Víkurfréttir 41 // 2017

Page 1

Draumur að sjá gesti upplifa norðurljósin VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM:

16

NORTHERN LIGHT INN

TEIKNIMYNDASÖGUR VORU OKKAR YOUTUBE 12 DRÖFN ER MJÖG HRÆDD VIÐ HUNDA 10 facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Slökkvistarf að hefjast við Ásláksstaði á Vatnsleysuströnd. Slökkviliðið segir íbúðarhúsið ekki hafa verið í hættu. Myndina tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, með flygildi yfir brunavettvangi.

Lögregla leitar brennuvargs • Kveikt í útihúsum elsta íbúðarhúss í Vogum • Menningarminjar í hættu Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú einstaklings sem grunaður er um að hafa kveikt í útihúsum við Ásláksstaði á Vatnsleysuströnd um miðjan dag á mánudag. Mannaferðir sáust við húsin og bifreið aka á brott frá þeim skömmu áður en eldsins varð vart. Tilkynning barst um eld að Ásláksstöðum kl. 15:06 á mánudag og var slökkvibifreið þegar send af stað frá Brunavörnum Suðurnesja. Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru útihúsin alelda. Þau standa skammt frá eyðibýlinu Ásláksstöðum. Það hús telst til menningarminja í Sveitarfélaginu Vogum, því húsið er elsta uppistandandi íbúðarhúsið í sveitarfélaginu, byggt 1883–1884 úr timbri sem rak hingað til lands með skipinu Jamestown sem strandaði í Höfnum árið 1881.

Það var strax ljóst að ekki væri hægt að bjarga útihúsunum en lögð var áhersla á að verja íbúðarhúsið. Lögreglan á Suðurnesjum var jafnframt með mikinn viðbúnað og lokaði leiðum að brunastað og heimilaði ekki aðgang að vettvangi. Lögreglu-

menn leituðu einnig að bifreið sem sést hafði til á staðnum rétt áður en eldsins varð vart. Vegfarandi sem blaðamaður ræddi við sagði að ferðamenn væri tíðir gestir við húsin. Þá er einnig orðrómur um að ógæfufólk hafi leitað skjóls í eyðibýlum á Vatnsleysuströnd og að Ásláksstaðir séu þar á meðal.

Minjafélag vill Ásláksstaði

Helga Ragnarsdóttir veitir Minjaog sögufélagi Vatnsleysustrandar forstöðu. Félagið hefur lengi haft augastað á Ásláksstöðum og viljað endurbyggja húsið og koma því í upprunalegt form. Það var síðast rætt á fundi með Minjastofnun

fyrir helgi. Helga sagði að það hafi flækt málið að margir eigendur séu að Ásláksstöðum. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Helgu hafa verið brugðið þegar hún frétti af brunanum í útihúsunum. Þau hafi ekki síður verið merkileg en íbúðarhúsið og mannvirkin sem ein heild áhugaverð til endurbyggingar. „Því miður líta ekki allir minjar sömu augum. Sögunni verður ekki viðhaldið með því að brenna þær,“ segir í stöðufærslu frá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar á fésbókinni. „Minjafélagið hefur sýnt því áhuga að fá umsjá yfir elsta húsi Voga, Ásláksstöðum og gera upp húsakostinn. Vonandi gengur það eftir svo sómi verði af,“ segir jafnframt.

LANDLÆKNIR TELUR MÖNNUN HSS ÓÁSÆTTANLEGA Mistök og vanræksla áttu sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar sjúklingur leitaði á bráðamóttöku 15. mars sl. Þetta er niðurstaða Embættis landlæknis sem barst kvörtun vegna læknismeðferðar. Landlæknir segir ljóst að móttaka, rannsókn og meðferð læknanema, sem var á vakt HSS aðfaranótt 15. mars 2017, var nokkuð frá því að standast kröfur góðrar læknisfræði. Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna sjúklingi eftir megni. Ástand

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

sjúklings hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum einstaklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg.

Sjúklingur hafði mætt á bráðamóttöku á HSS með mikla kviðverki sem leiddu út í bak og 39 stiga hita. Læknanemi taldi að um þvagfærasýkingu væri að ræða. Ekki voru gerðar neinar rannsóknir, hvorki ómskoðun né blóðeða þvagrannsókn. Sjúklingi var gefið sýklalyf og verkjasprauta og hann svo sendur heim. Við rannsókn á Landspítala daginn eftir kom í ljós að sjúklingur var með stein í þvagleiðara og þurfti nýrnaástungu og fóru í hönd all mikil veikindi og m.a. stutt vistun á gjörgæsludeild.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.