Víkurfréttir 42. tbl. 40. árg.

Page 1

Combo tilboð Opnum snemma lokum seint

298 kr/stk

Nýlagað kaffi og croissant með skinku

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Á Fitjum í ljósaskiptunum

Grindavík eignast vinabæ í Póllandi Undanfarin misseri hafa farið fram gagnkvæm samskipti milli Grindavíkurbæjar og Uniejów í Póllandi varðandi vinabæjarsamskipti bæjanna. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur var lagt fram erindi um að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi milli bæjarfélaganna. Bæjarstjórn samþykkti á fundinum samhljóða að gengið verði frá formlegum vinabæjarsamningi við Uniejów.

128 stöðvaðir Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 128 bifreiðir á sunnudag við gömlu steypustöðina í Njarðvík. Um var að ræða hefðbundið eftirlit. Voru ökumenn beðnir um að blása í áfengismæli og réttindi þeirra athuguð. Er skemmst frá því að segja að allir voru með sitt á hreinu, að einum undanskildum sem var ekki í öryggisbelti. Á síðustu dögum hafa tugir ökumanna verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og fáeinir verið teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Löggan gaf hundinum súkkulaðitertu og pönnsu Lögreglan á Suðurnesjum er ekkert að grínast en hún kvaddi fíkniefnaleitarhundinn sinn með því að baka fyrir hana súkkulaðitertu og rjómapönnuköku. Í færslu á Facebook kemur fram að Clarissa hafi byrjaði að vinna fyrir lögregluna fyrir átta árum og hafi skilað góðu starfi. Hún hlaupi í öll verkefni og fari hraðar yfir en margir aðrir. „Clarissa hefur fundið ótrúlega mikið magn af fíkniefnum í gegnum tíðina en nú er aldurinn farinn að segja til sín og er því komið að leiðarlokum hjá henni og viljum við nota

Öryggismál í skólum í Vogum til skoðunar

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi á síðasta fundi sínum hvort ástæða sé til að skoða öryggismál í skólum Sveitarfélagsins Voga með það að markmiði að auka öryggi nemenda og starfsmanna. „Skólastjórar vilja hafa skólana opna að vissu marki. Þeir munu ræða þessi mál á starfsmannafundum og auka vitund starfsmanna á þessum málum í tengslum við skoðun á aðgangsmálum sveitarfélagsins í heild,“ segir

í gögnum fundarins. Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga hvetur stjórnendur leikskólans til að skoða hvaða möguleikar eru á að koma upp eftirlitsmyndavélakerfi í leikskólanum.

þetta tækifæri til að þakka henni og umsjónarmanni hennar fyrir vel unnin störf í gegnum árin og við vonum að hún njóti eftirlauna áranna vel og „leyfi sér soldið“. Clarissa var kvödd með súkkulaðiköku og rjómapönnsu við lok vaktarinnar í dag,“ segir að lokum í pistlinum.

Ljósmynd: Lögreglan

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

Ljósmynd: Marinó Már Magnússon

VINKONURNAR ÁSTA RÚN OG BIRGITTA RÓS Í VIÐTALI

UNGT FÓLK MÁ EKKERT Í DAG

SÍÐA 8

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Tómas ráðinn forstjóri HS Orku

SPURNING VIKUNNAR

Hvenær finnst þér passlegt að skreyta fyrir jól?

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu frá og með næstu áramótum. Tómas Már kemur til liðs við HS Orku eftir farsælan feril hjá Alcoa, þar sem hann gegndi síðast stöðu a ð s t o ð a rforstjóra á heimsvísu. „Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við HS Orku. Fyrirtækið hefur verið frumkvöðull í jarðhitanýtingu auk margs konar nýsköpun og þróun henni tengdri, líkt og Auðlindagarður HS Orku ber vitni um, en hann er einstakur á heimsvísu og til marks um það hvernig hægt er að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, samfélaginu og umhverfinu til heilla. Þau tækifæri sem blasa við HS Orku eru afar spennandi og ég hlakka til að

vinna að þeim með því afburðarfólki sem hjá fyrirtækinu starfar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, nýráðinn forstjóri. Tómas Már hefur starfað um árabil hjá Alcoa, þar sem hann gegndi stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi, í Evrópu og Mið-Austurlöndum, og nú síðast frá 2014 stöðu aðstoðarforstjóra fyrir Alcoa Corporation. Áður starfaði Tómas sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Norðuráli. Tómas Már er menntaður umhverfisverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í skipulagsverkfræði frá Cornell-háskólanum í New York. Hann hefur setið í fjölda stjórna og var m.a. formaður Viðskiptaráðs frá 2009-2012, sat í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2005-2011 og hefur verið í stjórn evrópskra álframleiðenda frá 2012.

Bergur Álfþórsson, til vinstri, tekur við bókargjöf úr hendi Ingþórs Guðmundssonar.

Bergur setið eitthundrað fundi í bæjarstjórn Voga Miðvikudaginn 30. október var haldinn 161. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga. Á þeim fundi sat bæjarfulltrúinn og formaður bæjarráðs, Bergur Brynjar Álfþórsson, sinn 100. fund í bæjarstjórn. Fyrsti fundur í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga var haldinn þann 12 janúar 2006. Fram til þess tíma var nafn sveitarfélagsins Vatnsleysustrandarhreppur og æðsta stjórnvaldið á hendi hreppsnefndar. Bergur var kjörinn varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Voga í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í maí 2006. Ellefti fundur bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 5. september 2006. Í fundargerð kemur fram að þá hafi Bergur Álfþórsson setið fundinn, sem varamaður fyrir Birgi Örn Ólafsson og mun þetta hafa verið fyrsti fundur

Bergs í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga. Bergur hefur setið óslitið í bæjarstjórn frá 2006, fyrst sem varabæjarfulltrúi en frá árinu 2010 sem bæjarfulltrúi. Sveitarfélagið óskar Bergi til hamingju með þennan áfanga á heimasíðu sinni og þakkar honum störf hans í þágu sveitarfélagsins. Af þessu tilefni færði sveitarfélagið Bergi bókargjöf og á meðfylgjandi mynd má sjá Ingþór Guðmundsson forseta bæjarstjórnar afhenda Bergi gjöfina.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Áróra Karlsdóttir: „Ég er til dæmis búin að setja fyrsta ljósið út í glugga en það er hvítur ljóshringur og ætla að bæta við næstu daga alveg eins ljósum í hina gluggana. Svo finnst mér allt í lagi að setja upp jólaskrautið upp úr miðjum nóvember því það er svo mikið myrkur úti.“ Guðbrandur Sigurðsson: „Málið er að strákurinn minn á afmæli 11. desember og ég hef haft það fyrir sið að skreyta ekki fyrr en í kringum afmælið hans og vil halda þeim sið áfram.“ Sigríður Sigurðardóttir: „Mér finnst passlegt að setja upp jólaljós í glugga svona 1. des og geri það.“

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Ágúst Hrafnsson: „Ég bý í blokk og fylgist með nágrönnum mínum. Þegar þeir byrja að skreyta svalirnar þá geri ég það einnig. Svo set ég jólaljós í gluggana um mánaðamótin nóvember, desember.“

ÆFT AF MIKLU KAPPI FYRIR FIÐLARANN Á ÞAKINU Í STAPA Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ um aðra helgi en frumsýning verður í Stapa 15. nóvember nk. Tilefnið er 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessu ári en Óperufélagið Norðuróp verður einnig 20 ára. Undirbúnings- og æfingatímabilið hefur verið langt og strangt en æfingar fyrir söngleikinn hófust í október á síðasta ári. Grunnurinn í sýningunni eru söngnemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en einnig úr kórum af svæðinu en söngvarar koma úr Grindavík, Sandgerði og Garði ásamt söngvurum úr Reykjanesbæ. Þá tekur 35 manna hljómsveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þátt í uppsetningunni. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kíkti á æfingu á Fiðlaranum á þakinu um síðustu helgi en veglegt innslag verður í þættinum á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is þar sem rætt er við söngfólk og sýnd tóndæmi frá æfingu.


Nýr Opel Ampera-e

Rafbílasýning í Reykjanesbæ! Fimmtudaginn 7. nóvember, milli kl. 17:00 og 20:00

100% Ampera-e sýning Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl.

Opel Ampera-e, er örugglega miklu meira en þú heldur. Hann er 100% rafmagnsbíll sem fer allt að 423 km á einni hleðslu, samkvæmt WLPT staðli. Ampera-e uppfyllir allar kröfur sem umhverfisvænar fjölskyldur gera til bílanna sinna. Við hlökkum til að fá að kynna þennan magnaða rafmagnsbíl fyrir þér og höfum opið milli kl. 17:00 og 20:00 á fimmtudagskvöldið. Veitingar frá Sigurjónsbakaríi.

OPEL GOES ELECTRIC

Allir velkomnir á Njarðarbraut 9

Opel á Íslandi

opel.is

Opel á Íslandi ı Sýningarsalir ı

Reykjavík | Krókhálsi 9 Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000 Reykjanesbæ | Njarðarbraut 9

Opnunartímar Virka daga 9–18

ı Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Styttist í líf í höfnum Suðurnesja AFLA

FRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Nýr mánuður kominn og það styttist óðfluga í að sjómenn á bátunum sem eru gerðir út frá Suðurnesjum komi til heimahafnar og líf færist í aukana, allavega í Grindavík. Nú eru frystitogararnir að veiðum og fara næst síðasta eða jafnvel síðasta róður sinn á þessu ári. Nýjasti frystitogarinn sem Þorbjörn ehf. gerir út, Tómas Þorvaldsson GK, átti ansi góðan októbermánuð en togarinn landaði alls 1303 tonnum í tveimur róðrum og mest 684 tonn. Af þessum 1303 tonnum var ufsi 190 tonn, þorskur 524 tonn, ýsa 132 tonn og Gullax 112 tonn. Hinir frystitogararnir lönduðu líka en ekki þó eins mikið og Tómas gerði. Hrafn Sveinbjarnarsson GK var með 677 tonn í einum róðri og af því var mest karfi eða um 340 tonn en þorskur 283 tonn. Baldvin Njálsson GK var með 644 tonn í tveimur

róðrum og af því var ufsi 217 tonn og þorskur 141 tonn. Af Nesfiskstogurunum var Sóley Sigurjóns GK með 671 tonn í sjö róðrum en óttalegt flakk var á togaranum, landaði á Siglufirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Berglín GK var með 399 tonn í 6 róðrum og landaði í sömu höfnum og Sóley. Aðeins rættist úr aflanum hjá línubátunum undir lokin í október. Fjölnir GK varð aflahæstur með 467 tonn í 5 róðrum og mest 106 tonn en hann landaði á Sauðárkróki, Siglufirði og Djúpavogi. Páll Jónsson GK var með 424 tonn í fimm, öllu landað á Djúpavogi. Hrafn GK 403 tonn í sex róðrum og mest 106 tonn, öllu landað á Siglufirði. Jóhanna Gísladóttir GK 395 tonn í fjórum og mest 134 tonn. Sturla GK var með 392 tonn í sex róðrum, Sighvatur GK 391 tonn í fimm róðrum og Valdimar GK 383 tonn í sex róðrum. Af minni bátunum var Margrét GK með 145 tonn í 20 róðrum, Óli á Stað GK var með 132 tonn í 25 róðrum og

þess má geta að Óli á Stað GK var sá bátur sem oftast réri allra báta á Íslandi í október. Meðalaflinn hjá bátnum var reyndar ekkert sérstakur eða 5,3 tonn. Til dæmis var meðalaflinn hjá Margréti GK 7,3 tonn, Vésteinn GK var með 111 tonn í 12 róðrum, Daðey GK 103 tonn í 16 róðrum og með meðalafla upp á 6,4 tonn. Auður Vésteins SU var með 96 tn í 12 róðrum og mest 21,5 tonn. Guðrún GK landaði 83,5 tonnum í 17 róðrum eða 4,9 tonn í róðri. Dúddi Gísla GK landaði 68 tn í 16 róðrum. Það má geta þess að allir þessir bátar sem að ofan eru nefndir lönduðu afla sínum fyrir austan eða norðan. Ef einungis er horft á bátana sem voru að veiða hérna og lönduðu á Suðurnesjum þá var Addi Afi GK með 6,7 tonn í þremur róðrum og Guðrún Petrína GK með 4,9 tonn í tveimur, og Alli GK 5,3 tonn í þremur róðrum. Allir þessir bátar lönduðu í Sandgerði. Reyndar eru nokkrir bátar byrjaðir á veiðum núna í nóvember en það byrjar rólega hjá þeim. Sævík GK er

Jólahlaðborð

með 12,7 tonn í tveimur róðrum, Margrét GK 12,6 tonn í tveimur, Óli á Stað GK 9,3 tonn í þremur og Geirfugl GK 7,3 tonn í tveimur róðrum en það má geta þess að Geirfugl GK er balabátur. Daðey GK var með 6,7 tonn í einum túr, Katrín GK 1,9 tonn í einum en Katrín GK var að hefja veiðar í lok október og var þá báturinn búinn að liggja við bryggju síðan í byrjun maí 2019. Þótt svona langt sé liðið á árið þá voru nú samt nokkrir handfærabátar að róa í október, t.d í Grindavík var Grindjáni GK með 4,8 tonn í níu róðrum, Þórdís GK með 4 tonn í sjö róðrum, Hrappur GK 342 kíló í einum róðri. Í Sandgerði var Fengur GK með 2 tonn í fjórum túrum og má geta þess að Fengur GK hefur líka landað núna í nóvember 278 kíló í einni löndun. Steini GK var með 1,2 tonn í 4 róðrum,

Staksteinn GK 897 kíló í tveimur, Alla GK 313 kíló í tveimur og Mjallhvít KE 159 kg í einum túr. Enginn færabátur landaði í Keflavík og reyndar var mjög lítið um að vera í Keflavík og Njarðvík. Netaveiðin var léleg og þótt Maron GK hafi farið í 20 róðra þá var aflinn aðeins 39,3 tonn eða 1,9 tonn í róðri. Grímsnes GK var aðeins með 21 tonn í 13 eða 1,6 tonn í róðri. Sunna Líf GK var með 9,2 tonn í 11 róðrum og landaði í Sandgerði. Í Sandgerði voru reyndar tveir bátar sem voru á skötuselsnetaveiðum og voru það Neisti HU sem var með 1,4 tonn í sex róðrum og Garpur RE með 53 kíló í einum túr. Reyndar fór síðan Garpur RE til Húsavíkur og lék þar smá hlutverk í bíómynd sem verið var að taka upp á Húsavík og inn á Skjálfandaflóa þar sem Garpur RE var í hlutverki.

Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldið fimmtud. 12. des. 2019 á Hótel Örk. Hlaðborð og gisting á mann í tveggja manna herb. kr.14.000, í eins manns herb. kr.18.000. Rúta fer frá Nesvöllum 12. des. kl.14:00 og til baka frá Hótel Örk 13. des. kl.10:30 og kostar kr.1.500, sem greiðist með reiðufé við brottför! Skráning frá 7.-18. nóvember nk. hjá Elínu, 778 6010 eða Margréti, 896 3173

Ferðanefndin.

Norræna félagið í Suðurnesjabæ tekur þátt í Norrænu bókmenntavikunni Norræna félagið í Suðurnesjabæ, áður Norræna félagið í Garði, var stofnað árið 2007 og varð gerð nafnabreyting á félaginu við sameiningu sveitarfélaganna í Garði og Sandgerði árið 2019. Félagið er deild í Norræna félaginu á Íslandi þar sem áhugasamir aðilar um norrænt samstarf og vináttu Norðurlanda starfa saman að ýmsum verkefnum m.a. á sviði tungumála, menningar og umhverfismála. Í haust tekur Norræna félagið í Suðurnesjabæ þátt í Norrænu bókmenntavikunni 11.-17. nóvember í samstarfi við grunnskólana í Suðurnesjabæ. Þemað er ,,fest” – veislur. Settar verða upp litlar sýningar um Línu Langsokk í grunnskólunum og nemendum sem eru að læra um Norðurlöndin boðið að taka þátt í getraun. Föstudaginn 15. nóvember er félagsmönnum og áhugasömum íbúum Suðurnesjabæjar boðið að sjá óskarsverðlaunamyndina Babettes gæstebud, frá 1987, sem byggð er á sögu Karen Blixen. Myndin er á dönsku og verður sýnd

Við skulum

BYRJA Á ÞVÍ AÐ SMYRJA

Ökum af stað út í veturinn, vel smurð og sæl. Sértilboð á smurþjónustu dagana 4.–15. nóvember hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.

með dönskum texta í Miðgarði í Gerðaskóla kl. 20. Norræna félagið í Suðurnesjabæ er með Facebook síðu, með sama nafni, þar sem hægt er að fylgjast með fréttum, tilkynningum og viðburðum frá Norðurlöndum og úr félagsstarfinu. Þeir sem vilja ganga í þennan öfluga og jákvæða félagsskap er velkomið að hafa samband í gegnum Facebook síðu félagsins til að skrá sig í félagið. Með þökk og kveðju Margrét I. Ásgeirsdóttir, formaður Norræna félagsins í Suðurnesjabæ.

Jólakveðjur Jólablað Faxa kemur út í desember, 79. árið í röð.

20% afsláttur af olíu, síum, rúðuþurrkum, bílaperum og fleiru.*

15% afsláttur af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota.

Engin vandamál – bara lausnir. Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ 420-6610

*Olía, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, ljósaperur, rúðuvökvi, frostlögur og Adblue (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu).

Þeim sem vilja senda jólakveðju eða auglýsa í jólablaðinu 2019 er bent á að hafa samband við Eystein formann blaðstjórnar með því að senda póst á eysteinne@gmail.com eða í síma 698-1404. Málfundafélagið Faxi


UNDIRBÚÐU JÓLIN Í NETTÓ! Fylltur grísabógur Kjötsel

1.079 ÁÐUR: 1.798 KR/KG

-36%

KR/KG

-20%

Nettó

Sagaður hangiframpartur KEA

1.196

-40%

KR/KG

ÁÐUR: 1.869 KR/KG

Heill lambahryggur Kjötborð

2.398

KR/KG

ÁÐUR: 2.998 KR/KG

LJÚFFENGT GÆÐAKJÖT Á TILBOÐSVERÐI! Súkkulaði jólakúlur 400 gr

Jóladagatöl Mars - Maltesers - Galaxy

599

KR/PK

599

Léttreyktur lambahryggur Kjötsel

2.729

KR/STK

-20%

ÁÐUR: 3.898 KR/KG

KR/PK

Katla glassúr 500 ml - 5 litir

1.199

KR/PK

KR/KG

Sætar kartöflur

Piparkökur

299

-35%

ÁÐUR: 5.599 KR/KG

KR/KG

195

KR/KG

ÁÐUR: 389 KR/KG

Lambafille Tvö saman - Fjallalamb

4.479

-30%

-50%

Ítalskt Filone brauð Nýbakað

298

KR/STK

ÁÐUR: 459 KR/STK

Tilboðin gilda 7. - 10. nóvember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

í jólaskapi

ÓDÝRAST Á NETINU Í VEFVERSLUN NETTÓ* *Skv. könnun Fréttablaðsins


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Nýr samstarfsaðili Heklu í Reykjanesbæ Nýr samstarfsaðili Heklu hf. í Reykjanesbæ hefur tekið að störfum. Nýsprautun og tengdir aðilar hafa keypt húsnæði Heklu í Reykjanesbæ. Starfsemi fyrirtækisins verður því áfram til húsa að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ þar sem Hekla hefur verið með umboð og verkstæði síðustu 20 ár. Í húsnæðinu að Njarðarbraut er öll aðstaða til fyrirmyndar en nýlega var verkstæðið uppfært með nýjum lyftum og verkfærum sem nýtast atvinnubílum sérstaklega vel. Eftir sem áður verður hægt að nálgast þjónustu fyrir öll vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mit-

subishi. Einnig mun sami aðili sjá um sölu nýrra bíla frá Heklu auk þess sem fjölbreytt úrval notaðra bíla verður á staðnum. Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 08:00 – 17:00. Nú þegar geta eigendur Heklu bíla bókað tíma í þjónustu í síma: 421 2999.

„Það er okkur sönn ánægja að kynna nýjan samstarfsaðila í Reykjanesbæ og þá sérstaklega þegar viðskiptavinir Heklu geta áfram leitað á sama stað. Við hlökkum til samstarfsins, einnig er vert að minnast á að samstarfsaðilar okkar geta nýtt sérþekkingu okkar tæknimanna sem og bifvélavirkja sem og reglulega eru gerðar úttektir til að passa upp á alla staðla“, segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu. „Við erum mjög ánægð með kaup okkar á húsnæði Heklu í Reykjanesbæ en ljóst er að hús-

næðið er til fyrirmyndar sem og öll aðstaða. Við munum þjónusta vörumerki Heklu með natni og vonandi verður samstarfssamningur til þess að gleðja þá sem áður hafa leitað til Heklu í Reykjanesbæ. Einnig er gaman að segja frá því að við höfum fengið til liðs við okkur Erling R. Hannesson sem sölustjóra og er það mikill fengur fyrir okkur að fá eins reyndan mann og hann til þess að leiða söluna“, segir Sverrir Gunnarsson, framkvæmdarstjóri.

Tónleikar í Grindavík Söngkonan og lagasmiðurinn Jónína Aradóttir verður með tónleika á Bryggjunni í Grindavík fimmtudaginn 7. nóvember ásamt hljómsveit. Tónleikarnir eru þeir síðustu á tónleikaferð hennar um landið og mun Jónína deila með gestum nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög. Jónína hefur spilað og komið fram

víða á Íslandi, sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún sundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Jónína gaf þar út sína fyrstu EP plötu, Jónína Aradóttir. Og haustið 2017 gaf Jónína út sína fyrstu 10 laga plötu, Remember.

Silja kjörin forseti Norðurlandaráðs og Oddný varaforseti Silja Dögg Gunnarsdóttir var kosin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2020 en Ísland tekur þá við formennskunni af Svíþjóð. Næsta Norðurlandaráðsþing fer því fram í Reykjavík í lok október næsta árs. Oddný Harðardóttir var kosin varaforseti Norðurlandaráðs.

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs er æðsta ákvörðunarvaldið milli hinna árlegu þinga og stýrir og samræmir starf allra nefnda og ráða ráðsins. Nefndin ber einnig ábyrgð á umfangsmiklum pólitískum og stjórnsýslulegum málum, gerir framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun og fer með ábyrgð á umfangsmiklum málefnum sem snerta utanríkis- og varnarmál. Norðurlandaráðsþingið fór fram dagana 29. – 31. október þar sem stjórnmálafólk frá öllum Norðurlöndunum kom saman í þinghúsi Svíþjóðar í Stokkhólmi. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólk var meðal annars á dagskrá. Í ræðu sinni á þinginu þakkaði Silja fyrir traustið sem henni og Oddnýju Harðardóttur var sýnt með því að kjósa þær forseta og varaforseta Norðurlandaráðs. Í ræðu sinni sagði hún m.a.: „Við ætlum jafnframt að beina sjónum að líffræðilegri fjölbreytni í hafi, en það er svið sem hefur fengið öllu minni athygli en þróunin á landi. Við ætlum að standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar for-

setakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum. Töluvert hefur verið gert til að kortleggja vandann en við ætlum fyrst og fremst að skoða leiðir til að vinna bug á honum, til dæmis með því að efla fjölmiðlalæsi og með því að styrkja stöðu fjölmiðla sem vinna á grundvelli hefðbundinna blaðamennskugilda um trúverðugleika og traust sem mótvægi við falsfréttum. Norrænu löndin hafa öll beint sjónum að þessu málefni og sérstaklega standa Finnar framarlega og við vonumst auðvitað eftir góðu samstarfi við finnsku landsdeildina og við ykkur öll. Silja sagði að í formennskutíð Íslands í ráðinu 2020 verði m.a. lögð áhersla á: að standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því, að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreytingum, mengun og fleiri þáttum sem rekja má til starfsemi manna, að treysta böndin milli Norðurlandabúa með því að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda til að stuðla að því að þeir geti í sameiningu tekist á við þessi stóru verkefni.


Frábær tilboð í nóvember! 36%

59%

22%

98

159

áður 239 kr

áður 249 kr

kr/stk

239

kr/stk

kr/stk

áður 309 kr

Maarud Flögur 40 gr - 3 tegundir

Freyju Hitt 45 gr

Nocco BCAA 33 cl - 3 tegundir

459

33%

kr/pk

2

35%

áður 689 kr

fyrir

129

1

kr/stk

áður 199 kr

Coca Cola Zero 0,5 l

Freyju Stekkjastaur 30 gr

Nice’n Easy 350 gr - 7 tegundir

30%

24%

31%

399

599

kr/pk

kr/pk

áður 579 kr

áður 789 kr

Alpenhain Camembert 300 gr

Cavalier súkkulaði Tvær tegundir Santa Maria veisla

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 15 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

VINKONURNAR ÁSTA RÚN OG BIRGITTA RÓS Í VIÐTALI

UNGT FÓLK MÁ EKKERT Í DAG

Stundum veltir maður því fyrir sér hvernig það er að vera unglingur í dag. Allt er svo breytt. Bara samskiptamátinn í gegnum snjallsíma er bylting. VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Sumir af eldri kynslóðinni muna kannski vel eftir 16 ára afmælisdeginum sínum sem táknaði frelsi á alla kanta. Þá mátti unglingurinn fara á ball í Stapa án leyfis og ráða útivistartíma sínum sjálfur. Tóbaksreykingar voru miklu almennari í þá daga og áfengisdrykkja hófst yfirleitt við fermingu eða fyrr. Eiturlyfjaneysla var meira falin. Slagsmál voru algeng eftir böll og oftar en ekki þurfti að kalla á lögregluna. Í dag lítur út fyrir að unglingamenningin sé allt önnur, betri eða verri, skal ekki segja. Víkurfréttir skruppu í matarhléi Fjölbrautaskóla Suðurnesja og áttu spjall við tvo nemendur skólans en tilefnið var að forvitnast um líf ungmenna í dag. Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir urðu fyrir valinu og voru þær til í smá spjall um lífið og tilveruna. Báðar eru þær sextán ára gamlar og nemendur á fyrsta ári við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kannski hollt fyrir okkur eldra fólkið að hlusta eftir rödd unga fólksins? Hvernig er að vera ung í dag? „Það er alveg gaman en samt frekar erfitt,“ segir Ásta Rún og blaðakonan hváir við og spyr „Nú afhverju er það erfitt?“ „Afþví að það er alltaf verið að fylgjast með manni af yfirvöldum í skólanum. Fyrir skólaböll voru krakkarnir kannski að hittast en nú er búið að banna það. Það er minna traust til okkar nemenda,“ segir Birgitta Rós. „Einu sinni máttu nemendur í FS hittast fyrir böll eða fyrir tíu árum en nú er allt

miklu strangara,“ segir Ásta Rún og bætir við: „Allt er strangara og meira eftirlit með öllu í dag. Bara sem dæmi um hvað allt er miklu strangara, að einu sinni máttu krakkar fara út í búð og kaupa sígó fyrir mömmu sína en það er stranglega bannað í dag. Það er svo margt bannað.“ „Mér finnst svo margt bannað og ef krakkar fara út af sporinu þá er hringt í Barnavernd og klagað. Það er ótrúlega mikið til af flökkusögum sem eru bara bullsögur,“ segir Birgitta Rós. „Eldra fólk hefur sagt manni hvað allt var frjálslegra hér áður fyrr,“ segir Ásta Rún. „Já, pabbi minn hefur sagt mér hvernig þetta var,“ segir Birgitta Rós. „Ég held að krökkum finnist allt verða meira spennandi þegar það er bannað,“ segir Ásta Rún og Birgitta Rós kinkar kolli og segir: „Reglur eru til að brjóta þær hugsa sumir. Það er allt of lítið sem má í dag. Krakka langar að mega hittast og skemmta sér saman.“ „Já, okkur langar að skemmta okkur en við erum samt ekkert öll að drekka áfengi. Það þarf ekki svoleiðis til að skemmta sér. Krakkar byrja að fela fyrir foreldrum sem eru allt of strangir eða skólanum sem er að fylgjast með okkur og banna að við hittumst fyrir böll sem dæmi. Það var gert um daginn eftir að hópur eldri nemenda í FS var með partý fyrir ball, leigði sal út í bæ og voru þar að dansa, eldri krakkar en við. Okkur var ekki boðið en samt finnst okkur að nemendur eigi að ráða þessu sjálfir hvort þeir vilji hittast fyrir ball, skólinn á ekki að ráða því,“ segir Ásta Rún ákveðið. „Við getum alveg skemmt okkur edrú og þurfum ekki vímuefni eða eitthvað drasl til þess að hafa gaman. Það finnst okkur tilgangslaust. Já, við fréttum af

Þær eru hressar stelpur, Ásta Rún fyrir neðan og Birgitta Rós fyrir ofan. partý fyrir skólaball um daginn, okkur var ekkert boðið í það en við stelpurnar, fimm vinkonur hittumst fyrir ball heima hjá einni og vorum að dressa okkur upp saman og mála okkur, laga á okkur hárið og svona. Það var rosa gaman,“ segir Birgitta Rós. „Það er bara rosa gaman þegar stór hópur af krökkum kemur saman, fær að koma saman fyrir skólaball, hlusta á tónlist, dansa og syngja. Það þarf ekkert að vera áfengi til þess. Mér finnst tekið allt of hart á þessu af skólanum. Það vill engin niðurlægja foreldra sína. Fullorðna fólkið verður að treysta okkur,“ segir Ásta Rún. Blaðamaður man vel eftir því þegar reykt var í Reykjanesi sem var opið rými í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árum áður. Ennfremur voru partý haldin í

ER BÍLLINN BEYGLAÐUR? Hann verður eins og nýr hjá okkur

Við vinnum fyrir öll tryggingafélög!

Smiðjuvöllum 6 - Reykjanesbæ Sími 421-3500 – retting@simnet.is

kennslustofum skólans eða böll þar sem áfengi var haft um hönd. Þá skemmtu kennararnir sér jafnvel með nemendum. Það var ódýrara að halda skemmtanir nemenda í skólanum sjálfum en í Stapa til dæmis. Stóru böllin voru í Stapanum. Svona var þetta í denn. Stundiði íþróttir stelpur? „Ég æfði körfu og fannst það gaman en hætti því þegar mér fannst pressan orðin of mikil, allir áttu að stefna í atvinnumennsku. Í dag er ég í líkamsrækt þrisvar fjórum sinnum í viku því mér líður betur þegar ég hreyfi mig. Ég las bók um líkamsrækt, sem heitir Fullkomnlega ófullkomin eftir Ernuland og ákvað að fara eftir leiðbeiningunum í henni,“ segir Ásta Rún. „Ég er að æfa með Ástu í dag en ég var að æfa fimleika áður og hætti þegar mér fannst pressan um árangur orðin of mikil. Mér fannst skemmtilegra að æfa fimleika þegar ég var yngri. Ég var í fimleikum út af félagsskapnum meira en út af fimleikunum sjálfum. Við erum nokkrar stelpur að æfa saman í ræktinni í dag,“ segir Birgitta Rós. „Það er gaman í íþróttum þegar það er léttleiki á æfingunum en þegar alvarleiki kemur inn þá drepur það gleðina,“ segir Ásta Rún og Birgitta Rós kinkar kolli til samþykkis. „Þegar ég æfði fimleika þá var alveg verið að hlæja sem mér fannst bæta stemninguna. Ég tók þessu létt en svo var ég orðin hrædd við að slasa mig og þá hætti ég,“ segir Birgitta Rós. Hvernig viljiði að fullorðnir komi fram við ykkur? „Ég vil að fullorðnir treysti mér, ég er frekar þroskuð og veit hvað er rangt og rétt. Ég er hress en ekki kærulaus. Ég vil sjálf koma vel fram við fólk og miða sjálf við gullnu regluna, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig,“ segir Birgitta Rós. „Ég veit það ekki, mér líður vel með

fullorðnum, finnst létt að tala við þá. Ég þoli ekki fúlt fullorðið fólk en ég elska lífsglatt fólk. Gaman að því,“ segir Ásta Rún. Hvað með framtíðina stelpur? „Ég er mjög bjartsýn á framtíðina, já og veit að mér eru allir vegir færir. Ég er á hársnyrtibraut núna en hef einnig áhuga á að verða lögga eða ljósmóðir. Ef ég vinn við hárgreiðslu þá langar mig að vinna við að greiða leikurum í kvikmyndum. Ég hefði gaman af því að þekkja stjörnur, frægt fólk og greiða því hárið en ég sjálf þarf ekkert að verða fræg. Mig langar að lifa öðruvísi í framtíðinni en ég geri í dag,“ segir Birgitta Rós. „Já, Birgitta Rós ætlar að verða allt í heimi,“ segir Ásta Rún hlæjandi og bætir við: „Ég er bjartsýn á framtíðina, það eru spennandi tímar framundan. Ég er á almennri braut núna en ég ætla að verða flugvirki og fer í rafvirkjun hér í FS á þriðju önn til að undirbúa námið í flugvirkjun.“ Hvað með samskiptamiðla, eruð þið mikið í símanum? „Já, ég er alltof mikið í símanum. Það er líka allt í símanum, vinir eru í símanum, heimanámið er í símanum og fréttir eru í símanum. Ef ég er ekki að horfa á sjónvarp þá er ég í símanum að horfa á eitthvað þar. Stundum geri ég allt í einu, læri og geri allt hitt líka. Ég er meðvituð um þetta og reyni að sleppa því að vera í símanum þegar ég er að tala við fólk, eins og núna til dæmis þegar ég er að tala við þig í þessu viðtali þá hef ég ekkert kíkt í símann minn,“ segir Ásta Rún glaðbeitt. „Ég hef meiri stjórn á símanum. Mér finnst rosalega leiðinlegt að vera í símanum en er það samt stundum. Ég gæti alveg verið án hans,“ segir Birgitta Rós og með þessum lokaorðum kveðja þær vinkonur og eru roknar í tíma enda matarhléið þeirra búið.


Hátíðarsýning

í tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps

Tónlist: Jerry Bock Tex : Sheldо Harnick

Sýningar í Stapa í Hljómahöll, Reykjanesbæ Frumsýning: Aðrar sýningar:

Föstudag Laugardag Sunnudag

15. nóv. kl. 19:00 16. nóv. kl. 19:00 17. nóv. kl. 19:00

Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum af Suðurnesjum Hljómsveitarstjóri: Karen J. Sturlaugsson Leikstjóri: Jóhann Smári Sævarsson Miðaverð: 3.800 kr – Miðasala: Hljómahöll.is og tix.is

Sýningin er styrkt af:

Byggt á sögu eftir Joseph Stein. Útsetning: Music Theatre International í Evrópu www.mtishows.co.uk


10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Una Steinsdóttir og Steinn Erlingsson faðir hennar á Garðskaga fyrir nokkrum dögum þar sem þau voru gestir í sjónvarpsþættinum Suður með sjó. VF-mynd: Páll Ketilsson

Hvað segir fólk um gamla bæinn sinn?

Tilboð óskast vegna sölu fasteignar á lóð Reykjanesbær auglýsir hér með eftir tilboðum vegna sölu fasteignar á lóð að Vallarbraut 14, íþróttavallarhús Njarðvíkur. Byggingin er timburhús á steyptri gólfplötu, stærð er 177.6 m². Um er að ræða sölu á húsi á lóðinni til flutnings. Verkinu skal vera lokið fyrir 31. desember 2019. Nánari upplýsingar og ítarlegri gögn vegna sölunnar fást með því að senda tölvupóst á tryggvi.th.bragason@reykjanesbaer.is merkt Vallarbraut 14. Tilboðum skal skilað í tölvupósti á kristinn.th.jakobsson@reykjanesbaer.is merkt Vallarbraut 14 eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 29. nóvember 2019. Opnun tilboða fer fram kl. 13:00 sama dag. Aðilar geta verið viðstaddir opnun sé þess óskað.

Grenndarkynning á óverulegri deiliskipulagsbreytingu við Efrahóp 6 og 8 í Grindavík Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytinging felur í sér að byggingarreiturinn á lóðunum Efrahópi 6 og Efrahópi 8 stækkar í norður um 1,6m x 3,8m vegna byggingu bíslags. Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is. Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir til 5. desember 2019 til Atla Geirs Júlíussonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á netfangið atligeir@grindavik.is, eða á skrifstofu bæjarins merkt:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

„Óveruleg deiliskipulagsbreyting við Efrahóp 6 og 8“ Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulagsog umhverfissviðs

Lít alltaf á mig sem Keflvíking

Una Steinsdóttir rifjar upp gamla tíma í Keflavík „Keflavík er minn bær og ég lít alltaf á mig sem Keflvíking þegar ég er spurð hvaðan ég sé og er stolt af því. Ræturnar eru sterkar og mér finnst alltaf gott að koma í bæinn minn, enda kem ég mjög oft, þar á ég fjölskyldu og vini. Það er ekki á boðstólnum annað en að tala vel um Keflavík í mín eyru.“

væru Garðbæingar en þar búum við í dag. Þær voru stórhneykslaðar á þessari spurningu og svöruðu; „Nei, við erum Keflvíkingar!“ Römm er sú taug!“ Viðtalið að ofan var tekið við Unu fyrr í haust í tilefni af 25 ára afmæli

Reykjanesbæjar en Víkurfréttir hafa birt reglulega slík viðtöl að undanförnu. Una var síðan í viðtali í þættinum Suður með sjó sem frumsýndur var síðasta mánudag. Hægt er að sjá endursýningar á Hringbraut en einnig er þátturinn á Víkurfréttavefnum, vf.is.

Ekkert skutl á þeim árum

„Ég hef unnið fyrir Íslandsbanka í ein 30 ár. Ég byrjaði að vinna í Verslunarbankanum í Keflavík og flutti aftur heim eftir nám og var útibússtjóri Íslandsbanka þar í ein tíu ár. Ég á frábærar minningar tengdar þeim árum og kynntist auðvitað miklum fjölda fólks. Minningar mínar úr Keflavík eru bara góðar, æskuheimilið á Faxabrautinni, fjölskyldan, vinirnir, gagnfræðaskólinn, fjölbraut, tónlistarskólinn, handboltinn, körfuboltinn, Félagsbíó, Nýja bíó, karlakórinn, kvennakórinn, álfabrennan, skátarnir, Nonni og Bubbi, Stapafell, Aðalstöðin, rúnturinn, sundhöllin, Bergás og Stapinn. Ég minnist þess helst að maður gekk allan daginn, ekki man ég að skutlað hafi verið á æfingar í Ungó eða Tónó og ekki einu sinni til tannlæknisins í Njarðvík. Þó var nú til bíll á heimilinu. Kannski ágætt að maður var ekki farinn að spila golf í Leirunni á þessum uppvaxtarárum, langur göngutúrinn þangað,“ segir Una Steinsdóttir.

Römm er sú taug

„Mér þótti skondið þegar stelpurnar mínar tvær sem kláruðu sinn grunnskóla í Reykjanesbæ, voru spurðar, ekki fyrir svo löngu síðan, hvort þær

Bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bílavarahlutum og efnavörum frá Stillingu OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18 Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is

Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu


6ERKALâ¥S OG SJĂ˜MANNAFĂ?LAG +EFLAVĂ“KUR OG NÉGRENNIS

 Â?Â?Â?   Â?  ­ € ‚ Â? ­ ‚ € ƒ „ Â? ƒ € Â… †††Â? Â? € ‡ Â?

NĂĄmskeiĂ° / fyrirlestrar Haust 2019 - Vor 2020  Â?Â? HugsaĂ°u Ăžig upp Be the best of you Vertu besta ĂştgĂĄfan af sjĂĄlfum ÞÊr Minnkun ĂĄrei�ð Ă­ lĂ­ďŹ nu Minnkun ĂĄrei�ð Ă­ lĂ­ďŹ nu SkyndihjĂĄlparnĂĄmskeiĂ° SkyndihjĂĄlparnĂĄmskeiĂ° SkyndihjĂĄlparnĂĄmskeiĂ° RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i

 Â

TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° TĂ­mamĂłt og tĂŚkifĂŚri - StarfslokanĂĄmskeiĂ° RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i RĂŠďż˝ndi og skyldur ĂĄ vinnumarkaĂ°i Enska fyrir atvinnulĂ­ďŹ Ă° - Sďż˝g 1 Enska fyrir atvinnulĂ­ďŹ Ă° - Sďż˝g 1 Enska fyrir atvinnulĂ­ďŹ Ă° - Sďż˝g 2 Enska fyrir atvinnulĂ­ďŹ Ă° - Sďż˝g 2

Â? Ă?slenska Enska Ă?slenska Ă?slenska Enska PĂłlska Ă?slenska Enska Ă?slenska PĂłlska Enska

­ 13.nóv. ´19 19.nóv. ´19 20.nóv. ´19 3.des. ´19 4.des. ´19 25.nóv. ´19 27.nóv ´19 28.nóv ´19 27.nóv ´19 27.nóv ´19 27.nóv ´19

� 19:00-21:00 19:00-21:00 19:00-21:00 19:00-21:00 19:00-21:00 16:00-20:00 16:00-20:00 16:00-20:00 17:00-18:30 13:00-14:30 19:30-21:00

KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ°

www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is

� VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa VSFK/Starfsa

Â? Ă?slenska Enska Ă?slenska Enska Ă?slenska Enska Ă?slenska Enska PĂłlska Ă?slenska Enska PĂłlska Ă?slenska Enska PĂłlska Enska PĂłlska Enska PĂłlska

­ 28.jan. ´20 29.jan. ´20 25.feb. ´20 26.feb. ´20 24.mars ´20 25.mars ´20 15. Jan. ´20 15. Jan. ´20 15. Jan. ´20 19. feb. ´20 19. feb. ´20 19. feb. ´20 25.mar ´20 25.mar ´20 25.mar ´20 jan.-feb. ´20 jan.-feb. ´20 mars-apr ´20 mars-apr ´20

� 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 17:00-19:00 18:00-19:30 20:00-21:30 13:00-14:30 13:00-14:30 18:00-19:30 20:00-21:30 20:00-21:30 13:00-14:30 18:00-19:30 18:00-20:00 18:00-20:00 18:00-20:00 18:00-20:00

KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 4.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ° KrossmĂłi 4a - 3.hĂŚĂ°

www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is vsďż˝@vsďż˝.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

� VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa VSFK/ Starfsa

KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a

SkrĂĄning: www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

Â? Ath. nĂĄmsstyrk Ath. nĂĄmsstyrk Ath. nĂĄmsstyrk Ath. nĂĄmsstyrk Ath. nĂĄmsstyrk

Â? Âƒ 28.jan.- 28.maĂ­ ´20 3.feb. - 28.maĂ­ ´20 3.feb. - 17.des. ´20 10.jan. - 17.des. ´20 10.jan. - 28.maĂ­ ´20

€ ‚  Â

SkrifstofuskĂłli I - dreiďŹ nĂĄm SkrifstofuskĂłli I - dreifinĂĄm SĂślu-,markaĂ°s- og rekstrarnĂĄm MenntastoĂ°ir - ďż˝arnĂĄm MenntastoĂ°ir- fullt nĂĄm / dreiďŹ nĂĄm

Â? Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska

€ ‚

Â?

