Víkurfréttir 41. tbl. 44. árg.

Page 1

Miðvikudagur 1. nóvember 2023 // 41. tbl. // 44. árg.

Blóðugt draugahús

MEÐAL EFNIS Síða 8

Verð alltaf Njarðvíkingur í hjarta mínu Síður 10-11

Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ stóð fyrir hreint hryllilegu draugahúsi á hrekkjavökunni. Þar flæddi blóðið um allt eins og myndin sýnir. VF/Hilmar Bragi

Óvissu sé eytt Erindi til mennta- og barnamálaráðherra, dagsett 18. október, frá stjórn og framkvæmdastjóra Keilis og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja um mögulega sameiningu skólanna var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Bæjarráð leggur áherslu á í bókun að óvissu sé eytt um þetta mikilvæga hagsmunarmál sem varðar menntun á Suðurnesjum og starfsemi þeirra menntastofnana sem um ræðir.

Óbreytt útsvar í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta fyrir árið 2024 verði sú sama og á árinu 2023, eða 14,74%. Bæjarráð samþykkir einnig samhljóða að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2024–2027, sem voru til meðferðar á fundi bæjarráðs, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Útiloka ekki að kvika nái upp n Algengast að kvikuhreyfingar sambærilegar þessum fjari út og endi ekki með eldgosi Jarðskjálftahrina við Þorbjörn sem hófst á þriðjudagsmorgun og stóð yfir í tæpa tvo klukkutíma sýndi öra virkni. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist M3,7. Miðja hrinunnar var rétt austan við miðju landrissins sem mælst hefur. Dýpt skjálftanna var á bilinu 5 til 1,5 km. Engar vísbendingar eru um gosóróa en hrinan er skýrt merki um kvikuhlaup, þ.e.a.s. að kvika sé á hreyfingu á þessu dýpi. GPS mælingar styðja þá túlkun að um kvikuhlaup hafi verið að ræða, en þó hefur hægt á landrisinu sem hófst á föstudaginn, segir í samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Fundur var með Almannavörnum og hagsmunaaðilum á Reykjanesskaga á þriðjudagsmorgun þar sem farið var fyrir nýjustu mælingar og mögulegar sviðsmyndir og viðbrögð við þeirri atburðarás sem nú er í gangi.

skorpuna á svæðinu norðvestur af Þorbirni. Það er mikilvægt að benda á að algengast er að kviku-

Síða 22

„Þetta var ekki alveg nógu gott gigg“ Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Náið fylgst með þróun virkninnar „Veðurstofan fylgist grannt með þróun mála og er horft til þess hvort að smáskjálftavirkni aukist nær yfirborði sem væru skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Miðað við mælingar á hádegi eru engin skýr merki um slíkt. Staðan getur hinsvegar breyst hratt og ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarð-

hreyfingar sambærilegar þeim sem sjást nú fjari út og endi ekki með eldgosi. En áður hefur verið bent á að sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni auðveldara að færast grynnra í skorpunni,“ segir í samantekt Veðurstofu Íslands. Nánar er fjallað um jarðhræringar við Grindavík á síðu 2 og á baksíðu Víkurfrétta í þessari viku. Þá eru daglegar fréttir á vf.is

Margir halda tryggð við sinn bílasala

2.–5. nóvember

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.