SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD K L . 1 9 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S
„Þorði ekki að sjá mig í spegli“
GOTT FYRIR HELGINA 4.--7. NÓVEMBER
Döðluplómur
349
KR/KG ÁÐUR: 499 KR/KG
Lambahryggur Heill, frosinn
2.239
30% AFSLÁTTUR
30% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 3.199 KR/KG
Miðvikudagur 3. nóvember 2021 // 41. tbl. // 42. árg.
Vetrarsól sest í Svartsengi Víkurfréttamynd: Jón Steinar Sæmundsson
Mikil eftirspurn eftir lóðum Alls bárust tuttugu og sjö umsóknir um sjö lausar lóðir við Víðigerði í Grindavík og því ljóst að lóðaeftirspurn í Grindavík er mikil. Dregið var um allar lóðirnar á fundi afgreiðslunefndar byggingamála þann 14. október þar sem umsækjendur voru fleiri en einn um hverja lóð. Um var að ræða þrjár einbýlishúsalóðir og fjórar parhúsalóðir. Grindin ehf. fékk eina einbýlishúsalóð og Eignarhaldsfélagið Normi ehf. tvær. HK verk ehf., Einherjar ehf., Eignarhaldsfélagið Normi ehf. og Grindin ehf. fengu svo sína parhúsalóðina hvert.
Starfsemi Myllubakkaskóla dreifist víða um bæinn
n Breytingar og endurbætur á húsnæði skólans gætu kostað nærri milljarði króna Starfsemi Myllubakkaskóla verður flutt úr byggingum skólans en þær elstu eru sjötíu ára. Niðurstaða úr vinnu tveggja starfshópa verður kynnt bæjarráði Reykjanesbæjar í vikunni sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Mygla hefur fundist víða í húsnæði skólans og starfsmenn þurft að fara í veikindafrí af þeim sökum. Einhverjir nemendur hafa einnig fundið fyrir veikindum vegna myglunnar.
Gamli barnaskólinn við Skólaveg.
Lagt er til að kennsla fari fram á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu. Nýjasta húsnæði Myllubakkaskóla, færanlegar kennslustofur, verða nýttar áfram en svo verða húsakynni
gamla barnaskólans við Skólaveg nýtt, húsnæði Íþróttaakadamíunnar og loks efri hæð í húsi gamla Félagsbíós við Túngötu í Keflavík (þar sem Bónus er á neðri hæð). Verkfræðistofan Efla hefur að undanförnu unnið að því að rannsaka skemmdirnar en niðurstaða úr þeirri vinnu liggur ekki fyrir fyrr en í lok nóvember. Ljóst er að breytingar og endurbætur á þessum elsta starfandi grunnskóla Reykjanesbæjar
munu kosta mikla peninga, nokkur hundruð milljónir að minnsta kosti en mjög líklega nærri milljarði króna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir að verði sú ákvörðun tekin að endurbyggja Myllubakkaskóla verði tækifærið hugsanlega notað til að breyta og endurbæta skólahúsnæðið. Í Myllubakkaskóla hófst skólastarfsemi árið 1952 og hefur nokkrum sinnum verið byggt við skólann í gegnum tíðina.
Ferskir vindar frestast um ár Alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar, sem átti að vera í desember og janúar næstkomandi í Suðurnesjabæ, hefur verið frestað um eitt ár vegna heimsfaraldurs Kórónuveiru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti bæjarráði Suðurnesjabæjar á síðasta fundi ráðsins.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM