Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Opnunartími
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.
Hafnar þjón- Geðræktarganga! ustusamningi við Útlendingastofnun
Geðræktarganga var farin um Reykjanesbæ á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var í síðustu viku. Þann sama dag var Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, með geðveikt kaffihús í Hvammi við Suðurgötu þar sem boðið var upp á vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi.
Velferðarráð Reykjanesbæjar getur ekki orðið við erindi Útlendingastofnunar þar sem óskað er eftir stækkun þjónustusamnings stofnunarinnar við Reykjanesbæ í kjölfar breytinga á húsnæðismálum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Það fyrirkomulag sem kynnt er í erindinu samræmist ekki þeirri hugmyndafræði sem Reykjanesbær starfar eftir,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs. Þá segir að allir innviðir sveitarfélagsins eru nú þegar komnir að þolmörkum auk þess sem innviðir lögreglu og heilbrigðiskerfis eru með þeim hætti að ekki er á þá bætandi.
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og hefur vaxið með hverju árinu. Hátt í hundrað ólíkar starfsgreinar voru kynntar fyrir grunnskólanemendum í íþróttahúsinu við Sunnubraut á dögunum og mátti sjá nemendur kynna sér hin ýmsu störf með opnum hug. Margir krakkarnir voru á því að starfið þyrfti að vera skemmtilegt fyrst og fremst, launin væru ekki endilega í fyrsta sæti. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta voru á kynningunni og ræddu við nemendur og einnig þau sem voru að kynna störfin sín. Efnið má sjá í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut. - Sjá einnig frétt í blaðinu í dag.
Meðfylgjandi mynd var tekin í geðræktargöngunni. Nánar verður fjallað um lífið í Björginni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is. Þar er rætt við nokkra skjólstæðinga Bjargarinnar sem lýsa reynslu sinni af starfinu sem þar er unnið.
Íbúar taki ákvörðun um framtíð kísilvers
Ljóst er að óvissa ríkir um stöðu skipulagsmála í Helguvík og óljóst er að kísilverksmiðjan geti tekið til starfa á ný á grundvelli gildandi skipulags. Þá ríkir óvissa um skyldu Reykjanesbæjar til þess að samþykkja beiðni frá Verkís ehf. fyrir hönd Stakksbergs ehf., sem er eigandi kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsins vegna kísilversins, sem áður hét United Silicon, verði tekin til meðferðar. Jafnframt var óskað eftir heimild til vinnu við deiliskipulagsbreytingu í samræmi við skipulags- og matslýsingu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði málinu á fundi sínum sl. föstudag og bæjarstjórn tók málið til meðferðar á þriðjudagskvöld. lagsstofnunar og óska eftir því að skýr svör berist sem fyrst. Það er því lagt til að þessu máli verði frestað á meðan frekari gagnaöflun fer fram,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, talaði tæpitungulaust á fundinum. „Núna lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álverð, við sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur verulegum vandamálum, svo ekki sé nú meira sagt“. Og hann bætti við: „Þeir sem voru í samskiptum við okkur lofuðu okkur öllu fögru og sögðu við okkur að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni. Þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur“. Guðbrandur hélt áfram: „Það brást allt í þessu
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram á fundinum tillögu þar sem fram kemur að kanna þarf betur, meðal annars, gildi þess deiliskipulags sem nú er í gildi auk framkvæmdaleyfa. Þá þarf að skoða hvort það sé ekki eðlilegt að framkvæmdaaðili klári að vinna umhverfismat áður en hafist er handa við endurskoðun deiliskipulags. Loks, ef farið verður í endurskoðun á skipulagi í Helguvík, hvort ekki sé rétt að Reykjanesbær standi sjálfur að þeim breytingum, og þá jafnvel í fleiri en einum áfanga og þá með hvaða hætti mögulegt er að tryggja aðkomu íbúa að deiliskipulagsbreytingu ef einhver verður. Á fundi bæjarstórnar var lögð sérstök áhersla á aðkomu íbúa að málinu. „Við teljum rétt að aflað sé frekari gagna um málið og felum skipulagsfulltrúa að beina erindi til Skipu-
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
verkefni. Við fengum yfir okkur mengun sem olli mörgum íbúum verulegum óþægindum. Margir urðu veikir og þurftu að leita sér læknis. Aðrir hörkuðu af sér og létu þetta yfir sig ganga. Við urðum flest okkar sammála um það sem hér búum að við þetta yrði ekki unað. Við myndum ekki búa í samfélagi sem væri með þann háttinn að það væri verið að spúa yfir okkur drullu og skít alla daga“. Guðbrandur sagði á fundi bæjarstjórnar að það væri ekki á verksviði ellefu bæjarfulltrúa að veita eigendum kísilversins ráðrúm til að setja verksmiðjuna í gang að nýju. „Það getur aldrei verið á verksviði ellefu bæjarfulltrúa. Þetta er stærra mál en svo að við getum leyft okkur það taka ákvörðun í þessu máli hér innan þessara veggja“. Hann segir að skoða þurfi valdheimildir bæjarins í þessu máli og segir að það sé bara á forræði sveitarfélagsins gera og breyta deiliskipulagi. „Það skal gert í samráði við íbúa eins og kostur er. Við hljótum að þurfa að kalla eftir skoðunum íbúa í þessu máli. Ég ætla að beita mér fyrir því, ef menn ætla að pressa þetta eins og þeir eru að gera núna, að þetta mál fari til íbúanna til ákvörðunartöku.“
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
LJÚFFENGUR HELGARMATUR -50%
-50% MANG
-50% Ó! MAN
GÓ! MA NGÓ!
FRÖNSK PURUSTEIK
499 KRKG
ÁÐUR: 998 KR/KG
Tilboðin gilda 18.– 21. október 2018
HELGUSTEIK Í HVÍTLAUKS OG PIPAR MARINERINGU
1.665 KRKG ÁÐUR: 3.329 KR/KG
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is