé á sprungurnar og dreifingu á þeim, þá eru engar augljósar þyrpingar af sprungum. Erfitt sé að draga línur um mörk á milli eldstöðvakerfa.
„Eru þetta í raun og veru svona mörg eldstöðvakerfi eða bara eitt kerfi sem vinnur saman,“ spyr Þorvaldur í viðtalinu við Víkurfréttir.
Ekkert hafi gerst í eldgosum á landi á Reykjanesskaganum í 781 ár þegar loksins braust út eldgos í Geldingadölum árið 2021. Aðdragandinn að eldgosum er langur og Fagradalsfjall og næsta nágrenni hafði skolfið reglulega í jarðskjálftahrinum árum og misserum áður en gosið náði loks til yfirborðs 19. mars 2021. Þorvaldur segir aðdragandann ekki einskorðaðan við Fagradalsfjall. Innskotavirkni var bæði í Svartsengi og Krýsuvík. Einnig hafi verið hrina eða hrinur undir Reykjanesinu og svo úti á Reykjaneshrygg, sem reyndar sé annað eldstöðvakerfi. Þorvaldur segir að alveg megi gera ráð fyrir að það geti gosið á Reykjaneshryggnum við Geirfuglasker og á þeim slóðum. Þar sé þekkt að hafi gosið. „Ég er sannfærður um að þetta endar með gosi þarna úti og þá gætum við fengið eitthvað gjóskufall“.
Eldgosin á Reykjanesskaga góður skóli
Þorvaldur segir að gosin þrjú sem orðið hafa í Fagradalseldum séu að kenna vísindamönnum mikið um hvernig fyrri gos á Reykjanesskaganum hafi verið. Ef gígmyndanir eru skoðaðar og bornar saman við það sem fyrir er á skaganum þá megi sjá mikla samlíkingu. „Þetta segir okkur að fyrri gos hafa sennilega verið mjög svipuð. Þetta er góð vitneskja fyrir okkur og bendir til þess að þetta muni halda áfram með sama mynstrinu. Og ef gosin verða áfram afllítil og tiltölulega smá í sniðum, þá er það langbest fyrir okkar samfélag því þá verða mestu áhrifin bara rétt í kringum
Það er eins og þessi kvika sem er að koma upp sé að búa til gosrás sem gæti orðið stöðug og ef það tekst þá erum við komin með allar aðstæður fyrir dyngjugos eða að búa til hraunskjöld. Þá getum við verið með virkni í tugi eða hundruði ára á sama staðnum.
eldstöðvarnar. Og á meðan eldstöðvarnar eru ekki beint ofan í byggð þá er þetta hið besta mál“. „Mengun frá eldstöðvunum er það sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ segir Þorvaldur. „Ef gos sem dælir upp tíu rúmmetrum af kviku á sekúndu og það hafi varað í einhvern tíma, ekki vikur eða mánuði, heldur ár, þá erum við með eldstöð sem getur sett út tvö til fjögur þúsund tonn á dag af brennisteinsdíoxíði. Það er töluverð mengun og gæti orðið okkur til ama, þannig að við þurfum að gæta að okkur og fólk sem er veikt í lungum þarf að passa sig sérstaklega.“
Til að gos geti staðið yfir í mörg ár þarf að vera aðfærsluæð sem helst opin. Þar þarf að vera jafnvægi á milli innflæðis í geymsluhólf og útflæðis úr hólfinu. Einnig þarf að vera jafnvægi í gígunum sjálfum. Þorvaldur segir athyglisvert að í þeim gosum sem þegar hafa orðið að dýpri hlutinn af gosrásinni hefur verið notaður aftur og aftur fyrir kvikuna til að komast upp. Breytingin er bara í efstu ca. þremur kílómetrunum.
„Það er eins og þessi kvika sem er að koma upp sé að búa til
gosrás sem gæti orðið stöðug og ef það tekst þá erum við komin með allar aðstæður fyrir dyngjugos eða að búa til hraunskjöld. Þá getum við verið með virkni í tugi eða hundruði ára á sama staðnum.“
Næsta gos í júní?
Blaðamaður Víkurfrétta skoðaði tíma á milli gosa í þeim eldum sem nú eru. Frá goslokum í næstu gosbyrjun eru annars vegar 319 sólarhringar og hins vegar 324. Þetta gerir þá að jafnaði 321 sólarhring á milli gosa á Reykjanesskaganum.
Það er því spurning um það hvort næsta gos verði í júní á næsta ári samkvæmt þessu eða hvort atburðarásin sé hraðari. Þorvaldur segir að skoða þurfi hversu hratt landið sé að rísa. Ef það haldi svipuðum hraða, þá sé alveg möguleiki á að goshlé verði svipað og milli síðustu gosa.
„Það væri athyglisvert ef það færi að vera ákveðinn taktur í þessu og ef það viðhelst, þá finnast mér líkurnar á því að við fáum dyngjugos alltaf að aukast með hverju gosinu. Þá viðheldur þú þessari gosrás opninni, hún nær ekki að kólna á milli gosa.“
Heitustu svæðin frá Krýsuvík að Reykjanesi
Aðspurður hver séu „heitustu svæðin“ á Reykjanesskaganum með tilliti til eldgosahættu, þá segir Þorvaldur að hann horfi til svæðisins frá Krýsuvík og út á Reykjanes. „Það eru lang líklegustu svæðin fyrir næstu gos. Og við getum verið með fleiri en eitt gos í gangi í einu, það er líka möguleiki. Hugsanlega mun gjósa aftur í Fagradalsfjalli áður en eitthvað annað gerist. Segjum að Fagradalseldar komi með tvö til fjögur gos í viðbót, svipuð því sem við erum búin að vera að horfa á, þá gæti þessi virkni hægt á sér og tekið sér pásu í einhverja áratugi. Svo koma aðrir eldar en hvort þeir verða á Reykjanesinu eða í Krýsuvík, það er ekki gott að segja,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði, í samtali við Víkurfréttir. Ítarlegra viðtal við Þorvald er í myndskeiði á vf.is og í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.
Störf hjá Reykjanesbæ
Heiðarskóli - Kennari á yngsta stigi
Heiðarskóli - Starfsfólk skóla
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig
Háaleitisskóli - Kennari í Friðheima
Menningar- og þjónustusvið - Markaðsstjóri
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari 50% starf
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Forstöðumaður umhverfismiðstöðvar
Velferðarsvið - Forstöðumanneskja á hæfingarstöð
Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu
Velferðarsvið - Deildarstjóri á Hæfingarstöð Reykjanesbæjar
Velferðarsvið - Starfsfólk á Hæfingarstöð Reykjanesbæjar
Velferðarsvið - Þroskaþjálfastarf í íbúðakjarna
Velferðarsvið - Sérfræðingar í ráðgjafar- og virkniteymi
Reykjanesbær - Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Ljósmynd/Ingibergur Þór Jónasson
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 5
Algalíf í samstarf um þróun plöntuvarnarefna úr örþörungum
Bernska og æska í Sandgerði upp úr miðri síðustu öld
– Sagnastund á Garðskaga laugardaginn 23. september kl. 15:00 Á komandi vetri eru áform um að halda áfram með sagnastund á
Garðskaga. Laugardaginn 23. september kl. 15:00 verður sagnastund á veitingastaðnum Röstinni sem er á hæðinni ofan við Byggðasafnið á
Garðskaga.
Þangað koma þrír valdir heiðursmenn og segja sögur frá uppvaxtarárum sínum í Sandgerði. Þeir eru Guðmundur Jóelsson, Einar Arason og Júlíus Jónsson. Á þessum árum var mikið um að vera í Sandgerði. Heimabátar og aðkomubátar lönduðu afla sínum við bryggjurnar, fiskvinnsla innan dyra og utan, aðkomufólk í vinnu
með heimafólki. Frelsi hjá börnum og unglingum sem voru virkir þátttakendur í atvinnulífinu og höfðu frelsi til útileikja og íþrótta. Kraftmikið mannlíf og öflugt atvinnulíf og samfélag. Athafnasöm ungmenni eiga minningar sem allt er í lagi með að greina frá áratugum síðar. Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið og byggðasafnið verða opin.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.
Leikhúsferð
Leikhúsferð Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður farin 5. nóvember næstkomandi.
Farið verður að sjá „Delerium Bubonis“.
Miðaverð kr. 8.900,-
Miðar seldir miðvikudaginn 11. október
á milli kl.15:30–16:30. Enginn posi!
Rúta fer frá Nesvöllum kl.18:00
Pantanir hjá Ólu Björk 421-2972 og Björgu 865-9897
Leikhúsnefndin
Íslenska líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á framleiðslu náttúrlegra plöntuvarnarefna úr örþörungum í samstarfi við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol. Þetta kemur fram í tilkynningu.
1.000 milljarða alþjóðlegur markaður
Varnarefni eru notuð í landbúnaði víða um heim og áætlað er að markaður með þau á heimsvísu velti sem nemur nærri eitt þúsund milljörðum íslenskra króna. Þessi markaður fer ört stækkandi og áætlað er að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þeirra efna sem nú eru notuð er kemískur en mikil eftirspurn er eftir náttúrulegum staðgönguefnum. Evrópusambandið styður slíka umbreytingu og stefnir á helmingun á notkun kemískra varnarefna fyrir árið 2030.
Þróunarstyrkur frá
Evrópusambandinu
Algalíf og ImmunRise hafa þegar fengið þróunarstyrk úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins, sem nemur rúmlega 100
milljónum íslenskra króna, til að þróa ný og umhverfisvæn plöntuvarnarefni úr örþörungum. Frumtilraunir síðustu missera lofa góðu og mögulegt að innan fárra ára rísi ný örþörungaverksmiðja á Íslandi sem hluti þessa verkefnis.
Eitt öflugasta örþörungafyrirtæki Evrópu
Algalíf (www.algalif.com) er nú þegar leiðandi fyrirtæki í framleiðslu örþörunga á heimsvísu en það er stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótarefninu astaxanthín. Unnið er að lokauppsetningu nýrrar hátækni örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þegar hún hefur náð fullum afköstum á næsta ári mun framleiðslan verða rúmlega þreföld miðað við það sem nú er. Þar með verður Algalíf stærsti framleiðandi í heimi á náttúrulegu astaxanthíni í samtals 13.300 m² húsnæði.
Forstjóri Algalífs er Orri Björnsson og starfsmenn eru um 70.
Franskur frumkvöðull í rannsóknum
ImmunRise Biocontrol (www. immunrisebiocontrol.fr) er franskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Fyrstu afurðir þess eru umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað sem nú eru í skráningar og vottunarferli hjá viðeigandi yfirvöldum í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.
Hvað fengu fyrirtækin á Suðurnesjum í kvóta?
Ég hef nú ekki farið í nýja fiskveiðiárið en ætla aðeins að skoða fyrirtækin og hvað þau fengu í kvóta fyrir núverandi fiskveiðiár sem hófst núna 1. september síðastliðinn.
Byrjun í Grindavík en þar eru stærstu fyrirtækin. Þorbjörn ehf. í Grindavík fékk samtals úthlutað tæpum átján þúsund tonnum miðað við þorskígildi og skiptist þessi kvóti á frystitogaranna Hrafn Sveinbjarnarson GK og Tómas Þorvaldsson GK, togarann Sturlu GK og línubátinn Valdimar GK. Hrafn Sveinbjarnarson GK er með mestan kvóta, um sex þúsund tonn.
Vísir ehf. í Grindavík, sem gerir út þrjá stóra línubáta, er samtals með rúmlega tíu þúsund tonna kvóta miðað við þorskígildi og skiptist þessi kvóti á Fjölnir GK, Sighvat GK og Pál Jónsson GK sem er með mestan kvóta, eða tæp fjögur þúsund tonn.
Auk þess gerir Vísir ehf. út tvo krókabáta og fékk í krókakerfinu alls 1.763 tonna kvóta sem skiptist á Daðey GK og Sævík GK. Sævík GK fékk meirihlutann af þessum kvóta, eða um 1.119 tonn. Stakkavík ehf. í Grindavík gerir einungis út báta í krókakerfinu og er með 1.735 tonna kvóta miðað við þorskígildi en það er einungis á Óla á Stað GK og Geirfugli GK. Einhamar ehf. í Grindavík er með 3.475 tonna kvóta miðað við þorskígildi og deilist þessi kvóti á þrjá báta; Véstein GK, Auði Vésteins SU og Gísla Súrsson GK sem er með mestan kvóta, um 1.500 tonn.
Besa ehf., sem gerir út Dúdda Gísla GK, fékk um 687 tonna kvóta en báturinn er í krókaaflamarkinu.
Í Sandgerði er ekki mikið um útgerðir þó fiskvinnslur séu margar.
Blakksnes GK, sem gerir út Huldu GK, fékk tæplega 700 tonna kvóta.
Í Garðinum er Nesfiskur ehf. og fékk fyrirtækið rúmlega tólf þúsund tonna kvóta og skiptist sá kvóti á dragnótabátana Sigga
Bjarna GK, Benna Sæm GK og
Sigurfara GK, togarana Sóley
Sigurjóns GK og Pálínu Þórunni GK og frystitogarann Baldvin
Njálsson GK. Siggi Bjarna GK er með mestan kvótann, eða um
2.500 tonn, en allir eru í sama kerfinu og fyrirtækið færir til kvóta eftir veiðum. Reyndar hefur Sóley
Sigurjóns GK verið á rækjuveiðum
í um sex mánuði á hverju ári og því lítið veitt af þessum kvóta. Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK hefur verið á grálúðuveiðum.
Talandi um Nesfisk ehf. þá, eftir að hafa verið frá veiðum svo til allt ár, er Pálína Þórunn GK aftur komin á veiðar en gírinn fór í togaranum og er þónokkuð mikið verk að laga það, enda þurfti að losa aðalvélina og færa hana í
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
lestina á togaranum til þess að komast að gírnum. Í Njarðvík er Hólmgrímur með sína báta og fékk hann alls um tæp 370 tonn af kvóta sem eru á Halldóri Afa GK og Maroni GK. Reyndar er nú slæmt við þetta að Maron GK, sem á sér mjög langa sögu í útgerð á Suðurnesjum undir nöfnunum Maron GK, Þórunn GK og Ósk KE, að spilið bilaði í bátnum og þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað verður um bátinn. Maron GK er einn af elstu stálbátunum sem eru gerðir út hérna á landinu en báturinn var smíðaður árið 1955 og reyndar er báturinn Grímsey ST frá Hólmavík líka smíðaður árið 1955, báturinn er því orðinn 68 ára gamall og saga hans er merkilegt gagnvart fiskveiðum, það verður seinni tíma verkefni hjá mér að reikna saman aflatölur um bátinn og jafnvel gefa það út.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 7101830319. Afgreiðsla
ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ,
4210000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson,
8933717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
8982222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 4210001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann
Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
og
sími
s.
s.
Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði
6 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Lífið byrjaði upp á nýtt við að koma út úr skápnum
Skynjaði í
kringum átta ára aldur að hann var öðruvísi.
Fræðsla í grunnskóla hefði breytt
öllu.
„Líf mitt hefði verið allt öðruvísi ef ég hefði fengið fræðslu um hinsegin málefni í grunnskóla,“ segir Jórmundur Kristinsson frá Grindavík en talsvert hefur borið á umræðu um Samtökin ‘78 að undanförnu í kjölfarið á fræðslu um hinsegin málefni í grunnskólum landsins. Ekki eru allir sáttir við hvernig kennsla um málefni hinsegin fólks er að þróast en hvað finnst þeim sem fræðslan snýst um?
sig á að klæða sig þannig að enginn grunur félli á sig.
upp, hvort ég væri „bi“ fyrst ég vildi bæði eiga konu og börn en væri samt skotinn í strákum; „nei elskan mín, þú ert bara hommi,“ var svarið og þá byrjaði í raun líf mitt upp á nýtt.“
Jórmundur er samkynhneigður maður frá Grindavík sem býr í Reykjavík í dag. Jórmundur kom út úr skápnum þegar hann var orðinn nítján ára gamall og er sannfærður um að honum hefði liðið talsvert betur árin áður en hann steig skrefið út úr skápnum ef hann hefði fengið þá fræðslu sem boðið er upp á í dag.
Jórmundur átti góða æsku en á ákveðnum tímapunkti fór hann að gruna að hann væri ekki eins og aðrir strákar. „Mín æska var sjálfsagt ósköp hefðbundin. Ég er eldra barn foreldra minna, á yngri bróður, og þegar ég var yngri æfði ég sund, átti mína vini og lék mér. Líklega í kringum átta ára aldurinn skynjaði ég að ég var öðruvísi, vinir mínir fóru að tala um að vera skotinn í þessari eða hinni stelpunni en ég sagðist bara vera skotinn í mömmu. Vinunum fannst þetta bara fyndið og þegar þeir voru að spá í frægum Hollywoodleikkonum var ég bara ekkert að tengja. Ég var samt ekki að spá í sætum karlkyns Hollywoodleikurunum svo á þeim tímapunkti var ég ekki að ná að tengja tilfinningarnar við samkynhneigð. Næstu árin ágerist þetta og í kringum kynþroskaaldurinn, ellefu til tólf ára gamall, eru tilfinningarnar sterkari en afneitunin getur verið svo sterkt afl, ég fattaði ekki að ég væri samkynhneigður. Ég var farinn að horfa á stráka en viðurkenndi samt ekki í hausnum á mér að ég væri hommi, hræðslan við að vera öðruvísi var svo mikil. Ég var rosalega hræddur við að segja karlfyrirmyndum innan fjölskyldunnar frá þessu, eins og pabba og Grétari frænda,“ segir Jórmundur en næstu árin var hann lengst inni í skápnum, eignaðist kærustur og passaði
„Þessar kærustur voru auðvitað ekkert annað en vinkonur eftir á að hyggja, þær voru samt ekki að kveikja á því að ég væri hommi. Svo gerðist það þegar ég var orðinn sautján að ég kom heim eftir að hafa verið með kærustunni á rúntinum og mamma gekk á mig og spurði hvað væri að frétta, hvort ég væri ástfanginn o.s.frv. en ég sagði mömmu að kærastan vildi alltaf vera kyssa mig en ég hefði engan áhuga á því. Mamma var auðvitað fljót að leggja saman tvo við tvo, spurði mig hvort ég hefði áhuga á strákum en ég tók því mjög illa, fór bara í fýlu, þrætti og lokaði mig af en einhverjum mánuðum seinna viðurkenndi ég þetta fyrir henni. Á þessum tíma hélt ég samt að ég væri tvíkynhneigður því ég vildi eiga konu og börn en var samt skotinn í strákum.
Mamma tók þessu auðvitað vel og hvatti mig til að fara í viðtal hjá Samtökunum ‘78. Ég gerði það og í viðtalinu var ég að velta þessu
Út úr skápnum –„Ég er FRJÁLS!“
Jórmundur var þarna búinn að stíga fyrra skrefið út úr skápnum, hann vildi undirbúa það síðara vel. „Ég man að það var léttir að labba út af þessum fundi hjá samtökunum með þessa vitneskju, að ég væri hommi. Samt tók við ferli sem tók á, ég var mjög hræddur við að segja pabba og öðrum frá þessu. Mamma og pabbi voru á leiðinni til útlanda á þessum tíma og ég bað mömmu um að segja pabba frá þessu á flugvellinum svo hann myndi hafa tímann úti til að melta þetta. Ég hélt að hann myndi þurfa jafna sig á þessu, hélt að hann yrði brjálaður, en auðvitað voru þetta algjörlega ástæðulausar áhyggjur hjá mér. Þau komu heim úr utanlandsferðinni og knúsuðu mig. Pabbi sagðist hafa vitað þetta innst inni og þetta væri allt í lagi. Það var mjög þungu fargi af mér létt þarna en ég vildi samt skipuleggja vel hvernig ég myndi segja ömmu og afa frá þessu, Grétari frænda og vinum. Hægt og bítandi fækkaði nöfnunum á listanum sem ég átti eftir að segja frá og ég setti mér tímamörk þannig að ég gæti ekki bakkað út úr þessu, sagði öllum að þetta væri leyndarmál þangað til eftir nokkra daga þegar ég væri búinn að segja öllum frá. Alls staðar var þessu vel tekið og ég breytti status á Facebook í „Interested in men“, þá var þetta orðið endanlega opinbert og ég get ekki lýst sælutilfinningunni, það var eins og eitthvað hefði losnað úr læðingi og ég var orðinn frjáls!,“ segir Jórmundur.
Fræðsla er mjög mikilvæg
Jórmundur lenti aldrei í neinu aðkasti vegna samkynhneigðar sinnar og þakkar fyrir hversu góða fjölskyldu, vini og vanda
menn hann átti og hve samfélagið í Grindavík hafi verið opið. Það sé hins vegar alls ekki sjálfgefið. „Ég var mjög heppinn, það veit ég eftir allar þær reynslusögur sem ég hef heyrt frá öðrum í sömu sporum. Gott dæmi er vinur minn sem ólst upp á Tálknafirði. Bjarni er talsvert eldri en ég, fæddur 1978 ef ég man rétt, og það hefur verið ömurlegt fyrir hann að alast upp í þessu litla og lokaða samfélagi á þessum tíma. Hann vissi eins og ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera og það eina sem hann heyrði í kringum sig á Tálknafirði var hve ógeðslegt það væri að vera hommi. Hann vissi ekki af neinum í hans sporum, hann sá hvergi homma eða annað hinsegin fólk í bókunum sem hann las, í kvikmyndum eða sjónvarpi. Hann vissi ekki einu sinni að það væri hægt að vera hommi. Það var aldrei talað um homma eða hinsegin fólk í skólanum. Það eina sem síaðist inn í hausinn á honum var ógeðfelld umræða í fjölmiðlum um samkynhneigða menn og alnæmisfaraldurinn, að þeir væru pervertar, kynvillingar og öfuguggar. Inni í þessu myrkri þurfti Bjarni að lifa þar til hann varð 21 árs þegar hann kom loksins út úr skápnum. Ég upplifði mjög erfiða tíma árin áður en ég kom út úr skápnum en það hefur ekki verið neitt í samanburði hvað Bjarni þurfti að upplifa. Í báðum tilvikum hefði fræðsla í grunnskólanum breytt öllu fyrir okkur. Ég vona að fólk opni huga sinn gagnvart þeirri fræðslu sem fer fram í dag inni í skólunum og ég vona að hún eigi eftir að verða ennþá meiri því ekki veitir af. Börn og unglingar sjá allt sem þau vilja í símunum sínum í dag og því fyrr sem þau eru frædd um þessi málefni, því betra. Ég treysti skólakerfinu fullkomlega til að meta
Ég var farinn að horfa á stráka en viðurkenndi samt ekki í hausnum á mér að ég væri hommi, hræðslan við að vera öðruvísi var svo mikil. Ég var rosalega hræddur við að segja karlfyrirmyndum innan fjölskyldunnar frá þessu
hvaða upplýsingar börn sem eru að byrja í skóla, eru tilbúin að meðtaka. Ég treysti skólakerfinu alla vega margfalt betur heldur en fólkinu á athugasemdakerfunum! Í mínum draumaheimi munu allir, börn og aðrir, getað verið nákvæmlega eins og þau vilja vera. Allir eiga að geta verið nákvæmlega eins og þeir vilja vera svo fremi sem þeir eru ekki að meiða eða særa aðra. Það að strákur eða stelpa laðist að eigin kyni eða líði ekki vel í eigin líkama og vilji fara í gegnum kynleiðréttingarferli getur ekki látið öðrum líða illa. Ef einhver vill skilgreina sig sem „hán“, af hverju skiptir það mig máli? Verum umburðarlynd, hleypum fjölbreytileikanum að,“ sagði Jórmundur í lokin.
„Ég varð frjáls!“ segir Jórmundur Kristinsson.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Útskrift úr hjúkrunarfræði 2023.
Jórmundur og Arnar, maðurinn hans, núna í ágúst.
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 7
Fimmtán ára Goth í felum.
Fyrsta pride 2011.
Tæplega þriðjungur starfandi íbúa á Suðurnesjum eru útlendingar
Af rúmlega 32 þúsund íbúum eru tæp 30% af erlendu bergi brotin en hlutfallslega hefur íbúafjölgun á landinu verið mest á Suðurnesjum, eða um 4,8% sem er fjölgun um 1.489 íbúa frá 1. desember 2022. Reykjanesbær er áfram langstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum en íbúum þar fjölgaði um 1.183 íbúa á tímabilinu. Hlutfallslega hefur íbúum í Vogum fjölgað mest, eða um 10%. Suðurnesjabær er kominn yfir fjögur þúsund íbúa.
Atvinnuleysi á Íslandi er mest á Suðurnesjum, 3,7% á meðan meðaltalið er 2,8%.
Á Suðurnesjum er atvinnuleysið mest í Reykjanesbæ, eða 4%, en minnst í Grindavík, 2%.
Tónlistarfólk af Suðurnesjum leikur með Ungsveit Sinfóníunnar
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Nathanaël Iselin, leikur Draumórasinfóníu Hectors Berlioz (Symphonie fantastique) næstkomandi sunnudag í Eldborgarsal Hörpu. Með hljómsveitinni leika sex núverandi og fyrrverandi nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, segir að þetta sé frábær viðurkenning fyrir skólann en í Ungsveitinni eru gerðar strangar kröfur og þurfa ungmennin að sýna fram á hæfni sína með prufuspili til að vera valin í sveitina. Hljómsveitin í ár er skipuð tæplega 100 hljóðfæraleikurum sem voru valdir úr stórum hópi ungmenna sem komu víðsvegar af landinu.
Hljóðfæraleikararnir sem eru núverandi nemendur við skólann
og leika með sveitinni eru þau Bergur Daði Águstsson (trompet), Emilía Sara Ingvadóttir (klarinett), Magnús Már Newman (slagverk) og Rozalia Maria Mietus (fiðla) en þess má geta að Rozalia er handhafi hvatningarverðlauna Íslandsbanka sem eru veitt afburðarnemanda við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á hverju ári. Auk þeirra fjögurra leika þær Karen Jóna Steinarsdóttir (þverflauta) og Rut Sigurðardóttir (selló) með Ung
sveitinni en þær eru fyrrverandi nemendur skólans.
Á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir um verkið: „Draumórasinfónía Hectors Berlioz er eitt af lykilverkunum í tónlist rómantíska tímans; ævintýraleg frásögn í tónum af ástarraunum ungs skálds sem hverfur inn í veröld trylltra draumóra með geigvænlegum afleiðingum. Verkið byggir á reynslu tónskáldsins sjálfs af ást og hugarvíli, en hann var 23 ára þegar hann hófst handa við það. Með Draumórasinfóníunni var brotið blað í tónlistarsögunni, því svo nákvæm, sjálfsævisöguleg atburðarás hafði aldrei áður verið rakin í sinfónísku verki af slíkri stærðargráðu.
Atvinnuleysi útlendinga er aðeins hærra á Suðurnesjum, eða 2% á móti 1,6% Íslendinga. Tæp
30% íbúa á Suðurnesjum eru útlendingar en hlutfall þeirra sem eru starfandi er aðeins hærra, eða um 35%.
tekjuári og árinu þar áður, 2021, hjá Grindvíkingum. Meðaltekjur hækkuðu um rúman helming en hækkunina má rekja til eigenda Vísis en fyrirtækið sameinaðist Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðasta ári. Tekjur annars fólks á Suðurnesjum hækkuðu á milli ára.
Áhyggjur af þróun umræðunnar um málefni flóttafólks í samfélaginu
„Velferðarráð hefur áhyggjur af þróun umræðunnar um málefni flóttafólks í samfélaginu og leggur
áherslu á mikilvægi þess að sýna hvert öðru gagnkvæma virðingu. Í fjölbreytileikanum felst kraftur sem getur byggt upp gefandi og fallegt samfélag, öllum til heilla. Saman þurfum við að sýna skilning, eiga samtalið og draga úr fordómum gagnvart ákveðnum samfélagshópum, leita lausna og finna samstöðuna sem byggir upp þann kraft sem Reykjanesbær stendur fyrir,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs á síðasta fundi ráðsins. Samningur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Fjölmenningarseturs og Reykjanesbæjar um sam-
ræmda móttöku flóttafólks rennur út 31. desember 2023. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir málinu á fundinum. Velferðarráð Reykjanesbæjar leggur áherslu á að við gerð nýs samnings um samræmda móttöku verði stefnt að því að umfang samningsins verði viðráðanlegt fyrir innviði Reykjanesbæjar og vísar þar til bókunar á fundi ráðsins 18. janúar 2023. Auk þess telur velferðarráð mikilvægt að gert verði ráð fyrir fjármagni vegna innviðakostnaðar, svo sem menntunar og frístundastarfs flóttabarna, almenningssamgangna, heilbrigðisþjónustu og löggæslu svo dæmi séu tekin.
Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis! 8 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Þegar tekjurnar eru skoðaðar er fróðlegt að sjá muninn á síðasta Sveitarfélag Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Vogar Samtals Hlutfall Íbúafjöldi Íslendingar 15.627 3.133 2.956 1.181 22.897 70.6% Erlendir ríkisborgarar 7.559 880 764 353 9.556 29.4% Samtals 23.186 4.013 3.720 1.534 32.453 Starfandi í júlí 2023 Íslendingar 8.093 1.520 1.550 622 11.785 65.3% Erlendir ríkisborgarar 4.898 561 555 248 6.262 34.7% Samtals 12.991 2.081 2.105 870 18.047 Atvinnulausir í júlí 2023 Íslendingar 235 38 19 16 308 Erlendir ríkisborgarar 306 36 25 13 380 Samtals 541 74 44 29 688 Heildaratvinnuleysi 4.0% 3.4% 2.0% 3.2% 3.7% Íslendingar atvinnulausir 1.7% 1.8% 0.9% 1.8% 1.6% Erlendir atvinnulausir 2.3% 1.7% 1.2% 1.4% 2.0% Meðaltekjur ársins 2022 7.418.000 6.987.000 14.804.000 6.975.000 Karlar 8.161.000 7.796.000 15.027.000 7.662.000 Konur 6.629.000 6.123.000 14.568.000 6.193.000 Meðaltekjur ársins 2021 6.850.000 6.341.000 7.241.000 6.401.000 Karlar 7.491.000 7.041.000 8.604.000 6.947.000 Konur 6.171.000 5.583.000 5.782.000 5.763.000
Magnús Már Newman, Karen Jóna Steinarsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Emilía Sara Ingvadóttir, Rozalia Maria Mietus og Bergur Daði Águstsson á æfingu í Hörpu í byrjun vikunnar.
Nettröllin hafa farið hamförum.
Samtökin ‘78 eru að fræða börn, ekki að innræta þeim hugmyndir. „Símarnir hafa breytt leiknum,“
Hvort á barnið að
læra um kynlíf
í
skóla
eða á netinu?
„Símarnir hafa breytt leiknum gífurlega mikið og í raun er þetta bara spurning hvort þú viljir að barnið þitt sé frætt á faglegan hátt eða að það fræði sig sjálft á netinu,“ segir Sólborg Guðbrandsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, en talsverð umræða hefur verið að undanförnu á samfélagsmiðlum í kjölfar hinseginfræðslu innan skólakerfisins. Samtökin ‘78 hafa fengið mikla gagnrýni á sig og heitar umræður hafa skapast í athugasemdakerfum samfélagsmiðlanna. Svo mikil hefur umræðan verið að barna- og menntamálaráðuneytið sá sig knúið til að birta fréttatilkynningu á heimasíðu stjórnarráðsins, www.stjr.is.
Keflvíkingurinn Sólborg hefur gefið út nokkrar bækur og getið sér gott orð sem fyrirlesari í skólum og félagsmiðstöðvum landsins um þessi málefni.
„Samtökin ‘78 eru eingöngu að fræða börn, ekki að innræta þeim eitthvað. Þessi gagnrýni á þau, ef gagnrýni mætti kalla, finnst mér sorgleg. Þetta er ekki kynlífsfræðsla, þetta er ekki BDSMfræðsla og það er ekki verið að gera nein börn trans. Samtökin ‘78 miða nálgunina sína út frá aldri og þroska nemenda hverju sinni og ræða við þau um allt frá ólíkum fjölskylduformum yfir í almenna virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum. Fullt af börnum eru hinsegin, fullt af börnum eru það ekki en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga rétt á vernd frá okkur fullorðna fólkinu. Við getum ekki bara verndað sum börn,“ segir Sólborg.
