a n o k a t f Elsa krafir 40 met með y
GOTT FYRIR HELGINA 18.--21. NÓVEMBER
SJÁ SPORTIÐ
Ananas Ferskur
VE RÐSPRE
265
NGJA!
32%
AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 378 KR/KG
AFSLÁTTUR
Lambalæri Heilt, frosið
Kalkúnaleggir Ísfugl - lausfrystir
KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 929 KR/KG
1.289
30%
465
Miðvikudagur 17. nóvember 2021 // 43. tbl. // 42. árg.
Fatlað fólk er vannýttur auður
MEIRA EN 1000 ORÐ
JÖNU BIRTU BJÖRNSDÓTTUR
Heiða Björg Gústafsdóttir var vígð til djákna í Keflavíkursókn við hátíðlega athöfn í Skálholti um liðna helgi. Hún er fyrsti djákninn í Keflavík og mun starfa við hlið sr. Erlu Guðmundsdóttur sóknarprests í Keflavík og sr. Fritz Más Jörgenssonar prests. Á myndinni hér að ofan má sjá sr. Erlu dýfa oblátu í messuvín hjá Heiðu djákna við altarisgöngu í Skálholti. Við hlið Heiðu er sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti. Bakvið sr. Erlu sjáum við svo sr. Fritz Má og Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófast í Kjalarnesprófastsdæmi. Sjá nánar í blaðinu dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Lykillinn er að tala við fólk en ekki senda tölvupóst
– Atvinnumiðlari hjá Reykjanesbæ hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma
SEGIR SANDGERÐINGURINN ÁSTVALDUR RAGNAR BJARNASON Í SKEMMTILEGU VIÐTALI
„Lykillinn er að tala við fólk. Ekki senda tölvupóst,“ segir Aðalheiður Hilmarsdóttir hjá Reykjanesbæ. Aðalheiður, eða Heiða, var ráðin til Reykjanesbæjar í gegnum úrræðið „Hefjum störf“ með það í huga að hún myndi vinna með þetta sama úrræði til að útvega langtímaatvinnulausum vinnu. Hún er því nokkurs konar atvinnumiðlari og á örfáum mánuðum hefur Heiða fengið vinnu fyrir yfir áttatíu einstaklinga sem höfðu verið án vinnu í tvö ár eða lengur. Það er Súlan verkefnastofa, sem heyrir
undir menningar- og atvinnuráð, sem réð Heiðu til starfa en vinnur einnig náið með velferðarþjónustu Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnun í sínum verkefnum. Heiða leggur mikla áherslu á að hún vilji eiga samtal við fólk í gegnum síma og tölvupósturinn sé ekki notaður fyrr en fólk sé komið í vinnu. „Við erum að vinna með manneskjur en ekki tölur á blaði,“ segir Heiða m.a. í áhugaverðu viðtali við Víkurfréttir í dag. Viðtalið má sjá á síðum 14–15.
Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar hjá Súlunni, og Aðalheiður Hilmarsdóttir, atvinnumiðlari, eru í viðtali um vel heppnað átak.
V I Ð S Ý N U M A L L A R E I G N I R, F Á Ð U T I L B O Ð Í F E R L I Ð.
DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR
JÓHANN INGI KJÆRNESTED
ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR
UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR
S I G R I D U R@A L LT.I S | 560-5520
PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í Keflavík Karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum Kebab House í Keflavík í fyrra, var sjálfur fluttur á sjúkrahús með grun um reykeitrun vegna brunans. Þetta staðfestir Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara í samtali við Fréttablaðið. Einn var fluttur á sjúkrahús með reykeitrun eftir að hafa reynt að slökkva eld í eldhúsi veitingastaðarins Kebab House við Hafnargötu í Keflavík að morgni 21. júní í
fyrra. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla fengu útkall þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í tíu þann dag um eld að Hafnargötu 32 í Keflavík. Þar eru verslanir og veitingahús á jarðhæð en íbúðir á efri hæðum. Þegar lögregla kom á staðinn hafði einstaklingur reynt að slökkva eld í eldhúsi veitingastaðarins. Lögreglumenn fluttu hann þegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna gruns um reykeitrun.
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, afhenti Kjartani Má blómvönd við tilefnið. VF-mynd: pket
Kjartan Már kominn í 300 funda klúbbinn Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og fyrrverandi bæjarfulltrúi sat sinn þrjú hundruðasta fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þriðjudaginn 2. nóvember. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar afhenti Kjartani blómvönd á bæjarstjórnarfundi 16. nóvember.
Enginn fjörugur föstudagur í Grindavík í ár Enginn fjörugur föstudagur verður í Grindavík í ár. Ákveðið hefur verið í samráði við fyrirtækjaeigendur við Hafnargötu í Grindavík að aflýsa Fjörugum föstudegi sem fara átti fram 3. desember næstkomandi. Er það gert í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru fram til 8. desember. Engu að síður munu fyrirtæki við götuna koma til með að bjóða upp á góð tilboð þennan dag.
Kjartan Már er kominn í lítinn hóp sem hefur setið fleiri en 300 bæjarstjórnarfundi. Fyrsti fundurinn sem Kjartan Már sat var áttundi fundur sveitarfélagsins sem haldinn var 4. október 1994 og þann fund sat hann sem varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Kjartan var aðalbæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn árið 1998 og sat hann síðan sem bæjarfulltrúi kjörtímabilið 1998–2002 og 2002–2006. Á þessum tíma sat Kjartan 159 fundi sem aðal- og varafulltrúi, þar af sextán fundi sem forseti bæjarstjórnar.
Kjartan var síðan ráðinn bæjarstjóri árið 2014 og sat sinn fyrsta fund sem slíkur á 460. fundi bæjarstjórnarsem haldinn var 3. september 2014. Hann hefur frá þeim tíma setið 141 fund sem bæjarstjóri kjörtímabilin 2014–2018 og frá 2018 til dagsins í dag. „Það var mikil fengur fyrir nýjan meirihluta sem tók við á árinu 2014 að fá Kjartan Má til liðs við sig og hefur hann verið algjörlega ómetanlegur í starfi sínu sem bæjarstjóri. Að hafa bæjarstjóra sem þekkir sveitarfélagið sitt út og inn og tekur
þátt í samfélaginu af lífi og sál er mikilvægt hverju sveitarfélagi og þannig bæjarstjóri er Kjartan Már,“ sagði Guðbrandur Einarsson við upphaf bæjarstjórnarfundarins. Flesta bæjarstjórnarfundi hjá Reykjanesbæ hefur Böðvar Jónsson setið, yfir 400 talsins. Þeir sem hafa rofið 300 funda múrinn eru Björk Guðjónsdóttir, Árni Sigfússon og Guðbrandur Einarsson. Þá hafa þeir Friðjón Einarsson og Gunnar Þórarinsson nýlega náð 200 funda takmarkinu.
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Kórónuveiran á hraðferð á Suðurnesjum Kórónuveiran hefur verið á hraðferð um Suðurnes síðustu daga. Að jafnaði hafa um tíu smit greinst daglega eftir sýnatökur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðustu tíu sólarhringa. Á mánudag var slegið met þegar alls tuttugu og fimm einstaklingar greindust sýktir af kórónuveirunni. Hundruð sýna eru tekin daglega á Suðurnesjum. „Við hvetjum fólk til að gæta mjög vel að sóttvörnum, nota grímur og halda fjarlægð eins og mögulegt er,“ segir Andrea í samtali við Víkurfréttir. Örvunarbólusetning með þriðja skammti bóluefna gegn kórónuveirunni er hafin á Suðurnesjum. Fólk í framlínustörfum, s.s. heilbrigðisstarfsfólk, lögregla og sjúkraflutningamenn hefur verið bólusett. Á fimmta hundrað manns voru bólusett á Suðurnesjum í síðustu viku og bólusetning heldur áfram í þessari viku. Covidbólusetningar fara fram á Iðavöllum 12a eftir hádegi á
miðvikudögum og fimmtudögum. Einstaklingar fá boðun í örvunarbólusetningar þegar sex mánuðir eru liðnir frá seinni grunnbólusetningu. Óbólusettir einstaklingar sem óska eftir bólusetningu geta haft samband á covid@hss. is eða mætt á Iðavelli 12a á framangreindum opnunartíma í bólusetningu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er með sýnatökur og bólusetningar í húsnæði við Iðavelli 12a í Keflavík. Sýnatökur eru fyrir hádegi. Virka daga er einkennasýnataka og sóttkvíarsýnataka kl. 8:30-10:00. Sýnataka vegna smitgátar og hraðpróf vegna viðburða kl. 10:00-11:30. Laugardaga og sunnudaga eru allar sýnatökur kl. 8:3010:00. Hraðpróf eru einnig tekin að Aðalgötu 60 í Keflavík en þau eru nauðsynleg m.a. vegna viðburða þar sem fleiri en fimmtíu þurfa að koma saman. Hraðprófin eru án endurgjalds.
Stuðlaberg kynnir:
Nýtt á skrá
Grænásbraut 506, Reykjanesbær
Aðeins 15 bil eftir af 29 Glæsileg 85fm iðnaðar/geymsluhúsnæði við Grænásbraut 506 í Reykjanesbæ Afmarkaður sérafnotarflötur fylgir hverju bili á lóðinni Girðing með rafmagnshliði er í kringum alla lóðina, lóðin er öll malbikuð Innkeyrsluhurðin er 4x4 metrar
Tilbúið til afhendingar í desember Verð frá 20.500.000,- án vsk eða 22.360.000,- með vsk
Lúxus eignir við sjávarsíðuna
Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur Fasteignasali 863 0100 laugi@studlaberg.is
Halldór Magnússon Löggiltur Fasteignasali 863-4495 dori@studlaberg.is
Pósthússtræti 5, Reykjanesbær
Hafnargata 29, Reykjanesbær
Aðeins 5 íbúðir eftir Glæsilegar um 110fm íbúðir við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ Eigninar hafa allar mikið útsýni út á sjóinn til austurs Bílastæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum
Aðeins tvær íbúðir eftir Glæsilegar 128fm íbúðir við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ Eigninar hafa allar mikið útsýni út á sjóinn til austurs Bílastæði í bílakjallara fylgir báðum íbúðunum Tvö baðherbergi
Tilbúnar til afhendinga strax
Tilbúnar til afhendinga strax
Verð frá 55.900.000,-
Verð frá 57.100.000,-
Haraldur Guðmundsson Löggiltur Fasteignasali 661-9391 halli@studlaberg.is
Brynjar Guðlaugsson Löggiltur Fasteignasali 896-5464 brynjar@studlaberg.is
Guðbjörg Pétursdóttir Bókhald og móttaka 864-5400 gugga@studlaberg.is
Bryndís Jóna Rúnarsdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala 6152106 bryndis@studlaberg.is
Lovísa Kjartansdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala 8665712 lovisa@studlaberg.is
Hafnargata 20, 230 Reykjanesbæ 420 4000· studlaberg@studlaberg.is
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Úthlutun 77 lóða í nýju hverfi í Grindavík
Frá gatnagerð í Hlíðarhverfi í Grindavík. VF-myndir: Jón Steinar Sæmundsson
Stefnt er að afhendingu lóðanna eftir tvo mánuði
Þröstur Sigurðsson frá Lotu verkfræðistofu, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kristinn Loftur Einarsson, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni, og Sigurður Ari Gíslason, viðskiptastjóri Öryggismiðstöðvarinnar, við undirritun samningsins.
Öryggismiðstöðin vaktar Reykjanesbæ Reykjanesbær hefur samið við Öryggismiðstöðina um öryggisþjónustu til næstu fjögurra ára. Samningurinn tekur til þjónustu, viðhalds og vöktunar á öryggiskerfum í öllum húseignum á vegum Reykjanesbæjar. Reykjanesbær rekur viðamikla starfsemi í yfir 50 byggingum víðsvegar um sveitarfélagið, sem dæmi má nefna íþróttamannvirki, sundlaugar, söfn, grunnskóla, leikskóla og ráðhús. Öryggismiðstöðin er fyrir með umsvifamikla þjónustu á svæðinu og reka sólarhrings útkallsþjónustu öryggisvarða, sinna fjölmörgum verkefnum við öryggisgæslu og við
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Opnað hefur verið fyrir lóðarumsóknir í nýju Hlíðarhverfi sem mun rísa austast í Grindavík en senn líður að verklokum gatnagerðar á fyrsta áfanga hverfisins en áætlað er að verkinu ljúki í desember. Á svæðinu er að mestu gert ráð fyrir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði, en auk þess er gert ráð fyrir sex deilda leikskóla og lóð fyrir verslun eða þjónustu. Bæjaryfirvöld eru þegar farin að leggja drög að leikskóla og hafa sótt um byggingarleyfi fyrir hann. Deiliskipulagssvæðinu má skipta í tvennt út frá legu landsins sem hækkar tiltölulega hratt til norðausturs, því má segja að um sé að ræða tvö hverfi eða íbúðarhúsasvæði, efra og neðra. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulagssviðs Grindavíkurbæjar segir gatnagerð í hverfinu skipt í þrjá áfanga. Gert er ráð fyrir því að hverfið byggist fyrst upp í framhaldi af núverandi gatnakerfi og ná-
lægðri byggð. Horft væri til þess að byggð rísi fyrst þar sem landið er flatara og síðar uppi á hæðinni. Uppbygging mun þó verða háð eftirspurn og aðstæðum í samfélaginu. Íbúðarbyggðin er í meginatriðum lágreist, einnar og tveggja hæða sérbýlishús og tveggja til þriggja hæða lítil fjölbýlishús. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir allt að 404 íbúðum. Í samtali við Víkurfréttir segist Atli Geir merkja talsverðan áhuga á lóðum í þessum fyrsta áfanga Hlíðarhverfis. Þær götur sem eru í 1. áfanga eru Arnahlíð, Brattahlíð (að hluta), Fálkahlíð, Kríuhlíð, Lóuhlíð, Mávahlíð og Spóahlíð. Við þessar götur eru samanlagt 77 lóðir. Breytingar voru gerðar á lóðarúthlutunarreglum Grindavíkurbæjar á fundi bæjarstjórnar í október 2021. Helstu breytingar sem ber að
tækniþjónustu í Reykjanesbæ. Aviör er flugverndarsvið Öryggismiðstöðvarinnar og sérhæfir sig í flugvernd á Keflavíkurflugvelli ásamt því að sjá um COVID-19 skimun á landamærunum. Öryggismiðstöðin starfrækir einnig hraðsýnatökustöð við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og skrifstofur á Ásbrú. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá að bæta Reykjanesbæ við í hóp okkar viðskiptavina og hlökkum til samstarfsins en samningurinn er afar góð viðbót við starfsemi okkar í Reykjanesbæ sem fer ört stækkandi,” segir Kristinn Loftur Einarsson. deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Jólakransar Lionskvenna til styrktar líknarmála á Suðurnesjum
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
Kæru velunnarar! Við erum að fara af stað með sölu á sælgætiskrönsunum okkar, eftir langt hlé. Kransinn kostar 7000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum eins og verið hefur. Með ósk um góðar móttökur og þökkum stuðninginn á liðnum árum.
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Lionsklúbburinn Freyja (Áður Lionessuklúbbur Keflavíkur)
nefna eru að umsækjendur geta sótt um eins margar lóðir og þeir vilja í hverri úthlutun en takmörkun er á hversu margar lóðir umsækjendur geta fengið. Einstaklingar geta mest fengið eina lóð í sama notkunarflokki úthlutaða á sama fundi. Lögaðilar geta mest fengið tvær lóðir í sama notkunarflokki úthlutað á sama fundi. Ekki er lengur sótt um lóð til vara. Fyrirkomulag við lóðarúthlutun þegar fleiri en einn sækja um lóð er áfram óbreytt, þ.e. fram fer útdráttur. Opinn kynningarfundur þar sem málefni svæðisins verða kynnt verður haldinn í lok nóvember og verður auglýstur nánar síðar. Eins og segir hér að framan er gatnagerð í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis í fullum gangi og er áætlað að henni ljúki í lok desember 2021Stefnt er að afhendingu lóðanna þann 15. janúar 2022.
BLÁR
Fimmtudagur
18. nóvember Valdar vörur á 20-40% afslætti Opið til 20
Fylgstu með á byko.is
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Bjössi Sól var magnaður á síldinni Höldum áfram með Vogana enn árið 1999 kaupir Valdimar hf. línubátinn Austurborg GK sem síðar fékk nafnið Valdimar GK og þegar Fiskanes, Valdimar hf. og Þorbjörn hf. í Grindavík sameinuðust fór Valdimar GK yfir í Þorbjörn hf. og er ennþá gerður út undir nafni Þorbjarnar, öfugt við þegar Vogar hættu, þá var enginn fiskvinnsla lengur í því húsi, en þá hefur verið fiskvinnsla í húsnæði Valdimars hf í Vogunum.
FIMMTUDAG KL. 19.30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Aftur að Vogum en eftir þar síðasta pistil sem fjallaði að nokkru um fyrirtækið Vogar hf. bárust mér ansi margar ábendingar um að ekki væri farið rétt með sögu þess fyrirtækis. Það var nefnilega þannig að fyrirtækið var stofnað árið 1942 og fyrsti framkvæmdastjóri þess var Jón G Benediktsson. Eigendur voru margir útvegsbændur af Vatnsleysuströndinni og einn af þeim var Ólafur Solimann. Hann hægt og bítandi keypti hann upp bændurnar og var kominn með 80% af hlutfé fyrirtækisins. Árið 1952 seldi Ólafur sinn hluta og Einar Guðfinnson á Bolungarvík keypti stærsta hlutinn, en Jón G. var áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið átti ekki marga báta, aðeins 3, Ara GK og Hafrúnu ÍS og gerði út báta frá 1959 til 1975. Annar afli var að mestu fenginn frá öðrum bátum og var unnið í húsinu allar helstu bolfiskafurðir, humar og loðnu sem var fryst. Vogar hf. átti frá upphafi aðild af Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og var með vinnslunúmer SH 49. Auk þess seldi fyrirtækið í gegnum SÍF og SSF sem var skreiðarframleiðanda. Þetta með að Einar Guðfinnsson á Bolungarvík hafi átt hlut í fyrirtækinu alveg þangað til að Garðar Magnússon kaupir fyrirtækið árið 1977, skýrir ansi mikið af hvejru bátar frá Bolungarvík voru á sumrin á humarveiðum og lönduðu þá meðal í Sandgerði og Keflavík og var sá afli unnin í Vogum hf. Ari GK númer 2 sem var keyptur árið 1970 var einmitt
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
keyptur frá Bolungarvík og hét þar Einar Hálfdáns ÍS. Þess til viðbótar má geta þess að Ólafur Solimann sem átti í fyrirtækinu frá upphafi til 1952 var nokkuð stór útgerðaraðili og sonur hans Arnbjörn H. Ólafsson eða Bjössi Sól eins og hann var kallaður var skipstjóri meðal annars á báti sem hét Jón Guðmundsson KE. Hluti af aflanum sem m.a. Jón Guðmundsson KE veiddi var lagður upp hjá Vogum hf . Fyrst ég er kominn í Jón Guðmundsson KE þá má geta þess að Bjössi er orðinn níræður og ansi magnað að hugsa til þess að eitt árið fyrir rúmri hálfri öld þegar síldveiði var sem mest og hann lagði upp frá Keflavík fékk hann 900 tonn á vertíðinni. Yfir sumarið fór báturinn á síld og fékk alls 2.295 tonn af síld fyrir
norðan og kom síðan suður og var á haust síld fyrir sunnan og landaði þá alls 1890 tonnum. Jón Guðmundsson KE var 75 tonna eikarbátur og sagði Bjössi að fullfermi af síld hafi verið um 120 til 135 tonn. Þetta er ansi magnaður afli því heildaraflinn hjá bátnum var alls 5.085 tonn á aðeins 75 tonna báti. Ótrúlegt. Valdimar GK sem ég byrjaði pistilinn og er 569 tonna bátur hefur aldrei náð að veiða 5085 tonna á einu ári eins og Bjössa tókst að gera á Jóni Guðmundssyni KE fyrir um 60 árum síðan. Annars er þessi pistill skrifaður frá Þýskalandi enn ég er þar staddur núna með fjölskyldu minni og vanalega þegar ég hef verið í þessum ferðalögum mínum þá hef ég reynt að tengja saman þann stað sem ég er á hverju sinni við Suðurnesin. Varðandi Þýskaland væri hægt að skrifa mikið um tengingar þar á milli, meðal annars útaf siglingum togara og báta frá Suðurnesjum við Þýskaland og báta sem voru smíðaðir þar og voru á Suðurnesjunum. Læt ég hér með lokið umfjöllun minni um Vogana og þakka mikið fyrir áhugann sem þessir pistlar vöktu, en það kom mér mikið á óvart hvað hann var mikill hjá ykkur lesendur góðir.
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI Jón Steinar Sæmundsson
Uppruni hlutanna Eikarbáturinn Gunnar Hámundarson GK 357 ber hönnuðum og smíðum sínum fagurt vitni þó langt sé um liðið frá því að honum var hleypt af stokkunum. Smíðaður árið 1954 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og var hann nýsmíði númer eitt hjá stöðinni. Gunnar Hámundarson var alla tíð gerður út til fiskjar af sömu útgerð, Gunnari Hámundarsyni ehf. sem stofnað var í Garði árið 1911 sem gerir það sennilega að elsta útgerðarfélagi landsins. Þó svo að Gunnar Hámundarson sé orðinn „löggilt gamalmenni“, 67 ára og horfinn héðan af Suðurnesjum fyrir nokkru síðan, þá er hann hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann rær nú á norðlensk mið með hvalaglápara víðsvegar að úr heiminum. Upprunastaður Gunnars, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, er enn
á sínum stað en hlutafélag um stöðina var stofnað í febrúar árið 1945. Markmið stöðvarinnar sem sett voru í upphafi á stjórnarfundi voru orðrétt: „Tilgangur fjelagsins er að annast skipasmíðar og skipaviðgerðir, uppsátur skipa, vjelsmíði og vjelaviðgerðir og allskonar vjelavinnu á járn og trje, ennfremur efnissölu.“ Þó svo að ekki fari mikið fyrir nýsmíði á skipum hjá stöðinni í dag þá eru menn þar bæ hvergi af baki dottnir. Stór áform eru uppi um uppbyggingu nýs skipaþjónustuklasa í Njarðvík í framtíðinni. Snýr það verkefni meðal annars að bættri aðstöðu í Njarðvíkurhöfn, kaupum á þurrkví fyrir stórskip sem yrði yfirbyggð. Það er ljóst að framtíðin hjá þessu eina elsta fyrirtæki Suðurnesja er björt ef af áformum verður.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
ENNEMM / SÍA / NM-002091
Fáðu næsta pakka á N1
Renndu við þegar þér hentar Nú geturðu valið að sækja sendinguna þína frá netverslunum ELKO, ASOS o.fl. á hvaða þjónustustöð N1 sem er – jafnvel allan sólarhringinn. Við tökum netverslunina alla leið svo þú getur strax byrjað að hlakka til næsta pakka!
440 1000
n1.is
ALLA LEIÐ
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Meðalhraðaeftirlit með myndavélum á Grindavíkurvegi Meðalhraðaeftirlit á Grindavíkurvegi hófst á þriðudag en auk Grindavíkurvegar verður samskonar eftirlit í Norðfjarðagöngunum. Í fyrsta sinn á Íslandi verður sú aðferð notuð að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. Rannsóknir sýna að sjálfvirkt hraðaeftirlit virkar vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Meðalhraðaeftirlit er þó enn áhrifaríkara en punkthraðaeftirlit. Vonast er til að hægt verði að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum, segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Kaflinn sem um ræðir er á Grindavíkurvegi milli Bláalónsvegar og Grindavíkur. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017 en tilraun með sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit hér á landi var fyrst gerð árið 2015 með aðstoð norsku vegagerðarinnar. Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, staðfesti í september uppfærðan samstarfssamning Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum.
Séð yfir Grófina. Lóð gömlu Dráttarbrautar Keflavíkur hefur verið lituð í gulum lit. Lóðin og byggingar á henni eru nú til sölu.
Selja Dráttarbraut Keflavíkur og vilja hugmyndir um uppbyggingu í Grófinni Reykjanesbær hefur auglýst til sölu byggingar og lóðarréttindi að Grófinni 2 í Keflavík. Um er að ræða gömlu Dráttarbraut Keflavíkur. Um er að ræða 1.512 fermetra atvinnuhúsnæði sem er víkjandi samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi, en í því er heimild til að byggja alls 9.185 fermetra á 8.165 fermetra reit reit. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi bygginga á lóðinni. Í auglýsingu frá Reykjanesbæ segir að það myndi leiða til inneignar gatnagerðargjalda uppá tæpar 28 milljónir króna. Reykjanesbær óskar er eftir tilboðum í eignina auk hugmynda um uppbyggingu á reitnum. Bæjar-
yfirvöld segja æskilegt að endurskoða núverandi deiliskipulag útfrá breyttum forsendum um nýtingu svæðisins við endurskoðun aðalskipulags. Má þar meðal annars nefna breytingar á fyrirhugaðri stærð smábátahafnar og flokkun svæðisins. Þá segir að sérstaklega verður horft til samspils áætlana við uppbyggingu umliggjandi svæða eins og þær koma fram í fyrirliggjandi vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020– 2035. Reykjanesbær hefur á undanförnum árum verið eitt helsta vaxtarsvæði landsins. Samhliða þeim vexti hefur bærinn og þarf að þróast
í takti við hin miklu umsvif sem fylgja þessari grósku, hvort heldur er vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli eða öðrum tækifærum í öflugu efnahags- og mannlífi svæðisins. Í grónari hverfum bæjarins eru mikil tækifæri til þróunar reita sem hafa verið bundnir við annan tilgang en nútímaþarfir samfélagsins bæjarins kalla á. Verður þróun þeirra gerð að sérstökum verkefnum, þar sem bærinn mun ýmist selja eignir og lóðaréttindi til einkaaðila eða leita með öðrum hætti eftir samstarfsaðilum um þróun svæða. Á vef Reykjanesbæjar segir að gott dæmi um þetta er reiturinn sem er auglýstur núna, Grófin 2.
Þar var á sínum tíma dráttarbraut og svæði tengt fiskverkun og sjávarútvegi í nágrenni. Í fyllingu tímans hefur umhverfið svo þróast í aðrar áttir, léttur iðnaður í Grófinni og Duushúsin orðin menningarhús. Ef vel tekst til getur þessi reitur orðið lykill að breyttri ásýnd svæðisins og verið hluti af því að tengja Bergið og smábátahöfnina betur við Hafnargötu og Duus torfuna. Hugmyndin er að þróun þessara reita/svæða verði í samstarfi við fjárfesta og leiði þau í átt til þeirra þarfa sem samfélagið hefur um framtíðarnýtingu þeirra, segir á vef Reykjanesbæjar.
