Vikurfrettir 35 2017

Page 1

• fimmtudagur 7. september 2017 • 35. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

LJÓSANÓTT

Hálfrar aldar afmæli Tjarnarsels fagnað allt árið

14

SUÐURNESJAMAGASÍN Á HRINGBRAUT OG VF.IS

Stuðningur bæjarbúa er ómetanlegur

18

Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs 11. nóvember Kosning meðal íbúa sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis fer fram þann 11. nóvember nk. um sameiningu sveitarfélaganna. Snemma í sumar skipuðu bæjarstjórnir sveitarfélaganna 6 manna samstarfsnefnd um sameiningu og hefur nefndin skilað áliti ásamt skýrslu þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um málið. Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðis hafa báðar fundað tvívegis um málið. Á fundi bæjarstjórnanna á þriðjudag, 5. september, var tillaga samstarfsnefndar um kjördag staðfest. Á heimasíðu sveitarfélaganna má nálgast kynningarefni um málið fram að kosningu. Kosning íbúa sveitarfélaganna fer samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Athygli er vakin á því að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þann 18. september hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum og á bæjarskrifstofum Sandgerðis og Garðs. Verði að sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs mun sameinað sveitarfélag fá 100 milljóna króna framlag frá Jöfnunarsjóði

Ljósanæturstökk! Nokkur hundruð krakkar mættu í sundlaugarpartý í Sundmiðstöð Keflavíkur á Ljósanótt. Þessi unga snót sýndi flotta takta þegar hún tók glæsilegt stökk fyrir framan myndavélina hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur.

Bæjarstjórnir Garðs og Sandgerðis hafa báðar fundað tvívegis um málið. Á fundi bæjarstjórnanna á þriðjudag, 5. september, var tillaga samstarfsnefndar um kjördag staðfest. Myndin er frá fundi bæjarstjórnar Garðs. sveitarfélaga. Fjármunirnir eru til að standa undir kostnaði við endurskipulagningu á þjónustu sameinaðs sveitarfélags og verður greidd á fjórum árum Í tilkynningu á heimasíðum Garðs og Sandgerðis eru íbúar sveitarfélaganna hvattir til að kynna sér málið og taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni þann 11. nóvember og hafa þannig áhrif á framtíðarskipan sveitarfélaganna.

●●Verksmiðja United Silicon ekki ræst næstu þrjá mánuði

Kísilverið svæft til jóla ■■Stjórn United Silicon hefur gefið út að verksmiðja United Silicon í Helguvík verður ekki ræst að nýju næstu þrjá mánuði en áður hafði Umhverfisstofnun sent félaginu bréf um að verksmiðjunni sé ekki heimilt að endurræsa ljósbogaofn hennar nema með skriflegu leyfi stofnunarinnar. „Stjórn félagsins vinnur auk þess að því að styrkja innviði félagsins og gerir ekki ráð fyrir að koma þurfi til uppsagna starfsfólks. Hluti þess mun vinna að endurbótum á vinnustaðnum auk þess sem kapp verður lagt á að nota næstu þrjá mánuði til að styrkja

starfsfólk í störfum sínum með því að auka þjálfun og fræðslu á meðan hefðbundin verkefni liggja niðri. Mannauður félagsins er lykilatriði til að tryggja framtíðarrekstur verksmiðjunnar,“ segir í tilkynningu frá stjórn United Silicon. Þá segir einnig: „Í bréfi Umhverfisstofnunar (UST) frá 1. september var félaginu tilkynnt um þá niðurstöðu UST að endurræsing ofns verksmiðjunnar sé óheimil nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim. Stjórn félagsins tekur alvarlega þá

miklu ábyrgð sem fylgir því að reka starfsemi sem þessa og vill gera það í góðri sátt við nærsamfélagið og eftirlitsaðila og í samræmi við ákvæði laga og starfsleyfis. Stjórn félagsins mun á næstu mánuðum vinna að endurskipulagningu rekstrar til að tryggja rekstrarhæfni félagsins til frambúðar. Í því samhengi leggur stjórnin áherslu á að tryggja hagsmuni kröfuhafa félagsins, starfsfólks þess og hag sveitarfélagsins af tekjum af rekstri félagsins. Hluti þess verkefnis er að tryggja félaginu fjármagn til að ráðast í allar nauðsynlegar úrbætur til að bæta rekstur verksmiðju félagsins.

FÍTON / SÍA

Kísilver United Silicon í Helguvík. VF-mynd:Hilmar Bragi einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Áður hafði United Silicon í svörum til UST veitt upplýsingar um fjölmörg úrbótaverkefni sem ætlunin er að ráðast í á greiðslustöðvunartíma. Ákvörðun UST kallar á enn frekari greiningu á mögulegum úrbótum og tímasetta áætlun um þær. Multiconcult er norsk ráðgjafarverkfræðistofa í fremstu röð á Norður-

löndum og hefur unnið með félaginu frá því síðasta vor og mun halda áfram að vera lykilráðgjafi félagsins í endurbótaferli næstu mánaða. Multiconsult fékk Norsku loftgæðarannsóknastofnunina (NILU) til liðs til að rannsaka og greina útblástur frá verksmiðjunni og mun það starf halda áfram.“


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 7. september 2017

Leggur áherslu á mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar - sem farmflutningahafnar fyrir Suðurnes

Frá Helguvíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi

■■Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs leggur áherslu á mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar fyrir Suðurnes og hvetur stjórnvöld til að veita áformum um uppbyggingu hafnarinnar brautargengi í samgönguáætlun 2018 til 2021. Greinargerð frá hafnarstjóra Helguvíkurhafnar var tekin fyrir á fundinum í tengslum við Samgönguáætlun 2018 til 2021, þar sem fjallað er um uppbyggingaráform hafnarinnar og mikilvægi þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum styðji við þau. Bæjarráð og bæjarstjórn Voga hefur einnig tekið málið fyrir og er sammála um mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar landshlutans og hvetur fjárveitingarvaldið til að veita uppbyggingaráformum hafnarinnar brautargengi í Samgönguáætlun 2018 til 2021.

Bannað að gista utan skipulagðra tjaldsvæða ●●Byggja upp aukna þjónustu á tjaldsvæðinu ■■Bæjarráð Voga samþykkti fyrr í sumar, að tillögu Reykjanes Geopark, að lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga verði breytt í samræmi við ábendingu stjórnar Reykjanes Geopark, þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna verði samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu. Bæjarstjórn Voga er kominn til baka úr sumarleyfi og á fyrsta fundi sínum eftir sumarfrí var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með sjö atkvæðum bæjarstjórnar. Bæjarstjórn afgreiddi á sama fundi breytingar á deiliskipulagi í sveitarfélaginu, m.a. á tjaldsvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að byggð verði upp aukin þjónusta á tjaldsvæðinu, m.a. er gert ráð fyrir að setja upp nokkur smáhýsi til gistingar, auk lítillar þjónustumiðstöðvar.

Allt í röð og reglu Framkvæmdir við Flugvelli í fullum gangi

Geymslubox G 804 2,5 lítra 23x16x14 cm G 803 6 lítra 28,5x20x18,5 cm G 802 11 lítra 35,5x24x20,5 cm G 801 18 lítra 43x28x23,5 cm G 805 23 lítra 50x33,5x27 cm

290 kr. 390 kr. 590 kr. 790 kr. 990 kr.

Geymslubox með hjólum 990 kr. G 002 52 lítra 58x42x34 cm 1.790 kr. G 201 108 lítra 71x52x44cm 2.990 kr.

G 003 28 lítra 49x36x28 cm

Box í barnaherbergið 11 lítra 630 kr. 23 lítra 1.290 kr. Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Séð yfir vinnusvæðið á Flugvöllum.

■■Gert er ráð fyrir því að gatnagerð við Flugvelli klárist í október eða nóvember að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Miklar framkvæmdir standa nú þar yfir en á svæðinu verður bílaog flugtengd starfsemi, svo sem bílaleigur, bensínstöð og fleira. Þá verður ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja einnig á svæðinu. „Það er búið að úthluta flestum lóðunum. Nú á eftir að sortera úr haugunum hérna og taka meðalgildi mengunar í jarðveginum,“ segir Guð-

laugur, en í maí síðastliðnum stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja framkvæmdirnar þegar gamlir ruslahaugar frá bandaríska hernum voru

Serrano opnar veitingastað í Reykjanesbæ

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

grafnir upp á svæðinu. Einnig fannst tjara í jarðveginum. „Öll mengun er komin upp á yfirborðið en það eru einhver ákveðin efni yfir gildum sem þarf að skoða. Nú er verið að endurmæla,“ segir Guðlaugur. Íslenskir aðalverktakar eru framkvæmdaaðili á svæðinu en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 500 milljónir króna.

■■Serrano mun opna glæsilegan veitingastað í verslunarmiðstöðinni í Krossmóa, Reykjanesbæ snemma árs 2018. Leigusamningur hefur verið undirritaður milli Serrano og fasteignafélagsins Urtusteins ehf. Húsnæðið er 176 fermetrar og verður veitingastaðurinn staðsettur þar sem Dýrabær hefur verið og mun hafa sér inngang af bílastæðum norðan megin verslunarmiðstöðvarinnar auk aðgengis úr sameign. Serrano fær rýmið afhent í lok september og hefjast þá framkvæmdir við að innrétta staðinn. Staðurinn mun svo opna snemma árs 2018, segir í frétt frá Urtusteini. Serrano er ein vinsælasta skyndibitakeðja landsins, sem býður uppá hollan og ferskan skyndibita með mexíkósku ívafi. Serrano er íslensk keðja sem stofnuð var árið 2002. Staðurinn í Krossmóa verður tíundi

veitingastaður Serrano og annar staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins. Gera má ráð fyrir fjórum til fimm stöðugildum við staðinn. „Það er spennandi að geta loks opnað stað í Reykjanesbæ. Við

höfum fengið margar áskoranir í gegnum tíðina og því velt þessu lengi fyrir okkur. Við vildum fá aðgengilegt húsnæði á góðum stað í bænum og teljum við Krossmóa uppfylla þau skilyrði frábærlega. Við erum afskaplega spennt fyrir þessu,“ segir Emil Helgi Lárusson stofnandi og eigandi Serrano. „Við erum mjög ánægðir með þennan samning og teljum að það felist í því viðurkenning fyrir Krossmóa og aukin tækifæri til að þjónusta viðskiptavini okkar. Við vitum að íbúar Suðurnesja þekkja þjónustu og vöruframboð Serrano og það er ánægjulegt að geta aukið framboð og þjónustu hjá okkur hér á svæðinu. Verslunarmiðstöðin var stækkuð árið 2008 og hýsir m.a. verslanir Nettó, ÁTVR, Lindex, Bílanaust, Lyfju og Dýrabæ, auk þess að vera með þjónustufyrirtæki í húsinu. Húsið er um 10.000 fermetrar og staðsett í hjarta bæjarins. Við bjóðum nýjan og glæsilegan veitingastað velkominn á Suðurnes,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Urtusteins fasteignafélags.


CARE TO JOIN US? Are you dynamic, enthusiastic, open-minded, flexible, and at least 22 years old? These are the qualities we are seeking in the individuals who will staff our new luxury hotel and spa. As a service representative at the Retreat at Blue Lagoon Iceland, you will become part of a team that thrives on warmth and sophistication—creating the conditions for extraordinary guest experiences. Host

Guest Relations

Guest Agent

Spa Supervisor

Each host facilitates unforgettable guest experiences throughout the Retreat. The host becomes an integral part of each guest’s journey—greeting them, guiding them, and advising them for the duration of their stay.

A guest relations representative is the initial contact person and advisor for guests who will be coming to the Retreat. They confer with the guest before their arrival, both providing and gathering information—data that the host will then use to create an itinerary for the guest’s upcoming journey.

The guest agent arranges for airport transportation, welcomes the guest, provides valet service, delivers luggage to the guest’s room, and gives ongoing guest support.

The spa supervisor is ultimately responsible for coordinating the spa’s daily operations. This individual serves as both a leader and a role model—setting high standards for appearance, work ethic, and dedication.

Qualifications: • Prior experience in a customerfocused environment • Excellent people and communication skills

Qualifications: • Prior experience in a customerfocused environment • Excellent organization and communication skills

Qualifications: • Prior experience in a customerfocused environment • Excellent people skills • Valid Icelandic driver’s license

Qualifications: • At least one year of experience in a supervisory role in hospitality • Excellent leadership skills • Excellent organization and communication skills

Spa Host

Housekeeper

Cleaner

Lifeguard

The spa host facilitates unforgettable guest wellness experiences at the Retreat spa. The host becomes an integral part of each guest’s spa journey—greeting them, advising them, and introducing them to the spa’s many possibilities for radiance and wellbeing.

A housekeeper ensures the cleanliness and order of all suites at the Retreat.

Each cleaner ensures that all public areas at the Retreat are tidy, spotless, and immaculate.

Each lifeguard ensures the safety of all guests at the Retreat spa. A position that demands extreme focus, the lifeguard must be alert and intrinsically proactive at all times.

Qualifications: • Prior experience in a customerfocused environment • Excellent people and communication skills

Qualifications: • Extremely detail oriented • Previous experience in housekeeping or cleaning

Qualifications: • Extremely detail oriented • Previous experience in housekeeping or cleaning

Qualifications: • Attentive and observant • Excellent swimmer

For more info and applications go to careers.bluelagoon.com. Application deadline is 10 September. Great team spirit

Good benefits

Training provided

Bus rides to and from work

2-2-3 shift


TREFJARÍKT

1kg

morgunkorn

500g

499

159

Dala Fetaostur 325 g

Bónus Grautargrjón 1 kg

579

kr. 500 g

kr. 518 g

kr. 1 kg

kr. 1 kg

395

Cheerios Morgunkorn 518 g

Weetos Morgunkorn 500 g

Íslensk Framleidsla

98

kr. 500 ml 7up Mojito 500 ml

98

98

kr. 0,5 l

kr. 500 ml Mountain Dew 500 ml

Íslensk

Pepsi, 0,5 l Pepsi Max, 0,5 l

Framleidsla

Aðeins

28kr rúllan

200 blöð á rúllu

298

498

Gunry Premium Handsápa 500 ml, 4 tegundir

Bónus Salernisrúllur 18 rúllur í pakka

kr. 500 ml

kr. 18 rúllur

Verð gildir til og með 10. september eða meðan birgðir endast


FULLELDAÐ Aðeins að hita

300kr

798

1.398 kr. kg

verðlækkun pr. kg

kr. kg

Nautaveisla Nautgripahakk Ferskt, Spánn

Ali Spareribs Fullelduð - Verð áður 1.098 kr. kg

BÓNUS KEMUR MEÐ LÁGA VERÐIÐ TIL ÞÍN

279 kr. kg.

Bónus Kjúklingavængir Ferskir

Íslenskur

KJÚKLINGUR á góðu verði

695 kr. kg.

Bónus Kjúklingur Ferskur, heill

Matarmikil súpa

FULLELDUÐ Aðeins að hita

695 kr. kg.

1.498 kr. 1 kg

Bónus Kjúklingaleggir Ferskir

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

„Það er gott að vaska upp og vera með hljóðbók í eyrunum“

fimmtudagur 7. september 2017

Körfuboltasýning í bókasafninu

Einar Valur Árnason kennari við FS er lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Hvaða bók ertu að lesa núna?

Þessa stundina er ég að lesa Með lífið að veði eftir Yeonmi Park. Þetta er átakanleg samtíma saga norður kóreskrar stúlku sem flúði NorðurKóreu yfir til Kína í leit að frelsi. Þetta er rosaleg bók.

Hver er þín eftirlætis bók?

Það er Ender´s Game eftir Orson Scott Card. Sú bók minnir mig mikið á góða dvöl í Danmörku. Þetta er vísindaskáldskapur og sú eina í þeim flokki sem ég hef lesið. Góður vinur minn, Kristinn Björnsson, mælti með henni þar sem hann er mikill aðdáandi vísindaskáldskapar.

Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?

Þessa dagana er það Simon Sinek. Ég hef nýlega hlustað á tvær bækur eftir hann en það eru Start with why og Leaders eat last, báðar ótrúlega skemmtilegar. Þeir sem hafa áhuga á stjórnun og markaðssetningu ættu ekki að láta þær fram hjá sér fara.

Hvernig bækur lestu helst?

Það er enginn einn flokkur sem ég les helst. Ég les eiginlega það sem konan mín kemur með heim, annars hef ég verið að færa mig yfir í hljóðbækur þar sem ég er svo lengi að lesa. Það er gott að vaska upp og vera með hljóðbók í eyrunum.

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?

Ég myndi segja The Goal eftir Eliyahu M. Goldratt. Sú bók hélt mér á tánum í náminu mínu.

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Mýrin eftir Arnald Indriðason er auðvitað alltaf klassík og er eiginlega skyldulesning fyrir alla.

Hvar finnst þér best að lesa?

Það er alltaf best að leggjast upp í rúm með krakkana, lesa kvöldsögu og taka smá lögn. Annars hlusta ég líka mikið á bækur og þá getur maður verið á flakki.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?

Fyrst er það Bjarnastaðabangsarnir. Þær eru stuttar, þægilegar og svo er alltaf svo mikið að gerast hjá þeim. Svo get ég hiklaust mælt með bókinni sem ég er að lesa núna, Með lífið að veði, alveg mögnuð bók.

Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir bara taka með þér eina bók, hvaða bók yrði fyrir valinu?

Ef ég væri fastur á eyðieyju þyrfti ég að taka með mér praktíska bók. Eftir góða leit myndi ég velja Outdoor survival skills eftir Larry Dean Olsen. Ég hef ekki lesið hana en ég er viss um að hún myndi koma sér vel.

Körfuboltasýning var opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt. Á sýningunni eru ýmsir munir, búningar, myndir og úrklippur og fleira úr körfuboltasögu Njarðvíkinga og Keflvíkinga. Bæði félögin hafa verið mjög sigursæl í áratugi í efstu deild körfuboltans á Íslandi og titlarnir líklega hvergi fleiri á landinu bæði í karla- og kvennaflokki. „Magn munanna sem bárust til okkar stjórnast sennilega af nokkrum þáttum en mig grunar að öflugt samfélag og enn öflugri körfuknattleikslið vegi þyngst. Hlutfall Íslandsmeistara í Reykjanesbæ er sennilega með því hæsta á landinu. Meistaradeildir karla og kvenna í Njarðvík og Keflavík hafa átt og eiga enn glæstan feril og hér er hægt að skyggnst aftur í tímann. Hér

Kjartan Már bæjarstjóri Reykjanes­ bæjar mældi hæð sína en á veggnum má sjá hæð margra körfuboltamanna úr Keflavík og Njarðvík. Hæstur var Jónas Jóhannesson en nú er það nýj­ asti leikmaður UMFN, Ragnar Nath­ anaelsson.

má líta á búninga frá mörgum tímabilum, bikara, medalíur, úrklippubækur, fréttir, handbækur, söluvarning og margt fleira. Á skjánum má sjá örfá fréttabrot og myndina „Upphafið

að stórveldinu“ í leikstjórn Keflvíkingsins Garðars Arnarssonar,“ sagði Anna Margrét Ólafsdóttir, verkefnastýra á bókasafninu við opnun sýningarinnar sem er hin glæsilegasta.

Séð inn í átthagastofuna á bókasafninu þar sem sýningin er.

Hvað er framundan í vetur?

Það sem er framundan í vetur er að vera duglegri við að lesa, kenna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Svo eigum við von á erfingja í nóvember sem við erum spennt að hitta.

Hugleiðsluhádegi á Bókasafni Reykjanesbæjar Bókasafn Reykjanesbæjar mun bjóða upp á hugleiðsluhádegi alla mánudaga í vetur, frá klukkan 12:15 til 12:30. Hugleitt verður á neðri hæð safnsins í Búrinu, sem er vinnuherbergi. Þeir sem vilja taka þátt þurfa ekki að mæta með neitt með sér en pullur og stólar verða á staðnum. Fyrsta hugleiðsluhádegið fer fram mánudaginn 4. september. Tím-

arnir verða ýmist leiddir af Rannveigu Lilju Garðarsdóttur eða Önnu Margréti Ólafsdóttur, sem báðar eru menntaðir jógakennarar. Gott er að taka sér smá stund fyrir sig sjálfan í amstri dagsins til að kyrra hugann og næra hann með góðri orku fyrir daginn. Tímarnir standa öllum til boða, að kostnaðarlausu.

SÚLAN

MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR 2017 Menningarráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar. Tilnefna skal einstakling, hóp og/eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bænum. Tilnefningum skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is fyrir 1. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Menningarráð Reykjanesbæjar

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


markhönnun ehf

-41% HÁLF LÆRI

NIÐURSÖGUÐ Í POKA

999

KR KG

ÁÐUR: 1.694 KR/KG

NICE’N EASY JARÐARBER FROSIN 350 GR. KR PK ÁÐUR: 249 KR/PK

PURUSTEIK BEINLAUS. STJÖRNUGRÍS. KR KG

125

1.898

-50% MEXICO TACO SAUCE MILD 230 GR. KR STK ÁÐUR: 199 KR/STK

98 NAUTGRIPAHAKK FERSKT KR KG ÁÐUR: 1.698 KR/KG

1.392

ÓDÝRT Í

-51%

-25% HAUST MARKAÐUR

íslenskt grænmeti í miklu úrvali Santa María veisla um helgina.

-20%

Tilboðin gilda 7. - 10. september 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 7. september 2017

Fórnarlambið og grínarinn í dúett Guðni Ágústsson og Jóhannes grínari koma fram á Suðurnesjum. Hafa slegið í gegn í sýningunni „Eftirherman og orginalinn“ „Við hófum samstarf í fyrra og komum tuttugu sinnum fram og alltaf fyrir fullu húsi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og

alþingismaður en orginalinn í sýningu með eftirhermunni og grínistanum Jóhannesi Kristjánssyni. Þeir félagar verða með tvær sýningar á

Suðurnesjum, í Hljómahöll 14. sept. og í Salthúsinu í Grindavík 16. sept. Jóhannes hefur verið skemmtikraftur í fjóra áratugi og er fræg eftirherma.

Jóhannes og Guðni í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. VF-mynd/pket.

Byrjaði ferilinn eiginlega í bítlabænum Keflavík þegar hann var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég var hjá honum Jóni Böðvarssyni sem þá var skólameistari, ógleymanlegur maður og mikill snillingur,“ segir Jói og tekur góða eftirhermu af Jóni fyrir fréttamenn VF. Guðni var „fórnarlamb“ hans í mörg ár og Jói náði sunnlendingnum og sveitamanninum mjög vel en Guðni hefur þó vera með sérstakan „talanda“ og þunga rödd. Eitthvað sem lá vel fyrir Jóhannesi að ná. Guðni er sammála því. „Hann hefur nú haldið mér við. Flestir stjórnmálamenn eiga nú að vera gleymdir þegar það er svona langt síðan þeir hættu eins og ég. En það var lengi skorað á okkur í sitthvoru lagi. Komið fram saman strákar, farið um landið og haldið samkomur, var sagt við okkur. Hann hermir eftir og þú segir sögur af þjóðfrægu fólki,“ segir Guðni og bætir við: „Svo bara allt í einu datt þetta af himnum ofan. Við fórum af stað í apríl í fyrra. Héldum átján sýningar fyrir troðfullu húsi. Stendur í tvo tíma með hléi og það er mikið hlegið. Eiginlega ótrúlega mikið.“ Jóhannes segist ekki vera hissa á því að það sé hlegið að Guðna. „En það er kannski skrýtnara að hlæja að mér. En já, maður fer vítt um völlinn og þetta kallast svona sagnakvöld. Ég fer tíu þúsund ár aftur í tímann, þegar

það er verið að lýsa því hvernig Guðni varð til. David Attinborough kemur með skýringu á því, sem þið sjáið bara á showinu. Þetta er svona héðan og þaðan og alveg til nútímans og lífinu sjálfu, bara í salnum eða hvað sem er. Ef ég sé einhvern þekktan aðila frá því svæði sem við erum á, læt ég hann vaða á hann. Guðni fer kannski meira beint í eitthvað, ég fer svona um víðan völl líka, svo hermi ég eftir og geri eitthvað skemmtilegt.“ Guðni, þið eruð glettilega líkir og svo getur hann hermt eftir þér. Getur þetta ekki orðið vandræðalegt? „Jú, jú, þetta var bara mjög hættulegt á tímabili. Ég get sagt þér að margir erlendir ráðherrar sem heimsóttu mig í minni ráðherratíð, sögðust öfunda mig að eiga svona nákvæmt eintak af sjálfum mér. Ég hefði getað sent Jóhannes á heilu samkomurnar, hann hefði geta haldið mínar ræður og oft drakk hann viskí á börum, bara út á mig. Svo náttúrlega minnist ég þess þegar móðir hans, hún tók feil á okkur. Ég kom einu sinni á Heilsuhælið í Hveragerði. Hún var þar, stökk upp og sagði: „Nei, ertu kominn Jói minn?“ Eins var það með barnabörn mín, þau fóru og hnipptu í jakkann hans Jóhannesar og spurðu hvort hann vildi ekki taka sig upp.“

LAUS STÖRF

Leikskólakennari LEIKSKÓLINN GARÐASEL Hegðunarráðgjafi FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Stuðningsfulltrúi MYLLUBAKKASKÓLI Starfsmaður á heimili fatlaðra barna VELFERÐARSVIÐ Þroskaþjálfi MYLLUBAKKASKÓLI Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR HLJÓMAHÖLL - VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Amabadama - 7. september Eftirherman og orginallinn - 14. september Dúndurfréttir - 28. september Sólmundur Friðriksson, útgáfutónleikar - 29. september Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is. FORELDRAFÆRNINÁMSKEIÐ Reykjanesbær býður upp á námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ fyrir foreldra tveggja ára barna. Sjá nánar á www.reykjanesbaer.is. Hægt verður að velja úr fjórum námskeiðum, sem hefjast: b. 25. september kl.19:30-21:30 a. 11. september kl.17:00-19:00 c. 16. október kl.17:00-19:00

d. 30. október kl.17:00-19:00

DUUS SAFNAHÚS - FJÓRAR NÝJAR SÝNINGAR Horfur í Listasal, Glyttur í Gryfjunni, Blossi í Bíósal og Próf/Test í Stofunni. Þrjár aðrar sýningar í húsunum. Opið alla daga kl. 12:00 til 17:00.

Fimmtugasta starfsár Kvennakórs Suðurnesja að hefjast - Opin æfing miðvikudaginn 13. september ■■Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968 og heldur því upp á 50 ára afmæli á næsta ári. Í tilefni af stórafmælinu verða haldnir glæsilegir tónleikar í Stapa á afmælisdaginn, 22. febrúar 2018, þar sem kórinn, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, mun flytja lög og texta eftir Suðurnesjamenn, bæði innfædda og aðflutta. Má þar nefna Rúna Júl, Jóhann Helgason, Magnús Þór, Gunna Þórðar og Ingibjörgu Þorbergs o.fl. auk laga með yngri hljómsveitum eins og Valdimar, Of

Monsters and Men og Klassart. Í næstu viku hefjast æfingar fyrir afmælistónleikana og verður kórinn með opna æfingu í KK-salnum, Vesturbraut 17 – 19, miðvikudaginn 13. september kl. 20 þar sem nýjar konur geta mætt og prófað að syngja með eða bara hlustað og kynnt sér starfið. Í lok æfingar verður Pálínuboð að hætti kórkvenna. Allar konur sem vilja taka þátt í skemmtilegu söngstarfi í góðum félagsskap eru velkomnar á æfinguna. Eina skilyrðið er að geta sungið.

Gunnar leikstýrir næsta verkefni Leikfélags Keflavíkur ■■Gunnar Helgason verður leikstjóri næsta verkefnis Leikfélags Keflavíkur. Gunnar hefur áður leikstýrt hjá leikfélaginu þegar Ávaxtakarfan var sýnd árið 2014. Það verk naut mikilla vinsælda. Áætlað er að setja upp barnasýningu sem frumsýnd verður í október næstkomandi. Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 11. september næstkomandi kl. 20 í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17 þar sem allir eru velkomnir, en miðað er við að þátttakendur hafi náð 18 ára aldri.

Það er fleira framundan á starfsárinu en stórafmæli, en í vor er ætlunin að fara í söngferðalag til Færeyja og halda þar tónleika þar sem fluttur verður hluti af Suðurnesjaprógramminu af afmælistónleikunum og jafnvel skellt í nokkur færeysk lög. Það er því skemmtilegt og spennandi ár framundan og tilvalið fyrir konur sem hafa áhuga á söng og vilja vera með í þessu frábæra starfi að mæta á opna æfingu næsta miðvikudag.


fimmtudagur 7. september 2017

9

VÍKURFRÉTTIR

Opnun listasýninga í Duus húsum

A U G LÝ S I N G U M N Ý T T D E I L I S K I P U L A G Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með, í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Austursvæði — Háaleitishlað “.

Frá sýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar.

■■Síðastliðinn fimmtudag voru opnaðar fjórar nýjar sýningar í jafnmörgum sölum í Duus húsum og buðu sýnendur upp á ljóðaupplestur og tónlist. Í listasal er einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar, Horfur. Í Gryfjunni sýnir Elísabet Ásberg verk unnin úr silfri. Verkin eru öll með skírskotun í undirdjúpin og hæfa því rými Gryfjunnar vel. Sýninguna nefnir hún Glyttur. Í Bíósalnum hafa myndlistarkonan Sossa og ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson sameinað krafta sína í hinni erótísku sýningu Blossa. Sossa og

Anton hafa áður unnið skemmtilega saman með mynd- og ljóðlist. Anton Helgi las upp ljóð við opnunina. Í nýjasta rými Duus Safnahúsa, Stofunni, sýnir tónlistarkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir 57 olíumálverk sem hafa að fyrirmynd 57 þungunarpróf. Með sýningunni vill Fríða Dís vekja athygli á því að barnalán sé ekki sjálfgefið og hefur sýningin skírskotun í hennar eigin reynslu. Eftir margar tilraunir birtust loksins II strik á þungunarprófinu. Systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn úr Klassart fluttu tónlist við opnunina.

Anton Helgi flutti ljóð á opnuninni fyrir gesti Duus húsa, Sossa stendur við hlið hans og hlustar á frásögn hans.

Deiliskipulagssvæðið er um 108 ha og liggur í suðausturjaðri Keflavíkurflugvallar. Það afmarkast til suðurs af umráðasvæði Landhelgisgæslunnar, til vesturs af flugbrautarsvæði, til norðurs af deiliskipulagi NA-svæðis og til suðausturs af götunni Þjóðbraut að skipulagssvæði Reykjanesbæjar. Deiliskipulagið byggir á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013–2030 sem nú er í staðfestingarferli. Deiliskipulagstillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar frá og með 4. september 2017. www.kefairport.is/Um-felagid/Throun/Deiliskipulag/ Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. október 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 28. ágúst 2017 F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar.

AUGLÝSING Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum. Tillögur að breytingu á deiliskipulagi Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 30. ágúst 2017 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Iðnaðarsvæði við Vogabraut. Breytingin felst í eftirfarandi: Lóðirnar við Heiðarholt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðarholt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.725 m2. Vegna sameiningar lóðanna eru gerðar breytingar á bygginarreitum og verður einn byggingarreitur innan sameinaðar lóðar. Stærð og lega byggingarreitsins er í samræmi við byggingarreiti aðliggjandi lóða til suðurs, sem og bindandi byggingarlína. Sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis sem gert var ráð fyrir á lóðinni fellur út eftir breytinguna og er því ekki þörf fyrir einstefnu aðkomuleið akandi umferðar inn á lóðina frá Vogabraut og fellur hún út. Jarðvegsmön norðan Vogabrautar mun framlengjast um 50 m. Gert er ráð fyrir húsgerð A innan sameinaðar lóðar og verður nýtingarhlutfall það sama og fyrir húsgerð A eða 0,4.

Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn fluttu tónlist í sýningarsal Fríðu Dísar.

Iðndalur. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við aðkomuleið að baklóðum á milli lóða við Iðndal 15 og 23. Heitisbreyting er gerð á lóðum við Iðndal 5 og 5A sem verða Stapavegur 5 og 5A. Breyting er gerð á lóðarmörkum við Stapaveg 5, 5A og 7. Lóð við Stapaveg 7 stækkar til suðurs og minnka lóðir við Stapaveg 5 og 5A vegna þess. Lóð við Stapaveg 7 stækkar úr 7.457 m² í 8.294 m². Lóð við Stapaveg 5 minnkar úr 1.075 m² í 813 m². Lóð við Stapaveg 5A minnkar úr 2.078 m² í 1.524 m². Vegna breyttra lóðarmarka breytast byggingareitir og aðkoma akandi umferðar að lóðum við Stapaveg 5 og 5A. Lóðarmörk og lóðarstærð við Iðndal 1 eru leiðrétt. Nýtingarhlutfall lóða hækkar úr 0,4 í 0,5. Tillögurnar eru settar fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með með þriðjudeginum 5. september 2017 til og með þriðjudagsins 17. október 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. október 2017.

Gestir á sýningu Fríðu Dísar.

Sýningagestir skoða verk Elísabetar Ásberg.

Vogum, 5. september 2017 f.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222


10

VÍKURFRÉTTIR

Það var vel mætt í árgangagönguna á Ljósanótt þó svo veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi. Afmælisárgangurinn, fólk úr afmælisárganginum 1967, fór mikinn í göngunni með gleði og fjöri.

fimmtudagur 7. september 2017

Meiri þáttt

Flugeldasýning var í boði Toyota í Reykjanesbæ og björgunarsveitin Suðurnes sá um framkvæmdina og gerði það vel að vanda. Það er magnað hvað svona sýning dregur marga að. Stemmningin alltaf frábær enda flott sýning í mögnuðu umhverfi Keflavíkurbjargs.

Fornbílaeigendur Fornbílaklúbbs Íslands ákváðu að mæta ekki á sýninguna þar sem þeim var ekki leyft að aka niður Golfmót var haldið í Leiru og púttmót á Mánaflöt í Keflavík. Hafnargötu. Nokkrir bílar mættu þó á hátíðina og hér má sjá Eldri borgarar í Reykjanesbæ eru duglegir púttarar. einn aka fram hjá Gömlu búð.

Fjórar mjög flottar listsýningar voru opnaðar á Ljósanótt í Duus-húsum og verða áfram. Sossa og Anton Helgi Jónsson eru með sýningu í Bíósalnum. Sossa sýndi myndir og Anton las ljós sem voru erótísk og myndirnar hennar Sossu eru það líka! Sossa er hér á mynd með nokkrum vinkonum sínum sem mættu á opnunina.

Hjólbörutónleikar voru haldnir í þriðja sinn. Arnór Vilbergsson, Kjartan Már Kjartansson og Elmar Þór Hauksson héldu uppi stuði í Keflavíkurkirkju.

Heim bænu listar degi heyru

Setning hátíðarinnar var á lóð Myllubakkaskóla í Keflavík og þar voru mætt um 2500 börn, grunnskólakrakkar og elstu nemendur leikskóla bæjarins. Risastór Ljósanæturfáni var dreginn að húni á eina hæstu flaggstöng landsins.

Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona opnaði mjög sérstaka en frábæra sýningu sem tileinkuð er baráttu hennar og eiginmanns hennar í því að eignast barn. Þau eignuðust son og hún kláraði myndlistarsýningu.

Listakonan Elísabet Ásberg opnaði glæsilega sýningu í Gryfjunni á Ljósanótt. Listakonan er alin upp í Keflavík en hún er dóttir SAM hjónanna, Árna Samúelssonar, bíókóngs og konu hans Guðnýjar Ásberg.


fimmtudagur 7. september 2017

VÍKURFRÉTTIR

11

tttökuhátíð „Ljósanótt 2017 fór vel fram í alla staði og mikil ánægja var með fjölda skemmtilegra viðburða. Bæjarbúar hafa aldrei verið virkari í viðburðahaldinu sjálfu, þ.e. sem gerendur en ekki bara sem njótendur,“ sagði Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi og framkvæmdastjóri Ljósanætur í Reykjanesbæ, en átjánda Ljósanóttin endaði sl. sunnudag eftir hátíðarhöld í fimm daga. Valgerður segir að sú þróun hátíðarinnar sé þannig að hún sé sífellt að færast nær því sem kallast „þátttökuhátíð“. Það sé mjög jákvætt og mikils virði. „Þannig hafa íbúar sjálfir áhrif á hátíðarhaldið og sú áhersla sem Ljósanæturnefndin sjálf hefur alltaf unnið eftir; sem er að þetta sé ekki útihátíð heldur menningar- og fjölskylduhátíð, virðist skila sér að fullu. Þeir viðburðir sem bæjarbúar leggja til fylgja þeirri stefnu, allir með tölu og gera það að verkum að Ljósanótt er einstök í litrófi bæjarhátíða landsmanna. Einnig má benda á að stuðningur fyrirtækja var líka meiri í ár en áður og auðséð að forsvarsmenn fyrirtækjanna sjá hag í þeirri jákvæðu menningu sem Ljósanótt hefur á samfélag okkar. Ljósanefnd vill koma þakklætiskveðjum til allra sem tóku þátt í framkvæmd hátíðarinnar og ekki síður til þeirra sem komu og nutu þess sem í boði var, því án þeirra væri engin hátíð. Nú hefst undirbúningur hátíðar næsta árs og endilega sendið núna inn hugmyndir og tillögur að því sem betur má fara og kannski einhverju nýju og skemmtilegu. Best að gera þetta núna á meðan allt er í fersku minni,“ sagði Valgerður.

fram. Anton mynd

glæsiListaún er sonar, erg.

Kjötsúpa Skólamatar sló í gegn eins og undanfarinn rúmlega áratug. Axel Jónsson og co. stóðu í brúnni og afgreiddu um þrjú þúsund skammta eða um tvö tonn af súpu. Geri aðrir betur.

Með Blik í auga var núna með „soul“ í auga og stórstjörnur úr íslenska poppheiminum voru með í fjörinu. Hér eru stórdívurnar Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars með Keflavíkurtvíburunum Sólborgu og Sigríði Guðbrandsdætrum. Sýningin var mjög vel heppnuð og enn ein rós í hnappagat forsvarsmanna tónleikaraðarinnar en þetta var í sjöunda sinn sem tónleikar eru haldnir í Andrews á Ásbrú.

Heimatónleikar voru nú haldnir í þriðja sitnn og hafa slegið í gegn. Fjölskyldur í gamla bænum í Keflavík og nærumhverfi hans bjóða upp á tónlist þar sem hljómsveitir eða tónlistarfólk kemur fram. Fjögurhundruð miðar, tvöfalt fleiri en í fyrra seldust upp á einum degi og nú eins og í fyrra, tókust þeir mjög vel. Frábær stemmning og viðburður sem við heyrum að eigi bara eftir að stækka á næstu árum.

Kvölddagskráin á stóra sviðinu á Bakkalág var flott. Emmsé Gauti, KK og Valdimar komu fram fyrir flugeldasýningu og Jón Jónsson að henni lokinni. Hér eru Valdimar og hljómsveit með þúsundir aðdáenda fyrir framan.

Margs konar viðburðir og sýningar voru um allan bæ en flestir þó við Í Duus-húsum var frábær stemmning á laugardegi, margir tónleikar sem Ungmennin okkar voru í miklu stuði eftir flugeldasýninguna og pöntHafnargötu. Hér er listankonan Gunnhildur Þórðardóttir sem sýndi í haldnir voru í tveimur sölum. Helstu kórar svæðisins komu fram og gestir uðu myndatöku. Það var sjálfsagt mál. Þetta er framtíðin! nutu flutningsins. Hér er Magnús Kjartans með Sönghópi Suðurnesja. Fishershúsi.


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 7. september 2017

Ljúfir tónar í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt KK fór á kostum í Kirkjuvogskirkju. VF-myndir/pket.

Kirkjan full af gestum sem fengu flotta tónleika.

Það var sannkölluð hátíð í bæ í Höfnum á sunnudag á Ljósanótt en þá voru tónleikar í Kirkjuvogskirkju þar sem Elíza Geirsdóttir Newman og KK komu fram. ■■Menningarfélagið í Höfnum var með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt en þar kenndi margra grasa eins og áður. Í þetta sinn fengu gestir innsýn inn í líf og list Hafnar-

búans, hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi, hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu. Valgerður Guðlaugsdóttir sýndi röð

vatnslitamynda sem hún nefnir „Ég sé rautt“ og er upplifun hennar á um­ hverfi sínu. Þá var í boði nýr varn­ ingur frá Menningarfélaginu, m.a. sérstakir Hafnabolir, derhúfur og póstkort. Hafnir eiga marga velunn­ ara og aðdáendur. Sjónvarp Víkurfrétta sýndi frá tón­ leikunum og ræddi við Elízu fyrir þá. Hægt er að sjá það á vf.is og á Face­ book-síðu Víkurfrétta.

Elíza söng nokkur lög og „hitaði“ upp fyrir KK.

Er slökkvitækið á sínum stað? SLÖKKVITÆKI, ELDVARNARTEPPI, REYKSKYNJARAR KOLSÝRUHLEÐSLA OG ÞOLPRÓFUN ÞRÝSTIHYLKJA

FJÖLBREYTTIR MÖGULEIKAR Á SÖNGNÁMI Laus pláss í söngdeild

Getum bætt við okkur nokkrum söngnemendum. Mjög spennandi verkefni framundan. Kennarar: Dagný Jónsdóttir, söngur Jóhann Smári Sævarsson, söngur Helga Bryndís Magnúsdóttir, meðleikur

IÐAVELLIR 3 – 230 REYKJANESBÆR – SÍMI 420 2020 – ELDVARNIR.IS YFIR 40 ÁRA REYNSLA AF SÖLU, EFTIRLITI OG ÞJÓNUSTU SLÖKKVITÆKJA

Byrjendanámskeið fyrir 15 ára og eldri:

Hefur þig alltaf langað til að læra að syngja en haldið að þú getir það ekki? Komdu þá á þriggja vikna námskeið fyrir byrjendur í söng og sjáðu hvort þetta er eitthvað fyrir þig. Eða kannski alveg í hina áttina..finnst þér gaman að syngja og hefur þú sungið allt þitt líf? Komdu þá og lærðu grunntæknina í söng svo þú getir sungið áfram allt þitt líf. Námskeiðið verður haldið 13. september – 4. október og kostar 15.000 kr. Kennt í einkatímum og hóptímum á léttan og skemmtilegan hátt. Kennari: Jóhann Smári Sævarsson.

Söngnámskeið fyrir kórfólk:

Ert þú í kór og langar að geta sungið betur, lagað öndunina, verða ekki eins þreytt(ur) eftir æfingar? Eða hefur þig alltaf langað til að syngja í kór en hefur ekki þorað? Komdu þá á fimm vikna söngnámskeið fyrir kórfólk og við skulum kippa þessu í liðinn. Námskeiðið fer fram 9. október – 11. nóvember og kostar 25.000 kr. Kennd verður raddbeiting, öndun og grunnatriði í tónfræði og nótnalestri. Kennt í einkatímum og hóptímum. Kennari: Jóhann Smári Sævarsson. Skólastjóri

Hjartans þakkir til allra sem sýnt hafa okkur fjölskyldunni samúð, styrk og aðstoð vegna veikinda og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, sonar og afa,

Tuma Hafþórs Helgasonar, sem kvaddi okkur þann 8. ágúst sl. á líknardeild Landspítalans í Fossvogi. Sigrún Þorsteinsdóttir Sara Dís Tumadóttir Helgi Týr Tumason Lára Hafrún Tumadóttir Brynjar Berg Tumason

Elsa Skúladóttir Helgi Þór Jónsson

Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og fósturföður,

Þorkels Indriðasonar, (Kela í HF). Njarðarvöllum 6, Njarðvík, áður að Melteigi 4, Keflavík,

Unnur Óskarsdóttir Sigurður Þorkelsson Louise Steindal Webb Marteinn Webb


fimmtudagur 7. september 2017

13

VÍKURFRÉTTIR

Reykjanesbær opnaði bókhaldið ●●taka skref í átt til framtíðar

S orpeyðin gar stöð S uðurne sja sf. Berg h ólabraut 7 - 230 Re yk jane sbær

Botnösku- og spilliefnaskýli 2017

Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. fyrir hönd Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í verkið: “Sorpeyðingarstöð Suðurnesja – Botnösku- og spilliefnaskýli 2017”. Verkið felst í að byggja 125 m² skýli sem ætlað er fyrir spilliefni, ásamt 66 m² skýli sem ætlað er fyrir botnösku. Báðum skýlunum skal skilað fullfrágengnum að utan og innan.

Frá opnun bókhalds Reykjanesbæjar í ráðhúsinu. VF-mynd/rannveig.

■■Reykjanesbær steig stórt skref í inn í framtíðina sl. föstudag og opnaði bókhald bæjarins á heimasíðu Reykjanesbæjar. Nú er hægt er að skoða tekju- og gjaldaliði alveg niður í einstaka birgja gegnum vef Reykjanesbæjar. Nú er fyrsti ársfjórðungur ársins 2017 aðgengilegur í Opna bókhaldinu og allt árið 2016. Ársfjórðungum verður bætt við um leið og árshlutauppgjör hefur verið sent til Kauphallar í samræmi við reglur um útgáfu skuldabréfa. Helga María Finnbjörnsdóttir viðskiptafræðingur í hagdeild Reykjanesbæjar segir markmiðið með opnun bókhaldsins vera það að gera fjárhagsupplýsingar aðgengilegar bæjarbúum og öðrum áhugasömum. Einnig að skýra frá ráðstöfun opinberra fjármuna sveitarfélagsins. „Stjórnendur Reykjanesbæjar hafa fundið fyrir auknum áhuga á rekstri bæjarfélags-

Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 22. janúar 2018. ins og gagnsæi í meðferð fjármuna. Þetta er skref í því að svara því kalli.“ Við hönnun og uppsetningu Opna bókhaldsins hefur sérstök áhersla verið lögð á skýrt, einfalt og notendavænt viðmót þannig að ekki sé þörf á mikilli fjármálaþekkingu til að afla sér gagnlegra upplýsinga. Helga segir kostina við opnun bókhaldsins vera skýra. „Kostirnir við gagnsæi af þessum toga eru margvíslegir. Með auknu aðgengi að upplýsingum og aðhaldi íbúa mun umræða verða upplýstari, ákvarðanataka betri og lýðræðisþátttaka aukast.“ Opna bókhaldinu er skipt í tvo hluta; tekjur og gjöld. Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði og hægt er að skoða heildartekjur valinna tímabila. Niðurbrot gjalda er sambærilegt en þar er einnig hægt að skoða niðurbrot niður á einstaka birgja.

Útboðsgögn á rafrænu formi verða afhent á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf., Víkurbraut 13, Reykjanesbæ, frá og með fimmtudeginum 7. september 2017. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 22. september 2017, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkaupi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum telji hann þau utan ásættanlegs kostnaðarramma.

TILLAGA UM SAMEININGU SVEITARFÉLAGSINS GARÐS OG SANDGERÐISBÆJAR Samstarfsnefnd um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar hefur tekið saman greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Á grundvelli hennar er það álit nefndarinnar að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna. Álit nefndarinnar og greinargerð hafa verið rædd við tvær umræður í bæjarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Minni kostnaður af skólagögnum en gert var ráð fyrir ■■Kostnaður Sveitarfélagsins Garðs var minni en gert var ráð fyrir þegar ráðist var í að hafa gjaldfrjálsan grunnskóla og útvega nemendum ókeypis skólagögn. Í minnisblaði Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra er vísað til samþykktar bæjarráðs um að nemendur Gerðaskóla fái til afnota skólagögn án

endurgjalds. Sveitarfélagið Garður var aðili að örútboði Ríkiskaupa á skólagögnum fyrir grunnskólanemendur. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir niðurstöðu örútboðsins, þar sem hagstæðasta tilboð felur í sér að kostnaður sveitarfélagsins verði mun minni en gert hafði verið ráð fyrir.

Mikið álag á starfsmanni heimaþjónustu í Garði ■■Mikið álag er á starfsmanni Sveitarfélagsins Garðs sem annast heimaþjónustu í fullu starfi og nokkur heimili bíða þess að fá þjónustu. Með auknum íbúafjölda í sveitarfélaginu mun þjónustuþörf aukast, samhliða auknum kröfum um markvissari stuðningsþjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda til að geta búið á eigin heimilum.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Garðs þar sem félagsleg heimaþjónusta var til umræðu og sat Una Kristófersdóttir frá félagsþjónustunni fundinn undir dagskrárliðnum. Lagt er til að sveitarfélagið ráði starfsmann í 50% viðbótar stöðugildi til að vinna að heimaþjónustu. Það var samþykkt á fundinum.

Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram 11. nóvember 2017 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun á kjördegi hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum sveitarfélaganna með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

5. september 2017. F.h. Sveitarfélagsins Garðs, Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

F.h. Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Skýrsla KPMG, “Sameining sveitarfélaga, sviðsmyndir um mögulega framtíðarskipan sveitarfélaganna” er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna; svgardur.is og sandgerdi.is.

Fimmtudagskvöld kl. 20:00


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 7. september 2017

Hálfrar aldar afmæli fagnað allt árið á Tjarnarseli - Allir hafa sitt að segja á elsta leikskóla Reykjanesbæjar

„Við erum alltaf að þróa okkur áfram, alltaf að gera betur,“ segir Árdís Jónsdóttir, leikskólastýra Tjarnarsels, en þann 18. ágúst síðastliðinn varð leikskólinn hálfrar aldar gamall. „Við erum búin að fagna allt árið. Sumarhátíð var haldin í lok júlí, á afmælisdeginum sjálfum var dansiball á leikskólunum og svo fórum við niður að sjó vikuna fyrir Ljósanótt þar sem bæjarstjórinn afhjúpaði söguskilti með krökkunum.“

Árdís með börnunum sínum.

Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanesbæjar en hann var stofnaður af kvenfélagskonum, sem Árdís segir hafa verið algjörar kraftakonur en þær unnu sjálfboðavinnu fyrst um sinn. Til að byrja með voru einungis tvær manneskjur, þær Dagmar Pálsdóttir og Margrét Jónsdóttir, sem pössuðu börnin á leikskólanum, sem voru um það bil 45 talsins á aldrinum tveggja og hálfs árs til fimm ára. Í dag eru 80 börn á Tjarnarseli og að sögn Árdísar hefur leikskólastarfið breyst mikið síðan hún hóf að starfa á leikskólum árið 1991. „Það eru ákveðnar kröfur gerðar. Við fylgjum aðalnámskrá leikskóla og hver leikskóli er svo með sína skólanámskrá. Að þessu leyti hefur þetta breyst mjög mikið, en við erum kannski líka að gera meiri kröfur til okkar. Það er mikill metnaður í leikskólastarfi í Reykjanesbæ.“

eins mikið og við getum. Svo leggjum við mikla áherslu á mál og læsi, útinám og vettvangsferðir.“ Útisvæði leikskólans hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2013 en þá fór leikskólinn í víðamikið verkefni þar sem kennarar og foreldrar veltu því fyrir sér við hvaða aðstæður þeim hefði fundist skemmtilegast að leika

Frá afhjúpun söguskiltis með Kjartani Má bæjarstjóra.

sér sem börn. „Hér var varla grænn blettur á svæðinu en þegar við vorum yngri fannst okkur flestum skemmtilegast að leika okkur úti í móa eða í fjöru. Við vildum breyta þessu og fórum í ferð til Hollands og skoðuðum náttúruleg útileiksvæði. Eftir það settum við upp vinnubúðir með börnunum og foreldrunum þar sem allir gátu komið með hugmyndir. Allir eiga að fá að hafa sitt að segja, stórir sem smáir. Tveir vinnudagar voru svo haldnir á laugardegi þar sem foreldrar mættu með börnin sín og við réðumst í þvílíkar framkvæmdir á útileiksvæðinu.“

Góð samskipti mikilvæg

Hún segir Tjarnarsel hlýlegan leikskóla sem leggi mikið upp úr góðum samskiptum við börn og foreldra. „Við reynum að upplýsa foreldrana Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Gamlar myndir frá Tjarna rseli úr safni leikskólans.


fimmtudagur 7. september 2017

Leikskólinn leggur mikla áherslu á mál og læsi.

Hundaskítur og tyggjó

Árið 2005 fóru börn Tjarnasels á fund Árna Sigfússonar, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að þau sáu ekki lengur út á sjóinn vegna sjóvarnargarðsins og fannst vanta útsýnispall. Útsýnispallurinn varð síðan að veruleika stuttu síðar. „Leikskólinn vinnur mikið með lýðræði og þegar það kemur eitthvað upp á þá ræðum við það hvernig þau geti fylgt hugmyndunum sínum eftir.“ Til móts við Ráðhús Reykjanesbæjar er skilti, hannað af börnum Tjarnarsels, þar sem vegfarendur eru beðnir um að henda hundaskít og tyggjó í ruslið. „Börnin lentu oft í því í vettvangsferðum að stíga í hundaskít og voru hneyksluð á tyggjóinu. Við ræddum það hvað við gætum gert í málunum og þau hönnuðu þetta skilti, bæjarstjórinn kom á leikskólann þar sem börnin kynntu málið og skiltið varð stuttu síðar að

veruleika. Í tilefni af stórafmæli leikskólans verður málþing haldið í Stapa þann 22. september næstkomandi þar sem aðal yfirskriftin er orðaforði. „Orðaforði skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir mál- og læsisþroska barna og hvernig þeim gengur í námi.

Að þessu leyti hefur þetta breyst mjög mikið, en við erum kannski líka að gera meiri kröfur til okkar. Það er mikill metnaður í leikskólastarfi í Reykjanesbæ.“ Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á það alveg frá því þau byrja hérna tveggja ára gömul.“ Í október verður sýning sett upp í Átthagastofunni á Bókasafni Reykjanesbæjar um sögu leikskólans. Þar verða til sýnis gamlar ljósmyndir af starfi leikskólans, leikföng og fleira sem nú er í varðveislu Byggðasafnsins. Á Tjarnarseli starfar öflugur faghópur að sögn Árdísar og mun hann halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf næstu árin.

Lærir læknisfræði í sínu fæðingarlandi

Vinkonur fagna því að hafa klárað lokapróf.

Börnunum á Tjarnarseli fannst ekki leiðinlegt að vera mynduð af ljósmyndara Víkurfrétta.

Fish House slær í gegn með fish and chips Fish House er staðsett í fiskibænum mikla, Grindavík.

●●Leyniuppskriftin er vinsæl hjá Kára Guðmundssyni eiganda Fish House er fersk ýsa. Ég hef verið spurður af kokkum hvernig ég geri fiskinn en meira er ekki gefið upp,“ segir hann léttur í lund. Sósuna útbýr hann svo sjálfur frá grunni. Kári hefur fengið ýmsa tónlistarmenn á staðinn og er stefnan sett á að halda tónleika af og til. Söngkonan Gréta Salóme og hljómsveit hennar Krátína-Folk band spilar á staðnum næstkomandi laugardag en tónleikarnir hefjast kl 22. Veitingastaðurinn hefur einungis verið lokaður í örfáa daga síðan Kári tók við rekstrinum en hann segist vera ofboðslega ánægður. „Þetta er pínu keyrsla en veitingastaðurinn er númer eitt, tvö og þrjú.“

Kári sér einn um eldhús Fish House og gerir það vel.

■■„Við erum að fá fólk aftur og aftur hingað,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House í Grindavík en staðurinn er orðinn þekktur fyrir fish and chips eftir að Kári tók við rekstrinum fyrir rúmlega ári síðan. „Ég hef heyrt að fólki finnist gaman að keyra Suðurstrandarveginn og koma til Grindavíkur. Hér eru fullt

15

VÍKURFRÉTTIR

af veitingastöðum með góðum mat,“ segir Kári en í Grindavík, fiskibænum mikla, er til að mynda hægt að fá fish and chips á fimm stöðum. „Ég er ofboðslega ánægður með umsagnirnar frá fólki. Þær halda manni gangandi,“ segir Kári. Fish House býður upp á alls konar mat en Kári vill ekki gefa upp uppskriftina að fish and chips. „Þetta

Einn af vinsælu réttum Fish house.

■■„Ég elska Pólland að mörgu leyti. Pólland varð fyrir valinu því hér eru ekki margir Íslendingar og ég hélt ég fengi þá kannski fulla upplifun á því hvernig það væri að búa í öðru landi,“ segir Dominika Wróblewska, en hún stundar nám í læknisfræði við læknaháskólann í Bialystok í Póllandi. Dominika hefur búið á Íslandi síðan hún var aðeins fimm ára gömul en hana langaði að komast í aðra menningu, kynnast nýju fólki og prófa að standa á eigin fótum í landinu sem hún fæddist í. „Auðvitað var ein aðal ástæða þess að Pólland varð fyrir valinu sú að ég get talað pólsku og að fjölskylda mín búi á þessum slóðum. Ég hafði möguleika á að fara í skóla í Ungverjalandi en eftir að hafa farið í heimsókn til Bialystok ákvað ég að prófa að sækja um í Póllandi og komst inn þar. “ Námið í Póllandi er svipað því á Íslandi að sögn Dominiku, en hún byrjar á sínu þriðja ári í læknisfræðinni nú í haust. Hún segir Pólland ólíkt Íslandi, það sé ódýrt, fátækt sé meiri þar en á Íslandi og mismunandi hugsunarhættir og viðhorf fólks. „Maður tekur eftir því þegar maður kemur til Íslands hversu framarlega við stöndum í ýmsu, svo sem mannréttindum og heilbrigðismálum og

þá verður maður þakklátur. Pólland er hægt og rólega að byggjast upp og breytast og er þekkt fyrir gott menntakerfi þar sem menntastigið þykir hátt. Þar eru margir góðir háskólar og kennarar og einnig margir fallegir og söguríkir staðir. “ Eftir námið stefnir Dominika á það að koma aftur til Íslands í einhvern tíma. „En svo veit maður aldrei.“

Dominika ásamt bekkjarfélaga sínum.

HÓPFERÐIR HVERT Á LAND SEM ER Erum með 10 til 67 manna bíla Endilega sendið okkur póst á sbk@sbk.is og við gerum ykkur tilboð Kveðja SBK

SBK • Grófin 2–4 • 230 Reykjanesbæ • Sími 420 6000 sbk@sbk.is • sbk.is


16

VÍKURFRÉTTIR

Gamla félagsheimilið Festi er orðið glæsilegt hótel.

fimmtudagur 7. september 2017

Séð inn í eitt af smekklegum herbergjum hótelsins.

Geo Hotel leggur mikið upp úr því að hafa afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Staðsetning hótelsins heillar marga ferðamenn en það eru aðeins tíu mínútur frá hótelinu að Bláa Lóninu.

Við Stóru-Vogaskóla í Sveitarfélaginu Vogum, vantar kennara í smíði og umsjónarkennara á yngsta stigi.

Menntunarkröfur: kennsluréttindi.