­

Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska Ă?slenska

26.nóv ´19 30.nóv. ´19 1.des. ´19 7.des. ´19 8.des. ´19 14.des. ´19

Endurmenntun bílstjóra - Vistaakstur - LÜg og reglur - UmferðarÜryggi - Skyndihjålp - FarÞegautningar - VÜruutningar

� 16.00-23:00 9:00-16:00 9:00-16:00 9:00-16:00 9:00-16:00 9:00-16:00

KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a KrossmĂłi 4a

- 3.hĂŚĂ° - 3.hĂŚĂ° - 3.hĂŚĂ° - 3.hĂŚĂ° - 3.hĂŚĂ° - 3.hĂŚĂ°

www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is www.mss.is

Â? Ath nĂĄmsstyrk Ath nĂĄmsstyrk Ath nĂĄmsstyrk Ath nĂĄmsstyrk Ath nĂĄmsstyrk Ath nĂĄmsstyrk

 Â? Â? Â? Â?Â?Â? Â?  ­ € ‚ƒƒƒ


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

RÍKAR MATARHEFÐIR Í PÓLLANDI Fallegt af Íslendingum að búa til pólska hátíð segir Katarzyna Pozezinska, hundasnyrtir og matgæðingur. Reykjanesbær blæs í annað sinn til pólskrar menningarhátíðar í samstarfi við hóp íbúa af pólskum uppruna. Hátíðin verður haldin á Nesvöllum laugardaginn 9. nóvember 2019 klukkan 13 - 16. Hátíðin mun gleðja augu, eyru og maga gesta. Áhersla ársins eru persónulegar sögur íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna og verður sett upp listsýning tengd áherslunni. Pólskur „street food“ markaður verður á hátíðarsvæðinu, tónlistaratriði frá Tónlistar-

vitnuðumst um matinn sem hún ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á næstkomandi laugardag. „Ætlar þú að taka viðtal við mig,“ spyr Katarzyna blaðakonu sem jánkar „en ég hef aldrei farið í blaðaviðtal,“ segir hún og heldur áfram að klippa lítinn sætan kjölturakka á meðan blaðakona heldur áfram að spyrja út í pólsku menningarhátíðina. Katarzyna Pozezinska rekur vinsæla hundasnyrtistofu í Reykjanesbæ og hefur gert í mörg ár. Hún er menntuð í faginu og lærði upphaflega í Póllandi en viðbótarnám hefur hún tekið í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi. „Já, ég gerði „street food“ í fyrsta skipti í fyrra fyrir svona marga, það gekk mjög vel. Í Póllandi elda allar konur matinn heima. Þar er mikil matarhefð og ömmur kenna mæðrum og mæður kenna dætrum sínum. Það er hefð að konur í pólskum fjölskyldum kenna hver annarri. Bigos er mjög vinsæll matur í Póllandi, yfir 300 ára gamall réttur og allar fjölskyldur eiga sína útgáfu af þessum rétti. Ég mun gefa fólki að smakka ættaruppskrift mína. Það verður allskonar annar matur í boði til dæmis, pierogi, súpa, barszcz czerwony og zurek, allt mjög vinsæll matur í Póllandi. Það var mjög gaman að gefa gestum í fyrra að smakka þessa pólsku rétti og ég vona að það komi margir gestir núna líka til að borða matinn,“ segir Katarzyna sem margir Íslendingar þekkja undir nafninu Kata.

ingum að leyfa Pólverjum að búa til sína eigin hátíð hér á landi. Ég fer líka á hátíðir sem Íslendingar halda, til dæmis 17. júní og Ljósanótt í Reykjanesbæ. Auðvitað vil ég einnig kynnast menningu Íslands því ég elska Ísland og er mjög ánægð hér. Við hjónin, Jaroslaw og ég, fluttum hingað fyrir tólf árum og höfum eignast börnin okkar tvö hér sem heita Patrycja 11 ára gömul og Ólaf sem er 9 ára gamall.

Hann var skírður íslensku nafni sem er líka hægt að segja á pólsku. Börnin okkar tala mjög flotta íslensku og gengur vel á íslenskuprófum í skólanum. Þau tala bæði góða íslensku og góða pólsku. Nú eigum við heima á Íslandi en förum yfirleitt einu sinni á ári í heimsókn til Póllands. Foreldrar okkar hafa komið hingað en mamma mín hefur komið oftast,“ segir Kata á annars ágætri íslensku en hún hefur

lagt sig fram um að læra málið en er stundum feimin að tala það. Blaðakona skilur það vel enda hefur hún sjálf upplifað að búa sem útlendingur í öðru landi og þá fannst henni hún sjálf stundum hljóma kjánalega þegar hún var að tala tungumál heimamanna. Best er samt að halda áfram að æfa sig, því æfingin skapar meistarann. Íslendingar sýna því fullan skilning og það gleður þá þegar einhver hefur áhuga á að læra þetta forna tungumál, sem íslenskan er. Vonar að það komi margir gestir Kata hefur gaman af starfi sínu sem hundasnyrtir. „Mér finnst mjög gaman að klippa hunda, þeir eru svo mikið krútt og með svo fallegt hjarta. Mér finnst ég aldrei vera að mæta í vinnuna þegar ég kem á stofuna mína, þetta er frekar eins og hobbý því það er svo gaman að hitta allskonar hunda og allskonar foreldra þeirra,“ segir hún og bætir við þegar blaðakona spyr hana um lokaorð; „Vonandi koma margir að prófa og skoða pólska hátíð um helgina. Allar þjóðir þurfa að gera eitthvað saman og kynnast betur svoleiðis. Við sýnum okkar bestu hliðar. Það eru allir velkomnir, það kostar ekkert, bara brosa og hafa gaman með okkur.“

Marta Eiríksdóttir

VIÐTAL

Katarzyna Pozezinska er aðalkonan á bak við matargerðina á pólsku hátíðinni í Reykjanesbæ en hún gerði pottréttinn Bigos í fyrra sem rann ljúft ofan í maga gesta hátíðarinnar. Hún mun endurtaka eldamennskuna í ár en fleiri koma að matargerðinni svo í boði verða ýmsir réttir. Við kíktum í heimsókn til Katarzynu á hundasnyrtistofuna hennar og for-

skóla Reykjanesbæjar og pólski þjóðdansinn Polonez stiginn. Fluttar verða hátíðarræður og ýmis afþreying verður í boði. Hátíðinni lýkur með rokkuðu ívafi hljómsveitarinnar Demo. Að undirbúningi og skipulagningu hátíðarinnar kemur hópur fólks, bæði starfsmanna og sjálfboðaliða. Fjöldi sjálfboðaliða hefur boðist til þess að gera mat fyrir pólskan fingramat eða „street food“ markað sem settur verður upp.

Nú eigum við heima á Íslandi „Mér finnst mjög fallegt af Íslend-

marta@vf.is

ÁNÆGÐIR MEÐ ÖRYGGIÐ Á ÍSLANDI

Daría varð ástfanginn af landinu og kennir nú íslensku og pólsku Daría Luczkow segist elska Ísland en hún hefur verið á Íslandi í tólf ár. Hún flutti til Ólafsvíkur og ætlaði bara að vera í eitt ár og safna sér peningum en Daríu leið strax vel á Íslandi og þremur árum síðar lá leið hennar til Reykjanesbæjar. „Ég kom svo hingað að læra og svo að kenna íslensku,“ segir Daría sem fór í Háskóla Íslands og lærði íslensku og rússensku. Núna kennir hún tungumál í Reykjanesbæ, Pólverjum og fleiri innflytjendum, á íslenskan unnusta og lítið tíu mánaða barn. Og þú ert ekki á leiðinni heim? „Nei, ég ætlaði að fara nokkrum sinnum en ákvað að vera áfram á Íslandi og búa hér af því ég elska Ísland. Það er svo gott að búa hér, það er svo þægilegt og rólegt. Ég er örugg hér.“ Daría er kennari og mjög ánægð í starfinu. „Ég er að kenna Pólverjum íslensku og Íslendingum pólsku. Við erum líka með Krakkaakademíu sem er móðurmálskennsla. Við kennum krökkum af pólskum uppruna pólsku sem móðurmálskennsla. Það voru nokkrir foreldrar sem spurðu hvort einhverjir væru til í að kenna þeim pólsku. Svo komu fleiri vinir og ættingjar og núna erum við með 40 krakka sem læra pólsku.“

hún ekki vita það nógu vel. En hvernig er best að nálgast heimalanda hennar í þeim tilgangi?

Heldurðu að það séu mjög margir Pólverjar sem vilja setjast að hér á Íslandi til langframa? „Já, ég held það. Pólskir menn segja oft að þeir séu að hugsa um að fara aftur til Póllands en þeim finnst svo rólegt hérna. Krakkar eru öruggir og þau nenna ekki að pæla í því að flytja aftur til Póllands.“

En vilja Pólverjar ekki sækja það sem er í gangi hér og sameinast heimamönnum á viðburðum? „Jú en það er þessi tungumálakunnátta. Þeir vita að þeir þurfa fyrst að læra íslensku og eru kannski feimnir við að tala ensku eða bara pólsku.“

Hver er þín tilfinning, verandi kennari, hvað eru margir Pólverjar sem vilja læra íslensku? „Já, það eru alltaf fleiri og fleiri. Fyrst þegar ég byrjaði að kenna þá kom fólk sem var búið að vera hér í fimm, sex ár, og byrjaði svo að læra íslensku. En núna kemur fólk frá Póllandi og byrjar strax að læra íslensku tveimur mánuðum seinna.“ Nú eru mörg pólsk börn fædd á Íslandi og þau í rauninni verða bara Íslendingar. „Já en þau vilja líka tala við fjölskylduna sína í Póllandi, senda þeim skilaboð á pólsku, lesa fréttir á pólsku og lesa og fræðast um Pólland.“ Þegar Daría er spurð hvort Pólverjar séu duglegir að sækja viðburði og taka þátt í samfélaginu á Suðurnesjum með Íslendingum segist

„Það væri gott að hafa einhverjar íþróttir fyrir fólk eins og til dæmis hlaup. Það er pólskt hlaup núna 10. nóvember í Reykjavík og það eru 300-400 Pólverjar sem ætla að taka þátt í því.“

Eru Pólverjar ekki öruggari með að fá störf ef þeir kunna íslensku? Geta þeir fengið betri störf? „Jú en kannski ekki hér í Reykjanesbæ því við erum með flugstöðina og þar er töluð enska númer eitt.“ Þannig þeir þurfa að læra ensku líka? Já, við erum að kenna ensku líka. Það eru margir Pólverjar sem koma og læra ensku til að fá betri vinnu eins og í flugstöðinni.“ Nú var haldin pólsk hátíð í Reykjanesbæ í fyrra og er aftur núna. Hvernig lýst þér á það? „Mér finnst það mjög flott. Ég gat ekki hjálpað í fyrra, ég var í fæðingarorlofi en ég kom samt með strákinn. Það var svo gaman að hitta alla Pólverja og tala við fólk.“

Daría segir að Pólverjar séu þokkalega ánægðir með matinn á Íslandi, en vilja helst borða pólskan mat? „Ég held að flestir borði ennþá pólskan mat. Svo var að opna pólskur veitingastaður, þar sem hægt er að fá pólskan mat. Ég held að Pólverjar sakni matarins frá Póllandi.“ Eru þeir ekki ánægðir með íslenska lambakjötið og fiskinn? „Jú (hlær) en þeir eru ekki hrifnir af því að borða sæta kartöflur eða lifrapylsu.“ En þú? „Ég borða ekki kjöt. Ég borða bara grænmeti og laxinn sem mér finnst mjög góður.“

VIÐTAL

Er það betra fyrir þau? Eru þau að læra bæði málin? „Það er gott fyrir þau að læra móðurmálið til að verða betri í íslensku og svo vilja þau læra meira um Pólland, menningu og sögu landsins.“

Nú eru margir Pólverjar á Suðurnesjum. Heldurðu að þau séu öll jafn ánægð og þú að vera hér? „Vonandi, ég veit það ekki. Það eru margir mjög ánægðir og eru ekki að hugsa um að flytja aftur til Póllands. En ég held að ef þau tala íslensku og skilja Íslendinga þá gengur þeim betur.“

Páll Ketilsson pket@vf.is


erki, útfærslur

rslur á merkinu í hvítum lit

mismunandi hátt, eitt eða vefslóð við merkið.

NESVELLIR

Reykjanesbær býður til árlegrar

pólskrar menningarhátíðar

í samstarfi við íbúa af pólskum uppruna.

VIÐBURÐUR SEM GLEÐUR AUGU, EYRU OG MAGA WYDARZENIE TO ROZPIEŚCI NASZE OCZY, USZY I BRZUCHY

Miasto Reykjanesbær we współpracy z grupą mieszkańców polskiego pochodzenia zaprasza na

Dzień Kultury Polskiej.

Goście honorowi: Gerard Pokruszyński, Ambasador RP w Islandii i Sveindís Valdimarsdóttir, Kierownik Projektu, MSS.

9 11 2O19 LAUGARDAGUR / SOBOTA

WYSTAWA TEMATYCZNA Z OSOBISTYMI HISTORIAMI

kl. 13-16

STRAGAN POLSKICH PRZYSMAKÓW WSPÓLNY TANIEC POLONEZA POLSKI SALON Z LAT 90. – ODWIEDŹ POLSKI DOM!

Ávörp heiðursgesta: Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS.

KRAKKA-AKADEMÍA DOSTARCZY ROZRYWKI DZIECIOM M.IN. MALOWANIE TWARZY

LISTSÝNING MEÐ PERSÓNULEGUM SÖGUM

MUZYKĘ ZAPEWNI TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

PÓLSK STREET FOOD STEMNING

WYSTPI SEKCJA TAEKWONDO ORAZ DANSKOMPANÍ

POLONEZ DANSINN STIGINN HÆGT VERÐUR AÐ ,,HEIMSÆKJA“ PÓLSKT HEIMILI

ALLIR VELKOMNIR

ÓKEYPIS AÐGANGUR WSZYSCY SĄ MILE WIDZIANI

WSTĘP WOLNY

FESTIWAL ZAKOŃCZY WYSTĘP ZESPOŁU DEMO

ANDLITSMÁLNING OG AFÞREYING FYRIR BÖRN Í BOÐI KRAKKA-AKADEMÍUNNAR TÓNLISTARATRIÐI FRÁ TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR ATRIÐI FRÁ DANSKOMPANÍ OG TAEKWONDODEILD KEFLAVÍKUR HLJÓMSVEITIN DEMO LOKAR HÁTÍÐINNI MEÐ ROKKUÐU ÍVAFI

Áhersla ársins

Persónulegar sögur

íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna Tematem festiwalu są

Osobiste historie Polaków - mieszkańców Reykjanesbær


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Auglýsingasíminn er 421 0001

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

T.v. Hermann Dreki Guls, líffræðingur og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs H.Í. á Suðurnesjum.

Viðburðir í Reykjanesbæ 88 húsið - hljómsveitin DEMO / Zexpół DEMO Hljómsveitin DEMO stígur á svið föstudaginn 8. nóvember kl. 19:30-21:30. Tónleikarnir eru ætlaðir ungmennum í 8.–10. bekk. Frítt inn og pólskt nammi á boðstólnum. Zexpół DEMO wkracza na scenę w 88 húsið 8 listopada Godz. 19:30–21:30. Zapraszamy wszystkich z klas 8-10. Wstęp wolny. Będą też polskie słodycze. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudaginn 7. nóvember. Foreldramorgunn. Erla Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur, mætir og fræðir gesti um málþroska barna. Laugardaginn 9. nóvember. Pólsk sögustund. Í tilefni af pólskri menningarhátíð bjóðum við upp á pólska sögustund þar sem Marta Wróbel ætlar að lesa fyrir börnin.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – forstöðumaður á búsetukjarna Fræðslusvið – sálfræðingur Háaleitisskóli – umsjónarkennari á miðstigi Velferðarsvið – starf við liðveislu Umhverfissvið – fulltrúi á skrifstofu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Vísindastörf og fræðsla í Sandgerði Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsóknastarfs í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Það var stofnað 1. apríl 2012 af öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Keili. Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun rekin af opinberum framlögum ríkis og starfar á þekkingargrunni Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, Botndýrastöðvarinnar, Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofu Suðvesturlands. Starfsemin tekur mið af markmiðum, hlutverki og skyldum allra stofnananna. Markmið Þekkingarseturs Suðurnesja snúa meðal annars að: 1. Rannsóknum og þróun 2. Háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs 3. Símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum.

Stórmerkileg stofnun

Víkurfréttir heimsóttu Þekkingarsetur Suðurnesja og tóku Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumann setursins tali. „Sérsvið okkar eru sjávarlíffræði, eiturefnavistfræði og fuglafræði. Við erum fyrst og fremst rannsóknar-

Reykjanesbær og Betri bær taka höndum saman á aðventunni og bjóða áhugasömum að taka þátt í verkefninu Jólakofinn 2019 Staðsetning: Á gangstétt milli Hafnargötu 26-28. Aðgengi að rafmagni. Tímabil: 7.-23. desember á fyrirfram skilgreindum tímum.

Í jólakofanum gefst tækifæri til að selja ýmislegt skemmtilegt tengt jólum svo sem handverk, smákökur, kerti, heitt súkkulaði, laufabrauð o.s.frv. Tilvalið fyrir félög, einstaklinga og jólasveina. Jólakofinn býðst endurgjaldslaust. Höfum gaman saman á aðventunni! Fyrirspurnir skulu sendar á sulan@reykjanesbaer.is fyrir 15. nóvember.

Nánar á reykjanesbaer.is

stofnun á svæðinu í þessum greinum ásamt Náttúrustofu Suðvesturlands og Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum sem eru stoðstofnanir setursins. Við höfum líka mikla tengingu við háskólanám, háskólanema, menntastofnanir og ýmis fyrirtæki á svæðinu. Við erum aðili að Reykjanes Geopark og við erum hluti af stóru, evrópsku neti rannsóknastöðva sem heitir INTERACT en þar eru tæplega 90 aðrar rannsóknastöðvar alls staðar að úr Evrópu og Norður Ameríku sem vinna saman og tengjast í gegnum Evrópustyrkt verkefni. Starfsemin í Þekkingarsetrinu er mjög fjölbreytt, heilmikil, fagleg og flott.“ Er verið að rannsaka í ákveðnum verkefnum allt árið? „Já, það eru alltaf einhver rannsóknarverkefni í gangi hjá okkur. Yfirleitt mörg hverju sinni. Það eru sjö starfsmenn hér, þrír starfsmenn hjá Þekkingarsetrinu, tveir hjá Náttúrustofu og tveir hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands. Svo eru sérfræðingar ráðnir inn part úr ári í einhver ákveðin verkefni þegar slíkt á við. Þetta eru allt saman líffræðingar með meistaraeða doktorsgráðu á þeim sviðum sem verið er að rannsaka.“

Hvað er verið að rannsaka?

„Það helsta í ár er stór úttekt sem við höfum verið að vinna fyrir ISAVIA en þar vorum við að rannsaka fuglalíf innan flugvallarsvæðis ISAVIA á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands. Mjög langt er síðan úttekt var síðast gerð á svæðinu svo það var flott framtak hjá ISAVIA að fara út í það verkefni. Nú er því lokið og verið er að vinna úr niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Annað verkefni er kortlagning á vetrarstöðvum kjóans sem stóð yfir í sumar og er gagnaúrvinnsla í gangi núna. Við verðum einmitt með fræðslukvöld í samstarfi við MSS og Fuglavernd á þessu verkefni. Svo hafa verið miklar rannsóknir á tjaldinum á svæðinu og ýmsum vaðfuglum, á sílamávi og fleiri tegundum, ég gæti eiginlega talið endalaust upp rannsóknir okkar.“

Nýr landnemi við strendur Íslands

„Það hafa verið mjög miklar rannsóknir gerðar á grjótkrabba hér hjá okkur, en grjótkrabbi er nýr landnemi við Íslandsstrendur. Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofan hafa sinnt þeim rannsóknum og þær standa alltaf yfir. Síðan til viðbótar þá sinnir Rannsóknasetur HÍ vöktun á Suðvesturhorninu og víðar. Kræklingur er mikið notaður í þeirri vöktun. Það hafa líka verið gerðar rannsóknir hjá okkur þar sem verið er að kanna áhrif olíumengunar í hafinu á ólíkar lífverur og áhrif eiturefna á mismunandi lífverur,“ segir Hanna María.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

15

Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja.

Þekkingarsetur Suðurnesja er aðili að Reykjanes UNESCO Global Geopark. UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Viljum einnig fá skóla í heimsókn yfir vetrartímann

Sýningar fyrir almenning

„Við erum með fjórar sýningar í húsinu sem eru allar fastar sýningar. Þær eru í eigu Suðurnesjabæjar en við rekum þessar sýningar fyrir sveitarfélagið. Þetta er náttúrugripasýning og þar eru lifandi sjávardýr sem krökkum finnst sérlega gaman að skoða. Síðan er glæsileg sýning sem heitir Heimskautin heilla, sem fjallar um ævi heimskautafarans Jean Baptiste Charcot en rannsóknarskipið hans fórst við Íslandsstrendur. Sýningin er í tveimur sölum þar sem líkt er eftir brú og káetu í skipi frá tíma heimskautafarans. Síðan er listasýning á neðri hæð hússins sem heitir Huldir heimar hafsins - ljós þangálfanna. Ótrúlega falleg og skemmtileg sýning sem fjallar um hafið og þær hættur sem steðja að því. Síðast en ekki síst er ljósmyndasýning sem segir sögu hússins, sem er merkileg, því þetta hús sem hýsir Þekkingarsetur Suðurnesja, á Garðvegi 1 í Sandgerði, var byggt sem frystihús og þjónaði þeim tilgangi í áratugi áður en rannsóknarstöðin og rannsóknastarfið fór að byggjast upp hérna,“ segir Hanna María að lokum og hvetur alla til að koma í heimsókn sem vilja fræðast meira.

VIÐTAL

„Sérstaða okkar er rannsóknaaðstaðan og staðsetningin. Við erum staðsett alveg niðri við sjó. Við erum með borholu fyrir utan húsið og dælum tandurhreinum sjó beint inn í hús sem hentar einstaklega vel til rannsókna á sjúkdómum í fiski og í eiturefnarannsóknum okkar. Þetta heillar erlenda vísindamenn og þykir einstakt á heimsmælikvarða. Við fáum oft erlenda vísindamenn til okkar í tvær til sex vikur og erum með gistiaðstöðu fyrir þessa vísindamenn og háskólahópa sem eru að vinna á svæðinu. Nú erum við með einn vísindamann hjá okkur frá Spáni sem er mikill sérfræðingur í burstaormum, sem hann er að rannsaka meðal annars. Svo vorum við nýlega með erlenda og íslenska tónlistarnemendur sem gistu hér og unnu í háskólaverkefni sínu. Við fáum einnig almenna skólahópa, flestir koma að vori og höfum við verið að taka á móti ríflega 1200 nemum á ári. Flestir eru grunnskólanemendur, en einnig elstu krakkar í leikskólum og einstaka hópar koma úr framhaldsskólum. Þá fara nemendur fyrst út á Garðskaga í fjöruna og safna lífverum. Svo koma þeir til okkar með lífverurnar og fá að skoða í víðsjá og greina það sem þeir fundu. Krakkarnir fá einnig að vinna skemmtileg verkefni hér hjá okkur. Við viljum endilega efla þetta samstarf við skóla og skemmtilegast væri auðvitað að fá fleiri skóla yfir veturinn og á öðrum tímum ársins, ekki bara á vorin. Gaman væri ef skólar sæju hag sinn í því að nýta heimsóknirnar

betur til vettvangsnáms og útikennslu því hér er aðstaðan tilvalin í slíkt,“ segir Hanna María.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Þekkingarsetrið er einnig aðili að alþjóðlegu neti rannsóknastöðva á arktískum og fjalllendum svæðum á norðurhveli jarðar sem kallast INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic). Meginhlutverk INTERACT er að byggja upp aðstöðu og þekkingu til að skilgreina og bregðast við umhverfisbreytingum á norðlægum slóðum og hefur starfsemin verið fjármögnuð með styrkjum úr rammaáætlunum Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun.

Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur, Þekkingarsetri Suðurnesja.

Aron Alexander Þorvarðarson, líffræðingur Náttúrustofu Suðvesturlands.

Þjónustuskoðanir smurþjónusta og almennar viðgerðir fyrir

Skoda, Audi, WV og Mitsubishi

Grófin 19, Keflavík

Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is

OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA FRÁ 8 TIL 17 FÖSTUDAG FRÁ 8 TIL 16

Jólahlaðborð á Max Veitingastað Njóttu aðventunar í góðum félagsskap Lystauki

Rjúpusúpa Nýbakað brauð

Forréttaplatti

Létt grafin klaustursbleikja Reyktur Ólafsfjarðar lax Jólasíld og rúgbrauð Grafin gæs Tvíreykt hangikjöts tartar Jóla pate

Aðalréttur

Dagsetningar Föstudagur 29. nóv - FULLT Laugardagur 30. nóv Föstudagur 6. des Laugardagur 7. des Föstudagur 13. des Laugardagur 14. des

Reykt lambafilé Sviðakjamma rillete Heilsteikt nautalund Hægelduð kalkúnabringa

Sitjandi hlaðborð

Eftirréttahlaðborð

Verð 8.950 kr.

Borðapantanir í síma 426 8650 eða á max@nli.is

Créme brulée kókos ganach Skyr-ostakaka með piparkökum Mangó-ástaraldinmús Karamellubúðingur og vanillurjómi Lakkrís pannacotta Sarah Bernhard Riz a la mandle

Max Veitingastaður • Northern Light Inn • Norðurljósavegi 1 • Grindavík


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

FS-ingurinn:

Rún Arnmundsdóttir UMSJÓN Ásta og Birgitta Rós Jónsdóttir

Stefnir á forsetann Helsti kostur FS er Rósa dönskukennari, segir Halldór Már Jónsson sem er FSingur vikunnar að þessu sinni. Halldór Már er 16 ára nemandi við skólann sem stefnir á að verða forseti.

