Víkurfréttir 40. tbl. 39. árg. 2018

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Hafnar þjón- Geðræktarganga! ustusamningi við Útlendingastofnun

Geðræktarganga var farin um Reykjanesbæ á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum sem haldinn var í síðustu viku. Þann sama dag var Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, með geðveikt kaffihús í Hvammi við Suðurgötu þar sem boðið var upp á vöfflur með rjóma og rjúkandi kaffi.

Velferðarráð Reykjanesbæjar getur ekki orðið við erindi Útlendingastofnunar þar sem óskað er eftir stækkun þjónustusamnings stofnunarinnar við Reykjanesbæ í kjölfar breytinga á húsnæðismálum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Það fyrirkomulag sem kynnt er í erindinu samræmist ekki þeirri hugmyndafræði sem Reykjanesbær starfar eftir,“ segir í afgreiðslu velferðarráðs. Þá segir að allir innviðir sveitarfélagsins eru nú þegar komnir að þolmörkum auk þess sem innviðir lögreglu og heilbrigðiskerfis eru með þeim hætti að ekki er á þá bætandi.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og hefur vaxið með hverju árinu. Hátt í hundrað ólíkar starfsgreinar voru kynntar fyrir grunnskólanemendum í íþróttahúsinu við Sunnubraut á dögunum og mátti sjá nemendur kynna sér hin ýmsu störf með opnum hug. Margir krakkarnir voru á því að starfið þyrfti að vera skemmtilegt fyrst og fremst, launin væru ekki endilega í fyrsta sæti. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta voru á kynningunni og ræddu við nemendur og einnig þau sem voru að kynna störfin sín. Efnið má sjá í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut. - Sjá einnig frétt í blaðinu í dag.

Meðfylgjandi mynd var tekin í geðræktargöngunni. Nánar verður fjallað um lífið í Björginni í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og á vf.is. Þar er rætt við nokkra skjólstæðinga Bjargarinnar sem lýsa reynslu sinni af starfinu sem þar er unnið.

Íbúar taki ákvörðun um framtíð kísilvers

Ljóst er að óvissa ríkir um stöðu skipulagsmála í Helguvík og óljóst er að kísilverksmiðjan geti tekið til starfa á ný á grundvelli gildandi skipulags. Þá ríkir óvissa um skyldu Reykjanesbæjar til þess að samþykkja beiðni frá Verkís ehf. fyrir hönd Stakksbergs ehf., sem er eigandi kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsins vegna kísilversins, sem áður hét United Silicon, verði tekin til meðferðar. Jafnframt var óskað eftir heimild til vinnu við deiliskipulagsbreytingu í samræmi við skipulags- og matslýsingu. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði málinu á fundi sínum sl. föstudag og bæjarstjórn tók málið til meðferðar á þriðjudagskvöld. lagsstofnunar og óska eftir því að skýr svör berist sem fyrst. Það er því lagt til að þessu máli verði frestað á meðan frekari gagnaöflun fer fram,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, talaði tæpitungulaust á fundinum. „Núna lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álverð, við sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur verulegum vandamálum, svo ekki sé nú meira sagt“. Og hann bætti við: „Þeir sem voru í samskiptum við okkur lofuðu okkur öllu fögru og sögðu við okkur að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni. Þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur“. Guðbrandur hélt áfram: „Það brást allt í þessu

Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram á fundinum tillögu þar sem fram kemur að kanna þarf betur, meðal annars, gildi þess deiliskipulags sem nú er í gildi auk framkvæmdaleyfa. Þá þarf að skoða hvort það sé ekki eðlilegt að framkvæmdaaðili klári að vinna umhverfismat áður en hafist er handa við endurskoðun deiliskipulags. Loks, ef farið verður í endurskoðun á skipulagi í Helguvík, hvort ekki sé rétt að Reykjanesbær standi sjálfur að þeim breytingum, og þá jafnvel í fleiri en einum áfanga og þá með hvaða hætti mögulegt er að tryggja aðkomu íbúa að deiliskipulagsbreytingu ef einhver verður. Á fundi bæjarstórnar var lögð sérstök áhersla á aðkomu íbúa að málinu. „Við teljum rétt að aflað sé frekari gagna um málið og felum skipulagsfulltrúa að beina erindi til Skipu-

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

verkefni. Við fengum yfir okkur mengun sem olli mörgum íbúum verulegum óþægindum. Margir urðu veikir og þurftu að leita sér læknis. Aðrir hörkuðu af sér og létu þetta yfir sig ganga. Við urðum flest okkar sammála um það sem hér búum að við þetta yrði ekki unað. Við myndum ekki búa í samfélagi sem væri með þann háttinn að það væri verið að spúa yfir okkur drullu og skít alla daga“. Guðbrandur sagði á fundi bæjarstjórnar að það væri ekki á verksviði ellefu bæjarfulltrúa að veita eigendum kísilversins ráðrúm til að setja verksmiðjuna í gang að nýju. „Það getur aldrei verið á verksviði ellefu bæjarfulltrúa. Þetta er stærra mál en svo að við getum leyft okkur það taka ákvörðun í þessu máli hér innan þessara veggja“. Hann segir að skoða þurfi valdheimildir bæjarins í þessu máli og segir að það sé bara á forræði sveitarfélagsins gera og breyta deiliskipulagi. „Það skal gert í samráði við íbúa eins og kostur er. Við hljótum að þurfa að kalla eftir skoðunum íbúa í þessu máli. Ég ætla að beita mér fyrir því, ef menn ætla að pressa þetta eins og þeir eru að gera núna, að þetta mál fari til íbúanna til ákvörðunartöku.“

FRÉTTASÍMINN 421 0002

LJÚFFENGUR HELGARMATUR -50%

-50% MANG

-50% Ó! MAN

GÓ! MA NGÓ!

FRÖNSK PURUSTEIK

499 KRKG

ÁÐUR: 998 KR/KG

Tilboðin gilda 18.– 21. október 2018

HELGUSTEIK Í HVÍTLAUKS OG PIPAR MARINERINGU

1.665 KRKG ÁÐUR: 3.329 KR/KG

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

Brotist inn og klippt á sjónvarps- og nettengingar Brotist var inn í rými á Ásbrú fyrir helgi og klippt á allar sjónvarpsog nettengingar sem þar eru á vegum Kapalvæðingar. Tvisvar var brotist inn sama daginn í rýmið og skemmdarverk unnin. „Málið er að þessi skemmdarvargur eyðilagði internet og sjónvarps tengingar okkar með því að brjótast inn tvisvar í dag (já einmitt tvisvar á einum degi) og hann klippti á allan okkar tengibúnað,“ segir í tilkynningu sem Kapalvæðing sendi frá sér sl. föstudag. Kapalvæðing óskar jafnframt eftir aðstoð íbúa á Ásbrú við að fylgjast með þessum herbergjum þar sem þessi búnaður er geymdur. „Endilega látið okkur vita með tölvupóst (kv@kv.is) ef þið hafið einhverja vitneskju um ferðir þessara manna“, segir í tilkynningunni.

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Ályktun Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi vegna fjárlagafrumvarps 2019:

Hallar verulega á í fjárveitingum til Suðurnesja í nýju fjárlagafrumvarpi Samtök Atvinnurekenda á Suðurnesjum harma mjög þær fréttir er berast af fjárlagafrumvarpi 2019 sem hljóma ekki vel fyrir Suðurnesjamenn. Greining var gerð á því innan Samtaka Sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 og virðist engin breyting gerð í fjárlögum ársins 2019. Fjárveitingar ríkisins til stofnanna og verkefna á svæðinu sýndi að þar hallaði verulega á Reykjanesið, sama hvert litið var. Fjárveitingar til samgangna, heilbrigðisstofnunar, fjölbrautaskóla, lögreglunnar og fleiri verkefna ríkisins á hvern íbúa voru ekki aðeins lægri en á öðrum svæðum heldur var ekki tekið tillit til þeirrar gríðarlegu fólksfjölgunar sem er á svæðinu og þeirra vaxtaverkja sem henni fylgja. Um 23% íbúa á Reykjanesi eru af erlendu bergi brotin og því fylgja margar áskor-

anir og sérstaklega innan stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga. „Við [stjórn SAR] áttum fundi reglulega með þingmönnum umdæmisins þar sem þessi mál voru m.a. rædd en því miður hefur ekkert þokast í rétta átt og getur þetta haft gríðarlegar afleiðingar á svæðið til lengri tíma séð, sérstaklega með það í huga að innviðir eru á eftir í uppbyggingu sem mun halda áfram í tengslum við stærsta vinnustað svæðisins þ.e. Keflavíkurflugvöll. Ætli landið að halda eðlilegum hagvexti þarf að huga vel að þessu þáttum. SAR mun áfram vekja athygli á þessum málum innan sinna félagsmanna sem og í samtölum við al-

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. þingismenn og aðra í stjórnkerfinu og er það okkar von að viðsnúningur verði á fjárlögum ársins 2019 sem og á fimm ára áætlun fjárlaga til að stuðla að réttri skiptingu fjármagns inn á svæðið.

Reykjanesið er mikilvægt fyrir atvinnustarfsemi landsins og er í raun að verða úthverfi höfuðborgarsvæðisins og því ber að tryggja samgöngur og annað sem styður við styrkingu svæðisins,“ segir í ályktun SAR.

FLOKKUN FER VEL AF STAÐ EN MATARLEIFAR EYÐILEGGJA ENDURVINNSLUEFNI Flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum hefur farið nokkuð vel á stað. Hlutfall endurvinnsluefnis af heildarmagni úrgangs er nú um 26% sem er nokkuð gott svona í byrjun, en meðaltalsreynslan annars staðar er um 30%, segir Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku sorpeyðingarstöðvar sf., í færslu á fésbókinni.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Jón segir að byrjunarvandamálin séu helst þau að aðeins hefur borið á því að fólk setji matarleifar og almennt rusl í grænu tunnuna. Til dæmis hafa sést pizzukassar með pizzuafgöngum og fullum sósudollum. „Þegar svona gerist þá mengar það út frá sér og eyðileggur hluta af endurvinnsluefninu,“ segir Jón í færslunni. Einnig hafa sést snjósleðar, þríhjól, og

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðu Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

minni raftæki. „Svona dót á alls ekki að fara í grænu tunnuna“. Jón hvetur fólk til að vanda sig við flokkunina og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem sendar voru inn á öll heimili. En hvað verður um það sem kemur úr endurvinnslutunnunni? Í samtali við Víkurfréttir sagði Jón Norðfjörð að það efni sé losað úr bílum í Kölku

í Helguvík þar sem efninu sé pakkað í gáma sem síðan séu fluttir til mót-

tökustöðvar í Hafnarfirði til frekari úrvinnslu.

