Víkurfréttir 36. tbl. 44. árg.

Page 1

Kafar ofan í námið í HÍ eftir að hafa dúxað

Haustsólin sest við Parísartorg

Jafndægur að hausti var síðasta laugardag. Það þýðir að myrkrið er að ná yfirhöndinni og þeirri þróun verður ekki snúið við fyrr en á vetrarsólstöðum seint í desember. Þá fer daginn aftur að lengja og jafndægur að vori verða síðan 20. mars á næsta ári. Þá nær birtan aftur yfirhöndinni. Ljósmyndari blaðsins tók meðfylgjandi mynd við Parísartorg í Reykjanesbæ í byrjun vikunnar. VF/pket

Reykjanesbær tekur vel

sameiningaráhuga Voga

n Óvissa með hin sveitarfélögin á Suðurnesjum n Vilja þó hlusta á Vogamenn

Sveitarfélagið Vogar hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá Reykjanesbæ varðandi hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna en Vogar hafa sent öllum sveitarfélögunum erindi þar sem óskað er eftir viðræðum.

Forráðamenn Suðurnesjabæjar og Grindavíkur hafa tekið jákvætt í að hitta Vogamenn en formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segist ekki bjartsýnn á að farið verði í formlegar sameiningarviðræður og telur rétt

á þessu stigi að Suðurnesjabær verði áfram sjálfstætt sveitarfélag. Grindvíkingar hafa í gegnum tíðina aldrei gefið færi á neinni sameiningu en forráðamaður eins stærsta fyrirtækisins í bæjarfélaginu telur að skoða eigi alla möguleika. „Sveitarfélögin þrjú hafa fengið frá okkur erindi og við reiknum með að funda með hverju og einu á næstu vikum,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Víkurfréttir heyrðu í nokkrum aðilum í sveitarfélögunum sem Vogar vilja ræða við. — Sjá bls. 2.

Vinsælar sagnastundir á Garðskaga

VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Síða 10 Síða 14 Síða 7 MEÐAL EFNIS
Anita en ekki Aníta vegna stafaeklu í Englandi. SÍÐA 13
í FS í vor
„Það er hungrið sem fleytir manni áfram“
Nýjar íbúðir fyrir fólk með fatlanir
í
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGRI KOSTURINN Corny súkkulaði 50
FLJÓTLEGRI KOSTURINN Mexíkóskt þema
Miðvikudagur 27. septeMber 2023 // 36. tbl. // 44. árg.
gr
í kvöld?

Heyrist oft meira í þeim sem eru á móti sameiningu

„Ég hef ekki myndað mér skoðun á því hvort frekari sameining á Suðurnesjum sé góður kostur fyrir öll bæjarfélögin. Mér finnst ég ekki hafa nægar forsendur til að segja af eða á. Hins vegar hef ég ekkert á móti því að skoða kosti og galla frekari sameiningar á svæðinu. Það er erfitt að átta sig á viðhorfi íbúa þar sem það heyrist oftast bara í

Mikilvægt að skoða vel

„Ég held að verstöðin á Íslandi þurfi á því að halda að fækka sveitarfélögum

þeim sem eru á móti sameiningu en minna í þeim sem eru með eða vilja skoða kostina og gallana. Eðlilega óttast minni sveitarfélögin að það halli á þeirra hlut hvað varðar innviði og þjónustu ef til sameiningar kæmi á öllu svæðinu,“ segir Jónína Magnúsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Suðurnesjabæ.

Súlan

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2023

Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar

óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna

Reykjanesbæjar 2023.  Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu.

Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið: menningarfulltrui@rnb.is í síðasta lagi sunnudaginn 16. október næstkomandi.  Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar undir flokknum „Mannlíf.“

Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar

JÁKVÆÐUR TÓNN

Suðurnesjabær og Grindavík ekki eins „heit“ en til í samtal

Reykjanesbær hefur tekið vel í frumkvæði Vogamanna um að óska eftir sameiningu við sveitarfélögin á Suðurnesjum. Forráðamenn Suðurnesjabæjar og Grindavíkur segjast glaðir vilja ræða málin við Vogamenn. Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir þó ekki líklegt að það sé mikill sameiningar áhugi hjá þeim.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að málið hafi lítillega verið rætt og fengið jákvæð viðbrögð. „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þarf að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla.“

Til upprifjunar varð Reykjanesbæ til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994 og fagnar þrjátíu ára afmæli á næsta ári.

Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þykir vel hafa tekist til í báðum þessum sameiningum og því hefur frekari sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum oft borið á góma án þess

að málið færi í einhvern farveg, fyrr en nú hjá Sveitarfélaginu Vogum. Magnús Stefánsson segir að hann eigi ekki von á öðru en að Suðurnesjabær sé tilbúin til viðræðna án þess að það feli í sér fyrirfram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að tekið verði vel á móti Vogamönnum.

„Við munum örugglega taka vel í að hitta þá vini okkar og nágranna að máli. Í sameiningarmálum er að gríðarlega mörgu að hyggja og allt of snemmt að velta framhaldinu fyrir sér á þessari stundu,“ segir Fannar og aðspurður um fyrri afstöðu Grindvíkinga sem hefur

ætíð verið neikvæð, svarar hann:

„Þú spyrð hvort líklegt sé að það verði meiri sameiningartónn í Grindvíkingum á næstu árum en verið hefur. Ég er ekki viss um að svo sé, en það á alveg eftir að reyna á það. Sjáum hvað setur.“

Telur Suðurnesjabæ eiga að vera sjálfstætt sveitarfélag

„Mér finnst bæði kurteisi og skylda að hitta Vogamenn og heyra þeirra sjónarmið í málinu,“ segir Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, í samtali við Víkurfréttir en bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ fengu erindi frá Sveitarfélaginu Vogum og það verður tekið fyrir með formlegum hætti í vikunni.

Hvert er þitt viðhorf til frekari sameiningar á Suðurnesjum?

„Ég hef verið þeirrar skoðunar að eðlilegt væri að Vogarnir myndu sameinast Reykjanesbæ eða Hafnarfirði og þá er ég bara að hugsa út frá landfræðilegu tilliti. Mitt viðhorf gagnvart frekari sameiningu, tel ég það heppilegt að vera með tvö til þrjú sterk sveitarfélög á Suðurnesjum. Rökin sem ég færi fyrir því eru þau að sveitarstjórnirnar og stjórnsýslan séu nær íbúunum í byggðarkjörnunum sjálfum og ná því að skynja þarfir og þjónustu við íbúana mun betur. Mikilvægt er þó að kynna sér málin frá öllum hliðum, kanna efnahagsstöðu sveitarfélaganna og skuldastöðu. Ábyrgur fjármálarekstur er grunnurinn að sjálfstæði hvers sveitarfélags.“

og gera þau öflugri til að eiga meiri möguleika á að veita betri þjónustu og lífskjör. Stolt okkar Grindavíkinga, fyrirtækin Codland og Haustak eru til að mynda í Reykjanesbæ,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Vísi hf. í Grindavík, í viðtali við VF árið 2016. VF spurði hann út í nýjustu fréttir af sameiningarmálum á Suðurnesjum og fékk þetta svar: „Ég hvet alla, þar með talið Grindvíkinga, til þess að skoða kosti og galla sameininga.“

Mikið framfaraskref

Jónína A. Sanders sem var formaður fyrsta bæjarráðs Reykjanesbæjar segir að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 í Reykjanesbæ hafi verið mikið framfaraskref fyrir íbúa og stjórnsýslu sveitarfélaganna.

„Á þessum tíma voru sveitarfélögin í landinu að hefja undirbúning að því að taka yfir meðal annars rekstur grunnskólanna. Stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin að taka að sér stærri og flóknari verkefni. Árið 2018 voru sveitarfélögin Sandgerði og Garður sameinuð í Suðurnesjabæ og veit ég ekki betur en að vel hafi gengið. Sameining allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt stórt og öflugt sveitarfélag er því að mínu mati eðlilegt framhald af fyrri sameiningum. Gera þyrfti könnun á vilja íbúanna á sameiningu auk þess að gera þyrfti athugun á hagkvæmni sameiningarinnar,“ segir Jónína A. Sanders, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, fyrstu átta árin, 1994–2002.

Vænlegt til framtíðar

Sérðu fyrir þér að Suðurnesjabær fari í viðræður við Reykjanesbæ og Sveitarfélagið Voga um sameiningu?

„Við tökum spjallið við Vogana. Hins vegar tel ég það fremur ólíklegt, ef ég á að vera hreinskilinn, að Suðurnesjabær fari í sameiningarviðræður. Við erum nýbúnir að sameina hér Garð og Sandgerði í eitt sveitarfélag, Suðurnesjabæ. Við erum ennþá að ná utan um það og slípa okkur saman sem eitt samfélag. Það gengur ótrúlega vel og ég tel að sú sameining hafi tekist vel.

Hver er tilfinning þín fyrir viðhorfi íbúa í Suðurnesjabæ til frekari sameiningar?

„Viðbrögðin hafa verið mikil eftir að fréttir fóru að berast af erindi Voga. Skilaboð og símtöl frá íbúum fjölmörg. Ég skynja litla stemmningu fyrir þessu hjá íbúum í Suðurnesjabæ, allavega hjá þeim sem hafa sett sig í samband við mig. En við sjáum til hvað setur, það er engin skuldbinding fólgin í því að fá sér kaffi og kleinu. Afstaða mín í dag er sú að ég tel að Suðurnesjabær eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag.“

„Ég tel það vænlegt til framtíðar að sameina öll sveitarfélög á Suðurnesjum í eitt öflugt sveitarfélag. Með því yrðu skipulagsmál í heild einfaldari, öll stjórnun markvissari, atvinnumál öflugri og fjölbreytt og við yrðum sterk rödd útávið. Umræðan er nú um sameiningu Reykjanesbæjar við Sveitarfélagið Voga, þá horfi ég á það sem rétt skref í átt til öflugra samfélags á Suðurnesjum til framtíðar. Enn betra ef hin sveitarfélögin væru líka tilbúin,“ segir Margrét Sanderss, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Löngu þarft verkefni

Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) líst mjög vel á það samtal sem er að fara í gang með sameiningu sveitarfélagana á Reykjanesi. Þetta er löngu þarft verkefni sem mun auðvelda alla skipulagsvinnu og gerir okkur kleyft að vera með stærri rödd gagnvart ríkisvaldinu svo eitthvað sé nefnt.

Þetta samtal er að byrja og vonandi munu menn skoða þetta af heilum og jákvæðum hug og horfa frekar til langs tíma en skamms,“ segir Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
MYRKVUNARGARDÍNUR
Í REYKJANESBÆ
Vogar óska eftir viðræðum við sveitarfélögin um sameiningu
2 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

2% appsláttur af öllu í Nettó

Með appinu færðu alltaf 2% appslátt í formi inneignar og góð apptilboð reglulega.

Tilboð gilda 28. september–1. október

Krossmói

Opið 10–19

Iðavellir

Opið 10–21

Grindavík

Opið virka daga 9–19

Opið um helgar 10–19

Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Betra verð með appinu!
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Yfirlit yfir innkaupin þín. Hvað er á tilboði núna? Hér sést inneignin þín. Nánari upplýsingar. Pantaðu í netverslun. Skannaðu þegar þú borgar til að safna inneign. Innkaupalistinn þinn.

Fullkomnasta eldhús landsins og stærra húsnæði

n Skólamatur framreiðir 15.000 máltíðir á dag fyrir leik- og grunnskólabörn n Þjónustar áttatíu og fimm skóla n Húsnæðið stækkað um 1.500 fermetra

Skólamatur fagnaði í síðustu viku að búið er að byggja 1.500 fermetra fullkomið og sérhæft húsnæði við Iðavelli í Keflavík fyrir starfsemi fyrirtækisins. Þar af er nýbygging upp á samtals 830 fermetra. Húsnæðið hentar til að þjónusta mötuneyti leik- og grunnskóla þannig að hægt sé að senda mat frá eldhúsinu í Reykjanesbæ sem er tilbúinn til eldunar í skólum sem eru í viðskiptum við Skólamat. Alls þjónustar Skólamatur 85 leik- og grunnskóla á suðvesturhorni landsins. Hjá

Skólamat starfa 170 manns.Nýja húsnæðið í Reykjanesbæ er stór áfangi í rúmlega tveggja áratuga sögu Skólamatar. Jón Axelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í opnunarhófinu að starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið um ca. 10% á ári í tuttugu ár. „Og til þess að takast á við vöxt þurfa innviðir að vaxa með, ekki of hratt og alls ekki of hægt,“ sagði Jón.

eldri 680 fermetrum og viðbyggingu á tveimur hæðum upp á 830 fermetra, eins og áður segir. Til viðbótar við þessa 1.500 fermetra nýtir Skólamatur einnig aðra 1.000 fermetra í næsta húsi við hliðina.

Skólamatur fagnaði árið 2016 breytingu á miðlægu eldhúsi fyrirtækisins sem er 380 fermetrar og í kjölfarið var vöruafgreiðslulager stækkaður ú 170 í 340 fermetra. Strax í kjölfarið á þeim breytingum hófst undirbúningur þessa húsnæðis sem nú hefur verið opnað. Þar var áður trésmiðja í hluta hússins og Fjölbrautaskóli Suðurnesja var með hluta af iðnnámi sínu í húsinu á árum áður. Ráist var í mikla endurnýjun á

„Fyrir mikilvægasta fólkið,“ er slagorð Skólamatar en fyrirtækið framreiðir um 15.000 máltíðir í hverju hádegi, auk morgunmatar og síðdegishressinga þar sem við á. Eldhús Skólamatar við Iðavelli er án efa með stærstu og fullkomnustu eldhúsum landsins, ef ekki það stærsta.

„Axel Jónsson stofnandi Skólamatar segir oft „Þú uppskerð eins og þú sáir“. Og uppskera Skólamatar hefur svo sannarlega verið góð. Það eru forréttindi að fá að vinna við að bjóða upp á hollan mat fyrir mikilvægasta fólkið

okkar, börn og unglinga. Þau eru framtíðin,“ sagði Jón í ávarpi sínu.

„Allur árangur okkar gerist vegna þess að starfsfólkið er að skila góðu starfi sem viðskiptavinum líkar og þannig vex umfangið.

Gildin sem við vinnum eftir eru: Jákvæðni, virðing, fjölskylda. Og það eru leiðarljós sem hafa skilað okkur miklum árangri,“ sagði Jón.

Skólamatur er 24 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem Axel Jónsson stofnaði á sínum tíma en

hann hefur verið veitingamaður á Suðurnesjum í áratugi. Í viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta í síðustu viku sagði Axel að ævintýrið með skólamatinn hafi byrjað þegar Magnús Gunnarsson, þáverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hafði samband við Axel. Hafnfirðingar höfðu þá verið í vandræðum með að ráða til sín matráða á fjóra leikskóla. Úr varð að fyrirtæki Axels tók að sér eldun fyrir leikskólana. Fljótlega bættist svo grunnskóli á höfuðbrogarsvæðinu við. Boltinn

hélt áfram að rúlla og Grunnskóli Grindavíkur varð fyrsti skólinn á Suðurnesjum til að koma í viðskipti við Skólamat. Í dag eru leikog grunnskólarnir orðnir áttatíu og fimm talsins.

Í spilara í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má horfa og hlusta á viðtöl við Axel Jónsson og börnin hans, þau Jón og Fanný, sem sjá um rekstur Skólamatar í dag. Jón er framkvæmdastjóri og Fanný sér um starfsmannamálin.

Páll Ketilsson pket@vf.is
Fleiri myndir á vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
4 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Skólamatar fjölskyldan. Axel Jónsson og Þórunn Halldórsdóttir, Jón og Fanný Axelsbörn. VF-myndir/pket.
Óskum Skólamat til hamingju með stækkun húsnæðis og nýtt og glæsilegt eldhús! S TERA F TRAUSTI SVEINBJÖRNSSON RAFTÆKNIÞJÓNUSTA TRAUSTA ehf. Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.nr 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82 J.P. Múrverk ehf 865-9909 Arnar Steinn Sveinbjörnsson Hellulögn, kantsteinar og malbik

ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð

Staða nemenda tryggð í nýjum skóla

n Flugakademían gerir samning við Flugskóla Reykjavíkur

Flugskóli Reykjavíkur og Flugakademía Íslands hafa náð samkomulagi um að þeir fyrrnefndu taki að sér þjónustu við virka nemendur Flugakademíunnar. Flugakademía Íslands, sem er dótturfélag Keilis, miðstöðvar vísinda fræða og atvinnulífs, mun í kjölfarið hætta rekstri. Nemendur Flugakademíunnar hafa val um það hvort þeir haldi áfram námi sínu í Flugskóla Reykjavíkur eða sæki það annað en í kjölfar samkomulagsins tekur Flugskóli Reykjavíkur við af Flugakademíunni sem eini skólinn á Íslandi sem býður upp á samtvinnað nám til atvinnuflugs. Flugakademía Íslands hefur glímt við langvarandi rekstrarvanda og stjórnendum félagsins verið ljóst að grípa þurfi til aðgerða svo tryggja megi nemendum áframhaldandi námsúrræði. Samkomulag við Flugskóla Reykjavíkur er fyrst og fremst stillt upp með hag nemenda í forgrunni.

Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur: „Flugskóli Reykjavíkur hefur undanfarin misseri markvisst

Gangi þér vel!

Útskriftarhópur júní 2023 ásamt Óskari Pétri Sævarssyni, forstöðumanni, og Kristjönu Henný Axelsdóttur, þjálfunar- og skimunarstjóra. Mynd/Keilir.net

unnið að því að auka námsframboð skólans og víkka út starfsemina. Í vor kynntum við tvær námsbrautir í atvinnuflugmannsnámi, bæði staðar- og fjarnám. Þeim var vel tekið og fóru vel af stað. Það samrýmist því vel okkar áformum að taka við nemendum frá Keili. Við hjá Flugskóla Reykjavíkur tökum

þeim opnum örmum og hlökkum til að útskrifa nýja atvinnuflugmenn á þessum tímum grósku og tækifæra í okkar geira.“

Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis: „Það eru vonbrigði að þurfa að hætta

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

rekstri félagsins. Það er þó ekkert launungarmál að rekstur Flugakademíunnar hefur verið gríðarlega krefjandi í áraraðir. Starfsfólk hefur unnið baki brotnu að því að tryggja öflugt nám í hæsta gæðaflokki og eiga mikið hrós skilið fyrir óeigingjörn störf, oft við erfiðar aðstæður. Það sem skiptir öllu máli í þessari stöðu eru nemendur – og sú afar jákvæða niðurstaða að geta upplýst nemendahóp Flugakademíu Íslands um að hægt verði að tryggja áframhaldandi nám þeirra til atvinnuflugs í góðum skóla á íslenskri grundu.“

Yfir sex tonn á dag og menn sáttir

Togarinn Sóley Sigurjóns GK, sem Nesfiskur ehf. á og gerir út, hefur síðan í apríl á þessu ári verið að landa á Siglufirði en togarinn er búinn að vera að veiða rækju síðan þá. Nokkuð vel hefur gengið hjá togaranum og er rækjuaflinn hjá honum kominn í tæp 700 tonn. Togarinn veiðir ekki með skilju og er því þó nokkur meðafli með rækjunni. Allri rækjunni er ekið til Hvammstanga en þar á Nesfiskur hlut í rækjuverksmiðjunni Meleyri ehf. sem á sér langa sögu sem rækjuverksmiðja hér á landi. Núna er togarinn kominn suður og má því segja að rækjuvertíðinni sé lokið. Vel hefur gengið að veiða núna í september og hefur togarinn landað 237 tonnum í þremur löndunum og mest 91 tonn. Af þessum afla er rækja 85 tonn og þorskur 148 tonn. Öllum þorski og mestöllum meðafla sem togarinn landar er ekið suður til Sandgerði og Garðs til vinnslu þar.

Á Siglufirði eru reyndar tveir bátar á veiðum sem Stakkavík ehf. á og gerir út. Það eru Katrín GK sem hefur landað 32,3 tonnum í fimm róðrum, mest 8,1 tonn og Hópsnes GK sem hefur landað 58,8 tonnum í tíu róðrum, mest 9,4 tonn í róðri.

Eins og komið hefur fram hérna í þessum pistlum mínum þá er þessi septembermánuður vægast sagt mjög öðruvísi gagnvart línuveiðum hjá minni bátunum, því það var vanalega þannig að þeir fóru svo til allir í burtu og enginn bátur var á línu frá Suðurnesjum í september og október – en núna breyttist það ansi mikið.

Það má í raun segja að Helgi og áhöfn hans á Margréti GK hafi brotið ísinn með því að róa í ágúst frá Sandgerði og gekk mjög vel, landaði yfir 100 tonnum í ágúst. Áfram hélt báturinn veiðum og hefur fiskað ansi vel núna í september og er kominn með 85 tonn í tólf róðrum.

