Miðvikudagur 29. september 2021 // 36. tbl. // 42. árg.
Haustfögnuður Líndalsbræðra Darri Líndal (t.v.) og Oddur Líndal fögnuðu haustinu við heimili sitt í Keflavík í upphafi vikunnar. Haustlaufin falla hratt þessa dagana og fjúka í hrúgur. Það er ekkert sem bannar að taka lúkufylli af laufi og kasta upp í loft. Myndina tók Sverrir Örn Leifsson.
>> Síða 4 500 trjám plantað í Njarðvíkurskógum
MEÐAL EFNIS Í ÍÞRÓTTUM
Óska heimildar til lántöku vegna Njarðvíkurhafnar Reykjaneshöfn hefur unnið að því síðustu mánuði að undirbúa endurbætur og stækkun á hafnaraðstöðu Njarðvíkurhafnar með það að leiðarljósi að auka viðleguöryggi innan hafnarinnar og skapa jafnfram aðstæður til aukinnar uppbyggingar á hafntengdri starfsemi á svæðinu. Stefnt er að hefja framkvæmdir á næsta ári og á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar var samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að óska eftir heimild Reykjanesbæjar fyrir lántöku Reykjaneshafnar vegna þeirra framkvæmda.
Elsa heimsmeistari í klassískum kraftlyftingum
Mikilvægasta ferðamálakaupstefnan á Norður-Atlantshafssvæðinu haldin í Reykjanesbæ 5.-8.okt.:
RISASTÓRT TÆKIFÆRI FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNA Á SUÐURNESJUM
n Yfir 400 hótelherbergi bókuð n Reykjanesið með eldgos í sviðsljósinu „Þetta er geysistórt tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Suðurnesjum. Við höfum verið að vinna að þessu í 5 til 7 ár, að vinna að því að geta tekið við svona stórum viðburði. Það var möguleiki í fyrsta skipti í fyrra að geta tekið á móti svona stórri ráðstefnu þar sem það þarf að vera hægt að bjóða upp á að minnsta kosti 600 gistirúm með baði. Síðan
Horft yfir hafnaraðstöðu Njarðvíkurhafnar. VF-MYND: HILMAR BRAGI
LJÓSLEIÐARINN er kominn!
þarf að vera hægt að bjóða upp á aðstöðu til að halda kaupstefnuna sjálfa, viðburði tengda henni, afþreyingu og veitingar. Við þurfum að hafa alla þessa þætti inni. Svo fengum við eldgos í kaupbæti og slökun á heimsfaraldri. Reyndar þurftum við að fá undanþágu hjá sóttvarnaryfirvöldum til að halda svona fjölmenna kaupstefnu,“ segir Þuríður Aradóttir
2
Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
30%
fyrir
1
559
454
áður 699 kr
áður 649 kr
kr/pk
11.490,- kr/mán.
fyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaþjónustuaðilum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 530 þátttakendum í ár, þar af 400 erlendis frá. Alls eru um 400 hótelherbergi bókuð í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum nær alla næstu viku.
FLJÓTLEGT OG GOTT! 20%
Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER
Braun, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness en 600700 manns munu sækja Vestnorden Travel Mart sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Á kaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustu-
Manhattan beyglur
Fínar, heilhveiti, kanil, sesam
kr/stk
Sprite
Sprite og Sprite Zero 0,5 l
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Grandiosa
Calzone skinka
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Sex Suðurnesjamenn meðal tíu þingmanna Sex Suðurnesjamenn eru meðal tíu þingmanna í Suðurkjördæmi. Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki og Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, eru nýir Suðurnesjamenn í hópnum. Framsókn vann stóran kosningasigur í þessum kosningum í Suðurkjördæmi og bættu við sig þriðja þingmanninum. Flokkur fólksins náði líka frábærum árangri og er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 24,6% og þrjá þingmenn, þau
Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson. Framsókn er aðeins hálfu prósenti minni eftir mikla fylgisaukningu, 23,9% með þingmennina Sigurð Inga Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur en þau Jóhann og Hafdís eru nýliðar. Flokkur fólksins náði frábærum árangri í kjördæminu og fékk 12,9% og einn þingmann, Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Miðflokkurinn, með Birgi Þórarinsson, hélt einum þingmanni með
Framboð
Atkvæði
%
Þingsæti
D
7.296
24,6
3
B
7.111
23,9
3
F
3.837
12,9
1
S
2.270
7,6
1
M
2.207
7,4
1
V
2.200
7,4
0
C
1.845
6,2
1 (J)
P
1.660
5,6
0
J
1.094
3,7
0
O
193
0,6
0
Jóhann Friðrik Friðriksson, með Erlu Hafsteinsdóttur, eiginkonu sinni, á kjörstað. VF-mynd: pket 7,4%. Vinstri græn fengu 7,4% en töpuðu sínum þingmanni eftir endurtalningu í Norðvestur kjördæmi. Hólmfríður Árnadóttir var uppbótarþingmaður eftir að lokatölur voru birtar á sunnudagsmorgun en datt út eftir endurtalningu síðar. Samfylking með Oddnýju G. Harðardóttur hélt einum þingmanni með 7,6% fylgi. Píratar fengu 5,6% og töpuðu manni.
Viðreisn fékk 6,2% með Suðurnesjamanninn Guðbrand Einarsson en hann var úti eftir lokatölur á sunnudagsmorgun en kom inn sem uppbótarþingmaður eftir endurtalningu í kjölfar talningaklúðurs í Borgarnesi. Sósíalistaflokkurinn fékk 3,7% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk 0,6% og hvorugt framboðið var nálægt því að ná inn manni. Þeir Jóhann Friðrik og Guðbrandur eru oddvitar Framsóknar og Beinnar leiðar í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Nú er ljóst að þeir eru á leiðinni út og munu varamenn koma inn í þeirra stað. Rúmlega 8.574 manns kusu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem var kjörstaður fyrir íbúa í Reykjanesbæ, eða 73,3%. Kjördæmakjörnir: Guðrún Hafsteinsdóttir (D) Sigurður Ingi Jóhannsson (B) Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F) Vilhjálmur Árnason (D) Jóhann Friðrik Friðriksson (B) Ásmundur Friðriksson (D) Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B) Oddný G. Harðardóttir (S) Birgir Þórarinsson (M) Jöfnunarþingsæti: Guðbrandur Einarsson (C)
Tveir oddvitar úr Reykjanesbæ á Alþingi Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er nýr þingmaður í Suðurkjördæmi. Segja má að hann hafi óvænt komist á Alþingi þegar endurtalið var í Norðvesturkjördæmi. Þá varð hann jöfnunarþingmaður í Suðurkjördæmi fyrir Viðreisn. Hann tók því sæti Hólmfríðar Árnadóttur frá VG sem hafði vermt jöfnunarþingsætið í níu klukkustundir. Tveir oddvitar úr meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar eru nú orðnir þingmenn í Suðurkjördæmi. Guðbrandur er kosinn á þing fyrir Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson fyrir
Framsóknarflokkinn. Jóhann Friðrik var forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á fyrri hluta kjörtímabils bæjarstjórnarinnar en Guðbrandur tók við á síðari hlutanum. Nú munu þeir félagar úr bæjarstjórn hins vegar segja skilið við bæjarmálin á næstu vikum og snúa sér að landsmálunum. Þegar Víkurfréttir náðu tali af Guðbrandi var hann að koma af sínum fyrsta þingflokksfundi og hann á von á því að þeir verði fleiri þó svo ekki sé búið að ganga endanlega frá málum í Norðvesturkjördæmi. Þar var endurtalið á sunnudag með þeim afleiðingum að hringekja jöfnunarþingsæta
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK
fór af stað og Guðbrandur fékk sæti á þingi fyrir Viðreisn á kostnað annars jöfnunarsætis Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Á sama tíma missti Hólmfríður Árnadóttir jöfnunarsæti sitt fyrir VG í kjördæminu. „Ég held að það séu nú meiri líkur en minni að þetta standi svona eins og þetta er,“ segir Guðbrandur. Hvað getur þú sagt okkur um þetta ferðalag að bjóða sig fram til Alþingis? „Ferðalagið hefur verið alveg bráðskemmtilegt. Ég er búinn að fara víða og kynnast mörgum. Ég hef áttað mig á fórnfýsi margra sem eru tilbúnir að vinna fyrir áhersluatriði Viðreisnar. Ég er mjög glaður með kosningabaráttuna og allt sem að henni lítur. Þetta hefur reynt talsvert á, að vera fá margar kosninganætur í röð þar sem úrslit liggja ekki fyrir og það er búinn að vera mikill tilfinningakokteill að fara í gegnum það allt saman. Ég var vongóður klukkan hálfsjö á sunnudagsmorgun en klukkustund síðar var ég farinn út af þingi og það voru ákveðin vonbrigði að ná ekki því markmiði að komast á þing. Það er slæmt að þetta gerist, að atkvæðin séu ekki rétt talin í fyrstu atrennu. Ég hefði aldrei dottið út ef það hefði verið talið rétt frá upphafi. Fyrsta talning var röng sem seinni talning leiddi í ljós.“ Hvað tekur núna við þegar tveir af oddvitum meirihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eru allt í einu komnir á þing? „Já, nú breytist aðeins heima í héraði. Við erum ekki farnir í vinnu inni á Alþingi alveg strax þannig að við getum unnið úr því sem við vorum að vinna í bæjarstjórninni og mátað nýtt fólk í þau hlutverk. Það er talsverð breyting að tveir oddvitar af þremur eru að kveðja sviðið. Við vitum það hins vegar að fólkið sem hefur verið að vinna með okkur er algjörlega fært um að taka við kyndlinum og bera hann áfram. Það mun örugglega taka smá tíma að mynda ríkisstjórn og á meðan er þingið ekki í vinnu. Við munum þá bara nota tímann til að undirbúa okkur
Guðbrandur Einarsson sinni á kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. laugardagsmorgun. VF-mynd: pket
og þurfum ekki út úr bæjarstjórninni á meðan það er.“ Þið hafið verið að berja á ríkisvaldinu frá bæjarstjórninni. Nú ertu kominn með betri hljómgrunn þegar þú ert kominn inn á Alþingi. Ætlar þú að halda áfram baráttunni fyrir svæðið? „Ég get núna unnið að því að koma áherslum svæðisins frekar á framfæri, sem manni hefur oft skorta upp á. Ég ætla að reyna að nýta það tækifæri sem mér gefst núna til að stuðla að því að við náum að sitja við sama borð og aðrir eins og við höfum verið að benda réttilega á mörg undanfarin ár. Það er óvenju fjölmennt frá Suðurnesjum nú á Alþingi og ef við vinnum vel saman þá getum við lagt áherslu á málefni svæðisins,“ segir Guðbrandur. „Þegar maður kemur inn í Alþingishúsið verður maður svolítið lítill í sér þegar maður skynjar alla þessa sögu sem þarna hefur orðið til og maður verður auðmjúkur að fá að vera kominn þarna. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðbrandur Einarsson, nýr þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Viðreisn.
Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, á kjörstað í Sandgerðisskóla í september 2021 með manni sínum, Hannesi Jóni Jónssyni. VF-mynd: pket
„Ótrúlega rík af reynslu eftir þetta“ – segir Hólmfríður Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi „Ég er auðvitað ekki sátt við að svona hafi farið en svona er þetta bara. Svona eru kosningar,“ segir Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hún var komin inn á þing eftir að lokatölur Alþingiskosninganna höfðu verið gefnar út snemma á sunnudagsmorgun. Hún var tíundi þingmaður kjördæmisins og jöfnunarþingmaður. Þegar svo óvænt var talið aftur í Norðvesturkjördæmi og úrslit breyttust þar fór hringekja jöfnunarþingsæta í gang og Hólmfríður missti sæti sitt og Guðbrandur Einarsson var kominn á þing fyrir Viðreisn. Í millitíðinni hafði Hólmfríður setið sinn fyrsta þingflokksfund hjá VG og fékk tíðindin í útvarpsfréttum á leiðinni heim til Sandgerðis að hún væri fallin út af þingi. Hólmfríður er skólastjóri Sandgerðisskóla en hefur verið í leyfi frá þeim störfum á meðan hún hefur staðið í kosningabaráttunni. Hún mun snúa aftur til starfa í skólanum á föstudaginn. „Svo verður maður bara að sjá til hvernig framvindan verður,“ sagði Hólmfríður. Aðspurð um stjórnarmyndun þá segist hún ekki vita hvernig framhaldið verður og hvort VG fari í ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Hvernig var að taka þátt í framboði til Alþingis? „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Þetta var lærdómsríkt og ég hitti og kynntist fullt af fólki. Þetta var mjög skemmtilegt og ég brenn fyrir þetta og er ótrúlega rík af reynslu eftir þetta.“ Áttu von á því að þessi staða breytist og þú fáir þingsæti að nýju? „Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það og finnst ólíklegt að það gerist. Mér finnst skrítið að gefa út endanlegar tölur og ákveða svo að telja aftur. Ég hlakka til að sjá greinagerðina sem ég óskaði eftir. Annars er ég ekki að búast við að þetta breytist neitt ef ég á að vera hreinskilin,“ segir Hólmfríður Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi, í samtali við Víkurfréttir.
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
79,1% kjörsókn í Suðurkjördæmi
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Birgir Þórarinsson greiðir atkvæði í Vogum ásamt eiginkonu sinni, Önnu Rut Sverrisdóttur. VF-mynd: hbb
Oddný G Harðardóttir kaus í Garðinum ásamt eiginmanninum, Eiríki Hermannssyni. VF-mynd: hbb
Kjörsókn í Suðurkjördæmi var 79,1% en greidd atkvæði voru alls 30.381. Á kjörskrá voru 38.424 auð atkvæði voru 595 eða 2,0% og ógild 73 eða 0,2%. Endurtalið var í Suðurkjördæmi á mánudagskvöld og sú talning leiddi til sömu niðurstöðu. Í Reykjanesbæ var kjörsókn 73,2% í alþingiskosningunum.
UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA Auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022 Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið Uppbyggingarsjóðs er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.
• Opnað verður fyrir umsóknir föstudaginn 1. október 2021. • Umsóknir skulu berast fyrir 1. nóvember 2021.
Sótt er um rafrænt á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is Á sömu vefsíðu er hægt að skoða reglur sjóðsins og leiðbeinandi myndband um gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendur sem sækja um fyrir hönd lögaðila skulu sækja um með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á kennitölu lögaðilans.
Einnig má hafa samband við Loga Gunnarsson, verkefnastjóra á netfangið logi@sss.is eða í síma 868 9080.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Nemendur í fimmta bekk Njarðvíkurskóla plöntuðu alls 500 trjáplöntum í Njarðvíkurskógum í síðustu viku. Hópurinn kom saman í Barnalundi með plönturnar sem eru frá Yrkju, sjóði æskunnar til ræktunar landsins.
Í Barnalundi fengu þau leiðsögn í því hvernig best sé að setja niður trjáplöntur og svo dreifði nemendahópurinn sér um svæðið og hóf að setja niður birkiplönturnar, sem á næstu árum verða vonandi að myndarlegum birkitrjám í
þeirri útivistarparadís sem Njarðvíkurskógar eru að verða. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í gróðursetningarátakinu í Njarðvíkurskógum.
VIÐSPYRNU STYRKUR Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum. Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.
Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á.
s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, smellti nokkrum myndum af við kosningarnar í Heiðarskóla. Fleiri myndir á vf.is.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÁRNÍNA HILDUR SIGMUNDSDÓTTIR Njarðarvöllum 6, áður til heimilis að Brekkubraut 13, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 18. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. október kl. 13 Sigrún Einarsdóttir Snorri S. Skúlason Sigmundur Einarsson Margrét I. Kjartansdóttir Inga Einarsdóttir Þórarinn E. Sveinsson Valborg Einarsdóttir Stefán Sæmundsson Valdemar Einarsson Sif Axelsdóttir og fjölskyldur.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Flokkur fólksins var sigurvegari krakkakosninganna í Heiðarskóla, í öðru sæti var Sjálfstæðisflokkurinn og í þriðja sæti Framsóknarflokkurinn. Krakkakosningar fóru fram síðasta fimmtudag. Krakkakosningar 2021 er samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og eru haldnar í tengslum við kosningar til Alþingis. Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri til að kynnast fyrir-
komulagi almennra kosninga og láta í ljós skoðanir sínar, í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Krakkakosningar gefa einstakt tækifæri til að vekja áhuga og umræður í skólastarfi um hlutverk Alþingis og stjórnmálaflokka. Kennarar sýndu nemendum kynningu frá hverju framboði, sem KrakkaRúv hafði tekið saman.
Framboðin fóru þar yfir helstu áherslur sínar í málefnum barna í viðtali við fréttamann. Myndböndin má sjá inn á vefsvæðinu krakkaruv.is Nemendur í Heiðarskóla gengu til kosninga síðastliðinn fimmtudag, eins og áður segir. Kosningarnar fóru afar vel fram, þar sem kosið var á ákveðnu svæði og gengið inn í kjörklefa.
Ð O B L I T R A G L E H T GÓMSÆ
GILDA 30. SEPTEMBER -- 3. OKTÓBER
GOTT VERÐ! Kalkúnaleggir Ísfugl - lausfrystir
887
KR/KG
20% AFSLÁTTUR
60%
Ýsuflök Hafið - roð- og beinlaus
Grísalæri
KR/KG ÁÐUR: 2.599 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 1.495 KR/KG
2.079
598
AFSLÁTTUR
50% AFSLÁTTUR
Pítubuff 6x60 g - með brauðum
1.050
KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK
VELKOMIN Á HEILSU- OG LÍFSSTÍLSDAGA Í NETTÓ R E B Ó T K O . 6 -R E B M E T P 23. SE KYNNTU ÞÉR ÖLL FRÁBÆRU TILBOÐIN Í HEILSUBLAÐINU 128 Fylgstu með og nálgastu upplýsingar á netto.is og Facebook-síðu Nettó varðandi leiki og ofurtilboð dagsins á Heilsudögum.
ALLT AÐ
25% AFSAFLHEÁILTSUT- OUG R RUM
LÍFSSTÍLSVÖ
SÍÐUR AF FRÓÐLEIK OG TILBOÐUM!
NÝTTU ÞÉR VEFVERSLUN OKKAR OG GERÐU INNKAUPIN Á NETINU ÖLL TILBOÐ Á HEILSUDÖGUM MÁ FINNA Á NETTO.IS
Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Skipasmíðar á Akureyri
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Oft hugsa ég meðan ég sit og skrifa: „Ætli einhver lesi þessi pistla mína um sjávarútveginn á Suðurnesjum?“ Og já, ég fæ ansi oft svör við þessum vangaveltum mínum og það kom vel fram eftir að síðasti pistill birtist en ég fékk ansi góð viðbrögð við honum út af tengingunum sem mér tókst að gera. Finnst alltaf gott að fá staðfestingu á að þetta sé lesið. Allavega núna er ég staddur á Akureyri og skrifa þennan pistil og tenging Akureyrar við Suðurnesin er nú nokkuð mikil, þá aðallega vegna þess að nokkrir togarar og bátar sem voru gerðir út frá Suðurnesjum hafa verið smíðaðir á Akureyri. Sem dæmi má nefna að frystitogarinn Hrafn GK sem var gerður út frá Grindavík hét upprunalega Sléttanes ÍS og sá togari var smíðaður á Akureyri. Nokkrir stórir togarar og loðnubátar voru smíðaðir á Akureyri og einn af fyrstu stóru togurunum sem var smíðaður á Akureyri fór til Sandgerðis og fékk þar nafnið Guðmundur Jónsson GK 475. Var togarinn hannaður til þess að stunda veiðar með nót á loðnu og stundaði hann loðnuveiðar fyrstu árin sem hann var gerður út frá Sandgerði. Kom togarinn til Sandgerðis árið 1975 en hann var ekki gerður út nema í um þrjú ár, þá var hann seldur til Vestmannaeyja og fékk þar nafnið Breki VE. Þegar Guðmundur Jónsson GK var svo til klár á Akureyri sendi Rafn ehf., sem átti togarann, veiðarfæri og fleira sem var ekið frá Sandgerði og til Akureyrar. Þá óku tveir bílstjórar hjá Rafni ehf. sem voru hjá Rafni samanlagt í um 50 ár. Þetta voru Bóbó og Guðmundur Sveinsson, eða Gummi eins og hann er kallaður. Gummi er bróðir pabba og hann fór nokkrar ferðir þarna árið 1975 með efni í togarann – og þá var nú leiðin norður til Akureyrar ekki eins þægileg og er núna. Þá þurfti t.d. að aka fyrir Hvalfjörð og Borgarfjarðarbrúin var ekki komin, leiðin var að mestu leyti allt malarvegir. Oft hugsar maður þetta þegar ég ek norður. Hitt stóra skipið sem var smíðað á Akureyri, og fór líka til Sandgerðis, var að hluta til í fyrstu hálfgerður vandræðagemsi því Skipasmíðastöðin á Akureyri hafði smíðað skrokk af loðnubát sem gat borið um 820 tonn af loðnu en erfiðlega gekk að selja bátinn og smíðasaga Þórunnar Hyrnu EA var ansi sérstök. Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi árið 1977 en var síðan dreginn til Íslands og fór þá til Akraness þar sem Þorgeir og Ellert lengdi skrokkinn um sex metra og byggði yfir hann. Í mars 1978 var skrokkurinn dreginn til Akureyrar en þar sem skrokkurinn var ekki seldur þá var dútlað í skipinu fram til ársins 1981 og
hét báturinn þá Gísli Reynisson Þórunn Hyrna gisli@aflafrettir.is EA 42. Seinna á árinu 1981 keypti fyrirtækið Sjávarborg hf. í Sandgerði bátinn og voru þá gerðar breytingar á skipinu sem meðal annars sneru að því að báturinn gæti stundað nótaveiðar en nótakassann var síðan hægt að hífa í burtu úr bátnum og var þá hægt að nota Sjávarborg GK til trollveiða. Sjávarborg GK var gerð út frá Sandgerði í rúm tíu ár og á þessum tíu árum þá veiddi báturinn mjög vel og var iðulega með aflahæstu loðnubátunum. Meðan báturinn var ekki á loðnu þá réri Sjávarborg GK á trolli og rækju og frysti þá rækjuna um borð. Síðan var minni skipasmíðastöð, eða bátastöð, á Akureyri og var það Vör HF á Akureyri. Vör hf. smíðaði ansi marga 30 tonna eikarbáta og nokkrir þeirra voru gerðir út frá Suðurnesjum, þá að mestu á dragnótaveiðum. Þetta voru t.d. Haförn KE, Eyvindur KE, Ægir Jóhannsson ÞH, Sæljón RE og Reykjaborg RE. Þess má geta að Ægir Jóhannsson ÞH var í eigu sama útgerðarfélags og átti Sjávarborgina GK sem minnst er á að ofan. Ef horft er í nútímann þá er nú minna um tengingar því enginn bátur hefur verið smíðaður þar ansi lengi sem hefur farið til Suðurnesja. Þó er það nú þannig að slippurinn á Akureyri hefur þjónustað báta og togara sem gerðir hafa verið út frá Suðurnesjum. Það er þó þannig að Samherji á orðið svo til alla þá stóru báta og togara sem landa á Akureyri og enginn þeirra landar á Suðurnesjum, nema ef undan er skilið Harðbakur EA. Harðbakur EA er 29 metra togari og samskonar og Áskell ÞH og Vörður ÞH. Myndin sem fylgir með er frá Reyni Sveinssyni, föður mínum, og sýnir hún Sjávarborgina GK við bryggju við Suðurgarðinn að landa loðnu. Og ján loðnan er fiskur sem því miður kemur ekki lengur til hafna á Suðurnesjum.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson
Rétt austan við Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, gengur þverhnípt fell fram við sjóinn, um 190 metra hátt og heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og Hraunsandur (í daglegu tali nefndur Ægissandur) þar undir sem ganga má þurrum fótum þegar lágsjávað er. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Festarfjall
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu. Hún gaf þau fyrirmæli að er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar undir, skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefur verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Tveir Suðurnesjamenn í bráðabirgðastjórn KSÍ Bráðabirgðastjórn KSÍ verður sjálfkjörin á sérstöku aukaþingi sem fer fram laugardaginn næstkomandi. Tveir Suðurnesjamenn gáfu kost á sér í stjórn, þau Guðlaug Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) og Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ), og koma þau til með að skipa bráðabirgðastjórn fram að næsta knattspyrnuþingi sem verður haldið í febrúar á næsta ári. Knattspyrnukonan fyrrverandi, Vanda Sigurgeirsdóttir, er ein í framboði til formanns en engin mótframboð bárust í formannssætið. Aðrir sem bjóða sig fram eru Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ), Helga Helgadóttir (Hafnarfirði), Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum), Sigfús Kárason (Reykjavík), Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ). Í varastjórn buðu sig fram þau Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík), Margrét Ákadóttir (Akranesi) og Þóroddur Hjaltalín (Akureyri). Guðlaug Sigurðardóttir, betur þekkt sem Gullý Sig, er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kemur frá mikilli fótboltafjölskyldu. „Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víði Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Guðlaug í tilkynningu um framboðið. Unnar Stefán Sigurðsson er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en flutti með foreldrum sínum til Keflavíkur á unglingsárunum. „Ég hef stundað fótbolta frá blautu barnsbeini, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Ég hef spilað með nokkrum klúbbum hér á landi; Keflavík, Breiðablik, Skallagrím og Tindastól sem og með Strömsgodset og Drafn í Noregi, þá hef ég að mestu þjálfað fyrir Keflavík að undanskildum nokkrum árum með FH. Ég kem af mikilli fótboltafjölskyldu, pabbi spilaði fótbolta í mörg ár sem og föðurafi minn, sem þjálfaði yngri flokka Keflavíkur á miðri síðustu öld,“ segir Unnar og bætir við að sér finnist verkefnið hjá KSí áhugavert en krefjandi og segist vera tilbúinn að takast á við það sem kemur. „Ég hef mikinn metnað fyrir íslenskri knattspyrnu, sem að ég hef fylgst með í mörg ár og ég tel að sambandið geti nýtt krafta mína.“
Óska eftir íbúðabyggð fyrir eldri borgara í Garði Jórunn Alda Guðmundsdóttir og Kristjana Kjartansdóttir fulltrúar FEBS í öldungaráði Suðurnesjabæjar hafa lagt fram bókun í ráðinu þar sem lagt er til að nú þegar verði farið í það að skipuleggja íbúðabyggð fyrir eldri borgara í Suðurnesjabæ þar sem einnig verði félags- og þjónustumiðstöð. „Við leggjum til við bæjarráð að nú þegar verði farið í það, að skipuleggja íbúðabyggð fyrir eldri borgara, þar sem gert yrði ráð fyrir auk íbúða, félags- og þjónustumiðstöð, góðum göngustígum og fallegu umhverfi. Undirritaðar horfa til byggingarsvæðis í Garði þar sem Bragi Guðmundsson byggingarverktaki hefur byggt parhús sem henta vel eldri borgurum. Rétt að benda á að margir eldri borgarar búa nú þegar á þessu svæði og munu þeir án efa fagna því að fá fallega skipulagt svæði, ásamt félagsmiðstöð í nágrennið,“ segir í bókun þeirra Jórunnar og Kristjönu. Þá hvetja þær að til að farið verði markvisst í undirbúning þess að eignarhald íbúða í Miðhúsum verði á höndum Suðurnesjabæjar og að unnið verði við skipulag að viðbyggingu við Miðhús (til norðurs við Suðurgötu) fyrir þjónustuíbúðir.
Vatnsrennibrautir við sundlaugar hafa ávallt notið mikilla vinsælda og verið aðdráttarafl fyrir unga fólkið. Árið 1992 var tekin í notkun ný vatnsrennibraut við Sundmiðstöð Keflavíkur. Eins og sjá má var löng og þétt röð í rennibrautina. Umrædd rennibraut var endurnýjuð á þessu ári með nýjum brautum sem einnig njóta mikilla vinsælda. Í bíósal Duus Safnahúsa er sýning á myndum úr safni Víkurfrétta frá árunum 1983-93.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Vinir og ættingjar Sóleyjar eftir hlaupið.
„Ógleymanlegur dagur“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir en vinir og ættingjar hlupu til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein. Söfnuðu tæpri einni milljón króna.
Í ÞÆTTI VIKUNNAR
„Dagurinn gekk vonum framar það mættu töluvert fleiri en bjóst við og fólkið lét veðrið ekki stoppa sig. Fólk tók annað hvort 5 km. göngu eða hlaup og sumir fóru skrefinu lengra og hlupu 10 km. Ég sjálf gat mun meira en var við að búast við og ég náði að klára fimm kílómetra, blandaða af skokki og göngu og tilfinningin að koma í mark og sjá allt fólkið mitt var ólýsanleg og tilfinningarnar brutust út. Síðan áttum við góða stund saman inni þar sem við skáluðum fyrir lífinu og gæddum okkur á æðislegum mat,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir en hún greindist með illkynja brjóstakrabbamein snemma á þessu ári. Vinir og ættingjar hennar létu ekki sitt eftir liggja í því að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein,
þó Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Hópurinn hljóp laugardaginn 18. september í Reykjanesbæ og segir Sóley að dagurinn hafi verið frábær. „Mig langar að þakka öllum þeim sem mættu og gerðu þennan dag ógleymanlegan og það besta við þetta er að við náðum að safna tæplega milljón fyrir Kraft, talan endaði í 961.563 kr. Í heildina söfnuðust um fjórar milljónir fyrir Kraft. Sóley segist hafa nýtt sér alla þjónustu Krafts sem hafi skipt hana miklu máli í veikindunum. Kraftur er í góðu samstarfi við Apótekarann varðandi lyfjamál sem hafa verið Sóleyju að kostnaðarlausu. Hún hefur getað nýtt sér sálfræðiþjónustu og fleira sem Sóley segir að hafi verið mikilvægt í hennar baráttu.
„Þetta er mikilvægt félag en það er ekki með styrki frá hinu opinbera og þarf því að stóla á aðra. Í gegnum Kraft hef ég hitt fólk í svipuðum málum og ég er í, sérstaklega ungt fólk og það hefur verið gott að hitt það. Krabbamein spyr nefnilega ekki um aldur,“ segir þessi unga Suðurnesjamær. Sóley er aðeins 27 ára og greindist sama dag og hún lauk síðasta prófinu í flugkennaranáminu í mars á þessu ári en Sóley var búin að ljúka öllu í flugmanninum, er orðin atvinnuflugmaður og bíður eftir því að komast í háloftin þegar heilsa hennar leyfir og ástandið í flugheiminum verður orðið betra.
Sóley Björk var alsæl með daginn.
Páll Ketilsson pket@vf.is
N E D R O N T VES
T I L S A L Ó K S & ORGÓBER FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Keflvíkingurinn Harpa Magnúsdóttir stofnar nýstárlegt fyrirtæki. Hoobla er nýr valkostur á vinnumarkaði sem hefur breyst í heimsfaraldri:
Meiri sveigjanleiki og minni formfesta „Ég held að þetta sé fullkominn tími til að stofna klasafyrirtæki fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga,“ segir Keflvíkingurinn Harpa Magnúsdóttir, stofnandi Hoobla ehf. en fyrirtækið leggur upp með að vera með gott viðskiptamódel sem laðar að sér sjálfstætt starfandi aðila sem eru einir í harkinu og vilja vinna undir eigin vörumerki. Harpa segir að þeir aðilar sem vinna með Hoobla kjósa að eiga samfélag við aðra, vilja getað speglað sig og jafnvel átt samstarf með öðrum sem taka að sér sambærileg verkefni. Einnig sækjast þessir aðilar eftir að fá markaðslegan stuðning og hafa aukna ásýnd í krafti fjöldans. Nýr valkostur Hoobla ehf. hóf starfsemi sína 22. september og er nýr valkostur þegar kemur að verkefnabundnum ráðningum á Íslandi. Um er að ræða klasasamfélag þar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafar, stjórnendur, sérfræðingar, fyrirlesarar, stjórnendaog markþjálfar o.fl. bjóða fram þjónustu sína til fyrirtækja og stofnana. „Þjónustan er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Til dæmis getur Hoobla sett saman teymi þar sem við á, fundið réttan úrvinnsluaðila sem býr yfir þekkingu á ákveðnum málaflokki, boðið er upp á greiningu, úrvinnslu, verkefnastjórnun, fræðslu, fyrirlestra o.fl. sem getur bætt frammistöðu einstaklinga, teyma og skipulagsheildarinnar allrar. Það getur reynst rekstrareiningum vel að geta leitað tímabundið til reyndra stjórnenda og sérfræðinga sem geta stigið tímabundið inn í aðstæður í fyrirtækjum og stofnunum til að brúa erfið tímabil eða leysa tímabundin verkefni sem geta komið upp í rekstrinum. Það má segja að með Hoobla verði til markaðstorg þekkingar,“ útskýrir Harpa, fyrrum mannauðsstjóri hjá ORF Líftækni hf. Hún er dóttir Stellu Bjarkar Baldvinsdóttur
fyrrum skóbúðareiganda í Keflavík og Magnúsar Guðmundssonar öryggismálastjóra á Keflavíkurflugvelli. Harpa brennur fyrir að gera Hoobla að sterkum bakhjarli fyrir fólk sem starfar sjálfstætt á verkefnadrifnum vinnumarkaði
Faraldurinn hefur haft áhrif á vinnumarkaðinn „Hoobla fer af stað nú þegar heimsfaraldur hefur geisað, fólk er að skila sér aftur til vinnu eftir skert starfshlutföll eða jafnvel atvinnuleysi, en faraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á einstaklinga, vinnustaði og atvinnumarkaðinn í heild sinni. Það má alveg segja að aðstæður á vinnumarkaði hafa verið erfiðar en fara nú sem betur fer batnandi. Það er mjög mikilvægt að huga vel að uppbyggingunni nú eftir faraldurinn, því það felast alltaf tækifæri til breytinga eftir erfitt árferði. Mögulega hefur verið þörf á að breyta einhverju í skipulagi, menningu eða stemningunni innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og þá getur verið gott að fá utanaðkomandi aðila í að styðja við eða koma með ferskan blæ inn í aðstæðurnar. Hoobla kemur því inn á markaðinn á hárréttum tíma.“
Fjölgar sem vinna sjálfstætt Að sögn Hörpu sýna rannsóknir að þeim einstaklingum er að fjölga sem vilja vinna sjálfstætt án þess að vera með fastráðningu í fyrirtækjum eða stofnunum. „Vinnumarkaðurinn er að breytast hratt í átt að meiri sveigjanleika og minni formfestu. Óhefðbundið ráðningaform af ýmsu tagi og verkefnabundin vinna sem oft er óstaðbundin verður sífellt algengara fyrirkomulag í atvinnusambandi og fólk er ýmist að taka að sér hliðargigg meðfram föstu starfi annarsstaðar eða er alfarið í sjálfstæðum rekstri. Hoobla vill aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í að gera hlutina einfaldari í því sambandi. Einnig sýna rannsóknir að mörgum „Giggurum“ (sem er nafn yfir þá sem taka að sér tímabundin verkefni) reynist erfitt að hafa ekki félagslega þáttinn sem fæst með því að starfa innan stærri skipulagsheilda, þ.e. sakna félagslegrar speglunar, félagslífs og umgjarðar. Yfirbygging Hoobla er minni en hjá hefðbundnum fyrirtækjum, þar sem allir sem starfa með Hoobla eru sjálfstæðir í sínum rekstri. Við erum ekki með húsnæði sem hýsir starfsemina, við hittumst bara reglulega á mismunandi stöðum og höldum
„Mögulega hefur verið þörf á að breyta einhverju í skipulagi, menningu eða stemningunni innan fyrirtækisins/stofnunarinnar og þá getur verið gott að fá utanaðkomandi aðila í að styðja við eða koma með ferskan blæ inn í aðstæðurnar“ Hooblafundi og skemmtanir þar sem hentar best hverju sinni. Hoobla stendur nefnilega fyrir gleði, hamingju, kæti og síðast en ekki síst…húrra!“ Harpa trúir því staðfastlega að Giggarar séu komnir til að vera og segir að ef hún væri stjórnandi í litlu eða meðalstóru fyrirtæki í dag myndi hún skoða það alvarlega hvort
einhverjar stöður innan fyrirtækisins eða stök verkefni væri hagstæðara að leysa með því að taka inn sérfræðing tímabundið. Því þegar öllu sé á botninn hvolft þá þurfi alltaf að horfa í kostnað í rekstri og mögulega megi færa einhvern kostnað niður með því móti án þess að skerða gæði vinnunnar.
Viðhalds- og tæknifulltrúi
Lagardère travel retail leitar að aðila í tækni- og viðhaldsstarf á Keflavíkurflugvelli
Viðhalds-og tæknifulltrúi hefur umsjón með að allur búnaður fyrirtækisins, vélar, tölvutæki og tölvukerfi virki eðlilega. Viðkomandi sinnir almennu eftirliti með búnaðinum auk létts viðhalds innan fyrirtækisins og er tengiliður við utanaðkomandi þjónustuaðila. Helstu verkefni og ábyrgðir
Íbúar í Þórkötlustaðahverfi hafa gott úrsýni til gosstöðvanna.
Skora á bæjaryfirvöld að malbika Íbúar og húsráðendur við Heimaland, Efraland, Búðir og Garðbæ í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík hafa lagt fram áskorun um malbikun á veginum sem liggur að þeirra heimkeyrslum. Bæjarráð Grindavíkur hefur móttekið erindið og vísar því í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Þá hefur HH Smíði óskað eftir því að Norðurhóp verði malbikað heim að lóðarmörkum Norðurhóps 62–64. Bæjarráð fól sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
■ Viðhald og léttar viðgerðir, samsetningar og uppsetningar ■ Aðstoð til starfsmanna í tengslum við tölvu- og tækjabúnað ■ Vinna með þjónustuaðilum vél- og tækjabúnaðar ■ Utanumhald og skipulag á reglubundnu eftirliti með búnaði ■ Að bregðast við bilunum og bilanagreining
Menntunar- og hæfniskröfur ■ Menntun við hæfi eða reynsla úr svipuðu starfi er skilyrði ■ Þekking á afgreiðslulausnum, þ.e. afgreiðslukössum og posum ■ Navision þekking er mikill kostur ■ Þjónustulyndi er skilyrði ■ Góð íslenskukunnátta er skilyrði, bæði í töluðu og rituðu máli ■ Góð enskukunnátta er skilyrði, bæði í töluðu og rituðu máli ■ Sjálfstæð vinnubrögð ■ Hrein sakaskrá
Um fullt starf er að ræða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hefðbundinn vinnutími er frá kl. 8 til 16 virka daga auk tilfallandi útkalla eftir þörfum. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur í Reykjanesbæ eða næsta nágrenni við flugvöllinn. Nánari upplýsingar veitir Elsa Heimisdóttir í gegnum tölvupóst (e.heimisdottir (hjá) lagardere-tr.is). Allar umsóknir berist í gegnum ráðningarsíðu Alfreðs: https://alfred.is/starf/vidhaldsfulltrui Umsóknarfrestur er til og með 10. október. Lagardère Travel Retail á Íslandi hóf starfsemi á landinu árið 2015. Félagið sérhæfir sig í veitingasölu og rekur veitinga- og kaffihúsin Mathús, Loksins bar, Loksins Bar Reykjavík, Kvikk Café, Segafredo og Nord sem öll eru staðsett í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
VF-mynd: Jón Steinar
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Dagdvöl aldraðra á Garðvang? „Öldungaráð fagnar átta dagdvalarrýmum og því að hafnar eru samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands og um leigu á hluta af húsnæði Garðvangs, sem nánast er tilbúið til reksturs,“ segir í afgreiðslu öldrunarráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga en upplýsingar um dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ voru lagðar fyrir ráðið til kynningar.
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 7. september 2021 tillögu að á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulag.
Tillaga að deiliskipulagi Fitjar Reykjanesbæ:
Reykjanesbær leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Fitjar Markmið skipulagsins er efla lýðheilsu í nánd við náttúru, tryggja náttúruvernd og stuðla að náttúruskoðun. Svæðið er eftirsótt útivistarsvæði og ríkt af fuglalífi. Deiliskipulagstillagan sameinar uppbyggingu svæðis fyrir atvinnulíf og heilsueflingu bæjarbúa í samræmi við kröfur um náttúruvernd. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á heimasíðu reykjanesbaer.is frá og með 23. september til 12. nóvember 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. nóvember 2021.
Grenndarkynning vegna samskiptamasturs við Unnardal 6
Með vísan til 5. mgr. 13. gr.,2.mgr 43gr, 1. og 2 mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010, gefur Umhverfisráð hér með nágrönnum Unnardal 6 Reykjanesbæ kost á að tjá sig um umsóknina. Míla ehf. sækir um leyfi fyrir 16m samskiptamastri inni á veitulóð að Unnardal 6 sbr. aðalupprætti dags. 1. júní 2021. Umsóknin er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar reykjanesbaer.is. Vilji þeir sem hagsmuna eiga að gæta geri athugasemdir við umsókna er farið þess á leit að umsögn berist svo fljótt sem verða má. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. október 2021. Skriflegar athugasemdir berist skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Að öðrum kosti má senda athugasemdir með tölvupósti á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Nánari upplýsingar um málið eru veittar á skrifstofu skipulagsfulltrúa Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ. Reykjanesbæ, 28. september 2021. Skipulagsfulltrúi
... ekki hafa orðið nein slys enn sem komið er vegna hraungöngu sem er ótrúlegt ...
„Gott samstarf hjá mörgum aðilum í Fagradalsfjalli“ segir Gunnar G. Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Eldgosið í Fagradalsfjalli er orðið langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni og engin leið að spá fyrir um endalok þess. Til að fræðast aðeins um gosstöðvarnar og veturinn sem er í vændum tókum við Gunnar Schram, yfirlögregluþjón á Suðurnesjum, tali. „Það er engin merki um að gosið sé að hætta, hegðun gossins er hins vegar mjög breytileg bæði hvað varðar virknina og einnig hraunflæðið, það hefur verið mjög hagstætt síðustu mánuði að fá flæðið niður í Meradali í stað Nátthaga,“ segir Gunnar. Ýmislegt er til skoðunar fyrir haustið og veturinn með yfirvofandi versnandi veðri og styttri dagsbirtu. Gunnar kom inn á nokkur atriði sem
eru til skoðunar „Veturinn er á næsta leiti og það stendur yfir undirbúningur núna með nokkur atriði sem eru í fjármögnunarferli hvað varðar lagfæringar á gönguleiðum. Það er mjög mikilvægt að ná lagfæringum á stígunum fyrir veturinn, hafa þá merkta og upplýsta að hluta til, sérstaklega þessar tvær gönguleiðir – upp á Langahrygg og Stórhól. Þetta eru bestu útsýnisstaðirnar eins og stendur. Stikurnar verða einnig hnitmerktar þannig að auðveldara verði að staðsetja slys.“
Meira af erlendum ferðamönnum Það hefur orðið töluverð breyting á því fólki sem er að sækja gosstöðv-
Gunnar G. Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum.
arnar, meira um erlenda ferðamenn en Íslendinga sem sóttu gosið meira í vor og voru einnig meira fram á kvöld. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig verið að bjóða upp á skipulagðar ferðir undir leiðsögn. Breyting hefur orðið á viðveru björgunarsveitaraðila, þeir hafa í sumar einungis verið um helgar og landverðir á virkum dögum og hafa verið mjög mikilvægir í upplýsingagjöf til ferðamanna að mati Gunnars. „Þeir verða með daglega vakt frá hádegi til átta á kvöldin og síðan er lögreglan með fasta viðveru þarna.“ Í upphafi voru daglegir upplýsingafundir með ýmsum hagsmunaaðilum, viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, vísindasamfélaginu, veðurstofu, landeigendum, almannavörnum, ráðuneytum og stjórnendum Grindavíkurbæjar. „Samstarfið hefur gengið vonum framar og líklega er þetta í fyrsta skipti sem gossvæði eru mönnuð með landvörðum. Fundum hefur fækkað núna eftir því sem meiri reynsla og þekking hefur orðið til og núna eru reglulegir fundir tvisvar í viku með þeim aðilum sem við á hverju sinni. Tölvert hefur verið um slys, fólk hefur verið að hrasa í lausamölinni, sérstaklega þegar það er á niðurleið af Langahrygg, orðið þreytt og ekki eins öruggt með sig í göngunni. „Líklega hafa orðið um 45–50 beinbrot frá upphafi af þeim rúmlega 300 þúsund ferðamönnum sem hafa sótt gosstöðvarnar en ekki hafa orðið nein slys enn sem komið er vegna hraungöngu sem er ótrúlegt,“ segir Gunnar. Gunnar merkir að meiri áhugi og fjöldi er að sækja Reykjanesið, bæði hjá erlendum ferðamönnum og Íslendingum, vegna eldgossins og kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni. Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Mikilvægasta ferðamálakaupstefna á Norður-Atlantshafssvæðinu haldin í Reykjanesbæ 5.–8. október:
Eldgosið er búið að koma Reykjanesinu á heimskortið Yfir 400 hótelherbergi bókuð. Fleiri stórar ráðstefnur í bígerð. Skiptir Suðurnesin miklu máli. „Við erum að hoppa fimmtán ár fram í tímann hvað varðar markaðssetningu á áfangastað. Nú getum við breytt áherslum í öllu markaðsstarfi því svæðið hefur fengið gríðarlega umfjöllun og kynningu um allan heim. Verðmæti þessarar kaupstefnu hleypur líklega á hundruðum milljóna króna og ljóst að margir þjónustuaðilar, fyrirtæki og veitingastaðir munu njóta góðs af henni. Það verður síðan ekki síður mikilvægt starfið í framhaldi af kaupstefnunni – að fylgja henni eftir,“ segir Þuríður Aradóttir Braun, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness, en 600–700 manns munu sækja Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnuna sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 5. til 8. október nk. „Þetta er geysistórt tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á Suðurnesjum. Við höfum verið að vinna að þessu í fimm til sjö ár, að vinna að því að geta tekið við svona stórum viðburði. Það var möguleiki í fyrsta skipti í fyrra að geta tekið á móti svona stórri ráðstefnu þar sem það þarf að vera hægt að bjóða upp á að minnsta kosti 600 gistirúm með baði. Síðan þarf að vera hægt að bjóða upp á aðstöðu til að halda kaupstefnuna sjálfa, viðburði tengda henni, afþreyingu og veitingar. Við þurfum að hafa alla þessa þætti inni. Svo fengum við eldgos í kaupbæti og slökun á heimsfaraldri. Reyndar þurftum við að fá undanþágu hjá sóttvarnaryfirvöldum til að halda svona fjölmenna kaupstefnu,“ segir Þuríður.
Þuríður segir að allt skipulag og ráðstafanir taki mið af sóttvörnum sem verða í hávegum hafðar og gestir frá lituðum löndum munu þurfa gangast undir próf og sýna fram á neikvætt próf, til að geta sótt ráðstefnuna. Á kaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaþjónustuaðilum sem sækja kaupstefnuna. Reiknað er með yfir 530 þátttakendum í ár, þar af 400 erlendis frá. Alls eru um 400 hótelherbergi bókuð í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum nær alla næstu viku. Í tengslum við kaupstefnuna verða farnar þrettán ferðir um allt Reykjanes þar sem fyrirtæki úr
ferða- og veitingageiranum taka mikinn og virkan þátt. Það að eldgos hafi byrjað á svæðinu fyrr á árinu setti Reykjanesið á kortið svo um munar. Við erum með á borðinu aðra stóra alþjóðlega ráðstefnu á næsta ári og vonandi mun þessi aukni áhugi á Suðurnesjum ýta við fjárfestum sem gætu séð tækifæri í því að byggja hér upp enn frekari aðstöðu. Innviðir í ferðaþjónustu hafa styrkst verulega sem gera okkur kleift að halda stóra viðburði á svæðinu en það eru vissulega tækifæri til frekari uppbyggingar í þeim efnum til framtíðar litið,“ segir Þuríður. Á heimasíðu Íslandsstofu, sem er framkvæmdaraðili ferðakaupstefnunnar í samstarfi við aðila í Færeyju og Grænlandi (NATA), kemur fram að Vestnorden Travel Mart
Eyþór Sæmundsson og Þuríður Aradóttir Braun frá Markaðsstofu Reykjaness. sé mikilvægasta ferðakaupstefnan sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu. Meginhlutverk hennar sé að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og styrkja ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins. Hún er einnig frábært tækifæri
til að kynna Ísland sem áfangastað. Ferðakaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum eða á Grænlandi. Páll Ketilsson pket@vf.is
„Nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap“ Barnvænt sveitarfélag var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga þar sem tekið var fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um málið. Erindinu vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar. Fulltrúi D-listans lagði fram bókun á fundinum þar sem hann vill hverfa frá verkefninu um barnvænt sveitarfélag og að bæjaryfirvöld einbeiti sér frekar að þeim verkefnum sem það er í dag af myndarskap. „Núna eru líklega rúmlega tvö ár frá því að þáverandi tómstundafulltrúi kynnti þetta verkefni af miklum móð í nefndum og ráðum bæjarins. Við höfum alla tíð verið mjög efins um að sveitarfélagið eigi að vera að fara út í þetta verkefni og eins og staðan er núna er verkefnið enn á byrjunarreit.
Ég held að nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap og standa undir því að vera heilsueflandi sveitarfélag. Leikskólinn okkar er heilsueflandi leikskóli ég myndi vilja sjá grunnskólann vera það líka. Grunnskólinn er undir grænfána og ég myndi vilja sjá leikskólann undir honum líka. Það sem ég vill segja, sinnum þeim verkefnum sem við erum í vel áður en við förum að ráðast í ný verkefni með auknum tilkostnaði og takmörkuðum mannafla,“ segir í bókun fulltrúa D-listans.
Orgóber í Keflavíkurkirkju
Keflavíkurkirkja efnir til tónleikaraðar alla sunnudaga í október undir heitingu „Orgober“ en sunnudaginn 3. október kl. 14 verður nýtt orgel vígt formlega í hátíðarguðs þjónustu af prestum kirkjunnar og prófasti Kjalarnessprófastdæmis. Kór Keflavíkurkirkju syngur og organistinn leikur á nýja hljóðfærið sem lokið var við að smíða í lok árs 2020. Eftir athöfn verður boðið upp á kaffiveitingar. Næstu sunnudaga á eftir verða tónleikar kl. 17 þar sem organistar Hallgrímskirkju, Dómkirkjunnar og Neskirkju munu leika valin orgelverk. Loks munu Nistarnir en í þeim eru fjórir organistar, leika á léttri tónlistarstund síðasta sunnudaginn í október kl. 20.
Takk fyrir stuðninginn Kæru íbúar Suðurkjördæmis, takk fyrir stuðninginn og góðar móttökur síðustu vikurnar. Við hlökkum til að starfa fyrir ykkur næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Léku með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitarinnar Þrír núverandi nemendur og einn fyrrverandi úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar voru meðal hljóðfæraleikara sem skipuðu Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands þegar hún hélt tónleika síðasta sunnudag í Eldborgarsal Hörpu undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Efnisskráin var Sinfónía nr. 2 eftir Jean Sibelius. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands er skipuð færustu ungmennum úr tónlistarskólum landsins og þurfa nemendurnir að þreyta inntökupróf til að vinna sér sæti í hljómsveitinni. Að þessu sinni var Ungsveitin skipuð um 80 hljóðfæraleikurum og voru þrír þeirra úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þau Bergur Daði Ágústsson sem lék á trompet, Magnús Már Newman spilaði á pákur og Rozalia Mietus á fiðlu. Þá lék sellóleikarinn Rut Sigurðardóttir einnig með hljómsveitinni en hún er fyrrverandi nemandi skólans. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, varð meðal viðstaddra tónleikagesta og hann var að vonum stoltur af nemendum sínum: „Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstaddur tónleika í Eldborg í Hörpu síðastliðinn sunnudag, þar sem Ungsveit Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands flutti Sinfóníu nr. 2 eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius. Á sviðinu voru saman komin um 80 ungmenni úr íslenskum tónlistarskólum, fullmönnuð sinfóníuhljómsveit, sem lék þessa áheyrilegu sinfóníu af öryggi og músíkalskri túlkun undir stjórn Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nemendur Tónlistarskólans stóðu sig frábærlega vel, höfðu undirbúið sig af kostgæfni undir traustri handleiðslu kennara sinna og skiluðu sínu hlutverki af stakri prýði en til þess að öðlast sæti í hljómsveitinni í hverri verkefnalotu þurfa nemendur að standast prufuspil eins og um atvinnumenn sé að ræða.“
Kampakát eftir tónleikana Rut, Magnúr og Bergur voru að vonum ánægt eftir tónleika Ungsveitarinnar. Á myndina vantar Rozalia.
Frá tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu. Ljósmynd: Hari
Minning um mann • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •
Hann var maður fæddur árið 1958 Hann var einu sinni lítill strákur Hann var einu sinni ungur maður Hann var maður sem giftist Hann var maður sem skildi Hann var sonur Hann var bróðir Hann var frændi Hann var pabbi Hann var afi Hann var sonur Hann var vinur Hann var maður sem hafði unun af tónlist Hann var maður sem spilaði á gítar Hann var maður sem samdi tónlist Hann var maður sem gaf út plötu Hann var maður sem dýrkaði Madonnu Hann var maður sem langaði til tunglsins Hann var maður sem fylgdist vel með fréttum Hann var maður sem las öll blöð Hann var maður sem leysti krossgátur Hann var maður sem hefur upplifað sorgir og gleði Hann var maður sem hefur gengið í gegnum tap og sigra Hann var maður sem hefur hlegið og grátið Hann var maður sem hefur verið reiður og dapur Hann var maður með drauma og þrár Hann var maður sem hefur verið á vinnumarkaði Hann var maður sem var öryrki Hann var maður sem greindist með geðsjúkdóm fyrir 25 ára aldur Hann var maður sem misnotaði áfengi Hann var maður sem misnotaði lyf Hann var maður sem notaði vímuefni í æð Hann var maður sem nýtti sér þjónustu Frú Ragnheiðar Hann var maður sem hafði farið í margar meðferðir hjá SÁÁ Hann var maður sem átti að baki margar innlagnir á geðdeild Hann var maður sem hafði verið starfsmaður á Kleppi Hann var maður sem hafði verið vistmaður á Kleppi Hann var einn af Englum Alheimsins Hann var maður sem var litinn hornauga af samfélaginu Hann var maður sem var á milli tannanna á fólki Hann var maður sem hringdi í mig nánast alla virka daga í sjö ár Hann var maður sem ég hló með og líka stundum að Hann var maður sem ég hafði skammað og rökrætt við Hann var maður sem var stundum erfitt að eiga samskipti við Hann var maður sem ég hef haft áhyggjur af Hann var maður sem mér þótti óendanlega vænt um Hann er maður sem lést á HSS þann 21.09.2021 Hann er maður sem ég sakna mikið Hann er maður sem ég mun minnast með hlýju í hjarta alla daga
Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, fæddur 3. nóvember 1958, látinn 21. september 2021. Mig langar að biðla til okkar allra að við reynum að vera betri við náungann á morgun en við erum í dag, að við mætum hvort öðru hvar sem við erum stödd, þó að það samræmist ekki alltaf einhverjum viðmiðum og gildum í samfélaginu okkar eða hjá okkur sjálfum. Virðingarfyllst, Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður í Björginni geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Unaðslegir tónleikar Jazzfjelagsins Una Stef og Karl Orgeltríó léku listilega fyrir tónleikagesti í bókasafninu Sandgerði
J
azzfjelag Suðurnesjabæjar bauð upp á tónleika með Karl Orgeltríó og söngkonunni Unu Stef í síðustu viku. Tónleikarnir fóru fram í Bókasafni Suðurnesjabæjar, Sandgerði, í samstarfi við Tónaland. Kvöldið var með eindæmum góð skemmtun og eins og vanalega var vel mætt á viðburðinn en tónleikar Jazzfjelagsins verða sífellt vinsælli hjá tónlistarunnendum, og tónlistarmönnum, á Suðurnesjum og víðar. Karl Orgeltríó hefur unnið með fjölda söngvara í gegnum tíðina en að þessu sinni var það Una Stef sem söng með tríóinu og fluttu þau djass- og poppslagara í eigin
Karl við Hammond-orgelið sem tríó var stofnað í kringum.