Plokkarinn Simbi fór út af sporinu kom heim með vettling og prjóna Magðalena Margrét Kristjánsdóttir lýsti í byrjun vikunnar eftir eiganda að vettlingi og prjónum sem Simbi, kötturinn hennar, kom með heim til sín úr leiðangri á mánudagsmorgun. Vettlingurinn og prjónarnir voru auglýstir á síðunni „Gæludýr í Grindavík“. „Ég á skerta kattarskömm sem er í því að færa mér alls konar en þetta er alveg nýtt og vil ég endilega koma þessu til baka,“ segir Magðalena í færslunni. Hún fær mikil viðbrögð við uppátækjum Simba og öll að sjálfsögðu jákvæð, því frá Grindavík er langt til Akureyrar þar sem kettir eiga undir högg að sækja. Í samtali við Víkurfréttir ,segir Magðalena að Simbi sé duglegur plokkari og færi eiganda sínum eitthvað plastrusl alla daga. Það sem Simbi kom með heim á mánudag sé hins vegar eitthvað sem hann hafi aldrei gert áður. Simbi hafi greinilega brotist inn í nágrenninu og stolið vettlingi sem ekki var búið að ljúka við að prjóna. Hann fór vel
með ránsfenginn og ekki er að sjá að lykkjufall hafi orðið hjá Simba. Magðalena tók Simba í fóstur þegar hann var tveggja til þriggja vikna gamall eftir að mamma hans dó. Hann fékk því ekki þetta hefðbundna kisuuppeldi, að vera hjá mömmu sinni í fyrstu átta til tólf vikur sem kettlingur og læra hvað má og má ekki. Magðalena vonaðist til að eigandi vettlings og prjóna gæfi sig fram og fyrirgefi Simba innbrotið. Það gerðist og vettlingurinn komst til eiganda síns. Magðalena segist vera búin að ræða það við Simba að þessi framkoma við nágranna sína sé ekki boðleg – en það sé ekkert víst að Simbi taki það til greina.
F I M MT U DAG K L . 1 9 : 3 0 Á H R I N G B R AU T O G V F. I S
Vefverslun husa.is
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
Afsláttur gildir ekki af tilboðsvörum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“.
Tilboðin gilda líka í vefverslun
Tveir dagar Dreifum álaginu
Miðvikudag og fimmtudag
HÚSASMIÐJU
DAGURINN 25% afsláttur
í Reykjanesbæ
Allar seríur og jólaskraut • Jólapappír • LADY málning • Handverkfæri Grohe og Damixa blöndunartæki eldhús og bað • Dewalt verkfæri • Hikoki verkfæri Black + Decker verkfæri • Verkfærakassar • Philips perur og ljós (Gildir ekki af HUE) • Salerni og handlaugar Eldhúsvaskar • Parket • Flísar • Hillurekkar Avasco • Áltröppur og stigar • Loftverkfæri Tjep Pottar og pönnur • Glös og matarstell • Bökunarvörur • Gjafavörur • Hreinsiefni Pottaplöntur ... Kláraðu jólin og jólagjafirnar hjá okkur
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fatlað fólk er vannýttur auður
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Það er ótrúlega mikið af fötluðu fólki sem hefur mikla mögu leika en út af þrengslum og vanköntum í kerfinu kemst það ekki að. Það vantar líka viljann í þjóðfélagið til að breyta þessu Jana Birta er í viðtali í Suðurnesjamagasíni vikunnar.
Páll Ketilsson
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Myndskeiðið er aðgengilegt í rafrænum Víkurfréttum 18. nóvember.
pket@vf.is
Fyrsta myndlistarsýning Jönu Birtu Björnsdóttur í Bíósal Duus Safnahúsa „Ég fann fyrir einhvers konar sköpunarþörf að koma þessu yfir á eitthvað form sem fleiri myndu skilja. Mín reynsla er sú að það er hægt að tala og skrifa pistla en að sjá eitthvað skilur maður. Í myndinni er hægt að segja svo mikið,“ segir Jana Birta en hún opnaði nýlega sýninguna Meira en þúsund orð og sýnir þar sextán myndir í Bíósal Duus Safnahúsa sem hún gerði í kjölfarið á að Tabú, femenísk fötlunarhreyfing, birti setningar haustið 2020 á samfélagsmiðlum um ofbeldi og áreiti gagnvart fötluðu fólki. Sorgmædd og innblásin „Þegar ég las þessar setningar var ég bæði sorgmædd og innblásin en ég er búin að vera í Tabú síðan 2017. Þessar setningar urðu mér hvatning til að gera myndirnar. Ég ákvað fyrst að gera þetta bara fyrir mig, leit á þetta sem ákveðna þerapíu en þegar ég var búin að mála nokkrar myndir fór ég að hugsa að það væri kannski sniðugt að sýna þetta, t.d. á samfélagsmiðlum. Tabú-vinkonur mínar voru sammála og hvöttu mig til þess.“ Sextán setningar Tabú-hópsins eru um ofbeldismyndir gegn fötluðu fólki. Jana Birta segir að það megi líka kalla það öráreiti. Er fatlað fólk stöðugt í baráttu fyrir að vera til – sanna sig? „Já, það er það. Við erum auðvitað mismikið að rekast á veggi. Ég er sjálf þannig að ég upplifi mig mest fatlaða þegar ég mæti ákveðnum hindrunum, ef það er t.d. ekki aðgengi á ákveðnum stöðum, eða að það er ekki gert ráð fyrir fólki sem notar hjálpartæki, þá er maður útilokaður frá sumum viðburðum – en eins og setningarnar segja, þá er þetta líka fyrir þá sem þurfa aðstoð frá fólki, t.d. nána aðstoð eins og að baða sig eða sinna daglegum þörfum. Hversu viðkvæmt það er og hversu mikið traust felst í þeim samskiptum og hversu auðvelt er að fara yfir mörkin.“ Upplifir fatlað fólk sem þarf aðstoð mikinn vanmátt? „Já, ég hugsa að vanmáttur geti verið gott orð. Ef ég tala frá minni reynslu þá þarf maður auðvitað ákveðna aðstoð og maður getur ekki alltaf valið hver aðstoðar sig eða er hjálparhönd. Það er vanmáttur í því. Maður getur þannig ekki upplifað sig öruggan í öllum aðstæðum.“ Margar af þessum setningum eru sterkar, eins og það að stýra hjólastól fólks. Eruð þið að upplifa það? „Það er oft gert en auðvitað misjafnt. Það er allur gangur á því og iðulega gert á elliheimilum og
gleymist að spyrja hvert einstaklingurinn vill fara og þannig tekið sem sjálfsögðum hlut að einhver vilji láta færa sig hingað eða þangað. Þetta er auðvitað ekki illa meint, oft hugsunarleysi en þetta færir fötluðu manneskjuna í vanmátt að geta ekki stjórnað þörfum sínum.“
Falinn hópur Suðurnesjamennirnir Arnar Helgi Lárusson og Jóhann Rúnar Kristjánsson hafa iðulega bent á slæmt aðgengi að hinum ýmsu stofnunum og stöðum, víða á Suðurnesjum. Hvernig stendur á því að þetta gengur ekki betur en raun ber vitni? „Ég held að ein ástæðan geti verið sú að það er auðvelt að skauta framhjá byggingareglugerðum og fólk sem er ekki fatlað kemur ekki að byggingu húsa eða er „involverað“ í skipulag þeirra. Síðan er svo dýrt að breyta – en líklega hjálpar það ekki til að við erum falinn hópur í samfélaginu af því það er takmarkaður aðgangur. Þetta er því ákveðinn vítahringur.“ Upplifir þú á hverjum degi að vera með heft aðgengi? „Ég held ég upplifi það ekki á hverjum degi því ég er búin að aðlaga mitt líf að þeim stöðum sem ég sæki mest en vissulega er ég með svokallaðan aðgengiskvíða þannig að þegar ég fer á nýja staði þarf ég
að athuga með aðgengi og það eru margir sem tengja við það, sérstaklega þeir sem þurfa að nota hjálpartæki. Að það þarf alltaf að plana hlutina fyrirfram, hvert sem maður sé að fara, hvernig húsnæðið er og í hvaða húsnæði maður kemst.“ Hafði allt þetta áhrif á myndirnar þínar, ertu að tjá tilfinningarnar þínar í þeim? „Já, ég held að slík myndlist sé oft best og slíkar myndir eru oft sterkastar þegar tilfinningar koma inn. Ég er ekki að sýna ákveðna tækni eða liti í þessum myndum. Ég er að kalla fram ákveðnar tilfinningar. Einnig er ég að setja fram ákveðnar sögur frá Tabú-félögum, þetta hefur allt gerst, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ertu aðgerðasinni eða aktívisti? „Já, ég held við séum það flest, sem búum við fötlun. Við erum að berjast fyrir réttlæti. Stundum erum við neydd út í aktívisma af því við erum í jaðarhóp.“ Jana Birta er fædd og uppalin í Keflavík og segist vera mjög heppin með fjölskyldu sem hafi stutt sig með ráðum og dáð á margvíslegan hátt. Þú fæddist með fötlun, hvernig hefur þér gengið að vinna með hana í gegnum lífið frá barnæsku? „Foreldrar mínir ýttu mér og hjálpuðu mér mikið í gegnum skóla-
gönguna og allt sem ég hef gengið í gegnum. Ég þurfti að hafa meira fyrir hlutunum en margir aðrir en það gerði mig einbeittari og ég vissi hvað ég vildi. Ég hef alltaf fengið mikinn stuðning frá mínu fólki í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Lifa fatlaðir ekki alltaf í þeirri von að umhverfi þeirra breytist til batnaðar? „Jú en það mun ekki gerast fyrr en fatlaðir munu eignast sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar – og að okkar rödd heyrist á þeim stöðum. Þá fyrst verður þetta auðveldara en að þurfa að fara að breyta eftir á. Fatlað fólk er vannýttur auður. Til dæmis bara með að laga aðgengi. Þá gætu fleiri fatlaðir einstaklingar sótt fleiri staði og störf, eins með meiri sveigjanleika í vinnu, með því að stunda hana til dæmis að heiman. Það hefur sýnt sig í Covid að margir geta stundað sína vinnu að heiman. Það er klárlega vannýttur auður í fjarvinnu og þar geta fatlaðir komið miklu sterkari inn. Það er ótrúlega mikið af fötluðu fólki sem hefur mikla möguleika en út af þrengslum og vanköntum í kerfinu kemst það ekki að. Það vantar líka viljann í þjóðfélagið til að breyta þessu.“ Hvað geturðu sagt okkur um List án landamæra? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með sýningu í List án landamæra en mér finnst einmitt að fatlaðir listamenn fái ekki nógu mikið pláss í listageiranum. Þess vegna er List án landamæra ákveðinn stökkpallur og mikilvægur vettvangur fyrir fatlaða listamenn.“
Jana Birta er aðgerðarsinni,
Er ekki gaman fyrir þig að vera með sýningu í þínum gamla heimabæ? „Þetta er alger draumur að vera með mína fyrstu sýningu þar.“ Hvað geturðu sagt okkur um myndirnar? „Ég vann þær fyrst og fremst heiðarlega, bara beint frá hjartanum eins og ég væri að teikna í dagbók, ekki með ákveðin stílbrögð í huga. Ég vildi sýna að málefnið skiptir meira máli en stíllinn. Þetta er mest unnið með vatnslitum og einnig í bleki.“ Ertu með þetta eitthvað í blóðinu eða hefurðu menntað þig í listinni? „Ég var alltaf hrifin af myndlist og fannst gaman að teikna og lita og er örugglega með þetta eitthvað í blóðinu. Afi minn, Skúli Ólafur Þorbergsson var mikill listamaður en hann vildi þó ekki sýna myndirnar sínar. Hann átti margar myndir sem hann sýndi ekki. Hann hvatti mig mikið áfram og fannst gaman að ég væri að mála. Ég er því kannski að gera þetta svolítið fyrir hann. Ég hef sótt nokkur myndlistarnámskeið í Reykjavík og Kópavogi en svo hef ég líka sótt námskeið á netinu en ekki menntað mig sérstaklega í myndlist.“ Eru einhverjar myndir á sýningunni í uppáhaldi? „Já, líklega eru það tvær myndir, sú fyrsta og sú síðasta í röðinni. Sú fyrsta að eiga aðgengi að stofnunum, eins og Kvennaathvarfinu og sú síðasta að elska sjálfan sig eins og maður er - að samfélagið skilgreini þig ekki.“
femínisti, myndlistarmaður og lífeindafræðingur. Á sýningu hennar má finna 16 setningar um ofbeldismyndir gegn fötluðu fólki en setningarnar mótuðu meðlimir samtakanna Tabú. Verkin eru hlaðin merkingum og margræðum, írónískum táknum. Merkingum og táknum sem geta verið áhorfandanum aðgengileg þar sem þær endurspegla menningu okkar samfélags og veruleika ákveðins minnihlutahóps sem í honum býr. Þær vekja einnig upp ýmsar óþægilegar spurningar. Spurningar um mismunun og óréttlæti. Það er sagt að myndir segi meira en þúsund orð og á það svo sannarlega við um verk Jönu Birtu. List hennar fellur undir það sem kalla má aktívisma í myndlist, en það er nálgun í listum sem er byggð á virkri þátttöku listamannsins í aðgerðum á pólitískum eða félagslegum vettvangi en myndlistin hefur í sínum fjölbreytileika mikið verið notuð á þennan hátt í gegnum tíðina. Kínverski samtímalistamaðurinn Ai Weiwei fer þá leið í sinni listsköpun og segir m. a.; „ef eitthvað er þá snýst listin um… siðferði, um trú okkar á mannkynið. Án þess er einfaldlega engin list.“
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
– segir Sandgerðingurinn Ástvaldur Ragnar Bjarnason en hann er sá eini í fjölskyldunni sem heldur með Liverpool. Það sést vel á heimilinu að það er mikill íþróttaáhugamaður sem býr þar. Í svefnherberginu eru mikið safn af liðstreyjum sem Ástvaldur hefur safnað í gegnum tíðina og þá fer ekki á milli mála að hann styður enska knattspyrnuliðið Liverpool enda tekur merki félagsins við gestum þar sem það þekur glugga útidyranna hjá honum. Halda allir í fjölskyldunni með Liverpool? „Nei, bara ég. Allir hinir halda með Manchester United.“
Ástvaldur með hluta glæsilegu safni sínu af íþróttatreyjum. VF-myndir: JPK
Ástvaldur er uppalinn í Sandgerði og hefur aldrei búið annars staðar. Hann er mögulega einn mesti íþróttaáhugamaður sem sögur fara af en þeir sem fylgjast eitthvað með íþróttum á Suðurnesjum hafa efalaust séð til hans á leikjum en Ástvaldur er manna duglegastur að mæta á leiki sinna uppáhaldsliða, Reynis og Keflavíkur, og hann setur það ekki fyrir sig að fylgja sínum liðum langar vegalengdir til að horfa á þau spila. Ástvaldur tók á móti Víkurfréttum á heimili sínu í Sandgerði og við spjölluðum um lífið og tilveruna. Spastískur með fjórlömun
Aðalfundur Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur heldur aðalfund sinn laugardaginn 20. nóvember kl. 15:00 í Sæborgu, sal Tónlistarskólans í Garði. • • • • •
Venjuleg aðalfundarstörf Kynning á 3. útgáfu Völvu Suðurnesja Kaffiveitingar Sjólyst hús Unu Guðmundsdóttur verður til sýnis eftir aðalfundinn Sóttvarnir vegna Covid-veirunnar verða virtar
Fyrirhugaðri Unuhátíð, sem vera átti sama dag, verður frestað um óákveðinn tíma vegna fjöldatakmarkana í Covid-faraldri. Bestu kveðjur, stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur.
