Víkurfréttir 39. tbl. 43. árg.

Page 1

Vilja ekki öryggisvistun

er á skipulagi á næstu árum.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 18. október.

„Það er mat okkar að undirbúningur og kynning ríkisins á hugmyndafræði og uppbyggingu öryggisvistunar í

Reykjanesbæ gagnvart íbúum hefur hingað til ekki tekist vel. Reynt var að koma á tengingu milli hverfaráðs InnriNjarðvíkur og ráðuneytis sem virðist ekki hafa borið árangur. Birtingarmynd óöryggis íbúa gagnvart verkefninu er

augljós. Fjöldi íbúa hefur talað gegn þessu verkefni og einnig hefur farið fram undirskriftasöfnun með hvatn ingu þess efnis að öryggisvistun verði ekki byggð nálægt íbúabyggð í Reykja nesbæ.

Bæjarráð telur að það stoðnet sem kynnt hefur verið af ráðuneytinu sem mikilvægt að sé til staðar fyrir starf semi öryggisvistunar sé ekki nægi lega tryggt og af þeim sökum sé ekki vænlegt að reisa slíka stofnun nema að mikill viðsnúningur verði sérstak lega í starfsemi lögreglu og heilbrigðis stofnunar.“

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA HÁMARKAÐU VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR PÁLL ÞOR BJÖRNSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI PALL@ALLT.IS | 560-5501 Létt Hámark Súkkulaði og karamellu 53% Karamellu og hnetu – 37 g 32% 299 kr/stk áður 439 kr 31% 296 kr/pk áður 429 kr 189 kr/stk áður 399 kr Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGT OG GOTT! Sjúkratryggingar hafa gengið að til boði Heilsu gæsl unn ar Höfða í rekst ur nýrrar einka rek inn ar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ. Var til boð Höfða eina fullgilda tilboðið sem barst, eftir að tilboðsfrestur hafði verið framlengdur, en einnig barst frávikstilboð frá Heilsuvernd fyr ir hönd óstofnaðs félags. Stjórnandi hjá Sjúkratryggingum reiknar með að gengið verði frá samningi um verkefnið næstu dögum. Frá þessu var fyrst greint frá í Morgunblaðinu. Nýja heilsugæslustöðin verður í liðlega þúsund fermetra húsnæði sem ríkið leggur til að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ við Marriott-hótelið í Keflavík. Í útboðsgögnum kemur fram að opna skuli stöðina fjórum til sex mánuðum eftir undirritun samn ings. Það þýðir að bú ast má við opnun í febrúar til apríl, ef samn ingur verður undirritaður einhvern næstu daga. Samið er til fimm ára, segir í fréttinni. „Ég fagna þessum áfanga og framfaraskrefi fyrir Suðurnes og þakka öllum sem lögðu lóð á vogar skálarnar til að flýta fyrir bættri heilsugæsluþjónustu á svæðinu. Þegar við stöndum saman náum við árangri. Við á Aðaltorgi ásamt verktökum okkar munum gera allt sem í okkar valdi er til að flýta fyrir opnun heilsugæslunnar,“ sagði Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi í sam tali við Víkurfréttir. Samið um nýja heilsugæslu í Keflavík RONJA RÆNINGJADÓTTIR FER Á KOSTUM Í FRUMLEIKHÚSINU Leikfélag Keflavíkur frumsýndi barna- og fjölskylduleikritið Ronju ræningjadóttur síðasta föstudag. Að vanda var húsfyllir á frumsýningu og er óhætt að segja að áhorfendur hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ekki kæmi á óvart þó aðsóknarmeti yrði ógnað en það eiga Dýrin í Hálsaskógi sem félagið sýndi fyrir nokkrum árum. Fjallað er um Ronju ræningjadóttur í blaðinu í dag en myndina hér að ofan tók Páll Ketilsson af brosandi leikfélagsfólki í lok frumsýningar síðastliðinn föstudag. Reykjanesbær telur ekki vænlegt að öryggisvistun verði reist í núverandi íbúabyggð eða á svæði þar sem íbúa byggð
Miðvikudagur
19. október 2022 // 39. tbl. // 43. árg.

Nærri 40 manns vildu

forstjórastól HS Veitna

Ný akbraut fyrir flugvélar og 22.000 fermetra austurbygging við flugstöðina

– Framkvæmdir fyrir nærri 30 milljarða. Árið 2024 verður hafist handa við tengibyggingu sem mun kosta um 40 milljarða.

Starfið var auglýst í ágúst og sóttu tæp lega 40 manns um starfið.

Páll er framkvæmdastjóri Sam orku, en áður var hann fram kvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hann mun hefja störf á nýju ári.

Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu tvö árin við endurgerð á flugbrautum á Keflavíkur flugvelli og við viðbyggingu til austurs en hún er stærri en flugstöðin var þegar hún var opnuð árið 1987. Heildarkostnaður þessara tveggja stóru verkefna nemur um 26 milljörðum króna. Framkvæmdum á akbrautum á að ljúka 2023 en þegar fyrsta áfanga austurbyggingar verður lokið 2024 verður hægt að ráðast í nýja tengibyggingu á milli norður- og suðurbygginga. Áætlað er að kostnaður við þá stóru framkvæmd muni nema um 40 milljörðum króna eða nærri tvöfalt meira en við þessar tvær.

Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar hjá Isavia, segir að til að halda Kefla víkurflugvelli samkeppnishæfum og tryggja öryggi þurfi að sjá til þess að innviðum sé viðhaldið og líf tími þeirra hámarkaður því þeir séu mjög dýrir. Bæting innviðanna eykur einnig rekstraröryggi vallarins. Nú í sumar hóf Isavia nýframkvæmd á akbraut sem sem liggur norðri til suðurs og kallast „Mike“. Sú fram kvæmd tengist við eina flugbraut og þrjár akbrautir.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt framkomnar tillögur um styttingu vinnuvikunnar í grunn skólum Suðurnesjabæjar sem til raunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undirbúningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðar skipulag styttingar vinnuvikunnar verður ákveðið.

Bæjarráð leggur til við deildar stjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladaga tala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.

„Akbrautin er fyrsta nýja ak braut fyrir flugvélar sem gerð er á Keflavíkurflugvelli í langan tíma. Akbrautin er um 1.500 metrar að lengd og 23 metrar að breidd með sjö metra axlir beggja vegna, þannig að þessi framkvæmd er töluvert um fangsmikil. Með framkvæmdinni er verið að auka bæði öryggi og flæði. Framkvæmdin mun einnig hjálpa mikið til með viðhald til framtíðar á öðrum akbrautum og einfalda rekstur,“ segir Páll Svavar.

„Þegar við erum að vinna við teng ingar eða þveranir þá þurfum við óhjákvæmilega að loka akbrautum og beina flugvélum aðra leið en hefðbundið vinnulag er. Í vor og nú í haust hefur því verið meiri flugum ferð og ónæði yfir Reykjanesbæ en við reynum að lágmarka þann tíma

sem það tekur. Verktakarnir Ístak og Colas hafa verið mjög liprir og samvinnan góð í að skila góðu verki. Í sumum verkþáttum hefur verið unnið allan sólarhringinn og þegar veðrið hefur ekki leikið við okkur þá hafa verkþættir verið framkvæmdir um helgar eða að nóttu. Ljóst að veðrið hefur ekki leikið við okkur í sumar og stefnir því í að verkið þurfi að ljúka næsta vor,“ segir Páll Svavar. Að jafnaði eru um fimmtíu starfsmenn við verkið en fara upp í um eitthundrað á þeim dögum sem malbikun á sér stað.

Umfangsmeiri framkvæmdir við viðhald

Eftir að Varnarliðið fór frá Íslandi árið 2006 var lítið fjármagn til við halds á flugbrautum í Keflavík og akbrautum og flugbrautum var ekki viðhaldið í fullri breidd. „Það hefur aðeins verið að bíta okkur núna

þannig að framkvæmdir sem farið er í núna eru umfangsmeiri og taka meiri tíma. Þetta verður flóknara og erfiðara en það hefði þurft að verða. Árin 2017-2018 fórum við í endur gerð á flugbrautunum hjá okkur og það eru stífar reglur á svoleiðis fram kvæmdum og uppfylla þarf alla nýja staðla.“

Nú er verið að vinna í „mast erplani“ fyrir Keflavíkurflugvöll og hvernig á að byggja upp flugvöllinn. Meðal annars er núna verið að vinna í hugmyndavinnu fyrir aðrar ak brautir sem munu liggja frá austri til vesturs. Þá er einnig verið að skoða sérstakt afísingarsvæði fyrir flug vélar.

Fyrsti áfangi austurbyggingar stærri en upphaflega flugstöðin

Stjórnendur Isavia voru bjartsýnir á endurheimtur á Keflavíkurflug velli eftir kórónuveirufaraldurinn en

endurheimtur virðast ætla að ganga hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og vöxturinn er hraðari en menn áttu von á. Til að bregðast við auknum vexti hófust framkvæmdir við austurbyggingu flugstöðvar Leifs Ei ríkssonar 2021. Um er að ræða flug stöðvarbyggingu sem er um 22.000 fermetrar sem er t.a.m. stærri bygging en upphafleg norðurbygging flugstöðvarinnar sem tekin var í notkun árið 1987. Framkvæmda kostnaður er áætlaður 17 milljarðar króna og heildarkostnaður um 22 milljarðar. Þá fara um tveir milljarðar króna í flughlöð við bygginguna sem áætlað er að opna sumarið 2024. Ákveðnir hlutar þeirrar byggingar verða þó teknir í notkun fyrr, eins og t.a.m. aðstaða fyrir farangurs flokkunarkerfi og stærri töskusalur og afkastameiri töskubönd. Þá er sá hlutu austurbyggingarinnar sem nú er í smíðum aðeins um fjórðungur þess sem byggingin verður fullbyggð.

Þegar fyrsta áfanga austurbygg ingar verður lokið verður hægt að ráðast í nýja tengibyggingu á milli norður- og suðurbygginga og leysir af hólmi ranann svokallaða, sem er hluti af upphaflegu flugstöðvarbygg ingunni.

Nánar er fallað um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í Suðurnesjamagasíni vikunnar á fimmtudags kvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

NÝSPRAUTUN OG BÍLAKJARNINN

AFGREIÐSLA OG MÓTTAKA

BÍLAVIÐGERÐARMENN

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
í
Páll Erland hefur verið ráðinn nýr for stjóri HS Veitna. Hann tekur við af Júlíusi Jóni Jónssyni sem mun láta af störfum í lok árs eftir 40 ára farsælt starf fyrir félagið.
Samþykkja styttingu vinnuviku sem tilraunaverkefni til eins árs
Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar hjá Isavia segir að til að halda Keflavíkurflugvelli samkeppnishæfum og tryggja öryggi þurfi að sjá til þess að innviðum sé viðhaldið . Akbrautin er um 1500 metrar að lengd og 23 metrar að breidd með sjö metra axlir beggja vegna.
óska eftir að ráða í eftirtaldar stöður:
Nýsprautun óskar að ráða starfsmann í afgreiðslu og móttöku í starfsstöð fyrirtækisins að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ.
Nýsprautun óskar eftir að ráða til starfa bifvélavirkja og bílasmið. Umsóknir sendist á netfang: sverrir@nysprautun.is Nýsprautun ehf er bíla-, réttinga- og sprautuverkstæði, Bílakjarninn ehf er bílasala en félögin eru samrekin bílaþjónustufyrirtæki í Reykjanesbæ, m.a. samstarfsaðilar Heklu hf. 2 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M
Sigraðu innkaupin! Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu Tilboð gilda 20.–23. október Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. 1.959kr/kg 2.799 kr/kg Harissakjúklingaleggir úrbeinaðir 30%

Gera athugasemdir við frétt ASÍ um upphæð frístundastyrkja

Grindavíkurbær vill koma á framfæri athugasemdum við framsetningu verðlagseftirlits ASÍ á niðurstöðu könnunar á upphæð frístundastyrkja. Fréttin var birt á vef ASÍ þann 3. október síðastliðinn undir fyrirsögn inni „Hæstu frístundastyrkirnir í Kópavogi“. Í fréttinni segir m.a. að Grindavíkurbær bjóði ekki upp á frístundastyrki. Síðar í fréttinni er fjallað um mikilvægi styrkjanna til að stuðla að jöfnum tækifærum barna til tómstundaiðkunar. ASÍ hefur nú mildað það orðalag enda er hægt að stuðla að jöfnum tækifærum með fleiri leiðum.

Sveitarfélagið vill koma því á framfæri að þó svo Grindavíkurbær bjóði ekki upp á frístundastyrki þá gerir sveitarfélagið mjög vel við barnafjöl skyldur í þeirri viðleitni að jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar.

Grindavíkurbær greiðir niður tómstundaiðkun barna og unglinga Grindavíkurbær hefur lengi greitt niður tómstundaiðkun barna og unglinga og gerir það með samningum við þau félög sem eru starfandi í sveitarfélaginu. Útskýringum á þessu fyrirkomulagi sveitarfélagsins var komið á framfæri við starfsmann ASÍ sem hafði samband við Grinda víkurbæ á meðan áðurnefnd könnun var í vinnslu.

Í ár greiða foreldrar sem dæmi 45.000 kr. í æfingagjöld til UMFG fyrir allt árið og geta börn þá æft þær íþróttagreinar sem í boði eru, þ.e. fim leika, hjólreiðar, júdó, knattspyrnu, körfubolta, pílu, sund og/eða taek wondo. Skiptir þá engu hvort barnið æfi eina, tvær eða fimm greinar. Golfklúbbur Grindavíkur og Hestamannafélagið Brimfaxi bjóða einnig upp á æfingar fyrir börn og ungmenni. Í sveitarfélaginu eru einnig starf andi KFUM og K, listvinafélag, öflug félagsmiðstöð og tónlistarskóli svo dæmi séu tekin.

Til þess að koma til móts við þarfir félagasamtaka sem sinna barna- og unglingastarfi hafa styrkir til þeirra verið hækkaðir verulega á undan förnum árum. Beinir rekstrarstyrkir til allra íþróttafélaga í Grindavík hafa þannig hækkað um 55,3% frá árinu 2015. Styrkir til UMFG, sem er fjölmennasta félagið í sveitarfélaginu hafa á umræddum tíma hækkað um 74,5% og 66,54% frá árinu 2019. Tekið skal fram að tölurnar eru fram reiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs. Á árinu 2020 námu útgjöld Grindavíkurbæjar til æskulýðs- og íþrótta mála 170.215 kr. pr íbúa. Fá sveitarfélög greiða hærri upphæð per íbúa en Grindavíkurbær í þennan málaflokk. Eru það í flestum tilvikum mun fámennari sveitarfélög sem erfitt er að bera sig saman við.

Grindavíkurbær kannar útgjöld barnafjölskyldna

Sveitarfélagið vinnur reglulega samanburð á kostnaði við tómstundir milli sveitarfélaga og tekur þá inn í upphæð frístundastyrkja, systkinaafslátt hjá einstaka félögum o.s.frv. Í þeim samanburði kemur í ljós að barna fjölskyldur í Grindavík greiða lága upphæð fyrir tómstundaiðkun barna í samanburði við barnafjölskyldur í öðrum sveitarfélögum. Fyrir fjöl skyldu með fleiri en eitt barn á grunnskólaaldri getur munað hundruðum þúsunda að búa í Grindavík samanborið við önnur sveitarfélög. Upphæð frístundastyrkja segir því lítið um kostnað foreldra við tómstundaiðkun barna.

Grindavíkurbær fagnar allri umræðu um kostnaðarhlutdeild foreldra í tómstundastarfi. Sveitarfélagið hefur hins vegar komið athugasemdum sínum á framfæri við verðlagseftirlit ASÍ enda framsetningin bæði vill andi og ósanngjörn.

Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.

Skipt verði um gervigras í Hópinu

Fulltrúar

Krónprinsinn bauð norskt súkkulaði

Langahrygg

Nýtt rask afar takmarkað

Nýverið var lögð fram um sókn frá HS orku og HS veitum vegna endurnýjunar stofn lagna ferskvatns og hitaveitu frá Svartsengi um 3 km leið að tengistöðum ofan bæjarstæðis Grindavíkur.

Núverandi lagnir eru komnar til ára sinna og sökum tíðra jarð skjálfta og bilana liggur mikið á þessari framkvæmd til að tryggja almenningi og fyrirtækjum í Grindavík öruggan aðgang að heitu og köldu vatni.

Skipulagsnefnd Grindavíkur bæjar hefur kynnt sér fram kvæmdina og fylgja nýjar lagnir eldri lagnaleið að mestu með fram Grindavíkurvegi og eru að stórum hluta innan veghelgunar svæðis Vegagerðarinnar. Nýtt rask af völdum framkvæmdar innar er því afar takmarkað en þar sem hún fer í gegnum svæði nr. 104 á náttúruminjaskrá leggur nefndin áherslu á vandað verklag og frágang.

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er því fallið frá grenndarkynn ingu í samræmi skipulagslög. Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfisumsóknina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Leggja

Fengu

Undirskriftalisti með 168 undir skriftum þar sem lagt er til að sundlaugin verði opin til kl. 21:00 um helgar yfir vetrartímann í stað kl. 16:00 var lagður fyrir frístunda og menningarnefnd Grindavíkur á síðasta fundi nefndarinnar.

Afgreiðsla nefndarinnar er sú að hún leggur til við bæjarstjórn að íþróttamannvirkin verði opin til kl. 18:00 um helgar yfir vetrartímann.

Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun Ástand gervigrass í Hópinu var tekið fyrir á síðasta fundi frí stunda og menningarnefndar Grindavíkurbæjar. Framkvæmda stjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð var fram samantekt frá fundi með úttektaraðila sem skoðaði ástand gervigrass í Hópinu. Að mati úttektaraðilans eru tvær leiðir færar til þess að bæta aðstæður til knatt spyrnuiðkunar og draga úr slysa hættu. Annars vegar er hægt að lengja líftíma grassins um tvö ár með viðgerðum á núverandi grasi en hins vegar skipta út grasinu.
B, D og U lista hvetja bæjarráð til að setja nýtt gervigras hið fyrsta á Hópið í staðinn fyrir að fara í tímabundnar lausnir. Fulltrúar M lista taka undir bókun fulltrúa B, D og U lista.
til opnun sundlaugar til kl. 18 um helgar Grindavíkurhöfn hefur fengið ölduhæðarkort frá Vegagerðinni sem mun nýtast hafnarstjórn Grindavíkurhafnar vegna umsókna vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023 2027. „Hafnarstjórn þakkar starfsmönnum Vegagerðarinnar fyrir framlagða vinnu við gerð ölduhæðarkorts utan við Grindavíkurhöfn. Ölduhæðar kortið er mikilvægt tól til að geta lagt mat á það hversu öflugur væntan legur varnargarður þarf að vera til þess að þola mestu mögulega ölduálag á enda brimvarnagarðsins. Næstu skref er að leggja mat á það hversu mikil ölduhæð má vera fyrir tiltekna stærð skipa sem sigla inn eða út frá höfn í Grindavík miðað við staðsetningu nýja garðsins,“ segir í afgreiðslu síðasta fundar hafnarstjórnar.
gagnlegt ölduhæðarkort Ástand gervigrass í Hópinu var tekið fyrir á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar. VF-mynd: SDD Hákon, krónprins Noregs, var gestur Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Ís lands, í síðustu viku. Hákon og Guðni gengu meðal annars að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í mikilli veðurblíðu og nutum leiðsagnar Kristínar Jóns dóttur eldfjallafræðings. „Uppi á Langahrygg dró krónprinsinn indælis norskt súkkulaði upp úr bakpoka sínum og deildi með okkur ferðafélögunum. Mér er óhætt að segja að Hákoni fannst mikið til staðhátta koma þarna,“ segir Guðni Th. í færslu á fésbókarsíðu forsetaembættisins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Hákon Magnús krónprins Noregs á Langahrygg með hraunfoss niður í Nátthaga í baksýn. Ljósmyndir af vef forsetaembættisins
á
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Hákon Magnús krónprins Noregs og Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur, sem var leiðsögumaður í ferðinni um gosstöðvarnar. 4 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M Umsjón: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is GRINDAVÍK

„Ég var ráðinn í miðju Covid, tók til starfa í maí þegar allt var búið að opna á ný en svo blossaði veiran upp aftur með tilheyrandi lokunum. Þá gerði maður lítið annað en lesa Covid-reglugerðir svo það má alveg segja að starfið hafi verið krefjandi því auðvitað tekur tíma að koma sér inn í hlutina á svo stórum vinnustað,“ segir Jóhann Árni Ólafsson en hann tók við starfi yfirmanns íþróttamannvirkja í Grindavík vorið 2020.

Jóhann segir að hann hafi verið heppinn því forveri hans í starfi, Hermann Guðmundsson, hafi reynst honum mjög vel og geri enn. „Hann kemur í sund flesta morgna og kíkir þá við. Sömuleiðis hefur allt starfs fólk á bæjarskrifstofunni verið mér hjálpsamt svo ég myndi segja að þetta hafi gengið vel til þessa,“ segir Njarð-/Grindvíkingurinn sem er flestum körfuknattleiksunnendum kunnur en hann lék bæði með Njarðvík og Grindavík á sínum ferli, auk þess að hafa leikið með lands liðum Íslands. Jóhann á átján leiki með A-landsliði Íslands.

Valdi körfuna

Jóhann fæddist og ólst upp í Njarðvík og sleit þar barnsskónum. Íþróttir skipuðu strax stóran þátt í lífi hans og æfði hann jöfnum höndum/fótum körfu- og fótbolta en svo kom að því að velja og varð valið nokkuð einfalt, boltanum skyldi skotið ofan í körfu frekar en spyrnt að marki.

Jóhann átti farsælan feril með Njarðvík og varð einu sinni Ís landsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari en ákvað svo að söðla um og fór hinum megin við Þorbjörn, eða til Grindavíkur. Þetta var árið 2011 og má segja að um happafeng hafi verið að ræða fyrir þá gulklæddu sem höfðu ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn síðan 1996. Sá stóri mætti í hús tímabilið 2011/2012 og leikurinn var endur tekinn ári síðar. Jóhann bætti svo bikarmeistaratitli við árið 2014 svo það má segja að hann hafi skilað sínu til félagsins. Ekki nóg með að hann hafi verið leikmaður, heldur byrjaði hann fljótlega að þjálfa ungviðið og var yfirþjálfari yngri flokkana í sjö ár.

Fann ástina í Grindavík

Jóhann fann sömuleiðis ástina í Grindavík en hann og Petrúnella Skúladóttir eiga saman þrjú börn og hafa skotið rótum í Grindavík. Jóhann tók við starfi yfirmanns íþróttamannvirkja í Grindavík um mitt sumar 2020 og sá tími er sam ofinn Covid en veiran virtist vera að klárast þegar Jóhann tók við stjórn artaumunum en svo reyndist aldeilis ekki. Því voru miklar áskoranir fólgnar í nýja starfinu og svo bættust skjálftar við sem urðu svo að eldgosi.

Ákveðin eldskírn má segja en Jóhann tók á þessu með sinni stóísku ró og er búinn að koma sér vel fyrir í nýja starfinu.

„Ég er fæddur og uppalinn Njarð víkingur og mun alltaf líta á mig sem slíkan, þar liggja ræturnar en í leiðinni verður hjartað alltaf gulara og gulara eftir því sem árunum hér fjölgar, ekki síst þegar börnin manns fara að æfa íþróttir. Við Petrúnella erum búin að koma okkur mjög vel fyrir hér í Grindavík og ég sé ekki að breytingar verði á þeim högum á næstunni. Svo er líka stutt að skjótast í heimsókn til Njarðvíkur.“

Hvað hefur Jóhann verið að gera í Grindavík?

„Ég var í námi þegar ég kom fyrst til Grindavíkur en ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá HR árið 2013 og þá um sumarið varð ég for stöðumaður Þrumunnar sem er fé

lagsmiðstöð grindvískra ungmenna. Þeirri stöðu gegndi ég næstu ár en tók ársleyfi til að taka mastersgráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði.

Þetta allt auðvitað samhliða körfu boltaiðkun- og þjálfun en ég hætti fyrst að spila árið 2019 en kom svo með nett „comeback“ ári síðar. Ég tók við þjálfun kvennaliðs Grinda víkur árið 2018 og kom liðinu strax upp úr 1. deild en við vorum dæmd niður af KKÍ vegna Covid árið eftir.“

Hefur Jóhann einhverju breytt og hvað er framundan?

„Stærsta breytingin hefur verið stytting vinnuvikunar. Það var að sjálfsögðu ekki mín ákvörðun en í samstarfi við starfsfólkið breyttum við vaktaplaninu og það tókst mjög vel og gerði vinnustaðnum gott. En með nýjum stjórnendum koma oftast breytingar. Hermann forveri minn stóð sig mjög vel en

ég hef alveg komið á einhverjum breytingum en hef passað mig á að innleiða þær hægt og rólega. Það var mjög gott að taka námið í vinnusálfræði, það hefur nýst mér mjög vel í þessu nýja starfi og ég tel að starfsfólkið mitt hafi tekið þeim breytingum sem ég hef innleitt vel. Áherslan hefur aðallega snúið að börnum og upplifun þeirra í mann virkjunum. Nú eru t.d. frjálsari opn unartímar fyrir ungmennin okkar en þau geta æft sig í sinni íþrótt þegar þau vilja, þ.e. þegar laus tími er. Það var í raun ekki mögulegt áður en nýja íþróttahúsið kom til sögunnar. Þetta fyrirkomulag er líka í Hópinu, sem er knattspyrnuhús Grindvíkinga, en þar geta krakkarnir æft sig allan ársins hring. Það er mikil ánægja hjá foreldrum með þetta fyrirkomulag og krakkarnir hafa verið flottir að fylgja þeim reglum sem þarf til að slíkt fyrirkomulag gangi upp.

Það sem er framundan er að klára nýja íþróttahúsið með áhorfenda bekkjum og töflu en stefnt er á að hægt sé að leika þar strax á nýju ári. Þetta verður eitt flottasta íþróttahús Íslands og mjög hentugt fyrir áhorf endur en hægt verður að ganga á svalir fyrir ofan áhorfendabekkina innan úr félagsaðstöðu þannig að að staðan verður til fyrirmyndar.

Framtíðaríþróttasvæði

Deiliskipulagsvinna er í gangi varðandi framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæðinu í Grindavík en fyrir liggur að endurnýja þarf sund laugina, leggja gervigrasvöll svo það er nóg framundan.

„Það verður fróðlegt að sjá hvernig framtíðarsýnin verður en margar

skoðanir eru á lofti um hvernig nýja sundlaugin eigi að vera, hvernig hús næði fyrir líkamsrækt eigi að vera og margt fleira. Þessi vinna er í gangi, hvenær ráðist verður síðan í við komandi framkvæmdir er á borði pólitíkusanna.“

Byrjað er að halda samkomur aftur en íþróttahús Grindavíkur hefur hýst þær síðan Festi var og hét. Jóhann og hans starfsfólk eru því í raun líka að reka samkomustað og huga þarf að ýmsu:

„Þorrablótsnefndin er t.d. byrjuð að huga að blótinu og búið er að halda tvo stóra dansleiki á þessu ári. Nóg framundan, eins

viljum

og við
hafa það,“ sagði Jóhann að lokum. NJARÐVÍSKI GRINDVÍKINGURINN JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON ER YFIRMAÐUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Í GRINDAVÍK Verður eitt flottasta körfuboltahús landsins Jóhann Árni í Njarðvíkurbúningi í leik gegn Keflavík og á næstu mynd í gulum Grindavíkurbúningi. Hér er Jóhann við stjórn kvennaliðs UMFG. v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 5

Guðný Nanna 100

Guðný Nanna ólst upp mestan part í Keflavík. Foreldrar

MARGIR MÆTTU Á BLEIKAN OG OPINN DAG Á HSS

Fjöldi kvenna og nokkrir karlar mættu á Bleika daginn og opinn dag á Heilsugæslustöð HSS síðasta föstudag. Boðið var upp á margvís legar mælingar og próf og þá kynnti Krabbameinsfélag Suðurnesja starf semi sína og gaf bleika boli. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og næringafræðingar kynntu starf semi heilsugæslunnar og buðu upp á blóðsykursmælingar, heyrnamæl ingar, öndunarpróf, blóðþrýstings mælingar, ráðgjöf og fleira varðandi heilsu og lífsstíl. Einnig var Sigrún Elva Einars dóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands með fyrirlestur um krabbamein kvenna og mikilvægi brjóst- og leg hálsskimana.

vakning fyrir konur, þessi mánuður. Konur á Suðurnesjum hafa verstu mætingu í leghálsskimanir á landinu og við erum á svæði þar sem hátt hlutfall er af nýgreiningum krabba meins. Því viljum við hvetja konur til að koma í skimun. Ljósmæður sjá um leghálsskimar á HSS og hægt að bóka tíma þar.“

Þær Ásdís Ragna Einarsdóttir frá lýðheilsuráði Reykjanesbæjar og

Sveinbjörg Ólafsdóttir, hjúkrunar fræðingur á HSS, tóku undir það og sögðu svona dag mikilvægan og

Stefán Jóhannesson, f. 1896,

1930 og Þórdís Torfadóttir f. 1896, d. 1974. Hálfsystir hennar, sammæðra, var Ástríður Sigurðardóttir, f. 1920, d. 2001, og albróðir hennar var Torfi Stefánsson, f. 1925, d. 2006.

Guðný Nanna giftist Baldvini Ólafssyni frá Vestmannaeyjum, f. 1915, d. 1995. Þau bjuggu megnið af sinni ævi í Keflavík og eignuðust sjö börn. Fyrir átti Guðný Nanna einn son, Stefán Guðmundsson, d. 2022. Börn Baldvins og Nönnu eru: Gunnar Hjörtur, Marta d. 2016, Palla, Ásdís, Jóhanna, Ásta og Sóley. Afkomendur eru orðnir 150. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni.

Sigríður Erlingsdóttir, forstöðu maður Krabbameinsfélags Suður nesja, sagðist ánægð með mjög góða mætingu. „Þetta er svona vitundar

norðurljósanna

Dragnótaveiði er mjög góð eins og var í september og Sigurfari GK er er kominn með 104 tonn í sjö. Þessi bátur endaði aflahæstur allra dragnótabáta í september og október ætlar greinilega að vera góður fyrir áhöfnina á bátnum því þegar þessi orð eru skrifuð þá er Sigurfari GK þriðji hæsti dragnóta báturinn á landinu. Siggi Bjarna GK er með 86 tonn í sjö, Benni Sæm GK 67 tonn í sjö og Maggý VE 32 tonn í sex.

ljós. Sjómenn eru á vaktinni líka á næturnar og þeir líka sjá þessi ljós, þó svo að þeir taki ekki ferðamenn með til þess að skoða þau.

Núna, þegar október er meira en hálfnaður, er enginn línubátur kominn eða byrjaður á veiðum frá Suðurnesjum. Þeir eru allir ennþá fyrir austan og norðan. Reyndar hefur bátunum fækkað mjög mikið og það sést ansi vel þegar skoðaðir eru bátarnir sem eru í slippnum í Njarðvík. Þar eru t.d. Beta GK og Bergur Vigfús GK sem hafa báðir verið á línu en bíða þar uppi í slippnum með von um að kvótinn verði aukinn.

Lítum aðeins á línubátana fyrst ég er byrjaður að skrifa um þá. Sig hvatur GK er kominn með 273 tonn í tveimur róðrum og mest 147 tonn, Páll Jónsson GK 211 tonn í tveimur og mest 111 tonn og Fjölnir GK 184

Daðey GK 35 tonn í sex, Sævík GK 41 tonn í sjö, Hulda GK 40 tonn í sjö, Dúddi Gísla GK 23 tonn í fimm og Hópsnes GK 15,4 tonn í fjórum, allir á Skagaströnd. Ef við færum okkur á Suðurnesin og skoðum landanir þar þá er neta veiði bátanna nokkuð góð. Erling KE er með 71 tonn í sjö löndunum og af því er þorskur 37 tonn og ufsi 21 tonn. Grímsnes GK er fyrir austan að eltast við ufsann og er kominn með 60 tonn í fjórum og af því er ufsi 53 tonn. Maron GK er með 45 tonn í sjö og mest 12 tonn, hjá honum er mest af þorski eða 45 tonn. Halldór Afi GK 12 tonn í þremur.

Togararnir eru líka á flakki en þó er meira um það að þeir komi á Suðurnesin og landi. Pálína Þórunn GK er komin með um 150 tonn í þremur og síðasta löndun togarans var í Sandgerði. Sturla GK er með 158 tonn í þremur og þar af er um 100 tonnum landað í Grindavík. Vörður ÞH hefur landaði 142 tonn í tveimur og Áskell ÞH 40 tonn í einni löndun, báðir í Grindavík.

Jóhanna Gísladóttir GK er kominn með um 270 tonn í fimm löndunum og mestu er landað á Ísa firði. Af þessum fiski er þorski, ýsu og ufsa ekið til vinnslu í Grindavík, t.d. landaði togarinn 87 tonnum á Ísafirði og af þeim afla var 71 tonni ekið til Grindavíkur, það eru líklega um þrír trukkar.

Mjög fáir handfærabátar hafa verið á veiðum. Helst er það að Bjössi, sem eitt sinn var skipstjóri á Andey GK, hefur verið nokkuð dug legur í að róa. Hann hefur komist í fjóra róðra og landað 1,8 tonni, mest ufsa en verð á ufsa á Fiskmarkaði Suðurnesja hefur verið mjög hátt og þó að aflinn sé ekki meiri þá er aflaverðmætið gott.

Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Vertíð
Myrkrið og kuldinn eru hægt og rólega að ná yfirhöndinni og þá hefst reyndar önnur vertíð, vertíð sem á í raun ekkert sameiginlegt með sjávarútvegi en það er vertíð norðurljósanna. Ansi margir staðir á Suðurnesjum sem ferðamenn fara á til þess að sjá þessi fallegu norður
tonn í tveimur og mest 98 tonn, allir að landa á Skagaströnd og það þýðir að trukkarnir frá Jóni og Mar geiri í Grindavík eru í ansi miklum fiskflutningum. Valdimar GK er með 180 tonn í tveimur og hluta af þeim afla var landað í Grindavík. Minni bátarnir; þá er Vésteinn GK með 84 tonn í sjö róðrum, Margrét GK 81 tonn í níu, Auður Vésteins GK 76 tonn í níu og Gísli Súrsson GK 59 tonn í átta, þeir eru allir fyrir austan. Óli á Stað GK 63 tonn í tíu á Siglufirði,
a F la F r É ttir á S uður N e SJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Guðný Nanna Stefánsdóttir varð 100 ára síðasta sunnudag en hún er fædd 16. október 1922. Guðný Nanna býr enn í sínu eigin húsnæði að Suðurgötu 4 í Keflavík og er við góða heilsu. Þar tók hún á móti gestum á afmælisdaginn.
hennar voru
d.
ánægjulegt
hve margir hafi komið.
Sveinbjörg
sagði
að það
væru tvær
nýjar
deildar
á
HSS, annars vegar
heilsuvernd
aldaðra og heilsuvernd lífstíll og þá hefur lengi verið sykur sýkismóttaka og hjúkrunarmóttaka en þetta og fleira var kynnt á opna deginum í starfsemi HSS. Boðið var upp á margvíslegar mælingar og próf. Hópur starfsmanan HSS og Sigríður frá Krabbameinsfélaginu.
ára 6 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

UPPBYGGING SPENNANDI HRINGRÁSARVERKEFNIS

Viltu bætast í öflugan hóp reynslumikilla einstaklinga við uppbyggingu stærsta landeldis á Íslandi, þar sem ný vistvæn hugsun og tækni ráða för?

Samherji Fiskeldi hefur verið stórframleiðandi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og rekur eingöngu landeldisstöðvar. Í undirbúningi er nú 40.000 tonna landeldisstöð sem framleiða mun hágæðalax með nýjustu tækni í glæsilegri aðstöðu. Staðsetning stöðvarinnar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi skapar einstök tækifæri til fullnýtingar affallsstrauma m.a. frá jarðvarmavirkjunum. Hringrásarhagkerfi verður leiðarljós og lægsta mögulega vistspor er markmiðið. Allt framleiðsluferlið verður á sama stað, frá innsetningu hrogna að fullunnum hágæðaafurðum. Fyrsti áfangi af þremur er þegar fjármagnaður en framkvæmdir munu hefjast á næsta ári og áætlað að stöðin verði fullbúin árið 2032. Starfsstöðvar verða í Reykjavík og Reykjanesi samhliða framkvæmdum.

Störf í boði:

Sviðsstjóri hönnunar og framkvæmda

• Yfirmaður hönnunar 40.000 tonna landeldis

• Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma

• Undirbúningur og eftirfylgni verksamninga

• Framkvæmdaáætlun og áfangaskipting

Menntun og reynsla:

Byggingarverkfræði eða sambærilegt. Reynsla af stjórnun og stórum verklegum framkvæmdum er skilyrði.

Byggingarverkfræðingur

• Byggingarverkfræðingur á hönnunarog framkvæmdasviði

eldissvið

• Forhönnun í samstarfi

• Eftirlit og samþætting hönnunar

Menntun og reynsla:

Byggingarverkfræði eða sambærilegt.

Þekking á lagnahönnun er mikill kostur.

Stöðvarstjóri seiðaeldis

• Stöðvarstjóri í nýrri og glæsilegri RAS-seiðastöð

• Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur seiðastöðvar

Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af rekstri

RAS-kerfa er nauðsynleg.

Stöðvarstjóri áframeldis

• Stöðvarstjóri í nýju og yfirbyggðu 40.000 tonna landeldi með PRAS-kerfi

• Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur áframeldis

Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af fiskeldi er nauðsynleg.

Verkefnastjóri vinnsluferla

Hönnun og bestun vinnsluferla

• 40.000 tonn framleidd árlega

• Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma

• Undirbúningur verksamninga vegna vinnslubúnaðar

• Eftirfylgni uppsetninga og prófana

Menntun og reynsla: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Þekking á Inventor/Solidworks og Autocad.

Leiðtogi öryggismála

• Skipulag og umsjón

öryggishönnunar

• Áhættugreining verkferla

• Samræming þjálfunarskrár starfsfólks

• Þjálfun starfsfólks og skipulag námskeiða

• Eftirfylgni öryggissamninga á framkvæmdatíma

Menntun og reynsla:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði matvæla- eða verkfræði. Þekking og reynsla af öryggisstjórnun, gæðastjórnun og rekstri gæðakerfa.

Umsóknir og kynningarbréf skulu send á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2022.

Upplýsingar um störfin veita Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, hallveig@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.

Gagnasérfræðingur

• Uppbygging vöruhúsa gagna

• Eldiskerfi

• Vinnslukerfi

• SCADA-kerfi

• Fjárhagskerfi

• Skýrslugerð í PowerBI

Menntun og reynsla: Tölvunarfræði eða verkfræði. Reynsla af gagnagreiningu og skýrslugerð er nauðsynleg.

Dýralæknir

• Yfirdýralæknir Samherja Fiskeldis

• Umsjón með líffræðilegum þáttum, sýnatökum og heilbrigðiseftirliti í eldisstöðvum

• Bestun verkferla til að tryggja heilbrigði eldisstofns

• Gerð heilbrigðisáætlana fyrir hverja eldisstöð í samstarfi við stöðvarstjóra og gæðastjóra fiskeldis

• Símenntun starfsfólks í almennri fiskavelferð, umgengni og sjúkdómavörnum.

Menntun og reynsla: Háskólapróf í dýralækningum.

For English:

við

Mikil gróskahjá Hjálpræðishernum í

Mikil gróskahjá Hjálpræðishernum

Reykjanesbæ

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ vinnur mikilvægt og óeigingjarnt starf. Hjálpræðisherinn er trúfélag og er starfið í Reykjanesbæ aðallega byggt upp af sjálfboðaliðum. Nú á dögunum opnaði Hertex, ný verslun Hjálpræðishersins, á Ásbrú. „Það er ákveðinn partur af virkni meðal þeirra sem leita til okkar og við teljum það vera partur af eflingu sjálfstrausts og sjálfsvirðingar,“ segir Bergrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ.

Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Bergrúnu og Ástu Kristínu Guð mundsdóttur, teymisstjóra alþjóða teymis Reykjanesbæjar. Ásta segir aðsókn að þjónustu Hjálpræðis hersins hafa aukist mikið á síðustu misserum og segir Reykjanesbæ jafnframt taka á móti um þriðjung fólks sem kemur til landsins í alþjóð legri vernd en sú tala hefur farið hækkandi á síðastliðnu ári. „Þetta eru stórar tölur. Við hjá Reykjanesbæ erum að sinna móttöku á hátt í 350 einstaklingum eins og er, þegar ég byrjaði fyrir ári síðan var sú tala í kringum 50. Það er mikil aukning á einu ári,“ segir Ásta.

Starfið ákveðinn stökkpallur

Aðspurðar hvers vegna starf Hjálp ræðishersins sé mikilvægt í fjöl menningarsamfélagi eins og Reykja nesbæ segir Bergrún: „Vegna þess að einn þriðji af fólkinu sem kemur til landsins kemur hingað, við verðum að grípa þau og vera til staðar fyrir þau.“ Ásta tekur undir með henni og segir: „Virkni leiðir af sér meiri virkni. Það er grundvöllurinn, ef fólk

byrjar að draga sig til hlés inni í nýju samfélagi er ennþá erfiðara að koma sér inn í það. Við viljum að þau sem koma hingað séu virkir þátttakendur í samfélaginu og séu einnig sýnileg í samfélaginu okkar því þetta fólk hefur margt gott fram að færa. Við viljum gefa þeim aukin tækifæri og þau vilja líka gefa til baka. Með þessu starfi erum við að valdefla þau og gefa þeim aukin tækifæri.“ Bergrún segir starfið vera ákveðinn stökk

pall út í samfélagið. „Þau vilja vinna og láta gott af sér leiða. Í samveru okkar erum við að veita þeim vett vang eða stökkpall út í lífið á Íslandi,“ segir hún. „Það er mikil aukning hjá okkur og það hefur verið mikið að gera. Ég ákvað því að sækja um styrk hjá félagsmálaráðuneytinu fyrir verkefni tileinkað börnum í sumar. Ég heyrði í Bergrúnu og athugaði hvort við gætum ekki sett upp eitt hvað samstarf þar sem við gætum notað styrkinn í skipulagða starfsemi á þeirra vegum,“ segir Ásta en Hjálp ræðisherinn bauð upp á leikjanám skeið fyrir börn og ungmenni í sumar og er það verkefni sem er komið til að vera innan veggja Hjálpræðis hersins.

Virkni er mikilvæg

Ásta og Bergrún segja virkni vera stóran þátt í að koma aðkomufólki í samfélagið og út á vinnumarkaðinn. Hjálpræðisherinn býður upp á svo kölluð virkni námskeið fyrir fólk í alþjóðlegri vernd og hafa þau vakið mikla lukku.

„Þetta er hugsað til þess að efla virkni til starfs. Það er mikilvægt að þau fái smá reynslu og rétta nálgun á okkar menningu. Það er ekki hægt að koma til Íslands og vera bara í sínum hópi eða sinni menningu, auð vitað fylgir hún fólkinu alltaf en það verður líka að aðlagast íslensku sam félagi. Það verður að aðlagast okkar menningu, hvernig við högum hlut unum, hvernig við vinnum og við

erum hérna til að hjálpa þeim í því ferli,“ segir Bergrún. Næsta verkefni á dagskrá hjá „hernum“ er að bjóða upp á mismunandi virkninámskeið, meðal annars í smíðavinnu. „Við erum með mikið af eldri mönnum hérna sem eru einir og vantar virkni, því erum við að fara að búa til smíðaverkstæði. Það mun koma gámur hérna fyrir utan hús Hjálp ræðishersins, sem verður rafmagns tengdur og nú vantar verkfæri,“ segir Bergrún og Ásta bætir við: „Þetta er smá ákall til samfélagsins til að fá aðbúnað fyrir virkninámskeið. Það vantar skrifborð, stóla, hillur, efnisbúta, saumavélar, verkfæri og fleira sem sem fólk getur losað sig við. Vörumóttakan hjá Hjálpræðis hernum er opin alla virka daga frá 12 til 17.“

Ný glæsileg verslun

Ný verslun Hertex opnaði við hliðina á húsi Hjálpræðishersins í september og segir Bergrún viðtökurnar hafa verið góðar. „Viðtökurnar hafa verið algjörlega frábærar. Þessi verslun er virkilega það sem samfélagið hérna þurfti. Það er eitthvað sem við gerum okkur grein fyrir í þessu samfélagi sem við erum

Ásta hvetja

Bergrún. Þær Bergrún

sem sitja kyrrt

skápum heima fyrir. „Hver einasti poki

kemur hér inn er flokkaður,

virkninámskeið í svokölluðu „redesign“ þá minnkum við útflutning hjá okkur og náum betur að nýta þær flíkur sem koma hérna inn. Redesign er í raun bara endurnýjun á flíkum. Þannig að ef það eru göt á flíkunum þá eru þau löguð eða ef þær eru alveg ónot hæfar þá er jafnvel hannað eitthvað nýtt úr efninu,“ segir Bergrún. Versl unin er opin alla virka daga milli 11 og 17 og frá klukkan 12 til 16 á laugar dögum.

vera

með versl unina í,“ segir
og
alla sem geta til þess að losa sig við föt
í
sem
með því að
með
í Reykjanesbæ
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Dagný Kjærnested, starfsmaður Hertex. Húsnæði
Hertex, verslunar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ. Þar er hægt að koma með fatnað sem fólk vill losna við.
Séð inn í verslunina.
8 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M
Hér hvíla hjónin Nafn Millinafn Eftirnafn f. 00. 0. 0000 d. 00. 0. 0000 Nafn Millinafn Eftirnafn f. 00. 0. 0000 d. 00. 0. 0000 Blessuð sé minning þeirra Tilboð 5 eins og á mynd 488.791 kr ilboð 4 eins og á mynd 685.376 kr Tilboð 2 eins og á mynd 577.879 kr Tilboð 1 eins og á mynd 585.199 kr Tilboð 3 eins og á mynd 419.513 kr Dverghöfði 27 110 Reykjavík Sími: 555-3888 www.graníthöllin.is Öll verð eru með áletrun, fylgihlutum eins og myndin sýnir og uppsetningu legsteins á höfuðborgarsvæðinu. Vægt akstursgjald út á land Án beðramma 458.856 kr Án beðramma 451.536 kr

með frístundundaakstri. Bæjarlistinn lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar:

„Eins og fram kemur í minnisblaði íþrótta- og tómstundaráðs og einnig í Skólapúlsinum, þá stunda börn í Suðurnesjabæ mun síður íþróttir en börn í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt kemur fram að öll börn og ung menni ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og sú þekkta stað reynd að hreyfing hefur víðtæk áhrif á heilsu og mikið forvarnargildi.

Bæjarlistinn fagnar fram kominni tillögu um að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi m.a. með frístundaakstri. Auk þess vill Bæjarlistinn leggja áherslu á að auka fjölbreytni í íþróttastarfi í sveitarfélaginu og bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar sem fyrst. Því óskum við eftir því að málinu verði aftur vísað til íþrótta- og tómstundaráðs og að ráðið komi fram með vel mótaðar tillögur til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi strax á þessu ári.“

Í afgreiðslu bæjarstjórnar segir: „Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íþrótta- og tómstundaráðs vegna dræmrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi. Samþykkt samhljóða að fela íþrótta- og tómstundaráði að móta stefnu og markmið um aukna þátttöku barna og ungmenna í Suðurnesjabæ í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig sam þykkt samhljóða að í samstarfi við íþróttafélögin verði unnin greining á þörf fyrir frístundaakstur og kostnaður metinn, niðurstöður verði lagðar fyrir bæjarráð hið fyrsta.“

Leysa tímabundið húsnæðisvanda leikskólans Sólborgar með gámaeiningum

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða kaup á gáma einingum og uppsetningu þeirra til að leysa tímabundið húsnæðis vandræði leikskólans Sólborgar í Sandgerði. Kostnaður er rétt um 29 milljónir króna.

„Bæjarráð þakkar skjót viðbrögð skipulags- og umhverfissviðs, fjöl skyldusviðs og starfsmanna leik skólans í vinnslu við málið og leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

Í september sl. var ákveðið að loka öllu húsnæði leikskólans Sólborgar í kjölfar úttektar Mannvits verk fræðistofu á gæðum innivistar og ástandi húsnæðisins. Í framhaldinu hafa verið settar í gang umbótafram kvæmdir á þeim stöðum þar sem úr bóta er þörf í samræmi við tillögur í skýrslu Mannvits. Í bráðabirgðabygg ingu leikskólans, svokölluðu „brúna húsi“ er mat á aðstæðum þannig að

ekki telst forsvaranlegt að eyða fjár munum í endurbyggingu þess húss.

Unnið hefur verið hörðum höndum síðan þessi sviðsmynd kom upp að koma starfsemi leikskólans í gang, í fyrstu á þremur mismunandi stöðum en nú á fjórum mismunandi stöðum. Starfsemin snýr að 109 börnum og 33 starfsmönnum og fer leikskólastarfið nú fram á Skerja borg á Stafnesvegi, Sandgerðisskóla (Skólaseli), í Samkomuhúsinu og Safnaðarheimili.

Stefnt er að því að ljúka fram kvæmdum á aðalbyggingu leik skólans um mánaðamótin nóv ember/desember en óvissuþættir varðandi það eru vissulega til staðar,

segir á vef Suðurnesjabæjar. Þá er stefnt að því að gerðar verði ráð stafanir til að taka við allt að 82-84 börnum þegar endurbótum er lokið og hægt að taka húsnæðið aftur í notkun og um leið myndi notkun Samkomuhúss, Safnaðarheimilis og Skólasels leggjast af.

Á fundi bæjarráðs þann 10. október sl. var lagt til að keypt verði húsnæði í formi færanlegrar skóla stofu sem sett verði niður á Staf nesvegi 15 á lóð Skerjaborgar. Þessi húsnæðislausn ásamt núverandi leikskólahúsnæði á Stafnesvegi mynda leikskólaeiningu fyrir 38-40 börn. Fyrir Skerjaborg yrði gert af girt leiksvæði sem gagnast Skerja hverfinu nýja einnig með tengingu um göngustíg þó svo að leikskóla starfsemin þar yrði tímabundin. Það er von Suðurnesjabæjar að færan legu skólastofurnar verði komnar í notkun í lok október.

STARFSMAÐUR

Auðarstofa óskar eftir metnaðarfullum starfsmanni með reynslu, sem vill leggja sitt að mörkum að gera starfið skemmtilegt og fjölbreytt með gæði og kærleika að leiðarljósi. Starfið er opið, skemmtilegt og býður upp á að innleiða nýjungar. Um er að ræða 25% stöðu.

Helstu verkefni leiðbeinanda

■ Aðstoðar með félagsstarfið

■ Skipulagning starfsins í samráði við forstöðumann og aðra starfsmenn

■ Samskipti og samstarf

■ Þátttaka að innleiða nýjungar

Menntunar og hæfniskröfur

■ Áhugi á frístunda og félagsstarfi

■ Hæfni í mannlegum samskiptum, virðing og samvinna

■ Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsstarfi - handavinna og föndur

■ Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

■ Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember nk.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð un um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Vilma Úlfarsdóttir í síma 425-3170

Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningar bréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið vilma@sudurnesjabaer.is

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sam bands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Bæjarlistinn í Suðurnesjabæ leggur til að Suðurnesjabær hætti rekstri ljósabekkja og að tekinn verði út gjaldskrárliðurinn ljósabekkir í íþróttamiðstöðinni í Garði úr gjald skrá sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bókun listans á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Bæjarlistinn vill leggja áherslu á heilsu íbúa og að Suðurnesjabær sé heilsueflandi samfélag eins og samþykkt hefur verið. Því finnst fulltrúum Bæjarlistans eðlilegt að sveitarfélagið hætti rekstri ljósa bekkja. Á heimasíðu Geislavarna rík isins kemur m.a. fram að Alþjóðaheil brigðismálastofnunin (WHO) styður við takmörkun á notkun ljósabekkja í þeim tilgangi að draga úr hættu á skaðlegum áhrifum af notkun þeirra. Í nýrri skýrslu frá stofnuninni segir að að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabba meina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin

valda meira en tíu þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húð krabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.

Einnig kemur fram að rannsóknir sýna að þeir sem hafa notað ljósa bekk að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem aldrei hafa gert það. Þeir sem fara í ljósabekk fyrir 35 ára aldur eru í 59% meiri hættu að fá sortu æxli.

Í ljósi þessa m.a. telur Bæjarlistinn að Suðurnesjabær eigi ekki standa að rekstri slíkra bekkja, sérstaklega í ljósi þess að rekstur þessara bekkja og afleiðingar af notkun þeirra teljast vart til markmiða heilsueflandi sam félags.

Afgreiðsla bæjarstjórnar Suður nesjabæjar er að samþykkt var sam hljóða að vísa tillögunni til vinnslu fjárhagsáætlunar.

Umsjón: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is SUÐURNESJABÆR Á fundi íþrótta og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar þann 15. sept ember lýsti íþrótta og tómstundaráð yfir áhyggjum sínum á dræmri þátttöku barna og unglinga í Suðurnesjabæ í skipulögðu íþróttastarfi. Lagt var til við bæjarstjórn að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna og unglinga í íþrótta og tómstundastarfi og leiti leiða til að greiða leið barna í Suðurnesjabæ til að komast á sínar æfingar til dæmis
Leikskólinn Sólborg í Sandgerði. Ráðast þarf í verulegar endurbætur á húsnæðinu vegna mygluvanda. VF-mynd: HBB Íþróttamiðstöðin í Garði, þar sem Suðurnesjabær rekur ljósabekki. VF-mynd: HBB
Taka undir áhyggjur vegna dræmrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi Suðurnesjabær hætti rekstri ljósabekkja 125 ÁRA ÖLDUNGUR Á GARÐSKAGA Gamli vitinn á Garðskaga er 125 ára um þessar mundir en vitinn var tekinn í gagnið árið 1897. Það ár hafði verið starfandi barnaskóli í Garði í 25 ár. Vitinn var starfræktur fram á lýðveldisárið 1944 þegar ljósið var kveikt í nýjum vita á Garðskaga.
Í FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
10 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

Reynir alltaf að líta

björtu hliðarnar

„Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í

viðskiptafræði,“ segir Magnús Már en hann æfir og kennir á trommur. Auk þess spilar hann í hljómsveit og æfir fótbolta.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Skólamatar og fá að vera í tíma með öllum vinum mínum.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Aðallega til að vera í skóla í sama bæjarfélagi og ég bý í.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Helsti kosturinn er hvað það tekur stuttan tíma að komast í skólann.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mér finnst félagslífið mjög gott, það var ekki mikið að gerast síðustu tvö ár vegna Covid en nú fer þetta allt að koma aftur.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Ég hef trú á að minn maður Logi Þór muni fara langt í pólitíkinni.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Það eru nokkrir en ég held Eiður Orri taki titilinn í þetta skiptið.

Hvað hræðist þú mest? Ekki neitt.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?

Öll tónlistin hans Daniils er heit núna en það er kalt að það sé búið að hækka verðið á KFC box tilboðinu um 100 krónur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Þau eru ansi mörg en get nefnt Flauelsmjúk með Valdimar og Sweet/I thought you wanted to dance með Tyler The Creator.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er hjálpsamur og jákvæður.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

Spotify og Instagram.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Stefnan mín fyrir framtíðina er líklega að halda áfram í tónlist og fara í nám í viðskipta fræði.

Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti draumur er líklega að búa í Bandaríkjunum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?

Jákvæður, ég reyni alltaf að líta á björtu hlið arnar.

Ungmenni vikunnar

Hugmyndarík skellibjalla

„Ég er mikið í tónlistarskólanum, þar er ég að æfa á píanó og fiðlu. Síðan er ég að vinna í Ísbúð Huppu, ég er leiðtogi í KFUK og í ungmennaráði Reykjanes bæjar og unglingaráði Fjörheima. Það er hægt að segja að ég sé eiginlega að gera of mikið,“ segir Hildigunnur Eir að spurð hvað hún gerir utan skóla.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég elska að vera í íþróttum því þar get ég verið að öskra og láta öllum illum látum en samfélagsfræði er númer eitt því ég er mjög góð í henni.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Freysteinn bekkjarbróðir minn er klikkað góður í fótbolta og er 99.9999% viss um að hann verði atvinnumaður.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég keypti vatnsbyssu í frítíma og var að leika mér að sprauta á alla. Síðan tók vinur minn hana af mér og sprautaði á Jó hann kennara og lenti í vandræðum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég og vinahópurinn minn erum mjög fyndin og erum alltaf hlæjandi. Maður fær stundum harðsperrur í magann af hlátri.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Brotlentur með Valdimar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Butter chicken sem pabbi gerir er svo góður.

Ronja fer á kostum í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi barna og fjölskylduleikritið Ronju ræn ingjadóttur síðasta föstudag. Að vanda var húsfyllir á frumsýningu og er óhætt að segja að áhorfendur hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ekki kæmi á óvart þó aðsóknarmeti yrði ógnað en það eiga Dýrin í Hálsaskógi sem félagið sýndi fyrir nokkrum árum.

Ronja ræningjadóttir er aðalper sóna samnefndrar barnabókar eftir hinn kunna sænska höfund, Astrid Lindgren, en bókin kom fyrst út árið 1981 og hefur verið þýdd á yfir fjörutíu tungumálum. Það er því ljóst að Leikfélag Keflavíkur var ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en verkið hefur m.a. verið sýnt í Þjóðleikhúsinu og víðar.

Söguþráðurinn er skemmtilegur og gott dæmi um mikla vináttu sem verður á milli Ronju og Birkis en þau eru börn sitt hvors ræningjaforingjans í Matthíasarskógi. Mikil illindi ríkja á milli ræningjaflokkanna sem pabbar þeirra stýra, þeir Matthías og Borki. Í upphafi ríkir heldur engin vinátta á milli Ronju og Birkis en það breytist þegar hún bjargar honum úr háska.

Óvæntir hlutir gerast og vinátta þeirra hefur mikil áhrif á framhaldið í Matthíasarskógi.

Tara Sól Sveinbjörnsdóttir leikur Ronju en Tara mætir hér á sviðið annað leikverkið í röð hjá LK í aðalhlutverki. Það er alveg ljóst að hún er ein af efnilegri leikkonum Suðurnesja. Hún fer mjög vel með hlutverk Ronju og nær persónu ræningjastelpunnar sérlega vel, er vel áberandi á sviðinu og skýrmælt. Almar Örn Arnarson leikur Birki og stendur sig líka vel. Allur hópurinn er mjög flottur á sviðinu, bæði fólk í stærri hlutverkum sem og þeim minni. Sumir eru með meiri reynslu en aðrir í leikhópnum og einhverjir eru á sviði í fyrsta sinn. Það er virki lega áhugavert að sjá svona marga, m.a. nokkra unga leikara, fara svona vel með textann, dansinn, sönginn og sín hlutverk. Meðal þeirra sem setja líka svip sinn á sýninguna eru tipplandi grádvergar og rass álfar. Litlir þættir í stóru myndinni í Matthíasarskógi en hafa áhrif.

Leikfélagið er áhugafélag en maður gleymir því oft því þetta rúllar svo flott, eitthvað sem maður gerir ráð fyrir í atvinnuleikhúsum en ekki endilega hjá áhugaleikfélögum.

Leikmyndin er líka góð. Þá er lifandi tónlist frá hljómsveit félagsins undir stjórn Sigurðar Smára Hanssonar í leikritinu enn einn gæðastimpillinn.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Bibi blocksberg er uppáhaldsbarnæsk umynd en annars dýrka ég báðar Mamma Mia!-myndirnar.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Fjölskylduna, eldhús og nóg af borðspilum.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er mjög hugmyndarík, fyndin og ófeimin.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ég myndi vilja getað „teleportað“.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Elska þegar fólk er ófeimið og vill kynnast manni.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Ég stefni á því að fara í Kvennó og langar í skiptinám.

Sá sem þetta ritar var með sex ára tvíburaafastelpur með sér á sýningunni. Þær fylgdust vel með allan tímann og höfðu mjög gaman af, eitthvað sem afinn var ekki viss um fyrirfram. Ein leikkonan er vin kona þeirra úr Njarðvíkurskóla og þeim fannst það svolítið skrítið að sjá hana svona allt öðruvísi en dags daglega. Enda leikur hún Skalla-Pésa sem er frekar ófrýnilegur.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikstjóri, kom á svið eftir sýninguna og hrósaði í hástert leikhópnum og öllum í félaginu sem koma að sýn

ingunni. Þeir eru fleiri en bara leikar arnir. Undir það er hægt að taka en við sendum líka hrós á leikstjórann sem hefur greinilega unnið flott verk með hópnum.

Þá er bara að hvetja Suðurnesja fólk að mæta í Frumleikhúsið. Það verður enginn svikinn af því. Þetta er skemmtileg sýning og söngleikur sem ætti að ná til fólks á öllum aldri þar sem vináttan á sviðið.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Ef ég þyrfti að lýsa mér í einu orði þá væri það skellibjalla.
á
FS-ingur vikunnar: Nafn: Magnús Már Newman Aldur: 18 ára Námsbraut: Listnámsbraut á tónlistarlínu. Áhugamál: Tónlist, trommuleikur og fótbolti
Nafn: Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir Aldur: 15 ára Skóli: Njarðvíkurskóli Bekkur: 10. bekk Áhugamál: Píanó, fiðla og félagsstörf
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Aðalleikararnir fremst á fjörlegu sviðinu.
Páll
Ketilsson
pket@vf.is v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 11

SKÓLINN, UMHVERFIÐ, NÁTTÚRAN

Í fyrstu reglugerð skólans, frá 1872, er náttúrufræði ekki skyldunámsgrein í almennri kennslu fyrir ófermd börn en heimilt er, ef aðstæður leyfa, að veita þeim tilsögn í landafræði og að auki náttúrusögu í „sérstakri kennslu“ fyrir fermd börn. Í reglugerð skólans frá 1912 segir að kenndar skuli þrjár vikustundir í náttúru fræði og þrjár í landafræði og eftir það er prófað í þessum greinum. Í ágúst 1916 bókar skólanefndin að eðlisfræðiáhöld o.fl. vanti við skólann og samþykkir að bæta þar úr.

Myndin er af náttúrufræðibók Bjarna Sæmundssonar (4. útg. 1909) sem kennd var í skólum landsins í hálfa öld. Þar er fræðsla um eðlis fræði, grjót, dýr, plöntur og manns líkamann. Sumir kennarar flettu gjarna fram hjá blaðsíðunum um æxlun mannsins.

Menntamálaráðuneytið sam þykkti 1968 áætlun um eflingu eðlisog efnafræðikennslu fyrir ellefu til sextán ára unglinga. Árið 1970 var hafin tilraunakennsla, útgáfa náms efnis, sala kennslutækja og námskeið fyrir kennara. Sumir í Vatnsleysu strandarhreppi voru fljótir að kveikja á perunni, eins og sjá má á svohljóð andi bréfi dags. 11. mars 1970: „Til hreppsnefndar Vatnsleysustrandar hrepps. Í tilefni þess að Verkalýðs félag Vatnsleysustrandarhrepps varð 25 ára gamalt 29. desember síðast liðinn, ákvað félagið á aðalfundi 7. mars síðastliðinn, að færa Brunn astaðaskóla að gjöf kennslutæki í eðlis og efnafræði. Kennslutæki þessi hafa þegar verið keypt og afhendast hér með skólanum til eignar. Vogum, 11. mars 1970. Fyrir hönd Verkalýðs félags Vatnsleysustrandarhrepps.

Jón Bjarnason, formaður.“ Pétur G. Jónsson, oddviti, þakkaði fyrir hönd hreppsins og lagði til að skólanefndin

sendi verkalýðsfélaginu viðurkenn ingu með þakkarorðum.

Í fyrsta áfanga Stóru-Vogaskóla 1979 var aðstaða til að kenna nátt úrufræði og í þriðja áfanganum frá 2005 er vel búin náttúrufræðistofa. Umsjónarkennarar kenna yngri bekkjum náttúrufræði en frá 2000 hafa líffræðingar kennt mið- og unglingastigi. Um árabil spreytti 7. bekkur sig á krufningu brjóstholslíf færa úr svínum en þeim svipar mjög til líffæra mannsins. Myndin er úr slíkum tíma árið 2008. Nemandinn fyrir miðju kennir nú íþróttir við skólann.

Halla Jóna og Særún tóku saman á 10. áratugnum hugmyndir að útivist arferðum í nágrenni skólans. Farið var gangandi frá skólanum í sumar ferðirnar og á skólabílnum á fjar lægari staði, svo sem í Lambafellsgjá,

Keili, sleðaferðir á Svartsengisfell og skautaferðir á Seltjörn.

Halla fékk gamlar konur til að mæta í tíma og kenna handbragð og lét börnin banka upp á hjá eldri íbúum til að gleðja þá, segja eitthvað fallegt eða gefa smá gjafir. Börnin gerðust litlir leiðsögumenn og undirbjuggu að segja frá ákveðnum stöðum. Helga Ragnarsdóttir kom með hesta og teymdi undir og fleira mætti nefna.

Árið 1988 hófu skólarnir á Suður nesjum uppgræðslu- og gróðursetn ingarátak í maímánuði, sem nefnt var Vordagar Vigdísar til heiðurs þáverandi forseta. Yngstu nem endur Stóru-Vogaskóla hafa nær öll ár síðan sáð grasfræi og áburði og grætt þannig upp moldarflög í ná grenni þéttbýlisins. Lengst af hefur Landgræðslan lagt til áburð og grasfræ. Nemendur á miðstigi hafa gróðursett trjáplöntur frá Yrkjusjóði, hin síðari ár við Háabjalla, og gera enn á hverju vori í umsjá Skógfells. Myndin sýnir nemendur gróðursetja birki vorið 2007. Síðastliðinn áratug hefur skólinn tekið þátt í grænfánanum, alþjóð legu umhverfismenntaverkefni. Þá er valin umhverfisnefnd skipuð kenn urum og nemendum sem markar

umhverfisstefnu skólans. Græn fáninn er viðurkenning til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun

Frá því að Fræða-/þekkingar setrið í Sandgerði kom til 1996 er það heimsótt nær árlega og unnið með fugla, spendýr og sjávarlífverur. Einnig var þáverandi Sæfiskasafn í Höfnum oft heimsótt fyrsta áratug 20. aldar.

Skólinn er þannig staðsettur að auðvelt er að stunda fjölþætta úti kennslu í náttúrufræði. Sand- og klettafjara og tjörn er nánast við hús vegg og stutt í móa og gróin hraun. Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, sem kennt hefur náttúrufræðin frá 2017, segir svo frá: „Mér finnst alltaf eitt af skemmtilegri verkefnunum að vinna þemaverkefni með 6. bekk um lífríki Vogatjarnar. Þar bý ég svo vel að hafa ýmislegt frá þér [Þor valdi Erni Árnasyni, pistlahöfundi] til að vinna með. Krakkar telja sig þekkja Vogatjörn ágætlega og hafa flest veitt þar hornsíli og gaman að

fylgjast með þeim uppgötva hulinn heim hins smásæja lífríkis í vatninu. Við byrjum á að skoða gróðurfarið og nota greiningalykla til að kynnast helstu plöntunum. Svo útbúum við ferskvatnsker í fiskabúri sem við höfum í stofunni og vekur ávallt athygli í öllum bekkjum. Farið er í vettvangsferðir og sýnum úr lífríki tjarnarinnar safnað í fiskabúrið og krukkur. Svo er það rannsóknar vinnan. Það kemur margt í ljós þegar nánar er skoðað í fiskabúrið, horn síli sýkt af bandormum, sprækar brunnklukkur og tjarnatítur, lirfur, blóðsugur og smákrabbadýr. Það er skemmtilegt en einnig krefjandi að lofa nemendum að leika lausum hala í rannsóknarvinnunni og verða forvitin og vinna með víðsjár og raf ræna smásjá til að ná myndum. En ég hef séð breytingar á lífríkinu und anfarin ár. Hornsílum hefur fækkað gríðarlega og í sumum vettvangs ferðum sjáum við engin. Krakkarnir hafa ýmsar kenningar varðandi það, eins og mengun.“

á ein hvern hátt.
Heimildir: Bréf frá Verkalýðsfélagi Vatnsleysustrandarhrepps, fræðslumálaskrifstofunni, hreppsskrifstofu o.fl. Reglugerð skólans frá 1872. Gjörðabók skólanefndar, árið 1912. Funda gerðarbók Skólaráðs 1984–2001. Grein
um Vordaga Vigdísar Umhverfisstefna Stóru-Voga skóla. Frásagnir Höllu Jónu Guðmundsdóttur, Særúnar Jónsdóttur og Guðrúnar Kristínar Ragnarsdóttur. Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 39. ÞÁTTUR Akurskóli í Reykjanesbæ stóð fyrir þemadögum í síðustu viku sem endaði svo með opnu húsi í skólanum, þar sem haldin var sýning á því sem nemendur höfðu verið að bralla á þemadögunum. Eins og á síðasta ári var það lestrarverkefnið Skólaslit sem var viðfangsefni þemadaganna og nemendur endur gerðu hluta af þeim hrylling sem er að finna í sögunni. Þá settu nem endur einnig upp draugahús í anda hrekkjavökunnar sem er síðar í þessum mánuði. „Það er gaman að segja frá því að spennan og áhuginn í ár er ekki minni en í fyrra fyrir Skólaslitum – Dauð viðvörun. Nemendur bíða spenntir á hverjum morgni eftir nýjum kafla og hlusta af athygli,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, í samtali við Víkurfréttir. „Skólaslit hefur svo sannarlega aukið áhuga nemenda á lestri og bókmenntum og við sáum það vel á hve spennt þau voru þegar bókin hans Ævars kom út núna í haust. Það var því gaman að tengja þemað í ár aftur við Skólaslit og nú tengdum við efnið við furður verurnar sem eru í sögunni. Við hlökkum til að byggja enn frekar ofan á þennan áhuga á lestri og nýta í skólastarfinu,“ segir Sigurbjörg. Svipmyndir frá Akurskóla þar sem nemendur unnu að verkefnum tengdum við söguna Skólaslit. Furðuverur úr Skólaslitum mættu á þemadaga í Akurskóla Fleiri myndir á vef Víkurfrétta, vf.is Frá opnu húsi í Akurskóla þar sem afrakstur þemadaga var sýndur. VF-myndir: Hilmar Bragi 12 // v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M

Umhverfismál í Suðurnesjabæ

Nýlega sendi ég erindi til fram kvæmda- og skipulagsráðs Suður nesjabæjar með nokkrum hug myndum um umhverfismál. Ráðið tók erindið fyrir á fundi sínum og var eftirfarandi bókað og svar sent til mín:

Á fundi framkvæmda- og skipu lagsráðs Suðurnesjabæjar þann 20. september 2022 var til umfjöllunar bréf þitt með hugmyndum og til lögum í umhverfismálum í Suður nesjabæ. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar á erindinu: „Ráðið þakkar bréfritara fyrir ábending arnar sem margar hverjar eru góðar og sumar eru þegar í ferli.“

Af bókuninni og svarinu er ekkert hægt að átta sig á um hvað erindi mitt fjallaði eða hverjar umræður um það voru. Af þeirri ástæðu langaði mig til að upplýsa um málið og mögulega skapa um það umræður. Erindið var svohljóðandi: Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar. b/t Jóns Ben Einarssonar, sviðs stjóra.

Efni bréfs: Hugmyndir er varða um hverfismál í Suðurnesjabæ.

Ágæta ráðs- og starfsfólk. Sem bæjarbúi og sameiningarsinni sveitarfélaga langar mig til að koma á framfæri við ykkur nokkrum hug myndum varðandi umhverfismál. Eins og margir bæjarbúar hef ég verið áhugasamur um umhverfið og reynt í því sambandi að vera á ýmsan hátt hvetjandi, meðal annars með myndasendingum og athuga semdum til ráðamanna svo og með jákvæðum skrifum í blaðagreinum og á Facebook.

Í grein sem ég skrifaði í Víkur fréttir í desember 2021 sagði ég meðal annars:

„Hjá bæjarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi er eflaust í mörg horn að líta og þar af leiðandi þurfa sum verkefni að bíða til betri tíma. Sem áhugasamur íbúi fyrir velferð og framgangi bæjarins okkar hef ég reynt að fylgjast með gangi mála. Sumt hefur vakið athygli mína meira en annað og þar nefni ég meðal annars umhverfismálin. Vonandi verður sá málaflokkur í forgangi á næsta kjörtímabili. Sérstakt um hverfisráð verði skipað áhugasömu fólki og með sameiginlegu átaki geta stjórnendur bæjarins og íbúarnir gert Suðurnesjabæ að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins. Við eigum að stefna hátt á öllum sviðum.“ Svo mörg voru þau orð. Í greininni tala ég um að sér stakt umhverfisráð verði skipað. Ástæðan er sú að mér finnst að umhverfismálin hafa að sumu leyti mætt afgangi hjá framkvæmda- og skipulagsráði eftir að fyrirkomu laginu var breytt með sameiningu sveitarfélaganna. Þetta má sjá með lestri fundargerða þar sem skipulags málin eru mun fyrirferðameiri, sem er væntanlega ekki óeðlilegt miðað við umfang. Ef stjórnendur telja að umhverfismálin eigi áfram að falla undir framkvæmda- og skipulagsráð, þá finnst mér eðlilegra að ráðið verði

kallað framkvæmda-, umhverfis- og skipulagsráð.

Til viðbótar framansögðu, langar mig til að koma á framfæri við ykkur eftirfarandi tillögu:

• Að samin verði metnaðarfull til laga að umhverfisstefnu sem lagt verði til að bæjarstjórn samþykki.

Athugasemdir og ábendingar varð andi þessa tillögu eru eftirfarandi: Nú á tímum þegar umhverfismál eru í brennidepli vítt og breytt um veröldina, þá er merkilegt að ekki sé til staðar umhverfisstefna í bæjar félaginu. Markmið með umhverfis stefnu finnst mér að eigi meðal annars að veita leiðbeiningar og aðhald fyrir stjórnendur bæjarins, stjórnendur fyrirtækja og bæjarbúa alla.

Umhverfisstefna gæti meðal annars innifalið eftirfarandi atriði:

• Að stefnt sé að því að bæjar félagið sé ávallt mjög til fyrir myndar og að áhersla sé lögð á að bærinn hafi frumkvæði og sýni gott fordæmi í umhverfis málum.

• Að umhverfismál séu ávallt eðli legur hluti af vinnubrögðum alls starfsfólks og stofnana bæjarins og að tillit sé tekið til þess við hvers konar ákvarðanatökur þar sem það á við.

• Að stefnt verði að því að Suður nesjabær skipi sér í hóp snyrti legustu bæjarfélaga landsins og verði ávallt til fyrirmyndar á öllum sviðum umhverfismála.

• Að samþykkt verði og kynnt með fundarhöldum og á heimasíðu bæjarins, áætlun um aðgerðir og framkvæmdir sem hvetur alla bæjarbúa og fyrirtækjastjórn endur til dáða í umhverfismálum og að a.m.k. árlegt skipulagt átak verði liður í þeirri áætlun.

• Að árlega verði veittar viður kenningar til einstaklinga og fyr irtækja fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi (sjá erindisbréf fyrir framkvæmda- og skipulagsráð).

• Að fylgt verði lögum og reglu gerðum um umhverfismál sem eiga við um alla starfsemi bæjar félagsins.

• Að allir starfsmenn bæjar félagsins eigi möguleika á fræðslu um umhverfismál sem miðar að því að þeir séu meðvitaðir um áhrif starfa sinna á umhverfið, þekki vel umhverfisstefnu bæjar félagsins og verði virkir þátttak endur í henni.

• Að tryggt verði að allt sem lýtur að öryggi í umhverfi bæjarins verði ætíð eins og best verður á kosið.

Að umhverfisstefnu bæjar félagsins verði viðhaldið og hún endurskoðuð í samræmi við allar mögulegar breytingar á að stæðum.

• Gefin verði út umhverfisskýrsla ár hvert, sem auðveldi saman burð og yfirlit yfir umhverfismál í bæjarfélaginu og verkefnum þeim tengdum.

Í erindisbréfi fyrir framkvæmda(umhverfis-) og skipulagsráð er fjallað um hlutverk og verkefni ráðsins. Þar kemur meðal annars fram eftirfarandi:

• að hafa umsjón með árlegu vali og veitingu viðurkenninga til fyrirtækja og einstaklinga fyrir fallegt umhverfi.

• að hafa umsjón með skipulagi og almennri fegrun opinna svæða í bæjarfélaginu.

Ég minni sérstaklega á ákvæðið í erindisbréfinu um veitingar viður kenninga fyrir fallegt umhverfi. Af einhverjum ástæðum hefur þetta því miður lagst af síðustu ár. Ég veit að margir sakna þess mjög, enda eru viðurkenningar og verðlaun fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi mjög hvetjandi aðferð og góð leið til að ná meiri og betri árangri. Ég tala af reynslu í þessum efnum en við hjónin höfum þrívegis fengið slíkar viðurkenningar. Ég hvet eindregið til þess að þessi góða leið verði tekin upp aftur.

Að endingu vísa ég til yfirlýsingar meirihluta bæjarstjórnar í umhverf ismálum sem kynnt var á bæjar stjórnarfundi hinn 1. júní síðast liðinn. Ég tek heilshugar undir það sem fram kemur í yfirlýsingunni og vænti þess að þessi markmið nái fram að ganga:

• Auka vitund íbúa um flokkun sorps og fjölga hreinsunardögum í sveitarfélaginu.

• Suðurnesjabær á að vera leiðandi í umhverfismálum og sýna gott fordæmi.

• Áminning og hvatning um snyrti legt umhverfi á að koma reglu lega frá sveitarfélaginu.

• Komið verði á fót umhverfisráði áhugasamra íbúa sem geti með aðstoð umhverfisfulltrúa verið ráðgefandi og skapað jákvæða ímynd þess átaks að bærinn verði snyrtilegur.

• Hreinsun strandlengjunnar í samstarfi við hin ýmsu félaga samtök verði áfram unnin.

• Áætlun um fráveitumál verði kláruð og tímasett og þá verði byrjað á stórum endurbótum.

• Fegrun byggðarkjarnanna verði í hávegum höfð og aukin gróður setning verði í sveitarfélaginu í samstarfi við skógrækt ríkisins og aðra aðila.

• Skilgreind verði svæði fyrir trjárækt með kolefnisjöfnun að leiðarljósi.

• Unnið verði að fjölgun á hleðslu stöðvum í Suðurnesjabæ í sam vinnu við aðila á þeim markaði.

Bestu kveðjur, með von um að skjótt verði brugðist við og svo óska ég ykkur alls velfarnaðar í vanda sömum störfum ykkar.

Jón Norðfjörð, Sandgerði, Suðurnesjabæ.

Baráttan heldur áfram

Sigurður Jónsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja.

Öldungaráð Suðurnesja var stofnað í nóvember 2014. Öldung aráð er skipað fulltrúum sveitar félaganna frá Reykjanesbæ, Suður nesjabæ og Sveitarfélagsins Voga. Einnig tilnefnir Félag eldri borg ara á Suðurnesjum sína fulltrúa. Styrktarfélag HSS á einnig fulltrúa. Hlutverk Öldungaráðs Suður nesja er að gæta hagsmuna eldri borgara á Suðurnesjum. Öldung aráð hefur á þessum árum bar ist fyrir því að fjölga hjúkrunar rýmum á svæðinu, einnig fyrir því að heilsugæslustöðvar verði fleiri á Suðurnesjum sem og fjölgun dag-

dvalarrýma. Öldungaráð hefur gagnrýnt að ríkisvaldið hefur ekki aukið fjármagn til starfsemi HSS í samræmi við fjölgun íbúa á svæð inu.

Sveitarfélögin gera mjög vel varðandi ýmsa þjónustu og að búnað fyrir aldraða og ber að þakka það.

Á þessum árum hafa nokkur skref verið stigin til hagsbóta fyrir þjónustu við eldri borgara. En það eru mörg stór, sameiginleg hags munamál sem krefjast þess að baráttan haldi áfram. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að Öldung

aráð Suðurnesja starfi áfram.

Nú er það svo að samkvæmt lögum ber að skipa Öldungaráð í hverju sveitarfélagi og það ákvæði er uppfyllt hér á Suðurnesjum. Það er hið besta mál. Eftir sem áður er nauðsyn legt að hafa sameiginlegan vett vang til að ræða hagsmuni svæð isins í heild. Til þess þarf að hafa Öldungaráð Suðurnesja.

Aðalfundur Öldungaráðs Suður nesja verður haldinn föstudaginn 21. október 2022 kl. 16:00 Nes völlum.

LÝSING VEGNA BREYTINGAR Á AÐALSKIPULAGI SVEITAR FÉLAGSINS GARÐS 2013–2030

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðal skipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013–2030.

Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipu lagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamanna svæðis, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu.

Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is, ásamt því að vera aðgengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtu daginn 10. nóvember 2022.

Athugasemdir og ábendingar skulu berast með tölvu pósti á sigurdur@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrif stofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær.

• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.

Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn) Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is).

Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2022
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 13

SKUTUM

Víkurfréttir heyrðu í Herði þar sem hann var á heimleið eftir sigurleik gegn Álftanesi í bikarkeppni karla og við byrjuðum á að spyrja hann lítil lega út í þann leik en Keflavík vann leikinn með nítján stigum, 75:94.

„Þetta var hörkuleikur framan af, frekar óþægilegt,“ segir Hörður.

Ekki eins auðvelt og við var að búast?

„Þeir eru náttúrlega með hörkulið, örugglega með langbesta liðið í 1. deild. Þetta eru alltaf hættulegir leikir að spila og fínt að klára hann.“ Við vendum nú okkar kvæði í kross og snúum okkur að gengi meistaraflokka Keflavíkur það sem af er tímabilinu en Hörður Axel er viðloðandi báða meistaraflokka fé lagsins, sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og þjálfari kvennaliðsins.

„Tímabilið fer frábærlega af stað, gæti ekki gengið betur,“ segir hann

en bæði lið hafa unnið alla sína leiki til þessa. Keflavík er með fullt hús stiga í báðum Subway-deildum, kon urnar eftir fjórar umferðir og karl arnir eftir tvær auk bikarsigursins á Þrótti. „Eins og er eru allir mjög sáttir held ég.“

Gott að eiga skilningsríka konu

Nú ert þú leikmaður í meistara flokki karla og þjálfari hjá stelp unum, er ekki svolítið erfitt að púsla þessu saman?

„Jú, þetta er svolítið mikið púsluspil og mjög mikilvægt að eiga skilnings ríka konu. Þetta er mikil vinna og fjarvera, sérstaklega á kvöldin.“

Það kemur svolítið á óvart hversu öflug byrjunin er hjá stelpunum. Búnar að vinna fyrstu fjóra leikina en komust ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili.

„Já, svaka kraftur í þeim en á sama tíma má segja að við unnum síðustu fjóra leikina á síðasta tímabili líka. Við náðum smá „momentum“ þar en svo eru þær líka orðnar árinu eldri, þetta er mjög ungt lið – en kannski kemur þetta á óvart miðað við úr slitin á síðasta ári en við erum á pari við okkar eigin væntingar. Við bættum tveimur hörkugóðum leik mönnum við hópinn [Karina Konst antinova og Birna Valgerður Benón ýsdóttir] og erum í rauninni að spila eftir sömu prinsippum og í fyrra. Við þurftum ekki að byrja alveg upp á nýtt, sem er eitthvað sem við höfum fram yfir hin liðin.“

Hörður segir að í raun sé hann að mestu með sama lið í höndunum og í fyrra að undanskildum þessum tveimur leikmönnum sem hafa bæst við og þá sé Salbjörg Ragna Sævars dóttir farin frá liðinu. Hópurinn sé breiður, það sé verið að keyra

á mörgum leikmönnum og dreifa álaginu vel.

„Þær ná að vera á fullu allan tímann, ég er að spila á tíu leik mönnum í hverjum leik. Þá getum við haldið þessari pressu allan leikinn, þessum látum og þessari orku sem við erum að reyna að mynda. Okkar styrkleiki liggur í þessari breidd, samheldni, orku og leikgleði sem er í kringum hópinn. Að gera þetta hver fyrir aðra.“

Í enda dagsins er þetta bara leikur – ekki gleyma að njóta Hvert er markmiðið fyrir þetta tímabil?

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra. Við förum í alla leiki til að vinna og ef það gengur upp þannig þá hljótum við að enda sem Íslands meistarar – en við erum ekkert að líta þangað eins og er. Við ein beitum okkur að næsta leik hverju sinni. Það er hollast fyrir alla því annars fer maður að bíða eftir úr slitakeppninni, þá fer einbeitingin í að toppa á einhverjum „x-tíma“ og svo missir maður kannski af lestinni eins og gerðist í fyrra.“

Hvernig er staðan karla megin? Þið fenguð engan smá leik í byrjun og höfðuð betur þar.

„Við erum reyndar búnir að fá tvo svaka leiki til að byrja með [Tinda stól og Stjörnuna], sem er mjög gott fyrir okkur. Það er mjög gott að geta mælt sig við þau lið sem maður er að bera sig saman við svona snemma.

Við höfum staðist prófraunina vel í þessum fyrstu tveimur leikjum. Það er góðs viti og ég held að við séum með lið til að gera vel í ár – báðum megin.“

Erum við kannski að fara að sjá tvö faldan titil til Keflavíkur í ár?

„Það væri náttúrlega alger draumur en á sama tíma þá vil ég bara taka þetta í rólegheitunum og spara ein hverjar yfirlýsingar. Auðvitað stefnir maður á að vinna og ég held að öll lið í báðum deildum stefni á að vinna hvern einasta leik. Það væri skrítið að segja ekki að maður myndi vilja vinna tvöfalt – en á sama þarf maður

Það væri skrítið að segja ekki að maður myndi vilja vinna tvöfalt – en á sama þarf maður að halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik ...

að halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik.“

Er sama plan þar, að taka einn leik í einu og horfa styttra fram á veginn í byrjun?

„Já, ég held það og ég held líka að við höfum skotið okkur rosalega í fótinn í fyrra. Þá vorum við allt of mikið að réttlæta eitthvað frá fyrra ári, toppa á réttum tíma og bíða eftir úrslita keppninni. Mér finnst hafa verið of mikið rugl í gangi í hausnum á manni í staðinn fyrir að einfaldlega spila og njóta hvers leiks fyrir sig en ekki vera að bíða eftir einhverju sem kemur eftir einhverja mánuði. Maður á ekki að vera að eyða tíma í einhverjar pælingar sem skipta ekki nokkru einasta máli – þetta er bara körfubolti. Það er að renna upp fyrir manni, þótt körfubolti skipti mann miklu máli og lífið sé búið að snúast um hann frá því að maður var krakki – þá í enda dagsins er þetta samt bara leikur og maður má ekki gleyma að njóta.“

Hörður er að verða þrjátíu og fjögurra ára gamall og hann segist vera tilbúinn að spila áfram svo lengi sem hann geri eitthvað gagn, eins og hann orðaði það sjálfur. „Svo þegar hægist á manni og maður fer að verða byrði á liðinu – þá fer maður að hugsa sér eitthvað annað að gera.“

OKKUR Í FÓTINN Í FYRRA
– segir Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson en bæði karla- og kvennalið Keflavíkur hafa byrjað körfuknattleikstímabilið í ár með miklum glæsibrag. Samrýndir bræður: Hörður Axel hefur haft
Hjalta,
bróður
sinn
og
þjálfara
meistaraflokks karla,
með sér á hliðarlínunni það sem af er tímabilinu en ekki er enn búið að finna aðstoðarþjálfara kvennaliðsins.
Breidd, samheldni, orku og leikgleði er helsti styrkleiki meistaraflokks kvenna hjá Keflavík að mati Harðar.
sport

Elsa varði heimsmeistaratitilinn – Hörður hafnaði í fjórða sæti

Kraftlyftingakonan Elsa Páls dóttir varði heimsmeistaratitil sinn á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í St. Johns í Kanada á dögunum.

Elsa varð heimsmeistari í -76 kg. flokki M3 með seríuna 132,5-65160 = 357,5. Fékk gull í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu og silfur í bekkpressu. Elsa var með persónu lega bætingu og bætingu á Íslands meti í bekkpressu í flokkum M3 og M2 og í síðustu tilraun reyndi hún að bæta eigið heimsmet í hnébeygju en það hafðist ekki í þetta sinn.

Hörður Birkisson keppti í -74 kg. flokki M3 og lenti í fjórða sæti með tölurnar 155-90-185=430 kg. Hörður hampaði silfurverðlaunum í bekk pressu.

HÖRKUKEPPNI Í BOCCIA OG BORÐTENNIS Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra haldið í Reykjanesbæ Um helgina fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliða leik í boccia og borðtennis. Keppni í boccia fór fram í Blue-höllinni á laugardag og sunnudag en keppt var í borðtennis í húsnæði Borðtennis félags Reykjanesbæjar á laugar deginum. Fjöldi keppenda var skráður til leiks og var keppni hörð, heiðarleg og leikgleðin höfð í fyrirrúmi eins og sést á meðfylgjandi myndum sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljós myndari Víkurfrétta, tók við þetta tækifæri. Fleiri myndir er að finna á vefnum vf.is Heimsmeistarinn Elsa
Pálsdóttir
á verðlaunapalli. Myndir af Facebook-síðu Massa Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi, langafi, langalangafi og bróðir, STEFÁN ÞÓR GUÐMUNDSSON Suðurgötu 36, Sandgerði lést laugardaginn 8. október. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, föstudaginn 21. október kl. 12. Gotta Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Júlía S. Stefánsdóttir Jón Bjarni Sigursveinsson Grétar Páll Stefánsson Erla Sveinbjörnsdóttir Þórdís Stefánsdóttir Bergmann Skúlason Stefán Stefánsson Sesselja Snævarr Guðmundsdóttir Guðmundur Methúsalem Stefánsson Þóra Rut Jónsdóttir Guðný Nanna Stefánsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, barnbarnabarnabörn og systkini hins látna. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Akurskóli - Sérfræðingur Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - Skólaritari Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu
starfa hjá Reykjanesbæ?
Almenn
umsókn
Stórglæsilegur árangur hjá Elsu og Herði sem keppa fyrir hönd Massa, kraftlyftingadeildar UMFN. Hörður tekur við silfurverðlaunum í bekkpressu.
v Í kur F r É ttir á S uður N e SJ u M // 15

Flóttamannabúðir í Reykjanesbæ?

ákúrur

Mundi

hlaut eðlilega

sveitarstjórnar

stórundarleg. Vildi

flótta mannabúðir væri að ræða

ekki

úrat málið. Reykjanesbær yrði auðvitað tilvalinn staður fyrir slíkar búðir enda drýpur hér smjör af hverju strái. Eins og hver einasti starfsmaður bæjarfélagsins okkar getur vitnað um þá eru innviðir bæjarfélagsins löngu sprungnir og starfs fólk víða að bugast undan miklu álagi. Hvernig á að hjálpa fólki í neyð á stað þar sem allir innviðir eru sprungnir? Leikskólar, grunnskólar og t.d. félagslega kerfið, þetta er hvellsprungið. Á meðan stendur ríkisvaldið hjá glottandi og sker t.d. niður framlög til HSS enn og aftur en þessi stofnun hefur ávallt fengið löngu töng frá ríkinu. Hérna búa hvort eð er annars flokks þegnar og hafa alltaf gert. Í skjóli nætur tekur ríkið svo húsnæði á leigu upp á Ásbrú og þar á að hýsa 400 manns sem væntanlega þurfa að nýta sér innviði Reykjanesbæjar. Þetta er gert án alls samráðs við sveitarfélagið. Köld tuska framan í sveitarfélag sem hefur lagt hvað mest til málanna þegar kemur að málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Langflest sveitarfélög á landinu gera

kvæmlega ekki neitt í þessum málum, leggja ekkert til málanna. Reykjanesbær hefur gert sitt og gott betur en það. En nú er gjörsamlega komið að þolmörkum. Annars eru málefni flóttamanna og hælisleitenda flókin og erfið viðfangs. Mikil aukning hefur verið á straum fólks til landsins síðustu ár og ljóst að ærið verkefni er fram undan hjá okkur sem þjóð í þessum málum. Fyrst og fremst þarf að dreifa álagi og það gengur alls ekki að fáein sveitarfélög leggi hönd á plóginn. Þessi mál eru gríðarlega við kvæm og stjórnmálamenn ræða þau ekki á yfirvegaðan hátt, upphrópanir eru tíðar. Margir þora svo ekki í umræðuna af ótta við að vera úthrópaðir rasistar eða hreinlega bara vont fólk ef það styður ekki móttöku allra þeirra sem sækja hérna um hæli. Aðrir vilja bara skella öllu í lás og hjálpa helst engum.

Við þurfum að fara einhvern milliveg því það verður aldrei hægt að hjálpa öllum en þeim sem við ætlum að hjálpa þá ber okkur sú skylda að gera það vel.

Það verður ekki gert með því að gera Reykjanesbæ að flóttamannabúðum eða setja allt álagið á fárra manna hendur.

Því miður sést það á orðum formanns allsherjar- og menntamálanefndar að engin almenn skynsemi er hjá ríkisvald inu í þessum málum.

Formaður allsherjar- og menntamála nefndar kallaði eftir því nú á dögunum að flóttafólk fái að dvelja saman á ákveðnu svæði fyrstu vikur þeirra eða mánuði á Íslandi og stunda nám og vinnu. Þetta svæði er Reykjanesbær enda getur sá bær alltaf á sig blómum bætt. Viðkomandi þingmaður
skammir og
frá
fólki á svæðinu enda þessi tillaga væg ast sagt
þessi ágæti þingmaður nú
meina að um
sem er þó akk
Var ekki örugglega verið að semja um nýja heilsugæslu í Reykjanesbæ en ekki flóttamannabúðir?
volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt VH/22 03 GARÐHÚS 4,7m² 34 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 45% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöð var Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400. HAUS T TILBOÐ Rýmingarsala · Allt á a ð seljast! 20% afsláttur af öllum garðhúsum og 15% afsláttur af völdum gestahúsum á meðan birgðir endast. Takmarkað magn · Ekki missa af þessu · Fyrstur kemur fyrstur fær www.volundarhus.is LOKA ORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Dagskrárgerðarfólk og hugmyndir að þáttum í Hlaðvarp Víkurfrétta Hlaðvarp Víkurfrétta — Leggðu við hlustir Ertu til í að vinna við dagskrárgerð og taka upp einn þátt í viku eða kannski bara einn þátt í mánuði? Ertu til í að ganga til liðs við okkur í vetur og sjá um hlaðvarpsþátt? Ertu kannski bara með hugmyndir að áhugaverðu efni til umfjöllunar og ert til í að deila því með hlaðvarpsstjórnendum? Við erum að leggja lokahönd á nýtt stúdíó þar sem verður aðstaða til að taka á móti gestum og ræða við þá á bak við hljóðnemann og/eða framan við myndavélina. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, þá máttu endilega senda okkur línu á vf@vf.is Stórar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Starfakynning fyrir grunnskólanemendur Bleikur dagur á heilsugæslunni FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Í þætti vikunnar:

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.