Fávitar
Sólborg vakti athygli þegar hún gaf út sína fyrstu bók árið 2020, Fávitar. Fram að þeim tíma hafði hún verið með Instagram síðu undir sama nafni. Þar vildi Sólborg vekja fólk til umhugsunar um normalíseringuna á kynferðislegri áreitni á netinu og sýna fram á það hversu algengt ofbeldið væri. Fleiri bækur fylgdu í kjölfarið og undanfarin ár hefur hún farið í skóla og félagsmiðstöðvar og haldið fyrirlestra fyrir unglinga um heilbrigð samskipti og kynlíf. „Þegar ég flyt fyrirlestra geta unglingarnir sent nafnlausar spurningar og þar sést skýrt hvar þau eru stödd og hverju þau eru að velta fyrir sér. Þau eru svo miklu lengra komin í þessum pælingum en fullorðið fólk gerir sér grein fyrir. Kynfræðsla er ekki að koma neinu skaðlegu í kollinn
Þegar ég flyt fyrirlestra geta unglingarnir sent nafnlausar spurningar og þar sést skýrt hvar þau eru stödd og hverju þau eru að velta fyrir sér. Þau eru svo miklu lengra komin í þessum pælingum en fullorðið fólk gerir sér grein fyrir ...
á þeim. Það hafa aðrir séð um að gera, t.d. klám og samfélagsmiðlar.“
Sólborg bendir á að meðalaldur ungra stráka á Íslandi sem byrja að horfa á klám sé ellefu ára og dæmi eru um að mörg börn sjái klám í fyrsta sinn fyrir þann aldur. „Það hlýtur því að vera ansi skýrt að við getum ekki byrjað á kynfræðslu eftir fermingu. Of margt ungt fólk beitir hvert annað ofbeldi vegna samskipta og markaleysis sem þau sjá í klámi og við verðum að bregðast við því,“ bætir hún við. Hvað fræðsluna frá Samtökunum ‘78 varðar bendir Sólborg á að ekki sé hægt að gera fólk hinsegin, það sýni ótal rannsóknir. „Þetta er ekki smitandi,“ segir hún kímin. „Ég hef oft setið hinseginfræðslu en aldrei upplifað mig í kjölfarið sem samkynhneigða eða trans. Ég verð ekki hinsegin af því einu að heyra um hinseginleikann. Annars get ég með engu móti skilið hvers vegna fólk telur það slæmt að fleiri einstaklingum muni, með hinseginfræðslu, loksins líða vel í eigin skinni og finnast þau geta verið þau sjálf. Ef það er það sem fólk er svona ótrúlega á móti þá ættu það kannski að byrja á því að skoða sig sjálf. Þetta samfélag er svo gegnsýrt af hinseginfordómum. Það er eitthvað sem við þurfum að tileinka okkur öll sem eitt, að taka eftir og aflæra,“ sagði Sólborg að lokum.
segir Sólborg Guðbrandsdóttir.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 9
Vatnsnesveg 16 í Keflavík af Olís
Horft yfir hluta af Vatnsnesveginum. Fremst er Vatnsnesvegur 16 sem Hótel Keflavík hefur keypt. Þá er það sjálft hótelið og fjær má sjá Vatnsneshúsið sem er að taka miklum stakkaskiptum um þessar mundir. VF/Hilmar Bragi
Vatnsnesið allt verði upplifunarsvæði og bænum til sóma
Hótel Keflavík hefur skrifað undir kaupsamning vegna kaupa á húsnæði og lóð Olís að Vatnsnesvegi 16 í Keflavík, oft kallað Básinn. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, segir að hann hafi lengi haft augastað á lóðinni og fasteigninni og hann og faðir hans heitinn, Jón William Magnússon, gerðu fyrstu drög að stækkun hótelsins í átt að Olís-lóðinni árið 1995, svo þetta skref tók sinn tíma. Steinþór hefur þegar látið til sín taka á lóðinni. Bílastæði við Vatnsnesveg 16 hafa verið merkt fyrir gesti og viðskiptavini Hótels Keflavíkur og þá hefur húsnæði og lóð verið snyrt.
„Framtíðarsýnin er skýr og er nú loksins komin á fulla ferð með kaupum á þessari stóru lóð á besta stað í bænum. Framkvæmdir í Vatnsneshúsinu og KEF SPA heilsulind ganga báðar mjög vel og nýjar byggingar á þessari lóð því næsta skrefið í okkar uppbyggingu og framtíð,“ segir Steinþór Jónsson í samtali við Víkurfréttir.
Skrefin í dag bæði stærri og hraðari
„Það er eðlileg þróun að nýjar kynslóðir taki við hugmyndum
foreldra sinna, eins og hér er gert, og það er vonandi það sem gerist með dætur mínar eftir minn dag. Skrefin í dag eru þó bæði stærri og hraðari en svona uppbygging tekur aldrei enda að mínu mati,“ segir Steinþór. „Við erum með mörg járn í eldinum og samhliða núverandi uppbyggingu er vinna strax hafin við forhönnun á öllu svæðinu frá Hafnargötu niður fyrir Vatnsneshúsið. Við erum einnig með auga á fleiri eignum og lóðum til að fullkomna heildarmyndina. Þar erum við að tala um miklar fram
Á myndinni eru Steinþór Jónsson, eigandi Hótel Keflavíkur, Pétur Jónsson, stjórnarformaður, Frosti Ólafsson, forstjóri Olís, Þorvaldur Þorláksson og Finnur Oddson.
kvæmdir sem myndu hugsanlega kalla á bæði nýja fagfjárfesta og alvöru hlutafjáraukningu en sú vinna verður unnin samhliða fyrstu skrefum. Við höfum hingað til fjármagnað okkur sjálf og erum því á mjög góðum stað að keyra hratt áfram þó efnahagslegt umhverfi sé alls ekki hagstætt í augnablikinu – en svona ástand felur líka í sér tækifæri,“ segir Steinþór.
Tækifæri að stækka Hótel Keflavík og Diamond Suites
Steinþór segir fjárfestingu á Olíslóðinni gefa tækifæri að stækka Hótel Keflavík og Diamond Suites og það sé forgangsmál eigenda hótelsins. Hugmyndin er að í framtíðinni verði hótelið með allt að 220 herbergjum auk gistiheim
FÉLAG ELDRI BORGARA Á SUÐURNESJUM FUNDARBOÐ
Félag eldri borgara á Suðurnesjum boðar til fræðslufundar á Nesvöllum fimmtudaginn 28. september kl. 14.00.
Tvö fræðsluerindi verða flutt á fundinum:
1. Lilja Margrét Ólsen frá Katla lögmenn, fjallar um erfða- og lögræðismál.
2. Dimitri A. Torkin tannlæknir fjallar um tannlækningar eldri borgara og réttindi gagnvart sjúkratryggingum.
Stutt kaffihlé gegn vægu gjaldi verður gert um miðbik fundar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
ilisins, Gistiheimili Keflavík, sem mun einnig stækka í framtíðinni í allt að þrjátíu herbergi. Þá telur Steinþór einnig nauðsynlegt að auka við veitingarýmið í takt við þessa stækkun hótelsins.
„Í okkar hugmyndum er gert ráð fyrir að KEF Restaurant stækki til muna og við bætast fleiri veitingastaðir. Umhverfið gæfi jafnvel möguleika á að sjá ekta smurbrauðsstað tengdan kósý kaffihúsi með bakaríi og ísréttum og gæða asískan og ítalskan veitingastað og svo mætti lengi telja. Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir litlum SPA Restaurant í nýju heilsulindinni og í Vatnsneshúsinu verður einhver gömul rómantík sem bæjarbúar eiga vonandi eftir að vera stoltir af. Þetta yrði ekki ný mathöll eins og flestir þekkja en við erum að vinna með hugtakið matvöll, svæði sem hefur marga veitingastaði, lúxus
Föstudag á vf.is
spa og líkamsrækt, boutique
verslun, veislusali og svo framvegis sem mynda eitt upplifunarsvæði, okkar miðbæ.“
Öll áherslan á uppbyggingu heilsulindar
Steinþór segir að í dag sé öll áherslan á uppbyggingu KEF SPA heilsulind með tengdri líkamsræktarstöð sem hann vill að eigi sérstöðu hér á landi. Heilsulindin sjálf verður um 800 fermetrar auk útisvæðis sem kemur síðar en líkamsrækin verður 1.200 fermetrar með nýjustu tækjum frá Technogym Artis og nýjustu tækni en þar af yrði 100 fermetra líkamsrækt sem yrði opin allan sólarhringinn í tengslum við heilsulindina. „Okkar von er að bæjarbúar verði okkar aðalgestir eins og raunin er núna á KEF Restaurant.“
Er samstarfsverkefni
Í þessari vegferð að stækka hótelið eru fjölmörg fyrirtæki í bæjarfélaginu sem hafa fylgt uppbyggingu Hótels Keflavíkur um áraraðir, s.s. Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara, Nesraf, Tækniþjónusta SÁ, Rörvirki, Lagnaþjónusta Suðurnesja, Younes ehf, SB málun, ásamt frábærum verktökum og starfsmönnum en JeES arkitektar bætast nú í hópinn með drög að frumdrögum um möguleika svæðisins. „Í mínum huga er þetta því samstarfsverkefni. Við höfum aldrei verið eins spennt fyrir framtíðinni og nú,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur.
Frá framkvæmdum við heilsulindina í kjallara Hótels Keflavíkur. Mynd: Hótel Keflavík
n Hótel Keflavík kaupir
Vatnsneshúsið hefur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum misserum. VF/Hilmar Bragi
10 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Af hverju eru ofnæmi hjá börnum algengari í dag?
Allur matur unninn frá grunni á Akri.
Afrísk áhrif í matargerð á næstunni?
Stærri áskoranir matráða í dag vegna ofnæmis
Matráðsskipti urðu á dögunum í stærsta leikskóla reykjanesbæjar, akri í innri-Njarðvík, en sabina arthur rúnarsdóttir, sem er frá ghana, tók við af sigríði guðrúnu Ólafsdóttur, eða sirrý eins og hún er jafnan kölluð. sirrý er komin á eftirlaunaaldur og sabina, sem var henni til aðstoðar, tekur við og því gætu börnin á akri fengið að smakka á íslenskum mat undir afrískum áhrifum á næstunni.
Á LEIKSKÓLANUM Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Sirrý fór yfir ævistarf sitt en hún er fædd og alin upp í Reykjanesbæ og hefur átt heima bæði í Keflavík og Njarðvík en undanfarin ár búið í Innri Njarðvík. „Ég byrjaði að vinna á leikskólanum Akri þegar hann opnaði árið 2007, þá var ég aðstoðarmatráður en tók svo við eldhúsinu árið 2012. Áður en ég byrjaði á Akri bar ég út póstinn hér í InnriNjarðvík svo ég hafði ekki neina starfsreynslu sem kokkur áður en ég en hóf störf. Ég hafði auðvitað rekið heimili og eldað mat, ég bjó líka vel af því að eiga tengdamömmu sem var bóndakona, hún var alltaf með fullt hús af fólki sem þurfti að elda ofan í, hún gerði allan mat frá grunni og það var gott að geta leitað til hennar þegar ég byrjaði. Það voru vissulega viðbrigði að fara elda ofan í hátt í 200 manns en það eru 130 börn hér á Akri og tugir starfsmanna en maður þarf að aga sig og skipuleggja, þá gengur þetta vel. Það þarf að skipuleggja viku fram í tímann hvað maður ætlar sér að elda, það þarf að panta allt í það en með skipulögðum vinnubrögðum gekk þetta vel myndi ég segja.“
Engar unnar matvörur
Leikskólinn Akur er rekinn undir Hjallastefnunni, ekki verður farið nánar út í hvað felst í þeirri stefnu en þegar kemur að fæði er skýrt kveðið á um hvernig það eigi að vera. Engar unnar matvörur eru í boði og allt er gert frá grunni, meira að segja er brauðið bakað á staðnum á Akri. Eins er svínakjöt
ekki í boði af trúarlegum ástæðum. Mesta áskorun fyrir matráða í dag er tíðari ofnæmi barna. „Ég man ekki eftir öðru eins, þetta hefur aukist mjög mikið frá því að ég byrjaði í þessu starfi. Það hefur alltaf verið eitthvað um ofnæmi, þá helst hnetuofnæmi og einhver bráðaofnæmi en það er miklu meira um þetta í dag. Ég veit ekki hvað hefur breyst eða hvað veldur þessu. Hér áður fyrr var þetta ekki eins algengt og út af hverju þetta hefur breyst er bara athyglisverð spurning, kannski er of mikið hreinlæti í dag. Þetta býr auðvitað til áskoranir fyrir okkur sem erum að elda matinn en við mætum hverju barni eins og það er, foreldrarnir þekkja betur hvað barnið
má borða og hvað ekki, við finnum einfaldlega leiðir. Þegar ég var t.d. með fiskibollur, bauð ég upp á kjötbollur fyrir börnin sem eru með ofnæmi fyrir fiski. Annað sem hefur líka aukist er fólk sem er vegan, í dag eru t.d. tvö börn á Akri sem eru vegan. Oft gat ég eldað mat sem hentaði öllum, bæði vegan og þeim sem eru með ofnæmi fyrir einhverju, það var auðvitað hentugast en það er einföld stefna okkar hér á Akri, við mætum öllum börnum eins og þau eru og gerum okkar besta, með gleði og jákvæðni að vopni. Ef ég á að rifja upp eitthvað skemmtilegt frá þeim tíma sem ég var í eldhúsinu, hafði ég alltaf gaman af því að fá heimsóknir barnanna inn í eldhús til mín, þau
Þetta býr auðvitað til áskoranir fyrir okkur sem erum að elda matinn en við mætum hverju barni eins og það er, foreldrarnir þekkja betur hvað barnið má borða og hvað ekki, við finnum einfaldlega leiðir.
voru kannski að sækja sleif eða eitthvað sem átti að nota í leik og alltaf spurðu þau hvað væri í matinn. Ef það var fiskur var gaman að horfa á eftir þeim og hlusta á hvað þau sögðu, nánast undantekningarlaust heyrði maður; „ooo, það er alltaf fiskur í matinn,“ og svo komu þau í hádegismat og borðuðu af bestu lyst. Grænmeti hefur líka oft verið ekki svo vinsælt hjá börnum en þá maukaði ég það bara saman og bauð upp á grænmetislasagne og börnin brostu út að eyrum. Einn guttinn sem er orðinn fullorðinn núna, vildi alls ekki borða grænmeti en honum fannst súpa sem ég kallaði Löggusúpu, vera eitthvað það besta sem hann fékk en uppistaðan í súpunni var sætar kartöflur, gulrætur og laukur, ekkert nema grænmeti. Þegar ég kom að borðinu eitt sinn þegar hann var að borða, kallaði hann hvað væri eiginlega í þessari æðislegu súpu og ég sagði honum bara að það væru svo góð krydd í henni,“ sagði Sirrý. Blöndum smá Ghana í matinn Sabina hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. „Ég var sextán ára þegar ég flutti með mömmu til Íslands frá Ghana. Við bjuggum fyrst á Reyðarfirði en svo fluttum við til Reykjanesbæjar. Þegar ég bjó í Ghana lærði ég matargerð í framhaldsskóla og hjálpaði frænku minni mikið sem var að elda fyrir stóran hóp. Eftir að ég flutti suður vann ég í eldhúsi í leikskóla í Reykjavík áður en ég fékk starfið sem aðstoðarmatráður á Akri í ágúst í fyrra og svo tók ég við af Sirrý eftir sumarfrí fyrir rúmum mánuði. Það var gott að vera Sirrý til aðstoðar, ég lærði mikið af henni en var líka með mínar hugmyndir um hvernig ég vil gera hlutina. Ég er auðvitað vön íslenskum mat og mun bjóða upp á hann en mun líka koma með matargerð frá Ghana á matseðilinn. Mesti munurinn á matargerð þessara landa er að maturinn í Ghana er sterkari á bragðið, meira kryddaður. Það verður gaman að blanda þessum matargerðarlistum saman, hingað til hef ég bara fengið hrós frá leikskólakennurunum og börnin virðast líka vera ánægð. Ég finn hvernig sjálfstraust mitt eykst við þetta og hlakka til að bjóða öllum á Akri upp á góðan mat í framtíðinni,“ sagði Sabina að lokum.
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 11
Sabina Arthur Rúnarsdóttir og Sigríður Guðrún Ólafsdóttir í eldhúsinu á Akri.
Beiti sér strax í að fækka börnum eldri en átján mánaða á biðlista
S-listinn í Suðurnesjabæ leggur til að á næsta bæjarráðsfundi verði farið ítarlega yfir hvaða úrræðum bæjaryfirvöld geta beitt til að börn fái dagvistun í sveitarfélaginu eftir fæðingarorlof foreldra og í kjölfarið verði málaflokkurinn settur í forgang og að strax verði farið í aðgerðir. Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.
Þá segir í bókun S-listans að bæjaryfirvöld beiti sér strax í að fækka börnum eldri en átján mánaða á biðlista á leikskólum og tryggi í það minnsta dvöl fyrir þau strax eins og málefnasamningur meirihlutans segir til um.
Fulltrúar D- og B-lista lögðu þá fram eftirfarandi bókun: Vegna bókunar S-lista er rétt að það komi fram að á síðasta fundi bæjarráðs voru lagðar fram upplýsingar um að verið sé að skoða leiðir til að tryggja
fleiri börnum leikskólapláss og að tillögur muni verða lagðar fram í bæjarráði þegar þær liggja fyrir. Það er stefna meirihlutans að tryggja öllum börnum dagvistun
við átján mánaða aldur. Þá er í
vinnslu að fylgja eftir tillögum um
stefnumótun um dagvistun barna í
Suðurnesjabæ sem bæjarstjórn hefur
fjallað um og er von á tillögum um framkvæmd hennar, m.a. í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar.
Hætta samstarfi um listahátíðina
Ferska vinda í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að endurnýja ekki samning um listahátíðina Ferska vinda.
Suðurnesjabær þakkar Ferskum vindum fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum og sérstakar þakkir fær Mireya Samper sem hefur verið listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Ferskra vinda. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á dögunum.
Í minnisblaði frá bæjarstjóra segir að alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hafi verið samstarfsverkefni Suðurnesjabæjar og félagsins Ferskir vindar, þar sem Suðurnesjabær hefur verið aðal bakhjarl hátíðarinnar og gestgjafi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og síðasta hátíð, sem lauk í janúar 2023, var sjöunda hátíðin sem haldin var á grundvelli sam
Kolniðamyrkur þegar féð kom að rétt
Réttað var í Grindavík á mánudag, degi seinna en venjulega, en vegna slæms veðurs á laugardag var smölun frestað fram á sunnudag. Það var orðið kolniðamyrkur þegar féð var komið að réttinni á sunnudagskvöld og nokkrar rollur náðu að slíta sig frá hópnum en komust ekki langt. Rollurnar voru hjá Bjarmalandi sem er nafn á húsi Ómars Davíðs Ólafssonar. Hann sagði að vel hefði gengið að koma þeim rollum á réttan stað.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
„Við lögðum í hann klukkan átta í gærmorgun [sunnudagsmorgun],
starfsins. Listahátíðin Ferskir vindar hefur vakið alþjóðlega og innlenda athygli og samfélagið í sveitarfélaginu hefur notið listrænna áhrifa hátíðarinnar á ýmsan hátt. Með fyrirsjáanlegum kostnaðarauka og vegna umfangs listahátíðarinnar sér bæjarráð sér ekki fært að halda samstarfinu við Ferska vinda áfram með frekari samningi um næstu hátíð. Bæjarráð samþykkir því samhljóða að endurnýja ekki samning um listahátíðina Ferska vinda.
Íbúar verði upplýstir um sorphirðuáætlun og ef sorphirða breytist
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur séð ástæðu til að leggja fram bókun í kjölfar breytinga á sorphirðu hjá Kölku. Bæjarstjórnin segir að þó nokkuð hefur borið á kvörtunum
íbúa í kjölfar breytinga í fjögurra flokka kerfi. Nýjar tunnur voru afhentar íbúum í Grindavík um mánaðarmótin maí/júní og hefur tíðni sorphirðu verið óljós.
Í bókun sem bæjarstjórn Grinda
víkur undirritar segir: Það er mjög hvimleitt að biðla til fólks að taka upp nýtt verklag og innleiða breytingar þegar inn
viðir eða skipulag er ekki reiðubúið. Við höfum skilning á því
að eitthvað aðlögunarferli þurfi sem hafi áhrif á sorphirðuna og skipulagið en það er ákjósanlegra að íbúar hafi hugmynd varðandi áætlun sorphirðunnar. Best væri að áætlunin myndi birtast á heimasíðunni sem fyrst, þó hún þyrfti að taka breytingum sem væri hægt að kynna fyrir íbúum jafnóðum.
Við óskum eftir því að Kalka birti aðgengilega sorphirðuáætlun sem allra fyrst ásamt því að upplýsa ef sorphirða breytist.
þá var búið að koma öllum hestunum upp á Vigdísarvelli. Þetta gekk seint, stundum rekst bara illa og það var komið myrkur þegar við komum með féð hingað í gærkvöldi. Því var ekkert annað að gera en rétta í dag [mánudag].
Hér áður fyrr var þetta alltaf gert þannig, þá var tveggja daga smal og réttað á mánudegi svo þetta er ekkert mál. Það voru einhver tólf stykki sem tóku sig út úr safninu í gær, náðu að fela sig í myrkrinu en við vorum fljótir að finna þær í morgun. Það er ekki gott að segja
hvernig heimtur eru, fyrst klárum við að draga í dilka og teljum svo. Við Bjarki Sigmarsson erum með u.þ.b. 30 á vetrarfóðrum, ég á von á einhverjum 40 lömbum,“ sagi Ómar í samtali við Víkurfréttir á mánudag.
Bjarki hefur verið í rollubúskap með Ómari í tólf ár. „Við höfum búið félagsbúi, Ómar á svo gott fjárhús í Bjarmalandi og ég fæ að vera með mínar rollur hjá honum. Við skiptum verkunum bróðurlega á milli okkar, erum viku og viku. Þá er þetta þægilegt, ekki annað
hægt í svona frístundabúskap, það væri ekki ekki gott að vera bundinn við þetta öllum stundum allan veturinn. Þegar ég er með fjárhúsið kem ég eftir vinnu seinni partinn og gef. Það er alltaf gaman að smala, ef maður er með kindur þarf maður að skila sínu dagsverki. Það var held ég alveg nóg af smölum í ár,“ sagði Bjarki. Sigrún Eggertsdóttir er ættuð úr Vík en fjárbúskapur hefur farið þar fram til fjölda ára. „Ég hef verið í réttum frá því ég fæddist held ég. Amma og afi hafa alltaf verið með rollur, ég var ung þegar ég fór að taka þátt og er núna með börnin mín með mér. Ég hef venjulega smalað á hesti en var á fjórhjóli núna, það var öðruvísi upplifun, hesturinn er liprari en fjórhjólið fer hraðar yfir. Ég hef aldrei komið svona seint með féð í rétt, þetta var pínu óþægilegt en gott að allt gekk vel að lokum,“ sagði Sigrún.
Réttir í Suðurnesjamagasíni á föstudaginn
12 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Tillaga um heilsugæslu í Suðurnesjabæ
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.
Í upphafi þings hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að heilbrigðisráðherra feli Sjúkratryggingum Íslands að skoða kosti þess að bjóða út rekstur heilsugæslu í Suðurnesjabæ, með samstarfi við einkaaðila eða Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Jafnframt er heilbrigðisráðherra falið að gera tillögu að samþættingu þjónustu sérfræðilækna og annarra sérgreina í öllum byggðarkjörnum á Suðurnesjum.
Anton Guðmundsson, oddviti framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á Suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir fimm árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum fimm árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á Íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti virðist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum.
Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á Íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu eða hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu.
Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum.
Sveitar félagið er með stórt og mikið verk efni í fang inu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með
til heyr andi kostnaði sem það hef ur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns í Suðurnesjabæ, þvert á samþykki sveitarstjórnar.
Bæjar yf ir völd og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að heilbrigðisþjónusta verði endur vakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi sam fé lagi. Sveit ar fé lagið hef ur nú þegar boðið fram hent ugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð.
Um er að ræða gríðarlega stórt rétt læt is mál fyr ir íbúa Suðurnesja bæjar, að heil brigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitar félögum á Íslandi af þessari stærð.
Bæjar yf ir völd í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja form leg ar viðræður strax við heilbrigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tæki færi svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu, hvar í flokki sem þeir standa, og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér af hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið.
Í greinargerð með þingsályktuninni kemur m.a. fram að í Suðurnesjabæ búi um 4.000 manns eftir að sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust fyrir um sex árum síðan. Þetta gerir Suðurnesjabæ að fjölmennasta sveitarfélagi landsins þar sem ekki er starfrækt heilsugæslustöð. Heilbrigðisþjónusta og opnun heilsugæslustöðvar í Suðurnesjabæ er löngu tímabær og mikilvægur hluti grunnþjónustu hvers samfélags. Mikilvægt er að skoða í heild hvernig heilsugæsluog heilbrigðisþjónusta í sveitarfélögunum á Suðurnesjum getur unnið saman í framtíðinni og bjóði fjölbreyttari þjónustu sérfræðilækna í heimabyggð. Samstarf um sérfræðiþjónustu Jafnframt felur þingsályktunin í sér að ráðherra láti kanna hvernig heilsugæslur á Suðurnesjum geti unnið saman í framtíðinni að bættri þjónustu, framboði af sérfræðilæknum og almennri þjónustu sem í boði eru á bestu heilsugæslustöðvum í nútímasamfélagi. Leiða má líkur að því að auknir valmöguleikar hvað varðar rekstrarform hafi í för með sér að auðveldara verði að fá heimilislækna til starfa á Suðurnesjum, en oft og tíðum hefur reynst erfitt að fá sérfræðinga, hvort sem er á sviði læknisfræðinnar eða annarra sérfræðigreina, til starfa á landsbyggðinni og því mikilvægt að gera starfsumhverfi þeirra eins fjölbreytt og aðlaðandi og unnt er.
Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva Þá hefur reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum verið góð og njóta þær almennt meira trausts en aðrar heilsugæslustöðvar, sbr. þjónustukönnun Maskínu fyrir
Kynning á vinnslutillögu hverfisskipulags í Grindavík
Grindavíkurbær kynnir vinnslutillögu á hverfisskipulagi fyrir Hrauns-, Vara- og Mánahverfi. Kynningargögn vegna skipulagstillögunnar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is.
Eru þeir sem hafa hagsmuni að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir, ábendingar eða umsagnir skal senda í gegnum samráðsvefsjá sem finna má á heimasíðu Grindavíkurbæjar eða með því að senda skriflega á netfangið skipulag@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, Hverfisskipulag – 2. áfangi, Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum um vinnslutillöguna er til og með 6. október 2023.
Virðingarfyllst, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
allar nítján heilsugæslustöðvarnar
á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2019. Þar kom fram að allar fjórar einkareknu heilsugæslustöðvarnar
á höfuðborgarsvæðinu voru ofarlega á lista yfir þær heilsugæslustöðvar sem nutu mests trausts, en þær voru allar meðal þeirra sjö heilsugæslustöðva sem voru efstar í könnuninni. Í sömu könnun var spurt um ánægju viðskiptavina með þá þjónustu sem heilsugæslustöðvarnar buðu upp á og var niðurstaðan aftur afgerandi, en einkareknu heilsugæslustöðvarnar fjórar röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Kostir einkarekinna heilsugæslustöðva eru ótvíræðir og því full ástæða til þess að bjóða ekki einungis upp á þann kost á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig tryggja landsbyggðinni möguleika
á að nýta sér þjónustu þeirra. Það skref hefur nú verið stigið í Reykjanesbæ og þar opnaði einkarekin heilsugæsla í byrjun september við
Aðaltorg þar sem komin er vísir að heilsuklasa á Suðurnesjum sem
áhugavert verður að fylgjast með í náinni framtíð.
Aukið samstarf um
sérfræðiþjónustu
Það eru rúm tvö ár síðan að bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ
óskuðu eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá heilsugæslustöð
í bæjarfélagið. Mörg ár eru síðan
ákveðið var að loka heilsugæsluselum í Garði og Sandgerði til að styðja við bakið á þjónustu HSS í Reykjanesbæ. Það kom snemma í ljós að sú ákvörðun var ekki farsæl, hvorki fyrir íbúa né HSS. Nú kjósa fjölmargir íbúar í Suðurnesjabæ að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur og nýja heilsugæslu á Aðaltorgi. Það er því tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem býr við skort á þjónustu í sínu nærumhverfi og bætast sá hópur við þá þjónustu sem veitt er í Reykjanesbæ og höfuðborgarsvæðinu sem þegar er undir miklu álagi. Ráðherra á ekki annan kost en að leysa þennan bráðavanda með hagsmuni íbúa í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum í huga.
Með því að opna heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ og auka samstarf þeirra á svæðinu með tíðari viðveru sérfræðilækna má stórbæta aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu. Það er mat flutningsmanna að við getum í sameiningu leyst þann vanda sem við blasir með góðri samvinnu einkareksturs og opinbers reksturs. Auk greinarhöfundar eru flutningsmenn þingsályktunarinnar Birgir Þórarinsson, Óli Björn Kárason, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Öllum þingmönnum kjördæmisins var gefinn kostur á að vera meðflutningsmenn tillögunnar.
# Sveitarfélag (eftir íbúafjölda) Fjöldi íbúa (1.
Taktu þátt í vinnustofu vegna atvinnustefnu Reykjanesbæjar
Opin vinnustofa vegna vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar verður í Stapanum þann 4. október næstkomandi frá kl. 13:00 til 16:00.
Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu og þróun atvinnulífs í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum við mótun atvinnuþróunarstefnu sveitarfélagsins.
Skráningin fer fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Kaffi og veitingar í boði fyrir þá sem taka þátt.
janúar
Heilsugæslustöð (já/nei) 1 Reykjavíkurborg 139.875 Já 2 Kópavogsbær 39.810 Já 3 Hafnarfjarðarkaupstaður 30.568 Já 4 Reykjanesbær 22.059 Já 5 Akureyrarbær 19.893 Já 6 Garðabær 18.891 Já 7 Mosfellsbær 13.430 Já 8 Sveitarfélagið Árborg 11.239 Já 9 Akraneskaupstaður 7.997 Já 10 Fjarðabyggð 5.262 Já 11 Múlaþing 5.208 Já 12 Seltjarnarnesbær 4.674 Já 13 Vestmannaeyjabær 4.523 Já 14 Skagafjörður 4.306 Já 15 Borgarbyggð 4.090 Já 16 Suðurnesjabær 3.925 Nei 17 Ísafjarðarbær 3.864 Já 18 Grindavíkurbær 3.669 Já 19 Hveragerðisbær 3.196 Já 20 Norðurþing 3.156 Já Tuttugu stærstu sveitarfélög landsins eftir íbúafjölda
2023)
Eitt sveitarfélag á Suðurnesjum skilið eftir í heilbrigðismálum
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 13
sport
Á bak við tjöldin
Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson var rekinn úr framhaldsskóla en fann sína fjöl í Kvikmyndaskólanum og í framhaldi við gerð íþróttasjónvarpsefnis.
Hefur fengið þrjár Eddur. Er hugmyndasmiðurinn að hinu vinsæla Körfuboltakvöldi.
Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson er maðurinn á bak við tjöldin í orðsins fyllstu merkingu. Hann er hugmyndasmiðurinn á bak við hinn geysivinsæla sjónvarpsþátt um íslenskan körfuknattleik, Körfuboltakvöld. Garðar stundaði körfuknattleik og fótbolta á yngri árum en sá að hans biði ekki frami inni á vellinum og færði sig því í staðinn aftur fyrir kvikmyndatökuvélina má segja en hann nam í Kvikmyndskóla Íslands áður en hann hóf störf hjá Stöð 2 Sport. Í dag er hann kominn í stjórnendastöðu innan fyrirtækisins, er gæðastjóri Stöð 2 Sport, er yfirframleiðandi á innlendu íþróttaefni og býr til heimildarmyndir um íþróttafólk. Hann er líka farinn að vinna að sjónvarpsefni um aðrar hliðar íþrótta en von er á nýrri heimildarþáttaröð á Stöð 2 í vetur sem heitir Hliðarlínan.
Garðar fæddist og ólst upp í Keflavík en fjölskyldan fluttist í Hafnarfjörð þegar Garðar var sjö ára en það kom ekki í veg fyrir að Keflavík nyti krafta hans áfram inni á vellinum. „Ég mætti á eina körfuboltaæfingu hjá Haukum en kom grátandi af henni og sagði mömmu og pabba að ég myndi sko ekki mæta á fleiri æfingar og keyrði því frá Hafnarfirði til Keflavíkur á hverjum degi upp allan grunnskólaaldurinn. Mamma eða pabbi skutluðu mér eða ég tók rútuna, ég gisti allar helgar hjá ömmu og afa eða vinum. Öll sumur við lok grunnskóla sótti afi Gaui mig í Hafnarfjörð og skutlaði mér aftur heim í ágúst, ég bjó hjá þeim öll sumur og æfði þá fótbolta svo ég hélt alltaf góðum tengslum við heimabæinn. Þegar grunnskóla lauk fór ég í FS en ég sýndi félagslífinu talsvert meiri áhuga en náminu og var einfaldlega rekinn úr skólanum. Án þess að
ÍÞRÓTTIR
bera það undir nokkurn skráði ég mig í Kvikmyndaskóla Íslands og kláraði það nám á tveimur árum.