Matarleifar í endurvinnslutunnu í Reykjanesbæ. Svona á þetta ekki að vera!

Betri sviptivindar við Pósthússtræti „Breytingin er að líkindum til batnaðar varðandi sviptivinda við húsið,“ segir í gögnum um vindálag við Pósthússtræti 3 og 5 sem lagt var fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar í síðustu viku. Unnin hefur verið könnun á vindafari við Pósthússtræti í Keflavík og er niðurstöðu könnunarinnar lýst í minnisblaði Verkfræðistofunnar Eflu. Framkvæmdir við byggingu háhýsis við Pósthússtræti 5 hafa verið stopp í nokkrar vikur vegna breytingar á skipulagi og þá hafa íbúar að Póst-

hússtræti 3 mótmælt nálægð nýja háhýsisins en aðeins eru tólf metrar á milli bygginganna. Þá var byggingunni að Pósthússtræti 5 snúið 180 gráður á byggingareit sínum. Umhverfis- og skipulagsráð óskaði eftir gögnum um vindálag sem nú hefur verið skilað inn. en þau segja að

Frá framkvæmdum við Pósthússtræti í Keflavík.

breytingin er að líkindum til batnaðar varðandi sviptivinda við húsið. Formanni umhverfis- og skipulagsráðs hefur verið falið að funda með íbúum við Pósthússtræti vegna málsins. Forsaga málsins er að Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindið var sent í grenndarkynningu sem lauk þann 12. september 2018. Fjórar athugasemdir bárust, þar af ein með 43 undirskriftum íbúa Pósthússtrætis 3 sem vísar til einróma samþykktar stjórnar húsfélagsins á bréfi fr á JA lögmönnum dagsett 29. ágúst 2018. Megininntak flestra mótmæla er nálægð húsa, fjöldi íbúða og fjöldi bílastæða.

VILL LJÚKA TVÖFÖLDUN REYKJANESBRAUTAR STRAX - og fjármagna með arðgreiðslu frá Landsbankanum Í umræðum um samgönguáætlun, 2019-2033, á Alþingi kom fram í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins að hann muni við síðari umræðu málsins flytja breytingartillögu þess efnis að ráðist verði strax á næsta ári í tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni inn í Hafnarfjörð. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir þessari tvöföldun eftir 15 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Birgi til fjölmiðla „Um einbreiða kafla brautarinnar, frá Hvassahrauni og inn í Hafnarfjörð, fara 20 þúsund bílar á dag. Öryggi og umferðarálag eiga að vera útgangs­ punktarnir þegar framkvæmdum er forgangsraðað í samgönguáætlun. Reykjanesbrautin á að vera þar efst á blaði,“ segir Birgir. Hann leggur til að framkvæmdin, sem kostar 3,3 milljarða króna, verði fjármögnuð með sérstakri arðgreiðslu Landsbankans til ríkissjóðs. „Rekstur Landsbankans er með ágætum og samkvæmt 6 mánaða

uppgjöri bankans er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Það er því ekkert til fyrirstöðu að bankinn greiði sérstaklega arð til eiganada síns með þessum hætti svo fjármagna megi þetta brýna samfélagsverkefni. Samkvæmt nýjasta uppgjöri er eigið fé Landsbankans 232 milljarðar. Á

þessu árið hefur bankinn greitt 25 milljarða í arð til ríkisins. Sérstök arðgreiðsla upp á 3,3 milljarða mun ekki hafa nein teljandi áhrif á eiginfjárhlutfall bankans, sem er gott eða 24,1% og vel umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins,“ segir Birgir jafnframt í tilkynningunni. Hann segir að það sé rétt að halda því til haga að hagnaður bankans er fyrst og fremst til kominn vegna gjaldtöku á almenningi og fyrirtækja í landinu og þá einkanlega vegna hárra vaxta. „Það er því ekkert óeðlilegt við það að eigandi bankans, sem er ríkissjóður, noti bankann til þess að fjármagna brýna vegaframkvæmd, sem eykur öryggi á hættulegum vegarkafla til muna og allir landsmenn nota,“ segir Birgir að lokum.


Kynntu þér starfið á bluelagoon.is/atvinna og sæktu um

STÖRF Í VIÐHALDSDEILD Við leitum að traustum húsasmiðum, pípulagningamönnum, vélstjórum eða vélvirkjum til starfa í viðhaldsdeild Bláa Lónsins. Vinnutími er frá 06:00-15:00 alla virka daga.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR

• • • • • • •

Sveinsbréf Reynsla af viðhaldsverkefnum og nýsmíði Hæfni til að vinna sjálfstætt Þjónustulund og jákvæðni Áreiðanleiki og stundvísi Góð samskipta- og samstarfshæfni Fagmannleg og öguð vinnubrögð

Við hvetjum bæði kynin til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson, sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420 8800. Umsóknarfrestur er til og með 25. október. Bláa Lónið er fjölbreyttur, ört vaxandi og skemmtilegur vinnustaður, umhverfið er einstakt og fríðindin góð.

Einstakt umhverfi Skemmtilegt félagslíf Góð fríðindi

6-15

Dagvinna 06:00-15:00 Frábær starfsandi Góður matur Þjálfun og fræðsla


4

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Vonin heldur mér gangandi VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Tumi var hetjan mín

Konurnar sem stóðu að bleikri messu, sr. Erla, Sigrún, sr. Brynja og Sirrý. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni. Krabbamein eru fátíð undir 40 ára aldri og meira en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Tölfræði krabbameina á Íslandi segir okkur að á árunum 2012–2016 greindust að meðaltali árlega 813 karlar og 764 konur með krabbamein. Yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina. Fimm ára lífshorfur krabbameinssjúklinga hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning krabbameina hófst á Íslandi árið 1954. Bleika slaufan

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna. Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttu gegn krabbameini hjá konum. Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameini hjá konum. Í bleikum október minnumst við einnig þeirra sem dáið hafa úr krabbameini.

Keflavíkurkirkja var ein af fyrstu kirkjum landsins sem lýst var upp með bleikum lit í október til þess að minna á krabbamein kvenna. Bleikar messur hafa verið haldnar þar í mörg ár en þetta árið ákváðu séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur við Keflavíkurkirkju, og séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, prestur við Njarðvíkurkirkju, að sameina kirkjurnar í bleikri messu ásamt Krabbameinsfélagi Suðurnesja í bleikum október.

Kirkjan var þéttsetin þetta sunnudagskvöld og kirkjugestir fengu að njóta fallegs kórsöngs sönghópsins Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Efnisval kórsins var mjög viðeigandi bæði fyrir og eftir vitnisburð Sigrúnar Þorsteinsdóttur Holt aðstandanda en eiginmaður hennar Tumi Hafþór Helgason lést úr krabbameini 8. ágúst árið 2017. „Við ákváðum að vera ekki hrædd þegar Tumi fékk greiningu rétt fyrir jól árið 2015. Hann hafði verið hjá sjúkraþjálfara vegna bakverkja en svo ákvað læknirinn að senda hann í myndatöku og eitt leiddi af öðru. Æxli fannst í bakinu en endanleg greining kom ekki fyrr en í lok janúar 2016. Hann hafði greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein þrjátíu árum áður en verið tiltölulega frískur. Hann var fimmtugur þegar hann dó. Banameinið var út frá lungnakrabbameini en hann hafði reykt áður en var hættur. Tumi var hetjan mín í gegnum allt veikindaferlið. Það var hann sem talaði í okkur kjark. Aldrei gafst hann upp. Við höfðum verið gift í þrjátíu ár þegar hann lést og eignast fjögur börn. Þetta ár síðan hann lést hefur verið mjög erfitt fyrir okkur öll, bæði mig og börnin því er ekki hægt að leyna en vonin heldur mér gangandi í dag,“ segir Sigrún sem talar opinskátt fyrir framan kirkjugesti um hvernig þetta ár hafi gengið frá því að eiginmaður hennar og faðir barna þeirra og barnabarna lést.

SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja býður til árlegs haustfundar fimmtudaginn 25. október í Berginu, Hljómahöll kl. 12 – 13. Húsið opnar kl 11.45 með hádegissnarli.

Ómetanleg hjálp frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja

„Við höfum fengið ómetanlegan stuðning frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja en þangað hefur verið mjög gott að leita. Starfsfólkið þar hefur sýnt hlýhug og Rósa djákni veitti okkur einnig stuðning á erfiðum tímum. Þau hafa öll hjálpað mér mjög mikið. En þegar Tumi var í dauðastríðinu vorum við mikið ein, óörugg og afskipt. Þá sá ég hvað maður þurfti að vera sterkur og standa í fæturna fyrir alla aðra og spá ekkert í sjálfum sér. Ég áttaði mig á því eftir andlát Tuma míns að ég var ótrúlega þreytt og hafði gengið á eigin heilsu. Maður finnur það ekki fyrr en eftir á. Ég hefði viljað hafa betri heilbrigðisþjónustu og finnst kerfið hefði mátt halda betur utan um okkur aðstandendur. Allt starfsfólkið vildi allt fyrir okkur gera en ég er ósátt við kerfið hvernig eftirfylgni við aðstandendur er engin og heldur ekki mikill stuðningur við þá í gegnum veikindaferlið eða eftir andlátið. Það tekur tíma að vinna úr sorginni og börnin eiga sínar erfiðu stundir í skólanum þar sem sorgin blossar upp allt í einu. Stundum finnst manni að fólk haldi að eftir þrjá mánuði þá eigi allir að vera búnir að jafna sig en svo er ekki. Sorgin þarf sinn tíma,“ segir Sigrún. Sorgin er sársaukafull. Ástvinamissir er eitt erfiðasta áfallið sem við verðum fyrir og það er engin auðveld leið til að halda áfram. Við gætum reynt að forðast sársaukann, komast sem fyrst í gegnum sorgina en það er ekki hægt. Við verðum að finna hugrekki til að lifa með sorginni. Með tímanum minnkar sársauki sorgarinnar.

Lífið heldur áfram

„Ég ber ábyrgð á eigin lífi. Ég vil vera jákvæð og auðmjúk gagnvart lífinu. Þegar ég áttaði mig á því að ég hefði leyfi til að brosa aftur þá var það einskonar uppgötvun. Ég fékk einhvern kraft til þess að taka valdið í eigin hendur, að velja að láta mér líða vel aftur. Ég er skipstjóri í eigin lífi og ræð hvernig ég ætla að takast á við hugsanir mínar og púkann á öxlinni sem dregur úr mér og segir mér að ég geti ekki þetta eða hitt. Ég hendi þessum púka burt! Nú tek ég ákvörðun á hverjum degi um að halda áfram, að vera glöð og jákvæð. Það er þvílíkur léttir að leyfa sér að brosa á ný, að gleðjast á ný því lífið heldur áfram og ég veit að Tumi minn hefði viljað það. Nú langar mig að kveikja á kerti fyrir voninni og til minningar um alla þá sem hafa látist úr krabbameini og fyrir þá sem eru að berjast við krabbamein,“ segir Sigrún og gengur að altarinu, kveikir á hvítu stóru kerti og sest að því loknu í stólinn sinn. Falleg athöfn og efalaust dýrmætt fyrir marga að fá að heyra einlæga frásögn Sigrúnar þetta kvöld.

Vonin miðar á framtíðina

Bæði Sigrúnu og prestunum tveimur var tíðrætt um vonina þetta kvöld. Séra Brynja fjallaði um að rækta með sér hugarfar vonarinnar: „Von. Þessir þrír bókstafir og þetta litla orð sem er samt svo stórt. Vonin á alltaf að vera með okkur. Við þurfum að eiga þetta ljós sem lýsir upp svartnætti hugans. Von er vænting um betri tíð. Vonin miðar á framtíðina. Vonin felur í sér ósk, þrá og bæn. Vonin færir okkur nýjan kraft og viljanum vængi. Við höfum trúna og vonina í erfiðum aðstæðum í lífi okkar. Við verðum að halda í vonina um að útkoman verði okkur alltaf góð.“

Fyrirlesarar » Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA – Samfélagsleg ábyrgð og IKEA » Skúli Skúlason, formaður Kaupfélags Suðurnesja – Í eigu samfélags » Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík – Samfélagsleg áhrif nýsköpunarfyrirtækja Sólmundur Hólm mun halda stemmningunni léttri. Fundarstjóri er Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri GeoSilica.

heklan.is

Tumi og Sigrún á góðri stund ásamt barnabörnum sínum.


Blöndum alla liti!

9l.

5.835

10.395

Almennt verð: 7.295

ært ve ráb

Gerðu verðsamanburð

! rð Verð á lítra

648

20% afsláttur

Almennt verð: 12.995

! rð Verð á lítra

1.155

Vatnsþynnanleg, lyktarlaus plastmálning. Sérlega hentug á stofur, ganga og svefnherbergi o.fl. þar sem óskað er hálfmattrar áferðar.

5.275 86620040-3737

Almennt verð: 6.595

! rð Verð á lítra

1.319

25% afsláttur

af ryksugum og háþrýstidælum

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

80603209

ært ve ráb

80602509

Kópal glitra Gljástig 10

ært ve ráb

Vatnsþynnanleg, mött akrýlinnimálning sem gefur dýpri litaáferð án endurspeglunar. Notast á flest alla fleti innandyra t.d. spónaplötur, gips, múr og steinsteypu.

F

af allri málningu

Vatnsþynnanleg og umhverfisvæn plastmálning. Notast á flest alla fleti innandyra t.d. spónaplötur, gips, múr og steinsteypu.

F

20% afsláttur

Supermatt rom

F

Proff innimálning

Einar Loftsson málarameistari

4l.

9l.

25% 25% 20% afsláttur afsláttur afsláttur

af ljósum&perum

af parketi&flísum

25% afsláttur af damixa

Opið virka daga 8-18 • laugardaga 10-14

af Sonax bílavörum


6

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Í bókinni er m.a. litast um í sumum þeirra stórbrotnu hraunrásarhella sem finna má undir hraunflákum Reykjanesskagans.

JÓNÍNA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR lést á Hlévangi, Keflavík, mánudaginn 1. október s.l. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 19. október klukkan 13. Hilmar Bragi Jónsson Magnús Brimar Jóhannsson Sigurlína Magnúsdóttir Hanna Rannveig Sigfúsdóttir Ágúst Pétursson Drífa Jóna Sigfúsdóttir Óskar Karlsson Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir Jóhann Ólafur Hauksson Snorri Már Sigfússon Rebekka Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

INGIBJÖRG BENEDIKTA JÓNSDÓTTIR frá Hellisandi, Faxabraut 32c, Keflavík,

lést á Hrafnistu Hlévangi, laugardaginn 6. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 18. október kl.13. Sólveig Anna Einarsdóttir Björn Rúnar Albertsson Björn Björnsson Sveindís Árnadóttir Einar Árni Jóhannsson Ingvi Steinn Jóhannsson Þóra Björg Jóhannsdóttir barnabarnabörn og aðrir aðstandendur

GEFUR ÚT LJÓSMYNDABÓK UM REYKJANESSKAGA

Náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson er vel kunnur fyrir glæsilegar ljósmyndir sínar af Reykjanesskaga. Hann hefur ljósmyndað náttúru og landslag Reykjanesskagans samfellt í 12 ár og nú er afraksturinn að koma út í veglegri ljósmyndabók sem bókaútgáfan Nýhöfn gefur út. Að sögn Ellerts er von á bókinni úr prentun í lok október en hún er prentuð í Lettlandi. „Í bókinni er farið um helstu náttúruperlur Reykjanesskagans þar sem við byrjum ferðalagið yst út á Reykjanesi og endum á Hengilssvæðinu. Bókinni er skipt upp í kafla eftir svæðum og jarðfræði þeirra gerð skil í stuttu máli ásamt öðrum fróðleik. Þá er einn kafli hennar tileinkaður þeirri heillandi náttúru sem flestum er hulin í þeim fjölmörgu og fjölbreyttu hraunrásarhellum sem

Reykjanesskaginn hefur að geyma undir hraunflákunum,“ svarar Ellert aðspurður um efni bókarinnar. „Það má segja að ég sé að sýna skagann frá öllum hliðum, bæði ofanjarðar, neðanjarðar og úr lofti en sum svæði hef ég einnig myndað með dróna, sem gefur manni ný og spennandi sjónarhorn. Til dæmis er frábært að ljósmynda gíga og eldborgir ofan frá“, segir Ellert. Ráðgert er að bókin fari í dreifingu í lok þessa mánaðar.

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,

VALGERÐUR HANNA SIGURÐARDÓTTIR Njarðarvöllum 6, Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 23. október kl. 13. Árni Júlíusson Anna Birna Árnadóttir Arnar Ingólfsson Sigurður Einar Árnason Ásborg Guðmundsdóttir Ingvar Örn Árnason Sonya Árnason og barnabörn

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs unnusta míns, bróður okkar, mágs og frænda,

REIDARS JÓHANNESAR ÓSKARSSONAR Rafnkelsstaðavegi 8, Garði

Sérstakar þakkir fær Útfararþjónusta Suðurnesja, sr. Sigurður Grétar og Kvenfélagið Gefn í Garði. Laufey Sigurðardóttir Þórdís S. Ó. Husby Örlygur Þorkelsson Ragnar Ó. Husby Edda Baldvinsdóttir frændsystkini og fjölskyldur þeirra.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Kápumynd bókarinnar: Hér er horft yfir Sog við Trolladyngju í átt að Keili í bakgrunni. Ljósmynd: Elg

Elenora Rós „Lundi ársins 2018“ Lundakvöld Kiwanisklúbbsins Keilis var haldið föstudaginn 11 október 2018. Á Lundakvöldi er einstaklingur heiðraður sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins eða bæjarbúa Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður Lundi á steini ásamt verðlaunaplötu og skjali. Lundinn hefur verið afhentur á Lundakvöldi síðan 2002 og var því afhentur í 17. skiptið. Lundi ársins 2018 er Elenora Rós Georgesdóttir. Hún er dóttir Ragnhildar Ævarsdóttur og George Coots. Það má geta þess að afi Elenoru var einn af stofnfélögum í Kiwanisklúbbnum Keili. Elenora er bakaranemi sem á sér þann draum heitastan að reka sitt eigið bakarí í framtíðinni. Hún er mjög efnilegur bakari sem fékk þá hugmynd að baka til góðs. Hún hóf því að baka kökur og selja. Elenora afhenti ágóða af sölu sinni árið 2017 til Barnaspítala Hringsins um hálfa milljón króna. Hún lét ekki staðar númið þar, heldur tók hún þátt í Reykjavíkurmaraþoni sama ár með því að hlaupa fyrir Barnaspítala Hringsins. Nú í sumar tók hún aftur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði þá 100.000 kr. sem hún hljóp til styrktar Ljósinu. „Maður þarf ekkert að gefa margar milljónir til að láta gott af sér leiða, það er bara mikilvægt að vera góður við náungann,“ eru góð einkunarorð Lundans í ár. „Lundi ársins er glæsileg fyrirmynd ungs fólks sem lætur drauma sína rætast um leið og hún lætur gott af sér leiða,“ segir jafnframt í tilkynningu frá Kiwanisklúbbnum Keili.


ATÆKI

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

95

r LL ÞVOTT nýr vefuÖ ERKJUM Netverslun Í ÖLLUM M I

AFSLÆTT MEÐ 15% DAGA Í NOKKRA Greiðslukjör Vaxtalaust

Þvottadagar ÁRA

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15.

1922 - 2017

ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

í allt að 12 mánuði

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

10 ára

15%

ábyrgð á kolalausum mótor

914550043

914550046

Þvottavél

Þvottavél

L7FBE840E

L7FBM826E

Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók.

Íslenskt stjórnborð

Verð áður: 119.900,- Verð nú: 101.915,-

10 ára ábyrgð á mótor

15%

916097949

911 444 409

15%

15%

UppÞvottavél FFB63806PM FS Tekur 13 manna stell Áður: 179.900,Nú: 152.915,-

Rt lIft

Comfo

Þvottavél ECo BUBBlE 7KG 1400SN saWW70j5486mW/ee

Áður: 69.900,Nú: 59.900,-

Tekur 8 kg af þvotti. 1600 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.

3 ára ábyrgð

ÞURRKaRI T6DBM720G Tekur 7 kg af þvotti. Áður: 99.900,Nú: 84.915,-

15%

Verð áður: 139.900,- Verð nú: 118.915,-

15%

916097952

ÁRA

1922 - 2017

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Opið fyrstu tvo laugardaga hvers mánaðar kl. 11-14. Lokað 3ja og 4ja.

916097905

ÞURRKaRI T7DEP831E Með varmadælu. Tekur 8 kg af þvotti. Áður: 129.900,Nú: 110.415,-

ÞURRKaRI T6DEL821G Tekur 8 kg af þvotti. Áður: 109.900,Nú: 93.415,-

15%

911 444 415

911 444 416

UppÞvottavél FSILENCM4 FS STÁL Tekur 13 manna stell. Áður: 129.900,Nú: 110.415,-

UppÞvottavél FSILENCW4 FS HVÍT Tekur 13 manna stell. Áður: 119.900,Nú: 101.915,-

ÞURRKaRI 7KG BaRKalaUS

Þvottavél 7KG 1200SN

ÞURRKaRI 8KG BaRKalaUS

saDV70m5020kW/ee

ZWF71243W

ZDC8202PZ

Áður: 89.900,Nú: 79.900,-

Áður: 64.900,Nú: 55.165,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

95

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

UR

UPPSELD

Áður: 79.900,Nú: 67.915,-

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


8

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Ekki biðja barnið þitt að þegja Theodóra Mýrdal, sérkennslustjóri. VIÐTAL

Margir foreldrar kannast líklega við það að barnið þeirra talar og talar og jafnvel endalaust. Þetta er samt ósköp eðlilegt því börn þurfa að tala mjög mikið segir Theodóra Mýrdal, sérkennslustjóri hjá leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ, en fullorðna fólkið hefur ekki alltaf þolinmæði til að hlusta á þau. Hún sagði okkur jafnframt frá rannsókn sem gerð var hér á landi varðandi orðaforða barna og niðurstöðurnar voru sláandi. Orðaforði verður að þjálfast einnig hjá foreldrum

„Eins og staðan er núna þá hafa börnin okkar ekki málið á valdi sínu, mjög slakur málþroski er að koma í ljós hjá bæði íslenskum og erlendum börnum sem búa á Íslandi. Við í leikskólanum erum alltaf að örva börnin málfarslega, leyfa þeim að tala og læra að hlusta á aðra en þannig þjálfast börn í að nota málið sitt. Við vinnum í skólunum að því að auðga mál barna og gefum þeim mörg ný orð sem þau læra að nota. Börn verða að eiga í samræðum við fullorðna til þess að málfærni þjálfist upp. Íslenskt beygingarkerfi er flókið en þegar barnið heyrir fullorðna fólkið tala við sig um hversdagslega hluti þá fer fram þjálfun í leiðinni. Eins og þegar foreldri er að búa til kvöldmat og setur orð á þær athafnir. Nú er ég að skera gulræturnar eða nú klæðum við þig í ermina á peysunni. Börnin hlusta á okkur, hvernig við tölum og herma svo eftir okkur. Þannig lærist málið. Þetta þarf ekki að vera flókið, bara einföld orð og athafnir,“ segir Theodóra og manni verður órótt þegar hún heldur áfram.

ORLOFSHÚS Á SPÁNI Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska og sumar 2019

Sláandi niðurstöður

„Það var nýlega rannsakað á landsvísu hvernig orðaforði barna í landinu stendur í dag og því miður hefur orðaforði þeirra snarversnað. Skýringin er líklega sú að börn eiga ekki í nógu miklum samræðum við fullorðna lengur. Það er of mikil þögn. Það er áríðandi að tala við börnin, leyfa þeim að tjá sig og að þau finni að við erum að hlusta. Við þurfum einnig að tala við þau, segja þeim frá ýmsu því þá heyra þau hvernig nota á málið. Þau heyra ný orð og prófa sjálf að nota

Einnig er búið að opna fyrir orlofshúsin okkar hér heima frá áramótum fram að páskum. Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á www.stfs.is Orlofsnefnd STFS

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Búið er að opna fyrir timabilið 1. janúar 2019 – 15. apríl 2019 á orlofshúsi okkar á La Marina á Spáni, einnig er opið frá deginum í dag fyrir umsóknir um páska og sumar 2019 eða frá 16/4 til 1/10 2019. Tvær vikur hver úthlutun. Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2019. Úthlutað verður 17. janúar 2019.

Við vinnum í skólunum að því að auðga mál barna og gefum þeim mörg ný orð sem þau læra að nota. Börn verða að eiga í samræðum við fullorðna til þess að málfærni þjálfist upp.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

þau. Það er einnig mjög góð leið að lesa upphátt úr bókum. Börn þurfa þessa málfarslegu umhyggju ekki síður en að borða eða að klæða sig í hlý föt þegar kalt er úti. Það þarf að sinna þessum þætti, það þarf að tala við þau. Börn elska að heyra sögur af sér eða af foreldrunum þegar allir voru litlir. Þessar samræðustundir geta þá verið farvegur í leiðinni til að efla tilfinningatengslin við barnið með því hlúa að því málfarslega,“ segir Theodóra sem finnst mjög sorglegt þegar hún sér foreldri og barn sitja saman, hlið við hlið, án þess að tala saman. Barnið er þá í spjaldtölvunni og foreldrið er í farsímanum sínum. Engin að tala saman, engin samskipti.

sjáum til hvort barn þróar með sér eðlilegan málþroska heldur grípum við inn í strax ef þarf. Við skimum öll þriggja ára börn og ef við sjáum að barn þarf stuðning þá fær það einstaklingsmiðaða þjálfun hjá sérkennara í leikskólanum sem vinnur áfram með málfærni barnsins,“ segir Theodóra sem brennur fyrir því að hjálpa börnum sem eru í vandræðum með tungumálið. En þetta er undanfari þess að fá greiningu á málþroska hjá talmeinafræðingum á Fræðslusviði Reykjanesbæjar.

Tala meira saman

„Það er ekki nóg að leikskólar eða grunnskólar séu að sinna börnunum okkar. Foreldrar verða að sjá um máluppeldi barna sinna einnig. Þeir þurfa að lesa fyrir barnið sitt og tala við það. Barnið kemur heim að loknum löngum vinnudegi en ég kalla það vinnudag barnsins þegar það mætir fyrir átta á morgnana í leikskólann og er sótt um klukkan fjögur. Það er jafnþreytt og fullorðna fólkið. Þá er mjög freistandi að setja barnið fyrir framan sjónvarpið eða leggja spjaldtölvuna á læri þess. Fullorðna fólkið vill fá frið. Þarna sé ég samt tækifæri til þess að eiga notalega gæðastund í sófanum, rólegheit, allir slaka á eftir vinnu og tala saman. Hafa börnin með. Að fullorðna fólkið setji farsímana til hliðar í þessar örfáu klukkustundir þar til barnið fer að sofa. Þetta getur skilað vellíðan beggja aðila þegar barnið finnur að það fær athyglina sem það þráir frá foreldri sínu. Já, börn þurfa mikla athygli og nota til þess öll brögð. Barn sem fær þá athygli sem það þarfnast er yfirleitt rólegra,“ segir Theodóra.

Átak í gangi eða Snemmtæk íhlutun

Í öllum leikskólum Reykjanesbæjar eru flest þriggja ára börn skimuð með EFI-2, málþroskaskimun, málfærni þeirra og orðaforði er þá sérstaklega skoðaður. „Sem betur fer eru flestir foreldrar í Reykjanesbæ orðnir meðvitaðir um þetta verkefni. Orðaspjall byrjaði hér hjá okkur og hefur breiðst út um allt land. Allir leikskólar í Reykjanesbæ leggja áherslu á snemmtæka íhlutun. Það þýðir að við bíðum ekki lengur og

Börn læra best í gegnum leik

Kennarar leikskólans Tjarnarsels í Keflavík hafa búið til námsefni sem notað er víða um land til að þjálfa upp orðaforða en leikskólastjóri skólans, Árdís Hrönn Jónsdóttir, samdi bókina Orðaspjall – Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Theodóra Mýrdal hefur einnig lagt sitt að mörkum til að efla málörvunarstundir í leikskólanum og til þess að efla allt starfsfólk leikskólans að vera með markvissar málörvunarstundir með börnunum. Metnaðurinn er mikill hjá þessum leikskólakennurum sem vinna að því að hjálpa börnum að verða tilbúin fyrir skólann. Það er jú hlutverk þessa námstigs. Leikurinn er það sem við sjáum í leikskólanum en undir niðri er verið að þjálfa upp mikilvæga þætti í gegnum allan leikinn. Börn læra best í gegnum leik. Það er svo áríðandi að barn tileinki sér ákveðinn orðaforða áður en það kemur í grunnskóla því þau þurfa að vera læs á allt venjulegt námsefni. Því miður hefur það víst aukist að stór hluti barna er ekki læs á venjulegt námsefni og úr því þarf að bæta. Við þurfum að örva börnin okkar. Orðaforði og lestrarfærni eru lykill að lífsgæðum í nútímaþjóðfélagi.


BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

9

Ísland liggur á mörkum tveggja landfleka jarðarinnar og hér hafa alltaf verið miklar jarðfræðilegar hræringar og eldvirkni. Sú skoðun hefur komið fram að Ísland hafi, áður en hið eiginlega landnám fór hér fram, verið sterk miðstöð þeirra er leituðu endurnýjunar á líkama og sál. Þegar menn sneru heim aftur voru þeir endurhlaðnir orku eftir hvíld og slökun í heitum laugum. Ef þetta er rétt þá þykir útlendingum landið okkar ennþá kynngimagnað.

Reykjanesið grásvarta og gígarnir vöktu mikla hrifningu. Ótrúlega fallegt að sjá svona stórt svæði fullt af hrauni. Utroleg flott! Orðið sem var mest notað í þessari skoðunarferð um Reykjanesskagann.

Hvar eru Íslendingarnir? Blaðamaður Víkurfrétta átti þess kost að gerast leiðsögumaður fyrir tvo unga Norðmenn sem voru í heimsókn á Íslandi. Norðmennirnir eru 25 ára gamlir og heita Knut og Petter. Þeir starfa sem rafvirkjar í heimalandi sínu. Ekið var um Suðvesturhornið, Suðurland og Reykjavík. Þeim þótti Reykjanesið ótrúlega heillandi með allri sinni eldvirkni og svartlituðu hrauni.

Lyktin var sterk á hverasvæðinu í Krísuvík en þangað var einnig upplagt að fara til að skoða eldvirkni í allri sinni dýrð á Reykjanesskaganum. Kraumandi hverir skemmtu gestum og mikilvægt að passa að fara ekki út af göngubrúnni.

Knut og Petter eru dæmigerðir Norðmenn af Vestlandi Noregs. Dæmigerðir á þann hátt að þeir fara á hjartarveiðar á haustin, fara á bátnum sínum út á fjörðinn að veiða þorsk í soðið eða lax sem kemur upp ánna í bænum þar sem þeir búa. Þeir fara létt með að ganga á þúsund metra há fjöll eða hærri, labba í skóginum, sofa í tjaldi á fjallstoppi eða fara á gönguskíði um miðjan vetur ef ekki er hægt að nota svigskíðin og veiða

Brimketill á Reykjanesi vakti mikla lukku og hlátur. Ef einhver er að leita að brandara dagsins þá er um að gera að fara þangað með túristana, láta þá stilla sér upp rétt áður en aldan skellur á sem bleytir vel í þeim. Norsararnir höfðu húmor fyrir þessu uppátæki leiðsögumannsins!

„Vá!“ sögðu þeir báðir þegar þeir gengu í gegnum gufuna við Gunnuhver á Reykjanesi. Þeir höfðu aldrei á ævinni séð hverasvæði og voru algjörlega dolfallnir þegar þeir fengu á sig fíngerða úðann frá hvernum.

svo jafnvel í gegnum vök að vetrarlagi. Þeir borða þurrkað og saltað lambakjöt á jólum og fleira af fremur ógirnilegum jólamat Norðmanna, finnst blaðamanni, en sinn er siður í landi hverju. Það er hollt fyrir Íslending að skoða landið sitt með útlendingum sem hafa aldrei komið hingað. Maður sér náttúruna í nýju ljósi. Ummæli og viðbrögð Knuts og Petters má lesa með hverri ljósmynd.

„Engir verðir í kringum þinghúsið ykkar? Vá!“ Nei, eftir að búsáhaldabyltingin lagði upp laupana er allt með kyrrum kjörum á Austurvelli.

Allt of dýrt að fara í Bláa lónið þeim og einnig of mikið túristafyfannst Þeir völdu Gömlu laugina á Flúðumrirbæri. hafa skoðað möguleikana sem eftir að en höfðu samt aldrei heyrt á hanvoru í boði áður. Verðlag og umhverfið á Flúa minnst heillaði þá. Hrá íslensk náttúra ðum lokkar.

Þeir höfðu engan áhuga á að smakka íslenskan bjór enda báðir miklir sportistar en fannst miklu meira tilefni til að prófa Huppu ís á Selfossi eftir að hafa borðað Ölverspitsu í Hveragerði. Ísinn þótti þeim mjög góður en súkkulaðidýfu höfðu þeir aldrei prófað áður. Namm!

Ókum áfram Suðurstrandarveginn. Hveragerði sló í gegn með allri sinni prumpulykt eða það var það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir önduðu að sér loftinu þar. Hvernig þorir fólk að búa hér ofan á lifandi hverasvæði? Búa kannski allra mestu spennufíklar Íslands hérna?

Mögnuð upplifun að fara ofan í heita jörð, ofan í heitt hveravatn og slaka á. Finna hvernig hitastigið hækkaði þegar þeir færðu sig nær lifandi hvernum sem var afgirtur baðgestum Gömlu laugarinnar. Þetta heita bað toppaði daginn!

Náttúran var dásömuð alla helgina. Grænir og svartir litir hennar víxluðust. Náttúran var það sem vakti mesta athygli í ferðinni ásamt kvenfólkinu sem þeim þótti hafa skarpa andlitsdrætti en fagra. Annar þeirra gat vel hugsað sér að setjast að á Íslandi. Í lok helgarinnar, eftir að hafa farið inn á kaffihús og veitingahús þá höfðu strákarnir orð á því að leiðsögumaðurinn, blaðamaðurinn, gat ekki talað íslensku neins staðar. „Hvar eru Íslendingarnir? Þú talar ensku á öllum þessum veitingastöðum. Þarf starfsfólkið ekki að læra íslensku til að fá vinnu?“ spurðu þeir. marta@vf.is

Þegar þeir voru að kynna sér Ísland á vefnum sáu þeir oft myndir af Hallgrímskirkju. Falleg kirkja sögðu þeir og skemmtilegt að labba um borgina þaðan niður Skólavörðustíginn.


10

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Nemendur áhugasamir og opnir fyrir ýmsum störfum

ÆKT ÐRí Björginni GogEstarfið í Suðurnesjamagasíni

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og hefur vaxið með hverju árinu. Hátt í hundrað ólíkar starfsgreinar voru kynntar fyrir grunnskólanemendum í íþróttahúsinu við Sunnubraut á dögunum og mátti sjá nemendur kynna sér hin ýmsu störf með opnum hug. Margir krakkarnir voru á því að starfið þyrfti að vera skemmtilegt fyrst og fremst, launin væru ekki endilega í fyrsta sæti. Kynningin er mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks. Henni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla hefur verið lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu síðustu ár.

Dircelene Gomes er nýútskrifuð sem fiskeldisfræðingur en hún vinnur í Höfnum. „Ég fór óvart í þetta nám. Ég sá þetta auglýst og ákvað að prufa. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt, vinnan fjölbreytt og ég mæli alveg með þessu.“ Námið er árs diploma og fer fram á Hólum. Básinn hjá Stofnfiski var mjög vinsæll en krakkarnir voru spenntir fyrir því að fá að handleika fiskana og skoða hrognin.

Bregður við að heyra launin

Mætti kynna starf hjúkrunarfræðinga betur

Leikskólakennararnir Halla og Rut fengu talsvert af heimsóknum á básinn sinn. „Krakkarnir eru duglegir að koma til okkar og kynna sér starfið. Þau muna mörg hver eftir leikskólagöngu sinni þannig að það kveikir hjá þeim áhuga. Þau spyrja helst um launin og lengd háskólanámsins. Þeim bregður að heyra af laununum og það er greinilegt að þau hafa verið að kynna sér laun annarsstaðar. Þegar

þau heyra okkar grunnlaun þá hörfa þau frá,“ segir Halla. Kynfræðingurinn Sigga Dögg var með bás á kynningunni og naut talsverðra vinsælda. „Hún sagði mér að það væri mjög gaman að vera kynfræðingur og að maður myndi læra allt um kynlíf og alls konar. Það var gaman að tala við hana,“ sagði einn strákurinn sem Víkurfréttir spjölluðu við.

„Mér finnst fólk almennt ekki meðvitað um hvað við erum að gera. Það mætti huga að því að kynna betur það sem við erum að fást við. Það eru kannski bara þeir sem hafa þurft á þjónustunni að halda sem gera sér grein fyrir því,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Ásta Bjarnadóttir. Viðtöl við hressa krakka og fagfólk úr öllum áttum má sjá í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Sölumaður á staðnum

fimmtudaginn 18. október frá 14:30 til 17:30 og föstudaginn 19. október frá 12:00 til 14:00

ALLIR VELKOMNIR!

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF

Sími 562 4250 fjarfesting.is

• Borgartúni 31 • 105 Reykjavík • E-mail: edda@fjarfesting.is

Edda Svavarsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM: 845 0425


fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

11

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

AFLA

FRÉTTIR

Af togurum og frystitogurum

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Frystitogarasaga Suðurnesjamanna er kannski ekki löng. Það má segja að útgerðir á Suðurnesjum hafi verið með þeim seinustu til að gera út frystitogara. Í dag eru gerðir út þrír frystitogarar. Nesfiskur í Garði gerir út Baldvin Njálsson GK sem landar alltaf í Hafnarfirði og Þorbjörn ehf. í Grindavík gerir út tvö skip. Hrafn Sveinbjarnarsson GK, sem var keyptur frá Hrísey og hét þar Snæfell EA. Þessi togari var lengdur fyrir nokkrum árum síðan og við það þá jókst burðargetan í skipinu upp í um 800 tonn.

Ólafur Jónsson GK í höfninni í Keflavík fyrir mörgum árum.

Ge ym

du

au

glý

sin

gu

na

!

Hinn togarinn er Gnúpur GK, sem er mjög þekkt aflaskip, því að togarinn var keyptur frá Ísafirði og hét þar Guðbjörg ÍS. Togarasaga Grindvíkinga er ekki löng því að fyrsti togarinn sem keyptur var og kom til Grindavíkur hét Ásþór RE. Í Grindavík fékk hann nafnið Gnúpur GK. Þetta ísfiskstogari og stundaði ísfisksveiðar í bland við saltfiskveiðar, en þá var aflinn saltaður um borð. Ef farið er aðeins í aðra frystitogara þá má nefna að Hraðfrystihús Keflavíkur (HK) sem gerði út togaranna Aðalvík KE og Bergvík KE. Báðir þeir togarar voru seldir árið 1988 þegar HK var komið í efnahagsvandræði og fóru þá báðir togarnir til Sauðárkróks og má segja að þetta hafi verið skipti því HK fékk Drangey SK sem þá var orðin frystitogari og fékk hann nafnið Aðalvík KE. Útgerðarsaga Aðalvíkur KE sem frystitogara var ekki löng því útgerð togarans gekk ekki vel og var hann á endanum seldur til Útgerðarfélags Akureyrar árið 1990. Miðnes HF í Sandgerði var mikið og stórt fyrirtæki og þeir gerðu út togarann Ólaf Jónsson GK sem var smíðaður í Póllandi. Miðnes HF sendi Ólaf Jónsson GK í miklar breytingar í Póllandi árið 1995 og gekk útgerð þess togara nokkuð vel. Togarinn er ennþá gerður út sem frystitogari eftir að hann var seldur frá Sandgerði, þegar Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi tók yfir Miðnes HF. Í dag heitir skipið Viking.

Nokkuð merkilegt er að togarinn er ennþá í rauða og hvíta litnum sem var á skipinu þegar hann var í eigu Miðnes HF. Já, þetta var svona stuttu innlit í frystitogaramenningu á Suðurnesjum. Núna í október hefur Hrafn Sveinbjarnarsson GK landað 751 tonnum í tveimur löndunum og Gnúpur GK 724 tonnum í tveimur löndunum. Baldvin Njálsson GK kom með 305 tonn í Hafnarfjörð. Lítum aðeins á netabátanna. Grímsnes GK gerði góðan september frá Þorlákshöfn í ufsanum og hefur núna í október landað um 81 tonum í fjórum róðrum og er ufsi af því um 73 tonn. Maron GK 13 tonn í sjö róðrum. Valþór GK 9,2 tonn í sjö róðrum. Halldór Afi GK 8,6 tonní sex róðrum og Erling KE er kominn á veiðar eftir stopp síðan í lok maí. Ekki er nú nein risalöndun hjá honum, einungis 1,7 tonn í einni löndun. Sunna Líf GK 11,6 tonn í sex róðrum. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið svona þokkaleg. Benni Sæm GK með 31 tonn í fimm og Siggi Bjarna GK 38 tonn í sex róðrum. Sigurfari GK 11 tonn í fjórum róðrum. Það kom af því að línubáturinn Andey GK, sem hefur verið eini línubáturinn sem rær frá höfnum á Suðurnesjunum, væri ekki lengur einn á veiðum. Hann fékk félagsskap í byrjun október þegar Óskar á Adda Afa GK fór í einn róður og landaði 2,6 tonnum. Andey GK er um 20 tonna bátur og annar bátur af svipaðri stærð hefur hafið línuveiðar líka frá Sandgerði og er það Bergur Vigfús GK. Veiðin hjá Andey GK hefur verið nokkuð góð núna í haust og pistlahöfundur hitti Jónas skipstjóra á Bergi Vigfúsi GK og Bjössa skipstjóra á Andey GK í Sandgerði þegar þeir voru að landa og voru þeir báðir sammála um að veiðin núna væri mun betri enn hefði verið undanfarin haust. Eins og Jónas sagði að þá þykir það gott að fá 4 tonn á línuna hérna fyrir sunnan, því það samsvaraði um 5,5 tonnum sirka, miðað við að landa útá landi, því að flutningaskostnaður væri mikill. Það kom reyndar einn bátur suður núna um helgina, um 20 tonna stálbátur sem heitir Rán GK, sem Stakkavík gerir út. Hann fór til Grindavíkur og er Rán GK svona hálfgerður varabátur sem Stakkavík á og gerir út.

Ertu að flytja? – Ódýr þjónusta! Sendibílar í öllum stærðum í skammtíma og langtímaleigu

Bogatröð 11, Ásbrú – Sími 455-0002 – leiga@sendibillinn.is

www.sendibillinn.is


12

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

MARGIR LEGGJA TEAM AUÐI LIÐ Team Auður vill koma á framfæri þakklæti við nokkur fyrirtæki sem hjálpuðu þeim mikið að gera þetta raunverulegt og rausnarlegt: n Margt Smátt gaf allar merkingar á bæði boli og buff og gaf þar að auki 20 buff. n S4/nike & Mar Wear gaf andvirði bolanna.

Frá afhendingu gjafa til heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

n Airport Associates gaf 12 stk. mittistöskur fyrir starfsfólk heimahjúkrunar. n Rönning í Keflavík gaf 2 stk. töskur fyrir öll lyf og annað fyrir starfsfólk heimahjúkrunar. n Eirberg og Tölvutek gaf afslætti af nuddtæki, mettunarmælum, blóðþrýstingsmælum og bakpokum.

Auður Jóna Árnadóttir

Team Auður lætur gott af sér leiða - gáfu gjafir og afhentu styrki í minningu Auðar Jónu Árnadóttur Styrktarsjóðurinn Team Auður lét gott af sér leiða síðasta föstudag. Það eru fimmtíu konur á Suðurnesjum sem mynda Team Auði en styrktarsjóðurinn er stofnaður í minningu Auðar Jónu Árnadóttir, sem lést þann 9. desember 2012 eftir að hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein. Að þessu sinni söfnuðust 630.000 krónur sem fóru í góð málefni á Suðurnesjum. „Móður minni þótti einstaklega vænt um bleiku slaufuna og var mjög virk í mörgu í sambandi við

bleiku slaufuna og við hjá Team Auði höfum haldið mikið uppá þennan dag. Meðal annars litið á hann sem

Íris frá Team Auði og Sirrý frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja. árshátíð okkar og klæðumst fallegu peysunni okkar þegar við hittumst, förum út að hlaupa og svo á Library að borða. Við höfum alltaf fallega krús frá mömmu og setjum pening í hana sem fer beint til bleiku slaufunnar,“ segir Íris Sæmundsdóttir sem fer fyrir styrktarsjóðnum Team Auður. Um átakið í ár hjá Team Auði sagði Íris: „Við byrjuðum á því að finna okkur einstaklega flotta boli hjá

VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar.

Hemma í S4/Nike og hann gaf okkur rausnarlegan afslátt. Þá höfðum svo samband við Steinunni í Margt Smátt og var hún tilbúin að gefa okkur allar merkingar bæði á bolinn og buff sem við létum gera og hún gaf okkur 20 buff og merkingar á þeim,“ segir Íris. Á bolina voru prentuð orðin „Auður býr í hverri konu“ og „run for your life“.

Ágóðinn til góðra mála innanbæjar

Stelpurnar í Team Auður voru ákveðnar í að ágóði söfnunarinnar í ár rynni allur í heimabæinn þeirra og heimahjúkrun og einstaklingar í krabbameinsbaráttu urðu fyrir valinu. Sirrý hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja benti þeim á tvær konur sem eru að berjast við brjóstakrabbamein og eru í fjárhagsvandræðum sem er oft í svona hörðum veikindum. Konurnar tvær fengu 200.000 krónur hvor. Heimahjúkrun lét okkur fá óskalista

sem kæmi til góðs bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þau fengu m.a. töskur, blóðþrýstings- og mettunarmæla og nuddtæki andvirði 230.000 krónur.

Nokkrar úr hópnum á strandleiðinni í Keflavík þar sem er gott að skokka og hlaupa.

Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2018. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: • • • •

Lýsing á eign og því sem henni fylgir Ástand íbúðar og staðsetning Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Öllum tilboðum verður svarað.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Team Auður skálar fyrir góðu verkefni á Library.


BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

13

SPURNING VIKUNNAR Kennarar Fjölbrautaskólans við Suðurnesja sátu fyrir svörum.

Hver er uppskriftin að fyrirmyndarnemanda?

Rósa Guðmundsdóttir tölvugreinar: Sá nemandi er áhugasamur og samviskusamur, fylgist vel með í tímum og lærir heima. Hann kann að skipuleggja tíma sinn ef hann er einnig að vinna með skólanum eða er í íþróttum.

Ágúst Eiríksson vélstjórabraut: Fyrirmyndarnemandi sinnir náminu sínu og er virkur í því sem hann er að gera. Mætir vel í tíma og vinnur það sem hann á að gera.

Kolbrún Marelsdóttir lýðheilsa: Það er glaði nemandi minn sem vill alltaf gera sitt besta, er umhugað um aðra og námið sitt.

Finnbjörn Benónýsson heimspeki og starfsgreinabraut: Það er nemandinn sem tekur virkan þátt, er gagnrýninn á efnið og sinnir náminu af áhuga.

Dótamarkaður

Fræðslustjóri

Airport Associates óskar eftir drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á fræðslu- og þjálfunarmálum. Hlutverk fræðslustjóra er að hafa heildaryfirsýn yfir þjálfunar- og fræðslumál hjá fyrirtækinu, leiða þau og móta. Fræðslustjóri vinnur náið með deildarstjórum sem og sérfræðingum þjálfunarmála innan deilda.

Helstu verkefni:

• Yfirumsjón og eftirfylgni með þjálfunar og fræðslumálum fyrirtækisins • Ábyrgð á utanumhaldi þjálfunar og fræðslu s.s. skráningum • Tryggja að þjálfunarkröfum sé mætt • Framsetning og þróun á fræðsluefni og þjálfunaraðferðum • Umsjón á kerfum og hugbúnaði sem notaður er til þjálfunar og fræðslu • Skipulagning og utanumhald þjálfunar og fræðslu í samstarfi við flugfélög og mismunandi deildir fyrirtækisins • Samskipti við flugfélög vegna þjálfunar og fræðsluþarfa

Gjafmildar og duglegar Stöllurnar Halldóra Marín Sigurðardóttir og Sandra Ósk Skúladóttir sátu fyrir utan N1 í Sveitarfélaginu Vogum og seldu hluta af dótinu sínu. Það gerðu þessar duglegu stelpur til þess að styrkja starf Rauða krossins á Suðurnesjum.

Hæfniskröfur:

• Háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekking á náms- og kennslufræðum • Reynsla af sambærilegu starfi • Mjög góð tölvu- og tækniþekking • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu / afhleðslu farms, innritun farþega, hleðslu eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu. Umsóknafrestur er til og með 29. október 2018. Áhugasamir sækið um á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com

HÓTEL BERG er nýuppgert 4stjörnu hótel við Bakkaveg í Keflavík

Nánari upplýsingar veitir Þórey Jónsdóttir, mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com

VIÐ LEITUM AÐ AÐILA TIL AÐ ANNAST MORGUNVERÐ Á HÓTELINU Vinnutími er frá 6:30 til 11:30 Unnið er á 2-2-3 vöktum Áhugasamir sendi umsókn á netfangið lovisa@hotelberg.is Öllum verður svarað Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 23. október

ATVINNA Handflakari óskast!

Upplýsingar í síma 892-2590, Einar

KEF SEAFOOD S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Starf á verkstæði hjá Airport Associates Airport Associates óskar eftir að ráða öflugan liðsmann á tækjaverkstæði fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur yfir að ráða stóru og vel útbúnu tækjaverkstæði. Starfið og tækin eru fjölbreytt og leitum við nú eftir aðila í framtíðarstarf. Um er að ræða starf í dagvinnu og er lágmarksaldur 20 ár. Hreint sakavottorð skilyrði.

Starfslýsing

• Almennt viðhald og viðgerðir á flugafgreiðslutækjum • Bílaviðgerðir og almennt viðhald utanhúss og innanhúss

Hæfniskröfur

• Bifvélavirki, vélvirki, vélstjóri eða yfirgripsmikil reynsla af tækja- og vélaviðgerðum er kostur • Reynsla- frá tækjaverkstæði, af viðgerðum á vélum og vinnutækjum, rafbúnaði og rafstýringum • Þekking á tölvustýringum kostur • Vinnuvélaréttindi kostur • Bílpróf skilyrði • Góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta

Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Starfssemin felur í sér alla alhliða þjónustu við íslensk og erlend flugfélög, allt frá hleðslu / afhleðslu farms, innritun farþega, hleðslu- eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu. Áhugasamir sæki um starfið á heimasíðu fyrirtækisins, www.airportassociates.com Nánari upplýsingar gefur Steindór Bjarni Róbertsson, steindor@airportassociates.com Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2018.


14

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Litháinn sem féll af himnum ofan – Mantas Mockevicius elskar að tilheyra körfuboltafjölskyldu Keflavíkur Hann minnir frekar á glímukappa en körfuboltamann. Frá sex ára aldri hefur körfuboltinn hins vegar átt hug og hjarta hins 25 ára gamla litháa Mantas Mockevicius sem mun leika með Keflvíkingum í Domino’s-deildinni í vetur. Hann var einn efnilegasti leikmaður Litháen og lék með NBA-leikmönnum. Hann hreinlega datt inn á æfingu hjá Keflvíkingum og gæti reynst mikill happafengur. Litháenska þjóðin elskar körfubolta og þaðan hafa m.a. komið N B A - l e i kmenn á borð við feðgana Arvydas og Domantas Sabonis, Sarunas Marciulionis, Zydrunas Ilgauskas og Jonas Valanciunas s e m l e i ku r með Toronto Raptors. Mantas spilaði einmitt með þeim síðastnefnda á sínum yngri árum. Mantas var í hópi efnilegustu leikmanna þjóðarinnar og spilaði jafnan gegn strákum sem voru nokkrum árum eldri en hann.