útsetningum. Skemmtileg og afslöppuð stemmning myndaðist í salnum enda sló tónlistarfólkið á létta strengi milli flutninga með skemmtisögum og smá glensi. Tónlist kvöldsins var vel flutt og lagavalið hentaði fullkomlega fyrir djassáhugafólkið sem var komið til að heyra og sjá flytjendurna. Karl Orgeltríó hefur starfað síðan 2013 og var stofnað utan um Hammond-orgel Karls sem er frá 1958. Tríóið er skipað þeim Karli Olgeirssyni, Ásgeiri Ásgeirssyni og Ólafi Hólm. Una hefur verið að gefa út lög og plötur síðan 2014 og hefur tónlist hennar sankað að sér verðlaunum og lofi gagnrýnenda og tónlistarunnenda en unaðsleg rödd Unu féll að spili Karls Orgeltríós eins og flís við rass.
Samleið Samverustund fyrir börn og foreldra Hjálpræðishershúsinu í Ásbrú Flugvallarbraut 730. Fimmtudaga milli klukkan 17:00 og 19:00.
Föndur og leikir ásamt léttri máltíð. Samleið leggur upp með að börn og foreldrar verji tíma saman og taki þátt í dagskránni og njóti svo matar saman að því loknu.
„Þetta er auðvitað fyrir alla fjölskylduna“
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
Hver á að hljóta Súluna? Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Reykjanesbæjar Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2021, Súlunnar. Tilnefningar þarf að senda í síðasta lagi 10. október á netfangið sulan@reykjanesbaer.is. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Rökstuðningur þarf að fylgja tilnefningu. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna hér www.reykjanesbaer.is/is/mannlif/menning/menningarverdlaun
TÓNLISTIN Eins og allir vita hafa Suðurnesin lengi verið kennd við tónlist og hér er að finna marga tónlistarsnillinga. Keflavík öðlaðist viðurnefnið Bítlabærinn eftir að íslenska bítlasveitin Hljómar sló í gegn á landsvísu. Allar götur síðan hefur lífleg og fjörug tónlistarmenning fylgt Reykjanesbæ og hans nágrenni en fjöldinn allur af tónlistarfólki af svæðinu hefur vakið athygli víða, bæði hérlendis og erlendis. Það má velta því fyrir sér hvort aðsetur bandaríska hersins hafi átt einhvern þátt í því að rokkið náði fótfestu hér á sínum tíma en þá fengu íbúar á Suðurnesjunum þessa nýju og framandi tónlistarstefnu beint í æð. Þegar hugmyndin um keflvískan söngleik fór á stjá var það strax neglt niður að lifandi tónlist yrði flutt í verkinu en hvert viðfangsefnið var ekki ákveðið. Fljótlega gerðu höfundar sér grein fyrir því að þrengja þyrfti rammann verulega fyrir tveggja klukkustunda upplifun og ákváðu að sýningin yrði tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar, bassaleikara Hljóma og forsprakka upptökuheimilisins Geimsteins. Fyrst kom sú hugmynd að nota eingöngu tónlist Hljómanna en síðar var ákveðið að nýta lög ólíkra tímabila úr katalóg Rúnars. Saga verksins segir frá bílskúrsbandi sem stefnir á að slá í gegn og þess vegna þurfti að ráða leikara með einhverja tónlistarkunnáttu svo hægt væri að selja söguna á trúverðugan hátt. Þeir sem skipa hljómsveitina Grip í söngleiknum eru þeir
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - Starfsmaður í Stapasafn Fræðslusvið - Sálfræðingur Hljómahöll - Starfsmaður í tímavinnu Myllubakkaskóli - Umsjónarmaður skólans Velferðarsvið - Stuðningsþjónusta Stjórnsýslusvið - Verkefnastjóri fræðslu og vinnuverndar Velferðarsvið - Málstjóri í teymi alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks Eldri mynd af tónistarstjórunum, Smára og Björgvini. Sigurður Smári Hansson, Arnór Sindri Sölvason, Guðlaugur Ómar Guðmundsson og Ingvar Elíasson. Ingvar fann strax sinn sess á bak við trommusettið, enda fljölhæfur og þéttur trymbill, en hlutverkaskipan hinna aðilanna var snúin þar sem þeir voru allir liðtækir á gítar. Guðlaugur Ómar tók á sig bassaleik en hann hafði takmarkaða reynslu á því hljóðfæri líkt og Rúnar sjálfur þegar hann hóf sinn feril í Hljómum. Arnór Sindri henti sér beint í djúpu laugina á hljómborðið en hann hafði litla sem enga reynslu á því hljóðfæri og Sigurður Smári hélt sér við rythmagítar. Sérstakur gestagítarleikari sýningarinnar er Þorvarður Ólafsson en hann sér um sóló og fyllingar á meðan Smári slær hljómana. Hljómsveitarmeðlimir hittust fyrst í lok ágúst og fljótlega smullu þeir saman á skemmtilegan hátt.
Um er að ræða mjög ólíka tónlist og ákveðin lög voru tímafrekari en önnur. Blessunarlega eiga þessir aðilar sameiginlega sögu hvað varðar leiklist og tónlist og gera má ráð fyrir því að það hafi hjálpað örlítið til. Tónlistarstjórar sýningarinnar eru þeir Björgvin Ívar Baldursson og Smári Guðmundsson en þeir sáu um upptökur á allri tónlist sem ekki verður flutt „live“ en þeir félagar voru hljómsveitinni innan handar og leiðbeindu með spilamennsku enda reynslumiklir tónlistarmenn. Um er að ræða stórbrotna og krefjandi sýningu, þar sem söguleg tónlist Rúnars Júlíussonar er þungamiðjan í verkinu. Mikill tími tími hefur farið í æfingar, útsetningar og upptökur en á endanum standa aðstandendur uppi sem sigurvegarar, til heiðurs Rúnari. Brynja Júlíusdóttir.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Súlan
Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2021 Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2021. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið: sulan@rnb.is í síðasta lagi sunnudaginn 10. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar undir flokknum Mannlíf.
Um er að ræða stórbrotna og krefjandi sýningu, þar sem söguleg tónlist Rúnars Júlíussonar er þungamiðjan í verkinu.
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 29. september 2021 // 36. tbl. // 42. árg.
Elsa heimsmeistari í klassískum kraftlyftingum Bætti heimsmeistaratitli í safnið og setti þrenn heimsmet
Ástbjörn Þórðarson hefur verið með betri mönnum Keflavíkur í sumar, hann skoraði glæsimark sem kom heimamönnum í forystu gegn ÍA. VF-myndir: JPK
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
Ömurlegar átta mínútur Kostuðu Keflavík samt ekki sæti í deildinni „Þessi leikur var skrýtinn en það er ekkert hlaupið að því að halda sætinu í deildinni,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar þjálfara Keflvíkinga, eftir tapleik gegn ÍA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu síðasta laugardag. Keflvíkingar höfðu tveggja marka forystu þegar innan við hálftími var eftir af leiknum en misstu hann úr höndum sér á átta mínútna kafla. Keflavík endaði í tíunda sæti deildarinnar, jafnir Skagamönnum að stigum og markamun en ÍA skoraði fleiri mörk. Þjálfarar og leikmenn Keflavíkur voru svekktir með úrslitin en tap HK gerði það að verkum að liðið féll ekki. „Leikmenn voru gríðarlega svekktir og fannst þeir bregðast sér og okkar stuðningsfólki á þessu átta mínútna kafla þar sem komu þrjú mörk. Þetta er eitthvað sem fer í reynslubankann og kostaði okkur sem betur fer ekki sæti í deildinni“ sagði Eysteinn m.a. eftir leikinn. „Það er mjög mikilvægt að vera ekki komnir aftur á byrjunarreit í því ferli sem við erum í núna og núna er bara að fá alla með okkur upp á Skaga og við munum gera allt sem er í okkar valdi til að við fögnum þar.“
Hleypir þetta ekki blóði á tennurnar fyrir undanúrslitaleikinn gegn Skagamönnum? „Jú, það skiptir engu máli á móti hverjum það er. Undanúrslit í bikar eru alltaf undanúrslit í bikar og núna notum við vikuna vel og komum eins og grenjandi ljón til leiks upp á Skaga.“
Sveiflukennt sumar Gengi Keflvíkinga hefur verið rysjótt í sumar. Þeir eru búnir að vera í bullandi fallbaráttu, lentu í meiðslavandræðum en björguðu sér frá því að falla og eru komnir í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Úrslit leikja voru oftar en ekki mjög tæp og stig töpuðust í leikjum á aðeins einu marki. „Þetta er heldur betur búið að vera sveiflukennt sumar. Við byrjuðum mjög illa, fimm töp í fyrstu sex leikjunum og fengum á okkur fjögur mörk í þremur leikjum í röð. Við rifum okkur svo upp og unnum réttu leikina, gegn liðunum í kringum okkur. Síðan hefur þetta bara verið barátta seinni part sumars. Við höfum tapað mörgum leikjum með einu marki, gegn sterkustu liðunum, og síðan hefur þetta bara verið seiglan í rauninni. Við vorum komnir í góða stöðu á að fara upp í sjöunda sæti en Skaga-
Setti þrenn heimsmet
Elsa lyfti 120 kg í hnébeygju í fyrstu tilraun sem var góð og gild. Önnur lyftan var tilraun til að bæta eigið heimsmet um 2,5 kg en það gekk því miður ekki upp, í þriðju tilraun lyfti Elsa 132,5 kg og var sú lyfta gild og því nýtt heimsmet í hnébeygju. Í bekkpressu byrjaði Elsa á að lyfta 55 kg í fyrstu tilraun, því næst lyfti hún 60 kg sem var jöfnun á hennar besta árangri. Elsa reyndi að lokum við 62,5 kg í þriðju lyftu en það gekk því miður ekki upp. Í réttstöðu lyfti Elsa 145 kg í fyrstu tilraun. Í annarri tilraun reyndi hún að bæta eigið heimsmet um 2,5 kg en það gekk því miður ekki upp en í þriðju tilraun safnaði Elsa allri sinni orku og reif 160 kg upp úr gólfinu og bætti þar með eigið heimsmet um 2,5 kg.
Elsa vann flokkinn sinn með 352,5 kg í samanlögðu sem er einnig nýtt heimsmet í samanlögðum árangri. Heildarárangur Elsu á mótinu var því: gullverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, gullverðlaun í réttstöðu, þrenn heimsmet og var Elsa krýnd heimsmeistari í -76 kg flokki kvenna (M3 öldunga) í klassískum kraftlyftingum. Á Facebook-síðu sinni sagði Elsa að sér finnist þetta er pínu óraunverulegt en staðreynd engu að síður. „Eftir afrakstur míns fyrsta HM í kraftlyftingum er mér efst í huga stolt og þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa heilsu til að sinna áhugamáli mínu, ég er þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig sem styður mig og hvetur og ég er þakklát fyrir alla þá sem lagt hafa mér lið á þessari vegferð.“ Þá þakkaði Elsa þeim sem hafa stutt við bakið á henni á þessari vegferð hennar sem virðast engin takmörk sett.
Marley Blair olli varnarmönnum ÍA oft vandræðum í leiknum. Seinna mark Keflvíkinga kom eftir fasta fyrirgjöf hans sem hafnaði í Skagamanni og fór þaðan í markið.
Elísabet sló sextán ára gamalt met
menn náðu að vera sterkari en við á ákveðnum tíma og við náðum ekki að snúa því við.“ Það virkaði eins og Keflvíkingar hættu. „Ég kann ekki að útskýra þetta. Það verður bara eitthvað til þess að menn fara að bíða og vona í stað þess að gera hlutina. Við erum með nógu mikil gæði til að bregðast betur við en stundum er mótbyr. Í framtíðinni þurfum við að stíga upp í stað þess að bíða og vona að eitthvað gerist.“
GLÆSILEGUR ÁRANGUR SUNDFÓLKS ÍRB UM HELGINA
Hvernig er hópurinn í sambandi við meiðsli fyrir þennan úrslitaleik? „Mér sýnist hann líta ágætlega út. Við förum upp á Skaga, þjöppum okkur saman og það getur allt gerst þar.“
Afar flottur árangur náðist hjá sundfólki ÍRB á fyrsta sundmóti vetrarins, Ármannsmótinu í Laugardalslauginni 25.–26. september. Góð stemmning og mikil og flottur andi alla helgi einkenndi lið ÍRB. Sundmennirnir unnu til margra verðlauna og náðu mörgum mjög sterkum sundum. Margir sundmenn voru að vinna nokkrar greinar og athyglisverður árangur í sumum greinum. Sá sundmaður ÍRB sem vakti mesta
Það væri vel þess virði að komast í úrslitaleikinn? „Já, það væri eitthvað. Ég náði því einu sinni sem leikmaður og það er þess virði. Þessi leikur mun bara snúast um seigluna og það lið sem vill það meira mun taka hann.“
Myndir: Jón Hilmarsson
Undanúrslitaleikur í bikar á laugardaginn
Viðureignir Keflavíkur og Skagans einkennast oftar en ekki af hörkubaráttu þar sem ekkert er gefið eftir – bikarleikurinn á laugardaginn verður væntanlega engin undantekning.
Kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir úr Massa er óstöðvandi þessa dagana en hún bætti heimsmeistaratitli og þremur heimsmetum á afrekalistann sinn í síðustu viku. Elsa keppti á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum í Halmstad í Svíþjóð í síðustu viku í öldungaflokki M3 (-76 kg flokki kvenna, 60 ára og eldri). Árangur hennar í mótum að undanförnu hefur vakið athygli en Elsa byrjaði seint í klassískum kraftlyftingum og hefur heldur betur blómstrað í greininni. Hún hefur sett fjölda meta; Íslandsmet, Evrópumet og nú síðast bætti hún fleiri heimsmetum í pakkann.
athygli um helgina var Elísabet Arnoddsdóttir. Hún var í feikna stuði og sló sextán ára gamalt aldursflokkamet meyja í 50 metra flugsundi og var jafnframt eingöngu 2/10 frá aldursflokkametinu í 100 metra flugsundi. Um leið sló hún fjögur innanfélagsmet í greinunum. Margir aðrir sundmenn voru að vinna greinar og sumir unnu fleiri en eina en það voru þau: Alexander Logi Jónsson, Árni Þór Pálmason, Denas Kazulis, Gísli Kristján Traustason, Nikolai Leo Jónsson, Athena Líf Þrastardóttir, Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir. Jafnframt náðu sex sundmenn lágmörkum fyrir verkefni erlendis í janúar sem félagið stefnir á að fara.
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
2021
ÍA-KEFLAVÍK
LAUGARDAGINN 2. OKTÓBER KLUKKAN 12:00 Á NORÐURÁLSVELLI Enginn aðgangseyrir fyrir 16 ára og yngri – 2.000 krónur fyrir fullorðna (miðasala er hafin á Stubbur.is)
Sannir Keflvíkingar
FÖRUM SAMAN OG SÝNUM STUÐNING!
t u a r b u n n u S á fr ð er f nn e u t m s g Rú n i uðn t s r i r y f ðir
fer u t 4U ú S r U r B a í i ð Fr o íb t u a r b u :15 0 1 n frá Sunn a k k klu a flavik.is g e k e l @ c s f í f v stund sæti á ke
panta ð a r e t g le studag. Nauðsyn ö f á 2 1 kkan fyrir klu am
fr Á – m u n Fjölmen
Keflavík
OL
ALLIR F
RB U K Í V A L Á KEF
Á KJÖRDEGI Njarðvíkingurinn Garðar Magnússon, Gæi í Koti, sjómaður og eldri borgari, lét ekki sitt eftir liggja í alþingiskosningunum 2021 og mætti á kjörstað. Hann er kominn á tíræðisaldurinn en er hress og framleiðir ljúffengan harðfisk. Í Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti við hæfi að setja upp stórt skilti þar sem athygli var vakin á því að það mætti ekki vera með áróður á kjörstað. Líklega hafa skilaboðin komist til skila því ekki er vitað til þess að neinn hafi verið með áróður.
LOKAORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Allir sigurvegarar Það var kosið til Alþingis um síðustu helgi og túlkuðu nánast allir forsvarsmenn flokkanna niðurstöðurnar sem sigur. Stórsigur, varnarsigur eða bara sigur. Ekkert nýtt þar. Ríkisstjórn Kötu Jak hélt velli, bætti reyndar við sig tveimur mönnum en það er ekkert öruggt í þessum bransa og hver veit nema einhver önnur stjórn verði mynduð á næstu vikum. Hægri, vinstri eða á ská. Inga Sæland væri jafnvel flottur heilbrigðisráðherra en hún vildi m.a. loka landinu þar til Covidfaraldrinum væri lokið og ætlaði að senda Íslendinga á heimleið frá Tenerife í sóttkví í Egilshöll. Sú myndi taka þennan faraldur föstum tökum. Annars hafa þessir stjórnmálamenn engar áhyggjur lengur af Covid (nema þegar farið er í klippingu) því djammið á kosningavökum flokkanna var bara eins og fyrir hrun, geggjuð partý langt fram á nótt! Mjöðurinn var flæðandi allt kvöldið enda skv. sóttvarnarlækni er engin hætta á ferð þegar fólk fær hann frítt! Það hefði samt kannski betur átt að sleppa því að hafa hann við hönd við talningu atkvæða í Borgarnesi. Fimm aðilar vöknuðu morguninn eftir kosningar sem alþingismenn og sáu fram á bjartari tíð í rétt rúmlega níu klukkutíma. Adam var þó ekki lengi í Paradís en þá kom í ljós að talið var vitlaust í Nesinu góða og einhver fáein atkvæði sveifluðust til þannig að einhverjir aðrir fimm aðilar duttu inná þing. Meira að segja erlendir fjölmiðlar fjölluðu myndarlega um þá staðreynd að konur yrðu í meirihluta á Alþingi okkar Íslendinga en svo varð að draga það allt saman til baka. Algjör tilfinninga rússíbani og spurning hvort það ætti ekki að einfalda kerfið okkar? Eða ekki, það var a.m.k. fútt í þessu og spenna eins og um leik í úrslitakeppninni í körfubolta væri að ræða. Einhver kærumál eru í gangi og sumir að krefjast þess jafnvel að allt verði endurtalið og jafnvel kosið aftur! Skondið að sama fólk lét Trump kallinn heyra það þegar hann vildi endurtalningu í henni Ameríku enda er hann jú bara asni. Hún getur nefnilega verið ansi skrautleg þessi pólitík á köflum, menn geta víst skipt um lið á miðju tímabili lendi þeir t.d. í upptökum á öldurhúsum borgarinnar kennd við klaustur. Einn þeirra datt t.d inn á þing eftir að hafa verið allan sunnudaginn að leita sér að vinnu! Ísland er best í heimi.
Mundi Hættu að telja, þetta er ég!