Miðvikudagur 24. nóvember 2021 // 44. tbl. // 42. árg.
Gerðaskóli í Garði.
Hætt verði án tafar að notast við „hvíldarherbergi“
Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum
Man ekki eftir mér öðruvísi en í fimleikum
Júlíus Freyr hlýtur Súluna Upprennandi körfuboltasnillingur í Njarðvík
Ungmennaráð Reykjanesbæjar var með margar ábendingar og kvartanir til bæjarstjórnar. VF-mynd: pket
Ungmennaráð las yfir bæjarstjórn Ungmennaráð Reykjanesbæjar var með margar ábendingar og kvartanir til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á sameiginlegum fundi í Hljómahöll 16. nóvember. Ungmennaráðið fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli og í tilefni þeirra tímamóta kynnti það nýtt merki ráðsins.
í því í þrjú ár og var ekki ánægð með viðbrögð bæjaryfirvalda gagnvart mörgum óskum ungmenna í bæjarfélaginu. „Ég er búinn að mæta á fimm fundi með bæjarstjórn á þessum þremur árum og við höfum náð sáralitlu í gegn eftir þessa fundi,“ sagði Betsy Ásta. Nánar á bls. 15.
Tíu ungmenni í ráðinu fluttu ræður þar sem þau bentu á hin ýmsu mál sem þau töldu mikilvægt að laga eða framkvæma. Var nokkuð harður tónn í máli ungmennanna sem töldu að gera þyrfti miklu betur í þeirra þáttum. „Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður ungmennaráðs, hefur setið
Menntamálaráðuneytið sendi á mánudag frá sér úrskurð um notkun svokallaðra „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Kveður ráðuneytið hana ósamrýmanlega grunnskólalögum og „óskar eftir að hætt verði án tafar að notast við slík herbergi“. Fréttablaðið greindi frá. Foreldrar barns í 4. bekk í Gerðaskóla í Garði kærðu starfsmann skólans og skólann eftir að dóttir þeirra var lokuð inni í svokölluðu „hvíldarherbergi“. Foreldrarnir sendu líka erindi á menntamálaráðuneyti. Fram kemur í úrskurði ráðuneytisins að stúlkan hafi verið í 4. bekk og hafi verið sett í sérúrræði sem fólst meðal annars í því að hún var sett í hvíldarherbergi sem að sögn kæranda var tóm og gluggalaus skúringakompa.
Tugir smita daglega Kórónuveirufaraldurinn lætur finna fyrir sér á Suðurnesjum. Á mánudag voru tekin 260 sýni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við Iðavelli í Keflavík. Alls voru greind 26 smit í þessum sýnum sem gerir 10% sýna jákvæð. Síðustu sólarhringar hafa verið þungir á Suðurnesjum þegar kemur að smitum. Um helgina, þ.e. föstudag, laugardag og sunnudagu voru 782 sýni tekin og 42 smit greindust.
Löng röð bíður sýnatöku hjá HSS á Iðavöllum á dögunum.
FLJÓTLEGT OG GOTT! Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g
...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER
Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
2
35%
21%
fyrir
1
389 kr/pk
899 kr/pk
áður 599 kr
Goodfellas pizzur
Cheezy garlic, Pepperoni, Margarita
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
áður 1.149 kr
Pepsi
Pepsi og Pepsi Max 0,5 l
Ben&Jerry’s
Caramel Chew Chew, Cookie Dough
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Isavia semur við Ístak um nýja akbraut flugvéla Byggja einnig burðarvirki og veðurkápu nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Isavia undirritaði í síðasta föstudag samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ístak átti hagkvæmustu tilboðin en verkin voru boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Heildarkostnaður við bæði verkin er áætlaður um 24,6 milljarðar.
Nýja akbrautin tengir flugbraut við hlað flugstöðvarinnar og er henni ætlað stuðla að bættri nýtingu óháð ytri skilyrðum og greiða fyrir umferð flugvéla eftir lendingu. Hluti af verkinu er uppsetning ljósabúnaðar. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Tilboð Ístaks í verkið nam rúmlega 940 milljónum króna. Lokið er jarðvinnu fyrir nýja austurálmu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem Ístak annaðist.
Bílaverkstæði Þóris býður
17% afslátt af vinnu
Fyrirtækið átti hagstæðasta tilboð í burðarvirki og veðurkápu hússins, tæpa 4,5 milljarða króna. Byggingin er þrjár hæðir og 21 þúsund fermetrar. Burðarvirkið skiptist í djúpan, steyptan kjallara sem hýsir færibandasal. Á fyrstu hæð verður stækkun á töskusal fyrir ný færibönd. Verslunar- og veitingasvæði ásamt biðsvæðum farþega stækka um 4.000 fermetra. Miðað er við að þessum áfanga ljúki næsta vor. „Þetta er mikilvægur áfangi í þróun Keflavíkurflugvallar. Þessi nýja akbraut greiðir mjög fyrir umferð flugvéla. Tíminn frá lendingu að flughlaði styttist sem dregur úr umhverfisáhrifum vegna útblásturs. Þá mun öryggi umferðar á vellinum aukast enn með þessari upplýstu akbraut. Svo er gott að sjá að vinna við austurálmuna er á áætlun. Hún verður að sama skapi gríðarlega
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, virða fyrir sér framkvæmdasvæðið. mikilvæg viðbót við flugstöðina,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Þetta eru spennandi verkefni,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. „Við höfum öðlast mikla og dýrmæta reynslu við að vinna að uppbyggingarverkefnum hér á Keflavíkurflugvelli, nú síðast við fyrstu áfanga austurálmu
flugstöðvarinnar sem við höldum nú áfram með. Svo hefjumst við handa úti á vallarsvæðinu. Um 80 til 100 manns munu vinna að þessum tveimur verkefnum. Við notum að hluta efni sem fallið hefur til við aðrar framkvæmdir á svæðinu. Það sparar peninga og dregur úr umhverfisáhrifum.“
út desember
Komdu í dekkjaskipti til okkar Þjónustuaðili fyrir: Volvo - Ford - Mazda - Peugeot Citroen - Kia- Suzuki
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Mikilvægur samningur í höfn Fisktækniskóli Íslands og Mennta- og menningarmálaráðu neytið gera fimm ára samning um grunnám í fisktækni Undirritun fimm ára samnings Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fisktækniskóla Íslands fór fram í Grindavík síðastliðinn föstudag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd síns ráðuneytis og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari, fyrir hönd Fisktækniskóla Íslands. Samningurinn er til fimm ára um kennslu grunnnáms í fisktækni og er endurnýjun á fyrri samningi með viðbótum. Auk þess að leysa af hólmi eldri samning frá 2016 opnar nýr samningur á þann möguleika að taka til kennslu á fleiri brautum skólans, svo sem í veiðarfæratækni (netagerð), fiskeldi, gæðastjórn, Marel-vinnslutækni og haftengdri nýsköpun, en skólinn hefur boðið fram þetta nám undanfarin ár við miklar vinsældir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Fisktækniskóla Íslands
en um þessar mundir stunda um 160 nemendur nám á skipulögðum brautum skólans, auk þess fer fram umfangsmikið námskeiðahald hjá skólanum. Nánast öll kennsla fer fram í Grindavík en Fisktækniskólinn er einnig með kennsluaðstöðu í Garðabæ, Reykjavík og á Bíldudal. Þá hefur skólinn boðið fram grunnnám í samstarfi við skóla og fræðsluaðila víða um land. Frá því skólinn hlaut viðurkenningu 2012 hafa vel á fjórða hundrað nemenda lokið námi af skilgreindum brautum skólans og þar af samtals um eitt hundrað frá samstarfsskólum og fræðsluaðilum á Sauðárkróki, Tröllaskaga/Dalvík, Akureyri og Höfn í Hornafirði. Undirritun samningsins fór fram í húsnæði Fisktækniskólans í Grindavík að viðstöddum fulltrúum Grindavíkurbæjar, Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, stjórnar og starfsmanna skólans. Flutt voru
„Þessi ráðherra“ hefur verið sérstaklega iðinn við að mæta á alls kyns viðburði tengda Fisktækniskólanum og uppbyggingu hans að mati skólameistara en vel fór á með þeim við undirritun samningsins.
stutt ávörp og þakkaði skólameistari ráðherra sérstaklega fyrir stuðning við skólann og hafði á orði að „þessi ráðherra“ hafi verið sérstaklega iðinn við að mæta á alls kyns viðburði tengda skólanum og uppbyggingu hans. Auk skólameistara og ráðherra tóku Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og fulltrúi í stjórn skólans, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, til máls. Höfðu þeir orð á mikilvægi skólans og lýstu yfir ánægju með að nýr samningur væri nú í höfn. Að lokinni undirritun buðu fulltrúar Grindavíkurbæjar ráðherra í heimsókn í Kvikuna en þar áforma heimaaðilar að byggja við og að skólinn myndi þar ákveðna kjölfestu í nýju nýsköpunar- og menningarhúsi.
Bjart&hlýtt Á MÚRBÚÐARVERÐI
Trotec olíufylltur rafmagnsofn, 11 þilja, 2500W
Trotec keramik hitablásari TFC 13, 1400W
6.715
18.995 Keramik Element TFC 19E snúnings hitablásari
Design rafmagnsofn TCH, 2000W Fæst einnig hvítur
9.585
18.995
Trotec rafmagnsofn 2300W Fæst einnig hvítur
15.995
Olíufylltur rafmagnsofn 9 þilja, 2000W
11.929
Trotec hitablásari TFH 19E: 2000W
2.490
Frábær birta
LED vinnuljós 20W m/hleðslubatterí
Rafmagnshitablásari hobby 2000W 1.f.
11.475
2.295
LED ljóskastari á standi, 2X20W
13.995
Vatnsþétt LED útiljós / bílskúrsljós IP65 28W 60cm 56W 120cm 70W 150cm 48W 120cm
3.885 5.995 7.695 7.995
LED vinnuljós 30W m/ hleðslubatterí
Mikið úrval af rakavörðum fjöltengjum IP44 Verð frá kr.
1.8 65
Framlengingarsnúrur 2-25 metra. Verð frá kr
9.995
14.995
995
Reykjavík
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Hafnarfjörður
Selhellu 6.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Reykjanesbær
LED ljóskastari30W
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kapalkefli 10 metrar
3.995
Kapalkefli 15 metrar
5.895 25 metrar kr. 7.995 50 metrar kr. 11.995
SENDUM UM LAND ALLT!
www.murbudin.is
LED Kastari 30W
9.995 Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar
9.995
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Drengur fór úr hnjálið á fjalli Björgunarsveitarfólk aðstoðaði um síðustu helgi ellefu ára dreng við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli sem talinn var hafa farið úr hnjálið. Sjúkraflutningamenn fóru ásamt björgunarsveitafólki á björgunarsveitabíl á slysstað og var hlúð að honum áður en hann var fluttur í bílnum að sjúkrabíl.
MINNA Á MIKILVÆGI D-VÍTAMÍNS D-vítamín er mikið í umræðunni þessar vikurnar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið þar sem komið hefur í ljós að allt of margir virðast ekki vera að fá nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu. Þetta kemur fram í bréfi skólahjúkrunarfræðinga til foreldra og forráðamanna barna á Suðurnesjum. Skortur á D-vítamíni er orðið töluvert vandamál á Íslandi, nokkuð sem flestir hefðu ekki búist við fyrir áratugum síðan þegar við vorum í hópi með þeim þjóðum heimsins sem neyttum hvað mest af fiski og tókum lýsi.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Lýsið hefur um árabil verið helsti D-vítamíngjafi okkar Íslendinga og er það enn eitt tiltölulega fárra fæðutegunda sem innihalda verulegt magn D-vítamíns. Lýsið er það D-vítamínríkt að ráðlegging Lýðheilsustöðvar er aðeins 1 tsk á dag Skortur á D-vítamíni er algengur hjá þeim sem þjást af depurð og þunglyndi einnig hjá þeim sem þjást af vefjagigt þó svo að skorturinn sé ekki beint orsakavaldur heldur geri einkennin verri og viðhaldi einkenninum. Munum endilega eftir D-vítamíninu (lýsinu).
Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Tómas Þorvaldsson GK með met afla til Grindavíkur Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK-10 kom til hafnar í Grindavík á mánudagsmorgun. Haft er eftir Sigurði Jónssyni, skipstjóra, á vef Grindavíkurbæjar að skipið hafi verið um þrjátíu daga á veiðum úti fyrir Suðurlandi og á Vestfjarðamiðum. Þrátt fyrir rysjótt veðurfar var hægt að vera að veiðum allan tímann. Úti fyrir Suðurlandi var verið eltast við gulllax og fengust um 11.500 kassar af honum þar, en blandaður afli s.s. þorskur, ufsi og ýsa fékkst fyrir vestan. Aflinn er í samtals 28.415 kössum sem telur um 700 tonn af frystum afurðum eða sem nemur um 1000 tonna afla upp úr sjó. Aflinn í þessari veiðiferð er stærsti farmur skipsins hingað til eftir að skipið kom inn í
rekstur Þorbjarnar hf. Aflaverðmæti farmsins er um 323 milljónir. Áhöfn Sigurðar Jónssonar er því komin í kærkomið jólafrí en fyrir
síðustu veiðiferð ársins taka við skipinu Bergþór Gunnlaugsson og áhöfn hans.
Ð O B L I T R A G L E H FREISTANDI GILDA 25.-- 28. NÓVEMBER
40%
30%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
NAUTA-RIBEYE STEIKUR Í PIPARMARÍNERINGU
Kalkúnapiparsteikur Ísfugl - kalkúnalæri
Hamborgarhryggur
KR/KG ÁÐUR: 3.299 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG
1.979
3.989
KR/KG
ÁÐUR: 5.699 KR/KG
30%
1.249 Rauð Vínber 500 g
344
AFSLÁTTUR
KR/ASKJAN ÁÐUR: 459 KR/ASKJAN
30% AFSLÁTTUR
30%
20% AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
Hangiframpartur Úrbeinaður
Lamba-prime
KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG
KR/KG ÁÐUR: 3.999 KR/KG
1.959
3.199
Londonlamb
2.239
KR/KG ÁÐUR: 3.199 KR/KG Vatnsmelóna
179
25% AFSLÁTTUR
KR/KG ÁÐUR: 279 KR/KG
FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM
Lægra verð – léttari innkaup
Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum Nettó verslunum.
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Hvarf aftur til fortíðar AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Einisdalur er lítið dalverpi rétt vestan við Grindavík. Þrátt fyrir smæð sína er hann samt svo risastór í minningunni. Þarna eyddi maður heilu og hálfu dögunum við hornsílaveiðar, feluleik og ýmislegt annað dundur. Gjarnan var tekið með nesti og þannig voru dagarnir fljótir að líða í Einisdal. Ekki hafði ég komið í Einisdal í fjöldamörg ár þangað til dag einn í fyrrasumar og með í för var átta ára gamall afagutti. Það var ennþá sami draumkenndi sjarminn yfir þessum fallega stað og minningarnar frá
því í bernsku runnu ljóslifandi fyrir augum manns, hvar maður veiddi mest af sílunum og hvar maður datt og hruflaði sig og svo framvegis… Fallegast þennan dag var samt að sjá afaguttann upplifa sömu töfrana og gleðina við sínar hornsílaveiðar og náttúruskoðun og Einisdalur veitti mér. Ekki laust við að maður hafi meyrnað örlítið við þetta hvarf aftur til fortíðar. Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
TILBOÐSDAGAR Alvöru rafmagnsverkfæri fyrir heimilið! - Þýskt gæðamerki
20%
PSCS 11-20V Getur notað allt að 13mm breiða bora - 35Nm
AFSLÁTTUR
Höggborvél
PDHS 11-20V Tekur allt að 13mm breiða bora - 40Nm
ÐA
12.468
RA
15%
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Hafnarfjörður
Selhellu 6.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
AFSLÁTTUR
YLGIR
15%
AFSLÁTTUR
L FH A
YLGIR
L AR VE NA T N E H KKA A P U Ð Í HÖR
SENDUM UM LAND ALLT!
www.murbudin.is
Mini-sög PCSS 05-20V 2Ah f. plast, málma og tré 89mm blað
F
L FH A
ÐA
Reykjavík
RA
RA
áður kr. 16.995
F
15%
ÐA
ÐA
RA
12.746 áður kr. 14.995
F
L FH A
ÐA
PPOS 10-20V 245mm diskur
YLGIR
14.446
YLGIR
Rafhlöðu Bónvél
L FH A
PCSS 10-20V Sagar allt að 48mm
F
YLGIR
AFSLÁTTUR
Rafhlöðu hjólsög
L FH A
L FH A
ÐA
AFSLÁTTUR
16.996 áður kr. 19.995
15%
AFSLÁTTUR
ÐA
15%
14.446 áður kr. 16.995 20V - 115mm skífa - 10.000 rpm
F
22.462
11-20V – 20VOLT 2Ah
Rafhlöðu slípirokkur PAGS 20-115
RA
15.296 áður kr. 17.995
Borvél / Brotvél PRDS20-20V Tekur allt að 26mm breiða bora
Rafhlöðu stingsög
Sverðsög PRCS 10-20V 2Ah
áður kr. 15.585
YLGIR
15%
afsláttur af öllum þessum hörkutólum fyrir heimilið Sagar flest efni Stillanlegt slag
F
AFSLÁTTUR
RA
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
RA
20%
15%
L FH A
ÐA
15-20%
2.546 áður kr. 2.995
RA
áður kr. 13.795
YLGIR
PWLS 10 – ÁN RAFHLÖÐU Hleðslan dugar í allt að 8 tíma
F
11.726
L FH A
Rafhlöðu vinnuljós
áður kr. 26.425
PMTS 10-20V 5.000-19.000 rpm
RA
RA
F
YLGIR
YLGIR
Fjölnota tæki
ÐA
áður kr. 8.695
F
L FH A
ÐA
6.956
L FH A
F
Trotec er leiðandi þýskt fyrirtæki sem hefur framleitt gæða vörur í rúm 26 ár.
áður kr. 12.995
PSCS 11-12V 22Nm
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
11.046
Hleðsluskrúfvél
15%
15%
Rafhlöðuborvél
YLGIR
16.996 áður kr. 19.995
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
HÁALEITISSKÓLI Á ÁSBRÚ ORÐINN RÉTTINDASKÓLI UNICEF Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ hlaut í síðustu viku viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Snælandsskóli í Kópavogi hlaut sömu viðurkenningu. Þá hlýtur Laugalækjarskóli í Reykjavík sömuleiðis endurmatsviðurkenningu sem veitt er Réttindaskólum sem uppfyllt hafa kröfur verkefnisins þremur árum frá því að hafa hlotið Réttindaskólaviðurkenningu.
Fulltrúar nemenda sem tóku á móti viðurkenningu UNICEF.
og allir bekkir útbúa sinn eigin bekkjasáttmála þar sem barnasáttmálinn er undirstaðan. Skólastjórinn kveðst stoltur af viðurkenningunni.
Anna Kristjana Egilsdóttir, Elíza Geirsdóttir Newman og Friðþjófur Helgi Karlsson með viðurkenninguna. Réttindaskólaverkefnið snýst um að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðina í allt starf og ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi. Markmiðið er að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.
Mikilvægt að öll börn þekki sinn rétt Háaleitisskóli er fyrsti skólinn á Suðurnesjum til að hljóta viðurkenningu UNICEF og hefur skólinn unnið að þessum áfanga síðustu tvö ár með fjölbreyttum verkefnum og markvissri vinnu þar sem réttindi barna eru höfð í fyrirrúmi. Barnasáttmálinn er inni í öllum stofum skólans
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Grenndarkynning Í samræmi við 13gr. og 2. mgr 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Reykjanesbær fyrirhugaða framkvæmd Gagnaveitu Reykjavíkur innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar við lagningu ljósleiðarastreng Farice í vegöxl Nesvegs nr 425 og Hafnarvegs nr 44. Nánari upplýsingar á vef Reykjanesbæjar, skipulagsauglýsingar
Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla Ásbrú: „Við erum afar stolt af því að fá viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Nemendur og starfsfólk skólans hafa unnið ötullega að því að ná því markmiði síðustu misseri að ákvæði Barnasáttmálans séu samofin inn í allt daglegt skólastarf. Það ber að þakka þeim allt þeirra óeigingjarna og góða starf sem leitt hefur til þessarar viðurkenningar. Það er mikilvægt að öll börn þekki rétt sinn og séu efld til virkrar þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Raddir barna eru mikilvægar fyrir framþróun hvers samfélags og mikilvægt að grundvallarmannréttindum þeirra sé mætt í öllu skólastarfi. Börnunum og samfélaginu öllu til heilla.“ Háaleitisskóli hlaut einnig hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar á síðasta ári fyrir þetta sama verkefni. Í næstu viku verður svo haldið skólaþing til að halda upp á dag mannréttinda barna þar sem allir bekkir skólans fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til að bæta sitt skólaumhverfi.
betra. Fræðsla um réttindi barna valdeflir jafnt börn og fullorðna til að vera lýðræðislegri, sjálfsöruggari, opnari og meira skapandi. Í mínum huga er ekki hægt að hugsa sér betra veganesti út í lífið.“
Um verkefnið Að vera Réttindaskóli UNICEF felur í sér að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er lagður til grundvallar í öllu skólastarfi. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, efla jákvæð samskipti, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Með verkefninu er einnig skapaður rammi utan um þau ólíku sjónarhorn, stefnur og gildi sem skólum er ætlað að vinna eftir,
svo sem aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Betri skóli með þátttöku barnanna Rannsóknir sem gerðar hafa verið í meira en 1.600 Réttindaskólum í Bretlandi hafa sýnt afar jákvæðar niðurstöður. Einelti og ofbeldi í skólunum minnkaði, börnin sýndu aukið umburðarlyndi og skilning á fjölbreytileika, líðan barna batnaði og starfsánægja fullorðinna jókst umtalsvert – og það sem er líka mikilvægt, umræða um réttindi barna og Barnasáttmálann átti sér stað inni á heimilum barnanna.
Réttindafræðsla valdeflir börn og fullorðna Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi „Við erum ótrúlega stolt og ánægð að fá að veita verðskuldaðar viðurkenningar til skóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Kópavogi, Reykjavík og á Suðurnesjum. Að baki hverri viðurkenningu liggur mikil vinna, mikið samráð barna og starfsmanna og vilji allra til að breyta til hins
Skemmtilegt listaverk á sal Háaleitisskóla.
Skriflegar athugasemdir berist skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ. Að öðrum kosti má senda athugasemdir með tölvupósti á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Hafi einhver athugasemdir við framkvæmdina er þess farið á leita að umsögn berist svo fljótt sem verða má. Lokafrestur til að gera athugasemdir er 23. desember 2021. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar 25. nóvember 2021
Leikið var á harmonikku við athöfnina.
Undirbúningur
jólanna hefst í BYKO Aukinn afgreiðslutími sunnudagana 28. nóvember og 5. desember frá kl. 12-17
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
SPENNTUR FYRIR NÝJU STARFI Einar Sveinn er nýr slökkviliðsstjóri Grindavíkur Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Nýráðinn slökkviliðsstjóri Grindavíkur, Einar Sveinn Jónsson er fæddur og uppalinn Dalvíkingur en kynntist konu frá Grindavík og hefur búið þar síðustu 22 ár, á fjögur börn og líkar vel. „Það er margt líkt með Dalvík og Grindavík, ekki of stórt samfélag og þú þekkir marga í röðinni í búðinni og það verður einnig til ákveðinn samheldni við slíkar aðstæður, sem er gott,“ segir Einar Sveinn.
Bakgrunnur úr forvörnum og slökkvistarfi „Ég hef unnið síðustu 10 ár hjá Öryggismiðstöðinni sem tæknimaður með sérhæfingu í þjónustu á slökkvitækjum og ásamt uppsetningu og eftirliti á stórum slökkvikerfum auk þess sem ég hef starfað hjá Brunavörnum Suðurnesja við sjúkraflutninga í Grindavík á bakvöktum síðustu ellefu ár. Ég hef töluverða reynslu sem slökkviliðsmaður, fyrst frá Dalvík og síðan hér í Grindavík síðustu 18 ár og hef aflað mér töluverðar þekk-
ingar á þessu sviði í gegnum tíðina og sótt þau námskeið og skóla til að fá löggildingu sem slökkviliðsmaður auk þjálfunar- og stjórnunarréttinda og eldvarnareftirlits.“
Útkallslið sem sinnir fjölbreyttum verkefnum Slökkvilið Grindavíkur er útkallslið, það er einn fastráðinn starfsmaður sem er slökkviliðsstjórinn en síðan er tuttugu manna hópur sem hittist einu sinni í mánuði og tekur fjögurra tíma æfingu. Þegar útkall kemur eru send skilaboð á allan hópinn og þeir mæta sem eru heima. „Við erum mjög röskir af stað, líklega um fjórum mínútum eftir að útkall er sent út hvenær sem er sólarhringsins, er fyrsti bílinn farinn frá stöðinni með 6 -7 mönnum full græjaður og klár í verkefnið.“ Starfssvæði Grindavíkur nær frá Reykjanesvita, að Seltjörn og síðan að langleiðina að Strandarkirkju. „Siðan erum við með samstarfssamninga við Brunarvarnir Suðurnesja, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Brunavarnir Árnessýslu um verkefni sem þarf aðstoð við á hvorn veginn sem er,“ segir Einar Sveinn.
Nýráðinn slökkviliðsstjóri Grindavíkur, Einar Sveinn Jónsson er fæddur og uppalinn Dalvíkingur en kynntist konu frá Grindavík og hefur búið þar síðustu 22 ár,
LAND RÍS VIÐ KEILI OG FAGRADALSFJALL - Líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun
Nýjustu gervitunglagögn sýna að land er farið að rísa að nýju við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Samfara eldgosinu við Fagradalsfjall seig land umhverfis eldstöðvarnar líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi. Í lok ágúst sást á GPS mælum að farið var að draga úr siginu og upp úr miðjum september var sigið farið að snúast í landris. Risið er mjög lítið eða einungis um 2 sm þar sem það er mest.
Staðan við Fagradalsfjall Frá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en í mjög litlu magni. Samfara eldgosinu seig land umhverfis eldstöðvarnar líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi. Í lok ágúst sást á GPS mælum
að farið var að draga úr siginu og upp úr miðjum september var sigið farið að snúast í landris. Risið er mjög lítið eða einungis um 2 sm þar sem það er mest. Nýjustu gervitunglagögn sýna að landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun. Ekki er ólíklegt að kröftug jarðskjálftahrina sem hófst í lok september við suðurenda Keilis og stóð yfir í um mánuð, tengist landrisinu, þó engin aflögun á yfirborði hafi sést í tengslum við þá hrinu, sem væri merki um að kvika hafi færst nær yfirborðinu. Ekki er óalgengt að kvikusöfnun eigi sér stað undir eldstöðvakerfum í kjölfar eldgosa. Þetta landris þarf ekki því ekki að vera vísbending um að kvika leiti til yfirborðs á næstunni og vel hugsanlegt að um sé að ræða atburðarás sem tekur ár eða áratugi, en erfitt er að spá fyrir um framvindu á þessu stigi. Áfram verður fylgst náið með þróun mála við Fagradalsfjall.
Frá fyrstu dögum eldgossins í Fagradalsfjalli. Nú rís land þar að nýju. VF-mynd: Jón Hilmarsson
12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Júlíus með stórfjölskyldunni sem safnar Súlum.
Júlíus Freyr hlýtur Súluna M E N N I N G A R V E R Ð L A U N R E Y K J A N E S B Æ J A R F Y R I R Á R I Ð 2 0 2 1 A F H E N T V I Ð H ÁT Í Ð L E G A AT H Ö F N Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2021, var afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum síðasta laugardag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut Júlíus Freyr Guðmundsson verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistar og leiklistar í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg.
25% AFSLÁTTUR AF ÖLLU
MIÐVIKUDAG TIL LAUGARDAGS OPIÐ Á LAUGARDAG TIL 16:00
Júlíus Freyr Guðmundsson er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2021. VF-myndir: Hilmar Bragi
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13 Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri afhenti Súluna fyrir hönd bæjarstjórnar og menningar- og atvinnuráðs. Við tilefnið sagði hann hverju bæjarfélagi mikilvægt að eiga fólk sem vinnur að uppbyggingu jákvæðra málefna í bæjarfélaginu og að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilji með táknrænum hætti þakka fyrir það með veitingu menningarverðlaunanna.
Framlag til leiklistar og tónlistar Júlíus Freyr er fæddur í Keflavík 22. september 1971. Hann er kvæntur Guðnýju Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörnin. Þótt margir tengi Júlíus líklegast fyrst og fremst við tónlist hefur leiklistin einnig spilað stóra rullu í lífi hans. Sautján ára samdi hann leikritið „Er tilgangur?“ sem sett var á svið í Félagsbíói tveimur árum síðar en verkið fjallar um ungan mann sem ákveður að hætta í skóla og reyna fyrir sér í lífinu en lendir í ógöngum. Hljómsveitin Pandora, sem Júlíus var meðlimur í, gerði tónlistina í verkinu og var hún gefin út á plötu. Árið 1994 setti Leikfélag Keflavíkur á svið annað leikverk eftir þá Júlíus Frey og Sigurð Eyberg Jóhannesson en það var „Syndaselurinn Snorri“ sem fjallaði um poppsöngvarann Snorra og ófarir hans í Ameríku. Á þriðja tug leikara tóku þátt í sýningunni og tónlistarflutningur var í höndum
nemenda úr tónlistarskólum Keflavíkur og Njarðvíkur. Júlíus hefur starfað með Leikfélagi Keflavíkur í 30 ár, setið í stjórn þess félags og haft áhrif á velgengni þess þau ár. Hann hefur unnið tónlist fyrir fjölda sýninga hjá félaginu, samið, tekið upp og verið tónlistarstjóri. Hann átti stóran þátt í því á sínum tíma að leikfélagið byggði upp Frumleikhúsið að Vesturbraut 17 þar sem öll starfsemi félagsins fer fram. Tónlistarferill Júlíusar er samfelldur allt frá æskuárum en hann hefur verið í nokkrum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann gerði m.a. garðinn frægan sem trommuleikari með hljómsveitinni Pandoru, sem gaf út tvær plötur, og Deep Jimi and the Zep Creams, sem er enn að, og hefur gefið út fjórar plötur en sú hljómsveit komst á plötusamning hjá bandaríska útgáfurisanum Warner Brothers og fóru liðsmenn sveitarinnar til Bandaríkjanna á sínum tíma og reyndu fyrir sér þar. Júlíus spilaði með föður sínum, Rúnari Júlíussyni, í mörg ár og er nú bassaleikari Bergrisanna. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur sem listamaðurinn Gálan þar sem hann semur öll lög og texta og leikur á öll hljóðfæri sjálfur. Nýverið gaf hann út efni undir listamannsnafninu Julius & Julia sem hefur hlotið þó nokkra spilun á Spotify víða um heim. Þeir bræður, Júlíus og Baldur ásamt móður þeirra og fjölskyldum, eiga og reka fjölskyldufyrirtækið
Geimstein að Skólavegi 12 en þar hefur Júlíus haft veg og vanda að uppbyggingu hljóðversins í gegnum tíðina, stjórnað upptökum og hljóðritað slatta af útgefnu efni Geimsteins. Hann hefur tekið upp ótal verkefni fyrir hina ýmsu aðila og veitt ungum tónlistar- og tæknimönnum leiðsögn. Þeir bræður ásamt fjölskyldum settu á fót Rokkheima árið 2009 en það er safn um rokkkónginn Rúnar Júlíusson og þar hefur verið tekið á móti hópum með spjalli og söng.
Innblástur til áframhaldandi sköpunar Júlíus hefur í áranna rás hefur lagt jafnt og þétt til menningarlífs í Reykjanesbæ, bæði með eigin hugverkum og framlagi sem og aðstoð við aðra og þátttöku í fjölmörgum menningartengdum verkefnum. Það er hverju bæjarfélagi fengur af slíkum einstaklingum sem leggja gott til fjölmargra verkefna í þágu blómlegs menningarlífs í sínum heimabæ. Júlíus er því vel að þessari viðurkenningu kominn og er það von bæjaryfirvalda að hún verði honum innblástur til áframhaldandi sköpunar og starfa á sviði menningarlífs í Reykjanesbæ. Bæjarstjórn og menningar- og atvinnuráð þakka honum fyrir áralanga vinnu og stuðning við menningarmál bæjarins.
MARKAÐSKÖNNUN Húsnæðisöflun HSS í Reykjanesbæ Framkvæmdasýslan f.h. Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að taka á leigu skammtímahúsnæði fyrir heilsugæslu, ásamt aðstöðu fyrir geðheilsuteymi, fyrir HSS í Reykjanesbæ. Einnig er gefinn kostur á að bjóða húsnæði aðeins fyrir heilsugæslu eða húsnæði aðeins fyrir geðheilsuteymi. Afmörkun verkefnis Miðað er við að taka á leigu þegar byggt húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 6-12 mánaða frá undirritun leigusamnings, samkvæmt kröfum leigjanda. Gerð er krafa um staðsetningu í Reykjanesbæ, í nálægð við stofnbrautir og almenningssamgöngur. Gert er ráð fyrir að leigutími verði 5 ár auk mögulegrar framlengingar. Gott aðgengi skal vera fyrir alla þ.m.t. hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og nægilegur fjöldi bílastæða fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Óskað er eftir verðhugmyndum fyrir boðið húsnæði í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í meðfylgjandi húslýsingu sem líta ber á sem dæmi um kröfur til tilvonandi húsnæðis. Ferlið Fyrsta skrefið í þessu ferli er að óska eftir upplýsingum frá markaðnum um framboð á húsnæði sbr. kröfur sem fram koma í húslýsingu á svæði verkefnisins í TendSign, hinu rafræna útboðskerfi Ríkiskaupa. Að könnun lokinni verður tekin ákvörðun um það hvort óskað verði eftir tilboðum í samræmi við hefðbundið leiguferli eða hvort samið verði við tiltekinn aðila á grundvelli þessarar könnunar. Leigjandi áskilur sér rétt til að semja við tiltekinn aðila á grundvelli könnunar þessarar ef hagstætt húsnæði er boðið á grundvelli könnunarinnar og uppfyllir fyrrnefndar kröfur. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss, skipulag húsnæðis út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu. Spurningar til áhugasamra fyrirtækja
Júlíus Freyr er bassaleikari Bergrisanna þar sem Bjartmar Guðlaugsson er fremstur í flokki. Bjartmar lék tvö lög við afhendingu Súlunnar ásamt bræðrunum Júlíusi og Baldri Guðmundssonum.
Þess er óskað að þau fyrirtæki sem telja sig uppfylla ofangreindar kröfur svari eftirfarandi spurningum:
HAFNAR GÖTU 29 / S ÍM I 4 2 1 8 5 8 5
r u g a d u t s ö f r u t r a Sv llum
af ö vöölrduum m vörum
20%
tur af v t á l s f a óv. n . 50% 6 2 n n i föstudag
1. Hvert er nafn fyrirtækisins eða samstarfsfyrirtækjanna og kennitala/–tölur? 2. Óskað er eftir upplýsingum um verðhugmyndir fyrir húsnæði að þessari stærð og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt reynslu viðkomandi. 3. Staðsetning húsnæðis sem boðið er til leigu. 4. Vill fyrirtækið/-in koma einhverjum upplýsingum eða athugasemdum á framfæri í tengslum við fyrirhugað leiguverkefni? Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að hann leggi fram úttektarskýrslu, frá óháðum aðila um almennt ástand húsnæðis, t.a.m. að það sé laust við raka og myglu. Fyrirspurnir varðandi verkefni 21607 skulu sendar rafrænt í gegnum TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnartími rennur út föstudaginn 26. nóvember 2021. Þess er óskað að svörum sé skilað í gegnum vefinn Tendsign.is eigi síðar en föstudaginn, 3. desember 2021 kl. 12:00. Allar nánari upplýsingar um ferlið og þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/. Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa. Vakin er athygli á því að leiði markaðskönnun þessi til undirritunar samnings eru slíkir leigusamningar undanskildir lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.
opið frá kl 8 til 20
Sjá nánar á www.utbodsvefur.is
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Roðagyllum heiminn SEXTÁN DAGA ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI 2021 Soroptimistar um allan heim munu í ár. eins og mörg undanfarin ár, slást í för með um 6.000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í sextán daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum. Átakið sem nú fer fram í þrítugasta sinn hefst þann 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og því lýkur þann 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna sem jafnframt er dagur Soroptimista. Markmið sextán daga átaksins er að beina athyglinni að alvarleika kynbundins ofbeldis, fræða almenning og hvetja til að ofbeldið verði stöðvað. Til þess þarf vitundarvakningu. Ein af hverjum þremur konum hafa verið beittar ofbeldi á lífsleiðinni og er það eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Nærri 140 konur eru myrtar á hverjum degi af
Roðagyllt orkuver í Svartsengi. nánum fjölskyldumeðlimi. Um 15 milljónir núlifandi unglingsstúlkna, fimmtán til nítján ára, hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Konur eru 72% allra þeirra í heiminum
sem hneppt eru í mansal og kynlífsþrælkun. 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafa verið limlestar á kynfærum. Á hverri mínútu eru 23 barnungar stúlkur þvingaðar í hjónaband. Sú hefð hefur skapast að ákveðið málefni verður í brennidepli ár hvert. Áhersla íslenskra Soroptimista mun að þessu sinni beinast að stafrænu ofbeldi. Stafrænt ofbeldi fer fram gegnum tæki og tækni, svo sem síma, tölvu og samfélagsmiðla. Notkun á samfélagsmiðlum hefur aukist mikið undanfarin ár og sífellt fleiri konur og stúlkur eru áreittar, beittar ofbeldi, ofsóttar, niðurlægðar eða þeim ógnað gegnum þá. Með auknu aðgengi að stafrænum miðlum og útbreiðslu þeirra varð til ný og oft dulin nálgun á ofbeldi gegn
konum og stúlkum þar sem oft er erfitt að rekja ofbeldið, verja sig gegn því og uppræta það. Það getur verið texti eða mynd með skilaboðum eða tölvupósti. Það er líka stafrænt ofbeldi ef einhver er að fylgjast með hvað þú gerir í símanum þínum og hvað þú gerir á netinu. Fólk sem verður fyrir stafrænu ofbeldi upplifir oft ótta, reiði, kvíða, þunglyndi og að vera ekki við stjórn á eigin lífi. Fólki finnst það ekki eiga neitt einkalíf, er líklegt til að einangra sig og upplifir hjálparleysi. Tíunda hver kona hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi fyrir heimsfaraldur Covid-19 en nú hefur hlutfallið hækkað mikið. Ýmislegt verður gert þessa sextán daga til að beina athygli að stafrænu ofbeldi. Íslenskir Soroptimistar, sem nú eru um 600 talsins í nítján
klúbbum um allt land, munu vera sýnilegir meðal annars með því að klæðast roðagylltum lit, skrifa greinar í blöð og selja appelsínugul blóm eða annan varning. Byggingar í heimabyggð klúbba verða lýstar upp í roðagylltum lit og einnig sendiráð Íslands víða um heim. „Líkt og fyrri ár, verða ýmsar byggingar hér á Suðurnesjum lýstar upp í roðagylltum lit (e. orange) og einnig ætlar Sigurjónsbakarí að selja snúða og kleinuhringi með appelsínugulu kremi til styrktar átakinu. Við vonum að Suðurnesjamenn styðji við verkefnið eins og undanfarin ár. Það væri líka gaman að sjá heimili skreyta með appelsínugulu,“ segir Þorkatla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur.
Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum stofnað „Viljum einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu,“ segja þær Guðný Birna Guðmundsdóttir og Fida Abu Libdeh Stofnfundur Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum, FKA Suðurnes, verður haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu föstudaginn 26. nóvember næstkomandi. Markmiðið með stofnun sérstakrar deildar á Suðurnesjum er að sögn þeirra Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur og Fidu Abu Libdeh að einblína sérstaklega á styrkleika kvenna á Suðurnesjum með aukinni samstöðu. „FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku. Félagið er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins og er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins,“ segir Fida Abu Libdeh sem hefur ásamt Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur undirbúið stofnun nýrrar landsbyggðardeildar FKA á Suðurnesjum.
limir félagsins eru nú kvenleiðtogar úr öllum stéttum atvinnulífsins. „FKA Suðurnes verður fjórða landsbyggðardeild félagsins. Við munum eiga samtalið við félagskonur um landið allt, gera okkur gildandi hér á Suðurnesjum, vinna að jöfnum tækifærum og leggja áherslu á að félagskonur hafi gaman saman,“ segir Fida.
Öflugt tengslanet „Athafnakonur, stjórnendur og leiðtogar úr öllum greinum atvinnulífsins mynda þétt og öflugt tengslanet FKA um land allt og nú er komið tækifærið fyrir konur á Suðurnesjum að fóstra nærumhverfið og finna kraftinn. Konur á Suðurnesjum eru sérstaklega hvattar til að fjár-
festa í sér og mæta á stofnfundinn. Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í fjölbreyttu starfi, ert partur af hreyfiafli og þessu öflugu tengslaneti kvenna. Sem félagskona tilheyrir þú heild og hægt er að benda á margvíslega verndandi þætti sem fylgja félagastarfi,“ segir Guðný Birna. „Okkar ósk er að efla þátt kvenna í atvinnulífinu, í rekstri og í stjórnum fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að stofna sameiginlegan vettvang þar sem konur geta hist og öðlast styrk í hugviti annarra kvenna. Það verða léttar veitingar á stofnfundinum og þar fræðumst við um FKA og mikil-
Styrkleikar kvenna á Suðurnesjum og aukin samstaða „Tilgangurinn er að hittast reglulega og halda fræðslukvöld í bland við skemmtikvöld þar sem eflt verður tengslanet kvenna ásamt því að fræðast um hin ýmsu rekstrar- uppbyggingar og nýsköpunarmál,“ segir Guðný Birna og bætir við að lögð verði sérstök áhersla á fjölbreytileika. „Um er að ræða frábæra leið fyrir konur til að efla tengslin og ræða málin, kortleggja tækifærin og taka höndum saman um að skapa hressandi framtíð sem einkennist af jöfnum tækifærum og nýsköpun sem er nákvæmlega það sem þarf til að tækla áskoranir í takt við nýja tíma eins og heimsfaraldur, fjórðu iðnbyltinguna og ná heimsmarkmiðum sem búið er að skuldbinda þjóðina að ná.“
FKA í þjónustu við atvinnulífið FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu var stofnað 1999 og var þá Félag kvenna í atvinnurekstri en með-
Fida Abu Libdeh og Guðný Birna Guðmundsdóttir eru frumkvöðlar að stofnun Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum.
vægi félagsins fyrir konur,“ segir Fida að lokum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.
Konur heiðraðar Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu. FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningu. „Það er mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu, sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2022.“ Verða úrslit kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 20. janúar 2022 á Grand Hótel Reykjavík. Hægt er að tilnefna á heimasíðu FKA til og með 25. nóvember 2021.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Betsý Ásta, formaður ungmennaráðs, afhenti Hafþóri Birgissyni heiðursverðlaun ráðsins og blóm en Hafþór hefur unnið með unga fólkinu síðasta áratuginn með miklum sóma.
Fulltrúi Myllubakkaskóla var ekki ánægð með stöðuna í skólanum eftir að starfsemin var flutt vegna myglu.
Ungmennaráð Reykjanesbæjar lét bæjarstjórn „heyra það“ Ungmennaráð Reykjanesbæjar var með margar ábendingar og kvartanir til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á sameiginlegum fundi í Hljómahöll 16. nóvember. Ungmennaráðið fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli og í tilefni þeirra tímamóta kynnti það nýtt merki ráðsins. Tíu ungmenni í ráðinu fluttu ræður þar sem þau bentu á hin ýmsu mál sem þau töldu mikilvægt að laga eða framkvæma. Var nokkuð harður tónn í máli ungmennanna sem töldu að gera þyrfti miklu betur í þeirra þáttum. Meðal málefna sem þau bentu á var aðgengi fatlaðra að hinum ýmsu stofnunum og stöðum í Reykjanesbæ. Kvíði og vanlíðan marga ungmenna var eitt af því sem kom fram í ræðu nokkurra þeirra en stór hluti ungmenna, og þá sérstaklega stúlkur, metur andlega heilsu sína slæma. Fulltrúi nemenda á Ásbrú benti á
að betrumbæta þyrfti skólalóðina þar og víðar og aðstöðu nemenda í skólanum. „Af hverju eru ungmenni ekki höfð í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um marga hluti?“ Þá nefndu ungmennin að bæta þyrfti bókaúrval í bókasafninu og auka þyrfti við sálfræði- og sérfræðiþjónustu, helst að það væri sálfræðingur í hverjum skóla. Þá vantar betri félagsaðstöðu í Innri-Njarðvík. „Það er of langt fyrir okkur sem búum þar að fara í Fjörheima. Unglingar í InnriNjarðvík og Ásbrú fara ekki í (félagsmiðstöðina) Fjörheima því það er of langt fyrir þá að fara. Um 70% þeirra sem sækja Fjörheima eiga heima nálægt félagsmiðstöðinni,“ sagði einn ræðumanna ungmennaráðs. Fulltrúi úr Myllubakkaskóla fór hörðum orðum um flutning starfseminnar á marga staði í bæjarfélaginu vegna myglunnar og kvartaði sáran yfir aðstæðum sem boðið er upp á. Ein af mörgum hugmyndum ræðumanna
Ábendingar og óskir ungmennanna voru allt frá því að veita betri sálfræðiþjónustu yfir í „tjill-skýli“.
ungmennaráðs var að gera svokölluð „tjill-skýli“ á skólalóðir skólanna þar sem nemendur gætu hist og spjallað. „Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður ungmennaráðs, hefur setið í því í þrjú ár og var ekki ánægð með viðbrögð bæjaryfirvalda gagnvart mörgum óskum ungmenna í bæjarfélaginu. „Ég er búinn að mæta á fimm fundi með bæjarstjórn á þessum þremur árum og við höfum náð sáralitlu í gegn eftir þessa fundi,“ sagði Betsy Ásta sem sagði að t.d. væri strætóáætlun alls ekki góð fyrir Innri-Njarðvík. Strætó gengi ekki nógu lengi á laugardögum og alls ekki á sunnudögum. „Hvað eiga ungmenni sem stunda íþróttaæfingar að gera? Af hverju erum við ekki höfð í ráðum þegar svona ákvarðanir eru teknar?“ Páll Ketilsson pket@vf.is
Rödd barna og ungmenna skiptir miklu máli fyrir bæinn Tíu ungmenni fluttu ræður sem nær allar innhéldu þeirra óskir og sömuleiðis ábendingar um ýmislegt sem betur megi fara.
Ungmennaráð Reykjanesbæjar er formlegt fulltrúaráð skipað fulltrúum allra grunnskóla og annarra æskulýðshópa sem starfa innan Reykjanesbæjar. Ungmennaráðið tók nýlega þátt í ungmennaþingi sem haldið var á vegum verkefnisins barnvæns sveitarfélags. Ráðið safnaði fyrir 9 manna bíl fyrir nokkrum árum sem Fjörheimar/88húsið hefur afnot af, ráðið fékk styrk á sínum tíma til að setja upp ungmennagarðinn við Fjörheima og 88 húsið og ráðið hefur einnig kostað margvíslegar fræðslur fyrir ungmenni bæjarins. Ungmennaráðið fundar tvisvar sinnum á ári með bæjarstjórn og eru helstu baráttumál ungmennaráðsins í vetur umhverfismál og flokkun, tryggja jöfn tækifæri barna og ungmenna sama í hvaða hverfi þú býrð, vekja athygli á andlegri heilsu barna og ungmenna sem er í sögulegu lágmarki og umfram allt fá meiri þjónustu fyrir unglinga og ungmenni í bæjarfélagið en þar finnst okkur margt hægt að bæta og þá sérstaklega miðað við nærliggjandi sveitarfélög og sveitarfélög í svipaðri stærð og Reykjanesbær Rödd barna og ungmenna skiptir miklu máli fyrir bæinn en oft getur verið erfitt að fyrir börn og ungmenni koma sinni hugmynd á rétta staði en þá geta þau sent á okkur skilaboð á @ungrnb á bæði Instagram, Face book eða á netfangið ungmennarad@reykjanesbaer.is og ungmennaráðið kemur hugmyndinni þeirra til skila!
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Kirkjugarður Njarðvíkur
Jólalýsing
Byrjað verður að kveikja á jólaljósum í kirkjugarði Njarðvíkur laugardaginn 27. nóvember kl. 13:00 Tengigjald er 4.000 kr. fyrir hverja tengingu. Opnunartími eru sem hér segir: Laugardagur 27. nóvember Frá 13:00 til 17:00 Þriðjudagur 30. nóvember frá 17:30 til 19:00 Fimmtudagur 2. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 4. desember frá 13:00 til 15:00 Fimmtudag 9. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 11. desember frá 13:00 til 15:00 Þriðjudagur 14. desember . frá 17:30 til 19:00 Laugardagur 18. desember frá 13:00 til 15:00 (síðasti opnunardagur)
Bókaormur af Mánagötunni með „slétt og brugðið“
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 660 3691 á milli 13-17 alla virka daga. Vegna Covid-19 þurfa þeir sem koma að virða grímuskyldu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGVAR G. GUÐMUNDSSON, Stekkjargötu 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 13. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og hjúkrunardeildar HSS. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Hera A. Ólafsson Hafsteinn Svanberg Ingvarsson Catarina Ingvarsson Pétur Aðalsteinn Ingvarsson Kristín Kristmundsdóttir Heba Ingvarsdóttir Ruth Ingvarsdóttir Graziano Bagni barnabörn og barnabarnabörn
Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur gefið út tvær bækur á árinu Árelía Eydís Guðmundsdóttir er alin upp í Keflavík en býr núna í vesturbæ Reykjavíkur þar sem hún m.a. starfar sem dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Eftir hana liggja bæði greinar og bækur á fræðilegu sviði en Árelía hefur lagt sig fram um að skrifa einnig handbækur sem nýtast fólki við stefnumótun í lífi sínu. Hún hefur einnig haldið fjölmörg námskeið á því sviði. Árelía Eydís er afkastamikill rithöfundur og gaf m.a. út tvær bækur á þessu ári, annars vegar skáldsögu og hins vegar fræðilega handbók. Þrjú sjálf „Ég er með einskonar þrjú sjálf – eitt sjálfið er starfið mitt sem dósent við Háskóla Íslands, annað sjálfið mitt er rithöfundurinn í mér og þriðja sjálfið er síðan kynningarnar og námskeiðin sem fylgja útgáfunum og rannsóknunum,“ segir Árelía Eydís þegar hún var spurð hvað hún væri að fást við í dag. Árelía Eydís er núna í rannsóknarleyfi frá háskólanum en hún fær slíkt leyfi í eitt misseri á sex missera fresti. Í slíku leyfi er oft verið að viða að sér efni í rannsókn eða að búa til rannsóknarsamstarf þannig að mjög oft fer fólk erlendis til að vinna að verkefnum sem þessum. „Ég fór til Spánar í sex vikur þar sem ég var að skrifa rannsóknartengt efni og í leiðinni að reyna að læra spænsku og flamencó, mér varð reyndar ekki mjög ágengt í spænskunáminu,“ sagði Árelía og skellti upp úr. „Það er hins vegar gott að komast aðeins í burtu frá kennslunni og hafa frelsið sem felst í þessu rannsóknarleyfi, bætti hún við.“
Rithöfundurinn Árelía Eydís Árelía Eydís gaf út á þessu ári tvær bækur, annars vegar skáldsöguna „Slétt og brugðið“ og hins vegar handbókina „Völundarhús tækifæranna“ sem fjallar um þær breytingar sem hafa orðið á vinnumarkaðnum á undanförnum áratugum. Árelía Eydís fann ákveðið frelsi í að að halda úti bloggi sem hún byrjaði á fyrir mörgum árum síðan, sem síðan þróaðist í að skrifa sögur sem eru algjörlega skáldaðar. Skáldsagan sem kom út fyrr á þessu ári er þriðja skáldsaga hennar. „Ég er mikill bókaormur, var mikið á bókasafninu á Mánagötunni í Keflavík og sökkti mér í allskonar bókmenntir á mínum uppvaxtarárum.“ „Slétt og brugðið“ fjallar um sex konur sem hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða
þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra. Konurnar standa flestar á krossgötum og þessi breyting hjálpar þeim að takast á við erfið mál í einkalífi og starfi. Völundarhús tækifæranna er hins vegar fræðileg handbók unnin í samstarfi við Herdísi Pálu Pálsdóttur mannauðsstjóra Deloitte og fjallar um þær breytingar sem hafa orðið á vinnumarkaðnum á undanförnum árum. „Sú bók hefur beina tengingu við vinnuna mína,“ segir Árelía Eydís. „Í handbókinni er verið að rannsaka þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar og munu veita fólki á vinnumarkaði sem og atvinnurekendum ný og spennandi tækifæri. Þessi umbylting getur orðið lykill að betra og innihaldsríkara lífi. Hinum svokölluðu giggurum fer stöðugt fjölgandi – fólki sem tekur að sér verkefni í takmarkaðan tíma en hverfur svo á vit nýrra viðfangsefna; fólki sem selur vinnu sína á markaðstorgi þekkingarinnar. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður. „Ég er síðan tengd handbókinni og í framhaldi af henni að birta greinar um framtíðarvinnumarkað okkar og starfsferil, hvernig hann er að breytast og sérstaklega starfsferil kvenna. Það er töluverður munur á kynjunum og þá sérstakalega þegar tekið er að líða á starfsferilinn. Ég fæ reglulega predikunarþarfir þar sem ég finn mig knúna til að kynna ýmislegt fyrir öðrum, eitthvað sem mér finnst nauðsynlegt að aðrir þurfa að vita. Mér finnst gaman að hafa marga bolta á lofti en þarf samt að passa mig á því að færast ekki of mikið í fang. Ég er þegar farin að hugsa næsta verkefni, fyrsta setningin í næsta skáldverki er komin og ég veit ekki hvert hún kemur til með að leiða mig,“ sagði Árelía Eydís að lokum.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Sigurfari hefur verið lengi við lýði Nú fer að koma sá tími að bátarnir sem hafa verið fyrir austan og norðan fari að koma suður til veiða – og fyrsti báturinn sem kom suður, og er ég þá að tala um minni beitningavélalínubátanna, var Daðey GK sem fór á miðin út af Sandgerði. Þar gekk bátnum feikilega vel því í fyrsta róðri fékk Daðey GK 9,3 tonn og samtals landaði báturinn 30 tonnum í fyrstu fjórum róðrunum. Þessi góða veiði spurðist út og bátunum fjölgaði umtalsvert. Næst á eftir Daðey GK kom Sævík GK og hún fór líka fór til Sandgerðis og landaði þar 13,3 tonnum í tveimur róðrum. Fleiri bátar fylgdu á eftir, t.d. Margrét GK, Geirfugl GK, sem reyndar kom frá Snæfellsnesinu en þessi bátur hafði komið í byrjun nóvember og fór þá beint í Breiðarfjörðinn og landaði þá á Rifi. Dóri GK kom síðan en hann fór lengstu leiðina, eða alla leið frá Siglufirði. Af minni bátunum eru ennþá nokkrir úti á landi, á Skagaströnd er Ragnar Alfreðs GK, Guðrún Petrína GK, sem reyndar hefur ekkert landað afla þar síðan 24. október, og Gulltoppur GK. Nýr skipstjóri tók við bátnum en Gulltoppur GK var kominn til Sandgerðis. Skipstjórinn á Gulltoppi GK sigldi með bátinn til Akranesi og þaðan var hann settur á vörubíl sem ók honum til Skagastrandar. Nokkuð sérstakt að fara norður á þessum tíma, þegar að veiðin er að aukast hérna út frá Suðurnesjunum. Af bátum sem eru að róa hérna þá er Hópsnes GK kominn með 23 tonn
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
í sex róðrum og Addi Afi GK sautján tonn í fjórum róðrum. Frekar rólegt er yfir netaveiðunum og núna er aðeins Maron GK eftir á netaveiðum hérna en honum hefur gengið nokkuð vel, kominn með 41,5 tonn í tólf róðrum og mest 10,3 tonn í einni löndun, sem landað var í Sandgerði Reyndar er Hólmgrímur aðeins með tvo báta í útgerð núna því Halldór Afi GK er kominn í slipp eftir að leki kom að bátnum í gegnum öxul þess. Er hann í slipp núna og þar er líka Langanes GK en búið er að leggja honum tímabundið – og líklegast fram að næstu kvótaáramótum því núna er þorskkvótinn nokkuð minni en var á síðasta fiskveiðiári og leiguverð er ívið hærra núna en var á síðasta fiskveiðiári. Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og er kominn ansi langt austur og hefur verið að landa alla leið á Hornafjörð. Er kominn með 58 tonn í fimm róðrum og mest 21 tonn í einni löndun. Halldór Afi GK var kominn með 6,1 tonn í sjö róðrum þegar að hann fór í slipp. Dragnótabátarnir, þó þeir séu fáir, hafa haldið sig á heimamiðum og núna í nóvember hefur þeim gengið nokkuð vel. Tveir þeirra eru á veiðum inn í Faxaflóanum eða bugtinni eins og það er kallað. Siggi Bjarna GK sem er með 95 tonn í þrettán róðrum og Benni Sæm GK
sem er með 44 tonn í átta róðrum. Sigurfari GK er of langur til þess að mega veiða í Faxaflóanum og er hann því við veiðar undir Hafnarbergi og út af Sandgerði, hann hefur landað 62 tonn í sex róðrum. Annars er nokkuð merkilegt með þennan bát Sigurfara GK, því að Nesfiskur á þennan bát og bátafloti Nesfisks, sem og togarar, er nokkuð stór og mikill. Nöfnin á öllum bátum og togurum þeirra tengjast eigendum og fjölskyldum þeirra – að undanskildu þessu nafni, Sigurfari GK, sem tengist fyrirtækinu eða eigendum þess á ekki neinn einasta hátt. Hvaðan kemur þá þetta nafn, Sigurfari GK? Jú, þetta nafn kemur frá Vestmannaeyjum og sér langa sögu þar, eða aftur til ársins 1943 þegar fyrsti báturinn kemur sem fékk þetta nafn Sigurfari VE 138. Sá bátur var eikarbátur og gerður út í Vestmannaeyjum til 1975 þegar að annar bátur, stálbátur, fékk þetta nafn og hann var gerður út til ársins 1984. Þá var keyptur bátur frá Danmörku sem fékk nafnið Sigurfari VE 138 og sá bátur var síðan seldur til Nesfisks árið 1993 – og jú, Nesfiskur hélt eftir þessu nafni og númeri en breytti bara VE í GK. Svo báturinn var Sigurfari GK 138. Núverandi Sigurfari GK 138 var keyptur árið 2019 og er með þessu númeri 138 og ansi merkilegt að þetta nafn og númer 138 er því búið að vera við lýði á Íslandi í útgerð í 78 ár.
JÓLASÆLKERAMARKAÐUR
Oddfellowsystra á Park Inn hótelinu Systur úr Oddfellowstúkunni Eldey í Reykjanesbæ halda sinn árlega jólasælkeramarkað þann 2. desember næstkomandi frá kl. 17 á Park Inn hótelinu við Hafnargötu. Ýmislegt góðgæti verður til sölu td. sörur,marengsbotnar, kleinur, musli, paté, rauðkál, sultur, chutney, leiðisgreinar og margt fleira sem systur hafa útbúið. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Verið velkomin.
Gunnar nýr samskiptastjóri ríkislögreglustjóra
Sigurfari GK 138.
Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir í nýrri bók Strand seglskipsins Jamestown við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 er nú komið í bók eftir Halldór Svavarsson sem hefur setið við skriftir síðustu fjögur árin. Strand Jamestown er einn stærsti atburður Suðurnesjasögunnar og hafði gríðarleg áhrif, m.a. á húsbyggingar á Suðurnesjum. Eftirmálar þess er stórmerkileg saga sem allt of fáir þekkja. „Varla er hægt að ímynda sér hvílíkur hvalreki strand þessa fjögur þúsund tonna risastóra skips var fyrir Reyknesinga en þar var fulllestað af unnum eðalvið sem átti að fara undir járnbrautarteina í Eng-
landi. Lengd Jamestown var 110 metrar og hafði enginn á strandstað augum borið jafnstórt skip,“ segir í kynningu bókarinnar. Halldór rekur sögu skipsins allt frá smíði þess í Bandaríkjunum til nútímans. Mörgum spurningum hefur verið ósvarað í gegnum tíðina eins og hvers vegna skipið var mannlaust. Hvað varð um áhöfnina og hvar var í skipinu. Hvað varð um gríðarlegt magn eðalviðs sem í því var og hvað eru mörg hús á Suðurnesjum og víðar byggð úr timri Jamestown. Svörin er að finna í bókinni sem er mjög áhugaverð, skemmtilega upp sett og auðlesin.
Gunnar H. Garðarsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri embættis ríkislögreglustjóra. Um er að ræða nýtt embætti. Gunnar starfaði áður hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel þar sem hann hafi gegnt starfi upplýsingafulltrúa. Þá hafi hann áður starfað hjá Markaðsstofu Reykjaness sem markaðs- og upplýsingafulltrúi auk
þess sem hann hefur starfað sem sérfræðingur á Alþingi. Gunnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc í Strategic Communications & PR frá Stirling University og Universitat Pompeu Fabra. Alls sóttu 33 um stöðuna sem auglýst var í lok ágústmánaðar.
Álfar og tröll leggja undir sig hverfi í Reykjanesbæ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar leitaði til bæjarbúa um tillögur að nýjum götunöfnum í Dalshverfi III og nafni á hverfistorgið. Á sjöunda hundrað tillögur bárust og fjöldi þeirra var ævintýratengdur. Umhverfis- og skipulagsráð þakkar íbúum góða þátttöku í nýjustu fundargerð sinni og leggur til að göturnar og torgið í Dalshverfi III beri eftirfarandi nöfn: Álfadalur, Trölladalur, Dísardalur, Huldudalur, Risadalur, Dvergadalur, Jötundalur, Drekadalur og Skessutorg. Viðurkenningar fyrir nöfnin verða veittar í byrjun árs 2022.
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
„Heimilin tóku þátt, nemendur og foreldrar hlustuðu eða lásu saman í upphafi dags eða áttu notalega kvöldstund. Það vildu allir fylgjast með því hvernig sögupersónur Skólaslita tókust á við áskoranir sem þær stóðu fram fyrir“
SKÓLASLIT – stórkostlegt ævintýri Í upphafi árs 2021 hófu kennsluráðgjafar á fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar samtal og vegferð sem heldur betur vatt upp á sig og hafði áhrif á marga í skólasamfélaginu. Samtalinu var haldið áfram við Ævar Þór Benediktsson rithöfund og var verkefni mótað sem við höfðum öll tröllatrú á. Við vorum svo lánsöm að með Ævari Þór fylgdi Ari Yates teiknari og myndskreytir sem setti mark sitt á myndsköpun sögunnar og þá upplifun sem hún veitti. Hópurinn stækkaði og margir voru tilbúnir að taka þátt. Allir grunnskólar Reykjanesbæjar voru með frá fyrstu stundu með Akurskóla í broddi fylkingar. Síðan bættust við grunnskólar Suðurnesjabæjar og Voga ásamt kennsluráðgjafa þeirra, starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar vildi leggja sitt af mörkum og fulltrúar Fjörheima félagsmiðstöðvar gátu ekki beðið eftir því að láta hlutina gerast. Það vildu allir vera með og voru jákvæðir í garð þessa verkefnis. Sótt var um styrk til Sprotasjóðs sem var veittur og vegna þess gátum við farið af stað í þetta stóra og áhugaverða verkefni. Verkefni sem var ólíkt öllu öðru sem við höfum gert undanfarin ár eða hvað? Nýstárleg lestrarupplifun Markmið verkefnisins var að búa til nýstárlega lestrarupplifun, læra af drengjum, hlusta á þá og fá innsýn í þeirra hugarheim og hugmyndir varðandi nálgun á lestri og öflun og úrvinnslu upplýsinga. Einnig var markmiðið að auka áhuga þeirra á lestri með fjölbreyttri nálgun og áhugahvetjandi og merkingarbærum verkefnum. Auk þess vildum við vinna með viðhorf kennara til drengja og lesturs og opna huga þeirra gagnvart ólíkum leiðum til öflunar upplýsinga og þekkingarsköpunar. Enn fremur vildum við gefa feðrum tækifæri til aukinnar þátttöku í lestrarnámi drengja og kanna viðhorf þeirra til lesturs.
Heimilin tóku þátt, nemendur og foreldrar hlustuðu eða lásu saman í upphafi dags eða áttu notalega kvöldstund. Það vildu allir fylgjast með því hvernig sögupersónur Skólaslita tókust á við áskoranir sem þær stóðu fram fyrir enda magnaðist spennan eftir því sem leið á október. Nemendur ræddu söguna sín á milli og spáðu fyrir um framhaldið, myndbönd voru gerð, teikningar litu dagsins ljós en sköpun var allsráðandi í kringum þessa lestrarupplifun. Í skólunum var verið að vinna verkefni í anda sögunnar og sögupersónur lifnuðu við þegar nemendur og kennarar klæddu sig upp í anda Hrekkjavöku. Hver vill ekki klæða sig upp og vera Ása eða Meistarinn á Hrekkjavöku?
Ása eða Marteinn?
Draugahúsið vinsælt
Við viljum breyta orðræðu um drengi og lestur því þeir geta vel lesið. Við þurfum að hlusta betur á þá og reyna að skilja hvað þarf til þess að fá þá til þátttöku. Þó svo að fókusinn hafi verið á drengi í upphafi þá var verkefnið ætlað öllum nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla sem höfðu áhuga á þessari lestrarupplifun og vildu vera með. Allur októbermánuður var undirlagður af sögunni SKÓLASLIT í grunnskólunum okkar og það var sama hvert litið var þá var greinilegt að efni hennar hafði áhrif og var sjáanlegt í verkum nemenda.
Í lok mánaðarins sá félagsmiðstöðin Fjörheimar um að undirbúa draugahús á Hrekkjavöku og var öllu til tjaldað. Ungmenni á vegum Fjörheima höfðu veg og vanda að uppsetningu þess og var magnað að sjá allar þær hugmyndir sem fram komu og voru útfærðar til að skapa stemningu í anda Hrekkjavöku. Draugahúsið var opið í þrjá daga í kringum Hrekkjavöku. Húsnæðið, sem er rúmlega fjögur hundruð fermetrar að stærð, var skipt upp í níu svæði og undirlagt af draugagangi. Tvær útfærslur voru á draugahúsinu, annars vegar hefðbundið
þar sem var myrkur og hugmyndaflugið réði för og hins vegar þar sem ljósin voru kveikt þannig að þeir sem vildu taka þátt gátu komið án þess að dvelja í myrkrinu. Í heildina fóru um tvö þúsund manns á öllum aldri í gegnum draugahúsið þá daga sem það var opið og meirihluti nemenda miðstigs grunnskóla á svæðinu voru þar á meðal.
Verkfæri til kennara Áætlaður afrakstur verkefnisins var að færa kennurum verkfæri sem myndu hafa áhrif á lestrarnám drengja og upplifun þeirra. Einnig að skapa lifandi vefsíðu sem segði sögu SKÓLASLITA þar sem áhersla væri lögð á myndræna og lifandi framsetningu þar sem kennarar og nemendur hefðu tækifæri til að deila og miðla hugmyndum sínum og fjöl-
breyttum afurðum tengdum sögunni. Að lokum að gefin yrði út bók af höfundi sem unnin væri út frá efni lestrarverkefnisins. Eftir samtöl við kennara þá er ekki annað að heyra en að þeir hafi almennt verið mjög ánægðir með hvernig til tókst. Nú þegar höfum við náð flestum þeim markmiðum sem við settum okkur í byrjun. Unnið er að því að eiga samtöl við nemendur um upplifun þeirra. Við viljum hlusta og læra, æfa okkur og gera þær breytingar sem gera þarf til að auka lestraráhuga og lestrarfærni. Send verður út könnun til fulltrúa kennara og foreldra til að fá þeirra upplifun af verkefninu því rödd þeirra er mikilvæg. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir getum við gert upp verkefnið fyrir alvöru og fetað leiðina áfram.
Takk allir sem hjálpuðu Við erum fyrst og fremst stolt af þessu verkefni og þakklát öllum þeim sem voru með okkur í októbermánuði að fylgjast með Halldóri, Ásu, Arndísi, Pavel, Joönnu, Pétri, Grímu og Meistaranum ásamt Unnari skólastjóra og öllum hinum sögupersónunum í SKÓLASLITUM. Við erum þakklát öllum þeim hundrað grunnskólum sem þátt tóku um allt land og þeim áhugasömu kennurum sem leiddu verkefnið áfram. Takk nemendur, foreldrar og kennarar í Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogum, TAKK Ævar Þór og TeiknAri, takk Fjörheimar, takk Stefanía og starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar. Takk Páll og Víkurfréttir fyrir að vera með okkur í verkefninu og gefa okkur færi á að nýta fjölmiðilinn til að kynna verk-
efnið. Takk Arnar og RÚV fyrir að veita verkefninu athygli og fjalla um það í Landanum. Takk Þormóður og Sigurbjörg í Akurskóla og allir skólastjórnendur fyrir ykkar þátt því hann var ómetanlegur. Takk Sprotasjóður fyrir að hafa gert okkur þetta mögulegt því þetta verkefni er einstakt. Kærar þakkir til ykkar allra með von um að SKÓLASLIT hafi verið ykkur ánægjuleg lestrarupplifun. Þarna fengum við tækifæri til að fylgjast með sögu í rauntíma því að Ævar Þór og Ari voru að allan mánuðinn og gáfu okkur nýja upplifun á hverjum degi. Auk þess bætti Ævar Þór við upplestri sem varð til þess að allir gátu tekið þátt óháð lestrarfærni, því að stundum er gott að fá að hlusta og njóta. Þetta verkefni var sannkallað ævintýri og samstarfið í kringum SKÓLASLIT var ómetanlegt því allir lögðu sitt af mörkum til að þessi lestrarupplifun yrði að veruleika. Í dag erum við reynslunni ríkari þar sem verkefnið hefur fært okkur ótal áskoranir og tækifæri. Og að lokum spyrja nemendur; verða SKÓLASLIT 2 á næsta ári? Fyrir hönd stýrihóps SKÓLASLITA: Kolfinna Njálsdóttir, verkefnastjóri SKÓLASLITA og deildarstjóri skólaþjónustu Reykjanesbæjar Heiða Ingólfsdóttir, kennsluráðgjafi fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar Anna Hulda Einarsdóttir, kennsluráðgjafi á fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19
Ræðið við okkur kennara líka Svar við hugmyndinni um að rífa Myllubakkaskóla sem kom fram í grein sem birtist á vef Víkurfrétta laugardaginn 20. nóvember 2021. Í ár kom í ljós að mygla hefur greinst í Myllubakkaskóla. Strax var gripið til aðgerða til að tryggja að kennsla og skólastarf gæti haldið áfram. Kennsla og skólastarf fer nú fram um víðan völl innan Reykjanesbæjar og er ekki beinlínis bætandi fyrir umhverfi nemenda né starfsumhverfi starfsmanna. Þetta ástand er mjög slítandi og með öllu óásættanlegt bæði fyrir nemendur, kennara og stjórnendur Myllubakkaskóla. Spurningin er hvenær kennarar og nemendur geti séð fram á það að kennsla og starf fari aftur í eðlilegt horf undir sama þaki. Hugmyndir um að rífa Myllubakkaskóla og færa starfsemi hans annað, til dæmis með því að sameina hann við Holtaskóla, láta byggja nýtt húsnæði fyrir Fjölbrautaskóla uppi á Ásbrú eða byggja nýjan skóla eru alls ekki slæmar EN hvernig verður tryggt að sveitarfélagið eða ríkið ráðstafi fé í slíkt? Í haust var vígð ný og glæsileg viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ferlið sjálft var langt og krafðist mikillar vinnu og undirbúnings. Slíkt telst kannski eðlilegt en mig langar að spyrja hvort það
teljist í lagi að kennarar, nemendur og stjórnendur Myllubakkaskóla þurfi að bíða eftir nýju skólahúsnæði í nokkur ár? Hugmyndin um að sameina Myllubakkaskóla við Holtaskóla mun hugsanlega leiða til þess að hóparnir stækki eða gæti leitt til uppsagna kennara ef á versta veg fer. Stærri hópar geta verið vandamál þar sem álag á kennara eykst og minni tími gefst til að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa. Námsöryggi nemenda og vellíðan kennara í starfi þarf að vera í brennidepli og að mínu mati er ekki nægileg áhersla lögð á það í hugleiðingum sem birtust í grein um framtíð Myllubakkaskóla á vef Víkurfrétta. Hins vegar finnst mér mjög jákvætt að það sé verið að hugsa í lausnum og auðvitað þarf að stuðla að uppbyggingu skóla- og menntakerfisins, íþróttasamfélagsins og ekki síður að skólaumhverfið standi undir nútímakröfum í Reykjanesbæ. En er ekki löngu orðið tímabært að láta slíkar umræður fara fram á vettvangi þar sem helstu hagsmunaaðilar geta komið skoðunum, hugmyndum og áhyggjum sínum á framfæri? Umræðan um hvort eigi að rífa Myllubakkaskóla, sameina hann við til dæmis Holtaskóla eða færa hann í húsnæði Fjölbrautar er mjög mik-
Simon Cramer Larsen Framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
ilvæg. Hún á hins vegar að fara fram þar sem kennarar, skólastjórnendur, bæjarbúar og sveitarstjórn sitja við sama borð. Kennarar eiga að hafa aðkomu að því hvernig starfsumhverfi þeir vilja vinna í. Rödd kennara er mjög mikilvæg og þess vegna skora ég á sveitastjórn að íhuga mögulegar lausnir vel og vandlega. Takið samtalið við kennarana og hlustið á þá. Þvílík reynsla, kunnátta og hæfni er hjá kennurum og það er að mínu mati kominn tími til að hlustað verði á okkur þegar er verið að ræða um starf, menntun og vinnuumhverfi okkar óháð skólastigum. Því er ég viss um að vilji og áhugi sé til staðar hjá kennurum um að ræða og skoða málin í sameiningu.
