Víkurfréttir 42. tbl. 39. árg.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ÍBÚAR VIÐ KIRKJUTEIG 17 ERU LANGÞREYTTIR Á AIRBNB-MISSKILNINGI

fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.

Kvikmyndaskólinn var líflína úr hyldýpi fíknar Njarðvíkingurinn Elfar Þór á ellefu innlagnir á Vog að baki ásamt öðrum meðferðarúrræðum. Hann byrjaði að nota áfengi um fermingaraldur og eftir það fór snjóboltinn að rúlla. Hann fór að heiman sautján ára gamall og átti ekki heimili að kalla næsta tæpa áratuginn. Hann hefur horft upp á marga vini sína taka eigið líf. Fjölskylda hans hefur borið þunga byrði sökum lífernis hans og nú burðast hann með að fyrirgefa sjálfum sér. Elfar hefur fundið köllun sína í kvikmyndagerð. Hann var alltaf heillaður af bíómyndum sem barn en grunaði aldrei að hann færi að skapa sínar eigin. „Raunveruleiki minn í dag var fjarstæðukenndur draumur þegar ég var sextán ára gamall. Þegar maður talaði um að gera kvikmyndir á þeim tíma var manni sagt að hafa raunhæfa drauma.“ Um þrettán ára aldur var Elfar byrjaður að drekka reglulega og neyta vímuefna fimmtán ára gamall. „Ég held að þarna hafi ég haft lítið sjálfsmat. Þegar maður byrjar að drekka þá er maður allt í einu þessi fyndni og skemmtilegi, þegar þú varst kannski í raun kvíðinn og alls ekki viss með sjálfan þig á meðan þú varst edrú.“ Elfar fann griðarstað í Kvikmyndaskóla Íslands. „Skólinn varð líflína mín. Þetta var staður þar sem ég var ekki dæmdur fyrir fortíð mína. Þetta var staður þar sem mér var fagnað fyrir að nýta söguna og sækja þangað innblástur til þess að skapa. Þetta er ekki fallegt líf. Þér líður aldrei vel þar sem þú ert stöðugt að reyna að deyfa þig. Loksins að geta nýtt allan þann sársauka til þess að skapa.“ Fimmtán ára gamall var Elfar búinn að gefa skólagöngu mína upp á bátinn og farinn af vinna til þess að fjármagna eigin neyslu. „Stuttu eftir það yfirgaf ég heimili foreldra minna. Ég var sautján ára þegar ég fór að heiman vegna þess að þau voru að skipta sér af mér, og ég fór líka í mína fyrstu meðferð það sama ár. Þetta vindur upp á sig svo fljótt. Maður segir við sjálfan sig: „Ég ætla bara að reykja hass,“ svo ertu allt í einu farinn að nota amfetamín og áður en þú veist af er þetta búið að yfirtaka líf þitt. Þetta er kannski gaman og spennandi til að byrja með en síðan ertu farinn að ljúga að sjálfum þér að þetta sé ennþá gaman, en það er ekkert annað en sjálfsblekking þar sem þú ert orðinn háður efnunum – andlega og líkamlega.“ – sjá nánar á síðum 12–13.

Ferðamenn í röngu sveitarfélagi vilja ólmir komast í gistingu Sævar Bjarnason hefur tekið á móti ófáum ferðamönnum að Kirkjuteigi 17 í Keflavík allt þetta ár. Ferðafólkið er að leita að gistingu sem er í boði í húsi með sama númer við Kirkjuteig í Reykjavík. VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI

FARA STYSTU LEIÐ ÚR FLUGSTÖÐINNI Á KIRKJUTEIG 17 Í KEFLAVÍK EN EKKI REYKJAVÍK Íbúar við Kirkjuteig 17 í Keflavík eru ítrekað vaktir upp um nætur af erlendum ferðamönnum sem ólmir vilja komast í næturgistingu. Ónæðið hófst í febrúar og hefur verið viðvarandi síðan þá. Aðeins hefur þó dregið úr átroðningi með haustinu en í síðustu viku var síðast bankað uppá í þeirri von að komast í uppábúið rúm að sofa.

Kirkjuteigur 17 í Keflavík. Þar er ekki rekin airbnb-gisting. Sævar Bjarnason er meðal íbúa við Kirkjuteig 17 sem hefur þurft að takast á við ónæðið. Það hófst í febrúar og eru dæmi um það að bankað hafi verið uppá að næturlagi jafnvel þrisvar í sömu vikunni. Sævar sagði í samtali við Víkurfréttir að einnig hafi verið nokkuð um það í fyrstu að hringt væri í síma eiginkonu hans úr erlendum númerum. Ónæðið hefur verið mikið og mjög reglulegt allt þetta ár. Skýringuna á tíðum heimsóknum óboðinna ferðamanna er að finna í því að á Kirkjuteig

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

númer 17 í Reykjavík er rekin airbnb-gisting. Ferðamenn gera hins vegar engan greinarmun á því hvort þeir séu staddir í Keflavík eða Reykjavík, enda alþjóðaflugvöllurinn kenndur við Reykjavík. Þegar ferðamenn koma til landsins sé slegið inn heimilisfangið Kirkjuteigur 17, sem leiði ferðamenn á Kirkjuteig 17 í Keflavík í átta mínútna þægilegri fjarlægð frá flugvellinum. Sævar segir í samtali við Víkurfréttir að aðallega séu ferðamennirnir sem banka uppá hjá sér frá Kína. Þeir komi bæði á bílaleigubílum en einnig séu dæmi um að þeir komi með leigubílum. Sumir banka eða hringja dyrabjöllu, aðrir koma bara inn ef dyrnar eru ólæstar. Þá eru dæmi um að ferðafólkið gangi umhverfis húsið til að leita að inngangi eða séu hreinlega að leita að því húsi sem þeir hafi mynd af úr bókun sinni á airbnb. Húsin að Kirkjuteigi 17 í Keflavík og Reykjavík séu mjög ólík. Sævar segir íbúa að Kirkjuteigi 17 í Keflavík orðna þreytta á þessu áreiti og nenni ekki alltaf að fara til dyra þegar bankað er um nætur. Oft þurfi þó að útskýra fyrir ferðafólkinu að það sé

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

í röngu bæjarfélagi. Þá finnst Sævari að betur megi gera ferðamönnum grein fyrir því í flugstöðinni að þeir séu alls ekki staddir í Reykjavík við komuna til landsins. Hann hefur þó litla trú á að það gerist og hefur hugsað um að fá sér skilti við lóðarmörk sem segi að þarna sé Kirkjuteigur 17 í Keflavík en ekki Reykjavík og þarna sé ekki rekin airbnb-gisting.

Það er þægilegt að vera aðeins átta mínútur frá flugstöð í gistingu við Kirkjuteig, en ferðafólkið veit ekki að það á að fara á Kirkjuteig 17 í Reykjavík, sem sjá má á myndinni hér að neðan. MYNDIR AF GOOGLE MAPS

FRÉTTASÍMINN 421 0002

DANSKIR DAGAR BAYONNE SKINKA

998

KR KG

ÁÐUR: 1.996 KR/KG

-50% 499

SVÍNASKANKAR

KR KG

ÁÐUR: 998 KR/KG

-50%

SMURBRAUÐ MEÐ LAXI, RÆKJU, ROAST BEEF EÐA HANGIKJÖTI

798 KRSTK

ÁÐUR: 998 KR/STK

Tilboðin gilda 1.– 4. nóvember 2018

S U Ð U R N E S J A

-20%

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.