Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur opnað fyrir umsóknir
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2023. Sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið hans er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suður nesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu. Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir Verkefnastyrkir á menningarsviði Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2022.
Hægt er að skoða úthlutunarreglur og leiðbeiningar við gerð umsókna á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is. Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðnum svo mikilvægt er að vanda vel til verka. Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Logi Gunnarsson á netfanginu logi@ sss.is og í síma 420 3294.
Húsin verði á einni hæð og íbúðum fækkað
Fjölmargar athugasemdir bárust við tillögu að deiliskipulagi Gerðatúns Efra, sem er reitur við Mel braut, Heiðarbraut og Valbraut í Garði í Suðurnesjabæ. Flestar athugasemdirnar snúast um hæð húsa, of mikinn fjölda íbúða, aukna umferð og sé þannig í nokkru ósam ræmi við yfirbragð núverandi byggðar sem sé gróið einbýlis húsahverfi, segir í fundargögnum framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar.
„Í ljósi fjölmargra athugasemda íbúa við fyrirliggjandi tillögu um
uppbyggingu á reitnum og yfirferð ráðsins á gögnum málsins, leggur ráðið til að tekið sé tillit til fram kom inna athugasemda og að málsaðilar geri breytingu á deiliskipulagstillög unni þannig að húsin verði einungis á einni hæð og íbúðum fækkað,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Sporthúsið
Reykjanesbæ 10 ára
Leggja nýjar stofnlagnir fyrir heitt og kalt vatn til Grindavíkur
HS orka og HS veitur hafa sótt sameiginlega um fram kvæmdaleyfi fyrir gerð lagnaskurðar og lagningu nýrra stofnlagna ferskvatns og hitaveitu, um þriggja kíló metra leið frá virkjun við Svartsengi að tengistöðum ofan bæjarstæðis Grindavíkur. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gerð grein fyrir
framkvæmdinni og fjallað ítarlega um hana. Er því fallið frá grenndarkynningu, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Grindavíkur, sem samþykkti samhljóða afgreiðslu skipu lagsnefndar á málinu.
Stofnæð fyrir kalt vatn á þessari leið rofnaði í jarð skjálftum síðsumars og þurfti þá að ráðast í tafarlausa viðgerð.
Sólborg
Leikskólanum Sólborg í Sandgerði hefur verið lokað vegna myglu sem fannst í húsnæði leikskólans. Leik skólinn verður lokaður á meðan lagfæringar á húsnæðinu fara fram. Á meðan flytur starfsemi skólans á nokkra staði í Suðurnesjabæ.
Foreldrum barna á leikskólanum var sent bréf um miðja síðustu viku þar sem greint var frá myglunni en stjórnendur leikskólans höfðu óskað eftir því fyrr á árinu að kannað yrði hvort mygla væri í húsinu. Það var kannað nú síðsumars og niðurstöður
Sandgerði
bentu til þess að bregðast þyrfti hratt við.
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ og stjórn leikskólans vinna náið saman að úrlausn en leikskólinn Sólborg er Hjallastefnuleikskóli sem rekinn er í húsnæði í eigu Suðurnesjabæjar.
Mikið af innanstokksmunum úr leikskólanum eru mengaðir af myglu og hefur þeim verið komið út í gáma og fer til förgunar. Þá eru iðnaðar menn byrjaðir framkvæmdir í leik skólanum á þeim svæðum þar sem myglu hefur orðið vart.
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, segir í samtali við RÚV að málið sé litið afar alvar legum augum og að brugðist hafi verið hratt við þegar niðurstöður mælinganna lágu fyrir.
Starfsemi skólans flyst á nokkra staði í bænum en bæjarstjóri Suður nesjabæjar segir ekki vitað hve lengi ástandið vari. „Vonandi tekst okkur vel til í því máli, að starfsemin geti haldið áfram, þó það sé ekki í leik skólanum sjálfum,“ segir hann.
að setja upp læst hlið og setja á skilgreinda opnunartíma. Á svæðið má eingöngu losa ómengaðan jarðveg s.s. grjót, möl, sand, mold og leir. Þá má einnig losa steinefni svo sem steypubrot, hellur og rör. Íbúar og lögaðilar hafa ítrekað hafa losað sig við úrgang sem óheimilt er að losa á svæðinu svo sem timbur, málma, gler, flísar, postulín, plastefni, dýraúrgang, úr rotþróm og ferðasalernum. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis sviðs, segir að breytingin á opnunartímanum sé gerð af algjörri nauðsyn.
„Við höfum margoft fengið réttmætar ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um úrgang á þessu svæði sem ekki á heima þar og við höfum þurft að fjarlægja með tilheyrandi kostnaði. Við höfum til að mynda undan farna mánuði fjarlægt um 30 tonn af úrgangi sem við höfum þurft að farga í Kölku.“
„Það hefur þótt kostur að hafa þetta svæði opið allan sólarhringinn fyrir verktaka sem eru að vinna í jarðvinnu í Reykjanesbæ og þurfa þá ekki að vera háðir opnunartímum en því miður þurfum við að fara þessa leið,“ segir Guðlaugur en opnunartímar verða framvegis frá kl. 8:00 til 17:00 virka daga en laugardaga frá kl. 8:00 til 14:00.
„Við biðlum til allra sem þurfa losa sig annað en ómengaðan jarðveg og steinefni að fara með það í Kölku þar sem annað efni á ekki heima á jarð efnalosunarsvæði og auðvitað hvetjum við íbúa að flokka úrgang og nýta grenndargámana sem eru víðsvegar um bæinn og á eftir að fjölga. Við vonum að þessi aðgerð dugi og við þurfum ekki að fara í frekari aðgerðir en rætt hefur verið um að vakta svæðið með starfsmönnum eða myndavélum.“
Verðbólguaðgerðir Samkaupa skila sér best til viðskiptavina
Lækkanir í öllum verslunum SamkaupaSamkvæmt nýjustu verðkönnun ASÍ, sem birt var nýlega, eru Sam kaup eina matvörufyrirtækið sem sýnir raunverulega lækkun á vöru körfu viðskiptavina en umrædd vörukarfa lækkar í öllum versl unum Samkaupa.
Fyrr í haust tilkynntu Samkaup lækkun á vöruverði á yfir 400 vöru númerum með það fyrir augum að bregðast við áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup landsmanna. Í könnun ASÍ kemur fram að mest hafi verð lækkað í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland.
„Könnun ASÍ undirstrikar vel að þær verðbólguaðgerðir sem við gripum til í haust eru sannarlega að skila sér til viðskiptavina okkar. Frá því að átak Samkaupa hófst, hefur sala á okkar eigin vörumerkjum, sem lækkuðu mest, aukist talsvert. Sala á Änglamark hefur aukist um 28–75% og á lágvörumerkinu X-tra um 5%. Jafnframt hafa afslættir til við skiptavina fjórfaldast af fyrrnefnda merkinu og tvöfaldast af því seinna sem sýnir okkur að neysluhegðun hefur líka breyst á tímabilinu. Við sjáum jákvæð teikn á lofti, ákveðnar hrávörur eru farnar að lækka á heimsmarkaði og við munum halda áfram að vera á tánum gagnvart því og vonumst til að birgjar og hið opinbera geri það sömuleiðis,” segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.Meðal þeirra vara sem lækkaðu mest í verslunum Samkaupa voru mjólkurvörur, ostar, egg og hrein lætisvörur. Þá lækkaði verð á kjöt vöru sömuleiðis í verslunum Sam kaupa, mest í Nettó þar sem lækk unin nemur 8%.
Samkaup lækkuðu sem fyrr segir verð á yfir 400 vörunúm erum í byrjun september og munu þær lækkanir haldast óbreyttar að minnsta kosti fram til áramóta.
Samkaup reka yfir sextíu verslanir sem staðsettar eru víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Auk þess að halda úti Samkaupsappinu, sem er eitt stærsta vildar kerfi á landinu og veitir fastan 2% afslátt í formi inneignar af öllum inn kaupum og aðgang að spennandi til boðum alla daga.
Til hamingju með aukið öryggi
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ráðist í endurnýjun allra 13 björgunar skipa samtakanna. Með tilkomu nýju skipanna batnar aðbúnaður til muna og viðbragðstími styttist um allt að helming.
Í fyrsta fasa verkefnisins verða smíðuð 3 skip sem hvert um sig kostar 285 milljónir króna. Sjóvá leggur 142, 5 milljónir til þessa fyrsta verkþáttar.
Það er okkur mikil ánægja að styðja við verkefnið sem tryggir stóraukið öryggi, bæði á sjó og landi.
Fiskveiðiárið fer vel af stað
Tíminn líður áfram og núna er september búinn – og alveg hægt að segja að hann hafi verið feiki lega góður aflalega séð.
En horfum á bátana sem voru að róa frá Suðurnesjum og það voru í raun einungis dragnótabátarnir, nokkrir færabátar og 29 metra togararnir.
Byrjum á dragnótabátunum. Þeir áttu feikilega góðan mánuð og Sigurfari GK var með um 320 tonn í tuttugu róðrum og aflahæstur á landinu í september, Siggi Bjarna GK var með um 230 tonn í tuttugu róðrum og Benni Sæm GK 183 tonn í nítján róðrum. Samtals eru þetta 753 tonn sem komu á land hjá Nes fiski af dragnótabátunum.
Maggý VE var með 120 tonn í sextán róðrum og Ísey EA 144 tonn í sautján sem landað var í Sand gerði og Grindavík.
Pálína Þórunn GK var allan september á heimamiðum og gekk mjög vel, var með 445 tonn í sjö löndunum og öllu landað í Sand gerði. Sturla GK var með 470 tonn í átta, landaði fyrstu sex löndunum í Grindavík og tveimur í Grundar firði.
Fjórir netabátar voru á veiðum. Erling KE landaði í Sandgerði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Grindavík og var með 147 tonn í fimmtán róðrum, af því var ufsi 85 tonn. Grímsnes GK hóf veiðar um miðjan september og var með 90 tonn í fimm og ufsi af því 78 tonn. Mestu landað á Hornafirði. Maron GK var í þorskinum og var með 86 tonn í nítján róðrum, mest 12 tonn í róðri. Halldór Afi GK 42 tonn í nítján og mest 5,2 tonn.
Allir línubátarnir sem eru skráðir
á Suðurnesjum voru á veiðum fyrir norðan og austan og lönduðu að mestu á Skagaströnd, Siglufirði og
Neskaupstað.
Lítum á nokkra báta: Daðey
GK með 172 tonn í 25 róðrum og
báturinn reri næstoftast allra báta
á landinu í september, Margrét GK 149 tonn í nítján, Auður Vé steins SU 181 tonn í fimmtán, Gísli Súrsson GK 170 tonn í sextán, Óli á Stað GK 127 tonn í átján, Hulda GK 112 tonn í sextán, Sævík GK 86 tonn í fimmtán og Dúddi Gísla GK 94 tonn í sextán róðrum.
Stóru bátarnir voru Sighvatur GK 453 tonn í fjórum og mest 127 tonn, Páll Jónsson GK 410 tonn í fjórum og mest 128 tonn, Fjölnir GK 365 tonn í fjórum og mest 116 tonn og Valdimar GK 339 tonn í fjórum og mest 103 tonn.
Sóley Sigurjóns GK var búin að vera á rækjuveiðum í sumar og kom til Njarðvíkur með um nítján tonn í einni löndun, af því var rækja tólf
tonn. Þar með lauk rækjuvertíð togarans og í september var hann með 194 tonn í fjórum löndunum, mest 63 tonn. Rækja af þessum afla var 88 tonn.
Svona góð byrjun á fiskveiði árinu, og sérstaklega hjá þeim bátum sem voru að veiða á heima miðum, t.d. Nesfiskbátarnir, skýtur nokkuð skökku við sérstaklega vegna þess að þorskkvótinn var skorinn verulega mikið niður á milli fiskveiðiára og þrátt fyrir það þá var veiðin þetta góð.
Seinna meir þá gæti þessi góða veiði í byrjun fiskveiðiárs sett stórt strik í skipulagningu á út gerðarmálum fyrirtækjanna því að kvótinn er nú ekki mikill og má alveg búast við að bryggjustoppin verði frekar löng hjá bátunum, sama hvaða fyrirtæki á í hlut.
a F la F r É ttir á S uður N e SJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is„Það lítur svolítið út eins og að ég hafi vitað frá því ég var fjórtán ára hvað ég vildi gera. Til þess að byrja á einhverju þarf maður að prófa nýja hluti og vera óhræddur við að gera mistök. Ég hef lært það í gegnum tíðina að mistökin hafa breytt manni og stýrt manni í þá átt sem mann langar að fara,“ segir ljósmyndarinn og námsmaðurinn Ólafur Magnússon. Ólafur kemur frá Reykjanesbæ, hann lauk sveins prófi í ljósmyndun frá Tækniskólanum árið 2016 en í ágúst flutti hann til Karlskrona í Svíþjóð til að hefja nám í hreyfihönnun við skólann Hyper Island.
MISTÖK GETA STÝRT MANNI Í RÉTTA ÁTT
Hann segir að fyrstu vikurnar í skól anum séu búnar að vera skemmti legar og lærdómsríkar en Ólafur segir bæinn Karlskrona minna á heimaslóðirnar, Reykjanesbæ.
„Bærinn er við sjóinn og þetta minnir mjög á Reykjanesbæ með samt svona Reykjavíkurstemmara. Ég er í íbúð alveg við sjóinn svo þetta er smá eins og að vera í Keflavík. Það er mjög rólegt hérna og núna þegar haustið er að koma sér maður að allir eru að leita meira inn, þetta er búið að vera rosalega huggulegt,“ segir Ólafur.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara að læra hreyfihönnun?
„Ég, án gríns, hélt að ég myndi aldrei læra eða vinna við eitthvað annað en ljósmyndun. Ég var fastur á því fyrir nokkrum árum síðan að ljósmyndun væri það sem ég ætlaði að gera. Ég var samt búinn að vera skoða alls konar nám; markaðsfræði, grafíska hönnun og margt annað til að bæta við ljósmyndunina. Ég fann einhvern veginn ekkert sem höfðaði til mín. Í sumar var ég í tökum og þar var einn „art director“ sem var að spjalla við mig og hann var að tala um að
Mér finnst ekki gaman að vera alltaf á sama stað, vil frekar vera í misjöfnu umhverfi, kynnast nýju fólki og vera ekki fastur í sama kassanum ...