Þessi góði afli Margrétar GK dró Jón Ásbjörnsson RE að sér sem hefur verið á veiðum frá Sandgerði og landað þar 55 tonnum í níu róðrum. Óli á Stað GK, sem Stakkavík ehf. gerir út, hafði haft

þá venju undanfarin ár að báturinn fór alltaf norður og var fyrir norðan á haustin en núna ákvað Óðinn skipstjóri að prófa fyrir sunnan og sjá hvernig gengi. Ef báturinn myndi ná yfir sex tonna afla á dag væri það gott og menn sáttir. Báturinn hóf veiðar í Sandgerði en færði sig síðan til Grindavíkur og hefur landað 78 tonn í tólf róðrum og mest 10,8 tonn í róðri, meðalaflinn um 6,5 tonn sem er ansi gott.

Línubáturinn Sævík GK hefur, eins og Óli á Stað GK, líka verið fyrir norðan undanfarin haust en hann kom suður um miðjan september og hefur aldrei áður komið svona snemma suður. Sævík GK hefur landað 75 tonnum í tólf róðrum og af þeim afla eru nítján tonn sem landað er í Grindavík en þegar þessi pistill er skrifaður þá var báturinn á leið í Sandgerði.

Samhliða þessu hefur bátur frá Snæfellsnesi, Særif SH, verið á veiðum bæði fyrir utan Sandgerði og Grindavík og hefur Særif SH landað alls 147 tonnum í aðeins níu róðrum, mest 23,5 tonn í róðri, en báturinn leggur stundum tvær lagnir af línu í sama róðrinum. Ef við skoðum nánar aflann hjá Særifi SH þá hefur 32 tonnum verið landað í Grindavík og 41 tonni í Sandgerði, restinni er landað í Þorlákshöfn. Þessi góði afli bátanna hefur þýtt það að líf er í höfnunum í Sandgerði og Grindavík og það er gleðilegt.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Reyndar, fyrst ég er að skrifa um línubátana, þá hafa stóru línubátarnir líka landað meiru núna í Grindavík en þeir hafa gert en þeir hafa meðal annars verið á veiðum utan við Sandgerði og til að mynda hefur Sighvatur GK veitt 341 tonn í þremur róðrum og öllum aflanum landað í Grindavík.

Þessi pistil er skrifaður frá Grundarfirði og loksins skrifa ég pistil í sjávarþorpi eins og á Suðurnesjum og það er þó nokkuð mikil tenging milli útgerðar á Suðurnesjunum og Grundarfjarðar, t.d. landa stóru línubátranir frá Grindavík af og til í Grundarfirði. Sóley Sigurjóns GK landar stundum þar og Stakkavík ehf. í Grindavík gerði út bát í ellefu ár og hét sá bátur Gulltoppur GK. Sá bátur var gerður út í mörg ár frá Grundarfirði og hét þá Farsæll SH. Núna heitir þessi bátur Ísey EA og er skráður í Hrísey. Báturinn var á dragnót og réri meðal annars töluvert frá Sandgerði og Grindavík enda var mjög þekktur dragnótaskipstjóri á honum sem heitir Grétar Þorgeirsson en hann var lengi skipstjóri á Farsæli GK frá Grindavík.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla
daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Rétturinn Ljú engur
virk a
GASKÚTUR ÚTVARP KEFLAVÍK HESTUR BRANDARI GUSA LAX HAUSTAR HEILSUGÆSLAN TENNUR MAGUR LJÓSMÓÐIR FLATUR GNÆGÐ GRALLARI VÍKURFRÉTTIR UXI LANGA API NEPJA Þ R A Y L I B Æ A R T G L A Ú Ú X N Z G G X L G P U Ð X N T P M R 0 X Ó N N S A M Æ B R I A P A T Í L F Æ B N A Z R E R A B G I B X M S V U M F S B U G M T M Í G B E P Ú A T X S V Ó A B N A T A G A X A N T G R S X D U V Ú R S M E T A X N É G A I P A S T U T X F X T F R T A M S Ú A R I R M U Ó H G Í M T A M X P G A U J R G I U T T K R A T U L G Ú Z L S U T F B G A A T P Á L A Á X N E U K U Ú Ð X R M J H G Ó Ó H I S L M K L A V E Ó G Í F T B A K P
Þú finnur allt það nýjasta í
sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
6 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

Taka í notkun nýjar íbúðir fyrir fólk með fatlanir við Stapavelli

Það var hátíðleg stund hjá nokkrum fötluðum einstaklingum í Reykjanesbæ þegar nýjar íbúðir við Stapavelli 16–28 í Reykjanesbæ voru formlega afhentar. Það er Brynja leigufélag sem lét byggja raðhúsið við Stapavelli sem í eru sjö íbúðir. Félagið er sjálfseignarstofnun með það hlutverk að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær félagið með því að kaupa og byggja leiguíbúðir.

Á næstu dögum og vikum flytja einstaklingar með fatlanir inn í sex af sjö íbúðunum en sjöundu íbúðina hefur Reykjanesbær tekið á leigu. Þar verður aðstaða fyrir starfsfólk velferðarsviðs Reykjanesbæjar sem mun þjónusta íbúa hússins. Jóhann Kristinn Pétursson, fráfarandi stjórnandi Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ, mun taka við stjórn starfseminnar við Stapavelli ásamt samstarfsfólki.

Í ávarpi Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, við afhendingu íbúðanna kom fram að þörfin fyrir sérstaklega hannað húsnæði fyrir fólk með fatlanir var öllum kunn. Búið var að jarðvegsskipta lóð fyrir raðhús með fjórum íbúðum við Stapavelli en með breytingum á skipulagi var bæjaryfirvöldum gert kleift að hafa íbúðirnar sjö talsins.

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, undirrita samninga um rekstur við Stapavelli 16–28.

og annast rekstur þess. Fyrir á og rekur leigufélagið önnur húsnæðisúrræði fyrir sína skjólstæðinga

í Reykjanesbæ, m.a. við Seljudal

í Innri-Njarðvík. Við afhendingu

íbúðanna við Stapavelli var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu

annarar raðhúsalengju sem staðsett verður á Ásbrú í Reykjanesbæ. Í viljayfirlýsingunni er kveðið á um að Brynja leigufélag mun á næstu misserum tvöfalda eignasafn sitt í Reykjanesbæ með byggingu allt að 37 íbúða fyrir fólk með fatlanir.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu allt að 37 íbúða í Reykjanesbæ á næstu misserum. VF/Hilmar Bragi

Brynja samdi við byggingarverktakann Sparra ehf. í Reykjanesbæ um byggingu á sjö íbúða raðhúsi að Stapavöllum 16–28 í apríl 2022. Húsin eru hönnuð af Arkís arkitektum. Um er að ræða sex tveggja herbergja íbúðir og eina þriggja herbergja íbúð. Hverri íbúð fylgir sér verönd og útigeymsla. Þá fylgir hverri íbúð bílastæði á lóð. Íbúðirnar falla undir lög um almennar íbúðir og njóta stofnstyrkja sem nema 18% af áætluðum byggingarkostnaði frá ríkinu og 12% frá Reykjanesbæ. Langtímafjármögnun er á hendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Brynja leigufélag, sem er félag á vegum Öryrkjabandalags Íslands, er samstarfsaðili Reykjanesbæjar í þessu verkefni við Stapavelli. Brynja sá um að láta byggja húsið

Séð inn í íbúð sem nýtt verður fyrir starfsfólk velferðarsvið sem mun þjónusta íbúðakjarnann við Stapavelli.

Stofna undirbúningshóp vegna nýs grunnskóla á Ásbrú

Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, lagði til á síðasta fundi menntaráðs að skipaður verði undirbúningshópur vegna nýs grunnskóla á Ásbrú. Hópurinn samanstandi af breiðum hópi fólks frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum í þeim tilgangi að fá fram sem flestar og fjölbreyttastar hugmyndir um skóla og skólastarf og tengsl skólans við nánasta umhverfi sitt. Gert er ráð fyrir að undirbúningshópurinn taki til starfa í byrjun október 2023 og skili skýrslu í mars 2024.

Menntaráð samþykkti að skipaður verði undirbúningshópur í samræmi við tillögu sviðsstjóra.

Tillaga – Undirbúningur nýs grunnskóla á Ásbrú Mikilvægt er að gefa góðan tíma og vanda vel til undirbúnings þegar hefja á undirbúning byggingar nýs skóla. Við undirbúning byggingar Stapaskóla var til að mynda skipaður fjölmennur starfshópur hinna ýmsu hagsmunaaðila sem vann skipulega eftir aðferð sem kallast hefur á íslensku Frá hinu almenna til hins sérstæða. Aðferðin sem nefnist Design Down Process á ensku var mótuð af skólamönnum og arkitektum í Minnesota í Bandaríkjunum fyrir rúmum tveimur áratugum.

Háaleitisskóli á Ásbrú.

Tilgangurinn er að fá fram sem flestar og fjölbreyttastar hug myndir um skóla og skólastarf og tengsl skólans við nánasta um hverfi sitt. Að ákveða hvernig skóla við viljum fá áður en farið er af stað og hafa skóla- og grenndarsam félagið með í ráðum.

Aðferðin eða undirbúningsferlið felst í því að breiður hópur fólks kemur að því að móta hugmyndir um skólann, bæði innra starf hans og ytri umgjörð. Í fyrstu fjallar hópurinn almennt um umhverfi skólans en nálgast síðan skólann sjálfan, innra starf hans og útlit, skref fyrir skref. Leitast er við að tengja saman í eina samfellda heild skipulag skólastarfsins, hönnun byggingar og þátttöku grenndar-

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

búningshóp vegna nýs grunnskóla á Ásbrú sem taki til starfa í byrjun október 2023 og skili skýrslu í mars 2024.

Virðingarfyllst, Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs .

w
VARAHLUTIR OG
Í HÆSTA
www.bilanaust.is Bílanaust Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14 v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 7
BÍLAVÖRUR
GÆÐAFLOKKI

Velkomin í fjölbreytta þjónustu

Eldsneyti og rafmagn, heilsugæsla, hárgreiðsla og

Við trúum á framtíð Suðurnesja Olís eldsneytissjálfsafgreiðsla Reykjanes Optikk Courtyard by Marriott - The Bridge Draumahár

þjónustu á Aðaltorgi í Reykjanesbæ

og apótek, gleraugnaverslun, veitingastaðir og hótel

Lyfjaval Heilsugæslan Höfða Langbest Instavolt - HS Orka

Sjáðu upptöku frá sagnastundinni á vf.is eða með því að smella hér í rafrænni útgáfu blaðsins.

