Víkurfréttir 40. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 27. október 2021 // 40. tbl. // 42. árg.

Efla fjarskiptaþjónustu með 4,5G netsambandi í Höfnum

Áhugi er á að taka byggingar Norðuráls í Helguvík undir verkefnið. Stofnendur Reykjanesklasans hafa verið í viðræðum við Norðurál um kaup á húsum félagsins í Helguvík fyrir þessa starfsemi. Sem kunnugt er hafði Norðurál gert samkomulag við Fiskeldisfyrirtæki Samherja um sölu á byggingunni, fyrr á árinu, sem ekki varð úr. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sprotagarður í Helguvík

Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi huga nú að undirbúningi græns sprotagarðs (eco-industrial park) í Helguvík. Sprotagarðurinn hefur fengið vinnuheitið Reykjanesklasinn. Fyrirhugað er að Reykjanesklasinn verði ekki rekinn í hagnaðarskyni. Áhugi er á að taka byggingar Norðuráls í Helguvík undir verkefnið. Stofnendur Reykjanesklasans hafa verið í viðræðum við Norðurál um kaup á húsum félagsins í Helguvík fyrir þessa starfsemi. Sem kunnugt er hafði Norðurál gert samkomulag við Samherja um sölu á byggingunni, fyrr á árinu, sem ekki varð úr. Í Reykjanesklasanum verður sérstaklega leitað leiða til að fyrirtækin

geti samnýtt auðlindir og stuðlað jafnframt að því að það sem fellur til hjá einu fyrirtæki geti orðið að nýtanlegri auðlind fyrir annað fyrirtæki í klasanum. Mikill áhugi er hjá sprotafyrirtækjum og aðilum á svæðinu fyrir verkefninu. Erlendis hefur verið algengt að gömul verksmiðjuhús gangi í endurnýjun lífdaga og sé breytt í klasahús þar sem mörg fyrirtæki og sprotar

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán.

vinna saman. Markmið Íslenska sjávarklasans er að nýta þá þekkingu sem klasinn hefur aflað sér við rekstur Húss sjávarklasans í Reykjavík og í Portland Maine til að þróa klasasamstarf á Reykjanesi. Töluverð eftirspurn hefur verið hjá minni fyrirtækjum og sprotum eftir stærra húsnæði til margvíslegrar framleiðslu en Sjávarklasinn hefur ekki getað boðið upp á slíkt.

Helguvík er þannig ákjósanleg viðbót við starfsemi klasans. Reykjanesklasinn mun bjóða stórum sem smáum fyrirtækjum aðstöðu til m.a. framleiðslu, samsetninga, rannsókna, ylræktar og eldis svo eitthvað sé nefnt. Staðsetning við alþjóðaflugvöll og Helguvíkurhöfn gefur aðstöðunni stóraukið vægi. Markmið Reykjanesklasans er að efla samstarf og traust á milli fyrirtækja með það að markmiði að skapa verðmæti og áhugaverð störf, stuðla að bættri nýtingu auðlinda og betra umhverfi.

Nova hf. er að efla fjarskiptaþjónustu sína í Höfnum og hefur óskað eftir að leigja þar aðstöðu á hafnarsvæði Reykjaneshafnar undir búnað til þeirra nota. Til stendur að setja upp 4,5G þráðlaus netsamband og þegar ljósleiðari verður lagður á staðinn verður í boði að tengjast 5G netinu í Höfnum. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar. Þar fór hafnarstjóri yfir drög að leigusamning um viðkomandi aðstöðu. „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að geta lagt fyrirhugaðri innviðauppbyggingu í Höfnum lið með leigu á aðstöðu undir fjarskiptabúnað. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita hann,“ segir í afgreiðslu sjórnar hafnarinnar sem var samþykkt samhljóða.

Heilsuleikskólinn Skógarás leiðandi í innleiðingu YAP >> 14–15

HÉR FÆST ALLT FYRIR HREKKJAVÖKUNA

Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Már með fjölskyldutónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju Fimmtudaginn 28. október næstkomandi verður Már Gunnarsson tónlistarmaður og sundkappi með fjölskyldutónleika í ytri-Njarðvíkurkirkju frá kl.20:00 til 21:00. Um er að ræða klukkutíma tónleika þar sem flutt verða lög eftir Má í bland við hans uppáhalds lög. Með honum verða vel valdir tónlistarmenn og eitt stykki leynigestur. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að koma og kynnast þessum unga einstaka skemmtikrafti enn betur og eiga saman notarlega stund. Tónleikarnir eru hugsaðir fólki á öllum aldri og eru þeir í boði Njarðvíkurkirkju - frítt inn! Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem ekki eru númeruð sæti. Kirkjan opnar klukkan 19:30.

Líkamsræktarstöð hamli ekki uppbyggingu hafnarmannvirkja og aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 7. september 2021 tillögu að deiliskipulagi á Fitjum í Reykjanesbæ. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar óskaði umsagnar Reykjaneshafnar um fyrirliggjandi tillögu en athugasemdafrestur er til 31. október næstkomandi.

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar framkominni tillögu að deiliskipulagi en vill benda á að fyrirhuguð uppbygging heilsuræktar á Fitjabökkum liggur að athafnasvæði Reykjaneshafnar. Í vinnslu er breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar og tillaga að deiliskipulagi fyrir Njarðvíkur-

höfn þar sem áætluð er mikil uppbygging á hafnarmannvirkjum og aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi. Sú uppbygging getur kallað á enn meiri stækkun hafnarinnar til suðurs allt að deiliskipulagsmörkum á Fitjabökkum. Stjórn Reykjaneshafnar leggur áherslu á að ofangreind til-

laga að deiliskipulagi á Fitjum og fyrirhuguð starfsemi þar hamli ekki uppbyggingu athafnasvæðis Njarðvíkurhafnar í framtíðinni,“ segir í afgreiðslu stjórnar Reykjaneshafnar sem samþykkt var samhljóða.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

timarit.is

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Verkefnastjóri verði ráðinn í Voga til að fara yfir annmarka Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur að hafi verið á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli vegna Suðurnesjalínu 2. Skipulagsnefnd fundaði á dögunum um kæru Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2 en fyrir fundinum lá niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. vegna synjunar sveitarfélagsins á umsókn fyrirtækisins um lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vísaði málinu til meðferðar skipulagsnefndar á fundi sínum 6. október 2021. Afgreiðsla skipulagsnefndar var eftirfarandi: „Í úrskurði í máli nr. 53/2021 frá 4. október felldi úr-

skurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin telur ágalla vera á umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarfélagið Vogar óskar eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til meintra ágalla sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur vera á mati stofnunarinnar og fram kemur í fyrrnefndum úrskurði. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur að hafi verið á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli 53/2021.“

VIÐSPYRNU STYRKUR Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum. Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.

Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á.

s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is


Ð O B L I T R A G L E H G LJÚFFEN GILDA 28.-- 31. OKTÓBER

20%

BÆONNE-SKINKA

Nautastrimlar Fajitas

AFSLÁTTUR

2.399

KR/KG ÁÐUR: 2.999 KR/KG

979

KR/KG

ÁÐUR: 1.999 KR/KG

Pizza-stykki Margarita

30% AFSLÁTTUR

314

KR/STK ÁÐUR: 449 KR/STK

KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG

Nauta ribeye-steik ½ - í piparmaríneringu

3.989

KR/KG ÁÐUR: 5.699 KR/KG

RENGJA!

AFSLÁTTUR

1.679

AFSLÁTTUR

Heilsuvara vikunnar!

V E R Ð SP

40%

Hangigrís, hnakki Reyktur, saltaður og úrbeinaður

30%

Gæsabringur með fitu

40%

25% AFSLÁTTUR

Þurrkað mangó MUNA - 125 g

449

KR/PK ÁÐUR: 599 KR/PK Mangó

412

AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 549 KR/KG

2.999

KR/KG ÁÐUR: 4.999 KR/KG Pizza-stykki Salami

30% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

349

KR/STK ÁÐUR: 499 KR/STK

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

Lægra verð – léttari innkaup

Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum.

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Meira en þúsund orð Jönu Birtu - í Bíósal Duus Safnahúsa Á föstudaginn kl 17:00 verður opnuð sýning í Bíósal Duus Safnahúsa á verkum Jönu Birtu Björnsdóttur sem ber yfirskriftina Meira en þúsund orð. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti og fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa. Jönu Birtu, sem er fædd og uppalin í Reykjanesbæ, er margt til lista lagt og hún er allt í senn aðgerðarsinni, femínisti, myndlistarmaður og lífeindafræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Frá árinu 2017 hefur Jana Birta verið að teikna og mála og heillaðist hún strax í upphafi þess ferðalags af vatnslitum. Jana hefur mikið næmi fyrir miðlinum og hefur á undanförnum árum verið að þróa tækni sína og færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ hefur unnið til verðlauna sem Iceland’s Leading Business Hotel. Sigurvegarar World Travel Awards voru tilkynntir 22. október 2021 rafrænt þar sem ekki var haldin athöfn í ár vegan heimsfaraldursins.

Tabú List Jönu Birtu hefur pólitíska og félagslega skírskotun í samtímann. Hún gerir málefni fatlaðs fólks að umfjöllunarefni þessara sýningar og túlkar á myndrænan hátt hugmyndir, tilfinningar og baráttumál feminískrar fötlunarheyfingar sem nefnist Tabú. Hreyfingin vinnur að félagslegu réttlæti gegn margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki og hefur Jana Birta verið meðlimur samtakanna um nokkurt skeið. Á sýningunni er að finna sextán setningar um ofbeldismyndir gegn fötluðu fólki en setningarnar mótuðu meðlimir samtakanna Tabú. Vatnslitaverkin beina sjónum áhorfandans að viðfangsefni þessara setninga og hefur Jana Birta túlkað á mynd-

Courtyard by Marriott hótelið í Reykjanesbæ vann alþjóðleg verðlaun

rænan hátt það sem felst í hverri setningu. Í gegnum list Jönu Birtu Björnsdóttur fáum við að skyggnast inn í heim þar sem hindranir eru víða og oft á tíðum ósýnilegar þeim sem ekki tengjast honum beint. Það er sagt að myndir segi meira en þúsund orð og á það svo sannarlega við um verk Jönu Birtu. List hennar fellur undir það sem kalla má aktívisma í myndlist, en það er nálgun í listum sem er byggð á virkri þátttöku listamannsins í aðgerðum á pólitískum eða félagslegum vettvangi en myndlistin hefur í sínum fjölbreytileika mikið verið notuð á þennan hátt í gegnum tíðina. Kínverski samtímalistamaðurinn Ai Weiwei fer þá leið í sinni listsköpun og segir m. a.; „ef eitthvað er þá snýst listin um… siðferði, um trú okkar á mannkynið. Án þess er einfaldlega engin list.“ Sýningin stendur til 21. nóvember.

„Það er mikill heiður að hafa unnið þessi verðlaun á fyrsta rekstrarári hótelsins, en hótelið opnaði fyrir fyrstu gestunum í október í fyrra. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram á erfiðum og krefjandi tímum,“ segir Hans Prins hótelstjóri. World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 og fagna ágæti á öllum helstu sviðum ferðaþjónustunnar

og gestrisniiðnaðarins, þar með talið flugfélögum, flugvöllum, hótelum og úrræði og ferðatækni. World Travel Awards eru viðurkennd um allan heim sem einn virtasti heiður í greininni og er kosið til verðlauna af sérfræðingum og neytendum um allan heim. Courtyard by Marriott er rekið undir Marriott-keðjunni og býður upp á 150 deluxe herbergi með góðri

Isavia setur upp og gefur öfluga loftgæðamæla Isavia hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna Vista sett upp þrjá nýja loftgæðamæla á Keflavíkurflugvelli. Jafnframt voru gefnir og settir upp mælar í Sandgerði og í Garði til að fylgjast vel með loftgæðum íbúa. Staðsetning mælanna í Garði og Sandgerði var valin í samstarfi við Suðurnesjabæ og Umhverfisstofnun til að þétta mælanet stofnunarinnar. Gjöf Isavia er hluti af sjálfbærnistefnu fyrirtækisins.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

vinnustöðu. Þar er einnig veitingastaðurinn The Bridge en á honum eru einnig vinnusvæði og básar sem henta fyrir stutta vinnufundi með sjónvarpi, sem fundargestir geta tengst. Á hótelinu eru einnig tvö fundarherbergi, eitt minna og eitt stærra.

Mælarnir mæla ýmis efni í andrúmsloftinu sem geta borist frá eldstöðvum, meðal annars brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og köfnunarefnisdíoxíð. Auk þess greina mælarnir hitastig, rakastig og loftþrýsting. Um er að ræða öfluga mæla frá breska fyrirtækinu AQMesh sem hefur sérhæft sig í loftgæðamælum og eru mælar frá AQmesh í notkun út um allan heim og hafa þeir t.d. verið notaðir til að mæla brennisteinsdíoxíð frá eldfjallinu Masya í Níkaragva. „Það er okkur mjög mik­il­vægt að geta haft góða yfirsýn á loftgæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli og þessir nýju mælar auðvelda okkur þá vinnu.

Góð loftvist er mikilvæg okkar starfsfólki, gestum og nærumhverfi flugvallarins. Isavia hefur sett sér öfluga stefnu á sviði sjálfbærni og er þessi fjárfesting hluti af þeirri stefnu okkar. Við höfum átt gott samstarf með Suðurnesjabæ og Umhverfis-

stofnun við val á staðsetningu mæla í sveitarfélaginu. Fjárfestingin í nýju mælunum mun því einnig skila sér í aukinni nákvæmni í mælingum á Reykjanesi og inn á mælanet Umhverfisstofnunar,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Við erum mjög ánægð með samstarfið með Isavia við að setja upp loftgæðamæla sem eiga að tryggja góða loftvist handa starfsmönnum Isavia, ferðamönnum og íbúum á Reykjanesi. Tækninni hefur fleygt fram og er núna mun auðveldar að vera með mælingar sem eru sýndar í rauntíma. Við óskum Isavia til hamingju með mælana,“ segir Heiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Vista. Að loknum prófunum verða mælingarnar gerðar aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi. is, og hefur almenningur þannig fullan aðgang að mælingunum. Ástand loft­gæða á hverri mælistöð er litamerkt þannig að al­menn­ing­ur á auðvelt með að átta sig á stöðunni. Styrk­ur meng­un­ar­efna á hverri stöð ræður litn­um á viðkom­andi stöð á Íslands­kort­inu.


SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD K L . 1 9 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S

„Ég get læknað þig“ Aðeins 26 ára gömul gekk

Sóley Björg Ingibergsdóttir í gegnum erfiða krabbameinsmeðferð og tvöfalt brjóstnám þar sem bæði brjóst hennar voru fjarlægð. Í Suðurnesjamagasíni VF á fimmtudagskvöld kl. 19:30 segir Sóley frá lífsreynslu sinni en á sama tíma og hún barðist við krabbamein þá stóðst hún flugkennarapróf hjá Keili. „Ég get læknað þig,“ eru eflaust bestu fréttirnar sem Sóley fékk á árinu frá lækninum sem fylgdi henni í gegnum ferlið.

Ekki missa af þessum þætti!


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Útgerð í Vogum á Vatnsleysuströnd

FIMMTUDAG KL. 19.30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Í þessum pistlum mínum þá hef ég skrifað mikið um veiðar báta frá þessum helstu stöðum á Suðurnesjum, þ.e.a.s Sandgerði, Grindavík og Keflavík. Það er reyndar einn staður í viðbót sem líka á sér útgerðarsögu á Suðurnesjum þótt að það hafi ekki verið landaður afli þar síðan 2015. Þetta er Vogar á Vatnsleysuströnd. Lítum aðeins á útgerð frá Vogum því hún tengist Sandgerði og Keflavík varðandi bátana. framan af öldum var mest um landbúnað á Vatnsleysuströndinni og þeir sem réru til fiskjar voru að mestu bændur sem réru á árabátum sínum og fóru þá stutt út og þá aðalega í grásleppuna. Þegar togarnir fóru að koma til Íslands voru t.d nokkrir þeirra mannaðir með mönnum sem voru frá Vatnsleysuströndinni, og t.d togarinn Baldur RE sem var gerður út frá Reykjavík á árunum 1921 til 1941 var mannaður að mestu með mönnum frá Vatnsleysuströnd. En uppúr 1928 var farið að ræða það að hvort hægt væri að stunda vélbátaútgerð frá Vogum og var í framhaldinu af því stofnað Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar (ÚV) árið 1930. Var samið við skipasmíðastöð í Fredrikssund í Danmörku um að smíða tvo báta og fengu þeir nafnið Huginn GK og Muninn GK. Huginn GK kom til landsins snemma árs 1931 og Muninn GK kom í maí 1931. Á sama tíma og samið var um smíði bátanna var bryggja smíðuð í Vogum og var hún 84 metrar á

lengd og 3 metrar á breidd. Fyrstu vertíðina árið 1931 var Huginn GK gerður út og aflaðist vel á bátinn en erfiðlega gekk að selja saltfiskinn því mikið verðfall var á verkuðum saltfiski og líka það að Muninn GK kom mun seinna en áætlað var gerði það að verkum að rekstur ÚV varð mjög erfiður. Annað áfall kom fyrir árið 1933 en þá var aftakaveður úr vestri og á fjörunni tóku bátarnir niðri í Vogum og skemmdist hæll Hugins GK nokkuð mikið en Muninn GK brotnaði mikið, báðir bátarnir fóru í slipp en vegna þess hversu margir bátar skemmdust í þessu veðri dróst viðgerð á Muninn GK nokkuð. Vegna þess hversu erfiðlega gekk fyrsta árið hjá ÚV árið 1931, þá hafði það áhrif á reksturinn hjá fyrirtækinu og fór svo að lokum að félaginu var slitið árið 1935. Af bátunum er það að segja að Huginn GK var seldur árið 1935 en þó innanbæjar í Vogum og fékk nafnið Jón Dan GK. Var hann gerður út með því nafni frá Vogum til ársins 1945. Þaðan var hann seldur til Grundarfjarðar og fékk nafnið Farsæll SH, árið 1950 var hann seldur til Grindavíkur og fékk nafnið Sæborg GK. Jón Dan fór aftur í Breiðafjörðinn árið 1953 og fékk nafnið Sæborg BA skráður í Flatey. Árið 1956 kom hann til Reykjavíkur og fékk nafnið Sæborg RE 328 og var með það til árins 1964 þegar báturinn kom til Keflavíkur og fékk þar nafnið Sæborg KE. Var hann með því nafni í þrettán ár, fram til ársins

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

1977 þegar Magnús Þórarinsson kaupir bátinn og gaf honum nafnið Bergþór KE 5. Magnús var mikill aflaskipstjóri á bátunum sem voru með þessu nafni, enn hann fórst í hörmulegu sjóslysi á vertíðinni árið 1988 en með honum um borð var sonur hans, Einar Magnússon, sem bjargaðist. Einar gerði í framhaldinu út í mörg ár báta sem hétu Ósk KE og meðal annars er núverandi Maron GK, gamla Ósk KE. En áfram með Huginn GK. Magnús átti bátinn í tvö ár þegar hann var seldur til Grindavíkur og fékk þar nafnið Ingólfur GK 125 en árið 1988 var hann seldur innanbæjar í Grindavík og fékk nafnið Fengsæll GK. Árið 1991 var báturinn seldur til Súðavíkur og fékk nafnið Fengsæll ÍS og það er nokkuð merkilegt að báturinn var gerður þar út til ársins 2003 og fór 3 róðra árið 2005. Hann liggur nú í fjörunni í Súðavík og er orðinn 91 árs gamall og útgerðarsaga bátsins var því alls 73 ár sem er nú með því mesta sem gerist á Íslandi. Þessi bátur er í dag með elstu bátum sem eru ennþá á skrá á Íslandi. Ég þarf að skrifa þessa sögu í nokkrum hlutum um útgerð í Vogum og læt því þessum fyrsta hluta sögu útgerðar lokið enn í næsta pistli þá höldum við áfram með söguna og munum þá byrja á Muninn GK, sem var hinn báturinn sem að ÚV átti.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Himbrimi á óðali sínu

Jón Steinar Sæmundsson

Himbriminn bar höfuðið lágt þegar ég læddist að honum þar sem hann lá á hreiðri sínu og hélt ég sæi hann ekki. Þegar ég var kominn svo nálægt honum að enginn vafi var á að ég sæi hann ekki reisti hann höfuðið upp og horfði á mig með sínum djúprauðu og seiðandi augum. Engu líkara en hann væri að segja við mig: Ég óttast þig ekki karlskarfur! Margir fuglar helga sér óðal í kringum varpstað sinn. Þeir þurfa ákveðið rými fyrir búið sitt. Á meðan t.d. bjargfuglar sitja þétt, en passa engu að síður sitt þá er himbriminn þekktur fyrir að verja óðal sitt af mikilli hörku. Til eru sögur af himbrimum ráðast á tófur á sundi og stinga álftir á hol við að verja óðalið sitt. Oft er það þannig að það er aðeins eitt par himbrima á nokkuð stóru vatni.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Tveir af hverjum þremur komnir með vinnu að nýju

Undirbúningur fyrir

Aðventugarðinn kominn á fullt

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn í Reykjanesbæ er kominn á fullt skrið. Garðurinn verður rekinn með svipuðu sniði og síðasta ár með fallegum ljósum, skemmtidagskrá og sölukofum. Aðventugarðurinn verður opnaður 4. desember og verður opinn allar helgar til jóla og á Þorláksmessu. Opnunardögum verður fjölgað um helming þar sem opið verður bæði laugardaga og sunnudaga. Opið verður fyrir umsóknir um sölukofa og viðburði, uppákomur og dagskrá frá 20. október til 14. nóvember á vef Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur bæjarbúa til að taka virkan

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur áfram að dragast saman og mældist 9,7% í lok septembermánaðar. Það er lægsta frá því í desember 2019 þegar atvinnuleysi mældist 8,9% en fór hæst í 24,9% um síðastliðin áramót. Lætur nærri að tveir af hverjum þremur sem voru atvinnulausir þegar hæst lét séu komnir af skrá. Þetta kemur fram í gögnum af síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Atvinnuleysi er nú lægra en það var áður en áhrif Covid-19 komu fram. Gera þarf ráð fyrir árstíðarsveiflum og mikilvægt að fylgjast með þróun í flugi á komandi mánuðum. Alls voru 1.109 einstaklingar skráðir í atvinnuleit um mánaðarmót. Þar af 610 karlar og 499 konur. Með opnun landamæra í Bandaríkjunum gæti flug yfir Atlantshafið aukist og því bindur menningar- og atvinnuráð vonir við að aukin um-

þátt í dagskrá Aðventugarðsins og hvetur jafnframt fyrirtæki og félagasamtök til að leggja garðinum lið með margvíslegu framlagi. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 21. október síðastliðinn var heimilað að veita 9,6 milljónum króna í skautasvell í skrúðgarðinum. Svellið fékk flest atkvæði bæjarbúa inni á „Betri Reykjanesbær“ og var ákveðið að svellið yrði hluti af Aðventugarðinum í ár.

svif því fylgjandi muni vega upp á móti samdrætti sem í eðlilegu árferði myndi fylgja vetrartíðinni. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi dregist mikið saman á undanförnum mánuðum eru engu að síður 292 einstaklingar sem hafa verið skráðir atvinnulausir á seinustu sex mánuðum, fleiri en tilheyra hópnum sem hefur verið frá sex til tólf mánuðum á skrá.

Athyglisvert verður að fylgjast með þessum tölum á komandi mánuðum en gera má ráð fyrir að einhver hluti þeirra sem nú eru með starf í gegnum úrræði VMST komi aftur á skrá. Þeir einstaklingar verða væntanlega flokkaðir í samræmi við þann bótarétt sem þeir hafa nýtt, segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs.

Málmar og gler! Kalka minnir á nýjar grenndarstöðvar á Suðurnesjum! Reykjanesbær: Geirdalur, Innri Njarðvík Stapabraut, Innri Njarðvík Krossmói, Ytri Njarðvík Sunnubraut, Keflavík Skógarbraut, Ásbrú Hafnir, í vinnslu

Grindavíkurbær: Ránargata, Grindavík Suðurnesjabær: Strandgata, Sandgerði Gerðavegur, Garður Sveitarfélagið Vogar: Vogavegur, Vogar

Nánar um staðsetningar á www.kalka.is

Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ gerði mikla lukku í fyrra og nú er stefnan að gera enn betur. VF-mynd: Hilmar Bragi

a k k u l óla

rétta f r u k í V ikur e l a sjum ð e i n r m f u a ð k S a á Su n a l s r e og v

J

. r e b m se e d . 1 n n i g a a d r u r i k i e v þ ð r i u m ð í t s b f e n i H ! a Heppn m i e ah l s r e v sem


2021 Iceland's Leading Business Hotel „Það er sannur heiður að hafa hlotið viðurkenningu sem Iceland’s Leading Business Hotel 2021 frá World Travel Awards, sem árlega heiðra framúrskarandi árangur til ferðaþjónustuaðila um allan heim! Samtökin World Travel Awards hafa frá 1993 veitt viðurkenningar og verðlaun til þeirra aðila í ferðaþjónustu sem skara fram úr og þykja best á sínu sviði. Verðlaunin hafa því náð að skapa sér þann sess á heimsvísu að vera ein hæsta viðurkenning sem hægt er að fá. Að hafa náð þessum árangri á okkar fyrsta rekstrarári er mikil viðurkenning og vitnisburður um þá frábæru vinnu sem teymið okkar hefur lagt á sig. Verðlaunin eru jafnframt mikil viðurkenning fyrir það uppbyggingarstarf sem fram fer í Reykjanesbæ í þjónustu við flugvöllinn og flugvallartengda starfsemi.“ HANS PRINS - hótelstjóri


Bókanir fyrir Jólahlaðborð:

sales@courtyardkeflavikairport.is

Skannaðu til að skoða hátíðarbæklinginn okkar!


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

38 fyrirtæki á Suðurnesjum í hópi Framúrskarandi Þrjátíu og átta af 385 Framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi á nýbirtum lista Creditinfo eru staðsett á Suðurnesjum, eða tæplega 4,5 prósent heildarfjöldans. Eitt fyrirtæki, Verkfræðistofa Suðurnesja, hefur verið á listanum óslitið frá upphafi en þetta er í tólfta sinn sem Credit­ info veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu. Fimm efstu sæti listans á Suðurnesjum skipa fyrirtækin HS Veitur í Njarðvík sem er í 70. sæti á heildarlista Framúrskarandi fyrirtækja, Þorbjörn hf. í Grindavík (98. sæti),

Einhamar Seafood í Grindavík (105. sæti), IceMar í Keflavík (128. sæti) og FMS í Sandgerði (138. sæti). Sex fyrirtæki koma ný inn á listann í ár, AG-Seafood, Barnabörn, Tækniþjónusta S.Á., KSK eignir, Grjótgarðar og Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar. „Afar ánægjulegt er að sjá fjölgun Framúrskarandi fyrirtækja á milli ára og þá sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt árið var mörgum fyrirtækjum og þá sér í lagi þeim sem orðið hafa fyrir hvað mestum neikvæðum áhrifum vegna kórónu­

veirufaraldursins. Líklega er alveg óhætt að segja að fyrirtækin sem á listanum eru í ár séu sannarlega þau sem skara fram úr en um leið endurspeglar hann áhrif efnahagsaðstæðna á einstaka geira. Til að teljast framúrskarandi þarf að uppfylla strangar kröfur og fyrirtækin sem það gera eru líklegri til að ná árangri og standast áföll. Fyrirtækin á listanum mega því vel vera stolt af árangri sínum,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit­info á Íslandi.

Rúnar Helgason t.h. og Þorfinnur Gunnlaugsson, eigendur Lagnaþjónustu Suðurnesja.

Stjórnendur og eigendur SI Raflagna í Garðinum, f.v. Guðlaug, Elías, Kristín og Sigurður, Jóna og Ólafur.

Jón Gunnarsson og hans fólk hjá IceGroup fékk tertu frá viðskiptabanka sínum, Íslandsbanka, í tilefni árangursins. Svipurinn á hundinum er magnaður.

Agnes Alda Gylfadóttir Helena Sandra Antonsdóttir hjá Einhamar í Grindaík brostu breitt með viðurkenningarskjalið.

Þórður Magni Kjartansson tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fiskmarkaðar Suðurnesja.

Hjónin Guðrún Hildur og Gunnar Örlygsson, eigendur IceMar.

Hjörleifur Stefánsson, Reynir Ólafsson og Jón Ragnar Reynisson hjá Nesraf.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

F.v. Benedikt Ingi Sigurðsson, Brynjólfur Guðmundsson og Skúli Ágústsson frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Til hliðar er starfsmannahópurinn á 40 ára afmælisárinu í febrúar 2020.

Mikilvægt að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini – segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja en hún hefur verið „Framúrskarandi fyrirtæki“ frá upphafi „Maður þarf að vera hógvær í rekstri og passasamur en mestu skiptir auðvitað að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini. Þannig náum við góðum árangri,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja, en fyrirtækið er eina fyrirtækið á Suðurnesjum sem

hefur verið „Framúrskarandi“ frá því sá gæðastimpill var tekin upp hjá Creditinfo. Verkfræðistofan er eitt af elstu fyrirtækjum á Suðurnesjum og fagnaði fjörutíu ára afmæli á síðasta ári sem jafnframt var erfitt að sögn Brynjólfs. Starfsmenn eru átján og allt Suðurnesjamenn.

„Jú, það var áskorun eftir að heimsfaraldur skall á þeim þunga sem hann var í fyrra. Það fækkaði aðeins hjá okkur en við erum komin í sama fjölda starfsmanna aftur og útlitið er bjart. Við fengum stórt verkefni eftir útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar eru sex til átta manns í fullu starfi í tvö ár. Svo það

segir sína sögu um mikilvægi þess að ná svona stórum verkum. Við höfum einnig unnið mikið fyrir Icelandair í gegnum tíðina og nú er það félag að sækja fram aftur með meiri þunga. Við finnum fyrir miklum áhuga margra aðila á Suðurnesjasvæðinu og vonum að þessi mál varðandi

Suðurnesjalínu 2 fari að leysast því mörg þeirra tengjast henni,“ segir Brynjólfur.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Fjör á Fyrsta kossinum Það er alltaf hærra spennustigið þegar verið er að frumsýna og það var svo sannarlega þannig í Frumleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Fyrsti kossinn, leikverk númer eitthundrað hjá Leikfélagi Keflavíkur, var settur á svið og viðtökurnar voru frábærar. Aðstandendur og fleiri mæta á frumsýningu og hér að neðan má sjá hluta þeirra í hléi en Páll Ketilsson smellti nokkrum myndum. Frekari umfjöllun um söngleikinn er á bls. 17.

Þorsteinn Eggertsson var afkastamikill textahöfundur í bítlabænum. Hann er hér með Guðrúnu systur sinni og eiginkonunni Fjólu.

Karl Ágúst Úlfsson og Brynhildur dóttir hans eiga stóran þátt í Fyrsta kossinum. María Baldursdóttir er líka á heimavelli þar.

Garðmaðurinn Ingvar Elíasson á stórleik í söngleiknum en hér eru Guðlaug móðir hans og amma og afi, Kristín og Sigurður Ingvarsson.

Þekktir Keflvíkingar á frumsýningu, f.v. Ösp Birgisdóttir, Gerður Pétursdóttir, Rúnar Hannah og Júlíus Guðmundsson.


SUÐURNESJAFYRIRT Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SAMKVÆMT ÚTNEFNINGU CREDITINFO

Framúrskarandi frá upphafi

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA


TÆKI

Hollt, gott og heimilislegt Merki KSK eignir fyrir 4lita offsetprentun Litur: CMYK: C 100 - M 55 - Y 0 - B 55


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson

Hilmar Bragi Bárðarson

pket@vf.is

hilmar@vf.is

SKÓGARÁS LEIÐANDI Í INNLEIÐINGU YAP Á ÍSLANDI YAP, Young Athletes Program, hefur að markmiði að stuðla að snemmtækri íhlutun á sviði hreyfifærni, sérstaklega fyrir börn með sérþarfir eða frávik. Heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú hefur m.a. verið leiðandi samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra frá upphafi við innleiðingu YAP á Íslandi. Í starfi sínu sem íþróttakennari hefur Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari og fagstjóri í hreyfingu sýnt frumkvæði og leitt innleiðingarferlið með markvissri hreyfiþjálfun og rannsóknum á árangri. Hún hefur náð að tengja hugmyndafræði YAP við dagleg verkefni og nám í samstarfi við samstarfsfólk. Ásta Katrín hefur aðstoðað Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi, við kynningarstarf á lands-

vísu, skipulagt verklega sýnikennslu á YAP kynningardögum og kynnt árangursríka aðferðafræði innleiðingar í heilsuleikskólanum

Skógarási. Þar hafa öll börnin notið góðs af en sérstakur markhópur hefur verið börn með slaka hreyfifærni, hegðunarvandkvæði, hreyfivirkni eða ADHD og einnig nemendur sem eru t.d. óöruggir eða tvítyngdir. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á heilsuleikskólanum Skógarási hafa sýnt framfarir í hreyfifærni en einnig jákvæð áhrif YAP verkefnisins á félagsleg samskipti, vellíðan, sjálfsöryggi og gleði, sjálfstjórn og tjáningu. Rannsókn á viðhorfi foreldra leikskólabarna í Skógarási til YAP verkefnisins, sýndi fram á að foreldrar töldu sig meðvitaðri um að auka og fylgjast með hreyfiþroska barnsins og þeir töldu að YAP verkefnið hafi haft jákvæð áhrif á hreyfiþroska, samskipti, félagsfærni og hegðun.

