Víkurfréttir 44. tbl. 41. árg.

Page 1

ÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Viltu að eignin þín sé

ÁBERANDI?? ÁBERANDI Skráðu hana hjá okkur!

gur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 18. nóvember 2020 // 44. tbl. // 41. árg.

Fjárhagsleg staða Suðurnesjabæjar eftir sameiningu er sterk „Bæjarstjórn lýsir ánægju með fram komna skýrslu frá HLH Ráðgjöf, um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Suðurnesjabæjar, ásamt tillögum. Úttektin staðfestir að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins eftir sameiningu er sterk, rekstur góður, efnahagur traustur og starfsfólk leggur sig fram af metnaði og með fagmennsku að leiðarljósi við að veita íbúum góða þjónustu,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar á greiningu rekstrar og starfsemi. „Niðurstöður úttektarinnar fela í sér tækifæri til að treysta enn frekar rekstur og efnahag sveitarfélagsins með það að markmiði að vera betur í stakk búin til að takast á við margs konar aukna þjónustu og frekari fjárfestingar á næstu árum,“ segir jafnframt. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna aðgerðaáætlun um framgang einstakra tillagna og fylgja ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Aðgerðaáætlun með útfærslu á framkvæmd tillagna verði lögð fram í bæjarráði hið fyrsta og reglulega verði stöðumat um framgang verkefna lagt fyrir bæjarráð. Stuðst verði við skýrsluna og aðgerðaáætlunina við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstu tvö ár.

80 íslenskir hestar fóru með flugi til Belgíu aðfararnótt þriðjudags. Frá Belgíu verður hrossunum ekið til nýrra heimkynna í Evrópu. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ferfættir farþegar með flugi Íslenski hesturinn aldrei vinsælli í útlöndum og 1.835 hross hafa verið flutt út í ár Áttatíu íslensk hross fóru með flugi frá Keflavíkurflugvelli til Belgíu aðfararnótt þriðjudags og hafa því alls 1.835 hross verið flutt út á þessu ári. Síðustu sólarhringar hafa verið annasamir á Keflavíkurflugvelli þegar kemur að útflutningi hrossa og hafa um 200 hestar verið fluttir bæði til Evrópu og Ameríku. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins gefur út vegabréf fyrir íslensk hross í umboði Bændasamtaka Íslands. Allir íslenskir hestar sem fluttir eru erlendis eru skráðir í upprunaættbók íslenska hestsins sem heitir WorldFengur.

GOTT VERÐ alla daga 20%

359 kr/pk

Coop spaghetti 1 kg

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

479 kr/pk

áður 599 kr

BM Chicken Minions 342 gr - 6 í pakka

259

Eins og fyrr segir hafa 1.835 hross verið flutt út í ár en þau voru 1.509 allt árið í fyrra og aukningin því upp á rúmlega 300 hross og ennþá einn og hálfur mánuður eftir af árinu. Flest fara hrossin til Svíþjóðar, Danmerkur og Þýskalands. Einnig fara mörg hross á áfangastaði eins og Sviss, Austurríki og til Bandaríkjanna. Ástæða aukningar í sölu á íslenska hestinum er hátt verð sem fæst vegna gengis íslensku krónunnar. Myndirnar voru teknar þegar síðustu hrossin fóru um borð í flutningagáma seint á mánudagskvöld.

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Fallegt handverk í Grindavík

kr/pk

Coop pasta farfalle 500 gr

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

20 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Tækifærin eru óteljandi á Suðurnesjum“ – sagði forsætisráðherra. Innleiðingu hringrásarhagkerfis hraðað á Suðurnesjum. • 140 manna rafrænn umræðufundur um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna • Ráðherrar fagna frumkvæði Isavia, Kadeco og sveitarfélaga á Suðurnesjum

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

Umræðufundur var haldinn í vikunni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til eflingar samfélagsins á Suðurnesjum, þar sem eru fjögur sveitarfélög; Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar. Auk sveitarfélaganna fjögurra taka Isavia, Kadeco og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum þátt í Suðurnesjavettvangnum sem stóð að þessum rafræna fundi. 140 manns tóku þátt í fjörlegum umræðum í málefnahópum. Tilkynnt var í lok fundarins að allir sem standa að Suðurnesjavettvangnum myndu skrifa undir yfirlýsingu um að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Í því felst m.a. skuldbinding um að vinna áfram að aðgerðum til að vinna að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, sameinast gegn þeirri ógn sem felst í plasti í umhverfinu og ráðist verði í aðgerðir gegn matarsóun. Sérstökum hópi verður falið að halda utan um verkefnið. Markmið allra í þessari vinnu var að snúa vörn í sókn á Suðurnesjum, efla atvinnulíf og styrkja

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

sjónarmið að í raun ætti ekki að tala lengur um „rusl“ heldur „hráefni“. Sveitarfélögin og fyrirtækin á Suðurnesjum ætla að vinna saman kolefnisbókhald, mæla kolefnisfótspor og setja sér markmið um losun. Þá var rætt um vistvæna iðngarða, EcoIndustrial Park eða Suðurnesjagarð, í nágrenni Keflavíkurflugvallar og flugvöllurinn verði hleðslustöð fyrir vistvænar flugvélar framtíðarinnar. Að síðustu má nefna hugmyndir um að komið verði á fót alþjóðlegum umhverfisháskóla á Suðurnesjum og að umhverfisfræðsla verði ríkari þáttur í kennslu frá grunnskólaaldri. Fram kom í opnunarávarpi Sveinbjarnar Indriðasonar, forstjóra Isavia, að síðustu mánuðir hefðu verið þungbærir vegna áhrifa heimsfaraldursins á flugið og ferðaþjónustuna. „En við ætlum að standa þetta af okkur og horfa til framtíðar,“ sagði Sveinbjörn og benti á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna væru meðal leiðarljósa. „Við teljum einfaldlega að þessar áherslur muni skapa okkur samkeppnishæfni til framtíðar.“

Tóku á móti nýjum lögreglustjóra

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

SUÐURNES - REYK JAVÍK

innviði svæðisins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti aðdáun sinni á þeirri vinnu sem lægi að baki, hvernig tekist hafi til við að endurskoða áætlanir og leiðir eftir að Covid-19 skall á. Þar hefði komið til þrjóska, dugnaður, þolinmæði og metnaður fyrir hönd samfélagsins. „Tækifærin eru óteljandi á Suðurnesjum,“ sagði forsætisráðherra. Aðrir ráðherrar sem ávörpuðu fundinn voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Öll fögnuðu þau framtakinu og samstöðu Suðurnesjamanna í því verkefni að hefja nýja sókn og hétu stuðningi sínum. Bæjarstjórarnir fjórir á Suðurnesjum kynntu niðurstöður málefnahópa. Sameiginlegur vilji allra er að Suðurnesin verði hringrásarhagkerfi, dregið verði úr úrgangi og endurvinnsla aukin. Fram kom það

Úlfar Lúðvíksson tók á mánudagsmorgun við lyklavöldum hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Það var Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri, sem afhenti Úlfari lyklana. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að Úlfar hafi strax farið í skoðunarferð um starfsstöðvar embættisins og kastað kveðju á starfsmenn. Starfsmenn embættisins tóku á móti Úlfari með heiðursverði er hann kom til starfa í dag og buðu hann hjartanlega velkominn til Suðurnesja.


Kristín Gyða Njálsdóttir

Hinrik Reynisson

Sigurbjörn Gústavsson

Ingibjörg Óskarsdóttir

Við viljum heyra frá þér Við veitum alla þjónustu í síma, netspjalli og tölvupósti. 440 2450 | sudurnes@sjova.is


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VSB verkfræðistofa opnar útibú í Reykjanesbæ Það féll vel að starfseminni á Suðurnesjum að opna starfsstöð á svæðinu. Við viljum festa okkur í sessi á svæðinu og getum bætt þjónustuna enn frekar með þessum hætti ...

Verksamningur um byggingu Gerðaskóla undirritaður Suðurnesjabær undirritaði nýlega verksamning við Braga Guðmundsson ehf. um stækkun Gerðaskóla að undangengnu opnu útboði þar sem sex aðilar skiluðu inn tilboði.

Alls nemur samningsupphæðin 222,6 milljónum kr. eða 85,5% af kostnaðaráætlun og er fyrirhugað að framkvæmdum við þennan áfanga verksins ljúki fyrir upphaf næsta skólaárs. Framkvæmdir eru þegar hafnar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Sérkennslustjóri Velferðarsvið – Stuðningsþjónusta Velferðarsvið - Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

VSB verkfræðistofa opnaði nýlega útibú í Reykjanesbæ að Iðavöllum 12. VSB er rótgróið fyrirtæki og sinnir fjölbreyttum verkefnum í mannvirkjagerð. Verkefni stofunnar hafa verið allnokkur á Suðurnesjum í mörg ár og eru þrír starfsmenn búsettir þar. „Það féll vel að starfseminni á Suðurnesjum að opna starfsstöð á svæðinu. Við viljum festa okkur í sessi á svæðinu og getum bætt þjónustuna enn frekar með þessum hætti,“ segir Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu sem stofnuð var árið 1987 af þeim Stefáni Veturliðasyni og Birni Gústafssyni. VSB býður upp á þjónustu í öllum helstu þáttum sem snúa að mannvirkjagerð eins og hönnun bygginga

og tengdum þáttum, hönnun lagnaog loftræstikerfa, rafkerfa, gatna og veitukerfa sem og framkvæmdaeftirlit og byggingarstjórn að ógleymdri verkefnastjórnun, þróun verkefna og gerð útboðsgagna. VSB hefur verið með stórt verkefni í Reykjanesbæ undanfarin ár en það er byggingastjórnun og eftirlit með framkvæmdum við byggingu Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Hjörtur segir að starfsemi VSB hafi gengið ágætlega á árinu þrátt fyrir Covid19. Þó sé ljóst að kreppi að á ýmsum sviðum. Þrjátíu og sex starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Keflvíkingurinn Jón Ólafur Erlendsson stýrir útibúinu í Reykjanesbæ. Hann segir að það hafi verið skemmtilegt að koma að vinnunni við byggingu Stapaskóla sem sé gríðarstórt verkefni. „Þetta hefur gengið vel og margir komið að verkefninu þó vinnunni sé ekki lokið. Fjöldi starfsmanna við byggingu Stapaskóla hefur að meðaltali verið um og yfir eitt hundrað manns,“ segir Jón en faðir hans, Erlendur Jónsson, er kunnur smiður í Keflavík. Aðspurðir um þróun í starfsemi verkfræðistofa segja þeir Hjörtur og Jón að hún sé nokkur, m.a. sé vinna við byggingaeftirlit gerð í snjallsíma og þá hafi þrívíddartæknin rutt sér til rúms í hönnun margra verka. Þeir eru bjartsýnir á framtíðina á Suðurnesjum þó staðan sé erfið um þessar mundir. „Svæðið hefur alla möguleika til að blómstra á næstu árum og mun án efa gera þegar veirutímum lýkur,“ segja þeir Hjörtur og Jón hjá VSB.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Byggðasafnið - myndband mánaðarins

Fimmtudaginn 19. nóvember. Innlit í innra starf Byggðasafnsins þar sem geymslur eru skoðaðar og fylgst með uppsetningu og vinnu við sýningagerð.

Bókasafnið - bókabíó

Föstudaginn 20. nóvember. Þriðja föstudag hvers mánaðar er Bókabíó Bókasafnsins þar sem sýnd er kvikmynd sem gerð er eftir bók.

Bókasafnið - bókakonfekt barnanna

Þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 17.00 verður Bókakonfekt barnanna í beinu streymi. Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir og Gerður Kristný lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

„Ræktum“ saman Jólagarðinn Opið fyrir umsóknir um styrki og sölukofa

Reykjanesbær ýtir nú úr vör nýju verkefni sem gefið hefur verið heitið Jólagarðurinn. Segja má að Jólagarðurinn leysi af hólmi tendrun ljósanna á vinabæjartrénu á Tjarnargötutorgi. Hugmyndin er að að skreyta Ráðhústorgið og hluta skrúðgarðs með fallegum ljósum ásamt því að koma fyrir nokkrum jólakofum fyrir íbúa að selja varning tengdan jólum. Þessu til viðbótar er stefnt að því að í garðinum verði boðið upp á dagskrá af einhverjum toga á opnunartíma hans, sem verður alla laugardaga í desember og á Þorláksmessu. Vegna ástandsins er þó ljóst að ekki mun verða um að ræða stóra viðburði sem kalla á samsöfnun margs fólks heldur litlar og óvæntar uppákomur til að gleðja gesti og gangandi.

Hver vegferð hefst á einu skrefi — Fyrst og síðast samvinnuverkefni Jólagarðurinn er fyrst og síðast samvinnuverkefni bæjarins og íbúa. Hvað selt verður í kofunum ræðst af því hverjir óska eftir söluplássi og dagskráin sem boðið verður upp á í garðinum ræðst af því hverjir gefa kost á sér til að standa fyrir viðburðum.

Til að hvetja íbúa til beinnar þátttöku í verkefninu eru sölukofar boðnir endurgjaldslaust auk þess sem styrkir eru í boði fyrir þá sem vilja standa fyrir einhvers konar dagskrá. Hægt er að sækja um styrki og pláss í sölukofum til 22. nóvember og er sótt um á vef Reykjanesbæjar. Í ár búum við við afar sérstakar aðstæður en með bjartsýnina að leiðarljósi er stefnt að góðri og gefandi aðventu. Öll dagskrá tekur þó mið af gildandi reglum um samkomutakmarkanir og sóttvarnir. Það er von þeirra sem að Jólagarðinum standa að vel takist til með þetta fyrsta skref og að við byggjum upp skemmtilegt og lifandi jólaverkefni saman til framtíðar.


KRÆSILEG TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ -20% -46% -20%

Lambasúpukjöt Fjallalamb – niðursagað

699

Nautalund Trufflu- og rósmarínkrydduð

5.359

KR/KG ÁÐUR: 1.295 KR/KG

ÁÐUR: 6.699 KR/KG

-15%

Hangilæri Úrbeinað

2.668 ÁÐUR: 3.139 KR/KG

KR/KG

KR/STK ÁÐUR: 2.499 KR/STK

KR/KG ÁÐUR: 3.239 KR/KG

-34%

Wellington Nautalund

5.939

KR/KG

ÁÐUR: 8.999 KR/KG

-40%

Hlaðborð með forréttum og aðalréttum FRÁ

Heilsuvara vikunnar!

1.874

2.591

JÓLAHLAÐBORÐ HEIMA

-25%

Bio-Kult Original 60 stk

KR/KG

London lamb

Forréttahlaðborð

15.999KR/PK 8.999KR/PK Nánari upplýsingar á netto.is

Pítubuff með brauði 6x60 gr

1.259 ÁÐUR: 2.099 KR/PK

KR/PK

Eggaldin

-30%

419

KR/KG ÁÐUR: 599 KR/KG

Kúrbítur

405

KR/KG ÁÐUR: 579 KR/KG

NETTÓ STYÐUR ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU ALLT ÁRIÐ UM KRING Tilboðin gilda 19. — 22. nóvember

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frágangur á lóð og hreystigarður fjármagnaður Óskað hefur verið eftir viðauka á eignfærða fjárfestingu ársins 2020 vegna hreystigarðs á lóð íþróttamiðstöðvar í Grindavík að fjárhæð 21.989.000 kr. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri skipulags- og umhverfis-

sviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Í tillögu er gert ráð fyrir að hreystigarðurinn verði fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu vegna gatnagerðar í Hlíðarhverfi. Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Alexandra var að vonum ánægð með Súluverðlaunin sem Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, afhenti henni.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi

RAGNAR GUÐMUNDUR JÓNASSON fyrrum slökkviliðsmaður

lést 7. nóvember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13 og vegna fjöldatakmarkana munu aðeins nánustu ættingjar vera viðstaddir. Útförinni verður streymt á www.facebook.com/groups/UtforRagnarsJonassonar/ Guðrún Árnadóttir Hannes Arnar Ragnarsson Halldóra S. Lúðvíksdóttir Jónas Ragnarsson Ragnhildur Sigurðardóttir Guðmundur Ingi Ragnarsson Sigrún Kristjánsdóttir Hermann Ragnarsson Sóley Víglundsdóttir Halldór Karl Ragnarsson Sigurður Vignir Ragnarsson Valdís I. Steinarsdóttir Unnar Ragnarsson María Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON, fv. hæstaréttarlögmaður

lést 15. nóvember á Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. desember nk. kl. 13.00. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/utforvilhjalms Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir Guðrún Vilhjálmsdóttir Ólafía Sigríður Vilhjálmsdóttir Nathan Balo barnabörn og barnabarnabörn

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, sonar, bróður, mágs og frænda,

KRISTINS GUÐNA RAGNARSSONAR pípulagningameistara frá Vestmannaeyjum, til heimilis að Faxabraut 7, Keflavík.

Sérstakar þakkir til Oddfellow bræðra í Stúku nr. 26, Jóni forseta, og heimahjúkrunar HSS fyrir alla hjálpina og yndislegt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Sesselja Birgisdóttir.

Alexandra Chernyshova hlýtur Súluna 2020 Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar, fyrir árið 2020 fór fram fimmtudaginn 12. nóvember með fremur óhefðbundnu sniði en afhending fór fram á Facebook-síðu Reykjanesbæjar. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fjórða sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut sópransöngkonan og tónskáldið Alexandra Chernyshova verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.

Alexandra Chernyshova hlýtur menningarverðlaunin Alexandra er fædd árið 1979 og uppalin í Úkraínu og Rússlandi, hún fluttist til Íslands árið 2003 og er nú íslenskur ríkisborgari. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og rekið, ásamt eiginmanni sínum, Jóni R. Hilmarssyni, menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Alexandra hefur verið afkastamikil og hefur meðal annars stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska og samið tónlist. Í öllum þessum verkefnum hefur hún virkjað og fengið til liðs við sig fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir árangur sinn á sviði tónlistar. Árið 2014 var hún valin í hóp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Þá komst hún á topp tíu listann í World Folk Vision, alþjóðlegri tónlistarkeppni, í sumar með laginu Ave María úr frumsömdu óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“. Nú í haust sigraði hún í alþjóðlegri tónskáldakeppni í Moskvu fyrir tónsmíð úr sömu óperu sem samin er við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur. Þessa dagana situr Alexandra við skriftir á sinni þriðju óperu „Góðan daginn, frú forseti“. Óperan, sem verður í fullri lengd, fjallar um ævi og störf frú Vigdísar Finnbogadóttur. Frá því að Alexandra flutti til Reykjanesbæjar árið 2016 hefur hún haldið árlega stofutónleika heima hjá sér auk þess sem hún hefur staðið fyrir nýárstónleikum í samstarfi við fleiri tónlistarmenn af Suðurnesjum um nokkurra ára skeið. Þá hefur hún einnig heimsótt fjölmarga leikskóla á svæðinu með „Ævintýrið

um norðurljósin“, óperuballett sem hún samdi tónlist við, en verkið var frumsýnt í Norðurljósasal Hörpu 2017. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, afhenti Alexöndru verðlaunin og sagði við það tilefni m.a.: „Slagorð Reykjanesbæjar, í krafti fjölbreytileikans, á einstaklega vel við í tilfelli Alexöndru. Hún er frábært dæmi um það hversu mikið það auðgar samfélag okkar að hér búi fólk af ólíkum uppruna með fjölbreytta menningu í farteskinu sem við öll njótum góðs af.“

Bæjarstjórinn stjanaði við hvítvínskonur Í viðburðinum á Facebook, þar sem verðlaunin voru afhent, brá bæjarstjórinn á leik með hinum alræmdu hvítvínskonum en þann hóp skipa nokkrar konur með rætur í Leikfélagi Keflavíkur. Hvítvínskonurnar hafa slegið rækilega í gegn við hin ýmsu tækifæri í bæjarlífi Reykjanesbæjar sem miðaldra dömur sem nýta hvert tækifæri til að sækja hina ýmsu menningarviðburði með von um ókeypis hvítvínslögg. Ferðaðist hópurinn m.a. með strætó að heimili Alexöndru þar sem bæjarstjórinn lék á fiðlu fyrir dömurnar og stjanaði við þær áður en hann bankaði upp á á heimili Alexöndru og afhenti henni verðlaunin með kveðju frá bæjarstjórn og menningar- og atvinnuráði.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Á FIMMTUDAG KL. 20:30


Jólaúthlutun – Hjálparstarf Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja, Líknar- og hjálparsjóði Njarðvíkurkirkna og Hjálparstarfi kirkjunnar sem hér segir: Keflavíkurkirkju 24. nóv., 26. nóv., 1. des., 3. des., og 8. des. Ytri Njarðvíkurkirkju 25. nóv., 26. nóv., 2.des., 3. des og 9. des. Sandgerðiskirkju 25. nóv. og 2. des. Opnunartími er frá klukkan 9:00 til 11:00. Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbanka kort) frá Hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is Eftir 9. desember er lokað fyrir umsóknir í hjálparstarfinu til 19. janúar. Afgreiðsla korta fer fram 10. desember milli klukkan 09:00 og 13:00 Þeir sem búa í póstnúmeri 230 sækja um í Keflavíkur Þeir sem búa í póstnúmeri 260,262 og 233 sækja um í Ytri Njarðvíkurkirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 190 og 240 hafa samband við presta í sinni sóknarkirkju Þeir sem búa í póstnúmeri 245 og 250 sækja um í Sandgerðiskirkju Vegna Covid-19 þá biðjum við aðeins einn komi frá hverri fjölskyldu. Allir sem koma þurfa að vera með andlistgrímur.

Christmas Allocation – Relief work Suðurnes Welfare Fund, Njarðvíkur Churches charity- and relif fund and Icelandic Church Aid (ICA) Open for applications: Keflavik Church, Nov. 24th, Nov. 26th, Dec. 1st, Dec. 3rd and Dec. 8th. Njarðvík Church Nov. 25th., Nov. 26th, Dec. 2nd, Dec. 3rd and Dec. 9th. Sandgerði Church Nov. 25th and Dec. 2nd. Opening hours are from 09:00 to 11:00. Those who have recieved payment (blue Arion bank card) from the Church aid can apply for christmas support online at www.help.is Applications for the Welfare Fund and the Church aid are closed from December 9th until January 19th, 2021. Card delivery will take place on December 10th between 09:00 and 13:00 Those who live in zip code 230 apply for help in Keflavík Church Those who live in zip code 260, 262 og 233 apply for help in Ytri Njarðvík Church Those who liv in zip code 245 and 250 apply for help in Sandgerði Church Those who live in zip code 190 and 240 can contact the pastors at their local church

Because of Covid-19, only one person is allowed to attend from each family. Face masks are aqquired.


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Rúnar og Þorfinnur eru fremstir fyrir miðju. Með þeim eru pípararnir hjá Lagnaþjónustunni.

BRATTIR OG BJARTSÝNIR PÍPARAR Lagnaþjónusta Suðurnesja fagnar bráðum tvítugsafmæli og hefur verið eitt stærsta og einnig leiðandi pípulagningafyrirtæki á Suðurnesjum. „Framtíðin er björt á Suðurnesjum og við þurfum að vera tilbúin eftir Covid-19,“ segir Rúnar Helgason. „Við erum bara ansi brattir og bjartsýnir. Það er búið að vera brjálað að gera og verður áfram, alla vega langt fram á næsta ár,“ segir Rúnar Helgason, pípulagningameistari og eigandi Lagnaþjónustu Suðurnesja en fyrirtækinu vantar tvö ár í tvítugsaldurinn og hefur verið leiðandi á sínu sviði á Suðurnesjum.

Hjá Lagnaþjónustunni starfa um þessar mundir um sextán manns í fullu starfi og hafa mest farið í 24 þegar ferðaþjónustan var á flugi. Hljóðið í Rúnari er gott þrátt fyrir ýmsar áskoranir á veirutímum. „Við höfum verið með marga menn í vinnu í flugstöðinni og höfum reyndar haldið góðu tempói þar á

Páll Ketilsson pket@vf.is

veirutímum þrátt fyrir allt en líka á fleiri stöðum sem eru tengdir ferðaþjónustunni, eins og Bláa lóninu. Verkefnastaðan hefur verið góð í mörg ár og haldist furðu vel á þessu Covid-ári og við erum mjög þakklátir fyrir það. Við höfum unnið í gegnum tíðina fyrir marga aðila á Suðurnesjum og staðið okkur vel, þó ég segi sjálfur frá. Ég var kannski ekki alveg viss um stöðuna á næstunni fyrir nokkrum mánuðum síðan en nýlega fengum við til viðbótar tvö stór verkefni við Gerðaskóla í Garði og Hópsskóla í Grindavík sem tryggir okkur vinnu í góðan tíma,“ segir Rúnar en Lagnaþjónustan hefur núna í nokkur ár verið svokallað Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi en til að ná því þarf reksturinn að

vera traustur og góður og Rúnar segir að svo hafi verið í allmörg ár. „Við höfum verið mjög heppin hvað það varðar. Við höfum þjónustað mörg góð fyrirtæki og ótrúlegt en satt þá höfum við ekki tapað nema örfáum kröfum í öll þessi ár og þær voru litlar.“

Ætluðum að vera litlir Þegar hann er spurður út í stofnun fyrirtækisins sem var árið 2002 þá hlær okkar maður og segir að þetta hafi nú bara átt að vera lítið fyrirtæki fyrir hann og félaga hans, Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, en hann lést í fyrra. Hafi bara átt að tryggja þeim vinnu. „Við ætluðum bara að vera litlir en vorum fljótt heppnir þegar við fengum viðhaldssamninga við vaxandi fyrirtæki eins og Bláa lónið og sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í Grindavík. Við vorum

Við höfum líka verið með það sem metnaðarmál að hafa bílana okkar snyrtilega og hreina. Þeir hafa verið góð auglýsing fyrir fyrirtækið ...


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Við höfum tengt fleiri heita potta á þessu ári en síðustu tíu ár og allt lagnaefni fyrir heitu pottana hefur selst upp – en eigum við ekki að segja að það sé jákvætt ...

þess vegna með fyrirtækið skráð í Grindavík fyrstu árin en nú er það skráð í Reykjanesbæ. Vinnan jókst mjög fljótt og það var því ekki um annað að ræða fyrir okkur að ef við ætluðum að þjónusta vaxandi fyrirtæki eins og til dæmis þessi tvö, að vaxa með þeim og það var það sem gerðist. Við vorum fljótlega líka með litla aðstöðu í Keflavík en árið 2018 opnuðum við í góðu húsnæði við Selvík og erum þar á frábærum stað.“ Eftir lát Gunnlaugs (Úlla) hélt Þorfinnur sonur hans uppi merkjum hans innan fyrirtækisins og hann á núna fimmtungs hlut í Lagnaþjónustunni á móti Rúnari Helgasyni sem á 80%. „Það er gott að hafa unga manninn hér og hann stýrir rekstrinum okkar í Grindavík,“ segir Rúnar.

Mætti laga ímynd píparans Það liggur beint við að spyrja Rúnar út í píparastarfið og hvernig gangi að fá unga menn í það en það er afar sjaldgæft að konur vinni við pípulagnir. „Það var metaðsókn í námið í vetur og það er jákvætt. Þetta hefur einhvern veginn ekki verið nógu heillandi fyrir unga menn en það er vonandi að breytast. Stéttin mætti þó vera duglegri að laga ímynd píparans. Djobbið er í grunninn svipað og það hefur verið í gegnum tíðina en er þó ekki eins skítugt ef hægt er að orða svo. Það hefur loðað við greinina að við séum drullugir upp fyrir haus á kafi að losa misskemmtilegar stíflur og svoleiðis. Við hér hjá okkur leggjum til dæmis mikla áherslu á alla snyrtimennsku. Þannig að ef einhver okkar lendir í því að verða skítugur upp fyrir haus þá fer hann og skiptir um föt. Í viðhaldsvinnunni erum við oft á stöðum þar sem við þurfum að huga að svona málum, ég nefni sem dæmi þegar menn frá okkur fara í Saga ­Lounge stofuna eða sambærilegt. Við þurfum því að huga að svona málum. Við höfum líka verið með það sem metnaðarmál að hafa bílana okkar snyrtilega og hreina. Þeir hafa verið góð auglýsing fyrir fyrirtækið.“ – Hvað með píparanámið eða iðnnám almennt, er þetta heillandi fyrir unga menn eða unga fólkið okkar? „Já, ég held að það hafi nú sýnt sig að iðnnám skilar þér yfirleitt í góð og ágætlega launuð störf. Svo er líka gott að vera með slíkan grunn ef duglegt, ungt fólk vill bæta við sig og fara störf sem krefjast meira náms, vilja verða meiri fræðingar, tæknifræðingar eða fleira slíkt. Þá er þetta góður grunnur. Ég vil meina

Í stað þess að pípari snytti rör og lóði eru komin skemmtilegri efni úr plasti sem eru pressuð saman með töng segir Rúnar Helgason hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja. Hann er bjartsýnn á framtíð Suðurnesja.

að iðnnám sé góður stökkpallur út í lífið. Þá er iðnnám líka góður kostur og tryggir þér yfirleitt vinnu út lífið, sama hvað á gengur. Það vantar einhvern veginn alltaf iðnaðarmenn – en þetta er svolítið hjá foreldrunum sem vilja margir hverjir sjá sín börn fara í háskólanám. Við getum ekki öll farið þá leið. Svo er einn af mörgum kostum við iðnnámið að geta unnið við það á meðan maður er í námi. Maður þarf þá ekki taka námslán.“ Aðspurður um þróunina í starfinu hvað varðar tækni og fleira segir Rúnar að hún hafi verið allnokkur. Í stað þess að pípari snytti rör og lóði sé komin skemmtilegri efni úr plasti sem séu pressuð saman með töng. Þá sé ýmis tækni sem hafi komið með árunum sem geri starfið þægilegra og skemmtilegra.

Met í heitum pottum – En hvað með einstaklingana, hafið þið verið að vinna eitthvað fyrir þá? Nú hafa margir verið að endurbæta hjá sér húsnæði og fleira á veirutímum. Rúnar brosir og ekki liggur á svarinu. „Við höfum tengt fleiri heita potta á þessu ári en síðustu tíu ár og allt lagnaefni fyrir heitu pottana hefur selst upp – en eigum við ekki að segja að það sé jákvætt. Ekki hefur fólk verið að fara til útlanda. Þá notar það peningana til að gera eitthvað heima hjá sér eða í bústaðnum. Það er bara jákvætt.“ – Við spyrjum Rúnar að lokum um að rýna í kristalskúluna. Hvernig leggst næsta framtíðin í hann, tíminn eftir Covid-19? „Ég hef trú á því að það fari allt á fleygiferð. Þegar kviknar á flugvellinum aftur fer allt á fullt. Við höfum unnið mikið fyrir mörg fyrirtæki sem eru í starfsemi sem tengist ferðaþjónustunni. Við þurfum að vera tilbúin að taka við næsta bolta þegar hann kemur og ég er bara bjartsýnn á framtíðina hér á Suðurnesjum. Það eru fá svæði hér á landi sem hafa jafn mörg tækifæri til að halda áfram að vaxa,“ segir Rúnar Helgason.

Jólalýsing

í Kirkjugörðum Keflavíkur 2020

Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur fyrsta sunnudag í aðventu, þann 29. nóvember. Verð á lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500,- fyrir einn kross, kr. 3.500,- umfram það.

Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 25. nóvember kl. 13–17. Fimmtudagur 26. nóvember kl. 13–17. Föstudagur 27. nóvember kl. 13–17. Laugardagur 28. desember kl. 10–15. Sunnudagur 29. desember kl. 13–15.

Frá 1. til 17. desember verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 15 til 17.

ATH ekki verða sendar valkröfur í heimabanka Leigu- sölukrossar verða á staðnum

Það þarf að vera búið að fjarlægja skreytingar og ljós af leiðum eigi síðar en 31. janúar eftir það munu starfsmenn garðanna fjarlægja það af leiðum. Við minnum á reglur kirkjugarðanna sem eru á vefslóð

www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/

Nánari upplýsingar veitir umsjónamaður Kirkjugarða Keflavíkur, Friðbjörn Björnsson í síma 824-6191 milli kl. 10 og 16 alla virka daga. Vegna Covid-19 þurfa þeir sem koma að vera með andlitsgrímur.

K I R K J U GA R ÐA R KEFLAVÍKUR


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Vignir með frumgerðina af hreindýrinu vinsæla á vinnustofu sinni í pakkhúsinu flotta.

Vinsælt hreindýr er handsmíðað í Grindavík

Grindvísk hjón láta draumana rætast í nýju pakkhúsi. Veiran mætti rétt eftir opnun verslunar og vinnustofu og hefur haft mikil áhrif hjá Kristinsson. Ástríða í flottu handverki sem er orðið landsþekkt. „Það er gaman að geta unnið við það sem maður hefur ástríðu fyrir eða hefur gaman af. Árið hefur auðvitað verið sérstakt og erfitt því við vorum nýbúin að byggja nýtt hús með verslun og vinnustofu þegar Covid-19 skall á,“ segir Grindvíkingurinn Vignir Kristinsson en hann og Ólöf Kristín Jensdóttir, eiginkona hans, reka fyrirtækið Kristinsson - handmade í glæsilegu og nýju pakkhúsi við Stamphólsveg í Grindavík. Vignir er listamaður af guðs náð og fékk í vöggugjöf handverkshendur sem hann hefur notað hefur í gegnum tíðina. Hann hefur starfað hjá trésmíðaverkstæðinu Grindinni í Grindavík og svo reyndi hann sjálfur fyrir sér í innréttingasmíði. Rak um tíma fyrirtækið Krosstré en það gekk ekki alveg upp. Krosstré eiga það líka til að bregðast eins og önnur tré. Hann stundaði sjómennsku með tengdaföður sínum um tíma en svo

var kominn tími á að reyna á handverk kappans sem endaði með því að fjölskyldan ákvað að reisa myndarlegt tvílyft hús í Grindavík.

Landsþekkt hreindýr Það eru ekki margir sem hafa orðið þekktir fyrir hreindýrin sín á Íslandi en Vignir er einn af þeim og dóttir hans á stóran þátt í því. „Þegar það var lítið að gera í innréttingasmíðinni

kom dóttir mín með þessa hugmynd að smíða hreindýr. Það má segja að þau hafi fengið fljúgandi start,“ segir Vignir þegar við forvitnuðumst um það hvernig þetta byrjaði hjá honum. Hreindýrasmíðin var síðan um tíma í gömlum og gluggalausum beitningaskúr en draumurinn var að byggja alvöru aðstöðu undir heindýrasmíðina og aðra hluti. Áður en hann og Ólafía Kristín Jensdóttir ákváðu að láta drauminn

rætast og opna verslun og vinnustofu á besta stað í Grindavík hafði handverkið hans verið selt með góðum árangri í mörgum af þekktari hönnunarverslunum landsins á borð við Epal, Rammagerðinni, Mýrinni, Syrusson og víðar. Hreindýrin fóru fyrst í sölu fyrir um áratug en síðan hefur bæst í vöruúrvalið. Hestar, könglar, tré, uglur, hvalsporðar, kertastjakar, skurðarbretti og fleira mætti nefna má sjá má undir merkinu Kristinsson. Svo smíðar Grindvíkingurinn ýmislegt eftir óskum viðskiptavina, borð og fleira og þá hefur hann smíðað leikföng. Tréleikföng eru endingarbetri, fallegri og umhverfisvænni. Vörurnar hjá Kristinsson eru hvítar, svartar og hvíttuð eik. Vignir segist hafa notað mest eik í munina sína en einnig beyki og þá sé hann að fikra sig áfram í hnotu.

Verkefni og ástríða á efri árum

Séð inn í verslunina á jarðhæð pakkhússins í Grindavík.

„Við vorum aðallega að hugsa um að koma einhverju í gang sem við gætum sinnt núna á efri árum,“ segir eiginkonan sem stendur vaktina með sínum manni en þau segja að þau hafi fengið ótrúlega mikla hjálp hjá börnum sínum, dóttur og sonum. Synirnir tveir voru með föður sínum í byggingu hússins sem er handsmíðað eins og munirnir sem Vignir gerir. Vinnustofan og verslunin eru á neðri hæð en á efri hæðinni voru þau hjón með draum um að vera

Páll Ketilsson pket@vf.is

með lúxusíbúð fyrir ferðamenn. Sá draumur frestaðist aðeins, m.a. út af heimsfaraldri, en hæðin mun fara í notkun einhvern tíma á næstu mánuðum og verða tilbúin þegar ferðamenn mæta aftur til Íslands. Vignir segir að þegar þau hafi sótt um lóðina hafi skilyrði verið að það væri tvílyft. Falleg hús sem Vignir hafði séð á Hofsósi voru ofarlega í huga hans og hann rissaði upp teikningu af því en Sveinn Valdimarsson í Keflavík fullteiknaði svo húsið.

Vinnustofa, verslun og gisting „Við sáum fyrir okkur að þetta gæti farið saman að vera með vinnustofu og verslun og flotta gistiastöðu á efri hæðinni. Það var smá spurning með klæðningu á þakið en ég vildi ekki bárujárn og við enduðum á því að klæða það með plönkum, tvær sinnum níu. Okkur fannst það koma vel út og ég er í skýjunum með útkomuna,“ segir Vignir en húsið er 250 fermetrar með hæðunum tveimur. Þeir feðgar báru síðan tjöru á húsið sem kemur afar vel út svona dökklitað. Staðsetningin þótti líka góð, að vera við hlið á vinsælum veitingastað (Salthúsinu) sem margir sækja. „Við fengum talsvert af heimsóknum frá ferðamönnum hingað


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

„Þú getur séð fullt af hönnunar­ vörum, til dæmis frá Danmörku, með miða á sem stendur að þær séu framleiddar í Kína – en það er ekki þannig hjá okkur. Ég held að það hjálpi okkur eitthvað. Við leggjum áherslu á að þetta er íslensk framleiðsla.“ Kristinsson hjónin í versluninni.

fljótlega eftir opnun í desember í fyrra en svo kom veiran og þá stöðvaðist það,“ segir Ólafía og þegar hún er spurð út í ævintýri þeirra hjóna segir hún að ástríða bóndans sé mikil í verkefninu. „Það fannst mörgum þetta skrítið þegar var verið að reisa húsið. Svolítið eins og Nói og örkin hans. Fólki fannst þetta eitthvað skrímsli en minn maður hafði trú á þessu og nú sér fólk að Nói hafði eitthvað til síns máls. Árið hefur frá upphafi Covid-19 verið erfitt en við höfum þó fengið mjög góðar móttökur frá heimamönnum og fólki utan svæðis. Við erum þakklát fyrir það. Það komu hópar hér í byrjun og fannst gaman að koma inn í hönnunarverslun og geta séð hvernig framleiðslan fer fram. Við vonumst til að þetta eigi eftir að koma aftur þegar staðan á veirutímum lagast.“

Handunnið á Íslandi Þegar Vignir eru spurður út í smíðina þá færist okkar hægláti maður allur í aukana og sýnir blaðamönnum VF ýmislegt en aðaláherslan er á gæði og vandað handverk. Sjá má ýmis smáatriði sem okkar maður leggur

áherslu á til að gera flotta gjafavöru. Hann smíðaði tvær vélar til að pússa og gera fínvinnuna sem er tímafrek, eins og til dæmis í hreindýrunum. Vignir brosir þegar hann er spurður hvort hann gæti ekki gert þetta hraðar og á ódýrari hátt með því að senda vörurnar til framleiðslu í Kína. „Þá væri ég heldur ekki að gera sem mér finnst skemmtilegt. Það er frábært að geta gert það. Þú getur séð fullt af hönnunarvörum, til dæmis frá Danmörku, með miða á sem stendur að þær séu framleiddar í Kína – en það er ekki þannig hjá okkur. Ég held að það hjálpi okkur eitthvað. Við leggjum áherslu á að þetta er íslensk framleiðsla.“ – En hvað með að hefja rekstur á svona fyrirtæki í dag? „Ég held að menn þurfi að vera léttruglaðir að gera það. Veiruárið hefur reynt á okkur eftir mjög góða byrjun. Við höfum fengið mikla hvatningu víða að og konurnar í verslunarmiðstöðinni hér í Grindavík hafa bent mörgum á okkur. Þetta er þungur róður en við ætlum að gefa þessu séns. Þetta er það sem okkur langar að gera.,“ segir Vignir Kristinsson.

Ólafía Kristín aðstoðar viðskiptavini.

Skurðarbretti eru til í mörgum gerðum, kertastjakar og fleira.

Uglurnar vekja athygli.

Til vinstri má sjá í glugga Kristinsson hreindýrið, kertastjaka og tré.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Glæsilegt húsið sem er handsmíðað eins og munirnir sem Vignir gerir.


sport

Miðvikudagur 18. nóvember 2020 // 44. tbl. // 41. árg.

JÓN AXEL

í NBA-nýliðavalinu

Úrvalslið ársins í kvennaboltanum:

Keflvíkingar eiga þrjár í liði ársins Knattspyrnumiðillinn Fótbolti.net valdi úrvalslið ársins í Lengjudeild kvenna fyrir helgi og þar eru þrír Keflvíkingar í liðinu. Keflavík átti stórgott tímabil og tryggði sér sæti í efstu deild á næsta ári. Celine Rumpf og Paula Isabelle Germino Watnick voru báðar valdar í úrvalsliðið auk fyrirliðans Natasha Anasi sem varð einnig í öðru sæti í vali leikmanns ársins.

Úrvalslið Lengjudeildar kvenna Chante Sherese Sandiford (Haukar) Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóll) Celine Rumpf (Keflavík) Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóll) Mikaela Nótt Pétursdóttir (Haukar)

Jacqueline Altschuld (Tindastóll) Natasha Anasi (Keflavík) Sæunn Björnsdóttir (Haukar) Murielle Tiernan (Tindastóll) Paula Isabelle Germino Watnick (Keflavík) Vienna Behnke (Haukar)

Natasha Anasi, fyrirliði Keflvíkinga, varð önnur í vali leikmanns ársins.

Þrír Grindvíkingar valdir í lið ársins Ve f m i ð i l l i n n Fótbolti. net valdi úrvalslið ársins í annarri deild kvenna fyrir helgi, í liðinu eru þrír leikmenn Grindavíkur auk þess að tveir eru á bekknum. Grindavík vann deildina og náði settu markmiði, að komast í Lengjudeildina á ný. Markvörðurinn Veronica Blair Smeltzer var valin í úrvalsliðið auk þeirra Þorbjargar Jónu Garðarsdóttur og Birgittu Hallgrímsdóttur, þá voru þær Guðný Eva Birgisdóttir og Una Rós Unnarsdóttir valdar sem varamenn í liðið.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikur með Fraport Skyliners í efstu deild í Þýskalandi, er í NBA-nýliðavalinu sem fer fram miðvikudaginn 18. nóvember.

Úrvalslið 2. deildar 2020 Veronica Blair Smeltzer (Grindavík) Dagný Rún Gísladóttir (Hamar) Heidi Samaja Giles (Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir) Lára Hallgrímsdóttir (HK) Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (Grindavík) Karen Sturludóttir (HK) Birgitta Hallgrímsdóttir (Grindavík) Samira Suleman (Sindri) Shakira Duncan (Fjarðabyggð/ Höttur/Leiknir) María Lena Ásgeirsdóttir (HK) Freyja Karín Þorvarðardóttir (Fjarðabyggð/Höttur/ Leiknir)

Þjálfari ársins: Ray Anthony Jónsson Ray var að ljúka sínu þriðja tímabili sem þjálfari Grindavíkur. Hann gerði vel með ungan leikmannahóp í sumar. Liðið spilaði góðan og markvissan fótbolta og náði markmiði sínu um að komast aftur upp í Lengjudeildina.

Nýliðavalinu er sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Engu að síður er mikil dagskrá framundan og bíða margir spenntir eftir valinu að venju. Jón Axel kláraði glæsilegan háskólaferil sinn með liði Davidson síðastliðið vor áður en hann gerðist atvinnumaður hjá Fraport Skyliners í þýskalandi þar sem hann hefur farið vel af

Frá viðurkenningu íþróttafólks Grindavíkur 2019.