Hvatningin:

Jákvætt viðhorf hjálpar í öllum aðstæðum Við veljum ekki hvaða verkefni lífið færir okkur. En þannig er nú lífið. Hins vegar hefur maður val um hvernig mann langar til þess að takast á við þau lífsverkefni. Í flestum tilfellum er lífið skemmtilegt og við fáum jákvæð verkefni til að takast á við. Flestir fá tækifæri til að mennta sig og útskrifast, gifta sig, eignast börn, ferðast og mér hefur borið gæfa til að gera allt þetta. Einnig fáum við sum þau erfiðu verkefni eins og að lenda í veikindum, fá krabbamein, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Það hefur verið lífssýn mín og eiginleiki að vera jákvæð og alltaf full bjartsýni. Kannski hjálpar það við að lækna krabbann, það alla vega hjálpar mér að takast á við hann. Það er val með hvaða hugarfari maður tekst á við verkefnin. Þess vegna segi ég að betra er að vera með glasið hálf-fullt frekar en hálf-tómt því það gerir lífið svo miklu jákvæðara og skemmtilegra. Eigið góðan dag.

Uppáhalds:

-kennari: Rósa. -skólafag: Lýðheilsa. -sjónvarpsþættir: How I Met Your Mother. -kvikmynd: Divergent. -hljómsveit: One Direction. -leikari: Post Malone.

Kveðja, Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóðir.

Falleg kirkjustund sem heiðrar minningu látinna Síðastliðið sunnudagskvöld var Allra heilagra messa í Keflavíkurkirkju en messan er haldin í samstarfi við HSS og hefur verið undanfarin ár. Í messunni voru lesin upp, af hjúkrunarfræðingum D álmu, nöfn allra þeirra 70 sem létust á sjúkrahúsinu í Keflavík frá 1. nóvember í fyrra og líka þeim 47 sem skráðir voru í prestþjónustubækur kirkjunnar á þessu tímabili, nöfn sem séra Erla las upp. Þetta var mikill fjöldi látinna, þegar maður heyrði öll nöfnin lesin upp í einu. Það mátti heyra tilfinningaleg viðbrögð sumra kirkjugesta þegar nöfn nákominna voru lesin upp og óskar maður þeim öllum alls hins besta og guðsblessunar. Kór Keflavíkurkirkju söng undir stjórn Arnórs organista. Systurnar Elíza Geirsdóttir Newman og Hulda Geirsdóttir Newman tóku þátt í athöfninni. Elíza söng frumsamið lag um móður sína sem lést snögglega á jólanótt fyrir þrettán árum og Hulda var með hugvekju um hvernig hún tókst á við skyndilegan móðurmissi.

Hvað heitir þú á fullu nafni? Halldór Már Jónsson Á hvaða braut ertu? Almennri braut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? 16 ára fæddist í Keflavík en bý í Njarðvík. Hver er helsti kostur við FS? Rósa dönskukennari. Hver eru áhugamálin þín? Vera með vinum. Hvað hræðistu mest? Ég myndi segja köngulær og trúðar. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Steini því hann er svo duglegur að búa til tónlist. Hver er fyndnastur í skólanum? Jónas Dagur og Rúnar Smári. Hvað sástu síðast í bíó? The Joker. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki og súkkulaðistykki. Hver er helsti gallinn þinn? Get verið dónalegur. Hver er helsti kostur þinn? Vinalegur Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Safari. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Aðeins lengra vetrarfrí. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Alveg nóg fyrir mig. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Forsetinn. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Maður þekkir flesta.

Fróðlegt erindi. Fallegt kvöld, falleg messa, falleg tónlist, fallegt veður og frábært bakkelsi sem starfsfólk D álmu deildar útbjó ásamt Sigurjóni bakara og móður séra Erlu. Hafið öll þökk fyrir, þið sem stuðlið að því að svona fallegar kvöldstundir geti orðið að veruleika á hverju ári. Án ykkar er samfélagið fátækara. Með kveðju, Sigurbjörn Arnar Jónsson.

Sigurbjörn Arnar Jónsson.

Er ég var á leið inn í kirkjuna blasti við þessi skemmtilega sýn af fallegri kisu sem beið hin rólegasta fyrir utan bleiklitaða kirkjuna. Kannski viðeigandi í ljósi þess að kettir eru sagðir eiga níu líf, sagði Sigurbjörn í pistli sínum.

Nýstofnað Jazzfjelag Suðurnesjabæjar með tónleika á fimmtudagskvöld Efling menningarlífs og stuðningur við tónlistarlíf á Suðurnesjum er tilgangur félagsins Í maí 2019 var Jazzfjelag Suðurnesjabæjar formlega stofnað. Tilgangur félagsins er að efla menningu í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum öllum með því að standa fyrir tónleikum í bænum. Þegar hafa þrennir tónleikar farið fram á bókasafni Sandgerðis; Gola tríó í maí 2019, Kvartett Andrésar Þórs gítarleikara í september 2019, tríó Jazz í október 2019 og n.k. fimmtudag 7. nóvember mun kvintett Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding koma fram á bókasafni Sandgerðis. Kvintettinn skipa þeir Sigurður Flosason - saxófónn, Hans Olding - gítar, Nils Janson - trompet (einnig frá Svíþjóð), Þorgrímur Jónsson - kontrabassi, Einar Scheving - trommur. Tónleikarnir hefjast

stundvíslega kl.20:00 og er aðgangur ókeypis. Heitt verður á könnunni. Stefnan er að næstu tónleikar verði í janúar 2020 í sal tónlistarskólans í Garði. Ef allt gengur að óskum verða tónleikar mánaðarlega út árið 2020 ýmist í Garði eða Sandgerði og vonandi um ókomna framtíð. Jazzfjelagið stefnir á að ávallt verði aðgangur ókeypis. Tónleikar Jazzfjelags Suðurnesjabæjar eru einnig hugsaðir til að gera nemendum tónlistarskólanna kleift að stunda tónleika í heimabyggð og fá tækifæri til að hlusta á tónlistarfólk á heimsmælikvarða. Efling menningarlífs og stuðningur við tónlistarlíf á Suðurnesjum er tilgangur félagsins sem er óhagnaðardrifið áhugamannafélag.

7. nóvember mun kvintett Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding koma fram á bókasafni Sandgerðis.


FRÁBÆR TILBOÐ Í SINDRA REYKJANESBÆ HLEÐSLUBORVÉL 18V

HLEÐSLUBORVÉL 18V

Kolalaus mótor 13 mm patróna Þyngd: 1,5 Kg Mesta hersla 75 Nm Tvær 2.0 Ah rafhlöður, hleðslutæki og taska fylgja.

Kolalaus mótor, með höggi 13 mm patróna Þyngd: 1,8 Kg Mesta hersla 75 Nm Tvær 5.0 Ah rafhlöður, hleðslutæki og taska fylgja.

vnr 94DCD791D2

vnr 94DCD796P2

35.900

m/vsk

Fullt verð 43.181

45.900

m/vsk

Fullt verð 55.071

HÖGGBORVÉL SDS+ 54V

NAGLABYSSA FYRIR STEIN OG STÁL

Höggþungi: 3.5 J Þyngd: 3.7 Kg Rafhlöðugerð: 54V Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis. Taska fylgir.

Ekkert gas né púður. Neglir bæði í stál og steypu. Rafhlöðugerð: 18V Lengd nagla: 13 - 57 mm

vnr 94DCH333NT

vnr 94DCN890P2

78.900

m/vsk

Fullt verð 102.574

141.900

m/vsk

Fullt verð 159.902

HJÓLSÖG 18V

HJÁMIÐJUJUÐARI 18V

Frábær 18V hjólsög í fullri stærð. Ótrúlega öflugt verkfæri Sagar mesta dýpt 64mm Með mótorbremsu. Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis.

125mm Kolalaus mótor, hraðastýrður. Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis.

vnr 94DCS570N

vnr 94DCW210N

42.900

m/vsk

Fullt verð 53.502

27.900

m/vsk

Fullt verð 34.880

KANTFRÆSARI 18V

MÓTTAKARI FYRIR GRÆNAN LASER

Rafhlöðu Kantfræsari fyrir 1/4” og 8mm tennur Kolalaus mótor Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis.

Virkar á græna Dewalt lasera Drægni 50m

vnr 94DCW604N

vnr 94DE0892G

63.900

m/vsk

Fullt verð 74.750

25.900

m/vsk

Fullt verð 31.976

GEIRUNGSSÖG 250MM

SLEÐASÖG

Afl: 1675 Wött Blaðastærð: 250 mm Mesta skurðargeta: 302x88mm Þyngd: 32 Kg

Afl: 1300 Wött Blaðastærð: 165 mm Mesta skurðardýpt Þyngd: 5.1 Kg 1.5 m sleði fylgir

vnr 94DW717XPS

vnr 94DWS520KR

116.900

m/vsk

Fullt verð 129.553

www.sindri.is / sími 575 0000

68.900

m/vsk

Fullt verð 77.364

Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050


SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SKV. ÚTNEFNINGU CREDITINFO

JWM ehf.

TSA ehf.

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf.


Hollt, gott og heimilislegt

Framúrskarandi frá árinu 2010

NEMAR OG JÁRNIÐNAÐARMENN Getum tekið unga menn á námssamning í járniðnaði. Einnig vantar okkur vana járniðnaðarmenn til starfa. Upplýsingar gefur Þráinn í síma 420 4810.

H

F

Sjávargötu 6-12 - 260 Njarðvík - Sími 420- 4801 - Fax 420-4815


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Þrjátíu nemendur sóttu leiðsögunám hjá Miðstöð símenntunar:

Guðjónína Sæmundsdóttir á Sveinstindi.

Ókeypis leiðsögunám fyrir tilstuðlan yfirvalda Með falli WOW air varð til aðgerðaráætlun Mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir Suðurnesin sem snýr að hagnýtingu tækifæra. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, lagði meðal annars til að svæðisbundið leiðsögunám yrði styrkt í þeim aðgerðum yfirvalda. Markmið með aðgerðinni var að efla ferðaþjónustu á svæðinu og auka tækifæri til nýrra atvinnutækifæra. Styrkur Menntaog menningarmálaráðuneytisins í haustbyrjun gerði það að verkum að unnt var að bjóða Leiðsögunám hjá MSS án skólagjalda og þurftu þátttakendur því eingöngu að greiða fyrir inntökupróf í erlendu tungumáli. Teknir voru inn þrjátíu nemendur sem er jafnframt stærsti einstaki hópur sem hefur skráð sig í leiðsögunámið hjá MSS. Með náminu eflist þekking á meðal þátttakenda á Reykjanesskaga og gefur þeim möguleika til að skapa ný atvinnutækifæri, sem getur leitt til aukins ferðamannastraums og lengingu dvalar ferðamanna á svæðinu. Einstakt tækifæri

Guðjónína Sæmundsdóttir, er forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Við hittum hana að máli og forvitnuðumst um þessar aðgerðir stjórnvalda fyrir íbúa Suðurnesja. „Leiðsögunámið var eitt af úrræðum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Námið sem fór af stað í haustbyrjun, var einstakt tækifæri fyrir fólk sem hafði dreymt um að fara í leiðsögunám. Við komum með tillögur sem yfirvöld samþykktu og eitt af því var þetta nám. Leiðsögunámið hefur það að markmiði að nemendur öðlist sérmenntun á sviði leiðsagnar og hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Að auki mæltum við með íslenskunámskeiði, náms-og starfsráðgjöf, starfsþróunarnámskeiði og frumkvöðlanámskeiði. Öll námskeiðin fara fram á íslensku og nokkur á ensku og pólsku. Ennfremur erum við með Menntastoðir, Skrifstofuskóla 1 og 2. Síðan erum við með Stökkpall sem er námsleið fyrir ungt fólk. Þá bjóðum við upp

á kvennasmiðju og karlasmiðju en þar erum við að vinna með sjálfsuppbyggingu og frumkvæði,“ segir hún.

Getur opnar ýmsar dyr

„Ég kláraði sjálf leiðsögunámið árið 2017 og veit af eigin raun að þetta er mjög áhugavert nám. Ég er ferðamálafræðingur í grunninn og átti þann draum að fara í leiðsögumanninn en hafði sjálf ekki tækifæri til þess fyrr en börnin mín voru orðin eldri. Ég elska útiveru og geng mikið á fjöll. Ég er ekki mikið í leiðsögn í dag en geri það stundum. Það var kappsmál mitt að koma leiðsögunáminu á koppinn hjá MSS á sínum tíma. Það tókst ekki alveg strax í byrjun þegar við vildum bjóða upp á þetta nám fyrst en tókst svo árið 2004 en ég hafði brennandi áhuga og vissi að námið myndi gagnast svæðinu því hér eru svo margir möguleikar á sviði ferðaþjónustu. Þegar maður hefur trú á einhverju þá getur svo margt gerst, maður finnur ákveðnar lausnir. Í dag erum við að uppskera og útskrifa leiðsögumenn frá MSS. Viðfangsefni leiðsögunámsins eru margvísleg en farið er yfir sögu Íslands, jarðfræði,

gróðurfar, mannlíf, tengingu við þjóðsögur og bókmenntir, auk hagnýtra atriða varðandi skipulag ferða, leiðsögutækni, samskipti og margt fleira. Hluti af náminu er svokallað svæðisbundið leiðsögunám þar sem áhersla er lögð á Reykjanesskaga. Inntökukröfur í leiðsögunámið er stúdentspróf eða sambærilegt, 21. árs og eldri.

