Víkurfréttir 38. tbl. 43. árg.

Page 1

Unnu dag og nótt við að

veldi

Tæplega eitt þúsund nemendur í 8. og 10. bekk úr grunnskólum á Suðurnesjum sóttu starfakynningu í íþróttahúsi Keflavíkur í upphafi vikunnar. Á annað hundrað starfsgreinar voru kynntar í miklum fjölbreytileika atvinnulífsins.

Síðustu ár, að tveimur í heimsfaraldri undan skildum, hefur kynningin verið hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja, haldin af Sambandi sveitar félaga á Suðurnesjum (SSS) en skipulögð af Þekk ingarsetri Suðurnesja. Markmið starfsgreinakynn ingarinnar er að efla starfsfræðslu grunnskóla nemenda í 8.–10. bekk og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir aldurshópinn á svæðinu. Kynningin er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.

„Þetta hefur vaxið ár frá ári og ungmennin fá góða innsýn í atvinnulífið,“ sagði Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja.

Meðfylgjandi mynd var tekin á þriðjudags morgun. Áhugasamir peyjar ræddu við starfsfólk frá Isavia á Keflavíkurflugvelli en í stofnuninni eru á annað hundrað gerðir starfa í rúmlega fimmtíu deildum eða sviðum. VF-mynd: pket

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS | 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 JÓHANN INGI KJÆRNESTED JOHANN@ALLT.IS 560-5508 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 13.–16. október
Guðbrandur Einarsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, segir fjárveitingar
til
Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja hafi lækkað miðað við fólksfjölgun á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í aðsendri grein þingmannsins í Víkurfréttum. „Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suður nesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa og bráðaþjónustu hafa lækkað talsvert á tímabilinu 2008 –2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þúsund ungmenni kynntu sér atvinnulífið Fjárveitingar til HSS hafa lækkað miðað við fólksfjölgun Vinahópur sem varð til við upprisu körfuboltans í Keflavík hittist enn og gerir margt skemmtilegt saman. Heldur „Ólympíuleika“ í Kaupmannahöfn og fer á Volksfest í Þýskalandi. – Sjá viðtal við Hrannar Hólm í blaðinu.
byggja upp
Miðvikudagur 12. október 2022 // 38. tbl. // 43. árg.

Vatnsnesið fær þá sæmd sem það á skilið

Kjartan Már Kjartansson fyrir hönd Reykjanesbær og Steinþór Jónsson fyrir hönd KEF ehf. undirrituðu samstarfssamning á þriðjudag um endurbætur og nýtingu á Vatnsnes vegi 8, húsi sem sveitarfélagið fékk í dánargjöf frá Bjarnfríði Sigurðar dóttur árið 1974.

Húsið hefur staðið að mestu ónotað um árabil. Ástand hússins er bágborið og komið er að margvíslegu viðhaldi að innan og utan. Í júlí 2020 auglýsti sveitarfélagið fasteignina að Vatns nesvegi 8 til leigu. Í auglýsingunni kom fram að húsið þarfnist verulegra og kostnaðarsamra endurbóta, bæði að utan og innan. Gert er ráð fyrir að leigutaki, í samráði við Reykjanesbæ, sjái um að framkvæma endurbætur á húsinu sem uppfylla ströngustu kröfur og greiði þannig leiguna, að hluta eða öllu leyti.

Þann 30. ágúst 2020 óskaði Steinþór Jónsson eftir viðræðum við Reykjanesbæ varðandi mögu leika á langtímaleigu á fasteigninni að Vatnsnesvegi 8. Í erindi Steinþórs lýsir hann meðal annars væntingum sínum til þess að eiga samstarf við sveitarfélagið um uppbyggingu í og við húsið, samstarf um endurbætur og starfsemi í húsinu. Tillaga Stein þórs miðaði við að húsið yrði notað sem móttökusvíta, fundarherbergi eða sýningarsalur. Jafnvel kaffihús með léttum veitingum og gæti verið

„Höfði“ Reykjanesbæjar þar sem stærri fundir og móttökur gætu farið fram. Nýting sem þessi myndi því samhliða geta verið lítið byggðasafn, sögusýning hússins sem og bæjar félagsins og annarra þátta sem myndu tengjast í tíma og rúmi.

Í erindinu kemur fram að það sé vilji til að halda sögu hússins í heiðri og í þeim anda sem eigendur hússins höfðu í huga þegar þeir afhentu húsið til Keflavíkurbæjar. Öllum beri saman um að Vatnsnes hefur verið eitt glæsilegasta hús bæjarins og stað setning þess sé einstök. Að mati Stein þórs er mikilvægt að halda stílnum og þeim arkitektúr að mestu leyti eins og það var upprunanlega hannað og byggt.

„Fjölskyldan mín hefur verið með starfsemi á móti þessu þekkta húsi nú þegar í tæp 50 ár, eða frá 13. febrúar 1972, og höfum því sterkar taugar til hússins og umhverfisins í heild. Því má segja að endurbætur á Vatns nesi er aðeins lítill hluti af þeirri framtíðarsýn sem við höfum fyrir svæðið í heild. Ég hef þegar viðrað hugmyndir að nýta Vatnsnesið fyrir framtíðarferðaþjónustu, þar sem húsið væri miðpunktur umhverfisins en í kring færi fram starfsemi sem myndi draga til sín innlenda og er lenda ferðamenn sem og bæjarbúa. Við sjáum fyrir okkur tengingu við sjávarleiðina og frekari útsýnissvæði

frá Vatnsnesinu auk þess sem við teljum að Básvegurinn sjálfur eigi að vera hugsaður sem lifandi ferða mannaþjónusta og götulíf eins og best þekkist í öðrum bæjarfélögum á Íslandi. Því tengdu hefur undirritaður nú þegar verið í sambandi við aðila um að skoða möguleika á glæsilegri aðstöðu fyrir sjóböð og heitar laugar við básinn með einstöku útsýni yfir Faxaflóann og Bergið, í mikilli nálægð við flest stærstu gistihús og þjónustu bæjarins. Teikningar og hugmyndir þessu tengdu myndu koma á okkar umræðufundi.“

Með samstarfssamningnum geta loksins nauðsynlegar endurbætur farið fram á Vatnsneshúsinu og húsið tekið í notkun í kjölfarið.

Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var samhliða sam starfssamningnum verður KEF ehf., einkahlutafélag Steinþórs Jónssonar, eigandi að 49% hluta fasteignarinnar (mannvirki án lóðarréttinda).

Kjartan Már Kjartansson bæjar stjóri, lýsti við undirritunina yfir ánægju sinni að þetta mál sem hefur í mjög langan tíma verið í óvissu sé nú komið í góðan farveg og Reykja nesbær bindi miklar vonir við að húsinu og gefendum þess verði nú sýnd sú virðing sem það/þau eiga skilið.

Samþykkja byggingarnefnd og stýrihóp Myllubakkaskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skipað þá Friðjón Einarsson, Guðmund Björnsson og Grétar I. Guðlaugsson í byggingarnefnd Myllubakkaskóla. Auk þeirra er Kjartan Már Kjartansson, bæjar stjóri, skipaður í nefndina. Gissur Hans Þórðarson, verkefnastjóri, verður tengiliður við byggingar nefnd. Byggingarnefnd skal reglu lega leggja fram stöðuskýrslu um framgang verkefnisins mánaðarlega í samvinnu við bæjarstjóra. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir einnig skipun stýrihóps verkefnisins, Gissur Hans Þórðarson, verkefnastjóri, Hlynur Jónsson, skólastjóri, og Guðlaugur Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis sviðs. Stýrihópur er framkvæmda aðili verkefnisins í samráði við bygg ingarnefnd.

Bæjarráð samþykkir enn fremur framlagt frumkostnaðarmat, sem

unnið var af OMR og ARKÍS vegna endur og nýbyggingar Myllubakka skóla og kynnt var í bæjarráði 4. ágúst 2022. Bæjarráð gerir einnig kröfu um 15% hagræðingu á frum kostnaðarmati verkefnisins og felur Regínu F. Guðmundsdóttur, fjár málastjóra, að vera eftirlitsaðili með fjárhagslegri framvindu verkefnisins. Bæjarráð samþykkir einnig framlögð frumdrög að teikningum skólans, sem jafnframt voru lögð fyrir bæj arráð 4. ágúst síðastliðinn.

Bæjarráð óskar eftir tillögum að fjármögnun verkefnisins sem og áætluðu tímaplani frá bæjarstjóra og vísar til fjárhagsáætlunargerðar 2023–2026.

Bæjarráð samþykkir ofangreint en Margrét A. Sanders, Sjálfstæðis flokki, situr hjá við afgreiðslu kostn aðarmats og á afgreiðslu frumdraga af teikningum.

Skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ

Tillaga Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ, var sam þykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarráðs. Hlutverk nefndarinnar er að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta og tómstundaráð til umsagnar.

Bæjarráð telur því nauðsynlegt að endurskoða alla rekstrarsamninga við íþróttafélög í Reykjanesbæ með tilliti til þarfa íþróttahreyfingarinnar og um leið að skapa betri rekstrargrundvöll deilda. Um leið skal leita leiða til hagræðingar með auknu samstarfi deilda og félaga til að tryggja velferð og rekstur. Hlutverk nefndarinnar er því að skoða fjárhagsstöðu félaga og deilda í Reykjanesbæ, meta áætlaða þörf og koma með tillögur að nýjum samningum sem verða síðan lagðir fyrir íþrótta og tómstundaráð til um sagnar. Lagt er til að nefndin verði skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörinna fulltrúa auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.

Stormbón með almenn bílaþrif og bón á Ásbrú

vikur. Þá séu bónefni í dag alltaf að verða betri og betri. Þau endist einnig lengur en algeng „bensín stöðvabón“.

Kristinn Arnar segist fyrst og fremst hafa verið að hugsa til al mennings þegar hann stofnaði Stormbón, að geta boðið heima fólki upp á bílaþrif og góða þjón ustu. Hann bjóðist til að sækja bíla fyrir þrif og skila þeim glansandi flottum til baka. Hann bjóði upp á að bílar séu settir í áskrift og séu þá teknir reglulega í þrif og bón og

áskrifendur njóti ákveðinna kjara. Frí þrif að utan eftir fimm skipti og frí alþrif í tíunda skipti. Einnig taki hann að sér að þrífa bíla fyrir fyrirtæki. Þannig fái hann t.a.m. núna

Tímapantanir

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Kristinn Arnar Sigurðsson opnaði nýverið fyrirtækið Stormbón við Grænásbraut 506 í bili nr. 107 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar annast hann öll almenn þrif á bílum, allt frá þvotti og bóni og upp í mössun og lakkvörn sem heldur gljáa á bílnum í um ár og jafnvel lengur með reglulegu viðhaldi á vörninni. Kristinn Arnar segir að mikil vinna sé lögð í bílaþrifin. Allt yfirborð og föls séu þrifin og efni borin á plast til að gera það svart og fái gljáa sem endist í nokkrar
bíla iðnaðarmanna um helgar og þrífi þá, þannig að menn hefji nýja vinnuviku á hreinum og fínum bílum.
má bóka í símum 612 4847 eða 661 7589. Einnig má senda póst á stormbon1922@ gmail.com.
Kristinn Arnar Sigurðsson opnaði nýverið fyrirtækið Stormbón við Grænásbraut 506 á Ásbrú. VF-mynd: Hilmar Bragi Guðlaugur H. Sigurjónsson og Kjartan Már Kjartansson frá Reykjanesbæ og hjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir frá KEF ehf. undirrituðu samstarfssamning um Vatnsnesið. VF-mynd/pket KEF ehf. ætlar að nýta Vatnsnesið fyrir framtíðarferðaþjónustu og sér mikla möguleika við Básinn, m.a. sjóböð og heitar laugar við ströndina.
2 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

„Erum

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og framar björt ustu vonum. Ég er ánægð með þetta og stolt af okkar fólki,“ segir Sig ríður Pálína Arnar dóttir, apótekari í Reykjanesapó teki, sem var að opna sitt annað apótek á Fitjum í Reykjanesbæ. Á Fitjum er Magdalena Margrét Jóhannsdóttir lyfjafræðingur apó tekarinn en Sigríður Pálína er apó tekarinn á Hólagötunni.

þessu öll saman“

Í Reykjanesapóteki á Fitjum verða sömu gildi og á Hólagötunni. Þar verða lífrænar vörur í boði. „Við höfum alla tíð reynt að vera um hverfisvæn, flokkað og endurunnið og með grænt bókhald. Þá reynum við að bjóða vörur með góð inni haldsefni og eru náttúruvæn. Við verðum með lyfjafræðilega ráð gjöf og lyfjastoð á Fitjum en fyrst og fremst ætlum við að veita góða þjónustu,“ segir Sigríður Pálína apó tekari í samtali við Víkurfréttir.

„Við erum að gera þetta saman. Ég hafði persónulega alveg nóg að gera

þegar leitað var til mín með opnun apóteks á Fitjum eftir að apótekið sem þar var fyrir flutti. En ég ræddi þetta við fólkið mitt en við erum fjórir lyfjafræðingar og fjórir lyfja fræðinemar hjá Reykjanesapóteki. Þau voru spennt fyrir þessu verk efni og því var ákveðið að láta slag standa á þessum forsendum, að við erum í þessu öll saman,“ segir Sig ríður Pálína.

Reykjanesapótek hefur getið sér gott orð á Suðurnesjum fyrir framúr skarandi þjónustu og það er alkunna að Sigríður Pálína hefur verið að

opna apótekið á öllum tímum sólar hringsins til að aðstoða fólk sem nauðsynlega hefur þurft að fá lyf utan hefðbundins opnunartíma apó teksins. Sú þjónusta verður áfram og vaktsíminn er í Reykjanesapóteki á Hólagötu þar sem opnunartíminn er einnig lengri en í apótekinu á Fitjum.

Sigríður Pálína fagnar opnuninni á Fitjum og segir að hún létti ákveðnu álagi af apótekinu á Hólagötu. Þá geti lyfjafræðingar Reykjanes apóteks einnig haldið áfram að veita góða þjónustu og farið að sinna betur hugðarefnum.

„Það er verkefni á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Land læknis um lyf án skaða og okkur langar að taka þátt í því. Verkefnið er um að fólk noti lyfin sín rétt, hvaða milliverkanir eru og að það sé ekki verið að ofnota lyf og að lyfja gjöf sé rétt,“ segir Sigríður Pálína Arnardóttir í Reykjanesapóteki að endingu.

volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt VH/22 03 GARÐHÚS 4,7m² 34 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 45% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöð var Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. HAUS T TILBOÐ Rýmingarsala · Allt á a ð seljast! 20% afsláttur af öllum garðhúsum og 15% afsláttur af völdum gestahúsum á meðan birgðir endast. Takmarkað magn · Ekki missa af þessu · Fyrstur kemur fyrstur fær www.volundarhus.is
í
– Reykjanesapótek nú líka á Fitjum í Reykjanesbæ Það var nóg að gera hjá starfsfólkinu í Reykjanesapóteki á Fitjum á
opnunardaginn. Það var þó stund til að stilla sér upp
í eins og eina
ljósmynd fyrir Víkurfréttir með blómahafið frá ánægðum viðskiptavinum í baksýn. VF-myndir: Hilmar Bragi Reykjanesapótek á Fitjum er bæði rúmgott og bjart. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 3

smeyk við veturinn

„Flóðið 2020 og í vetur voru mjög ólík. Það urðu bara lítilsháttar skemmdir á fjárhúsinu 2020 en túnin fóru ansi illa þá. Það var ekki skemmtilegt að hreinsa túnin en skólp Grindvíkinga fer í sjóinn ekkert fjarri þeim stað sem fjárhúsið okkar er og það skilaði sér því miður á túnin okkar,“ segir Kristólína Þorláksdóttir, Lína í Vík, eigandi fjárhússins í Vík í Grindavík en það varð fyrir miklum skemmdum í óveðri í byrjun janúar á þessu ári.

Fréttamaður VF hitti Línu og Sig rúnu Hörpu Harðardóttur, barna barn hennar, sem segir flóðið hafa komið með miklum látum á húsið.

„Það flæddi undir öll gólf og miðjan í húsinu hreinlega þurrkaðist í burtu. Útveggir fóru og aðkoman var hrikaleg, húsið hékk nánast saman á lyginni. Nokkuð ljóst að ef við hefðum ekki flutt kindurnar austur í hverfi til Ómars í Bjarma landi, þá hefðu þær dáið drottni sínum“.

Lína í Vík segir að það hafi kennt ýmissa grasa í flóðinu síðasta vetur. „Það er ótrúlegt hvernig fólk getur gengið um og hverju það sturtar ofan í klósettin sín. Allt frá dömubindum í lyfjaglös en hver heilvita maður á að vita að þetta á að fara í ruslið, ekki á haf út! Það var meira af grjóti sem kom í því flóði en í flóðunum í vetur var meira af sandi og krafturinn virðist hafa verið miklu meiri því fjárhúsið okkar var nánast að hruni komið.“

Þrjú hverfi í Grindavík

Skv. gömlum heimildum hófst byggð í Grindavík árið 934 en um aldamót nítjándu og tuttugustu aldarinnar var talað um þrjú hverfi í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi austast, Járn gerðarstaðahverfi fyrir miðju og Staðarhverfi vestast. Innan Járn gerðarstaðarhverfis er bújörðin Vík en þar hefur löngum verið myndarlegur búskapur, bæði sauð fjárbúskapur og eins hafa hestar oft leikið stór hlutverk.

Talið er að fjárhúsið í Vík hafi verið byggt einhvers staðar á bilinu 1930 1940 af Guðjóni Gíslasyni. Fjárskipti urðu árið 1955 en það þýðir að farga þurfti öllu fé, ekki vegna riðuveiki heldur garnaveiki. Við þau tímamót kom bróðir Guð jóns, Þorlákur, sterkur inn í bú skapinn og fjárhúsið var stækkað til muna. Gamli hlutinn er í raun miðja hússins í dag en þegar mest var þá er talið að um 170 fjár hafi verið á vetrarfóðrum.

Veður eru oft válynd á okkar yl hýra skeri og hefur landinn heldur betur fengið að finna fyrir því að undanförnu. Eftir frábæran sept embermánuð þar sem veðrið minnti meira á Mallorca en Ísland, hafa tvær öflugar lægðir kíkt í heimsókn en þær létu meira á sér bera fyrir austan land. Síðustu vetur hafa hins vegar verið okkur hér á suðurhveli Íslands erfiðir og Grindvíkingar hafa ekki farið varhluta af því. Í ársbyrjun 2020 kom mesta flóð sem fróðir menn muna síðan 1924 og síðasta vetur komu tvö ansi myndarleg flóð og í þeim varð fjárhúsið í Vík fyrir miklum skemmdum. Minnstu munaði að húsið hryndi algerlega en það stóð en var ansi laskað og því þurftu eigendur að ráðast í miklar framkvæmdir.

Varnargarðar nauðsynlegir

„Þegar varnargarðarnir voru fjar lægðir einhvern tíma í kringum alda mótin, var alveg ljóst að hætta væri á ferðum. Það voru einhverjir íbúar Grindavíkur sem kvörtuðu, vildu meina að garðarnir skemmdu út sýnið en það er ansi líklegt að ef það koma ekki nýir garðar er bara tíma spursmál hvenær stærra tjón hlýst af. Við vitum að veðurfarið er að breytast, hvort sem það er gróður húsaáhrifum að kenna eða ekki en alla vega er ljóst að eitthvað þarf að gera. Við höfum verið í sambandi við vegagerðina og vonandi mun eitt hvað gerast í þessum málum sem fyrst,“ segir Kristólína.

Hvernig gengu endurbætur?

„Við réðumst strax í endurbætur, auglýstum eftir bárujárni og timbri og mættum alls staðar mikilli velvild, við fengum m.a. afgangs timbur frá nýja Landsbankahúsinu í Reykjavík. Við höfum fengið efni nánast frá

öllum landshlutum og erum ofboðs

lega þakklát fyrir viðtökurnar.
Það eru mjög
laghentir
aðilar innan fjöl
skyldunnar
og við höfum ekki þurft að kaupa neina þjónustu iðnaðar manna.“ Lína segir að það sé beigur í Víkur fólkinu fyrir komandi vetur. „Ég er með hjartað í buxunum yfir komandi vetri. Ég mun ekki þola aðrar eins endurbætur og nokkuð ljóst að ég mun pakka saman ef við lendum aftur í svona tjóni. Þetta var ofboðsleg vinna og nú er bara að vona að Vegagerðin svari kallinu.“ Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun „Erum
ef ekki koma nýir varnargarðar“ – segir Kristólína Þorláksdóttir, Lína í Vík, en miklar skemmdir urðu á fjárhúsum hennar í flóðinu í janúar. „Miðjan í húsinu hreinlega þurrkaðist í burtu,“ segir Sigrún Harpa Harðardóttir.
Kristólína
Þorláksdóttir, Lína í Vík, og Sigrún Harpa Harðardóttir, barnabarn hennar, í fjárhúsinu. Með þeim á myndinni er dóttir Sigrúnar Hörpu. 4 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M Umsjón: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Grindavíkurfréttir

Mikil vitundarvakning um umhverfismál og mikilvægi þess að endurnýta Þórlaug Jónatansdóttir er FLA kona mánaðarins

Nafn: Þórlaug Jónatansdóttir. Aldur: 57 ára.

Menntun: BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA nám frá Háskóla Íslands. Þá er ég með alþjóðleg kennararétt indi í Kundalini jóga.

Áslaug Arna í Suðurnesjaheimsókn: „Flutti“ skrifstofuna í einn dag

Við hvað starfar þú og hvar? Eigandi og framkvæmdastjóri Trendport ehf. sem er staðsett á Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Þá er ég formaður samtakanna Betri bær en tilgangur félagsins er að efla samvinnu verslunar og þjónustu fyrirtækja í Reykjanesbæ.

Hver eru helstu verkefnin?

Verkefnin sem fylgja því að vera eigandi fyrirtækis eru fjölmörg og það þarf að halda mörgum boltum á lofti í einu hvort sem kemur að markaðsmálum, fjármálum, tölvu málum eða starfsmannamálum – en fyrirferðamest eru samskipti við við skiptavini, hvort sem eru básaleigj endur eða kaupendur í versluninni.

Þá þarf stöðugt að vera að huga að umbótum og bæta verkferla.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt?

Trendport er svokallaður lopp umarkaður, þar sem viðskiptavinir geta selt og keypt notaðan fatnað og fylgihluti. Þegar ég ákveð að stofna Trendport þá hafði þetta rekstrar form verið að ryðja sér til rúms á höfuðborgarsvæðinu og það kom mér á óvart að þessi þjónusta væri ekki í boði á svæði sem telur 27.000 manns og ákvað að láta reyna á það og viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum. Að sjálfsögðu þurfti að að laga reksturinn að Covid en í dag hefur eftirspurnin heldur betur tekið við sér og allir básar meira og minna í útleigu. Þá er stöðugur straumur af erlendum ferðamönnum sem koma í verslunina enda staðsetningin frábær í hjarta Keflavíkur og hótel og gistiheimili allt í kring. Það hefur orðin mikil vitundarvakning í þjóð félaginu um umhverfismál og mikil vægi þess að endurnýta. Á öllum heimilum safnast mikið af notuðum flíkum sem ekki er notaður lengur. Þar liggja mikil verðmæti og flestum þykir í dag sjálfsagt að selja vel með farnar flíkur og í sumum tilfellum ónotaðar, frekar en að vera með fullar geymslur og skápa. Svo er náttúrlega allra hagur að taka þátt í hringrásarhagkerfinu.

Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera? Áhugamál mín eru fjölmörg og hef ég lagt áherslu á að stunda hreyfingu nokkrum sinnum í viku því ég geri mér grein fyrir mikilvægi þess að rækta líkama og sál þegar álagið er

Hvað hefur þú verið að gera, hvað ertu að gera núna, framtíðarplön? Foreldrar mínir eru Sólveig Þórðar dóttir, ljósmóðir, og Jónatan Björns Einarsson sem er látinn. Ég er gift Sigurgesti Guðlaugssyni, verkefna stjóra atvinnuþróunar hjá Reykja nesbæ, og við eigum tvær dætur og tvær hressar ömmustelpur. Við fjölskyldan höfum verið að ferðast mikið innanlands í hjólhýsinu okkar undanfarið og stefnum á að gera áfram.

Reynsla: Áður en ég stofnaði Trend port starfaði ég hjá viðskiptafræði deild Háskóla Íslands sem markaðs stjóri og verkefnastjóri. Þar áður var ég yfirmaður innheimtumála hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.

Hversu lengi hefur þú búið á Suður nesjum? Ég er fædd og uppalin í Keflavík, fyrstu árin á Sólvallagötu 2 (gamla bókabúðin) og síðan hef ég búið í hinum ýmsu hverfum Reykjanes bæjar, fyrir utan eitt ár sem ég bjó í Reykjavík.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Kostirnir eru fjölmargir, en fyrir mér er það helst hvað það er gaman að lifa og starfa í svona kraftmiklu og fjölbreyttu samfélagi sem Reykja nesbær er. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með allri þeirri

á FKA konum í atvinnulífinu á

fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp þekktu allir alla en í dag hefur það breyst mjög mikið. Þá skiptir mig það máli að fjölskyldan mín býr á svæðinu, ég er yngst af fimm systk inum og búa þau öll á Suðurnesjum fyrir utan eitt, við erum dugleg að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þá er gaman að segja frá því að afi minn, Þórður Einarsson, rak vinsæla sjoppu sem var kölluð Dorró beint á móti þeim stað sem Trend port er núna og er hún núna sumar bústaður fjölskyldunnar vestur í Dölum.

Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes?

Ég var mjög ánægð þegar ég frétti að þessar frábæru konur hefðu tekið af skarið og stofnað Suðurnesjadeild, því ég hafði oft hugsað um að það væri þörf á því í okkar samfélagi, þar sem svo margar magnaðar konur eru að gera flotta hluti.

Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA, Félag kvenna í atvinnu lífinu?

Ég skráði mig í FKA því góð vinkona mín úr MBA náminu, sem var í fé laginu í Reykjavík, var dugleg að fá mig með sér á viðburði og þá sá ég hvað þetta var bæði uppbyggilegur og skemmtilegur félagsskapur.

Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig?

Mér finnst frábært að geta hitt aðrar konur í atvinnulífinu og að við getum deilt reynslu. Ég vonast til að geta verið duglegri að mæta á viðburði í vetur en þeir sem ég hef sótt hingað til hafa heppnast mjög vel.

Heilræði/ráð til kvenna á Suður nesjum?

Hugrekki felst í því að taka áhættu og sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt.

„Það er gaman að vera með skrif stofuna sína annars staðar en í Reykjavík, bæði til að kynnast samfélaginu á hverjum stað en ekki síst að sýna fram á þessa fjar vinnustaði sem hægt er að starfa á víðsvegar um landið,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og ný sköpunar en hún var með vinnu aðstöðu í Reykjanesbæ einn dag í síðustu viku og heimsótti síðan nokkur fyrirtæki og stofnanir.

Áslaug sagði að hún vildi sýna að ráðuneytið hennar væri stofnað árið 2022, partur af því væri að skrifstofan hennar væri sveigjanleg og tekið væri tillit til starfa án stað setningar.

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurf rétta, hitti Áslaugu Örnu í hús næði MSS, Miðstöðvar Símennt unar á Suðurnesjum, í Krossmóa í Reykjanesbæ og ræddi við hana (sjá viðtal á vf.is). Þar var ráðherra með vinnuaðstöðu um morguninn en í hádeginu fór hún á Réttinn í hádegismat og hitti þar fjölda fólks. Eftir hádegi hitti hún fólk m.a. í HS Orku, Reykjanesbæ, í Keili á Ásbrú og í Samkaupum.

mikið. Seinustu ár hef ég stundað Superform í Sporthúsinu og síðan hef ég verið að hlaupa aðeins og er nýbyrjuð að æfa með hlaupahóp 3N sem er mjög spennandi.
Markmið með verkefninu er að vekja athygli
Suðurnesjum,
Þórlaug opnaði Trendport ehf. síðla sumars 2020. Þórlaug er dugleg að hreyfa sig. Áslaug Arna, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar á skrifstofu „sinni“ í Reykjanesbæ. Áslaug Arna heimsótti HS Orku og ræddi við stjórnendur þar. Með Heiði Björk Friðbjörnsdóttur og Gunni Líf, tveggja stjórnenda hjá Samkaupum, í heimsókn til þessa stóra fyrirtækis á Suðurnesjum Í heimsókn í Keili á Ásbrú. Ráðherra heimsótti skrifstofur Reykjanesbæjar og ræddi við Kjartan Má, bæjarstjóra, og fleiri.
BLEIKI DAGURINN Bleiki dagurinn verður á föstudaginn, 14.október, og verður opinn dagur á Heilsugæslustöð HSS frá kl. 13 til 15. n Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og næringafræðingur kynna starfsemi heilsugæslunnar og verða í boði blóðsykursmælingar, heyrnamælingar, öndunarpróf, blóðþrýstingsmælingar, ýmiskonar ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi heilsu og lífstíl. n SIgrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands heldur fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi brjóst og leghálsskimana. n Krabbameinsfélag Suðurnesja verður á staðnum og gefur gestum bleika boli og kynnir starfsemi sína. Léttar veitingar í boði fyrir gesti Bestu kveðjur, Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. REYKJANESBÆR v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 5

Orgóber í Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja efnir til tónleikaraðar alla sunnudaga í október undir heitinu „Orgóber“. Þetta er annað árið í röð sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir við burðinum. Fyrir ári var nýtt orgel vígt í Keflavíkurkirkju og að því tilefni var efnt til orgelveislu í október (Orgóber). Orgóber hófst síðasta sunnudag með orgelvinnusmiðju fyrir börn þar sem þau unnu að því í Kirkjulundi, safn aðarheimili kirkjunnar, að setja saman lítil pípuorgel frá grunni og léku á þau í lok stundar. Vel tókst til og þátttaka var góð.

Sveltistefna

Næsta sunnudag, 16. október, verða Sálmadjasstónleikar sem hefjast kl. 20. Þar koma fram, Gunnar Gunnarsson, organisti og Sigurður Flosason, saxó fónleikari. Sunnudaginn 23. október kl. 20 mun Arnór Vilbergsson, organisti, og Sigurgeir Sigmundsson, rafmagns gítarleikari, koma fram og flytja valin verk og Orgóber lýkur sunnudaginn 30. október kl. 17 með orgeltónleikum Guðmundar Sigurðssonar, organista Hafnarfjarðarkirkju, sem leikur valin orgelverk.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Að skoða framlög til Heilbrigðisstofn unar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar veru lega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%.

Fjárveitingar vegna sjúkrasviðs sem sinnir m.a. slysa og bráðaþjón ustu hafa lækkað talsvert á tímabil inu 2008–2022 og nemur lækkunin 23% en þegar skoðuð eru framlög á hvern íbúa er lækkunin heil 45%. Á tímabilinu hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 17% en á sama tíma hefur íbúum Suðurnesja fjölgað um 36,6%. Þá er einnig rétt að minnast á að kröfur til heilbrigðisstofnana hafa aukist mikið m.a. með stofnun geð heilsuteyma.

Það gefur því auga leið að mögu leikar stofnunarinnar til þess að veita þá þjónustu sem veita þarf, hafa verið skertir verulega og í raun miklu meira en kemur fram í þessum tölum. Og það er ekki eins og svigrúm stofn unarinnar til þess að auka við þjón ustuna sé mikið. Launavísitala opin berra starfsmanna hefur hækkað um 129% og launakostnaður skv. sam antektinni nemur 88% af heildarút gjöldum HSS. Þessar tölur mála upp skýra en jafnframt afar dökka mynd.

Það er bersýnlega ekki til hags bóta fyrir nokkurt samfélag að við halda slíkri sveltistefnu í heilbrigðis þjónustu og íbúar Suðurnesjanna eiga betra skilið. Það er því miður stundum eins og ríkisstjórnin sé blind á stöðuna á Suðurnesjum, þá miklu fólksfjölgun sem á sér stað þar og hversu miklu meiri hún er þar miðað við aðra staði á landinu. Það þarf að gera ráð fyrir öllu því fólki sem býr á staðnum og því krefst ég þess að þetta verði leiðrétt í fjár lögum ársins 2023.

Bleikur október

Bleikur október er tileinkaður vitund arvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum en þetta er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfé lagsins. Í tilefni þess er vert að vekja athygli á heilsu kvenna og beina þeim að fara í skimanir fyrir legháls og brjóstakrabbameini.

Lýðheilsuvísar frá Embætti land læknis sýna að þátttaka kvenna í skimun fyrir legháls og brjósta krabbameini hefur verið minni á Suðurnesjum í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi.

Það er ljóst að úr þessu þarf að bæta og eru konur á Suðurnesjum hvattar til að fara reglu lega í skimun til þess að láta fylgjast betur með heilsufari sínu.

Við hvetjum allar konur sem hafa fengið boðsbréf að bóka tíma en það er miðað við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23–29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30–65 ára. Konur á Suðurnesjum geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabba meini hjá Heilbrigðisstofnun Suður nesja í síma 422 0500. Gjald fyrir skimun á leghálskrabbameini er 500 krónur. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá brjóstamiðstöð Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Tímapantanir í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.

Það er ýmislegt hægt að gera til að draga úr líkum á krabbameinum en

einn af hverjum þremur íslendingum má búast við að greinast með krabba mein um ævina. Þess vegna viljum við minna á mikilvægi skimanna en ár hvert bjarga skimanir lífi fjölda kvenna. Því fyrr sem krabbamein eða forstig greinist því betra. Það er mikilvægt fyrir okkur konur að huga að heilsu og vellíðan okkar.

Bleiki dagurinn verður haldinn þann 14. október næstkomandi. Frá kl. 13 til 15 verður Krabbameinsfélag Suðurnesja, í samstarfi við Lýðheilsu ráð Reykjanesbæjar og Heilbrigðis stofnun Suðurnesja, með opinn dag á Heilsugæslu HSS þar sem hægt að fara í ýmiss konar heilsufarsmælingar og fá ráðgjöf fyrir bættri heilsu. Sigrún Elva Einarsdóttir frá Krabbameinsfé lagi Íslands mun halda fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi leg háls og brjóstaskimana. Krabbameins félag Suðurnesja verður á staðnum og gefur gestum bleika boli og verða léttar veitingar í boði. Allar konur á Suður nesjum eru velkomnar.

Krabbameinsfélag Suðurnesja er með þjónustuskrifstofu á Smiðju völlum 8 í Reykjanesbæ og er hún opin á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 12 til 16. Sigríður Erlingsdóttir er forstöðumaður félagsins og er hún til staðar til að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upp lýsingar. Einnig er boðið upp á fjár hagslega aðstoð en að greinast með

krabbamein getur verið kostnaðar samt og veitir félagið styrki til þeirra sem þess þurfa á að halda. Stuðnings hópur kvenna byrjar í næstu viku og verður á þriðjudögum frá kl. 14 til 16 og eru allar konur velkomnar, hvar sem þær eru í ferlinu að greinast með krabbamein. Ráðgjafaþjónusta KÍ býður upp á ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur og býðst þjónustan einnig þeim sem misst hafa ástvin úr krabbemeini. Hefur þú þörf fyrir ráð gjöf og stuðning varðandi það sem þú ert að upplifa, til dæmis sálræna líðan, félagsleg réttindi eða líkamleg einkenni þá hvetjum við þig að hafa samband. Það er hægt að hringja í síma 421 6363 eða á sudurnes@krabb.is.

Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ.

Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslunnar.

Miklar breytingar í útgerð á Suðurnesjum

núna hefur Vísir ehf. verið selt til SVN á Neskaupstað og einn af eig endum af því fyrirtæki er Samherji á Akureyri.

Þá er október kominn í gang eftir ansi góðan septembermánuð. Reyndar er nú frekar rólegt í höfn unum á Suðurnesjunum. Þessi ró legheit leiða kannski hugann af því hversu miklar breytingar hafa orðið í útgerð á Suðurnesjum, segjum síðustu 40 árin. Þá voru hafnirnar í Keflavík, Grindavík, Sandgerði og jafnvel í Njarðvík og Vogum líka sem og Höfnum, að það var landað í öllum þessum höfnum og mikið um að vera.

En hægt og sígandi þá hefur þetta horfið og núna er enginn möguleiki t.d. á að landa í Höfnum, því að þar er t.d. enginn bryggjukrani, hann var tekinn í burtu þegar að Hafnir runnu inn í Reykjanesbæ og höfnin þar var undir heitir Reykjaneshöfn, sem er Njarðvík, Keflavík, Helguvík og Hafnir.

Núna er komið árið 2022 og bara á þessari öld hefur orðið gríðarlega mikil fækkun á bátum og útgerðum frá Suðurnesjunum og er þetta þróun sem er mjög slæm og sér ekki fyrir endann á.

Eini staðurinn sem hefur kannski haldið velli sem stórútgerðarstaður er Grindavík, þar eru Einhamar ehf., Stakkavík ehf., Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. Allt eru þetta það sem kalla mætti fjölskylduútgerðir en

Hvernig verður þetta eftir t.d. tuttugu ár. Miðað við hvernig þró uninn á þessu er í dag og fiskveiði stjórnunarkerfið er þá má segja að það verði enginn einstaklingsútgerð og þau fyrirtæki sem eru í dag það sem kalla mætti fjölskylduútgerðir, og í þeim hópi er t.d. Nesfiskur ehf í Garðinum, hvað verður um þessi fyrirtæki?

Í raun er frekar sorglegt að sjá hvernig þessi mál eru í dag. Jú, bát arnir eru að veiða meira per bát en einstaklingar sem vilja hefja útgerð er svo til steindautt mál. Eina leiðin fyrir svoleiðis aðila til að komast í útgerð er að byrja á strandveið unum og reyna að komast í leigu kvóta hjá útgerðunum sem eiga kvóta, eða þá reyna að harka af sér með því að leigja kvóta.

Svo til frá aldamótunum 1900 og fram til dagsins í dag þá hafa fiskimiðin við Suðurnesin, og má hafa Faxaflóann með því því, út að Garðskaga meðfram Sandgerði að Reykjanesi og þaðan og áleiðis til Þorlákshafnar, að fiskimiðin þarna utan af hafa verið með fengsælustu fiskimiðum Íslands.

Og þessi mið eru ennþá mjög fengsæl en svo til engir bátar eru eftir hérna til þess að veiða á þessum miðum, í staðinn höfum við þessa svokallaða 29 metra

togara sem eru hérna við fjórar mílurnar en eru í raun líka á þeim miðum sem að línu , færa og neta bátarnir hafa verið að veiðum á. Mjög litlum hluta af þeim afla sem þessir 29 metra togarar veiða er landað á Suðurnesjum. Það er ein ungis þegar að Pálína Þórunn GK, Sturla GK, Vörður ÞH og Áskell ÞH eru á þessum miðum sem að þeir landa í sinni heimahöfn (reyndar er heimahöfn Varðar ÞH og Áskels ÞH Grenivík en þeir landa svo til aldrei þar, að mestu landa þeir í Grindavík).

Sem betur fer þá eru ennþá aðilar sem vilja gera út frá Suður nesjum og þá landa þar t.d. Saltver með Erling KE, Hólmgrímur með bátana sína, Nesfiskur með bátana sína og síðan eru dragnótabátarnir Maggý VE og Aðalbjörg RE sem hafa róið frá Sandgerði.

Ég er á kafi í þessum aflatölum svo til alla daga og fæ margt að heyra frá hinum ýmsu aðilum varð andi sjósókn, útgerð og fleira – og því miður þá lítur þetta ekki vel út, framtíðarlega séð, varðandi útgerð frá Suðurnesjunum.

Þessi pistill er kannski frekar nei kvæður en ég sé svo vel hvað hefur verið að gerast og maður spyr sig hvort það sé ekki hægt að snúa þessari þróun við, því að fiskurinn er ekkert að fara, hann mun áfram vera þarna fyrir utan á þessum elstu og fengsælustu fiskimiðum Íslands.

a F la F r É ttir á S uður N e SJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183 0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893 3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421 0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
6 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

Keflvíkingur fyrst íslenskra kvenna í aðalráð ICAO

Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir mótar reglur og stefnur í flugmálum

Keflvíkingurinn Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að skipa eitt af 36 sætum aðalráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Aðalþing ICAO er haldið á þriggja ára fresti og fer það fram um þessar mundir. Þá var Ísland kosið í aðalráðið í upphafi mánaðar og verður Valdís aðalfulltrúi og Daninn Ditte Helene Band varafulltrúi Íslands til næstu þriggja ára. Valdís mun einn ig stýra starfi NORDICAO, sem er samstarf Norðurlandanna, Eistlands og Lettlands en Valdís hefur síðustu þrjú ár starfað sem varafulltrúi Finnlands í aðalráði ICAO. Auk hennar á Hlín Hólm, formaður stýrihóps flugleiðsögu á Norður-Atlantshafi, sæti á þinginu. „Við eigum báðar rætur okkar að rekja til Keflavíkur og höfum unnið saman síðan ég byrjaði árið 2004 hjá flugmálastjórn,“ segir Valdís.

Byrjaði að vinna á Keflavíkurflugvelli

Valdís er með Bachelor gráðu í fé lagsfræði og diplómu í opinberri stjórnsýslu og aðra í mannauðs stjórnun. Valdís hefur verið búsett í Montreal í Kanada síðan 2019 en höfuðstöðvar ICAO eru þar. Ferill Valdísar í flugheiminum hófst í starfi við innritun á Keflavíkurflugvelli árið 1992.

„Ég byrjaði að vinna í innritun hjá Icelandair þegar ég var í háskóla námi. Ég vann þar samtals í tíu ár og fór síðan yfir til Flugmálastjórnar sem sameinaðist svo í Samgöngu stofu. Þetta byrjaði þar, það leiddi til þess að ég sótti um að vera varafull trúi Finnlands í ráðinu og var valin í það. Núna er ég orðin aðalfulltrúi Íslands,“ segir Valdís. Hún segist vera spennt fyrir nýju stöðunni en segir hana vera mikla áskorun. „Það er gott að hafa reynsluna frá vara mannsstöðunni síðastliðin þrjú ár,“ bætir hún við.

Alls eru 193 aðildarríki í Alþjóða flugmálastofnuninni og 36 í ráðinu. Valdís segir línurnar fyrir komandi ár vera lagðar á aðalþinginu fyrir kom andi ár og verkefni ráðsins ákveðin. „Mín verkefni eru að móta reglur og stefnur í flugmálum og rekstur al þjóðaflugmálastofnunarinnar fellur þar undir, hvernig fjármunum aðild arfélaganna er varið. Aðalþingið sem er núna í gangi leggur línurnar og svo fylgir ráðið þeim eftir,“ segir Valdís. Þingið sem nú fer fram er sögulegt og ekki aðeins vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem kona er aðalfull trúi fyrir Íslands hönd. „Það er búið að kjósa núna, þessu er skipt niður í þrjá flokka og það var kosið í fyrsta og öðrum flokknum núna á laugar daginn. Ísland er í flokki númer tvö og náði sæti þar. Rússland er í flokki eitt og náði ekki sæti, sem er að vissu leyti sögulegt. Einnig var

þetta í fyrsta sinn sem kona stýrir aðalþinginu sjálfu,“ segir Valdís. Valdís er ekki eini Keflvíkingurinn sem staddur er í Montreal fyrir vinnu á aðalþingi ICAO. Auk hennar er Hlín Hólm en hún tekur þátt í þinginu fyrir hönd Samgöngustofu. Hlín er formaður stýrihóps flug leiðsögu á Norður Atlantshafi (NAT SPG) og er jafnframt fyrsta konan í formannsstöðu hópsins. „Hún er líka úr Keflavík og við höfum unnið saman síðan ég byrjaði árið 2004 hjá Flugmálastjórn. Við eigum báðar rætur okkar að rekja til Keflavíkur og höfum alltaf fylgst að í þessum verk efnum. Hún er að gera flotta hluti í flugheiminum,“ segir Valdís.

Valdís á eiginmann og tvo syni sem eru 22 og 26 ára að aldri en þeir eru búsettir á Íslandi. „Yngri strákurinn minn hefur heimsótt mig tvisvar sinnum og sá eldri einu sinni, út af Covid. Maðurinn minn, Sveinn Ingvarsson, hefur verið hjá mér af og til undanfarin þrjú ár og þá unnið fjarvinnu hjá Tryggingamiðstöðinni. Fjarvinnan hefur auðveldað okkur lífið hvað það varðar,“ segir Valdís. Hún segir það hafa verið sérstakt að búa í Kanada á tímum Covid. „Það voru svo rosalega ströng höft hér. Það var útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til fimm á morgnanna og það stóð yfir í átta mánuði. Það er einnig búið að vera mjög skrítið að vera í þessari vinnu á þessum tímum, þar sem fundir eru stór hluti af mínu starfi. Ég þarf að sitja fundi sem eru þýddir á sex tungumálum og þeir fundir þurftu að fara fram í gegnum Zoom,“ segir Valdís.

„Jörðin hóf hinn tryllta dans“ Valdís ólst upp í Keflavík og var meðal annars fjallkona Keflavíkur bæjar 1989. Aðspurð hvort tenging hennar við bæinn sé enn sterk segir hún: „Ég er uppalin í Keflavík og ég mæti alltaf á Ljósanótt þegar ég er heima. Ég er Keflvíkingur en flutti í bæinn þegar ég fór í háskólanám og hef í raun ekki flutt þangað aftur

síðan en mamma og pabbi búa þar ennþá.“ Þá segist hún eiga margar góðar minningar frá bænum og einnig góð vinasambönd. „Félagsbíó og Nýja bíó voru aðalmálið, Bergás og Stapinn líka. Ég æfði sund með Njarðvík og ég man mikið eftir skól anum og körfuboltaliðinu,“ segir hún.

Eftir grunnskóla hóf Valdís nám við Menntaskólann í Reykjavík en árið 1989 flutti Valdís til Kali forníu til að gerast Au Pair. Í samtali blaðamanns Víkurfrétta við Val dísi rifjaði hún upp tíma sinn þar. „Ég fékk tækifæri til þess að vera á enskunámskeiði á morgnanna og passa börn og hjálpa til á heimilinu á kvöldin,“ segir hún aðspurð hvað dró hana til Kaliforníu. Í október 1989 reið jarðskjálfti að stærð 7.0 á Richter yfir svæðið sem Valdís var á og birtu Víkurfréttir aðsenda grein frá upplifun hennar í blaðinu þann 30. nóvember 1989. „Þegar stóri

skjálftinn kom var ég nýkomin inn úr dyrunum og stóð inni í herberginu mínu að lesa bréf að heiman. Þegar jörðin hóf hinn tryllta dans, datt mér fyrst í hug að hlaupa til Nanu og segja Regan að koma til okkar en einungis Nana (75 ára) og Regan (sjö ára) voru heima. Þegar allt fór svo að hrynja úr hillunum sá ég mig um hönd og ákvað að best yrði að standa í dyrunum. Ég opnaði hurðina, tók eitt skref og „búmm“ ljósakrónan frá 1911 hrundi niður þar sem ég hafði staðið. Ég stóð í dyrunum og horfði á skúffur og skápa opnast og lokast í eldhúsinu. Margt datt með látum í gólfið. Ég heyrði brak, bresti og brothljóð, auk þess sem Nana og Regan voru há grátandi. Ég var í svo miklu uppnámi að ég kallaði til þeirra á íslensku –svona er maður gáfaður! Mér fannst húsið aldrei ætla að hætta að skjálfa en í raun stóð skjálftinn ekki yfir í nema 15–30 sekúndur [...] Ég hef svo vaknað upp þrisvar, fjórum sinnum á hverri nóttu síðan skjálftinn var, því það eru sífelldir eftirskjálftar. Blöðin kalla skjálftann „72ja tíma skjálftann“ því dansinn tekur vart enda,“ segir í greininni.

Valdís horfir til baka og segir upplifunina hafa verið „rosalega“ og bætir við: „Þá var enginn tölvu póstur og það kostaði svo mikið að hringja að maður varð að senda bréf. Fréttirnar bárust ekki svona hratt eins og í dag. Ég man að fyrsta manneskjan sem heyrði í mér eftir þetta var frænka mín í Arizona. Svona hefur þetta allt breyst,“ segir Valdís að lokum.

Sigurbergur Björnsson, Jón Gunnar Jónsson, Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Salvatore Sciacchitano, Juan Carlos Salazar, Samuli Vuokila og Hlynur Guðjónsson. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir ásamt Sigurði Inga Jóhannsson, innviðaráðherra, og fráfarandi aðalfulltrúa Finnlands, Samuli Vuokila. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 7

Forseti Íslands heiðraði Gerðaskóla á stórafmæli

Óperusöngvararnir

Fjölmennt var í Gerðaskóla í Garði síðasta föstudag þegar af mæli skólans var fagnað. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, þekktist boð skólans og var á meðal gesta á þessari hátíðlegu stund

í skólanum. Eiríkur Hermannsson, sem var skólastjóri Gerðaskóla í tíu ár seint á síðustu öld, hefur kíkt í kirkjubækur og tekið saman sögu Gerðaskóla. Hann flutti brot úr þeirri sögu á hátíðinni. Gerðaskóla bárust góðar gjafir í tilefni tímamótanna. Meðal annars gaf Suðurnesjabær skólanum leir- og glerbrennsluofn. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, afhenti gjöfina í forföllum Magn úsar Stefánssonar, bæjarstjóra. Þá barst skólanum vegleg gjöf frá Kvenfélaginu Gefn. Þegar formlegri dagskrá lauk á sal skólans var gestum boðið upp á veitingar og að skoða sýningar sem unnið hefur

verið að í tilefni tímamótanna. Nemendur hafa unnið með sögu skólans og þá voru gamlar myndir úr

Tölvur taka yfir skólabækurnar

„Það er bara allt að gerast í Gerða skóla. Við erum með svo flott starfs fólk sem er alltaf tilbúið til að skoða nýjungar með það fyrir augum að bæta skólastarf. Auðvitað erum við með það gamla með en erum alltaf að þróa okkur hægt og rólega í tækninni, að samþætta námsgreinar og ýmis legt,“ segir Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri Gerðaskóla.

Er það ekki áskorun fyrir grunn skóla á Íslandi í dag að vera með börn af mörgum þjóðernum?

„Jú, en það er bara svo skemmtilegt og lífgar upp á allt starfið. Auðvitað er það áskorun þegar það kemur barn sem talar enga íslensku eða ensku en hér finnur fólk út úr hlut unum.“

Maður sér hverja viðbygginguna af annarri hér við skólann. Hefur hann verið að vaxa stöðugt í gegnum tíðina?

„Já, í rauninni. Ég kom hingað til starfa fyrir fimm árum síðan og það eru tuttugu fleiri nemendur í dag en þá. Það er einn bekkur á ekki lengri tíma, þannig að það er góð fjölgun.“ Hver er nemendafjöldinn í dag? „Við erum með um 250 nemendur í dag og það eru um 60 starfsmenn við skólann.“

Er Gerðaskóli með einhverja sér staka stefnu þegar kemur að tækni nýjungum í kennsluháttum?

„Við erum að búa til nýtt tæknirými þar sem við getum verið með þróun á allan hátt. Það eru allir nemendur með tæki. Nemendur í 1. til 6. bekk eru með iPad en nemendur í 7. til 10. bekk eru með Chromebook tölvur. Þegar þú segir stefna, þá finnst mér þetta þurfa að koma frá kennur unum, hvað vilja þeir? Þeir vilja

fara í þessa átt og þróa sig þarna. Við erum hægt og rólega að fikra okkur áfram.“

Er kennslubókin í landafræði og stærðfræði að detta inn í stafrænt form?

„Það kemur að því. Við erum ennþá aðeins með bækur en verkefnavinna fer mikið fram í tölvunni. Þetta eru bæði tölvur og bækur en ég held að við vitum það öll að við erum að þróast áfram í tækninni.“

Hver eru viðbrögðin hjá krökk unum hvað það varðar? Þau eru að grípa þetta mjög hratt, er að ekki? „Jú, jú. Þau eru miklu klárari en við. Þess vegna er svo gaman að við fórum fljótlega eftir að ég byrjaði hérna í gang með snillitíma á mið stigi. Það eru tímar þar sem nemandi fær að ráða hvað hann vill læra og rannsaka. Það er svo gaman þegar nemandinn sjálfur fær að velja. Við erum kannski með nemanda í grunn skóla í tíu ár sem er frábær söngvari og það veit enginn að hann kunni að syngja. Með því að draga fram styrkleika hjá öllum í svona vinnu, þá komumst við að þessu. Svo erum

við núna á unglingastigi að sam þætta námsgreinar og vinna með verkefni. Það er mikið í tölvunni og þar eru grunnverkefni sem allir þurfa að gera og skila af sér. Svo erum við með meistaraverkefni sem þau geta svo fengið framúrskarandi fyrir ef þau kjósa svo.“

Var mikill undirbúningur fyrir þennan afmælisdag þar sem 150 ára afmæli Gerðaskóla var fagnað? „Við fórum að hugsa þetta í febrúar og settum þá saman nefnd í skól anum. Við ætluðum nú að byrja þá en ef ég á að vera alveg hreinskilin þá byrjuðum við ekki fyrr en í ágúst. Þá fór allt á fullt og við höfum verið að síðan þá. Við höfum unnið þetta jafnt og þétt og fengið muni frá bæjarbúum sem tengjast skólanum. Hingað komu svo bæði gamlir kenn arar og nemendur. Það var gaman að hitta allt þetta fólk og maður sá að það skein ánægja úr andlitum fólks að rifja upp gamla tíma og ótrúlega gaman að fá svo marga hingað í dag,“ sagði Eva Björk, skólastjóri, í sam tali við Víkurfréttir í lok afmælishá tíðarinnar.

Una María Bergmann og Bjarni Thor Kristinsson eru bæði gamlir nemendur Gerðaskóla. Þau sungu fyrir gesti afmælishátíðar í tilefni af 150 ára af mæli Gerðaskóla við undirleik Sigrúnar Gróu Magnús dóttur. Yngra söngfólk úr Gerðaskóla söng einnig fyrir gesti við undirleik nemenda Tónlistarskólans í Garði.
skólastarfi til sýnis sem gestir sýndu mikinn áhuga. Forseti Íslands sýndi afmælinu mikinn áhuga og var tvær klukku stundir í afmælisveislunni, skoðaði sýningar og ræddi við gesti. Nemendur Gerðaskóla voru t.a.m. duglegir að taka af sér svokallaðar „sjálfur“ með forsetanum. Guðni lauk svo heimsókn sinni í Gerða skóla með því að skoða nýtt listaverk sem nemendur hafa unnið að og er sólarlagsmynd frá Garðskaga sem gerð er úr plasttöppum.
Guðjón Árni Antoníusson, aðstoðarskólastjóri, Særún Rósa Ástþórsdóttir, deildarstjóri, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kemur til afmælishátíðar Gerðaskóla. Mynd: Forseti.is Sirkusfólk skemmti nemendum Gerðaskóla í íþróttahúsinu á afmælisdaginn. VF-mynd: Thelma Hrund Falleg sólsetursmynd frá Garðskaga sem nemendur unnu úr töppum. Gerðaskóli færir Dósaseli Þroskahjálpar þakkir fyrir veitta aðstoð. Tónlistarfólk lét ljós sitt skína í afmælisveislu skólans. Þau sungu og léku á hljóðfæri fyrir afmælisgesti Gerðaskóla. Svona var starfsmannaklæðnaðurinn á afmælisdaginn. Gamlar ljósmyndir úr skólastarfinu vöktu óskipta athygli gesta.
8 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

Guðni vill skólastarf á forsendum nemenda

„Þetta er vissulega ekki á allra vörum, það vill fenna yfir söguna á skemmri tíma en 150 árum, þannig að það er búið að leggjast í grúsk í kirkjubókum og öðru til að viða að sér þessum fróð leiksmolum sem ég var að reyna að kynna hér fyrir gestum,“ segir Eiríkur Hermannsson, fv. skólastjóri Gerða skóla, sem hefur verið að taka saman sögu Gerðaskóla í 150 ár. Í afmælis hátíð skólans síðasta föstudag flutti Eiríkur brot úr sögunni fyrir viðstadda.

Það þykir merkilegt að það hafi í fátækt verið hægt að byggja upp skóla hérna.

„Það er stórmerkilegt því pening arnir voru í kaupstöðunum þar sem verslunin var. Hér var ekkert slíkt, þannig að þetta var fyrst og fremst söfnunarfé. Séra Sigurður Brynj ólfsson Sívertsen, sóknarprestur, lagði mikið fé í þetta sjálfur og svo kom styrkur frá Thorcillius sjóði en það kostaði mikinn pening að byggja skóla. Svo urðu að vera skólagjöld en það gátu ekki allir greitt þau. Þá

greiddi séra Sigurður sjálfur fyrir nokkra nemendur, ef honum leist þannig á. Þetta segir sína sögu um tíðarandann og ástandið í sam félaginu á þessum árum.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var gestur Gerðaskóla á þessum tímamótum og tók undir með Eiríki.

„Mér finnst það svo sannarlega og sýnir hvað okkur hefur miðað fram á veg. Nú er almenn skólaskylda og öll börn fá notið menntunar en sú var alls ekki raunin fyrir 150 árum. Þetta sýnir stórhug fólks hér að reyna að gera það sem hægt var. Þetta sýnir líka gjafmildi og framsýn manns eins og séra Sigurðar B. Sívertsen að kosta þá til náms sem þóttu afar efnilegir,“ segir Guðni.

Og Bessastaðir koma aðeins inn í þessa sögu.

„Jú, þeir nemendur sem gátu héldu áfram sínu námi og fóru til Bessa staða. Það hefur örugglega þótt afar merkilegt að halda þangað, í einu

menntastofnunina að heitið geti á landinu, og afla sér þar menntunar.

Það er líka tímanna tákn að það var ekki ætlað öllum og eingöngu drengir sem gátu notið þess. Nú þegar við lítum um öxl getum við fagnað því sem vel var gert á sínum tíma og á að fylla okkur kappi að geta ennþá betur í framtíðinni.“

Vogar fögnuðu um síðustu helgi 150 ára afmæli skólahalds. Það er merkilegt að hér á Suðurnesjum hafi menn verið svona framsýnir.

„Það er vissulega stórmerkilegt að þetta skuli gerast hér á Suður nesjum. Auðvitað skiptir Thorcillius sjóðurinn máli. Hann er upprunninn úr Njarðvíkunum. Honum var ætlað að styðja við börn til menntunar. Þessir tveir skólar nutu þess.“

Guðni, ert þú að upplifa í ferðum þínum um landið hvað skólastarf hefur eflst?

„Það má segja það. Maður reynir að gera sér far um það að í heim

150 ára Gerðaskóli

Ávarp Eiríks Hermannssonar, fv. skólastjóra Gerðaskóla.

Hann hefur verið að taka saman sögu skólahalds í Garðinum.

Góðan dag og gleðilega hátíð.

Mér var falið að segja nokkur orð um upphaf skólasögu okkar Garð manna og það er mér bæði ljúft og skylt. Fyrir ykkur sem ekki þekkja mig þá var ég skólastjóri Gerðskóla um tíu ára skeið, frá 1986 til 1996, og síðan fræðslustjóri, þannig að ég þekki sögu skólans sæmilega. Gerðaskóli er ein elsta menntastofnun á landinu og að margra mati næstelsti barnaskóli sem starfað hefur samfleytt, aðeins barnaskólinn á Eyrarbakka á sér lengri sögu. 150 ár kunna að virðast langur tími og á þeim tíma hefur margt breyst. Það er þó ekki lengra síðan en svo að afi minn og amma fæddust um þetta leyti.

Fram eftir 19. öldinni var foreldrum gert skylt að kenna börnum sínum að lesa þannig að þau kynnu eitthvað í kverinu áður en fermingarundirbún ingur hæfist. Eitt var verkum presta var að fylgjast með hverju barni og skrá skilmerkilega í kirkjubækur hversu vel tókst til. Þá var nokkuð um að æðri embættismenn, verslunar menn og yfirstétt réðu til sín kennara sem sáu um heimakennslu en þess nutu aðeins fáein börn. Nokkrar til raunir voru gerðar til að stofna barna skóla í kaupstöðum, m.a. í Reykjavík og Vestmannaeyjum, en þeir skólar störfuðu flestir í aðeins í fáein ár. Fyrsti barnaskólinn í Reykjavík starfaði á árunum 1830–1846 og aftur upp úr 1860. Ekki er alveg ljóst hvort starfsemin var óslitin í Reykjavík eftir það. Á Eyrarbakka var ein öflugasta viðskiptahöfn landsins og skóli stofnaður 1852. Þar bjuggu svo auðugir kaupmenn að sagt er að heilu húsalengjurnar í Kaupmanna höfn hafi verið byggðar fyrir ágóðann af Bakkaverslun.

Hvernig skyldi þá standa á því að hér í Garðinum, þar sem enginn verslun var til staðar né miklir auð menn, að hér kæmi fram hugmynd um að gefa almúgabörnum kost á skóla göngu?

Hvernig var þetta byggðarlag og hvernig voru kjör hins almenna Garð manns? Hér voru líklega tólf megin jarðir, sem við þekkjum flest enn í dag. En hér var ekki mikill landbúnaður. Allt snerist um sjósókn og stærri býlin áttu sína eigin vör, stærst var Varaós,

Króksós og Gerðavör en fjölmargar minni og hættulegri lendingarstaðir meðfram ströndinni eins og enn má sjá t.d. við Meiðastaði og Rafnkels staði og skipskaðar tíðir. Meðfram strandlengjunni kúrði fjöldi hjáleiga, tómthúsa og þurra búða, í námunda við stærri býlin, þar sem þorri íbúanna bjó við þröng kjör. Og þetta samfélag hafði verði óbreytt um aldaraðir. Hér var líkast til ekkert timburhús árið 1872 nema Útskála kirkja sem reist var 1863. Kirkjan hefur verið eins og höll í samanburði híbýli almennings enda átti guð heima þar og þar var séra Sigurður B. Sí vertssen, prestur.

Allar heimildir greina frá misgóðum torfbæjum hér um slóðir, sem voru yfirleitt illa viðaðir vegna skorts á timbri enda lítið um rekavið á Suður nesjum, oftast ekkert nema baðstofa og hlóðaeldhús og áfast fjós hjá þeim sem höfðu kýr. Fæstir áttu kýr, til þess þurfti tún eða grasnytjar.

Það merki um hreint ótrúlegan stórhug og framsýni að láta sér detta í hug að byggja barnaskóla slíku svæði þar sem lífsbaráttan var svona hörð.

Útskálaprestakall var stórt í þá daga og náði frá Keflavík, þaðan út á Garðskaga og inn í Hafnir. Árið 1872 voru sóknarbörnin samtals 1.058, þar af 128 í Keflavík og þar var eina versl unarhúsið á nesinu, í Leirunni bjuggu 150, 390 í Garðinum og færri í Sand gerði og Höfnum. Garðurinn var því fjölmennasti og þéttbýlasti parturinn af strandlengjunni.

Séra Sigurður þótti góður fræði maður þótt hann nyti ekki sjálfur

langrar skólagöngu. Hann fluttist ungur í Garðinn þar sem faðir hans varð prestur. Hann fór í Bessa staðaskóla og varð upp úr því að stoðarprestur hjá föður sínum með konungsleyfi 1831 og tók síðan við Útskálaprestakalli öllu þegar faðir hans lést og var hér prestur nánast til dauðadags 1887, samtals í 56 ár samtals. Það er óljóst hvort hann lauk nokkurn tíma Prestaskóla.

En hann gaf út nokkrar bækur sem sýna áhuga hans á fræðslumálum, t.d. Kristindómsbók handa börnum sem kom út 1840 og Stuttur leiðarvísir í reikningi 1854, auk sálmabóka.

Séra Sigurður hóf söfnun á samskotafé fyrir byggingu skólahúss í Gerðum árið 1860 og mun hafa rætt fyrirætlanir sínar í messum. Söfnunarfé barst frá bændum í sveit inni og kaupmanninum í Keflavík auk Thorkellísjóðs en sjálfur mun Séra Sigurður hafa lagt verulegt fé til bygg ingarinnar auk þess sem hann lagði til byggingarlandið sjálft. Sagt er að prófasturinn í Görðum hafi haft efa semdir um þessar fyrirætlanir, enda hafði hann þegar hafið undirbúning að stofnun skóla í Hafnarfirði sem síðar var kenndur við Flensborg. Þá höfðu Vogamenn einnig hafið undir búning að stofnun skóla og sóttust einnig eftir fé úr Thorkellísjóði. Fram kvæmdir við smíði Gerðaskóla hófust 1871. Skólinn var reistur á fjöru kambinum við Gerðavör, skammt frá þar sem nú stendur Sjólyst, hús Unu miðils.

Verkinu stjórnaði smiður úr Reykjavík og fékk hann aðstoð frá bændum í Garði við byggingavinnuna. Veggir voru hlaðnir úr grjóti, sem var nýlunda hér, tvöfaldir veggir með sandi á milli og ris úr timbri, þarna voru tvær stofur og baðstofa, sem ætluð var þeim börnum sem þyrftu að koma langt að, og risið var svefn loft fyrir kennarann. Byggingakostn aður nam 4.500 krónum.

Markhópur skólans voru börn á aldrinum níu til fjórtán ára og sam kvæmt kirkjubók Útskála voru þau samtals 90 talsins. En fyrsta starfsár skólans voru nemendur hins vegar aðeins fimmtán til átján og þannig var staðan næstu tvo áratugi eða svo, eða um fimmta hvert barn á skóla

sóknum að fara í skóla. Maður fyllist bjartsýni og kappi. Krakkarnir eru hressir, kurteisir, öflugir, kraftmiklir. Ég held að það sé mikilvægt að við höfum skólastarf á forsendum þeirra. Það verða alltaf einhver ungmenni sem finna sig ekki alveg í því sem við getum kallað hefðbundið skóla starf. Þá er það hlutverk okkar og skylda að finna lausnirnar og kapp kosta alltaf að láta börnum líða vel í skólanum. Finna lausnir ef leita þarf lausna. Ekki bara hugsa sem svo að ef barni líður ekki vel í skólanum þá sé það vandamál þess, þvert á móti er það vandamál okkar og okkar að leysa það.“

Eiríkur, þú varst hérna skólastjóri í tíu ár. Upplifir þú breytingar á þessum tíma? „Já, gríðarlegar. Þegar ég tók við skólanum þá gátu nemendur ekki útskrifast héðan með grunnskóla próf. Það var fyrsta skrefið að koma því á. Síðan þurfti að byggja við og það þurfti að einsetja skólann. Það eru gríðarlegar breytingar sem hafa orðið og ég tek undir hvert orð sem forsetinn segir hér um mikilvægi þess að halda utan um hvert einasta barn. Það er okkar hlutverk og ekki hægt að kenna barninu um ef það misstígur sig einhverra hluta vegna. Þar hefur skólinn gríðarlega stóru hlutverki að gegna.“

aldri. Í fyrsta hópnum munu hafa verið ellefu drengir. Hafa ber í huga að stálpuð börn voru talin ómissandi við ýmis til ýmissa verka, bústörf og fiskvinnslu og skólagjöld voru tólf til tuttugu krónur á ári. Og fæstir höfðu ráð á slíku. Skólastarf í Gerðaskóla hófst 7. október 1872 og starfsemi skólans á Vatnsleysuströnd skömmu seinna.

Fyrsti kennarinn var Þorgrímur Þórðarson Gudmundsen, 22 ára stúdent, hann hélt mánaðarlegt bók hald yfir einkunnir og framfarir barna og færði til bókar af mikilli samvisku semi, raðaði börnunum frá hæstu meðaleinkunn til þeirrar lægstu. Kennaralaunin voru 70 krónur á ári og frítt uppsátur og vergögn í Gerðavör. Þorgrímur þótti góður kennari en hann var líka góður sjósóknari og fengsæll.

Kennslugreinar voru fimm: Kristin dómur, Biblíusögur, lestur, skrift og reikningur.

Samkvæmt bókhaldi kennarans var efnilegasti námsmaðurinn fyrstu árin strákur frá Skeggjastöðum sem hét Pálmi Þóroddsson, tíu ára gamall. Hann var af fátæku fólki kominn en þótti svo mikill efnispiltur að prest urinn borgaði skólagjöldin fyrir hann. Pálmi stóð alltaf hæstur í Gerðaskóla þau þrjú ár sem hann var þar og séra Sigurður hélt áfram að styðja hann til frekara náms. Pálmi þessi útskrifaðist úr Prestaskóla og varð merkisprestur norður á Hofsósi. Hann mun hafa skírt son sinn Sigurð í höfuðið á þessum velgjörðamanni sínum.

Skólahúsið nýja við Gerðavör var ekki notað lengi. Þarna gat sjór gengið yfir og umlukið skólahúsið í stór streymi og stormi einnig voru stein veggirnir nánast gluggalausir þannig að dagsbirtu naut illa og húsið kalt. Skólinn var því fluttur en útveggirnir stóðu fram til ársins til 1993 þegar þeir voru brotnir niður og sléttað yfir, illu heilli, því þetta voru merkilegar

minjar um mikinn stórhug. Þá höfðu nemendur Gerðaskóla nýlega mælt upp skólann og smíðað vandað líkan undir leiðsögn Jóhann Sigurðar Víg lundssonar, handavinnukennara. En aftur að spurningunni. Hvernig stóð á því að í þessari fátæku og harðbýlu sókn skyldi rísa barnaskóli á undan flestum öðrum stöðum á landinu? Auðvitað má segja að fram farahugur hafi verið í loftinu undir lok 19. aldar en miklu veldur sá sem upphafinu veldur. Því verður ekki á móti mælt að áhugi og framtakssemi sóknarprestsins, Sigurðar Brynjólfs sonar Sívertsen, hratt þessu af stað og stofnun skólans varð mörgum öðrum byggðarlögum gott fordæmi. Það er því vel við hæfi að minnisvarði um hann, sem var afhjúpaður 1989, standi hér á skólalóð Gerðaskóla. Á þessum hátíðisdegi skulum við færa honum þakkir. Gleðilega hátíð.

Ps. Upplýsingar um kennslu og fyrstu starfsár Gerðaskóla eru úr lokarit gerð Jóns Ögmundssonar og Sveins félaga hans úr B.Ed. námi KHÍ frá 1979 eða 1980 auk þess sem notaðar voru kirkjubækur Útskálasóknar og bækur um skólahaldið í Gerðaskóla sem varð veittar eru á bæjarskrifstofum Suður nesjabæjar í Garði.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Eiríkur Hermannsson fv. skólastjóri Gerðaskóla og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu skólamál á afmælishátíðinni. Líkön sem nemendur hafa unnið af fyrstu skólabyggingum í Garðinum voru til sýnis.
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 9

Unnu dag og nótt við að byggja upp veldi

Vinahópur sem varð til við upprisu körfuboltans í Keflavík hittist enn og gerir margt skemmtilegt saman. Heldur „Ólympíuleika“ í Kaupmannahöfn og fer á Volksfest í Þýskalandi.

Það er rosalega margt sem við erum búin að upplifa saman í kringum körfuboltann og flestallt var skemmtilegt og því fylgdi líka góður árangur. Vináttan í kringum sportið hélt áfram eftir viðveru okkar en það er mikilvægt að rækta hana ...

Frá Keflavík á „Ólympíuleikana“

„Við tókum við rekstri körfuboltans í Keflavík á erfiðum tímum og náðum með mikilli vinnu að snúa málum við, fyrst fjárhagslega og síðan íþrótta lega. Þegar við tókum við þessu var erfitt fjárhagslega og við náðum að laga það og byggðum upp veldi sem vann og vann og vann. Við unnum dag og nótt við að snúa körfuboltanum í Keflavík aftur við á sínum tíma eftir hann hafði verið í lægð og urðum Íslands og bikarmeistarar nokkur ár í röð, bæði karlar og konur. Hápunkturinn var síðan þátttaka í Evrópu keppni sem var mikið ævintýri, hvernig sem á það er litið,“ segir Hrannar Hólm en hann sat í stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) upp úr aldamótum. Stjórnin stóð í ströngu að koma félaginu úr fjárhags erfiðleikum og árangurinn leyndi sér ekki. Í gegnum þá miklu vinnu sem stjórnin og körfuknattleiksdeild Keflavíkur lagði á sig myndaðist vin skapur til framtíðar.

Stjórnarmenn voru þeir Hrannar, Hermann Helgason, Birgir Már Bragason, Brynjar Hólm Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, þjálfarar voru Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason. „Auðvitað var fleira gott fólk með okkur, t.d. Guðsveinn Ólafur Gestsson og Særún Guð jónsdóttir, en það breytir ekki því

að þessi sjö manna hópur er ótrú lega lífseigur og hefur gaman af því að hittast og leika sér,“ segir Hrannar en hópurinn hefur haldið góðu vinasambandi allt frá tímum stjórnarinnar og segir Hrannar körfuboltann vera undirstöðuna af vináttu þeirra. „Við erum allir Kefl víkingar og höfum þekkst, mismikið,

frá örófi alda, ef svo má segja. Sumir hafa þekkst í fjörutíu, fimmtíu ár en akkúrat þessi hópur, sem haldið hefur ótrúlega góðu sambandi árum saman, varð eiginlega til í stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tuttugu árum. Þetta er í sjálfu sér ótrúlega skemmtileg saga, þetta eru rosalega sterk bönd sem tengja okkur. Jafnvel þótt við búum ekki allir ennþá í Keflavík, þá hefur það engin áhrif. Þessi vinskapur sem byrjaði í gegnum körfuna er rosa lega sterkur og gerir það að verkum að við hittumst enn þann dag í dag og erum við alltaf að gera eitt hvað saman. Það skiptir engu máli hvað við erum að gera, það er allt voðalega einfalt og skemmtilegt,“ segir Hrannar og bætir við: „Það er rosalega margt sem við erum búin að upplifa saman í kringum körfu boltann og flestallt var skemmtilegt og því fylgdi líka góður árangur. Vin áttan í kringum sportið hélt áfram eftir viðveru okkar en það er mikil vægt að rækta hana.“

Það er ljóst að hópurinn hafi haldið áfram að rækta vináttuna eftir að stjórnarstörfum þeirra lauk en fé lagarnir eru duglegir að hittast þrátt fyrir að þeir búi ekki allir ennþá í Keflavík. „Á hverjum vetri höldum við heimatilbúna „Ólympíuleika“ í Kaupmannahöfn þar sem við hitt umst og keppum í allskonar íþrótta greinum eins og krullu, svindli, keilu billjardi og fleiru. Það eru algerlega stórkostleg mót, keppnin og gleðin í algleymi. Við hittumst alltaf tvisvar á ári, það er annars vegar á Ólympíu leikunum í Kaupmannahöfn og hins vegar á Volksfest í Þýskalandi á haustin. Þá erum við saman i nokkra daga, ásamt konunum, og keppumst aðallega við að skemmta okkur eins vel og mögulegt er og tekst það yfir leitt, án vandræða,“ segir Hrannar en hann er búsettur í Kaupmannahöfn. Hrannar og kona hans, Halla, bjuggu í mörg ár Stuttgart í Þýska landi en þau stunduðu nám þar. Þau kynntust þar hátíðinni Volksfest en hátíðin fer fram með sama hætti og Oktoberfest og er önnur stærsta af sinni tegund í heiminum. „Eftir að við fluttum frá Þýskalandi höfum við alltaf farið öðru hvoru aftur því við eigum vini þar sem voru með okkur í námi. Svo stingum upp á því fyrir nokkrum árum að fara ásamt vinum mínum og mökum,“ segir Hrannar. Úr varð að hópurinn, sem er samansettur af gömlum stjórnarmeðlimum, þjálfurum og leikmönnum Keflavíkur, hélt til Stuttgart á hátíðina árið 2019 og endurtók hann leikinn á dögunum.

„Þau komu frá Íslandi, við frá Dan mörku og vinir mínir frá Þýskalandi og við hittumst þarna og eyddum fimm dögum saman. Þetta er gjör samlega stórkostlegt fyrirbæri,“ segir Hrannar. Aðspurður hvernig hátíðarhöld fara fram segir hann: „Við borðuðum meðal annars svo

kallaðan svebískan mat. Því við vorum í héraði sem er kallað Swabia og þar er borðaður svebískur matur og drukkinn svebískur bjór og það eru ákveðnar hefðir sem fylgja því. Á föstudeginum fórum við svo öll í múnderinguna, klæddum okkur í „lederhosen“ og konurnar fóru í sérstaka kjóla, sem þykja víst ekki þægilegasti fatnaður sem þú getur fundið en þetta er það sem að til heyrir þessu. Við gengum í gegnum allan bæinn og tókum heilan dag í þessa hátíð. Við fórum í tjöldin þar sem hátíðin var opnuð formlega og fór svo í gang að fullum krafti. Þar voru 6.000 manns í einu tjaldi og það er hreint magnað. Á hátíðinni eru allir ánægðir og allir elska hvorn annan og syngja, dansa og hoppa saman frá klukkan fjögur til klukkan ellefu um kvöldið. Þetta er alveg ein staklega mikil skemmtun og fárán lega mikið fjör. Bjór er drukkinn og það gera sér allir mjög glaðan dag. Við fórum einnig í göngu upp í vín héruð þar sem Stuttgart er með fjöll sem liggja allt í kring og fórum á sér staka veitingastaði sem opna bara í tvo mánuði á ári. Þar opnar fólk húsin sín og breytir þeim í veitinga staði. Það er kallað Besenwirtschaft en „besen“ þýðir kústur, svo þetta er í raun kústaveitingahús. Það virkar þannig að fólk setur kústa fyrir framan húsin sín og ef það er kústur fyrir framan húsið þá þýðir það að þú sért velkominn inn. Þetta er gert vegna þess að það er ný uppskera og fólk er að fagna henni. Þá eru menn

Hrannar og Halla á Volksfest. Kústar veitingahús. Hrannar og Halla ásamt þýsku vinum sínum á Volksfest. Hrannar, Hermann, Guðsveinn, Gunnar og Birgir á Evrópukeppninni í körfubolta.
10 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

með mat og vín og það er alveg sér lega skemmtilegt. Við gerðum þetta allt saman sem hópur og nutum þess að kynnast nýjum hlutum. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt fyrir þá sem eru ekki vanir þessu umhverfi, það er ákveðinn „kúltúr“ sem fylgir þessu.“

Hátíðin Oktoberfest er flestum Íslendingum kunnug en Hrannar segir helsta muninn á Oktoberfest og Volksfest vera ferðamanninn. „Októ berfest er frægara, þar eru sex millj ónir gesta og flestir ferðamenn fara þangað en það eru fjórar milljónir gesta á Volksfest og þar eru eigin lega bara Þjóðverjar. Það er engin spurning um það að þú ferð beint inn í hjartað á menningunni í Þýska landi á Volksfest. Ég og Halla erum bara svo heppin að hafa búið þarna og þekkja þetta, annars hefðum við aldrei farið þangað,“ segir hann. Að spurður hvort Volksfest verði fastur liður á ári hverju hjá hópnum segir Hrannar: „Ég hugsa það, þetta er náttúrlega fáránlega skemmtilegt. Ég myndi halda að við höldum okkar striki og mætum þarna á hverjum ári þar til að við erum orðin of gömul til að ganga eða drekka bjór. Þá kannski förum við að hægja á okkur en það eru allavega nokkur ár eftir.“

Óendanleg verðmæti að eiga sterk vinasambönd

Hópurinn hefur skapað margar skemmtilegar minningar saman í gegnum árin en þegar Hrannar horfir til baka á tímana sem þeir voru í stjórn KKDK segir hann Evr ópukeppnina standa upp úr.

„Við eigum milljón sögur í kringum öll tímabilin en margar af okkar skemmtilegu minningum tengjast því þegar við vorum í Evrópu

keppninni. Í kringum hana styrktust vinabönd okkar enn betur því við þurftum að vinna svo mikið til að láta það verða að veruleika. Við þurftum meðal annars að pirra hálfa Keflavík og gera ýmislegt til að safna peningum. Við byggðum upp alveg óttúlega skemmtilega stemmningu í kringum þetta og það var gaman að vera í stjórn á þeim tíma þó svo að vinnan í kringum þetta hafi verið óendanlega mikil. Stemmningin var líka góð því okkur leið vel saman, við

unnum vel saman og vorum dugleg, það má ekki gleymast að það voru konur þarna líka. Evrópumótið er rosalega eftirminnilegt,“ segir Hrannar.

Eftir að hafa horft til baka til tíma stjórnarinnar segir Hrannar að lokum: „Það eru óendanleg verð mæti í því að eiga

góða vini sem hafa

að vera saman eftir allan þennan tíma.“

svona marga
gaman af því
O R GÓ B E R 16 Sálmadjass Gunnar Gunnarsson organisti við Fríkirkjuna og Sigurður Flosason saxófónn 23 Rafgítar og orgel Arnór Vilbergsson organisti v ð Keflavíkurkirkju og Sigurgeir Sigmundsson rafmagnsgítar 30 Orgeltónleikar Guðmundur Sigurðsson organisti við Hafnarfjarðarkirkju leikur valin orgelverk kl 20:00 kl 20:00 kl 17:00 O RG ELMÁN U Ð U R Í OKTÓBER 2022 D A GSKRÁ Í O K T ÓBE R Gunnar Gunnarsson og Sigurðu Flosason Sigurgeir Sigmundsson Arnór VilbergssonGuðmundur Sigurðsson k e f la v iku rk i rk ja i s Við eigum milljón sögur í kringum öll tímabilin en margar af okkar skemmtilegu minningum tengjast því þegar við vorum í Evrópukeppninni. Í kringum hana styrktust vinabönd okkar enn betur ... Félagarnir að keppa í krullu á „Ólympíuleikunum“ í Kaupmannahöfn, á myndina vantar Hermann Helgason.
Hópurinn
rifjaði upp gamla takta á Volksfest.
Thelma
Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 11
Hermann, Gunnar, Guðjón, Hrannar, Birgir og Brynjar á Volksfest,
á
myndina vantar Sigurð Ingimundarson. Betri
helmingarnir voru einnig með á
Volksfest
í
Stuttgart.

FS-ingur vikunnar

Hlær mest að sjálfum sér

„Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndnastur, ég hlæ allavega mest að sjálfum mér,“ segir Jónas Dagur aðspurður hver sé fyndnastur í FS. Jónas er á fjölgreina braut en utan skóla nýtur hann þess að horfa á enska boltann og vera með vinum og fjölskyldu.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Ég sakna þess hvað maður var uppátækja samur í grunnskóla.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

FS var skólinn í bæjarfélaginu og ég vildi ekkert fara út fyrir það.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Hvað þau fyrirgefa lélega mætingu og félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Það er mjög fínt. Það mætti samt vera ís skápur á skrifstofunni, ef formaðurinn er að lesa.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Það er hann Steini minn sem er aðalsöngvari með meiru í hljómsveitinni Midnight Librarian, sem gáfu út frábært lag um daginn sem heitir 70mph og má finna á öllum helstu streymisveitum.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Ég myndi segja að ég sjálfur væri fyndn astur, ég hlæ allavega mest að sjálfum mér.

Hvað hræðist þú mest?

Ég hræðist mest sunnudaga eftir LUX.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Dahmer-þættirnir eru soldið heitir núna og það er kalt að vera ekki með gröfuréttindi.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Búinn að vera hlusta mikið á M’$ með A$AP Rocky og Lil Wayne.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn helsti kostur hlýtur að vera hvað ég er góður í beddanum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Ég nota Twitter mest.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Stefan er að verða forríkur af skuldabréfum.

Hver er þinn stærsti draumur?

Draumurinn er að eiga gott fyrirtæki.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Ég myndi lýsa mér sem gjafmildum, ég gef mikið frá mér til vina og kærustu.

Mamman

hópnum

Ungmenni vikunnar

„Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég hugsa rosalega mikið um vinkonur mínar,“ segir Elísa aðspurð hver sé hennar helsti kostur. Elísa er í Njarðvíkurskóla en hún stefnir að því að fara í skóla á höfuðborgarsvæðinu eftir grunnskóla.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega stærðfræði eða leiklist.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Íris Davíðsdóttir út af TikTok.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar Torfi Gísla sagði okkur að hafa hljótt í þrjár mínútur og við máttum varla flétta bók og svo byrjaði hann að teikna typpi á töfluna.

Hver er fyndnastur í skólanum? Torfi Gísla.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég er ekki með eitthvað eitt sérstakt lag sem er uppáhalds, ég hlusta alltaf á playlista.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég elska sushi og pasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? White Chicks klikkar ekki, mæli með henni.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Símann minn, Airpods og Ginger Ale.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er eiginlega mamman í vinahópnum, ég hugsa rosalega mikið um vinkonur mínar.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ég myndi vilja geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Þegar fólk er með góða nærveru.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Mig langar að fara í skóla í bænum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?

„Ha?“

Ronja ræningjadóttir

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir barna- og fjölskyldu leikritið Ronju ræningjadóttur föstudaginn 14. október.

Æfingar hófust í lok ágúst en u.þ.b. 70 manns mættu í prufur fyrir sýninguna, þar af rúmlega 50 börn á aldr inum tólf til fimmtán ára.

Leikhópurinn samanstendur af 22 einstaklingum á öllum aldri en yngstu leikarar sýningarinnar eru 12 ára en sá elsti 34 ára. Fyrir utan leik hópinn koma fjölmargar hendur að sýningunni, fjögurra manna hljóm sveit sér um tónlist sýningarinnar en það hefur verið vani leikfélagsins síðustu misseri að vera með lifandi hljómsveit. Þaulvanir menn sjá um tæknimálin og sviðsmyndavinnuna en leikhópurinn hefur sjálfur séð um búningagerð, sem er virkilega mikið afrek enda u.þ.b. 45 búningar í sýn ingunni. Leikstjóri sýningarinnar er

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og danshöfundur er Guðríður Jóhanns dóttir.

Leikfélag Keflavíkur er spennt að sýna aftur barnasýningu fyrir Suður nesjamenn og þá sérstaklega að fá börn og ungmenni aftur í leikhúsið, bæði á sviði og sem áhorfendur. „Við hvetjum bæjarbúa að sjálfsögðu til að mæta og sjá framtíðarleikara blómstra á sviðinu í þessari yndis legu uppsetningu á Ronju ræningja dóttur,“ segir í tilkynningu frá Leik félagi Keflavíkur. Miðasala fer fram á tix.is

Frumleikhúsinu

Nafn: Jónas Dagur Jónasson Aldur: 19 ára. Námsbraut: Fjölgreinabraut Áhugamál: Enski boltinn og vera með vinum
Nafn: Elísa Valsdóttir Aldur: 13 ára Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 8. bekkur Áhugamál: Dans
í vina -
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
í
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 13

breytingum

sport

Hefur bætt heilsu Suðurnesjamanna

Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur verið starfandi í tíu ár og var haldið upp afmæli líkamsræktarstöðvarinnar nú í byrjun október. Áfanganum var fagnað með opnu húsi vikuna 3.–9. október og margt í boði fyrir viðskiptavini og gesti. „Við teljum okkur hafa lagt mikið af mörkum í að bæta heilsu Suðurnesjabúa og það hefur gengið afskaplega vel,“ segir Ari Elíasson, eigandi Sport hússins, þegar hann horfir til baka á þau tíu ár sem stöðin hefur verið starfrækt.

Ari segir mikið hafa breyst á þessum tíu árum, meðal annars útlit, tæki og aðbúnaður. „Við byrjuðum í stóru húsi en samt smáu miðað við hvernig það lítur út í dag. Við byrjuðum með heilsurækt í rúmum 2.000 fermetrum árið 2012. Við erum núna að fullnýta alla bygg inguna sem eru rúmir 4.000 fer metrar. Þann 1. október síðastliðinn opnuðum við 900 fermetra stækkun

á nýjum hóptímasölum og með því fá allir okkar viðskiptavinir betri þjónustu og betra æfingasvæði. Það má segja að við séum að komast á tindinn þar sem við viljum vera.“ Hvað þýða þessar breytingar fyrir starfsemina?

„Breytingin er kannski helst að við erum með mikinn fjölda af ungmennum í unglingaþjálfun

og unglinga Crossfit og við erum núna komin með hliðarsal sem er tengdur við Crossfit salinn sem við getum nýtt fyrir unglingatímana á sama tíma og foreldrarnir fara í aðra tíma eða í tækjasalinn. Með þessari stækkun getur fjölskyldan verið öll saman í þessu.“

Hvaða áhrif hafði Covid á rekstur líkamsræktarstöðvarinnar?

„Covid reif hressilega í allar land festar hjá okkur. Við vorum lokuð vegna faraldursins í ríflega sex mánuði. Núna haustið 2022 er allt að komast í eðlilegt horf hjá okkur og starfsemin farin að verða eðlileg, eða eins og þetta var áður en Covid skall á. Haustið hefur verið gott, veður farslega séð, og fólk hefur verið að njóta þess en við finnum það núna þegar við erum komin inn í október að allt að fara á fullt skrið. Covid var náttúrlega alveg fram í febrúar

þannig við fengum ekki þessa nýárstraffík sem kemur alltaf inn í þennan bransa í janúar hverju sinni.

Við nýttum tímann þegar stöðin var lokuð í að ráðast í miklar breytingar.

Við máluðum, settum upp nýja veggi, tókum niður veggi og í raun bættum aðstöðuna til að vera í stakk búin til að fara í fulla þjónustu aftur. Með þessum breytingum erum við orðin líkamsræktarstöð á heims mælikvarða hvað varðar aðstöðu og fjölbreytileika, vil ég segja. Eins og slagorð okkar Sporthússins segir: „Heilsurækt fyrir alla“, við erum með krakka hérna alveg frá tíu ára og sá elsti er rétt tæplega níræður þannig við erum með ansi fjölbreytta flóru af viðskiptavinum.“

Hvers vegna er fjölbreytileikinn ykkur mikilvægur?

„Það er mikilvægt að við séum með fjölbreytileika í tímum og að þjálf arar okkar séu fjölbreytilegir. Við erum ekki öll steypt í sama mótið og veljum okkur öll mismunandi hreyfingu svo ég tel að það sé alveg gríðarlega stór þáttur,“ segir Eva Lind Ómarsdóttir, unnusta Ara, en hún er einnig eigandi Sporthússins.

Hvað er í boði af tímum? „Það er gríðarlega mikið framboð af tímum, bæði námskeið og tímar eins og Crossfit, Þitt form, Stepfit og Súp erform en það eru um 35–40 tímar sem hægt er að velja úr í hverri viku,“ segir Ari og Eva bætir við: „Það er nóg af hóptímum og nám

skeiðum fyrir fullorðna og ungmenni í sérhæfðum sölum, bæði heitum og ekki heitum. Svo erum við einnig með spa sem er aðgengilegt við skiptavinum alla daga.“

Hvað er framundan hjá Sport húsinu? Er framkvæmdum lokið?

„Við gerum ráð fyrir að fram kvæmdum innanhúss verði að mestu leyti lokið um áramót en við höfum einbeitt okkur að því að klára allt sem snýr að viðskiptavininum innan þess tímaramma. Strax næsta vor munum við ráðast í töluverðar breytingar á utanverðu húsinu. Við ætlum að taka í gegn heildarútlit hússins, húsið verður málað og lóðin tekin í gegn en við erum nú þegar byrjuð að útbúa um það bil 1.000 fermetra útiæfinga aðstöðu sem tengist ákveðnum sölum hérna. Svo munum við koma til með að setja stóra og mikla glugga á bygginguna og færa þannig lífið úr stöðinni út á götu og birtuna inn í hús þannig að ásýnd hússins verður hin glæsi legasta,“ segir Ari.

Sporthúsið í Reykjanesbæ fagnar tíu ára afmæli Með þessum
erum við orðin líkamsræktarstöð á heimsmælikvarða hvað varðar aðstöðu og fjölbreytileika ... Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

Nýtt þjálfarateymi kynnt hjá Njarðvík

Það kemur til greina að hefja tímabilið með Grindavík

Helgi Sigurðsson þjálfar karlalið Grindavíkur

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grinda víkur í knattspyrnu. Helgi gerir tveggja ára samning við Grindavík og mun stýra liðinu í Lengjudeild karla á næstu leiktíð.

Helgi hefur áður stýrt Fylki og ÍBV og stýrði báðum félögum upp úr 1. deild karla. Hann á einnig að baki afar farsælan feril sem leik maður í atvinnumennsku og sem landsliðsmaður Íslands.

Helgi mun klára tímabilið sem aðstoðarþjálfari hjá Val og hefja störf hjá Grindavík þann 1. nóv ember næstkomandi.

„Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Grindavík. Hér er frábær aðstaða og Grindavík hefur fulla

burði til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik,“ segir Helgi Sigurðsson. „Það er rík hefð hjá Grindavík og spennandi kjarni leik manna til staðar hjá félaginu. Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu.“

Anton Ingi tekinn við kvennaliði Grindavíkur

Anton Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og tekur hann við starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Anton Ingi er 26 ára gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil.

Frá þessu er greint á Facebook síðu knattspyrnudeildar UMFG en Anton Ingi gerir árssamning við knattspyrnudeild Grindavíkur.

Anton Ingi þykir mjög efnilegur þjálfari og hefur gert mjög góða hluti sem þjálfari hjá yngri flokkum félagsins.

„Ég er mjög glaður með að fá þetta tækifæri hjá mínu uppeldis félagi og er afar spenntur fyrir

þessari áskorun,“ segir Anton Ingi. „Ég er búinn að læra gríðarlega mikið af Jóni Óla á síðustu tveimur árum og tek við góðu búi. Við erum með góðan kjarna af leikmönnum og ég er mjög spenntur að hefjast handa.“

Gunnar Magnús Jónsson ekki áfram með Keflavík

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ákvað að virkja endurskoðunarákvæði í samningi deildar innar við Gunnar Magnús Jónsson um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennaliðsins.

„Gunnar Magnús hefur þjálfað meistaraflokk kvenna frá

síðustu

Grindvíski körfuknattleikslandsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er enn án liðs fyrir tímabilið sem er hafið í flestum löndum í kringum okkur en Subway-deild karla var einmitt að byrja. Jón Axel er nýkominn frá Bandaríkjunum, n.t.t. frá San Francisco en þar eru ríkjandi NBA-meistarar, Golden State Warriors, með sínar bækistöðvar. Piltur tók þátt í sumaræfingabúðum liðsins og þótt vel hafi gengið þá fékk hann ekki samning að þessu sinni en stendur til boða að reyna fyrir sér aftur að ári. Jón Axel var þarna að etja kappi við reynda NBA-leikmenn eins og Kenneth Fared, Ben McLemore o.fl. og stóð sig vel en sumir vilja meina að pólitík sé víst í gangi varðandi að komast að hjá liðum í NBA-deildinni og kapallinn gekk ekki upp að þessu sinni.

En hvernig standa þá leikar? „Umboðsmaðurinn minn er að vinna í mínum málum í Evrópu en ég endaði tímabilið í fyrra í Þýskalandi og hef ýmsa möguleika þar. Ég hóf tímabilið með Fortitudo Bologna á Ítalíu en eftir einn leik var skipt um þjálfara og sá nýi talaði varla við okkur útlendingana og því vildi ég breyta til og endaði með Crailsheim

Merlins í Þýskalandi. Ég byrjaði at vinnumannaferilinn einmitt þar tímabilið á undan, lék með Fraport Skyliners.“

Jón Axel átti frábæran feril með Davidson háskólanum í Bandaríkj unum en með þeim skóla lék einmitt aðalstjarna Golden State, Stephen Curry. Hann æfði með kappanum

fyrir skemmstu og ber honum vel söguna:

„Ég hafði auðvitað hitt Curry á Davidson árunum en hann er mikill aðdáandi liðsins og kom oft á leiki og hitti okkur á eftir. Það var öðru vísi að æfa með honum og eftir fyrstu æfinguna spjölluðum við í tvo klukkutíma um lífið og tilveruna. Þetta er einn mesti „down to earth“ gæi sem þú finnur á jörðinni! Hann er hörkugolfari og hefur spilað hér á Íslandi og ég átti einmitt að spila með honum í fyrrasumar þegar hann var hér á Íslandi en hann vill endilega koma aftur og vill þá prófa besta golfvöllinn, Húsatóftavöllinn í mínum heimabæ, Grindavík.”

Gróa á Leiti settið dæmið upp þannig í sumar að annað hvort myndi Jón Axel spila á Golden Bay Area eða í Grindavík, kemur enn til greina að spila með heimaliðinu?

„Það kemur alveg til greina að spila á Íslandi en þó með þann möguleika að geta farið út ef gott tilboð berst að utan. Það eru alltaf miklar hreyf ingar á þessum leikmannamarkaði og ég hef ekki stórar áhyggjur af því að vera ekki kominn með lið á þessum tímapunkti. Ég er að jafna mig á meiðslum og vil því flýta mér hægt en það kemur alveg til greina að hefja tímabilið hér á Íslandi og þá að sjálfsögðu með Grindavík. Ég er búinn að vera æfa með liðinu, hér er taugin,“ segir Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, atvinnumaður í körfubolta.

Störf hjá Reykjanesbæ

ástríðu

hefur átt risastóran þátt í því að kvennaknattspyrnan í Keflavík hefur komist á þann stað sem hún er í dag.,“ segir á Facebook síðu deildarinnar.

Sveinn Þór þjálfar meistaraflokk Víðis

Sveinn

Dalvíkingum

aðstoðarþjálfari

deildinni og 2. deild við góðan orðstír. Hann er með BSc í íþróttafræðum og KSÍ A þjálfaragráðu.

Knattspyrnufélagið Víðir hefur ráðið Svein Þór Steingrímsson

Víðis

Víðismenn voru lengst af í harðri toppbaráttu 3. deildar karla í ár en og virtust stefna hraðbyri í átt að 2. deild – en keppnin milli efstu liða var hörð og Víðismenn gáfu eftir á lokametrunum og enduðu að lokum í fjórða sæti.

Umsóknir

Knattspyrnudeild Njarðvíkur kynnti nýtt þjálfarateymi á mánudag en samið hefur verið við Arnar Hallsson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks en Njarðvík leikur í Lengjudeildinni á næsta ári eftir að hafa verið yfirburðarlið í 2. deild í sumar. Arnar hefur á sínum ferli m.a. þjálfað meistaraflokk karla hjá Aftureldingu og ÍR. Arnari Hallssyni til halds og trausts verður nafni hans, Arnar Smárason, sem aðstoðar þjálfari og Sigurður Már Birnisson frá Toppþjálfun sér um styrktar þjálfun. Þá sér Helgi Már Helgason áfram um markmannsþjálfun og Óskar Ingi Víglundsson er áfram nuddari liðsins.
árinu 2016 og skilur við liðið í Bestu deildinni þar sem liðið hefur spilað tvö síðustu ár. Gunnar hefur unnið ötullega að framgangi og uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Keflavík
ár enda sannur Keflvíkingur sem með
sinni og krafti
sem aðalþjálfara meistaraflokks
en samningurinn er til tveggja ára.
hefur meðal annars stýrt
til sigurs í 3. deild, var
KA í efstu deild og var aðalþjálfari tæp þrjú ár hjá Magna Grenivík í Inkasso
Hvar mun Jón Axel Guðmundsson leika í vetur?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Háaleitisskóli - kennari í Nýheima Njarðvíkurskóli - Forfallakennsla Leikskólinn Tjarnarsel - Aðstoðarmatráður Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari Akurskóli – Sérfræðingur, sérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókntimarit.is Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 15

Best í Bestu

Breiðablik eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu. Verðskuldaður og frækilegur sigur. Uppgangur hjá fé laginu hefur verið mikill undanfarin ár. Yngri flokkastarf félagsins er eitt það öflugasta sem þekkist á landinu. Þeir eru öðrum fyrirmynd. Svona árangur er ekki tilviljun. Hann er af rakstur mikillar vinnu og samstarfs við Kópavogsbæ. Árangur í Reykjanesbæ hefur verið með besta móti þetta árið. Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna, knatt spyrnulið karla bar sigur úr býtum í 2. deild og bæði lið Keflavíkur náðu árangri umfram væntingar í Bestu deildinni þótt henni sé ekki lokið. Reykjaneshöllin (nú Nettóhöllin) er elsta og að mínu mati besta knattspyrnuhöll landsins. Glæsi legt mannvirki byggt á þeim dögum þegar Reykjanesbær var yfirlýstur íþróttabær og verkin voru látin tala. Fífan í Kópavogi reis stuttu síðar. Engan veginn jafn gott knatthús en hefur þann kost að vera tengt Smáranum. Ein allsherjar miðstöð. Á sama svæði er svo keppnisvöllur Breiðabliks, með glæsilegum stúkum og aðstöðu eins og hún gerist best hér á landi.

Stóri munurinn í Kópavogi og Reykjanesbæ er sá að Breiðablik sér um allan rekstur sinnar aðstöðu í Kópavogi og fær greitt frá sveitar félaginu fyrir að sjá um allan rekst urinn. Starfsmennirnir í aðstöðunni eru allir starfsmenn Breiðabliks. Þannig má samþætta rekstur mann

Mundi

Þurfa Suðurnesjamenn að hrópa sig HSS a til að fá meiri pening?

virkja og íþróttastarfsemi þannig að hægt er að halda úti alvöru rekstri án þess að forsvarsmenn íþrótta félagsins þurfi stöðugt að vera með í maganum um hver mánaðamót að eiga ekki fyrir launum eða reikn ingum. Hægt er að stýra fjárflæði milli deilda félagsins og þannig láta reksturinn rúlla vel hjá öllum deildum.

Ég vil sjá fleiri Íslandsmeistaratitla í Reykjanesbæ á komandi árum. Ekki bara í körfuknattleik, heldur líka í knattspyrnu. Árangur 2. flokks liðs Keflavíkur í sumar gefur góð fyrir heit, nú er það verkefni þeirra sem stjórna að gefa ungum mönnum tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu. Þannig var gullaldarlið Keflavíkur byggt upp á sínum tíma.

Reykjanesbær þarf að taka Kópavog og fleiri sveitarfélög sér til fyrirmyndar hvað varðar rekstur íþróttamannvirkja og stuðning við íþróttafélögin. Forsvarsmenn íþróttafélaganna þurfa að líta í spegil, kyngja stoltinu og sameina félögin. Aðeins þannig verðum við best í Bestu.

LOKA ORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 260 Reykjanesbæ 260 Reykjanesbæ Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383 Reykjanesapótek hefur opnað á Fitjum Opnunartími á Fitjum: 10–18 virka daga og laugardaga 10–14. Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga og 12–19 laugardaga og sunnudaga. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS OG SPORTHÚSIÐ 10 ÁRA EKKI MISSA AF ÞESSUM ÞÆTTI! í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.