Víkurfréttir 40. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 27. október 2021 // 40. tbl. // 42. árg.

Efla fjarskiptaþjónustu með 4,5G netsambandi í Höfnum

Áhugi er á að taka byggingar Norðuráls í Helguvík undir verkefnið. Stofnendur Reykjanesklasans hafa verið í viðræðum við Norðurál um kaup á húsum félagsins í Helguvík fyrir þessa starfsemi. Sem kunnugt er hafði Norðurál gert samkomulag við Fiskeldisfyrirtæki Samherja um sölu á byggingunni, fyrr á árinu, sem ekki varð úr. VF-mynd: Hilmar Bragi

Sprotagarður í Helguvík

Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi huga nú að undirbúningi græns sprotagarðs (eco-industrial park) í Helguvík. Sprotagarðurinn hefur fengið vinnuheitið Reykjanesklasinn. Fyrirhugað er að Reykjanesklasinn verði ekki rekinn í hagnaðarskyni. Áhugi er á að taka byggingar Norðuráls í Helguvík undir verkefnið. Stofnendur Reykjanesklasans hafa verið í viðræðum við Norðurál um kaup á húsum félagsins í Helguvík fyrir þessa starfsemi. Sem kunnugt er hafði Norðurál gert samkomulag við Samherja um sölu á byggingunni, fyrr á árinu, sem ekki varð úr. Í Reykjanesklasanum verður sérstaklega leitað leiða til að fyrirtækin

geti samnýtt auðlindir og stuðlað jafnframt að því að það sem fellur til hjá einu fyrirtæki geti orðið að nýtanlegri auðlind fyrir annað fyrirtæki í klasanum. Mikill áhugi er hjá sprotafyrirtækjum og aðilum á svæðinu fyrir verkefninu. Erlendis hefur verið algengt að gömul verksmiðjuhús gangi í endurnýjun lífdaga og sé breytt í klasahús þar sem mörg fyrirtæki og sprotar

LJÓSLEIÐARINN er kominn!

Ekkert tengigjald FRÍR ROUTER

11.490,- kr/mán.

vinna saman. Markmið Íslenska sjávarklasans er að nýta þá þekkingu sem klasinn hefur aflað sér við rekstur Húss sjávarklasans í Reykjavík og í Portland Maine til að þróa klasasamstarf á Reykjanesi. Töluverð eftirspurn hefur verið hjá minni fyrirtækjum og sprotum eftir stærra húsnæði til margvíslegrar framleiðslu en Sjávarklasinn hefur ekki getað boðið upp á slíkt.

Helguvík er þannig ákjósanleg viðbót við starfsemi klasans. Reykjanesklasinn mun bjóða stórum sem smáum fyrirtækjum aðstöðu til m.a. framleiðslu, samsetninga, rannsókna, ylræktar og eldis svo eitthvað sé nefnt. Staðsetning við alþjóðaflugvöll og Helguvíkurhöfn gefur aðstöðunni stóraukið vægi. Markmið Reykjanesklasans er að efla samstarf og traust á milli fyrirtækja með það að markmiði að skapa verðmæti og áhugaverð störf, stuðla að bættri nýtingu auðlinda og betra umhverfi.

Nova hf. er að efla fjarskiptaþjónustu sína í Höfnum og hefur óskað eftir að leigja þar aðstöðu á hafnarsvæði Reykjaneshafnar undir búnað til þeirra nota. Til stendur að setja upp 4,5G þráðlaus netsamband og þegar ljósleiðari verður lagður á staðinn verður í boði að tengjast 5G netinu í Höfnum. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar. Þar fór hafnarstjóri yfir drög að leigusamning um viðkomandi aðstöðu. „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að geta lagt fyrirhugaðri innviðauppbyggingu í Höfnum lið með leigu á aðstöðu undir fjarskiptabúnað. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi og felur hafnarstjóra að undirrita hann,“ segir í afgreiðslu sjórnar hafnarinnar sem var samþykkt samhljóða.

Heilsuleikskólinn Skógarás leiðandi í innleiðingu YAP >> 14–15

HÉR FÆST ALLT FYRIR HREKKJAVÖKUNA

Hafnargata 21 • Sími 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.