• fimmtudagur 14. september 2017 • 36. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Öflugt foreldrasamstarf mikilvægt
12
Keflavík og Suðurnesjamagasín Njarðvík upp
fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is
Hringtorg á gatnamót Faxabrautar og Hringbrautar
Mikil eftirspurn eftir húsnæði á Suðurnesjum ■■Allar íbúðirnar sem fasteignafélagið 235 Fasteignir setti á sölu á Ásbrú nýlega seldust upp á aðeins þremur dögum. Á annað hundrað manns mættu á opið hús þegar íbúðirnar átta voru settar í sölu, aðallega fjölskyldufólk af Suðurnesjum. Gera má ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn um mánaðarmótin.
„Skítugum brögðum beitt“
FÍTON / SÍA
einföld reiknivél á ebox.is
Sport
●●Íbúðirnar á Ásbrú seldust upp á þremur dögum
■■Næstu daga og vikur verður unnið að gerð hringtorgs á gatnamótum Faxabrautar og Hringbrautar í Reykjanesbæ. Reynt verður eftir fremsta megni að hafa gatnamótin opin á morgnana vegna umferðar en að öðru leyti verða gatnamótin lokuð eftir þörfum á meðan framkvæmdum stendur. Ökumenn eru beðnir um að virða þessar takmarkanir á umferð. Stefnt er að framkvæmdum verði lokið um mánaðarmót september/október. Myndin hér til hliðar var tekin með flygildi í gær, miðvikudag, við upphaf framkvæmda. VF-mynd: HBB
■■Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótm æli r alf arið ásöku nu m sem fram hafa komið í fjölmiðlum á Íslandi. Hann segir fréttirnar rangar og tilhæfulausar og hafa ekkert með sannleikann að gera. „Þetta er ekk ert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald að félaginu United Silicon, sem ég stofnaði árið 2014 og á stóran hlut í,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til Embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst. „Það er augljóst að Arion-banki er að reyna að koma mér í eins lélega stöðu og mögulegt er, svo hann geti eignast allt félagið án þess að borga fyrir það. Þetta eru með skítugustu brögðum sem ég hef séð beitt í viðskiptaheim inum,“ segir Magnús jafnframt í yfirlýsingunni.
Keflavík í Pepsi-deild og Njarðvík í Inkasso
„Það voru aðallega fjölskyldur af Suðurnesjum sem keyptu íbúðirnar en við finnum einnig fyrir miklum áhuga frá fjölskyldufólki af höfuðborgarsvæðinu,” segir Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri 235 Fasteigna. „Markmið okkar er að byggja hér upp fjölskylduvænt hverfi og okkur til mikillar gleði virðist það ætla að takast.” Íbúðirnar átta eru fyrstu íbúðirnar sem 235 Fasteignir setur á sölu á gamla
varnarliðssvæðinu. Íbúðirnar eru 89 – 95 m2 að stærð og var ásett verð þeirra frá 22 milljónum króna. Íbúðaverðið er töluvert lægra en gengur og gerist á Suðurnesjum sem og höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú frá því að varnarliðið yfirgaf svæðið en nú búa þar um 2.700 manns. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Suðurnesjum. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúum á svæðinu eigi eftir að fjölga um 55% á næstu árum og að þeir verði tæplega 35 þúsund talsins árið 2030. Atvinnuppbygging á Suðurnesjum hefur verið í miklum blóma síðustu ár og þar starfa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. 235 Fasteignir áætla að setja um þrjátíu íbúðir, frá 90 – 132 m2, í fjölbýlishúsahverfinu við Skógarbraut á Ásbrú í sölu um miðjan mánuðinn.
„Langar ekki að heyra af fleiri alvarlegum slysum“ - segir Guðbergur Reynisson hjá Stopp-hópnum. Engar frekari framkvæmdir á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut í ár ■■Ekki stendur til að fara í neinar framkvæmdir eða lagfæringar á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut í ár að sögn G. Péturs Matthíasarsonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta. Vegfarendur veganna tveggja hafa kvartað yfir holum, hjólförum og lélegri lýsingu en einungis tíu kílómetrar voru malbikaðir á vegum Suðurnesja í sumar, þar af voru sex þeirra á Reykjanesbraut.
„Ég er ótrúlega svekktur yfir því að sjá ekki minnst á Reykjanesbraut nema einu sinni í fjárlögum 2018. Við erum búin að atast í ráðamönnum síðustu daga en gjörsamlega fyrir lokuðum eyrum,“ segir Guðbergur Reynisson, einn af upphafsmönnum baráttuhópsins „Stopp hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð alla leið. „Ég á ótrúlega erfitt með að bíða og langar ekki að heyra af fleiri alvarlegum slysum á brautinni.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Nýtt hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is