Víkurfréttir 43. tbl. 40. árg.

Page 1

KONUR Í AÐALHLUTVERKI Í SUÐURNESJMAGASÍNI

magasín SUÐURNESJA

-40%

UNDIRBÚÐU JÓLIN Í NETTÓ!

Hangi-grís úr reyktum grísahnakka Kjötsel

1.199

1.679 ÁÐUR: 2.798 KR/KG

-40%

Bayonneskinka Kjötsel

KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 1.998 KR/KG

Tilboðin gilda 14. – 17. nóvember

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Fjör á pólskri hátíð í Reykjanesbæ

Niðurrif Orlik hafið Niðurrif á rússneska togaranum Orlik er nú hafið innan Njarðvíkurhafnar. Skipinu var komið fyrir á öruggum stað í höfninni í haust en Umhverfisstofnun stöðvaði síðan alla vinnu við skipið þar sem gera þurfti breytingar á starfsleyfi fyrir niðurrifið. Þau mál eru núna í höfn og því mun Orlik verða bútaður niður í höfninni á næstu vikum. Niðurrifið hófst á þriðjudag og þegar hafa gálgar verið rifnir niður.

- sjá síðu 6

GYLLIBOÐ TIL BÆJARBÚA ÞJÓNA ENGUM TILGANGI Tekist á um fasteignaskatta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem sjálfstæðismenn vilja lækka um 100 milljónir króna. Meirihluti segir vinnubrögð sjálfstæðismanna óábyrg og ófagleg.

„Við erum skuldsettasta bæjafélag landsins og við þurfum að haga okkur þannig á meðan það ástand varir. Gylliboð til bæjarbúa þjóna engum tilgangi,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku eftir að sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu um 100 milljón króna lækkun á fasteignagjöldum árið 2020. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar sögðu á fundinum að hann hefði lækkað gjöldin í þrígang til að mæta mikilli hækkun fasteignamats og gagnrýndu harkalega þessa tillögu og sögðu hana óábyrga og ófaglega í ljósi þeirrar vinnu sem væri við fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár. Tillaga sjálfstæðismanna hljóðar svo: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að tekjur frá fasteignagjöldum verði lækkaðar um 100 milljónir, úr 1800 milljónum í 1700 milljónir, í tillögu um fjárhagsramma skatttekna í drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2020. Reykjanesbær hefur um árabil verið með hæstu fasteignaskattana á landinu og hér er aðeins um að ræða

lækkun sem nemur 0,7% af heildartekjum. Fjöldi bæjarbúa hefur kvartað undan auknum skattbyrðum í kjölfar hækkunar fasteignamats síðustu árin. Fasteignaskattur er ekkert annað en eignaskattur sem er ekki aðeins tekjuauki fyrir sveitarfélög heldur íþyngjandi kostnaðarauki fyrir almenning og fyrirtæki og kemur niður á samkeppnishæfni sveitarfélagsins.“ Fram kom hjá fulltrúum meirihluta að það væri óábyrgt að koma með tillögu um 100 millj. kr. lækkun en ekki leiðir hvernig ætti að standa að henni. Finna þyrfti tekjur á móti eða lækka aðra liði til að mæta þessari tekjulækkun. Þá væri það ekki faglegt að skella þessu fram á bæjarstjórnarfundi þegar öll undirbúningsvinnan færi fram í bæjarráði. Eðlilegra hefði verið að koma með hana þar. „Við vitum að það þarf að gera eitthvað til að klára þessa tillögu og við viljum finna leiðir til að ná henni fram,“ sagði Baldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Oddvitar meirihlutaflokkana komu upp og voru mjög óhressir með tillöguna. Sögðu að vinna þyrfti að

málum í samvinnu við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga og ekki væri hægt að brjóta samninga við hana. Sjálfstæðismenn voru á öðru máli og bentu á að Reykjanesbær væri með hæstu gjöld í öllum þáttum og þau þyrfti að lækka. Baldur Guðmundsson sagði að það væri alltof dramatískt að segja að verið væri að brjóta samning við Eftirlitsnefndina. „Ef við erum búin að ná því (skulda) viðmiði

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

sem stefnt var að þá hlýtur að vera hægt að semja um einhverja hluti við hana,“ sagði Baldur og Ríkharður Ibsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði það skrýtið ef ekki væri hægt að ná samningi við nefndina því það hefði gerst við síðustu lækkun fasteignagjalda. Fjörugar umræður urðu á fundinum en hægt er að nálgast upptöku frá honum á vef Reykjanesbæjar.

Flugfólk Play fær ekki akstur til Keflavíkurflugvallar Nýstofnað flugfélag Play mun ekki ferja starfsfólk sitt til Keflavíkurflugvallar. Það mun sjálft þurfa að verða sér úti um flutning til að frá Keflavíkurflugvelli en íslensku flugfélög hafa hingað til séð starfsfólki fyrir rútuferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfsmenn munu þó fá bílastyrk. Að sögn fasteignasala er ekki ólíkegt að þetta geti haft góð áhrif á eftirspurn eftir fasteignum á Suðurnesjum. Um 2500 umsóknir bárust um störf hjá Play en flugfélagið auglýsti eftir starfsfólki í allar helstu stöður í síðustu viku. Félagið hefur sagt að það hafi náð mjög góðum samningum við nýjan þjónustuaðila á Keflavíkurflugvelli en Víkurfréttir hafa ekki nánari um upplýsingar um það fyrirtæki. Ljóst er því að þar verða til ný störf á Suðurnesjum. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sagðist vona að tilkoma Play ætti eftir að hafa góð áhrif á atvinnulífið og fleiri þætti á Suðurnesjum.

ÞÓRDÍS ÓSK HELGADÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR SÚLUNNAR

BÆRINN KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART

SÍÐA 8

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Aldrei fleiri stundað nám í Keili en nú

Alhliða veisluþjónusta Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ

retturinn.is

Í nóvember 2019 voru samtals um eitt þúsund nemendur skráðir í nám og ýmiskonar námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú. Fjöldi nemenda hefur aukist um 50% frá því í febrúar á þessu ári en munar þar mestu um nýnema í Menntaskólanum á Ásbrú sem hófu nám á stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð í ágúst og atvinnuflugnema sem lögðu áður stund á nám í Flugskóla Íslands, en hann sameinaðist Flugakademíu Keilis fyrr á árinu. Þá tók Keilir einnig yfir umsjón með námskeiði til inntökuprófs í læknisfræði en þau hafa verið haldin undanfarin ár við góðan orðstír framhaldsskólanema af öllu landinu.

Tæplega þrjúhundruð nemendur í Háskólabrú

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Eftir sem áður eru stærstu námsbrautirnar Háskólabrú og atvinnuflugnámið. Á haustönn 2019 leggja rétt tæplega þrjú hundruð einstaklingar stund á nám í Háskólabrú, bæði í fjarnámi og staðnámi. Frumgreinanámið sem gildir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands, ásamt fjölda háskóla bæði hérlendis og erlendis, hefur frá upphafi verið ein eftirsóknarverðasta deild Keilis og hafa nú um tvö þúsund einstaklingar lokið náminu. Háskólabrú í fjarnámi hefst næst í janúar 2020 og er aukin ásókn í námið þriðja árið í röð.

víkurflugvelli. Þá geta nemendur sótt bóklegt nám annað hvort í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú eða í húsnæði skólans í Hafnarfirði. Um það bil 90% nemenda okkar sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift. Mikill skortur er á flugmönnum á heimsvísu og er búist við að það muni þurfa um 800.000

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands er orðinn einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndum með rúmlega þrjúhundruð nemendur í atvinnuflugnámi og yfir tuttugu kennsluvélar. Með auknum umsvifum er skólinn með starfsstöðvar bæði við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og á Reykja-

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

SPURNING VIKUNNAR

Hvort ekurðu um á nagladekkjum eða heilsársdekkjum í vetur?

Vogamenn setja teygjur á tunnurnar Vogamenn hafa tekið þeirri áskorun að bregðast við fjúkandi rusli með því að setja teygju á sorptunnur bæjarins. „Fyrir nokkru sendu Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn m.a. sveitarfélögum landsins áskorun um að bregðast við fjúkandi rusli með því að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir fjúkandi rusl. Að mati þessara aðila kemur u.þ.b. helmingur rusls á götum úr heimilissorptunnum sem opnast í roki. Nú hefur Sveitarfélagið Vogar

tekið þessari áskorun, og fjárfest í sérstökum teygjum sem nú verða settar á allar sorptunnur í sveitarfélaginu. Starfsmenn Umhverfisdeildar hafa þegar hafist handa við þetta verkefni, og fara nú milli húsa og festa teygjurnar á tunnurnar. Það er von okkar að íbúar bregðist vel við þessu framtaki og nýti búnaðinn. Þetta er jú bara eitt einfalt handtak þegar tunnunni er lokað, teygjunni smeygt yfir festinguna. Gott og þrifalegt mál,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í nýlegum pistli sínum.

KONUR Í AÐALHLUTVERKI Suðurnesjaþingkonur stýra Norðurlandaráði og Suðurnesjakonur gera góða hluti í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur

Lang flestir nemendur Keilis eru íslenskir eða um 94% en um 60 manns koma erlendis frá, flestir frá Danmörku, Póllandi, Svíþjóð og Kanada. Þá eru rúm 60% nemenda búsettir á höfuðborgarsvæðinu og tæp 20% á Suðurnesjum. Kynjahlutfall nemenda í Keili er hnífjafnt. Munar þar mestu um aukinn áhuga kvenna á atvinnuflugnámi og eru þær nú ríflega fjórðungur flugnema í Flugakademíunni. Þá er jafnt kynjahlutfall meðal forstöðumanna deilda skólans sem og í stjórn Keilis.

Um 300 nemendur leggja stund á nám við Háskólabrú Keilis og hafa um 2.000 nemendur lokið náminu á undanförnum árum.

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Íslenskir nemendur í meirihluta

Einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndum

SUÐURNES - REYK JAVÍK

845 0900

flugmenn á heimsvísu til að mæta örum vexti.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

magasín SUÐURNESJA

Ásgeir Gunnarsson: „Ég er á nagladekkjum á vinnubílnum en persónulega ek ég á heilsársdekkjum. Hef ekkert við nagladekk að gera því ég ek mest innan bæjarmarka.“ Haraldur Helgason: „Ég verð á nagladekkjum í vetur því ég á þau til.“ Hrönn Guðmundsdóttir: „Vetrardekk því nagladekk eru óþarfi þegar maður býr í þéttbýli. Fer ekki lengra en Hvolsvöll þegar ég fer út fyrir bæinn og leiðin er greið þangað.“ Sigríður Kristín Halldórsdóttir: „Ég keyri alltaf um á heilsársdekkjum og er að keyra til Akureyrar, Fáskrúðsfjarðar og mikið upp í Borgarnes. Þú þarft enga nagla ef þú þrífur dekkin reglulega með tjöruhreinsi eða dekkjahreinsi því þá er gripið gott.“


Afsláttur til félagsmanna Afsláttur gildir frá 14. – 17. nóvember í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar.

30% AFSLÁTTUR af öllum vörum frá Maku

Kalkúnn Frosinn/erlendur

994 kr/kg

Verð áður 1.198 kr/kg

-17%

-30%


4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Víðsýnt á Garðskaga

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Óblíðir veðurguðir

heldur haustfagnað á Nesvöllum 22. nóvember 2019

Forsala aðgöngumiða verður á Nesvöllum miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 13.00 - 17.00. Miðaverð kr. 5.000,Borðhald hefst kl. 19.00 Aðalréttur Lambalæri - Béarnaise Meðlæti - Eftirréttur Góð skemmtiatriði - Happdrætti Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar söngkona Birta Rós Arnórsdóttir

stapaprent

Ekki missa af þessu Fjölmennum! - Skemmtinefnd FEBS

AFLA

Félag eldri borgara á Suðurnesjum

FRÉTTIR

Haustfagnaður 2019

Ekki er nú hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið neitt blíðir síðustu daga, núna í byrjun nóvember. Mjög hvasst var og Faxaflóinn, sem oft er fallega spegilsléttur, var ógurlegur að sjá. Mjög mikið brim og sjór gekk yfir t.d. grjótgarðana meðfram ströndinni frá smábátahöfninni í Gróf og áleiðis til Njarðvíkur. Í Sandgerði var mjög mikil hreyfing í höfninni, enda var líka mjög hásjávað og fór þar þannig að tvær smábátabryggjur urðu fyrir smá skemmdum. Við þá fyrri, þar sem t.d. að Steini GK, Birna GK og Addi Afi GK liggja, færðist bryggjan til þannig að landgöngubrúin rann úr sæti sínu á bryggjunni og var við það að fara útaf og í sjóinn. Aðeins meira bras var við hina flotbryggjuna en það er bryggjan sem er lengst í burtu og er nálægt olíutönkunum. Þar eru t.d. Ragnar Alfreðs GK og Margrét GK sem liggja við. Þar voru lætin það mikil að flotbryggjan sleit sig lausa og m.a. féll landgöngustiginn frá landi og niður á bryggjuna í sjóinn. Hann var þó hangandi við þann hluta sem er við landið. Þessar leiðindabrælur hafa þýtt það að bátar frá Suðurnesjum hafa mjög lítið komist á sjóinn. Addi Afi GK hefur aðeins komist í einn róður og var með 1,7 tonn, Alli GK var með 1,6 tonn líka í einum róðri. Jón Pétur RE hefur komist í tvo róðra og landað 1,8 tonnum í tveimur róðrum af skötusel frá Sandgerði. Tveir handfærabátar hafa líka róið frá Sandgerði. Fengur

GK með 600 kíló í tveimur róðrum og Steini GK með 308 kíló í einni löndun. Mjög rólegt hefur verið í Grindavík en enginn minni bátur hefur landað þar, aðeins Hraunsvík GK sem er á netum og hefur landað 3,5 tonn úr þremur róðrum. Frekar ótrúlegt að sjá að Grindavík, sem er ein af stærstu höfnum landsins varðandi kvóta, að höfnin þar núna í byrjun nóvember er svo næstum því alveg steindauð, því allir bátarnir sem eru gerðir út þaðan eru að landa úti á landi. Og talandi um það þá má nefna að Sturla GK er með 187 tn í tveimur löndunum. Fjölnir GK 131 tonn í einni, Kristín GK 109 tonn í tveimur, allir á Siglufirði. Jóhanna Gísladóttir GK 98 tonn í einni á Djúpavogi. Páll

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Jónsson GK 88 tonn í einni og Valdimar GK 82 tonn í einni löndun. Gróflega þá eru þetta um eitt þúsund tonn sem hefur verið landað af línubátunum frá Grindavík og svo til öllu af þessum eitt þúsund tonnum er ekið til Grindavíkur og á meðan er höfnin í Grindavík svo til galtóm. Dragnótabátarnir hafa fiskað ágætlega. Sigurfari GK fór í mikið flakk og fór alla leið austur á Hornafjörð að landa þar. Hann er kominn með 46 tonn í þremur róðrum og er komin suður núna til Sandgerðis. Benni Sæm GK með 30 tonn í fimm. Siggi Bjarna GK 21 tonn í fimm. Aðalbjörg RE 16,3 tonn í tveimur en báturinn er nýkominn til Sandgerðis eftir að hafa verið í Reykjavík að landa. Báturinn var í bugtinni að veiða og það má geta þess að nokkrir úr áhöfn Aðalbjargar RE eru frá Sandgerði og voru áður t.d. á Njáli RE. Netaveiðarnar ganga brösuglega. Grímsnes GK er með 9,3 tonn í sex. Maron GK 8,7 tonn í sjö. Sunna Líf GK 4,5 tonn í fimm og Halldór afi GK 2,4 tonn í fjórum róðrum. Semsé frekar lítið um að vera í höfnum á Suðurnesjum og helst er það í Sandgerði sem eitthvað er um að vera.

