Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Opnunartími
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ÍBÚAR VIÐ KIRKJUTEIG 17 ERU LANGÞREYTTIR Á AIRBNB-MISSKILNINGI
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Kvikmyndaskólinn var líflína úr hyldýpi fíknar Njarðvíkingurinn Elfar Þór á ellefu innlagnir á Vog að baki ásamt öðrum meðferðarúrræðum. Hann byrjaði að nota áfengi um fermingaraldur og eftir það fór snjóboltinn að rúlla. Hann fór að heiman sautján ára gamall og átti ekki heimili að kalla næsta tæpa áratuginn. Hann hefur horft upp á marga vini sína taka eigið líf. Fjölskylda hans hefur borið þunga byrði sökum lífernis hans og nú burðast hann með að fyrirgefa sjálfum sér. Elfar hefur fundið köllun sína í kvikmyndagerð. Hann var alltaf heillaður af bíómyndum sem barn en grunaði aldrei að hann færi að skapa sínar eigin. „Raunveruleiki minn í dag var fjarstæðukenndur draumur þegar ég var sextán ára gamall. Þegar maður talaði um að gera kvikmyndir á þeim tíma var manni sagt að hafa raunhæfa drauma.“ Um þrettán ára aldur var Elfar byrjaður að drekka reglulega og neyta vímuefna fimmtán ára gamall. „Ég held að þarna hafi ég haft lítið sjálfsmat. Þegar maður byrjar að drekka þá er maður allt í einu þessi fyndni og skemmtilegi, þegar þú varst kannski í raun kvíðinn og alls ekki viss með sjálfan þig á meðan þú varst edrú.“ Elfar fann griðarstað í Kvikmyndaskóla Íslands. „Skólinn varð líflína mín. Þetta var staður þar sem ég var ekki dæmdur fyrir fortíð mína. Þetta var staður þar sem mér var fagnað fyrir að nýta söguna og sækja þangað innblástur til þess að skapa. Þetta er ekki fallegt líf. Þér líður aldrei vel þar sem þú ert stöðugt að reyna að deyfa þig. Loksins að geta nýtt allan þann sársauka til þess að skapa.“ Fimmtán ára gamall var Elfar búinn að gefa skólagöngu mína upp á bátinn og farinn af vinna til þess að fjármagna eigin neyslu. „Stuttu eftir það yfirgaf ég heimili foreldra minna. Ég var sautján ára þegar ég fór að heiman vegna þess að þau voru að skipta sér af mér, og ég fór líka í mína fyrstu meðferð það sama ár. Þetta vindur upp á sig svo fljótt. Maður segir við sjálfan sig: „Ég ætla bara að reykja hass,“ svo ertu allt í einu farinn að nota amfetamín og áður en þú veist af er þetta búið að yfirtaka líf þitt. Þetta er kannski gaman og spennandi til að byrja með en síðan ertu farinn að ljúga að sjálfum þér að þetta sé ennþá gaman, en það er ekkert annað en sjálfsblekking þar sem þú ert orðinn háður efnunum – andlega og líkamlega.“ – sjá nánar á síðum 12–13.
Ferðamenn í röngu sveitarfélagi vilja ólmir komast í gistingu Sævar Bjarnason hefur tekið á móti ófáum ferðamönnum að Kirkjuteigi 17 í Keflavík allt þetta ár. Ferðafólkið er að leita að gistingu sem er í boði í húsi með sama númer við Kirkjuteig í Reykjavík. VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI
FARA STYSTU LEIÐ ÚR FLUGSTÖÐINNI Á KIRKJUTEIG 17 Í KEFLAVÍK EN EKKI REYKJAVÍK Íbúar við Kirkjuteig 17 í Keflavík eru ítrekað vaktir upp um nætur af erlendum ferðamönnum sem ólmir vilja komast í næturgistingu. Ónæðið hófst í febrúar og hefur verið viðvarandi síðan þá. Aðeins hefur þó dregið úr átroðningi með haustinu en í síðustu viku var síðast bankað uppá í þeirri von að komast í uppábúið rúm að sofa.
Kirkjuteigur 17 í Keflavík. Þar er ekki rekin airbnb-gisting. Sævar Bjarnason er meðal íbúa við Kirkjuteig 17 sem hefur þurft að takast á við ónæðið. Það hófst í febrúar og eru dæmi um það að bankað hafi verið uppá að næturlagi jafnvel þrisvar í sömu vikunni. Sævar sagði í samtali við Víkurfréttir að einnig hafi verið nokkuð um það í fyrstu að hringt væri í síma eiginkonu hans úr erlendum númerum. Ónæðið hefur verið mikið og mjög reglulegt allt þetta ár. Skýringuna á tíðum heimsóknum óboðinna ferðamanna er að finna í því að á Kirkjuteig
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
númer 17 í Reykjavík er rekin airbnb-gisting. Ferðamenn gera hins vegar engan greinarmun á því hvort þeir séu staddir í Keflavík eða Reykjavík, enda alþjóðaflugvöllurinn kenndur við Reykjavík. Þegar ferðamenn koma til landsins sé slegið inn heimilisfangið Kirkjuteigur 17, sem leiði ferðamenn á Kirkjuteig 17 í Keflavík í átta mínútna þægilegri fjarlægð frá flugvellinum. Sævar segir í samtali við Víkurfréttir að aðallega séu ferðamennirnir sem banka uppá hjá sér frá Kína. Þeir komi bæði á bílaleigubílum en einnig séu dæmi um að þeir komi með leigubílum. Sumir banka eða hringja dyrabjöllu, aðrir koma bara inn ef dyrnar eru ólæstar. Þá eru dæmi um að ferðafólkið gangi umhverfis húsið til að leita að inngangi eða séu hreinlega að leita að því húsi sem þeir hafi mynd af úr bókun sinni á airbnb. Húsin að Kirkjuteigi 17 í Keflavík og Reykjavík séu mjög ólík. Sævar segir íbúa að Kirkjuteigi 17 í Keflavík orðna þreytta á þessu áreiti og nenni ekki alltaf að fara til dyra þegar bankað er um nætur. Oft þurfi þó að útskýra fyrir ferðafólkinu að það sé
■
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
í röngu bæjarfélagi. Þá finnst Sævari að betur megi gera ferðamönnum grein fyrir því í flugstöðinni að þeir séu alls ekki staddir í Reykjavík við komuna til landsins. Hann hefur þó litla trú á að það gerist og hefur hugsað um að fá sér skilti við lóðarmörk sem segi að þarna sé Kirkjuteigur 17 í Keflavík en ekki Reykjavík og þarna sé ekki rekin airbnb-gisting.
Það er þægilegt að vera aðeins átta mínútur frá flugstöð í gistingu við Kirkjuteig, en ferðafólkið veit ekki að það á að fara á Kirkjuteig 17 í Reykjavík, sem sjá má á myndinni hér að neðan. MYNDIR AF GOOGLE MAPS
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
DANSKIR DAGAR BAYONNE SKINKA
998
KR KG
ÁÐUR: 1.996 KR/KG
-50% 499
SVÍNASKANKAR
KR KG
ÁÐUR: 998 KR/KG
-50%
SMURBRAUÐ MEÐ LAXI, RÆKJU, ROAST BEEF EÐA HANGIKJÖTI
798 KRSTK
ÁÐUR: 998 KR/STK
Tilboðin gilda 1.– 4. nóvember 2018
S U Ð U R N E S J A
-20%
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
2
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Aðeins þriðjungur nemenda í FS rúmast í matsalnum
– Skólann sárvantar stærra húsnæði. „Skiljum ekki hvað tefur þetta mál,“ segja forráðamenn FS. „Okkur hefur lengi langað til að stækka félagsrými skólans. Í dag stunda 900 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en matsalurinn rúmar aðeins 350 nemendur í sæti. Það segir sig sjálft að við getum ekki haft þetta svona. Skólahúsnæðið er löngu sprungið. Við erum að tala um viðbyggingu sem á að vera mjög einföld og frumdrög liggja fyrir,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari. „Já við viljum byrja á því að hanna bygginguna svo hægt sé að koma þessu í útboð. Frumvinnan þarf að fara fram núna svo hægt sé að hefja framkvæmdir í sumar. Það væri það allra besta í stöðunni,“ segir Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari. Þau segjast ekki skilja hvað tefur málið, hvers vegna málið þokast svona hægt áfram því þingmenn svæðisins eru allir af vilja gerðir en þeir virðast tala fyrir daufum eyrum fjárveitingavaldsins. „Svæðið er eitt af stærstu atvinnusvæðum landsins og það svæði sem er að vaxa mest. Við byrjuðum að tala um þessa þörf á stækkun skólans fyrir fjórum árum. Þingmennirnir okkar
Kristján Ásmundsson, skólameistari og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari FS. VF-mynd/marta.
eru að gera sitt besta en af einhverjum ástæðum er ekki hlustað á þá. Þetta mál er stopp einhvers staðar í kerfinu. Það þarf að spýta í lófana og koma þessu verkefni af stað hið fyrsta. Við búum á Íslandi og sumarið er stutt en það er draumur okkar að ráðist verði í viðbyggingu næsta sumar svo að skólastarf raskist ekki en þá þarf að setja ferlið í gang núna. Það má ekki draga þetta lengur,“ segir Kristján sem skilur ekki hvers vegna Suðurnesjamenn þurfa ætíð að þrábiðja um fjárveitingar til svæðisins.
Skólahúsnæðið er einfaldlega sprungið!
„Ráðstafanir skólans sem miða að því
aldrinum 16 til 20 ára er félagsþroski ungs fólks að mótast. Félagslífið hefur einnig mikið að segja upp á ímynd skólans út á við. En þó að félagslífið sé ótrúlega blómlegt í FS er aðstaðan lítil til þess að þjóna því og hefur nemendafélagið fengið lánað húsnæði úti í bæ vegna þessa því skólinn er löngu sprunginn,“ segir Guðlaug.
Aukið fé til Suðurnesja
að minnka brotthvarf nemenda hafa heppnast vel. Nemendum þarf einnig að líða vel félagslega og þess vegna
styðjum við góðar hugmyndir þeirra um félagsstarf. Þetta starf skiptir máli fyrir andlega líðan nemenda. Á
„Við viljum þjónusta alla nemendur og til þess að mæta ört vaxandi skólastarfi þá verður að auka fjármuni til skólans. Yfirvöld verða að átta sig á þessu áður en það verður um seinan. Húsnæðið þarf að vera í takt við starfið sem fer fram innandyra. Við þurfum sal sem rúmar nemendur á matmálstíma en útskriftir og fleiri viðburðir fara einnig fram á sal skólans. Það sjá það allir sem vilja að það verður að vera pláss þar fyrir alla nemendur okkar í einu“ segir Kristján að lokum.
EITT STÆRSTA ATVINNUSVÆÐI LANDSINS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Suðurnesin hafa þróast yfir í að verða eitt stærsta atvinnusvæði Íslands utan höfuðborgarsvæðisins. Vissulega er aukin atvinna mest tengd flugstarfsemi og stóriðja svæðisins er tvímælalaust flugstöðin. Suðurnesin hafa einnig lokkað til sín nýja íbúa af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara húsnæðis hér. Þrátt fyrir að Suðurnesin séu það landsvæði sem hefur vaxið langmest undanfarin ár þá hafa stjórnvöld ekki látið meira fé renna til uppbyggingar innviða á svæðinu. Þrátt fyrir að íbúum
hafi fjölgað hlutfallslega mest hér og að fordæmalaus fólksfjölgun hafi átt sér stað í Reykjanesbæ undanfarin misseri, þá bíða mörg brýn erindi ennþá afgreiðslu yfirvalda sem virðast ekki gera sér grein fyrir því að fólksfjölgun kalli á auknar fjárveitingar til uppbyggingar svæðisins. Samsetning íbúa á Suðurnesjum hefur einnig breyst mikið en aukin atvinna við flugstöðina hefur kallað eftir miklu fleiri erlendum starfsmönnum til að sinna öllum þeim störfum sem
Samgönguráðherra og samgöngunefnd vilja fund með Stopp-hópnum
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðu Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
þar bjóðast. Íslendingar geta ekki annað þessu öllu án aðstoðar erlends vinnuafls. Með erlendum starfsmönnum flytja oft fjölskyldur þeirra til landsins, börn á öllum aldri. Samsetning nemenda við skólanna á svæðinu hafa því skapað alls konar áskoranir fyrir stjórnendur skóla og þar á meðal við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þar hefur nemendum einnig fjölgað mjög hratt síðustu ár og telja nemendur skólans nú um 900 talsins og 18 þjóðerni. marta@vf.is
Íbúðaeiningar úr háþekjugámum settar niður við Víkurbraut 6 Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veitt verði heimild til að setja niður íbúðaeiningar úr háþekjugámum á lóð við Víkurbraut 6 í Keflavík. Velferðarsvið Reykjanesbæjar hefur skilað inn umsögn. Félagið Víkurröst ehf. sótti um heimildaina en íbúðaeiningarnar og þjónustueining er í samræmi við þörf skjólstæðinga velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Einingarnar verða þarna til þriggja ára til reynslu. „Mikilvægt er að vinna að stefnumótun á þessum málaflokki og tengja hana við endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar,“ segir í afgreiðslu umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
ÖKUMAÐUR SEKTAÐUR UM 260.000 KR. – og raðaði inn fleiri brotum á leiðinni á lögreglustöð Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 141 km hraða á Reykjanesbraut aðfaranótt sunnudags gaf ekki stefnuljós þegar hann ók milli akreina og virti ekki stöðvunarskyldu þegar hann var á leið á lögreglustöðina, að boði lögreglu. Hann þarf því að greiða samtals 260 þúsund krónur fyrir hraðakstursbrotið og fleiri brot sem hann varð uppvís að á leiðinni á lögreglustöðina. Nokkrir ökumenn til viðbótar hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á undanförnum dögum.
Samgönguráðherra hefur óskað eftir fundi með talsmönnum Stopphópsins. Þá hefur samgöngunefnd Alþingis einnig óskað eftir fundi með hópnum. Frá þessu er greint í hópnum Stopp - hingað og ekki lengra en hópurinn berst fyrir auknu umferðaröryggi á Reykjanesbraut. Beðið verður með aðgerðir eins og lokun Reykjanesbrautar þar til eftir fundinn með samgönguráðherra, segir Guðbergur Reynisson í færslu í Stopp-hópnum.
Hafna vindorkumælingum í Grindavík Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur hafnað ósk HS orku um að reisa allt að 80 metra hátt mastur til að styðja við frekari vindorkurannsóknir á svæðinu í landi Staðar. Skipulagsnefnd bendir á í afgreiðslu sinni á málinu að ekki er búið að marka stefnu um vindmyllur í Grindavík. Nefndin segir að unnið sé að stefnumörkuninni í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags.
LJÚFFENGUR HELGARMATUR
-24%
NAUTA MJAÐMASTEIK KR KG
1.975
ÁÐUR: 2.599 KR/KG
NAUTA RIB EYE Í HEILU KR KG
2.783
-20%
-20%
KJÚKLINGABORGARAR Í KRYDDHJÚP - FRÁ DANPO KR KG
KJÚKLINGALUNDIR 700GR - FRÁ DANPO KR PK
KJÚKLINGABRINGUR 900GR - FRÁ DANPO KR PK
ÁÐUR: 2.569 KR/KG
ÁÐUR: 1.480 KR/PK
ÁÐUR: 1.598 KR/PK
1.978
3.871
ÁÐUR: 4.839 KR/KG
ÁÐUR: 3.479 KR/KG
-23%
-20%
NAUTALUNDIR KR KG
1.184
-20%
1.278
-20% NAUTAHAKK 1KG, 8-10% FITA KR KG
1.399
ÁÐUR: 1.749 KR/KG
DANSKIR DAGAR BILLIGT TIL HJEMMET!
SVÍNASKANKAR KR KG
499
-50%
ÁÐUR: 998 KR/KG
AF R U T T AFSLÁ M EPLUM ÐU U K K Ö P ADY
L PINK NOSTA I VE Z N A K STA O N E GUL V N VENOSTA FRÆ STA Í L Ð RAU ENO V Ð U RA
BAYONNE SKINKA KJÖTSEL KR KG
998
ÁÐUR: 1.996 KR/KG
-40%
HAMBORGARHRYGGUR KJÖTSEL KR KG
999
ÁÐUR: 1.665 KR/KG
-40% EPLI
-30%
Tilboðin gilda 1. – 4. nóvember 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
4
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Bókin um Reykjanesskaga seldist í bílförmum Það er óhætt að segja að ný ljósmyndabók Ellerts Grétarssonar, Reykjanesskagi - náttúra og undur, hafi selst í bílförmum þegar hún kom í Pennann Eymundsson í Keflavík sl. föstudag. Ellert bauð til útgáfugleði í bókabúðinni í tilefni af útgáfu bókarinnar sem má segja að hafi verið í vinnslu síðustu tólf ár en Ellert byrjaði að taka myndir í bókina árið 2006.
Ívar Gissurarson, útgefandi bókarinnar, var himinlifandi með móttökurnar sem bókin fékk í útgáfuhófinu. Hér eru hann og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari. Að neðan flettir Ellert í gegnum bókina með gestum og göngufélögum sínum í útgáfuhófinu.
„Í þessari einstöku bók gefur að líta úrval áhrifaríkra ljósmynda af helstu náttúruperlum Reykjanesskagans. Myndirnar tók Ellert á árunum 2006 til 2018 í ótal mörgum gönguferðum um skagann. Óhætt er að segja að bókin veiti nýja sýn á þá stórfenglegu náttúru sem Reykjanesskaginn býr yfir, því auk landslagsins sýna myndirnar þá undursamlegu töfraveröld sem flestum er hulin neðanjarðar í þeim fjölmörgu hraunrásarhellum sem skaginn hefur að geyma. Í bókinni kemur vel í ljós að Reykjanesskaginn býr yfir fjölbreyttri náttúru sem sífellt kemur á óvart,“ segir í bókarkynningu. Ívar Gissurarson, útgefandi bókarinnar, var himinnlifandi með móttökurnar sem bókin fékk í útgáfuhófinu og sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri langt síðan bók hafi fengið aðrar eins móttökur á útgáfudegi. „Ellert Grétarsson er einhver besti ljósmyndari sem ég hef kynnst og svo er hann að auki einlægur baráttu-
maður um friðun íslenskrar náttúru. Bókin hans, Reykjanesskagi - Náttúra og undur, á erindi til allra og á það svo
sannarlega skilið að rata í hendur sem allra flestra um næstu jól,“ segir Ívar um kynni sín af Ellerti. Ljósmyndabókin Reykjanesskagi náttúra og undur verður kynnt nánar í nóvember í Víkurfréttum og í Suðurnesjamagasíni okkar á Hringbraut og vf.is. VF-myndir: Hilmar Bragi
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Áskell EA landar í Njarðvíkurhöfn á síðasta ári.
Opnað verður fyrir umsóknir föstudaginn 2. nóvember og er umsóknarfrestur til miðnættis 24. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en tengil er að finna á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is. Á vefsíðunni sss.is má einnig kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja. Auk þess er á síðunni leiðbeinandi myndband fyrir umsækjendur. Einnig er hægt að hafa samband við Björk Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.
SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA
Tíminn líður áfram og ekkert stoppar hann. Októbermánuður svo til að verða búinn og eru þá ekki nema tveir mánuðir eftir í nýtt ár. Veiði bátanna frá Suðurnesjum í október var nokkuð góð og ennþá eru stóru línubátarnir sem og togskipin að landa úti á landi og láta aka aflanum suður til vinnslu. Ef stóru línubátarnir eru skoðaðir þá er Hrafn GK kominn með 380 tonn í sjö róðrum, öllu landað á Siglufirði. Páll Jónsson GK með 377 tonn í 4 róðrum. Reyndar bilaði Páll Jónsson GK nokkuð alvarlega núna um daginn þegar hann var að veiðum í Húnaflóa. Fór skiptiteinn í skrúfunni og var báturinn ekki fær um að sigla fyrir eigin vélarafli. Kalla þurfti út aðstoð og var björgunarbáturinn Húnabjörg kölluð út og tók Pál Jónsson GK í tog og dró bátinn á móts við dráttarbátinn Seif frá Akureyri, sem tók við bátnum og dró hann til Akureyrar þar sem báturinn fór í slipp til viðgerðar. Jóhanna Gísladóttir GK er með 362 tonn í 4 róðrum en bæði hún og Páll Jónsson GK landa á Sauðárkróki. Fjölnir GK var með 342 tonn í 4 róðrum, nýi Sighvatur GK var með 262 tonn í 4 og Kristín GK 253 tonn í 4 löndunum. Allt eru þetta Vísisbátar og landa þeir allir á Sauðárkróki. Þorbjarnarbátarnir hafa allir landað á Siglufirði eins og greint er frá að ofan með Hrafn GK. Hinir eru Valdimar GK með 265 tonn í 6 róðrum og Sturla GK með 233 tonn í 3 róðrum og mest 118 tonn í róðri. Hjá minni bátunum sem ennþá eru flestir fyrir norðan og austan, er Óli á Stað GK með 144 tonn í 25 löndunum
á Skagaströnd. Hulda GK 111 tonn í 21 löndun, Guðbjörg GK 77 tonn í 14 og Katrín GK 37 tonn í 11 löndunum, allir á Skagaströnd. Auður Vésteins SU með 100 tonn í 16. Vésteinn GK 105 tonn í 15 og Gísli Súrsson GK með 90 tonn í 15 löndunum, allir á Stöðvarfirði. Hjá bátunum undir 15 BT þá er Von GK með 92 tn í 14 og Dóri GK 86 tn í 13, báðir á Neskaupstað. Sævík GK, sem var áður Óli Gísla GK, er með 76 tn í 16 og Daðey GK 69 tn í 17, báðir á Skagaströnd. Og svo má ekki gleyma þeim fáu línubátum sem eru að róa frá Suðurnesjunum og þá aðallega frá Sandgerði. Bergur Vigfús GK 3,3 tonn í 1, Addi Afi GK 3,8 tonn í 2, Birta Dís GK 2,9 tonn í 1, Ölli Krókur GK 1,1 tonn í 1, Rán GK 3,1 tonn í 2 í Grindavík og Andey GK 31,3 tonn í 11 róðrum. Netabátarnir hafa fiskað ágætlega og þá aðallega Grímsnes GK sem heldur áfram góðu gengi sínu á ufsanum úti við suðurströndina. Grímsnes GK hefur verið á veiðum frá Þjórsársósum og austur að Vík í Mýrdal og landað í Þorlákshöfn. Er búinn að landa 184 tonn í aðeins 9 róðrum og af því þá er ufsi um 169 tonn. Aðrir netabátar eru t.d. Maron GK með 33 tonn í 17. Valþór GK með 22 tonn í 16. Halldór afi GK með 17 tonn
AFLA
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2019 og aðeins er um eina úthlutun fyrir árið að ræða.
Góð veiði Suðurnesjabáta í október FRÉTTIR
UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
í 15 róðrum. Sunna Líf GK 15 tonn í 9 og Erling KE 1,8 tonn í einum. Togarnir eða togbátarnir hafa líka verið að landa úti á landi og er Berglín GK með 406 tonn í 5, landað á Ísafirði og Siglufirði. Sóley Sigurjóns GK 394 tonn í 5, landað á sömu stöðum. Áskell EA 311 tonn í 6, landað á Ísafirði, Eskifirði og í Grindavík. Vörður EA 281 tonn í 6, landað á sömu höfnum. Áskell EA og Vörður EA eru, þótt þeir séu skráðir EA og með heimahöfn á Grenivík, hafa átt langa sögu í Grindavík því að útgerðarfélagið Gjögur ehf., sem gerir út bátanna, á sér langa útgerðarsögu bæði í Grenivík og Grindavík. Til dæmis voru tveir bátar á vegum Gjögurs, Oddgeir ÞH og Vörður ÞH, gerðir út frá Grindavík í hátt í 35 ár. Sömuleiðis var eikarbáturinn Áskell ÞH gerður út frá bæði Grenivík og Grindavík í hátt í 40 ár. Reyndar munu báðir þessir togbátar, Áskell EA og Vörður EA, víkja fyrir nýrri og fullkomnari togbátum sem Gjögur er að láta smíða fyrir sig og vekur það nokkra athygli því að báðir þessir bátar eru ekki gamlir. Áskell EA er smíðaður árið 2009 og því ekki nema 9 ára gamall og Vörður EA er smíðaður árið 2006 og er því 12 ára gamall. gisli@aflafretti.is
*Heimild: JATO Dynamics (Sölutímabil: Janúar 2015 - desember 2017). Markaðir eru EU + EFTA, NAFTA, Kína, Japan, Brasilía, Rússland, Indland, Indónesía, Ástralía, Argentína, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
Frumsýnum
söluhæsta sportjeppa heims*
nýjan
hjá Bernhard Reykjanesbæ
laugardag milli kl. 12:00 og 16:00
Bernhard - Reykjanesbæ • Njarðarbraut 15
• 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.honda.is
6
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Sigga Dögg tekur hrekkjavökuna alla leið - heimilið hlaðið hrekkjavökuskrauti og bókin um Kyn-Veru komin út Eina og svo margir Suðurnesjamenn hefur rithöfundurinn og kynfræðingurinn Sigga Dögg ekki farið varhuga af Hrekkjavöku. Börn og unglingar af Suðurnesjum sóttust í áratugi upp á völl á gamla varnarsvæðið til þess að sníkja sælgæti þegar Hrekkjavöku bar að garði. „Allir krakkar reyndu að stelast upp á Völl. Ég sjálf fékk að fara af því að mamma vann þar. Þegar maður var svo að segja frá öllum skreytingunum og veislunum, fyrir utan allt Kana-nammið, öfundaði fólk mann massíft. Ég hugsaði af hverju erum við ekki með í þessu skemmtilega partíi.“ Fólk tekur þessu fagnandi að sögn Siggu, sérstaklega þegar kemur að börnunum. Fjölskyldan tekur öll þátt og býr jafnvel til sitt eigið skraut og búninga. sjóðurinn minn í ár eru blýantar, ef allt annað klikkar.“
Margt líkt með Veru og Siggu
Jólahlaðborð Hótel Örk Ferðanefnd Félags eldri borgara auglýsir
Jólahlaðborð á Hótel Örk miðvikudaginn 5. desember 2018. Jólahlaðborð, gisting og morgunmatur á kr. 14.000 á mann.
Farið frá Nesvöllum miðvikudaginn 5. desember kl. 14:30. Eftirtalin taka á móti bókunum en bóka þarf fyrir 14. nóvember n.k. Hafið samband við einhvern af eftirtöldum: Ferðanefnd FEBS 2018: Örn Pálsson, oddi@simnet.is, s: 846-7334, Margrét R. Gísladóttir, margis2@live.com, s: 896-3173 Hrafn A. Harðarson, krummi.hardarson76@gmail.com, s: 862-6726 Elín Eltonsdóttir, hrafnsv@simnet.is, s: 845-6740, 421-6010 Ferðanefnd Félags eldri borgara á Suðurnesjum.
