SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD K L . 1 9 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S
„Þorði ekki að sjá mig í spegli“
GOTT FYRIR HELGINA 4.--7. NÓVEMBER
Döðluplómur
349
KR/KG ÁÐUR: 499 KR/KG
Lambahryggur Heill, frosinn
2.239
30% AFSLÁTTUR
30% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 3.199 KR/KG
Miðvikudagur 3. nóvember 2021 // 41. tbl. // 42. árg.
Vetrarsól sest í Svartsengi Víkurfréttamynd: Jón Steinar Sæmundsson
Mikil eftirspurn eftir lóðum Alls bárust tuttugu og sjö umsóknir um sjö lausar lóðir við Víðigerði í Grindavík og því ljóst að lóðaeftirspurn í Grindavík er mikil. Dregið var um allar lóðirnar á fundi afgreiðslunefndar byggingamála þann 14. október þar sem umsækjendur voru fleiri en einn um hverja lóð. Um var að ræða þrjár einbýlishúsalóðir og fjórar parhúsalóðir. Grindin ehf. fékk eina einbýlishúsalóð og Eignarhaldsfélagið Normi ehf. tvær. HK verk ehf., Einherjar ehf., Eignarhaldsfélagið Normi ehf. og Grindin ehf. fengu svo sína parhúsalóðina hvert.
Starfsemi Myllubakkaskóla dreifist víða um bæinn
n Breytingar og endurbætur á húsnæði skólans gætu kostað nærri milljarði króna Starfsemi Myllubakkaskóla verður flutt úr byggingum skólans en þær elstu eru sjötíu ára. Niðurstaða úr vinnu tveggja starfshópa verður kynnt bæjarráði Reykjanesbæjar í vikunni sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Mygla hefur fundist víða í húsnæði skólans og starfsmenn þurft að fara í veikindafrí af þeim sökum. Einhverjir nemendur hafa einnig fundið fyrir veikindum vegna myglunnar.
Gamli barnaskólinn við Skólaveg.
Lagt er til að kennsla fari fram á nokkrum stöðum í bæjarfélaginu. Nýjasta húsnæði Myllubakkaskóla, færanlegar kennslustofur, verða nýttar áfram en svo verða húsakynni
gamla barnaskólans við Skólaveg nýtt, húsnæði Íþróttaakadamíunnar og loks efri hæð í húsi gamla Félagsbíós við Túngötu í Keflavík (þar sem Bónus er á neðri hæð). Verkfræðistofan Efla hefur að undanförnu unnið að því að rannsaka skemmdirnar en niðurstaða úr þeirri vinnu liggur ekki fyrir fyrr en í lok nóvember. Ljóst er að breytingar og endurbætur á þessum elsta starfandi grunnskóla Reykjanesbæjar
munu kosta mikla peninga, nokkur hundruð milljónir að minnsta kosti en mjög líklega nærri milljarði króna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir að verði sú ákvörðun tekin að endurbyggja Myllubakkaskóla verði tækifærið hugsanlega notað til að breyta og endurbæta skólahúsnæðið. Í Myllubakkaskóla hófst skólastarfsemi árið 1952 og hefur nokkrum sinnum verið byggt við skólann í gegnum tíðina.
Ferskir vindar frestast um ár Alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar, sem átti að vera í desember og janúar næstkomandi í Suðurnesjabæ, hefur verið frestað um eitt ár vegna heimsfaraldurs Kórónuveiru. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti bæjarráði Suðurnesjabæjar á síðasta fundi ráðsins.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hitakerfi undir HS Orku vellinum við Hringbraut virkar ekki
Nanna Kristjana í starf framkvæmdastjóra Keilis Nanna Kristjana T rau stadót t i r hefur verið ráðin framkvæmdastjóri K e i l i s . Na n n a hefur lokið M.Sc. gráðu í tvíþættu ka n d i d ats n á m i með efnafræði sem aðalgrein og sálfræði sem aukagrein frá Aalborg Universitet í Danmörku. Hún er auk þess með viðbótardiplómu í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og réttindi til að starfa sem grunnog framhaldsskólakennari.
Einar Sveinn nýr slökkviliðsstjóri í Grindavík Einar Sveinn Jó n s s o n h e f u r verið ráðinn til að gegna stöðu slökkviliðsstjóra slökkviliðs Grindavíkur. Einar er löggiltur slökkviliðsmaður og hefur einnig lokið öllum námskeiðum í eldvarnareftirliti. Hann hefur verið í hlutastarfi við slökkvilið Grindavíkur í átján ár og sem sjúkraflutningamaður í tíu ár. Samhliða því hefur hann unnið við eldvarnir hjá Öryggismiðstöðinni í Grindavík þar sem hann hefur sérhæft sig í slökkvitækjum og uppsetningu ásamt eftirliti og viðhaldi á stórum slökkvikerfum. Áður starfaði hann við eigin rekstur, við vörustýringu og stjórnun. Einar Sveinn mun hefja störf hinn 1. desember nk.
„Íþrótta- og tómstundaráð vill leggja áherslu á að HS Orku völlurinn hefur alltaf verið með bestu grasvöllum landsins og ÍT vill koma sérstökum þökkum til þeirra starfsmanna sem hafa haldið utan um þau mál fyrir ráðið á undanförnum árum,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Rekstrarniðurstaðan í Vogum neikvæð um 70,8 milljónir króna - fjárfestingar á næsta ári upp á tæpar 238 milljónir króna alfarið fjármagnaðar með nýjum lántökum.
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2022–2025 var lögð fram til fyrri umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Tillagan gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar árið 2022 verði 1.571 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð 1.497 milljónir króna, og er rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir því áætluð 73,6 milljónir króna.
Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaðan áætluð neikvæð um 70,8 illjónir króna. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar árið 2022 verði tæpar 238 milljónir króna, og þær alfarið fjármagnaðar með nýjum lántökum. Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars skuli vera óbreytt frá fyrra ári, 14,52%.
Bæjarfulltrúi E-listans lagði fram bókun, í ljósi þess að Sveitarfélagið Vogar stendur nú að ýmsum aðhaldsaðgerðum, að laun kjörinna fulltrúa sem og nefndarlaun verði fryst, og taki því ekki breytingum samkvæmt launavísitölu árið 2022. Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem að öllu óbreyttu fer fram miðvikudaginn 24. nóvember 2021.
Beiðni knattspyrnudeildar Keflavíkur um að láta leggja heimtaug með heitu vatni að HS Orku-vellinum við Hringbraut í Keflavík var tekin fyrir á síðasta fundi íþróttaog tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Beiðnin um heimtaugina er svo að nota megi upphitunarkerfi sem lagt var undir völlinn árið 2010 og hefur aldrei virkað sem skyldi. Kostnaðaráætlun sem að skrifstofa íþrótta- og tómstundamála hefur kallað eftir gerir ráð fyrir að kostnaðurinn sé um fimm milljónir króna. „Ráðið er meðvitað um að tímabilið í knattspyrnu er sífellt að lengjast í báða enda og besti kosturinn er að hafa upphitun ef að við myndum lenda í mjög köldum vetri. Ráðið hefur á hinn bóginn ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2021 og þessi framkvæmd er ekki inni í fjárhagsramma fyrir árið 2022. Íþrótta- og tómstundaráð vill leggja áherslu á að HS Orku-völlurinn hefur alltaf verið með bestu grasvöllum landsins og ÍT vill koma sérstökum þökkum til þeirra starfsmanna sem hafa haldið utan um þau mál fyrir ráðið á undanförnum árum,“ segir í afgreiðslu ráðsins.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Opnað fyrir umsóknir í Matsjána
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á fjórtán vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi. Verkefnið hlaut styrk úr Matvælasjóði og er byggt upp að fyrirmynd Ratsjánnar sem er verkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu þróað af Íslenska ferðaklasanum. Samtök smáframleiðanda matvæla og landshlutasamtök sveitarfélaga um land allt standa að Matsjánni en verkefnisstjórn er í höndum RATA. ,,Eitt af meginmarkmiðum Samtaka smáframleiðenda matvæla er að hámarka ávinning félagsmanna af aðild og lykil áhersluverkefni að auka þekkingu og þróa verkfæri sem geta nýst þeim í þeirra rekstri.
Við sóttum því um styrk í Matvælasjóð til að bjóða upp á metnaðarfullt fræðsluverkefni í samstarfi við landshlutasamtökin – sem myndi einnig stuðla að auknu samstarfi og samtakamætti smáframleiðenda matvæla um land allt sem er einmitt megintilgangur samtakanna. Við erum stolt af því að geta stutt við bakið á okkar félagsmönnum og bjóðum alla aðra smáframleiðendur sem vilja slást í hópinn velkomna,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla Matsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem smáframleiðendur matvæla standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá fræðslu sem boðið verður upp á. Listi yfir möguleg umfjöllunarefni er
að finna inn í umsóknarforminu sem má finna hér. Meðal ávinninga af þátttöku má nefna að efla fókus í starfsemi og framleiðsluferli, öðlast ný verkfæri og þekkingu, aukin leiðtogafærni, koma auga á ný viðskiptatækifæri og aukið tengslanet og mögulegt samstarf meðal þátttakenda. „Landshlutasamtökin tóku þátt í Ratsjánni fyrr á árinu og var mikil ánægja meðal þátttakenda og samtakanna með fyrirkomulagið og fræðsluna. Eftir samtal við SSFM sáum við að það var tækifæri á að nýta hugmyndafræðina í fleiri greinum og þróa verkefni fyrir smáframleiðendur matvæla. Við teljum verkefnið vel til þess fallið að efla stjórnendur í matvælaframleiðslu, ýta undir nýsköpun og vöruþróun í greininni og ekki síst stórefla tengslanetið á milli aðila sem getur ýtt undir samstarf og ný viðskiptatækifæri – allt þetta þvert á landið,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV Umsóknarfrestur er til 20. nóvember og verkefnið hefst með kynningarfundi 2. desember kl. 15:00. Matsjáin hefst svo formlega 6. janúar og lýkur 7. apríl. Þátttökugjald í Matsjánni er kr. 30.000, innifalið er gjaldfrjáls aðild að SSFM fyrir árið 2022. Þátttökugjald í Matsjánni fyrir núverandi félagsmenn SSFM er 15.000 kr. Frekari upplýsingar: Verkefnastjóri Matsjánnar: Svava Björk Ólafsdóttir / svava@rata.is / 695-3918 Tengiliðir á Reykjanesi: Þuríður Aradóttir Braun / thura@visitreykjanes.is og Dagný Gísladóttir / dagny@heklan.is / 420 3288
BÚÐU ÞIG UNDIR VETURINN
með vörum frá Bílanaust
VIÐ ERUM TIL STAÐAR FYRIR FÓLK Á FERÐINNI Á HAFNARGÖTU 52, REYKJANESBÆ
Akureyri Egilsstöðum
Reykjavík Hafnafirði Selfossi
Reykjanesbæ
STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 Reykjavík S. 535 9000
Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000
Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði S. 555 4800
Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510
Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200
Furuvöllum 15 Furuvö Akureyri 600 A u S. 535 9085
Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244
www.bilanaust.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
„Enn í dag að syrgja að ég er ekki með brjóst“
Opið:
11-13:30
alla virka daga
HRINGBRAUT OG VF.IS
FIMMTUDAG KL. 21:00
Sóley Björg Ingibergsdóttir er ung Suðurnesjakona sem hefur gengið í gegnum erfiða lífsreynslu en aðeins 26 ára gömul greindist hún með krabbamein í brjósti og eitlum. Sóley er BRCA2 arfberi. Í krabbameinsmeðferðinni gekkst hún undir brjóstnám á báðum brjóstum, erfiða lyfjameðferð og geislameðferð. Sóley sagði sögu sína í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku. Það var þó aðeins fyrri hluti sögunnar. Í þætti vikunnar, sem sýndur verður á fimmtudagskvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is, verður haldið áfram þar sem frá var horfið. „Lyfjameðferðin er það erfiðasta. Ég var þreytt að labba upp stiga. Það eru mjög erfiðar aukaverkanir sem margir eiga erfitt með að tala um. Slímhúðin fer. Bara það að fara á klósettið að gera númer tvö var ógeðslega erfitt og það eru sár á ömurlegum stöðum,“ segir Sóley m.a. í viðtalinu sem birt verður á fimmtudagskvöld. „Aðgerðin sjálf var ekkert erfið en andlega var þetta mun erfiðara. Þegar ég vaknaði eftir brjóstnámið var ég í hvítum íþróttatopp og með umbúðir og sá ekki neitt. Viku eftir aðgerðina
þurfti að taka umbúðirnar. Ég fékk hjálp við að klæða mig úr toppnum því ég gat það ekki sjálf. Hjúkrunarfræðingurinn tók umbúðirnar. Ég sá ekkert en rétt leit niður … og fór bara að gráta. Hún spurði mig hvort ég vildi sjá mig en ég vildi það ekki. Það tók mig nokkra daga að bara vera tilbúin að sjá mig. Mér fannst ekkert mál að sýna öðrum skurðinn, t.d. hjúkrunarfræðingnum. Ég þorði ekki að sjá mig í spegli – en svo gerðist það. Mamma var hjá mér og mágkona mín sem sagði við mig: „Stattu upp, þú ert að fara að sjá þig. Þú
ert geggjuð.“ Þetta var um tveimur vikum eftir aðgerðina. Þetta er vel gert og magnað að sjá. Maður gerir sér samt ekki grein fyrir því hvað þetta er og hvers maður saknar af sjálfum sér. Ég er enn í dag alveg að syrgja að ég er ekki með brjóst. Vera ekki eins og allir hinir. Það er alveg erfitt en maður tekur bara einn dag í einu,“ segir Sóley Björg Ingibergsdóttir í einlægu viðtali við Suðurnesjamagasín Víkurfrétta.
STARF FORSTÖÐUMANNS DAGDVALAR FYRIR ALDRAÐA Í SUÐURNESJABÆ Suðurnesjabær auglýsir stöðu forstöðumanns dagdvalar fyrir aldraða í Suðurnesjabæ lausa til umsóknar. Um er að ræða nýja starfseiningu og kemur forstöðumaður til með að móta starfsemina í samstarfi við yfirstjórn sveitarfélagsins. Starfið heyrir undir fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar, sem heldur utan um félags-, frístunda- og fræðsluþjónustu sveitarfélagsins.
Meginverkefni n n
n
n n
n n
n
Stefnumótun fyrir dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ Yfirumsjón með rekstri og daglegri starfsemi dagdvalar, s.s. áætlunargerð og fjármál Mannauðsmál einingar, s.s. ráðningar og fræðsla til starfsfólks Eftirlit með aðbúnaði og árangri þjónustunna Stuðningur og ráðgjöf til þjónustuþega og aðstandenda Upplýsingamiðlun og skráning í kerfi Þátttaka í þróun ferla og umbóta í málefnum eldri borgara Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntun og hæfnikröfur: n
n n n
n n n
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er áskilin, t.d. hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun eða félagsráðgjöf, sem og réttindi til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður, sbr. lög nr. 34/2012. Reynsla af stjórnun eða sambærilegu starfi er kostur Reynsla af notkun mælitækja t.d. Rai er kostur Jákvæðni, framúrskarandi samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum Fagmennska og frumkvæði Góð almenn tölvukunnátta Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2021. Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn. María Rós Skúladóttir deildarstjóri félagsþjónustu, veitir upplýsingar um starfið (netfang mariaros@sudurnesjabaer.is, s: 425-3000). Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
4.-7. nóvember
25%
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
afsláttur af öllum System 24
og System LED seríum
Jólavörurnar eru komnar í vefverslun
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Af útgerð og fiskvinnslu Voga hf. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Síðasti pistill fjallaði um útgerð í Vogum og þar var fjallað um ÚV, sem var skammstöfun fyrir Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar. Það fyrirtæki lét árið 1930 smíða fyrir sig tvo báta. Áður hefur verið fjallað um bátinn Huginn GK. Hann kom til landsins snemma árs 1931. Hinn báturinn kom ekki fyrr enn nokkrum mánuðum seinna árið 1931. Sá bátur fékk nafnið Muninn GK 342. Sá bátur var reyndar aðeins gerður út af ÚV í þrjú ár, því árið 1934 var hann seldur til Haraldar Böðvarssonar í Sandgerði og síðan fór sá bátur í Miðnes hf. þegar það fyrirtæki var stofnað í Sandgerði árið 1941. Báturinn átti mjög fengsæla sögu í Sandgerði undir þessu nafni, Muninn GK, og árið 1949 var báturinn seldur til Þorlákshafnar og fékk þar nafnið Ísleifur ÁR. Rétt er að fara aðeins í smá hliðardæmi. Þegar að þessi Muninn GK var seldur var nýr bátur keyptur sem var nýsmíði í Danmörku og kom sá bátur árið 1947 til Sandgerðis og fékk nafnið Muninn II GK 343. Sá bátur átti sér mjög langa sögu í Keflavík því árið 1970 var báturinn skráður Svanur KE 90 og hann gerður út alveg til ársins 2003. Hann var að lokum rifinn í Helguvík. Aftur að Huginn GK. Í Þorlákshöfn var báturinn lengdur og sett í hann stærri vél. Báturinn var gerður út frá Þorlákshöfn í fimmtán ár eða fram til ársins 1964 að hann var seldur til Keflavíkur og fékk þar nafnið Gullþór KE 85. Saga þessa
báts endaði árið 1982, en þá var báturinn talinn ónýtur og brenndur undir Hólmsbergi í febrúar árið 1982. Snúum okkur þá aftur að Vogum. Eftir fall ÚV var ekki mikið um útgerðir í Vogum. Það var ekki fyrr enn árið 1941 að tvö fyrirtæki hófu starfsemi sína. Þegar ekið er áleiðis að bryggjunni í Vogum þá er stórt hús á hægri hönd. Það var í eigu Voga hf. Húsaþyrpingin sem er vinstra meginn við Hafnargötuna tilheyrði Valdimar hf. Jón G.Benediktsson, fyrrum framkvæmdastjóri ÚV, stofnaði ásamt fiskverkendum úr Keflavík og Reykjavík fiskverkunina Vogar hf., árið 1941. Húsið við sjóinn, hægra meginn við Hafnargötuna, var byggt árið 1943. Fyrst um sinn var fiskinum ekið til vinnslu frá Keflavík. Síðar eignaðist fyrirtækið báta og var rekið til ársins 1977 þegar að það var selt Garðari Magnússyni útgerðarmanni frá Njarðvík. Garðar
hélt áfram að reka fiskvinnslu í Vogunum í þessum sömu húsum til ársins 1991 þegar að hann kaupir Sjöstjörnu-húsið svokallaða í Njarðvík. Þangað flutti Garðar fiskvinnslu Voga hf. og lauk þar með fiskvinnslu í húsinu sem Vogar hf. byggðu árið 1943. Vogar hf. gerðu út nokkra báta sem hétu Ari GK. Til að mynda 39 tonna eikarbát sem fyrirtækið keypti árið 1959 og fékk nafnið Ari GK 22. Þann bát gerði fyrirtækið út til ársins 1963 þegar hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá. Árið 1970 kaupa Vogar hf. 100 tonna stálbát, sem fékk líka nafnið Ari GK 22 og var sá bátur gerður út til ársins 1974. Það vantar nokkra báta inn í þessa útgerðarsögu Voga hf., en ég þarf aðeins að grafa það betur upp. Árið 1941 hóf Magnús Ágústsson einnig útgerð frá Vogum á litlum sex tonna báti og sú litla útgerð átti síðan eftir að stækka mjög mikið. Nánar um það í næsta pistli.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Staðarborg
Jón Steinar Sæmundsson
S
taðarborg er falleg hringlaga fjárborg hlaðin úr grjóti og staðsett um tvo, þrjá kílómetra frá Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Vegghæðin er um tveir metrar og þvermál að innan um átta metrar. Ummál hringsins að utanverðu er um 35 metrar. Gólfið inni í borginni er grasi gróið og rennislétt. Ekki er vitað hvenær borgin var hlaðin en menn telja hana nokkur hundruð ára gamla. Munnmæli herma að maður að nafni Guðmundur hafi hlaðið borgina fyrir Kálfatjarnarprest. Guðmundur vandaði vel til verka, safnaði grjóti saman úr nágrenninu, bar það saman í raðir og gat einnig valið þá hleðslu-
steina sem saman áttu. Ætlun hans var að hlaða borgina í topp – en er hann var nýbyrjaður að draga veggina saman að ofanverðu kom húsbóndi hans í heimsókn. Sá hann þá strax í hendi sér að fullhlaðin yrði borgin hærri en kirkjuturninn á Kálfatjarnarkirkju og tilkomumeiri í alla staði. Reiddist hann Guðmundi og lagði blátt bann við fyrirætlan hans. Fauk í Guðmund svo hann hljóp frá verkinu eins og það var og hefur ekki verið hreyft við borginni síðan. Staðarborg var friðlýst sem forminjar árið 1951. Óhætt er að segja að Staðarborg sé ein af perlum Reykjanesskagans.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7
Hópurinn sem var viðstaddur fyrstu skóflustunguna að leikskólanum. VF-mynd: Páll Ketilsson
Suðurnesjabær byggir nýjan leikskóla í Sandgerði Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ hófust síðasta föstudag þegar fjögur börn í leikskólunum Gefnarborg og Sólborg tóku fyrstu skóflustungu að framkvæmdinni. Börnin sem tóku skóflustungu eru Gabríel Hrannar Samúelsson, Ragnheiður Dröfn Gísladóttir, Heiðar Helgi Gunnlaugsson og Júlía Margrét Guðmundsdóttir. Jarðvinna verksins er hafin en Ellert Skúlason ehf. mun vinna alla jarðvinnu fyrir leikskólann og bílastæði. Upphaf þessa verkefnis markar ákveðin tímamót í þjónustu Suðurnesjabæjar við íbúana og felst í þeirri stefnu Suðurnesjabæjar að bjóða börnum leikskólavist frá tólf mánaða aldri. Leikskólinn mun rísa norðan Byggðavegar í Sandgerði. Húsnæði leikskólans verður 1.135 m2 að stærð og fullbúinn verður hann sex deildir. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að taka fjórar deildir í notkun á árinu 2023, fyrir um 80 börn.
Í fullri stærð, sex deilda, mun leikskólinn rúma um 126 börn. Þegar leikskólinn verður tekinn í notkun mun Suðurnesjabær bjóða upp á leikskólavist fyrir börn frá tólf mánaða aldri í öllum leikskólum sveitarfélagsins. Aðalhönnun leikskólans er í höndum JeES arkitekta, sem hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi og hönnun í samstarfi við starfshóp verkefnisins og starfsmenn Suðurnesjabæjar. Gert er ráð fyrir því að fljótlega verði bygging leikskólans boðin út í opnu útboði.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Brekkustíg 39 260 Reykjanesbæ Sími 444 2200
TÍMABUNDIÐ LEYFI TIL SÖLU SKOTELDA Í SMÁSÖLU OG LEYFI TIL SKOTELDASÝNINGA Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2021 til og með 6. janúar 2022. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum fyrir og eftir áramót 2021–2022, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum í síðasta lagi miðvikudaginn 1. desember fyrir kl. 14:00. Hægt er að nálgast umsóknirnar á logreglan.is og á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ að Hringbraut 130. Einnig á lögreglustöðinni í Grindavík, Víkurbraut 25. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsókn í síðasta lagi 1. desember 2021, til lögreglu að Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. • Fylgigögn umsókna skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 1. desember 2021 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur fimmtudaginn 23. desember 2021. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut fimmtu daginn 23. desember 2021, kl. 09:00.
Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef um sækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 17. desember 2021 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs við komandi sveitarfélags.
Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2021 til og með 6. janúar 2022.
Gjald fyrir sölustað skotelda í smásölu er kr. 6.000, skoteldasýningar er kr. 11.000 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Reykjanesbær 3. nóvember 2021. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
H E I M A FÆ Ð I N G A R H A F A S Ó T T Í S I G V E Ð R I Ð – S É S T A K L E G A M E Ð T I L K O M U C O V I D
Það eðlilegasta í heimi Ljósmæðurnar Rebekka Jóhannesdóttir, Rut Vestmann og Hugljúf Dan Jensen sinna heimafæðingum á Suðurnesjum og víðar en það er ekki öllum verðandi foreldrum kunnugt um þann möguleika að fæða börn sín á heimavelli í stað stofnunar. Víkurfréttir ræddu við þær stöllur um heimafæðingar og hvers vegna foreldrar velji þann kostinn fram yfir að fæða á fæðingardeild sjúkrahúss.
Valkostur að fæða heima Rebekka, Rut og Hugljúf hófu rekstur eigin fyrirtækis í febrúar á þessu ári en þær taka að sér að liðsinna konum sem kjósa að fæða heima. Þær stöllur eru allar ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og vinna á fæðingardeildinni þar samhliða því að sinna heimafæðingum. Hefur verið aukning á heimafæðingum? „Það eru níu konur búnar að fæða hjá okkur í heimafæðingu en þrjár hafa dottið út á meðgöngu,“ segir Rut. „Þá hefur eitthvað komið upp á í meðgöngunni sem hefur gert það að verkum að þær eru ekki kandídatar til að fæða heima.“ „Einungis hraustum konum í eðlilegri meðgöngu er ráðlagt að fæða heima,“ bætir Rebekka við. Hvað fékk ykkur til að fara í það að stunda heimafæðingar? Hugljúf segist alltaf hafa verið ótrúlega hlynnt náttúrulegum fæðingum en hún lærði til ljósmóður í Danmörku og þar eru heimafæðingar hluti námsins. „Þannig að ég hef alltaf verið mjög heit fyrir þessu. Ég ætlaði að fæða fjórða barnið mitt heima en það gekk reyndar ekki eftir.
Það er alltaf ákveðið afrek að fæða barn en að fæða barn heima er sérstakt, svona „ég gat það“ tilfinning sem fylgir því ...
Að vera ljósmóðir er líklega eitt mest gefandi starf í heimi. Þær Rebekka, Rut og Hugljúf virðast allavega hafa gaman af því. VF-myndir: JPK Ég hef brunnið fyrir að fæða frekar heima en inni á sjúkrastofnun.“ Rut bætir við: „Fæðingar eru eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós, þannig að maður vill styðja þann valkost að konur geti fætt heima hjá sér og ég sá að það var byrjuð að vera aukin eftirspurn eftir þjónustu sem þessari.“ „Sérstaklega í Covid,“ bætir Rebekka við. „Covid startaði þessu svolítið, konur voru svo hræddar við að enda einar inni á stofnun. Að maki eða annar aðstandandi mætti ekki vera með en konur vilja yfirleitt hafa einhvern nákominn, móður, systur eða vinkonu, viðstaddan til að styðja sig í þessu ferli.“ „Já, það var veruleg aukning á heimafæðingum í Covid,“ heldur Rut áfram. „Við vorum kannski með konur hérna í mæðravernd sem vildu síðan færa sig yfir í það að fæða heima. Það var líka skemmtilegt að geta haldið samfellunni og fylgja þeim í heimafæðinguna.“ Stangast þetta ekkert á við starf ykkar hér hjá HSS? „Nei, alls ekki. Við fáum mikinn stuðning við það sem við erum að gera og það er alltaf val konunnar hvar hún vill fæða,“ segja þær. „Það hjálpar okkur að við erum þrjár í teymi, ef ein er að vinna þá eru alltaf
Þessi skemmtilega tafla er á fæðingardeild HSS þar sem ljósmæðurnar setja pinna fyrir hvert barn sem fæðist á deildinni. Þær ljósmæður segja að fæðingum hafi fjölgað gífurlega milli ára, eða um 30%, svo það er nokkuð ljóst hvað fólk hafði fyrir stafni í þeim takmörkunum sem fylgdu Covid.
tvær til taks. Við pössum líka upp á það að konurnar séu búnar að hitta okkur allar þrjár á undirbúningstímanum, þannig að þær þekki okkur þegar að sjálfri fæðingunni kemur.“
Rannsóknir sýna að konur í eðlilegri meðgöngu eru öruggari utan hátæknisjúkrahúss Ljósmæðurnar segja níu fæðingar vera mjög hæfilegan fjölda fyrir þær þrjár með vinnu þeirra á Heilbrigðisstofnuninni. „Flestar fæðingarnar hafa verið hér suður frá en við erum alveg að fara út fyrir Suðurnesin. Við höfum t.d. farið á Suðurlandið.“ Konurnar eru ekkert hræddar við þetta eða hvað? „Nei,“ svarið er stutt og laggott hjá Rebekku. „Ef konan er innstillt á að fæða heima og er búin að kynna sér heimafæðingar vel, búin að kynna sér kosti og galla þeirra og ef konan er ákveðin þá fylgir þessu engin hræðsla.“ Rut segir að það sé búið að gera fjölmargar rannsóknir, þar á meðal hér á Íslandi fyrir stuttu síðan, sem sýna að hraustar konur í eðlilegri meðgöngu eru öruggari utan hátæknisjúkrahúss. Þær séu á stað sem þær þekkja en svo er annar vinkill á þær sem eru í áhættu. „Uppbygging fæðingardeildarinnar hér á HSS er samt ekkert ólík því sem við erum að gera að því leyti að hér er reynt að halda samfellunni, það er reynt eftir fremsta megni að sama ljósmóðir fylgi konunni í gegnum mæðraverndina og svo í fæðingunni. Það er reynt að hafa andrúmsloftið hér er eins þægilegt og afslappað og mögulegt er. Smá svona heimafæðingarandrúmsloft.“ En ef eitthvað kemur upp á, segjum í Suðurnesjabæ, er þá ekki er styst að fara á Landspítalann á Hringbraut? „Það er nú bara yfirleitt þannig að maður er búinn að koma auga á svoleiðis tilvik með góðum fyrirvara. Við erum menntaðar í því að greina vandamálin áður en þau gerast og maður tekur enga áhættu hvorki hér [HSS] né í heimafæðingu,“ bendir Rebekka á. Rut segir að þær hafi að hluta til farið út í heimafæðingar af því að þær séu vanar að vinna svona. „Við höfum ekki skurðstofur hér, baklandið er Landspítalinn, þannig að
við erum vanar að þurfa að meta það hvort þurfi að flytja konur inn eftir.“ „Svo stendur konunni auðvitað alltaf til boða að fæða hér á HSS,“ segir Hugljúf; „og við höfum alveg kost á að klára fæðinguna hér á fæðingardeildinni. Og hvernig líkar fólki svo við þessa þjónstu? „Mér finnst konurnar vera ægilega þakklátar fyrir þetta ferli, að geta verið hjá sömu ljósmóður frá byrjun og til enda,“ segja þær einum rómi. „Við erum með konunum liggur við frá viku sex eða sjö og maður er að kveðja þegar barnið er tíu daga gamalt,“ en hluti ferlisins er heimaþjónusta við móður og barn fyrstu dagana eftir fæðingu. Þær segjast finna fyrir miklu þakklæti frá konunum sem upplifa ákveðið öryggi í því að vera með sömu ljósmóður hjá sér allan tímann og þurfa ekki að ganga í gegnum vaktaskipti og álíka rask meðan á fæðingarferlinu stendur.
Valdeflandi upplifun „Þegar kona hefur gengið í gegnum það að fæða heima fylgir því mikil valdefling,“ segir Rut. „Það er alltaf ákveðið afrek að fæða barn en að fæða barn heima er sérstakt, svona „ég gat það“ tilfinning sem fylgir því. Það er auðvitað valdeflandi fyrir allar konur að ganga í gegnum fæðingu en það er aðeins öðruvísi að fæða heima.“ „Ég finn þetta stundum hérna líka,“ segir Rebekka. „Sérstaklega hjá frumbyrjum og við höfum haft óvenju hátt hlutfall af frumbyrjum núna.“ „Við heyrum líka að það er áróður í gangi út í samfélaginu gagnvart heimafæðingum,“ segir Hugljúf. „Konur sem eru á sinni fyrstu meðgöngu fá sérstaklega að heyra það, konur sem hafa aldrei upplifað fæðingu áður en við myndum aldrei ráðleggja konum sem eru með einhverja áhættuþætti að fara út í það að fæða heima hjá sér.“ „Þetta er hægt og rólega að breytast,“ segir Rut. „Það þyrfti að kynna þetta betur, jafnvel strax í skólum. Konur vita jafnvel ekki af þessum möguleika, að það sé hægt fæða heima.“ Þær benda á að það sé svo mikilvægt að konur viti hvað sé í boði. Margar konur halda að það sé bara í boði að fæða á Landspítalanum.
Hugljúf bætir við að konur haldi oft að þær séu öruggari inni á stofnunum. „Það eru svo miklar ranghugmyndir að það sé eitthvað öruggara að fæða á sjúkrahúsi en annars staðar.“ „Spítalinn er auðvitað öruggur fyrir konur sem eru með ákveðna áhættu,“ benda þær á. „Og við mælum alveg eindregið með því að þær konur fæði þar – en ef konan er hraust og meðgangan eðlileg er best að fæða þar sem henni líður vel.“ „Ef konu líður best á hátæknisjúkrahúsi þá er það algerlega staðurinn fyrir hana,“ segir Rebekka og Rut bætir við: „Það er auðvitað aðalpunkturinn í þessu að konan fái að velja hvar hún fæðir. Ég held að það sé stór hluti ástæðunnar fyrir því að við fórum út í þetta, að konan hafi val.“
Upplifun feðranna Ljósmæðrunum er tíðrætt um upplifun mæðranna en hvernig er upplifun feðranna? „Ég held að konan færi ekki út í þetta nema hún hefði manninn við hliðina á sér,“ segir Hugljúf. Rebekka segir að rannsóknir sýni að mönnunum líði betur í heimafæðingu. „Þeir eru á sínu svæði, geta farið í ísskápinn og fengið sér að borða. Geta sest niður í sinn stól en ekki verið nokkurs konar gestur á ókunnum stað.“ „Ég upplifði þannig heimafæðingu erlendis þar sem ljósmóðirin þurfti að fylgja parinu inn á sjúkrahús,“ segir Hugljúf. „Eftir fæðinguna sagði pabbinn að þegar þau komu á sjúkrahúsið þá hafi hann ekki verið lengur á sínu svæði. Það var allt út í slöngum, allir komnir í búninga og hann varð bara hálfhræddur, dró sig til baka. Maður sem hafði verið mjög styðjandi heima var allt í einu bara kominn á stól og vissi ekkert hvernig hann átti að vera.“ „Þeir viðurkenna oft að þeir hafi verið skíthræddir en svo þegar allt gengur vel og fæðingin er yfirstaðin eru þeir jafnvel á enn bleikara skýi en mamman,“ bætir Rebekka við og Rut segir að það virðist koma þeim oft á óvart hvað þetta hafi verið geggjað. „Það er líka svo æðislegt að sjá þegar konan er búin að fæða. Þá fer fjölskyldan bara inn í sitt svefnherbergi, skríður upp í sitt rúm og fer að sofa. Þau þurfa ekki að fara á fætur daginn eftir til að taka sig til og búa til heimferðar.“ „Svo þegar fjölskyldan fer á fætur daginn eftir þá erum við búnar að ganga frá öllu og það er ekki að sjá að heimafæðing hafi átt sér stað,“ segja þær stöllur að lokum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Sæunn Alda Öldudóttir og Haraldur Haraldsson eignuðust soninn Mosa í sumar og fór fæðingin fram í þægilegu umhverfi heimilis þeirra. Fyrir átti Sæunn eina dóttur og Haraldur tvö börn sem ætluðu öll að vera viðstödd fæðingu litla bróður síns.
u f o t s í a m i e h t Mosi fæddis
„Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn, þá var ég átján að verða nítján ára og vissi lítið um fæðingar,“ segir Sæunn í upphafi samtals okkar. „Þá var hún Margrét Knútsdóttir, sem er líka meðgöngujógakennari, að klára lokaritgerðina sína í ljósmóðurnáminu og hún tók að sér fjögur pör þar sem hún fór yfirnáttúrulegar fæðingar, andlegan og líkamlegan undirbúning fyrir fæðinguna. Ég hafði líka lært hjá henni í jóga hvað öndun skiptir miklu máli svo ég tileinkaði mér svona náttúrulegt ferli mjög seint á síðustu meðgöngu og átti svo alveg dásamlega fæðingu á HSS. Það er í raun ekkert út á hana að setja, það gekk allt vel og þurfti engin inngrip. Það er þessi flutningur við að koma sér á fæðingardeildina og vera svo jafnvel send aftur heim – það er kannski þessi óvissa sem truflaði mig svolítið. Ég fór tvisvar á fæðingardeildina og var send tvisvar heim, svo líka að koma sér heim eftir fæðingu. Mér fannst það svolítið truflandi.“ Stóra systir hans Mosa er orðin átta ára gömul og Sæunn segist hafa verið búin að hugsa það lengi að hana langaði að endurtaka leikinn. „Af því það að eignast barn er ótrúleg upplifun, þannig að þegar hann kom undir þá fórum við að ræða það hvar við vildu fæða. „Þig langaði að eiga heima,“ segir Haraldur og heldur áfram; „og það fyrsta sem fólk spyr alltaf er: „Hvað ef eitthvað gerist?“ Þú veist, þessar pælingar. Maður þarf bara að kynna sér þetta því að fæða heima er alveg jafn öruggt. Þetta er bara önnur nálgun. Þú veist fyrirfram að það eru ekki sömu úrræði.“ Sæunn bætir við: „Það er alveg jafn öruggt fyrir barn að fæðast heima eins og á spítala en móður heilsast yfirleitt mikið betur.“
Hugljúf ljósmóðir og Mosi.
Bæði börn Haraldar voru tekin með keisaraskurði. „Fyrri fæðingin endaði í bráðakeisara en í þeirri seinni var fæðingin búin að taka um fjörutíu tíma þegar ákveðið var að fara í keisara. Það er rosalega langur tími og ég held að við höfum farið í gegnum fjórar vaktir, þ.e.a.s. við byrjuðum og enduðum á sömu vaktinni. Þær voru alveg fínar og allt það en það er mjög skrítið að vera bara á einhverju vaktakerfi á þessari stundu.“
Var ekki alveg á því að vera með ljósmóður „Ég var ekkert alveg á því að vera með ljósmóður með mér í fæðingunni,“ segir Sæunn. „Haraldur var hins vegar á annari blaðsíðu þannig að ég var svolítið að forðast það í mæðraverndinni að nefna við ljósmæðurnar að ég ætlaði að eiga heima. Þegar ég loksins minntist á það bentu þær mér á Lífið, heimaljósmæðurnar, og ég samþykkti að þær gætu komið heim og spjallað aðeins við okkur. Þær gætu þá allavega lánað okkur fæðingarlaug. Mér fannst mjög gott að geta sagt við þær að þetta væri mín fæðing, ég er fæða og mér finnst ég hafa fullan rétt á að segja hvernig ég vil hafa hlutina.“ Þegar heimaljósmæðurnar komu til þeirra sagði Sæunn þeim að hún væri ekki viss hvort hún vildi hafa þær viðstaddar fæðinguna en það væri gott að geta hringt í þær ef það væri eitthvað sem hún væri óörugg með. „Þær í rauninni hlusta á allt en létu okkur eðlilega vita að ábyrgðin væri okkar, yrði þá ekki þeirra,“ segir Haraldur. „Það var náttúrlega sjálfgefið en svo fórum við bara yfir allt í sameiningu og þær voru alveg yndislegar.“ „Ef eitthvað kemur upp á er það yfirleitt móðirin sem er yrst til að uppgötva það – og hún lætur vita ef hún þarf aðstoð. Við erum svo heppin hér á Íslandi að það er alltaf stutt í næsta spítala,“ segir Sæunn. „Þegar ég var að fæða hér niður á HSS þá var enginn svæfingalæknir, það var enginn skurðlæknir – þannig að það var alltaf sjúkrabíll í bæinn ef upp kæmi sú staða. Ég meina, það er jafnlangt héðan og af HSS niður á Landspítala.“ „Það var einmitt eitt af því sem við töluðum um,“ bætir Haraldur við. „Þeir yrðu örugglega fljótari að bruna niður Aðalgötuna til að sækja okkar hingað en niður á HSS.“
Velkominn.
Yndisleg upplifun Sæunn átti dóttur sína aðeins fyrir settan tíma og hún gerði ráð fyrir að það yrði svipað með seinni fæðinguna. „Bara ljúka þessu af, ekkert vesen. Svo kom 39. vika, svo kom 40. vika og sú 41. og ekkert að frétta. Við búin að bíða í allt sumar, Haraldur var í sumarfríi en hann er kennari, og ég ákveð að bruna upp í Kjós til systur minnar sem býr þar. Ég var búin að bíða og bíða í allt sumar og ég bara nennti þessu ekki lengur. Svo við fengum næturpössun fyrir börnin, ég fer upp í bústað og Haraldur fær langþráða hvíld – einn heima, engin kona og engin börn. Ég var rétt komin upp í bústað þegar eitthvað fer af stað og skömmu síðar missi ég vatnið svo systir mín skutlaði mér heim. Þegar ég kom heim var búið að kveikja á kertum og við mér tekur þetta ótrúlega notalega umhverfi. Það var mjög gott að fá bara að vera í verkjum hér heima og þurfa ekkert að fara út í bíl til og eitthvað að raska rónni. Það líka hægir á ferlinu ef þú ert á leiðinni eitthvað annað í stað þess að klára það sem líkaminn er að gera. Maður slakar betur á þegar maður er í sínu umhverfi, svo fæðir maður hann hérna og labbar svo bara inn í herbergi.“ Haraldur segir að ljósmæðurnar hafi tekið fullt tillit til allra þeirra óska, þær héldu sig til hlés enda vildi Sæunn ekki endalaust tékk heldur að leyfa ferlinu að hafa sinn gang. „Hún sat bara hér í eldhúskróknum stærstan hluta tímans og sinnti sínu, hún var bara til taks sem er náttúrlega bara frábært.“ Funduð þið fyrir miklum fordómum gagnvart þessu? „Já og það er aðalástæðan fyrir því að við vorum tilbúin að vera í þessu viðtali. Okkur finnst mjög
mikilvægt að fólk mæti skilningi ef það kýs að fæða heima. Við heyrum alltaf hryllingssögurnar af fæðingum en það fer miklu minna fyrir þessu eðlilegu og fallegu fæðingarsögum. Okkar nánustu voru flestir mjög smeykir og reyndu að tala okkur ofan af því að halda þessu til streytu. Það eru til rannsóknir sem sýna það að mæðrum heilsast betur þegar þær fæða í sínu umhverfi. Oftast þegar eitthvað fer úrskeiðis er það vegna þess að konan er ekki búin að ákveða hvernig þetta verður, fæðingin fer hratt af stað og það fer allt í baklás því þær treysta á að kerfið grípi sig.“ „Andlegi undirbúningurinn er allt í þessu,“ bætir Haraldur við. „Þú veist hvað þú ert að fara út í – þú færð enga mænudeyfingu og ert undir það búin í stað þess að þiggja hana kannski af því að hún er í boði.“ „Sem er inngrip og um leið og þú ert komin inn á stofnun eru miklu meiri líkur á inngripi,“ segir Sæunn, „og að þú þiggir frekar inngrip inn á stofnun þar sem þér líður kannski ekki vel. Hvítir veggir, skær ljós, fólk að koma og fara – alltaf eitthvað áreiti. Eins og dýrin gera, þau fara í felur þegar þau eignast sín afkvæmi og eignast þau í friði. Það var alveg eins hérna, það var engin að koma og trufla. Við höfðum kyrrð og ró og töluðum helst ekki, nema þá í stuttum setningum og hálfhvísluðumst á. Þetta var hálfgerð íhugun.“
Fordómar byggðir á fáfræði Dóttir Sæunnar og mágkona hennar voru viðstaddar fæðinguna en upphaflega stóð til að börnin yrðu öll viðstödd. „Það endaði á að eitt barnið var viðstatt og mágkona mín annaðist hana á meðan á því stóð. Hún er hugleiðslukennari og hefur alla tíð verið ofboðslega hrædd við fæðingar. Mamma mágkonu minnar hefur alltaf talað um fæðingu hennar sem ofboðslegt trauma en þær eru bandarískar og hún hafði engar tryggingar þegar hún eignaðist hana. Þetta er dramatískasta fæðing sem ég hef nokkurn tímann heyrt af,“ segir Sæunn. „Það er fyrst núna, eftir að hafa verið viðstödd fæðinguna okkar, að hún segist vera tilbúin í að eiga barn og hún og systir mín eru í fæðingarferli núna. Þetta er það sem hún þurfti að sjá til að þora.“ „Ég upplifði í sjálfu sér enga fordóma sem slíka, kannski meiri forvitni einhverskonar og kannski í bland einhverjar áhyggjur af manni,“ segir Haraldur. „Það var
alltaf verið að velta upp: „Hvað ef eitthvað gerist?“ – en það þurfa ekki allir að fæða inn á Landspítala og hér er lítið annað gert en að skutla þér þangað ef eitthvað kemur upp á.“ „Ég hef líka fengið spurninguna: „Máttu fæða heima?“ segir Sæunn. „Kerfið á ekki meðgönguna mína, kerfið á ekki fæðinguna mína, á ekki líkama minn. Þetta er minn líkami og það er valdeflandi að fæða barn en það er ótrúlega valdeflandi að fæða barn og stjórna því. Konur missa mjög fljótt á fæðingunni sinni ef þær eru komnar inn á stofnun.“ „Kerfið býður upp á svo mikið af inngripum,“ bætir Haraldur við. „Miðað við mína fyrri reynslu af fæðingum var mikið um inngrip sem voru í raun engin þörf á. Seinni fæðingin tók um fjörutíu tíma og það var endalaust verið að fá að þreifa, tékka á útvíkkun og svoleiðis – allir voru að meina vel. Þér líður ekkert eins og þú megir segja nei. Þú veist ekkert hvað er verið að gera – en ef þið sleppið því, hvað gerist? Þannig að það er ýmislegt sem þú hefur val um án þess að vita það, þú getur sagt nei en samt ertu gestur.“ „Það sagði mér enginn að ég gæti fætt heima,“ segir Sæunn. „Að konur hafi val, það vantar að kerfið láti vita að það sé hægt og það sé öruggt. Þú mátt fæða heima og þú mátt gera eins og þér líður vel með. Því það skiptir máli að líða vel, vera öruggur ...“ „... og vera búin fyrirfram að hugsa út hvernig þetta á að vera. Það var ekkert óvænt sem kom upp á. Allt var eftir okkar höfði,“ grípur Haraldur inn í.“ „Ég upplifði mig fullkomlega við stjórn. Með gott stuðningsnet, ég var búin að sjá þetta fyrir mér, búin að ræða við fólkið í kringum mig um hvernig ég vildi hafa þetta og það hlustuðu allir,“ segir Sæunn að lokum en þeirra fæðingarsaga er ótrúlega falleg og litli drengurinn þeirra er eiginlega fullkominn og virðist ekki hafa orðið meint af.
Mosi litli er ótrúlega flottur.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastig Akurskóli – Starfsmaður óskast til starfa í Akurskjóli – Frístundarheimili Akurskóla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Hrekkjavökukaffihús í Njarðvíkurskóla
Deiliskipulag í Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ Í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
Iðnaðar- og orkuvinnslusvæði á Reykjanesi:
Deiliskipulag iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi er fellt úr gildi. Skipulagssvæðinu er skipt upp um sveitarfélagamörk Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar og tillaga að nýju deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavíkurbæ og tillaga að nýju deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Reykjanesbæ ásamt greinargerð. Tillaga að deiliskipulagi hefur það að leiðarljósi að fá betri yfirsýn yfir orkuvinnslusvæðið, uppfæra skilmála og marka stefnu um umgjörð jarðhitanýtingar. Jafnframt er með deiliskipulaginu markaður rammi um uppbyggingu atvinnustarfsemi sem nýtt geti afgangsstrauma frá Reykjanesvirkjun til fjölbreyttrar framleiðslu innan Auðlindagarðsins. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á skrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 frá og með 3. nóvember. Þær eru einnig aðgengilegar á vef sveitarfélagna www.reykjanesbaer.is og www.grindavik.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Nemendur Njarðvíkurskóla settu upp hrekkjavökukaffihús í skólanum sínum síðasta föstudag. Öllum nemendum var boðið að koma á sal og njóta veitinga í hrollvekjandi aðstæðum. Þemað var innblásið af lestrarupplifuninni Skólaslit og einnig því að hrekkjavaka var á sunnudaginn. Útsendarar Víkurfrétta voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má einnig horfa á myndskeið frá deginum.
Athugasemdafrestur er til 15. desember 2021 Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu sveitarfélaganna eða á netföngin skipulag@reykjanesbar.is og atligeir@grindavik.is
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
lu s ið le m ra f g o n u n n ö h í a ín s Sameina krafta ið il m ei h r ri y f m ru ö v m u g e ll á fa
Hönnunarhúsið VIGT hlaut menningarverðlaun Grindavíkur
VIGT er samstarfsverkefni mægðna í Grindavík sem sameina krafta sína í hönnun og framleiðslu á fallegum vörum fyrir heimilið. VIGT hefur verið starfrækt frá árinu 2013 og hlaut á dögunum menningarverðlaun Grindavíkur. Í fallegu uppgerðu húsi nálægt höfninni í Grindavík hafa þær mægður, Hulda Halldórsdóttir og dætur hennar Arna, Guðfinna og Hrefna Magnúsdætur komið sér vel fyrir í húsi sem áður fyrr var vigtarhús Grindavíkurhafnar. Nafnið VIGT vísar í þessa fyrrum starfsemi hússins. Blaðamaður hitti Guðfinnu Magnúsdóttur í VIGT á dögunum og ræddi við hana um það sem þær mæðgur eru að gera, hvað er framundan og verðlaunin sem þær hlutu.
Aldar upp á trésmíðaverkstæði „Foreldrar okkar hafa rekið trésmíðaverkstæðið Grindin frá árinu 1979. Við ólumst upp við að skoða byggingar og byggingasvæði í Reykjavík á sunnudagsrúntum og höfum lifað og hrærst á þessu sviði. Áhugi okkar
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
á hönnun fyrir heimilið hefur alltaf verið til staðar. Við höfum ólíkan bakgrunn í menntun sem við nýtum vel saman. Við höfðum allar unnið með einum eða öðrum hætti hjá Grindinni og sáum tækifæri í að búa til húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið. Hluti sem hafa notkunargildi og fegra heimilið. Við nýtum tækjakost verkstæðisins og í mörgum tilfellum notum við þann efnivið sem þar fellur til. Innblástur að verkunum sækjum við að miklu leyti í hverja aðra“.
Menningarverðlaunin hvatning „Menningarverðlaunin er góð viðurkenning á því sem við höfum verið
„Áhugi okkar á hönnun fyrir heimilið hefur alltaf verið til staðar. Við höfum ólíkan bakgrunn í menntun sem við nýtum vel saman.“ að gera og hvatning til að halda áfram. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á staðbundna framleiðslu og það er gaman þegar því er veitt eftirtekt. Við fáum heimsóknir frá fólki alls staðar að af landinu og það er ómetanlegt. Tímalaus vörulína hefur verið okkar leiðarljós og að vörurnar njóti sín óháð tískusveiflum“ segir Guðfinna að lokum.
Deiliskipulag við Þorbjörn Grindavíkurbær auglýsir hér með skipulagslýsingu deiliskipulags fyrir útivistasvæðið á og í kringum Þorbjörn í Grindavík skv. 1.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði, OP2, á aðalskipulag Grindavíkurbæjar. Mæðgurnar í VIGT, f.v. Guðfinna Magnúsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Hulda Halldórsdóttir og Arna Magnúsdóttir.
VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ 15. nóvember við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.
Tímabókanir í síma 568 6880
Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880
Á svæðinu er heimild til skógræktar bæði norðan og sunnan við Þorbjörn skv. aðalskipulagi. Markmið skipulagsgerðarinnar er að kortleggja núverandi stöðu á svæðinu og ákvarða staðsetningu útsýnispalls og áningarstaða. Lögð verður áhersla á að umhverfisgæði svæðisins nýtist til útivista og að fullt tillit verði tekið til ósnortinnar náttúru.
Skipulagslýsinguna má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Athugasemdum eða ábendingum við kynnta lýsingu skal skila skriflega til skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða með tölvupósti á atligeir@grindavik.is fyrir lok dags 18.11.2021.
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Viðburðir í nóvember
Við fögnum fjölbreytileikanum í menningarlífi Reykjanesbæjar í nóvember. Við tökum þátt í listahátíðinni List án landamæra með sýningu Jönu Birtu Björnsdóttur í Duus Safnahúsum, við afhendum Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar og opnum nýjar sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar auk bókakonfekts og fjölda annarra skemmtilegra viðburða í Bókasafninu. Það er nú hægt á mjög einfaldan hátt að gerast áskrifandi að rafrænni viðburðadagskrá sem send er með tölvupósti einu sinni í mánuði. Nánari upplýsingar um það má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar. 29. OKTÓBER - 21. NÓVEMBER
14. NÓVEMBER
Meira en þúsund orð
Listamannaspjall
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
Einkasýning Jönu Birtu Björnsdóttur á listahátíðinni List án landamæra í Bíósal Duus. List hennar hefur pólitíska og félagslega skírskotun í samtímann.
Sunnudaginn 14. nóvember kl. 15:00 munu listamennirnir Ívar Valgarðsson, Guðjón Ketilsson og Ingunn Fjóla Ingvarsdóttir ræða eigin verk.
14. NÓVEMBER
20. NÓVEMBER
Listamannaspjall
Súlan afhent
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
DUUS SAFNAHÚS
Sunnudaginn 14. nóvember kl. 14:00 mun Jana Birta Björnsdóttir, ræða einkasýningu sína Meira en þúsund orð í Bíósal Duus Safnahúsa.
Laugardaginn 20. nóvember kl.14:00 verður hulunni verður svipt af menningaverðlaunahafa ársins við hátíðlega athöfn og opnun nýrra sýninga.
20. NÓVEMBER
NÓVEMBER
Skrápur
Listamannaspjall
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
Opnun á nýrri sýningu (Skrápur) eftir listamennina Igor Antic og Ráðhildi Ingadóttur.
Listasafnið mun taka upp listamannaspjall bæði við Igor Antic og Ráðhildi Ingadóttur.
Sjókonur og snillingar Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í spennandi samstarfsverkefni með hópi kvenna í tónlist sem kalla sig ReykjavíkBarokk. Samstarfsverkefnið er tónlistarhátíð sem hefur fengið heitið Kona forntónlistarhátíð. Um síðustu helgi var æfingahelgi ReykjavíkBarokk-hópsins og nemendanna haldin í Hljómahöll og um næstu helgi verða haldnir tvennir tónleikar á vegum ReykjavíkBarokks-hópsins í Bergi í Hljómahöll og síðan frumsýning tónleikhússins Sjókonur og snillingar í Stapa sunnudaginn 7. nóvember. Hátíðinni er annars vegar ætlað að vekja athygli á konum fyrri alda í Evrópu sem stunduðu hljóðfæraleik og tónsmíðar en fengu litla sem enga athygli fyrir verk sín. Í þeim þætti hátíðarinnar leika nokkrir hljóðfæranemendur skólans á tónleikum í Bergi með ReykjavíkBarokk. Hins vegar er hátíðinni ætlað að draga fram í dagsljósið kveðskap íslenskra kvenna fyrr á öldum sem tengdust sjósókn og/eða tengdum störfum í landi. Sá þáttur forntónlistarhátíðarinnar nefnist Sjókonur og snillingar og er glænýtt tónleikhús. Í þeim þætti munu nemendur Tónlistarskólans í Kjarna 1 taka þátt í og hafa verið að kynnast þessum kveðskap í Kjarnatímum undanfarið.
Víkurfréttir litu inn á æfingu hjá hópnum sem var í óða önn að æfa atriðin sem voru af ýmsu tagi; leikur, dans og rímnasöngur. Ekki var annað að sjá en að krakkarnir skili sínu hlutverki af stökustu prýði, hafi gaman af og kynnist menningararfi okkar Íslendinga á sama tíma. Í myndskeiði hér að neðan má heyra og sjá krakkana æfa rímnasöng.
Komdu í Bókasafn Reykjanesbæjar 01. NÓVEMBER - 30. NÓVEMBER Smá brot; Tónlist og útgáfa á Suðurnesjum Smá-brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum er sýning sem sett er upp í kringum þessa safneign.
29. OKTÓBER - 8. NÓVEMBER Ljóðalabb / Spacer z poezja Ljóð á pólsku og íslensku prýða nokkra vel valda ljósastaura meðfram strandleiðinni (sjónum)
02 - 09 - 16 - 23 - 30. NÓVEMBER Tungumálakaffi Hefst klukkan 10:00 alla þriðjudaga í haust. Þar verður spjallað saman og drukkið kaffi.
06. NÓVEMBER Laugardagshittingur Heimskvenna Heimskonur – Women of the world hittast fyrsta laugardag hvers mánaðar klukkan 12:00.
13. NÓVEMBER Minecraft námskeið Minecraft námskeið klukkan 13:00. Í september sl. kusu börn í Reykjanesbæ í krakkakosningum 2021 og þar komu fram óskir um Minecraft námskeið.
15 - 21. NÓVEMBER Norræna bókmenntavikan Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir.
16. NÓVEMBER Leshringur Bókasafns Reykjanesbæjar Þriðja þriðjudag í mánuði er leshringur í Bókasafni Reykjanesbæjar klukkan 20:00.
16. NÓVEMBER Dagur Íslenskrar tungu Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.
22 - 27. NÓVEMBER Spila og púslmarkaður Komdu með púslin sem þú hefur púslað og spilin sem þú ert hættur að spila og skiptu á einhverju nýju og spennandi.
22 - 27. NÓVEMBER Jólaskiptimarkaður Þar geta allir mætt með notuð (en vel með farin og hrein) leikföng, spariföt og tekið sér nýja/notaða hluti heim í staðinn.
23. NÓVEMBER Bókakonfekt barnanna Rithöfundarnir Bergrún Íris og Þorgrímur Þráinsson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og boðið verður upp á skemmtilegt tónlistaratriði.
25. NÓVEMBER Fingramatur á foreldramorgni - Inga María Áhugi hennar liggur m.a. í hollum og fljótlegum mat fyrir lítil kríli frá því að þau byrja að borða. Erindið hefst klukkan 11:00.
25. NÓVEMBER Bókakonfekt Rithöfundarnir Karl Ágúst Úlfsson, Eva Björg Ægisdóttir, Fritz Már Jörgensson og Amanda Líf Fritzdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.
26. NÓVEMBER Innpökkunarstöð Innpökkunarstöð opnar í Bókasafninu 26. nóvember. Gestir geta pakkað inn gjöfum á endurnýtanlegan hátt fyrir jólin.
27. NÓVEMBER Jólaföndur Hið árlega jólaföndur Bókasafnsins verður milli klukkan 13:30 og 16:30.
AÐALFUNDUR NORRÆNA FÉLAGSINS Í REYKJANESBÆ verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 17:00 í salnum að Aðalgötu 1 í Reykjanesbæ. Dagskrá fundar: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing 3. Starfið fram undan 4. Önnur mál
sport
Miðvikudagur 3. nóvember 2021 // 41. tbl. // 42. árg.
Fyrsta deildarkeppnin sem haldin er í Reykjanesbæ Borðtennisfélag Reykjanesbæjar hélt deildarhelgi um síðustu helgi en um deildarhelgi er heil umferð leikin í deildarkeppni Borðtennissambands Íslands. Leikið var í glæsilegri aðstöðu félagsins þar sem slökkviliðið var áður til húsa (Hringbraut 125). Þetta var fyrsta mótið sem félagið heldur á vegum Borðtennissambandsins og þótti það heppnast vel. „Við erum ljómandi ánægðir með hvernig til tókst,“ sagði Jón Gunnarsson eftir mótið en hann er einn af stofnendum félagsins og situr jafnframt í fyrstu stjórn þess. „Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót er haldið hér í Reykjanesbæ, hvort sem við tölum um Keflavík eða Njarðvík eins og í gamla daga.“ Leikið var laugardag og sunnudag, 1. og 2. deild léku á laugardeginum en 3. deild á sunnudag.
Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fær fljúgandi start Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) tekur þátt í deildarkeppninni í fyrsta sinn í ár enda var félagið formlega stofnað fyrr á árinu. BR leikur í þriðju deild og teflir fram tveimur liðum en Jón segir að félagið hafi farið vel af stað í deildinni og skipa þau nú tvö efstu sætin, eini leikurinn sem hefur tapast var innbyrðis viðureign liðanna. VF-myndir: JPK
Nánar er rætt við Jón Gunnarsson í vefsjónvarpi Víkurfrétta og sýnt frá mótinu en viðtalið má heyra og sjá með því að smella á myndina hér að neðan.
sínar. Ungir og efnilegir borðtennisspilarar sýna listir
Jón Gunnarsson í keppni um helgina.
Piotr Herman (fjær), for maður
BR, við borðið.
Fjöldmenni mætti í borðt ennishöll BR um helgina og fylgdist spennt með mótinu.
SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA Á FIMMTUDAG
Átta Íslandsmeistaratitlar
Njarðvíkingar komu sáu og sigruðu á Íslandsmóti Glímusambands Íslands Íslandsmótið í glímu fór fram í íþróttamiðstöðinni í Vogum um síðastliðna helgi. Mótið var í stærri kantinum og voru á fimmta tug keppenda sem öttu kappi í fjórtán flokkum, skráningar voru á sjöunda tuginn en sumir kepptu í fleiri en einum flokki og voru glímdar í kringum 200 glímur í heildina. Þrátt fyrir allan þennan fjöld vantaði tvö stór lið á mótið. Glímu-
sambandið og Ungmennafélagið Þróttur unnu að skipulagningu og framkvæmd mótsins sem var hið glæsilegasta. Njarðvíkingar mættu með fríðan hóp glímufólks og áttu þeir keppendur í flestöllum flokkum. Afrakstur helgarinnar var ekki af verri endanum en alls voru krýndir átta Íslandsmeistarar úr röðum Njarðvíkur en keppt var í fjórtán aldurs-
Glímufólk úr Njarðvík var hlaðið verðlaunum eftir Íslandsmótið í glímu sem fór fram í Vogum um síðustu helgi.
og þyngdarflokkum. Bestum árangri náði þó Heiðrún Fjóla Pálsdóttir þegar hún vann +75 kg flokk kvenna en þar lagði hún tvo fyrrverandi Freyjumenshafa, þær Krístínu Emblu Guðjónsdóttur og Marínu Laufey Davíðsdóttur.
Frammistaða Njarðvíkinga á Íslandsmótinu var eftirfarandi: Nderina Sopi og Lena Andrejenko urðu Íslandsmeistarar í flokki tíu og ellefu ára stúlkna (f. 2010–2011) og Fernanda Carmenda hlaut brons. Í flokki tólf og þrettán ára pilta (f. 2008–2009) varð Sigmundur Þengill Þrastarson Íslandsmeistari en hann sigraði frænda sinn og þá ríkjandi Íslandsmeistara Helga Þór Guðmundsson í æsispennandi úrslitaviðureign. Í flokki tólf og þrettán ára stúlkna (f. 2008–2009) vann hin efnilega
Mariam Badawy sinn flokk örugglega en hún varð einnig Íslandsmeistari í sama aldursflokki á síðasta ári. Í flokki fjórtán og fimmtán ára stúlkna (f. 2006–2007) krækti Rinesa Sopi sér í þriðja sætið en flokkurinn var óvenju fjölmennur að þessu sinni. Í ótrúlega jöfnum opnum flokki unglingsdrengja krækti Jóhannes Pálsson sér í brons og í sama flokki kvenna stóð hin efnilega glímukona Shoukran Aljanabi uppi sem sigurvegari – en Shokuran varð einnig önnur í -75 kg flokki kvenna á eftir liðsfélaga sínum og þjálfara, Heiðrúnu Fjólu Pálsdóttur, sem vann bæði -75 kg og +75 kg flokka kvenna. Jóhannes kom öllum á óvart og vann flokk -84 kg karla og Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í flokknum.
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, annar aðalþjálfara glímudeildarinnar, vann +75 kg flokk kvenna en þar lagði hún tvo fyrrverandi Freyjumenshafa, þær Krístínu Emblu Guðjónsdóttur og Marínu Laufey Davíðsdóttur. Hægt er að skoða öll úrslitin á vefsíðu Glímusambandsins, glima.is, og margt fleira frá Íslandsmótinu er aðgengilegt á Facebook-síðu glímudeildar Njarðvíkur (Glímudeild Njarðvíkur).
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Gríski leikmaður Njarðvíkinga, Fotis Lambropoulos, er í uppleggi Víkurfrétta þessa vikuna. Þessi nýliði í liði Njarðvíkur er enginn nýliði í faginu og hann hefur sýnt það sem af er þessu tímabili. Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Ég fer að skjóta. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði ellefu, tólf ára gamall. Mér þótti fótbolti skemmtilegri en ég var betur til þess fallinn að spila körfubolta. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Kevin Garnett. Hver er þín helsta fyrirmynd? Megnið af tímanum reyni ég að vera sá sem þjálfarinn vill að ég sé. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Þau eru svo mörg, flest tengd Spáni – úrslitakeppnum og að vinna titla.
Getur sett IKEA-skáp sa ma n
Hver er besti samherjinn? Nico Richotti. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Þeir eru svo margir, Tomic, Tavares, Reyes, Shengeila ... Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Ég er hér til að hjálpa liðinu að vinna, það er mitt markmið. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Ég er ánægður þar sem ég er, læt framtíðina ráðast.
Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Spanoulis, Kobe, Jordan, ég og O’Neil. Fjölskylda/maki: Ég er giftur og á strák. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Andlegur styrkur og að hafa eignast góða vini í gegnum körfuboltann. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Það tengist bíómyndum og Playstation. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Njóta lífsins – sumar á grísku eyjunum. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég borða allt – ekkert sérstakt er í uppáhaldi. Ertu öflugur í eldhúsinu? Nei. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég get sett saman IKEA-skáp. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Að hafa ekki menntað mig.
NAFN:
FOTIS LAMBROPOULOS ALDUR:
38 ÁRA TREYJA NÚMER:
37 STAÐA Á VELLINUM:
MIÐHERJI MOTTÓ:
WORK HARD – PLAY HARDER!
Fotis finnst Nicolas Ricchotti vera besti samherjinn.
UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í NJARÐVÍK NAFN:
HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA?
ELÍSABETH AGLA VILHJÁLMSDÓTTIR.
MÉR FINNST MJÖG GAMAN AÐ KEPPA.
ALDUR:
HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM?
TÍU ÁRA.
JÁ, MJÖG MARGA.
SKÓLI:
HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN NJARÐVÍKUR KARLA OG KVENNA?
NJARÐVÍKURSKÓLI.
DEDRICK [DEON BASILE] OG HELENA [RAFNSDÓTTIR].
HVAÐ ERTU BÚIN(N) AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI?
HVER ER BESTUR Í HEIMI?
Í FIMM ÁR.
LEBRON JAMES [NBA: LA LAKERS].
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Sextán liða úrslit VÍS-bikarsins:
KR-ingar fórna höndum þegar Valur Orri Valsson sækir að körfu þeirra.
Karlaliðin komust öll áfram en einungis Njarðvík hjá konunum
VF-myndir: JPK
Carvin Burks var atkvæðamestur Keflvíkinga gegn KR með nítján stig og sex fráköst.
Grindavík og Njarðvík áttu ekki í vandræðum með andstæðinga sína í sextán liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands en Keflavík þurfti að taka á honum stóra sínum til að bera sigurorð á KR og tókst það með ágætis seinni hálfleik.
Grindavík og Keflavík úr leik í bikarkeppni kvenna
Njarðvík landaði auðveldum sigri á Skallagrími í Borgarnesi en bæði Grindavík og Keflavík töpuðu sínum leikjum og eru úr leik. Keflavíkingar töpuðu með dramatískum hætti en eftir að hafa jafnað gegn Fjölni með þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir brunaði leikmaður Fjölnis upp með boltann og smellti flautukörfu í andlit Keflvíkinga.
Keflvíkingur í fimmta sæti á Evrópumóti í keilu
Tvennir bræður og forsetinn
Keflvíkingurinn Gunnar Þór Ásgeirsson, sem keppir fyrir ÍR í keilu, varð í fimmta sæti á Evrópumóti landsmeistara ECC á Krít í Grikklandi. Gunnar var aðeins 27 pinnum frá fjórða sæti sem hefði tryggt honum rétt til að keppa í undanúrslitum mótsins. Gunnar Þór var með 226,2 í meðaltal í mótinu eftir 28 leiki en hann vann sig upp sætalistann frá því að hann komst í sextán manna úrslit en
Gunnar Þór stóð sig vel á Evrópumóti í keilu.
Gunnar var í níunda sæti eftir forkeppnina. Eftir keppni í sextán manna úrslitum færðist Gunnar upp í sjöunda sæti og tryggði sér þar með rétt til að keppa í átta manna úrslitum, er þetta aðeins í þriðja sinn sem íslenskur keilari kemst í átta manna úrslit ECC. Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari Þór en hann mun rétt stoppa í einn dag hér heima áður en hann heldur til Dubai með íslenska karlalandsliðinu til keppni á Super World Cup.
Ingibjörg norskur bikarmeistari annað árið í röð Snjólfur Marel og Bergvin Einir Stefánssynir, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Maciej Stanislav og Jan Baginski. Mynd af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
Það er frekar sjaldséð að bræður séu samherjar í körfubolta í fremstu röð hérlendis. Hvað þá að tvennir bræður spili samtímis í sama liði eins og gerðist í leik Álftaness og Njarðvíkur í VÍS-bikar karla um síðustu helgi. Bræðurnir Maciej og Jan Baginski deildu þá gólfinu með Snjólfi og Bergvin Stefánssonum en allir eru kapparnir uppaldir í Ljónagryfjunni. Þetta þótti að sjálfsögðu tilefni til myndatöku. Vildi svo skemmtilega til að forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, var meðal áhorfenda og fékkst til þess að stilla sér upp með bræðrunum grænklæddu. Bræðurnir Elías Bjarki og Kristinn Pálssynir voru í andstæðum fylkingum þegar Grindavík og Njarðvík mættust í fjórðu umferð Subway-deildar karla í síðasta mánuði. Ekki þótti ráðlegt að etja þeim bræðrum gegn hvor öðrum svo þeir deildu ekki gólfinu í það skiptið. Mynd af Facebook-síðu Skúla B. Sigurðssonar
Natasha Anasi yfirgefur Keflavík Fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Keflavík, Natasha Anasi, hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik. Natasha hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár en hún gekk til liðs við félagið árið 2017.
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð norskur bikarmeistari annað árið í röð með liði sínu Vålerenga síðasta sunnudag. Vålerenga lék til úrslita gegn Sandviken og endaði leikurinn með eins marks sigri Vålerenga, 1:2. Kvennalið Vålerenga hafði aldrei unnið stóran titil fyrr en Ingibjörg kom til liðsins en liðið hefur nú unnið þrjá titla af fjórum mögulegum undanfarin tvö tímabil.
Ingibjörg og félagar í Vålerenga fagna norskum bikarmeistaratitli annað árið í röð. Mynd: Facebook-síða Vålerenga
Málmar og gler! Kalka minnir á nýjar grenndarstöðvar á Suðurnesjum! Reykjanesbær: Geirdalur, Innri Njarðvík Stapabraut, Innri Njarðvík Krossmói, Ytri Njarðvík Sunnubraut, Keflavík Skógarbraut, Ásbrú Hafnir, í vinnslu
Grindavíkurbær: Ránargata, Grindavík Suðurnesjabær: Strandgata, Sandgerði Gerðavegur, Garður Sveitarfélagið Vogar: Vogavegur, Vogar
Nánar um staðsetningar á www.kalka.is
GEFÐU GÓÐ RÁÐ
Mundi
Í APÓTEKARANUM KEFLAVÍK
Nú mættu Ferskir vindar blása um Myllubakkaskóla ...
APÓTEKARINN ÓSKAR EFTIR STARFSMANNI Í 60% STARFSHLUTFALL Í APÓTEKI OKKAR Í KEFLAVÍK. STARFSSVIÐ • Ráðgjöf til viðskiptavina • Almenn þjónusta og sala
HÆFNISKRÖFUR • • • •
Reynsla af starfi í apóteki er kostur Söluhæfileikar Mikil þjónustulund og jákvæðni Lágmarksaldur er 20 ára
Umsóknir merktar „Þjónusta“, ásamt ferilskrá, sendist á starf@apotekarinn.is fyrir 13. nóv. nk.
Við erum í næsta nágrenni!
www.apotekarinn.is
- lægra verð
SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD K L . 1 9 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F. I S
Var einn af rétt rúmlega 400 stálheppnum einstaklingum sem sóttu Oktoberfest Blue heim um síðustu helgi. Að þessu sinni var hátíðin góðgerðarfest en í aðdraganda kvöldsins og á kvöldinu sjálfu þá söfnuðust yfir tíu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum sem munu renna óskiptar í góð og þörf málefni í nærsamfélagi okkar hérna fyrir sunnan. Frábært framtak og í raun alveg magnað hversu vel söfnunin gekk og kemur svo sannarlega að góðum notum. Hátíðin sjálf var einstaklega vel heppnuð og skipulagið til mikillar fyrirmyndar, hver einn og einasti gestur tók t.d. Covidhraðpóf fyrir hátíðina og öryggið sett á oddinn. Staðreyndin er nefnilega sú að fólki þyrstir í að fara á viðburði á nýjan leik, hitta annað fólk og skemmta sér ærlega saman. Eftir langa og mjög erfiða mánuði, þar sem fólk hefur mikið verið einangrað og lokað sig af, þá skiptir það gríðarlegu máli að koma hlutunum í gang því flest njótum við þess að hittast og skemmta okkur saman. Viðburðir eru einnig mikilvægir t.d. íþróttafélögunum okkar og hinun ýmsu góðgerðarfélögum og það að hlutirnir séu byrjaðir að rúlla aftur er mikið gleðiefni því ekki er hægt að taka þessu sem sjálfsögðum hlut lengur. Hef sjálfur farið á fjölda viðburða síðustu vikur og mánuði, við þurfum flest á þessu að halda og gleðin hefur verið allsráðandi. Það er nefnilega vel hægt að halda stærri viðburði
LOKAORÐ
Vel heppnað góðgerðarfest
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
ef góðu skipulagi er fylgt, fólk sýnir ábyrgð og Blue fjölskyldan sýndi það svo sannarlega með þessari frábæru hátíð þar sem allt var gert upp á tíu. Allir þeir sem komu að þessu á einn eða annan hátt eiga gríðarlega mikið hrós skilið, gleðin var við völd og ekki skemmdi sú staðreynd fyrir að miklir fjármunir söfnuðust í verðug góðgerðarmál á svæðinu. Persónulega finnst mér þessi hátíð líka gefa okkur öllum byr í seglin, því það er vel hægt að halda stóra viðburði þrátt fyrir „ástandið“ með góðri skipulagningu. Þorrablótsnefndir íþróttafélaganna fyrir sunnan ættu að taka Blue framkvæmdina til fyrirmyndar og halda ótrauð sínu striki. Ég vil endilega komast á Þorrablót 2022. Hitti gamlan kunningja minn úr Reykjavík á hátíðinni og sá var í skýjunum!! Hafði ekki komið hingað suður í gleðskap síðan hann fór á Stuðmannaball í Stapa árið 1987. Þá voru aðrir tímar og upplifun hans var ekki góð en hann var rændur á meðan það var verið að ræna hann! Á Oktoberfest fékk hann bara kossa á kinn og fór heim alsæll.
„Þorði ekki að sjá mig í spegli“
„Viku eftir aðgerðina þurfti að taka um-
búðirnar. Ég fékk hjálp við að klæða mig úr toppnum því ég gat það ekki sjálf. Hjúkrunarfræðingurinn tók umbúðirnar. Ég sá ekkert en rétt leit niður … og fór bara að gráta. Hún spurði mig hvort ég vildi sjá mig en ég vildi það ekki. Það tók mig nokkra daga að vera tilbúna að sjá mig. Mér fannst ekkert mál að sýna öðrum skurðinn, t.d. hjúkrunarfræðingnum. Ég þorði ekki að sjá mig í spegli.“
Sóley Björg Ingibergsdóttir - síðari hluti viðtalsins fimmtudagskvöld kl. 19:30
Norðurljósasýning yfir Reykjanesbæ Það var myndarleg norðurljósasýning yfir Reykjanesbæ og raunar öllu suðvesturhorni landsins um síðustu helgi. Fjölmargir lögðu leið sína á Patterson-völl við Hafnaveg til að komast úr ljósmengun og njóta norðurljósanna sem dönsuðu á himninum. VF-mynd: HBB
Grunaðir um skipulagða glæpastarfsemi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. Þeir urðu uppvísir að því að stela úlpum úr verslun Bláa lónsins í síðustu viku og öryggismyndavélar sýndu að þangað höfðu þeir lagt leið sína nokkrum sinnum áður í sama tilgangi. Andvirði fatnaðarins sem stolið var hleypur á hundruðum þúsunda króna.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók sex manns í kjölfarið. Rannsókn hennar leiddi í ljós að mikið magn meints þýfis fannst í fórum fólksins, að mestu fatnaður og ilmvötn. Um var að ræða dýra merkjavöru. Mennirnir tveir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. nóvember sem framlengt var í gær til 8. nóvember. Ekki er unnt að veita frekari upplýsinga um málið að svo stöddu, segir í tilkynningu frá lögreglunni.