HVATNINGIN

Aldagömul hvatning stendur fyrir sínu

Fló

á sKInNi

Síðustu sýningar

Fimmtud. 14.nóvember kl.20.00 Föstud. 15.nóvember kl.20.00 sunnud. 17.nóvember kl.20.00

MiðASalA á

tiX.Is miÐAveRð 3.000 kR.

sÝnT í fRUmLeIkHúsINu LeIkStJórI: KarL ÁgúSt ÚLfSsoN LeIkGerÐ EfTir: GísLA rúNAr JónSsON

Öll höfum við þörf fyrir hvatningu. Biblían er full af hvatningarorðum, þar sem við erum hvött áfram við hinar ýmsu aðstæður. Hvatningarorð, oft með fyrirheitum, þar sem eitthvað gott, eitthvað jákvætt, eitthvað uppbyggilegt er framundan. Alltof oft er trúin töluð niður þrátt fyrir að flestir menn hafi innbyggða trúarþörf. Sumir upplifa það sem feimnismál að tala um trú sína af ótta við að vera teknir í bakaríið ef svo má að orði komast. Við þurfum í sjálfu sér ekkert að rökstyðja eða réttlæta trú okkar fyrir öðrum frekar en að við þurfum að réttlæta eða rökstyðja ást okkar á maka eða börnum fyrir öðrum. Lítum á nokkur dæmi, hvatningarorð úr Biblíunni: „Sælir eru syrgjendur því að þeir

munu huggaðir verða.“ „Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.“ „Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu því að þeir munu saddir verða.“ „Þér eruð salt jarðar.“ „Þér eruð ljós heimsins.“ „Hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd.“ „Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Og þetta eru bara brot úr tveimur köflum í Matteusarguðspjalli. Gluggum í Guðs orðið, það hefur reynst mannkyni vel um aldir. Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaog Hvalsnessókna.

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001


BLÁR

FIMMTUDAGUR

Í VERSLUNUM BYKO 14. NÓVEMBER SJÁÐU TILBOÐIN Á BYKO.IS KVÖLDIÐ ÁÐUR

Þú mátt Bara ekki missa þennan af þessu! eina dag, 14. nóv Skráðu þig á viðburðinn á facebook og þú gætir unnið KitchenAid hrærivél eða ryksuguvélmenni Auðvelt að versla á netinu á byko.is


6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Fjölmenni á pólskri menningarhátíð „Þurfum að fara í enn stærra húsnæði með hátíðina á næsta ári,“ segir Hilma H. Sigurðardóttir, fjölmenningarstjóri Reykjanesbæjar en aðsókn var mjög mikil og ánægja með hátíðina. Mikill fjöldi fólks sótti pólska menningarhátíð sem haldin var á Nesvöllum í Reykjanesbæ síðasta laugardag. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í Reykjanesbæ sagði að aðsóknin hafi verið miklu meiri en á síðasta ári þegar hátíðin var haldin í fyrsta sinn. „Við þurfum líklega að fara í enn stærra húsnæði á næsta ári,“ sagði Hilma og sagði hátíðina hafa heppnast mjög vel. Pólskir íbúar í Reykjanesbæ komu að undirbúningi hátíðarinnar með Reykjanesbæ og buðu meðal annars upp á mikið úrval af pólskum mat sem gestir hátíðarinnar, Suðurnesjamenn og Pólverjar, tóku vel á. Gerard Pokuruszynski, sendiherra Póllands

og Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, fluttu ávörp. Þá var boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði, m.a. voru tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þá voru atriði frá Danskompaníi og

Taekwondodeild Keflavíkur. Þá var andlitsmálning í boði fyrir börnin og sjá mátti herbergi sem var útbúið eins og það væri á pólsku heimili. Síðast en ekki síst fengu gestir að heyra í nokkrum Pólverjum sem fluttu persónulegar sögur en hlusta mátti á þær á gangi Nesvalla í stafrænni útgáfu.

FLEIRI MYNDIR Á VF.IS

SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SKV. ÚTNEFNINGU CREDITINFO


Sænsk gæðamálning Bostik málningarkítti

390

Bostik spartl 250 ml

690

Deka Projekt 10, 2,7 lítrar (stofn A)

Deka Projekt 05, 2,7 lítrar (stofn A)

2.990

2.490 Áltrappa 3 þrep - verð frá

Einnota málningargallar frá kr.

Málningarlímband frá kr.

Spartlspaðar frá kr.

695

275

695

4.490

Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290 6 þrep 7.690

Sköfur frá kr.

245

Spartlspaðar sett kr.

395

Deka Gólfmálning grágræn 3 ltr.

4.690

Málningargrind og rúlla frá kr.

575

Slípiklossar frá kr.

395

Kíttgrindur frá kr.

790

Málningarpenslar frá kr.

150

Sandpappír frá kr.

125 örkin

Framlengingarsköft frá kr.

595

Málningarbakkar frá kr.

195

Mikið úrval málningarve rkfæra Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Reykjanesbær

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Yfirbreiðslur Fleece frá kr.

540


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar:

BÆRINN KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART Það voru tólf hæfir einstaklingar sem sóttu um starf forstöðumanns Súlunnar þegar Þórdís Ósk Helgadóttir var ráðin í það starf hjá Reykjanesbæ. Súlan er ný skrifstofa sem opnaði í haust þar sem ýmsir málaflokkar heyra undir, þar má nefna atvinnuþróun, menningarmál, markaðs- og kynningarmál, ferðamál, safnamál og verkefnastofa. Þórdís Ósk er með BA gráðu í húsgagnaarkitektúr og meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Í starfi forstöðumanns Súlunnar felst meðal annars ábyrgð á innleiðingu verkefnastjórnunar sem stjórnunaraðferð í starfsemi Reykjanesbæjar, ábyrgð á innleiðingu og vinnu með stefnumótun á verkefnasviði Súlunnar og efling og samræming á kynningar- og markaðsmálum bæjarins. Víkurfréttir litu við á skrifstofu Þórdísar til að forvitnast um hagi hennar en skrifstofan er staðsett í fallegu nýuppgerðu húsi Gömlu búðar í gamla hverfi Keflavíkur.

Starfið gríðarlega spennandi

einstöku bæjarhátið. Ég sá strax að mikill metnaður er lagður í starfsemi menningarhúsa Reykjanesbæjar, þar má nefna Hljómahöllina, Bókasafnið og Duushúsin og er ég bæði spennt og stolt að fá að vinna með stjórnendum þessara húsa við framtíðaruppbyggingu. Reykjanesbær er þekktur fyrir fjölbreytta tónlist og er augljóst að hún endurspeglast í menningu bæjarins. Ásamt tónlist birtist

Hverju tekurðu eftir?

Þórdís Ósk flutti með þriggja ára son sinn sem unir hag sínum vel með móður sinni í Reykjanesbæ. Sá litli er alveg heillaður af flugvélunum sem fljúga yfir bæinn en þeim hljóðum voru þau ekki vön í Grafarvogi þar sem þau bjuggu. Það er alltaf forvitnilegt að heyra hvað gests augu sjá og heyra í umhverfi sem aðrir íbúar eru orðnir samdauna. „Það fyrsta sem ég tók eftir voru flugvélarnar sem fljúga yfir hverfið mitt.

Mikill áhugi á körfubolta

„Ég hef mikinn áhuga á körfubolta. Ég nýt þess að fara á körfuboltaleiki og hef verið að fara á leiki hjá báðum liðum Reykjanesbæjar og stefni á að mæta á sem flesta leiki eftir því sem tími gefst. Í minningunni er Reykjanesbær þekktur fyrir körfuboltann og má segja að hann standi ennþá fyrir sínu. Sonur minn hefur sýnt áhuga á íþróttinni og vonandi í framtíðinni verður hann hluti af íþróttmenningu bæjarins. Karfan er áhugamál mitt og bíð ég spennt eftir næstu leikjum,“ segir Þórdís Ósk.

Jákvætt viðmót alls staðar

Þórdísi finnst bæjarbúar vingjarnlegir og opnir í viðmóti sem hlýtur að auðvelda henni að kynnast fólki og eignast nýja vini. „Ég er mikið fyrir útivist og það hefur verið einstaklega gott veður hér í bænum síðan ég flutti en það gerir allt léttara og skemmtilegra. Mér skilst að lognið ferðist einfaldlega hraðar hér í Reykjanesbæ en það á ég eftir að upplifa,“ segir Þórdís kankvís. „Eitt það helsta sem greip mig er hvað fólk er vingjarnlegt og opið og vil ég þakka fyrir frábærar móttökur í minn garð,“ segir Þórdís þakklát að lokum.

Hvað finnst þér svo um bæinn okkar?

„Bærinn kemur skemmtilega á óvart. Ég hóf störf í miðjum undirbúningi Ljósanætur og fannst aðdáunarvert að fylgjast með því góða samstarfi sem átti sér stað við mótun hátíðarinnar. Mikill metnaður er hjá bæjarbúum og sér maður samheldnina fyrir þessari

Eins og ég nefndi áður þá bý ég í nýja Hlíðahverfinu sem er í nálægð við flugvöllinn og erum sjálfsagt í fluglínu. Strákurinn minn er voða hrifinn af flugvélum og finnst æðislegt að fylgjast með þeim. Mesti hávaðinn virðist koma frá orrustuþotunum en þetta er samt ekkert neikvætt og truflar mig ekki, þetta eru bara öðruvísi hljóð sem maður venst,“ segir Þórdís.

Þórdís Ósk Helgadóttir kann mjög vel við sig í Reykjanesbæ.

VIÐTAL

„Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki við hverju ég mátti búast áður en ég flutti hingað í haust en mér líður eins og ég hafi alltaf búið hérna. Það voru engar kvaðir af hálfu bæjaryfirvalda þegar ég fékk starfið um að ég festi hér búsetu en ég var spurð hvort ég gæti hugsað mér það. Í framhaldi af því ákvað ég að ég kynnast bænum betur með því að flytja í Hlíðahverfið og líkar það mjög vel. Móttökurnar eru með eindæmum góðar sem ég hef upplifað,“ segir Þórdís Ósk Helgadóttir, nýr forstöðumaður Súlunnar og bætir við að starfslýsingin í auglýsingunni hafi strax heillað hana: „Þegar ég sá stöðuna auglýsta þá fannst mér hún gríðarlega spennandi. Mér fannst ég tengja við alla málaflokka sem eru undir Súlunni og vissi um leið að þetta væri drauma-

starfið mitt. Ég var á þeim tímapunkti í lífi mínu að mig langaði í ævintýri og mér fannst þessi staða kalla á mig. Þær breytingar var ég tilbúin í, að eignast nýtt heimili og að kynnast nýju samfélagi úti á landi. Ákvörðun um að flytja hingað suður þótti mér ekki erfið. Mér og syni mínum líður mjög vel hér í Reykjanesbæ. Allir hafa tekið mjög vel á móti okkur. Ég á skyldmenni sem eru uppalin hér og hefur verið gaman að endurvekja þau kynni. Já, það er önnur stemning hér en í borginni þó við séum ekki langt frá henni þá erum við á landsbyggðinni þannig séð. Hér er heimilislegt og vingjarnlegt andrúmsloft, passlega langt frá borginni. Ég er sjálf fædd í Reykjavík en hef einnig alist upp á Álftanesi sem var talin sveit á sínum tíma. Einnig bjó ég í Danmörku í átta ár en þangað flutti ég eftir stúdentspróf og lærði húsgagnahönnun af Dönum enda eru þeir almennt þekktir fyrir fallega og stílhreina hönnun. Listir og skapandi hugsun hefur ávallt fylgt mér og er mér í raun blóð borin enda komin af listrænni fjölskyldu. Ég er spennt að takast á við þau verkefni sem fylgja þessu starfi hjá Súlunni.“

menningin einnig í hinum ýmsu listog leiksýningum og liggur metnaður á þessum sviðum. Það er augljóst að það er mikill kraftur í fólki bæjarins,“ segir Þórdís Ósk með bros á vör.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Menningarverðlaun, opnun sýninga og þakkir til styrktaraðila Ljósanætur Listasafn Reykjanesbæjar opnar nk. fimmtudag fjórar nýjar sýningar. Aðalsýning safnsins er á verkum úr safneign Braga Guðlaugssonar. Bragi, sem er veggfóðrameistari, hefur um langt skeið safnað listaverkum af mikilli ástríðu. Um árabil hefur hann verið fastagestur á öllum myndlistarsýningum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hann sækir heim myndlistarmenn til að kaupa af þeim myndir, skiptist á myndum við aðra safnara og verslar að auki við uppboðshús heima og erlendis. Í fórum hans er því að finna mörg ágæt verk frá ýmsum tímum. Heildstæðast er þó safn hans af verkum eftir íslenska listamenn á tímabilinu 19301960, þegar myndlistin í landinu stóð frammi fyrir meiri breytingum en nokkru sinni fyrr.

Mjög athyglisverð listaverk

Listasafn Reykjanesbæjar hefur fengið að velja úr þessu safni nokkrar myndir, aðallega olíumálverk, eftir þrettán listamenn sem endurspegla mikið umbrotaskeið íslenskrar

myndlistar, þegar umfjöllun um veruleikann er smátt og smátt að víkja fyrir hugmyndinni um listaverkið sem sjálfstæðan veruleika. Þarna er aðallega um að ræða verkin sem kynslóð eftirstríðsáranna gerði í aðdraganda

myndlistarbyltingarinnar sem kennd er við Septembersýningarnar 1947-52, sem sagt „Ágústmyndir Septembermanna“. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur. Við sama tilefni verður opnuð sýning Elvu Hreiðarsdóttur, FÖR, verk unnin með blandaðri tækni og einþrykk. Þá verður opnuð sýningin PERSÓNULEGAR SÖGUR, ljósmyndir og vídeóverk unnin af listakonunni Venu Naskrecka og Adam Calicki í tilefni pólskrar menningarhátíðar í Reykjanesbæ. Sýningin fjallar um með hvaða hætti persónuleg tengsl geta myndast á milli fólks af ólíkum uppruna. Vena og Adam eru bæði frá Póllandi en eru nú búsett í Reykja-

nesbæ. Þá verða einnig til sýnis skemmtileg verk eftir Jönu Birtu Björnsdóttur sem ætlað er að vekja athygli á fjölbreytileikanum í mannlegu samfélagi með því að sýna notkun hjálpartækja í jákvæðu samhengi. Við þetta sama tilefni verða menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, afhent auk þess sem styrktaraðilum Ljósanætur verður þakkaður stuðningurinn. Ókeypis aðgangur er við opnun. Sýningin Persónulegar sögur stendur til 24.nóvember en hinar til 12. janúar.


Íslandsbanki

Ánægðustu viðskiptavinirnir Komdu í hópinn. Viðskiptavinir Íslandsbanka eru þeir ánægðustu í bankaþjónustu, sjötta árið í röð, samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2018. Skráðu þig í viðskipti strax í dag á islandsbanki.is


10

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Mikil tækifæri fyrir Keili í auknu samstarfi við Kanada Dr. Douglas Booth, deildarforseti ævintýraleiðsögunáms og ferðaþjónustu við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada, fundaði nýverið með forsvarsmönnum Keilis um samstarf skólanna. Frá árinu 2013 hefur háskólinn vottað leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis, en skólinn er viðurkenndur sem einn af leiðandi aðilum á heimsvísu í sérhæfðu leiðsögunámi ævintýraferðaþjónustu.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 458-2200

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Faxabraut 27, Keflavík, fnr. 208-7433 , þingl. eig. Nadía ehf., gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 09:00. Suðurgata 40, Sandgerði, fnr. 209-5129 , þingl. eig. Níels Friðbjarnarson, gerðarbeiðandi Sandgerðisbær, þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 09:45. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 11. nóvember 2019

Douglas tók nýverið við starfi deildarforseta við TRU og hefur skólinn lagt áherslu á að treysta enn frekar samstarfið við Keili, meðal annars með sameiginlegri markaðssetningu á leiðsögunámi, innleiðingu nýrra námsbrauta og þátttöku í þróunarverkefnum. Mikil tækifæri eru á auknu samstarfi skólanna, meðal annars sem snýr að sjálfbærni, umhverfisvitund og ferðaþjónustu, ásamt hinum ýmsu birtingarmyndum ævintýraferðamennsku á norðurslóðum. „Við hjá Thompson Rivers University erum stolt af samstarfinu við Keili og gerum okkur grein fyrir þeim mikilvægu áhrifum sem leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hefur haft á ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Douglas. „Námið er ekki einungis mikilvægur liður í að mennta hæfa og vel þjálfaða leiðsögumenn í óbyggðaferðum og afþreyingarferðaþjónustu, heldur er með í að mennta næstu kynslóð frumkvöðla í ferðaþjónustu.“ Fulltrúar TRU og Keilis ákváðu á fundinum að setja saman áætlun um sértæk þróunarverkefni sem snúa gagngert að auknu samstarfi menntastofnananna með áherslu á fyrrgreind

atriði. Þá hefur TRU áhuga á að auka enn frekar samstarf við Keili með áherslu á nýtt námsframboð, meðal annars í ferðaþjónustu, viðburðastjórnum innan afþreyingarferðamennsku, námsframboði í fjarnámi svo sem einkaþjálfun, ásamt sjálfbærni og vistvænni ferðaþjónustu. Á fundi með bæjarstjóra Reykjanesbæjar var enn fremur lögð áhersla á samstarfsmöguleika í fræðslutengdri ferðaþjónustu ásamt þróun á tækifærum til útikennslu.

Alþjóðlegt nám með mikla möguleika

Á núverandi skólaári leggja samtals sextán nemendur frá sex löndum stund á námið, en það tekur átta mánuði þar sem helmingur námstímans fer fram á vettvangi í náttúru Íslands. Nemendurnir í ár koma frá Íslandi, Kanada, Grænlandi, Frakklandi, Hollandi og Kína, en þetta er í fyrsta sinn sem kínverskur nemandi leggur stund á námið. Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku hefur vakið athygli bæði meðal íslenskra og erlendra nemenda og hafa samtals 85 nemendur frá hátt í tuttugu löndum

Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis; Arnar Hafsteinsson, forstöðumaður Íþróttakademíu Keilis; Dr. Douglas Booth, deildarforseti hjá TRU; og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. útskrifast á undanförnum árum. Markmið námsins hefur verið að auka færni og þekkingu í flestum geirum ævintýraferðamennsku, meðal annars með því að tryggja öryggi leiðsögu- og ferðamanna í óbyggðum ásamt því að auka gæði og þjónustu í greininni. Að náminu koma bæði innlendir og erlendir kennarar sem hafa allir öðlast alþjóðleg réttindi og mikla færni á sínu sviði, svo sem í fjallamennsku eða kajak- og flúðasiglingum.

FS-ingurinn:

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,

ANTON NARVAÉZ NOLO Túngötu 10, Grindavík,

varð bráðkvaddur, laugardaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn 18. nóvember kl. 14. Olena Kobets, Helena Sandra Antonsdóttir, Stefán Kristjánsson, Anton Kevin Antonsson, Katherine Harris, Natalie T. Narvaéz Antonsdóttir, Þórir Kjartansson, Sylvía Mekkín Antonsdóttir, Bobby Donchev, og barnabörn.

Ástkær móðir okkar, amma, Ástkær okkar, tengdamamma, tengdamóðir, Ástkær okkar, tengdamamma, amma, amma, Ástkær móðir móðir okkar,móðir tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma langamma og langalangamma langamma og langalangamma langamma og langalangamma

KOLFINNA ÁRNADÓTTIR KOLFINNA ÁRNADÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

léstNesvöllum á Hrafnistuþriðjudaginn. Nesvöllum þriðjudaginn. lést á Hrafnistu 29. október. 29. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 15.kl.nóvember kl. 11. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn föstudaginn 15. nóvember 11. Ástfríður Svala Njálsdóttir, Ástfríður Svala Njálsdóttir, Dalrós Njálsdóttir, Gísli Sigurðsson Árný DalrósÁrný Njálsdóttir, Gísli Sigurðsson Jóhanna Njálsdóttir, Kári Þorgrímsson Jóhanna Njálsdóttir, Kári Þorgrímsson Anna Njálsdóttir, Erlendur Salómonsson Þórdís AnnaÞórdís Njálsdóttir, Erlendur Salómonsson Kolfinna Njálsdóttir, Óskar Kolfinna Njálsdóttir, Óskar Birgisson Birgisson barnabarnabörn barnabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. og barnabarnabarnabörn.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Um er að ræða 60 ECTS, átta mánaða nám á háskólastigi, sem hentar vel þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Útskrifaðir nemendur hafa möguleika á að vinna á óhefðbundnum og fjölbreyttum starfsvettvangi með góðum starfsmöguleikum víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennsku.

Rún Arnmundsdóttir UMSJÓN Ásta og Birgitta Rós Jónsdóttir

Geggjað félagslíf í skólanum! Sveinn Andri Sigurpálsson er FS-ingur vikunnar. Hann segist vera bæði fyndnasti nemandi skólans og uppáhaldsnemandi Kristjönu kennara. Sveinn Andri stefnir á atvinnumennsku í fótbolta í framtíðinni.

Hvað heitirðu fullu nafni? Sveinn Andri Sigurpálsson. Á hvaða braut ertu? Íþrótta og lýðheilsubraut. Hvaðan ertu og hvað ertu gamall? Ég er frá Njarlem og er alveg að verða 18 ára. Hver er helsti kostur FS? Allt. Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti. Hvað hræðistu mest? Að Rósa kasti í mig penna. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég hef ekki hugmynd. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég. Hvað sástu síðast í bíó? Jokerinn. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco. Hver er helsti gallinn þinn? Er snar ofvirkur. Hver er helsti kostur þinn? Ég er uppáhaldsnemandi hennar Kristjönu. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snap, Insta, Youtube. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Breyta þessu helv… fjarvistarkerfi. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? No komment. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Geggjað! Hver er stefnan fyrir framtíðina? Atvinnumennska. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? FS

Uppáhalds:

-kennari? Rósa. -skólafag? Afreksfótbolta línan. -sjónvarpsþættir? Friends. -kvikmynd? Happy Gilmore. -hljómsveit? Migos. -leikari? Adam Sandler.


Hátíðarsýning

í tilefni af 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps

Tónlist: Jerry Bock Tex : Sheldо Harnick

Sýningar í Stapa í Hljómahöll, Reykjanesbæ Frumsýning: Aðrar sýningar:

Föstudag Laugardag Sunnudag

15. nóv. kl. 19:00 16. nóv. kl. 19:00 17. nóv. kl. 19:00

Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum af Suðurnesjum Hljómsveitarstjóri: Karen J. Sturlaugsson Leikstjóri: Jóhann Smári Sævarsson Miðaverð: 3.800 kr – Miðasala: Hljómahöll.is og tix.is

Sýningin er styrkt af:

Byggt á sögu eftir Joseph Stein. Útsetning: Music Theatre International í Evrópu www.mtishows.co.uk


12

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Fræðslufundur um sykursýki í boði Lions

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Lions International eru fullkomnlega óháð góðgerðasamtök sem telja um 1,4 milljónir félaga. Hreyfingin varð 100 ára árið 2017 og af því tilefni var ákveðið að á næstu 100 árum yrði sérstök áhersla lögð á sykursýki. Vorið 2019 var landssöfnunin Rauð fjöður helguð kaupum á augnbotnamyndavélum fyrir Innkirtladeild Landspítala og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nú um næstu helgi munu Lionsklúbbar um allt land standa fyrir hefðbundnum skimunardegi í tengslum við alþjóðadag sykursýki.

Velferðarsvið – forstöðumaður á búsetukjarna Fræðslusvið – sálfræðingur Háaleitisskóli – umsjónarkennari á miðstigi Velferðarsvið – starf við liðveislu Umhverfissvið – fulltrúi á skrifstofu

Styðjum gott málefni

Lionsklúbburinn í Keflavík státar af langri sögu um öflugan stuðning við góð málefni í heimabyggð. Klúbburinn hefur nú, í takt við áherslur Lions, tekið höndum saman með Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Janusi heilsueflingu til þess að vekja athygli á sykursýki, forvörnum og úrræðum. Klúbburinn tók þátt í Heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

með því að standa fyrir vel heppnaðri gönguferð um gamla bæinn í Keflavík þann 2. október sl. og næsta verkefni er fræðslufundur fyrir almenning á Alþjóðadegi sykursjúkra þann 14. nóvember. Fræðslufundurinn verður á Radisson Park Inn í Keflavík og hefst kl. 19:30. Hann er opinn öllum meðan húsrúm leyfir og boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra um ýmsa þætti er tengjast sykursýki en um

leið minnt á þá mikilvægu og góðu þjónustu sem HSS býður upp á fyrir Suðurnesjabúa. Á laugardeginum 16. nóvember verður svo árleg skimun vegna sykursýki í samvinnu við aðra Lionsklúbba á svæðinu. Að lokum, ef þig langar að leggja lið í nærumhverfi þínu er Lions kjörin nútímalegur vettvangur – við tökum vel á móti ykkur, jafnt konum sem körlum á öllum aldri – við hlökkum til að sjá þig. Nánar á facebook síðu klúbbsins https://www.facebook. com/lionskef/ Rafn Benediktsson, formaður Lionsklúbbs Keflavíkur

Heilsueflandi samfélag Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Til að fylgja þessum markmiðum eftir þarf að gæta að þessum þáttum í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í heilsueflandi skólum er hugað vel að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð og vellíðan nemenda og starfsfólk í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Leikskólar Reykjanesbæjar hafa farið fram með góðu fordæmi og eru átta af tíu leikskólum heilsueflandi. Grunnskólarnir sjö eiga eftir að huga að innleiðingu heilsueflandi þátta en Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið heilsueflandi í átta ár.

Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - Menningarverðlaun, sýningar og þakkir Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18:00. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan veitt. Opnun nýrra sýninga. Þakkir til styrktaraðila Ljósanætur 2019. Verið velkomin. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Föstudagur 15. nóvember. Bókabíó kl. 16:30. Ávaxtakarfan sýnd í miðju safnsins. Allir velkomnir. Vikan 11. - 17. nóvember. Norræn bókmenntavika. Þemað í ár er „Norræn hátíð“ og af því tilefni verður sett upp afmælishátíðarborð í Átthagastofu. Gestir geta skoðað og kannski bragðað af nýjum piparkökum. Vertu með í boðinu, settu myndirnar þínar á Instagram eða Facebook og merktu þær með #nordisklitt19 #bókasafnreykjanesbæjar

Eftirlit foreldra að dala?

Nýleg könnun á meðal nemenda í grunnskólum sýnir að verndandi þættir séu að dala. Þættir eins og góð andleg líðan, að foreldrar viti hvar börn þeirra séu á laugardagskvöldum, samverustundir með foreldrum og

Deiliskipulagsbreytingar

fleiri þættir koma ekki nægjanlega vel út. Um 40% nemenda í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar, 38% glíma við svefnerfiðleika og 17% þeirra segjast vera oft einmana. Á sama tíma er auðveldara að nálgast vímuefni. Salan er meiri og fer oft fram á samfélagsmiðlum þar sem börn og ungmenni verja miklum tíma. Tæknin er frábær, og flestir eru sammála um gagn hennar, en hún getur líka haft neikvæð áhrif á líf ungmenna.

Hvað geta foreldrar og samfélagið gert?

Spurningin er hvað hægt sé að gera til þess að efla og styrkja verndandi þætti í umhverfi barna og ungmenna til þessa að þau nýti frítíma sinn á jákvæðan hátt? Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur góð áhrif á líf barna. Við ættum að hvetja sem flesta til að stunda slíkt starf eftir skipulagt skólastarf. Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva utan skóla er dæmi

um verndandi þætti. Þar skiptir virkni foreldra máli. Í Reykjanesbæ er félagsmiðstöðin Fjörheimar. Hún hefur upp á bjóða fjölþætt klúbbastarf fyrir börn og ungmenni frá 12-18 ára aldri sem er vinsælt. Mikilvægt er að öll börn taki þátt íþrótta eða tómstundastarfi til að stuðla að verndandi þáttum í lífi barnanna.

Uppbygging íþróttamannvirkja

Samfélagið okkar hefur tekið miklum breytingum og hin gríðarlega fólksfjölgun kallar á að Reykjanesbær þarf að huga að uppbyggingu íþróttamannvirkja. Áherslan hlýtur að vera sú að skapa aðstæður fyrir öll börn í íþróttabænum okkar. Með því stuðlum við að því að samfélag okkar allra verði heilsueflandi. Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA í sálfræði, MBA. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur.

Deiliskipulagstillaga fyrir Hafnargötu 27 Markmið deiliskipulags er að heimilt verði að fjarlægja núverandi hús að Hafnargötu 27, að hluta eða í heild og reisa 5 hæða fjölbýlishús, auk bílageymslu á einni hæð austan við húsið. Í nýju húsi er gert ráð fyrir skrifstofu- eða verslunarhúsnæði á jarðhæð og allt að 12 íbúðum á efri hæðum. Heildarhæð hússins skal ekki fara yfir 16,0 m. frá gólfi götuhæðar núverandi húss. Fjöldi íbúa á deiliskipulagssvæðinu er áætlaður 32 persónur sé miðað við 2,7 persónur á íbúð. Nýtingarhlutfall lóðar er 3,4.

Deiliskipulagstillaga fyrir reit Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Íbúafundir um aðalskipulag Dagana 18. - 21. nóvember 2019 verður efnt til íbúafunda um endurskoðun Aðalskipulags Reykjanesbæjar. Markmið fundanna er að kynna íbúum þær breytingar sem stefnt er að og leita álits og þiggja ábendingar íbúa.

Markmið deiliskipulags er að stækka byggingarreit fyrir nýbyggingu fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viðbyggingu þessari er ætlað að þjóna sem stækkun á aðstöðu fyrir nemendur og er stækkunin 400 m² byggingarreitur. Stærð svæðisins er um 1,5 ha. Fjöldi bílastæða skal vera að lágmarki 5 bílastæði á hverja skólastofu, auk bílastæða fyrir starfsfólk. Nýtingarhlutfall á svæðinu er 0,35 og við stækkun á viðbyggingu verður nýtingarhlutfall 0,36.

Fundartími og staðsetning er sem hér segir:

Tillögur verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 14. nóvember 2019 til 30. desember 2019. Tillögur eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. desember 2019. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram. Reykjanesbær 13. nóvember 2019 Skipulagsfulltrúi

Mánudaginn 18. nóvember kl. 19:30-21:00 Andrews Theater Ásbrú

Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 19:30-21:00 Akurskóli Njarðvík

Miðvikudagnn 20. nóvember kl. 19:30-21:00 Heiðarskóli Keflavík

Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30-21:00 Gamli barnaskólinn Höfnum


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

13

Lions mælir blóðsykur Suðurnesjamanna Næstkomandi helgi mun Lions á Suðurnesjum standa fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu í samvinnu við Lyfju, Krossmóa 4 Reykjanesbæ. Mælingar verða í Grindavík föstudaginn 15. nóvember frá kl. 13 -16 í Nettó, í Reykjanesbæ verða mælingarnar laugardaginn 16. nóvember í Krossmóa 4 frá kl. 13 – 16 og í Vogunum verða mælingar einnig á laugardaginn frá kl. 13 – 15 í Iðndal 2. Mælingin er hluti af landsátaki Lionshreyfingarinnar og vitundarvakningu um sykursýki. Nóvember ár hvert er mánuður sykursýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykurmælingu. Markmiðið er að

vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki Mælingin er öllum að kostnaðarlausu og viljum við hvetja alla bæjarbúa til að nýta sér þessa þjónustu Lions og Lyfju.

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

HEILLAÐUR AF SPENNUSÖGUM LESANDI VIKUNNAR í Bókasafni Reykjanesbæjar er Arngrímur Arnarsson, starfsmaður á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ sem er dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir. Þar er Arngrímur að vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég var að klára Dauðaengillinn eftir Söru Blædel og svo hef ég verið að lesa ferðahandbækur um New York og Paris. Finnst gaman að skrifa upp úr bókum eins og ferðahandbókum.

Unuhátíð í Garði 18. nóvember Hollvinir Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst halda sína árlegu hátíð til að minnast Unu á fæðingardegi hennar, mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 20:00 í sal Tónlistarskólans í Garði. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum til starfsins í Sjólyst, en nú fer að styttast í að uppbyggingu hússins ljúki að utan sem innan. Dagskráin er fjölbreytt: Bókin Konan við hafið, ljósmyndabók um Unu og samferðafólk hennar, sem Guðmundur Magnússon hefur unnið fyrir Hollvinafélagið verður kynnt og til sölu. Flutt verða vegleg tónlistaratriði og verðlaunaafhending fyrir ljóðasamkeppnina Dagstjarnan. Í hléi verða léttar veitingar.

Una ein af stofnendum Slysavarnardeildar kvenna

Una Guðmundsdóttir, sem margir minnast með virðingu og þakklæti, bjó í Sjólyst og lagði sitt af mörkum til að efla menningar- og félagslífið í Garðinum. Hún var ein af stofnendum Slysavarnadeildar kvenna árið 1934 og ritari þar í 25 ár. Deildin hefur fengið nafnið hennar og heitir nú Slysavarna-

Hver er uppáhalds bókin? Ég hef mjög gaman af allskonar spennu- og glæpasögum. Ein af uppáhalds glæpasögunum er Þorpið eftir Ragnar Jónasson.

deildin Una. Una var gæslumaður barnastúkunnar Siðsemdar no14 í 30 ár. Þeir sem voru hjá henni þar muna hlýju hennar og veganestisins sem hún gaf þeim. Bókasafn ungmennafélagsins Garðars var í mörg ár á loftinu heima hjá Unu í Sjólyst og í umsjón hennar. Það varð grunnurinn að Bókasafni Garðs. Una kenndi í 20 ár yngri börnum og þeim sem áttu í basli með nám. Hún var leikstjóri Litla leikfélagsins í Garði um árabil og nýtti þá hæfileika sína þegar hún setti upp leikrit með bæði börnum og fullorðnum í stúkunum Siðsemd og Framför.

Völva Suðurnesja

Bókin Völva Suðurnesja kom fyrst út fyrir 50 árum og var endurútgefin 10

Hver er uppáhalds höfundurinn? Einn af mínum uppáhalds höfundum er Friðrik Erlingsson sem skrifaði m.a. Benjamín dúfu. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Bækurnar eftir Stephen King. Er nýlega búin að lesa bókina It sem er hrollvekja. Hvaða bók ættu allir að lesa? Allir ættu að lesa bækur um mat. Mér finnst gaman að lesa matreiðslubækur til að læra að elda í eldhúsinu. Hvar finnst þér best að lesa? Mér finnst best að sitja og lesa á skrifborðsstólnum mínum við skrifborðið mitt. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Þorpið eftir Ragnar Jónasson, Harry Potter bækurnar eftir Rowling og Dauðaengillinn eftir Söru Blædel.

árum síðar. Þar kemur fram að Una var lækningamiðill og þekkt fyrir hæfileika sína jafnt innan lands sem utan. Margir leituðu til Unu með sorgir sínar og áhyggjur. Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður hefur tekið fjölda viðtala við fólk sem segir frá kynnum sínum af Unu, fékk sjálfur að njóta kærleika hennar og hæfileika og fór frá henni með von í hjarta. Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst var stofnað á fæðingardegi Unu 18. nóvember 2011. Una lést í október 1978.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222 25% afsláttur

af öllum förðunarvörum frá Maybelline

Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09 -18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Rafbókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins.

Viltu vera næsti lesandi vikunnar? Á heimasíðu safnsins http:sofn.reykjanesbaer.is/ bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

ÍBÚÐ TIL LEIGU Til leigu miðsvæðis í Reykjanesbæ 4ra herbergja íbúð. Upplýsingar snotra1950@gmail.com

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

MAYBELLINE DAGAR Í APÓTEKARANUM 7-17. NÓVEMBER GLÆSILEGUR KAUPAUKI

FYLGIR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR VÖRUR FRÁ MAYBELLINE FYRIR 3.900 KR. EÐA MEIRA.* *KAUPAUKI FYLGIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Á EFTIRTÖLDUM SÖLUSTÖÐUM MAYBELLINE HJÁ APÓTEKARANUM: AUSTURVER, BÍLDSHÖFÐA, VALLAKÓR, MJÓDD, EIÐISTORGI, DOMUS MEDICA, MOSFELLSBÆR, KEFLAVÍK, FITJUM, HVERAGERÐI, SELFOSS, HELLA, VESTMANNAEYJAR.

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

www.apotekarinn.is

- lægra verð


14

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

Pólskir Þróttarar keppa í blaki Ný íþróttagrein hefur bæst við hjá Ungmennafélaginu Þrótti í Vogum en hópur Pólverja hefur gert samkomulag við félagið um að keppa í blaki undir merkjum þess. Til stendur að kynna íþróttina frekar fyrir bæjarbúum, jafnt ungum með eldri. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum hvetur bæjarbúa að kynna sér málið og mæta á heimaleiki blakliða bæjarins í Vogabæjarhöllinni.

Matráður í afleysingar Skólamatur ehf. óskar eftir að ráða matráða í afleysingar, bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Starfið felst í undirbúningi fyrir máltíðir, skömmtun og frágangi. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist á fanny@skolamatur.is Skólamatur ehf. www.skolamatur.is Hollt, gott og heimilislegt

Níu Íslandsmeistaratitlar og þrjú heimsmet Sundfólk Íþróttabandalags Reykjanesbæjar stóð sig afar vel á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug um síðustu helgi. Sundhópurinn vann sex titla og til þriggja titla á Íslandsmóti fatlaðra sem haldið var samhliða. Samtals níu Íslandsmeistaratitlar og þrjú heimsmet sem Már Gunnarsson setti. Már varð Íslandsmeistari í 50, 100 og 200m baksundi og setti heimsmet í flokki S11 (flokki blindra) í öllum þremur sundunum á ÍM fatlaðra. Karen Mist Arngeirsdóttir var Íslandsmeistari í 50, 100 og 200m bringusundi. Eva Margrét Falsdóttir varð Íslandsmeistari í 400m fjórsundi, fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar. Hún fékk silfur í 200m bringusundi og setti nýtt telpnamet. Þá fékk hún brons í 100m bringusundi og í 200m fjórsundi. Gunnhildur Björg Baldursdóttir varð Íslandsmeistari í 200m flugsundi og fékk silfur í 100m flugsundi. Fannar Snævar Hauksson varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi,

fyrsti Íslandsmeistartitill hans og fékk brons í 50 m flugsundi. Aron Fannar fékk brons í 400m fjórsundi, fyrstu verðlaun hans á Íslandsmóti. Kári Snær Halldórsson fékk brons í 200m bringusundi, fyrstu verðlaun hans á Íslandsmóti. Kvennasveit ÍRB fékk silfur í 4 x 100m fjórsundi. Þrír sundmenn náðu lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Færeyjum 29. nóv - 01. des. „Mjög flottur árangur hjá okkar fólki og nýir ungir afreksmenn að stíga fram. Framtíðin er björt hjá ÍRB,“ segir Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá ÍRB.

AUGLÝSING

Kynning tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls. Sveitarfélagið Vogar kynnir hér með, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2) og deiliskipulag vegna nýs vatnsbóls ásamt umhverfisskýrslu skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga. Tillögurnar eru til kynningar frá og með 11. nóvember 2019 til og með 25. nóvember 2019 og eru aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, þar sem má kynna sér þær á slóðinni: https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu Tillögurnar verða til sýnis og umræðu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa miðvikudaginn 20. nóvember nk. á milli kl. 15:30-16:30 á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2.

Umsókn um dvöl í orlofshúsi um páska 2020 Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife um páskana 8. apríl 2020 til 22. apríl 2020. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember. Leigan er 100 þúsund kr. og 18 punktar. Úthlutað er eftir punktastöðu. Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna inná www.VLFGRV.is undir orlofshús.

Ábendingum vegna tillagnanna má senda skriflega til Sveitarfélagsins Voga með bréfi eða tölvupósti á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en 25. nóvember 2019. Að lokinni kynningunni verður unnið úr þeim ábendingum sem kunna að vera gerðar við tillögurnar. Að því loknu verða endanlegar tillögur teknar til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og að henni lokinni lagðar fyrir bæjarstjórn til samþykktar til formlegrar auglýsingu þeirra, skv. 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins athugasemdafrests. Vogum, 11. nóvember 2019 Skipulags- og byggingarfulltrúi

MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 14. nóvember 2019 // 43. tbl. // 40. árg.

15

Keflvíkingar hafa unnið alla leikina og eru á toppnum Keflvíkingar eru enn ósigraðir í Domino’s deild karla í körfubolta og eru efstir eftir sex umferðir og tólf stig, fjórum meira en næstu lið sem hafa tapað tveimur leikjum. Njarðvíkingar unnu sinn annan sigur um síðustu helgi og eru eins og Grindavík í 3.-4. Neðstu sætunum með 4 stig.

MÖGNUÐ TILFINNING - segir sundmaðurinn Már Gunnarsson.