það vantaði bæði grafíska hönnuði og stafræna hönnuði. Það leiddi svo að því að ég talaði við hreyfihönnuð í Hvíta húsinu og hún mælti með að ég myndi annað hvort taka námið í fjarnámi í gegnum netið eða í skól anum Hyper Island, sem er skólinn sem ég er í hér í Svíþjóð. Þegar ég fór að skoða námið þá small allt og ég áttaði mig á því að þetta væri eitt hvað sem ég gæti samtvinnað með ljósmynduninni.“
Heillandi viðfangsefni
Fyrir þá sem ekki vita, hvað er hreyfihönnun?
„Hreyfihönnun er mjög vítt viðfangs efni, það er meðal annars þrívíddar hönnun og tvívíddarhönnun. Ég hef gaman af þrívíddinni, hún er í raun eins nálægt raunveruleikanum og þú getur komist. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni ljósmyndun og þrí víddargerð blandast og samtvinnast að mörgu leyti. Það er svo margt við hreyfihönnunina sem heillar mig, þetta er svo vítt, það er hægt að sér hæfa sig í svo mörgu í tengslum við hana. Sem dæmi er hægt að sérhæfa sig í því að búa til áferð á hluti eins flíkur.“
Hvað langar þig að gera með hreyfi hönnun í framtíðinni? „Þetta nám er tvö og hálft ár, þar sem fyrstu tvö árin eru nám og hálft ár á samningi sem þú getur í raun sótt um hvar sem er. Ég sé fyrir mér að stefna í auglýsingageirann eftir námið með það í huga að vera að ljósmynda og hanna í þrívídd. Það verður svo gott að hafa þann mögu leika að geta tvinnað þetta tvennt saman þegar við á. Ég væri líka til að sjá um listræna stefnu í svona verk efnum, jafnvel að leikstýra mynd böndum. Mér finnst ekki gaman að vera alltaf á sama stað, vil frekar vera í misjöfnu umhverfi, kynnast nýju fólki og vera ekki fastur í sama kass anum. Það heillar mig ótrúlega mikið að þessi áhugamál mín tengjast og það er góður kostur að enginn dagur sé eins og það er vinnuumhverfi sem ég vil vera í.“
..ég átti ekki von á því að ég myndi fara að læra eða vinna við eitthvað annað en ljósmyndun. Ég var fastur á því að ljósmyndun væri það sem ég ætlaði að gera.
að gerast í hausnum á mér. Ég var mikið að fanga umhverfið og það fór ótrúlega mikið hugmyndaflæði af stað. Ég vann ekki verðlaun en eftir þetta fékk ég þvílíka ástríðu fyrir að fanga ákveðin augnablik. Ég notaði svo peninginn sem ég fékk í fermingargjöf til að kaupa myndavél og byrjaði að mynda það sem var í kringum mig. Ég fékk í raun ákveðna þráhyggju fyrir þessu og gat varla hætt að hugsa um ljósmyndun. Ef ég var ekki að taka myndir, þá var ég að skoða eitthvað á netinu, annað hvort fræðsluefni eða ljósmyndir.“
Áhugalaus en keppnissamur
Í grunninn er Ólafur fyrst og fremst ljósmyndari en hvaðan kemur þessi brennandi áhugi á ljósmyndun? „Ég man eftir að hafa fengið fyrstu stafrænu myndavélina mína þegar ég var um sjö ára. Ég var því alltaf ómeðvitað að taka myndir. Þegar ég var þrettán ára tók ég svo þátt í ljósmyndakeppni fyrir börn hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Ég hafði lítinn áhuga á ljósmynduninni en ég sá bara að það voru vegleg verð laun í boði og ákvað að reyna að vinna. Það var meira bara upp á samkeppnina. Svo kom í ljós að það voru ákveðin þemu og pælingar í gangi í keppninni og þegar ég fékk þessi ákveðnu verkefni fór eitthvað
Ólafur
unnið
Eftir að Ólafur kláraði nám sitt í ljósmyndun við Tækniskólann fóru verkefnin að hrannast inn. Þá hefur hann meðal annars unnið í stórum verkefnum með 66°Norður, Orku stöðina og þáttaseríuna Thin Ice.
„Eftir útskrift byrjaði ég að ein blína rosalega mikið á auglýsinga verkefni, fyrstu árin var ég að vinna mikið í kringum tísku. Ég er búinn að vera að vinna fyrir 66 síðastliðin
Thelmafimm ár og það hefur að mestu leyti snúist um að þróa vörumyndir eða svo kallaðar „linesheet“-tökur, þar sem við erum að fanga vörurnar, flíkurnar og þeirra eiginleika. Það kom til vegna þess að 2018 fékk ég skilaboð frá 66 á Instagram en þá hafði einhver frá þeim séð In stagram-reikninginn minn og séð verkefni sem ég hafði tekið þátt í sem stóðu upp úr fyrir þeim. Árið 2019 var ég svo á setti fyrir þátta seríu sem heitir „Thin Ice“, þar sem ég var partur af settinu og var að fanga senur með ljósmyndum. Þetta var u.þ.b. mánaðarlangt verkefni og þar fékk ég svigrúm og mikið listrænt frelsi til þess að fanga það sem ég sá fyrir mér, það var mjög skemmtilegt. Síðan myndaði ég einnig fyrir Orku stöðina í Reykjanesbæ og hef verið í góðu samstarfi við þau síðan þau opnuðu,“ segir Ólafur.
Það er þó eitt verkefni stendur upp úr af öllum þeim sem hann hefur tekið sér fyrir hendur en það verkefni var á vegum Reykjanes bæjar og má segja að það hafi „lokað ákveðnum hring“ í lífi Ólafs.
„Það sem stendur upp úr er verk efnið Visit Reykjanesbær en það var samstarfsverkefni sem ég tók þátt í með Súlu verkefnastofu þar sem ég framleiddi markaðsefni fyrir Reykja nesbæ. Verkefnið varði í þrjá mánuði og snerist um að fanga bæinn sem heillandi áfangastað og sýna hvað er í boði. Í hnotskurn sýnir þetta verkefni minn stíl, svokallaða lífs stílsljósmyndun í sambland við aug lýsingavinkilinn. Ég hef svolítið pælt í því að það verkefni í raun lokaði
hringnum, áhuginn kviknaði með ljósmyndakeppni hjá Reykjanesbæ og nú var ég kominn aftur þangað sem ég byrjaði, að vinna við það að taka myndir fyrir bæinn.“
Ólafur segir það mikilvægt að vera óhræddur við að prófa nýja hluti og gera mistök því maður lærir mest af þeim.
„Fólk pælir ótrúlega mikið í því hvað það langar að gera, það lítur svolítið út eins og að ég hafi vitað frá því ég var fjórtán ára hvað ég vildi gera. Það er mikilvægt að prófa sig áfram innan áhugasviðsins en líka að þora að fara aðeins út fyrir það af því það getur komið manni á óvart, rétt eins og í mínu tilfelli. Mér fannst óþægilegt að skoða eitthvað annað fyrir utan ljósmyndun en það þarf ekki alltaf að taka risastökk, bara að taka þessi litlu skref gefur manni svigrúm til þess að þroskast. Þetta nám er skref í rétta átt til að átta mig á því hvað ég vil gera í framtíðinni,“ segir Ólafur að lokum.
Viðburðir
Haustið heilsar okkur með kröftugri menningardagskrá. Þrennir tónleikar í Hljómahöll, tónlistargjörningur í Listasafninu, viðburðir tengdir heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar, krakkajóga, áhugaverð fræðsluerindi og námskeið svo eitthvað sé
október
nefnt. Í upphafi heilsu- og forvarnarviku minnum við á að virkni og þátttaka í menningartengdum viðburðum hefur heilsusamleg áhrif og bæði eykur lífsgæði og lífslíkur. Við hvetjum því alla til að taka virkan þátt í menningardagskrá Reykjanesbæjar og hafa svolítið gaman af þessu öllu saman.
Thurston Moore Group
Thurston Moore og hljómsveit halda tónleika í Hljómahöll sunnudaginn 9. október næstkomandi.
Húsið opnar kl. 19:00, upphitun hefst kl. 20:00 og Thurston Moore stígur á svið kl. 21:00.
Miðasala er á tix.is.
Ókeypis
Störf hjá Reykjanesbæ
Markmiðasetning
Visit Reykjanesbær
hnotskurn sýnir
verkefni minn stíl, svokallaða
sambland
Stóru-Vogaskóli
Það var mikið um dýrðir í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla um síðustu helgi þegar 150 ára afmæli skóla halds í Vogum og á Vatnsleysuströnd var fagnað en barnaskólinn í Vogum er sá þriðji elsti á landinu og aðeins einn skóli í Reykjavík og annar á Eyrarbakka eru eldri. Gerðaskóli í Garði er svo þremur vikum yngri en skólinn í Vogum.
Salurinn var þétt setinn velunnurum skólans til margra ára sem voru mættir til að fagna tímamótum með skólanum sínum og njóta veitinga sem Kvenfélagið Fjóla sá um.
Ræðuhöldum var haldið í lágmarki og þau brotin upp með tónlistarflutningi sem þau Arnbjörg Hjartardóttir, nemandi, og Bent Marinósson, kennari, sáu um. Þá lék Hrafnkell Karlsson á píanó þegar gestir mættu til há tíðarinnar. Hann er gamall nemandi Stóru-Vogaskóla. Stóru-Vogaskóla bárust nokkrar gjafir á þessum tíma mótum. Kvenfélagið Fjóla í Vogum færði skólanum þrjár hrærivélar fyrir heimilisfræðikennslu. Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar og Voga færði skólanum peningagjöf
og þá var einnig getið um gjöf sem skólanum barst ný lega. Það er hjartastuðtæki sem hjónin Ragnar Karl Þor grímsson og Særún Jónsdóttir gáfu skólanum og hefur verið sett upp á aðgengilegum stað í skólabyggingunni. Þá færði Þorvaldur Örn Árnason, fv. kennari, skólanum sögu skólahalds í Vogum og á Vatnsleysuströnd í 150 ár. Söguna hefur Þorvaldur verið að taka saman síðasta árið og m.a. birt brot úr henni á síðum Víkurfrétta. Þegar dagskrá var lokið á sal bauðst gestum að fara um skólann og skoða bygginguna og sýningu á verkefnum sem nemendur hafa unnið að í aðdraganda afmælisins. Einnig hafa verið sett upp veggspjöld í skólanum með brotum úr skólasögu sveitarfélagsins.
Tækninni fleygir fram í skólastarfinu
Stóru-Vogaskóli er stór vinnustaður í Sveitarfélaginu Vogum. Þar starfa um fjörutíu og fimm manns, þar af tuttugu og fimm kennarar, tíu almennir starfsmenn, auk skólaritara, húsvarðar, starfsfólks mötuneytis, bílstjóra og fleiri. Skólinn er því einn stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu og skiptir miklu máli í samfélaginu.
„Ég held að Stóru-Vogaskóli sé að standa sig feikivel í dag eins og skólar um allt land. Hér er mikið af framsæknu fólki sem er annt um að koma menntun til skila og koma ungviðinu áfram,“ segir Hilmar Egill Sveinbjörnsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, í samtali við Víkurfréttir.
Hafa miklar breytingar átt sér stað síðustu árin og áratugina?
„Já, breytingum fjölgar og verða örari. Við erum alls ekki á sama stað og fyrir tíu árum síðan eða hvað þá tuttugu árum, þannig að það eru örar breytingar í mennta málum.“
Hverjar eru breytingarnar, er það aukin tækni?
Hvernig gengur kennurum að tileinka sér tæknina? Það er oft sagt að börnin séu fljótari en fullorðnir að tileinka sér nýjustu tækni.
„Það er allur gangur á því en endurmenntun kennara er orðin mjög þörf í dag og að fólk tileinki sér það nýja sem er á boðstólnum. Börnin eru vissulega á undan okkur í mörgu en þar verðum við að reyna að vera samstíga.“
„Þetta voru góð og viðburðarík ár en ég hóf kennslu árið 1955. Þá var staðan öðruvísi en í dag og ekki eins mörg börn og færri kennarar en mjög gott,“ segir Helga Sigríður í samtali við Víkurfréttir.
Hefðbundinn skóladagur var bara venjulegur en ekki eins og í dag, segir Helga en skólinn var þá í Brunn astaðaskóla í Brunnastaðahverfinu.
Hvað varst þú að kenna? „Ég kenndi bara almenna kennslu og þá helst yngri börnum en ég endaði ferilinn í heimilisfræðikennslu og hætti svo sem kennari árið 2004.“
Helga Sigríður náði þeim áfanga að kenna þremur ættliðum. Þegar hún er spurð um eitthvað eftir minnilegt á ferlinum, þá segist hún lítið muna af því í dag, nema að það hafi verið gaman að flytja í nýja skólann, Stóru-Vogaskóla, það hafi verið skemmtilegt og mikil bylting
„Tækninni fleygir fram og við höfum varla undan að taka við nýrri tækni. Það sem er nýtt í dag verður orðið úrelt fljótlega.“
Sveitarfélagið Vogar er ört stækk andi sveitarfélag og íbúum fjölgar hratt. Er börnunum í skólanum að fjölga til samræmis við það? „Nei, það er það skemmtilega í þessu eða kannski skrítna, að börnum smá fækkar en við trúum ekki að það verði framtíðarþróun. Börnin eru í dag um 160 talsins en hafa flest verið 220 talsins 2007–2008 en hefur farið fækk andi síðan.“
Helga Sigríður Árnadóttir var kennari við skólann í Vogum í hálfa öld. Helga hóf kennslu 1955 og kenndi til 2004 og vantaði örfáa mánuði uppá að árin yrðu fimmtíu.Ekki þurft að greiða af skólaláninu í 150 ár
Þorvaldur Örn Árnason hefur síðasta árið unnið að því að taka saman sögu skólahalds í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Hafa vikulegir pistlar sem hann hefur tekið saman m.a. verið birtir vikulega í Víkurfréttum.
Þorvaldur segir að með grúski sínu hafi hann komist að því að skóla sagan úr Vogum hafi verið hulin og lítið verið birt um hana á prenti nema í Faxa og í Víkurfréttum.
Skólahalds í Vogum sé ekki getið í íslenskri sögu menntunar þó svo skólinn sé sá þriðji elsti á landinu og aðeins barnaskólar í Reykjavík og á Eyrarbakka séu eldri. Gerðaskóli sé samtíða skólanum í Vogum en Gerðaskóli sé þremur vikum yngri en sá í Vogum.
„Skólinn hér í Vogum er stofnaður þegar engin lög eru til um skóla. Það liðu 35 ár þar til sett voru skólalög í landinu. Þetta voru bara áhuga mannafélög um þetta sem fengu pening frá góðum mönnum til að byggja hús og skólinn byrjaði í sínu eigin húsi. Það geta ekki allir státað af því en skólinn hefur starfað í eigin húsi alla tíð. Það er búið að byggja nokkrum sinnum og stækka nokkrum sinnum.
Fyrstu öldina voru börnin oft á bilinu tuttugu til fjörutíu hverju sinni. Starfsmenn á hverjum tíma voru á bilinu einn til þrír og voru þrír þegar best lét.“
Aðstæður voru oft erfiðar á þessum tíma og mörg börn í litlu skólahúsnæði.
„Fyrsta skólabyggingin var 56 fermetrar og börnin voru 28 eða 29 talsins og ekki bara það, því það var búið í risinu. Fyrstu árin bjuggu
TÓNLISTARKENNSLA Í 150 ÁR
Tónlist er rauður þráður í sögu skólans. Fyrstu árin kom Guð mundur Guðmundsson í Landakoti vikulega í skólann og kenndi söng en hann var forsöngvari og orgelleikari Kálfatjarnarkirkju. Sóknarpresturinn Stefán Thorarensen var söngmaður og sálmaskáld og frændi hans, Stefán M., sem kenndi fjórða veturinn var söngmaður, lék á orgel og samdi lög. Árið 1879 gaf Jónas Helgason organisti og söngstjóri, skólanum söngvar eintök af bók sinni, Söngvar og kvæði með tveimur röddum.
Séra Árni Þorsteinsson, kenndi söng um og upp úr aldamótum 1900, segist 1908 hafa varið til söngkennslu hálfri til einni klukku stund tvisvar í viku, ýmist með eða án hljóðfæris.
Viktoría Guðmundsdóttir, sem var skólastjóri og kennari 1921–1952 lét börnin syngja í byrjun skóladags og við sérstakar athafnir. Einnig var sungið í stúkunni Ársól, sem Viktoría stýrði.
Stefán Hallsson kenndi við skólann 1934–1945 og var um tíma með kór. Lúlla (Guðrún Lovísa), þá nemandi í skólanum, segir svo frá: „Hann var með okkur stelpurnar og nokkra stráka í kór allt svo tvo síðustu vetra mína ... kannski tvisvar í viku ... það var orgel þarna í skól
anum ... Við sungum bara, Frjálst er í fjallasal og Syngjum við hörpu hljómfagurt lag ... jú, líka sálma fyrir jólin. Það var mikil tilbreyting, mikið gaman.“
Stefán var jafnframt organisti í Kálfatjarnarkirkju, m.a. þegar kór kirkjunnar var stofnaður 11. des ember 1944. Stefáni hefur líklega þótt kennsluaðstæður bágar því hann skrifaði bréf í árslok 1944, á síðasta kennsluvetri sínum, þar sem hann gaf skólanum laun sín þann vetur til að kaupa stóla og borð fyrir yngri deildina – eða nýjan skólabíl. Stefán kenndi eftir þetta þrettán ár við Barnaskóla Keflavíkur og var organisti við Njarðvíkurkirkju og við barnamessur í Keflavíkurkirkju. Áratugum síðar var hann við vígslu Stóru-Vogaskóla 1979 og las upp ljóð eftir Davíð Stefánsson.
Þegar Stefán var fluttur burt 1945 skrifaði nýstofnaður kirkjukór Kálfatjarnarsóknar sóknarnefnd og skólanefnd og vildi að ráðinn yrði sameiginlega organisti fyrir kórinn og söngkennari fyrir skólabörnin, það sé kórnum í hag og hann vilji efla söng og tónlist í sókninni. Þá var Lárus Jónsson ráðinn organisti og kom hann vikulega úr Hafnarfirði í skólann til að láta börnin syngja, eins og sést á myndinni.
Kórinn sendi aftur bréf sama efnis 1952, sjö árum seinna, þá hafði engin söngkennsla verið í skólanum. Kvenfélagið Fjóla skoraði svo 1957 á skólanefnd að auglýsa eftir tónlistar kennara við barnaskólann. Einhver ár var hér söngkennari og 1968 var það Guðmundur Gilsson. Árið eftir samþykkti nefndin að fela Þóri S. Guðbergssyni, skólastjóra, og konu hans, Rúnu Gísladóttur, að annast söngkennslu í skólanum.
Kristján Jónsson, kennari, mun hafa kennt söng og leikið með á píanó 1975–1976. Jón Guðnason í Landakoti, organisti og formaður skólanefndar, var stundakennari á áttunda áratug. Kór, sem Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnaði, söng við skólaslit 1980 og Jón lék undir.
Tónlistarskólinn í Vogum var stofnaður 1981 og starfaði til 1986, fyrst til húsa í Hábæ, síðan í Austur koti. Jakob Hallgrímsson var fyrsti skólastjórinn, síðan Ragnheiður Guðmundsdóttir, þá Gróa Hreins dóttir og loks Frank Herlufsen. Nokkrir kennarar komu og kenndu hver á sitt hljóðfæri, sumir erlendir, einnig nafnkunnir menn eins og Björn R. Einarsson. Nemendafjöldi fór allt upp í 50 og voru á aldrinum sex til 74 ára. Kostnaður við skólann þótti of mikill og var hann lagður niður eftir hreppsnefndarkosningar 1986.
Eftir að tónlistarskólinn var lagður niður kenndi Frank Herlufsen, organisti, í rúman áratug tónmennt og á píanó við grunnskólann, og lét börnin syngja, sjá mynd. Svo hafa bekkjakennarar kennt sínum bekk tónmennt. Eitt sinn kenndi Vera Steinsen á fiðlu og nálægt 2005 kenndi Hrönn nokkrum byrjendum á píanó.
Tónlistarskóli Stóru-Vogaskóla var stofnaður 2010 og hefur Laufey Waage kennt við skólann í rúmlega hálfu starfi, kennt ófáum nem endum á píanó. Auk hennar er oft annar tónlistarkennari í hlutastarfi
fjögur til fimm árin var Njarðvík með í skólanum og hluti af Vatns leysustrandarhreppi þegar hann er stofnaður. Nemendur voru ekki að labba úr Njarðvík á hverjum degi, heldur bjuggu í Brunnastaðahverfinu og jafnvel bara uppi á lofti í þessu 56 fermetra húsi sem síðar var stækkað í 85 fermetra fimmtán árum seinna.“
Enginn skólastjóri fyrstu áratugina
Það var ekki fyrr en um 1940 sem farið var að tala um skólastjóra. Fram að þeim tíma voru bara kenn arar. Þegar kennarar voru tveir, þá var annar aðal og hinn til hliðar. Annar kannski í aðalskólanum og hinn í hverfisskóla sem voru stofn aðir af því að það var svo langt fyrir börnin að fara í skólann. Það þótti ekkert merkilegt á þessum árum að börnin sem þó þurftu að ganga í skólann þyrftu að ganga hálftíma til klukkutíma hvora leið. „Þannig var þetta bara í þá daga,“ segir Þorvaldur.
