Miðvikudagur 10. nóvember 2021 // 42. tbl. // 42. árg.
HHH SJÁIÐ MYNDIRNAR HHH
Tíu góðar októbermilljónir hjá Blue HHHHHHHHH
n Tæplega 450 manns í sýnatöku í Reykjanesbæ á mánudaginn n Ósáttir foreldrar gagnrýndu að þurfa að standa í langri röð í rigningu n Faraldurinn á uppleið á Suðurnesjum
Þrettán smitaðir á metdegi
Eitthvað fyrir bragðlaukana á Brúnni
Þrettán einstaklingar greindust smitaðir af kórónuveirunni eftir metdag í sýnatökum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á mánudag. Tæplega 450 sýni voru tekin en aldrei áður hafa jafn margir mætt í sýnatöku á einum degi á Suðurnesjum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Faraldurinn er á uppleið á Suðurnesjum. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að þessi þrettán smit sem greindust hafi flest verið hjá börnum. Fjölmörg börn úr Sand-
gerði mættu ásamt foreldrum í sýnatöku en kórónuveiran greindist á leikskólanum Sólborg og í Sandgerðisskóla fyrir síðustu helgi. Á þriðjudag mættu um 200 manns í sýnatöku. Þar var m.a. stór hópur úr Heiðarskóla í Keflavík þar sem veiran hefur stungið sér niður. Stórir hópar þaðan eru væntanlegir í sýnatökur í vikunni. Fólk sem stóð í langri röð fyrir sýnatöku á mánudagsmorgun lýsti óánægju sinni að þurfa að standa langan tíma í röð utandyra í rigningu og bíða sýnatöku með börn. Fjöldinn sem mætti í sýnatöku á
mánudag kom starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja nokkuð á óvart. Þar komu í ljós vankantar á kerfinu sem unnið er eftir en heilsugæslan fær ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem sendir eru í sýnatöku úr sóttkví eða smitgát. Eingöngu liggja fyrir upplýsingar um boðaða mætingu þeirra sem skráðir eru í einkennasýnatöku í gegnum Heilsuveru. Andrea vonast til að ráðin verði bót á þessu svo þetta endurtaki sig ekki. Þá hefur komið fram gagnrýni á að sýnatökustaðurinn hafi verið fluttur að Iðavöllum í Keflavík og
ekki sé lengur hægt að aka í gegnum sýnatökuhúsið eins og var við Fitjabraut í Njarðvík. Andrea svarar því til að húsnæðið í Njarðvík henti ekki fyrir töku hraðprófa. Þá er heilsugæslan að sameina á Iðavöllum alla Covid-þjónustu sína en þar eru tekin sýni fyrir hádegi og bólusetningar eftir hádegi. Nú er verið að bólusetja framlínufólk með þriðju sprautu bóluefna. Á næstu vikum verður svo farið í almennar bólusetningar með þriðju sprautu bóluefna en bólusett verður á Iðavöllum.
HHH SJÁ MIÐOPNU HHH
BARION DAGAR Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g
...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
24%
24%
20%
584
296
áður 769 kr
áður 389 kr
2x140 gr
Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
kr/pk
Barion hamborgarar
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn
Barion hamborgarabrauð 2 stk
Barion sósur
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM