Víkurfréttir 41. tbl. 41. árg.

Page 1

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16.

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 28. október 2020 // 41. tbl. // 41. árg.

Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ vilja endurskoðun á þjónustusamningi við Útlendingastofnun

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

TÓNLISTARNÁMIÐ Á NETIÐ Í COVID-19

Mikið álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum síðustu daga og vikur. Hér er sjúkra- og lögreglulið í útkalli við Sólvallagötu í Keflavík í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi

Spyr hvort álag vegna hælisleitenda dragi úr öryggi bæjarbúa „Nauðsynlegt er að fara yfir reynsluna af fyrri þjónustusamningi Útlendingastofnunar við Reykjanesbæ áður en lengra verður haldið,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, í bókun sem hún lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Útlendingastofnun hefur óskað eftir að hefja viðræður við Reykjanesbæ um nýjan þjónustusamning og breytingar á samningsskilmálum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málið var til umfjöllunar í velferðarráði Reykjanesbæjar nýverið. „Ljóst er að umsækjendum um alþjóðlega vernd fer fjölgandi og ekki hefur dregið úr umsóknum þrátt fyrir veirufaraldurinn og verulegan samdrátt í flugsamgöngum. Þjónustusamningurinn við Útlendinga-

stofnun hefur haft í för með sér álag á ýmsa innviði bæjarins og skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um þennan samning. Til að mynda hefur mikið álag verið á sjúkraflutningamönnum sem hafa flutt hælisleit-

endur frá Leifsstöð í sóttvarnarhúsið í Reykjavík undanfarnar vikur og hefur þetta álag vakið upp spurningar um hvort dregið hafi úr öryggi bæjarbúa þegar kemur að mikilvægri þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.“ Á Íslandi hafa þrjú sveitarfélög gert samning við Útlendingastofnun varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi sveitarfélög eru Reykjavíkurborg með 220 einstaklinga, Hafnarfjarðarkaupstaður með 100 einstaklinga og Reykjanesbær með 70 einstaklinga.

Útlendingastofnun hefur boðið öðrum sveitarfélagum þjónustusamninga en þau neitað og hefur stofnunin því neyðst til að þjónusta hælisleitendur sjálf, m.a. með leigu íbúða í Reykjanesbæ. Í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag segjast bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leggjast alfarið á móti þeirri fjölgun sem Útlendingastofnun hefur óskað eftir við Reykjanesbæ. Í greininni spyrja þeir hvar ábyrgð annarra sveitarfélaga liggur. – Sjá nánar í greininni á síðu 22 í blaðinu í dag.

Una Margrét Einarsdóttir

Í FÓTBOLTA OG ÍÞRÓTTASTJÓRNUN

Kristrún Ýr Holm

Í DOKTORSNÁMI OG KEFLAVÍKURBOLTA

GIRNILEGT OG GOTT Í NETTÓ! „Ég er með (GÍG) 1000 mb/sek uppi á Ásbrú“ frá 10.590 kr/mán

-30%

-50% Nautalund Þýskaland

3.599 ÁÐUR: 5.998 KR/KG

1000 Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-40%

Kjúklingabringur 900 gr

1.189

Bláber 125 gr

249

KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK

KR/PK ÁÐUR: 1.698 KR/PK Tilboðin gilda 29. október — 1. nóvember

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Skipafloti Landhelgisgæslunnar með heimahöfn í Reykjanesbæ?

Stjórn Reykjaneshafnar hefur móttekið bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem áhuga er lýst á að skoða möguleika á því að skipastóll Landhelgisgæslu Íslands (LHG) hafi aðstöðu hjá Reykjaneshöfn.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Bréfið er svarbréf við sameiginlegu erindi Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar frá 30. apríl síðastliðnum til LHG þar sem boði var upp á viðræður um möguleika á framtíðarhafnaraðstöðu fyrir skipastól LHG hjá Reykjaneshöfn. „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að skoðaður sé möguleiki á því að framtíðaraðstaða skipastóls Landhelgisgæslu Íslands verði hjá Reykjaneshöfn og felur hafnarstjóra að vinna það mál áfram í samráði við bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar,“ segir í afgreiðslu hafnarstjórnar sem var samþykkt samhljóða.

Styrkja viðburði og menningartengd verkefni í aðdraganda jóla Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar, Súlan, hefur samþykkt að fela forstöðumanni Súlunnar að auglýsa verkefnastyrki til umsóknar sem nýst geta til viðburðahalds eða menningartengdra verkefna í aðdraganda jóla. Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, mætti á síðasta fund Súlunnar þar sem menningarsjóður var til umfjöllunar. Í mars síðastliðnum var úthlutað úr menningarsjóði til ákveðinna menningarverkefna sem til stóð að framkvæma á árinu. Nú hefur komið í ljós að vegna Covid-19 verður ekki unnt að framkvæma nema hluta verkefnanna og því munu styrkir vegna óunninna verkefna falla niður. Fjármunirnir verða því nýttir til til að styrkja viðburðahald og menningartengd verkefni á aðventunni.

Öll börn fædd árið 2018 hafa fengið leikskólapláss Öll börn fædd árið 2018, sem sótt hafði verið um leikskólapláss fyrir í leikskólum Reykjanesbæjar, fengu boð um pláss frá janúar til ágúst 2020. Fimm leikskólar hafa getað boðið börnum á aldrinum 18 til 24 mánaða pláss á þessu ári. Aðrir leikskólar í Reykjanesbæ taka ekki inn börn fædd 2019 fyrr en á árinu 2021, segir í gögnum frá síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar.

Varðskipin Þór og Týr í Keflavíkurhöfn.

COVID-19 hefur veruleg áhrif á geðheilsu „Ljóst er að Covid-19 hefur veruleg áhrif á geðheilsu allra íbúa. Mikilvægt er að nýta öll tækifæri sem gefast til samveru fjölskyldunnar þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi,“ segir í fundargerð lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar sem fundaði í síðustu viku um lýðheilsu og geðheilsu ungmenna í Reykjanesbæ á tímum Covid-19. Skorður eru settar á félagsstarf eiga samstarf við Súluna um leiðir í ljósi aðstæðna og því mikilvægt til miðlunar. að hvetja til útiveru eftir fremsta Þá óskar lýðheilsuráð eftir því megni. Frítt er í sund fyrir börn að gerð verði könnun á þátttöku átján ára og yngri og á fundinum barna í íþrótta- og tómstundastarfi var lýðheilsufulltrúa falið að í grunnskólum með það að markmóta markaðsefni sem miðað er miði að greina stöðuna á tímum að þeim markhópi sérstaklega og Covid-19.

Handhafi Súlunnar 2020 fundinn Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar, Súlan, hefur valið verðugan fulltrúa til að hljóta menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2020. Nafn verðlaunahafa verður tilkynnt við afhendingu verðlaunanna við formlega athöfn í Duus Safnahúsum þann 12. nóvember klukkan 18:00.

ÁSÓKN Í INFLÚENSUBÓLUSETNINGU Á HSS Mikil ásókn er nú í inflúensubólusetningar sem eru hafnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS, fyrir áhættuhópa. Verið er að bólusetja um 150 manns á dag og vegna Covid-faraldursins er ekki hægt að taka má móti fleirum í einu. Af þeim sökum er mögulegt að eftir bólusetningu þarf ekki að einhver bið sé í tíma fyrir bólu- koma að sök. setningu hjá hjúkrunarmóttökForgangshópar geta bókað tíma unni, segir í tilkynningu. í síma 422-0500 á milli klukkan Því er rétt að undirstrika að 13 og 15 virka daga en einnig er ekki er gert ráð fyrir inflúensan hægt að bóka rafrænt á heilsuláti á sér kræla fyrr en eftir vera.is áramót, þannig að allt að vikubið


Breyttur opnunartími Við bjóðum eldri borgurum, sem ekki hafa tök á að nýta sér Íslandsbankaappið eða netbanka, að hringja í okkur í sérstakt símanúmer 440-3737 fyrir alla helstu bankaþjónustu. Góð þjónusta breytir öllu


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

F-15 orrustuþ ota

Loftrýmisgæslu að ljúka

tekur á loft fr á Kef

lavíkurflugve lli.

Mynd: United States Air Forc e

– Fjöldi kafbátaleitarflugvéla á Keflavíkurflugvelli Um 250 liðsmenn bandaríska flughersins hafa annast loftrýmisgæslu við Ísland síðustu vikur. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Sex Boeing Poseidon P-8 kafbátaleitarflugvélar á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Flugsveitin kom hingað til lands frá Bretlandi með fjórtán F-15 orrustuþotur. Auk liðsmanna flughersins þá taka starfsmenn frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum þátt í verkefninu.

Það er ekki bara fjölmenn flugsveit með orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli því þar eru einnig staðsettar fimm kafbátaleitarvélar af gerðinni Boeing Poseidon P-8. Nú standa yfir áhafnaskipti bandaríska sjóhersins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem skýrir þennan fjölda kafbáta-

Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar: Gjöf Daða Listasafn Reykjanesbæjar hefur opnað yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar. Á þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafík verk. Sýningin mun standa til 29. nóvember. Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum Komdu í Duus Safnahús og upplifðu hið merka leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Leikfangasafn hennar hefur aldrei áður verið sýnt í heild sinni, en það er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Starfsmaður skóla Björgin geðræktarmistöð – Ráðgjafi Velferðarsvið - Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

eftirlitsflugvéla á svæðinu en bandaríski sjóherinn sinnir kafbátaeftirliti frá Keflavíkurflugvelli. Einnig sinnir kanadíski flugherinn kafbátaeftirliti og er með flugsveit hér á landi. Vegna sóttvarnaráðstafana taka áhafnarskiptin lengri tíma en vanalega. Strangari ráðstafanir hafa verið

gerðar vegna komu erlends liðsafla en almennt hefur gilt um ferðamenn sem koma til landsins. Þeir liðsmenn sem lokið hafa sóttkví, skimunum og uppfyllt reglur viðkomandi ríkja, sem oftar en ekki ganga lengra en íslensku reglurnar, hafa heimild til að ferðast utan öryggissvæðis.

Bygging þvottastöðvar fyrir kafbátaleitarflugvélar stendur yfir á Keflavíkurflugvelli og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin næsta vor.

Atvinnuflugnám fjölmennasta námslínan við Keili Starfsfólk mennta- og þjónustusviðs Keilis tók nýverið saman tölulegar upplýsingar um nemendur og skóla Keilis. Á yfirstandandi skólaári stunda ríflega þúsund einstaklingar nám við skóla Keilis. Flestir eru nemendur við Háskólabrúna eða 332 talsins. Ekkert lát hefur orðið á vinsældum skólans sem trónað hefur efst á lista undanfarin ár. Lokapróf úr frumgreinanáminu telst sambærilegt stúdentsprófi og nægir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands og gildir það sama um fjölmarga skóla bæði hérlendis og erlendis. Fjölmennasta námslínan við Keili er þó atvinnuflugnám en skráðir

nemendur eru 237 talsins, næst fjölmennust er félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrúarinnar sem telur 158 nemendur. Umsvif Flugakademíu Íslands hafa aukist þó nokkuð undanfarin misseri en nemendur hafa kost á að stunda bóklegt nám við starfsstöðvar í Hafnarfirði og í Reykjanesbæ og verklegt nám fer fram við tvenna alþjóðaflugvelli, Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll. Kynjaskipting við Keili er því sem næst jöfn og er meðalaldur nem-

ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA Á ÁSBRÚ

DEKKJASKIPTI

VERÐ FRÁ 7.990 kr. SLEPPTU BIÐINNI OG BÓKAÐU Á WWW.BILAHOTEL.IS BOGATRÖÐ 11, ÁSBRÚ – SÍMI 455-0006

enda um þrítugt. Yngstir eru nemendur Menntaskólans á Ásbrú en meðalaldur við skólann er 23 ára. Á Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð er meðalaldurinn 16 ára en meðalaldur nemenda sem skráðir eru í opna framhaldsskólaáfanga er 30 ára sem hækkar meðaltalið all nokkuð. Hæst hlutfall nemenda býr á höfuðborgarsvæðinu, eða 60%, en um það bil fjórðungur er búsettur á Reykjanesi. Nemendur koma þó víðar af en svo, eða frá 22 mismunandi löndum. Um 6% nemendahópsins koma erlendis frá, flestir frá Danmörku (17), Póllandi (6) og Svíþjóð (4). Hæsta hlutfall erlendra nemenda er við Íþróttaakademíuna en kemur það til vegna Nordic Personal Trainer Certificate námsins sem er einkaþjálfaranám á ensku, er vottað af Europe Active og fer fram í fullu fjarnámi svo nemendur geta lagt stund á námið hvar sem þeir eru í heiminum. Á myndinni má sjá dúxa Háskólabrúar, atvinnuflugnema og styrktarþjálfara á útskrift í júní 2020.


UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA Auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021 Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið Uppbyggingarsjóðs er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

• Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 1. október 2020. • Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 15. nóvember 2020.

Sótt er um rafrænt á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is Á sömu vefsíðu er hægt að skoða reglur sjóðsins og leið-beinandi myndband um gerð umsókna. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningarnar og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendur sem sækja um fyrir hönd lögaðila skulu sækja um með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á kennitölu lögaðilans.

Einnig má hafa samband við Björk Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla – ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum Byggingarnefnd Stapaskóla í Reykjanesbæ hefur samþykkt að ráðist verði nú þegar í frumhönnun á íþróttaaðstöðu við Stapaskóla – áfanga 2. Unnið verði samkvæmt tillögu þar er gert ráð fyrir fullbúnu íþróttahúsi með aðstöðu fyrir áhorfendur og 25 metra sundlaug með heitum pottum. Í minnisblaði byggingarnefndar er lögð áhersla á að horfa til þessarar byggingar sem hjarta hverfisins sem er í hraðri uppbyggingu og miðstöð fyrir breiðan aldurshóp. Þar verði lögð áhersla á að skapa góða aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir unga sem aldna. Tenging verði við almenningsbókasafn og skólann þar sem jákvætt og heilbrigt samfélag blómstrar. Samfara frumhönnun fari fram greining á íbúaþróun ásamt kostnaðargreiningu sem svarað verði samhliða.

Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y) og Jóhann Friðrik Friðriksson (B) samþykktu tillögu byggingarnefndar á síðasta fundi bæjarráðs Reykjnesbæjar. Margrét A. Sanders (D) og Baldur Þ. Guðmundsson (D) greiddu atkvæði á móti og áheyrnarfulltrúi, Margrét Þórarinsdóttir (M), lýsti sig andvíga tillögunni og vísaði jafnframt í bókun minnihlutans frá síðasta bæjarstjórnarfundi, 20. október 2020.

Stapaskóli í Reykjanesbæ.

Hugnast ekki milljarði króna dýrara íþróttahús og sundlaug Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hugnast ekki að ráðast í fjárfestingu við nýtt íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla sem er milljarði króna dýrari en einfaldari útfærsla. Bæjarfulltrúar, þau Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bókuðu um málið á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjnesbæjar. „Fyrsti áfangi Stapaskóla hefur nú verið tekinn í notkun og þykir byggingin afar glæsileg enda mun dýrari en sambærilegar byggingar. Áfangi 2 snýr að byggingu íþróttaaðstöðu og upphafleg greining tók mið af þörfum skólabarna þar sem kennslulaug og einfaldur

íþróttasalur myndi duga. Á síðari stigum var viðruð sú hugmynd að íþróttasalur nýttist sem löglegur körfuknattleiksvöllur og í sumar var ræddur sá möguleiki að setja upp aðstöðu fyrir rúmlega 1.000 áhorfendur og sundlaug yrði einnig stækkuð. Á síðasta bæjarráðsfundi voru lagðar fram

skissur þar sem nokkrir valkostir voru kynntir ásamt grófri kostnaðaráætlun. Einföld útfærsla mun kosta rúman milljarð en ef farið yrði alla leið þá gæti kostnaður nálgast tvo milljarða. Við undirrituð treystum okkur ekki til að styðja auknar fjárfestingar um nærri milljarð króna án þess að frekari greiningarvinna fari fram. Í greiningunni komi fram hvernig íþróttahúsið og sundlaug muni nýtast í náinni framtíð, hvaða íþróttagreinar og félög myndu nota aðstöðuna og hvort það nýtist

einnig til æfinga, hvort bílastæði séu nægjanleg þegar kappleikir standa yfir, hvort sundlaugin verði notuð til æfinga eða hvort opið verði fyrir almenning fram eftir kvöldi og fleira sem skiptir máli í þarfagreiningu. Nú þegar gróf kostnaðaráætlun hefur verið kynnt er nauðsynlegt að rýna þarfirnar áður en lengra er haldið. Við hönnunarvinnu verði leitast við að velta upp öllum möguleikum á ódýrari útfærslum án þess að það komi niður á gæðum.“

Áhyggjur af þróun tilkynninga til barnaverndar vegna heimilisofbeldis í Reykjanesbæ Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum af þróun tilkynninga til barnaverndar og vegna heimilisofbeldis í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í fundargerð síðasta fundar ráðsins. Reykjanesbær er aðili að verkefninu Barnvænt samfélag og því verður aukin áhersla lögð á málaflokkinn á næstu misserum. Mikilvægt er að umbótavinna og aukinn stuðningur við málaflokkinn verði til þess að hægt sé að bregðast við auknu álagi. Lýðheilsuráð hefur falið lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins að taka saman efni um 1. og 2. stigs forvarnir sem nýta má til þess að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum. Má þar m.a. nefna netspjall 112, hjálparsíma Rauða krossins 1717, efni frá Barnaverndastofu og lögreglu. Einnig að koma með tillögu um miðlun þess efnis til íbúa auk efnis sem þegar er til staðar.

Mikill gangur í uppbyggingu og fegrun Grindavíkur

Undanfarin misseri hefur verið mikið um framkvæmdir hjá Grindavíkurbæ. Hvort sem er í uppbyggingu nýrra stofnana eins og íþróttamannvirkja, skólabygginga, gatnagerð, lagnakerfi eða fegrun umhverfis. Á vef bæjarins er góð samantekt yfir það sem unnið hefur verið og það sem er í pípunum. Hópsskóli – annar áfangi Framkvæmdir við annan áfanga Hópskóla eru að hefjast þessa dagana en búið er að undirrita verksamning við Grindina ehf. um framkvæmdina. Framkvæmdin snýr að byggingu fjögurra heimastofa og kennslustofa fyrir smíði, heimilisfræði, myndmennt og textílhönnun. Stækkunin, sem er á einni hæð með kjallara undir hluta byggingar, mun tengjast núverandi skólabyggingu í austri. Gert er ráð fyrir að taka áfangann í notkun í byrjun árs 2021.

Framkvæmdir við fráveitukerfi Fráveitumál sveitarfélaga er víða ábótavant. Til þess að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til fráveitu þarf Grindavíkurbæjar að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir við fráveitukerfið og er gert ráð fyrir að verkefnið verði áfangaskipt til næstu sex til tíu ára. Fyrsti áfangi er að koma útrás frá iðnaðarhverfinu út fyrir sjóvarnargarða að austanverðu. Nýverið var farið í verðkönnun um jarðvinnu vegna áfanga eitt og hefur bæjarráð samþykkt tilboð Jóns og Margeirs ehf. í framkvæmdina sem gert er ráð fyrir að ljúki á árinu 2020.

Framkvæmdir við gatnakerfið Unnið hefur verið við gatnagerð við götu í Víðigerði og Ufsasundi undanfarnar vikur og mánuði og eru framkvæmdir á lokametrunum. Verktakarnir G.G. Sigurðsson ehf. (Víðigerði) og Jón og Margeir ehf. (Ufsasund) vinna við framkvæmdirnar. Töluvert var unnið við malbikunarframkvæmdir í sumar með verktakanum Hlaðbær-Colas og ber það helst að nefna malbikun gatna í Víkurhópi og Norðurhópi. Unnið var við fyrsta áfanga við að skipta götulýsingu í bæjarfélaginu yfir í LED, gert er ráð fyrir að götulýsing í

bæjarfélaginu öllu verði orðin LED á næstu tveimur til þremur árum. Þessa dagana er unnið að ákvörðun um áfangaskiptingu gatnagerðar í nýju hverfi í Grindavík, Hlíðarhverfi. Er þetta liður í vinnur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs. Vonir standa til um að hægt verði að úthluta hluta lóða í hverfinu um eða eftir mitt næsta ár. Niðurstöður verðkönnunar vegna fyrsta áfanga í hönnun gatnakerfisins í nýju hverfi, Hlíðarhverfi, liggja fyrir. Bæjarráð hefur samþykkt að semja við lægstbjóðanda, Tækniþjónustu SÁ ehf., um hönnunina. Fegrun umhverfis Framkvæmdum við Hreystigarð við íþróttamiðstöð mun ljúka á næstu vikum. TG raf ehf., Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf., G.G. Sigurðsson ehf., Grindin ehf. og HH steinar ehf. eru

verktakar sem komið hafa að framkvæmdinni ásamt því að átakshópur Vinnuskólans lagði hönd á plóg við verkefnið. Átakshópur vinnuskólans vann mikið og gott starf við fegrun bæjarins í sumar undir styrkri leiðsögn starfsmanna þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar og HH steina ehf. Meðal verkefna voru: • Gangstéttir hellulagðar í Efrahópi, við Víkurbraut og Ránargötu. • Viðhald gönguleiða við Þorbjörn. • Torfi komið fyrir á svæðum við stofnanir og græn svæði bæjarins.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Ný slökkvistöð við Flugvelli

Brunavarnir Suðurnesja fluttu í nýtt húsnæði við Flugvelli í Reykjanesbæ síðasta laugardag. Framkvæmdir við nýja byggingu hafa staðið yfir í nærri tvö ár og er óhætt að segja að um byltingu sé að ræða í aðstöðu. Nýja húsnæðið er rúmlega tvö þúsund fermetrar og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Víkurfréttir fylgdust með þegar fyrsti áfangi í flutningi fór fram síðasta laugardag og þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Við munum segja og sýna betur frá nýju slökkvistöðinni á næstunni.

Nýjar leiðir fyrir atvinnulausa Sjónum beint að 30 ára og yngri og 55 ára og eldri

Vinnumálastofnun á Suðurnesjum mun á næstunni bjóði atvinnulausum einstaklingum þátttöku í verkefni sem snýst um að hanna nýjar leiðir til að auka atvinnufærni tveggja markhópa, 30 ára og yngri og 55 ára og eldri. Í þessum tveimur hópum er atvinnuleysi hvað mest. Um er að ræða stórt Evrópu verkefni sem kallað er Intergen en ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref, SFS, er þáttakandi í því. Sandgerðingurinn Hansína B. Einarsdóttir frá SFS sótti ráðstefnu á vegum Erasmus plus í Finnlandi í nóvember 2019 en þar kynnti hún niðurstöður úr verkefni frá Íslandi þar sem unnið var með þá hugmynd að nota þekkingu og reynslu tveggja hópa til þess að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Eldri hópurinn aðstoðaði þá yngri, t.d. við atvinnuumsóknir, myndun tengslaneta og kosti og galla við nýsköpun. Yngri hópurinn miðlaði þekkingu sinni á starfrænu læsi, netnotkun, tungumálum og ræddi nýsköpunarhugmyndir. Niðurstöður úr þessu verkefni sýndu að báðir þessir markhópar elfdust til muna í gegnum þessa vinnu og talsverður áhugi var á því þróa þessa samstarfsleið betur.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja veitti Skref fyrir skref, styrk árið 2019 til þess að vinna að þessu verkefni.

Tengja saman tvo hópa Þessi hugmynd, um að tengjast saman þessa tvo markhópa og þjálfa þá til samstarfs þótti snjöll, enda sýndu rannsóknir að flest lönd í Evrópu eru að glíma við svipaðar aðstæður. Verkefnið INTERGEN sprettur úr þessum jarðvegi og nú hefur fengist öflugur styrkur frá Evrópusambandinu til þess að þróa ennfrekar þessa aðferð og hanna alþjóðleg tæki og tól sem geta nýst þessum hópum til þess að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði framtíðar. Í gögnum frá Evrópusambandinu er bent á, að næstum 20% fullorðinna Evrópubúa eigi í erfiðleikum með grunnlestur, ritun, útreikninga og notkun stafrænna tækja í daglegu lífi. Talið er að skortur á þessum hæfileikum hafi bein tengsl við lífsgæði. Að sögn Hansínu B. Einarsdóttur hefur þróun stafrænna tækja og gervigreind nú þegar veruleg áhrif á

vinnumarkaði. Búist er við að þessi áhrif aukist umtalsvert á næstu tíu árum þar sem allt að 50% ófaglægðra starfa hverfa og tölvur taka við. Það eykur líkurnar á að fullorðið fólk með litla menntum og færni eigi erfitt með að fá aðgang að vinnumarkaðnum. Þetta er enn flóknara þegar menn skoða áhrif menningarlegrar mismununar, neikvæð viðhorf gagnvart aldri og við þetta bætast fjölþætt áhrif Covid-19.

Prufukeyrt á Suðurnesjum „Meginmarkmið verkefnisins er að þróa og prófa nýjar leiðir fyrir atvinnulausa úr þessum hópum, þannig að þeir eigi greiðari aðgang að vinnumarkaði til framtíðar. Vinnumálastofnun tekur þátt í að prufukeyra verkefnið á Suðurnesjum. Þátttaka kostar ekki neitt. Við vonum að þetta tilraunaverkefni verði til þess fallið að draga úr atvinnuleysi á Suðurnesjum,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður VMST á Suðurnesjum.

Starfsmaður óskast Vantar starfsmann í verslun okkar í Keflavík. Vinnutími frá kl. 12 til 18. Umsóknir um starfið sendist á ellert@alnabaer.is

Deiliskipulag í Reykjanesbæ Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Breyting deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi

Markmið deiliskipulags er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. Jafnframt er unnið að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda.

Kirkjugarður og safnaðarheimili í Njarðvík - breytt deiliskipulag

Njarðvíkurkirkja og safnaðarnefnd leggja fram deiliskipulagstillögu Landslags ehf. fyrir Kirkjugarð Njarðvíkur, sem gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. október 2020 til 15. desember 2020. þær eru einnig aðgengileg á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. desember 2020. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæ, 28. október 2020


SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SAMKVÆMT ÚTNEFNINGU CREDITINFO

Framúrskarandi frá upphafi

TSA ehf.

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.

&


Hollt, gott og heimilislegt


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

MÆLIR MEÐ AÐ REKSTUR Á FYRIRHUGUÐU TJALDSTÆÐI Í REYKJANESBÆ VERÐI BOÐINN ÚT

Uppbygging á tjaldsvæði í Reykjanesbæ var til umræðu á síðasta fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri ferðamála, fór yfir minnisblað um uppbyggingu tjaldsvæðis í Reykjanesbæ á fundinum. „Þegar horft er til þeirra markhópa sem líklegir væru til að sækja í tjaldsvæði í Reykjanesbæ er um tvennskonar hópa að ræða, annars vegar erlendir ferðamenn sem væru líklegir til að gista fyrstu og/eða síðustu nóttina sína í Reykjanesbæ og hins vegar Íslendingar og ferðamenn sem leita í fjölskylduvænni aðstöðu. Langflestir Íslendingar ferðast á eigin vegum og gista annað hvort á tjaldsvæðum eða í sumarbústöðum. Í dag svarar Reykjanesbær hvorugum hópnum. Þessir hópar eru í eðli sínu mjög ólíkir og kalla á mjög ólíka þjónustu og ferðahegðun þó grunnþörfin sé sú sama. Þegar sú vá sem herjað hefur á okkur á þessu herrans ári ásamt þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið fundu ferðaþjónar í Reykjanesbæ tilfinnanlega til þess

að Íslendingar voru einfaldlega ekki að sækja bæinn heim og margir höfðu orð á því að þarna væru fólgin tækifæri (skv. samtölum við ferðaþjóna í maí/júní 2020), jafnvel hótelin sáu tækifæri í þessum markhópi, t.d. í leigu á sölum, matsölu ásamt fleiru. Í framtíðarsýn tjaldsvæðis verður leitast við að skipuleggja svæði með möguleika á útboði til reksturs. Þar með er ekki einungis verið að svara þeim hópi ferðamanna sem líklegir væru til þess að stoppa í lengri tíma á viðkomandi svæði, heldur er verið að skapa rými fyrir samfélagið, með því að setja kvaðir byggðar á ferðamálastefnu er stuðlað að ferðamennsku sem byggir á þörfum heimamanna, er sjálfbær, stuðlar að aukinni atvinnu, fjölbreyttri ferða-

ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA Á ÁSBRÚ

DEKKJAÞJÓNUSTA SMURÞJÓNUSTA BÍLAÞRIF SLEPPTU BIÐINNI OG BÓKAÐU Á WWW.BILAHOTEL.IS

BOGATRÖÐ 11, ÁSBRÚ - SÍMI 455-0006

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

þjónustu og stuðlar að aukinni þjónustu og hærra þjónustustigi. Þó svo tiltekið svæði sé tekið fyrir í tillögu og önnur rædd í minnisblaði þá er á engan hátt lokað á önnur svæði sem komið geta til álita. Óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði. Gróf áætlun um kostnað við uppbyggingu er um 125 milljónir króna. Verkefnastjóri ferðamála mælir með því að rekstur verði boðinn út á svæðinu,“ segir í minnisblaði verkefnastjórans á fundinum. Menningar- og atvinnuráð óskar eftir að verkefnastjóri viðskiptaþróunar og verkefnastjóri ferðamála vinni nánari greiningu á staðsetningu, rekstri og kostnaði fyrir næsta fund menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar.

„Grundvallarþjónusta að hvert bæjarfélag reki tjaldsvæði“ Við umræður um tjaldstæði í Reykjanesbæ á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bókaði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, um málið. Þar segir: „Miðflokkurinn fagnar í raun þessum frábæru tillögum og er í raun óskiljanlegt að það skuli ekki vera nú þegar til aðstaða fyrir þennan markhóp. Það er grundvallarþjónusta að hvert bæjarfélag reki tjaldsvæði. Slíkt eflir og frjóvgar hvert samfélag, eykur þjónustu og listalíf. Það er öllum til hagsbóta að þessi hugmynd verði að veruleika fyrir næsta sumar.

Vilja aðkomu Reykjanesbæjar að 3.000 fermetra tjaldstæði í Innri-Njarðvík Happy Campers hefur sent bæjarráði Reykjanesbæjar erindi vegna fyrirhugaðrar opnunar á tjaldstæði að Stapabraut 21 í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hyggur á að opna um 3.000 fermetra tjaldstæði vorið 2021 sem er hugsað fyrir bæði ferðabíla með og án rafmagns og fyrir tjöld. Hugmyndin gerir ráð fyrir að hægt sé að stækka tjaldstæðið á auðveldan hátt ef eftirspurn verði meiri. Eigendur fyrirtækisins telja að rekstur tjaldstæðis fari vel með rekstri ferðabílaleigunnar þar sem fyrirtækið starfi nú þegar í ferðaþjónustu og geti samnýtt ýmsa þætti sem það hefur nú þegar. Tjaldstæðið sé hugsað fyrir alla ferðamenn og verði auglýst þannig á miðlum

Happy Camper sem og á sér heimasíðu. Með erindi til Reykjanesbæjar sé verið að óska eftir mögulegri aðkomu bæjarins að uppbyggingu og rekstri þessa tjaldsvæðis. „Með aðkomu bæjarins að tjaldsvæðinu teljum við að sveitarfélagið yrði sam-

11-13:30

alla virka daga

Lestu

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

keppnishæfara og Reykjanesbær yrði skemmtilegri áfangastaður,“ segir í erindi fyrirtækisins til bæjarráðs. Verkefnastjóra viðskiptaþróunar og verkefnastjóra ferðamála hjá Reykjanesbæ hefur verið falið að taka upp viðræður við Happy Campers um aðkomu Reykjanesbæjar að uppbyggingu og rekstri tjaldsvæðis. Í kjölfarið er óskað eftir greiningu á áhrifum aðkomu Reykjanesbæjar með tilliti til samkeppni og jafnræðisreglu. Umsögn verður skilað til bæjarráðs, segir í afgreiðslu bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar, Súlan, mælist eindregið til þess að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt sem nemur einu ári. Forstöðumanni Súlunnar verkefnastofu var falið að koma þessum tilmælum til þingmanna kjördæmisins.

Opið:

Að leggja í markaðsátak eins og gert var nú í sumar með útsvarstekjum Reykjanesbúa er skot út í myrkrið ef ekki er til staðar tjaldsvæði fyrir Íslendinga á faraldsfæti með hjólhýsi, fellihýsi eða tjöld. Ekki er hægt að einblína bara á hótelin í bænum, þó þau gegni mikilvægu hlutverki fyrir okkur öll. Reykjanesbær verður að standa undir merki að geta boðið upp á margvíslega gistimöguleika eins og t.d. Árborg sem er með framúrskarandi tjaldstæði sem hefur sett það sveitarfélag í fyrsta flokk þegar kemur að Landsmótum UMFÍ, hestamannamótum og fleiri landsviðburðum.“

Atvinnuleysi í Reykjanesbæ jókst um 1,1% á milli ágúst og september samkvæmt tölum Vinnumálastofn-

unar. Samanlagður fjöldi atvinnulausra auk þeirra sem eru á hlutabótaleið var 2.682, eða 20,8%, í lok

september. Sérstaka athygli vekur hlutfallslega hærra atvinnuleysi á meðal kvenna, 23,3% á móti 19% á meðal karla. Þetta kemur fram í gögnum frá menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar, Súlunni. „Jafnframt er fjöldi þeirra sem nú hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur áhyggjuefni. Af þeim 2.682 sem voru í þjónustu Vinnumálastofnunar við mánaðarlok hafa 1.219 verið í þeirri stöðu í sex mánuði eða lengur. Þar af hafa 419 verið meira en eitt ár á atvinnuleysisskrá,“ segir í afgreiðslu ráðsins.

á timarit.is


sport

Miðvikudagur 28. október 2020 // 41. tbl. // 41. árg.

Suðurnesjaslagur af allra bestu gerð

Það verður ekkert gefið eftir þegar Keflavík og Grindavík mætast í Lengjudeild karla á laugardaginn Katla Rún í leik með U18 landsliði Íslands.

Katla Rún og Anna Ingunn í landsliðið Tveir nýliðar úr Keflavík valdir í íslenska hópinn

Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik og hefur Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, valið liðið sitt og þá leikmenn sem leika í landsliðsglugganum en hann er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Þær Katla Rún Garðarsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík eru báðar valdar í liðið en þær eru nýliðar inn í landsliðið. Katla Rún er í leikmannahópnum en Anna er valin sem þrettándi leikmaður liðsins og mun hún æfa og ferðast með landsliðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu meðan á verkefninu stendur. Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 8.–15. nóvember og verða leiknir á Grikklandi, í Heraklion á eyjunni Krít í öruggri „kúlu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði, líkt og NBA-deildin vestanhafs gerði á Florída nú í haust. Íslenska liðið heldur utan 7. nóvember til Grikklands til æfinga en leikdagar liðsins verða 12. og 14. nóvember.

Knattspyrnusamband Íslands kynnti í síðustu viku hvernig skuli staðið að því að klára Íslandsmótið í knattspyrnu en mótinu þarf að ljúka fyrir 1. desember. Fyrsti leikur eftir hlé verður Suðurnesjaslagur af bestu gerð í Lengjudeild karla þegar Keflavík og Grindavík mætast á Nettóvellinum á laugardag. Þetta er leikur sem var frestað í fimmtándu umferð en þegar liðin mættust í fyrri umferðinni voru hvorki fleiri né færri en átta mörk skoruð í ótrúlegum jafnteflisleik.

Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, sagðist í samtali við Víkurfréttir að það væri hugur í mönnum að klára þetta verkefni sem er framundan. „Leikurinn gegn Grindavík er enn einn leikurinn þar sem við verðum að sýna toppframmistöðu, það var gott að ná einum æfingaleik um helgina og losa um það ryð sem var komið í mannskapinn enda höfum við ekki spilað síðan 3. október. Það eru þrír leikir eftir og við viljum sýna okkar bestu hliðar – verst að það skuli ekki vera leyfðir neinir áhorfendur.“

Anna Ingunn Svansdóttir. Mynd: Karfan.is

LEIKIR SUÐURNESJALIÐANNA Í LOKAUMFERÐUM ÍSLANDSMÓTSINS ERU ÁÆTLAÐIR SEM HÉR SEGIR:

Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn:

Lengjudeild karla:

Lengjudeild kvenna:

Bríet Sif Hinriksdóttir, Haukar (2) Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur (4) Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukar (nýliði) Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur (20) Hallveig Jónsdóttir, Valur (21) Hildur Björg Kjartansdóttir, Valur (32) Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik (4) Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík (nýliði) Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukar (2) Sara Rún Hinriksdóttir, Leicester, Engl.(19) Sigrún S. Ámundadóttir, Skallagrímur (53) Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar (17) Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík (nýliði)

Keflavík - Grindavík, laugardagur 31. október kl. 14:00 á Nettóvellinum. Fram - Keflavík, mánudagur 9. nóvember kl. 19:15 á Framvellinum. Leiknir R. - Grindavík, mán. 9. nóvember kl. 19:15 á Domusnovavellinum. Grindavík - Leiknir F., lau. 14. nóvember kl. 13:00 á Grindavíkurvelli. Keflavík - Magni, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Nettówvellinum.

Haukar - Keflavík, mánudagur 9. nóvember kl. 19:15 á Ásvöllum.

2. deild karla:

3. deild karla:

Fjarðabyggð - Njarðvík, lau. 7. nóv. kl. 13:30 í Fjarðabyggðarhöllinni. Selfoss - Víðir, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á JÁVERK-vellinum. Þróttur - ÍR, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á Vogaídýfuvellinum. Njarðvík - Haukar, laugard. 14. nóvember kl. 13:00 á Rafholtsvellinum. Víðir - Þróttur, laugardagur 14. nóvember kl. 13:00 á Nesfisk-vellinum.

Reynir - Ægir, laugardagur 7. nóvember kl. 13:30 á Blue-vellinum. Tindastóll - Reynir, laugard. 14. nóvember kl. 13:00 á Sauðárkróksvelli.

2. deild kvenna: Hamar - Grindavík, sunnudagur 8. nóvember kl. 13:00 á Grýluvelli.

Viðbúið er að breytingar geti orðið á leikjadagskránni.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Brennur af áhuga Flestir þekkja Kristrúnu Ýr Holm sem einn liðsmanna kvennaliðs Keflavíkur. Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur verið öflug í vörn Keflvíkinga sem hafa tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili með því að leika frábæran fótbolta í sumar. Færri vita að samhliða krefjandi fótboltaferli hefur Kristrún lokið meistaranámi í líf- og læknavísindum og er í doktorsnámi þar sem rannsóknir hennar snúa að snemmgreiningu brjóstakrabbameins. Kristrún Ýr er úr Garðinum og kann vel við sig þar. Hún ræddi við Víkurfréttir um fótboltann og sagði okkur frá náminu sem hún brennur fyrir. „Já, ég hef alltaf búið í Garðinum. Það var mjög ánægjulegt að alast þar upp, rólegt og friðsælt – mér finnst það voðalega notalegt,“ segir Kristrún. „En það er svolítið langt að keyra því ég vinn í bænum.“

Námsvalið tengist fjölskyldusögunni – Lífð hjá þér snýst ekki bara um fótbolta, þú ert á kafi í námi er það ekki? „Jú, ég kláraði meistaranám í líf- og læknavísindum í vor og er núna í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum.

Ég hef gríðarlegan áhuga á brjóstakrabbameinsrannsóknum en það er tilkomið út af því að í fjölskyldunni minni finnst BRCA1-stökkbreyting sem eykur m.a. líkur á brjóstakrabbameini ... Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Doktorsnámið mitt snýst um rannsóknir á brjóstakrabbameini, að finna lífmörk í blóði fyrir snemmgreiningu á brjóstakrabbameini Ég hef gríðarlegan áhuga á brjóstakrabbameinsrannsóknum en það er tilkomið út af því að í fjölskyldunni minni finnst BRCA1-stökkbreyting sem eykur m.a. líkur á brjóstakrabbameini. Það er þess vegna sem ég hef mikinn áhuga á brjóstakrabbameinsrannsóknum og held, eins og staðan er núna, að ég vilji vinna við í framtíðinni.“ – Varstu þá kannski löngu búin að ákveða hvert þú myndir stefna? „Já, í rauninni. Sérstaklega þegar málefni eins og þetta er svona tengt manni, þá brennur maður óneitanlega meira fyrir því.“

Hér er Kristrún að kynna rannsóknarverkefni sitt á líffræðiráðstefnu.

– Þinn námsferill, hefur hann allur verið innanlands? „Já, ég gekk í Gerðaskóla og eftir það fór ég í Versló. Þaðan fór ég svo í Háskóla Íslands og er þar ennþá. Doktorsnámið mitt er unnið í samstarfi við Imperial College í

einn leik frammi í sumar, kannski fer ég aftur fram – það er aldrei að vita. Ég er ekkert að hætta,“ segir Kristrún og hlær.

Kristrún var ekki há í loftinu þeg ar hún byrjaði í fótbolta með Víði. Kristrún er efst til vin stri (með húfu).

London og því verð ég eitthvað úti í London líka en Covid hindrar það hinsvegar núna. Þetta er þriggja ára nám en það getur lengst, sérstaklega á þessum tímum – en það kemur í ljós.“ – Nú varð uppnám í sumar í sambandi við brjóstaskoðanir hjá Krabbameinsfélaginu og eftirvinnslu þeirra, hefur það einhver áhrif á þínar rannsóknir? „Nei, þessar rannsóknir sem ég vinn að eru á vegum háskólans og alls ótengdar Krabbameinsfélaginu.“ – Ert þú sjálf með BRCA1-genið í þér? „Nei, ég er ekki BRCA1-arfberi en systir mín, pabbi minn og bróðir eru það.“ – Hefur BRCA1 einnig áhrif á heilsu karla? „Það getur haft áhrif á efri árum, þá getur það aukið líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini hjá karlmönnum. Svo eru helmingslíkur að þeir geta borið stökkbreytinguna til barna sinna.“

Kristrún með foreldrum sínum, Erni Sævari Holm og Bryndísi Knútsdóttur, og systkinum, Rúnari Frey Holm og Sigrúnu Helgu Holm.

– Þegar fólk er svona upptekið þá hefur það væntanlega engan tíma til að stofna til fjölskyldu, eða hvað? Kristrún hlær og svarar: „Ég á kærasta en engin börn eins og er.“ Kristrún hefur ekki bara áhuga á fótbolta og námi, hún á fleiri áhugamál. „Ég hef gaman af því að skoða Ísland, finnst gaman að taka myndir af fallegum stöðum á Íslandi og í sumar gafst góður tími til þess að ferðast innanlands. Svo hef ég stundum

verið að gera neglur, ég lærði það þegar ég var yngri og er af og til að sinna því í frítíma mínum.“ – Hvernig er það, hefurðu alltaf unnið með námi? „Já, ég hef alltaf gert það. Í BSnáminu var ég að vinna í Lyfju í Keflavík. Svo fór ég að vinna° í Arion banka upp í flugstöð og var í hlutastarfi þar á meðan ég var í námi. Þetta krefst auðvitað skipulagningar en það gerist sjálfkrafa án þess að ég áttaði mig á því.“

Fer kannski aftur í framlínuna Kristrún er að klára tíunda tímabil sitt með meistaraflokki Keflavíkur. Á þeim tíma hefur hún leikið 117 leiki í deild og bikar og skorað fimm mörk. Í sumar hefur Kristrún leikið þrettán deildarleiki og tvo í bikar. Kristrún hefur skorað eitt mark á þessu tímabili, það skoraði hún gegn Gróttu í síðustu umferð þar sem hún átti stórgóðan leik og var valin maður leiksins. „Ég byrjaði að æfa fótbolta fimm eða sex ára með Víði og þegar ég var í þriðja flokki skipti ég yfir í Keflavík og hef spilað þar síðan.“ – Segðu mér, hefurðu alltaf verið í vörninni? „Nei, ég byrjaði í rauninni sem sóknarmaður – var frammi og á kantinum. Ég var frammi í öllum yngri flokkunum en færðist út á kantinn þegar ég byrjaði með meistaraflokki. Svo dróst ég aftar á völlinn – í bakvörð, miðvörð og hef verið að flakka í þeim stöðum. Ég byrjaði reyndar

– Hvað finnst þér um tímabilið í ár? „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið tímabil, við fengum stutt undirbúningstímabil og vorum svolítið að undirbúa okkur á meðan á mótinu stóð. Við fengum útlendingana Celine og Paulu bara rétt fyrir mót og Claudiu um mitt mót. Við fengum því lítinn tíma til að læra inn á hver aðra. Þá misstum við mjög góða leikmenn eftir síðasta tímabil og þurftum að endurstilla okkur og breyta okkar leikstíl.Þrátt fyrir allt þetta þá getum við verið stoltar af okkar frammistöðu í sumar því það voru nokkrar hindranir sem við þurftum að yfirstíga. Við vorum með svolítið þröngan hóp og þurftum þess vegna að spila mikið á sömu leikmönnunum. Það getur haft afleiðingar í för með sér eins og meiðsli og þess háttar. Þar að auki var stutt á milli leikja sem jók álagið enn frekar.“ – Hvernig líst þér þá á að klára Íslandsmótið? „Mér líst nokkuð vel á það. Í raun breytir þessi síðasti leikur engu fyrir okkur en það verður bara gaman að spila hann og svo tekur bara við að gíra sig upp fyrir næsta tímabil. Við erum bara spenntar fyrir því. Það er auðvitað svolítið skrýtið að taka frí í nokkrar vikur og spila svo einn leik í lokin.“ – Hefurðu trú á að þessu Covidástandi verði lokið fyrir næsta tímabil? „Nei, það held ég ekki. Ég hef því miður enga trú á því en vonandi verðum við búin að ná betri tökum á faraldrinum þannig að næsta gangi betur fyrir sig,“ segir Kristrún Ýr að lokum, spennt fyrir keppni í efstu deild að nýju á næsta ári. Kristrún er flott fyrirmynd sem sýnir það og sannar að með því að leggja hart að sér nær maður árangri, ekki bara á vellinum heldur utan hans líka, en það krefst mikillar vinnu, skipulagningar og úthalds – alveg eins og í fótboltanum.


Það sem af er árinu hafa margar af okkar stærstu forsendum um fjáröflun brugðist. Það liggur því í augum uppi að þessar einstöku aðstæður munu skilja deildina eftir í talsverðum halla ef ekki verður brugðist við. Framundan eru tveir heimaleikir sem hvorugur mun skila peningum í kassann, þar á meðal er nágrannaslagur við Grindavík sem gjarnan er einn af stærstu leikjum mótsins. Á næstu dögum verða sendar út kröfur í heimabanka með valkvæðum greiðslum fyrir ígildi miðaverðs á tvo síðustu heimaleikina, eða 4.000 krónur. Með einlægri ósk förum við fram á það við ykkur að greiða þessa kröfu og sýna Keflavíkurliðunum þannig stuðning ykkar í verki. Það mun hvetja liðin okkar að vita að á bakvið þau er fjöldi stuðningsmanna, þótt þeir megi ekki mæta á leikina. Sannir Keflvíkingar geta einnig styrkt starfið með hærri fjárhæð, eða ef þessi krafa birtist ekki á heimabankann. Þá er hægt að millifæra beint inn á reikning deildarinnar sem er 121-26-15388, kt. 541094-3269, með skýringunni „Sannur Keflvíkingur“.

WWW.KEFLVIKINGAR.IS


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Elías Már með þrjú mörk í tveimur leikjum

Áfram Ísland!

IceMar styrkir landsliðsverkefni KKÍ IceMar ehf., fiskútflutningsfyrirtæki bræðranna Gunnars og Teits Örlygssona í Reykjanesbæ, hefur styrkt Körfuknattleikssamband Íslands um hálfa milljón króna fyrir landsliðsverkefnin í komandi glugga. Gunnar Örlygsson sendi eftirfarandi orðsendingu til KKÍ:

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson heldur uppteknum hætti í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Excelsior síðasta föstudag í uppbótartíma. Markið kom rétt áður en dómarinn flautaði til leiksloka og okkar maður er markahæsti leikmaður deildarinnar með tíu mörk. Excelsior er í 9. sæti með 13 stig. Elías var áfram á skotskónum á sunnudag þegar Excelsior vann Helmond 4:0 í bikarkeppninni. Elías Már skoraði annað og þriðja mark Excelsior en leiknum lauk með 4:0 sigri liðsins. Elías og félagar eru með sigrinum komnir í 32 liða úrslit.

Stórsigur Keflvíkinga á Víði í æfingaleik Keflavík og Víðir áttust við í æfingaleik í knattspyrnu á meðan Íslandsmótið í fótbolta var í veiruhlé síðasta sunnudag. Garðmennirnir áttu lítið í kraftmikla Keflvíkinga sem unnu stórsigur 5:0. Dagur Ingi Valsson skoraði fyrsta mark Keflavíkur á 50. Mínútu en síðan komu fjögur mörk á þrettán míntúum þegar langt var liðið á leikinn. Sindri Þór Guðmundsson skoraði á 71. mínútu, Tristan Freyr Ingólfsson bætti við þriðja markinu á 74. mínútu, Gunnólfur B. Guðlaugsson skoraði fjórða á 82. mínútu og tveimur mínútum síðar og síðasta mark leiksins skoraði Jóhann Þór Arnarson. Leikurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á YouTube rás Keflavíkur.

Grindvíkingar fá leikmann frá KA K nattspyrnumaðurinn Freyr Jónsson er genginn til liðs við Grindavík en hann er uppalinn hjá KA á Akureyri. Freyr er 19 ára gamall og kemur frá Akureyri. Hann hefur leikið með KA upp yngri flokka og er miðjumaður að upplagi. Freyr er fluttur á höfuðborgarsvæðið, hefur æft með Grindavík síðustu vikur og staðið sig vel.

Hann verður gjaldgengur með liðinu á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgjast með framtíð þessa unga leikmanns. „Freyr er náskyldur Óðni Árnasyni, fyrrum leikmanni Grindavíkur, og standa vonir til að Freyr verði okkur Grindvíkingum happafengur líkt og frændi hans var á sínum tíma,“ segir á Facebooksíðu UMFG.

Fjórir uppaldir leikmenn semja við Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skrifað undir tveggja ára samning við fjóra af ungum og uppöldum leikmönnum Grindavíkur. Þetta eru þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Óliver Berg Sigurðsson, Símon Logi Thasaphong og Viktor Guðberg Hauksson. Allir hafa þeir komið við sögu í leikjum hjá Grindavík í sumar.

Sannir Keflvíkingar!

Allir í sömu átt með bros á vör Það reynir hraustlega á þolgæði sannra Keflvíkinga þessa dagana! Eftir langt og farsælt keppnistímabil það sem af er, þá eru enn fjórir leikir eftir af Íslandsmótinu sem mun taka okkur alla leið inní veturinn. Af þessum fjórum leikjum eiga stelpurnar okkar eftir einn útileik en strákarnir þrjá, þar af tvo heimaleiki sem verða báðir án áhorfenda. Nú ríður á að við Keflvíkingar höldum einbeitingu svo við náum markmiðinu um að tryggja báðum liðunum sæti í efstu deild. Það eru allir að fara í sömu átt með fókusinn á þessu markmiði! Þetta keppnistímabil hefur að vísu verið einstakt og þá reynir á alla innviði og staðfestu okkar, sem fram til þessa hafa staðist fullkomlega. Það að enda á toppnum eftir svona keppnistímabil mun ekki aðeins skila af sér betri knattspyrnumönnum fyrir framtíðina, heldur einnig betri einstaklingum til að takast á við áskoranir lífsins. En svona óvenjulegar aðstæður sem þessar hafa haft veruleg áhrif á fjárhaginn. Fram til þessa hefur okkur tekist það fullkomlega að sníða okkur stakk eftir vext en þegar tímabilið er lengt á sama tíma og ekki koma meiri peningar í kassann, þá er ljóst að við þurfum aðstoð til að ná endum saman á þessu ári.

Það sem af er árinu hafa margar af okkar stærstu forsendum um fjáröflun brugðist, eins og t.d. Konu- og herrakvöld, Keflavíkurblaðið, fyrirtækjastyrkir og miðasala á leiki sumarsins svo eitthvað sé nefnt. Það liggur því í augum uppi að þessar einstöku aðstæður munu skilja deildina eftir í talsverðum halla ef ekki verður brugðist við. Framundan eru t.d. tveir heimaleikir sem hvorugur munu skila peningum í kassann en þar á meðal er nágrannaslagur við Grindavík sem gjarnan er einn af stærstu leikjum mótsins. Af þessu tilefni leitar knattspyrnudeild Keflavíkur nú út til sinna stuðningsmanna með ósk um stuðning til þeirra sem eru aflögufærir. Á næstu dögum verða því sendar út kröfur í heimabanka með valkvæðum greiðslum fyrir ígildi miðaverðs á tvo síðustu heimaleikina, eða kr. 4.000. Með einlægri ósk förum við fram á það við ykkur að greiða þessa kröfu og sýna Keflavíkurliðunum þannig stuðning ykkar í verki. Það mun hvetja liðin okkar að vita að á bakvið þau er fjöldi stuðningsmanna, þótt þeir megi ekki mæta á leikina. Sannir Keflvíkingar geta einnig styrkt starfið með hærri fjárhæð,

eða ef þessi krafa birtist ekki á heimabankann. Þá er hægt að millifæra beint inn á reikning deildarinnar sem er 121-26-15388, kt. 541094-3269, með skýringunni „Sannur Keflvíkingur“. Ykkar stuðningur er mikilvægur í vegferð Keflavíkur og ef við höldum staðföst áfram þá styttist biðin eftir því að við förum að færa titla aftur heim til Keflavíkur. Klárum þetta tímabil með stæl og hefjum svo undirbúning að því sem framundan er.

„Fyrirtæki okkar bræðra, IceMar ehf, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr. Úrval og gæði leikmanna eru stórkostleg og tækifæri til afreka eftir því. Rekstur KKÍ verður að fá eðlilega aðstoð frá hinu opinbera til að halda úti landsliðum okkar á þessum erfiðu tímum og ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til. Áfram Ísland.“ „Þetta er virkilega rausnarleg gjöf frá IceMar ehf. og erum við hjá KKÍ ykkur afar þakklát fyrir stuðninginn og hvatningu ykkar til annarra fyrirtækja og ríkisins. Að fá svona góða gjöf og falleg skilaboð hvetur okkur öll áfram til okkar verka og til að gera áfram okkar allra besta til að standa okkur í baráttunni. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna KKÍ, TAKK!, TAKK! IceMar!,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, af þessu tilefni.

Teitur Örlygsson í baráttu við Bjarna Magnússon í leik Njarðvíkur og Grindavíkur. Mynd úr safni KKÍ: Kjartan Þorbjörnsson (Golli)

Aftur á parketið Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) birti skömmu fyrir helgi uppfærða leikjadagskrá í Domino’s og 1. deildum karla og kvenna. Domino's-deild kvenna hefst að nýju þann 4. nóvember næstkomandi en Domino's deild karla degi síðar. Keflavík tekur á móti Skallagrími í Domino's-deild kvenna og í Domino's-deild karla mætast Suðurnesjaliðin Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni en í Keflvíkingar mæta Stjörnunni á útivelli.

Í fyrstu deild kvenna taka Njarðvíkingar á móti Ármanni þann 9. nóvember en Grindavík leikur gegn Hamar/Þór í Hveragerði þann 10. nóvember. Í þessari viku mun mótanefnd sambandsins ráðast í að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum.

Breytingar gerðar á bikarkeppni karla Stjórn KKÍ hefur ógilt bikardráttinn sem fram fór 1. október síðastliðinn og boðar breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppninnar. Öll tólf lið Domino's-deildar karla fara beint í sextán liða úrslit en sérstök undankeppni verður leikin í fyrstu deild, það þýðir að lið úr annari og þriðju deild taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Umræddar breytingar ná ekki

yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í sextán liða úrslit. Þessa ákvörðun var tekin þar sem leikjadagskrá verður mun þéttari í efstu deildum eftir þær samkomutakmarkanir sem hafa verið í gildi undanfarnar vikur og því fækkar mögulegum leikdögum í bikarkeppninni.

Áfram Keflavík, f.h. stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur Sigurður Garðarsson, formaður

Hogg og Bergþór áfram hjá Njarðvík Njarðvíkingar hafa samið við Kenneth Hogg og Bergþór Ingi Smárason um framlengingu á veru sinni hjá félaginu næsta árið. Kenny er skoskur sóknarmaður en hann hefur skorað þrettán mörk í 2. deildinni í sumar og er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Þessi 29 ára gamli leikmaður kom til Njarðvíkinga um mitt tímabil árið 2017. Bergþór Ingi er kantmaður sem hefur skorað fjögur mörk í 2. deildinni í sumar. „Bergþór hefur spilað 154 leiki fyrir UMFN og sannarlega einn af okkar lykilmönnum, eru því þetta mikil gleðitíðindi,” segir á Instagram síðu Njarðvíkinga. Njarðvík er í 4. sæti í 2. deildinni og á ennþá möguleika á að fara upp um deild þegar tvær umferðir eru eftir.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

„Í fótboltanum í Ameríku er meiri áhersla á að vera sterkur og í góðu formi. Mér finnst leikurinn mjög svipaður meistaraflokksboltanum heima þar sem það eru mörg mjög góð lið og síðan nokkur sem eru ekki jafn sterk.“

Framtíðardraumurinn að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands Knattspyrnukonan Una Margrét Einarsdóttir leikur knattspyrnu með háskólanum í Louisiana í Bandaríkjunum og stundar nám í íþróttastjórnun Knattspyrnukonan Una Margrét Einarsdóttir úr Garðinum stundar háskólanám í Bandaríkjunum og leikur knattspyrnu með liði háskólans í Louisiana. Una Margrét hefur leikið með kvennaliði Keflavíkur en kom ekki til Íslands í sumar. Hún tengist ekki bara íþróttum í gegnum knattspyrnuna því hún er í námi í íþróttastjórnun. – Hvernig stóð á því að þú fórst til náms í Bandaríkjunum? „Ég ákvað á síðasta árinu í framhaldsskóla að mig langaði að gera eitthvað öðruvísi heldur en aðrir. Ég var lengi að ákveða mig en ákvað síðan að fara í University of Louisiana. Skólinn er staðsettur í Lafayette sem er um það bil tveggja tíma akstursfjarlægð frá New Orleans. Ég er í íþróttastjórnun (Sports Management) með tengingu í viðskipti.“ – Og svo ertu í fótbolta, hvernig gengur það og hvernig fer það með skólanum þegar þú ert á æfingum og í leikjum? „Það getur verið virkilega krefjandi vegna þess hversu vel þú þarft að skipuleggja þig. Ef þú ert ekki nægi-

Páll Ketilsson pket@vf.is

lega vel skipulagður þá er mjög einfalt að gleyma verkefnum og enda á því að læra langt fram eftir kvöldi. Við ferðumst mikið fyrir leiki, þannig oft nota ég rútuferðir til að klára megnið af heima vinnunni.“ – Hvernig hefur þér gengið með liðinu úti og hvernig hefur liðinu gengið? „Árið í ár hefur verið mjög gott hjá okkur. Við erum í öðru sæti í deildinni með átta sigra, þrjú töp og eitt jafntefli. Mér hefur persónulega gengið mjög vel og er komin með fjögur mörk á tímabilinu.“ – Hvernig er háskólafótboltinn t.d. í samanburði við boltann í meistaraflokki hér heima? „Í fótboltanum í Ameríku er meiri áhersla á að vera sterkur og í góðu formi. Mér finnst leikurinn mjög svipaður meistaraflokksboltanum heima þar sem það eru mörg mjög góð lið og síðan nokkur sem eru ekki jafn sterk. Eitt annað sem spilar inn í er að hitinn getur hægt á leiknum. Að spila í 30 stiga hita getur verið mjög erfitt.“ – Hvernig er að vera í borginni, hvernig er Covid að koma út? „Covid hefur haft mikil áhrif en þar sem ég bý hefur það ekki verið jafn slæmt og í nærliggjandi borgum. Það

er þó grímuskylda alls staðar og við þurfum að mæta á æfingar með andlitsgrímur. Við megum taka þær af þegar við erum að hlaupa eða á fótboltaæfingu en þegar við erum að lyfta eða á fundum þurfum við að vera með þær á okkur.“

Unu Margréti hefur gengið vel í leikjum undafarið og skorað 4 mörk á tímabilinu.

– Þú lékst með Keflavík en komst ekki í sumar. Hvað með Keflavík í efstu deild á næsta ári? „Vanalega spila ég með Keflavík á sumrin en ég kom ekki heim í sumar þannig að ég gerði það ekki núna í ár. Ég býst við því að vera með þeim áfram þegar ég kem heim. Ég fylgdist mjög mikið með þeim í allt sumar, horfði á alla leiki sem voru sýndir og er mjög stolt af stelpunum að hafa komist strax aftur upp í Pepsi Max.“ – Þú hefur leikið unglingalandsleiki, hvernig er það? „Það er mikill heiður og alltaf ótrúlega gaman. Margar stelpur sem ég kynntist þar sem ég er ennþá í góðu sambandi við í dag.“ – Hverjir eru framtíðardraumarnir í starfi og eða fótbolta? „Framtíðardraumurinn er að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands einn daginn. Mig langar í meistaragráðu fyrst en ég veit ekki hvar eða hvenær það gerist. Með fótboltann ætla ég bara að sjá til hvað gerist.“

Una Margrét með skólafélögum sínum. Að neðan er „campus“ skólans.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hefur staðið í ströngu á tímum Covid-19 við að aðlaga skólastarfið að þeim takmörkunum sem kórónu­ veirufaraldurinn hefur sett skólastarfinu. Hluti kennslu við tónlistarskólann í dag fer fram á netinu en hljóðfæranám og kennsla í söng fer ennþá fram innan veggja skólans. Víkurfréttir tóku hús á Haraldi skólastjóra í vikunni og ræddu við hann um tónlistarskólastarfið. Innslag um heimsóknina í skólann má einnig sjá í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Ísafold Lilja Bjarkadóttir lærir á selló hjá Grétu Rún Snorradóttur.

TÓNLISTARNÁM Á NETIÐ Í KÓRÓNUVEIRUÁSTANDI Alexander Freyr Sigvaldason í gítartíma hjá Arnari Frey Valssyni. – Hvernig gengur starfsemin á veirutímum? „Hún gengur merkilega vel. Þetta hófst síðasta vor og þá settum við nánast allan skólann í fjarkennslu, hljóðfæratíma og söngtíma, eins og hægt var. Það gekk ekki nógu vel með sönginn, þannig að söngkennararnir reyndu að gera þetta með öðrum hætti. Nánast allir náðu að vera með hljóðfæratímana í fjarkennslu. Við settum tónfræðitímana líka í fjarkennslu en þurftum að fella niður hljómsveitatíma. Svona voru ráðstafanir fram í maímánuð. Á þessum tíma náðum við okkur í dýrmæta reynslu og hvernig forrit hentuðu ákveðnum hljóðfæraflokkum upp á tíðnisvið og tónhæð. Eins varðandi það að koma tónfræðigreinunum í svona form. Þar þurftum við að leita fyrir okkur og fundum ágætis leið í gegnum G ­ oogle Classroom. Þetta gekk allt vel en í maí gátum við aðeins slakað á

þessum ráðstöfunum aftur. Í Covidástandinu í vor þá streymdum við öllum okkar vortónleikum, sem voru þrjátíu talsins, og skólaslitum í gegnum YouTube-rás. Það gekk mjög vel en við fengum Hljómahöll í lið með okkur og tæknisnillingana þar með alla sína þekkingu og útbúnað. Þeir voru sjóðheitir eftir að hafa streymt miðvikudagstónleikum úr Hljómahöllinni allt vorið þannig að við komum ekki að tómum kofanum hjá þeim með það og við nutum góðs af.

Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Núna í haust hófum við tónlistarnámið í staðkennslu hér í skólanum en þegar það kom upp kórónuveirusmit, sem meðal annars barst hingað inn, þá ákváðum við að hvíla hljómsveitastarf í skamman tíma á meðan mestu öldurnar væri að lægja og færa tónfræðina í fjarkennslu til þess að geta haldið úti hljóðfærakennslunni á staðnum. Með þessum ráðstöfunum vorum við að reyna að verja það og að sjálfsögðu fjölskyldur og nemendur. Það sem ýtti okkur af stað núna er að við misstum fjóra

kennara og ríflega tuttugu manna lúðrasveit í sóttkví. Við ákváðum í framhaldi af því að gíra okkur niður með því að hvíla hljómsveitastarfið og færa tónfræðikennsluna á netið.“ – Hvað með aðra þætti í starfinu? „Við vorum búin að halda nokkra tónfundi eða tónleika fyrr á þessu hausti en vorum þá ekki með áheyrendur í sal, heldur bara nemendurnar sem áttu að spila og þá kennara sem voru að spila undir eða fylgja nemendum sínum í gegnum verkefnin. Við tókum þessa tónleika upp og Karen aðstoðarskólastjóri klippti atriði hvers og eins sem síðan voru send á nemendur og aðstandendur þeirra. Við höfum núna frestað tónleikum en miðað við síðustu tíðindi af sóttvörnum þá sýnist okkur að við getum verið með tónleika í næstu viku og geta unnið upp þá tónleika sem við frestuðum. Ef að líkum lætur verðum við með tónleika á hverjum degi alla næstu viku. Það verður með svipuðu sniði, aðeins nemendur og kennarar og hvert atriði fyrir sig verður tekið upp og sent á nemendur og aðstandendur. – Sumt er ekki hægt að hafa í fjarkennslu? „Söngkennsla er erfitt að hafa í fjarkennslu. Þetta er verklegt nám og það er nánast ógerningur að vinna fínvinnu með nemendum í gegnum fjarkennslu í verklegum greinum í hljóðfæraleik eða söng. Með þessum aðgerðum sem við erum núna að gera, og þessum sóttvörnum hér innandyra þar sem við erum hörð á sprittun, handþvott og með grímu-


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Valdimar kennir ungum tónlistarnemum í Reykjanesbæ Tónlistamaðurinn og söngvarinn Valdimar Guðmundsson starfar í dag sem tónlistarkennari í 40% stöðu við afleysingar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ef ekki væri fyrir tónlistarkennsluna þá væri lítið að gera hjá honum, utan þess að syngja við útfarir. – Hvernig er líf tónlistarmannsins núna á tímum Covid-19? „Það er mjög sérstakt. Það er frekar lítið að gera og alls konar bókanir með fyrirvara og síðan afbókanir. Það eru allir að díla við eitthvað og eins og sagt hefur verið milljón sinnum áður þá eru fordæmalausir tímar.“

Elín Sigríður Jónsdóttir með nemendur í fjarkennslu í tónfræði og tónheyrn. skyldu hjá þeim sem eru fæddir 2004 eða fyrr, þá erum við að reyna að verja eins mikið af starfseminni og hægt er. Á sama tíma erum við að verja þær fjölskyldur sem þar koma að og það skiptir miklu máli. Hver og einn sem fer í sóttkví dregur einhverja með sér. Hljóðfæra- og söngnámið er verklegt og mjög mikilvægt að geta haldið því á staðnum svo að það komi sem mest út úr kennslustundunum. Við horfum á fjarkennsluna sem tímabundið ástand. Því styttra sem við getum haft hana, því betra.“ – Nú eruð þið ekki undir sama hatti og grunnskólarnir og með nemendur á öllum aldri, allt frá leikskólabörnum til öldunga. Þið þurfið því að gera aðrar ráðstafanir vegna Covid-19, er það ekki? „Já, við erum með allan aldur en ekki línulaga í aldri eins og grunn-

skólarnir. Við erum að fá nemendur frá fjögurra ára aldri og upp í áttrætt. Við erum að fá nemendur úr nokkrum af leikskólum bæjarins, öllum grunnskólunum sjö í Reykjanesbæ. Við erum að fá nemendur úr atvinnulífinu og við erum að fá eldri borgara sem umgangast dagsdaglega sína aldurshópa. Í svona tónlistarskóla er aldurinn þvert á samfélagið. Það setur svona stofnun á annan stall en aðrar skólastofnanir og við þurfum því að bregðast við af ábyrgð vegna þess. Ég er ekki að segja að aðrir geri það ekki en við þurfum að horfa á þetta öðruvísi en aðrar skólastofnanir.“ – Það er frábær aðstaða hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll. Eruð þið að standa undir nafni Bítlabæjarins? „Við búum ofsalega vel í aðstöðu og ekki bara húsnæðislegri aðstöðu,

Bergrún Dögg Bjarnadóttir lærir á básúnu hjá Hörpu Jóhannsdóttur.

kennara- og starfsmannahópurinn er frábær. Helmingurinn af okkar fólki kemur árum saman af höfðuborgarsvæðinu og það er ómetanlegt. Við erum með fjörutíu kennara og tuttugu þeirra búa hér, sem er frábært, og hinir koma af höfuðborgarsvæðinu. Það er góður starfsandi og húsnæðið er frábært. Svo er líka búið vel að okkur af bæjaryfirvöldum og það skiptir mestu máli. Við gætum lítið gert ef ekki væri stutt vel við bakið á okkur og þessari starfsemi sem ekki er lögboðin starfsemi sveitarfélaga. Ef okkar starfsemi væri ekki sýndur skilningur og væri ekki metnaður þar á bæ fyrir því sem við erum að gera hér, þá væri róðurinn erfiður. Við erum afar þakklát fyrir þá stemmningu sem þar ríkir. Við njótum þess.“

– Þannig að það er ekki hægt að skipuleggja mikið fram í tímann? „Það er mjög erfitt. Afmælistónleikarnir okkar áttu að vera í mars á þessu ári. Við höfum frestað þeim núna tvisvar og þeir hafa verið settir á í mars á næsta ári. Við vitum ekkert hvort það muni haldast eða hvað. Þeir eru eiginlega það eina sem er á döfinni núna og maður þorir varla að plana nokkuð fram í tímann.“ – Hvað með önnur verkefni? Þú hefur verið að syngja við útfarir. „Já, það er svolítið í gangi. Útfarir eru með öðru sniði og meira að gera fyrir einsöngvara en kóra því allt þarf að vera minna í sniðum. Ég hef fengið eitthvað af útförum að syngja í en það er bara brotabrot af því sem var áður.“ – En þú ert að kenna við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Já, ég tók að mér afleysingar hér í 40% stöðu þangað til á næsta ári. Það hitti vel á fyrir mig þar sem ég var þannig séð atvinnulaus. Það er skemmtilegt að takast á við þetta þar sem ég var búinn að vera að velta fyrir mér að fara út í

tónlistarkennsluna og gaman að fá þetta tækifæri því það gat eiginlega ekki komið á betri tíma að fá þessa stöðu.“ Aðspurður, hvort Valdimar sé að semja einhverja tónlist, þá segir hann að það sé auðveldara að semja núna en í fyrstu bylgjunni. Tíðarfar hafi þó lítil áhrif á hann þegar komi að því að fá andann yfir sig og tengist ekki Covid-ástandinu. „Stundum er ég í stuði til að semja og stundum ekki,“ segir hann. Hann hefur aðeins verið að fást við að semja undanfarið en í fyrstu bylgjunni gerðist ekki neitt. Valdimar og Úlfur Eldjárn gerðu nýverið lag fyrir sýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu. „Þetta var skemmtilegt verkefni að takast á við. Ég samdi textann ásamt Úlfi, hann samdi lagið og ég söng. Þetta var annað kærkomið verkefni í Covid,“ segir Valdimar Guðmundsson, tónlistamaður og tónlistarkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir lærir á klarinett hjá Geirþrúði Fanney Bogadóttur.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Haukur Smári Jóhannsson í píanótíma hjá Guðríði Evu Halldórsdóttur.

Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í september.

Reykjanesbær 9. nóvember

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

LI FA N DI F É LAG S M IÐS TÖ Ð Líf, fjör og uppbyggilegt starf Fjörheimum og 88 húsinu

Gunnhildur Gunnarsdóttir er 27 ára uppeldis- og menntunarfræðingur, hún er fædd og uppalin í Keflavík. „Er alger Keflvíkingur – en bý að vísu í Innri-Njarðvík núna,“ segir hún og hlær. Gunnhildur hefur verið forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins síðustu þrjú ár og á þeim tíma hefur starfsemi félagsmiðstöðvarinnar vaxið og dafnað – „Enda hef ég alveg frábært starfsfólk sem er harðduglegt og uppfullt af skemmtilegum hugmyndum.“

Vissi alltaf að hún myndi vinna með ungmennum Gunnhildur gekk í Heiðarskóla, þaðan fór hún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og áður en hún skráði sig í háskólanám fór hún sem Au Pair til Washington DC í eitt ár. „Þegar ég var nítján ára var ég í tæpt ár sem Au Pair hjá íslenskri fjölskyldu í Bandaríkjunum, yndislegri konu sem átti sjö mánaða gamla stelpu. Það var ótrúlega skemmtilegt að prófa þetta og mjög dýrmæt upplifun í reynslubankann. Ég hafði alltaf einhverja ævintýraþrá og þetta ár í Washington náði að svala henni. Öll mín störf hafa verið með börnum, alveg síðan ég byrjaði í vinnuskólanum og heimtaði að fá að vera með í leikjanámskeiðunum í staðinn. Ég hef unnið á leikskóla, í grunnskóla – ég held að ég hafi verið í fimmta bekk byrjaði að passa. Þannig að ég vissi alltaf að myndi vinna með börnum eða ungmennum, það lá alltaf vel fyrir. Ég var samt ekki alveg viss hvaða leið ég ætlaði að fara og svolítið með kennarann á bak við eyrað. Fólk talar oft um það að þetta komi allt í einu, að það renni upp fyrir manni hvað maður ætlar að velja, og það gerðist akkúrat þannig á meðan ég var þarna úti. Einn daginn ákvað ég að sækja um í háskóla og skráði mig í kennarann en svo áttaði ég mig á því að uppeldis- og menntunarfræði væri líklega betri kostur því það opnaði svo margar dyr fyrir mig – og það færði mér þetta starf.“

Rambaði á draumastarfið „Ég var búin að vinna hér í félagsmiðstöðinni í eitt ár þegar þessi staða losnaði og ég var ráðin. Það má alveg segja að ég sé komin í draumastarfið mitt,“ segir Gunnhildur. „Ég var komin með smá reynslu því ég hafði leyst af sem forstöðumaður frístundaheimilisins í Myllybakkaskóla og sú reynsla hefur nýst mér ótrúlega vel. Ég er náttúrlega ótrúlega ánægð hér, það eru þvílík forréttindi að vinna þannig

vinnu að maður sé spenntur að mæta í hana á hverjum degi. Við höfum verið dugleg að auglýsa hvað sé að gerast hér hjá okkur og það hefur skilað sér. Við fylgjumst með hverjir eru að mæta og hverjir ekki. Við erum í góðu samstarfi við skólana svo við förum bara í þá skóla sem okkur finnast krakkarnir ekki skila sér og kynnum starfið fyrir þeim. Það var eins og fólk hafi ekki alveg vitað hvað við vorum að gera í þessu húsi.“

Fjölbreytt starfsemi – Og hvað er það eiginlega sem fer fram hérna? „Við vitum að það eru ekki öll börn í íþróttum, íþróttir eru ekki fyrir alla, en hér bjóðum við upp á markvisst tómstundastarf sem börn og ungmenni geta stundað. Það er alveg frábært fyrir krakkana að tilheyra einhverjum hópi, að mæta markvisst og taka þátt í einhverju starfi. Þetta er mikil forvörn því við viljum ekki að þau hýrist ein heima. Hér er margskonar uppbyggilegt hópastarf í gangi, núna eru starfandi hér þrír klúbbar. Það er hjólabrettakennsla sem er gífurlega vinsæl og fyrir allan aldur. Fullt af krökkum sem hefur rosalega gaman af þessu – og inn í þetta bætist líka við listsköpun. Þau eru líka að skapa list úr gömlum efnivið, sem dæmi breyta þau gömlum hlaupabrettum í listaverk eða pallettum í bekki. Þetta er meira en bara hjólabrettakennsla. Svo erum við með klúbb sem heitir Spjöllum saman. Það er stór klúbbur sem vinnur með

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

starfsmönnum við að finna hvað sé þeirra ákall um fræðslu, þar er sett upp dagskrá út frá því hvað ungmennin vilja fræðast um. Þar er líka eitthvað sem við köllum Trúnó, sem er box þar sem krakkarnir geta skrifað inn nafnlausar spurningar sem við starfsfólkið reynum að svara eftir bestu getu. Þetta er líka góð forvörn því við vitum að það getur verið erfitt að vera unglingur með margar spurningar sem hann þorir ekki að spyrja. Þetta er góður vettvangur til að spjalla um þær enda alger trúnaður sem ríkir í þessum hópi. Listaklúbbur er líka starfræktur hérna og mjög vinsæll. Hann er alger fagmaður sem stýrir þeim klúbbi, er með háskólagráðu í listum og gerir alls konar hluti með krökkunum. Það er mjög gaman hvað styrkleikar starfsfólksins nýtast vel á hinum ýmsu sviðum og þau fá að skína. Hér er alltaf skipulögð dagskrá en líka opið hús, það eru ekkert allir sem vilja taka þátt í öllu klúbbastarfi. Hér geta krakkarnir líka sest niður og hitt hvert annað – hangið saman. Það er mjög algengt og ég segi líka við krakkana að vinahópurinn þarf ekki að hanga heima í litlu herbergi, komið hingað til okkar í þessa frábæru aðstöðu sem er hér. Líka þeir sem eru einir, endilega koma hingað.“

Rafrænir Fjörheima Á þessum veirutímum hafa Fjörheima nýtt sér netið að eitthverju leyti til að halda úti starfinu. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt því við viljum auðvitað ekki hópa saman krökkum úr öllum grunnskólunum hérna í einu. Við þurftum að loka fyrir rúmri viku síðan og þá tókum við aftur upp rafræna félagsmiðstöð, það var líka gert í fyrri bylgjunni. Þar sem við vorum búin að gera þetta áður þá var starfsfólkið hérna tilbúið með alls konar hugmyndir svo það var ótrúlega gaman að setja upp dagskrána fyrir rafrænu félagsmiðstöðina. Það sem við lögðum áherslu á var að reyna að halda allri dagskránni okkar og klúbbastarfinu sem við bjóðum upp á – á netinu. Spjöllum saman-hópurinn hefur hist á zoom-fundi og tekið spjallið þar, hjólabrettastrákarnir eru búnir að setja saman kennslumyndbönd sem krakkarnir geta fylgt og lært ný „trikk“. Sama með listaklúbbinn, hann er búinn að gera listamyndbönd sem krakkarnir geta fylgt eftir.

Tómstundabingó er annað sem við útbjuggum með miðstigið í huga. Því er ætlað að hvetja krakkana til að vera virk og nýta frítíma sinn til að hreyfa sig, læra eitthvað nýtt, hjálpa til heima, fara út í göngutúr, taka þátt í starfinu okkar og þess háttar. Mjög sniðugt. Við leggjum áherslu á þrennt í þessu bingóinu, það er hreyfing, samvera með fjölskyldu og jákvæð samskipti. Við vonum og trúum því að þetta geri þeim gott. Það er betra að virkja börnin en að þau séu heima að velta sér of mikið upp úr Covid og byggja um kvíða.“

Unglingalýðræði Í félagsstarfinu er auðvitað unglingalýðræði og í Fjörheimum er starfandi unglingaráð sem hittist í hverri viku og planar starfið með starfsfólkinu. „Það getur verið svolítil kúnst að samþætta hugmyndir þeirra og okkar. Unglingaráðið er elsta stigið, krakkar í áttunda til tíunda bekk, og þau taka mikinn þátt í að skipuleggja og undirbúa það sem við gerum hérna. Í unglingaráðinu eru fulltrúar frá hverjum einasta skóla, fimmtán krakkar. Við gerum fleira en að funda með unglingaráðinu, eins og í fyrra fórum við í ungmennaskipti til Finnlands og það þótti þeim spennandi. Svo fórum við í vor í skemmtiferð á Akureyri en við horfum á þetta sem hópefli líka. Ef við horfum á íþróttafélögin þá eru krakkarnir að fara með félögunum sínum í æfinga- og keppnisferðir til útlanda, af hverju ættum við ekki að gera þetta líka hér? Það er gott að geta boðið þeim upp á sömu tækifæri hvað það varðar. Við starfsfólkið höfum verið að reyna fyrir okkur á TikTok eftir áskoranir frá unglingaráðinu. Þar höfum við verið að gera alls konar dansa og þess háttar og þurft að stíga svolítið út fyrir þægindarammann – en það er bara gaman. Svo höfum við verið með Mythvikudaga á Instagram þar sem við erum að afsanna fyrir krökkunum ýmsar mýtur, eins og þriggja sekúndna regluna. Þó matur detti á gólfið þá er ekki í lagi með hann þótt hann sé tekinn upp innan þriggja sekúndna, sýklarnir bíða ekki og telja upp á þremur áður en þeir stökkva á matinn.“

Enginn dagur eins „Ein erfiðasta spurning sem ég hef fengið var: „Hvernig er venjulegur dagur hjá ykkur?“ Ég gat bara ekki svarað því, hér er enginn dagur venjulegur. Ég hef lært svo margt á þessum tíma hér og þurft að fást við svo margt, alls konar vandamál sem koma upp. Það eru mörg krefjandi verkefni sem við fáum að taka þátt í með krökkunum, það er alveg frábært. Hingað í Fjörheima koma krakkar úr öllum grunnskólunum, svo er 88 húsið fyrir þá sem eru sextán ára og eldri. Aðsóknin er mikil og þátttaka í klúbbastarfinu mjög góð,“ segir Gunnhildur í lokin. Það heyrist á henni að innlifunin er mikil og hún nýtur þess að vinna við draumastarfið.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Enginn stór netabátur kominn til veiða – Helst að dragnótabátarnir séu að fiska vel þessa dagana Varla fyrr búinn að hrósa því hvað október er góður að það byrja lægðir og erfitt tíðarfar frá því síðasti pistill var skrifaður. Tíðarfarið hefur nefnilega verið nokkuð erfitt upp á síðkastið og í þessari viku eru ekki margir dagar sem gefa á sjóinn. Veiði bátanna er búin að vera mjög misjöfn og ef við horfum bara á bátana sem róa frá Suðurnesjum þá eru það helst dragnótabátarnir sem hafa verið að fiska nokkuð vel. Siggi Bjarna GK er með 141 tonn í fjórtán, Benni Sæm GK með 113 tonn í tólf, Maggý VE 87 tonn í fjórtán og Sigurfari GK 84 tonn í þrettán. Þessi fjórir bátar eru skiptir því að tveir þeirra, Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK, eru að veiða í Faxaflóanum og hinir hafa verið á miðunum út frá Sandgerði, eins og á Hafnarleir. Ennþá er enginn stór netabátur kominn á veiðar hérna. Erling KE er ennþá í slipp, Grímsnes GK og Langanes GK eru báðir á ufsanum og gengur vel hjá þeim. Grímsnes GK komið í 148 tonn og Langanes GK 103 tonn, báðir í sjö róðrum. Netaveiði í Faxaflóa er búinn að vera mjög treg og stærsti báturinn, Maron GK, er búinn að þvælast víða um flóann, allt frá miðunum útaf Akranesi og út í miðjan Faxaflóa. Hefur báturinn landað 54 tonnum í sextán róðrum, mest aðeins 4,9 tonn eða 3,3 tonnum að meðaltali í róðri. Sunna Líf GK reyndi fyrir sér með netin út frá Stafnesi og gekk það nokkuð vel, var með um fimm tonn í fjórum róðrum. Guðrún GK hefur verið með netin við Garðskaga og landað 20 tonnum í sautján róðrum, Bergvík GK 7,2 tonn í fjórum, Halldór Afi GK 30,6 tonn í sautján og mest 5,2 tonnum. Hraunsvík GK er búinn að vera í Grindavík og er

eini netabáturinn sem rær þaðan, hann hefur landað sautján tonnum í sjö róðrum, þar af 7,6 tonnum í fimm róðrum í Grindavík. Línubátarnir sem hafa róið frá Sandgerði hafa fiskað nokkuð vel þá daga sem hefur gefið á sjóinn. Aflinn hefur ekki farið undir 100 kíló á bala og upp í tæp 200 kíló á bala, sem er nokkuð gott. Katrín GK er með 20 tonn í sex róðrum, Gulltoppur GK með 26 tonn í sex, Guðrún Petrína GK 5,5 tonn í einni löndun í Sand-

gerði og Alli GK 10,6 tonn í fjórum róðrum.

Netakallinn byrjar vel á línu Alli GK er í eigu Blikabergs ehf. en það fyrirtæki er í eigu Sigurðar og Gylfa fótboltamanns sem eiga og reka fiskverkun í Sandgerði. Núna hefur báturinn verið leigður til Stakkavíkur og ný áhöfn er kominn á bátinn. Ívar Þór Erlendsson er tekinn við bátnum en hann hefur

verið meiri netakall heldur en línukall. Fyrsti róður Alla GK undir skipstjórn Ívars var núna þegar þessi pistill var skifaður og var aflinn um þrjú tonn á 24 bala. Nokkuð góð byrjun. Annars er að fjölga í netabátunum því báturinn Birna GK bætist bráðlega í hópinn. Birna GK er ansi þekktur netabátur því í yfir 20 ár var báturinn gerður út frá Hafnarfirði og hét þá þar Íslandsbersi HF og réri báturinn alltaf á netum. Bát-

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

urinn var seldur til Sandgerðis fyrir um tveimur árum síðan og hefur stundað handfæraveiðar. Bátnum var hent í slipp núna í vikunni og kom til Sandgerðis þegar þessi pistill var skrifaður og verið er að græja hann á netin.

Það er gott að geta verslað í heimabyggð!

Frá eldisstöð Samherja í Grindavík.

Fagna áhuga Samherja á Helguvík

Viltu fá ferskan fisk sendan heim að dyrum?

„Miðflokkurinn fagnar áhuga Samherja á atvinnuuppbyggingu í Helguvík og vonar að áform fyrirtækisins um laxeldi á landi verði að veruleika. Miðflokkurinn leggur áherslu á að bæjarstjórn eigi gott samstarf við fyrirtækið í þessum efnum og greiði götu þess við verkefnið eins og kostur er.“ Þetta segir í bókun sem Margrét Þórarinsdóttir frá Miðflokki lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, þau Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bókuðu einnig um málið. Þar segir: „Mikið atvinnuleysi er á Suðurnesjum og fjölbreytileiki í atvinnulífinu ekki mikill. Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að Samherji hafi sýnt áhuga á atvinnuuppbyggingu í Helguvík. Atvinnumál eru brýnustu verkefni sveitarfélagsins núna og því verða bæjaryfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess treysta stoðir atvinnuuppbyggingar á svæðinu.“

- Ferskleiki og fjölbreytni í fyrirrúmi í nýrri fiskbúð - Þjónustum mötuneyti, fyrirtæki og veitingastaði.

Komdu og skoðaðu úrvalið en við sendum líka heim! Heitur matur í hádeginu

Brekkustígur 40, Njarðvík, s. 7839821 Opið mán.-fim. 10-19, föstudaga til kl. 18. fbr@fbr.is


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Notuð barnaföt í Víkurbásum „Fólk er almennt rosalega ánægt að geta keypt barnavörur á góðu verði.“ „Það hefur orðið mikil vitundarvakning í heiminum á endurnýtingu og eru sífellt fleiri farnir að huga að þeim þáttum,“ segja tvenn ung hjón sem opnuðu nýlega verslunin Víkurbása sem er staðsett á Hafnargötu 6 í Reykjanesbæ. Þar getur fólk keypt og selt notaðar barnavörur.

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma,

FANNEY SÆMUNDSDÓTTIR Þverhoti 18, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, föstudaginn 30. október kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/events/262829821814314/ Oddgeir Björnsson Björn Oddgeirsson Sigrún Haraldsdóttir Hlaðgerður Oddgeirsdóttir Georg Emil Pétur Jónsson Brynja Oddgeirsdóttir Vilhelm Einar Eiðsson Arna Oddgeirsdóttir Davíð Páll Viðarsson barnabörn og barnabarnabörn.

„Verslunin gengur út á það að fólk leigir bás og kemur með sínar eigin vörur, við stöndum svo vaktina og sjáum um söluna,“ segja þau Ingvar Jónsson, Íris Guðmundsdóttir, Kári Oddgeirsson og Katrín Jónsdóttir, eigendur Víkurbása. – Hvernig kom þessi hugmynd upp hjá ykkur? „Í fyrstu Covid-bylgjunni kom sú hugmynd upp hjá okkur vinunum að stofna eigin rekstur hér í bænum okkar. Við urðum fljótt spennt fyrir þessari hugmynd því okkur fannst mikil vöntun á þessari tegund af barnavöruverslun í Reykjanesbæ. Hugmyndafræðin heillaði okkur mikið og við tók langt undirbúningsferli þar sem huga þurfti að mörgum hlutum. Frá byggingu bása og uppsetningu tölvukerfis þá þurfti að gera allt frá grunni. Mikill kostur var að geta nýtt okkur alla þjónustu hér í bæ.“ Eftir að hafa búið í Noregi og Danmörku áttuðu þau sig á því hversu margir endurnýta og versla notaðar barnavörur.

„Þar kynntumst við menningunni í kringum samskonar búðir og þykir hún vera áhugaverð. Okkur finnst mikilvægt að fólk á Suðurnesjum geti sótt alla þjónustu hér í okkar bæ og höfum fulla trú á að verslunin okkar sé komin til að vera.“ – Er eitthvað sem þið leggið áherslu á? „Við leggjum ríka áherslu á það að veita persónulega þjónustu og gera upplifunina ánægjulega fyrir alla. Við skipulögðum verslunina þannig að það sé nóg pláss á milli bása, snyrtilegt og björt rými. Við settum okkur þá stefnu að halda leiguverði lágu til að stuðla að því að bæjarbúar noti sér okkar þjónustu framyfir að fara til Reykjavíkur. Allur aukakostnaður sem þekkist í samskonar verslunum höfum við innifalin í leiguverðinu.“

– Hvernig hefur þetta byrjað, eru Suðurnesjamenn ánægðir að fá svona verslun á svæðið? „Móttökurnar hafa verið frábærar og hefur verið mikil ánægja frá okkar viðskiptavinum. Fólk er almennt rosalega ánægt að geta keypt barnavörur á góðu verði. Nú er kominn tími til að heimamenn fari í gegnum skápana og geymslurnar og leyfa öðrum að njóta góðs af. Oft eru barnavörur mjög lítið notaðar og hægt að gefa þeim nýtt líf,“ segja fjórmenningarnir. Leiga á einum bás kostar 5.490 krónur en verðið fer lækkandi ef teknar eru fleiri vikur. Víkurbásar taka 15% sölulaun. Verslunin er með tilboð í október og nóvember þar sem þriðja vikan er frí kaupi viðskiptavinurinn tvær vikur.

Ástkær eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, dóttir, amma, systir og mágkona,

ELLA HVANNEY FUGLÖ HLÖÐVERSDÓTTIR Lækjarmótum 81, Sandgerði,

lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog sunnudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju, föstudaginn 30. október kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður steymt á http://www.facebook.com/groups/840562576482623/ Hlynur Ólafur Pálsson Helga Kristína Fuglö Hlynsdóttir Jóhann Már Smárason Alexandra Mist Fuglö Hlynsdóttir Helena Ösp Fuglö Hlöðver Magnússon barnabörn og systkini hinnar látnu.

Ingvar Jónsson, Íris Guðmundsdóttir, Kári Oddgeirsson og Katrín Jónsdóttir, eigendur Víkurbása.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Garðurinn

við Tjarnarsel gjöfull og nærandi fyrir líkama og sál Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanesbæjar. Hann tók til starfa árið 1967 og er staðsettur í hjarta bæjarins. Garðurinn í Tjarnarseli hefur verið í mikilli þróun frá 2013 og hefur á þessum árum breyst úr flötu útisvæði í náttúrulegan garð sem er fullur af áskorunum og ævintýrum. Í garðinum fer fram mikil ræktun, þar eru berjatré, grænmetiskassar, krydd- og blómabeð. Garðinum var umbreytt í sjálfboðavinnu kennara, barna og foreldra ásamt öðrum velunnurum skólans. Þessi þróunarvinna hefur verið til staðar frá þeim tíma og er enn, því alltaf er hægt að bæta og breyta. „Garðurinn okkar býður upp á margskonar útinám allt árið í kring. Því að við teljum að allt nám geti farið fram úti, hvernig sem viðrar. Þetta haust eru börnin búin að vera sérstaklega dugleg að nýta það sem garðurinn okkar hefur upp á að bjóða. Börnin fylgdust með rifs- og sólberjatrjánum frá vori til hausts. Þau sáu hvernig berin þroskuðust og döfnuðu. Þegar berin voru þroskuð fengu börnin að tína þau af trjánum og útbúa sultu úr uppskerunni,“ segir Fanney M. Jósepsdóttir, verkefnastjóri í Tjarnarseli. Börnin lærðu að ekki væri ráðlegt að tína bara eitt og eitt ber af stilknum heldur væri best að taka

allan stilkinn. Þau fengu að vita að í stilknum væri efni sem hjálpaði sultunni að hlaupa. „Í Tjarnarseli notum við Orðaspjall sem er aðferð til að efla orðaforða barna með bókalestri og samtölum. Þannig aukum við málskilning barnanna og ýtum undir fræðslu og tjáningu á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Við vinnuna í

garðinum lærðu börnin mörg ný orð eins og sólber, rifsber, stilkur/klasi, vigta, suða, sætt, súrt og merkimiðar svo fátt sé nefnt,“ segir Fanney jafnframt. Það er samdóma álit kennara og barna að vinnan í garðinum sé gjöful og nærandi fyrir líkama og sál og auki heilbrigði og vellíðan okkar allra.

Hrekkjavökuhátíð í Suðurnesjabæ Haldið verður upp á hrekkjavökuna í Suðurnesjabæ og allir íbúar hvattir til þess að taka þátt. „Hátíðin mun bera þess merki að við lifum á skrýtnum tímum og munum við haga allri hegðun í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna,“ segir í tilkynningu frá Suðurnesjabæ. Föstudagurinn 30. október

Flestir í Stapaskóla fá skólamat en fæstir í Háaleitisskóla Alls eru 2.157 nemendur í áskrift að skólamáltíðum af 2.466 nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar sem gerir 87,47% hlutfall. Nánast sama hlutfall var á síðasta skólaári þegar 2.133 nemendur af 2.437 voru í áskrift, eða 87,53%. Af einstökum skólum í Reykjanesbæ þá eru flestir áskrifendur að skólamáltíðum í Stapaskóla, eða 93,94% nemenda. Fæstir eru áskrifendur í Háaleitisskóla, eða 81,85% nemenda skólans. Í gögnum frá grunnskólafulltrúa segir að tólf áskriftum hefur þurft að loka það sem af er skólaári vegna ógreiddra reikninga. Fjórar af þeim lokunum tengjast niðurfellingu fæðisgjalda vegna systkina sem hefur það

í för með sér að loka þarf þeim áskriftum um næstu mánaðarmót en Reykjanesbær hefur greitt fyrir þær áskriftir í október og eru þær því opnar út mánuðinn. Sótt hefur verið um styrk fyrir greiðslu skólamáltíða í Hróa Hött barnavinafélag fyrir fjórtán nemendur. Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir að fá upplýsingar varðandi skólamáltíðir reglulega inn á fundi ráðsins.

Fjöldi

Nemendur

Áskr %

Breyting milli ára

Akurskóli

300

349

85,96%

-2,60%

Háaleitisskóli

239

292

81,85%

-2,93%

Heiðarskóli

348

401

86,78%

-1,75%

Holtaskóli

358

408

87,75%

-0,86%

Myllubakkaskóli

296

343

86,30%

1,53%

Njarðvíkurskóli

368

409

89,98%

4,37%

Stapaskóli

248

264

93,94%

-3,10%

2.157

2.466

87,47%

-0,06%

Skóli

Samtals allir

• Félagsmiðstöðin Elding – draugahús – fylgist með á Facebook-síðu Eldingar • Félagsmiðstöðin Skýjaborg – draugahús – fylgist með á Facebook-síðu Skýjaborgar Skólarnir í Suðurnesjabæ, foreldrar, bókasöfn, bæjarskrifstofur, nemendaráðin og félagsmiðstöðvar hafa m.a. tekið sig saman og ætla í sameiningu að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Í stað þess að ganga hús úr húsi eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í sínu eigin bingói, kíkja á bókasafnið, fara í hrekkjavökugöngutúra og fleira skemmtilegt sem ekki krefst snertingar eða mikillar nálægðar. Þá eru fjölskyldur einnig hvattar til þess að gera sér glaðan dag saman. Á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesja­ baer.is, má nálgast tengla á Bingóspjöld og ­Kahoot-leiki sem hægt er að grípa til við þetta tækifæri.

• Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði • Sögustund laugardaginn 31. október klukkan 11:00 og klukkan 13:00 – nánar á Facebook-síðu safnsins. Minnt er á samkeppnina um draugasögur.

Laugardagurinn 31. október – Hrekkjavaka Íbúar eru hvattir til að klæða sig upp, setja ljós út í glugga eða fyrir utan hús og skreyta. Nánar um dagskrá laugardagsins á vef Suðurnesjabæjar en tekið verður mið af sóttvarnaaðgerðum og í samráði við aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar.

Fróðleikur um Hrekkjavökuhátíðina Í mörgum evrópskum löndum, þar á meðal á Íslandi og hinum Norðurlöndunum auk keltneskra landa, var árinu skipt í tvær árstíðir, vetur og sumar, í stað fjögurra eins og við gerum í dag. Menn töldu tímann í vetrum og nóttum fremur en í árum og dögum. Veturinn var eins og nóttin og var talinn koma fyrst og þar sem mánaðamót október og nóvember er tími vetrarbyrjunar var það einnig tími nýárs. Á þessum tíma tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót (disting). Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma, sem nú er að ganga í garð, enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Halloween. Nánar er hægt að lesa sig til um Hrekkjavökuna og aðra siði á Vísindavefnum.


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Þjónusta við hælisleitendur – ábyrgð sveitarfélaga Á Íslandi hafa þrjú sveitarfélög gert samning við Útlendingastofnun varðandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur). Þessi sveitarfélög eru Reykjavíkurborg með 220 einstaklinga, Hafnarfjarðarkaupstaður með 100 einstaklinga og Reykjanesbær með 70 einstaklinga. Útlendingastofnun hefur boðið öðrum sveitarfélagum þjónustusamninga en þau neitað og hefur stofnunin því neyðst til að þjónusta hælisleitendur sjálf, m.a. með leigu íbúða hér í Reykjanesbæ.

Álver – kálver – fiskeldi Löng saga – og leiðinleg á köflum

Í byrjun þessarar aldar átti að útrýma atvinnuleysi á Suðurnesjum með því að reisa lítið álver í Helguvík. En það óx og fyrr en varði létu stóriðjusinnar sig dreyma um 250.000 tonna ársframleiðslu, sem jafnast á við Reyðarál, stærsta álver landsins, sem öll raforka frá Kárahnjúkavirkjun dugir varla til. Allt skyldi virkjað í drasl um suðvestanvert landið og umhverfið skreytt með risavöxnum háspennulínum. Vinstri græn töldu þetta fásinnu og voru af mörgum ástæðum á móti frá upphafi. Orkufrek stóriðja gæti kostað áföll, bæði fyrir efnahag og náttúru. Hreyfingin barðist gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar og ekki síður gegn álveri í Helguvík með tilheyrandi náttúrueyðileggingu vegna virkjana, m.a. í Þjórsá og um endilangan Reykjanesskagann. Þess í stað hefur VG frá upphafi lagt áherslu á fjölþætta atvinnustarfsemi í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og félögum. „Eitthvað annað“ sögðum við og margir gerðu grín að. Reyndar bentum við á að heppilegri „stóriðja“ var þarna til staðar og í örum vexti, nefnilega flugvöllurinn og flugstöðin, og lögðum áherslu á að efla ferðaþjónustu sem þá var rétt í burðarliðnum. Umhverfisráðherra okkar, Svandís Svavarsdóttir, varð fyrir fordæmalausum árásum Suðurne sja­ afturhalds í fjölmiðlum fyrir það að sinna starfsskyldum sínum og taka til varnar fyrir náttúruperlur – með því að sjá til þess að Suðvesturlína yrði umhverfismetin ásamt öðrum framkvæmdum tengdum álveri í Helguvík. Hún benti einnig á að ekki lægi fyrir hvaðan orka ætti að koma til slíkrar starfsemi og vildi því staldra við. Svandís var sökuð um að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu en síðar kom í ljós að sú óverulega töf, sem þá varð, breytti engu um þá staðreynd að áform um álver í Helguvík voru byggð á sandi. Nú er ljóst að þeir varkáru höfðu lög að mæla og álversmannvirki, sem hróflað var upp í Helguvík, standa þar straumlaus. Dýr, tröllvaxinn minnisvarði um úrelta atvinnustefnu á Suðurnesjum sem allir flokkar stóðu að nema Vinstri græn! Um tíma störfuðu hér samtökin Sól á Suðurnesjum og beittu sér gegn álversáætlunum, kröfðust m.a. kosninga um álverið strax árið 2007. Þar voru í forystu Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Elvar Geir Sævarsson, Heiða Eiríks og fleiri. Hreyfingin naut málefnastuðnings Vinstri grænna en aðrir flokkar studdu álvershugmyndina.

Árni Sigfússon barðist frá upphafi ötullega fyrir álverinu sem bæjarstjóri í Reykjanesbæ og var æði bjartsýnn í Víkurfréttum 24. apríl 2007. „Fátt kemur í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík eftir undirritun orkusamnings í gær segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. En álversandstæðingar Sólar á Suðurnesjum eru á öðru máli.“ Sól á Suðurnesjum hélt fund í Svarta pakkhúsinu 12. janúar 2007 og síðar sendu tíu náttúruverndarfélög frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýst er vanþóknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Ekki sé útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa. Krafa fyrirtækja á Suðurnesjum um orku til álvers í Helguvík sé á við heila Kárahnjúkavirkjun á 100% láni á ábyrgð orkufyrirtækja í eigu þjóðarinnar. Sex árum síðar, 2. desember 2016, segir frá því í Víkurfréttum að leikarinn ástsæli, Stefán Karlsson, bjóði Kjartani Má, bæjarstjóra, upp í dans og vilji stofna kálver í Helguvík. Hann vilji stofna grænmetisframleiðslufyrirtæki í byggingum Norðuráls í Helguvík. Söngkonan Björk hafði viðrað svipaðar hugmyndir í þættinum Návígi árið 2010. „Mengandi stóriðja er ekki rétta leiðin til að tryggja atvinnu fyrir fólk hér á landi, heldur á að rækta grænmeti til útflutnings. Suðurnesin eru besti staðurinn til þess með tengingu til bæði Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir Stefán. Ekki verði notuð eiturefni eða sýra en LED-lýsing sem notar 70% minni raforku en í hefðbundinni gróðurhúsaræktun. Þarna gætu orðið til 150–200 störf. Nú, fjórum árum síðar, herma fréttir að Samherji vilji hefja laxeldi í Helguvík, sbr. RÚV 14. október síðastliðinn. Afbragðshugmynd! Laxeldi á landi fylgir að mörgu leyti minna álag á umhverfið en sjókvíaeldi. Álversbyggingarnar eru ævintýralega stórar, um 2,3 hektarar, og lóðin umhverfis 100 hektarar. Góð stórskipahöfn er við túnfótinn. Myndi að vísu þurfa rafmagn en aðeins brota-

brot af því sem álver hefði þurft. Við hliðina stendur fullbyggt og ónotað (og misheppnað) kísilver með gildri rafheimtaug sem gæti þá nýst til einhvers. Hvert verður nú framhald þessarar löngu sögu? Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og kennari á eftirlaunum. Félagi í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Búsettur í Vogum.

Reykjanesbær hefur sinnt hælisleitendum vel skv. umræddum þjónustusamningi og sama má örugglega segja um hin tvö sveitarfélögin. Það virðist sem að misbrestur sé á þjónustu við þá einstaklinga sem Útlendingastofnun hefur ekki náð að semja um og hefur nú óskað eftir því að Reykjanesbær bæti 100 einstaklingum við og þjónusti þá 170 einstaklinga. Óvíst er síðan hversu margir verði í leiguhúsnæði og þjónustað af Útlendingastofnun. Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leggjumst alfarið gegn þeirri fjölgun sem óskað er eftir og spyrjum hvar ábyrgð annarra sveitarfélaga liggur? Að okkar mati gætum við tekið á móti og gert þjónustusamning um 100 einstaklinga í heild sinni gegn því skilyrði að Útlendingastofnun samþykki að fleiri hælisleitendur verði ekki hýstir í Reykjanesbæ. Við hvetjum önnur

sveitarfélög til að axla einnig ábyrgð í þessum málaflokki. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Margrét Sanders Baldur Þ. Guðmundsson Anna Sigríður Jóhannesdóttir

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Endurskoða ber samning Reykjanesbæjar við Útlendingastofnun Útlendingastofnun hefur óskað eftir viðræðum við Reykjanesbæ um nýjan þjónustusamning og breytingar á samningsskilmálum vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Nauðsynlegt er að fara yfir reynsluna af fyrri þjónustusamningi áður en lengra verður haldið. Ljóst er að umsækjendum um alþjóðlega vernd fer fjölgandi og ekki hefur dregið úr umsóknum þrátt fyrir veirufaraldurinn og verulegan samdrátt í flugsamgöngum. Þjónustusamningurinn við Útlendingastofnun hefur haft í för með sér álag á ýmsa innviði bæjarins og skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um þennan samning.

Svæðið mettað af hælisleitendum Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði árið 2018 að svæðið væri „mettað af hælisleitendum“. Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum Brunavarna Suðurnesja undanfarnar vikur, sem hafa flutt hælisleitendur frá Leifsstöð í Sóttvarnarhúsið í Reykjavík og hefur þetta álag vakið upp spurningar um hvort dregið hafi úr öryggi bæjarbúa þegar kemur að mikilvægri þjónustu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Formaður stjórnar Brunavarna Suðurnesja

og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Friðjón Einarsson, gerði lítið úr þessum áhyggjum mínum. Ljóst er að formaðurinn er í litlu sambandi við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Árið 2019 sóttu 867 um hæli. Stefnir í metfjölda umsókna á þessu ári. Meirihluti þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi eru í raun í leit að vinnu eða betri lífskjörum. Það er ekki lögleg ástæða fyrir því að sækja um vernd. Af Norðurlöndunum eru umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi, fleiri en í Svíþjóð.

Álag á félagsþjónustuna vegna atvinnuleysis og fjölda hælisleitenda Móttökukerfi hælisleitenda hér á landi er svo svifaseint að marga mánuði tekur að afgreiða umsóknir og á meðan þarf ríkið að greiða fyrir húsnæði og uppihald hvers hælisleitenda. Mikið atvinnuleysi í Reykjanesbæ kallar á mikið álag á ýmsar stofnanir bæjarins ekki síst félagsþjónustuna. Við það bætist að hælisleitendur þurfa mikla þjónustu og mikla aðstoð fyrstu mánuðina. Önnur sveitarfélög verða einfaldlega að hlaupa undir bagga með Útlendingastofnun á meðan ríkisvaldið tekur ekki á vandanum, sem er hinn langi tími sem tekur að afgreiða umsóknir. Byggja ætti sérstaka móttökustöð fyrir hælisleitendur í námunda við flugvöllinn að fyrirmynd Norðmanna. Þar sem þjónusta yrði veitt á meðan umsóknir yrðu afgreiddar á 48 klukkustundum. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, Reykjanesbæ.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Lóa dregin úr garðinum við Klapparstíg í Njarðvík þar sem hún var smíðuð. VF-myndir: Hilmar Bragi

Lóa í hrakningum í jómfrúarferðinni

Björgunarsveitin Suðurnes kom til bjargar og var Lóa dregin af strandstað og í höfnina í Njarðvík.

Valur Guðmundsson, eða Valli Stebb, sjósetti skútuna sína, Lóu, síðasta laugardag sem var fyrsti vetrardagur. Skútuna hefur hann verið að smíða í garðinum við heimili sitt við Klapparstíg í Njarðvík síðustu 38 ár. Það var því stór stund þegar skútan var sjósett. Skútan Lóa var í fyrstu ekkert á því að yfirgefa smíðastaðinn við Klapparstíg. Skútan var á sleða sem átti að draga út úr garðinum. Keðjur sem notaðar voru til verksins slitnuðu ítrekað og þurfti útvega öflugri keðjur. Skútan komst að lokum út á götu þar sem hún var sett á sérstakan sjósetningarvagn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í vagninum var skútunni svo ekið í slippinn í Njarðvík þar sem hún var sjósett. Eftir sjósetningu lét hjálparvél skútunnar ófriðlega og því var brugðið á það ráð að fá fiskibát til að draga skútuna frá slippnum og yfir að hafnargarði Njarðvíkurhafnar. Elli Jóns ÍS var fenginn í verkið en óhapp varð og fékk báturinn dráttartógið í skrúfuna eftir að hann var kominn af stað með skútuna þennan stutta spöl yfir til hafnarinnar. Ella Jóns ÍS rak upp í stórgrýttan sjóvarnagarð. Skútan Lóa fylgdi í

kjölfarið en tók niðri áður en hana rak upp í grjótið. Þá náðu skipverjar á skútunni að koma út ankeri og stöðva rekið. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til og voru lögregla, sjúkralið og björgunarsveit fljót á staðinn, ásamt hafnsögubáti Reykjaneshafnar. Björgunarsveitin Suðurnes tók skútuna í tog og kom henni til hafnar í Njarðvík. Hafnsögubáturinn Auðunn var svo fenginn til að draga Ella Jóns ÍS af strandstað en hann var farinn að berjast talsvert í grjótið og óttast að hann myndi brotna þar. Honum var einnig komið að bryggju í Njarðvík. Engin slys urðu á fólki en mönnum var að vonum brugðið yfir atburðunum sem gerðust hratt. Stefnt er á að sigla skútunni Lóu til Reykjavíkur á næstu dögum og mun hún hafa vetursetu í Snarfarahöfn. Skútan er sögð of stór fyrir smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík.

Elli Jóns ÍS strandaði í grýttum sjóvarnargarði. Hafnsögubátur Reykjaneshafnar var fenginn til að draga bátinn aftur á flot og í höfnina í Njarðvík.

Kleinur og vöfflur urðu að billjardborði Í Miðhúsum í Sandgerði er frábær starfsemi sem er í boði fyrir 60+, öryrkja og þá sem eru án atvinnu. Í Miðhúsum er fríður hópur kvenna sem er með kleinu- og vöfflusölu árlega á Sandgerðisdögum. Einnig selja þær handunnar vörur en að mestu prjónavörur í Miðhúsum. Ágóðan nota þær til að gefa af sér og í þetta skiptið gáfu þær félagsstarfinu veglegt billjardborð.

Skútan sjósett að viðstöddu fjölmenni við slippinn í Njarðvík.

Hópurinn kallar sig Vinnufúsar hendur og samanstendur af tveimur starfsmönnum, Anne Lise Jensen (sem vantar reyndar á myndina) og Líney Baldursdóttir. Ásamt þeim eru félagskonurnar Heiða Sæbjörnsdóttir, Svala Guðnadóttir, Áslaug Torfadóttir, Fanney Sæbjörnsdóttir, Unnur Ósk Valdimarsdóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir og Elsa Þorvaldsdóttir.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Útlendingastofnun getur alltaf tekið Hótel Sögu á leigu. Það vilja hvort sem er allir vera sem næst miðborginni ...

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Að einblína á það jákvæða Áhugi Samherja á atvinnuuppbyggingu (laxeldi á landi) í Helguvík ásamt þeim fréttum um að Landhelgisgæslan væri að skoða þann möguleika að skipafloti þeirra fengi aðstöðu hjá Reykjaneshöfn er kærkomin birta inn í annars frekar drungalegt lífið hérna fyrir sunnan um þessar mundir. Ekkert í hendi þó en mjög jákvætt innlegg og vonandi verða þessi frábæru verkefni að veruleika í náinni framtíð, ekki veitir okkur af. Einnig má benda á aukin umsvif NATO á Keflavíkurflugvelli sem vonandi verða mun fleiri á næstunni. Ættum skilið að fá Wendy’s aftur heim og eflaust er ég ekki sá eini sem fyllist af gleði þegar ég heyri drunur í orrustuþotunum á nýjan leik. Fólkið fyrir norðan þurfti reyndar áfallahjálp en

WWW.BILAHOTEL.IS - 455-0006

það er önnur umræða. Núna nefnilega, þegar skammdegið hellist yfir okkur af fullum þunga í bland við þetta Covid-ógeð sem ætlar engan endi að taka, þá er nauðsynlegt að sjá einhverjar jákvæðar fréttir. Oft er þó ansi erfitt að finna þær í fjölmiðlunum enda finnst manni þeir margir í keppni um neikvæðustu fréttirnar. Persónulega þá leita ég af jákvæðu fréttunum en lausnin fyrir mig er yfirleitt að skoða íþróttafréttirnar! Þær eru um þessar mundir stútfullar af jákvæðni, t.d. er íþróttafólkið okkar hérna fyrir sunnan að standa sig einstaklega vel og má þar nefna sem dæmi Keflvíkinginn Elías Má (spilar í Hollandi), Grindvíkinginn Jón Axel (spilar í Þýskalandi), Njarðvíkinginn Elvar Má (sem spilar í Litháen) og Hafnabúann úr Keflavík, Sveindísi

LOKAORÐ

ALHLIÐA BÍLAÞJÓNUSTA Á ÁSBRÚ DEKK – SMUR - BÍLAÞRIF

Póstur: vf@vf.is

Mundi

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Jane. Gríðarlega öflugt ungt fólk sem eru miklar fyrirmyndir og það er geggjað að sjá þau blómstra. Atvinnulífið okkar og lífið sjálft hérna fyrir sunnan mun einnig blómstra á nýjan leik, það er algjörlega á hreinu. Vissulega eru erfiðir tímar núna og það reynir á þolinmæði okkar allra en þá verður maður að leita að því jákvæða í nærumhverfinu og gefa því meiri gaum en ella. Það hressir, bætir og kætir. Í rauninni aldrei jafn mikilvægt og núna. Ég er draumóramaður og ætla spá því að góðar fréttir varðandi bóluefni birtist í nóvember og þá mun sala á Þorrablótin hefjast í byrjun desember! Eigum við ekki bara að segja það. Það styttist í 2021, það verður betra en 2020, ég lofa.

Hreinsun lóða í eigu ríkisins á Ásbrú

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands skorar á eigendur lausamuna á lóðum félagsins á Ásbrú (merktar með rauðri þekju) að fjarlægja þá fyrir 6. nóvember næstkomandi. Eftir þau tímamörk áskilur félagið sér þann rétt að fjarlægja ósótta lausamuni og koma þeim í förgun. Eigendum annarra lóða í eigu Ríkissjóðs, meðfram og fyrir aftan Kliftröð 1-5 og Kliftröð 7 er bent á skyldur sínar um að halda lóðum sínum hreinum og snyrtilegum sb. reglug. nr. 941/2002 18. gr. 1. mgr.:

Hreinlæti og þrif mannvirkja. 18. gr. Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði. Ekki má haga hreinsun húsa, húshluta og húsmuna þannig að leitt geti til óþrifnaðar eða ónæðis fyrir aðra.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.