„Það er mögnuð til­finn­ing að hafa slegið öll heims­met í baksundi í 25 metra laug. Þetta er fyrst og fremst frá­bær ár­ang­ur en ég ætla mér ekki að dvelja of lengi við þetta því það er margt á döf­inni hjá mér. Þessi ár­ang­ur kom mér vissu­lega á óvart en hann sýndi mér jafn­framt að ég er á réttri leið. Eins og ég hef áður sagt þá er mark­miðið að vinna til gull­verðlauna í 100 metra baksundi á Para­lympics í Tókýó 2020. Að slá þessi heims­met var frá­bært og allt það en þetta var líka liður í þeirri veg­ferð sem ég er kom­inn á,“ sagði sundmaðurinn Már Gunnarsson í viðtali við Morgunblaðið en hann náði frábærum árangri á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra um síðustu helgi en þá synti hann undir þremur gildandi heimsetum í 25 metra laug. Már sagði við Morgunblaðið að ákveðnar bætingar hafi átt sér stað hjá honum. „Tímarnir eru orðnir betri og ég er að bæta mig á réttum sviðum. Að sama skapi var ´vkeðin pressa á mér líka enda er þetta síðasta árið fyrir Ólympíuár.Ef mér hefði ekki gengið jafan vel og raun ber vitni á þessuári væri alls ekki jafn líklegt að ég væri á leið á Paralympics, þótt

það sé ekket öruggt í þeim efnum. Ég þurfti því að stíga upp og við æfðum samkvæmt því. Það er mikil vinna á bak við þennan árangur og það er ljúft að sjá árangur erfiðisins. Að sama skapi er nauðsynlegt að uppskera líka annað slagið því annars hættir meðaur að nenna þessu,“ sagði Már við Morgunblaðið.

Í Domino’s deild kvenna eru Keflavíkurstúlkur í 5. sæti með þrjá sigra í 6 leikjum en Grindavík er á botninum, hefur ekki unnið leik. Í 1. deild kvenna er Keflavík-b í afsta sæti með 10 stig eftir 6 leiki. Njarðvík er í 3. Sæti með 8 stig og Grindavík-b er í næst neðsta sæti með 2 stig.

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

898 2222

LOKAÐ

VEGNA FLUTNINGA Lokað föstudaginn 15. nóvember að Holtsgötu 52 vegna flutninga.

Opnum mánudaginn 18. nóvember á nýjum stað að Njarðarbraut 15.

Brynjar í Vogana Knattspyrnulið Þróttar í Vogum hefur samið við Brynjar Jónasson til tveggja ára. Brynjar sem er 25 ára hefur spilað síðustu þrjú árin með liði HK. Brynjar hóf sinn meistaraflokksferil hjá Fjarðarbyggð á sínum tíma og spilaði þar undir stjórn Brynjars Gestssonar sem tók við Þrótti á dögunum.

SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FYRIRMYNDARFYRIRTÆKJA Í REKSTRI Á SUÐURNESJUM


MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Er með tvo boðsmiða í þetta gilliboð til bæjarbúa ...

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Tekinn með fíkniefni, lyf og kindabyssu Umtalsvert magn af fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum fannst við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum fór í, að fenginni heimild, í íbúðarhúsnæði um helgina. Um var að ræða hvítt fíkniefni, meintar e – töflur, metamfetamín svo og sterk verkjalyf. Einnig fannst kindabyssa á staðnum ásamt skotfærum. Jafnframt fjármunir sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Húsráðandi játaði fyrir lögreglumönnum á vettvangi að stunda fíkniefnasölu en neitaði að tjá sig um flest atriði sakarefnisins við skýrslutöku á lögreglustöð. Þá fundust fíkniefni, sterar

Sími: 421 0000

og hnúajárn við húsleit sem lögregla fór í um helgina, að fenginni heimild. Húsráðandi var handtekinn vegna vörslu á fíkniefnum, brots á lyfjalögum og vopnalögum. Hann játaði brot sín og var látinn laus að lokinni skýrslutöku á lögreglustöð. Enn fremur kom borgari á lögreglustöð um helgina með fíkniefni í poka sem hann fann í innkeyrslunni heima hjá sér.

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Handtekinn grunaður um sölu fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum handtók um liðna helgi mann á skemmtistað í umdæminu vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum og væri jafnframt að selja þau á staðnum. Maðurinn reyndist vera með um níu grömm af fíkniefnum í dós og gaf forpróf til kynna að um kókaín væri að ræða. Viðkomandi viðurkenndi í skýrslutökum á lögreglustöð að efnið væri kókaín. Hann neitaði hins vegar að hann hefði verið að selja fíkniefni. Auk efnisins var hann með nokkra fjárhæð í vörslum sínum sem var haldlögð í þágu rannsóknarinnar.

Tekinn ítrekað án ökuréttinda Ökumaður á þrítugsaldri sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um nýliðna helgi reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Lögregla hefur nokkrum sinnum haft afskipti af honum af þessum sökum. Með honum í bifreiðinni var eigandi hennar og var viðkomandi einnig ökuréttindalaus.

Annar ökumaður erlendur sem lögregla stöðvaði gat hvorki framvísað ökuskírteini né skilríkjum. Þá var bifreiðin sem hann ók í þannig ástandi að engu líkara var en að annað framhjólið væri að losna undan henni. Skráningarnúmerin voru því tekin af henni. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 138 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Veski með kókaíni fannst utan dyra Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning þess efnis að veski sem innihéldi poka með

meintu kókaíni hefði fundist utan dyra í Keflavík. Í því var einnig pakkning af kamagrageli. Skilríki voru í veskinu en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð. Hann samþykkti að undirgangast sýnatökur á lögreglustöð og var niðurstaða þeirra jákvæð á neyslu kókaíns. Þá fann lögregla um 20 grömm af kannabisefnum hjá húsráðanda einum við hefðbundið eftirlit með fíkniefnum í umdæminu. Enn fremur framvísaði farþegi í bifreið, sem stöðvuð var við eftirlit, kannabisefni sem viðkomandi var með á sér.

MEIRA Á VF.IS

LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar

Hornsteinn í samfélaginu Ef einhverja stofnun í okkar nærsamfélagi mætti kalla hornstein væri það Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við heyrum miklu oftar neikvæðar fréttir af henni en jákvæðar, umræðan er um skerta þjónustu, langa bið eftir tíma hjá læknum, skorti á heimilislæknum og svo mætti lengi telja. Ég hef hingað til blessunarlega verið laus við að þurfa almennt að sækja mikla þjónustu til heilbrigðiskerfisins. Eins og aðrir höfum við fjölskyldan þó þurft að leita læknis vegna umgangspesta og annara smákvilla sem upp koma, við förum þá jafnan á vaktina síðdegis og fáum úrlausn okkar mála. Það hefur virkað vel fyrir okkur og ekki reynt á langan biðtíma. Á þessu ári hef ég hinsvegar haft meira af HSS að segja en áður, einkum þar sem aldraður faðir minn hefur þurft á aðhlynningu að halda. Fyrst í febrúar á þessu ári þegar hann veiktist af inflúensu og lungnabólgu og þurfti að liggja inni í nokkra daga, og svo aftur núna þegar hann þurfti á bráðahvíldarinnlögn að halda vegna veikinda tengdum aldurstengdri heilabilun sem hann er að glíma við. Faðir minn, innfæddur og innmúraður Keflvíkingurinn, hefur verið búsettur í Reykjavík síðustu ár. Það var því algjört lán í óláni í febrúarveikindum hans að Landsspítalinn var yfirfullur og hann var sendur hingað á HSS. Og nú, þegar hann þurfti á hvíldarinnlögn að halda samdægurs var sömu sögu að segja - hann var boðinn innilega velkominn. Ég segi lán í óláni vegna þess að hér líður honum vel og ég leyfi mér að segja að honum líði betur en honum hefði liðið annars staðar. Umönnunin, kærleikurinn og fagmennskan sem faðir minn og við fjölskyldan höfum fengið að njóta hjá framúrskarandi starfsfólki HSS er algjörlega einstök. Við systkinin höfum dvalið hjá pabba allan sólarhringinn og séð frá fyrstu hendi þá miklu virðingu sem starfsfólkið ber fyrir umbjóðendum sínum og hversu mikinn metnað starfsfólkið leggur í störf sín. Ég vil nota þennan vettvang til þess að hrósa öllu þessu góða fólki og þakka fyrir okkur. Ég er óendanlega þakklát fyrir hvað vel er hugsað um föður minn og að hann fái að eyða ævikvöldinu hér í Keflavík þar sem hann bjó langstærsta hluta ævi sinnar. Það getur hann vegna þess að hér er til staðar sannkallaður hornsteinn í samfélaginu.

Bus4u býður uppá akstur á jólahlaðborð, skemmtanir og aðra viðburði fyrir stærri og smærri hópa á Reykjanesi. Tilvalið tækifæri fyrir hópa, fyrirtæki og stofnanir að gera sér glaðan dag, hrista hópinn saman og efla starfsanda. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hópsins. Frekari upplýsingar á info@bus4u.is og í síma 421-4444

Bus4u Iceland, Vesturbraut 12, 230 Reykjanesbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.