Víkurfréttir 40. tbl. 41. árg.

Page 1

GOTT VERÐ alla daga

ÍSLANDSMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU VERÐUR KLÁRAÐ

VIÐBRÖGÐ VIÐ TÍÐINDUNUM Á ÍÞRÓTTASÍÐUM

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

399

279

kr/pk

kr/pk

Maískorn 300 gr

Hvítlauksbrauð 2 stk - 350 gr

129

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/pk

Bakaðar baunir 420 gr

Miðvikudagur 21. október 2020 // 40. tbl. // 41. árg.

Skjálfti af stærð 5,6 Tekur vel í hugmyndir Samherja um fiskeldi í Helguvík Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur vel í allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu í Helguvík svo fremi sem Samherji uppfylli atriði sem snúa að atvinnusköpun, mengun og tekjum fyrir Helguvíkurhöfn. „ Þ et ta h l j ó m a r ágætlega og Reykjanesbær lítur jákvætt á málið en það er ýmsu að hyggja áður en lengra er haldið,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, við Víkurfréttir. Í bókun sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku segir m.a.: Reykjanesbær vill að Samherji uppfylli að minnsta kosti tvö af eftirfarandi atriðum: • Skapi vellaunuð störf • Sé ekki verulega mengandi • Skapi tekjur af skipaumferð um Helguvíkurhöfn Samherji fiskeldi ehf. gerir nú nokkurs konar fýsileikakönnun á möguleikum á laxeldi í kerskálum Norðuráls í Helguvík. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera slíkt hið sama m.t.t. ofangreindra atriða. Einnig að eiga samtal við Kadeco, f.h. ríkisins sem landeiganda, og Suðurnesjabæ, sem fer með skipulagsvald lóðarinnar, um nýtingu lóðarinnar og skipulagsmál. Meðal annars þarf væntanlega að aflétta þynningarsvæði álvers svo hægt sé að hefja þar matvælaframleiðslu. Einnig að kanna hvort nauðsynlegt sé að lög nr. 51/2009 um heimild til samninga um álver í Helguvík séu felld úr gildi. Loks að kanna gildi ýmissa samninga sem gerðir hafa verið, áður en lengra er haldið. Þá telur bæjarráð Reykjanesbæjar mikilvægt að samkomulag náist við Norðurál um uppgjör eftirstöðva kostnaðar sem Reykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa lagt í á undanförnum áratug til undirbúnings hafnarinnar og svæðisins fyrir álver.

Grindavíkurvegur er ein af mikilvægum flóttaleiðum frá Grindavík komi til náttúruhamfara. Vegurinn var lokaður í gær, þriðjudag, vegna malbikunarframkvæmda. Þar voru malbikunarvélar og valtarar á ferðinni því ekki víst að malbikunarflokkurinn hafi mikið orðið var við það þó jörðin hafi tekið kipp og nötrað undir fótum þeirra. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Rétt um kl. 13.43 í gær, þriðjudag, mældist skjálfti með upptök á Núpshlíðarhálsi, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni. Stærð skjálftans er M5,6. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, og í raun um allt land, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Yfir 400 eftirskjálftar höfðu mælst þegar Víkurfréttir fóru í prentun í gærkvöldi. Sá stærsti var M4,1 að stærð, aðrir á milli M3,0 og M3,8 að stærð. Engin merki eru um gosóróa. Stóri skjálftinn í gær er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003.

Suðurnesin munu rísa á ný – segir Skúli Mogensen sem hefur breytt hótelherbergjum Base hótel á Ásbrú í litlar íbúðir sem nú eru komnar í sölu. Tveggja herbergja íbúðir frá fimmtán milljónum króna. Tveggja herbergja íbúðir í tveimur byggingum sem áður hýstu Base hótel á Ásbrú hafa verið settar á sölu og kosta frá 14,9 milljónum króna. Fasteignasalan M2 í Reykjanesbæ og Stakfell í Reykjavík eru með íbúðirnar í sölu. Sigurður Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá M2, segir að hér sé gott tækfæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa sína fyrstu eign að fjárfesta í ódýrri fasteign. Samtals verða þetta 80 íbúðir í báðum blokkunum sem áður hýstu hótelið. Þar af eru 72 tveggja herbergja íbúðir sem eru um 40 fermetrar auk þriggja fermetra geymslu í sameign og er verðið frá aðeins 14,9 milljónum króna. Íbúðirnar skiptast í rúmgott og opið alrými með stofu og eldhúsi. Þá er

svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og þvottaaðstaða er staðsett inni í íbúðinni. Gangi allt að samkvæmt áætlun verða fyrstu íbúðirnar afhentar í byrjun næsta árs. Þrjár mismunandi standsettar íbúðir eru til sýnis að

sögn Sigurðar. Íbúðirnar voru sýndar í fyrsta sinn um síðustu helgi og voru viðbrögðin vonum framar að hans sögn og nú þegar eru ellefu íbúðir af fjörutíu seldar. Skúli Mogensen, eigandi fasteignanna, segir að í ljósi aðstæðna lá fyrir að þessar byggingar myndu ekki nýtast undir hótelrekstur á næstunni. „Því lá beinast við að skoða aðra möguleika og sem betur fer hentar þetta húsnæði mjög vel undir litlar íbúðir. Við höfum við getað unnið þetta hratt og vel með öllum hagsmunaaðilum og skipulagi sem gerir það að verkum að við

getum núna boðið góðar íbúðir á svona hagstæðu verði,“ segir Skúli, fyrrverandi eigandi WOW flugfélagsins. Skúli sagði í upphafi ferðamannabylgjunnar fyrir fimm árum að möguleikarnir væru mestir á Suðurnesjum í ferðaþjónustunni. Suðurnesin væru „sætasta stelpan á ballinu“ var fræg setning sem hann sagði í viðtali við Víkurfréttir árið 2015. „Ég hef ennþá fulla trú á svæðinu og Suðurnesjum í heild sem munu án efa rísa á ný þegar landið opnast á ný,“ segir Skúli Mogensen.

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keflavíkurflugvöllur er vaxtarvél fyrir Ísland

Mikilvægt að styrkja hann með nýjum leiðum, segir sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli „Keflavíkurflugvöllur er vaxtarvél fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem 2% vinnuafl landsins starfar og síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum flugvöllinn verið mesta vaxtarsvæði landsins. Því er mikilvægt að styrkja hann með nýjum leiðum, ekki bara í tengslum við flug og flugþjónustu heldur fyrir þjóðarhag til framtíðar,“ segir Dr. Max Hirsh, framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli. Hann starfar nú fyrir Kadeco að framtíðarskipulagi umhverfis við Keflavíkurflugvöll. Max segir að augljóslega séum við að takast á við ýmsar áskoranir í fluginu vegna Covid-19 í heiminum öllum. Flugvallarsvæði munu þurfa að auka fjölbreytni í möguleikum sínum í tekjuöflun. Ekki bara að huga að ferðamanninum heldur margs konar vöruflutningum og þjónustu. „Ég sé mikla möguleika fyrir svæðið

hér á Suðurnesjum til að auka þann þátt og hugsa um svæðið sem flutningamiðstöð. Þá er líka mikilvægt að skoða í samhengi flutninga á sjó. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar.“ Max segir að tilraunir með vöruflutninga með drónum hafi gefist vel, t.d. í Kanada, og það sé

mjög spennandi nýjung sem gæti skapað mikla möguleika hér á landi. Að sögn Max er nauðsynlegt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og að horft sé til meiri sjálfbærni, ekki síst með tilliti til að minnsta kosti fjögurra áfalla sem Suðurnesjasvæðið hefur mátt þola á undanförnum rúmum áratug; brottför Varnarliðsins, bankahrun, fall Wow air og nú síðast Covid-19. Sjálfbær nálgun á efnahagsþróun sé mikilvæg. „Það er mikilvægt að öll eggin séu ekki í sömu körfu. Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Hvernig er líka hægt að gera þetta svæði eftirsóttara til búsetu, atvinnu og ferðamennsku með fjöl-

breyttara atvinnulífi? Lærdómur frá fyrri áföllum er m.a. sá að fyrsta sem ferðamaðurinn sparar við sig þegar herðir að eru eigin ferðalög,“ segir Max. Max í samvinnu við fleiri sérfræðinga hér á landi segir að meðal verkefna í framtíðarvinnunni sé að búa til þróunaráætlun til lengri tíma. „Á næsta ári verður sett á laggirnar hugmyndasamkeppni um hönnun og framtíðaráætlun á landi umhverfis Keflavíkurflugvöll og nú erum við í þeirri undirbúningsvinnu, þ.e. að vinna gögnin fyrir samkeppnina.“ Auk Kadeco koma fleiri stórir aðilar að skipulagsvinnunni, Isavia, Reykjanesbær og Suðurnesjabær. „Það skiptir máli að sameinast um

þessa skipulagsvinnu og vinna hana saman. Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi þess að vinna saman að þessu verkefni.“ Max segir að samstarf við höfuðborgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sé einnig mikilvægt, með tilliti til marga þátta, m.a. Borgarlínu. „Ef við berum saman Keflavíkurflugvöll við aðra flugvelli í heiminum þá eruð þið með mikið landsvæði en fáa íbúa. Ég held því miður að árið 2021 verði jafnvel enn erfiðara en 2020 og því er mikilvægt að Keflavíkurflugvöllur nái að undirbúa sig sem best fyrir nýjar áskoranir og verkefni og hvernig hann getur aðlagast í breyttum heimi.“

Landsvæðið sem þróa á til framtíðar er grænmerkt til hægri á myndinni.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Ætlum að vera tilbúin þegar flugið fer aftur í gang – segir Pálmi Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar „Við erum heppin að fá svona mann til að hjálpa okkur með þetta. Mér lýst vel á það sem Max er að setja upp fyrir okkur og svo erum við einnig með innlenda aðila í skipulagsvinnunni,“ segir Pálmi Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, en það var stofnað í kjölfar brotthvarfs Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli árið 2006. „Nú er verkefnið að skipuleggja nærumhverfi flugvallarins sem liggur yfir sveitarfélagamörk og inn fyrir flugvallarsvæðið, auka virði þess og stuðla að uppbyggingu í takti við samfélagið til langs tíma litið. Það er búið að selja allar eignir á Ásbrúarsvæðinu og laða að mörg fyrirtæki. Við ætlum núna að stilla upp framtíðarsýn fyrir svæðið til áratuga. Við bíðum eftir að flugið fari aftur af stað, við þurfum að teikna umhverfið inn í það. Max og aðrir ráðgjafar vinna nú að undirbúningi fyrir hönnunarsamkeppnina en svo fáum við líka til okkar innlenda og erlenda sérfræðinga til þess að koma með tillögur að þessu skipulagi. Það ætti að vera tilbúið á næsta ári. Í fram-

haldinu verður hlutverk Kadeco að vera vettvangur í samtali þessara hagsmunaaðila og sá aðili sem nýir viðskiptaaðilar geta leitað til.“ Ríkið er að sögn Randvers að leggja mikla fjármuni í þetta framtíðarverkefni með því að halda starfsemi Kadeco gangandi og möguleikarnir sem svæðið hefur eru miklir. Staðsetningin milli Evrópu og Ameríku, nálægðin við höfuðborgarsvæðið, sveitarfélögin við völlinn og kostir íslensks samfélags eru ótvíræðir. Græn orka, sveigjanleiki, aðlögunarog samstarfshæfni séu sömuleiðis

þættir sem gegna æ stærra hlutverki í samskiptum og viðskiptum þjóða. „Það er margt spennandi sem Max er að leggja til, t.d. cargo-drónar í vöruflutningum. Það er magnað dæmi. Hann telur mikilvægt að skilgreina ýmsa þætti betur eins og til dæmis hvar við sjáum fyrir okkur hótel og halda betur utan um starfsemi bílaleiga, flugfrakt og fleira. Hann kemur inn með nýja vinkla, marga mjög áhugaverða. Þetta verður erfitt á næstu árum að koma öllu í gang aftur en ég er mjög bjartsýnn og við ætlum að vera tilbúin með okkar framtíðarsýn þegar hjólin fara að snúast á nýjan leik,“ segir Pálmi Randversson.

Þróunaráætlun til 2050 Í þróunaráætlun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar verður horft fram til ársins 2050. Samkomulagið, sem undirritað var í desember 2019 milli ríkis, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia, sendir skýr skilaboð um að horft skuli til heildarhagsmuna svæðisins við þróun nærumhverfis flugvallarins. Tækifærin blasa við og með vandaðri, framsýnni áætlanagerð og góðu samstarfi verður hægt að nýta það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Keflavíkurflugvöllur er mikilvægt tæki við þróun byggðar á Suðurnesjum og á sama tíma drifkraftur fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði.


EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ! Wellington Ungnautalund

34%

5.939

RÐVE SPRENGJA! 3x1 kg

KR/KG

ÁÐUR: 8.999 KR/KG

-50% Nautgripahakk 3x1 kg í pakka

2.999 ÁÐUR: 5.997 KR/PK

-40% -20% Andaleggir confit 2 stk - 550 gr

1.739

KR/PK ÁÐUR: 2.899 KR/PK

Lambahryggur Heill

2.335 ÁÐUR: 2.919 KR/KG

-50% Bæonne Steik

KR/PK

1.060 ÁÐUR: 2.119 KR/KG

KR/KG

GRASKERIN ERU KOMIN Í NETTÓ!

KR/KG

-25% -40% Steinbítsbitar 1 kg

899

KR/PK ÁÐUR: 1.499 KR/PK

Heilsuvara vikunnar!

HH Hafraflögur Fínar 1 kg

373

KR/PK ÁÐUR: 497 KR/PK

Lime

Sítrónur

279

KR/KG ÁÐUR: 398 KR/KG

-30%

524

KR/KG ÁÐUR: 749 KR/KG

NETTÓ STYÐUR ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU ALLT ÁRIÐ UM KRING Tilboðin gilda 22.—25. október

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

STOFNA NÝSKÖPUNARAKADEMÍU FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á ÁSBRÚ M A R K A ÐS S TO FA R E Y K JA N E S S , Í S L E N S K I F E R ÐA K L A S I N N O G K E I L I R – M I ÐS TÖ Ð V Í S I N DA , F R Æ ÐA O G AT V I N N U L Í F S H A FA U N D I R R I TA Ð S A M KO M U L AG U M S TO F N U N N ÝS KÖ P U N A R A K A D E M Í U F E R ÐA ÞJ Ó N U S T U N N A R .

Ljósmynd: Keilir.net

Með stofnun akademíunnar verður til sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustu, menntastofnana og hagsmunaaðila til að efla nýsköpun, fræðslu, endurmenntun og tengslanet, ásamt því að stuðla að framþróun, sjálfbærni og ábyrgri ferðaþjónustu sem og þverfaglegum innlendum og erlendum samstarfsverkefnum.

kennsla hefjist í byrjun janúar og verða námskeiðin kennd í fjarnámi bæði á ensku og íslensku.

Á þeim fordæmalausu tímum sem nú eiga sér stað eru tækifæri til þess að búa til vettvang þar sem unnið er markvisst að helstu þáttum virðiskeðju ferðaþjónustunnar svo sem fræðslu, nýsköpun, samstarfsverkefnum og framþróun. Að auki hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hlúa að aðilum ferðaþjónustunnar og skapa frjótt umhverfi þar sem frumkvöðlar og

Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar verður til húsa í frumkvöðlasetrinu Eldey sem er staðsett í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Áhersla verður lögð á að vera leiðandi aðili í fjarnámsframboði fyrir ferðaþjónustuna og tryggja aðgengi sem flestra að námskeiðum, upplýsingafundum og fræðslu. Stofnaðilar Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar trúa á bjarta

hagsmunaaðilar fá tækifæri til að leiða saman krafta sína.

Fjölbreytt námsframboð fyrir ferðaþjónustuna Meðal fyrstu verkefna hinnar nýstofnuðu Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar verður að þróa úrræði fyrir fyrirtæki og einstaklinga úr greinum ferðaþjónustunnar með

áherslu á aðgengi að fjölbreyttum námskeiðum. Nú þegar hefur verið farið af stað með gerð á annan tug hagnýttra námskeiða sem munu auka færni og þekkingu þeirra sem tengjast ferðaþjónustu og hafa hug á vinnu við greinina í framtíðinni. Sérstaklega verður hugað að þeim einstaklingum sem hafa misst vinnu í kjölfar erfiðleika í ferðaþjónustunni undanfarið. Fyrirhugað er að

Staðsett á Ásbrú en markhópurinn á landinu öllu

framtíð ferðaþjónustunnar og vilja með samstarfi sínu leggja til vettvang sem hraðar mikilvægri þróun, bíður upp á framúrskarandi fræðslu með áherslu á nýsköpun, vöruþróun og samstarf ólíkra aðila í virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Þórir Erlingsson, verkefnastjóri hjá Keili, mun halda utan um verkefnið. Hann er með meistaragráðu í International Hospitality and Tourism Management frá háskólanum í Suður-Karolínu í Bandaríkjunum, tók þátt í þróun áfanga í sjálfbærni og ferðaþjónustu við Kennesaw State University í Atlanta og hefur kennt í ferðamáladeild Háskólans á Hólum frá árinu 2017.

Enn einn risastyrkur til Júlíusar Keflvíkingurinn Júlíus Gísli Friðriksson, prófessor í talmeinafræði við háskólann í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á málstoli eftir heilablóðfall og fengið mjög háa fjárstyrki til verkefnisins á undanförnum tuttugu árum. Nýlega fékk hann 12,5 milljónir dollara styrk en fyrir

þremur árum fékk hann 11,5 milljónir dollara og hefur hann fengið um 41 milljónir dollara í styrki frá árinu 2001. Hátt í sex milljarða króna á núvirði. Júlíus greindi frá rannsóknum sínum í Bandaríkjunum í viðtali í þættinum Suður með sjó hjá Víkurfréttum í ársbyrjun 2019.

„Það er ákaflega gaman og gefandi að finna upp eitthvað nýtt til að hjálpa fólki,“ sagði Júlíus en hann lék m.a. körfubolta með Keflavík á yngri árum áður en hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það hefur teygst úr þeirri námsdvöl því Júlíus hefur ekki komið heim síðan nema í

Júlíus Friðriksson var í skemmtilegu viðtali í þættinum Suður með sjó í byrjun árs 2019.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

heimsóknir en Júlíus á eiginkonu og börn og býr öll fjölskyldan í SuðurKarólínu. Fjallað hefur verið um rannsóknir Júlíusar í virtum læknatímaritum en niðurstaða úr þeim segja að fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall. Júlíus segir að helstu ástæður fyrir því að fólk fái heilablóðfall séu erfðatengdar og einnig lífsstíl. Mikilvægt sé að stunda hreyfingu, borða hollan mat og reykja ekki. Heilablóðfall er helsta ástæða fyrir fötlun hjá fólki eftir miðjan aldur. Júlíus og starfsfólk hans hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á að finna hvernig bæta megi heilsu fólks sem fengið hefur heilablóðfall. Í þessum rannsóknum hafa verið gerðar tilraunir með að hleypa lágum rafstraum á heilavefinn og niðurstaðan úr þeim eru jákvæðar. „Þetta snýst um að bæta endurhæfingu fólks. Flestir sjúklinga eru búnir að reyna aðra endurhæfingu. Það er ekkert hægt að gera við skemmd á heila en það er hægt að virkja heilbrigða hluta hans betur. Við hleypum lágum straumi á heilavefinn, aðeins um eitt milliamper, og það hefur sýnt góðar niðurstöður. Með þessum rafmagnsskotum vonumst við til að geta tvöfaldað batann sem skiptir mjög miklu máli því algengar afleiðingar af heilaskemmdum hafa áhrif á tölur og skilning. Við erum þannig að reyna að virkja aðrar stöðvar í heilanum til að breytast og vaxa, til að ná sem mestum bata fyrir einstaklinginn.“

Aðeins einn gestur á dag á D-deildina Af sóttvarnarástæðum hefur fyrirkomulagi heimsókna á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verið breytt um óákveðinn tíma. Heimsóknir eru sem fyrr leyfðar á milli klukkan 18 og 20. Bóka þarf tíma í heimsóknir í síma 422-0636 Aðeins einn gestur má koma í heimsókn á dag í eina klukkustund í senn á tilgreindum heimsóknartíma. Allir gestir verða að bera grímu og sótthreinsa hendur. ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: • eru í sóttkví • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku) • hafa komið erlendis frá fyrir minna en fjórtán dögum • hafa verið í einangrun vegna COVID-19-smits og ekki eru liðnir fjórtán dagar frá útskrift • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)


Framtíðin er björt í Vogum

Í Vogum á Vatnsleysuströnd fer nú fram mikil uppbygging. Framkvæmdir eru hafnar við Grænuborgarhverfi í fjölskylduvænni íbúabyggð í návígi við náttúruna. Vogar eru vel staðsettir á stóru atvinnu- og þjónustusvæði, miðja vegu á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Í Vogum er öflug íbúaþjónusta, leik- og grunnskóli og góð aðstaða til líkamsræktar og útivistar. Verið velkomin í Voga á Vatnsleysuströnd.

519 5500 SÍÐUMÚLA 23 · 108 REYKJAVÍK · FASTBORG.IS

Hrafnaborg 2-4

Til sölu

190 Vogar

Raðhús á einni hæð. Byggð úr forsmíðuðum einingum. Íbúðir skilast fullbúnar að utan sem innan. Eldhúsinnrétting með granítborðplötu. Heimilistæki fylgja. Áætlaður afhendingartími: september/október 2021 Verð frá 36,9 m. kr.

2-4 herbergja

Gey. 4,6 m2 andd. 6,0 m2

herb 1 12,5 m2

wc/ þvott 6,1 m2

andd. 3,0 m2

eldh.

herb 2 7,5 m2

herb 1 12,3 m2

gangur 7,4 m2

wc/þvott 4,9 m2

eldh. alrými 33,3 m2

alrými 21,3 m2

herb 3 9,6 m2

sólstofa 8,1 m2

Hús A 99,5 fm

Gunnlaugur Þráinsson

Úlfar Þór Davíðsson

Sigurður Fannar Guðmundsson

Löggiltur fasteignasali

Löggiltur fasteignasali

Löggiltur fasteignasali

844 6447

788 9030

897 5930

gunnlaugur@fastborg.is

ulfar@fastborg.is

siggifannar@fastborg.is

sólstofa 6,5 m2

Hús B 68,6 fm


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Lækka verð á yfir 600 vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni

Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, og Guðrún Sóley Gestsdóttir undirrita samning.

Guðrún Sóley hannar nýja vegan-rétti fyrir Skólamat Skólamatur og Guðrún Sóley undirrituðu á dögunum samstarfssamning um framleiðslu á nýjum vegan-réttum sem munu birtast á matseðli Skólamatar innan skamms. Skólamatur sem hefur um rúmlega tuttugu ára skeið sérhæft sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir leik- og grunnskólanemendur býður á hverjum degi upp á tvo aðalrétti, þar af er annar ávallt vegan. Stöðug aukning hefur verið í neyslu á vegan-réttum á undanförnum árum og daglega eru borðaðir rúmlega 1.000 skammtar af vegan-rétti. Mikil ánægja er á meðal nemenda og starfsfólks að hafa kost á því að fá sér vegan-rétt. Samstarfið við Guðrúnu Sóleyju er liður í því að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar með meiri fjölbreytni og nýjungum í vegan-réttum. Guðrún Sóley hefur fyrir löngu sannað sig sem ein af fremstu vegansælkerum landsins. Árið 2018 gaf hún út matreiðslubókin Grænkerakrásir sem hefur slegið í gegn. Í júní síðastliðnum hlaut bókin alþjóðlegu Gourmand-matreiðslubókaverðlaun í tveimur flokkum. Bókin hlaut fyrsta

sæti í flokki vegan-matreiðslubóka og þriðja sæti í flokki skandinavískra matreiðslubóka. „Við hjá Skólamat erum þakklát fyrir að fá hæfileikaríku Guðrúnu

Samkaup hefur lækkað verð á yfir 600 vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Það er fagnaðarefni að geta lækkað vöruverð á tímum sem þessum, þegar gengi krónurnar hefur lækkað um 11% frá því í júlí með tilheyrandi verðhækkunum á innfluttum vörum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynningunni. „Við erum í samstarfi við stærstu verslunarkeðju Danmerkur og með sameiginlegum innkaupakrafti okkar og þeirra og með auknu vöruúrvali náum við að flytja inn vörurnar með mun hagkvæmari hætti en

ella – viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Vörurnar eru sem fyrr segir yfir 600 talsins en um er að ræða vörumerkin X-tra, Coop og Änglamark, sem eru gæðavörur en mun ódýrari en sambærilegar merkjavörur. Í langflestum tilvikum er verðið á þessum vörum í Krambúðinni og Kjörbúðinni það sama og í lágvöruverðsversluninni Nettó. Samkaup reka ríflega sextíu verslanir víðs vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup Strax.

Sóleyju í samstarf við okkur og hlökkum til að kynna afrakstur verkefnisins sem fyrst fyrir viðskiptavinum okkar,“ segir í frétt frá Skólamat.

Bylgja Dís nýr fjármálastjóri Skólamatar Bylgja Dís Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Skólamatar. Um er að ræða nýja stöðu en Bylgja hefur starfað sem yfirbókari og launafulltrúi hjá Skólamat frá árinu 2013 ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi Skólamatar. Ráðning Bylgju er fjórða breytingin á stjórnendateymi Skólamatar á skömmum tíma. Fyrr á árinu var Katla Hlöðversdóttir ráðin sem markaðsstjóri Skólamatar. Í fyrra voru gerðar tvær breytingar á stjórnendum Skólamatar, Rúnar Már Smárason tók við sem yfirmatreiðslumeistari og Sólmundur Einvarðsson sem rekstrarstjóri. Breyt-

ingarnar eru allt liður í stuðningi við þann mikla vöxt og fjölbreytileika sem starfsemi Skólamatar hefur tekist á við að undanförnu sem og til að efla fyrirtækið enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum.

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Skrifstofuhótel opnar á Ásbrú Nýtt skrifstofuhótel tekur til starfa á Ásbrú í þessari viku. Skrifstofuhótelið er til húsa við Flugvallarbraut, í húsnæði sem Virkjun var til húsa á sínum tíma.

Séð yfir einn salinn í skrifstofuhótelinu. Þarna má sjá vinnuaðstöðu fyrir tólf manns.

Leigufélagið Ásbrú fasteignir er eigandi skrifstofuhótelsins en á síðustu mánuðum hefur húsnæðið verið tekið rækilega í gegn og endurnýjað. Þar eru í dag nokkur skrifstofurými til útleigu. Bæði er hægt að taka á leigu lokuð skrifstofupláss eða skrifborð í opnu rými. Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri Ásbúar fasteigna, sagði í samtali við Víkurfréttir að hugmyndin væri að bjóða aðstöðuna til skólafólks, einstaklinga í atvinnuleit eða fyrirtækja sem vantaði tímabundið aukið skrifstofupláss. Auk skrifborðs þá hafa leigutakar aðgang að góðri nettengingu, fundarherbergi þar sem er tússveggur, eldhúsi með kaffi og þá eru þrif Fundaraðstaða með tússvegg. innifalin í leigunni.

Skólafólk og atvinnuleitendur geta leigt skrifborð með framangreindri aðstöðu fyrir 12.000 krónur (+vsk) á mánuði en fyrirtæki geta leigt skrifborðspláss fyrir 39.900 krónur (+vsk) á mánuði með sömu þjónustu. Þá geta fyrirtæki valið um það að hafa skrifborðið í opnu rými eða sem lokaða skrifstofu. Skrifstofurnar eru smekklega innréttaðar og þá er leigusalinn í samstarfi við nokkur fyrirtæki sem ætla að lána ýmsan búnað á skrifstofurnar til afnota fyrir skólafólk og atvinnuleitendur. Má þar nefna tölvuskjái og fleira.

Fyrir allar nánari upplýsingar má senda tölvupóst á leiga@235.is eða hringja í síma 415 0235 virka daga frá klukkan 9 til 12.


25% afsláttur af inniljósum

Tilboðsverð Messina Loftljós, 8 x E27 ljós. Perur fylgja ekki með.

86x56

cm

15.424 52238896

Almennt verð: 20.565

Tilboðsverð Abram Útiljós grátt, 8.5W ljós, LED 900 lumen. IP55.

20x12

8.246

cm

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

25%

r a g a d a s Ljó 51124626

Almennt verð: 10.995

Tilboðsverð

25% afsláttur af Curly ljósahringjum Tilboðsverð

LED-borði

LED-borði með öllu tilheyrandi, kemur í fjórum 50cm Lengjum sem er hægt að samtengja. (4000k Cool White).

6.596 51124126

Almennt verð: 8.795

25%

45

cm LED

Curly

afsláttur af útiljósum

45 cm ljósahringur, brass.

6.746

afsláttur af LED borðum

51880740

Almennt verð: 8.995

Sjáðu öll tilboðin

Ný t t

á byko.is

Verslaðu á netinu byko.is

SUÐURNES


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bragi byggir stærri Gerðaskóla Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Braga Guðmundsson ehf., um framkvæmdir við stækkun Gerðaskóla. Verkið felst í að byggja 1.260 m² viðbyggingu við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Um er að ræða steypt hús á tveimur hæðum. Viðbyggingin mun tengja saman Gerðaskóla og íþróttamiðstöðina í Garði. Í þessum áfanga verður viðbyggingin öll fullfrágengin að utan en um 360 m² fullfrágengnir að innan. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 6. ágúst 2021.

Hér mun rísa viðbygging við Gerðaskóla í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi

Útlendingastofnun vill nýjan þjónustusamning við Reykjanesbæ Útlendingastofnun hefur óskað eftir að hefja viðræður við Reykjanesbæ um nýjan þjónustusamning og breytingar á samningsskilmálum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Iðunn Ingólfsdóttir, verkefnastjóri, mætti á fund velferðarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku og gerði grein fyrir málinu. Velferðarráð hefur falið starfsmönnum

velferðarsviðs að afla frekari upplýsinga um málið áður en ákvörðun verður tekin.

Fleiri fá fjárhagsaðstoð Í júní 2020 fengu 134 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar krónur 18.607.766. Í sama mánuði 2019 fengu 92 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Í júlí 2020 fengu 142 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar krónur 21.226.230. Í sama mánuði 2019 fengu 95 einstaklingar greiddan framfærslustyrk. Í ágúst 2020 fengu 146 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar krónur 20.730.953. Í sama mánuði 2019 fengu 94 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.

Fækkar sem fá sérstakan húsnæðisstuðning Í júní 2020 fengu alls 227 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals krónur 3.118.927. Í sama mánuði 2019 fengu 162 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning. Í júlí 2020 fengu alls 223 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals krónur 3.045. 110. Í sama mánuði 2019 fékk 171 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning. Í ágúst 2020 fengu alls 217 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals krónur 2.984.470. Í sama mánuði 2019 fékk 171 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Hafa hug á að opna áfangaheimili í Reykjanesbæ Fjárhagsáætlun vegna áfangaheimilis sem forsvarsmenn Minningarsjóðs Þorbjörns Hauks Liljarssonar, Öruggs skjóls, hafa hug á að opna í Reykjanesbæ, og kynnt var á fundi velferðarráðs 10. júní síðastliðinn, var lögð fyrir síðasta fund velferðarráðs Reykjanesbæjar Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir málinu á fundinum. Velferðarráð hefur falið sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga og frestar afgreiðslu málsins.

Halda íbúafund um nýtt skipulag kirkjugarðs í Innri-Njarðvík

Uppbygging skipaþjónustuklasa við Njarðvíkurhöfn:

Mikilvægt að ferlið tefjist sem minnst Óskað hefur verið eftir heimild til breytingar á aðalskipulagi við hafnarsvæðið í Njarðvík en stefnt er að uppbyggingu við Njarðvíkurhöfn og nærsvæði með stækkun skipasmíðastöðvar, nýjum viðlegukanti og þjónustubyggingum. Áform um stækkun hafa verið á döfinni í nokkurn tíma en komið hefur fram leið til að hefja uppbygginguna hraðar og hagkvæmar en áður var talið en mikilvægur hluti

Njarðvíkurkirkja og safnaðarnefnd hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fundaði um málið í síðustu viku og veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is

Skessan í hellinum fylgist ekki mikið með lífinu í smábátahöfninni í Keflavík því hún er alltaf steinsofandi og á það til að hrjóta svo undir tekur í höfninni. Það var þó rólegt yfir öllu þegar ljósmyndari VF smellti þessari mynd í blíðunni í vikunni.

þess er að ferlið tefjist sem minnst. Þetta kemur fram í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem fundaði á fjarfundi í síðustu viku. Óskað er heimildar fyrir breytingar á aðalskipulagi fyrir þetta svæði og að gert verði nýtt deiliskipulag, ásamt matsskyldu fyrirspurn, með sömu afmörkun og kemur fram í áætlun Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar dagsett í

október 2020. Jafnframt verði veitt heimild til að unnið verði rammaskipulag sem tæki til alls hafnarsvæðisins (H4) og athafnasvæðis (AT9). Einnig er unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags þar sem hafnarsvæðið er skilgreint nánar og sú breyting sem unnin er núna verði felld þar undir þegar endurskoðun er lokið. Erindið var samþykkt á fundi ráðsins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Tíð skemmdarverk víða í Reykjanesbæ „Mikið tjón af völdum skemmdarverka sem hafa kostað mikla peninga. Skrifast ekki einungis á krakka eða óvita,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Árlega verður Reykjanesbær fyrir miklu tjóni vegna skemmdarverka á umhverfinu og eru strætóskýli, bekkir og ruslatunnur tíð skotmörk. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa skemmdarvargar fengið útrás víða í bæjarfélaginu og valdið miklu tjóni. „Svo virðist sem ekkert fái að vera í friði. Í sumar höfum við orðið fyrir miklu tjóni af völdum skemmdarverka sem hafa kostað mikla peninga og það er klárt mál að þetta skrifast ekki einungis á krakka eða óvita,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Meðal skemmdarverka í sumar má nefna að ærslabelgurinn við 88 húsið var ristur upp og stórskemmdur, hengirúmið við DUUS var skorið niður og brennt en þetta er að sögn Guðlaugs, búnaður sem er mjög vinsæll hjá yngri bæjarbúum og mikið notaður. „Lýsing við Strandleið er reglulega spörkuð niður, gler í strætóskýlum brotin í hverjum mánuði og sama á við um Frisbee-velli sem við höfum verið að setja niður. Um þarsíðustu helgi fann einhver sér þörf til að sparka niður og eyðileggja nýjan teljara sem við höfum nýverið sett upp á endurbættan stíg á rómantíska svæðinu sem svo er kallað. Bara þetta eina tjón er upp á tæpa milljón,“ segir Guðlaugur og bætir því við að ljóst sé að í tilfelli skemmda á teljaranum hafi engir krakkar verið að verki, því það þurfi

töluverðan ásetning og kraft til að sparka þetta niður. „Manni fallast eiginlega hendur þegar maður sér svona á göngu eða les á samfélagsmiðlum. Við erum að reyna gera bæinn skemmtilegri og bæta útlit hans og ásýnd með allskonar hugmyndum en verður svo bara lýti á bænum eftir skemmdarverk. Það er ósk mín að foreldrar og umráðamenn barna og unglinga geri öllum það ljóst að tjón vegna skemmdarverka er greitt úr okkar vösum, okkar útsvarsgreiðenda. Þessi peningar koma hvergi annars staðar frá,“ segir Guðlaugur.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Daði Guðbjörnsson

í nýrri sýningu Listasafns Reykjanesbæjar Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar og á þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafíkverk sem eru frá árunum 1978–2020. Sýningin opnaði fyrir almenning laugardaginn 17. október og stendur yfir til 29. nóvember, vegna aðstæðna verður opnunarhóf þegar Víðir leyfir. Sýningastjóri er Aðalsteinn Ingólfsson og skrifar hann einnig í sýn-

ingaskrá meðal annars: „Fyrir blöndu tilviljana og ásetnings hefur Listasafn Reykjaness á undanförnum misserum eignast umtalsvert magn merkilegra grafíkverka eftir íslenska og erlenda listamenn. Þegar við bætast hundruð grafíkverka eftir Daða Guðbjörnsson er deginum ljósara að Listasafn Reykjaness er skyndilega orðið stærsta safn grafíklistaverka á landinu. Þessi staðreynd gerir safninu kleyft að marka sér

sérstöðu í samfélagi íslenskra safnastofnana, kjósi aðstandendur þess að fara þá leið. Gjöf Daða Guðbjörnssonar hefur raunar sérstaka þýðingu í því samhengi. Því burtséð frá almennum listrænum sérkennum og myndlistarlegri þýðingu verka hans á breiðum grundvelli, sem fjallað hefur verið um annars staðar, (m.a. í sýningarskrá vegna einkasýningar listamannsins í Listasafni Reykja-

ness árið 2016), þá er gjöfin einstök sýnisbók grafíktækninnar. Nær öll afbrigði hennar er þar að finna, að undanskildri messótintu sem listamaðurinn segist hafa leitt hjá sér vegna þess hve tímafrek hún er, auk þess sem hún „passaði ekki við þann áfangastað sem hann var að leita að,“ að því listamaðurinn segir. Þarna eru tréristur, dúkristur, steinprent, koparætingar, sáldþrykk, einþrykk, offset-þrykk og blönduð verk,

þar sem tvö eða þrjú prentafbrigði eru saman komin. Að ógleymdum handlituðum eða yfirprentuðum þrykkjum í öllum regnbogans litum. Uppáfinningarsemi listamannsins virðast engin takmörk sett. Er ljóst að þarna er að finna hráefni bæði til sýninga og margháttaðra kennslufræðilegra tilrauna með nemendum í myndmennt. Listasafn Reykjaness hefur einmitt lagt sig fram um að vinna með skólum í bæjarfélaginu.

Óperuperla í íslenskri náttúrufegurð Alexandra Chernyshova hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við óperuperluna Quando men vo úr óperunni „La Boheme“ eftir G. Puccini. Myndbandið gaf hún út á afmælisdeginum sínum. „Það er svo fallegt að fá í gjöf tónlistarmyndband frá eiginmanninum, Jóni Hilmarssyni, sem er snillingur í ljósmyndum og myndbandsgerð. Lagið var tekin upp í rólegheitum í júlí á þessu ári og svo var myndbandið tekið upp og sett saman í haust, þannig að það tók fjóra mánuði að gera myndbandið,“ segir Alexandra. Hún segir að það hafi verið svolítil áskorun að syngja í ísköldum íshelli í galakjól. „Fyrst var svolítið kalt og blautt en einnig hafði ég áhyggjur af drungalegu hljóði sem heyrist inni hellinum. Ég var að hugsa hvort íshellirinn væri að fara að hrynja. Guði sé lof að við vorum búin eftir klukkutíma og náðum skemmtilegum myndaskotum,“ segir Alexandra jafnframt. „Vatnajökull er einn af uppáhaldsstöðum mínum á Íslandi og það er svo mikill fegurð þarna á þessum ísbláa kuldastað,“ heldur hún áfram, „og svo var það ofurkröftugt og fagurt hundrað ára reyniviðartré við Sandfell og græna fjallið Mælifell uppi á hálendinu þar sem við tókum einnig upp. Okkur fannst þetta passa fullkomlega inn í frægustu Waltz Musettu um ástina, hamingjuna og fegurðina.“

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


sport

Miðvikudagur 21. október 2020 // 40. tbl. // 41. árg.

Reynt verður til þrautar að klára tímabilið

Karfan liggur áfram niðri

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út að frestun verði á öllu mótahaldi til og með 3. nóbember. Sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember en aðgerðirnar eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Stjórn og mótanefnd KKÍ hafa því ákveðið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember. Áfram verður fylgst með þróun mála en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatakmörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega. Hér að neðan má sjá samantekt á því sem heimilt er að gera samkvæmt reglugerðinni. Von er á sameiginlegum reglum Körfuknattleikssambands Íslands og Handknattleikssamband Íslands um æfingar og keppni þegar þær hafa verið staðfestar af yfirvöldum. Það skal ítrekað að í gildi eru tilmæli frá yfirvöldum að fólk sé ekki að fara til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema brýna nauðsyn beri til en íþróttaæfingar falla ekki þar undir.

Endurræsing mótahalds Ljóst er að mótahaldi KKÍ eru nokkrar skorður settar af landsliðsgluggum FIBA í nóvember. Taka þarf tillit til þessara glugga en ljóst er að vegna sóttkvíar landsliðsmanna mun deildarkeppni hefjast

seinna en vanalega að loknum landsleikjagluggum. Þessa dagana er unnið að „return to play“-leiðbeiningum sem unnar eru á grunni leiðbeininga FIBA og í góðri samvinnu við fræðasamfélagið og fagteymi KKÍ en von er á því að þessar leiðbeiningar verði tilbúnar og gefnar út fyrir vikulok. Alls hefur 298 deildar- og bikarleikjum verið frestað frá 7. október til og með 3. nóvember en stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. Leikir í Domino's og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagningu mótahaldsins en sömuleiðis á eftir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir að leikið verði upp að jólahátíðinni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino's-deildunum milli jóla- og nýárs. Jafnframt á eftir að skoða og ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölvallamótum sem frestað hefur verið. Vitað er að talsvert verk er fyrir hendi þegar kemur að endurskipulagningu mótahaldsins en ekki er enn alveg ljóst hvenær mótahaldið kemst í gang að nýju, eða með hvaða hætti það hefjist. Það verður þó tilkynnt sérstaklega þegar þar að kemur.

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur fundað stíft undanfarið í sambandi við áframhald Íslandsmótsins í knattspyrnu og hefur knattspyrnuáhugafólk beðið eftir niðurstöðu. Á þriðjudag gaf KSÍ loks út að leik yrði haldið áfram í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna en þó með þeim fyrirvara að takmörkunum við æfingum og keppni verði aflétt eigi síðar en 3. nóvember. Keppni í öllum yngri flokkum og eldri flokkum (40+ og 50+) verður hætt. Stjórn KSÍ og stjórn ÍTF (Íslenskur toppfótbolti – hagsmunasamtök félaga í efstu deildum) hafa bæði ályktað á þann veg að leitað verði allra leiða til að ljúka mótum í meistaraflokki samkvæmt mótaskrá þó ljóst sé að það sé háð óvissuþáttum. Stjórn KSÍ mun taka ákvörðun um Mjólkurbikarkeppni karla og kvenna á næstu dögum.

„Standi reglur yfirvalda ekki í vegi fyrir því að unnt verði að hefja keppni að nýju í byrjun nóvember munu KSÍ og aðildarfélögin vinna samkvæmt öllum reglum sem settar verða af heilbrigðisyfirvöldum og kappkosta um að fylgja áfram ítrustu sóttvarnarúrræðum,“ segir jafnframt á vef KSÍ.

Eftirfarandi orðsending frá stjórn KSÍ birtist á vef Knattspyrnusambandsins þriðjudaginn 20. október: „Það er ljóst að ákvörðunin um að halda áfram keppni er tekin á erfiðum tímum í samfélaginu. Keppnistímabilið hefur reynt á aðildarfélögin og iðkendur okkar sem og sjálfboðaliða. Á sama tíma höfum við staðið undir þeim áskorunum sem við höfum þurft að takast á við saman og notið fótboltans á þessum erfiðu tímum. Það er í þeim anda sem að við teljum mikilvægt að við klárum tímabilið í öllum deildum þar sem skýr niðurstaða liggur ekki fyrir í deildakeppninni. Það reynir á okkur í knattspyrnuhreyfingunni eins og samfélagið allt en við vonumst til þess að í góðu samráði og samkvæmt reglum heilbrigðisyfirvalda takist að finna leiðir til þess að ljúka deildarkeppninni fyrir 1. desember. Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er.“


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Víkurfréttir könnuðu viðbrögð nokkurra formanna knattspyrnudeildanna á Suðurnesjum og spurðu hvað þeim fyndist um Íslandsmótinu yrði haldið áfram.

Búið að framlengja óvissunni

Eiginlega ekkert annað í stöðunni

„Mér líst alltaf vel á að spila fótbolta en þetta eru erfiðar aðstæður sem er verið að bjóða upp á. Það er óvissa fram yfir næstu mánaðarmót, það liggur ekki enn fyrir hvort verði spilað eða ekki,“ sagði Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur. „Við og okkar lið erum klárir í slaginn og enginn bilbugur á okkur með það að gera. Þetta mun auðvitað leiða til frekari kostnaðar við reksturinn. Aðalatriðið er að eyða óvissunni en með þessu er búið að framlengja henni. Það væri ekki verra að halda áfram á sömu braut og tryggja okkur upp í efstu deild, Keflavík getur bætt markametið í deildinni og sömu sögu er að segja af Joey Gibbs, hann getur bætt markamet sem hefur staðið frá 1976.“

„Ég held að Knattspyrnusambandið hafi eiginlega ekki getað gert ekki gert neitt annað en að reyna að klára mótið þar sem það var búið að gefa út fyrr í sumar að Íslandsmótið yrði klárað fyrir 1. desember,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Það er sama hvor kosturinn hefði verið valinn, það mun alltaf skapast sú umræða að úrslit verði ósanngjörn – leikmenn eru farnir frá liðum o.s.frv. Ég tel að þetta sé skársti kosturinn því ef það hefði ekki verið leikið áfram hefði það skapað óvild og leiðindi innan knattspyrnusamfélagsins. Þetta breytir auðvitað litlu fyrir okkur Grindvíkinga, við erum ekki í baráttusæti lengur en fyrir önnur lið getur þetta skipt miklu.“

Við ætlum upp

Gefur okkur líflínu

Gylfi Þór Gylfason, formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur, var að vonum ánægður með þessa niðurstöðu en Njarðvík var eitt þeirra níu félaga sem undirrituðu yfirlýsingu þar sem skorað var á KSÍ að klára mótið. „Ég er mjög ánægður að fá að klára mótið. Við eigum enn möguleika á að vinna okkur upp um deild og það hefði verið ósanngjarnt að fá ekki tækifæri til þess,“ sagði Gylfi. „Við viljum klára mótið og við ætlum upp.“

„Mér líst þokkalega á þetta, það eru alla vega komnar línur í þetta. Það er skárra en að enginn viti neitt. Þetta gefur okkur hiklaust líflínu og það er gott fyrir okkur að mótið haldi áfram,“ sagði Sólmundur Ingi Einvarðsson, formaður Víðis

Nánar verður fjallað um fyrirkomulag Íslandsmótsins á vef Víkurfrétta næstu daga

vf.is

sport

Tryggðu þér eintak! Víkurfréttir liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum: REYKJANESBÆR

GARÐUR

GRINDAVÍK

Landsbankinn, Krossmóa

Kjörbúðin

Nettó

Olís Básinn

Íþróttamiðstöðin

Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62

SANDGERÐI

VOGAR

Kjörbúðin

Verslunin Vogum / N1

Bókasafn Reykjanesbæjar Krambúðin, Hringbraut Sigurjónsbakarí, Hólmgarði Sundmiðstöð Keflavíkur Nettó, Krossmóa Nettó, Iðavöllum BYKO, Keflavík Nesvellir Kostur Njarðvík Krambúðin, Innri-Njarðvík

Íþróttamiðstöðin


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

H E M M I H R E I ÐA R S V E R Ð U R Á F R A M M E Ð Þ R ÓT T Frágengið að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Þrótti Vogum 2021 Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hermann tók við þjálfun Þróttar í sumar og fyrir lokaumferðirnar er Þróttur Vogum í þriðja sæti 2. deildar. Þróttur hefur unnið ellefu af sextán deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins tveimur leikjum og eru í harðri toppbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. „Ég er ánægður í dag“, sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum. „Hermann er metnaðarfullur og faglegur í allri sinni vinnu og viðhorfi til félagsins. Það ríkir mikil ánægja með hans störf meðal leikmanna, stjórnarliða sem og allra Vogabúa. Þrátt fyrir mikla óvissu með mótamálin þá erum við staðráðin að halda áfram á sömu braut hver svo sem ákvörðun KSÍ verður með framhaldið," sagði Marteinn að lokum.

Þróttur hefur leikið afburðavel undir stjórn Hemma og er í þriðja sæti 2. deildar. VF-myndir: Hilmar Bragi

ERLENDIR LEIKMENN ERU BYRJAÐIR AÐ TÝNAST HEIM

Nokkrir leikmanna Suðurnesjaliðanna í fótboltanum eru farnir af landi brott og koma ekki til með að leika fleiri leiki með liðum sínum á þessu tímabili.

Jonathan Ngandu farinn frá Keflavík

„Það tókst að kveikja vel í þessu í sumar, það er frábært að fá að starfa með öllu þessu fólki sem brennur af ástríðu fyrir félagið og samfélagið. Þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir og mikil óvissa með framhaldið þá er árangurinn til þessa frábær, ég á ekki von á öðru en með stuðningi bæjarbúa og annara þá höldum við áfram þeirri vinnu á næsta ári," sagði Hermann Hreiðarsson.

Guyon Philips orðinn umboðsmaður Guyon Philips, leikmaður Víðis, hefur verið skráður sem umboðsmaður í knattspyrnu hjá KSÍ og hefur því öðlast réttindi til að koma fram fyrir hönd leikmanna og/eða félaga við gerð leikmannasamninga eða gerð samninga um félagaskipti. Á vef KSÍ segir að Guyon Philips, sem kemur frá Hollandi, hafi hug á að koma fram fyrir hönd efnilegra leikmanna og byggja tengsl á milli félaga í Norður- og Vestur-Evrópu.

Jonathan Ngandu hefur yfirgefið Keflavík eftir að lánssamningur hans rann út og heldur hann til baka til Coventry á Englandi. Keflvíkingar þakka honum fyrir framlag sitt á Facebook-síðu félagsins og segjast hlakka til áframhaldandi samstarfs við Coventry FC.

Erlendu leikmenn kvennaliðs Keflavíkur hafa haldið til síns heima Eftir frábært tímabil þar sem Keflavíkurstelpur tryggðu sig upp í efstu deild hafa erlendu leikmenn liðsins, Celine Rumpf, Paula Isabella Germino Watnick og Claudia Nicole Cagnina, haldið til síns heima. Einn leikur er eftir á dagskrá hjá stelpunum en samt ákvað stjórn og þjálfarar i samstarfi við leikmenn að þær skyldu fara heim í ljósi aðstæðna en búið að að ganga frá samkomulagi um að Celine Rumpf muni snúa aftur til Keflavíkur á næsta tímabili.

Vladan er farinn til Serbíu en kemur aftur Markvörðurinn Grindavíkinga. Vladan Dogatovic, er farinn til Serbíu og mun því ekki klára tímabilið með Grindavík. Vladan mun mun hins vegar mæta aftur eftir áramót og leika með liðinu á næstu leiktíð!

Elías orðinn markahæstur í Hollandi

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson er markahæsti leikmaður hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu en hann skoraði í 2:0 sigri Excelsior á MVV Maastricht síðasta föstudagskvöld.

Þetta var níunda mark Elíasar í áttunda leiknum á tímabilinu en hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í haust. Julian Bass kom Excelsior í forystu á 52. mínútu og Elías skoraði seinna markið þremur mínútum

síðar. Góður sigur fyrir Excelsior sem er í þrettánda sæti deildarinnar. Elías er markahæsti maður deildarinnar sem stendur með níu mörk en næstur á eftir honum er Sydney van Hooijdonk, leikmaður NAC Breda, með átta mörk.

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr

húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2020. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á heimasíðu safnsins www.borgarsogusafn.is). Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Elvar góður í Litháen en erfitt hjá liðinu Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai í LKL deildinni í körfubolta í Litháen hafa ekki farið vel af stað og tapað fyrstu sex leikjunum. Elvari hefur gengið vel í Litháen, er að meðaltali annar stoðsendingahæsti og framlagshæsti leikmaður

deildarinnar. Hann skoraði 20 stig í tapleik gegn Lietkabelis um síðustu helgi, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hann var eftir frammistöðuna valinn í lið vikunnar í LKL deildinni. Siauliai er í neðsta sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar.

Jón Axel bestur í fyrsta mótsleiknum í Þýskalandi Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta mótsleik með þýska úrvalsdeildarliðinu Fraport Skyliners í bikarkeppninni þar í landi í gær. Jón og félagar máttu þola tap gegn Göttingen 79:64. Jón Axel var atkvæðamestur í liðinu en hann skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 25 mínútum sem hann lék.

Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is

Nýtt

Cooper Discoverer Snow Claw

Cooper Weather-Master WSC

Cooper WM SA2+

Hannað fyrir krefjandi vetraraðstæður

Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður

Mjúk gúmmíblanda fyrir hámarksafköst við lágt hitastig

Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur fyrir jeppa og jepplinga

Míkróskorin óneglanleg vetrardekk

Afburðagott grip, neglanlegt

Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar

SWR og 3PMS merking

Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

ALLA LEIÐ


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Gömul ritvél kveikti í áhuga á skrifum Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barnabókahöfundur í Grindavík, gefur út nýja barnabók um einelti. Ein bóka hennar fer í sölu í Bandaríkjunum. „Ég las mikið sem barn og þó svo það væri til tölva á heimilinu þá laðaðist ég að gamalli ritvél úti í skúr og skrifaði margar smásögur á hana,“ segir Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barnabókahöfundur, sem er búsett í Grindavík og flutti þangað fyrir um ári síðan með eiginmanni og þremur börnum þeirra. Katrín hefur gefið út tvær barnabækur, Karólína könguló (tvær lestrarbækur og ein þrautabók) og Mömmugull. Hún starfaði í verslun Bláa lónsins en missti vinnuna á veirutímum og einbeitir sér nú að skrifum og hugmyndum tengdum þeim. Nýjasta bókin hennar heitir Ef ég væri ofurhetja og kemur út í lok nóvember. Hún segir hana ætlaða fyrir yngsta stig í grunnskóla. „Mig langaði að opna augu barna fyrir einelti og að fylgjast vel með í kringum sig. Bókin snýst um það að hver sem er getur orðið ofurhetja og hjálpað öðrum að koma út úr skelinni,“ segir hún.

Styrkir Umhyggju með bókasölu Nýlega keypti Katrín upp lager af þeim bókum sem hún hefur gefið út, og öll réttindi sem þeim fylgja, af útgáfunni sem hún byrjaði hjá. Hún ákvað að sjá um að gefa út sitt eigið efni og nýta möguleikann á að vinna meira með það. „Nú er ég komin með bók í myndskreytingu og ætti hún að komast í prentun í nóvember.“ Fyrri bækur Katrínar gengu vel og hún setti nýlega í gang styrktarátak fyrir félag langveikra barna, Umhyggju, en hún mun gefa 500 krónur af hverju seldu eintaki af bókinni Mömmugull frá 1. október til 15. nóvember. „Markmiðið er að ná að selja 200 bækur en þá næ ég að afhenda Umhyggju 100.000 krónur. Vonandi meira.“ Páll Ketilsson pket@vf.is

Bókin mömmugull segir m.a. frá því að verðmætin felast ekki í veraldlegum hlutum heldur að elska og vera elskaður. Bókin hefur vakið athygli og nýlega skrifaði Katrín undir samning við bókaútgáfu í Bandaríkjunum og fer bókin í sölu þar á næsta ári. Karólina kónguló er litaglöð þrautabók fyrir yngstu börnin, sú eina sinnar tegundar sem komið hefur út á Íslandi, og þá hefur hún gert minnisspil úr náttúrulegum við til að þjálfa upp hugarþjálfun og minni.

Margt á prjónunum Katrín segir að skrifin veiti sér innblástur og hún sé með mörg verkefni á prjónunum. „Markmiðið var að verða rithöfundur. Ég hef ekki fundið eins mikla ástríðu eins og nú að láta það verða að veruleika. Ég held að allt gerist af ástæðu og að mér hafi verið ætlað að fara þessa leið.“ Hún segist hafa fengið frábæra afmælisgjöf á 30 ára afmæli sínu í sumar en foreldrar hennar gáfu henni eldgamla ritvél. „Ég var búin að leita logandi ljósi að gamalli ritvél því það kveikti í áhuga mínum þegar ég var lítil stelpa. Þá lá ég á gólfinu inni í herbergi og pikkaði á ritvél margar smásögur,“ segir barnabókahöfundurinn og útgefandinn Katrín. Hún opnaði í september heimasíðuna www.oskarbrunnur.is, Face­book-síðuna ÓskarBrunnur og Insta­g ramið oskarbrunnur.

Katrín lætur gott af sér leiða og styrkir Umhyggju, styrktarsjóð langveikra barna með hverju seldu eintaki bókarinnar Mömmugull.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hjálmar með myndskreytta barnabók um kórónuveiruna

– þýdd á tæplega tuttugu tungumál og m.a. gefin út í Færeyjum og Litháen fyrir jól Ég er kórónuveiran er ný barnabók eftir Hjálmar Árnason en Fanney Sizemore myndskreytti. „Kórónuveiran hoppar á milli fólks. Hvernig forðumst við hana? Sóley litla vill ekki þvo sér um hendurnar. Hvað gerist þá? Og hvað gerist þegar Sóley loksins þvær sér um hendurnar? Hvernig fer þá fyrir kórónaveirunni?,“ segir í bókarkynningu. Aðspurður um tilurð bókarinnar sagði Hjálmar: „Kórónuveiran er alltaf til umræðu og alltaf verið að gefa einhver góð ráð. Passið ykkur á þessu og passið ykkur á hinu en svo gleymast börnin svolítið. Ég var í einni af mínum fjallgöngum að velta þessu fyrir mér og fór í huganum að búa til einhverja svona sögu og prófaði hana á barnabörnum, nokkrum kunningjum og kennurum

Hjálmar er ánægður með bókina.

sem ég þekki. Það líkaði öllum mjög vel, þannig að ég ákvað bara að skrifa söguna. Þetta er nú ekki langur texti, þetta var aðallega hugmyndin og þá þurfti einhvern til að myndskreyta. Sossa vinkona mín var upptekin, þannig að ég ræddi við Godd, Guðmund Odd Magnússon, hjá listaháskólanum og hann benti mér á á Fanneyju Sizemore. Ég kynnti hana fyrir sögunni og hún sagðist vera

Eða þegar einhver sleikir Eða á sér þegar puttann. einhver sleikir á sér puttann. Líka þegar fólk borar í nefið. Líka þegar fólk borar í nefið. Bókin er skemmtilega myndskreytt af Fanney Sizemore. Hilmar Bragi Bárðarson Það er æði. Þá komumstÞað við er beint æði.inn Þáí komumst munninn við beint inn munninn við inn og getum Þáí komumst Þá komumst byrjað við að inn hamast. og getum byrjað að hamast. hilmar@vf.is og getum byrjað strax að ogláta getum fólkbyrjað verða strax veikt.að láta fólk verða veikt. Það er svo spennandi. Það er svo spennandi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Hæfingarstöð – Hlutastarf í ræstingum Listasafn – Starfsmaður í smíðar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar: Gjöf Daða Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar. Á þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafík verk. Sýningin mun standa til 29. nóvember. Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Komdu í Duus Safnahús og upplifðu hið merka leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Leikfangasafn hennar hefur aldrei áður verið sýnt í heild sinni, en það er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi.

með. Hún teiknaði söguna og ég er mjög hrifinn af hennar teikningum. Eftir að vera kominn með bókina talaði ég við Jakob hjá Uglu útgáfu og hann steinféll fyrir þessu og bókin er að koma í verslanir í þessari viku,“ segir Hjálmar Árnason, höfundur bókarinnar Ég er kórónuveiran. Hjálmar er ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með útgáfu bókarinnar. Hún kemur út á íslensku í þessari viku en hefur þegar verið þýdd á tæplega tuttugu tungumál. Kórónuveiran hefur smitast hratt á milli landa og barnabókin um kórónuveiruna virðist einnig ætla hratt á milli landa. Færeysk útgáfa bókarinnar kemur út í nóvember og einnig í Litháen á næstu vikum. Þá er umboðsmaður að semja við forlög víðsvegar um

Ég er búin að sigra heiminn.

heiminn um útgáfu bókarinnar. „Kórónuveiran er alþjóðlegt fyrirbrigði og heldur betur í útrás þannig að þessi í bókinni má fara í útrás líka,“ segir Hjálmar og segist halda að þetta sé örugglega ein fyrsta barnabókin í heiminum um kórónuveiru. „Það skiptir mestu máli er að ég er búinn að prófa efni bókarinnar á nokkrum krökkum og hún er að falla í góðan jarðveg þar,“ segir Hjálmar. „Ég er að skrifa mig inn í nýtt líf. Eftir að ég hætti hjá Keili fór ég á netnámskeð hjá Einari Kárasyni, rithöfundi, til að læra að skrifa bækur. Ég fór líka á ljósmyndanámskeið. Ég er að dunda við það þessa dagana að taka myndir, ganga á fjöll og skrifa. Þessi bók um kórónuveiruna er það fyrsta sem kemur út úr því en það er fleira í bígerð, bæði barnabækur og

bækur fyrir fólk á öllum aldri. Ég hef mjög gaman af þessu,“ segir Hjálmar sem var staddur í Guðrúnarlundi við Hvaleyrarvatn ásamt Valgerði Guðmundsdóttur konu sinni þegar Víkurfréttir heyrðu í honum. Þar voru þau að njóta náttúrunnar en Guðrúnarlundur er kenndur við ömmu Valgerðar sem fékk í afmælisgjöf að afkomendur hennar hófu gróðursetningu við Hvaleyrarvatn fyrir 30 árum. Í dag eru trén orðin fjögurra metra há og mikil paradís. Eftir að Hjálmar hætti hjá Keili hefur hann varið miklum tíma í að njóta náttúrunnar, farið í fjöldan allan af fjallgöngum og svo brunar hann um stíga á höfuðborgarsvæðinu á rafknúnu reiðhjóli. „Þetta heitir frelsi,“ segir hann og hlær.

Allt stopp.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Hasar í hrauninu við Grindavík – í nýrri myndskreyttri barnabók Sigríðar Etnu

Barnabókin Hasar í hrauninu er komin úr prentun. Bókin fjallar um vinina Þórkötlu, Gnúp og Járngerði. Þau þyrstir í ævintýri og ákveða að fara að leika sér í hrauninu í kringum bæinn sinn. Þar kynnast þau hraunbúunum Seltu, Súld, Frosta og Varma. Saman lendir hópurinn í óvæntum atburði sem leiðir þau í spennandi ferðalag í hrauninu. Bókin minnir á mikilvægi vináttunnar og hve nauðsynlegt það sé að standa saman og sýna hugrekki þegar á reynir. Höfundur bókarinnar er Sigríður Etna Marinósdóttir en Freydís Kristjánsdóttir, frænka Sigríðar Etnu, myndskreytti. „Ég lofaði fyrir ári síðan að ég ætlaði að gera bók um Grindavík og setti svolitla pressu á sjálfa mig. Bókin er um vinina Gnúp, Járngerði og Þórkötlu sem ákveða að fara út í hraun eftir skóla og þar kynnast þau hraunbúum. Þau fara með þessum fjórum hraunbúum, sem eru systkini, í ævintýraferð hér í kringum Grindavík.“ – Og gerast ævintýri? „Já, heldur betur. Þau byrja á að fara upp á Þorbjörn, það umtalaða fjall, og þar kemur hrútur sem stelur derhúfunni hans Gnúps. Þau fara að eltast við hrútinn og þess vegna fara þau hér í kringum bæinn. Þau fara upp á Þorbjörn og niður í Selskóg, að Gálgaklettum og út á Hópsnesið. Þau fara þar sem bryggjan er og í fjöruna við Bótina, Einisdal, Bláa lónið og svo kemur í ljós hvað gerist eftir það.“ – Þannig að þú ert að tengja söguna við staði hér í kringum Grindavík? „Algjörlega og þetta eru í rauninni perlurnar í Grindavík. Ég spurði nokkrar manneskjur áður en ég

Lestur er mikilvægur

skrifaði bókina hvaða staðir því myndu finnast spennandi á svæðinu og það var einn staður sem ég hafði ekki hugsað um eða farið á og það var Einisdalur. Ég hef núna farið tvisvar þangað og það er ótrúlega flottur staður.“ – Þannig að þetta er ævintýrabók sem gerist í sjávarbænum Grindavík? „Já og mér fannst einmitt mikilvægt, þar sem þetta er eitt stærsta sjávarplássið á landinu, að höfnin kæmi við sögu. Hafnarvörðurinn er í bókinni og bátarnir sjást vel. Svo langaði mig einnig að það væru dýr í bókinni, því börn elska dýr og dýrin laða að sér og þess vegna er hrúturinn kjörið tækifæri.“ – Þú sagðir okkur fyrir viðtalið að það væri stolt meðal bæjarbúa en ekki allir með sögulega þáttinn á hreinu? „Það er það sem ég var að upplifa. Ef maður fór út fyrir Grindavík þá voru allir Grindvíkingar í gulu og stoltir – en þegar maður fór að skoða

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

umhverfið þá voru fáir með svör og því fór ég á bókasafnið og sótti mér bækur og fann upplýsingar. Svo var ég að segja manninum mínum, sem er fæddur og uppalinn hér, vissir þú að þetta fjall heitir þetta út af þessu. Ég er búin að læra mikið um Grindavík og líka þegar ég var að gera bókina því ég vildi vera með svo margt á hreinu. Hvaða nöfn átti ég að nota og ýmislegt þannig.“

– Er bókin hugsuð fyrir ákveðinn aldurshóp? „Þetta er erfið spurning því það er svo ólíkt hvernig börn eru. Þú getur alltaf sýnt tveggja ára barni þessar myndir og talað út frá þeim en þetta er alveg klárlega bók fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Þetta er bók fyrir börn á öllu landinu en klárlega bók sem allir Grindvíkingar verða að eiga, alla vega grindvísk börn. Ég vona að foreldrar og skólastofnanir nýti bókina og kenni söguna um Járngerði og Þórkötlu, þegar verið var að nema land hérna og fari á þessa staði sem eru í bókinni.“

„Það er alltaf verið að tala um að við eigum að lesa fyrir börnin, sem er hárrétt. Foreldrar verða líka að lesa, því við erum fyrirmyndir. Það þarf líka einhver að skrifa svona bækur með mörgum myndum fyrir börn til að kveikja áhugann þegar þau eru ung og að þau sjái okkur þegar við erum líka að lesa. Ekki bara lesa fyrir börnin ykkar, lesið líka sjálf.“ Ævintýrið í hrauninu er ekki fyrsta barnabók Sigríðar Etnu. Hún hefur áður gefið út tvær bækur um systkinin Etnu og Enok. Fyrri bókin er um sveitaferð þeirra og seinni bókin þegar þau hitta jólasveinana en sögusviðið er á Tálknafirði, þar sem Sigríður Etna er fædd og uppalin. Hún segist hafa verið undir pressu að koma með bók sem tengdist Grindavík, sem nú er komin út. Þriðja og síðasta bókin um Ernu og Enok er síðan í vinnslu núna og mun gerast á þeim Covid-tímum sem nú eru. Sigríður Etna hefur búið í Grindavík síðustu sex ár. Þegar hún flutti til Grindavíkur fannst henni ekki vera nein fjöll á svæðinu, ólíkt því sem er á Tálknafirði sem er umvafinn fjöllum. Hún segist hafa grínast með að Þorbjörn væri bara hóll. Það var ekki fyrr en hún fór í hjólatúr austur fyrir bæinn og var að koma hjólandi niður Festarfjall og stoppaði til að njóta útsýnis að hún upplifði fjöllin og fegurðina og var sannfærð um að nú væri hún orðin Grindvíkingur. „Vá hvað þetta er fallegt og ég fann fyrir einhverju stolti. Nú upplifi ég Þorbjörn sem mjög stóran fyrir mér,“ segir hún brosandi. Sigríður Etna segir að það sé ekki mikið upp úr því að hafa að vera rithöfundur í dag. Hún sé hins vegar með svo margar hugmyndir í kollinum sem hún þurfi að koma frá sér. Hún upplifir rithöfundinn í sér frekar sem áhugamál og það sé ástríðan fyrir því að segja sögur sem haldi henni í faginu. „Það eru ekki peningarnir,“ segir hún og vonar að fólk taki vel í söguna um Hasarinn í hrauninu við Grindavík. – Við verðum samt að spyrja þig hvort jarðskjálftar komi við sögu? „Sko. Það verður náttúrlega að vera jarðskjálfti eftir árið 2020. Söguhetjurnar fara í Einisdal þar sem þau ná hrútnum en þá kemur þessi svakalegi jarðskjálfti og þau missa takið á hrútnum og hann hleypur í burtu,“ segir Sigríður Etna um nýjustu bókina sína.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

STÓRGRÝTI HRUNDI ÚR HLÍÐ Á DJÚPAVATNSLEIÐ Stórgrýti hrundi m.a. úr Stórusteinabrekku í Norðlingahálsi á Djúpavatnsleið í jarðskjálftunum í gær, þriðjudag. Jón Steinar Sæmundsson fór þar um og tók meðfylgjandi myndir af björgum sem höfðu rúllað niður á veg. Jón Steinar var að keyra nánast við upptök stóra skjálftans. „Höggið sem kom á bílinn var svo mikið að ég stoppaði til að athuga hvort hjól hefði losnað eða sprungið,“ sagði hann í samtali við Víkurfréttir. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Veiði og veðurfar hefur verið nokkuð gott Tíminn líður áfram og október orðinn hálfnaður en hefur samt verið nokkuð góður, bæði veðurfarslega séð og aflalega séð.

Hér má sjá ummerkin eftir hrunið úr hlíðinni. Ljósmyndir: Jón Steinar Sæmundsson

Iðnaðarbil til leigu í Keflavík

104 fermetra iðnaðarbil auk 45 m2 lofts sem má nýta sem íbúð. Góð staðsetning. Upplagt fyrir minni iðnað eða rekstur.

Upplýsingar gefur Jóhann í síma 896-5531.

Við skulum samt kíkja aðeins á frystitogaranna sem ekki oft er fjallað um hérna í þessum pistlum. Þeir eru þrír sem eru gerðir út frá Suðurnesjum þó að einn þeirra komi aldrei til hafnar á Suðurnesjum. Sá togari heitir Baldvin Njálsson GK og er í eigu Nesfisks í Garði. Togarinn landar öllum sínum afla í Hafnarfirði og hefur gert það frá því að Nesfiskur eignaðist togarann árið 2005. Baldvin Njálsson GK hefur reyndar ekki landað neinum afla núna á þessi fiskveiðiári en þegar þessi pistill er skrifaður þá var togarinn að koma í land til Hafnarfjarðar eftir ansi langa siglingu, því að togarinn var við veiðar út af Austurlandi og sigldi þaðan alla leið til Hafnarfjarðar, sú sigling tekur um 40 klukkutíma. Hinir tveir togararnir eru gerðir út frá Grindavík. Hrafn Sveinbjarnarson GK kom með 524 tonn núna í október og af þeim afla þá var 491 tonn af karfa, restin var eiginlega bland í poka því að alls var togarinn með fjórtán fisktegundir um borð. Þriðji togarinn er Tómas Þorvaldsson GK en hann hefur engum afla landað í október, síðast landaði togarinn í september og var þá með um 760 tonna afla. Togarinn er við veiðar djúpt úti af Austurlandi. Fyrst við erum farin að tala svona mikið um Austurland þá eru

nokkrir bátar frá Suðurnesjum sem eru að róa og veiða þar. Þeir landa afla sínum þar sem síðan er eins og vanalega ekið suður til vinnslu. Þarna eru t.d. Páll Jónsson GK sem er með 205 tonn í tveimur, Gísli Súrsson GK með 94 tonn í ellefu, Vésteinn GK með 91 tonn í ellefur, Daðey GK 85 tonn í tólf, Margrét GK 69 tonn í fjórtán og Dódi GK með 22 tonn í tíu. Mjög mismunandi er hvar bátarnir landa afla sínum en það eru þó aðallega þrjár hafnir sem bátarnir landa oftast á, eru það Neskaupstaður, Djúpivogur og Stöðvarfjörður. Ef við færum okkur frá Austurlandi og drögum okkur nær Suðurlandinu þá rekumst við á netabátana hans Hólmsgríms sem eru á ufsaveiðum við Suðurlandið. Þeir hafa verið á veiðum núna utan við Vík í Mýrdal og austur að Hjörleifshöfða. Veiðarnar ganga vel hjá bátunum og hefur Grímsnes GK landað 120 tonnum í aðeins sex róðrum, Langanes GK er með 88 tonn líka í sex róðrum og mest 27,4 tonn. Áfram höldum við áfram suður og nálgust næst Grindavík en ekki margir bátar eru að róa frá Grindavík til veiða, þó hefur Hraunsvík GK verið á netum þaðan. Báturinn hefur reyndar ekki landað þar í rúma viku. Einnig hafa þrír handfærabátar verið þar á veiðum,

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Grindjáni GK sem er með 2,1 tonn í þremur, Þórdís GK með 1,9 tonn í fjórum, Sæfari GK með 1,6 tonn og Sigurvon RE sem hefur gengið hvað best á færunum, hefur landað 5,3 tonnum í fjórum. Næst er það Sandgerði en þar hefur veiði bátanna verið nokkuð góð og eru nokkuð margir bátar þaðan á veiðum, færa-, neta-, dragnótaveiðum og á línu, en í síðasta pistli var talað um að línubátarnir væru orðnir þrír þaðan og spurt var hver kæmi fyrstur að norðan og austan – og frá því síðasti pistill var skrifaður þá hafa tveir bátar komið til Sandgerðis sem munu fara að róa þaðan á línu. Guðrún GK kom frá Austurlandi og Guðrún Petrína GK kom frá Skagaströnd. Veiði línubátanna þaðan hefur verið ágæt. Alli GK með 7,5 tonn í þremur, en hann rær með 22 bala, Katrín GK tólf tonn í fjórum og Gulltoppur GK 19,5 tonn í fjórum en það má geta þess að Gulltoppur GK átti ansi góðan róður núna síðast þegar að báturinn landaði 7,1 tonni í einni löndun sem fékkst á 36 bala, það gerir um 197 kíló á bala sem er virkilega góður afli. Nokkuð margir netabátar eru á veiðum og þeim er að fjölga eitthvað en nánar verður farið í netabátanna í næsta pistli.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

METSALA Á FISKMÖRKUÐUM – EN MEGNIÐ AF FISKINUM FER ÓUNNINN ÚR LANDI – að 2020 verði eitt stærsta ár í magni og sennilega það stærsta í verðmætum frá upphafi á fiskmörkuðum landsins. Þorskur er sem fyrr langstærstur tegunda, er nærri því annar hver seldur fiskur, og fer í 56% í söluverðmæti. Ýsa er næst með rúmlega 15% af heildarsölunni og rúm 16% í söluverðmætinu. Ufsi er rúmlega 8% sölunnar og í þriðja sæti en næst koma karfi, steinbítur og skarkoli. Það er talsvert lægra verð sem fæst fyrir karfa og steinbít en skarkolinn er 5,5% í söluverðmæti heildaraflans en 4,7% af heildarsölunni.

Eina sem skyggir á þennan góða gang í fisksölu á mörkuðum er að stærstur hluti aflans fer óunnin úr landi. Fiskverkandi sem Víkurfréttir heyrðu í sagði að það væri erfitt að keppa við þessa aðila sem flyttu allan fiskinn til vinnslu í útlöndum. „Ég fæ margar fyrirspurnir um störf í fiskvinnslunni þar sem ég er með tíu störf og gæti bætt við mig fólki en það er mikil barátta á mörkuðunum að fá fisk. Þessir aðilar hækka bara þegar maður býður í og kaupa megnið af fiskinum sem fer óunnin úr landi og skapar engin störf.“

Verðmæti sölu á fiskmörkuðum fyrstu níu mánuði þessa árs er það mesta frá upphafi eða 24 milljarðar króna. Meðalverð var mjög hátt á síðasta ári en hefur hækkað um 3% á þessu ári og er 263 krónur á þorski fyrstu níu mánuði þessa árs. Meðalverðið fór í 451 krónu í september á þessu ári. Eyjólfur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna, segir að salan á íslensku fiskmörkuðunum hafi verið mjög góð það sem af er ári en byrjaði rólega fyrstu tvo mánuði ársins. Vormánuðirnir frá mars til maí voru að hans sögn þokkalegir en salan í júní og júlí var mjög mikil og hefur aldrei verið hærri í sögu fiskmarkaða. Staðan breyttist lítið í ágúst og september

Páll Ketilsson pket@vf.is

sem voru báðir mjög góðir. Verðmæti sölunnar fyrstu níu mánuðina er þau mestu frá upphafi, alls 24 milljarðar króna. Að sögn Eyjólfs hefur salan farið vel af stað í október og útlit er fyrir

Vert að skoða óheftan útflutning á ferskum, óunnum fiski Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og útflytjandi, sagði á Facebook-síðu sinni nýlega að til að stemma stigu við þessu atvinnuleysi væri vert að skoða óheftan útflutning á „heilum, ferskum, óunnum fiski“ frá landinu. „Í dag flytjum við út tugir þúsunda tonna af óunnu hráefni frá okkur. Við flytjum út störf í þúsundatali. Auk þess fer þessi fiskur í erlendar vinnslur sem koma ekki nálægt íslensku eftirliti um matvælaframleiðslu og er þaðan dreift áfram sem „Origin of Iceland“. Í dag erum við að reyna að byggja upp orðspor okkar afurða með margvíslegum hætti, sem er vel. Við hins vegar erum að skjóta okkur harkalega í fótinn með að opna á mögulega slæma meðferð á íslenskum fiski þar sem varan blandast í erlendar fiskvinnslur með hráefni frá öðrum þjóðríkjum og selja svo sem íslenskan fisk. Til að byggja upp fyrirmyndarorðspor fyrir íslenskar sjávarafurðir eigum við að stuðla að því að hráefnið sé unnið og pakkað hér heima. Með þessu magni sem um ræðir væri hægt að reisa tvær til þrjár stóreiningar eins og Samherji opnaði

Gunnar Örlygsson. Mynd af Facebook.

nýverið á Dalvík. Hver og ein myndi kosta sex til sjö milljarða, allt byggt upp af íslensku hugviti og íslenskum tækjaframleiðendum. Gerir fólk sér grein fyrir þeim ávinningi sem ríkissjóður, sveitarfélög og þjóðin öll er að missa frá sér í hverri viku? Þetta telur í tugum milljarða út um lensportið á hverju ári. Stjórnmálamenn eru geldir fyrir umræðunni, skilja hana kannski ekki flestir hverjir. Vinnum að því saman að breyta þessari fásinnu, þjóðinni allri til heilla og ekki síst íslenskum sjávarútvegi til heilla,“ segir Gunnar Örlygsson.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Haustsólin úr háloftunum

Veðurguðirnir hafa verið í góðu skapi á haustdögum og blíðviðri dag eftir dag. Birtan er falleg í ljósaskiptunum á morgnana og á kvöldin en á daginn hefur sólin iðulega sýnt sínar bestu hliðar þó komið sé fram í október. Ljósmyndari Víkurfrétta í háloftunum er Einar Guðberg sem mundar myndavélina iðulega úr íbúð sinni við Keflavíkurhöfn. Þessar myndir tók hann í byrjun vikunnar í morgunsárið þegar sólargeislarnir voru að stíga upp í byrjun dags og dönsuðu á sjávarfletinum í Keflavík. Keilir sést lengst til vinstri baðaður í ljómanum en svo er ein sog sólin sé að reyna að búa til eftirmynd hans. Í Keflavíkurhöfn er hins vegar lítið um að vera og aðeins lóðsinn við bryggju.

Leggja mat á staðsetningar fyrir tjaldstæði í Reykjanesbæ Gunnari K. Ottóssyni, skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, hefur verið falið að taka saman minnisblað um mögulega staðsetningu fyrir nýtt tjaldsvæði í Reykjanesbæ og leggja mat á mögulega staði. Minnisblað verkefnastjóra ferðamála um tjaldsvæði í Reykjanesbæ, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs, var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. „Miðflokkurinn fagnar þessum frábæru tillögum og er í raun óskiljanlegt að það skuli ekki vera nú þegar til aðstaða fyrir þennan markhóp. Það er grundvallarþjónusta að hvert bæjarfélag reki tjaldsvæði. Slíkt eflir og frjóvgar hvert samfélag, eykur þjónustu og listalíf. Það er öllum til hagsbóta að þessi hugmynd verði að veruleika fyrir næsta sumar,“ segir í bókun sem Gunnar Felix Rúnarsson lagði fram á fundinum.

Gamalli kaupfélagsverslun breytt í íbúðir Óskað hefur verið heimildar til að breyta verslunarrými við Faxabraut 27 í fjórar íbúðir, allar með sér inngang og bílastæði sem verða við Hringbraut. Beiðnin var tekin fyrir í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar í síðustu viku sem samþykkti að senda hana í grenndarkynn-

ingu og að meðeigendasamþykkis verði aflað í samræmi við lög um fjöleignarhús. Í verslunarrýminu að Faxabraut 27 var síðast rekin gæludýraverslun en áður hafa verið þar m.a. myndbandaleiga, veitingastaður og svo kaupfélagsverslun í áratugi.

Ekki réttlætanlegt að kaupa uppstoppaða fugla Grindavíkurbæ hefur verið boðið að kaupa safn af uppstoppuðum fuglum. Frístunda- og menningarnefnd tók málið fyrir á dögunum og telur í ljósi stöðunnar í samfélaginu ekki réttlætanlegt að fjárfesta í safninu. Bæjarráð Grindavíkur tekur undir ályktun frístunda- og menningarnefndar.


MEÐAL EFNIS Í ÞÆTTI VIKUNNAR

Framtíðarsýn við flugvöllinn HHHHH

Aron Friðrik og lyftingarnar HHHHH

Grindvískt ævintýri í barnabók

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

REYKJANESBÆ

Veist þú um áhugavert efni í miðla Víkurfrétta? Á tímum Covid-19, þegar ró er yfir mannlífinu, er erfiðara að finna áhugavert efni í sjónvarpsþáttinn okkar. Lumar þú á ábendingu? Sendu okkur línu á vf@vf.is


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ábyrga leiðin – fyrir Suðurnes

Áskoranir og þau krefjandi verkefni sem við okkur blasa í heimsfaraldri, kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Það þarf að stíga fram af meiri festu en ríkisstjórnin gerir í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2021. Áætlanir ríkisstjórnarinnar eru veikar og óábyrgt að ganga ekki lengra í dýpstu efnahagslægð í 100 ár. Samfylkingin hefur lagt fram tillögur jafnaðarmanna um leiðina úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Lykilorðin í þeirri ábyrgu leið sem við viljum fara eru vinna, velferð og græn uppbygging. Nú er rétt að nýta góð lánakjör til lántöku fyrir rekstri og arðbærum fjárfestingum.

Fjölgum störfum Yfir 20 þúsund Íslendingar vilja vinna en fá ekki vinnu. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum og við því verður að bregðast með sértækum hætti. Ábyrga leiðin fjölgar störfum strax, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Nú er lag að ráðast gegn undirmönnun hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, í velferðarþjónustu við íbúa svæðisins, hjá menntastofnunum og síðast en ekki síst hjá lögreglunni. Viðvarandi undirmönnum eða niðurskurður gera ekkert annað en að dýpka og lengja kreppuna. Auk þess þarf að beita virkum vinnumarkaðsaðgerðum til að vinna gegn langtímaatvinnuleysi bæði ráðningastyrkjum í samstarfi við sveitarfélögin og fyrirtækin á Suðurnesjum og námstengdum úrræðum í samvinnu við góðar menntastofnanir svæðisins. Ráðast þarf í byggingu sjóvarnargarðs við höfnina í Njarðvík sem mun styrkja aðrar fyrirætlanir um uppbyggingu þar, flýta vegaframkvæmdum sem hægt er að flýta og leggja fjármuni til viðhalds opinberra bygginga á svæðinu.

Atvinnuskapandi skattalækkun Veirufaraldurinn má ekki verða til þess að smærri fyrirtæki falli umvörpum en þau stærri stækki markaðshlutdeild sína og hækki verð í skjóli veikari samkeppni. Við viljum vinna að krafti til að koma í veg fyrir slíkt. Það gerum við með tímabundinni lækkun tryggingagjalds þannig að árið 2021 verði tryggingagjaldslaust ár hjá einyrkjum og smáfyrirtækjum og skili jafnframt snarpri lækkun til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Aðgerðin er tveggja milljóna króna afsláttur af tryggingagjaldi og mun ýta undir fjölgun starfa þar sem tryggingagjaldið leggst flatt á öll störf. Lækka þarf jaðarskatta á barnafólk með því að draga úr skerðingum barnabóta. Nú byrja barnabætur að skerðast við 325 þúsund krónur á mánuði. Við viljum taka ákveðin skref í þá átt að barnabætur skerðist ekki fyrr en við meðallaun sem voru um 800 þúsund krónur í fyrra og jafna þannig stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Skerðingar í almannatryggingakerfinu eru enn alltof skarpar. Það er mikilvægt að almannatryggingakerfið hvetji til virkni en letji ekki. Þannig viljum við til að mynda hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna sem staðið hefur í stað í áratug. Er rétt um 110 þúsund krónur á mánuði en ætti samkvæmt launavísitölu að vera nú um 200 þúsund.

Eflum velferð Efnahagsaðgerðir Samfylkingarinnar miða að því að fjölga störfum eins hratt og hægt er. En það þarf líka að efla velferð og hlaupa undir bagga með þeim sem vilja vinna en fá ekki vinnu eða geta ekki unnið. Þannig sýnum við samstöðu í verki og styðjum í leiðinni við heildareftirspurn í hagkerfinu. Atvinnuleitendur og fjölskyldur þeirra lenda verst í þeim efnahagserfiðleikum sem nú ganga yfir. Því er nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur og við leggjum til að þær verði 95% af lágmarkstekjutryggingu samkvæmt lífskjarasamningunum. Ef við það væri miðað færu þær í 333 þúsund krónur á mánuði á næsta ári en eru nú rúmar 289 þúsund krónur á mánuði. Við í Samfylkingunni höfum þegar lagt til að það óréttlæti verði leiðrétt að aðeins þeir sem voru á launatengdatímabili atvinnuleysistrygginga 1. september fái framlengingu á því tímabili um þrjá mánuði. Þau 12.000 sem voru komin á grunnatvinnuleysisbætur við samþykkt lagabreytingarinnar eiga að sjálfsögðu einnig að njóta jafnræðist í þeim efnum. Þá þarf einnig að tryggja stúdentum rétt til atvinnuleysisbóta í námshléum ásamt því að skapa sumarstörf og efla nýsköpunarsjóð námsmanna. Almennt verður að hækka ellilífeyri og örorku- og endurhæfingarlífeyri að lágmarkstekjutryggingu og slíkt frumvarp var okkar í Samfylkingunni fyrsta forgangsmál nú í haust. Ef ekkert verður að gert heldur bilið á milli launamanna og þeirra sem reiða sig eingöngu á greiðslur almannatrygginga, áfram að breikka ár frá ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Veira, eldgos eða flóðbylgjur Við glímum sem samfélag við eignatjón, fjártjón og manntjón á ári hverju. Í forgangi er að koma í veg fyrir manntjón. Það hefur orðalítið verið samþykkt sem ein meginmanngildishugsjón okkar. Það er líka meginmarkmið sóttvarnaraðgerða, björgunaraðgerða á sjó og landi, brottflutningsáætlana vegna náttúruvár o.s.frv. Slík viðbrögð reyna á samheldni, þolinmæði og þrautseigju. Þau eru unnin fyrst í kapp við framvindu ógnarinnar, af öryggi, og greitt úr afleiðingunum samhliða, eftir getu. Svo enn betur þegar um hægist. Fyrirsjáanleiki og langtímaáætlun eru tálsýnir. Viðbrögðin eru ekki unnin samkvæmt kaldrifjuðum útreikningi á „mögulegum heildaráhrifum aðgerðanna til langs tíma á efnahag þjóðarinnar“. Það gengur ekki upp gagnvart þeim sem treysta á aðstoð og björgun. Viðbrögðin eru fjár-, mannafla- og tímafrek vörn við vánni og felast í breytilegri vástjórnun og aðlögun að aðstæðum, ógnarinnar vegna, viku eftir viku á meðan ástandið varir. Eignatjón

og fjártjón er glímt við samhliða en er ekki í fyrsta sæti. Reynt að lágmarka og bæta slík tjón eftir því sem unnt er án þess að mannslátum fjölgi þess vegna. Hugmyndir um önnur gildisviðmið eiga ekki við og munu ekki ná meirihlutafylgi í landinu, þrátt fyrir gagnrýni á aðgerðir og starfshætti heibrigðisþjónustunnar og stjórnvalda. Gildisviðmiðin birtast til dæmis í hugmyndum um að ná hjarðónæmi eða slaka mjög á viðbrögðunum þrátt fyrir að 20–25% íbúa séu í mesta áhættuhópi, algeng og langvinn eftirköst eftir kórónuveikina og þátt fyrir núverandi álag á velferðar- og heilbrigðiskerfin. Hollt er að horfa til spænsku veikinnar 1918–1919. Þá bjuggu hér um 92.000 manns, heilbrigðisþjónustan var fámenn og barn síns tíma, veiran skæð, húsakostur misjafn og innviðir veikir. Mörg þúsund manns veiktust, þjáðust og þraukuðu heima fyrir; flestir um 500 manna, sem létust, dóu þar. Allmargir jöfnuðu sig seint eða aldrei. Sjálfboðaliðar reyndu

verður þetta bil 86 þúsund krónur á mánuði á næsta ári. Hver maður sér að slíkt er óásættanlegt enda eru rökin fyrir lágmarkstekjutryggingu þau að á lægri launum sé vart mögulegt að lifa.

Sveitarfélögin Sveitarfélögin á Suðurnesjum verða fyrir miklu tekjutapi vegna falls á útsvarstekjum en einnig vegna lægri framlaga úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Okkur jafnaðarmönnum finnst ekkert annað koma til greina en að ríkið komi til móts við sveitarfélögin svo þau þurfi ekki að skera niður í þjónustu við börn og fatlaða íbúa eða í annarri nærþjónustu. Það er einnig mjög mikilvægt að sveitarfélögin dragi ekki saman í innviðauppbyggingu og fækki með því atvinnutækifærum á svæðinu. Ríkisstjórnir annarra Norðurlanda hafa heitið því að bæta tekjufall sveitarfélaga að fullu. Ríkisstjórn Íslands hefur bætt tekjufall fyrirtækja en vanrækt sveitarfélögin og heimili atvinnuleitenda. Þessu verður að breyta. Eðlilegt er að líta sérstaklega til sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er mest og kostnaður í félagsþjónustu vex að sama skapi. Efla þarf sóknaráætlanir landshluta með myndarlegu fjárframlagi. Græn uppbygging Að vinna gegn loftlagsbreytingum af mannavöldum er stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Græn jafnaðarstefna þar sem róttækni, raunsæi og samstaða fara hönd í hönd er sterkasta mótefnið gegn hamfarahlýnun og ójöfnuði á heimsvísu. Til þess að okkar litla íslenska hagkerfi geti staðið undir miklum kaupmætti, háu atvinnustigi og sterku velferðarkerfi þarf að ýta undir

Veirufaraldurinn má ekki verða til þess að smærri fyrirtæki falli umvörpum en þau stærri stækki markaðshlutdeild sína og hækki verð í skjóli veikari samkeppni ...

fjölbreytta samsetningu atvinnulífs og verðmætasköpunar. Við Suðurnesjamenn höfum margbrennt okkur á því að setja of mörg egg í sömu körfuna. Íhaldssemi og hræðsla við breytingar þurfa að víkja fyrir framsýni og sköpunargleði. Við þurfum græna atvinnustefnu með áherslu á greinar sem skapa verðmæti og vel launuð störf. Auðlindagarðurinn sem byggður hefur verið upp á Reykjanesi, þar sem afgangsstraumur úr orkuverum nýtist til fjölbreyttrar atvinnu- og verðmætasköpunar, er skólabókadæmi um tækifærin sem felast í sjálfbærri þróun. Gerum meira af þessu. Við í Samfylkingunni leggjum til stofnun græns fjárfestingasjóðs í eigu hins opinbera sem styður við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi. Við viljum ráðast strax í markvissar aðgerðir til að hraða orkuskiptum og tryggja sveitarfélögum fulla endurgreiðslu fráveituframkvæmda. Lesið nánar um ábyrgu leiðina á slóðinni: https://issuu.com/samfylking/docs/abyrga_lei_in Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

GRÉTA FREDERIKSEN

áður til heimilis að Vallargötu 21, Sandgerði, lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn 23. október kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/olinaalda.karlsdottir. Þökkum auðsýnda samúð og hugheilar þakkir til starfsfólks Nesvalla í Reykjanesbæ.

að aðstoða heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld mánuðum saman. Þessu til viðbótar gengu tveir flensufaraldrar yfir með veikindum og mjög líklega mannslátum. Mér sem starfandi stjórnmálamanni ber að fylgja þeim manngildishugsjónum sem við flest aðhyllumst og fylgjum í verki eins og nú er gert. Get sem vísindamaður sett mig inn t.d. inn í nýja Skaftárelda og séð fyrir mér sömu afstöðu og sömu megin vinnubrögð. Ari Trausti Guðmundsson. Höfundur er þingmaður VG.

Ólína Alda Karlsdóttir Guðfinnur Karlsson Snæfríður Karlsdóttir Pétur Guðlaugsson Margrét Helma Karlsdóttir Karl Ólafsson Reynir Karlsson Júlía Óladóttir Karl Grétar Karlsson Margrét Jónasdóttir Alda Karlsdóttir Dante Kubischte barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

Halda íbúafund um nýtt skipulag kirkjugarðs í Innri-Njarðvík Njarðvíkurkirkja og safnaðarnefnd hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fundaði um málið í síðustu viku og veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Sterkir innviðir forsenda atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum – Er landeldi á laxi í nýjum stærðarskala í nánd? Það er sláandi alvarleg staða á vinnumarkaði á Suðurnesjum og atvinnuleysið að fara yfir öll mörk. Þessi staða er fyrst og fremst verkefni til að takast á við og verður leyst með sameiginlegu átaki – en erum við að gera allt sem þarf til þess að skapa hér ný störf? Atvinnulíf verður ekki til með einni hendingu og það þarf að skapa aðstæður og tryggja sterka innviði til þess að hingað komi atvinnutækifæri sem skapa fleiri fjölbreytt og vel launuð störf. Hvernig hafa opinberir aðilar á Suðurnesjum tekið þeirri hugmynd að samstarfsaðilar okkar í varnarsambandi vestrænna ríkja, NATO, ýti á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og Helguvík sem frekast má vera til að mæta þeirri stöðu sem er hér á vinnumarkaði? Það ætti að vera hagur allra að framkvæmdir sem þegar eru í sjónmáli komi til framkvæmda nú þegar í þeirri ógnarstöðu sem er á vinnumarkaði á Suðurnesjum. Við gerum líka kröfu til ríkisvaldsins um aðkomu að uppbyggingu hafnargarðs og hafnaraðstöðu í Njarðvíkurhöfn sem er forsenda uppbyggingu skipaþjónustuklasa sem er í burðarliðnum. Í heild er

framkvæmdakostnaður við garðinn og hafnaraðstöðuna um 1,2 milljarðar króna og gæti skapað hér um 230 störf. Ríkið á að koma myndarlega að þeirri uppbyggingu og tryggja með því ný störf og mikil umsvif. Leitað er leiða til að finna nýjan viðlegustað fyrir varðskipin og horft til Njarðvíkurhafnar í því sambandi. Góð lausn fyrir alla. Meðan óveðurskýin hrannast í atvinnulífinu berast góðar fréttir um að Samherji hugi að fiskeldi í húsum Norðuráls á Helguvík. Ekki liggur fyrir hvaða stærð af eldi eða fjöldi starfa fylgja þessum góðu tíðindum. Ef að líkum lætur er hér á ferðinn stórhuga hugmynd með stórfelldu landeldi sem kallar á fjölda starfa.

Atvinnulíf verður ekki til með einni hendingu og það þarf að skapa aðstæður og tryggja sterka innviði til þess að hingað komi atvinnutækifæri sem skapa fleiri fjölbreytt og vel launuð störf ...

Nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, öryggi í afhendingu og nálægð við góðar samgöngur er hluti að gæðum fyrirtækis sem flytur ferska vöru á erlendan markað víða um heim. Fiskeldisfyrirtæki í fremstu röð er frábær viðbót við hugmynd um Flugvallarborg sem KADECO vinnur að í samstarfi við sveitarfélögin. Kraftmikið eldi í Helguvík er orkufrek matvælaframleiðsla sem kallar á öryggi í raforkuflutningum og næga orku. Nú er ég að geta mér til en líklegt er að fyrir hvert megavatt af orku væri hægt að framleiða 1.000 tonn af eldisfiski. Dælukostnaður fer eftir því hvort gegnumstreymiseldi eða fyrirtækið endurnýti vatn og sjó og hreinsa í gegnum lífhreinsa sem er lífræn hreinsun og er klárlega hluti af nútímalegri ábyrgri matvælaframleiðslu sem fyrirtæki eins

og Samherji vill örugglega standa fyrir. Suðurnesin verða að standast álagskröfur sem tryggja hingað framsækið atvinnulíf með sterkum innviðum. Á Suðurnesjum eru góðar samgöngur í allar áttir, nægt landrými, nóg af hreinu vatni og sjó, öflugt atvinnulíf og þjónustuaðilar, nóg af vinnufúsum höndum sem vilja fjölbreyttara atvinnulíf. Ný og áður óþekkt stærð á landeldi gæti verið að rætast í Helguvík. Tökum tækifærunum opnum örmum en þá verðum við líka að láta af hreppapólitík um Suðurnesjalínu 2 sem er ein forsenda nýsköpunar og nýrra tækifæra í fjölbreyttara atvinnulífi á Suðurnesjum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

VIÐHALD ÞOTUSKÝLA Á ÖRYGGISSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÚTBOÐ NR. 21301

Fáðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið.

Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka. Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega.

Ríkiskaup og Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands, óskar eftir tilboðum í viðhald á tveimur þotuskýlum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli með möguleika á tveimur til viðbótar sumarið 2021. Steinsteypt þök og veggir að utanverðu eru háþrýstiþvegin, gróðurhreinsuð og silanböðuð. Stálfletir að utan og innan eru ryðhreinsaðir með þvotti og hreinsiefnum, háþrýstiþvotti, þurrum sandblæstri þar sem það er mögulegt, handverkfærum þar sem við á og síðan grunnaðir og málaðir með viðeigandi málingakerfum. Einnig er um að ræða stálsmíði hlera, veðurhlífa og styrkinga, uppsetning á nýrri gönguhurð úr áli og yfirfara og smyrja legur aðalhurðar. Verkkaupi áskilur sér rétt til að fjölga skýlum umfram það sem fram kemur hér að ofan en fjöldi skýla er alls 13. Þetta er þó háð þeim fyrirvara að viðbótarfjármagn sé fyrir hendi og einnig hvernig til tekst með framkvæmdina á fyrstu tveimur skýlunum. Vettvangsskoðun verður haldin mánudaginn 2. nóvember 2020, kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúum verkkaupa. Tilkynna skal nöfn og kennitölur þeirra sem hyggjast mæta til vettvangsskoðunar fyrir kl. 12, fimmtudaginn 29. október 2020 með tölvupósti á netfangið gunnar.s@fsr.is Tilboðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa 12. nóvember 2020, fyrir klukkan 13:00. Verklok á fyrstu tveimur skýlunum er 25. júní 2021 og 15. desember 2021 á síðari tveimur skýlunum ef sá möguleiki verður nýttur. Útboðsgögn eru í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað þar inn. Nánari upplýsingar og kröfur til verksins í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/utbodsthjonusta/leidbeiningar-fyrir-tendsign

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum völdum stöðum og rafrænt á vf.is


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Mundi Ódýrari íbúðir fyrir sætustu stelpuna á ballinu!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

hvort sem okkur líkar það betur eða verr

Knattspyrnuáhugafólk getur tekið gleði sína á ný þar sem ljóst er að reynt verður að ljúka leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Keflavík býr svo vel að eiga upphitaðan grasvöll og vonandi verður hægt að leika á honum síðustu leikina en sennilega hefur fótbolti aldrei verið leikinn jafn seint á árinu. VF-mynd: Hilmar Bragi

Ég hef verið frekar þolinmóð og hlýðin í gegnum allt þetta Covidvesen. Hef hlýtt Víði og stundum jafnvel verið meiri Þórólfur en Þórólfur sjálfur, eins og líkamsræktarþjálfarinn minn getur vottað. Og talandi um líkamsrækt – ég meira að segja hreyfi mig miklu meira en þennan hálftíma á dag sem Alma segir að við eigum að gera. Ég varla hitti fólk þessa dagana utan þeirra sem ég bý með – einn fjölskyldumeðlimur búinn að vera í sóttkví og smit nálægt okkur þannig að það eru allir að fara varlega. Ég býð fólki ekki heim og enginn býður mér. Ég lifði samt á brúninni í gær og stalst inn á höfuðborgarsvæðið, enda erindið afar brýnt, en lofa að ég sprittaði mig vel og vandlega og var með nýþvegna Keflavíkurgrímuna á andlitinu þegar ég stökk inn í Brauð og Co. til að birgja mig (og aðra í kringum mig) upp af súrdeigsbrauði. En ég hef svo sem ekki yfir of miklu að kvarta í þessu öllu saman. Eftir að hafa ferðast innanlands í sumar, eins og aðrir Íslendingar, náðum við hjónin meira að segja að stinga af í viku frí til Ítalíu í september. Það var sannarlega besta ákvörðun ársins 2020. Það var ekki bara það að við náðum að njóta lífsins og slaka á við sundlaugar-

bakkann í dásamlegu veðri í enn dásamlegra umhverfi, heldur líka það hversu gott það var að upplifa að það væri hægt að eiga „venjulegt“ líf þrátt fyrir Covid. Við ferðuðumst í flugvél, tókum leigubíla, vorum á hóteli, fórum út að borða, leigðum okkur bát og lágum í sólbaði alveg eins og venjulega. Nema hvað að við hegðuðum okkur öðruvísi og samkvæmt nýjum Covid-veruleika. Við héldum okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum og vorum með grímur og spritt alls staðar þar sem það var ekki hægt. Nýi Covid-veruleikinn var orðinn normið þar sem við vorum á Ítalíu. Við vorum hitamæld þegar við tékkuðum okkur inn á hótelið og á hverjum morgni þegar við komum í morgunverð. Það var boðið upp á morgunverðarhlaðborð en í stað þess að við fengjum okkur sjálf af hlaðborðinu var grímu- og hanskaklæddur þjónn sem gekk með okkur og setti það sem við völdum á diskinn okkar. Reglurnar voru skýrar og fólk fór eftir þeim. Það var enginn að ryðjast fram fyrir röðina, enginn að troða sér með þér í lyftuna þó það væri pláss, allir virtu það að það færi bara ein fjölskylda í einu. Þannig gekk þetta snurðulaust fyrir sig og allir slakir og gátu notið þess að vera til – og þetta held ég að sé kjarni málsins

LOKAORÐ

Nýr veruleiki,

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

í baráttunni við þessa vondu veiru sem virðist ekkert vera að fara neitt í bráð. Við þurfum skýrar og skynsamar reglur og við þurfum að fara eftir þeim. Við þurfum að sætta okkur við það að heimurinn er breyttur. Þetta kann að hljóma öfugsnúið en við þurfum gera hlutina öðruvísi til þess að geta haldið áfram að geta gert hlutina sem við erum vön að gera. Ég, eins og margir, vil geta farið í ræktina en þá verða ALLIR að virða nýju leikreglurnar, halda fjarlægð og sótthreinsa sig og áhöldin, ekki bara sumir. Ég vil að synir mínir geti stundað sitt nám í skólanum og verið með vinum sínum og sinnt félagslífinu eins og kostur er en þá – ef með þarf – með grímu, spritti og fjarlægðartakmörkunum sem ALLIR verða að virða. Til þess að geta farið á jólatónleika og búðarrölt eins og okkur langar öll að gera þegar þar að kemur þurfum við væntanlega að hegða okkur eitthvað öðruvísi – og þá skulum við bara gera það. Hinn kosturinn er að við sitjum öll heima og endum með að deyja úr leiðindum.

GEYSIR BÍLAÞJÓNUSTA

Smur og dekkjaverkstæði á Ásbrú - Bókaðu á netinu og slepptu biðinni - Skildu bílinn eftir og fáðu bílaleigubíl á meðan við þjónustum bílinn þinn - Sértilboð á bílaþvotti fylgja allri þjónustu

Háþrýstiþvottur verð frá 2.500 kr.

- Hafðu samband og fáðu tilboð í ný dekk$ undir bílinn þinn

OKTÓBERTILBOÐ Á DEKKJASKIPTUM:

10” – 16” 17” - 18” 19” - 20” 21”- 24”

7.990 kr. 10.990 kr. 14.290 kr. 22.990 kr.

BÓKAÐU Á WWW.BILAHOTEL.IS EÐA HRINGDU Í SÍMA 455-0006


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.