Hátíðleg stund með nýju orgeli í Keflavíkurkirkju
GOTT FYRIR HELGINA 7.--10. OKTÓBER
>> sjá miðopnu
Vínberjartvenna 500 g
299
40%
KR/PK ÁÐUR: 598 KR/PK
AFSLÁTTUR
50% AFSLÁTTUR
Nautalund ½ Fersk
3.299
KR/KG ÁÐUR: 5.499 KR/KG
Miðvikudagur 6. október 2021 // 37. tbl. // 42. árg.
Heft ferðafrelsi vélknúinna ökutækja Áskorun hefur verið send skipulagsnefnd og bæjarstjórn Grindavíkur um að halda þeim útivistastígum sem fyrir eru opnum til að allir hafi jafnan rétt á að ferðast um land Grindavíkur. Heft ferðafrelsi vélknúinna ökutækja var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 20. september síðastliðinn. Afgreiðsla nefndarinnar var að málið er lagt fram en væntanlega er það á valdi bæjarstjórnar að taka ákvörðun í málinu.
Hlaupið um sígrænan völl
>> sjá nánar á íþróttaopnu
Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kerfisáætlun sem samþykkt hefur verið af Orkustofnun. Auk þess hefur hún sætt ítarlegu mati á umhverfisáhrifum þar sem mismunandi valkostir hafa verið metnir og samráð frá upphafi haft við sveitarfélög, umhverfisverndarsamtök, landeigendur og aðra hagaðila. Önnur sveitarfélög á línuleiðinni, Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær, höfðu samþykkt framkvæmdaleyfin en
fimm umhverfisverndarsamtök kærðu leyfisveitingarnar. Úrskurðarnefndin skilaði jafnframt niðurstöðu í þeim málum í dag og hafnaði kröfu umhverfissamtakanna um að framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar væru felld úr gildi en nefndin felldi hins vegar úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar. Í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar felst að sveitarfélagið Vogar og Hafnarfjarðarbær þurfa að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju. „Við töldum mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um fram-
kvæmdaleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem úrskurðarnefndin hafði þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá. Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu Suðurnesjalínu 2,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Fundu vopn og fíkniefni við húsleit Lögreglumenn fundu fíkniefni og vopn í leit í húsnæði á Suðurnesjum, að fenginni heimild, þar sem þeir voru staddir vegna annars máls. Um var að ræða meint kannabis og fleiri efni auk hnífs.
Þjófnaður og skemmdarverk Tilkynning barst lögreglu um þjófnað og skemmdarverk á hóteli í umdæminu á mánudagsmorgun. Nokkrir menn stálu þremur kampavínsflöskum að andvirði um 45 þúsund kr. og sprautuðu úr þeim upp í loftið. Fleiri skemmdarverk unnu þeir og er málið í rannsókn.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fasteignasalar og húsbyggjendur Það kennir margra grasa á ljósmyndasýningu Víkurfrétta í Bíósal Duus Safnahúsa. Við höfum í undanförnum blöðum birt nokkrar myndir og hér eru tvær áhugaverðar. Sú efri er af Keflvíkingnum Hallgrími Sigurðssyni sem er með hamar í hönd á húsþaki við Efstaleiti í bítlabænum en sú neðri er af Hilmari Péturssyni, fasteignasala, í nýrri íbúð sem var verið að kynna til sölu. Hilmar fagnaði 95 ára afmæli fyrir stuttu síðan og sendum við á Víkurfréttum honum okkar bestu afmæliskveðjur en Hilmar var traustur viðskiptavinur blaðsins á þriðja áratug.
Kjartan Steinarsson frá K. Steinarssyni og Hlynur Björn Pálsson, sölustjóri Honda hjá Öskju við HONDA CIVIC TYPE-R.
„Stemmning eins og á bílasýningum í gamla daga“ „Hér var stemmning eins og á bílasýningum í gamla daga. Fólk hefur greinilega þörf fyrir að komast út úr húsi og gera eitthvað sem ekki hefur verið í boði lengi,“ sagði Kjartan Steinarsson, bílasali, eftir vel lukkaða bílasýningu hjá K. Steinarssyni í Reykjanesbæ um liðna helgi. Allir helstu bílarnir frá Honda voru á staðnum. Má þar nefna fólksbílinn Jazz, borgarjepplinginn Jazz Crossstar
og sportjeppann vinsæla Honda CR-V Hybrid. Nýr Jazz er með nýjustu Hybrid-tækninni. Allar gerðirnar af Jazz eru með rafakstursham og geta því ekið á 100% hljóðlátri raforku. CR-V sportjeppinn hefur verið endurbættur og endurhannaður. Bíllinn er fáanlegur með 1.5 VTEC TURBO bensínvél og 2.0 i-MMD Hybrid-vél. Jazz Crossstar er nýjasti meðlimur Honda-fjölskyldunnar og er með Hybrid-tækninni. Þá var á sýningunni nýr Honda e rafbíll.
Ríkisvaldið ráðist í aðgerðir til að auðga atvinnulíf á Suðurnesjum
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur ríkisvaldið til að ráðast í aðgerðir til að auðga atvinnulíf á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í ályktun sem lögð var fram á 45. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem fram fór í Reykjanesbæ 1. og 2. október síðastliðinn. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu eða 9,7% þegar landsmeðaltal er 5,5%. Svæðið er mjög háð Keflavíkurflugvelli og það má sjá í þróun efnahagsmála á Suðurnesjum. Árið 2012 voru ferðaþjónusta, verslun, veitingar og samgöngur um 28% af umsvifum atvinnugreina á Suðurnesjum en árið 2017 var hlutfallið komið í 43%. Atvinnutekjur af ferðaþjónustu á Suðurnesjum voru 37,7% árið 2018 skv. upplýsingum frá Byggðastofnun en landsmeðaltalið var 17,5%. Fjölga þarf atvinnugreinum á Suðurnesjum en Suðurnesin hafa fundið vel fyrir einsleitu atvinnulífi vegna afleiðinga af völdum Covid. Styðja þarf áfram við uppbyggingu skipa- og flugklasa. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa áhuga á því að vera leiðandi í innleiðingu hringrásarhagkerfisins en Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur unnið frumskýrslu um innleiðingu hring-
rásarhagkerfisins og uppbyggingu Sorporkustöðvar í Helguvík, þær skýrslur benda til þess að Suðurnesin geti búið þessum verkefnum góða umgjörð. Á næstu árum má gera ráð fyrir miklum vexti í fiskeldi á landi. Sjávarútvegurinn hefur verið ein af grunnstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum. Það er mikilvægt að styrkja tengsl atvinnulífs og menntunar. Aðalfundur SSS leggur til að ríkið styrki, til framtíðar og með myndarlegum hætti, starfsgrundvöll Fisktækniskóla Íslands með verulegri aukningu fjárveitinga skólans til kennslu og þróunar og vinni jafnframt með
sveitarfélögum á Suðurnesjum að því að skapa skólanum þá umgjörð sem menntun í einni af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar sæmir. Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum leggur til að ríkisvaldið horfi til Suðurnesja þegar kemur að því að fjölga eða flytja ríkisstörf út á land. Bent er á að Njarðvíkurhöfn hentar vel sem heimahöfn skipadeildar Landhelgisgæslu Íslands. Reykjanesið er lífæð landsins og þar eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni sem hægt er að ráðast í og mikilvægt að ríkið og sveitarfélög rói í sömu átt.
Frá aðalfundi SSS um síðustu helgi. VF-mynd/hilmarbragi.
Íbúum fjölgað um 21,7% síðan 2016 – en fjárveitingar ríkisins fylgja ekki þeirri þróun Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur ríkisvaldið til að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í ályktun sem lögð fram á 45. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 21,7% á árunum 2016 til 2021 en landsmeðaltalið er 10,6%. Því miður hafa fjárveitingar til heilbrigðismála á Suðurnesjum ekki fylgt þeirri þróun. Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum bendir á að í heilbrigðisstefnu ríkisins til ársins 2030, kemur fram að heilsugæslunni er ætlað stórt hlut-
verk í heilbrigðisþjónustu við landsmenn samkvæmt lögum. Hún á að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu þar sem notendur eiga kost á almennum lækningum, hjúkrun, endurhæfingu, heilsuvernd og forvörnum. Byggja þarf upp þjónustu Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja í öllum þéttbýliskjörnum á Suðurnesjum svo hún geti tekist á við verkefnin sem henni er ætlað að
sinna samkvæmt heilbrigðisstefnu ríkisins. Bent er á að hægt er að byggja upp þjónustu á Suðurnesjum sem gæti létt undir með Landspítalanum eða að færa sérhæfða þjónustu til Suðurnesja og byggja þannig undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Jafnframt er kallað eftir stefnumótun til framtíðar í hjúkrunar- og dagdvalarrýmum á Suðurnesjum og landinu öllu og að slík stefna feli í sér reglur um fjölda rýma miðað við íbúafjölda.
ÓSKUM NEMENDUM OG FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA TIL HAMINGJU MEÐ
GLÆSILEGA VIÐBYGGINGU
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hefur farið hægar af stað Má rekja beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði og flugfélögum fækkað sem ætluðu að fljúga í vetur. „Enn gætir verulegra áhrifa kórónuveirunnar á rekstur flugvalla- og flugleiðsöguþjónustu hjá okkur. Endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hefur farið hægar af stað en við áttum von á. Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2021 var neikvæð um 5,1 milljarð króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 5,3 milljarða króna fyrir sama tímabili á síðasta ári. Áhrifa kórónuveirunnar gætti enn verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og nam samdráttur í tekjum þess um 2,3 milljörðum króna, eða um 27% samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum. Þrátt fyrir óvissu í vetur hefur Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins: „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,“ segir Sveinbjörn.
