Víkurfréttir 39. tbl. 40. árg.

Page 1

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

magasín SUÐURNESJA

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða sækja í Nettó.

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Fluttu mastur í Þorbjörn Áhöfnin á TF-LIF aðstoðaði starfsmenn Neyðarlínunnar við endurbætur á fjarskiptabúnaði á fjallinu Þorbirni á dögunum. Búnaðurinn sem um ræðir er nauðsynlegur fyrir fjareftirlit skipa og báta á sjó en kominn var tími á endurbætur. Búnaðurinn stuðlar að auknu öryggi sjófarenda.

MYND: LANDHELGISGÆSLAN

Kraftmiklar konur safna fé í öflugan minningarsjóð

Hátt uppi! Þyrlan og starfsmenn Neyðarlínunnar að störfum í og við möstrin í Þorbirni.

Góðgerðarfélagið #TeamAuður, sem heldur utan um minningarsjóð Auðar Jónu Árnadóttur, hefur látið rækilega til sín taka á þessu ári og safnað fjármunum til að styðja við einstaklinga, félög og stofnanir. Félagið var stofnað 2013 en að því stendur myndarlegur hópur kvenna á Suðurnesjum sem lætur sig málefni krabbameinssjúkra varða. Stærsta fjáröflun #TeamAuður er sala styrktarmerkja á bleikar peysur sem hópurinn hefur svo notað í sínum verkefnum, hvort sem það eru hlaup eða fjallgöngur. Í hópnum eru margar hlaupakonur sem hafa tekið þátt í Reykjavíkur- og Berlínarmaraþoni

NÝ ÞÁTTARÖÐ AÐ HEFJAST

þar sem áheitum er safnað í minningarsjóðinn. Þá fór hópur frá #Team Auður, bæði konur og karlar, á Mont Blanc í sumar og safnaði áheitum vegna fararinnar. Einnig framleiðir hópurinn ýmsan varning og selur til stuðnings verkefninu.

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

MÁNUDAG KL. 21:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

511 5008

#TeamAuður hefur stutt við einstaklinga sem eru að takast á við krabbamein en einnig stutt krabbameinsdeild Landspítala og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hópurinn sem stendur að #Team Auður kom svo saman sl. föstudag, bleika föstudaginn, og hljóp góðan hring í Keflavík og hélt svo litla uppskeruhátíð á veitingastaðnum Library. #TeamAuður er í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is kl. 20:30.

VIÐSKIPTI OG ATVINNULÍF

ER MEÐ ÓLÆKNANDI BÍLADEILLU „Ég fæddist með ólæknandi króníska bíladellu og ég er bara mjög sáttur með það enda ekki leiðinlegt að vinna við eitthvað sem tengist áhugamálinu,“ segir Sigurður Guðmundsson eigandi Bílrúðuþjónustunnar í Grófinni í Keflavík. Fyrirtæki Sigurðar er eitt af þeim sem hefur vaxið með ferðaþjónustunni án þess að margir hafi tekið eftir því. ❱❱ Sjá viðtal á síðu 8 í blaðinu í dag.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Gestastofa Grænu smiðju ORF Líftækni formlega opnuð

SPURNING VIKUNNAR

Ferðu ennþá í bankann í eigin persónu? Ágústína Albertsdóttir:

„Já, ég fer ef mig vantar að taka út pening í hraðbankanum. Ég nota heimabanka en mér finnst skipta máli að geta hitt þjónustufulltrúa í eigin persónu þegar ég þarf þess.“

Græna smiðja ORF í ljósaskiptunum. VF-mynd: HBB Opnuð hefur verið gestastofa í Grænu smiðju ORF Líftækni í Grindavík. Græna smiðjan er vistvænt 2000 fermetra hátækni gróðurhús sem nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur en hún getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma. Gestastofan var formlega opnuð í síðustu viku af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að viðstöddu fjölmenni. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein

þessi eru notuð sem innihaldsefni í BIOEFFECT-húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. BIOEFFECT-húðvörulínan fagnar tíu ára afmæli á næsta ári og hefur á undanförnum árum tryggt sig í sessi sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið

á alþjóðlegum neytendamarkaði. Vörurnar fást nú í leiðandi verslunum, flugfélögum, heilsulindum og vefverslunum um allan heim. Vörurnar innihalda EGF (Epidermal Growth Factor) sem er einn mikilvægasti frumuvaki húðarinnar og hvetur til framleiðslu á kollageni og elastíni svo húðin haldist heilbrigð, þétt og ungleg.

Gestastofan mun styðja enn frekar undir landkynningaráhrif BIOEFFECT en þar verður boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir um gróðurhúsið ásamt kynningu á því hvernig EGF verður til og einnig um sögu BIOEFFECT. „Með gestastofunni verður til nýr valkostur fyrir ferðamenn og aðra á svæðinu, bæði til þess að kynna sér vistvænt gróðurhús sem nýtir jarðvarma til framleiðslu og afrakstur íslensks hugvits og nýsköpunar. Við erum virkilega stolt af Grænu smiðjunni og hlökkum til að kynna hana frekar fyrir bæði erlendum ferðamönnum og Íslendingum,“ segir Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni.

Þórkötlustaðarhverfi verður verndarsvæði í byggð

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi og falið sviðsstjóra skipulagsog umhverfissviðs að senda tillöguna til mennta- og menningarmálaráðuneytisins til frekari málsmeðferðar. Skipulagsnefnd bæjarins hefur haft málið til meðferðar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja verndaráætlun fyrir Þórkötlustaðahverfi.

Réttir í Þórkötlustaðarétt.

Halldóra Kristinsdóttir:

„Já, ég fer þegar ég þarf þess en nota einnig heimabanka. Ég vil samt hafa bankana áfram eins og þeir eru, ég vil geta farið og hitt þjónustufulltrúa enda eru þær yndislegar allar saman.“

Reynir Bárðarson:

„Já, ég fer í bankann ef ég þarf þess en ég nota mest heimabanka. Mér finnst gott að geta farið í bankann og talað við starfsmann ef eitthvað kemur upp á.“

Sigurður Arason:

„Ég fer í bankann þegar ég þarf á því að halda og vil halda í þessa persónulegu þjónustu eins og hún er í dag. Alltaf best augu við augu.“

DAGBÓK LÖGREGLU

Í hraðakstri til að ná flugi

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Ferðataska full af þýfi í flugstöðinni Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning þess efnis að ferðataska hefði verið skilin eftir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eigandinn líklega farinn úr landi. Þar sem taskan var ómerkt var hún opnuð í þeirri viðleitni að bera örugg kennsl á eiganda hennar. Þegar taskan var opnuð vaknaði grunur um að flest það sem hún hafði að geyma væri þýfi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós hver eigandi töskunnar var og að hann væri farinn af landi brott. Lögregla vinnur að lausn málsins.

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann gekkst við brotinu og sagðist hafa verið að verða of seinn í flug. Hans bíður 210 þúsunda króna sekt. Einn ökumaður til viðbótar ók án þess að hafa nokkru sinni öðlast ökuréttindi og var þetta í annað skipti sem lögregla hafði afskipti af honum vegna þess. Að auki var bifreiðin sem hann ók ótryggð og án skráningarmerkja.

Með kókaín, sveðju og hnífa

Verkfærum fyrir tugi þúsunda stolið

Þrír voru handteknir við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu á dögunum að fenginni heimild. Þar fundu lögreglumenn þrjá poka af meintu kókaíni, sveðju og þrjá hnífa. Húsráðandi játaði eign sína á efnum og vopnum og afsalaði sér þeim til lögreglu. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Verkfærum að verðmæti um 40 þúsund krónur var stolið úr bílskúr í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið. Um var að ræða stingsög, hjólsög og borvél með hleðslutæki. Skúrinn var ólæstur og því átti hinn eða þeir fingralöngu sem þar voru á ferðinni hægt um vik. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki.

Veikur frá Varsjá Lenda þurfti flugvél sem var á leið frá Varsjá í Póllandi til New York í Bandaríkjunum á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bílavarahlutum og efnavörum frá Stillingu OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18 Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu


„Þetta er of einfalt til þess að fresta þessu.”

NÝIR TÍMAR Í TRYGGINGUM Þú getur gengið frá tryggingunum á vefnum með rafrænum ráðgjafa okkar á fljótlegan og öruggan hátt. Engin símtöl, engin bið.

SJÁÐU ÞITT VERÐ Á TM.IS


4

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Fiðlarinn á þakinu í Hljómahöll – frumsýning 15. nóvember

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ í næsta mánuði. Tilefnið er 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessu ári en Óperufélagið Norðuróp verður einnig 20 ára. Víkurfréttir hittu aðstandendur sýningarinnar, þau Jóhann Smára Sævarsson, leikstjóra, Karen J. Sturlaugsson, hljómsveitarstjóra, og Harald Á. Haraldsson, skólastjóra Tónlistarskólans, sem er jafnframt framkvæmdastjóri sýningarinnar ásamt Jóhanni Smára. Öll eru þau orðin mjög spennt, enda stutt í frumsýningu 15. nóvember. Sýningar fara fram í Stapa, Hljómahöll.

Samstarfið hefur gengið vel en nú reynir kannski meira á það þegar spennan er að aukast. Það er stórkostlegur metnaður hjá okkur og rjóminn af tónlistarsamfélaginu tekur þátt í sýningunni ... Haraldur, Karen og Jóhann Smári eru full tilhlökkunar. Undirbúningur hófst fyrir einu ári

Jóhann Smári hefur tekið þátt í mörgum óperusýningum bæði hérlendis og erlendis. „Við vorum með prufusöng fyrir ári þar sem alls konar fólk mætti sem vildi taka þátt í uppsetningunni. Grunnurinn í sýningunni eru söngnemendur héðan en einnig úr kórum af svæðinu. Það er Suðurnesjafólk sem tekur þátt. Við erum með söngvara úr Grindavík, Sandgerði og Garði ásamt söngvurum úr Reykjanesbæ.

Ég og Dagný Jónsdóttir sjáum um að þjálfa söngvarana í sýningunni en ég leikstýri jafnframt og leik sjálfur hlutverk mjólkurpóstsins Tevje,“ segir Jóhann Smári, bassasöngvari, sem á sjálfsagt léttara með það en margir aðrir að syngja hlutverk hins djúpraddaða Tevje. Jóhann Smári Sævarsson hefur áður sungið þetta hlutverk og voru dómar mjög hástemmdir enda þykir voldug bassarödd hans afar tilkomumikil. Jóhann Smári stundaði framhaldsnám í söng við óperudeild Royal College of

Fiðlarinn á þakinu er einn kunnasti söngleikur allra tíma og hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var frumfluttur árið 1964. Söngleikurinn byggir á bókinni Tevje og dætur hans eftir Sholem Aleichem en söngleikinn sömdu þeir Jerry Bock og Sheldon Harnick. Tónlistin var gerð fyrir Broadway en í henni gætir áhrifa klezmertónlistar gyðinga. Sagan gerist í Rússlandi í upphafi 20. aldar á tímum rússneska keisarans. Tevje mjólkurpóstur og fjölskylda hans eru gyðingar en fjölskylduföðurnum þykir dæturnar full frjálslegar í trúnni.

Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig til Kölnaróperunnar í þrjú ár og var síðan á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu. Nú eru Suðurnesjamenn heppnir að fá að njóta krafta hans og hæfileika því Jóhann Smári starfar bæði sem kórstjóri og söngkennari á Suðurnesjum allt árið um kring. Hann veitir forstöðu Norðuróp óperufélaginu sem, eins og áður sagði, fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári.

Tónlistarveisla

Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er löngu orðin þekkt sem tónlistarkennari og einnig fyrir Léttsveitina sem glatt hefur bæjarbúa við ýmiskonar tækifæri. Léttsveitin hefur verið eitt af flaggskipum menningarlífs Reykjanesbæjar í áratugi. Nær allan tímann hefur Karen byggt upp og stjórnað sveitinni. Hún sér um hljómsveitarstjórnina í sýningunni Fiðlarinn á þakinu. „Samstarfið hefur gengið vel en nú reynir kannski meira á það þegar spennan er að aukast. Það er stórkostlegur metnaður hjá okkur og rjóminn

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í október.

Reykjanesbær 29. október

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

af tónlistarsamfélaginu tekur þátt í sýningunni sem verður veisla fyrir augu og eyru. Þetta er heljar vinna en gaman. Það gengur vel að æfa. Við erum með svona fjórtán, fimmtán manns í hljómsveitinni, bæði eldri nemendur og kennara. Tónlistin er skemmtileg og ætti að höfða til fólks enda þekkja margir Fiðlarann á þakinu en við leigjum útsetningar erlendis frá,“ segir Karen.

Styttist í frumsýningu

Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Haraldur Á. Haraldsson, er framkvæmdastjóri sýningarinnar ásamt Jóhanni Smára. „Ég held utan um sýninguna. Til viðbótar við hljómsveitina eru 35 söngvarar sem taka þátt. Heilmikið batterí í kringum þetta. Jóhann Smári er í aðalhlutverki, sem er stórt hlutverk, en aðrir fá einnig að spreyta sig á því hlutverki á þessum þremur sýningum sem áætlaðar eru. Atvinnuóperuhúsin æfa sex klukkustundir á dag í sex vikur en við getum ekki æft nema svona þrisvar í viku. Þar sem við byrjuðum á þessu verkefni fyrir einu ári síðan þá hefur undirbúningur gengið vel. Nú er komin tilhlökkun í mannskapinn og æfingum fjölgar þegar nær dregur frumsýningu. Ég held einnig utan um sýningarskrána. Það er heilmikið sem gera þarf í svona metnaðarfullri sýningu eins og við ætlum að vera með. Fólk

Smári Fyrir saután árum síðan var Jóhannóperunni í í hlutverki mjólkurpóstsins Tevje i. í Regensburg í Þýskaland

hefur auðvitað þurft að læra utan að hlutverkin sín, sem er heilmikill texti. Framundan er að búa til leikmynd en þá fáum við smiði til liðs við okkur og svo þarf að mála leikmyndina. Við eigum eftir að ákveða staðsetningu hljómsveitarinnar og hvernig sviðsljósin eiga að vera. Þetta er allt að skella á. Fiðlarinn á þakinu er stórskemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa. Við hlökkum mikið til að bjóða fólki í óperuhúsið okkar. Við erum afar þakklát fyrir þann stuðning sem Uppbyggingarsjóður Suðurnesja veitti okkur og Reykjanesbær,“ segir Haraldur. Sýningar hefjast föstudaginn 15. nóvember og eru ráðgerðar þrjár sýningar þessa helgi. Miðasala hefst 16. október á hljomaholl.is og á tix.is.

Einstakt tækifæri til að hlýða á Árstíðirnar eftir Vivaldi Á sunnudag gefst íbúum Reykjanesbæjar og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlýða á konsertinn Árstíðirnar eftir Antonio Vivaldi (1678–1741) en hann er líklega á meðal þekktari verka tónlistarsögunnar. Árstíðirnar hafa náð fáheyrðum vinsældum miðað við það sem gerist og gengur í klassíska tónlistarheiminum og má nánast fullyrða að hvert mannsbarn þekki úr þeim stef. Flytjendur eru Maksymilian Haraldur Frach (einleiksfiðla), Magdalena Nawojska, Jagoda Tkaczow (1. fiðla), Nikodem Frach, Joanna Bartkiewicz (2. fiðla), Janusz Frach (víóla), Klaudia Borowiec (selló), Mikołaj Ólafur Frach, Iwona Frach (píanó). Til tónleikanna bjóða sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyński, og Kjartan Már Kjart-

ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Tónleikarnir, sem taka um klukkustund í flutningi, fara fram í Bergi í Hljómahöll, sunnudaginn 20. október kl. 16:00. Bæjarbúar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og njóta fallegrar tónlistar í hinum prýðisgóða tónleikasal, Bergi í Hljómahöll. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Afsláttur til félagsmanna 30% AFSLÁTTUR

af öllum vörum frá Coop og Xtra

Afsláttur gildir frá 17. – 20. október í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar.

-30%


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

ARNAR INGI TRYGGVASON ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR

Sá skrattann í hverju horni eftir að hafa lesið 1984 Arnar Ingi Tryggvason er lesandi vikunnar. Hann starfar hjá Express ehf. og hefur einnig verið virkur í starfi Leikfélags Keflavíkur.

Guðmundur Stefán fékk Lundann Kiwanisklúbburinn Keilir hélt sitt árlega Lundakvöld föstudaginn 11. október. Hápunktur kvöldsins var val á Lunda ársins sem var afhentur í átjánda skipti.

Hvaða bók ertu að lesa núna? Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið, ágætis heilaleysa úr hugarheimi Stig Larson eftir David Lagercrantz. Hver er uppáhaldsbókin? Þær eru margar en það sem situr helst í manni eru bækur sem maður las þegar maður var barn og enduruppgötvar þegar maður er orðinn uppalandi sjálfur. Dýrin í Hálsaskógi trónir þar efst á baugi. Hver er uppáhaldshöfundurinn? Þessi er erfið, það er sennilega sá sem ég er að lesa hverju sinni.

er 1984 eftir George Orwell. Eftir þá lesningu sá ég skrattann í hverju horni.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Bækur geta verið svo margslungnar og mótandi, sú sem hefur líklega haft mest áhrif á mig á þeim tíma þegar ég las hana

eða við rúmgaflinn hjá dóttur minni fyrir svefninn.

Hvaða bók ættu allir að lesa? Þá bók sem vekur áhuga þeirra hverju sinni.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Vestfjarðaþrílekur Jóns Kalmans, Hamskiptin eftir Kafka, Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones og ýmislegt fleira í þeim dúr.

Hvar finnst þér best að lesa? Þar sem ég er staddur hverju sinni held ég, sennilegast les ég þó oftast uppi í rúmi á síðkvöldum

Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Góði dátinn Svejk, einfaldasta og jafnframt flóknasta bókmenntapersóna allra tíma.

Lundinn eru verðlaun til þeirra sem hafa sýnt og framkvæmt óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa. Með óeigingjörnu starfi er átt við að viðkomandi hafi lagt eitthvað á sig eða staðið fyrir einhverju sem er bæjarbúum eða þjóð til heilla. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi á stein ásamt áletraðri plötu. Að þessu sinni var Guðmundur Stefán Gunnarsson valinn Lundi ársins. „Guðmundur er frábær fyrirmynd. Hann hefur látið gott af sér leiða fyrir börn í Reykjanesbæ og það á einkar vel við okkur í Kiwanis þar sem einkunnarorð okkar eru börnin fyrst og fremst,“ segir í tilkynningu frá Keilismönnum. Guðmundur er aðalhvatamaður á bak við öflugt starf júdódeildar í Reykjanesbæ en hann, með hjálp góðra manna, stofnaði júdódeild UMFN árið 2010.

Fyrsti tíminn byrjaði með ellefu börnum í kaffistofu Reykjaneshallarinnar en nú eru 80 iðkendur að æfa júdó í glæsilegu húsnæði við Iðavelli. Nýverið var stofnuð sér deild fyrir stúlkur og eru þær sextán í dag. Allt frá stofnun deildarinnar hefur Guðmundur ekki þegið nein laun fyrir starf sitt. Guðmundur er þar með kominn í hóp góðra manna og kvenna sem hafa fengið Lundann í gegnum tíðina en viðurkenningin var fyrst veitt árið 2002, þá fengu þeir Vilhjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson Lundann. Aðrir handhafar Lundans eru til dæmis: Tómas Knútsson árið 2004, Karen J. Sturlaugsson árið 2008, Hjálmar Árnason árið 2011, Páll Ketilsson árið 2014, Axel Jónsson árið 2017 og í fyrra fékk svo Elenora Rós Georgesdóttir Lundann.

Á myndinni má sjá Pál Antonsson, forseta Keilis, Guðmund Stefán Gunnarsson og Eið Ævarsson, formann Lundanefndar.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

LAUST STARF HJÁ KEFLAVÍKURKIRKJU

Október byrjar illa

Keflavíkurkirkja er lifandi kirkja með öflugt safnaðarstarf. Við leitum af kröftugum einstaklingi til starfa. Starfið felst í því að halda öllu hreinu og fínu í Kirkju og Kirkjulundi og eitt og annað sem til fellur. Um er að ræða 70% starf og þarf vinnutíminn að vera sveigjanlegur. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu og með góða þjónustulund. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 420-4300 á opnunartíma skrifstofu Keflavíkurkirkju.

Umsóknir sendist á thorunn@keflavikurkirkja.is fyrir 25. október.

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ

Athugið breyttan opnunartíma!

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

HARALDUR HAFSTEINN ÓLAFSSON Haddi Lyngholti 13, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 6. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 18. október kl. 11. Þorsteinn Óskar Haraldsson Janette Haraldsson Guðmundur Ómar Sighvatsson Sigrún Haraldsdóttir Björn Oddgeirsson Ólöf Haraldsdóttir Ásgeir Þórisson Sigurður Halldór Haraldsson Steinunn Una Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn

AFLA

Fatnaður og skór.

Annars má segja að október byrji eiginlega frekar illa. Veiði bátanna hefur verið mjög dræm og meira að segja stóru línubátarnir hafa ekkert verið að fiska neitt að ráði. Það sem af er október er Fjölnir GK kominn í 165 tonn í tveimur róðrum og mest 87 tonn sem er varla hálf lest en fullfermi hjá Fjölni GK er hátt í 140 tonn. Sturla GK 137 tonn í þremur róðrum og mest 81 tonn í róðri. Páll Jónsson GK 136 tonn í tveimur og mest 75 tonn. Kristín GK 134 tonn í tveimur og mest 68 tonn. Sighvatur GK 98 tonn í einum róðri. Jóhanna Gísladóttir GK 97 tonn í einum. Þessir bátar eru allir að landa fyrir norðan og austan og eru megninu af aflanum ekið suður til Grindavíkur til vinnslu. Minni línubátarnir hafa heldur ekki verið fiska neitt sem hægt er að hrópa húrra yfir. Margrét GK, sem er nýi báturinn í Sandgerði, er með 49 tonn í sjö róðrum og mest 17 tonn. Óli á Stað GK 40 með tonn í átta og mest aðeins 9,3 tonn. Auður Vésteins SU veiddi 33 tonn í sex róðrum. Vé-

FRÉTTIR

Opnunartímar: Þriðjudagar 16:00 – 18:00 Miðvikudagar 13:00 – 17:00 Fimmtudagar 13:00 – 17:00

Sandgerðisþemanu, sem var í síðustu pistlum, lýkur núna og vil ég byrja á þakka fyrir mig. Hef fengið ansi góð viðbrögð við þessum stuttu pistlum mínum um Guðmund Jónsson GK og Sjávarborgu GK.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

steinn GK 32 tonn í sex. Geirfugl GK 25 tonn í sjö og Dóri GK 8,8 tonn í fjórum róðrum. Það bar reyndar til tíðinda núna í vikunni þegar fyrsti minni línubáturinn kom suður til veiða. Það er Sævík GK, nýjasti bátur Vísis ehf. sem þeir eiga og gera út. Júlli skipstjóri lagði línuna fyrst í Röstinni, sem er á milli Reykjanesvita og Eldeyjar, og náði í fimm tonn. Síðan var hann með línuna undan Krýsuvíkurbjarginu og kom þar með samtals um átta tonn. Er þetta nokkuð gott því veiðin fyrir norðan og austan land hefur ekki verið það góð og hafa ber í huga að flutningskostnaður er mikill. Það nefndi einn skipstjóri við mig að fimm tonna afli sem er veiddur fyrir sunnan og landað til vinnslu þar jafngildir hátt í 6,5 tonna afla landað fyrir norðan eða austan.

Veiði netabátanna hefur líka verið mjög lítil. Maron GK hefur náð að kroppa í um 21 tonn í tíu róðrum eða rétt um tvö tonn í róðri. Halldór Afi GK 4,3 tonn í átta róðrum. Sunna Líf GK 3,1 tonn í fjórum. Grímsnes GK, stærsti netabáturinn, var í slipp í byrjun október en er kominn á veiðar og hefur gengið brösuglega að finna þorskinn. Báturinn byrjaði á að landa í Njarðvík, fór þaðan á Snæfellsnes og landaði á Rifi um 2,1 tonni. Þaðan fór hann alla leið til Húsavíkur og var að reyna fyrir sér í Skjálfandaflóa og utanverðum Eyjafirði. Enginn stór netabátur er að róa frá Norðurlandi nema í Grímsey en þar er Þorleifur EA. Hann er þó ekki nema um 70 tonna bátur, svo til samskonar og gamli Guðfinnur KE var. Grímsnes GK var í fyrrahaust að veiða ufsa fyrir sunnan landið og gengu þær veiðar mjög vel en núna hefur leiguverð á ufsakvóta hækkað mjög mikið eða farið úr 20 krónur á kíló upp í um 50 krónur og veiðin á ufsanum fyrir sunnan landið var ekki eins góð núna í september 2019 eins og það var um haustið 2018.


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

25%

AFSLÁT

TUR

AF ÖLLU M GRAN ÍT LEGSTE INUM Í SEPTE MBER

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


8

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

VIÐTAL

Páll Ketilsson pket@vf.is

„Ég fæddist með ólæknandi króníska bíladellu og ég er bara mjög sáttur með það enda ekki leiðinlegt að vinna við eitthvað sem tengist áhugamálinu,“ segir Sigurður Guðmundsson eigandi Bílrúðuþjónustunnar í Grófinni í Keflavík. Fyrirtæki Sigurðar er eitt af þeim sem hefur vaxið með ferðaþjónustunni án þess að margir hafi tekið eftir því. Ferðamenn sem koma til Ísands taka lang flestir bílaleigubíl og margir þeirra lenda í því að fá grjót í framrúðuna. Þá kemur Siggi okkar til skjalanna.

FÆDDIST MEÐ ÓLÆKNANDI BÍLADELLU Bílrúðuþjónustan í eigu Keflvíkingsins Sigurðar Guðmundssonar hefur vaxið með ferðaþjónustunni. Byrjaði á að þjónusta 200 bílaleigubíla við Keflavíkurflugvöll fyrir tuttugu árum. Mætti eldsnemma til að ná í bílana og skilaði þeim aftur með nýja rúðu, nýþvegnum og klárum í næstu útleigu.

Bílrúðuþjónustan sem er með aðsetur í góðu húsnæði við Grófina í Keflavík fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári og fréttamaður Víkurfrétta heimsótti eigandann í afmælisvikunni. Siggi fékk bíladelluna í æð sem ungur peyi og rifjar upp fyrir fréttamanni að hann hafi fylgt föður sínum eins og skugginn í bílaviðgerðum sem hann vann við. Guðmundur faðir hans byggði verkstæðishúsnæðið sem er rétt hjá Bílrúðuþjónustunni. Það hýsir nú Bílaþjónustu Suðurnesja en það þekkja flestir Suðurnesjamenn sem húsnæði Skiptingar á árum áður. Eigendur hennar keyptu það af föður Sigga á sínum tíma.

Hljóp yfir túnið eftir þynni

„Já, pabbi byggði þetta hús árið 1955 og var þarna í mörg ár. Smíðaði m.a. nokkra bíla þarna en á þessum árum í kringum 1960-1970 voru menn farnir að smíða yfirbyggingar á stærri bíla. Einn þeirra sem pabbi byggði var Dodge Weapon í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi en hann blasir við öllum sem keyra inn á Selfoss. Guðmundur vann með pabba við byggingu húsnæðisins fyrir rúmri hálfri öld og eins við smíði bílsins. Ég man eftir mér sem smástrák að sýsla þarna í kringum þetta hjá pabba og svo sendi hann mig oft yfir túnið á málningarverkstæðið til að kaupa þynni hjá Birgi Guðnasyni hérna

rétt hjá í Grófinni. Þá voru rollur og hestar hér um allt,“ segir Siggi og brosir þegar hann rifjar þetta upp. Leiðir Sigga áttu síðan eftir að liggja til Birgis þar sem hann starfaði um árabil sem þjónustustjóri og var það góður tími. Breytingar urðu á högum okkar manns árið 1999 þegar ungir menn keyptu reksturinn af Birgi og skömmu síðar stofnaði Siggi eigið fyrirtæki, Bílrúðuþjónustuna. Reksturinn var ekki stór í byrjun en hann hófst í 50 fermetra húsnæði í Grófinni 10. Í byrjun var það mest vinna fyrir tryggingafélögin en Bílrúðuþjónustan vinnur enn fyrir þau öll í dag en það er jú þannig að þegar bílrúðan skemmist mikið eða brotnar þá koma þau inn og greiða að mestu leyti fyrir skaðann nema þegar hægt er að gera við smáskemmdir. Það kom ný tækni fyrir nokkrum árum þar sem hægt er að laga litlar „stjörnur“ sem koma við grjótkast og þegar það gengur þá þarf bíleigandinn ekki að greiða neitt. „Pabbi var bifvélavirki og byrjaði sinn feril sem slíkur hér í Grófinni en ég hafði í upphafi meiri áhuga á boddíinu og málaði það í mörg ár en svo var ég allt í einu komnir í bílrúðuskipti,“ segir Sigurður sem sagðist ekki hafa séð fyrir sér vöxt fyrirtækisins sem átti eftir að tengjast miklum vexti í ferðaþjónustunni.

Siggi með eina nýja rúðu tilbúna til ísetningar.

Sigurður og félagar í Bílrúðuþjónustunni laga með nettum tækjum smáskemmdir á rúðum, eins og sjá má hér. 200 bílar við flugstöðina

Við förum aftur til ársins 1999 og Sigurði vantaði að efla viðskiptin sem voru ekki næg á þeim tíma. „Það vildi svo til að við flugstöðina voru komnir um 200 bílaleigubílar. Þetta var þó aðeins í mýflugumynd miðað við í dag, eins og eitt hringtorg og malarplan. Ég sá sæng mína útbreidda og hafði samband við bílaleigunar sem þá voru Bílaleiga Akureyrar, Heartz og Avis. Ég ræddi við þær og var vel tekið. Það þurfti að skipta um rúður þegar ferðamenn höfðu skilað bílaleigubílunum og málin þróuðust þannig að bílaleigurnar vildu að ég gerði meira fyrir bílana. Og það var úr að ég græjaði það helsta, mældi olí-

una, athugaði dekkin, þreif bílana og gerði þá klára í næstu útleigu. Pabbi skutlaði mér uppeftir klukkan sex á morgnana. Ég náði í bílana, græjaði þá og skilaði þeim aftur við flugstöðina. Pabbi hjálpaði mér í þessu og þannig gekk þetta næstu árin. Bílunum fjölgaði og voru orðnir um 4 til 5 þúsund við flugstöðina fimm árum síðar.“ Nokkrum árum eftir stofnun Bílrúðuþjónustunnar réði Sigurður fyrsta starfsmanninn á verkstæðið en það var Haukur Hauksson og hefur hann verið hjá honum síðan. Faðir Sigga kom inn á verkstæðið á svipuðum tíma en sá gamli dó árið 2013. Hann var alla tíð mikið snyrtimenni og lagði áherslu á það við soninn og það má greinilega sjá þegar maður kemur inn í Bílrúðuþjónustuna. „Hann var bara þannig, vildi hafa lúkkið í lagi, að við vönduðum okkur í vinnnu og svo vildi hann hafa allt snyrtilegt á staðnum. Svo passaði hann upp á að ég væri með peningamálin í lagi og fleira við reksturinn. Við áttum góð ár hér saman,“ segir Siggi og brosir þegar hann rifjar það upp.

Hraður vöxtur

Sigurður með þremur af starfsmönnum sínum, f.v. Friðriki Steingrímssyni, Snorra Gíslasyni og Jóni Eðvald Ríkharðssyni.

Reksturinn hefur síðan vaxið í takt við vöxt ferðaþjónustunnar því 80% allra ferðamanna tekur bílaleigubíl þegar þeir koma til landsins. Árið 2012 fjölgaði bílum um tvö þúsund og þannig hefur vöxturinn verið árlega og í dag er um 25 þúsund bílar við flugstöðina og bílaleigurnar eru líka miklu fleiri en fyrstu árin.

„Þetta hefur verið ótrúleg aukning og um tíma var þetta á mörkunum að vera of mikið en samt alltaf mjög skemmtilegt. Mér hefur aldrei leiðst og hlakka til að mæta til vinnu á hverjum degi,“ segir Siggi og þarf að hugsa sig um þegar hann er spurður hvað margar nýjar rúður fari í bíla frá honum að jafnaði á dag. „Mest höfum við sett 33 nýjar rúður í bíla á einum degi en svo er þetta svona nálægt einni á klukkustund. Það er oft gaman að koma hingað eftir helgarnar þegar lyklaboxið okkar er orðið fullt,“ segir Siggi.

Hröð þróun í tækni

Húsnæði fyrirtækisins hefur stækkað á undanförnum árum og Siggi hefur teygt sig suður eftir húsalengjunni. „Við erum með stóran lager af rúðum og það er ýmislegt í pípunum,“ segir okkar maður leyndardómsfullur og fer yfir breytingar og þróun í framrúðum á rúmum áratug. Nú eru nýjustu rúðurnar með tvær myndavélar sem stýra margvíslegri tækni sem bíllinn er kominn með, t.d. eins og hraðastýringu og árekstrarvörn. Það þarf því að hafa þetta hluti í lagi og blaðamaður fær að sjá nýjustu stillingargræjuna sem notuð er til að setja slíkar rúður í nýjustu bílana. „Bílarnir eru að þróast á ofurhraða og framrúðan þar á meðal. Maður þarf að hafa sig allan við að vera á tánum en það er bara mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurður að lokum.



10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Það er líf eftir atvinn VIÐTAL

Það er örugglega ekki gaman að verða atvinnulaus. Við fengum fréttir af því um daginn að tugum bankastarfsfólks var sagt upp sem minnti á tímana í hruninu þegar hundruðir manna og kvenna stóðu uppi án atvinnu. Maður getur rétt ímyndað sér óvissuna, hræðsluna sem fyrst kemur upp í huga fólks því það er svo margt sem hangir á spýtunni. Fólk þarf bæði að standa við afborganir af lánum og að eiga fyrir nauðsynjum, s.s. mat og fleiru. Svo er það ekki síst sjálfsvirðingin sem bíður hnekki. Guðrún Ólafsdóttir starfaði sem bókari í Danmörku en var sagt upp störfum og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Eftir að henni var sagt upp í seinna skiptið opnuðust nýjar dyr að sjálfstæðum atvinnurekstri þegar hún fékk tilboð sem leiddi hana út í eigin rekstur. Hún ákvað að slá til og sér ekki eftir því í dag. Við hittum Guðrúnu að máli og fengum þessa sögu frá henni. Starfaði lengi erlendis

Guðrún er fædd og uppalin í Keflavík en bjó lengi erlendis eða þar til hún varð atvinnulaus, þá ákvað hún að koma heim og freista gæfunnar með eigin atvinnurekstur. „Ég er Keflvíkingur í húð og hár en flutti burt árið 1985 til Reykjavíkur og þaðan til Portúgal. Þar starfaði ég sem markaðsstjóri hjá Sportvörum sem var i eigu Axel Ó skóverslunarinnar. Árið 1996 fékk maðurinn minn vinnu í Danmörku og við ákváðum að flytja þangað með dóttur okkar sem þá var einsoghálfs árs gömul. Okkur langaði að breyta til aftur og prófa eitthvað nýtt. Ég starfaði sem bókari hjá Coca Cola Tapperierne og seinna Sony Nordic A/S. Carlsberg keypti síðan Coca Cola og flutti starfsemina til Jótlands. Þá fékk ég starf sem bókari hjá Sony Nordic og starfaði hjá þeim í tíu ár eða þar til þeir ákváðu að flytja bókhaldsdeildina til Rúmeníu en þetta gera mörg stór fyrirtæki núorðið til að lækka launakostnað og launatengd gjöld. Ég vann við SAP-kerfið sem er svona „Rolls Royce“-inn innan bókhaldskerfa, sem aðeins stóru fyrirtækin nota vegna þess hversu dýrt það er. Stórfyrirtæki eru því miður farin að flytja ákveðna starfsemi til landa þar sem þeir fá ódýrara vinnuafl til að sinna bókhaldi og innkaupum, til dæmis fór IBM með sitt til Indlands og Philips til Póllands svo ég nefni nokkur dæmi. Hjá Sony voru skipulagsbreytingar á þriggja ára fresti með uppsögnum og tilfæringum og nýjum framkvæmdastjóra. En það eru svo miklar breytingar innan þessa geira að þeir verða að aðlaga sig markaðinum sem breytist mun hraðar nú en áður tíðkaðist,“ segir Guðrún.

Þegar einar dyr lokast opnast aðrar

Guðrún fór síðan að vinna hjá hollensku fyrirtæki sem starfaði innan tryggingageirans og var þar í þrjú

Þetta var í apríl árið 2016 sem ég varð atvinnulaus. Ég dreif mig heim til Íslands eftir að hafa fengið sendan fullan poka af sokkaprufum ...

ár þegar það fréttist að nýr framkvæmdarstjóri væri að koma og enn voru skipulagsbreytingar í vændum. „Ég var nýkomin úr mat og opna tölvupóstinn minn og þar er uppsagnarbréf frá framkvæmdarstjóranum sem sjálfur hafði fengið uppsagnarbréf nokkrum dögum áður en hann starfaði í Noregi. Þegar ég var hálfnuð að lesa uppsagnarbréfið heyri ég að ég fæ skilaboð á Messanger og freistast til að athuga hver væri að senda mér þau. Þar stendur á ensku: „Sæl Guðrún, hvernig hefurðu það?“ Ég varð mjög undrandi að fá þessi skilaboð frá gömlum skólafélaga sem ég hafði kynnst árið 1980 þegar ég var við nám í Englandi en við höfðum ekkert verið í sambandi síðan þá, eða ekki í 35 ár. Ég talaði svo við hann þegar ég var komin heim um kvöldið og hann sagði mér að hann ætti sokkaverksmiðju og hafi framleitt sokka í 25 ár. Þegar leið á samtalið spyr hann: „Nú þegar þú ert búin að missa vinnuna, hvað ætlarðu þá að fara að gera?“ Ég vissi ekki hverju ég átti að svara, enda hafði ég ekki haft tíma til að hugsa málið en skellti svona fram í gríni: „Ja, kannski ég fari bara að selja sokka og hló.“ Hann greip svar mitt á lofti og sagði það vera góða hugmynd. Ég dró í land og sagðist ekki vera mikill sölumaður, myndi örugglega bara gefa

alla sokkana í staðinn fyrir að selja þá. Ég ætti heldur engan pening til að stofna fyrirtæki. Hann sagði það ekki vera neitt vandamál, hann myndi hjálpa mér. Mér fannst ég leidd áfram, það var svo augljóst og tilboðið frá vini mínum opnaði nýja möguleika fyrir mér. Þetta var í apríl árið 2016 sem ég varð atvinnulaus. Ég dreif mig heim til Íslands eftir að hafa fengið sendan fullan poka af sokkaprufum sem mér leist mjög vel á en ég vildi sýna fólkinu mínu og fá álit þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég fyrsta gáminn sendan til Íslands í febrúar árið 2017, eða níu mánuðum seinna, og þetta hefur verið upp á við síðan. Nú er ég með annan fótinn í Danmörku og hinn á Íslandi. Ég bý hjá foreldrum mínum þegar ég er á Íslandi en er með heimili mitt ennþá í Kaupmannahöfn,“ segir Guðrún.

til að hanna vörumerkið, sem hún gerði svo snilldarlega en hún býr og starfar í dag sem hjúkrunarfræðingur á Ísafirði ásamt eiginmanni sínum. Fyrsta sendingin var 20 feta gámur, fullur af sokkum. Ég byrjaði með 27 tegundir í mismunandi stærðum og sumar í mismunandi litum, það voru bómullarsokkar, ullarsokkar, bambussokkar, CoolMax-sokkar, hversdagssokkar, vinnusokkar, þunnir og þykkir sokkar. Samtals 56.000 pör, þar af 3.000 skíðasokkar svo ef einhvern vantar skíðasokka þá á ég nóg af þeim,“ segir Guðrún, hlær og bætir við: „Sjálf hafði ég enga reynslu af svona rekstri en þegar ég lít til baka þá sé ég að ég hef lært heilmikið af að vinna hjá fyrirtæki eins og Sony, þar sem ég vann náið með fólki í öllum deildum fyrirtækisins og þá sérstaklega sölu- og markaðsdeildinni.“

Íslenskt fyrirtæki

Erfitt að byrja að selja

Guðrúnu fannst betra að stofna fyrirtækið á Íslandi vegna þess að hér var einfaldara fyrir hana að kynna sér regluverkið í kringum svona rekstur og landið miklu minna en Danmörk. „Ég notaði uppsagnarfrestinn til að undirbúa nýja fyrirtækið. Það fyrsta sem ég gerði var að búa til heimasíðu sem ég hafði aldrei gert áður en þetta lærist bara. Svo fékk ég dóttur mína

Það var engin smá farmur af sokkum sem sendur var til Guðrúnar og hún átti eftir að selja en hvernig gekk það hjá henni í upphafi? „Já, gámurinn var kominn og þá var bara að byrja að selja á heimasíðunni hélt ég, allt var klárt og ekkert að vanbúnaði. En viðskiptavinirnir voru hvergi sjáanlegir. Ég gafst ekkert upp heldur ákvað að ef viðskiptavinurinn

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

kæmi ekki til mín þá yrði ég að fara til hans. Svo einn daginn fyllti ég bílinn af sokkum og ákvað að keyra til næsta bæjar þar sem ég þekkti engan því þetta var mikil áskorun fyrir mig að ganga í hús og selja. Ég ákvað samt að fara og kynna heimasíðuna og bjóða fólki að skoða sokkana. Í fyrstu tveimur húsunum kom engin til dyra en í því þriðja svaraði ungur maður og tvær litlar stúlkur stóðu fyrir aftan hann. Ég kynnti mig og sagðist vera að kynna heimasíðu þar sem ég byði upp á úrvals sokka. Hann horfir á mig og spyr: „Ertu að segja mér að þú sért að ganga í hús og selja sokka?“ Þá hugsaði ég: „Bara að jörðin myndi opnast og gleypa mig,“ sem var heitasta ósk mín á þessari stundu. Ég var samt snögg að hugsa, rétti strax úr mér og svaraði honum án þess að roðna og brosti: „Já,“ full sjálftrausts og brosi mínu breiðasta og þá segir hann allt í einu: „Snilld, þetta er bara snilld. Kona mín vinnur í fiski, er alltaf svo kalt á fótunum og svitnar mikið. Áttu ekki einhverja góða sokka handa henni?“ „Jú,“ svara ég. Það endaði með því að hann keypti sokka á alla fjölskylduna og var voða ánægður,“ segir Guðrún og hlær dillandi hlátri. Það er létt í kringum Guðrúnu sem tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega og gerir oft grín að sjálfri sér.

Boltinn byrjar að rúlla

Guðrún hélt áfram næstu daga að selja hús úr húsi. „Þessi fyrsta sokkasala staðfesti fyrir mér að ég væri að gera rétt, þannig að næstu daga hélt ég áfram að ganga í hús. Það voru ekki margir heima á daginn, þess vegna ákvað ég að fara í fyrirtæki og fór svo í söluferðir út um allt land. Ég heimsótti bændur sem allir tóku vel á móti mér. Oft var manni boðið í kaffi og jafnvel mat. Stundum hitti ég á þá í fjósinu eða við að járna hesta. Það kom fyrir að vinir og kunningjar voru í heimsókn, þá var bara slegið upp sokkapartýi og allir keyptu sokka. Fólk var svo ánægt með að fá vöruna keyrða heim að dyrum. Það skemmtilega við þetta allt saman var að nokkru síðar byrjuðu viðskiptavinirnir að hringja í mig og dásama sokkana, vildu kaupa meira af þessum og hinum og töluðu um hvað þeim fylgdi mikil vellíðan. Eitt sinn var ég að verða bensínlaus og renndi inn á næstu bensínstöð, sem var einnig matsölustaður, og þegar ég stoppaði bílinn við dæluna, sá ég iðnaðarmenn í hóp koma gangandi á móti mér á leið inn á grillið. Í sama augnabliki steig ég út úr bílnum og spurði: „Strákar, vantar ykkur ekki góða sokka?“ „Ertu að selja sokka?“ spyr einn þeirra og það næsta sem ég veit er að ég opna skottið á bílnum og þeir hópast í kringum mig og kaupa sokka,“ segir Guðrún og hlær að vitleysunni. Það var bara að henda sér út í djúpu laugina og vera ófeimin. Hún heldur áfram frásögn sinni af sveitaferðinni; „Í einni versluninni bauð framkvæmdastjórinn mér inn á skrifstofu, skoðaði sokkana og spyr mig hvort ég geri mér grein fyrir því hvað ég sé með góða vöru. Hann segist vita það því faðir hans framleiddi sokka í mörg ár og að hann hafi sjálfur unnið í útivistarverslun og viti því hvað hann sé að tala um. Ég tók þá ákvörðun strax í byrjun að hafa verðlag sanngjarnt því ég vildi frekar hafa meiri hreyfingu á lagernum. Ég lít á sokka sem nauðsynjavöru en ekki lúxusvöru,“ segir Guðrún, greinilega hæstánægð með árangur vinnu sinnar


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

11

numissi Allt of dýrt í mötuneyti FS

FSingur vikunnar:

en í dag er hún mest að halda utan um lagerinn og senda í verslanir eða að selja sokka á netinu.

Vinna mín er orðin að ástríðu, það er gaman að byggja svona upp frá grunni og ég segi að varan selji sig sjálf ...

Socks2go komið til að vera

„Dóttir mín hjálpaði mér með vörumerkið og vinkona mín með nafnið Socks2go. Mig langaði að nafnið tengdist nafninu mínu á einhvern hátt og byrjaði á að setja upphafsstafi mína GÓ sem þróaðist yfir í vörumerkið Socks2go. Alls staðar hafa þessir sokkar slegið í gegn, salan gengur vonum framar. Ég er mjög þakklát og get ekki hugsað mér að fara aftur að vinna við fyrra starf. Það fylgir þessu ákveðið frelsi þó maður þurfi að hafa aga og skipuleggja tíma sinn vel. Ég hef lært margt undanfarin ár. Eitt af því sem ég passaði mig á í öllum ferðum mínum var alltaf að skilja eftir nafnspjald svo fólk gæti haft samband ef því líkaði varan,“ segir Guðrún sem er bjartsýn á framhaldið.

Atvinnuleysi opnaði fyrir nýtt ævintýri

„Ég vil halda áfram að byggja þetta upp því ég veit að ég er með góða vöru. Vinna mín er orðin að ástríðu, það er gaman að byggja svona upp frá grunni og ég segi að varan selji sig sjálf. Þegar fólk finnur mikinn mun á gæðum þá reynir ekki mikið á söluhæfileika mína. Sokkarnir frá mér fást nú í 50 verslunum víðsvegar um landið, bæði hér á Suðurnesjum og víðar. Þeir eru meira að segja komnir

Ef Ásta Björk Garðarsdóttir væri skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja þá myndi hún breyta öllu. Uppáhaldsfagið hennar er stærðfræði og Finnbjörn kennari er uppáhaldskennarinn hennar. Lestu meira til að sjá hvað FSingi vikunnar finnst um hitt og þetta.

í sölu í Bandaríkjunum og Danmörku. Krónprins Danmerkur á sokkapör frá mér en ég sendi honum bambussokka í tilefni 50 ára afmælis hans og fékk skriflegar þakkir fyrir. Það var mjög skemmtilegt. Þegar ég lít til baka er ég mjög þakklát fyrir það hvernig lífið tók allt aðra stefnu en ég átti von á. Atvinnuleysið opnaði nýjar dyr fyrir mér sem ég hafði hugrekki til að ganga í gegnum. Það er svo mikilvægt að halda áfram og að gefast ekki upp. Fara aftur upp á hestinn ef þú dettur af baki. Reynsla er eitthvað sem þú getur ekki keypt en hún kemur ekki nema þú gerir eitthvað. Ég er farin að fá viðurnefnið sokkadrottningin og mér finnst það bara skemmtilegt. Ég hafði ákveðnar fyrirmyndir þegar ég byrjaði en þær eru að bjóða góða vöru á góðu og viðráðanlegu verði. Ég segi að góðir hlutir gerast hægt og ég lít bara björtum augum á framtíðina,“ segir Guðrún að lokum með bros á vör.

Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég, því ég verð fræg. Hver er fyndnastur í skólanum? Amalía. Hvað sástu síðast í bíó? Joker.

Hvað heitirðu fullu nafni? Ásta Björk Garðarsdóttir.

Hver er helsti kostur FS? Eyður í stundatöflu.

Á hvaða braut ertu? Veit það ekki.

Hver eru áhugamálin þín? Ræktin.

Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Keflavík og er sextán ára.

Hvað hræðistu mest? Hana Sunnu.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Eitthvað sem kostar ekki svona mikið. Hver er helsti gallinn þinn? Ég get ekki neitt í skóla. Hver er helsti kostur þinn? Ég get sofið lengi. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Aur, Snapchat og Instagram.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi breyta öllu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ef manneskjan er skemmtileg og fyndin er ég til í að kynnast henni. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið sökkar. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ætla örugglega að verða kírópraktor eða nuddari. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Ekki neitt.

Uppáhalds... ...kennari? Finnbjörn.

...sjónvarpsþættir? How I met your mother.

...hljómsveit? Auðvitað One Direction.

...skólafag? Stærðfræði.

...kvikmynd? It.

...leikari? Kevin Hart.

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr

húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2019. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum.

Hátíðarsýning

í tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps

Tónlist: Jerry Bock Tex : Sheldо Harnick Sýningar í Stapa í Hljómahöll, Reykjanesbæ Frumsýning: Aðrar sýningar:

Föstudag Laugardag Sunnudag

15. nóv. kl. 19:00 16. nóv. kl. 19:00 17. nóv. kl. 19:00

Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum af Suðurnesjum

Sími: 570 1300

Hljómsveitarstjóri: Karen J. Sturlaugsson Leikstjóri: Jóhann Smári Sævarsson

www.minjastofnun.is

Miðaverð: 3.800 kr – Miðasala: Hljómahöll.is og tix.is

Suðurgötu 39,101 Reykjavík

husafridunarsjodur@minjastofnun.is

Sýningin er styrkt af:

Byggt á sögu eftir Joseph Stein. Útsetning: Music Theatre International í Evrópu www.mtishows.co.uk


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Athvarf

Marína Ósk sendir frá sér fyrstu hljómplötu sína Söngkonan Marína Ósk hefur sent frá sér fyrstu sólóplötu sína, Athvarf. Platan inniheldur ellefu lög sem öll eru samin og útsett af söngkonunni sjálfri. Platan var tekin upp í Sundlauginni stúdió í mars 2019 og kemur út á geisladiski og á streymisveitum. Útgáfutónleikar verða í Hofi á Akureyri 25. október og í Sunnusal Iðnó í Reykjavík 30. október. Heiti plötunnar, Athvarf, vísar til þess að tónlist hefur lengi verið Marínu eins konar griðastaður þar sem hægt er að hvíla sig, safna kröftum og leita lausna. „Þegar ég var táningur átti ég það til að loka mig af inni í herbergi, leggjast niður og einfaldlega hlusta á tónlist. Órafmagnaðar útgáfur og viðkvæm, akústísk tónlist

voru mitt lífsmeðal og gítarinn oftast í forgrunni en þessi tegund hljóðheims hefur alltaf haft mjög róandi og heilandi áhrif á mig. Mig langaði mikið að semja tónlist innan þessa áhrifaríka hljóðheims og úr varð þessi plata sem mestmegnis er leikin af tveimur gítarleikurum og rafbassaleikara.“

Marína ólst upp í heimi klassískrar tónlistar í Keflavík, hreiðraði um sig á poppsenu Akureyrar í dágóðan tíma og hefur síðustu sjö ár einbeitt sér að djassnámi í Hollandi og Svíþjóð. Tónlistin á plötunni er aftur á móti í berskjölduðum söngvaskáldastíl og gítarinn fær mikið pláss. Áhrifa djass og þjóðlagatónlistar má þó vel greina í tónsmíðunum og má kannski með sanni segja að þessi leitandi vegferð milli landa, landshluta og tónlistarstíla hafi leitt Marínu í listrænan hring.

PLATAN Á SPOTIFY:

REYKJANESBÆR 25 ÁRA

Unnur Birna Þórhallsdóttir:

Sjoppan mikilvæg „Það var gott að alast upp í Keflavík, ég á margar góðar minningar þaðan. Margir kynlegir kvistir voru þá sveimandi um bæinn eins og Gvendur þribbi, Blakki, Stína Hjalta, Beggi og fleiri. Þegar ég byrjaði í skóla þá gekk ég í Barnaskóla Keflavíkur sem var græni skólinn efst á Skólaveginum. Var þar í tvo eða þrjá vetur og svo fór ég í stóra skólann sem heitir í dag Myllubakkaskóli og var þar upp í 7. bekk. Í frímínútum fórum við krakkarnir í Ragnarsbakarí á Hringbraut til að kaupa snúð og við hliðina inn í Nonna og Bubba til að ná okkur í gos. Við fórum líka í Sölvabúð og þar afgreiddi okkur Kaja danska, sem sagði alltaf: „Hvað ætla ég að fá?“. Svo héngum við á sjoppunni Brautarnesti við Hringbraut á kvöldin. Eftir barnaskólann fór ég í Gaggó, sem er Holtaskóli í dag, og var þar í fjögur ár. Þá var ýmislegt brallað og margir góðir kennarar voru að kenna í Gaggó sem þurftu að þola ýmislegt frá okkur krökkunum. Þegar við vorum komin í Gaggó þá fórum við alltaf í frímínútunum út í Skúlabúð sem var í Lyngholtinu.“ Krakkarnir alltaf að hittast

„Félagslífið fór aðallega fram á Hafnargötunni og löbbuðum við vinkonurnar upp götuna þar, upp og niður í hvaða veðri sem var. Þar var líka hangið á planinu við Aðalstöðina, á Dorró, á Ísbarnum hjá Kalla og fyrir utan Ungó þegar þar voru böll. Svo var farið á Mánabar eftir sundferðir til að fá sér pylsu. Einu sinni í viku var opið í Æskulýðsheimilinu og þá var auðvitað farið þangað. Stundum voru haldin böll á föstudagskvöldum og þá voru allir þar. Bíóin voru vel sótt og það kom fyrir að við fórum í fimm-, sjö- og níubíó. Alltaf var farið í bíó á

fimmtudögum því það voru sjónvarpslaust kvöld.“

Ókeypis á íþróttaæfingar

„Íþróttalífið er ofarlega í minningunni. Það var auðvelt að æfa hinar ýmsu íþróttir, man ekki eftir að það hafi þurft að borga nokkuð. Við vorum hvött áfram af snillingnum Sigga Steindórs sem var ekki ánægður með okkur ef við skiptum yfir í Ungmennafélagið til að geta spilað á Landsmótum því KFK var hans lið! Á veturna spilaði ég handbolta og æfði sund. Ég spilaði handbolta með mörgum góðum stelpum eins og Gullu Jóns, Gestínu, Viggu, Laufey Kristjáns, Hebbu Daða, Hildi og Kristínu Kristjáns,

Ingu Lóu og vinkonum mínum Auði Harðar, Jóu Reynis, Þurý, Sissu og Önnu Þóru ásamt fleirum. Á sumrin æfði ég fótbolta og voru helstu fyrirmyndir mínar úr karlaliðinu, eins og Gísli Torfa, Guðni Kjartans, Villi Ketils og fleiri stjörnur.“

Vantar meira líf á Hafnargötu

„Munurinn sem ég sé helst í Keflavík er sá að bærinn hefur stækkað gríðarlega og fólkinu fjölgað. Ásýnd hans hefur batnað til muna en þó finnst mér Hafnargatan vera líflausari en hún var hér áður fyrr. Ég kem reglulega til Keflavíkur til að hitta vini og fjölskyldu. Ég á marga góða vini sem búa enn í Keflavík og árgangurinn minn er duglegur að hittast. Mér þykir afar vænt um ‘58 árganginn og það er dýrmætt hversu góðir vinir við erum enn þann dag í dag.“

Gamli bærinn minn – Víkurfréttir höfðu samband við brottflutta og báðu þá að rifja upp gamla tíma. Þar kom margt forvitnilegt fram um hvernig bæjarlífið var á árum áður.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Viðburðir í Reykjanesbæ

Hjallatún – Aðstoðarleikskólastjóri – tímabundið Garðasel – Matráður 75% Njarðvíkurskóli – Umsjónarmaður fasteignar Björgin Geðræktarmiðstöð – Sálfræðingur Fræðslusvið - Sálfræðingur

Fimmtudagurinn 17. október

Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

Þrykkt á taupoka kl 19.30 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Boðið verður upp á skapandi samverustund þar sem unnið er með taupoka, tauliti og dúkaristur. Skráning er nauðsynleg á heimasíðu safnsins eða í afgreiðslu.

Chcesz pomóc w przygotowaniu dań na stragan polskich przysmaków? Vilt þú gera mat fyrir pólskan street food markað? Fólk sem getur og langar að koma með mat á Pólsku menningarhátíðina, laugardaginn 9. nóvember 2019 er bent á að hafa samband við Katarzyna Calicki, sem vinnur að hátíðinni í samstarfi við Reykjanesbæ, calicka.k@gmail.com eða koma til Angelu í Ráðhúskaffi.

Fermingarmynd af Unni Þórhalls.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 GEYMSLUPLÁSS Til leigu geymslupláss fyrir ferðavagna, báta o.fl. Áhugasamir sendið tölvupóst á idex@idex.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Tækniframfarir í fjármálageiranum hafa verið gríðarlegar á undanförnum árum. Flestir greiða kröfur úr stofunni heima í gegnum netbankaþjónustu. Vinnuveitandi millifærir laun til launþega rafrænt. Bankarnir keppast við að eiga besta appið. Bílalán eru samþykkt með rafrænum skilríkjum. Mjög þægileg og góð þjónusta, sem sömuleiðis endurspeglar miklar breytingar í útibúum banka. Ég er minn eigin bankastjóri.

Leiklistarnámskeið fyrir börn 9 til 11 ára Núna eru þær hvorki í stjórn Leikfélags Keflavíkur eða að taka þátt í væntanlegri leiksýningu félagsins, Fló á skinni, sem frumsýnd verður eftir rétt tæpar tvær vikur en þær geta samt ekki látið leiklistina vera. Þessar stöllur elska leiklist og einnig að hjálpa öðrum að upplifa góðar hliðar í sjálfum sér með verkfærum leiklistar. Þetta eru þær Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem langar að bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir börn í lok október.

Ef það er hægt að treysta fólki fyrir að vera eigin bankastjórar. Af hverju er þá ekki hægt að treysta fólki fyrir því að vera sínir eigin fjárfestar? Um hver mánaðamót greiðir launþegi ríflega fjórðung launa sinna í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðurinn sér um að ávaxta peningana. Með misgóðum árangri. Þannig eignuðust íbúar í Reykjanesbæ til dæmis kísilver. Með nútímatækni ætti ekki að vera flókið að launþegar fengju lífeyrissjóðsframlagið greitt inn á eigin reikning og myndu sjá um að ávaxta þann sparnað sjálfir gegnum sína eigin netbankaþjónustu. Hægt væri að láta peningana liggja þar í umsjá lífeyris-

sjóðs eða viðkomandi gæti ákveðið að sjá sjálfur um ávöxtun á lífeyrissjóði sínum. Þannig yrðu mun fleiri einstaklingar þátttakendur á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði. Hægt væri að greiða hraðar upp eigið húsnæði, fjárfesta í innviðum ríkisins eða uppbyggingu húsnæðis Margeirs Vilhjálmssonar fyrir eldri borgara, vegagerð ríkisins og svo mætti lengi telja. Launþegar gætu á vissan hátt með þessu greitt atkvæði með sparnaði sínum en ekki í gegnum dyntóttar ákvarðanir misviturra þingmanna eða fjárfestingastjóra lífeyrissjóða.

LOKAORÐ

Bankastjóri

Einhverra hluta vegna virðist vera lítill vilji til að nota tæknina á þennan máta. Af hverju skyldi það vera?

V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Börn eru móttækileg fyrir leiklist

„Við fengum styrk frá menningarráði Reykjanesbæjar sem við viljum nýta í að bjóða börnum að taka þátt sem eru á aldrinum 9 - 11 ára. Þegar við vorum að ákveða aldurshóp þátttakenda þá sáum við það að Unglingadeild Leikfélags Keflavíkur er mjög virk en þau sem eru aðeins yngri hafa ekki fengið tækifæri lengi til að vera með á námskeiði. Börn á þessum aldri eru svo móttækileg og því gott að vinna með þeim og styrkja enn frekar jákvæða sjálfsmynd þeirra áður en þau verða unglingar,“ segir Guðný.

Dásamlegt að sjá börn blómstra

Blaðakonu lék forvitni á að hvaðan þær vinkonur fá kraftinn til að vinna með leiklist ár eftir ár. „Það er nú létt að svara því,“ segir Guðný og bætir við með sannfæringu; „Það er svo ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í leiklist. Og að miðla leiklist til barna og unglinga, að sjá þau blómstra er dásamlegt. Uppskera mín er þegar ég sé þau standa örugg á sviði eftir að leiklistin hefur hjálpað þeim að fá útrás en það er það sem leiklist hjálpar þeim með, að fá útrás fyrir tilfinningar sínar í gegnum leik. Þau verða glaðari og léttari, í meira jafnvægi. Þau upplifa að þau eru fín eins og þau eru. Ég er einnig að kenna skapandi námsgrein í Heiðarskóla sem við köllum Sviðslistir og þar sé ég hvað leiklist gerir öllum gott. Mér finnst börn sem ekki kynnast leiklist fara á mis við svo margt sem gæti eflt þau persónulega. Ég hef séð afrakstur svo margra nemenda í skólanum hjá okkur, séð hvernig þau lifna við á jákvæðan hátt og verða sjálfsöruggari með sig. Leiklist skapar vellíðan.“

Leiklist fyrir allskonar krakka

„Þegar ég var krakki sat ég á bekknum í körfubolta því ég var svo grútléleg. Mig langaði að vera góð en var það ekki. Þetta var samt það sem allir gerðu, allir voru að æfa einhverja íþrótt og ég vildi vera með en var samt aldrei þessi íþróttatýpa. Ég fann mig ekki fyrr en ég fór að dútla í leiklist. Það er líka fyrir þessa krakka sem mig langar að miðla leiklistinni því það eru til fleiri krakkar eins og ég var. Auðvitað eru alls konar krakkar sem langar að vera með í leiklist en ég tengi einnig við þessa sem finnst þau ekki passa neins staðar. Leiklist getur hjálpað þér að skapa og vinna úr tilfinningum þínum. Allir hafa gott af leiklist, ekki bara börn og unglingar. Í leiklist færðu að vera akkúrat sá sem þú ert. Allir eru velkomnir og unnið er með styrkleika hvers og eins. Sumir krakkar vilja vera í leiklist eða dansi, aðrir í íþróttum og svo eru til krakkar sem vilja vera með í öllu þessu og fá útrás,“ segir Halla Karen.

Vanar að vinna með börnum

Þær eru líflegar báðar tvær og skemmtilegar, Guðný og Halla Karen og hafa oft unnið saman í leiklist, hvernig gengur samstarfið? „Við tvær vinnum svo vel saman, leiklist er ástríða hjá okkur báðum og við erum oft að hugsa þetta sama, fáum sömu hugmyndir um hvað við getum gert næst. Börn, kennsla og leiklist er það sem tengir okkur og við erum samstíga í þessu,“ segir Guðný og horfir brosandi til Höllu Karenar sem toppar þessi ummæli hjá Guðnýju og segir; „Við eigum líka svo dásamlega eiginmenn, það verður einnig að koma fram, því þeir styðja okkur í leiklistinni. Það er mjög gott að vita af þeim á hliðarlínunni þegar við erum að vinna í einhverju skapandi verkefni eins og þessu.“ Hvers konar leiklistarnámskeið er framundan? „Við ætlum að einblína á leiklist og söng, tónlist og dans, sem eflir sjálfstyrkingu og jákvæð samskipti. Yfirleitt myndast góð vinátta eftir svona námskeið hjá börnunum. Leiklistarnámskeið veitir þeim ákveðna þjálfun til þess að taka þátt í leiksýningu seinna ef þau vilja það, þetta er einskonar stökkpallur. Krakkar af öllum Suðurnesjum eru velkomin að taka þátt“ segir Guðný. „Eftir sex vikna námskeið viljum við enda með lítilli leiksýningu fyrir aðstandendur. Það er alltaf mjög skemmtilegt. Samstarf okkar við Leikfélag Keflavíkur er mjög gott og því eigum við aðgang að búningasafni félagsins sem krökkunum finnst mjög spennandi að róta í og klæða sig upp. Við lítum svo á að við erum að ala upp leikhúsunnendur og jafnvel leikara framtíðarinnar, það er aldrei að vita hvaða hæfileikar leynast í þátttakendum,“ segir Halla Karen og þær vinkonur brosa báðar við þessum lokaorðum, greinilega fullar eftirvæntingar að byrja nýtt námskeið með krökkum sem langar að vera með.

KENNSLURÁÐGJAFI Við óskum eftir kennsluráðgjafa til starfa á Rekstrarsviði. Helstu verkefni eru skipulagning á þjálfun fyrir flugvallarstarfsmenn og aðra hópa sem felur í sér þróun námsefnis, kennsluleiðbeininga og hæfniviðmiða. Kennsluráðgjafi starfar með þjálfunarteymi sviðsins sem ber ábyrgð á að öll þjálfun og kennsla sé framkvæmd á faglegan og markvissan hátt.

SÉRFRÆÐINGUR Í ÖRYGGISMÁLU M Við óskum eftir öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í öryggismálum á Rekstrarsviði. Starfið felur í sér orsakagreiningu atvika, úrbótavinnu og eftirfylgni ásamt úttektum á starfsemi tengdri öryggi flugafgreiðsluaðila. Í því felst mikil samvinna og samskipti við hagsmunaaðila sem og samstarf um öryggismál innan Isavia og virk þátttaka í mótun stefnu og öryggisog gæðastarfi.

Hæfniskröfur • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

• Reynsla af skipulagningu þjálfunar og gerð námsefnis

• Menntun eða reynsla á sviði flugtengdrar starfsemi er kostur

• Færni í samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun

• Þekking og reynsla á öryggismálum og gæðastjórnunarkerfum

• Þekking á björgunar- og slökkvimálum er kostur

• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Lóa Björg Gestsdóttir, loa.gestsdottir@isavia.is.

Nánari upplýsingar veitir Fjóla Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is. Starfsstöð: Keflavík

Starfsstöð: Keflavík

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNARFRESTUR: 2 7. O K T Ó B E R

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

13


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

SAGÐI BLESS VIÐ LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ OG RÍKA FÓLKIÐ Sjoppur gegna enn mikilvægu þjónustuhlutverki í litlum bæjum þar sem matvöruverslanir loka snemma. Þægilegt að geta skroppið í sjoppuna ef mann langar í skyndibita eða gott í gogginn. Doddagrill í Garðinum lætur lítið yfir sér þar sem eigandinn Þórður Matthías Þórðarson, matreiðslumeistari, stendur vaktina á daginn en á kvöldin er hann með einvala lið framhaldsskólanema sem sjá um afgreiðsluna. Þórður, eða Doddi eins og hann er ávallt kallaður, á að baki mörg skemmtileg ævintýri í útlöndum en kann best að meta samverustundir með fjölskyldu sinni í dag.

Metnaður minn sem matreiðslumeistari hverfur ekki en beinist nú að þessum sjoppurekstri í Garðinum. Þetta er hið ljúfa líf ...

Ævintýri í útlöndum

„Ég er bara sjoppukall, fæddur og uppalinn í Grindavík með hléum og lít á mig sem Grindvíking. Ég var á sjó frá 15 til 24 ára og sá að ég vildi ekki vera lengur á sjónum heldur fylgja draumum mínum og fór að læra kokkinn. Það voru mikil viðbrigði að hætta á sjó og vinna sem kokkanemi á Hótel Sögu þar sem ég tók verklega námið en bóklega kláraði ég í Menntaskólanum í Kópavogi. Seinna tók ég

VIÐTAL

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2020. Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 3. október og er umsóknarfrestur til miðnættis 27. október. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en tengil er að finna á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is. Á vefsíðunni sss.is má einnig kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja. Auk þess er á síðunni leiðbeinandi myndband fyrir umsækjendur. Einnig er hægt að hafa samband við Björk Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

meistaraprófið og er matreiðslumeistari að mennt í dag. Hjá mér var þetta ákveðin hugsjón. Mig langaði að sjá heiminn og besta leiðin til þess var að vinna frítt sem kokkur og það gerði ég á sumrin, sem nemi á flottum Michelin veitingahúsum í París og til dæmis á sveitasetri rétt fyrir utan Lion í Frakklandi. Ég útskrifaðist árið 2008 þegar hrunið varð og ákvað að fara til Danmerkur með kokkaprófið upp á vasann og vinna á veitingahúsum, þaðan fór ég til Noregs og Þýskalands. Ég upplifði mörg ævintýri á þessum árum. Þegar ég var í Þýskalandi sá ég auglýsingu frá skemmtiferðaskipi sem óskaði eftir kokki um borð. Þetta var í raun snekkja í stærri kantinum eða 118.000 tonna snekkja á sjö hæðum en aðeins með pláss fyrir tvöhundruð gesti. Ég réði mig í sex mánuði um borð en allskonar ríkt lið leigði snekkjuna. Meðal annarra voru eigendur Google fyrirtækisins og Ferrari Formúlu 1 liðið sem tók snekkjuna á leigu fyrir gesti sína. Ég ferðaðist víða um lönd þessa mánuði sem kokkur og fór meðal annars um alla Suður-Evrópu, Karabíska hafið, Kyrrahafið og Suður-Ameríku. Ég var

einhleypur á þessum tíma og naut þess að ferðast og sjá heiminn, alveg eins og mig dreymdi um að gera, en svo kom að því að mig langaði heim til Íslands aftur,“ segir Doddi.

Langaði að koma heim

Einhverjir myndu halda að þetta væri toppurinn, að matreiða ofan í ríka fólkið, en Doddi var búinn að fá nóg og vildi frekar búa einföldu lífi heima á Íslandi, fjarri glys og glaum. „Mig var farið að langa til að tóna mig niður. Að vera nær fjölskyldu minni og vinum togaði meira í mig. Það var gott að koma heim. Ég gerðist yfirkokkur á veitingahúsinu 1919 í Reykjavík í byrjun og þaðan fór ég í veiðihús í Borgarfirði og Bláa lónið. Svo varð ákveðið uppgjör með sjálfum mér eftir að ég eignaðist fjölskyldu, ég var ekki sáttur við að vinna yfir tvö-, þrjúhundruð tíma í mánuði en það gerist yfirleitt í veitingahúsabransanum. Í dag vil ég forgangsraða tíma mínum og vera meira með fjölskyldu minni en vinnunni. Við pabbi rekum saman þessar tvær sjoppur, Doddagrill í Garðinum og Tjarnagrill í Innri Njarðvík, en fjölskylda mín hefur verið í rekstri í mörg ár hér á Suðurnesjum. Ég sé um Dodda­ grill á meðan pabbi sér um rekstur Tjarnagrills. Reksturinn gengur vel

og ég er mjög sáttur. Þegar maður hefur séð allskonar í heiminum þá finnst mér mun meira virði að geta sótt barnið mitt á leikskóla, vera með strákunum mínum litlu og unnustu og notið fjölskyldulífs. Það er ríkidæmi lífsins. Ég vinn bara dagvinnu og fæ góða framhaldsskólanemendur til að sinna afgreiðslu eftir klukkan fjögur á daginn hjá mér. Þau eiga möguleika á að þéna fjóra, fimm tíma á dag í aukavinnu með námi og það er gott að geta lagt þeim lið. Þetta er samstarf sem gengur upp, ég vil skaffa ungu fólki aukavinnu og þau gera mér kleift að hætta fyrr á daginn. Ég kann vel við mig í sveitinni hér í Garðinum. Þetta er notalegur bær og bæjarbúar kunna vel að meta það sem ég er að bjóða þeim upp á en ég hef lagt áherslu á að vera með matsölu einnig í sjoppunni, hamborgaratilboð og nú síðast pítsur um helgar, bakaðar á staðnum. Aðsóknin er þvílík, miklu meiri en ég átti von á, enda langt í næsta pítsuveitingastað. Ég hef gaman af því að elda og vil gera vel það sem ég fæst við hverju sinni. Ég hef sagt skilið við lífsgæðakapphlaupið, allt þetta áreiti og samkeppni í öllu. Metnaður minn sem matreiðslumeistari hverfur ekki en beinist nú að þessum sjoppurekstri í Garðinum. Þetta er hið ljúfa líf,“ segir Doddi í Doddagrilli.

Fundur fulltrúaráðs Festu lífeyrissjóðs Í samræmi við nýja gr. 5.4 í samþykktum Festu lífeyrissjóðs, boðar stjórn lífeyrissjóðsins til fundar í fulltrúaráði sjóðsins mánudaginn 28. október n.k. á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Fundarstörf hefjast kl.: 18:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum. Dagskrá: Setning fundar Kynning á afkomu Festu lífeyrissjóðs m.v. 30.06.2019 Kynning á framvindu og fylgni við fjárfestingarstefnu sjóðsins Önnur mál Stjórn Festu lífeyrissjóðs


SUÐUR MEÐ SJÓ FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA

! Ð Ö R A T T Á NÝ Þ

Inga fann ástina á Kýpur Njarðvíkingurinn Inga Karlsdóttir fann ástina á Kýpur og hefur búið þar í 38 ár með eiginmanni og fjórum börnum. Hún hefur starfrækt grænmetisveitingastað með ágætum árangri, þar sem fyrstu uppskriftirnar

magasín SUÐURNESJA

Sjáið sýnishorn í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is fimmtudagskvöld kl. 20:30

komu úr matreiðslubók Hagkaups, Grænum kosti. Börnin hennar gætu alveg hugsað sér að flytja til Íslands en hún er ekki á leiðinni til Njarðvíkur í bráð. Víkurfréttir heimsóttu Ingu til Kýpur og ræddu við hana um menninguna og lífið í landinu sem og hvernig heimamenn tóku grænmetisstaðnum hennar.

SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

MÁNUDAG KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.


16

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

SANNFÆRÐUR UM AÐ FORVARNADAGURINN ER AÐ VIRKA VEL OG HEFUR MIKIL ÁHRIF ❱❱

segir Kristján Geirsson, lögreglumaður, sem stýrt hefur forvarnadegi ungra ökumanna frá árinu 2004

Forvarnadagur ungra ökumanna er verkefni sem sett var af stað í Reykjanesbæ árið 2004. Ástæðan var að á þessum tíma var margt ungt fólk að slasast og látast í umferðinni, þar á meðal hér suður með sjó. „Samfélagið var í sjokki á þessum tíma og menn vildu að eitthvað yrði gert,“ segir Kristján Geirsson, lögreglumaður, sem leitt hefur forvarnaverkefnið öll þessi ár. Lögreglan á Suðurnesjum kallaði saman fund með Brunavörnum Suðurnesja, Reykjanesbæ, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og tryggingafélögum. Þá hefur Samgöngustofa einnig tekið þátt í verkefninu síðustu ár. „Á fundinum var rætt hvað við gætum gert og forvarnadagur ungra ökumanna var settur af stað, hann er fyrir ungmenni á aldrinum sextán til sautján ára sem eru að hefja ökunám eða að fá bílpróf en tilgangurinn er að höfða til ábyrgðakenndar þeirra þegar komið er út í umferðina,“ segir Kristján. – Hvað er verið að segja þeim? „Við ræðum meðal annars við þau um slys sem verða vegna ölvunaraksturs og hraðaksturs. Við ræðum alvarleika þess að nota ekki bílbelti en fólk slasast mikið og kastast út úr bílum þar sem belti eru ekki notuð. Í dag er áherslan líka mikil á notkun snjalltækja undir stýri. Það er stórhættulegt en alltof mikið um það. Við förum yfir tölur og staðreyndir með unga fólkinu, hvað allt þetta

þýðir og geti kostað okkur. Við erum öll að reyna að leggjast á eitt og fækka slysum og ef við sýnum öll ábyrgð í umferðinni þá ættum við að geta það með einhverjum hætti.“

Einstakt verkefni í Reykjanesbæ

Forvarnadagur ungra ökumanna hefur fram til þessa verið einstakt verkefni í Reykjanesbæ en nú má segja að forvarnadagurinn sé kominn í útrás. Verið er að innleiða verkefnið á Ísafirði og þá sátu viðbragðaðilar og skólafólk af Suðurlandi forvarnadaginn í Reykjanesbæ í síðustu viku til að kynna sér framkvæmd hans með það fyrir augum að hleypa verkefninu af stokkunum þar. Forvarnadagurinn hefur einnig verið kynntur í Lögregluskólanum. Kristján Geirsson hefur fengið unga konu til að aðstoða sig á fyrirlestri sínum. Hún lenti í alvarlegu umferðarslysi árið 2010, þá sautján ára gömul. Í slysinu slasaðist hún mikið og tvær bestu vinkonur hennar létust. „Ég er ánægður að fá hana inn í verkefnið og hún segir sjálf að það hjálpi

sér mikið að miðla af reynslu sinni og hún sé ennþá að vinna úr áfallinu eftir slysið,“ segir Kristján og telur að hún komi góðum skilaboðum til unga fólksins úr lífsreynslu sinni, s.s. varðandi beltanotkun og einnig að fara aldrei upp í bíl ef ökumaður er undir áhrifum áfengis. – Er unga fólkið móttækilegt fyrir þessu? Nú sviðsetjið þið m.a. slys í lok dagsins. „Sviðsetta slysið er bara til að sýna þeim hvernig viðbragðsaðilar bregðast við þegar það verður slys. Þau taka þátt í sviðsetningu slyssins og fá þannig betri innsýn í þetta. Þetta eru oftast slys vegna hraða, ölvunar eða að belti sé ekki til staðar og farþegar kastist út. Í þessu slysi sem við settum á svið var fólk fast í bílnum, þá kemur tækjabíll og beita þarf klippum til að losa fólk. Við erum að sýna þeim hvernig við berum okkur að á vettvangi. Ég er sannfærður um að þetta virkar og hefur mikil áhrif,“ segir Kristján Geirsson lögreglumaður.

Þjónustuskoðanir og öll almenn þjónusta fyrir

Skoda, Audi, WV og Mitsubishi

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 17 FRÁ 8 TIL 16 Á FÖSTUDÖGUM

magasín SUÐURNESJA


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

Minning

Gunnar Örn Gunnarsson f.19/11 1933 - d. 26/9 2019 Góður Lionsfélagi og vinur er fallinn frá. Gunnar Örn Gunnarsson gekk til liðs við Lionsklúbb Njarðvíkur árið 1978 og var hann frá fyrsta degi öflugur og virkur félagi. Í gegnum árin hefur Gunnar Örn gegnt störfum í flestum nefndum klúbbsins og var veturinn 2010–2011 formaður hans. Gunnar Örn var gjarnan hrókur alls fagnaðar, hvar og hvenær sem klúbbfélagar komu saman. Síðustu ár hefur hann verið í sögunefnd klúbbsins enda var hann mikill húmoristi, fróður og lífsreyndur maður. Gunnar Örn hafði einstaka frásagnarhæfileika og oftar en ekki gerði hann mest grín að sjálfum sér. Það var okkur undirrituðum mikil ánægja að fara í september sl. í heimsókn til Gunnars Arnar, okkar góða félaga, og færa honum viðurkenningu fyrir 40 ára starf í Lionshreyfingunni. Áttum við með honum góða

stund, þar sem hann lék á alls oddi. Vitum við að þessi viðurkenning, sem og sú er hann var sæmdur 2018, er hann var heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt við að hafa fundina létta og skemmtilega í gegnum tíðan, glöddu hann mikið. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbbi Njarðvíkur viljum við þakka Gunnari Erni fyrir góð störf í þágu klúbbsins og vináttu hans við okkur Lionsfélaga sína í gegnum árin. Kæra Erna, börn og fjölskylda, missir ykkar er mikill og sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan mann lifir áfram. F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur, Ólafur Thordersen Hafsteinn Ingibergsson

MÁNUDAG KL. 21:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS

17

Eru starfsmenn stjórnkerfisins diplómatískir málaliðar fyrir eiturefnahernaðinn í Helguvík? Umræða um kísilverið í Helguvík, sem áætlað er að hefji rekstur á næsta ári er mikið rædd yfir kaffibollum við eldhúsborð í Reykjanesbæ. Þar spinnast oft líflegar umræður‚ þá sérstaklega um hvernig Arion banki ætli að koma þessari verksmiðju á koppinn, þvert á vilja meirihluta íbúa. Afleiðingar kolefnissporsins og eiturefnamengunarinnar af kolabrennslunni við framleiðslu kísilsins er aðal áhyggjuefnið í umræðum bæjarbúa.

Samræðurnar við eldhúsborðið

„Þeir eru skipulagðir, einbeittir og siðblindir eins og stríðsherrar eru gjarnan og því er kolefnisspor og eiturefnadreifing algjört aukaatriði í þeirra augum,“ sagði fyrsti og saup á kaffinu. Bætti svo við, því aðrir þögðu; „mörgum finnst eins og Arion hafi allt kerfið í hendi sér og þær opinberu stofnanir sem vald hafa til að stöðva þessa helför séu „diplómatískir málaliðar“ hjá stríðsherrunum.“ Áfram þögðu sessunautar en fyrsti hélt áfram; „á bak við eiturefnahernaðinn á íbúa Reykjanesbæjar á næsta ári, er hershöfðingjaráð, sem er stjórn Arion banka. Hersveitin sem þeir stjórna er Stakksberg og síðan eru þeir með sérsveitir til halds og trausts í sér verkefnum við hernaðaráætlun stríðsrekstursins eins og t.d. verkfræðistofuna Verkís og ráðgjafafyrirtækið Vatnaskil.“ „Góð samlíking,“ sagði annar við eldhúsborðið.

Skipulagsstofnun kom til tals

Fyrsti sagði: „Hersveit Stakksbergs hefur áorkað, svipað og Nazistunum í Þýskalandi á sínum tíma að virkja flestar opinberar stofnanir í landinu í sína þágu við að koma hernaðaráætluninni í framkvæmd.“ „Já þeir virðast hafa nóg af diplómatískum málaliðum í opinbera kerfinu,“ sagði annar. Þá sagði fyrsti; „fínstilling eiturefnaárásarinnar virðist í raun gerð af Skipulagsstofnun. Liðþjálfum Stakksbergs hefur tekist að fá þá í lið með sér við að skipuleggja og samræma allt plottið og fá margar aðrar

opinberar stofnanir og sérfræðinga til að liðsinna málinu.“ Þriðji sagði þá; „þetta er ekki sanngjörn umræða strákar. Á stofnuninni er örugglega margt starfsfólk sem sinnir störfum sínum af heiðarleik og trúmennsku í samræmi við lög og reglur.“ Annar endurtók þá strax fyrri yfirlýsingu; „Já diplómatískir málaliðar, því ekki er að sjá að þeir sinni þessu af gagnrýnni fagmennsku. Eruð þið búnir að lesa ákvörðunina um matsáætlun sem Skipulagsstofnun gaf út í apríl? Það er sko léttvægt plagg og nánast loforð til Stakksbergs um að þeir megi starta verksmiðjunni þegar þeir eru búnir að ljúka því að svara atriðunum ellefu í frummatsskýrslunni.“ Sopið er á kaffinu og svo haldið áfram; „Er gerð krafa um að starfsfólkið í verksmiðjunni hafi einhverja lágmarks menntun‚ t.d. um vinnuvernd í loftlags- og eiturefnafræðum? Nei. Eða um að skipstjórinn á skútunni hafi skipstjórnarréttindi eða einhverja þekkingu á rekstri og stjórnun kísilverksmiðju? Ekki orð um hvaða kunnátta eða menntun þurfi að vera til staðar um nokkurn hlut á svæðinu. Þeir hjá vinnueftirlitinu munu eflaust athuga hvort lyftara maðurinn hafi lyftararéttindi, punktur basta, málið afgreitt.“ Þriðji vildi áfram bera í bætifláka; „Skipulagsstofnun leggur mikla áherslu á útblástur og loftgæði frá verksmiðjunni.“ Svo dró hann upp símann sinn og gúglaði ákvörðunina frá því í apríl. „Sjáiði, hér er það, þeir tala um loftgæði í lið sex og sjö.“ Hann lét símann ganga milli manna.

6. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir og leggja mat á hver áhrif breytilegs afls ofna eru á loftgæði umhverfis verksmiðjuna líkt og Umhverfisstofnun bendir á. Þá þarf jafnframt að greina frá því hvernig brugðist verður við þegar ofnar eru ekki á fullu álagi og mestar líkur eru á lyktarmengun.

7. Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir því hvaða áhrif áætlaðar tæknilegar úrbætur hafa á loftgæði og styrk sem berst út í umhverfið. Ennfremur hvaða áhrif breytingar á reykhreinsivirki, útblæstri og meðhöndlun ryks hafa á efnasamsetningu útblásturs og dreifingu hans á ársgrundvelli og til lengri tíma líkt og Veðurstofa Íslands bendir á. „Við upplifðum þetta allt 2017 sagði fyrsti eftir lesturinn og hélt svo áfram; „Ekki einu orði minnst á eiturefnin, bara minnst á „efnasamsetningu útblásturs og lyktarmengun og þeir vita ekkert um eðli og magn eiturefnanna sem urðu til þess að verksmiðjan var stöðvuð á sínum tíma.“ Annar bætti við; „Þeir þora ekki öðru en hlýða, enda undir heraga Aríons sem diplómatískir málaliðar.“ Fyrsti gretti sig þá, steytti hnefa og sagði svo; „Andsk….., það er fáránlegt að heilt bæjarfélag þurfi aftur að verða ofurselt nýjum kolabrennslu bröskurum og sérstaklega að stjórnkerfið spili með þeim í einu og öllu. Sama sagan mun endurtaka sig, því þeir kunna ekkert frekar en þeir fyrri að reka kísilverksmiðju.“ Reykjanesbæ 10. okt. 2019, Tómas Láruson.

HÉR LEGGUR MÍLA

LJÓSLEIÐARA

Framkvæmd og ábyrgð: Míla ehf.

ljosleidari@mila.is

Þúsund heimili í Reykjanesbæ tengd ljósleiðara Mílu Upplýsingar um ljósleiðara Mílu:

mila.is

Míla í samstarfi við Rafholt ehf. náði þeim áfanga á dögunum að tengja þúsundasta heimilið í Reykjanesbæ við ljósleiðara Mílu. Af því tilefni mættu starfsmenn Rafholts með glaðning til íbúa.

Frekari upplýsingar um ljósleiðara Mílu er að finna á www.mila.is

Nú þegar hafa um 2800 heimili í Keflavík, Njarðvík og á Ásbrú möguleika á að tengjast ljósleiðara Mílu. Við stefnum á að klára lagningu til heimila í Reykjanesbæ á næstu tveimur til þremur árum.


18

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

HOLA Í HÖGGI Í ÞRIÐJA SINN Á FJÓRUM ÁRUM – hefur slegið draumahöggið fimm sinnum Gengið sem leikur golf saman velflesta morgna; Rúnar Hallgríms, Brynjar Vilmundar, Kiddi málari og Siddi.

Andri og Eyþór duttu úr leik á EM

Andri Sævar Arnarsson og Eyþór Jónsson, taekwondo-kappar úr Keflavík, kepptu á Evrópumóti unglinga í taekwondo í byrjun mánaðar. Mótið var fjölmennt en rúmlega 40 lönd sendu keppendur á mótið sem var haldið í Marina D’or á Spáni. Árangur íslensku keppendanna stóð ekki undir væntingum en þeir duttu báðir úr leik í fyrsta bardaga. Fyrirkomulag mótsins

var hreinn útsláttur sem þýðir að ef keppandi tapar bardaga þá fær maður ekki annan. Eyþór barðist við keppanda úr króatíska landsliðinu en það lið fékk næstflest verðlaun á mótinu, Andri keppti við keppanda frá Serbíu sem vann að lokum flokkinn. Eingöngu þrír keppendur frá Norðurlöndum náðu verðlaunum á mótinu þrátt fyrir mikinn fjölda keppenda frá hinum Norðurlandaþjóðunum. Lið Rússa var langsigursælasta liðið á mótinu. Næg verkefni eru framundan hjá taekwondo-deild Keflavíkur. Íslandsmót verður haldið helgina 19.–20. október, Bikarmót um miðjan nóvember og svo mót í Englandi í lok nóvember.

Heiðrún sekúndum frá sigri

– Fjórir Njarðvíkingar gerðu góða hluti á glímuhátíð á Ísafirði

Fyrsta mótið í Meistaramótaröð Glímusambands Íslands fór fram um helgina og samhliða því fór fram minningamót um Hermann Níelsson. Gunnar Örn Guðmundsson varð annar í flokki 15–16 ára, Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í sama flokki og Jóhannes Pálsson varð annar í flokki 13–14 ára pilta á minningamótinu. Jóel keppti einnig á fyrsta móti meistaramóts Glímusambandsins og varð þriðji í -80 kg flokki unglinga og -90 kg flokki karla. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir kom svo öllum á óvart og varð önnur í Opnum flokki kvenna. Heiðrún

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (Rúnar), fv. skipstjóri og maður ársins á Suðurnesjum 1992, leikur golf í Leirunni flesta daga þegar viðrar til golfiðkunar. Hann byrjaði ekki að stunda golf reglulega fyrr en eftir sextugt þegar hann hætti á sjónum og leikur flesta morgna með sömu félögunum, þeim Kristni Þór Guðmundssyni, Brynjari Vilmundarsyni og Sigurði Friðrikssyni. Í viðtali við þá félaga sem birtist í Víkurfréttum fyrr á árinu sagði Rúnar: „Við erum ljónheppnir að hafa heilsu til að vera hérna og spila. Mér finnst golf vera góð afþreying og góð útivera. Þetta er ljómandi gott og aldrei kalt. Svo fáum við okkur kaffi hér í golfskálanum á eftir og spjöllum saman áður en við förum heim.“ Það er mikils virði að hafa heilsu til að leika golf frameftir aldri og eiga vini sem stunda það með manni, væntanlega skemmir ekki fyrir skemmtuninni að fara af og til holu í höggi.

Hefur fimm sinnum farið holu í höggi

Issi, sem hefur séð um veitingaþjónustuna í golfskálanum undanfarin ár, hét á hvern þann sem færi holu í höggi viskíflösku.

Rúnar er augljóslega enginn aukvisi þegar kemur að golfinu, nú í haust fór hann í fimmta sinn holu í höggi. – Hefurðu alltaf slegið draumahöggið á heimavelli? „Nei, einu sinni í Bandaríkjunum. Það var á

North Shore í Orlando og í fyrsta sinn sem ég fór holu í höggi. Öll hin fjögur hafa svo verið á sömu holunni, þeirri sextándu í Leirunni.“ – Hvenær slóstu fyrsta draumahöggið? „Blessaður ég man það ekki, það er svo langt síðan.“

Fjölskylduíþróttin

Margir afkomenda Rúnars stunda einnig golf og meðal þeirra er afabarn Rúnars og alnafni, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson yngri, sem hefur tíu sinnum orðið klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja. Þó hann sé búinn að vera lengi í fremstu röð kylfinga er hann samt eftirbátur afa síns sem hefur farið fimm sinnum holu í höggi, sá yngri á það ennþá eftir. – Nú er nafni þinn með talsvert lægri forgjöf en þú. Ert þú nokkuð að núa salti í sárið og minna hann á þetta, eða hvað? „Jú, ég minni hann af og til á þetta. Hann er nú ekkert sáttur við það, miklu betri golfari og örugglega búinn að slá nokkur þúsund fleiri högg en ég,“ segir Rúnar hlægjandi.

Forsíða Víkurfrétta 21. janúar 1993.

Sigurbjörn tekur við í Grindavík Valsmenn og Grindvíkingar skipust á þjálfurum en Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals hefur verið ráðinn þjálfari UMFG. Túfa, fráfarandi þjálfari Grindvíkinga fékk gamla starf Sigurbjörns og verður aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar, þjálfara Valsmanna. Í leikmannamálum eru háværar raddir um að Grindvíkingurinn Jósef K. Jósefsson sem leikið hefur með Stjörnunni síðustu þrjú árin sé hugsanlega á leiðinni til Grindavíkur. Grindvíkingar sömdu nýlega á ný við Josip

Zeba en hann var kjörinn besti leikmaður tímabilsins hjá þeim. Zeba var hluti af mjög sterkri vörn Grindavíkur á nýafstöðnu tímabili í Pepsi-deildinni. „Það er ósennilegt að það sé hægt að finna lið í flestum, ef ekki öllum deildum heims, sem fær á sig næstfæstu mörkin í deildinni en fellur samt niður um deild en það var jú hlutskipti okkar þetta ár. Það er því ljúft fyrir okkur að tryggja okkur samning við þennan sterka varnarmann næstu þrjú árin,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

lagði alla andstæðinga sína nema einn og var ótrúlega nálægt því að sigra í úrslitaviðureigninni. Aðeins tíu sekúndur voru eftir af viðureigninni þegar andstæðingur Heiðrúnar náði að bregða fyrir hana fæti og skella í gólfið.

Kæru Suðurnesjamenn.

Verðum á heilsugæslunni í Keflavík fimmtudaginn 24. október.

Tímapantanir í síma 534 9600. Nánari upplýsingar www.heyrn.is

Þjónustuskoðanir og öll almenn þjónusta fyrir

Skoda, Audi, WV og Mitsubishi

Ellisif Katrín Björnsdóttir Lögg. heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 17 FRÁ 8 TIL 16 Á FÖSTUDÖGUM


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 17. október 2019 // 39. tbl. // 40. árg.

19

Þrír markmenn úr Njarðvík í landsliðum Íslands Þrír uppaldir markmenn í Njarðvík hafa verið að gera það gott með landsliðum Íslands. Sá yngsti, Pálmi Rafn Arinbjörnson, hefur gert samning við enska úrvalsdeildarliðið Wolves en hann verður sextán ára í lok mánaðarins. Hann lék með 16 ára landsliði Íslands fyrr á árinu en hefur nú verið kallaður í U17 hópinn. Pálmi sagðist ekki geta tjáð sig um málefni hans og úrvalsdeildarliðsins Wolves en sagði að þetta væri mjög spennandi. Hinir markverðirnir eru Ingvar Jónsson, atvinnumaður, og Brynjar Atli Bragason. Ingvar var kallaður í landsliðshóp Íslands gegn Frakklandi og Andorra og Brynjar Atli Bragason, markvörður Inkasso-liðs Njarðvíkur í sumar, hefur verið kallaður í U21 landsliðshópinn. Víkurfréttir heyrðu í Sævari Júlíussyni, markmannsþjálfara á Suðurnesjum til margra ára, og hann var auðvitað stoltur að heyra þessa staðreynd en hann hefur komið að þjálfun allra þessara markmanna.

Fjórða draumahögg Lúðvíks Lúðvík Gunnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja fór nýlega holu í höggi á 16. braut á Hólmsvelli í Leiru. Lúðvík sló með 8-járni og boltinn hrökk í stöngina, skoppaði upp og virtist í smástund vera á leið upp á flöt þegar hann datt aftur ofan í holuna. Þetta var fjórða draumahögg Lúðvíks, hann hefur einu sinni áður sett boltann í holu á sextándu en hann hefur einnig farið holu í höggi á 8. og 13. braut. Nú á hann bara eftir að ná draumahögginu á Bergvíkinni, 3. braut á Hólmsvelli. Þá verður hann fyrsti kylfingurinn til að ná því afreki að fara allar par-3 holur Leirunnar á pari.

Risaleikur í Keflavík

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Domino’s-deildinni í körfubolta karla þegar Keflvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Njarðvík í þriðju umferð deildarinnar á föstudagskvöld. Keflvíkingar hafa sigraði í tveimur fyrstu leikjum sínum og unnu Grindavík í 2. Umferð á heimavelli þeirra gulu sem hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Njarðvíkingar unnu fyrst ÍR en töpuðu svo fyrir Tindastóli í Ljónagryfjunni. Mörg liðanna eru mikið breytt en líklega ekkert eins og Keflavík sem er með þrjá nýja útlendinga og tvo íslenska leikmenn í hópnum. Á myndinni að ofan má sjá fjóra af nýju leikmönnum Keflvíkinga. VF-mynd/pket.

KEFLVÍKINGAR FJÖLMENNUM Á FYRSTA HEIMALEIK TÍMABILSINS

KEFLAVÍK VS. BLUE HÖLLIN FÖSTUDAGINN 18. OKTÓBER KL. 20:15 K-GRILL FRÁ KL.18.30


lindex.is

Sterkari saman

Bleika armbandið

20000

Allur ágóði af sölu bleika armbandsins í Lindex Krossmóa rennur til styrktar Krabbameinsfélags Suðurnesja.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.