Víkurfréttir 43. tbl. 43. árg.

Page 1

Reykjanesbraut lokað og hjáleið um Krýsuvík

Vegagerðin hefur gefið út tilkynningar vegna lokunar á Reykjanesbraut í sólarhring vegna malbikunar á 2,7 km kafla við Straumsvík. Reykjanes brautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann. Veg urinn verður lokaður við Grinda víkurveg, fyrir umferð í átt til Reykjavíkur en opið verður fyrir þá sem eiga erindi í Voga.

Hjáleið verður um Grinda víkurveg (43), Suðurstrand arveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) fyrir þá sem eru á leið til höfuðborgarinnar. Sú leið er lengri og því þurfa ökumenn að gera ráð fyrir lengri ferðatíma. Einnig er bent á að umferðartafir gætu orðið nokkrar og ökumenn beðnir um að aka varlega og sýna tillitssemi.

Hraði á Krýsuvíkurvegi verður tekinn niður í 50 km/klst. á nokkrum stöðum auk þess sem hugað verður að aukinni vetrar þjónustu á veginum ef á þarf að halda.

í september.

Næstum tonn af sætindum fer í kransagerðina, súkkulaðimolar og mjúkar karamellur. Molana fær Freyja hjá nöfnu sinni, sælgætis gerðinni Freyju.

Á næstu dögum og vikum munu Lionskonur úr Freyju fara á milli fyrirtækja og bjóða kransana til sölu en afraksturinn fer allur til góðra líknarmála á Suðurnesjum en

kransagerðin hefur verið helsta fjár öflun klúbbsins í tvo áratugi. Klúbb urinn hefur hins vegar starfað mun lengur en fyrst hét hann Lionessu klúbbur Keflavíkur en breytti ný verið nafninu í Lionsklúbburinn Freyja. Nánar um kransagerðina í miðopnu Víkurfrétta í dag, en þar má nálgast allar upplýsingar um hvar kaupa má kransana.

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM HÁMARKAÐU VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR PÁLL ÞOR BJÖRNSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI PALL@ALLT.IS | 560-5501 PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Lionsklúbburinn Freyja í Keflavík er að fara af stað með árlega
á sælgætiskrönsunum
draganda
hafa Lionskonurnar
leiða
Þá eru
fallegum
að hnýta
sölu
nú í að
jóla. Undanfarnar vikur
verið að fram
kransana en þeir eru mikið handverk og tímafrek samsetning.
kransarnir skreyttir með
slaufum sem byrjað var
Næstum tonn af
molum í Lionskrönsum HS Orka og Sæbýli undirrita viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku – sjá frétt í miðopnu VF í dag Reykjanesbraut verður lokað vegna malbiksframkvæmda frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík frá kl. 20:00 mið vikudaginn 16. nóvember til kl. 20:00 fimmtudaginn 17. nóv ember. Hjáleið er um Krýsu víkurveg.
sætum
Opið er fyrir umferð í átt að flugstöðinni.
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGT OG GOTT! Doritos Double Pepperóní og Triple Cheese Pizza 170 g Barebells próteinstykki Saltkaramellu Monster Ultra White og Ultra Gold 500 ml 279 kr/stk áður 399 kr 43% 30% 53% NÝTT 198 kr/pk áður 429 kr 199 kr/stk áður 349 kr Miðvikudagur 16. nóveMber 2022 // 43. tbl. // 43. árg.

„Sjálfstæðisflokkurinn

velferðar íbúanna. Við fögnum því aukna vægi sem at vinnumál fá á 37. fundi menningar og atvinnuráðs og hvetjum til áfram haldandi áherslu á eflingu atvinnu starfsemi í sveitarfélaginu,“ segir í

bókun sem Birgitta Rún Birgisdóttir lagði fram í nafni Sjálfstæðisflokks á síðasta fundi menningar og atvinnu ráðs Reykjanesbæjar undir liðnum atvinnumál.

Undir þeim lið fór Sigurgestur Guðlaugsson, verkefnastjóri at vinnu og viðskiptaþróunar, yfir stöðu atvinnumála.

Heilsulind og baðlón á Garðskaga?

Óskalög Kórs Keflavíkurkirkju flutt á laugardag

Tillaga að breytingu á deiliskipu lagi Garðskaga gerir m.a. ráð fyrir heilsulind með baðlóni. Tillagan er nú til auglýslingar og kynningar og verður aðgengileg á vef Suðurnesja bæjar til 23. desember nk. Athuga semdum skal skilað til skrifstofu Suðurnesjabæjar, hvort sem er bréflega eða með tölvupósti.

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2022 að auglýsa og kynna til lögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga samhliða aðalskipulagsauglýsingu. Núverandi deiliskipu lagssvæði er vestast á Garðskaga og býr að nálægð við hafið, vitana tvo og byggðasafnið ásamt gamla vitavarðarhúsinu. Tillaga að deili skipulagi gerir ráð fyrir að svæðið sé stækkað og komið fyrir nýrri að stöðu sunnan Skagabrautar, þar sem m.a. verði heilsulind með baðlóni og veitingastað og möguleiki fyrir

Húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks

„Að mati bæjarráðs er húsnæðið óhæft til móttöku flóttafólks og því óskar bæjarráð eftir fundi með Vinnumálastofnun,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á erindi frá Vinnumálastofnun er varðar móttöku flóttafólks að Víkurbraut 58 í Grindavík. Erindi frá Vinnumálastofnun, dags 20. október sl., var lagt fyrir bæjarráð Grindavíkur á þriðjudag í síðustu viku en með erindinu vill stofnunin upplýsa um fyrirhugaða leigu á hús næði fyrir alþjóðlega vernd sem og að kanna hvort sveitarfélagið myndi vilja gera þjónustusamning er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur segir að bæjarráð geri athugasemdir við það að Vinnumálastofnun leigi húsnæði í sveitarfélaginu til móttöku flóttafólks án samráðs við bæjaryfir völd.

Ekki hefur enn komið til þessa fundar.

leitandi myndi gera það og svo er enn annað mál hvernig líta beri á svona skammtímabúsetu. Þetta er allt saman ansi loðið en mér þætti ótrúlegt ef ríkið ætlaði sér ekki að fara eftir þeim reglum sem það setur sjálft varðandi heilnæmi íbúðar húsnæðis,“ segir Magnús H. Guð jónsson, framkvæmdastjóri Heil brigðiseftirlits Suðurnesja, en eins og fram hefur komið hafa eigendur Festi (Víkurbraut 58 í Grindavík), en þar hefur hótelið verið rekið síðan 2012, átt í viðræðum við íslenska ríkið varðandi að leigja húsnæðið undir flóttafólk. Einnig kom fram í fréttinni að húsnæðinu var lokað í sumar vegna myglu og framkvæmdir standa yfir.

breyta þessum reglum m.v. núverandi stöðu þessara mála,“ segir Magnús.

Ásmundur Þorkelsson, starfs maður HES, segir að bróðurpartur íbúðarhúsnæðis á Íslandi heyri ekki undir eftirlit. „Ef einhver vill búa í myglu í eigin húsnæði þá er það einkamál viðkomandi. Hins vegar ef leigjandi húsnæðis býr við myglu, þá getur hann farið fram á úttekt á húsnæðinu og ef satt reynist, þá verður eigandinn að gera úrbætur ef hann ætlar að leigja húsnæðið út til búsetu.“

„Eigandi húsnæðis má dvelja í myglu ef hann svo kýs en ef um leiguhús næði er að ræða þá þarf kvörtun að koma frá sjálfum leigjandanum. Mér finnst harla ólíklegt að hælis

Ekki undir eftirliti varðandi aðbúnað

„Hælisleitendur á Íslandi er eini við kvæmi hópurinn sem ekki er undir eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins varð

Magnús segir að húsnæði hælis leitenda þurfi að uppfylla ákvæði heilbrigðisreglugerðar. „HES var búið að úrskurða að húsnæðið við Víkurbraut 58 sé heilsuspillandi til íbúðar. Embættið hefur ekki fengið neinar upplýsingar um að búið sé að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru um úrbætur. Hins vegar er reglugerðin orðin úrelt eins og áður kom fram og við vitum ekki alveg hvernig við myndum bregðast við ef ríkið myndi ákveða að hýsa hælis

í Festi.“

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
OG
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR
MYRKVUNARGARDÍNUR
tjaldsvæði. Þessi aðstaða samnýtist svæði norðan Skagabrautar, þar sem byggingarreitur fyrir byggðasafnið er stækkaður ásamt skilgreiningu aksturs og gönguleiða og mögu leika á frekari nýtingu svæðisins til útivistar og fræðslu. Á vefsíðunni Mermaid.is má sjá tillögu að „Mermaid – Geothermal Seaweed Spa“, sem er metnaðarfullt verkefni sem felst í því að byggja upp hágæða heilsulind við fallega sand fjöru við Garðskaga. Fyrirhuguð heilsulind og baðlón. Svona eru fyrstu drög að útliti heilsulindarinnnar, samkvæmt mermaid.is
Ólíklegt að hælisleitandi kvarti undan myglu
andi aðbúnað. Heilbrigðiseftirlitið vinnur eftir reglugerð síðan 2002 og kannski má segja að hún sé orðin úreld því málefni hælisleitanda áttu varla við þá. Ríkið hlýtur að leitendur Kór Keflavíkurkirkju fagnar 80 ára afmæli í ár og ætlar í því tilefni að halda af mælistónleika. Flutt verða óskalög kórsins í gegnum árin. Tónleikarnir verða laugardaginn 19. nóvember og byrja kl. 14 og er boðið til kaffisamsætis í Kirkju lundi eftir tónleikanna. Frítt er inn á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir. hefur lagt áherslu á að atvinnumálum í Reykja nesbæ verði gert hærra undir höfði enda fjölbreytt og traust atvinna grundvöllur Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Fjölbreytt og traust atvinna grundvöllur velferðar íbúanna
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma GUÐRÚN
ÞÓRARINSDÓTTIR Grænulaut 8, áður Langholti 7, Keflavík lést á heimili sínu föstudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 22. nóvember klukkan 13. Bragi Pálsson Kristín Bragadóttir Tryggvi Þór Bragason Áslaug B. Guðjónsdóttir Ólafur Bragi Bragason Gunnheiður Kjartansdóttir Birgir Már Bragason Halldóra G. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 2 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M
ÁSTA
Sigraðu innkaupin! Sigraðu innkaupin og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupa appinu Tilboð gilda 17.–20. nóvember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. 37% 692kr/kg 1.099 kr/kg Ferskur grísabógur

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Akurskóli – Umsjónarkennari á yngsta stigi Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Stapaskóli - Kennari á leikskólastigi Stapaskóli - Náms- og starfsráðgjafi Umhverfissvið - Verkefnastjóri fráveitu Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Erla Ósk Pétursdóttir er FKA kona mánaðarins

Við hvað starfar þú og hvar? Ég er framkvæmdastjóri hjá Marine Collagen í Grindavík sem vinnur gelatín og kollagen úr fiskroði.

Hver eru helstu verkefni? Í okkar unga fyrirtæki eru verkefnin marg vísleg og daglegur rekstur og fram tíðarplön keppast um athyglina frá degi til dags. Hjá fyrirtækinu starfar samheldinn og lausnamiðaður hópur sem gerir vinnuna alla mjög skemmtilega.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitni legt? Í mínum huga er Marine Collagen frábært dæmi um hvað sé hægt að gera þegar fyrirtæki ákveða að vinna saman. Með sam vinnu og útsjónarsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur Marine Collagen aukið innlenda verðmætasköpun, enda erum við í harði samkeppni við vinnslur erlendis – en við erum rétt að byrja og hlökkum til að halda áfram að þróa íslenskar vörur úr okkar frá bæra hráefni.

Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki að gera margt þessa dagana annað en að vinna og sinna fjöl skyldunni og skólanum. Við hjónin eigum þrjá stráka og einn hund og því nóg að gera á okkar heimili, sem maðurinn minn sinnir að mestu leyti á meðan ég klára skólann.

Hvað hefur þú verið að gera, hvað ertu að gera núna, framtíðarplön? Mér líður best þegar ég hef nóg að gera. Mér finnst gaman að hreyfa mig, reyni að vera dugleg í ræktinni eða fara út að hlaupa eða hjóla. Ég er líka Kundalini jógakennari og hugleiðsla er mitt haldreipi þegar það verður of mikið að gera. Svo hef ég gaman af söng og er tiltölu lega nýbyrjuð í golfi. Framtíðar plönin eru þannig séð óráðin, ætli ég haldi ekki bara áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt.

að fylgja eftir verkefninu sem ég vann að þegar ég var hjá Codland.

Hversu lengi hefur þú búið á Suð urnesjum? Ég ólst upp í Grindavík en flutti til Reykjavíkur þegar ég var sextán ára og fór í MR. Ég flutti aftur til Grindavíkur árið 2010 þegar við stofnuðum fjölskyldu, enda hvergi betra að vera með börn, og hef búið þar síðan.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Það er yndislegt að búa á Suðurnesjum og helstu kostirnir eru frelsið sem börnin okkar búa við og svo nálægðin við náttúruna. Hvort tveggja kom svo bersýnilega í ljós í Covid, enda frá bært að geta farið með fjölskylduna í ævintýraferðir á svæðinu, t.d. Þor björn, Selskóg, Sólbrekkuskóg, Sela tanga og þannig mætti lengi telja.

Reynsla: Eftir menntaskólann fór ég í háskólanám til Bandaríkjanna og mitt fyrsta starf eftir nám var hjá ráðgjafafyrirtæki í Minneapolis. Eftir þrjú ár þar fór ég til sjávar útvegsfyrirtækis á Nýfundnalandi í Kanada og var þar í eitt og hálft ár. En eftir hrunið á Íslandi leitaði hugurinn heim og ég flutti til Ís lands í byrjun árs 2009. Ég vann lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Vísi, fór svo til Codland og aftur til Vísis þar sem ég vann síðast sem mann auðsstjóri. Í fyrra söðlaði ég svo um og fór til Marine Collagen og fæ þar

Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes? Mér finnst frábært að við séum að tengjast betur hér á Suðurnesjum. Það hefur verið gaman að mæta á við burði og kynnast konum hér á svæðinu. Að heyra hvað hinar kon urnar eru að gera gefur manni líka tækifæri til að styðja hvor aðra og læra hver af annarri.

Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA? Í fyrstu voru það við burðirnir hjá FKA sem mér fannst áhugaverðir og voru ástæða þess að ég skráði mig í félagið. Sérstak lega finnst mér áhugavert hvernig félagið vinnur markvisst í því að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum.

Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig? Síðustu ár hef ég tekið eftir því hversu mikinn styrk það veitir að hafa öflugt tengslanet, og það er það sem ég tek mest út úr því að vera í FKA. Svo er líka bara svo svakalega gaman með þessum konum, sérstaklega þessum í golfinu ��

Heilræði/ráð til kvenna á Suður nesjum? Á mínum fyrsta FKA viðburði vorum við hvattar til að skiptast á símanúmerum við þær konur sem við kynntumst, því markmiðið var að geta slegið á þráðinn seinna meir. Þetta hefur sko komið mér að góðum notum og miðla ég því hér með áfram til kvenna á Suðurnesjum. Þó við séum tengdar á alls kyns miðlum, þá er símanúmer fyrsta flokks tenging.

Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru. Nafn: Erla Ósk Pétursdóttir Aldur: 42 ára Menntun: BA í hagfræði og tölvunar fræði og er á seinna ári í MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Þó við séum tengdar á alls kyns miðlum, þá er símanúmer fyrsta flokks tenging Jólagleði Kvenfélags Keflavíkur og Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin á Nesvöllum laugardaginn 12. nóvember klukkan 18:00 Súpa, gleði og dans. Verð 3.000 kr. Vínveitingar. Upplýsingar hjá Sigurlaugu síma 699 3569 Katrín Lilju síma 661 8525 Miðasala
á Nesvöllum 23. nóvember kl. 13:00.
4 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M
með Jóhönnu 3 fríar litaprufur 18. nóv - BYKO Suðurnesjum 12-17
Litaráðgjöf

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að staðfesta að Suðurnesjabær samþykkir um sókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til byggingar ellefu leiguíbúða að Báruskeri 1 í Suður nesjabæ. Fyrir liggur útreikningur á stofnframlagi Suðurnesjabæjar. Erindi frá Húsnæðis og mann virkjastofnun um staðfestingu á stofnframlagi Suðurnesjabæjar vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag var tekið fyrir á fundinum. Þar kemur fram að áætlaður stofnkostnaður er rúmar 437,3 milljónir króna, þar af er 12% stofnframlag Suðurnesjabæjar áætlað tæpar 52,5 milljónir króna. Þann 1. desember næstkomandi verður kveikt á jólaljósum í báðum byggðarkjörnum Suður nesjabæjar. Þann 21. desember er svo áætlað að afhenda viður kenningar fyrir jóla- og ljósahús í Suðurnesjabæ. Ferða-, safnaog menningarráð Suðurnesja bæjar hvetur íbúa til þess að lýsa upp skammdegið með jólaog ljósaskreytingum.

Áramótabrenna og flugelda sýning verður í umsjón Björg unarsveitarinnar Ægis í Garði og fer viðburðurinn fram í Garði í ár.

Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar fer fram í desember 2022 og janúar 2023 í Suðurnesjabæ. Hátíðin hefur fest sig í sessi og verið haldin reglulega undanfarin ár. Fyrst í Sveitarfélaginu Garði en síðar í Suðurnesjabæ, eftir samein ingu Garðs og Sandgerðis. Þá fékk hátíðin m.a. Eyrarrósina árið 2018.

Blásið hefur

Suðurnesja manna verður 5. desember en það er knattspyrnufélagið Víðir sem stendur að þorrablótinu að þessu sinni.

Minnisblöð frá sviðsstjórum skipu lags- og umhverfissviðs, stjórn sýslusviðs og fjölskyldusviðs varð andi íbúðarhúsnæði við Melteig í Suðurnesjabæ og minnisblað um félagslegt leiguhúsnæði voru tekin fyrir hjá bæjarráði Suðurnesja bæjar nýverið.

Samþykkt var samhljóða að íbúðir við Melteig verði leigðar út fyrir 60 ára og eldri skv. sama fyrirkomulagi og er í Miðhúsum í Sandgerði og verði umsjón með úthlutun íbúða á höndum fjölskyldusviðs.

Samþykkt var á fundi bæjar stjórnar að veita bæjarstjóra umboð til að vinna áfram að niðurstöðu varðandi tillögu um kaup á félagslegu leiguhúsnæði samkvæmt minnis blaði þar um.

Mireya Samper fer fyrir Ferskum vindum og hún kynnti komandi hátíð fyrir Ferða , safna og menn ingarráði Suðurnesjabæjar á síðasta fundi. Ráðið þakkaði henni fyrir góða og áhugaverða kynningu á Ferskum vindum og óskar skipu leggjendum hátíðarinnar góðs gengis með komandi hátíð.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar áréttar að í gildi eru rekstrarsamningar milli Suðurnesjabæjar og rekstraraðila leikskólanna í sveitarfélaginu. Ef rekstraraðili óskar eftir breytingum á þjónustu leikskóla þá leitar verktaki eftir samkomulagi við verkkaupa um breytta starfsemi á grundvelli rekstrarsamnings.

Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs en á 50. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 2. nóvember var tekið fyrir minnisblaði er snýr að lokun leikskóla á milli jóla og nýárs og því vísað til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

Röstin hefur gefið vel í gegnum árin

Það er að verða komið fram í miðjan nóvember og ennþá bólar ekkert á því sem kalla mætti vetur því að veðurfarið hefur verið ansi gott núna, hlýtt og fáir dagar þar sem maður hefur þurft að skafa bílrúðuna.

Þetta góða haust hefur gert það að verkum að handfærabátarnir hafa náð að róa og flestir á ufsann í röstinni, þá frá Grindavík og Sand gerði. Er þetta frekar óvenjulegt að geta róið svona langt fram á haustið á handfærum.

Veiðin hjá færabátunum er búin að vera mjög góð og verð á ufs anum, sem bátarnir eru flestir að eltast við, hefur verið mjög gott á fiskmörkuðum.

Ef við lítum á bátana það sem af er núna í nóvember og byrjum í Grindavík. Þar er t.d. Agla ÁR með 4,6 tonn í fjórum róðrum og af því er ufsi 4,4 tonn, Særós ST 3,9 tonn í fimm róðrum, Hafdalur GK 5,5 tonn í fjórum róðrum og mest 1,7 tonn og Líf NS 896 kg í einni löndun

Í Sandgerði er Guðrún GK með 5,5 tonn í fjórum róðrum, Kvika GK er með 1,3 tonn í þremur róðrum, Von GK 978 kíló í einni löndun, Geiri HU 610 kíló í einni löndun, Dímon GK 5,7 tonn í sex róðrum og mest 1,7 tonn og Arnar ÁR 7,2 tonn í fjórum róðrum og mest 2,3 tonn í róðri.

Í gegnum tíðina þá hefur Röstin, sem er svæði á milli Valahnúks þar sem Reykjanesviti er og að Eldey, gefið ansi vel í gegnum árin og þá mest af ufsa. Mjög margir bátar hafa stundað færaveiðar þar í gegnum árin og kannski þeirra allra þekktustu voru Svanur á Birgir RE og Kristján, eða Stjáni eins og hann var alltaf kallaður, sem var með Skúm RE.

