Af hverju var sálfræðiþjónusta í FS lögð niður?
Ásdís Ragna Einarsdóttir, lýð heilsufulltrúi, kynnti á síðasta fundi lýðheilsuráðs niðurstöður rýnihóparannsóknar, Lýðheilsa á Suðurnesjum, sem var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Ís lands fyrir Reykjanesbæ.
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir gögnum um nýt ingu á sálfræðiþjónustu sem stóð til boða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá vill ráðið vita hvort til séu gögn
um það hversu mörgum málum var vísað áfram til áframhaldandi úr ræða og af hverju þessi þjónusta var lögð niður.
Um 40 einstaklingar nota þjónustu Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum
Frú Ragnheiður og staða heim ilislausra í Reykjanesbæ var til umræðu á síðasta fundi vel ferðarráðs Reykjanesbæjar. Jó hanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum, og Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, mættu á fundinn undir þessum lið.
Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar þar sem lögð er áhersla á að fyrir byggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óaftur kræfan skaða sem og að auka lífs gæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni í æð með því að veita lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smit sjúkdóma á borð við HIV og lifrar bólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neyslu hegðun og minna af notuðum
sprautubúnaði í almennings rýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af verkefninu án mikils tilkostnaðar.
Jóhanna Björk Sigurbjörns dóttir, verkefnastjóri, kynnti verk efnið Frú Ragnheiður á Suður nesjum sem hófst í júní 2020 og hefur farið ört stækkandi síðan. Á þessu ári eru um 40 notendur sem skiptast nokkuð jafnt milli kynja. Jóhanna fylgir eftir málum sem koma inn í bílinn og stendur til að hækka starfshlutfall hennar en til þess þarf meira fjármagn í verkefnið. Verkefnið eignaðist sinn eigin bíl í byrjun árs. Það sem af er árinu 2022 hafa 38 einstaklingar leitað til Frú Ragnheiðar á Suður nesjum og heimsóknir eru samtals 374. Nú þegar hefur verið fargað 207 lítrum af notuðum sprautu búnaði.
Á fundinum fór Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, yfir stöðuna varðandi heimilislausa einstaklinga í Reykjanesbæ.
Best nýttu póstbox landsins á Suðurnesjum
„Það er verið að setja upp póstbox í Sandgerði, Garði og Vogum svo póstboxum fjölgar til muna á næstu vikum á Suðurnesjum. Þá er þriðja póstboxið væntanlegt í Reykjanesbæ. Pósturinn leggur mikla áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda,“ segir Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Póstsins á Suðurnesjum. Hún starfar á pósthúsinu við Hafnargötu í Reykjanesbæ.
Póstboxin slegið í gegn
„Við erum þegar með tvö póstbox í Reykjanesbæ og það þriðja er á leiðinni. Bæjarbúar hafa tekið póst boxunum opnum örmum og það er einstaklega góð nýting á fyrstu tveimur boxunum. Þau eru best nýttu póstboxin á landsvísu og ég verð að hrósa starfsfólkinu hér sem hefur verið mjög duglegt að kynna póstboxin fyrir bæjarbúum. Suður nesjamenn taka yfirleitt vel á móti nýjungum og það hefur sýnt sig með boxin. Þau hafa sannarlega slegið í gegn hér í bænum og það er mjög skemmtilegt.”
Opin allan sólarhringinn
Hún segir að þetta sé auðvitað þróunin á okkar hröðu tímum tækni og örra breytinga. ,,Það sem er svo þægilegt við póstboxin er að þau eru opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Svo erum við með laugar dagsáfyllingar líka þannig að það er fyllt á boxin sex daga vikunnar. Við skiptavinir geta raunar sótt hvenær sem er sólarhringsins í póstboxin sem er afar þægilegt. Það er líka hægt að senda pakka í póstboxunum sem gerir þau enn nytsamlegri,“ segir Elín Björg. Hún hóf störf hjá Póst inum árið 2019 og tók þá við stöðu stöðvarstjóra á Suðurnesjum. Hún segist sjálf líta á sig sem Njarðvíking fyrst og fremst þótt hún hafi búið fyrstu árin í Grímsnesi.
„Við erum alltaf að fylgjast með þörfinni og meta hvort við eigum að stækka póstbox sem eru nú þegar til staðar. Nú er þriðja póstboxið að koma sem bætir þjónustuna enn frekar. Við höfum einnig ráðist í endurbætur á pósthúsinu við Hafn argötu og það lítur ljómandi vel út.“
Fyrirtækjaþjónusta Póstsins aðstoðar í jólatörninni
Elín Björg nefnir að miklar breyt ingar hafi orðið á póstþjónustu á síðustu árum. „Fjöldi bréfasendinga hefur dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Við erum með mjög góða fyrirtækjaþjónustu og ég hvet fyrirtæki hér í bænum til að skoða þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Nú eru jólin að nálgast óðfluga og Pósturinn getur aðstoðað fyrirtæki í jólatörninni. Það eru fjölbreyttar þjónustuleiðir í boði, t.d. getum við komið og sótt pantanir alla virka daga, það eru farnar aukaferðir með pakka og boðið er upp á vöruskil. Ég vil hvetja fyrirtæki hér á Suður nesjum til að hafa samband við fyrir tækjaþjónustuna okkar,“ segir Elín Björg.
Loks nefnir Elín Björg að breytingar verði á póstþjónustu í Grindavík í janúar næstkomandi. Til stendur að loka pósthúsinu en leggja
þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu á svæðinu. „Breyttir tímar gera kröfu um breytta þjón ustu sem við verðum víst að laga okkur að. Viljinn hjá okkur er sterkur til að þróa þjónustuna þar svo hún verði framúrskarandi.“
Ein stór fjölskylda
Alls starfa 22 starfsmenn hjá Póst inum á Suðurnesjum. „Það er góður starfsandi hjá okkur og við erum eins og ein stór fjölskylda. Þetta er frábær vinnustaður. Það er mikil til hlökkun að demba sér í jólatörnina sem er alltaf skemmtileg þótt það sé mikið að gera á þeim tíma. Við setjum okkur í jólagírinn og tökum vel á móti viðskiptavinum okkar sem koma með pakka eða bréf til vina og ættingja fyrir jólin. Ég vil hvetja fólk til að vera tímanlega á ferðinni með jólapakkana þar sem það er mikið að gera á þessum tíma,“ segir Elín Björg glaðlega að lokum.
FRIÐRIK FRIÐRIKSSON
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
KVIKMYNDAGERÐARMENN HUMARSÚPU HEIÐRAÐIR Í GRINDAVÍK
GRINDAVÍK
væru ekki bara eskimóar eins og margir héldu ...
Í rannsóknarleiðangur á Bryggjuna
Grindavíkurbær bauð til samkomu á veitingastaðnum Bryggjunni í tilefni þess að kvikmyndagerðarmennirnir Rafael Molés og Pepe Andreu, sem gerðu heimildarmyndina Humar súpa, voru staddir hér á Íslandi. Með þeim var íslenski kvikmyndagerða maðurinn Ólafur Rögnvaldsson en hann tók einnig þátt í gerð myndar innar. Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, hélt tölu og færði fé lögunum sitthvort málverkið eftir grindvíska listamanninn Pálmar Guðmundsson en hann málar mikið eftir ljósmyndum og voru myndirnar af Bryggjunni, í björtu og rökkri. Það var skemmtileg tilviljun að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann esson, var staddur á Bryggjunni á sama tíma að borða hádegismat með krónprinsinum af Noregi, Hákoni Magnúsi, en hann var viðstaddur Arctic Circle ráðstefnuna. Guðni sótti Hákon þennan morgun, fór með hann til Grindavíkur þar sem þeir borðuðu á Bryggjunni og gengu svo um gosstöðvarnar.
En aftur að spænsku kvikmynda gerðarmönnunum. Umrædd mynd, Humarsúpa, var sýnd á RÚV síðasta vor en myndin hefur verið sýnd í 80
borgum á Spáni og ótal kvikmynda hátíðum um allan heim. Kvikmyndin vann til verðlauna, vann m.a. gull verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Sikiley.
Verið að sýna ferðamönnum sparihliðina
En hver er forsagan og af hverju Bryggjan? Pepe Andreu var á ferða lagi um Ísland fyrir nokkrum árum með fjölskyldu sinni. Þau gistu í Reykjavík og keyrðu þaðan í allar áttir. Þau fóru í Bláa lónið, þar var margt fólk og erfitt að komast að, náttúran var stórkostleg. Frábær ferðamannastaður. Samt var eins og þetta væri ekki alveg ekta fyrir íslenska þjóð. Það var nýtt hótel á staðnum, Retreat hótelið, og gest unum var sagt hvað nóttin kostaði.
„Var Ísland svona ríkt land?,“ hugsuðu ferðalangarnir með sér. Það búa bara þrjú hundruð og eitthvað þúsund einstaklingar á Íslandi. Þegar glöggir listamenn koma á svona stað fá þeir á tilfinninguna að það sé verið að sýna gestum sparihliðina, sem er ósköp eðlilegt.
Grindavík er þekkt fyrir að vera samsett úr hverfum; Staðarhverfi, Járngerðarstaðarhverfi og Þórkötlu staðahverfi. Hér áður fyrr var Krísu víkurhverfið líka í Grindavík. Á síð ustu áratugum hefur nýtt hverfi litið dagsins ljós, sem við getum kallað „Bláalónshverfið“ sem í vaxandi mæli er farið að skila drjúgum skerfi í bæjarframleiðslu Grindavíkur.
Listamaðurinn frá Valencia var mjög hrifinn svo ekki sé meira sagt. Hann var strax farinn að vinna í fríinu sínu og fjölskyld unnar. Hann fór í rannsóknarleið angur til Grindavíkur strax næsta dag og kom á Bryggjuna snemma morguns. Kaffihúsið opnaði klukkan sjö og Spánverjinn stóð við hurðina þegar húsið opnaði og bauð góðan dag. Veitingamaðurinn, Aðalgeir Jóhannsson, var hnellinn og við ræðugóður. Skömmu síðar mættu nokkrir fararstjórar á litlum rútum með fólk af flugvellinum sem var ný lent. Þetta voru farþegar sem höfðu eytt nóttinni í að fljúga frá Ameríku og hlökkuðu mikið til að heimsækja þetta skrítna land. Þeir sem tóku á móti flugfarþegunum vissu að Bryggjan vaknaði snemma, kannski fyrr en aðrir veitingastaðir. Vertinn var útlærður netagerðarmaður með áratuga reynslu. Hann sagði fólkinu sögur úr sjávarplássinu og tók fyrir það langsplæs á gömlum hanafæti og snjallsímarnir tóku hreyfimyndir til að senda vinum sínum í Ameríku til að sanna fyrir þeim að hér væru ekki bara eskimóar eins og margir héldu. Skömmu síðar mættu fastagestirnir og fengu sín sæti og kaffi. Þetta eru miklir sérfræðingar í þjóðmálum og víluðu ekki fyrir sér að fara í flókn ustu mál heimsfréttana. Stundum var þeim heitt í hamsi en allt var leyst á skömmum tíma.
Rifu sig úr fötunum og stukku í höfnina
Breyting á Aðalskipulagi Grindavíkur
ÍB3 – fjölgun íbúða
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti 27. september 2022 tillögu að óveru legri breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018–2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að á íbúðarsvæði ÍB3 er bætt inn heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þétt ingarreiti innan íbúðarsvæðisins. Greinargerð með rökstuðningi er á upp drætti dags. 9. september 2022.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Grindavíkur.
Skipulagsfulltrúi Grindavíkur
Klukkan tíu hófst fundur samkvæmt dagskrá. Þessir fundir gengu undir nafninu „Milliliðalaust á Bryggjunni“. Frummælandi að þessu sinni var Oddný Harðardóttir, formaður fjár laganefndar þess tíma. Húsið var
troðfullt og fundarstjórinn vitnaði í setningu frá Einari Ben: „Þú fólk með eymd í arf, þyrst og svangt við gnóttir stórra linda. Reistu í verki viljans merki, vilji er allt sem þarf.“
Klukkan fjögur átti að hefjast bein útsending frá EM í Frakklandi. Leik urinn var á milli Íslands og Englands. Það var stórstreymt og gott veður. Undir þessum kringumstæðum er alltaf háflóð í Grindavík á milli klukkan sex og sjö síðdegis. Það var gríðarleg stemmning og Spán verjinn naut sín vel, hann varð vitni að leik og stemmningu sem hann mun aldrei gleyma en öll munum við hvernig þessi frægi leikur þró aðist. Spánverjinn er ýmsu vanur þar sem hann er kunnugur spænska boltanum en honum var öllum lokið þegar þeir sem voru vitni að þessum stórtíðindum á Bryggjunni, rifu sig úr fötunum, hlupu yfir kæjann og stungu sér í höfnina. Hann reif upp símann sinn og tók óborganlegar myndir. Hann sagðist vera búinn að finna stað, Grindavík, sem hefur bæði Bláa lónið og Bryggjuna innan sinna bæjarmarka. Hér gerum við kvikmynd í hvelli, þar sem þjóðar sálin er fölskvalaus.
Ekki verði tekið gjald fyrir árskort á bókasafninu
Þjónustugjaldskrá á frístunda- og menningarsviði Grindavíkur fyrir árið 2023 var til umræðu á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar.
Nefndin leggur til að ekki verði tekið gjald fyrir árskort á
fram tillögu að þjónustugjaldskrá fyrir bæjarráð.
Grindvíkurkirkja liggur undir skemmdum – neyðarkall!
Tónleikar til styrktar endurbótum á Grindavíkurkirkju
„Nýja“ Grindavíkurkirkjan var tekin í notkun árið 1982 en sú gamla, við Kirkjustíg, var formlega afhelguð í messu
Allur ágóði rennur í endurbótasjóð en frjáls framlög verða við hurð en einnig hægt að leggja beint inn á reikning: 0143-15-380112, kt. 410272-1489.
Grindvíkingar eru hvattir til að sýna stuðning sinn við kirkjuna sína í verki og mæta á tónleikana og styðja við þarft málefni.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og krónprinsinn af Noregi, Hákon Magnús, á Bryggjunni á sama tíma. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Kvikmyndagerðarmennirnir Rafael Molés, Pepe Andreu og Ólafur Rögnvaldsson ásamt Aðalgeiri Jóhannssyni, Ásrúnu Kristinsdóttur og Pálmari Guðmundssyni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Hákon Magnús, krónprins af Noregi, voru gestir á Bryggjunni þennan dag. Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, hélt tölu og færði félögunum sitthvort málverkið eftir grindvíska listamanninn Pálmar Guðmundsson en hann málar mikið eftir ljósmyndum og voru myndirnar af Bryggjunni, í björtu og rökkrihreyfimyndir
Leikhúsferð
Félags eldri borgara verður farin sunnudaginn 4. desember 2022.
Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá „Svo á jörðu sem á himni“
Farið frá Nesvöllum kl.18.30 sýning hefst kl. 20.00. Miðaverð 8.900.-
Pantanir hjá Ólu Björk síma 421-2972 og Björgu 865-9897. Miðar seldir á Nesvöllum miðvikudaginn 9. nóvember 15–16.
Þurfum að staðfesta fjölda miða 11. nóvember. Ekki verður farið með færri en 30. Þið sem hafið áhuga, vinsamlega hafið samband sem fyrst. Við þurfum að gera skil við leikhúsið 11. nóvember.
Leikhúsnefnd
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Akurskóli - Sérfræðingur
Heiðarsel - Leikskólakennari
Heiðarskóli – Starfsmaður skóla
Velferðarsvið - Félagsráðgjafi
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Stofnaður verði bílastæðasjóður í Reykjanesbæ
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar að stofnun bílastæðasjóðs.
Stofnun bílastæðasjóðs hefur lengi verið í bígerð en tilgangur slíks sjóðs er að halda utan um gjöld, innheimtu og kostnað við bílastæði á bæjar landi og rekstur á bílastæðum í eigu
sveitarfélagsins. Gerir það mögulegt að fylgja eftir reglum sem sveitar félagið setur um óheimilar eða tíma bundnar bifreiðastöður með sektum.
Einnig hefði sjóðurinn umsjón með styrkjum til íbúa og lóðarhafa til að
útbúa bílastæði ef ástæða þykir til. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur með tengingu við um
hverfis- og skipulagsráð og bæjarráð sem kannar fýsileika og ákveði verk efni sjóðsins. Verði tekin ákvörðun um stofnun sjóðsins verði honum sett stjórn sem mótar reglur og starfshætti. Tekjur sjóðsins rynnu til rekstrar hans og afgangur í bæjar sjóð.
Áhyggjur af stöðu ofbeldismála ungmenna og fjölga þarf félagsmiðstöðvum
Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur sérstakar áhyggjur af stöðu ofbeldismála ungmenna í þjóð félaginu en umræðan um málefnið hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Þá er vert að taka undir og minna á mikilvægi þess að útivistartími barna og ung
menna sé virtur. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð velferðarráðs bæjarins, þar sem fundargerð Sam takahópsins frá 28. september sl. var til umfjöllunar.
„Samvera með fjölskyldu er mikil vægt forvarnarstarf og hvetur vel ferðarráð til þess. Ungmennaráð
hefur bent á að fjölga þurfi félags miðstöðvum í sveitarfélaginu þannig að ungmenni hafi staði til að hittast á í sínu nærumhverfi og tekur vel ferðarráð undir þau sjónarmið,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Ansi fallegt hljóð heyrist þegar hann er að sigla í land
Tíminn líður áfram og ekkert sem er hægt að gera sem stoppar það. Í síðustu pistlum hef ég skrifað um það að enginn línubátur sé á veiðum hérna frá Suðurnesjunum. Þangað til núna.