Ástvaldur fæddist þann 12. september 1992 og er því 29 ára gamall. Hann fæddist fyrir tímann og varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu og fékk heilablæðingu tíu daga gamall. Ástvaldur glímir við spastíska lömun (cerebral palsy, CP) sem er einnig kölluð heilalömun og orsakast af heilaskaða sem verður á fósturstigi eða við fæðingu. Í tilfelli Ástvalds er um fjórlömun að ræða, þ.e. lömunin herjar á alla útlimi hans og Ástvaldur þarfnast því aðstoðar við sínar daglegu athafnir en hann lætur það ekki stoppa sig í hafa gaman af lífinu. Ástvaldur hefur komið sér vel fyrir í vistlegu raðhúsi í Sandgerði þar sem hann býr einn og fyrsta spurning er hversu lengi hann hafi búið þar. „Ég er búinn að vera hér í tvö ár. Fékk afhent á laugardagsmorgni, fór þá að skoða og koma mér fyrir og fór bara ekkert aftur heim til mömmu,“ segir Ástvaldur brosandi.
Af hverju fórst þú þá að halda með Liverpool? „Ég er sá eini með viti,“ svarar Ástvaldur og ræður sér varla fyrir kæti. Ástvaldi finnst gott að búa einn, að hafa sjálfstæði. Í upphafi átti hann að fá aðra íbúð en hún var of lítil. „Það var varla hægt að koma hjólastól inn,“ segir Bjarni, pabbi Ástvaldar. „Þá ákvað bærinn að kaupa þessa íbúð fyrir hann og leigja. Suðurnesjabær hefur staðið vel við bakið á Ástvaldi, þeir mega eiga það.“
Gott að alast upp í Sandgerði Hvernig var að alast upp í Sandgerði? „Það var rosalega gott. Ég gekk í Grunnskóli Sandgerðis og var alla skólagönguna með mínum jafnöldrum í bekk.“ Ástvaldur segir það hafa verið ótrúlega gaman og hann eigi marga vinir eftir það, það sé mikils virði.
Eftir grunnskóla fór Ástvaldur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þaðan sem hann útskrifaðist af starfsbraut og afreksbraut.
Elskar íþróttir Ástvaldur er sjálfur duglegur við að stunda íþróttir og hann æfir boccia með íþróttafélaginu Nes sem fagnar einmitt 30 ára afmæli á útgáfudegi þessa tölublaðs, þann 17. nóvember. Hann byrjaði að æfa með Nes í kringum sex ára aldurinn og fór beint í boccia en var fyrst líka aðeins í sundi. Ástvaldur er nýkrýndur Íslandsmeistari (Suðurlandsmeistari) í rennuflokki í boccia en í þeim flokki hafa keppendur aðstoðarmann sem stillir miðið eftir skipunum.
Keflavík vann.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 „Ég hef mjög gaman af boccia, það er svolítið erfitt að keppa. Sigurpáll frændi aðstoðar mig, hann er mjög góður,“ segir Ástvaldur sem var tiltölulega nýkominn með svakalega flottan keppnisbúnað þegar Covid byrjaði og síðan þá hefur ekkert verið keppt. Hann er duglegur að æfa en Ástvaldur er sá eini hjá Nes sem er í rennuflokki. „Það er dálítið ömurlegt að vera einn í flokki, einmanalegt,“ segir hann en bætir við að honum finnist gaman að hitta aðra iðkendur og félagsskapurinn er góður. „Æfingar eru að vísu bara einu sinni í viku og mættu vera oftar.“
ekki máli. Er tilbúinn að horfa á handbolta ef ekkert annað er í boði,“ segir Ástvaldur sem veigrar sér ekkert við því að fara á Sauðárkrók, Akureyri eða til Vestmannaeyja og sjá liðin sín spila. Ástvaldur varð einmitt veðurtepptur í Eyjum í eina þrjá daga árið 2013 þegar hann fór á Keflavíkurleik. Pabbi hans rifjar upp að eitt skiptið hafi þeir verið á Hvolsvelli og Ástvaldur segir: „Ég skal sofa í bílnum og þá getum við lagt af stað klukkan sex í fyrramálið og skroppið á Egilsstaði!“ Þá voru Reynismenn að fara keppa þar. Pabbi hans sagði nei.
Hefurðu alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir, hvernig byrjaði það? „Já, alveg síðan ég var lítill. Fótbolti og körfubolti eru í uppáhaldi og ég geri ekki upp á milli þeirra,“ segir Ástvaldur sem mætir á flestalla leiki með Reyni og Keflavík. Hann fer út um allt og á alla leiki sem hann getur farið á. Það verður stundum höfuðverkur ef bæði lið spila á sama tíma, þá fer það eftir stöðu og mikilvægi leiksins hvor verður fyrir valinu.
Sagður kominn á endastöð
Dæmigerður dagur Ástvaldur er á fullu allan daginn. Hann vaknar snemma, er sóttur rúmlega sjö alla morgna og fer á Hæfingarstöðina.
Bjarni rifjar upp að árið 2019 hafi verið mjög erfitt fyrir Ástvald, fjölskyldu hans og vini. „Það var rosalega erfitt ár. Þá var Ástvaldi tilkynnt það á sjúkrahúsinu í Keflavík að hann væri kominn á endastöð. Það var bara spurt: „Hvort viljið þið klára lífið hér eða fara í bæinn?“ Það var alveg hræðilegt,“ segir pabbi hans. „Ástvaldur var búinn að vera að glíma við veikindi og afi hans var með Ástvaldi á sjúkrahúsinu þegar læknirinn sagði þetta við þá. Afi hans spurði lækninn af hverju hann væri að deyja og fékk svarið að hann
Hvað er gert þar? „Setið og horft út í loftið,“ svarar hann um hæl. „Það mætti vera meira að gera og fjölbreyttara starf. Oftast er manni stillt upp fyrir framan sjónvarpið – ég get alveg eins hangið heima fyrir framan sjónvarpið.“ Þegar heim er komið er farið í að skipuleggja restina af deginum. Skoða hvenær og hvar næsti leikur verður, ekkert annað en íþróttir komast að. „Fótbolti, körfubolti, karla, kvenna eða deild – það skiptir
Þá var Ástvaldi tilkynnt það á sjúkrahúsinu í Keflavík að hann væri kominn á endastöð. Það var bara spurt: „Hvort viljið þið klára lífið hér eða fara í bæinn?“ væri með bullandi lungnabólgu og fleira. Þannig fengum við þetta í andlitið.“ Það var afráðið að fara með Ástvald í bæinn þar sem hann var sendur í lungnamyndatöku þrátt fyrir að vera með skjal upp á það að hann væri með bullandi lungnabólgu. Ástvaldur reyndist vera með slæma sýkingu út frá þvagfærasýkingu. „Lungun voru tandurhrein og hjúkkan var alveg brjáluð, sagðist vera með það staðfest á blaði að hann væri með bullandi lungnabólgu,“ segir Bjarni. „Við fórum aldrei með þetta neitt lengra, hefðum auðvitað átt að gera það. Það var búið að láta fólk vita og fólk kom víðsvegar utan af landi til að kveðja.“
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflvíkinga, og Ástvaldur eru miklir mátar. Sindri rifjaði upp þegar hann fékk símtal á Facebook frá Sigurbergi Elíssyni árið 2019 til þess að gefa honum færi á að kveðja Ástvald. Sindri var þá staddur á Höfn og brunaði beint í bæinn – það voru sem betur fer ekki endalokin og þeir eru ennþá bestu vinir.
Við erum helstu aðdáendur Ástvalds Til marks um það í hversu miklum metum Ástvaldur er innan íþróttahreyfingarinnar á Suðurnesjum þá tileinkaði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur á þessum tíma, í viðtali við Fótbolta.net Ástvaldi Ragnari sigur liðsins á Njarðvík þar sem hann stóð í þessari erfiðu baráttu.
„... mig langar til þess að tileinka þennan sigur honum Ástvaldi Ragnari Bjarnasyni, okkar helsta stuðningsmanni sem á í mikilli og erfiðri baráttu og mikilvægari heldur en við áttum hér í kvöld og hann er okkar helsti stuðningsmaður og við erum allir hans helstu aðdáendur á móti.“
Það er heljarinnar útbúnaður sem Ástvaldur notar í boccia. Hann keppir í rennuflokki og varð Íslandsmeistari á dögunum. Að neðan má sjá hluta af safni verðlaunagripa hans.
Ástvaldur milli Jóa, bróður síns, og Bjarna, pabba síns.
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Vertu hreyfiafl og mættu á stofnfund FKA Suðurnes 26. nóvember nk. Athafnakonur, stjórnendur og leiðtogar úr öllum greinum atvinnulífsins mynda þétt og öflugt tengslanet FKA um land allt. Stofnfundur Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum, FKA Suðurnes, verður haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu föstudaginn 26. nóvember nk. klukkan 19.00. Konur á Suðurnesjum sem vilja taka þátt í að kortleggja tækifærin, fóstra nærumhverfið, finna kraftinn og taka höndum saman um að skapa hressandi framtíð sem einkennist af jöfnum tækifærum eru hvattar til að mæta á stofnfundinn og skrifa sig inn í söguna. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Félagið er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins og er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. Markmiðið með stofnun sérstakrar deildar á Suðurnesjum er að einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu. Léttar veitingar! Nánari upplýsingar á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA www.fka.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ATVINNUMIÐLARINN HEFUR ÚTVEGAÐ
YFIR ÁTTATÍU STÖRF Heiða með símann að vopni aðstoðar fólk í atvinnuleit og horfir oft út fyrir boxið
„Lykillinn er að tala við fólk. Ekki senda tölvupóst,“ segir Aðalheiður Hilmarsdóttir hjá Reykjanesbæ. Aðalheiður eða Heiða var ráðin til Reykjanesbæjar í gegnum úrræðið „Hefjum störf“ með það í huga að hún myndi vinna með þetta sama úrræði til að útvega langtímaatvinnulausum vinnu. Hún er því nokkurs konar atvinnumiðlari og á örfáum mánuðum hefur Heiða fengið vinnu fyrir yfir áttatíu einstaklinga sem höfðu verið án vinnu í tvö ár eða lengur. Það er Súlan verkefnastofa, sem heyrir undir menningar- og atvinnuráð, sem réð Heiðu til starfa en vinnur einnig náið með velferðarþjónustu Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnun í sínum verkefnum. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Heiða leggur mikla áherslu á að hún vilji eiga samtal við fólk í gegnum síma og tölvupósturinn sé ekki notaður fyrr en fólk sé komið í vinnu. „Við erum að vinna með manneskjur en ekki tölur á blaði. Fyrsta tenging mín við fyrirtæki er því með símtali. Þar kynni ég þá möguleika sem eru í boði og hvort við getum ekki átt eitthvað samstarf. Þegar fólk hefur fengið atvinnu hafa bæði atvinnurekandi og launþegi aðgang að mér ef þeir þurfa á að halda. Þetta vinnst svona ef við erum öll saman í þessu,“ segir Heiða um nýja starfið hennar hjá Reykjanesbæ, sem hefur gengið svona ljómandi vel að eftir er tekið langt út fyrir bæjarmörkin. Það staðfestir Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar hjá Súlunni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafa verið í sambandi og spurst fyrir um framkvæmdina hjá „atvinnumiðlaranum“ sem hefur komið öllu þessu fólki í vinnu. „Það geta ekki allir talað eins og frú Aðalheiður og ég get örugglega selt alla aðra en sjálfa mig,“ segir Heiða þegar hún leggur áherslu á samtalið og hvað það virki mikið betur en póstsendingar. En hvernig varð þetta verkefni til? „Alla jafna er í gangi úrræði hjá Vinnumálastofnun sem kallast „ráðningarstyrkur“ sem er byggt þannig upp að þú getur fengið með einstaklingi af atvinnuleysisskrá
andvirði venjulegra atvinnuleysisbóta til að ráða starfsmann í tímabundna vinnu sem virkar þá sem tækifæri fyrir fyrirtæki til að prófa starfsmann af atvinnuleysisskrá og skapa tækifæri því undir venjulegum kringumstæðum líta margir svo á að sá sem hefur verið lengi á skrá sé þar af einhverjum ástæðum sem séu kannski ekki til þess fallnar fyrir lítil fyrirtæki að taka sénsinn á að ráða viðkomandi í starf. Þegar við lendum í krísum eins og núna byrja menn að setja áherslu á að nýta svona úrræði miklu meira,“ segir Sigurgestur og bætir við: „Um leið og Covid skall á byrjuðum við að ýta við Vinnumálastofnun til að fá þetta úrræði útvíkkað því fram að Covid þá þurfti fólk að hafa verið atvinnulaust í eitt ár eða lengur til að falla undir þetta verkefni að fá greitt með sér ígildi atvinnuleysisbóta til ákveðins tíma. Vinnumálastofnun og Félagsmálaráðuneytið skoðuðu
málið og reglugerð var breytt þannig að ef eitt svæði eða landið allt væri með 6% atvinnuleysi eða meira, þá virki þetta úrræði strax frá fyrsta mánuði, sem er alveg frábært. Þetta gerði það að verkum að
þeir sem voru búnir að vera lengi á skrá voru jafnvígir þeim sem höfðu verið stuttan tíma, þ.e. það skipti ekki hversu lengi fólk hafi verið án vinnu að það var hægt að ráða það til fyrirtækja með ráðningarstyrk. Til að gera langa sögu stutta var ráðist í annað átak sem nefnist „Hefjum störf“ og því var þá sérstaklega beint að þeim sem höfðu verið lengi á atvinnuleysisskrá og með þeim eru greiddar hámarks tekjutengdu atvinnuleysisbæturnar. Þetta fannst okkur frábært en við þekktum það að það var meira en að segja það að nýta þessi úrræði. Það er eitt að þau séu til en annað að þau séu nýtt. Það er mikil vinna að halda utan um það og koma áfram. Þegar „Hefjum störf“ átakið varð til þá byrjuðum við á því að ráða til okkar starfsmann til að sjá um þetta. Við nýttum úrræðið til að búa til starf til að vinna með úrræðið. Þar kemur Heiða til sögunnar. Hún var ekki langtímaatvinnulaus en við gátum notað ráðningarstyrk til að búa til þetta tímabundna verkefni með henni sem hún hefur síðan tekið og gert að sínu,“ segir Sigurgestur um tilurð verkefnisins hjá Reykjanesbæ. Hann vonast til að verkefnið sem Heiða var ráðin til verði ekki tímabundið, heldur varanlegt, því það sé nauðsynlegt að halda áfram þessu góða starfi.
Heiða hugsar út fyrir boxið. Við sáum öll fyrir okkur að þetta væru verkefni sem Reykjanesbær gæti útvegað en Heiða sá bara fólk sem þurfti að fá aðstoð við að fá vinnu, sama hvar þá vinnu væri að fá og þess vegna er hún að ná þessum árangri.
Heiða, hvaða aðferðum ert þú að beita? Þú ert búin að koma tugum einstaklinga í vinnu frá því þú byrjaðir. „Þetta eru áttatíu og einn sem hefur fengið starf frá því ég byrjaði mitt verkefni. Þetta eru engar töfralausnir. Ég tek bara upp símann og hringi í fólk og fyrirtæki.“ Hvaða störf hefur þú verið að útvega? „Þetta eru alls konar störf, öll flóran og þetta eru störf á öllum Suðurnesjum og einnig á höfuðborgarsvæðinu eins og í Hafnarfirði, Reykjavík og Mosfellsbæ.“ „Heiða hugsar út fyrir boxið. Við sáum öll fyrir okkur að þetta væru verkefni sem Reykjanesbær gæti útvegað en Heiða sá bara fólk sem þurfti að fá aðstoð við að fá vinnu, sama hvar þá vinnu væri að fá og þess vegna er hún að ná þessum árangri,“ segir Sigurgestur.
Enginn talað um að þetta séu bara störf til sex mánaða Hvernig hafa svo atvinnurekendur verið að bregðast við? „Bara mjög vel. Þetta er hugsað þannig að fyrirtæki eru að fá greitt með starfsmönnum í sex mánuði. Ef fólk er að standa sig þá vonandi vilja atvinnurekendur hafa starfsfólkið áfram í vinnu. Þetta er góð byrjun fyrir fyrirtæki til að sjá hvort það sé að fá þann starfsmann sem það vill. Það hefur enginn talað um það við mig að þeir séu eingöngu að bjóða starf í þessa sex mánuði,“ segir Heiða. Starf Heiðu er þannig að hún vinnur bæði með Vinnumálastofnun og Velferðarsviði Reykjanesbæjar. Hún fær lista frá Vinnumálastofnun með nöfnum einstaklinga sem hafa verið skráðir atvinnulausir í tvö ár eða lengur. Heiða hringir svo í fólkið á listanum. Því miður eru margir sem svara ekki þrátt fyrir ítrekuð símtöl, en þeir sem svara fá samtal í þar sem rætt er við þá um hvar viðkomandi hafi sótt um atvinnu og þá
AÐALFUNDARBOÐ
Jólakveðjur Jólablað Faxa kemur út í desember, 81. árið í röð. Þeim sem vilja senda jólakveðju eða auglýsa í jólablaðinu 2021 er bent á að hafa samband við Eystein formann blaðstjórnar með því að senda póst á eysteinne@gmail.com eða í síma 698-1404. Málfundafélagið Faxi
Aðalfundur Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ verður haldinn að Hafnargötu 2a (Svarta Pakkhús) miðvikudaginn 24. nóvember næstkomandi kl. 20.00. Dagskrá aðalfundar: Venjuleg aðalfundar störf, önnur mál Félagar vinsamlegast takið kvöldið frá. Stjórn FMR
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Fólk sem missir vinnuna eftir langan tíma á vinnumarkaði gerir kröfu til sjálfs síns um að það hafi farið ákveðinn veg og vill þá ekki fara aftur á upphafsreit, heldur fá starf sem hæfir starfsreynslu.
Fyrirtæki geta leitað til Heiðu Reykjanesbær getur beitt sér á annan hátt en einkafyrirtæki þegar kemur að því að vinna með lista yfir fólk í atvinnuleit. „Hér er gætt að persónuvernd og listum yfir fólk án atvinnu er ekki flaggað. Fyrirtæki geta ekki fengið þennan lista til að handvelja fólk,“ segir Sigurgestur. Fyrirtæki geta hins vegar leitað beint til Heiðu t.d. með því að senda henni tölvupóst á póstfangið Adalheidur.Hilmarsdottir@reykjanesbaer.is og hún hefur þá símasamband um hæl með það í huga að útvega fólki atvinnu við hæfi.
Sigurgestur Guðlaugsson og Aðalheiður Hilmarsdóttir. einföldu spurningu hvort þeir vilji aðstoð við það að sækja um vinnu. „Ég fæ upplýsingar frá fólkinu hvar það hafi verið að sækja um störf og hringi svo í þau fyrirtæki og sel þeim hugmyndina um að ráða í starf með stuðningi frá Vinnumálastofnun,“ segir Heiða. Hún er eingöngu að vinna með þá einstaklinga sem hafa verið tvö ár eða lengur án atvinnu. Árangurinn er farinn að spyrjast út og fólk sem hefur verið atvinnulaust í skemmri tíma hefur haft samband við þjónustuver Reykjanesbæjar til að hafa uppi á „konunni sem er að redda öllum vinnu“ og Heiða segist ekki láta það stoppa sig að draga línuna við þessi tvö ár. Ef hún geti útvegað vinnu, þá sé það látið gerast. „Ef ég get hjálpað, þá hjálpa ég,“ segir hún. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki svara ítrekuðum símtölum, segir Heiða að sá listi fari bara áfram til Vinnumálastofnunar til úrvinnslu og sé ekki lengur á hennar borði.
„Leyfið mér að prófa hvað ég get“ Hvernig er fólk í atvinnuleit að bregðast við því þegar þú hringir? „Það er allskonar. Fólk spyr mig hvað ég haldi að ég geti gert og ég segi á móti, leyfið mér að prófa hvað ég get,“ segir Heiða og Sigurgestur bætir við: „Það gleymist stundum að fólk sem er búið að vera lengi atvinnulaust er jafnvel búið að fá 300 sinnum nei.“ „Ekki einu sinni nei, stundum er fólki ekki einu sinni svarað,“ bætir Heiða við. „Fólk situr bara heima og er jafnvel búið að upplifa algjört vonleysi. En þetta verkefni hefur gengið alveg ótrúlega vel. Þetta er ekki bara þannig að ég hringi og fái vinnu fyrir fólk, því ég er einnig með eftirfylgni fyrir viðkomandi og fylgi fólki eftir fyrstu skrefin á nýjum vinnustað og leysi úr vandamálum ef þau koma upp. Þetta byggist allt á góðri samvinnu,“ segir Heiða.
Milljón ástæður að vera án vinnu „Mér finnst þetta verkefni Heiðu hafa gengið alveg ótrúlega vel og hún er sjálf dæmi um þá getu sem er þarna úti. Hún var sjálf búin að vera án atvinnu í smá tíma, einhverja sjö mánuði. Hún er besta dæmið sjálf um hversu mikill mannauður er
þarna úti og það eru margar ástæður fyrir því að fólk lendir á þeim stað að vera án vinnu. Heiða er gott dæmi um það að fá verkefni í hendurnar sem hún hafði örugglega aldrei látið sér detta í hug áður en það kom til. Hún hafði áður verið í rekstri fyrirtækja og slíku en ekki að vinna við hlið velferðarráðgjafa okkar,“ segir Sigurgestur. Og Heiða bætir við: „Ég held að ég geti sagt það fyrir hönd 99% þeirra sem eru atvinnulausir að það er staða sem fólk vill ekki vera í.“
Vill ekki aftur á upphafsreit Nú er stundum sagt að það sé í raun ekkert atvinnuleysi og allir sem vilja vinnu geti fengið vinnu. „Fólk sem missir vinnuna eftir langan tíma á vinnumarkaði gerir kröfu til sjálfs síns um að það hafi farið ákveðinn veg og vill þá ekki fara aftur á upphafsreit, heldur fá starf sem hæfir starfsreynslu,“ segir Heiða. Sigurgestur bendir á að það sé nauðsynlegt að horfa út fyrir kassann og bendir á það starf sem Heiða stundar í dag. Hún hafi aldrei látið sér detta í hug að sækja sjálf um starf hjá velferðarsviði bæjarins og var að horfa í allt aðra átt. Þegar bæjarfélagið leitaði til hennar með starf vinnumiðlarans, þá var að strax ljóst að starfið hentaði henni. Það á einnig við um marga aðra og Heiða hefur útvegað mörgum störf sem það hefur aldrei unnið áður en hentar viðkomandi. Jafnvel störf sem viðkomandi hefði aldrei dottið í hug að takast á hendur. „Ég heyri á fólki að það skoðar atvinnuauglýsingar og setur fyrir sig þær kröfur sem eru settar þar fram og slær því starfið út af borðinu án þess að reyna,“ segir Heiða.
Landið fyrst að rísa nú eftir fall WOW „Þeir sem hafa verið lengst á atvinnuleysisskrá misstu vinnuna þegar WOW féll og það er í raun ekki fyrr en fyrst núna frá falli flugfélagsins sem atvinnuleysi er að ganga til baka á Suðurnesjum. Heilt yfir var samdráttur í samfélaginu alveg þar til Covid kom og þá kom frekari samdráttur ofan í það. Það hefur líka verið tilhneiging hjá fyrirtækjum að þegar þau hafa tækifæri til að ráða fólk að nýju, þá ráða þau
þann sem þau sögðu síðast upp og þannig situr sá eftir sem fyrst missti vinnuna og hafði kannski minnstu starfsreynsluna. Þetta úrræði sem nú er verið að vinna með í að koma þeim sem hafa verið lengst á atvinnuleysisskrá er því mikilvægt til að koma því fólki aftur til virkni. Það er svo auðvelt að festast í þessu fari og ráða ekki við það lengur,“ segir Sigurgestur. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur minnkað á nokkrum mánuðum úr 24% niður í 10% sem skýrist meðal annars af því að flugvöllurinn er farinn að ráða til sín fólk að nýju. Þá hefur stærsti hluti þeirra einstaklinga sem Heiða hefur komið í störf haldið í störfin. Sjö einstaklingar af áttatíu og einum eru ekki í vinnu í dag og segir Heiða að ýmsar ástæður liggi þar að baki. Það að þiggja tímabundið starf í gegnum hefjum störf eða ráðningarstyrk fyrirgerir ekki rétti til atvinnuleysisbóta. Viðkomandi heldur sömu réttindum þegar ráðningu lýkur, það er að segja ef hann fær ekki áframhaldandi ráðningu.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli Starfsmaður skóla/frístundaakstur Almenn umsókn Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Dýnur til endurvinnslu á 0 krónur!! Því ekki að spretta utan af gormadýnum og skila þeim til Kölku án endurgjalds?
Ekki er tekið gjald fyrir dýnur þegar búið er að aðskilja gorma og textíl Gormarnir fara beint í málmagám til endurvinnslu
www.kalka.is
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Athöfnin í Skálholtskirkju var hátíðleg.
Séra Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti vígði Heiðu til djákna við Keflavíkursöfnuð.
Heiða Björg vígð til djákna við athöfn í Skálholti
Frá vígslunni í Skálholti. Í fremri röð frá vinstri: Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, og Heiða Björg Gústafsdóttir, djákni. Efri röð frá vinstri: Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavík, sr. Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkursókn, sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Laugardalsprestakalli, og Elísabet Gísladóttir, djákni í Sóltúni. VF-myndir: Hilmar Bragi
Jólalýsing
í Kirkjugörðum Keflavíkur 2021
Jólaljósin verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóv.
Heiða Björg Gústafsdóttir var vígð til djákna síðastliðinn sunnudag. Hún mun þjónusta Keflavíkursöfnuð. Verkefni Heiðu Bjargar í söfnuðinum verða af ýmsum toga. Athöfnin fór fram í Skálholti en það var var vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, sem vígði djáknakandídatinn Heiðu Björgu. Hún er fyrsti djákninn við Keflavíkursókn og jafnframt 63. djákninn sem vígður er til þjónustu í Þjóðkirkjunni. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, lýsti vígslu en vígsluvottar voru auk hans, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavík, sr. Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkursókn, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Laugardalsprestakalli og Elísabet Gísladóttir, djákni í Sóltúni. Heiða Björg er fædd 1978 og hóf störf í Keflavíkurkirkju 1. ágúst síð-
astliðinn. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði. Um tíma starfaði hún á bráðadeild sem hjúkrunarfræðingur. Djáknanámi lauk hún 2020 og starfsþjálfun í Keflavíkurkirkju síðasta vor. Eiginmaður hennar er Garðar K. Vilhjálmsson og eru þau búsett í Reykjanesbæ. Við vígsluathöfnina lék Jón Bjarnason á orgelið og Skálholtskórinn söng.
Frá altarisgöngu í Skálholtskirkju eftir vígslu djáknans síðasta sunnudag.
Verð á lýsingu á aðventu og fram á þrettándann er kr. 4.500,- fyrir einn kross, kr. 3.500,- umfram það Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 24. nóvember kl: 13-17. Fimmtudagur 25. nóvember kl: 13-17. Föstudagur 26. nóvember kl: 13-17. Laugardagur 27. nóvember kl: 10-15. Sunnudagur 28. nóvember kl: 13-15. Frá 30. nóvember til 17. desember verður opið þriðjudaga og fimmtudaga kl: 15-17.
Heiða Björg djákni er gift Garðari K. Vilhjálmssyni sem hér gengur til altaris hjá konu sinni.
ATH. Posi á staðnum. Leigu- sölukrossar verða á staðnum Það þarf að vera búið að fjarlægja skreytingar og ljós af leiðum eigi síðar en 31. janúar. Eftir það munu starfsmenn garðanna fjarlægja það af leiðum. Við minnum á reglur kirkjugarðanna sem eru á vefslóð http://www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/ Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður Kirkjugarða Keflavíkur, Friðbjörn Björnsson í síma 824-6191 milli kl: 10-16 alla virka daga. Vegna Covid – 19 þá þurfa þeir sem koma að vera með andlitsgrímur.
K I R K J U GA R ÐA R KEFLAVÍKUR
Sóknarnefnd Keflavíkursóknar ásamt Heiðu djákna og prestum Keflavíkurkirkju.
Jólaúthlutun – Hjálparstarf Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja, Líknar- og hjálparsjóði Njarðvíkurkirkna og Hjálparstarfi kirkjunnar sem hér segir: Keflavíkurkirkju 23. nóv., 23. nóv., 30. nóv. 1. des. og 2. des. Ytri Njarðvíkurkirkju 24. nóv., 25. nóv., 1 .des., og 2. des. kl. 9-11. Sandgerðiskirkju 23. nóv. kl. 13-15 og 24. nóv. kl. 9-11. Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbanka kort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is
●
Eftir 2. desember er lokað fyrir umsóknir í hjálparstarfinu til 18. janúar 2022. ● Þeir sem búa í póstnúmeri 230 sækja um í Keflavíkurkirkju ● Þeir sem búa í póstnúmeri 260,262 og 233 sækja um í Ytri Njarðvíkurkirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 190 og 240 hafa samband við presta í sinni sóknarkirkju ● Þeir sem búa í póstnúmeri 245 og 250 sækja um í Sandgerðiskirkju
Afgreiðsla korta fer fram 9. des. í Ytri-Njarðvíurkirkju Vegna Covid-19 þá biðjum við aðeins einn komi frá hverri fjölskyldu og þarf að vera með andlitsgrímu. Tímasetningar úthlutanna berast hverjum og einum í gegnum SMS.
Christmas Allocation – Relief work Suðurnes Welfare Fund, Njarðvík Churches charity- and relif fund and Icelandic Church Aid (ICA) Open for applications: Keflavik Church, Nov. 23rd, Nov. 25th, Nov. 30th, and Dec. 2nd. Ytri-Njarðvík Church Nov. 24th., Nov. 25th, Dec. 1st and, Dec. 2nd. 09-11:00. Sandgerði Church Nov. 23rd 13:00-15:00 and Nov. 24th 09-11:00. Those who have recieved payments (blue Arion bank card) from the Church aid can apply for Christmas support online at www.help.is Applications for the Welfare Fund and the Icelandic Church Aid are closed from December 2nd until January 18th, 2022. Those who live in zip code 230 apply for help in Keflavík Church ● Those who live in zip code 260, 262 og 233 apply for help in Ytri Njarðvík Church ● Those who liv in zip code 245 and 250 apply for help in Sandgerði Church ●
●
Those who live in zip code 190 and 240 can contact the pastors at their local church
Card delivery will take place on December 9th in Ytri-Njarðvíkurkirkja Because of Covid-19, only one person is allowed to attend from each family. Face masks are required. We will send appointment time to each person via SMS.
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Næsti grunnskóli á Ásbrú? Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Rífum Myllubakkaskóla Það má vera að það hljómi eins og veruleikafirring en jafnframt besta lausnin á því ófremdarástandi sem upp er komið með skólahúsnæði Myllubakkaskóla að rífa það. Skólinn stendur á risastórri lóð í miðri Keflavík. Skammt þar frá er að finna aðra risastóra lóð, gamla malarvöllinn og keppnisvöll Keflavíkur. Nýlega voru kynnt áform KR-inga um stórfellda uppbyggingu í Frostaskjóli í Reykjavík, blokkir, knattspyrnuhús og nýjan keppnisvöll fyrir KR, allt til að halda þeim samkeppnisfærum á efsta stigi keppnisíþrótta á landsvísu. Keflavík á knattspyrnulið í efstu deild karla og kvenna. Keflavík á körfuknattleikslið í efstu deild karla og kvenna. Þannig viljum við að það sé, það er gott fyrir bæjarfélagið, en við viljum líka að þessi lið séu að keppa um Íslandsmeistaratitla. Þau séu ekki bara í efstu deild, heldur að þau séu meðal þeirra bestu.
Hvað Myllubakkaskóla varðar þá má laga núverandi skóla með tilheyrandi kostnaði eða: Rífa Myllubakkaskóla og m.a.: • sameina hann Holtaskóla og byggja við Holtaskóla • byggja nýjan á gamla malarvellinum • flytja hann í FS – og byggja nýjan fjölbrautaskóla á Ásbrú Á lóð Myllubakkaskóla mætti byggja einhver hundruð íbúða. Nærtækast væri að líta á blöndu af Hlíðarhverfi og blokkum sem byggðar hafa verið við Keflavíkurhöfn. Samhliða færi fram uppbygging á Keflavíkurreitnum. Þar mætti byggja önnur hundruð íbúða en jafnframt, nýjan skóla, nýjan keppnisvöll Keflavíkur, nýtt fjölnota íþróttahús – sem m.a. samanstæði af innanhússknattspyrnuvelli og þjóðarleikvangi í körfuknattleik sem sárlega vantar hér á landi. Uppbygging í rótgrónum
hluta bæjarins. Hugsanlega mætti tala um nýjan miðbæ, sambærilegan þeim sem rís á Selfossi. Þá er eftir Fógetatúnið. Ennþá fleiri íbúðir. Þétting byggðar. Nýr miðbær þar sem tengjast íbúðir, skóla- og íþróttastarf. Ávinningurinn er sá að til framtíðar fæst skólahúsnæði sem hentar nútímaþörfum, íþróttaleikvangar sem uppfylla nútímakröfur, aðstaða sem stæði undir slagorðinu „Íþróttabær“ og ýtti undir að okkar íþróttafélög gætu keppt um Íslandsmeistaratitla til framtíðar. Svo ekki sé minnst á betri landnýtingu og bæjarmynd sem yrði öðrum góð fyrirmynd. Ég hvet bæjarbúa til að hugsa þetta mál og skoða með opnum augum. Þessi stóru landsvæði í miðjum bænum má nýta mun betur og byggja þannig betri bæ til framtíðar. Margeir Vilhjálmsson.
Nemendur MÁ fá styrk fyrir lokaverkefni úr Leiðtogaskóla Íslands Þeir Brimar Jörvi og Stefán Ingi, nemendur Menntaskólans á Ásbrú, sóttu hinn árlega Leiðtogaskóla Íslands á dögunum. Lokaverkefni þeirra í Leiðtogaskólanum hefur þegar fengið styrk og verður því spennandi að fylgjast með framvindunni. Brimar Jörvi Guðmundsson og Stefán Ingi Víðisson byrjuðu báðir í Menntaskólanum á Ásbrú haustið 2019 þegar skólinn var stofnaður. Brimar, sem kemur frá Dalvík, byrjaði upphaflega í VMA þar sem hann kláraði grunnnám rafiðna en ákvað að færa sig yfir í MÁ vegna áhuga hans á tölvuleikjahönnun. Keflvíkingurinn Stefán kynntist MÁ á kynningu framhaldsskólanna og segir að það hafi ekki verið aftur snúið eftir það „mér fannst mjög heillandi hvað námið var nútímalegt og náði yfir breiðan grunn.” Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis sem hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggist á lotumiðuðu vendinámi þar sem áhersla er lögð á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Með vendinámi verður fyrirlestur kennarans að heimanáminu sem gefur kennaranum mun meiri tíma til að veita nemendum sínum einstaklingsmiðaða kennslu. Brimar Jörvi og Stefán Ingi hafa báðir verið iðnir við að leggja sitt af mörkum í MÁ og er Brimar núverandi ritari nemendafélagsins (NFMÁ) og er Stefán sitjandi for-
maður. Brimar hafði áður verið formaður nemendafélagsins og Stefán formaður skemmtinefndar og sitja þeir því sjaldnast auðum höndum. Til viðbótar buðu þeir sig fram í stjórn SÍF (Samband íslenskra framhaldskólanema) og voru þeir kosnir inn sem varaforseti og alþjóðafulltrúi. Í Leiðtogaskóla Íslands á dögunum, sem veitir ungu fólki í félagsstörfum jafningjafræðslu með námskeiðum af fjölbreyttum toga, unnu þeir að verkefni er kallast Culture Class Videos. Landssamband Ungmennafélaga (LUF) heldur utan um skólann og er nemendum kennt ýmislegt er viðkemur leiðtogastörfum líkt og ábyrgðarhlutverk stjórnenda, fundarstjórnun, ræðumennska, fjár-
mögnun, sjálfsstyrking, koma sér á framfæri, verkefnastjórnun ásamt ýmislegu fleiru. Þema skólans í ár var innleiðing á Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna í ungmennastarf og ákváðu þeir Brimar og Stefán því að útbúa lokaverkefni sem byggir á Heimsmarkmiði 4, Menntun fyrir alla. Verkefnið þeirra, Culture Class Videos, gengur út á að gerð verði aðgengileg fræðslumyndbönd sem ætluð eru ungum innflytjendum á Íslandi. Myndböndin, sem yrðu þýdd á fjölmörg tungumál, er ætlað að veita innsýn í menningarheim ungra Íslendinga og hjálpa því ungum innflytjendum að aðlagast betur nýju samfélagi.
Reykjanesbær hefur nánast lokið við byggingu Stapaskóla í Dalshverfi en aðeins á eftir að byggja gott íþróttahús og sundlaug sem þjónar öllum íbúum. Strax í kjölfarið þarf að huga að nýjum skóla í bænum og taka þarf ákvörðun um hvar nýr skóli verður staðsettur. Í því sambandi er mikilvægt að skoða hvar mesta fjölgun nemenda hefur átt sér stað en einnig að meta ástand skólabygginga og hvernig þær henta góðum grunnskóla. Við vitum að menntamál þróast og tæknin er að verða meiri eins og sjá má í Stapaskóla. Á Ásbrú koma ungar fjölskyldur til að læra eða jafnvel til að kaupa sína fyrstu íbúð. Fjölgunin hefur verið hröð undanfarið og heldur áfram en bærinn þarf að að vera í stakk búinn til að taka við fleiri íbúum og bjóða upp á góða leikog grunnskóla svo fjölskyldur geti vaxið og dafnað vel í samfélaginu. Næsti grunnskóli Reykjanesbæjar ætti að byggjast upp á Ásbrú ná-
lægt íbúabyggð svo allir nemendur hafi þess kost að ganga í skólann. Ásbrú er öflugt og vaxandi samfélag í Reykjanesbæ og getur auðveldlega tekið við 5.000 íbúum og við þurfum að bregðast við og vera tilbúin með nýjan skóla sem fyrst. Háaleitisskóli á Ásbrú var stofnaður skólaárið 2008–2009 og var rekin sem útibú frá Njarðvíkurskóla en árið 2013 varð hann sjálfstæður skóli. Nemendum fjölgar hratt á Ásbrú og í dag eru um 300 nemendur í skólanum frá 1. til 10. bekk. Skólinn er staðsettur á Lindarbraut 624, töluvert frá íbúabyggð, og koma nemendur í strætó í skólann. Sérstaða skólans birtist meðal annars í fjölmenningu því 43% nemenda hafa íslensku sem annað tungumál og eru frá yfir tuttugu þjóðlöndum. Verður næsti grunnskóli í Reykjanesbæ á Ásbrú eða þarf að huga að öðrum svæðum er stór ákvörðun sem þarf að taka á næstu mánuðum.
Foreldrar tilkynni til skóla þegar börn eru í smitgát „Við erum að verða vör við það að börn eru í skólanum sem eru í smitgát án þess að foreldrar láti okkur vita. Það er alls ekki nógu gott enda eru skólar fjölmennir staðir þar sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma er að vinna,“ skrifar Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, í skeyti til foreldra og forráðamanna barna í skólanum í byrjun vikunnar. Þar segir einnig að mörg börn ráða einnig ekki við þær reglur sem gilda í smitgát og því eru foreldrar hvattir til að halda þeim heima í þessa örfáu daga sem smitgát varir. Börn í smitgát eiga t.d. að halda sig í eins metra fjarlægð frá öðrum og geta ekki tekið þátt í leikjum barna á skólalóð, s.s. fótbolta. Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Háaleitisskóla. Nú þegar smitum er að fjölga í samfélaginu þá minnum við alla á að huga vel að persónulegum sóttvörnum. Yfirvöld eru að senda börn og fullorðna í smitgát og við minnum á þær reglur sem gilda þegar aðilar eru í smitgát. Sjá hér að neðan: Við erum að verða vör við það að börn eru í skólanum sem eru í smitgát án þess að foreldrar láti okkur vita. Það er alls ekki nógu gott enda eru skólar fjölmennir staðir þar sem fólk með undirliggjandi sjúkdóma er að vinna. Mörg börn ráða einnig ekki við þær reglur sem gilda í smitgát og því hvetjum við foreldra til að halda þeim heima í þessa örfáu daga sem smitgát varir. Börn í smitgát eiga t.d. að halda sig í eins metra fjarlægð frá öðrum og geta ekki tekið þátt í leikjum barna á skólalóð s.s. fótbolta. Í smitgát er æskilegt að: • Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum; 1 metra regla, grímunotkun, handþvottur og spritt.
• Forðast mannmarga staði að óþörfu og sleppa fjölmennum viðburðum. • Vera vakandi fyrir einkennum og fara í PCR-próf ef þeirra verður vart. • Láta vita á vinnustað eða skóla að maður sé í smitgát. Í smitgát er ekki æskilegt: • *Að umgangast viðkvæma einstaklinga, þar á meðal eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. • *Að dvelja að óþörfu á mannmörgum stöðum eða sækja fjölmenna viðburði. Athugið: Nemendur sem eru í smitgát eiga ekki mæta í skóla nema neikvæð niðurstaða liggi fyrir úr fyrra hraðprófi! MUNIÐ: Ef nemendur eru með einkenni vinsamlega sendið þau ekki í skólann nema að þau hafi farið í sýnatöku og fengið neikvæða niðurstöðu. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri.
Íbúð með sér inngangi til leigu á góðum stað í Keflavík Tveggja herbergja íbúð í Keflavík með sér inngangi til leigu. Er laus. Upplýsingar gefur brynjar@studlaberg.is
sport
Miðvikudagur 17. nóvember 2021 // 43. tbl. // 42. árg.
Valur Orri Valsson er einn lykilmanna í liði Keflavíkur en hann hóf sinn körfuboltaferil tíu ára gamall með Skallagrími í Borgarnesi. Valur svarar nokkrum spurningum Víkurfrétta í uppleggi vikunnar.
Fer alltaf í sturtu rétt fyrir leik NAFN:
VALUR ORRI VALSSON ALDUR:
27 ÁRA TREYJA NÚMER:
25 STAÐA Á VELLINUM:
LEIKSTJÓRNANDI / SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ:
HEF EINHVERN VEGINN ALDREI NOTAST MIKIÐ VIÐ MOTTÓ – EN ÉG REYNI AÐ NOTAST VIÐ ÞAÐ AÐ MAÐUR VERÐI AÐ GERA LEIÐINLEGU HLUTINA TIL ÞESS AÐ SKEMMTILEGU HLUTIRNIR HALDIST SKEMMTILEGIR
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Var eitt sinn með fasta rútínu en núna hefur það breyst, eitt sem ég geri alltaf er að fara í sturtu rétt áður en ég mæti í leik. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Byrjaði að alvöru tíu ára gamall í Borgarnesi, valdi hann því það gekk vel og flestir í mínum vinahópi völdu körfubolta. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan miðað við það sem maður hefur séð af honum. Hver er þín helsta fyrirmynd? Faðir minn hefur ávallt verið mín helsta en svo eru margar aðrar fyrirmyndir sem maður lítur upp til. Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Ætli það verði ekki að vera bikarmeistaratitillinn 2012 með Keflavík. Hver er besti samherjinn? Það er ekki hægt að velja á milli liðsfélaga, eru allir með sinn besta eiginleika. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Það verður að vera Þór Þ., eina liðið sem við áttum í erfiðleikum með í fyrra og höfum tapað fyrir núna. Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Gera betur en á síðasta tímabili, það er klárlega númer eitt. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Stefnan er að vinna titla með Keflavík á þessu tímabili, maður veit svo aldrei hver löngunin verður eftir tímabilið. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Þessi spurning er helvíti erfið – en ef ég tek bara frá tíma mínum í Keflavík þá væri það Maggi Gunn, Reggie Dupree, Hörður Axel og Craion.
Fjölskylda/maki: Dionna Rivera og Sophía Ann Rivera Valsdóttir. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Það verður að vera fjögur ár úti í Bandaríkjunum í háskóla, virkilega erfitt á köflum en hrikalega skemmtilegt. Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Já, fótbolti, tónlist og svo að reyna byrja geta eitthvað í golfi. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Það er erfitt að muna það eftir að þessi veira skall á. Það væri nú samt bara út að borða með mínu fólki. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Gellur og kinnar hjá ömmu. Jón Norðdal staðfestir það. Ertu öflugur í eldhúsinu? Nei get ekki sagt það því miður en ég reyni alltaf mitt besta og það skiptir máli í þessu. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei, geri það reyndar ekki en vona það komi einn daginn. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Já, læt alltof margt fara í taugarnar á mér á köflum ... Twitter fer í taugarnar á mér, íslenska menningin í matvöruverslunum er svona aðallega að fara í mig um þessar mundir.
Mundi Fara menn ekki oftast í sturtu eftir leik?
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
EVA MARGRÉT Í SÉRFLOKKI SUNDMENN ÍRB Á GÓÐUM SKRIÐI
Íslandsmeistaramótið í sundi fór fram í Ásvallalaug um síðustu helgi og vann sundfólk ÍRB til sjö Íslandsmeistaratitla, þar af vann Eva Margrét Falsdóttir sex þeirra. Útkoman í heildina var því sjö gull, sjö silfur og tíu bronsverðlaun. Framfarirnar hjá sundmönnunum okkar voru hreint út sagt magnaðar og árangurinn eftir því. Styrkleiki margra greina á mótinu var miklu betri heldur sést hefur áður og því ennþá meira afrek að ná verðlaunum eða sigra. Tveir sundmenn ÍRB unnu sér rétt til að keppa á Norðurlandamóti í Svíþjóð í desember en það voru þær Eva Margrét Falsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir.
Þau sem unnu til verðlauna á mótinu voru: Eva Margrét Falsdóttir var í algjörum sérflokki en hún vann gull í sex greinum; 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusundi og 100 metra, 200 metra og 400 metra fjórsundi. Þá vann hún silfur í 100 metra flugsundi ásamt verðlaunum með boðsundssveitum ÍRB. Hún var sá sundmaður á Íslandsmótinu sem vann til flestra gullverðlauna og flestra verðlauna af öllum keppendum mótsins eða alls tíu verðlaun. Eva Margrét bar af öðrum keppendum þessa helgi og sigraði með yfirburðum í öllum bringusundsgreinunum, 50 metra, 100 metra og 200 metra, jafnframt vann hún öll fjórsundin á mótinu 100 metra, 200 metra og 400 metra fjórsundið. Í leiðinni bætti hún þrjú innanfélagsmet sem voru í eigu Erlu Daggar Haraldsdóttur; í 50 metra bringusundi, 100 metra fjórsundi og 200 metra fjórsundi.
tveimur greinum hafa aldrei áður í sundsögunni verið svona sterk.
Eva Margrét Falsdóttir vann til tíu verðlauna í það heila. Athena Líf Þrastardóttir vann til bronsverðlauna í 200 metra baksundi. Alexander Logi Jónsson vann gull í 200 metra flugsundi, silfur í 200 metra bringusundi, brons í 200 metra baksundi og 400 metra fjórsundi ásamt því að vinna til verðlauna með boðsundssveitum ÍRB. Aron Fannar Kristínarson vann silfur í 100 metra fjórsundi og brons í 200 metra fjórsundi ásamt því að vinna til verðlauna með boðsundssveitum ÍRB. Fannar Snævar Hauksson setti tvö Íslandsmet pilta og innanfélagsmet í undanrásum. Bæði í 50 metra flugsundi og í 100 metra flugsundi en þau met voru slegin aftur í úrslitum því þar var afar hörð keppni. Þess má geta að úrslitin í þessum
Boðsundsveitir ÍRB unnu líka til verðlauna í þremur boðsundum: Kvennasveitin vann silfurverðlaun í 4 x 200 metra skriðsundi, sveitina skipuðu: Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Elísabet Jóhannesdóttir, Katla María Brynjarsdóttir og Eva Margrét Falsdóttir. Kvennasveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 metra skriðsundi, sveitina skipuðu: Eva Margrét Falsdóttir, Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, Elísabet Jóhannesdóttir og Katla María Brynjarsdóttir. Kvennasveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 metra fjórsundi, sveitina skipuðu: Elísabet Jóhannesdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Elísabet Arnoddsdóttir og Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir. Karlasveitin vann silfurverðlaun í 4 x 200 metra skriðsundi. Í sveitinni voru: Fannar Snævar Hauksson, Stefán Elías Berman, Aron Fannar Kristínarson og Alexander Logi Jónsson. Karlasveitin vann til silfurverðlauna í 4 x 100 metra skriðsundi, sveitina skipuðu: Fannar Snævar Hauksson, Stefán Elías Berman, Aron Fannar Kristínarson og Alexander Logi Jónsson. Karlasveit ÍRB vann bronsverðlaun í 4 x 100 metra fjórsundi, sveitina skipuðu: Alexander Logi Jónsson, Aron Fannar Kristínarson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Berman.
Sunneva. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir vann silfur í 800 metra skriðsundi og brons í 400 metra og 1500 metra skriðsundi ásamt verðlaunum með boðsundssveitum ÍRB.
Karlasveitin: Fannar, Aron, Alexander og Stefán.