Söguganga og vöfflukaffi

í Garðinum

Laugardaginn 30. september næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu á vegum Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur. Leiðsögumaður í göngunni er Hörður Gíslason.

Sögðu sögur úr Sandgerði á sagnastund

Það var hvert sæti skipað og þétt skipaður bekkurinn á sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag. Þá mættu þrír kunnir Sandgerðingar á Garðskaga með sögur úr bernsku og frá uppvexti sínum í Sandgerði upp úr miðri síðustu öld.

Sögumennirnir þrír voru þeir Einar Valgeir Arason, Guðmundur Jóelsson og Júlíus Jónsson. Sagðar voru sögur af prakkarastrikum og samtíðarfólki. Lýst var samstöðu

íbúanna þegar kom að húsbyggingum, þar sem ungir menn voru að aðstoða foreldra sína við byggingu húsa heyrandi hróp og köll frá knattspyrnuvellinum.

Sagnastundin á Garðskaga um nýliðna helgi er sú fyrsta á þessu hausti. Síðasta vetur voru haldnar fimm sagnastundir og í vetur er gert ráð fyrir að stundirnar verði sex eða sjö talsins. Þær verða haldnar á laugardegi um miðjan mánuð. Umræðuefnið tengist yfirleitt Suðurnesjum.

Það eru tveir æskufélagar úr Garðinum sem standa fyrir viðburðinum. Það eru þeir Bárður Bragason og Hörður Gíslason. Veitingahúsið Röstin á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga leggur til fundaraðstöðuna og byggðasafnið hefur verið opið gestum.

Dagskrá næstu sagnastunda er í mótun en á næstu stund verður rætt um flugslys á Reykjanesskaganum á stríðsárunum.

Gangan hefst við Útskálakirkju klukkan 14:00. Þar verður sagt frá starfseminni í Sjólyst, gengið um kirkjugarðinn, komið við hjá leiði Unu Guðmundsdóttur og hennar minnst. Gengið verður meðfram ströndinni að Sjólyst og þar verður boðið upp á kaffi og vöfflur. Þeir sem ekki fara í gönguna geta ekið að Sjólyst.

Verið hjartanlega velkomin. Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur.

Sagnastundir á Garðskaga hafa ávallt notið mikilla vinsælda og verið húsfyllir í öll skiptin.

Frá umdæmisþingi Kiwanis í Stapa.

Björn tekur við af Jóhönnu eftir umdæmisþing Kiwanis í Reykjanesbæ

Kiwanis hélt 53. umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar í Reykjanesbæ dagana 15. til 16. september síðastliðna. Þingið var haldið í Hljómahöllinni en það var í umsjá Kiwanisklúbbanna Keilis og Vörðu.

Taktu þátt í vinnustofu vegna atvinnustefnu

Reykjanesbæjar

Opin vinnustofa vegna vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar verður í Stapanum þann 4. október næstkomandi frá kl. 13:00 til 16:00.

Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu og þróun atvinnulífs í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum við mótun atvinnuþróunarstefnu sveitarfélagsins.

Skráningin fer fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Kaffi og veitingar í boði fyrir þá sem taka þátt.

Þetta er í þriðja sinn sem þingið er haldið í Reykjanesbæ. Fyrst var þingið haldið árið 2000 þegar Guðmundur Pétursson var umdæmisstjóri og aftur árið 2012 þegar Ragnar Örn Pétursson heitinn hélt sitt þing. Nú var það Jóhanna María Einarsdóttir, umdæmisstjóri, sem var að halda sitt þing.

Þingsetning var í Keflavíkurkirkju á föstudagskvöld. Á mælendaskrá voru ásamt Jóhönnu, Gunnsteinn Björnsson, verðandi Evrópuforseti, Bert West frá Divine Colorado, hann er heimsforseti og heimsótti Reykjanesbæ ásamt eiginkonu sinni, Sandy, Svein Gunnar Arnerud, umdæmisstjóri Norden, hann var líka staddur í Reykjanesbæ ásamt eiginkonu sinni, Olaug, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og að lokum sr. Erla Guðmundsdóttir sem blessaði þingið. Inn á milli ávarpa voru svo tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Fyrr um daginn var fræðsla embættismanna og málstofur í Hljómahöll. Á laugardeginum var svo þingið sjálft þar sem meðal annars var ákveðið að næsta landssöfnun með sölu K-lykils verði til styrktar Einstökum börnum sem er stuðn-

ingsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Þess má geta að Jóhanna, sem var að láta af störfum sem umdæmisstjóri, er félagi í Vörðu sem er Kiwanisklúbbur í Keflavík. Umdæmisstjórinn sem settur var í embætti er Björn B. Kristinsson sem er félagi í Kiwanisklúbbnum Keili, líka úr Keflavík, þannig að Suðurnesjamenn eru áberandi í umdæminu þessi misserin. Næsta þing verður svo haldið í Færeyjum.

Júlíus Jónsson. Þétt skipaður salur á sagnastund á Garðskaga um síðustu helgi. VF/Hilmar Bragi Jóhanna og Björn. Frá setningu þingsins í Keflavíkurkirkju. Einar Valgeir Arason. Guðmundur Jóelsson.
10 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

einingum fyrir leik- og grunnskóla

Bærinn með um 4.000 fermetra af færanlegum

n Nýjasta viðbótin er 1.200 fermetra skólahús á gamla malarvellinum við Hringbraut

Reykjanesbær á eða leigir um 4.000 fermetra af færanlegum einingum sem í dag eru notaðar fyrir leik- og grunnskóla í bæjarfélaginu. Nýjasta útspil bæjarins er 1.200 fermetra skólabygging sem reis á nokkrum mánuðum á gamla malarvellinum við Hringbraut í Keflavík og er ætlað að leysa bráðan húsnæðisvanda Myllubakkaskóla og Holtaskóla.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, skissaði hugmynd að skólabyggingunni á blað þann 13. apríl og starfsleyfi fyrir bygginguna var gefið út þann 20. september fyrir fullbúið húsnæði. Í samtali við Víkurfréttir segir

Guðlaugur að Reykjanesbær hóf samvinnu við Trimó í Slóveníu eftir útboð árið 2016. Hugmynd bæjarins hafi þá verið að útvega einfalt, fljótlegt og gott húsnæði.

Fyrsta verkefnið var Stapahöll Við Stapaskóla en þar er um að ræða 820 fermetra skólahúsnæði með stækkunum en upphaflega var húsið 660 fermetrar.

Næsta verkefni var stækkun leikskólans Skógarás á Ásbrú en þar er um varanlega byggingu að ræða.

Færanlegar „svítur“

„Árið 2018 hönnuðum við einingar sem hafa fengið hið flotta heiti Svítur en það eru færanlegar einingar sem eru um 70 fermetrar af stærð og er hægt að púsla þeim saman að vild. Þegar við hönnuðum Svíturnar byrjuðum við að setja einingarnar saman á burðarvirki úr stáli sem gerir flutning á þessum einingum enn einfaldari,“ segir Guðlaugur.

Nú eru Svítur við Leikskólann Holt, Leikskólann Hjallatún,

Njarðvíkurskóla og svo hafa verið settar nokkrar á lóð Myllubakkaskóla.

Nauðsynleg lausn

Nýjasta framkvæmdin eru einingar á gamla malarvellinum í Keflavík, samtals um 1.200 fermetrar af skólahúsnæði sem var tekið í notkun í byrjun þessarar viku.

Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjanesbæjar, sýnir Kjartani Má, bæjarstjóra, fyrstu skissuna af skólahúsinu á gamla malarvellinum.

„Þessi lausn hefur verið nauðsynleg á þessum fordæmalausu tímum sem Reykjanesbær er að fara í gegnum, þegar tíminn er aðal faktorinn.“

Guðlaugi er ekki vel við að þetta byggingarform sé kallað „gámaeiningar“. Þó þetta séu í grunninn gámaeiningar þá hafa þær verið hannaðar fyrir íslenskar aðstæður og eru vel einangraðar og allt annars eðlis en vörugámar sem flest þekkja.

„Þessar Svítur hafa komið mjög vel út og er ánægja meðal starfsfólks með þessa hönnun þótt vissulega sé þetta hugsað sem tímabundið úrræði en við höfum lagt metnað í það að gera þetta vel þótt þetta sé tímabundin lausn.“

Á ekki að geta myglað Efnisval og hönnun gerir það að verkum að þessar einingar eiga ekki að lenda í „mygluvandræðum“ en Guðlaugur bendir á að það er sama hvaða húsnæði þú ert með, ef það lekur og ekki er gætt þess að lofta vel um húsnæðið þá mun það mygla.

Aðspurður hvort fleiri Svítur séu á leiðinni segist Guðlaugur vona að þær sem settar voru upp á gamla malarvellinum séu þær síðustu sem þarf að kaupa í einhvern tíma. Þó mikið sé af framkvæmdum næstu tvö til þrjú árin þá munu einingar losna fljótlega sem hægt verður að nýta á öðrum stöðum.

FMS GRINDAVÍK ÓSKAR EFTIR UMSÓKNUM Í ALMENNT STARF

Vinnutími alla virka daga milli 8–17 auk kvöldog helgarvinnu. Góð laun í boði. Lyftarapróf og vigtarpróf eru kostur en ekki skilyrði. Íslenskukunnátta nauðsynleg.

Frekari upplýsingar fást á starfsstöð FMS í Grindavík eða hjá styrmir@fms.is Umsóknir sendist á styrmir@fms.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Forstöðumaður umhverfismiðstöðvar

Menningar- og þjónustusvið - Markaðsstjóri

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari 50% starf Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Leikskólinn Skógarás er í varanlegu húsnæði úr einingum. Húsið við Stapaskóla. Séð inn í eina að skólastofuna á malarvellinum. 1.200 fermeta skólahús á gamla malarvellinum í við Hringbraut í Keflavík. Í nýja skólahúsinu á malarvellinum.
v Í
É ttir á suður N es J u M // 11
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.
kur F r

Líðan framhaldsskólanema og farsæld þeirra

Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Töluverð vitundarvakning hefur orðið varðandi geðheilbrigðismál og þau eru ekki eins mikið feimnismál og áður. Unnið hefur verið ötullega að því að brjóta niður þær hindranir sem áður stóðu í vegi fyrir að fólk leitaði sér aðstoðar og er þjónustan orðin sýnilegri og aðgengilegri.

Á kynningarfundi fyrir foreldra/forráðamenn sem haldin var hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja þann 5. september ræddi Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Planet Youth meðal annars um niðurstöður rannsókna meðal framhaldsskóla á Íslandi frá árinu 2021. Niðurstöður sýndu að andlegri líðan framhaldsskólanema hefur hrakað síðastliðin ár. Árið 2021 greindu 35% stúlkna að andleg heilsa þeirra væri góð eða mjög góð samanborið við 53% árið 2018 og 57% árið 2016. Á meðal drengja sem sögðu andlega heilsu sína góða eða mjög góða var hlutfallið örlítið hærra eða 58% árið 2021 samanborið við 68% árið 2018 og 74% 2016.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að pressa á námsárangur sé ein skýring, þ.e. að nemendur setja of mikla pressu á sig og eru hræddir við að gera mistök sem síðar getur leitt til fullkomnunaráráttu.

Sumir nemendur vinna talsvert

samhliða skóla en vilja standa sig vel náminu. Þetta skapar oft mikla pressu og togstreitu því þeir hafa í raun ekki almennilegan tíma til að sinna náminu eins og þörf er á. Notkun samfélagsmiðla og mikill skjátími tengist einnig andlegri vanlíðan, þar sem stöðugur samanburður við aðra og neteinelti er töluvert áhyggjuefni. Félagsleg einangrun, einmanaleiki, veikt stuðningsnet og tími breytinga eru einnig taldir vera skýrandi þættir. Misjafnt er hvernig okkur tekst að komast yfir upplifunina á sem farsælastan hátt. Flestum tekst vel úr hendi þar sem aðstæðurnar kalla

á ný tækifæri til vaxtar en slíkt er alls ekki raunin hjá öðrum. Framhaldsskólaárin er mikilvægur tími í lífi unglinga og sá tími sem aukinn þroski, sjálfsþekking og félagsmótun á sér stað. Þessi tími getur jafnframt verið krefjandi fyrir marga og er kvíði algengt vandamál á þessum aldri. Sumir búa yfir árangursríkum aðferðum til að takast á við slík einkenni, hafa sterkt stuðningsnet, gott sjálfsmat auk færni til að leysa vanda á áhrifaríkan hátt. Á meðan gætu aðrir þurft aukinn stuðning, svo sem ráðgjöf eða meðferð. Því er mikilvægt að greina milli þess sem telja má eðlilegur kvíði og óhóflegur kvíði.

Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir upplifa af og til. Það getur verið allt frá vægum áhyggjum til alvarlegra og getur haft í för með sér aukna streitu, óvissu og stuðlað að neikvæðum lífsvenjum. Kvíði þjónar sem varnarviðbragð og gerir okkur viðvart um hugsanlegar ógnir eða áskoranir í umhverfi okkar. Kvíði getur leitt til betri árangurs við að þreyta próf, leysa ákveðinn vanda eða takast á við áskoranir lífsins. Einnig getur hann verið hluti af persónulegum vexti og sumir nemendur upplifa kvíða í nýjum aðstæðum þar sem þær kalla á ný vináttusambönd og félagsleg samskipti. Ofangreind dæmi er lýsing á kvíða sem er „eðlilegur“ það er eðlilegt að kvíða óþekktum og nýjum áskorunum og getur beinlínis verið gagnlegt.

Óhóflegur kvíði er hins vegar þegar einstaklingar upplifa miklar og óstjórnlegar áhyggjur sem eru ekki í samræmi við aðstæður. Líkamleg einkenni geta gert vart við sig, s.s. hjartsláttaróregla, grunn öndun, sviti, skjálfti, vöðvaspenna og magaverkir auk svefnvanda. Einnig er hætta á að þróa með sér ákveðna forðunarhegðun og forðast aðstæður og athafnir sem gætu kallað fram þessi kvíðaeinkenni. Slík forðun dregur úr virkni og getu einstaklings til að sinna daglegum athöfnum, gegna skyldum gagnvart námi, t.d. í formi skólaforðunar og viðhalda vina- og fjölskyldutengslum. Kvíðaástand er mislangt hjá hverjum og einum, ef ekkert er að gert getur það varið yfir í langan tíma og afleiðingar verið hamlandi og alvarlegar.

Með því að bera kennsl á, meta og finna leiðir sem henta hverjum og einum nemenda er hægt að hjálpa þeim að bera kennsl á neikvætt hugsanamynstur, hugsa í lausnum, efla styrkleika, byggja upp seiglu og þróa þá færni sem þarf til farsældrar framtíðar. Með aukinni þekkingu á ofangreinda þætti verða nemendur virkir í að leysa sín eigin vandamál og yfirstíga hindranir. Líkamleg heilsa gegnir mikilvægu hlutverki í andlegri vellíðan. Skólinn er heilsueflandi og hvetur nemendur til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl, þar á meðal með reglulegri hreyfingu, hollu mataræði, nægum svefn og hófstilltri skjánotkun sem getur hjálpað til við að draga úr kvíðaeinkennum.

Hugleiðingar um snjallsímanotkun

Ingigerður Sæmundsdóttir, forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú.

Er heilbrigð notkun snjallsíma í menntunar- og afþreyingarskyni lykill að því að nýta kosti tækninnar sem nemendur hafa aðgengi að? Þessi grein er skrifuð í aðdraganda málþings um „Snjallsímanotkun og samfélag ungmenna í grunnskólum Reykjanesbæjar“ sem haldið er í Hljómahöll miðvikudaginn 27. september 2023. Þegar vafrað er um netið í leit að umræðu um notkun snjallsíma í skólum á Íslandi koma upp margar ólíkar skoðanir. Einstaka skólar hafa bannað símanotkun, aðrir eru að velta fyrir sér símabanni. Flestir taka þátt í umræðunni hvort sem það er starfsfólk í grunn- eða framhaldsskólum.

Undirrituð hefur alla tíð sem fagmaður verið hlynnt því að nýta tæknina í skólastarfi og þar á meðal stutt við notkun snjallsíma í unglingadeild. Umsjónarbekkur í ákveðnum grunnskóla í Reykjanesbæ var með sameiginlega Instagramsíðu og deildi myndum úr ljósmyndakeppni innan skólans og formum úr náttúrunni í stærðfræðinámi. Það hefði verið flóknara ef nemendur hefðu ekki notað sína eigin snjallsíma.

Hverjir eru kostir þess að nemendur noti snjallsíma?

kennslu þá er mikilvægt að ræða um galla mikillar og ómarkvissrar snjallsímanotkunar.

Snjallsímafíkn

Snjallsímafíkn, eða „smartphone addiction“ á ensku, er hugtak sem lýsir því þegar einstaklingur er háður mikilli notkun snjallsíma. Þetta getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklingsins. Hægt er að fylgjast með snjallsímanotkun og leita leiða til að stjórna henni. Ef einstaklingur á erfitt með að leggja símann frá sér og er mögulega haldinn fíkn getur verið nauðsynlegt að leita sérfræðiálits og stuðnings hjá námsráðgjafa eða sálfræðingi. Guðrún Kristín Hjartardóttir skrifaði lokaverkefni í félagsfræði árið 2016 um snjallsímafíkn og dregur fram fimm einkenni snjallsímafíknar. Fyrsta einkennið er hunsun á skaðlegum afleiðingum snjallsímanotkunar, nemar koma oft seint í skóla, vinnu eða á fundi vegna ofnotkunar snjallsíma. Annað einkennið er eirðarleysi. Nemar hugsa mikið um snjallsímann og langar að nota hann. Þá hlakkar til að fara í snjallsímann aftur og hafa ekki stjórn á notkun.

að á meðan snjallsímanotkuninni stóð minnkuðu áhyggjur af öðrum vandamálum eins og áhyggjur af skilafresti verkefna eða álags í vinnu. Fimmta og síðasta einkennið er kvíði og að vera utangátta. Nemar fundu fyrir kvíða og eirðarleysi til dæmis ef snjallsími þeirra var ótengdur eða hleðslulaus.

Íslenskur veruleiki er þannig að börn eiga snjallsíma og eru vel nettengd. Þessa dagana er verið að leggja fyrir könnun í framhaldsskólum sem allir átján ára og yngri geta svarað. Könnunin ber yfirskriftina Ungmenni/börn og netmiðlar og er á vegum Menntavísindastofnunar. Það verður áhugavert að sjá niðurstöður úr henni þegar þar að kemur og fylgjast með umræðum í kjölfarið. Könnunin mun leiða í ljós hvort ungmenni séu að gera meira en að spjalla, deila upplýsingum, versla, horfa á matreiðsluþætti, deila myndum, skrolla á TikTok og vera virk á SnapChat eða Instagram. Ég býð allavega spennt.

Fyrsta skref í að takast á við andlega vanlíðan er oftast að leita aðstoðar, fá speglun og tækifæri til að ræða líðan sína og hugsanir í öruggu umhverfi.

Hjá FS er slík þjónusta í boði þar sem nemendur geta fengið tíma hjá félagsráðgjafa til að ræða sínar áskoranir og velta fyrir sér möguleikum í stöðunni í trúnaði, t.d. hvort kvíði sem er til staðar sé hamlandi eða eðlilegur miðað við aðstæður. Ef þörf er á frekari þjónustu, en þeirri sem hægt er að veita innan veggja skólans, er gott samstarf við aðrar stofnanir, s.s. Heilbrigðisþjónustu Suðurnesja og félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Hægt er að nota snjallsíma í kennslustofunni sem verkfæri til náms. Með notkun snjallsíma hafa nemendur aðgang að upplýsingum, fræðsluefni og kennsluforritum. Forritin innihalda oft gagnvirkar æfingar, skyndipróf, myndir, myndbönd og texta. Nemendur nota snjallsímaforrit fyrir tímastjórnun. Nemendur fá aðgang að rafbókum, hljóðbókum og bókasöfnum. Snjallsímar hjálpa nemendum við tungumálanám. Nemendur nota skilaboða- og samskiptaforrit í hópverkefnum, deila athugasemdum og ræða námskeið. Öpp eins og Slido, Menti og Kahoot ýta undir gagnvirkni í kennslustofu. Fræðslugátt Menntamálastofnunar, heimasíður fagkennara, YouTube, Khan Academy og ýmsir fræðsluvefir innihalda myndbönd og fræðsluefni. Nemendur fylgjast með fréttum og atburðum líðandi stundar í gegnum fréttaforrit og vefsíður, ýmist fyrir rannsóknarverkefni eða almenna þekkingu. Snjallsímar innihalda öflugar myndavélar og klippiforrit fyrir margmiðlunarverkefni. Snjallsímum fylgja forrit sem aðstoða nemendur með fötlun eða sértæka námsörðugleika. Nemendur geyma skrár, skjöl og verkefni í skýjalausnum sem þeir deila og vinna með samnemendum og kennurum. Snjallsímar gera nemendum kleift að fletta upp staðreyndum, skilgreiningum, jöfnum, formúlum og öðru í kennslustundum.

Það þarf að upplýsa nemendur og gefa þeim færi á að prófa öppin og síðurnar á skólatíma ef það hjálpar við námið. Kennarar og starfsmenn skóla gegna þar lykilhlutverki. Ef nemandinn kynnist efni sem hjálpar honum í náminu og það hentar honum að nota símann þá er til margs að vinna. Þrátt fyrir þessa upptalningu á kostum þess að nýta snjallsíma við

Þriðja einkennið er vanhæfni til að stjórna löngun í að nota snjallsímann. Þetta fólst í erfiðleikum nema til að hætta eða minnka notkun snjallsíma þrátt fyrir kvartanir frá vinum og fjölskyldu. Fjórða einkennið er minnkandi afköst í námi eða vinnu. Ástæðan var sú

Að lokum í þessum hugleiðingum birtast nokkrir punktar sem ég vann með punktum frá gervigreind https://chat.openai.com um hvernig kennarar geta hjálpað nemendum að forðast snjallsímafíkn.

Er þetta ekki ágætis byrjun að vitundarvakningu um heilbrigða snjallsímanotkun nemenda? Gangi okkur öllum vel.

Hvernig geta kennarar hjálpað nemendum að forðast snjallsímafíkn?

1. Vitundarvakning:

Auka þarf hjá nemendum með einum eða öðrum hætti meðvitund um einkenni snjallsímafíknar. Einkenni snjallsímafíknar eru meðal annars; stöðug notkun á snjallsíma yfir daginn, vanræksla á verkefnum og kvíði þegar síminn er ekki í notkun. Neikvæðar afleiðingar snjallsímafíknar geta verið; skertur námsárangur, truflun á svefni, einbeitingaskortur og skert félagsleg samskipti.

2. Settu mörk:

Hvetja nemendur til að setja skýr mörk fyrir snjallsímanotkun. Benda á notkun snjallsímastillinga eins og „Ónáðið ekki“-stillingu í kennslustundum og á viðburðum. Kenndu nemendum gagnrýna hugsun til að meta efni sem þeir sjá á netinu.

3. Tímastjórnun: Kenndu nemendum tímastjórnun. Tímastjórnun getur dregið úr stöðugri snjallsímanotkun. Til eru forrit sem takmarka skjátíma.

4. Tómstundir:

Hvetja nemendur til að taka þátt í tómstundum og áhugamálum án nettengingar. Íþróttir, hreyfing, lestur, samvera með vinum og fjölskyldu gætu verið án nettengingar.

5. Fyrirmynd: Vertu fyrirmynd um ábyrga snjallsímanotkun. Þegar nem -

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

endur sjá ábyrga hegðun er líklegra að þeir líki eftir henni. Skildu snjallsímann eftir þegar þú ert í kringum nemendur, veittu þeim fulla athygli og láttu símann eða snjallúrið ekki trufla samskipti við nemendur.

6. Jafningjastuðningur: Taktu þátt í eða búðu til umræðugrundvöll þar sem nemendur geta rætt opinskátt um áskoranir sínar með snjallsímanotkun og deilt aðferðum til að stjórna þeim.

7. Skjálaus/snjallsímalaus dagur: Skoraðu á nemendur að vera með skjálausa/snjallsímalausa daga eða helgar með því að aftengjast tækjum sínum algjörlega.

8. Þátttaka foreldra: Þegar það á við þarf að hvetja foreldra að ræða við börn um ábyrga símanotkun og framfylgja reglum um skjátíma. Foreldrar geta nálgast öpp til að takmarka bæði skjátíma og aðgang að ýmsum vefsíðum.

9. Núvitund og vellíðan: Núvitundaræfingar hjálpa nemendum að stjórna kvíða og streitu af óhóflegri snjallsímanotkun. Spjallaðu við nemendur um símanotkun og áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Veittu svigrúm fyrir samræðu og stuðning.

vf@vf.is SKIL Á AÐSENDU EFNI: 12 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M

Kafar ofan í námið í HÍ eftir að hafa dúxað

í FS í vor

Anita en ekki Aníta vegna stafaeklu í Englandi.

„Ég vissi að ég kæmi til greina út á námsárangurinn og hvað ég hef gert í félagsstörfum,“ segir Anita Ýrr Taylor sem á dögunum hlaut styrk frá Háskóla Íslands en hún nemur þar í landfræði. Hún hefur farið víða, dvaldi m.a. í eitt ár á Ítalíu og heimsótti fjölmörg lönd í sumar á interrail-ferðalagi. Hún fékk sín fyrstu köfunarréttindi í því ferðalagi og er nú að læra að verða björgunarkafari en hún er félagi í Björgunarsveitinni Suðurnes. Hún sinnir líka sjálfboðaliðastörfum fyrir skiptinemasamtökin AFS á Íslandi og síðast en ekki síst spilar hún á fiðlu.

af 70 sem fengum hann í ár svo ég var mjög ánægð með að hreppa hnossið.“

Anita var ekki viss um að fara beint í háskóla eftir FS en nám í Háskóla Íslands vakti athygli hennar snemma á þessu ári.

Ég byrjaði í Amsterdam, fór þaðan yfir til Þýskalands, Tékklands, Króatíu, Slóveníu, Ítalíu, Frakklands og endaði svo í Portúgal. Þar fór ég á köfunarnámskeið og er svo núna að þjálfa mig í að verða björgunarkafari ...

Anita fæddist í London og bjó fyrsta ár ævi sinnar þar. „Það er ástæðan fyrir hvernig nafnið mitt er skrifað, Anita en ekki Aníta, því Bretarnir voru ekki með kommu. Ég er samt alltaf kölluð Aníta með í. Sumum kemur líka Ýrr spánskt fyrir sjónir, Ýr er algengara og svo vekur eftirnafnið ennþá meiri athygli, Taylor, en afi minn er af bandarískum uppruna. Foreldrar mínir eru samt eins íslenskir og þeir verða og ég sömuleiðis. Við fluttum til Innri-Njarðvíkur þegar ég var eins árs og ég ólst þar upp og leið vel. Ég fór í Akurskóla en svo fluttum við til Keflavíkur þegar ég var tólf ára. Ég held ég líti meira á mig sem Keflvíking en ég æfði körfubolta með Njarðvík svo ég held frekar með þeim, ætli ég sé ekki bara Reykjanesbæingur.“

Lærði ítölsku í skiptinámi

Anita fór á Fjölgreinabraut í FS og lenti á verðlaunapalli við útskrift í vor. Ástæða valsins á námsbrautinni var að hún vildi ekki binda sig við eitthvað eitt fag, hún gat valið sér þau fög sem hentuðu áhugasviðinu. Reyndar fór hún öðruvísi leið að stúdentinum, tók annað árið í skiptinámi á Ítalíu,

var í Parma á Norður-Ítalíu. „Ég

fór út í september árið 2021 og kom heim í júlí í fyrra. Þetta var frábær reynsla, ég var á vísinda- og íþróttabraut og ég lærði ítölskuna líka mjög vel og fékk hana metna inn í stúdentsprófið. Ég var heppin því það vildu ekki margir tala ensku í kringum mig og því þurfti ég að læra tungumálið. Ég er mjög ánægð með að hafa lært ítölskuna en þarf að passa mig á að halda henni við. Síðasta árið í skólanum gekk síðan bara mjög vel og ég útskrifaðist með 9,72 í meðaleinkunn og var annar af tveimur dúxum skólans,“ segir Anita.

Anita ákvað að sækja um styrk fyrir nýnema í Háskóla Íslands, úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ en styrkurinn er veittur þeim nýnemum við Háskólann sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og hafa jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. „Það var engin spurning um að sækja um þetta. Ég vissi að ég kæmi til greina út á námsárangurinn og hvað ég hef gert í félagsmálum en ég hef verið dugleg í starfi AFS skiptinemasamtakanna og svo hef ég verið að starfa með Björgunarsveitinni Suðurnes. Ég

ákvað líka að fá meðmæli tveggja kennara en ég var ekkert viss um að hljóta styrkinn, við vorum 34

„Ég er að læra landfræði [ekki landafræði], þetta er sambland af náttúru-, umhverfis-, jarð-, mann- og félagsfræði. Það eru þrjár vikur liðnar síðan skólinn hófst og hingað til líst mér mjög vel á þetta. Sumum finnst mikið stökk að fara úr framhaldsskóla yfir í háskóla en ég hef ekki ennþá fundið fyrir því allavega, verkefnin eru kannski eitthvað lengri en þetta eru bara fyrirlestrar og ég hef náð að meðtaka þá. Það verður síðan breyting að þreyja lokapróf, ég þurfti ekki að taka nein lokapróf í FS, bæði vegna símats út af COVID og ég slapp við að taka lokapróf ef meðaleinkun í viðkomandi fagi var það há,“ segir Anita.

Skemmtilegt Interrail-ferðalag

Anita fór í Interrail-ferðalag í sumar en fyrir þá sem ekki þekkja til gengur slíkt ferðalag út á að ferðast í lest um Evrópu. „Þetta var mjög gaman, ég fór ein og gisti á farfuglaheimilum. Ég kynntist fullt af fólki frá mismunandi stöðum í heiminum og hafði mjög gaman af því. Ég fór í tveggja daga kajakferð með bandarískri stelpu sem ég kynntist úti og fór í bátsferð með fólki allstaðar að úr heiminum, þetta var mikið ævintýri. Ég byrjaði í Amsterdam, fór þaðan yfir til Þýskalands, Tékklands, Króatíu, Slóveníu, Ítalíu, Frakklands og endaði svo í Portúgal. Þar fór ég á köfunarnámskeið og er svo núna að þjálfa mig í að verða björgunarkafari. Þegar ég kom heim úr þessu ferðalagi tók eldgosið við LitlaHrút á móti mér og ég tók nokkrar vaktir þar með björgunarsveitinni.“

Anita hefur mikið verið að aðstoða AFS á Íslandi eftir að hún kom heim frá Ítalíu úr sínu skiptinámi. Hún skráði sig sem sjálf -

boðaliða og er bæði að aðstoða íslensk ungmenni sem vilja fara út sem skiptinemar og að aðstoða erlendu nemana en það eru 28 skiptinemar á vegum AFS á Íslandi núna. „Íslendingarnir eru teknir í viðtal, það er metið hvort viðkomandi sé hæfur til að fara út eða ekki, þetta er nefnilega ekki fyrir alla. Það sem er skoðað er hvort viðkomandi sé félagsfær og opin manneskja. Við höldum undirbúningsnámskeið fyrir þá sem eru samþykktir og svo þegar komið er heim hjálpum við krökkunum að aðlagast aftur íslensku samfélagi og vinna úr reynslunni sinni. Aðstoðin við erlendu nemana snýst mest um að skýra út fyrir þeim hver menningarmunurinn er, t.d. er sundlaugarmenning okkar Íslendinga allt önnur en annarra. Matarmenningin er líka öðruvísi, ýmislegt svona sem við hjálpum

þeim með,“ bætir hún við en Anita situr næsta árið í stjórn Reykjavíkurdeildar AFS á Íslandi sem varaformaður. Anita er síður en svo við eina fjölina felld, hún spilar líka á hljóðfæri. „Ég hef lært á fiðlu síðan ég var í þriðja bekk, átta ára gömul, og er ennþá í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ég valdi fiðlu því mamma spilaði á fiðlu og ég vildi vera alveg eins og hún. Ég sé nú ekki fram á neinn frama á þessu sviði, bara gott að geta leitt hugann að einhverju öðru en náminu stundum, þá er gott að grípa til fiðlunnar,“ sagði Anita að lokum.