Báðir þessir skipstjórar stunduðu veiðar með handfærum allt árið þau ár sem þeir gerðu bátana sína út – og er það þá tímabil frá um 1975 og fram að aldamótunum. Á

þessum árum var eiginlega ekkert um það að útgerðarmenn stunduðu handfæraveiðar allt árið en það gerðu þessi tveir. Til að mynda árið 1982, eða fyrir 40 árum síðan, þá hófu bæði Svanur og Stjáni veiðar á bátum sínum í apríl og voru báðir á handfærum alveg fram í nóvem berlok.

Öll árin sem þeir gerðu út þá réru þeir frá Sandgerði og árið 1982 þá má segja að þeir hafi átt ansi gott ár. Birgir RE var með 202,7 tonn í 92 róðrum og stærsti mánuðurinn hjá honum var maí en þá landaði Birgir RE alls 51,5 tonnum í fjórtán róðrum, eða 3,7 tonn í róðri. Stjáni á Skúmi RE réri yfir jafn langt tímabil og félagi hans Svanur og var með 172 tonn í 85 róðrum, eða 2,1 tonn í róðri. Stærsti mánuðurin hjá honum var líka maí en þá landaði Skúmur RE 42 tonnum í ellefu róðrum, eða 3,8 tonn í róðri.

Margir eldri sjómenn, sem stunduðu sjóinn á þessum tíma, muna mjög vel eftir þeim Svani og Stjána því þeir voru iðulega á sömu slóðum og voru ekkert mikið fyrir það að hafa talstöðina í gangi. En hvar eru þessir bátar í dag? Jú, Skúmur RE endaði söguna sína árið 2002. Arney ehf. hafði keypt bátinn og kvótann árið 1999 og síðan keypti Skinney Þinganes Arney ehf. og þá eignaðist Skinney Þinganes þennan þekkta bát, Skúm RE, og þar með urðu endalok hans. Saga Birgis RE var eiginlega frekar svakaleg því 3. október árið

1987 voru þeir á leið í land og það var frekar þungt í sjóinn. Sævar Ólafsson, sá mikli snillingur, var þá skipstjóri á Reyni GK. Hann fylgdi bátnum inn í innsiglinguna en þar fékk Birgir RE mikið brot á sig og bátnum hvolfdi og áhöfn hans, tveir menn, komust upp á kjöl Birgis RE. Sævar og áhöfn hans á Reyni GK sigldi Reyni GK á grynningar til þess að ná áhöfn Birgis RE um borð í Reyni og strandaði Reynir GK tvisvar á meðan á þessu stóð. Áhöfn Birgis tókst að bjarga og var þetta mikið þrekvirki hjá Sævar og hans áhöfn á Reyni GK.

Eftir þetta slys varð Birgir RE ónýtur en Svanur var nú ekkert á því að hætta útgerð því hann lét smíða fyrir sig plastbát, nokkuð stærri en gamli Birgir RE var. Sá bátur hét líka Birgir RE og gerði Svanur þann bát út til ársins 2004 – og þessi bátur er ennþá til í dag, heitir Kaldi SK 121 og er gerður út frá Sauðárkróki á net, grásleppu og færi.

Svanur og Stjáni voru þekktir um allt land fyrir það hversu fast heldnir þeir voru á færaveiðar, því þeir héldu sig við þetta veiðarfæri svo til öll sín útgerðarár,, réru svo til iðulega á sömu miðin og alltaf frá Sandgerði.

Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
a F la F r É ttir á S uðurne SJ u M
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183 0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893 3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421 0001,
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
verið til þorrablóts Suðurnesjamanna í Garði 21. janúar 2023. Þetta er fyrsta þorrablótið í Garðinum síðan 2020 en veislan féll niður á síðasta ári vegna heims faraldurs kórónuveirunnar. Eva Ruza verður veislustýra en fram koma Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Herra Hnetusmjör og fleiri. Múlakaffi sér um matinn í ár en í boði verður þorramatur, steik og vegan. Forsala á Þorrablót
SUÐURNESJABÆR
Íbúðir við Melteig leigðar til 60 ára og eldri Blásið til þorrablóts í Garði Jólaljósin í Suðurnesjabæ kveikt 1. desember Stofnframlag Suðurnesjabæjar til Bjargs 52,5 milljónir króna Ferskir vindar haldnir í Suðurnesjabæ í desember og janúar BÆJARRÁÐ ÁRÉTTAR AÐ Í GILDI ERU REKSTRARSAMNINGAR 6 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Jólaúthlutun – Hjálparstarf

Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja, Líknar- og hjálparsjóði Njarðvíkurkirkna og Hjálparstarfi kirkjunnar sem hér segir:

Keflavíkurkirkja - 22. nóv., 24. nóv., 29. nóv. og 1. des. frá kl. 9:00–11:00.

Ytri-Njarðvíkurkirkja - 23. nóv., 24. nóv., 30. nóv. og 1. des. frá kl. 9:00–11:00.

Sandgerðiskirkja - 23. nóv. og 29. nóv. frá kl.10:00-12:00.

Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbankakort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is.

Eftir 1. desember er lokað fyrir umsóknir í hjálparstarfinu til 18. janúar 2023. Þeir sem búa í póstnúmeri 230 sækja um í Keflavíkurkirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 260,262 og 233 sækja um í Ytri Njarðvíkurkirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 245 og 250 sækja um í Sandgerðiskirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 190 og 240 hafa samband við presta í sinni sóknarkirkju

Afgreiðsla korta fer fram miðvikudaginn 14. desember í Ytri-Njarðvíkurkirkju Tímasetningar úthlutanna berast hverjum og einum í gegnum SMS.

Christmas Allocation – Relief work

Suðurnes Welfare Fund, Njarðvík Churches charity- and relief fund and Icelandic Church Aid (ICA):

Are open for applications:

Keflavik Church - Nov. 22nd, Nov. 24th, Nov. 29th and Des. 1st. From 09:00–11:00. Ytri-Njarðvík Church - Nov. 23rd., Nov. 24th, Nov. 30th and Des. 1st. From 09:00–11:00.

Sandgerði Church - Nov. 23rd and Nov. 29th from 10:00–12:00.

Those who have recieved payments (blue Arion bank card) from the Church aid can apply for Christmas support online at www.help.is

Applications for the Welfare Fund and the Icelandic Church Aid are closed from December 1st. until January 18th, 2022.

Those who live in zip code 230 apply for help in Keflavík Church

Those who live in zip code 260, 262 og 233 apply for help in Ytri Njarðvík Church

Those who live in zip code 245 and 250 apply for help in Sandgerði Church

Those who live in zip code 190 and 240 can contact the pastors at their local church

Card delivery will take place on December 14th in Ytri-Njarðvíkurkirkja

We will send appointment time to each person via SMS.

Jólakransar Lionskvenna til styrktar líknarmála á Suðurnesjum

Kæru velunnarar!

Við erum að fara af stað með sölu á sælgætiskrönsunum okkar. Kransinn kostar 8000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum eins og verið hefur.

Lionskonur munu fara á milli fyrirtækja eins og verið hefur og bjóða kransa til sölu ein einnig er hægt að leggja inn pantanir í síma 895 1229 (Gunn þórunn) og 866 3799 (Margrét). Með ósk um góðar móttökur og þökkum

Pólskri menningu

Íbúar Reykjanesbæjar voru hvattir til að fagna fjölbreytileikanum saman og fá innsýn í pólska menn ingu með skemmtilegum hætti en pólsk menningarhátíð var haldin í Reykjanesbæ dagana 10. til 13. nóvember sl. Viðburðir voru á bókasafni Reykja nesbæjar, í Fjörheimum, Duus safnahúsum, Njarðvíkurskógum og í SBK í gömlu dráttarbrautinni í

Keflavík. Þar var m.a. haldinn mark aður og boðið upp á listsýningar. Hátíðin var formlega sett á bóka safni Reykjanesbæjar þar sem sendiherra Póllands á Íslandi ávarpaði samkomuna og afhenti einnig pólska bókagjöf til safnsins.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á hátíðinni. Fleiri myndir verða birtar á vef Víkurfrétta, vf.is.

Virkni og vellíðan

Virkniþing Suðurnesja var haldið í fyrsta sinn í Hljómahöll á dögunum en þingið er í raun hátíð á vegum Velferðarnets Suðurnesja. Þar mátti kynnt framboð á fjölbreyttri afþreyingu, virkniúrræðum og iðju fyrir fullorðið fólk á Suðurnesjum með skemmtilegum hætti. Yfir 30 félagasamtök, starfsstöðvar ríkis og sveitarfélaga og einkafyrirtæki tóku þátt í hátíðinni.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, segir markmiðið með þinginu hafa verið að ýta undir virkni

meðal fullorðinna á svæðinu og þar með ýta undir vellíðan. „Það skiptir svo miklu máli að vera virkur einhvers staðar, hér erum við að einblína á full

stuðninginn á liðnum árum.
Lionsklúbburinn Freyja (áður Lionessuklúbbur Keflavíkur)
8 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M

menningu fagnað

Viljayfirlýsing um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku

HS Orka og Sæbýli rekstur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Sæbýli hefur á þessu ári verið að byggja upp ungviða eldisstöð í Grindavík sem byggir hlýsjávareldi sitt á jarðvarma og grænni orku frá virkjun HS Orku við Svartsengi. Sæbýli er eldisfyrirtæki sem hefur á síðastliðnum fimmtán árum þróað eigin klakstofn, tækni og framleiðslu aðferð við eldi á sæeyrum á Íslandi. Uppsetning eldisins er einstök á heimsvísu og sú fyrsta sinnar teg undar en hún byggir á lóðréttu hillu kerfi og vatnsendurnýtingu. Sæeyru sem á ensku kallast „abalone“ eru í raun sæsniglar og ein verðmætasta eldistegund í heimi sem með nýtingu einstakra auðlinda á Íslandi er mögu legt að rækta með hlýsjávareldi hér á landi.

Fyrirtækið hefur undanfarið rekið klakstöð í Grindavík til að rækta upp ungviði en hyggst byggja upp áfram eldi í Auðlindagarðinum þar sem það

hyggst nýta græna raforku og varma á Reykjanesi. Áform Sæbýlis eru í fyrstu að byggja upp 200 tonna eldi sem svo er mögulegt að fimmfalda á næstu tíu árum. Sæeyrnastofninn sem ræktaður er má rekja til Japans en í Asíu er þessi skelfiskur eftirsótt matvæli og hefur Sæbýli í hyggju að flytja vöruna á erlenda markaði.

Sigurður Pétursson, stjórnarfor maður Sæbýlis: „Einstakar náttúru auðlindir á Íslandi, með jarðvarma, hreinum borholusjó og grænni raf orku, gera Sæbýli, í samvinnu við HS Orku, mögulegt að þróa umhverfis vænt skelræktarverkefni. Bæði fé lögin leggja áherslu á umhverfisvænt hringrásarkerfi og erum við því mjög ánægð hjá Sæbýli að ná þessum áfanga í uppbyggingu félagsins.“

Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis: „Ýmsir velta fyrir sér hvort það taki mörg ár að hefja eldi á nýrri eldistegund og einfalda svarið er: „Já!“ Grunnurinn

Jólalýsing

snýr að byggja upp klakstofn og við höfum náð þeim áfanga og lögðum því í það verkefni á árinu að byggja ungviðaeldisstöð í Grindavík. Þessi viljayfirlýsing með HS Orku tekur okkur fleiri skref áfram í því mark miði að byggja upp einstakt eldi á verðmætustu eldistegund í heimi hér á Íslandi.“

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku: „Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi við Sæbýli. Þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu við uppbyggingu á eldisrekstri og við teljum þetta verkefni vera góða viðbót við þá flóru eldisfyrirtækja sem eru að byggjast upp í Auðlinda garðinum. Framleiðsla á sæeyrum fellur vel að hugmyndafræði Auð lindagarðsins, nýtir bæði grænt raf magn og varma við framleiðsluna, ekki síst lítum við jákvæðum augum á þá möguleika sem sæeyrna eldið opnar á fyrir möguleg frekari samlegðaráhrif eldisfyrirtækja á svæðinu.“

í Kirkjugörðum Keflavíkur 2022

Jólaljósin verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember.

Verð á lýsingu á aðventu og fram á þrettándann er kr. 5.000,- fyrir einn kross, kr. 3.500,- umfram það

Suðurnesjafólks

orðið fólk og þá er ég að tala um 18 ára og eldri. Á þinginu getur fólk séð hvað er í boði og hvar er hægt að vera virkur, því það tengist svo vel að vera virkur einhversstaðar og líða vel. Þannig kannski er markmiðið bara að okkur líði öllum vel.“

Hilma segir markmiðið einnig hafa verið að virkja samstarf milli félaga samtaka á svæðinu. Þorvarður Guð mundsson, forstöðumaður Fjölsmiðj unnar á Suðurnesjum, tekur undir með

henni og segir þingið hafa opnað augu hans fyrir nýjum tækifærum. „Ég vissi ekki hvað við værum að fara út í en þessi viðburður hefur farið fram úr öllu því sem maður átti von á. Mér finnst rosalega mikilvægt að halda svona þing, vegna þess að ég, sem forstöðumaður, sé tengingar hér sem ég get nýtt mér í minni starfsemi. Það er það sem við þurfum meira af, að vinna meira saman og einstaklingsmiða okkar starfsemi fyrir hvern og einn,“ segir Þorvarður.

Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 23. nóvember kl: 13-17 Fimmtudagur 24. nóvember kl: 13-17 Föstudagur 25. nóvember kl: 13-17 Laugardagur 26. nóvember kl: 10-15 Sunnudagur 27. nóvember kl: 13-15

Frá 29. nóvember til 20. desember verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl: 15 til 17.

ATH. Posi á staðnum. Leigu- og sölukrossar verða á staðnum Það þarf að vera búið að fjarlægja skreytingar og ljós af leiðum eigi síðar en 31. janúar eftir það munu starfsmenn garðanna fjarlægja það af leiðum.

Við minnum á reglur kirkjugarðanna sem eru á vefslóð http://www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/ Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður Kirkjugarða Keflavíkur, Friðbjörn Björnsson í síma 824-6191 milli kl: 10-16 alla virka daga.

Kirkjugarðar Keflavíkur

KEFLAVÍKUR
KIRKJUGARÐAR
vellíðan
Frá vinstri: Arnþór Gústavsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Sæbýli, Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis, Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, og Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og Auðlindagarðs hjá HS Orku.
v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M // 9

Ákall um fjölgun félagsmiðstöðva í Reykjanesbæ

Þann 1. nóvember síðastliðinn var haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og ungmennaráðs Reykjanesbæjar. Á fundinum fóru tólf meðlimir ráðsins með fjölbreytt erindi um mál sem varða börn og ungmenni. Á fundinum mátti heyra að andleg heilsa ungmenna er mikið áhyggjuefni meðal ungmenna og voru lagðar fram tillögur um það hvernig mætti bæta úr því en þar má nefna að auka fræðslu um fjármál, kynfræðslu, tómstundir og svefn. Einnig var talað um að grunnskólar ættu að bjóða upp á fríar tíðarvörur fyrir ungmenni í Reykjanesbæ, auka samráð og upplýsingaflæði til barna um málefni sem snerta þau og að bæta ætti aðstöðu fimleikadeildar Keflavíkur sem og knattspyrnu deildar UMFN en sú aðstaða er ekki í samræmi við þann fjölda sem stundar báðar íþróttirnar í sveita félaginu. Ungmennin voru þó ekki aðeins að nefna það sem mætti betur fara, þau hrósuðu Reykja nesbæ fyrir vel heppnaða Ljósa

nótt, Aðventugarðinn og aukinn metnað í menningarstarfi og hvetja þau Reykjanesbæ að halda áfram að styðja við það.

Ungmennaráðið lagði sérstaka áherslu á að nauðsynlegt sé að fjölga félagsmiðstöðvum í bænum, í sam ráði við félagsmiðstöðina Fjörheima. Þá sé staða ungmenna á Ásbrú og í Innri Njarðvík sérstaklega slæm þar sem rannsóknir sýna að framboð tómstunda í nærumhverfi barna og ungmenna sé góð forvörn gegn of beldi, vímuefnanotkun og drykkju.

Formaður ungmennaráðsins gagn rýndi sveigjanleika fjarvistarkerfis Fjölbrautaskóla Suðurnesja en nefndi þó að vandamálið sé á lands vísu og að breyta þurfi framhalds skólalögum til að gera ungmennum kleift að taka virkan þátt í félags starfi án þess að fá fjarvistir. Síðast en ekki síst þakkaði ráðið Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, og bæjarstjórn sérstaklega fyrir gott frumkvæði að setja á stokk áheyrn arfulltrúaverkefni en verkefnið felur

í sér að meðlimir ungmennaráðs sitja sem áheyrnarfulltrúar í fagráðum og nefndum Reykjanesbæjar að undan skyldum bæjarráði og barnaverndar nefnd.

Ungmennaráðið telur Reykja nesbæ vera á góðri leið með innleið ingu á verkefninu Barnvænt sveitar félög og þakkar verkefnastjóra verk efnisins, Hirti Magna Sigurðssyni, fyrir góða vinnu og gott samstarf.

Ákafur fótboltakappi

Jón Garðar stefnir á atvinnu mennsku í fótbolta en hann dreymir einnig um að fara í háskóla erlendis. Jón ákvað að fara í FS vegna þess að það er stutt fyrir hann að fara í skólann en einnig stutt fyrir hann að kíkja í heimsókn til ömmu sinnar og afa í frímín útum. Jón er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Það verður að vera starfsfólkið og nem endurnir, allir algjörir snillingar.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Skólinn er stutt frá, þá þarf ég ekki að vera í þessu strætóveseni.

Hver er helsti kosturinn við FS? Helsti kosturinn er hversu stutt það er að fara til ömmu og afa í eyðu/mat.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er æðislegt.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Hermann Borgar er án efa framtíðarborgar stjóri eða eitthvað svoleiðis.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jónas Dagur, hann er ekkert eðlilega fyndinn.

Hvað hræðist þú mest? Köngulær, skíthræddur við þær.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Það heita er spennan fyrir HM í fótbolta og það kalda er hversu leiðinlegt er að vera ekki með bílpróf.

vikunnar

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Sing for the moment með Eminem.

Hver er þinn helsti kostur? Það er ábyggi lega að vera góður í spurningakeppnum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snap.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég stefni á að verða atvinnumaður í fótbolta.

Hver er þinn stærsti draumur? Að fara erlendis í háskóla.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði, hvaða orð væri það og af hverju? Ákafur, vegna þess að yfirleitt gef ég 100% í það sem ég geri.

Hefur gaman af því að kynnast nýju fólki

Halldóra Mjöll æfir crossfit, spilar á píanó og er meðlimur unglingaráðs Fjörheima. Hún er félagslynd og hefur gaman af því að kynnast nýju fólki. Halldóra er ungmenni vikunnar.

Ungmenni vikunnar

Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega stærðfræði því að kennarinn er æðislegur.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Kannski bara Rúnar Leó, hann gæti orðið atvinnumaður í fótbolta.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Reykjarferðin var geggjuð, hárgreiðslu keppnin var það besta við ferðina.

Hver er fyndnastur í skólanum? Elvar Breki á sín „móment“.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt er Cigarettes out the Window eftir TV Girl eða Bernskan eftir Ásgeir Trausta.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég get aldrei fengið nóg af plokkfiski.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Krampus.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn, liti og teiknibók. Ég myndi nota símann minn til

píanó og félagsstörf

að hringja á aðstoð og teikna á meðan ég bíð eftir henni.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er félags lynd og hef gaman af því að kynnast nýju fólki.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Fjarflutning.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er góðhjartað.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að verða sálfræðingur.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Glaðlynd.

Jón Garðar
16 ára
Viðskipta-
Áhugamál: Fótbolti
Fs-ingur
Nafn:
Arnarsson Aldur:
Námsbraut:
og hagfræðibraut
Heiðarskóli
9. bekkur
14 ára
Crossfit,
Nafn: Halldóra Mjöll Ingiþórsdóttir Skóli:
Bekkur:
Aldur:
Áhugamál:
10 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M
Hermann Borgar Jakobsson, varaformaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, fer með sína ræðu.

GRINDAVÍK

Húsasmiðurinn sem slóst mikið í æsku og endaði í júdógallanum

Kreppa fær styrk gegn uppbyggingu

Minja- og sögufélag Grinda víkur, sem eignaðist nýlega fasteignina Kreppu, hefur óskað eftir styrk frá Grindavíkurbæ á móti greiðslu fasteignagjalda. Frístunda- og menningarnefnd lagði til við bæjarráð að veita félaginu styrk á móti greiðslu fasteignagjalda á árinu 2023 með þeim fyrirvara að unnið verði að uppbyggingu hússins á því ári í samræmi við framlögð gögn.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk á móti fasteigna gjöldum á árinu 2023 með sama fyrirvara og hjá frístunda og menningarnefnd.

„Við byrjuðum að glíma á efri hæðinni í gamla Festi,“ segir Jóhannes Haraldsson, eða Jói júdó eins og hann er jafnan kallaður. Jói er lifandi goðsögn í Grindavík en hann er guðfaðir júdóíþróttarinnar þar í bæ og var með fyrstu landsliðsmönnum Íslands í íþróttinni. Jói er að austan en fluttist snemma suður, iðkaði hinar ýmsu íþróttir og var frambærilegur knattspyrnumaður um tíma áður en hann sneri sér alfarið að júdóinu. Jói er lærður húsasmiður, reyndi fyrir sér í smábátaútgerð og þótt hann sé nýorðinn 80 ára gamall þá tekur hann hamarinn stundum upp og bregður sér jafnvel í júdógallann.

Jói fæddist á Seyðisfirði 1942 og ólst þar upp fyrstu árin ásamt systkinum sínum sem flest fæddust þar. „Þetta var á stríðsárunum, þarna var hinu fræga breska olíuskipi, El grillo, sökkt af þýskum herflugvélum er það lá við akkeri fyrir utan Seyðisfjörð. Pabbi var að vinna sem stöðvar stjóri yfir rafstöðinni og slökkti ljósin í bænum þegar þetta reið yfir til að reyna afstýra hættunni. Fjölskyldan fluttist svo 1945 suður og settist að í Kópavogi en fyrsta vinna pabba var einmitt hér í Grindavík, setti upp raf stöð austur í hverfi. Ég kunni aldrei sérstaklega vel við mig á höfuð borgarsvæðinu og nýtti hvert tæki færi sem gafst til að fara til systur minnar sem var bóndakona í sveit.“

í þá daga, svona var þetta bara. Ég var með allt batterýið í höndunum fyrstu árin, þjálfaði, rak deildina og var fljótlega farinn að dæma líka í mótum. Þá þurfti ég stundum að bregða mér úr júdógallanum og fara í dómarabúninginn. Þetta var oft mikið álag en ég sé ekki eftir neinu, ef ég náði að forða einhverjum unglingnum frá slæmum félagsskap og óreglu með því að draga hann í júdóið, þá var tilganginum náð. Ég var á kafi í þessu til aldamóta en þá tók Gunnar sonur minn við sem formaður deildarinnar. Ég hef alltaf fylgst með og verð að segja að mér líst ekki nóg vel á árangurinn í dag, ég vil ekki vera í íþróttum bara til að vera með, það verður að stefna á árangur,“ segir Jói.

Landsliðsferillinn og Íslandsmeistari 48 ára gamall

Blóðsykursmæling Lions föstudaginn 18.

nóvember

Lionsklúbbur Grindavíkur býður upp á fría blóðsykur mælingu í Nettó Grindavík. Mælt verður föstudaginn 18. nóvember frá kl. 13:00 til 15:00.

Mælingin er hluti af landsátaki Lionshreyfingarinnar og vitund arvakningu um sykursýki.

Nóvember ár hvert er mán uður sykursýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á fría blóðsykur mælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.

Mælingin er öllum að kostn aðarlausu og viljum við hvetja alla bæjarbúa til að nýta sér þessa þjónustu Lions.

Allir velkomnir í mælingu.

Jói hneygðist fljótt til íþrótta og æfði og spilaði fótbolta með Breiða bliki, lék upp alla yngri flokka og á einhverja leiki með þeim í meistara flokki. „Ég var alltaf með gott út hald og gat hlaupið mikið. Þess vegna hentaði vel að láta mig spila á kantinum. Eftir grunnskóla fór ég í íþróttaskólann í Haukadal og kynnist þar m.a. íslenskri glímu og væntan lega kviknaði eitthvað ljós hjá mér þá því þegar ég var einhverjum árum síðar að vinna með mönnum sem stunduðu júdó, og var að tuskast við þá, kom í ljós að ég var bara nokkuð lunkinn og þeir hvöttu mig til að kíkja á æfingar með sér. Sem gutti tuskaðist ég mikið við eldri bræður mína og það var bara þannig í Kópa voginum að ef maður gat ekki varið sig þá var maður laminn eins og harðfiskur, þess vegna öðlaðist ég snemma góða færni sem nýttist mér síðar meir í júdóinu.“

Flytur til Grindavíkur

Fyrirkomulag kjörs og útnefningu á íþróttafólki Grindavíkur 2022 var til umræðu á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur. Nefndin hefur mögu leika á að tilnefna einstaklinga með lögheimili í Grindavík sem skarað hafa fram úr í íþróttum og utan íþróttafélaga í Grindavík. Nefndin mun ekki nýta rétt sinn á að til nefna að þessu sinni.

Jói lærði húsasmíði í Kópavogi og flutti til Grindavíkur árið 1971 vegna vinnu. „Ég fann strax að þar sló hjartað og ég kunni vel við mig. Spilaði fótbolta með Grindavík en vinnan tók ansi mikinn tíma en ég var í leiðinni að byggja þak yfir höfuð fjölskyldunnar. Júdóið var mér líka ofarlega í huga og fljótlega var ég farinn að draga Grindvíkinga með mér til að tuskast við þá. Við byrjuðum að glíma í gamla Festi, Tommi Tomm, sem þá rak Festi og er í dag alþingismaður og veit ingamaður á Hamborgarabúllunni, leyfði okkur að æfa uppi en þar var

teppi. Fljótlega fengum við þó inni í gamla íþróttasalnum við grunn skólann og gátum notast við gamlar fimleikadýnur. Svo voru pantaðar alvöru júdódýnur en peningar voru af skornum skammti og ég þurfti að leysa dýnurnar út sjálfur. Eftir þetta byrjuðu reglubundnar æfingar og ég sá strax að efniviðurinn var góður, þetta voru allt hraustir strákar sem höfðu greinilega tekið til hendinni og unnið í fiski og á sjó. Það gefur auga leið að júdómaður þarf að búa yfir líkamlegum styrk og þegar þessir strákar byrjuðu að æfa og lærðu réttu handtökin, þá voru þeir fljótir að komast upp á lagið.

Ég varð fyrsti Íslandsmeistarinn í júdó frá Grindavík árið 1972 og mjög

fljótlega fóru að koma upp góðir jú dómenn í Grindavík, þekktastur þeirra er Ólympíufarinn Sigurður Bergmann en hann keppti á Ól ympíuleikunum í Seúl árið 1988. Einnig var Björn Lúkas Haraldsson mjög öflugur, varð tvöfaldur Norður landameistari í unglingaflokkum en hann sneri sér svo að blönduðum bardagaíþróttum (MMA).“

Keyrt með guttana í sendibíl í mót „Þetta var frumstætt til að byrja með og líklega yrði nú ekki samþykkt hvernig ég ferðaðist með guttana í keppnir til Reykjavíkur en þá komu strákarnir sér einfaldlega fyrir aftur í vinnubílnum mínum. Þetta tíðkaðist

Jói var með fyrstu landsliðsmönnum Íslands. „Við fórum árlega á Norður landamót. Það voru engir peningar í þessu þá og maður þurfti sjálfur að greiða fyrir þessar keppnisferðir. Ég keppti fyrir Íslands hönd til fjölda ára en síðasti Íslandsmeistaratitillinn kom þegar ég var 48 ára gamall, þá unnum við Grindvíkingar sveita keppnina en ég hætti að glíma um fimmtugsaldurinn. Það er ekki gott að segja hvenær júdógarpurinn toppar en við getum keppt lengur en knattspyrnumaður t.d. sem toppar á bilinu 27 30 ára að talið er.

Ég held að framtíðin í júdó á Ís landi sé góð en landslagið er breytt því það hafa margir útlendingar flust til Íslands á undanförnum árum. Það er bæði gott og slæmt en fleiri bardagalistir hafa þ.a.l. komið hingað, t.d. sambó sem er rússnesk fjölbragðaglíma. Við verðum að passa að slíkt taki ekki júdóið yfir en auðvitað koma þá í leiðinni fleiri öflugir glímumenn og munu vonandi reynast júdóíþróttinni vel.“

Útgerðarsmiður

Jói reyndi fyrir sér í útgerð. „Ég gekk alltaf með útgerðarmannsdraum í maganum og reyndi fyrir mér í strandveiðinni en sá fljótt að þetta skyldi ekki nóg eftir sig til að sinna viðhaldi en ég lenti í bilunum eins og gengur og gerist. Þetta er erfitt ef maður á ekki kvóta og ég lagði því útgerðarmanninn á hilluna og ein beitti mér að því sem ég kann best, að smíða hús. Þótt ég sé hættur að vinna, enda orðinn 80 ára gamall, þá er ég oft með hamarinn í höndunum. Heilsan er í toppstandi, ég er hvergi af baki dottinn og sé fyrir mér góð ár þar til ég held á fund forfeðranna,“ sagði Jói að lokum.

Jói
á Olís þar sem
og píp“ fundar reglulega.
Íslandsmeistarar UMFG í Júdó árið 1990.
og félagar í morgunkaffi
„Bull
vf is
v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M // 11
Tilnefnda ekki einstaklinga utan íþróttafélaga í Grindavík
Grindvískar fréttir

Um miðjan október var haldinn fjölskyldudagur hjá fiskeldinu Stolt Sea Farm Iceland í tilefni 50 ára afmæli fyrirtækisins. Þá var fjölskyldum og vinum starfs manna boðið í heimsókn í fisk eldið á Reykjanesi og boðið var upp á veitingar.

Að sögn James Hall, þróunar stjóra Stolt Sea Farm, heppnaðist fjölskyldudagurinn einstaklega vel. „Margir starfsmenn hafa leitað til mín og sagt að fjölskyldur þeirra sendi kærar þakkir. Eitt það skemmtilega var að í lok dags komu nokkur börn og spurðu mig hvað þau þyrftu að gera til að geta starfað í fiskeldinu.“

Stolt Sea Farm var stofnað í Noregi árið 1972 og er nú með starfsemi í fimm löndum. Starf semi fiskeldisins hér á landi hófst 2012 og var reist á sjávarsíðunni við Reykjanesvirkjun en þar eru framleidd um 450 tonn af Sene galflúru á ári sem flutt eru út til Evrópu og Bandaríkjanna.

LAUSAR STÖÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA

Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður: n Kennara í afleysingar í umsjón á yngsta stigi n Náms- og starfsráðgjafa

Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skóla starf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endur speglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhuga sömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli. Menntunar- og hæfniskröfur: n Háskólamenntun sem nýtist í starfi n Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður n Færni í samvinnu og teymisvinnu n Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum n Ábyrgð og stundvísi n Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasam bands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250.

húsnæðinu vill auka þjónustustig við bæjarbúa og þess vegna kemur eingöngu matvöru verslun til greina.

Um er að ræða 128 fermetra versl unarpláss fyrir matvöruverslun á góðum stað í Sveitarfélaginu Vogum.

Fyrir í sömu byggingu eru skrif stofur sveitarfélagsins, snyrtistofa og sjúkranuddstofa og fyrirhugað er að fleiri þjónustuaðilar munu bætast við á næstunni.

Þá eru sjálfsafgreiðsludælur fyrir eldsneyti á lóð fyrir framan hús næðið og hraðbanki auk þess sem uppsetning á sjálfvirkri afgreiðslu

stöð fyrir pakkasendingar er fyrir huguð.

Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast til leigumiðlunarinnar fyrir 23. nóvember 2022 en Leigu miðlun Suðurnesja annast málið fyrir Sveitarfélagið Voga, segir á vef bæjarins.

„Í samræmi inntak gildandi inn kaupastefnu sveitarfélagsins sam

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vísaði á dögunum umsókn um fram kvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 aftur til skipulagsnefndar vegna nýrra gagna í málinu. Nefndinni var falið að yfirfara tillögu sína að af greiðslu með hliðsjón af þeim upp lýsingum sem nú liggja fyrir.

Afgreiðsla skipulagsnefndar var sú að nefndin leggur til við bæjarstjórn að fengin verði verkefnastjóri til að afla upplýsinga og leggja mat á ný gögn í málinu.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur nú samþykkt tillögu skipu lagsnefndar samhljóða með sjö at kvæðum.

Tekið verður á móti umsóknum vegna jólastyrkja úr Velferðarsjóði í Vogum en Kvenfélagið Fjóla, Lions klúbburinn Keilir og Kálfatjarnar kirkja standa að sjóðnum.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 2. desember 2022. Umsækjendur þurfa að vera búsettir í Vogum og hafa þar lögheimili. Umsókn þarf að fylgja bú setuvottorð og staðgreiðsluskrá fyrir þann sem sækir um. Ef um hjón/ sambúðarfólk er að ræða þá þurfa báðir aðilar að skila inn staðgreiðslu skrá. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið: velferdvogar@ gmail.com

þykkir bæjarráð að auglýsa eftir tilboðum í húsnæðið til leigu undir rekstur matvöruverslunar. Að skil greindum auglýsingatíma loknum mun bæjarráð yfirfara tilboð og taka ákvörðun um gerð leigusamn ings,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi ráðsins.

á
Iðndalur 2 í Vogum.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti
fundi sínum þann 2. nóvember sl. að auglýsa verslunar húsnæðið Iðndal 2 í Vogum til leigu og leita tilboða frá áhugasömum rekstraraðilum. Sveitarfélagið sem eigandi að
húsnæði í Vogum fyrir matvöruverslun Verkefnastjóri vinnur að Suðurnesjalínu 2
Jólaúthlutun Velferðarsjóðs í Vogum
Bjóða
VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
VEL HEPPNAÐUR FJÖLSKYLDUDAGUR
STOLT SEA FARM 12 // v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M
HJÁ

Leiðrétting

Þorvaldur Örn Árnason.

Í erindi sem Eiríkur Hermannsson flutti á 150 ára afmælishátíð Gerða skóla 7. október sl. og birtist í heild í Víkurfréttum eru staðreyndavillur sem hér verður leitast við að leið rétta.

Eiríkur sagði – og skrifaði: „Gerðaskóli er ein elsta mennta stofnun á landinu og að margra mati næstelsti barnaskóli sem starfað hefur samfleytt, aðeins barnaskólinn á Eyrarbakka á sér lengri sögu.“

Síðar í ræðunni og greininni segir Eiríkur: „Skólastarf í Gerðaskóla hófst 7. október 1872 og starfsemi skólans á Vatnsleysuströnd skömmu seinna.“

Undirritaður hefur birt í Víkurfréttum vikulega allt þetta ár þætti úr skólasögu Vatnsleysustrandar hrepps og Sveitarfélagsins Voga. Þá er hægt að lesa á www.vf.is/pistlar á www.vogar.is og á https://www. storuvogaskoli.is/150-ara/thaettirur-sogu-skolans Í fyrstu þáttunum, sem birtust í byrjun árs, eru dregin fram í dags ljósið gögn um það að skóli er form lega stofnaður á Vatnsleysuströnd 12. september 1872 á opnum fundi í nýbyggðu skólahúsi og hófst kennsla þar 1. október það ár, viku á undan stofnun Gerðaskóla. Um það vitnar handskrifuð eftirgerð fundargerðar stofnfundarins, sjá mynd. Þar kemur fram að þá þegar sé búið að að byggja húsið og ráða fyrsta kennarann, Cand theol Oddg. Guð mundsson. Oddgeir lýsir skólanum og starfinu í grein í Þjóðólfi í jan. 1873 á miðjum fyrsta kennsluvetr inum. Presturinn hóf söfnun 1870, viðar var aflað í húsið og keypt undir það jörð 1871 og það byggt sum arðið 1872. Skólabörnin eru þrjátíu

þennan fyrsta vetur og tíu þeirra heimilisföst í skólanum.

Eiríkur sagði – og skrifaði enn fremur:

„Fyrsti barnaskólinn í Reykjavík starfaði á árunum 1830–1846 og aftur upp úr 1860. Ekki er alveg ljóst hvort starfsemin var óslitin í Reykjavík eftir það.“ 1830 var stofnaður barnaskóli í Reykjavík (í Aðalstræti) með átján börnum, þar sem öll kennsla fór fram á dönsku, en sum voru börn danskra kaupmanna. Skólagjald einhverra barna var greitt úr Thor killii sjóði. Að auki greiddi sjóðurinn halla á rekstri skólans, u.þ.b. 100 rd á ári. Það þótti ekki samræmast reglum sjóðsins, hætti sjóðurinn að styrkja skólann 1849 og var þá rekstrargrundvellinum kippt burt og lagðist skólinn niður. Síðan líður áratugur uns Alþingi setti, eftir ára langt þjark og m.a. forgöngu Jóns Sigurðssonar, lög um barnaskóla í Reykjavík 1859. Sá skóli hóf starf semi í Hafnarstræti í Reykjavík 1862. Fyrsti skólastjórinn var Helgi E. Helgason. Hann er sagður hafa markað spor í skólastefnu Reykja víkur í 30 ár og var einn af stofn endum hins Íslenska Kennarafélags 1889. Þjóðólfur 30.1.1869 skýrir svo frá að Thorkilli sjóðurinn megi veita fátækum bömum, er ganga í barna skólann í Reykjavík, 10 rd. hverju í skólapeninga og var sex börnum í Reykjavík veittir 10 rd.

Ég hef engar heimildir séð um annað en að Barnaskóli Reykja víkur, eini lögbundni barnaskólinn á 19. öld, hafi starfað óslitið frá 1862 og sem forveri grunnskóla Reykja víkurborgar. Eiríkur virðist véfengja það í umræddu ávarpi og grein. Hafi

Eiríkur fundið ein hverjar heimildir um að rof hafi verið á starfsemi Barnaskóla Reykja víkur frá 1862 er hann hér með vin samlega beðinn um að benda á þær. Það má til sanns vegar færa að Gerðaskóli sé þriðji til fjórði elsti barnaskóli landsins sem starfað hefur samfleytt. Þeir prestarnir og frændurnir Sigurður B. Sívertsen og Stefán Thorarensen, sem voru driffjaðrir stofnunar barnaskóla árið 1872, hvor í sinni sveit, undirbjuggu það mál í nokkur ár og svo hófst starfsemin sama haustið hjá báðum. Munaði þar aðeins viku. Að Gerða skóli sé næstelsti barnaskóli landsins sem starfað hefur samfleytt stenst engan veginn. Það er beinlínis rangt.

Heimildir 150 ára Gerðaskóli. Ávarp Eiríks Hermannssonar, fv. skólastjóra Gerðaskóla. 150 ára Gerðaskóli - Víkurfréttir (vf.is) Þættir úr 150 ára skólasögu Vatnsleysustrandarhrepps og Sveitarfélagsins Voga 1872 2022, www.vf.is/pistlar, á www.vogar.is eða á https://www.storuvogaskoli.is/150-ara/thaettir-ur-sogu-skolans Yfirlit sögu skóla í Vatnsleysustrandarhreppi birtist í Faxa 1990: Skólar á Suðurnesjum: Brunnastaðaskóli, Faxi 1990 Faxi - 1. tölublað (01.01.1990) - Tímarit.is (timarit.is)

Skúli Magnússon: Byggðu skóla fyrir almenn samskot á Brunnastöðum, Faxi 01.05.1979 St. Thorarensen. 1873. Auglýsing (jörð, kennari). Þjóðólfur 14.3. 1873. Innihaldsrík auglýsing. Oddgeir Guðmundsen. 1873. Barnaskólinn á Vatnsleysuströnd. Þjóðólfur, 25.árg. 21. jan. 1873 bls. 48 49. St. Thorarensen. Skýrsla til stiftsyfirvalda um ástand og athafnir skólans árið 1873 74, hluti skýrslunnar er birtur í Víkverja 18.4.1874. St. Thorarensen. Skýrsla um skólahald 1876 1879. Ísafold. 29.3.1879. Ítarleg skýrsla í léttum dúr. Segist áður hafa skrifað um skólann í blöðin 1877, en Google finnur það ekki undir St.Thorarensen. St. Thorarensen. Skýrsla um skólahald 1875 1876. Þjóðólfur 8.5. 1876. M.a. um góðan skóla í Hákoti í Njarðvík þar sem Pjetur Pjetursson kenndi 16+2 börnum í 6 mánuði. Stefán Thorarensen. Sóknarmannatal Kálfatjarnar og Njarðvíkur 1865 – 1876. Gunnar M. Magnúss Jón Skálholtsrektor. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1959. Eitthvað af elstu skýrslum um skólann á Vatnsleysuströnd, elsta bréfa og gjörðabók hans og elsta reikningabók, hefur ekki fundist, en varðveist hefur áðurnefnd fundargerð stofnfundar skólans í nýbyggðu húsnæði hans 12. september 1872 og einnig handskrifuð reglu gerð um hann í 30 greinum, sem byggð var á reglugerð skólans sem tók til starfa í Reykjavík 1862. Frá fyrstu áratugunum eru til greinar í blöðum sem hægt er að lesa á timarit.is, sjá dæmi hér ofar. Hægt er að lesa á netinu nöfn nemenda og einkunnir fyrstu starfsár skólans, í sóknarmannatali Kálfatjarnar og Njarðvíkur 1865 1876 eftir sr. Stefán Thorarensen. Til er samfelld Gjörðabók skólanefndar 1907 –1969, reikninga og sjóðsbækur 1907 1936, dagbækur skólans frá 1917 1932, prófabók 1914 1932 o.fl. Vitað er hverjir kenndu og stýrðu skólanum öll 150 ár hans. Í dagbókunum og prófabókinni eru birt nöfn nemenda þessi ár. Fyrstu öldina var skólaárið 6 mánuðir, frá 1. okt og fram í byrjun apríl, með stuttu jóla og páskafríi. Hægt er að slá því föstu að skóli hefur starfað samfleytt í Vatnsleysustrandarhreppi / Sveitarfélaginu Vogum frá 1. okt. 1872.

MENNTUN OG SKEMMTUN KENNARA

rétti; heilbrigði og velferð; og sköpun. Haldin voru stutt námskeið um þessa þætti í skólum landsins, m.a. í Stóru Vogaskóla. 2. apríl 2013 var fræðsla um grunnþáttinn Heilbrigði Þá skráði undirritaður hjá sér eftir farandi minnisatriði:

Menntun kennara er margvísleg og misformleg. Sumir eru nánast fæddir kennarar en aðrir ná ekki tökum á því starfi þrátt fyrir kennaranám. Fyrstu áratugina voru guðfræðingar hvað best menntuðu kennararnir. Vísir að formlegri kennaramenntun varð fyrst til eftir að Thorkilliibarna skólinn (1872) hafði starfað í áratug og var það nokkurra vikna viðbót við gagnfræðanám. Síðan kom til sögunnar tveggja ára kennaraskóli 35 árum seinna. Nú þarf fimm ára háskólanám til að mega kalla sig kennara, enda er kennslan í dag margþætt og vandasöm.

Kennarastarfið hefur verið lög verndað frá því á níunda áratugnum. Ef skólastjóra tekst ekki að ráða neinn með kennarapróf getur hann sótt um undanþágu til að ráða ófag lærðan aðila. Gildir sú ráðning í ár, kallast starfsmaðurinn leiðbeinandi og er á heldur lægri launum. Nokkuð er fjallað um kennaramenntun í 20. og 25. þætti.

Auk grunnáms hafa lengi verið ýmis konar námskeið fyrir kennara. Sumarnámskeið voru algeng meðan sumarleyfi nemenda var þrír, fjórir mánuðir og gátu kennarar hækkað um launaflokk ef þeir sóttu tiltekinn fjölda viðurkenndra námskeiða. Það breyttist snemma á 21. öld, við tóku stutt námskeið á skólatíma og einnig varð algengara að leiðbeinendur lykju kennaranámi á nokkrum árum í fjarnámi.

Í aðalnámskrá grunnskóla sem kom út 2011 voru skilgreindir sex grunnþættir menntunar: Læsi; sjálf bærni; lýðræði og mannréttindi; jafn

• Heilsuefling – velferð – lífsleikni. Förum úr forvörnum í heilsu eflingu.

• Heilsuefling er það að auðvelda fólki að ná betri stjórn á eigin heilsu.

• Jákvæð sjálfsmynd er besta vörnin gegn áhættuhegðun.

• Frekar en að banna eigum við að hampa ákveðnum leiðum. Ein áhættuhegðun kallar á aðra.

• Hvaða hegðun kallar gosdrykkja á? Eða próteínduft?

• Illskárra er að vera ögn í of þyngd en vannærður. u.þ.b. 30 kg bil er eðlilegt. BT stuðull: 18–26.

• Verst er að safna fitu um mittið. Mittismál er góður mælikvarði.

• D vítamín: Mælt með að fara fimmtán mínútur út í sólina, setja svo á sig sólarvörn! RDS (ráðlagður dagskammtur) hefur heldur hækkað. Ein matskeið af lýsi gefur tvöfalt RDS.

Úr hliðstæðu námskeiði um jafnrétti hafði höfundur m.a. glósað þetta:

• Ungt fólk er íhaldssamara en fyrir tuttugu árum. Fegr unarkröfur og klámvæðing hafa aukist.

• Um 1970 luku álíka margar stelpur og strákar stúdentsprófi, síðan keyrðu stúlkurnar fram úr. Stúlkur ná mun betri árangri í 10. bekk, eru þar með þeim bestu í heimi!

• Stærsti ójöfnuður í íslensku skólakerfi er kynjamunur. Kynjajafnrétti er stór hluti af mannréttindum og lýðræði.

• Strákar hugsa mest um ávinning af störfum en stelpur virðingu og starfsánægju.

Kjörorð Stóru Vogaskóla á 21. öld eru vinátta – virðing – velgengni. Í byrjun 20. aldar var innleitt SOS agastjórnunarkerfi, SMT kerfi og Olveusar áætlun til að bæta líðan og starfsanda í skólanum, fyrirbyggja og uppræta einelti og var samin ein eltisáætlun fyrir skólann.

Eftir að lög voru sett um að allir ættu rétt til skólagöngu í sinni heimabyggð hófu nemendur með alvarleg frávik eða fötlun nám við skólann. Þá fengu starfsmenn stutt námskeið um hvernig best væri að aðstoða þá.

Á einhverfu og asperger nám skeið 6/11 2014 var okkur ráðlagt að setja fyrir skýr verkefni og skipu leggja allar aðstæður. Kennarinn þarf að vera vel skipulagður og börnin þurfa að þekkja það skipulag og ganga að því sem vísu. Frjáls tími og frímínútur skapa angist. „Þú ræður sjálfur“ skapar mikinn kvíða. Fé lagslegt spjall er mjög erfitt en við reynum að kenna þeim að spjallið hefur gildi fyrir hinn aðilann. Við gætum vel að raddbeitingu og erum ekki höstug. Við segjum fólki hvað það eigi að gera, ekki hvað það á ekki að gera, forðumst að nota orðin ekki og nei.

Kennari þarf að vera bæði fróður og góður. Hann þarf að valda starfinu og líða vel og smita aðra af áhuga sínum og starfsgleði. Ýmislegt er gert til að viðhalda góðum starfsanda og bæta hann. Skólastjórnendur og starfsfólk gerir margt uppbyggilegt og skemmtilegt saman. Reynt er að halda uppi félagslífi og þar er starfs mannafélag í fararbroddi. Farið er í ferðalög, bæði til að fræðast og gleðjast. Höfundi eru minnisstæðar dagsferðir innanlands, t.d. í Land mannalaugar, Árnessýslu, Reykjavík, um Suðurnes o.fl.

Snæbjörn Reynisson var ötull að skipuleggja slíkar ferðir. Eitt sinn fékk hann Guðnýju Snæland, matráð í skólanum, og mann hennar, Haf stein Snæland, til að skipuleggja óvissuferð fyrir allt starfólkið á rútu sem Hafsteinn ók. Var farið til Reykjavíkur og komið þar víða við. Um þá ferð orti höfundur:

Húmorinn í hávegum er Hafsteinn skemmti fljóðum. Hann ekur jafnt á óvegum sem eðlalstrætum góðum.

Guðný mjög er göfuglynd, gaf hún mola sína. Okkur hefur hún nú sýnt höfuðstaðinn fína.

Þetta var nú þeysireið þökkum við allt saman. Héldum uppfrædd heimáleið. Helvíti var gaman!

Vorið 1994 fóru kennarar skólans í fyrsta sinn í kynnisferð til útlanda. Var farið til Danmerkur, þar sem flestir gistu í sumarbústað ættingja eins kennarans. Voru leigðir tveir bílar og ekið í skólaheimsóknir í fimm mjög ólíka skóla, einn á dag. Einn skólinn var óhefðbundinn, á búgarði þar sem nemendur sem ekki

gekk vel í hefðbundnu námi, lærðu af bústörfum, t.d. stærðfræði með því að vigta og skammta fóður. Í kaffi stofunni héngu landakort á veggjum. Út frá þeim var rætt um heimsins lönd í kaffitímanum, o.s.frv.

Á efri myndinni er hópurinn að leggja í hann í Flugstöð Leifs Eiríks sonar en á þeirri neðri á ferð til að skoða elstu eik Danmerkur.

Um áratug síðar fór kennaraliðið til bæjarins Gent í Belgíu, einkum til að kynnast þjónustu Belga við inn flytjendabörn en þar hafa þeir langa reynslu. Voru heimsóttir skólar, gengið um gróin innflytjendahverfi og kíkt á krár á kvöldin. Tæpum áratug síðar var haldið til New York, m.a. í Harlem hverfið, veröld sem er býsna ólík okkar. Vorið 2018 var svo haldið til Parísar í skólaheimsóknir, mikla athygli vatki skóli fyrir inn flytjendur.

Heimildir: Almenningsfræðsla á Íslandi. Fundagerðir kennarafunda 1981 1989. Aðal námskrá grunnskóla 2011 Upplýsingar frá Inger Christensen, Höllu Jónu Guðmunds dóttur, Jóni Inga Baldvinssyni og Særúnu Jónsdóttur. Glósur og minningar höfundar úr starfi við skólann 2000–2016.

Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 43. ÞÁTTUR v Í kur F r É ttir á S uðurne SJ u M // 13

sport

ÁrgangamótKeflavíkur

Það mátti sjá flott tilþrif (inn á

víkur fór fram í Reykjaneshöllinni fyrir skemmstu. Þar voru samankomnar misgamlar kempur sem rifjuðu upp takta frá fyrri tíð og þótt snerpan hafi ekki verið sú sama þá

keppnisskapið og leikgleðin engu minni og áður.

Sigurvegarar í ár voru:

Langbesta deild karla (eldri kynslóðin): Sameinað lið 1978 og 1977.

Langbesta deild kvenna: Sameinað lið 1989 og 1990. Næstbesta deild karla (yngri kynslóðin): 1996.

Flottustu búningarnir: Sameinað lið 1978 og 1977.

Stemmningsliðið 2022: Öll stelpuliðin (voru geggjaðar). Meðfylgjandi myndir tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, en fleiri myndir má sjá á vf.is.

ÍÞRÓTTIR

Reynslubolti til Njarðvíkur

Spánverjinn Nacho Martin hefur samið við Njarðvík fyrir átökin í Subway-deild karla sem hefst aftur á sunnudaginn. Martin er 205 cm á hæð og mun styrkja liðið inn í teig en Njarðurvíkurliðið situr í fimmta sæti Subway-deildarinnar og er í neðsta sæti yfir frá köst í deildinni það sem af er tímabili.

Martin er mikill reynslubolti og hefur leikið allan sinn feril á Spáni en hann er núna 39 ára og kemur frá CB Cornella sem leikur í spænsku 3. deildinni. Síðustu tvö tímabil á undan lék hann í næst efstu deild en lengi vel átti hann far sælan feril í efstu deild. Þá er hann í landsliði Spánar í 3 á 3 körfubolta.

Þetta kemur fram á UMFN.is en þar segir Bene dikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga: „Ég er ánægður með að hafa landað Nacho þar sem markaðurinn þegar kemur að Bosman-leikmönnum er mjög erfiður. Hann tikkar í þau box sem við viljum en hann getur spilað með bakið í körfuna, skotið og frákastað. Það er mikilvægt að hann sé bæði í formi og leikæfingu. Þá fær hann frábær meðmæli sem karakter og það er ekki síður mikilvægt en getan inni á vellinum. Við höfum lagt áherslu á að vera með lið sem spilar liðskörfubolta og því erum við alltaf að leita af leikmönnum sem hafa háa körfuboltagreind, sem kemur oftast með reynslunni.“

Mynd:FIBA
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Öll stelpuliðin voru valin Stemmningsliðið 2022 enda var stemmningin meiriháttar hjá þeim. milli) þegar Árgangamót Kefla var Ekki bara útlitið! Sameinað lið '77 og '78 árganganna var ekki einungis í flottustu búningunum heldur unnu þeir líka Langbestu deild karla.
ENNEMM SÍA NM-010413
LEIÐ Nú getur þú hlaðið bílinn með símanum Við tökum þjónustu við rafbílaeigendur alla leið Ef þú átt rafbíl þá kemur nýja N1 appið sterkt inn í símann þinn. Það er mjög einfalt í notkun, sýnir hvaða N1 hleðslstöðvar eru lausar og gerir þér kleift að stjórna hleðslunni beint úr símanum. Náðu þér í N1 appið í hvaða snjallsíma sem er! 440 1000 n1.is
ALLA

Reiða fólkið

Tæknina í dag er nánast ómögulegt að flýja og eru farsímar okkar og hinir fjölmörgu samfélagsmiðlar ver aldarvefsins besta dæmið um það. Persónulega eyðir undirritaður allt of miklum tíma á þessum miðlum. Samfélagsmiðlar hafa vissulega helling af jákvæðum hlutum og flest okkar þekkja þær hliðar vel. Sam félagsmiðlarnir hjálpa oft fólki að brjótast úr skelinni og tengjast öðru fólki og það hefur jafnvel fundið hvort annað. Þrátt fyrir að fjölmiðlar virðist yfirleitt beina sjónum sínum að neikvæðum þáttum samfélags miðlanna má ekki gleyma því að þeir geta verið gríðarlega hjálplegir. Horfið t.d. bara á þættina um leitina að upprunanum!

Að nota samfélagsmiðlana á hóf saman hátt getur verið frábært. Því miður þá hafa þessir samfélags miðlar allir sínar dökku hliðar og

eru nýttir af óprúttnum aðilum undir ýmiskonar svindl og einelti hefur þrifist þar lengi. Þar erum við fullorðna fólkið ekki barnanna best og að lesa „kommentakerfi“ fjölmiðlanna getur hreinlega verið mannskemmandi og ágæt leið til þess að losna við harðlífi. Afar sjaldan hef ég heyrt fólk tala í per sónu á þann hátt sem sumir leyfa sér á netinu. Heiftin, reiðin og vanþekk ingin skín út hjá þessum aðilum sem eru háværir og yfirtaka oft alla um ræðu. Yfirleitt hafa skoðanir þeirra sem eru reiðastir og bitrastir á sam félagsmiðlunum alls ekki mikinn hljómgrunn í samfélaginu, það nenna bara fæstir að taka slaginn við þetta fólk á veraldarvefnum. Rétt eins og líf áhrifavalda er ekki alltaf eins mikill dans á rósum og því er stillt upp á samfélagsmiðlum þá eru skoð anir „reiða“ fólksins ekki einkenn

andi fyrir venjulegt fólk. Samfélags miðlar geta því verið blekkjandi og haft í raun og veru skaðleg áhrif – en í flestum tilfellum bara ef við leyfum það. Sjálfur hef ég oft staðið mig að því að vera öskuillur vegna skoðana annarra og hreinlega ekki geta unnt mér fyrr en ég hef komið mínu á framfæri ... sem að sjálfsögðu er hið eina rétta. Deilur og rifrildi á samfélagsmiðlunum enda sjaldnast vel, það vill nefnilega enginn tapa. Ég setti eflaust nýtt viðmið í pirring og ummælum á samfélagsmiðlum í heimsfaraldrinum enda með mjög sterkar skoðanir á þeim málum öllum. Þegar ég horfi til baka þá hugsa ég: „Þvílík tímasóun, von andi læri ég miðaldra maðurinn og hef mig hægan í næsta faraldri.“ Þakka samt fyrir að vera ekki virkur á Twitter, þar er víst auðvelt að missa vitið á skömmum tíma enda

LOKA ORÐ

neikvæðnin og klóakumræðan oftar en ekki yfirgengileg.

En það er ekki hægt að komast hjá því að sjá hluta af þessum um ræðum því fréttamiðlar í dag vitna helst til of mikið í samfélagsmiðlana og sumir þeirra gera varla annað.

Væri því nokkuð svo slæmt ef Musk stúti hreinlega Twitter? Held ekki.

Mundi

Það er vinsælt að fara Krýsuvíkur leiðina þegar kemur að málefnum Suðurnesja. Vegagerðin veit það. Upplifðu – Vertu – Njóttu

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykja nesbæjar fyrir árin 2023 til og með 2026 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu sem gefin var út í júní á þessu ári. Drög að fjárhagsá ætlun voru lögð fyrir bæjarráðsfund þann 10. nóvember sem var vísað til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 15. nóvember. Gera þau drög ráð fyrir já kvæðri rekstrarniðurstöðu í A hluta sem nemur 233 milljónum króna og í samstæðu A og B hluta 925 millj ónum króna, samkvæmt fréttatil kynningu frá Reykjanesbæ.

Helstu niðurstöður draga að fjárheim ildum ársins 2023 eru:

Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 32,5 milljarða.kr. Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 21,1 milljarðar.kr. Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 25,7 milljarða.kr. Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 18,8 milljarða.kr. Fram legð samstæðu (A+B hluti) verður

6,8 milljarða.kr. Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,3 milljarða.kr. Af skriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,2 milljarða.kr. Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 806 m.kr. Rekstrar niðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2023 er jákvæð um 925 m.kr. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2023 er jákvæð um 233 m.kr. Eignir samstæðu í lok árs 2023 er 78,4 milljarða.kr. Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2023 er 41,5 milljarða.kr. Skuldir og skuldbind ingar samstæðu í lok árs 2023 er 47,5 milljarða.kr. Skuldir og skuld bindingar bæjarsjóðs í lok árs 2023 28,5 milljarða.kr. Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2023 er 5,3 millj arðar.kr. Veltufé frá rekstri bæjar sjóðs árið 2023 er 2,1 milljarðar.kr. Áætlað skuldaviðmið samstæðu 113,9% Áætlað skuldaviðmið bæjar sjóðs 106,6% Framlegð bæjarsjóðs 10,9% Framlegð samstæðu 20,9%

Fjárfestingar á árinu 2023: Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting eignasjóðs verði 500 milljónir kr. en þar er gert ráð fyrir 300 millj ónir kr. sem fara í framkvæmdir við Holtaskóla, og 200 milljónir kr. fara í áframhaldandi uppbyggingu heilsu stíga, rafhleðslustöðvar, vaktturn í Sundmiðstöð og fleiri verkefni. Gert ráð fyrir að á árinu 2023 að ljúka við íþrótta og sundmiðstöð við Stapa skóla sem hófst á árinu 2021 fyrir 1.550 milljónir króna, endurbygging á Myllubakkaskóla mun kosta í kringum 3.500 milljónir króna og á árinu 2023 mun Reykjanesbær framkvæma fyrir um 1.000 millj ónir króna, og ráðist verði í bygg ingu leikskóla í Dalshverfi III sem tilbúinn verður á árinu 2023 til að taka á móti a.m.k. 50 börnum á haus tönn að fjárhæð 800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting Fráveitu verði 150 milljónir króna,

fjárfestingar Reykjaneshafnar vegna verkefna í Njarðvíkurhöfn 343 millj ónir króna og framkvæmdir Tjarnar götu 12 ehf, ráðhús, verði um 160 milljónir króna.

Helstu áherslur 2023: Mikið fjármagn er ráðgert í innviða uppbyggingu þar sem endurbygging á skóla, nýr leikskóli og íþrótta og sundmiðstöð eru stór og fjárfrek fjárfestingaverkefni á árinu 2023. Ráðgert er að 3.350 m. króna fari í þessar fjárfestingar á árinu án þess að fjármagna þau með lántöku. Eins er gert ráð fyrir endurbyggingu á Holtaskóla fyrir 300 m.króna. Í áætlun var gert ráð fyrir 7% hækkun á gjaldskrá að hámarki og álagningahlutföll fasteignaskatts var lækkaður á íbúðarhúsnæði úr 0,30% í 0,25% og á atvinnuhúsnæði úr 1,50% í 1,45% sem bæjarstjórn hefur staðfest að mun gilda á árinu 2023.

Bókun Sjálfstæðisflokks vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023.

Sjálfstæðisflokkurinn vekur at hygli á því að í forsendum og mark miðum fjárhagsáætlunar 2023 er gert ráð fyrir að útsvar hækki um 23%, tekjur af lóðaleigu um 28% og fasteignaskattar um 19%, þrátt fyrir að álagningarhlutfall fasteigna skatts sé lækkað. Einnig er gert ráð fyrir að launakostnaður hækki um 5% á milli ára þrátt fyrir að stöðu gildum fjölgi um 15. Mikil óvissa er m.a. vegna kjarasamninga og vekur Sjálfstæðisflokkurinn athygli á því

að launakostnaður hefur aukist hjá Reykjanesbæ um 65% frá árinu 2018. Starfsmannafjöldi Reykja nesbæjar hefur aukist um 31% á þessum tíma, á meðan fjölgun íbúa nam 18% á sama tímabili.

Miðað við ofangreinda þróun telur Sjálfstæðisflokkurinn mikil vægt að farið sé vel í saumana á öllum útgjaldaliðum, sér í lagi stöðu gildafjölda og hækkun launakostn aðar. Í ljósi þess telur Sjálfstæðis flokkurinn mikilvægt að skoða allan rekstrar og launakostnað á síðasta kjörtímabili og hvernig hann hefur skilað sér í betri þjónustu við íbúa.

Í samanburði við sambærileg sveitarfélög er framlag til menn ingarmála í Reykjanesbæ töluvert hærra miðað við tekjur en í öðrum málaflokkum. Við erum sem sagt að leggja meira til menningarmála sem hlutfall af tekjum en þau sveitar félög sem við berum okkur saman við. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að öflugt menningarlíf sé í sveitarfélaginu en að ávallt sé þess gætt að fjármunum sé varið á sem bestan hátt. Því teljum við eðlilegt að kostnaður við mála flokkinn sé skoðaður í heild sinni og þeir möguleikar sem eru til hag

ræðingar. Til dæmis má skoða hvort Hljómahöll/Stapinn verði færður yfir í einkarekstur með stuðningi sveitarfélagsins. Auk þess þarf að skoða rekstur tónlistarskólans sem tilheyrir fræðslumálum, þannig að hann endurspegli raunverulegan kostnað svo sem húsnæðiskostnað.

Leggja þarf aukna áherslu á að verkefni sem ekki eru lögbundin í starfsemi sveitarfélagsins, séu gerð upp með skýrum hætti og ávallt sé lagt mat á hagkvæmni þeirra þegar áframhaldandi stuðningur við þau er ákveðinn.

Sjálfstæðisflokkurinn sér ástæðu til að ítreka áætlaða hækkun út svars um 23%, hækkun tekna af lóðarleigu um 28% og hækkun fast eignaskatta um 19% á árinu 2023. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun skatta hjá sveitarfélagsinu er ekki verið að auka þjónustu við íbúa, heldur er ljóst að niðurskurðar er þörf. Slíkur rekstur getur ekki verið sjálfbær til lengdar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis flokksins í Reykjanesbæ, Helga Jóhanna Oddsdóttir Guðbergur Reynisson

OPNUNARTÍMAR Mán–Fös 12–18 Lau 11–16
– Fyrri umræða í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023 til 2026
Ekki verið að auka þjónustu við íbúa þrátt fyrir hærri skatta Mikið fjármagn er ráðgert í innviðauppbyggingu Endurbygging á Myllubakkaskóla mun kosta í kringum 3.500 milljónir króna og á árinu 2023 mun Reykjanesbær framkvæma fyrir um 1.000 milljónir króna við skólann. VF-mynd: Hilmar Bragi FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Birgitta Rún Birgisdóttir ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.