SJÁIÐ EINNIG Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT mæðgnapör og fékk mjög jákvæð viðbrögð. „Ein stelpan sagði að sagan hefði hjálpað sér og mömmu sinni að tala saman um þessi mál af því að
Sjaldan hef ég kynnst jafn vígreifum og skemmtilegum manni og Sigurjóni í Lónshúsi eins og hann var gjarnan kallaður í daglegu tali í Garðinum. Hann var nettur á velli, léttur í lund og átti ekki inni hjá neinum. Svaraði fyrir sig af fullum hálsi og var hnyttinn og skemmtilegur í tilsvörum. Hann var sannarlega sómi sinnar sveitar og gaf meira af sér til samfélagsins en flestir, sama hvaða mælikvarði er dreginn á það framlag. Hann var líka ljúfur sem lamb og gáttlætið og tilsvörin hans brynja til að komast í gegnum lífið og verða ekki undir. Þrátt fyrir ansi harkaleg tilsvör oft á tíðum hef ég aldrei heyrt nokkurn mann í Garðinum hallmæla Sigurjóni í Lóni. Hann vann sér virðingu sem verkstjóri i frystihúsinu, var sanngjarn en ákveðinn yfirmaður og tók þátt í leik og starfi starfsfólksins. Var bílstjórinn þegar unga fólkið fór á sveitarböll eða stórdansleiki í Ungó í Keflavík eða Festi í Grindavík. Hann stóð vaktina og fór ekki heim fyrr en allir voru komir í bílinn og hann skilaði sínu öruggur heim. Sigurjón var alltaf klár, bóngóður og hlýr inn við beinið. Hann rak barna og unglingastarf Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði í mörg ár af miklum krafti. Margar sögur eru til af dugnaði hans og velvilja til unga fólksins. Hann fór ótroðnar slóðir í fjáröflun fyrir starfið og hafði ekki mikinn tíma til að hlusta á slæmar afkomutölur fyrirtækja þegar hann mætti og vantaði pening í ferðasjóð fyrir börnin. Hann var einu sinni hjá vini sínum, sparisjóðsstjóranum i Keflavík og bað um styrk fyrir unglingastarfið í hans gömlu heimabyggð. Gamli vinurinn fór yfir afkomu sjóðsins og bar sig illa. Eftir nokkurn lestur stóð Sigurjón upp og sagðist ekki hafa tíma til að hlusta á svona raus. Hann kæmi aftur á
eythor@vf.is
morgun og sækti styrkinn. Ekkert kjaftæði. Ég er Sigurjóni þakklátur fyrir þann stuðning sem hann sýndi mér meðan ég var bæjarstjóri í Garðinum. Við áttum mörg mjög skemmtileg samtöl og samskipti. Hann var alltaf blíður og ljúfur þegar við vorum tveir að ræða málin í síma eða hittumst á förnum vegi. En þegar við hittumst í fjölmenni var ekki legið á því. Þá stóð hann fyrir framan mig, beindi að mér puttanum, potaði í mig og horfði beint í augun á mér með sínum sérstaka augnsvip og honum stökk ekki bros á vör meðan hann tók bæjarstjórann í gegn. Hellti sér yfir mig og lét ýmislegt flakka sem ókunnugum þótti nóg um. Þessum ræðum lauk oftast með því að hann spurði hvort ég ætti ekki að vera i vinnunni, réttast væri að reka mig eða hann lýsti mikilli samúð með Siggu að eiga slíkan mann. Sigurjón og Stína voru fallegt par. Þau höfðu kynnst á lífsleiðinni og hann tók hana í arma sér og dæturnar þrjár og ávöxtur ástar þeirra er sonur þeirra. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Kríulandið, ef Stína var ekki heima sagði hann mér að hún væri á leikskólanum, eins og hann kallaði félagsstarf eldri borgara i Auðarstofu. Stína vorkenndi mér oft í þessum heimsóknum, en þær voru samt alveg eins og þær áttu að vera. Dásemdin ein eru minningar okkar um Sigurjón í Lóni sem kalla fram gleði og hlátur. Hann var góður maður, Víðismaður allra tíma og á lokadegi átti enginn neitt inni hjá þessum vígreifa Garðmanni. En samfélagið í Garði stendur í mikilli þakkarskuld við einn sinn besta son á kveðjustund. Votta Stínu, börnum og fjölskyldunni samúð. Ásmundur Friðriksson
sin gu glý Ge ym
du
au
Hlíðahverfi og efra Nikelsvæði ÍB28 og ÍB29 - sameining íbúðasvæða Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. október 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í sameiningu íbúðasvæðis ÍB29 undir ÍB28. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 24. september 2018 í mkv. 1:17.500. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar.
Eyþór Sæmundsson
Sigurjón Kristinsson – minning
Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030
þær voru báðar að lesa bókina. Önnur eldri stelpa sagði að foreldrar hefðu gott af því að lesa bókina og rifja upp hvernig það var að vera unglingur.“
na !
KynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar. Sagan segir frá Veru sem er að ganga í gegnum breytingar sem fylgja kynþroskanum. Sagan er að einhverju leyti saga Siggu sjálfrar. „Það er margt mjög líkt með okkur og mikið af samræðunum eru orðrétt frá því sem gerðist hjá mér. Svo notast ég líka við margt sem hefur komið upp í fyrirlestrum hjá mér í kynfræðslu.“ Sigga leitaði til kvenna á sínum aldri og komst að því að það var sameiginlegur þráður hvað varðar fyrstu ástina, kynlíf og fyrsta samband. í vinnu sinni með unglingum daglega fær hún mikið af efnivið sem er notaður í bókinni. Sigga sendi söguna á nokkur
VIÐTAL
„Kannski fékk ég loksins útrás fyrir eitthveað sem hefur blundað í mér lengi, það er mín tilgáta,“ segir Sigga Dögg sem skreytt hefur heimili sitt hátt og lágt hrekkjavökuskrauti. Hún hefur alltaf verið hrifin af því yfirnáttúrulega og hryllilega. Sigga sér fyrir sér að leikskólabörn munu heimsækja heimili hennar þegar fram líða stundir, í hennar eigin hryllilega hrekkjavökuheim. „Fólk hægir á sér þegar það keyrir framhjá og mér finnst það bara skemmtilegt,“ segir Sigga en þegar börnin eru að ganga í hús og safna sælgæti þá myndast mikil örtröð fyrir framan hús þeirra. „Eg er með alls kyns nammi í boði. Ég er t.d. með popp í poka. Svo eitt árið tæmdist allt hjá mér. Ég var búin með ávextina og kexið á heimilinu. Vara-
Sigga Dögg tekur hrekkjavökuskreytingarnar á heimilinu alla leið. Hér er hún við hluta þeirra. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ertu að flytja? – Ódýr þjónusta! Sendibílar í öllum stærðum í skammtíma og langtímaleigu
Reykjanesbær 31. október 2018 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Bogatröð 11, Ásbrú – Sími 455-0002 – leiga@sendibillinn.is
SUÐURNESJAMAGASÍN
öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
www.sendibillinn.is
DAGANA 1. - 4. NÓVEMBER F&F NJARÐVÍK
8
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Sviptur ökuréttindum í tólf mánuði fyrir að neita lögreglu um þvagsýni
Járnbekkir eru hingað og þangað um húsnæði skólans.
– Blóðprufa reyndist hrein og hinn handtekni ekki ákærður
Skólinn hefur fengið gefins nokkur sófasett svo nemendur geti sest niður.
Theodór Helgi Helgason var sviptur ökuréttindum í tólf mánuði fyrir að neita að gefa þvagsýni eftir að hann var handtekinn í sumar grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann veitti hins vegar heimild til þess að tekin yrði blóðprufa. Tveimur og hálfum mánuði eftir að blóðprufan var tekin fékk Theodór bréf frá lögreglustjóra þar sem honum var tilkynnt að prufan hafi verið hrein og hann yrði ekki ákærður.
„Ég er sekur þó ég sé saklaus,“ segir Theodór um þá niðurstöðu að hann sé án ökuréttinda þrátt fyrir að blóðprufan hafi leitt til þess að hann yrði ekki ákærður. er stoppaður af lögreglu þá titrar maður aðeins fyrst, því maður á von á því að vera tekinn niður á lögreglustöð til að taka út á sér kynfæri,“ segir Theodór. Hann segist í samtali við Víkurfréttir alveg hafa verið tilbúinn til að gefa blóðsýni og vera án ökuréttinda þar til rannsókn væri lokið. „Út af því að ég pissa ekki fyrir þá og stend þarna úti með tippið fyrir framan lögregluþjón, sem ber að horfa á og fylgjast með að ég setji ekki eitthvað annað í bollann, þá er ég samt próflaus þrátt fyrir niðurstöðu blóðprufunnar“. Theodór segist hafa aflað sér upplýsinga um það í dag að embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum sé eina lögregluembætti landsins sem hafi nýtt sér þessa heimild að svipta fólk ökuréttindum fyrir að neita að gefa þvagsýni. „Ég er sekur þó ég sé saklaus,“ segir Theodór um þá niðurstöðu að hann sé án ökuréttinda þrátt fyrir að blóðprufan hafi leitt til þess að hann yrði ekki ákærður. „Mér finnst þetta vera kynferðislegt áreiti að láta mann pissa fyrir allra augum. Ég myndi horfa öðruvísi á þetta ef maður fengi næði til þess,“ segir Theodór sem ætlar að gera tilraun til að öðlast ökuréttindin aftur. „Ég misskildi bréfið frá lögreglustjóra þar sem segir að hann ætli ekki að kæra mig og þar með taldi ég að ég hefði ökuréttindin“. Theodór á von á því að ökuleyfissviptingin verði kærð.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
METNAÐARFULLUR FORMAÐUR NFS Jón Ragnar Magnússon ákvað að gefa fleiri nemendum skólans tækifæri til formennsku í nefndum þegar hann tók sjálfur við formennsku í Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Honum líður best þegar hann og þeir nemendur sem starfa með honum eru búin að standa að skemmtun á vegum skólans sem heppnast vel.
stundað í mörg ár. Nú vendir hann kvæði sínu í kross og notar krafta sína í formennskustarfið og námið en hann útskrifast sem stúdent í vor. „Það gaf mér mikið að starfa í ungmennaráði og að taka þátt í Ungt fólk og lýðræði á vegum UMFÍ. Þegar ég bauð mig fram til formennsku í NFS þá fannst mér ég vera tilbúinn og hafði trú á mér í starfið. Ég ætla að verða besti formaðurinn,“ segir Jón Ragnar létt og hlær en undir niðri er honum alvara því hann segist vilja sjá öflugt starf í skólanum og engan klíkuskap. „Mér finnst gaman að sjá nemendur skemmta sér vel á þeim viðburðum sem við stöndum fyrir. Við hlustum á hugmyndir allra nemenda, hvað þeir vilja gera og þegar hlutirnir heppnast vel þá líður mér vel. Hér er mjög öflugt félagsstarf. Ég vildi taka þetta í gegn þegar ég byrjaði sem formaður og opna leiðina fyrir fleiri nemendum, ég vil að öllum líði vel í félagslífi skólans. Ég vil koma nýnemum að og þeim sem vilja starfa í félagsstarfi, ekki bara einhverjum vinum vina,“ segir hann.
Kraftur í ungu fólki
Jón Ragnar Magnússon, formaður NFS. VIÐTAL
Theodór hafi verið sviptur ökuréttindum á meðan rannsókn málsins stóð. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Theodór hafa haldið að þar sem hann var ekki brotlegur við lög og blóðprufan hafi sannað það að þá væri honum heimilt að halda út í umferðina aftur. Þann 18. október var Theodór svo stöðvaður af lögreglu þar sem hann segist hafa verið spurður hvort hann vissi ekki að hann væri að aka án ökuréttinda. Theodór sagðist standa í þeirri trú að hann væri með ökuréttindi þar sem hann hafi verið sviptur til bráðabirgða á meðan rannsókn málsins stæði og henni hafi lokið með tilkynningu um að ekki yrði ákært. Málsatvik samkvæmt frásögn Theodórs eru þau að hann var stöðvaður á Hafnargötu í Keflavík við verslun Iceland þann 16. júní í sumar og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. „Ég var handtekinn og fluttur á lögreglustöð og beðinn þar um þvagsýni. Ég neita því algjörlega þar sem ég hef gefið þvagsýni nokkrum sinnum og þau hafa komið hrein. Mér finnst bara mjög óþægilegt að það standi lögreglumaður og horfi á kynfærin á mér. Klósettskálinni er líka stillt upp þannig að það er opið beint inn til mín þannig að hver sem er sem labbar framhjá sér ber kynfærin á mér,“ segir Theodór. Hann segir lögreglu hafa haldið því fram að hún væri með vitni að því að hann væri í dagneyslu. Hann hafi neitað því og segist í samtali við Víkurfréttir vera með hreina sakaskrá. Lögreglan hafi þá sagt honum að hún hafi heimild til að taka úr honum blóð, sem hann hafi samþykkt. Þegar Theodór var stöðvaður síðasta fimmtudag var honum tjáð að hann væri ennþá án ökuréttinda og fengi 125.000 króna sekt fyrir að aka án þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Theodór hafi aflað sér þá hafi lögreglustjóri heimild til að svipta fólk ökuréttindum í tólf mánuði neiti það að gefa þvagsýni. Skiptir þá engu hvort blóðsýni sem tekið sé sýni að neysla ávana- og fíkniefna hafi ekki átt sér stað. Theodór segist hafa misst bílprófið því hann vildi ekki sýna lögreglunni á sér kynfærin. „Ég steig bara niður löppinni því þetta er bara kynferðislegt áreiti. Í hvert skipti sem maður
Búið er að koma fyrir heimasmíðuðum trébekkjum á ganga fyrir nemendur.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
Tekur það á að vera formaður? „Já þetta er mjög krefjandi en samt svo skemmtilegt. Ég læri mikið af því að vera í formennsku NFS. Það byggir upp sjálfstraust og maður lærir að vinna með öðrum í hóp en við erum sex talsins í stjórn NFS og erum þar að auki í samstarfi við ótal nefndir sem starfa á vegum nemenda skólans. Við reynum alltaf að hafa eitthvað í gangi á tveggja vikna fresti og fáum lánað 88 húsið hér í bænum því hérna er ekki félagsaðstaða. Auðvitað ætti skólinn sjálfur að eiga félagsaðstöðu hérna. Þetta er alveg fáránlegt að svona stór skóli eigi ekki félagsaðstöðu fyrir nemendur sína. Við erum í mjög góðu samstarfi við stjórnendur skólans sem styðja við okkur eins og þeir geta en skólann vantar stærra
húsnæði og við finnum vel fyrir því, við sem stýrum félagslífi skólans,“ segir Jón Ragnar.
Hefur góða reynslu af félagsstarfi
Formaður NFS er enginn nýgræðingur í félagsstarfi en hann hafði áður verið í ungmennaráði Reykjanesbæjar og gegndi þar formennsku í tvö ár. Jón Ragnar vann stóru upplestrarkeppnina á sínum tíma og er nýhættur í tónlistarnámi en það nám hafði hann
Umræðan færist yfir í andlega líðan nemenda á þessum árum og Jón Ragnar segir að það geti stundum verið krefjandi að vera til í dag. „Félagslíf og andleg líðan leiðist hönd í hönd. Okkur líður betur þegar við erum að umgangast aðra. Fyrir tuttugu árum gastu farið í rúmið og sofnað fljótlega en núna eru margir krakkar sítengdir farsímanum sínum og fá ekki þessa ró fyrir svefninn því síminn er að trufla. Þetta eykur spennu. Sumir eru einnig einangraðir félagslega. Þessi ár eiga að vera skemmtileg og jafnvel besti tími lífs þíns. Við viljum virkja nemendur og það gengur vel. Það eru ótrúlega margar nefndir starfandi í skólanum og nefni bara sem dæmi markaðsnefnd, skreytinefnd, íþróttanefnd, málfundafélagið Kormák þar sem við æfum meðal annars rökræður, ritnefnd sem sér um að gefa út Vizkustykki, skemmtinefnd, stuttmyndanefnd sem heitir Hnísan og Vox Arena leiklistarnefnd. Félagsstarfið í FS er fyrir alla nemendur og á þessum árum erum við flest hraust og skuldum yfirleitt lítið. Við eigum að leika okkur og læra að vinna saman á þessum árum. Við erum oft að eignast vini fyrir lífstíð. Það er gott að taka hugann frá bókunum öðru hvoru og hitta aðra krakka,“ segir Jón Ragnar. Þegar talið berst að húsnæðisvanda skólans þá liggur hann ekki á skoðun sinni. „Já við finnum líka vel fyrir þessum þrengslum í matsalnum og þegar það er allt fullt í hádegishléi þá fara margir nemendur út í bíl til þess að borða matinn sinn. Það er ekki einu sinni pláss fyrir okkur í matsalnum!“
Verið hjartanlega velkomin á
Konukvöld 1. nóvember milli kl. 18-21. Sigga Dögg kynfræðingur verður kynnir. Vox Felix, Camy og Rabbi verða með söngatriði. Léttar veitingar í boði. Tilboð í verslunum.
Verslanir Krossmóa í Reykjanesbæ Þeir sem versla og setja kassakvittun í lukkupott eiga von á glæsilegum vinningum. Vinningar verða dregnir út á heila tímanum (kl. 19, 20 og 21) frá eftirtöldum verslunum:
22. október til 3. nóvember getur þú valið nafn á sveitarfélagið okkar. Ákveðið hefur verið að efna til könnunar þar sem valið verður milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.
HEIÐARBYGGÐ www.heidarbyggd.is „Skrifstofa Heiðarbyggðar, góðan daginn.“ ,,Ég er starfsmaður Heiðarbyggðar" ,,Magnús er bæjarstjóri Heiðarbyggðar. Netfangið hans er magnus@heidarbyggd.is." „Í næstu viku verður grannaslagur í Útsvari þegar lið Heiðarbyggðar og Reykjanesbæjar mætast.“
SUÐURNESJABÆR www.sudurnesjabaer.is „Skrifstofa Suðurnesjabæjar, góðan daginn.“ „Ég er starfsmaður Suðurnesjabæjar.“ ,,Magnús er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Netfangið hans er magnus@sudurnesjabaer.is." „Nemendur grunnskólanna í Suðurnesjabæ sigruðu Skólahreysti.“
SVEITARFÉLAGIÐ MIÐGARÐUR www.mid-gardur.is „Skrifstofa Sveitarfélagsins Miðgarðs, góðan daginn.“ „Ég er starfsmaður Sveitarfélagsins Miðgarðs.“ ,,Magnús er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Miðgarðs. Netfangið hans er magnus@mid-gardur.is." „Myndatökumaður okkar brá sér í Sveitarfélagið Miðgarð og tók þessar fallegu myndir.“
Könnunin fer fram á opnunartíma í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði til 2. nóvember. Föstudaginn 2. nóvember verður opið til kl. 18 á báðum stöðum. Einnig verður hægt að taka þátt í Grunnskólanum í Sandgerði og í Gerðaskóla laugardaginn 3. nóvember milli kl. 10 og 20. Þar verður kaffi og meðlæti í boði kl. 10–17. Þú tekur þátt í því hverfi þar sem þú býrð: Sandgerðingar í ráðhúsinu í Sandgerði eða Grunnskólanum í Sandgerði og Garðmenn í ráðhúsinu í Garði eða Gerðaskóla.
Hverjir geta tekið þátt? Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir 26. október sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta tekið þátt. Það er að segja allir sem eru 16 ára og eldri, óháð þjóðerni.
Bindandi könnun Könnunin er ekki kosning í skilningi laga um kosningar. Bæjarstjórn hefur hins vegar ákveðið að niðurstöður hennar séu bindandi ef þátttaka verður meiri en 50% og einhver tillaga fær meira en 50% atkvæða.
Tökum öll þátt og veljum nafn sem við sameinumst um! For English, visit https://www.gardurogsandgerdi.is/ Po Polsku odwiedź https://www.gardurogsandgerdi.is/
12
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
Ferísjkúkndómiunr
r a n n u k s l e s sjálf lt of margra ungmenna
ur saga al Saga Elfars Þórs er því miðsem leiðst hefur út í neyslu og af Suðurnesjum. Ungt fólkVandamálið er landlægt. Elfar á misnotkun á vímuefnum. ki ásamt öðrum meðferðarúrellefu innlagnir á Vog að bata áfengi um fermingaraldur ræðum. Hann byrjaði að non að rúlla. Hann fór að heiman og eftir það fór snjóboltin ekki heimili að kalla næsta tæpa sautján ára gamall og átti t upp á marga vini sína taka eigið áratuginn. Hann hefur horfborið þunga byrgði sökum lífernis líf. Fjölskylda hans hefur með að fyrirgefa sjálfum sér. hans og nú burðast hann auðvelt að verða edrú og takast Það er nefnilega ekki svo samfélagsins. á við afleiðingar og dóma
Kvikmyndaskólinn var líflína
Elfar hefur sagt sögu sína í Njarðvíkurskóla, þaðan sem hann náði varla að útskrifast. Hann hefur áhyggjur af rammanum, hvernig hann komi út í mynd og hvað mamma muni segja um þetta allt saman. „Kvíðinn, hann hverfur nefnilega ekki,“ segir Elfar sem hefur fundið köllun sína í kvikmyndagerð. Kvikmyndaáhuginn kviknaði fyrst þegar Elfar sá mynd Oliver Stone um The Doors. „Ég grínast oft með það að ég misskildi kannski hvað heillaði mig við myndina, það var kannski ekki stíll leikstjórans.“ Elfar var alltaf heillaður af bíómyndum sem barn en grunaði aldrei að hann færi að skapa sínar eigin. „Raunveruleiki minn í dag var
fjarstæðukenndur draumur þegar ég var sesxtán ára gamall. Þegar maður talaði um að gera kvikmyndir á þeim tíma var manni sagt að hafa raunhæfa drauma.“ „Það tók mig mjög langan tíma að uppgötva sjálfan mig og átta mig á því hvað það var sem ég vildi fá út úr lífi mínu. Ég var rosalega týndur í mörg ár,“ segir Elfar sem fór í sína síðustu meðferð 28 ára gamall. Margoft hafði hann reynt að verða allsgáður. Hann spurði sjálfan sig að því hvað hann ætlaði að gera öðruvísi í þetta skipti. „Ég fór að hugsa til baka. Hver var ég fyrir þetta allt saman? Þá var það kvikmyndaáhugamaður. Þegar ég var út á sjó var ég sá sem svaf bara þrjá tíma á vaktinni því ég vildi nýta
tímann til þess að horfa á bíómynd.“ Leiðin var ekki svo auðveld í Kvikmyndaskóla Íslands en þangað stefndi Elfar. „Ég var að sækja um í skólann og á því augnabliki fór síminn minn að hristast. Þá var það minning á Facebook um vin minn sem lést árið 2011. Sameiginlega áhugamál okkar voru einmitt kvikmyndir. Það var þá sem ég vissi að ég væri að fara að komast inn í skólann, að hann væri með mér.“ Elfar er svo boðaður í viðtal í skólanum. Kröfur skólans eru að hafa lokið stúdentsprófi. „Það er varla hægt að segja að ég hafi klárað grunnskóla. Ég man eftir því að hafa bara skrifað nafnið mitt á prófið og svo beið ég bara eftir því að tíminn kláraðist. Þeir í skólanum spurðu mig svo af hverju ég hafi ekkert verið í skóla og hvað ég hafi verið að gera frá fimmtán ára aldri. Á þessu augnabliki þurfti ég að vera heiðarlegur og ég útskýrði fyrir þeim að ég hafi átt við fíkn að stríða í lífi mínu. Núna væri ég að sækjast eftir því lífi sem ég hafði þráð frá upphafi. Þeir kunnu svo mikið að meta heiðarleika minn og þá sköpunargleði sem ég bý yfir. Daginn eftir var mér boðið að koma í skólann. Ég lofaði sjálfum mér að verða þeim ekki til skammar,“ en Elfar útskrifaðist nú í sumar. „Skólinn varð líflína mín. Þetta var staður þar sem ég var ekki dæmdur fyrir fortíð mína. Þetta var staður þar sem mér var fagnað fyrir að nýta söguna og sækja þangað innblástur til þess að skapa. Þetta er ekki fallegt líf. Þér líður aldrei vel þar sem þú ert í stöðugu ástandi að reyna að deyfa þig. Loksins að geta nýtt allan þann sársauka til þess að skapa.“ Ýmsar áskoranir biðu hans þegar námið hófst. „Ég þurfti að læra að stafsetja og skrifa upp á nýtt. Fyrstu handritin mín voru full af villum.“
EN HANN ER SVO GÓÐUR STRÁKUR
„Ég sat á tali við mann um daginn sem sagði mér að honum hefði þótt það svo undanlegt að ég hafi farið þessa leið, þar sem ég var svo góður strákur. Hvernig gat ég hafa leiðst út í þetta? Það hefur í raun ekkert með þessa hluti að gera hver leiðist út í þetta. Þetta er á öllum stöðum og stéttum í þjóðfélaginu. Fimmtán ára gamall var ég búinn að gefa skólagöngu mína upp á bátinn og farinn af vinna til þess að fjármagna eigin neyslu. Stuttu eftir það yfirgaf ég heimili foreldra minna. Ég var sautján ára þegar ég fór að heiman vegna þess að þau voru að skipta sér af mér, og ég fór líka í mína fyrstu meðferð það sama ár. Þetta vindur upp á sig svo fljótt. Maður segir við sjálfan sig: „Ég ætla bara að reykja hass,“ svo ertu allt í einu farinn að nota amfetamín og áður en þú veist af er þetta búið að yfirtaka líf þitt. Þetta er kannski gaman og spennandi til að byrja með en síðan ertu farinn að ljúga að sjálfum þér að þetta sé ennþá gaman, en það er ekkert annað en sjálfsblekking þar sem þú ert orðinn háður efnunum – andlega og líkamlega.“ Elfar náði ekki að halda sér edrú eftir meðferðina sautján ára gamall. Ári síðar leitaði hann til Götusmiðjunnar þar sem hann náði frábærum árangri að eigin sögn. „En ég entist ekkert edrú. Maður var ekki búinn að átta sig á því á þessum tíma hvað þetta var alvarlegt. Ég sé það í dag að það versta við þetta líferni er
VIÐTAL
„Ég var einmitt að fá upp minningu á Facebook þar sem ég var að minnast vinar míns úr Grindavík sem hafði tekið sitt eigið líf. Það var þá fimmti vinur minn á þriggja mánaða tímabili sem hafði farið þá leið,“ segir Njarðvíkingurinn Elfar Þór Guðbjartsson rétt eftir að hann sest niður með blaðamanni. Hann hefur verið allsgáður í rúm tvö ár en þó hefur margt breyst síðan hann hætti neyslu. „Ég er að lesa um að fólk sé að nota krakk og auk þess sem fólk er að sprauta sig með þessum sterku verkjalyfjum. Félagi minn var í strætó um daginn þar sem krakkar á fermingaraldri voru að tala um það að taka fyrsta skotið sitt [innsk. blm. skot er þarna notað í merkingunni að sprauta sig]. Hvað það var geggjað og hvar þeir fengu oxycontin.“
Það tók mig mjög langan tíma að uppgötva sjálfan mig og átta mig á því hvað það var sem ég vildi fá út úr lífi mínu. Ég var rosalega týndur í mörg ár ...
Elfar segist hafa upplifað niðurlægingu þess vegna. „Það er alltaf skömm. Ég var alltaf að afsaka eitthvað sem ég sendi frá mér. Aldrei hélt ég fyrir mitt litla líf þegar ég var í íslensku í gamla daga, að ég myndi vera síðar að skrifa Zombie-víkingamynd um Ingólf Arnarson að rísa upp frá dauðum,“ segir Elfar og hlær en hann er einmitt með slíkt handrit í farvatninu. Um þrettán ára aldur var Elfar byrjaður að drekka reglulega og neyta vímuefna fimmtán ára gamall. „Ég held að þarna hafi ég haft lítið sjálfsmat. Þegar maður byrjar að drekka þá er maður allt í einu þessi fyndni og skemmtilegi, þegar þú varst kannski í raun kvíðinn og alls ekki viss með sjálfan þig á meðan þú varst edrú. Sama hvað hver segir, þá er þetta líka töffaraskapur. Ég byrjaði ekkert að reykja af því að mér fannst það gott,“ bætir hann við.
Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is
hvaða áhrif það hefur á fjölskylduna. Það erfiðasta sem ég er að fást við í dag er að fyrirgefa sjálfum mér á hverjum einasta degi fyrir það sem ég gerði fólki. Það er ábyggilega ástæðan fyrir að árangurinn er oft svona lítill hjá fólki. Ég fékk fyrirgefningu frá þeim um leið og ég fór að ná árangri. Eina sem fólkið mitt vildi var að ég væri edrú og að gera eitthvað við líf mitt. Móðir mín yngdist um tíu ár eftir þrjá mánuði af edrúmennsku minni. Þá var hún farin að sofa á nóttunni. Hún varð aftur glæsilega, flotta konan sem hún hefur alltaf verið, en var búin að tapa út af áhyggjum af mér.“
HEIMILSLAUST SÓFADÝR
Rétt fyrir tvítugt fór Elfar að stunda sjómennsku. „Það má deila um það hvort það hafi verið gott eða slæmt. Ég var góður í vinnunni minni og elskaði hana. Ég var alltaf edrú þegar ég var í vinnunni. Ég var sem sagt allsgáður í þrjár vikur og svo vikuna sem ég var heima var ég allan tímann í því. Í rauninni var ég heimilislaus frá 19 til 27 ára aldurs, svona sófadýr eins og þeir segja, þangað til að ég kom aftur til mömmu og pabba með skottið á milli lappanna.“ Elfar var það slæmur í landi að hann gat ekki séð sér fært um að mæta í tvo daga í endurmenntun hjá Slysavarnarskólanum og því gat hann ekki verið á undanþágu á sjónum lengur. Hann fór því í land um jólin 2015 og fór í meðferð í júní næsta ár. „Í þetta skipti var ég ekkert að fara að vera edrú ef ég á að segja eins og er. Ég var
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
13
Ljósanætursýningarnar fjórar í Duus ~ Síðasta sýningarhelgi ~
búinn að vera stanslaust á einhverju djammi og flakki og taka toll af foreldrum mínum. Ég ákvað að fara í tíu daga meðferð því hugs unin náði ekki lengra en að borða í tíu daga í senn. Inn á Vogi í þetta skipti fór ég á tólf spora fund og það kviknaði eitthvað ljós, ein hver von. Þetta líferni var orðið leiðinlegt. Ég var búinn að þróa með mér spilafíkn síðustu tvö árin á undan þar sem lyfin voru hætt að gera nokkuð fyrir mig. Mér leiddist. Þarna var ég kominn með leið á þessu, kominn með nóg. Ég þurfti að viðurkenna
Við viljum ekki trúa að þetta sé til, að lífið sé svona. fyrir sjálfum mér að ég væri búinn að lifa lífinu á rangan hátt. Ég þurfti að byrja á því að æfa mig að bursta tenn urnar tvisvar á dag, búa um rúmið mitt á morgnana. Ég þurfti að læra að tala við fólk upp á nýtt. Það var rosalega erfitt. Ég man eftir að hafa farið með foreldrum mínum upp í bústað stuttu eftir að ég hætti. Ég gat ekki talað neitt í tvo sólarhringa þar sem ég kunni ekki að eiga samskipti við eðlilegt fólk. Ég þurfti að sitja, hlusta og átta mig á því hvernig ég gæti hagað mér. Það er erfitt fyrir 28 ára gamlan mann að átta sig á því að hann er eins og lítið barn. Það er særandi fyrir egóið.“ Nú tveimur árum síðar er Elfar enn að læra fullt af nýjum hlutum. Flestir sem hafa sokkið djúpt í neyslu ná ekki fullum bata að mati Elfars. „Mér er ekki óhult ennþá og þarf stanslaust að vera á verði gagnvart mínum eigin hugsunum.“ Elfar rifjar upp það tímabil í fyrra þegar þessir fimm félagar hans ákváðu að taka eigið líf. Hann langar ekki að horfa upp á slíka hluti. Elfar er talsmaður þess að besta forvörnin komi með fræðslu. „Ég mun ekki ráðleggja fólki að ekki prófa þetta eða ekki gera hitt. Fólk þarf að átta sig á því að það á ekki að fara út í þetta. Við sem samfélag eigum þó fyrst og fremst að hætta að líta á þetta sem glæpi.“
GRÉT STANSLAUST Í ÞRJÁ TÍMA
„Ég er sonur foreldra minna. Ég er vel upp alinn og mér var kennt hvað er rétt og hvað er rangt í lífinu. Það erf iðasta við þetta er alltaf fjölskyldan. Alveg sama hvað þá áttu alltaf ein hvern sem þykir vænt um þig. Í vörn þá ýtir maður þeim burtu frá sér. Faðir minn var orðinn svo þungur síðustu árin áður en ég varð edrú, við áttum varla nein samskipti. Eftir að ég fór að ná árangri þá sátum við saman og horfðum á Criminal Minds á RÚV. Gamli byrjar að vera þreyttur og hann stendur upp og klappar mér á kollinum og segir: „Góða nótt elsku
þykir vænt um. Bróðir minn er besta dæmið. Þar opnaðist gluggi. Nú er hann búinn að vera edrú í eitt ár og líður vel í fyrsta sinn. Það er með því dýrmætasta sem ég hef fengið að upplifa síðan það rann af mér.“
SENDI STEPHEN KING DOLLARA Í UMSLAGI
Elfar minn ég sé þig í fyrramálið.“ Ég grét samfleytt í þrjá klukkutíma eftir þetta augnablik því ég var búinn að gleyma því hvað ég þurfti mikið á ást föður míns að halda. Það komu alls kyns svona augnablik þar sem ég áttaði mig á því að ég hafði ýtt þessu öllu frá mér í þrettán ár, þegar þetta var það eina sem ég þráði. Það að læra að vera elskaður aftur, það er rosalega erfitt.“ Kvikmyndin Lof mér að falla hefur vakið máls á þeim fíknivanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Elfar segir að þarna sé loks komin mynd sem sýni ástandið eins og það er í raun og veru. „Við viljum ekki trúa að þetta sé til, að lífið sé svona.“ Hvernig er þessi heimur? „Hann er alltaf verri en þú getur ímyndað þér. Þetta er ofsalega eigin gjarn heimur. Ég var að ræða við einn um daginn sem sagðist hafa eytt síðustu 20 árum í að drepa allt það góða innra með sér. Hversu harður og ljótur er þessi heimur ef þú ert meðvitað að drepa allt það góða til þess að geta þrifist í honum. Bara til þess að svala fíkn þinni þarft þú að vera tilbúinn að fórna öllu þínu sið ferði. Þú ert veikur einstaklingur en ert talinn glæpamaður. Þetta er sjúkt ástand og fólk þarf hjálp, það þarf ekki að loka það frá umheiminum,“ segir Elfar og bætir því við að fólk þurfi að vita að það geti fengið fyrir gefningu og öðlast traust á ný þrátt fyrir fortíð sína. Hann segist í dag upplifa fordóma vegna sögu sinnar.
VERUM TILBÚIN ÞEGAR GLUGGINN OPNAST
Hvað með þá sem eru í neyslu? Getur maður rétt fram hjálparhönd á meðan viðkomandi er djúpt sokkinn eða þarf hann af finna sína leið sjálfur? „Það er talað um „tækifærisglugga“, hann opnast annað slagið. Það fer þó allt eftir einstaklingnum. Við sem stönd um við bakið á þessu fólki þurfum að vera opin og fylgjast með þegar þetta augnablik gefst. Þessi gluggi er alltaf þarna. Í mínu tilfelli var ég leiður og alveg hlutlaus. Ég sótti fund þar sem ég meðtók allt og það breytti lífi mínu. Þetta augnablik kemur en manneskjan mun hugsanlega reyna að forðast þig eins mikið og hún getur. Alls ekki gefast upp. Það þarf auð vitað að mynda ákveðna fjarlægð. Fíkillinn getur ekki látið ganga á sig endalaust, fíknin er sjúkdómur sjálfselskunnar. Ég hef fengið tæki færi til þess að hjálpa fólki sem mér
Í kvikmyndaskólanum átti Elfar að vinna stuttmynd byggða á áður útgefnu efni. Hann komst að því að hrollvekjukóngurinn Stephen King býður upp á smásögur sem kallast „Dollar Baby“ þar sem ungt kvikmyndagerðarfólk getur nýtt sér sögur hans til þess að æfa sig í faginu. „Ég fann það út að Poppsy, ein eftirlætissmásaga mín eftir hann var aðgengileg, þá var ekki aftur snúið. Degi seinna var ég bara búinn að fá senda pappíra og undirrita samning. Það að senda dollara í umslagi heim til Stephen King er eitt það súrealísk
Ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum er afrakstur samkeppni sem Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir. Öllum Suðurnesjamönnum var boðið að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári og alls bárust 350 myndir. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn „Bestu myndirnar“ og þær áttu ljósmyndararnir Guðmundur Magnússon, Ólafur Harðarson, Jón Óskar Hauksson, Haukur Hilmarsson og Hilmar Bragi Bárðarson en 30 aðrar myndir fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir. Allar þessar myndir og fjöldi annarra eru á sýningunni sem lýkur sunnudaginn 4. nóvember.
Vinsælasta myndin kosin
Safngestir kusu vinsælustu ljós myndina á sýningunni Eitt ár á Suðurnesjum og tóku 607 manns
Þú ert veikur einstaklingur en ert talinn glæpamaður. Þetta er sjúkt ástand og fólk þarf hjálp ... þátt í kosningunni. Og nú er um að gera að sjá þessar myndir og skella sér á sýninguna áður en henni lýkur. asta í lífi mínu. Núna í dag er ég að gera hana klára fyrir Frostbiter sem er íslensk hrollvekjuhátíð.“ Næsta verkefni er að gera mynd í fullri lengd. „Draumurinn er að fást eingöngu við þetta. Ég ætla í raun og veru að leggja allt á mig til að það takist. Hvort sem það er sem leik stjóri, leikari eða handritshöfundur. Að eiga feril þar sem þú getur fengið að gera það sem þér finnst skemmti legt að gera og njóta þess alla daga. Þetta snýst um það og að gera fjöl skylduna stolta og fá að eyða tíma með henni. Bara að fá að blómstra sem einstaklingur,“ segir Elfar ein lægur.
SJÁÐU VIÐTALIÐ Á HRINGBRAUT OG VF.IS FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN
ÚRSLITIN URÐU ÞESSI:
helgi en hún er líka afrakstur sam keppni. Norræna húsið í Þórshöfn bauð öllum Færeyingum að senda inn myndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári og nú má sjá vinningsmyndirnar tólf út prentaðar í Bíósal Duus Safnahúsa ásamt öðrum innsendum myndum á skjám. Sýningin Endalaust er samstarfs verkefni Listasafns Reykjanesbæjar og Handverks og hönnunar og inni heldur verk úr endurunnum efnivið. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og koma 20 hönnuðir að sýningunni sem lýkur nú um helgina. Sýningunni...Svo miklar drossíur lýkur líka á sunnudaginn. Silver Cross-barnavagnar hafa verið vin sælir á Íslandi í langan tíma og er sýningin samstarfsverkefni Byggða safns Reykjanesbæjar og Thelmu Björgvinsdóttur, sem hefur kynnt sér sögu vagnanna hér á landi. Á sýn ingunni er fjöldi glæsilegra vagna frá ýmsum tímum, auk fjölda ljósmynda af vögnum í notkun. Duus Safnahús eru opin alla daga frá 12.00 til 17.00. Ókeypis aðgangur þessa helgi.
1. sæti Stóri Hólmur, ljósmyndari Jón Óskar Hauksson 2. sæti Vitinn í storminum, ljósmyndari Sigurþór Sumarliðason 3. sæti Skessuhellir í klakaböndum, ljósmyndari Hilmar Bragi Bárðarson Sýningin Eitt ár í Færeyjum er önnur ljósmyndasýning sem lýkur þessa
KÓDA 35 ÁRA
BOÐIÐ VERÐUR UPP Á LÉTTAR VEITINGAR
35% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM. KÍKTU VIÐ OG FAGNAÐU MEÐ OKKUR.
14
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Skipulagsbreyting við Pósthússtræti samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt svarbréf með svörum við athugasemdum íbúa við Pósthússtræti vegna byggingar Pósthússtrætis 5, 7 og 9 í Reykjanesbæ. Í svarbréfinu kemur fram að fjöldi íbúða er í samræmi við breytt aðalskipulag en engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Aðkoma á lóð er óbreytt frá gildandi deiliskipulagi. Bílastæðahlutfall 1,9 er eðlilegt og ríflegra en við fjölbýlishús í nýjum hverfum bæjarins s.s. Dalshverfi og Tjarnarhverfi þar sem hlutfallið er 1,6 – 1,8. Nálægð bygginga er óbreytt frá gildandi deiliskipulagi frá 2005. Hæð bygginga er óbreytt, nema jarðhæð lækkar um 0,6m. Þá kemur fram að unnin var könnun á vindafari þar sem þeirri niðurstöðu er lýst í minnisblaði Verkfræðistofunnar Eflu að breytingin er að líkindum til batnaðar varðandi sviptivinda við húsið. „Umhverfis- og skipulagsráð skilur hug íbúa en telur breytinguna á deiliskipulagi frá 2005 til bóta,“ segir í bréfinu. Skipulagsbreyting við Pósthússtræti er því samþykkt en Gunnar Felix
Rúnarsson, fulltrúi Miðflokks, situr hjá undir þessum lið. Forsaga málsins er að Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti dagsettum 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi nr. 212 þann 12. júlí 2018. Erindi var sent í grenndarkynningu sem lauk þann 12. september 2018. Fjórar athugasemdir bárust þar af ein með 43 undirskriftum íbúa Pósthússtræti 3 sem vísar til einróma samþykktar stjórnar húsfélagsins á bréfi frá JA lögmönnum dagsett 29.08.2018. Megininntak flestra mótmæla er nálægð húsa, fjöldi íbúða og fjöldi bílastæða. Fundur var haldinn þann 22. október 2018 með íbúum Pósthússtrætis 1 og 3. Samkvæmt ósk sem fram kom í andmælabréfi og íbúum gefin kostur á að koma sínum sjónarmiðum að milliliða laust. Þá fór framkvæmdaaðili yfir verkefnið.
Reykjanesbær sýknaður en málið líklega til Mannréttindadómstóls
Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku dóm þar sem Reykjanesbær var sýknaður af kröfu um að gera úrbætur að tveimur opinberum byggingum í sveitarfélaginu. Arnar Helgi Lárusson íbúi í Reykjanesbæ og Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra stefndu Reykjanesbæ og hyggst Arnar fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Pósthússtræti 5 í byggingu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Játaði þjófnað á miklu magni lyfja úr Apóteki Suðurnesja Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann sem játaði við skýrslutöku að hafa brotist inn í Apótek Suðurnesja um þar síðustu helgi og stolið þaðan miklu magni af lyfjum. Var einkum um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og ann-
GÁTTAÐUR Á DÓMI HÆSTARÉTTAR
arra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Hafði hann brotið festingu í glugga og komist þannig inn. Hann var með mikið magn lyfja í vörslum sínum þegar lögregla handtók hann.
ÁRAMÓTABRENNAN OG FLUGELDASÝNINGIN VERÐI Í GARÐINUM
Lagt er til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasýningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu. Þetta er niðurstaða fundar ferða-, safna- og menningarráðs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Það er svo bæjarstjórnar að ákveða hvort þetta verður niðurstaðan en áramótabrennur og flugeldasýningar hafa verið í bæði Garði og Sandgerði sem sjálfstæðum sveitarfélögum mörg undanfarin ár.
Arnar og SEM byggja kröfur sínar á því að byggingarnar fullnægðu hvorki alþjóðlegum skuldbindingum Íslands né þeim kröfum sem gerðar væru í stjórnarskrá og lögum og reglugerðum um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum. Áður hafði verið dæmt Reykjanesbæ í hag í héraðsdómi Reykjaness. Um er að ræða Duushús við Duusgötu 2 og 88-húsið við Hafnargötu 88. Byggðu samtökin kröfur sínar á því að byggingarnar fullnægðu hvorki
alþjóðlegum skuldbindingum Íslands né þeim kröfum sem gerðar væru í stjórnarskrá og tilgreindum lögum og reglugerðum um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum. Arnar tjáði sig um dóminn á Facebook þar sem hann lýsti undrun sinni með niðurstöðuna. Hann segist hvergi nærri hættur að berjast og ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Ég mun aldrei tapa í Evrópudómstólnum, því
þar eru ekki aumingjar,“ segir Arnar í myndbandi sem hann setti á vefinn. „Ég skil ekki dóminn. Ég var að fara í mál vegna þess að þeir framfylgja ekki ákveðnum reglugerðum. Í hvorugu húsinu er lyfta. Dómurinn er bara að fjalla um réttindi fatlaðs fólks. Málið mitt snérist ekki um það. Ég er ekkert að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Það er fullt af fólki í því. Ég var að fara í mál á grundvelli þess að Reykjanesbær er ekki að fylgja eftir byggingarreglugerðum,“ bætir Arnar við „Ég hef aldrei fengið neina þjónustu hjá Reykjanesbæ. Bærinn veit ekkert af mér. Ég hef reynt að sækjast eftir henni af því að ég tel mig eiga rétt á henni en hún hefur aldrei verið veitt. “
Sjónarmið Reykjanesbæjar vegna ummæla forsvarsmanna SEM-samtakanna Þann 25. október sl. kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Arnars Helga Lárussonar og Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra gegn Reykjanesbæ og Eignarhaldsfélaginu fasteign ehf. Hæstiréttur sýknaði Reykjanesbæ og Eignarhaldsfélagið fasteign ehf. og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp þann 24. nóvember 2016. Arnar Helgi og aðrir forsvarsmenn SEM-samtakanna hafa tjáð sig nokkuð í fjölmiðlum um niðurstöðuna eftir að dómurinn var kveðinn upp í síðustu viku. Forsvarsmenn Reykjanesbæjar vilja því að þessu tilefni koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Þau sjónarmið sem Arnar Helgi og SEM-samtökin hafa lýst í tengslum við þennan málarekstur almennt eru réttmæt og sanngjörn. Það er eðlilegt að allt samfélagið geri þá kröfu til sveitarfélaga og annarra opinberra aðila að aðgengismál í opinberum byggingum séu ávallt eins góð og kostur er. Um það getum við vonandi flest verið sammála. Reykjanesbær hefur í nokkur ár unnið skipulega að aðgengismálum, með það að leiðarljósi að bæta og auka aðgengi fatlaðs fólks að stofnunum og mannvirkjum sveitarfélagsins sérstaklega. Árið 2008 var gerð sérstök úttektarskýrsla á aðgengismálum fasteigna á Hafnargötu. Tók úttektin
bæði til stofnana og verslunarhúsnæðis. Á árinu 2012 var hafist handa við að meta úrbótaþörf í öllum stofnunum bæjarins. Í framhaldi af þeirri vinnu var gerð fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við að bæta aðgengi að þessum stofnunum. Í kjölfarið hafa ýmsar endurbætur verið unnar á opinberum byggingum í Reykjanesbæ. Á sama tíma hefur bærinn gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu vegna fjárhagsörðugleika og því hefur ekki verið hægt að ráðstafa nægilega miklum fjármunum í ýmis konar aðkallandi verkefni. Málareksturinn sneri að tveimur byggingum í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir að aðgengismál í þessum byggingum séu langt frá því að vera eins góð og þau gætu verið þá hafa ýmsar endurbætur verið unnar á þeim á undanförnum árum og kappkostað að bæta aðgengi í og við byggingarnar. Þá hefur einnig verið ráðist í framkvæmdir til að bæta aðgengi
fatlaðra í og við grunn- og leikskóla, sund- og íþróttamannvirki og í ráðhúsi bæjarins. Þá er unnið að bættu aðgengi almennt í bæjarfélaginu með upphækkuðum gangbrautum eða lægri köntum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í síðustu viku þá eru forsvarsmenn Reykjanesbæjar meðvitaðir um að gera þurfi enn betur í þessum málum. Sjónarmið Reykjanesbæjar í dómsmálinu hafa frá upphafi verið skýr. Bærinn hefur uppfyllt lagalegar skyldur sínar að öllu leyti og hagað ákvörðunum sínum og gerðum með málefnalegum hætti. Fyrir liggur úrbótaáætlun og fjárhagsáætlun sem unnið hefur verið eftir. Þá hafa dómstólar fallist á þau sjónarmið Reykjanesbæjar að sveitarfélög séu sjálfstæð, ekki síst þegar ákvarðanir eru teknar um útgjöld úr tekjustofnum eða forgangsröðun í opinberum framkvæmdum. Umræðan síðustu daga er hvatning til forsvarsmanna Reykjanesbæjar um að gera enn betur á þessu sviði. Með góðum kveðjum, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
HREKKJAVAKA Í SUÐURNESJAMAGASÍNI FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Málningarverkfæri og málning – Endalaust úrval Colorex sænsk veggmálning, hvít 0502-Y 10 lítrar
5.990
Bostik hraðspartl 250ml
380 490
Bostik málarakýtti
Málningarteip frá kr.
275
2.490 Spartlspaðar frá kr.
Sköfur frá kr.
245
Deka Projekt 05, 2,7 lítrar (stofn A)
Deka Projekt 10, 10,9 lítrar (stofn A)
6.390
90
Einnota málningargallar frá kr.
745
Málningargrind og rúlla frá kr.
Málningarhrærur frá kr.
275
Spartlspaðar sett kr.
575
395 Slípiklossar frá kr.
390 Málningarpenslar frá kr.
90
Kíttgrindur frá kr.
565
Sandpappír frá kr.
175 örkin
Framlengingarsköft frá kr.
595
Málningarbakkar frá kr.
195
Yfirbreiðslur Fleece frá kr.
540
Reykjavík Reykjanesbær
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Gott verð fyrir alla, alltaf !
16
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
FÆRRI KONUR SKILA SÉR „Af því bara“-íbúakosning Í KRABBAMEINSSKOÐUN vegna Helguvíkur – Krabbameinsfélag Suðurnesja hvetur konur til að mæta „Sjálf greindist ég með leghálskrabbamein en með eftirliti þá tókst þeim að grípa inn í áður en krabbameinið náði að dreifa sér og tókst að fjarlægja allt meinið í aðgerð sem ég er svo þakklát fyrir. Að greinast með krabbamein er mjög erfitt og því er svo mikilvægt að mæta í skimun því leghálskrabbamein er einkennalaust í byrjun en með því að greina meinið snemma þá er hægt að lækna það. En það er einungis einkennalaust til að byrja með eins og með önnur krabbamein,“ segir Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja en Bleiki október er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameini hjá konum. Í ár var einblínt á vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka, í sameiningu, ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.
ÍSLENSKAR KONUR SKILA SÉR VERR Í SKIMUN
Með reglubundinni skimun er hægt að draga verulega úr fjölda krabbameina á byrjunarstigi og eykur batalíkurnar verulega. Því miður þá skila íslenskar konur sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndum og hefur krabbameinsskimun dregist saman á liðnum árum sem er ekki góð þróun. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna
er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem byrjað er að skima, er ekki með nema helmingsmætingu í skimun. Hvað veldur þessu er ekki vitað en þetta er áhyggjuefni. Krabbameinsfélag Suðurnesja hvetur allar konur að mæta í skimun því það gæti skipt sköpun, því fyrr sem hægt er að grípa inn í því betra. Félagið vill hvetja ungu konurnar okkar að mæta og einnig eldri konur. Farið saman, í hóp, systur, mæðgur eða frænkur því það gæti verið auðveldara að mæta með stuðning og í góðum félagsskap. STÖNDUM SAMAN STELPUR! Sigríður Erlingsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja
Viðburðir í Reykjanesbæ Hæfingarstöðin - opinn dagur Opinn dagur í Hæfingarstöðinni 2. nóvember kl. 13. Heitt á könnunni og búðin opin með sívinsælu chili sultunni og vörum úr prentsmiðjunni. Vonumst til að sjá sem flesta. Duus Safnahús - Ljósanætursýningum að ljúka Síðustu forvöð um helgina að sjá „vinsælustu“ ljósmyndina að mati safngesta, flottustu barnavagnana og ótrúlegustu hluti gerða úr „drasli“! Safnið er opið 12-17 alla daga. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Mánudagurinn 5. nóvember kl. 20: Unglingakvöld. Sigga Dögg les uppúr kynVeru, nýútkominni bók sinni um líkamann, ástina og fyrstu skrefin í kynlífi. Verið velkomin.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – deildarstjóri í þjónustukjarna Njarðvíkurskóli – skólaliði í 70% starf Velferðarsvið – félagsráðgjafi í fjölskyldumálum Málefni fatlaðs fólks – gefandi umönnunarstörf á heimili fatlaðra barna
Fljótlega eftir að bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman eftir sumarleyfi funduðu bæjarfulltrúar allra flokka með eiganda kísilversins í Helguvík, United Silicon. Eigandinn er dótturfélag Arion Banka og heitir Stakksberg. Á fundinum kom fram að unnið væri að breytingum á verksmiðunni til að uppfylla þau skilyrði sem Umhverfisstofnun hefur sett svo að gangsetning geti hafist að nýju. Í framhaldi af fundinum lagði Miðflokkurinn fram fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi þann 18. september sl. til meirihlutans, um það hvort að farið yrði í íbúakosningu ef kísilverið yrði gangsett að nýju. Íbúakosning er nauðsynleg ekki síst vegna mikilla ágalla á framkvæmd síðustu íbúakosningar og hversu ranga mynd niðurstaðan gaf af þeim sökum. Fyrir síðustu kosningar lagði Miðflokkurinn ríka áherslu á íbúalýðræði og að íbúar Reykjanesbæjar væru hafðir með í ráðum varðandi framtíð bæjarins. Það á ekki síst við í þessu stóra máli.
Útúrsnúningar og pirraður oddviti
Oddviti Beinnar leiðar, Guðbrandur Einarsson, svaraði fyrirspurninni með útúrsnúningi og pirringi. Byrjaði hann á því að setja út á fyrirspurn Miðflokksins, sem hann taldi vart eiga rétt á sér í upphafi kjörtímabilsins. Síðan sagði oddvitinn; „ef ekkert breyttist í Helguvík þá er ekki hægt að fara í íbúakosningu. Það er ekki hægt að fara í íbúakosningu „af því
Viðsnúningur hjá meirihlutanum
Annað hljóð er nú í strokknum hjá oddvita Beinnar leiðar eftir að fjölmiðlar fóru að fjalla aftur um málefni kísilversins og einungis nokkrum vikum eftir fyrirspurn Miðflokksins. Á bæjarstjórnarfundi þann 16. október sagði oddvitinn að það væri ekki á verksviði bæjarfulltrúanna að ákveða framtíð svæðisins og ætlar hann að kalla eftir íbúakosningu. Það er ánægjulegt að sjá viðsnúning hjá oddvita Beinnar leiðar í máli Helguvíkur. Við skulum vona að það verði ekki annar viðsnúningur þegar á hólminn er komið og meirihlutinn missi kjarkinn.
Baráttan hafin að nýju
Breyting á deiliskipulagi Helguvíkur er forsenda þess að hægt verði að
hefja starfsemi kísilversins að nýju. Breytingin fellst m.a. í því að heimilað verði að byggja svokallaðan neyðarskorstein, sem er hærri en núverandi byggingar. Reykjanesbæ ber engin skylda til að breyta skipulaginu, ekki síst þegar uppvíst er að byggt var í trássi við gildandi skipulag, eins og þekkt er. Miðflokkurinn mun ekki samþykkja breytinguna enda var það okkar helsta kosningaloforð að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi. Vilji meirihluta íbúa Reykjanesbæjar kom berlega í ljós fyrir kosningar. Stjórnmálaflokkur sem hefði lofað því að greiða götu þess að kísilverið yrði gangsett að nýju hefði aldrei fengið brautargengi í kosningunum. Íbúar Reykjanesbæjar vilja þessa verksmiðju burt. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ Gunnar Felix Rúnarsson, varabæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ
Viltu hjálpa barni? Árið 1994 fluttu dönsku hjónin Leif og Susanne Madsen til Kenía með fimm börnum sínum. Þau höfðu „hugsjón“ fyrir því að vinna með börnum. Og það var það eina sem þau höfðu. Í dag reka þau skóla fyrir u.þ.b. 550 börn og eru með um 100 börn í heimili, auk þess að halda úti neyðarathvarfi fyrir ungar konur í Nakuru Kenya. Hreint ótrúlegt hvað tvær manneskjur með hugsjón og trú á Guð geta gert.
En þetta gerist aðeins vegna þess að það er fólk eins og ég ogþú sem viljum vera með og hjálpa. Þannig að þú ert velkomin að koma og kynna þér málið. Þessi hjón verða með kynningu í Hvítasunnukirkjunni Keflavík þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.00.
www.newlife-africa.com
Elskuð móðir mín, dóttir, amma, systir og vinkona,
BERGÞÓRA HARPA ÞÓRARINSDÓTTIR Bessý Lindartúni 23, Garði
lést á föstudaginn 26. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför fer fram frá Útskálakirkju í Garðinum 8. nóvember klukkan 14. Viktor Agnar Falk Guðmundsson og börn Jónborg Júlíana Ragnarsdóttir Þórarinn Sveinn Guðbergsson Ingunn Pálsdóttir Þórhildur Ída Þórarinsdóttir Kristján Arnar Jakobsson og börn Sveinn Ingi Þórarinsson Halldóra Björk Guðmundsdóttir og börn Einar Már Aðalsteinsson Elín Hilmarsdóttir og börn Steinunn Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Hallbjörnsson og börn
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
bara“.“ Greinilegt er að oddvitinn leit svo á að misheppnuð íbúakosning, gangsetning kísilversins að nýju, nauðsynleg breyting á deiliskipulagi og eigendaskipti kallaði ekki á aðra íbúakosningu.
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
ATH. samkoman n.k. sunnudag verður sameiginleg í Keflavíkurkirkju kl.11.00.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
SMÁAUGLÝSINGAR ÍBÚÐ TIL LEIGU 4 herbergja íbúð til leigu í 270 Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 897 1995, Sigurður.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
Hollt fyrir sálina að vera með
Yndislegt í gegnum tíðina að geta látið gott af sér leiða og vera með í þessum skemmtilega hópi kvenna
– segja þær stöllur Fríða Bjarna og Salome Kristinsdóttir en þær starfa báðar með Kvenfélagi Keflavíkur sem er eitt af elstu kvenfélögum Íslands, var stofnað af frú Guðnýju Ásberg og fleiri konum haustið 1944
Nýjar konur velkomnar
Kvenfélag Keflavíkur er eitt þessara félaga sem er alltaf opið fyrir nýjum félagskonum. Þær Salome Kristinsdóttir, formaður félagsins, og Fríða Bjarnadóttir, meðstjórnandi, hittu blaðamann á dögunum og sögðu frá líflegu starfi félagsins. „Já, við tökum hlýlega á móti öllum konum sem vilja kynna sér starfið okkar og þær mega vera á öllum aldri, ungar og eldri konur. Það er aldrei of seint að byrja,“ segir Salome sem hefur starfað í félaginu í mörg ár en hún gerðist félagsmaður þegar hún flutti til Keflavíkur.
Man vel eftir þorrablótunum
Fríða Bjarna segist nánast vera alin upp í félaginu en móðir hennar var einnig kvenfélagskona. „Ég gekk í félagið fyrir fimmtíu árum síðan til þess að komast á saumanámskeið en svo slæddist ég meira inn í starfið, var valin í stjórn og varð seinna formaður. Ein elsta æskuminning mín tengist Kvenfélaginu. Ég man svo vel tilstandið heima í eldhúsinu í kringum þorrablótin og alla vinnuna sem móðir mín lagði í undirbúning þessarar helstu skemmtunar sem þorrablót Kvenfélagsins var á þeim tíma í Keflavík. Þá þurftu konur að
VIÐTAL
Það getur haft góð áhrif heilsufarslega að vera með í félagsstarfi eða svo segja rannsóknir. Allskonar félög eru sífellt að leita að nýjum meðlimum. Upplagt fyrir þá sem langar að komast út á meðal annarra, taka þátt og vera með í starfi þar sem virknin byggir stundum á að hjálpa öðrum.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
elda allan matinn heima og hann var síðan borinn fram á trogum. Það voru heimatilbúin leikrit á þessum skemmtunum, fjöldasöngur og fleira skemmtilegt,“ segir Fríða og brosir þegar hún rifjar þetta upp.
Að hjálpa öðrum
„Kvenfélag Keflavíkur hefur alltaf haft það að markmiði að styðja við ýmsa einstaklinga og fjölskyldur í samfélaginu okkar. Þetta er líknarfélag fyrst og fremst. Við gefum úr sjóðum félagsins og höfum fjáröflun til þess að safna peningum í sjóðinn. Það er kaffisala hjá okkur á hverju
Mér leið strax vel á fyrsta fundi – segir Þuríður Sveinsdóttir sem byrjaði nýlega í Kvenfélagi Keflavíkur
Nýjar konur bætast reglulega í hóp Kvenfélags Keflavíkur. Þuríður Sveinsdóttir er ein þeirra en hún byrjaði fyrr á þessu ári og er mjög ánægð með þær hlýju móttökur sem hún fékk þegar hún mætti á fyrsta fundinn sinn. „Ég byrjaði í apríl 2018 en ég hafði misst manninn minn úr krabbameini í ágúst 2017 og átti erfitt tilfinningalega þegar mágkona mín og besta vinkona, Brynja Jóhannesdóttir, bauð mér að koma með sér á fund en hún var búin að vera eitt ár í félaginu. Hún var búin að reyna að fá mig til að mæta og ég sló loksins til þar sem mig vantaði að vera í einhverjum félagsskap fyrir utan vinnu,“ segir Þuríður. Það var líklega erfitt að taka þessi fyrstu skref en móttökurnar voru svo notalegar að hún skráði sig í félagið sama kvöld.
Að finna aftur gleði og hlakka til
„Mér leið strax vel á fyrsta fundinum og skráði mig í félagið. Þetta var
síðasti fundurinn fyrir sumarið og framundan var ferðalag í Vindáshlíð. Við fórum með rútu og gengum um svæðið og borðuðum svo saman. Það var spilað á gítar og sungið, þetta var mjög skemmtileg ferð. Í maí var svo hattakvöld og þar var mikið hlegið. Við vorum með fjáröflun 17. júní, kaffisölu þar sem við bökuðum allar eina til tvær kökur hver og seldum. Mér skilst að þetta sé mesta fjáröflun kvenfélagsins í dag. Á Ljósanótt höfum við verið að selja pönnukökur og kleinur,“ segir Þuríður Sveinsdóttir sem segir þennan félagsskap hafa hjálpað henni í gegnum sorgina. „Að gefa af sér og hjálpa öðrum er það besta. Að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda, mér líður best
með það og svo held ég að þetta hjálpi mér líka í sorginni, að finna aftur gleði og hlakka til einhvers. Ég er kannski ekki búin að kynnast mörgum konum ennþá en það kemur. Mér líst vel á þær allar og hlakka til að mæta á fundi með þeim,“ segir Þuríður að lokum um leið og hún hvetur allar konur til að koma á fund 5. nóvember.
Þuríður Sveinsdóttir er virk í kvenfélaginu.
Sigríður og Fríða með kvenfélagsfánann í baksýn. ári, þann 17. júní í húsnæði Bjargarinnar fyrir aftan skrúðgarðinn. Svo erum við með kaffisölu á Ljósanótt við Kvenfélagskonur saman í Prag. H a fn a r gö t u . Einu sinni vorum við alltaf með fjáröflun í göngugötunni hjá Komdu á fund 5. nóvember! Nettó og seldum þar allskonar fínar Félagskonur funda einu sinni í mántertur og kökur sem gekk vel að selja. uði á veturna og eru yfirleitt með En því miður tóku Samkaupsmenn einhverskonar fræðslu eða skemmtun fyrir þessa fjáröflun okkar og ýmissa á fundum. Það er einnig boðið upp annarra félagasamtaka. Það er synd á heimagert fínerí sem félagskonur því þetta skapaði einnig skemmtilega skipta á milli sín að búa til og koma stemmningu á torginu hjá þeim þegar með. Utanlandsferðir hafa einnig við og fleiri vorum að selja þarna í verið á dagskránni og nú síðast fjölhlýjunni innandyra að vetrarlagi. menntu Kvenfélagskonur til Prag Þetta hjálpaði okkur að safna í sjóði í októbermánuði. Á kvenréttindafélagsins. Já, því miður hefur öll þessi daginn 19. júní er ávallt farið í rútusala þurrkast alveg út í göngugötunni ferð innanlands. „Þetta er bara svo hjá Nettó. Við erum að styðja við sam- gaman. Skemmtilegur félagsskapur félagið okkar og höfum gert í mörg og svo gott að finna að ég er að gera gagn fyrir samfélagið,“ segir Salome ár. Ásamt því að styðja einstaklinga og fjölskyldur höfum við stutt sjúkra- og Fríða tekur undir þessi orð: „Já húsið í mörg ár, hjúkrunarheimilið yndislegt í gegnum tíðina að geta Nesvöllum, Björgina geðræktar- látið gott af sér leiða og vera með í félag, SÁÁ, Bleiku slaufuna og einnþessum skemmtilega hópi kvenna.“ ig íþróttafélagið NES. Það er nóg af Þær Salome og Fríða vilja hvetja verkefnum sem við getum stutt og nýjar konur til þess að fjölmenna viljum styðja,“ segir Salome sem von- á næsta fund sem haldinn verður ast eftir að Samkaupsmenn skipti um mánudaginn 5. nóvember klukkan skoðun og leyfi aftur styrktarsölu í 20:00 í sal Rauða Kross hússins við göngugötunni. Iðavelli Reykjanesbæ.
Aalborg Portland Íslandi ehf (APÍ) hefur starfað hér á landi frá árinu 2000 við innflutning, sölu og dreifingu á hágæðasementi. Félagið rekur tvö 6 þúsund tonna síló fyrir sement í Helguvík í Reykjanesbæ. Bílstjórar félagsins dreifa sementi um allt land á sementssíló viðskiptavina. Pakkað sement frá Aalborg Portland er selt í helstu byggingavöruverslunum og múrbúðum víða um land.
REKSTRARSTJÓRI Aalborg Portland Íslandi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra í birgðastöð fyrirtækisins í Helguvík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á Suðurnesjum. Hæfniskröfur
Helstu verkefni
• Iðn-, tækni- eða rekstrarmenntun er æskileg
• Ábyrgð á sementsafgreiðslu APÍ í Helguvík
• Meirapróf og vinnuvélaréttindi eru æskileg • Reynsla af viðhaldi og rekstri vörubíla er kostur
• Umsjón með viðhaldsáætlun og eftirlit með fasteignum, ástandi sílóa, bifreiða, sementsvagna, voga, lyftara ofl.
• Reynsla af gæða- og öryggismálum er kostur
• Þátttaka í rekstraráætlunargerð
• Góð enskukunnátta
• Þátttaka í gæða- og öryggisráði
• Góð tölvukunnátta og færni í Excel
• Umsjón með losun sementsskipa í Helguvík
• Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
• Móttaka pantana á sementi frá viðskiptavinum og skipulag á dreifingu í samráði við bílstjóra og viðskiptavini félagsins
• Góð samskiptahæfni og reglusemi
• Samskipti við birgja félagsins
Upplýsingar veitir:
Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2018.
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn skal fylgja ýtarleg ferilskrá og kynningarbréf.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
17
18
HROLLVEKJANDI FRÉTTIR FRÁ SUÐURNESJUM
fimmtudagur 1. nóvember 2018 // 42. tbl. // 39. árg.
SUÐURNESJAMENN Í FANTAFORMI Unnu til fjölda verðlauna á Þrekmótaröðinni Suðurnesjamenn áttu góðu gengi að fagna á Haustmóti Þrekmótaraðarinnar sem haldið var um helgina. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl sigraði í einstaklingskeppni kvenna bæði í opnum flokki og flokki 40–49 ára. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl varð í 2. sæti í liðakeppni kvenna 39+. Þuríður Þorkelsdóttir frá Lífsstíll sigraði í flokki 50+ í einstaklingskeppni.
Frá San Diego til Suðurnesja – Kian Viðarsson kynnist íslenskum rótum sínum í fótboltanum
Það er óhætt að segja að Kian Viðarsson sé framandi blanda. Faðir hans er Keflvíkingur í húð og hár á meðan móðir hans er frá Gvæjana (Guyana) sem er lítið land á norðurströnd Suður-Ameríku en þar búa um þrjár milljónir íbúar. „Ég grínast stundum með það að við bræður mínir séum meðal mest framandi fólks í heiminum,“ segir þessi nítján ára gamli Kaliforníubúi sem á sér stóra drauma þegar kemur að fótbolta. Hann átti frábært sumar með Þrótti Vogum og stefnir hraðbyri í hæstu hæðir í boltanum. Snemma fór Kian að fá áhuga á fótbolta. Faðir hans Viðar Vignisson var liðtækur íþróttamaður á sínum tíma, en hann var í yngri landsliðum Íslands í fótbolta, körfubolta og handbolta. Hann hélt sig við körfuboltann þar sem hann lék m.a. þrettán landsleiki með A-landsliðinu. Viðar fór til Bandaríkjanna til þess að spila körfubolta í háskóla á sínum tíma og endaði á því að setjast þar að. Uppvaxtarárum sínum eyddi Kian í borginni San Diego í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Út frá knattspyrnuáhuga föður síns hefur Kian verið að sparka í bolta frá því að hann var á leikskólaaldri. Hann fékk skólastyrk til þess að leika fótbolta með San Diego-háskólanum en hætti eftir eitt ár til þess að eltast við drauma
sína um að verða atvinnumaður í íþróttinni.
Leikmaður ársins hjá Þrótti
Í æsku heimsótti Kian Ísland aðeins einu sinni en fyrir skömmu fór hann að sækja landið heim reglulega þar sem hann æfði fótbolta með liðum á Suðurnesjum. Hann reyndi fyrir sér hjá Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ásamt því að hann fór í úrtak fyrir bæði sextán og nítján ára landslið Íslands. Hann hóf ferilinn hjá Reyni Sandgerði þar sem hann stóð sig vel og var kjörinn efnilegastur hjá félaginu. Hann byrjaði að horfa í kringum sig á lið í 1. og 2. deild og endaði hjá Þrótti Vogum eftir stutt stopp hjá Haukum. „Það reyndist mjög góð ákvörðun,“ segir Kian sem kjörinn
var leikmaður ársins hjá félaginu af stuðningsmönnum félagsins. Hann hyggst nú vinna í veikleikum sínum sem leikmaður og koma sterkari til leiks næsta tímabil. Kian býr núna hjá afa sínum og ömmu í Keflavík. „Það var því auðveld ákvörðun að flytja til Íslands, bæði til þess að reyna fyrir mér í fótbolta og til þess að reyna að aðstoða ömmu og afa að öllu leyti,“ en Kian er að rækta íslensku ræturnar og líkar lífið hér mjög vel. „Ég er búinn að vera hér á annað ár. Það kemur þó enn fyrir að ég fari út fyrir og falli í stafi yfir fegurðinni, að þetta sé útsýnið sem ég bý við,“ segir Kaliforníubúinn. „Ég sá norðurljósin í fyrsta sinn um daginn. Ég stóð örugglega úti í þrjá klukkutíma og starði á þau,“ bætir hann við. Heimafólkið er frábært í alla staði að sögn Kian en hann hefur þó fengið skot á sig um að hann verði að læra íslensku, það gangi ekki að vera hálfur Íslendingur og tala ekki tungumálið. „Ég er að læra,“ segir Kian á fínni íslensku en viðurkennir þó að tungumálið sé erfitt viðureignar.
LO FA Ð U H Ú Ð I N N I A Ð A N DA . ENDURHEIMTU LJÓMA OG HREINKEIKA Á 7 DÖGUM. SKIN OXYGEN
Þór Ríkharðsson frá Súperform varð í 2. sæti í flokki 30–39 ára. Super dreamteam frá Súperform varð í 3. sæti í liðakeppni kvenna. Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók þátt í liðakeppni framhaldsskólanna og hafnaði í 2. sæti. Keppt var í hinum ýmsu greinum eins og hjóli, ólympískum lyftingum, kassahoppi, veggjaklifri, framstigi og fleiru í kapp við klukkuna. Alls voru 300 keppendur frá fimmtán mismunandi stöðvum sem tóku þátt.
Árangursrík helgi hnefaleikafólks
Hnefaleikafélag Reykjaness stóð fyrir Diploma-hnefaleikamóti fyrir ungmenni síðastliðinn laugardag. Á mótinu voru alls tólf viðureignir og þar af átta viðureignir með keppendum frá HFR. Anton Halldórsson fór sínar tvær fyrstu viðureignir og hlaut diplomastigagjöf í báðum, nú er hann að safna upp í bronsmerki í diplomahnefaleikum. Sara Möller fór tvær viðureignir og fékk brons fyrir báðar. Þessi efnilega hnefaleikakona á núna aðeins tvær viðureignir eftir til að fá bronsmerki.
Kara Sif og Björgvin Sveinsson fengu bæði silfurmerki fyrir sínar frammistöður og eru að fara að safna upp í gullmerki. Tómas Ingólfsson átti sína bestu viðureign til þessa og fékk 42,5 stig af 45 mögulegum. Tómas er núna aðeins tveimur viðureignum frá því að fá gullmerki, hæstu viðurkenningu í diploma-hnefaleikum.
Keflvíkingar semja við lykilleikmenn Anita Lind Daníelsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hafa skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Báðar léku þær lykilhlutverki í Keflavíkurliðinu í ár þegar liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deild 2019 og þykja með efnilegri leikmönnum landsins.
# Y O U N G E R N A T U R A L LY
BIOTHERM DAGAR
Anita Lind er nítján ára og hefur spilað alls 65 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og skorað í þeim 24 mörk. Anita hefur spilað 27 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands og skorað fjögur mörk. Sveindís Jane er sautján ára og hefur spilað alls 62 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og skorað í þeim 47 mörk. Sveindís hefur spilað 27 landsleiki með U17 ára og U19 ára
liðum í Íslands og skorað í þeim fimmtán mörk.
Í LYFJU REYKJANESBÆ 31. OKTÓBER – 4. NÓVEMBER. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ BIOTHERM VERÐUR Í LYFJU FIMMTUDAGINN 1. NÓVEMBER
WONDER MUD er steinefna og þörunga maski með náttúrulegum hreinsandi leir og andoxandi Astaxanthin þörungum. Maskinn hreinsar óhreinindi, dregur saman húðholur og húðin endurheimtir ljóma. Húðin verður silkimjúk og hrein eftir aðeins þriggja mínútna notkun. Notist 2 í viku.
20% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM BIOTHERM DÖMU- OG HERRAVÖRUM Glæsilegur kaupauki fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir 7.800 kr eða meira á meðan birgðir endast.
Má bjóða þér hlutastarf á skrifstofu? Óskum eftir að ráða í starf í auglýsingadeild Víkurfrétta. Um 50-70% starf getur verið að ræða og vinnutími sveigjanlegur. Tölvukunnátta nauðsynleg og styrkur í mannlegum samskiptum er kostur. Umsækjendur sendi nauðsynlegar upplýsingar um sig, menntun og fyrri störf til Páls Ketilssonar á pket@vf.is.
HEITIR DAGAR
Ofnar og helluborð r a g a d a ok
l
með 20-25% afslætti HK6542H0XB BI Hob
BPK742220M BI Oven
BPK552220W BI Oven
Sensitive controls for precision cooking
Rare. Medium. Well done. At your command.
ADD STEAM
The Direct Touch controls on this hob help you get delicious results every time you cook. Slide controls let you turn the heat up, down or off with such accuracy that you get the response you want at just the right moment. So whatever mouth-watering meal
Perfect results with the Food Sensor
Exact heat for impeccable results
Perfect resu
Our induction hobs have sensitive touch controls that take you from cool to hot – and back – immediately, letting you make precise changes to make your dish perfectly delicious. Like when you need intense heat for pan-searing steak. And because such precise heat
Thanks to th measure the dish during t perfect resu
With one touch of the Pyrolytic cleaning function, dirt, grease and food residue in the oven is converted into ash that you can easily wipe off with a damp cloth.
More Benefits : • The Soft Closing Door system ensures a smooth and soundless door closing
Intelligent use of power for reduced energy consumption The Öko Timer enables you to use energy more efficiently by using the hob's residual heat during the last few minutes of the cooking process.
944 188 106
A self-cleaning oven
In addition to PlusSteam b at the begin cooking kee create a gol
949 597 297
Thanks to the Food Sensor of this oven you can measure the core temperature from the center of your dish during the cooking process. So you get the perfect results everytime.
949 597 314
944 187 849
Introducing your new sous chef. Your new tool in the search for the juiciest rack of lamb, the most tender fillet of salmon. Use the Food Sensor to set the oven to how you want your dish cooked - rare, medium, well done. Without even opening the oven door, everything
POTTAR OG PÖNNUR með 25% afslætti
More Benefits : • A large LCD Display that intuitively guarantees gourmet greatness every time• OptiHeat Control for an effective way to optimize energy use using the ovens recipe assist function.
• Safe to Touch Top keeps the door cool and safe to touch
Features :
Technical Specs :
• Built-in oven •Multifunctional oven with ring heating element •Oven cooking functions: Bottom, Fan + acc, Grill (40) + bottom, Grill + bottom, Grill + fan (alter), Ring (40) + fan (30°C fix), Ring (50) + fan + acc, Ring (70) + bottom + fan, Ring + fan •Anti fingerprint stainless steel •Oven cavity with 3 baking levels •Fast oven heat up function •Meat Probe •PYROLUXE® PLUS self-cleaning system, 3 cycles, with reminder function •SoftMotion™ for a smooth, silent action when closing the door •Automatic temperature proposal •Memory function for frequently used oven settings •Integrated recipes •Automatic weight programs •Electronic temperature regulation •Electronic lock function •Time extension function •Electronic Child Lock safety function •Heat and hold function •Residual heat indication •Touch Control
• Product Installation : Built_In AEG944 187 849 •Product Typology : BI_Oven_Electric Technical Specs : Features : •Product Classification : Statement •Type : Single • Product Installation : Built_In • Hob type: Induction •Installation : BI •Independent hob with controls •Product Typology : Electric_Hob •Size : 60x60 •Product Classification : Statement •Oven Energy : Electrical •Direct Control: sliding touch control •Installation : Independant technology •Cooking : Fan + Ring •Controls position: Front Right •Size : 60 •Cleaning top oven : Pyrolytic •Cleaning bottom oven : None •Illuminated controls •Hob type : Induction Full •Nø of cavities : 1 •Digital indications for each zone •Design family : AEG-Electrolux P10 •Design family : Mastery Range •Main colour : Stainless Steel •Induction zones with power booster •Main colour : Stainless steel with antifingerprint function •Control Panel material : Glass •Control Panel material : Glass &Stainless steel mix with anti•Pot detection •Frame type : Promise XL fingerprint •Frame material : Stainless Steel • Left front zone: Induction , •Type of doors : 1 Horizontal stripe glued, 4 Glasses, Baking chart 2300/3700W/210mm •Knobs colour : None with symbol •Top Control Place : Front Right •Type of handle : Metal •Left rear zone: Induction , •Door type bottom oven : None 1800/2800W/180mm •Type of controls : Electronic, Kite 14 steps •Door hinges : Drop Down•Right Removable, Soft closing front zone: Induction , •Control function : 3 step residual heat, Acoustic signal, Automatic •Drawer : No 1400/2500W/145mm heating-up, Booster, Child-lock, Count up timer, Eco timer, Hob•Control lamps : No hood connection, Key-lock function, Minute minder, Sound off, •Right rear zone: Induction , •Hob control : No 1800/2800W/180mm Stop+go function, Timer •Left front - Hob control : None • Automatic fast heating up • Other comments categorisation : ref 949 595 024 HK654200XB •Rear - Hob control : None Stop and Go function for short Hob-hood connection •Right front - Hob control :•None •Right rear - Hob control : None interruptions •Width mm : 576 •Thermostat : Top •Key-lock function •Depth mm : 516 •Type of timer min. : VCU+•Child safety lock function •Built in height mm : 55 •Electronic Oven Control : V.T10.H41.F-AP •Automatic safety switch off •Width cutting : 560 •Feature Electronics : 20 Memory programmes, 3 Pyro cycles, 90 •Acoustic signal with switch off option •Depth cutting : 490 recipes/automatic programmes (weight/food sensor), Acoustic •Count up timer •Radius cutting : 5 signal, Automatic switch off only oven, Buzzer volume adjustable, •Eco Timer •Fastening : Snap in System Check result, Child lock, Cooking time displayed with program, function •Gas original : None Count up timer, Day/night•Timer brightness, Demo mode, Display contrast/brightness adjustable, Door lock indication, Duration, •SoundOff function •Gas replacement 2 : None Electronic temperature regulation, End, Fast heat up selectable, •OptiHeat Control •Gas replacement 3 : None
HEITIR DAGAR
Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.
Product Description :
• CountUp timer to show exactly how long a dish has been cooking
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ormsson
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535
Product Description : AEG949 597 014
A self-clean
With one tou grease and ash that you
More Benefits : • The Soft Closing Door system ensur
• Hexagon timer display gives you eve of your dishes
• Safe to Touch Top keeps the door co
Features :
Technical Specs :
• Built-in oven •Multifunctional oven with ring heating element •Multifunctional oven with integrated steam functions •Oven cooking functions: Bottom (fs), Bottom + ring (60) + steam (40) + fan (fs), Fan + acc, Grill (40) + bottom (fs), Grill (fs), Grill + fan (fs), Ring (50) + fan + acc, Ring (70) + bottom + fan (fs), Ring + bottom + fan (fs), Ring + fan (fs), Ring + fan + evaporator (fs) •Oven cavity with 3 baking levels •Fast oven heat up function •Meat Probe •PYROLUXE® PLUS self-cleaning system, 2 cycles, with reminder function •SoftMotion™ for a smooth, silent action when closing the door •Automatic temperature proposal •Electronic temperature regulation •Electronic lock function •Electronic Child Lock safety function •Residual heat indication •Retractable knobs
• Product Installation : Built_In •Product Typology : BI_Oven_Electric •Product Classification : Statement •Type : Single •Installation : BI •Size : 60x60 •Oven Energy : Electrical •Cooking : Fan + Ring •Cleaning top oven : Pyrolytic •Cleaning bottom oven : None •Nø of cavities : 1 •Design family : Mastery Range •Main colour : White •Control Panel material : Glass •Type of doors : 4 Glasses, Baking chart with symbol •Type of handle : Metal •Door type bottom oven : None •Door hinges : Drop Down Removable, Soft closing •Drawer : No •Control lamps : Oven Regulation, Power on •Hob control : No •Left front - Hob control : None •Rear - Hob control : None •Right front - Hob control : None Vaxtalaust •Right rear - Hob control : None •Thermostat : Top allt að 12 mánuði •Type of timer min. : HEXAGON •Electronic Oven Control : Hexagon 5K-T.T.P.F-DS •Feature Electronics : Acoustic signal, Automatic swit oven, Check result, Child lock (off mode), Cleaning r Count up timer, Demo mode with code, Display with Door switch for light, Duration, Electronic temperatur Electronical door lock, End Time, Evaporator, Fast h selectable, Food sensor, Food sensor automatic swi sensor core temperature indication, Food sensor est Function lock (running mode), Minute minder, Oven selectable, PlusSteam, Pyrolytic cleaning (2 cycles),
nýr vefur Netverslun
Greiðslukjör í
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir
Það gæti orðið Suðurnesjablær á nafni sameinaðs sveitarfélags ...
instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Var á ferðalagi með góðum vinum þar sem aka þurfti um langan veg. Í slíkum ferðum er nauðsynlegt að allir hafi hlutverk. Ökumaðurinn er sá sem situr við stýrið. Bílstjórinn er í farþegasætinu frammí. Hlutverk hans að sjá um að ökumaðurinn sé ekki truflaður við aksturinn og allt sem máli skiptir svo ferðin gangi sem best s.s. tónlist, vegvísun ofl. Farþegar afturí hafa hin ýmsu hlutverk eftir því sem hentar hverju sinni, sjá um mat, aðstoða bílstjórann og almennt eftirlit með akstri.
Póstur: vf@vf.is
LOKAORÐ
Bílstjórinn
Sími: 421 0000
Bílstjórinn sem ég hafði í þessari ferð var óvanur. Oftast var hann grjótsofandi við hliðina á mér, hraut þegar best lét, spilaði leiðinlega tónlist og veitti rangar upplýsingar við vegvísun. Á einum tímapunkti reif hann upp bók og fór að lesa. Samningatækni. Þar sem ég hafði aðeins lesið yfir honum um hversu illa hann sinnti hlutverki bílstjóra óskaði hann eftir að fá að lesa uppúr bókinni. „Þú átt aldrei að taka fyrsta tilboði í viðskiptum. Sá sem selur verður svekktur því hann verður viss um að hann hefði getað látið þig borga meira. Fer að spyrja sjálfan sig af
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Kanna hug íbúa til nafns á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis Fram til 3. nóvember geta íbúar í Garði og Sandgerði valið nafn á sameinað sveitarfélag en ákveðið var að efna til könnunar þar sem valið verður milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Nöfnin eru Heiðarbyggð, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Miðgarður.
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
hverju bað ég bara um 1.000 krónur, ef ég hefði getað fengið 1.200. Ef þú sem kaupandi hefðir boðið 800 krónur í vöruna þar sem seljandinn bað um 1.000 hefði hann að öllum líkindum komið með gagntilboð uppá 900 kr.og báðir hefðu farið glaðari heim. Hann fyrir að hafa náð 900 en ekki 800 og þú fyrir að hafa borgað 900 en ekki 1.000.“ Við aksturinn sem var á beinum og breiðum vegi varð mér hugsað til Reykjanesbrautarinnar. Ríkisvaldið ætlar að klára tvöföldun árið 2033. Stopp - hópurinn berst á móti og heimtar framkvæmdir strax. Allir verða glaðir ef framkvæmdum lýkur árið 2026.
Könnunin fer fram á opnunartíma í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði til 2. nóvember. Föstudaginn 2. nóvember verður opið til kl. 18 á báðum stöðum. Einnig verður hægt að taka þátt í Grunnskólanum í Sandgerði og í Gerðaskóla laugardaginn 3. nóvember milli kl. 10 og 20. Þar verður kaffi og meðlæti í boði kl. 10–17. íbúar taka þátt í því hverfi þar sem þeir búa: Sandgerðingar í ráðhúsinu í Sandgerði eða Grunnskólanum í Sandgerði og Garðmenn í ráðhúsinu í Garði eða Gerðaskóla. Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir
26. október sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta tekið þátt. Það er að segja allir sem eru 16 ára og eldri, óháð þjóðerni.
Bindandi könnun
Könnunin er ekki kosning í skilningi laga um kosningar. Bæjarstjórn hefur hins vegar ákveðið að niðurstöður hennar séu bindandi ef þátttaka verður meiri en 50% og einhver tillaga fær meira en 50% atkvæða. Nánar má kynna sér valið á nafninu í auglýsingu í miðopnu Víkurfrétta í dag.
Hnífjöfn nafnakönnun á vf.is Könnun á vef Víkurfrétta þar sem spurt er hvað sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis eigi að heita er hnífjöfn. Alls tóku 935 þátt í könnuninni og atkvæði féllu þannig að Suðurnesjabær fær 40% atkvæða, Sveitarfélagið Miðgarður 38% og Heiðarbyggð 22% atkvæða.
Er það ásættanlegt?
SUÐURNESJAMAGASÍN Á HRINGBRAUT ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 (AUK ENDURSÝNINGA) OG ALLTAF Á VF.IS
Spurning vikunnar Hvað finnst þér um hrekkjavöku? Davíð Jónsson: „Mér finnst gaman að hrekkjavökunni og fylgi krökkunum mínum þremur í hús en þetta er kannski orðið aðeins of amerískt.“ Hildur Jakobína Gísladóttir: „Börnin mín elska þetta, ég held ekkert upp á þetta sérstaklega en þetta brýtur upp hversdagsleikann og myndar samstöðu á meðal barna sem er jákvætt.“ Tinna Hallgrímsdóttir: „Mér finnst hún skemmtileg því börnin hafa gaman af þessu. Öskudagur er samt alveg séríslenskur. Þetta eru ólíkir dagar sem lífga upp á lífið.“ Haukur Hilmarsson: „Hrekkjavaka er frábær! Ég á þrjá stráka sem taka mjög vel þátt. Mikil stemmning. Ég fer sjálfur í búning og konan líka og við löbbum með þeim, erum öll í gervi.“
Raf / Bensín
30
Ekinn þús. km.
30
Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll
Mitsubishi Outlander Instyle PHEV PLUG-IN HYBRID AT 5.490.000
2018
Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: heklarnb.is
600.000
Afsláttur
4.890.000
163 117 Skoda Yeti Ambition 2.0 TDI 4X4 2011 Afsláttur
1.690.000 350.000
1.340.000
37 VW Caravelle Comfortline 2.0 TDI 2016
4.490.000
Skoda Superb Combi Style 2.0 TDI 2017
4.620.000
VW Golf Variant Comfortline R-Line 1.4 TSI 2017
6
3.990.000 Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Símar 590 5091 og 590 5092 www.heklarnb.is