Á þeim tíma gerði ég tvær heimildarmyndir, 1989: Upphafið að Stórveldinu sem fjallar um fyrsta Íslandsmeistaratitil Keflavíkur
í körfu og gerði svo mynd um knattspyrnumanninn Guðmund
Steinarsson, GS#9. Strax eftir útskrift hóf ég vinnu við gerð heimildarmyndar um Örlyg Sturluson, myndin heitir Ölli og sama dag og hún var frumsýnd fór ég í höfuð
stöðvar Stöð 2 Sport með boðskort fyrir yfirmann íþróttadeildar, Hjörvar Hafliðason. Hann bauð mér vinnu á staðnum sem ég þáði með þökkum. Ég byrjaði á að vinna
í grafík, bæði í beinum útsendingum og í þáttum, var að stjórna útsendingum á enska boltanum og vann mig svo upp í að gera þætti, ég gerði t.d. tíu þátta seríu um íslenskar knattspyrnugoðsagnir.“
Körfuboltakvöld
Vorið 2015 urðu kaflaskil hjá Garðari má segja. „Ég bar undir Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var tekinn við af Hjörvari, hugmynd um að fjalla betur um íslenska körfuboltann eins og gert var með fótboltann. Ég seldi honum hugmyndina þannig að framtíð íþróttaefnis í sjónvarpi væri íslenskt efni. Fram að þessu hafði verið sýndur einn körfuboltaleikur í beinni útsendingu í mánuði og engin önnur umfjöllun
en þetta sumar var Ísland að taka þátt í lokakeppni Eurobasket í fyrsta skipti svo tímasetningin var fullkomin. Óskar Hrafn náði að sannfæra sína yfirmenn um ágæti þessarar hugmyndar og undirbúningur hófst. Svo var það í einu hádegishléinu að við sáum Kjartan Atla Kjartansson sem þá var blaðamaður á Fréttablaðinu, við vorum vissir um að hann yrði sá rétti til að stýra þættinum og Kjartan var strax til. Við þrír og Tómas Þór Þórðarson, sem er með enska boltann í dag á Símanum en var blaðamaður á Fréttablaðinu á þessum tíma, fórum að hanna þáttinn með það að markmiði að búa til íþróttaskemmtiþátt með körfuboltaívafi. Við réðum fljótlega fjóra spekinga; Fannar Ólafsson, Jón Halldór Eðvaldsson, Hermann Hauksson og Kristin Friðriksson, og þessi blanda einhvern veginn svínvirkaði. Við settum okkur markmið sem við ætluðum að ná á þremur árum en strax eftir hálft ár vorum við búnir að ná því og sömdum við KKÍ til lengri tíma. Fótboltinn var búinn að ryðja brautina fyrir okkur má segja, það var búið að ganga frá góðri internettengingu á öllum völlum og íþróttahúsum og því gátum við verið að fylgjast með öllum leikjum í beinni útsendingu og hægt að klippa helstu atriði „live“, annars hefði þetta ekki verið hægt. Þetta var brjáluð vinna fyrstu þrjú árin eftir að Körfuboltakvöldið byrjaði því ég var að vinna við Meistara
Körfuboltinn á Íslandi er orðinn risastór og gaman frá því að segja að oddaleikurinn síðustu tvö ár var stærsti íþróttaáhorfsviðburður ársins í sjónvarpi. Þetta er mjög sjónvarpsvæn íþrótt og dregur fullt af fólki að skjánum sem hafði engan áhuga á körfubolta ...
deildina í fótbolta á þriðjudags og miðvikudagskvöldum og á fimmtudagskvöldum voru körfuboltaleikirnir. Þá var ég kannski mættur í vinnu klukkan tíu og var til fjögur, var svo mættur aftur klukkan sjö til að fylgjast með körfuboltaleikjunum og var kannski til fimm, sex næsta morgun að klippa leikina. Var svo mættur aftur klukkan tíu og vann fram að miðnætti þegar Körfuboltakvöldinu lauk í beinni útsendingu. Eftir þrjú ár bættist svo handboltinn við, þá voru sunnudags og mánudagskvöldin
svona líka en einhvern veginn tókst mér að láta þetta ganga upp og það er gaman frá því að segja að ég hef verið spurður að því hvort ég hafi átt mér einkalíf á þessum tíma, ég átti konu og var að kvænast henni um daginn,“ segir Garðar sposkur.
Eftir nokkur ár í botnlausri vinnu bauðst Garðari svo yfirmannsstaða og er í dag titlaður gæðastjóri Stöð 2 Sport og er yfirframleiðandi á innlendu dagskrárgerðinni á sportinu. Hann gefur pródúserum [útsendingarstjórum] þátta góða punkta, er með puttann á púlsinum og kemur með hugmyndir. Hann hefur líka verið að gera heimildarmyndir, gerði t.d. myndina um knattspyrnulið Víkings sem hefur verið sigursælt að undanförnu og líka þáttaseríu um körfuknattleiksmanninn Jón Arnór Stefánsson. Í bígerð er mynd um tvíburabræðurna af Akranesi, Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, og svo verður gerð sería um körfuboltann í Njarðvík. Garðar segir að efnistökin séu í raun óþrjótandi og alltaf séu að koma hugmyndir
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
að viðfangsefnum. Eins fór hann yfir hvernig barnið hans ef svo má segja, Körfuboltakvöldið, verður í vetur en Kjartan Atli, sem hefur verið stjórnandi, hættir þar sem hann er að þjálfa lið Álftnesinga sem komst upp í úrvalsdeildina eftir síðasta tímabil.
„Mér þykir mjög vænt um íþróttaheimildarefni, þarna liggur kannski minn grunnur. Ég fékk atvinnutilboðið frá Stöð 2 Sport vegna minnar vinnu við svona heimildarmyndir svo ég mun halda því áfram. Það er alltaf verið að gauka að mér hugmyndum, t.d. yrði Milan Stefán Jankovic mjög áhugaverður í svona heimildarmynd en efnisbrunnurinn er nánast óþrjótandi. Ef fólk vill ráðast í gerð svona heimildarmynda er ég allur af vilja gerður að gefa góð ráð.
Það verður skemmtilegt að sjá hvernig Körfuboltakvöldið mun þróast í vetur en nýr stjórnandi tekur við, Stefán Árni Pálsson. Kjartan skilur auðvitað eftir sig risastór spor en með nýjum mönnum koma nýjar áherslur.
Ég hef tekið þátt í vinnunni við að hanna hvernig nýr þáttur verður og er spenntur. Aðalbreytingin er að nú verða fimm leikir spilaðir á fimmtudagskvöldum og einn aðalleikur í beinni útsendingu. Á hliðarrás verða svo tveir spekingar í settinu ásamt Herði Unnsteinssyni og farið verður inn í alla leikina í beinni og fjallað um þá. Þetta form er mjög vinsælt í Bandaríkjunum, ég á ekki von á öðru en þetta muni falla vel í kramið hér líka. Á föstudögum er svo sjötti leikurinn í umferðinni í beinni og Körfuboltakvöldið verður sent út þaðan strax eftir leik. Kvennadeildinni verður líka gerð góð skil, þær spila á þriðjudögum og miðvikudögum og þáttur verður sýndur strax eftir stóra leikinn á miðvikudagskvöldinu.
Körfuboltinn á Íslandi er orðinn risastór og gaman frá því að segja að oddaleikurinn síðustu tvö ár var stærsti íþróttaáhorfsviðburður ársins í sjónvarpi. Þetta er mjög sjónvarpsvæn íþrótt og dregur
Hagstæð úrslit, hádramatík og deildarmeistaratitlar til Suðurnesjaliða
Þátttöku flestra Suðurnesjaliðanna lauk á Íslandsmótinu í knattspyrnu um síðustu helgi og það er óhætt að segja að mikillar spennu hafi gætt í mörgum leikjum þar sem fallbaráttan var hörð. Bikarinn fór á loft í Sandgerði
fullt af fólki að skjánum sem hafði engan áhuga á körfubolta.“
Hliðarlínan, hin hliðin á íþróttum barna
Garðar hefur hingað til einbeitt sér að hinni hefðbundu hlið íþróttanna en hann fékk öðruvísi verkefni upp í hendurnar fyrir skömmu. „Lillý Valgerður Pétursdóttir, sem er fréttakona á Stöð 2, plataði mig með sér í verkefni sem er aðeins út fyrir minn þægindaramma ef svo má að orði komast. Þessi þáttasería sem heitir Hliðarlínan og fjallar um hina hliðina á íþróttum barna. Mun beina sjónum sínum, eins og nafnið ber með sér, að hinni hliðinni á íþróttum barna. Fyrsti þátturinn fjallar t.d. um foreldra, hvernig foreldrar eru að haga sér á mótum, hvaða pressu þau leggja á börnin sín o.s.frv. Til hvers eru börn að stunda íþróttir, er það til að hafa gaman af íþróttum eða er það vegna þess að foreldrar eru að neyða börnin sín í að vera í íþróttum? Ég hef upplifað þetta sjálfur þegar ég fer með mín börn á fjölliðamót, það er ótrúlegt að fylgjast með sumum foreldrum sem eru stöðugt að segja barninu sínu til, öskra á dómarann o.s.frv. Ég held að þetta sé sería sem muni vekja mikla athygli og vonandi að vekja foreldra til umhugsunar, hún kemur út núna í október, ég hlakka mikið til.
Ég mun halda áfram að vera stuðningsmaður Keflavíkur, það finnst mér best af öllu. Ég geng stoltur og glaður hvert sem ég fer sem Keflvíkingur, læt fólk vita að ég sé þaðan og er ekki feiminn við að bera Keflavíkurmerkið á mér hvar og hvenær sem er. Ég hef alltaf verið mjög stoltur Keflvíkingur, bæði af bænum sjálfum og svo auðvitað íþróttum bæjarins. Ég er að reyna ala þetta upp í dóttur minni í dag. Mínar tengingar eru við körfuna og fótboltann, ég æfði þær greinar upp alla yngri flokka og í dag er ég stjórnarmaður í aðalstjórn Keflavíkur og er því að reyna stækka sjóndeildarhringinn minn í íþróttalífi bæjarins,“ sagði Garðar Örn að lokum.
Keflvíkingar áfram í Bestu deild kvenna
Fallbaráttan var hörð í síðustu umferðum Bestu deildar kvenna og Lengjudeildar karla. Keflvíkingar unnu mikilvægan eins marks sigur á Selfossi og héldu sæti sínu í deild þeirra bestu. Keflavík hafði leikinn í höndum sér og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Eina mark leiksins skoraði Anita Lind Daníelsdóttir á 28. mínútu. Anita fékk þá frákastið eftir hornspyrnu og smellti boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir markvörð Selfoss.
Reynismenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 3. deilda karla fyrir lokaumferðina og þeir lyftu bikarnum á loft á Bronsvellinum í Sandgerði eftir tapleik gegn Elliða. Víðismenn voru lengi vel í hörkubaráttu um að fylgja grönnum sínum upp í 2. deild en þeir misstu flugið þega líða tók á mótið og höfnuðu að lokum í fjórða sæti eftir góðan sigur á KFS. Þrótturum mistókst að endurheimta sæti sitt í Lengjudeild karla í ár en þeir enduðu í fjórða sæti 2. deildar þegar þeir luku mótinu með 4:2 sigri á KFG.
RB vann úrslitaleik 5. deildar
Sandgerðingar voru ekki einir um að verða deildarmeistarar en RB lék gegn Kríu til úrslita um sigur í 5. deild karla eftir að hafa unnið KFR í undanúrslitum. Í úrslitaleiknum höfðu RBingar betur með tveimur mörkum gegn einu en það voru þeir Maoudo Diallo Ba (1’) og Alexis Alexandrenne (87’) sem skoruðu mörkin og tryggðu RB titilinn.
Á allra tæpasta vaði hjá Njarðvík
Njarðvík tapaði með fjórum mörkum fyrir Fjölni og var mikill taugatitringur í röðum Njarðvíkinga
á lokamínútum leiksins en í stöðunni 3:0 varð
Oliver Kelaart fyrir því óláni að skora sjálfsmark aðeins þremur mínútum fyrir leikslok.
Eitt mark í viðbót hefði þýtt fall en fleiri urðu mörkin ekki og Njarðvík bjargaði sér frá falli með minnsta mögulega mun á kostnað Selfyssinga.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við stjórnartaumunum hjá Njarðvík á miðju tímabili þegar staða Njarðvíkinga var orðin ansi slæm – honum tókst að snúa við gengi liðsins og hefur stjórn knattspyrnudeildarinnar samið við Gunnar um hann verði aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2025 í hið minnsta.
FJÁRMÁLASTJÓRI UNGMENNAFÉLAGS NJARÐVÍKUR
Ungmennafélag Njarðvíkur auglýsir nýtt starf fjármálastjóra, um er að ræða fullt starf í því krefjandi, fjölbreytta og skemmtilega umhverfi sem íþróttahreyfingin er. Um er að ræða alveg nýtt starf hjá félaginu sem tilheyrir beint undir framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Þekking og hæfni
• Háskólapróf sem nýtist í starfi kostur
• Reynsla og/eða þekking á reikningshaldi, uppgjörum og bókhaldsvinnu
• Góð tölvukunnátta
Góðir samskiptahæfileikar og
framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Reynsla og þekking innan íþróttahreyfingarinnar mikill kostur
Helstu verkefni og ábyrgð
• Yfirumsjón með fjármálum deilda og aðalstjórnar
• Gerð reikninga, innheimta, bókhald og launavinnslur félagsins
• Mikilvægur þátttakandi í áætlunargerð og fjárhagslegri skýrslugerð
• Umsjón með samskiptum félagsins við helstu styrktaraðila í samráði við deildir Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2023. Umsóknir skulu berast i tölvupósti á netfangið umfn@umfn.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Hámundi Erni Helgasyni framkvæmdastjóra UMFN, umfn@umfn.is.
Við tökur á þáttum um Jón Arnór Stefánsson, körfuboltakappa.
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 15
Anita Lind stjórnaði vörninni eins og herforingi og skoraði að auki sigurmark Keflavíkur.
AF ÁLFADROTTNINGUM OG
BASKNESKUM HVALVEIÐIMÖNNUM
Baskahéruðin hafa oft verið talin með fallegri svæðum Spánar en þau er að finna á fjalllendum og gróðursælum norðurhluta meginlandsins. Baskarnir búa flestir yfir þeim eiginleikum að vera afar góðhjartaðir sælkerar og miklir höfðingjar heim að sækja. Eins og aðrir Spánverjar eru þeir með sína föstu matartíma, hádegisverður klukkan tvö og kvöldverður klukkan tíu.
Það var í einum slíkum hádegisverði, reyndar mínum allra fyrsta hádegisverði með stórfjölskyldu nýja kærastans, að allir höfðu safnast saman heima hjá ömmu og afa til að bera þessa forvitnilegu, ljóshærðu stelpu augum sem komin var frá landi eldgosa, norðurljósa, álfa og trölla.
Maturinn var borinn á borð og ilmurinn af spænsku eggjakökunni, bakaða brauðinu, nýsteiktum chorizopylsunum og ólífum fyllti húsið. Carlos, föðurbróðir nýja kærastans, skenkti okkur rauðvíni í glös rétt eins og spænska hefðin segir til um og fór í framhaldinu að spyrja mig frétta að heiman.
Mér til mikillar ánægju, allavega svona fyrst til að byrja með, vissi Carlos frændi ýmislegt um Ísland en hann er afar vel lesinn og hefur ferðast um heimsins höf í gegnum
bókmenntir þó svo að hann hafi aldrei komið út fyrir landssteina
Spánar. Fjölskyldumeðlimir kinka
áhugasamir kolli á meðan á samræðunum stendur og níræðum afanum finnst alveg hreint merkilegt að komin sé að borðinu norðurljósaálfadrottning, alla þessa leið yfir hafið í einhverri vél sem ekkert þeirra hafði svo mikið sem stigið fæti inn í áður. Hádegisverðurinn virtist bara ætla ganga nokkuð vel svona miðað við fyrstu kynni við tengdafjölskylduna. Þangað til ...
„Voru það ekki Íslendingar sem drápu fleiri tugi baskneskra hvalveiðimanna?“ Ónei! Hann veit leyndarmálið. Nýja tengdafjölskyldan horfir forundra og opinmynnt á mig, öll eitt spurningamerki nema amma. Henni er ekki skemmt. Ég tek stóran sopa af rauðvíninu og sé að minn heittelskaði gerir slíkt hið sama. „Já og gott ef Baskar eru ekki enn réttdræpir þar samkvæmt íslenskum lögum.“ Ég lít niður og reyni að hugsa eitthvert gott svar. „Ja sko nei ... eða var það?“ stama ég og teygi mig aftur í glasið og tek nú enn stærri sopa en áður. Yfir glasbrúnina sé ég hvar amma horfir á mig í gegnum reykinn sem stígur upp frá nýsteiktum chorizopyls
unum, augun hvöss og augabrúnirnar leita æ lengra niður í átt að nefbroddinum. Ég er að verða búin með vínið í glasinu.
Fyrir utan suðið í moskítóflugunni sem er nú á þeytingi í hausnum á mér er það eina sem mér dettur í hug gömul saga frá pabba mínum, sextán ára gömlum á leið í flug til Mallorca með Palla vini sínum. Þeir millilenda í Malaga, skipta um vél og eru varla komnir í loftið aftur þegar sprenging verður í öðrum hreyfli vélarinnar. Vélinni er nauðlent strax aftur og fólk treðst hvert yfir annað í átt að útganginum. Blessunarlega sluppu allir farþegar við meiðsli en skuldinni yfir þessu uppátæki var klínt á hryðjuverkasamtökin ETA sem samanstóðu af rótgrónum Böskum. Í gegnum tíðina hef ég svo fengið að heyra að Böskunum hafi oft verið kennt um alls kyns ódæðisverk, einungis vegna eindæma frekju um að vilja sjálfstæði frá stórveldinu Spáni. Sum þeirra voru þó ef til vill sönn. Ég rétt náði að kyngja sopanum af rauðvíninu undir fjórtán settum af uppglenntum, brúnum augum án þess að fá hóstakast af stressi og það eina sem kom upp úr mér var: „Sko, einu sinni þegar pabbi
ÍRISAR VALSDÓTTUR
minn var á Malaga ...“ Blessunarlega sá kærastinn í hvað stefndi og til þess að koma í veg fyrir að álfadrottningunni yrði kastað á bál þar sem rauði loginn brann segir hann hátt og snjallt:
„Þeir slógust þó allavega ekki við neinar vindmyllur þarna á Íslandi en hafið þið heyrt hvaða óskunda konungurinn Juan Carlos hefur gert núna? Við litum brosandi hvort á annað, afkomendur hryðjuverkamanna og morðingja, ástfangin upp fyrir haus og skáluðum í tómum vínglösunum. Áfram héldu háværar samræður nýju Baskafjölskyldunnar um málefni líðandi stundar og svo virtist sem allir hefðu gleymt tíðindunum af hvalveiðimönnunum. Allir nema amma sem skáskaut augunum reglulega á ljóshærðu stúlkuna allt annað en sannfærð.
Þangað til næst.
Mundi
Baskar koma mér alltaf spánsk fyrir sjónir!
Engin ákvörðun um álagsgreiðslur til kennara
Svör við bókunum fulltrúa grunnskólakennara og fulltrúa FFGÍR á fundi menntaráðs 25. ágúst 2023 voru lögð fram á fundi ráðsins þann 15. september síðastliðinn.
Bókun Skúla Sigurðssonar, fulltrúa grunnskólakennara:
Í næsta Suðurnesjamagasíni:
„Ætlar Reykjanesbær að greiða starfsfólki við þá skóla sem hafa lokað húsnæði álagsgreiðslur? Hefur komið erindi frá skólastjórnendum eða kennurum um slíkt á borð fræðslustjóra eða menntaráðs?“
Svar sviðsstjóra menntasviðs:
„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að greiða starfsfólki við þá skóla sem hafa lokað húsnæði álagsgreiðslur. Slíkt erindi var borið upp við sviðsstjóra menntasviðs sl. vor, þ.e. að starfsfólk í Myllubakkaskóla fengi eingreiðslu að upphæð 70.000 kr. og var þá vísað til þess að slíkt hefði verið gert í öðru sveitarfélagi. Því miður er álag víða í stofnunum Reykjanesbæjar vegna rakaskemmda og myglu og væri erfitt að draga línuna þar sem hún er dregin í bókun fulltrúa grunnskólakennara. Þá eru ýmsar aðrar leiðir líklega betur til þess fallnar að mæta álagi en sú sem nefnd er.“
Bókun Anitu Engleyjar Guðbergsdóttur, fulltrúa FFGÍR:
„Með hvaða hætti verður börnunum bættur upp sá tími sem vantar upp á kennslu? Verður það með lengri skóladegi eða auknu álagi á heimanám?“
Svar sviðsstjóra menntasviðs: „Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í því efni að bæta nemendum í Myllubakkaskóla upp skertan námstíma í upphafi þessa skólaárs. Þegar skólastarf kemst í eðlilegt horf, þ.e. stundatafla nemenda verður óskert, munu leiðir verða kynntar og ræddar í skólaráði skólans þar sem sæti eiga fulltrúar allra hagsmunaaðila skólasamfélags Myllubakkaskóla.“
Í næsta Suðurnesjamagasíni:
Í næsta Suðurnesjamagasíni:
á
vfis
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum