Víkurfréttir 39. tbl. 41. árg.

Page 1

ARON FRIÐRIK GEORGSSON

Frisbígolf á Suðurnesjum

Skemmtileg útivist við allra hæfi

Enski boltinn er hjá okkur Þú pantar Enska boltann hjá Símanum og lætur þá vita að þú sért með áskrift á KTV hjá Kapalvæðingu.

Ræktin leiddi hann í

kraftlyftingar

Miðvikudagur 14. október 2020 // 39. tbl. // 41. árg.

LÍFSREYNSLUSAGA Kristbjörg Kamilla lenti í alvarlegu slysi síðsumars við árekstur sjóþotu og slöngubáts

Missti helminginn af blóðinu og hægri löppin hékk öfug á

Gert er ráð fyrir að ný heilsugæslustöð verði í Dalshverfi í InnriNjarðvík í Reykjanesbæ. Myndin er frá Stapaskóla í hverfinu.

Ný heilsugæsla og slysa- og bráðamótttaka 1.100 milljónir til uppbyggingar á innviðum heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Ný heilsugæsla verður í Innri-Njarðvík.

Sautjándi ágúst síðastliðinn er minnisstæður í lífi Kristbjargar Kamillu Sigtryggsdóttur, þrítugrar konu úr Garðinum. Þennan dag fór hún með vinafólki sínu á slöngubáti út á sundin við Reykjavíkurhöfn til að hafa gaman. Þar lenti hún í alvarlegu slysi, hlaut opið beinbrot og missti um helming af blóðmagni líkamans. Kristbjörg segir sögu sína í Víkurfréttum í þessari viku. Viðtal við hana er einnig í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is.

„Þetta eru stór skref rétta átt en við ætlum að halda áfram og klára þá uppbyggingu sem nauðsynleg er til að mæta þörfum Suðurnesjabúa fyrir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð,“ segir Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, en í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir byggingu nýrrar heilsugæslu í Reykjanesbæ fyrir um 700 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hún verði í Dalshverfi í Innri-Njarðvík og framkvæmdum ljúki árið 2023. Einnig hefur 400 millj. kr. nýlega verið ráðstafað til nýrrar slysa- og bráðamóttöku á HSS. Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta stöð landsins með um 21 þúsund skráða skjólstæðinga og hefur komufjöldi aukist ár frá ári. Einnig hafa verið um eða yfir 13 þúsund komur árlega á slysa- og bráðamóttöku HSS. Að sögn Markúsar er þörf á enn frekari aukningu í þjónustu en aðstöðuleysi hefur staðið stofnuninni fyrir þrifum. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að flytja slysa- og bráðamóttöku, sem og röntgendeild, frá núverandi stað í gömlu sjúkrahúsbyggingunni yfir á jarðhæð D-álmunnar. Með því mun heildarrými slysadeildarinnar um það bil þrefaldast. Við miðum að því að öll aðstaða fyrir skjólstæðinga og starfsfólk verði eins og best verður á kosið. Gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir hefjist á næsta ári.“

Markús segir að starfsfólk HSS hafi undanfarið verið að róa öllum árum í þá átt að efla þjónustuna. Ein af forsendum þess sé að byggja upp húsnæði stofnunarinnar, sem hefur ekki tekið mið af stigmagnandi þjónustuþörf á Suðurnesjum í kjölfar mikillar íbúafjölgunar. „Þessi áfangi í uppbyggingu HSS hefur náðst með miklum stuðningi frá fjölmörgum, ekki síst íbúum svæðisins, sveitarstjórnarfólki, heilbrigðisráðuneytinu og sjálfu Alþingi. Við þökkum fyrir þennan mikla meðbyr sem við höfum fengið í okkar viðleitni til að byggja upp starfsemi HSS til framtíðar. Jafnframt vonumst við til þess að fá áframhaldandi stuðning allra til að halda áfram með uppbygginguna á komandi misserum,“ segir Markús.

GIRNILEG HELGI Í NETTÓ! -30% Nautalund Þýskaland

3.599 ÁÐUR: 5.998 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-40%

Lambalæri

1.287

Avókadó 700 gr

ÐU AF NÝ SL ÁT RU

-50%

365

KR/PK ÁÐUR: 729 KR/PK

KR/KG ÁÐUR: 1.839 KR/KG Tilboðin gilda 15.—18. október

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjármagnskostnaður lækkar um 200–300 milljónir á ári Endurfjármögnun síðasti hluti Sóknarinnar hjá Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að með lántöku bæjarins upp á 8,4 milljarða króna sem fari til greiðslu á skuld Reykjanesbæjar vegna kaupa á eignum bæjarins, sem voru undir eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. muni lækka fjármagnskostnað um 200 til 300 milljónir króna á ári. „Árið 2014 hófst fjárhagsleg endurskipulagning fjármála Reyjanesbæjar undir nafninu Sóknin. Síðasti hluti Sóknarinnar er nú í undirbúningi og snýr að því að bæjarsjóður eignist aftur byggingar sem seldar voru út úr eignasafni Reykjanesbæjar upp úr aldamótum. Þær hafa síðan verið leigðar til baka og notaðar undir lögbundna starfsemi sveitarfélagsins, s.s. skóla, íþróttahús og sundlaugar. Eins og kunnugt er voru byggingarnar seldar inn í eignarhalds-

félagið Fasteign ehf. árið 2003 en félagið var stofnað í samstarfi við fleiri sveitarfélög og stóra aðila. Yfirfærsla eignanna aftur frá Fasteign til bæjarsjóðs nú verður framkvæmd þannig að Reykjanesbær mun gera upp skuldir Fasteignar við Lífeyrissjóð starfsmanna Ríkisins (LSR) að upphæð 8,4 milljarða króna. Reykjanesbær er í dag 100% eigandi Fasteignar og félagið, og þar af leiðandi skuldir þess, hluti af samstæðu Reykjanesbæjar. Því er ekki

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

um skuldaaukningu að ræða heldur fyrst og fremst formbreytingu. Allir aðrir stofnaðilar félagsins eru löngu farnir út úr félaginu og búnir að

kaupa sínar eignir til baka,“ segir Kjartan Már. Með endurfjármögnuninni gefst tækifæri til að lækka fjármagnskostnað Reykjanesbæjar verulega. Skuldir Fasteignar við LSR bera í dag 4,2% vexti en að sögn Kjartans má gera má ráð fyrir að lán, sem tekin verða í samvinnu við Lánasjóð sveitarfélaga, muni bera mun lægri vexti og að árleg lækkun fjár-

magnskostnaðar Reykjanesbæjar geti numið 200–300 milljónum á ári. „Með þessari gjörð lýkur Sókninni sem staðið hefur síðustu sex ár. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Lögboðið skuldaviðmið er nú um 110% og efnahagur sveitarfélagsins miklu betur í stakk búinn að takast á við afleiðingar Covid-19heimsfaraldursins en fyrir sex árum,“ sagði Kjartan Már.

Reykjanesbær eignast aftur byggingar sem seldar voru út úr eignasafni Reykjanesbæjar upp úr aldamótum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Unglingastig Akurskóla í sóttkví vegna Covid-19 Um 150 nemendur í sjöunda til tíunda bekk og tveir kennarar á unglingastigi í Akurskóla í Reykjanesbæ voru sendir í sóttkví í upphafi vikunnar eftir að einn nemandi og tveir kennarar við skólann greindust með Covid-19. Foreldrar nemenda á unglingastigi fengu póst frá skólastjóra um málið á mánudagskvöld. Á Facebook-síðu skólans kemur fram að sóttkví hafi ekki áhrif á nemendur

á yngra stigi og unnið sé með rakningarteymi, m.a. vegna umgengni við smitaða á ákveðnum tíma. Smitin hafa ekki áhrif á áttunda bekk og hálfan tíunda bekk skólans og þessir nemendur mæti því í skólann. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, sagði við RÚV að aðrir nemendur fari í skimun á fimmtudag og föstudag. Kennarar í gagnfræðadeildinni verði í sambandi við þá nemendur heima.

Atvinnutækifæri

Ertu bifreiðasmiður eða bílamálari?

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Til sölu er fullbúið málningar- og réttingarverkstæði í eigin húsnæði í fullum rekstri. Verð 26 milljónir. Tilvalið fyrir ungt fólk sem vill vera sjálfstætt. Verkstæðið er staðsett við Eyrargötu 9, Neskaupstað.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Allar nánari upplýsingar veitir Guðbergur Guðbergsson í síma 8936001 og beggi@fasteignasalan.is


Við erum til staðar til að leysa úr málum með þér Þú getur alltaf haft samband við okkur í síma eða á netinu þótt við höfum takmarkað aðgengi að útibúum tímabundið. Ef þú þarft að heimsækja útibú eða Fyrirtækjamiðstöð getur þú pantað tíma á landsbankinn.is en við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu eins og hægt er. Þannig vinnum við saman að því að þú getir áfram gengið að allri þinni þjónustu þótt hún sé með breyttu sniði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ekki á móti hátíðinni

Anna Sofia tilnefnd til mennta­ verðlauna Anna Sofia Wahlström, kennari við leikskólann Holt í Reykjanesbæ, hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir framúrskarandi kennslu- og þróunarstarf í tengslum við innlend og alþjóðleg verkefni sem beinast að því að efla skapandi leikskólastarf með áherslu á læsi og lýðræði.

Afgreiðsla bæjarráðs Suðurnesjabæjar á stuðningi við alþjóðlegu listahátíðina Ferska vinda var samþykkt með sjö atkvæðum D- og J-lista og öðrum fulltrúa H-lista á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Hinn fulltrúi H-lista sat hjá og fulltrúi B- lista greiddi atkvæði á móti tillögunni. Fulltrúar B- og H-lista gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðust ekki vera á móti hátíðinni heldur vera á móti hækkun á fjármagni frá samningsdrögum.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skólaog frístundastarfi með börnum og unglingum. Að baki verðlaununum standa embætti forseta Íslands, menntaog menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslu-

stjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Lækkar fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis enn frekar

SUÐURNESJABÆR ENDUR­FJÁR­M AGNAR LÁN Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að einum milljarði króna með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, nánar

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

tiltekið útsvarstekjur þess og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni, sem tekið var upphaflega vegna uppgjörs við Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.

Fyrir nokkru samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á C-stofn atvinnuhúsnæðis á næsta ári úr 1,60% af fasteignarmati í 1,55%. Sú lækkun hefði þýtt 30 milljón króna lækkun tekna á milli ára. Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 1. október samþykkti bæjaráð hins vegar enn frekari lækkun, eða í 1,52%. Sú ákvörðun bæjarráðs var staðfest á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 6. október síðastliðinn. Tekjur Reykjanesbæjar af fasteignaskatti C-stofns atvinnuhúsnæðis verða með þessu rúmlega 46 milljón krónum lægri en ef álagningarstofninn hefði verðið óbreyttur á milli ára.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

FULLBÚNAR 28 FM STUDIOÍBÚÐIR Í REYKJANESBÆ Langtímaleiga 75.000kr á mánuði Eldunaraðstaða er í öllum íbúðum Góðar brunavarnir

Verður að fjölga stöðugildum félagsráðgjafa Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, segir barnaverndarmál vera erfiðustu málin innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum sé álagið mikið. Margrét segir að fjölga verði stöðugildum félagsráðgjafa í Barnavernd því vinnuálag sé mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun. Margrét lagði fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þar sem fundargerð barnaverndarnefndar frá 28. september 2020 var til umræðu. Í bókuninn segir: „Þetta eru sláandi tölur og veldur mér hugarangri en á þessum tölum sjáum við að

aukning á tilkynningum er varða vanrækslu – umsjón og eftirlit og áfengi og/eða fíknineysla forelda um 33 % og í tilkynningum er varðar heimilisofbeldi um 38 %. Barnaverndarmál eru erfiðustu mál innan félagsþjónustunnar og oft á tíðum er álagið mikið. Miðað við þessar tölur þá verður að fjölga stöðugildum á félagsráðgjöfum í Barnavernd enda sýndi það sig þegar álagsmæling var gerð á sviðinu að vinnuálag er mikið og því alltaf hætta á að fólk fari í kulnun. Ég hvet því meirihlutann að huga vandlega að auka stöðugildi í Barnavernd.“

Hvetur meirihlutann til að þrýsta á stjórnvöld Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, hvetur meirihlutann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að þrýsta á stjórnvöld um að ráðist verði í sjóvarnir við Njarðvíkurhöfn vegna mikilvægrar atvinnuuppbyggingar. Margrét bókaði við fundargerð stjórnar Reykjaneshafnar á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þar sem skipaþjónustuklasi við Njarðvíkurhöfn var til umfjöllunar.

„Ég styð málið heilshugar, mikilvægt í atvinnuuppbyggingu á erfiðum tímum. Við verðum að hafa fjölbreyttara atvinnulíf, það höfum við svo sannarlega séð það núna þegar hrun hefur orðið í okkar stærstu atvinnugrein, ferðaþjónustunni. Ég hvet meirihlutann til að þrýsta á stjórnvöld um að ráðist verði strax í sjóvarnir í Njarðvíkurhöfn, sem er forsenda þess að þetta metnaðarfulla verk á vegum Skipasmíðastöðvarinnar verði að veruleika.“

Stofna landshlutateymi á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að sveitarfélagið Reykjanesbær gangi til samninga við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um stofnun landshlutateymis á Suðurnesjum.

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mættu á fundinn og lögðu fram minnisblað um málið.

Setja saman samstarfshóp FREKARI UPPLÝSINGAR / FURTHER INFOMATION / WIECEJ INFORMACJI

leiga@allt.is

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að setja saman samstarfshóp sem mun vinna að fyrirhugaðri uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn.

Bæjarráð samþykkir að Margrét A. Sanders og Jóhann Friðrik Friðriksson taki sæti í hópnum fyrir hönd bæjarráðs.


POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL

Kæri nágranni við þjónum þínu hverfi! Fáðu aðstoð fagmanna okkar við dekkjaskipti og ráðgjöf við val á nýjum dekkjum.

Njarðarbraut 9

Reykjanesbær Bókaðu tíma á nesdekk.is

GSI - 6

G3S - ICE

M/T

Óneglanleg - fólksbílar og jepplingar/jeppar

Neglanleg - fólksbílar og jepplingar/jeppar

Óneglanleg - fólksbílar og jepplingar

Toyo harðskeljadekk eru einstök við íslenskar aðstæður.

Byltingakennd nýjung frá Toyo. Neglanlegt harðskeljadekk.

Þrautreynd jeppadekk í áraraðir við allar aksturs aðstæður allt árið í kring.

Winter Ice Zero 2

Cinturato Winter

Scorpion Winter

Negld - fólksbílar og jepplingar

Óneglanleg - fólksbílar og jepplingar

Óneglanleg - jepplingar/jeppar

Sérhönnuð nagladekkfyrir akstur við erfiðustu vetraraðstæður, glæra hálku og ísingu.

Hönnuð fyrir ískalda og hála vetrarvegi með öryggi og frábæra aksturseiginleika í fyrirrúmi.

Sérstaklega hannað óneglanlegt vetrardekk fyrir jeppa og jepplinga.

NP3/NS3

SP02

Presa Spike

Negld - fólksbílar og jepplingar

Óneglanleg - fólksbílar og jepplingar

Negld - sendibílar

Grípa einstaklega vel á ís og hreinsa sig vel í vetrarfærðinni. Góð dekk á mjög góðu verði.

Frábær vetrardekk án nagla og mjög hentugt heilsársdekk á frábæru verði.

Gríðalega sterk og áreiðanleg dekk með hörku vetrarmunstri.

LW 71

MSR

Winter Claw MX

Neglanleg - fólksbílar og jepplingar

Neglanleg - fólksbílar og jepplingar

Neglanleg - fólksbílar og jepplingar

Frábært neglanlegt vetrardekk við allar aðstæður og veðurskilyrði, frábært grip í hálku

Neglanlegt vetrardekk frá USA, einstaklega gott dekk og áratuga reynsla á Íslandi.

Örugg og ódýr vetrardekk. Mikill fjöldi flipa tryggja frábært grip á hálum vetrarvegum.

SW-8

ICE1

Wintersafe

Negld - fólksbílar og jepplingar

Óneglanleg - fólksbílar

Óneglanleg - fólksbílar

Verksmiðjunegld vetrardekk með mikið af flium sem grípa vel í snjó og hálum ís.

Mjög góð óneglanleg vetrardekk á frábæru verði með mikið af flipum fyrir hámarks grip án nagla.

Hannað með nútíma flipamunstri sem tryggja gott grip í snjó og á hálum vegum.

Nesdekk / Njarðarbraut 9 / 260 Reykjanesbæ / 420 3333 / nesdekk.is 561 4200


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Unglingar á Suðurnesjum standa sig vel Skýrsla með niðurstöðum úr ESPAD-könnuninni 2019 um vímuefnanotkun unglinga á Suðurnesjum auk tveggja samanburðarsvæða hefur verið gefin út. Markhópur rannsóknarinnar voru allir fimmtán og sextán ára nemendur í 10. bekk á Íslandi þegar könnunin var lögð fyrir vorið 2019. Alls tóku 1.250 (48,6%) strákar og 1.323 (51,4%) stelpur þátt í rannsókninni á landsvísu, þar af 105 strákar af Suðurnesjum og 109 stelpur. Í ESPAD-könnuninni 2019 er könnuð útbreiðsla reykinga ásamt áfengis- og vímuefnaneyslu meðal íslenskra unglinga. Í samantektarskýrslu sem gefin hefur verið út eru helstu niðurstöður ESPAD 2019 kynntar varðandi 10. bekkinga á Suðurnesjum. Niðurstöður úr könnuninni eru mjög jákvæðar fyrir unglinga á Suðurnesjum. Samanburðarhópar eru annars vegar höfuðborgarsvæðið án Suðurnesja og hins vegar landsbyggðin. gilinga á Suðurnesjum að ná sér í bjór en sterkt áfengi sem og annars staðar á landinu. Aðgengi að bjór var mjög svipað og hjá samanburðarhópunum.

Kannabis

á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Hlutfall unglinga á Suðurnesjum sem sögðust reykja rafrettur næstum daglega var mun lægra en meðal jafnaldra þeirra í samanburðarhópunum. Aðeins stelpur reyktu næstum daglega með rafrettum. Örlítið fleiri 10. bekkingar höfðu prófað að reykja með rafrettum en reykt sígarettur.

Hlutfall þeirra sem hefur einhvern tíma prófað kannabis hefur heldur minnkað yfir þau rúm tuttugu ár sem rannsóknin spannar hér á landi. Á Suðurnesjum voru 10. bekkingar aðeins ólíklegri til að hafa prófað kannabis en jafnaldrar þeirra sem búa annars staðar á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Á Suðurnesjum hafði svipað hlutfall stráka og stelpna prófað kannabis. Þátttakendur á Suðurnesjum voru ólíklegri en á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni til að telja frekar eða mjög auðvelt fyrir þá að nálgast kannabisefni. Ýmsir aðrir þættir voru einnig kannaðir.

Áfengi

Samband við foreldra

Líkt og með reykingar þá hefur dregið mjög úr áfengisneyslu íslenskra unglinga á liðnum áratugum. Um 23% unglinga í 10. bekk á Suðurnesjum sögðust hafa drukkið áfengi síðastliðið ár. Þetta er svipað hlutfall og á höfuðborgarsvæðinu samantekið en lægra en á landsbyggðinni. Stelpur á Suðurnesjum voru líklegri til að hafa prófað að drekka áfengi en strákar síðustu tólf mánuði. Hlutfall þátttakenda á Suðurnesjum sem taldi erfitt að ná í sterkt áfengi var svipað og í viðmiðunarhópunum. Heldur auðveldara var fyrir un-

Um 83% unglinga á Suðurnesjum sögðust næstum alltaf eða oft eiga auðvelt með að fá hlýju og umhyggju frá foreldrum sínum. Hlutfallið var hæst á höfuðborgarsvæðinu en svipað og á landsbyggðinni utan Suðurnesja. Um það bil helmingur íslenskra unglinga sagði að foreldrar þeirra settu þeim oft eða alltaf skýrar reglur heima fyrir. Á Suðurnesjum var hlutfallið 47% sem er lægra en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni utan Suðurnesja.

Ungt fólk á öllum aldri fyrir fáeinum árum á Ljósanótt.

Sígarettur Mjög hefur dregið úr reykingum íslenskra unglinga undanfarna áratugi. Á Suðurnesjum hafði lægra hlutfall prófað að reykja sígarettur en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni utan Suðurnesja. Hlutfallið var einnig lægra á Suðurnesjum meðal þeirra sem höfðu reykt 40 sinnum eða oftar en á samanburðarsvæðunum. Aðeins færri strákar en stelpur á Suðurnesjum höfðu einhvern tímann reykt sígarettur. Aðeins lægra hlutfall unglinga á Suðurnesjum töldu auðvelt að ná sér í sígarettur en meðal þátttakenda í samanburðarhópunum tveimur.

Rafrettur Í fyrri umferðum ESPAD var ekki spurt um reykingar með rafrettum og því ekki mögulegt að skoða breytingar frá fyrri könnunum. Nokkuð færri unglingar á Suðurnesjum höfðu reykt rafrettur einhvern tímann á ævinni en jafnaldrar þeirra

Fjárhættuspil

Íþróttir og líkamsrækt

Tæplega 5% unglinga á Suðurnesjum höfðu spilað upp á peninga síðastliðna tólf mánuði, það er nokkuð lægra hlutfall en hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni utan Suðurnesja. Strákar á Suðurnesjum voru líklegri til að spila fjárhættuspil en stelpur. Það sama á við um stráka og stelpur á viðmiðunarsvæðunum þó munurinn á kynjunum sé meiri.

Rúmlega 60% þátttakenda á Suðurnesjum sagðist taka daglega þátt í íþróttum og líkamsrækt sem er nokkuð hærra hlutfall en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni utan Suðurnesja. Á Suðurnesjum tóku heldur fleiri strákar þátt í daglegum íþróttum eða líkamsrækt en stelpur. Hlutfall stelpna og stráka sem tóku a.m.k. vikulega þátt í íþróttum var mjög svipað.

Tölvuleikir

Bóklestur til ánægju

Um 30% þátttakenda á Suðurnesjum sögðust spila tölvuleiki svo til daglega, sem er svipað hlutfall og á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð lægra en á landsbyggðinni utan Suðurnesja. Til þess verður að líta að verulegur munur er milli kynja hvað þetta varðar þar sem hlutfall stráka í daglegum tölvuleikjum var tæplega 50% en stelpna 11%. Álíka kynjamun má sjá í viðmiðunarhópunum tveimur. Um 14% unglinga á Suðurnesjum voru sammála því að þeir eyddu of miklum tíma í tölvuleiki. Hlutfall þátttakenda á viðmiðunarsvæðum sem voru sammála að þeir eyddu og miklum tíma í tölvuleikjum var nokkuð hærri.

Um 29% þátttakenda á Suðurnesjum lásu aldrei bækur sér til ánægju sem er aðeins hærra hlutfall en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni utan Suðurnesja. Miðað við þá sem aldrei lásu bækur voru þeir færri 10. bekkingarnir á Suðurnesjum sem lásu bækur sér til ánægju a.m.k. einu sinni í viku eða oftar. Nokkuð fleiri strákar en stelpur á Suðurnesjum lásu aldrei bækur sér til ánægju. Meðal stelpna var nákvæmlega jafnt hlutfall þeirra sem aldrei lásu bækur og þeirra sem lásu bækur a.m.k. einu sinni í viku eða næstum daglega. Meðal stráka var helmingi lægra hlutfall sem las bækur a.m.k. vikulega en þeirra sem aldrei lásu bækur.

Internet Langflestir þátttakenda á Suðurnesjum sem og í viðmiðunarhópunum tveimur notuðu Internetið í frístundum svo til daglega.

Samfélagsmiðlar Tæpum helmingi unglinganna á Suðurnesjum fannst þeir eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum sem er svipaða hlutfall en á samanburðarsvæðunum.

Skrópað í skólanum Svipað hlutfall 10. bekkinga á Suðurnesjum hafði skrópað í kennslustundum og á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Aðeins fleiri stelpur en strákar höfðu skrópað í skólanum á Suðurnesjum en munur á kynjunum var ekki mikill.

ESPAD er langstærsta rannsóknarverkefni samtímans á vímuefnaneyslu og öðrum þáttum í lífi unglinga hvað varðar fjölda landa sem taka þátt, fjölda nemenda í hverri umferð og lengd þess tímabils sem verkefnið nær til. Skýrslan var unnin af Ársæli Arnarssyni, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ábyrgðarmanns ESPAD á Íslandi, og Ingibjörgu Kjartansdóttur á Menntavísindastofnun HÍ.

Hvetur ríkisvaldið til að fara í framkvæmdir á Suðurnesjum Í hópi atvinnuleitenda eru 47% konur, 66% atvinnulausra eru yngri en 40 ára og 54% eru með erlent ríkisfang.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hélt rafrænan aðalfund þann 10. október. Einar Jón Pálsson, formaður SSS, hér við fjarfundarbúnað. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 10. október 2020 hvetur ríkisvaldið til að ráðast í aðgerðir til hjálpar einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurnesjum en Suðurnes hafa orðið hvað harðast úti í kjölfar sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19.

Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað mikið á árunum 2013–2020, eða um 31,2% sem er samtals 6.623 íbúar. Á sama tímabili fjölgaði landsmönnum um 13% eða 42.277 íbúa. Auðvelt er að færa rök fyrir því að aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli hafi verið stór áhrifavaldur í fjölgun íbúa á þessum árum. Um-

svif atvinnugreina frá einu tímabili til annars gefa vísbendingar um þróun efnahagsmála á einstökum svæðum. Árið 2012 voru ferðaþjónusta, verslun, veitingar og samgöngur um 28% af umsvifum atvinnugreina á Suðurnesjum en árið 2017 var hlutfallið komið í 43%. Allt frá falli Wow air hefur samdráttur verið í umsvifum í kringum Keflavíkurflugvöll en ellefu mánuðum eftir fall Wow air beið annað og stærra verkefni, Covid-19, sem varð þess valdandi að flugfarþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 73,2% á milli áranna 2019–2020. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var atvinnuleysi á landsvísu 8,1% í septembermánuði. Á Suðurnesjum er staðan alvarlegri en atvinnuleysi í september var 18%. Í hópi atvinnuleitenda eru 47% konur, 66% atvinnulausra eru yngri en 40 ára og 54% eru með erlent ríkisfang. Í september voru um 4.000 einstaklingar á Suðurnesjum á skrá hjá Vinnumálastofnun en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum telur 13.714 einstaklinga. Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa orðið fyrir miklu tekjutapi en

á sama tíma hefur þörf á þjónustu aukist verulega umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum. Áætluð fjárhagsleg heildaráhrif á sveitarfélög á Suðurnesjum á tímabilinu febrúar–ágúst 2020 eru um 1,6 milljarð króna. Lagt er til að sérstakt framlag komi í Jöfnunarsjóð til að vega upp á móti mikilli skerðingu framlaga. Lögð er áhersla á að slík mótvægisaðgerð fari til þeirra sveitarfélaga sem mest þurfa á henni að halda en ekki dreift t.d. samkvæmt höfðatölu. Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesjum lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og hvetur ríkisvaldið til að fara í framkvæmdir á Suðurnesjum með það að markmiði að skapa atvinnu fyrir fjölda Suðurnesjamanna sem misst hafa vinnuna. Fundurinn leggur til að unnið verði að fjármögnum verkefna á Suðurnesjum sem hægt er að fara í með litlum fyrirvara, t.d. skipaklasa á Suðurnesjum. Skipaþjónustuklasi getur tiltölulega fljótt skapað á annað hundrað störf og fært samfélaginu umtalsverðar tekjur til framtíðar. Bein vinna í hinni nýju kví kallar á 70 til 80 heilsársstörf auk óbeinna starfa. Varlega áætlað

er gert ráð fyrir að verkefni sem tengjast kvínni fyrst um sinn skapi þannig um 120 störf. Ekki er óraunhæft að ætla að á fáum árum gæti orðið til í Njarðvík þekkingarklasi í viðhaldi og þjónustu við skip sem teldi um 250 til 350 bein og óbein störf. Mikilvægt er að styðja við nýsköpun á svæðinu með því að auka framlög til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem sinnir atvinnuráðgjöf, þróun- og nýsköpun og fræðslu í gegnum Hekluna – atvinnuþróunarfélag Suðurnesja. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur gegnt lykilhlutverki í úthlutun styrkja til nýsköpunar og menningarmála á Suðurnesjum í gegnum tíðina, hann hefur aldrei verið mikilvægari en nú og því er lagt til að framlög í hann verði aukin. Það eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni sem hægt er að ráðast í með litlum fyrirvara og mikilvægt að allir rói samtaka til að lágmarka skaðann, segir að lokum í ályktun um stöðu Suðurnesja vegna Covid-19 lögð fram á 44. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.


GOTT VERÐ alla daga 229

289

kr/pk

427

kr/pk

kr/pk

Myllu pylsubrauð 5 stk/pk

Pastaskrúfur 1 kg

SS vínarpylsur 5 stk/pk

119

199

kr/stk

kr/kg

Kókómjólk ¼ ltr

Ódýrir bananar

Opnunartími Hringbraut:

Flatkökur HP

159 kr/pk

854 kr/pk

Morgundögg frá Kaffitár Malað, 400 gr

Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 21 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Feðgarnir glíma við vél Nallans.

Ásgeir og

traktorarnir

Fullbúin til vinnslu og sýnis.

Ásgeir Hjálmarsson, Garðmaður, var skipstjóri og átti langan starfstíma tengdan fiskveiðum og fiskvinnslu. Svo tók við hjá honum uppbygging minjasafnsins á Garðskaga. Það má telja gott verk að koma upp fjölbreyttu minjasafni með þúsundum gripa tengdum sjávarútvegi, fiskvinnslu, heimilismunum og verkfærum. Inni í safninu má finna heimili frá miðbiki síðustu aldar, símstöð, verkstæði og mikið myndasafni – svo er vélasafn Guðna Ingimundarsonar með fjölda gangfærra véla skrautfjöður þessa alls. Farmall A, árgerð 1946

Ari kemur með gripinn að norðan.

Er Ásgeir lét af starfi minjafrumkvöðuls á Garðskaga hefði mátt vænta setu hans í helgum steini. Svo varð þó ekki. Hann hefur í framhaldinu byggt upp áhugavert einkasafn í fyrrum þurrfiskhúsum Odds í Presthúsum, afa síns. Þar er nú einstakt fjölbreytilegt munasafn, s.s. líkön, smámunir, verkfæri, ökutæki og traktorar. Hann vinnur nú að uppgerð gamals járnhjóla traktors af gerðinni International og er það þriðji traktorinn sem fær uppgerð í höndum Ásgeirs á skömmum tíma. Reyndar er Nallinn fjórði traktorinn sem Ásgeir gerir upp því að á byggðasafninu á Garðskaga er Farmall Cub, árgerð 1950, sem hann endurgerði um 1990. Sá traktor

kom frá Nesjum, síðasti eigandi var Golfklúbbur Sandgerðis. Traktorinn þurfti allsherjar lagfæringu og mótor hans gerður upp. Honum fylgdi sláttugreiða og sló Ásgeir töluvert með honum áður en traktorinn fór á safn. Margir koma í skúrana til Ásgeirs og sumir gefa góð ráð. Tveir hafa þó lagt hönd á plóg svo um munar. Guðni sonur Ásgeirs hefur hæfni nafna síns og afa í þrautseigju við fastgrónar vélar og Ólafur Björgvinsson frá Háteigi er guðfaðir yfirborðsfrágangs. Þannig hefur Ásgeir fulllokið uppgerð þriggja traktora og sá fjórði er á vinnuborðinu. Allar eru vélarnar bensíndrifnar.

Traktorinn er um 75 ára gamall, bandarísk smíð. Þessar vélar voru einstakt framfaraspor á sínum tíma. Með þeim mátti slá, flytja hey og mjólkurbrúsa og voru þær stórt framfaraspor í landbúnaði. Séra Eiríkur á Útskálum var einnig stórbóndi. Hann eignaðist svona traktor 1946. Sá traktor fór í Miðhús er Eiríkur flutti til vesturheims og er enn starfshæfur í höndum Miðhúsamanna. Þá voru svona traktorar einnig á Meiðastöðum og í Bræðraborg. Farmallinn kom til Ásgeirs um 1995 frá Stafnesi. Þar var helsta verkefni vélarinnar að undirbúa matjurtagarða. Stafnesmenn voru stórtækir í kartöflum og rófum. Það fylgdi honum búnaður til þess að lyfta plóginum. Það eru nokkuð sérstakur lyftibúnaður sem kallast pústlyfta. Útblásturinn frá vélinni virkar á lyftuna með því að loka að hluta fyrir pústið á vélinni. Fljótlega tók Ásgeir traktorinn í sundur og gerði aflvélina gangfæra. Í mars 2019 fékk Ásgeir svo andann yfir sig og ákvað að nú skildi klára uppgerð þessa merkilega tæki. Allt sett á fullt að þrífa og láta sandblása stóra og smáa hluti. Síðan var traktorinn allur handmálaður og var klár í vinnu í ágúst 2019.

stjóri, vitavörður og bóndi í Hofi og á Garðskaga, notaði þessa vél lengi við búrekstur. Er Ásgeir fékk traktorinn var hann í ágætis standi nema að hann þurfti andlitslyftingu. Í september 2017 ákvað Ásgeir að nú væri tímabært að hressa upp á gripinn. Traktorinn rifinn sundur, allt nema aflvélin sem þurfti ekkert að gera við nema að þrífa. Aðra hluti, svo sem felgur, bretti, vélahlíf o.fl., var sandblásið. Ásgeir handmálaði hann að mestu en vélahlíf og bretti voru sprautuð. Þessi gerð af Ferguson á að vera grá að lit enda gengu þeir undir nafninu Gráni. Ásgeir svindlaði dálítið með litinn og málaði bretti og vélahlíf rauð til að hafa hann svolítið skrautlegan. Sláttugreiða fylgdi honum og að sjálfsögðu var hún hreinsuð og máluð og virkar mjög vel. Í júní árið 2018 var Gráni gamli tilbúinn fyrir slátt.

International McCormick W-4, árgerð 1946 Vélin var eign Búnaðarfélags Keldhverfinga og er vinnusaga hennar mikið til skráð, gekk þar undir nafninu Gamli rauður. Ásgeiri var boðinn traktorinn til uppgerðar í ársbyrjun 2019. Vinur Ásgeirs sem býr á Akureyri kom svo með hann í ágúst 2020 er hann átti leið að norðan. Síðast mun vélin hafa verði notuð um 1965, enda var bensínlítrinn þá komin í fimm krónur og gripurinn eyðslufrekur undir álagi. Henni fylgir plógur og stórt skálaherfi, allt heillegt og mögulega starfhæft þó verkefni séu ekki endilega

fjast. bygging að he Farmall A upp

tiltæk hér um slóðir. Mörg tún í Kelduhverfi eiga tilvist sína að þakka þessum grip. Sams konar traktor var um tíma á Þórustöðum á Miðnesi. Hann var um skeið í láni í Miðhúsum og minnast Miðhúsamenn hans sem duglegrar vélar. Sá traktor var síðar um tíma hjá Óskari í Móakoti en á þessari stundu er ekki kunnugt hvað um hann varð. Strax var hafist handa að rífa gripinn. Traktorinn er þannig byggður að grind er heilsteypt og því er einungis ryð á yfirborði. Vélin hafði staðið óhreyfð í rúma hálfa öld. Þó gekk furðu vel að ná henni sundur og koma aflvél úr. Þó tók um mánaðar þolinmæði að fá stimpla vélarinnar lausa. Svipað gildir um ventlastýringar. Þá nýttist þeim feðgum Ásgeiri og Guðna reynsla Guðna Ingimundarsonar sem gat glímt við eina vél um margra vikna skeið áður en hún fékkst til að snúast. Þeir þurftu að marghita blokk og olíubera en að endingu gagnaðist slaghamar og eikarbútur. Legur í sveifarási snúast liðlega og innra ástand vélarinnar þannig að mögulegt verður að koma henni í gang. Eftir er að láta sandblása burðarvirki og koma búnaði í gangfært horf. Vélin er útbúin til vinnu í flögum og að brjóta land til ræktunar því hún er á járnhjólum með miklum göddum. Á sumar vélar af þessari gerð voru boltuð gúmmí á afturhjól eða sett undir hefðbundin traktorsdekk svo aka mætti þeim um tún og vegi. Ekki er ólíklegt að heyrast muni ganghljóð frá aflvél traktorsins áður verkinu slotar. Hörður Gíslason

Tilbúinn í sláttinn eftir gamla laginu.

Ferguson TE-20, árgerð 1953

Endurgerð hafin, mörg handtök eftir.

Fyrstur til endurupprisu í höndum Ásgeirs nú var þessi vél sem er bresk smíði. Með þeim kom nýjung sem skipti miklu fyrir bændur. Á þeim er vökvabúnaður til að lyfta, þannig að nú þurfti ökumaður ekki að streða við að lyfta sláttugreiðu eða öðrum lausabúnaði vélarinnar á höndum sér. Sigurbergur Þorleifsson, hrepp-

Ásgeir býður Siggu á rúntinn á nýuppgerðum Farmal Cub um 1990. Sagan en nefnilega sú að þetta er fyrsta ferðin eftir uppgerð, Ásgeir ók með Siggu að Útskálum og til baka.


u ð a ð o Sk blað nýtt s i . o k y b á

Ljósadagar 25%

af inniljósum

25%

af útiljósum

25%

af LED borðum

25%

af Curly jólaljósum

afsláttur

afsláttur

afsláttur

afsláttur

Verslaðu á netinu byko.is

SUÐURNES


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Spurning hvenær bátunum fjölgar

Október kominn á fullt og hann byrjar mjög vel. Gott sjóveður og veiði bátanna nokkuð góð.

Nýir og spennandi

Ostóberostar Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Ostóber er í fullum gangi og einstaklega gaman að geta sagt frá því að nú eru komnir á markað sérstakir Ostóberostar. Um er að ræða fimm glænýja osta sem framleiddir voru sérstaklega fyrir þetta tilefni en þeir verða seldir í takmörkuðu upplagi nú í október. Fyrst ber að nefna Óðalsostana Gouda sterktan, Ísbúa og Tind sem allir hafa fengið lengri þroskunartíma en venjulega eða meira en tólf mánuði og bera því merkið 12+ á nýjum umbúðum. Á þessum tíma verða ostarnir einstaklega bragðmiklir og sérkenni hvers og eins verða enn sterkari. Í Gouda sterkum 12+ fylgja mjúkir smjörtónar kröftugu bragðinu, Ísbúi 12+ hefur flauelsmjúka áferð og parast vel með sætu og söltu og þá er Tindur 12+ ómótstæðilegur með sinni stökku áferð og sæta eftirbragði.

Tveir ostanna bera svo nafn Búra en þeir bræður gætu ekki verið ólíkari. Búri með sinnepsfræjum og kúmeni er bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá. Búri með trönuberjum og lime er bragðbættur ostur þar sem sætt og súrt bragð mætast á einstaklega spennandi hátt. Framandi bragð og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Taktu þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri á leikskólastigi Hæfingarstöðin – Starfsmaður í ræstingar Velferðarsvið – Félagsliði Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Loksins eru komnir bátar frá Suðurnesjum sem eru byrjaðir að róa á línu. Í Sandgerði eru núna þrír bátar sem hafa hafið veiðar á línu. Alli GK sem er á balaveiðum og hefur landað um níu tonnum í fjórum róðrum. Báturinn hefur verið með 24 bala í róðri og aflinn því um 120 til 150 kíló á bala sem er nú nokkuð gott. Gulltoppi GK hefur gengið best, kominn með um sautján tonn í fimm róðrum síðan báturinn byrjaði veiðar í lok september, mest um fimm tonn í einni löndun. Í þeim róðri var báturinn með 36 bala eða 138 kíló á bala. Þriðji báturinn er svo Katrín GK sem hóf veiðar fyrir nokkrum dögum síðan og fór í prufutúr með tuttugu bala og kom í land með 2,6 tonn eða um 131 kíló á bala. Það telst nokkuð gott á þessum tíma hérna fyrir sunnan að ná yfir 100 kíló á bala og þetta lítur bara vel út. Nú er bara spurning hvenær það fjölgar bátunum. Annars fylgir með myndband sem sýnir þegar að Katrín GK var að koma til Sandgerðis úr sínum fyrsta róðri sínum með þessi 2,6 tonn, nokkuð flott hljóðið í bátnum en það heyrist ansi vel í höfninni þegar að Katrín GK kemur til hafnar. Netabátarnir hafa verið að fiska nokkuð vel núna í byrjun október. Í Sandgerði hafa verið Guðrún GK sem hefur landað 13,3 tonni í tíu og Sunna Líf GK sem er með 13,5 tonn í átta. Hraunsvík GK byrjaði í Reykjavík en færði sig síðan til Grindavíkur og hefur verið að leggja netin við Reykja-

nesið. Hefur Hraunsvík GK landað 15,3 tonn í fimm róðrum og mest 6,7 tonn, þar af er aflinn í Grindavík 6,2 tonn í þremur. Í Þorlákshöfn eru ufsabátarnir Langanes GK og Grímsnes GK. Grímsnes GK er kominn með 51 tonn í þremur og mest 24 tonn og Langanes GK með 43 tonn í þremur og mest 27 tonn. Í Keflavík/Njarðvík eru svo þrír netabátar; Halldór Afi GK sem er með 25 tonn í níu og mest 5,2 tonn, Maron GK 23,2 tonn í sjö og Bergvík GK með 5,5 tonn í þremur.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Enginn af stóru línubátunum er að landa í heimahöfn en þeir eru allir fyrir norðan og austan. Sighvatur GK var með 152 tonn og Hrafn GK 70 tonn á Siglufirði, Fjölnir GK 101 tonn á Sauðárkróki, Jóhanna Gísladóttir GK 76 tonn og Páll Jónsson GK 72 tonn í einum báðir á Djúpavogi – og eins og vanalega þá er þorskinum af þessum bátum, sem og öðrum bátum sem eru að landa á Norðurog Austurlandinu, ekið suður til vinnslu. Eini báturinn sem hefur landað í Grindavík núna í byrjun október er togarinn Bylgja VE sem Vísir ehf. er með á leigu. Togarinn kom til Grindavíkur með tæp 80 tonn en hafði þar á undan landað á Eskifirði og Djúpavogi, hinn togbáturinn í eigu Grindavíkinga, Sturla GK, hefur verið að landa á Djúpavogi og landaði þar 140 tonnum í þremur.

Viðburðir í Reykjanesbæ Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Komdu í Duus Safnahús og upplifðu hið merka leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Hún færði Byggðasafninu allar brúður sínar að gjöf árið 2007 og heildarsafnið nokkrum árum síðar. Leikfangasafn hennar hefur aldrei áður verið sýnt í heild sinni, en það er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Helga taldi leikföng mikilvæg í þroska og leikjum barna og án efa mun sýningin vekja upp ótal góðar minningar sýningargesta úr æsku.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


sport

Miðvikudagur 14. október 2020 // 39. tbl. // 41. árg.

Bergvíkin í blíðunni

Margir telja að þriðja braut Hólmsvallar í Leiru, Bergvíkin, sé fallegasta golfhola landsins. Hún skartaði sínu fegursta í haustblíðunni síðasta laugardagsmorgun þegar Sigurður Garðarsson, fyrrverandi formaður Golfklúbbs Suðurnesja, sló af teignum í morgunsárið. Þessa helgi fjölmenntu kylfingar á landsbyggðinni út á sína golfvelli á meðan borgarkylfingar máttu bíta í það súra að halda sig heima. Leiran og nágrannavellirnir á Suðurnesjum eru opnir fyrir félagsmenn þeirra og í fínu standi eftir ágætt golfsumar. Ef veðurguðirnir verða í góðu skapi mun vera hægt að fara í golf langt inn í veturinn. VF-mynd: pket

Fleygjárnin merkt hjá Guðmundi Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, afreks­wvkylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, er ekki bara veikur fyrir golfskóm heldur líka skiptir hann oft um kylfur og búnað. Hann var að fá nýjar Titleist golfkylfur og til að ná betri „tengingu“ við fleygjárnin lét hann merkja þau með þeim heitum sem hann er oftast kallaður. Þannig er 58 gráðu fleygjárnið en það er sú kylfa sem hann slær styst með, merkt „Gamli“ og það á vel við. Næsta fleygjárn, sem er 54 gráður, er merkt með upphafsstöfum úr nafni kappans, GRH og 50 gráðu fleygjárnið er merkt „Junior“. Á mótaröð þeirra bestu á landinu í sumar, þar sem tífaldur klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja kom á óvart með góðri frammistöðu, var meirihluti keppenda helmingi yngri en Guðmundur Rúnar sem á þó talsvert í fimmtugt. Ungu peyjarnir munu örugglega jánka þegar þeir sjá fleygjárnið með „Gamli“ á kylfuhausnum en GRH mun væntanlega segja: „Ég er bara gamall junior, strákar mínir.“ Því má svo bæta við að fyrir þá sem ekki vita að kappinn á meira en fimmtíu pör af golfskóm.

Guðmundur Rúnar og fleygjárnin. VF-mynd: pket

Áhrif kórónuveirunnar á íþróttirnar Veirufaraldurinn sem nú hefur blossað upp að nýju og hefur áhrif á okkur öll – þar eru íþróttirnar engin undantekning. Knattspyrnusambandið og Körfuboltasambandið hafa bæði slegið öllu mótahaldi á frest og sömu sögur er að segja af fleiri sérsamböndum – það spurning hvort eða hvenær mótahald hefst á ný, því er nú frekar rólegt yfir innlendu íþróttaefni þessa dagana. Á mbl.is á þriðjudag er haft eftir Guðna Bergs­syni, formanni Knattspyrnusambands Íslands, að stefna KSÍ sé mjög skýr og hún sé að klára tíma­bilið. „Það er stutt í að við mun­um til­kynna okk­ar áform um hvernig við hyggj­umst klára tíma­bilið,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið. „Mark­mið KSÍ eins og staðan er í dag er að sjálf­sögðu að klára mótið og við horf­um til þess að ná því mark­miði.“ Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa þurft að búa við mestu hömlurnar og eru hvattir til að halda sig heima en ekki leggja land undir fót. Almannavarnir fóru þess á leit við Golfsamband Íslands að golfklúbbar höfuðborgarsvæðisins lokuðu völlum sínum og við það voru rástímar á Suðurnesjum fljótir að fyllast af kylfingum úr borginni. Til að bregðast við þessu tóku allir golfklúbbarnir á Suðurnesjum sig hins vegar til og lokuðu sínum völlum öðrum en félagsmönnum. Svipaða sögu má segja um íþróttamiðstöðina í Vogum, hún lokaði dyrum sínum af ótta við að þangað myndu höfuðborgarbúar sækja í auknum mæli þar sem allt er lokað hjá þeim. Íbúar Suðurnesja hafa ekki orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af völdum kórónaveirunnar og borgarbúar og þeir hafa t.a.m. getað stundað sínar æfingar þó keppni liggi niðri. Vonandi helst það þannig áfram.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ræktin leiddi hann í

kraftlyftingar Suðurnesjamaðurinn Aron Friðrik Georgsson er margfaldur Íslandsmeistari í -120 kg. flokki í kraftlyftingum. Æfir á veirutímum í bílskúr tengdaforeldranna og sinnir formennsku í lyftingadeild Stjörnunnar í Garðabæ. „Ég byrjaði í Crossfit og lóðalyftingar þar leiddu mig í kraftlyftingar. Svo var ég líka að hlaupa en sá fljótt að það var ekki alveg að gera sig fyrir rúmlega 100 kílóa mann,“ segir Aron Friðrik Georgsson, kraftlyftingakappi og margfaldur Íslandsmeistari í -120 kg. flokki. Aron er Suðurnesjamaður en býr núna í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni og æfir kraftlyftingar hjá Stjörnunni í Garðabæ. Aron Friðrik gerir gott betur en að æfa kraftlyftingar því hann hefur síðustu árin verið formaður lyftingadeildarinnar. Hann stundaði grunnskólanám í Reykjanesbæ og útskrifaðist sem stúdent frá náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Reyndi svo fyrir sér í verkfræði í Háskólanum því stærðfræði lá vel fyrir honum en sá að það var ekki að gera sig fyrir hann. Eftir nokkur ár í starfi hjá Isavia tók hann viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk námi þar 2017. Viðskiptafræðingurinn starfar nú hjá fyrirtækinu Klöppum Grænum lausnum sem sérhæfir sig í grænum lausnum á sviði umhverfismála. Kraftlyftingar eiga síðan hug hans allan þegar kemur að áhugamálum og þær eru orðnar að lífsstíl. Víkurfréttir heimsóttu kappann í bílskúr tengdaforeldra hans í Hafnarfirði þar sem hann æfir á veirutímum og spurðu hann út í lóðalyftingarnar.

Hnébeygjur allra meina bót „Ég er búinn að vera keppandi í kraftlyftingum síðan 2015. Ég byrjaði síðla árs 2012 að mæta í ræktina en það var ómarkvisst og ég mætti í raun bara með óljósa hugmynd um að koma mér í form. Ég hafði tekið grunnnámskeið í Crossfit 2011 og hafði lesið á netinu að hnébeygjur væru allra meina bót þannig að ég mætti í ræktina og tók hnébeygjur og bekk hér og þar. Svo um 2014 er sagt við mig að ég gæti nú alveg verið samkeppnishæfur í kraftlyftingum því mér gekk ágæt-

lega að lyfta lóðum. Ég vissi ekkert um kraftlyftingar en hafði kynnst í ræktinni þáverandi Íslandsmeistara í kraftlyftingum, Dagfinni Ara Normann, sem sagði mér að skrá mig í Stjörnuna og þá gæti ég keppt. Þá færði ég mig úr því að lyfta í Sporthúsinu á Ásbrú/Kópavogi í lyftingadeild Stjörnunnar. Svo keppti ég á fyrsta mótinu í mars 2015 og í öðru mótinu í september 2015 þar sem ég set og bæti svo Íslandsmetið í hnébeygju í +120 kg. flokki en þá var ég 125 kg. Ég lyfti fyrst 263 kg. og svo 270 kg. Síðan þá hefur þetta bara verið lífsstíll.“

Keppnisgírinn Þegar Aron var kominn í keppnisgír sá hann að það væri ekki svo galið að létta sig aðeins því möguleikarnir fyrir „léttan“ 125 kg. keppanda voru mun minni gegn þungu mönnunum og létti sig því í -120 kg. flokk þar sem hann keppir í dag. Þar á hann núna Íslandsmetið í hnébeygju. „Ég náði því fyrst árið 2018 með 290,5 kg. og svo þurfti ég að ná því aftur með 295 kg. í janúar 2019 og það stendur enn. Ferilinn hefur gengið vonum framan, ég bjóst ekki við því að koma 26 ára inn í íþrótt og gera nokkuð annað en að taka þátt. Ég hef unnið gullið í -120 kg. flokknum á Íslandsmeistaramóti núna þrisvar; 2017, 2018 og svo núna 2020. Árið 2019 ég var mótshaldari og nýkominn heim úr keppni á Ítalíu og keppti ekki. Síðasti sigur, núna síðla sumars, var smá varnarsigur þar sem ég tognaði frekar illa á æfingu tveimur vikum fyrir mótið og var tvísýnt hvort ég myndi geta tekið þátt. Það gekk þó mjög vel miðað við aðstæður og ég kláraði aðeins fimmtán kílóum frá mínum besta árangri í samanlögðu.“

„Ég æfi þrisvar sinnum í viku og hver æfing er í kringum þrjá tíma. Sem fjölskyldumaður með tveggja ára skæruliða heima þá breytti ég úr fjórum æfingum á viku í þrjár og lengdi aðeins æfingarnar. Það hefur þó ekki komið að sök að mínu mati, hvíldin er vanmetin og gerir mikið fyrir líkamann. Því má þó ofgera eins og með allt. Samfara þessu var ég stjórnarmeðlimur í Kraftlyftingasambandi Íslands í tvö ár og ég hef verið formaður lyftingadeildar Stjörnunnar síðan byrjun árs 2018. Deildin þar er á mikilli siglingu en Covid-grýlan hefur þó haft áhrif. Við höfum þá lánað búnað til keppenda heim og ég hef æft á veirutímum í skúrnum hjá tengdó. Ég er sáttur að geta æft og hafa aðstöðuna en á sama tíma er maður sjaldan

Páll Ketilsson pket@vf.is

spenntur fyrir því að færa 400 kg. af stáli á milli húsa.“ Hvað mataræðið varðar þá fylgist hann með próteinmagni sem hann innbyrðir og kaloríufjölda. „Ég reyni að vera á bilinu 2.700 til 3.000 kaloríur á dag. Svo er ég óttalegur sælkeri og misjafnt hvernig það gengur,“ segir hann og hlær en bætir við að það skipti máli að gera sitt, borða, sofa vel og hvíla vel.

Lyftingar styrkja beinin Aron var valinn af handahófi í rannsókn sem kannaði áhrif erfða á heilsu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þar kom í ljós að beinin í honum eru 30% þéttari en hjá meðaljóninum. „En það er ekki bara erfðatengt. Með auknu álagi, lyftingum í mínu tilfelli,

Hvíldin mikilvæg – Hvernig stundar þú æfingar og það er mörgum spurn, hvernig mataræðið er hjá lyftingafólki?

Aron Friðrik Georgsson, lyftingakappi. VF-myndir: pket.

... Covid-grýlan hefur þó haft áhrif. Við höfum þá lánað búnað til keppenda heim og ég hef æft á veirutímum í skúrnum hjá tengdó ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 styrkir líkaminn beinin. Ef maður gerir þetta rétt og fer varlega. Rannsóknir hafa sýnt að fólk með vöðvamassa getur lifað aktífara lengur. Þetta hefur góð áhrif á öldrun. Það eru mörg dæmi um það. Ég veit samt ekki hvað ég mun stunda þetta langt fram eftir aldri. Ef maður fer varlega og hugsar þetta sem langhlaup er hægt að vera í kraftlyftingum til æviloka.“

Hvað hefur Aron Friðrik lyft miklu? Hnébeygja: 295 kg. Bekkpressa: 190 kg. Réttstöðulyfta: 285 kg.

Breyttir tímar Aron keppir í Kraftlyftingasambandi Íslands sem er hluti af Íþróttasambandi Íslands og hluti af því er að gangast undir lyfjapróf reglulega. Kraftlyftingasambandið var stofnað 2010 og var þá markmiðið að vera hluti af ÍSÍ og vera með lyfjapróf. Umræða um stera hefur oft komið upp og því skelltum við einni spurningu á kappann um þá: – Þú ert sem sagt ekki að taka inn pillur til að hjálpa þér að lyfta meira? „Nei, maður fer ekki að saxa á ævina með sterum,“ svarar hann að bragði.

Mikil viðurkenning „Það var mikil viðurkenning fyrir greinina þegar kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhannsson var kjörinn Íþróttamaður ársins á Íslandi um síðustu áramót,“ segir Aron og þegar hann er spurður út í fræga íslenska lyftingakappa koma fljótt upp nöfn þekktra kappa á borð við Skúla Óskarsson og Jón Pál Sigmarsson. Það muna flestir miðaldra og eldri Íslendingar eftir þessum mögnuðu gaurum sem settu svip sinn á samfélagið.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Í kraftlyftingamótum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. „Bekkpressan og hnébeygjan liggja vel fyrir mér, svona stuttlappa,“ segir Aron og hlær og lyftir 205 kg. í miðju spjalli. Bætti svo um betur nokkru síðar

í bílskúrnum hjá tengdó. VF með myndavélar á lofti og þetta má sjá í Suðurnesjamagasíni. „Markmiðið fyrir þetta ár var að ná 300 kg. í hnébeygju og ég er bara fimm kílóum frá því. Þetta er ákveðinn múr, 300 kílóin. Við sjáum

hvað setur. Mesta sem sem ég hef lyft í samanlögðu á móti er 760 kg. Það vantaði bara fimmtán kíló upp á það í sumar á Íslandsmótinu. Mótahald er í upplausn vegna Covid-19 og stefnan var að fara í mót erlendis. Vonandi verða Reykjavíkurleikarnir

í janúar og EM á að vera í Svíþjóð 2021 og maður vonast til að komast í það. Það er mjög gaman að taka þátt í alþjóðlegum mótum og ég æfi til að ná mestum árangri í mótum,“ segir Aron Friðrik.

Pálmi Rafn

eltir atvinnumannadrauminn hjá Úlfunum „Mér hefur gengið ágætlega en þetta er búið að vera stíft prógramm og við fengum fyrstu fríhelgina um síðustu helgi. Við höfum æft mjög mikið síðustu sex vikurnar, oft tvisvar á dag,“ segir njarðvíski markvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðin Úlfunum. Pálmi gerði samning við Úlfana í lok nóvember 2019, þá aðeins fimmtán ára gamall og hefur nú í haust æft með átján ára liði félagsins. Hann segir að það sé samkeppni um markvarðastöðuna eins og fleiri stöður í liðinu. Það sé í góðu lagi og haldi honum við efnið. „Ég spilaði ekki fyrstu þrjá leikina núna í haust en ég hef að mínu mati staðið mig vel í undirbúningnum fyrir tímabilið. Þjálfararnir sögðu að þeir væru að dreifa leikjunum á báða markverðina þannig að ég held bara áfram að æfa vel. Ég spilaði í vináttuleik síðasta fimmtudag gegn Huddersfield og hélt hreinu og það var gott. Næsta laugardag leikum við gegn Derby.“ Pálmi Rafn þurfti að glíma við meiðsli þegar hann kom til liðsins í fyrravetur en náði sér upp úr þeim. Þá þurfti hann að bíða eftir leikleyfi fyrstu vikurnar. „Þetta er mjög skemmtilegt og við mamma erum mjög ánægð hér í Wolverhamton. Við búum hér í um hálftíma fjarlægð frá stórborginni Birmingham.“

Skólabækurnar ekki langt undan Með knattspyrnunni stundar Pálmi nám og hann segir að það gangi vel. Námið sækir hann bæði í húsnæði við leikvang Úlfanna og svo hefur það líka verið á netinu, á tímum Covid-19. Veiran er líka þarna úti og okkar maður þarf, eins og fleiri, að huga að því.

„Þetta er skrýtið. Við höfum klætt okkur í rútunni og það er bannað að fara í sturtu eftir leik en það er í góðu lagi. Þetta venst þó maður kysi að hafa þetta öðruvísi,“ sagði Pálmi Rafn. Pálmi Rafn hafði fyrir utanferð til Ú lfanna stundað knattspyrnu hjá Njarðvík frá því hann var ungur strákur og hefur síðustu ár verið valinn í yngri landslið Íslands, hann á að baki ellefu landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur mest æft með U18 liðinu en fljótlega eftir að hann kom æfði hann líka með U16 og keppti með því. Í spjalli við Pálma snemma á þessu ári sagðist hann hafa fengið að fara á nokkrar æfingar með U23 og það væri skemmtilegt því þar væru leikmenn sem æfðu og kepptu með úrvalsdeildarliði Wolves. Wolves er stór klúbbur og liðinu hefur gengið vel í efstu deild síðustu tvö árin og stóri draumurinn segir Pálmi að komast í úrvalsdeildarliðið hjá þeim. Einnig vil ég halda áfram að vera valinn í landsliðshópa og komast í A-landsliðið,“ sagði Pálmi Rafn sem þakkar mest markvarðaþjálfara sínum, Sævari Júlíussyni, fyrir að hafa haft trú á sér. „Atvinnumennska var fjarlægur draumur þá en Sævar sá efnið í mér og tók mig í þjálfun. Ég lærði eitthvað nýtt í hvert einasta skipti sem ég hitti hann, öll sú tækni sem ég kann í dag er frá Sævari. Ég væri ekki þar sem ég er í dag án Sævars, það er bara þannig. Ég get svo sannarlega sagt að tíminn minn hjá Njarðvík hefur verið fullur af áskorunum, að sjálfsögðu hefur gengið upp og niður eins og sagt er en það er bara partur af þessu öllu. Ég get alla vega sagt að ég er stoltur Njarðvíkingur,“ sagði Pálmi Rafn.

ELÍAS HEITUR Í HOLLANDI Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson heldur áfram að skora fyrir Excelsior í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Elías skoraði mark liðsins í jafntefli gegn Eindhoven á útivelli síðasta föstudag. Elías var að venju í byrjunarliði Excelsior og hann kom sínum mönnum í forystu með góðu marki á 60. mínútu. Heimamenn náðu þó að jafna og 1:1 urðu úrslitin. Excelsior er í tólfta sæti með sjö stig eftir sjö leiki á tímabilinu. Elías hefur skorað átta mörk í þessum sjö leikjum og er næstmarkahæsti maður deildarinnar.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frisbígolf á Suðurnesjum:

Skemmtileg útivist við allra hæfi

Ari Sigurjónsson stundar frisbígolf og er á fullu þessa dagana við að kynna íþróttina fyrir Suðurnesjafólki. Á Suðurnesjum eru vellir í Reykjanesbæ, Grindavík og Vogum. Það er fallegur haustdagur þegar við Ari mæltum okkur mót á frisbígolfvellinum í Njarðvíkurskógum í Reykjanesbæ. Þar mátti sjá fjölmarga njóta heilsubótar í þessari útivistarperlu Reykjanesbæjar. „Frisbígolf er frábær útivera sem snýst um það að kasta frisbídiskum eftir brautum og hitta körfu í sem fæstum köstum. Völlurinn hér í Njarðvíkurskógum er allur par 3 nema ein braut, sú átjánda, er par 4,“ segir Ari – Þetta er þá væntanlega svipað og golf eins og við þekkjum. „Reglurnar eru eiginlega þær sömu og í golfi, í staðinn fyrir að slá bolta með kylfu þá notarðu hendi og kastar frisbídiski.“

– Eru margir sem stunda frisbígolf? „Já, það eru margir sem stunda þetta á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið, það eru margir vellir víða um landið og það er hægt að fara á síðuna folf.is til að sjá lista yfir alla frisbígolfvelli sem eru komnir þar inn á. Þetta er náttúrlega glænýr völlur hér í Njarðvíkurskógum og er átján körfu völlur og þetta verður bara vinsælla með hverjum deginum,“ sagði Ari og það kom blaðamanni talsvert á óvart hve margir voru að njóta heilsubótar á svæðinu. Fjölmargir voru að leika sér í frisbígolfi en þarna eru líka gönguleiðir sem margir nýta sér og þá er hundagerði við frisbígolfvöllinn þar sem ferfætlingarnir geta fengið útrás og þeir kunnu sannarlega að meta útiveruna í veðurblíðunni.

Þetta er náttúrlega glænýr völlur hér í Njarðvíkur­ skógum og er átján körfu völlur og þetta verður bara vinsælla með hverjum deginum ...

Eyvindur er átta ára gamall efnilegur frisbígolfari sem hefur æft í næstum þrjú ár, honum tókst að fara körfu í kasti fyrir skemmstu – geri aðrir betur. Frisbígolf svipar í grófum dráttum mjög til hefðbundins golfs og er tilgangurinn að koma disknum í körfuna í sem fæstum köstum.

Áþreifanlegur áhugi „Frisbígolffélag Suðurnesja er með Facebook-hóp og ég fór að sinna honum fyrir nokkrum dögum. Móttökurnar hafa ekki staðið á sér því á aðeins örfáum dögum tvöfaldaðist félagafjöldinn, fór úr fimmtíu í yfir hundrað og er enn að fjölga. Fólk er að byrja að taka eftir þessu og sem dæmi var ég að spila í gær þegar eldri hjón á heilsubótargöngu gáfu sig á tal við mig og fóru að spyrja út í það sem ég var að gera. Þegar ég var búinn að útskýra út á hvað þetta gengi sagði konan: „Ég held að ég sé búin að finna jólagjafirnar í ár.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Aðstaðan hérna í Njarðvíkurskógum er frábær, þetta er skemmtilegur og krefjandi völlur sem allir geta leikið. Svo er annar völlur í Heiðarhverfinu, hann er allt öðruvísi en líka mjög skemmtilegur. Sá völlur er ellefu holur og leikinn fram og til baka. Þar eru þrjár körfur notaðar fyrir tvær brautir en leikið af sitt hvorum teignum. Svo eru vellir líka í Vogum og Grindavík.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Ari er ástríðufullur frisbígolfari og í viðtali við Víkurfréttir segir hann frá því helsta í sambandi við íþróttina, hvernig hún gengur fyrir sig og hvernig sé best að byrja.

Ari kastar frisbídisknum að körfunni en í vildi hann ekki.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

– Nú kvarta margir yfir tímanum sem fer í að leika golfhring, hversu lengi er verið að spila hring í frisbígolfi? „Fyrir tvo saman að fara átján körfu hring í frisbígolfi tekur svona tvo tíma, það fer auðvitað líka eftir hversu góður maður er en ef það er gott flæði og maður er ekki að skjóta út og suður þá tekur þetta yfirleitt í kringum tvo tímana.“

Auðvelt að byrja Flest áhugamál hafa í för með sér einhvers konar startkostnað við að koma sér upp búnaði sem þarf að nota. Við spurðum Ara hve dýrt væri að byrja í frisbígolfi. „Það er nú voða einfalt, ég er með byrjendasett á fimm þúsund kall fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Í þeim eru þrír diskar; driver, middle range-diski og pútter. Það er allt sem þarf til að byrja með, svo er ég einnig með töskur undir diskana. Svo fjölgar maður diskunum og bætir í safnið, maður lærir eitthvað í hverju kasti,“ segir Ari og hlær. – Má hver keppandi vera með eins marga diska og hann vill? „Já, reglurnar eru þannig að þú mátt vera með eins marga diska og þú vilt. Eina sem reglurnar fara fram á er að diskarnir séu merktir þér og svo þarf maður að vera með svokallaðan marker. Hann er notaður til

að merkja við þar sem diskurinn þinn lendir og þá hefur keppandinn svæði sem samsvarar A4-blaði fyrir aftan markerinn til að stíga niður fæti fyrir næsta kast.“ Með þeim orðum heldur Ari á fyrsta teig til að taka hring. Við fylgjum Ara sem fær auðvelt par á fyrstu braut og kastar nærri körfu á annari. Með Ara í för eru félagar hans og þeirra á meðal er Eyvindur sem er átta ára gamall efnilegur frisbígolfari. Hann segir að sér þyki rosalega gaman í frisbígolfi og þessi átta ára snillingur fór „körfu í kasti“ á dögunum, fékk ás. „Það var á braut tólf og flott kast,“ segir Eyvindur sem jánkar spurningu blaðamanns um hvort hann sé góður í frisbígolfi.

Frisbígolf er tilvalin íþrótt fyrir vinahópa.

Á Facebook-síðunni Frisbígolffélag Suðurnesja er hægt að kynna sér allt um þessa stórskemmtilegu íþrótt.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Íslenskir ostadagar í október

Í Ostóber er tími til að njóta osta. Gæddu þér á þínum uppáhaldsostum, smakkaðu nýja og prófaðu spennandi uppskriftir á gottimatinn.is, þar sem íslenskir ostar koma við sögu.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kristbjörg Kamilla lenti í alvarlegu slysi síðsumars við árekstur sjóþotu og slöngubáts

Svona var ástandið á hægri fætinum þann 25. ágúst síðastliðinn. Kristbjörg Kamilla fór í aðra aðgerð þremur dögum síðar þar sem mergnagla og skrúfum var komið fyrir í fætinum.

Sautjándi ágúst síðastliðinn er minnisstæður dagur í lífi Kristbjargar Kamillu Sigtryggsdóttur, þrítugrar konu úr Garðinum. Þennan dag fór hún með vinafólki sínu á slöngubáti út á sundin við Reykjavíkurhöfn til að hafa gaman, skoða lunda og reyna að sjá hvali, sem tókst reyndar ekki. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Þau voru á tveimur bátum og þegar líða tók að heimför fór Kristbjörg úr bátnum hjá félaga sínum og yfir í bát vinafólks hans og félaginn fór í land. Kristbjörg lýsir því í samtali við Víkurfréttir að áfram haldi gamanið. Hópurinn sé stopp á bátnum utan við Reykjavíkurhöfn og að ræða málin. Á svæðinu er einn á sjóþotu (e. JetSky) og Kristbjörg segist vera fjörkálfur og spyr hvort hún megi vera farþegi á sjóþotunni. Það þótti lítið mál og hún tók því af sér síma og önnur verðmæti og skildi eftir í slöngubátnum.

ÁTTI AÐ VERA EINN LÍTILL HRINGUR „Ég var bara klædd í venjuleg föt og björgunarvesti, þannig að þetta átti bara að vera einn lítill hringur og svo aftur upp í bát. Það var ekkert

mál og ég klifraði yfir á sjóþotuna og við fórum af stað. Þetta var alveg ógeðslega gaman. Stjórnandi slöngubátsins startaði bátnum og fór af stað. Það var einhver misreikningur þarna í gangi og þetta endaði þannig að hann fór inn í hægri hliðina á okkur. Ég kastaðist af sjóþotunni og læknarnir telja að ég hafi farið undir bátinn og í skrúfuna á honum,“ segir Kristbjörg Kamilla. Við áreksturinn fékk Kristbjörg opið beinbrot. Hægri lærleggur fór í sundur rétt ofan við hné og brotið sneri beint aftur. Kristbjörg segir að nokkuð hafi flísast úr brotinu og húðin flettist upp, nánast upp að mjöðm. „Miðað við myndir sem ég hef séð af áverkanum þá hefðir þú eflaust getað horft inn og upp í mjöðmina. Þetta var svo mikið að skurðurinn nær nánast allan hringinn,“ segir Kristbjörg Kamilla þegar hún lýsir áverkanum sem hún hlaut. Ekki er ljóst hvort skurðurinn sem hún hlaut sé af völdum árekstursins sjálfs eða hvort skrúfan á utanborðsmótor slöngubátsins hafi

skorið Kristbjörgu. „Löppin hékk þarna á en læknarnir náðu að setja þetta saman,“ segir hún en til að festa lærlegginn saman var settur í hann 36 sm. langur mergnagli og sex skrúfur.

með fingri að taka sjó úr hægra auga og leit svo til vinstri. Þá heyri ég í stráknum sem var að stjórna sjóþotunni. Hann var greinilega kominn í bátinn og hann er að leita af mér. Það næsta sem ég veit er að það er eins og heimurinn stoppi. Ég er þarna úti í sjó, bara í mínum venjulegu fötum en er í björgunarvestinu. Ég reyni að halda mér, ég reyni að vera róleg og hugsa að þetta sé ekki tíminn til að panikka. Á þessum tímapunkti fór ég að hugsa um hvað væri að og hvort eitthvað væri að hrjá mig. Ég var með fullri meðvitund, þannig að ég spurði mig hvað hafi komið fyrir, hvaðan höggið hafi komið og hvað hafi gerst. Ég hugsaði um að vera róleg því ég vissi að það kæmi hjálp. Ég endurtók sífellt í huganum: „Hægri fótur, hné, ég er brotin.“ Ég heyrði þegar strákurinn sem stjórnaði sjóþotunni sagðist sjá mig og bað um að bátnum yrði bakkað. Svo sá ég hann henda sér út í og synda að mér. Hann tekur í vestið hjá mér og syndir með mig að bátnum. Þegar við erum komin að bátnum þá reynir hann eins og hann getur að koma mér upp í bátinn en ég svara honum þannig að því miður komist ég ekki upp í bátinn því ég sé brotin á hægri fæti við hné. Þau sem eru í bátnum byrja síðan að reyna að taka mig upp úr sjónum. Þar sem ég var í kajakvesti, þá er því ekki smellt undir klof. Þegar það var tekið í vestið þá fór það upp og næstum yfir mig, þannig að ég næstum datt úr vestinu. Ég reyndi að ríghalda eins og ég gat og sagði

EINS OG HEIMURINN STOPPI – Hvernig ertu að upplifa augnablikið þegar slysið verður? „Það er svo merkilegt að ég var rosalega róleg allan tímann. Ég veit ekki hvað það er en það gerist oft þegar fólk lendir í svona að það fer í „FightMode“ og það er greinilegt að ég fór í það og varð pollróleg. Ég fann þegar höggið kom en sá það ekki koma því ég var að horfa vinstra megin við þann sem var að stjórna sjóþotunni. Þegar höggið kom þá loka ég augunum. Ég man það að ég fór á bólakaf í sjóinn. Þegar ég fór í sjóinn þá greip ég í björgunarvestið og hélt niðri í mér andanum. Þegar ég kom upp þá hóstaði ég og ældi miklu af sjó en náði svo andanum. Ég náði

Röntgenmynd sem sýnir brotið á lærlegg Kristbjargar. Beinbrotið var opið eftir slysið.

Kristbjörg Kamilla farin að standa upp að nýju á Landspítalanum. þeim að toga aftur. Ég hef séð að þegar þú reynir að koma þér upp úr svona aðstæðum þá áttu að sparka vatninu undan þér. Ég reyndi því af öllu afli að nota heilbrigðu löppina og sparka – og ég sparkaði og sparkaði þangað til ég var komin með magann upp á belginn á bátnum. Þá greip ég um hnéð á þeim sem var að toga mig og ég hálfpartinn rann ofan í bátinn. Það var líka á þessu augnabliki sem verkurinn varð yfirgnæfandi.“

ÞAÐ VAR EITTHVAÐ AÐ LÖPPINNI – Hvernig varstu þá að upplifa verkinn þegar þú varst í sjónum? Varstu kannski ekki að átta þig á hversu alvarlega þú værir slösuð? „Í sjónum var mér ekki kalt. Mér leið eins og allur sjórinn í kringum mig léti mér líða eins og ég væri í heitu teppi. Ég fann extra mikinn hita í kringum löppina og það var aldrei neitt sem hrjáði mig þegar ég var ofan í sjónum nema að ég fann að það var eitthvað að löppinni því það var svo mikill hiti í henni – og af því að höggið var svo mikið þá gat ekki annað verið en að ég væri brotin. Þegar ég var komin ofan í bátinn, þá sneri ég eiginlega á magann og ætlaði að reyna að snúa mér við og setjast upp en það var ekki hægt. Löppin hálfsnerist og ef ég reyndi að hreyfa mig þá gaus upp svo rosalegur verkur að það er ekki hægt að lýsa honum.“

Myndir: Hilmar Bragi og úr einkasafni

MISSTI HELMINGINN AF BLÓÐINU OG HÆGRI LÖPPIN HÉKK ÖFUG Á


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17 mergnagli og skrúfur. Naglinn var settur í gegnum hné, þar sem lærleggurinn var brotinn það neðarlega. Kristbjörg segir að batinn sé búinn að vera merkilega góður frá þeirri aðgerð. Hún hefur verið að nota vörur frá Chito Care sem er náttúruleg íslensk sárameðhöndlun. Þetta eru græðandi vörur sem hún segir að hafi hjálpað sér alveg ótrúlega mikið. Hún þurfti þó að fara í þriðju aðgerðina þann 4. október síðastliðinn þar sem fjarlægja þurfti dauða húð og hold á stað þar sem mikill vökvi var að koma úr sári. Eftir þriðju aðgerðina fékk Kristbjörg svo svokallaða sárasugu sem hún var með í fimm sólarhringa og hjálpaði til við að loka sárinu. „Vonandi þarf ég ekki í fleiri aðgerðir og get haldið áfram með batann hjá sjúkraþjálfara,“ segir Kristbjörg, sem á von á því að bataferlið taki eitt til tvö ár. „Það er vilji og jákvæðni sem dregur fólk áfram og það er eitthvað sem ég á nóg af. Svo er það líka hvað líkaminn er tilbúinn til að gera og það er erfitt að segja hvort þetta tekur eitt ár eða tvö.“

Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir tók brosandi á móti blaðamanni og sagðist ætla að takast á við bataferlið eftir slysið með jákvæðni að vopni.

MISSTI HELMING AF BLÓÐI LÍKAMANS – Var mikil blæðing? „Já, mér var tjáð það að ég hafði misst helming af blóðinu sem ég hafði í líkamanum.“ – Varstu smeik um lífið á þessum tíma sem leið frá því þér er bjargað upp í bátinn og þar til þú kemst undir hendur sjúkraflutningamanna? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið beint mjög smeik. Það var eitthvað innra með mér sem hélt mér gangandi. Ég talaði mikið við sjálfa mig og sagði mér ítrekað að muna að anda og að þetta yrði allt í lagi, ég væri ekki ein og væri á leið til hafnar. Ég var búin að tala við manninn minn og hann var á leiðinni. Það er skýtið að lýsa þessu en það var eins og ég væri með einhvern hjá mér. Þegar ég var á kafi ofan í sjónum þá gerðist eitthvað mjög skrýtið. Fólk segir að þetta sé örugglega undirmeðvitundin að tala við þig en ég heyri í hægra eyra: „Þú

ert rétt ókomin upp.“ Þegar ég var á kafi í sjónum þá kom svo mikil værð yfir mig að ég var alveg tilbúin til að fara að sofa. Þegar ég heyrði þessa rödd, að ég sé rétt ókomin upp, rétt eftir það finn ég vindinn í andlitið og ég gubba öllu vatninu út úr mér. Þannig að mér leið ekki sem ég væri smeik eða hrædd. Þetta var meira svona að nú væri ég að taka þetta og þetta væri mitt verkefni og ég ætlaði að klára það.“

HVATTI SJÁLFA SIG ÁFRAM – Voru þetta ekki viðbrögð hjá líkamanum við því að þú værir kannski að drukkna? „Það gæti líka verið. Er ekki talað um það að drukknun sé oft góður dauði? Þetta er svona mikil værð. Þess vegna veit ég ekki hver eða hvað þetta var sem var að tala við mig þarna. Var þetta undirmeðvitundin eða var þetta eitthvað annað? Ég veit það ekki.“ Þegar Kristbjörg var komin upp í slöngubátinn og á leið til lands þá var

Hér má sjá stóran skurð sem Kristbjörg hlaut í slysinu. Lærið rifnaði upp næstum allan hringinn og lærleggurinn brotnaði í opnu beinbroti. Um tíma vísuðu tærnar á hægri fæti aftur.

hún farin að tala hærra við sjálfa sig og hvetja sig áfram í að vera „cool“. Hún segir að það hafi komið ró yfir sig þegar sjúkraflutningamaðurinn var kominn niður í bátinn til hennar og heilsaði henni. Þarna vissi hún að allt væri orðið öruggt. „Það kom aldrei þessi skelfing yfir mig sem hefði átt að koma, því þetta var svakalegt slys. Það kom aldrei þessi ofsahræðsla,“ segir hún. Aðspurð hvernig ferðalagið frá höfninni og inn á bráðamóttöku Landspítala hafi verið segir Kristbjörg að sá hluti sé þurrkaður út úr hennar lífi. Hún hafi rætt við sjúkraflutningamanninn í fyrstu þegar hann var að byrja að klippa utan af henni fötin. Þegar hann var að klippa af henni buxurnar hafi hún beðið um að peysan sín yrði ekki klippt. Þegar hún hafi viljað sjá áverkann hafi sjúkraflutningamaðurinn sagt að þetta væri eitthvað sem hún vildi ekki sjá og bauð henni lyf til að slá á verkinn eftir að hún hafði fengið teppi til að halda á sér hita því þegar þarna var komið við sögu var Kristbjörg farin að finna verulega fyrir kulda.

TÆRNAR VÍSUÐU NÁNAST NIÐUR

VELTI SLYSINU MIKIÐ FYRIR SÉR FYRSTU DAGANA Kristbjörg segist hafa velt slysinu mikið fyrir sér fyrstu dagana á sjúkrahúsinu og spurt sig margra spurninga og hvað ef? Hún segir líka að ótrúlegur fjöldi fólks hafi verið í sambandi við hana eftir slysið og sent henni hvetjandi skilaboð og hún sé svo þakklát fyrir það. „Eftir svona slys þá á maður það til að brotna og það alveg svakalega illa. Ég hef oft bognað en þetta er eitthvað sem braut mig. Þegar ég lá á spítalanum sagði ég við sjálfa mig að nú væri kominn tími til að líma sálina aftur saman. Ég ætla að gera það rólega, því ég ætla ekki að taka eitthvað brot og setja það á vitlausan stað. Ég ætla að verða heil aftur.“ – Hvenær kemur svo áfallið? „Ég held að það hafi verið svona viku síðar, eins og hendi væri veifað. Ég var búin að eiga yndislegan dag, spjalla við hjúkrunarkonur og sjúkraliða, horfa á sjónvarpið og borða góðan mat. Síðdegis þennan dag kom áfallið allt í einu. Þá leið mér eins og ég væri áhorfandi að slysinu. Ég upplifði slysið aftur en nú eins og áhorfandi að því. Það var þá sem ég áttaði mig á því hversu ljótt og mikið slys þetta var. Áfallið var óhugnanlegt að upplifa þetta aftur, því úti á sjó var ég alltaf rosalega róleg. Það er frekar ólýsanlegt hvernig áfallið kom og maður upplifir hlutina aftur

en hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir á B-5 í Fossvoginum eru magnaðar konur og voru til staðar þegar á þurfti að halda. Ég er ekkert rosalega trúuð en ég trúi á sjálfa mig. Það komu til mín tveir prestar og ræddu við mig en það sem er að ná mér í gegnum þetta ferli er að ég hef ofurtrú á sjálfri mér.“ Kristbjörg þakkar þó honum Rudolf Adolfssyni, geðhjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, að hún losaði um tappann og fór að tala um slysið. Hún segir það algjörlega honum að þakka að hún fór að tala um slysið og áfallið því tengt.

ENDURHÆFING Á REYKJALUNDI – Breytti slysið þínum áformum? „Gjörsamlega. Það var öllu kippt undan mér.“ Það er þó lán í óláni fyrir Kristbjörgu að hún var á leiðinni á Reykjalund til endurhæfingar vegna annarra slysa og áfalla í lífinu. Hún hefur verið að glíma við vefjagigt og ljót áföll í gegnum tíðina. „Lífssaga mín er eflaust stærri en flestra á mínum aldri,“ segir hún en hún sé kominn með nýjan tíma á Reykjalund sem vonandi standist þrátt fyrir Covidástandið. Þar á hún von á því að fá góða hjálp í sinni endurhæfingu.

FRELSANDI AÐ TALA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Kristbjörg Kamilla heldur úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hún hefur leyft vinum sínum að fylgjast með því sem á daga hennar drífur. „Það er frelsandi að fá að geta talað því ég er búin að þegja svo rosalega lengi. Þegar maður loksins lærði að tala og tjá sig þá er ekki svo mikið sem situr á herðunum. Maður á ekki að byrgja inni og það er frelsandi að fá að tjá sig. Það er svo margt fólk þarna úti sem hefur kannski svipaða sögu að segja og það getur tjáð sig og sagt við mann að ég sé ekki ein í þessu. Ég stend ekki ein á móti heiminum. Heimurinn stendur með mér. Það er mín sýn á þessu þegar ég er að tala um þetta á samfélagsmiðlum. Á samfélagsmiðlum er maður einn með símanum sínum en áttar sig kannski ekki á hversu margir eru þarna úti að hlusta. Samfélagsmiðlarnir hjálpa mér að tjá mig og fá viðbrögð til baka.“ Að endingu vill Kristbjörg Kamilla koma á framfæri þakklæti til björgunaraðila og allra sem önnuðust hana á Landspítala og einnig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún hefur verið í sárameðferð og fengið góðan andlegan stuðning.

„Það næsta sem ég man er að ég var að öskra inni á bráðamóttöku. Það rann mikið blóð úr mér og verkurinn var farinn upp úr öllu valdi. Löppin sneri þannig að tærnar nánast vísuðu niður á einum tímapunkti.“ Kristbjörg segir að þegar hún var kominn á bráðamóttökuna hafi hún fljótlega hitt manninn sinn og hræðslan komið yfir hana ásamt því að óteljandi spurningar hafi vaknað: „Er ég að missa löppina? Er ég að fjara út? Á ég eftir að geta labbað aftur? Verð ég í hjólastól? Hvað gerist núna?“ Það var rosalega skrýtið að finna alla hræðsluna koma í gusu þarna en það var aldrei nein hræðsla úti á sjó. Svo tekur við langt ferðalag eftir þetta því bataferlið verður rosalega mikið og stórt.“

NEGLD OG SKRÚFUÐ SAMAN Slysið varð 17. ágúst og Kristbjörg fór í fyrstu aðgerðina þann 18. ágúst. Þar var sett á hana svokallað X-Fix sem er utanáliggjandi járnfesting sem svo er svo fest með pinnum í sköflung og lærlegg. Svona var hún í tíu sólarhringa eða til 28. ágúst þegar önnur aðgerð átti sér stað. Þá var settur

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fimm uppáhaldsplötur

Fríðu Dísar Guðmundsdóttur Fríða Dís Guðmundsdóttir (1987) hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri. Hún hefur verið í hljómsveit um á borð við Klassart, Eldar og Trilogiu en hóf nýverið sólóferil sem á hug hennar all an. Fríða gaf út sína fyrstu sólóplötu, M yndaalbúm, í byrjun febrúar 2020 hjá útgá fufyrirtækinu Smástirni. Ekki hefur gefis t tækifæri til að fylgja plötunni eftir með fyrirhuguðu tónleikahaldi því fljótlega ef tir útgáfu plötunnar skók kórónufarald urinn heimsbyggðina og öllu tónleikahaldi slegið á frest. Fríða hefur þó ekki setið au ðum höndum því henni hefur gefist rými til að einbeita sér að lagasmíðum og vinnur nú hörðum höndum að sinni annari sólóplötu.

Fríða Dís hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir tónlist og hefu r einnig mikinn áhuga á barnamenni ngu en hún var að bætast í hóp tónlistarkennari hjá Tónagulli sem sérhæfir sig í vönduðum tó nlistarnámskeiðum fyrir ung börn og foreldra. Þar að auki vinnur hún að lagi fyrir börn sem mun einnig koma út sem barnabók og ste fnir hún á útgáfu 2021. Þar að au ki syngur Fríða raddir á nýrr i barnaplötu Ingu Bjarkar Ingadóttu r, söngkonu og lýruleikara se m sérhæfir sig í músíkmeðferð. Fr íða er einnig með hliðarverkefn ií smíðum sem nefnist The Bo athouse Lullabies (Vögguvísu r við vatnið), vögguvísur sem er u ekki endilega ætlaðar börnum he ldur er um að ræða tónlist fyrir sv efninn sem allir ættu að geta notið .

Fríða sendi nýlega frá sér fyr sta lagið af væntanlegri plötu. Lagið heitir More Coffee og Fríða semur bæði lag og texta ásamt því að útsetja lagið, syngja og leika á bassa, hennar eftirlætishljóðfæri. Upptökurnar fóru fram hjá Sm ára Guðmundssyni í Stúdíó Sm ástirni og hjá Stefáni Erni Gunnlau gssyni í Stúdíó Bambus. Smári spila rá gítar, Halldór Lárusson sér um trommuleik og áslátt og Ste fán Örn spilar á píanó og orgel ásamt því að syngja raddir og hljóðbla nda. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering sá um hljóð jöfnun. Upphaflega átti lagið að ko ma út í sumar og í lok maí hófu þau Fríða og Smári bróðir henn ar að grunna lagið í Stúdíó Smást irni. Örfáum klukkustundum síð ar fékk móðir þeirra alvarlega heilablæðingu með þeim afleiðing um að hún lést á Landspítalanum í Fossvogi tveimur dögum síð ar.

Skyndilegur móðurmissiri nn var mikið áfall, upptökurnar vo ru settar á ís og við tók erfiðasta en jafnframt lærdómsríkasta sumar í lífi hennar. Það var áskoru n að hefja upptökur að nýju á fal legum haustdegi í byrjun septembe r en í því fólst einnig mikill léttir . Að hennar sögn voru fáir sem elskuðu kaffibollann sinn jafn heitt og móðir þeirra og erfðu systk inin kaffiástina í beinan kvenleg g. Þó að móðir þeirra hafi uppli fað mikla erfiðleika og sorgir á sinni ævi var viðhorf hennar og viljastyrkur aðdáunarverður, þa ð var alltaf „the high road or no roa d“ og sú mantra hefur gefið þe im systkinum styrk til að halda sínu striki. Með laginu More Co ffee langar Fríðu að minna fólk á að þó á móti blási sé mikilvægt að missa ekki sjónar af því sem veiti r manni gleði, dusta hversdagsvanda málin af herðunum, fá sér góðan ka ffibolla og elta draumana.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

: Abbey Road The Beatles af kjarnanum mínum Þessi plata er hluti bassaslag og gítarog þekki ég hvert orð, á mér. Platan var riff eins og handabakið ili sem barn og im he nu mikið spiluð á mí tusafnið hans ég bókstaflega át upp plö r eru lagasmíðar Hé ur. ng pabba sem ungli killi þróun, Come hljómsveitarinnar í mi I Want You (She’s og ing Together, Someth búa yfir ótrúlegum So Heavy) eru lög sem gos á plötunni eru Rin ðar töfrum. Lagasmí akkilesarhæll en kannski hennar helsti með framúrskarp up þó Ringo bætir það uleik eins og t.d. andi og fáguðum tromm í Sun King.

Alex Turner: Submarine Soundtrack

Tónlistin í kvikmyndinni Submarine eftir Joe Dunthorne frá 2010 er einstaklega heillandi og dreymandi. Lagasmíðarnar eru lágstemm dar, allt að því kæruleysislegar, og fanga svo vel hina ljúfsáru melankolíu sem nær mér inn að beini. Hljóðheimurinn umvefur mann og rödd Turners er bæði sannfærandi og dáleiðand i. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef renn t þessari plötu og mun halda því áfram út lífið.

Beck: Midnite Vu ltures

Ég vissi ekki hver t hugurinn ætlaði þegar ég heyrði þessa plötu fyrst. Hvert lag er eins og smásaga með ófyrirsjáanlegri fra mvindu sem hrífu r þig með í safaríkt ferðalag. Drifkrafturinn og spilagleðin er í algleymingi, text asmíðarnar eru sp en ferskar og Beck sý nir á sér nýjar hliða nandi og með falsettu sem r og hæðir fær hárin til að rís a – en svo koma lög á plötunni ein s og Beautiful Way se heim og minna þi g á af hverju þú fél m taka þig lst fyrir Beck til að byrja með.

Mort Garson: ntasia th’s Plaist Mother Eua19r76 mueftir raftónl arfru

Þessi plata frá árin hugsuð sem fantasía fyrir er ðinn Mort Garson gu þar sem hún r skemmtilega sö sé á an at plöntur. Pl aupum blómaak fylgja með blóm að a leg af ph up ti irri áheyrn át og náði því ekki þe búðar í Los Angeles atan átti þó síðar eftir að ð. Pl sem hún átti skili tta meistaraverk lt-plata enda á þe kö t ót verða eftirs ta er konseptið rs ður. Fyrir það fy tæ iðs hl r ga en r sé ðar lagasmíðð eru þó dulmagna h’s Planstórkostlegt en þa rt Ea r a gæðin. Mothe hljóðgervla. arnar sem innsigl rir fy tt se út a tal-plat tasia er instrumen u daglega til að kjarna mig og plöt Ég hlusta á þessa græða.

Khruangbin: Con Todo El Mundo hljómsveit

sari Ég heyrði fyrsta lagið með þes í Halifax í ar stað inga veit rfi ake í hátalar tónlistarforaði not Ég Kanada sumarið 2018. msveitin hljó ð hva út a finn að til zam ritið Sha si plata þes r hefu og inu héti og kolféll fyrir tríó Con Todo n. síða ann ilar usp plöt við d verið lím leg, dularfull El Mundo er allt í senn kunnug er einstakur, rinn iku rale ðfæ Hljó i. and og fram sækameð ur lísk hljóðheimurinn minima kominn. full því að allt og ni irtó und m delísku marine Sub r fyri ner Tur Eins og í lögum Alex rúmsand og ingu mn stem af full stút er platan um stór að var an plat en lofti frá umhverfinu r utan fyri u hlöð í uð ðrit hljó og in hluta sam Texas.

SMELLTU Á PLÖTURNAR TIL AÐ HLUSTA

AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Allir glaðir í nýjum tæknivæddum Stapaskóla „Þetta gengur bara vel og hér eru allir sælir og glaðir,“ segir Gróa Axelsdóttir, skólastjóri í nýjum Stapaskóla í Innri-Njarðvík en skólastarf hófst í honum í haust. Þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn í síðustu viku var líf og fjör. Stapaskóli er heildstæður skóli með 65 nemendur á leikskólastigi frá átján mánaða aldri og 265 nemendur á grunnskólastigi. Nýlega var matsalur opnaður og í síðustu viku var eldhús

tilbúið. Aðalinngangur skólans verður tekin í notkun á næstu vikum en í næstu áföngum verða íþróttahús og sundlaug og bygging fyrir leikskólastigið. Stapaskóli er tæknivæddur og þar eru ekki hefðbundin kennaraborð, töflur og nemendur sitja ekki við hefðbundin borð og stóla. Risaskjáir, gerðir úr níu minni tölvuskjám, eru á sérstökum hringsvæðum. „Við erum búin að kaupa fullt af tækjum og tólum til að nýta í kennsluna og við höfum verið að læra á hlutina. Við höfum verið með menntabúðir fyrir kennara og starfsmenn vegna þessarar nýju tækni í námi barnanna. Krakkarnir geta valið sér það vinnuumhverfi sem þeir vilja og kennarar eru líka að aðlagast nýju umhverfi í skólanum. Þetta er allt

mjög spennandi en líka nýstárlegt. Nemendur eru fljótir að aðlagast og í raun fljótari en við fullorðna fólkið,“ segir Gróa en meðalaldur kennara í skólanum er þó ekki nema 37 ár, þannig að kennarar eru líka í yngri kantinum og tilbúnir að takast á við nýjungar. Það var áhugavert sjá nemendur reikna á tölvuskjá og spjaldtölvur eru margar á lofti. Nemendur voru að skoða laufblöð í stafrænni smásjá og afraksturinn mátti sjá í spjaldtölvunum. Tæknin í hávegum höfð. Nemendur voru ánægðir með heimsókn Víkurfréttamanna og vildu fá myndir af sér. Hér má sjá allnokkrar en fleiri má finna á Víkurfréttavefnum vf.is. Þar eru enn fleiri myndir af börnum og úr skólanum sem er stórglæsilegur.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Heimanámsþjálfun – námsvitund Ég kynntist hugtakinu námsvitund fyrir tíu árum síðan þegar ég hóf að aðstoða nemendur við heimanámsþjálfun. Á þeim tíma var mikil umræða um heimanám og hvort það ætti yfir höfuð rétt á sér. Margir kennarar og jafnvel heilu skólarnir á alþjóðlegum vettvangi, sem og hérlendis, höfðu tekið upp eða voru að íhuga að taka það upp að „hafa ekki heimanám“. Frekar villandi umræða og oft birt í engu samhengi við forsögu og staðreyndir. Ég mun fjalla sérstaklega um þennan anga þessa viðfangsefnis síðar.

Með lausnamiðaðri nálgun minni og pælingum um hvernig ég gæti náð tökum á eigin námi sem unglingur í grunnskóla var ég farin að feta veg námsvitundar án þess að gera mér

Kristbjörg Kamilla segir magnaða lífsreynslusögu FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

grein fyrir því. Orðið námsvitund er þýðing á enska orðinu Metacognition. Á ensku þýðir orðið hugsun um eigin hugsun. Í hugtakinu felst einmitt ferlið að skipuleggja, fylgjast með og meta eigin skilning og frammistöðu. Þegar ég rýni í orð með nemendum mínum byrja ég á því að búta það niður í orðhluta: nám-s-vitund. Orðið vitund merkir: „Það að vita um eitthvað“. Í þessu tilfelli það að vita um nám. Í orðinu námsvitund felst að vita hvernig við lærum. Í hugtakinu námsvitund felst m.a. sú hugsun að einstaklingur læri að læra, jafnframt því að hann skilji hvernig hann lærir best og nær árangri. Sem sagt, hvernig námsmaður er ég? Það eru því miður alltof margir nemendur sem geta ekki svarað þessari spurningu. Í stað þess að þeir hafi stjórn á eigin námi og hvernig þeir tileinka sér hæfni og þekkingu, þá er eins og þeir vaði um í stjórnleysi og/eða vonleysi gagnvart námi sínu, trúi því jafnvel að þeir geti alls ekki lært. Hafi jafnvel tekið þetta ástand í sátt og gefist upp. Mín reynsla er sú að ALLIR GETA LÆRT! Í þeim tilfellum þar sem vandi er kominn upp heyri ég foreldra/forráðamenn segja: „Barnið mitt gerir ekki mikið í skólanum og kemur með mikið af óloknum verkefnum heim (oftast í formi heimavinnu)“. Sömuleiðis heyri ég kennara segja: „Nemandinn leysir ekki verkefnin sín í tímanum/ tekur ekki þátt/er vanvirkur, hvað á ég að gera í þessu?,“ og senda ólokin verkefni heim. Ég hef verið í þessari stöðu sem foreldri og ég er í þessari stöðu sem kennari. Í slíkum aðstæðum líður barninu ekki vel og skiljanlega spyrjum við okkur sjálf: „Hvað er til ráða?“ Með þessum

skrifum mínum er ég einmitt að leita svara við þessari spurningu! Í mínu hlutverki sem heimanámsþjálfi byrja ég á því að kynna hugtakið námsvitund til sögunnar eins og ég hef gert hér á undan. Í framhaldi legg ég fyrir nemandann spurningar á borð við: „Hvernig námsmaður ert þú? Hvernig finnst þér best að læra? Hvar finnst þér best að læra? Hvaða aðferðum beitir þú til þess að ná árangri í námi? Hvar liggur áhugasvið þitt?“ Í þessu felst greinandi vinna til þess að kanna hvar nemandinn er staddur í eigin þekkingu á sinni námsvitund. Til þess að tileinka sér hæfni og þekkingu, á hvaða sviði sem er, hlýtur sú frumforsenda að þurfa að vera til staðar að einstaklingur skilji hvað þarf að búa að baki svo það sé einmitt hægt að þjálfa upp þá hæfni og/eða tileinka sér þekkingu. Það á alveg jafnt við um að stunda nám, eins og að æfa taekwondo, spila á fiðlu, lyfta lóðum, elda mat o.s.frv.

Í hugtakinu námsvitund býr margt að baki, eins og til dæmis hugtakið námstækni sem margir kannast frekar við og fleiri verkfæri sem nýtast þegar á að tileinka sér nám. Þekking á eigin námsvitund er mikilvæg til þess að ná árangri í námi. Rannsóknir sýna að þeir nemendur sem hafa sterka námsvitund þeim vegnar betur í námi (Scholarly Articles for Research on Metacognition). Fyrstu skrefin geta falist í því að kynna hugtakið fyrir barni sínu og í framhaldi kanna hugmyndir barnsins um sjálfan sig sem námsmann. Í næsta pistli mun ég fjalla um hugtakið námstækni. Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari, mannauðsráðgjafi og verkefnastjóri.

Hundaeigendur athugið!

Attention dog owners!

Uwaga wlasiciele psow!

Skylt er að skrá alla hunda hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Hægt er að skrá hundana rafrænt á heimasíðunni www.hes.is, eða á skrifstofu embættisins á Skógarbraut 945, Ásbrú. Við skráningu fá allir hundaeigendur einkennisplötu til að festa á hálsól hundsins. Árgjald fyrir að halda hund er kr. 17.976 og er ábyrgðartrygging innifalin í því.

All dogs must be registered at the Suðurnes Public Health Authority. They can be registered online at www.hes.is or at the office at Skógarbraut 945, Ásbrú. Following registration, dog owners receive a license plate to put on the dogs collar. The annual fee is 17.976 kr and the liability insurance is included.

Obowiązkowe jest zarejestrowanie wszystkich psów w Administracji Zdrowia Suðurnesja (Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja). Możliwe jest zarejestrowanie psa elektronicznie na naszej stronie internetowej www.hes.is albo w biurze Urzędu Skogabraut 945 Asbru. Przy rejestracji wszyscy właściciele psów otrzymają tabliczkę do przymocowania na szyji psa. Roczna opłata za utrzymanie psa to 17.976 kr. i zawarte w nim jest ubezpieczenie od odpowiedzialności cywilnej.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja

Suðurnes Public Health Authority

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Administracja Zdrowia Suðurnesja

Skógarbraut 945 // 235 Reykjanesbæ // Sími: 420 3288 // Netfang: hes@hes.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23 Galdrastrákurinn varð fertugur 31. júlí og í tilefni þess var sett upp sýningin „Galdraheimur bókmenntanna“ í Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem hægt var að skoða ýmsar galdraverur eins og drauga og húsálfa. Í galdraheiminum er hægt að skoða ýmsar galdraverur eins og dreka og marfólk. Á sýningunni er stórt safn muna auk bóka sem tengjast galdraheiminum. Boðið er upp á sjálfspróf þar sem allir geta fundið út hvaða heimavist þeir tilheyra. Harry Potter hefur heillað marga í gegnum tíðina og Víkurfréttir fréttu af tveimur stelpum í Reykjanesbæ. Þær heita Ylfa Vár Jóhannsdóttir, þrettán ára, og Sunna Dís Óskarsdóttir, tólf ára, og halda mikið upp á Harry Potter. Við fengum þær til að svara nokkrum spurningum um söguhetjuna og þær gerðu gott betur með því að mæta í búningum úr sögunum.

YLFA VÁR JÓHANNSDÓTTIR – Hver er uppáhaldspersónan þín í Harry Potter? Hermione Granger og Luna Lovegood eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Hermione er mjög gáfuð og sterk í sér en Luna er talin vera mjög skrýtin en mér finnst það gott að hún sé skrýtin. – Hver er uppáhaldsbókin þín? Harry Potter og Fönixreglan sem er fimmta bókin. Það gerist mjög margt í henni og hún er mjög skemmtileg. – Í hvaða heimavist ert þú? Heimvistin sem ég er í er Gryffindor. Ég er búin að taka fullt af prófum um það og ég er alltaf þar. Ég tengist henni best. – Hvað er skemmtilegast við Harry Potter? Hvernig þetta er allt annar heimur en samt er þetta eins og þetta sé í alvörunni því muggar, sem er fólk sem er ekki með töfra, vita ekkert um það og flest okkar eru muggar (svo þau vita ekkert um það svo það gæti verið til). – Hvað gerir þú núna þegar Harry Potter er búinn? Ég les bækurnar aftur og aftur. Svo eru komnar aukabækur sem ég les og svo hlusta ég líka á þær. Ég held ég muni aldrei hætta að lesa eða hlusta á Harry Potter af því það er allt skemmtilegt.

GA

SUNNA DÍS ÓSKARSDÓTTIR – Hver er uppáhaldspersónan þín í Harry Potter? Uppáhaldspersónan mín er Ginny því hún er rauðhærð eins og ég. – Hver er uppáhaldsbókin þín? Harry Potter og dauðadjásnin. Hún er það af því að vondi kallinn, Voldemort, deyr. – Í hvaða heimavist ert þú? Heimavistin mín er Gryffindor því allar aðalsögupersónurnar eru í heimavistinni og allir í henni eru mjög hugrakkir. – Hvað er skemmtilegast við Harry Potter? Skemmtilegast við Harry Potter eru töfrarnir og hvernig höfundurinn bjó þetta til fyrir börnin sín. Líka hvernig þetta varð svo vinsælt. – Hvað gerir þú núna þegar Harry Potter er búinn? Harry Potter er aldrei búinn. Ég get hlustað á bækurnar og horft á myndirnar aftur og aftur.

I G D N L A E G u Ð in s ú h ik le R rum íF

I

Leikur, tjáning, dans, söngur, framkoma og margt fleira. Verð: 10.000 kr.

Leiklistarnámskeið fyrir börn fædd 2015–2008.

Þýðingarmikið að fá nýtt vatnsból í Voga Sveitarfélagið Vogar hyggst ráðast í virkjun nýs vatnsbóls sveitarfélagsins sem leysir af hólmi núverandi vatnsból. Nýja vatnsbólið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn um matsskýrslu vegna nýs vatnsbóls. Sveitarfélagið Vogar fól verkfræðistofunni Verkís að vinna fyrirspurn þá um matsskyldu sem nú er óskað umsagnar um. Það er mat bæjaryfirvalda að framkvæmdin

sé þýðingarmikil fyrir framtíðarvatnsöflun fyrir íbúa og atvinnustarfsemi sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í skýrslunni verður lögð áhersla á að rask verði sem minnst og að framkvæmdin verði unnin með það að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki. Þá hefur atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sent Sveitarfélaginu Vogum beiðni um umsögn vegna eignarnáms á landi undir nýtt vatnsból. Bæjarráð Voga áréttar að málið hljóti skjóta afgreiðslu eins og kostur er.

Kennt á mánudögum og fimmtudögum. Sex vikna námskeið einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Ef aðstæður leyfa verður einn aukatími í lok námskeiðsins þar sem aðstandendur fá að sjá afrakstur námskeiðsins. Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 22. október. Námskeiðið hefst mánudaginn 26. október.

Skráning fer fram á: https://forms.gle/oBCyHmDFhKEhP37W7 Hægt að senda tölvupóst á gylturnar@gmail.com Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-1006 (Guðný) eða 690-3952 (Halla Karen). Umsjónarmenn námskeiðsins eru Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA


Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Þetta er nú ljóta drullupestin!

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Það er klárt mál að það er ekki auðvelt að vera í forsvari fyrir sóttvarnaraðgerðum. Hér á landi hefur hið svokallaða þríeyki staðið í forsvari fyrir aðgerðum. Þær aðgerðir hafa kostað efnahag íslensk þjóðarinnar svo marga milljarða að enginn getur í raun fest á því tölu hvað þeir verða að lokum margir. Atvinnulíf á Suðurnesjum er í rúst því enginn landshluti hefur jafn hátt hlutfall af störfum sem á einn eða annan hátt tengjast flugi eða ferðaþjónustu. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eru á engan hátt yfir gagnrýni hafnar. Útspil síðustu viku var um margt áhugavert. Golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu var lokað. Jafnframt var mælst til þess að höfuðborgarbúar héldu sig á höfuðborgarsvæðinu. Golfklúbbar á Suðurnesjum voru fljótir til að stökkva á vagninn og báðu golfþyrsta höfuðborgarbúa um að halda sig heima við. Fóru í lögregluhlutverkið. Heyrði meira sögu af ágætum mönnum úr Reykjavík sem voru reknir af golfvellinum í Sandgerði. Þeim var orðrétt sagt að „drulla sér heim“.

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Vogar lokuðu íþróttamiðstöð af ótta við aukna aðsókn frá höfuðborgarsvæðinu Íþróttamiðstöðinni í Vogum hefur verið skellt í lás fyrir almenning. Er það gert vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið og af ótta við aukna aðsókn þaðan vegna lokunar íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Lokunin gildir a.m.k. til 19. október næstkomandi. „Í ljósi hertra reglna varðandi sóttvarnir hefur verið ákveðið að gera ákveðnar breytingar á starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar í Sveitarfélaginu Vogum og verður henni lokað (sundlaug og íþróttamiðstöð) fyrir almenning, meðal annars vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðis og í ljósi þess að búast má við aukinni ásókn í sundlaugina og íþróttamiðstöðina vegna lokunar á höfuð-

230-MVV-1046 X

„Drullaðu þér heim“

Póstur: vf@vf.is

borgarsvæðinu. Stóru-Vogaskóli og Heilsuleikskólinn Suðurvellir, auk skipulagðs íþróttastarfs á vegum UMFÞ fyrir börn fædd 2005 og síðar, 0001-5981

LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Sími: 421 0000

eru undanþegin þessum takmörkunum. Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu hefur áfram aðgang að búningsklefa sínum með því að nýta einungis bakinngang í búningsklefann. Framangreindar ráðstafanir gilda að óbreyttu til og með 19. október en verða endurskoðaðar ef tilefni er til. Sveitarfélagið vill þrátt fyrir þetta ítreka hvatningu til íbúa um að sinna hreyfingu og líkamsrækt eins og kostur er og sjaldan verið eins rík ástæða til þess eins og einmitt núna. Í sveitarfélaginu er urmull fallegra gönguleiða og hægt er að stunda alls konar holla líkamsrækt heima eða utandyra með eigin þyngd eða bara því sem hendi er næst,“ segir í tilkynningu á vef Sveitarfélagsins Voga.

Reykjanesvirkjun Forsmíði vélbúnaðar Útboð nr. F0219-409 HS Orka hf. óskar eftir tilboðum í forsmíði á vélbúnaði vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi samkvæmt útboðsgögnum númer F0219-409.

Í megindráttum felur verkið í sér efnisútvegun, forsmíði og uppsetningu á forsmíðuðum vélbúnaði fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar, þar með talið mælingar, flutning, einangrun og álklæðningu, suðuvinnu, prófanir og úttektir auk yfirborðsmeðhöndlunar, málningu og merkingar.

Vélbúnaðurinn tekur til tveggja milliþrýstra (MP) forskilja, tveggja lágþrýstra (LP) forskilja, einnar milliþrýstrar (MP) dropaskilju, einnar lágþrýstrar (LP) dropaskilju, allra skiljuundirstaða, fjögurra rimlaskóflusía í forskiljur, tveggja afsuðutanka auk útrása, tveggja gufustrompa, gasháfs, tveggja þéttivatnskúta, stálloka í gólfi skiljustöðvar ofan afsuðutanka og niðurfallsgrinda. Forskiljur verða staðsettar í skiljustöð en dropaskiljur í stöðvarhúsi. Forskiljur, bæði lág- og milliþrýstar, eru samsettar úr lóðréttum og láréttum belgjum með vinkillögun. Dropaskiljur eru úr láréttum belgjum.

Helstu kennistærðir eru:

Þeir vissu svo sem að þeir voru ekki að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda um að halda sig á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru í fullum rétti samkvæmt reglum frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem íþróttir utandyra eru heimilar og landlæknisembættið hvetur fólk til útivistar og hreyfingar. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu hissa einn úr hópnum var daginn eftir þegar hann rakst á Sandgerðinginn á næstu dælu að taka bensín í Costco. Slíkur var þá smitóttinn. Hann var tuttugu krónu virði á bensínlítrann. Allir í sama báti. Það er vandlifað. Hvað þýðir í raun „gerum þetta saman“ og „allir í sama báti“ eða aðrir frasar sem í raun eru ekkert annað en orðin tóm? Hvað þýðir það þegar óheimilt er að leika golf á höfuðborgarsvæðinu en það má á Suðurnesjum? Er golf hættulegt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins en ekki fyrir Suðurnesjamenn? Mega íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki sækja atvinnu á Suðurnesin en Suðurnejsamenn mega fara í vinnuna í Reykjavík? Óskýr skilaboð frá sóttvarnaryfirvöldum gera lítið annað en að ala á óeiningu. Látum ekki draga okkur þangað. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það persónulegu sóttvarnirnar sem skipta mestu máli. Þvoum hendur. Sprittum hendur. Munum tveggja metra fjarlægð. Fylgjum leiðbeiningum um hvernig nota á grímu. Hún virkar víst illa ef hún hylur bara hökuna.

MP forskiljur

97 tonn

LP forskiljur

131 tonn

MP dropaskilja

14 tonn

LP dropaskilja

20 tonn

Stálbitaundirstöður fyrir MP forskiljur

4,4 tonn

Stálbitaundirstöður fyrir LP forskiljur

19 tonn

Rimlaskóflusíur fyrir MP forskiljur

2 tonn

Rimlaskóflusíur fyrir LP forskiljur

3,2 tonn

Afsuðutankar

67 tonn

Útrásir afsuðutanka

15 tonn

Gufustrompar

13 tonn

Gasháfur

2,8 tonn

Þéttivatnskútar

1 tonn

Lok í gólfi skiljustöðvar

22 tonn

Niðurfallsgrindur

1,3 tonn

Smíði á öllum vélbúnaði skal vera lokið 8. september 2021. Allur vélbúnaður skal vera kominn á verkstað og tilbúinn til uppsetningar þann 3. nóvember 2021. Vinnu skal vera að fullu lokið 3. apríl 2022.

Útboðsgögn verða aðgengileg fimmtudaginn 15. október á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum. Tilboðum skal skila í höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi fyrir kl. 14 þann 1. desember 2020. Tilboð verða opnuð kl. 14 þann sama dag.

Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - 422 8000 - verkis@verkis.is - www.verkis.is

HS ORKA SVARTSENGI 240 GRINDAVÍK 520-9300 HSORKA@HSORKA.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.