Rannsókn sýndi einnig að kennarar leikskólans töldu YAP verkefnið hafa haft mjög jákvæð áhrif á hreyfiþroska og félagsfærni og einnig jákvæð áhrif á samskipti og hegðun nemenda. Markmið er að YAP verkefnið styrki börnin, geri þau hæfari til að stíga fyrstu skrefin í íþróttum og stuðli þannig að jákvæðri upplifun og þátttöku allra barna í íþróttastarfi. Nemendur í íþróttafræði við Háskóla Íslands voru gestir heilsuleikskólans Skógaráss í síðustu viku þar sem þeir kynntu sér YAP hjá þeim Ástu Katrínu og Önnu Karólínu. Víkurfréttir fengu að fylgjast með. Nánar verður fjallað um málið í Suðurnesjamagasíni á næstunni.

Ásta Katrín Helgadóttir, fagstjóri í hreyfingu á Heilsuleikskólanum Skógarási:

YAP HENTAR MJÖG VEL EINSTAKLINGUM MEÐ FRÁVIK Ásta Katrín Helgadóttir, fagstjóri í hreyfingu á Heilsuleikskólanum Skógarási, hefur unnið með YAP-verkefnið frá árinu 2015. Á Skógarási er lögð mikil áhersla á hreyfingu nemenda. Skipulögð hreyfing er fyrir alla tvisvar í viku og börn með frávik fá einnig aukalega hreyfingu tvisvar í viku. „Þetta hefur gengið bara mjög vel. Það eru sjö ár síðan ég byrjaði hér og þá hóf ég strax að vera með skipulagða hreyfingu. Síðan kynntist ég Önnu Karólínu sem er framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og hún setti þetta verkefni fyrir mig sem heitir Young Athletes Program, YAP. Ég heillaðist mjög mikið af því. Það er mjög einfalt og þarf ekki mikið af tækjum eða tólum í það og ég sá að það hentaði mjög vel í það sem ég var með þegar fyrir. Ég sá líka að þetta prógram hentaði mjög vel einstaklingum með frávik en YAP er upphaflega gert fyrir einstaklinga með frávik, s.s. einstaklinga með ADHD, einstaklinga á einhverfurófi og einnig einstaklinga sem þurfa meiri líkamlega þjálfun og bæta hreyfiþroska.“ Það hefur sýnt sig að hreyfingin er að hjálpa þessum ungmennum sem eru með þessar greiningar? „Já, mjög mikið. Við sjáum mikinn mun á milli mánaða í rauninni. Ég get nefnt einstakling með slæman hreyfiþroska og eftir þrjá mánuði sáum við talsverðan mun. Einstaklingur sem gat ekki hoppað inn

í hring, hann er allt í einu farinn að geta hoppað inn í hringinn og út úr honum aftur án þess að stoppa.“ Hvernig byggir þú upp þetta prógram hérna í stuttu máli? „Þessu er skipt niður í átta þætti. Við byrjum á grunnfærni og síðan höldum við áfram að byggja ofan á hana þannig að börnin fara að framkvæma flóknari æfingar þar sem við krefjum þau um að hugsa um það sem þau eru að gera og krefjum þau um meiri færni.“

Nú er vitað að mörg börn greinast í kringum sjö ára aldurinn. Eruð þið þá að sjá þessar greiningar birtast í börnum á leikskólanum? „Já. Við sjáum þó nokkra sem eru með ADHD hér. Það eru einstaklingar sem við tökum þá aukalega og vinnum með í ákveðnu prógrammi sem er byggt á því sem við erum þegar að gera en við gerum áherslubreytingar á því sem við viljum þjálfa þau í. Til dæmis er ekki bara að þau fái þessa útrás, því það er talað um að ADHD-börn þurfi að fá þessa útrás heldur þurfa þau líka að fókusa á hluti. Þau þurfa að læra að einbeita sér og fara eftir réttri röð, hvað er fyrst og hvað kemur næst.“ Eruð þau sem eru að greinast að fá meiri hreyfingu og meira prógram? „Já, við gerum það. Allir leikskólanemendur koma tvisvar sinnum í

Ásta Katrín Helgadóttir, fagstjóri í hreyfingu á Heilsuleikskólanum Skógarási, kynnir YAP fyrir nemendum í íþróttafræði við Háskóla Íslands. viku. Þeir sem eru með einhver frávik eða að við sjáum að þurfa aðeins meira koma tvisvar sinnum í viðbót, þannig að þau eru fjórum sinnum í viku. Tvisvar með sínum hóp og svo tvisvar í pörum þar sem tveir og tveir eru teknir.“ Það er alltaf talað um að hreyfing sé mikilvæg fyrir eldra fólk og einnig þá yngri. Er algengt að íþróttakennarar séu á leikskólum? „Nei, því miður þá er það alls ekki algengt en auðvitað ættu íþróttakennarar að vera á hverju einasta leikskóla því þar er grunnurinn að heilinn þroskist á eðlilegan hátt, þar sem skipulögð hreyfing fer fram. 95% af heila barns er þroskaður fyrir fimm ára aldur. Það er því mjög mikilvægt að það séu kennarar sem eru í rauninni að þjálfa.“ Þetta prógram sem þú byggir á, er það af alþjóðlegri fyrirmynd? „Þetta er alþjóðleg fyrirmynd og kemur frá alþjóðasamtökum Special Olympics. Það eru tveir háskólar í Bandaríkjunum sem þróuðu og útbjuggu þessa áætlun í Massachu-

setts og Boston. Það eru heilmikil fræði á bak við þetta og þessu er ekki bara hent fram. Það er byrjað á grunni og svo byggt upp í flóknari færni og það er mjög mikil hugsun á bak við þetta.“ Hvað eru margir skólar á landinu að fylgja þessu verkefni? „Ég myndi segja að virkir skólar séu fjórir en við erum endalaust að reyna að bera út boðskapinn. Það gengur frekar illa því það vantar íþróttakennara til að taka þetta og setja inn. Þetta er ótrúlega þægilegt og einfalt prógram og ég mæli með því að leikskólar ráði inn íþróttakennara.“ Þegar við hittum þig þá ertu búin að vera að fræða nemendur í íþróttafræði í Háskóla Íslands. Það hlýtur að vera ánægjulegt? „Það er mjög skemmtilegt og ég vona svo sannarlega að þau fari eftir því sem ég er að segja þeim og sæki um starf á leikskóla þannig að leikskólarnir verði bara vel útbúnir af íþróttakennurum.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Háskólanemar í íþróttafræðum fá kynningu á YAP á heilsuleikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi:

GRETHE WIBEKE IVERSEN

Hreyfiþroski er grundvöllur að öðru námi Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, kom með YAP-verkefnið til Íslands en það var sett á fót af Special Olympics fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. „Ég sem gamall íþróttakennari sá að þetta var aðgengilegt og þetta er ókeypis. Ég sá að það var hægt að benda á þetta án þess að valda mikilli aukavinnu í leikskólum. Hér á Íslandi eru leikskólarnir með svo mörg börn og ég ákvað því að fara inn í

það kerfi og kynna þetta þar. Árið 2015 fórum við Ásta Katrín og Þóra Sigrún Hjaltadóttir, leikskólastjóri á Skógarási til Rúmeníu að kynna okkur þetta og Skógarás hefur verið forystuleikskóli í þessu máli frá þeim tíma og á ferðum mínum um landið

Kristín Helgadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Skógarási og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi.

hef ég vísað í þennan leikskóla. Það er búið að leggja fram rannsóknir m.a. með viðtölum við foreldra og kennara um hvernig þetta komi út. Börnin sem núna eru tveggja til fimm ára, þar sem mesta umbreytingin er í líkamanum, munu fara í grunnskóla. Það sýnir sig að börn með frávik eru ekki virk í íþróttum og ég held að það sé af hluta til út af því að þau fá ekki það sem þau þurfa en líka að við þurfum að undirbúa þau vel og gera þau áhugasöm um að fá að vera með. Ég vonast til að þetta verkefni skapi umræðu um áhrif hreyfingar og þannig fari foreldrar með börnin sín, þegar þau koma úr leikskólum, áfram í íþróttastarf. Það ætti að vera fagmenntaður aðili í hverjum leikskóla sem sér um hreyfiþjálfun. Hreyfiþroski er grundvöllur að öðru námi.“ Anna segir að upphaflega hafi þetta verið sett af stað í gegnum Special Olympics og gengur út á einstaklinga með þroskahömlun. „Ég held að það sé búið að sýna sig að þetta hefur áhrif á alla og öll börn, hvort sem þau eru með frávik eða ekki. Auðvitað reynum að taka börn sem eru með frávik í aukatíma. Ásta Katrín segist sjá árangur hjá börnum með ADHD og það er frábært að sjá dæmin um það. Við höfum ekki vísindalegar rannsóknir héðan en ég veit sjálf að þetta hefur áhrif.“

lést á heimili sínu, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 20. október síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. október næstkomandi kl. 12. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim er vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Ölla. Kt: 461113-1090 banki 0322-26-021585 Guðjón Skúlason Ólöf Einarsdóttir Skúli Skúlason Guðríður Hallgrímsdóttir Arne Petter & Berit Guðjón Trausti, Hilmir Gauti, Gréta Björg, Gígja og Eva Björg.

Ástkæri sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, stjúpfaðir og afi,

GUÐBJÖRN SIGMUNDUR JÓHANNESSON, Einidal 2, Njarðvík,

lést á Landspítalanum við Fossvog mánudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 29. október klukkan 12:00. Steinunn Björk Árnadóttir Tinna Björt Guðbjörnsd. Fisher Elías Már Ómarsson Leon Elí Elíasson Gabríel Már Elíasson Bryndís Inga Guðbjörnsdóttir Marinó Oddur Bjarnason Aþena Embla Marinósdóttir Elmar Sölvi Marinósson Guðrún Júlíana Jóhannsdóttir Jóhannes K. Jóhannesson Þórey Ása Hilmarsdóttir Steinar, Birna, Björk, Ástrós Emma og Rebekka Lillý.

Kristín Helgadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Skógarási:

Hreyfingin góð viðbót við venjulegt leikskólastarf Heilsuleikskólinn Skógarás fékk styrk árið 2015 frá Erasmus+ til að fara í YAP-verkefnið með Special Olympics. Ásta Katrín og fleiri aðilar fóru utan til að kynna sér verkefnið og vinna með öðrum löndum í því að innleiða YAP, Young Athletes Program, í heilsuleikskólann Skógarás. Kristín Helgadóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Skógarási segir YAP verða góða viðbót við venjulegt leikskólastarf. „Hreyfing er afar mikilvæg. Við vitum eins og hlutirnir eru í dag þá fá börnin gjarnan iPad í hönd eða sett fyrir framan sjónvarpið og það er því enn mikilvægara en áður að við vinnum vel með hreyfingu strax frá unga aldri.“ Þið hafið verið að sjá góðan árangur? „Klárlega og við höfum séð þessi börn sem eru með einhverskonar frávik sem við höfum fengið hingað í leikskólann og verið t.d. mjög lin eða með lélega vöðvaspennu, að á þessum tíma sem þau hafa verið hjá okkur hefur það breyst mjög mikið með þessari þjálfun sem er mjög markviss hjá Ástu.“ Kristín hefur starfað í áratugi við leikskóla á Suðurnesjum, bæði

í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Þegar hún er spurð út í þróun í leikskólastarfinu þá segir hún hana vera mikla. „Leikskólastigið er mjög mikilvægt skólastig og við verðum að bera mikla virðingu fyrir því. Það er mikið að gerast í heilanum á börnum á aldrinum eins til sex ára, það er svo mikill þroski sem á sér stað. Það sem hefur verið að gerast á leikskólum á síðustu tuttugu árum er ótrúlegt og við erum að vinna mjög markvisst og flott starf þar sem við erum að vinna með leikinn og allt er gert í gegnum hann. Eins og þið sáuð í YAP-tímanum þá er þetta leikur og börn hafa gaman af því þó svo það sé verið að vinna markvisst með hreyfingu.“

ORGÓBER 31. október kl 17.00

NISTARNIR – LÉTT TÓNLEIKASTUND, söngur og hljóðfæraleikurí höndum organistanna: Jóns Bjarnasonar, Sveins Arnars Sæmundssonar, Viðars Guðmundssonar og Arnórs Vilbergssonar.

www.keflavikurkirkja.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fjölmargir Suðurnesjamenn tóku þátt í Frú forseta, m.a. Kvennakór Suðurnesja sem er hér hægra megin. VF-myndir: pket

Áhrifamikið „Frú forseti“ Síðastliðið laugardagskvöld átti undirritaður þess kost að njóta nýrrar óperu eftir Alexöndru Chernyshovu, tónskáld, óperusöngkonu og handhafa Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar, sem frumflutt var í hljómsveitarútgáfu í Grafarvogskirkju. Ljóðin, sem fjalla um ævi og sögu frú Vígdísar Finnbogadóttur, frá barnæsku til forsetakjörs, eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur Auk Alexöndru, sem fer með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur, voru ellefu aðrir einsöngvarar, Karlakór Grafarvogs, Kvennakór Suðurnesja og rúmlega tuttugu manna hljómsveit, skipuð blöndu af þaulvönu atvinnumönnum í bland við reynsluminna fólk, sem tóku þátt í flutn-

ingnum undir stjórn Garðars Corters eldri. Konsertmeistari var Guðný Guðmundsdóttir og er skemmst frá að segja að flutningurinn var áhrifamikill og reyndi mikið á flytjendur og tónleikagesti sem allir voru auðvitað að heyra verkið í fyrsta sinn. Eins og í öllum góðum óperum skiptust þær á systurnar gleði og sorg og margar fallegar aríur og kórkaflar hljómuðu innan um tregafyllri melódíur. Heilt yfir fannst mér verkið áhrifaríkt og skila sögunni vel þó inn á milli hafi komið brothættir kaflar. Ástæður þess kunna að vera

ýmsar, s.s. að æfa hefði þurft aðeins meira eða hljómburður í kirkjunni hafi verið allt öðruvísi þegar hún var orðin þétt setin af tónleikagestum, og flytjendur því ekki heyrt nægilega vel hver í öðrum. Hvað sem því líður var verkið áhrifamikið og fékk höfundur, stjórnandi og flytjendur standandi lófatak í lok flutningsins. Alexandra Chernyshova er afkastamikill og fjölhæfur listamaður, sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar bæði hér heima og erlendis. Það væri gaman að heyra meira af hennar verkum og vonandi verður óperan Góðan daginn, frú forseti flutt aftur og þá í leikhúsi með sviðsmynd og öllu tilheyrandi. Kjartan Már Kjartansson.

Jóhann Smári Sævarsson, bassi úr Keflavík, þenur raddböndin í Grafarvogskirkju.

Garðar Cortes stýrði óperunni af rökksemi þótt hann sé kominn á níræðisaldur.

Alexandra syngur um frú Vigdísi Finnbogadóttur, klædd íslenskri lopapeysu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Það er fjör og flott lög í Fyrsta kossinum.

Flottur er Fyrsti kossinn Það er óhætt að segja að ástin svífi yfir vötnum og eigi sviðið hjá Leikfélagi Keflavíkur í söngleiknum Fyrsti kossinn, sem frumsýndur var í Frumleikhúsinu síðasta föstudagskvöld. Alger bítlabæjar, Rúnna Júll negla sem á eftir að slá í gegn. Lög úr bítlabænum, frá hljómsveitum og tónlistarmönnum þaðan eða tengdum honum óma enn í dag á öldum ljósvakans. Enn er verið að fjalla um hvað þessir gaurar sem komu fram á sjónarsviðið fyrir nærri sextíu árum, sungu og gerðu í tónlist enda höfðu þeir mikil áhrif á líf ungs fólks. Rúnar Júlíusson og félagar hans í Hljómum urðu landsfrægir, ekki ósvipað og Bítlarnir frá Liverpool. Það er vissulega skemmtilegt að barnabarn Rúnna Júll skuli (ásamt kærasta sínum) semja söngleik tileinkuðum minningu afa síns, þessa dáða drengs. Af nógu var að taka í tónlistinni og lögin í verkinu eru af löngum ferli kappans með hinum ýmsu hljómsveitum. Í Fyrsta kossinum eru sungin mörg af þekktustu lögum sem hann bæði söng og voru eftir félaga hans, Þorstein Eggertsson, Gunnar Þórðarson og fleiri eða hann sjálfur samdi. Kraftmikill leikarahópur flytur hvert lagið á fætur öðru sem margir áhorfendur áttu auðvelt með að taka undir og gerðu ýmist í hljóði eða sungu með. Sveitapiltsins draumur, Ég elska alla, Bláu augun þín, Án þín og Það þarf fólk eins og þig. Landsþekkt lög sem margir þekkja. Brynja Ýr Júlíusdóttir, barnabarn Rúnars og Maríu Baldursdóttur, samdi söngleikinn með kærasta sínum, Guðlaugi Ómari Guðmundssyni. Brynja hefur alið manninn í leikhúsinu með foreldrum sínum en móðir hennar, Guðný Kristjánsdóttir, hefur verið prímusmótor félagsins í langan tíma og á að baki fjörutíu ár í félaginu. Þau Brynja og Guðlaugur Ómar höfðu bæði gengið með þessa hugmynd í kollinum og svo þegar þau rugluðu saman reitum var ekki aftur snúið. Þau fengu gott

Robbi og Júlía fremst á sviðinu.

fólk með sér í að klára söngleik þar sem ákveðið var að lifandi tónlist yrði flutt og fjölbreytt lög frá löngum ferli Rúnars. Höfundarnir eru báðir í veglegum hlutverkum, hann í hljómsveitinni Grip sem skipuð er ungum mönnum af Suðurnesjum og hún leikur Hönnu söngkonu sem ákveður að skella sér til London skömmu fyrir hljómsveitakeppni. Gefur þannig annari píu pláss. Úr verður ástarsaga. Hljómsveitin fer á kostum og gerir þetta lista vel, strákarnir leika á hljóðfærin og sumir þeirra lærðu á þau núna í haust og þeir syngja eins og enginn sé morgundagurinn. Aðalhlutverkin í söngleiknum eru í höndum þeirra Sigurðar Smára Hanssonar sem leikur aðal gaurinn í hljómsveitinni, Róbert eða Robba rokk og Töru Sólar Sveinbjörnsdóttur. Hún leikur Júlíu, systur trommarans Adda og kemur óvænt inn í stað aðal söngkonunnar á æfingatímanum. Verður skotin í Robba og úr verða átök. Heildarflutningurinn er mjög góður og rúllar flott í gegn. Það er áskorun að taka þekkt lög og flytja þau svo vel fari. Sigurður Smári fer

mikinn í leik, tónlistarflutningi og söng og gerir það mjög vel og Tara Sól stóð sig einnig afar vel þó hún sé ekki með eins mikla reynslu og hann. Það væri auðvelt að telja upp alla hljómsveitarmeðlimina og aðra sem eru á sviðinu. Undir leikstjórn Karls Ágústs Úlfssonar hefur tekist að búa til geggjaðan keflvískan söngleik. Algera neglu. Tónlistarstjórar verksins eru félagarnir Björgvin Ívar Baldursson og Smári Guðmundsson. Dans kemur sterkur inn í verkinu og gerir gott verk enn betra en höfundur hans er Brynhildur Karlsdóttir, dóttir leikstjórans. Leikfélag Keflavíkur fagnar sextíu ára afmæli á árinu og er vel við hæfi að mæta með svona flott afmælisverk sem hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi. Sýningin er sú hundraðasta hjá félaginu og tafðist aðeins út af dottlu því eins og skáldið sagði: „Þó jarðskjálftar, eldgos, frost og fárviðri sé fréttaefni, þá er fegurðin, ástin, já og sólskinið hið rétta efni.“ Þegar þetta er skrifað er þegar orðið uppselt á margar sýningar og því er ekki ólíklegt að þær verði margar, eitthvað fram á aðventuna. Lokasetningin er frá höfundunum sem hvetja fólk til að mæta á söngleikinn og þau eiga vel við: „Það þarf fólk eins og ykkur fyrir fólk eins og okkur.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

Brynja Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugur Ómar Guðmundsson, höfundar Fyrsta kossins, taka við fagnaðarlátum í Frumleikhúsinu.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Um 500 manns í viðamikilli flugslysaæfingu

Á fimmta hundraðmanns tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu sem haldin var á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn laugardag. Æfingar á flugvellinum eru stærstu hópslysaæfingar sem haldnar eru á Íslandi. Æfingar af þessu tagi eru afar mikilvægar fyrir heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um er að ræða flugslys eða önnur hópslys. Stór flugslysaæfing er haldin á þriggja til fjögurra ára fresti á hverjum flugvelli á Íslandi þar sem boðið er upp á áætlunarflug. Æfingar eru tvær til fjórar á ári hverju. Isavia hefur staðið fyrir um sextíu flugslysaæfingum frá árinu 1996. Undirbúningur fyrir æfingar sem þessa hefst um þremur mánuðum áður en til hennar kemur og er hún unnin í nánu samstarfi við viðbragðsaðila

á hverjum stað. Þar á meðal eru starfsmenn flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningsaðilar, starfsfólk sjúkrahúsa, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, rannsakendur, flugrekendur og flugafgreiðsluaðilar. Þátttakendur á æfingunni voru á fimmta hundrað, þar af um 150 sjálfboðaliðar sem léku slasaða og aðstandendur. Sett var á svið flugslys þar sem þota brotlenti á flugbraut og endar vestan við hana. Kveikt var í bílflökum sem ætlað var að líkja eftir flugvélabúk til að gera vettvanginn sem raunverulegastan. Sjálfboðaliðar í hlutverki slasaðra voru farðaðir og allt gert til að líkja sem mest eftir raunverulegu slysi. „Æfingin gekk afar vel og nú hefst vinna við að rýna viðbrögðin,“ segir

Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og æfingastjóri. „Það verður farið ítarlega yfir þau atriði sem gengu vel á þessari æfingu og einnig það sem betur mætti fara.“ „Æfingarnar eru gríðarlega mikilvægar fyrir okkur hjá Isavia en einnig fyrir viðbragðskerfið í nærsamfélagi við flugvellina,“ segir Friðfinnur Freyr Guðmundsson, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia og fulltrúi í æfingastjórn. „Það var einstaklega gaman að sjá hvað allt gekk vel hér í dag og hversu mjög allir viðbragðsaðilar eru viðbúnir ef vá ber að höndum.“ „Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að æfingunni fyrir afskaplega gott samstarf,“ segir Elva.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á flugslysaæfingunni á Keflavíkurflugvelli. Meðal þátttakenda voru 150 sjálfoðaliðar sem léku slasaða og aðstandendur. VF-myndir: pket


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Kolefnisjafna starfsemi Reykjaneshafnar með gróðursetningu

R

eykjaneshöfn tekur mið af stefnu Reykjanesbæjar í umhverfismálum til ársins 2030 og skírskotun hennar í heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ein af stefnuáherslum Reykjanesbæjar er Vistvænt samfélag og með hliðsjón af því hefur Reykjaneshöfn látið greina kolefnisfótspor hafnarinnar svo vinna megi markvisst að lágmarki þess í framtíðinni.