30 ára afmælis fagnaður FEBS verður haldinn föstudaginn 8. október kl. 13.30 að Nesvöllum Allir félagsmenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin
Sýningin verður ekkert án þeirra sem að henni koma Eins og fram hefur komið þá frumsýnir Leikfélag Keflavíkur söngleikinn „Fyrsti kossinn“ þann 22. október næstkomandi. Blaðamaður náði tali af höfundunum, þeim Brynju og Ómari, og spurði þau út í hugmyndina á bak við söngleikinn. Hvenær kviknaði hugmyndin af þessu verki og hvernig? „Hugmyndin um að setja á svið söngleik sem á einhvern hátt tengist tónlistarsögu Suðurnesja hefur lengið verið til staðar hjá félögum Leikfélags Keflavíkur. Bæði höfðum við mikið pælt í þessu en ekkert varð úr okkar hugmyndum fyrr en við fórum að rugla saman reitum á sínum tíma. Þá fórum við að ræða þetta okkar á milli og tókum þá ákvörðun að sjá um þetta sjálf. Við veltum því mikið fyrir okkur hvaða tónlist við ættum að notast við, það var eiginlega stærsti hausverkurinn. Við erum svo heppin að eiga frábæra tónlistarmenn hér á Suðurnesjum en það gerði það að verkum að við þurftum að þrengja rammann verulega.“ Af hverju þessi tónlist? Þau eru bæði mikið viðriðin tónlist. Ómar er sjálfur trúbador og hefur verið í nokkur ár, Brynja Ýr er með þetta í blóðinu en hún er einmitt barnabarn Rúnars Júlíussonar og hefur því alltaf verið mikið í kringum tónlist. „Við vildum tileinka sýninguna Rúnari og því fannst okkur tilvalið að notast við lög Hljóma. Fljótlega áttuðum við okkur á því að umfjöllunarefnið var ansi takmarkað og því endaði þetta þannig að við notuðumst við lög sem tengjast Rúnari á einhvern hátt og voru flutt af hljómsveitum sem hann var meðlimur í eða frá hans sólóferil. Allir laga- og textahöfundar tóku vel í þessa hugmynd og voru ekki lengi að veita okkur leyfi fyrir því að nota lögin í sýningunni.“ Hvernig gekk samvinnan hjá ykkur parinu? Voruði sammála eða komu upp vandamál á meðan þið unnuð að handritinu? „Samstarfið gekk furðulega vel. Að sjálfsögðu komu upp minniháttar árekstrar hér og þar en við leystum þá eins fljótt og vel og við gátum. Þegar skrifin voru búin vorum við bæði nokkuð sátt en áttum það þó bæði til að vilja renna yfir og breyta hinu og þessu. Þetta á þó sérstaklega við um annað okkar – en við þurfum ekkert að fara nánar út í það!“ Fyrir hvaða aldurshóp er söngleikurinn? „Söngleikurinn hentar breiðum hópi. Flestir þekkja þessi lög og þá sérstaklega eldri kynslóðir en framvinda sögunnar höfðar til allra aldurshópa en hún fjallar um ungt fólk við ýmsar kringumstæður. Þetta er þó ekki barnasýning þó hún sé alls ekki bönnuð börnum.“ Það er ljóst að margir koma að svona uppsetningu. Hvernig hefur hópurinn verið standa sig? „Æfingaferlið hefur gengið vonum framar. Allir sem taka þátt í sýningunni að einhverju leyti eru virkilega spenntir og ánægðir með þetta þannig að orkan á sviðinu er virkilega góð og við erum líka með frábært fólk á bak við tjöldin. Karl Ágúst, leikstjóri, hafði áður leikstýrt hjá okkur og við bara urðum að fá hann í þetta verk með okkur og hann stendur sig glimrandi vel. Við erum með frábæran danshöfund, hana Brynhildi, sem setur brjálæðislega mikið líf í tónlistaratriðin. Tónlistarstjórar og hljómsveitarmeðlimir eru líka að standa sig virkilega vel. Við gætum ekki eiginlega ekki verið ánægðari eða heppnari með liðið okkar.“ Er bara tóm gleði og hamingja að setja svona verk á svið? „Auðvitað er þetta ekki alltaf dans á rósum. Það fer mikil vinna í að setja á svið svona stóra sýningu
og margir hafa ekki hitt fjölskyldumeðlimi og vini svo dögum skiptir en þá er líka gott hvað hópurinn er góður og þéttur. Við höfundarnir höfum legið yfir þessu verki í þrjú ár þannig að það er auðvitað stress í manni en þetta er gott stress. Þetta er gífurlega mikil vinna en hún er skemmtileg, við vildum að við gætum alltaf verið niðri í leikhúsi. Þar er best að vera,“ segir Brynja Ýr en hún er nánast alin upp í Frumleikhúsinu þar sem foreldrar hennar hafa verið viðloðandi leikhússtarfið í tugi ára. Bæði hafið þið verið öflug innan starfs LK en hvernig er að leika, syngja og undirbúa sýningu sem þið hafið sjálf samið? Brynja segist sjálf hafa verið viðriðin félagið frá blautu barnsbeini en Ómar kom inn í það árið 2016. „Við höfum tekið þátt í mörgum mismunandi sýningum en það er eitthvað virkilega sérstakt við það að leika í sínu eigin verki ef svo má segja. Tilfinningin er góð og það er frábært að sjá alla þessa hæfileikaríku leikara taka þessa karaktera sem við skrifuðum og gefa þeim líf. Þar fyrir utan er þetta ekkert svo ósvipað öllum öðrum verkum. Við reynum bæði að horfa mjög hlutlaust á þetta, stundum finnst okkur bara eins og einhver allt annar hafi skrifað þetta þegar við stöndum á sviðinu. Við erum samt bæði virkilega stolt og vonum að allir aðrir verði það líka. Við trúum því innilega að við séum með frábæra sýningu í höndunum en hún verður ekkert án þeirra sem að henni koma.“ Frumsýning 22. október, verður allt klárt? „Þegar þetta er skrifað eru nítján dagar í frumsýningu og við að koma heim af okkar fyrsta „full on“-rennsli sem gekk glimrandi vel. Sviðsmynd er komin mjög vel á leið, tæknimálin eru í góðum höndum og tökur á tónlistarmyndbandi að hefjast. Þetta er allt að smella saman og við getum ekki beðið eftir að leyfa fólki að sjá þessa sýningu sem vonandi lokkar sem flesta í leikhús. Þá getum við haldið áfram að sýna eins lengi og við getum.“ Við óskum þessu unga pari til hamingju með sitt fyrsta verk á sviði og hvetjum fólk til þess að fylgjast áfram með umfjöllun leikfélagsins í tilefni 60 ára afmælisins
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 5
Stapaskólabörn gróðursetja tré við Reykjanesbraut Á svæði milli Reykjanesbrautar og byggðarinnar í Dalshverfi í InnriNjarðvík hefur Stapaskóli fengið svæði fyrir skógrækt. Nemendur í 3. bekk plöntuðu trjám á svæðinu í síðustu viku og þeim til halds og trausts voru nemendur úr 4. til 6. bekk skólans. Kristján Bjarnason
frá skógræktinni var skólanum innan handar við plöntun trjánna og ræddi við börnin um tilgang skógræktar og kenndi svo nemendum hvernig á að bera sig að við gróðursetningu. Myndina tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Myllubakkaskóli - Umsjónarmaður skólans Umhverfissvið - Verkefnastjóri skipulagsmála Velferðarsvið - Málstjóri í teymi alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Frú Ragnheiður í Suðurnesjamagasíni Rauði krossinn á Suðurnesjum bauð fagfólki sem vinnur með eða þjónustar að einhverju leyti heimilislausa einstaklinga og þau sem nota vímuefni um æð, til fræðslu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ í síðustu viku. Svala Jóhannesdóttir, félags- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, sá um fræðsluna en sérsvið hennar er skaða minnkandi nálgun og meðferð. Svala hefur mikla reynslu í skaða minnkun og er hún einnig fyrrverandi verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu og Konukots. Þess má til gamans geta að Svala er fædd og uppalin í Keflavík. Í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is er rætt við Svölu og einnig Jóhönnu Björk Sigurbjörnsdóttur, verkefnastjóra Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, um Frú Ragnheiði á Suðurnesjum.
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Pappír, pappi, plast, málmar og gler! Kalka minnir á 9 grenndarstöðvar á Suðurnesjum og hvetur íbúa til að nýta sér þessa nýju þjónustu
Viðburðir í Reykjanesbæ Heilsu- og forvarnarvika
Vikuna 4. til 10. október verður Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Markmiðið er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku sem flestra bæjarbúa. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Hér fyrir neðan eru nokkrir skemmtilegir viðburðir sem tengjast heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ.
Taktu skrefið í Duus Safnahús
Taktu skrefið og komdu í heimsókn til okkar í Duus Safnahús að loknum vinnudegi, fimmtudaginn 7. október kl. 17-19. Að hafa nærandi áhugamál er ein besta forvörnin. Íbúar Reykjanesbæjar hafa aðgang að samtímalist og sögu í túninu heima. Notum það og njótum þess. Sæktu þér innblástur og andlega næringu fyrir helgina með heimsókn á nýjar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Safnstjórar og starfsfólk safnanna taka vel á móti gestum. Ókeypis aðgangur
Heilsufarsskoðun í bókasafninu Það verður boðið upp á heilsufarsskoðun í Bókasafni Reykjanesbæjar föstudaginn 8. október frá kl. 12.00 til 17.00. Við hvetjum sem flesta að mæta.
Tækifærisganga með Nanný Reykjanesbær: Geirdalur, Innri Njarðvík Stapabraut, Innri Njarðvík Krossmói, Ytri Njarðvík Sunnubraut, Keflavík Skógarbraut, Ásbrú Hafnir, í vinnslu Grindavíkurbær: Ránargata, Grindavík
Suðurnesjabær: Strandgata, Sandgerði Gerðavegur, Garður Sveitarfélagið Vogar: Vogavegur, Vogar
Nánar um staðsetningar á www.kalka.is
Það verður efnt til hinnar margrómuðu tækifærisgöngu með Nanný. Farið verður frá Bókasafninu kl. 13:30. Ókeypis aðgangur.
Krakkajóga með Sibbu
Bókasafn Reykjanesbæjar upp á krakkajóga laugardaginn 9. október kl. 11.30 - 12.00. Sigurbjörg Gunnarsdóttir leikskólakennari og jógaleiðbeinandi leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun. Tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna!
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Hrun í Grindavík
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Þá er september mánuður búinn og veðurlega séð þá var frekar þungt fyrir minni bátana að sækja sjóinn. Lítum aðeins á hvernig hann var þessi mánuður. Jú, eins og ég hef ansi oft skrifað um þá má segja mest sé að gera hjá þeim trukkabílstjórum sem sjá um að aka norður og austur til þess að sækja fiskinn sem bátarnir eru að landa þar og langmestu hluta af þeim afla er ekið til Grindavíkur. Það er þá að mestu afli sem línubátarnir landa. Auk þeirra eru fiskvinnslur í Keflavík, Garði og Sandgerði sem fá líka fisk sem er keyrður, en hann er þá að koma frá fiskmörkuðum víða um landið. Var þá engum afla landað í höfnum á Suðurnesjunum í september? Jú, það var landað afla en til þess að gera sér betur grein fyrir þessu þá tók ég saman aflatölur frá því í september árið 2021 og bar það saman við september árið 2001. þetta eru ekki nema tuttugu ára munur – en þótt þetta sé ekki lengra en tuttugu ár, þá er samt sem áður sláandi munur á lönduðum afla. Byrjun á heildinni. Í september árið 2001 var landað samtals 5.687 tonnum í höfnunum þremur. Tuttugu árum síðar var samtals 2.517 tonum landað. Þetta er um tæplega 60% minnkun á lönduðum afla. Reyndar þarf að hafa í huga að
frystitogarar lönduðu í Grindavík bæði árin. Samtals 1.282 tonn í september árið 2001, og 1.357 tonn í september árið 2021. Það þýðir að bátaaflinn var 4.405 tonn árið 2001 og 1.160 tonn árið 2021, sem er hátt í 75% minnkun. En skoðum bæina og byrjum á Grindavík: Í september árið 2001 var landað alls 3.249 tonnum í 222 löndunum. Af þessum afla var frystitogaraafli 1.282 tonn og því var bátaafli 1.967 tonn. Í þeirri tölu er t.d. afli frá togurunum Sturlu GK og Þuríði Halldórsdóttir. Aftur á móti þegar horft er á tölur fyrir árið 2021 þá fyrst verður maður hissa því að landaður afli var 1.746 tonn, sem er nokkuð gott. Reyndar er inni í þeirri tölu 1.356 tonna afli frá frystitogurunum og því er bátaaflinn aðeins 391 tonn og landanir aðeins 28. Þetta er ótrúlegar tölur og alveg óhætt að segja að algjört hrun er í lönduðum afla og fjölda landana í Grindavík á aðeins tuttugu árum. Á sama tíma er hátt í 2.400 tonnum af fiski ekið til Grindavíkur í september. Sandgerði: Þar var árið 2001 landað alls 1.357 tonnum í 198 löndunum og í þeirri tölu eru t.d. afli frá Sóley Sigurjóns GK (eldri) og Berglínu GK. Árið 2021 var landað alls 544 tonnum í 76 róðrum og er það allt bátaafli. Hérna sést að
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
höggið er langtum minna í Sandgerði heldur en í Grindavík. Mest var þó um að vera í Keflavík því árið 2001 voru margir dragnótabátar að róa frá Keflavík og voru þá á veiðum í Faxaflóa, í buktinni eins og það kallaðist, og einnig voru mjög margir bátar á netaveiðum. Þarna voru t.d. Baldur KE, Benni Sæm GK gamli, Eyvindur KE, Njáll RE, Farsæll GK, Örn KE og Rúna RE. Örn KE var t.d. aflahæstur þarna með um 140 tonn sem öllu var landað í Keflavík enda var landaður afli í Keflavík árið 2001 alls 1.082 tonn í 306 löndunum. Mikið um að vera. Árið 2021 var landaður afli alls 227 tonn í 49 löndunum og kannski hvað merkilegast við það er að þessar 49 landanir komu að mestu frá bátum í eigu Hólmgríms, Marons GK og Halldórs Afa GK, auk þeirra landaði Bergvík GK líka ansi oft. Já, svona lítur þessi samanburður út og eins og sést þá er Sandgerði kannski eini bærinn sem heldur fjölda landana uppi á meðan að algjör hrun er í Grindavík og það má geta þess að sá bátur sem hélt uppi löndunum í Grindavík var netabáturinn Hraunsvík GK sem á sextán landanir af þessum 28.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Þegar dróninn bættist í vopnabúr undirritaðs opnaðist ný vídd sem gerir manni kleift að sjá og sýna hlutina frá öðru sjónarhorni. Með tilkomu drónans er svo margt hægt að gera sem ekki var í boði áður, eins og t.d. að fljúga út að bátum sem eru að veiðum og sýna fólki hvernig hlutirnir gerast þar. Þetta er bara einn hluti af þessari nýju vídd sem að dróninn færir manni. Jón Steinar Sæmundsson
DRÓNINN
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Lionsklúbbur Keflavíkur setur umhverfismál á oddinn á 65 ára afmælinu
LEITAR EFTIR NÝJUM FÉLÖGUM TIL AÐ HALDA LÍFI Í KLÚBBNUM
Lionsklúbbur Keflavíkur var stofnaður í apríl árið 1956 og er því 65 ára um þessar mundir. Klúbburinn hefur frá upphafi starfað með öflugum hætti að ýmsum góðgerðarmálum í Keflavík og nágrenni í takt við áherslur alþjóðasamtaka Lions. Klúbburinn í Keflavík má hins vegar muna sinn fífil fegurri hvað varðar fjölda félagsmanna. Á árum áður voru yfir 60 meðlimir en þeir eru nú tuttugu og þar af er einn stofnfélagi. Þeir vonast eftir að fá nýja félaga til liðs við sig. „Það er ljóst að við þurfum á aðstoð Suðurnesjamanna að halda til þess að tryggja þessu mikilvæga verkefni brautargengi til lengri tíma. Meðlimir klúbbsins eru sjálfboðaliðar og inntökuskilyrði geta ekki verið einfaldari. Að vilja starfa að góðgerðamálum án tillits til kyns, stjórnmála-,
lífs- eða trúarskoðana. Klúbburinn er þannig í raun öllum opinn. Ef þú vilt leggja þitt lóð á vogarskálarnar í þágu umhverfisins er hér kjörið tækifæri til að leggja lið. Við tökum vel á móti öllum. Hafa má samband gegnum Facebook, með tölvupósti eða síma,“ segir Rafn Benediktsson, formaður Lionsklúbbs Keflavíkur. Áherslurnar eru um þessar mundir, að sögn formannsins, sykursýki, krabbamein barna, hungur, sjónvernd og umhverfismál. „Fjáröflunarleiðir okkar hafa gegnum tíðina verið afar fjölbreyttar en undanfarin ár hefur hið rómaða sjávarréttahlaðborð (kútmagakvöld) verið helsta fjáröflunarleið okkar. Því miður féll sá viðburður niður síðastliðinn vetur vegna veirunnar skæðu.Umhverfismál hafa lengi verið
okkur sérstaklega hugleikin og við staðið fyrir trjárækt víða á Suðurnesjum. Dæmi um það er á Vatnsholtinu þar sem er nú er fallegur lundur og minnismerki um gengna félaga. Loftslagsmálin hafa reyndar aldrei verið mikilvægari en nú og því hefur klúbburinn á afmælisárinu stofnað til nýs metnaðarfulls verkefnis í samvinnu við Kolvið og Skógræktarfélag Suðurnesja. Það snýst um að hvetja einstaklinga og fyrirtæki á Suðurnesjum til þess að binda kolefni í gegnum Kolvið (www.kolvidur.is) og í nafni Lionsklúbbsins. Þannig rennur hluti kolefnisjöfnunar einstaklinga og fyrirtækja til Lionsklúbbs Keflavíkur sem aftur mun í samvinnu við Skógræktarfélagið stuðla að aukinni trjárækt á Suðurnesjum, nánar tiltekið við Seltjörn,“ segir Rafn.
SKÓLASLIT er spennandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna
Ekki ráðlagt að vera við Keili Ef kæmi til eldgoss við Keili yrði það að svipuðum toga og eldgosið við Fagradalsfjall. Svæðið er vel vaktað og er utan alfaraleiðar en vinsælt útivistarsvæði. Á þessu stigi er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni í nágrenni vil Keili. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísindaráð almannavarna hittist í síðustu viku á reglulegum fundi til að ræða virknina á Reykjanesskaga og við Öskju.
Hrinan við Keili heldur áfram Skjálftahrina hófst 27. september suðvestur af Keili. Skjálftarnir í hrinunni eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist fyrr á árinu og leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall. Síðdegis á þriðjudag höfðu ríflega 8.200 skjálftar mælst í hrinunni það sem af er, fjórtán af þeim hafa verið yfir þrír að stærð. Enginn gosórói mælist en skjálftavirknin í þessari hrinu er áþekk því sem sást við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar. Á þessu stigi er hins vegar ekki hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu en ekki vegna kvikuhreyfinga. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýna engin skýr merki um að kvika sé við það að brjóta sér leið til yfirborðs á slóðum skjálftahrinunnar. Það útilokar hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi sem ekki sæist í mæligögnum og því nauðsynlegt að fylgjast enn frekar með þróun virkninnar við Keili. „Við þurfum í raun að fá meiri gögn,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands.
„Von er á nýjum gervitunglamyndum í næstu viku sem vonandi varpa skýrara ljósi á þróun mála við Keili og hvort að kvika er þarna á ferðinni nálægt yfirborði,“ segir Sara í tilkynningu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.
Ekki ráðlagt að vera á ferðinni í nágrenni Keilis Lítil virkni hefur verið sýnileg úr aðalgígnum við Fagradalsfjall síðan 18. september og minni gosórói hefur mælst. „Hegðun gossins hingað til hefur einkennst af slíkum hléum,“ segir Sara. „Breyting á hegðun gossins samfara aukinni skjálftavirkni við Keili gæti þýtt að kvika leiti annað en upptök skjálftahrinunnar við Keili er á svæði sem tengist kvikuganginum sem myndaðist í vor. Þannig að við fylgjumst áfram vel með þróun mála og vísindamenn og viðbragðsaðilar eru undir það búin ef kvika nær til yfirborðs við Keili,“ segir Sara að lokum. Ef kæmi til eldgoss við Keili yrði það að svipuðum toga og eldgosið við Fagradalsfjall. Svæðið er vel vaktað og er utan alfaraleiðar en vin-
krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Á hverjum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni ásamt myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora. Verkefninu var formlega ýtt úr vör sl. föstudag og þá var undirritaður samningur við þá Ævar og Ara á bókasafninu í Reykjanesbæ. Á myndinni eru Ævar og Ari (í símanum) ásamt þeim Kolfinnu Njálsdóttur, Önnu Huldu Einarsdóttur og Helga Arnarsyni frá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
sælt útivistarsvæði. Á þessu stigi er fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni í nágrenni vil Keili. Eins er mælst til þess að fólk hugi að forvörnum gegn skjálftum á heimilum sínum á meðan að á hrinunni stendur.
PENNAVINIR ÓSKAST Í REYKJANESBÆ Ritfangalager Pennans - Ásbrú Óskað er eftir hraustum og duglegum einstaklingi á ritfangalager Pennans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um framtíðarstarf er að ræða og er vinnutíminn 08:00 - 16:00 alla virka daga. Starfið felur í sér lagerstörf m.a vörumóttöku, tiltekt vörupantana, pökkun og önnur tilfallandi störf.
HÆFNISKRÖFUR • • • •
Lyftarapróf æskilegt Dugnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar Góð almenn tölvuþekking, þekking á Navison er kostur
penninn.is 540-2000
Austurstræti Skólavörðustígur Laugavegur Hallarmúli Kringlan
Mjódd Smáralind Hafnarfjörður Reykjanesbær Akranes
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og koma aðeins 18 ára og eldri til greina. Umsóknarfrestur er til og með 13. okt 2021. Nánari upplýsingar um starfið og móttöku umsókna veitir Guðbjartur Greipsson vöruhúsastjóri, gudbjartur@penninn.is Ísafjörður Akureyri Húsavík Selfoss Vestmannaeyjar
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kirkjukórinn í aðstöðu sinni í turni Keflavíkurkirkju.
Barnakór kirkjunnar ásamt stjórnanda sínum voru á æfingu í kirkjunni.
Það var þétt setið í kirkjunn
„Við skulum ve
NÝTT ORGEL KEFLAVÍKUR „Í dag fögnum við vígslu nýs orgels í Keflavíkurkirkju. Allt frá byggingu kirkjunnar, fyrir rúmum hundrað árum síðan, hefur það verið ósk sóknarbarnanna að hafa orgel í kirkjunni. Með samtakamætti og samstilltu átaki hefur það alltaf tekist,“ sagði Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju, í ávarpi sem hún flutti í hátíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju þar sem nýtt orgel var vígt síðastliðinn sunnudag. Við hátíðarguðsþjónustuna þjónuðu fyrir altari þau sr. Erla Guðmundsdóttir, sr. Fritz Már Jörgensson og sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur Kjalarnessprófastdæmis. Arnór Vilbergsson, organisti, og Stefán Jónsson, gjaldkeri Keflavíkurkirkju, sáu um ritningarlestur. Kór Keflavíkurkirkju söng Gloria eftir Vivaldi úr samnefndu verki. Eftir ávarp formanns sóknarnefndar flutti Arnór Vilbergsson orgeleftirspil, Prelúdía og Fúga í C dúr, Bwv 531, eftir Johann Sebastian Bach.
Fimmta orgel Keflavíkurkirkju Alveg eins og í jólaguðspjallinu þá þurfti að skrásetja alla. Hér skráir Guðbrandur Einarsson, alþingismaður, sig til athafnarinnar.
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Hans Guðberg Alfreðsson, Fritz Már Jörgensson og Stefán Jónsson.
Eftir hátíðarguðsþjónustuna og vígslu orgelsins var kirkjugestum boðið til kaffisamsætis í Kirkjulundi.
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju.
Fyrsta orgel Keflavíkurkirkju var nýtt harmóníumorgel sem gefið var af kvenfélaginu Freyju. Árið 1923 var keypt nýtt orgel, stærra en það sem fyrir var og dugði það til ársins 1952 þegar keypt var nýtt orgel, enskt rafmagnsorgel, sem var tíu, ellefur radda, með tvö hljómborð og pedal. Eftir breytingarnar á kirkjunni og stækkun hennar 1966 var sett upp pípuorgel af Walker gerð, sextán radda og tveggja hljómborða og með pedal. Það var Systrafélag kirkjunnar sem átti stærstan þátt í fjársöfnuninni. Fimmta orgelið í rúmlega 100 ára sögu Keflavíkurkirkju var svo vígt síðasta sunnudag að viðstöddu fjölmenni en bekkir kirkjunnar voru þétt setnir við athöfnina sem öll var hin hátíðlegasta. Orgelið er smíðað af eina íslenska orgelsmiðnum, Björgvini Tómassyni, og liðsmönnum hans. Auk Björgvins hafa komið að smíði orgelsins, Margrét Erlingsdóttir, eiginkona hans og rafvirki, Jóhann Hallur Jónsson, hús-
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
gagnasmiður, og Júlíus Óttar, sonur Björgvins. Ráðgjöf við verkið veitti Páll Bjarnason, arkitekt, og Ingvi Þór Sigríðarson, smiður, hefur haft umsjón með verkinu.
Gamla orgelið endurunnið „Í nýja orgelið eru notaðar pípur úr gamla orgelinu og allt það sem nýtanlegt var úr því. Þó telst hljóðfærið vera nýsmíði. Má líta á það sem einn af hlekkjunum í þeirri vegferð að Keflavíkurkirkja teljist „græn kirkja“ í samræmi við boðaða umhverfisstefnu,“ sagði Ragnheiður Ásta í ávarpi sínu við vígsluna. Það var í febrúar 1995 sem stofnaður var Orgelsjóður Keflavíkurkirkju af Matthildi Ingibjörgu Óskarsdóttur og fjölskyldu hennar til minningar um eiginmann hennar, Árna Vigfús Árnason, formann sóknarnefndar Keflavíkurkirkju, sem lést í hörmulegu bílslysi í október 1991 aðeins 49 ára að aldri en honum var mjög umhugað um að endurgera orgelið. Frá þeim tíma hefur safnast fé í sjóðinn en það var ekki fyrr en farið var að sjá fyrir endann á viðgerð og lagfæringu kirkjuskipsins að ákveðið var að setja kraft í söfnunina.
Rausnarleg gjöf breytti stöðu orgelsjóðsins „Það var því snjöll ákvörðun að stofna orgelsjóð sem eingöngu var ætlaður til endurnýjunar orgelsins og sá sjóður var aldrei snertur
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
„Í nýja orgelið eru notaðar pípur úr gamla orgelinu og allt það sem nýtanlegt var úr því. Þó telst hljóðfærið vera nýsmíði. Má líta á það sem einn af hlekkjunum í þeirri vegferð að Keflavíkurkirkja teljist „græn kirkja“ í samræmi við boðaða umhverfisstefnu,“ sagði Ragnheiður Ásta í ávarpi sínu við vígsluna.
Kór Keflavíkurkirkju ásamt stjórnanda fyrir hátíðarguðsþjónustuna síðastliðinn sunnudag.
ni við vígslu nýja orgelsins.
elja það skásta“
RKIRKJU FORMLEGA VÍGT Kór Keflavíkurkirkju söng Gloria eftir Vivaldi úr samnefndu verki.
Við hátíðarguðsþjónustuna þjónuðu fyrir altari þau sr. Erla Guðmundsdóttir, sr. Fritz Már Jörgensson og sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur Kjalarnessprófastdæmis.
þrátt fyrir ráðist væri í fjárfrekar framkvæmdir sem loks á þessu ári sést fyrir endann á. Þörfin á nýju orgeli hefur komið æ betur í ljós og var orðið brýnt að hefjast handa. Það hefur samt ætíð verið stefna sóknarnefndar að skuldsetja ekki kirkjuna og að fara ekki í fjárfrekar framkvæmdir á kostnað safnaðarstarfsins. Lögð var vinna í að kanna kostnað við smíði nýs orgels og það borið saman við viðgerð á orgelinu sem fyrir var. Þegar komin var tala um hver kostnaðurinn yrði var tekin ákvörðun á sóknarnefndarfundi 7. nóvember 2016 um að ekki yrði hafist handa við smíði nýs orgels fyrr en 85% af andvirði þess væri í sjóðnum. Þessi ákvörðun var mjög hvetjandi, þörfin á nýju orgeli brýn og því allt kapp lagt á að ná markmiðinu. Þarna lögðu fjölmargir gjörva hönd á plóg. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar lögðu sitt af mörkum og mikið vannst á stuttum tíma. Það er óvinnandi vegur að telja upp alla sem lögðu verkinu lið. Nafn eins manns, Guðna Sigurbjörnssonar, er þó óhjákvæmilegt að nefna en hann var búinn að gefa margar milljónir í orgelsjóðinn áður en hann lést en í erfðaskrá sinni arfleiddi hann orgelsjóðinn að öllum eigum sínum, sem voru miklar. Vegna þessarar rausnarlegu gjafar var allt í einu staða orgelsjóðsins allt önnur. Ekki var lengur
þörf á að takmarka orgelsmíðina við ákveðna fjárupphæð, heldur var hægt að bæta við tæknilegum möguleikum, sem gerðu hljóðfærið miklu fullkomnara. Þar nutu sín vel einkunnarorð Guðna; við skulum velja það skásta,“ segir í ávarpi Ragnheiðar Ástu.
Hljóðfæri af fullkomnustu gerð Hljóðfærið er af fullkomnustu gerð. Þetta 41. orgelið sem Björgvin smíðar og er útlit þess hefðbundið en tæknin sem notuð er við smíðina er nútímaleg. Orgelið er málað og kallast litur þess á við græna litinn á pílárunum á söngloftinu, græna litinn á kirkjubekkjasessunum og grátunum. Auk þess hefur Sigmar Vilhelmsson sett blaðgyllingu á ytri línur orgelsins. Eins og áður hefur komið fram nýtti Björgvin orgelpípur úr gamla orgelinu en allur búnaður var endurnýjaður. Orgelið hefur 1118 pípur, er tuttugu radda og í ónýttu rými á kirkjuloftinu eru bassapípurnar. Nútíma tölvutækni er nýtt í orgelinu sjálfu og niðri í kirkjuskipinu er annað spilaborð, tengt orgelinu með tölvutækni, svo organistinn getur setið niðri í kirkjunni, horft framan í sóknarbörnin og spilað á og stýrt orgelinu þaðan. Endanlegur kostnaður við orgelsmíðina er 43,5 milljónir króna.
ORGÓBER 10. október kl 17.00
BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON, organisti við Hallgrímskirkju, leikur valin orgelverk
www.keflavikurkirkja.is
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Grindvíkingur þróar vinsælt „einnota myndavéla“-app – Appið Lightsnap springur út í Svíþjóð
Félagarnir Adam Viðarsson (t.v.) og Guðmundur Egill Bergsteinsson.
Lightsnap (www.lightsnap.app/), fyrsta einnota myndavéla-appið í heiminum, hefur útrás á sænskan markað til að fylgja eftir góðum árangri á Íslandi. Annar stofnenda Lightsnap og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Grindvíkingurinn Guðmundur Egill Bergsteinsson. „Við sáum að það væri tími til að skríða úr vöggunni á Íslandi og reyna fyrir okkur á stærri markaði og því settum við upp tengingar við prentsmiðjur og póstdreifingaraðila í Svíþjóð. Hrintum af stað áhrifavaldaherferð og viti menn – Svíarnir hoppuðu svo sannarlega á vagninn,“ segir Guðmundur Egill. Þann 14. september síðastliðinn var opnað fyrir þjónustu Lightsnap í Svíþjóð þar sem að 2.000 fyrstu notendur sem að bjuggu til aðgang fengu fría prufu-„filmu“ í Lightsnap-
appinu en vegna gríðarlegs fjölda nýskráninga lokaði hýsingaraðili Lighsnap, Google, á nýskráningar þar sem að þeir héldu að það væri netárás í gangi á netþjóna sína. „Markaðsplanið okkar var að fylgja eftir árangri okkar á Íslandi þar sem við fórum inn í „Frítt stöff“ hjá Nova og gáfum viðskiptavinum Nova fría prufufilmu. Við sáum þar að 46% þeirra sem fengu heimsenda prufufilmu enduðu á að kaupa nýja filmu á innan við sjö dögum og því ætluðum við að endur-
taka leikinn í Svíþjóð,” segir Guðmundur en Lightsnap hefur nú yfir 4.000 notendur á Íslandi og hefur prentað og sent yfir 25.000 ljósmyndir á síðastliðnum tólf mánuðum. „Aðeins tólf tímum eftir að hafa gefið appið út í Svíþjóð sprengdum við nýskráningarfjöldann hjá Google og mikil eftirvænting skapaðist þar sem fjöldinn allur af fólki hafði
samband sem komast ekki inn í Lightsnap, við hringdum í Google og reynum að leysa úr þessu en þeir svara að það hafi verið slökkt á okkur þar sem að grunur var um netárás á kerfið okkar,“ segir Guðmundur. Nýskráning í Lightsnap var því niðri í tólf tíma vegna niðurtímans en loks þegar vandamálið var leyst streymdu nýskráningar inn á ný. „Við ákváðum að bæta við 2.000 fleiri fríum filmum þar sem að viðtökur voru svo ótrúlegar og hlökkum til að sjá hvernig Svíarnir taka í að sjá myndirnar sínar í fyrsta sinn við heimsendingu eins og í gamla daga,“ segir Guðmundur. Hægt er að notast við Lightsnap víðsvegar en notkun hefur verið mikil í kringum veislur og brúðkaup þar sem afar skemmtilegt er að fanga kvöldið á Lightsnap og fá síðan minningarnar sendar heim en einnig hafa nýbakaðir foreldrar verið duglegir að fanga fyrstu skref í lífi barna sinna á mynd með hjálp Lightsnap. „Hugmyndin spratt út frá því að ég og Guðmundur, meðstofnandi, vorum að ræða hvað það væri lítið um myndaalbúm í dag og að maður ætti þúsundir mynda vistaða eitthverstaðar á skýinu en enginn fær að sjá þær og ákváðum því að smíða Lightsnap til að leysa það vandamál,“ segir Adam Viðarsson, tæknistjóri og annar meðstofnandi Lightsnap. Í Lightsnap-appinu kaupir notandinn „filmurúllu“ með 24 myndum sem síðan verður að taka áður en myndirnar eru prentaðar og afhentar að dyrum. Það hefur aldrei verið auðveldara að fanga mikilvægu stundirnar í lífinu og endurlifa í fyrsta skipti þegar þær detta
inn um póstlúguna alveg eins og með gömlu einnota myndavélunum. „Upplifun myndanna verður svo miklu sterkari þegar þú mátt ekki sjá þær beint. Ímyndaðu þér að taka augnablikið þegar þú segir fjölskyldu og vinum að þú sért barnshafandi eða þegar barnið þitt er að stíga sín fyrstu skref. Þegar maður fær síðan að sjá þessar myndir í prentuðu formi verða minningarnar miklu raunverulegri en maður hefði séð þær í gegnum farsíma og síðan er það líka bara ótrúlega skemmtilegt,“ segir Adam. Ef þú vilt samt geta hlaðið inn myndunum sem þú tókst með Lightsnap á samfélagsmiðlum er það ekkert vandamál. Þegar myndirnar hafa verið sendar heim að dyrum verða þær einnig aðgengilegar stafrænt í Lightsnap að eilífu. Lightsnap er aðgengilegt á Google Play Store og App Store þar sem 25% afsláttur er á fyrstu kaupum (https://disposable.page.link/download)
VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ 22. október við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.
Tímabókanir í síma 568 6880
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880
Um Lightsnap: Lightsnap er heimsins fyrsta einnota myndavéla-app með það markmið að koma aftur með nostalgíutilfinningu að sjá myndir í prentuðu formi í fyrsta sinn við heimsendingu. Lightsnap fór í gegnum Startup Supernova, stærsta viðskiptahraðal á Íslandi, sumarið 2020 en var stofnað í desember 2019 af tveimur einnota myndavélaaðdáendum sem vildu deila ástríðu sinni með heiminum. Lightsnap-appið opnaði fyrst á íslenskan markað sumarið 2020 en opnaði fyrir evrópskan markað sumarið 2021.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Staðsetning öryggisvistunar í Innri-Njarðvík Hanna Björg Konráðsdóttir, Sigvaldi A. Lárusson, Daníel Ólafsson, Sólrún Auðbertsdóttir, Þorsteinn Stefánsson.
Handverksmaðurinn Vignir Kristinsson Vignir Kristinsson hlaut menningarverðlaun Grindavíkur í síðustu viku. Vignir er mikill lista- og handverksmaður sem leggur mikinn metnað í verk sín. Vignir var sjómaður lengi vel en um síðustu aldamót ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang eftir að báturinn sem hann var á þurfti meira viðhald en ráð var fyrir gert að ráðast í þannig að Vignir, sem hefur frá unga aldri haft ástríðu fyrir smíðum og handverki, réð sig í trésmíðavinnu hjá Trésmíðaverkstæðinu Grindin. Það má segja að Vignir hafi fundið köllun sína í smíðinni, hlakkaði mikið til að fara í vinnuna á hverjum degi og lærði mikið undir verkstjórn Guðmundar Jónssonar, verkstjóra. Síðar stofnaði Vignir sitt eigið trésmíðaverkstæði sem gekk ágætlega fram að hruni. „Þá voru góð ráð dýr og hugmyndin kom að hönnun hreindýranna frá dóttur minni og má segja að þau hafi bjargað jólunum fyrir okkur það árið og varð í raun upphafið af þessari vegferð,“ segir Vignir. Hreindýrin, sem eru núna orðin ellefu ára, eru ennþá jafn vinsæl í dag og þau voru í upphafi.
Vörumerkið Vignis er í dag orðið landsþekkt og smíðar hann undir vörumerkinu „Kristinsson“. Vörurnar voru að finna í helstu hönnunarverslunum á Íslandi. „Mínir helstu kúnnar eru Íslendingar enn sem komið er,“ bætti Vignir við. Töluvert hefur bæst við vöruúrvalið og nú býður hann m.a. upp á jólatré, uglur, endur, hvalasporða o.fl., ásamt því sem hann hefur verið að færa sig einnig yfir í nytjavörur líka eins og bretti í eldhúsið. Vörulínu Vignis er hægt að skoða á heimasíðu hans: www.kristinssonhandmade.com
Pakkhúsið í Grindavík og menningarverðlaunin Fyrir um tveimur árum reisti Vignir sér verkstæði og sýningarrými í Grindavík. Fyrirmyndina að húsinu sótti hann til pakkhússins á Hofsósi sem er meðal elstu húsa sinnar tegundar á landinu.
„Það er heil mikil viðurkenning að fá menningarverðlaunin og hefur mikla þýðingu og hvatningu fyrir mig á þessum vettvangi,“ sagði Vignir. „Við erum núna á kafi í því að standsetja íbúð á efri hæð pakkhússins sem á að fara í útleigu og síðan eru hugmyndir um frekari útvíkkun vörulínunnar.“ Mikil vinna liggur í hverjum hlut, allt er handunnið úr gæðaefnivið. „Það gleður mikið mitt hjarta þegar fólk kemur hér inn og hrífst af handverkinu og kaupir af því það veit að það er að fá einstaka gæðavöru sem á eftir að endast.“ Vignir smíðar einnig eftir pöntunum, m.a. leikföng og húsgögn. Vignir segir að fólk sé meðvitaðra um að nota minna plast. Tréleikföng eru líka endingarbetri, fallegri og umhverfisvænni. Það liggur í hlutarins eðli að að baki svona fyrirtæki er samheldin fjölskylda sem leggur sitt á vogarskálarinnar. Synir Vignis hjálpuðu til við byggingu hússins og dæturnar hafa komið að markaðssetningu á samfélagsmiðlum auk þess sem konan hans, Ólafía Jensdóttir, stendur þétt við bakið á Vigni í rekstrinum. Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir samstarfi við Reykjanesbæ um öryggisvistun fyrir ósakhæfa einstaklinga. Þann 1. júlí síðastliðinn samþykkti bæjarráð að vísa staðsetningu öryggisvistunarinnar til endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og nú liggur fyrir sú tillaga af hálfu meirihluta bæjarstjórnar að staðsetja öryggisvistun í íbúabyggð, nánar tiltekið í Dalshverfi 3, Innri-Njarðvík, skv. vinnslutillögu nýs aðalskipulags 2020–2035. Þessi tillaga hefur hvorki verið kynnt fyrir íbúum Innri-Njarðvíkur né hafa íbúar fengið kynningu á eðli þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja öryggisvistunar og ástæður þess að þessi staðsetning var valin. Öryggisvistun er úrræði sem beitt er á grundvelli almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þegar ákveðið er með dómi í refsimáli eða í sérstöku máli að ósakhæfir einstaklingar sem hafa verið dæmdir í fangelsi skuli sæta tilteknum öryggisráðstöfunum þegar tryggja þarf vistun eða þegar talið er að refsing beri ekki árangur. Um er að ræða einstaklinga sem geta verið mjög hættulegir sjálfum sér og/eða öðrum. Einnig er öryggisvistun beitt þegar ákveðið er í refsidómi eða í sérstöku dómsmáli, að maður skuli sæta öryggisráðstöfunum að lokinni afplánun dóma, þegar um er að ræða einstaklinga með síendurtekna hættulega hegðun sem teljast hættulegir samfélaginu fái þeir að ganga lausir að lokinni afplánun. Þetta er sá hópur sem þarfnast sérstakrar þjónustu auk öryggisvistunar til að tryggja að þeir brjóti ekki aftur af sér. Í skýrslu velferðarráðuneytisins um öryggisgæslu og öryggisráðstafanir á Íslandi sem kom út í júní 2016 er bent á að engar verklagsreglur eru til staðar, hvað þá lagaheimildir, sem skilgreina hlutverk og aðkomu ríkis og sveitarfélaga að framkvæmd þjónustunnar. Frá þeim tíma sem skýrslan kom út hefur engin breyting orðið þar á og lagafrumvarp um málaflokkinn ekki verið lagt fram. Þegar ákvæðum almennra hegningarlaga sleppir er ekki að finna nánari ákvæði um hvernig öryggisvistun skuli háttað. Þannig er með öllu óvíst að fullnægjandi lagaheimildir séu til staðar sem tryggja nauðsynlega innviði og ytri stoðþjónustu slíkrar öryggisvistunar, hvernig skuli tryggja öryggi íbúa í nærumhverfinu og með öllu óvíst hvernig kostnaði skuli skipt milli ríkis og sveitarfélaga. Það skýtur því skökku við að bæjarstjórn Reykjanesbæjar álíti að ekki þurfi að kynna viðkomandi starfsemi fyrir íbúum fyrr en að loknu staðarvali. Þann 6. september 2021 var íbúaráð stofnað af íbúum Innri-Njarðvíkur sem hefur það að markmiði að vinna að hagsmunum íbúum hverfisins og hefur íbúaráð skilað athugasemdum við tillögu að endurskoðun á aðalskipulagi 2020–2035. Meirihluti íbúaráðs Innri-Njarðvíkur leggst alfarið gegn því að öryggisvistun verði staðsett svo nálægt íbúabyggð eins og gert er ráð fyrir samkvæmt tillögu meirihluta bæjarstjórnar við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, þegar ekki er til staðar heildstæð löggjöf sem tekur á málefnum öryggisvistunar eða tryggir viðunandi umgjörð utan um rekstur slíks úrræðis. Íbúaráð Innri-Njarðvíkur bendir jafnframt á að nú þegar hafa tæplega 1.000 manns sett nafn sitt á undirskriftarlista þar sem því er mótmælt að öryggisvistun verði svo nálægt íbúabyggð eins og endurskoðun á aðalskipulagi gerir ráð fyrir. Um er að ræða málefni sem þarf að fara kynningarferli og samráð áður en ákvörðun um staðsetningu er tekin. Íbúar Innri-Njarðvíkur eiga það skilið.
Dalshverfi í Innri-Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Kæru kjósendur í Suðurkjördæmi Oddný G. Harðardóttir. Fyrir hönd frambjóðenda Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vil ég þakka fyrir stuðning ykkar og hvatningu í aðdraganda kosninga til Alþingis Íslendinga 25. september síðastliðinn. Við munum leggja okkur fram við að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar hér eftir sem hingað til. Ég óska öðrum kjörnum þingmönnum til hamingju og vonast eftir þéttara samstarfi en áður um hagsmuni íbúa í Suðurkjördæmi. Í kosningaáherslum okkar lögðum við í Samfylkingunni höfuðáherslu á heilbrigðismálin og á að heilsugæsla í heimabyggð væri fyrir alla. Við lögðum fram skýra sýn á hvernig bæta mætti kjör eldra fólks og öryrkja. Barnabætur að norrænni fyrirmynd með óskertum barnabótum að meðallaunum er einnig forgangsmál okkar. Við leggjumst gegn sérstökum vegaskatti á Sunnlendinga fyrir sjálfsagðar vegabætur líkt og með nýrri brú yfir Ölfusá. Nýsköpun í atvinnumálum og öflugar menntastofnanir, þar á meðal Garðyrkjuskólinn að Reykjum, skipta verulegu máli fyrir búsetuskilyrði um allt kjördæmið. Umferðaröryggi er víða ábótavant og efla þarf lögreglu og viðbragðsaðila til muna. Ég mun í starfi mínu sem þingmaður halda áfram að vinna ötullega að þessum málum. Okkar draumar og hugsjónir í Samfylkingunni snúast um velferð fyrir alla. Að verja hagsmuni vinnandi fólks, verja mannréttindi og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Það er hlutverk okkar jafnaðarmanna og við megum aldrei sofna á verðinum. Við erum andstæðingar ranglætis og spillingar og viljum að langtímafjárfesting samfélagsins sé í menntun, heilsugæslu og umönnun barna. Bestu kveðjur.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Leikskólinn Gimli ára
50
Leikskólinn Gimli var stofnaður af Kvenfélagi Njarðvíkur haustið 1971 undir forystu Guðlaugar Karvelsdóttur sem jafnframt var formaður félagsins. Guðríður Helgadóttir, fyrrverandi leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, var fyrsta leikskólastýra skólans og er Gimli næstelsti leikskólinn í Reykjanesbæ. Bæjarfélagið tók við rekstrinum af Kvenfélagi Njarðvíkur en um tíma var leikskólinn í einkarekstri. Síðan tók bæjarfélagið aftur við rekstrinum, byggt var við leikskólann sumarið 1996 og viðbyggingin formlega tekin í notkun í september sama ár. Laus kennslustofa var sett við leikskólann haustið 2006 og er skólinn nú fjögurra kjarna/deilda leikskóli. Þann 30. desember árið 2004 gerði undirrituð þjónustusamning við Reykjanesbæ og stofnaði fyrirtækið Karen ehf. og er sá samningur enn í gildi. Frá árinu 1999 hefur leikskólinn starfað eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar og er Karen ehf. með fagsamning við Hjallastefnuna ehf. sem veitir Gimli aðgang að allri þeirri þjónustu sem Hjallastefnan hefur upp á að bjóða. Hugmyndafræði Hjallastefnunnar er skýr og byggir hún á einföldu og jákvæðu starfsumhverfi sem einkennist af vináttu, kærleika, virðingu og gleði. Öll börn eiga skilið það
Jógastundir eru einu sinni í viku undir handleiðslu jógaleiðbeinanda. besta og það er í höndum okkar fullorðnu að skapa börnum uppbyggilegt og nærandi umhverfi. Menntandi vinnuumhverfi fyrir bæði starfsfólk og börn, virk foreldraþátttaka og vingjarnlegt andrúmsloft eru þeir þættir í starfinu okkar sem við erum hvað stoltust af og skilar þeim árangri sem við sækjumst eftir - ánægðum börnum - ánægðum foreldrum - ánægðu starfsfólki.
Þess má geta að samvinna á milli leikskólans og foreldra barna á Gimli hefur í gegnum tíðina verið einstaklega góð og gefandi. Öll verkefni á Gimli eru unnin með þessi góðu gildi Hjallastefnunnar að leiðarljósi þar sem metnaðarfullir kennarar með ástríðu fyrir starfinu vinna faglega og af heilindum. Má þar meðal annars nefna verkefnin:
Bæjarstjórinn heimsótti leikskólann Gimli á afmælisdaginn ásamt starfsfólki frá fræðsluskrifstofu bæjarins. Við þetta tækifæri var afhent gjöf upp á 100.000 krónur sem á að nota til að kaupa eitthvað skemmtilegt handa börnunum á leikskólanum. Þau þökkuðu fyrir sig með söng.
• Þrónunarverkefnið Jóga í vettvangsferðum bar hæst skólaárið 2020 til 2021 og viljum við sérstaklega vekja athygli á því hér í tilefni af stórafmæli leikskólans. • Afrakstur þróunarverkefnisins er gjöf til samfélagsins á þessum merku tímamótum og verður verkefnið formlega tekið í notkun í októbermánuði 2021. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er oft á tíðum mikill og ýmis áreiti dynja á okkur þá er dýrmætt að kunna aðferðir til að slaka á og vera í núvitund. Frá árinu 2007 hefur jóga verið ein af námsleiðum skólans og hafa allir nemendur á Gimli farið í skipulagðar jógastundir einu sinni í viku á sínum kjarna/deild með Sigurbjörgu E. Gunnarsdóttur (Sibbu), leikskólakennara og jógaleiðbeinanda barna á Gimli. Þar er iðkuð núvitund, slökun, öndunaræfingar og jóga-
stöður í gegnum sögur og ævintýri. Þannig fléttast saman hreyfing, núvitund, líkamsvitund og fjölbreytt orðaforðakennsla. Ræktuð er vitund um andlegt og líkamlegt heilbrigði ásamt því að efla einstaklings- og félagsfærni nemenda. Umræður um tilfinningar, sjálfstraust, samkennd, samskipti, umburðarlyndi, hjálpsemi og trú á eigin getu. Dyggðir eins og kærleikur, virðing, gleði, vinátta, traust og þakklæti eru hafðar að leiðarljósi. Í jógastundum erum við saman í rólegri stund þar sem við eflum einbeitingu, athygli, hlustun og þolinmæði. Með því að gera stöðurnar og hinar ýmsu teygjuæfingar eflum við styrk og liðleika líkamans. Umræður um tilfinningar og líðan kennir samkennd, gagnvart sjálfum sér og öðrum. Allt gert út frá aldri og þroska nemenda. Á vormánuðum árið 2020 fengum við styrk frá Nýsköpunar – og þróunarsjóði Reykjanesbæjar fyrir verkefnið Jóga í vettvangs-
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13
ferðum. Vettvangsferðir og útikennsla hafa alltaf verið stór þáttur í starfi okkar á Gimli. Hugmyndin að verkefninu kviknaði út frá jógastundunum og fólst í því að flétta núvitund, öndunaræfingar og jóga inn í vettvangsferðirnar. Verkefnið fór af stað með nemendum og kennurum skólans þá um haustið undir verkefnastjórn Sigurbjargar. Tilgangurinn með jóga í vettvangsferðum er að yfirfæra út í náttúruna hluta af því sem nemendur
læra í jógastundum inni. Þau læri að tengja jóga og núvitund við umhverfismennt. Við eflum skynfærin okkar með því að hlusta, skoða og snerta. Skoðum og lærum um umhverfið, veðurfar, gróður, fuglana, dýrin, göngum vel um og berum virðingu fyrir náttúrunni. Árstíðir, veðurfar, umhverfi og hugmyndir nemenda gefa alltaf nýja upplifun og skynjun. Í leiðinni eru kennarar meðvitaðir um að ræða það sem fyrir augum ber og leggja inn fjölbreyttan orðaforða hjá nemendum. Með vakandi athygli kennum við þeim að njóta og upplifa náttúruna eftir mismunandi árstíðum
og veðurfari. Í vettvangsferðum er farið á hin ýmsu svæði í nágrenni leikskólans en okkar aðal útikennslusvæði til fjölda ára eru klettarnir við Grænás og Njarðvíkurskógur. Í upphafi setti Sigurbjörg saman hefti með núvitundaræfingum, öndunaræfingum og jógastöðum sem kennarar geta stuðst við og unnið með nemendum í vettvangsferðum. Nokkrar nýjar hugmyndir hafa kviknað hjá kennurum og nemendum úti í náttúrunni og hefur þeim verið bætt við. Þetta eru meðal annars jógastöður sem við höfum búið til út frá því sem við sjáum og upplifum í umhverfinu okkar. Verkefnin er hægt að vinna með öllum aldri, einföldum eftir því sem börnin eru yngri. Hugmyndirnar er hægt að nýta hvar og hvenær sem er. Eitt af markmiðum verkefnisins var að miðla til samfélagsins og finna leið til að vekja áhuga bæjarbúa á núvitund, öndunaræfingum og jógastöðum í náttúrunni. Í samvinnu við Reykjanesbæ verða sett skilti á stóra steina á gönguleiðinni í Njarðvíkurskógi og á gönguleiðinni við sjávarsíðuna fyrir aftan Njarðvíkuskóla. Steinarnir verða fjórir á hvorum stað. Á skiltin eru áletraðar einfaldar núvitundaræfingar með hvatningu um að vera í núvitund, staldra við, hugsa inn á við og njóta. Með QR-
kóða sem er á skiltinum komast bæjarbúar inn í smáforrit/app sem er rafbók með skemmtilegum núvitundar-, öndunar-, og jógastöðum fyrir allan aldur. Við erum þakklát fyrir þann styrk sem við fengum úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar til að gera þetta verkefni að veruleika. Því er okkur sönn ánægja á fimmtíu ára afmæli leikskólans að geta gefið þessa gjöf út í samfélagið okkar. Gjöf sem eflir hreyfingu, núvitund, kærleika, vináttu og samkennd.
Afmælinu var fagnað föstudaginn 1. október á lágstemdum nótum, í ljósi aðstæðna í samfélaginu, þar sem börn og starfsfólk gerðu sér glaðan dag á þessum merku tímamótum. Síðar í októberbermánuði eins og fram hefur komið verður svo þróunarverkefninu Jóga í vettvangferðum hrint úr vör. Að lokum viljum við starfsfólk á Gimli nota tækifærið til að þakka öllu því dygga samferðafólki sem hefur í gegnum árin glætt og glatt okkar ágæta skólastarf á Gimli. Það væri of langt mál að telja alla upp hér en þeir vita það best sem hafa lagt hönd á plóg.
Bestu kveðjur, S. Karen Valdimarsdóttir, rekstrar- og leikskólastýra á Gimli.
Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is
Michelin X-ICE Snow
Michelin X-ICE North 4
Michelin Alpin 6
Nýjasti meðlimurinn í vetrardekkjalínu Michelin.
Besta hemlun í hálku, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km.
Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar.
Betri aksturseiginleikar í samanburði við helstu samkeppnisaðila.
Endingargott grip út líftímann.
Aukið grip í hálku, snjó og slabbi. Endingargott grip út líftímann. Einstakir akstureiginleikar og þægindi við erfiðustu aðstæður.
Hámarksgrip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð.
Allir bestu eiginleikarnir – Michelin Total Performance.
Lagskipt gúmmíblanda sem veitir. hámarksgrip.
Einstök ending.
Henta vel undir rafbíla
Lágmarks hljóðmengun.
Notaðu N1 kortið
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu
440-1318 440-1322 440-1326 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri
440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433
Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is
ALLA LEIÐ
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 6. október 2021 // 37. tbl. // 42. árg.
BÆTT ÆFINGAAÐSTAÐA FYRIR GOLFKLÚBB SUÐURNESJA Reykjanesbær afhenti Golfklúbbi Suðurnesja (GS) nýja aðstöðu til æfinga í gömlu slökkvistöðinni við hlið Borðtennisfélagsins. GS hafði óskað eftir að fá að nýta hluta slökkvistöðvarinnar sem viðbót við aðstöðuna í Akademíunni en hún er fyrir löngu síðan orðin of lítil til að hægt sé að sinna golfþjálfun yfir vetrarmánuðina. Ólöf Sveinsdóttir, formaður GS, sagði í viðtali við Víkurfréttir að þessi viðbót væri kærkomið skref í rétta átt en nái þó ekki að uppfylla
allar þarfir klúbbsins til uppbyggingar og viðhalds afreksstarfs svo hægt sé leggja stund á afreksgolf allt árið. „Við getur sett upp um 100 m2 púttflöt í salnum og þrjá bása þar sem hægt verður að slá í net. Þá hefur stjórn GS samþykkt að fjárfesta í nýjum golfhermi sem kemur til viðbótar við eldri hermi sem er í Akademíunni,“ sagði Ólöf.
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fær inni í gömlu slökkvistöðinni:
Ein besta æfingaaðstaða landsins Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) hefur fengið til afnota hluta gömlu slökkvistöðvarinnar í Reykjanesbæ. Með nýrri æfingaaðstöðu opnast sóknarfæri fyrir borðtennisíþróttina í Reykjanesbæ og félagar í BR eru stórhuga, hafa ráðið þjálfara og æfingar eru þegar hafnar. BR keppir nú í fyrsta sinn í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands (BTÍ) og sendir tvö lið til leiks. Keppni hófst um síðustu helgi og í fyrstu umferð mættust A- og B-lið Borðtennisfélags Reykjanesbæjar þar sem B-liðið hafði betur. BR er ungt félag en það hóf æfingar í byrjun árs í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú. Piotr Herman, fyrsti formaður félagsins, sagði í viðtali við Víkurfréttir að kórónuveirufaraldurinn hafi í raun ýtt félaginu úr vör. „Við vorum nokkrir sem unnum á sömu vakt hjá Icelandair og þar höfðum við aðgang að borðtennisborði sem við notuðum í hvíldartíma á vöktum. Okkur fjölgaði sem lögðum stund á borðtennis og því útbjuggum við nokkurs konar mót okkar á milli. Síðan þegar veirufaraldurinn skall á misstum við vinnuna og þá þurftum við að finna okkur eitthvað að gera. Við byrjuðum auðvitað á að reyna að fá vinnu en það var vonlaust. Svo fréttum við að borðtennisborð væri í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú og presturinn þar tæki vel á móti öllum. Hann tók vel í bón okkar þegar við spurðum hvort við mættum spila borðtennis í kirkjunni og það varð úr að við fengum að nota borðið og æfa okkur þar,“ segir Piotr.
Keppendur BR í 3. deild. Frá vinstri Jón Gunnarsson, Damian Kossakowski, Mateusz Marcykiewicz, Michał May-Majewski, Piotr Bryś, Piotr Herman og á borðinu er lukkudýrið „Pig Halinka“. „Svo byrjaði ungur klerkur í kirkjunni og hann fór að spila með okkur. Klerkurinn hafði verið í borðtennisfélagi í Póllandi og hann stakk upp á að við héldum mót í kirkjunni. Það tókst mjög vel til og við héldum annað mót – og þá tóku enn fleiri þátt. Þannig óx þetta og kjarni myndaðist sem fór að æfa tvisvar, þrisvar í viku. Við fundum æfingar á YouTube og þetta hjálpaði okkur mikið á meðan vorum atvinnulausir. Okkur fannst þetta ganga vel en við vildum bæta okkur sem borðtenniskeppendur, svo við fórum á stúfana en fundum enga aðstöðu til æfinga, allir tímar í íþróttahúsum voru uppteknir. Ég var kynntur fyrir Jóhanni Kristjánssyni hjá VSFK sem er borðtennisspilari og hann setti mig í sambandi við HK í Kópavogi sem tók okkur eiginlega undir sinn verndarvæng. Þar kynntist ég Bjarna Þorgeiri Bjarnasyni, borðtennisþjálfara, sem
Borðtennis spilað í kaþólsku kirkjunni á Ásbrú.
Margar hendur vinna létt verk. Hér má sjá hluta félaga sem gerðu upp æfingasalinn.
Félagar á öllum aldri lögðu hönd á plóg.
hefur nú tekið að sér þjálfun hjá okkur samhliða HK.“
Hefur gengið hratt fyrir sig Stofnfundur Borðtennisfélags Reykjanesbæjar (BR) var haldinn 31. mars en vegna Covid-19 mættu aðeins sjö stofnfélagar á fundinn ásamt tveimur gestum frá Borðtennissambandi Íslands. Eitt af markmiðum félagsins er að halda uppi öflugu barna- og unglingastarfi ásamt æfingum fullorðinna. „Mér finnst ótrúlegt að þetta skuli hafa gengið svona vel á jafn skömmum tíma og raun ber vitni,“ segir Piotr um aðstöðuna og uppganginn í félaginu. „Þetta hefur gengið eftir með einbeittum vilja, auðvitað hefur gengið á ýmsu en við gáfumst aldrei upp. Skiljanlega hefur fólk tekið misvel í erindi okkar, það er mikið að gera hjá fólki og það kemst ekki yfir allt sem það þarf að gera, það gleymir hlutum og svo erum við sem skipum félagið flestir útlendingar. Samt sem áður hefur þetta tekist með aðstoð góðra manna hjá Reykjanesbæ, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og fleirum. Aðstaðan sem við höfum núna til æfinga er ótrúlega fín, við höfum verið samheldinn hópur félaga sem höfum gert salinn kláran í sjálfboðavinnu og það tókst, við náðum að skrúfa síðustu skrúfuna rétt fyrir opnunina,“ segir Piotr og hlær. Við formlega opnun æfingasalarins í síðustu viku var m.a. Örn Þórðarson, formaður BTÍ, sem hafði á orði að æfingaaðstaða BR væri ein sú besta á landinu þar sem væru standandi borð [þar sem borðin eru uppsett og tilbúin til notkunar]. Á næstunni mun stjórn BR kynna fyrirkomulag æfinga og hvenær salurinn er laus fyrir leikmenn sem eru styttra komnir í íþróttinni, bæði börn og fullorðna. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Ólöf Sveinsdóttir, formaður GS, við afhendingu aðstöðunnar.
Fjólu Margrét Viðarsdóttir, afrekskylfingur úr GS, varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni á árinu, auk þess að verða stigameistari GSÍ í sínum aldursflokki og klúbbmeistari GS. Með Fjólu á myndinni eru Eva Stefánsdóttir, formaður íþróttaráðs Reykjanesbæjar, og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, margfaldur klúbbmeistari GS.
ELÍSABET Í MIKLU METASTUÐI Flottur árangur náðist á Speedomóti ÍRB í Vatnaveröldinni síðastliðinn laugardag. Mikill fjöldi var á mótinu og oft þröngt á þingi en 250 sundmenn voru skráðir til leiks og margir að stíga sín fyrstu skref í keppnissundi. Mót þetta hefur verið vinsælt í gegnum tíðina því það er eingöngu einn dagur þar sem sundmenn geta keppt í mörgum greinum og því er mótið bæði barn- og foreldravænt. Elísabet Arnoddsdóttir náði frábærum árangri á mótinu þegar hún sló 28 ára gamalt aldursflokkamet í 100 metra flugsundi en Elísabet er í miklu metastuði þessa dagana.
DANÍEL SIGURSÆLL Í GRINDAVÍK
Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB) vann til gullverðlauna í sínum flokkum á Haustmóti Júdósambands Íslands sem fór fram í Grindavík um helgina. Daníel vann allar sínar viðureignir örugglega á ippon (fullnaðarsigur) en hann
keppti í tveimur flokkum, unglingaflokki (U21 -66 kg) og í fullorðinsflokki (-66 kg). Daníel var einnig valinn á dögunum úr landsliðinu til að keppa á Opna finnska meistaramótinu sem fer fram 30. október næstkomandi í Turku í Finnlandi og því eru stífar æfingar framundan hjá kappanum. Auk JRB sendi Þróttur Vogum tvo keppendur til leiks, Jóhannes Pálsson og Rinesu Sopi. Þau stóðu sig vel á mótinu en tókst ekki að vinna glímu að þessu sinni. Grindavík sendi fjóra keppendur sem stóðu sig einnig frábærlega. Zofia Dreksa vann eina glímu og uppskar silfur á móti Szymon Bylicki sem fékk brons. Friðdísi Elíasdóttur vann silfurverðlaun og Kent Mazowiecki vann til bronsverðlauna á mótinu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Nýjum gervigrasvelli fagnað fagnað!!
Nýr upphitaður og flóðlýstur gervigrasvöllur var formlega tekinn í notkun í Reykjanesbæ í síðustu viku. Völlurinn er vestan við Nettóhöllina sem er fjölnota knattspyrnuhöll. Það voru yngstu iðkendur knattspyrnu í Reykjanesbæ, í 7. flokki drengja og stúlkna frá knattspyrnudeildum UMFN og Keflavíkurvíkur, sem stilltu sér upp til myndatöku við nýja völlinn en síðan var dagskrá flutt inn í Nettóhöllina þar sem Reykjanesbær afhenti formlega íþróttafélögunum tveimur, Keflavík og UMFN, völlinn til afnota. Gervigrasið er það besta sem völ er á í dag og völlurinn uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til knattspyrnuvalla í Evrópukeppnum. Völlurinn er í dag æfingavöllur en þegar Eva Stefánsdóttir, formaður íþróttaráðs Reykjanes byggð hefur verið áhorfendastúka og búningsaðstaða verður hægt að leika þar á Íslandsmótum í knattspyrnu. bæjar, með formönnum knattspyrnudeildanna, Forráðamenn UMFN og Keflavíkur lýstu yfir mikilli ánægju Brynjari Frey Garðarssyni frá UMFN og Sigurði með þetta framfaraskref. Garðarssyni frá Keflavík. VF-myndir: pket
Mun Benedikt Guðmundssyni takast að gera Njarðvík að bikarog Íslandsmeisturum á fyrsta árinu sínu í Ljónagryfjunni?
NJARÐVÍK OG KEFLAVÍK SPÁÐ SIGRI Í SUBWAY-DEILD KARLA Njarðvíkingar og Keflvíkingar munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í Subway-deil karla í vetur en fyrsta umferðin verður leikin í þessari viku. Körfuknattleikssambandið sendi út spár félaganna og fjölmiðla í vikunni. Félögin spá bikarmeisturum Njarðvíkur sigri í karladeildinni og deildarmeisturum síðasta árs, Keflavík, öðru sæti. Fjölmiðlar spá hins vegar Keflavík sigri og að Njarðvík lendi í öðru sæti. Grindvíkingum er spáð sjöunda og áttunda sæti.
Hjá konunum er Keflavík spáð fjórða sæti af báðum aðilum en Njarðvík fimmta sæti hjá félögunum og fjölmiðlar spá nýliðunum úr Ljónagryfjunni sjötta sæti. Grindvíkingum er spáð sjöunda sæti. Á vef Víkurfrétta, vf.is, má sjá spárnar í heild sinni.
GÓÐU TÍMABILI LOKIÐ HJÁ KEFLAVÍK
Keflvíkingar töpuðu fyrir ÍA í undanúrslitum Mjólkurbikars karla upp á Skaga síðasta laugardag. Mikill fjöldi stuðningsmanna fylgdi Keflvíkingum á leikinn en því miður voru það heimamenn sem reyndust sterkari og er tímabilið er því á enda hjá Keflavík í ár. VF-mynd: JPK Keflavík gerði marga góða hluti á tímabilinu og stóð við sett markmið, þótt liðið hafi farið illa af stað í deildinni sýndi það mikinn karakter og kom til baka
til að tryggja sér áfram veru í efstu deild á næsta ári. Gengi Keflavíkur í bikarkeppninni sýnir að það býr yfir miklum hæfileikum og á fyllilega heima á meðal þeirra bestu.
Knattspyrnufólk UMFN og Keflavíkur í 7. flokki stilltu sér upp á nýja gerfigrasvellinum.
Stór ferðakaupstefna haldin í Reykjanesbæ Nú stendur yfir ferðakaupstefnan Vestnorden í Reykjanesbæ þar sem ferðaþjónustan á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi kynnir það sem hún hefur upp á að bjóða. Tugir kynningarbása eru í Hljómahöllinni en Markaðsstofa Reykjaness hefur unnið að verkefninu með Íslandsstofu nokkur undanfarin ár. Gestir og starfslið á kaupstefnunni telja um 500 manns og allt hefur gengið eins og í sögu, segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar sem hýsir viðburðinn. Nánar er fjallað um málið í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á vf.is og Hringbraut.
Mundi VF-myndir: pket
Tónlistarskólinn í Grindavík tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna Tónlistarskólinn í Grindavík er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 sen þau verða veitt á Bessastöðum 10. nóvember næstkomandi. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi og auka veg mennta umbótastarfs. Tónlistarskóli Grindavíkur er tilnefndur fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu og þróunarstarf. Verðlaunin verða veitt í fjórum flokkum. Að Íslensku menntaverðlaununum standa: Embætti forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgönguog sveitarstjórnarráðuneyti, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
LOKAORÐ
Mynd: Grindavík.is
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
Fíflið ég Við vitum öll að lífið getur verið mjög skrýtið, erfitt og alls konar. Stundum upplifum við mótlætið meira en við teljum okkur þola, að við fáum nú heldur betur erfið verkefni í þessu lífi og erfiðari en flestir. Undanfarnir mánuðir hafa verið aðeins á þann veginn hjá mér. Á mjög auðvelt með að selja sjálfri mér þá hugmyndafræði að þetta sé ákveðin formúla um það hvernig lífið fer í hringi, þegar allt gengur ótrúlega vel í langan
tíma þá er viðbúið að höggið komi. Að eitthvað slæmt gerist. Bíð hreinlega eftir að fá vondu fréttirnar, að eitthvað gangi ekki eftir eða gangi hreinlega svo illa að manni langar mest til að gráta. Við upplifum þetta öll, en stundum fer mótlætið svo langt með mann að manni finnst nóg um, þá fer maður að tuða um lögmal Murphy‘s eða finnur allar útskýringar undir sólinni fyrir þessu mótlæti. Að þetta sé nú skrifað í skýin og hafi nú ekkert með mann sjálfan að gera. Lögmál Murphy´s, fyrir þá sem ekki vita, er skilgreining á því að það sem sem getur farið illa muni fari illa, eða með öðrum orðum neikvæðasta fullyrðing sem til er og þýðir í raun að allt fari illa; „What can go wrong will go wrong“. Ég er ekkert öðruvísi en við öll, mér finnst lífið stundum ótrúlega ósanngjarnt þó ég reyni nú oftast að sjá það jákvæða í öllum verkefnum, góðum og slæmum. Á sama hátt og mér finnst mótlætið stundum yfirgengilegt á ég samt oft erfitt með að staldra við þegar vel gengur, njóta og vera þakklát. Er einhvern veginn alltaf að bíða eftir þessum krefjandi verkefnum. Ég geri ráð fyrir að einhverjir kannist við þetta, að halda að lífið sé einhver formúla sem gefi okkur ákveðnar
Við getum ekki slaufað grímunni í október – höfum hana bara bleika.
skammtastærðir af gleði og sorg, sigrum og ósigrum. En pælum aðeins í hvað þetta er ömurleg mantra að lifa eftir og ég skammast mín að viðurkenna vanmátt minn hér. Að geta aldrei bara verið í tilfinningunni þegar hamingjan er allsráðandi og vel gengur, heldur fara um leið að bíða eftir fárviðrinu, einhverju fáránlega erfiðu verkefni. Auðvitað er þetta alls ekki svona. Svona er bara lífið. Það er ansi ósanngjarnt á köflum en svo koma tímar þar sem við uppskerum og okkur finnst lífið leika við okkur. Það væri líka ansi skrýtið líf ef allt gengi bara ótrúlega vel alltaf. Þá ættum við ansi erfitt með að sjá það góða ef engin verkefni væru erfið. Og hvað myndum við svo læra af því? Eitt er víst að þegar allt gengur á þverveginn hjá manni og fíflunum fer að fjölga í kringum mann þá er það ákveðið merki um að maður sé kannski ekki á góðum stað og þurfi mögulega að fara að líta sér nær og horfa inn á við. Ég viðurkenni hér með að ég er stundum algjört fífl. Mér finnst samt sem áður mjög mikið gæfuspor þegar ég uppgötva fíflið í sjálfri mér í stað þess að finnast þau spretta á ógnarhraða allt í kringum mig.
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM SJÁ DAGSKRÁ Á WWW.SAFNAHELGI.IS