SIGGA DÖGG OG DAÐI Í ÞÆTTI VIKUNNAR
magasín SUÐURNESJA
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
fimmtudagur 21. nóvember 2019 // 44. tbl. // 40. árg.
Vetrarstilla við Bergið Staðnir að verki Tveir menn voru handteknir eftir að þeir voru staðnir að verki við að brjótast inn í íbúðarhús í Keflavík á föstudaginn. Þeir höfðu komist inn með því að spenna upp glugga með skóflu. Einnig hafði svalahurð verið spennt upp. Lögreglan á Suðurnesjum handtók annan manninn á vettvangi þar sem hann var að bera þýfi út úr húsinu. Hann fleygði því frá sér þegar hann varð lögreglu var. Maðurinn játaði sök. Við öryggisleit á honum fundust nær 100 þúsund krónur og voru þær haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða illa fengið fé. Hinn maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu og játaði hann einnig sök.
Bátur brann og sökk í Vogum Bátur varð eldi að bráð í höfninni í Vogum aðfaranótt þriðjudags. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall kl. 04:25 og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang var báturinn alelda. Ekki tókst að slökkva eldinn og sökk báturinn í höfninni. Slökkviliðsmenn dældu froðu yfir bátinn en það dugði ekki til að slökkva eldinn. Að sögn slökkviliðs er talið að eldurinn hafi logað lengi áður en útkall barst slökkviliði.
Báturinn alelda í höfninni í Vogum. Ljósmynd: Brunavarnir Suðurnesja.
Stór kannabisræktun stöðvuð Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu síðastliðinn föstudag. Um var að ræða kannabisgræðlinga í tjaldi og stórar plöntur sem fundust í þremur herbergjum. Samtals var um að ræða vel á þriðja hundrað plöntur. Auk þess fann lögregla poka með kannabisefnum í við húsleitina. Að auki voru tugir þúsunda króna sem fundust haldlagðar ásamt plöntum og ræktunarbúnaði. Húsráðandi var handtekinn og játaði hann að eiga ræktunina og að hafa staðið einn að henni.
Leikskóla lokað vegna nóróveiru – Börn og starfsfólk á leikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ sett í sóttkví
Leikskólanum Skógarási í Reykjanesbæ var lokað í þessari viku vegna nórósýkingar sem upp kom á leikskólanum. Ákveðið var að grípa til lokunarinnar til að koma í veg fyrir frekara smit. „Nú liggur fyrir staðfest tilfelli af nórósýkingu hjá okkur, við höfum því ákveðið að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekara smit. Í ljósi þessara upplýsinga verðum við því miður að loka skólanum í a.m.k. tvo heila sólarhringa til að koma öllum í sóttkví og til að hægt sé að sótthreinsa húsnæði skólans,“ segir í tilkynningu frá leikskólanum til foreldra. Með því að loka leikskólanum þriðjudag og miðvikudag í þessari viku nást fimm sólarhringar samfleytt til að koma í veg fyrir smit hjá fleiri börnum og hjá starfsfólki en leikskólinn var
lokaður á mánudag vegna skipulagsdags. Börnin og starfsfólkið á leikskólanum hafa verið sett í sóttkví og beðin um að fylgja ákveðnum leiðbeiningum vegna þess. „Börnin ykkar mega ekki hitta önnur börn sem eru í skólanum á meðan að leikskólinn er lokaður. Við starfsfólkið megum heldur ekki umgangast hvert annað og ef börnin ykkar eru með maga einkenni þá skulu þið takmarka umgengni við aðra. Skógarás verður þrifinn sérstaklega með efni sem er notað til að drepa
nóró (sama efni og er notað á heilbrigðissofnunum ef þetta kemur upp). Þið passið svo að sótthreinsa allt sem hefur verið í skólanum og svo er að fylgja þeirri gullnu reglu að ef börnin
Leikskólinn Skógarás í Reykjanesbæ.
BÓK FYRIR JÓLABARNIÐ
Fljótlegt og þægilegt 30%
Opnum snemma lokum seint
439 kr/stk
Í OKKUR ÖLLUM
1.329 kr/kg
áður 1.899 kr
Toro grýta ítölsk 168 gr
ykkar eru með einkenni, þá þurfa þau að vera laus við þau í tvo sólarhringa áður en þau koma aftur í leikskólann,“ segir í bréfi leikskólans til foreldra barnanna á Skógarási.
Lambahakk Kjötborð
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
JANA MARÍA VIÐTAL Á SÍÐU 12
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002