Víkurfréttir 43. tbl. 39. árg.

Page 1

Háhraða internet og hágæða sjónvarp

Opnunartími

EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.

mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding

Krossmóa 4 | Reykjanesbæ

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

GUÐMUNDUR SIGMAÐUR MEÐ SJÓMANNSBLÓÐ ÚR GARÐINUM – Sigmaðurinn á TF-GNÁ sem bjargaði fimmtán sjómönnum í háska í Helguvík

SJÁ VIÐTAL Í MIÐOPNU

Sementsflutningaskipið Fjordvik á strandstað í Helguvík. Myndin er tekin síðdegis sl. mánudag en þá var veður á strandstað nokkuð stillt. Veðuraðstæður síðustu daga hafa hins vegar verið óhagstæðar fyrir þá sem vinna að björgun skipsins. VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI

Sementsflutningaskipið Fjordvik er nokkuð laskað eftir strand við Helguvíkurhöfn:

Ekki fjarlægt nema það fljóti Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík aðfaranótt sl. laugardags, verður ekki fjarlægt af strandstað fyrr en tryggt verður að skipið fljóti. Skipið er nokkuð laskað en kafarar gátu fyrst skoðað botn skipsins á mánudag. Þá voru teknar myndir af skemmdum og sérfræðingar hafa síðan þá unnið að því að kortleggja þær og meta ástand skipsins með tilliti til þess að fjarlægja skipið af strandstað. Þegar blaðið fór í prentun síðdegis á þriðjudag hafði a.m.k. 80 tonnum af eldsneyti verið dælt úr skipinu á strandstað en restin var í tönkum sem ekki var hægt að komast að með góðu móti þar sem þeir voru umflotnir sjó. Talsverður sjór er í skipinu en göt voru bæði á vélarrými skipsins og lestum. Skipið var að koma með 1600 tonn af sementi sem átti að skipa upp í Helguvíkurhöfn. Í áhöfn skipsins voru fjórtán skipverjar og þá var lóðs frá Reykjaneshöfn kominn um borð þegar skipið strandaði í vonskuveðri. Þyrlur Landhelgis-

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum. Þetta er mikið áfall sem maður verður fyrir og sem maður verður að vinna sig úr á næstunni með hjálp góðra manna,“ sagði hann í færslu á Facebook. Guðmundur, sigmaður á þyrlunni, hrósaði Jóni í viðtali við Víkurfréttir. Jón aðstoðaði Guðmund sem kom harkalega niður í skipið úr þyrlunni og braut tvö rifbein og brákaði það þriðja. Þá hafi Jón séð um fjarskipti milli skips og björgunarþyrlunnar og auðveldað þannig björgunarstörf þar sem tungumálaörðugleikar torvelduðu samskiptin.

gæslunnar voru kallaðar út og bjargaði áhöfn TF-GNÁ mönnunum fimmtán og flaug þeim í land. Björgunin var þrekvirki og unnin við erfiðar aðstæður eins og Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður á þyrlunni, lýsir í viðtali við Víkurfréttir. Guðmundur er úr Garðinum en býr í Keflavík með fjölskyldu sinni. Sjópróf vegna strandsins hafa ekki farið fram það staðfestir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar. Jón Pétursson, hafnsögumaður, fór út í Fjordvik og var um borð þegar skipið strandaði. „Ég myndi ekki vilja

Nánar er fjallað um strandið í miðopnu þar sem rætt er við sigmann þyrlunnar. Einnig er ítarleg umfjöllun um málið með daglegum fréttum á vf.is.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

FRÉTTASÍMINN 421 0002

FRÁBÆR NÓVEMBERTILBOÐ HRINGBRAUT REYKJANESBÆ

40%

Tvenna

1.079

398

KR/KG

Hafið fiskibollur Verð áður: 1.798 kr/kg

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

50% 150

KR/STK

KR

Samloka með skinku og osti - 2 stk

AFGREIÐSLUTÍMAR:

VIRKA DAGA

ALLTAF OPIÐ HELGAR

Croissant hreint Verð áður: 299 kr/kg

ALLTAF OPIÐ

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

20% NEMA Í ATVINNUFLUGNÁMI KEILIS ERU KONUR

ÉG ER STOLT AF ÞVÍ AÐ VERÐA ATVINNUFLUGMAÐUR

Einungis um 5% atvinnuflugmanna á heimsvísu eru konur og er því langt í land með að jafna hlutfall þeirra í stjórnklefanum. „Ég er stolt af því að verða atvinnuflugmaður og ég vil einnig hvetja ungar konur að verða atvinnuflugmenn. Því þær geta það svo sannarlega. Skortur á kvenkyns flugmönnum í atvinnuflugi leiðir af sér að ungar stelpur halda að það sé eitthvað sem aftrar þeim frá því verða atvinnuflugmenn. Mig langar til að breyta því,“ sagði Telma Rut Frímannsdóttir í ræðu sinni við útskrift atvinnuflugnema Keilis þann 8. júní sl.

– Konur eru einungis um 7% starfandi flugmanna á landinu

Ég er stolt af því að verða atvinnuflugmaður og ég vil einnig hvetja ungar konur að verða atvinnuflugmenn.

Fullt af ungum konum eru í flugnámi hjá Keili. VF-myndir: Rut Sigurðardóttir Á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi fjölgað ört og eru þær nú um fimmtungur heildarfjölda flugnema hjá Keili. Hlutdeild útskrifaðra kvenna úr atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis er hinsvegar einungis um 12% frá því að skólinn hóf starfsemi fyrir um tíu árum síðan og var hægt að telja fjölda þeirra í skólanum á fingrum annarrar handar fyrstu árin. En svo virðist sem aukinn áhugi sé á flugnámi meðal kvenna. Haustið 2018 leggja samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða, þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður, segir í frétt frá Keili.

KEILIR FAGNAR AUKINNI HLUTDEILD KVENNA Í FLUGNÁMI

Sá tími er sem betur fer liðinn þegar staðalímyndin sýndi konur í þjónustustörfum meðal farþega á meðan karlmenn sátu í stjórnklefanum. En betur má ef duga skal. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi í flugfélögum á Íslandi, þar af aðeins 57 konur eða um 7%. „Við hlökkum til að sjá kvenkyns flugnema Keilis breyta þessu hlutfalli í framtíðinni og erum þakklát að fá að leggja okkar af mörkum. Samfélagsleg kynhlutverk eiga ekki að halda aftur af draumum ungs fólks. Við í Keili tökum undir með Thelmu Rut og hvetjum konur til að kynna sér atvinnuflug sem framtíðarstarfsvettvang.“ segir í tilkynningu frá Keili.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Suðurnesjabær

verður nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Suðurnesjabær hlaut 75% atkvæða í nafnakönnun fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs. Kosið var á milli þriggja nafna og gefið út að helmingsþátttaka þyrfti að vera til kosningin yrði bindandi sem varð ekki. Rúmlega 933 manns eða 34,4% mættu á kjörstað en 2709 manns voru á kjörskrá. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að miðað við að svona margir af þeim sem kusu hafi viljað þetta nafn yrði það staðfest á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Sú niðurstaða yrði síðan send ráðherra sveitarstjórnarmála, Sigurði Inga Jóhannssyni, sem myndi vonandi staðfesta það fljótlega. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttamaður VF, var á staðnum og sýndi frá niðurstöðu talningarinnar í beinni útsendingu á Facebook-síðu VF og ræddi svo

við Einar Jón að því loknu. Hann sagði að næstu skref yrðu síðan að hanna nýtt kennimerki, liti og gera nýja vef-

Úrslitin voru á eftirfarandi hátt: Suðurnesjabær Heiðarbyggð Sveitarfélagið Miðgarður Auðir og ógildir

FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR

síðu fyrir Suðurnesjabæ. „Vonandi gengur þetta fljótt og vel fyrir sig,“ sagði Einar Jón.

REYKJANESBÆR

703 atkvæði 57 atkvæði 160 atkvæði

75,3% 6,1% 17,1% 13

SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI

GRINDAVÍK

VOGAR

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

12°

4kg

40kg

-20°

150kg

14°

1250kg

12°

75kg


DANSKIR DAGAR HALDA ÁFRAM BILLIGT TIL HJEMMET!

-15%

DANSKT SALAMI TULIP KR STK

662

-50%

998

ÁÐUR: 1.996 KR/KG

-15%

399

-20%

798

ÁÐUR: 998 KR/STK

-31% HAMBORGARHRYGGUR KJÖTSEL KR KG

999

-40%

SVÍNALUNDIR

1.586

KR KG

ÁÐUR: 2.298 KR/KG

ÁÐUR: 1.665 KR/KG

-15%

ARLA HALLOUMI 200G KR STK

ARLA HAVARTI DILL EÐA HVÍTLAUKUR 227G KR STK

ÁÐUR: 829 KR/STK

ÁÐUR: 729 KR/STK

705

-15%

KALKÚNABRINGA KR HAMBORGARHRYGGUR STK SILKIREYKT SKINKA ÁÐUR: 469 KR/STK TULIP

ÁÐUR: 779 KR/STK

BAYONNESKINKA KJÖTSEL KR KG

SMURBRAUÐ MEÐ LAXI, RÆKJU, HANGIKJÖTI EÐA ROAST BEEF KR STK

620

-20% NAUTALUNDIR DANISH CROWN KR KG

3.871

ÁÐUR: 4.839 KR/KG

-15%

CASTELLO TISTRUP OSTUR MELLEM 650G EÐA KRAFTFULD 600G KR STK

TULIP BRAUÐSALAT HØNSE KR KYLLING & BACON STK

ÁÐUR: 1.979 KR/STK

ÁÐUR: 299 KR/STK

-15% 1.682

254

30% AFSLÁTTUR AF BERJUM JARÐARBER BLÁBER HINDBER RIFSBER BRÓMBER

Tilboðin gilda 8. – 11. nóvember 2018 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

„Svikamyllan var ekki afhjúpuð fyrr en síðar“ – Þetta var vissulega högg, segir framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs, tjáir sig um fjárfestingu lífeyrissjóðsins í kísilveri United Silicon í samtali við vefinn Lífeyrismál.is, sem er upplýsingavefur um lífeyrismál. Í viðtalinu er sjónvarpsþátturinn Kveikur til umfjöllunar þar sem brá fyrir myndum af kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík og vísað til hennar sem mislukkaðrar fjárfestingar lífeyrissjóða. Festa lagði fjármuni í verksmiðjuna og Gylfi segir að málið sé líklega hið erfiðasta sem á hans borð hafi komið í framkvæmdastjóratíð sinni.

Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

„Eðlilegt og sjálfsagt að þú spyrjir um United Silicon. Ég læt duga að stikla á mjög stóru um þann lærdóm sem við höfum dregið af því sem hér gerðist. Eftir á að hyggja voru vinnubrögð Festu við undirbúning fjárfestingar í þessari starfsemi tiltölulega vönduð. Verkefnið naut gríðarmikils stuðnings opinberra aðila, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Mjög var kallað eftir aðkomu okkar í heimabyggðinni, eftirlitsstofnanir veittu rekstrarleyfi og jákvæðar umsagnir. Sjálft viðskiptamódelið var áhugavert

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Miðvikudagar frá kl. 13:00 – 15:00 Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 15:00

50% afsláttur af öllu Rauði krossinn á Suðurnesjum

fyrir sjóðinn. Arion banki lagði mikið undir og öflugt hollenskt fyrirtæki, Bit Fondel, sömuleiðis. Við horfðum meðal annars til þessa. Fjallað var um málið á sex stjórnarfundum Festu 2014 og við keyptum viðbótargreiningu til að staðreyna kostnaðaráætlun áður en samþykkt var erindi um skuldabréfakaup, ígildi víkjandi láns á háum vöxtum. Skuldabréfið var í evrum en hafa ber í huga að á þessum tíma voru gjaldeyrishöft í gildi á landinu. Seðlabanki Íslands veitti jafnframt undanþágu frá þessum höftum.

Síðar kom á daginn að verulega skorti á þátt undirbúnings verkefnisins sem sneri að því að kanna bakgrunn og sögu drifkraftsins og lykilmannsins sem síðar varð forstjóri United Silicon. Þar kom við sögu maður með einbeittan brotavilja. Svikamyllan var ekki afhjúpuð fyrr en síðar, eftir að félagið var í raun komið í þrot. Festa lífeyrissjóður afskrifaði verulega fjármuni vegna United Silicon. En eignir sjóðsins eru vel dreifðar og afkoma sjóðsins var mjög góð á árinu 2017. Hrein raunávöxtun eigna var 5,3% en hefði orðið um 6% ef ekki hefði komið til afskriftar þessarar fjárfestingar. Þetta var vissulega högg en málið var á margan hátt sérstakt eða jafnvel einstakt. Við hjá Festu erum alla vega dýrkeyptri reynslu ríkari,“ segir Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs, í viðtalinu.

UPPBOÐ

DAGBÓK LÖGREGLU

Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

Ók dráttarvél með skítadreifara út af Krýsuvíkurvegi

Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: VALÞÓR, GK, Gullbringusýsla, (FISKISKIP), fnr. 1081 , þingl. eig. Valþór ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Arion banki hf., þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 09:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Kirkjuvegur 31, Keflavík, fnr. 2287437, þingl. eig. Einar Þórarinn Magnússon, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 09:30.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. nóvember 2018 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns

Ökumaður missti vald á dráttarvél sem hann ók eftir Krýsuvíkurvegi á sunnudag með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum. Aftan í dráttarvélinni var stór skítadreifari sem ýtti henni út af veginum. Ökumaðurinn slapp án meiðsla en tækin voru stórskemmd eftir óhappið. Annar ökumaður ók bifreið sinni yfir umferðarmerki og á ljósastaur á Reykjanesbraut. Hann slapp án meiri háttar meiðsla. Þegar lögregla

ræddi við hann viðurkenndi hann neyslu áfengis og fíkniefna. Þá hefur lögreglan á Suðurnesjum kært sex ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Fimm voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og þrír óku án ökuréttinda.