VIÐTAL

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Heiðarskóli – skólaliði Háaleitisskóli – forfallakennari Fræðslusvið – tímabundið starf sálfræðings Háleitisskóli – baðvarsla drengja, gæsla og vinna í frístundaskóla Umhverfismiðstöð – vélamaður Háaleitisskóli – stuðningsfulltrúi í 50% starfshlutfall

Rambaði á æfingu fyrir slysni

Það var algjör slembilukka að Mantas rambaði inn á æfingu hjá einu af stórveldunum í íslenskum körfubolta. Á góðum sumardegi var hann við leik á körfuboltavellinum við Holtaskóla, þegar hann heyrði einhvern skarkala innan úr íþróttahúsinu við Sunnubraut. „Ég veit hvers ég er megnugur og að ég yrði alveg örugglega ekki að aðhlátursefni á vellinum,“ tjáir hann blaðamanni. Hann lét slag standa og kíkti inn og sá þar nokkra spræka stráka spila körfubolta. Hann hinkraði eftir þjálfaranum sem reyndist vera Sverrir Þór Sverrison. Mantas sagði Sverri að hann ætti ágætis feril að baki og væri liðtækur körfuboltamaður. Það er ekki ofsögum sagt en hann lék með öllum yngri landsliðum Litháen og var um tíma í skóla í Bandaríkjunum. Hann lék í efstu deild í heimlandinu en sagði skilið við körfuboltann eftir að hafa lent upp á kant við landsliðsþjálfara. Mantas lýsir því þannig að hann hafi spilað meiddur fyrir þjóð sína sem tapaði mikilvægum leik í Evrópukeppni. Þjálfarinn skellti skuldinni á hann og Mantas var ekki sáttur. „Ég setti þannig bara körfuboltanum út í horn og fékk nóg,“ segir hann. Sverrir þjálfari Keflavíkurliðsins staðfestir að Mantas sé flottur leikmaður og góður liðsfélagi. Hann er jafnvel að vonast til þess að leikmaðurinn verði hálfgerður „X-faktor“ Keflavíkurliðsins þegar hann verður kominn í leikform. Mantas er búsettur á Ásbrú en hann starfar fyrir starfsmannaleigu sem er með starfsemi í nokkrum löndum. Hann er með gráðu í alþjóðaviðskiptum og hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina þrátt fyrir ungan aldur. Rólyndislífið á Íslandi á vel við hann. Körfuboltinn kom aftur inn í myndina hjá Mantas vegna þess að hann saknaði þess að vera í klefanum að grínast, fara í ferðalög með liðinu og alls þess sem fylgir því að vera hluti af liði. Körfuboltaáhugafólk má eiga von á öflugum leikmanni í deildina. Líkam-

lega er Mantas mjög sterkur. Hann segist enn eiga eftir að létta sig um rúmlega tíu kíló og nokkuð skortir á leikformið. „Fyrstu æfingarnar voru djöfullegar,“ segir hann og dæsir. Blaðamaður spyr hann um hæð og þyngd eins og ekkert sé sjálfsagðara. 186 cm og 109 kíló. Það er góð þyngd fyrir körfuboltamann sem hefur spilað sem bakvörður alla tíð. Í toppformi segist hann vera í kringum 95 kílóin. „Ég hef aldrei verið duglegur að lyfta, þetta er náttúrulegt,“ segir hann kíminn. „Fólk heldur oftast að ég sé glímukappi. Ég var ekki sá léttasti en alltaf sá sneggsti í mínum liðum.“ Eins og stendur er Mantas á stífu mataræði og æfir aukalega.

hérna á Íslandi yrði hápunkturinn á ferli mínum,“ segir þessi leikmaður sem hefur þó unnið til silfurverðlauna á Evrópumóti. Mantas hefur fengið að heyra af rígnum milli Keflavíkur og Njarðvíkur. „Ég hef heyrt af þessu El clasico dæmi hér,“ segir hann og hlær. „Ég sá úrslitakeppnina í fyrra og þar sá ég áhorfendurna og skildi strax hvaða þýðingu körfuboltinn hefur fyrir þetta bæjarfélag.“ Í grannaglímunni í síðustu viku sást greinilega að Mantas er hvergi banginn en á tíu mínútum skoraði hann sjö stig og var mjög áræðinn.

Þriggja ára hlé frá körfubolta

Mantas vissi ekki mikið um land og þjóð en eins og flestir landar hans þá veit hann að Ísland var fyrst til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen. „Ég hitti meira að segja þennan [Jón Baldvin] Hannibalsson í veislu í Litháen. Það er svalur náungi og gaman að tala við hann. Við fengum okkur nokkur staup saman,“ segir hann og hlær. Mantas er áhugasamur um sögu og hefur kynnt sér talsvert um íslenska sögu og hefðir. „Ég er þannig náungi að ég yrði sáttur á Grænlandi eða í Afríku. Ég elska að kynnast nýju fólki og kann að meta góðar samræður. Ég trúi því að körfubolti snúist um meira en bara þann hluta sem á sér stað innan vallar. Það er þegar afrek fyrir mig að vera hluti af þessu liði og taka þátt í samfélaginu hérna í Reykjanesbæ. Mér líður vel hérna og gæti alveg hugsað mér að vera hérna eitthvað áfram.“

Áður en Mantas hætti hafði hann átt gott ár í efstu deild heima fyrir og fjöldi liða sýndi honum áhuga. Hann ákvað að bíða þar til eftir Evrópukeppni U20 með ákvörðun um næsta skref. „Ég vildi sýna að ég væri stríðsmaður og ætlaði að spila í gegnum meiðsli. Eftir tap gegn Ítalíu í undanúrslitum fannst mér eins og sökin væri mín. Ég fór til Serbíu að spila í smá tíma en þetta var ekki eins og áður. Ég snerti svo ekki körfubolta næstu þrjú árin.“ Af tali hans að dæma þá er augljóslega um mikinn liðsmann að ræða. Hann á sér engin sérstök markmið á Íslandi en langar endilega að vinna þá titla sem eru í boði. „Þó ég spili bara eina mínútu í leik, þá vil ég bara hjálpa. Þetta snýst ekkert um peninga eða frama. Ég sakna þess að körfubolti sé hluti af lífi mínu. Að vinna eitthvað

Fékk sér í staupinu með Jóni Baldvini

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Miðvikudaginn 17. okt. kl. 12:15-12:45: Hugleiðsluhádegi í samstarfi við WAT Buddha. Frítt inn og allir velkomnir. Fimmtudaginn 18. okt. kl. 11: Foreldramorgunn. Soffía Bæringsdóttir heldur erindi um hlutverk doulu í fæðingu. Duus Safnahús - viðburðir í vetrarfríi grunnskóla Ratleikur og bókamerkjasmiðja fyrir alla fjölskylduna föstudag til mánudags. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir. Hljómahöll - viðburðir framundan Dúndurfréttir 18. október Matthew Santos 19. október Miðasala og nánari upplýsingar á hljomaholl.is

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 18. október 2018 // 40. tbl. // 39. árg.

Geysisbikarinn:

GRANNAR MÆTAST Í FYRSTU UMFERÐ Sandgerðingar fá bikarmeistara í heimsókn Í vikunni var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ. Hæst ber til tíðinda að Grindvíkingar munu fá Keflvíkinga í heimsókn karlamegin. Þessi sömu lið munu einnig mætast í deildinni nú á fimmtudag. Njarðvíkingar fá heimaleik gegn Valsmönnum á meðan Reynismenn frá Sandgerði fá bikarmeistara Tindastóls í heimsókn. Lið Njarðvík b situr hjá að þessu sinni. Við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysisbikarinn næstu tvö árin. Geysir bílaleiga er fjölskyldufyrirtæki frá Keflavík

sem á sögu sína að rekja aftur til ársins 1973. Geysir hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2003 og er í dag ein stærsta íslenska bílaleigan.

Ekkert stress á Grindvíkingum

Enginn vill vera Scottie Pippen – Reggie Dupree gerir það sem til þarf og sækist ekki eftir sviðsljósinu. „Ég er sveitastrákur frá Alabama, á mínum heimaslóðum á maður að vera sterkur og spila af hörku“ Reggie Dupree innsiglaði sigur Keflavíkur gegn fimmföldum meisturum KR í annarri umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta. Hann skoraði sex stig gegn Njarðvík í fyrstu umferð en hrökk í gang á heimavelli þegar á reyndi og skoraði tíu stig í röð í fjórða leikhluta og tólf af sínum nítján í leikhlutanum gegn KR. Maður hefur á tilfinningunni að hann geti mun meira sóknarlega. Reggie virðist mikill liðsmaður sem leggur áherslu á varnarleikinn þar sem hann er meðal þeirra bestu í deildinni. Skotum hans fyrir utan þriggja stiga línuna hefur fjölgað ár hvert í úrvalsdeild. Hann mætti þó alveg skjóta meira. „Þú hittir naglann á höfuðið. Ég er ekki hrifinn af sviðsljósinu. Ég geri það sem þarf til þess að klára verkið. Þjálfararnir hvetja mig til þess að skjóta meira. Ég hugsa oft þannig að mörg lið hafa menn sem vilja vera Michael Jordan, en ekki nógu marga sem vilja vera Scottie Pippen,“ segir Bandaríkjamaðurinn í stuttu spjalli við VF.

Tveir leikmenn farnir og endurkoma Clinch líkleg – óvænt tap í Borgarnesi

Grindvíkingar létu frá sér tvo útlendinga sem voru að glíma við meiðsli. Terrell Vinson er að öllum líkindum með slitið ytra liðband og rifinn liðþófa. Hann er enn staddur hérlendis en Grikkinn Liapis er farinn af landi brott. „Það var meðvituð áhætta að fá hann til okkar. Hann kom fyrir lítinn pening og var að koma úr erfiðum meiðslum,“ segir Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga í Domino’s-deild karla í samtali við VF um Grikkjann. Það var augljóst enda hafði hann ekki spilað mikið í þeim tveimur leikjum sem lokið er og ekki heldur lagt mikið í púkkið.

Hvað Vinson varðar þá vissu Grindvíkingar hvað þeir voru að fá en hann skilaði fínum tölum hjá Njarðvík í fyrra, 22 stig og tæp tíu fráköst. Hann var á svipuðum nótum en meiddist því miður í öðrum leik sem tapaðist í Borgarnesi. „Hefðum við hitt eðlilega í þeim leik þá hefðum við unnið örugglega, ef og hefði og allt það,“ sagði Jóhann er blaðamaður innti eftir viðbrögðum hvað varðar byrjun tímabilsins hjá gulklæddum. „Við erum ekki þar sem við viljum vera. Það eru um átta eða níu ný andlit í okkar hópi. Þetta fer ekkert vel af stað þannig séð. Sóknarlega erum við villtir og óskipulagðir og hittum illa. Tveir leikir búnir og ekkert stress þannig,“ segir þjálfarinn yfirvegaður. Grindvíkingum er spáð sjötta sæti en þar enduðu þeir einmitt í fyrra.

Þeir fóru svo í sumarfrí í lok mars eftir að Stólarnir sópuðu þeim úr úrslitakeppninni. „Við förum með þau markmið er að gera betur en í fyrra. Spár eru til gamans gerðar, þær fara inn um annað og út um hitt.“ Lewis Clinch er líklegur til þess að mæta í Röstina en ekkert er enn staðfest í þeim efnum. Hollendingurinn Jordy Kuiper er enn á launaskrá hjá Grindvíkingum enda leikið nokkuð vel. „Clinch er m.a. einn af þeim sem eru í sigtinu. Ég myndi augljóslega vilja bakvörð í okkar lið. Við ætlum að taka inn einn leikmann og ekkert vera að stressa okkur. Ef það dettur eitthvað í hendurnar á okkur þá skoðum við það. Það er bara meira en að segja það að finna leikmann sem hentar.“ Jóhann segist hafa verið sáttur við þá leikmenn sem voru að yfirgefa félagið. „Grikkinn kann alveg körfubolta. Hann var einfaldlega ekki klár og líkaminn fylgdi ekki alveg huganum.“

„Þú verður að skjóta meira,“ gæti Sverrir þjálfari verið að segja. Reggie tók hann á orðinu. VF-mynd: Eyþór Sæm

Einn sá besti í deildinni

„Ég hef alltaf lagt áherslu á varnarleik. Ef þú berð saman tvo leikmenn sem eru svipað fljótir og sterkir þá skerðu úr um hvor er betri ef hann getur stoppað hinn. Ég hef alltaf lagt mig fram við að stöðva þann besta í hinu liðinu. Láta þá fara út fyrir sinn þægindaramma. Mörgum líkar ekki þessi vinna, en einhver verður að vinna hana.“ Reggie veit að hann er meðal bestu varnarmanna deildarinnar og er ófeiminn við að viðurkenna það. „Stundum eru dómarar og aðrir ekki sammála því,“ segir hann og hlær. Það eru ekki margir leikmenn sem valda honum vandræðum og hann er kokhraustur þegar kemur að varnarleik. „Hann má vera það enda einn af þeim betri, ef ekki sá besti sem ég hef þurft að kljást við hérna heima,“ segir landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, samherji Reggie. Hann hefur leikið sem atvinnumaður í sterkustu deildum Evrópu. „Hann tekur því persónulega ef hann á að stoppa einhvern sérstakan í hinu liðinu,“ bætir Hörður við. Varðandi leikinn gegn KR þá endaði þá endaði þetta einfaldlega í hans höndum. „Ef aðrir eru ekki að finna sig þá stíg ég upp,“ segir Reggie en fyrsta þriggja stiga karfan hans kom á góðum tíma til þess að halda Keflavík í leiknum. Hann hikaði þó við að skjóta aftur. „Ég var að gera það upp við mig hvort ég ætti að skjóta í annað sinn. Þeir höfðu átt gott áhlaup og þú mátt ekki gera mörg mistök gegn svona liði. Ég hafði hitt einu og ákvað að láta vaða þar sem ég var í stuði. Sú þriðja var það sem maður kallar „Heat Check“ það skot þurfti að fara upp. Í fjórða sinn kom tækifæri á þristi en ég ákvað að keyra á körfuna þar sem

þeir myndu líklega leggja allt kapp á að stoppa skotið.“ Reggie á ekki von á því að nú opnist allar flóðgáttir og hann verði þungamiðja sóknarleiks Keflvíkinga. „Ég geri það sem er til ætlast af mér. Ef Sverrir biður mig um að gera eitthvað þá geri ég það. Það er nóg af leikmönnum til þess að skjóta. Ég er sveitastrákur frá Alabama, á mínum heimaslóðum á maður að vera sterkur og spila af hörku. Vörnin kom bara þegar maður spilar með eldri strákum. Þannig vinnur maður sér inn rétt til þess að gera eitthvað á vellinum,“ segir þessi beinskeytti leikmaður að lokum.

LASKAÐIR GEGN KEFLAVÍK

Á fimmtudag mæta Keflvíkingar í Röstina en bæði lið hafa einn sigur og eitt tap í farteskinu eftir tvær umferðir. „Við erum að fara að spila við mjög gott lið. Við erum auðvitað laskaðir og allt það en það er alltaf gaman að spila gegn Keflavík. Þeir ætla sér stóra hluti. Við eigum alveg að geta keppt við Keflvíkingana eins og öll önnur lið,“ sagði Jóhann að lokum.

Njarðvíkingar sigursælir Njarðvíkingar fóru sannarlega ekki tómhentir heim af Íslandsmeistaramótinu í Brazilian jiu-jitsu, sem fram fór um helgina. Nýjasti meðlimur júdódeildar Njarðvíkur, Daníel Örn Skaptason, gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í sínum flokki. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir vann til silfurs í sínum flokki og svo brons í gríðarlega sterkum opnum flokki kvenna, Jakub Owczarski og Davíð Róbertsson Bermann nældu sér í silfur, á meðan þeir Hrafnkell Þór, Richard Ian Janson og Helgir Rafn Guðmundsson hlutu brons. Gunnar Örn Guðmundsson varð 4.–8. í sínum flokki og stóð sig gríðarlega vel miðað við að vera einungis fimmtán ára gamall, hann glímdi á undanþágu því enn eru tvö ár þangað til hann nær lágmarksaldri fyrir mótið.

Heiðrún Fjóla Pálsdóttir vann til verðlauna í opnum flokki kvenna.

15

MAGNAÐU DÁLEIÐANDI AUGNARÁÐ ÞITT HYPNÔSE MASCARA 8X ÞYKKING MÝKJANDI, ENDINGARGÓÐ FORMÚL A MEÐ B5 VÍTAMÍNI PRIMER SEM EYKUR ÞÉT TLEIK A AUGNHÁR ANNA UMTALSVERT

LANCÔME DAGAR Í LYFJU REYKJANESBÆ 17. – 21. OKTÓBER.

Sérfræðingur frá Lancôme veitir faglega ráðgjöf föstudaginn 19. okt. AÐEINS Á LANCÔME DÖGUM: KYNNUM LANCÔME VETRARLITINA. VARALITI, GLOSS, LÖKK, SKUGGAPALETTUR OG MARGAR SPENNANDI VÖRUR. VERTU VELKOMIN.

20% A F S L Á T T U R

AF ÖLLUM LANCÔME VÖRUM

GLÆSILEGUR KAUPAUKI ÞEGAR ÞÚ KAUPIR LANCÔME VÖRUR FYRIR 8.900 EÐA MEIRA.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Ragnheiður er með Lubba. Ég er með há kollvik...

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

Ég er farin í hundana

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Já, það er staðreynd – ég er algjörlega farin í hundana. Og er mjög stolt og ánægð með það. Það fjölgaði sum sé um einn í fjölskyldunni fyrir stuttu þegar Lubbi var kynntur til leiks. Hann er sjö mánaða gamall hvolpur, ljúfur, kátur, stilltur og prúður og það sem mikilvægast er, hann geltir ekki. Nema þegar ryksugan er dregin fram og það er hægt að búa við það. Lubbi gerir lífið betra og verð ég að viðurkenna að við hjónin erum orðin að skrýtna fólkinu sem við brostum góðlátlega að hér áður fyrr. Fólkið sem póstar myndum af gæludýrunum sínum á samfélagsmiðlum í gríð og erg, fólkið sem talar jafnvel meira um hvað dýrið getur heldur en hvað börnin þeirra eru að gera. Og fólkið sem breytir röddinni þegar það talar við hundinn sinn og notar litlu, sætu, krúttlegu röddina og „mússí mússí“-orðin. Við hoppum af kæti þegar Lubbi er duglegur að pissa og kúka úti og flöggum nánast í hvert sinn þegar við komum heim og þessi elska hefur ekkert gert af sér á meðan. Og Lubbi heldur okkur við efnið. Við förum ekki bara út að ganga þegar

við nennum, heldur förum við út að ganga nokkrum sinnum á dag. Alla daga. Og það er frekar næs. Gæðastundum fjölskyldunnar með kvöldspjalli á strandleiðinni hefur fjölgað í stað þess að allir sitji heima í sinni tölvunni hver. Svo hafa líka bæst við langir göngutúrar þar sem ég nýt einverunnar með heyrnartólin og hin og þessi „Podköst“. Það verður svo spennandi að sjá hvernig þátttakan verður í göngutúrunum á komandi mánuðum þegar vetur verður genginn í garð, en þá reiðir maður sig bara á „Podkastið“. Við erum ábyrgir hundaeigendur, að sjálfsögðu. Erum alltaf með kúkapoka með okkur á göngunni og gætum þess vandlega að ekkert sé skilið eftir á víðavangi. Það er einfaldlega svo sjálfsagt að allir geri það að það ætti ekki einu sinni að þurfa að nefna það. Þess vegna verð ég algjörlega rasandi reið þegar ég sé hundaskít á víð og dreif út um allan bæ. Þetta er ógeðslega viðbjóðslegt og á ekki að líðast. Þeir sem geta ekki séð sóma sinn í að þrífa upp eftir hundinn sinn eiga hreinlega ekkert með að halda hund. Við Lubbi erum sammála um það. #lubbalíf

VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

Í öllum regnbogans litum Regnbogatímabilið stendur nú sem hæst. Undanfarna daga hefur oft mátt sjá myndarlega regnboga rísa hátt til himins eins og þennan á myndinni hér að ofan. Þessi regnbogi var t.a.m. vinsælt myndefni ef marka má samfélagsmiðla. Við hvetjum fólk til að vera duglegt að merkja myndir sínar teknar á Suðurnesjum með myllumerki, #vikurfrettir

SUÐURNESJAMAGASÍN

fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

BÍLAÚTSALAN MUN OPNA BRÁÐLEGA Á ÁSBRÚ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.