Aðstaða til íþróttaiðkunar í Vogum verði betri á veturna Bæjarfulltrúi L-listans í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur óskað eftir að leitað verði leiða til að gera aðstöðu Ungmennafélagsins Þróttar til íþróttaiðkunar betri á veturna. „Ungmennafélagið Þróttur er stoð í íþrótta- og tómstundarmálum sveitarfélagsins Voga og ljóst er að með stækkandi sveitarfélagi þarf aðstaðan að stækka. Gera þarf ráð fyrir því í framtíðaráætlunum sveitarfélagsins,“ segir í bókun bæjarfulltrúans Jóngeirs H. Hlinasonar á síðasta fundi bæjarstjórnar í Vogum.

Íþróttafólk Grindavíkur 2020 á rafrænni verðlaunahátíð

Sundmiðstöðin í Vogum.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar og framkvæmdastjóra UMFG hefur verið falið að undirbúa rafræna verðlaunahátíð um áramót þar sem íþróttafólk Grindavíkur verður útnefnt. Frístunda- og menningarnefnd hefur möguleika á að tilnefna ein-

staklinga með lögheimili í Grindavík sem skarað hafa fram úr í íþróttum sem ekki er hægt að stunda sem keppnisgreinar í Grindavík og því utan deilda UMFG eða íþróttafélaga í Grindavík. Nefndin mun ekki nýta rétt sinn til að tilnefna að þessu sinni, segir í gögnum síðasta fundar frístunda- og menningarnefndar.

stað. Karfan.is greindi frá því á mánudag að dagblaðið USA Today setti Jón Axel á lista yfir leikmenn sem væru líklegir til að vekja áhuga NBA-liðanna í valinu. Gríðarlegur fjöldi leikmanna er á hverju ári í valinu en eingöngu 60 leikmenn eru valdir í tveimur umferðum. Vitað er af áhuga nokkurra liða og þar eru Charlotte Hornets, Sacramento Kings og Golden State Warriors nefnd til sögunnar.

Áskorun um kaup á leikklukku í nýjan íþróttasal Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur óskað eftir því að Grindavíkurbær kaupi keppnisklukku í nýja íþróttasalinn. Málinu er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu, að því er fram kemur í gögnum bæjarráðs Grindavíkur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

GENGUR EKKI MIKIÐ LENGUR Síðasta körfuknattleikstímabil var flautað af vegna Covid-19. Deildin í ár var rétt nýhafin þegar allt fór í baklás aftur og óvissa ríkir um framhaldið. Ingibergur Þ. Jónasson er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og það var frekar þungt í honum hljóðið þegar Víkurfréttir heyrðu í honum og tóku stöðuna á körfuboltanum eins og hann lítur út þessa dagana. aðrar fjáraflanir eins og böll, bingó, karla- og kvennakvöld. Við eigum ballið á Sjóaranum síkáta, við höfum misst af þessu öllu líka – sem er stór hluti af rekstrartekjum deildarinnar.“

Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

„Hljóðið er gott þó maður sé orðinn svolítið óþreyjufullur að fara að gera eitthvað. Þetta er hryllilega leiðinleg staða sem er komin upp,“ sagði Ingibergur en það er varla hægt að segja að deildin sé komin í gang. „Við erum búnir að spila einn leik og eins og staðan er núna þá má ekkert æfa svo við erum með heimaprógram fyrir leikmennina. Við erum heppnir að hafa Helga Jónas [Guðfinnsson] sem aðstoðarog styrktarþjálfara hjá okkur, hann er náttúrlega bara snillingur og er búinn að setja saman æfingaprógram fyrir leikmenn – en það er ekkert verið að spila körfubolta.“

HEIMAMENN ERU ÓTRÚLEGA HLIÐHOLLIR – Hvernig er þetta að koma við reksturinn á deildinni, þetta hlýtur að vera þungt? „Já, það er það. Það er verið að tala um að það séu engir áhorfendur en þeir borga kannski einn leik og rúmlega það – það er svo margt annað sem við getum ekki gert. Margar

Þjálfarar í Dominosdeildunum vilja aflétta æfingabanni Þjálfarar í Domino’s-deildum karla og kvenna skoruðu á stjórnvöl að þau endurskoði æfingabann á afreks- og atvinnumannahluta körfuboltans og æfingar verði leyfðar að nýju. Liðin segjast vera tilbúin að mæta öllum þeim kröfum sem þykja nauðsynlegar til að æfingar geti farið fram. Auk þess séu þjálfarar og leikmenn reiðubúnir að haga lífi sínu á þann hátt utan vallar að smithætta sé í algjöru lágmarki, líkt og framlínufólk hefur þurft að gera.

Atvinna þeirra og framtíð Í yfirlýsingunni er m.a. bent á þá atvinnuvæðingu sem hefur átt sér stað í körfuknattleik undanfarna tvo áratugi. „Á undanförnum tveimur áratugum hefur fjöldi atvinnuleikmanna og þjálfara í félögum aukist til muna. Íþróttin er atvinna þeirra og framtíð, sem þeir geta ekki unnið við í dag. Þá hafa verið fluttir inn erlendir leikmenn til landsins sem sérfræðingar í íþróttinni. Þessir íþróttamenn, bæði innlendir og erlendir, æfa núorðið allt árið um kring og löng stopp sem þessi geta haft alvarlegar afleiðingar á frammistöðu þeirra í íþróttinni. og þ. a. l. atvinnumöguleika á komandi mánuðum og jafnvel árum. “

– Hvað með styrktaraðila, hafa þeir dregið úr styrkjum? „Þeir sem eru heima við eru ótrúlega hliðhollir og hafa skrifað undir nýjan samning. Við erum að klára leikjaskrána sem við gefum út fyrir hvert tímabil, það er töf á henni út af þessu Covid-veseni. Hún er ekkert eins og undanfarin ár, við gerðum reyndar ráð fyrir því í fjárhagsáætlun, en kemur lygilega vel út þrátt fyrir allt. Það kostar að hafa erlenda leikmenn, við höfum staðið við alla samninga og drógum ekkert í land með það en eins og síðasta tímabil hætti þá byrjar þetta mjög erfiðlega. Núna erum við bara að borga leikmönnum fyrir að æfa heima hjá sér – þetta er hálfgalið að maður skuli vera í þessari stöðu. Ég veit ekki hvað við förum langt á þessu, það verður eitthvað að fara að gerast.“ – Hefurðu trú á að deildirnar fari í gang fyrir áramót? „Ég vona það. Það sem pirrar mig að það er verið að spila alls staðar, maður horfir á Masters og körfuboltann á Spáni, alls staðar er verið að spila. Við getum auðveldlega verið með leiki án þess að hafa áhorfendur, sem er það sem ég hefði viljað gera. Þessi óvissa er svo Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

óþægileg, það veit enginn neitt. Er ekki hægt að taka ákvörðun um hvað eigi að gera? Þjálfarar í Domino’sdeildunum voru að skrifa yfirvöldum bréf, ekkert endilega til að byrja að spila heldur til að byrja að æfa, og vonandi skýrist eitthvað fljótlega.“

HEFUR ÁHYGGJUR AF LEIKMÖNNUM „Maður hefur líka áhyggjur af því að leikmenn hafa ekkert fyrir stafni, þeir eru heima án þess að geta stundað æfingar og svo þegar allt í einu á að byrja að spila getur það

haft afleiðingar. Menn geta auðveldlega meiðst ef þeir eru ekki í leikformi, ef það er farið of geyst af stað. Þó ég sé jákvæður að eðlisfari þá bjóst ég alveg við að það yrði eitthvað hikst á þessu en ef það verður ekki spilaður körfubolti í janúar þá veit ég ekki hvað við getum gert. Við getum ekki endalaust staðið við samninga þegar engir peningar eru að koma inn.“ – En hverjar eru væntingarnar hjá Grindvíkingum? „Ég er alveg drullufúll yfir því að geta ekki verið að spila. Við erum

í sjávarplássi með gríðarlega gott teymi á bak við okkur, bæinn, stuðningsmenn og fyrirtæki, og það er oft sagt að á svona tímum eru sjávarplássin í sókn. Þetta sóknarfæri er að renna úr höndunum á okkur, við fórum í höllina í úrslit í bikarnum síðast og ætluðum að gera eitthvað svipað í ár. Við erum með unga og kappsama stjórn sem stefnir hátt. Stuðningsmennirnir okkar vilja vinna titla, markið er sett hátt og við höfum sýnt það og sannað að við eigum heima þar – en það er ekkert útséð með það ennþá.“

Stuðningsmenn Grindavíkinga vilja vinna titla og þeir komust í úrslit Geysisbikarsins á síðasta tímabili þar sem þeir töpuðu fyrir Stjörnunni – ná þeir að bæta árangurinn í ár? Mynd: Karfan.is


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Steinnökkvi sem strandaði í Vogavík fyrir 70 árum Steinnökkvi sem strandaði í Vogavík fyrir rúmum 70 árum vekur athygli þar sem hann stendur í víkinni eftir að hafa slitnað frá í drætti til landsins. Hann var notaður í flotbryggjur við innrás bandamanna í Normandy 1944. Íslandsbersi (Óskar Halldórsson) var hugmyndaríkur athafnamaður en hann festi kaup á mörgum stórum steinkerjum sem hann seldi á Norðurlöndum til hafnargerðar og voru notuð í hafnargerð í Keflavík, Hafnarfirði og Skagarfirði. Auk þessara steinkerja keypti hann nokkra svona steinnökkva sem voru notaðir í sama tilgangi. Ljósmynd og texti: Einar Guðberg

Mustad Autoline opnar starfsstöð í Mekka línuveiða í Grindavík Það er líka slegist um notaðar vélar, því það eru mikil gæði í þessum búnaði ...

Mustad Autoline framleiðir beitningarvélar sem eru í öllum línubátum á Íslandi sem hafa beitningarvél. Fyrirtækið er norskt og rekur sögu sína allt aftur til ársins 1832 og er þekkt í þessum bransa. Fram til þessa hefur Mustad verið með umboð hjá öðrum fyrirtækjum hér á landi en hafa núna opnað í eigin nafni. Framleiðandinn hefur opnað Íslandsskrifstofu sína í Grindavík undir nafninu Mustad Autoline en það er Sigurður Óli Þórleifsson sem fer fyrir fyrirtækinu hér á landi. Fyrirtækið er við Grindavíkurhöfn í húsnæði þar sem áður var netaverkstæði, við hlið hins vinsæla kaffihúss, Bryggjunnar. Sigurður

Óli hefur verið viðloðandi Mustad Autoline síðustu ár og var síðast hjá Ísfelli sem var umboðsaðili hérlendis fyrir vélarnar. Nú er stefna Mustad Autoline að vera með sjálfstæðar einingar á sterkum markaðssvæðum. Starfsstöð fyrirtækisins í Grindavík mun sinna Íslandi og einnig Græn-

landi, þar sem mikill uppgangur er í línuveiðum. „Hugmyndin er að þjónusta áfram og betur línuskipaflotann á Íslandi og fyrirtækið staðsetur sig í Grindavík því Suðurnes og sérstaklega Grindavík eru Mekka línuflotans á landinu,“ segir Sigurður Óli. Stórar útgerðir í Grindavík sem gera út línubáta eru m.a. Vísir, Þorbjörn, Einhamar, Stakkavík og Besa. Í Sandgerði eru það svo Nesfisksbátar og bátar frá Stellar Seafood, svo dæmi séu tekin. Hjá Mustad Autoline munu starfa þrír starfsmenn og þá er fyrirtækið með tvo öfluga verktaka sem fara um landið og sinna viðhaldi á beitningarvélum. Þá bendir Sigurður Óli á að alltaf sé verið að smíða nýja báta

í bátasmiðjunum og verið að endurnýja með nýjum búnaði frá Mustad Autoline. Mustad-vélarnar eru Rollsinn þegar kemur að beitningarvélum. Þær eru endingargóðar og hafa hátt endursöluverð. „Það er líka slegist um notaðar vélar, því það eru mikil gæði í þessum búnaði,“ segir Sigurður Óli. Beitningarvélarnar eru til í nokkrum stærðarflokkum og henta frá stærstu skipum niður í minnstu báta. Beitningarvélar eru ekki á lager, heldur smíðaðar fyrir hvern bát og sniðnar eftir þörfum viðskiptavinarins, hvort sem þær eru stjórnborðs- eða bakborðsmegin. Þá er fyrirtækið í raun með allt til línuveiða, hvort sem það er veiðarfæri, fatnaður o.fl. Þá eru að sjálfsögðu í boði hinir þekktu Mustad-krókar. Hjá Mustad Autoline í Grindavík verður svo góður varahlutalager en stefnan er að menn séu komnir með varahlut innan sólarhrings frá pöntun.

Jón og Margeir leggja stíg Jón og Margeir ehf. voru með lægsta tilboðið, 60,8% af kostnaðaráætlun, í lagningu á göngu- og hjólreiðastíg frá Grindavík og vestur að golfvellinum að Húsatóftum. Átta aðilar buðu í verkefnið að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur frá 10. nóvember.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Gaf vel á sjóinn og bátunum fjölgar Skúlason að vinna við dýpktun við löndunarkrananna í Sandgerðishöfn, og var meðal annars búið til myndband af því, en þær framkvæmdir voru með nokkru öðruvísi sniði en vanalega er með dýpkun. Mjög mikið af efni kom upp úr þeirri framkvæmd og var allt efnið sett á land, bak við hús fræðasetursins í Sandgerði. Þó nokkuð mikið af þessu efni er stórgrýti og núna hefur Ellert Skúlason fengið það verkefni að nota efnið til þess að keyra í og búa til varnargarða við ströndina. Í raun er verkefnið tvíþætt, í seinni hlutanum á að gera varnargarð framan við Nesjar og þarf þá að gera varnargarð inn í vog sem þar er. Fyrri hlutinn, og það er sá hluti sem að hafnar eru framkvæmdir á, er að gera varnargarð við Burstshús og Nýlendu. Nýlenda er bærinn sem stendur neðan við Hvalsneskirkju en sá staður er mjög lágt í landinu og í stórsjó, og líka í bara þegar er stórstraumsflóð, þá flæðir mikið magn af sjó inn á lóðina Nýlendu og þegar verst er þá stendur húsið eins og eyja í sjónum. Á Nýlendu býr þýsk kona sem er þarna með hesta sína, og með þessum pistli fylgir með myndband sem er fyrsta drónamyndandið sem ég bý til, en það sýnir hluta af þessum framkvæmdum. Konan kom til mín þegar ég var að mynda og lýsti mikilli ánægju og gleði með þessar framkvæmdir því þá vonandi losnar hún við að húsið hennar verði eins og eyja í miklum flóðum og stórsjó.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Í síðasta pistli var aðeins minnst á það að tíðarfarið hafi verið ansi leiðinlegt og erfitt til sjósóknar við Suðurnesin. Það hefur heldur betur breyst síðan sá pistill kom, því mjög vel gaf á sjóinn og veiði bátanna var svona nokkuð góð og bátunum fjölgar. Núna á einni viku hafa ansi margir bátar komið að mestu frá Norðurlandi, enginn bátur er enn kominn frá Austurlandi. Þeir bátar sem komu voru Birta Dís GK sem kom frá Bolungarvík, nýi Víkingur NS sem er að fara að róa frá Sandgerði og er þetta nýr bátur í Sandgerði, Dúddi Gísla GK kom til Grindavíkur og hefur hafið veiðar frá Grindavík og kom með um fjögur tonn í fyrstu löndun sinni þar. Sævík GK kom frá Skagaströnd eins og Dúddi Gísla GK, Sævík GK byrjaði á að leggja línuna sína skammt frá Arnarstapa og kom til Sandgerðis með fjórtán tonn þaðan. Í næsta róðri var Sævík GK með línuna skammt utan við Stafnes en aflatölur voru ekki komnar þegar að þessi pistill var skrifaður. Dragnótabáturinn Ísey EA kom frá Bolungarvík og hefur hafið veiðar frá Sandgerði, fyrsta löndun bátsins þar var 10,3 tonn. Von er á fleiri bátum á næstum dögum.

Reyndar er nafnið Guðrún ansi vinsælt á bátum frá Sandgerði, alls eru þrír bátar sem róa þaðan sem heita Guðrún. Fyrsti er Guðrún Petrína GK en eigandinn af honum á harðfiskverkun sem heitir Stafnes, mjög flott nafn, og ég mæli alveg hiklaust með harðfisknum frá honum Dóra sem á bátinn og Stafnes. Síðan er það Guðrún GK 47 sem Sigurður Aðalsteinsson og Gylfi fótboltamaður eiga, sá bátur er gerður út á línu og hefur landað um fjórtán tonnum í fimm róðrum. Að lokum er það Guðrún GK 96. Sá bátur er gerður út á netum og hóf netaveiðar um miðjan september, hann hefur landað alls um 28 tonnum í haust og þar af sjö tonn núna í nóvember.

Gerð varnargarða við ströndina Talandi um Stafnes en ég hef minnst á það tvisvar í þessum pistli. Í sumar var Ellert

BÁTAFLOTI GRÍMS KARLSSONAR KOMINN Á VEFINN Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni, skipstjóra. Þessa vikurnar stendur yfir vinna við uppsetningu á nýrri sýningu á bátalíkönunum og var tækifærið notað til að mynda hvert og eitt líkan og byggja upp vef um bátaflota Gríms Karlssonar. Vefurinn hefur nú verið opnaður á vefsvæði Byggðas a f n s i n s o g ge f s t áhugasömum kostur á að skoða þau bátalíkön sem Grímur smíðaði og eru í eigu Byggðasafnsins. Hverju líkani fylgir saga bátsins með vönduðum myndum af hverju líkani.

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA

Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 Tillaga til kynningar Skipulagsstofnun auglýsir tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 20152026 til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi stefnu varðandi skipulag hafog strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is, og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Kynningarfundur um tillöguna verður haldinn á vefnum 19. nóvember nk. kl. 14-16. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar og er ekki þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu. Nánari upplýsingar er að finna á www.landsskipulag.is.

Grímur smíðaði þó talsvert fleiri líkön en gefur að líta á vefnum, bátalíkön sem eru í eigu annarra safna, fyrirtækja og einstaklinga. Byggðasafnið óskar því eftir upplýsingum og myndum af bátalíkönum sem eru í eigu annarra með það að markmiði að í framtíðinni verði hægt að sjá hér heildaryfirlit yfir allan bátaflota Gríms Karlssonar.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021. Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á netfangið landsskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á vef landsskipulagsstefnu www.landsskipulag.is.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Tælenski maturinn í gömlu Lindinni í Keflavík er vinsæll Magnús Heimisson, veitingamaður í Thai Keflavík, segir að fyrstu árin hafi verið strembin. Hefur bætt við sig sushi-framleiðslu sem fer fram í Sandgerði undir nafninu Reykjavík Asian. „Þetta er búið að vera erfitt og tekjurnar hafa dregist saman um 40–50%. Það segir sig sjálft að það er ekki auðvelt að láta reksturinn ganga og því oft erfitt að standa þau skil sem maður á að gera,“ segir Magnús Heimisson, veitingamaður í Thai Keflavík. Magnús stendur vaktina á veitingastaðnum við Hafnargötu í Keflavík þar sem margir eldri Keflvíkingar muna eftir að hafa náð sér í pulsu og kók á Lindinni. Hann segir að reksturinn hafi gengið ágætlega í sumar og í raun komið á óvart. Eitthvað var um

ferðamenn en þeir voru duglegir að sækja staðinn á síðustu árum en hafa eðlilega ekki sést mikið síðustu vikur og mánuði og í upphafi Covid19.

Sumarið gott „Sumarið var svona 70% af sumrinu í fyrra sem er í góðu lagi. Heimamenn hafa komið enn sterkari inn og vonandi halda þeir áfram að koma í framtíðinni. Þeir hafa eiginlega bjargað rekstrinum á þessu ári. Síðustu vikur þegar við höfum einungis mátt hafa tíu manns í sal hefur gert

Magnús Heimisson fyrir framan Thai Keflavík við Hafnargötu í Keflavík.

það að verkum að viðskiptavinir hafa flestir tekið matinn með sér heim eða í vinnuna. Þegar maður má bara taka við tíu manns í sal þá höfum við þurft að vísa fólki frá staðnum en það hefur sætt sig við að taka matinn heim. Asískur matur er reyndar mjög þægilegur hvað það varðar. Svolítið eins og pítsa sem er auðvelt að taka með heim. Undanfarnar vikur hafa margir dagar verið mjög góðir hjá okkur,“ segir Magnús sem ekki alls fyrir löngu ákvað að gera meira úr framleiðslu á sushi. Hann opnaði verksmiðju í Sandgerði og þar starfa tíu manns á tvískiptum vöktum alla daga.

Reykjavíkursushi í Sandgerði

Sushi undir nafninu Reykjavik Asian er framleitt alla daga í verksmiðju í Sandgerði.

„Við sáum tækifæri í því að bæta við okkur. Við rákum reyndar líka fiskbúð um tíma en misstum húsnæðið á besta stað hér á Hafnargötunni og hættum því rekstri hennar. Sushi-ið og ferskir asískir tilbúnir réttir hafa komið sterkt inn hjá okkur sem viðbót í fyrirtækinu. Við byrjuðum á sushi og bættum svo við tilbúnum elduðum réttum og svo gerum við einnig skemmtilega veislubakka sem hafa verið vinsælir. Við seljum í flestum verslunum Nettó, Iceland og víðar

Páll Ketilsson pket@vf.is

og bjóðum einnig heimsendingar. Þetta hefur gengið vonum framar. Við leggjum áherslu á að vera með faglega þjónustu og ferskt hráefni. Við horfðum út fyrir Suðurnesin og vorum heppin að geta notað nafnið Reykjavík í það hjá okkur. Það er sterkt,“ en sushiframleiðslan er seld undir nafninu Reykjavík Asian.