Rétturinn leitar að liðsmanni Rétturinn ehf. leitar að öflugum liðsmanni. Um er að ræða starf aðstoðarmanns í eldhúsi, útkeyrslu og lagerstörf. Rétturinn býður upp á hágæða heimilismat í hádeginu alla virka daga. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband á retturinn@retturinn.is merkt „Umsókn“
FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
Katla Björk þriðja besta á Norðurlöndunum Norðurlandamót Senior í ólympískum lyftingum fór fram í Kaupmannahöfn, Danmörku 12.–13.nóvember. Keppendur frá Íslandi voru þau Árni Rúnar Baldursson (LFK), Daníel Róbertsson (LFK), Amalía Ósk Sigurðardóttir (LFM), Eygló Fanndal Sturludóttir (LFK), Helena Rut Pétursdóttir (Hengill), Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir (Hengill) og Katla Björk Ketilsdóttir frá Massa. Þjálfarar voru þeir Einar Ingi Jónsson og Ingi Gunnar Ólafsson. Katla Björk úr Massa átti flott mót og varð í þriðja sæti í -64 kg flokki kvenna með 238,9 Sinclair stig. Hún lyfti 81 kg í snörun og 103 kg í jafnhendingu sem er nýtt Íslandsmet. Samanlagður árangur var því 184 kg sem er einnig nýtt Íslandsmet, bæði í U23 og Senior flokki kvenna. Katla Björk hefur keppt fyrir Massa og Ísland síðan 2016 með virkilega góðum árangri. Hún á best 83 kg í snörun og nú 103 kg í jafnhendingu. Hún varð Evr-
ópumeistari í U23 flokki kvenna í september og stefnir á HM Senior í Usbekistan í desember. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með hvað hún gerir þar. Ljósmyndir © Eyþór Ingi Einarsson 2021
Keppnin um sterkasta fatlaða mann í heimi haldin í Reykjanesbæ Það voru ekkert lítil átökin sem áttu sér stað í gamla slippnum í Keflavík um helgina þegar heljarmenni víðs vegar að úr heiminum kepptu um titilinn Sterkasti fatlaði maður í heimi 2021. Aflraunir fatlaðra byrjuðu 1996 að frumkvæði Arnars Más Jónssonar, þjálfara hjá Íþróttafélagi fatlaðra Reykjavík og með keppninni Sterkasti fatlaði maður Íslands. Það var svo árið 2002 sem fyrsta mótið Sterkasti fatlaði maður heims leit dagsins ljós. Síðan þá hafa vinsældir og útbreiðsla aflrauna Arnar Már Jónsson. fatlaðra á heimsvísu dafnað og stækkað undir handleiðslu Arnars Más og Magnúsar Vers Magnússonar. Nánar er fjallað um mótið á vf.is
VF-myndir: JPK
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Elsa Pálsdóttir með þjálfara sínum á æfingu í Lífsstíl. VF-myndir: Páll Ketilsson
KRAFTMIKIL ELSA
LYFTIR SEX DAGA VIKUNNAR
Elsa Pálsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari í kraftlyftingum. Hún æfir sex daga vikunnar í Lífsstíl í Keflavík og stefnir á mót um komandi helgi. Víkurfréttir hittu Elsu ásamt þjálfara sínum, Kristleifi Andréssyni, í Lífsstíl þar sem þau æfðu fyrir komandi mót. Innslag um Elsu og kraftlyftingarnar er í Suðurnesjamagasíni vikunnar á sjóvarpsstöðinni Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30. „Ég hef haldið til í líkamsræktarsal megnið af minni ævi en svo áttaði ég mig á því hvar styrkleikarnir lægju. Ég var farin að sjá að ég var bara nokkuð sterk og ákvað þá að gefa lyftingum tækifæri og fókusera bara á kraftlyftingarnar og sjá hvert það myndi leiða mig en var grunlaus um hvert þaðmyndi leiða mig.“ Hvað varstu búin að vera að gera í þreksalnum fram að því? „Það má segja að ég hafi verið í fjölbreyttum hóptímum til ársins 2011 þegar ég tók upp á því að taka þátt í þrekmótakeppnum. Þar fann ég keppnisbragðið. Ég prófaði svo
að taka þátt í kraftlyftingamóti sem var haldið í tengslum við Sólseturshátíðina í Garðinum. Ég vildi reyna mig þar því ég vissi að ég ætti mögulega heima í lyftingum. Ég sá það á þessu móti í Garðinum að ég átti svolítið inni. Ég vissi reyndar ekkert um reglurnar í íþróttinni en fékk leiðsögn og fannst þetta bara skemmtilegt. Ég tók aftur þátt í móti í Garðinum ári síðar og í framhaldi af því ákvað ég að gefa kraftlyftingum séns og hef verið með fókusinn þar. Frá árinu 2011 hef ég æft sex sinnum í viku í líkamsræktarsal. Eftir fyrsta mótið í Garðinum ákvað ég að taka einn dag í viku í kraftlyftingar. Eftir
annað mótið bætti ég í lyftingaæfingar og æfði þær þrjá daga í viku. Fljótlega tók ég ákvörðun um að helga mig þessu og síðan þá hef ég verið að æfa kraftlyftingar sex daga vikunnar.“
Sá möguleika á metum Með hvaða markmiði hefur þú verið að æfa? „Í og með var ég bara að gera þetta fyrir sjálfa mig en svo var ég alveg búin að sjá það að ég átti möguleika á Íslandsmetum og lengra hafði hugur minn ekki leitað.“
Þú vissir hver Íslandsmetin voru og varst jafnvel að lyfta meiru á æfingum? „Já, ég sá það að ég átti alveg möguleika á að setja Íslandsmet og hef náð mörgum. Í vor, þegar ég fékk boð um að koma á Evrópumót, fékk ég upplýsingar um heimsmetin og ég hafði ekki hugsað út í það – en þegar ég sá þau sá ég að ég átti alveg möguleika og það kom mér virkilega á óvart.“ Elsa tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu í kraftlyftingum í nóvember árið 2019 og setti Íslandsmet á því móti. Síðan þá hefur hún tekið þátt í nokkrum mótum og hefur í dag sett yfir 40 Íslandsmet í sínum greinum í sínum aldurs- og þyngdarflokki. Kom þá upp í þér keppnismanneskjan að ráðast á heimsmetin? „Ekki fyrr en ég sá upplýsingar um hver heimsmetin voru, þá fyrst vaknaði sá metnaður. En auðvitað fær maður metnað fyrir því að setja heimsmet þegar maður sér að það er möguleiki fyrir því.“
Lítill hópur á hennar aldri í kraftlyftingum Elsa segir að hérlendis sé það lítill hópur sem stundar kraftlyftingar á hennar aldri en erlendis sé þó nokkuð af fólki á hennar aldri að æfa kraftlyftingar. Það hafi einnig komið henni á óvart hvað það voru margir sem eru töluvert eldri en hún sem séu að æfa íþróttina í Evrópu. Elsa er rétt liðlega sextug en hún fór á Evrópumót í júlí þar sem hún setti fimm heimsmet og varð Evrópumeistari. „Það var freistandi að fylgja árangrinum eftir og ég fór því á heimsmeistaramótið til að reyna að bæta heimsmetin. Það tókst og ég setti þrjú heimsmet þar og var krýndur heimsmeistari.“
Þannig að þetta er búið að vera skemmtilegt? „Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og ég kom mér á óvart og örugglega jafnmikið og öllum hinum.“
Þjálfarinn hefur gert kraftaverk Elsa segist í dag spá mikið í hvernig hún æfi og einnig hvað hún sé að borða. Hún segist þó geta gert betur þar. Í lyftingasalnum er Elsa með aðstoð frá þjálfara. Kristleifur Andrésson hefur verið að þjálfa Elsu og hún segir hann hafa gert kraftaverk. Elsa segir að til þess að ná árangri í kraftlyftingum þurfi númer eitt og tvö að vera líkamlega sterkur. Þriðja atriðið sé svo að vera sterkur í hausnum. Andlegi þátturinn sé stór í lyftingum og sérstaklega þegar verið er að fást við meiri þyngdir. Þá skiptir hugurinn miklu máli. Framundan hjá Elsu er þátttaka á móti innanlands þann 20. nóvember. Þá er stefnan sett á mót í Litháen í mars á næsta ári og taka þar þátt í Evrópumóti. Hvað er það sem drífur þig sextuga konuna áfram í þessu? Er þetta svona skemmtilegt? „Ég væri ekki í þessu nema mér þætti þetta skemmtilegt. Þetta er skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að það er skemmtilegt að taka þátt í því þar sem maður stendur sig vel.“ Æfingar Elsu eru frá einum og hálfum klukkutíma og upp í þrjá í dag, alla daga nema sunnudaga, þegar tekið er frí. Hún segist aldrei æfa lyftingar á sunnudögum en það komi ekki í veg fyrir að fara í göngutúr.
FIMMTUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Á þriðja hundrað á árgangamóti í knattspyrnu Tuttugu og fjögur lið mættu til leiks í fyrsta árgangamótinu í knattspyrnu sem haldið var í Nettó-höllinni 6. nóvember. Alls komu 222 leikmenn og hlupu í höllinni en þetta var í fyrsta skipti sem svona mót er haldið en samskonar mót hafa verið haldið á Akranesi við góðar orðstír. Að sögn mótsnefndarinnar þótti mótið takast afar vel. Góður andi skapaðist og mátti til dæmis sjá það í búningum liðanna en þar mátti sjá mikinn metnað. Árgangur 1997 hjá körlum þóttu þó skara framúr og fengu búningaverðlaunin. Þeir leyfðu öðrum liðum að fylgjast með á Facebook síðu mótsins þegar leikmenn árgangsins fengu búningana afhenta.
Sigurvegarar í eldri flokki karla var árgangur 1983, árgangur 1997 sigraði hjá yngri körlum og sigurvegarar í kvennaflokki voru yngri. Yngsti keppandinn á mótinu var Guðmundur Marinó, fæddur 1997, en sá elsti var enginn annar en Þorsteinn Bjarnason, markvörður Keflavíkur og landsliðsins til margra ára, en hann er fæddur 1957 eða fjörutíu árum eldri en Guðmundur. Að kvöldi mótsdags var haldið lokahóf en þar mætti Örvar Þór Kristjánsson með uppistand, boðið var upp á kvödverð frá Soho og DJ Hilmar lék tónlist. Til að gæta að sóttvörnum þurftu allir sem mættu á lokahófið að sýna neikvætt hraðpróf.
Yngsti keppandinn á mótinu var Guðmundur Marinó, fæddur 1997, en sá elsti var enginn annar en Þorsteinn Bjarnason, markvörður Keflavíkur og landsliðsins til margra ára, en hann er fæddur 1957 eða fjörutíu árum eldri en Guðmundur.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Fiskbúð Reykjaness þjónustar lítil og stór fyrirtæki. Hjá okkur fá einstaklingar og fyrirtæki persónulega og góða þjónustu.
Hafðu samband!
Brekkustíg 40 / 260 Reykjanesbæ / 783-9821 / fbr@fbr.is / fbr.is
LOKAORÐ
Verslum heima!
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
Ljúft líf og ábyrg afneitun Ég hef nú búið í París í þrjá mánuði og lífið er ljúft. Langir vinnudagar, mikið annríki og margt að læra en allt saman ótrúlega spennandi, gefandi og nærandi. Fjölskyldunni líður vel og það má segja að við séum í súper notalegri Parísarbúbblu þar sem fjölskyldutempóið er rólegra og við náum að verja meiri tíma saman en við venjulega gerðum heima í Keflavík. Svo er búið að vera fínasta rennirí af Íslendingum til Parísar, með tilheyrandi gestagangi vina og ættingja sem gerir dvölina ennþá skemmtilegri. Ég er að læra frönsku, sem gengur að vísu ekki nógu hratt að mínu mati, en þó alltaf betur með degi hverjum og gamla stúdentsprófið úr Kvennó er líka þarna einhvers staðar og hjálpar vissulega til. Ég get gert mig skiljanlega í bakaríinu og bjargað mér í einföldum samræðum og skil meira en ég get talað („Loksins“ myndi einhver segja, þar kom að því að ég hlusta meira en ég tala!). Ég er mjög stolt af því að ég náði meira að segja að halda þræði í sjónvarpsávarpi Macrons forseta um daginn sem átti að vera um stöðuna í Covid-málum. Ég hélt að vísu um tíma að ég væri að misskilja þetta allt saman hrapalega þegar ég gat ekki betur skilið en að hann væri farinn að tala um lífeyrissmál í miðju Covid-ávarpi, en svo kom á daginn að hann var aðeins að nota tækifærið fyrst hann hafði óskipta athygli þjóðarinnar til að þess að plögga lífeyrismálunum sem verða eitt af stóru kosningamálunum í forsetakosningunum næsta vor. Og talandi um Covid. Þetta var sum sé í fyrsta sinn á þessum þremur mánuðum sem ég hef horft á eitthvað í frönsku sjónvarpi um Covid. Ég les enn sem komið er ekki mikið af frönskum netmiðlum og engin frönsk dagblöð. Minn daglegi fréttarúntur eru enskumælandi miðlar sem sjá mér vel fyrir heimsfréttunum og svo tek ég auðvitað stöðuna á íslensku miðlunum nokkrum sinnum á dag. Þar sé ég mjög nákvæmar Covid-fréttir daglega, fjöldi smitaðra á uppleið, áhyggjufullan Þórólf og brjálaða veitingamenn í miðbænum. Ég sá meira að segja í gær á mbl.is að sóttvarnarstofnanir Bandaríkjanna og Evrópu væru að vara sérstaklega við ferðum til Íslands – og að samkvæmt sömu Evrópustofnun færi Covid-smitum í Evrópu mest fjölgandi í Frakklandi. Þar fór í verr! En þá er svo gott að geta verið í afneitun. Því ég hef ekkert heyrt um þetta í frönskum fréttum, enginn á skrifstofunni minni er að tala um þetta, enginn í bakaríinu né á hverfis veitingastöðunum. Þar heldur lífið áfram nokkuð eðlilega, ef hægt er að tala um eðlilega Covid-tíma. Við höldum bara áfram að setja á okkur grímurnar alls staðar þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í verslunum, leigubílum, metróinu eða á skrifstofunni og framvísum „Pass Sanitaire“ samviskusamlega þar sem hans er krafist til að sýna fram á að við séum bólusett eða með nýtt Covid-próf. Veitingastaðir, klúbbar, landamæri o.s.frv. eru opin og ég er t.d. að fara til Lissabon á eftir og er að átta mig á því þegar þetta er skrifað að ég hef ekki einu sinni tékkað á því hvort ég þurfi að fara í Covid-próf fyrir flugið ... væri kannski ráðlegt að gera það. Ég veit ekki hver hinn franski „Þórólfur“ er, veit ekki hvað hann heitir og þekki hann alls ekki í sjón. Og það er bara frekar ágætt. Ég lifi í ljúfri afneitun, spritta mig og fer varlega, en algerlega ómeðvituð um það að smitum í Evrópu fari mest fjölgandi í Frakklandi. Ljúf afneitun eða kannski bara ábyrg afneitun? Okkur líður alla vega vel – bestu kveðjur frá París.