Því að fyrsti báturinn til að hefja línuveiðar núna á þessu hausti hefur hafið veiðar – og heitir sá bátur Katrín GK og er í eigu Stakka víkur ehf. í Grindavík. Rær báturinn frá Sandgerði á þekkt línumið utan við Sandgerði og fyrsti róður bátsins var ansi góður, eða um 7,2 tonn. Reyndar þegar þetta er skrifað þá er Jón Ásbjörnsson RE að koma frá Þorlákshöfn og líka á miðin þarna fyrir utan Sandgerði.
Þessi bátur, Katrín GK, er nokkuð merkilegur í það minnsta fyrir ansi fallegt hljóð sem heyrist þegar hann er að sigla í land, því að ansi mikið vélarhljóð heyrist nokkuð langt að og minnir það á gamla tíma, þegar sjómenn gátu þekkt báta bara með því að hlusta á vélarhljóðið.
Sjálfur man ég vel eftir báti sem átti fyrst sögu sína í Grindavík og hét þá Hrafn Sveinbjarnarsson II GK, um borð í þeim báti var ALPHA aðalvél sem var um 600 hestöfl en sú vél var hæggeng og frekar slag löng. Mikið og ansi flott vélarhljóð var í þeim báti og síðar meir þá fór þessi bátur til Sandgerðis og hét þar Siggi Bjarna GK.
Á kyrrlátum kvöldum þá heyrði ég alveg heim í vélinni í Sigga Bjarna GK þegar hann var á leið í land og í Katrínu GK heyrist líka ansi vel í vélinni.
Með þessum pistli fylgir með myndband einmitt af Katrínu GK koma í land og heyra má vélar hljóðið sem er nú bara ansi flott,
þegar komið er að u.þ.b. 1 mín. og 30 sek. í myndbandinu má heyra ansi vel í bátnum.
Annars fyrir utan Katrínu GK þá hefur veiði bátanna verið svona nokkuð góð. Netabátunum hefur fjölgað um einn því að einn stærsti netabátur landsins, Kap VE, er kominn á netin í Faxaflóanum og hefur verið með netin við Garða skagavita eins og t.d. Maron GK, Halldór Afi GK og Erling KE. Maron GK er kominn með 66 tonn í þrettán róðrum og Halldór Afi GK 22 tonn í átta, þeir landa í Njarðvík og Keflavík. Erling KE kominn með 104 tonn í ellefu en hann landar í Sandgerði.
Veiði dragnótabátanna er mjög góð og er Sigurfari GK kominn með 165 tonn í tólf róðrum og mest 31 tonn, Siggi Bjarna GK 104 tonn í tíu og mest 21 tonn, Benni Sæm GK 81 tonn í tíu og mest 18 tonn og Maggý VE 79 tonn í tólf og mest 14 tonn. Ísey EA með 14 tonn í fjórum, landar í Grindavík. Ef við lítum á hina línubátanna sem ennþá eru úti á landi þá er
veiðin hjá þeim nokkuð góð. Fjölnir GK kominn með 404 tonn í fjórum, Sighvatur GK 384 tonn í þremur og Páll Jónsson GK 319 tonn í þremur og allir að landa á Skagaströnd. Valdimar GK 269 tonn í fjórum. Af minni bátunum þá er t.d. Auður Vésteins SU með 121 tonn í tólf og mest 20 tonn, Gísli Súrsson GK 102 tonn í tólf og mest 19 tonn, Margrét GK 108 tonn í fimmtán og Vésteinn GK 84 tonn í sjö og mest 18 tonn. Allir á veiðum fyrir austan land.
Fyrir norðan eru t.d. Óli á Stað GK með 95 tonn í fimmtán, Sævík GK 81 tonn í þrettán, Daðey GK 61 tonn í tíu, Hópsnes GK 22 tonn í sex og Dúddi Gísla GK 39 tonn í átta, allir á Skagaströnd nema Óli á Stað GK sem er á Siglufirði. Hulda hefur verið á báðum stöðum og er kominn með 75 tonn í ellefu róðrum.
a F la F r É ttir á S uður N e SJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.isSaga bændaútgerðarinnar í Vogum og á Vatnsleysuströnd rakin í nýrri bók
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.isSvæðið við Hafnargötu 101 verði þróunarreitur
Skipulagsnefnd Sveitar félagsins Voga leggur til við bæjarstjórn að svæðið við Hafnargötu 101 í Vogum verði auglýst sem þróunarreitur. Við val á umsækjendum verður sér staklega horft til þess að hug myndir um hönnun, skipulag og framkvæmdir taki mið af einkennum, ásýnd og sögu svæðisins og uppbygging styðji við jákvæða atvinnuþróun í ört stækkandi sveitarfélagi, segir í afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi.
Á fundinum voru lögð fram drög að kynningargögnum vegna uppbyggingar og þróunar á lóð Hafnargötu 101. Um þróunarreit er að ræða þar sem miklir mögu leikar eru fyrir hendi.
Á sama fundi var tekið fyrir erindi frá Minjastofnun Íslands, sem hefur óskað eftir því að fá að kynna tillögur sínar vegna mögu legrar uppbyggingar og nýtingar á húsi og lóð Hafnargötu 101.
Nefndin þakkar aðilum Minja stofnunar fyrir góða og áhuga verða kynningu.
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hélt útgáfuhóf um liðna helgi vegna útgáfu bókarinnar Út á Brún og önnur mið - Útgerðar saga Vatnsleysustrandarhrepps til 1930 eftir Hauk Aðalsteinsson. Minjafélagið gefur bókina út. Í bókinni er rakin saga bændaút gerðarinnar í Vogum og á Vatns leysuströnd allt frá elstu fáanlegu heimildum fram á þriðja áratug tuttugustu aldar þegar vélbátar höfðu leyst árabátana af hólmi.
Sagt er frá áhrifum Viðeyjar klausturs á svæðinu, konungsút gerð, spítalafiski, sjósókn, neta veiðideilum, saltfiskverkun, sjó búðum og þilskipaútgerð.
Bókin byggir á viðamikilli könnun frum heimilda í fornbréfasafni, Þjóðskjalasafni og fleiri skjala söfnum sem gefur í mörgum tilfellum nýja sýn á söguna, bæði sögu svæðisins sem og sjó sóknar. Hún er öllum áhugasömum um útgerðarsögu fróðleg lesning og fræðandi um lífshætti þeirra sem sóttu sjóinn og byggðu landið fyrr á öldum.
„Útgáfuhófið var frábært. Fjöl margir komu og nutu þess að hlusta á upplestur úr bókinni, frásögn af tilurð hennar, veitinga, tónlistar og samveru,“ segir Helga Ragnarsdóttir hjá Minja- og sögu félagi Vatnsleysustrandar.
Hafna breytingu á miðbæjarsvæði
Deiliskipulagsbreyting á mið bæjarsvæði í Vogum var tekið fyrir að nýju á síðasta fundi skipulags nefndar. Í breytingunni felst að byggingareitum fjölgar úr tveimur í þrjá. Heimilt verður að byggja á einni til tveimur hæðum fyrir mið bæjarstarfsemi, verslun og þjón ustu. Einnig er heimilit að byggja fjölbýlishús á þremur til fjórum hæðum. Ásamt því eru settir skil málar um nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Fyrir liggur úthlutun bæjar ráðs á lóðinni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er að hafna breytingunni og vill halda í fyrra skipulag.
SAMFÉLAGIÐ OG SKÓLINN
Um aldir fór uppeldi og menntun barna fram á heimilum með að stoð og undir eftirliti presta. Þegar kom fram á 19. öld aukast kröfur um kunnáttu og var það hvati að stofnun barnaskóla til að aðstoða heimilin og prestana, þótt skóla skylda væri engin. Framan af voru skólabörn dýrmætur vinnukraftur og á mörgum heimilum erfitt að sjá af þeim í skólann. Síðan hefur þetta gjörbreyst, nú fer nánast allt nám fram í skólanum og foreldrum og atvinnulífi hentar vel að börnin séu þar lengi, einkum þau yngstu.
Fyrstu áratugina var skólaganga barna fjögur ár, sex mánuði á ári, frá klukkan 10 til 14 sex daga vikunnar. Skólatíminn lengdist í mörgum skrefum alla 20. öldina og undir síðustu aldamót voru grunnskólaár hvers barns orðin tíu, mánuðir á ári hverju níu, daglegur skólatími mun lengri en áður en vinnuvikan hafði reyndar styst í fimm daga. Að auki höfðu bæst við fjögur, fimm ár í leikskóla og hjá flestum nokkur ár í framhaldsnámi. Þetta er gríðarmikil breyting í lífi barna á 150 árum!
Samkvæmt 13. grein upphaf legu reglugerðar Thorchillii-barna skólans frá 1872 skyldi „almenn kennsla veitt í trúarlærdómi, biflíu sögum, íslenskum bóklestri, skrift, reikningi og söng. Þar að auki má, að því leyti sem kringumstæður leyfa, veita tilsögn í rjettritun, undirstöðu íslenskrar málfræði, föðurlands sögu og landafræði. Það skal leyft, að börnum sem skortir gáfur til að nema, sje ekki kennt annað en trúar lærdómurinn, lestur og skript. Þar að auki skal veitt sjerstök kennsla fermdum unglingum,“ og kenna, auk þess fyrrnefnda, dönsku, ensku (sögu) og náttúrusögu. Eins má, „þegar afgangs eru eftirmiðdags stundir frá hinni sjerstöku kennslu, taka nokkra unglinga til undirbún ings undir latínuskólanám“.
Frá því að Íslendingar urðu kristnir var það hlutverk kristin
dómsins að móta siðferði og sam félagsskilning manna. Fram yfir aldamótin 1900 var kristindómur stór hluti náms og kennslu og prestar réðu þar miklu. Með fræðslulög gjöfinni 1907 dró úr kristinfræði og enn frekar er leið á 20. öldina. Þjóð rækni leysti þá trúrækni af hólmi. Þá var, auk landafræði og sögu, farið að kenna þjóðfélagsfræði og í lok aldar innar var einnig farið að kenna nýja námsgrein, lífsleikni. Allan tímann hefur leiðsögn og fordæmi kennara skipt miklu máli, einnig ungmennaog íþróttafélaga, svo ekki sé talað um heimilin. Að auki má nefna bók menntir, fjölmiðla og nú síðast sam félagsmiðla.
Margt er gert til að koma til móts við ólíkar þarfir barna. Í StóruVogaskóla er áhersla á að greina vandamál snemma og boðið er upp á margþætta stoðþjónustu, í fimm ólíkum námsverum. Til dæmis er eitt þeirra fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.
nemendur undir líf og starf í lýð ræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun; starfshættir mótast af um burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi; og nem endum tamin víðsýni og skilningur á mannlegum kjörum og umhverfi. Þá var hafin umbylting námsgreina og kennsluhátta og 1989 tókst loks að setja saman heildstæða námskrá um allt þetta. Landafræði, saga og félagsfræði var tengt saman í sam félagsfræði. Í aðalnámskránni 2011 voru skilgreindir sex grunnþættir og var einn þeirra „lýðræði og mann réttindi“.
Svava Bogadóttir, sem var skóla stjóri 2008–2015, fékk nemendaráð skólans til að undirbúa og halda skólaþing nemenda þar sem lögð var áhersla á að nemendur kæmu sterkir að undirbúningi þingsins, stýrðu því og kynntu niðurstöður. Á einu þinginu var skoðað hvers vegna nemendur hefðu litla trú á eigin námsgetu og var yfirskrift þess þings metnaður.
Næsta vor, 2023, verður unnið með höfundinum Þórunni Rakel Gylfadóttur að nemendaverkefnum við bók hennar, Akam, ég og Annika. Hún fjallar um íslenska unglings stelpu sem flytur til Þýskalands og kynnist bæði Þjóðverjum og öðrum innflytjendum. Bókin er spennandi og tekur á málum sem nú brenna á ungu fólki.
Núverandi skólastjóri, Hilmar E. Svein björnsson, hefur samið fjórar námsbækur í landafræði: Ís land, Evrópa, Heimsálfurnar og Jörðin. Þeim fylgja verkefni og kennsluleiðbeiningar og er þetta námsefni notað í skólum um allt land.
Með náms- og starfsfræðslu tengist skólinn atvinnulífi og nem endur átta sig á hvað þeir vilja læra
og gera að loknum grunnskóla. Jón Ingi hefur sinnt þeim þætti í rúman áratug. Undir lok 20. aldar voru nemendur efstu bekkja í starfskynn ingu í fyrirtækjum og námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Suðurnesja kynnti skólann. Áður kom fyrir að skóla leiðir nemendur vörðu hluta skóla tímans við störf hjá vinnuveitanda sem leiðsagði þeim. Frá árinu 2012 hafa Samband sveitarfélaga á Suður nesjum og Þekkingarsetrið í Sand gerði haldið árlega mjög öflugar starfsgreinakynningar fyrir nem endur í 8. og 10. bekk. Síðast voru kynntar 110 starfsgreinar með tólum, tækjum, tali, tónum og veitingum!
Heimilin eru tengiliður skóla og samfélags. Lítið er vitað um þau tengsl framan af. Þann 3. apríl 1962 samþykkti skólanefnd að á næstu skólaárum verði foreldradagar, einn í byrjun skólaárs og annar síðar, með nánara samband foreldra og kennara að markmiði. Hreinn skólastjóri getur um foreldrafund 30. jan. 1975 og við skólasetningu 1981 ber hann fram ósk um formlegt samstarf for eldra og skóla, sem geti orðið kveikja að auknum námsáhuga nemenda.
Haustið 1983 var stofnað for eldra- og kennarafélag við skólann. Var það fyrst og fremst framtak áhugasamra foreldra. Þátttaka var
dræm framan af. Starfið lenti fyrst og femst á stjórninni sem stóð sig með prýði undir forystu Herdísar Herj ólfsdóttur. Félagið hélt opið hús, fór í gönguferðir með nemendur, hélt fjöl tefli, einnig diskótek í Glaðheimum til fjáröflunar fyrir félagið og beitti áhrifum sínum til eflingar skólanum. Það sama ár var opin vika í lok nóv ember, þar sem foreldrar heimsóttu bekki sinna barna og haldnir voru tveir foreldrafundir. Árið 1987 skyldi vera foreldrafundur tvisvar á vetri, m.a. eftir miðsvetrarpróf og virðist gjarna hafa verið svo síðan. Berg sveinn boðaði til almenns foreldra fundar 1996 þar sem foreldraráð var kjörið. Nálægt aldamótunum 2000 stóðu umsjónarkennarar fyrir vel sóttum bekkjarkvöldum.
Skólinn hefur oft kynnt foreldrum nýtt námsefni og nýjungar í kennslu. Lengi hefur tíðkast að sýna hand verk nemenda við skólaslit og síð asta áratug hefur öll vinna nemenda verið kynnt gestum og gangandi á uppstigningardag og hefur sjötti bekkur þá staðið fyrir kaffisölu til að afla fjár til ferðar í skólabúðir. Skólinn hefur oft fengið gjafir frá félögum og einstaklingum við ýmis tækifæri, hvað oftast frá kven félaginu Fjólu.
Heimildir m.a.: Reglugerð skólans frá 1872. Gjörðabók skólanefndar. Ræður Hreins Ás grímssonar við skólasetningu og skólaslit. Vefur Þekkingarseturs Suðurnesja Fundar gerðir skólaráðs. Almenningsfræðsla á Íslandi. Upplýsingar frá Svövu Bogadóttur, Hilmari E. Sveinbjörnssyni og Særúnu Jónsdóttur.
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 40. ÞÁTTUR Með lögum um grunnskóla 1974 varð skólaskylda níu ár og skóla dagur samfelldur, með áherslu á jafnrétti allra til náms. Grunnskólinn skyldi í samvinnu við heimilin búa VOGAR Haukur Aðalsteinsson er höfundur bókarinnar ÚtáBrún ogönnurmið-Útgerðarsaga Vatnsleysustrandarhreppstil1930 Haukur Aðalsteinsson, höfundur bókarinnar, áritar eintak af henni. Viktor Guðmundsson les úr útgerðarsögunni. Frá miðbæjarsvæðinu í Vogum. Senda má ábendingar um áhugavert efni á Vogasíðu Víkurfrétta með pósti á hilmar@vf.is39
framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum
Fjögur Suðurnesjafyrirtæki koma ný inn á lista Creditinfo
Alls eru 39 fyrirtæki, eða 4,5% af heildarfjöldanum, á lista Credit info yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár staðsett á Suðurnesjum. Fimm efstu sæti listans á Suðurnesjum eru öll í flokki stórra fyrirtækja en þau skipa Þorbjörn í Grindavík, HS Veitur í Reykjanesbæ, Vísir í Grindavík, Einhamar Seafood í Grindavík og Royal Iceland í Reykjanesbæ.
Aðeins eitt fyrirtæki á Suður nesjum hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það er Verkfræðistofa Suðurnesja. Fjögur fyrirtæki á Suðurnesjum koma ný inn á listann í ár en það eru Vísir, Íslandshús, J. Benediktsson og Ísver ehf.
Nánar um Framúrskarandi fyrirtæki: Þetta er í þrettánda sinn sem Credit info veitir framúrskarandi
fyrirtækjum í íslensku atvinnu lífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur en listinn í ár var gerður opinber á viðburði í Hörpu í síðustu viku. Alls hafa 1.881 fyrirtæki ein hvern tímann komist á listann en að eins 54 þeirra hafa hlotið nafnbótina öll árin. Þegar Creditinfo metur hvort fyrirtæki teljist framúrskarandi er m.a. horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síðustu þriggja ára
sé rekstrarhagnaður, ársniðurstaðan jákvæð, rekstrartekjur að lágmarki 50 millj. kr. og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%. Um 39 þúsund fyrirtæki skila
ársreikningi en þegar
lýsti því í viðtali við Víkurfréttir á dögunum að hún ætlaði að styðja við uppsetningu á stafrænni smiðju eða Fab Lab á Suðurnesjum.