Kristinn Logi Hallgrímsson, læknir (lengst til hægri), fundaði með læknum HSS um þetta þýðingarmikla málefni, vitundarvakningu um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Höldum sýklalyfjum virkum Í upphafi vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja var haldinn fundur með læknum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar sem Kristinn Logi Hallgrímsson, læknir, fundaði með læknum HSS um þetta þýðingarmikla málefni, vitundarvakningu um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi. Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna einstaklinga, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á mikilvægi þess að nota sýklalyf skynsamlega og minna á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Orsakir sýklalyfjaónæmis eru margvíslegar en ógætileg notkun sýklalyfja hjá bæði mönnum og dýrum er ein sú mikilvægasta. Uppgötvun sýklalyfja er ein merkilegasta uppgötvun læknisfræðinnar og hafa þau komið í veg fyrir milljónir fylgikvilla og dauðsfalla vegna smitsjúkdóma og sýkinga. Því er mikilvægt að koma í veg fyrir útbreiðslu
sýklalyfjaónæmis og viðhalda virkni sýklalyfja um langa framtíð. Skynsamleg ávísun sýklalyfja er samvinnuverkefni heilsugæslunnar, sóttvarnarlæknis og sýklafræðideildar Landspítala og hófst árið 2017. Fyrirmynd þess er sænskt verkefni sem hóf göngu sína fyrir aldarfjórðungi. Markmiðið er að stuðla að skynsamlegri ávísun sýklalyfja og þar með vinna gegn þróun ónæmis og þannig stuðla að verndun og virkni þessarra gríðarlega mikilvægu og góðu lyf. Í heilsugæslunni á Íslandi, í öllum heilbrigðisstofnunum, er hópur lækna sem á hverju ári mun funda með læknum allra heilsugæslustöðva á sínu svæði. Þar er farið yfir stöðuna á sýklalyfjaávísunum og ræddar áherslur fyrir næsta ár. Sjá nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu Embættis landlæknis. https://www.landlaeknir.is/smit-ogsottvarnir/syklalyfjaonaemi-syklalyfjanotkun/
Ungt fólk í Reykjanesbæ Tvisvar á ári heldur Ungmennaráð Reykjanesbæjar góða fundi með bæjarstjórn og nú í nóvember átti ráðið tíu ára afmæli. Vel gert ungmennaráð og til hamingju með stórafmælið. Margar mjög góðar ræður voru fluttar um hvað mætti betur fara í bænum. Nemendur eru að kalla eftir aukinni sálfræðiþjónustu í skólum eða öðrum sérfræðingum til að styðja við andlega heilsu ungmenna. Of margir nemendur eru að glíma við kvíða og þunglyndi að sögn nemenda og þurfa þau aukinn stuðning. Nemendur vilja einnig fleiri félagsmiðstöðvar við grunnskólana því erfitt getur verið að koma sér í 88 húsið en einnig til að þétta nemendahópinn betur saman í hverjum skóla fyrir sig. Nemendaráð hefur mikið að segja um hvernig umhverfið í bænum á að vera og hvernig þjónustu þau vilja sjá í okkar samfélagi. Í ræðum nemenda var vitnað í Barnasáttmálann, Heimsmarkmiðin og ýmsar rannsóknir. Vitnað var í niðurstöður kannana sem Rannsóknir og greining gera reglulega um líðan meðal ungs fólks. Áhersla er lögð á að meta þá þætti sem skipta máli í lífi ungmenna og meta breytingar í samfélaginu. Tíðarandinn breytist fljótt og höfum við náð góðum árangri varðandi reykingar og drykkju ungmenna en núna er verið að skoða betur koffínneyslu, rafrettunotkun og svefnvenjur ungmenna. Um 9,8% nemenda í 10. bekk nota
rafrettur daglega og 8,3% hafa notað kannabis. Um 22,6% nemenda í 8-10 bekk meta andlega heilsu sína mjög góða og 28,2% meta líkamlega heilsu sína góða. Um 37% meta svo að þau fái oft eða alltaf nægan svefn á virkum dögum. Aðeins 15,5% nemenda mæta í félagsmiðstöð og þar er tækifæri til að fjölga verulega. Mikilvægt er að hlusta á börn og ungmenni og koma til móts við þau svo líðan þeirra sé góð í skólakerfinu og einnig í samfélaginu. Í stefnu Reykjanesbæjar kemur fram að börnin séu mikilvægust, styðjum börn svo þau blómstri í fjölskyldunni, skólum, íþróttum og tómstundum til að auka kraft samfélagsins.
Anna Sigríður Jóhannesdóttir BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ
Tunnufestingar og teygjur á lok Festum tunnur vel og setjum festingar á lok Á veturna glatast fjöldi sorpíláta og innihald þeirra dreifist um íbúðahverfi. Til mikils er að vinna að halda tunnunum föstum og vel lokuðum. Festingar fást hjá gámafélögum og í byggingavöruverslunum.
Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is
sport
Miðvikudagur 24. nóvember 2021 // 44. tbl. // 42. árg.
Helena í leiknum gegn Haukum sem fór fram síðasta sunnudag.
Helena Rafnsdóttir er í leikmannahópi nýliða Njarðvíkur sem hefur heldur betur farið vel af stað í Subway-deild kvenna og skipa efsta sæti deildarinnar. Helena svarar laufléttum spurningum í uppleggi Víkurfrétta.
Borða alltaf Serrano fyrir leik NAFN:
HELENA RAFNSDÓTTIR ALDUR:
SAUTJÁN ÁRA (VERÐUR ÁTJÁN 11. DESEMBER) TREYJA NÚMER:
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Nei ekki þannig. Eina sem ég er með er að ég borða alltaf Serrano fyrir leik. Svo hlusta ég á góða tónlist og kem mér þannig í gírinn. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Ég byrjaði í körfu fimm ára. Ég æfði líka fótbolta í smá og fimleika lengi en fannst alltaf langskemmtilegast í körfu, svo ég valdi það. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan. Hver er þín helsta fyrirmynd? Hef alltaf litið mest upp til Ingibjargar [Vilbergsdóttur] frænku, sem spilaði líka körfubolta. Svo líka mamma og pabbi.
5 STAÐA Á VELLINUM:
SPILA AÐALLEGA SEM BAKVÖRÐUR EÐA FRAMHERJI MOTTÓ:
DON’T HOPE FOR IT, WORK FOR IT!
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Myndi segja Taco en gott kjöt og sætar er líka alltaf gott. Aliyah A'taeya Collier
Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Bara að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og komast með liðið í Playoffs!
UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í NJARÐVÍK NAFN:
HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA?
RÓSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
AÐ KEPPA OG ÆFINGARNAR HJÁ BYLGJU.
ALDUR:
HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM?
10 ÁRA
JÁ, VIÐ ERUM ALLAR VINKONUR Í LIÐINU MÍNU.
SKÓLI:
HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN NJARÐVÍKUR KARLA OG KVENNA?
NJARÐVÍKURSKÓLI
LOGI GUNNARSSON OG VILBORG JÓNSDÓTTIR.
HVAÐ ERTU BÚIN AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI?
HVER ER BESTUR Í HEIMI?
Í FJÖGUR ÁR.
KOBE BRYANT.
Hvert er helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Hef ekki enn afrekað eitthvað svaka en hef alltaf fengið góðar einkunnir í skóla.
Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Myndi örugglega sofa út.
Hver er besti samherjinn? Aliyah Collier er rugl góð.
Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Út í skóla og spila í Evrópu seinna.
Fjölskylda/maki: Bý með foreldrum mínum og tveimur systrum.
Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Finnst mjög gaman að lyfta, annars bara vera með vinum og fjölskyldu.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Að lenda í öðru sæti á Norðurlandamótinu með U-18 í sumar.
Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Get ekki nefnt eina, fullt af mjög góðum leikmönnum í þessari deild.
Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Ég ætla að taka ungt lið af stelpum sem ég hef spilað með í yngri landsliðum. Vilborg Jónsdóttir (Njarðvík), Elísabeth Ýr (Haukar), Emma Sóldís (Fjölnir) og Agnes María (Keflavík).
Ertu öflug í eldhúsinu? Ég get reddað mér má segja.
Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei, ekki svo ég viti. Því miður. Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Já, skipulagsleysi og óstundvísi.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Miklar framfarir og breidd í sundhópnum Kátir sundþjálfarar að loknu Íslandsmeistaramóti Jón Hilmarsson ungo@simnet.is
Sterkar hefðir skila árangri
Eðvarð í aksjón á sundmóti.
Íslandsmeistaramótið í 25 metra sundlaug gekk mjög vel hjá ÍRB um þarsíðustu helgi. Tuttugu og þrír þátttakendur voru frá ÍRB að þessu sinni og voru flestir að bæta sig mjög mikið. Að því tilefni hitti blaðamaður Víkurfrétta sundþjálfarana Steindór Gunnarsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson að máli og ræddi við þá um starfið og hvað liggur að baki árangri sem þessum. „Við erum með mikið af ungum sundmönnum í afrekshópnum sem eru að taka miklu framförum. Breiddin í sundinu á Íslandi er að aukast, meiri samkeppni sem er af hinu góða. Það er ákveðin pressa sem kemur á krakkana að standa sig þegar okkar sundmenn eru að mæta hinum. Við erum að standa okkur mjög vel í þessum samanburði,“ sagði Eddi. „Þau eru líka mjög sterk alhliða í öllum sundgreinunum, eru fjórsundsmiðuð. Þau standa mjög vel þegar kemur að því að velja á milli greina um átján ára aldurinn,“ sagði Steindór. „Áhugi hefur alltaf verið mikill í Reykjanesbæ, við erum í samkeppni við aðrar íþróttagreinar og auðvitað kemur fyrir að það vanti í einhverja árganga svipað og gerist í öðrum greinum,“ sagði Steindór. „Almennt séð höfum við veitt góða þjónustu frá því að ÍRB var stofnað fyrir um tuttugu árum síðan, flottar aðstæður og samkeppnishæft lið á landsvísu sem hefur verið að berjast um efsta sætið í liðakeppnum á hverju ári sem hvetur hópinn áfram sem lið,“ bætti Eddi við.
ÍRB hefur marg oft unnið AMÍ sem er aldursflokkameistaramót og Bikarkeppnina og í þau skipti sem sem það hefur ekki gerst hefur liðið oft verið nokkrum stigum frá sigrinum.
„Við Steindór höfum starfað lengi fyrir ÍRB og með öflugu samstarfi verða til sterkar hefðir sem skila árangri. Við höfum fastan ramma utan um skipulagið og erum metnaðarfullir í okkar störfum. Við viljum sjá árangur af okkar starfi. Umgjörðin hefur verið mjög góð og fólk veit af því og hrífst af því. Foreldrar vita af því að krakkarnir þeirra eru að fara inn í fastmótað kerfi, þar sem þeir vita hverjar áherslurnar eru og sem skilar árangri.“ „Áherslurnar hjá félaginu eru fyrst og fremst að kenna öllum að synda á góðan máta og nota rétta tækni. Einnig að ala þau upp í læra að ekkert kemur að sjálfu sér, þú þarft að vera duglegur, vinnusamur, stundvís sundmaður og bera virðingu fyrir öðrum keppendum og félögunum sem æfa með þér,“ bætti Steindór við. Þeir félagar voru sammála um að hjá ÍRB hafi einnig skapast sterk hefð í gegnum tíðina hjá foreldrum að standa þétt að starfinu. „Við höfum alltaf verið það lánsöm að hafa sterkt og áhugasamt fólk á bak við okkur í stjórn sem sést best á þeim mótum sem við höldum og tökum þátt í og þeim æfingabúðum sem við höfum farið í.“
Steindór lifir sig inn í keppnina.
Toppaðstaða til sundæfinga í Vatnaveröld ÍRB hefur til afnota frábæra aðstöðu á Sunnubraut í Keflavík, eigin laug þar sem sem þjálfarar geta skipulagt æfingar eins og þeim hentar. „Við höfum toppaðstöðu og nýlega bættist við sjónvarp, iPad og myndavélar til að mynda í kafi – við gætum ekki haft það betra,“ voru þeir félagar sammála um. „Við setjum upp æfingatöfluna þannig að hún passar við skólann hjá krökkunum og æfingar séu líka búnar á skikkanlegum tíma,“ bætti Steindór við.
Þeir sem eru að æfa í afrekshóp eru að jafnaði að æfa þrettán sinnum í viku, taka þrjár morgunæfingar áður en skólinn hefst og síðan þrekog sundæfingar sex daga vikunnar. „Því miður er íslenska skólakerfið ekki að vinna með okkur, við erum að missa marga sundmenn frá okkur á besta aldri vegna tímaleysis. Álagið er of mikið á ungmenni sem eru í framhaldsskóla hérlendis en síðan eru þó nokkrir sem fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna og ná oft að gera það með skólastyrk vegna árangurs í sundi og framlengja þannig sundferilinn um nokkur ár,“ sögðu þeir Steindór og Eðvarð. Að nægu er að huga fyrir þá félaga en framundan eru ýmis landsliðsverkefni, tímabilið er rétt hálfnað og mörg mót framundan hérlendis. Einnig er keppnisferð fyrirhuguð til Lyngby í Danmörku í janúar á næsta ári.
VIÐSPYRNU STYRKUR
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Njarðvíkurskóli Þroskaþjálfi óskast til starfa Almenn umsókn Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði. Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Ferðavefir sérhæfa sig í umsóknum á viðspyrnustyrkjum. Hefur þú fengið tekjufallsstyrk? Þá eru líkurnar á að þú fáir viðspyrnustyrk góðar.
Hafðu samband og kynntu þér hvað þú átt rétt á.
s: 554 5414 | ferdavefir.is upplysingar@ferdavefir.is
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
r é m r i t f e Man ekki n e i s í v u r öð m u k i e l m i íf
Tvöföld skrúfa í keppni í gólfæfingum á Gymnova Cup.
Margrét Júlía Jóhannsdóttir er fjórtán ára fimleikastelpa úr Keflavík sem hefur sett sér háleit markmið og ætlar að ná langt í fimleikum. Margrét var valin í landslið Íslands á dögunum og hefur þegar tekið þátt í tveimur landsliðsverkefnum. VF-mynd: JPK
„Ég byrjaði tveggja ára í krakkafimleikum, það eru orðin tólf ár síðan,“ segir Margrét Júlía sem lagði líka stund á fótbolta en þegar hún var komin í þriðja bekk ákvað hún að einbeita sér að fimleikum. „Ég hef líka gaman af fótbolta, fer oft á völlinn til að sjá Keflavík spila og fylgist með. Fókusinn er hins vegar á fimleikana sem mér finnast rosalega skemmtilegir og ég æfi sex daga vikunnar, þrjá klukkutíma í senn. Það er líka þjálfun inni í þeim tíma en ég þjálfa aðallega um helgar. Það hafa alveg komið tímar þar sem smá efasemdir hafa komið upp í sambandi við fimleikana, þetta er svolítið mikið álag, en þetta er orðið að rútínu núna – ég man hreinlega ekki eftir öðru en að hafa verið í fimleikum.“
Mikið safn verðlaunagripa Eftir að hafa stundað fimleika þetta lengi er verðlaunasafn Margrétar orðið ansi veglegt en hvað ætli standi upp úr á hennar keppnisferli? „Að verða Íslandsmeistari í ár í fyrsta þrepi stendur upp úr, ég hef líka orðið sigurvegari í þriðja þrepi en það var bara í mínum aldursflokki, ekki yfir allt þrepið.“ Hefurðu tekið þátt í alþjóðlegum mótum, svona fyrir utan landsliðsverkefni? „Nei, því miður ekki. Það er svolítið leiðinlegt að vera að koma upp á þessum tíma, við áttum að fara á æfingamót til Ungverjalands en því var aflýst út af Covid.
Starfsmaður í timbursölu Við hjá BYKO erum að leita að öflugum starfsmanni til liðs við okkur í timbursölu og timburafgreiðslu BYKO Reykjanesbæ. Ef þú ert framsækinn og faglegur starfsmaður með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér. Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00/10:0-18:00 virka daga og þriðji hver laugardagur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Ég hlakka mjög að geta tekið þátt í svona stórum alþjóðlegum mótum en það verður að hafa sinn gang.“
Á góða afreksfjölskyldu Margrét Júlía var á dögunum valin í unglingalandslið Íslands í áhaldafimleikum. Liðið keppti á rafrænu Norðurlandamóti í Björkunum laugardaginn 30. október þar sem stúlkurnar þreyttu frumraun sína í keppni með landsliði. Það reyndist vera góður undirbúningur fyrir alþjóðlega mótið Gymnova Cup í Belgíu sem fór fram helgina 13.–14. nóvember. Þar kepptu stúlkur frá ellefu Evrópulöndum auk Kanada. Íslenska liðið keppti í junior-flokki en keppendur voru 30 talsins. Margrét Júlía átti mjög góðan keppnisdag og frammistaða hennar skilaði
Margrét Júlía og Helen María vinkona hennar að loknu þrepamóti á Akureyri, þarna eru þær tíu ára.
henni sjötta sæti í samanlögðum einkunnum og fjórða sæti á jafnvægisslá. Með frammistöðu sinni vann hún sér sæti í úrslitum á jafnvægisslá daginn eftir og var hún önnur tveggja íslensku stúlknanna sem fékk að reyna fyrir sér í úrslitum. Öttu þar kappi tíu stúlkur á hverju áhaldi þvert á aldursflokka; youth, junior og senior. Ekki gekk eins vel og daginn áður en Margrét Júlía öðlaðist þarna dýrmæta reynslu. „Mamma [Bryndís Jóna Magnúsdóttir] var í fimleikum þangað til hún þurfti að hætta út af meiðslum í olnboganum, pabbi hefur ekki verið í fimleikum,“ segir Margréti og skellir upp úr. Við hlægjum að þessu í skamma stund og erum sammála um að við sjáum hann ekki alveg fyrir okkur í fimleikum. „En hann var flottur í fótboltanum,“ bætir Margrét við eftir smá stund en pabbi hennar er Jóhann Birnir Guðmundsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. „Þegar ég var fyrst valin í landsliðið þá vissi ég ekki hvernig tilfinningin yrði að keppa fyrir landsliðið og þá talaði ég við pabba og Davíð [Snæ Jóhannsson], af því að þeir hafa báðir reynslu af landsliðsverkefnum. Það var svo sannarlega gott að eiga þá að til að huga að andlega þættinum.“
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Hvernig tilfinning er það svo að keppa fyrir hönd Íslands? „Það er rosalega gaman, miklu skemmtilegra en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér. Maður fékk alveg gæsahúð þegar maður söng með þjóðsöngnum áður en maður fór að keppa.“ Kunnirðu þjóðsönginn? „Já, ég kunni hann,“ segir Margrét og ljómar öll þegar hún rifjar þetta upp. „Maður kunni eitthvað í honum allavega.“ „Já, ég er búin að taka þátt í þessum tveimur mótum með landsliðinu, Norðurlandamótinu í lok október og Gymnova Cup í Belgíu um þarsíðustu helgi. Þetta var ótrúlega gaman, mjög margir þátttakendur og öðruvísi stemmning en maður hefur fengið að upplifa hérna heima. Þetta skilur eftir góðar minningar og maður kynntist mörgum skemmtilegum stelpur.“ Hvað er svo framundan? „Ég ætla að halda áfram að æfa vel, vera dugleg og halda sæti mínu í landsliðinu. Fleiri mót eru áætluð næsta sumar en það eru engar upplýsingar komnar um þau, auðvitað út af Covid. Markmiðið er að halda áfram með landsliðinu og fá tækifæri til að keppa meira á stærri mótum – það er draumurinn,“ segir Margrét Júlía að lokum.
Við leitum að starfsmanni með: Þekkingu á byggingarefni Ríka þjónustulund Hæfni í mannlegum samskiptum Áhuga á verslun og þjónustu Lyftarapróf, kostur Helstu verkefni og ábyrgð: n Afgreiðsla til viðskiptavina n Tiltekt pantana n Almenn lagerstörf n Umhirða og eftirlit með tækjabúnaði og starfsstöð n n n n n
Umsóknir skal senda á systa@byko.is
Íslenska unglingalandsliðið að loknu Norðurlandamóti í október.
on hlaut s s d n u m ð u G r y re F s u lí ú J jar æ b s e n ja k y e R n u la rð e rv menninga li við ta ið v í r e s u lí ú J . a n lu ú S 2021, viku. ri a s s e þ í ín s a g a m ja s e Suðurn
n a tt a h n a M á a r á n já ít •N u • Ástarsaga úr leikhúsin n in s s a b g o r a n r u m m o r •T
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Mundi Nýjasta lestrarátakið í Reykjanesbæ: „Lesið yfir bæjarstjórn!“
Available Jobs at Airport Associates
Hlaðmaður
Ramp agent
Airport Associates leitar að hlaðmönnum í 100% starf sem geta hafið störf sem fyrst.
Airport Associates is looking for ramp agent in 100% position that can start work as soon as possible.
Helstu verkefni og hæfniskröfur n Hleðsla og af hleðsla farangurs og frakt n Ökuréttindi skilyðri og vinnuvélaréttindi kostur n Góð tölvukunnátta n Enskukunnátta skilyrði n Hreint sakavottorð
Main tasks and requirements n On and offloading of aircrafts, luggage, cargo and mail n Driving license n Machine license advantage n Good computer skills n Good English skills n Clean criminal record
Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin tekur til allrar þjónustu við farþega- og fraktflugvélar svo sem hleðslu flugvéla sem og annarar þjónustu á flughlaði, farþegainnritunar, hleðslueftirlits og alls þess er lítur að flugvélaafgreiðslu Áhugasamir sækið um á heimasíðu okkar, www.airportassociates.com
Airport Associates is an independent ground handling service company with headquarters at Keflavik Airport, Iceland. The operation includes full aircraft and warehouse handling, such as loading/unloading cargo, passenger check-in, load control and general aircraft servicing. Apply on our website, www.airportassociates.com
Starfsmaður í mötuneyti
Canteen employee
Airport Associates leitar að aðstoðarmanneskju í mötuneyti fyrirtækisins sem getur hafið störf sem fyrst. Vinnutími er í dagvinnu frá 08:00 til 16:00 og önnur hver helgi.
Airport Associates is looking for a assistant in the company canteen, someone that can start as soon as possible. Working hours are from 08:00 till 16:00 and every other weekend.
Helstu verkefni og ábyrgð n Matreiðsla og almenn eldhússtörf n Undirbúningur og framleiðsla á hádegisverði n Uppvask, þrif og frágangur á vörum n Önnur tilfallandi verkefni
Main task and responsibility: n Cooking and general kitchen work n Preparing and cooking for lunch n Cleaning and other task related to the chichen
Menntunar- og hæfniskröfur n Áhugi og reynsla af sambærilegu starfi nauðsynleg n Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur vinnubrögð n Góð færni í samvinnu og mannlegum samskiptum n Jákvæðni og sveigjanleiki n Góð enska og íslenskukunnátta n Hreint sakavottorð Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við íslensk og erlend flugfélög, allt frá hleðslu / afhleðslu farms, innritun farþega, hleðslu- eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021. Áhugasamir sækið um á heimasíðu okkar, www.airportassociates.com Nánari upplýsingar gefur Snorri Sigurðsson matreiðslumaður í síma 894 8233 eða í netfangi: snorri@airportassociates.com
Education and requirements n Experience of similar work is requested n Initiative, independence and professionalism n Excellent communication skills n Posititivy and flexibility n Good spoken Icelandic and/or English n Cleen criminal record is necessary Airport Associates is an independent ground handling service company, with headquarters at Keflavik Airport, Iceland. The operation includes all the comprehensive services for Icelandic and foreign airlines, ranging from loading / unloading, check-in passengers, loading control, Cargo and cleaning. Application deadline is 30th of November 2021. Apply on the website, www.airportassociates.com Further information gives Snorri Sigurðsson Head Chef in phone 894 8233 or email: snorri@airportassociates.com
LOKAORÐ
Störf í boði hjá Airport Associates
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Áhugaverð sameining Einhver áhugaverðasta hugmynd í sameiningarmálum sveitarfélaganna var lögð fram af fyrrverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna Sigfússyni fyrir nokkru. Hugmyndin snerist um að sameina Reykjanesbæ, Voga og Hafnarfjörð. Sitt má hverjum sýnast um hugmyndina en Árni má eiga það að slík hugmynd sýnir mikla framsýni. Viðlíka framsýni og hann sýndi í störfum sínum sem bæjarstjóri. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur varla skipulagt eina einustu íbúðarlóð síðan Árni fór úr embætti bæjarstjóra. Við framsýnikeflinu hefur nú tekið bæjarstjórinn í Ölfusi. Hann býður landsmönnum uppá þjóðarleikvang í landi Ölfuss. Lóðamálin ættu að vera einföld, því ríkið er eigandi landsins í Ölfusi sem best væri að byggja á. Slíka framsýni og hugmyndaauðgi vantar sárlega á Suðurnesin. Smákóngabragurinn ræður ríkjum í sveitarstjórnarmálum og engin sameiginleg lína milli sveitarfélaga sem fyrir löngu ætti að vera búið að sameina. Innan fárra ára verður Reykjanesbær hverfi í Hafnarfirði. Báðir alþjóðaflugvellirnir verða þar líka. Getur verið að mun líklegra sé að hugmynd Árna verði að veruleika, heldur en að Suðurnesjabær, Vogar og Grindavík myndu sameinast Reykjanesbæ. Framtíðin mun leiða það í ljós.
Lögðu til úrbætur á skólalóðum Ungmennaráð Suðurnesjabæjar hefur kynnt fyrir bæjarstjórn nokkrar hugmyndir að úrbótum á skólalóðum í Garði og Sandgerði. Ráðið vill að kastalinn á skólalóð Gerðaskóla verði tekinn og nýr og öruggari kastali settur í staðinn. Að bætt verði við rólum á skólalóð Gerðaskóla. Að endurmetinn verði staðsetning gervigrasvallar við Gerðaskóla með tilliti til að auðvelt sé að fylgjast með börnum að leik. Þá vill ráðið að keyptir verði tveir pönnuvellir og settir við grunnskólana á veturna og færa þá við fótboltavelli bæjarins á sumrin. Að gerðar verði úrbætur á skólahreystivelli við Sandgerðisskóla. Ráðið vill tryggja að viðhaldi á leiksvæðum sé vel sinnt og endurnýjað jafnóðum ef leiktæki eru tekin í burtu.