Anita með foreldrum sínum, Jóni Fannari Karlssyni-Taylor og Rósu Guðmundsdóttur. Anita á Ítalíu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
„Heimatilbúið Tortelli D’erbetta Pasta, gjörið svo vel.“ v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 13

sport

Arnór Ingvi Traustason gekk til liðs við sænska félagið Norrköping frá Keflavík 2014 og varð Svíþjóðarmeistari með liðinu 2015. Hann lék svo með Rapid Vín, AEK Aþenu og Malmö áður en hann gekk í raðir bandaríska félagsins New England Revolution fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Arnóri tókst ekki að fóta sig almennilega í bandarísku deildinni og gekk aftur til liðs við Norrköping þar sem hann hefur fundið sitt gamla form á fótboltavellinum. Arnór hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í ár og í síðasta mánuði var hann valinn leikmaður mánaðarins í sænsku úrvalsdeildinni.

„Það er hungrið sem fleytir manni áfram“

Fjölskyldunni líður vel í Svíþjóð

„Ég hef það nokkuð gott, mér og fjölskyldunni líður vel hérna í Svíþjóð. Liðinu hefur gengið vel, þótt það hafi gengið smá brösuglega í síðustu leikjum, en mér persónulega hefur gengið vel.“

Þið eru í sjötta sæti sem stendur [Norrköping hefur færst niður í sjöunda sæti eftir að viðtalið var tekið] en þið ætlið ykkur hærra, er það ekki?

„Jú, alveg klárlega. Við ætluðum okkur að gera betur en í fyrra, það var markmiðið þar sem við enduðum ekki ofarlega á síðasta ári –áttum alls ekki gott tímabil í fyrra.

Við þurftum að setjast aftur niður og ræða málið því að okkur gekk svo vel og vorum komnir í fjórða sætið. Hvernig við ætluðum að útfæra restina af tímabilinu, sem hefur

ekki gengið nógu vel. Við höfum tapað síðustu þremur leikjum og þurfum að finna leiðina til baka.“

Þér hefur verið að ganga ágætlega, þú varst t.d. valinn leikmaður ágústmánaðar í sænsku úrvalsdeildinni. Það er ágætis afrek.

„Já, það er það. Eins og ég sagði þá hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu líka. Í ágústmánuði unnum við marga leiki og ef liðinu gengur vel þá standa einstaklingarnir upp úr líka – og í ágústmánuði fékk það að vera ég. Mér líður mjög vel, er með gott sjálfstraust og reyni að sýna það í mínum leik.“

Arnór í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal. Hann er ánægður með að hafa fengið tækifæri með landsliðinu á nýjan leik og vill meina að Ísland hafi verið óheppið með úrslit í síðustu leikjum. „Við höfum átt þrjá góða leiki af fjórum og bara unnið einn af þeim.“ Mynd/Fotbolti.net

Ég ákvað að koma aftur hingað þar sem ég veit að hverju ég geng og það hefur sýnt sig og sannað í minni spilamennsku að ef mér líður vel utan vallar þá stend ég mig vel innan vallar líka ... „Í ágústmánuði unnum marga leiki og ef liðinu gengur vel þá standa einstaklingarnir upp úr líka – og í ágústmánuði fékk það að vera ég,“ segir Arnór hógvær um að hafa verið valinn leikmaður mánaðarins í sænsku úrvalsdeildinni.

Það skilar sér í landsliðssæti. Þú ert búinn að vera fastamaður í landsliðinu í síðustu leikjum.

„Já og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri og byrja í síðustu leikjum með landsliðinu – og standa mig ágætlega, finnst mér.

Við erum búnir að vera óheppnir með úrslit vil ég meina. Við höfum

átt þrjá góða leiki af fjórum og bara unnið einn af þeim – en mér finnst við vera á réttri vegferð.“

Tíu ár í atvinnumennsku

Nú er þinn atvinnumannaferill að nálgast tíu ár.

„Já, þú segir nokkuð. Ég var ekki búinn að spá í það,“ segir Arnór.

Já, þetta er fljótt að líða. Hvað finnst þér standa upp úr á þínum ferli?

„Nú tölum við eins og ferillinn sé að enda – sem hann er alls ekki að fara að gera. Nei, það sem stendur helst upp úr með landsliðinu er Evrópumótið og heimsmeistaramótið. Það eru titlarnir, titillinn hér með Norrköping og Evrópuævintýrið með Malmö,“ segir Arnór en hann varð sænskur meistari með Norrköping árið 2015 og með Malmö árið 2018. Með Malmö komst Arnór í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar árið 2019 þar sem Malmö mætti enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Chelsea reyndist of stór biti fyrir þá sænsku og vann leikina tvo samanlagt 5:1.

Hvernig kunnir þú við þig í Bandaríkjunum?

„Bandaríkin voru kannski ekki alveg eins og ég var að vonast eftir en það var mjög gaman að prófa þetta. Þegar tækifærið gafst ákvað ég að stökkva á það en það gekk ekki nægilega vel og ég þurfti að taka skref til baka og byggja mig aftur upp, sem ég er að gera núna. Bandaríkin, það var skemmtilegt. Aðeins öðruvísi, öðruvísi fótbolti, öðruvísi menning, öðruvísi nálgun á íþróttina. Sem er kannski ekki fyrir alla, þú þarft að venjast mismunandi hlutum þarna – en mjög skemmtileg og opin deild. Okkur fjölskyldunni fannst mjög gaman að búa í Bandaríkjunum, okkur leið mjög vel í Boston. Þetta var ágætis lífsreynsla.“

Bandarískar borgir gerast kannski ekki mikið evrópskari en Boston.

„Nákvæmlega, svo þekktum við líka Íslendinga sem bjuggu þarna fyrir og búa þar enn. Það hjálpaði dálítið.“

Arnór er kominn aftur til Svíþjóðar og segist líða mjög vel þar. „Ég þurfti aðeins að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað ég vildi gera með minn feril. Ég ákvað að koma aftur hingað þar sem ég veit að hverju ég geng og það hefur sýnt sig og sannað í minni spilamennsku að ef mér líður vel utan vallar þá stend ég mig vel innan vallar líka. Mér líður vel í Norr -

– segir knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason sem er óðum að finna sitt fyrra form og var valinn leikmaður ágústmánaðar í sænsku úrvalsdeildinni.
ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Mynd/ifknorrkoping.se

köping og veit að hverju ég geng – en ég er hvergi nærri hættur og stefnan er sett eitthvað hærra.

Mig langar hærra og langar út til Evrópu í einhver ævintýri.“

Í hvaða deild dreymir knattspyrnumanninn Arnór Ingva um að spila?

„Ég væri alveg til í að prófa eitthvað í Mið-Evrópu, bara fá að vera á meginlandinu og prófa að spila í einhverri stærri og meira krefjandi deild. Akkúrat núna finnst mér ég vera tilbúinn í það en það getur allt gerst í þessu. Eins og ég segi, mig langar aftur á meginlandið og fá að sýna mig og sanna þar.“

Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum, hefurðu fundið fyrir einhverjum áhuga annarra liða?

„Nei, ekkert þannig. Það er ekkert verið að tala neitt sérstaklega við mig en maður er búinn að vera í þessu í nokkur ár og veit út á hvað þetta gengur. Þannig að ef maður stendur sig vel hérna þá er alltaf einhver áhugi einhversstaðar. Það eru allar dyr opnar en aftur á móti líður okkur mjög vel hérna. Hins vegar er hugur fótboltamannsins; maður vill alltaf lengra. Það er hungrið sem fleytir manni áfram, það er ekki gott að missa það.“

Gaman að koma heim af æfingum

Arnór og Andrea Röfn Jónasdóttir, unnusta hans, eiga saman tvö börn; Aþenu Röfn, fjögurra ára, og Arnór Rafael, eins árs, og Arnór segir að það sé gaman að koma heim af æfingum.

„Maður er úti að leika, þetta er svo krefjandi og samt svo gefandi. Maður getur komið heim og kúplað sig út úr því sem maður er að gera í fótboltanum. Maður er pirraður hér og svo kemur maður heim og er strax orðinn glaður. Þetta hjálpar mér mjög mikið.“

Þér tekst að skilja vinnuna eftir í vinnunni.

„Já, svona í níutíu prósent tilvika. Það er oft sem ég kem svolítið pirraður heim en það er fljótt að breytast þegar maður sér börnin, annað er ekki hægt.“

Hvernig er dagurinn hjá þér?

Þið byrjið snemma á morgnana en ertu svo með lausan fjöl -

Víðismenn í úrslitaleik á þjóðarleikvanginum

Það verður stór stund þegar Víðismenn mæta 2. deildarliði KFG í úrslitaleik Fótbolti.net-bikarsins

á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag. Víðir sló 4. deildarlið KFK úr keppni með 2:1 sigri í undanúrslitum bikarkeppninnar

á laugardag á meðan KFG vann KFA 1:0 í hinum undanúrslitaleiknum.

Heimamenn í Víði áttu í vandræðum með lið KFK í fyrri hálfleik og má segja að gestirnir hafi algerlega stjórnað leiknum framan af. Þeir áttu lengst af í vandræðum með að komast að marki Víðis en náðu forystu á 32. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Það er oft sem ég kem svolítið pirraður heim en það er fljótt að breytast þegar maður sér börnin, annað er ekki hægt ...

skyldutíma seinni partinn og á kvöldin?

„Já, það er yfirleitt þannig að á tímabilinu æfum við á morgnana og erum búnir rétt eftir hádegi. Borðum hádegismat saman og svo fer ég heim og næ í dótturina á leikskólann. Svo er bara leikið, koma þeim í svefninn og eitthvað kósí á kvöldin. Ég reyni líka að spila eins mikið golf og ég get. Ég er með 8,6 í forgjöf eins og er.“

Þannig að þú hefur að eitthverju að snúa þegar ferillinn er búinn.

„Já, alveg klárlega. Þetta er svo gefandi og hreinsar hausinn svo mikið þegar maður fær að vera úti og njóta þess. Hugsa um eitthvað allt annað. Mér finnst þetta geðveikt sport.“

Arnór var að detta inn á liðsfund en Norrköping átti að mæta Brommapojkarna daginn eftir. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem höfðu bæði tapað þremur leikjum í röð.

„Þeir eru í smá ströggli eins og við. Þetta verður krefjandi leikur, það er mjög erfitt að fara til Stokkhólms en þeir spila á mjög hröðu gervigrasi og við þurfum að gefa okkur alla í að vinna þennan leik,“ sagði Arnór að lokum en leikur liðanna endaði með jafntefli. Framan af leit þetta vel út hjá Norrköping sem náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en BP jafnaði með tveimur mörkum í þeim seinni. Norrköping er sem stendur í sjöunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.

Viðtalið við Arnór birtist í Suðurnesjamagasíni og má sjá á sjónvarpsrás Víkurfrétta og í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

Víðismanna var mikill þegar flautað var til leiksloka.

Áfram hélt sókn gestanna og það var gegn gangi leiksins þegar Víðismenn sóttu hratt og eftir smá vandræðagang fyrir framan mark gestanna kom sending á fjærstöng sem Aron Freyr Róbertsson náði að skalla framhjá markverði KFK og í fjærhornið (41’).

Mörk breyta leikjum og allt annað Víðislið gekk fullt sjálfstrausts til seinni hálfleiks. Það var allt annar bragur á leik heimamanna sem tóku leikinn yfir í

seinni hálfleik. Á 76. mínútu sóttu þeir, Tómas Leó Ásgeirsson lék inn í teiginn og gaf fyrir á Aron sem reyndi skot en það fór af varnarmanni og út úr teignum. Þar kom Paolo Gratton aðvífandi og hamraði boltannn viðstöðulaust í netið, óverjandi fyrir markvörð KFK og Víðir komið yfir. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna og settu pressu á Víðismenn sem sýndu hörku í vörninni og sigurinn var því aldrei í hættu.

Loksins kom fyrsti heimasigururinn –

halda í vonina eftir langþráðan sigur

Keflavík bar sigurorð af HK í annarri umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu á HS Orkuvellinum síðasta sunnudag. Fyrsti heimasigur Keflvíkinga í sumar og fyrsti sigur Keflvíkinga frá því þegar þeir lögðu Fylkismenn á útivelli í fyrstu umferð.

Sami Kamel gerði vel þegar hann skoraði stórglæsilegt mark úr þröngri stöðu. VF/JPK

Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og uppskáru víti snemma í fyrri hálfleik. Það var Nacho Heras sem steig á punktinn og skoraði örugglega til að koma Keflavík í forystu (6’) en eins og oft áður í sumar héldu Keflvíkingar forystunni ekki lengi því skömmu síðar sótti HK hratt á vörn Keflavíkur og gestirnir jöfnuðu tveimur mínútum eftir að Keflvíkingar höfðu náð foystu (8’).

Keflvíkingar voru ekki að hengja haus lengi og á 24. mínútu kom Sami Kamel heimamönnum í forystu á nýjan leik með frábæru marki. Kamel fékk boltann aðþrengdur inni í teig HK en náði að snúa sér og skjóta úr afar þröngri stöðu. Boltinn söng í netinu og markvörður HK hreyfði hvorki legg né lið.

Heimamönnum óx ásmegin við markið og þeir gerðust ágengir upp við mark HK. Kamel var nærri því að tvöfalda forystuna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Keflvíkingar sóttu upp vinstri kantinn, Ísak Daði Ívarsson átti góða fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Sami Kamel kastaði sér fram og skallaði að marki en markvörður gestanna var á tánum og varði á línu.

Það var mikið í húfi og leikmenn gáfu sig alla í leikinn, fyrir vikið fengu nokkur gul spjöld að líta dagsins ljós – alls ellefu talsins.

Heimamenn voru nær því að auka forystuna en gestirnir að jafna og þegar upp er staðið verður sigur Keflvíkinga að teljast sanngjarn. Baráttan í liðinu var til staðar og allir lögðu sig fram, fóru óhikað í alla bolta og unnu vel.

Með sigrinum eygja Keflvíkingar enn von um að halda sæti sínu í efstu deild að ári en þeir mæta Fram á útivelli næstkomandi fimmtudag.

Fyrsti sigurinn undir stjórn Haraldar Freys Guðmundssonar. Kemur hann of seint eða ná Keflvíkingar að bjarga sér frá falli?

Sundtímabilið fer vel af stað

Mjög mörg verðlaun og bestu tímar komu hjá sundfólki ÍRB á sundmóti Ármanns um síðustu helgi. Níu sundmenn syntu sig inn í landsliðshópa Sundsambands Íslands; Guðmundur Leo Rafnsson náði inn í unglingalandslið SSÍ og Eva Margrét Falsdóttir inn í A-landslið SSÍ. Þá syntu sjö sundmenn undir viðmiðum fyrir framtíðarhóp SSÍ en það voru þau Elísabet Arnoddsdóttir, Egill Orri Baldursson, Adríana Agnes Derti, Eydís Jóhannesdóttir, Árni Þór Pálmason, Natalía Fanney Sigurðardóttir og Gísli Kristján Traustason.

Guðmundur Leo og Eva Margrét á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í byrjun sumars.

Keflvíkingar
Fjölskyldan í Svíþjóð. Arór Ingvi og Andrea Röfn ásam börnum sínum og foreldrum Arnórs, Trausta Má Hafsteinssyni og Unu Kristínu Stefánsdóttur. Fögnuður Aron Freyr Róbertsson skoraði jöfnunarmark Víðis og var oft til vandræða í vörn KFG. Hér á hann í baráttu við Andy Pew, fyrrum leikmann Þróttar. VF/JPK
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 15

Frímúrarar fá hektara í Njarðvíkurskógum

St. Jóhannesarstúkan Sindri, sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, lagði nýverið fram beiðni um að fá einum hektara lands úthlutað í Njarðvíkurskógum fyrir uppbyggingu skóglendis og græns svæðis.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók vel í erindið og samþykkti að stúkan fengi svæði til umráða. Síðan þá hafa farið fram fundir með embættismönnum bæjarins og svæðið skoðað til að finna hentuga staðsetningu,

segir í bréfi sem Þorvarður Guðmundsson, stórmeistari Sindra, ritaði til ráðsins. Hefur Þorvarður því fyrir hönd stúkunnar sótt um skilgreint svæði með formlegu erindi dagsettu þann 1. september síðastliðinn.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að St. Jóhannesarstúkan Sindri fái einn afmarkaðan hektara úthlutað í Njarðvíkurskógum til umráða með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Norskir kafarar

Haustið er komið, íslensk náttúra skartar sínu fegursta með sínum þúsundum litaafbrigða og hauststillurnar gefa okkur tilefni til að njóta útiverunnar og safna í okkur krafti fyrir komandi vetur – en fegurðin hefur verið rofin, mikið er breytt. Fari maður í göngutúr meðfram ám á Norðvesturlandinu er það ekki lengur vatnsniður og náttúrufegurð sem mætir manni, heldur rassar norskra kafara sem snorkla um árnar sem vekja hvað mesta eftirtekt. Þeir segja að það hafi orðið umhverfisslys, eldislaxar hafi sloppið úr kvím og ógni nú íslenska laxastofninum. Slys er samkvæmt orðabók eitthvað það

sem gerist óvænt, óhapp og gerist án vilja manns. Norsku kafararnir fara nú á milli vatnasvæða og reyna að ná í mikinn

fjölda kynþroska eldislaxa sem að öllum líkindum eru farnir að hafa

áhrif á íslenska laxastofninn. Að tala um slys er til þess gert að fegra stöðuna. Staðreyndirnar tala þar sínu máli, skýrsla Ríkisendurskoðunar um stöðu laxeldis í fjörðum segir okkur að svo sé. Eftirlit með greininni er í algjöru lágmarki og viðhorf þeirra sem að laxeldinu standa sýna algjört virðingarleysi gagnvart þeirri veiku reglugerð sem þó er til staðar. Sjókvíar með fóðurvélum sem vitað var að gátu rifið

net flotkvínna voru látin eftirlitslaus í þrjá mánuði, þó vel væri vitað hvað var í húfi. Það kallast ekki slys, heldur vítavert kæruleysi. Það er þess vegna sem norskir kafarar leika nú aðalhlutverkið í íslenskum ám.

Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi ritstjóri Bæjarins Besta á Ísafirði, er bara slakur, segir enga hættu á ferð og fjárhagslegir hagsmunir landsins slíkir að við skulum bara halda áfram á sömu braut. Það er ekki hans eða annarra hagsmunaaðila að ákveða það. Það er hlutverk Alþingis. Fyrir því liggur að ákveða hvort hinn villti, íslenski

Sprengjusérfræðingar æfa í Reykjanesbæ

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

laxastofn fái um ókomin ár að synda um ár landsins eða hvort taka beri fjárhagslega hagsmuni fiskeldisins fram yfir viðgang villta íslenska laxastofnsins – en hjá slíkri ákvörðun verður ekki komist í ljósi atburða haustsins.

Landhelgisgæsla Íslands stendur fyrir hinni árlegu Northern Challenge sem er fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur. Um 400 þátttakendur frá 15 löndum taka þátt að þessu sinni. Á æfingunni eru viðbrögð við hryðjuverkum æfð með því að veita þátttakendum færi á að aftengja samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim á undanförnum árum. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem Northern Challenge er haldin hér á landi. Æfingin fer að mestu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hvalfirði. Æfingin er hafin og stendur út næstu viku.

Mundi
Nú leggja menn sameiningarmál á VOGAR-skálarnar Séð yfir Njarðvíkurskóga þar sem Frímúrarar ætla að ráðast í gróðursetningu. VF-mynd/Hilmar Bragi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.