Áhugahópur um stafræna smiðju á Suður nesjum óskar eftir því að sveitarfélög, í sam starfi við hagsmunaaðila og ríki komi að stofnun stafrænnar smiðju á Suðurnesjum til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins og efla þar nýsköpun og atvinnulíf. Í því skyni verði settur á fót vinnuhópur hagsmunaaðila og fulltrúa sveitarfélaga sem skoði mögulegar útfærslur og rekstrargrundvöll.
Stafrænar Fab Lab-smiðjur eru nýsköp unarsmiðjur sem veita notendum tækifæri
til að hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með að stoð stafrænnar tækni. Smiðjurnar gefa kost á skapandi námi og auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, frumkvöðla og almennings. Stafrænar smiðjur styðja þannig við virka þátt töku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum sem og bætt tæknilæsi.
Í dag eru starfræktar átta stafrænar smiðjur á landinu og var rekstrargrundvöllur þeirra styrktur og festur í sessi til þriggja ára í mars 2021 með framlagi frá ANR og MRN samtals 84 milljónir króna sem gera um fjórar milljónir frá hvoru ráðuneyti til hverrar smiðju, sem þegar er í rekstri. Rekstrarform smiðjanna eru ólík en að rekstri þeirra koma sveitarfélög og hagsmunaaðilar á hverju svæði. Íbúar á Suðurnesjum eru 29.108 talsins, þar af flestir í Reykjanesbæ, eða 20.298. Svæðið er því með þeim fjölmennari á landinu (utan höfuðborgar)
ef undan er skilið Norðurland Eystra (31.161) og Suðurland (32.161). Því er mikilvægt að íbúar á Suðurnesjum fái sömu tækifæri og aðrir lands hlutar til að styðja við nýsköpun og efla tækni læsi.
Hraðar tæknibreytingar í samfélaginu, oft kenndar við fjórðu iðnbyltinguna, munu hafa mikil áhrif á líf okkar og störf í náinni framtíð og það er mikilvægt að við tökum virkan þátt í þeim tæknibreytingum sem eiga sér stað í heiminum. Stefna og stuðningsumhverfi ný sköpunar þarf því að mynda traustar undir stöður fyrir þróun tækni og atvinnulífs hér á landi, í takt við það sem best gerist í öðrum löndum. Hraðar tæknibreytingar fela einnig í sér margvíslegar samfélagslegar áskoranir. Huga þarf meðal annars að því að tækniþróun leiði ekki til aukinnar aðgreiningar í þjóðfélaginu og að atvinnuþróun tryggi áframhaldandi velferð hér á landi. Nýsköpunarhæfni samfélags, getan
til þess að leiða fram góðar hugmyndir og veita þeim í frjósaman farveg verður því sífellt mikil vægari forsenda lífsgæða.
Gert er ráð fyrir að efla stafrænar smiðjur um allt land í Nýsköpunarstefnu Íslands og falla þær undir mörg markmið í stjórnarsáttmála nú verandi ríkisstjórnar þar sem jafnframt er lögð áhersla á að efla þurfi frumkvöðlamenningu í skólum. Stafræn smiðja á Suðurnesjum getur tengst frumkvöðlasetri fyrir svæðið og fjar vinnustöð vegna starfa án staðsetningar.
Fyrir verkefninu á Suðurnesjum fara Óskar Birgisson, áhugamaður um stofnun stafrænnar smiðju, Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðu maður Þekkingarseturs Suðurnesja, og Dagný Maggýjar, verkefnastjóri Heklunnar, atvinnu þróunarfélags Suðurnesja.
Breyta aðalskipulagi fyrir smáhýsi í landi Gauksstaða
Suðurnesjabær hefur auglýst verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í landi Gauksstaða í Garði. Breytingin felst í breytingu á skil greiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipulagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Gauksstaða, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu.
Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudur nesjabaer.is, ásamt því að vera að gengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtudaginn 10. nóvember 2022.
Um er að ræða nýtt afþreyingarog ferðamannasvæði, svæði fyrir smáhýsi og móttöku– og afþrey ingarrými.
Stefnt er að því að vinna að upp byggingu í landi Gauksstaða í Suður nesjabæ. Um er að ræða uppbygg ingu í smáhýsum til útleigu fyrir ferðaþjónustu, 15 gistihús um 30 fm að stærð hvert, ásamt móttöku– og afþreyingarhúsi, allt að 300 fm.
Uppbyggingin við Gauksstaði verði liður í að byggja upp aðstöðu í Suðurnesjabæ sem yrði viðkomu staður fyrir ferðamenn sbr. áherslur sveitarfélagsins þess efnis. Áætlað er að starfsemin gæti dregið til sín um fimmþúsund til sjöþúsund ferða menn árlega og skapi störf fyrir átta manns.
SUÐURNESJABÆR
Hilmar Bragi Bárðarson
Landbrot og sjávarflóð ógna mannvirkjum í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar ítrekar mikilvægi þess að tryggja sjó varnir í Suðurnesjabæ líkt og lög um sjóvarnir kveða á um en í 1. gr. laganna segir m.a. að byggð svæði og svæði þar sem til staðar eru dýrmæt mannvirki eða menn ingarminjar skulu að jafnaði njóta forgangs við gerð sjóvarna. Í núverandi samgönguáætlun er ekkert kveðið á um sjóvarnir í Suðurnesjabæ þrátt fyrir þá ógn og hættu sem byggð getur og hefur stafað af er snýr af land broti og sjávarflóðum. Veðurfar síðustu ára hefur sýnt það að byggð í Suðurnesjabæ stafar hætta af ágangi sjávar og því brýn nauðsyn að sinna forvörnum og tryggja fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst.
Jákvæð og dugleg
„Eitt orð sem lýsir mér best er að ég er dugleg.
Ég er dugleg í skólanum, vinnunni og passa að ég hafi nóg af tíma til að hitta kærastann minn og bestu vinkonu,“ segir Helga aðspurð hvaða orð lýsi henni best. Helga Lilja hefur nóg að gera en utan skóla og vinnu hefur hún einnig gaman af því að gera neglur og fara einstaka sinnum á krossara.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna rosa mikið að eiga heima nálægt skólanum mínum og ég sakna líka kennar anna og krakkanna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég ákvað að fara FS því hann er á Suður nesjunum og vinir mínir eru þar.
Hver er helsti kosturinn við FS? Mér finnst fólkið vera besti kosturinn við FS og klárlega félagslífið.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið í FS vera gott en það fer rosa mikið eftir því með hverjum þú ert.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég myndi segja Margrét Norðfjörð.
Hver er fyndnastur í skólanum? Sóley Halldórsdóttir.
Hvað hræðist þú mest? Köngulær og sjóinn.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Það sem er heitt er að nota poka sem skólatösku og kalt er bomber jakkar.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Fáviti með Birni.
Samþykkja styttingu vinnuviku sem tilraunaverkefni til eins árs
Dragnótatógið er fundið!
Veiðarfæri
Skerjahverfi tekið að rísa
Nýtt hverfi, Skerjahverfi í Sandgerði í Suðurnesjabæ, er tekið að rísa. Fyrsta skóflustungan að hverfinu var tekin í byrjun maí 2021 og bygg ingarlóðum þar hefur verið sýndur mikill áhugi. Myndin hér til hægri var tekin með flygildi síðasta föstudag og sýnir fyrstu húsinu í hverfinu með byggðina í Sandgerði í baksýn.
HILMAR
Málefni íbúa eru
í beinni
dagskrá
Mörg nágrannasveitarfélög
hafa streymt fundum sínum á netinu um árabil. Suður nesjabær er ört stækkandi sveitarfélag sem mun á næstu misserum fara í 4.000 íbúa en í dag búa 3.854 í sveitarfélaginu.
Það er mikilvægt að tryggja framþróun og upplýs ingamiðlun til bæjarbúa. Streymum bæjarstjórnar
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur sam þykkt framkomnar tillögur um stytt ingu vinnuvikunnar í grunnskólum Suðurnesjabæjar sem tilraunaverkefni til eins árs. Bæjarráð telur að skoða verði hvort skerðing á starfsdögum sem lagt er til komi niður á undir búningi og eflingu skólastarfs áður en framtíðarskipulag styttingar vinnu vikunnar verður ákveðið.
Bæjarráð leggur til við deildar stjóra fræðslumála að skoðað verði hvort aukin samræming skóladaga tala leik- og grunnskóla sé ekki möguleg fyrir næsta skólaár.
fundum beint, tökum þá upp og færum inn á efnis veitur. Það bæði gerir bæjarbúum kleift að fylgjast með umræðum í rauntíma og einnig skapar það grundvöll fyrir því að hægt sé að fylgjast með umræðum og sam þykktum mála eftir á.
Ég tel þetta góða leið til að auka bæði umræðuna um bæjarmál í sveitarfélaginu og áhuga á stjórnmálum sem snerta ákvarðanatökur í okkar nærsamfélagi. Tryggjum bæði ungum sem öldnum aðgang að bæjar stjórn Suðurnesjabæjar.
FS-ingur vikunnar:
Nafn: Helga Lilja Bess
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut Áhugamál: Gera neglur, bílar og krossarar
Hver er þinn helsti kostur? Kostur við mig er að ég er jákvæð og þolinmóð.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Mest notaða forritið hjá mér er Snapchat.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan hjá mér er að verða vel sett, mennta mig vel og fá góða vinnu.
Hver er þinn stærsti draumur?
Að eignast alla draumabílana mína.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Eitt orð sem lýsir mér best er að ég er dugleg. Ég er dugleg í skólanum, vinnunni og að passa að ég hafi nóg af tíma til að hitta kærastann minn og bestu vinkonu.
Langar að verða atvinnumaður í fótbolta
Elvar Breki Svavarsson myndi taka síma, tölvu og fótbolta með sér á eyði eyju, einfaldlega til að hafa gaman. Elvar er í 9. bekk Heiðarskóla og æfir fótbolta en hann langar að verða atvinnumaður í íþróttinni í framtíðinni.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Skemmti legustu fögin eru íslenska og danska.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Viktor Logi Sighvatsson, því hann er bara æðislegur og hæfileikaríkur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Skemmtilegasta sagan úr skólanum er þegar ég faldi ipad vinar míns og hann var að verða brjálaður.
Hver er fyndnastur í skólanum? Hlynur er pottþétt fyndnastur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég hlusta ekki mikið á tónlist en Efþeirvilja beef er alveg gott lag.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Þær eru margar en ef ég þarf að velja eina þá er það Ride Along.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég myndi taka símann, tölvuna og fótbolta því það er gaman í þessu öllu.
Ungmenni vikunnar
Nafn: Elvar Breki
Svavarsson Aldur: 14 ára Skóli: Heiðarskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum
Hver er þinn helsti kostur? Minn helst kostur er að ég er góður í íþróttum
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er skemmtilegt.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða atvinnumaður í fót bolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Skrítinn.
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is„Svona ferðir skipta gríðarlega miklu máli. Ísland er ekki sér á parti, það er margt mikilvægt starf í gangi annars staðar í Evrópu og það er ekki síður mikilvægt að við sjáum það betur,“ segir Ólafur Bergur Ólafsson. Ólafur er starfsmaður Fjörheima og verkefnisstjóri vettvangsheimsóknar sem starfsmannahópur félagsmiðstöðva á Suðurnesjum fór í á dögunum. Hópurinn ferðaðist um Pirkanmaahéraðið í Finnlandi og fékk að kynnast ungmennastarfi á svæðinu.
fyrir börn og ungmenni á Tamperesvæðinu. Við erum búin að vera að skoða hvað Finnarnir eru að gera gott og hvað við á Suðurnesjum getum gert betur. Þá sérstaklega fyrir félagslega einangraða og inn flytjendahópinn, sem er mjög stór á Suðurnesjum miðað við önnur svæði.“
Hvert var aðalmarkmið ferðar innar?
Starfsmenn Samsuð héldu í vett vangsheimsóknina fyrr í október á vegum Erasmus+, sem hvetur til samstarfs milli landa í Evrópusam bandinu. Samsuð eru Samtök félags miðstöðva á Suðurnesjum, samstarf félagsmiðstöðvanna hefur verið til staðar í gegnum árin en nú var haldið til Finnlands til að auka þekk ingu starfsmanna Samsuð og búa til vettvang fyrir frekara samstarf milli félagsmiðstöðvanna á Suðurnesjum. Þá var tilgangurinn einnig að opna á tækifæri fyrir frekara samstarf milli Suðurnesja og Pirkanmaa-héraðsins þegar kemur að málum ungmenna. Ólafur segir heimsóknir eins og þessa vera einkar mikilvægar enda sé hægt að læra mikið í nýju um hverfi.
Hvað var á dagskrá fyrir ykkur í heimsókninni?
„Við fengum fyrirlestra og kynningar um allskonar starfsemi og úrræði
„Aðalmarkmiðið var að sjá hvað við getum nýtt okkur á Suðurnesjum og hvar við getum bætt okkur í sam starfi við önnur sveitarfélög eða aðrar stofnanir innan Suðurnesja. Tilgangurinn var líka að hópurinn kynnist aðeins betur og að geta opnað á tækifæri að vinna meira saman náinni framtíð.“
Hvers vegna eru svona ferðir mikil vægar fyrir ykkur sem starfsmenn?
„Svona ferðir skipta gríðarlega miklu máli. Við sóttum sjálf um styrk á
Aðalmarkmiðið var að sjá hvað við getum nýtt okkur á Suðurnesjum og hvar við getum bætt okkur í samstarfi við önnur sveitarfélög eða aðrar stofnanir innan Suðurnesja ...
að velferð
vegum Erasmus fyrir ferðinni og það er heilmikið lærdómsferli í því. Það er líka mikilvægt að sjá hvað aðrir eru að gera, Ísland er ekki sér á parti, það er margt mikilvægt starf í gangi annars staðar í Evrópu og það er ekki síður mikilvægt að við sjáum það betur.“
Hver er helsti munurinn á starfinu í Finnlandi og heima að þínu mati?
„Ég held að helsti munurinn sé sá að finnska samfélagið tekur þessu starfi alvarlega og starfið er þeim mjög
á svæðinu og það hefur blasað við um tíma að heilsugæslan á Suðurnesjum nái ekki að anna öllum þessum fjölda. Íbúar á svæðinu hafi um tíma barist yfir bættri heilsugæslu á svæðinu og hefur sú barátta nú skilað árangri.
Tvær nýjar heilsugæslustöðvar Heilbrigðisráðuneytið fékk það verk efni að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum eftir að þverfaglegur starfshópur sem hafði það að mark miði að gera stöðumat og aðgerðará ætlun um eflingu þjónustu ríkisins á svæðinu skilaði skýrslu sinni. Til þess að bregðast við stöðunni þá fól heil brigðisráðherra Sjúkratryggingum Ís lands að auglýsa eftir rekstraraðila til þess að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Sjúkratryggingar hafa
nú gengið að tilboði Heilsugæslunnar Höfða í rekstur nýrrar einkarek innar heilsugæslustöðvar í Reykja nesbæ. Samkvæmt útboðsgögnum skal heilsugæslustöðin vera opnuð fjórum til sex mánuðum eftir undir ritun samnings en undirritun er fyrir huguð á allra næstu dögum. Það er því ljóst að ný heilsugæslustöð mun líta dagsins ljós á vormánuðum.
Hér er um að ræða fyrstu einka reknu heilsugæslustöðina utan höfuðborgarsvæðisins og má svo sannarlega segja að hér sé um að ræða lyftistöng fyrir alla heilbrigðis þjónustu á svæðinu. Mikilvægt er að tryggja heilsugæslu fyrir alla, enda er heilsugæslunni ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustunni við lands menn samkvæmt lögum. Samhliða þessu mikilvæga skrefi hefur verið tekin ákvörðun um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri-Njarð vík í Reykjanesbæ sem á að þjóna um 15.000 íbúum. Húsnæði stöðv arinnar verður um 1.350 fermetrar. Ríkissjóður fjármagnar framkvæmd ina að fullu en Reykjanesbær leggur til lóðina og liggur fyrir ákvörðun um
Blandaður rekstur er leið til bættrar þjónustu Reynslan af einkareknum heilsu gæslustöðvum á höfuðborgar svæðinu hefur verið góð og njóta þær trausts meðal notenda sinna og auka val. Við í Framsókn, með Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráð herra, í fararbroddi, teljum það vera skynsamlega þróun að hafa einka reknar heilsugæslustöðvar samhliða ríkisreknum. Með því má tryggja að fleiri læknar sæki sér menntun sem heilsugæslulæknar og aukin þjónusta verður í boði. Erfitt hefur verið að fá lækna til þess að fara í sérnám í heim ilislækningum. Meðal annars vegna þess að þeir hafa bara eitt form til að fara inn í, það er að starfa á ríkis reknum heilsugæslum á meðan aðrir sérgreinalæknar hafa farið í rekstur með ólíkum hætti. Horfa þarf heild stætt á allan rekstur í heilbrigðiskerf inu en þó er mikilvægast af öllu að allir geti sótt sér heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Blaðamaður Víkurfrétta talaði einnig við þau Ellen Lind Ísaks dóttur, starfsmann félagsmið stöðvarinnar í Vogum, og Elmar Þór Þórisson, starfsmann félags miðstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Þau segja þónokkurn mun vera á starfinu heima og úti.
„Eitt sem ég tók sérstaklega eftir er munurinn á starfi fyrir eldri en sextán ára, hjá þeim er miklu meira í gangi fyrir sextán til 29 ára. Starfsemin er mjög góð hjá þeim, þau eru mikið í því að reyna að koma fólki inn á vinnumarkaðinn og í nám. Þau hafa samband við alla sem detta úr skóla, hætta í vinnu eða eru ekki í neinum kerfum. Það er fundið þá aðila og reynt að koma þeim inn í skipu lagt starf,“ segir Elmar og Ellen bætir við: „Það er haldið rosalega utan um þá sem detta út úr skóla kerfinu og eru atvinnulausir, þeir reka eftir því að þeir geri eitthvað og halda þeim í raun af götunni.“
og inngróið í það hvernig samfélagið virkar. Á sama tíma held ég að íslenski almenningurinn sé ekki alveg búinn að kveikja á hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir börn og ungmenni. Það er eitthvað sem við þurfum að vera betri í og láta heyra í okkur til að láta fólk vita hvað þetta er mikilvægt. Þetta starf skiptir máli því starfsemi félagsmið stöðva er í raun fyrsta skrefið í átt að velferð ungmenna hér í Finnlandi. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt og mörg tækifæri í boði fyrir okkur.“
mikilvægt
Aðspurð hvað ferðin gerði fyrir starfsmennina sem hóp segir Ellen: „Þetta opnaði augu okkar fyrir því hvað það er mikið sem hægt er að gera, sama hvort það sé í lítilli félagsmiðstöð eða stórum eins og við höfum séð í Finnlandi. Þetta stækkaði svolítið hugann fyrir möguleikum.“ Elmar tekur undir með henni og bætir við: „Þetta var líka gott upp á að kynnast starfsmönnum hinna fé lagsmiðstöðvanna. Ég til dæmis þekkti Ellen ekki neitt fyrir þetta en nú er ég búinn að eignast góðan vin.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.isSTOLTUR AÐ FÁ AÐ UPPFYLLA LANGVARANDI DRAUM
– segir Sindri Kristinn Ólafsson sem hefur verið valinn í A-landsliðshóp Íslands ásamt liðsfélaga sínum Rúnari Þór Sigurgeirssyni
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið Keflvík ingana Sindra Kristinn Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson í leik mannahóp Íslands fyrir fyrra nóvemberverkefni liðsins þar sem Íslands mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember og Suður-Kóreu í borginni Hwaseong í nágrenni Seúl þann 11. nóvember. Adam Ægir Pálsson, sem einnig leikur með Keflavík, er meðal þeirra fimm leikmanna sem eru valdir til vara.
„Ég get ekki sagt annað en að þetta leggist hrikalega vel í mig,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, mark vörður Keflvíkinga, sem er á leið til Sameinuðu arabísku furstadæm anna og Suður-Kóreu með A-lands liði Íslands síðar í mánuðinum.
„Maður er ótrúlega stoltur af því að vera valinn í landsliðið þótt það sé að mestu skipað leikmönnum sem eru að spila á Íslandi. Það er alveg geggjað að fá að uppfylla langvarandi draum að fá að taka þátt í A-lands liðsverkefni.“
– Það er ekki heldur leiðinlegt að fá að fara á svona framandi slóðir, er það?
„Meiriháttar að fá að fara til Abú Dabí og Seúl, það verður upplifun að koma á þessa staði sem maður hefur aldrei komið á eða neitt í líkingu við þá.“
Fleiri leikir eru nauðsynlegir til að taka skref fram á við
Við vendum nú kvæði okkar í kross og ræðum gengi Keflavíkur í ár og nýtt fyrirkomulag Íslandsmótsins.
Sindra finnst liðinu hafa gengið mjög vel í deildinni og með smá heppni hefðu Keflvíkingar getað verið að keppa að einhverju stærra.
„Ef við hefðum unnið kannski tvo leiki til viðbótar þá værum við jafnvel óvænt í einhverri Evrópu baráttu. Svona heilt yfir getum við Keflvíkingar ekki verið annað en sáttir við tímabilið þótt það hafi verið óvenju margir vonbrigðaleikir í sumar, leikir sem við töpum á loka mínútunum eða töpum ósanngjarnt.
Kannski með smá meiri leikreynslu hefðum við getað verið að berjast um eitthvað miklu meira.“
– Hvað finnst þér um þetta nýja fyrirkomulag
„Mér finnst hins vegar mjög leiðin legt þegar fólk er að tala nýja fyrir komulagið niður, mér þykir frábært að það séu fleiri leikir og það nauð synlegt því annars getum við ekki verið að taka skref fram á við sem fótboltamenn – við þurfum fleiri leiki
en mér finnst við þurfa að klára fyrr og mér skilst að eigi að verða þannig á næsta ári.
Við gætum spilað þéttar, tvo leikir í viku í staðinn fyrir að æfa alla daga í skítakulda í október. Ef það er hægt að klára mótið snemma í október þá er ég mjög hrifinn af þessu fyrir komulagi, spila þéttar og hætta fyrr.
Það er svolítil óheppni að núna sé engin spenna í deildinni, hvorki á botni eða toppi – en það gæti gerst í hvaða deild sem er burtséð frá fyrir komulagi. Það hefur oft gerst áður og á eftir að gerast aftur.“
– Nú ertu með lausan samning eftir þetta tímabil, ertu eitthvað farinn að huga að næsta samningi?
„Ég hef getað farið frá Keflavík áður en ekki gert það, þá hefur mér fundist ég ekki geta skilið við liðið á réttum stað og réttum tíma. Það hafa önnur lið verið að sýna mér áhuga en ég hef ekki samþykkt neitt tilboð. Ég hef átt í viðræðum við Keflavík og þær viðræður hafa gengið bæði vel og illa, við erum með allt uppi á borðinu og erum að tala saman. Ég vil hins vegar klára tímabilið áður en ég tek ákvörðun og skoða þau tilboð sem ég hef. Keflavík er alveg jafn mikið inni í myndinni og önnur lið – og þeir vita það. Svo þegar ég kem til baka úr þessari landsliðsferð þá væri ég bara til í að negla niður hvar ég muni leika á næsta tíma bili,“ sagði Sindri Kristinn að lokum en Bestu deildinni lýkur um næstu helgi. Þá tekur Keflavík á móti Fram í toppslag neðri hluta deildarinnar.
Rúnar Þór Sigurgeirsson (t.v.) er einnig í hópnum en hann á einn leik með A-landsliðinu að baki. Adam Ægir Pálsson (að neðan) stendur klár á kantinum sem varamaður inn í hópinn.
Siggi Björgvins fór holu í höggi
„Ég áttaði mig eiginlega ekki almennilega á þessu fyrr en ég kom heim því það er nú almennt ekki miklar líkur á því að fara holu í höggi,“ sagði Sigurður Björgvinsson, kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, en hann náði draumahögginu á Hólmsvelli í Leiru í síðustu viku.
Siggi var við golfleik á Hólmsvelli í Leiru í gær með góðum vinum sínum, Gunnari Oddssyni og Birni Bergssyni. Veðrið var gott og að stæður góðar en smá vindur úr vestri. Þeir komu að frægustu golf holu á Íslandi, Bergvíkinni, 3. braut, og okkar maður tók upp 7-tré og hitti boltann vel sem flaug hátt og lenti inn á flöt, skammt frá glompu brún. Hliðarvindur var á holuna og hjálpaði eitthvað til því boltinn rúllaði rólega upp flötina nokkra metra og beint í holu. „Við horfðum á þetta félagarnir og fannst boltinn lengi á leiðinni í holu en ofan í fór hann. Ég var ósköp rólegur. Birnir vinur minn var mun æstari og sendi þetta svo út í kosmósið eftir að hafa smellt af mér mynd,“ sagði Siggi þegar fréttamaður VF heyrði í honum.
„Þetta var bara fullkomið högg. Ég smellhitti boltann og það var gaman að sjá hann rúlla í holuna. Ég var nokkra stund að meðtaka þetta þó ég viti af því að líkurnar eru ekki miklar á því að fara holu í höggi. Ég átti síðan flott upphafshögg á næsta teig, á 4. braut og lék ágætlega allan hringinn,“ sagði Siggi.
Gunnar Oddsson, sem var ásamt Birni með Sigga í þessum hring, fór holu í höggi á 16. braut í Leirunni í sumar og litlu munaði að Siggi fengi annað draumahögg þar í þessum sama hring.
„Boltinn lenti eftir upphafshöggið vinstra megin aftarlega á flötinni og rúllaði svo til baka, rétt framhjá hol unni og endaði um hálfan metra frá stöng. Fékk léttan fugl,“ sagði Siggi sem hefur gaman af íþróttinni. Hann hafði mikinn áhuga á stangveiði sem hann fór að stunda nokkuð mikið eftir fótboltaferilinn en það er auð veldara að fara út á golfvöll og hann vill bæta sig í íþróttinni. Sigurður var lengi einn af bestu knattspyrnu mönnum Keflavíkur og landsins og á langan og farsælan feril að baki með Keflavík og KR. Hann byrjaði seint í golfi en fer af og til út á golfvöll með vinum sínum sem eru duglegir kylfingar.
„Maður byrjaði náttúrlega svo seint að maður getur ekki verið með miklar kröfur um getu en maður er alltaf að reyna að bæta sig. Það er nú eitt af því skemmtilega við golfið.“
GS
og menntun sem kemur til með að nýtast vel í starfi hans sem framkvæmdastjóri GS,“ segir Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður GS.
Sverrir er 47 ára viðskipta fræðingur sem hefur unnið hjá DHL Express á Íslandi síðan árið 2000. Hann hefur komið víða við hjá DHL en í stjórnendastöðum hefur hann m.a. verið rekstrar- og fjármálastjóri. Síðustu sex árin hefur hann starfað sem fram kvæmdastjóri á meðan vöxturinn hjá fyrirtækinu hefur verið ævin týralegur á köflum. Sverrir var for maður Golfklúbbs Grindavíkur á árunum 2000 til 2022 og átta ár sem gjaldkeri en samtals voru árin tíu sem hann var í stjórn GG.
Sverrir segir að hann sé gríðar lega spenntur fyrir að hefja störf enda býr í Golfklúbbi Suður
nesja mikil hefð og rík saga. „Ég tek við góðu búi frá fráfarandi framkvæmdastjóra og framundan eru mörg tækifæri hjá okkur til að efla klúbbinn enn frekar. Það er ekki langt í 60 ára afmælishátið GS og verkin mörg svo hægt sé að fagna afmælisárinu með við eigandi metnaði að hætti heima manna. Ég hlakka jafnframt til góðra samskipta og samstarfs við starfsmenn, stjórn, félaga, gesti og samstarfsaðila GS,“ segir Auðunn.
Eftir að hafa sótt vetranámskeið hjá Sigurpáli, íþróttastjóra GS, þar sem stutta spilað var tekið í gegn hefur forgjöfin hjá Sverri lækkað. Hvetur Sverrir alla félagsmenn GS til að nýta sér glæsilegu inniað stöðu GS í vetur þar sem golfið er ekki lengur bara sumaríþrótt.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Þróttmiklir í Vogum
Ungmennafélagið Þróttur í Vogum fagnaði 90 ára afmæli um liðna helgi. Félagið var stofnað þann 23. október 1932 en alla tíð hefur verið mjög líflegt starf í félaginu. Starfsemin hefur verið í miklum blóma síðustu ár og er það m.a. að þakka uppbyggingu íþróttamann virkja í sveitarfélaginu. Þannig eru rétt tæpir þrír áratugir síðan íþróttamiðstöð var opnuð í Vogum með sundlaug, parketlögðum íþróttasal og aðstöðu til lyftinga. Með íþróttamiðstöðinni fjölgaði íþróttagreinum innan Þróttar og þarna fóru Vogamenn að stunda badminton, júdó og sund. Núna er t.a.m. æfður körfuknattleikur undir merkjum Þróttar í íþróttamiðstöðinni. Utan við íþróttamiðstöðina er svo sjálfur knattspyrnuvöllurinn þar sem Þróttur lék síðasta sumar í næstefstu deild en veran í þeirri deild á nýliðnu sumri er besti árangur sem Þróttur hefur náð í knattspyrnusögu félagsins. Liðið féll reyndar aftur niður í 2. deild í haust.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.isEn aftur að afmælisfagnaðinum í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Þar var tekið á móti næstum 200 af mælisgestum í mikið skreyttan sal, þar sem munir úr sögu ungmenna félagsins fengu að njóta sín á borðum og veggjum.
Fjölmargar viðurkenningar voru veittar á þessum tímamótum. Borg hildur Sigurðardóttir, fyrsti vara formaður Knattspyrnusambands Íslands, veitti þeim Marteini Ægis syni og Gunnari J. Helgasyni silfur merki KSÍ.
Ungmennafélagið Þróttur veitti nokkrar heiðursviðurkenningar á þessum stóru tímamótum. Helgi Guðmundsson, Júlía Halldóra Gunn
90 ár
Félaginu bárust peningagjafir frá Kvenfélaginu Fjólu, Gullási og Sveitarfélaginu Vogum í tilefni tíma mótanna. Þá voru veitingar og hlað borð var í boði Hérastubbs bakara í Grindavík.
Nokkur ávörp voru haldin á tíma mótunum. Petra Rut Rúnarsdóttir, formaður UMFÞ, rakti sögu ung mennafélagsins í grófum dráttum og þá ávörpuðu Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, og Birgir Örn Ólafsson, formaður bæjarráðs, samkomuna. Það gerðu einnig Auður Inga Þor steinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Einar Haraldsson, for maður Keflavíkur íþrótta- og ung mennafélags, Rúnar Arnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykja nesbæjar og fyrrum stjórnarmaður KSÍ og Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður KSÍ. Að endingu kom Sóli Hólm og skemmti fólki með uppistandi og börn fengu andlits málningu í tilefni dagsins.
arsdóttir, Tinna Sigurbjörg Hall grímsdóttir, Kristján Árnason, Björg unarsveitin Skyggnir og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar fengu öll viðurkenningu með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og að gera gott félag betra.Settu vöruna á vigtina ... Settu vöruna á vigtina ...
Mér finnst fátt óþægilegra en að finna þegar hjartslátturinn hækkar, að því er virðist að ástæðulausu. Eftir því sem ég verð eldri gerist þetta æ oftar – og oftast þegar ég nálgast einhverja númtímatækni, sem ungir hugsuðir með óþroskaða sýn á lífið hafa hannað til að auðvelda okkur lífið. Tölvurnar eru byrjaðar að tala við okkur og senda okkur óumbeðið miskunar lausar upplýsingar og fyrirskipanir. Ég fékk nýlega forláta kínverskan rafmagnsbíl með ensku nafni til af nota, smíðaðan í Kína árið 2022 samkvæmt skráningarvottorðinu sem fylgir. Sem sagt alveg glænýjan bíl. Það ætti að vera notaleg til finning fyrir eldri mann með snert af loftlagskvíða að fá að nota slíkt tækniundur – en það er það ekki. Í hvert skipti sem ég starta bílnum koma kínverku raddirnar með alls konar upplýsingar sem í mínu tilfelli örva hjartsláttinn upp fyrir þau mörk sem eðlileg geta talist. Ég fyllist efa semdum um gildi tækninar og aldur bílsins.
Það sem setur mig næstum alveg úr jafnvægi á hverjum dagi er hvernig þær byrja. Tilkynna mér á hverjum degi að nú sé 1. janúar árið 2019, jafnvel þó nú sé kominn seinni hluti október 2022, samkvæmt minni bestu vitund. Fæ svona létt paranojuköst, gef mér að þetta sé hluti af einhverju sérstöku átaki kínverskra stjórnvalda sem beinist að því að heilaþvo mig sérstaklega, þannig að ég viti hvorki stað né stund. Velti því svo fyrir mér hvort bílinn sé eldri en er skráður og allt þetta sem þær segja hafi verið tekið upp á segulbandspólu sem hafi verið komið fyrir í bílnum 1. janúar 2019. Átta mig ekki á hvort sé réttara en
hvoru tveggja grafalvarlegt ef rétt reynist.
Svo eru það sjálfsafgreiðslukass arnir sem virðast vera komnir all staðar og maður kemst bara ekki undan að nota. Ég fyllist alltaf ótta og skelfingu þegar ég nálgast slík tæki, með þá tilfinningu að þeir séu byrjaðir að þekkja mig sjá til þess að athygli allra sem í búðinni eru beinast að mér. Sýna öllum hversu tækniheftur ég sé.
Þetta byrjar oftast vel, ég byrja á að skanna þær vörur sem hafa strikamerki og set þær samkvæmt fyrirmælum á pokavæðið. Svo kemur að þeim vörum sem þarf að velja handvirkt, og setja á vigtina. Það er á þessum tímapunkti sem kassarnir velja að ráðst til atlögu og röddin sem berst úr kössunum veður ísköld og miskunnarlaus, eins og hún hafi misst alla raunveruleikatilfinningu og sé hætt að fylgjast með hvað er að gerast. Settu vöruna á vigtina ... Settu vöruna á vigtina ... endurtekur hún aftur og aftur. Það er þarna sem ég finn hjartsláttinn hækka, horfi á eiginkonuna sem brosir, því hún veit
Mundi Gleymd’ekki kvittuninni ...hvað er framundan. Barátta milli manns og sjálfsafgreiðslukassa. Ég dreg andann djúpt, hleð upp í gildishlaðna ræðu þar sem ég mun útskýra fyrir sjálfsafgreiðslukass anum að varan sé löngu komin á vigtina og hlutverk hans sé að vigta vöruna og setja verð á þá vöru sem ég er að kaupa, ekki að hrópa inni haldslausar fyrirskipanir að mér sem heyrast út um alla búð. Það er á þessum tímapunkti sem brosandi ungmenni birtast venjulega, ýta á einn eða tvo takka og sjálfsafgreiðlu kassinn kemst aftur til meðvitundar – en í stað þess að biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið mér og viðbrögðum sínum, skipar hún mér að setja vöruna á pokavæðið. Ég greini á tónfalli sjálfsafgreiðlukassans að ég hef unnið fullnaðarsigur í þessum bar daga – en orrustan sé ekki búin. Við munum hittast aftur næsta föstudag.