• fimmtudagur 7. september 2017 • 35. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
LJÓSANÓTT
Hálfrar aldar afmæli Tjarnarsels fagnað allt árið
14
SUÐURNESJAMAGASÍN Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Stuðningur bæjarbúa er ómetanlegur
18
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs 11. nóvember Kosning meðal íbúa sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis fer fram þann 11. nóvember nk. um sameiningu sveitarfélaganna. Snemma í sumar skipuðu bæjarstjórnir sveitarfélaganna 6 manna samstarfsnefnd um sameiningu og hefur nefndin skilað áliti ásamt skýrslu þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um málið. Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðis hafa báðar fundað tvívegis um málið. Á fundi bæjarstjórnanna á þriðjudag, 5. september, var tillaga samstarfsnefndar um kjördag staðfest. Á heimasíðu sveitarfélaganna má nálgast kynningarefni um málið fram að kosningu. Kosning íbúa sveitarfélaganna fer samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Athygli er vakin á því að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þann 18. september hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum og á bæjarskrifstofum Sandgerðis og Garðs. Verði að sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs mun sameinað sveitarfélag fá 100 milljóna króna framlag frá Jöfnunarsjóði
Ljósanæturstökk! Nokkur hundruð krakkar mættu í sundlaugarpartý í Sundmiðstöð Keflavíkur á Ljósanótt. Þessi unga snót sýndi flotta takta þegar hún tók glæsilegt stökk fyrir framan myndavélina hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur.
Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðis hafa báðar fundað tvívegis um málið. Á fundi bæjarstjórnanna á þriðjudag, 5. september, var tillaga samstarfsnefndar um kjördag staðfest. Myndin er frá fundi bæjarstjórnar Garðs. sveitarfélaga. Fjármunirnir eru til að standa undir kostnaði við endurskipulagningu á þjónustu sameinaðs sveitarfélags og verður greidd á fjórum árum Í tilkynningu á heimasíðum Garðs og Sandgerðis eru íbúar sveitarfélaganna hvattir til að kynna sér málið og taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni þann 11. nóvember og hafa þannig áhrif á framtíðarskipan sveitarfélaganna.
●●Verksmiðja United Silicon ekki ræst næstu þrjá mánuði
Kísilverið svæft til jóla ■■Stjórn United Silicon hefur gefið út að verksmiðja United Silicon í Helguvík verður ekki ræst að nýju næstu þrjá mánuði en áður hafði Umhverfisstofnun sent félaginu bréf um að verksmiðjunni sé ekki heimilt að endurræsa ljósbogaofn hennar nema með skriflegu leyfi stofnunarinnar. „Stjórn félagsins vinnur auk þess að því að styrkja innviði félagsins og gerir ekki ráð fyrir að koma þurfi til uppsagna starfsfólks. Hluti þess mun vinna að endurbótum á vinnustaðnum auk þess sem kapp verður lagt á að nota næstu þrjá mánuði til að styrkja
starfsfólk í störfum sínum með því að auka þjálfun og fræðslu á meðan hefðbundin verkefni liggja niðri. Mannauður félagsins er lykilatriði til að tryggja framtíðarrekstur verksmiðjunnar,“ segir í tilkynningu frá stjórn United Silicon. Þá segir einnig: „Í bréfi Umhverfisstofnunar (UST) frá 1. september var félaginu tilkynnt um þá niðurstöðu UST að endurræsing ofns verksmiðjunnar sé óheimil nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim. Stjórn félagsins tekur alvarlega þá
miklu ábyrgð sem fylgir því að reka starfsemi sem þessa og vill gera það í góðri sátt við nærsamfélagið og eftirlitsaðila og í samræmi við ákvæði laga og starfsleyfis. Stjórn félagsins mun á næstu mánuðum vinna að endurskipulagningu rekstrar til að tryggja rekstrarhæfni félagsins til frambúðar. Í því samhengi leggur stjórnin áherslu á að tryggja hagsmuni kröfuhafa félagsins, starfsfólks þess og hag sveitarfélagsins af tekjum af rekstri félagsins. Hluti þess verkefnis er að tryggja félaginu fjármagn til að ráðast í allar nauðsynlegar úrbætur til að bæta rekstur verksmiðju félagsins.
FÍTON / SÍA
Kísilver United Silicon í Helguvík. VF-mynd:Hilmar Bragi einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Áður hafði United Silicon í svörum til UST veitt upplýsingar um fjölmörg úrbótaverkefni sem ætlunin er að ráðast í á greiðslustöðvunartíma. Ákvörðun UST kallar á enn frekari greiningu á mögulegum úrbótum og tímasetta áætlun um þær. Multiconcult er norsk ráðgjafarverkfræðistofa í fremstu röð á Norður-
löndum og hefur unnið með félaginu frá því síðasta vor og mun halda áfram að vera lykilráðgjafi félagsins í endurbótaferli næstu mánaða. Multiconsult fékk Norsku loftgæðarannsóknastofnunina (NILU) til liðs til að rannsaka og greina útblástur frá verksmiðjunni og mun það starf halda áfram.“