Fáir ferðamenn fyrstu árin Þegar Magnús er beðinn um að rifja upp hvernig þetta hafi gengið í gegnum tíðina segir hann að það hafi orðið mikil aukning á síðustu árum en það hafi oft verið mjög rólegt fyrstu árin. Thai Keflavík opnaði árið 2006 og þá voru mun færri ferðamenn og nánast engir yfir veturinn. „Þetta var oft rólegt. Ég átti það til að horfa á sjónvarpsþætti hér á staðnum í hádeginu og fótboltaleiki á kvöldin. Ef það komu útlendingar inn á staðinn yfir veturinn varð maður bara hissa. Svo jókst þetta jafnt og þétt með aukningu í komu ferðamanna til landsins. Maður þarf bara að halda þetta út á næstu mánuðum og vona að þessum veirutíma farið að ljúka. Ég er bara bjartsýnn og held að það fari allt á fleygiferð þegar það gerist.“ Magnús segist vera í vinnunni alla daga en hann er nýfluttur í íbúðar-

húsið við hlið Thai Keflavík veitingastaðarins. „Það er stutt að fara í vinnuna,“ segir hann glaður í bragði þegar við kveðjum hann.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Bókin sem vantaði í kynfræðsluna á Íslandi líka skýrt að það vantar svör og þau vita ekki hvert á að leita. Það er því líka mikilvægt að við fullorðna fólkið leitum okkur upplýsinga og reynum að svara þeim eins og við getum því þessi fræðsla skiptir rosalega miklu máli. Það að þau fái fræðslu um t.d. eðlilegt kynlíf getur komið í veg fyrir kynferðisofbeldi og ef við getum minnkað ofbeldi í samfélaginu okkar þá held ég að við ættum að reyna eins og við getum að gera það.“

SMELLTU Á MYNDSKEIÐIÐ TIL AÐ HORFA OG HLUSTA

MYNDSKEIÐIÐ VERÐUR AÐGENGILEGT Á FIMMTUDAG KL. 20:30

„Kynfræðsla í skólum landsins er enn af skornum skammti og því þarf að breyta. Það hefur verið krafa ungs fólks í áratugi að kynfræðslan sé aukin en ennþá virðist það vera sem svo að fullorðið fólk taki ekki mark á ungu fólki. Ungt fólk eru engir vitleysingar. Þau vita um hvað þau eru að tala. Þau vita hvað þau vilja og þurfa til að gera heiminn að betri stað. Það væri því svo auðvelt að leyfa þeim að feta veginn sjálf og fylgja þeim eftir. Það þarf bara viljann til þess,“ skrifar Sólborg Guðbrandsdóttir í inngangi bókarinnar FÁVITAR sem hún er að gefa út núna fyrir jólin. Bókin er að fá góðar viðtökur og er þegar þetta er skrifað í öðru sæti á metsölulista Forlagsins.

Unglingar í dag eru með sömu pælingar og þegar ég var unglingur og eftir tíu ár verða unglingar líka með þessar pælingar. ...

Fávitar er samfélagsverkefni Sólborgar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi en það hófst á samnefndri Instagram-síðu árið 2016. Sólborg hefur starfað sem fyrirlesari undanfarin ár og haldið fyrirlestra fyrir þúsundir barna og unglinga þar sem hún svarar spurningum þeirra meðal annars um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Verkefnið hefur verið nýtt í skólum víðs vegar um landið með góðum árangri. Átakið Fávitar birtist nú í bókaformi þar sem Sólborg hefur tekið saman spurningar sem henni hafa borist síðastliðin ár og svör við þeim, eins og segir í bókarkynningu. – Hvað ertu að segja í þessari bók? „Þetta er samantekt á spurningum sem ég hef fengið sendar til mín á fyrirlestrum og samfélagsmiðlum síðustu ár. Þetta eru spurningar um kynlíf, um ofbeldi, líkamann, fjölbreytileika og ýmislegt svoleiðis. Þetta er samansafn af þeim pælingum sem unglingar hafa verið að deila með mér.“ – Þú hefur verið að halda marga fyrirlestra og heimsótt mikið af ungmennum um landið. Eru spurningarnar frá þeim? „Þetta eru aðallega spurningar frá ungu fólki. Þær eru nákvæmlega eins og þau orða þetta og ég vildi hafa bókina heiðarlega.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

– Það er ýmislegt í þessari bók sem ekki hefur sést áður í íslenskri bók, jafnvel tabú, eitthvað sem fólk er almennt ekki að tala um, margt í kringum kynlíf til dæmis. Hvernig var þetta að birtast þér þegar bókin var að verða til. Varstu alveg örugg um að þú værir að gera rétta hluti? „Já, ég held að þessi bók sé það sem vantaði í kynfræðsluna á Íslandi. Unglingar í dag eru með sömu pælingar og þegar ég var unglingur og eftir tíu ár verða unglingar líka með þessar pælingar. Mér fannst mikilvægt að koma þessu öllu saman í eina bók, þannig að ég væri ekki að vísa fólki í ólíkar áttir eftir eftir ólíkum svörum, heldur að þetta væri þannig að þú finnur allt sem þú þarft að vita um þessa hluti á sama stað. Ég held að það sé mikilvægt að við séum að tala um þessa hluti eins og þeir eru en ekkert að skafa utan af því og reyna svolítið að tala eins og unglingarnir eru að tala sín á milli.“ – Hafa unglingar verið óhræddir að ræða þessi mál? Greinilega samkvæmt því sem er í bókinni. „Já, já, já. Mér finnst æðislegt að þeir skuli treyst mér fyrir því sem eru oft feimnismál. Það að ég sé að fá þessar spurningar til mín sýnir

– Eru þetta spurningar sem þú hefur fengið sendar til þín eða eru krakkarnir óhræddir að spyrja þig á fyrirlestrum þínum? „Þau eru oftast að spyrja mig nafnlaust eða í öruggara umhverfi á bak við skjáinn með einkaskilaboðum á Instagram. Á hverjum fyrirlestri býð ég upp á nafnlausar spurningar í lokin og þau tengja sig nafnlaust við mig í gegnum símann sinn. Það er öruggt svæði fyrir þau að koma með spurningar um hluti sem þau hafa verið takast á við í einrúmi. Það er dýrmætt að þau hafi einhvern svona stað.“ – Við höfum heyrt umræðu eftir að bókin kom út hvernig kynfræðslu er háttað í skólum. Það er alveg ljóst að það er himinn og haf milli kynfræðslunnar í skólum og því sem kemur fram í þessari bók. Sérðu fyrir þér að það væri hægt að nota þessa bók í skólum? „Já, og ég veit að nokkrir skólar eru þegar búnir að kaupa hana og eru byrjaðir að kenna hana í kynfræðslu eða stefna á að gera það. Það finnst mér rosalega magnað að ég, og hver er ég, sé að fara að kenna krökkum þetta í skólum. Það sýnir bara hvað þetta hefur vantað og það hefur verið mikil þörf fyrir þetta lengi. Unglingar hafa verið að óska eftir aukinni kynfræðslu í mörg ár. Við vorum að óska eftir þessu sem unglingar og ég skil ekki hvar þetta er að stoppa. Þarna ber að þakka einstaka kennurum sem vilja gera þetta vel og eru að standa sig rosalega vel innan skólanna. Þetta má ekki vera eftir hentisemi einstakra kennara heldur þarf þetta að vera kerfisbundið að við séum að tryggja að öll börn séu að fá þessa fræðslu.“ – Við sjáum að myndirnar eru að spila stórt hlutverk í þessari bók. Þú fékkt heimafólk af Suðurnesjum með þér í lið. „Já, ég fékk besta fólkið af Suðurnesjum með mér í þetta. Hann Ethorio teiknaði myndirnar og ég vildi ekki fá neinn annan en hann til að gera þetta. Hann teiknaði líka kápumyndina en Davíð Óskarsson gerði

útlit kápunnar og svo sá Hilmar Bragi á Víkurfréttum um uppsetningu á bókinni og ég er mjög kát með lokaútkomuna.“ – Þú hefur fengið góðar viðtökur og þér hefur gengið vel að selja bókina. Áttir þú von á því? „Ég veit bara ekki hverju ég átti að eiga von. Ég var í hausnum á mér að reyna að gera þetta eins vel og ég gat og þegar ég var búin að koma þessu út í cosmosið þá hefði ég verið sátt með hvað sem er en viðtökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Bókin er núna í fimmta sæti á metsölulista Eymundsson, er í fyrsta sæti á lista fræðibóka og er í öðru sæti á metsölulista Forlagsins, þannig að þetta er algjör heiður og ég er glöð að ég sé að ná þessum árangri.“ – Þú ert búin að vera að sá fræjum fyrir þessari bók undanfarna mánuði og ár. „Já, eiginlega. Það er búið að vera dýrmætt að hitta fólkið sem ég hef verið að tala við í gegnum samfélagsmiðla og er uppspretta t.d. þeirra spurninga sem eru í bókinni.“ – Hverjir eru að kaupa bókina, er það unga fólkið eða foreldrar? „Það er allur gangur á því. Unga fólkið er að spyrja mig hvernig það geti keypt bókina án þess að mamma og pabbi viti. Einhverjum finnst vandræðalegt að kaupa bókina. Það er mikilvægt að taka fram að þetta er engin dónabók sérstaklega. Það er eðlilegt að vera unglingur og vilja fræðast um þessa hluti. Svo hef ég heyrt að foreldrar og ættingjar vilja gefa þetta til unglinga eða ungs fólks í fjölskyldunni í gjafir eða annað, svo það er allur gangur á því hverjir eru að kaupa þetta. Það er mikilvægt að taka fram að þessi bók getur líka frætt fullorðna fólkið. Hún getur kennt þeim sjálfum og líka sýnt þeim hvaða pælingar eru í gangi hjá unglingum í dag um þessa hluti.“ – En nafnið á bókinni, það er svolítið sérstakt. „Fávitar, það eru þeir sem fátt vita og við þurfum að fræða þá og ætlum að sjá til þess að þeir fái þá fræðslu með þessari bók“. Vegna samkomutakmarkana hefur Sólborg ekki verið að árita bækur í bókabúðum. Hún stefnir að þátttöku í Bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar síðar í nóvember en sá viðburður verður á netinu. Þá mun hún láta sjá sig í bókabúðum þegar nær dregur jólum.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Ljós við enda ganganna

Veiran kenndi okkur að standa í röð Það er ýmislegt sem hefur breyst á veirutímum, ekki bara í tækni heldur líka mörgu öðru eins og biðraðamenningu. Íslendingar þóttu ekki mjög góðir í biðröðum fyrir tíma Covid-19. Nú er annað uppi á teningnum. Allir í röð og oftast nógu langt á milli fólks. Þessar biðraðir voru í vikunni við Byko og Póstinn. Allir rólegir og kurteisir að bíða eftir því að komast inn. VF-mynd: pket

Margvíslegur ávinningur af daglegri hreyfingu Fjölmargir heilsufarsþættir njóta góðs af því ef einstaklingur stundar daglega hreyfingu. Að ganga að minnsta kosti þrjátíu mínútur á dag, fimm daga vikunnar, getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ýmsa heilsufarsþætti. Í þessari samantekt verður komið inn á nokkra þessara þátta auk þess sem ávinninginn má sjá á meðfylgjandi mynd. Hér eru dregin fram áhrif gönguferða á heilsuna en rétt er að geta þess að öll önnur hreyfing, eins og að synda, hjóla eða dansa, þar sem einstaklingur mæðist aðeins og hjartað slær hraðar en í hvíld eða við dagleg störf, getur haft þessi jákvæðu áhrif.

Styrkir hjarta og æðakerfið Að ganga um 150–200 mínútur á viku, fimm til sjö daga vikunnar, getur dregið verulega úr hættu á kransæðasjúkdómi eða um 20–30% að mati sérfræðinga. Ef við lengjum göngutímann eða vegalengdina getur áhættan minnkað enn frekar. Nauðsynlegt er að breyta af og til um gönguleið og einnig að ganga í mishæðóttu landslagi sem kalla á aukna ákefð í stuttan tíma. Slík þjálfun reynir enn frekar á hjarta- og æðakerfið og við mæðumst meira.

Að bæta starfsemi ónæmiskerfis Að ganga hratt og reglulega getur verndað þig gegn kvefi, flensu eða öðrum ónæmistengdum veikindum. Ástæðan er að heilsurækt eins og ganga eykur magn hvítra blóðkorna sem dreifast með blóðinu. Þessar frumur berjast gegn sýkingum og öðrum sjúkdómum og eru hluti af ónæmiskerfi líkamans.

Að stuðla að kjörþyngd og auka orkueyðslu Ganga, eins og önnur hreyfing, eykur hjartsláttartíðni og stuðlar að aukinni orkueyðslu. Hraði, tími og vegalengd hefur svo áhrif á það hversu mikilli orku þú eyðir. Undirlagið sem þú hreyfir þig á og hver líkamsþyngdin er skiptir einnig máli þegar horft er til orkueyðslu. Í dag eru sérfræðingar að færa okkur nær því að huga frekar að gæðum og samsetningu máltíða. Einnig að horfa á hvaða æviskeiði við erum en að horfa einungis til hitaeininga. Mikilvægara telst að fá orku úr hreinni fæðu sem inniheldur góða fitu, prótein, flókin kolvetni, trefjar, vítamín og steinefni. Vel samsett máltíð úr öllum orkuflokkunum en vítamín og steinefni eru nauðsynleg til að takast á við athafnir daglegs lífs. Þó hitaeiningafjöldinn fari aðeins yfir áætlaða grunnorkuþörf telst það vera til bóta ef horft er á alhliða ávinning.

Hreyfing bætir heilastarfsemi, verndar minnið og bætir sköpunarhæfileika Hreyfing eykur hjartsláttartíðni sem stuðlar að auknu blóðflæði og súrefni til heilans. Þannig örvast einnig framleiðsla hormóna sem geta aukið vöxt heilafrumna. Regluleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg hjá eldri aldurshópum þar sem öldrun getur haft áhrif á upptöku súrefnis og bólgumyndanir sem stuðla að breytingum á uppbyggingu og virkni heilans. Sýnt hefur verið fram á að hreyfing getur dregið úr breytingum í heila sem valda heilabilun eins og Alzheimerssjúkdómi og geðklofa. Ýmsir aðrir þættir njóta góðs af daglegri hreyfingu en hún hjálpar til við að lækka blóðsykurinn, bætir lífsgæði og eykur lífslíkur. Hún eykur afkastagetu lungna og almenna afkastagetu, bætir geðheilsu og dregur úr lífsstílssjúkdómum eins og offitu og sykursýki tvö. Frekari umfjöllun um ávinning af daglegri hreyfingu má finna í heilsupistli frá Janusi heilsueflingu www.janusheilsuefling.is/heilsupistill-15-avinningurdaglegrar-hreyfingar/ GANGI þér vel!

Fréttir af væntanlegu bóluefni gegn Cov i d - 1 9 - h e i m s faraldrinum og fjöldi nýrra mögulegra atvinnutengdra verkefna, sem nú eru í skoðun eða undirbúningi, koma vonandi til með að draga verulega úr atvinnuleysi og skapa mörg ný störf á Suðurnesjum á næstu misserum. Það er samt líklegt að slíkt taki of langan tíma að mati þeirra sem eru atvinnulausir svo á meðan reyna sveitarfélög og fyrirtæki, með öllum tiltækum ráðum, að fjölga störfum tímabundið með margvíslegum stuðningi ríkisins. Opinberir aðilar eru hvattir til að flýta ýmsum framkvæmdum og verkefnum og ráða til sín fleira fólk. Þótt verklegar framkvæmdir séu líklegar til skapa fleiri störf fyrir karla en konur má ekki gleyma því að öll slík umsvif leiða af sér margvísleg afleidd störf í verslun og þjónustu. Okkur Íslendingum gengur vel þessa dagana að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins sem gengið hefur yfir í haust. Gjaldið sem við greiðum hins vegar fyrir þann árangur er hátt en vonandi tímabundið. Þegar verst lét voru um 40–50 staðfest smit í Reykjanesbæ á hverjum tíma en þegar þetta er ritað, um miðjan nóvember, er hægt að telja staðfest smit hér í bæ á fingrum annarrar handar. Heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sem sinnir öldruðum og fötluðum, starfsfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum og fjöldi annarra í framlínustörfum hafa unnið þrekvirki við mjög erfiðar aðstæður. Öllu þessu fólki ber að þakka af heilum hug. Okkur hefur að miklu leyti tekist að halda uppi grunnþjónustu á þessum sviðum en

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Tekjutengdar sóttvarnarbætur Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum. Ekki bara að tekjur hafi dregist saman, heldur hefur kostnaður vegna faraldursins bæst þar við. Margir íbúar búa við skertar tekjur vegna atvinnumissis og við slíkar aðstæður er mikilvægt að opinberir aðilar stígi inn og tryggi afkomu fólks.

Mikið atvinnuleysi

Það dugar hvergi nærri til

Það liggur fyrir að atvinnuleysi í Reykjanesbæ er komið yfir 20% og mælist atvinnuleysi meðal kvenna nú yfir 23%. Það er við slíkar aðstæður nauðsynlegt að fólki sé tryggðar viðundandi tryggingar til þess að mæta slíku áfalli. Margir íbúar Suðurnesja misstu vinnuna þegar Wow Air féll og hafa enn ekki fengið vinnu. Því til viðbótar bætist þetta stóra áfall sem faraldurinn hefur valdið og fjöldi einstaklinga hefur bæst við á atvinnuleysisskrána.

Fjöldi einstaklinga hefur nú þegar nýtt þennan sex mánaða rétt sinn og færist nú á grunnbætur sem í dag eru tæpar 290 þúsund krónur miðað við 100% rétt.

Tekjutenging atvinnuleysisbóta

Dr. Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur

nú standa vonir til að fljótlega verði hægt að bæta í og gera enn betur. Ef maður reynir að sjá eitthvað gott við þennan heimsfaraldur má nefna að hann hefur dregið fram veikleika víðs vegar í kerfinu, sem nú er hægt að bregðast við, en einnig flýtt framþróun á öðrum sviðum. Má þar til dæmis nefna notkun fjarfundabúnaðar, og því að hægt að draga úr akstri og flugi og þannig nýta tímann betur og draga úr mengun, en einnig að það er hægt fyrir marga að vinna heima með hjálp tækninnar. Keflavíkurflugvöllur er langstærsti vinnustaður á Suðurnesjum og þegar allt verður komið á fullt þar aftur verður hann það áfram. Flugtengd starfsemi mun áfram þurfa mörg þúsund starfsmenn svo ef við ætlum að draga úr hlutfallslegu mikilvægi flugvallarins þurfum við að fjölga öðrum störfum, ótengdum flugi og ferðaþjónustu, mjög mikið. Um leið þurfum við að fjölga íbúum til samræmis til að hafa á að skipa nægu varanlegu og stöðugu vinnuafli til að sinna nýjum störfum. Auk þessa er nauðsynlegt fyrir okkur Suðurnesjamenn að fara í víðtækt og samstillt átak í nýsköpun, menntun og að fá fleiri opinber störf á vegum ríkisins flutt til Suðurnesja. Má þar nefna átak sem kallað er „störf án staðsetningar“ og margt fleira. Einnig eru stéttarfélög að hvetja og styðja sína félagsmenn til að nýta tímann og sækja sér margs konar menntun og þjálfun. Það er því ljós við enda ganganna. Þegar við komumst út úr göngunum mæta okkur bjartari tíð og betri tímar.

Í mínum huga er besta leiðin sem hægt er að fara við þessar aðstæður, sú að tekjutengja atvinnuleysisbætur með einhverjum hætti. Ríkistjórn Íslands samþykkti í ágúst síðastliðinn að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex.

Tímabundnar tekjutengdar sóttvarnarbætur Hægt væri að lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta tímabundið meðan þetta ástand varir og greiða einhvers konar stóttvarnarbætur. Nú hyllir undir að bóluefni komi á markað en það mun taka talsverðan tíma áður en eðlilegt ástand hefur skapast á ný í samfélaginu. Þar til að slíkt gerist er upplagt að greiða tímabundnar sóttvarnarbætur til þeirra sem hafa verið sviptir afkomuöryggi. Slíkt myndi tryggja fólki lífsviðurværi og sveitarfélögunum tekjur til þess halda úti þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.


MEÐAL EFNIS Í SUÐURNESJAMAGASÍNI VIKUNNAR

Fallegt handverk í Grindavík Fávitar Sólborgar er bókin sem vantaði Menningarverðlaunin Súlan 2020 afhent

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Fallegt lokalag í minningu fórnarlamba umferðarslysa


98 ljósa

49 ljósa

LED útisería

LED útisería

7.595

5.795

SYSTEM 24, 10m, samtengjanleg.

SYSTEM 24, 3x0,4m, samtengjanleg.

51880401

Vinsæl vatriraár

51880402

ár ef

Hægt að tengja saman í lengjur allt að 3.000 ljósum. Warm white, cool white og mislitar. Bæði til beinar og sem grýlukerti (isicle). SYSTEM 24 er 24 volta kerfi og er því einstaklega orkusparandi. Perurnar eru höggþolnar og líftími getur orðið allt að 20.000 stundir. Hentar vel þeim sem vilja gera meira úr lýsingunni.

Samtengjanlegar útiseríur Viðbrögð við Covid-19

180 ljósa Útisería

LED Golden 12m.

3.595 51881038

360 ljósa LED Golden 25m.

5.295 51881034

Kastari

LED ljós, warm white.

Lýstu upp garðinn

5.695 51880971

Afgreiðslutími verslun Virkir dagar 8-20 Laugardagar 10-16 Sunnudagar 12-16 Timburverslun, lagnir og leiga Virkir dagar 8-18 Laugardagar 10-14 Sunnudagar lokað Þú geður séð afgreiðslutíma annarra BYKO verslana á byko.is

30 ljósa Útisería

ATH! Núna er grímuskylda í öllum verslunum BYKO

LED warm white með glærri snúru.

Útisería

LED warm white með glærri snúru.

2.795

1.895 51880727

51880728

90 ljósa

SUÐURNES 19. nóvember

Fylgstu með tilboðum á facebook og á byko.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.