Stöðugildum fjölgaði
Byggðastofnun
hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Þetta kemur fram í frétt frá stofnuninni.
Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2022/2023 og eru þær birtar í skýrslunni Hvar eru ríkisstörfin 31.12.2022?
Einnig hefur mælaborð þar sem hægt er að skoða fjölda stöðugilda eftir landshlutum, sveitarfélögum og málaflokkum ráðuneyta verið uppfært með nýjustu gögnum.
Stöðugildi á vegum ríkisins voru 27.694 þann 31. desember 2022, þar af voru 18.015 (65%) skipuð af konum og 9.679 (35%) af körlum. Á árinu 2022 fjölgaði stöðugildum um 788 á landsvísu eða 2,9%.
Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (70%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%).
Mest hlutfallsleg fjölgun stöðugilda varð á Suðurnesjum 10,7% og næst mest á Suðurlandi 9,1%. Á Suðurnesjum fjölgaði mikið hjá ISAVIA og lögreglunni á Suðurnesjum sem má eflaust rekja til upprisu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur og nokkur fjölgun varð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á Suðurlandi fjölgaði meðal annars hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Það eru margar áhugaverðar gönguleiðir suður í Garði. Göngustígur liggur t.a.m. með ströndinni frá Garðskagavita og inn að Gerðum þaðan sem leiðir liggja til allra átta. Heiðurshjónin Kristín Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvarsson gengu með vindinn í fangið frá Útskálakirkju og að Sjólyst, húsi Unu Guðmundsdóttur, á dögunum. Þessa gönguleið hafa Garðmenn gengið um aldir, enda byggðin öll með ströndinni á árum áður. Í Garði hefur mönnum líka borið gæfa til þess að raska ekki strandlínunni frá Garðskaga að Gerðum með nýrri byggð og því fær víðáttan að njóta sín í öllum veðrum. VF/Hilmar Bragi
Lóðarleiga í Reykjanesbæ alltof há
Íbúar í Reykjanesbæ hafa lengi kvartað yfir hárri lóðarleigu og ekki að ósekju, enda búa þeir við langhæstu lóðaleigu á landinu. Lóðarleiga er hluti þeirra fasteignagjalda sem greidd eru á hverju ári. Annað sem fellur þar undir eru fasteignaskattar, sorphirðugjald og fleira. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Reykjanesbæjar hafa lengi verið meðvitaðir um þessa stöðu og hafa leitað leiða til að finna ásættanlega lausn. Hún hefur enn ekki fundist þrátt fyrir að viðræður hafi átt sér stað bæði við landeigendur og fulltrúa frá ríkinu.
Á hvorugum þessa aðila var að finna nokkurn vilja til þess að koma til móts við íbúa. Þetta kemur fram í grein sem Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi, ritar í Víkurfréttir í dag. Byggðastofnun gefur út skýrslu á hverju ári um fasteignagjöld sem má finna á vef Byggðastofnunar. Þar kemur m.a. fram að meðaltal lóðarleigu á Íslandi sé kr. 49.435. Er þar verið að miða við lóðarleigu á lóð sem er 808 fermetrar að stærð. Reykjanesbær er hins vegar langt frá þessu meðaltali og með langhæstu lóðar-
leiguna á Íslandi, þar sem hæsta lóðarleigan í Keflavík er kr. 149.655 og í Njarðvík kr. 139.275. Þau sem greiða lóðarleigu til sveitarfélagsins og njóta 25% afsláttar greiða hins vegar kr. 112.241 í Keflavík og kr. 104.456 í Njarðvík. Í Grindavík er verið að greiða kr. 41.570 fyrir sambærilega lóð. „Ég nefndi það fyrr í þessari grein að meðaltal lóðarleigu á landinu væri rúmar 49 þúsund króna og þá er það ekki ásættanlegt að Reykjanesbær rukki 112 þúsund í Keflavík og 104 þúsund í Njarðvík sem er tvöfalt hærra en meðaltalið,“ segir Guðbrandur m.a. í greininni sem lesa má í heild sinni á síðu 12 í blaðinu í dag.
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
mest
og Suðurlandi Með vindinn í fangið á leið í Gerðar
á Suðurnesjum
Keflavíkur og Njarðvíkur: 14 Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
KOSTURINN Corny súkkulaði 50 gr
KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld? Miðvikudagur 11. október 2023 // 38. tbl. // 44. árg.
Gunnar opnar pandóruboxið Sameining
FLJÓTLEGRI
FLJÓTLEGRI
Félag kvenna í atvinnulífinu með landsbyggðarráðstefnu í Reykjanesbæ
KRAFTMIKLAR KONUR FUNDUÐU Í HLJÓMAHÖLL
„Í krafti kvenna“ var yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA sem haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðasta föstudag og laugardag. Um sjötíu konur víðsvegar að af landinu tóku þátt í ráðstefnunni sem þótti takast vel en öflugar konur í FKA Suðurnes sáu um alla skipulagningu og utanumhald. Á ráðstefnunni var opnunarinnlegg frá FKA Suðurnes undir yfirskriftinni „Kraftur Kvenna“. Það flutti Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes og stofnandi og framkvæmdastýra GeoSilica.
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir, framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi Gynamedica, flutti erindið „Krafturinn innra með þér“.
„Samfélag í krafti fjölbreytileikans“ var erindi sem Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verk-
efnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, flutti.
„Kraftaverk á hverjum degi“ var yfirskrift erindis Guðfinnu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóri LC ráðgjafar, fyrrverandi rektor Háskóla Reykjavíkur og fyrrverandi alþingiskona. Guðfinna fékk við sama tækifæri þakkarviðurkenningu FKA 2023. Lokaerindi ráðstefnunnar var svo „Aðeins færri fávitar“ sem Sólborg Guðbrandsdóttir, rithöfundur,
tónlistarkona og brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna, flutti.
Í Hljómahöll voru svo kynningarbásar og tengslatímar, auk léttra veitinga og gæðastunda.
Eftir ráðstefnuna í Hljómahöll héldu konurnar á Brons í Keflavík og eftir það fjölmenntu þær í kvöldverð á KEF Restaurant.
Á laugardeginum var hópnum öllum stefnt í Bláa lónið í dekur og svo hádegisverð á Lava.
Stóraukið úrval veitingastaða á Keflavíkurflugvelli
n Fimm bætast við næsta vor Matarunnendur hafa ástæðu til að gleðjast næsta vor þegar fimm nýir veitingastaðir bætast við veitingaflóru Keflavíkurflugvallar. Bæði þekktir og nýir veitingastaðir opna á tveimur svæðum inni á flugvellinum. Á öllum veitingastöðunum verður mikið lagt upp úr hröðum afgreiðslutíma og verður bæði hægt að borða á stöðunum og taka veitingarnar með í umhverfisvænum umbúðum.
Hlýleg miðbæjarstemmning á flugvellinum
Þrír veitingastaðir munu rísa í aðalbyggingu flugvallarins á nýju veitingasvæði til austurs þar sem hlýleg, notaleg og afslöppuð upplifun verður í fyrirrúmi. Þetta eru staðirnir Yuzu, La Trattoria og Zócalo.
Hönnun svæðisins er unnin af HAF Studio sem hefur skapað heildrænt rými sem minnir á útisvæði og stemmningu eins og hún gerist best í miðborg Reykjavíkur.
Svæðið mun halda vel utan um gesti veitingastaðanna þriggja og mynda eina heild. Til að gefa rýminu sanna götustemmningu verða íslenskir listamenn fengnir árlega til að hanna nýja veggjakrotsmyndskreytingu (graffiti) á svæðinu. Einnig verður í boði fyrir listræna krakka að teikna eigið listaverk á stafrænan veggjakrotsvegg til að stytta biðina á vellinum. Mikil fjölbreytni verður í mat og drykk og framboðið ólíkt á milli veitingastaðanna þriggja til að koma til móts við þarfir og óskir sem flestra gesta. Hamborgarastaðurinn Yuzu er vel þekktur meðal matgæðinga og hefur staðurinn margoft hlotið verðlaun fyrir hamborgarana sína. Á Yuzu verður
boðið upp á vinsælustu réttina af matseðli þeirra, auk morgunverðar sem verður nýjung á seðlinum og sérstaklega þróað fyrir staðinn þeirra á flugvellinum. Framboðið á Yuzu er undir áhrifum af austurlenskri matargerð og þróað af stjörnukokkinum Hauki Má Haukssyni (Haukur chef) sem er jafnframt einn af eigendum staðarins. La Trattoria er íslenskur veitingastaður sem býður upp á ítalska rétti þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni og einfaldleika. Staðurinn opnaði fyrst í mathöllinni í Hafnartorgi og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Hrefna Sætran, einn af okkar þekktustu kokkum, og Ágúst Reynisson, veitingamaður, eiga heiðurinn að matseðlinum á La Trattoria. Sérstök viðbót á nýja matseðlinum á flugvellinum verða ljúffengar pizzur fyrir gesti. Zócalo er mexíkósk skyndibitakeðja í eigu Einars Arnar Einarssonar, annars stofnandi Serrano á Íslandi. Fyrsti Zócalo-staðurinn var opnaður í Svíþjóð árið 2015 en í dag eru þeir orðnir sextán talsins í þremur löndum. Á Zócalo verður boðið upp á ferskan og hollan mexíkóskan mat sem hentar ólíkum þörfum á öllum tímum dagsins.
Fleiri staðir í suðurbyggingu Veitingaframboðið á fyrstu hæð í suðurbyggingu flugvallarins er sérsniðið að erlendum tengi- og brottfararfarþegum sem eru flestir á leið til Bandaríkjanna eða Bretlands. Úrvalið endurspeglar þarfir þeirra og er áhersla lögð á einfaldan mat sem farþegar þekkja en með íslensku ívafi í hráefni og hönnun. Þar opnar nýr íslenskur veitingastaður, Keflavík Diner, og veitingastaðurinn Sbarro sem er mörgum góðkunnur. Nýi staðurinn Keflavík Diner sækir innblástur sinn í sögu svæðisins og er með skírskotun til tímans þegar ameríski herinn var í Keflavík á árunum 1951 til 2006. Í boði verður fjölbreyttur matseðill með áherslu á ameríska matargerð í bland við íslenska rétti.
Isavia opnaði útboð á þessum tveimur svæðum á vordögum. Tveir aðilar uppfylltu hæfiskröfur útboðsins og skiluðu inn fullgildum tilboðum. Matsferli tilboðanna fól m.a. í sér að meta veitingaframboð, ferskleika veitinga, verðlagningu og þjónustu, auk hönnunar staðanna og sjálfbærni. Lagardere Travel Retail reyndist hlutskarpast í útboðinu en fyrirtækið er þegar í rekstri á Keflavíkurflugvelli.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
Mynd/Haf Studio fyrir Lagardere Travel Retail
Fida Abu Libdeh, formaður FKA Suðurnes. VF/Hilmar Bragi
Guðný Birna Guðmundsdóttir stýrði ráðstefnunni.
NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS 2 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Allt fyrir helgina!
Tilboðin gilda 12.–15. október
Pastaveisla á undir
700kr
31% appsláttur af hrekkjavökuvörum föstudaginn 13. október
Krossmói
Opið 10–19
Iðavellir
Opið 10–21
Grindavík
Opið virka daga 9–19
Opið um helgar 10–19
Apptilboð
Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
Xtra ódýrt í
Nettó
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í síðustu viku útspilið Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Kristrún mætti m.a. í Krossmóa í Reykjanesbæ ásamt fólki úr framvarðasveit Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Í riti sem þau dreifðu til fólks í anddyri verslunarmiðstöðvarinnar er afrakstur af metnaðarfullu málefnastarfi undanfarna sex mánuði þar sem öll athygli flokksins hefur beinst að heilbrigðis- og öldrunarmálum – samkvæmt nýrri nálgun sem lögð var upp á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði í mars síðastliðnum kynnt.
Í útspilinu eru sett fram fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt.
Fimm þjóðarmarkmið:
• Fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi
• Þjóðarátak í umönnun eldra fólks
• Öruggt aðgengi um land allt
• Meiri tími með sjúklingnum
• Tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar
eru sóttar til almennings – á hátt í 40 opnum fundum um land allt og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál.
Smáragarður byggir 10.000 fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ fyrir Krónuna og BYKO
Fyrsta skóflustungan að 10.000 fermetra verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ var tekin í síðustu viku. Byggingaraðili húsnæðisins er Smáragarður ehf. Þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO, og Guðmundur H. Jónsson, stjórnarformaður Smáragarðs, tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að byggingunni að viðstöddum fulltrúum Reykjanesbæjar og þeirra fyrirtækja sem að framkvæmdinni koma.
Taka uppbyggingunni fagnandi
Húsið verður tekið í notkun árið 2025 og mun hýsa stórverslanir Krónunnar og BYKO auk þess sem aðrir leigutakar munu koma inn á seinni stigum. „Reykjanesbær tekur þessari uppbyggingu hjá Smáragarði fagnandi. Þetta eru hvoru tveggja stórar og vinsælar verslanir og mikilvægir þjónustuaðilar fyrir ört stækkandi samfélag hér á Suðurnesjum,“ segir Kjartan Már, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Bjóða upp á „take-away“-staði og rétti inni í versluninni
Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ sagði Kristrún á fjölmiðlafundi við kynningu á útspilinu.
„Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta – með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“
Íbúar við Faxabraut vilja hraðatakmarkanir
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hvetur lögregluna til að efla eftirlit með hraðakstri. Þetta kemur fram í gögnum ráðsins þar sem íbúar við Faxabraut leggja fram undirskriftarlista með ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir í götunni.
Gunnar Ellert Geirsson, deildarstjóri umhverfismála, sat fundinn undir þessu máli. Umhverfis- og skipulagsráð felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við nýsamþykktar leiðbeiningar um hraðatakmarkandi aðgerðir.
„Við erum virkilega spennt fyrir því að opna nýja og glæsilega verslun Krónunnar á Fitjabraut á árinu 2025. Við eigum frábæra viðskiptavini á Suðurnesjum og viljum leggja okkur öll fram um að færa þeim þessa sönnu Krónuupplifun. Með stærra verslunarrými mega viðskiptavinir búast við því að hin nýja verslun verði rúmgóð og björt, með auknu vöruúrvali á sem hagstæðasta verði þar sem umhverfissjónarmið eru höfð að leiðarljósi.
Við munum einnig bjóða upp á „take-away“-staði og -rétti inni í versluninni líkt og í öðrum stærri verslunum Krónunnar, ásamt því að gera viðskiptavinum kleift að panta sínar matvörur heim eða sækja þær í verslunina í gegnum Krónuappið. Þetta verður spennandi nýjung fyrir viðskiptavini okkar á svæðinu sem mun eflaust hjálpa mikið til við gera lífið einfaldara í amstri dagsins,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Stórt skref og spennandi verkefni fyrir BYKO á Suðurnesjum
Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO, segir að um gríðarlega stórt skref og spennandi verkefni sé að ræða fyrir starfsemi BYKO á Suðurnesjum. „Við þessa ákvörðun erum við setja niður enn eina vörðuna í farsælli sögu BYKO. Undanfarin ár hafa einkennst af
mikilli uppbyggingu á svæðinu og framtíðarsýn bæjarins og þeirrar atvinnustarfsemi sem þar er að finna er einfaldlega það metnaðarfull og kraftmikil að við erum að mæta henni með nýrri verslun og þjónustu.“
Eins og að fara úr tjaldi í hjólhýsi BYKO hefur verið með starfsemi í Reykjanesbæ síðan 1996 í frekar þröngum aðstæðum. „Það mun breytast við opnun þessarar glæsilegu verslunar í 5.700 m2 rými undir þaki sem er meira en tvöföld stærð núverandi verslunar og útisvæðis. Það má eiginlega líkja þessu við að fara úr tjaldi í hjólhýsi. Byggingin verður Breeam-vottuð sem samræmist okkar framtíðarsýn um sjálfbærni. Uppbygging verslunarinnar miðar að því að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina og starfsfólks með loforðið „Það er einfaldast að versla í BYKO“ að leiðarljósi, umvafin gildunum okkar sem eru gleði, framsækni og fagmennska,“ segir Sigurður að lokum.
Smáragarður er fasteignafélag sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir viðamikilli uppbyggingu á atvinnuhúsnæði víða um land sem félagið á og leigir út til viðskiptavina sinna. Að sögn Sigurðar E. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Smáragarðs, er ennþá um 1.700 fermetra rými laust í húsinu sem verður leigt út í einu lagi eða í tveimur til þremur smærri rýmum.
Styrktu Hæfingarstöðina og Velferðarsjóð
Það var kátt á hjalla í Hæfingarstöðinni í síðustu viku þegar fulltrúar ‘59 árgangsins komu færandi hendi og afhentu Hæfingarstöðinni og Velferðarsjóði styrk í tilefni 50 ára fermingarafmælis árgangsins.
Það var Björk Birgisdóttir sem talaði f.h. árgangsins og Margrét Þóra Benediktsdóttir og Sesselja
G. Halldórsdóttir voru með henni við tilefnið. Í nefndinni voru Erla
Guðjónsdóttir, formaður, Guðmundur Guðlaugsson og Sesselja
G. Halldórsdóttir. Erla og Guðmundur gátu því miður ekki verið við afhendingu á styrkjunum.
„Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum“ kynnt fyrir Suðurnesjafólki
4 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja Auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið Uppbyggingarsjóðs er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.
➡ Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 15. október 2023. ➡ Umsóknir skulu berast fyrir 15. nóvember 2023.
Sótt er um rafrænt á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is Á sömu vefsíðu er hægt að skoða reglur sjóðsins og leiðbeinandi myndband um gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og vanda umsóknir sínar í hvívetna.
Umsækjendur sem sækja um fyrir hönd lögaðila skulu sækja um með rafrænum skilríkjumeða Íslykli á kennitölu lögaðilans.
Einnig má hafa samband við Loga Gunnarsson, verkefnastjóra á netfangið logi@sss.is eða í síma 868 9080.
ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð
Gangi þér vel!
Lionsklúbburinn Æsa hélt sitt árlega Vinkonukvöld 6. október með bleiku þema. Kynnir kvöldsins var Gunnheiður Kjartansdóttir og gestur kvöldsins var Sirrý Arnarsdóttir. Hún fór yfir ýmis lykilatriði varðandi örugga framkomu við öll tækifæri og minnti konur á að allir
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?
Sendu okkur línu á vf@vf.is
Bílaviðgerðir
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur
í hádeginu Opið: 11-13:30
alla virk a daga
hafa eitthvað gott fram að færa og hafa rétt á að tjá sig. Tískusýning á gömlum kjólum frá síðustu öld sem fengnir voru að láni frá ömmum, mömmum og frænkum.
Kvöldið var vel heppnað og lauk með stuðtónlist sem Guðrún Árný söngkona og tónmenntakennari
Löng saga í útgerð og fiskvinnslu
Margir af þessum pistlum mínum hafa verið skrifaðir víða um Ísland og sumir á stöðum þar sem ég er í Evrópu. Þessi pistill er einmitt skrifaður í Evrópu, nánar tiltekið í Mechelen sem er lítil borg um tuttugu kílómetra norðan við Brussel í Belgíu. Vanalega þegar ég er á hinum ýmsu stöðum reyni ég nú iðulega að tengja þann stað við Suðurnesin en við þennan stað sem ég er á núna er ekki hægt að tengja neitt við útgerð og sjósókn á Suðurnesjum. Svo þá er ekkert spáð meira í því.
Fyrir nokkrum pistlum síðan þá fór ég yfir hvað fyrirtækin á Suðurnesjunum fengu úthlutað í kvóta fiskveiðiárið 2023–2024 sem er núna komið í gang. Í þessari yfirferð minni þá steingleymdi ég einu fyrirtæki sem á sér nokkuð langa sögu í útgerð og fiskvinnslu. Þetta er fyrirtækið Saltver ehf. sem á og gerir út Erling KE og er með fiskvinnslu í Njarðvík.
Fyrirtækið var stofnað árið 1977 þegar báturinn Örn RE var keyptur og fékk hann nafnið Örn KE. Sá bátur var gerður út að mestu til veiða á loðnu og síld alveg fram til ársins 2004.
Á þessum 27 árum sem að báturinn var gerður út tók hann
miklum breytingum. Fyrst var hann óyfirbyggður og bar þá um 350 tonn af loðnu, síðan var byggt yfir hann og þá jókst burðargetan í tæp 650 tonn, síðan var hann lengdur og þá var burðargetan tæp 750 tonn. Síðan var hann lengdur, breikkaður og ný brú sett á bátinn, þá bar hann 1.100 tonn og algjörlega gjörbreyttur frá því sem báturinn upprunalega var.
Samhliða þessu gerði fyrirtækið út Erling KE á loðnu og 1995 var Höfrungur II GK frá Grindavík keyptur og fékk hann nafnið Erling
KE. Hann var gerður út til 2005
þegar sá bátur var seldur og 233, Óli á Stað GK, var keyptur og fékk nafnið Erling KE.
Við vitum hvað gerðist fyrir þann bát, hann brann um áramótin 2021–2022 og þá var 1202, gamli Grundfirðingur SH, gerður út undir nafninu Erling KE. Síðan var nýjasti Erling KE keyptur sem er núna búinn að vera í slippnum í Njarðvík.
Reyndar áður en Höfrungur II
GK var keyptur hafði annar bátur verið gerður út sem hét líka Erling
KE og árið 2001 kom nýtt uppsjávarskip sem hét Guðrún Gísladóttir KE en sá bátur strandaði og sökk við Noreg í september 2002.
AFLAFRÉTTIR
Núverandi Erling KE fékk úthlutað 1.523 tonna kvóta miðað við þorskígildi en það er kannski merkilegast við það að FISK á Sauðárkróki keypti kvóta af Saltveri og færði yfir á togarann Drangey SK frá Sauðárkróki. Þetta voru alls um 490 tonna kvóti og af því var 300 tonn af ufsa.
Auk þessa þá keypti Steinunn ehf. í Ólafsvík, sem FISK ehf. á hlut í, líka kvóta af Saltveri, eða samtals um 130 tonn og af því þá var ufsi um 72 tonn.
Þetta þýðir að þrátt fyrir að Erling KE hafi fengið 1.523 tonna kvóta úthlutað þá á báturinn einungis eftir 988 tonn óveidd.
Þessi viðskipti eru mjög stór og líklega er verðmæti kvótans sem fór norður og vestur í kringum 1,5 milljarður króna. Erling KE hefur ekki landað neinum fiski það sem af er þessu fiskveiðiári.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Smurþjónusta Varahlutir Brekkustíg
260 Njarðvík
www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á ÚRTÖLUFÓLK HREKKJALÓMUR KLUKKA HARPA RJÓMINN PAPPI ÁSTIN HÚNAFLÓI LYNG RANGLÆTI BJÚGU OKTÓBER ENGILL EINSTÆÐUR SÆTABRAUÐ PRINSESSA ÓMÓTSTÆÐILEG LEYNILEGA ÁHYGGJULAUST HEIMILIÐ T R B G R X T Æ T Ó E E Ó K O R I M T X F S T M X Ó L T A L L A N S L T R B I A X G Æ F G Ð T U B L É B I A M L H A Æ Ð S H A U K L P F K Ö G K U T S E Ö K R Ó U Ú Ú L H T L F J M G G U H L J T Á G S Y A U A X U X M A J R N X N I D Ó R N I T Æ X A L J S L E R I I S Ó T I L E X I Y A N E G E L N N Ó Ý B G Æ Y G Ó Y S U T L N B E Æ M A R K K P Ó B P L P A I Æ N K U Ð S M X A Ú X N S E A T É M Ó E Ð L X H I M I G I J Ó M G N T E S R U A I D S S P B
38 -
sími 421 7979
Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
6 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
flutti og stjórnaði. Lionsklúbburinn Æsa er góður félagsskapur. Rúmlega 30 konur eru í klúbbnum, einn matarfundur og einn óformlegur fundur eru í mánuði. Líknarstarfið er gefandi og Lionskonur bjóða ávallt nýjar konur velkomnar í hópinn.
Bátafloti frá
Sandgerði kominn á
Norðurpólinn
Nemendur í Sandgerðisskóla hafa verið að taka þátt í skemmtilegu verkefni sem er samþætt samfélags- náttúrufræðigreinum og íslensku. Við sögðum frá verkefninu vorið 2022 en það heitir „Float Your Boat“ og er til vakningar um hlýnun jarðar.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Sandgerðisskóla hafði þá nýverið borist viðarbátar frá Bandaríkjunum og allir krakkarnir í 4. til 6. bekk sem komu að verkefninu fengu einn viðarbát en þessir viðarbátar eru skreyttir og merktir af hverjum og einum nemanda.
Í frétt Víkurfrétta frá því í apríl í fyrra segir að bátarnir verði sendir til baka og þaðan fara þeir á strandgæsluskipið Healy alla leið á Norðurskautið þar sem þeir eru settir á ís með staðsetningatæki. Þegar ísinn bráðnar fara þeir af stað og geta nemendur þá fylgst með næstu árin hvar þeir eru staðsettir og hvort bátana hefur rekið á land.
Nú hafa borist fréttir af því að bátunum frá Sandgerði hefur verið komið á Norðurpólinn. Það var reyndar farþegaísbrjóturinn „Le Commandant Charcot“ sem kom
bátunum á áfangastað um miðjan ágúst síðastliðinn.
Bátunum var raðað þannig upp að þeir mynda 90N og nákvæm staðsetning var 89°59,4504’N 085°51,4796’E. Ísinn á pólnum er alltaf á reki en þegar vorar að nýju mun hann brotna upp og bátarnir leggja þá upp í ófyrirséða siglingu um heimsins höf. Að minnsta kosti einn bátur úr svona verkefni sem merktur var „Float Your Boat“ rak á fjörur hér á Íslandi og þannig kom verkefnið inn á borð Sandgerðis skóla. Hvert bátarnir frá Sand gerði sem fluttir voru á Norður pólinn munu reka að lokum mun framtíðin ein leiða í ljós. Mögulega munu þeir velkjast um í Norðurís hafinu um langan tíma þar til þeir taka á rás niður heimshöfin og kannski rata einhverjir þeirra heim til Sandgerðis að nýju. Myndirnar með fréttinni voru teknar í Sandgerðisskóla vorið 2022 og á Norðurpólnum þann 17. ágúst sl. þegar bátunum var komið þar fyrir.
Bátunum var raðað þannig upp að þeir mynda 90°N og nákvæm staðsetning var 89°59,4504’N 085°51,4796’E. Það er eiginlega ekki hægt að komast mikið norðar.
vorið 2022. VF/pket
Bátar málaðir og merktir í Sandgerðisskóla
O K T Ó B E R T I L B O Ð G I L D I R S U N - M I Ð F R Á K L 1 7 : 0 0 Í A L L A N O K T Ó B E R K E F B U R G E R & B J Ó R A Ð E I N S 4 0 0 0 K R C A R P A C C I O & N A U T A L U N D A Ð E I N S 8 9 0 0 K R B Ó K A Ð U B O R Ð I Ð Þ I T T Á H E I M A S Í Ð U O K K A R K E F R E S T A U R A N T I S E Ð A Í S Í M A 4 2 0 7 0 1 1 v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 7
„Maður getur líka eflt sjálfan sig með því að fara í svona samtök. Þetta er ekki bara að láta gott af sér leiða. Ég get sagt um sjálfa mig að þetta hefur styrkt mig sjálfa,“ segir Jóhanna.
Björn B. Kristinsson
Jóhanna María einarsdóttir, félagi í kiwanisklúbbnum vörðu í keflavík, lét á dögunum af embætti umdæmisstjóra kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar. embættið er þó áfram til staðar í keflavík því við því tók björn b kristinsson, sem er félagi í kiwanisklúbbnum keili. kiwanis hélt 53. umdæmisþing kiwanisumdæmisins Ísland –Færeyjar í reykjanesbæ dagana 15. til 16. september síðastliðna, eins og greint hefur verið frá í blaðinu. Þingið var haldið í Hljómahöllinni en það var í umsjá kiwanisklúbbanna keilis og vörðu. Þetta var í þriðja sinn sem þingið er haldið í reykjanesbæ. Fyrst var það haldið árið 2000 þegar guðmundur Pétursson var umdæmisstjóri og aftur árið 2012 þegar ragnar Örn Pétursson heitinn hafði gegnt embættinu. umdæmisþingið verður þó ekki haldið aftur á næsta ári í reykjanesbæ en björn mun ljúka sínu embættisári með þingi í Færeyjum að ári.
Víkurfréttir tóku þau Jóhönnu og Björn tali eftir umdæmisþingið á dögunum. Fyrsta spurningin var um það hvort Kiwanishreyfingin væri svona öflug í bæjarfélaginu.
„Já, ég myndi segja það,“ segir Björn og Jóhanna bætir við að Ægissvæðið, sem er Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Suðurnes sé mjög öflugt segir Jóhanna og
Björn bætir því við að það séu tveir
klúbbar í Keflavík og það er meira en í flestum öðrum bæjum, það eru tveir klúbbar á Sauðárkróki, þrír klúbbar í Hafnarfirði og auðvitað nokkrir í Reykjavík.
Styðja börn heimsins Kiwanis er félagsskapur sem hefur það að markmiði að styðja börn heimsins. „Maður getur líka eflt
Aldarafmæli: Ingólfur Aðalsteinsson, hitaveitustjóri
Þann 10. október hefði ingólfur aðalsteinsson, veðurfræðingur og forstjóri Hitaveitu Suðurnesja á árunum 1975-1992, orðið 100 ára og minnast afkomendur hans og fyrrverandi samstarfsmenn þeirra tímamóta nú með ýmsum hætti. ingólfur var fæddur að Hamraendum í Miðdölum í dalasýslu þann 10. október 1923 og lést í reykjavík 25. mars 2012. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á akureyri og lauk síðan námi í veðurfræði frá Svíþjóð árið 1949. vann hann á veðurstofu Íslands í reykjavík og á keflavíkurflugvelli allt til 1975 er hann tók við starfi forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. ingólfur, ingibjörg ólafsdóttir kona hans og börn þeirra fluttust af flugvallarsvæðinu niður í Ytri-Njarðvík 1966 og settust að við borgarveginn. upp frá því lét ingólfur sig ýmis bæjar- og þjóðþrifamál miklu varða, var t.d. bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til margra ára og lagði sérstaka rækt við skólamál í byggðinni.
Segja má að þegar Ingólfur tók við stöðu forstjóra við Hitaveitu
Suðurnesja hafi hann fengið varanlega útrás fyrir framfarahug sinn. Í eftirmælum er hann ítrekað sagður hafa leitt Hitaveituna farsællega á miklu framfaraskeiði hennar. En í því starfi rak einnig á fjörur Ingólfs, nánast fyrir tilviljun, það málefni sem átti eftir að verða honum brennandi hugsjón, nefnilega málefni Bláa lónsins.
Ingólfur sagði ítrekað frá því í ræðu og riti hvenær hann heyrði fyrst minnst á lónið, þ.e.a.s kísilmettað affallsvatn hitaveitunnar, sem heilsueflandi fyrirbæri. Það var árið 1981, þegar ungur Keflvíkingur, Valur Margeirsson, fór fram á það að mega baða sig í þessu affallsvatni, þar sem hann hefði haft spurnir af því að þannig fengi hann haldið niðri illskeyttum húðsjúkdómi, psoriasis, sem hann var þjáður af. Valur fékk leyfið, með því skilyrði að hann tæki sjálfur ábyrgð á gerningnum.
Úr fjarlægð fylgdist Ingólfur með líðan Vals, sem fékk umtalsverðan bata af böðunum, losnaði t.d. við kláða og bletti á húð. Í kjölfarið hófu fleiri að sækja böðin, bæði til lækninga og skemmtunar. Eftir það hóf Ingólfur sjálfur að kynna sér erlend heilsuhæli grundvölluð á heitavatnsmeðferð, m.a. í Ungverjalandi. Það er árið 1983, í blaðagrein í tímaritinu Faxa, sem hann viðrar fyrst opinberlega þá
sannfæringu sína að „Svartsengissvæðið sé vel fallið til staðsetningar heilsustöðvar, sem gæti nýst fjölmörgum sjúklingum til hressingar og afslöppunar. Má í því sambandi benda á að landslag þarna er fjölbreytilegt og gefur gott tækifæri
Einn af helstu formælendum
Bláa lónsins
til útiíþrótta.“ Seint á því sama ári, 1983, var haldin ráðstefna um framtíðarnýtingu svæðisins. Þar áréttaði Ingólfur frekar þessar hugmyndir sínar.
Á ráðstefnunni tóku margir undir hugmyndir hans, m.a. Arnbjörn Ólafsson læknir sem taldi einsýnt að „við Svartsengi ætti sem fyrst að rísa fullkomin endurhæfingarstöð, sem byggi þekkingu sína á þeirri bestu þekkingu, sem nú stendur til boða“. Var boltanum í framhaldinu varpað bæði til einkaaðila og hins opinbera. En þar sem Ingólfur taldi að Hitaveita Suðurnesja væri í rauninni ábyrg fyrir upphafi og tilvist Bláa lónsins, yrði hún í millitíðinni að taka afleiðingunni af þeirri staðreynd með því að setja upp aðstöðu til baða og fataskipta og girða af hættulegustu hluta lónsins. Voru þó sumir á þeirri skoðun að ekki væri á verksviði Hitaveitu Suðurnesja að koma upp slíkri aðstöðu. Leið nú tíminn og vinsældir Bláa lónsins jukust óðfluga og frásagnir af áhrifamætti þess og einstakri
náttúrunni umhverfis Svartsengi rötuðu inn í sjónvarpsstöðvar um víða veröld, BBC, Þýska sjónvarpið, japanska ríkissjónvarpið og ástralskar stöðvar. Ingólfur hélt áfram að tala máli lónsins á vettvangi klúbba og félagasamtaka, skrifaði skýrslur og minnti á verkefnið á aðalfundum Hitaveitunnar, 1986 og 1989. Hins vegar tóku hvorki ríkið né einkaaðilar við því kefli sem þeim hafði verið rétt. Því var það á vetrarfundi Hitaveitunnar 1990, sjö árum eftir áðurnefnda ráðstefnu, sem Ingólfur notaði tækifærið til að brýna menn til dáða. Hann talaði um að „við
Suðurnesjamenn hefðum hér í heimabyggð gullnámu sem við höfum ekki ennþá lært að nýta til fjárhagslegs ávinnings fyrir öll Suðurnes.“ Segir hann lónsverkefnið síst minna í sniðum en álverið, sem þá var mikið í umræðunni, og það væri auk þess mengunarlaust með öllu. Í framhaldinu kynnti hann næsta stórbrotnar hugmyndir sínar að heilsustöð eða hressingarheimili í Svartsengi.
Vísaði Ingólfur til þekkts ungversks heilsuhælis sem grundvallaðist að nokkru leyti á sömu forsendum og voru til staðar í Svartsengi. Sá hann fyrir sér heilsustöð sem sameinaði aðstöðu fyrir psoriasis-sjúklinga og annarra sjúklinga og almenning, stöð með 240 rúmum, baðaðstöðu fyrir 1000 manns, hótelaðstöðu fyrir 300 manns, heilsugarði fyrir líkamsþjálfun, sundlaugum, svo alls konar aðstöðu til afþreyingar, heilsustöð með hartnær 1500 starfsmenn. Lokaorð hans voru þau að „allur rekstur (stöðvarinnar) verður að byggjast á arðsemissjónarmiðum, en það er eins og við vitum, best tryggt undir stjórn sjálfstæðra rekstraraðila, en ekki opinberri forsjá.“ Ári seinna lét Ingólfur af störfum við Hitaveituna fyrir aldurs sakir en skömmu seinna var Bláa lónið h.f. stofnað og 1994 tók það yfir baðaðstöðuna og setti upp göngudeild fyrir psoriasis-sjúklinga og aðra húðsjúkdóma. Uppgang Bláa lónsins sem ferðamannastaðar og „gullnámu“ þekkir síðan öll þjóðin. Fylgdist Ingólfur náið með viðgangi þessa „gæluverkefnis“ síns meðan hann lifði.
Aðstandendum Ingólfs Aðalsteinssonar fannst tilhlýðilegt að minnast framgöngu hans í þágu Bláa lónsins á þessum tímamótum, nú þegar þrjátíu ára afmæli þess er á næsta leiti. Verður Hitaveitu Suðurnesja þá afhent lágmynd af honum eftir Erling Jónsson.
ÖFLUGT KIWANISSTARF
8 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
KIWANISSTARF Í KEFLAVÍK
Kristinsson tekur við embætti umdæmisstjóra af Jóhönnu Maríu Einarsdóttur
FÉLAGSMÁL
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Björn segir desember vera annasamastan hjá Keili vegna jólatréssölunnar. Jóhanna segir fjáröflun Vörðunnar vera vinkonukvöld og í fyrra var byrjað á að gera leiðisskreytingar og krossa fyrir Keili sem þeir selja svo á jólatréssölunni hjá sér.
Nýliðun gengur hægt Kiwanisklúbbar á Íslandi eru ekki blandaðir kynjum, þeir eru annað hvort karla- eða kvennaklúbbar.
sjálfan sig með því að fara í svona samtök. Þetta er ekki bara að láta gott af sér leiða. Ég get sagt um sjálfa mig að þetta hefur styrkt mig sjálfa,“ segir Jóhanna.
Stuðningur við börn hefur verið helsta verkefni Kiwanis alla tíð. K-lyklasalan hefur þó verið til stuðnings geðverndarmálum, árin 2016 og 2019 voru Píetasamtökin og BUGL styrkt, síðasta söfnun var svo til styrktar Píetasamtökunum og Berginu. Á þinginu sem haldið var í Reykjanesbæ í september var samþykkt að næsta K-lyklasala væri fyrir Einstök börn og þar með farið aftur í grunnmarkmið hreyfingarinnar.
Björn er að taka við embætti umdæmisstjóra af Jóhönnu og því liggur beinast við að spyrja hvaða verkefni umdæmisstjórinn hafi með höndum.
„Umdæmisstjórinn stýrir hreyfingunni á Íslandi og í Færeyjum. Það eru þrír klúbbar í Færeyjum og þrjátíu og einn á Íslandi. Við erum tíu í svokallaðri umdæmisstjórn og hún stýrir hreyfingunni og nefndum,“ segir Jóhanna.
Bæði vinna og ferðalög
Er þetta mikil vinna?
„Já, þetta verður það. Þetta er bæði vinna og ferðalög. Það er gott að hafa gott fólk í kringum sig til að dreifa verkefnum aðeins því þetta er mikið starf og æðsta embættið í Kiwanishreyfingunni á Íslandi og mikil heiður að taka við því,“ segir Björn.
Eiginmaður Jóhönnu, Andrés heitinn Hjaltason, var áhrifavaldur í lífi Björns þegar kom að því að ganga í Kiwanisklúbbinn Keili. Þeir höfðu verið að vinna saman í yngri flokkastarfi hjá fótboltanum í Keflavík og kynntust þar í gegnum dætur sínar. „Hann býður mér á fund og sækir mig og skutlar á fundi og aftur heim. Þannig gekk þetta næstum í heilan vetur þar til ég gekk til liðs við hreyfinguna. Hann veiddi mig,“ segir Björn.
„Þetta er gert svona. Ef þú ert að bjóða einhverjum á fund, þá þarftu að halda utan um þann einstakling,“ segir Jóhanna. Hún gekk í
Kiwanishreyfinguna þegar Andrés heitinn var í framboði til Evrópuforseta og hún vildi geta kosið hann á Evrópuþingi. Þá gekk ég í klúbb í
Hafnarfirði. Þegar sá klúbbur átti afmæli kom verðandi umdæmisstjóri á þann afmælisfund og sagði að ef einhver myndi stofna klúbb á sínu starfsári þá myndi hann raka af sér yfirvaraskeggið. Ég sagði já, ég skal gera það. Ég stofnaði klúbb í Keflavík og umdæmisstjórinn var rakaður á næsta umdæmisþingi. Skeggið fauk,“ segir Jóhanna og hlær af uppátækinu.
Félagsskapur sem tekur sér sumarfrí
Aðspurður hvort það væri mikil vinna að taka þátt í starfi Kiwanis, sagði Björn það ekki vera. Hreyfingin starfar bara á haustin og veturna en tekið er frí yfir sumartímann. Fundað er tvisvar í mánuði. Annars vegar er félagsmálafundur og svo almennur fundur þar sem reynt er að fá eitt-
hvað skemmtilegt inn á fundinn eins og fyrirlesara eða eitthvað slíkt. Þá eru fjáraflanir. Keilir selur jólatré fyrir jólin og er með fjáröflunarkvöld. „Svo eflumst við við það að fara upp í pontu, lærum fundarsköp og eflum tengslanetið með því að vera í svona félagsskap. Þetta er ekki mikil vinna, en það þarf að hafa fyrir þessu og þetta er skemmtilegt,“ segir Björn.
Það er hins vegar ekkert í reglum Kiwanis sem bannar blandaða klúbba og einn slíkur er starfræktur í Færeyjum. Á Ísafirði var blandaður klúbbur en hann er orðinn að karlaklúbbi í dag. Björn segir að nýliðun í Kiwanis gangi hægt og það þurfi að hafa fyrir hverjum og einum sem kemur inn, það sé helsta markmiðið bæði í Evrópu og Ameríku að fjölga í hreyfingunni. Það er annasamt ár framundan. Hann ætlar sér að reyna að heimsækja sem flesta klúbba í umdæminu. Þá eru margskonar fundir, bæði í svæðum og umdæmum og fundahöld í útlöndum. Björn sagðist spenntur á að takast á við þessa áskorun og það leggist vel í hann að vera umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar næsta árið.
BÓLUSETNINGAR GEGN INFLÚENSU OG COVID-19 FYRIR 60 ÁRA OG
ELDRI OG FORGANGSHÓPA HEFJAST 26. OKTÓBER
Í HLJÓMAHÖLL
Bólusett er í Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. október og miðvikudaginn 1. nóvember.
ATH lokað er á milli 11:30 og 12:30
Tímanir eru vefbókanlegir á heilsuvera.is
Sóttvarnarlæknir mælir með að inflúensubóluefni og COVID-19 bóluefni verði gefin áhættuhópum.
Forgangshópar í Inflúensu bólusetningu:
• Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
• Öll börn fædd 1.1.2020-30.06.2023 sem náð hafa 6 mánaða aldri þegar bólusett er.
• Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
• Þungaðar konur
• Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Forgangshópar fyrir Covid bólusetningu:
• Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
• Einstaklingar með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
• Þungaðar konur
• Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
ATH: Bólusett er í almenningsrými. Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.
Heilsugæslan í Grindavík mun bólusetja í Víðihlíð (matsal á 2. hæð) sömu áhættuhópa þriðjudaginn 24. október og miðvikudaginn 1. nóvember frá kl. 12:30 til 14:00. Hægt er að bóka tíma í Grindavík á heilsuvera.is og í síma 422-0750.
Frá setningu umdæmisþingsins í Keflavíkurkirkju á dögunum. VF/hilmar Bragi
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 9
n Umhverfisviðurkenningar 2023 veittar í Reykjanesbæ:
Snyrtilegri ásýnd og það sem þykir skara framúr verðlaunað
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitir árlega viðurkenningar í umhverfismálum og hvetur alla íbúa og fyrirtæki til þess að leggja sitt að mörkum þegar kemur að umhverfismálum og snyrtilegri ásýnd sveitarfélagsins. Íbúum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykir skara fram úr og voru tilnefningar í ár fjölmargar og virkilega
úr vöndu að velja.
Í stýrihópnum í ár voru þau
Jóhann Gunnar Sigmarsson og Sigrún Inga Ævarsdóttir. Þeim til halds og trausts voru þær Margrét Lilja Margeirsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir, starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Hafnargata 74
Viðurkenning fyrir vel heppnað viðhald á eldra húsi. Guðrún Inga Sigurðardóttir og Robert Qyra tóku á móti viðurkenningunni. Hafnargata 74 er fyrirmynd fyrir nærliggjandi hús.
Hraunsvegur 6
Viðurkenning fyrir fallegan og velviðhaldinn einkagarð, með fjölbreyttu plöntu- og gróðurúrvali.
Sigurjón Þórðarson og Guðfinna Arngrímsdóttir tóku við viður -
kenningunni. Hraunsvegur 6 hefur hlotið umhverfisviðurkenningu tvisvar sinnum áður. Garðurinn er prýði fyrir hverfið og er ævintýralegt að sjá fjölbreytt plöntu- og gróðurúrval.
Dalsbraut 2
Viðurkenning fyrir snyrtilega fjölbýlishúsalóð með djúpgámum. Tilnefning kom frá íbúa Reykjanesbæjar.
Þrastartjörn 15
Viðurkenning fyrir mjög fallegan og snyrtilegan garð. Lárus Óskar Lárusson og Guðleif Arnardóttir tóku við viðurkenningunni. Tilnefning kom frá íbúa Reykjanesbæjar og hlaut tilnefningin flest atkvæði.
Skógarbraut 946
Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis. Framkvæmdir á lóð Skógarbrautar 946 er fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki á Ásbrú. Pálmi Freyr Randversson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Kadeco.
Bergrún Ósk Ólafsdóttir
Viðurkenning fyrir frumkvæði í sjálfbærnimálum og þátttöku í hringrásarhagkerfinu.
Bergrún Ósk Ólafsdóttir, sem starfaði áður sem verkefnastjóri Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ, hefur verið í fararbroddi í sjálfbærnimálum. Þegar hún setti upp textílverkefni Hjálpræðishersins var um 30% af textíl í endurnýtingu til sölu í verslunina og um 70% sem féll í landfyllingu erlendis. Eftir að verkefnið hófst þá varð sá textíll sem féll í landfyllingu um 30%. Textílinn var nýttur sem endurhönnun sem varð að söluvöru í versluninni.
Bergrún Ósk setti upp verkefnið Mataraðstoð gegn matarsóun árið
Ný vararafstöð sett upp í Þorbirni
Tæknimenn frá Mílu voru á Þorbirni við Grindavík á dögunum þar sem þeir unnu að því að koma fyrir nýrri varanlegri vararafstöð í stað þeirrar eldri sem hafði verið dæmd ónýt. Í gosinu í sumar var farið með færanlega stöð á Þorbjörn, til að viðhalda rafmagnsöryggi meðan á gosinu stóð, en nú er komin varanleg stöð sem mun auka fjarskiptaöryggi á svæðinu enn frekar.
2021 sem varð til þess að samstarfssamningur var gerður árið 2022 við Samkaup en Samkaup gefur Hjálpræðishernum mat
og aðrar nauðsynjavörur sem til falla. Sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum á Ásbrú elda svo alla virka daga úr því heitan mat og gefa áfram til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda.
Bergrún Ósk hlaut styrk Andrýmis í sumar og bar verkefnið heitið „Leiðin að Hernum“. Markmið verkefnisins var að stuðla að virkni og sjálfbærni, ásamt því að bæta umhverfisásýnd á Ásbrú. Verkefnið hefur það að leiðarljósi að endurnýta sem mest af hráefni og stuðla þar með að minnkun á kolefnissporum og gefa hlutum sem annars væri hent nýtt líf.
Bergrún vildi þar með sýna að með því að gefa hráefnum nýtt líf samhliða því að efla þátttakendur í virkni, valdefla þau og styrkja í leik og starfi væri markmiði verkefnanna náð. BYGG og Dalsgarður gáfu einnig gjafir til verkefnisins sem nýttust afar vel.
Bergrún Ósk starfar í dag sem verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaup.
Fimmtudaginn 5. október voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2023. Tilnefnt er eftir þremur flokkum.
Þorbjörn er mjög
mikilvægur fjarskiptastaður og sérstaklega nú þegar jarðhræringar eru orðnar árlegur viðburður á Reykjanesi eins og hefur verið síðustu ár. Það er því mjög mikilvægt að þar sé vararafstöð ef til rafmagnsleysis kemur á svæðinu, segir Míla á fésbókarsíðu sinni og birtir myndir frá uppsetningu varaaflstöðvarinnar.
Að þessu sinni er Brynja Stefánsdóttir, kennari í Stapaskóla, tilnefnd fyrir árangursríka vísinda- og tæknikennslu á leik- og grunnskólastigi.
Í umsögn segir m.a.:
„Brynja er kennari af lífi og sál ...
Hún smitar einlægum áhuga sínum
á viðfangsefninu til nemenda auk
þess sem hún sýnir nemendum einstakan skilning og nærgætni og einstaklingsmiðar allt nám
eins og þarf. Brynja hvetur samstarfsfólk sitt áfram og lítur heildstætt á skólastarf. Við skipulag kennslunnar hugar hún vel að læsi og öðrum grunnþáttum menntunar. Hún er einstaklega jákvæð og góð fyrirmynd fyrir aðra kennara, fagmaður fram í fingurgóma, nýtir upplýsingatækni vel í starfi sínu og nær miklum árangri með nemendum. Að lokum er hún leiðandi í samfélagi náttúrufræðikennara með því að deila hugmyndum og hvetja aðra áfram.“ Nánar má lesa um tilnefningar á vef Reykjanesbæjar.
Tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS
10 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Bergrún Ósk Ólafsdóttir
Krossfiskar og fíkniefnahundar vöktu forvitni á starfsgreinakynningu
Árleg starfsgreinakynning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í síðustu viku. Starfsgreinakynningin hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2012 að undanskildum faraldsárum og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu.
Kynningin er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er markmið hennar að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8.–10.bekk og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir aldurshópinn á svæðinu.
Mikilvægt er að skerpa á framtíðarsýn og starfsvitund ungs fólks en kynninguna sækja nemendur eldri bekkja allra grunnskóla Suðurnesjanna auk fleiri áhugasamra.
Nemendur sýndu þeim störfum sem kynnt voru á kynningardeginum mikinn áhuga. Sumt var áhugaverðara en annað. Hjá lögreglunni voru það vopn og fíkni -
efnaleitarhundar sem vöktu mesta eftirtekt á meðan hjúkrunarfræðingar frá Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja höfðu vart undan að setja unga fólkið í sáraumbúðir. Bílamálari sprautaði tattoo á fjölda barna og á mörgum kynningarbásum var eitthvað bragðgott í boði. Þarna mátti einnig halda á kröbbum og krossfiskum, fræðast um flug og pípulagnir, hárgreiðslu og viðburðastjórnun, svo eitthvað sé nefnt.
Tæki hestinn með
Ásdís Elma er fimmtán ára nemandi í Sandgerðisskóla sem hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist hestum. Hún stundar hestaíþróttir og langar að fara á hestabraut í Háskólanum á Hólum. Ásdís er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Heimilisfræði og náttúrufræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Guðjón Þorgils Kristjánsson því hann er bara svo mikil stjarna.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar bekkurinn fór til Slóvakíu og við fórum á ball og dönsuðum geggjaðan slóvenskan dans.
Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Guðjón, hann fær alla til þess að hlæja sama hvað.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Brazy með Danill.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem amma mín eldar, hún er algjör snillingur.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Fantastic Mr. Fox.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn til þess að ég gæti talað við alla vini mína og hringt í mömmu, grænt Vit-hit til þess að fá næringu og hestinn minn tæki ég með mér sem félagsskap og til að ferðast um á eyjunni.
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Ásdís Elma Ágústsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: Sandgerðisskóli og 10. bekk.
Áhugamál: Hef áhuga á öllu sem tengist í hestum.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull og geri alltaf mitt besta.
ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri alveg til í að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera jákvæður.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara í Háskólann á Hólum á hestabraut.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir?
Já, ég æfi hestaíþróttir.
ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.
rafrænni
Víkurfrétta
IÐNAÐARMENN / VERKAMENN
ÍAV óskar eftir að ráða iðnaðarmenn og Verkamenn til starfa hjá félaginu í Búnaðardeild á Reykjanesi. Fjölbreytt verkefni í boði og góð verkefnastaða. Um er að ræða fullt starf fyrir rétta aðila.
ÍAV leggur mikið upp úr góðri mætingu og reglusemi.
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og er félagið öflugur þátttakandi á öllum sviðum byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði eða opinberar byggingar. Helstu verkefni og ábyrgð Verkstjórn.
Verkamenn afgreiðsla og annað Starfsmann í skráningar og reikninga Samskipti við aðrar deildir innan ÍAV Eftirlit með búnaði Móttaka á búnaði Uppsetning vinnubúða
Menntunar- og hæfniskröfur Iðnmenntun í faginu kostur Reynsla og kunnátta í húsasmíð kostur Reglusemi og stundvísi Tungumál íslenska
ÍAV starfrækir vottað jafnlaunkerfi og hefur skuldbundið sig að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um og er umsóknarfrestur til og með 31. október 2023.
Nánari upplýsingar veitir Sædís Alda Búadóttir mannauðsstjóri (alda@iav.is). Umsókn skal skila á Alfreð ráðningarvef https://alfred.is/starf/idnadarmenn-verkamenn
á
eyðieyju
Í spilara í
útgáfu
má horfa á myndskeið frá starfsgreinakynningunni þar sem rætt er við fólk sem var að kynna störf sín fyrir unga fólkinu. VF-myndir/JPK
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 11
Ungmenni vikunnar
Í ofbeldissambandi við sveitarfélagið?
Þegar rætt er um
Sveitarfélagið Voga kemur mjög fljótt inn í umræðuna Ungmennafélagið Þróttur.
Að umræðan fari í þá áttina er ekkert skrítið því að félagið hefur verið, að öllum öðrum
ólöstuðum, flaggskipið í kynningu á sveitarfélaginu síðustu ár. Aldrei er rætt um félagið með öðrum hætti en að vísað sé til nafns sveitarfélagsins, Þróttur Vogum. Félagið er því besta auglýsingin sem þetta sveitarfélag hefur haft undanfarin ár, auglýsing sem er þúsund sinnum betri en nokkur auglýsing sem auglýsingastofa getur framleitt – og þúsund sinnum ódýrari.
Þróttur hefur átt lið í efstu deild í blaki, næstefstu deild í körfubolta og knattspyrnu og stundar öflugt barnastarf í fjölmörgum íþróttagreinum. Nú hefur félaginu verið treyst til þess að halda Landsmót 50+ árið 2024 –sem er enn ein rósin í hnappagat UMFÞ.
Til þess að félag geti verið farsælt þarf það góða bakhjarla og hefur Sveitarfélagið Vogar verið þar fremst í flokki síðustu ár – og sveitarfélagið hefur svo sannarlega notið góðs af því samstarfi; allir muna átakið sem Þróttur ýtti úr vör síðastliðið haust þar sem hvatt var til barneigna í Vogunum. Fékk það skemmtilega framtak gríðarlega athygli og voru fjölmiðlar duglegir að dreifa boðskapnum. Einnig hefur sveitarfélagið veitt UMFÞ margar viðurkenningar og hvatt félagið til dáða sem er gott dæmi um frábært viðhorf sveitarfélags til íþróttafélagsins í bænum. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar og bæjarstjóraskipti fóru
samskiptin hins vegar að súrna. Tekin var u-beygja hjá bæjarstjórn í stefnumálum gagnvart UMFÞ og hafa þau sinnaskipti nú þegar komið illa niður á félaginu. Samskipti sem alltaf hafa verið góð eru nú komin í ruslflokk.
Í dag hefur sveitar -
félagið skorið niður fjármagn til félagsins sem getur talist eðlilegur hlutur ef hart er í ári. Hitt er verra og alvarlegra að sveitarfélagið hefur ekki treyst sér til þess að standa við gerða samninga og neitað að greiða reikninga á móti vinnuframlagi. Sveitarfélagið hefur neitað að virða stjórnskipun félagsins og neitað að eiga í samskiptum við formann félagsins og formenn deilda – sem auðvitað er forkastanlegt. Þá hefur sveitarfélagið haft skoðun á því hvað starfsfólk UMFÞ geri utan síns vinnutíma og í raun hefur félagið verið sem strengjabrúða sveitarfélagsins í rekstri íþróttamiðstöðvar; þar sem bæjaryfirvöld hafa talið það í sínum verkahring að fjarstýra rekstrinum – sem þó hafði verið útvistað til Þróttar – með oft slæmum fjárhagslegum afleiðingum fyrir UMFÞ.
Sveitarfélagið hefur verið mun uppteknara af því að útdeila fermetrum íþróttamiðstöðvar til fjarskipta- og póstþjónustufyrirtækja
á kostnað íþrótta- og félagsstarfs.
Það er eins og bæjaryfirvöld átti sig ekki á því til hverra nota íþróttamannvirki eru ætluð. Það vantar bara að sveitarfélagið hafi skoðun
á því hvernig félagið fer í dósasafnanir, svona til þess að fullkomna lágkúruna.
Á aukaaðalfundi knattspyrnudeildarinnar þann 29. ágúst sl.
óskaði formaður deildarinnar eftir
Hitt er verra og alvarlegra að sveitarfélagið hefur ekki treyst sér til þess að standa við gerða samninga og neitað að greiða reikninga á móti vinnuframlagi. Sveitarfélagið hefur neitað að virða stjórnskipun félagsins og neitað að eiga í samskiptum við formann félagsins og formenn deilda ...
lausn frá embætti og gaf upp sem meginástæðu; aukið álag vegna slæmra samskipta við bæjaryfirvöld. Þess má geta að ekki tókst að manna stjórn deildarinnar og þurfti að fresta fundi vegna þess.
Á síðustu mánuðum hefur Ungmennafélagið Þróttur sagt upp samningi um rekstur íþróttamiðstöðvar og samningi um rekstur knattspyrnuvallar og má lesa úr því að félagið vinni að því að losa sig úr samstarfi við sveitarfélagið. Það má því í ljósi sögunnar auðveldlega sjá það fyrir að skertur opnunartími sundlaugar og fækkun stöðugilda íþróttamiðstöðvar sé framundan.
Að staðan skuli vera þessi tíu mánuðum fyrir Landsmót 50+ er sárgrætilegt. Það er ömurlegt að ekki skuli vera tilhlökkun fyrir verkefninu. Að ekki skuli ríkja traust milli félagsins og bæjarins er að öllu leyti óásættanlegt.
Lóðarleiga í Reykjanesbæ er alltof há
Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Íbúar í Reykjanesbæ hafa lengi kvartað yfir hárri lóðarleigu og ekki að ósekju, enda búa þeir við langhæstu lóðarleigu á landinu. Lóðarleiga er hluti þeirra fasteignagjalda sem greidd eru á hverju ári. Annað sem fellur þar undir eru fasteignaskattar, sorphirðugjald og fleira. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Reykjanesbæjar hafa lengi verið meðvitaðir um þessa stöðu og hafa leitað leiða til að finna ásættanlega lausn. Hún hefur enn ekki fundist þrátt fyrir að viðræður hafi átt sér stað bæði við landeigendur og fulltrúa frá ríkinu. Á hvorugum þessa aðila var að finna nokkurn vilja til þess að koma til móts við íbúa.
Vegna þessa lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra um lóðarleigu á lóðum í eigu ríkisins. Fyrirspurnin var lögð fram 31. janúar en svar barst ekki fyrr en 5. september þrátt fyrir að ráðuneytinu beri að svara slíkri fyrirspurn ekki seinna en fimmtán virkum dögum eftir að fyrirspurn berst. Svar ráðuneytis má finna á vef Alþingis
Í svari ráðherra kemur m.a. fram að ríkið sé í dag ekki stór landeigandi innan þéttbýlissvæða. Undantekningin frá því sé þó Ásbrú sem ríkið fékk gefins þegar að herinn fór árið 2006. Þess er einnig getið að lóðarleigutekjur ríkisins af Ásbrú séu 222 milljónir króna á ári. Þá er í svarinu vísað til þess að lóðarleiga ríkisins í þéttbýli Reykjanesbæjar sé almennt 2% af lóðarmati í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins. Sú fullyrðing
er ekki rétt þar sem Reykjanesbær veitir 25% afslátt af þessum 2% og kemur það fram í svari ráðuneytisins – en bara neðanmáls, í litlu letri, undir töflu sem fylgdi með svarinu.
Þetta þýðir í raun að Reykjanesbær rukkar 1,5% lóðarleigu en ekki 2% líkt og ríkið og landeigendur. Þar af leiðandi er ekki heldur hægt að halda því fram með réttu að lóðarleiga ríkisins sé í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins.
Skýrsla Byggðastofnunar
Byggðastofnun gefur út skýrslu á hverju ári um fasteignagjöld sem má finna á vef Byggðastofnunar. Þar kemur m.a. fram að meðaltal lóðarleigu á Íslandi sé kr. 49.435. Er þar verið að miða við lóðarleigu á lóð sem er 808 fermetrar að stærð.
Reykjanesbær er hins vegar langt frá þessu meðaltali og með langhæstu lóðarleiguna á Íslandi, þar sem hæsta lóðarleigan í Keflavík er kr. 149.655 og í Njarðvík kr. 139.275 [sjá töflu]. Þau sem greiða lóðarleigu til sveitarfélagsins og
njóta 25% afsláttar greiða hins vegar kr. 112.241 í Keflavík og kr. 104.456 í Njarðvík. Í Grindavík er verið að greiða kr. 41.570 fyrir sambærilega lóð.
Reykjanesbær er innheimtuaðili
Þegar ég sem bæjarfulltrúi á sínum tíma spurðist fyrir um fyrirkomulag innheimtu lóðarleigu í sveitarfélaginu var mér tjáð að Reykjanesbær sæi um að inn-
heimta fyrir aðra landeigendur og til samræmingar var talið rétt að miða gjaldskrá við 2% lóðarleigu eins og aðrir landeigendur vilja innheimta, en veita þess í stað 25% afslátt til þeirra sem leigðu af sveitarfélaginu. Eftir að hafa skoðað skýrslu Byggðastofnunar í mörg ár er ég kominn á þá skoðun að þessu fyrirkomulagi þurfi að breyta. Ríkið á t.d. ekki að geta sett fram í svari að lóðarleiga ríkisins sé í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins á sama tíma og
það rukkar hærra gjald en sveitarfélagið. Sveitarfélagið þarf því að hætta að veita afslátt og einfaldlega færa gjaldskrána til samræmis við það sem verið er að rukka. Ef að aðrir landeigendur vilja síðan fá hærri lóðarleigu en sveitarfélagið rukkar, þá þarf bara að leggja á sérstakt álag vegna þess. Þá væri það alveg skýrt hverjir það væru sem ætluðu sér að rukka meira en sveitarfélagið. Hinn kosturinn er að hætta hreinlega að rukka fyrir aðra landeigendur.
Lóð viðmiðunareignar í greiningu Byggðastofnunar er 808 m2 kr.
Hvati minn að þessum skrifum er sá að ég hitti stjórnarmann á göngum íþróttamiðstöðvar og spurði hvernig gengi hjá félaginu. Hann tjáði mér að upplifunin væri sú að félagið væri fast í ofbeldissambandi við sveitarfélagið.
Að lokum vil ég hvetja kjörna fulltrúa sveitarfélagsins til þess að setjast niður með stjórn UMFÞ og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma hlutunum í fyrra horf. Þeim sjálfboðaliðum sem gefa sig í trúnaðarstörf fyrir félagið á að hlakka til þeirra krefjandi verkefna sem blasa við – en ekki að hlakka til þess að losna úr störfum fyrir félagið.
Það skal tekið fram að þessi skrif eru sýn undirritaðs á stöðuna sem óbreytts félagsmanns. Undirritaður gegnir engum trúnaðarstörfum fyrir félagið.
Gunnar Júlíus Helgason.
Reykjanesbær rukkar of mikið í lóðarleigu
Hins vegar er það ljóst miðað við þær tölur sem koma fram í skýrslu Byggðastofnunar að sveitarfélagið sjálft er að leggja á of háa lóðarleigu í krónum talið miðað við fyrirliggjandi verðmat lóða. Þrátt fyrir að sveitarfélagið leggi á 1,5% lóðarleigu er sú lóðarleiga talsvert hærri en það sem gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Ég nefndi það fyrr í þessari grein að meðaltal lóðarleigu á landinu væri rúmar 49 þúsund króna og þá er það ekki ásættanlegt að Reykjanesbær rukki 112 þúsund í Keflavík og 104 þúsund í Njarðvík sem er tvöfalt hærra en meðaltalið. Í töflunni sýni ég hver lóðarleigan væri ef álagsprósentan væri 1,1%. Þá væri niðurstaðan sú að lóðarleiga í Keflavík væri kr. 82.310 og í Njarðvík kr. 76.601. Þar með væri lóðarleiga í meira samræmi við það sem gerist í sveitarfélögunum í kringum okkur og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég vænti þess að verið sé að vinna að fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár og nýta ætti tækifærið til þess að breyta þessu.
Þar með væri kominn þrýstingur á þá aðila sem innheimt hafa okurlóðarleigu mörg undanfarin ár um að lækka lóðarleigu og þar er ríkið sjálft ekki undanskilið.
Þróttur Vogum varð deildarmeistari 2. deildar karla í knattspyrnu tímabilið 2021. VF/JPK
Keflavík 149,655 Njarðvík 139,275 Keflavík í eigu Reykjanesbæjar,
afsláttur 112,241 Njarðvík í eigu Reykjanesbæjar, 25% afsláttur 104,456 Sandgerði 94,140 Garður 93,510 Vogar 42,380 Grindavík 41,570 Seltjarnarnes 100,484 Reykjavík - Suður Þingholt (hæst) 81,578 Garðabær 89,384 Hafnarfjörður 59,545 Mosfellsbær 50,611 Kópavogur 17,315 Ef Reykjanesbær myndi lækka álagningarstuðul í 1,1% Keflavík 82,310 Njarðvík 76,6 12 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
25%
Seldu bækur með bensíninu
Eitt helsta verkefni Olís áður fyrr var að kynda húsin í Grindavík. Saga Olís í Grindavík nær aftur til 1941.
Miklar framkvæmdir standa yfir þessa dagana þar sem Olís er með bækistöðvar sínar en saga fyrirtækisins í Grindavík nær allt til ársins 1941. Fyrstu árin var bensínið og olían aðskilin en frá og með áramótunum 1989/1990, hefur einn aðili séð um báða þessa orkugjafa auk þess að þjónusta það sem þarf að þjónusta. Það stefndi allt í glæsilega uppbyggingu í Grindavík en hrunið árið 2008 kom í veg fyrir það.
Jón Gauti Dagbjartsson hefur verið útibússtjóri Olís undanfarin ár. „Ég hef verið í þessu starfi síðan 2010 en áður en hrunið skall á var Olís búið að ákveða uppbyggingu á horni Hafnargötu og Ránargötu, þar sem gamla hafnarvigtin var og VIGT er núna. Þegar ég hóf störf var starfsstöð mín í Seljabót en þegar Vísir hf. keypti það húsnæði árið 2016, flutti ég mig hingað þar sem bensínafgreiðslan hefur verið allt frá árinu 1967. Þegar ég byrjaði var sjoppa hér líka en henni var lokað árið 2013 ef ég man rétt og síðan þá hefur bara verið sjálfsali fyrir eldsneytið og það breyttist í ÓB. Það var einfaldlega lokað fyrir gluggana með stórum ÓB auglýsingaskiltum og húsnæðið hýsti tölvurnar fyrir sjálfsalana en svo þurfti að flytja hingað aftur inn eins og áður sagði. Það er búið að vera lengi vitað að það þyrfti að taka húsnæðið í gegn, ég er ánægður með að framkvæmdir séu hafnar. Þetta verður allt annað, öll vinnuaðstaða fyrir mig betri og allt útlit á búðinni tekið í gegn. Ég fæ gám að aftan svo lageraðstaðan verður sömuleiðis miklu betri. Ég hlakka til þegar framkvæmdum lýkur, vonandi ekki síðar en um miðjan nóvember.“
Hús kynt með olíu til 1976
Olís stofnaði umboð í Grindavík árið 1941 og fyrsti umboðsaðilinn var Hraðfrystihús Grindavíkur. Skrifstofustjóri þar var Guðbrandur Eiríksson en hann var einmitt frændi Sigmars Eðvardssonar, sem tók við rekstri olíuhluta Olís í Grindavík um áramótin 1989/1990. „Áður en ég tók til starfa hjá Olís, hafði alltaf verið um umboðssölu að ræða, þá fékk umboðsaðilinn x margar krónur fyrir hvern seldan olíu- eða bensín-
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
lítra auk þess að selja aðrar vörur í umboðssölu og vera með almenna sjoppuverslun. Ég tók við af Sæunni Kristjánsdóttur, ekkju Sverris Jóhannssonar, sem hafði verið umboðsmaður Olís frá árinu 1971. Ég man þann tíma þegar Sverrir rúntaði um götur Grindavíkur og fyllti á olíutankana við heimilin en húsin í Grindavík voru upphituð með olíukyndingu til ársins 1976 þegar Hitaveita Suðurnesja, sem í dag heitir HS orka, tók við húsakyndingunni. Það var svo um áramótin ‘96/’97 sem ég tók líka við bensínsjoppunni af Halldóri Ingvasyni en fram að þeim tíma hafði sitthvor aðilinn séð um olíuhlutann annars vegar og bensínhlutann hinsvegar,“ sagði Sigmar.
Bókabúð og bensínsjoppa á sama staðanum
Sigmar stýrði Olís í Grindavík til áramóta 2005/2006 þegar Heiðar Hrafn Eiríksson tók við og stýrði hann málum til 2008, Agnar Smári Agnarsson var svo við stjórnvölinn til 2010 þegar núverandi útibússtjóri, Jón Gauti, tók við lyklavöldum. Halldór Ingvason rifjaði upp hvernig kom til að hann tók við rekstri bensínsjoppunnar á sínum tíma. „Ég tók við af Dúdda í Ási eins og hann var kallaður, hann hét Karl Karlsson og setti upp bensínsjoppu á milli Ásgarðs og Áss þar sem hann bjó. [Fyrir þá
Gamli tíminn og nútíminn. Að ofan má sjá gamla mynd þar sem Halli er ásamt starfsfólki í sjoppunni – til hliðar er Jón Gauti Dagbjartsson, útibússtjóri Olís, við afgreiðsluborðið.
sem ekki vita, er Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur hinum megin við þessi hús neðarlega á Víkurbraut]. Ég þori ekki að fullyrða hvenær Dúddi byrjaði á þessu, það var allavega áður en ég sneri til baka til Grindavíkur árið 1962 til að kenna við grunnskólann. Árið 1963 sótti ég ásamt Helgu konu minni um bóksöluleyfi og hófum við rekstur í gamla læknishúsinu þar sem Sigvaldi Kaldalóns bjó áður. Því miður þurftum við að yfirgefa það ágæta hús eftir eitt ár. Dúddi var þá búinn að loka bensínsjoppunni og gátum við fengið húsnæðið á leigu sem við og gerðum. Dúddi spurði mig hvort ég vildi ekki taka við bensínsölunni líka og sagði mér að hafa samband við Olís og við fengum bensínsöluumboðið.
Nokkru seinna tók Olís ákvörðun
Fræðum hvert annað – og höfum af gaman!
Vetrarstarf háskóla eldri borgara á Suðurnesjum, U3A, hófst 3. október.
Þrír hópar starfa á haustönninni og hittast hálfsmánaðarlega í MSS í Krossmóa.
Mánudaginn 9. október stjórnar Kristjana Kjartansdóttir frjálsum samræðum um það sem þátttakendum er efst í huga, sem gjarna tengist menningu, m.a. skipulag menningarferða.
Miðvikudaginn 11. október hefst ættfræði undir stjórn Agnars Guðmundssonar. Hann tekur við af Magnúsi Óskarssyni sem hefur verið með ættfræði undanfarin ár.
Við væntum mikils af Agnari, hann hefur komið að býsna
spennandi ættfræðiverkefnum
með góðu fólki, m.a. mótun Íslendingabókar á sínum tíma. Hér er viðtal við Agnar sem birtist í Víkurfréttum sl. vetur: https:// www.vf.is/mannlif/er-ordinneinn-af-thessum-leidinleguaettfraedikollum
Þriðjudaginn 17. október er fræðst um sögu og náttúru Suðurnesja, undir stjórn Hildar Harðardóttur. Hildur og Kristjana hafa
séð um slíka hópa áður og ferst það vel úr hendi. Síðan hittist hver hópur réttum tveimur vikum síðar, allt fram undir jól.
Stjórnin stefnir að því að halda aðalfund félagsins eftir mánuð, þegar vetrarstarfið er komið vel af stað.
Við hvetjum fólk til að kynna sér starf U3A og kynna það vinum og kunningjum. Við segjum nánari fréttir á fésbókarsíðu okkar – U3A Suðurnes.
Fyrir hönd stjórnarinnar, Þorvaldur Örn Árnason, formaður.
um að byggja bensínsjoppu þar sem núverandi húsnæði er við Hafnargötuna og var sú bygging tilbúin að mig minnir árið 1967. Við fengum leyfi hjá Olís til að reka bókabúðina í húsnæðinu og vorum líka með sjoppu ásamt olíuvörum. Ég man að það var þröngt á þingi
því húsnæðið var minna en það er núna, það var stækkað einhverjum árum síðar. Svona rákum við þetta þar til verslunarmiðstöðin opnaði, þá fluttum við bókabúðina þangað en rákum áfram bensínsjoppuna út árið 1996, þegar Simmi tók við,“ sagði Halldór.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Háaleitisskóli - Kennari í Friðheima
Leikskólinn Hjallatún – Leikskólakennari
Leikskólinn Holt - Leikskólakennari
Myllubakkaskóli - Kennari á unglingastigi
Stapaskóli - Kennari á leikskólastig
Stapaskóli - Kennari á unglingastig
Velferðarsvið - Sérfræðingar í ráðgjafar- og virkniteymi
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.
Miklar framkvæmdir standa yfir í bækistöðvum Olís í Grindavík.
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 13
Gunnar opnaði pandóruboxið
Á að sameina íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík?
Gunnar Örlygsson opnaði á umræðu um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í eitt íþróttafélag með færslu á Facebook í síðustu viku. Færsla Gunnars hefur fengið mikil viðbrögð og hann ræddi við Víkurfréttir um sínar vangaveltur í þeim málum – kosti og galla sameiningar.
„Í fyrsta lagi er þetta búið að vera svolítið áberandi umræða í bæjarfélaginu, ég held að allir geti tekið undir það,“ segir Gunnar í upphafi samtalsins. „Ég ákvað að opna umræðuna á fésbókinni þannig að menn sæju á prenti að verið væri að ræða þetta almennt. Ég tók ekki neina persónulega afstöðu heldur vildi ég leita til vina minna á fésbókinni og fá að vita hvaða hug þeir bera til þess að íþróttafélögin verði sameinuð. Það er eins og ég hafi opnað eitthvað pandórubox því það fór allt af stað og margar athugasemdir komnar fram, allar hafa sitt gildi. Það sem ég hef tekið eftir er að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leggja orð í belg eru á því að það eigi að sameina félögin.“
Gunnar, sem var stjórnarmaður í Njarðvík til margra ára, segist gera sér fulla grein fyrir rekstrarlegum
áhrifum þess að sameina félögin.
„Samlegðaráhrifin yrðu mikil, þetta er brothætt starf í dag.“ Hann bendir á að það eru fáir sem koma að starfinu í dag, allt sjálfboðaliðar, og það þurfi að safna fé með því að halda marga viðburði. „Þetta er tímafrekt. Þetta er allt fólk í vinnu, þetta er fjölskyldufólk, og ég tek
hattinn ofan fyrir öllu þessu fólki sem ár eftir ár hefur staðið vaktina en þetta eru ansi margar klukkustundir sem þau leggja í verkið –en í sameinuðu félagi eru kannski helmingi fleiri um sama verkið.“
Stærra félag líklegra til afreka
Rekstur íþróttafélaga sem vill vera í fremstu röð er stöðugt að verða kostnaðarsamari og Gunnar segir að allir séu að bítast um sömu krónurnar þegar kemur að styrkjum fyrirtækja; þar fyrir utan þarf að halda stóra viðburði, standa í söfnunum og þá þarf að manna umgjörð leikja.
„Ég held líka að þetta sé svolítið flókin staða fyrir bæjarfélagið.
Hvernig á að koma að starfinu, að vera með tvo stóra, sögufræga klúbba fyrir framan sig – bæði þegar kemur að uppbyggingu mannvirkja, hvort sem það er fótbolti, körfubolti eða aðrar greinar.“
Gunnar tekur fram að stærra félag sé líklegra til afreka eins og staðan er í dag. Hann bendir á að
Hérna erum við með krakka sem vilja ná langt og hafa kannski burði til þess en við myndum aldrei láta það bitna á þeim sem vilja taka þátt í íþróttaiðkun og njóta samverunnar, félagsskaparins og þess heilbrigðis sem fylgir því að stunda íþróttir
„Þarna kemur bærinn svolítið að þessu öllu saman að mínu mati. Þó að bærinn segi að þetta sé íþróttafélaganna að ákveða, sem er rétt, þá held ég að það sé metnaður hjá bæjarfélaginu að taka af skarið í þessu máli og jafnvel koma saman fólki frá báðum félögunum, einhverri nefnd, til þess að ræða kosti og galla sameiningar. Svo í kjölfarið væri hægt að gera könnun meðal íbúa til málsins.“
samkeppnin um góða leikmenn sé orðin það mikil að félögin eru að missa leikmenn frá sér. „Það er meiri peningur í þessu en fyrir tuttugu árum þegar ég var sjálfur að spila og ég skil þessa ungu menn sem eru komnir með unga fjölskyldu, að þeir elti aurinn og hugsi um sína framtíð. Það er bara eðlilegt og ábyrgt fyrir þá gagnvart sinni fjölskyldu.
Menn tala um þennan gamla ungmennafélagsanda – hann er ennþá til, bara ekki í sömu mynd og áður.“
Þarf að vanda til verka
Gunnar segir að það þurfi að virða allar skoðanir og vanda til verka ef til þess kæmi að fara þá leið að sameina félögin. „Ef það er samhugur í bæjarfélaginu, ef það er yfirgnæfandi meirihluti sem vill gera það, þá þarf að horfa til allra þátta. Það þarf að horfa til sögunnar hjá klúbbunum og yngri flokkana. Ég þekki aðeins til sögunnar í Vestmannaeyjum. Þar byrjuðu menn á að sameina meistaraflokkana, allt annað var óbreytt. Það einfaldaði samt reksturinn gríðarlega.
Ef við horfum á körfuknattleiksdeildirnar hér, báðar með karla- og kvennalið í efstu deild. Þannig að við erum með fjögur lið í efstu deild, það er mikið af erlendum leikmönnum að koma inn til að halda þessum stalli – að vera í efstu deild. Þetta er þungt þegar kemur að húsnæði, bílum og öðru slíku. Þetta myndi náttúrlega nærri helmingast og hafa gríðarleg áhrif á rekstur deildanna.“
Gunnar segist ekki hafa komið jafn mikið að rekstri knattspyrnudeildanna en fyrirtæki hans hefur styrkt þær jafnt og aðrar deildir í gegnum árin. „Auðvitað er það sama uppi á teningnum þar þegar kemur að rekstrarlegum forsendum.“
Viljum við fóðra önnur félög í landinu á frábærum leikmönnum?
„Ef við horfum t.a.m. á krakkana.
Það er fullt af krökkum sem vilja taka þátt í íþróttum, og við viljum
að sem flestir taki þátt í íþróttum, en það er kannski ákveðinn hópur sem vill ná virkilega langt. Þá komum við að afreksstefnunni, það þarf kannski aðeins öðruvísi umgjörð í kringum þá krakka. Hérna erum við með krakka sem vilja ná langt og hafa kannski burði til þess en við myndum aldrei láta
það bitna á þeim sem vilja taka þátt í íþróttaiðkun og njóta samverunnar, félagsskaparins og þess heilbrigðis sem fylgir því að stunda íþróttir. Það er hægt að halda utan um þetta allt saman með markvissri stefnu – og það er auðveldara að gera það saman í sama bæjarfélagi heldur en í sitthvoru lagi.“
Gunnar bendir á að í Reykjanesbæ búi rétt rúmlega tuttugu
þúsund manns og þar sé hátt hlutfall innflytjenda. Hann spyr hvort hægt sé að gera eitthvað átak til að virkja þá til íþróttaiðkunar. „Að börn innflytjenda á Íslandi verði mjög virk í íþróttastarfi, ég held að það séu tækifæri þar.“
Verðum að spyrja bæjarbúa Gunnar segir að mörg sjónarmið séu að koma fram í kringum þessa umræðu. „Einn góður maður sagði við mig að þetta væri afleit hugmynd. Hann sagði að við ættum frekar að vera með tvö lið í neðri deildunum og einbeita okkur að yngri flokka starfinu. Það er alveg gild skoðun en hvað verður? Reykjanesbær verður svona útungunarstöð fyrir frábæra leikmenn sem fara annað. Við verðum bara að spyrja bæjarbúa að því hvort það sé það sem við viljum. Viljum við eingöngu vera með frábært yngri flokka starf og fóðra önnur félög í landinu á frábærum leikmönnum?
Því við getum ekki keppt um þessa leikmenn þegar þeir eru komnir á meistaraflokksstig, þetta er alveg gild hugmynd. Eða viljum við ná utan um hvorutveggja, vera með frábæra afreksstefnu, halda utan um yngri flokka starfið þannig að jafnvel fleiri iðkendur komi inn en líka verið með frábæra meistaraflokka og afreksstefnu og metnað til að ná titlum fyrir bæjarfélagið?
Ef ég ætlaði að vera algjörlega eigingjarn í þessari umræðu þá myndi ég segja; á rekstrarlegu forsendunum er þetta betra. Sameinum félögin, þetta er bara vitleysa. Minnugur þess þegar ég var að alast upp og titlarnir voru að hrannast upp í kringum 1980 og uppúr. Þá var ég tíu ára strákur í körfuboltanum í Njarðvík. Þetta var stórkostleg upplifun. Langar mig að upplifa þetta aftur? Já, mig langar að upplifa þetta aftur,“ sagði Gunnar en lengra og ítarlegra viðtal við hann er í Sjónvarpi Víkurfrétta og rafrænni útgáfu blaðsins.
ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Gunnar Örlygsson með systkinum sínum, Teiti og Kristínu, þegar Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar fyrir tveimur árum – í fyrsta sinn eftir sextán ára bið.
sport
Jónas lagði Rúnar
Vegna landsleikjahlés dettur dálkurinn „Þrumað á þrettán“ niður í þessari viku en Jónas Þórhallsson vann Rúnar Arnarson í síðustu viku, 8:7.
Víkurfréttir fundu nýjan áskoranda en hann kemur frá Sandgerði og heitir Sigursveinn Bjarni Jónsson. Þeir munu kljást í næstu viku.
Jónas
Elsa og Hörður heimsmeistarar í kraftlyftingum
Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson frá Massa urðu heimsmeistarar þegar þau kepptu á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í Masters-flokki um síðustu helgi en mótið fór fram í Ulaanbaatar í Mongólíu.
Það var hart barist í -74 kg flokki karla 60–69 ára og til að byrja með var keppnin um heimsmeistaratitilinn hnífjöfn milli Harðar og BatErdene Shagdarsuren frá Mongólíu. Hörður leiddi keppnina eftir hnébeygjuna þar sem hann vann til gullverðlauna þegar hann lyfti 175 kg og bætti þar eigið Íslandsmet um 5 kg. Í bekkpressu lyfti hann 97,5 kg en þá tók keppinautur hans Bat-Erdene forystuna en var þó einungis með 2,5 kg forskot á Hörð. Úrslitin réðust svo endanlega í réttstöðunni þar sem Hörður hlaut gullverðlaun fyrir 195 kg lyftu sem einnig var nýtt Íslandsmet og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn í flokknum. Samanlagður
árangur Harðar endaði í 467,5 kg sem er bæting á Íslandsmetinu hans um heil 12,5 kg. Til hamingju
Hörður með glæsilegan árangur!
Elsa heimsmeistari
þriðja árið í röð
Elsa Pálsdóttir sigraði með miklum yfirburðum í -76 kg flokki og setti um leið tvö heimsmet á mótinu. Í
Hörður og Elsa fengu góðar móttökur við heimkomuna. Með þeim er Kristleifur Andrésson, þjálfari þeirra, sem hefur verið þeirra stoð og stytta.
hnébeygju vann hún til gullverðlauna með 140 kg lyftu sem var 2 kg bæting á hennar eigin heimsmeti í aldursflokknum 60-69 ára. Í bekkpressu vann Elsa til silfurverðlauna með lyftu upp á 62,5 kg en setti svo heimsmet í réttstöðulyftu þegar hún fór upp með 170,5 kg
sem gaf henni gullið í þeirri grein. Samanlagður árangur hennar var 373,0 kg sem gera 74,03 IPF stig og var hún þar með önnur stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka í sínum aldursflokki. Til hamingju Elsa með glæsilegan árangur!
Getraunanúmer félaganna á Suðurnesjum:
190 Þróttur, Vogur
230 Keflavík
240 Grindavík
245 Reynir, Sandgerði
250 Víðir, Garði
260 Njarðvík
NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM
YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS
Denas hljóp heilt maraþon í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í Akurskóla
Nemandi í tíunda bekk í akurskóla gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon í ólympíuhlaupi ÍSÍ fyrir skemmstu. Hlaupið byrjaði klukkan 10 að morgni og fór þannig fram að nemendur kepptust við að hlaupa eða labba eins marga hringi og þeir gátu fram að hádegismat. einn hringur er 2,5 kílómetrar og fóru þeir sem fóru lengst sjö hringi, eða 17,5 kílómetra. allir sem fóru tíu kílómetra eða lengra fengu viðurkenningarskjal fyrir frábæra frammistöðu og svo voru veitt verðlaun fyrir þann árgang sem fór flesta samanlagða kílómetra á yngsta-, mið- og unglingastigi.
Einn nemandi var ekki tilbúinn að stoppa þegar tíminn var búinn og hélt áfram að hlaupa. Denas Kazulis í 10. bekk hljóp alls 42,2 kílómetra, eða heilt maraþon á fjórum klukkustundum og tuttugu og fimm mínútum. Þegar hann kom í mark um klukkan 14:30 tóku nemendur í 10. bekk ásamt starfsfólki skólans á móti honum og hann hljóp síðustu metrana í sigurgöngum.
Denas var spurður eftir hlaupið um líðan daginn eftir.
Hvernig líður þér í dag?
„Smá veikur og illt í fótunum. Ég æfi sund og er ekkert vanur að hlaupa, þannig mér er mjög illt í fótunum núna. Ég hljóp tvisvar sinnum fimm kílómetra í síðustu
viku til að undirbúa mig, annars er ég ekkert vanur að hlaupa.“
Af hverju ákvaðst þú að gera þetta?
„Vegna þess að þetta er seinasta
árið mitt í skólahlaupinu og ég hef alltaf staðið mig vel og langaði að gera extra vel í ár.“
Hvernig leið þér á meðan þú varst að hlaupa?
„Fyrsta hringinn var ég að spretta og reyna að vera á undan öllum, þá var ég að deyja. Svo snerist þetta bara um að halda þetta út.“
Hvað var erfiðast?
„Fyrstu þrír voru erfiðastir því ég var að reyna að vera á undan öllum, það var ein stelpa í 9. bekk sem var
alltaf að hlaupa með mér og þegar hún hætti að hlaupa þá varð þetta léttara.“
Hvað æfir þú mikið?
„Ég æfi sund og er á níu, tíu æfingum í viku og hver æfing tveir klukkutímar, þar sem ég syndi vanalega fimm kílómetra. Svo er ég líka á styrktaræfingum fjórum sinnum í viku, sem eru 45 mínútur.“
Hvað gerðir þú í gær eftir hlaupið?
„Fór á æfingu en þjálfarinn minn vildi ekki að ég væri með á allri æfingunni svo ég tók upphitun einn kílómetra og fór í kalda pottinn og heita pottinn.“
fyrsta og eina mark sitt í sumar í lokaumferðinni gegn ÍBV.
Keflavík lauk tímabilinu með jafntefli
Keflvíkingar héldu til Eyja í lokaumferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og kvöddu þar með efstu deild í bili.
ÍBV átti örlítinn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en þá þurftu þeir að vinna stórt og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.
Keflvíkingar náðu forystu með marki Muhamed Alghoul (51’) en Eyjamenn jöfnuðu leikinn á 69. mínútu og þar við sat.
Bæði lið munu því leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Seðill helgarinnar Rúnar Úrslit o o o Crystal Palace - Nott. Forest o o o o o o o o o Burnley - Chelsea o o o o o o o o o Man Utd - Brentford o o o o o o o o o Everton - Bournemouth o o o o o o o o o Fulham - Sheff. Utd. o o o o o o o o o Cardiff - Watford o o o o o o o o o Coventry - Norwich o o o o o o o o o Ipswich - Preston o o o o o o o o o Leeds - Bristol City o o o o o o o o o Millwall - Hull o o o o o o o o o Plymouth - Swansea o o o o o o o o o QPR - Blackburn o o o o o o o o o Sheff. Wed. - Huddersfield o o o o o o 8 7
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 15
Muhamed Alghoul skoraði
KOGN
Fátt vekur meiri athygli á samfélagsmiðlum en þegar málsmetandi menn opna umræðu á mál sem geta reynst snúin í samfélaginu. Og þegar stórt er spurt. Á að sameina íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík? Það er alveg ljóst að slík sameining hefur bæði kosti og galla. Sitt sýnist hverjum.
Þrátt fyrir að stjórnendur Reykjanesbæjar bendi á að aldrei hafi meiri fjármunir verið lagðir til íþróttastarfs en nú verður ekki betur séð en félögin í bænum séu að dragast aftur úr íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Bæði hvað varðar aðstöðu og einnig hvað varðar rekstrarframlög frá sveitarfélaginu.
Ég er einn þeirra sem tel að sameining þessara íþróttafélaga sé í raun það sem þurfi til að ljúka sameiningu sveitarfélaganna. Við sameininguna var eitt helsta þrætueplið hvað hið sameinaða sveitarfélag ætti að heita. Auðvitað mátti það alls ekki heita Keflavík, Njarðvík eða Hafnir. Það varð að heita eitthvað annað. Nafnið sem valið var í lýðræðislegri kosningu er svo lélegt að það hefur enn ekki náð festu hart nær 30 árum eftir sameiningu. Líklega yrði þannig nafn sameinaðs íþróttafélags helsti ásteitingarsteinninn fyrir sameiningu. KOGN væri þannig vitrænt nafn. Orð sem er ekki til í íslensku máli. Svolítið eins og JYSK, sem allir vita að er bara Rúmfatalagerinn. Þannig væri KOGN stytting á KeflavíkogNjarðvík. Vandamálið mun þá snúast um að K er á undan N. En komist menn á þann stað að ræða nafnið, þá er kannski áfangasigur unninn.
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Það er ljóst að umhverfi íþróttastarfs er búið að breytast mikið á undanförnum árum. Kröfurnar eru meiri. Mikil ábyrgð er lögð á herðar örfárra starfsmanna og sjálfboðaliða sem vinna ómetanlegt starf. Íþróttafélögin þurfa fleiri starfsmenn til að geta sinnt sómasamlega því starfi sem íbúar sveitarfélagins óska eftir. Skiptir þá engu máli þótt einhverjir vilji halda því fram að íþróttastarf sé ekki lögbundinn hluti af rekstri sveitarfélaga. Rekstur íþróttafélaganna er í raun ekkert annað en framlenging á starfsemi sveitarfélagins.
Kjörnir fulltrúar eiga að vinna að heill bæjarfélagsins, þeir hafa fengið lýðræðislegt umboð til að stjórna. Það er sömuleiðis hlutverk stjórnenda íþróttafélaganna að veita iðkendum (viðskiptavinum sínum) bestu mögulega þjónustu hverju sinni, með vel menntuðum og færum þjálfurum og leiðbeinendum. Sé sú þjónusta betri undir einu merki en tveimur er það skylda þeirra í það minnsta að setjast niður og ræða málin og setja tilfinningar sínar til hliðar.
Íþróttaiðkun bætir fólk og gerir einstalinga betri. Íþróttir efla félagslega hæfni og kunnáttuna að vinna sem liðsheild. Blómlegt og vel rekið íþróttastarf er merki um heilbrigt sveitarfélag.
Heldri borgarar í Grindavík í sögustund
Mundi
VÍKINGAR!
Ert þú stórhuga söluráðgjafi?
Við leitum að kraftmiklum aðila í starf söluráðgjafa
í fagsölu Húsasmiðjunnar
í Reykjanesbæ
Megin hlutverk söluráðgjafa í fagsölu er ráðgjöf og þjónusta til fagaðila í góðri samvinnu við annað starfsfólk í fagsöluteyminu. Söluráðgjafi aflar og viðheldur tengslum og viðskiptum við verktaka og aðra fagaðila og sér um tilboðsgerð.
Við leitum að drífandi einstaklingi með jákvætt hugarfar sem hefur metnað og áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Húsasmiðjan er leiðandi á byggingavörumarkaði og er með sterk og vönduð vörumerki. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila til að vera þátttakandi í frekari uppbyggingu
á örum og spennandi markaði.
Helstu verkefni:
• Sala og þjónusta til viðskiptavina
• Öflun og viðhald viðskiptasambanda
• Tilboðsgerð og eftirfylgni tilboða
og byrjuðum á að keyra austur í hverfi. Alli sá mest um að segja frá stöðunum en ég greip inn í þegar mér fannst það við hæfi, sagði
t.d. frá Kútter Fríðu en skipverjar
á þeim báti björguðu 58 grindvískum sjómönnum í marsmánuði
Eldri borgarar í Grindavík gerðu sér glaðan dag á dögunum en þá skipulagði Ólafur Ragnar Sigurðsson ferð þar sem farið var að merkum stöðum í sögu Grindavíkur og saga staðarins sögð. Ólafur fékk Aðalgeir Jóhannsson með sér en Alli á Eyri, eins og hann er oft kallaður, er einkar söguglaður maður og segir skemmtilega frá. Ólafur, sem oft er kallaður Óli bóndi, var ánægður með hvernig til tókst. „Ég fór í Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og fékk styrk en það þurfti að leigja rútu undir fólkið og svo var boðið upp á kaffiveitingar í golfskálanum okkar að Húsatóftum. Fólkið var sótt eftir hádegismat, allt í allt vorum við 35
árið 1911. Svo var Hópsneshringurinn farinn en þar er heldur betur hægt að segja sögur af sjóslysum. Eftir það var farið að Kvikunni þar sem nýsmíðaði áttæringurinn er til sýnis fyrir utan. Svo var keyrt í gegnum gamla bæinn. Alli sagði sögur af bæjunum þar eins og Vík og Garðhúsum en Halldór Laxnes skrifaði Sölku Völku þar, svo sagði hann líka sögur af Sigvalda Kaldalóns sem bjó um tíma í Grindavík. Við enduðum svo úti í golfskála í kaffi og jólaköku og Alli sagði sögu Staðarhverfisins og Húsatófta. Þetta var mjög vel lukkað og ég hef hug á því að bjóða þeim sem eru á sjúkradeildinni í Víðihlíð í svona ferð líka. Nokkur af vistfólkinu eru í hjólastól og því þarf sérstakan bíl til þess, sagði Ólafur.
Gildin okkar Áreiðanleiki Þjónustulund Þekking
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun s.s. tækni- eða iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er mikill kostur
• Þekking á byggingamarkaðnum er kostur
• Brennandi áhugi og reynsla af sölu og þjónustu
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku og ensku
• Almenn tölvukunnátta
Við leggjum ríka áherslu á liðsheild og góð samskipti og í Húsasmiðjunni ríkir skemmtilegur og líflegur starfsandi. Einnig leggjum við mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um, óháð kyni
Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslanasviðs á tinna@husa.is
Sótt er um á ráðningarvef Húsasmiðjunnar www.husa.is/laus-storf
Umsóknarfrestur er til 29. október 2023
Skannaðu kóðann og skoðaðu starfið
vf is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á