Víkurfréttir 42. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 10. nóvember 2021 // 42. tbl. // 42. árg.

HHH SJÁIÐ MYNDIRNAR HHH

Tíu góðar októbermilljónir hjá Blue HHHHHHHHH

n Tæplega 450 manns í sýnatöku í Reykjanesbæ á mánudaginn n Ósáttir foreldrar gagnrýndu að þurfa að standa í langri röð í rigningu n Faraldurinn á uppleið á Suðurnesjum

Þrettán smitaðir á metdegi

Eitthvað fyrir bragðlaukana á Brúnni

Þrettán einstaklingar greindust smitaðir af kórónuveirunni eftir metdag í sýnatökum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á mánudag. Tæplega 450 sýni voru tekin en aldrei áður hafa jafn margir mætt í sýnatöku á einum degi á Suðurnesjum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Faraldurinn er á uppleið á Suðurnesjum. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að þessi þrettán smit sem greindust hafi flest verið hjá börnum. Fjölmörg börn úr Sand-

gerði mættu ásamt foreldrum í sýnatöku en kórónuveiran greindist á leikskólanum Sólborg og í Sandgerðisskóla fyrir síðustu helgi. Á þriðjudag mættu um 200 manns í sýnatöku. Þar var m.a. stór hópur úr Heiðarskóla í Keflavík þar sem veiran hefur stungið sér niður. Stórir hópar þaðan eru væntanlegir í sýnatökur í vikunni. Fólk sem stóð í langri röð fyrir sýnatöku á mánudagsmorgun lýsti óánægju sinni að þurfa að standa langan tíma í röð utandyra í rigningu og bíða sýnatöku með börn. Fjöldinn sem mætti í sýnatöku á

mánudag kom starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nokkuð á óvart. Þar komu í ljós vankantar á kerfinu sem unnið er eftir en heilsugæslan fær ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem sendir eru í sýnatöku úr sóttkví eða smitgát. Eingöngu liggja fyrir upplýsingar um boðaða mætingu þeirra sem skráðir eru í einkennasýnatöku í gegnum Heilsuveru. Andrea vonast til að ráðin verði bót á þessu svo þetta endurtaki sig ekki. Þá hefur komið fram gagnrýni á að sýnatökustaðurinn hafi verið fluttur að Iðavöllum í Keflavík og

ekki sé lengur hægt að aka í gegnum sýnatökuhúsið eins og var við Fitjabraut í Njarðvík. Andrea svarar því til að húsnæðið í Njarðvík henti ekki fyrir töku hraðprófa. Þá er heilsugæslan að sameina á Iðavöllum alla Covid-þjónustu sína en þar eru tekin sýni fyrir hádegi og bólusetningar eftir hádegi. Nú er verið að bólusetja framlínufólk með þriðju sprautu bóluefna. Á næstu vikum verður svo farið í almennar bólusetningar með þriðju sprautu bóluefna en bólusett verður á Iðavöllum.

HHH SJÁ MIÐOPNU HHH

BARION DAGAR Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24%

24%

20%

584

296

áður 769 kr

áður 389 kr

2x140 gr

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/pk

kr/pk

Barion hamborgarar

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Barion hamborgarabrauð 2 stk

Barion sósur

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Meiri hagræðing með sameiningu Frekara samstarf og/eða sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar. Áskoranir og tækifæri framundan.

Betra að svæðið frá Hafnargötu 2–4 og að Grófinni væri skoðað heildstætt Minnihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar því að ákveðið hefur verið að auglýsa svokallaða þróunarreiti og þannig fá mismunandi sjónarmið er varða nýtingu og uppbyggingu á hinum ýmsu svæðum. Bæjarráð samþykkti að auglýsa byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2 til að byrja með. Margrét A. Sanders lagði fram bókun minnihluta bæjarstjórnar á síðasta fundi en þar segir m.a.: „Minnihlutinn í bæjarráði samþykkti að auglýsa Grófina 2 en benti jafnframt á að betra væri að svæðið frá Hafnargötu 2–4 og að Grófinni væri skoðað heildstætt. Þannig mætti draga upp áhugaverða heildarmynd af svæðinu þar sem Fischershús og Duushús gegna lykilhlutverkum. Þar sem okkur hugnast vel að auglýsa upp þróunarsvæði þá ákváðum við þrátt fyrir framangreint að samþykkja þetta skref. Minnihlutinn leggur áherslu á að vandað sé til verka og hugað verði vel að hinum ýmsu lögfræðilegu málum er snúa að verkefninu.“

„Það eru ekki bara áskoranir framundan heldur einnig tækifæri. Vil ég þar nefna frekari útvistun verkefna, t.d. þegar kemur að tölvumálum og vistun gagna, en einnig áherslu á útboð framkvæmda og þjónustu. Þá tel ég að framundan séu miklar breytingar í starfsháttum og verklagi sveitarfélaga sem kalli á stórátak í grunnmenntun og þjálfun nýrra starfsmanna en einnig sí- og endurmenntun þeirra sem fyrir eru, bæði faglærðra sem ófaglærðra. Með meiri þjálfun og kunnáttu starfsmanna má bæta þjónustu, stytta tíma og verkferla, hraða afgreiðslu, spara kostnað og auka starfsánægju. Þetta eru dæmi um verkefni sem ég held að sveitarfélögin gætu sameinast um og þannig náð fram enn meiri hagræðingu. Frekara samstarf og/eða sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum er svo annað stórt mál sem ég held að muni verða ofarlega á baugi á næstu misserum,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í ræðu sem hann hélt við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022–2025 í síðustu viku.

Miklar sveiflur Kjartan sagði að síðustu ár hafa einkennst af miklum sveiflum og stórum viðfangsefnum. Suðurnesin settu Íslandsmet í atvinnuleysi sumarið 2020 þegar langstærsti vinnustaður svæðisins, Keflavíkurflugvöllur, svo gott sem lokaði í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19. Þótt alþjóðaflugið hafi nú heldur rétt úr kútnum á flugvöllurinn enn langt í land með að ná fyrra umfangi og atvinnuleysi því enn talsvert á svæðinu. Samkvæmt spám ISAVIA og flugfélaganna eru enn nokkur ár í að flugumferð, og þar með fjöldi starfa á Keflavíkurflugvelli, nái sama umfangi og árið 2018. Slíkt hefur auðvitað áhrif á tekjur fólks og heimila en um leið á tekjur sveitarfélaganna. Til að mæta því ástandi hafa ríki og sveitarfélög gripið til fjölmargra aðgerða til að skapa tímabundin störf og hefur Reykjanesbær nýtt sér þau úrræði, og þannig axlað sína samfélagslegu ábyrgð, mjög vel. „Til að ljúka umræðum um heimsfaraldurinn er rétt að minna á að í fræðunum er talað um að birtingar-

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

mynd slíkra fyrirbæra sé í þremur bylgjum. Fyrst heimsfaraldurinn sjálfur, þá efnahagsleg niðursveifla í kjölfar samdráttar og atvinnuleysis og í þriðja lagi félagslegar áskoranir vegna alls þessa. Ein birtingarmyndin er til dæmis mikill skortur á menntuðum félagsráðgjöfum, sál-

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Breyttar starfsaðferðir í heimsfaraldri „Á þessum tímum yfirstandandi heimsfaraldurs Covid-19, sem við höfum og erum enn að upplifa, hefur þó margt gott komið í ljós. Til dæmis hefur færni í notkun fjarfunda og tölvutækni stóraukist sem og umræða og áherslur um stafræna

þróun í þjónustu sveitarfélaga, bæði það sem snýr að íbúum en líka það sem snýr innávið að kjörnum fulltrúum og starfsmönnum. Við höfum einnig góða reynslu af því að heimila þeim starfsmönnum, sem þess óska og þar sem verkefnin henta, að vinna að hluta til heiman frá sér. Þessi mál og stafræn þróun sveitarfélaga í heild sinni verða því áfram ofarlega á baugi hjá okkur á næstu misserum og árum. Aðrar áskoranir sem vert er að nefna er tímabundinn samdráttur í tekjum og aukin útgjöld, m.a. mikil hækkun launakostnaðar í kjölfar gildandi og væntanlegra nýrra kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar, meiri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir, jarðhræringar og möguleg áframhaldandi eldgos á Reykjanesi,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í ræðu sinni á fundinum.

SJÖ TILLÖGUR MINNIHLUTANS INN Í FJÁRHAGSÁÆTLUN „Minnihluti bæjarstjórnar hefur síðastliðin ár lagt áherslu á að vinna að fjárhagsáætlun með meirihluta bæjarstjórnar (Samfylkingu, Framsóknarflokki, Beinni leið) og lagt fram fjölda tillagna og ábendinga án þess að bóka það sérstaklega. Við umræður um fjárhagsáætlun 2021 var meirihlutanum og bæjarstjóra tíðrætt um að engar tillögur til hagræðingar hafi borist frá bæjarfulltrúum minnihlutans. Af þeim sökum þykir okkur tilhlýðilegt að leggja fram nokkrar tillögur og færa þær til bókar þrátt fyrir að fjárhagsáætlun sé á vinnslustigi,“ segir í bókun minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2022 til 2025.

Tillögur minnihlutans eru eftirfarandi:

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

fræðingum, kennurum, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum þeim stéttum sem sinna íbúum á margvíslegan hátt. Það verður sameiginleg áskorun ríkis og sveitarfélaga næstu árin að bæta þar úr. Við erum nú á bólakafi í þessum bylgjum öllum og reynum eftir fremsta megni að mæta þeim áskorunum sem fylgja með viðeigandi og sjálfbærum hætti. Sú vinna mun mögulega halda áfram í einhver ár í viðbót,“ sagði Kjartan.

1. Ekki verði farið í 600 milljóna króna fjárfestingu á breytingu á ráðhúsi og bókasafni að þessu sinni. Framtíðarstaðsetning bókasafnsins hefur verið til umræðu í tengslum við breytingar á Tjarnargötu 12 og eru mjög skiptar skoðanir um hentugleika húsnæðisins. Leggjast þarf í viðameiri greiningu á þörfum bókasafnsins til framtíðar og kanna jafnvel aðra möguleika. Samhliða þeirri greiningu þarf að skoða möguleikana á því að leigja húsnæði fyrir starfsemi ákveðinna sviða og horfum þá helst til velferðarsviðs. Þannig mætti nýta húsnæði til að vinna úr verkefnum frá hinu opinbera eins og hugmyndir eru um Lýðheilsumiðstöð og nýsköpun í velferðarþjónustu. 2. Kanna þarf betur þörf á endurráðningu þegar starfsmenn ljúka störfum.

Með aukinni rafrænni þjónustu og stafrænni umbreytingu hafa fyrirtæki á almennum og opinberum markaði verið að minnka umsvif s.s. launadeilda. Fara þarf vel yfir þörfina fyrir auknu mannahaldi áður en auglýst eru störf hjá sveitarfélaginu. 3. Ekki verði ráðið í heila stöðu lögfræðings eins og áætlað er. Mikið mæðir á lögfræðingi bæjarins og leggjum við til að skoðaðir verði möguleikar á samstarfi við háskólana um að hluti af námi verði í formi vinnu sem aðstoðarmenn við lögfræðing á stjórnsýslusviði eða ráðið í hlutastarf. 4. Framtíðarnefnd verði lögð niður. Verkefni framtíðarnefndar verði flutt annars vegar til menningar- og atvinnuráðs og hins vegar til umhverfisog skipulagsráðs 5. Lýðheilsuráð verði lagt niður. Verkefni lýðsheilsuráðs verði flutt annars vegar til íþrótta-

og tómstundarráðs og hins vegar til velferðarráðs. 6. Húsnæði í eigu Reykjanesbæjar. Skoðað verði í heild hvort hægt sé að leigja eða selja einhverjar eignir bæjarins sem ekki eru í notkun eða eru í tímabundinni notkun. 7. Greina þarf betur hækkun launa milli áranna 2020–2021. Laun og launatengd gjöld hafa hækkað á hálfu ári hjá Reykjanesbæ úr fjórum milljörðum í um 4,8 milljarða eða um 20,7% samkvæmt sex mánaða uppgjöri Reykjanesbæjar. Það má því vænta að hækkunin verði í heild 1,6 milljarður á milli ára. Minnihlutinn hefur ítrekað óskað eftir greiningu og teljum að þau gögn sem liggja frammi skýri enn ekki nægjanlega vel hvar þessi mikla aukning liggur. Sú skýring sem gefin hefur verið er að kjarasamningar kennara hafi orsakað þessa hækkun sem og vinnutímastytting starfsfólks. Minnihlutinn telur nauðsynlegt að fá betri og mun nákvæmari gögn og skýringar á þessari miklu hækkun launa. Undir tillögurnar rita þau Margrét Sanders, Baldur Guðmundsson, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Gunnar Þórarinsson.


Ð O B L I T R A G L E SAFARÍK H GILDA 11.--14. NÓVEMBER

LAMBAFRAMPARTUR

40% AFSLÁTTUR

FYLLTUR

Côte de boeuf Kálfasteikur

KR/KG ÁÐUR: 1.299 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 5.298 KR/STK

779

2.099

30%

KR/KG

AFSLÁTTUR

55%

KR/PK ÁÐUR: 459 KR/PK

Laufabrauð Okkar - 8 stk

699

1.199

KR/PK ÁÐUR: 899 KR/PK

20% AFSLÁTTUR

ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐ Í NÁND

KR/PK ÁÐUR: 1.499 KR/PK

20% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG

AFSLÁTTUR

Klementínur netapoki - 1,5 kg

25%

399

20% KR/KG ÁÐUR: 1.599 KR/KG

3.497 344

AFSLÁTTUR

Kalkúnaleggir Ísfugl - lausfrystir

1.279

AFSLÁTTUR

Fuji Epli 4 stk

ÁÐUR: 2.999 KR/KG

Hangiframpartur KEA - Sagaður

34%

Lambasúpukjöt Frosið, niðursagað

GOTT VERÐ! Hátíðarkalkúnn Heill, frosinn

1.390

KR/KG

Heilsuvara vikunnar!

25% AFSLÁTTUR

Spænsk ólífuolía Änglamark - 500 ml

749

KR/STK ÁÐUR: 999 KR/STK

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum verslunum Nettó. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sendiherrar Minningarsjóðs Ölla, frændsystkinin Sigþór Birmingham, Emma Karen Þórmundsdóttir, Þórdís Kara Sigurðardóttir með Magnúsi.

Fulltrúar aðilanna sem fengu styrk með eigendum og stjórnendum Blue Car Rental, Guðrún Sædal Björgvinsdóttur, Magnúsi Sverri og Þorsteini Þorsteinssonum.

TÍU MILLJÓNIR TIL GÓÐRA MÁLEFNA

Blue Car Rental, sem er í eigu hjónanna Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Guðrúnar Sædal Björgvinsdóttur, blés til heljarinnar Oktoberfest-veislu laugardaginn 30. október. Öllu var til tjaldað til en rúmlega 400 boðsgestir sóttu viðburðinn í ár en þetta er í annað skiptið sem Blue heldur slíkan viðburð. Tíu milljónir söfnuðust og runnu til góðgerðaraðila á Suðurnesjum. Oktoberfest Blue Car Rental fór fram í húsnæði fyrirtækisins að Hólmbergsbraut. Fór sprautuog rúðuverkstæði fyrirtækisins í gegnum allsherjar umbreytingu og þegar búið var að klæða veggi og loft með dúkum og setja inn svið, bari, trébekki og borð og skreyta salina mátti varla sjá að þar væri rekið eitt stærsta sprautuverkstæði á Suðurnesjum. Dagskrá kvöldsins var öll hin glæsilegasta en fyrir utan atriði frá gestgjöfunum sjálfum mætti Leikfélag Keflavíkur með Rúnna Júl syrpu, Skítamórall tróð upp og að lokum spilaði hljómsveitin Albatross fyrir dansi. Veislunni var stýrt af heimamanninum Örvari Kristjánssyni og þá sá Magnús Þóris og hans fólk á Réttinum um að fólk færi ekki svangt heim. Magnús Sverrir var að vonum ánægður með vel heppnað Oktoberfest þegar Víkurfréttir tóku hann

tali í kjölfar hátíðarinnar. „Oktoberfestið okkar er í raun hátíð fyrir fólkið sem stendur okkur næst, samstarfsmenn og samstarfsaðila. Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar við fórum nokkrir félagar til München í Þýskalandi. Þar keyptum við ekta Lederhouserbúning eins og túristum ber að gera og fórum í stóran bjórgarð þar sem stemmningin var í anda Oktoberfest. Þar myndaðist ákveðin stemmning og gleði sem við vildum svo reyna að leika eftir auk þess sem við urðum auðvitað að finna not fyrir búninginn þegar heim væri komið.“ Oktoberfest Blue Car Rental í ár var „Góðgerðarfest“ þar sem fyrirtækjum og einstaklingum bauðst að taka þátt í að styðja góð og þörf málefni í nærsamfélagi Blue Car Rental en fyrirtækið leggur gríðarlega mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð sinni og er duglegt að styðja við bakið á hinum ýmsu málefnum.

Í aðdraganda kvöldsins og á kvöldinu sjálfu söfnuðust alls tíu milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum. Var sú upphæð látin renna til sex aðila að þessu sinni; Minningarsjóðs Ölla, Minningarsjóðs Ragnars Margeirssonar, Velferðarsjóðs Suðurnesja, Hæfingastöðvarinnar, fæðingadeildar HSS og Gleym mér ei. „Þegar við fórum af stað með þessa hugmynd renndum við svolítið blint í sjóinn. Ég taldi raunhæft að safna um tveimur til þremur milljónum en það var fljótt ljóst að við myndum ná miklu hærri upphæð en það. Við hjónin og starfsmenn fyrirtækisins erum auðvitað gríðarlega þakklát öllum þeim sem komu að þessu með okkur með einum eða öðrum hætti og hjálpuðu okkur þannig að gera þetta „Góðgerðarfest“ að veruleika. Við erum í senn stolt og snortin og deginum ljósara að þetta verður gert aftur að ári,“ segir Magnús Sverrir.


Blue Car Rental þakkar eftirtöldum fyrirtækjum fyrir að leggja okkur lið á Góðgerðarfestinu. Með ykkar aðstoð og aðstoð fjölmargra einstaklinga söfnuðust rúmlega 10 milljónir króna sem hafa runnið í góð og þörf málefni í nærsamfélagi okkar. Sjáumst að ári!

GUNNARSSON


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Nafnið Ágúst Guðmundsson GK í sex áratugi á bátum

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Þá höldum við áfram að fara aðeins í útgerðarsögu í Vogum. Í síðasta pistli var fjallað um Voga hf. en sá pistill vakti mikla athygli og bárust mér þónokkrar ábendingar um að það vantaði meira í sögu þess fyrirtækis. Nánar um það síðar. Á svipuðum tíma, um 1940, þegar verið var að stofna Voga hf., hóf Magnús Ágústsson, ásamt Guðmundi Ívari og Ragnari bræðrum sínum, útgerð frá Vogum á litlum sex tonna báti. Þeir réru frá Halakoti. Árið 1949 kaupa þeir bátinn Óðinn VE og gáfu honum nafnið Ágúst Guðmundsson GK 95. Nafnið kom frá föður þeirra og bátar með þessu nafni áttu eftir að verða alls fimm talsins. Þennan bát áttu þeir bræður til ársins 1957 þegar hann var seldur til Keflavíkur og fékk þar nafnið Ólafur KE. Saga bátsins endaði því miður ekki vel. Árið 1973 er hann seldur til Garðs og fékk þar nafnið Sveinn Guðmundsson GK. Í september árið 1992 var báturinn á rækjuveiðum við Eldey og var á landleið en níu bátar voru á veiðum þarna þegar báturinn hvarf mjög snögglega af ratsjá. Oddur Sæmundsson, skipstjóri á Stafnesi KE, var fyrstur til þess að tilkynna um hvarf bátsins. Áhöfn bátsins, þrír menn, fórst öll. Í kirkjugarðinum að Útskálum í Garðinum er mjög fallegur minningarreitur um þetta hörmulega slys. Höldum áfram með þá bræður í Vogum. Árið 1957 láta þeir smíða fyrir sig nýjan bát í Danmörku sem fékk nafnið Ágúst Guðmundsson GK 95 og var hann gerður út fram til ársins 1970. Það bættist í flotann hjá þeim því aftur láta þeir smíða fyrir sig bát í Danmörku og kom hann til landsins árið 1963 og fékk nafnið Ágúst Guðmundsson II GK

94 og var hann gerður út til ársins 1980. Hann var seldur til Sandgerðis og fékk þar nafnið Sigurjón GK og má geta þess að einn af eigendum bátsins var Grétar Mar Jónsson, skipstjóri. Árið 1970 selja þeir bátinn sem þeir fengu 1957 og kaupa 101 tonna bát frá Ísafirði. Sá fékk nafnið Ágúst Guðmundsson GK 95 og var gerður út fram til ársins 1982 þegar hann var seldur. Árið 1980 þá kaupir Valdimar hf. fyrsta stálbátinn sinn þegar útgerðin kaupir Sóley ÍS frá Flateyri. Þessi bátur var ansi sérstakur því það var búið að setja skutrennu á hann Hann fékk nafnið Þuríður Halldórsdóttir GK 94, eftir móður þeirra. Sá bátur var gerður út til 1991 þegar hann var seldur, en saga bátsins náði alveg til ársins 2017 þegar að útgerð hans var endanlega hætt en þá var hann á Sauðárkróki og hét þar Röst SK og stundaði rækjuveiðar. Árið 1992 kaupir fyrirtækið 39 metra langan togara sem fékk nafnið Þuríður Halldórsdóttir GK 95 og var sá togari gerður út með þessu nafni í tvö ár þegar að nafni togarans er breytt yfir í Sturla GK. Þá var einn annar togari keyptur. Það var Hafnarey SU, sem var keypt frá Breiðdalsvík. Sá togari 39 metra langur og fékk nafnið Þuríður Halldórsdóttir GK og var með þessu

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

nafni ansi lengi eða fram til ársins 2007. Þess má geta að sá togari er ennþá til og heitir í dag Jón á Hofi ÁR. Hann var smíðaður á Akranesi og var einn af svokölluðum raðsmíðatogurum sem voru smíðaðir innanlands á árunum 1980 til 1984. Báturinn og togarnir sem voru með nafninu Þuríður Halldórsdóttir GK voru að langmestu leyti gerðir út til togveiða og þar sem að höfnin í Vogum var nú ekki það stór og með nægilega miklu dýpi þá lönduðu þessir þrír að mestu í Njarðvík, Grindavík og Sandgerði og var aflanum ekið til Voga til vinnslu. Það kemur fram að ofan að Ágúst Guðmundsson GK 101 tonna báturinn hafi verið seldur 1982. Þá kaupir Valdimar hf. stálbát frá Þorlákshöfn og fær hann nafnið Ágúst Guðmundsson GK 94 og er sá bátur með ansi langa útgerðarsögu því hann var gerður út til ársins 2000 þegar hann var seldur. Sá bátur var síðasti báturinn sem hafði nafnið Ágúst Guðmundsson GK því var saga nafnsins í útgerð ansi löng, eða tæp 60 ár. Nánar um útgerðarsöguna í næsta pistli.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Er skrímsli í Kleifarvatni?

Það vita það kannski ekki margir að eitt af stærstu vötnum landsins er á Reykjanesskaganum. Kleifarvatn er um átta ferkílómetrar að stærð og mesta dýpi þess er 97 metrar, sem gerir það sjöunda dýpsta vatnið á Íslandi. Vatnið er nánast á miðjum Reykjanesskaganum og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Í kringum vatnið er mikil náttúrufegurð þar sem fallegir móbergsstapar ganga út í það. Margar fallegar gönguleiðir eru í nágrenni við vatnið. Fyrir einhverjum árum síðan var silungsseiðum sleppt í vatnið og virðist fiskurinn dafna ágætlega í því. Gömul munnmæli herma að skrímsli haldi sig í vatninu og sjáist þar endrum og eins. Það ku vera svart ormskrímsli á við meðalstórhveli að stærð. Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Spennandi tækifæri í hjarta Reykjanesbæjar Þróunarreitur staðsettur við miðbæinn og aðeins í sex mínútna akstursvegalengd frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar Reykjanesbær auglýsir til sölu byggingar og lóðarréttindi á þróunarreit sem er staðsettur við norðurenda Hafnargötu. Óskað er eftir tilboðum í eignir sem standa á reitnum auk hugmynda um nýtingu reitsins. Miðbær

Duus Safnahús Keflavíkurtún

Grófin 2

Um er að ræða 1.512 m² atvinnuhúsnæði sem er víkjandi samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi en í því er heimild til að byggja alls 9.185 m² á 8.165 m² reit. Óskað er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda um nýtingu reitsins. Horft verður til samspils áætlana við uppbyggingu umliggjandi svæða en einnig gagnvart framþróun menningar- og ferðaþjónustu.

Þróunarreiturinn stendur við smábátahöfnina í Gróf og er aðeins í sex mínútna akstursvegalengd frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sunnan við reitinn er Keflavíkurtún og þar fyrir framan standa Duus menningar-og safnahús, þar sem sýningarsali Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar er að finna auk gestastofu Reykjanes Geopark.

Tilboð þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 13. desember. Mikilvægt er að kynna sér skilmála og frekari upplýsingar um tilboðsgerð og forsendur. Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu Reykjanesbæjar með því að skanna QR kóðann hér til vinstri eða fara inn á www.reykjanesbaer.is/throunarreitir


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eitthvað fyrir

Páll Ketilsson pket@vf.is

Jóhann Ingi Reynisson er nýr yfir mat „Það er frábært að vera komin aftur í eldhúsið. Það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni á Marriott hótelinu hér hjá heimamönnum við stjórnvölinn og við erum að bjóða upp á frábæran mat og veitingar,“ segir Jóhann Ingi Reynisson, matreiðslumeistari, en hann er nýráðinn yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum The Bridge á Courtyard by Marriott hótelinu í Keflavík. Eldað ofan í fræga

Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ.

VAXANDI BJARTSÝNI OG GÓÐUR GANGUR – segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka. Fyrirtæki á Suðurnesjum koma vel undan heimsfaraldri. „Langflest fyrirtæki sem stóðu sæmilega fyrir heimsfaraldur hafa lifað hann af og eru að komast út úr því ástandi. Eru að koma hratt til baka,“ segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, en bankinn stóð fyrir morgunverðarfundi í Hljómahöllinni í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðuna í efnahagslífinu og horfur framundan. „Við upplifum vaxandi bjartsýni og efnahagslífið hefur verið á uppleið síðustu vikur og mánuði. Á Suðurnesjum eru mjög mörg fyrirtæki og aðilar í ferðaþjónustu eða tengd henni og þess vegna höfum við upplifað mikið atvinnuleysi á svæðinu þar sem ferðamannageirinn fór á hliðina í faraldrinum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru mjög góðar og hafa haft mikið að segja í því að halda fyrirtækjum á floti yfir erfiðasta tímann í Covid19. Mörg fyrirtæki náðu að halda stórum hluta starfsfólks þó svo það hafi þurft að minnka starfshlutfall um tíma og þannig haldið þekkingunni inni hjá sér. Þar af leiðandi voru þau fljót í gang þegar ástandið fór batnandi,“ segir Sighvatur. Þá jukust vanskil hjá einstaklingum ekki mikið þrátt fyrir mikið atvinnuleysi.

Líflegt á fasteignamarkaði Fasteignamarkaður á Suðurnesjum hefur verið líflegur og gríðar mikil sala og samhliða hefur verið mikil ásókn í íbúðalán hjá Íslandsbanka. „Það hefur verið mikil aukning í fasteignasölu á undanförnum árum enda hefur hvergi á landinu verið jafn mikil íbúafjölgun og í Reykjanesbæ og Suðurnesjum. Lágir vextir hafa líka verið hvetjandi en hækkun vaxta að undanförnu eiga reyndar að hafa áhrif í hina áttina. Minnka aðeins þenslu sem hefur verið mikil.“ Nú kom fram á fundinum hjá ykkur að það hafi ekki verið eins mikil hækkun á fasteignaverði á Suðurnesjum í sambanburði við Selfoss og Akranes. „Já, það kom reyndar skýring því en Suðurnesin eru fjögur nokkuð ólík sveitarfélög þannig að eftirspurnin er misjöfn þó hún sé mikil alls staðar. Þá eru líka íbúðahverfi í stærsta sveitarfélaginu, Reykjanesbæ, misjöfn. Fasteignaverð á

Jóhann á ekki langt að sækja hæfileika í eldhúsinu en faðir hans, Reynir Guðjónsson, er einnig matreiðslumeistari og margir muna eftir honum úr yfirmannaklúbbi Varnarliðsins. Þá er Guðjón Vilmar, annar tveggja bræða Jóhanns, líka matreiðslumaður. „Þetta er eitthvað í blóðinu en það bjargaði mér nú þegar heimsfaraldur skall á að ég var með byrjaður að mennta mig í smíðum líka. Ég er búinn að vera að smíða megnið af tímanum í Covid eftir góða tíma á Northern Light hótelinu í Grindavík. Ég missti starfið þegar kófið hófst en var afskaplega ánægður að eigendur Aðaltorgs og Marriott höfðu upp á mér,“ segir Jóhann Ingi sem hefur kokkað ofan í marga í gegnum tíðina, suma frægari en aðra. Einn þeirra er Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, núverandi þjálfari Manchester United en þá þjálfari Molde. Jóhann starfaði í sex ár eftir hrun á einu stærsta ráðstefnuhóteli Noregs í bænum Molde

en iðnina lærði hann hjá Axel Jónssyni, matreiðslumeistara á Glóðinni og Veisluþjónustunni og stofnanda Skólamatar, og Jóhann hefur líka starfað víðar í greininni.

Ferskleiki og nýr matseðill Jóhann segir að það sé lögð mikil áhersla á ferskt hráefni í réttunum á The Bridge, veitingastað hótelsins, í kjöti, fiski og grænmeti. Allar sjávarafurðir komi frá Humarsölunni í Reykjanesbæ. Þá sé eingöngu notað hreint krydd án salts og sykurs frá Kryddhúsinu í Hafnarfirði. Svo kemur þari fyrir í nokkrum réttum og aðspurður sagði Jóhann hann koma úr fjörunum við Garðskaga og víðar á Suðurnesjum. „Mögnuð fæða,“ segir hann. Jóhann er nýbúinn að setja saman nýjan matseðil fyrir The Bridge og þar kennir margra grasa sem ritstjóri Víkurfrétta og nokkrir gestir fengu að njóta og prófa – alla forrétti, aðalrétti og eftirrétti. „Við reynum auðvitað að höfða til sem flestra með

Frá morgunverðarfundi Íslandsbanka í Hljómahöll í síðustu viku. Ásbrú er til dæmis nokkuð lægra og dregur þannig niður meðaltalið. Markaðurinn er afmarkaðri á Akranesi og á Selfossi – en svo eru sumir á því að fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum eigi inni meiri hækkun. Íbúafjölgun hefur haldið áfram og lítið lát þar á.“

Stafræn þróun á fleygiferð Sighvatur segir að það hafi mikið breyst og áunnist í stafrænni þróun á tíma heimsfaraldurs. „Okkur var hent út í djúpu laugina í upphafi faraldurs. Þá var ýmislegt sem var í undirbúningi sem kom fyrr í notkun. App Íslandsbanka hefur til dæmis rokið upp í notkun og vex dag frá degi samhliða því að heimsóknir fólks í útibúið halda áfram að fækka. Það kemur aðallega til okkar til að sækja ráðgjöf í lánamálum og fleiru, bæði einstaklingar og stofnendur fyrirtækja. Það þekktist varla lengur að fólk komi í bankann til að greiða reikninga, það gerir það í appinu eða heimabankanum í tölvunni,“ segir Sighvatur og bætir við að sem dæmi um nýjungar í tækni séu róbótar en Íslandsbanki er með nokkra slíka sem sinna bak-

vinnu, símsvörun og skilaboðum og fleiru. „Það er nokkuð magnað. Aðalróbótinn okkar heitir Fróði og er ansi fróður,“ segir útibússtjórinn.

Margir vilja vinna heima Aðspurður um aðstæður starfsfólks í heimsfaraldri segir Sighvatur að þar hafi líka orðið mikil breyting sem hafi komið hraðar inn en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Hann segir að margir nýti sér nú að vinna hluta af starfstíma sínum heima við, til dæmis einn dag í viku. „Sumum hentar ágætlega að vinna heima á meðan það hentar ekki eins vel hjá öðrum. Þetta er samt þróun sem fór af stað í kófinu, mun án efa halda áfram og er jákvæð á marga vegu, til dæmis í færri kolefnissporum,“ segir Sighvatur. Á morgunverðarfundinum kynnti Gunnar Egill Sigurðsson hjá Samkaupum hf. hvernig fyrirtækið fór í gegnum gríðarmikla byltingu í netverslun og stafrænni þróun í heimsfaraldri. Þeir sem nýta sér netverslun hefur fjölgað mikið en fyrstu mánuði faraldurs varð sprenging í netverslun hjá Nettó.

Paneraður silungur með svepparagú, hrámarineruðu fennel, grænum baunum, jurtakartöfluböku og vanillusafransósu er vel heppnaður réttur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

bragðlaukana á Brúnni

treiðslumeistari á The Bridge á Courtyard by Marriott

Hreindýra-carpaccio sló í gegn hjá VF-smökkurum. fjölbreytileika og leikum okkur með bragðlaukana,“ segir matreiðslumeistarinn sem fór mikinn í eldhúsinu þetta kvöld. Meðal forrétta má nefna sjávarréttasúpu, grillaða hörpuskel og hreindýra-carpaccio, allt mjög ljúffengir réttir en carpaccio-ið fékk hæstu einkunn en það er afar sjaldgæft að fá slíkan rétt úr úrvals hreindýrakjöti. Þeir sem elska villibráð ættu ekki að láta þennan rétt framhjá sér fara. Fimm aðalréttir komu á borð og fengu allir mjög góða dóma hjá Víkurfréttasmökkurum. Í sjávarfangi er boðið upp á paneraðan silung sem er á diski með svepparagúi og fenell ásamt fleiru, eitthvað sem fiskiaðdáendur ættu að elska en grillaður skötuselur var einnig mjög góður. Hann var borinn fram með graskersmauki, súrmjólkurfroðu og fleiru sem gladdi bragðlaukana. Kjöt-

Fiskisúpa rennur ljúft í skál....

aðdáendur verða ekki sviknir því á matseðlinum er braseraður lambaskanki sem er hægeldaður í þrjár klukkustundir. Með honum kemur rósmarínsósa og gott meðlæti. Sous Vide Jack Daniels nautalund með djúpsteiktum sveppum og karamellulaukmauki verður örugglega vinsæl, flottur réttur. Heyra mátti „matarstunur“ þegar VF-smakkarar fengu þessa ljúffengu rétti í munninn. Þeir sem vilja ekki kjöt eða fisk geta unað glaðir við sitt því frábær grænmetisréttur er í boði, marineruð sellerírót í sítrónuolíu, hvitlauks- og Sous Vide-elduð með hvítsúkkulaði og fleiru sem hreinlega bráðnar í munni. Réttur sem kom fiski- og kjötfólki VF á óvart.

Desertdekur Í lokin var dekrað við smakkarana sem brögðuðu á fjórum eftirréttum

sem var hver öðrum betri. Eldgos (en ekki hvað) er æðisleg lakkrískaka, síðan kemur annar spennandi eftirréttur sem er After Eight piparmintu- og hvítsúkkulaði. Þá er lagkaka að hætti mömmu sem er m.a. með rabbabarageli og síðast en ekki síst eplakaka með marsipani og karamellusósu. Smakkararnir eru áhugamatgæðingar og nutu frábærra eftirrétta sem allir hurfu af diskunum því þeir voru svo góðir. Á The Bridge eru einnig „klassískir“ réttir í boði sem fengu ekki pláss hjá VF-smökkurum að þessu sinni. Hver veit nema að önnur ferð í þá verði tekin síðar. Þar er í boði fiskur og franskar, steikar- og klúbbloka, kjúklingasalat, pasta og borgari. Hér er ekki fjallað sérstaklega um vín en úrvalið er gott og þá er að sjálfsögðu kokteilaseðill.

Smekkur fólks er misjafn í mat og því var misjafnt hvað smökkurum þótti best. Nú er það verkefni ykkar kæru lesendur að skella ykkur á Brúnna við Aðaltorg. Það eru svo sem ekki slæmar fréttir fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn því í nóvember er tveir fyrir einn af öllum réttum í hádeginu og síðan ætla Jóhann og hans fólk í eldhúsinu að bjóða upp

á Þakkargjörðarhátíð 25. nóvember allan daginn. Jólahlaðborð verður í boði frá 15. nóvember til 18. desember þannig að það er óhætt að segja að það sé stöðug veisla framundan á Brúnni við Aðaltorg. Páll Ketilsson pket@vf.is

Lagkaka að hætti mömmu ... og mögnuð marsípaneplakaka í eftirrétt. Kaffi á kantinum skemmir ekki.

Grillaður skötuselur með graskersmauki, súrmjólkurfroðu, vorlauk, tómat og fleiru ... Brasseraður og hægeldaður lambaskanki. Hvítkálsmauk, steiktar rófur, sellerírót, gulrætur og beikon, steinseljurótar­kartöflu­ stappa, rósmarínsósa ... er eitthvað sem lofar virkilega góðu.

Marineruð Sellerírót í sítrónuolíu, hvítlauk, rósmarin og sætkartöflumauk með hvítsúkkulaði, granatepli, hnetu-blómkáls cous-cous. Frábær grænmetisréttur.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Íris, Marteinn og Sædís til liðs við Samkaup Samkaup hafa ráðið þrjú í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings. Markmiðið með ráðningum er að styrkja fjárstýringu hjá Samkaupum en verslanir fyrirtækisins veltu ríflega 40 milljörðum króna á síðasta ári. Íris Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin lausnastjóri í upplýsingatæknideild á f j á r m á l a sv i ð i . Um nýtt starf er að ræða sem heyrir undir upplýsingatæknistjóra en hún mun starfa þvert á sviðin og hafa yfirumsjón með vörueigendum og styðja þá í að framfylgja stefnu félagsins. Þá mun hún taka þátt í inn- og útleiðingum á kjarnalausnum og leiða sjálfvirkni- og nútímavæðingu ferla og vara. Íris starfaði áður hjá Icelandair, síðast sem HR Solution Manager á upplýsinga- og tæknisviði. Hún er með BS.c. í Value Chain Management frá VIA University College í Danmörku og stundar nú meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Marteinn Már Antonsson hefur verið ráðinn áhættu- og lausafjárstjóri sem er ný staða hjá Samkaupum. Hann mun bera ábyrgð á lausafjárstýringu félagsins ásamt útlána- og viðskiptamannaáhættu. Marteinn hefur starfað hjá Samkaupum í rúmt ár sem verkefnastjóri á fjármálasviði þar sem hann hefur haft yfirumsjón með greiningum. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði og stundar meistaranám í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Sædís Kristjánsdóttir hefur verið ráðin launasérfræðingur en hún starfaði áður sem sérfræðingur í launadeild hjá Reykjanesbæ. Þar á undan starfaði hún hjá Landsbankanum sem sérfræðingur á rekstrarsviði, við vörslu verðbréfa. Sædís er með B.Sc. í viðskiptafræði af markaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Samkaup reka 65 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland og Samkaup Strax. Alls starfa 1.500 manns hjá fyrirtækinu í fullu starfi eða hlutastarfi.

NORÐURLJÓSA Á H U G A M A Ð U R I N N

Á GARÐSKAGA

Jóhann Ísberg hefur starfað að ferðamálum í Garðinum í fimm ár, rekið veitingastaðinn Röstina og haldið utan um vitana á Garðaskaga. Jóhann rak byggðasafnið þar til 1. september síðastliðinn en nýráðinn menningarfulltrúi Suðurnesjabæjar hefur nú tekið við umsjón þess.

Vitarnir draga að sér fólk sem vill mynda norðurljósin og býður Jóhann upp á þjónustu fyrir það fólk með því að bjóða upp á salernisaðstöðu og jafnvel að dimma ljósin.

vegna Covid, fór hins vegar aðeins að lagast í maí og sumarið var síðan mjög gott. Eldgosið er örugglega að hafa einhver áhrif á ferðavenjur ferðamanna sem koma núna víðar við um Suðurnesin og Reykjanesið,“ sagði Jóhann. Hvort sem gosið er búið núna eða ekki en þá kemur það til með að draga að ferðamenn í nokkur ár.

Jóhann hefur lengi starfað við ljósmyndun og lagt áherslu á ljós- og kvikmyndun norðurljósanna . Vitarnir á Garðaskaga eru vinsæll áningarstaður áhugafólks og ljósmyndara þegar kemur að norðurljósunum þar sem þeir eru fallegir í forgrunninn og skýjafarsaðstæður eru oft góðar.

Fólk vill vita hvar vegurinn endar og hvað er við enda hans

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

Norðurljósasýning í stóra vitanum og kaffihús í gamla vitanum

Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, mágs, stjúpföður og afa,

GUÐBJÖRNS SIGMUNDAR JÓHANNESSONAR, Einidal 2, Njarðvík.

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. Steinunn Björk Árnadóttir Tinna Björt Guðbjörnsd. Fisher Elías Már Ómarsson Leon Elí Elíasson Gabríel Már Elíasson Bryndís Inga Guðbjörnsdóttir Marinó Oddur Bjarnason Aþena Embla Marinósdóttir Elmar Sölvi Marinósson Guðrún Júlíana Jóhannsdóttir Jóhannes K. Jóhannesson Þórey Ása Hilmarsdóttir Steinar, Birna, Björk, Ástrós Emma og Rebekka Lillý.

Í stóra vitanum eru tvær sýningar. Annars vegar norðurljósasýning sem Jóhann hefur búið til þar sem hann sýnir ferðamönnum hvernig norðurljósin verða til og hegða sér með skýringarmyndum og myndefni af ljósunum. Á þriðju hæðinni í vitanum er hvalasýning sem byggir á teikningum Jóns Baldurs Hlíðbergs auk upplýsinga um útbreiðslu þeirra, tegundir o.fl. Síðan er hægt að fara upp á topp vitans og virða fyrir sér útsýnið frá honum, nokkuð sem ferðamönnum finnst magnað að upplifa að sögn Jóhanns. Jóhann man eftir erlendu pari sem vildi fara upp á toppinn í brjáluðu veðri og fannst þeim upplifunin mögnuð þó að þau hafi skriðið hringinn í kringum vitaljósið en ekki þorað að standa upp. Fyrir Covid var hann með kaffihús í gamla vitanum yfir sumartímann og er aldrei að vita nema það fari aftur að stað næsta sumar. Jóhann

tók á sínum tíma gamla vitann alveg í gegn en töluvert þurfti til svo hægt væri að opna hann fyrir fólki. Vitarnir draga að sér fólk sem vill mynda norðurljósin og býður Jóhann upp á þjónustu fyrir það fólk með því að bjóða upp á salernisaðstöðu og jafnvel að dimma ljósin. Hérna á þessari heimasíðu er síðan hægt að sjá lifandi myndefni og hugsanlega virkni norðurljósana frá vitunum og fleiri stöðum á Íslandi - https:// liveauroranetwork.com

Þríburarnir Jóhann sagði mér frá því að vitarnir á Garðskaga eigi sér systkini en á Akranesi og á Gróttu eru áþekkir vitar sem voru byggðir á svipuðum tíma og draga að sér ferðamenn.

Þetta er allt að koma „Síðasta sumar var fínt, það eru mest erlendir ferðamenn sem koma til mín á veitingastaðinn. Aðsóknin var alveg glötuð í upphafi þessa árs

Það er mikil umferð fólks hér að vitunum og fjörunni og Jóhann hefur þá kenningu að það búi landkönnuður í okkur öllum sem vill vita hvað er við enda vegsins sem það keyrir og finnur það síðan að hér eru einhverjir töfrar að mati Jóhanns. Frá veitingastaðnum er gott útsýni yfir Faxaflóann og gerist það mjög oft yfir sumartímann að hvalir sjáist mjög vel. Jóhann segir það gerast reglulega að erlendir ferðamenn reki upp hrifningaröskur þegar hvalirnir sjáist stundum Íslendingum til mikilla furðu „Hefur þetta fólk aldrei séð hvali?“ hafi ein eldri kona haft að orði þegar fólk stóð yfir gluggaborðinu hennar og horfði hugfangið á hvalina leika sér fyrir utan. Jóhann segir að fuglalífið sé einnig mjög fjölbreytt hér og dragi að áhugamenn og ljósmyndara um fugla. Hérna er aðgengi að fjörunni og sjónum mjög gott og hentar því öllum aldurshópum. „Það væri gaman að sjá endurbætur á umhverfinu hérna, laga planið, helluleggja og afmarka grónu svæðin. Setja þetta svæði í ákveðin stíl sem hentar umhverfinu og byggingunum. Staðurinn fengi þannig þá virðingu sem hann á skilið í huga Suðurnesjabúa,“ sagði Jóhann Ísberg að lokum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Nettó styrkir góð málefni og óskar eftir tillögum frá viðskiptavinum í gegnum netto.is Nettó hefur ýtt úr vör verkefninu Notum netið til góðra verka og óskar eftir tillögum frá viðskiptavinum um hvaða góðgerðarsamtök eigi að styðja. Verkefnið felur í sér að 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun Nettó mun renna til góðra málefna. Netverslun Nettó er stærsta netverslun landsins og gæti upphæðin því hlaupið á nokkrum milljónum króna. Nettó stóð fyrir samskonar styrktarátaki í fyrra sem féll í góðan jarðveg og bárust þá yfir 2.000 tillögur og ábendingar um góð málefni til að styrkja í gegnum vefsíðuna www.netto.is. „Í ár verður sami hátturinn hafður á þannig að við tökum saman ábendingar um málefni og sjáum hvar þörfin er mest og hvaða mál-

efni eiga best við samfélagsstefnu okkar. Okkar von er að sem flestar ábendingar berist því þetta er hvorki fyrsta né síðasta verkefnið af þessu tagi sem Nettó ræðst í,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa/Nettó. Í byrjun desember verður söfnunarfé átaksins veitt fulltrúum þeirra samtaka sem hljóta munu styrk. Nettó hefur undanfarin ár verið fastur styrktaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar. Styrktarátakið stendur út nóvember og geta viðskiptavinir komið ábendingum áfram um málefni eða góðgerðasamtök á heimasíðu Nettó, netto.is. Nettó rekur nítján verslanir um land allt og var Nettó fyrsta lágvöru-

verslunin til að opna netverslun fyrir matvörur á Íslandi í september 2017 og er sama verð í netversluninni og í verslunum Nettó.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaupa/Nettó.

Tvö verkefni á Suðurnesjum fengu samfélagsstyrk Krónunnar Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru sautján talsins og voru verkefnin átta á höfuðborgarsvæðinu. Tvö verkefni á Suðurnesjum voru þar á meðal en það voru Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið og Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni.

„Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð,“ segir Ásta. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta styrktarár á heimasíðu Krónunnar 1. maí 2022. Umsóknarfrestur verður til og með 31. ágúst 2022.

Starfsmaður í þjónustudeild á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi í tímabundið starf í þjónustudeild varnarmálasviðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um dagvinnu er að ræða.

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og

Helstu verkefni og ábyrgð:

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Almenn skrifstofustörf

• Menntun sem nýtist í starfi

• Símavarsla og móttaka

• Almenn tölvukunnátta og skipulagshæfni

• Skjalavistun og tengd vinna

• Bílpróf

• Úrvinnsla og framkvæmd heimilda

• Hreint sakavottorð og óflekkuð fjárhagsstaða til að

• Aðgangsmál og skírteini

uppfylla forsendur fyrir NATO öryggisheimild

• Öryggisvarsla

• Góð íslensku- og enskukunnátta

• Umsjón, dreifing og móttaka á pósti

• Búseta á Suðurnesjum er kostur

• Rekstur og þjónusta við gistihús og erlendan liðsafla

fer með löggæslu á hafinu. Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

• Afleysingar og tilfallandi verkefni Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Stefnt er að ráðningu frá 1. desember 2021 til 31. desember 2022 og er því æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.

*Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Jólahlaðborð og harmonikkuball fyrir eldri borgara verður haldið á Hótel Selfossi, þriðjudaginn 30. nóv. nk. og dvalið eina nótt á hótelinu. Farið verður frá Nesvöllum sama dag kl.14:00 og farið frá hótelinu 1. des. kl. 11:00 Jólahlaðborð, gisting og morgunverður fyrir tvo kr. 28.000, fyrir einn kr. 22.000. Félagið greiðir rútuna og hver og einn greiðir fyrir hótelið og það sem því fylgir. Skráning hjá Ingu s: 8633443 og Guðrúnu s: 8990533. Skráningu lokað 22. nóvember!

Tækifæri hljóta að snúa að sölu verksmiðjunnar til niðurrifs – mikil óvissa ríkir um framtíð kísilverksmiðju Stakksbergs Á yfirstandandi ári hafa línur skýrst hvað varðar stóriðjuáform í Helguvík. Nú er ljóst að hvorki verður af kísilveri Thorsil né fyrirhuguðu álveri Norðuráls og mikil óvissa ríkir um framtíð kísilverksmiðju Stakksbergs, sem eigandinn, Arion banki, er að reyna selja. Á þessari stundu er ekki vitað hvort kaupandi finnist en öllum má vera ljóst að lítill áhugi er á meðal bæjaryfirvalda og íbúa að hún verði endurræst á núverandi stað. Tækifæri eigandans hljóta því að snúa að sölu verksmiðjunar til niðurrifs og uppsetningar annars staðar, annað hvort hér á landi eða erlendis. Þetta sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2022 til 2025, sem fram fór í síðustu viku. „Á móti kemur að mjög margt jákvætt er framundan í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Má þar m.a. nefna miklar framkvæmdir á næstu árum á vegum ISAVIA í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þéttingu byggðar á Ásbrú, áframhaldandi uppbyggingu Hlíðarhverfis,

áform Samherja um uppbyggingu laxeldis á landi á Reykjanesi, uppbyggingu ferðaþjónustu og hótela, m.a. Marriott og væntanlega fleiri fyrirtækja sem eru eða munu verða innan nærsvæðis Keflavíkurflugvallar sem til stendur að skipuleggja og byggja upp undir merkjum

þess sem kallað er „Airport City“. Áframhaldandi uppbygging bílaleiga og annarrar flugtengdrar starfsemi og þjónustu í sérstöku hverfi við Reykjanesbraut efst í bænum, í daglegu tali nefnt Flugvellir. Þá má nefna áform Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um nýja og stærri þurrkví og uppbyggingu Reykjaneshafnar í Njarðvíkurhöfn, nýtt hjúkrunarheimili, nýja heilsugæslustöð, áform World Class um uppbyggingu á Fitjum og svo mætti áfram lengi telja,“ sagði Kjartan en þessum verkefnum og fleirum verða gerð betri skil á sérstöku framkvæmdaþingi sem ráðgert er að boða til fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi á vegum atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar.

Ert þú í stuði? Óskum að ráða rafvirkja til starfa. Vinnuvélaréttindi og meirapróf er mikill kostur. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 892-2422 eða mundi@bergraf.is

ORLOFSHÚS Á SPÁNI Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska og sumar 2022

Reykjanesbær átti ekki fyrir launum Um mánaðamótin október, nóvember árið 2014 þurfti Reykjanesbær að biðja fyrirtæki, sem þá voru að kaupa lóðir og stefndu að uppbyggingu í sveitarfélaginu, að flýta greiðslum til sveitarfélagsins svo það ætti fyrir launum. Þetta upplýsti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, í ræðu sem hann flutti við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar 2022–2025 á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Búið er að opna fyrir tímabilið 1. janúar 2022 – 12. apríl 2022 á orlofshúsi okkar á La Marina á Spáni, einnig er opið frá deginum í dag fyrir umsóknir um páska og sumar 2022, eða frá 12/4 – 26/4 og sumar frá 26/4 til 11/10 2022. Hver úthlutun er tvær vikur sem kostar kr. 80.000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021. Úthlutað verður 13. desember 2021. Einnig er búið að opna fyrir orlofshúsin okkar hér heima frá áramótum fram að páskum. Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á www.stfs.is Orlofsnefnd STFS

„Til upprifjunar vil ég nefna að vegna gríðarlega erfiðrar fjárhags- og skuldastöðu sveitarfélagsins, sem birtist m.a. í niðurstöðum úttekta Haraldar Líndal og KPMG sem kynntar voru á íbúafundi í Stapa þann 29. október 2014, voru á kjörtímabilinu 2014–2018 teknar margar erfiðar en bráðnauðsynlegar ákvarðanir sem meðal annars fólu í sér auknar álögur á bæjarbúa árin 2015, 2016 og 2017 ásamt tiltekt og endurskoðun efnahags Reykjanesbæjar. Það leiddi m.a. til þess að ákveðið var að ráðast í niðurskurð, endurskipulagningu og hagræðingu í þjónustu við hratt fjölgandi íbúa. Þetta var gert undir merkjum áætlunar sem bæjarstjórn á þeim tíma var einhuga um að vinna eftir og fékk nafnið „Sóknin“, sagði Kjartan í ræðunni.

Báðu fyrirtæki að flýta greiðslum

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Erfiðum og flóknum viðræðum við kröfuhafa, sem stóðu yfir í þrjú ár, lauk með samkomulagi í árslok árið 2017 sem varð til þess að hægt var að fella niður sérstakar álögur á útsvar og fasteignaskatt á íbúa árið 2018. „Það sama ár var allt komið á fulla ferð. Ferðaþjónustan

blómstraði, umferð um Keflavíkurflugvöll var í hámarki, atvinnuleysi lítið sem ekkert og íbúum hélt áfram að fjölga langt umfram landsmeðaltal, ekki síst íbúum af erlendu bergi sem nú telja um það bil fjórðung allra íbúa Reykjanesbæjar. Íbúafjölgunin kallaði hins vegar á uppbyggingu innviða, s.s. byggingu nýs grunnskóla, fjölgun leikskólaplássa o.fl., sem aftur reyndist snúið fyrir sveitarfélag sem var þegar skuldum vafið og átti fullt í fangi með að greiða niður skuldir og reka sig frá degi til dags. Ég get til dæmis upplýst hér og nú að um mánaðarmótin október, nóvember 2014 þurftum við að biðja fyrirtæki, sem þá voru að kaupa lóðir og stefndu að uppbyggingu í sveitarfélaginu, að flýta greiðslum til okkar svo við ættum fyrir launum,“ sagði Kjartan.

Ytri skilyrði féllu með bænum Hann sagði að sem betur fer var töluvert til af þegar tilbúnum lóðum undir íbúðarhúsnæði í InnriNjarðvík og Ásahverfi auk þess sem einkaaðilar keyptu og brutu nýtt land undir svokallað Hlíðarhverfi á svæði sem áður tilheyrði

varnarsvæðinu ofan byggðarinnar í Keflavík og Njarðvík. Auk þess var ráðist í að skipuleggja þéttingu byggðar víðsvegar í sveitarfélaginu, m.a. á því svæði sem áður var íbúðabyggð Varnarliðsins og nú heitir Ásbrú. Þar er gert ráð fyrir allt að fimmtán til átján þúsund manna byggð á næstu árum.

Gerði Reykjanesbæ kleift að ganga hnarreistum frá samningum „Þessu til viðbótar féllu ytri skilyrði með okkur. Meðal annars seldi Reykjanesbær hlut sinn í HS Orku á mjög góðu verði eftir að fyrri sala til annarra kaupenda gekk til baka þegar þeir ákváðu að nýta ákvæði í kaupsamningi, falla frá kaupunum og skila hlutabréfunum til baka. Seinni salan gerði Reykjanesbæ kleift að ganga hnarreistum frá samningum við kröfuhafa þar sem allir fengu sitt og enginn þurfti að gefa neitt eftir að öðru leyti en því að vextir voru lækkaðir og lengt í lánum,“ sagði bæjarstjórinn. Þessum hluta endurskipulagningarinnar lauk svo í byrjun þessa árs, 2021, með endurfjármögnun 8,4 milljarða skulda og skuldbindinga Eignarhaldsfélagsins Fasteignar sem nú er alfarið í eigu Reykjanesbæjar. „Sú endurfjármögnun mun skila sér í verulegri lækkun fjármagnskostnaðar næstu árin, frá því sem annars hefði orðið,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, í ræðunni.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Sex deilda leikskóli rís í Grindavík

Grindavíkurbær hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi við Fálkahlíð 2. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sex deilda leikskóla á fundi þann 21. október 2021. Erindinu var vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu sem samþykkti áformin samhljóða á síðasta fundi sínum.

Staðan í Myllubakkaskóla rædd í fræðsluráði:

Sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið skammtímaúrræði Fræðsluráð Reykjanresbæjar harmar þá stöðu sem komin er upp í Myllubakkaskóla. Ráðið leggur áherslu á að hagsmunir nemenda og starfsmanna verði í forgangi og að allra leiða verði leitað til þess að hefja sem fyrst notkun á þeim hlutum skólans sem nýtilegir eru. Þetta kom fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Tryggvi Þór Bragason, deildarstjóri eignaumsýslu, mætti á fundinn og greindi frá stöðu mála varðandi húsnæðismál Myllubakkaskóla. Eins og fram hefur komið þarf að rýma skólahúsnæðið og flytja kennslu í

önnur rými í bæjarfélaginu meðan unnið er að endurbótum á Myllubakkaskóla þar sem ráðin verður bót á myglu í skólahúsnæðinu. Fræðsluráð telur að tryggja þurfi, samhliða tímabundinni uppskiptingu skólans, að nemendur sem nú þegar njóta samfellds skólastarfs, t.d. með því að tónlistarkennsla fari fram á skólatíma, eigi áfram kost á því. Eins þarf að taka sérstakt tillit til nemenda sem munu þurfa að fara um lengri veg en áður til að sækja skóla. Upp er að renna myrkasti tími ársins og tryggja þarf að jafn afdrifarík breyting eins og þessi komi

ekki niður á öryggi nemenda á leið til og frá skóla. Fræðsluráð leggur einnig áherslu á að sundrung nemenda víðsvegar um bæinn getur einungis verið tímabundið skammtímaúrræði. Leita þarf allra leiða til þess að sameina skólastarf aftur á einum stað, t.d. með því að taka í notkun þá hluta húsnæðis sem hægt er að taka í notkun sem allra fyrst. Óskað er eftir því að tímasett aðgerðaáætlun, sem miði að því að lágmarka þann tíma sem börnum er gert að sækja sitt nám utan skólans eða nærumhverfi hans, liggi fyrir svo fljótt sem verða má.

Alexandra ráðin markaðsstjóri Keilis Alexandra Tómasdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Keilis, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og hefur hún þegar hafið störf. Undir Keili eru starfandi fjórir skólar; Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú. Alexandra mun leiða markaðsstarf skólanna og stýra þróun vörumerkjanna til framtíðar. Alexandra hefur starfað sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands síðan í apríl á þessu ári og tekur við stöðu markaðsstjóra Keilis af Arnbirni Ólafssyni sem sinnt hafði starfinu síðustu tólf ár. Alexandra býr yfir mikilli reynslu og menntun á sviði markaðsmála og kom hún til Flugakademíu Íslands frá

Private Travel Iceland þar sem hún sinnti stöðu markaðsstjóra frá árinu 2016. Hún er með BS í Business Administration með áherslu á markaðsfræði frá Auburn University Montgomery og MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. „Eftir að hafa unnið innan raða Keilis sem markaðsstjóri Flugakademíu Íslands hef ég fengið að kynnast því hversu frábært starf á sér stað hérna alla daga. Með okkar fjölbreytta námsframboði, nýstárlegu kennsluháttum, frábæru aðstöðu og öfluga mannauði hlakka ég mikið til að leiða markaðsstarf Keilis og leggja mitt að mörkum í áframhaldandi uppbyggingu Keilis,“ segir Alexandra.

Mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki Reykjanesbær hefur ráðið verkefnastjóra sjálfbærnimála í gegnum eitt af atvinnuúrræðum ríkisins og gert er ráð fyrir að halda því starfi áfram. Þá er einnig gert ráð fyrir nýju stöðugildi lögfræðings til stuðnings í umhverfis- og skipulagsmálum sem og nýjum verkefnastjóra fræðslu- og vinnuverndar í mannauðsdeild. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku að ráðningum í störf sem losna verði haldið í lágmarki eins og hægt er og starfsmannavelta notuð til að hagræða í rekstri þar sem því verður við komið. Þá verður óformlegt yfirvinnubann áfram í gangi, þ.e. að starfsmenn geti ekki unnið yfirvinnu nema að næsti yfirmaður óski eftir, og heimili þar með að hún verði unnin, og ráð sé fyrir því gert í fjárheimildum ársins.

Reykjanesbær óskar eftir rekstraraðila fyrir skautasvell Óskað er eftir aðilum til að taka að sér rekstur á tilbúnu skautasvelli sem sett verður upp í tengslum við Aðventugarðinn. Leitað er að ábyrgum aðila með reynslu af rekstri sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og hugmyndir að útfærslu þess. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar. Athugið að umsóknarfrestur er til 15. nóvember næstkomandi. www.reykjanesbaer.is

Dýnur til endurvinnslu á 0 krónur!! Því ekki að spretta utan af gormadýnum og skila þeim til Kölku án endurgjalds?

Ekki er tekið gjald fyrir dýnur þegar búið er að aðskilja gorma og textíl Gormarnir fara beint í málmagám til endurvinnslu

www.kalka.is

Hlíðarhverfi í Grindavík.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli - Deildarstjóri á leikskólastig Stapaskóli - Starfsmann fyrir frístundaakstur Akurskóli - Starfsmaður á frístundaheimili skólans Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG


Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

sport

Miðvikudagur 10. nóvember 2021 // 42. tbl. // 42. árg.

Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir byrjaði sex ára að æfa körfubolta, hún stefnir á sæti í byrjunarliði Grindvíkinga sem eru nýliðar í Subway-deildinni. Grindavík sigraði fyrstu deild kvenna á síðustu leiktíð og Thea er ein af ungu og hæfileikaríku leikmönnum liðsins. Hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum í uppleggi Víkurfrétta.

Plokkfiskur með rúgbrauði

Grindavík vann Njarðvík í oddaleik um sigur í fyrstu deild á síðasta tímabili. Mynd úr safni Víkurfrétta

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? „Nei, ég hef enga sérstaka rútínu.“ Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? „Ég byrjaði sex ára, mamma lét mig byrja í körfu og ég hef verið í því síðan.“ Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? „Kobe Bryant.“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „Candace Parker.“

NAFN:

Hver eru markmið þín á þessu tímabili? „Að komast í byrjunarliðið.“ Hvert stefnir þú sem íþrótta­ maður? „Ég stefni á A-landsliðið.“ Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? „Ég myndi velja Eygló Kristínu, Huldu Björk, Sigrúnu Björg og Emblu.“ Fjölskylda/maki: „Er á föstu.“ Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? „Ekkert sem mér dettur í hug.“

THEA ÓLAFÍA LUCIC JÓNSDÓTTIR ALDUR:

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? „Já, ég hef mikinn áhuga á bílum.“

19 ÁRA Thea lítur upp til banda­ rísku körfuknattleiks­ konunnar Candace Parker.

TREYJA NÚMER:

5

Mynd: Instagram

STAÐA Á VELLINUM:

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? „Þegar við komumst fyrst upp í ­úrvalsdeild.“

FRAMHERJI MOTTÓ:

IF YOU LOOK GOOD, YOU PLAY GOOD

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? „Myndi liggja uppi í rúmi og horfa á þætti.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Plokkfiskur með rúgbrauði.“ Ertu öflug í eldhúsinu? „Já, heldur betur.“

Hver er besti samherjinn? „Hulda Björk Ólafsdóttir.“

Býrðu yfir leyndum hæfileika? „Ég get talað ógeðslega hratt.“

Hver er erfiðasti andstæðingurinn? „Lovísa Henningsdóttir.“

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? „Fólk sem talar hægt.“

HEILSULEIKSKÓLINN SKÓGARÁS LEIÐANDI Í INNLEIÐINGU YAP Á ÍSLANDI FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Verður gaman að horfa til baka Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er alinn upp hjá Njarðvík en eftir að hafa lokið háskólanámi í Bandaríkjunum, þar sem hann lék með liði Barry háskólans, hélt Elvar í atvinnumennsku. Hann hefur leikið í Svíþjóð, Frakklandi, Litháen og þar sem hann leikur núna, í Belgíu. Þá er Elvar Már einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í körfuknattleik og náði þeim merka áfanga að leika fimmtugasta A-landsleik sinn snemma á þessu ári gegn Lúxemborg. Til að gera fimmtugasta leikinn enn eftirminnilegri tryggði Elvar Már Íslandi sigur með því að setja niður flautuþrist. Elvar gekk til liðs við Antwerp Telenet Giants eftir frábært tímabil með Siauliai í LKL-deildinni í Litháen þar sem hann var að lokum valinn besti leikmaður deildarinnar. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Elvars í síðustu viku til að heyra hvernig honum líkaði vistaskiptin – og hittu á hann þar sem hann var á heimleið eftir sigurleik í belgísku deildinni. „Mér líður vel hérna, er í hörkugóðu liði og að spila ágætilega svo ég er tiltölulega sáttur,“ sagði Elvar hinn ánægðasti en lið hans, Antwerp Telenet Giants, er í öðru sæti belgísku deildarinnar.

Fjölskylda á faraldsfæti Elvar Már og Ína María Einarsdóttir, kona hans, eiga saman drenginn Erik Marel sem er tveggja ára. Elvar hefur þurft að dvelja langdvölum án þeirra tveggja en Ína og Erik Marel eru nú komin til Belgíu. Og fjölskyldan sátt? „Já, þau eru nýkomin og ennþá að aðlagast. Sonur okkur er byrjaður á leikskóla og að aðlagast umhverfinu. Þetta er aðeins auðveldara á meðan við erum bara þrjú, mikil upplifun en stundum aðeins of mikið flakk og mikið á þau lagt að vera að hoppa á milli landa. Á síðustu fimm árum höfum við verið í fimm

löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð, Litháen og Belgíu. Þannig að þau eru búin að vera út um allt, nóg að upplifa. Þetta verða hrikalega góðar minningar og á eftir að vera gaman að horfa til baka seinna.“ Elvar segist kunna mjög vel við Antwerpen og þótt flæmska sé opinbera tungumálið þá er franska einnig mikið töluð þar en hann segir að Antwerpen sé mjög alþjóðleg borg og það tali nánast allir ensku þar. Hvernig er deildin þarna í samanburði við þá litháísku? „Mér finnst alltaf erfitt að bera deildir saman, hún er mjög sterk. Það eru meiri íþróttamenn hérna, stóru mennirnir eru hreyfanlegri og hoppa hærra. Í Litháen eru þeir meiri svona durgar inni í teig.“

Tveir töffarar á gangi í Belgíu. Myndir af Instagram-reikningi Elvars

Þannig að þú hleypur ekki eins auðveldlega í kringum þá núna eins og í Litháen? „Nei, þetta er aðeins öðruvísi – og það tekur smá tíma að aðlagast nýrri deild og hún er mjög sterk. Svo erum við líka í Evrópukeppni og höfum verið að gera mjög vel þar, búnir að vinna fyrstu þrjá leikina okkar. Maður getur þá borið sig Elvar í leik með An twerp Telenet Gi saman við aðra leikmenn í öðrum ants. deildum og ég held að ég standi bara ágætlega.“

Góð tímasetning

Þetta hefur þá verið ágætis ákvörðun hjá þér að skipta. „Já, algerlega. Þetta var skref upp á við fyrir mig og kannski aðeins stærri gluggi, margir leikmenn síðustu ára hafa tekið stórt stökk héðan

VIÐSPYRNU STYRKUR Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum. Fjölskyldan á ferðalagi í Hrísey.

Íslenskir ofurhæfileikar ​​ Sveindísar Jane:

TÍUNDA BESTA Í SÆNSKU DEILDINNI Sænski vefmiðillinn Damallsvenskan Nyheter setur Sveindísi Jane Jónsdóttir í tíunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og segir að íslenskir ​​ofurhæfileikar tryggi henni stórkostlegt tímabil. Sveindís sé einn fljótasti leikmaður deildarinnar og auk þess hafi hún yfir frábærri tækni að ráða. Þá reynast „hrottalega löng innköst“ Sveindísar vel í sóknum og eru oft skeinuhætt. Kristianstad endaði í þriðja sæti deildarinnar og lék Sveindís nítján leiki með liðinu og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið en hún flytur til Wolfsburg um næstu mánaðarmót og gengur til liðs við þýska stórliðið sem hún gerði samning við um síðustu áramót.

upp í risadeildir. Það var ein ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Það eru fleiri augu að fylgjast með manni hér, bæði út af Evrópukeppninni og menn eru reglulega að fá tækifæri í þessari deild líka – það er fylgst vel með henni enda mjög sterk. Svo hefur alltaf hjálpað að vera í einu af toppliðunum og vera að vinna leiki og svona.“ Elvar er að verða 27 ára gamall og segist vera rétt að byrja, hann sé ennþá að vinna sig upp stigann og á ágætis uppleið. Þetta líti allt vel út eins og staðan er núna. „Núna einbeiti ég mér að ferlinum,“ segir Elvar sem er með BA í viðskiptastjórnun og stefnir á að fara í master þegar fer að síga á seinni

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

johann@vf.is

hlutann á atvinnumennskunni eftir einhver ár. „Frekar en að vera að sækja mér einhverja gráðu núna og byrja svo ekki að vinna við það sem ég hef lært fyrr en eftir tíu, fimmtán ár – þá tel betra að bíða aðeins með það.“ Hvað er svo framundan? „Ég ætlaði að koma heim í landsleikjapásunni í nóvember en það er vafamál hvort leikirnir verði leiknir heima. Svo fæ ég frí á milli jóla og nýárs og er að hugsa um að heimsækja vin minn í Valencia, Martin Hermannsson sem spilar þar. Kíkja aðeins í sólina,“ segir Elvar að lokum.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.

Einnig birt á www.naudungarsolur.is

Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

UPPBOÐ

Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331, þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 09:20.

Sveindís Jane stóð sig vel á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku.

Jóhann Páll Kristbjörnsson

s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is

Heiðargerði 27, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 229-1103, þingl. eig. Kristján Markús Sívarsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 10:40.

Heiðarholt 44, Keflavík, fnr. 2088900, þingl. eig. Kristín Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 09:00. Urðarás 8, Njarðvík, fnr. 2308243, þingl. eig. Guðrún Ólafsdóttir Boyd, gerðarbeiðandi Hámarksárangur ehf., þriðjudaginn 16. nóvember nk. kl. 10:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 8. nóvember 2021


Mikið líf í Njarðvík Það var heldur betur líf og fjör við Njarðvíkurhöfn á þriðjudaginn. Sex togveiðiskip af öllum stærðum voru þá við bryggju. Systurskipin Áskell ÞH og Vörður ÞH voru til viðhalds í höfninni en einnig voru í höfn togskipin Berglín GK, Pálína Þórunn GK og Benni Sæm GK sem Nesfiskur í Garði gerir út og Farsæll SH frá Grundarfirði. Við Njarðvíkurhöfn er unnið að aukinni hafnsækinni starfsemi og því gaman að sjá svona líf við bryggjurnar eins og á þriðjudaginn.

Mundi VF-mynd: Hilmar Bragi

í formi samfélagsmiðla og fjölmiðlar leika þar lykilhlutverk. Dómstóll götunnar er mjög áhrifamikill, sérstaklega þegar kemur að þekktum einstaklingum. Hver manneskja hefur aðeins eitt mannorð. Það getur verið gríðarlega erfitt að missa það og enn erfiðara að vinna það til baka. Það langar enga manneskju að vera tekin fyrir af þeim dómstóli og eiga sér varla afturkvæmt í samfélagið. Það má halda því fram að refsing dómstólsins sé í raun umsvifalaust stofufangelsi í ótilgreindan tíma. Tíminn fer eftir því hversu lengi almenningur man eftir málinu. Ég horfði á fréttaskýringaþáttinn Kveik í síðustu viku, eins og svo margir landsmenn. Þar var viðtal við leikara sem hafði hagað sér með ósæmilegum hætti gagnvart ólögráða stúlkum. Hann var hvorki kærður né dæmdur en missti æruna, vinnuna og taktinn í lífinu. Skiljanlega. Þessa

sömu viku gekk um samfélagsmiðla frásögn stúlku sem hafði lent í höndum fjögurra áhrifamikilla karlmanna í okkar samfélagi. Að hennar sögn var hún búin að vera niðurbrotin í heilt ár áður en hún þorði að stíga fram. Fjórmenningarnir voru nafngreindir og dómstóll götunnar er með þeirra mál í sinni aðalmeðferð. Þessi sami dómstóll er líka búinn að hafa mál einnar goðsagnar íslensku knattspyrnunnar til umfjöllunar í lengri tíma en hann bíður þess að mál hans verði tekið fyrir af raunverulegum dómstól. Ætli það skipti nokkru máli úr þessu hver niðurstaða raunverulegs dómstóls er þegar dómstóll götunnar hefur úrskurðað fyrir löngu? Mannorðið er löngu glatað. Það má lengi velta vöngum yfir því af hverju dómstóll götunnar hefur þessi völd og hvers vegna fólk leitar þangað. Ein af ástæðunum að mínu mati er hversu óskilvirkt, svifa-

LOKAORÐ

Refsing götunnar til glötunar Me too-byltingin heldur áfram og ég fagna því. Eins og með allar breytingar þá mun pendúllinn sveiflast of langt áður en hann finnur nýtt jafnvægi. Við erum ennþá að sveiflast og enginn veit hversu langt við erum komin. Að minnsta kosti er ekkert lát á kynferðisbrotamálum sem eru koma upp á yfirborðið. Kynferðisbrot eru skelfileg og afleiðingar fyrir þolendur hræðilegar. Skömm þolenda gerir það oft að verkum að aðeins brotabrot þeirra koma upp á yfirborðið í formi kæru. Það er erfitt að kæra. Skömminn og efinn og þrautagangan fyrir þolendur að ganga í gegnum allt ógeðið aftur gerir það að verkum að ákæruhlutfallið er lágt. Til að bæta gráu ofan á svart er sönnunarbyrðin erfið og sakfellingarhlutfallið þess vegna lágt. Þolendur kynferðisbrota hafa því fundið sér annan farveg til að skila skömminni. Dómstóll götunnar

Það eiga fleiri þýska bjórbúninga en íslenska þjóðbúninga ...

Íbúum Suðurnesja fjölgaði um 714 á einu ári Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 608 frá 1. desember 2020, eða um 3,1%. Bæjarbúar eru í dag 20.277 talsins. Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Þar búa í dag 3.728 manns og hefur fjölgað um 79, eða 2,2%, frá 1. desember 2020. Íbúar Grindavíkur eru 3.569 talsins. Þeim hefur fjölgað um 21 frá 1. desember í fyrra, eða 0,6%. Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað um sex manns frá 1. desember í fyrra. Þeir eru í dag 1.331 en fjölgunin er upp á 0,5%. Íbúar Suðurnesja eru samtals 28.905 talsins og hefur fjölgað um 714 manns. Það gerir 2,5% fjölgun frá 1. desember 2020.

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR seint og ósanngjarnt réttarkerfið er, sérstaklega þegar kemur að kynferðisbrotum. Dómstóll götunnar hefur þannig fyllt upp í ákveðið tómlætisrúm í kynferðisbrotamálum en hann er hvorki sanngjarn né málefnalegur. Óréttlæti og reiði eru sterkar tilfinningar sem knýja fólk til aðgerða. Þessar tilfinningar hafa fundið sér farveg í gegnum dómstól götunnar. Þar til hinir raunverulegu dómstólar munu vinna traust almennings þegar kemur að kynferðisbrotamálum mun þessi dómstóll áfram vera fyrsti valkostur þolenda.

LÓÐIR TIL ÚTHLUTUNAR Í SUÐURNESJABÆ Suðurnesjabær auglýsir eftir umsóknum um lausar lóðir í fyrsta áfanga Skerjahverfis í Sandgerði. Um er að ræða eftirtaldar lóðir: Skerjabraut 1–7 - Fjórar íbúðir í keðjuhúsi Skerjabraut 9–17 - Fimm íbúðir í keðjuhúsi Bárusker 2 - Ellefu íbúðir í fjölbýlishúsi Bárusker 4 - Ellefu íbúðir í fjölbýlishúsi Bárusker 3, 5, 6, 7, 8 og 10 - 23 íbúðir í raðhúsum.

22 BÁRUGERÐI

Gróðurhús

STAFNESV EGUR

Umsóknir um lóðirnar þurfa að vera frá lögaðilum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, sbr. gr. 6 í reglum um úthlutun lóða. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is ásamt reglum um úthlutun lóða. Vakin er athygli á gr. 3a í reglum en næsti áætlaði fundur framkvæmda- og skipulagsráðs er 30. nóvember. STAFNESV EGUR

SKERJAHVERFI

26

24

Jón Ben Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Suðurnesjabæjar

N

Fyrsti áfangi 16

5

7

er 3

6

braut

4

2

9

11

13

15

3

4

2

17

6

5

4

3

1

25

2

27

29

31

33

Skerja

35 37

39

41

Á svæðinu eru alls 136 íbúðir, þar af 33 íbúðir í fjölbýli og 103 íbúðir í sérbýli. Sérbýlisíbúðir skiptast í 35 íbúðir í raðhúsum, 27 íbúðir í keðjuhúsum, 18 íbúðir í parhúsum og 23 íbúðir í einbýlishúsum. Hólkot

8 3

2

23

7

5

1

19

9

12

7

10

1

21 Bæjarskersrétt

6

8

braut

3

5

5

11

14

8

ker

34

1

4

16

r

6

1

11

10 9

10 8

2 Skerja

12

7

Brimsk

4

30

12 7

sker

3

r

Leiksk ól Skerja i braut 2

Báruske

32

6 10

9

Straum

12

14

Skerja

9

Eyjaske

Stafnesveg

ur

16

5

grennd ar sorpfl. st./

Hólshús

11

14

Sjávars

7

8 10

43

1

braut 30

45

47

49

51

53


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.