Gerði út á Thorcillius-sjóðinn
Þegar Þorvaldur hóf að grúska í skólasögunni hélt hann að skólarnir hafi verið stofnaðir fyrir börn ríkra foreldra. Þeir voru fyrst og fremst stofnaðir fyrir börn fátæka fólksins vegna þess að það fólk átti í basli með að kenna börnunum sínum að lesa. „Það var skyldugt til að gera það og prestarnir áttu að sjá til þess að börnin kunni að lesa en þetta var ei líft vandamál. Hvati prestanna til að stofnaður yrði skóli var til að koma
sér út úr vandræðum, því það var þeirra skylda að börnin lærðu að lesa. Fátæka fólkið átti heldur ekki pening til að borga skólanum og hver átti þá að borga fyrir skólann? Tæpri öld áður var maður uppi í Innri-Njarðvík, Jón Þorkelsson, kall aður Thorcillius. Hann gekk mennta veginn og var Skálholtsrektor í níu ár og bjó meira en tvo áratugi í Dan mörku og Þýskalandi. Hann orti heila Íslandssögu á latínu. Hann deyr barnlaus árið 1759. Hann hafði stofnað sjóð af eigum sínum og hann var ríkur á sínum tíma. Þessi sjóður er að velkjast í rúm 100 ár en þessi sjóður átti að vera til að ala upp og kenna börnum fátæks fólks að læra og koma þeim til manns. Stefán Thorarensen, prestur á Kálfatjörn, gengst fyrir stofnun þessa skóla vissi um þennan Thorcillius-sjóð og og gerði út á sjóðinn. Honum tókst að kría út 1.000 til 1.200 ríkisdala lán úr sjóðnum, sem var verulegur peningur þá. Hann fékk þetta lán og þurfti ekki að borga það til baka á meðan þessi skóli sinni vel börnum fátæks fólks og börnum sem eru verr stæð. Þessi skóli hefur ekki ennþá borgað lánið til baka 150 árum síðar og lánið er alveg í skilum vegna þess að hér er ennþá vel hugsað um börn fátæks fólks og þeirra sem minna mega sín og það hefur verið öll þessi 150 ár. Þá greiddi sjóðurinn í upphafi skólagjöld fátækustu barnanna. Það voru átta til tíu börn á hverjum tíma af þeim tuttugu til þrjátíu sem voru í skólanum sem fengu þennan styrk úr sjóðnum.
og kennir á ýmis hljóðfæri, nú er það Bent Marinóson sem leiðbeinir áhugasömum nemendum.
Sveinn Alfreðsson, sem var skóla stjóri 2007–2008, fékk Bryndísi skólabílstjóra og Sigurð, hennar mann, til að semja skólasöng sem enn er sunginn. Sveinn kom einnig af stað söngsamveru á sal skólans með nemendum á yngsta og mið stigi og stundum unglingunum líka. Þorvaldur Örn, náttúrufræði kennari, útbjó glærur með söng textum, stjórnar þar söng og leikur með á gítar u.þ.b. mánaðarlega. Þátt takendur eru oft um 100 talsins og heyrist hátt í þeim þegar sungið er lagið „Það má ekki pissa bak við
hurð“, einkum viðlagið: „Þetta full orðna fólk er svo skrýtið, það er allaf að skamma mann ...“ Í desember er jólasöngsamvera með yngri bekkjum. Svo syngja allir og ganga kringum jólatré á Litlu jólunum.
Alexandra Chernyshova, sópran söngkona og tónskáld, var kennari við skólann 2017–2021. Hún kenndi tónmennt, söng og á hljóðfæri og fékk nemendur til að gera ýmis legt. Hún var með „bílskúrsband“ og barnakór. Kórinn tók þátt í upp færslu á Ævintýri um norðurljósin í Hörpu og var með á nýjárstónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Nemendur sömdu og fluttu eigin lög, m.a. við texta Gretu Thunberg
Heimildir: Skrif Stefáns Thorarensen. Kennaratal á Íslandi. Hungurvökugrein. Í Faxa 1990 um skólann og 1995 um afmæli kórs Kálfatjarnarkirkju. Viðtöl við Guðrúnu Lovísu og við nokkra kennara og eldri nemendur, m.a. á fb-síðu Brunnastaðaskóla; við Jóhann Sævar Símonarson (var formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Vogum), Ásu Árnadóttur, Al exöndru Chernyshovu, Svövu Bogadóttur, Hilmar Sveinbjörnsson, Hannes B. Hjálmarsson og Laufey Waage. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 37. ÞÁTTUR hluti af börnunum uppi í risi og það var alltaf vandamál á þessum árum, í dreifbýlinu, að það var langt fyrir börnin að fara í skólann. Fyrstu Þorvaldur Örn hefur tekið saman 150 ára sögu skólahalds í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Hann færði skólanum söguna af gjöf. Þá var Lárus Jónsson ráðinn organisti og kom hann vikulega úr Hafnarfirði í skólann til að láta börnin syngja, eins og sést á myndinni. Eftir að tónlistarskólinn var lagður niður kenndi Frank Herlufsen, organisti, í rúman áratug tónmennt og á píanó við grunnskólann, og lét börnin syngja.Væri til
að
vikunnar
grunnskóla
Ungmenni vikunnar
einblína
„Ég væri alveg ennþá til að vera í grunnskóla ef ég á að segja eins og er,“ segir Anna Lára aðspurð hvers hún saknar mest við grunnskóla. Anna Lára er á fjölgreinabraut í FS og æfir körfubolta með Keflavík.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Ég sakna mest Skólamatar og fara í íþróttir. Ég væri alveg til í að vera ennþá grunnskóla ef ég á að segja eins og er.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég nennti ekki alveg að vakna klukkan sex alla morgna, þannig FS varð fyrir valinu.
Hver er helsti kosturinn við FS? Ég bý rétt hjá og námið er hentugt.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er mjög virkt.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Alltof margir koma til greina.
Hver er fyndnastur í skólanum? Agnes María.
Hvað hræðist þú mest? Ég hræðist trúða mest.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Samsoe buxur eru heitar þessa stundina en tréskeiðar í ísbúðum eru ekki málið.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Alltof mörg en myndi segja Fimm með Bríeti og ekkert með Bubba klikkar.
Hver er þinn helsti kostur? Myndi segja að ég væri dugleg.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok og Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefni á að verða lögga.
Hver er þinn stærsti draumur? Að eignast hund.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Frekja, er mjög ákveðin.
Mihajlo æfir fótbolta með Keflavík, þrátt fyrir að vera aðeins í 8. bekk stefnir hann á að ná langt í íþróttinni. Ef hann gæti tekið með sér þrjá hluti á eyðieyju myndi hann taka með sér síma, bolta og mark.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmtilegasta fagið er danska.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jakob Grybos af því að hann er mjög góður á píanó.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við földum strætókortið hans Jakobs og hann þurfti að kaupa nýtt, þegar hann keypti það gáfum við honum kortið til baka.
Hver er fyndnastur í skólanum? Fyndnastur úr skólanum er Jakob Grybos.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég bara eiginlega hlusta aldrei á lög þannig ég veit ekki alveg.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Uppáhaldsbíómyndin mín er Juzni vetar, það er króatísk bíómynd.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Síma, bolta og mark.
Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er örugglega hvað ég er góður í fótbolta.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Ég hugsa að það sé að geta lesið hugsanir.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar það er traust og skemmtilegt.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að einblína á fótboltann og ná langt í honum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Gáfaður.
Umsjón: Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.isHelga kenndi 50
Vogum
Sælgæti sem þú færð ekki samviskubit yfir
„Þegar ég var lítil hafði ég mikinn áhuga á að elda og baka og fannst fátt skemmtilegra en að hjálpa til í eld húsinu. Við fjölskyldan höfum alltaf lagt mikið upp úr því að borða góðan mat og því snúast margar af æskuminn ingum mínum um mat,“ segir Stella Einarsdóttir en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og vinnur sem kennari í Heiðarskóla. Stella hefur eytt miklum tíma utan vinnu í að búa til heilsusamlegt múslí sem hefur slegið í gegn hjá hennar nánustu.
„Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla fór ég að prófa mig áfram í eldhúsinu og prófaði meðal annars að gera múslí. Það var miklu betra en það sem við vorum að kaupa út í búð svo eftirspurnin á heimilinu varð þannig að ég fór að gera múslí reglulega,“ segir Stella. Hún hafði prófað ótal uppskriftir af músli en fannst alltaf eitthvað vanta og segir hugmyndina að uppskrift sinni hafa sprottið frá því. „Mér fannst þær aldrei vera nógu stökkar eða innihéldu mikinn sykur. Í gegnum það ferli brenndust ófáir skammtar og margt sem ég prófaði var alls ekki gott – en þegar ég prófaði að nota þessi hráefni saman þá „small“ eitthvað. Ég hef gert þessa uppskrift núna í nokkur ár og hef séð til þess að það sé til á heimilinu vegna mikillar eftir spurnar,“ segir Stella og bætir við: „Við í fjölskyldunni minni borðum þetta á hverjum morgni út á hafra graut eða jógúrt. Þegar ég vil gera vel við mig þá geri ég heimagerða acai-skál og strái múslíinu út á.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
Eins og sælgæti
Þegar hún var búin að fullkomna uppskriftina og fjölskyldumeðlimir gátu ekki án hennar verið, fóru aðrir í kringum Stellu að biðja um skammta af ljúffenga múslíinu. Hún ákvað þá að gefa því heiti en múslíið heitir „Granóla by Stella“ og hefur slegið í gegn á mörgum heimilum en Stella heldur nú uppi Instagramreikningi þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir. „Granóla by Stella er stökkt, gullin brúnt, sætt og inni heldur einungis haframjöl, hnetur, fræ, kókosflögur, kanil og lífrænt agave síróp. Þetta er eins og sæl gæti sem þú færð ekki samviskubit yfir þar sem öll innihaldsefnin eru heilsusamleg. Margir hafa sagt að þetta sé besta granóla sem þeir hafa smakkað,“ segir Stella.
Hún segir drauminn vera að votta framleiðsluna á Granóla by Stella og selja í verslunum eða til fyrirtækja. Aðspurð hvað hefur komið helst á óvart í ferlinu segir hún: „Það hafa nokkrir verið efins að smakka gra nólað þegar þeir heyra að það sé hollt en það hefur komið þeim á óvart hversu bragðgott það sé. Ég hvet fólk bara til þess að smakka áður en það dæmir.“
150 ára afmæli Gerðaskóla
sport
PATRIK JOHANNESEN
að slá
málmetið“
Færeyingurinn Patrik Johannesen hefur reynst Keflavík drjúgur í sumar en þessi hraði og kraftmikli framherji skoraði sitt níunda mark í deildinni í sumar þegar Keflavík vann ÍA 3:2 um helgina. Með þessu níunda marki á Patrik nú „føroyska málmetið fyri eitt kappingarár í Íslandi“ – með öðrum orðum er Patrik sá Færeyingur sem hefur skorað flest mörk á einu keppnis tímabili í efstu deild karla á Íslandi en fyrra metið (átta mörk) setti Uni Jógvanson Arge þegar hann lék með Leiftri í Landsímadeildinni tímabilið 1999.
Patrik Johannesen er 27 ára gamall og gekk til liðs við Keflavík í byrjun þessa árs en fyrir utan að spila í Fær eyjum hefur hann leikið tvö tímabil í Noregi, 2018 og 2021. Patrik samdi til tveggja ára þannig að hann er samningsbundinn út næsta ár. Vík urfréttir settust niður með Patrik og við spjölluðum um líf og tilveru færeyska knattspyrnumannsins, hvernig hann kunni við sig í Keflavík og hvernig hann verji tímanum hér.
„Þetta er mjög svipað því að vera heima svo mér líður ágætlega hérna,“ segir Færeyingurinn knái sem er fæddur í Tvøroyri á Suðurey en flutti síðar til Tórshavn þar sem hann býr nú.
Ég sá frétt þess efnis að þú værir nú markahæsti Færeyingurinn sem hefur spilað á Íslandi, er það rétt? „Já, það er rétt. Um helgina skoraði ég níunda markið mitt í efstu deild í ár og þá hef skorað flest mörk allra Færeyinga á einu tímabili í efstu deild.“
Hvernig er það, gæti kannski verið að þú hafir skorað flest mörk allra Færeyinga í öllum deildum utan Færeyja?
Patrik veltir þessu fyrir stundar korn sér og segir: „Ég bara veit það ekki, það gæti vel verið en ég er bara ekki viss. Kannski Todi Jónsson hafi skorað fleiri hjá FC København en ég hreinlega veit það ekki.“
Í fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga
Hvað varstu gamall þegar þú byrj aðir í fótbolta, fimm, sex ára? „Ég byrjaði fyrr, held bara þegar ég byrjaði að ganga,“ segir Patrik. „Pabbi
spilaði fótbolta þangað til hann var um fertugt held ég og hann var þjálf arinn minn í gegnum yngri flokkana og í fyrstu deild í Færeyjum. Svo ég held að ég hafi byrjað strax.“ Patrik segir að fótbolti sé stærsta íþróttin í Færeyjum ásamt hand bolta, blaki, sundi og róðri. Þá sé borðtennis og blak líka stundað að einhverju marki en hann hafi bara verið í fótbolta.
Er rétt að það sé enginn golfvöllur í Færeyjum?
„Nei, það er kominn einn völlur en ég held að hann sé bara sex holur og virkilega slappur. Svo er veðrið í Færeyjum ekki gott fyrir golf.“
Er veðráttan þar ekki svipuð og hérna?
„Ég myndi segja að veðrið sé betra hér en í Færeyjum.“
Patrik hefur leikið með U15 og U21 landsliðum Færeyja og þá hefur hann átján leiki með A-landsliði Fær eyja á bakinu.
„Ég vil fara að byrja fleiri leiki með A-landsliðinu, það er stefnan hjá mér og ég hef átt gott tímabil í ár svo það gæti alveg verið að fara að gerast.“
Já, þú hefur átt gott tímabil í ár.
Heldur góðu sambandi við vinina í Færeyjum
og vona því að eiga alla vega fimm góð ár eftir, jafnvel fleiri.“
Hvað með önnur áhugamál, áttu þau?
„Fyrir utan fótboltann spila ég tölvuleiki. Við erum þrír æskuvinir sem höldum alltaf góðu sambandi og hittumst alltaf þegar við erum heima í fríum. Ég spila Counter Strike og Catan Universe með þeim flesta eftirmiðdaga og þá tölum við vinirnir um allt milli himins og jarðar á meðan við erum að spila. Ég er ekki mikill útivistarmaður og fer hvorki að veiða né í fjall göngur, ég nota frítímann frekar í eitthvað rólegra en það. Ég veiddi þó eitthvað með afa mínum þegar ég var yngri en þegar ég eltist þá hætti
líka
Keflavík
Tórs
Keflavík tapaði í vítaspyrnukeppni
Á föstudag lék sameiginlegt lið Keflavíkur, Reynis og Víðis í öðrum flokki gegn Val/KH til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Úr varð hörkuleikur tveggja góðra liða og þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Vítaspyrnukeppnin féll með Völsurum að þessu sinni en frábær árangur strákanna hjá Keflavík/Reyni/Víði gefur fögur fyrirheit um bjarta framtíð.
Það voru Keflvíkingar sem tóku for ystuna snemma með marki Sigurðar Orra Ingimarssonar (7') en hann tók skot utan teigs sem fór yfir markvörð Vals og í markið. Hins vegar kostuðu mistök heimamanna mark skömmu fyrir leikhlé en þá unnu gestirnir boltann á eigin vallarhelmingi, brunuðu hratt upp og Ásgeir Orri Magnússon í marki Keflavíkur gat ekki varist marki einn á móti sóknar manni (37').
Seinni hálfleikur var markalaus þrátt fyrir að bæði lið sýndu flotta takta. Í fyrri hluta framlengingar tóku Valsarar forystuna (96') en Gabríel Aron Sævarsson kom inn á mínútu síðar og hann átti eftir að setja sitt mark fljótlega á leikinn. Gabríel Aron átti gott langskot á 105. mínútu og boltinn hafnaði í mark vinklinum án þess að markvörður Vals kæmi vörnum við. Fleiri urðu mörkin ekki í framlengingu og þurfti því vítakeppni til að knýja fram úr slit.
Keflavík fór fyrst á vítapunktinn og skoraði, reyndar skoruðu bæði lið úr þremur fyrstu spyrnunum sínum. Markvörður Vals varði hins vegar fjórðu spyrnu Keflvíkinga en
Ásgeir Orri gat ekki verið minni maður og varði næstu spyrnu Vals. Bæði lið skoruðu úr fimm af fyrstu sex spyrnunum en í þeirri sjöundu skaut heimamaður yfir. Valur skoraði úr sinni spyrnu og tryggði sér þar með bikarmeistaratitilinn.
Þarftu að losna
við jarðveg?
Hvað má losa?
Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenntu á völlinn og sköpuðu frábæra stemmningu á meðan á leik stóð.
Menningar- og atvinnuráð Reykja nesbæjar hvetur til að skipaður verði starfshópur til endurskoð unar á húsnæði menningarstofnana og starfsemi þeirra til að tryggja að framtíðarstefnur í menningar málum verði að veruleika. For stöðumanni Súlunnar falið að vinna að málinu.
Þetta kemur fram í síðustu fundar gerð ráðsins þar sem Stefanía Gunn arsdóttir, forstöðumaður bóka safnsins, mætti á fundinn og kynnti samþykkta framtíðarstefnu Bóka safns Reykjanesbæjar.
Hamingjukast
September 2022 verður lengi í minnum hafður hjá okkur fjölskyld unni enda einstaklega viðburðar ríkur. Mér reiknast svo til að við höfum verið með gesti í tuttugu og tvo daga af þrjátíu dögum mánað arins, ég var í burtu tólf daga vegna vinnuferðalaga allt frá Kóreu til Washington, eiginmaðurinn í fjóra daga á Íslandi, eldri sonurinn fór í tveggja vikna Interrail ferð um Evrópu og sá yngri fór í viku skóla ferðalag hér í Frakklandi. Heimilið var því eins og mjög annasöm lestarstöð og Lubbi sá eini sem fór ekkert lengra en í daglegar göngu ferðir í skóginum. Það er því ekkert skrýtið að mánuðurinn gangi ýmist undir heitinu „gestember“ eða „flak kember“ eftir því við hvern er talað.
Svo voru ýmis tilefni til að fagna – tvítugsafmæli frumburðarins í lok ágúst, brúðkaupsafmæli 16. sept ember, yngri sonurinn fjórtán ára þann 25. september og svo mánuð inum lokað með 55 ára afmæli undir ritaðrar þann 30. september.
Og þá að yfirskrift þessa pistils –hamingjukastinu.
Það var nefnilega ekki endilega þannig að konan hafi ætlað sérstak lega að halda upp á daginn. Jú jú… fimmtíuogfimm er alveg töff afmæli, pínu stór tala þannig að það er alveg tilefni til að skála, en verandi búsett í París átti ég meira von á því að þessum áfanga yrði fagnað í faðmi fjölskyldunnar að þessu sinni. En það var sko aldeilis ekki þannig. Jafnt og þétt frá því í vor fóru alls konar vinahópar að láta á sér kræla og voru fyrir einskæra tilviljun allir að tékka á hvernig það stæði á hjá okkur seinustu helgina í september. Við sögðum auðvitað að við yrðum hér – áttum kannski ekki von á að af öllum þessum ferðum yrði og grínuðumst með það að það stefndi í gott afmælispartý.
Og það gerði það svo sannarlega og hér situr því fimmtíuogfimm ára kona í hamingjukasti, pínu þreytt, með sólskinsbros sem fer ekki af henni. Nágrannarnir voru sem betur fer varaðir við því þarna varð til gamaldags partý með söng, dansi og almennum gleðilátum.
Ég er forréttindakona, einstaklega heppin með vini og vandamenn og er full af þakklæti. Það er ekki sjálf sagt að verða 55 og það er sannar lega ekki sjálfsagt að vinahópar alls staðar að úr heiminum geri sér ferð til Parísar til að fagna með manni í marga daga. Ég ætla því bara að leyfa mér að vera væmin og þakka fyrir þetta allt saman – og komdu fagnandi október með rútínu og venjulegheit.
Eða kannski ekki… því næsti gestur verður nítján ára gömul sjón döpur tík sem verður í vikupössun hjá okkur. Þá loksins verður partý hjá Lubba!
Dauð viðvörun
Aftur úti að akameð Ásmundi
Nú þegar október er genginn í garð eiga nemendur grunnskólanna á Suðurnesjum von á nýjum kafla af sögunni Skólaslit 2 - Dauð viðvörun á hverjum virkum degi. Skólaslit er lestrarupplifun en í senn átak sem kennsluráðgjafar á Reykjanesi og rithöfundurinn Ævar Þór Bene diktsson sköpuðu. Ævar skrifar söguna jafnt og þétt út október mánuð og hægt er að lesa og hlusta á nýjan kafla af henni á hverjum virkum degi á síðunni skolaslit.is. Fyrsta bókin, Skólaslit 1, kom út í október í fyrra með sama hætti og tóku nemendur og kennarar grunnskólanna, félagsmiðstöðvar og heimilin virkan þátt í að fylgjast með framþróun sögunnar. Auk þess gerðu nemendur tilfallandi verkefni í tengslum við söguþráðinn og sóttu innblástur frá köflum bókarinnar fyrir ritgerðir, myndbönd og jafn vel ljósmyndir. „Þeir sem hlustuðu eða lásu í fyrra vita hvað þetta getur verið hryllilega ógeðslegt og ég ætla bara að láta ykkur strax vita: Þetta verður verra núna í ár,“ segir Ævar í nýju myndbandi sem má finna á heimasíðu Skólaslita. Í samtali blaðamanns Víkurfrétta við Ævar, rithöfund sögunnar, sagðist hann búast við mikilli þátttöku í ár líkt og í fyrra. Við hjá Víkurfréttum munum fylgja eftir þeim flottu verkefnum sem nemendur grunnskólanna munu taka sér fyrir hendur í kringum hroll vekjuna Skólaslit 2.