Víkurfréttir 37 2017

Page 1

• fimmtudagur 21. september 2017 • 37. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Á RÚM Í HVERJU EINASTA LANDI Í EVRÓPU

Kynslóð Kóngar í Suðurnesjamagasíni heiðruð 12 fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is

●●Þriggja ára samningavinnu við kröfuhafa lokið:

Gervigras ofan Reykjaneshallar?

Kaflaskil í endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar

■■Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir því við íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar að horft verði til uppbyggingar á æfingasvæði við Reykjaneshöll og litið verði til þess í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018 að þar komi nýr gervigrasvöllur í fullri stærð. Íþrótta- og tómstundaráð er meðvitað um að æfingasvæði við Iðavelli er víkjandi á skipulagi og að æfingatímar á besta tíma í Reykjaneshöll eru fullnýttir. Ráðið tekur undir beiðni knattspyrnudeildarinnar og vonar að hægt sé að tryggja fjármagn til hönnunar og undirbúnings á þessu verkefni sem muni nýtast báðum félögunum í Reykjanesbæ til framtíðar.

Tjaldstæðið opið út nóvember ■■Bæjarráð Grindavíkur samþykkti að hafa tjaldstæði Grindavíkurbæjar opið út nóvember og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að upphæð 2.050.000 kr. sem fjármagnaður verður með hækkun tekna á tjaldstæðinu. Tjaldstæðið hefur notið mikilla vinsælda í sumar og talið er að met verði sett í aðsókn á þessu ári. Ferðamenn eru farnir að lengja tíma sinn á ferðalögum með tjöld og í húsbílum hvort sem það er að vori til eða hausti.

Sr. Fritz Már valinn prestur í Keflavíkurprestakalli

FÍTON / SÍA

■■S r. F r i t z M á r Jörgenson Berndsen hefur verið valinn af kjörnefnd Keflavíkurprestakalls til þjónustu við prestakallið. Biskup mun skipa Fritz Má í embættið frá 1. október til næstu fimm ára. Sóknarprestur Keflavíkurkirkju er sr. Erla Guðmundsdóttir en þrír sóttust eftir embættinu.

einföld reiknivél á ebox.is

Sport

Réttir í Grindavík Víkurfréttamynd: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

■■„Loksins, loksins“, sögðu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar á bæjarstjórnarfundi í gær en þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða aðgerðir vegna endurskipulagningar efnahags bæjarins og Reykjaneshafnar. Hér er um að ræða endalokin á vinnu við endurreisn fjármála Reykjanesbæjar sem staðið hafa yfir með viðræðum við kröfuhafa undanfarin þrjú ár. „Við erum að tala um kaflaskil í endurskipulagningu fjármála Reykjanesbæjar. Áður hafði verið lögð fram aðgerðaráætlun og nú er búið að tryggja sátt um forsendur hennar. Síðan verður það verkefni komandi bæjarstjórna að fylgja henni og tryggja þannig að bæjarfélagið sé undir lögboðnum skuldaviðmiðum,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri. Heildarskuldir Reykjanesbæjar eru um 44 milljarðar og verkefnið var að lækka þær um rúma 6 milljarða. Það er gert með ýmsum hætti, m.a. með eftirgjöf á vöxtum og tilfærslu í félagslegu húsnæðiskerfi bæjarins. Reykjanesbær hefur fengið lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð um 3,6 milljarða króna sem gerir bæjarfélaginu kleift að endurfjármagna m.a. skuldir Reykjaneshafnar. Lánsloforðinu er sett það skilyrði að endurskipulagning fjárhags samstæðu

Reykjanesbæjar leiði til þess að markmiðum aðlögunaráætlunar fyrir árin 2017-2022, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti þann 18. apríl 2017, verði náð. Þá verður Eignarhaldsfélaginu Fasteign skipt upp í tvö félög, annars vegar félag sem heldur utan um eignir sem tengjast grunnþjónustu sveitarfélagsins (EFF1) og hins vegar félag sem heldur utan um eignir sem ekki tengjast grunnþjónustu sveitarfélagsins (EFF2). Skuldir félaganna verða endurfjármagnaðar og gerðir við þau nýir leigusamningar til langs tíma. Reykjanesbær mun nýta sér lánafyrirgreiðslu frá Lánasjóði sveitarfélaga og taka lán sem verður endurlánað til Reykjaneshafnar. Reykjaneshöfn mun nýta lánið til þess greiða upp hluta skulda hafnarinnar. Nú liggur fyrir vilji mikils meirihluta kröfuhafa Reykjaneshafnar fyrir því að fallast á uppgreiðslu og skilmálabreytingar sem lagðar hafa verið til. Með þessum aðgerðum, og ýmsum öðrum, gerir aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar ráð fyrir að sveitarfélagið nái undir lögboðið 150% skuldaviðmið fyrir árslok 2022. Það veltur þó á því að helstu forsendur aðlögunaráætlunar gangi eftir og að mikils aðhalds verði gætt í rekstri Reykjanesbæjar næstu ár.

●●Íþróttahúsið í Njarðvík sprungið og formaðurinn vill „nýja ljónagryfju“:

Aðalsvæði UMFN verði í Dalshverfi ■■Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur, hefur sent bæjaryfirvöldum áskorun um að nýtt íþróttahús rísi í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Hann bendir á í áskoruninni að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tók við áskoruninni sem síðan mun hafa sína leið í bæjarkerfinu. Nýjasti skólinn í Reykjanesbæ mun rísa í Dalshverfi í

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Innri Njarðvík. Niðurstaða undirbúningshóps sem skilaði skýrslu í júní 2016 var að byggður verði heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Skólinn sem staðsettur er í austasta hluta bæjarins á jafnframt að geta þjónað grenndarsamfélaginu sem eins konar menningarmiðstöð. Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megin einkenni skólans verður sveigjanleiki, sveigjanleiki í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli skólastiga.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 21. september 2017

Arion banki og lífeyrissjóðir eignast kísilverið ■■Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hlut í United Silicon. Hluthafafundur United Silicon hf. fór fram 19. september síðastliðinn. Þetta staðfestir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi United Silicon, í samtali við Víkurfréttir. Þórður Ólafur Þórðarsson var kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason stjórn United Silicon. Samkvæmt Vísi eru þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Fyrr í mánuðinum veitti Héraðsdóm­ ur Reykja­ness félaginu framlengingu á heimild til greiðslu­s töðvunar til þriggja mánaða, eða til 4. des­e m­ ber. Stjórn félagsins vinnur nú áfram að endurskipulagningu félagsins og hefur stuðning hluthafa til að leita nýrra fjárfesta og leiða viðræður við þá.

Barstemning

Marel og Fisktækniskólinn áfram í samstarfi

Dúettinn Vigga og Sjonni spila á laugardagskvöldið 23. september Mánudagur - föstudagur 12:00 - 22:00 Laugardagur 12:00 - 3:00 Sunnudagur 12:00 - 20:00 Eldhúsið lokar 22:00.

Fish House Bar & Grill Hafnargata 6 240 Grindavík S: 426-9999

fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is

ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

■■Tæknistigið í íslenskum fiskvinnslum er að aukast með tilkomu nýrrar tækni sem byggist á tölvustýrðum tækjum og línum. Það er því aukin þörf á sérhæfðu starfsfólki í fiskvinnslu með góðan bakgrunn í tækni og hugbúnaði. Til að mæta þessari þörf hafa Marel og Fisktækniskóli Íslands í sameiningu boðið upp á tveggja anna nám síðastliðin þrjú ár sem kallast Marel vinnslutæknibraut. Hlutverk Marel vinnslutæknis er að sjá til þess að Marel tæki og hugbúnaður í vinnslunni séu að vinna á sem skilvirkastan máta og þannig skapa aukin verðmæti. Marel vinnslutæknir á að geta allt sem tengist vinnslu á staðnum s.s. þrifið tækin, greint helstu bilanir og takmarkað umhverfisaðstæður sem hafa áhrif á virkni tækjanna.

Námið er hugsað jafnt fyrir fólk sem kemur beint úr tveggja ára grunnnámi Fisktækniskólans sem og fyrir þá sem stunda atvinnu, búa utan skólasvæðis

og hafa staðist raunhæfnimat á vegum Fisktækniskólans. Samstarfsverkefnið byggist á að þróa og reka eins árs framhaldsnám við skólann sem hefur það að markmiði að útskrifa Marel vinnslutækna. Framlag Marel felst í að sjá Fisktækniskólanum fyrir kennurum í þeim greinum sem lúta að Marel tækjum og hugbúnaði. Marel útvegar kennsluaðstöðu og aðgengi að tækjum. Framlag Fisktækniskólans felst í kennslu undirstöðuáfanga, umsýslu námsins, skipulagningu og fleira sem tengist rekstri skólans. Í því felst einnig í mat á umsækjendum í námið og sértæk námsaðstoð. Námsefnið er í sífelldri þróun og í takt við nýjungar í fiskvinnslu hverju sinni. Báðir aðilar lýsa yfir mikilli ánægju með samstarfið síðastliðin þrjú ár. Myndin er frá undirritun samkomulagsins á sjávarútvegssýningunni um síðustu helgi.

Kvenfélag Keflavíkur

Starfsár Kvenfélags Keflavíkur er að hefjast Fyrsti fundur er 2. október kl. 20 að Smiðjuvöllum 11, Rauðakrosshúsinu. Almenn fundarstörf, gestur kvöldsins er Jórunn Símonardóttir Bowentæknir. Aðrir fundir eru í nóvember, desember, febrúar, mars og maí og eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórnin býður allar konur velkomnar á fundi.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@ vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


markhönnun ehf

www.netto.is

-67% KALKÚNALEGGIR LAUSFRYSTIR

296

KR KG

ÁÐUR: 898 KR/KG

X-TRA 150 GR. KR PK

X-TRA EPLASAFI 100% 1,5 L KR STK

X-TRA VÍNGÚMMÍ 300 GR. KR PK

ÁÐUR: 198 KR/PK

ÁÐUR: 279 KR/STK

ÁÐUR: 298 KR/PK

SÚKKULAÐIBITAKEX

119

-40%

139

-140KR

179

-40%

Tilboðin gilda 21. - 24. september 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


300kr

FULLELDAÐ Aðeins að hita

verðlækkun pr. kg

Matarmikil súpa

Matarmikil súpa

Aðeins að hita

Aðeins að hita

FULLELDUÐ

FULLELDUÐ

1.498 kr. 1 kg

1.598 kr. 1 kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

798 kr. kg

Ali Spareribs Fullelduð - Verð áður 1.098 kr. kg

SAMA VERd

um land allt NÝTT Í BÓNUS

898 kr. 200 ml

RÍFUR VEL Í

NÝTT Í BÓNUS

E45 Krem 350 g

298 kr. 200 g

Þarftu að þrífa grillið?

VEGAN Emborg Ostur Vegan, 3 tegundir

Íslensk Framleidsla

28

kr. stk.

Bónus Scrubstone Með svampi

798 kr. 1820 g

kr. 200 ml

Sollu Engiferskot 200 ml, lífrænt

Aðeins

28kr rúllan

200

þvottar

398

498

blöð á rúllu

Ariel Þvottaefni 28 þvottar

498 kr. 18 rúllur

Verð gildir til og með 24. september eða meðan birgðir endast

Bónus Salernisrúllur 18 rúllur í pakka

1 Í

u


2017 slátrun

698 kr. kg

1.095 kr. kg

KS Lambasúpukjöt Frosið, 2017 slátrun

KS Lambalæri Frosið, 2017 slátrun

ÍSLENSKT KJÖT AF NÝSLÁTRUÐU Grísakjöt af

2017

ÍSLENSKT Lambakjöt

698 kr. kg

Ali Grísabógur Ferskur

1.998 kr. kg

1.359 kr. kg

Kjarnafæði Lambahryggur Af nýslátruðu

Kjarnafæði Lambalæri Af nýslátruðu

FITUMINNA

Aðeins 4-6% fita

Engin aukaefni

100% KJÖT

r

0

Af nýslátruðu

NÝSLÁTRUÐU

ÍSLENSKT

100 % ÍSLENSKT

Nautakjöt

ungnautakjöt

1.898 kr. kg

4.598 kr. kg

1.995 kr. kg

Íslandsnaut Ungnautahakk Fituminna, 4-6% fita

Íslandsnaut Ungnauta Ribeye

Ali Kjúklingabringur Ferskar, 100% kjöt

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 21. september 2017

Sólmundur Friðriksson tónlistarmaður gefur út sína fyrstu sólóplötu og heldur útgáfutónleika

Að sögn Sólmundar hafa upptökur gengið vel enda hafi verið mikil gæfa að fá Davíð til þess að stjórna þeim. „Hann er ekki bara galdramaður á gítarinn heldur frábær alhliða tónlistarmaður - eiginlega svona sjóðandi seiðkarl. Hann tengdi strax vel við efnið og við höfum átt mjög gott samstarf. Þetta er fyrsta platan okkar beggja þannig að þetta hefur verið mjög lærdómsríkt á báða bóga. Ég veit ekki með mig, en hann á pottþétt eftir að gera frábæra hluti á þessu sviði í framtíðinni.“

Forréttindi að fá að vinna tónlist með börnunum sínum

Á mjúku nótunum með stóra drauma Sólmundur Friðriksson tónlistarmaður gefur út sína fyrstu sólóplötu um þessar mundir og mun af því tilefni halda útgáfutónleika í Hljómahöll þann 29. september n.k. Platan ber heitið „Söngur vonar“ og eru öll lög og textar eftir Sólmund.

UMSÓKN UM DVÖL Í ORLOFSHÚS

PÁSKAR 2018 Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife um páskana 27. mars 2018 til 10. apríl 2018. Umsóknarfrestur er til 9. október. Leigan er 80 þúsund og 36 punktar. Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna inná www.VLFGRV.is undir orlofshús

■■Dagný Maggýjar hitti Sólmund einn sólríkan sunnudag til þess að ræða tónlistina og draumana sem hafa verið lengi í fæðingu. „Þetta er búin að vera ansi löng fæðing,” segir Sólmundur sposkur á svip. „Ég var kominn með efni í plötu í kringum 2005 en var ekki að gera neitt með það. Ég held það séu örugglega komin meira en þrjú ár síðan ég gerði fyrsta „demó-ið“ með tveimur góðum vinum, Eiríki Hilmissyni sem spilaði með mér með Geirmundi Valtýssyni á sínum tíma, og svo Arnóri Vilbergssyni. Svo fengum við Þorvald Halldórsson slagverksleikara með okkur og byrjuðum að prófa að útsetja og æfa. Pælingin var að taka efnið að mestu upp „live" og hafa vinnsluna eins einfalda og ódýra og hægt væri. Við ætluðum að byrja að taka upp í vor en þá var Eiki bundinn í öðru og fékk ég þá Davíð Sigurgeirsson gítarsnilling til að taka verkið að sér.“ Sólmundur ætlaði upphaflega að gefa sér plötuna í fertugsafmælisgjöf en þegar að gekk ekki eftir var markið sett á 45 ára aldurinn. „Ég er að ná þessu núna á fimmtugsafmælinu - allt er þá þrennt er,“ segir Sólmundur og hlær. „Alveg týpískt fyrir minn mann, mjög duglegur að fá hugmyndir og láta mig dreyma en framkvæmdahliðin ekki alveg jafn öflug.“ Að sögn Sólmundar var það Arnór Vilbergsson organisti sem ýtti við honum en þeir starfa saman í Keflavíkurkirkju þar sem Sólmundur syngur bæði með kirkjukórnum og karlakvartettinum Kóngunum. „Ég var oft að koma með lög til hans í

kirkjuna og hann var að setja á nótur fyrir mig. Svo á endanum sagði hann að það færi ekkert í gang hjá mér fyrr en ég hreinlega myndi ákveða stað og stund fyrir útgáfutónleika. Ég gerði það og þá fór hlutirnir að gerast.“

Platan kannski svona eins og ég, frekar á mjúku nótunum

Þegar Sólmundur er beðinn um að lýsa plötunni verður hann hikandi. Hann sýpur á kaffinu og hugsar sig um. „Mér finnst ferlega erfitt að skilgreina mína eigin tónlist, held að sé best að láta aðra um það. Ég held ég geti samt fullyrt að hún sé frekar þægileg og áreynslulítil í hlustun. Kannski svona eins og ég sjálfur, frekar á mjúku nótunum,“ segir hann og brosir. „Yrkisefnið er mest pælingar um lífið og tilveruna, byggt á minni reynslu, en hún er samt ágætlega fjölbreytt myndi ég segja.“

Kæru félagsmenn

Tökum vel í kjarakönnun VSFK Þátttakendur lenda strax í happdrættispotti Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Fjölskyldan tekur virkan þátt í þessu verkefni og dæturnar eiga greinilega ekki langt að sækja tónlistaráhugann - hvernig er að vinna með börnunum sínum? „Alveg yndislegt, það eru bara forréttindi að fá að vinna tónlist með börnunum sínum. Þær Hildur og Agnes eru miklir hæfileikabunkar í tónlistinni, góðar söngkonur og með þetta listræna innsæi sem er ekki öllum gefið. Við náum alveg einstaklega vel saman og höfum verið að leika okkur að syngja saman raddað sem kemur mjög vel út. Yngsta dóttirin er líka mjög efnileg söngkona og hefði pottþétt verið með ef ég hefði beðið í nokkur ár með að fara í þetta verkefni.“ Útgáfutónleikarnir verða haldnir í Hljómahöll á afmælisdegi Sólmundur 29. september og vonast Sólmundur eftir góðri aðsókn. Með Sólmundi verða á sviðinu góðir vinir og samstarfsmenn í gegnum tíðina og að sjálfsögðu dæturnar.

Engin ástæða til annars en að setja stefnuna þangað sem maður vill

„Ég er svo heppinn að eiga góðan kjarna af vinum til að spila með og er það komið svo að öll stórsveitin sem spilað hefur í „Blikinu“ síðustu ár á Ljósanótt verður með mér á tónleikunum, þ.e.Valdi, Arnór, Bubbi, Davíð, Sigurgeir og svo fær kynnirinn hann Kristján Jóhannsson líka hlutverk. Stelpurnar mínar syngja hvor sitt lagið og radda og svo kemur vinkona mín hún Birta Sigurjónsdóttir og syngur eitt lag, mjög sérstakt - án texta.“ Sólmundur segist hafa ákveðið að stilla miðaverði á tónleikana í hóf til þess að fá sem flesta enda sé ekki auðvelt að vera óþekktur með stóra drauma. „En það eru einhverjir sem þekkja til mín og vonandi koma bara sem flestir. Það er eins með þessa tónleika og plötuna sjálfa, engin ástæða til annars en að setja stefnuna þangað sem maður vill. Öðruvísi kemst maður ekki á áfangastað.“


LJÓS OG PERUR

25%

AFSLÁTTUR Gildir til 16/10

ÖLL

HANDVERKFÆRI, VERKFÆRABOX OG ALLAR JÁRNHILLUR

30% AFSLÁTTUR Gildir til 27/9

ÖLL

ALLIR

RAFMAGNSVERKFÆRI

25%

20% AFSLÁTTUR Gildir til 27/9

ÞAKGLUGGAR, STIGAR OG ALLAR TRÖPPUR OG HÁÞRÝSTIDÆLUR

AFSLÁTTUR Gildir til 27/9

SUÐURNES KOMDU Í HEIMSÓKN!


8

VÍKURFRÉTTIR

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Guðríður Elíasdóttir,

Suðurgötu 17, Sandgerði, Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 9. september. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, föstudaginn 22. september kl.13. Ellý Björnsdóttir Magnús Þorgeirsson, Halldóra Svava Sigvarðardóttir Viðar Ólafsson, Vigdís Sigvarðardóttir Sigurður Tryggvason, Jens Snævar Sigvarðarson Elías Sigvarðarson Kristjana Magnúsdóttir, Guðmundur Sigvarðarson barnabörn og barnabarnabörn.

Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

Björg Valtýsdóttir,

aðstoðaryfirtollvörður, Njarðvíkurbraut 28, Innri Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. september. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið og Krabbameinsfélag Suðurnesja. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 22. september klukkan 13. Kristinn Pálsson Sigrún Eva Kristinsdóttir Martin Hernandez Ásdís Björk Kristinsdóttir Jóhann Axel Thorarensen Páll Kristinsson Pálína Gunnarsdóttir og barnabörn.

VIÐBURÐIR LISTASAFN REYKJANESBÆJAR - LISTAMANNALEIÐSÖGN Sunnudaginn 24. september kl. 15:00 verður Helgi Hjaltalín Eyjólfsson með leiðsögn um sýningu sína Horfur í Duus Safnahúsum. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Fimmtudaginn 21. september kl. 11.00 kemur Margrét Knútsdóttir ljósmóðir á Foreldramorgunn og fjallar um andlega og líkamlega líðan eftir barnsburð. Þriðjudaginn 26. september kl. 17.00 verður Draugaleg Uppskeruhátíð Sumarlesturs. Halla Karen les draugasögur og börn eru hvött til að fara á draugaveiðar í safninu. Allir hjartanlega velkomnir. HEILSU- OG FORVARNARVIKA 2. - 8. OKTÓBER Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt í heilsu- og forvarnarviku með því að bjóða upp á heilsubætandi dagskrá? Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 22. september í netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is

LAUS STÖRF

Starfsmaður í eftirskólaúrræði kl. 13-16 FJÖRHEIMAR Hlutastarf við ræstingar HÆFINGARSTÖÐ Starfsfólk á heimili fatlaðra barna VELFERÐARSVIÐ Þjónustufulltrúi STJÓRNSÝSLUSVIÐ Fagmanneskja í starf með fötluðum HÆFINGARSTÖÐ Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222

fimmtudagur 21. september 2017

Besta forvörnin er að hafa trú á eigin getu Harpa Rakel Hallgrímsdóttir er jógakennari og búsett í Grindavík. Að eigin sögn ætlaði hún aldrei að kenna jóga, hvað þá stunda það þar sem henni fannst hún ekki hafa eirð í sér til að njóta þess að vera í núinu. Draumur Hörpu er að opna jógasetur og mun það gerast þegar það á að gerast. Í haust ætlar Harpa hins vegar að leyfa sér að njóta og rækta líkama og sál. Hvenær byrjaðir þú að stunda jóga og hvenær ákvaðst þú að gerast jógakennari? „Áður en ég byrjaði að stunda jóga hafði ég prófað einn og einn tíma. Mér fannst það spennandi en samt ekki fyrir mig, mér fannst ég ekki hafa þessa eirð í mér. Ég byrjaði að stunda jóga af alvöru í byrjun árs 2014 að mig minnir. Það var eiginlega bara tilviljun því ég var að skúra leikskólann og þar var lokaður jóga hópur og á meðan þær stunduðu skrapp ég heim. Halldóra Halldórs jógakennari var alltaf að benda mér á að prófa í stað þess að hoppa heim á meðan. Þannig ég prófaði og bæði ég og Halldóra getum sagt að ég hafi ekkert slakað á, ekki í eina sekúndu. Erfiðasta æfingin var slökunin þar sem ég var búin að telja allar línur og skrúfur í loftinu. En eftir tímann vissi ég að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti þannig ég ákvað að mæta aftur og hef aldrei séð eftir því. Ég fór svo í fyrsta jóganámið sumarið eftir það en það skondna var að ég ætlaði aldrei að kenna. Ég hafði prófað Aerial jóga í Reykjavík og orðið ástfangin af því en ég var mjög feimin, kvíðin og hrædd við að vera með of miklu fólki og var alltaf í hræðslukasti fyrir utan áður en ég fór í tíma. Ég keypti mér því sjálf Aerial búnað og fór í námið til þess eins að þurfa ekki að mæta aftur heldur ætlaði ég bara að stunda það ein heima í friði. Eftir námið plataði kennarinn sem átti Byoga, þar sem ég stundaði námið mig í að vera með námskeið og þá var ekki aftur snúið.“ Prana jógasetur, hvaðan kemur hugmyndin af því? „Ég get ekki sagt að ég eigi hugmyndina alveg sjálf. Ég og Margrét Kristín, sem er annar jógakennari hér í Grindavík, keyrðum eitthvern tímann á milli í jóga og töluðum um hvað það þyrfti jógasetur í Grindavík og þá keyrir bíll fram hjá með merkinu Prana og við litum á það sem tákn að ef við myndum s t of n a j ó g a s e tu r myndi það vera nafnið. Prana er úr jógafræðunum og er lífsorkan okkar.“ Stefnir þú enn að því að opna jógasetur í Grindavík? „Já klárlega, en plönin hafa örlítið breyst því á lóðinni sem ég keypti má

ég ekki byggja íbúðarhús. Planið var að byggja saman íbúð og jógasetur því fáir í þessu samfélagi hafa efni á tveimur íbúðum, ég ætlaði að búa í annarri íbúðinni og hafa jógasetur í hinni. Núna er lóðin farin á sölu og ég finn nýja leið. Ég trúi því að þegar það eigi að koma og tíminn er réttur þá komi það. Allt er eins og það á að vera. Þangað til hef ég tekið allt úr stofunni heima hjá mér og gerði lítið pláss fyrir um átta manns þar sem ég og aðrir getum haldið áfram stunda jóga, þroskast og vaxa saman.“ Þú ert með Aerial jóga fyrir unglinga. Er ekki gott fyrir þá að komast í jóga og gleyma aðeins stund og stað í hraða samfélagsins í dag? „Alveg nauðsynlegt. Það er endalaust áreiti á unga fólkið í dag og margar freistingar sem kalla. Börn og unglingar þurfa að læra að það sé í lagi að vera maður sjálfur, að tilfinningar séu eitthvað sem allir upplifa og að það sé í lagi að finna til. Ég tel að ein besta forvörn fyrir börn og unglinga sé trú á eigin getu og samskiptahæfni sem gott er að styrkja í nánum hóp eins og jóga. Þar finna þau tæki og tól til að komast í gegnum þær reynslur sem munu móta líf þeirra. Það er líka alltaf nóg að gera og mikið álag á þeim svo það er yndislegt að gefa sér smá tíma og sleppa því að hugsa um hvað þau þurfi að gera og vera bara í núinu að njóta.“ Þú hefur einnig verið með jóga fyrir börn á leikskólaaldri. Er ekki skemmtilegt að kenna svona ungum einstaklingum? „Ég elska að vera með þennan hóp. Það er aldrei hægt að vita hvernig tíminn fer. Til að byrja með var ég með jógastundirnar skipulagðar fá a-ö og barði mig niður fyrir að ná ekki að fylgja því eftir en núna er planið síbreytilegt. Það er svo misjafnt hvað hentar hverjum hóp og hvernig þau mæta. Eina sem er alltaf fast er öndun í byrjun og slökun í lokin. Börn elska slökunina, en fyrir okkur eldri er oft erfitt að tileinka sér slökun þar sem við fáum samviskubit yfir því

Jóga snýst ekki um að vera góður í jóga eða keppa um að geta farið í erfiðar stöður. að eyða tíma í ekki neitt og hugsum um allt sem við eigum eftir að gera. Börn fæðast með hæfileikann að vera í núinu en við fullorðna fólkið erum alltaf að kippa þeim frá því og því eiga þau til að gleyma hvernig það er. Þess vegna er svo mikilvægt að byrja ung að stunda jóga og núvitund til að viðhalda því sem er börnunum eðlislægt.“ Geta allir stundað jóga? „Ekki spurning. Jóga er fyrir alla. Konur, karlar, krakkar, ung börn, unglingar og aldraðir geta fundið tíma við sitt hæfi. Jóga snýst ekki um að vera góður í jóga eða keppa um að geta farið í erfiðar stöður. Margir halda að þeir verði að vera í góðu formi líkamlega og andlega þannig að þeir geti róað hugann og haldið honum rólegum í langan tíma en aðalatriðið er að mæta, njóta og koma fram við sig af vinsemd og án dómhörku þrátt fyrir að hugurinn fari á flakk því hann gerir það hjá öllum. Í jóga og núvitund æfum við okkur að staldra við, auka meðvitund okkar og horfa á okkur sjálf og heiminn án dómhörku.“ Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? „Það er sitt lítið af hverju. Það er nóg að gera en ég er með fjóra jógatíma á viku heima í stofu eins og er og svo mun ég hjálpa til við að efla núvitund í skólasamfélaginu í Grindavík ásamt Halldóru Halldórsdóttur. Einnig var ég að hefja nám í heilsunuddi og þrái að tvinna þetta saman í framtíðinni. Annars er markmiðið í haust aðalega að leyfa mér að njóta og rækta líkama og sál. Ég get ekki gefið af mér ef ég sinni mér ekki. Við þurfum alltaf að byrja á okkur sjálfum, eins í neyðarástandi í flugvélum, fyrst setjum við grímuna á okkur sjálf, svo á aðra. Þannig núna er tími til að læra að lifa við breyttar aðstæður og rækta fjölskyldu- og vinasambönd.“


! ð i f or h á ir fyr á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00

600.000 DÓSIR

a t ó j n n n e m a ð er F a n i n f ö h ir f y s i n ý s út k í v a d n i í Gr

Á MÁNUÐI Í DÓSASEL

Fréttapakki frá Suðurnesjum

KÓNGAR OG KIRKJUFÓLK SAFNAR FYRIR NÝJU ORGELI Í KEFLAVÍKURKIRKJU

Hár organistans fæst fyrir milljón Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.

Þú getur horft á þáttinn í sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is


HYUN

Árgerð 2

Verð

HYUN

Árgerð 2

Verð

LÆGRI

SÖLULA UN

HYUN

Árgerð 2

Verð

Hringdu 420 0400 RENAULT Megane.

Árgerð 2011, ekinn 127 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.202088.

DACIA Duster.

Árgerð 2016, ekinn 52 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.790.000. Rnr.202722.

JEEP Grand cherokee limited 4x2. Árgerð 2005, ekinn 84 Þ.KM, bensín, . Verð 790.000. Rnr.202630.

BMW F650gs.

Árgerð 2008, ekinn 8 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 1.250.000. Rnr.212446.

BMW I I3 rex.

Árgerð 2016, ekinn 20 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 1 gírar. Verð 4.280.000. Rnr.212449.

VW Touareg.

Árgerð 2005, ekinn 208 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 850.000. Rnr.212448.

CHEVROLET Captiva.

Árgerð 2007, ekinn 180 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 1.290.000. Rnr.202560.

RENAULT Megane.

Árgerð 2011, ekinn 140 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 1.490.000. Rnr.761401.

RENAULT Clio.

Árgerð 2003, ekinn 156 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 190.000. Rnr.202777.

MAZDA Tribute s 4wd.

Árgerð 2006, ekinn 90 Þ.MÍLUR, bensín, . Verð 990.000. Rnr.202744.

CHEVROLET Cruze.

Árgerð 2013, ekinn 88 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.290.000. Rnr.212366.

Fjármögnum allt að 90% af kaupverði

DACIA Duster.

Árgerð 2016, ekinn 68 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.690.000. Rnr.202721.

SKODA Octavia.

Árgerð 2003, ekinn 236 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 299.000. Rnr.202633.

OPEL Astra station wagon.

Árgerð 2008, ekinn 157 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 990.000. Rnr.202719.

HYUNDAI I10 comfort.

Árgerð 2017, ekinn 18 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.590.000. Rnr.202826.

UMBOÐSAÐILI

NISSA

Árgerð 2

Verð

VOLVO V70xc v-awd.

Árgerð 2005, ekinn 180 Þ.MÍLUR, bensín, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 750.000. Rnr.202575.

TOYOTA Corolla.

Árgerð 2008, ekinn 108 Þ.KM, dísel, 5 gírar. Verð 1.190.000. Rnr.202830.

SUZUKI Swift.

Árgerð 2012, ekinn 62 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 1.360.000. Rnr.202737.

www.lykill.is

NISSA

Árgerð 2

Verð

FORD

Árgerð 2

Tilbo

SUBAR

Árgerð 2

Verð


ILI

ur

gírar.

HYUNDAI I10 comfort.

DACIA Dokker.

DACIA Dokker.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I10 comfort.

HYUNDAI I30.

HYUNDAI I20.

NISSAN Qashqai.

KIA Rio.

HYUNDAI I30.

NISSAN Leaf.

HYUNDAI I20.

HYUNDAI I30.

HYUNDAI I30.

SKODA Octavia.

NISSAN Navara 4wd double cab at le.

RENAULT Megane.

RENAULT Megane.

NISSAN Qashqai.

TOYOTA Rav4.

FORD Capron a 361.

TOYOTA Rav4.

FORD Hymer c 642.

FORD Hymer c 562.

LAND ROVER Discovery sport.

SUBARU Impreza.

KIA Sorento.

RENAULT Clio.

NISSAN X-trail tekna.

NISSAN Patrol gr.

Árgerð 2017, ekinn 15 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.730.000. Rnr.212423.

Árgerð 2017, ekinn 13 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202793.

Árgerð 2014, ekinn 86 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.212447.

Árgerð 2014, ekinn 32 Þ.KM, rafmagn, sjálfskiptur. Verð 2.190.000. Rnr.202819.

Árgerð 2009, ekinn 99 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 5 gírar. Verð 2.690.000. Rnr.212402.

Árgerð 2010, ekinn 123 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Tilboðsverð 4.250.000. Rnr.202827.

Árgerð 2005, ekinn 135 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 590.000. Rnr.202833.

Árgerð 2015, ekinn 61 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.750.000. Rnr.202773.

Árgerð 2017, ekinn 14 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202794.

Árgerð 2016, ekinn 47 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.850.000. Rnr.202698.

Árgerð 2016, ekinn 19 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 2.290.000. Rnr.202791.

Árgerð 2017, ekinn 17 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 2.690.000. Rnr.202840.

Árgerð 2015, ekinn 32 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.590.000. Rnr.202801.

Árgerð 2006, ekinn 210 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 990.000. Rnr.202848.

Árgerð 2015, ekinn 59 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.750.000. Rnr.202776.

Árgerð 2017, ekinn 14 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202824.

Árgerð 2011, ekinn 147 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.890.000. Rnr.201631.

Árgerð 2015, ekinn 41 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.390.000. Rnr.761535.

Árgerð 2017, ekinn 14 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 2.690.000. Rnr.202841.

Árgerð 2011, ekinn 120 Þ.KM, dísel, beinskiptur. Tilboðsverð 5.290.000. Rnr.202832.

Árgerð 2004, ekinn 192 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 290.000. Rnr.202769.

Árgerð 2017, ekinn 15 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202823.

Árgerð 2017, ekinn 14 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202825.

Árgerð 2016, ekinn 36 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.060.000. Rnr.202708.

Árgerð 2017, ekinn 15 Þ.KM, bensín, beinskiptur. Verð 2.590.000. Rnr.202790.

Árgerð 2016, ekinn 67 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 3.190.000. Rnr.202783.

Árgerð 2012, ekinn 128 Þ.KM, dísel, beinskiptur. Tilboðsverð 5.750.000. Rnr.201948.

Árgerð 2016, ekinn 14 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 4.990.000. Rnr.202770.

GE bílar ehf Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is

Árgerð 2017, ekinn 19 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.202792.

Árgerð 2017, ekinn 10 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.790.000. Rnr.761545.

Árgerð 2016, ekinn 45 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 2.190.000. Rnr.202775.

Árgerð 2014, ekinn 142 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 2.590.000. Rnr.202836.

Árgerð 2015, ekinn 59 Þ.KM, dísel, 6 gírar. Verð 3.690.000. Rnr.202834.

Árgerð 2016, ekinn 20 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 9 gírar. Verð 7.690.000. Rnr.202839.

Árgerð 2002, ekinn 270 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 4 gírar. Verð 700.000. Rnr.761436.


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 21. september 2017

Á rúm í hverju einasta landi í Evrópu

Á La Graciosa, lítilli eyju sem er hlut i af Lanzarote.

Í River-rafting á Costa Rica.

skemmtiferðskipum en það gekk ekkert, svo ég ákvað að leita á Google. Þar fann ég fyrirtæki sem auglýsti eftir skemmtikrafti og umsóknarfresturinn rann út daginn eftir. Ég fékk viðtal strax daginn eftir og fór á námskeið á netinu.“ Elva fékk svo starf hjá þeim flutti þá til Lanzarote. „Þar vann ég á rosalega flottu hóteli, en á því er stærsti barnaklúbbur í Evrópu. Ég vann oftast með krökkum frá 9 til 12 ára, ásamt því að starfa í móttökunni og taka á móti nýju fólki. Þarna tók ég meðal annars þátt í Mamma Mia og We Will Rock you, sem voru sýningar á kvöldin. Þessi reynsla er mér ótrúlega dýrmæt og ég lærði ótrúlega mikið.“ Elva flutti svo aftur heim til Íslands fyrir nokkrum vikum síðan en hún hóf nám í haust við Háskóla Íslands þar sem hún lærir tómstunda- og félagsmálafræði. „Þetta nám er ótrúlega skemmtilegt. Ég ákvað að byrja í staðnámi hérna heima en svo getur maður farið út í skiptinám eftir ár og ég geri það pottþétt.“

-Elva Dögg Sigurðardóttir hefur minnkað pressuna á sjálfa sig og ferðast um heiminn án samfélagsmiðla „Það er svo ótrúlega gaman að ferðast og upplifa nýja hluti. Ísland er svo lítill partur af heiminum,“ segir Elva Dögg Sigurðardóttir, en síðustu ár hefur hún flakkað á milli staða í útlöndum og elt draumana sína. Fyrir þremur árum síðan ákvað hún að prófa eitthvað nýtt og skráði sig á tungumálanámskeið í Sevilla á Spáni. Síðan þá hefur hún meðal annars búið í Cádiz og Granada á Spáni, ásamt því að ferðast um Mið-Ameríku og starfa á Lanzarote. „Fyrsta daginn í Sevilla var ótrúlega heitt og algjört myrkur. Mér var skutlað að húsinu sem ég átti að gista í, konan var ekki heima, ég kunni varla spænsku og þurfti að bjarga mér. Ég man ég hugsaði þegar ég var komin upp í rúm hvað ég væri eiginlega búin að koma mér út í. En svo varð þetta strax betra daginn eftir,“ segir Elva en síðan þá hefur hún flakkað á milli staða á Spáni og kynnst fólki frá öllum heimshornum. Hún segist orðin nokkuð góð í spænsku í dag, en þegar Spánverjarnir hafi ekki talað ensku átti hún ekki annarra kosta völ. „Ég lærði meira á því að vera í daglegum samskiptum við Spánverja heldur en í tungumálaskólanum. Maður þarf bara að vera óhræddur við að reyna,“ segir hún. Eftir tungumálaskólann fór hún til Cádiz þar sem hún vann á veitingastað í smábænum Conil. „Hótelið var alveg við ströndina og ég nýtti hverja lausa stund til þess að sóla mig. Núna myndi ég aldrei nenna að liggja svona lengi í sólbaði,“ segir hún. Sumarið 2016 fór Elva í ferðalag ásamt vinkonu sinni Unu, þar sem þær ferðuðust um Mið-Ameríku.

„Þar sá maður hvað við höfum það virkilega gott hérna á Íslandi. Einu sinni keyrðum við inn í eina stórborgina að næturlagi og ég sá mann liggja á götunni í blóði sínu afskiptalausan, það var mjög óhugnaleg sjón.“ Elva ákvað svo að skrá sig í spænskLögð inn á BUGL unám ásamt því að æfa Crossfit síðÞegar Elva var á öðru ári í framastliðið haust og flutti til Granada á haldsskóla sótti hún um skiptinám Spáni. „Þar deildi ég íbúð með fólki frá til Bandaríkjanna, en umsókninni fimm mismunandi löndum. Lengst af var hafnað vegna þess að hún hafði bjó ég með yndislegri franskri konu áður glímt við andleg veikindi. „Þegar ásamt dásamlegum manni frá Þýskalandi, sem hafði ekki notað skó í yfir fimm ár. Magnaður kar. Helgarferð til Portúgal akter sem mér þykir ótrúlega vænt um. Ég fór einu sinni með honum í fjallgöngu en ég lagði samt ekki í það að vera berfætt. Það var magnað að fylgjast með honum,“ segir Elva.

Starfar sem skemmtikraftur á Spáni

Frá því Elva var lítil hafði hana langað að prófa að starfa sem skemmtikraftur á hóteli. „Ég var búin að sækja um vinnu á

ég var í 9. bekk var ég lögð inn á BUGL, sem er Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þetta byrjaði þegar ég fékk einhverja flensu og var rúmliggjandi í nokkra daga. Þegar flensan lagaðist varð eftir einhver ónota tilfinning og þyngsli innra með mér. Mig langaði ekki að hitta neinn og skildi ekkert hvað var að gerast. Ég hitti sálfræðing sem vildi senda mig á BUGL vegna sjálfsvígshugsana. Þar fékk ég mikla hjálp en eftir á að hyggja var ég ekki nógu þroskuð til að taka á móti hlutunum og læra. Ég var að glíma við ótrúlega mikinn kvíða og fullkomnunaráráttu. Ég hef alltaf reynt að standa mig svo vel í hverju einasta verkefni sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er í námi, vinnu eða íþróttum,“ segir Elva Dögg en í mörg ár á eftir átti hún í erfiðleikum með pressuna sem hún setti á sig sjálfa. „Ég skildi ekki af hverju mér leið svona illa, ég á svo góða fjölskyldu, ótrúlega góða vini og var að standa mig vel. Manni finnst maður ekki eiga að geta liðið svona illa því maður hefur allt. Ég setti óraunhæfar kröfur á sjálfa mig og síðustu tvö ár hef ég lært að setja miklu minni kröfur. Það hefur tekið á og ég á það til að fara fram úr mér, en mér líður

mun betur núna. Ég þarf ekki að vera best í öllu,“ segir Elva Dögg.

Hætti á Snapchat og Instagram

Fyrir tveimur árum síðan ákvað hún að hætta að nota Instagram og Snapchat fylgdi svo með í kjölfarið ári síðar. „Það var mjög mikill léttir að hætta á þessum miðlum. Ég fæ núna ekki jafn mikið af óþarfa upplýsingum. Ég þarf ekkert að vita hvað hver einasta manneskja á Snapchat er að gera, það gagnast mér ekkert. Svo er ótrúlega gaman að heyra vinkonur sínar segja frá því sem þær hafa verið að brasa, án þess að vera búin að sjá það sjálf á netinu. Kannski byrja ég samt aftur einhvern tímann seinna, en þá á öðrum forsendum.“ Hún segist aldrei fá heimþrá og líði vel úti, en hún fái þó stundum leið á stöðunum og langi til að skipta um umhverfi. „Mamma saknar mín þó alltaf mest af öllum, en hún er sú sem hvetur mig mest áfram. Eftir tvo daga á Íslandi langar mig strax að fara aftur út,“ segir hún.

Eyðir minna og nýtir meira

Eftir að hafa búið þennan tíma á Spáni er Elva farin að nýta hlutina meira, eyðir minni pening og er orðin m i k i l l u m hve r f iss in n i. Elva klædd sem Elsa í Frozen, ásam t „Launin á Spáni eru náttúruföðu r sínu m, Sigu rði Ska rphé ðins syni, móður sinni, Lindu Hrönn Birg is- lega mun lægri en á Íslandi dótt ur, og litlu syst ur sinn i Agn esi en það er ódýrt að halda sér Perlu. uppi. Ég hef alltaf verið sparsöm og hef frá því ég var lítil passað vel upp á peninginn minn. Ég eyði ekki pening í óþarfa hluti.“ Hún segir standardinn sinn einnig hafa lækkað rosalega mikið eftir að hafa búið á Spáni. „Þegar ég mætti á hótelið sem ég vann á var mér sýnt herbergið mitt. Í því var ekkert nema rúm. Sturtuhengið var í henglum, ekkert náttborð og ekkert leirtau. Þá minnti ég sjálfa mig á fyrsta daginn í Sevilla. Ég reddaði þessu svo auðvitað bara, skreytti veggina með myndum og þetta blessaðist allt.“ Hún segist hiklaust ætla aftur út en hvenær það verður veit hún ekki. „Það sem stendur klárlega upp úr eru vinirnir sem maður eignast. Ég á orðið rúm í hverju einasta landi í Evrópu núna sem ég get gist frítt í, þetta kemur bara í ljós.“


fimmtudagur 21. september 2017

13

VÍKURFRÉTTIR

Viljum fá sem flesta til að taka þátt

Fulltrúar sveitarfélaganna hittust til að ræða málin fyrir Heilsu- og forvarnarvikuna í Sandgerði á dögunum.

Fimmtán árum síðar er draumastarfið orðið að veruleika Kolbrún Garðarsdóttir birtist í 3. tölublaði Víkurfrétta þann 17. janúar 2002. Þá hafði hún hafið störf sem afgreiðslustjóri ferðaskrifstofunnar SBK. Kolbrún var þá valin „Maður vikunnar“ af Víkurfréttum og svaraði spurningalista fyrir blaðið. Víkurfréttir höfðu samband við Kolbrúnu, nú 15 árum síðar, og báðu hana að svara sama spurningalistanum. Í dag starfar Kolbrún sem héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni Völvu en ýmislegt fleira hefur breyst í lífi hennar síðustu 15 árin. Kolbrún 2002:

Nafn: Kolbrún Garðarsdóttir. Fædd hvar og hvenær: 9. janúar 1967 í Keflavík. Atvinna: Sölumaður hjá SBK travel. Maki: Eyþór Eiðsson. Börn: Arndís 13 ára, Sóldís 4 ára, fósturbörn: Guðrún 17 ára, Sigurður 10 ára. Hvernig býrð þú? Mjög vel. Hvaða bækur er tu að lesa núna? L ífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Hvaða mynd er á músamottunni? Grá motta. Uppáhalds spil: Actionary. Uppáhalds tímarit: Gestgjafinn. Uppáhalds ilmur: Blue Marine. Uppáhalds hljóð: Hlátur. Hræðilegasta tilfinning í heimi: Óöryggi. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana? Að vekja hina fjölskyldumeðlimina. Er rússíbani hræðilegur eða spennandi? Hræðilegur. Hvað hringir síminn oft? Misjafnt. Uppáhalds matur: Sjávarfang hvers konar. Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði. Finnst þér gaman að keyra hratt? Já, stundum. Sefur þú með tuskudýr? Nei. Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt? Spennandi. Hver var fyrsti bíllinn þinn? Fiat 1982 árgerð. Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það? Njörð bróður. Áfengur drykkur: Hvítvín. Stjörnumerki: Steingeit. Borðar þú stönglana af brokkolí? Já. Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Lögfræði. Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann? Ljós. Hvort er glasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt. Uppáhalds bíómyndir: Ítalskar. Notar þú fingrasetningu á lyklaborð? Já. Hvað er undir rúminu þínu? Verndarenglar mínir. Uppáhalds talan: 9.

Kolbrún 2017:

Atvinna: Lögmaður á Valva lögmenn. Maki: Fráskilin. Börn: Arndís 29 ára, Sóldís 20 ára, stjúpbörn: Guðrún 32 ára og Sigurður 26 ára. Hvernig býrð þú? Ennþá mjög vel. Hvaða bækur ertu að lesa núna? Náðarstund eftir Hönnuh Kent. Hvaða mynd er á músamottunni? R auð motta. Uppáhalds spil: Guillotine. Uppáhalds tímarit: Tímarit lögfræðinga. Uppáhalds ilmur: Patchouli. Uppáhalds hljóð: Hlátur. Hræðilegasta tilfinning í heimi: Vanmáttur. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana? Kaffi. Finnst þér rússíbani hræðilegur eða spennandi? Spennandi. Hvað hringir síminn oft? Misjafnt. Uppáhalds matur? Sjávarfang hvers konar. Súkkulaði eða vanillu? Súkkulaði. Finnst þér gaman að keyra hratt? Já, aðeins of gaman. Sefur þú með tuskudýr? Nei. Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt? Spennandi. Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það? Njörð bróður. Áfengur drykkur: Hendriks gin. Borðar þú stönglana af brokkolí? Já. Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það? Það sem ég sagði fyrir fimmtán árum, lögmennsku. Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann? Ljós. Er glasið hálftómt eða hálffullt? Hálffullt. Uppáhalds bíómyndir: Ævintýramyndir. Notar þú fingrasetningu á lyklaborð? Já. Hvað er undir rúminu þínu? Verndarenglarnir mínir. Þeir hafa blessunarlega fylgt mér í gegnum lífið. Uppáhalds talan? 9.

Heilsu- og forvarnarvika framundan á öllum Suðurnesjunum ■■Heilsu og forvarnarvikan fer fram á öllum Suðurnesjunum vikuna 2.–8. október. Öll bæjarfélögin á Suðurnesjunum taka þátt í vikunni en Reykjanesbær hefur staðið fyrir henni undanfarin tíu ár. Markmiðið með heilsu og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum, því er leitað til bæjarbúa, stofnanna og fyrirtækja og allir hvattir til þess að taka þátt.

Allir taki höndum saman

Guðbrandur Stefánsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi í Garði segir að vikan snúist um það að fyrirtæki og stofananir taki höndum saman og efli starfsfólk sitt til þess að hreyfa sig ásamt fjölskyldum sínum „Við vonumst einnig til þess að fyrirtæki og stofnanir kynni starf sitt og bjóði upp á afslætti, skólar setji upp viðburði ásamt íþróttafélögunum. Reykjanesbær er til dæmis heilsueflandi samfélag og það væri frábært ef öll bæjarfélögin á Suðurnesjunum myndu verða það líka.“

Vildu fá alla með

„Þetta er í tíunda skipti sem Reykjanesbær heldur þessa viku og við vildum fá öll sveitarfélög á Suðurnesjum til þess að taka þátt í þessu með okkur“, segir Hafþór Birgisson íþrótta og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ. „Það er svo mikilvægt að fá sem flesta til að taka þátt, tosa alla inn í þetta og allir ættu að sjá tækifæri til

þess að gera eitthvað. Að sjálfsögðu ætti eitthvað að vera um að vera allt árið en það er ágætt að hefja veturinn með krafti og setja svona viku af stað.“ Heilsa og forvarnir eru mjög vítt hugtak og flestir ef ekki allir eru farnir að átta sig á því hvað heilsan skiptir miklu máli. „Við erum svo heppin að vera eitt stórt svæði hér á Suðurnesjunum og ættum í raun og veru að vinna meira saman, það er frábært að allir séu að taka þátt í ár og heilsa og forvarnir koma öllum við, óháð aldri eða öðru“, segir Hafþór. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag og hefur það verkefni gengið vel. „Við viljum fá fleiri sveitarfélög inn í þetta, hér í Reykjanesbæ eru leikskólarnir til dæmis heilsueflandi og fóru nýlega að vinna með verkefnið hugarfrelsi.“

Forvarnarvinnan skilar árangri

Hafþór segir að það sé alltaf verið að vinna góða forvarnarvinnu en hún sé ekki alltaf sýnileg, það sé mikil-

Frá vinstri: Guðbrandur, Stefán, Hafþór, Gunnhildur, Rut og Jóhann.

vægt að leyfa öllum að fylgjast með því góða forvarnarstarfi sem fer fram því sú vinna skili sér alltaf. Nú er til dæmis stórt verkefni framundan ekki bara hér á Íslandi heldur í öllum heiminum, það er að sinna forvarnarstarfi eldri borgara. „Við erum að eldast eins og allur heimurinn og því er mikilvægt að hlúa að heilsu og forvörnum eldri borgara.“ „Árangurinn sem hefur náðst í forvarnarmálum á Suðurnesjum er mjög góður, það er ekki hægt að líkja niðurstöðum kannana saman núna og fyrir nokkrum árum síðan, drykkja hefur minnkað ásamt reykingum. Það er þó stórt verkefni framundan því „veipið“ er orðið ansi vinsælt og við höfum miklar áhyggjur af því hvernig sú þróun er. Munntóbaksnotkun hefur minnkað hjá ungu fólki sem er jákvætt og sýnir okkur hvað forvarnarstarf hefur góð áhrif.“

Samstarf er mikilvægt

Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur segist vera mjög ánægð með samstarf bæjarfélaganna í heilsu og forvarnarvikunni. „Allt sem við getum gert saman gerir hlutinn stærri og veigameiri. Grindavík er sterkur íþróttabær og þetta verður mjög flott þegar allt kemur til alls. Það er mikilvægt að fjölskyldur geri eitthvað saman og verður það leiðarljósið okkar, viljum að fólk njóti þess að gera eitthvað saman. Handbókin okkar kemur út bráðlega og í henni verður margt fróðlegt að sjá. Okkur lýst líka mjög vel á hugmyndina um heilsueflandi samfélag eins og Reykjanesbær er að gera, reynum að gera þessa viku í þeim anda. Svona dagar og vikur geta orðið spennandi þegar við tökum okkur öll saman.“

Heillaður af Reykjanesinu Iñigo Pedrueza Carranza heimsótti Ísland í vor og ferðaðist meðal annars um Reykjanesið, fór í Bláa Lónið, gekk Hópsneshringinn í Grindavík og skoðaði Garðskagavita. Hann tók margar fallegar myndir í ferðinni og virðist hafa heillast af náttúru Íslands og Bláa Lóninu. Hann lýsir ferðinni sinni um Reykjanesið á einstakan hátt en þar segir hann meðal annars að það hafi verið ótrúleg tilfinning að finna kraftinn í jörðinni og hvernig hún öskraði á hann. Honum fannst líka sjóðandi vatnið í jörðinni ótrúlegt sjónarspil. Hann mælir með því að ferðamenn skoði Reykjanesskagann áður en þeir fara í Lónið til þess að undirbúa sig betur fyrir Lónið sjálft. Svona lýsir hann hluta af heimsókn sinni í Bláa Lónið: „Tíminn stöðvast og manni líður eins og maður sé staddur í öðrum heimi. Þegar maður lítur í kringum sig er þoka búin að umlykja mann og steikjandi hiti.“ Meðfylgjandi myndir eru frá Facebook-síðu Iñigo.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 21. september 2017

Gæti ekki lifað án fótbolta um g n li g n u ð a lp já h et g ég f „E að líða betur er ég glöð“stöðu-Gunnhildur Gunnarsdóttir er nýr for maður 88 hússins og Fjörheima „Ég vil láta eitthvað gott af mér leiða. Ef ég get hjálpað einhverjum unglingum með það að líða betur þá er ég rosaleg glöð,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, en í byrjun sumars var hún ráðin sem forstöðumaður 88 hússins og Fjörheima. Gunnhildur, sem útskrifaðist fyrr á árinu sem uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur alltaf sóst í það að vinna með börnum. „Ég var búin að vinna í fjögur ár sem starfsmaður í Fjörheimum. Þegar ég sá þetta starf svo auglýst fannst mér það mjög spennandi, að fá að vera sú sem skipuleggur og heldur utan um starfsemina. Ég var búin að fá smá reynslu sem forstöðumaður frístundaheimilisins í Myllubakkaskóla. Þar áttaði ég mig á því að ég væri til í að vera yfirmaður og að fá aðeins að koma inn með mínar hugmyndir, hafa áhrif og bera ábyrgð,“ segir Gunnhildur. Hún segir uppeldis- og menntunarfræðina hjálpa sér mikið í sínu starfi og að það nám hafi kennt henni mikið um það hvernig hún gæti bætt sig sem einstakling. „Í þessu námi var mikið val og ég tók það eiginlega allt í tómstunda- og félagsmálafræði og lærðu þar af leiðandi mikið um félagsmiðstöðvar og ungmennahús. Námið kenndi mér svo rosalega mikið um samskipti við fólk og í rauninni bara hvernig maður á að ná árangri í daglegu lífi.“

Vilja að unglingarnir hafi gaman

Mikil og fjölbreytt starfssemi á sér stað, bæði í 88 húsinu, sem er ungmennahúsið, og einnig í félagsmiðstöðinni Fjörheimum. „Við hugsum fyrst og fremst um skemmtanagildi. Við viljum að unglingarnir komi hingað til að hafa gaman. Svo leggjum við mikla áherslu á forvarnir og í því samhengi finnst mér mjög mikilvægt að við starfsmennirnir séum góðar fyrirmyndir.“ Gunnhildur sjálf vill leggja áherslu á

fræðslu um andlega líðan ungmenna og fá skólanna í bænum í samstarf. „Mig langar mjög mikið að tala um þessa andlegu líðan, út af öllum þessum fréttum um kvíða unglinga.“

Unglingarnir reka félagsmiðstöðina

Hún segir mikilvægt fyrir unglinga í nútímasamfélagi að gera eitthvað uppbyggjandi þegar tæknin sé svona mikil. „Unglingar hanga rosalega mikið heima og tala saman á netinu. Hér bjóðum við þeim að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Frístundir eru mikilvægar sem forvarnir og í átt að því að lifa heilbrigðum lífstíl.“ Í Fjörheimum er starfandi unglingaráð með 40 meðlimum, en þau sjá mikið um það að skipuleggja starf félagsmiðstöðvarinnar. „Við leggjum mikla áherslu á lýðræði í starfinu. Unglingarnir reka félagsmiðstöðina og við starfsmennirnir erum í rauninni bara þeirra hjálparhönd. Út á það gengur starfið hérna.“ Um það bil 40 ungmenni taka þátt í starfinu á hverju kvöldi, þrátt fyrir að stutt sé síðan starfið fór aftur af stað eftir sumarið. Gunnhildur segir það mikla bætingu og vill þakka starfsfólkinu sínu fyrir. „Við værum ekki að ná svona góðum árangri án þeirra. Þau eru rosalega dugleg og áhugasöm.“ Markmið Gunnhildar sem forstöðumanns er að ná að virkja krakkana og fræða þá um ýmis málefni. „Svo lengi sem ég næ góðri virkni í starfinu og finn að ég er að hafa jákvæð áhrif þá er ég sátt. Þetta er klárlega mitt svið, að vinna með börnum og unglingum. Ég hef gaman að því að eiga samskipti við þau og starfa með þeim, fyrir mér er það einhvers konar lífsfylling.“

Nafn: Helga Guðrún Sigurðardóttir. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti. Í hvaða skóla ertu? Holtaskóla. Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 10. bekk og er 14 ára. Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla? Líklegast bekkurinn og vinir. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Ég er búin að ákveða að fara í framhaldsskóla, en ekkert sérstakt svo sem, bara að klára hann. Ertu að æfa eitthvað? Ég er að æfa fótbolta. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst lang skemmtilegast að spila fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Örugglega að Uppáhald bíða því ég er svo óþolinmóð. s Uppáhald matur: Lax. Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? s tónlista Uppáhald rmaður: Skemmtilegasta fagið er íþróttir eða stærðfræði og S s mest Sna app: Ekkert up hawn Mendes. leiðinlegasta er danska. páhalds pchat og en nota Ins Uppáhald Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Ég gæti ekki s hlutur: tagram. vann í fó L lifað án fótbolta, símans míns og bolta. ík le g a bikar s tb em ég Uppáhald oltanum. s þáttur: Riverdale og Skam .

FS-ingar mæla með…

Orri Gu ðjón

s

Sigrún Birta

Orri Guðjóns so Það er gott að n, 19 ára: chilla á Studio 16 á tónlist þar. Svo eru beikon og hlusta borgararnir mjög góðir bæ ði best. Bernaise á Olsen Olsen og Langsó ge gg ju ð. C af san á Langbest er líka e Pe ti te er lík a m jö g kó sý staður.

Dagný Halla

Dagný Halla Ágústsdóttir, 17 ára: Ég mæli algjörlega með hárgreiðslustofunni Háráttu. Þær sem vinna þar eru algjörir snillingar og það er svo heimilislegt að vera þar. Þegar ég fer á Ráðhúskaffi fæ ég mér alltaf kaffi og kleinuhring, svo er besti bröns í heimi á Kaffi Keflavík. Ég mæli með því að kaupa sér ís í Ungó og labba svo strandlengjuna.

Hægt er að kynna sér starfsemi 88 hússins og Fjörheima á Facebook.

Sigrún Bir Chai La ta Eckard, 1 7á tte geggjað á Kaffi Keflav ra: , það b ík er es Ég mæ li með ta í heimi. því að rúntinn fara á kaupa Hafnargötunn á sér ís á i og er kjúkli Ungó. Svo n g a s a la best mjö ti g gott. ð á Lang-

Elva Rún er FS-ingur vikunnar Fasteignir til sölu á Ásbrú AÐALTRÖÐ 4 Stærð: 391 m2 Byggt: 1960 Tegund: Atvinnuhúsnæði Húsinu fylgir 2.626 m2 lóð Fasteignamat: 9.450.000 kr.

PIPAR\TBWA-SÍA

Eignin verður til sýnis mánudaginn 25. september næstkomandi milli kl. 13–15. Tilboð óskast eigi síðar en kl. 11 föstudaginn 29. september. Nánari upplýsingar á kadeco.is Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að góðu vaxtarsvæði til framtíðar. Þú getur skoðað allar eignir sem félagið hefur til sölu á kadeco.is

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is

FS-ingur: Elva Rún Ævarsdóttir. Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut. Hvaðan ertu og aldur? Úr Keflavík og er 19 ára. Helsti kostur FS? Það er stutt að fara í skólann. Áhugamál? Ferðast. Hvað hræðistu mest? Svona lítil skordýr og að fljúga. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Páll Orri sem stjórnmálamaður. Hver er fyndnastur í skólanum? Lilja Ösp. Hvað sástu síðast í bíó? IT. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Eftirlætis-

Kennari: Anna Taylor, hún er „fave“. Fag í skólanum: Spænska. Sjónvarpsþættir: Friends. Kvikmynd: The conjuring. Hljómsveit/tónlistarmaður: The Weekend. Leikari: Tom Hanks.

Tyggjó og coke. Hver er þinn helsti galli? Ég get verið frek. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Instagram, Snapchat og Messenger. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hafa frjálsa mætingu. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? „Án djóks“ og „skilurðu“. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ágætt bara. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Eftir FS ætla ég allavega að byrja á því að vinna og svo kannski í snyrtifræði. Hver er best klædd/ur í FS? Helgi Líndal og Rósmarý Kristín.

Vefsíður: Netflix. Flíkin: Kápa frá 66°norður. Skyndibiti: Villi. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Ég á ekkert guilty pleasure, mér er skítsama að fólk viti á hvað ég hlusta.


fimmtudagur 21. september 2017

15

VÍKURFRÉTTIR

Horfur

Sameiginleg fræðsla og kynning hjá Kaupfélaginu og Heklunni

- Listamannsleiðsögn á sunnudaginn í Duus Safnahúsum

Skúli Skúlason og Dagný Gísladóttir. VF-mynd/pket.

■■Kaupfélag Suðurnesja og Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fræðsludagskrá í vetur sem miðar að því að auka þekkingu og samkeppnisfærni á Suðurnesjum. Boðið verður upp á fjölbreyttar kynn- henta jafnt frumkvöðlum, fyrirtækjum ingar, námskeið og vinnustofur sem í nýsköpun, fyrirtækjum í ferðaþjón-

■■Helgi Hjaltalín Eyjólfsson verður með leiðsögn um sýningu sína Horfur sunnudaginn 24. september næstkomandi kl. 15, en sýningin var opnuð á Ljósanótt í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Á þessari sýningu reynir (jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Helgi Þorgils Friðjónsson skrifar í sýningarskrá og segir m.a.: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undirliggjandi ógn. Ekki á þessum stað

sýnist mér, en í röngu samhengi, eins og sagan sýnir, geta jafnvel fegurstu hugmyndir orðið ógnvekjandi. Jafnvel frelsishugmyndir er hægt að steypa í sjálfhverft fast mót. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga. Kyrrstaða milli ógnar, sögu og fegurðar.“ Helgi er fæddur árið 1968 og eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði hann nám við Kunstakademie Dusseldorf, AKI í Hollandi og San Francisco Art Institute. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist. Sýningin stendur til 5. nóvember og opið er alla daga frá kl. 12 til 17.

Leikfélagið leitar að þátttakendum fyrir Dýrin í Hálsaskógi ■■Leikfélag Keflavíkur mun í vetur setja upp sýninguna Dýrin í Hálsaskógi en stefnt er að því að frumsýna í byrjun nóvember. Leikfélagið leitar að börnum sem fædd eru 2005 til 2008 sem hafa mikinn áhuga á söng, dansi og leiklist til að taka þátt í leikritinu, en hægt er að skrá sig hér. Prufurnar fara fram þann 18. sept- Nánari upplýsingar um prufurnar ember næstkomandi í Frumleik- má finna á Facebook-síðu Leikfélags húsinu að Vesturbraut 17 en leik- Keflavíkur. stjóri verksins er Gunnar Helgason.

Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið - opnar æfingar ■■Karlakór Keflavíkur er nú að hefja 63. starfsár kórsins. Kórinn hefur endurráðið Jóhann Smára Sævarsson sem stjórnanda 2017-2018 en hann stýrði kórnum starfsárið 20162017. Margt spennandi er framundan hjá kórnum svo sem heimsókn annarra kóra og þátttaka í Allra heilagra messu

í Keflavíkurkirkju. Þá eru áform um heimsókn kórsins til annarra landa á dagkrá í vetur. Kórinn býður áhugasömum söngmönnum í heimsókn á opnar æfingar í september. Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30 til kl. 21:30.

Stofna félag með ódýrt leiguhúsnæði Stofnfundur húsnæðissamvinnufélagsins „Íbúðafélag Suðurnesja hsf.“, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, var haldinn í síðustu viku. Félagsmenn leigufélagsins munu geta leigt húsnæði á lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Um er að ræða langtíma leiguréttaríbúðir en á hinum Norðurlöndunum eru þær ca. 20% af húsnæðismarkaði. Þórólfur Júlían Dagsson, einn af lög sem eru rekin með engum hagnaðalmönnum leigufélagsins, sagði aðarsjónarmiðum. á fundinum að drifkraftur félags- Aðalmenn félagsins eru þau Einar ins væri húsnæðisskortur í Reykja- M. Atlason, Jóhann Már Sigurnesbæ þar sem fjölskyldur séu eða björnsson, Margrét Sigrún Þórólfseigi von á að missa húsnæði og hafi dóttir, Ragnhildur L. Guðmundsekkert húsnæðisöryggi, sem séu dóttir og Þórólfur Júlían Dagsson, mannréttindi. Þá fór Hólmsteinn en varamenn þau Eiríkur Barkarson, A. Brekkan yfir stöðuna í löndum Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Hrafní kringum okkur þar sem um 20% kell Brimar Hallmundsson, Sigríður húsnæðismarkaðsins eru svipuð, Karólína Hrannardóttir og Sigrún svokölluð „non profit félög“ eða fé- Dóra Jónsdóttir.

ustu, samtökum og almenningi sem vill bæta við sig þekkingu. „Eitt af markmiðum Kaupfélags Suðurnesja er að vera hreyfiafl framfara. Með fjölbreyttu fræðslustarfi fyrir almenning, samtök og atvinnulíf stuðlum við að sterkara samfélagi. Verum minnug þess að góðir hlutir gerast vegna skipulags en slæmir hlutir yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Skúli Skúlason, formaður Kaupfélagsins. Undir þetta tekur Dagný Gísladóttir verkefnastjóri hjá Heklunni og bætir við að kynningarnar skapi jafnframt tækifæri á samtali og tengslamyndun sem sé ekki síður mikilvægt. Enginn aðgangseyrir er á fræðslufundina sem haldnir verða í hádeginu á þriðjudögum í fundarsal Krossmóa og boðið verður upp á léttar veitingar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um dagskrána á heklan.is og ksk.is og á samfélagsmiðlum.

Rekstur sveitarfélagsins í góðu samræmi þrátt fyrir fólksfjölgun ■■Ágætis jafnvægi er á rekstri bæjarsjóðs sveitarfélagsins Voga að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra, en hann segir reksturinn í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins í pistli sínum á heimasíðu Voga. „Segja má að á tekjuhliðinni hafi ríkt ljósi þess að íbúum hefur farið fjölgóvissa um útsvars tekjurnar, ekki síst í andi og talsverðar kjarabætur verið á

vinnumarkaði. Fjárhagsáætlun ársins stenst í öllum megin dráttum, enn sem komið er,“ segir Ásgeir en síðustu þrjú ár hefur íbúum sveitarfélagsins Voga fjölgað um 12%.

AUGLÝSING UM ATKVÆÐAGREIÐSLU UTAN KJÖRFUNDAR Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 28. október 2017, er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og Víkurbraut 25, Grindavík og verður sem hér segir: Reykjanesbær: - Alla virka daga frá 20. september til 6. október frá kl. 08:30 til 15:00. - Alla virka daga frá 9. október til 27. október frá kl. 08:30 til 19:00. - Laugardaginn 14. október frá kl. 10:00 til 12:00, laugardaginn 21. október og á - kjördag 28. október, frá kl. 10:00 til 14:00 Grindavík: - Alla virka daga frá 20. september til 20. október frá kl. 08:30 til 13:00. Þó verður lokað á skrifstofunni dagana 27. september til 6. október. - Dagana 23. til 27. október frá kl. 08:30 til 18:00. Á sama tíma fer fram atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um tillögu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fer 11. nóvember 2017. Eftir 28. október verður þó einungis unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma.

Kjósendur skulu framvísa gildum skilríkjum við kosninguna. Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunarog dvalarheimilum aldraðra fer fram 23. til 27. október nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnunum. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl 16:00 þriðjudaginn 24. október 2017. Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en þremur vikum fyrir kjördag.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 20. september 2017 Ásdís Ármannsdóttir


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 21. september 2017

d n u r H araskóna á hilluna Sleggur

„Næst á dagskrá er að vera þolinmóð og stunda endurhæfingu,“ segir Sara Hrund Helgadóttir eftir sitt sjötta höfuðhögg

H EI LS U O G FO R VARNA RVIKA SUÐURNESJA

ERTU MEÐ? 2.–8 . OKTÓB ER 2017

Vikuna 2.–8. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bæjunum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.

Stofnanir sveitarfélaganna taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög á Suðurnesjum sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.

Hafþór Barði Birgisson

Guðbrandur Stefánsson

gudbrandurjs@svgardur.is

Björg Erlingsdóttir bjorg@grindavik.is

Stefán Arinbjarnarson stefan@vogar.is

Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Stutt lýsing á starfi:

·

Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa eins og skutl viðskiptavina til og frá starfsstöð Hæfniskröfur: Að vera laghentur og duglegur Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Framúrskarandi þjónustulund Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð

Til að vera með í viðburðardagatalinu skal skila inn upplýsingum til fulltrúa sveitarfélaganna fyrir 22. september n.k. hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is

STARFSMAÐUR Í BÍLAÞRIF í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK

Rut Sigurðardóttir rut@sandgerdi.is

· · · ·

Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 30. september 2017.


fimmtudagur 21. september 2017

17

VÍKURFRÉTTIR

Hvernig hefur þú það í dag? „Ég er að kljást við mörg einkenni af „Post-concussion syndrome” eða „eftir heilahristings heilkenni” og hefur mitt daglega líf raskast töluvert. Það einkennist af slæmum höfuðverkjum og miklum svima. Ég er byrjuð í endurhæfingu og er spennt að takast á við það að koma heilsunni aftur í rétt horf. Það er erfitt fyrir mig að vera róleg og gera lítið en það þýðir ekkert annað en að taka slaka á og jafna sig að fullu.“ Þú settir inn nokkrar línur á Facebook þar sem þú lýstir stöðunni hjá þér núna, hvernig hafa viðbrögðin við því verið? „Ég bjóst ekki við miklum viðbrögðum. Ég vildi láta vini mína og fólkið í kringum mig vita hvað ég væri að kljást við og að ég þyrfti að stíga til hliðar í fótboltanum. Því voru þær viðtökur sem ég fékk ótrúlegar og komu mér Sara Hrund leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna í opna skjöldu. Ég fékk margar hlýjar hlaut sitt sjötta höfuðhögg á átta árum í leik liðsins gegn kveðjur sem var ÍBV í Vestmannaeyjum þann 17. ágúst síðastliðinn. Líf gaman að fá þegar Söru hefur meira og minna snúist um fótbolta undanþegar maður stendur í erfiðleikum sem farin tuttugu ár og hefur hún spilað yfir hundrað leiki þessum.“ með Grindavík. Sara hefur ekkert látið stoppa sig í Sara Finnur þú fyrir varð re onal miklum stuðning algegnum árin þrátt fyrir meiðsli og spilaði meðal annars meistari meðgiUW F. mennt eftir atvikið? knattspyrnu í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði „Ég er einstaklega nám með fótboltanum og lét þar með draum sinn rætheppin með fólkið í ast. Hún spilaði einnig með unglingalandsliðum Íslands og hefur gengt kringum mig og hafa þau sýnt mér mikinn stuðning eftir atvikið. Ég er fyrirliðastöðu innan vallarins. Í dag eru strembnir mánuðir framundan í ekki að byrja að glíma við þetta núna endurhæfingu og leggur Sara því takkaskóna tímabundið á hilluna. Hún því árið 2009 lenti ég í fyrsta alvarhöfuðhögginu tengdu fótboltvonar að hún verði öðrum víti til varnaðar og að fleiri fari að líta höfuð- lega anum. Fjölskyldan mín og kærasti högg alvarlegri augum. Við ræddum við Söru Hrund um hvaða áhrif höfuð- hafa alltaf verið mér innan handar og verið ótrúlega skilningsrík, það hefur höggin undanfarin ár hafa á hana í dag. hjálpað mér verulega.“ Er mikilvægt að umræðan um höfuðhögg og heilahristinga opnist betur? „Það er svo sannarlega mikilvægt og umræðan hefur því miður hefur verið lítil hér á Íslandi. Ég spilaði knattspyrnu í Bandaríkjunum og fékk eitt höfuðhögg. Viðbrögðin þar voru mun betri en viðbrögðin sem ég fékk hér á Íslandi. Ég trúi því að verkferlar í kjölfar höfuðhögga eigi eftir að lagast og að við bregðumst betur við þeim og sýnum meiri skilning. Eins og ég nefndi í færslunni minni á Facebook er auðvelt að bregðast við sýnilegum meiðslum líkt og beinbrotum eða Sara spilaði með University of West Florida í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám í sálfræði.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222

Sara í leik með Grindavík.

krossbandsslitum og fólk sem lendir í því fær mikinn skilning. Höfuðhögg eru ekki sýnileg en mjög hættuleg og afleiðingarnar geta verið slæmar ef ekki er brugðist rétt við. Því eru viðbrögð vegna höfuðhögga mikilvæg og ég get ekki ítrekað það nóg að þeir sem standa að íþróttaliðum kynni sér einkenni og rétt viðbrögð.“ Viltu spá í spilin fyrir síðustu leiki Grindavíkur? „Ég hef fulla trú á að stelpurnar haldi áfram að spila vel og safna stigum á lokasprettinum og eftir jafnteflið

við FH tryggði Grindavík sér veru í Pepsi-deild kvenna að ári sem er frábært afrek fyrir nýliða í þessari sterku deild. Við erum með gott lið og gaman að sjá ungu stelpurnar stíga upp og standa sig frábærlega eftir að meiðsli hafa herjað á mannskapinn.“ Hvað er svo næst á dagkrá hjá þér? „Það er að læra að vera þolinmóð og stunda endurhæfingu til að ná krafti til og ná mér. En eins og sagt er, þegar einar dyr lokast opnast aðrar og ætla ég að lifa eftir því á næstunni.“

Rótgróið byggingafyrirtæki óskar eftir duglegum og stundvísum smiðum eða mönnum vönum byggingarvinnu. Mikil og örugg vinna. Erum staðsett í Þorlákshöfn. Allar nánari upplýsingar veita Heimir í síma 892 3742 og Gestur í síma 899 5443

Ráðningarþjónusta

Gæðafulltrúi

Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða gæðafulltrúa til starfa. Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki í örum vexti sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.

Starfs- og ábyrgðarsvið

Menntunar- og hæfniskröfur

· Ábyrgð á daglegri vinnu við gæðakerfi

· Menntun sem nýtist í starfi

· Ábyrgð á ýmsum sérverkefnum

· Þekking á gæðamálum og gæðastöðlum

· Frumkvæði að nýjungum og úrbótum

· Góð kunnátta á skjalavinnslu í Word og Excel

· Þátttaka í frjóvgunarteymi

· Frumkvæði og hæfni til að vinna í fjölbreyttu umhverfi

· Afleysing gæðastjóra í fjarveru hans

· Jákvæðni og lipurð í samskiptum

· Vinna í samræmi við gæðakerfi

· Sjálfstæði í vinnubrögðum sem og geta til að vinna í hóp

Starfsstöð gæðafulltrúa er í Vogum og frekari upplýsingar um Stofnfisk má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.stofnfiskur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 29. september næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar.

RÁÐNINGARÞJÓNUSTA

HH Ráðgjöf • Fjarðargata 13 - 15 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is


Íþróttir á Suðurnesjum

fimmtudagur 21. september 2017

Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn síðan 1981 -Njarðvík komst upp í Inkasso-deild karla í knattspyrnu

Andri Fannar hampar 2. deildar bikarnum, félagar hans fagna fyrir aftan hann.

„Það er frábær tilfinning að verða meistari en Njarðvík hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitil frá árinu 1981,“ sagði Rafn Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að Njarðvíkingar gulltryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn síðastliðinn laugardag. Njarðvík er komið í Inkasso-deildina í knattspyrnu karla en liðið er sem stendur í efsta sæti 2. deildar með 47 stig þegar einn leikur er eftir í deildinni. Næsta lið er átta stigum á eftir þeim í öðru sæti. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, afhenti Njarðvíkingum bikarinn í lok leiks Njarðvíkur og KV í ekta íslenskum aðstæðum, roki og rigningu.

ðvíkur í 2. deild Meistaralið Njar attspyrnu. kn í s sin ót Íslandsm

Hverju eigið þið þennan árangur að þakka? „Markmiðasetningin okkar var á hreinu frá upphafi. Við ætluðum að komast upp og þá var næst á dagskrá að setja saman góðan hóp og það hafðist. Kjarninn var til staðar frá því á síðustu leiktíð og mikið af sömu leikmönnunum. Við fengum líka góða styrkingu inn í liðið, allt

hefur gengið upp og við endum á því að vera lang efstir í deildinni sem er frábært.“ Gekk allt upp í sumar? „Við byrjuðum á því að gera tvö jafntefli en eftir það höfum við verið á góðu skriði. Núna erum við komnir með tólf leiki í röð án þess að tapa, það er nokkuð gott.“ Inkasso-deildin er verulega sterk eins og við höfum séð í sumar. Hvernig ætlið þið að takast á við nýja verkefnið? „Við höfum séð það síðustu ár að lið sem komast upp um deild hafa lent í veseni en við þurfum bara að vera klárir í það verkefni. Stemningin í hópnum okkar er mjög góð, liðið hefur beðið eftir því í mörg ár að komst upp og í ár tókst okkur það.“ Heldur þú að þú þurfir að styrkja hópinn eitthvað fyrir næsta sumar og kemur þú til með að þjálfa liðið á næsta ári? „Já, við Snorri verðum áf ram með liðið og mu nu m v i n n a m e ð þennan hóp. Ég býst ekki við öðru en að flestir verði áfram. Við þurfum kannski aðeins að bæta við þann hóp sem við erum með nú þegar og þá verðum við í toppmálum.“ VF-myndir/pket.

Allt í kringum félagið fór á annað stig ■■Andri Fannar Freysson, fyrirliði Njarðvíkur, segir að þetta sé ansi skemmtilegt og góð tilfinning að hafa náð að komast upp í Inkassodeildina. Hvernig er sumarið búið að vera hjá ykkur? „Allt í kringum félagið fór á annað stig og stemningin er búin að vera frábær, nema kannski fyrir utan nokkur skakkaföll í ferðalögum,“ sagði fyrirliðinn kátur. Hvernig leggst Inkasso-deildin í þig?

„Ég hef spilað þarna einu sinni áður og það er stórt stökk að fara þangað en það verður bara meiri áskorun fyrir okkur að leggja harðar að okkur, fá kannski einhverja nýja inn og koma tilbúnir á næsta ári. Það er allavega mikil spenna í mannskapnum eftir sigurinn og vera komnir upp.“

Sigurjón og Björn Lúkas

sigursælir í MMA í Skotlandi Sigurjón Rúnar fagnar sigri.

Ætla að halda áfram að bæta mig ●● segir Anita Lind leikmaður Keflavíkur í 1. deild kvenna

■■Anita Lind Daníelsdóttir leikmaður Keflavíkur, var fimmta markahæst í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún spilaði með U-19 landsliðinu í sumar og skoraði meðal annars mark á móti Svartfjallalandi. Við spurðum Anitu um fótboltasumarið og hver framtíðarplön hennar séu.

Anita Lind og liðsfélagar leggja á ráðin í leik í sumar.

Hvernig fannst þér sumarið ganga hjá ykkur? „Mér fannst sumarið ganga vel. Við áttum góða leiki og börðumst en það eru sumir leikir sem við hefðum geta gert betur en þannig er bara fótboltinn, það gengur ekki alltaf allt upp.“ Var hópurinn þéttur í sumar?

„Það er alltaf stemning hjá okkur. Liðsheildin eykst alltaf eftir það sem líður á sumarið svo við erum allar góðar vinkonur og styðjum hvor aðra út í eitt.“ Þú skoraðir mark með U-19 landsliði Íslands gegn Svartfjallalandi, hvernig tilfinning var það?

„Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega fyrir landsliðið. Það er alltaf heiður að fá að taka þátt í landsliðsverkefnum.“ Hvað ert þú að fara að gera í vetur? „Í vetur mun ég halda áfram að bæta mig sem leikmann og setja mér ný markmið fyrir næsta tímabil.“ Ertu með einhver framtíðarplön í sambandi við fótboltann? „Já, ég ætla að halda áfram í boltanum og halda stöðunni minni með U-19 ára landsliðinu. Ég stefni líka á það að fara í háskóla til Bandaríkjanna til þess að spila fótbolta og stunda nám.“ Ertu með einhverja skemmtilega fótboltasögu frá því í sumar fyrir okkur? „Þegar við áttum útileik á móti Hömrunum lögðum við eldsnemma af stað og á Borgarnesi bilaði rútan um kl. 8 um morguninn. Við þurftum að bíða eftir nýrri rútu sem var frá árinu 1970 en Sveindís tók karíókí fyrir okkur í hljóðkerfinu sem vakti mikla lukku. Þetta lið er það besta sem ég veit um. Við hlæjum endalaust saman og það er alltaf mikið fjör hjá okkur á æfingum og á leiðinni í leiki.“

Björn Lúkas Haraldsson og Sigurjón Rúnar Vikarsson, bardagamenn frá Mjölni, unnu báðir bardaga sína í MMA á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi sem fram fór síðastliðinn laugardag. Björn Lúkas í búrinu.

Sigurjón keppti sinn fyrsta MMAbardaga, en hann keppti við Ross Mcintosh. Bardagann sigraði Sigurjón eftir klofna dómaraákvörðun. Sigurjón byrjaði að æfa með Mjölni árið 2015, en fyrir það hafði hann æft box og varð Íslandsmeistari í boxi árið 2011. Þar að auki er hann með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu. Björn Lúkas keppti sinn annan MMA-bardaga og sigraði hann Georgio Christofi með uppgjafartaki í 1. lotu. Þess má geta að Björn hefur sigrað báða andstæðinga sína í fyrstu lotu. Björn hefur mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondo og jiu-jitsu.


fimmtudagur 21. september 2017

Knattspyrnusamantekt

Bikarinn á loft í Njarðvík

■■Njarðvíkingar fengu afhentan Íslandsbikarinn í 2. deild karla í leikslok um síðastliðna helgi. Njarðvík lék gegn KV á heimavelli og urðu lokaniðurstöður leiksins 3-1 fyrir Njarðvík. Mörk Njarðvíkur skoruðu Kenneth Hogg á 52. mínútu, Arnór Björnsson á 81. mínútu og gestirnir skoruðu sjálfsmark á 58. mínútu.

Kynslóð heiðruð

■■Keflvíkingar heiðra ellefu knattspyrnumenn sem hafa lagt skóna á hilluna

Keflavík í góðri stöðu

■■Keflavík sigraði Fram 1-0 á heimavelli síðastliðinn laugardag í Inkasso-deild karla en sigurinn dugði ekki til að Keflavík fengi afhentan Íslandsbikarinn. Mark Keflavíkur skoraði Adam Árni Róbertsson á 4. mínútu. Keflavík verður að sigra næsta leik gegn HK í Kópavogi til þess að þurfa ekki að treysta á úrslit í leik Fylkis og ÍR til að verða Íslandsmeistarar í 1. deildinni.

Andri Rúnar skorar enn

■■Grindvíkingar spiluðu tvo leiki í síðustu viku í Pepsi-deild karla. Fyrri leikur liðsins var á útivelli gegn ÍBV og endaði leikurinn með 2-1 sigri ÍBV. Andri Rúnar skoraði mark Grindvíkinga á 75. mínútu og setti smá spennu í leikinn en þeim tókst ekki að jafna leikinn þrátt fyrir nokkur góð marktækifæri. Grindavík átti einnig heimaleik síðastliðinn sunnudag og var Andri Rúnar enn og aftur á skotskónum. Breiðablik komu í heimsókn til Grindavíkur og voru samtals sjö mörk skoruð í leiknum. Mörk Grindavíkur skoruðu Gunnar Þorsteinsson á 15. mínútu, Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk á 30. og 43. mínútu leiksins og lokamark Grindvíkinga var sjálfsmark gestanna. Andri Rúnar er núna aðeins marki frá markameti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir í Pepsi-deild karla.

Stórt tap Víðismanna

■■Víðir tapaði 5-1 fyrir Aftureldingu í 2. deild karla. Mark Víðis skoraði Patrik Snær Atlason á 58. mínútu. Víðir á því ekki von um að leika í Inkasso-deildinni að ári eftir tapið og leika því áfram í 2. deild.

Stórsigur Þróttara - Reynir Sandgerði niður í 4. deild

■■Þróttur Vogum og Reynir Sandgerði áttust við í lokaleik 3. deild karla á Vogabæjarvelli síðastliðinn laugardag. Lokatölur leiksins voru 5-0 í sigri heimamanna. Mörk Þróttara skoruðu Marteinn Pétur Urbancic á 4. mínútu, Shane Haley á 11. mínútu, Garðar Benediktsson á 72. mínútu, Tómas Ingi Urbanic á 88. mínútu og Anton Ingi Sigurðarson á 90. mínútu. Þróttur endaði í öðru sæti 3. deildarinnar og spila því í fyrsta sinn í 2. deild í sögu félagsins. Reynir Sandgerði endaði í 9. og næst síðasta sæti deildarinnar og eru því fallnir úr 3. deildinni og leika í 4. deildinni á næsta ári.

Jóhann Birnir Guðmundsson

fimmtudagur 21. september 2017

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sett upp svokallaðan Heiðursleik fyrir kynslóð leikmanna sem fæddir eru á árunum 1977 til 1983 og hafa skilið eftir sig stór spor bæði í sögu keflvískrar knattspyrnu, sem og í hjörtum stuðningsmanna á undanförnum áratugum. Aldursforsetinn, Jóhann Birnir Guðmundsson, lék sinn fyrsta leik árið 1994, eða fyrir tuttugu og þremur árum. Á árunum sem fylgdu týndust hinir smátt og smátt inn í liðið og eru síðan orðnir þaulkunnugir öllum áhangendum, eftir margra ára framlag í þágu félagsins. Sjaldgæft er að upp komi jafn stór hópur svo metnaðarfullra leikmanna á jafn litlu aldursbili, sem fær tækifæri í meistaraflokki á unga aldri, auk þess að endast jafn lengi í boltanum og raun ber vitni. Hópurinn fór í gegnum súrt og sætt á sögulegu tímabili sem innihélt meðal annars þrjá bikarmeistaratitla, spennuþrungna baráttu um Íslandsmeistaratitil, fall um deild, upprisu og nokkur Evrópuævintýri. Hver einasti leikmannanna á leiki með yngri landsliðum Íslands og sex af þeim ellefu sem heiðraðir verða, náðu þeim árangri að leika með A-landsliðinu, auk þess sem níu þeirra léku á einhverjum tímapunkti í atvinnumennsku erlendis. Jóhann Birnir spilaði sinn fyrsta leik árið 1994, þá 16 ára gamall undir stjórn Péturs Péturssonar. Árið eftir fékk Haukur Ingi sitt fyrsta tækifæri, stuttu fyrir 17 ára afmælisdag sinn, en þá voru Þorsteinn Bjarnason og Þórir Sigfússon við stjórnvölinn. Guðmundur Steinarsson var 17 ára og Þórarinn Kristjánsson aðeins 15 ára þegar þeir fengu sín fyrstu tækifæri, árið 1996, undir stjórn Kjartans Mássonar. Magnús Sverrir Þorsteinsson var 17 ára þegar hann fór fyrst inn á völl í meistaraflokksbúningi en þá voru Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson þjálfarar. Haraldur Guðmundsson kom svo á átjánda ári inn í sinn fyrsta leik á sama sumri en

Magnús Sverrir Þorsteinsson

Guðmundur Steinarsson

Haraldur Freyr Guðmundsson

Hólmar Örn Rúnarsson

Guðjón Árni Antoníusson

Þórarinn Brynjar Kristjánsson

Hörður Sveinsson

Ómar Jóhannsson

Jónas Guðni Sævarsson

Haukur Ingi Guðnason

á þeim tímapunkti var Kjartan Másson tekinn við liðinu. Hólmar Örn Rúnarsson bættist svo við með sinn fyrsta leik árið 2000, þá 19 ára, þegar Páll Guðlaugsson þjálfaði. Leiktímabilið 2002 komu svo þeir Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson og Guðjón Árni Antoníusson inn í sína fyrstu leiki, allir 19 ára, auk Ómars Jóhannssonar sem þá setti upp markmannshanskana, rétt rúmlega tvítugur. Kjartan Másson var þá þjálfari liðsins.

Allir eiga leikmennirnir það sameiginlegt að hafa farið og reynt fyrir sér annars staðar, erlendis sem innanlands en eins hafa þeir líka allir snúið heim til félagsins sem ól þá upp og gaf þeim sitt fyrsta tækifæri. Níu leikmannanna hafa leikið fleiri en tíu tímabil með félaginu og Magnús Þorsteinsson, allra flest eða hvorki fleiri né færri en sautján leiktíðir. Allir leikmennirnir léku öll yngri flokka ár sín með Keflavík með tilheyrandi boltastráka-

Leikmennirnir sem á að heiðra að þessu sinni eru (fæðingarár fylgir): Magnús Sverrir Þorsteinsson (1982). 277 leikir á 17 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 7 Evrópuleikir. Lék á sínum tíma leiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Guðmundur Steinarsson (1979). 275 leikir á 15 tímabilum. Bikarmeistari 1997, Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 10 Evrópuleikir, 3 A-landsleikir. Markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 102 mörk í Íslandsmóti, bikar- og Evrópukeppnum. Haraldur Freyr Guðmundsson (1981). 225 leikir á 14 tímabilum. Bikarmeistari 2004, 2 leikir með A-landsliði. Jóhann Birnir Guðmundsson (1977). 203 leikir á 14 tímabilum. Bikarmeistari 1997, 8 Evrópuleikir, 8 A landsleikir. Hólmar Örn Rúnarsson (1981). 225 leikir á 13 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006. 8 Evrópuleikir. Lék með U21 landsliði. Guðjón Árni Antoníusson (1983). 233 leikir á 13 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 11 Evrópuleikir, 1 A-landsleikur.

Þórarinn Brynjar Kristjánsson (1980). 189 leikir á 12 tímabilum. Fagnaði tvítugsafmæli sínu með 55 leiki og lék sinn síðasta leik aðeins 28 ára gamall. Bikarmeistari 1997, Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 6 Evrópuleikir. Lék með öllum yngri landsliðum Íslands. Hörður Sveinsson (1983). 214 leikir á 12 tímabilum. Bikarmeistari 2004, 6 Evrópuleikir, Markahæsti leikmaður í Evrópukeppnum í sögu Keflavíkur með 5 mörk. Lék með U21 árs landsliði Íslands. Ómar Jóhannsson (1981). 195 leikir á 11 tímabilum. Bikarmeistari 2006, 9 Evrópuleikir, fjölmargir U21 landsleikir. Jónas Guðni Sævarsson (1983). 143 leikir á 8 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006. 10 Evrópuleikir, 7 A-landsleikir. Haukur Ingi Guðnason (1978). 94 leikir á 6 tímabilum, auk 16 leikja sem þjálfari. Bikarmeistari 1997, 4 Evrópuleikir, 8 A-landsleikir.

og stuðningsmannahlutverkum á leikjum meistaraflokks, utan Ómars, sem fór til Svíþjóðar á unglingsaldri og Guðjóns, sem er uppalinn í Garðinum. Leikmennirnir, sem sumir leika enn með liðinu, munu spila gegn Úrvalsliði Baldurs Sigurðssonar á Nettóvellinum og hefst leikurinn kl. 18, sunnudaginn 24. september. Tekið verður við frjálsum framlögum á vellinum og rennur afrakstur þeirrar söfnunar til kaupa á æfingabúnaði fyrir yngri iðkendur félagsins. Mikið verður um dýrðir þennan dag, þar sem lokahóf yngri flokka félagsins fer fram fyrr um daginn, auk þess sem Keflvíkingar fagna um þessar mundir sæti karlaliðsins í Pepsi-deildinni árið 2018. Það er Knattspyrnudeild Keflavíkur hjartans mál að sem flestir áhorfendur mæti á völlinn og þakki þessum leikmönnum fyrir áralanga samveru á Keflavíkurvelli og leggi um leið framtíðinni lið með því að styrkja yngri flokka starf félagsins með frjálsu framlagi. Með þeim sem á að heiðra í liði spila nokkrar goðsagnir úr keflvískri knattspyrnusögu, sem flestir voru samherjar þeirra á árum áður, undir stjórn Kjartans Mássonar og Sigurðar Björgvinssonar. Mótherjarnir, Úrvalslið Baldurs Sigurðssonar verður skipað vel völdum leynigestum úr ýmsum áttum.


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Er sama útsvars­ prósentan í Garði og Grindavík?

instagram.com/vikurfrettir

Garður og Grindavík mætast í Útsvari

– mæta til leiks þann 29. september ■■Lið Garðs og Grindavíkur mætast í Útsvari þann 29. september næstkomandi. Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna í spurningakeppninni undanfarin ár og unnu hana meðal annars árið 2012. Í fyrra komst liðið í undanúrslit og var því komið með keppnisrétt fyrir þetta ár en átta efstu lið síðasta árs komast beint inn í keppnina í ár. Agnar Steinarsson ákvað að gefa ekki kost á sér í lið Grindavíkur í ár en hann var í sigurliði Grinda­ víkur árið 2012. Grindavík teflir fram nokkuð nýju liði en Eggert Sólberg Jónsson er sá eini sem er í liðinu frá því í fyrra. Nýir liðs­ menn Grindavíkur eru Páll Valur Björnsson og Lovísa Larsen. Grindavíkurliðið hittist í vikunni og tók létta æfingu en á grindavik. is kemur fram að það sé nokkuð gott hljóð í hópnum og töluverð tilhlökkun að takast á við þetta spennandi verkefni. Myndin hér að ofan er af Lovísu, Eggerti og Páli Val, en hún er fengin af grindavik.is.

Lúxus orlofshús í Höfnum ■■Marijana Cumba og Arnbjörn E. Elíasson hafa sótt um lóð - jörð til skipulagsyfirvalda í Reykjanesbæ, sem mun vera notuð fyrir byggingu á lúxus orlofshúsum með þjónustumiðstöð með heitum pottum, gufubaði og fl. Í umsókninni er spurt hvort rekstur ferðaþjónustu þessarar gerðar sam­ ræmist landnotkun sem frístunda­ byggð. Umhverfis- og skipulagsráð upplýsir á síðasta fundi sínum að starfsemi ferðaþjónustu falli á svæðinu að skil­ málum aðalskipulags. Ráðið bendir hins vegar á að landið sé í einkaeigu.

Vilja byggja ofan á hótel við Hafnargötu ■■Umhverfis- og skipulagsyfirvöldum í Reykjanesbæ hefur borist fyrirspurn frá Mæni 230 ehf. um byggingu tveggja hæða ofan á svokallað B-hús við Hafnargötu 57. Um er að ræða húsnæði Park Inn by Radisson. Samþykkt hefur verið að senda umsóknina í grenndar­ kynningu.

STYÐJUM KEFLVÍKINGA TIL SIGURS Í INKASSO-DEILDINNI Í KNATTSPYRNU Lokaleikur umferðarinnar er gegn HK laugardaginn kl. 14 í Kórnum í Kópavogi. Fjölmennum og styðjum okkar menn til sigurs!

ÁFRAM KEFLVÍK! H

F


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.