Nánari upplýsingar veita: Svava Bogadóttir, skólastjóri og Hálfdan Þorsteinsson ðstoðarskólastjóri í síma 440-6250. Einnig er hægt að enda fyrirspurnir og umsóknir á: skoli@vogar.is www.storuvogaskoli.is

aun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands slands og Launanefndar Sveitarfélaga.

Þarf að bæta samgöngur til Grindavíkur ●●segir Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir hótelstjóri Geo Hotel. ● Reksturinn hefur gengið vel en samdráttur í bókunum fyrir næsta ár

Umsóknarfrestur er til 27. maí.

SVEITARFÉLAGIÐ VOGAR

Bæjarstjóri óskast Vogar Sveitarfélagið Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra í Sveitarfélaginu ogaðilafélagsmálafræðingur Vogum.TómstundaVið leitum að kraftmiklum til að leiða áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.

óskast

Menntunar- og hæfniskröfur Sveitarfélagiðsem Vogar til umsóknar starf tómstunda • Háskólamenntun nýtistauglýsir í starfi erlaust skilyrði. og félagsmálafræðings. Um framtíðarstarf • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg. Þekking og er að ræða. reynsla í opinberri stjórnsýslu er skilyrði. • Jákvæðni framúrskarandi hæfni í mannlegum og umsjón með framStarfið og felur í sér ábyrgð á skipulagningu samskiptum. kvæmd félags- og menningarstarfs fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Megin markmiðið er að bjóða bæði eldri og yngri íbúum sveitar-

Umsóknum skal skila fyrir 20. nóvember á skrifstofu félagsins upp gæða2 eða félagsog menningarstarf í góðu samráði Sveitarfélagsins VogaáIðndal á netfangið við öldungaog ungmennaráð. skrifstofa@vogar.is. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem Verksvið gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir Helstu verkefni felast í skipulagningu og mótun dagskrár hæfni viðkomandi í starfið.

félagsstarfs sem uppfyllir þarfir og kröfur notenda þjónustunnar. Framkvæmd á dagskrá ogAtladóttir, þátttaka í skipulagningu og Upplýsingar umviðburða starfið veitir Inga Sigrún framkvæmd stærri viðburða innan sveitarfélagsins. Skipulagning inga.sigrun@vogar.is s. 844-8510. Einnig er tómstunda- og félagsmálaog utanumhald vinnuskólans. fræðingur næsti yfirmaður starfsfólks í félagsmiðstöð ungmenna og starfsmanns í Álfagerði.

Hæfniskröfur

Háskólamenntun (B.A. gráða hið minnsta) í tómstunda- og félagsmálafræði er skilyrði. Hugmyndaauðgi, góð verkkunnátta og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga frumkvæði að þeim verkefnum sem starfinu tilheyra. Lipurð í mannlegum samskiptum og samstarfsvilji. Góð þekking og/eða reynsla af félagsstarfi. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson í síma 867-8854. Umsóknarfrestur er til 16. september 2017. Umsóknum skal skila á netfangið stefan@vogar.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Greta Salóme - Krátína Folk Band

Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir er hótelstjóri á Geo Hotel í Grindavík en hótelið er til húsa í gamla Festi og hefur reksturinn síðastliðin tvö ár gengið mjög vel. Lóa segist hins vegar finna fyrir því að hátt gengi krónunnar sé farið að segja til sín og að ferðamaðurinn spari örlítið meira en hann gerði áður. Vantar betri samgöngur Geo Hotel leggur mikið upp úr því að hafa afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Staðsetning hótelsins heillar marga ferðamenn en það eru aðeins tíu mínútur frá hótelinu að Bláa Lóninu og þeir sem gista á hótelinu geta fengið far í Lónið ef þeir óska eftir því. „Við mælum samt sem áður með því að fólk sé á eigin bíl ef það ætlar að skoða sig um, sérstaklega ef það stoppar stutt,“ segir Lóa, en samgöngur á milli Grindavíkur og höfuðborgarinnar og til Reykjanesbæjar eru af skornum skammti og Lóa segir að bæta þurfi verulega úr þeim. Hún segir einnig að rútuferðir frá Bláa Lóninu og til Reykjavíkur séu vel nýttar af þeim sem gista hjá þeim en að ferðamaðurinn sé samt sem áður bundinn opnunartíma Bláa Lónsins sem styttist á veturnar. Sumum finnst það ekkert mál á meðan öðrum langar að vera lengra fram á kvöld í höfuðborginni til þess að borða góðan mat og njóta kvöldsins. Þá er eini valkosturinn leigubíll ef þú ert ekki með bílaleigubíl. Verð á leigubíl frá Reykjavík til Grindavíkur getur kostað svipað og gisting yfir eina nótt á hótelinu. Geo Hotel er með 36 herbergi og 75 rúm og hafa gestir verið duglegir að gefa því einkunn á Facebook síðu þess, sem og á Trip Advisor. Morgunmaturinn er lofaður, flestir eru sammála því að það sé notalegt að gista á hótelinu og að rúmin séu góð, frábært sé að hafa Nettó búðina við hliðina á hótelinu, sundlaugin sé nánast í bakgarðinum og humarsúpan á Bryggjunni er orðin heimsfræg að

sögn Lóu. Það skemmir heldur ekki fyrir að flugvöllurinn sé í tuttugu mínútna fjarlægð. Erfitt að ráða starfsmenn Það er orðið erfiðara að ráða fólk í vinnu að sögn Lóu en hún finnur fyrir því eins og aðrar starfsstéttir. Fólk sem vinnur á hótelinu þarf helst að vera búsett í Grindavík eða nágrenni þess og það getur reynst erfitt vegna skorts á húsnæði. Lítið sem ekkert leiguhúsnæði er í boði og því erfitt að fá fólk til vinnu. Fáir vilja líka nota einkabílana sína til að keyra á milli vegna kostnaðar og komutími rútunnar til Grindavíkur hentar ekki alltaf vinnutíma hótelsins. „Gengið tekur sinn toll finn ég. Fólk fer ekki eins mikið út að borða og það gerði áður. Það fer mikið í Nettó og kaupir sér eitthvað frekar en að fara út að borða.“ Eftir að gengið hækkaði segist Lóa taka vel eftir því eftir að ferðamenn fari minna út að borða því ruslið og matarafgangar hafi aukist töluvert inni á herbergjum. Þjónusta í Grindavík hefur aukist til muna á síðastliðnum tveimur árum, Nettó lengdi opnunartímann sinn og einn veitingastaður hefur bæst við flóruna. „Það er mikill uppvöxtur í ferðamannaiðnaðinum hér í Grindavík,“ segir Lóa en litlar sem engar samgöngur til og frá bænum hafa neikvæð áhrif. Sækja í kyrrðina Ýmsar náttúruperlur eru í nágrenni Grindavíkur, þar á meðal Hópsnesið. „Ferðamönnum finnst gott að koma

Lóa Bergljót Þorsteinsdóttir, hótelstjóri. í kyrrðina og vera með sjálfum sér. Starfsmenn hótelsins eru duglegir að segja þeim frá ýmsum gönguleiðum á svæðinu, til dæmis Hópsneshringnum þar sem skipsflök og húsarústir eru ásamt kindum og hestum. Þessi kyrrð og útivera gerir flesta dolfallna, margir fara líka þangað til að sjá sólarlagið,“ segir Lóa. Bókað er langt fram í desember hjá Geo Hotel og eru áramótin þéttbókuð enda vinsæll tími fyrir ferðamenn hér á landi. Lóa segir hins vegar að hún sjái minnkun í bókunum vegna skattlagningar á ferðamannaiðnaðinn, ásamt háu gengi krónunnar.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

Laugardaginn 9.sept - 22:00 Fish House - Bar & Grill - Grindavík Stuð-fiðlubræðingur og Palm West hitar upp með sínu gæða kántríi! Aðgangseyrir 2000

Eftirtaldar bifreiðir og aðrir lausafjármunir verða seldar miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 12:15 við skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík: AH923 AM291 BK748 BN681 DH383 DJ742 DX626 FD002 FDD31 FS976 IXV38 JF060 JJ580 JN337 JS444 KS965 KY886 LK626 LO141 LX785 MX662 NK449 NP164 NV452 NV627 OF576 OG864 ON554 PD679 PN640 RS808 RV300 SL536 SS200 ST054

TD680 TT130 UD490 US485 VB714 YGY40 YR321 YS330 YU399 ZR457 ZS899 ZY987. Krani Terex 1999 30 T, BS -0163.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. september 2017, Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


fimmtudagur 7. september 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Vilja minnka álag kennara og mæta ólíkum námsþörfum nemenda Hilmar Geir Eiðsson er stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Costner og meðstofnandi Kara Connect. Hann á rætur sínar að rekja til Suðurnesjanna og eyddi stórum hluta uppvaxtaráranna sinna hjá ömmu sinni og afa á Heiðarbrúninni í Keflavík og vann hann fyrir afa sinn og pabba uppi á Velli hjá varnarliðinu í nokkur ár. Þeir eru miklar fyrirmyndir Hilmars og stærsta ástæða þess að hann fór út í eigin rekstur. „Við höfum heyrt frá kennurum að í dag sé þó nokkur pressa á skóla að bjóða upp á einstaklingsmiðað nám og ólíkar nálganir eru teknar til að mæta þeim þörfum. Sumir hafa re ynt að skipta nemendum upp í hópa eftir getu en rannsóknir hafa sýnt fram á að sú nálgun sé ekki endilega sú besta. Best væri ef ólíkir nemendur gætu unnið í sama umhverfi Hilmar Geir Eiðsson, stofnandi nýóaðgreindir og unnið að og ner Cost isins rtæk rfyri sköpuna verkefnum sem henta ect. Conn meðstofnandi Kara viðkomandi getu. Því þykir okkur mikilvægt kennarinn geti haft góða yfirsýn yfir framvindu nemenda í „Ég vissi að það yrði mikil vinna að bekknum þrátt fyrir að nemendur stofna eigið fyrirtæki en sem elsta vinni á ólíkum hraða og jafnvel í barnabarn Hilmars Rafns Sölvasonar ólíkum forritum.“ þá er ekki annað hægt en að leysa öll Finnland fremstir í flokki verkefni með jákvæðni og dugnaði. Ég hef það frá honum að vera dugHverjir þróuðu og hönnuðu þessi forrit? legur og jákvæður enda er hann enn í „Við erum með gríðarlega stórt teymi fullu fjöri og fer í skíðaferðir nú komsem hefur unnið þrekvirki síðustu inn á níræðisaldur. mánuði. Aðalheiður Hreinsdóttir Ég var svo heppinn að fá tækifæri til einn meðstofnenda, tók stöðu mína að spila knattspyrnu með Keflavík í sem framkvæmdarstjóri eftir að ég tvö ár sem var mikil reynsla. Eftir að stofnaði Köru Connect, hún hefur ég færði mig um set fór bæði áhuggert kraftaverk ásamt litlu teymi forinn að minnka og meiðsli að verða ritara. Þau hafa smíðað bæði allt viðtíðari. Á þessum tímapunkti var ég mót fyrir kennara, öll námsforritin á fullu í Háskólanum í Reykjavík og þrjú og auk þess hafa þau unnið að búinn að stofna mitt fyrsta fyrirtæki, hugmyndafræðinni að baki lausnnýsköpunarfyrirtækið Costner. Þegar inni. Virtur og öflugur finnskur ég útskrifast flækist staðan enn frekar menntahraðall hefur boðið Costner og verkefnin voru orðin miklu fleiri upp á samstarf sem felst meðal annars þar sem ég dróst inn í annað fyrirí því að aðstoða við uppbyggingu og tæki sem heitir Kara Connect. Þar er þróun fyrirtækisins. Finnland er með ég meðstofnandi en það fyrirtæki er eitt öflugasta menntakerfi heims og afsprengi fjarþjónustu fyrirtækisins Costner gæti lært ýmislegt af þeirra Trappa.“ hugmyndafræði. Okkur þykir sannur Costner er sprotafyrirtæki sem sérheiður að vera valin enda eru innan hæfir sig í hugbúnaðarlausnum innan við 10% af umsækjendum sammenntageirans. þykktir.“ Í dag býður Costner upp á Kafteininn Forritin sem Costner býður nú þegar sem er mælaborð kennarans ásamt upp á eru fyrir 1.-3. bekk og segir því að námstengdu forritunum MálHilmar að stefnan sé sett á að bjóða farinn, Fróði og Prím sem eru fyrir upp á enn frekari stuðning fyrir yngri nemendur. nemendur á næstunni, stærðfræðileikurinn Prím verið þróaður með yngri nemendur í huga. Stafrænn dauði Byggja á fjarskiptatækni „Hugmyndin með Costner var fyrst og fremst sú að við vildum einfalda Hvaðan kemur hugmyndin um aðgengi og utanumhald námsframKara Connect? vindu í forritun sem önnur fyrirtæki „Upphaflega var Þorbjörg Helga Vighafa þróað. Það sem er nýstárlegt við fúsdóttir að keyra tilraunaverkefni á þessa hugmynd er að hingað til hafa Patreksfirði og leiðir okkar lágu fyrst fáir námsleikir birt gengi nemenda á saman í gegnum sameiginlegan vin rauntíma en hvergi hefur hugmyndaokkar sem er prófessor í HR en við fræðin verið sú að birta framvindu höfðum bæði brennandi áhuga á að nemenda úr ólíkum forritum. Við hjálpa þeim sem ekki fengu þá þjónerum nú þegar búin að búa til þrjá ustu sem þeir áttu rétt á. Fyrirtækið ólíka en mjög öfluga námsleiki og Kara Connect hannar hugbúnað sem getum við því sannreynt vöruna sem heitir Kara og er byggður á fjarskiptavið erum að gera núna en við stefnum tækni sem gerir skjólstæðingum og þó að því að útvíkka eitt af forritum sérfræðingum kleift að þiggja og veita okkar. Það heitir Málfarinn og snýr bestu fáanlegu þjónustu og meðferð eingöngu að íslensku. Markmiðið sem völ er á, óháð staðsetningu og okkar er að bæta inn síðar meiri tíma.“ þjálfun í stafsetningu og lestri. Hin námsforritin eru auðvitað einnig á Er mikilvægt að sem flestir hafi íslensku en það besta sem við getum greiðan aðgang að sérfræðiþjóngert er að styðja við íslenskt hugvit ustu? ef ekki á að fara illa og það er okkar „Það er mjög mikilvægt og réttur markmið hjá Costner.“ okkar að hafa aðgengi að slíkri þjónustu samkvæmt lögum. Ekki bara Þið hafið farið í nokkra skóla til það að hafa aðgengið heldur að allir þess að prófa forritið, hvernig hefur hafi það hvort sem þeir búi á höfuðþað gengið? borgarsvæðinu eða Grímsey.“ „Mjög vel. Áherslan okkar liggur í Staðsetningin skiptir ekki máli að létta á álagi kennara og viðbrögð þeirra hafa verið mjög jákvæð“. Horfið þið mikið til landsbyggðarMæta þörfum nemenda innar þar sem sérfræðiþjónusta er Hversu mikilvægt er að allir geti af skornum skammti? unnið á sínum hraða?

„Við gerðum það í fyrstu en ekki lengur. Þú getur alveg eins verið sérfræðingur og búið í Grímsey og sinnt einstaklingum sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Í dag erum við með sérfræðinga í Reykjavík sem sinna einstaklingum þar í gegnum Köru. Það er allur gangur á því hvar staðsetningin er en vissulega er þörfin meiri á landsbyggðinni.“ Hilmar segir þau hafi lagt inn nokkrar tillögur til heilbrigðisráðuneytisins eftir fund með ráðherra um stöðu mála í fjarþjónustu. Ein tillagan var að setja upp „Körurými“ til dæmis á Heilsugæslu Suðurlands með það að markmiði að ná fram heildstæðari þjónustu í geðheilbrigði, auka þar með aðgengi að þjónustu sérfræðinga og kynna nýjar leiðir með tækni fyrir öllum þátttakendum verkefnisins. „Með því að bjóða upp á slíka þjónustu væri hægt að draga úr ýmsum kostnaði til dæmis vegna ferðalaga, vinnutaps og óskilvirkni á meðhöndlun vandamáls. En tillagan er enn til skoðunar. Það er okkar skoðun að stjórnvöld og stofnanir séu of uppteknar til þess

Nemendur í Háaleitisskóla.

að innleiða tækni og verkferla til þess sem leiða til hagræðingar og aukinnar

skilvirkni en við erum þó nokkuð á eftir öðrum Skandinavíuþjóðum.“

Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldi í sex löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi.

Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á Ólaf Arnarsson netfang: oar@stoltseafarm.com Umsóknarfrestur til 24. september 2017

HS Veitur hf óska eftir öflugum starfskrafti í þjónustuver í Reykjanesbæ Helstu þættir starfsins eru: - Símsvörun - Skráning beiðna í upplýsingakerfi - Almenn afgreiðsla og móttaka viðskiptavina - Skráning, úrvinnsla, eftirlit og fl.

Hæfniskröfur - Reynsla og eða menntun sem nýtist í starfi - Mjög góð tölvuþekking - Góð íslensku- og enskukunnátta - Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Eva Jónsdóttir deildarstjóri þjónustu í síma 422 5200. Umsækjendur sækja um störfin á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2017. Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að efla sig í starfi með frumkvæði, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum. HS Veitur varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf. var skipt upp. HS Veitur annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvar HS Veitna hf eru fjórar, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá HS Veitum hf starfa 98 starfsmenn.

HS VEITUR HF www.hsveitur.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 7. september 2017

Íþróttir á Suðurnesjum

Stuðningur bæjarbúa ómetanlegur segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga sem bjóst ekki við að félagið yrði í baráttu um Evrópusæti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla, er hæstánægður með gengi liðsins í sumar. Fimm leikir eru eftir af deildinni og stefnan er sett á Evrópusæti en þó eru erfiðir útileikir eftir. Óli Stefán vonast til þess að Keflvíkingar tryggi sér sigur í Inkasso-deild karla því Suðurnesjaleikirnir séu þeir allra skemmtilegustu. Blaðamaður Víkur­frétta hitti Óla Stefán og spjallaði um sumarið, framhaldið og markmið liðsins.

Baráttuleikur í Kaplakrika

Eins og staðan er í dag er FH jafnt Grindavík að stigum en er með betri markatölu og eiga leik til góða. „Á sunnudaginn er tækifæri fyrir okkur að velta FH-ingum af stalli. Þeir eru með mjög gott lið en hafa verið að ströggla aðeins í deildinni. Við eigum erfiða útileiki eftir gegn FH, ÍBV og KA. Mér persónulega finnst samt alltaf gaman að spila þessa leiki. Ég elska að fara út á land og spila. Við reynum alltaf að búa til góða stemningu í kringum útileikina og lítum jákvætt á þá. Grindavík hefur verið að sýna góða spilamennsku í síðustu leikjum sínum og við ætlum að taka frammistöðuna úr þeim leikjum, vinna úr henni og tryggja lokaleikina.“

Misstu þrjá heimamenn

Óli Stefán segir sínum mönnum til á hliðarlínunni.

Einn leikur í einu

Grindavík á leik gegn FH á heimavelli Hafnfirðinga næstkomandi sunnudag. „Það eru smávægileg meiðsli innan hópsins hér og þar en við erum með fínan hóp til þess að díla við þetta allt saman. Í dag er stefnan tekin leik fyrir leik, sem stendur erum við í skemmtilegu tækifæri, bullandi Evrópusætabaráttu. Þetta gæti farið á báða bóga, getum sogast niður töfluna ef við erum ekki grimmir að sækja úrslit eða við gætum lent í Evrópukeppninni ef við gefum allt í leikina og fáum góð úrslit. Það er virkilega spennandi.“

Stuðningurinn mikilvægur

„Stuðningur liðsins og kúltúrinn í kringum liðið hefur breyst mikið, við höfum fundið mikinn stuðning bæði á vellinum og úti í bæ. Þó svo við höfum verið að tapa þá er stuðningurinn sterkur, meira að segja þegar

við höfum tapað stórt. Svona skilgreini ég einmitt stuðning, það er ekkert mál að styðja þegar gengur vel en það reynir á þegar illa gengur. Mér fannst fólk halda vel við bakið á okkur þegar illa gekk. Það er búið að vera mikil vinna að sækja stuðninginn, mikil vinna inn á við og núna er hún að skila sér. Mér finnst það jákvætt og skemmtilegt þegar það ríkir jákvæðni og samstarf.“ Kemur velgengni liðsins þér á óvart? „Mitt markmið var að staðsetja liðið í deildinni og ég bjóst ekki við því að við myndum byrja eins raunin var. Við fengum góð úrslit, vorum að spila vel en svo jafnaðist þetta allt út á slæmum kafla en það voru risa úrslit okkur í hag til að byrja með. Ég bjóst alveg við því að við myndum halda okkar veru í þessari deild en að vera að berjast um Evrópusæti er eitthvað sem ég bjóst ekki við á þessum tímapunkti.“

Markmið Grindavíkur var að ná í 22 stig og halda þar með sæti sínu í deildinni. Óli Stefán segir að liðið hafi verið ansi nálægt því snemma í sumar en þurfti aðeins að bíða eftir því að komast yfir stigalínuna. „Það kom á endanum og við höldum ótrauðir áfram og viljum gera betur en Grindavík hefur gert áður stigalega séð en besti árangur Grindavíkur er 31 stig. Við eigum sex stig í það og vinnum þetta leik frá leik.“

Óli Stefán gefur leikmanni Grindavíkur góð ráð áður en hann fer inn á völlinn.

Umsjónarmaður fasteigna Umsóknarfrestur

Sæktu um starfið á

Fasteignafélagið TF KEF ehf. óskar eftir að ráða umsjónarmann með rekstri fasteigna á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hæfniskröfur Nám í byggingariðnaði eða tækni­ menntun er kostur. Reynsla af umsjón fasteigna. Góð almenn íslensku­ og tölvukunn­ átta, lágmarkskunnátta í ensku. Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund. Snyrtimennska, nákvæmni í starfi og stundvísi.

Um er að ræða 5 fasteignir í útleigu, samtals 10.501m2 sem skiptist í 121 herbergja hótel, 91 íbúðir og geymslu­ húsnæði. Leitað er að þjónustulund­ uðum, samviskusömum, handlögnum og skipulögðum, einstaklingi sem getur borið ábyrgð á daglegum rekstri á fasteignum félagsins og á auðvelt með mannleg samskipti.

vinna.is

Skýr markmið frá byrjun

„Við höfum alltaf haft skýr markmið, vissum hvað við getum og hvert við ætluðum, þau markmið voru skýr á fimm ára planinu. Við erum tveimur árum á undan því eins og staðan er í dag. Fimm leikir eru samt sem áður eftir af tímabilinu og það væri frábært að komast í Evrópukeppnina.“

TF KEF

14. september

Óli Stefán segir að breiddin í hópnum sé góð, það sé skemmtileg blanda af erlendum leikmönnum, heimamönnum og leikmönnum sem koma ekki frá Grindavík en spila með liðinu. „Ég hef reynt að búa til lið sem státar af fleiri heimamönnum en það auðveldaði okkur hins vegar ekki að missa þrjá sterka leikmenn á besta aldri. Jósef, Óli Baldur og Markó fóru eða hættu og því er þessi vinna byrjuð aftur. Marínó Axel hefur komið mjög sterkur inn og það eru leikmenn sem fæddir eru 1999, 2000 og 2001 sem koma sterkir inn á næstu einu til tveimur árum.“

Gróska hjá Suðurnesjaliðunum

„Nánast öll liðin í knattspyrnunni á

Grindvíkingar fagna marki sínu ákaft við hornfánann í leik gegn KR.

Suðurnesjum hafa verið að standa sig mjög vel í boltanum. Ég vona persónulega að Keflavík komist upp í Pepsi-deildina því það er lang skemmtilegast að spila þar. Stelpurnar hér í Grindavík eru á svipuðu róli og við að reyna að staðsetja sig í deildinni með ungt og efnilegt lið, góða erlenda leikmenn og stelpur sem koma ekki héðan. Það eru spennandi tímar á þessu svæði og það sýnir að fólk er að vinna sína vinnu vel sem er mikilvægt í þessum bransa.“

Alltaf hægt að bæta aðstöðuna

Grindvíkingar geta æft allt árið í Hópinu sem er knattspyrnuhús en Óla Stefáni finnst vanta gervigrasvöll úti. „Það væri frábært að fá útivöll í fullri stærð, þá gætum við spilað alla okkar vetrarleiki hér í Grindavík og þyrftum ekki að sækja þá út fyrir bæjarfélagið. Við eigum alltaf að reyna að bæta aðstöðuna okkar og þrýsta á bæjaryfirvöld. Það er líka mikilvægt að miða sig við bestu aðstöðuna, ekki næst bestu. Í bæjarfélagi eins og okkar sem stendur sterkt að vígi ætti það ekki að vera neitt mál.“

ATVINNA

Óskum eftir trésmiðum eða vönum byggingaverkamönnum, íslensku- eða enskukunnátta skilyrði. Upplýsingar ásamt ferilskrá sendist á netfangið andres@hjalti.is

vinna.is/storf

� � � � �

Um er að ræða fullt starf sem unnið er í nánu samstarfi við stjórn félagsins og leigutaka. Æskilegt er að um­ sækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Víkurbraut 3 - 230 Reykjanesbæ - Sími 421 4443

GRÖFUÞJÓNUSTA TRYGGVA EINARS ATVINNA Gröfuþjónusta Tryggva Einars ehf. óskar eftir að ráða vanan bílstjóra og verkamann í vinnu. Upplýsingar í síma 899 8144, Einar


fimmtudagur 7. september 2017

19

VÍKURFRÉTTIR

Knattspyrnusamantekt Markmaður Keflavíkur varði tvær vítaspyrnur

■■Keflvíkingar gerðu sér góða ferð norður á miðvikudaginn í síðustu viku þegar þeir mættu Þór í Inkasso deildinni. Þeir eru á góðri leið að tryggja sér sæti í Pepsideild karla. Mörk Keflavíkur skoruðu Adam Árni Róbertsson á 32. mínútu, Jeppe Hansen úr víti á 39. mínútu og lokamark Keflavíkur skoraði Lasse Rise einungis mínútu eftir mark Jeppe. Markmaður Keflvíkinga, Sindri Kristinn Ólafsson, fór á kostum í leiknum en hann varði tvær vítaspyrnur.

Njarðvík á toppi annarar deildarinnar

■■Njarðvíkingar unnu lið Vestra í 2. deildinni síðastliðinn laugardag á Njarðtaksvellinum. Þeir nálgast Inkasso deildina óðum og tróna á toppi annarrar deildarinnar með 41 stig. Staðan var orðin 2-0 þegar einungis fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum en Kenneth Hogg skoraði bæði mörkin. Birkir Freyr Sigurðsson kom Njarðvík í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks. Lokatölur leiksins urðu 3-1.

Víðir í toppbaráttu í annari deildinni

■■Víðismenn mættu Tindastól á Sauðárkróksvelli í 2. deildinni á laugardaginn þar sem lokaniðurstöður urðu 4-2. Mörk Víðismanna skoruðu Ari Steinn Guðmundsson á 52. mínútu og Patrik Snær Atlason á 90. mínútu. Þetta tap Víðismanna gæti reynst þeim dýrkeypt en með sigri í þessum leik hefðu þeir verið aðeins einu stigi á eftir Magna sem er í öðru sæti deildarinnar en Víðir er því þriðja. Víðir og Njarðvík eigast við næstkomandi laugardag kl. 14 á Nesfisk-vellinum. Stórleikur þar á ferðinni þar sem barist verður um hvert stig á lokasprettinum.

Erfið lokabarátta hjá Reyni Sandgerði

■■Reynir gerði góða ferð til Ólafsfjarðar síðastliðinn sunnudag þegar þeir mættu KF í þriðju deildinni. Reynir sigraði KF með einu marki gegn engu og var það Dimitrije Pobulic sem skoraði mark Reynis á 29. mínútu. Sem stendur er Reynir í 9. sæti 3. deildarinnar eða næst síðasta sæti. Reynir er með þrettán stig en til þess að halda sér áfram í þriðju deildinni þurfa þeir sigur í tveimur síðustu leikjum deildarinnar. Þeir þurfa einnig að vona að Dalvík/ Reynir næli sér einungis í eitt stig í tveimur síðustu leikjum sínum.

STÖRF HJÁ IGS EHF.

Grindavík missir mikilvæga leikmenn

■■Grindavík mætti Val á heimavelli í Pepsi-deild kvenna síðastliðinn miðvikudag og endaði leikurinn með sigri Vals og urðu lokatölur leiksins 0-3. Grindavík er sem stendur í sjöunda sæti Pepsi-deildar kvenna. Grindavík lék án Guðrúnar Bentínu Frímannsdóttur og Söru Hrundar Helgadóttur. Sara hefur nú lagt skóna tímabundið á hilluna vegna tíðra höfuðhögga og heilahristinga, óvíst er hvort Bentína spili meira með liðinu í sumar. Grindavík mætir FH næst á Kaplakrikavelli þann 6. september.

DEILDARSTJÓRI FRÍLAGERS

IGS ehf leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi starf deildarstjóra Frílagers.

Keflavík með sigur á heimavelli

■■Keflavík sigraði Þrótt Reykjavík á heimavelli í fyrstu deild kvenna síðastliðinn föstudag. Þóra Kristín Klemenzdóttir tryggði Keflavík stigin þrjú og kom markið á 47. mínútu. Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar. Natasha Moraa Anasi leikmaður Keflavíkur spilaði sinn fyrsta leik í sumar eftir barneignarfrí. Síðasti leikur Keflavíkur fer fram þann 9. september næstkomandi en þá mætir Keflavík Víkingi Ólafsvík á Nettóvellinum.

Helstu verkefni.

• • • •

Ábyrgð á daglegum rekstri frílagers Birgðastýring Áætlanagerð Dagleg samskipti við viðskiptavini og stofnanir

• • • • • • •

Háskólamenntun eða sambærileg menntun Góð Excel og bókhalds þekking Hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun Góð íslensku- og enskukunnátta Mikið frumkvæði og frjó hugsun Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Útsjónarsemi og heiðarleiki.

Hæfniskröfur:

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS (www.igs.is) fyrir 21. september 2017

Verne Global is a multinational company which offers data center space with an affordable 100% carbon neutral power solution that has unparalleled pricing predictability; a range of server density options; and efficiency without extra expense by using natural cooling.

Controller Verne Global is looking for a vibrant employee who is analytical, accurate and highly motivated. This is an exciting role with global responsibility for companies in the US, UK and Germany in addition to companies in Iceland. Verne Global is based in Reykjanesbær. Job description:

Job qualifications:

• Responsible with the Finance Manager for the hands on, day to day responsibilities of the accounting function • Responsible for a timely and accurate monthly close including the reconciliation of all general ledger accounts • Bank reconciliations • Preparation of monthly, quarterly and annual consolidated financial statements prepared on an IFRS basis. Research IFRS issues as they arise • Preparation of management reporting • Coordination of VAT filings • Ownership of the Accounts Payable Function

• Relevant educational background • Accounting experience preferably public accounting and global experience • Good organizational, time management, customer service and problem-solving skills • Ability to work well independently • Strong written and verbal communication skills • The ability to write and speak fluent English • The ability to read Icelandic is also required • Broad general knowledge in basic Office programs. NAV experience a plus

SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700

For more information contact: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Inga S. Arnardóttir inga@hagvangur.is Please fill out application on hagvangur.is Application deadline: September 12


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Smoke get’s in your eyes – ætli það dugi til að svæfa kísilverið?

instagram.com/vikurfrettir

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

ENNEMM / SÍA /

Ég var talsvert föst í þeirri hugsun svona þegar ég var að nálgast miðjan aldur, hvernig líf mitt hefði orðið öðruvísi ef ég hefði vitað jafn mikið um lífið og tækifærin sem bjóðast þegar ég var unglingur. Af þeim sökum hef ég tekið ófáa fjölskyldufundi með dætrum mínum tveimur undanfarið, þar sem ég hef reynt að útskýra fyrir þeim hvernig þær eru skaparar eigin hamingju, hvernig það er undir þeim einum komið hvaða tækifæri þær ákveða að nýta sér til þess að ná árangri og að vera sáttar með lífið og tilveruna. Það var erfiðara en ég bjóst við að taka þessa umræðu, reyndi ansi marga vinkla til þess að styðja mál mitt; kvikmyndir, greinar, heimildamyndir ofl. Það er nefnilega frekar erfitt að koma einhverju jafn mikilvægu til leiðar til barnanna sinna byggt á eigin reynslu, sérstaklega þegar um ræðir nokkur kynslóðabil og áralangur munur í þroska og lífsins leik. Þeim leið eflaust eins og mér leið þegar foreldarar mínir eða amma og afi voru að reyna að leggja mér lífsreglurnar. Þegar maður er unglingur þá er maður ódauðlegur, tíminn stendur í stað og það er bara frekar nauðsynlegt að chilla. Þarna er ég ekki að gagnrýna unga fólkið okkar í dag, þvert á móti og þess þá heldur dætur mínar sem nýta sín tækifæri afbragðs vel. Ég er heldur ekki að gera lítið úr eigin verðleikum, en finnst stundum eins og ég hefði geta gert betur og því hef ég viljað forðast að mín börn þurfi að díla við þessa hugsun þegar þær verða miðaldra. Ég hef hins vegar gert mér ljóst, þegar ég eins og aðrir Íslendingar verð vitni að gróskunni hjá íslenskum ungmennum í dag og afrekum þeirra á öllum sviðum, að orð eru óþörf í þessu samhengi. Við sem foreldrar höfum lagt okkar að mörkum í foreldrastarfi í skólum, tómstundum og gæðastundum og öll gert eins vel og við getum hverju sinni. Þetta er ekki spurning um að taka spjallið þegar börnin eru að verða fullorðin, við foreldrar erum að leggja inn í þeirra banka frá upphafi. Ég hef því ekki minnstu áhyggjur af æsku landsins, foreldrabetrungar með meiru sem sjá einhvern veginn lífið fyrir sér á fallegan og áhyggjulausan hátt. Upplýstari en ég var nokkurn tímann sem unglingur og meðvitaðri um þau tækifæri sem þeim bjóðast. Hvort sem um menntun, afrek í íþróttum eða listsköpun er að ræða þá stöndum við ótrúlega vel með unga fólkið okkar. Við Íslendingar teljum 335 þúsund manns, sem er 0,4% af íbúafjölda Þýskalands eða 0,5% af íbúafjölda Frakklands. Þetta eru þjóðir sem við erum að keppa við í hópíþróttum eins og fótbolta, körfubolta og handbolta og berum okkur gjarnan saman við. Fáránlega skemmtilegt!

N M 8 3 7 2 7 N i s*Miðað s a n Qvið a s uppgefnar h q a i 2 0 3tölur x 3 4 framleiðanda 5 VF ljosan o oeldsneytisnotkun o um í blönduðum akstri.

Að skara fram úr

FÁÐU MEIRA MEÐ NÝJUM NISSAN QASHQAI • Nýtt útlit • Ný tækni • Ný innrétting Nú er Nissan Qashqai, einn vinsælasti sportjeppi landsins til margra ára, kominn í nýrri og breyttri útgáfu. Nýtt útlit, ný innrétting og nýjar skemmtilegar tæknilausnir sem auka ánægju og akstursöryggi.

GE bílar - Umboðsaðili BL Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

VERÐ FRÁ:

3.550.000 KR.

W W W.GEBIL AR.IS SÍMI 4200400


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.