„Stjórn Reykjaneshafnar fagnar þeim áfanga sem náðst hefur í að greina kolefnisfótspor Reykjaneshafnar. Með þessari greiningu er hægt að vinna markvisst að lækkun kolefnisfótspors hafnarinnar á komandi árum. Þar til að viðunandi markmið náist í þeirri viðleitni telur stjórn Reykjaneshafnar rétt að kolefnisjafna núverandi losun með gróðursetningu trjáa í gengum verkferla

Kolviðurs. Samkvæmt mælingu samsvarar kolefnislosun Reykjaneshafnar árið 2020 52,99 tonnum og felur Stjórn Reykjaneshafnar hafnarstjóra að fylgja eftir kolefnisjöfnun þeirra losunar,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun Kolviður sjá til þess að gróðursett verði í bæjarlandi Reykjanesbæjar í samstarfi við félagasamtök á svæðinu.

Heilsa kvenna Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Reykjanesbæ. Í tilefni af bleikum október er vert að vekja athygli á heilsu kvenna en á hverju ári í október er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan, tileinkað baráttunni við krabbameini hjá konum. Lýðheilsuvísar frá Embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini hefur verið minni á Suðurnesjum í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi. Það er ljóst að úr þessu þarf að bæta og eru konur á Suðurnesjum því hvattar til þess að fara reglulega í skimun til þess að láta fylgjast betur með heilsufari sínu. Ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sjá nú um skimun fyrir leghálskrabbameini og hægt er að panta tíma með því að hringja í afgreiðslu HSS og á heilsu-

vera.is. Skimun fyrir brjóstakrabbameini fer hins vegar fram á höfuðborgarsvæðinu og eru konur hvattar til þess að bóka tíma þegar þær fá boð í slíka skimum. Samkvæmt skýrslu um stefnu Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilsu kvenna þá geta áhættuþættir eins og reykingar, óheilsusamlegt mataræði, hreyfingarleysi og misnotkun áfengis, aukið hættuna á þróun langvinnra sjúkdóma fyrr á ævinni s.s. sykursýki, háþrýstingi og offitu. Meira en 50% kvenna í Evrópu eru í yfirþyngd og hafa ungar konur minnkað hreyfingu og í mörgum löndum í Evrópu eru þær að ná körlum í notkun tóbaks og áfengis. Hjarta- og æðasjúkdómar eru áfram stór hluti af heildar sjúkdómsbyrði

Minjastofnun Íslands kvenna og tíðni andlegrar vanheilsu hefur aukist á öllum svæðum í Evrópu þá sérstaklega meðal ungra kvenna. Það er mikilvægt fyrir okkur konur að huga að heilsu og vellíðan okkar. Við þurfum að setja heilsuna í forgang og gera breytingar á lífsstíl okkar ef þess er þörf. Breyting til batnaðar á einstökum þáttum eins og að velja heilsusamlegt mataræði, stunda reglulega hreyfingu og passa upp á svefn og streitu eru grunnstoðir góðrar heilsu. Þessir þættir geta dregið úr áhættu á langvinnum sjúkdómum, ásamt því að stuðla að betra jafnvægi bæði andlega og líkamlega.

Að vera kostnaðarliður Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari, deildarstjóri og námsefnishöfundur og býður sig fram til formennsku í KÍ. Á tyllidögum erum við kennarar framlínustarfsfólk sem gegnir mikilvægasta starfi í heimi. Aðra daga erum við langstærsti kostnaðarliður vinnuveitenda okkar. Um áramót renna kjarasamningar fimm aðildarfélaga KÍ við sveitarfélögin út og skilaboðin úr þeirri átt eru skýr, það er enginn peningur til. Ekki frekar en fyrri daginn. Vitanlega snýst kennarastarfið um margt annað en krónur og aura, t.d. aðbúnað. Kulnunareinkenni eru vaxandi meðal kennara og marga streituvalda má rekja til aðstæðna sem vart geta talist boðlegar. Af eigin reynslu sem deildarstjóri stoðþjónustu við grunnskóla veit ég að málefni nemenda sem þurfa sértæk úrræði geta reynst kennurum og öðru starfsfólki sem að slíkum málum koma afar þungbær. Ekki síst að upplifa dug- og úrræðaleysi þeirra stuðningskerfa sem þarf að leita til:

Langir biðlistar eru eftir þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga s.s. sálfræðinga, þroskaþjálfa og talmeinafræðinga, að ekki sé talað um þegar um enn erfiðari mál er að ræða þar sem þarf að reiða sig á þjónustu BUGL eða hreinlega að koma barni út af heimili, í mannsæmandi aðstæður. Að vera grunnskólakennari með 25 barna hóp þar sem 10 eru með einhverskonar greiningar, þar af 2-3 með verulegar raskanir, er ekki öfundsvert hlutverk. Að vera leikskólakennari á yfirfullri og undirmannaðri deild þar sem lítill sem enginn tími gefst til faglegs undirbúnings er ekki síður lýjandi. Að taka svo við þessum börnum í framhaldsskóla sem er undir pressu að koma þeim á næsta skólastig á aðeins þremur árum er ekkert grín heldur. Í öll þau ár sem ég hef barist fyrir réttindum barna með sérþarfir hef

ég ekki tölu á því hversu oft ég hef heyrt að það sem ég fer fram á kosti of mikið. Ég verð að segja að mér leiðist að við kennarar og börnin sem við störfum með séum fyrst og fremst þungbær kostnaðarliður. Það er staðreynd sem þarf að fara að ræða í alvöru að stór hluti sveitarfélaga ræður illa við rekstur skóla og stoðþjónustu. Í margumræddum PISA könnunum má sjá að marktækur munur er orðinn á árangri nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í hinum dreifðari byggðum. Í þessum orðum mínum felst engin stríðsyfirlýsing eða vanþóknun, þetta er einfaldlega augljóst vandamál sem við þurfum að finna skynsamari flöt á í sameiningu - án þess að nokkur einasti maður fari í vörn. Nánar á xheimir.is

auglýsir eftir umsóknum um styrki úr

húsafriðunarsjóði fyrir árið 2022

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Myndi fá sér bragðaref og horfa á þátt heima NAFN:

EYGLÓ KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR ALDUR:

20 ÁRA TREYJA NÚMER:

Miðvikudagur 27. október 2021 // 40. tbl. // 42. árg.

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? „Nei, það er í raun aldrei neinn leik­ dagur alveg eins. Ég passa samt alltaf að sofa vel, borða nóg og að hafa það rólegt yfir daginn svo að ég mæti með næga orku í leikinn.“ Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? „Ég byrjaði að æfa körfubolta þegar ég var átta ára. Alveg frá því ég byrjaði í skóla hef ég verið mikið stærri en flestir jafnaldrar mínir og ég tók bara ráðum frá krökkunum að ég yrði að byrja í körfubolta.“ Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? „Myndi segja að uppáhaldsleikmað­ urinn minn sé Lauren Jackson sem spilaði fyrir Seattle Storm í WNBA og ástralska landsliðið.“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „Ég held að amma mín og alnafna, Eygló Óskarsdóttir, sé mín helsta fyrirmynd. Hún er hörkudugleg, hjálpsöm og hugsar ótrúlega vel um fókið í kringum sig.“ Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? „Þegar ég komst með KR upp í efstu deild 2018 eftir að hafa farið tap­ lausar í gegnum tímabilið.“ Hver er besti samherjinn? „Ég get ekki valið eina úr Keflavík, þær eru allar frábærar á sinn hátt og gera allar mikið fyrir liðið.“ Hver er erfiðasti andstæðingurinn? „Ég myndi segja Ásta Júlía í Val af því að hún þekkir mig svo vel, við spiluðum upp yngri flokka í KR og höfum svo verið saman í öllum yngri landsliðum.“ Hver eru markmið þín á þessu tímabili? „Markmiðið á þessu tímabili er klár­ lega að gera atlögu að titlum með Keflavík og halda áfram að læra og bæta mig sem leikmaður.“

13 STAÐA Á VELLINUM:

MIÐHERJI

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? „Það væri mjög skemmtilegt að prófa að spila í Evrópu í framtíðinni.“

MOTTÓ:

STJÓRNUM ÞVÍ SEM VIÐ GETUM STJÓRNAÐ Eygló Kristín Óskarsdóttir, miðherji Keflavíkur, segir að hún hafi farið að ráðum jafnaldra sinna og byrjað í körfubolta af því að hún var svo hávaxin. Eygló, sem gekk í raðir Keflvíkinga fyrir þetta tímabil, segir í uppleggi vikunnar að hún stefni klárlega á að gera atlögu að titlum með Keflavík.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? „Ég myndi setja saman lið sem er skipað stelpum ég hef spilað mest með í yngri landsliðum og keppt á móti í yngri flokkum í gegnum tíðina: Ásta Júlía Grímsdóttir (Val), Sigrún Björg Ólafsdóttir (Chattanooga), Stefanía Ósk Ólafsdóttir (Fjölnir) og Anna Ingunn Svansdóttir (Keflavík).“

Eygló langar að leika í Evrópu í framtíðinni. Fjölskylda/maki: „Ég á frekar stóra nánustu fjöl­ skyldu. Ég á svo líka kærasta og góða tengdafjölskyldu í Keflavík.“ Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? „Að útskrifast úr MR og komast svo í gegnum inntökupróf í hjúkrunar­ fræði í HÍ.“ Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? „Ég hef eiginlega ekki tíma fyrir mikið annað en skóla og körfubolta en mér finnst mjög gaman að ferðast og eyða tíma með vinum og fjöl­ skyldu.“ Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? „Myndi líklega fá mér bragðaref og horfa á þátt heima.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Nautakjöt með bakaðri kartöflu er held ég það besta sem ég fæ.“ Ertu öflug í eldhúsinu? „Já, ég held ég sé ágæt. Er samt líklega betri í bakstri frekar en elda­ mennsku.“ Býrðu yfir leyndum hæfileika? „Ekki svo ég viti.“ Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? „Það fer svolítið í taugarnar á mér þegar það er mikið drasl í kringum mig.“

UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í KEFLAVÍK NAFN:

ARON BJARNI SNORRASON. ALDUR:

11 ÁRA. SKÓLI:

HEIÐARSKÓLI. HVAÐ ERTU BÚIN AÐ ÆFA KŌRFU LENGI?

SÍÐAN ÉG VAR FJŌGURRA ÁRA.

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KŌRFUBOLTA?

SKOT OG KNATTRAK. SVO ER LÍKA GAMAN AÐ REYNA AÐ NÁ MARKMIÐUM MÍNUM OG AÐ NÁ AÐ HALDA EINBEITINGU VIÐ VERKEFNIN. HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KŌRFUBOLTANUM?

JÁ, ÉG ÞEKKI HELLING AF STRÁKUM Í MÖRGUM LIÐUM. ÉG ÆFÐI LÍKA MEÐ STJÖRNUNNI OG AÞENU EINU SINNI. HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN KEFLAVÍKUR KARLA OG KVENNA?

DAVID OKEKE OG MILKA KARLAMEGIN OG DANIELA WALLEN OG ANNA INGUNN HJÁ STELPUNUM. HVER ER BESTUR Í HEIMI?

MICHAEL JORDAN OG GIANNIS ANTETOKOUNMPO.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Íþróttafélagið Nes er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ Verður þrjátíu ára 17. nóvember Íþróttafélagið Nes er orðið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og hefur hlotið gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þess efnis. Íþróttafélagið Nes er vel að þessari viðurkenningu komið en félagið hefur gert fötluðu íþróttafólki á Suðurnesjum mögulegt að stunda sínar íþróttir um áraraðir, reyndar í áratugi því félagið fagnar þrjátíu ára afmæli í ár, þann 17. nóvember. Ragnar Birkir Bjarkarson, formaður Nes, segir í samtali v ið Víkurfréttir að líklega

Ragnar Birkir Bjarkarson, formaður Nes.

muni ekki verða haldið almennilega upp á afmælið fyrr en á næsta ári en á afmælisárinu hefur óvenju mikill tími félagsins hefur farið að einbeita sér að lausnarmiðuðum aðgerðum til að gera iðkendum mögulegt að leggja stund á æfingar. Það má geta þess að margir félagsmanna Nes eru í áhættuhópi og þurft að huga að sóttFélagar í Nes ánægðir með viðurkenningu Fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Mynd: Facebook-síða Íþróttafélagsins Nes

Íþróttafélagið Nes selur þessi merki á 1.500 krónur stykkið til styrktar starfsemi félagsins en merkin er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á nes.stjorn@gmail.com eða með símtali til formannsins (Ragnar Birkir, 696-1032).

vörnum þeirra sérstaklega vegna kórónuveiru­faraldursins. Þá er félagið ólíkt öðrum íþróttafélögum að því leyti að nánast allur sá fjárstuðningur sem félagið fær kemur frá sveitarfélögum en ekki fyrirtækjum og einstaklingum. Því hefur stjórn félagsins lagst í fjármögnun starfsins með sölu á barmmerkjum merktum Íþróttafélaginu Nes og hvetur hann einstaklinga og fyrirtækja til að leggja hönd á plóg og styðja við þetta mikilvæga íþróttastarf fatlaðra.

Deildarkeppni í borðtennis fer fram í Reykjanesbæ Borðtennisfélag Reykjanesbæjar mun halda deildarhelgi um næstu helgi, 30. og 31. október. Deildarhelgi er umferð í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands. Leikið verður í nývígðri aðstöðu félagsins þar sem slökkviliðið var áður til húsa (Hringbraut 125). Þetta er fyrsta mótið sem félagið heldur á vegum Borðtennissambandsins en félagið tekur þátt í deildarkeppninni í fyrsta sinn í ár.

Matráður eða matreiðslumaður/kona á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Fram undan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í okkar frábæra hóp. Við leitum að fjölhæfum, hugmyndaríkum og skemmtilegum matráði eða matreiðslumanni/konu til að taka þátt með okkur í að laga góðan, fjölbreyttan og spennandi mat handa okkar frábæru gestum og starfsfólki. Hér hjá HSS rekum við metnaðarfullt eldhús þar sem við ætlum okkur byggja upp eitt besta sjúkrahúsmötuneyti landsins. Um er að ræða 100% starfshlutfall með viðveru virka daga og aðra hvora helgi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Helstu verkefni og ábyrgð: Starfið felst í almennri matreiðslu ásamt tilbúningi og eftirliti með sérfæði. Leiðbeiningar og kennsla til starfsmanna. Eftirlit og þátttaka í að tryggja að GÁMS stöðlum sé fylgt

Hæfniskröfur: • Menntun á sviði matreiðslu • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg • Faglegur metnaður • Framúrskarandi samskiptahæfni • Góð íslenskukunnátta • Góð þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir Laus störf. Nánari upplýsingar er þar að finna.

Um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ: „Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild.“ (isi.is)

Viðburðir í Reykjanesbæ Meira en þúsund orð Á föstudaginn kl 17:00 verður opnuð sýning í Bíósal Duus Safnahúsa sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra en það er hátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti & fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang & tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið - Stapaskóli óskar eftir kennara Umhverfissvið - Verkefnisstjóri skipulagsmála Fræðslusvið, Háaleitisskóli – Kennari Nýheima, móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

s æ n a meg

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir er ánægð í atvinnumennsku í knattspyrnu

Finnst þér þú hafa tekið framförum, fótboltalega séð? „Já, ég myndi segja það. Annað væri eitthvað skrítið, miðað við gæðin á þjálfurunum og liðsfélögunum hérna. Ég hef 100% bætt mig en ég á margt ólært svo það er pláss fyrir miklu meiri bætingu.“

Það fer vel um Sveindísi og Sigga í Svíþjóð.

Dýrmæt lexía

Hvernig fer um ykkur í Svíþjóð, eruð þið búin að koma ykkur vel fyrir? „Það er meganæs í Svíþjóð. Ég get ekki kvartað yfir neinu og finnst bara gott að vera hérna.“ Hvernig finnst þér svo að vera atvinnumaður? „Eins og ég sagði, þetta er meganæs. Það hefur líka gengið vel að falla inn í hópinn, margir Íslendingar hér og þá hefur Sif hjálpað mikið til,“ segir Sveindís sem segist líka vel að vera orðin atvinnumaður. Hún segir lífernið henta sér fullkomlega og það séu bara spennandi tímar framundan. Hvernig er venjulegur dagur hjá ykkur, hvað gerir þú fyrir utan að æfa og spila fótbolta? „Mjög lítið eiginlega,“ svarar Sveindís og hlær. „Við æfum seint á daginn, byrjum æfingar um þrjúleytið, svo ég fer oft í ræktina fyrri partinn. Ekkert í neina kraftþjálfun, meira svona fyrirbyggjandi æfingar eins og styrkja svæðið í kringum hnén. Ég þarf svo sem ekkert að hafa neitt fyrir stafni, chilla eitthvað bara. Svo prjóna ég rosalega mikið, ég get alveg gleymt mér við það að prjóna. Það fer mér voðalega vel að prjóna og chilla.“

Saknar einskis Nú þegar draumurinn um að verða atvinnumaður er búinn að rætast, hvers saknarðu þá mest fyrir utan fjölskyldu og vina? „Fyrir utan fjölskyldu og vina?“ Sveindís andvarpar: „Úff ... eiginlega einskis. Í alvöru talað þá eru það fjölskyldan og vinirnir sem maður

saknar mest. Staðurinn Ísland er ekki það sem ég sakna neitt sérstaklega. Ég hef það gott hérna í Svíþjóð en það væri samt voða gott að geta skotist út og hitt vinina eða til að kíkja á fjölskylduna.“ Sigurður Ingi Bergsson, kærasti Sveindísar, flutti með henni til Svíþjóðar og aðspurð um hvað hann hafi fyrir stafni þar segir Sveindís að hann sé m.a. með nokkra einstaklinga í einkaþjálfun í ræktinni. „Siggi, hann gerir eiginlega ekki neitt,“ segir hún og skellir upp úr. „Nei, hann er með nokkra í einkaþjálfun og einn þeirra rekur sendingafyrirtæki þar sem hann hleypur í skarðið þegar vantar í útkeyrslu.“ Siggi, sem lék fótbolta m.a. með Víði Garði, prófaði að æfa með knattspyrnuliði í Kristianstad en hann fann sig ekki þar. „Hann æfir bara með mér og tekur stundum þátt í æfingum með okkur í Kristianstad, þegar við erum með tvö ellefu manna lið. Elísabet vill frekar fá stráka sem eru sterkari og hlaupa hraðar en við,“ segir Sveindís. Parið tekst á um boltann á æfingu hjá Kristianstad.

Sveindís stimplaði sig inn í sænsku úrvalsdeildina strax í fyrstu umferð þegar hún skoraði eina mark Kristianstad í jafnteflisleik, í næsta leik lagði hún upp mark og skoraði sjálf í 2:1 sigri liðsins. Það var því áfall þegar Sveindís varð fyrir meiðslum í þriðju umferð deildarinnar og var borin af velli, var jafnvel talið að hún hefði slitið krossbönd eða eitthvað álíka og útlitið var ekki gott hjá knattspyrnukonunni ungu sem var rétt að hefja sinn atvinnumannaferil. Nú meiddist þú snemma á tímabilinu, var það ekki sjokk? „Jú, það var rosalegt áfall. Þetta virðist hafa litið verr út en það var í raun og veru. Það voru allir að segja mér að þetta gætu verið slitin krossbönd eða eitthvað svoleiðis. Ég var farin að sjá fram á níu mánuði eða eitthvað svoleiðis frá boltanum. Þetta gerðist á föstudegi og ég komst ekki í myndatöku strax, það var ekki fyrr en á mánudegi að ég fór í myndatöku, svo ég beið alla helgina með kvíðahnút í maganum. Þegar ég loksins komst í myndatöku sást strax að þetta var ekkert alvarlegt – þá brotnaði ég algerlega niður og fór bara að gráta. Þetta var samt ágæt lexía. Ég gerði mér grein fyrir því að ég þarf að hugsa vel um mig, vera dugleg í

ræktinni og hætta að vera löt,“ segir Sveindís en hún talaði um það í viðtali við Víkurfréttir fyrir rétt um ári síðan hvað henni leiddist að hlaupa.

Á leið í þýsku Bundesliguna Eru forsvarsmenn Wolfsburg í einhverju sambandi við þig, veistu eitthvað um framhaldið? „Það hefur svo sem ekkert verið mikið samband en fyrr en nú af því að það styttist í að ég flytji þangað. Ég held að þeir hafi bara leyft mér að einbeita mér að því að spila en ég

Mynd: Fotbolti.net

KSÍ á í vandræðum en það nær ekki til okkar, leikmannana, ef eitthvað er þá erum við bara að fá meiri athygli ... er búin að vera að skoða íbúðir með aðila frá þeim og svo ætlar aðstoðarþjálfarinn hjá Wolfsburg að mæta á næsta leik með okkur til að fylgjast með mér.“ Hvenær ferðu til Þýskalands? „Það verður í byrjun desember, strax eftir landsliðsverkefnin í nóvember. Svo það er stutt í þetta.“ Þegar ég spyr hvernig þýskunámið gangi hlær Sveindís og segist ekki vera byrjuð enn. „Þjálfarinn talar nú einhverja ensku svo þetta hlýtur að reddast.“ Mynd: Fotbolti.net

Undanfarin misseri hafa verið viðburðarrík í lífi keflvísku knattspyrnukonunnar og leikmanns íslenska landsliðsins Sveindísar Jane Jónsdóttur. Hún samdi við þýska stórliðið Wolfsburg í lok síðasta árs og var í framhaldinu lánuð til Kristianstad sem leikur í sænsku úr­vals­deild­inni. Þar hefur hún hlotið dýrmæta reynslu og hefur skorað sex mörk í sautján leikjum. Víkurfréttir tóku tal af Sveindísi þar sem hún var stödd á Íslandi vegna leikja íslenska landsliðsins en senn líður að því að hún færi sig yfir til Þýskalands.

Sveindís hefur fulla trú á að íslenska landsliðið fari á HM.

Lætur ekkert trufla sig og ætlar á HM Sveindís stimplaði sig rækilega inn í íslenska A-landsliðið í fyrra þegar hún var nálægt því að skora þrennu í fyrsta leik. Hún lék með landsliði kvenna gegn Tékklandi síðasta föstudag þar sem þær íslensku sýndu glimrandi frammistöðu og unnu góðan 4:0 sigur. Hefurðu trú á að þið farið áfram í sjálfa Heimsmeistarakeppnina? „Já, ég hef fulla trú á því. HM er klárlega stefnan hjá okkur. Það eru margar í liðinu sem hafa ekki spilað á HM en við eigum góðan séns, fer auðvitað mikið eftir úrslitunum á móti Kýpur [leikur Íslands og Kýpur fór fram á þriðjudag áður en Víkurfréttir fóru í prentun] en við eigum að vinna þann leik ef við náum svipuðum leik og á móti Tékkum. Liðið var frábært í þeim leik.“ Nú var heljarinnar uppákoma í kringum þjálfara liðsins í fyrra og nú er karlalandsliðið undir smásjánni vegna framkomu nokkurra

leikmanna þess. Knattspyrnusamband Íslands virðist vera að ganga í gegnum erfiða krísu. Hefur þetta ástand haft áhrif á ykkur leikmennina sem eru valdir til að spila fyrir Íslands hönd? „Nei, það hefur allavega ekki haft nein áhrif á mig. Mér finnst við leikmennirnir standa fyrir utan þetta og við náum að einbeita okkur að leikjunum. Hópurinn er góður, þjálfarar og leikmenn. KSÍ á í vandræðum en það nær ekki til okkar, leikmannana, ef eitthvað er þá erum við [kvennalandsliðið] bara að fá meiri athygli,“ segir Sveindís að lokum en hún snýr nú aftur til Svíþjóðar þar sem hún klárar tímabilið með Kristianstad áður en hún stígur enn eitt framfaraskrefið og færir sig í þýsku úrvalsdeildina.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23 KNATTSPYRNUSAMANTEKT

Sigurður Ragnar aðalþjálfari karlaliðs Keflavíkur

Sigurður Ragnar verður áfram, Eysteinn gengur frá borði. Keflvíkingar hafa gert breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir næsta tímabil en Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður Haraldur Guð­ mundsson sem þjálfað hefur meist­ araflokk karla hjá Reyni Sandgerði síðustu ár. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni Hauksson hafa verið aðalþjálfarar meistaraflokks síðustu tvö ár en Ey­

steinn lætur nú af þjálfun meistara­ flokks, hann starfar ennþá hjá yngri flokkum Keflavíkur og á í viðræðum við félagið um stærra hlutverk í af­ reksstarfi þess. Saman komu þeir Eysteinn og Sigurður Ragnar Kefla­ víkurliðinu upp úr Lengjudeildinni á síðasta ári og hélt liðið sæti sínu í deildinni á liðnu sumri auk þess að komast í undanúrslit Mjólkur­ bikarsins. Sigurði til aðstoðar verður Har­ aldur Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og leikmaður og fyrirliði Keflavíkur til margra ára. Hann hefur þjálfað lið Reynis Sandgerði með góðum ár­ angri síðustu ár, tók við liðinu þegar það var í 4. deild og skilur Reynis­ menn í 2. deild.

Freysteinn Ingi skoraði tvö fyrir OB Ungur Njarðvíkingur fékk tækifæri til að æfa með U15 liði OB í Danmörku Freysteinn Ingi Guðnason, fjórtán ára leikmaður þriðja flokks Njarðvíkur, var nýlega í viku heimsókn hjá danska liðinu OB. Eftir góða frammistöðu á Íslandsmótinu og á Rey Cup fékk Freysteinn tækifæri til að heimsækja OB og æfa með U15 liði félagsins í viku.

Sama þjálfarateymi hjá meistaraflokki kvenna Keflavík náði áframhaldandi samn­ ingum við þjálfarateymi meistara­ flokks kvenna fyrir næstu leiktíð og mun Gunnar Magnús Jónsson þjálfa liðið áfram. Hjörtur Fjeldsted verður aðstoðarþjálfari, Óskar Rúnarsson leikgreinandi, Freyr Sverrisson tækniþjálfari og Sævar Júlíusson sinnir markmannsþjálfun.

Sama Þjálfarateymi verður með meistaraflokk kvenna.

Alfreð Elías tekur við Grindavík Grindvík hefur ráðið Al­ ÍBV, BÍ/Bolungarvík og GG freð Elías Jóhannsson sem þar sem hann hóf sinn þjálf­ þjálfara karlaliðs Grindavíkur araferil árið 2006. í knattspyrnu og er samning­ Milan Stefán Jankovic urinn til þriggja ára. verður aðstoðarþjálfari Al­ Alfreð, sem er uppalinn í Alfreð Elías. freðs en Janko hefur búið í Grindavík og á að baki um Grindavík í þrjá áratugi og 40 leiki með félaginu í efstu er vel tendgur knattspyrnu­ deild, hefur undanfarin fimm ár deild Grindavíkur. Ásamt því að vera þjálfað kvennalið Selfoss og gerði aðstoðarþjálfari meistaraflokks mun hann liðið meðal annars að bikar­ hann sinna afreksþjálfun hjá félaginu. meisturum árið 2019. Þar áður hefur Janko var síðast aðstoðarþjálfari hjá hann þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn, Grindavík á árunum 2016 til 2018.

Jón Óli stýrir Grindavík áfram Jón Ólafur Daníelsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna en Jón Óli tók við liðinu síðasta vetur og undir hans stjórn endaði Grindavík í sjötta sæti Lengjudeildar kvenna í sumar. Undir stjórn Grindvíkingar hafa sett stefnuna á að bæta árangur Jóns Óla hélt sinn á næstu leiktíð og frekari frétta af leikmannamálum Grindavík sér í kvennaliðs Grindavíkur og þjálfarateymi þessi er að Lengjudeildinni. vænta á næstu dögum og vikum.

Eiður Ben tekur við Þrótti Vogum ásamt Pétri Péturssyni en Þróttur Vogum hefur ráðið samstarf þeirra skilaði Val Eið Benedikt Eiríksson, sem tveimur Íslandsmeistara­ af mörgum er talinneinn efnilegasti þjálfari landsins, titlum á þremur árum. til að taka við þjálfun meist­ Þróttur Vogum varð araflokks karla í knattspyrnu deildarmeistari 2. deildar Eiður Ben. fyrir komandi tímabil. karla í ár og mun félagið því Eiður Ben er fæddur árið 1991 leika í fyrsta sinn í næstefstu deild á og uppalinn hjá Fjölni. Undanfarin næsta tímabili ásamt því að fagna 90 ár hefur hann þjálfað lið Íslands­ ára afmæli sínu. meistara Vals í efstu deild kvenna

Reynismenn eru að vinna í sínum þjálfaramálum Haraldur fer til Keflavíkur eftir frábært starf með Reyni.

Eftir að Haraldur Guðmundsson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari Reynis er ljóst að Reynismenn eru á höttunum eftir arf­ taka hans. Sigursveinn Bjarni Jónsson, for­ maður félagsins svaraði fyrirspurn Víkur­ frétta á þann veg að Reynismenn ættu í viðræðum við ónefnda(n) aðila og búast megi við yfirlýsingu frá þeim fljótlega.

Unglingastarfið hjá OB er þekkt fyrir gæði og góðan árangur og er OB U15 meðal annars ríkjandi danskir meistarar. Freysteinn Ingi spilaði jafnframt leik með U15 ára liðinu þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3:1 sigri liðsins. Í framhaldi af dvölinni hjá OB hefur leikmanninum verið boðið að taka þátt í æfinga- og keppnisferð liðsins til Þýskalands síðar í vetur.

Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Knattspyrnudeild Keflavíkur auglýsir laust til umsóknar starf Framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Keflavíkur hefur yfirsýn yfir alla starfsemi deildarinnar og fylgir eftir stefnu og markmiðum stjórnar. Þá sér Framkvæmdastjóri um að samræma störf starfsmanna deildarinnar og sjálfboðaliða. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar þarf að hafa reynslu og þekkingu á rekstri, geta sett saman og staðið við fjárhagsáætlanir og vinna ötullega að því að viðhalda og finna nýjar leiðir til að afla tekna fyrir deildina. Framkvæmdastjóri gætir hagsmuna Keflavíkur í hvívetna gagnvart hagsmunaaðilum. Hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur starfar yfirmaður knattspyrnumála sem vinnur náið með framkvæmdastjóra að málefnum knattspyrnuliða, barna- og unglingaráðs og afreksstefnu. Ekki er gert krafa um reynslu úr knattspyrnuheiminum en brennandi áhugi á íþróttinni er nauðsynlegur. Helstu verkefni og ábyrgð:

Menntunar- og hæfniskröfur

n Fylgja eftir stefnu og markmiðum stjórnar n Samræma störf starfsmanna og sjálfboðaliða n Sjá um sölu og kaup á leikmönnum í samráði við yfirmann knattspyrnumála n Útbúa og standa við fjárhagsáætlanir n Viðhalda viðskiptasamböndum og afla tekna fyrir deildina n Samskipti við samfélag og hagsmunaaðila n Skipulag á leikdögum í samráði við starfsmenn og sjálfboðaliða

n Menntun sem nýtist í starfi n Reynsla af rekstri n Þekking á gerð fjárhagsáætlana n Sjálfstæð vinnubrögð n Leiðtogahæfni n Afburða samskiptahæfni

Umsóknir um starfið berist á alfred.is

Keflavík er eitt sigursælasta knattspyrnulið landsins. Félagið heldur úti meistaraflokki karla og kvenna sem bæði leika í efstu deild. Þá er starfrækt mjög öflugt barna- og unglingastarf en mikil áhersla er lögð á það hjá félaginu að efla það enn frekar. Félagið er samfélagslega mikilvægt og tekur hlutverk sitt í samfélaginu mjög alvarlega. Gerð er krafa um að starfsmenn félagsins séu félaginu til sóma í hvívetna og tileinki sér þau gildi sem félagið starfar eftir.

Heimamennirnir Sigurður og Arnar áfram hjá Víði Sigurður Elíasson og Arnar Smárason tóku við Víðisliðinu fyrir síðustu leiktíð eftir að liðið féll úr 2. deild árið á undan. Báðir eru þeir fyrrverandi leik­ menn Víðis, Sigurður lék 88 leiki fyrir Víði og Arnar 65. Þeir félagar munu setja allt kapp á að koma Víði aftur upp í 2. deild á næsta tímabili en Víðismönnum gekk ekki sem skildi í ár og endaði í sjötta sæti 3. deildar.

sport Víðismenn vilja án efa komast aftur í 2. deild.

Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja

vf.is


Verslum heima!

Fiskbúð Reykjaness þjónustar lítil og stór fyrirtæki. Hjá okkur fá einstaklingar og fyrirtæki persónulega og góða þjónustu.

Hafðu samband!

Brekkustíg 40 / 260 Reykjanesbæ / 783-9821 / fbr@fbr.is / fbr.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.