Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Opnunartími
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Úkraínskir risar á Keflavíkurflugvelli
Tveir úkraínskir risar, Antonov 124, voru á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Það eru svo sem engar fréttir að þessar vélar séu á flugvellinum en sjaldgæfara er að sjá þær tvær eða fleiri á sama tíma. Alls hafa 55 flutningavélar af þessari tegund verið smíðaðar og eru margar þeirra í þjónustu Antonov Airlines og Volga-Dnepr Airlines sem eru í þungaflutningum um allan heim. Flugtaksþyngd er rúm 400 tonn en Antonov 124 getur flutt allt að 150 tonna farm. Með 120 tonn í lestinni getur vélin flogið 5000 kílómetra vegalengd
Vélarnar sem millilenda á Keflavíkurflugvelli eru oftar en ekki í flutningum með búnað fyrir olíu- og gasvinnslusvæði í Kanada og eru að flytja búnaðinn frá framleiðendum í austur Evrópu og í Asíu. Ástæða millilendingar á Keflavíkurflugvelli er til að hvíla áhafnir en Keflavíkurflugvöllur er miðja vegu á flutningaleiðinni. Meðfylgjandi mynd var tekin af vélunum þar sem þær stóðu saman á austurhlaði Keflavíkurflugvallar á miðvikudag í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Patterson, Hafnir og svæði í Innri Njarðvík verði verndarsvæði
Telur lítið fást upp í launakröfur
Reykjanesbær hefur gert að tillögu að þrjú svæði í sveitarfélaginu verði verndarsvæði í byggð. Þau svæði eru Patterson-flugvöllur sem mikilvægar herminjar og kennileiti í sveitarfélaginu. Hins vegar svæði í Innri-Njarðvík, Hákotstangar, Njarðvíkurkirkja, túnin beggja vegna Tjarnargötu og Narfakotstún. Túnin í Innri-Njarðvík eru mörkuð fornum byggðaháttum. Þriðja svæðið er Hafnir en svæðið nýtur hverfisverndar og náttúruverndar að hluta en myndar merka menningarlega heild.
Eignir þrotabús United Silicon hafa að mestu farið í að greiða veðkröfur Arion banka en lítið sem ekkert mun fást upp í launakröfur á sjötta tug starfsmanna. Tjón þeirra gæti numið tugum milljóna króna.
Samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð skal sveitarstjórn að loknum kosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Þar sagði Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabúsins, ólíklegt að nokkuð fáist upp í launakröfur starfsmanna upp á 110 milljónir króna.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
Fingurstúfurinn settur í glas með ísmolum Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli sem var að loka millihurð í farþegarana varð fyrir því óhappi að klemma fingur milli hurðar og hurðarstafs með þeim afleiðingum að framhluti fingursins datt af. Samstarfsfólk mannsins kom honum strax til hjálpar, fingurstúfurinn var settur í glas með ísmolum, búið um hönd mannsins og hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Slysið varð á mánudag. Þá varð slys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar rútubílstjóri fékk farangurshurð rútunnar í höfuðið. Hafði bílstjórinn verið að setja farangur í rýmið þegar hurðin fauk niður og lenti á höfði hans. Viðkomandi var einnig fluttur á HSS og í báðum tilvikum gerði lögreglan á Suðurnesjum Vinnueftirlitinu viðvart.
FRÉTTASÍMINN 421 0002
LJÚFFENGUR HELGARMATUR NA
-30%
-50%
LÓ ME GUL
-25% S U Ð U R N E S J A
-50% fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
BAYONNE SKINKA
LAMBALÆR1 ÚRBEINAÐ MEÐ PIPAROSTI
ÁÐUR: 1.995 KR/KG
ÁÐUR: 2.855 KR/KG
998
KR KG
1.999
KR KG
Tilboðin gilda 4.-7. október 2018
NAUTALUNDIR 2. flokkur
2.999 KRKG
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
MAGASÍN
2
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Kaupa 6% hlut í geoSilica fyrir 40 milljónir króna Nýir hluthafar hafa bæst í eigendahóp geoSilica. Fyrirtækið hyggur á mikla landvinninga. Heildarverðmæti fyrirtækisins 700 milljónir króna. Nýir hluthafar hafa lagt geoSilica til 40 milljónir króna fyrir um 6% hlut í sprotafyrirtækinu. Samkvæmt því er heildarverðmæti fyrirtækisins því um 700 milljónir króna. Miklir landvinningar eru fyrirhugaðir hjá fyrirtækinu. „Nú höfum við öll þau tól sem við þurfum til að sækja á erlenda markaði - gott starfsfólk, fjármagn og reynslumikla hluthafa,“ segir Fida Abu Libdeh, annar stofnanda geoSilica. Fida stofnaði geoSilica ásamt Burkna Pálssyni árið 2012 þegar þau voru í námi í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili og Háskóla Íslands. Þau fengu þá hugmynd að vinna kísilsteinefni úr affallsvatni frá Hellisheiðavirkjun. Þremur árum síðar kynntu þau fyrstu vörurnar og í dag eru þær seldar á Íslandi og í þýskumælandi löndum. „Salan á erlendum mörkuðum hefur gengið framar vonum og mánaðarsalan í gegnum netverslun þar er nú orðin meiri en á Íslandi. Nú
stefnum við einnig á að fara með vörurnar í verslanir í þýskumælandi löndum,“ segir Fida sem segir fyrirtækið hyggja á frekari landvinninga. „Einn af hluthöfunum mun aðstoða okkur við að komast á Skandinavíumarkað og svo eru samningaviðræður um Kínamarkað komnar mjög langt á veg.“ Kísilsteinefni geoSilica er hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
Hellisheiðarvirkjun. Kísilsteinefnið er í vökvaformi, ætlað til inntöku og inniheldur engin viðbætt efni. Kísill er steinefni sem finnst í náttúrunni og ýmsum fæðutegundum. Kísill er nauðsynlegt næringarefni fyrir líkamann en hann gegnir lykilhlutverki í myndun og viðhaldi beina. Kísill getur einnig auðveldað líkamanum upptöku á öðrum steinefnum, eins og kalki og magnesíum sem dæmi. Mikill skortur er á kísli í fæðu Vesturlandabúa sem hefur þau áhrif að leita þarf annarra leiða til að fullnægja líkamanum um það magn af kísli sem hann þarfnast. geoSilica framleiðir nú fjórar vörutegundir og er með starfsemi að Ásbrú í Reykjanesbæ og við Hellisheiðavirkjun. Hjá fyrirtækinu starfa fimm manns.
Aukafundir bæjarráðs vegna ráðningarmála kostuðu rúmar 400 þús. kr. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík, hefur lagt fram fyrirspurn til meirihlutans í Grindavík vegna fundargerða bæjarráðs Grindavíkur frá fundum nr. 1490 og 1491. „Ofangreindar fundargerðir innihalda hvor um sig eitt mál, viðtöl við mögulega sviðstjóra sem sóttu um starf hjá okkur og ákvörðun um ráðningu í framhaldi af því. Þarna erum við að tala um aukafund nr. 1490 á fimmtudegi, svo annar aukafundur nr. 1491 mánudaginn eftir og í kjölfarið er haldinn fundur nr. 1492 þar sem ráðningarmál er 6. mál á dagskrá og samþykktir ráðningarsamningar við sviðsstjóra. Einnig vekur athygli að þessar fundargerðir nr. 1490 og 1491 eru ekki birtar á vef Grindavíkur einhverra hluta
vegna. Við viljum vita af hverju það voru auka bæjarráðsfundir um þessi mál í stað þess að bæjarfulltrúar eða bæjarráð hefðu verið boðaðir í viðtöl við umsækjendur svipað og var gert í ráðningu bæjarstjórans?,“ bókar Hall-
fríður á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Og í bókun Hallfríðar segir einnig: „Bæjarfulltrúar eru á mánaðarlaunum og þurfa ekki í hvert skipti að fá greitt fyrir hvert viðvik sem er gert. Þarna voru tveir aukafundir sem við teljum að ekki hafi þurft að boða til sem er aukakostnaður upp á rúmlega 400 þúsund krónur. Ef þið ætlið að vísa í lög eða reglugerðir þá vinsamlegast nefnið hvaða lög eða reglugerð á við.“ Undir þetta ritar Hallfríður Hólmgrímsdóttir, Miðflokknum. Bókun Hallfríðar er svarað með bókun á síðasta bæjarstjórnarfundi í Grindavík þar sem segir: „Bæjarráð mun svara bókuninni á næsta bæjarráðsfundi.“
Landhelgisgæsla Íslands
Vélfræðingur/Vélstjóri Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent teymi Gæslunnar. Viðkomandi einstaklingur þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.
Umsóknarfrestur
Upplýsingar og umsókn
Starfssvið Daglegt viðhald, eftirlit með tækjum og búnaði mannvirkja Skýrslugerð og rekstrartengd verkefni Umsjón og eftirlit með verktökum
Menntunar- og hæfniskröfur Vélfræðingur eða vélstjóri Ökuréttindi og vinnuvélapróf Staðgóð þekking á varaaflsbúnaði, kælikerfum, eldvarnarkerfum og rafmagnsbúnaði Góð íslensku- og enskukunnátta Snyrtimennska í umgengni við vélar og tæki
15. október
� � �
capacent.com/s/10157
� � � � � �
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggisog varnarmála samanber varnarmálalög nr. 34/2008 þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa-, ratsjár- og fjarskiptastöðva. Hjá Landhelgisgæslunni starfar tæplega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildin okkar eru: Öryggi Þjónusta - Fagmennska
Capacent — leiðir til árangurs
SUÐURNESJAMAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
FRÁBÆR OKTÓBERTILBOÐ
40%
35%
50%
1.079
344
999
KR/PK
KR/PK
KR/stk
Kjötsel Bayonne skinka
Hafið Plokkfiskur
Kjötsel Nautahamborgarar 2x 90gr
KRAMBÚÐ HRINGBRAUT – OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
50% 99
50%
25%
289
656
KR
KR/PK
KR/STK Innbökuð pylsa
17% 495
KR/STK Nice’n Easy skyndiréttir 350gr
Hringbraut | Reykjanesbæ
Dagný & Co Spicy Chicken samloka
20% 199
KR/PK Trolli gúmmí hamborgarar
Rauð vínber 500gr askja
24% 489
KR/PK Kinder egg 3 stk
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Heilsu- og forvarnavika sett á Suðurnesjum Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum verður haldin 1. – 7. október. Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.
GAMALT VERÐUR NÝTT Í HEILSU- OG FORVARNAVIKU SUÐURNESJA
LEIÐSÖGN OG SMIÐJA Í DUUS SAFNAHÚSUM
Setningarathöfn Heilsu- og forvarnarvikunnar var í hádeginu á mánudag í bókasafni Reykjanesbæljar. Þar flutti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar ávarp og aðstandendur Einars Darra, sem lést þann 25. maí sl. eftir neyslu róandi lyfja, komu og sögðu sögu hans, sýndu myndband og dreifðu armböndum en stofnaður hefur verið minningarsjóður Einars Darra undir slagorðinu „Ég á bara eitt líf“. Fyrirtæki og stofnanir á svæðinu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Heilsu- og forvarnavikunni sem almenningur er hvattur til að kynna sér.
Með bættri nýtingu og endurvinnslu hluta stuðlum við að betri heimi með minni sóun og aukinni umhverfisvitund. Listasafn Reykjanesbæjar vill leggja sitt af mörkum í þessum efnum og býður í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN upp á leiðsögn og smiðju í tengslum við sýninguna „Endalaust“ í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni. Laugardaginn 6.október klukkan 14 hefst leiðsögn Rögnu Fróða sýningarstjóra um sýninguna þar sem hún segir frá hugmyndafræði hennar og tilurð verkanna. Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk tekur þátt í smiðju.
Komið og gerið gamalt nýtt
DAGSKRÁ HEILSU- OG FORVARNAVIKU OPNUÐ MEÐ SNJALLTÆKJUM AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Af dragnótaveiðum í september 2003 – og útgerð trillukarla ótengdum fiskvinnslum AFLA
FRÉTTIR
Á sama tíma hefst smiðja í Bíósal Duus Safnahúsa sem ber yfirskriftina „Gamalt verður nýtt“ og stendur hún til kl. 16. Það er textílhópurinn „Þráðlausar“ sem stýra smiðjunni sem er ætluð öllum aldurshópum þar sem vefnaður og endurvinnsla koma saman til að gefa gömlum og gleymdum hlutum nýtt líf. Þátttakendur fá tækifæri til að endurbæta eða breyta einum hlut sem þeir finna heima hjá sér. Stóll, myndarammi eða jafnvel flíkur eru tilvaldir hlutir en einnig má nota hugmyndarflugið og koma með alls konar hluti sem er hægt að vefa inní. Garn og efni verður til staðar sem notað verður til að vefa með. Leiðbeinendur í smiðjunni eru þær Margrét Katrín Guttormsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir sem saman mynda textílhópinn Þráðlausar. Þær eru báðar útskrifaðar úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og stunda nám við Listaháskóla Íslands í hönnunardeild. Þráðlausar vinna að því að búa til textílverk og endurbæta gömul húsgögn með vefnaði úr endurnýttum textíl.
Suðurnesjamagasín
fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is Örn KE á dragnótaveiðum í Garðsjóð í september 2014. VF-mynd: Hilmar Bragi
Kynningarfundur Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar Kynningarfundur deildarinnar verður haldinn mánudaginn 8. október, kl. 20:00 í húsi Björgunarveitarinnar Suðurnes, Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ. Dagskrá kvöldsins • Kynning á starfsemi og verkefnum deildarinnar • Fyrirlestur - Daníel Guðni Guðmundsson eigandi fyrirtækisins Heilbrigt Hugarfar og ráðgjafi kemur og talar um jákvæð samskipti og jákvætt hugarfar Bjóðum nýja félagsmenn velkomna og þá sem hafa áhuga á skemmtilegu starfi með hressu fólki að kíkja á okkur og kynnast því sem við erum að gera.
Af tveimur fyrstu pistlunum hérna í Víkurfréttum má ætla að þeir séu í boði Vísis ehf. í Grindavík, því minnst hefur verið á það fyrirtæki í báðum pistlunum. Staðan er reyndar þannig í útgerðarmálum á Suðurnesjunum að einstaklingsútgerðir eru orðnar svo fáar og í raun þá má segja að útgerðir sem eiga báta sem eru stærri enn 30 tonn á Suðurnesjunum séu bara eitt stórt núll. Fiskvinnslufyrirtækin eiga orðið alla þá báta sem gerðir eru út frá Suðurnesjum og eftir standa þá nokkir trillukarlar. Ef við lítum aðeins á trillukarlana, eða útgerðarmenn sem eiga báta sem ekki eru tengdir fiskvinnslum, má sjá að í Grindavík landaði Sæfari GK 1,9 tonnum í þremur róðrum og Grindjáni GK 224 kílóum í einni löndun, báðir á handfærum í september. Enginn bátur í þessum flokki sem við erum að skoða landaði í Keflavík fyrir utan nokkra makrílbáta sem voru að veiðum fram undir miðjan september. Í Sandgerði var Alla GK með 2,4 tonn í fjórum. Björgvin GK 2,2 tonn í fimm. Sigrún GK 1,9 tonn í þremur. Mjallhvít KE 497 kíló í einum. Dímon KE 376 kíló í einum og Bára KE 334 kíló í einum. Allir þessir bátar voru á handfæraveiðum og var þetta heildaraflinn hjá þeim í september. Eitt skýrasta dæmið um þá miklu breytingu sem orðið hefur á útgerðarmálum á Suðurnesjum eru dragnótabátarnir. Það var árviss viðburður í Keflavík að höfnin fylltist af dragnótabátum sem voru að veiðum í Faxaflóa og voru þessir bátar einfaldlega kallaðir Bugtarbátarnir. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur
í tímann til þess að sjá breytingu sem orðið hefur á útgerðarmálum hjá dragnótabátunum. Förum í smá ferðalag aftur í tímann, en þó ekki langt. Aðeins timmtán ár aftur í tímann og skoðum september árið 2003. Þá var landað í Keflavík 909 tonnum af fiski og var uppistaðan í þeim afla frá dragnótabátum. Þá var t.d. Árni KE að landa þar. Árni KE er á Húsavík og heitir í dag Árni í Eyri ÞH og hefur reyndar ekki landað afla í nokkur ár. Þessi bátur er var lengst af Rúna RE. Fyrstu vikuna í september 2003 þá landaði Árni KE 48 tonnum í fjórum róðrum. Örn KE er bátur sem allir þekkja og þessi bátur var seldur til Bolungarvíkur árið 2017 og heitir Ásdís ÍS. Örn KE var gerður út frá Sandgerði að mestu, nema þegar Bugtin opnaðist, þá kom báturinn til Keflavíkur. Fyrstu vikuna landaði báturinn 69 tonnum í fimm róðrum. Þröstur RE var lengi gerður út frá Grindavík á dragnót og var þessi bátur síðan seldur á Vestfirði og fékk nafnið Egil ÍS. Báturinn brann mjög
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
illa fyrir rúmu ári síðan. Þröstur RE var með 36 tonn í fjórum róðrum fyrstu vikuna. Farsæll GK er líka bátur sem allir þekkja, rauði báturinn sem Grétar Þorgeirsson var skipstjóri á í 25 ár. Í dag er Grétar skipstjóri á Kristbjörgu ÁR, sem er gamli Gulltoppur GK. Fyrstu vikuna var báturinn með 41 tonn í fimm róðrum. Valur HF, sem í dag er Hafdís SU, var líka að róa frá Keflavík og var með 33 tonn í fjórum róðrum fyrstu vikuna. Njáll RE er líka mörgum kunnugur og þessi bátur er ennþá til. Liggur í Sandgerðishöfn og hefur verið lagt, en ekki seldur og ekki búið að selja kvótann. Þessi bátur á sér um 30 ára útgerðarsögu að mestu frá Sandgerði og mannaður mönnum frá Sandgerði svo til öll þessi ár. Hjörtur Jóhannsson var skipstjóri á bátnum flest öll þessi ár og er í dag eigandi af smábáti sem heitir Stakasteinn GK. Bátnum gekk alltaf vel á bugtinni og landaði 65 tonnum í fimm róðrum fyrstu vikuna í september 2003. Hvernig er þessum málum háttað í dag? Jú, því er auðvelt að svara. Enginn dragnótabátur er gerður út frá Grindavík. Enginn bátur að landa í Keflavík eftir veiðar í bugtinni og eftir standa þá þrír bátar sem Nesfiskur á, og allir landa þeir í Sandgerði. Það var reyndar mokveiði hjá þeim í september 2018. Sigurfari GK var með 176 tonn í sautján róðrum. Benni Sæm GK 168 tonn í fjórtán og Siggi Bjarna GK 167 tonn í þrettán róðrum. Já, þetta er ansi mikil breyting og væri farið aðeins lengra aftur í tímann þá myndu koma fleiri bátar þar inn sem voru gerðir út, eins og t.d. Eyvindur KE og Baldur KE.
LJÚFFENGUR HELGARMATUR
-25%
-50% -50% SVÍNASKANKAR FERSKIR 1KG STK KR KG
BAYONNE SKINKA KR KG
ÁÐUR: 998 KR/KG
ÁÐUR: 1.995 KR/KG
499
GRÍSAHNAKKI SNEIÐAR
998
1.499 KRKG
ÁÐUR: 1.998 KR/KG
-22% LAMBALÆRI STUTT NÝSLÁTRAÐ KR KG
LAMBALEGGIR
1.090
1.349
ÁÐUR: 1.398 KR/KG
KR KG
2.999
-20%
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
1.999
-20%
NAUTAMJAÐMASTEIK KR KG
GÆSABRINGUR KR KG
ÁÐUR: 2.498 KR/KG
ÁÐUR: 3.998 KR/KG
1.998
KR KG
3.198
-26%
-35%
-28%
DIT VALG SMOOTHIE RAUÐ OG GRÆN KR STK
395
ÁÐUR: 549 KR/STK
A
PAGEN SAMLOKUBRAUÐ 1,1KG FÍNT – 1,2KG GRÓFT SAMLOKUBOX FYLGIR KR KG
344
ÁÐUR: 459 KR/KG
-30%
ÁÐUR: 2.855 KR/KG
ÁÐUR: 1.798 KR/KG
-25% NAUTALUNDIR 2. flokkur
-25%
LAMBALÆR1 ÚRBEINAÐ MEÐ PIPAROSTI KR KG
GRANDIOSA PIZZUR KR STK
499
N Ó L E LM
GU
-50%
ÁÐUR: 679 KR/STK
Tilboðin gilda 4. – 7. október 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
6
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Hreyfing skapar vellíðan Við sjáum það alltaf betur og betur hvað regluleg hreyfing gerir líkamanum gott. Sumir vilja stunda gönguferðir eða skokka utandyra, hressast af því og koma sér í form þannig, á meðan aðrir vilja fara inn á líkamsræktarstöð og æfa þar með því að lyfta lóðum eða mæta í hópatíma. Alls konar námskeið eru í boði. Það getur samt verið erfitt að hífa sig upp úr sófanum, slökkva á sjónvarpinu eða tölvunni og hætta að borða snakk í tíma og ótíma. En þeir sem byrja að æfa og halda það út í nokkur skipti, finna fljótt miklar breytingar í andlegri og líkamlegri vellíðan. Það fyrsta sem fólk talar um er að því líði betur andlega um leið og líkaminn fer að styrkjast. Þeir sem taka þetta alla leið og breyta einnig um mataræði, td. auka ferska grænmetisneyslu, fá einnig meiri orku úr matnum sem þeir borða. Líkaminn er fljótur að verðlauna þá sem byrja í reglulegri þjálfun en fyrst er að mana sig upp, ákveða hvað hentar manni og fara af stað. Gleðin vex og ánægjan tekur yfir. Fólk sem æfir er yfirleitt miklu jákvæðara því það fær þessa ákveðnu útrás sem líkaminn þarf. Í tilefni heilsu- og forvarnaviku fórum við og hittum fólk sem er að hreyfa sig reglulega. Okkur lék forvitni á að vita hvernig það æfði og hvers vegna, hvort fólk spáði eitthvað í mataræði og fleira. Það var gaman að sjá hversu margir voru að byggja sig upp hingað og þangað um Reykjanesbæ.
JÓN INGI ÞORGEIRSSON, 21 ÁRS MATREIÐSLUMAÐUR OG VAKTSTJÓRI Á SLIPPBARNUM REYKJAVÍK:
„Ég æfi sjálfur í tækjum tvisvar til þrisvar í viku. Mér líður betur þegar ég hreyfi mig og ég vil vera í góðu formi. Ef ég mæti ekki í ræktina þá finn ég það fljótt, mér finnst ég vera þreyttari og sljórri. Það er mikilvægt einnig að spá í mataræðið en ég vil vera sykurlaus og sleppa hvítu hveiti. Hrein fæða er best finnst mér, náttúruleg fæða sem maður eldar frá grunni. Þetta er lífsstíll en ekki eitthvað tímabundið og gefur þannig árangur.“
MONIKA MARIA BAJDA, 35 ÁRA ÖRYRKI:
„Ég kem hingað í Sporthúsið fimm sinnum í viku til að byggja mig upp og vinna í sjálfri mér. Ég blanda saman tækjum og þolþjálfun þrisvar í viku. Mér líður betur en þetta hefur líka góð áhrif á hugann í leiðinni. Ég kem hingað með dóttur minni henni Alexöndru sem er búin að hjálpa mér mikið því hún hvetur mig áfram. Hún finnur æfingarnar og passar upp á okkur, að við séum að bæta okkur. Þetta er samverustundin okkar saman því ég á tvö yngri börn sem þurfa líka athygli en hérna erum við tvær í friði að æfa. Ég borða mikið ferskt grænmeti og spái í að borða hollan mat og elda heima frá grunni.“
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
20%
ALEXANDRA MARÍA TRAUSTADÓTTIR, 14 ÁRA GRUNNSKÓLANEMI:
„Ég æfi með mömmu eftir skólann en svo er ég einnig nokkrum sinnum í viku í leikfimi og sundi í skólanum. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og því sem er gott fyrir líkamann. Við skoðum E-efnin í matnum úti í búð og forðumst svoleiðis mat en viljum náttúrulegan mat. Ég les mikið varðandi góða heilsu og vil nærast rétt og vel. Mér finnst gott að við æfum saman, það er svo hvetjandi fyrir mig líka að hjálpa mömmu að koma sér í form.“
VIGNIR GUNNARSSON, 26 ÁRA ATVINNU FLUGMANNSNEMI HJÁ KEILI:
„Ég verð að fá útrás eftir allan lesturinn í náminu mínu. Mér finnst ég ferskari eftir hreyfinguna og stressið hverfur en ég kem hingað í Sporthúsið sex til sjö sinnum í viku og er í eina klukkustund eða lengur. Þetta tappar af manni spennunni í náminu og eykur orkuna og úthaldið í líkamanum. Mér líður svo vel eftir æfingarnar. Eftir að ég tók mig á þá er þetta orðið að lífsstíl. Að vera í formi er lengsta maraþon sem til er. Þetta er búið að taka mig fjögur ár en ég byrjaði að æfa þegar ég var orðinn 110 kg, þá fékk ég nóg og vaknaði. Ég var áður afreksmaður í frjálsum íþróttum en svo slasaðist ég og fór í aðgerð sem misheppnaðist og þá hófst vítahringurinn með að borða of mikið og hreyfa sig ekkert. Það er að byrja aftur
að hreyfa sig, koma sér upp rútínu, mæta í ræktina og gefast ekki upp. Halda áfram. Ég borða ekki sykur lengur nema ég fæ mér eitt súkkulaði á laugardögum og ostapopp. Ég forðast hvítt hveiti, þar með talið pítsur, og elda allan mat frá grunni. Ég borða fisk, kjöt, kjúkling og grænmeti. Það þarf viljastyrk til að byrja að æfa en þegar maður finnur hvað manni líður miklu betur eftir á, þá er það þess virði.“
ÍRIS KRISTJÁNS DÓTTIR, 54 ÁRA HJÚKRUNAR FRÆÐINGUR:
„Ég æfi í tækjum þrisvar til fjórum sinnum í viku. Það hentar mér að koma ein og þegar mér hentar því ég er í vaktavinnu og núna var ég t.d. að koma af næturvakt og þá er hressandi að mæta í ræktina. Það var erfitt að byrja fyrst en svo þegar þú finnur hvað þér líður miklu betur er léttara að halda áfram en hætta. Ég sef betur og mér líður betur í skrokknum. Ég borða venjulegan heimilismat en ég mætti borða meira ferskt grænmeti. Sumum þætti það kannski nóg sem ég borða af því en ég er jú í heilsugeiranum og veit að grænmeti er gott fyrir okkur. Hreyfing bætir lífsgæði og fullorðið fólk finnur mikinn mun á sér þegar það byrjar að æfa.“
BJÖRN SVEINSSON, 65 ÁRA FYRRUM LÖGREGLUÞJÓNN OG RANNSÓKNAR LÖGREGLUMAÐUR:
„Ég kem í sund þrisvar til fjórum sinnum í viku eða annan hvern dag. Hérna slaka ég á í heitu pottunum og hitti gott fólk sem langar að spjalla um dægurmálin. Svo koma hingað fallegar konur og bara fullt af almennilegu fólki. Það er mjög hressandi að fara í sund. Laugin í Keflavík er flott og ég mæti í alls konar veðri. Bara yndislegt. Á sumrin spila ég golf fyrst og fremst en gerði lítið af því hér fyrir sunnan í sumar en reyndi að elta sólina út á landi til að spila golf. Ja, hvað ég borða? Ég hef nú átt tvær yndislegar konur sem elduðu góðan mat og höfðu mig í bómul en núna bý ég einn og hræri bara einhverju saman í pott, ekki svo nauið. Stundum býð ég sjálfum mér út að borða.“
Hringbraut 99 - 577 1150
30% AFSLÁTTUR
GUNNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR, 39 ÁRA KENNARI OG MYNDLISTAR MAÐUR:
„Ég kem mjög oft hingað í sundlaugina með gríslingana mína fjóra. Sjálf syndi ég fjórum sinnum í viku á meðan þau eru í skólanum. Það er ákveðin þerapía að koma í sund og ég vinn úr hugsunum mínum á meðan ég syndi. Svo er alltaf gaman að vera í góðum félagsskap hérna og slaka á í heitu pottunum. Ég hjóla einnig allt sem ég get, meira að segja í Bónus og Nettó til að versla í matinn. Við bjuggum í Bretlandi áður og þar byrjaði ég að hjóla. Líkamsrækt úti í fersku lofti er það sem hentar mér. Við förum einnig í göngur fjölskyldan, ég og maðurinn minn með börnin okkar fjögur, en þá er farið á fjöllin hér í kring td. Keili, Þorbjörn og fleiri fjöll. Ég borða allan mat en í hófi og hef þá reglu að borða fimm í allt á dag af einhverju úr ávaxta- og grænmetisflokknum.“
SNORRI STEINAR SKÚLASON, 70 ÁRA FYRRUM STARFSMAÐUR HJÁ ELDSNEYTIS AFGREIÐSLU EAK LEIFSSTÖÐ:
„Ég er í Janusarverkefninu og geng rösklega á hverjum degi í þrjátíu mínútur eða lengur og fer svo í Massa í íþróttahúsinu Njarðvík tvisvar í viku. Þar geng ég á bretti og lyfti lóðum, geri teygjur og svona. Það er komið rúmt ár síðan ég byrjaði í þessu verkefni á vegum Reykjanesbæjar og þetta hefur gert mér mjög gott. Maður yngist af þessari hreyfingu. Ég er allur að styrkjast og eflast. Þetta er búið að vera gaman en ég er hjá Janusi íþróttaþjálfara sem mælir árangur minn og stundum er heilsufarsskoðun. Maður borðar hollan mat og meira grænmeti. Ég finn mikinn mun. Maður er léttari í lund og hittir fleira fólk sem er að hreyfa sig. Það eru svo margir að mæta en á mánudagsmorgnum hittast allir í Reykjaneshöll og þar er einnig gengið en svo förum við sjálf út að ganga á daginn. Þá mæli ég mig til gamans í gegnum símann minn. Í dag er ég t.d. búinn að ganga sjö kílómetra á einni klukkustund. Í febrúar þegar veðrið var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir þá gekk ég þann mánuðinn 160 km á fótboltavellinum!“
NÝTT!
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÚT NÓVEMBER
afsláttur af öllum skóm á haustdögum 4.-8. október hafnargötu 29 / sími 421 8585 opið: 11-18 virka daga og laugardaga 11-16
Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 til 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 til 18:00.
HAUSTDAGAR 4.-8. OKTÓBER
FULLAR BÚÐIR OG VEITINGASTAÐIR MEÐ SPENNANDI HAUSTILBOÐ Á GÓÐU VERÐI HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG
SJÓBÚÐ
SEA & SALT WORKSHOP
ATH! AÐ OPNUNARTÍMI VEITINGAHÚSA ER BREYTILEGUR.
8
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
Svo þakklát fyrir þessi tíu ár Ballettnám er undirstaðan að góðum dansara
„Við vorum að fagna tíu ára afmæli okkar nýverið og það var svo gaman að fá alla þessa góðu gesti sem glöddust með okkur þennan dag, hátt í tvö hundruð manns kíktu í afmælið. Gamlir nemendur komu líka í heimsókn, sem var virkilega ánægjulegt. Við erum með lærða kennara hjá okkur og einnig fyrrverandi nemendur sem kenna í forskólanum og fleira hér við skólann. Við erum búin á þessum tíu árum að bæta við dansflóruna hér á landi en það er saga að segja frá því að fyrst þegar ég byrjaði með skólann þá hafði engin áhuga á ballett en það var það sem ég vildi kenna allra helst því ballettinn er undirstaða allrar danstækni og að-
VIÐTAL
Bryndís Einars sló í gegn þegar hún sigraði Freestyle-danskeppni Tónabæjar um árið og síðan þá hefur dansinn dunað í lífi hennar. Í dag rekur hún listdansskóla í Reykjanesbæ sem fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Bryndís segist afar þakklát því að hafa fengið að kenna og kynna listdans á Suðurnesjunum fyrir rúmlega 8000 nemendum á þessum tíu árum. Í dag er listdansskóli Bryndísar og fjölskyldu, BRYN Ballett Akademían, viðurkenndur listdansskóli af Royal Academy of Dance í Bretlandi og einnig af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á Íslandi til kennslu í listdansi á grunn- og framhaldsskólastigi. Bryndís segir þetta búið að kosta mikla vinnu „Við erum búin að fá að kenna listdans hér og það hefur ávallt verið draumur okkar. Við erum að berjast fyrir fleiri nemendaígildum á framhaldsskólastiginu til þess að fá að sitja við sama borð og aðrir skólar í Reykjavík en við erum aðeins fjórir viðurkenndir listdansskólar á Íslandi,“ segir Bryndís.
Það er svo magnað að sjá hversu góður dansari þú verður eftir að hafa lært alla tæknina fyrst í gegnum klassískt ballettnám
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
stoðar dansarann við að ná tökum á hreyfingum líkamans. Þú verður svo flottur dansari þegar þú hefur undirstöðu í ballett. Svo ég varð að smygla ballettinum inn í tímana mína í byrjun. Ég kenndi þá djassdans í upphafi tímans en endaði á ballett. Smátt og smátt fór ég að bjóða upp á balletttíma eingöngu og þá sá ég hvað nemendurnir tóku miklum framförum. Það er svo magnað að sjá hversu góður dansari þú verður eftir að hafa lært alla tæknina fyrst í gegnum klassískt ballettnám,“ segir hún og augun ljóma en Bryndís er sérlega lifandi manneskja.
Stúdentspróf af listnámsbraut
Danssýningar frá BRYN Ballett Akademíunni hafa þótt mjög glæsilegar. Námið er fjölbreytt en boðið er upp á klassískan ballet, djassballett, nútímadans, danssmíði, táskótækni, karakter, Street/Jazz og einnig eru önnur dansfög kynnt nemendum. Gestakennarar koma reglulega í heimsókn og bæta þá við fleiri dansstílum. Jólasýning og vorsýning nemenda er fastur liður. Framundan er margt skemmtilegt; Dansbikar
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Viðburðir í Reykjanesbæ
Fræðslusvið – Tímabundið starf sálfræðings Hljómahöll – Hljóðmaður/Verkefnastjóri
Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Miðvikudaginn 3. okt. kl. 12:15-12:45: Hugleiðsluhádegi í samstarfi við WAT Buddha. Frítt inn og allir velkomnir. Fimmtudaginn 4. okt. kl. 11: Foreldramorgunn með Margréti Knútsdóttur ljósm. sem ræðir líðan mæðra eftir fæðingu.
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Kalos-kvartettinn Kalos-kvartettinn heldur tónleika í Bergi Hljómahöll miðvikudaginn 3. október kl. 19:30. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá, miðaverð 2500 kr.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Hljómahöll - viðburðir framundan Prins Póló á trúnó : 4. okt. Dúndurfréttir í Stapa : 18. okt. Miðasala á hljomaholl.is
BRYN í október sem er danskeppni nemenda á aldrinum 9–20 ára og sýning framhaldsskóladeildar á Unglist í Borgarleikhúsinu í Reykjavík í nóvember. Jólasýning skólans fer fram í Menningarhúsi Andrews þann 8. desember. Bryndís er eldheit áhugamanneskja um dansmenntun og hefur komið því til leiðar að dansnemendur BRYN geti sótt framhaldsnám á listdansbraut til stúdentsprófs. Framhaldsdeild skiptist í tvær brautir á kjörsviði, annars vegar sem klassískur listdans og hins vegar sem nútímalistdans. Nemendur frá henni hafa farið þessa leið í gegnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Menntaskólann við Hamrahlíð. Þar eru þessir nemendur í venjulegu bóknámi en sækja danstíma hjá BRYN til þess að fylla upp í þá verklegu tíma sem þeir þurfa að hafa til stúdentsprófs. Nemendur frá BRYN hafa einnig farið til Englands í listdansnám og síðast í sumar fóru fjórar stúlkur frá henni á sumarnámskeið og voru á heimavist hjá Royal Academy of Dance og stóðu sig mjög vel. Yfir hundrað nemendur tóku þátt víðsvegar að úr heiminum og fékk einn nemandi frá BRYN verðlaun fyrir bestu frammistöðuna á námskeiðinu. Stoltið leynir sér ekki þegar Bryndís segir frá þessu. „Sýningar okkar fara víða en dansnemendur okkar hafa sýnt á mörgum stöðum á landinu og toppurinn er að sýna árlega í Eldborgarsal Hörpu en skólinn er orðinn mjög þekktur.
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg. Sýningarnar frá okkur hafa hlotið mikið lof alls staðar. Ég er mjög þakklát, það er svo frábært hvað við höfum fengið að kenna mörgum nemendum á þessum tíu árum. Æðislegt! Þegar ég byrjaði með þennan skóla þá var það alltaf markmið mitt að búa til frábæra dansara og ég vissi að klassískur ballett og nútímadans væri leiðin til þess. Það er dálítið fyndið að hugsa til þess hvernig ég varð að lauma ballettinum inn í fyrstu tímana mína en í dag bjóðum við upp á tíma í ballett. Þessir nemendur fara létt með allskonar dansform eftir það nám. Ég sé það alltaf þegar ég horfi á sýningu hverjir hafa lært ballett eða nútímadans því tæknin og hreyfingarnar eru fágaðri og fallegri. Þú getur alltaf orðið betri og betri,“ segir Bryndís og það leynir sér ekki hvað hún hefur mikið metnað fyrir hönd nemenda sinna. Í fyrsta sinn á Íslandi í BRYN voru haldin danspróf í klassískum ballett frá „International Dance Acclaim“ (IDA) sem er dansprógramm og kennsluaðferð frá Kaliforníu sem flýtir fyrir þjálfun nemenda og sýnir listrænar og tæknilegar framfarir nemenda í listdansnámi. Dómari kom alla leið frá Bandaríkjunum og fengu nemendur medalíu og viðurkenningarskjal fyrir frammistöðu sína.
Draumurinn rættist á Íslandi
Við göngum um gangana í BRYN Ballett Akademíunni en skólinn er staðsettur í risastórri
9
braggabyggingu rétt hjá gamla kanasjúkrahúsinu á Ásbrú, ótrúlega flott húsnæði með þremur danssölum, dansbókasafni og dansverslun. Þegar komið er inn í búningageymsluna þá byrjum við að gramsa því herbergið er svo skemmtilegt, fullt af litríkum dansbúningum og fylgihlutum. Þetta er nú eitthvað fyrir listaspírur að koma þarna inn. „Já ég var alltaf með þetta í maganum að stofna eigin skóla, alveg frá því að ég var að kenna hjá Æfingastúdíó Bertu á Brekkustígnum. Svo liðu árin og ég bjó erlendis í ellefu ár, kláraði meðal annars leikaranám í California Institute of Arts og fór svo til Englands. Þar fór ég í ballettkennaranám í Royal Academy of Dance og er eini ballettkennarinn frá þeim skóla hér á landi. Þessi ár erlendis gerðist svo margt skemmtilegt. Ég kynntist manninum mínum Daniel James Coaten jurtalækni og vísindamanni, hann flutti með mér heim til Íslands árið 2008. Já, við vorum nýbúin að opna skólann þegar hrunið kom og ég hugsaði hvað erum við að gera hérna? Svo ákváðum við samt að halda áfram með planið okkar og hugsuðum að tímasetningin væri rétt þó að okkur fyndist það ekki fyrst. Við vildum trúa því að okkur var ætlað að gera góða hluti hér heima á Íslandi,“ segir Bryndís og heilsar litlu dóttur þeirra hjóna, Amelíu, sem kemur hlaupandi inn um dyrnar og beint til mömmu sinnar sem faðmar hana innilega að sér.
Ég sé það alltaf þegar ég horfi á sýningu hverjir hafa lært ballett eða nútímadans því tæknin og hreyfingarnar eru fágaðri og fallegri
Samkaup auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar Umsóknarfrestur er til 8. október
Markaðsfulltrúi
Verkefnastjóri verslunarsviðs
• • • • • •
• • • • • •
Umsjón og þróun afsláttarkerfis. Umsjón samfélagsmiðla. Umsjón styrktarmála. Umsjón innri markaðsmála. Utanumhald markaðsátaka. Önnur verkefni sem markaðsstjóri felur markaðsfulltrúa.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa. Umsóknir sendist á: ingibjorg@samkaup.is
Framkvæmd og úrvinnsla verðkannana. Umsjón með tekjustýringu. Eftirlit og miðlun upplýsinga um rekstur verslana. Umsjón með netverslun félagsins. Verkefnastýring og innleiðing á nýjungum. Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs felur verkefnastjóra.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Umsóknir sendist á: gunnar@samkaup.is
Samkaup reka rúmlega fimmtíu verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Krambúð og Kjörbúðin.
10
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Við erum svo jákvæðir Það er alltaf mikið líf á Nesvöllum en þangað skellti blaðamaður sér til þess að eiga smá spjall. Í leðursófasettinu sátu þrír menn á besta aldri, nýbúnir að borða hádegismatinn og hlusta á fréttirnar. Þeir tóku mér vel þegar ég spurði hvort ég mætti setjast hjá þeim og forvitnast um þá. „Já, já blessuð góða sestu hjá okkur,“ segir Guðmundur Kristjánsson kampakátur en hann sagðist vera fastagestur á Nesvöllum í hádeginu og í félagsvistinni. Guðmundur er 86 ára gamall, fyrrum sjómaður og vélvirki. „Það er alltaf gaman að koma hingað, ég er ánægður með allt hérna. Ég bý einn úti í bæ en börnin mín sjá svo vel um mig eftir að konan mín dó,“ segir hann en konan hans var Sara Vilbergsdóttir og hann segist hafa misst mikið þegar hún lést.
Áttum góðar eiginkonur
„Já ég tek undir það,“ segir Gísli Arnbergsson fyrrum skipstjóri, 73 ára gamall en hann flutti í Sandgerði um tvítugt frá Borgarfirði eystri. „Ég hitti stelpu í Sandgerði, hana Lovísu Þórðardóttur, sem bar af öðrum stúlkum og ég kvæntist henni en hún fór fyrir fjórum árum og þá fór margt. Ég er fluttur til Keflavíkur og kem alltof sjaldan hingað á Nesvelli, svona þrisvar í viku,“ segir Gísli en áhugamálin hans hafa alla tíð tengst sjónum. Ungur herramaður bætist í hópinn og fær sér sæti hjá okkur. „Þetta er hann Árni, hann stjórnar öllu hérna á Nesvöllum,“ segir Haraldur Þórðarson, 75 ára fyrrum lögregluþjónn og starfsmaður á tæknisviði hjá Háskóla Íslands en hann flutti til Reykjanesbæjar fyrir fjórum árum ásamt eiginkonu sinni, Málfríði Haraldsdóttur sem nú er látin. Árni brosir til okkar allra og hlustar á okkur tala saman. „Já, ég og
konan fluttum í Garðinn fyrst en í dag bý ég á Ásbrú og það er fínt. Hér eru barnabörnin okkar. Ég er veikur, er með lungnakrabba en ég geri allt sem ég get til að láta mér líða vel, kem hingað og á fleiri staði og spila á spil með góðu fólki. Það er nóg að gera hjá mér en ég spila fimm sinnum í viku. Svo er ég heima að leika mér sem radioamatör, er með öflugan sendi og tala við fólk út um allan heim. Ætli ég tali ekki fimm til sex tungumál, ja eða allavega fimm. Ég hef allt sem ég þarf og fæ góða hjálp í heilbrigðisþjónustunni hérna, sem mér finnst geypilega flott í Keflavík,“ segir Haraldur.
Með jákvæðni að vopni
„Við erum svo jákvæðir hérna, það er svo margt gott í lífinu. Ég og Sara mín áttum fyrst heima á Flateyri en fluttum svo hingað fyrir mörgum árum en ég er frá Borgarnesi. Það er alltaf verið að kvarta í þjóðfélaginu sem er algjör óþarfi, við höfum það svo gott,“ segir Guðmundur hressilega. Hinir taka undir það. Árni Ragnarsson er dreginn inn í spjallið en hann er fjörutíu ára starfsmaður á Nesvöllum. „Ég er að hjálpa gamla fólkinu hérna, ég er að leggja á borð og vinna á dagvist. Ég geri bara ýmislegt hérna,“ segir Árni skælbrosandi og hinir segja að Árni sé alltaf svo jákvæður og skemmtilegur. Þeim fyndist lífið fátæklegra ef Árni væri ekki á Nesvöllum líka. „Ég er að dunda mér heima og lesa bækur, ég er forvitin og les allskonar fróðlegar bækur. Ég fer í göngutúra og boccia og svo stundum í sund og bíó. Ég er bara duglegur að lifa lífinu. Mér finnst ofboðslega gaman að lifa,“segir Árni í einlægni.
ALVARLEGT UMFER Umferðarslys var sviðsett á planinu við 88 húsið miðvikudaginn 26. september síðastliðinn. Lögregla, sjúkrabíll og slökkvilið var kallað á staðinn en klippum var beitt til þess að ná ungmennum út úr bílunum. Um er að ræða forvarnardag ungra ökumanna sem haldinn er í samstarfi við Reykjanesbæ, Lögregluna á Suðurnesjum, Brunavarnir Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingarmiðstöðina. Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, ölvunarakstur, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að heyra reynslusögu ungrar
Guðmundur Kristjánsson.
Árni Ragnars son.
Gísli Arnbergsson.
Haraldur Þórðarson.
BÍLAÚTSALAN MUN OPNA BRÁÐLEGA Á ÁSBRÚ
RÐARSLYS EÐA SVIÐSETNING? stúlku sem lenti í alvarlegu umferðarslysi. Þetta árið tóku rúmlega 170 nemendur þátt í forvarnardeg-
inum en markmiðið er að vekja þá til umhugsunar um ábyrgðina sem því fylgir að vera ökumaður, fækka slysum og auka öryggi í umferðinni. Verkefnið fór fyrst af stað árið 2004 í kjölfar banaslysa ungra ökumanna og hefur verið haldið árlega síðan.
i g g Ra
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
11
er fyndnasti nemandinn!
Keflvíkingurinn Arnar Smári Þorsteinsson er 18 ára nemi á fjölgreinabraut. Honum finnst einlægni besti eiginleiki í fari fólks og hann langar að kaupa tyggjó í mötuneytinu. Arnar Smári er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hver er helsti kostur FS? Hversu sérstakir kennararnir eru. Hver eru áhugamálin þín? Almenn sjálfsbæting. Hvað hræðist þú mest? Að óvart meiða fólkið í kringum mig sem mér þykir vænt um. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Júlíus Viggó Ólafsson því að hann er snillingur! Hver er fyndnastur í skólanum? Raggi. Hvað sástu síðast í bíó? The Meg. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Tyggjó. Hver er helsti galli þinn? Að ég vape-a.
VIÐTAL Kristín Fjóla Theodórsdóttir kristinfjola00@gmail.com
Hver er helsti kostur þinn? Einlægur og létt að tala við mig. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Messenger, YouTube og Chrome. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja strax tyggjó í mötuneytið, fáránlegt að það er ekki! Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Einlægni. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ágætt. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Að halda áfram að bæta mig og ekki gefast upp en annars engin sérstök plön.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjunum? Allir vinir mínir eru hérna. Efirlætiskennari? Símon dönskukennari. Fag? Sálfræði. Sjónvarpsþættir? Game of Thrones. Kvikmynd? Se7en. Hljómsveit/tónlistarmaður? System of a Down. Leikari? Jim Carrey.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222
Lagerstjóri Við erum að leita að lagerstjóra á lagerinn okkar, sem er staðsettur á Keflavíkurflugvelli. Ábyrgð
Hæfniskröfur:
●
Almennur rekstur lagers
●
Starfsreynsla úr svipuðu starfi
●
Heiðarleiki
●
Gerð pantana
●
Jákvætt viðmót
●
Heilsuhreysti
●
Móttaka pantana
●
Kunnátta og reynsla af þjónustustörfum
●
Góð íslensku og enskukunnátta
●
Dreifing vöru innanhúss
●
Stundvísi og snyrtimennska
●
Hreint sakavottorð
●
Skipulag daglegra verkefna og vinnutíma starfsmanna á lager
●
Sveigjanleiki
Um fullt starf að ræða og er vinnutími frá kl. 8 til 16 virka daga. Nánari upplýsingar veitir Ágúst
Lagardère Travel Retail ehf. sér um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð
Guðbjartsson vöru- og innkaupastjóri (a.gudbjartsson(hjá)lagardere-tr.is) eða Elsa Heimisdóttir
Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í líflegu og
mannauðsstjóri (e.heimisdottir(hjá)lagardere-tr.is). Umsóknarfrestur er til og með 12. október.
alþjóðlegu starfsumhverfi.
Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu okkar www.lagardere-tr.is
12
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Liðónýtir þingmenn Suðurnesja
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Útgarðar
Sameiningarheiti á sameiginlegt sveitarfélag Garðs og Sandgerðis Ég er einn af þeim sem hefur haft nokkuð sterkar skoðanir á sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Af hverju ætla ég ekki að tíunda hér í þessum pistli, þar sem það hefur ekkert að segja hvort sem er. Það er búið og gert. En mér þykir samt sem áður vænt um Sandgerði og það er ekki út af neinum deilum við þá. Ég var mikið í Sandgerði sem krakki og saga þessa sjávarþorps er mjög merkileg, eins og Garðs. Ég vona þó að ég hafi rangt fyrir mér varðandi sameiningu og að þetta verði til góðs fyrir okkur og aðra íbúa í komandi framtíð. En ég er Garðmaður og verð það alltaf, því verður ekki breytt. Í vor var haldin kosning um heiti á nýja sameiginlega sveitarfélagið. Ég kaus ekki (eins og margir aðrir) vegna þess að nöfnin sem voru í boði voru lítt spennandi og þetta viðskeyti byggð og bær fór ekki vel í mig, eins og hjá mörgum öðrum. Sameiningarheitið Heiðarbyggð fékk flest atkvæði, en vegna dræmrar þátttöku í kosningum (þar sem margir skiluðu auðu eða helmingur atkvæða) var ákveðið að endurskoða nafnagiftina. Íbúar Garðs og Sandgerðis geta kosið á ný þann 3. nóvember 2018, eins og kom fram í fundargerð bæjarráðs. Mér finnst mjög mikilvægt að í heitinu felist skírskotun í sögu sveitarfélaganna og eitthvað sem tengir þessi tvö sveitarfélög saman. Það sem er hvað mest áberandi og einkennandi fyrir bæði þessi sveitarfélög eru grjótgarðarnir. Þeir voru frá upphafi byggðar afgerandi hluti ásyndar umhverfis og eina tiltæka efnið til að verja tún og garða. Sagt er í heimildum að í Garðinum
hafi grjótgarðar náð samanlagt um 60 kílómetra lengd! Svo auðvitað Skagagarðurinn mikli sem lá frá Útskálum í Garði að Kirkjubóli í Sandgerði, sem er rúmlega tveggja kílómetra leið. Skagagarðurinn er með merkustu fornminjum á Íslandi, sem við þurfum að halda betur á lofti. Tilgangurinn með mannvirkinu er talinn hafa verið til að verja akurlöndin fyrir búfé, sér í lagi kindum, en akuryrkja var tíð á Garðskaga. Skagagarðurinn hefur líklega verið reistur á 10. öld og það mótar fyrir honum enn í dag. Þetta eigum við Garðmenn og Sandgerðingar sameiginlega sem tengir bæjarfélögin saman. Núna í vor urðum við þess heiðurs aðnjótandi að einn virtasti og afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar, Gyrðir Elíasson, flutti í Garðinn. Gyrðir hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir bók sína Milli trjánna. Þess má þá til gamans geta að hann kláraði nýjustu skáldsögu sína, Sorgarmarsinn, í Garðinum, sem að mínu mati er ein af hans bestu bókum. Hún hefur einstakan sjarma og er mjög vönduð eins og öll hans verk. Gyrðir sendi mér nýlega hugmynd að heiti á nýja sveitarfélagið, sem mér finnst koma fyllilega til greina og er sennilega besta tillaga sem ég hef heyrt hingað til. Ég held að Gyrðir hafi hitt naglann beint á höfuðið.
Enn eitt kjörtímabilið hafa kjósendur á Suðurnesjum látið frambjóðendur til Alþingis ljúga upp í opið geðið á sér. Eitt helsta baráttumál Suðurnesjamanna, tvölföldun Reykjanesbrautarinnar, mun verða að veruleika árið 2033. Þremur árum eftir að innflutningsbann á bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi. Hver kaus það? Þau orð sem afi minn heitinn, blessuð sé minning hans, hafði um Framsóknarmenn voru ekki fögur og reyndi maður þótt ungur væri frekar að draga úr en hitt. Í dag er ég ekki frá því að sá gamli hafi bara verið með sitt upp á punkt og prik. Framsóknarfagurgali formannsins nær ekki lengra en að hann fái tryggt sæti í höllinni við Austurvöll. Hvað hann sagði til að komast þangað skiptir engu máli. Tilgangurinn helgar meðalið. Hvernig fór hann með Sigmund Davíð? Hvernig fer hann með Reykjanesbrautina? Sí ofan í æ virðast Suðurnesin vera skilin eftir þegar hið háa Alþingi fer að dreifa fjármunum um landið. Ekki einu sinni er hægt að nota hér milljarðana sem ríkissjóður hefur fengið út úr sölu eigna á varnarsvæðinu sáluga. Þar er helst að þakka þingmönnum sem hafa verið svo uppteknir við að skrifa akstursdagbækur að ekki hefur gefist tími til að sinna þeim verkefnum sem kjósendur ætlast til af þeim. Það er tímafrekt að skara eld að eigin köku. Laun og rekstrarkostnaður fyrir um tvær milljónir á mann sem
FRÉTTATILKYNNING
Vona að sem flestir séu sammála. Útgarðar Virðingarfyllst, Guðmundur Magnússon
Ástkær unnusti minn, bróðir okkar, mágur og frændi
REIDAR ÓSKARSSON Rafnkelstaðavegi 8, Garði
lést á Hvammstanga, þriðjudaginn 18. september sl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju í Garði fimmtudaginn 4. október klukkan 14:00. Laufey Sigurðardóttir Þórdís Husby Örlygur Þorkelsson Ragnar M Husby Edda Baldvinsdóttir og frændsystkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
EYGLÓ GÍSLADÓTTIR
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ lést föstudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 9. október kl.13. Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvason Sigurður Hjálmar Gústafsson Inga Hildur Gústafsdóttir Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Gísli Jón Gústafsson Bahja Zaami barnabörn og barnabarnabörn
Mojfríður einkaspæjari í Penninn Eymundsson Föstudaginn 5. október mun Marta Eiríksdóttir árita og lesa upp úr nýjustu bókinni sinni í Eymundsson Keflavík frá klukkan 14:00 til 15:00. Bókin, sem heitir Mojfríður einkaspæjari, er þriðja bók höfundar og hefur hlotið mikið lof lesenda, þykir vel skrifuð og skemmtileg. Bókin verður seld á sérstöku kynningarverði þennan dag. Upplagt að stinga þessari bók í jólapakkann í ár til þeirra sem þér þykir vænt um og vilt gleðja!
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
gerir ekki neitt yrði aldrei liðið hjá einkareknu fyrirtæki en þrjúhundruðþúsund manna þjóð finnst sjálfsagt að hafa 63 slík eintök á Austurvelli. Ekki veit ég hvað veldur þrælsótta kjósenda á Suðurnesjum, svo ekki sé til tals aumingjaskapurinn í sveitarstjórnunum sem bara kyngja því sem að þeim er rétt. Hvar er stoltið? Er svona gott að sitja á opinberu jötunni að óþarfi er að láta í sér heyra til að rugga ekki bátnum? Er samtryggingin slík að það eru bara allir glaðir með sínar milljónir og þaðan af meira á mánuði. Væla bara á Fésbókinni og gera ekkert þangað til næst verður kosið? Þá getur fagurgalinn hafist að
nýju. Á þessu kjörtímabili þó skammt sé á veg sé komið er búið að sanna að troða má snuði uppí unga efnilega stjórnmálamenn með pólitískum bitlingum í formi stjórnarformannssetu í ríkisfélögum. Formaðurinn deilir út brauðmolunum og fótgönguliðarnir grjóthalda kjafti. Skiptir þá engu máli þótt fótgönguliðarnir hafi skipað sér í forystusveit verkefna sem kjósendur telja forgangsverkefni Suðurnesjum. Í eina tíð hefðu þetta verið kölluð svik. Hvað er hið rétta í stöðunni fyrir kjörna fulltrúa sem láta eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum kjósenda? Ég tel vist að menn mér kærir og tengdir sem hafa horfið yfir móðuna miklu snúi sér í gröfinni. Þvílíkur aumingjaskapur sem hér er við lýði. Hvað varð um stolt Suðurnesjamanna? Stopp - hingað og ekki lengra. Góðar stundir, Margeir Vilhjálmsson
Varasalvi Bláa lónsins til styrktar Bleiku slaufunni
Í tilefni af Bleiku slaufunni, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, sem hefst núna í október mun 20% af söluandvirði varasalva Bláa lónsins renna til Krabbameinsfélagsins. Varasalvinn er ein vinsælasta vara Bláa lónsins og í tilefni af Bleiku slaufunni verður hann seldur í bleikum pakkningum. Bláa lónið hefur klætt sérvaldar vörur sínar í bleikan búning síðan 2015 til styrktar verkefninu. Líkt og síðustu ellefu ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Í Bleiku slaufunni í ár leggur Krabbameinsfélagið upp með að taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar. Konur er hvattar til að fara í skoðun í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Skimað er fyrir leghálskrabbameini hjá konum á aldrinum 23–65 ára á þriggja ára fresti og fyrir krabbameini í brjóstum hjá konum á aldrinum 40–69 ára, á tveggja ára fresti. Með leghálsskimun er hægt að draga verulega úr fjölda krabbameina í leghálsi og það eykur batalíkur verulega að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi. Heimsóknin tekur að jafnaði ekki lengri tíma en 10–15 mínútur í heildina. Varasalvi Bláa lónsins er seldur í verslunum fyrirtækisins í Svartsengi, við Laugaveg 15, Hreyfingu Glæsibæ, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í vefverslun www.bluelagoon.is.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
SMÁAUGLÝSINGAR TIL LEIGU: Íbúð til leigu í Keflavik fyrir reyklausan, reglusaman, vinnandi einstaklings eða par. Ekkert dýrahald. Sími 8630733. Milli 12–19.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Bjart og hlýtt haust EIGUM PERUR Í FLESTAR GERÐIR LJÓSA
Vatnsþétt LED IP65 útiljós / bílskúrsljós 25W 50W SHA-8083 3x36W Halogen
2.790 3.990
SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra
15.890
6.990
LG118C T8 lampi Loftljós flúor rakaþ. 2x18w 67,5x16,6cm
2.915
Tu-RWL0450W
LED vinnuljós 50W m/hleðslubatterí
11.970
ÁN
RU PE
Tu-FL01
LED vinnuljós á fæti 30W. 3m snúra
Tu-RWL0430W
LG236 T8 lampi Loftljós flúor rakaþ. 2x36w 128x16,6cm
8.970
LED vinnuljós 30W m/hleðslubatterí
9.970
4.615
IP65 Vatnsheldir flúor lampar. Perur fylgja LG218c 2x18w, 65x10cm
2.990
T38 Vinnuljós
5.590
Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa
17.990
Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa
29.990
Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa
12.830
LG228 2x28w, 120x10cm
KR. 5.490
Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa
6.890
Rafmagnshitablásari 2Kw
1.990
Mikið úrval a f rakavörðum fjöltengjum IP 44
Verð frá kr. Kapalkefli 15 metrar Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar
6.990
Kapalkefli 10 metrar
2.690
3.690
25 metrar kr. 5.490 50 metrar kr. 8.290
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
15 metra rafmagnssnúra
2.390
1.690
14
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
Velferðarsvið afhendir ágóða verkefnisins „Frá barni til barns“
Á dögunum afhenti Velferðarsvið Reykjanesbæjar 800.000 króna styrk til langveikra/fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Upphæðin safnaðist í tónlistarverkefninu „Frá barni til barns“ sem nemendur hljómborðsdeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tóku þátt í á vormánuðum. Styrkurinn fór til Eikarinnar, deildar fyrir börn með einhverfu í Holtaskóla, skammtímavistunarinnar Heiðarholts og til tveggja fatlaðra barna sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Píanó-, harmóniku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, ásamt kennurum sínum, efndu á vordögum til tónlistarverkefnisins „Frá barni til barns“. Því var hleypt af stokkunum laugardaginn 14. apríl sl. Þá var efnt til sérstakrar dagskrár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þar sem haldin var tónleikaröð í tónleikasalnum Bergi. Auk þess var efnt til listmarkaðar þar sem listamenn á sviði myndlistar, ritlistar, tónlistar, ljós-
myndunar og ýmiss konar handverks gáfu verk sín. Einnig var starfrækt kaffihús við listmarkaðinn og nýttu nokkrir píanó- og harmónikunemendur tækifærið og léku fyrir gesti kaffihússins. Á þeim mánuði sem hægt var að styrkja verkefnið söfnuðust alls 800.000 krónur. Þann 21. júní sl. var Velferðarsviði Reykjanesbæjar afhent upphæðin til varðveislu og útdeilingar.
Már Gunnarsson píanónemandi nýtti tækifærið og spilaði fyrir gesti kaffihúss og listmarkaðs. VF-mynd: Hilmar Bragi
Opnun ljósmyndasýningarinnar BLEIK og afhending Bleiku slaufunnar var þann 28. september í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin byggir á persónulegum sögum tólf kvenna sem hafa greinst með brjósta- eða leghálskrabbamein. Sýningin endurspeglar áherslu Bleiku slaufunnar 2018 þar sem lögð er sérstök áhersla á hvatningu til kvenna
um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og að vinahópar og vinnustaðir hvetji og styðji sínar konur. Sýningin mun standa yfir bleika október og hvetur Krabbameinsfélag Suðurnesja fólk til að kíkja á þessa mögnuðu sýningu með mögnuðum konum.
Umhverfisvænir taupokar saumaðir í Bókasafninu:
Fyrsta Pokastöð Suðurnesja opnaði í Bókasafni Reykjanesbæjar
Atvinnutækifæri Til sölu sportvöruverslunin K-sport í Keflavík Nánari uppl veitir Brynjar Guðlaugsson í síma 420 4000 eða tölvupósti brynjar@studlaberg.is
Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is
ATVINNA RÆSTINGAR
Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa. Um er að ræða fullt starf með vinnutíma 08:00 til 16:00. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 20 ára, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is
JOB OFFER In a cleaning company
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
ÁHRIFAMIKIL LJÓSMYNDASÝNING Á BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR
Requirements: Individuals must be at least 20 years old, have a valid driver’s licens and a clean criminal record. Languages: Icelandic or good English is a must! We look for people for to work from 08:00-16:00 (100% work). If interested, pleace send e-mail to: halldor@allthreint.is
Fyrsta Pokastöð Suðurnesja var opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar um helgina. Pokastöðvar eru til í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi en það er stöð þar sem fólk getur fengið að láni margnota taupoka, t.d. í bókasöfnum og matvöruverslunum. Margir eiga það til að gleyma margnota pokum heima og þá er hægt að fá taupoka að láni og skila honum síðar á hvaða Pokastöð sem er. Bókasafnið tók þátt í Plastlausum september og bauð á laugardaginn gestum og gangandi að sauma margnota taupoka sem síðan voru gefnir í Pokastöðina. Hér eftir verður viðburðurinn „Saumað fyrir umhverfið“ á dagskrá safnsins fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 12 og afraksturinn alltaf gefinn í Pokastöð Bókasafnsins. Efni og saumavélar verða á staðnum en einnig má koma með eigin vélar og efni (t.d. gömul föt og rúmföt).
Auglýsum eftir rafvirkjum á starfsstöðvar okkar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði Starfssvið Starfið felur í sér viðhald og rekstur dreifikerfis, nýlagnir, tengingar og uppsetningu búnaðar. Við leitum að hæfileikaríkum einstakngum til að vinna í frábærum hópi fagmanna. Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun er nauðsyn, tekið verður tillit til þess ef viðkomandi er að ljúka sveinsprófi. Áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, þjónustulund og brennandi áhuga á tæknimálum. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn að ganga bakvaktir sé þess óskað. Góð íslensku- og enskukunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri í síma 422 5200. Sótt er um störfin á heimasíðunni, hsveitur.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. okt. 2018
BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 4. október 2018 // 38. tbl. // 39. árg.
HINN ÍSLENSKI MARADONA BJARGAR DEGINUM – Elías fann markaskóna í Hollandi Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er óðum að komast í gang með sínu nýja félagi, Excelsior Rotterdam, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Elías tryggði liði sínu 1:0 sigur um síðustu helgi með sannkölluðu draumamarki sem minnti um margt á tilþrif argentínskra snillinga sem bera númerið tíu á bakinu, en blöðin í Hollandi tala um að markið sé í anda sjálfs Maradona. Strákarnir í liðinu klipptu myndina út úr blaðinu og hengdu fyrir ofan skápinn hans Elíasar, en fyrirsögnin er eitthvað á þessa leið: „Íslenski Maradona reyndist hetjan.“ Elías fær ekki að taka myndina niður og er ekki alls kostar ósáttur við það, þetta gæti verið verra. Eftir að hafa skorað 26 mörk í 76 leikjum með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni kom það ef til vill á óvart að Elías var sagður til sölu í fjölmiðlum. „Ég las bara um þetta sjálfur en liðsfélagar mínir sýndu mér þetta á æfingu,“ segir Keflvíkingurinn. Hann fann aldrei fyrir öryggi í Gautaborg, að hann ætti fast sæti þrátt fyrir að sinna hlutverki framherja sómasamlega, þ.e. að skora mörk. Hann átti erfitt með að kveðja en gerir sér grein fyrir því að svona er lífið í fótboltanum.
Hljóðmaður/ verkefnastjóri í Hljómahöll Hljómahöll auglýsir lausa stöðu hljóðmanns/ verkefnastjóra.Tæknimál á höndum hljóðmanns/ verkefnastjóra varða allar hliðar rekstursins s.s. tónleika- og ráðstefnuhald, fundi, dansleiki, Rokksafn Íslands o.s.frv. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, vera mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma, geta haft umsjón með hljóðblöndun á viðburðum, verkefnastjórn á viðburðum og helst búa yfir tæknimenntun af einhverju tagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og er um 100% starf að ræða.
RÚSSAGULL STÓÐ TIL BOÐA
vitað ekkert eðlilegt við svona mark og leikmenn teljast heppnir að ná að galdra svona fram einu sinni á farsælum ferli. „Ég áttaði mig ekki á því strax en eftir að fólk fór að tala um markið þá hugsaði ég nú að þetta væri alveg sæmilegt mark,“ segir Keflvíkingurinn hógvær.
BÍÐUR ÞOLINMÓÐUR EFTIR LANDSLIÐINU
Á þeim tveimur stórmótum sem Íslendingar hafa átt karlalið í fótboltanum, hefur Elías þurft að sitja heima og fylgjast með í sjónvarpinu. Hann á að baki níu landsleiki og var að því er virtist á tímabili inn í myndinni en náði ekki að komast í hóp utan æfingaleikja. „Ég er ennþá ungur og liðið hefur verið sterkt. Það er ekkert hægt að svekkja sig á því. Það er bara að gera betur til að komast í næsta hóp. Auðvitað vill maður alltaf vera valinn. Ef þú horfir á framherjana í liðinu þá ert þú ert ekkert að fara að ganga inn í þann hóp.“ Hann segist sáttur við þróunina á sínum ferli sem hófst hjá Valerenga í Noregi. „Mér finnst ég hafa styrkst mikið og þroskast sem leikmaður og það er minn draumur að komast sem allra lengst. Ég er ekkert að stressa mig.“
Hæfniskröfur • Reynsla af hljóðvinnslu og tæknimálum á viðburðum • Góð og yfirgripsmikil þekking á tæknibúnaði sem tengist viðburðahaldi • Mikil tölvukunnátta (Apple, Windows, iOS og Android umhverfi) • Tæknimenntun t.d. á sviði hljóðstjórnar er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Reynsla af lýsingu á viðburðum er kostur • Góð yfirsýn og hæfni til að vinna undir álagi • Góð íslensku- og enskukunnátta Áhugasamir fylla út umsókn á vef Reykjanesbæjar. Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.
Ge ym
du
au
glý
sin
gu
na
!
Á endanum fór það svo að Elías var falur og félög virtust áhugasöm um að tryggja sér þjónustu framherjans sprettharða. Lið frá Rússlandi var m.a. tilbúið að bjóða Elíasi gull og græna skóga en hann kaus Holland af fótboltaástæðum. „Þetta er mun betra fótboltaskref fyrir mig og hér líður okkur mjög vel,“ segir hinn 23 ára Elías sem á von sínu fyrsta á barni í desember ásamt kærustu sinni. Hann er hrifinn af fótboltanum sem er spilaður í Hollandi þar sem tæknileg geta hans og vilji til þess að halda boltanum á jörðinni nýtast vel. Svo ekki sé minnst á hraða hans. Eftir sjö umferðir situr Excelsior í áttunda sæti og Elías hefur byrjað inn á í öllum leikjum. Þetta var hins vegar hans fyrsta mark í Hollandi. „Ég er meira spenntur að hafa loksins skorað en að það hafi komið með þessum hætti,“ segir Elías en markið hefur vakið athygli fyrir einstaklingsframtak Keflvíkingsins. „Þetta gekk fullkomlega upp. Ég fæ boltann á mínum vallarhelmingi. Eina sem ég gat gert var að halda áfram á ferðinni sem ég var á. Ég hægi á mér og lít í kringum mig og leita eftir samherjum sem voru of langt frá mér. Ég sé varnarmanninn taka furðulega hreyfingu þannig að ég næ að pikka boltanum framhjá honum. Þetta gerðist auðvitað allt í augnablikinu en maður sér allar smáhreyfingar sem henta manni til þess að komast alla leið. Varnarmaðurinn var svo í sjónlínu fyrir markmanninum þannig að hornið var bara opið,“ segir Elías í rólegheitunum. Það er auð-
15
Ertu að flytja? – Ódýr þjónusta! Sendibílar í öllum stærðum í skammtíma og langtímaleigu
Bogatröð 11, Ásbrú – Sími 455-0002 – leiga@sendibillinn.is
www.sendibillinn.is
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Sjóarinn tekinn fyrir framúrakstur?
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Brynja byggir við Stapavelli Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands hefur sótt um stofnframlag til Reykjanesbæjar vegna byggingar íbúða að Stapavöllum. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. Bæjarráð samþykkti þar stofnframlag sem er 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 25.200.000,-. Stofnframlagið skal endurgreiðast í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember 2016. Greiðsla stofnframlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna, segir í fundargerð bæjarráðs.
Umframkeyrslan um sjö milljónir króna Bæjarráð Grindavíkur harmar það að ekki hafi verið farið eftir fjárheimildum hvað varðar umfang Sjóarans síkáta en umframkeyrslan er um sjö milljónir króna. „Slíkar framúrkeyrslur eru óheimilar án undangenginnar beiðni um viðauka,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð Grindavíkur telur að nýráðinn sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs þurfi að leiða vinnu um framtíðarskipulag hátíðarinnar í samvinnu við frístunda- og menningarnefnd og bæjarráð.
SJÓÞOTUFJÖR VIÐ KEFLAVÍK Skortur á hentugu húsnæði hamlar ekki uppbyggingu - Grindvíkingar taka ekki þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti með fimm atkvæðum að taka ekki þátt í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum, sem tekið var fyrir á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í vikunni sem leið. Þau Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi sátu hjá við afgreiðslu málsins. Íbúðalánasjóður sendi nýlega bréf þess efnis að sjóðurinn leitaði eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Fram kom að verkefnið snéri að því að leita leiða til að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkti víðsvegar
á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Jafnframt kom fram að verkefnið taki einnig mið af stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í júní sl. þar sem m.a. er kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem
skortur á hentugu húsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Í erindi Íbúðalánasjóðs kom fram að horft væri til þess að 2-4 sveitarfélög taki þátt í tilraunaverkefninu. „Í umræðum um málið á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur kom fram að vissulega væri umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í bæjarfélaginu eins og víða á landinu. Ekki væri þó hægt að segja að skortur á hentugu húsnæði hamlaði uppbyggingu í bæjarfélaginu, enda hefðu byggingarframkvæmdir verið umtalsverðar síðustu misseri og
nýlega hefði lóðaframboð verið aukið verulega. Grindavíkurbær hefur samþykkt húsnæðisáætlun fyrir bæjarfélagið og horfir til þess að koma á fót húsnæðissjálfseignarstofnun fyrir almennar leiguíbúðir,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Víkurfréttir um málið. Í umræðum á bæjarstjórnarfundinum kom fram að þetta tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs væri áhugavert, en að bæjarfélagið taki ekki þátt í verkefninu að svo komnu máli.
Tjarnargata 4 260 Reykjanesbær
Til sölu báðar eignir í þessu fallega tvíbýlishúsi. 120 fm 4ra herbergja útsýnisíbúð á 2. hæð 100 fm rúmgóð 3ja herbergja á 1. hæð Eignin hefur verið mikið endurbætt að utan sem innan. Húsið er skemmtilega staðsett með mikla víðáttu, útsýni og opin svæði. Stutt í leikskóla, skóla ásamt verslun og þjónustu.
Verð: 43,9
Verð: 37,5
millj.
millj.
BÓKIÐ SKOÐUN Nánari upplýsingar:
Óskar H. Bjarnasen, lögg. fasteignasali ohb@miklaborg.is sími: 691 1931
Með þér alla leið
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is