Atvinnumöguleikar ráðast af fólkinu sjálfu og áhuga þeirra. Leigubílstjórar geta til dæmis haft mikla möguleika sem leiðsögumenn og einnig rútubílstjórar sem vilja sameina þessi störf sín við leiðsögn. Svo eru þeir sem eru hættir að vinna, komnir á eftirlaun en hafa gaman af til dæmis sögum sem hægt er að tengja við landssvæði

Miðað við aðsóknina í námið sáum við að margir höfðu látið sig dreyma um þetta nám en því miður var ekki pláss fyrir alla. Þetta er heilmikið nám sem gengur ekki bara út á gönguferðir og útiveru. Við erum í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi sem útskrifa með okkur. Við kennum námið á einu ári og þeir sem vilja bæta við sig geta tekið eitt ár í MK. Það er hægt að sérhæfa sig í fjallaleiðsögn, gönguleiðsögn og rútuleiðsögn fyrir allt landið. Hver leiðsögumaður hefur tækifæri til að skapa sitt eigið vörumerki og höfum við flott dæmi um það eins og Nanný með gönguferðirnar, Reynir sem tekur á móti fjölmörgum hópum og Helga Ingimundar. Þeir sem skapa sér sérstöðu geta fengið ágætar tekjur úr þessu. Atvinnumöguleikar ráðast af fólkinu sjálfu og áhuga þeirra. Leigubílstjórar geta til dæmis haft mikla möguleika sem leiðsögumenn og einnig rútubílstjórar sem vilja sameina þessi störf sín við leiðsögn. Svo eru þeir sem eru hættir að vinna, komnir á eftirlaun en hafa gaman af til dæmis sögum sem hægt er að tengja við landssvæði. Þetta fólk velur oft rútuleiðsögn eða

léttari gönguferðir. Mér finnst persónulega skemmtilegast að fara um náttúruna enda er hún einstök hér og mikil jarðfræði og sögur sem tengjast náttúrunni“ segir Guðjónína. Leiðsögunámið er kennt á haustönn 2019 og vorönn 2020. Kennt er tvö kvöld í viku og einstaka helgar verða vettvangs- og æfingarferðir. Námið veitir rétt til inngöngu í Félag leiðsögumanna.

Viljum hjálpa fólki af stað með hugmyndir sínar

Það hafa margir nemendur hjá MSS öðlast sjálfstraust og hugrekki til að fara af stað út í lífið og látið drauma sína rætast í framhaldinu. „Okkar hlutverk er að vera til staðar fyrir einstaklinga sem vilja bæta líf sitt, vilja mennta sig, einstaklinga sem eru með hugmyndir og langar til að koma þeim af stað. Við bjóðum alla velkomna, þá sem vilja bæta við sig kunnáttu, vilja efla sig sjálf, þá sem vantar ráðgjöf, þá sem eru skapandi, svo dæmi séu tekin. MSS hefur yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að aðstoða alla. Það er bara að líta við,“ segir hún að lokum.

Lesendur senda, skrifa eða hringja:

Gera tröppur niður Ytri Skor og pall til að kasta út fyrir fisk Innri-Njarðvíkurbyggð nær inn á Stapa inn undir Ytri Skor. Hér áður var farið á Stapann og niður Ytri Skor til að skoða dót, sem þar var hent. Smábörn fóru þar ekki, það var of langt en nú er þarna byggð. Sama má segja um Bergið. Börnum er hætt þarna, eltandi hvolpa og ketti til dæmis.

Gott eða grikk? Bæjarbúar voru margir í hræðilegu skapi á hrekkjavöku eins og sjá mátti víða. Mörg heimili og hús voru skreytt og krakkar gengu á milli húsa og sögðu „gott eða grikk“ sem er góð íslensk setning þegar hrekkjarvaka er í gangi. Meðfylgjandi myndir eru lítið dæmi um stemmninguna sem sjá mátti víða um Suðurnesin í síðustu viku. Myndirnar fékk VF frá Sigríði Sigurðardóttur.

Ég vil gera það að tillögu, að girða Stapann og friða fyrir fugl og hafa jafnvel lúpínu upp að girðingunni, börn hafa ekki tilhneigingu að ganga í lúpínuna. Þarna er gönguleið og það er hægt að gera tröppur niður Ytri Skor og pall til að kasta út fyrir fisk. Kanarnir komu þarna mikið í gamla daga með veiðistangir. Okkur þótti það ómerkilegt að vera að reita upp eitt og eitt kolakvikindi. En fyrir túrista að ganga niður fyrir björg niður í náttúrulegt flæðarmál, það þykir þeim athyglisvert, sem okkur dettur ekki hug. Svo eru sett spjöld við göngustígana með myndum af fuglum, mink, ref. selum og hvölum. Þá verður þetta félagslega virkt svæði. Við svæðið þarf smápalla með handriði fyrir “selfí” eða sjálfmynd með bakgrunn. En börnin ganga fyrir, hitt er til að þetta borgi sig sjálft fjárhagslega fyrir samfélagið. Þorsteinn Hákonarson.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í nóvember.

Reykjanesbær 19. nóvember

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

Vantar stóla í Listasafnið Eldri kona hringdi til Víkurfrétta og sagði að það mætti huga betur að aðstöðu fyrir eldri borgara og fótafúna sem sækja Listasafnið í Reykjanesbæ. Þar væru glæsilegar sýningar en leiðinlegt ef ekki væri hægt að njóta þeirra. Það mætti setja fjóra stóla inn í stóra salinn svo hægt sé að setjast og njóta listaverkanna, ekki síst fyrir eldri borgara sem eiga kannski erfitt með að standa lengi og þurfa að tylla sér og eflaust vildu fleiri geta sest niður en bara þeir.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

21

Leikskólinn Skógarás á Ásbrú er í skemmtilegum verkefnum:

Fékk viðurkenningu fyrir umhverfisverndarverkefni Á dögunum hlaut Heilsuleikskólinn Skógarás verðlaun fyrir besta eTwinning verkefni síðasta skólaárs en það heitir „Litli vistfræðingurinn“ (The Little Ecologist). Verðlaunin voru veitt af landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi (Rannís) við hátíðlega athöfn. Að sögn Þóru Sigrúnar Hjaltadóttur, skólastjóra er verkefnið hluti af „Eco Tweet“ en það er Erasmus+ verkefni skólans. Um er að ræða umhverfisverndarverkefni þar sem nemendur læra um leiðir til þess að gæta að umhverfinu og taka ákvarðanir þar að

lútandi. Í verkefninu læra börnin m.a. um vistfræði, verndun dýra, gróðursetningu, tré, kryddplöntur, vatn og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt. Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar heimsóttu skólan af þessu tilefni og færðu honum bókagjöf í tilefni þessarar viðurkenningar. Fjallað er um málið í Suðurnesjamagasíni vikunnar sem frumsýndur er á fimmtudagskvöld kl. 20.30.

Helgi og Ingibjörg frá Reykjanesbæ heimsóttu skólann og færðu honum bókagjöf í tilefni árangurs skólans.

TI LLAG A AÐ V E R N D A R S V Æ Ð I Í BYG G Ð – Ú T G A R Ð U R

Afmörkun svæðis

GeoSilica vakti athygli á ráðstefnu um beina nýtingu jarðvarma

„​Það var mikill heiður að vera hluti af þessari ráðstefnu þar sem við hjá GeoSilica leggjum áherslu á að auka nýtingu þeirra auðlinda sem við höfum hér á Íslandi með því að framleiða hágæða steinefni unnið úr jarðhitavatni Hellisheiðavirkjunar,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica en síðasta fimmtudag flutti hún erindi á ráðstefnu í Hellisheiðarvirkun um beina nýtingu jarðvarma. Meðal gesta voru margir af forstjórum stærstu orkufyrirtækja heims og frá stjórnvöldum. Gestirnir á ráðstefnunni fræddust um beina nýtingu á jarðvarma og þá sérstaklega um starfssemi GeoSilica. Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeoSilica, flutti erindi fyrir gesti og vakti það athygli hjá gestunum en ekki síst sú verðmætasköpun sem á sér stað hjá GeoSilica með beinni nýtingu jarðvarma hér á Íslandi. Við höfum verið í nánu samstarfi við Orku Náttúrunnar frá upphafi og tekið sameiginlega þátt í ráðstefnum sem þessari frá upphafi til þess að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Íslandi​,“ segir Fida. Þegar erindi Fidu var lokið fengu

gestir að gæða sér á veitingum og fengu þeir allir smakk af GeoSilica vörunum sem vakti mikla lukku en gestum þótti áhugavert að fá tilfinningu fyrir því hverskonar verðmæti er hægt að skapa úr jarðhitavatni. Ísland heldur áfram að vera fremst á heimsmælikvarða í nýtingu á jarðvarma og nýsköpun í nýtingu jarðvarma vekur alltaf athygli erlendra aðila.Frumkvöðlar í slíkri starfsemi hafa því frá miklu að segja þegar slíkir aðilar koma til landsins, segir í fréttatilkynningu frá GeoSilica.

Kynning á auglýsingartíma Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 29. ágúst sl. að kynna íbúum á umræddu svæði og öðrum bæjarbúum og hagsmunaaðilum drög unnin af Kanon arkitektum, að tillögu að verndarsvæði í byggð í Útgarði. Kynningar- og samráðsfundur var haldinn í Gerðaskóla 19. september sl. Á fundi í framkvæmda- og skipulagsráði 17. október sl. var samþykkt að framlögð greinargerð og tillaga Kanon arkitekta að verndarsvæði í byggð í Útgarði dags. október 2019 yrði auglýst og kynnt og undir það tók bæjarráð á fundi sínum 30. október 2019 og bókaði m.a. að:.. „þannig væri þeim aðilum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslu tillögunnar, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og koma með ábendingar og athugasemdir“. Sjálf skýrslan með greinargerð tillögunnar ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu og kynningarefni frá íbúafundi liggur frammi á bæjarskrifstofum og er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Í kynningarefni er fjallað stuttlega um lögin, markmið og aðferð ásamt mati á varðveislugildi byggðarinnar sem byggir einkum á húsakönnun og fornleifaskráningu sem eru veigamikill þáttur greinargerðar, ásamt skilmálum fyrir uppbyggingu. Unnið er samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð sem tóku gildi árið 2015, með það að markmiði að vernda sögulega byggð. Tillagan og fylgigögn eru í auglýsingu til 13. desember nk. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til kynna sér gögnin og koma með upplýsingar og ábendingar, sé tilefni til.

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Ábendingar og athugasemdir berist til einar@sudurnesjabaer.is


22

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

Kveðja frá Stakksfélögum og ferðahópnum Brynjar í Óðni var það nafn sem við kölluðum hann oftast enda kenndur við vélsmiðjuna Óðinn sem hann rak og vann í stóran hluta lífs síns. Þegar sá sem þetta ritar kynnist þeim hjónum, höfðum við Brynjar eignast öflugar fjórhjóladrifnar bifreiðar sem voru notaðar óspart til ferðalaga um óbyggðir Íslands. Þau Brynjar og Jóhanna ásamt börnum voru afar dugleg að stunda slíkar ferðir og njóta. Ég minnist ótal ferða norður fyrir Hofsjökul í Ásbjarnarvötn, suður Sprengisand til Veiðivatna og þaðan yfir Hófsvað til Landmannalauga. Til slíkra ferða þurfti traustar bifreiðar og trausta stjórnendur sem ekki voru ragir við að takast á við fjölbreytt, viðfangsefni og áskoranir sem ferðir um lítt og ókannað hálendi Íslands voru á þeim tíma. Þar voru þau Brynjar og Jóhanna á réttum stað. Suðurnesjafólk var orðið ansi þekkt í þeim þrönga hópi ferðalanga sem fór slíkar ferðir á þeim tíma en þar voru áberandi, Brynjar, Knútur Höiriis ásamt undirrituðum sem allir áttu traustar fjallabifreiðir sem báru sama litinn og var því eftir þeim tekið hvar sem þeir fóru. Þetta voru góðir og ánægjulegir tímar með glöðu og skemmtilegu fólki. Það er freistandi að minnast einstakra ferða eins og þegar kabyssan í Landmannalaugum leitaði útrásar eða páskaferðanna í öræfasveitina þar sem mörg óvænt og spennandi ævintýri biðu okkar. Brynjar var einn stofnenda Björgunar-

sveitarinnar Stakks þar sem hann og Jóhanna störfuðu í af miklum krafti. Á mörgum ferða okkar um óbyggðirnar, mest að sumarlagi vorum við oft búin að hugsa um hvernig við gætum notið þess að ferðast þar um einnig að vetri til. Það fór svo að hópur samrýmdra ferðafélaga stofnuðu félagsskap um kaup á snjóbíl, fyrst einum en síðar öðrum. Brynjar sá um og smíðaði sleða fyrir báða snjóbílana, til aðseturs í slíkum ferðum. Það tímabil var okkur mikill gleðigjafi,

páskaferðir í Landmannalaugar og víðar með fjölskyldum og vinum voru afar ánægjulegar. Hópur ferða og björgunarsveitafélaga tók sig saman eftir gott starf innan björgunarsveitarinnar um að stofna ferðahóp til að viðhalda tengslum og minningum um þá góðu tíma. Þar létu þau Brynjar og Jóhanna sitt ekki eftir liggja. Hópurinn kallar sig 1313 og hefur haldið sambandi í 36 ár. Það er erfitt að kveðja góða vini og félaga eftir ánægjulegt samstarf til

margra ára. Samstarf sem byggst hafði á trausti og áreiðanleika þar sem oft reyndi á þolinmæði og útsjónarsemi þegar við lentum í erfiðum og óvæntum aðstæðum. Þá var gott að hafa þau Brynjar og Jóhönnu í hópnum. Við félagar þeirra í fjallaferðum og björgunarstarfi þökkum Brynjari samfylgdina af heilum hug og munum sakna hans með djúpu þakklæti fyrir samstarfið, ánægjuna og ljúfmennskuna sem fylgdi honum í öllum

okkar ferðum. Okkar dýpsta samúð er hjá Jóhönnu, börnum þeirra og fjölskyldum. Brynjar, góða ferð á hverjar þær slóðir sem þú ert lagður í og kæra þökk fyrir samfylgdina. f.h Félaga í Björgunarsveitinni Stakkur og Ferðahópsins 1313. Garðar Sigurðsson.

Hvað segir fólk um gamla bæinn sinn?

Nægjusemi á háu stigi HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR RIFJAR UPP GAMLA TÍMA Í KEFLAVÍK „Ég er fædd í Keflavík og uppalin í tíu systkina hópi af foreldrum sem unnu mikið og samviskusamlega að lífsverkum sínum en þau voru Marta Eiríksdóttir, húsmóðir, og Ólafur Ingibersson, vörubílstjóri. Við systkinin vorum svo lánsöm að eiga föðurömmu Marín til nítján ára í sama húsi og móðurömmu Guðrúnu á heimilinu í 35 ár. Ég byrjaði búskap í Keflavík og bjó þar níu fyrstu búskaparárin mín ásamt eiginmanni mínum, Sigurði Karlssyni, og þremur börnum okkar, sem öll fæddust á Sjúkrahúsi Keflavíkur,“ segir Hjördís Ólafsdóttir.

herbergi og bjuggu í því þar til hann flutti að heiman. Þá fór Sverrir bróðir inn til ömmu. Annars sváfu sjö manns í hjónaherberginu, mamma, pabbi, eitt barn í vöggu/barnarúmi og svo fjögur börn til viðbótar sem sváfu í tveimur tveggja hæða kojum. Tvö barnanna sváfu í stofunni og síðustu árin á Hafnargötunni sváfu tveir niðri hjá ömmu Marínu. Barnafjöldinn tók sífellt breytingum og þurfti oft

Tíu manna fjölskylda undir súð „Fjölskyldan bjó í íbúð á loftinu á Hafnargötu 24 í Keflavík. Þarna voru þrjú herbergi og eldhús, allt undir súð. Yfir snarbröttum stiganum var hleri. Ekkert klósett, bara útikamar. Stofa, hjónaherbergi og ömmu Guðrúnar herbergi. Þvottahúsið var í kjallaranum. Við tíu systkinin fæddumst öll á loftinu á sautján ára tímabili. Elínrós ljósmóðir tók á móti okkur öllum. Amma Guðrún var með dótturson sinn móðurlausan átta ára gamlan. Þau fluttu til mömmu og pabba árið sem þau byrjuðu að búa eða árið 1934. Amma og Svenni frændi fengu eitt

Hjördís ljósálfur í Heiðabúum.

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, frá Brekku í Aðaldal,

lést á Hrafnistu Nesvöllum, mánudaginn 4. nóvember. Guðbjörg Nanna Einarsdóttir, Guðbjörg Nanna Einarsdóttir, Kristjana Einarsdóttir Herzog, Briant M. Herzog, Jóna Gréta Einarsdóttir, Lárus Milan Bulat, Kristjana Einarsdóttir Herzog, Briant M. Herzog, barnabörn langömmubörn. Lárus Milan Bulat, Jóna Gréta og Einarsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

Hjördís ásamt foreldrum sínum og systkinum. að stækka eldhúsborðið til að koma öllu heimilisfólkinu fyrir. Annars var borðað til skiptis. Í hjónaherberginu voru auðvitað bara rúm en í stofunni voru tveir dívanar, saumavélin hennar mömmu og skrifborðið hans pabba. Þarna var nægjusemin á háu stigi.“ Kirkjan mikilvæg „Kirkjan var einn af mínum uppáhaldsstöðum á sunnudögum. Þá mætti maður mjög ungur til barnamessu, söng barnasálma og hlustaði á séra Björn Jónsson segja okkur dæmisögur úr Nýja Testamentinu og tengdi þær daglegu lífi. Einnig fengum við svokallaðar Jesúmyndir sem tengdust dæmisögu dagsins. Séra Björn var góður sögumaður og líka söngmaður. Ég fékk inngöngu í barnakirkjukórinn sem Villi Ellefsen stjórnaði og var einnig organisti í barnamessunum. Á unglingsárum fékk ég inngöngu í kirkjukórinn og þá var Geir kórstjóri og organisti.“ Allir upp úr „Maður lærði sundtökin í sundhöllinni um fimm, sex ára aldur og aðalmarkmiðið var að komast í „bláu bókina“ sem mig minnir að hafi verið að geta synt bringusund yfir laugina þvera. Sundlaugin var eini staðurinn sem maður sótti daglega, sex daga vikunnar. Ég elskaði að synda og leika mér þó maður mætti bara vera í 40 mínútur ofan í. Að þeim tíma loknum var flautað í dómaraflautu og maður rekinn upp úr. Sigga Jóa Ball, Sigríður Jóhannsdóttir góð vinkona mín í dag, sá svo um að maður væri sko ekkert að hangsa í klefanum við að koma sér í fötin. Hún hótaði að henda

okkur stelpunum inn í strákaklefa ef við drifum okkur ekki og við trúðum henni til að standa við orð sín en það vildum við ekki. Ekki veit ég hvað var sagt við strákana.“ Skátafélagið Heiðabúar „Skátahúsið var góður samkomustaður fyrir Skátafélagið Heiðabúa. Þar voru haldnir skátafundir og deildarfundir. Mikið lært að skátasið, útilegur skipulagðar, hnútar bundnir, þrautir reyndar, skátalögin sungin og boðskapurinn tekinn hátíðlegur. Skátahóparnir voru nefndir ýmsum frumlegum nöfnum og búnir til flokksfánar sem lýstu nöfnum skátaflokkanna, til dæmis Stjörnur, Kátir hvolpar og fleira. Á tímum ferminga var mikil vinna lögð í að skrifa skátaskeyti sem voru heillaskeyti til fermingarbarna. Helgi S. Jónsson, skátahöfðingi Heiðabúa, var aðalskrautritari á skeytin og gerði þau litskrúðug og undurfalleg.“ Blómlegt kórastarf „Tónlistarskólinn í Keflavík var fyrst á loftinu í UNGÓ. Ég byrjaði þar á blokkflautu að mig minnir um átta ára aldur en þegar bræður mínir fóru að segja mér uppspunnar draugasögur úr húsinu og dimma tók á kvöldin missti ég kjarkinn við að fara gangandi í myrkrinu í tónlistarnámið og hætti. Stuttu eftir fermingu mína var tónlistarskólinn kominn í húsið að Austurgötu og þar hóf ég nám í klassísku söngnámi. Um 1968 var formlega stofnaður Kvennakór Suðurnesja og var þá Herbert kórstjóri í nokkur ár. Þetta var yndislegur félagsskapur og að syngja í kórnum var eins og heilun eftir erfiðan vinnudag, maður kom endur-

nærður heim að lokinni kóræfingu.“ Skautasvell í frosthörku og álfabrennur á íþróttavellinum „Boðið var upp á skautasvell á íþróttavellinum við Skólaveg í frosthörkum. Þá kom tankbíll og sprautaði vatni í lögum á íþróttavöllinn þannig að börn og fullorðnir gátu rennt sér á skautum. Það var gaman og maður lærði að skauta, fyrst með skíðasleða til að styðjast við þar til maður var orðin nógu fær að renna sér án hjálpar. Álfabrennur á þrettándanum voru skemmtilegar og haldnar með sameiginlegu átaki bæjarins, Skátafélagsins Heiðarbúa, Karlakórs Keflavíkur og Kvennakórs Suðurnesja, Hestamannafélagsins og fleiri. Brennurnar voru vel hlaðnar og vel stjórnað á íþróttavellinum við Skólaveg. Kórfélagar mættu uppáklæddir grímubúningum, kóngur, drottning og hirðfólk komu syngjandi í stórri skrúðgöngu með logandi kyndla að bálkestinum og dönsuðu þar í kring. Börnin í bænum voru einnig uppáklædd í búningum og tóku þátt. Þarna var mikil gleði og gaman.“ Hann hafði sjálfur breyst „Ljósanótt finnst mér meiriháttar samkoma. Árgangagangan og skipulagið á henni, þar sem allir hittast, ungir sem aldnir. Upplifunin er oft mikið hlátursefni bæði meðan á hátíðinni stendur og þegar heim er komið. Fyrsta sinn er við hjónin mættum í gönguna sagði maðurinn minn um skólafélaga sína: „Ég sá fyrst engan sem ég þekkti, þetta eru allt svo breytt andlit,“ en auðvitað var hann ekkert að hugsa um að hann sjálfur hafði líka breyst og gátum við hlegið að því.“


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

23

Andstæðingar í gróðursetningu Andri Freyr í Njarðvíkurbúningi í sumar.

Keflavíkurstúlkur framlengja Andri og Sigurbergur til Keflavíkur Sex leikmenn kvenaliðs Keflavíkur í knattspyrnu sem spilar í Inkassodeildinni á næsta ári hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeildina. Þetta eru þær: Amelía Rún Fjeldsted, Birgitta Hallgrímsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir, Kara Petra Gylfadóttir, Marína Rún Guðmundsdóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir. Nýlega voru kláraðir nýir samningar við þjálfarana, Gunnar M. Jónsson og Hauk Benediktsson ásamt fyrirliðanum Natöshu Anasi. Tvíburarnir og landsliðskonurnar Katla María og Íris Una Þórðardætur gengu nýlega til liðs við Fylki og líklegt þykir að Sveindís Jane Jónsdóttir fari til liðs í Pepsi-deildinni. Það er skarð fyrir skildi hjá Keflavík. Andri og Sigurbergur til Keflavíkur Karlalið Keflavíkur í knattspyrnu gekk nýlega frá samningi við þá Andra Fannar Freysson og Sigurberg Bjarnason en þeir hafa lengst af leikið með Njarðvík og eru uppaldir þar. Andri Fannar er 27 ára gamall miðjumaður en hann lék með Keflavík 2013-2014 og lék sextán leiki með liðinu. Sigurbergur Bjarnason sem leikið hefur sem kantmaður lék sína fyrstu leiki með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra en meiddist og lék ekkert með liðinu í sumar. Hann lék einn leik með Vestra í sumar en faðir hans er Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins. Andstæðingar sneru bökum saman

Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sneru bökum saman síðasta laugardag og lögðu sitt af mörkum í að kolefnisjafna. Um var að ræða fjáröflunarverkefni á vegum Kadeco í samvinnu við Skógrækt ríkisins en gróðursetning er ein leið til að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu. Vaskur hópur var saman komin á Ásbrú, nánar tiltekið við vatnstankinn sem blasir við fyrir ofan Grænás og gróðursetti ríflega 500 plöntur og tré. „Virkilega skemmtilegt verkefni sem gaman var að taka þátt í með nágrönnum okkar úr Njarðvík. Að

lokinni gróðursetningu buðu snillingarnir í SB málun svo öllum hópnum í pizzuveislu á Langbest,“ segir á heimasíðu körfunnar í Keflavík.

AÐALFUNDUR MÁNA 2019 Aðalfundur hestamannafélagsins Mána fer fram þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20 í reiðhöll Mána.

Sveindís Jane gæti verið á leið frá Keflavík en nýlega fóru tvíburasysturnar Katla og Íris.

Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og nefnda 2. Kosning stjórnar og nefnda 3. Reikningar 4. Viðurkenningar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Lagabreytingar 7. Inntaka nýrra félaga 8. Önnur mál Stjórn Mána

Starfskraftur óskast til að sinna sölu- og markaðsstarfi

Við flytjum ekki bara vörur. Við seljum líka gáma.

Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í sölubókhaldi. Umsóknir ásamt starfsferilsskýrslu sendist á egill@arcticsea.is fyrir 10. nóvember.

Samskip eru með gáma af ýmsum gerðum og stærðum til sölu. Gámar eru ódýr lausn sem má nýta á marga vegu, sem tækjageymslu, kaffiskúr, vörugeymslu, vinnuskúr og margt fleira.

Fáðu tilboð hjá okkur á gamar@samskip.is eða í síma 458 8000 Saman náum við árangri


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

MUNDI Verður flugstöðin þá Play Station?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA

LOKAORÐ

SUÐUR MEÐ SJÓ

Margeirs Vilhjálmssonar

Play it again Sam

SIGGI INGVARS Fótboltinn, rafmagnið og hreppsnefndin. MÁNUDAG KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Inga Karlsdóttir Axel Jónsson Una Steinsdóttir Þú sérð viðtölin við þau á vf.is

Jákvæðustu fréttir sem íslensk ferðaþjónusta hefur fengið í nokkur misseri litu dagsins ljós á þriðjudag, þegar nýtt íslenskt flugfélag, Play, var kynnt til leiks. Félagið er vel fjármagnað og það á að byrja rólega með tvær flugvélar en reyna svo að fjölga í sex og fljúga til Bandaríkjanna. Þó lítið hafi farið fyrir því í umræðunni á árinu þá hafði fall WOW gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu og MAX vandræði Icelandair sem enn hefur ekki séð fyrir endann á var annað eins, ef ekki verra. Höggið af þessum óförum flugfélaganna er án nokkurs vafa þyngst á Suðurnesjum. Við fögnum því að fyrrum starfsmenn WOW hafi haft kjark og þor til þess að láta slag standa og koma nýju íslensku flugfélagi í loftið. Ég er spenntur og óska þeim alls hins besta. Ég er ekki síður spenntur að komast í loftið með MAX vélum Icelandair því með Icelandair í fullum gír og Play til viðbótar mun íslensk ferðaþjónusta blómstra. Þá er um að gera fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum að láta vel til sín taka og gera enn betur í að fá erlenda ferðamenn til að staldra við hér á Reykjanesi sem er þó það fari alltof oft framhjá okkur heimamönnum einn fallegasti og fjölbreyttasti ferðamannastaður landsins. Hvað er betra en norðurljósin úti í Garði, Gunnuhver, Eldvörp og Bláa lónið svo ekki sé minnst á einfaldari hluti eins og sjávarstíginn í Reykjanesbæ. Samhliða því er rétt að taka undir orð Línu Rutar; „Fegrum bæinn saman“

BLAÐ VEFUR SJÓNVARP

SUÐUR MEÐ SJÓ

Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA

SUÐUR MEÐ SJÓ

má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.