Miklum verðmætum stolið frá Golfklúbbi Suðurnesja Nokkuð hefur verið um innbrot í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Brotist var inn í vélageymslu Golfklúbbs Suðurnesja og þaðan stolið miklum verðmætum, þar á meðal

fartölvu, miklu magni af verkfærum, eldsneyti, rafstöð og bensíndælu. Þá var brotist inn í íbúðarhúsnæði og þremur sjónvörpum stolið. Einnig var brotist inn í bifreið og nýrri Canon-myndavél stolið. Lögregla rannsakar málin.

Enn er gaskútum stolið Þrír þjófnaðir á gaskútum hafa verið tilkynntir til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Í öllum tilvikum var um að ræða gaskúta sem stóðu við útigrill sem

geymd voru utandyra. Um var að ræða samtals fimm kúta sem sá eða hinir óprúttnu höfðu á brott með sér.


ÁRA ÁBYRGÐ KIA

LOFORÐ UM GÆÐI

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

*Forsendur ábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit sem kaupandi ber kostnað af. Lestu meira um ábyrgðina á www.kia.com/abyrgd.

Nýr Sportage slær í gegn

Snjallari, glæsilegri og umhverfismildari Nýr Kia Sportage er nú fáanlegur með nýrri mild-hybrid vél sem er bæði kraftmikil og útsjónarsöm í eldsneytissparnaði. Þessi söluhæsti bíll Kia fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn, með 7 þrepa sjálfskiptingu og er búinn hátæknilausnum sem auka þægindi og öryggi í akstri. Snjallar og fágaðar uppfærslur í útliti vekja aðdáun, hvert sem nýr Sportage fer. Komdu og reynsluaktu einum vinsælasta sportjeppa landsins með einstakri 7 ára ábyrgð.

K. Steinarsson · Holtsgötu 52 · 260 Reykjanesbæ · 420 5000 · ksteinarsson.is Söluaðili Kia.

Nýr Kia Sportage á verði frá:

4.690.777 kr. Verð miðast við beinskiptan 2WD.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


6

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

„Fólk er farið að ganga hægar um gleðinnar dyr“ Staðan í efnahagsmálum landsins góð þó svo það sé farið að hægja á vexti, segir Íslandsbanki

Suðurnesin eru áhugavert undirhagkerfi – sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, um stöðuna á Suðurnesjum. Væri áhugavert að gera sérstaka skýrslu um svæðið sem væri margt ólíkt öðrum á landinu „Þegar staðan almennt á landinu er skoðuð og metin má segja að Suðurnesin séu áhugvert undirhagkerfi á landinu enda margt ólíkt því sem er að gerast annars staðar, til dæmis fjöldi útlendinga í margvíslegum störfum og þessi öfluga starfsemi í tengslum við flugið og ferðaþjónustuna,“ sagði Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, á fundi um efnahagsmál í Hljómahöllinni í síðustu viku. Hann sagði þann hæga vöxt sem verið væri að horfa á næsta kastið ekki endilega endurspeglast á Suðurnesjum. Það væri í raun full

Frá fundi Íslandsbanka um efnahagsmál í Hljómahöllinni.

þörf á að gera þjóðhagslíkan fyrir Suðurnesin. Það er margt öðruvísi sem þarf að skoða, m.a. ýmsa vaxtarbrodda sem tengjast fluginu. Erum við að tala um borg númer tvö á Íslandi?,“ sagði Jón á fundinum og bætti því við að það væri áhugavert að vinna skýrslu um Suðurnesin en það væri ekki víst að það yrði hægt vegna manneklu í greiningardeild Íslandsbanka og leit yfir til Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabanka Íslandsbanka. „Þetta er áhugavert og hver veit,“ sagði Una en hún er Keflvíkingur og fyrrverandi útibússtjóri Íslandsbanka í Keflavík.

Hægari vöxtur og tímabundin meiri verðbólga en þó áframhaldandi viðskiptaafgangur er í spáspilum sérfræðinga Íslandsbanka en bankinn bauð fyrirtækjaeigendum á Suðurnesjum til fundar í Hljómahöll í síðustu viku. Fjölmargir fulltrúar fyrirtækja á Suðurnesjum voru mættir til að hlýða á boðskap sérfræðinga bankans um efnahagsmálin og nýja þjóðhagsspá. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að krónan verði líklega sterk út áratuginn þó svo það megi eiga von á einhverjum sveiflum í henni á næstunni og geti veikst. „Sá gjaldeyrir sem hefur verið á leið út úr landinu skilar sér aftur til landsins á einhverjum tímapunkti og þá mun krónan styrkjast,“ sagði Jón

og boðaði breytta tíma í hagkerfinu á Íslandi. Hann sagði væntingar almennt minni hjá fyrirtækjum og einstaklingum og væru í raun með því lægsta sem mælst hefur í nokkuð langan tíma eftir þá bjartsýni sem ríkti út árið 2017. Það sjáist t.d. á einkaneyslu og greiðslukortanotkun. „Neysluhegðun er að breytast. Fólk er farið að ganga hægar um gleðinnar dyr en þrátt fyrir allt þá höfum við ágætar stoðir fyrir heimilin og vinnumarkaðurinn er sterkur.“ Hann sagði

FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Á

HAUSTFAGNAÐ Félags eldri borgara á Suðurnesjum 17. nóvember 2018 kl. 19:00 verður á Nesvöllum miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15:00–17:00.

ferðaþjónustuna einnig áfram sterka og myndi bera uppi hagkerfið þó svo að vöxturinn væri ekki eins mikill og hann hefði verið. Jón sagði að verðbólga myndi líklega fara hátt í 4% á næsta ári og það myndi skila sér í 3–4% hækkun á verðlagi en svo myndi verðbólga hjaðna þegar liði á árið. Þá ættu raunvextir einnig að lækka þegar hagkerfið kólnaði og mun meira jafnvægi væri komið á íbúða- og húsnæðismarkaðinn sem hefði verið áhygguefni á sama tíma í fyrra. Komandi kjarasamningar væru þó vissulega áhyggjuefni sem gætu haft áhrif á gang mála. Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Keflavík, var fundarstjóri og þá opnaði Una Steinsdóttir,

Keflvíkingurinn Una Steinsdóttir er framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka. Við hlið hennar er Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans. VF-myndir/pket. framkvæmdastjóri viðskiptabankans, fundinn og fór aðeins yfir stöðu mála áður en Jón Bjarki kynnti þjóðhagsspána.

STEMMNINGIN STUNDUM EINS OG AÐ TAKA LAGIÐ VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ „Opið svið“ haldið í fertugasta skipti í Grindavík. Óþekktir söngvarar taka lagið með hljómsveit á veitingastaðnum Fish House

Verð 5.000 kr. F.E.B.S.

MÁNI AÐALFUNDUR

Aðalfundur Mána 2018 Haldinn þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20 í Reiðhöll Mána. Dagskrá: 1. Skýrslur stjórnar og nefnda 2. Viðurkenningar 3. Kosning stjórnar og nefnda 4. Ákvörðun félagsgjalda 5. Önnur mál Stjórn Mána

Þá flutti Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, erindi um stöðu mála hjá félaginu og framtíðaráform.

Þremenningarnir í hljómsveitinni ¾. „Stundum kemur upp fólk sem hefur dreymt um að standa á sviði og syngja með hljómsveit en aldrei á ævinni gert og þá gerum við allt til að láta viðkomandi hljóma eins vel og við getum og erum söngvaranum til halds og trausts. Stundum detta inn stórsöngvarar, þekktir sem óþekktir, innlendir sem og erlendir en oft hafa ferðamenn rekið upp stór augu og tekið þátt. Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og það má segja að stemmningin sé stundum eins og að taka lagið við eldhúsborðið heima,“ segir Halldór Lárusson trommari í hljómsveitinni ¾ og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis en hljómsveitin verður með „Opið svið“ í fertugasta skipti föstudagskvöldið 9. nóvember á veitingastaðnum Fish House í Grindavík. „Opið svið“ varð til árið 2013 þegar Halldór kom að máli við þá Bryggjubræður í Grindavík, þá Aðalgeir og Kristin Jóhannssyni, um að halda „Opið svið“ á Bryggjunni eitt sumarkvöld þar sem fólki gæfist kostur á að syngja eða leika með nokkrum þaulvönum tónlistarmönnum. Það

varð úr og vakti viðburðurinn svo mikla lukku að hann var endurtekinn nokkru síðar. Ekki leið á löngu áður en fólk fór að óska eftir því að viðburðurinn yrði haldinn oftar enda var heimilislega og afslappaða stemningin farin að spyrjast út, ávallt húsfyllir

og gestir farnir að koma frá öllum Suðurnesjum og Reykjavík. „Núna fimm árum síðar eru skiptin orðin 40 en „Opna sviðið“ hefur nú flutt sig um set og er nú haldið á Fish House í Grindavík eftir að Aðalgeir og Kristinn seldu Bryggjuna. Fertugasta skiptið verður nú á föstudaginn og verður öllu tjaldað til og fólki boðið til afmælisveislu: Fjörutíu skipti í fimm ár.“ Undanfarin misseri hefur hljómsveitin verið skipuð upphafsmanninum Halldóri Lárussyni á trommur, Ólafi Þór Ólafssyni á gítar og söng og Þorgils Björgvinssyni á bassa og söng. Ávallt er frítt inn og fólki boðið að taka lagið, segja sögur, nú eða spjalla og leysa lífsins vanda.“ En hvernig eru söngvararnir? „Þeir eru af öllum gæðastöðlum, aldri, kynjum, stærðum og þyngd,“ segir trommarinn og tónlistarkennarinn og svarar spurningu um hvað sé vinsælasta lagið sem þeir eru beðnir um að spila: „Vinsælasta lagið er trúlega „Að ferðalokum“ en það hefur komið fyrir að það lag hafi verið leikið margsinnis með ólíkum söngvurum sama kvöldið.“


15% afsláttur

af flestum SAMSUNG vörum* í nokkra daga Kæli- og frystiskápar, þvottavélar og þurrkarar, ofnar, helluborð, örbylgjuofnar, stór sjónvörp, minni sjónvörp, soundbarir, bassabox og ýmislegt annað.

Í nokkra daga verða tilboð og afslættir á gæðavörum frá SAMSUNG í verslun okkar á Hafnargötu 23. Líttu við og gerðu góð kaup hjá traustum aðila. *Athugið að afslátturinn gildir ekki af öðrum sértilboðum sem eru í gangi. Ekki er gefinn afsláttur af símum, spjaldtölvum og úrum. FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.

ormsson

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


8

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Rólegur október á Suðurnesjum Í síðasta pistli þá var farið aðeins yfir það hvernig bátunum af Suðurnesjunum gekk að veiða í október og var þá miðað við bátana sem voru að landa úti á landi. Skoðum aðeins stöðuna hér á Suðurnesjum.

~ Fyrirlestur á sunnudaginn ~

Fyrirlestur um landhelgisgæslu í Garðsjó árið 1913 verður haldinn á Byggðasafninu á Garðskaga sunnudaginn 11. nóvember kl. 14:00. Fyrirlesturinn er um bát sem gerður var út af Garðmönnum til landhelgisgæslu í Garðsjó árið 1913.

AFLA

Landhelgisgæsla í Garðsjó árið 1913

FRÉTTIR

Þetta er samskonar bátur og Ágúst var.

Byrjum í Grindavík. Þar komu á land samtals 2363 tonn. Af þessum afla voru hátt í 2040 tonn sem komu á land frá frystitogurunum. Hrafn Sveinbjarnarsson GK landaði 1400 tonnum í Grindavík í fjórum löndunum og Gnúpur GK 640 tonnum. Eftir standa þá 322 tonn sem á land komu í Grindavík af bátum. Munar þar mestu um togbátanna Áskel EA sem landaði 128 tonn í tveimur róðrum og Vörð EA 147 tonn í tveimur. Fyrir utan þessi skip þá var frekar lítið um að vera í Grindavík. Rán GK var með 12,2 tonn á línu. Kristbjörg ÁR var á dragnót og landaði 32 tonn í fimm róðrum. Þórdís GK var á handfærum og var með 1,9 tonn í þremur róðrum, Í Sandgerði þá var líka frekar rólegt og komu þar á land aðeins 269 tonn reyndar af nokkuð mörgum bátum. Sigurfari GK kom með 59 tonn í fjórtán róðrum. Benni Sæm GK 70 tonn í fjórtán, Andey GK 25 tonn í átta, Addi afi GK 18 tonn í sex, Birta Dís

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

GK 9 tonn í fjórum og Ölli Krókur GK 2,2 tonn í tveimur róðrum. Máni II ÁR var með 16,4 tonn í fimm róðrum og má geta þess að Máni II ÁR hefur undanfarin ár róið á línu með bölum, en eigandinn af bátnum sett í bátinn línukerfi og er línan stokkuð upp í landi og beitt um borð. Máni II ÁR hefur að mestu róið frá Þorlákshöfn en á þó smá tengingu við Sandgerði, því að báturinn var tekinn upp í Sandgerðishöfn og settur til Sólplasts sem er þar í bænum og þar var bátnum breytt ansi mikið. Var lengdur og breikkaður og gerður eins og hann er núna. Þessi þróun að línubátar séu að færa sig yfir í beitningavél hefur nokkuð undið uppá sig og t.d hafa

núna þrír bátar á Vestfjöðrum farið yfir á beitningavél af bölum. Allir þessir bátar fyrir utan fyrstu tvo sem eru nefndir eru línubátar. Ragnar Alfreðs GK var með 4,8 tonn í tveimur róðrum. Þrír netabátar réru og voru Neisti HU með 257 kíló í einni löndun og Kiddi RE með 983 kíló í þremur, en báðir þessir bátar voru að veiðar skötusel. Valþór GK sem er á þorskanetum var með 6,1 tonn í fjórum róðrum. Í Keflavík var landað 339 tonnum og í Njarðvík 41 tonnum. Maron GK var í Njarðvík með 40 tonn á netum. Í Keflavík þá lönduðu báðir togarar Nesfisks. Berglín GK var með 107 tonn og Sóley Sigurjóns GK 110 tonn, báðir í einni löndun. Benni Sæm GK var með 20 tonn í sex og Siggi Bjarna GK 34 tonn í átta, báðir á dragnót. Valþór GK var með 20 tonn í átján, Halldór Afi GK 18 tn. í sautján og Sunna Líf GK 15 tn. í níu róðrum. Sem sé frekar rólegt í höfnunum á Suðurnesjum í október. Enda eru flestir bátanna eins og áður segir úti á landi og margir smábátanna komnir uppá land.

Báturinn hét Ágúst og var tólf tonna dekkbátur og hann var af mörgum talinn vera fyrsta íslenska varðskipið. Haukur Aðalsteinsson, skipasmiður og fræðimaður, segir söguna. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og heyra þessa merkilegu sögu Garðbúa.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Valþór GK var með 20 tonn í átján löndunum í október. Hér kemur Vonin KE með Valþór GK að landi eftir að skipið hafði fengið í skrúfuna í Garðsjó á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi

ÞÍN BESTA FÖRÐUN!

25%

afsláttur

L‘ORÉAL DAGAR Í LYFJU 8.- 12. NÓVEMBER 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FÖRÐUNAROG HÚÐVÖRUM FRÁ L’ORÉAL PARIS GLÆSILEGUR KAUPAUKI FYLGIR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR L’ORÉAL PARIS VÖRUR FYRIR 6.900 KR. EÐA MEIRA.*

FÁÐU RÁÐGJÖF FÖRÐUNAR- OG SNYRTIFRÆÐINGA FRÁ L‘OREAL PARIS Í VÖLDUM VERSLUNUM LYFJU MEÐAN Á TILBOÐINU STENDUR. AFSLÁTTURINN GILDIR EINNIG Í NETVERSLUN.LYFJA.IS *KAUPAUKI FYLGIR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Á EFTIRTÖLDUM SÖLUSTÖÐUM L’ORÉAL PARIS HJÁ LYFJU: SMÁRATORG, LÁGMÚLI, KEFLAVÍK, SMÁRALIND, BORGARNES, LAUGAVEGUR, REYÐARFJÖRÐUR, HÖFN, SELFOSS, NESKAUPSSTAÐUR, STYKKISHÓLMUR, BLÖNDUÓS, ESKIFJÖRÐUR OG NÝBÝLAVEGUR.


ÞEGAR STÓRT ER SMURT VERÐUR OFT FÁTT UM SLIT

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 89949 10/18

Sértilboð á smurþjónustu 1.–16. nóvember hjá Toyota Reykjanesbæ, viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.

20% afsláttur

af olíum, síum, þurrkublöðum, bílaperum, rúðuvökva, frostlegi og fleiru.*

15% afsláttur

af vinnu við smurningu hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota í Reykjanesbæ.

Engin vandamál – bara lausnir. Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600 *Olíur, olíusíur, loftsíur, frjókornasíur, bensín- og hráolíusíur, þurrkublöð, þurrkugúmmí, bílaperur, rúðuvökvi og frostlögur (afsláttur gildir eingöngu með vinnusölu).


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Skoða leikskólavist fyrir átján mánaða börn Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur falið leikskólafulltrúa bæjarins að gera úttekt á stöðu hvers leikskóla fyrir sig varðandi möguleika á að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist.

Reykjanesskaginn

Skal úttektin fjalla um stöðu á húsnæði/lóð og möguleika á stækkun sem og mat skólastjóra á getu eða vilja til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist með tilliti til starfsmannahalds og faglegs leikskólastarfs.

með augum Ellerts Grétarssonar

Leikskólinn Skógarás er nýjasti leikskóli Reykjanesbæjar.

Sjómannsblóð úr Garðinum

Vildu 208 þús. fyrir þrif á innkeyrslunni Erlendir karlmenn sem hafa farið milli húsa á Suðurnesjum á undanförnum dögum til að bjóða þjónustu við þrif hafa verið íbúum þar til ama með framkomu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra þeirra í lok síðustu viku þar sem að minnsta kosti einn í hópnum er með tengsl við skipulagðan farandbrotahóp sem tengist tugum mála sem varða fjársvik. Þá var einnig uppi grunur um að fjórmenningarnir hefðu ekki nægjanlegt fé fyrir uppihaldi sínu hér á landi. Lögregla tók af þeim skýrslur og voru þeir síðan látnir lausir. Þeir eru farnir úr landi. Fleiri erlendir hópar hafa einnig boðið þjónustu við þrif, málun og fleira í umdæminu. Íbúi sem samdi við þrjá slíka um að þrífa hjá sér innkeyrsluna fyrir 40 þúsund krónur var rukkaður um 208 þúsund eftir að verkinu lauk. Hafði verið skrifað undir samning með fyrrgreindu upp-

hæðinni en mennirnir tóku til við að hrella íbúann, hringja linnulaust í hann og banka hjá honum til að fá sitt fram. Á endanum hringdi íbúinn í lögreglu sem gerði mönnunum að stöðva áreitið. Lögreglan ráðleggur fólki að eiga ekki viðskipti við menn af þessu tagi.

Þrautgóður á raunastund

Auðveldari samgöngur að félagsmiðstöðinni Fjörheimum

Pólsk menningarhátíð

Suðurnesjamagasín fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

Ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur keypt níu manna bíl til að auðvelda samgöngur að félagsmiðstöð Reykjanesbæjar, Fjörheimum. Þessi ungmennabíll mun koma að góðum notum og munu helstu verkefni hans vera að auðvelda ungmennum bæjarins samgöngur til og frá skemmtilegum viðburðum. Ungmennaráð Reykjanesbæjar þakkar sérstaklega bæjaryfirvöldum fyrir að fjármagna kaupin á bílnum.

Þess ber að geta að ungmennaráð Reykjanesbæjar undanfarinna ára hefur barist fyrir betra strætókerfi en strætó er hættur að ganga þegar að félagsmiðstöðin lokar á kvöldin. Ungmennaráðinu er þó alveg ljóst að Fjörheimaskutlarinn mun ekki leysa strætókerfi bæjarins af hólmi, en er gott fyrsta skref.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222


Takk Reykjanesbær! Takk fyrir styrktarumsóknirnar!

Krónan styrkir þessi verkefni í Reykjanesbæ styrktarárið 2018-2019:

• Geðræktarmiðstöðin Björgin • Bókasafn nemenda í Háaleitisskóla • Taekwondodeild Keflavíkur • Tómstundaklúbbur Myllubakkaskóla Opið verður fyrir umsóknir fyrir styrktarárið 2019-2020 í apríl 2019.

www.kronan.is/styrkir

www.kronan.is Krónan Reykjanesbæ – Opið mán.-fös. 8-20

helgar 8-19


12

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Guðmundur Ragnar Magnússon er stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni:

GÓÐ TILFINNING AÐ BJARGA MANNSLÍFUM – Harkaði af sér rifbeinsbrot við björgun fimmtán sjómanna á strandstað í Helguvík

Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðum við afleitar aðstæður í Helguvík aðfaranótt laugardags þegar sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði á leið til hafnar. Um borð voru fjórtán manna áhöfn og hafnsögumaður frá Reykjaneshöfn. Það var hlutverk Guðmundar að síga niður í skipið, stjórna aðgerðum þar og koma öllum fimmtán skipbrotsmönnunum heilum upp í þyrluna.

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á björgunarstörfum þannig að það var bara rökrétt að leiðin lægi þangað ...

Hvernig er hin daglega vinna sigmannsins? „Þegar við erum á vakt þá er það þannig að við æfum einu sinni á dag og það krefst undirbúnings. Æfingarnar eru mismunandi. Við æfum að bjarga úr fjöllum og einnig af sjó úr björgunarbátum og skipum. Þetta gerum við aftur og aftur, eins oft og þarf.“ Við spurðum hvort menn þyrftu ekki að vera svolítið geggjaðir að láta sig húrra út úr þyrlunni við erfiðar aðstæður. Guðmundur var ekki á því. „Ég held að menn þurfi frekar að vera jarðbundnari. Þetta er ekki endilega starf fyrir þá sem eru spennufíklar. Það er afskaplega sjaldan sem það er spenna í gangi. Það sem kann að líta út fyrir að vera mjög spennandi og spondant er hins vegar undir mikilli stjórn og við erum alltaf að vinna í verkferlum.“ Er raunveruleikinn öðruvísi en það sem þið gerið á æfingum? „Já og nei. Í raunveruleikanum ráðum við ekki aðstæðum en á æfingum höfum við stjórn á þeim og getum hætt þegar við viljum. Í raunveruleikanum er þetta öðruvísi en við vinnum

VIÐTAL

Guðmundur hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tólf ár og á þeim tíma hefur hann m.a. einu sinni áður komið að jafn stórri björgun þegar fimmtán skipverjum var bjargað af skipi suður af landinu. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á björgunarstörfum þannig að það var bara rökrétt að leiðin lægi þangað,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður út í ástæður þess að hann sóttist eftir vinnu hjá Landhelgisgæslunni. Sjómannsferillinn er einnig að mestu leyti hjá Gæslunni. Guðmundur hafði aðeins stundað róðra með föður sínum en stefnan var alltaf sett á Landhelgisgæsluna þar sem hann ætlaði á þyrlurnar og í starf sigmannsins. Fyrstu sex árin hjá Landhelgisgæslunni var Guðmundur stýrimaður á varðskipunum en síðustu ár hefur hann verið í áhöfnum björgunarþyrla í starfi stýrimanns og sigmanns. „Sigmenn á þyrlunum eru stýrimenn af varðskipunum. Það er krafa um að menn hafi minnst árs siglingatíma á varðskipi áður en þeir verða sigmenn í þyrlu. Ég var í sex ár á sjó áður en ég fór á þyrlurnar.“

Síðastir frá borði. Hér eru Guðmundur Ragnar og skipstjóri Fjordvik hýfðir um borð í þyrluna.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

alltaf í verkferlum. Það geta komið upp atvik í útköllum sem rjúfa keðjuna eins og þegar sigmaður slasar sig. Á æfingu væri henni bara sjálfhætt en í raunverulegum aðstæðum verður að klára verkefnið eða fá eitthvern annan í það.“ Hvernig undirbýrð þú þig á leið í útkall? „Ég safna aðallega upplýsingum af vettvangi. Við fáum fyrstu upplýsingar í gegnum stjórnstöðina okkar sem er í sambandi við vettvang. Þegar þyrlan leggur af stað er hún í beinu sambandi við vettvang og þá söfnum við saman upplýsingum um veður og hvernig skipið liggur. Í þessu tilviki þá vissum við ekki útlit skipsins en oft erum við búnir að verða okkur út um þær upplýsingar. Maður hugsar um þá þjálfun sem maður hefur og verkefnið sem er fyrir höndum og undirbýr sig fyrir það.“

Það sem gerist hjá mér er að ég kem of hratt inn, hvort sem skipið er að koma á móti mér eða aðrar ástæður. Skipið kemur upp á móti mér og ég næ ekki að fóta mig ... Þetta er risastórt verkefni að vita af fimmtán mönnum sem þarf að hífa upp í þyrluna. „Já, það er mjög stórt verkefni og sjaldgæft að við þurfum að fara í svona stórar bjarganir. Í flestum tilvikum þegar við erum að hífa úr skipum þá erum við bara að hífa einn sem yfirleitt er slasaður. Þarna er hins vegar lífbjörg eða mannbjörg. Það þurfti að ná þessum mönnum frá skipinu og við erum að sjá fyrir okkur ýmsar sviðsmyndir í því. Við metum það hvort við sækjum fyrst bara helminginn af áhöfninni og sækjum svo hina eða hvort við getum tekið alla í einu.“ Í þessu útkalli voru aðstæður erfiðar. Ykkur gekk ekki vel að tengja saman þyrlu og skip. „Það gekk brösuglega fyrst. Það var hvasst á vettvangi og áhöfnin vissi ekki hvernig átti að taka á móti tengilínunni. Það var íslenskur lóðs um borð og við ræddum við hann til að koma boðum til áhafnarinnar og þá gekk þetta ágætlega. Það var enginn til að taka á móti í upphafi en það leystist mjög fljótt.“ Þyrlan er tengd skipinu þannig að áður en sigmaður fer niður í vírnum er blýlína með þyngingu á enda látin síga niður með handafli og skipverji fenginn til að taka við endanum. Sigmaðurinn fer síðan niður með vírnum og línan er fest við vírinn. Þannig er öruggara fyrir sigmanninn að komast um borð í skipið. Þessi tenging auðveldar svo flugstjóra þyrlunnar sína vinnu þar sem ekki þarf eins mikla nákvæmni við að koma mönnum hvort sem er í eða úr þyrlunni. Það verður hins vegar harkaleg lending þegar þú ferð um borð í skipið? „Já. Það sem gerðist var að það var mikil hreyfing á skipinu. Hreyfingar á skipi sem er uppi í fjöru geta verið óútreiknanlegar á meðan hreyfingar á skipi úti á sjó má sjá fyrir ölduna og hvernig hún kemur. Það sem gerist hjá mér er að ég kem of hratt inn, hvort sem skipið er að koma á móti mér eða aðrar ástæður. Skipið kemur upp á móti mér og ég næ ekki að fóta mig og fell á box sem er á brúarþakinu. Ég fékk það í síðuna og það var mjög sárt.“


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

13

Það er allt öðruvísi að vinna með íslenskum sjómönnum. Þeir hafa margir verið hífðir upp í þyrlu áður og þeir sem ekki hafa verið hífðir hafa þá a.m.k. orðið vitni að því og því auðvelt að vinna með þeim ...

Þú hefur strax áttað þig á að það var eitthvað alvarlegt sem hafði gerst? „Ja, alvarlegt? Ég áttaði mig á að það hefði eitthvað brotnað eða brákast. Ég fann það þegar ég andaði djúpt hvað var að gerast. Lóðsinn var þarna uppi á brúarþakinu og sá líka hvað hafði gerst og aðstoðaði mig á fætur og ég kann honum miklar þakkir fyrir það. Í framhaldi af því fór hann niður og inn í brú og það var þægilegt fyrir okkur á þyrlunni að vera í fjarskiptum við hann því það var erfitt fyrir okkur að tala við útlendingana.“ Voru menn kallaðir upp einn á eftir öðrum eða hvernig fer þetta fram? „Nei, við fengum þá alla til að koma upp á brúarþakið og vera þar. Svo virkar þetta þannig að ég stjórna því hverjir fara. Þegar sigmaður er kominn um borð þá tekur hann stjórn á vettvangi, gefur fyrirmæli og sýnir hvernig gera á hlutina.“

Aðstæður voru afar erfiðar á slysstað. Fer einni upp í einu? „Við hífðum tvo og tvo í einu til að vera fljótari og það gekk bara vel en þeir voru nokkuð hræddir skipverjarnir. Þeir voru skelfdir því þeir höfðu aldrei verið í þessum aðstæðum áður og hugsanlega flestir að fara upp í þyrlu í fyrsta skipti – og það við erfiðar aðstæður þarna.“ Þú sagðir í viðtali við Morgunblaðið að það væri munur á erlendum sjómönnum og þeim íslensku, sem hafa allir farið í slysavarnaskóla sjómanna. „Algjörlega. Það er allt öðruvísi að vinna með íslenskum sjómönnum. Þeir hafa margir verið hífðir upp

í þyrlu áður og þeir sem ekki hafa verið hífðir hafa þá a.m.k. orðið vitni að því og því auðvelt að vinna með þeim en erfitt með útlendingunum. Þá eru aðferðir mismunandi milli landa hvernig þyrlubjörgun fer fram og því þurfum við að vera duglegir að segja mönnum til.“

Þessi aðgerð að hífa fimmtán skipverja frá borði og upp í þyrluna tók rúman hálftíma. „Þetta tók aðeins lengri tíma en það sem við myndum segja að væri standard. Það er svo sem ekkert staðlað í þessu og sérstaklega við öðruvísi aðstæður eins og voru þarna.“

Þeir hafa upplifað sig bjargarlausa þegar þeir voru komnir í beltið og krókinn? „Já, en þá þarf bara að toga þá til. Sumir voru bara með lokuð augun og biðu þess sem verða vildi. Þá þarf maður bara að segja þeim að þetta verði allt í lagi og tæki stuttan tíma.“

Veðrið var erfitt og aðstæður fyrir þyrluna ekki eins og þið hefðuð kosið. „Vindurinn kom á hlið á vélinni þannig að það þurfti að handfljúga henni meira en annars.“ Þið höfðuð aðstoð á vettvangi, TFLÍF var þarna líka. Fór hún í loftið á svipuðum tíma og þið? „Hún fór í loftið á eftir okkur og var okkur til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Það var alveg inni í myndinni frá upphafi að við tækjum hluta af mannskapnum og þeir hluta.“ En þið ákveðið að klára þetta sjálfir á TF-GNÁ í einum rikk? „Já, við erum stöðugt að reikna út afkastagetu vélarinnar á meðan við erum að vinna. Við brenndum það miklu eldsneyti að við sáum fram á að geta klárað þetta verkefni.“ Þið eruð fimm í áhöfn og svo eru komnir fimmtán skipbrotsmenn um borð. Þið komið varla mikið fleiri um borð í þyrluna? „Það hefði alveg verið hægt að troða betur en það var búið að dreifa mönnum vel um vélina en það var lítið pláss eftir.“

Skrokkur Fjordvik er orðinn illa farinn eftir að hafa lamist utan í grjótgarðinn síðustu sólarhringa.

Þið lentið svo þarna skammt frá bjargbrúninni og settuð mannskapinn í land. „Já, við þurftum að finna okkur góðan lendingarstað. Við vildum ekki lenda á bryggjunni þar sem þar eru möstur og annað sem getur skapað hættu

fyrir okkur. Við lentum því á slóða skammt frá og fengum lögreglu og björgunarsveitir þangað.“ Hvernig er mönnum svo innanbrjósts eftir svona björgunaraðgerð? „Maður er bara fullur sjálfstrausts, sérstaklega þegar það hefur gengið vel og bjargað mörgum og það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu. Við höfum gaman af þessu og það er mjög góð tilfinning að bjarga mannslífum.“

Já, þetta eru fimmtán menn sem eiga fimmtán fjölskyldur og margt fólk á bak við hvern mann. Þú hlýtur að vera ánægður með að hafa komið fimmtán mönnum heilum í höfn? „Já, þetta eru fimmtán menn sem eiga fimmtán fjölskyldur og margt fólk á bak við hvern mann.“ Guðmundur verður frá vöktum í þrjár til sex vikur en mun sinna vinnu í dagvinnu, enda mörg verkefni hjá Landhelgisgæslunni sem hægt er að sinna þó svo hann sé ekki í hlutverki sigmannsins á meðan rifbeinin gróa. Og það eru húmoristar sem vinna með Guðmundi Ragnari hjá Landhelgisgæslunni. Þeir buðu honum í mat á mánudaginn og réttur dagsins var viðeigandi. „Þeir buðu mér upp á rif. Það var vel þegið,“ segir Guðmundur og hlær.

SJÁÐU VIÐTALIÐ VIÐ GUÐMUND RAGNAR, SIGMANN LANDHELGISGÆSLUNNAR:

SUÐURNESJAMAGASÍN Á HRINGBRAUT ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 (AUK ENDURSÝNINGA) OG ALLTAF Á VF.IS


14

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Þetta er bara svo gaman Stöllurnar Guðbjörg Jónsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru sammála um að þessi félagsskapur er ómissandi og starfið með slysavarnardeildinni Dagbjörgu gefi þeim mikið. Þær hafa verið viðloðandi hjálparstörf í hálfan mannsaldur. Mig langar að hjálpa fólki

Slysið kveikti löngun til að hjálpa öðrum

„Ég var fyrst í skátunum sem lítil stelpa og var ég með þeim fram eftir aldri en byrjaði í Björgunarsveitinni Stakk þegar ég var átján ára gömul en þá var Gugga formaður,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir og lítur brosandi til Guðbjargar. „Ég er búin að vera í 35 ár í Björgunarsveitinni og í slysavarnardeild Dagbjargar frá stofnun. Mér finnst bara svo gaman að hjálpa náunganum og vera til staðar. Við lærum líka svo mikið þegar við förum í gegnum allar æfingarnar og þjálfunina sem fylgir þessu sjálfboðastarfi. Ég er núna t.d. að hjálpa til við að þjálfa leitarhundinn okkar og það er alveg nýtt fyrir mér,“ segir hún.

VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir

marta@vf.is

„Ég hef verið í 45 ár með Björgunarsveitinni og var ein af stofnfélögum Dagbjargar árið 2004 og er ennþá virkur meðlimur hjá báðum. Ég var alltaf skáti en pabbi minn var með skátana í Njarðvík. Svo gerist það að bróðir minn ferst af slysförum á sjó þegar ég var tíu ára en þeir voru að prufukeyra trillu þegar slysið varð. Þá urðum við fjölskyldan vitni að því hvað björgunarsveitir um land allt brugðust vel við og sýndu mikla samstöðu. Það var svo góð tilfinning, að vita að alls staðar voru björgunarsveitir að leita að þeim sem voru um borð í trillunni. Ég er ennþá í Björgunarsveitinni og er með skápinn minn frammi þar sem ég geymi fötin sem ég fer í þegar það er útkall. Í gamla daga þegar börnin mín voru lítil þá hlupu ættingjar undir bagga svo við hjónin gætum bæði farið í útköll,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir.

VANTAR FLEIRI HENDUR Hefurðu áhuga á að starfa í góðum félagsskap? Slysavarnardeildin Dagbjörg býður fleiri velkomna til starfa með þeim í Reykjanesbæ í húsnæði Björgunarsveitar Suðurnesja í Njarðvíkunum. Konurnar eru á öllum aldri og karlmenn eru einnig velkomnir en Dagbjörg starfar sem bakhjarl Björgunarsveitarinnar. Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir er núverandi formaður Dagbjargar.

Svo gaman að vera saman

„Við hittumst reglulega en formlegir félagsfundir eru einu sinni í mánuði. Það er alltaf gaman að hittast og við gerum margt uppbyggilegt saman. Eins og t.d. í kvöld þá buðum við upp á frían fyrirlestur um jákvæð samskipti og jákvætt hugarfar með íþróttasálfræðingnum Daníel Guðna Guðmundssyni, ráðgjafa og eiganda fyrirtækisins Heilbrigt hugarfar. Svo förum við í ferðalag saman og heimsækjum aðrar deildir. Árshátíð, ráðstefnur og landsmót að ógleymdu landsþingi tengir okkur saman á landsvísu,“ segir Kristbjörg og maður fær það á tilfinninguna að það sé mjög skemmtilegt að starfa með þessum konum.

Vertu snjall undir stýri

„Svo þetta sé ekki bara vinna þá höfum við þetta skemmtilegt en aðalhlutverk deildarinnar er jú að koma í veg fyrir slys og óhöpp á

OKKUR VERÐUR AÐ LÍÐA VEL SAMAN

Drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008–2024

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur samþykkt að kynna drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 27. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Drögin verða aðgengileg á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (www.sss.is/svaedisskipulag), allra sveitarfélaganna og aðila sem eiga aðild að nefndinni. Jafnframt verða drögin aðgengileg á skrifstofu sambandsins. Breytingar á skipulagi snúa að: • Breyttri afmörkun á vatnsverndarsvæði í Reykjanesbæ • Uppfærðu flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar • Uppfærðu vatnsverndarkorti fyrir Suðurnesin Ábendingar og athugasemdir við drögin skal senda til skrifstofu SSS, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, eða á netfangið sss@sss.is. Þær þurfa að berast fyrir 5. desember 2018. Formaður svæðisskipulagsnefndar verður á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 13. nóvember milli kl. 15–17, til að svara fyrirspurnum um breytingartillöguna. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja Ólafur Þór Ólafsson, formaður

meðal almennings. Það er nóg af verkefnum. Eitt af stóru verkefnum okkar er að hvetja bílstjóra til að aka án þess að tala í farsíma eða senda skilaboð undir stýri. Við höfum einnig séð um merkingar hér og þar. Við erum t.d. í samstarfi við Geopark um að taka út slysagildrur á fjölförnum ferðamannastöðum meðal annars á Reykjanesi. Við erum að sinna eldri borgurum og hjálpa þeim með slysavarnir á heimilunum. Á Ljósanótt erum við með bækistöð þar sem fólk getur leitað til okkar. Við sjáum um mat fyrir Björgunarsveitina og tökum við börnum sem verða viðskila við foreldra sína þessa helgi. Á sumrin erum við með hálendisvakt og einnig í Skaftafelli. Það er engin einmana sem starfar með okkur,“ segir Kristbjörg brosandi. Næsti fundur verður mánudagskvöldið 12. nóvember klukkan 20:00 og allir hjartanlega velkomnir sem vilja kynna sér þennan góða félagsskap.

Þær stöllur í slysavarnardeild Dag- þegar við tölum saman,“ segir Daníel og bendir á að við þurfum bjargar fengu í heimsókn þetta að fá að vera við sjálf með öðrum, að fá að sýna hvað í okkur býr en þá kvöld Daníel Guðna Guðmundsson við fyrst að finna til öryggis. sem sagði þeim hvernig bæta mætti verðum Okkur verður að líða vel saman til mannleg samskipti og vellíðan. að blómstra. Hann er íþróttafræðingur og jafnSTÖÐU MEÐ ÞÉR framt íþróttasálfræðingur að mennt TAKTU „Jákvætt hugartal og að taka stöðu og rekur ráðgjafafyrirtækið Heilbrigt með okkur sjálfum er mikilvægt. Við getum verið voða góð við aðra en hugarfar. gleymum svo okkur sjálfum. Góðar ALLIR VILJA HAFA GAMAN

„Ég sé að það er mjög gaman hjá ykkur hérna en það er einnig mjög áríðandi þegar fólk kemur saman. Fólki líður betur saman þegar allir eru jákvæðir. Við viljum öll vinna á stað þar sem okkur líður vel. Samskipti hafa breyst mikið á síðastliðnum árum og fara meira fram í gegnum tölvur og síma núna sem er þægilegt fyrir þá sem þjást af félagsfælni og kvíða. En það getur stundum valdið misskilningi því manneskjan notar einnig líkamstjáninguna til að gera sig fullkomlega skiljanlega. Blæbrigði og líkamstjáning skipta miklu máli

minningar geta kallað fram góða líðan. Það vita það allir að jákvæðni opnar fyrir betri samskipti, það er miklu léttara að ná árangri þegar við erum jákvæð. Bros er smitandi. Hrós er hvetjandi. Svo er að virða skoðanir annarra, við erum ekki öll eins,“ segir Daníel með áherslu og bætir við að við getum alltaf byrjað upp á nýtt. Fortíð okkar þarf ekki að endurspegla framtíðina. Við getum breytt lífi okkar með meiri jákvæðni og opnara hugarfari. Þora að stíga út fyrir þægindahringinn, leyfa sér að læra eitthvað nýtt og að taka áskorunum gæti gert lífið okkar skemmtilegra.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

15

Flottir krakkar úr Njarðvíkum héldu tombólur til styrktar HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk sannarlega góða heimsókn á dögunum þegar þrjú börn úr Njarðvíkum, þau Alexandra Eysteinsdóttir, Auður Dagný Magnúsdóttir og Pétur Garðar Eysteinsson komu við og afhentu afrakstur af nokkrum tombólum sem þau hafa staðið fyrir undanfarin misseri. Alls afhentu þau Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmda­ stjóra hjúkrunar á HSS, 6.327 krónur sem munu fara í gjafa­ sjóð HSS og nýtast til verðugra verkefna. Ingibjörg sagði að HSS kunni þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir og leysti þau út með viður­ kenningarskjali og hollu snarli.

SPURNING VIKUNNAR

Hvenær mega fyrstu jólalögin hljóma í útvarpinu? JÓNA ÞÓRUDÓTTIR:

„Þegar við erum hálfnuð að jólum í desember, spara lögin svo þau séu sérstök þegar jólin eru komin.“

SIGRÍÐUR YNGVADÓTTIR:

SJÖFN EYSTEINSDÓTTIR:

„Svona 12. desember.“

„1. des það er alveg klárt!“

FRÉTTASÍMINN

898 2222

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Gaf tvær milljónir króna til Krabbameinsfélags Suðurnesja

„Svona um miðjan nóvem­ ber finnst mér.“

KAREN ELIZABETH ARASON:

Sigurður Wium Árnason og Hannes Friðriksson.

SMÁAUGLÝSINGAR ÓSKAST Tveggja herbergja íbúð óskast til leigu. Reglusemi og öruggar greiðslur. Uppl. í síma 861-8311 eða 421-5104.

Sigurður Wium Árnason kom færandi hendi til Krabbameinsfélags Suðurnesja í síðustu viku. Hann færði félaginu tvær milljónir króna að gjöf til minn­ing­ar um konu sína, Auði Bertu Sveins­dótt­ur, og son þeirra, Svein Wium Sigurðsson, sem bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum. Þetta er í annað sinn sem hann gefur Krabbameinsfélagi Suðurnesja svona stóra gjöf. Sigurður hefur einnig gefið stórar gjafir til D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í gegnum tíðina.

Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig ...

Það var Hannes Friðriksson, for­ maður Krabbameinsfélags Suður­ nesja, sem tók við gjöfinni. Hannes komst þannig að orði þegar hann þakkaði Sigurði að: „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig,“ og vísaði þar í þekktan texta Rúnars Júlíussonar. Sigurður Wium er hvunndagshetja

með stórt hjarta en Víkurfréttir út­ nefndu hann Suðurnesjamann ársins 2008 fyrir þá velvild sem hann sýnir samfélagi sínu. „Sig­urður er full­trúi þess fólks sem finn­ur hjá sér þörf til að láta gott af sér leiða í sam­fé­lag­inu. Ein­mitt núna, í bruna­rúst­um græðgi­svæðing­ar­inn­ ar, þarf sam­fé­lagið hvað mest á ein­ stak­ling­um eins og Sig­urði að halda, fólki sem vill gera sam­fé­lagið betra og upp­hefja ný gildi og nýj­an hugs­ un­ar­hátt þar sem sam­kennd og ná­ ungakær­leik­ur fær meira vægi,“ sagði í umsögn Víkurfrétta þegar Sigurður Wium var valinn maður ársins fyrir áratug síðan.

Komdu til Símans Komdu og hittu ráðgjafa okkar í Omnis Reykjanesbæ, dagana 7. – 9. nóvember frá kl. 10 til 18. Þú getur meira með Símanum

siminn.is

800 7000


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Tískudrottningin Kóda 35 ára Þann 3. nóvember 1983 opnuðu þær Halldóra Lúðvíksdóttir og Kristín Kristjánsdóttir saman tískuverslunina Kóda í Keflavík við Hafnargötu, aðalverslunargötu bæjarins. Þær sáu meðal annars um að láta „eigthies“ tískustrauma berast til bæjarins og fóru í verslunarferðir til útlanda til að kaupa tískuföt í búðina sem fengust ekki annars staðar. Það hefur alltaf verið stefnan að bjóða upp á tískufatnað sem aðrar verslanir bjóða ekki upp á. Í dag eiga þær systur Kristín og Hildur Kristjánsdætur saman tískuverslunina Kóda og eru enn staðsettar á sama stað í hjarta bæjarins. Kóda bauð upp á 35% afslátt í tilefni afmælisins.

Í tilefni þessara tímamóta buðu eigendur Kóda upp á 35% afslátt alla afmælishelgina. Við hittum Kristínu eiganda að máli og forvitnuðumst um viðtökur bæjarbúa síðustu helgi. „Helgin gekk æðislega vel, svo gaman að sjá alla sem komu til okkar og fögnuðu með okkur. Bara æðislegt. Svo mikil hlýja og bara svo gaman. Það er bara svoleiðis. Fengum alveg ótrúlegt þakklæti frá konum en það er helsti kúnnahópur okkar, konur í öllum stærðum. Við fáum oft að heyra það hvað það er gott að við séum að þjóna konum svona vel og það gefur okkur kraft til að halda áfram,“ segir Kristín hæstánægð með viðtökurnar.

Systurnar Hildur og Kristín Kristjánsdætur.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagur 8. nóvember kl. 20: Mömmu- og ömmukvöld: Sigga Dögg les upp úr KynVeru. Kjörið tækifæri til að hverfa aftur til fortíðar og rifja upp hvernig það var að vera unglingur og fá innsýn í hugarheim unglinga í dag. Fimmtudagur 15. nóvember kl. 11: Foreldramorgunn. Kynning á þroskaleikföngum barna á vegum DkDesign.is Hljómahöll - viðburðir framundan Jóipé & Króli 21. nóv. (uppselt) Jólatónleikar Vox Felix ásamt Jóni Jónssyni 4. des. (uppselt) Páll Óskar & Monika jólatónleikar 6. des. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga 18. des. Valdimar 30. des. Miðasala á www.hljomaholl.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – félagsráðgjafi í fjölskyldumálum Velferðarsvið – deildarstjóri í þjónustukjarna Málefni fatlaðs fólks – gefandi umönnunarstörf á heimili fatlaðra barna Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

VIÐTAL

Afmælinu fagnað með viðskiptavinum

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Verslun fyrir konur

Kristín segist ánægð með að vera í eigin verslunarrekstri, að vera sjálfs síns herra, það gefi henni ákveðið frelsi. „Mér finnst gaman að vera sjálfstæður atvinnurekandi. Ótrúlega mikið af góðum kúnnum sem við viljum þjóna vel. Það er alltaf mottóið okkar þegar fólk kemur hingað inn, að þjóna fólki eins vel og við getum. Það er áríðandi að vera á tánum þegar maður rekur verslun og hlusta eftir því sem konur vilja kaupa. Við viljum

í heimabyggð. Jólin og Ljósanótt eru hápunktar ársins í Reykjanesbæ en þess á milli hafa verið einstakir viðburðir fyrir bæjarbúa. „Við systurnar vinnum að því að hafa vöruúrval mjög mikið hjá okkur og förum öðru hvoru til útlanda til að kaupa inn vörur sem fást jafnvel ekki annars staðar. Verðlaginu stillum við í hóf og komumst ekkert upp með neitt annað því kúnninn veit vel hvað hlutirnir eiga að kosta. Ef gengið lækkar þá lækkum við. Við viljum alltaf vera á tánum. Þótt við séum sjaldnar í dag að standa fyrir tískusýningum í bæjarfélaginu þá erum við í samstarfi við aðrar verslanir hér í bæ um viðburði. Kóda tilheyrir samtökunum Betri bær en þar eru verslunareigendur bæjarins mjög samstíga í að auka verslun

Við fáum oft að heyra það hvað það er gott að við séum að þjóna konum svona vel og það gefur okkur kraft til að halda áfram ...

Kóda lifði af hrunið 2008

„Já, Kóda er búin að standa af sér öll þessi 35 ár og gengið vel. Í kreppunni var sérlega mikið verslað við okkur því fólk fór ekki til útlanda að kaupa sér föt. Allir drógu saman seglin og versluðu meira hér heima. Auðvitað hefur oft verið hark inn á milli en við höfum ekki gefist upp. Við Dóra fórum af stað með Kóda á sínum tíma af ævintýraþrá, hún með fullt húsið af börnum og ég með tvo stráka. Þetta var ótrúleg bjartsýni, höfðum nóg að gera heima hjá okkur en svo bara gekk allt svo vel og viðtökurnar voru svo góðar. Við vildum gera eitthvað nýtt og vorum með tískusýningar en þá var tíðarandinn annar en núna. Skemmtistaðir eins og Glaumberg lifðu góðu lífi en við vorum einnig í samstarfi við Siddý Gunnars sem rak snyrtivöruverslunina Gloríu. Við unnum saman að þessum viðburðum í bæjarfélaginu, rosa gaman. Dóra flutti í Hafnarfjörð fyrir mörgum árum og þá kom Hildur systir inn í fyrirtækið og það hefur einnig gengið mjög vel hjá okkur,“ segir Kristín.

aðstoða við rétt kaup sem passa þeim og klæðir þær. Við stílum inn á konur en hingað koma einnig eiginmenn að leita að gjöf handa konunni sinni. Við aðstoðum þá einnig við valið,“ segir Kristín glaðlega.

Látum Hafnargötuna lifa áfram

Það er heilmikið vöruúrval í þeim verslunum sem eru reknar í miðbænum. Þar má meðal annars finna tískuföt, skófatnað, íþróttaföt, skartgripi, tvo gullsmiði, gjafavörur, blómabúðir, húsgögn og minjavöruverslun svo eitthvað sé nefnt. Ef bæjarbúar eru spurðir hvort þeir vilji halda byggð sinni í blóma, þá svara örugglega langflestir þeirri spurningu játandi. Þær verslanir sem eru reknar í bæjarfélaginu starfa saman í samtökunum Betri bær og standa fyrir allskonar viðburðum til að laða að meiri verslun

í heimabyggð. Við erum stundum með Kósýkvöld sem laðar til okkar. Við bjóðum upp á kvöldopnun vegna jólanna. Þorláksmessa hefur alltaf verið geggjuð hérna á Hafnargötunni, mikil og góð stemmning þar sem allir eru í jólaskapi. Jólasveinar eru á vappi og nemendur Tónlistarskólans spila jólalög utandyra. Þetta er bara ofsalega gaman. Ég þrái að Hafnargatan lifi og að Reykjanesbær eigi áfram miðbæ. Ég veit að netverslun hefur aukist en það á samt ekki við um konurnar sem versla hjá okkur því þær vilja máta fötin sem þær kaupa og koma við efnið, finna efnið í flíkinni. Það er líka þetta félagslega að koma við í búðinni, hitta aðra og spjalla. Fólk gefur lífinu gildi,“ segir Kristín og hittir naglann á höfuðið þegar litið er yfir kvennahópinn sem hefur flykkst í Kóda til að gera góð kaup og fagna með þeim systrum í leiðinni.

Er gott að versla í Kóda? ELÍN HERMANNSDÓTTIR:

„Ég hef verslað mér föt hérna í 35 ár og líkar vel. Það skiptir máli hvað ég fæ góðar vörur hér og góða, heimilislega þjónustu. Ég vil líka bara versla í heimabæ mínum, styðja við verslun hér.“

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR:

„Ég frétti af þessum frábæru buxum í vinnunni en þar voru nokkrar konur búnar að kaupa sér þessar líka fínu leggings-buxur og ég keypti mér tvennar áðan. Svo er kellan búin að dressa sig upp fyrir jólin en á leiðinni út rakst ég á flottan mussukjól sem ég skellti mér á. Það er bara svo gott að versla hérna og ég finn alltaf eitthvað á mig.“

ERLA INGVADÓTTIR:

„Verslun er ekki bara verslun ef það er ekki sál á bak við verslunina og notalegheit sem allir finna sem koma hingað inn. Ég get fullyrt að það fer engin óánægður héðan út, hvort sem fólk kaupir hérna eða ekki en það er bara út af þeim konum sem eiga búðina, þær eru svo frábærar.“

LILJA TÓMASDÓTTIR:

„Ég fæ alltaf buxur á mig hérna og svo er bara svo gott að versla hérna. Þær eru svo hjálplegar við mig. Yndislegt starfsfólk.“


N n I l lyKil gra æ l ð a rði vE

5 Krónu LækkuN í reYkjaNeSbæ! Á glUggaTjölduM? Á paRtýblöðrum? neiiii á lítraNum! Og DælulYkilSafsLáttuR að auKi!

Við lækkum eldsneytislítrann um 5 krónur í Reykjanesbæ en afsláttur með dælulyklinum helst óbreyttur og kemur því til viðbótar! atlantsolia.is


18

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Heiðar Þorsteinsson - minning

Iðngarðar 10a í Garði þar sem heitloftsþurrkun á fiskafurðum hjá Nesfiski fer fram.

Nesfiskur fær starfsleyfi fyrir heitloftsþurrkun fiskafurða í Garði – Frá Heilbrigðisnefnd Suðurnesja sem telur að starfsemin eigi ekki að vera nálægt íbúabyggð Íbúar í Garði hugsa margir hverjir Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þegjandi þörfina eftir að nefndin samþykkti í byrjun mánaðar nýtt starfsleyfi fyrir heitloftsþurrkun á sjávarfangi hjá Nesfiski að Iðngörðum 10a í Garði. Þá mótmælti einhver íbúi í sveitarfélaginu á táknrænan hátt með því að breyta skiltum við innakstur í Garðinn. Á skiltunum stóð NESFISKUR í stað GARÐUR. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja taldi í sumar að forsendur væru brostnar fyrir áframhaldandi heitloftsþurrkun fiskafurða í verksmiðju Nesfisks ehf. að Iðngörðum 10a í Garði og hafnaði umsókn fyrirtækisins um endurnýjun starfsleyfis. Í bókun nefndarinnar þá í sumar var vísað til bókunar frá árinu 2013 þar sem sagði að: „Nefndin ítrekar að hún telur að heitloftsþurrkun fiskafurða eigi ekki að vera nálægt íbúabyggð.“ Á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 1. nóvember sl. var tekin fyrir ósk Nesfisks ehf. um endurupptöku á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar um synjun á tímabundnu starfsleyfi til reksturs heitloftsþurrkunar. Ákvörðun um synjun var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en beiðnin um endurupptöku málsins byggist aðallega á sjónarmiðum um jafnræði og rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja móttók þann 30. október sl. erindi og frekari yfirlýsingar af hálfu Nesfisks ehf. þar sem m.a. kemur fram að Nesfiskur

lýsir því yfir að fyrirtækið muni nota óson í meira mæli og með mun reglulegri hætti en áður hafi verið ráðgert, til að minnka alla mögulega lyktarmengun eins mikið og hægt er. Þá segir að fyrirtækið sé reiðubúið að skoða alla þætti er varði útloftun og dregið geti úr lykt. Fyrirtækið lýsir því jafnframt yfir að það muni grípa til allra þeirra leiða sem eru því tiltækar í því efni. Í erindinu lofar Nesfiskur ehf. því einnig að sækja ekki um áframhaldandi starfsleyfi fyrir vinnslu að Iðngörðum í Garði, fari svo að nefndin fallist á endurupptöku málsins og veiti leyfi til skamms tíma líkt og krafist er. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja telur í afgreiðslu sinni á málinu nauðsynlegt að líta til þess að í bréfi Nesfisks ehf. kemur fram að ætlunin sé að auka verulega við mengunarvarnir og einnig er greint frá því í hvað þeim felist. Jafnframt kemur fram að fyrirtækið muni gera allt í þeirra valdi til að takmarka mengun frá starfseminni. Þá horfir nefndin til þess að Nesfiskur ehf. ætli ekki að sækja

um frekari leyfi ef nefndin fallist á að veita tímabundið starfsleyfi sem sótt var um það. Þá segir í afgreiðslu Heilbrigðisnefndar Suðurnesja að með vísan til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga telur nefndin skilyrði vera fyrir hendi til þess að veita Nesfiski ehf. tímabundið starfsleyfi til 31. maí 2019. Veiting leyfisins er bundin því skilyrði að Nesfiskur ehf. auki við mengunarvarnir sínar líkt og fyrirtækið lofar. Ákvörðuninni um starfsleyfið er mótmælt í umræðu í Garðmenn og Garðurinn á Facebook þar sem vísað er til kosningaloforða sem hafi verið á þeim nótum að heitloftsþurrkun yrði ekki leyfð aftur í byggð í Garðinum og að fyrirheit hafi verið gefin um að standa vörð um jöfn lífsgæði allra íbúa. Fundargerðir heilbrigðisnefndar verða á dagskrá bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis í vikunni en bæjarstjórn fundar 7. nóvember. „Heilbrigðisnefnd er sérstakt stjórnvald sem veitir starfsleyfi skv lögum. Fundargerðir heilbrigðisnefndar eru jafnan lagðar fyrir bæjarstjórn til kynningar, en bæjarstjórn hvorki samþykkir né staðfestir gjörninga heilbrigðisnefndar,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, í svari við fyrirspurn Víkurfrétta.

Það síðasta sem ég sagði við Heiðar á sjúkrahúsinu í Keflavík var að vinátta hans væri mér mikið verðmæti. Af hverju segi ég þessi orð við mann sem ég kynntist fyrir níu árum síðan? Jú, vegna þess að sumir menn, sumt fólk, er þannig gert að það er eins og maður hafi þekkt það alla ævi þegar þú tekur í hönd þess í fyrsta skipti. Þannig maður var Heiðar Þorsteinsson og reyndar fjölskyldan öll, Ingibjörg og synirnir. Þegar ég lít til baka og hugsa um samskipti okkar og stundirnar sem við áttum saman á lokasprettinum á efri hæðinni í Varmahlíð rifjast margt upp. Það var gott að sitja með honum og ræða þjóðmálin um leið og ég gat gleymt mér að horfa út um gluggana yfir Út-Garðinn, varirnar og strandlengjuna þar sem fræknir sjómenn höfðu oft við erfiðar aðstæður sótt sjóinn. Það hafði Heiðar gert og þeir Þorsteinn í Nýjabæ, uppeldisbróðir Ingibjargar gerðu út Vonina GK 113. Það var góð útgerð og farsæl, þeir gengu í takt í sinni útgerð og vinnslu sem Heiðar stjórnaði að mestu. Fjölskyldan öll, Inga og strákarnir tóku þátt útgerðinni, skáru af netum og gerðu að í landi. Það var sama hvað Þorsteinn kom með mikinn afla að landi alltaf var búið að gera að afla gærdagsins þegar nýr fiskur lá inni á gólfi og beið þess að verða flattur og saltaður. Út um suðurgluggann blöstu Útskálar við, prestsetrið og kirkjan, höfuðból Suðurnesja tengist fjölskyldunni eilífðarböndum trúar og kærleika. Heiðar hvorki flíkaði trú sinni eða öðrum persónulegum málum. Hann var maður orða sinna og verka og frekar gefin fyrir að

láta verkin tala. Hann gekk til verka sinna af virðingu við verkefnið, samstarfsfólkið og samfélagið. Það var enginn svikinn af samstarfinu við hann. Það er stundum sagt í gamni að vitinn á Garðskaga sé byggðinni í Garðinum skjól í kaldri norðanáttinni sem tekur land á Garðskaga oft í mikilli sveiflu og kulda. Heiðar var eins og Garðskagavitinn, traustur og gegnheill sjálfstæðismaður, skjól fjölskyldunnar og þeirra mörgu sem nutu góðverka hans en fóru ekki hátt. Hann var Víðismaður fram í fingurgóma og mætti á alla leiki og fylgdi sínu liði af ástríðu. Það var ekki aðalmálið í hvaða deild liðið hans var, það var bara eitt lið, Víðir í Garði. Þannig eru alvöru Víðismenn og þeir gömlu spiluðu bridds í Víðis­ húsinu á föstudagskvöldum, héldu þannig líflínu milli sín og félagsins meðan stætt var. Þeim var ekið á leiki og fengu að sitja í bílum sínum á hliðarlínunni til að fylgjast með, upplifa kraftinn í boltanum, fagna mörkum og dýrmætum sigrum. Þeir þeyttu bílflauturnar af gleði, voru reyndar sigurvegarar allra tíma. Gáfu allt sem þeir áttu af styrk til félagsins og skilja eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt. Ég er þakklátur fyrir dýrmæta vináttu okkar Heiðars sem var reist af trausti, trúnaði og umhyggju fyrir velferð hvors annars. Leikvöllur lífsins verður áfram við gluggana í Varmahlíð og öryggið sem hann skapaði sér og fjölskyldunni verður skjól þeirra meðan minning Heiðars lifir. Á kveðjustundu vottum við Sigga Ingibjörgu og fjölskyldunni samúð. Sigríður og Ásmundur Friðriksson

Við innkomuna í Garðinn, bæði frá Reykjanesbæ og Sandgerði, mátti sjá merkingar sem á stóð NESFISKUR á skiltum sem vísuðu til þess að framundan væri þéttbýli í Garði. VF-myndir: Hilmar Bragi

Starfsmenn og verkstjóri í fiskeldi Matorka óskar eftir að ráða almenna starfsmenn og verkstjóra í fiskeldi. Viðkomandi aðilar þurfa að hafa þekkingu og/eða mikinn áhuga á fiskeldi og löngun til að starfa á því sviði. Staðsetning Matorku er í Grindavík. Búseta á svæðinu er æskileg. Umsóknarfrestur

Upplýsingar og umsókn

18. nóvember

capacent.com/s/10555

Helstu verkefni:

Menntunar- og hæfniskröfur

Vinnan felst í fjölbreyttum fiskeldisstörfum, svo sem fóðrun, flutningi á lifandi fiski á milli kerja, skráningum, eftirliti og almennum viðhalds störfum. Skemmtileg vinna sem hentar bæði körlum sem konum. Hreinlæti og góð umgengni mikilvæg.

Capacent — leiðir til árangurs

· · ·

Menntun og/eða reynsla sem tengist starfinu mikill kostur Kunnátta í meðferð fiskeldis og tækjabúnaðar mikill kostur Skipulagshæfileikar og metnaður í starfi

Matorka er fiskeldisfyrirtæki með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Fyrirtækið notast við nýjustu eldistækni í framleiðslu sinni, og öll starfsemi fyrirtækisins er umhverfisvæn.


Pólsk menningarhátíð

Laugardaginn 10. nóvember 2018 kl. 13:00. Ráðhús Reykjanesbæjar og Bókasafnið við Tjarnargötu 12. Reykjanesbær og starfshópur pólskra íbúa býður til hátíðarinnar í tilefni þjóðhátíðardags Póllands og 100 ára afmælis sjálfstæðis þjóðarinnar. • Metnaðarfull sýning á pólskum munum • Tónlistaratriði frá Tónlistaskóla Reykjanesbæjar • Pólskir réttir og pólskar pylsur í boði. • Formleg dagskrá frá kl. 13:00 til 16:00. Viðburður sem gleður augu, eyru og maga. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur

u g n i n n e im r k s l ó p t s ę Kynnum r u t l u k ą k Poznaj pols ur t a m r u k s l Sobota, 10 Listopada 2018 godz. 13:00. Pó a i n h Ratusz Reykjanesbær i Biblioteka Miejska przy ulicy Tjarnargata 12. c u k a Polsk Reykjanesbær i grupa zaangażowanych Polaków zaprasza na obchody

Dzień Kultury Polskiej Dnia Kultury Polskiej, z okazji setnej rocznicy odzyskania niepodległości. Czeka na nas: • Wystawa polskich kostiumów i zdjęć. • Muzyka przygotowana przez Szkołę Muzyczną Reykjanesbær. • Polskie dania i polskie kiełbaski. • Część oficjalna odbędzie się w godzinach od 13:00 do 16:00. Wydarzenie to rozpieści nasze oczy, uszy i brzuchy. Wszyscy są mile widziani, wstęp bezpłatny.

Julia Dubrowska og Marcelina Owczarska verða kynnar og gestgjafar menningarhátíðarinnar. Julia Dubrowska oraz Marcelina Owczarska promują wydarzenie i będą na nim obecne w roli animatorek. Alexander Grybos mun koma fram fyrir hönd Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt öðrum nemendum skólans.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Alexander Grybos wraz z kolegami będzie reprezentował Szkołę Muzyczną w Reykjanesbær.


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Verið velkomin á pólska menningarhátíð! Í fyrsta sinn verður nú pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ þar sem íbúum gefst tækifæri til þess að kynnast menningu íbúa af pólskum uppruna næstkomandi laugardag. Erlendir ríkisborgarar eru nú um fjórðungur allra íbúa Reykjanesbæjar og eru um 60% þeirra með pólskt ríkisfang. Það fer því vel á því að íbúar fái þetta tækifæri og að pólskir Reykjanesbæingar fái tækifæri til að rækta sína menningu og kynna hana fyrir öðrum. Þjóðhátíðardagur Póllands er 11. nóvember og í ár eru liðin 100 ár frá því að ríkið öðlaðist sjálfstæði að nýju. Því lá beint við að Reykjanesbær stæði fyrir viðburði tengdum Póllandi og pólskri menningu í samstarfi við pólska íbúa sveitarfélagsins. Reykjanesbær hefur sett sér markmið um að auka félagslega þátttöku íbúa af erlendum uppruna. Jafnframt hefur verið sett markmið um að skapa vettvang fyrir persónuleg tengsl og vináttu allra íbúa.

Skipulagt af íbúum

Hópur íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna hefur komið að skipulagi viðburðarins og stefnir allt í að hann verði hinn glæsilegasti. Bókasafnið verður undirlagt af fróðleik og skemmtun í þeirra boði. Pólskir munir, búningar og myndbönd, meira að segja pólskur hermannabúningur frá þeim tíma sem Pólverjar börðust fyrir sjálfstæði sínu. Nokkrir hafa tekið að sér eldamennsku í samstarfi við Ráðhúskaffi Reykjanesbæjar og verða þjóðlegir réttir í boði fyrir alla sem heimsækja Bókasafnið þennan dag. Bigos er pottréttur sem allir nefndu að væri skilyrði fyrir hátíð sem þessa, pólskar pylsur, kökur og Prins Póló.

Velvild og styrkir

Ánægjulegt hefur verið hversu vel skipuleggjendum hátíðarinnar hefur verið tekið alls staðar. Hvar sem ég kem og ræði hátíðina mætir mér gleði og eftirvænting, hvort sem viðmælendur mínir eru af pólskum, íslenskum eða öðrum uppruna. Tónlistarskólinn tók beiðninni fagnandi og verkefninu af miklum metnaði. Leitað var til fyrirtækja og stéttarfélaga á svæðinu eftir styrkjum og samstarfi og er skemmst frá því að segja að þau voru öll tilbúin til þess að styrkja hátíðina og hafa gert mögulegt að standa fyrir þessum glæsilega við-

burði. Reykjanesbær þakkar Isavia, Airport Associates, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélagi Suðurnesja, Félagi iðn- og tæknigreina, Mini Market og Kjötpól fyrir þeirra framlag til dagsins.

Bókasafnið orðið að samfélagslegum suðupotti sveitarfélagsins

Bókasafnið og þar með Ráðhúsið er orðið að samfélagslegum suðupotti í sveitarfélaginu. Þar er fullt út úr dyrum á hverjum viðburðinum á fætur öðrum. Það kom því ekki annað til greina en að hafa viðburðinn á Bókasafninu og kynna þá um leið það flotta starf sem þar er unnið.

100 árin

Það er skemmtileg staðreynd að bæði Pólland og Ísland hafi náð áföngum tengdu frelsi sama árið, þ.e. að 100 ára sjálfstæðisafmæli Póllands sé eins nálægt 100 ára fullveldisafmælis Íslands og raunin er. Þessar þjóðir háðu sömu baráttuna á sama tíma á ólíkan hátt og uppskáru ólíkar niðurstöður. Þó þá niðurstöðu að frelsið var aukið. Ríkin hafa unnið saman í gegnum árin, vinskapur hefur myndast og er ærið tilefni til þess að styrkja tengsl íbúa Reykjanesbæjar enn frekar, óháð uppruna.

Til hamingju

Á hátíðinni gefst kjörið tækifæri til þess að kynnast menningu stórs hluta íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna sem áður hefur ekki verið mögulegt. Vonin er sú að samfélagsleg þátttaka fólks af erlendum uppruna aukist og að fólk verði enn jákvæðara í garð fjölmenningarsamfélagsins en það er nú þegar. Hamingjan, gleðin og vináttan – það er tilgangurinn. Til hamingju með þjóðhátíðardag Póllands, til hamingju með þessa flottu hátíð sem framundan er, til hamingju Reykjanesbær með gott fjölmenningarsamfélag og til hamingju öll með 100 ára afmælið.

Witajcie na Dniu Kultury Polskiej! Po raz pierwszy w Reykjanesbær odbędzie się Dzień Kultury Polskiej, gdzie w w najbliższą sobotę mieszkańcy będą mogli poznać polską kulturę i tradycję. Obcokrajowcy stanowią obecnie około jednej czwartej mieszkańców Reykjanesbær, z czego blisko 60% stanowią Polacy. Warto więc zapoznać się z ich kulturą oraz dać im możliwość podtrzymywania własnych tradycji. W tym roku Polska obchodzi 100-lecie odzyskania niepodległości. Reykjanesbær oczywiście pragnie uczcić ten dzień, wraz z mieszkańcami całej gminy. Reykjanesbær podjął inicjatywę zwiększenia uczestnictwa mieszkańców-obcokrajowców w życiu społecznym regionu oraz stworzenia podstaw do wzajemnej integracji wszystkich mieszkańców.

Zorganizowane przez mieszkańców

Grupa Polaków mieszkających w Reykjanes podjęła się organizacji tego wydarzenia i dokłada wszelkich starań, by uczynić ten dzień wyjątkowym. To dzięki nim biblioteka miejska stanie się wówczas miejscem pełnym wiedzy i zabawy. Polskie pamiątki, kostiumy, filmy, a nawet mundur żołnierski z czasów, gdy Polska walczyła o swoją niepodległość. Ponadto, każdy kto odwiedzi tego dnia bibliotekę, będzie mógł spróbować przygotowanych przez nich tradycyjnych polskich dań, serwowanych w Ráðhúskaffi Reykjanesbæjar. Bigos - to danie obowiązkowe na stole z takiej okazji, polska kiełbasa, ciasta i oczywiście Prince Polo.

Dobra wola i wsparcie

Wspaniałe jest to, jak bardzo zaangażowali się w to przedsięwzięcie jego organizatorzy. Wszyscy, których spotykałam byli bardzo podekscytowani i pełni entuzjazmu – zarówno Polacy, Islandczycy i obywatele innych krajów. Szkoła Muzyczna z zadowoleniem zgodziła się dołączyć do naszego projektu. Również lokalne firmy i związki zawodowe, poproszone o wsparcie w przygotowaniu wydarzenia, zdecydowały się obiąć je swoim patronatem. Dzięki nim będzie ono wyśmienite. Reykjanesbær składa serdeczne podziękowania dla: Isavia, Airport

Associates, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélagi Suðurnesja, Félagi iðnog tækigreina, Mini Market oraz Kjötpól za ich wkład w przygotowanie tego dnia.

Biblioteka jako miejsce spotkań i integracji

Biblioteka, a jednocześnie ratusz, stały się miejscem spotkań i wzajemnej integracji. Każde wydarzenie w niej organizowane skupia wielu gości. Dlatego też jest to doskonałe miejsce, by właśnie w nim zorganizować uroczystość i przy okazji ukazać jego walory.

100 lat

To ciekawe, że Polska i Islandia w podobnym okresie coraz bardziej zbliżały się do odzyskania wolności. W tym roku obchodzimy setną rocznicę odzyskania przez Polskę niepodległości oraz 100 lat suwerenności Islandii. Nasze narody odbyły walkę w tym samym celu, w tym samym czasie, lecz w odmienny sposób. Efektem tych walk było odzyskanie wolności. Przez lata współpracowaliśmy ze sobą, przez co wytworzyła się między nami nić przyjaźni. Warto więc wzmacniać relacje między mieszkańcami całego regionu, bez względu na pochodzenie.

Życzenia pomyślności

Wydarzenie po raz pierwszy daje możliwość poznania kultury mieszkańców Reykjanesbær o polskim pochodzeniu. Istnieje nadzieja, że udział mieszkańców o zagranicznych korzeniach w życiu społecznym zwiększy się i jednocześnie stosunek ludzi do wielokulturowego społeczeństwa będzie jeszcze bardziej pozytywny niż obecnie. Radość i przyjaźń to nasz głowny cel. Składam najlepsze życzenia z okazji Święta Niepodległości i jednocześnie setnej rocznicy wszystkim Polakom mieszkającym w Reykjanesbær. Jak głosi hasło: Wydarzenie rozpieści Wasze oczy, uszy i brzuchy! Do zobaczenia, Hilma Hólmfríður Kierownik Projektu Wielokulturowości

Margir pólskir pabbar komu til að vinna – Þrjú pólsk ungmenni verða í sviðsljósinu á pólskri hátíð í Reykjanesbæ á laugardag Þrjú pólsk ungmenni sem öll hafa verið meira en áratug á Suðurnesjum munu verða í framlínunni á pólskri menningarhátíð sem haldin verður í Ráðhúsi og Bókasafni Reykjanesbæjar nk. laugardag 10. nóvember kl. 13. Reykjanesbær og starfshópur pólskra íbúa býður til hátíðarinnar í tilefni þjóðhátíðardags Póllands og 100 ára afmælis sjálfstæðis þjóðarinnar.

Á dagskránni verður sýning á pólskum munum, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þá verða pólskir réttir og pylsur í boði. Þau Julia Dubrowska, Marcelina Owczarska verða kynnar og gestgjafar og Alexander Grybos mun flytja nokkur tónlistaratriði og spila pólsk lög. Þau eiga það öll sameiginlegt að feður þeirra fór fyrst til Íslands til að vinna.

Eins og slagorð hátíðarinnar segir: Viðburðurinn gleður augu, eyru og maga! Sjáumst, Hilma Hólmfríður Verkefnastjóri fjölmenningarmála

EKKI MINNAST Á ÞORRAMATINN

GERIST OFT AÐ VINIR MÍNIR VITA EKKI AÐ ÉG ER PÓLSK

„Pabbi kom fyrstur til Íslands og svo komum við síðar, restin af fjölskyldunni,“ segir Julia en hún og foreldrar hennar fara reglulega til gamla heimalandsins og halda í pólskar hefðir. „Ég er pólsk en hálf íslensk en við tölum pólsku heima. Mér finnst pólski maturinn aðeins betri. Ég á fleiri pólska vini en einnig marga íslenska sem mér líkar vel við. Ég er búinn að alast upp hér og það gerist oft að vinir mínir viti ekki að ég er pólsk,“ segir Julia.

„Pólskur matur er miklu betri. Ekki minnast á þorramatinn við mig,“ segir Alexander Grybos en hann kemur úr Garðinum. „Ég fæddist hér og pabbi byrjaði að spila fótbolta með Víði í Garði og mamma fór að vinna í fiski. Það er gaman að minnast 100 ára sjálfstæðissögu Póllands. Þetta er mikil saga og erfið,“ segir ungi maðurinn. Hann sækir kirkju með fjölskyldunni og segir þau vera kaþólsk. „Það eru margir Pólverjar mjög trúaðir og við hittum marga þegar við förum til kirkju. Vinir mínir hér á Íslandi eru mjög forvitnir um Pólland og spyrja mig stöðugt um eitthvað. Ég mun spila pólsk lög á hátíðinni. Pabbi benti mér á tvö stór bönd í Póllandi og það er bara nokkuð gott efni frá þeim sem ég ætla að reyna við,“ sagði Alexander.

PABBI FÓR AÐ VINNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Marcelina mun verða kynnir með Juliu og eins og hjá vinkonu hennar var það pabbinn í fjölskyldunni sem leiddi hana til Íslands vegna atvinnu. „Pabbi byrjaði að vinna á Keflavíkurflugvelli og við komum á eftir honum og erum hér enn, tólf árum síðar. Við förum reglulega til Póllands og ég myndi segja að ég væri hálf íslensk og hálf pólsk. Við fylgjum ekki pólskum hefðum stíft eftir,“ segir hún og er spennt fyrir hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona hátíð er haldin hér á Suðurnesjum og við hlökkum til og vonum að sem flestir komi og fagni með okkur.“


Málningarverkfæri og málning – Endalaust úrval Colorex sænsk veggmálning, hvít 0502-Y 10 lítrar

5.990

Bostik hraðspartl 250ml

380 490

Bostik málarakýtti

Málningarteip frá kr.

275

2.490 Spartlspaðar frá kr.

Sköfur frá kr.

245

Deka Projekt 05, 2,7 lítrar (stofn A)

Deka Projekt 10, 10,9 lítrar (stofn A)

6.390

90

Einnota málningargallar frá kr.

745

Málningargrind og rúlla frá kr.

Málningarhrærur frá kr.

275

Spartlspaðar sett kr.

575

395 Slípiklossar frá kr.

390 Málningarpenslar frá kr.

90

Kíttgrindur frá kr.

565

Sandpappír frá kr.

175 örkin

Framlengingarsköft frá kr.

595

Málningarbakkar frá kr.

195

Yfirbreiðslur Fleece frá kr.

540

Reykjavík Reykjanesbær

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Gott verð fyrir alla, alltaf !


22

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

Elfa dvelur innan um NBA-stjörnur í Dallas – Þátttakandi í sögulegum aðstæðum Jenny Boucek þjálfara

Ein af fjölskyldunni

Keflvíkingurinn Elfa Falsdóttir hefur átt ævintýralega undanfarna mánuði. Hún hefur ferðast til framandi landa með bestu vinkonum sínum auk þess að umgangast NBA-stjörnur og annast ungabarn í Dallas í Bandaríkjunum. Elfa, sem er tvítug, dvelur hjá Jenny Boucek sem er þjálfari hjá NBA-liði Dallas Mavericks en hún er fyrrverandi leikmaður Keflavíkur. Jenny heldur góðu sambandi við fyrrum liðsfélaga sína hjá Keflavík en meðal þeirra er Margrét Sturlaugsdóttir móðir Elfu. „Hún hringdi í mömmu í vor til þess að tilkynna henni að hún ætti von á barni og spurði í gríni hvort að mamma gæti nú ekki lánað henni eina stelpu til að hjálpa sér með barnið, þar sem við erum nú fjórar systurnar,“ segir Elfa sem ákvað að taka þessu boði.

VIÐTAL

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Ferðast loksins sem vinkonur – ekki liðsfélagar

á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG

Áður en kom að dvölinni í Dallas lagði Elfa í heilmikið ferðalag með bestu vinkonum sínum. Eftir útskriftarferð til Grikklands hófst ferðalagið fyrir alvöru, Elfa fór þá ásamt Emelíu Ósk Gunnarsdóttur og Irenu Sól Jónsdóttur í litla heimsreisu eins og hún orðar það. „Við höfum verið bestu vinkonur lengi og ferðast mikið saman, bæði innan- og utanlands, en allar þær ferðir tengdust körfubolta. Okkur langaði að ferðast saman þar sem við þyrftum ekki að vera vaknaðar snemma og mættar á æfingu eða vera inni á hótelherbergi allan daginn svo sólin gæti ekki haft áhrif á frammistöðu okkar fyrir komandi leik og svo framvegis. Margt gekk á hjá mér í lok síðasta árs, bæði líkamlega og andlega, svo ég ákvað að taka pásu frá körfunni og stuttu seinna meiddist Emelía illa í leik. Irena er einu ári eldri en við tvær svo hennar tími fyrir unglingalandsliðin var liðinn.“ Í fysta sinn síðan árið 2012 var því enginn körfubolti yfir sumarið hjá þeim vinkonum. Þær gátu því ferðast saman sem vinkonur en ekki bara liðsfélagar. Á sex vikna tímabili ferðuðust þær til Dubai, Maldíveyja, Tælands og Bali. Þær lærðu að „sörfa“, bjuggu á bát í viku og snorkluðu í tærum sjónum með marglitum fiskum. Elfa segist hafa lært ýmislegt í ferðinni og upplifað magnaða hluti. „Ég kann mjög vel að meta það að hafa alist upp á íslandi eftir að hafa séð sorglegar aðstæður hjá fólki í þessum löndum sem við ferðuðumst til og svo er þetta líka bara góð reynsla, gaman að geta sagt frá því sem ég hef gert og skoðað næstum því hinum megin á hnettinum.

Þær Elfa og Jenny hafa þekkst frá fæðingu Elfu. „Hún er bara smá eins og svona stóra frænka mín. Ég hef lengi vitað hver hún er og hún vitað af mér alla mína ævi þar sem mamma var ólétt af mér árið sem Jenny og hún voru liðsfélagar. Ég aðstoða hana mestmegnis við litlu stelpuna hennar sem er einungis tíu vikna en svo hjálpa ég henni líka með alls konar daglega hluti. Hún segir við mig daglega að ég sé ekki bara einhver pössunarpía heldur er ég partur af fjölskyldunni og mér líður mjög vel hérna hjá þeim.“ Það er óhætt að segja að Elfa sé að upplifa spennandi hluti í tengslum við vinnu Jenny. Hún hefur verið í kringum æfingar hjá Mavs-liðinu og kynnst leikmönnum þess.

Tók fráköst fyrir Jordan

„Það er tekið rosa strangt á því að það má enginn koma á æfingar hjá liðinu en þegar ég kom þá var allt liðið í Kína nema tveir leikmenn, þeir DeAndre Jordan og Harrison Barnes, sem voru meiddir. Jenny er með það í samningum sínum að hún ferðast ekki fyrstu sex mánuðina hjá barninu sínu svo hún var eftir í Dallas og þjálfaði þessa tvo leikmenn. Ég kom með á allar þær æfingar og fékk að kynnast þessum leikmönnum frekar vel. DeAndre hefur komið til íslands og í hvert skipti sem ég hitti hann þá fer hann yfir það með mér hvað það er sem hann elskar við Ísland.“ Elfa hefur hitt alla leikmenn liðsins og þeir hafa flestir komið og kynnt sig, hún segist ekki kunna við að trufla þá. „Auðvitað var þetta allt voða skrítið fyrst en eftir að hafa mætt á nokkrar

Elfa og vinkonur hennar þær Irena Sól Jónsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir á góðri stundu í ferðinni stóru.

Heimavöllur Dallas Maverics.

æfingar með Harrison og DeAndre þá varð þetta bara venjulegt, þeir eru nú bara manneskjur eins og við.“ Elfa man vel eftir því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að þetta væri nú svolítið sérstök staða fyrir körfuboltamanneskju eins og hana. „Eftir að hafa mætt á bara nokkrar æfingar með þeim þá sit ég lengst frá vellinum og er bara að horfa á sjónvarpið og bíða eftir að æfingin klárist, þá er bara öskrað á mig: „Elfa, can you rebound for me?“ og þá var þetta DeAndre að kalla og þá hugsaði ég: „Vá hvað þetta er skrítið“,“ segir Elfa sem er mikið í kringum þjálfara liðsins og annað starfsfólk sem er á bak við tjöldin. Það vakti mikla athugli þegar hin 44 ára einstæða Jenny varð ófrísk en hún var þá í þjálfarateymi Sacramento Kings. Hún óttaðist um feril sinn í deildinni en að lokum bauðst henni starf hjá Rick Carlisle þjálfara Dallas.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 8. nóvember 2018 // 43. tbl. // 39. árg.

23

Geysisbikarinn:

GRINDAVÍK MÆTIR NJARÐVÍK B Grindvíkingar unnu ótrúlega auðveldan sigur á Keflavík í Grindavík í 32-liða úrslitum Geysisbikarkeppninnar. VF-mynd: Páll Orri

Sleipnismenn öflugir á heimavelli

Grindavík og Njarðvík b í karlaflokki. Njarðvíkingar heimsækja Þór Þorlákshöfn, fyrrum lið þjálfarans Einars Árna. Grindvíkingar eiga erfiða rimmu fyrir höndum í kvennaflokki en þær mæta Íslandsmeisturum Hauka í kvennaflokki. Keflavíkurkonur fá heimaleik gegn Fjölni á meðan b-lið félagsins heimsækir ÍR. Leikið verður dagana 15.–17. desember.

ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90080 11/18

Karlalið Njarðvíkur og Grindavíkur komust áfram í 16-liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta en þeir síðarnefndu unnu öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík á mánudagskvöld. Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Valsmönnum í Ljónagryfjunni. Einn Suðurnesjaslagur verður á dagskrá í næstu umferð en þá mætast

Fjölmennasta barna- og unglingamót sem haldið hefur verið í glímuíþróttum fór fram í Bardagahöll Reykjanesbæjar um liðna helgi. Alls voru 110 keppendur sem spreyttu sig í Judo og Jiu Jitsu. Sautján heimamenn frá Sleipni tóku þátt og nældu sér í verðlaun að vanda. Þeir Jóhannes Pálsson, Gunnar Örn Guðmundsson og Sigmundur Þengill Þrastarson tryggðu sér gull í sínum flokkum. Ingólfur Rögnvaldsson og Daníel Dagur Árnason nældu sér í silfur á meðan Fernir Frosti Guðmundsson hlut brons í sínum flokki.

SETUR ÞÚ GÆÐI OFAR ÖLLU?

Icelandair leitar að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi í stöðu gæðastjóra deildarinnar Onboard Retail and Services (Þjónusta og sala um borð). Um er að ræða krefjandi og spennandi starf þar sem mikil áhersla er lögð á frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og umbótahugsun í krefjandi framleiðsluumhverfi. Gæðastjóri leiðir og ber ábyrgð á innleiðingu, rekstri og þróun nýs gæðakerfis. Gæðastjóra ber einnig að stuðla að breyttum vinnubrögðum í samræmi við aðferðafræði gæðastjórnunar. Þetta felur í sér undirbúning, skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni verkefna er að þessu snúa. Gæðastjóri metur árangur af gæðastarfi og kemur með tillögur að umbótum. STARFSSVIÐ I Innleiðing nýs gæðakerfis og miðlun upplýsinga og þekkingar er snúa að því I Viðhald, útgáfa og dreifing gæðahandbókar I Rekstur, þróun og viðhald á gæðakerfi I Ber ábyrgð á og hefur umboð til að tryggja að gæðaferlar séu hannaðir, innleiddir og þeim viðhaldið I Eftirfylgni með lögum, reglugerðum og stöðlum sem leiða til breytinga á gæðakerfi I Endurskoðun verklagsreglna og stöðugar umbætur til að auka skilvirkni I Eftirlit og yfirsýn yfir verkefni er snúa að gæðamálum I Leiða mótun, framsetningu, eftirlit og greiningu gæðamælinga

Við leitum að opnum og drífandi einstaklingi í krefjandi starf í skemmtilegu og alþjóðlegu starfsumhverfi. Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi samskiptahæfileika, brennandi áhuga á verkefnum dagsins og metnað til að ná góðum árangri.

Frekari upplýsingar veita: Guðrún Aðalsteinsdóttir I Forstöðumaður Onboard Retail and Services I Customer Experience I gudrun.adalsteins@icelandair.is

HÆFNIKRÖFUR I Fagleg þekking og reynsla af gæðakerfum er skilyrði I Að lágmarki þriggja ára reynsla á sviði gæðastýringar eða skyldra starfa I Ríkur áhugi á verkefnastjórnun, skipulagi og utanumhaldi I Menntun á sviði matvælafræða er kostur I Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og vandvirkni I Frábær færni í mannlegum samskiptum I Góð íslensku- og enskukunnátta Onboard Retail and Services vinnur náið með öðrum sviðum og deildum til þess að ná markmiðum félagsins og leita leiða til frekari vaxtar og framþróunar. Starfsstöð er á aðalskrifstofu Icelandair í Reykjavík og í framleiðslueiningu Flugeldhúss í Keflavík.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

+ Umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi óskast fyllt út á www.icelandair.com/is/um-okkur/storf-i-bodi/ eigi síðar en 19. nóvember 2018.


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Það má með sanni segja að þessi fréttavika hafi byrjað með stórum hvelli þegar fjölmiðlar tilkynntu um kaup Icelandair Group á WOW air. Frekar óvænt verður að segjast þar sem Icelandair hafði blásið þessar pælingar af fyrr í haust en að mati flestra eru þetta þó mjög jákvæð tíðindi enda afar dökkt ský svifið yfir WOW air í allt haust. Þá sérstaklega eru þetta jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi en fjárhagserfiðleikar WOW Air og rekstrarvandræði Icelandair hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið sem hefur skapað talsverða óvissu hjá ferðaþjónustunni. Skúli Mogensen stofnaði WOW air í nóvember 2011 og á að mínu mati mikið hrós skilið fyrir allt það sem félagið náði þó að áorka á þessum sjö árum. Ótrúlegur vöxtur og mikið ævintýri hjá félagi sem hefur átt stóran þátt í uppsveiflu síðustu ára, það vitum við hér fyrir sunnan. Þetta mál skiptir okkur Suðurnesjamenn nefnilega gríðarlega miklu máli því hér á svæðinu hafa bæði flugfélögin skapað verulegar tekjur, mikla atvinnu og gríðarlega fólksfjölgun sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á svæði sem varð fyrir miklum höggum á árunum 2006–2011. Mörgum erfiðum spurningum varðandi kaupin og framhaldið er ósvarað en ættu að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum. Reyndar á eftir að fá samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar áður en af þessu öllu verður

en samkvæmt sérfræðingum ætti það að vera formsatriði. Stóra spurningin fyrir okkur á svæðinu er hvaða hagræðingar ætla stjórnendur að fara í eftir kaupin? Fyrirtæki sem hafa verið að þjónusta WOW, halda þau sínu eða taka þjónustufyrirtæki Icelandair við þeim verkefnum? WOW air leigir t.d. allan sinn flugflota. Ætlar nýtt félag að halda öllum vélum eða fækka í flotanum? Fækka áfangastöðum? Fjölga? Forstjóri Icelandair talar a.m.k. um að það „séu mikil tækifæri“ til hagræðingar sem bendir til þess að nokkur fjöldi starfa hér á svæðinu gætu jafnvel tapast og einhver fyrirtæki orðið undir eða þurft að draga verulega saman seglin. Stóra spurningin er einfaldlega með hvaða hætti þessar hagræðingar verða, margir sem bíða óþreyjufullir eftir þeim svörum. Persónulega vil ég sjá nýtt félag sækja fram, stækka og eflast. Fylgja t.d. eftir Asíudraumum sem WOW

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

LOKAORÐ

WOWlandair

Póstur: vf@vf.is

Áverkarnir sem sigmaðurinn hlaut við björgunarafrekið – er það kallað sigmar?

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON stefndi að en það er spennandi verkefni. Það er a.m.k. nokkuð ljóst að næstu vikur verða afar fróðlegar en það er þó kristaltært að þessi lending á málunum er mun betri heldur en sú að WOW air færi á hausinn eins og svörtustu spár gerðu jafnvel ráð fyrir. Áhrifin af því hefðu verið hræðileg sérstaklega hérna fyrir sunnan og miðað við það sem Gróa á Leiti segir þá stefndi félagið í þrot fljótlega. Það er nefnilega gríðarlega mikið undir í þessum bransa, ferðaþjónustan gegnir mikilvægu hlutverki fyrir hagkerfið og vonandi verður núna til stórt og öflug flugfélag sem sér til þess að flugsamgöngur til og frá landinu séu í traustum skorðum. Félag sem tryggir það að íslensk ferðaþjónusta verði áfram grunnstoð í hagkerfinu og haldi áfram að vaxa og dafna. Það skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli, þó sérstaklega hér á Suðurnesjunum.

FJÖLBÝLISHÚS MEÐ SKIPI FRÁ NOREGI TIL NJARÐVÍKUR Fyrstu einingarnar í nýtt fjölbýlishús sem nú er verið að byggja í Reykjanesbæ komu með skipi í Njarðvíkurhöfn á fimmtudag í síðustu viki. Fjölbýlishúsið er úr forsmíðuðum timbureiningum og tekur aðeins sjö mánuði í byggingu þar til íbúðir eru tilbúnar til afhendingar fullbúnar. Annað skip með einingar í húsið er væntanlegt fyrir lok þessarar viku. Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf. undirrituðu nýverið samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara enda í góðum tengslum við þjónustumiðstöðina á Nesvöllum. Byggingin verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Húsið rís við Móavelli í Reykjanesbæ, þar sem síðast var knattspyrnuvöllur Njarðvíkur. Um er að ræða umhverfisvænar byggingar en áhersla er á að sú nálgun gangi í gegnum allt ferlið við byggingu og síðan notkun íbúðanna með því að huga að orkusparnaði. Húsin eru byggð innandyra við bestu aðstæður sem eykur gæði og minnkar sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem eykur loftgæði innan-

húss og minnkar líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum. Í frétt frá þeim tíma sem samningar voru undirritaðir sagði að um mjög spennandi nýjung er að ræða hér á landi sem hefur þó fengið mikla reynslu í Noregi við sambærilegar aðstæður og eru hér uppi. Moelven á yfir 100 ára sögu og hefur því mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Raf / Bensín

30

Ekinn þús. km.

30

Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll

Mitsubishi Outlander Instyle PHEV PLUG-IN HYBRID AT 5.490.000

2018

Fleiri tilboðsbílar og myndir á netinu: heklarnb.is

600.000

Afsláttur

4.890.000

163 117 Skoda Yeti Ambition 2.0 TDI 4X4 2011 Afsláttur

1.690.000 350.000

1.340.000

37 VW Caravelle Comfortline 2.0 TDI 2016

4.490.000

Skoda Superb Combi Style 2.0 TDI 2017

4.620.000

VW Golf Variant Comfortline R-Line 1.4 TSI 2017

6

3.990.000 Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Símar 590 5091 og 590 5092 www.heklarnb.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.