4 síðna blaðauki !
1.790 KR.
Sport
PIZZUR MÁNAÐARINS
DOMINOS.IS | DOMINO’S APP
Miðvikudagur 7. október 2020 // 38. tbl. // 41. árg.
Agnar fer á fjöll Hlaðnar silfri upp í efstu deild! Kvennalið Keflavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi Maxdeild kvenna að ári. Þær eru silfurhafar Lengjudeildarinnar. Sjá nánar íblaðauka um íþróttir með Víkurfréttum í dag.
JÓN AXEL Í TOPPMÁLUM
Stoppaður með stolið vegabréf Á LEIÐ TIL MANCHESTER
300 milljónir króna í menntanet á Suðurnesjum frá ríkinu „Erum með augun á Suðurnesjum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til að komið yrði á fót menntaneti á Suðurnesjum í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Fyrirhugað er að ráðstafa allt að 300 millj. kr. til kaupa á þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá hefur verið ákveðið að styrkja þær námsleiðir sem í boði eru hjá Keili gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum komi jafnframt inn með fjármuni á móti. Stjórnvöld hafa að undanförnu átt samtöl við forsvarsmenn sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, menntastofnanir og atvinnurekendur á svæðinu með það að markmiði að koma fram með aðgerðir sem taki mið af stöðu vinnumarkaðarins en atvinnuleysi á svæðinu fór hæst í kringum 25% eftir að faraldurinn hófst en var í september í kringum 17%. „Við erum með augun á Suðurnesjum núna. Það er engin spurning. Við áttum mjög góðan fund með bæjarstjórum sveitarfélaganna ný-
lega þar sem farið var yfir ýmsa möguleika og verkefni og það má segja að þetta menntaúrræði sé það fyrsta sem kemur úr því. Einnig að styrkja rekstur Keilis sérstaklega en þar koma sveitarfélögin einnig með í það. Við vitum hvernig ástandið er á svæðinu í atvinnumálum og erum að skoða fleiri úrræði í þeim efnum, m.a. hugmyndir sem hafa komið frá heimamönnum. Þar má nefna hafnamál, samgöngumál, frumkvöla-
starfsemi og fleira,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Víkurfréttir. Katrín segir að það sé einnig horft til þess hvernig hægt sé að auka fjárfestingu einkaaðila samhliða því að tryggja félagslegs og menntaúræði, nýsköpun, ný tækifæri og hraða verkefnum. „Við erum líka að hvetja til einkafjárfestingar í grænni umbreytingu með möguleika á ívilnunum í slíkum verkefnum,
þar sem horft er til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar eru mörg ónýtt tækifæri, til dæmis í grænmetisframleiðslu. Við erum bara að framleiða lítið af því sem við borðum,“ sagði forsætisráðherra. Menntamálaráðherra mun stýra þessu nýja menntaneti í samvinnu við heimamenn en forsætisráðherra sagði að svona verkefni hafi verið gert víðar með góðum árangri.
GOTT VERÐ alla daga
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
Combo tilboð
218
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/combo
Kókómjólk 1/4 ltr og kleinuhringur
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM