Víkurfréttir 40. tbl. 41. árg.

Page 1

GOTT VERÐ alla daga

ÍSLANDSMÓTIÐ Í KNATTSPYRNU VERÐUR KLÁRAÐ

VIÐBRÖGÐ VIÐ TÍÐINDUNUM Á ÍÞRÓTTASÍÐUM

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

399

279

kr/pk

kr/pk

Maískorn 300 gr

Hvítlauksbrauð 2 stk - 350 gr

129

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/pk

Bakaðar baunir 420 gr

Miðvikudagur 21. október 2020 // 40. tbl. // 41. árg.

Skjálfti af stærð 5,6 Tekur vel í hugmyndir Samherja um fiskeldi í Helguvík Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur vel í allar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu í Helguvík svo fremi sem Samherji uppfylli atriði sem snúa að atvinnusköpun, mengun og tekjum fyrir Helguvíkurhöfn. „ Þ et ta h l j ó m a r ágætlega og Reykjanesbær lítur jákvætt á málið en það er ýmsu að hyggja áður en lengra er haldið,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, við Víkurfréttir. Í bókun sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku segir m.a.: Reykjanesbær vill að Samherji uppfylli að minnsta kosti tvö af eftirfarandi atriðum: • Skapi vellaunuð störf • Sé ekki verulega mengandi • Skapi tekjur af skipaumferð um Helguvíkurhöfn Samherji fiskeldi ehf. gerir nú nokkurs konar fýsileikakönnun á möguleikum á laxeldi í kerskálum Norðuráls í Helguvík. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera slíkt hið sama m.t.t. ofangreindra atriða. Einnig að eiga samtal við Kadeco, f.h. ríkisins sem landeiganda, og Suðurnesjabæ, sem fer með skipulagsvald lóðarinnar, um nýtingu lóðarinnar og skipulagsmál. Meðal annars þarf væntanlega að aflétta þynningarsvæði álvers svo hægt sé að hefja þar matvælaframleiðslu. Einnig að kanna hvort nauðsynlegt sé að lög nr. 51/2009 um heimild til samninga um álver í Helguvík séu felld úr gildi. Loks að kanna gildi ýmissa samninga sem gerðir hafa verið, áður en lengra er haldið. Þá telur bæjarráð Reykjanesbæjar mikilvægt að samkomulag náist við Norðurál um uppgjör eftirstöðva kostnaðar sem Reykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa lagt í á undanförnum áratug til undirbúnings hafnarinnar og svæðisins fyrir álver.

Grindavíkurvegur er ein af mikilvægum flóttaleiðum frá Grindavík komi til náttúruhamfara. Vegurinn var lokaður í gær, þriðjudag, vegna malbikunarframkvæmda. Þar voru malbikunarvélar og valtarar á ferðinni því ekki víst að malbikunarflokkurinn hafi mikið orðið var við það þó jörðin hafi tekið kipp og nötrað undir fótum þeirra. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Rétt um kl. 13.43 í gær, þriðjudag, mældist skjálfti með upptök á Núpshlíðarhálsi, um 5 km vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni. Stærð skjálftans er M5,6. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, og í raun um allt land, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Yfir 400 eftirskjálftar höfðu mælst þegar Víkurfréttir fóru í prentun í gærkvöldi. Sá stærsti var M4,1 að stærð, aðrir á milli M3,0 og M3,8 að stærð. Engin merki eru um gosóróa. Stóri skjálftinn í gær er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá því árið 2003.

Suðurnesin munu rísa á ný – segir Skúli Mogensen sem hefur breytt hótelherbergjum Base hótel á Ásbrú í litlar íbúðir sem nú eru komnar í sölu. Tveggja herbergja íbúðir frá fimmtán milljónum króna. Tveggja herbergja íbúðir í tveimur byggingum sem áður hýstu Base hótel á Ásbrú hafa verið settar á sölu og kosta frá 14,9 milljónum króna. Fasteignasalan M2 í Reykjanesbæ og Stakfell í Reykjavík eru með íbúðirnar í sölu. Sigurður Sigurbjörnsson, fasteignasali hjá M2, segir að hér sé gott tækfæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa sína fyrstu eign að fjárfesta í ódýrri fasteign. Samtals verða þetta 80 íbúðir í báðum blokkunum sem áður hýstu hótelið. Þar af eru 72 tveggja herbergja íbúðir sem eru um 40 fermetrar auk þriggja fermetra geymslu í sameign og er verðið frá aðeins 14,9 milljónum króna. Íbúðirnar skiptast í rúmgott og opið alrými með stofu og eldhúsi. Þá er

svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og þvottaaðstaða er staðsett inni í íbúðinni. Gangi allt að samkvæmt áætlun verða fyrstu íbúðirnar afhentar í byrjun næsta árs. Þrjár mismunandi standsettar íbúðir eru til sýnis að

sögn Sigurðar. Íbúðirnar voru sýndar í fyrsta sinn um síðustu helgi og voru viðbrögðin vonum framar að hans sögn og nú þegar eru ellefu íbúðir af fjörutíu seldar. Skúli Mogensen, eigandi fasteignanna, segir að í ljósi aðstæðna lá fyrir að þessar byggingar myndu ekki nýtast undir hótelrekstur á næstunni. „Því lá beinast við að skoða aðra möguleika og sem betur fer hentar þetta húsnæði mjög vel undir litlar íbúðir. Við höfum við getað unnið þetta hratt og vel með öllum hagsmunaaðilum og skipulagi sem gerir það að verkum að við

getum núna boðið góðar íbúðir á svona hagstæðu verði,“ segir Skúli, fyrrverandi eigandi WOW flugfélagsins. Skúli sagði í upphafi ferðamannabylgjunnar fyrir fimm árum að möguleikarnir væru mestir á Suðurnesjum í ferðaþjónustunni. Suðurnesin væru „sætasta stelpan á ballinu“ var fræg setning sem hann sagði í viðtali við Víkurfréttir árið 2015. „Ég hef ennþá fulla trú á svæðinu og Suðurnesjum í heild sem munu án efa rísa á ný þegar landið opnast á ný,“ segir Skúli Mogensen.

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.